8
Jólagleði Ásatrúarfélagsins 2006 Jólagleði okkar ásatrúarmanna ver›ur haldin laugardaginn 16. desember í húsi Fer›afélags Íslands í Mörkinni 6, Reykjavík. Húsi› ver›ur opna› kl. 18:30. Dagskrá: Eftir stutta athöfn og helgun blótsins hefst dagskráin. Jónína K. Berg Þórs- nesgoði verður með sína árlegu ljósahátíð fyrir börnin. Páll Guðmundsson á Húsafelli mætir með nýja steinahörpu sem hefur að sögn sérstaklega tæran og fagran tón. Ekki er ólíklegt að Hilmar Örn og Steindór Andersen blandi sér í leikinn. Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöf- undur, talar á léttu nótunum o.fl. Blóttollur er 2.500 krónur, en börn í fylgd me› foreldrum, 12 ára og yngri, fá frítt. Mikilvægt er a› grei›a a›göngumi›ana tímanlega inn á reikning félagsins (reikn. 0101-26-011444, kt. 680374-0159) svo hægt sé að panta matinn af einhverri nákvæmni. Einnig ver›ur hægt a› kaupa mi›a vi› inn- ganginn á 3.500 kr., en fjöldi slíkra mi›a hl‡tur a› takmarkast vi› innkeypt magn matar. Félagsmenn eru hvattir til a› fjölmenna og taka me› sér utan- félagsgesti. Gó›a skemmtun! 15. árg. 5. tbl. 2006. Útgefandi: Ásatrúarfélagi›, Sí›umúla 15, 108 Reykjavík Ritstjóri og ábyrg›arma›ur: Egill Baldursson — [email protected] 1 ISSN 1670-6811

Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 · 2013. 4. 4. · Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 12/5/06 4:26 PM Page 1. Ungliðastarfið gengur aftur Eins og flestir vita hefur barnastarfið verið

  • Upload
    others

  • View
    10

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 · 2013. 4. 4. · Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 12/5/06 4:26 PM Page 1. Ungliðastarfið gengur aftur Eins og flestir vita hefur barnastarfið verið

JólagleðiÁsatrúarfélagsins2006Jólagleði okkar ása trú ar manna ver› ur haldinlaugardaginn 16. desember í húsi Fer›afélags Íslandsí Mörkinni 6, Reykjavík.

Húsi› ver›ur opna› kl. 18:30.

Dagskrá:

Eftir stutta athöfn og helgun blótsins hefst dagskráin. Jónína K. Berg Þórs -nesgoði verður með sína árlegu ljósahátíð fyrir börnin. Páll Guð munds soná Húsafelli mætir með nýja steinahörpu sem hefur að sögn sérstaklegatæran og fagran tón. Ekki er ólíklegt að Hilmar Örn og Steindór Andersenblandi sér í leikinn. Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöf -undur, talar á léttu nótunum o.fl.

Blót toll ur er 2.500 krón ur, en börn í fylgd me› foreldrum, 12 ára og yngri,fá frítt.

Mikilvægt er a› grei›a a›göngumi›ana tímanlega inn á reikningfélagsins (reikn. 0101-26-011444, kt. 680374-0159) svo hægt sé að pantamatinn af einhverri nákvæmni. Einnig ver› ur hægt a› kaupa mi›a vi› inn -gang inn á 3.500 kr., en fjöldi slíkra mi›a hl‡t ur a› tak markast vi› inn keyptmagn mat ar. Félagsmenn eru hvattir til a› fjölmenna og taka me› sér utan-félagsgesti.

Gó›a skemmtun!

15. árg. 5. tbl. 2006. Útgefandi: Ásatrúarfélagi›, Sí›umúla 15, 108 Reykjavík

Ritstjóri og ábyrg›arma›ur: Egill Baldursson — [email protected]

1

ISS

N 1

670-

6811

Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 12/5/06 4:26 PM Page 1

Page 2: Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 · 2013. 4. 4. · Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 12/5/06 4:26 PM Page 1. Ungliðastarfið gengur aftur Eins og flestir vita hefur barnastarfið verið

Ungliðastarfið gengur afturEins og flestir vita hefur barnastarfið verið í gangi núna vel á annað ár og gengið barabærilega, þó oft hafi verið fámennt er alltaf góðmennt og gaman að sjá að krakkarsem koma einu sinni koma flestir aftur.

Velgengnin hefur orðið til þess að upp hefur komið sú hugmynd að reyna aðendurvekja ungliðastarf félagsins sem hefur legið niðri í þónokkurn tíma. Mikilaukning hefur verið undanfarið á nýjum félagsmönnum í þessum aldurshópi ogmikil vægt er að reyna að virkja þann hóp og bjóða upp á starf sem höfðar til hans.

Ungliðastarfið myndi þá hefjast upp úr áramótum og þeir hittast einusinni tiltvisvar í mánuði til að byrja með. Starfið myndi vera ætlað fólki á aldrinum 16–25ára en líkt og í barnastarfinu yrði ekki strangt tekið á því þó fólk sé aðeins eldra eðayngra.

Helstu hugmyndir sem komið hafa fram um framkvæmd ungliðastarfsins eru aðhalda kaffihúsakvöld þar sem spjallað verður um Ásatrú, heiðin sið eða bara það semfólki liggur helst á hjarta. Einnig myndum við reyna að fá til okkar fróða einstaklingatil að halda fyrirlestra eða ræða einhver þau málefni sem eru okkur hugleikin.

Þar sem vinna við undirbúning hofbyggingar er um þessar mundir að hefjast værigaman og gott að fá hugmyndir yngri félagsmanna um þau mál sem og önnur semsnerta félagið, enda eru yngri félagsmenn sá hópur sem í framtíðinni mun leiðasiðinn áfram.

Ég hef tekið að mér að reyna að koma ungliðastarfinu í gang og hafa umsjón meðþví til að byrja með en ef einhver hefur áhuga á að koma að umsjón starfsins má sáhinn sami endilega hafa samband. Einnig vil ég biðja áhugasama og þá sem luma ágóðum hugmyndum fyrir starfið endilega að hafa samband. Enda er það ætlaðfélagsmönnum og öðrum áhugasömum og á að mótast eftir þeirra óskum.

Aðalmálið er samt að sjálfsögðu að láta sjá sig og sjá aðra og kynnast öðrumfélagsmönnum og munum að maður er manns gaman!

Nánar verður auglýst um fyrsta hitting í fréttabréfinu eða á heimasíðunniwww.asatru.is í lok desember/byrjun janúar.

Með von um að heyra í sem flestum.

Rún Knútsdóttir,staðgengill lögsö[email protected]. 861 8138

2

LeiðréttingRitstjóra varð heldur betur á í messunni í síðasta fréttabréfi og flutti heilan

fjörð yfir í Skutulsfjörð á Vestfjörðum. Þegar sagt var frá blóti Vestfirðingagoðaí sumar var hann sagður hafa blótað í Arnarfirði, en það var að sjálfsögðu í

Arnardal við Skutulsfjörð. Beðist er velvirðingar á þessu.

Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 12/5/06 4:26 PM Page 2

Page 3: Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 · 2013. 4. 4. · Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 12/5/06 4:26 PM Page 1. Ungliðastarfið gengur aftur Eins og flestir vita hefur barnastarfið verið

3

Glöggt er gests augaðÁ haustmánuðum kom háskólastúlka, Sigríður Ingólfsdóttir að nafni, til okkar á opiðhús í Síðumúlanum. Tilefnið var að kynna sér Ásatrúarfélagið og heyra í félagsmönn -um augliti til auglitis og setja saman stutta ritgerð fyrir trúarbragðasögunám við HÍ.Þegar hún hafði lokið ritgerðinni var hún svo elskuleg að færa okkur eintak af hennisem við megum vitna í að vild, auk þess sem hún færði okkur táknræna gjöf sem vísarí Völuspá. Um leið og ég þakka Sigríði góða viðkynningu langar mig til að birtalokaorð ritgerðar hennar. Sigríður segir:„Siðaboðskapur ásatrúar hefur af mörgum verið dreginn í efa. Blóti þeirra hefur veriðlíkt við drykkjuveislur og innganga í félagið er talin andstaða við kristna trú sam-félagsins og mótþrói. Siðaboðskapinn er þó klárlega að finna og ekki þarf að leitalengi. Ásatrú samtímans gengur út á eigin ábyrgð og þroska og virðungu fyrir eiginlandi og sögu. Samkvæmt lögum ásatarúarmanna þá geta þeir stundað trú sína áþann hátt sem þeim þóknast svo lengi sem það brýtur ekki í bága við landslög. Íásatrú er enginn einráður og þar fyrirfinnast ekki hugmyndir eins og dómsdagur. Allirtengjast í þessum heimi, hér er ekki talað um hina útvöldu þjóð. Félagsmenn erulangt frá því að vera á skjön í nútímasamfélagi. Flestir Íslendingar þekkja til gömlutrúarinnar, og segja félagsmenn að frekar örli á forvitni heldur en fordómum. Í lögumásatrúarmanna kemur fram að ekki sé ætlast til að meðlimir stundi trúboð, þó að þaðsé í lagi að upplýsa aðra. Systrafélög er að finna í Evrópu. Ekki er þó um að ræðaEvrópus amstarf á milli þessara félaga. Það er auðvitað margt em stangast á í hinni fornutrú við nútímann, en sömu sögu er væntanlega að segja í flestum öðrum trúarbrögðum.

Í hinum vestræna heimi samtímans er það oftast talinn staður vísindanna að færaokkur sannleik og vissu. Guðsorð eru siðaboðskapur, eitthvað sem kemur reglu á lífokkar og er öruggt skjól í amstri dagsins. Andleg málefni hafa oft þurft að láta í minnipokann fyrir vísindunum. Þau standa ekki jafn styrkum fótum og rökfærslur og sönn -unarbyrði vísindanna. En þrátt fyrir yfirburði vísindanna eru menn ekki reiðubúnir aðgefa frá sér trúna. Skortur á umburðarlyndi og skilningi gagnvart trúnni, er eitt hvaðsem einkennir samtímann mjög. Trúmál eru að verða viðkvæmustu mál samtímansog einstaklingar deila ekki svo glatt trúarskoðunum sínum með öðrum.

Í lífinu þurfum við að velja. Við þurfum að velja hvaða stefnu við ætlum að taka ílífinu og við veljum að elska. Sama gildir um trú á æðri máttarvöld. Við veljum hvortvið viljum trúa á æðra vald eða algóðan Faðir. Það er val um það að fara ákveðna leiðí lífinu. En þegar við veljum þroskumst við og aukum þekkingu okkar á okkur sjálf -um. Á þeim tíma sem við veljum sjálf að trúa, vaknar sterkari siðferðiskennd. Þá ertrúin orðin partur af okkur og lífsmati okkar og siðferðisboðskapur er ekki lengureingöngu boð og bönn samfélagsins, heldur okkar val og sterk kennd. Sama er hverbirtingarmyndin er, eða hvernig mítur trúin færir okkur, það verður partur af sálokkar og lífsviðhorfi. Það að velja að trúa á eigin forsendum, er þekking á okkur sjálf -um. Með því að gefa sér það frelsi að trúa og vekjra til lífsins andlegu hlið okkar,höfum við aftur gefið tilfinningum okkar frelsi og aðild að lífi okkar. Trú er þekkingá okkur sjálfum — eða „eiginvísindi“.“

Ritstjóri

Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 12/5/06 4:26 PM Page 3

Page 4: Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 · 2013. 4. 4. · Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 12/5/06 4:26 PM Page 1. Ungliðastarfið gengur aftur Eins og flestir vita hefur barnastarfið verið

Mál Ásatrúarfélagsins gegn ríkinuÞann 1/11 flutti Steingrímur Gautur Kristjánsson mál Ásatrúarfélagsins gegn ríkinuí héraðsdómi Reykjavíkur. Það var spenna í réttarsalnum og ræða Steingríms hreintmögnuð. Það var vitað fyrirfram að það væru engar líkur á því að málið myndivinnast á þessu dómsstigi því dómara er gert að dæma eftir landslögum sem í dag sjáfyrir því að þjóðkirkjan er „jafnari“ en önnur trúfélög, en undirritaður sannfærðistundir ræðunni að það væri ekki mögulegt að sýkna ríkið bara sisona.Í upphafi ræðunnar sagði Steingrímur eftirfarandi:

„Atvik málsins munu vera ágreiningslaus og vísast um þau til stefnu. Málið varðarágreining um lagaskilning.

Ásatrúarfélagið er skráð trúfélag með á 2. þúsund félaga og fær sóknargjöld úrríkissjóði en ekki önnur framlög. Þjóðkirkjan nýtur framlaga úr ríkissjóði, umframsóknargjöld, þar á meðal þeirra framlaga sem um er deilt í málinu, kirkjumála -sjóðsgjalds og jöfnunarsjóðsgjalds sókna í samræmi við 62. gr. stjórnarskrár þar semsvo er kveðið á:

Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að þvíleyti styðja hana og vernda.

Stefnandi styðst við 65. gr. stjórnarskrár þar sem segir að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta

mannréttinda án tillits til trúarbragða m. a.Þá vísar hann til 63. gr. þar sem kveðið er á um að allir eiga rétt á að stofna trúfélög

og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins og til64. gr. sem mælir fyrir um að enginn megi neins í missa af borgaralegum og

þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna og að enginn sé skyldur tilað inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að.

Þá styðst stefnandi við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu og dómaMannréttindadómstólsins um jafnrétti og trúfrelsi, einkum um að trúfélög njótimannréttindaverndar, m.a. þannig að þau geti borið fyrir sig jafnréttisákvæði.

Samkvæmt 2. gr. laga nr. 91 frá 1987 um sóknargjöld o. fl skal ríkissjóður skila15. hvers mánaðar, af óskiptum tekjuskatti, fjárhæð er rennur til þjóðkirkjusafnaða,skráðra trúfélaga og Háskóla Íslands. Þessi framlög nefnast sóknargjöld og reiknastþannig að fyrir hvern einstakling, sem er 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undangjaldári, greiðist ákveðin upphæð …

Í 1. ml. 5. gr. eru svohljóðandi ákvæði:

Auk gjalds skv. 2. gr. ber ríkissjóði að skila af tekjuskatti gjaldi er nemur 18,5% afgjöldum er renna til þjóðkirkjusafnaða skv. 2. og 3. gr. í sjóð er nefnist Jöfnunar -sjóður sókna. Gjöld þessi greiðast mánaðarlega. …

1. ml. 2. gr. laga nr. 138 frá 1993 um kirkjumálasjóð er svohljóðandi:

Ríkissjóði ber að skila kirkjumálasjóði árlega af tekjuskatti gjaldi er nemur 11,3% afgjöldum er renna til þjóðkirkjusafnaða samkvæmt lögum um sóknargjöld.“

4

Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 12/5/06 4:26 PM Page 4

Page 5: Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 · 2013. 4. 4. · Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 12/5/06 4:26 PM Page 1. Ungliðastarfið gengur aftur Eins og flestir vita hefur barnastarfið verið

Á eftir fylgdi vel rökstuddur málflutningur sem bar vott um gífurlega rannsóknar -vinnu og glögga yfirsýn yfir það hvernig þessum málum er háttað í okkar nánasta ogskyldasta umhverfi.

Við máttum eiga von á því að dómari kallaði eftir frekar gögnum sem myndi dragamálið frekar á langinn en þann 28. nóvember var birt dómsorð Sigríðar Ingvarsdóttursem kom þægilega á óvart. Í niðurstöðu koma athugasemdir sem eru Ásatrúarfélaginuog öllum trúfélögum utan þjóðkirkjunnar hvatning nú þegar málinu verður framhaldið. Eftir að hafa fallist á sérstöðu kirkjumálasjóðs segir Sigríður:„Öðru máli gegnir hins vegar að nokkru leyti um gjald sem stefndi greiðir í Jöfnunarsjóðsókna samkvæmt 5. gr. laga um sóknar gjöld o.fl. nr. 91/1987. Þar er um að ræða auka -gjald til viðbótar þeirri fjárhæð sem stefnda ber að greiða til þjóðkirkju safnaða, skráðratrúfélaga og Háskóla Íslands samkvæmt 2. gr. laganna eftir nánari reglum sem komafram í I. kafla þeirra. Í 6. gr. laganna er kveðið á um hlutverk Jöfnunarsjóðs, sem er aðveita styrki til þeirra kirkna sem hafa sérstöðu umfram aðrar sóknarkirkjur, leitast við aðjafna aðstöðu og styrkja sóknir þar sem lögmæltar tekjur samkvæmt 2. gr. laganna nægjaekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum, auðvelda stofnun sókna í nýjum byggðarhverfum ogstyrkja kirkjulega félags- og menningar starfsemi. Má af því sem þarna kemur fram ráðaað gert er upp á milli sókna sem fá styrki úr Jöfnunarsjóði sókna annars vegar og skráðratrúfélaga samkvæmt lögum um trúfélög nr. 108/1999 hins vegar sem ekki fá sambærilegfjárframlög. Í lagaákvæðinu sem stefnandi vísar til felst því á vissan hátt mismunun, semekki hefur verið sýnt fram á að byggist á málefnalegum forsendum, en af hálfu stefn andaer því haldið fram að þetta fari í bága við jafnræðisreglu 65. gr. stjórnar skrárinnar.Verður ekki talið að skipti máli í þessu sambandi þótt ekki sé sérstaklega tekið fram aðreglan í þessu stjórnarskrárákvæði gildi jafnt um félög sem einstaklinga, enda verður aðlíta svo á að stefnandi geti átt aðild að þeim réttindum sem deilt er um í málinu. Aðþessu virtu verður þó að leysa fyrst úr því grundvallaratriði í málinu hvort dómurinn getibeitt réttarheimildum á þann hátt sem stefnandi heldur fram og komist þannig að þvíað stefnda beri að greiða stefnanda sambæri legt gjald og það sem lögboðið er að greiðaí Jöfnunar sjóð sókna samkvæmt 5. gr. laga um sóknargjöld o.fl. eins og í kröfugerð stefn -anda felst.

Stefnandi hefur í málatilbúnaði sínum reynt að sýna fram á að dómurinn getikveðið á um skyldu stefnda til að greiða stefnanda umrædda fjárhæð. Á þetta geturdómurinn ekki fallist þrátt fyrir að stefnandi hafi sýnt nægilega fram á að meðlagaákvæðinu um skyldu stefnda til að greiða í Jöfnunarsjóðinn felist ákveðin mismunun eins og að framan er rakið. Hér verður að líta til þess að kröfugerð stefn andafelur í sér að dómurinn kveði á um skyldu stefnda til að greiða stefnanda gjald semekki hefur verið ákveðið með lögum. Með því að fallast á slíka kröfu væri búin tilregla um greiðsluskyldu stefnda sem engin heimild er fyrir í settum lögum en ætti þóótvírætt að vera í höndum löggjafarvaldsins að ákveða.“

Það má vera ljóst að þegar við tökum málið skrefi lengra vega þessi orð þungt og þaðværi viðeigandi að Hæstiréttur yrði til þess að „rétta lögin“ eins og var gert til forna tilþess að treysta sátt og samlyndi þjóðarinnar allrar.

Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði

5

Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 12/5/06 4:26 PM Page 5

Page 6: Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 · 2013. 4. 4. · Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 12/5/06 4:26 PM Page 1. Ungliðastarfið gengur aftur Eins og flestir vita hefur barnastarfið verið

Skóflustunga þann 1. desember síðastliðinnog væntanlegur jólafagnaðurÞann 15. maí 1973 birtist í Morgunblaðinu frétt um stofnun Ásatrúarfélagsins. Égman enn þá tilfinningu sem hríslaðist um mig þegar ég las um þau áform að reisa hofí Reykjavík, hið fyrsta í hartnær þúsund ár. Síðan eru liðin rúm 33 ár og nú er þessigamla draumsýn loks að verða að veruleika. Borgarstjórinn í Reykjavík, VilhjálmurÞórmundur Vilhjálmsson, lét það verða eitt sitt fyrsta embættisverk að höggva á þáhnúta sem hafa heft þessi áform okkar síðasta árið og nú hefur borgin lagt fram glæsi-legt byggingarland í norðvesturhluta Leynimýrar. Þar helguðum við landið og tókumfyrstu skóflustunguna þann 1. desember síðastliðinn við hátíðlega athöfn sem ererfitt að lýsa með orðum, en vonandi geta ljósmyndirnar miðlað einhverjum af þeimhughrifum sem viðstaddir upplifðu.

Það voru merk tímamót að standa á þeim stað þar sem fyrsta höfuðhof Íslandsmun rísa eftir þúsund ára bið og margir höfðu orð á því eftir athöfnina að þeir hefðuupplifað sérstaka helgi á þessari stundu.

Nú kemur loks að framkvæmdum! Við höfum leitað til Árna Hjartarsonarjarðfræðings sem þekkir manna best til jarðsögu svæðisins til að gera úttekt á land-inu okkar og í framhaldi af því hefst vinna við verkfræðiþáttinn. Magnús Jensson

6

Allsherjargoði Hilmar Örn Hilmarsson, helgar landið undir væntanlegu hofi Ásatrúarfélagsins.

Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 12/5/06 4:26 PM Page 6

Page 7: Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 · 2013. 4. 4. · Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 12/5/06 4:26 PM Page 1. Ungliðastarfið gengur aftur Eins og flestir vita hefur barnastarfið verið

Að ofan t.v.: Allsherjargoði Hilmar Örn Hilmars -son, tekur fyrstu skóflustunguna að væntanleguhofi Ásatrúarfélagsins. T.h. Goðinn helgaði landiðog jarðveginn og drakk heill landvættum og goðumog minntist Sveinbjarnar Beinteinssonar sérstaklega.Jóhanna Harðardóttir og Jónína K. Berg fluttu ávarp og Eyvindur P. Eiríksson kvað ásamt SteindóriAndersen. Eftir athöfnina var glæsileg móttaka í Perlunni.

arkítekt og meðlimur í Ásatrúarfélaginu hefur unnið gott starf við undirbúning ogkynningu gagnvart borgaryfirvöldum og nú verður farið í það að samræma hug myndirmanna um byggingu sem við höfum áður lýst yfir að eigi að verða ein af einkennis-byggingum Reykjavíkur. Góðir aðilar hafa þegar heitið okkur stuðningi en það munekki síst reyna á samstöðu og framkvæmdagleði innan raða okkar félagsmanna svohofið okkar og safnaðarheimili geti risið á sem skemmstum tíma. Ágætur maður sagðivið mig eftir athöfnina að við ættum ekki að bíða eftir því að byggingin rísi til þessað hleypa nýju lífi í starfsemi félagsins, heldur ættum við að nýta allt byggingar ferliðtil þess. Allmargir hafa sýnt áhuga á því að koma að hugmynda vinnu við verkefniðog ég vænti þess að jafn margir verði til þess að láta hendur standa fram úr ermumþegar framkvæmdirnar sjálfar hefjast.

Við höfum síðustu ár komið saman til jólafagnaðar í Öskjuhlíðinni á vetrarsól-stöðum og föstudaginn þann 22. desember verður athöfnin nú loks á okkar eiginlandi! Ég hvet sem flesta til að mæta og best er að fólk gangi frá bílastæði Perlunnarniður stiginn sem liggur framhjá „goshvernum“ niður hlíðina og þá blasir fyrirhugaðbyggingarsvæði við.

HÖH

7

Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 12/5/06 4:26 PM Page 7

Page 8: Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 · 2013. 4. 4. · Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 12/5/06 4:26 PM Page 1. Ungliðastarfið gengur aftur Eins og flestir vita hefur barnastarfið verið

Frá lög sögu manniEins og flestum er kunnugt náði Óttar Ottósson lögsögumaður, ekki kosningu í aðal-stjórn á síðasta allsherjarþingi, en skipar nú sæti 2. varamanns. Undirritaður,fyrrverandi staðgengill Óttars, þakkar honum fyrir hnökralaust og mjög ánægjulegtsamstarf og fagnar því að hann datt ekki alveg úr stjórnarstarfinu. Óttar er öllumhnútum kunnugur innan félagsins og heldur m.a. áfram að mæta fyrir hönd Ásatrúar-félagsins á fundi með samráðsvettvangi trúfélaga, félag sem stofnað var formlega 24.nóvember sl. Félaginu er ætlað að taka á málum sem upp kunna að koma millitrúfélaga í framtíðinni ofl.

Aðrar breytingar í stjórn eru, að undirritaður var beðinn um að taka að sér starflögsögumanns, Rún Knútsdóttir, sem er ný í stjórn, en hefur sinnt barnastarfinu meðÁrna Einarssyni, er staðgengill lögsögumanns. Hildur Guðlaugsdóttir sem er á síðarakjörári sínu í stjórn heldur áfram sem ritari, en ritarastarfinu tók hún við þegar Rósafráfarandi ritari fór í nám erlendis. Stjórnin þakkar Rósu fyrir einlæg störf í þágufélagsins. Ásamt Hildi er Sveinn Aðalsteinsson gjaldkeri einnig á sínu síðara kjörárií stórn og gegnir hann starfi sínu áfram. Garðar Guðnason, sem var 1. varamaður ífráfarandi stjórn, flutti sig um set og gegnir nú stöðu meðstjórnanda, ásamt því aðvera vefsíðustjóri félagsins. Garðar hefur af metnaði bætt útlit heimasíðunnar semhann og uppfærir reglulega, sem sagt lifandi heimasíða. Síðast en ekki síst komHanna Hlöðversdóttir ný inn í stjórnarstarfið sem 1. varamaður. Hanna er þó ekkiað öllu ókunn undirrituðum því hún hefur á undanförnum árum verið dugleg að hjálpatil við blót og þegar taka þarf til hendinni. Öllu þessu fólki óskar undirritaður vel -farnaðar í stjórnarstarfinu.

Tekin hefur verið upp sú nýjung að nú er hægt að lesa úrdrátt fundargerða, alls -herjarþings, opinna lögréttufunda og stjórnarfunda á heimasíðunni. Þannig getaáhugasamir nettengdir félagsmenn fylgst með starfinu með lítilli fyrirhöfn.

Innan skamms mun laganefndin koma saman á ný og halda áfram sínu starfi.Óformlega hefur verið rætt um hvort Ásatrúarfélagið ætti ekki að sækja um að fáúthlutað reit til gróðursetningar trjáa í Heiðmörk og ætlar undirritaður að gangast íþað. Það er viðeigandi að Ásatrúrarfélagið helgi sér reit í Heiðmörk á 60 ára afmæliSkógrækrarfélags Reykja víkur enda stendur í reglum Ásatrúarfélagsins að það eigi aðbera virðingu fyrir náttúrunni og öllu lífi. Væri ekki viðeigandi að gróðursetja ask íHeiðmörk og við hofið á svipuðum tíma og sjá hvernig þeir dafna?

Aðalfréttin er þó sú að Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði, tók fyrstu skóflu -stunguna að hofi Ásatrúarfélagsins í Leynimýri í Öskjuhlíð 1. desember sl. eins ogallsherjargoðinn fjallar um hér framar í fréttabréfinu.

Rétt er að minna á símatíma félagsins (561 8633) á þriðjudögum og fimmtu -dögum milli 14 og 16 svo og opið hús á laugardögum milli 14 og 16.

Það er ósk mín að ásatrúar félag ar snúi bökum saman og beini kröftum sínum íhofbygg inguna sem verður glæsilegt sameiningartákn okkar heiðinna manna umókomna framtíð. — Gleðileg jól!

Egill Baldursson,lögsögumaður.

8

Vor sidur 2006:Vor sidur 2006 12/5/06 4:26 PM Page 8