47
DÝRALÍFEÐLISFRÆÐI BOÐEFNAVIÐTAKAR -Adrenergir viðtakar, bindast adrenalíni og noradrenalíni, --viðtakar hafa meiri sækni í noradrenalín - 2 -viðtakar hafa meiri sækni í adrenalín - 1 -viðtaki hefur jafnmikla sækni í bæði adrenalín og noradrenalín -Þegar adrenalín binst við -viðtaka á æðum innyfla (sléttum vöðvum) þá veldur það æðaþrengingu. En þegar adrenalín binst -viðtökum á æðum beinagreindarvöðva þá veldur það æðavíkkun -Kólínergir viðtakar, Acetylkólín getur bundist tvennskonar kólínergum-viðtökum: -nikótín-viðtökum, -eru á rákóttum vöðvum, autonoma taugum og CNS -agonisti er nikótín -antagonisti er kúrare -múskarín-viðtökum, -eru á sléttum og hjartavöðva, kirtlar og CNS -agonisti er múskarín -antagonisti er atrópín

DÝRALÍFEÐLISFRÆÐI · Web viewBOÐEFNAVIÐTAKAR-Adrenergir viðtakar, bindast adrenalíni og noradrenalíni,-(-viðtakar hafa meiri sækni í noradrenalín-(2-viðtakar hafa meiri

  • Upload
    others

  • View
    9

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

DÝRALÍFEÐLISFRÆÐI

BOÐEFNAVIÐTAKAR

-Adrenergir viðtakar, bindast adrenalíni og noradrenalíni,

--viðtakar hafa meiri sækni í noradrenalín

-2-viðtakar hafa meiri sækni í adrenalín

-1-viðtaki hefur jafnmikla sækni í bæði adrenalín og noradrenalín

-Þegar adrenalín binst við -viðtaka á æðum innyfla (sléttum vöðvum) þá

veldur það æðaþrengingu. En þegar adrenalín binst -viðtökum á æðum

beinagreindarvöðva þá veldur það æðavíkkun

-Kólínergir viðtakar, Acetylkólín getur bundist tvennskonar kólínergum-viðtökum:

-nikótín-viðtökum, -eru á rákóttum vöðvum, autonoma taugum og

CNS

-agonisti er nikótín

-antagonisti er kúrare

-múskarín-viðtökum, -eru á sléttum og hjartavöðva, kirtlar og CNS

-agonisti er múskarín

-antagonisti er atrópín

BOÐSPENNA og FORSPENNA

-Boðspenna er allt eða ekkert ferli en forspenna getur lagst saman.

-Upplýsingar um styrk og varanleika áreitis endurspeglast ekki í stærð boðspennunnar

heldur í tíðni boðspenna. Magn boðefnis sem losað er úr taugaenda er í réttu hlutfalli

við tíðni boðspenna í taugafrumu.

Leið og leiðni boðspennu

-Forspennan verður að vera fyrir ofan þröskuld til að boðspenna fari af stað við

síma.Við upphaf boðspennu í trigger zone (í símakólfi), opnast spennustýrð Na+

göng og natríumið flæðir inn. Við það afskautast frumuhimnan og opnast þá enn

fleiri Na+ göng. Tornæmis-/ónæmistími kemur í veg fyrir að boðspennan fari nema í

aðra áttina. ATH mynd 8.14 er nokkuð góð

-Himnuspennubreytingar berast aðeins í aðra áttina vegna ónæmis frumuhimnunnar

þar sem boðspenna er að myndast

-Stærð forspennu ræðst af staðsetningu og styrk áreitis. Forspenna minnkar frá

áreitisstað. Forspenna getur lagst saman.

-Leiðnihraði fer eftir: -Þvermáli taugasíma (↑þvermál => ↑ hraði)

-Viðnámi í frumuhimnu (+/-mýelín)

-Hitastigi (↑hiti => ↑hraði)

-Leiðnihraðinn er mjög mismikill

A-þræðir: ·5-20µm

·m/mýelíni

·12-130m/sek

·Hafa með snertingu, þrýsting, stöðu liðamóta, hitastig og hreyfitaugar

til beinagrindavöðva að gera

B-þræðir: ·2-3 µm

·m/mýelíni

·15m/sek

·Flytja skynboð frá innyflum til MTK og eru fyrri (presynaptískar)

taugafrumur ósjálfráða taugakerfisins

C-þræðir: ·0.5-1.5 µm

·án mýelíns

·0.5-2 m/sek

· Hafa með sársaukaskynjun, ákv. þrýsting, snertingu, húðhita og –

kulda, sársauka frá innyflum og eru seinni (postsnaptísk) taugafr.

ósjálfráða taugakerfisins

BOÐEFNI TAUGAKERFISINS

-Acetylcholine

-Amin: noradrenalín, adrenalín, dópamín, histamín og fl

-Amínósýrur: glútamat, aspertat

-Púrín: adenósín

-Lofttegundir: NO

SKIPTING TAUGAKERFISINS

-Skiptist sem sagt í somatíska (viljastýrða) og autonoma (ósjálfráða) taugakerfið.

Viljastýrða taugakerfið Ósjálfráða taugakerfið

Sómatíska Sympatíska Parasympatíska

Stress

Hvíld og

melting

Ach Inikótínviðtakar

Rákóttir vöðvar Sléttir vöðvar og hjarta

Noradrenalín Ialfa og betaviðtakar

Ach Imúskarínviðtakar

-Autonoma skiptist svo í:

-sympatíska (drifkerfi/fight & flight), taugar koma út úr cervical,thoracic og

lumbar svæði mænu og eru taugahnoð samsíða mænunni. Hefur eftirtalin

áhrif: ↑ samdr geislavöðva í lithimnu augans (sjáaldur stækka)

↑ hjartsláttur, samdráttarkraftur hjarta, blóðþrýstingur

↑ slökun berkja

↑ blóðflæði til rákóttra vöðva, hjarta, lifrar og fituvefs

↑ niðurbrot forðasykurs og -fitu

↑ losun glúkósa úr lifur

↓ virkni í meltingavegi

↓ blóðflæði til húðar

-og parasympatíska (sefkerfi/rest &digest), taugar koma úr taugastofni og

sacral svæði og eru taugahnoðin nálægt líffærum. Hefur andstæða verkun við

sympatíska kerfið

JÓNAGÖNG

Jónagöng í frumuhimnunni geta verið:

-Aflræn (mechanically activated):Göngin aflagast og opnast jónir í gegn við

titring, þrýsting eða tog/strekkingu, t.d. skyntaugafrumur

-Efnastýrð (ligand-gated):Efni tengist viðtaka göng opnast/lokast

t.d. efni binst hluta próeina í jónagöngunum, taugaboðefni, hormón, ákv. jónir

-Spennustýrð (voltage-gated):Breytingar á himnuspennu prótein breytist göng

opnast

MIÐTAUGAKERFIÐHEILI

-Þekjufrumur í heilaholi seyta heila og mænuvökva. Í vökvanum er lítið af próteinum,

engin bloðkorn, hár styrkur H+ og lár styrkur glúkósa

-Blood brain barrier: heila-blóðskör/þröskuldur,

-Í heilanum eru háræðarnar lítt gegndræpar,

-Hindrar hormón, sumar jónir og efni í að komast til heila

-Ýmis efni flutt inn / út með flutningspróteinum (t.d. glúkósi inn)

-Fituleysanleg efni komast greiðlega um (t.d. nikótín, kaffein, alkóhól)

-Verndar heilann gagnvart hættulegum efnum sem geta verið í blóðinu

-ATH svæði í heilanum og hluta heilans

- Heilastofn (brainstem): miðheili, brú og mænukylfa, 10 heilataugar liggja frá

heilastofni, það er allar nema sjón og lykt

- Ennisblað (frontal lobe): hegðun, hugsun, hreyfisvæði

- Hvirfilblað (parietal lobe): skynúrvinnsla

- Hnakkablað (occipital lobe): sjón

- Gagnaugablað (temporal lobe): lykt, heyrn, bragð

- Hvelatengsl (corpus callosum):

- Litli heili (cerebellum): samhæfing hreyfinga, stjórnun líkamsstöðu og

jafnvægis, miðlar upplýsingum um stöðu /jafnvægi

- Miðheili (midbrain): stjórn augnhreyfinga

- Brú (pons): tengistöð milli litla heila og hvelaheila, öndunarstjórnun

- Mænukylfa (medulla oblongata): blóðþrýstingur, öndun, kynging, uppköst

- Heilaköngull (pineal gland): myndun melatonins

- Stúka (thalamus): Tengistöð fyrir nánast allar skyntaugabrautir á leið til

heilabarkar nema lykt, mótar einnig boðin. Tekur þátt í hreyfistjórnun.

Lykilhlutverk í meðvitund

- Undirstúka (hypothalamus): miðstöð homeostasis, meginaðsetur tauga og

hormónastjórnunar, át, drykkja, vatnsbúskapur, líkamshiti, lífklukkan

- Heiladingull (pituatary gland): er tvískiptur, fremri hluti er raun-innkirtill

(seytir prolactin, FSH, LH), aftari hluti er framlenging af taugavef heilans

(seytir oxytocin og vasopressin)

- Dreifin (reticular formation): vökuástand, hreyfistjórnun og stjórnun

hjartsláttar og öndunar

-sjá myndir 9.9 og 9.10

MÆNA

-Út frá mænu ganga 31 par af mænutaugum,

-Skyntaugafrumur dorsalt, bakrótartaugahnoð

-Hreyfitaugafrumur ventralt, til vöðva og kirtla

-Út frá miðtaugakerfinu ganga því samtals 12+31 par taugafrumna eða 43 pör.

-Flestar taugar eru blandaðar frá- og aðlægar, það er, hreyfi- og skyntaugar, (allar

nema 5)

VÖÐVAR1) Beinagrindarvöðvar

2) Sléttir vöðvar

3) Hjartavöðvi

1) Rákóttir vöðvar/beinagrindarvöðvar

-Samdráttur verður vegna skörunar samdráttarpróteina, ekki styttingu þeirra. Það eru

hins vegar sarcomerurnar sem styttast.

-Skörun samdráttarpróteina er háð lengd sarkómeru

-Þvermál og lengd vöðvafrumu:

-Kraftmyndun er háð þvermáli vöðvafrumunnar, ↑ þvermál -> ↑ kraftur

-Mislangar en jafnsverar frumur þróa sama kraft.

-Sú vegalengd sem vöðvi getur styst er háð upphafslengd hans

- Allt eða ekkert gildir um boðspennu í vöðvafrumu eins og í taugafrumu en

samlagning gildir hins vegar um samdrátt í vöðvafrumu. Ef vöðvi er ertur áður en

kippur er afstaðinn leggst næsti kippur við (muna þó að boðspennur leggjast aldrei

saman)

- Aukin tíðni boðspenna veldur hærri samdráttarkrafti, ef hámarkssamdrætti er

viðhaldið af hárri tíðni boðspenna getur vöðvinn farið í tetanus. Athuga fullkominn

og ófullkominn tetanus.

-Hreyfieiningar: Ein taugafruma og allar þær vöðvafrumur sem hún tengist, þ.e.

ítaugar. Hreyfieiningar geta verið misstórar, þær smáu sjá um fínhreyfingar (auga,

hendur, 1:3-5) og þær stóru sjá um grófhreyfingar (í læri, kálfa, 1:2000). Stóru

hreyfieiningarnar eru með mun stærri og gildari taugafrumur og erfiðara er að

afskauta þær að þröskuldi

- Fleiri hreyfieiningar virkjaðar ↑ samdráttarkraftur

- Minnstu hreyfieiningarnar virkjast fyrst, síðan þær stærri

- Hreyfieiningarnar skiptast á að vera virkar

- Ath þrjár gerðir af beinagrindavöðvum,

- Slow-oxidative (type I), myosin-ATPasi hægur, loftháð öndun

- Fast-oxidative (type IIa), myosin-ATPasi hraður, loftháð öndun

- Fast-glycolytic (type IIb), myosin-ATPasi hraður, loftfirrð öndun (glycogen)

- Hlutfall er breytilegt og er háð þjálfun,

- við þolþjálfun: ↑ slow twitch, ↑ hvatberar, ↑ háræðar

- við kraftþlálfun: ↑ actins/myosins - > ↑þvermál, ↑ myndun glycolysu ensíma

- Antagonistar, vöðvar eru með: rétti (extensor) og beygi (flexor)

2) Sléttir vöðvar

- Geta virkað bæði örvandi og hamlandi

- Stjórnun: tauga- (dual innervation algeng), hormóma- og paracrine stjórnun

- Samdráttur er hægur, stöðugur og ~ án þreytu

- SR lítið, tengt frumuhimnu, ekki t-tubuli, ekki endaplata, ekki sarkómera, bygging

því nokkuð frábrygði því sem gerist hjá rákóttum vöðvum

- Athuga calmodulin, tengist Ca+2 og caldesmon/calponin, binda Ca+2

- Ca+2 göng í frumuhimnu geta verið:

-Spennustsýrð

-Efnastýrð

-Tognæm

- Aukið kalsíum í innfrymi veldur losun kalsíums úr SR, kalsíumið binst calmodulini

og calmodulinið virkjar MLCK (myosin light chain kinase), MLCK bætir Pi á

krossbrú (myosin light chain) sem getur þá tengst actini, eykur einnig virkni mýósín

ATP-asa, en hann klýfur ATP og orka losnar - > krossbrýr hreyfast

- Við slökun: er Ca+2 dælt út úr frumunni og/eða inn í SR

-Ca+2 losnar frá calmodulini

-Myosin fosfatasi fjarlægir fosfat af myosini sem minnkar virkni

ATPasa

-Minni myosin ATP-asi leiðir til minni vöðvaspennu (muscle tension)

-Himnuspenna er óstöðug (milli –40 og –80mV), þegar spennan nær þröskuldi þá

myndast boðspenna, ef þetta gerist reglulega þá kallað gangráðs-boðspenna

(pacemaker potential) annars slow wave potensial ef óreglulega

-Single unit: taugatenging ekki sérstaklega þétt, boðspenna ekki nauðsynleg í öllum

frumum vegna gap junctions. t.d. smáþarmar, leg, þvagblaðra, æðar o.fl

-Multi unit: hver fruma liggur nærri taugaenda (með varicosity), nákvæm stjórnun. t.d.

lithimna, hárreisivöðvar, öndunarvegur o.fl.

3) Hjartavöðvi

-Sjá hjarta og blóðrás neðar

HREYFING OG REFLEXAR

-Reflexar eru tvennskonar, heilareflexar og mænureflexar

-Heilareflexar: heilastofn (miðheili, brú og mænukylfa), thalamus og

hypothalamus

t.d. hjartsláttartíðni, blóðþrýstingur, öndun, hnerri, hósti, kynging,

samdráttur/víkkun æða vegna breytinga á húðhita og svitnun vegna aukins

húðhita

-Mænureflexar: mænan

t.d. losun þvagblöðru og ristils, oft undir stjórn heilastöðva, meðal annars

lærð/meðvituð stjórnun á þvaglátum

-Reflexar skiptast einnig í: ósjálfráða(autonomic) og sjálfráða (somatic)

-Autonomic: allir autonomic reflexar eru polysynaptic, með amk ein taugamót

í MTK (á milli skyntaugarinnar og preganglionic autonomic neuron) og

önnur í autonomic ganglion (á milli pre- og postganglionic autonomic

neuron) – sjá mynd 13.2

-Somatic: eru alltaf örvandi, hvetja til samdráttar í vöðva. Ath í sambandi við

líkamsstöðu og hreyfingar, eru með líkamsstöðunema (proprioreceptors):

- liðnemar (joint receptors): nema stöðu liðamóta

-vöðvaspóla (muscle spindle): nema lengd vöðvafrumu, eru umbreyttar

vöðvafrumur og liggja samhliða eiginlegum vöðvafr. Eru 3-10mm að

lengd og liggja saman 3-12 í bandvefshylki. Eru án samdráttaprótína í

miðju en þar er skyntaugaendi. Þegar vöðvaspólan lengist eykst tíðni

boðspenna í skyntaugafrumunni, tíðni minnkar svo aftur við slökun

-sinaspóla (Golgi tendon organ): nema vöðvasamdrátt (kraft), eru

ummyndaðar griplur. Þegar vöðvinn kippist saman strekkist á sin sem

hann tengist- aukin boðspennutíðni um sinaspólu, millitaugafrumur í

MTK, hömlun alfa-hreyfitauga

-Hugtök:

- Gagnkvæm ítaugun (reciprocal innervation): Samdráttur og slökun

antagónista-vöðva, t.d. einfalt togviðbragð veldur samdrætti í réttivöðva

(extensor) en slökun í beygjuvöðva (flexor).

- Crossed extensor reflex: viðbrögð í öðrum helmingi líkamans getur valdið

svari í hinum helmingi líkamans

- Ipsilateral response: Svar við ertingu kemur fram í sama

líkamshelmingi

- Contralateral response: Svar við ertingu kemur fram í hinum

helmingnum

- Hreyfibörkurinn (motor cortex): skiptist í nokkur meginsvæði sem tengjast innbyrðis

með tauganeti sem myndar tengslasvæði. Hver einstakur vöðvi eða hreyfing á

upptök sín í fl. en einu svæði – sem er grunnurinn að þeim fjölbreytilegu hreyfingum

sem við getum framkvæmt

-Litli heili fylgist með bæði:

-áætlunum um hreyfingar, boðum frá hreyfiberki

-raunhreyfingum, liðamótum, vöðvaspólum, sinaspólum, sjón, jafnvægi

HORMÓN

- Efnasambönd mynduð af frumum/frumuhópum og berast (oftast) með blóði til

líffæris, þar sem þau bindast viðtökum og miðla áhrifum

-Venjulega hægvirk og langvirk

- Geta verið amín, sterar, peptíð

-Tengjast sérhæfðum viðtökum, peptíð og amín á fr.himnuhimnu (vatnsleysanl) og

amín og sterar fyrir innan himnu (fituleysanl)

-Oftast undir stjórn MTK

-Mjög lítill styrkur getur haft mjög mikil áhrif

-Geta haft þrennskonar áhrif á markfrumur sínar:

-Hafa áhrif á ensímvirkni (og þannig hraða efnahvarfa)

-Hafa áhrif á flutning sameinda yfir frumuhimnu

-Hafa áhrif á genatjáningu og nýmyndun próteina

-Er seytt af innkirtlum (endocrine)

-Venjulega neikvæð afturvirkni, undantekning d. oxytocin

-Sama hormónið getur haft mismunandi virkni á mismunandi vefi, eða líka

mismunandi virkni á sama vef á mismunandi tíma, d. adrenalín virka slakandi á

þungað leg en veldur samdrætti í óþunguðu legi

-Eru brotin niður í lifur, nýrum, blóði eða innan frumu (endacytosis m/viðtökum)

-Flokkar hormóna:

-Peptíð: stærsti hópurinn, minnstu hormónin 3as,

preprohormón=>prohormón=>hormón, sjá mynd 7.3, peptíð geta líka verið

taugaboðefni, eru vatnsleysanleg og bindast því viðtökum á fr.himnu

-Sterar: eru myndaðir úr kólesteróli, eru því allir mjög líkir að byggingu en virkni

þeirra er mjög mismunandi, bindast plasmapróteinum og eru þess vegna með

lengri helmingunartíma en peptíð og amín, hafa aðallega áhrif á tjáningu gena

og próteinmyndun, eru fituleysanleg, komast í gegnum fr.himnu og tengjast

viðtökum þar, eru framleiddir eftir þörfum en ekki geymdir innan frumu. Dæmi

um hormón: andrógen, cortisol, aldósterón, estrógen, prógesterón

-Amín: eru mynduð úr amínósýrum, d. tyrosine => katekólamín, eru

vatnsleysanleg, eru með stuttan helmingunartíma. Dæmi um hormón: dópamín,

melatónín, adrenalín og noradrenalín

-Heiladingull: mikilvægur, skiptist í fremri og aftari hluta. Sjá myndir 7.11-7.16

-Fremri hluti: er raunverulegur innkirtill uppruninn úr fósturþekjuvef. Seytir

m.a. FSH, LH, prolactini

-Aftari hluti: er í raun framlenging af taugavef heilans. Seytir m.a.

vasopressini (ADH) og oxytocini en þau eru framleidd í undirstúku

-Undirstúka/heiladingull: ath eitt af 3 portæðakerfum likamans (hin eru

meltingarvegur-lifur og e-ð í sambandi við nýrun)

-Margþætt áhrif hormóna, sum hormón (A) hafa ekki áhrif nema að annað hormón (B)

sé til staðar líka. Geta líka virkað sem hindrar, A hindrar virkni B. Eða magnað upp

áhrif hvers annars

HJARTAÐ og BLÓÐRÁSIN

-Tvær blóðrásir

-Lungnablóðrás

-Meginblóðrás

- Blóðið fer: slagæðar – slagæðlingar – háræðar – bláæðlingar – bláæðar

-Hjartalokur hindra bakflæði, AV-lokur, slagæðalokur. Opnun er passív, láta undan

þrýstingi, opnast bara í aðra áttina

-Hjartavöðvinn: frumur eru einkjarna, með marga hvatbera, með T-tubuli, SR og gap

junction. Hjartafrumurnar eru mism sérhæfðar:

-eiginlegar hjartafrumur

-gangráðsfrumur, SA node, ath:himnuspenna óstöðug

-leiðslufrumur, his-knippi niður millivegg, purkinje þræðir upp frá apex

-Samdráttur svipaður því sem gerist í beinagreindarvöðvum (sjá mynd 14.11)

-Samdráttarkraftur hjartans er í réttu hlutfalli við fjölda virkra krossbrúa, sem eru í

réttu hlutfalli við styrk CA+2 innanfrumu. Tog á vöðvann, adrenaín og noradrenalín

hafa m.a. áhrif á magn Ca+2 innanfrumu

-Boðspennan í hjartanu varir næstum jafnlengi og vöðvasamdrátturinn. Ónæmistíminn

er svona langur til að koma í veg fyrir að vöðvinn geti farið í tetanus

-Áhrif drif- og sefkerfis

-Drifkerfi:örvun frá drifkerfi og adrenalín afskauta gangráðsfrumur og hraðar

afskautunarferlinu, þröskuldur næst fyrr, og eykur þannig hjartslátt.

Boðefni: adr/noradrenalín

-Sefkerfi: ofurskautar (hyperpolarizes) himnuspennu gangráðsfrumnanna og

seinkar afskautun, þröskuldur næst seinna. Boðefni: Ach

-Flutningur boðspennu um hjarta: (sjá mynd 14.19)

- SA-hnútur – gangráður (~70), er í gátt, samdráttur gátta

- AV-hnútur – (gangráður ~ 50), eina færa leiðin niður, veldur töf

- AV-knippi (His-knippi), er í milliveggnum, liggur niður í hjarta-apex

- Purkinje-þræðir (gangráður ~ 35), liggja upp sleglanna frá hjarta-apex,

veldur samtímis samdrætti allra frumna

-Hjartalínurit: sýnir summu allra boðspenna í frumum í hjarta á ákveðnu augnabliki.

Er skipt í eftirfarandi bylgjur:

-P: afskautun gátta

-QRS: afskautun slegla (endurskautun gátta líka)

-T: endurskautun slegla

-Hjartahringurinn: skiptist í systólu-samdrátt og díastólu-hvíld. Ath, er bæði atrial og

ventrical. Systóla alltaf styttri en díastóla, sérstakleg hjá gáttum. Við enda díastólu

eru um 135 ml af blóði í vinstra slegli, við enda systólu eru um 65 ml af blóði í

vinstra slegli. Hjartað dælir því í hvíld um 70ml í hverju slagi.

-Systóla: 0,3 sek miðast við vinstri

-Díastóal: 0,5 sek slegil og 75 slög/mín

-Ath þrýsting í hjartahólfum, aðeins hærri vinstra en hægra megin, vöðvaveggur

hægra megin lika þynnri, vegna þess að hægri helmingur þarf aðeins að dæla blóði til

lungna á meðan vinstri helmingur þarf að dæla blóði til alls líkamans.

-Útfall hjartans er það rúmmál blóðs sem hjartað dælir á mínútu, fer eftir slagmagni

og hjartsláttartíðni: ÚH = SM x HT

-Hjartsláttartíðnin er svo háð afskautunarhraða gangráðsfrumna.

Hjartsláttarstöð er í mænukylfu. Er breytileg, ath drifkerfi eykur

afskautunarhraða og þar með HT og sefkerfi minnkar afskautunarhraða og

hægir á HT, ath vagus-bremsu (HT~70-180slög/mín).

-Slagmagn er líka breytilegt, eykst til dæmis með auknu venus return sem

eykur EDS og þar með slagmagn (SM ~70-115ml/slag)

- Lögmál Starlings: EDV => fylling slegla => lengd fruma =>

samdráttarkraftur => slagmagn

-End diastolic volume er háð venus return:

-Samdráttur beinagrindarvöðva

-Innöndun: P í brjóstholi => P í meginbláæð,

P í kviðarholi => þrýstingsfallandi til hjarta

-Samdráttarástand bláæða – sympatísk taugastjórnun

-Blóðflæði (Q) er mælikvarði á blóðmagn sem er flutt á tímaeiningu (oft ml/mín eða

l/mín). Blóðflæði ræðst af þrýstingsmun milli tveggja staða í æðakerfinu og viðnámi

æðakerfisins: Q = P/R (flæði = þrýstingsmunur / viðnám)

-Taugaboðefni, hormón og paracrine hafa áhrif á dreifingu blóðflæðis (þrenging æða)

-Viðnám: þegar radíus eykst 1 2 þá eykst flæði 16 falt

-Mismunandi æðar:

-Slagæðar: leiðslukerfi – lítið viðnám, veggir stífir en teygjanlegir

-Slagæðlingar: viðnámsæðar, stjórnun blóðflæðis til líffæra, þröngar æðar,

mikið af sléttum vöðvum. Stjórnað af symp, horónum (adr) og staðbundið

- Háræðar: Skipti milli blóðs og vefja (ath flæði, vökvaskipti, endo-exocytosis,

flutningur með burðarsameindum), ~1mm langar og 5m þvermál, geyma að

m.t. 5% blóðs, hafa stórt þverskurðarflatarmál

- Bláæðlingar: Viðnámsæðar, mikilvægar m.t.t. háræðaþrýstings

- Bláæðar: leiðslukerfi – lítið viðnám, geyma ca 50-60% blóðs, lítill

þrýstingsmunur til hjarta, lokur tryggja að blóð renni ekki aftur til baka

-Ath byggingu blóðæða á mynd 15.2

-Vökvaskipti í gegnum háræðar:

-Upptaka

-Síun: úr háræðum í millifrumuvökva og er þar tekinn upp í sogæðakerfið sem

skila vökvanum aftur til vena cava. Ef e-ð misferst þá myndast bjúgur, ef

stíflast, t.d. af völdum sníkjuorma þá fílaveiki

-Meðalþrýstingur: fer eftir útfalli frá hjarta, heildarviðnámi, blóðmagni og dreifingu

blóðs í meginblóðrás. MAP = DP + 1/3 (SP-DP)

-Mismunandi áhrif hormóna á æðar, fer eftir viðtökum, ath adrenalín

-Stjórnun BÞ: viðbragðsbogi

-þrýstinemar →skyntaug → blóðrásarstöð → hreyfitaug → svari

-Blóðrásarstöð er í mænukylfu, er undir stjórn frá æðri stöðum, fær boð frá

þrýstingsnemum í slagæðum og nemum í vöðvum og liðamótum og boð frá henni fara

um sym- og parasympatíska kerfið

BLÓÐIÐ

-Aðalprótein:

-Albúmín

-Glóbólín

-Fibrinogen

-Blóðkorn eru mynduð í beinmerg í hryggjarliðum, rifbeinum, mjaðagrind og leggjum

fullorðins manns. Lifur, milta og óvirkur mergur getur einnig myndað blóðkorn ef

þörf er á

-Blóðkornin skiptast í :

-Rauð blóðkorn: þau eru algengustu blóðkornin í blóðinu og eru 700:1 miðað

við hvít blóðkorn, eru án kjarna og hvatbera, líftími er um120 dagar og svo

eru þau brotin niður í lifur/milta

-Hvít blóðkorn: eru með kjarna, skiptast í granular (eosinophil, basophil og

neutrophil) og agranular (monocyte og lymphocyte), gegna mikilvægu

hlutverki við varnir líkamans-eru hluti af ónæmiskerfinu, líftími er mjög

mismunandi, frá nokkrum dögum (klst ef um sýkingu er að ræða) og til

nokkurra ára, ef að sýking er yfirvofandi þá yfirgefa þær blóðið.

-Blóðflögur: brotna af megacaryocytum og út í blóð, eru án kjana en hafa

hvatbera og frymisnet, gegna hlutverki við stöðvun blæðingar- þrengja

æðar,stoppa í gat og storknun blóðs, líftími þeirra er um 10 dagar,

-Ef að æð fer í sundur þá fer eftirfarandi í gang:

-Samdráttur æðar- paracrine losað úr æðaþeli

-Kekkjun – kollagenþræðir ~ blóðflögur

-Losun blóðflagna, frekari þrenging æðar

-Blóðstorknun

~ath, Ca+2, K-vítamín og fl. nauðsunlegt til myndunar storkuþátta

-Við svæðisbundna blóðstorknun þá er prostaglandini og NO seytt úr æðaþeli til

hliðar við skurðinn, þetta kemur í veg fyrir kekkjun

-Blóðflokkar:

-ABO mótefnavakar: tveir mótefnavakar (A/B) á frumuhimnu r.bl.k, mótefni

myndast gegn þeim mótefnavaka sem ekki er til staðar. Dæmi, ef manneskja

er í A blóðflokk hefur hún A mótefnavaka á r.bl.k sínum og B mótefni í

blóðinu

-Rh mótefnavakar: eru Rh+ og RH-, ef að Rh- móðir gengur með Rh+ fóstur og

e-ð af blóði fóstursins berst í blóð móðurinnar, þá getur hún myndað mótefni

gegn Rh+. Ef móðirin gengur aftur með Rh+ barn þá “ræðst” blóð

móðurinnar gegn fóstrinu- getur valdið fósturláti.

ÖNDUN

-Fjórir þættir öndunar:

-Flutningur andrúmslofts inn og út úr lungum

-Sveim lofttegunda yfir loftskiptaflöt í lungum

-Flutningur lofttegunda í blóði

-Sveim lofttegunda yfir loftskiptaflöt í vefjum

-Öndunarvegur- síar, hitar og rakamettar loft á leiðinni niður í lungu

-Flutningur lofts inn og út úr lungum:

-Innöndun er virkt ferli- krefst orku

-Útöndun er óvirk, nema í áreynslu

-Þind -dæla sem krefs lítillar orku

-flöt við innöndun, fer upp við útöndun

-Brjóstkassi- rif og vöðvar

-þenst út við innöndun

-Brjósthimna (pleura), tvöföld himna

-undirþrýstingur á milli himna

-vökvafyllt lag á milli- virkar sem smurning

-Rúmmál í lungum- ath mynd 17.13:

-Öndunarrúmmál (tidal volume)

-Auka loft (inspiratory reserve)

-Varaloft (expiratory reserve)

-Loftleif (residual)

-Andrýmd (vital capacity) = aukaloft + öndunarrúmmál + varaloft

-Mínúturúmmál = öndunartíðni x öndunarrúmmál

-Dead space-hlutlaust rúmmál í hverjum andardrætti (~4,5L/mín)

-Við áreynslu eykst öndunarrúmmál og tíðni, og aukaloftið er notað

-Loftskipti í lungnablöðrum

-loftskiptaflöturinn er stór

-himnur eru þunnar

-surfactant frumur til staðar og þær seyta surfactöntum

-teygjanlegir þræðir umlykja æðablöðruna (ýta lofti út)

-90% yfirborðs þakið háræðum

-Magn leystra lofttegunda í vökva fer eftir hlutþrýstingi lofttegundarinnar, hitastigi og

leynsi lofttegundanna í viðkomandi vökva. Leysni O2 er til dæmis mjög lítil í blóði

-Flutningur O2: Hemóglóbín (Hb) flytur súrefnið milli staða í blóðinu. Hb er úr 4

peptíðkeðjum sem að hver hefur járnatóm í miðjunni sem að getur svo bundist og

flutt eitt súrefnisatóm. Eitt Hb getur því flutt fjórar O2 sameindir. 98% súrefnis í

blóðinu er bundið Hb.

Aukaloft

Öndunarrúmmál

Varaloft

Loftleif

-Flutningur CO2: ~7% er uppleyst í blóði, 23% er bundið Hb, 70% bíkarbónat (ath,

mikilvægt fyrir sýru-basa jafnvægi líkamans)

NÝRU

-Nýrun gegna hlutverki við

-stjórnun vatns og saltjafnvægis

-útskilnað niðurbrotsefna efnaskipta

-útskilnað á framandi efnum

-nýmyndun glúkósa og

-myndun hormóna og ensíma

-Ath byggingu nýrunga, sjá mynd 19.2

-Æðhnoðri (glomerulus): aðlæg æð kemur að B.hylki, marggreinist og þar fer

fram síun- það er, flutningur vökva og uppleystra efna frá háræðum hnoðrans

og í holrými B hylkis.

-Bowman´s hylki (B.capsule): umlykur æðhnoðrann, inn í B.hylkið síast vökvi

og uppleyst efni úr blóði háræðanna

-Nærpípla (proximal tubule): hér fer bæði fram endurupptaka og seyti efna

-Henley lykkja (loop of H): hlutverk hennar er að mynda osmótískan

styrkfallanda inn eftir merg nýrnanna (sjá mynd 20.10). Í nær hlutanum er

endurupptaka á vatni, fjær hlutinn er hins vegar vatnsheldur og þar eru

enduruppteknar jónir (endurupptaka = flutningur efna úr píplunum og yfir í

nærliggjandi æð/ar)

-Fjærpípla (distal tubule): tekur við af fjærlykkju Henley´s og flytur vökvann

til safnrásarinna

-Safnrás (collecting duct): efst í henni er vökvinn hypóosmótískur, rásin sjálf

er mis gegndræp fyrir vatni og þannig er hægt að hafa áhrif á hversu mikið

vatn er uppsogað úr safnrásinni og í vasa recta. Ef mikið vatn er tekið upp þá

verður osmósustyrkur útsklinaðar hár

-Magn útskilnaðar = magn síað + magn seytt – magn endurupptekið

-Um 20% blóðsins er síað inn í B.hylkið, 19% af þessum 20% eru svo endurupptekin

og því minna en 1% sem er skilað út

-Fjærpíplan liggur milli að- og frálægu æða æðhnoðrans, og þar sem þær liggja saman

eru veggir þeirra breyttir. Sá hluti fjærpíplunnar sem er breyttur kallast macula densa

og sá hluti æðaveggsins sem er breyttur hefur sérhæfðar sléttar vöðvafrumur sem eru

kallaðar juxtaglomerular frumur (JG). Saman er þetta svæði kallað juxtaglomerular

apparatus.

-JG frumurnar seyta renini sem er ensím sem hefur áhrif á vatns- og jafnvægi (sjá

renin---aldósterón kerfið neðar)

-Nýrun geta ekki bætt upp tapaðan vökva, en þau geta komið í veg fyrir að meiri

vökvi tapist. Til að hindra vövatap er seytt vasopressini, eða ADH- ekki pissa

hormón.

-Vasopressin er seytt út í blóðið, fer í gegnum frumuvegg æðar og að frumum

safnrásarinnar, þar binst það viðtökum sínum á frumuhimnum. Viðtakar virkja

cAMP second messenger boðkerfð, aquaporin-2 (sem eru AQP2 göng í bólum í

umfryminu) eru sett með útfrymun í frumuhimnuna sem snýr út að safnrásarholinu.

Þannig koma fleiri vatnsgöng í frumuhimnuna og inn geta streymt fleiri

vatnssameindir - meiri upptaka á vatni – minna vatnstap

-Aldósterón: er sterahormón sem er myndað í nýrnahettuberki, seytt út í blóð og flutt

að virknisvæði sýnu sem eru P-frumur í ~ síðasta þriðjung nýrungs. Viðtakar

aldósteróns eru innan frumuhimnu. Aldósterón stjórnar endurupptöku á Na+ jónum í

fjærpíplu og safnrás, því meira aldósterón, því meira Na+ tekið upp. Aldósterón hefur

áhrif á umritun mRNA sem eru þýdd í prótein sem verða að flutnigsgöngum í

frumuhimnunni. Þessi göng taka upp natríum og seyta út kalíumi.

-Tenging aldósteróns við renin sem seytt er af JG frumum (sjá ofar).

Renin-angiotensin-aldosteron kerfið virkjast þegar renini er seytt frá juxtaglomerular

frumun í nýrum. Renin hvetur myndun á angiotensin I sem er breytt í angiotensin II

fyrir tilstilli Angiotensin Converting Enzyme(ACE). Angiotensin II veldur samdrætti

í æðum (minnkar GFR) og hvetur nýrnahettubörkinn til losunar aldosterons sem

eykur endurupptöku natríums og vatns í safnrásum nýrna.

-Kalíum (K+) er síað í æðhnoðra en er nánast fullkomlega endurupptekið í píplum (sé

hæfilegs magns neytt), seyti þess í safnrás er síðan stjórnað af aldósteróni. Mikil

kalíum neysla stuðlar að seyti aldósteróns

-Minnkun blóðrúmmáls stuðlar einnig að seyti aldósteróns

-Voða sniðug tafla:

SÝRU-BASA JAFNVÆGI

-Sýra er efni sem gefur frá sér H+ -Basi er efni sem tekur til sín H+

-Ef sterk sýra þá veikur basi -Ef sterkur basi þá veik sýra

-Sýra = basi + H+

-Sterkar sýrur myndast við niðurbrot próteina

-Böfferar eru mikilvægir, þá einna helst HCO3- (bíkarbónat)

- Öndun hefur áhrif á sýrustig

-Sýrujafnvægi í líkamanum

Fitusýrur og amínósýrur mjólkursýra og ketósýra

CO2 (+H2O) H+

-Nýrun gegna mikilvægu hlutverki við stjórnun sýrustigs í líkamanum, þau mynda og

endurupptaka bíkarbónat og seyta vetnisjónum

MELTING

Plasma, pH ~7,4 Böfferar

maturefnaskipti

öndun þvag

-Melting fæðu og upptaka næringarefna á sér stað í meltingarveginum, röri sem liggur

í gegnum líkamann – frá munni til endaþarms. Grundvallarþættir í starfseminni eru:

-seyti meltingarensíma, sýru, basa, gallsalta, vatns og slímefna og

-hreyfingar meltingarvegs, samdráttur og slökun sléttra vöðva í meltingarvegi

sem bæði blandar saman og færir til innihald meltingarvegs

-Melting fæðunnar gerir næringarefni hennar aðgengilegri til upptöku. Niðurbrot

fæðunnar á sér aðallega stað í mjógirni eða ofar og upptaka næringarefnanna á sér

aðallega stað í mjógirninu.

-Veggur magans er frábrugðinn vegg garnar. Innra borð magans er allt í fellingum til

að auka yfirborð hans, innhvelfingarnar eru kallaðar “gastric glands”. Vegna

fellinganna getur maginn líka þanist talsvert út. Í mjógirninu er yfirborðið allt í

totum til að auka yfirborð fyrir upptöku. Til að auka yfirborð upptöku enn frekar eru

frumurnar í þekjunni einnig með örtotur

-Hreyfingar meltingarvegs eru vegna óstöðugrar himnuspennu vöðvafrumnanna (slow

wave), þegar himnuspennan nær upp fyrir þröskuld myndast boðspenna og

samdráttur fer af stað

-Peristaltic samdráttur: færir fæðu niður eftir meltingarvegi

-Segmental samdráttur: blöndunarhreyfingar

-Bæði upptaka og endurupptaka vatns er mjög virk í meltingarveginum, um 9L fara

inn í meltingarveginn og 0,1 út

-Niðurbrot:

-kolvetna: sterkja, glýkógen

amylasi

maltósi súkrúsi laktósi

2 glúkasar 1 glúkósi 1 glúkósi +

+ 1 frúktósi 1 galaktósi

-próteina: peptíð í minni peptíð

H2N - - - - - - - COOH

-Taugakerfi meltingarvegarins (enteric nervous system) samhæfir meltingu, seyti og

hreyfingar sem hámarkar uppsog næringarefna. Miðtaugakerfið hefur áhrif á virkni

þess og einnig boð frá efna- og tognemum í þarminum.

-Aðal meltingarhormón (sjá töflu 21.2):

-Gastrín: seytt af G frumum í maga, örvar seyti magasýru

-Cholecystokinin (CCK): hægir á hreyfingum og seyti í maga

-Secretin: sjá neðar

-Gastric inhibitory peptide (GIP), líka kallað glucose dependent insuliotropic

peptide (GIP):

-Hægt að skipta meltingarferlinu í þrennt:

-Þáttur heilans (the cephalic phase): getur verið nóg að sjá eða hugsa um mat

til að koma meltingarferlum af stað

-Þáttur magans(the gastric phase): gegnir þrennskonar hlutverki- hann geymir,

meltir og gegnir varnarhlutverki þar sem hann drepur óæskilegar örverur.

Blandar einnig saman fæðunni, en sléttir vöðvar í magasekknum valda

hreyfingum

-Þáttur garnar (the intestinal phase): aðal upptaka næringarefna. Þegar fæða og

sýra berst til mjógirnis sendast boð (bæði taugaboð og hormónar) sem hægja

maltasi

súkrasi

laktasi

amínópeptíðasi meltir af amínóenda

endopeptíðasi meltir tengi í miðju

karboxípeptíðasi meltir af karboxíenda

á hreyfingum og seyti í maga. Þessi bremsa tryggir að nægilegur tími gefis til

meltingar og upptöku næringarefna í mjógirninu.

-Þegar súrt magainnihald kemur niður í skeifugörn örvar það losun hormónsins

sekretíns. Viðtakar þess eru í brisi og örvar það þar losun á vökva með háum styrk

bíkarbónats. Sekretín hefur einnig viðtaka í maga og virkar það þar letjandi á bæði

hreyfingar og seyti.

-Fitu- og amínósýrur í þarmainnihaldi örva seyti hormónsins CCK, en viðtakar þess

eru bæði í brisi- þar sem það örvun eykur seyti ensíma, og í gallblöðru-þar sem

örvun þeirra veldur samdrætti og losun galls út í gallgang um leið og slaknar á

“sphincter of Oddi” og gall flæðir í skeifugörn.

-Samhæfing samdrátta og slakana í efri hringvöðva í vélinda, í vélinda og í neðri

hringvöðvanum í vélindanu er nauðsynleg til að færa mat niður í maga.

-Parietal frumur djúpt í skorum magans eru duldið merkilegar. En þær pumpa út H+

jónum (H2O -> H+ + OH-) og seyta einnig út Cl-. OH- hvarfast við CO2 og myndar

HCO3- sem fer svo í nærliggjandi æð. Gastrín, histamín og Ach hafa örvandi áhrif á

sýrulosun parital frumna, en somatostatin hefur hamlandi áhrif

-Aðrar merkilegar frumur í maganum eru (sjá staðsetningu þeirra á mynd 21.16):

-Chief frumur: seyta óvirka ensíminu pepsinogeni. Magasýra veldur því að það

verður að virku pepsíni, pepsín getur svo hvatt myndun sjálfs síns (en það er

einmitt próteinkljúfandi ensím)

-D-frumur: seyta parakríninu somatostatin

-Enterochromaffin-like frumur: seyta parakríninu histmíni

-G-frumur: seyta hormóninu gastríni

-Mucous frumur: seyta slími og bíkarbónati

-Líffæri sem gegna hlutverki við meltingu:

-Bris: exocrini hluti bris myndar mörg meltingarensím,

-Lifur: myndar gall, gall samanstendur af eftirfarandi efnum: gallsöltum,

lecithini, bíkarbónat jónum, kólesteróli, galllitarefnum og snefilefnum. Um

95% af því galli sem seytt er, er endurupptekið í þörmum og endurnýtt

-Mjógirni: blöndunarhreyfingar, bylgjuhreyfingar, upptaka

-Ristill: virk upptaka á Na+ - og Cl- fylgir, osmótísk upptaka vatns, seyti

bíkarbónats og kalíums

EFNASKIPTI og ORKUJAFNVÆGI

-Sálrænir,umhverfis-, félags- og lífeðlisfræðilegir þættir hafa áhrif á fæðuinntöku

-SADDUR

-Hjá mettum einstaklingi er metabolismi undir áhrifum insúlíns

glúkóski GLYCOGEN (nettó myndun glycogens)

-Upptökufasinn vara allt að 4 klst eftir máltíð. Á meðan þetta ástand varir eru

frásoguð næringarefni færð inn í frumur þar sem þau eru notuð eða þeim

umbreytt í forða

-Hátt insúlín (hamlar niðurbroti á forða), nýmyndun efna, bruni glúkósa,

uppbygging forða

-SVANGUR

-Hjá fastandi einstaklingi er metabolismi undir stjórn glucagons

GLÚKÓSI glycogen (nettó myndun glúkósa)

-Föstufasinn hefst um það bil eftir 4 klst föstu. Á meðan þetta ástand varir eru

forðaefni brotin niður og notuð í orkuefnaskipti. Blóðsykri, sem er orkugjafi

taugavefs er viðhaldið. Heilinn notar einungis glúkósa sem orkuinngjöf, en í

langvarandi föstu getur hann einnig notað ketón

-Lágt insúlín, bruni ýmissa efna, nýmyndun glúkósa, niðurbrot forðaefna

-Frumur í brisi gegna mikilvægu hlutverki við jafnvægi efnaskipta

-Langerhalseyjar: gegna innkirtilshlutverki

-α-frumur: framleiða glúkagon.

-β-frumur: framleiða insúlín. Eru næmar fyrir styrk glúkósa í

blóðvökva. Aukinn glúkósastyrkur hvetur seyti insúlíns.

-Hormónið INSÚLÍN:

-Er myndað af β-frumum Langerhalseyja

-Stýrir metabolisma hjá mettum einstaklingi

-Hátt insúlín hamlar niðurbroti forða

-Er ríkjandi hormón í upptökufasanum

-Insúlín lækkar blóðsykur í upptökufasa

-Hamlar glycogenolysis

-Hormónið GLUCAGON

-Er eitt þeirra hormóna sem ríkir í föstufasa

-Hækkar og viðheldur blóðsykri í föstufasa og gerir ketóna aðgengilega til

efnaskipta

-Hvetur glycogenolysis og flutning glúkósa í blóð

-Marklíffæri aðallega lifrin

-Lækkaður blóðsykur er numinn af efnanemum í MTK, það örvar sympatíska hluta

ósjálfráða taugakerfisins, sem einnig eykur seyti glúkagons

- Katekólamin (adrenalín og nóradrenalín) taka þátt í stjórnun efnaskipta í föstufasa.

-Sterahormónið CORTISOL

-Er eitt af glúkókortikóíðunum sem seytt er frá nýrnahettumergi

-Viðheldur styrk blóðsykurs/glúkósa í föstufasa

-Eykur styrk amínó- og fitusýra í blóði. Gerir fitusýrur aðgengilegar til

orkuefnaskipta.

-Vaxtarhormón stuðlar að viðhaldi blóðsykursstyrks í föstufasa. Hamlar upptöku

glúkósa í vöðvum og fituvef og aukin próteinmyndun

-Skjaldkirtilshormón auka efnaskiptahraða í flestum frumum, sérstaklega í rákóttum

vöðvum, hjarta, lifur og nýrum.

HITASTJÓRNUN og EFNASKIPTI

HITI

-Fernt mikilvægt í sambandi við hitastjórnun:

-leiðni: flutningur varma, hærri lægri

-streymi: flutningur á massa, d: loft við yfirborð dýrs

-uppgufun: d. sviti

-geislun: sól

-Um 50% orku fer í vinnu, hitt fer í hitatap

-Til að kæla okkur niður þá -Til að halda á okkur hita þá

-æðar í húð víkka -æðar í húð dragast saman

-aukin svitnun -svitnum lítið / ekkert

-förum í kalt vatn -hniprum okkur saman

-forðumst sól -notum hitagjafa

-notum viftur -klæðum okkur betur

-fækkum fötum -Til að auka hitamyndun þá

-Til að forðast auka hitamyndun þá -skjálfum

-borðum minna -hreyfum okkur meira

-hreyfum okkur minna

EFNASKIPTI

-Oft er stuðst við súrefnisnotkun

-RQ gildi =

-Ef RQ gildið er nálægt 0,7 þá er dýrið að brenna fitu

-Ef RQ gildið er nálægt 1 þá er dýrið að brenna kolvetnum

-Athuga þegar verið er að tala um efnaskiptahraða, hvort einungis sé verið að tala um

efnaskiptahraða per tímaeiningu, eða hvort tekið sé tillit til stærðar lífverunnar

-Efnaskiptahraði hjá dýrum með misheitt blóð getur breyst mikið og hratt, því

hitasveiflur yfir daginn geta verið miklar og þar afleiðandi efnaskiptasveiflur

-Dýr stjórna hitastigi líkama síns á mismunandi hátt:

-Poikilothermy: líkamshiti dýranna fer eftir hita þess umhverfis sem búa í

-Homeothermy: dýr halda líkamshita sínum stöðugum með hita sem kemur frá

innri efnaskiptum

-Ectothermy: eiginlega það sama og poikilothermy

-Endothermy: eiginlega það sama og homeothermy

-Heterothermy:?

ERFIÐISAÐLÖGUN

Við loftfirrta öndun: glúkósi pyruvat mjólkursýra

-Loftfirrð framleiðsla á ATP er 2,5 sinnum hraðari en við laftháða framleiðsliu. Getur

staðið í um 1 mín við hámarkserfiði og skilur eftir sig súrar aukaafurðir

-Loftháð framleiðsla ATP til vinnu getur varað í margar klst

-Orkukerfi og orkubirgðir líkamans:

-Kreatínfosfat (CrP): straxkerfið. Líkaminn framleiðir sjálfur CrP og notar til

þess afgangsorku frá öðrum orkukerfum. Inntaka á kreatíni getur aukið CrP

birgðir virðist þó aðallega flýta fyrir endurheimt CrP birgðanna

-Kolvetni (sykrur): skammtímakerfið → mjólkursýra, millikerfið → súrefni

Mikil orkunotkun getur leitt til kolvetnisþurrðar. Neysla auðmeltra kolvetna

glýkólýsa

strax eftir æfingar tryggir hröðustu endurheimt birgðanna, neysla fyrir æfinar

óæskileg- getur orsakað óstöðugan blóðsykur

-Fita: langtímakerfið- krefst mikil súrefnis. Inntaka á ómettuðum fitusýrum

nauðsynleg

-Prótein: varaorkukerfið- krefst súrefnis. Inntaka á próteinum nauðsynleg til

viðhalds og endurnýjunar nöðva

-Vatn: aðstoðarkerfið-blóðrás. Vatnsskortur skerðir getu líkamans til að koma

súrefnis til vöðva og losa þá við úrgangsefni

-Mjólkursýra

-Þegar ekki er nægt súrefni til staðar þá fer glúkósinn í gegnum glýkólýsu og

myndar pýrúvat, pýrúvatið verður að mjólkursýru + ATP, mjólkursýran fer

frá vöðva og til lifrar þar sem henni er breytt í glúkósa. Brotthvarf

mjólkursýru úr blóði er hraðari við létta áreynslu en í hvíld

-Hámarkssúrefnisupptaka

-Talin marakast af hámarksdælugetu hjartans. Táknuð VO2max

-Orkunýting

-Er um 1 kcal/kg/klst hjá meðalmanni

-Eykst í upptökufasanum og við áreynslu

-Endurbata súrefnisnotkun/ súrefnisskuld, skiptist í tvo þætti:

-Hraðan þátt: hér er endurnýjun á ATP og CrP, eyðsla mjólkursýru,

endurhlaðið mýóglóbín í vöðvum (vöðvar geyma O2)

-Hægan þátt: áhrif hitastigs, hormóna, hjartsláttar, öndunar fl. á efnaskipti

-Við þolþjálfun:

-eykst geta hjartans til að dæla blóði- hjartað dælir meira í hverju slagi

-eykst geta vöðvanna til að taka upp súrefni úr því blóði sem um líkamann

streymir (fleiri háræðar og hvatberar og betra blóðflæði)

-eykst hlutfall fitubruna og mjólkursýrumyndun minnkar

-eykst nýting súrefnis sem berst til vöðva

-Við kraftþjálfun:

-bætt samhæfing hreyfieininga

-minnkun á hindrandi viðbragðsbogum

-stækkun vöðvaþráða (hypertrophy)

-hugsanleg fjölgun vöðvaþráða (hyperplasia)

-hugsanleg umbreyting vöðvaþráða, IIb→IIa; I→II

(nokkuð vel staðfest að IIb→IIa við kraftþjálfun)

-Hjarta og blóðrás í áreynslu:

-blóðflæði til vöðva eykst frá ~21% og upp ~í 88%

-útfall hjarta eykst frá ~5,8L og upp í ~25,6L á mínútu

ÆXLUN

-Litningar ráða kyni

-Kynkirtilsvísar eru í fyrsu bipotential

-Það er til 1. og 2. stigs kynákvörðun

-Kynfrumur:

-sáðfrumur -eggfrumur

-litlar -stórar

-hreyfanlegar -heyfast með hjálp

-framleiddar frá kynþroska -framleiddar í fóstri

-Kynhormón eru af sterauppruna: andrógen, estrógen, prógesterón

-Kynhormón í konum

-andrógen: mynduð í nýrnahettumerg og eggjastokkum

-estrógen: mynduð í eggjastokkum

-prógesterón: mynduð í eggjastokkum

Sjá þroskunarfr. fyrirnánari skýringar

-Kynhormón í körlum

-testósterón: myndað í eistum og nýrnahettumerg (5%)

-DHT (er myndað frá testósteróni): myndað m.a. í blöðruhálskirtli

-estradíól (er myndað frá estrógeni): myndað í eistum og m.a. í heila

-Framleiðsla kynhormóna

-Undirstúka: GnRH, er seytt frá kynþroska í skettum á 1-3 stunda fresti

-Framheiladingull: FSH – hefur áhrif á myndun kynfrumna, og LH – hefur

áhrif á myndun kynhormóna

-Kynkirtlar seyta líka peptíðhormónum sem hafa áhrif á heiladingul

Tinna Eysteinsdóttir færði Haxa glósur þessar