16
SPARNAÐARLEIÐIR ARION BANKA

Sparnaðarleiðir Arion banka

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Sparnaðarleiðir Arion banka

SPARNAÐARLEIÐIRARION BANKA

Page 2: Sparnaðarleiðir Arion banka

1 AF HVERJUM 3HEFUR SAFNAÐ FYRIR

ÖKUTÆKI

Page 3: Sparnaðarleiðir Arion banka
Page 4: Sparnaðarleiðir Arion banka

2 AF HVERJUM 5HAFA SAFNAÐ FYRIR FERÐALAGI

Page 5: Sparnaðarleiðir Arion banka

SPARNAÐARLEIÐIR 02

SPARNAÐUR Í SJÓÐUM OG SPARNAÐARREIKNINGUM

Það er gott að eiga sparnað í bakhöndinni og njóta þess að geta leyft sér örlítið meira án þess að þurfa að hafa áhyggjur af óvæntum útgjöldum. Það er skynsamlegt að leggja fyrir hvort sem markmiðið er að eiga varasjóð, safna fyrir útborgun í nýja íbúð eða fyrir einhverju öðru sem þig dreymir um.

REGLULEGUR SPARNAÐUR –FYRIR HVERJU Á ÉG AÐ SPARA?

Reglulegur sparnaður er einföld og árangursrík leið til að leggja fyrir. Þú getur stofnað reglulegan sparnað strax í gegnum netbankann, með því að senda beiðni í gegnum heimasíðuna eða með því að koma við í næsta útibúi. Arion banki sér um að millifæra reglulega af reikningnum þínum eða kreditkorti yfir á sparnaðarreikning eða sjóð.

SPARAÐU FYRIR FRAMTÍÐINNISvo þú eigir fyrir draumahúsinu, framhaldsnáminu og njótir ævikvöldsins til fulls. Það er ljúf og góð tilfinning að eiga eitthvað gott í vændum. Með því að spara leggur þú grunn að morgundeginum.

SPARAÐU FYRIR ÖLLU ÞESSU SKEMMTILEGAFyrir nýju hjóli, afmælisveislunni eða dásamlegu sumarfríi. Taktu forskot á sæluna með því að spara fyrir því sem þig hefur alltaf langað til að leyfa þér. Sparnaðurinn er tími tilhlökkunar og gleði. Þú sáir og uppskerð. Því fylgir ósvikin ánægja.

SPARAÐU FYRIR ÓVÆNTUM ÚTGJÖLDUMEf þvottavélin bilar, bíllinn þarf á verkstæði eða gera þarf við skemmda tönn. Sýndu fyrirhyggju og njóttu þess að eiga eitthvað í bakhöndinni fyrir óvæntum kostnaði.

GREIDDU NIÐUR SKULDIREin sparnaðarleið er að greiða niður skammtímaskuldir og draga þannig úr kostnaði. Slík niðurgreiðsla getur verið skynsamleg fyrir fjármál heimilisins.

Page 6: Sparnaðarleiðir Arion banka

03 SPARNAÐARLEIÐIR

HVERNIG Á AÐ VELJA RÉTTU SPARNAÐARLEIÐINA?

Þegar kemur að því að taka ákvarðanir um fjárfestingar og sparnað, hvort sem litið er til skemmri eða lengri tíma, koma margar leiðir til greina. Ákvarðanir þurfa að vera byggðar á réttum forsendum og taka mið af persónulegum þörfum hvers og eins.

SPARNAÐARREIKNINGAR

VERÐTRYGGÐIR EÐA ÓVERÐTRYGGÐIR REIKNINGARVerðtryggður sparnaður er bundinn í að lágmarki 3 ár og tryggir að höfustóll sparnaðar haldi raunvirði sínu. Ávöxtun verðtryggðra reikninga er betri en óverðtryggðra ef verðbólga á tímabilinu er há.

Óverðtryggður sparnaður ber hærri vexti en er ekki varinn gegn verðbólgu. Hann er hægt að hafa alveg óbundinn eða bundinn frá 7 dögum til 24 mánaða. Óverðtryggður sparnaður hentar því betur ef eigandi þarf að grípa í sparnaðinn með litlum fyrirvara.

BINDITÍMIÞeim mun lengur sem þú ert tilbúin(n) að binda sparnaðinn þeim mun betri vaxtakjör er hægt að fá. Ef þú ætlar að spara til lengri tíma geta bundin innlán oft verið betri kostur en eru t.d. ekki góður kostur fyrir varasjóð.

Page 7: Sparnaðarleiðir Arion banka

SPARNAÐARLEIÐIR 04

SPARNAÐARLEIÐIR

Fjárhæða- og tímaþrep - ársvextir

Fjárhæða- og tímaþrep - mánaðarvextir

Fjárhæðaþrep

Fjárhæðaþrep 30

Óverðtryggður 12

Óverðtryggður 18

Óverðtryggður 24

Tímaþrep

VERÐTRYGGÐIR REIKNINGAR

ÓVERÐTRYGGÐIR REIKNINGAR

Árlega

Mánaðarlega

Árlega

Mánaðarlega

Árlega

Árlega

Árlega

Árlega

Árlega

Árlega

Árlega

Árlega

Vaxtagreiðslur

7 dagar

7 dagar

10 dagar

31 dagur frá úttektarbeiðni

12 mánuðir

18 mánuðir

24 mánuðir

10 dagar

til 18 ára aldurs

36 mánuðir

48 mánuðir

60 mánuðir

Binditími

Nei

Nei

Nei

Nei

Nei

Nei

Nei

Skammtímabinding Í lok binditíma 3,6,9 eða 12 mán. 500.000 kr

Nei

Nei

Nei

Nei

Nei

Lágmarksinnstæða

Mánaðarlega 36 mánuðir 1.000.000 krFjárhæðaþrep - verðtryggt

Framtíðarreikningur

Verðtryggður 36

Verðtryggður 48

Verðtryggður 60

Árlega Nei NeiEignalífeyrisreikningur*

*Eignalífeyrisreikningur er aðeins fyrir 60 ára og eldri

Page 8: Sparnaðarleiðir Arion banka
Page 9: Sparnaðarleiðir Arion banka

1 AF HVERJUM 20HEFUR SAFNAÐ FYRIR REIÐHJÓLI

Page 10: Sparnaðarleiðir Arion banka

07 SPARNAÐARLEIÐIR

SPARNAÐURÍ SJÓÐUM

Sjóðir eru áhugaverður kostur fyrir þá sem vilja ávaxta fjármuni, hvort sem litið er til skemmri eða lengri tíma. Þá eru sjóðir góður kostur fyrir þá sem vilja spara reglulega með einföldum og hagkvæmum hætti.

VAL Á SJÓÐUMGott er að flokka sparnaðinn eftir tilgangi eða markmiði. Mikilvægt er að leggja sérstaklega til hliðar fyrir óvæntum útgjöldum og mynda þannig varasjóð. Sparnaður sem ætlaður er til að standa undir óvæntum útgjöldum þarf að vera í sjóðum með litlar sveiflur í ávöxtun og aðgengilegur hvenær sem er. Ef um langtímasparnað er að ræða þá er hægt að fjárfesta í sjóðum þar sem möguleikar eru á hærri ávöxtun, en þar kunna sveiflur í ávöxtun að vera meiri. Sveiflur í ávöxtun jafnast yfirleitt út til lengri tíma litið.

Margir sjóðir eru í boði. Skoðaðu úrvalið og fáðu nánari upplýsingar á www.arionbanki.is/sjodir.

Page 11: Sparnaðarleiðir Arion banka

SPARNAÐARLEIÐIR 08

STEFNIR – LAUSAFJÁRSJÓÐUR

Tilvalinn kostur fyrir skammtímasparnað eða varasjóð

Fyrir hverja?• Þá sem vilja njóta hærri innlánsvaxta í krafti stærðar sjóðsins• Þá sem vilja stöðuga ávöxtun• Þá sem eru að spara til skamms tíma, til dæmis þegar verið er að byggja upp varasjóð eða safna fyrir ferðalagi.

Sjóðurinn fjárfestir aðallega í innlánum fjármálafyrirtækja. Í krafti stærðar sinnar nýtur sjóðurinn betri vaxta á innlánum en bjóðast almenningi. Sjóðurinn hentar þeim sem eru að spara til skamms tíma og vilja halda sveiflum í ávöxtun í lágmarki. Það tekur aðeins einn dag að fá fjármuni sína innleysta úr sjóðnum.

Ráðlagður fjárfestingartími 1 vika +

Fyrst og fremst innlán en jafnframt hefur sjóðurinn heimild til að fjárfesta í stuttum skuldabréfum og víxlum með ábyrgðíslenska ríkisins.

Hærri ávöxtun en á hefðbundnum bankareikningum, litlar sveiflur.

Laus með eins dags fyrirvara*

0%

450 kr. (0 kr. í áskrift)

0,35%

Fjárfestingar

Markmið

Virk stýring

Binding

Gengismunur

Afgreiðslugjald

Árleg umsýsluþóknun

FjárfestingarsjóðurRekstrarform

Lágmarksfjárhæð 10.000 kr. eða 5.000 kr. í áskrift

*Miðað við að viðskiptabeiðni berist fyrir kl. 14:30

Page 12: Sparnaðarleiðir Arion banka

09 SPARNAÐARLEIÐIR

STEFNIR – SAMVAL

Eignastýring í einum sjóði

Fyrir hverja?• Þá sem vilja virka stýringu í skuldabréfum og hlutabréfum• Þá sem vilja nýta sérfræðiþekkingu úr öllum fjárfestingarteymum• Þá sem vilja spara í þrjú ár eða lengur

Sjóðurinn fjárfestir í skuldabréfum, hlutabréfum og öðrum fjárfestingarkostum í þeim hlutföllum sem sérfræðingar sjóðsins meta ákjósanlegasta hverju sinni. Sjóðurinn byggir á langri sögu og hefur sýnt góða ávöxtun allt frá stofnun árið 1996. Það tekur tvo daga að fá fjármuni sína innleysta úr sjóðnum.

*Miðað við að viðskiptabeiðni berist fyrir kl. 14.00

Ráðlagður fjárfestingartími 3 ár +

Skuldabréf, hlutabréf, innlán og sérhæfðar fjárfestingar

Nýta tækifæri í öllum helstu verðbréfaflokkum

Laus með tveggja daga fyrirvara*

1%

450 kr. (0 kr. í áskrift)

1,45%

Fjárfestingar

Markmið

Virk stýring

Binding

Gengismunur

Afgreiðslugjald

Árleg umsýsluþóknun

FjárfestingarsjóðurRekstrarform

10.000 kr. eða 5.000 kr. í áskriftLágmarksfjárhæð

Page 13: Sparnaðarleiðir Arion banka

SPARNAÐARLEIÐIR 10

STEFNIR – RÍKISVERÐBRÉFASJÓÐUR MILLILANGUR

Áhersla á ríkistryggð skuldabréf Fyrir hverja?• Þá sem vilja sparnað í ríkistryggðum skuldabréfum• Þá sem vilja láta stýra fyrir sig hverju sinni hvort áhersla er lögð á verðtryggð eða óverðtryggð ríkisskuldabréf• Þá sem vilja spara í tvö ár eða lengur

Sjóðurinn fjárfestir í ríkistryggðum skuldabréfum, fyrir utan innlán. Sérfræðingar sjóðsins fylgjast náið með því hvort verðtryggðir eða óverðtryggðir fjárfestingar- möguleikar eru vænlegri til ávöxtunar og haga fjárfestingum sjóðsins eftir því. Sjóðurinn var stofnaður árið 1986 og á árangursríka sögu að baki. Það tekur aðeins tvo daga að fá fjármuni sína innleysta úr sjóðnum.

Ráðlagður fjárfestingartími 2 ár +

Skráð skuldabréf og víxlar með ábyrgð íslenska ríkisins auk innlána

Virk stýring skuldabréfa með breytilegu hlutfalli verðtryggðra og óverðtryggðra eigna

Laus með tveggja daga fyrirvara*

1%

450 kr. (0 kr. í áskrift)

1%

Fjárfestingar

Markmið

Virk stýring

Binding

Gengismunur

Afgreiðslugjald

Árleg umsýsluþóknun

VerðbréfasjóðurRekstrarform

10.000 kr. eða 5.000 kr. í áskriftLágmarksfjárhæð

*Miðað við að viðskiptabeiðni berist fyrir kl. 14:30

Page 14: Sparnaðarleiðir Arion banka

11 SPARNAÐARLEIÐIR

1 AF HVERJUM 5HEFUR SAFNAÐ FYRIR

HÚSGÖGNUM

Page 15: Sparnaðarleiðir Arion banka

SPARNAÐARLEIÐIR 12

FYRSTA SKREFIÐ

Á arionbanki.is/sparnadur er að finna Sparnaðarvísi sem auðveldar þér val á hentugri sparnaðarleið með einföldum spurningum.

Þú getur líka hringt í 444 7000 og bókað viðtal við sparnaðarráðgjafa sem aðstoðar við valið.

STEFNIRStefnir hf. er dótturfélag Arion banka hf. og er sjálfstætt starfandi fjármála- fyrirtæki skv. lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Stefnir rekur þá sjóði sem hér eru til umfjöllunar skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði .

FYRIRVARIFjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir en verðbréfasjóðir, sem getur leitt til minni áhættudreifingar. Fjárfesting í fjárfestingarsjóði telst því almennt áhættusamari en fjárfesting í verðbréfasjóði.

Ávöxtunartölur eru fengnar hjá Stefni hf. Árangur í fortíð er ekki örugg vísbending eða trygging fyrir árangri í framtíð. Margvísleg áhætta getur falist í fjárfestingu í verðbréfa- og fjárfestingar- sjóðum. Vakin er sérstök athygli á að fjárfesting í hlutdeildarskírteinum sjóða er áhættusöm og getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti (t.a.m. markaðsáhætta, skuldaraáhætta, gjaldmiðlaáhætta og lausa- fjáráhætta). Nánari umfjöllun um áhættu tiltekinnna sjóða er að finna í útboðslýsingum sjóðanna og útdráttum þeirra sem er að finna, ásamt frekari upplýsingum á vef Arion banka, arionbanki.is.

Page 16: Sparnaðarleiðir Arion banka

ARION BANKI hf. Borgartúni 19 • 105 Reykjavík • Sími 444 7000 Útgefinn janúar 2015