16
MORGUNBLAÐIÐ | mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011 MONITORBLAÐIÐ 21. TBL 2. ÁRG.

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR ... · Þeir geta étið ösku. Ef Ash Ketchum úr Pokemon lætur sjá sig verður hann laminn. Í EYRUN Eftir að tilkynnt

  • Upload
    others

  • View
    13

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR ... · Þeir geta étið ösku. Ef Ash Ketchum úr Pokemon lætur sjá sig verður hann laminn. Í EYRUN Eftir að tilkynnt

MORGUNBLAÐIÐ | mbl.is

FRÍT

T

EINTA

K

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011MONITORBLAÐIÐ 21. TBL 2. ÁRG.

Page 2: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR ... · Þeir geta étið ösku. Ef Ash Ketchum úr Pokemon lætur sjá sig verður hann laminn. Í EYRUN Eftir að tilkynnt

GRUNNNÁMVIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK

Samanlátum

viðhjólin

snúast

www.hr.is

� BA í lögfræði� BSc í byggingafræði� BSc í íþróttafræði� BSc í sálfræði� BSc í tæknifræði� BSc í tölvunarfræði� BSc í verkfræði� BSc í viðskiptafræði� Diplómanám í iðnfræði� Diplómanám í kerfisfræði

UMSÓKNARFRESTURER TIL 5. JÚNÍ

Háskólanám er góð fjárfesting. Í Háskólanumí Reykjavík leggjum við áherslu á að skapaog miðla þekkingu í greinum þar sem stærstutækifæri framtíðarinnar liggja; í viðskiptum,tækni og lögum.

Page 3: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR ... · Þeir geta étið ösku. Ef Ash Ketchum úr Pokemon lætur sjá sig verður hann laminn. Í EYRUN Eftir að tilkynnt

Eldgosið í Grímsvötnum er ekki velséð. Askan sem flæðir yfir allt á

Suðurlandi er enn verr séð. Hug-ur Monitor er að sjálfsögðu hjáfólkinu sem býr á svæðinuog þarf að glíma við þessarömurlegu aðstæður.

Aska er bannorðnæstu vikur. Mon-

itor ætlar ekki að komanálægt neinu sem tengist

ösku.

Monitorætlar

ekki að haldaöskudag hátíðleg-

an á næsta ári.

Norður-írska hljómsveitin Ash erkomin í straff. Engin lög með

henni verða spiluð á næstunni.

Þótt David Bowie og Faith No More eigifrábær lög sem bera titilinn Ashes

to Ashes verða þau ekki spiluð aðminnsta kosti út þetta ár.

Allar myndir sem AshtonKutcher og Ashley Judd hafa

leikið í verða sniðgengnar. VerkAshley Olsen verða sömuleiðisáfram í frystinum, þar semþau hafareyndarveriðmest-

alla tíð.

ÍEnglandieru 10 bæir

sem heita Ash. Þeirgeta étið ösku.

Ef Ash Ketchum úr Pokemonlætur sjá sig verður hann

laminn.

Í EYRUNEftir aðtilkynntvar aðdúndur-sveitinQuar-ashiætlaðisér að eiga„kombakk“inn í íslenskutónlistarsenuna í sumar fórspennuskjálfti um alla landsmenn.Því er tilvalið að rifja upp gömulkynni við hljómsveitina og skellaþeim á fóninn.

Í MUNNINNSúkkulaðið Þristur

er lúmskastasúkkulaðið ámarkaðnum.Ekki nógmeð að þaðsé sígilt sem

sætindi áöllum heimil-

um landsins þávirðist það alltaf eiga

við, hvort sem það er með eftir-miðdegiskaffibollanum í vinnunni,beint í bragðarefinn úti í ísbúð eða ákósíkvöldi fjölskyldunnar.

Í KVÖLDBÆNNú ermikilvægtað lands-menntakihönd-umsamanog ákalliveðurguði ogönnur máttar-völd náttúrunnar í von um að þessueldgosi linni strax í gær og sumariðhefjist af alvöru. Snjóskaflar áAkureyri og Egilsstöðum í lok maí– hvað er það eiginlega?

Monitormælir með

3

fyrst&fremst

Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson ([email protected]) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson ([email protected]) George KristóferYoung ([email protected]) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson ([email protected]) Ólafur Kjaran Árnason ([email protected]) SigynJónsdóttir ([email protected]) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson ([email protected]) Forsíða: Sigurgeir Sigurðsson Grafík: ElínEsther Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: [email protected]

FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011 Monitor

Feitast í blaðinu

Davíð Berndsenflytur til Portúgalí haust og stefnirá að keppa íEurovision.

Stíllinn kíkir ífataskápinn hjánýbökuðu útvarpspí-unni MargrétiBjörnsdóttur.

Alma Geirdal gefurút ljósmyndabóksem segir frá bar-áttu hennarvið búlimíu.

7

Ásgeir Orri Ásgeirs-son í Lokaprófinu.Hann fór síðastað gráta umsíðustu helgi. 14

Edda Björg Eyj-ólfsdóttir í viðtali.Hún er næstumþví ramm-göldrótt. 8

5

Þetta er ekki Sigrún Eva Ármannsdóttir sem keppti í Eurovision

fyrir Íslands hönd árið 1994 með lagið Nei eða já.

Skagadrottningin Sigrún Eva Ármanns-

dóttir kom, sá og sigraði í Ungfrú Íslandsíðastliðið laugardagskvöld.

Atli BollasonSamt íalvörunni, afhverju heitireggjarauða

þessu nafni? Hún er sko gul.19. maí kl. 16:45

KristmundurAxel er meðmissed call fráVölu Grand.23. maí kl. 11:57

Efst í huga Monitor

Öskudagur alla daga

Elin HirstNew volcaniceruption inIceland, onlya year after

Eyjafjallajokull21. maí kl. 20:19

4

„Þetta er einhvern veginn svo óraunverulegt, maðurer svona bara ennþá að átta sig á þessu,“ segir SigrúnEva Ármannsdóttir sem var krýnd Ungfrú Íslandsíðastliðið laugardagskvöld. „Um tíma var ég miklufeimnari og lokaðri heldur en ég er núna og langaðibara fyrst ekkert að taka þátt í þessum keppnum. Svovoru vinkonur mínar að fara í þetta og frænka mínsem tekur þátt í að halda Ungfrú Vesturland hvattimig til að taka þátt. Síðan hefur þetta bara gert mérgott. Ég er komin með miklu meira sjálfstraust ogmiklu opnari svo ég er mjög glöð með að hafa tekiðþátt.“

„Það fylgir þessu náttúrlega frekar mikil athygli – ener það ekki bara gaman? Þetta er góð athygli, ekkerteitthvað svona slæmt allavega,“ segir hún og bætirvið að vissulega fylgi sigrinum aukið álag á Facebook.

Sigrún er 18 ára, nemandi á náttúrufræðibraut FVAog býr á Akranesi. „Það er bara mjög fínt í FVA en éghef eiginlega ekkert planað framtíðina eftir hann,“segir hún þótt sumarið og haustið sé að taka á sigmynd. „Ég er að fara að vinna hjá Orkuveitunni, svobýst ég við einhverjum æfingum fyrir Ungfrú heimsem fer fram í London í nóvember. Ég get sennilegaekki farið í skólann í haust út af Ungfrú heimi en ég ætla samt að reynaað taka einhverja áfanga. Það er náttúrlega ótrúlega gaman að taka þátt íkeppninni og því en auðvitað verður leiðinlegt að dragast aftur úr,“ og bættivið að fjölskyldan styddi þó við bakið á henni alla leið. Þá er bara að bíða ogsjá hvort Sigrún fari ekki bara alla leið í nóvember á þessu ári í keppninnium fegurstu konu heims.

Vikan á...

Arnar GrantEina leiðin til aðkoma sér í gottform án þessað æfa er að

hafa samband við blikksmiðog láta hann smíða risavaxiðkökuform.Þegar fólk á svo leið framhjáþá er bara stökkva um borðog hrópa: Já, maður er bara ífínu formi!

18. maí kl. 21:53

SIGRÚN EVA FÍLAREKKI KÁNTRÍ

SIGRÚN EVAFæðingardagur: 10. maí1993.Uppáhaldsfatabúð:Topshop og H&M.Uppáhaldsstaður í heim-inum: Orlando, Flórída.Uppáhaldsmatur: Allt semmamma mín gerir.Uppáhaldsbíómynd:Avatar, enn sem komið er.Uppáhaldsfótboltamaður:Fernando Torres.Uppáhaldstónlistarmað-ur/-hljómsveit: Ég fílaflest fyrir utan kántrí-tónlist.Ef ég fengi eina ósk:Myndi ég örugglega viljaað ég gæti flogið.

Fljúgandifegurðar-drottning

Mynd/Árni Sæberg

Halldór EldjárnÆtli þettaöskufall sédiffranlegt?22. maí kl. 16:29

Page 4: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR ... · Þeir geta étið ösku. Ef Ash Ketchum úr Pokemon lætur sjá sig verður hann laminn. Í EYRUN Eftir að tilkynnt

4 Monitor FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011

Komdu í klúbbinn sem læturekki bjóða sér hvað sem er

Verð frá 489.000 kr.

Viltu komast í útvalinn hóp fólks sem velur ekta hönnun og varast eftirlíkingar? Þá er

ektaVespa frá Piaggio eitthvað fyrir þig. Komdu og skoðaðu glæsilegt úrval í

sýningarsal Heklu eða á vespur.is og vertu með íMC Vespa hópnum á Facebook.

to

n/

A

Myn

d/Ernir

Nú er tónlistin þín í anda 80‘stónlistar. Hvaðan er áhugi þinn áslíkri tónlist upprunalega kominn?„Hann er eiginlega bara kenndur viðpabba af því að hann hlustaði svomikið á þetta í gamla daga. Þegarég byrjaði að gera músík fannstmér síðan ekkert hljóma rétt nemaþannig tónar.“

Sækirðu áhrif í gömul Gameboy-og Nintendolög? „Það er aðallegaSveinbjörn Hermigervill, sem á núhelminginn í plötunni minni, semer að pæla í svoleiðis. Annars ólstmaður nú upp við þá tónlist, svo húner örugglega einhvers staðar þarna.“

Nú skartarðu gjarnan flottumátfittum þegar þú kemur fram. Legg-urðu mikið upp úr því að klæðnað-urinn sé í einhverjum sérstökumstíl og hvaðan koma gallarnir? „Þeirkoma út um allt, oftast úr fataskáp-um hjá einhverjum mömmum. Égkomst í fataskáp hjá mömmu Maggafélaga míns um daginn og hún lánaðimér fullt af einhverjum gömlumjökkum. Svo bara ef ég finn eitthvað ígeymslu hjá ömmu. Ég fann einhverngamlan jakka þar um daginn sem éger alltaf í núna. Þetta er allt eitthvaðgamalt og endurnýtt.“

Hvaða járn er Berndsen með íeldinum núna? „Það er plata meðÞórunni Antoníu sem ég er bara aðpródúsera. Svo er maður að planasmá Evrópumál – við erum að faraað spila úti í Þýskalandi í haust.Síðan er ég að vinna í svakalegusumarlagi sem kemur út í næstamánuði. Það verður á íslensku ogþað verður örugglega þjóðþekkturÍslendingur í því en það er reyndarsmá leyndarmál.“

Nú fréttist utan úr bæ að þúværir á leið til Portúgal. „Þettaeru staðfestar fréttir, maður ætlarbara að reyna að meika það þar.Ég er með plön um að reyna aðtaka þátt í Eurovision 2012 fyrirPortúgal. Ég held að ég yrði samtbara svona á hljómborðinu enreyni svo að finna einhverja sætastelpu og gera eitthvað lag meðhenni fyrir keppnina. Þetta er svonaá grunnstigi, ég hef náttúrlegasvolítinn tíma í þetta.“

Hvað dregur þig þangað annaðen Eurovision-draumurinn?„Kærastan mín er reyndar að faraað læra þarna svo ég ætla meðhenni. Annars er bara gott að veraá meginlandinu upp á að spila úti,ódýrara að fljúga og svona.“

Ertu með einhverlangtímamarkmið í bransanum?„Góð spurning, ég veit það ekkimaður. Jújú, við erum að vinna aðraplötu og halda áfram að vinna íþessu. Ætli þetta endi svo ekki á þvíað maður taki upp kassagítarinnog spili þessi lög í þannig útgáfu?Svo fer maður í djassinn og svona.Þetta á örugglega eitthvað eftir aðbreytast en maður er ekkert aðfara að hætta þessu.“

Stefnir á Eurovision

Berndsen horfir fram á bjarta tíma. Hann flytur tilPortúgal og stefnir á þátttöku í Eurovision 2012.

fyrir hönd Portúgal2012

BERNDSEN KEMUR FRAM ÁSVÍNARÍ Á FAKTORÝ ÞANN 3. JÚNÍ

Page 5: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR ... · Þeir geta étið ösku. Ef Ash Ketchum úr Pokemon lætur sjá sig verður hann laminn. Í EYRUN Eftir að tilkynnt

5FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011 Monitor

fyrstu hæð

Sími 511 2020

FLOTTIR ÍTALSKIR DÖMUSKÓR, TÖSKUR, JAKKAR - MARGIR LITIR - MIKIÐ ÚRVAL

MESTA ÚRVAL LANDSINS AF ÍTÖLSKUM SPORTSKÓM - MIKIÐ ÚRVAL AF SANDÖLUM

Erum á

KÓM MIKIÐ ÚRVAL

NÝ SENDINGMARGAR TEGUNDIRAF SKÓSKRAUTI

11.790,- 15.390,-

11.990,- 7.990,- 11.790,-

15.990,- 11.790,- 12.990,- 11.990,-

10.990,- 12.990,- 12.990,- 11.490,-

„Þetta er gömul hugmynd hjá mér að setja sjúkdóminní listrænt form,“ segir Alma Geirdal, ljósmyndari, semgefur senn út sína fyrstu ljósmyndabók. Bókin heitir 24tímar í búlimíu og í henni eru að finna ljósmyndir afÖlmu sem sjálf hefur barist við lotugræðgi og lystarstolí 9 ár.

„Ég er nemi í ljósmyndaskólanum og skilaði verkinusem verkefni þar. Þetta vakti þá mikla athygli og þaðvoru margir sammála um að það þyrfti að sýna þetta.Þá einhvern veginn fór ég í gang með þetta og lét ekkertstoppa mig og hingað er ég komin.“

Alma stóð áður fyrir samtökunum Forma sem unnuað því að opna umræðuna í þjóðfélaginu um málefniþeirra sem glíma við átröskun. „Ég hef lengi barist fyrirmálefnum átröskunarsjúkdóma. Ég var með samtök ásínum tíma og mér finnst alltaf þörf á þessari baráttu áÍslandi. Það var pælingin, svona fyrst og fremst. Að leyfafólki að skyggnast inn í þennan heim í gegnum listina.Mér finnst það góð leið, það er gott að blanda þessusaman,“ segir Alma og bætir við að útgáfa bókarinnar sélangþráður draumur að verða að veruleika. Hér má sjámyndir úr bókinni sem kemur út sunnudaginn næst-komandi 29. maí.

Arna Geirdal tekur búlimíusem hún sjálf glímir við fyr-ir með ljósmyndun að vopnií nýrri ljósmyndabók.

Varparljósi ábúlimíu

ALMA GEIRDAL AFHJÚPARSJÚKDÓM SINN Í GEGNUM LISTINA

Í BÓKINNI ER LJÓSI VARPAÐ Á ÁTRÖSKUNAR-SJÚKDÓMA MEÐ ÁHRIFAMIKLUM MYNDUM

Myn

d/Kristin

n

Page 6: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR ... · Þeir geta étið ösku. Ef Ash Ketchum úr Pokemon lætur sjá sig verður hann laminn. Í EYRUN Eftir að tilkynnt

6 Monitor FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011

Julianne Hough flaggaði föngulegum línumsínum í þessum litla svarta kjól frá Camilla andMarc en það gerði Fergie einnig skömmu áður.Fergie klúðrar kjólnum með því að reyna aðsýna eins mikið af brjóstunum og mögulegt erog aftursleikt hárið gerir ekki mikið fyrir hana.Hough er hins vegar smekkleg með skvísulegtslegið hár og hefur því vinninginn.

Kardashian-systur keppast í einu og öllu ogí þetta skiptið ákváðu þær Kim og Khloe aðklæðast sama kjólnum með stuttu millibili.Kjóllinn fer hinni lögulegu Kim mun beturog liturinn sem hún valdi gerir meira fyrirdökkhærða. Kim skellti sér einnig í smarthlébarðaskó við en Khloe fór öruggu leiðinameð svörtum einföldum hælum.

Leikkonan Evan Rachel Wood klæddist samakjól og söngkonan Shakira í vetur og tókstWood mun betur upp. Reyndar hefði hún máttsleppa svörtu beltinu í mittið en Shakira taparaugljóslega vegna hvítu sokkabuxnanna ogsvörtu stígvélanna sem passa alls ekki viðkjólinn. Reyndar lítur út eins og Wood sé líka íhvítum sokkabuxum en ekki láta blekkjast.

Skvísurnar Eva Mendes og Jenny McCarthyklæddust báðar þessum ósmarta kjól frá StelluMcCartney á rauða dreglinum nýlega. McCarthyákvað að taka hárið upp og klæddist svörtumeinföldum hælum við en Mendes tók gullgell-una á þetta og hafði hárið slegið við gyllta skóog gyllt veski. Stíllinn dæmir jafntefli í þessarierfiðu viðureign.

Stjörnustríð

„Mig er búið að langa til að gera þetta lengien hef ekki þorað að kýla á þetta fyrr ennúna,“ segir Edda Ýr Aspelund sem opnaðifataverslunina Lólu á Laugavegi 55 í síðustuviku ásamt kærastanum Haraldi Leví Gunn-arssyni. „Ég hef mikinn áhuga á fötum og tískusvo það er langþráður draumur að fá að vinnaí kringum slíkt,“ segir Edda sem er menntaðurtextíl- og fatahönnuður.

Persónuleg þjónusta„Fötin eru í alls konar stílum frá mismunandi

áratugum svo það er úr nógu að velja,“ segirEdda og bætir við að Lóla reyni að bjóða uppá hagstæð verð. „Það vantar alltaf vintage-búðir í miðbæinn og við munum reyna að hafaúrvalið sem best þó búðin sé lítil,“ segir hún

og bendir á að Lóla sé notaleg búð sem bjóðiupp á persónulega þjónustu. „Búðin er minni ísniðum en margar og ég verð ein að vinna svoþað verður heimilislegt andrúmsloft í Lólu.“

Eitthvað fyrir allaÁ boðstólnum eru flíkur bæði fyrir herra og

dömur og segir Edda úrvalið svipað fyrir bæðikynin. „Strákarnir ættu að fagna því við erummeð mikið af vörum fyrir þá,“ segir Edda ogbætir við að allir aldurshópar geti komið ogverslað í Lólu. „Í gær kom eldri kona og keyptisér blússu svo það er allur aldur að versla hjáokkur,“ segir Edda ánægð við góðar viðtökur ífyrstu vikunni. „Fólk er mikið búið að rambahérna inn og viðtökurnar hafa verið alvegfrábærar,“ segir Edda spennt fyrir framhaldinu.

Textíl- og fatahönnuðurinn Edda Ýr Aspelund

opnaði vintage-fataverslunina Lólu á Laugavegifyrir viku síðan. Stíllinn kíkti í heimsókn ogfékk að vita hvað verður á boðstólnum í Lólu.

Notalegt ogheimilislegtandrúmsloft

NOTUÐ FÖT Í NOTALEGUANDRÚMSLOFTI INNI Í LÓLU

Naomi brúð-armær KateMoss?Ofurfyrirsæturnar Kate Moss ogNaomi Campbell hafa verið góðar vin-konur síðan þær sigruðu heiminn átíunda áratugnum. Í nýjasta tölublaðiVogue talar Campbell um brúðkaupMoss sem ferfram þann 2.júlí en hún vildiekki gefa upphvort hún yrðibrúðarmey íbrúðkaupinu.„Þá væri égað kjafta frá,“sagði Campbellsem er mjögánægð með að vinkonan Moss sé áleiðinni upp að altarinu. „Ég er svostolt af Kate,“ sagði Cambell og lofaðieinnig tilvonandi eiginmann hennar.„Ég elska Jamie, hann er sá eini réttifyrir hana. Þetta verður yndislegurdagur og við erum alltaf að tala sam-an í símann um brúðkaupið,“ sagðiCampbell spennt fyrir brúðkaupsdeg-inum. Hin fertuga Campbell óttastekki að missa djammfélaga sinn tilmargra ára þó Moss sé að fara að giftasig. „Við munum halda áfram að faraút á lífið saman, hjónaband mun ekkibreyta Kate.“

Forsetafrúverslar óléttu-föt í H&MCarla Bruni á von á sínu fyrsta barnimeð Frakklandsforsetanum NicolasSarkozy og sást versla óléttuföt íH&M í París um helgina. Samkvæmtfranska tímaritinu Voici eyddi Bruni300 evrum í búðinni sem jafngildaum 50 þúsundíslenskumkrónum.Talsmenn H&Mvildu ekki tjásig um hvortBruni verslaðioft í búðinnien franskaH&M tísti enguað síður umheimsókn forsetafrúarinnar rétt eftirheimsókn hennar. Mikil óvissa hefurríkt um hvort Bruni sé með barni eðaekki en fjölmiðla fór að gruna ýmis-legt er hún byrjaði að klæðast víðumfötum í aprílmánuði. Tengdafaðirhennar staðfesti fréttirnar nýlega íþýsku dagblaði og ríkir mikil spennafyrir litla krílinu. Bruni á einn tíu árason úr fyrra hjónabandi og Sarkozy átvo uppkomna syni úr fyrsta hjóna-bandi sínu og einn 14 ára gamlan sonúr öðru hjónabandi sínu. Bruni ogSarkozy giftu sig árið 2008, þremurmánuðum eftir að þau kynntust.

stíllinn

Page 7: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR ... · Þeir geta étið ösku. Ef Ash Ketchum úr Pokemon lætur sjá sig verður hann laminn. Í EYRUN Eftir að tilkynnt

7FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011 Monitor

Margrét Björnsdóttir er 19 ára útvarpskona, afgreiðsludama ogþjónustustúlka sem var að útskrifast úr Verzló í síðustu viku. Þábyrjaði hún einnig með útvarpsþáttinn 4-Sex með Brynjari Máá FM957 og segist almennt vera mikið í að tjilla og njóta lífsins.Stíllinn fékk að forvitnast aðeins um fatastíl Margrétar og hvaðaflíkur eru ómissandi fyrir sumarið að hennar mati.

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum í fimm orðum? Sjálf-stæður, öðruvísi, kúl, fjölbreytilegur og skemmtilegur.

Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn? Ég hef miklar mætur á íslenskrihönnun en ég myndi segja að Jeffrey Campell væri í uppáhaldi hjá mér

núna. Annars fíla ég Vivienne Westwoodmjög vel svo ég tali nú ekki um Alexand-er McQueen.

Hversu mörg skópör átt þú? Ætli ég slefi ekki í svona tuttuguog fimm, jafnvel fleiri. Málið er nefnilega að maður á aldrei ofmörg skópör. Aldrei.

Ef þú yrðir að fá þér tattú, hvað myndir þú fá þér og hvar?Ég myndi fá mér heví gott tribal tattú á mjóbakið sem myndisvo tengjast í stóran dreka sem kæmi yfir bakið á mér og svomyndi það enda á bringunni minni þar sem stæði einhvergeðveik lína eins og til dæmis „I live for fun“ eða eitthvaðgeðbilað.

Hvaða flík er ómissandi að þínu mati fyrir sumarið? Égmyndi segja að það væru einhverjar kúl stuttbuxur. Það erfrekar mikið „must-have“ að eiga kúl gallastuttbuxur. Svoer ég líka mjög heit fyrir flottum magabolum. Ég segi þvíháar gallastuttbuxur og magabolur, þá ertu rock solid.

Stíllinn heldur áfram að njósna ífataskápum íslenskra stúlkna ogþessa vikuna varð útvarpskonanMargrét Björnsdóttir fyrir valinu.

Heit fyrir flottummagabolum

BESTABláu leðurstuttbuxurnarmínar eru helvíti góðar.Þær virka alveg í „casualoutfit“ en svo er hægt aðdressa þær upp með kúlbol eða skyrtu. Ég keyptiþær í Spútnik fyrr á árinu.Ég elska þær eiginlegageðveikt mikið.fataskápurinn

ÞÆGILEGASTAGallaskyrtan mín færþennan heiður. Hún eralveg sjúklega góðog að sjálfsögðu fékk

ég hana í Rokk&Rósum.Hún er svo tjilluð og næsen virkar líka vel við flottarsokkabuxur og hæla.

NÝJASTAHvítur gólfsíður kjóll úr Rokk&Rós-um. Hann er rugl fallegur og éghlakka geðveikt til að nota hann ísumar. (Ég var líka að kaupa mérmjög töff Cheap Monday gallabuxurí KronKron. Ég hugsa að ég eigi eftirað nota þessar flíkur mjög mikið.)

SKRÍTNASTASkyrta úr Spútnik meðindíánafjaðramunstri ogí allavega litum. Hún ersamt meira bara fynd-in. Þetta er svonaflík sem er þaðhallærisleg að húner kúl. Ég kepptieinmitt í þessariskyrtu í uppistands-keppninni í Verslósvo hún er eiginlega

líka lukkuskyrta.

FLOTTASTAÞessa stundina elska ég einnkjól sem ég keypti um daginn.Hann er úr Rokk&Rósum og ersvartur kokteilkjóll, opinn í bakiðmeð semí slaufu framan á, samtekki alveg slaufu.

ELSTABlettatígrapelssem ég fékkþegar égvar 6ára. Égnota hannenn í dag.Núna er hann bara meðstuttum ermum en hannvirkar samt alveg. Ég heldað vinkona mömmu hafikeypt hann í útlöndum íkringum árið 1997.

Page 8: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR ... · Þeir geta étið ösku. Ef Ash Ketchum úr Pokemon lætur sjá sig verður hann laminn. Í EYRUN Eftir að tilkynnt

8 Monitor FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011

Edda Björg Eyjólfsdóttir er þekkt grínleikkona semá að baki ótalmörg leikrit, nokkrar kvikmyndirog eftirminnilega sketsa í grínþáttum á borð viðSvínasúpuna og Stelpurnar. Í vetur skipti hún um gíryfir í dramatískt hlutverk er hún setti á fót sýningunaFjalla-Eyvindur ásamt Mörtu Nordal og hefur sýning-in fengið frábæra dóma og mikið lof gagnrýnenda.„Leikhús hefur ekki snert mig svona í langan tíma,ég hélt það væri dautt,“ sagði einn áhorfandinn viðEddu sem er virkilega ánægð með viðtökurnar. „Éghef aldrei lent í öðru eins,“ segir hin brosmilda Eddasem virðist alltaf vera jákvæð og við það að springaaf útgeislun.

Ferð þú aldrei í fýlu? Jú, oft. Ég er meira að segja ífýlu núna. (Hlær) Ég er samt ekki mjög langrækin enþegar ég fer í fýlu er ég bara fúl.

Á lífsgleðin einhvern þátt í unglegu útliti þínu? Ætliþað ekki bara. Ég veit það ekki. Nei, ég held það séugenin. Ég er búin að vera að segja í mörg ár að þettamyndi borga sig einn daginn. Í öll skiptin sem ég varbeðin um skilríki af dyravörðum landsins og bannaðað fara inn á skemmtistaðina hugsaði ég að þettamyndi borga sig einn daginn. Núna er það einmittað gerast og ég yrði mjög ánægð að vera beðin umskilríki í dag.

Lumar þú á einhverjum góðum fegurðarleynd-armálum? Bara að finna hinn dásamlega gullnameðalveg. Reyna að fara ekki að sofa alltof seint,borða hollan mat, borða líka óhollt og vera ánægðmeð sig. Ég held að það sé aðalatriðið að hætta aðvera alltaf að horfa á einhvern maga eða rass. Þaðer betra að reyna bara að horfa á sig í heild, hugsa:„Ég er æðisleg“ og meina það. Mér finnst það nú ekkialltaf auðvelt en þetta er allt í hausnum á manni.

Hvað gerir þú til að halda þér í formi? Ég reyni aðhreyfa mig reglulega, lágmark tvisvar í viku, og svoreyni ég að skamma mig ekki of mikið ef það gengurekki eftir. Ég er einmitt alltaf á leiðinni að byrja íjóga því mér finnst það frábært og ég fer stundum íLaugar og tek æfingar þar. Svo á ég rosalega góðanhring niður við sjó sem ég hleyp oft. Það er algjörsnilld og hreinsar hugann vel. Um daginn var ég tildæmis á leið norður og allt í óreiðu í hausnum á mérsvo ég fór bara út að hlaupa og þá raðaðist allt upp.

Þú ert sögð hafa mikinn áhuga á fallegum hlutumog þá sérstaklega fallegum fötum. Ert þú ein afþeim sem á allt of mikið af fötum? Alltof mikið. Égveit ekki hvar þetta endar. Mér finnst þetta bara svoskemmtilegt og það er ekkert dásamlegra en fallegföt, fallegir hlutir, fallegur húsbúnaður, falleg hönnunog falleg myndlist.

Hvað finnst þér skemmtilegast að kaupa? Kjóla ogskó. Reyndar er smekkurinn að breytast aðeins meðaldrinum og allt í einu finnst mér alveg rosalegaskemmtilegt að kaupa mér góðan ullarjakka eða fínarbuxur. Smekkurinn verður líka dýrari með aldrinumog því verður þetta erfiðara og erfiðara með árunum.Launin hækka nefnilega ekki.

Heimildarmenn Monitor segja þig eiga til að verahvatvísa. Hefur það einhvern tímann komið þérí vandræði? Örugglega. Stundum verð ég alvegrosalega hvatvís og get ekki beðið eftir einhverju semmér finnst að hefði þurft að gerast helst í gær. Jólin2007 las ég til dæmis bókina Bíbí Ólafsdóttir eftir

Vigdísi Gríms sem ég hafði fengið í jólagjöf og mérfannst hún svo æðisleg að ég hafði samband við Bíbísjálfa og við erum góðar vinkonur í dag, hún er alvegdásamleg.

Hvernig kom til að þú ólst upp hjá afa þínum ogömmu? Mamma var mjög ung þegar hún átti migog bjó enn heima hjá foreldrum sínum svo ég varþar með henni fyrstu árin. Seinna fór hún að vinnasem flugfreyja og það var ákveðið að ég myndi haldaáfram að búa hjá ömmu og afa. Mér fannst þaðþægilegt því þá gat ég verið áfram í sama skóla ogsvo var auðvitað alveg yndislegt að alast upp hjáömmu og afa þó svo að það hafi komið tímabil áunglingsárunum þar sem ég var ekki alveg að meikaþað. Ég var ekki beinlínis að bjóða heim í partí en þaueru algjörir snillingar og ég myndi alls ekki vilja hafahlutina öðruvísi í dag.

Bjóst þú lengi heima? Já, ég er svo mikill öryggisfíkill.Ég svaf lengi vel inni hjá ömmu og afa, fékk svo mitteigið herbergi og bjó í kjallaranum hjá þeim þegarég var í Leiklistarskólanum. Það var svo gott að verahjá ömmu og afa. Svo þegar ég var búin að vinnaog vinna og vinna hjálpaði afi mér að kaupa íbúð íÞingholtunum, ég kynntist eiginmanninum mínumStefáni Má Magnússyni, við fluttum inn saman, gerð-um íbúðina upp og lifðum hamingjusöm til æviloka.

Æfðir þú íþróttir sem krakki? Nei, ég var ekki mikiðí íþróttum og var ekki góð í leikfimi að hoppa yfirhestinn og allt það. Ég fór frekar undir hann og varskíthrædd við allt svona. Þegar ég var fimm áragömul var ég sett á dansnámskeið en það gekk ekkivel því ég var svo feimin og þorði aldrei að gera neitt.Svo frétti ég að Heiðar Ástvaldsson, danskennarinnminn, væri með gerviauga og varð alveg óstjórnlegasmeyk við hann. Ég man eftir mér í pífupilsi, vælandium að vilja bara fara heim á miðri dansæfingu. Éghafði heyrt margar hryllingssögur úr Gerplu og vildiekki fara í fimleika en ég æfði djassballett hjá Báru ímörg ár og hafði mjög gaman af.

Langaði þig einhvern tímann að verða atvinnu-dansari? Nei, ekki beinlínis. Ég fór einu sinni í ball-ett hjá Sigríði Ármann og hún lét okkur allar setjastá gólfið í fyrsta tímanum. Eftir að hafa strekktristarnar okkar valdi hún eina eða tvær stelpur semvoru með nógu góðar ristar svo ég hugsaði með mérað það væri útséð með ballerínudrauminn fyrstég væri ekki með nógu háar ristar. Dansinn hefurreynst mér rosalega vel í því sem ég er að gera í dagþví þetta er alveg frábær grunnur. Ég get dansað og

maður býr að því að kunna skiptisporin og nokkrasnúninga.

Hvernig týpa varst þú í menntaskóla? Ég var á fulluí félagslífi og öllu sem því tengdist. Einhverra hlutavegna var ég alveg harðákveðin að fara í Menntaskól-ann við Hamrahlíð, það er stundum eins og hlutirnirséu skrifaðir í stjörnurnar fyrir okkur. Það var alltafeinhver stemning í kringum þennan skóla sem éghreifst af þó ég þekkti engan í skólanum og engansem ætlaði í hann. Ég komst ekki inn í fyrstu tilraunog fór þá á myndlistarbraut í FB en komst svo inn umáramótin í MH og dembdi mér beint út í félagslífið. Égbyrjaði strax í einhverri nefnd innan nemendafélags-ins og fór í Hamrahlíðarkórinn sem er besta og mestasnilld sem ég hef á ævinni vitað. Mér þykir rosalegavænt um þá reynslu og allt sem ég lærði í kórnum.

Kviknaði áhugi þinn á leiklist í MH? Algjörlega. Þátók ég þátt í uppsetningu nemendafélagsins á RockyHorror ásamt til dæmis Páli Óskari og Jóni Atla. Viðvinkonurnar skráðum okkur saman á leiklistarnám-skeið og þá fór allt af stað. Sýningin sló algjörlegaí gegn og þarna vissi ég að mig langaði til að verðaleikkona. Ég fann mig virkilega vel í þessu og grunaðiað þetta væri eitthvað sem ég gæti gert vel.

Hvað tók við hjá þér eftir útskrift? Ég hafði fariðeitt sumar á menntaskólaárunum sem au pair tilFrakklands og var boðið að koma þangað afturseinna ef ég vildi. Ég útskrifaðist um jól og fór beintút til Frakklands í ævintýraferð þar sem ég vann ogvar í frönskuskóla alveg fram á haust. Þegar ég komheim fór ég að vinna á leikskóla og hóf markvissanundirbúning fyrir inntökuprófin í Leiklistarskólanum.Eftir á að hyggja var ég rosalega ákveðin í að komastþarna inn því ég nýtti tímann sem ég hafði mjögvel í að stúdera leikstíla og alls konar mónólóga. Égtók þetta mjög alvarlega og var frekar fagmannleg íþessum inntökuprófum þó ég segi sjálf frá.

Kom ekkert annað til greina en leiklist?Áður en leiklistin kom til hafði myndlistinátt hug minn því ég hafði alltaf haft mjöggaman af að teikna og mála. Þegar ég fórá myndlistarbrautina í FB var planið aðhalda áfram í því og fara í Listaháskólann íeitthvað nám. Pabbi er arkitekt svo það námheillaði mig alltaf en ég hefði líka alveg ver-ið til í að verða listmálari eða einhvers kon-ar hönnuður. Sá draumur blundar reyndarenn í mér, sérstaklega eftir að ég byrjaðiað innrétta mitt eigið heimili. Hugur minnhefur alltaf stefnt í einhverjar listgreinarog til dæmis eftir að kreppan kom hugsaðiég með mér að það væri kannski gáfulegraað velja sér einhverja aðra starfsgrein enleiklistina. Þá var allt sem mér datt íhug hvort eð er í jafn miklum skít ogleiklistin svo ég held bara áfram aðgera það sem ég geri vel.

Ég kynntist eigin-manninum mínum

Stefáni Má Magnússyni, viðfluttum inn saman, gerðumíbúðina upp og lifðum ham-ingjusöm til æviloka.

Texti: Sigyn Jónsdóttir [email protected]: Sigurgeir Sigurðsson [email protected]

„Ég les svolítið í tarotspil en er ekki farin að taka fólk heim ennþá,“ segir Edda Björg,leikkona, um dulræna hæfileika sína. Hún er samt ekki skyggn.

Núna ætla ég að

HRAÐASPURNINGARUppáhaldsmatur? Víetnamskur matur.

Uppáhaldsnammi? Möndlur, saltlakkrísog núggatsúkkulaði.

Uppáhaldshljómsveit? Fleetwood Macog Spilverk þjóðanna.

Uppáhaldskvikmynd? Hanna &Her Sisters, Breakfast at Tiffany‘s,Amadeus og Piano.

Uppáhaldsleikkona? Audrey Hepburnog Cate Blanchett.

Uppáhaldsleikari? Halldór Gylfason,Robert De Niro og James Franco.

Uppáhaldsstaður á Íslandi? Flatey, Ásbyrgi ogHornstrandir.

Uppáhaldsstaður í heiminum? Heima.

eitthvað ódauðl

Page 9: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR ... · Þeir geta étið ösku. Ef Ash Ketchum úr Pokemon lætur sjá sig verður hann laminn. Í EYRUN Eftir að tilkynnt

9FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011 Monitor

viðtalið

ð geralegt

Page 10: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR ... · Þeir geta étið ösku. Ef Ash Ketchum úr Pokemon lætur sjá sig verður hann laminn. Í EYRUN Eftir að tilkynnt

10 Monitor FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011

Hvar værir þú í dag hefðir þú ákveðið að fara frekarí arkitektinn? Ég væri búin að teikna upp drauma-húsið og innrétta það.Þú hefur sungið mikið í gegnum tíðina. Kæmi tilgreina að leggja leiklistina á hilluna fyrir tónlist-arferil? Nei, það er ekki inni í myndinni. Ég hlustamikið á tónlist og mér finnst gaman að hafa hanameð í bland en ég myndi ekki vilja vinna við að veraalltaf að syngja á tónleikum. Þó það blundi í mér aðsetja saman stórsveit og leigja Hótel Borg, fara í síð-kjól og taka nokkur vel valin lög frá þriðja og fjórðaáratugnum, hver veit? Við hjónin erum reyndar aðgera plötu saman núna og mér finnst æðislegt þegarhann spilar á gítarinn heima og ég syng.

Hvernig plata er þetta sem þið hjónin eruð að gera?Þetta eru íslensk og erlend dægurlög í bland. Ég heldofsalega mikið upp á Erlu Þorsteins, Helenu Eyjólfs,Ellý Vilhjálms og allar þessar yndislegu söngkonursem hafa fylgt manni í gegnum tíðina.

Heimildir Monitor herma að þú sért mikið fyrir dul-speki. Ferð þú oft á miðilsfundi og lest í tarotspil?Ég hef mjög mikinn áhuga á öllum svona spiritismaen hef ekki farið mikið á miðilsfundi. Ég fer meiratil læknamiðla eða spámiðla. Þetta er eitthvað semég geri öðru hvoru og getur verið eins og að faratil sálfræðings eða slíkt til að spá og spekúlera.Stundum þegar framtíðinni er kastað upp fær maðurgóða yfirsýn á allt saman. Ég les svolítið í tarotspil ener ekki farin að taka fólk heim ennþá. (Hlær)

Sagan segir einnig að þú sért mjög næm á fólk.Hvernig lýsir það sér helst? Það er bara eitthvaðinnsæi sem ég er farin að hlusta betur og betur á meðtímanum. Ég hef alltaf verið svolítið næm en ég kannekki alveg að útskýra það. Stundum get ég líka veriðalveg utan við mig og ekki lesið aðstæðurnar vel.Ég er ekki skyggn eða neitt slíkt þó ég sé stundumberdreymin.

Þú ert þá ekki norn eða neitt svoleiðis? Ég erreyndar meðlimur í nornaklúbbi. Þá komum viðsaman vinkonurnar, leggjum niður spil, spáum í bollaog spekúlerum í hinum ýmsu hlutum. Ég upplifi engayfirnáttúrulega hluti en ber rosalega mikla virðingufyrir fólki sem upplifir slíkt.

Er Fjalla-Eyvindur fyrsta samstarfsverkefni þittog Mörtu Nordal? Nei, við lékum saman í Borgar-leikhúsinu og settum svo saman upp sýningu meðStúdentaleikhúsinu og það samstarf gekk alvegrosalega vel.

Hvernig kom það til að þið ákváðuð að setja uppleiksýningu á eigin fótum? Ég var atvinnulaus oghún í fæðingarorlofi svo tímasetningin réði öllu.Ég var búin að ráða mig í tvö verkefni fyrir norðansíðasta haust og varð ólétt um sumarið. Svo kom aðþví að við áttum að byrja að æfa og ég læt leikhús-stjórann vita að ég sé ólétt. Nokkrum dögum síðarfékk ég símtal frá leikhússtjóranum þar sem húnsegir mér að það sé búið að fresta öllu um eitt ár.Ég var auðvitað hæstánægð og var þá einmitt aðpakka fyrir ferðalag til Aðalvíkur fyrir vestan semvar gamall draumur. Sama dag missti ég fóstrið oglífið tók skyndilega U-beygju. Á einum degi breyttistallt og ég þurfti einhvern veginn að gefast upp fyriralmættinu. Það er samt einhver vellíðunartilfinningsem fylgir því að gefa sig á vald hins æðra og trúa þvíað eitthvað gott muni verða í framhaldinu. Á svonaerfiðum tímum slær maður í klárinn og hugsar meðsér: „Núna ætla ég að gera eitthvað ódauðlegt.“ Þóútlitið sé slæmt felast ákveðin tækifæri í svona stöðu.

Sýningin hefur fengið frábærar viðtökur og þásérstaklega túlkun þín á Höllu. Ég er svo stolt afþessari sýningu. Við gerðum þetta fyrir nánast engapeninga og gerðum þetta á okkar eigin forsendum.Það er búið að vera æðislegt að fá viðurkenningu frákollegunum og auðvitað áhorfendum sem mættu ásýninguna. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Fólk var aðkoma til mín eftir sýninguna, faðma mig og þakkamér innilega fyrir. Ein konan sagði: „Leikhús hefurekki snert mig svona í langan tíma, ég hélt það væridautt.“ Þetta er ótrúlegur heiður og ég trúi varlahversu vel þetta hefur gengið.

Er þetta dramatískasta hlutverkið þitt hingað til?Alveg tvímælalaust. Mig hefur alltaf langað til aðleika meira drama og glíma við eitthvað svoleiðis.Ég viðurkenni reyndar að þegar við byrjuðum aðlesa Fjalla-Eyvind komu tímabil þar sem mér fannsthlutverkið vera of langt frá mér og fannst ég ekkieiga innistæðu fyrir þessu. Þú ert með einhverjar

hugmyndir um karakterinn í hausnum og allt í einupassa þær ekki við þig. Síðan þegar ég fann að éghafði þessa innistæðu kom það mér á óvart og varalveg frábært.

Hvað er framundan hjá þér? Við Marta sóttum umstyrk og erum að fara að gera verk um morð semáttu sér stað á Rauðarársandi fyrir mörgum öldum.Vinnuheitið er Fólk í myrkri: Morðsaga. Við ætlumað gera grind að sýningunni og leikgerð sem verðursvipuð og í Fjalla-Eyvindi. Sagan segir frá Steinunni,Bjarna, Jóni og Guðrúnu. Okkur langar að fjalla umástina, hatrið og hvernig þetta fólk fór að því að búasaman í pínulitlu plássi. Einangrunin og ótrúlegnáttúra, losti, rifrildin og auðvitað morðin. Þetta ermögnuð saga. Ég fann leiðið hennar Steinunnar íHólavallakirkjugarði og hleyp stundum við hjá henni.Í eitt skiptið fór ég með tvær skeljar frá Rauðasandi.Hún mun leiða okkur í gegnum þetta.

Hver er þinn villtasti leikhúsdraumur? (Syngur)Allt annað en að koma nakin fram. Nei, ætli það séekki að leika Hamlet, eða leika Marie Antoinette íVersölum, það væri rosalegt.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera þegar þúert í fríi? Mér finnst ótrúlega gaman að ferðast umlandið og hef sérstaklega gaman af að heimsækjaVestfirði. Svo finnst mér Austfirðirnir og bara alltlandið alveg æðislegt. Það eru svo margir seiðmagn-aðir staðir á landinu og Flatey er alveg mitt uppáhald.Þangað fer ég á hverju sumri. Í Flatey líður tíminnhægar og maður blikkar hægar. Það líður úr mannistreitan og maður skilur tilgang lífsins. Svo finnstmér alveg rosalega gaman að elda góðan mat, fámér kalt hvítvín og vera með vinum mínum. Mérfinnst mjög gaman að halda matarboð því það geristalltaf eitthvað skemmtilegt í matarboðum heima hjáokkur. Einu sinni kom meira að segja lúðrasveit.

Ert þú mikið á Facebook? Ég er á báðum áttum meðFacebook. Í aðra höndina finnst mér þetta skemmti-legt en svo er þetta eitthvað svo skrítið. Ég stend migað því að setja einhverja statusa þarna sem eru samtsvo asnalegir. Svo fer ég á eftir og set inn statusinn:„Var í viðtali fyrir forsíðu Monitor. Ætla núna að eldakjúkling.“ Maður getur verið svo mikill fáviti.

Svo fer ég á eftir og setinn statusinn: „Var í við-

tali fyrir forsíðu Monitor. Ætlanúna að elda kjúkling.“ Maðurgetur verið svo mikill fáviti.

Page 11: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR ... · Þeir geta étið ösku. Ef Ash Ketchum úr Pokemon lætur sjá sig verður hann laminn. Í EYRUN Eftir að tilkynnt

Spennandi námog öflugt félagSlíf

Ætlar þúí háskóla í haust?

PIPAR\TBW

A•

SÍA•

111030

Umsóknarfrestur um grunnnám á háskólaárinu 2011–2012 er til 5. júní 2011.Móttaka rafrænna umsókna er hafin á www.hi.is

yfir 400 námsleiðir í boði í háskóla íslands

Page 12: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR ... · Þeir geta étið ösku. Ef Ash Ketchum úr Pokemon lætur sjá sig verður hann laminn. Í EYRUN Eftir að tilkynnt

kvikmyndir

Hæð: 182 sentímetrar.Besta hlutverk: Hann sjálfur íHangover ... og reyndar lífinuöllu.Staðreynd: Sagan segir að hannhafi verið meira en 90 kíló aðþyngd þegar hann var 13 ára.Eitruð tilvitnun: „Aðdáendurmínir elska mig ekki. Þeirelska það sem ég geri. Ég erskemmtikraftur.“

1966Fæðist 30. júníí Brooklyn í New

York.

1985Keppir í sínumfyrsta hnefaleika-

bardaga 18 ára gamall. Vinnur26 af fyrstu 28 bardögunummeð rothöggi eða tæknilegurothöggi.

1988Kvænist leikkon-unni Robin Givens,

en skilur við hana ári síðar.

1990Tapar sínum fyrstabardaga gegn

Buster Douglas í Tókíó.

1991Handtekinn fyrirnauðgun á 18 ára

stúlku á hótelherbergi í Indi-anapolis. Í febrúar ári síðar erhann dæmdur í 10 ára fangelsi,þar af fjögur skilorðsbundinn.

1995Sleppur úr fangelsií mars 1995 eftir

að hafa setið inni í þrjú ár.

1997Berst við EvanderHolyfield eftir að

hafa tapað óvænt fyrir honumári áður. Að þessu sinni þarfað stöðva bardagann eftir aðTyson bítur Holyfield í eyrað. Íkjölfarið fær hann háa sekt ogárs bann.

1997Kvænist öðrusinni, að þessu

sinni konu að nafni MonicaTurner. Þeirra hjónaband varirtil ársins 2003. Þau eiga börninRayna og Amir.

2008Heimildarmyndum líf Tyson er

frumsýnd á kvikmyndahátíð-inni í Cannes. Myndin fær mjöggóða dóma.

2009Fjögurra ára dóttirTyson, Exodus,

deyr í furðulegu slysi eftir aðhafa flækst í snúru á hlaupa-bretti. Tíu dögum síðar kvænistTyson í þriðja sinn, að þessusinni 32 ára konu að nafniLakiha Spicer. Þau eiga samanbörnin Milan og Morocco. Tysoná átta börn svo vitað sé ef hinlátna Exodus er talin með.

MikeTyson

FERILLINN

12 Monitor FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011

Frumsýningarhelgarinnar

Ef einhver á eftir að sjá Between Two Ferns þætti Zach Galifianakis

á sá hinn sami að fetta þeim upp á netinu og horfa á undir eins.

Popp-korn

Þótt will.i.am sé sjálfuraðalmaðurinn í einni

vinsælustu hljómsveit heims,Black EyedPeas, þá segisthann ekki hafagetað setið ásér þegar hannhitti JohnnyDepp fyrirskemmstu, svostjörnusleginn var hann afnávist stórleikarans. Depp ogwill.i.am voru báðir að kynnaverðlaun á Nickelodeon Kids’hátíðinni og að því loknu hljópwill.i.am á eftir stórleikaranumtil að láta taka af sér mynd meðhonum – sem hann segir að séeinn af sínum uppáhaldsleikur-um í bransanum.

Brad Pitt segir að lífiðhafi breyst til muna eftir

að hann varð faðir. Hann segistafar upptekinnaf öryggi barnasinna og eráhyggjufullurum að eitthvaðkomi fyrir þau.„Í raun er þaðminn eini ótti.Áður var ég uppteknari afsjálfum mér en nú vil ég baravera viss um að allir séu ígóðum málum“. Hann bætir viðað einnig hafi leikaraferill hansbreyst en hann leggur ennmeira en áður upp úr því aðlanda góðum hlutverkum oggera góðar myndir svo börningeti verið stolt af honum.

Söngvari Foo Fighters,Dave

Grohl, fer meðlítið hlutverk ímyndinni TheMuppets semkemur útseinna á þessuári. Grohl segisthafa notið þess að leika ímyndinni en segir hins vegaralltof mikla áhættu fólgna í þvíað eyða tíma sínum í bíó – endavaldi myndirnar honum oftaren ekki vonbrigðum. „Ef ég hefbara tvo frítíma á dag, þá get éghugsað um 100 betri hluti til aðgera en að sitja og horfa ámynd,“ segir rokkarinn.

Justin Bieber splæsti ádögunum í splunkunýtt

tattú sem hann frumsýndiþegar hann spókaði sig ásundskýlu áHawaii. Um erað ræða annaðhúðflúrungstirnisinssem fékk sérsitt fyrsta ítilefni af sextánára afmæli sínu. Kappinn, semnú er sautján ára, fékk sér þámynd af litlum fugli á mjöðm-ina en nýja tattúið hans erorðið „yeshua“ í flottu letri semer hebreska útlagningin á nafnifrelsarans, Jesú Krists. Tattúiðer staðsett við vinstri handar-krika drengsins og bíðaslúðurmiðlar ólmir eftirviðbrögðum aðdáenda. Talið erað tilefni tattúsins sé sigurförBiebers á Billboard-hátíðinnium daginn þar sem hann vanntil sex verðlauna.

Leikstjóri: Todd Phillips.Aðalhlutverk: Bradley Cooper, Ed Helms,

Zach Galifianakis og Justin Bartha.Lengd: 102 mínútur.Aldurstakmark: 12 ára.

Kvikmyndahús: Sambíóin.

Framhald af myndinni Hangover semkom út árið 2009. Nú fara félagarnir til Tælands vegnabrúðkaups Stu. Hann vill ekki taka neina áhættu eftir Veg-asferðina og býður í dagbít fyrir brúðkaupið. En hlutirnirfara ekki alltaf eins og ætlast er til. Það sem gerist í Vegasverður kannski eftir í Vegas en það sem gerist í Bangkok erekki hægt að ímynda sér.

EINS OG KLIPPTIR ÚT ÚRDRESSMAN-AUGLÝSINGU

The Hangover Part IILeikstjóri: Kevin Munroe.Aðalhlutverk: Brandon Routh, AnitaBriem, Sam Huntington og Peter Stormare.Lengd: 107 mínútur.Aldurstakmark: 14 ára.Kvikmyndahús: Háskólabíó, Laugarásbíóog Borgarbíó.

Í New Orleans tekur Dylan Dog (Routh) að sér að rannsakayfirnáttúrulega atburði þar sem hann þarf að kljást viðvampírur, varúlfa, uppvakninga og aðra fjanda frá helvíti.Með aðstoð uppvakningsins Marcusar Adams (Hunting-ton) rannsakar hann grunsamlegt mál Elizabeth Ryans,sem leikin er af Anitu Briem.

Dylan Dog: Dead of night

Page 13: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR ... · Þeir geta étið ösku. Ef Ash Ketchum úr Pokemon lætur sjá sig verður hann laminn. Í EYRUN Eftir að tilkynnt

13FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011 Monitor

Fyrstu tvær myndirnar vorumjög skemmtilegar. Ég á eftir aðsjá þá þriðju en mér skilst á flest-um að hún hafi ekki verið upp ámarga fiska. Þrátt fyrir það er ekkihægt að neita því að myndirnarkomu með ferskan andvarainn í ævintýramyndaflóruna ásínum tíma. Maður ber þessa þvíósjálfrátt saman við þær fyrri ogþví miður kemur hún ekki alvegnógu vel út úr þeim samanburði.

On Stranger Tides á nokkragóða spretti en á heildina litið varég bara ekki alveg nógu hrifinn.Umgjörðin var góð og leikararstóðu sig vel. Tæknibrellur og ölltæknivinnsla var til fyrirmyndaren þegar öllu er á botninn hvolftþá er það yfirleitt sagan og

innihaldið sem skiptir mestu málií svona myndum og þar var frekarlítið að frétta. Ég er ekki að gerakröfu um einhverja epík heldurbara að ferðalagið sé skemmtilegtog áfangastaðurinn góður.

Hlæ hlæ í pokaSagan var frekar ómerkileg og

handritið heldur þunnt. Alltofmikið af einhverjum hlæ hlæ ípoka atriðum og hlutum semvoru leystir of auðveldlega.Einhver sem datt á stól og stóllinnfór í loftið og datt á verðina ogþá rann einhver á rjóma og útum gluggann o.s.frv. Mér leiddistsamt ekkert rosalega og það ervissulega hægt að hafa gaman afmyndinni á köflum en það pirrar

mig samt alltaf þegar það er veriðað eyða svona miklum peningumí að búa til stóran sumarsmell ogþví er einhvernveginn klúðraðmeð veiku handriti.

Ég er yfirleitt mjög umburðar-lyndur þegar kemur að ævin-týramyndum og hef alla jafnamjög gaman af þeimen ef innihaldið erekki til staðar þá ereiginlega fátt semgetur bjargað þeim.

KristjánSturlaBjarnason

K V I K M Y N D

Pirates of theCaribbean: OnStranger Tides

Leikstjóri: RobMarshall.

Aðalhlutverk: JohnnyDepp, Penélope Cruzog Geoffrey Rush.

Þunnur þrettándi

Diet Thor

Format: PS3, Xbox 360Tegund: HasarleikurPEGI merking: 12+Útgefandi: SEGADómar: Gamespot: 2 /IGN: 3 / Eurogamer: 3

THOR

TÖ LV U L E I K U R

Eftir að ég sá hina stórkostlegu hasarmynd um Thor-kvikindiðklæjaði mig í fingurna að prófa Thor-tölvuleikinn. Kláðinn í fingrunumbreyttist snögglega í kláða sem við þekkjum á óæðri stöðum og leiðir tilóþæginda.

Leikir eins og Thor: God of Thunder eru ástæða þess að tölvuleikir semgerðir eru eftir kvikmyndum hafa álíka gott orðspor og Lindsey Lohan.Söguþráður leiksins gerist á undan atburðum myndarinnar, en Thorþarf að vaða um hina ýmsu heima goðafræðinnar til að bjarga deginum,vinum sínum, Loka og Ásgarði. Dýpt söguþráðarins er á við vaðlaug ogfær maður litla samúð með persónum og leikendum.

Óþarflega flókinnThor: God of Thunder er þriðju persónu hasarleikur þar sem maður

lemur allt í tætlur. Töluvert hefur verið fengið að láni frá leikjum á borðvið God of War, en flest í spilun leiksins virðist frekar óklárað og illaslípað til. Auk þess að geta lamið frá sér í allar áttir getur Thor notaðMjölni til að berja á óvinum sínum. Leikurinn er óþarflega flókinn ogeftir 10 mínútur er maður kominn með alls kyns leiðbeiningar, trikk ogkombó sem gætu fyllt bók á þykkt við símaskrána. Á leið sinni í gegnumleikinn geta leikmenn svo djúsað Thor og hæfileika hans upp, en þaðskilar sér í öflugri brögðum og vopnum.

Algjörlega kaloríusnauðurGrafík leiksins er langt frá því besta sem maður hefur

séð og er í takt við annað í leiknum, óslípuð. Sama másegja um hljóð leiksins sem er í besta falli í meðallagi, enframleiðendur leiksins fengu Chris Hemsworth sem lékThor í myndinni til að talsetja.

Thor: God of Thunder er langt frá því að vera verstileikur sem ég hef spilað, en það er langt síðan ég heftekið í leik af þessum gæðum. Eflaust hafa harðir Thor-aðdáendur gaman af að geta stýrt goðinu í gegnumþennan leik, en aðrir ættu að láta þennan Diet Thorvera, enda er hann algjörlega snauður kaloríum ogreyndar flestu öðru. Ólafur Þór Jóelsson

www.snakk.is Fitness popp er á

HEILBRIGÐI ER LÍFSTÍLL

Létt og trefjaríktLétt og trefjaríkt

Hreyfing - Næring - Jákvæðni

JACK SPARROW OG FÉLAGARLEITA AÐ ÆSKULINDINNI

ÞETTA ER EKKI ÞÓR SAARIÞÓTT HANN SÉ Á HREYFINGU

Page 14: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR ... · Þeir geta étið ösku. Ef Ash Ketchum úr Pokemon lætur sjá sig verður hann laminn. Í EYRUN Eftir að tilkynnt

Kvikmynd Það koma margarupp í hugann en La vita è bellaer til dæmis gamalt uppáhald.Falleg mynd sem fjallar umfjölskyldu á Ítalíu sem lendir íútrýmingarbúðum nasista oghvernig faðirinn nær að halda syni sínum álífi með því að búa til leik úr öllu saman.

Þáttur America’s Next TopModel og Holly’s World– nei, djók! Annars datt éginn á gamla spólu meðHeilsubælinu um daginn,skrýtnustu og jafnframtfyndnustu þættir sem ég hefséð.

Bók Þrátt fyrir allarnámsbækurnarhefur mér sembetur fer tekist aðlesa nokkrar tilgamans. Þar á með-al Flugdrekahlauparannsem fjallar um vináttu tveggja strákaí Afganistan, líf þeirra og afdrif. Mjöggóð bók, mæli með henni.

Plata For Emma, ForeverAgo með Bon Iver. Ein súfallegasta plata sem ég hefhlustað á og Bon Iver alvegí uppáhaldi. Get ekki beðiðeftir nýja diskinum sem

kemur núna í janúar!

Vefsíða Ætli ég verði ekki aðsegja Facebook, eins týpísktog það hljómar. Því þar get-ur maður haldið sambandivið vini og ættingja útumallan heim, skipulagt við-

burði og svo margt annað,allt á einum stað.

Staður Vestur-bærinn og mið-bærinn hafa alltþað sem ég fílabest! Hvort semþað er að sitja á

Austurvelli á góðviðrisdegi,kíkja í Koló og fá kókosbollu,

góð kaffihús, skólinn, Ægisíðan,sund, Vesturbæjarís og svo endalaustfleira.

14 Monitor FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011

fílófaxið

Síðast en ekki síst» Anna Jia, fyrirsæta, fílar:

„Ein af pælingunum á bak við þetta er bara að bjóða upp á frumlegaskemmtun fyrir fullorðið fólk,“ segir Margrét Erla Maack, einn afforsvarsmönnum Skinnsemi sem er fullorðinssirkúss sem fram erá laugardaginn næstkomandi á Bakkus. „Amma mín og afi minnastsvona sýninga á sínum tíma á Lídó, svo þetta er ekkert alveg nýtt ánálinni eins og sumir halda,“ bætir hún við.Sýningunni er lýst sem kabarett-sýningu með burlesque-bragði og ersirkús með skemmtiatriðum fyrir fullorðna, ekki við barnahæfi. Framkemur sirkúsfólk með sviðsnöfn á borð við Hafdísi Hold, XXXmeraldaog Liðdísi Finnbogadóttur. Þetta er í annað skipti sem þessi hópurefnir til svona viðburðar en síðast var troðfullt út að dyrum. „Ég veitum nokkra sem fóru á síðustu sýninguna sem fyrsta deit og þaðheppnaðist vel. Þetta er til dæmis tilvalið í slíkt,“ segir Margrét létt áþví. Miðaverð á Skinnsemi er 1.500 kr. og selt er við hurð.

Sirkússýningfyrir fullorðna

fimmtud26maí

ORKANorræna húsið

20:00 Færeyska hljómsveitin ORKAer í tónleikaferð um Evrópu

til að fylgja eftir breiðskífu sinni, ÓRÓ. Þeirkoma við á túrnum og spila í Norræna húsinuá fimmtudaginn. Hljómsveitin hefur m.a.unnið með Teiti og Eivör Pálsdóttur. Frítt erinn á tónleikana en gestir yngri en 18 áraskulu vera í fylgd með fullorðnum.

EYJÓLFUR KRISTJÁNSSONKaffihúsið Álafossi

20:30 Eyjólfur Kristjánsson varðfimmtugur á árinu og fagnar

því með 50 tónleika tónleikaröð. Samhliðatónleikunum gaf hann út safnplötuna „Eyfi50... ykkur syng ég mína söngva“.

DEAD SEA APPLESódóma

21:00 Hljómsveitin Dead SeaApple sem gerði góða hluti

á lokaáratug síðustu aldar heldur tónleikaá Sódóma. Þær hættu almennum rekstriárið 2001 en hafa tekið eina um það bil einatónleika á ári síðan þá. Hljómsveitin ætlar aðtaka sín gömlu lög á samt nokkrum nýjum.

GOGOYOKO WIRELESS– HJÁLMAR UNPLUGGEDHvíta perlan

22:00 Hjálmar verða með óraf-magnað sett á Hvítu perlunni

en um er að ræða fyrstu tónleikana í tón-leikaröðinni gogoyoko Wireless. Gogoyoko-menn ætla að fá sínar uppáhaldshljómsveitirtil að setja sín bestu lög í órafmagnaðanbúning. Einungis eru 100 miðar lausir en þeirfást í 12 tónum á 2.500 kr. stykkið.

laugarda28maí

SKÁLMÖLDSódóma

22:00 Metalrokk mun ráðalögum og lofum á Sódóma

á laugardagskvöldið þegar Skálmöld stígur ástokk ásamt Atrum og Darknote. Allar þessarhljómsveitir hafa verið orðaðar við Wacken-hátíðina sem er ein stærsta metalhátíðin.

KK OG MAGGI EIRÍKSCafé Rosenberg

22:00 Blúsararnir og ósviknutöffararnir KK og Maggi

Eiríks leiða gítara sína saman enn á ný álaugardagskvöldið þegar þeir koma fram átónleikum á Café Rosenberg.

föstudag27maí

BAGGALÚTURCafé Rosenberg

22:00 Það er gjörsamlega óþarfiað kynna húmoristana í

Baggalúti en þeir hafa fengið góðan skerf áathygli undanfarin ár.

XXX ROTTWEILERSódóma

23:00 Rapphundarnir í troða upp áSódóma um helgina. Aðdá-

endum Rottweiler stendur til boða að mótalagaprógramm kvöldsins en á Facebook erhægt að kjósa milli allra laga þeirra og verðaþau efstu tekin með pompi og prakt. Tekið erfram að þeir sem mæta í hlýrabol verði velséðir og njóti fríðinda. Miðaverðvið hurð er 1.300 kr.

LOKAPRÓFIÐ skólinn

| 26. maí 2011 |

Í Proactiv® Solution eru efni sem hreinsa húð þínaog eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin íveg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því!

Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution:

ReykjavíkuRaPótek, Seljavegi 2 // LyfjaboRg aPótek,Borgartúni 28 //gaRðSaPótek, Sogavegi 108uRðaRaPótek, Grafarholti //RIMa aPótek, GrafarvogiaPótek HafnaRfjaRðaR, Tjarnarvöllum 11ÁRbæjaRaPótek,Hraunbæ 115 //LyfjaveR Suðurlandsbr. 22

SKINNSEMIFULLORÐINSSIRKÚSBakkusLaugardagur kl. 22:30

Page 15: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR ... · Þeir geta étið ösku. Ef Ash Ketchum úr Pokemon lætur sjá sig verður hann laminn. Í EYRUN Eftir að tilkynnt

CHOOSE YOUR OWN DESTINY

Page 16: TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR ... · Þeir geta étið ösku. Ef Ash Ketchum úr Pokemon lætur sjá sig verður hann laminn. Í EYRUN Eftir að tilkynnt