9
Þorsteinn Helgason REYKJAVÍK ART GALLERY

Exhibition - Reykjavik Art Gallery

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Þorsteinn Helgason studied architecturein Copenhagen in the 1980s andpainting in Reykjavík in the 1990s.He had his first private exhibitions inReykjavík in 1998 and has exhibitedregularly ever since. In addition toexhibitions in Iceland, his works havebeen seen in London, Stockholm andNew York.

Citation preview

Page 1: Exhibition - Reykjavik Art Gallery

Þorsteinn Helgason

REYKJAVÍK ART GALLERY

Page 2: Exhibition - Reykjavik Art Gallery

Án titils / Untitled2009

olía á striga / oil on canvas50 cm x 60 cm

Forsíðumynd: Án titils / Untitled, 2008, olía á striga / oil on canvas, 100 cm x 120 cm

Þótt Þorsteinn Helgason hafi haldið sig á svipuðum slóðum í abstraktmyndum sínum frá því hann byrjaði að sýna verk sín fyrir rúmum áratug má greina í þeim markvissa rannsókn um möguleika og þanþol þess ramma sem hann hefur markað sér. Málverk hans eru runnin af franska skólanum sem upp kom í París um 1950 og er stundum kenndur við tachisme eða art informel. Áherslan er á flæðið, bæði í pensilskrift og myndbyggingu, og litasamsetningar oft ágengar. Þorsteinn raðar upp litaflötum í órætt rými sem stundum er grunnt og allt að því geómetrískt en nær stundum furðumikilli dýpt.

Þegar Þorsteinn hélt sínar fyrstu sýningar í Gallerí Borg árið 1998 mátti gjarnan lesa einhvers konar landslag í verkin, litirnir minntu oft á mold, gróður eða fjöll og sums staðar var jafnvel dreginn sjóndeildarhringur. Náttúran er enn einhvers staðar að baki í myndum hans en það varð þó fljótlega greinilegt að áhugi Þor-steins beinist fyrst og fremst að hinum innri lögmálum lita og forma, og hann beitir ýmsum aðferðum til að gæða þau lífi og leika við auga áhorfandans. Stundum eru formin skýrt afmörkuð, jafnvel með útlínum sem mynda sjálfstæða grind á myndflet-inum svo minnir á formbyggingu steindra glugga. Stundum fljóta formin hins vegar hvert ofan á öðru, útlínurnar óljósar svo litirnir virðast tifa hver við öðrum eins og í þeirri aðferð sem Mark Rothko þróaði í málverkum sínum. Stundum eru litafletirnir í forgrunni og línuteikningin birtist í bakgrunni þar sem formin ná ekki saman en stundum fá litirnir að flæða um flötinn meðan línurnar teikna fram formin fyrir framan.

Líta má á allan þennan leik sem tilbrigði við stef eða tilraunir með mismunandi skala, bæði í litum og formbyggingu. Alls staðar í verkum Þorsteins er sterk hrynjandi: Formin dansa fram hvert af öðru þegar maður rennir augum yfir flötinn, líkt og myndirnar geymi minningu um handtök málarans þegar hann raðaði þeim saman á strigann. Það er kannski engin tilviljun að verkin vekja hugrenningar um tónlist því Þorsteinn er mikill áhugamaður um jazz, semur jazztónlist og hefur sjálfur sagt að hann sjái náinn skyldleika með þessum listformum.

Í nýjustu málverkum Þorsteins er formið orðið fastara en áður og hrynjandin þyngri þótt enn leiki hann oft af fingrum fram. Lit-irnir í þessum myndum eru líka hreinni og þéttari en oft áður og pensilskriftin sterk og hröð. Kannski er hann hér að tengja við enn annan þátt í sköpun sinni, arkitektúrinn, sem hann hefur starfað við í meira en tvo áratugi. Hvað sem því líður er þetta nýtt stig í rannókn hans, nýr áfangi í könnunarleiðangri hans um málverkið.

Jón Proppé, gagnrýnandi og sýningarstjóri

Although Þorsteinn Helgason has kept to a certain style and approach since he first started to exhibit his paintings more than a decade ago, they reveal a journey of exploration – an investigation of the possibilities and variations available within his selected framework. His paintings spring from the French School of paint-ing, the approach that Parisian painters developed in the 1940s and 1950s and is sometimes associated with Tachisme or Art Informel. The emphasis is on the flow and rhythm of the painting, in both its formal construction and the brushwork, often using aggressive colour schemes. Þorsteinn composes his coloured shapes in an indeterminate space, sometimes flat or shallow but sometimes achieving a surprising depth and perspective.

When Þorsteinn had his first private exhibitions in Reykjavík in 1998, his paintings were strongly suggestive of landscapes, though very much in the spirit of abst-raction. The colours sometimes evoked earthy hues or the subtle greens of vegeta-tion. In some paintings, a horizon was even suggested. Nature can still be seen as an inspiration in Þorsteinn’s work but it quickly became clear that his main interest is in the inner logic of forms and colours as outlined by the pioneers of abstraction in the last century. To the exploration of these, Þorsteinn brings a formidable arsenal of techniques and approaches, imbuing his constructions with life and engaging the viewer’s gaze. Sometimes the forms are clearly delineated, even with outlines that form an independent grid on the canvas, almost reminiscent of the structures in stained windows. Sometimes the forms float on top of each other, their outlines blurred so the colours seem to shimmer where they meet, as with the technique developed by Mark Rothko in his paintings. Sometimes the coloured forms are in the foreground with the outlines coming through where the forms fail to meet up, but sometimes the colours are allowed to flow across the field while the brush-drawn lines tease out the shapes in the foreground.

These playful experiments can be seen as variations on a theme or as exercises with different scales, both in colour and composition. In all Þorsteinn’s work there is a strong sense of rhythm: The forms line up and thrust themselves forward as one’s gaze passes over the painting, as though the surface retained a memory of the painter’s gestures when he arranged them on the canvas. It is probably no coincidence that these works evoke musical metaphors. Þorsteinn is a jazz enthusiast, even composing music of his own, and has said that he sees a close connection between the two art forms.

In Þorsteinn’s most recent paintings, the formal construction has become more structured than before and the rhythm feels stronger, though he still allows him-self flights of improvisation. The colours in these works are clearer and brighterthan often before and the brushwork quicker and more assured. Perhaps he is now making the connection to yet another aspect of his creative pursuit, the architecture that he studied in the 1980s and has worked at since? However that may be, this is a new stage in his development, a new leg on his journey of exploration through painting.

Jón Proppé, art writer and curator

3

Page 3: Exhibition - Reykjavik Art Gallery

Án titils / Untitled2009

olía á striga / oil on canvas70 cm x 140 cm

Án titils / Untitled2008

olía á striga / oil on canvas100 cm x 100 cm

4 5

Page 4: Exhibition - Reykjavik Art Gallery

Án titils / Untitled2009

olía á striga / oil on canvas95 cm x 135 cm

6 7

Án titils / Untitled2009

olía á striga / oil on canvas35 cm x 45 cm

Page 5: Exhibition - Reykjavik Art Gallery

Án titils / Untitled2009

olía á striga / oil on canvas80 cm x 90 cm

Án titils / Untitled2009

olía á striga / oil on canvas80 cm x 90 cm

8 9

Page 6: Exhibition - Reykjavik Art Gallery

Án titils / Untitled2009

olía á striga / oil on canvas50 cm x 120 cm

Án titils / Untitled2009

olía á striga / oil on canvas30 cm x 30 cm

10 11

Page 7: Exhibition - Reykjavik Art Gallery

Án titils / Untitled2009

olía á striga / oil on canvas120 cm x 170 cm

Án titils / Untitled2009

olía á striga / oil on canvas50 cm x 70 cm

12 13

Page 8: Exhibition - Reykjavik Art Gallery

Án titils / Untitled2009

olía á striga / oil on canvas40 cm x 80 cm

Án titils / Untitled2009

olía á striga / oil on canvas40 cm x 60 cm

14 15

Page 9: Exhibition - Reykjavik Art Gallery

Þorsteinn Helgason

Þorsteinn Helgason nam arkitektúr í Kaupmannahöfn og myndlist í Myndlistaskólanum í Reykjavík og í Myndlistar- og handíðaskólanum. Hann hélt sínar fyrstu sýningar í Gall-erí Borg í Reykjavík árið 1998 og hefur síðan sýnt jafnt og þétt. Auk sýninga hér heima hafa verk hans verið sýnd í Lundúnum, Stokkhólmi og í New York.

Þorsteinn Helgason studied architect-ure in Copenhagen in the 1980s and painting in Reykjavík in the 1990s. He had his first private exhibitions in Reykjavík in 1998 and has exhibited regularly ever since. In addition to exhibitions in Iceland, his works have been seen in London, Stockholm and New York.

[email protected]

Reykjavík Art GallerySkúlagötu 30101 Reykjavíkwww. reykjavikart.is

Ljós

myn

dun:

Arn

aldu

r H

alld

órss

on. U

mbr

ot: Í

slen

ska

augl

ýsin

gast

ofan

. Pre

ntun

: Pre

ntm

et e

hf.

Án titils / Untitled2007

olía á striga / oil on canvas85 cm x 95 cm