32
vf.is vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: [email protected] Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is FÍTON / SÍA FIMMTUDAGURINN 8. JANÚAR 2015 1. TÖLUBLAÐ 36. ÁRGANGUR GLÆSILEGUR MATSEÐILL FYRIR ALLA ALLIR VELKOMNIR Á NÝJAN STAÐ HAFNARGÖTU 62 - KEFLAVÍK - SÍMI 421 4457 Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ www.lyfja.is Lyfja Reykjanesbæ, Krossmóa 4, sími 421 6565 Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19, laugard. 10–16, sunnud. 12–16 Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ. af lyfjum utan greiðsluþátttöku af lausasölulyfjum og öðrum vörum 16% afsláttur 12% afsláttur Við stefnum að vellíðan. NÝÁRSTILBOÐ LÍFSSTÍLS 2015 1 mánuður á kr. 7.900.- 3 mánuðir á kr. 16.500.- 6 mánuðir á kr. 26.900.- Árskort  á kr. 44.900.- Tilboðin að ofan gilda til 12. jan. Lífsstíls Klúbburinn, 3 FYRSTU MÁNUÐURNIR FRÍTT* 4.400 kr. á mán. (3.800 kr. fyrir skólafólk) *(miðað við 18 mánaða binditíma) KL. 19:15 Allir í Ljónagryfjuna í kvöld X X Þann 1. janúar klukkan 07:44 kom annar Íslendingur ársins í heiminn og fyrsti Suðurnbesjamaðurinn, en foreldrar hans eru þau Arna Guðmundsdóttir og Ólafur Daði Hermannsson úr Grindavík. Drengurinn sem mældist 3.620 grömm og 52 cm er einnig fyrsti Grindvík- ingur ársins Grindvíkingum fjölgaði hratt á síðasta ári en samkvæmt nýjustu tölum eru Grindvík- ingar 2.999 talsins og stefnir í að 3.000 íbúamúrinn verði rofinn á allra næstu dögum eða vikum. Myndin er af nýfædda Grind- víkingnum. Beðið eftir þrjúþúsund- asta Grindvíkingnum Kvenþjóðin á toppnum í íþróttum og námi á Suðurnesjum Ungar konur voru í sviðsljósinu um jól og áramót þegar greint var frá kjöri á íþróttafólki og rýnt í námsár- angur við útskrift haustannar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sara Lind Ingvarsdóttir varð dúx annarinnar, sjónarmun á undan Alexíu Rós Viktorsdóttur en þrír nemendur voru með meðaleinkunn yfir níu og árangur mjög góður í heildina. Ástrós Brynjarsdóttir gerði sér síðan lítið fyrir og var kjörin Íþróttamaður Reykjanesbæjar annað árið í röð. Fréttir frá útskrift og kjöri íþróttafólks er inni í blaðinu. Myndarleg áramótabrenna í Garði X X Veðurguðirnir trufluðu þrett- ándabrennustand í Reykjanesbæ og í Grindavík en halda á flug- eldasýningar þar á laugardag. Garðmenn buðu hins vegar í blússandi flotta áramótabrennu á Gamlársdag. Mikill mannfjöldi kíkti í Garðinn og fylgdist með áramótaglæðum í lok árs 2014.

01 tbl 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

01. tbl. 36. árg. 2015.

Citation preview

Page 1: 01 tbl 2015

vf.isvf.is

VíkurfréttirKrossmóa 4a, 4. hæð,

260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: [email protected]

Afgreiðslan er opinvirka daga kl. 09-17

Auglýsingasíminner 421 0001

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.isauðveldar smásendingar

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

einföld reiknivélá ebox.is

FÍT

ON

/ S

ÍA

FIMMTUDAGURINN 8. JANÚAR 2015 • 1 . TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

GLÆSILEGUR MATSEÐILL FYRIR ALLA

ALLIR VELKOMNIR Á NÝJAN STAÐ

HAFNARGÖTU 62 - KEFLAVÍK - SÍMI 421 4457

Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ

www.lyfja.is

Lyfja Reykjanesbæ, Krossmóa 4, sími 421 6565 Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19, laugard. 10–16, sunnud. 12–16

Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ.

af lyfjum utan greiðsluþátttöku

af lausasölulyfjum og öðrum vörum

16% afsláttur

12% afsláttur

Við stefnum að vellíðan.

NÝÁRSTILBOÐ LÍFSSTÍLS 20151 mánuður á kr. 7.900.-3 mánuðir á kr. 16.500.-6 mánuðir á kr. 26.900.-Árskort  á kr. 44.900.-

Tilboðin að ofan gilda til 12. jan.

Lífsstíls Klúbburinn, 3 FYRSTU MÁNUÐURNIR FRÍTT*4.400 kr. á mán. (3.800 kr. fyrir skólafólk)*(miðað við 18 mánaða binditíma)

Nýárstilboð er eitt orðlítið f í fyrir skólafólk taka kommu út á eftir FRÍTT*

KL. 19:15

Allir í Ljónagryfjuna í kvöld

Njarðvík-ÍR

XXÞann 1. janúar klukkan 07:44 kom annar Íslendingur ársins í heiminn og fyrsti Suðurnbesjamaðurinn, en foreldrar hans eru þau Arna Guðmundsdóttir og Ólafur D a ð i H e r m a n n s s o n ú r Grindavík. Drengurinn sem mældist 3.620 grömm og 52 cm er einnig fyrsti Grindvík-ingur ársins Grindvíkingum fjölgaði hratt á síðasta ári en samkvæmt nýjustu tölum eru Grindvík-ingar 2.999 talsins og stefnir í að 3.000 íbúamúrinn verði rofinn á allra næstu dögum eða vikum.Myndin er af nýfædda Grind-víkingnum.

Beðið eftir þrjúþúsund-asta Grindvíkingnum

Kvenþjóðin á toppnum í íþróttum og námi á SuðurnesjumUngar konur voru í sviðsljósinu um jól og áramót þegar greint var frá kjöri á íþróttafólki og rýnt í námsár-angur við útskrift haustannar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sara Lind Ingvarsdóttir varð dúx annarinnar,

sjónarmun á undan Alexíu Rós Viktorsdóttur en þrír nemendur voru með meðaleinkunn yfir níu og árangur mjög góður í heildina. Ástrós Brynjarsdóttir gerði sér síðan lítið fyrir og var kjörin Íþróttamaður

Reykjanesbæjar annað árið í röð. Fréttir frá útskrift og kjöri íþróttafólks er inni í blaðinu.

Myndarleg áramótabrenna í Garði

XXVeðurguðirnir trufluðu þrett-ándabrennustand í Reykjanesbæ og í Grindavík en halda á flug-eldasýningar þar á laugardag. Garðmenn buðu hins vegar í blússandi flotta áramótabrennu á Gamlársdag. Mikill mannfjöldi kíkti í Garðinn og fylgdist með áramótaglæðum í lok árs 2014.

Page 2: 01 tbl 2015

2 fimmtudagurinn 8. janúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir pósturu [email protected]

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar afgreiddi fjárhagsá-ætlun 2015-2018 á fundi sínum 29. desember.

Sá sögulegi atburður gerðist að allir bæjarfulltrúar samþykktu fjárhagsáætlunina, enginn sat hjá og enginn greiddi atkvæði á móti. Það hefur ekki gerst áður í sögu Reykjanesbæjar.„Í áætlunarvinnunni hefur ríkt góð samstaða innan bæjarstjórnar um helstu markmið og leiðir þótt auð-

vitað hafi orðið einhver ágreiningur um einstaka mál. Hann var þó ekki meiri en svo að allir bæjarfulltrúarnir sáu sér fært að samþykkja lokaútgáfu áætlunarinnar. Þetta er því afar ánægjuleg niðurstaða sem styrkir okkur í þeirri vinnu sem framundan er í Sókninni en markmið þeirrar vinnu er að ná skuldaviðmiði sveitar-félagsins undir 150% árið 2022“, segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Sögulegur atburður í bæjarstjórn

Ástdís fékk Spark frá Lions

Dregið var í happdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur á

Þorláksmessu. Aðalvinningurinn, C h e v r o l e t S p a r k , k o m á miða nr. 1212. Það var Ástdís Björg Stefánsdóttir sem vann bifreiðina og fékk afhenta seint á Þorláksmessukvöld.Vinningstölurnar í ár voru:1.vinningur: (Chevrolet Spark Bifreið) fór á miða nr. 12122.-17. vinningur: (Lenovo Ideapad spjaldtölvur) vinningar komu á eftirtalin númer:717, 31, 1209, 1790, 1146, 1037, 479, 1840, 1077, 855, 1998, 664, 316, 873, 539, 609.

Bæjarfulltrúa Beinnar leiðar, Frjáls afls og Samfylkingar

og óháðra í bæjarstjórn bókuðu á fundi bæjarstjórnar 30. desember 2014 um fjárhagsáætlun bæjar-ins, sem samþykkt var samhljóða á fundinum um fjárhagsáætlun bæjarins. Bókunin er eftirfarandi:„Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2015 endurspeglar íþyngjandi skuldastöðu bæjar-félagsins. Brýn nauðsyn er að ná utan um stöðuna þar sem rekstur-inn hefur ekki verið að skila nægi-legri framlegð til að standa við skuldbindingar bæjarins.Fjárhagsáætlunin er byggð á úttekt fagaðila, unnin í samráði við Eftir-litsnefnd með fjármálum sveitar-félaga og staðfest í samkomulagi bæjarins við innanríkisráðherra.Lögð er áhersla á hagræðingu í rekstri bæjarfélagsins og B-hluta fyrirtækja en einnig er gert ráð fyrir auknum skatttekjum með hærri álagningu í útsvari og fasteignasköttum. Hagræðingin í rekstrinum snýr í fyrsta lagi að þeim launaliðum sem tilheyra ekki föstum launum. Þar er um að ræða greiðslur fyrir notkun

bifreiða starfsmanna en framvegis verður einungis greitt fyrir akstur sem starfsmenn aka sannarlega fyrir bæjarfélagið skv. skráningu í akstursbók. Þá verður dregið úr greiðslum fyrir yfirvinnu.Varðandi hagræðingu í öðrum rekstrarútgjöldum þá er sjónum fyrst og fremst beint að þeim verk-efnum sem ekki eru lögbundin en þó er reynt að verja þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum. Þannig eru leikskólagjöld óbreytt, hvata-greiðslur auknar og aukin framlög til foreldra sem nýta sér þjónustu dagmæðra meðan umönnunar-greiðslur til foreldra eru felldar niður. Með því er reynt að ýta undir framboð á þjónustu dagmæðra þannig að þær fjölskyldur sem hafa nýtt sér umönnunargreiðslur geti nýtt sér þá þjónustu.Áfram verður unnið að því að fjölga fjölbreyttum atvinnutækifærum m.a. með áframhaldandi upp-

byggingu í Helguvík. Þá verður unnið að því að koma í not öllum þeim íbúðum sem standa auðar, svo og öllum þeim lóðum sem er búið að gera klárar fyrir byggingar bæði fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Markmið fjárhagsáætlunarinnar er að rekstur sveitarfélagsins skili afgangi sem nýtist til niðurgreiðslu uppsafnaðra skulda og aukinnar þjónustu við íbúa þegar fram líða stundir. Hér kveður við ábyrgari tón í rekstri bæjarins en áður sem mun verða til þess að gera rekstur sveitarfélagsins sjálfbæran og koma Reykjanesbæ á rétta braut á nýjan leik“.

Guðný Birna GuðmundsdóttirEysteinn Eyjólfsson

Guðbrandur EinarssonAnna Lóa ÓlafsdóttirGunnar Þórarinsson

Elín Rós Bjarnadóttir

Reykjanes-bær aftur á rétta braut– segir í bókun meirihluta bæjar-

stjórnar Reykjanesbæjar

Ástdís Björg Stefánsdóttir tekur við vinningnum í happdrætti

Lionsklúbbs Njarðvíkur.

Spáði vitlaust og þarfað hlaupa til Hofsóss

Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni

á S u ð u r n e s j u m , g e r ð i s t kokhraustur og spáði því að Gylfi Sigurðsson yrði kjörinn íþróttamaður ársins 2014. „Hafi ég rangt fyrir mér skal ég hlaupa til Hofsóss næsta sumar,“ sagði Sigvaldi á fésbókinni skömmu fyrir kjörið.Sigvaldi bætti svo um betur og sagði: „Engin trú á karlinum? Ég mun hlaupa frá Keflavík að sjálfsögðu“. Spá Sigvalda var kolröng og framundan er hlaup frá Keflavík til Hofsóss.„Til að byrja með var ekki mikil meining á bakvið þetta. Ég get aldrei hlaupið þetta en ætla að reyna að koma mér á tveimur jafnfljótum bæði með göngu og hlaupum. Er ekki málið að gera bara eitthvað gott úr þessu fyrst maður getur aldrei haldið kjafti,“ sagði Sigvaldi í samtali við Víkurfréttir.Hann hefur nú ákveðið að láta verða að ferð á tveimur jafnfljótum á milli Keflavíkur og Hofsóss og er brottför áætluð í júní í sumar. Hann ætlar að nota ferðina til að safna fyrir góðum málstað. Hann ætlar að safna áheitum til stuðnings Umhyggju, sem er félag til stuðnings langveikum börnum.Sigvaldi fékk í vikunni stuðning frá Sporthúsinu í Reykjanesbæ sem hefur ákveðið að taka hann í þjálfun fyrir gönguna og hefur gefið honum árskort í líkamsræktina. Fleiri leggja Sigvalda lið eins og t.a.m. ÍAK einkaþjálfarinn Kristinn Ingi og þá er 66 Norður komið í hóp stuðningsaðila.

Sigvaldi Arnar Lárusson verðandi göngugarpur og Ari

Elíasson frá Sporthúsinu í Reykjanesbæ.

Endurnýja þarf umsóknir um húsaleigubætur vegna ársins 2015 fyrir 16. janúar nk.

Sótt er um á Mitt Reykjanes (www.mittreykjanes.is). Þar er einnig hægt að sækja um lykilorð og hægt að velja um að fá lykilorðið sent í pósti eða netbanka.

Með umsókninni þarf að skila inn:• Staðgreiðsluyfirliti þar sem fram koma heildartekjur ársins 2014.• Yfirliti frá Tryggingastofnun, lífeyrissjóðum, Vinnumálastofnun eða öðrum launagreiðendum og öðrum gögnum er varða laun.• Skattframtali fyrir árið 2014 hafi því ekki þegar verið skilað inn.• Endurnýjuðum húsaleigusamningi sé hann ekki í fullu gildi.

Umsókn inn á www.mittreykjanes.is þarf að hafa borist eigi síðar en 16. janúar 2015.Sigurbjörg Gísladóttir húsnæðisfulltrúi

Hæfingarstöðin, dagþjónusta fyrir fólk með fatlanir, óskar eftir starfsmanni. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og hentar jafnt konum sem körlum. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Sækja þarf um starfið rafrænt á www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf/ Umsóknarfrestur er til 22. janúar. Laun samkvæmt kjarasamningum.

Upplýsingar gefur forstöðumaður Fanney St. Sigurðardóttir í síma 420-3250 [email protected]

Fjölskyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar

Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Suðurnes, sem fara átti fram á þrettándanum en var frestað vegna veðurs, verður haldin laugardaginn 10. janúar kl. 18.00 ef veður leyfir.

Skotið verður upp af Berginu, líkt og á Ljósanótt, og því um að gera að safnast saman á hátíðarsvæðinu á Bakkalág til að njóta.

HÚSALEIGUBÆTUR 2015

ATVINNA

FLUGELDASÝNING

Anna Lóa Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi og forseti bæjar-stjórnar býður upp á viðtalstíma í Ráðhúsinu á miðvikudögum í vetur frá kl. 16:00 - 18:00. Viðtalstímarnir eru hluti af auknu aðgengi að bæjarfulltrúum sem boðað var fyrir kosningar.

Skráning fer fram hjá Þjónustuveri Reykjanesbæjar í s. 421-6700.

VIÐTALSTÍMI BÆJARFULLTRÚA

Page 3: 01 tbl 2015

Sumarstörf 2015Farþega- og farangursþjónustaÍ starfinu felst m.a. innritun, byrðing og ýmis þjónusta við farþega. Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg, tölvukunnátta og góð tungumálakunnátta. Lágmarksaldur 20 ár.

Flugvéla- og húsnæðisræstingÖkuréttindi, enskukunnátta. Lágmarksaldur 18 ár.

FraktvöruhúsÖkuréttindi, tölvukunnátta,enskukunnátta, vinnu- vélaréttindi æskileg. Lágmarksaldur 19 ár.

FrílagerTölvukunnátta, enskukunnátta, lyftararéttindi kostur. Lágmarksaldur 20 ár.

HlaðdeildÖkuréttindi, enskukunnátta, vinnuvélaréttindi æskileg. Lágmarksaldur 19 ár.

HleðslueftirlitÍ starfinu felst m.a. gerð hleðsluskráa, þjónusta við áhafnir og samræming gagna frá öðrum deildum. Stúdentspróf æskilegt, tölvukunnátta og góð enskukunnátta. Lágmarksaldur 20 ár.

Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingum í fjölbreytt og skemmtileg störf í alþjóðlegu starfsumhverfi á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða hluta- og heilsdags-störf þar sem unnið er á vöktum. Ráðningartímabil eru misjöfn allt frá apríl – október. Umsækjendur þurfa í sumum tilfellum að sækja undirbúningsnámskeið áður en til starfa kemur.

Mikilvægt er að umsækjendur búi yfir færni í mannlegum samskiptum, hafi ríka þjónustulund, séu stundvísir og agaðir í starfi en jafnframt sveigjanlegir. Reynsla á sviði flugafgreiðslu er kostur. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.

Sótt er um störfin rafrænt á www.airportassociates.com. Umsóknarfrestur er til 30. janúar 2015.

Starfsemi Airport Associates tekur til allrar þjónustu við farþega- og fraktflugvélar svo sem hleðslu flugvéla sem og annarar þjónustu á flughlaði, farþegainnritunar, hleðslueftirlits og alls þess er lítur að flugvélaafgreiðslu.

Meðal viðskiptavina okkar eru: British Airways, Cargolux, Delta Airlines, UPS, Air Berlin, Germanwings, Bluebird Cargo, Fly Niki, First Choice Airways, WOW air, Primera Air, easyJet, Norwegian, Baseops Europe, Avcon, Transavia, Corendon, MNG Airlines, Volga Dnepr, Airbridge, ABX air og fleiri félög.

Eftirtalin störf eru í boði:

Page 4: 01 tbl 2015

4 fimmtudagurinn 8. janúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir pósturu [email protected]

„Ég eins og margir íbúar í Garðinum og gestir veltum fyrir okkur hvort ekkert verði gert við

til að varna stórslysi frá húsinu Vík. Þar hefur þakið verið í henglum í 3 ár. Ég var bæjarstjóri þegar þessi ósköp gerðust og málið var

komið í farveg,“ segir Ásmundur Friðriksson alþingismaður og íbúi í Garði í færslu á Fésbókarsíðu sinni. Þar vekur hann athygli á slæmu ástandi íbúðarhúss í Garði.„Íbúar og gestir skilja ekkert í þeim seinagangi í þessu máli og hvern-ig íbúinn sem býr í húsinu getur búið samborgurum sínum upp á slíka hættu. Ábyrgð hans er algjör en sveitarfélagið hlýtur að taka til sinna ráða.Þarf einhver að deyja áður en lagfæringar verða gerðar á þaki hússins Vík, spyrja margir. Ég spyr líka,“ segir Ásmundur að endingu.

„Þarf einhver að deyja?“ - spyr Ásmundur Friðriksson þingmaður í Garði vegna fasteignar í slæmu ástandi

Fjórir nýir slökkvibílar á Keflavíkurflugvöll

Flugþjónustudeild Keflavíkurflugvallar hefur fengið fjóra nýja slökkvibifreiðar. Nýju slökkvibílarnir eru smíðaðir hjá pólska

fyrirtækinu Wawrzaszek ISS í Bielsko-Biala. Grindurnar eru af gerðinni Scania en þeir eru af tveimur stærðum, sex hjóla og fjögurra hjóla, báðar með með 450 ha vél.Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia segir í samtali við Víkurfréttir að þetta sé ný kynslóð slökkvibíla með margvíslegum, nýstárlegum og tölvustýrðum búnaði. Nú stendur yfir þjálfun í meðferð og viðhaldi en bílarnir verða teknir í notkun í janúar.

Ísak tekur sæti Bjarkar

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á þriðjudag að

veita Björk Þorsteinsdóttur vara-bæjarfulltrúa lausn frá störfum í bæjarstjórn að eigin ósk út kjörtímabilið og mun Ísak Ernir Kristinsson sem er 9. maður á lista Sjálfstæðisflokksins taka sæti sem varabæjarfulltrúi og mun honum verða veitt kjörbréf.Hanna Björg Konráðsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í atvinnu- og hafnarráði í stað Bjarkar Þorste insdóttur og var hún sjálfkjörin á fundinum.Þá kom tillaga um Jóhann Snorra Sigurbergsson sem aðalmann í umhverfis- og skipulagsráð í stað Guðmundar Péturssonar og var hann sjálfkjörinn.

Grímsvarða hefur verið e n d u r r e i s t o g e r n ú

minnisvarði um þá sem látist hafa á Miðnesheiði. Varðan var afhjúpuð á Þorláksmessu en það var fyrir tilstuðlan þeirra Guðmundar Sigurbergssonar og Sigurðar Eiríkssonar að varðan var endurreist.Þeir Guðmundur og Sigurður e r u á hu g am e n n u m s ö g u Miðnesheiðar og hafa m.a. endurhlaðið vörður á þjóðleiðinni yfir heiðina.Miðnesheiði er mannskæðasta heiði landsins og í kirkjubókum á Útskálum eru nafngreindir næstum 60 einstaklingar sem orðið hafa úti á heiðinni í aldanna rás. Talið er að þeir séu mun fleiri. Nú er Miðnesheiði sakleysisleg

- mannskæðasta heiði landsins

á að horfa en ástæða þess að svo margir hafa orðið úti þar er að heiðin veitir lítið skjól og þar eru fá kennileiti og því var auðvelt að villast þar á árum áður þegar hvergi sást til ljósa.Ekki er nema rétt einn og hálfur mánuður síðan rúmlega fertugur karlmaður varð úti á Miðnesheiði.

Minnisvarði um látna á Miðnesheiði

Sigurður Eiríksson og Guðmundur

Sigurbergsson við hina nýju Grímsvörðu.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Mynd: Skúli Sigurðsson.

TEK AÐ MÉR ALLA ALMENNAR SMÍÐAR

t.d. sólpallasmíði, húsaklæðningar, þök, uppsetningar á milliveggjum, innréttingum og inni- og útihurðum, parketlögn og fleira

bæði stór og smá verk.

Upplýsingar í síma 821 3185

GETUM BÆTT VIÐ OKKUR NÝJUM SUNDMÖNNUM

Prufuæfingar fara fram laugardagana 10. og 17. janúar kl. 12:15 - 12:45 í Vatnaveröld.

Taka þarf með sér sundföt og handklæði. Þjálfari er á staðnum sem metur í hvaða hóp þú passar best.

Allar upplýsingar eru á heimasíðunum undir „Vertu með“.keflavik.is/sund og umfn.is/sund

Eftir prufuæfingu fer svo skráning fram á sömu síðum.

Æfingar fara fram í sundlaugunum í Akurskóla,Njarðvíkurskóla, Vatnaveröld og Heiðarskóla.

VERTU Í BESTA ALDURSFLOKKALIÐI LANDSINS

Nánari lýsingu er að finna á heimasíðunni www.securitas.rada.is og þar skal einnig sækja um starfið fyrir 15. janúar 2015.Allir umsækjendur þurfa að geta framvísað hreinu sakavottorði, prófskírteinum og gildum ökuréttindum í umsóknarferlinu, verði þess óskað.

Umsækjendur þurfa að geta unnið sjálfstætt og skipulega og vera tilbúnir til þess að læra nýja og spennandi hluti.

Nánari upplýsingar veitir Skarphéðinn Guðmundsson, þjónustustjóri; [email protected]

ATVINNA

Helstu verkefni:• Öryggisgæsla í gagnaveri Verne Global að Ásbrú.• Eftirlit með umferð manna og bíla inn og út af svæðinu.• Eftirlitsferðir, vöktun eftirlitsmyndavéla og annarra kerfa.• Viðbrögð við frávikum. 

 Hæfniskröfur:• Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.• Mjög góð enskukunnátta.• Góð almenn tölvukunnátta.• 25 ára aldurstakmark.

Securitas ReykjanesiHafnargötu 60, 230 Reykjanesbæ, s. 580 7000

ÖRYGGISVÖRÐUR Í GAGNAVERI VERNE GLOBAL

SECURITY GUARD AT VERNE GLOBAL DATA CENTERMore informations at our website www.securitas.rada.is

LAGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA EHF

 Óskar eftir að ráða pípulagningarmeistara,

svein eða mann vanan pípulögnum sem fyrst.

Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið: [email protected]

Page 5: 01 tbl 2015

www.peugeot.is

Bernhard Reykjanesbæ • Njarðarbraut 15 • 260 Reykjanesbæ, sími 421 7800

peugeot

SENDIBÍLASÝNING LAUGARDAG MILLI KL. 12:00 OG 16:00

PEUGEOT SENDIBÍLAR

kosta frá kr. 2.048.387án VSK

FRUMSÝNUM NÝJAN PEUGEOT BOXER

Peugeot sendibílar eru með hleðslurými frá 2,5m3 - 13m3

Þú finnur okkur á

facebook.com/PeugeotIceland

Page 6: 01 tbl 2015

6 fimmtudagurinn 8. janúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

vf.isvf.isÚtgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, [email protected]éttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, [email protected] P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, [email protected], Eyþór Sæmundsson, [email protected]ýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, [email protected] P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, [email protected], Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, [email protected], Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, [email protected] P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is.Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einnsólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið [email protected]. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins.Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

SÍMI 421 0000

-viðtal pósturu [email protected]

Þorkell Jósef Óskarsson, rúm-lega fertugur Njarðvíkingur,

tók upp á því fyrir tveimur árum að smíða hljóðfæri í skúrnum heima hjá sér. Í smíðarnar notar hann m.a. vindlakassa, hjólkoppa og göngustafi. Þorkell hefur þegar selt nokkur stykki en segist þó aðallega vera að þessu sér til ánægju. Hann segist þó vel getað hugsað sér að kenna börnum hljóðfærasmíði. „Það sem skiptir mestu máli í svona dútli er gítarhálsinn, bilið á milli haussins og kassans. Það á að vera svipað langt og á venjulegum gítar. Það er samt ekkert heilagt í þessu. Ég nota bara það sem er til,“ segir Þorkell, sem hefur komið sér vel fyrir í skúr við heimili sitt í Reykjanesbæ. Þar má m.a. finna stórt safn af vínylplötum, plötu-spilara, hljóðkerfi og ýmsa muni og tól sem notuð eru við smíðarnar. Greinilegt er að Þorkell unir sér vel þarna við sköpun og gjarnan með blústónlist undir nálinni.

Guðmundur Rúnar keypti tvo gítaraSumir gítaranna eru verðmerktir því þeir voru um tíma til sölu í verslun. Spurður um hvort fólk sé ekki að sækjast í hljófærin hjá honum segist Þorkell vera búinn að selja nokkra og gefa tvo. En um það hvort einhverjir þekktir tónlistar-menn hafi sýnt hljófærunum áhuga svarar hann kíminn: „Já alveg rosa-lega frægir!“ Hann vill þó ekki gefa út hvort slíkir hafi heldur komið í aðstöðuna til að prófa. „Ég hef farið til listamannsins Guðmundar Rún-ars Lúðvíkssonar og hann hefur keypt af mér tvo gítara. Krummi vinur hans hefur líka keypt einn. Guðmundur Rúnar keypti Lödu-hjólkoppa-gítar, tveggja strengja og eins strengja úr göngustaf. Þeir ætla að nota gítarana og ætla líka að koma til mín aftur seinna og kaupa meira. Guðmundur Rúnar

vill endilega fá fleiri koppagítara,“ segir Þorkell.

Langar að kenna börnum að smíða hljóðfæriÞorkell segist einnig hafa áhuga á að miðla þessari þekkingu sinni til barna. „Þetta er bara einn strengur og 'pick-up', þetta er ekkert flókið. Það yrði örugglega skemmtilegt að kenna krökkum að smíða svona. Sjálfur smíðaði hann fyrsta hljóð-færið 2012 og hefur smíðað þrettán. „Ég hef líka smíðað trommukassa, svokallað stompbox. Þá set ég 'pic-kup' í harðviðarkassa. Magnús, trommuleikarinn í ADHD, keypti trommukassann af mér. Hægt er að stompa á honum, lemja í hann og gera alls kyns hljóð. Svo setti ég líka gamlan gítarmagnara í eld-gamlan búning - ferðatösku. Félagi minn, Ingvar í plötubúðinni Lucky Records, á hann núna. Þeir nota hana þar þegar spiluð er tónlist í búðinni.“

Vann lengst af sem smiðurÞorkell á tíu einingar eftir til að klára nám í húsasmíði en hefir meira og minna alla tíð unnið sem smiður. Hann starfar núna sem öryggisvörður. „Ég er ekkert að spá í einhverja framtíð í þessum hljóðfærasmíðum. Ég hef aðal-lega gaman af þessu.“ Spurður um hvaðan þessir hæfileikar komi er Þorkell fljótur að svara: „Ég held

að það sé bara lesblindan, ég sé allt í þrívídd. Þess vegna á ég svona auðvelt með þetta. Ég sé hlutina á borðinu áður en ég smíða þá. Þekk-ing á hljóðfærum þarf ekkert endi-lega að vera til staðar. Ég hef aldrei spáð í það, ég geri bara hlutina.“ Hann á enn töluvert af hráefni til að smíða í viðbót og kaupir það sem hann þarf m.a. á nytjamörk-uðum. „Ég smíða líka kassa sjálfur og á töluvert af hjólkoppum,“ segir Þorkell og tekur einn þeirra upp. „Þessi er af gömlum Benz. Þetta verður einhvern tímann gítar.“

■■ Hljóðfærasmiðurinn Þorkell virkjar leynda hæfileika sína í skúr við heimili sitt:

„Lesblindan hjálpar mér“Ég er ekk-ert að spá í einhverja framtíð í þessum hljóð-færasmíðum. Ég hef aðal-lega gaman af þessu

Smiðsbúð 10 | 210 GarðabærSími: 554 4300 | www.solskalar.is

hf

SólskálarSvalaskjólGluggar og hurðir

Þrátt fyrir að Suðurnesjamenn hafi víða verið í framlínunni og staðið sig vel á mörgum sviðum í gegnum tíðina hefur mörgum, bæði heimamönnum sjálfum og öðrum, fundist neikvæður tónn vera mun háværari á undanförnum árum. Þessu þarf að breyta.Keflvíkingurinn Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskipta-ráðherra kemur inn á þetta í fyrsta þætti ársins hjá Sjónvarpi Víkurf-rétta. Undir þetta tóku hinir viðmælendur þáttarins, þeir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Þorsteinn Gunnars-son sviðsstjóri hjá Grindavíkurbæ.

„Það er engin ástæða til að vera með neikvæðni. Það er svo margt já-kvætt í gangi á Suðurnesjum,“ sagði Suðurnesja-ráðherrann og taldi svo upp mörg dæmi um ný atvinnuverkefni sem hafa farið í gang að undanförnu. Kjartan og Þorsteinn nefndu í uppbyggingu svæðisins eftir bankahrun hafi styrking menntakerfis haft mikið að segja sem og betri námsárangur almennt, m.a. í grunnskólum. Háskólasamfé-lag á Ásbrú sé svæðinu mjög mikilvægt sem og Fjölbrautaskóli og Fisktækniskóli í Grindavík. Með þungri sókn í ferðaþjónustu og fleiri tækifæra tengdum Helguvík og víðar sé framtíðin björt á Suður-nesjum. Atvinnuleysi er nú með því minnsta á svæðinu og nær allir sem vilja og geta unnið stendur til boða störf í hinum ýmsu greinum. Laun hafa farið hækkandi og starfsánægja einnig samkvæmt nýlegri könnun verkalýðsfélaganna.

Við á Víkurfréttum gerðum nærri fjörutíu hálftíma sjónvarpsþætti á síðasta ári en þar var eingöngu fjallað um góð málefni á Suður-nesjum. Stefnt er að því að halda framleiðslu þáttanna áfram en eitt af markmiðum okkar í þeim var að vekja athygli á svo mörgu jákvæðu og spennandi á Suðurnesjum, hér heima en einnig út fyrir svæðið og þar kom sjónvarpsstöðin ÍNN sterk inn. Þar eru þættirnir sýndir en einnig á vf.is og í Kapalsjónvarpinu í Reykjanesbæ. Við gáfum líka út fimmtíu tölublöð af Víkurfréttum, samtals á annað þúsund blaðsíður og birtum fimmþúsund fréttir á Víkurfréttavefnum, vf.is. Allt á árinu 2014. Við ætlum að nota þetta fréttafjör okkur til hvatningar um að halda áfram að segja frá fólki og fjöri á Suðurnesjum. Tala svæðið upp. Það er engin ástæða til annars.

Tölum okkur upp

-ritstjórnarbréfPáll Ketilsson skrifar

FARSÆLT SAMBANDÍ HÁLFA ÖLDStórsýning hjá Toyota Reykjanesbæ í tilefni af 50 ára afmæli Toyota á Íslandi

Toyota-eigendur hafa í 25 ár gert Toyota að söluhæsta bíl landsins. Þeir eru betri helmingurinn í farsælu sambandi Toyota við landsmenn í hálfa öld. Til að fagna því hefjum við afmælisárið með stórsýningu sem skartar sérstakri afmælisútgáfu af Land Cruiser 150 ásamt veglegum 33" breytingarpakka. Auk þess fylgir gjafabréf frá Icelandair til Evrópu með öllum nýjum Toyotum og 500.000 Vildarpunktar frá Icelandair verða dregnir út meðal þeirra sem fá nýja Toyotu afhenta í janúar.

Komdu og fagnaðu með okkur farsælu sambandi í hálfa öld á laugardag.

LAUGARDAGINN 10. JANÚAR MILLI KL. 12 OG 16 HJÁ TOYOTA REYKJANESBÆ.

Toyota ReykjanesbæNjarðarbraut 19ReykjanesbæSími: 420-6600 5 ÁRA ÁBYRGÐ

*Gildir ekki með öðrum tilboðum. **Gildir ekki með öðrum tilboðum. Viðkomandi þarf að vera meðlimur í Icelandair Saga Club.

Glæsileg Land Cruiser 150 afmælisútgáfa 33" afmælisbreytingarpakki að verðmæti 750.000 kr. fylgir

Gjafabréf frá Icelandair til Evrópu með öllum nýjum Toyotum*

500.000 Vild

arpunkta afmælis

vinningur

verður d

reginn úr h

ópi þeirra

sem fá

nýja Toyotu afh

enta í j

anúar**

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/TO

Y 72

365

01/1

5

Page 7: 01 tbl 2015

FARSÆLT SAMBANDÍ HÁLFA ÖLDStórsýning hjá Toyota Reykjanesbæ í tilefni af 50 ára afmæli Toyota á Íslandi

Toyota-eigendur hafa í 25 ár gert Toyota að söluhæsta bíl landsins. Þeir eru betri helmingurinn í farsælu sambandi Toyota við landsmenn í hálfa öld. Til að fagna því hefjum við afmælisárið með stórsýningu sem skartar sérstakri afmælisútgáfu af Land Cruiser 150 ásamt veglegum 33" breytingarpakka. Auk þess fylgir gjafabréf frá Icelandair til Evrópu með öllum nýjum Toyotum og 500.000 Vildarpunktar frá Icelandair verða dregnir út meðal þeirra sem fá nýja Toyotu afhenta í janúar.

Komdu og fagnaðu með okkur farsælu sambandi í hálfa öld á laugardag.

LAUGARDAGINN 10. JANÚAR MILLI KL. 12 OG 16 HJÁ TOYOTA REYKJANESBÆ.

Toyota ReykjanesbæNjarðarbraut 19ReykjanesbæSími: 420-6600 5 ÁRA ÁBYRGÐ

*Gildir ekki með öðrum tilboðum. **Gildir ekki með öðrum tilboðum. Viðkomandi þarf að vera meðlimur í Icelandair Saga Club.

Glæsileg Land Cruiser 150 afmælisútgáfa 33" afmælisbreytingarpakki að verðmæti 750.000 kr. fylgir

Gjafabréf frá Icelandair til Evrópu með öllum nýjum Toyotum*

500.000 Vild

arpunkta afmælis

vinningur

verður d

reginn úr h

ópi þeirra

sem fá

nýja Toyotu afh

enta í j

anúar**

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/TO

Y 72

365

01/1

5

Page 8: 01 tbl 2015

8 fimmtudagurinn 8. janúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Starfsmaður í orkureikningagerðHS Veitur hf vantar nýjan liðsfélaga

á skrifstofu fyrirtækisins í ReykjanesbæHelstu þættir starfsins eru: - Orkureikninga- og vatnsgjalda reiknisfærslur ásamt ýmsum leiðréttingum og breytingum. - Eftirlit með álestrum og viðeigandi aðgerðir eftir þörfum. - Svörun fyrirspurna notenda hvað varðar aflreikninga og tímamældar veitur. - Samskipti við boðgreiðslufyrirtæki. Sending og móttaka boðgreiðslu krafna.

Hæfniskröfur: - Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi, háskólamenntun æskileg. - Mjög góð reynsla í notkun tölvukerfa. - Stundvísi. - Skipulagshæfni og hæfni til að vinna undir álagi. - Samskiptahæfni og frumkvæði.

HS Veitur hf varð til 1. desember 2008 þegar Hitaveitu Suðurnesja hf var skipt í HS Veitur hf og HS Orku hf. HS Veitur hf annast raforkudreifingu á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, í hluta Garðabæjar, í Vestmannaeyjum og í Árborg.HS Veitur hf annast hitaveiturekstur á Suðurnesjum og í Vestmanna-eyjum og vatnsveiturekstur að stórum hluta á Suðurnesjum og íVestmanneyjum.Starfsstöðvar HS Veitna hf eru fjórar þ.e. í Reykjanesbæ, Hafnarfirði,Vestmannaeyjum og í Árborg.Hjá HS Veitum hf starfa 84 starfsmenn en auk þess eru ákveðnir starfsþættir keyptir af HS Orku hf.

Sótt er um starfið á heimasíðu HS Veitna, www.hsveitur.is.Nánari upplýsingar veitir Petra Lind Einarsdóttir mannauðsstjóri.Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2015.

HS VEITUR HFwww.hsveitur.is

www.flugvirkjun.is

KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net

Atvinnutækifæri um allan heim

FlugvirkjanámKeilis hefst í janúar

80% - 93% ORKUSPARNAÐUR50.000 TÍMA ENDING

með Ledljósum frá okkur.

Heildsala - Ludviksson ehf - LedljósNjarðarbraut 3i - Njarðvík - ReykjanesbærS: 867 8911* 565 8911 - www.ledljos.com

Póstsendum

TILBOÐ Á LEDKÖSTURUM

30w-300wTunnuljósFrá kr. 18.400.-

30w-100wÚtiljós

Frá kr. 45.306.-

30w-150wÚtiljós

Frá kr. 29.568.-

9w-25wFlurljós

Frá kr. 1.623.-

LEDgróðurhúsa-ljós í öllum stærðum

Gangstíga-útiljós.

Perur fylgja meðöllum ljósum.

LoftljósMargar tegundir

Frá kr. 1.211.-

Allar tegundir af

perum.Verðdæmi

3w pera kr. 484.-5w pera kr. 557.-

Hikið ekki við að gera verðsamanburð.

20W Led kastari10.391.-krm/skinjara

30W Led kastari11.546.-KR

60W Led kastari32.200.-KR

100W Led kastari29.760.-KR

6w-18wLoftljós

Frá kr. 1.288.-

5w-18wÚti-inniljós

Frá kr. 1.717.-

3wKertaperur

Frá kr. 677.-

28wE40/E27

Frá kr. 10.540.-

Keflavíkurmærin Bryndís María Kjartansdóttir vann stærsta vinninginn í úrdrætti Jólalukku Víkurfrétta, hundrað þúsund króna gjafabréf í Nettó en lokaúr-drátturinn var á aðfangadag. Um fimmtán þúsund miðar bárust í þrjár Samkaupsverslanir, Nettó í Njarð-vík og Grindavík og í Kaskó. Þrír stærstu vinningarnir voru dregnir út auk á þriðja tug annarra vinninga.Heiðrún Rós Þórðardóttir, önnur Keflavíkurmær fékk árskort í Sporthúsinu á Ásbrú og Garðmaðurinn Sverrir Karlsson fékk Icelandair flugmiða frá Víkurfréttum en alls voru ellefu slíkir vinningar í Jólalukkunni.Átján aðilar voru með Jólalukku VF að þessu sinni og um fjörutíu aðrir gáfu vinninga. Heildarfjöldi vinninga var 5300 auk á fjórða tug úrdráttarvinninga. Af þessum rúmlega fimm þúsund vinningum voru m.a. 50 tommu sjónvarp frá Nettó auk margra annarra glæsilegra vinn-inga frá fjörutíu aðilum á Suðurnesjum. Víkurfréttir þakka samstarfsaðilum þátttökuna en þetta er í fjórt-ánda sinn sem Jólalukka VF er í gangi.

Vinningshafar í þriðja úrdrætti:

100 þús. kr. gjafabréf í Nettó:Bryndís María Kjartansdóttir, Hrauntúni 14, Keflavík.

Árskort í Sporthúsinu:Heiðrún Rós Þórðardóttir, Reykjanesvegi 12, Njarðvík.

Icelandair ferðavinningur frá Víkurfréttum:Sverrir Karlsson, Skagabraut 16, Garði.

10 þús. gjafabréf í Nettó Grindavík:Þórkatla Albertsdóttir, Suðurhópi 1, GrindavíkÓlafur Þór Unnarsson, Hraunbraut, Grindavík

Bryndís María fékk 100 þús. kr. Nettó vinninginn -Á sjötta þúsund vinningar runnu út í JÓLALUKKU VF í desember

Milla Medic í Nettó og Páll Orri Pálsson

frá VF drógu út hina heppnu á aðfangadag.

Laufey Sigfúsdóttir ogGarðar Ingi Róbertsson unnu ferða-

vinninga með Icelandair frá VF. Miðana fengu þau í Nettó og Veiðikofanum.

Konfektkassi frá Nettó:Ólöf Björgvinsdóttir, Ásabraut 11, SandgerðiGústav J. Daníelsson, Kjarrmói 8, NjarðvíkEinar E. Ragnarsson, Bogabraut 5023, ÁsbrúAndrzej Jurczak, Vesturbraut 3, KeflavíkSvava G. Hólmbergsdóttir, Silfurtún 8, GarðiSigný Ósk Marinósdóttir, Norðurvöllum 50, KeflavíkHrönn Ágústsdóttir, Hæðargötu 15, NjarðvíkDagga Lís Kjærnested, Kirkjuvegi 5, KeflavíkAnita Liv Taylor, Mávatjörn 18, NjarðvíkÁsa Skúladóttir, Háaleiti 33, KeflavíkDagbjört Þórey, Akurbraut 20, NjarðvíkArnbjörn Eiríksson, Nýlenda 2, SandgerðiÁsdís Erla Guðjónsdóttir, Bragavellir 17, KeflavíkAlda Sveinsdóttir, Skógarbraut 1113, ÁsbrúAnna María Júníusdóttir, Austurgötu 7, SandgerðiHelga Birkisdóttir, Faxabraut 72, KeflavíkHans Helgason, Heiðarbraut 20, KeflavíkMagnús Haraldsson, Suðurgötu 16, KeflavíkGréta Ingólfsdóttir, Sjafnarvöllum 9, KeflavíkAnna Helga Gylfadóttir, Framnesvegi 70, Keflavík

Erla Valgeirsdóttir aðstoðarverslunarstjóri afhenti Bryndísi Kjartansdóttur 100 þús. kr. gjafabréfið.

Jólaverslunin gekk ágætlega í Reykjanesbæ og voru lang flestir verslunareigendur ánægir með jólasöluna.

Jólasveinar Betri bæjar og jólahljómsveit Tónlistar-skóla Reykjanesbæjar settu svip sinn á jólafjörið

síðustu dagana fyrir jól.

Page 9: 01 tbl 2015

Spennandi sumarstörf

Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna

Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 850 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbygg- ingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.

FlugverndStarfið felst m.a. í vopna- og öryggisleit, ásamt e�irliti í flugstöðinni og á flughlöðum Keflavíkurflugvallar. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og nýir umsækjendur þurfa að geta só­ á­a daga námskeið áður en þeir he�a störf.

Hæfniskröfur:• 20 ára aldurstakmark

• Go� vald á íslenskri og

enskri tungu, bæði rituðu

og mæltu máli

• Ré� litaskynjun

• Lágmark tveg g ja ára

framhaldsnám eða

sambærilegt nám

• Góð þjónustulund

KEF-ParkingStarfið felst í almennri þjónustu og aðstoð við viðskiptavini á bílastæðum flugstöðvarinnar, auk umsjónar með farangurs-kerrum í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Hæfniskröfur:• 18 ára aldurstakmark

• Go� vald á íslenskri og

enskri tungu, bæði rituðu

og mæltu máli

• Góð þjónustulund

Þjónustuliðar Starfið felst í þjónustu við farþega í bro­farar- og komusal flugstöðvarinnar, auk umsjónar og e�irlits með þjónustuborði.

Hæfniskröfur:• 20 ára aldurstakmark

• Go� vald á íslenskri og

enskri tungu, bæði rituðu

og mæltu máli

• Góð þjónustulund

Farþegaakstur á KeflavíkurflugvelliStarfið felst í akstri með flugfarþega, umsjón og umhirðu með svæðum við flugstöðina, auk umhirðu rútu og bíla.

Hæfniskröfur:• Próf á hópferðabifreið

er skilyrði

• Vandvirkni og skipulagni

nauðsynleg

• Go� vald á íslenskri og

enskri tungu

• Góð þjónustulund

í Flugstöð Leifs EiríkssonarVið leitum að einstaklega þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi. Óskað er e�ir starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf. Um vaktavinnu er að ræða.

Vegna kröfu um reglugerð um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu. Nánari upplýsinga er að finna á heimasíðu Isavia, www.isavia.is. Auk þess þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavo�orð.

Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar.

Umsóknum skal skila inn rafrænt á heimasíðu Isavia, www.isavia.is/atvinna

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

— 1

4-2

83

0

Page 10: 01 tbl 2015

10 fimmtudagurinn 8. janúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Síðasti vinnudagur Þórdísar Herbertsdóttur hjá Lyfjum

og heilsu í Reykjanesbæ var 30. desember síðastliðinn. Þá hafði hún starfað í sama húsinu, sem áður hýsti Apótek Keflavíkur, í 50 ár. Sama dag varð Þórdís 67 ára. Víkurfréttir mættu á staðinn og ræddu við Þórdísi og samstarfs-fólk hennar, sem sagði hana mik-inn prakkara og vildi með öllu móti hafa hana lengur.

„Það er voðalega skrýtið að vera að hætta og þetta er skrýtinn dagur. Ég var búin að ákveða að hætta 67 ára og ætla ekki að breyta því þótt þau vilji hafa mig áfram til sjötugs,“ segir Þórdís og hlær. Hún segir að henni hafi fundist yndislegt að vinna í sama húsinu og ganga inn um sömu dyrnar í fimmtíu ár. „Hér er mjög gott fólk og fínir yfirmenn. Viðskiptavinirnir þekkja mig orðið svo vel líka. En svona er þetta líf. Nú taka við rólegheit og að lifa líf-inu.“

Byrjaði 13 áraÞegar Þórdís rifjar upp árin í vinnunni segir hún breytingarnar hafa orðið mjög miklar. „Í gamla daga var allt öðruvísi. Ég byrjaði á því að skola og þrífa lyfjaflöskur og önnur ílát þrettán ára með skóla. Svo vann ég mig upp í að sjá um vörurnar og endaði í versluninni. Við vorum að telja hérna töflur og

fylla á mixtúrur og ýmislegt áður. Það var mjög mikil vinna. Nú kemur þetta allt tilbúið og það þarf ekkert að pæla í því,“ segir Þórdís og tekur fram að tímarnir hafi verið afar skemmtilegir. „Ég veit ýmis-legt um heilsu

fólks og er að sjálfsögðu bundin trúnaði gagnvart því. Þegar ég geng hér inn fer ég í annan gír og svo aftur þegar ég geng út. Ég skil vinnuna algjör-lega eftir þar, það er mikilvægt að geta það.“

Samtals 211 áraEinnig segir Þórdís mikla breyt-ingu hafa orðið þegar starfsmenn lærðu á afgreiðslukassana frammi í búð sem urðu æ tæknivæddari eftir því sem árin liðu. „Á tímabili slógum við inn allar upplýsingar á lyfjaglösin á límmiða með rit-vélum. Núna er bara ýtt á takka og miðarnir eru tilbúnir.“ Auk

Þórdísar hafa tvær konur starfað í 50 ár eða lengur hjá gamla apó-tekinu, þær Unnur Þorsteinsdóttir og Sólveig Guðmunda Sigfúsdóttir. Þær voru mættar í kveðjuhóf sem samstarfsfólk Þórdísar efndi til á síðasta starfsdegi hennar og hlógu mikið þegar þær rifjuðu upp skondin atvik frá gömlum tímum.

Þær komust líka að því að sam-tals væri þríeykið 211 ára og

fylgdi þeirri uppgötvun mikil hlátrasköll.

Er mikill prakkariBlaðamaður bað nokkra samstarfsmenn um að lýsa

Þórdísi í orðum. Það stóð ekki á svörum og voru þeir fyrst

og fremst sammála um að hún hafi alla tíð verið mikill prakkari. „Ekki bara hér heldur líka utan vinnunnar. Hún stundaði það hér áður fyrr að hringja og þykjast vera læknir og láta óreynda lyfjafræð-inga taka niður lyfseðla.“ Þórdís bætti hlæjandi við að eitt sinn hafði hún látið einn hlaupa apríl og hann hafi orðið svo reiður að hann elti hana um allt hús. Annar samstarfs-maður vildi meina að nauðsynlegt væri fyrir hvern vinnustað að hafa slíkan gleðigjafa innan borðs. „Þess vegna hef ég lagt mikið að henni að bæta við tíu árum hér. Hún er svo skemmtilegur samstarfsmaður, enda kornung manneskja. Hún lítur ekkert út fyrir að vera að fara á eftirlaun.“

■■ Kvaddi samstarfsfólk eftir 50 ár í húsnæði gamla Apóteks Keflavíkur:

Hreinsaði flöskur og taldi töflur

-viðtal pósturu [email protected]

211 ára saman. Þórdís ásamt Unni Þorsteinsdóttur, Sólveigu Guðmundu Sigfúsdóttur og Sigurði Gestssyni apótekara.

Þórdís við afgreiðsluborðið eins og margir þekkja hana.

Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30

Horft fram á veginní Sjónvarpi VíkurfréttaÞau Kjartan Már Kjartansson bæjarstóri Reykjanesbæjar,

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra

og Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda- og

menningarsviðs Grindavíkurbæjar eru gestir Páls Ketilssonar

í fyrsta þætti Sjónvarps Víkurfrétta 2015. Þar er horft fram á

veginn og eins horft yfir farinn veg á Suðurnesjum.

Þátturinn er á dagskrá ÍNN í kvöld kl. 21:30

Viltu auglýsa í Sjónvarpi Víkurfrétta?Nánari upplýsingar gefur Páll Ketilsson á [email protected]

Samtals hafa 25.000 gestir heimsótt Hljóma-höll þá mánuði sem húsið hefur verið opið.

Hljómahöll og Rokksafn Íslands opnuðu formlega þann 5. apríl sl.„Opnunarhátíðin var glæsileg og hér var margt um manninn en um 2000 gestir heimsóttu Hljómahöll yfir opnunarhelgina. Margir listamenn komu fram og er það okkar einlæga ósk að bæjarbúar og allir aðrir gestir hafi skemmt sér vel, rétt eins og við. Þessi glæsilega opnunarhátíð setti svo tóninn fyrir næstu mánuði en um 25 þúsund manns hafa heim-sótt Hljómahöll frá opnun. Þar af hafa tæplega 5000 manns heimsótt og greitt aðgangseyri á Rokksafn Íslands,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar, í tilkynningu frá Hljómahöll.„Hingað koma ferðamenn hvaðanæva úr heiminum sem geta vart orða bundist yfir hinu glæsilega Rokk-safni og okkar glæsilegu Hljómahöll. Það er gaman að segja frá því að safnið trónir nú efst á lista yfir viðkomustaði í Reykjanesbæ á ferðasíðunni Tri-pAdvisor.com. Hingað koma einnig tónleikagestir en meðal þeirra listamanna sem hér hafa komið fram eru Snorri Helgason, hljómsveitin Ylja, KK, hljóm-sveitin Mammút, Ragnheiður Gröndal, Pétur Ben,

Júníus Meyvant, strengjakvartettinn Stilltur svo eitt-hvað sé nefnt. Uppselt hefur verið á fjölda viðburða og er óhætt að segja að viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum. Við munum að sjálfsögðu halda ótrauð áfram í að fá hingað listamenn sem gleðja og næra anda okkar Reykjanesbúa sem og annarra tón-leikagesta,“ segir í tilkynningunni.

25 þúsund gestir í Hljómahöll

Page 11: 01 tbl 2015

Við bjóðum fjölbreytileg og skemmtileg störf í spennandi umhverfi flugheimsins.IGS leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytileg og skemmtileg störf hjá fyrirtækinu.

Um er að ræða störf í flugeldhúsi, cateringu, frílager, frakt, farþegaafgreiðslu, hlaðdeild, hleðslueftirliti, ræstideild og Saga biðstofa.

Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, sveiganleika og árvekni.

Unnið er á vöktum.

Umsækjendur þurfa í sumum tilfellum að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið og standast próf, áður en til ráðningar kemur.

Ráðningartími er breytilegur allt frá mars til nóvember 2015 og jafnvel lengur.

CATERING Starfið felst m.a. útkeyrslu og annarri tengdri þjónustu sem fer um borð í flugvélar. Aldurstakmark er 20 ár, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, enskukunátta.

FRÍLAGER Lágmarksaldur 20 ár, tölvu- og enskukunnátta.

ELDHÚS Lágmarksaldur 18 ár, íslensku- og/eða enskukunnátta.

SAGA BIÐSTOFA Lágmarksaldur 20 ár, góð tungumálakunnátta.

FRAKTMIÐSTÖÐ Lágmarksaldur 19 ár, tölvukunnátta, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, enskukunnátta.

FARÞEGAAFGREIÐSLA Starfið felst m.a. í innritun farþega og annarri tengdri þjónustu við þá. Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði, góð tungumála- og tölvukunnátta. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið.

HLAÐDEILD Lágmarksaldur 19 ár, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, enskukunnátta.

RÆSTING FLUGVÉLA Lágmarksaldur 18 ár, almenn ökuréttindi, enskukunnátta.

HLEÐSLUEFTIRLIT Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt, góð tungumálakunnátta og tölvukunnátta. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið.

STÖRF HJÁ IGS 2015

Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is fyrir 15. febrúar 2015

Nánari upplýsingar um aldurstakmark og hæfniskröfur:

Page 12: 01 tbl 2015

12 fimmtudagurinn 8. janúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

SÍMI 421 3811 –

Fríar sjónmælingar með öllum seldum gleraugum

Jóna Birna Ragnarsdóttir sjóntækjafræðingur

20% afsláttur af umgjörðum og sólgleraugum

Hafna grófri vinnslu á jarð-

vegsúrgangi– á jarðvegstippnum ofan Byggðavegar í Sandgerði

XXBæjarráð Sandgerðisbæjar telur ekki rétt að samningur við Steintak ehf. um rekstur á jarð-vegstippnum ofan Byggðavegar verði staðfestur. Rökin fyrir því eru af tvennum toga.Annars vegar telur bæjarráð hættu á að starfsemin myndi valda íbúum í nærliggjandi hverfi ónæði vegna hávaða, umferðar þunga-vinnutækja og rykmengunar.Hins vegar fellur starfsemin sem þar færi fram ekki vel að verkefn-inu Yndisgróður sem unnið hefur verið að undanfarin ár í samvinnu við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.Bæjarráð Sandgerðis segir að með þessi sé ekki að leggja til að jarðvegstippurinn ofan Byggða-vegar verði lagður af heldur er því hafnað að þar fari fram gróf vinnsla á jarðvegsúrgangi.

Fá ekki bætt tjón á hafnarmann-

virkjumXXErindi úrskurðarnefndar í

vátryggingamálum vegna tjóns á hafnarmannvirkjum vegna bruna í báti í Sandgerðishöfn þann 13. júní sl. var tekið fyrir í bæjarráði Sandgerðis á dögnum.Samkvæmt áliti úrskurðarnefndar fellur viðkomandi atvik ekki undir vátryggingarskilmála og þegar af þeirri ástæðu nái gildissvið vá-tryggingarinnar ekki til tjóns Sandgerðishafnar.Málinu hefur verið vísað til hafn-arráðs.

Sveitarfélagið Garður greiðir 20.000 króna frí-stundastyrk á ári til að auðvelda foreldrum að

standa straum af kostnaði vegna þátttöku barna í frístundastarfi. Styrkurinn er til foreldra barna 4 - 16 ára, þ.e. þeirra barna sem verða 16 ára á árinu og eiga lögheimili í Garði.Greint er frá fyrirkomulagi styrkveitingarinnar á vef Sveitarfélagsins Garðs en þar segir m.a. að foreldri greiðir kostnaðinn og fær endurgreitt á bæjarskrif-stofu Garðs gegn afhendingu frumrits kvittunar, allt að kr. 20.000 á árinu. Greitt er fyrir þátttöku í starfi

á vegum íþróttasamtaka, skóla eða annarra viður-kenndra aðila.Ef íþrótt, listgrein eða námskeið er í boði í Sveitar-félaginu Garði er frístundastyrkur greiddur fyrir kostnaði vegna þess, en styrkur er ekki greiddur ef iðkun á sér stað utan sveitarfélagsins. Ef íþrótt, list-grein eða námskeið er ekki í boði í Sveitarfélaginu Garði, er frístundastyrkur greiddur vegna þess, þótt svo iðkun fari fram utan sveitarfélagsins. Nánari upp-lýsingar um styrkinn er að finna á vef Sveitarfélagsins Garðs.

Krúttlegir bangsar í alla sjúkrabílaÁ gamlársdag afhentu Keilismenn nýjar birgðir af

böngsum til Brunavarna Suðurnesja en bangsarnir eru ætlaðir til huggunar fyrir þau börn sem þurfa á sjúkra-flutningum að halda.Hefð er fyrir því að Kiwanisklúbburinn Keilir gefi bangsa til Brunavarna Suðurnesja, við síðustu afhendingu var tekin sú ákvörðun að gefa þá framvegis í nafni Ævars Guðmunds-sonar, fyrrverandi Keilismanns, sem lést árið 2008. Við það tækifæri var bangsi nefndur Ævar. Fjölskyldan hans styrkti verkefnið „Kiwanisklukkan“ á hringtorginu á gatnamótum Hafnargötu og Aðalgötu og síðan þá hefur verið afhentur styrkur í nafni hans.Eiður Ævarsson, forseti Keilis, sá um að afhenda bangsana en hann er einmitt sonur Ævars heitins.

Greiða 20.000 króna frístundastyrk í Garði

Á meðfylgjandi mynd eru þeir Eiður og Bjarni Rúnar Rafnsson frá Brunavörnum Suðurnesja með

bangsana góðu.

ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR?

SUNDÞJÁLFARI ÓSKAST!Þróttur Vogum auglýsir eftir sundþjálfara fyrir yngri hópa. Við leitum

eftir faglegum einstaklingi sem er tilbúin að vinna með okkur í uppbyggilegu starfi í Vogunum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf

sem fyrst. Starfið felst í almennri þjálfun, ásamt því að fara á mót. Reynsla af sundþjálfun og/eða menntun í íþróttafræðum er kostur.

Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2015

Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra félagsins í síma 868-5508 eða á netfangið [email protected]

Umsóknir sendast á [email protected]

Page 13: 01 tbl 2015

ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956

HLUTI AF BYGMA

& SprengiÚTSALA

LAGERHREINSUN

*Afsláttur gildir eingöngu af útsöluvörum.Gildir ekki af vörum merktum „Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“. Vöruúrval getur verið misjafnt milli verslana

LÆGSTALÁGA VERÐ HÚSASMIÐJUNNAR

HANDVERKFÆRI 20-40% • VERKFÆRATÖSKUR 20-40%

FLÍSAR 25% • VINNUFATNAÐUR MASCOT 25% • BÚSÁHÖLD 25%

RAFMAGNSVERKFÆRI BLACK & DECKER OG WORX 20-30%

ÚTIVISTARFATNAÐUR 30-70% • MASCOT VINNUFATNAÐUR 25%

BARNABÍLSTÓLAR OG -ÖRYGGISVÖRUR 25% • JÓLAVÖRUR 40-70%

POTTAPLÖNTUR 20-50% • VALDAR GJAFAVÖRUR 20-50%

HREINLÆTISTÆKI 20-30% • SMÁRAFTÆKI RUSSELL HOBBS 30%

SMÁRAFTÆKI BOMANN 25% • HEIMILISTÆKI 20%

PARKET 20-25% • MOTTUR OG DREGLAR 25-35%

MÁLNING 20-30% • INNIHURÐIR 20%

LOFTA- OG VEGGJAÞILJUR 25% og margt fleira...

VÖRUGJÖLD

AFNUMINRÝMUM FYRIR

NÝJUM VÖRUM!

ALLT AÐ 70% AFSLÁTTURokkar mesta úrval frá upphafi!

Page 14: 01 tbl 2015

14 fimmtudagurinn 8. janúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

HS Orka hf. og Jarðboranir hf. hafa undirritað verk-

samning um boranir vegna gufuöflunar fyrir jarðvarma-virkjanir HS Orku á Reykjanesi. Samningurinn teku til borunar á þremur borholum með mögu-leika á fimm holum til viðbótar. Að undangenginni verðkönnun sem HS Orka réðst í reyndist til-boð Jarðborana hagstæðast, því var ákveðið að ganga til samninga við fyrirtækið um verkið.Það er sérstaklega ánægjulegt við samstarfið að borinn Þór sem not-aður verður við borverkefnið er alfarið knúinn með raforku sem framleidd er á vistvænan hátt í orkuverum HS Orku. Við þetta sparast vel á annað hundrað þús-und lítrar af jarðefnaeldsneyti á hverja borholu, sem er gríðarlega mikilvægt í umhverfislegu og efna-hagslegu tilliti, segir í tilkynningu frá HS Orku. Framkvæmdir við verkið munu hefjast nú í desember.„Með þessu verkefni er markað mikilvægt skref í framtíðarrekstri orkuveranna og annarra fyrirtækja í Auðlindagarðinum í Svartsengi og á Reykjanesi, með sína fjölþættu starfsemi við margháttaða nýtingu jarðvarmaauðlindarinnar,“ segir

Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.„Jarðboranir eru afar ánægðar með að HS Orka hafi gengið að tilboði okkar um boranir á Reykja-nesi. Félögin hafa átt í áratugalöngu samstarfi og verðmæt verkþekk-ing orðið til hjá báðum félögum sem nú er hægt að halda áfram að

byggja upp. Við erum stolt að geta boðið félaginu rafmagnsborinn Þór sem fellur óneitanleg vel að hugmyndafræði HS Orku og Auð-lindagarðsins um alhliða nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum“ segir Baldvin Þorsteinsson forstjóri Jarðborana.

Strætó er byrjaður með akstur á milli þéttbýliskjarna á

Suðurnesjum ásamt akstri til og frá höfuðborgarsvæðinu. Vagn-arnir munu keyra til Reykjanes-bæjar, Vogaafleggjara, Grinda-víkur, Garðs, Sandgerðis og Flug-stöðvar Leifs Eiríkssonar. Hægt er að kynna sér tímaáætlanir fyrir allar leiðir á strætó.isFarmiðar verða seldir á völdum stöðum í þéttbýliskjörnum á svæð-inu. Einnig er hægt að greiða með debet- eða kreditkorti og reiðufé í vögnunum sjálfum. Á strætó.is (undir gjaldskrá) er reiknivél sem

hjálpar farþegum að finna út fjölda gjaldsvæða og reiknar út verð miðað við mismunandi greiðslu-leiðir. Mismunandi gjaldsvæði eru á Suðurnesjum en sem dæmi má nefna eru 4 gjaldsvæði á milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar og kostar farið því 1400 kr.Markmið þjónustunnar er að bæta samgöngur íbúa á Suðurnesjum, bæði við höfuðborgarsvæðið og innan Suðurnesja. Nánari upp-lýsingar er hægt að finna á www.strætó.is eða hjá þjónustuveri Strætó í síma 540 2700.

Strætó ekur um Suður-nes og til Reykjavíkur

-fréttir pósturu [email protected]

Vistvænn Þór borar eftir orku á Reykjanesi

- HS Orka og Jarðboranir hafa undirritað verksamning vegna gufuöflunarJarðborinn Þór á Reykjanesi.

Skattadagur Deloitte í ReykjanesbæMorgunverðarfundurmiðvikudaginn 14. janúarkl. 8.30-10.00 á Icelandair Hótel í Keflavík

OpnunarávarpGuðmundur Pétursson, formaður Samtaka atvinnurekenda á ReykjanesiSkattabreytingarVala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs DeloitteNýsköpun, nýfjárfesting og gjaldeyrishöftHaraldur I. Birgisson, skatta- og lögfræðisvið DeloitteKSK og dótturfélögSkúli Þ. Skúlason, formaður KSK og stjórnarformaður Samkaupa hf.FundarstjóriAnna Birgitta Geirfinnsdóttir, forstöðumaður Deloitte í Reykjanesbæ

. . . Áhugaverður morgunverðarfundur um skattamál og helstu breytingar á nýju ári. Léttar veitingar í boði.Skráning á fundinn er á netfanginu [email protected] . . .

RAFVIRKJAR

Óskum eftir rafvirkjum vegna aukinna verkefna, þurfa að geta unnið sjálfstætt.

Upplýsingar gefa:

Hjörleifur S: 8939065, [email protected]ón Ragnar S: 8979592, [email protected]

Page 15: 01 tbl 2015

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur FöstudagurOpið 5:50 - 22:00 Opið 5:50 - 22:00 Opið 5:50 - 22:00 Opið 5:50 - 22:00 Opið 5:50 - 21:00

6:05-6:50 Spinning Ásdís

Spinning Freyja Hrund

Spinning Kalli

SpinningFreyja Hrund

SpinningÁsdís

6:05-6:50 Hot Toning Anna Karen

9:05-10:00 Pilates Kristín

Focus Fit ÞrekÁsta Mjöll

Fit Pilates Kristín

Focus Fit ÞrekÁsta Mjöll

PilatesKristín

9:05-10:00 Tabata Ásta Mjöll

TabataÁsta Mjöll

Bosu FitÁsta Mjöll

10:05-10:35 Foam Flex Ásta Mjöll

Foam FlexÁsta Mjöll

12:05-13:00 Extreme Spinn Tinna/Maggi

Extreme SpinnKalli/Sigga

Extreme SpinnMaggi

Extreme SpinnÁsdís

ExtremeSpinn - Tinna

12.05-13:00 Foam Flex Ásta Mjöll

Bosu FitÁsta Mjöll

Tabata Ásta Mjöll

17:00-18:00 Fit Camp - Maggi

17:30-18:30 SpinningFreyja Hrund

SpinningTinna

SpinningTinna

SpinningUnnar/Maggi

Partý SpinningFreyja Hrund

17:30-18:30 Bitt Lift - Anna Karen

Zumba ToningAneta

PallafjörAnna Karen

Shape UpAnna Karen

Zumba FitnessAneta

17:30-18:30 Foam FlexMaja Olsen

Foam FlexMaja Olsen

18:10-19:10 Body FitJónas

Perfect MixSigga

PumpJónas

Body MixSigga

18:30-19:30 Zumba FitnessAneta

Fit PilatesKristín

Foam FlexMaja Olsen

Foam FlexMaja Olsen

Laugardagur SunnudagurOpið 8:00 - 18:00 Opið 10:00 - 17:00

10:00-11:00 Super SpinningUnnar og Kalli

11:00-12:00 Foam FlexMaja Olsen

11:05-12:05 PallafjörAnna Karen

12:10-13:10 SpinningÁsdís

Mánudaga – föstudaga8:45 – 13:15 og 16:00 – 20:00Laugardaga9:15 – 13:15SunnudagaLokað

Þegar Sara Sigmundsdóttir, Crossfitþjálfari hjá Sporthúsinu í Reykjanesbæ, byrjaði í Crossfit hafði hún ekki mikinn bakgrunn í greininni. Þegar hún var yngri prófaði hún allar íþróttir en fann sig ekki í neinni en náði að tolla lengst í sundi (samanlagt 1-2 ár). Svo byrjaði hún 17 ára á Bootcamp námskeiði árið 2009 með það að markmiði að grennast en hugsaði ekkert um að komast í gott form. En svo kom í ljós að hún var eina stelpan sem gat gert armbeygjur á tánum (heilar þrjár) og fann að þar byrjaði keppnisskapið.Sara tók þátt í sínu fyrsta þrekmóti mars 2010 og var í næstsíðasta sæti. „Eftir það var ekki aftur snúið og ég ákvað ég að gefa allt í þetta og keppti á fleiri þrekmótum ásamt því að keppa í fitness. Árið 2012 kynntist ég Crossfit þar sem það var fyrsta mót þrekmótaraðarinnar á því ári. Ég vissi ekki mikið um Crossfit og gerði bara æfingarnar sem voru gefnar út fyrir mótið. Ég keppti og endaði í 2. sæti,“ segir Sara. Í kjölfar þess vildi Sara kynnast þessu betur og var boðið að taka þátt í undankeppni fyrir Evrópuleika í Crossfit-stöð í Reykjavík. Þessi undankeppni stóð yfir í fimm vikur. „Ég þurfti því miður að víkja frá keppni á 2. viku þar sem ég úlnliðsbrotnaði. Til þess að halda mér í formi og góðu mataræði ákvað ég að taka þátt í módelfitness. Ég fann þó að það var ekki minn farvegur og ákvað að halda áfram í Crossfit um leið og ég gæti. Ég byrjaði að stunda það einu sinni í viku í september 2012 en af krafti og daglega í janúar 2013. Komst síðan inn á Evr-ópuleika 2013 en datt út á fyrsta degi af þremur vegna reynsluleysis og meiðsla. Þá ákvað ég að reyna að keppa eins mikið og ég gæti til að safna reynslu og komast ennþá lengra og hef hrein-lega ekki hætt að keppa síðan þá.“

Fullkomin aðstaða í SporthúsinuSara segir þegar hún byrjaði hjá Crossfit Suður-nes hafi hún loksins komist í fullkomna aðstöðu til að æfa og gera allar æfingar. „Það hefur það haft gífurleg áhrif en áður fyrr þurfti ég að keyra í bæinn til að geta tekið æfingar í góðri aðstöðu. Ekki nóg með að aðstaðan hjá okkur sé góð heldur hefur CrossFit Suðurnes fjölskyldan verið mér ómetanlegur stuðningur.“ Spurð um markmiðin í framtíðinni segist Sara vera að fara keppa á tveimur stórum mótum í janúar, annað mótið í Manchester og hitt í Boston. „Mark-miðin þar eru bara að gera eins vel og ég get og fá meiri reynslu og komast á heimsleikana í Crossfit í júlí sem eru haldnir í Kaliforníu.“

Þátttakendur frá 17 ára og yfir fimmtugtCrossF it Suður nes hefur vaxið jafnt og þétt og iðkendafjöldi aukist samhliða því. Þegar það hófst voru um 50 manns með samning og í kringum 30 manns virkir að mæta á æfingar dags daglega. „Fjöldi iðkenda er í kringum 80-90 á hverjum degi. Flestir mæta þrisvar sinnum og alveg upp í sex sinnum í viku. Meiri aukning kallar á fleiri tíma í töflunni og komið hefur verið til móts við það.“ Einnig segir Sara að mjög vel hafi tekist að skapa gott andrúmsloft meðal fólks enda sé hópurinn mjög skemmtilegur. „Það er

einfaldlega þannig að Crossfit hentar öllum. Ef manneskja sem kemur til okkar og hefur ekki verið í neinni þjálfun þá skölum við æfingarnar niður fyrir hana þannig að hún geti einnig tekið þátt. Viðkomandi gæti þá gert armbeygjur á hnjám eða með kassa undir höndunum í stað þess að gera þær á tánum.“ Markhópurinn sé því breiður en þáttakendur eru frá 17 ára aldri og alveg upp í 50+.

Komast í besta form lífs síns„ Þ e i r s e m s t u n d a Crossfit geta komist í besta form lífs síns en þá erum við ekki bara að tala um að auka þol og styrk heldur einn-ig að verða liðugri, ná betra jafnvægi, meiri snerpu, betr i sam-hæfingu og jafnvel orðið sterkari andlega þegar það kemur að æfingum ásamt mörgu fleira.“ Áherslur fólks og hvernig það lítur á hreyfingu geti líka breyst. „Hún fer þá úr því að vera sífellt að spá í hvernig maður lítur

út yfir í að spá hvað maður getur og hvernig maður getur bætt getu sína,“ segir Sara. Crossfit er hægt að stunda á tvenna vegu, annars vegar sem líkamsrækt og hins vegar sem keppni. Keppnisgreinin Crossfit er mun erfiðari og ekki fyrir hvern sem er. Þeir sem hins vegar stunda líkamsræktina Crossfit gera ekki nærri því jafn erfiðar æfingar.

Félagsskapurinn og andinn ávallt góður„Ferillinn hjá okkur er þannig að allir fara á grunnnámskeið til þess að læra grunnatriðin í æfingunum og eftir það er hægt að stunda Crossfit æfingar. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög vel. Til að skrá niður árangur fólks úr æfingunum sjálfum notum við kerfið Wodify sem er aðgengilegt í gegnum tvo skjái sem við höfum í salnum og hægt er að skrá árangurinn strax (en einnig fylgir app í símann). Wodify kerfið lætur mann svo vita hvort maður hafi bætt sig í æfingunum sem við gerum og mikil ánægja hefur skapast með kerfið. Það besta sem fólk fær út úr því að stunda Crossfit er þó án efa félagsskapurinn en andinn og mórallinn á æfingum er ávallt góður og þeim sem finnst gaman að stunda líkamsrækt í hóp munu finn-ast gaman í Crossfit,“ segir Sara að endingu.

Fólk kemst í sitt besta líkamlega og andlega form:

CROSSFIT HENTAR ÖLLUM

Árið 2014Crossfit mót í London – 6. sæti

Undankeppni fyrir Evrópuleika – 6. sæti

E v r ó p u l e i k a r í Crossfit haldnir í Danmörku – 12. sæti

C ro s s f i t m ót á Kýpur – 2. sæti

Norðurlandarmót í ólympískum lyft-ingum – 3. sæti

C r o s s f i t m ó t í Frakklandi – 1. sæti

Crossfit mót á Lanzarote spáni – 1. sæti

Íslandsmeistara-mót í Crossfit – 2. -3. sæti

Crossfit mót á Ítaliu – 1.sæti

Flugvallarbraut 701 | 235 Reykjanesbæ | 421-8070 | www.sporthusid.is

Árangur Söru á mótum hingað til:

Page 16: 01 tbl 2015

Flugvallarbraut 701 | 235 Reykjanesbæ | 421-8070 | www.sporthusid.is

Þitt Form með Freyju Sig. byrjaði í janúar 2013 sem hádegisnám-skeið og fór rólega af stað. Það var fljótt að spyrjast út og bættust þá við morgun- og seinniparts-námskeið. Freyja segist ótrúlega ánægð með þátttökuna á nám-skeiðunum og að hún sé hvatning til að halda áfram þessari braut og gera enn betur. „Núna hóf ég 15. námskeiðið sem byggist á einföldum æfingum sem miðast við að þátttakendur nái að hámarka brennslu og þjálfa upp þol og styrk á skömmum tíma. Mikil áhersla er lögð á að þjálfa allan líkamann. Um er að ræða gömlu, góðu stöðvaþjálfunina í bland við skemmtilegar nýjungar og skorpu-þjálfun.“ Þitt Form er 6 vikna námskeið og æfingar eru þrisvar í viku. Freyja segir mestu ánægjuna meðal þeirra kvenna sem hafa sótt námskeiðið vera fjölbreytnina í hverjum tíma. „Enginn tími er eins og alltaf kemur eitthvað skemmti-legt á óvart sem í senn er krefjandi og skemmtilegt. Það gerir tímana ómissandi.“

Fyrir 16 til 60 áraAldursbil þátttakenda er 16 og upp í 60 ára. Allar konurnar taka vel á því því og hver og ein fer í gegnum æfingar á sínum hraða með sínar þyngdir á lóðum o.s. frv. „Þannig fá allar sitt út úr hverjum einasta tíma og allar labba út með bros á vör,“ segir Freyja. Þrjú nám-skeið eru í boði, morgun-námskeið kl. 6, hádegis-námskeið kl.12:05 og seinnipartsnámskeið kl. 17. Það komast 45 komast á hvert námskeið, sem ö l l n á m s k e i ð hafa verið full frá apríl 2013. Á Þ i t t For m eru mælingar í byrjun og lok hvers námskeiðs f yr i r þær s em vi lja , matarpró-grömm og ýmis annar fróðleikur um heilbrigt og gott mataræði og góða hreyfingu.

Fylgist vel með mætingu„Það hefur verið nóg að gera í þjálfun og núna síðastliðin tvö ár

hefur Þitt Form átt allan minn áhuga, skipulag og tíma. Auk

þess að vera gift fótbolta-manni, sem þarf sinn tíma fyrir æfingar, á ég þrjá stráka, 11 ára, 7 ára og 5 ára, sem allir eru á fullu í fótbolta. Þannig að ekki er mikill tími aflögu til

að stunda aukaæf-ingar,“ segir Freyja og brosir. Hún nýtir alla sína

kunnáttu og reynslu frá

fimleikum t i l f i t -nessþjálf-unar, frá

m a r g r a ára e inka-

þ j á l f u n / h óp -þjálfun í þjálfun-

inni á námskeiðinu. Hún hefur verið að v inna s em e inka-þjálfari hér á landi frá árinu 2000 og einnig erlendis þegar ég bjó í

Noregi. Þar náði hún þeim frábæra árangri að verða fyrsti einkaþjálfar-inn í Aalesund. „Þetta er alltaf jafn gaman og það er alltaf að koma eithvað nýtt inní þjálfunina sem ég er að nota. Ég hvet alla þátttak-endur á námskeiðinu að mæta í alla tíma, ég er með mætingalista og fylgist vel með að stelpurnar séu að nýta sína tíma og eru að standa sig. Ég verðlauna síðan allar þær sem ná 100% mætingu í þessar 6 vikur og það er alveg magnað að sjá hvað þessar skvísur leggja sig 100% fram við að mæta á æfingu, leggja sig 100% fram á hverri æfingu og árangurinn er líka eftir því. Ég er mjög stoltur þjálfari.“

Góðir hlutir gerast hægtFreyja mælir með því að fara skyn-samlega af stað í ræktina, taka eitt skref í einu og setja mörg lítil mark-mið. „Þá nærðu mun meiri árangri og árangurinn helst. Megrunar-kúrar og aðrar skyndilausnir virka ekki, það er margsannað. Góð og skemmtileg hreyfing og að breyta mataræðinu hægt og rólega eru lykillinn að góðum árangri.“

ÉG ER MJÖG STOLTUR ÞJÁLFARI

Um FreyjuFreyja hefur verið í íþróttum frá því hún var lítil stelpa. Byrjaði í fimleikum og náði frábærum árangri þar, var m.a. í landsliði Íslands. Eftir fimleikaferilinn fór hún strax að keppa í fitnes-skeppnum árið 1999 og byrjaði á því að vinna Íslandsmeistaratitil í fyrstu keppni, þá 17ára gömul. Freyja á 8 Íslandsmeistaratitla, 5 bikarmeistaratitla og vann silfur-verðlaun á Norðurlandamóti 2008, silfur á evrópumeistara móti í fitness 2012 og fleiri verð-laun í Norðurlandakeppnum. Einnig hefur Freyja tekið þátt á heimsmeistaramóti og fleiri mótum. Frá árinu 2012 hefur hægt á þáttöku Freyju í keppnum hjá Freyju, en þá vann hún síðast Íslandsmeistaratitil og sama ár annað sæti á Evrópumeistara-móti.

Bréf frá ánægðum viðskiptavini„Sæl Freyja. Ég hef verið að lesa umsagnirnar af námskeiðinu þínu Þitt form og er alveg heilluð. Ég bý í Reykjavík og var búin að ákveða að keyra í þessar 6 vikur til Keflavíkur og vera með í tím-anum kl 06:00. Áhuginn er það mikill en þar sem það námskeið er orðið fullt langar mig að at-huga hvort þú gætir sent mér línu þegar næsta námskeið byrjar svo ég missi nú ekki af því.“ Freyja segir ekki slæmt að skvísur frá höfuðborgarsvæðinu séu farnar að bruna brautina til að mæta á námskeiðið. Þessi var svo heppin að ein hætti við svo hún komst að.

„Enginn tími er eins og alltaf kemur eitthvað skemmti-legt á óvart sem í senn er krefjandi og skemmtilegt“

Heilsustoð var stofnað í febrúar 2013 og er samstarfsverkefni Sporthússins, Sjúkra-þjálfunarinnar Sporthúsinu í Kópavogi og Kírópraktorstofu Íslands.Markmið Heilsustoðar er að veita þjónustu á sviði líkamsþjálfunar fyrir einstaklinga og hópa sem þurfa á stuðningi fagfólks að halda eða vilja bæta líkamlega getu sína með stuðningi háskólamenntaðs fagfólks. Þjón-ustan hentar því vel þeim sem eru að ljúka meðferðum, hvort sem er hjá sjúkraþjálfara á stofu eða á stofnunum s.s. Reykjalundi, Grensás, Hveragerði o.s.frv.Heilsustoð ehf. býður upp á námskeið sem miða að því að efla almenna heilsu og hreyfi-getu þeirra sem þurfa á endurhæfingu eða sérstökum stuðningi fagfólks að halda, eða vilja stuðning við að breyta um lífsstíl. Í boði eru fjölbreytt námskeið sem henta vel bæði

einstaklingum og hópum sem vilja auka líkamlegan styrk og virkni. Öll kennsla er í höndum fagfólks og eru gerðar ríkar kröfur til kennara félagsins hvað varðar gæði og ábyrgð. Þann 19.janúar nk. hefst námskeið hjá Heilsuklúbbnum sem er sex vikna námskeið fyrir þá sem ekki eiga við stoðkerfisvanda að stríða en vilja halda áfram uppbyggingu sinni úr öðrum úrræðum. Frábært tækifæri fyrir fólk að koma sér af stað undir leiðsögn Önnu Pálu Magnúsdóttur sjúkraþjálfara. Kennt er þrisvar í viku á mánudögum, mið-vikudögum og föstudögum kl.8:30 Heilsustoð er með starfsemi í Sporthúsinu í Reykjanesbæ og Kópavogi. Nánari upplýs-ingar og skráningar á netfangið [email protected]

Heilsustoð:

STUÐNINGUR TIL AUKINNA LÍFSGÆÐA

Líkami og Boost:

TILBÚNIR PRÓTEIN, SKYR OG BOOST DRYKKIRLíkami og boost ehf. Tók til starfa í febrúar 2014. Verslunina rekur Ægir Þór og Ágústa Árna. Líkami og Boost selur tilbúna pró-tein og skyr boost drykki og eru það alls 15 drykkir sem fólk getur valið sér um svo allir ættu að geta fundð eitthvað við sitt hæfi á matseðlinum okkar.Einnig seljum við hágæða fæðubótaefni Sci-MX og leggjum við mikla áherslu á góða þjónustu og vinnu í að allir sem kaupa af

okkur fá ráðgjöf og efni sem sniðið er að þeirra markmiðum.Einnig seljum við allskyns auka dót sem tengist líkamsrækt nuddrúllur, nuddbolta, strappa, úlnliðsbönd, yoga dýnur, foamflex rúllur, promixx blandara og margt fleira.Líkami og boost er staðsett í Sporthúsinu Ásbrú.

Líkami&BoostÍ hraustum líkama.

Page 17: 01 tbl 2015

Flugvallarbraut 701 | 235 Reykjanesbæ | 421-8070 | www.sporthusid.is

SUPERFORM ÁSKORUN 2015HEFST MÁNUDAGINN 12. JANÚAR

Áskorun sem skilar árangri.Opinn kynningarfundur í kvöld,

fimmtudaginn 8. janúar kl. 20:00 í Sporthúsinu.

Allir velkomnir.

HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA YFIR EIN MILLJÓN KRÓNA

KR. 200.000,-

Í BEINHÖRÐUM

PENINGUM

AUK FJÖLDA

ANNARA

VINNINGA

2X ÁRSKORT

Í SUPERFORM

OG SPORTHÚSIÐ

KR. 200.000,-

ÚTTEKT FRÁ

NIKE

NÁNARI

UPPLÝSINGAR

Á WWW.SPORTHUSID.IS

Page 18: 01 tbl 2015

Flugvallarbraut 701 | 235 Reykjanesbæ | 421-8070 | www.sporthusid.is

Kjúklingasalat & Kristall

Kjúklingasalat Lítill skyrdrykkur

Réttur 65

Boost vikunnar

Kjúklingasalat og Toppur

Heilsubaka eða naanwich

Rúlla vikunnar

Tími í tennis

Hádegisverður

Réttur dagsins

Heilsuréttur

Smoothie

Höfðatorgi

Lasertag fyrir tvo

1 tími í ljós

1 tími í Collagen

Tveir 3ja daga gestapassar

Reykjanesbæ& Kópavogi

Brúsi og tími með einkaþjálfara

Reykjanesbæ& Kópavogi

Sportþrenna frá LÝSI

Hleðsla frá MS

Reykjanesbæ & Kópavogi

Heimalöguð súpa með brauði

Gildir frá 1 sept 2014 til 31 maí 2015

„Þegar fólk finnur fyrir metnaði þjálfarans þá smitar það fólkið

sem er hjá honum og það fer að setja kröfur á sjálft sig“

Sævar Ingi Borgarson er með Superform námskeið í Sporthúsinu í Reykjanebæ og segir það sannarlega vera fyrir alla. Honum fannst á sínum tíma vera þörf á hópatímum sem legðu meira upp úr styrktarþjálfun og mótun. Einnig hefur Sævar verið að einka-þjálfa síðastliðin 14 ár og langaði að setja upp tíma þar sem fólki liði eins og það væri í einkaþjálfun þrátt fyrir að vera í hópa-þjálfun.„Ég vil að fólk finni fyrir því að ég sem þjálfari sé að leiðbeina fólki hvernig á að gera æfingarnar með mjög góðu formi og að það finni að ég setji kröfur á að þau gera æfingarnar vel og leggi á sig vinnu. Því þegar fólk finnur fyrir metnaði þjálfarans þá smitar það fólkið sem er hjá honum og það fer að setja kröfur á sjálft sig,“ segir Sævar, sem er með mikla fjölbreytni í æfingum og uppsetningin sé gerð þannig að allir geti verið saman. „Við stillum allar æfingar þannig að það er hægt að gera þær í lágu erfiðleikastigi upp í hátt erfiðleikastig.“

Þegar Sævar byrjaði að setja upp Super-form námskeiðið setti hann nokkur markmið á blað sem honum fannst mikilvæg fyrir gæði Superformsins:1. Gaman, það endist engin/n í líkamsrækt sem er leiðinleg og ef það er gaman þá hlakka allir til að koma til þín.

2. Fjölbreytni í æfingum og uppsetningu á tímunum. Ef fólk hefur á tilfinningunni að það viti aldrei hvað það er að fara að gera og hlakkar til, þá verður alltaf gaman.

3. Leiðbeina öllum að gera æfingarnar mjög vel. Þannig minnkar áhætta á meiðslum, fleiri geta stundað Superform og þannig komið í einkaþjálfun í hópaþjálfun.

4. Búa til stóran og samheldinn hóp sem finnst gaman að æfa og vera saman.

Superform námskeiðin sem hófust núna eftir áramótin byggjast á 12 tímum á viku, 3 á morgnana, 4 í hádeginu, 4 seinnipartinn og 1 tíma á laugardögum þar sem meira er sprellað.

Hentar vel vaktavinnufólki„Þú getur valið að mæta hvenær sem er og eins oft eins og þú vilt. Þetta hentar öllum og sérstaklega vaktavinnufólki. Við byrjum allt-af á virkri upphitun sem gengur út á að auka liðleika, virkja vöðva og fyrir æfingar tímans. Mjaðmirnar eru mjög oft í lykilhlutverki

hvað þetta varðar,“ segir Sævar. Eftir upphitun eru útskýrðar æfingar dagsins og uppsetning á tímanum. „Í æfingunum eru sýndar nokkrar útfærslur af sömu æfingunni þannig að allir geti verið með. Þaðan er farið í æfingar dagsins. Í lokin er farið í smá core eða finish þjálfun og teygt lokin.“

Áskorendakeppni og mætingakeppniÞegar Sævar er spurður um hvernig árið sé planað hjá Superform segir hann

að byrjað verði á áskorendakeppni næsta mánudag sem standi yfir í 12 vikur og endi með stóru partýi. Í framhaldinu verður ein-hver fyrstur í 50 mætinga keppni. „Svo erum við að skoða að vera með Superform keppni, fyrir þá sem vilja og hafa metnað til að keppa. Það verður alveg sjálfstæð keppni og þeir sem vilja ekki keppa halda bara sínu striki í tímunum okkar og þeir sem vilja gera meira einbeita sér að því. Ef af verður þá náum við að þjónusta okkar mjög breiða hóp og aldrei að vita nema að við sjáum kannski kannski eitthvað af okkar fólki í þrekmótaröðinni,“ segir Sævar.

Superform er í senn einkaþjálfun og hópaþjálfun:

Metnaður þjálfara smitast til þátttakenda

Sporthúsið í Reykjanesbæ hefur nú sitt þriðja starfsár en stöðin opnaði með pompi og prakt þann 15. september 2012. Allt frá opnun hefur Sporthúsið iðað af lífi og greini-legt er að Suðurnesjamenn og -konur kunna vel að meta það sem við bjóðum upp á. Við erum kannski ekki brautryðjendur í líkams-rækt en þó má segja að á Suðurnesjum hafi orðið talsverð vitundarvakning í líkamsrækt með tilkomu Sporthússins. Margt fólk sem stundaði líkamsrækt áður fyrr fór aftur af stað og jafnframt tók gríðarlegur fjöldi fólks sín fyrstu skref hjá okkur frá því að við opn-uðum haustið 2012. Frá opnun höfum við stöðugt verið að bæta þjónustuna með enn betri og breyttri að-stöðu til iðkunnar líkamsræktar. Haustið 2013 tókum við til notkunar splunkunýja tækjalínu frá Technogym á Ítal-íu, langstærsta og jafnframt þekktasta fram-leiðanda líkamsræktartækja í heiminum. Einnig bættum við þá inn miklum búnaði í Crossfit þegar við keyptum fyrri rekstrarað-ila út.

Hóptímataflan okkar hefur mælst einstak-lega vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar sem geta valið um allt að 50 tíma í hverri viku þegar mest lætur. Þá eru námskeiðin okkar, svo sem Crossfit, Superform, Þitt Form og HotYoga, mjög vinsæl og sífellt fjölgar í þeim.Barnagæslan Krílabær er hefur notið mikilla vinsælda hjá krökkunum en hún er opin á morgnana og fram yfir hádegi, og síðan aftur seinni partinn.Helsti styrkur Sporthússins felst þó í því frá-bæra starfsfólki sem við erum svo lánsöm að hafa. Það er fólkið sem skapar þá stemningu og andrúmsloft sem er að finna innan veggja okkar og leiðir þannig af sér ánægða við-skiptavini. Í dag starfa yfir 50 manns í Sport-húsinu, ýmist í aðalstarfi, hlutastarfi eða við þjálfun. Samstarf okkar við Íþróttaskóla Keilis hefur gengið vonum framar og fer öll verkleg kennsla fram í Sporthúsinu. Í dag starfa margir þjálfarar hjá okkur sem lokið hafa ÍAK þjálfunargráðu frá Keili og fer þeim fjölgandi.

Markið Sporthússins er að bjóða upp á framúrskarandi aðstöðu fyrir þá sem vilja ná árangri með æfingum og líkamsrækt. Okkar áhersla er á jákvætt og gott viðmót starfsfólks, góðan tækjabúnað, hreinlæti og regluleg þrif, jákvæða upplifun viðskiptavina og árangur. Einnig er sérstaklega gaman að taka á móti fólki sem æfði hér áður fyrr í „gamla“ íþróttahúsinu á Vellinum og sýna því þær vel heppnuðu breytingar sem gerðar voru á húsnæðinu. Fólk er oft agndofa yfir þessu, sérstaklega Bandaríkjamenn sem hafa komið við í heimsókn sinni til landsins og skoðað sinn gamla vinnustað sem nú nefnist Ásbrú. Þeir eru orðlausir með vel heppnað verkefni sem hér hefur átt sér stað með gamla herstöð. Við hvetjum alla til þess að koma og skoða hjá okkur aðstöðuna og mun starfsfólk okkar taka vel á móti gestum. Í Sporthúsinu geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

F.h. Sporthússins, Ari Elíasson.

„STÖÐUGT VERIÐ AÐ BÆTA ÞJÓNUSTUNA“

KAUPAUKI FYLGIR ÖLLUM 12 MÁNAÐA SAMNINGUM

Page 19: 01 tbl 2015

19VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 8. janúar 2015

Leikur, söngur, glens og gleði.

Byrjenda- og framhaldsnámskeið (einnig eru námskeið í boði fyrir lengra komna).

Kennt verður á miðvikudögum, klukkutíma í senn í 8 vikur.

Takmarkaður fjöldi í hvern hóp.

Allar nánari upplýsingar í síma 869 1006.- Guðný Kristjánsdóttir.

Skráning á www.gargandisnilld.is.

Skráning er hafin á ný námskeið hjá Gargandi snilld.Byrjum miðvikudaginn 21. janúar.

JÓLADAGAR Í REYKJANESBÆ

ÞAKKA FYRIR SIG!Samtökin Betri bær óska Suðurnesjamönnum öllum farsældar á nýju ári.

Þökkum jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Skyrgámi samstarfið í desember.Færum öllum aðilum sem studdu verkefnið „Jóladagar í Reykjanesbæ“ bestu þakkir.

Page 20: 01 tbl 2015

20 fimmtudagurinn 8. janúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Stolt Sea Farm er eitt af þróuðustu fiskeldisfyrirtækjum heims og hefur sérhæft sig í framleiðslu á hágæða sandhverfu, flúru og styrju. Stolt Sea Farm rekur fiskeldií 6 löndum; Bandaríkjunum, Frakklandi, Noregi, Portúgal, Spáni og nú á Íslandi.

Stolt Sea Farm á Íslandi hefur þegar hafið uppbyggingu á 2000 tonna eldi á senegalflúru á Reykjanesi og er uppbygging þess vel á veg komin. Áætlað er að fyrsti fiskurinn verði seldur í febrúar 2015 og að uppbyggingu verði endanlega lokið 2018.

Stolt Sea Farm leitar að áhugasömu almennu starfsfólki í fiskeldisstöð fyrirtækisins á Reykjanesi.

Leitað er að jákvæðum, heiðarlegum, duglegum og útsjónarsömum einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt í uppbyggingu á nýju fyrirtæki.

Starfsreynsla í fiskeldi, fiskvinnslu og/eða sjómennsku er góður grunnur.

Öllum umsóknum verður svarað.

Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á [email protected]

Sara Lind Ingvarsdóttir var dúx Fjölbrautaskóla Suðurnesja á

haustönn 2014 en útskrift var á sal FS fyrir jól. Mjótt var á mun-unum hjá efstu nemendunum því Alexía Rós Viktorsdóttir var með aðeins þremur hundruðustu lægri meðaleinkunn en Sara. Stærstur hluti stúdenta í þessum hópi var að ljúka stúdentsprófi á þremur og hálfu ári og árangur var afar góður. Að þessu sinni útskrifað-ist 61 nemandi; 53 stúdentar, einn af starfsbraut, fimm úr verknámi og fjórir úr starfsnámi. Nokkrir útskrifuðust af tveimur brautum. Konur voru 36 og karlar 25. Alls komu 47 úr Reykjanesbæ, 8 úr Grindavík, 3 úr Sandgerði, tveir úr Vogum og einn úr Garði.Við athöfnina voru veittar viður-kenningar fyrir góðan námsár-angur. Arna Lind Kristinsdóttir og Haraldur Jónsson fengu viður-kenningu fyrir störf í þágu nem-enda, Erla Sigurjónsdóttir og Haf-dís Birta Johansson fyrir ensku, Jón Ágúst Guðmundsson fyrir efnafræði, Guðrún Eva Níelsdóttir fyrir sálar- og uppeldisfræði og Elín Sara Færseth fyrir bókfærslu. Sigurlaug Herdís Friðriksdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði hjá nemanda á félagsfræðibraut og Domínika Wróblewska fékk gjöf frá þýska sendiráðinu fyrir góðan árangur í þýsku. Hera Ketilsdóttir fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í sálar- og uppeldisfræði og spænsku og Thelma Hrund Tryggvadóttir fyrir bókfærslu og góðan árangur í viðskipta- og hagfræðigreinum. Kristófer Sigurðsson fékk verðlaun fyrir spænsku og stærðfræði og hann fékk einnig gjafir frá Verk-fræðistofu Suðurnesja og Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir árangur sinn í stærðfræði. Skapti Benjamín Jónsson fékk viðurkenningar fyrir stærðfræði, ensku og spænsku. Þá fékk Andrea Björt Ólafsdóttir sex viðurkenningar fyrir námsárangur sinn, fyrir ensku, spænsku, líf-færa- og lífeðlisfræði, efnafræði og stærðfærði og frá Þekkingar-setri Suðurnesja fyrir árangur sinn í líffræði. Sara Lind Ingvarsdóttir hlaut viðurkenningar fyrir árangur sinn í efnafræði, stærðfræði, ensku og spænsku. Þá fékk hún gjafir frá Verkfræðistofu Suðurnesja og Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir góðan árangur í stærðfræði og frá Danska sendiráðinu fyrir árangur sinn í dönsku. Sara Lind fékk einn-ig gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í erlendum tungu-

málum. Alexía Rós Viktorsdóttir fékk viðurkenningar frá skól-anum fyrir góðan námsárangur í efnafræði, stærðfræði, ensku og spænsku. Alexía fékk gjafir frá Verkfræðistofu Suðurnesja og Ís-lenska stærðfræðifélaginu fyrir árangur í stærðfræði og frá Danska sendiráðinu fyrir góðan árangur í dönsku. Hún fékk síðan verðlaun frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum og einnig fyrir góðan árangur í stærðfræði og raungreinum. Krist-ján Ásmundsson skólameistari afhenti 100.000 kr. námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur til þess nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Sara Lind Ingvarsdóttir styrkinn. Sara Lind fékk einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum.Ragnheiður Gunnarsdóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktar-

sjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóðurinn var stofnaður af Kaup-félagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélags-stjóra og fyrsta formanni skóla-nefndar Fjölbrautaskóla Suður-nesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms, að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita útskriftarnemendum viður-kenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi. Þær Elín Pálsdóttir, Katrín Lóa Sigurðardóttir, Selma Rut Ómarsdóttir og Karen Ýr Ey-steinsdóttir fengu allar 20.000 kr. styrk fyrir góða frammistöðu í lífs-leikni og ræðumennsku.Við lok athafnarinnar veitti skóla-meistari Birni Sturlaugssyni gull-merki FS en hann hefur starfað við skólann í 25 ár.

-mannlíf pósturu [email protected]

■■ Fjölbrautaskóli Suðurnesja:

SARA LIND DÚXSara Lind með fjölskyldu sinni eftir útskriftarhátíðina í FS.

Þær Elín Pálsdóttir, Katrín Lóa Sigurðardóttir, Selma Rut Ómarsdóttir og Karen Ýr Eysteinsdóttir fengu allar 20.000 kr. styrk fyrir góða frammistöðu í lífsleikni og ræðumennsku úr styrktarsjóði FS. Ragnheiður Gunnarsdóttir

afhenti styrkina.

Árangur var mjög góður og verðlaunahópurinn því stór.

Page 21: 01 tbl 2015

Kræsingar & kostakjör

Tilboðin gilda 08. - 11. janúar 2015Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

great taste jarðarber 1kgKílóverð

399,-

Þorskhnakkarroð & beinlausir, frystivaraKílóverðVerð áður 1.858-

1.282,-

bleikjuflök m/roði og beinifrystivaraKílóverðVerð áður 2.398,-

1.990,-

sætar kartöflurKílóverðVerð áður 413-

207,-

ýsuflök, roð & beinlausfrystivaraKílóverðVerð áður 1.761,-

1.391,-

grandiosa Pizzur 480-575 grKjöt+lauK/nacho/pepstyKKjaverðVerð áður 789,-

698,-

rauðsPrettuflökódýrt f. heimlið, frystivaraKílóverðVerð áður 1.035,-

797,-

grísahakkfrá stjörnugrísKílóverðVerð áður 1.347,-

741,-

-45%

-31%

kjúklingalundir 700grdansKarpoKaverðVerð áður 1.761,-

1.057,--40%

-50%

cooP sPínatheilt 450g poKi

199,-

earth’s Pride frystivaraberjablanda/brokkolí

AmerísKir risapokar

1,36kg

1,36kg

1,81kg

1,36kg

Wyman’s frystivaraberjablanda+grænkál /bláber

Page 22: 01 tbl 2015

22 fimmtudagurinn 8. janúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Í sturtu undir hús-vegg Frístundahús á Suðurnesjum komst í fréttirnar á árinu þegar fréttist að húsráðandi væri með steypibað utandyra. Þar tíðkast sem sagt að skola af sér ferðarykið úti undir berum himni eins og sést á mynd sem fylgdi með umfjölluninni.

ANNO 2014FYRRI HLUTI

Hélt á brú milli heimsálfa

„Það er frábært að fá svona hug-myndir frá íbúum og koma þeim í framkvæmd,“ segir Eggert Sólberg Jónsson, verkefnastjóri Reykjanes Geopark. Daniel Alexandersson, 13 ára nemi í 8. bekk Akurskóla fékk þá hugmynd að „halda á Brú milli heimsálfa“ og lét hann föður sinn taka af sér mynd þar sem hann hélt á brúnni. Hugmyndin sló í gegn og hafa margir látið taka mynd af sér eins og Daníel þegar hann stillti sér upp fyrir föður sinn.

Tugþúsundir skoða norður-

ljós á Suður-nesjum

Skipulegar norður-ljósaferðir eru farnar

til Suðurnesja sem tug-þúsundir ferðamanna

sækja í. Ferðamenn frá Asíu eru einnig áber-

andi hér á landi yfir dimmustu mánuðina

til að verða vitni af því sjónarspili þegar

norðurljósin dansa um himinhvolfið. Ljós-

myndari Víkurfrétta náði þessari mögnuðu norðurljósamynd yfir

byggðinni í Reykja-nesbæ.

Kílóum fargað á Ásbrú

Eyþór Árni Úlfarsson var eini Suðurnesjamaðurinn í þáttunum Big-gest Looser Ísland sem framleiddir voru á Ásbrú. Eyþór var í viðtali við Víkurfréttir í ársbyrjun. Hann náði langt í keppninni um kílóin þó svo hann kæmist ekki í úrslit. Hann losaði sig við tugi kílóa. Framleiðendur þáttanna voru ánægðir með þá aðstöðu sem þeir fengu á Ásbrú til fram-leiðslu þáttanna en atriði voru einnig tekin upp víðar um Suðurnes. Önnur þáttaröð Biggest Looser en í framleiðslu um þessar mundir og aftur eru Suðurnes heimavöllur keppninnar.

Enn brennur Fern-anda

Flutningaskipið Fernanda endaði lífdaga sína á Suðurnesjum á árinu. Eftir að hafa orðið eldi að bráð á leið til landsins var skipið dregið til Helguvíkur þar sem það var rifið í brotajárn. Menn voru langt komnir með að rífa skipið þegar enn og aftur kom upp eldur í skipinu. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja réðu niðurlögum eldsins.

Féll í miklu óveðri

Vond veður voru áberandi á árinu. Það blés oft hraustlega og björg-

unarsveitir höfðu í nógu að snúast. Í einu veðrinu fauk fjarskipamastur á Ásbrú um koll þannig að þjónusta

við GSM síma var skert um stund. Nýtt mastur hefur verið reist á

rústum þess sem féll og Suðurnesja-menn geta haldið áfram að tala í

gemsana sína.

Tómlegt á Garðvangi

Garðmenn voru ósáttir á árinu þegar hjúkrunarheimilinu Garðvangi var lokað og vistmenn fluttir til Reykjanesbæjar í nýtt hjúkrunarheimili Hrafnistu að Nesvöllum. Á myndinni má sjá Finnboga Björnsson, fram-kvæmdastjóra Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum, þar sem hann er einn og yfirgefinn á Garðvangi með fjölda tómra stóla á samkomusal heimilisins.

Ferskir vindar í heimspressunni

Listaverkefnið Ferskir vindar var haldið í Garðinum á árinu en Ferskir vindar hafa verið haldnir þar reglulega síðustu ár. Verkefnið vakti heimsathygli og endaði m.a. í heimspressunni þar sem sjá mátti græna konu í fjörunni á Garðskaga.

Klemenz maður árs-ins

Klemenz Sæmundsson var valinn maður ársins 2013 og var valið til-kynnt í ársbyrjun. Klemmi tókst á við mikla þrekraun þegar hann hjólaði hringinn í krinum Ísland á örfáum dögum og hljóp svo „Klemmann“, 23 km. hring frá Keflavík um Sandgerði og Garð með endastöð í Keflavík. Með þessu uppátæki safnaði hann fé fyrir gott málefni.

Risa Fender á Rokka-safni

Rokksafn Íslands opnaði í Hjóma-höll á árinu. Meðal sýningarmuna

er risastór sex strengja Fender-gítar. Aðeins þurfti að hressa upp á gripinn áður en hann var hengdur

upp og hér má sjá Ólaf Júlíusson málara með pensilinn á lofti.

40 ára afmæli í Grindavík

Grindavík fagnaði 40 ára kaup-staðarafmæli í vor. M.a. var haldinn

hátíðarfundur í bæjarstjórn Grindavíkur þar sem forseti Íslands

var heiðursgestur. Á myndinni má sjá hvar Róbert Ragnarsson, bæjar-stjóri, er undirbúinn fyrir fundinn.

Þörungar í fæðubót

Líftæknifyrirtækið Algalíf opnaði á árinu. Fyrirtækið framleiðir ör-

þörunga á Ásbrú en framleiðslan er notuð í fæðubótarefni sem skortur

er á í heiminum.

Engir pungar, bara vöfflur

Flugvirkjar og annað starfsfólk í viðhaldsstöð ITS við Keflavíkur-

flugvöll fékk ekki súra punga á bóndadaginn. Þess í stað voru

bakaðar vöfflur og boðið upp á sultu og rjóma í tilefni bónda-

dagsins.

Tóku Miðtúnsróló í fóstur

Nemendur Myllubakkaskóla tóku Miðtúnsróló í Keflavík í fóstur á árinu. Þar er hugmyndin að Myllubakkaskóli verði með sitt úti-kennslustæði.

Ungmennagarður í Reykjanesbæ

Að Hafnargötu 88 í Reykjanesbæ opnaði nýr og skemmtilegur ung-mennagarður í vor. Garðurinn er skipulagður eftir hugmyndum ungmenna í Reykjanesbæ.

Page 23: 01 tbl 2015

20% afslátturLyfjaauglýsing

Allar stærðir og styrkleikar Gildir til 31. janúar

L&H-Nicotinell Fruit-20%-Vikurfrettir copy.pdf 1 29/12/14 10:51

Page 24: 01 tbl 2015

GJALDSKRÁ REYKJANESBÆJAR 2015Gjaldskrá Reykjanesbæjar 2015Útsvar 15.05%

Fasteignaskattur, hlutfall af heildarfasteignamati:Íbúðarhúsnæði, A-stofn 0.50%Opinberar byggingar, B-stofn 1.32%Atvinnuhúsnæði og annað húsnæði, C-stofn 1.65%Hesthús 0.50%

Lóðarleiga:Hlutfall af lóðarmati 2.00% - 35% afsláttur til þeirra sem greiða 2%

Vatnsgjald:HS Veitur ehf sjá um álagningu og innheimtu

Fráveitugjald / Holræsagjald, hlutfall af heildarfasteignamati :Íbúðarhúsnæði 0.17%Atvinnuhúsnæði 0.36%

Leikskólar frh:Matargjald leikskólabarna 8,120 Gjaldið skiptist eftirfarandi: - Morgunhressing, kr. / mán 2,050 - Hádegismatur, kr. / mán 4,020 - Síðdegishressing, kr. / mán 2,050

Skýringar á forgangi og / eða niðurgreiðslum:Forgangur og/eða niðurgreiðslur leikskólagjalda fyrir eitt og / eða öll eftirtalin atriði: - Börn einstæðra foreldra - Börn þar sem annað foreldri er í fullu dagnámi (15/30 ein á önn) - Börn sem búa við félagslega erfiðleika eða erfiðar heimilis-aðstæður - Foreldrar sem eiga barn undir leikskólaaldri og annað á leikskóla eiga rétt á systkinaafslætti að loknu fæðingarorlofi

Beiðnir eru afgreiddar hjá leikskólafulltrúa á fræðsluskrif-stofu og skal umóknin endurnýjuð fyrir 31. ágúst árlega.Leikskólarýmum er úthlutað eftir aldri barnaSorpgjöld, kr. pr. fasteignanúmer á íbúðir:

Sorphirðugjald 14,225 Sorpeyðingargjald 23,210

Frístundaskóli:Mánaðargjald (innifalin síðdegishressing) 16,000 Síðdegishressing kr. pr. dag 120 Tímagjald kr. klst. 355

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar skólaárið 2015 - 2016:Hljóðfæradeildir, grunn og miðnám. Öll hljóðfæri:Heilt nám, kr. / árið 80,000 Hálft nám, kr. / árið 52,000 Hljóðfæradeildir, framhaldsnám. Öll hljóðfæri nema gítar og píanó:Heilt nám, (með undirleik 15 mín./v) kr. / árið 105,000 Hálft nám, (með undirleik 15 mín./v) kr. / árið 73,000 Hljóðfæradeildir, framhaldsnám. Gítar og píanó:Heilt nám, kr. / árið 90,000 Hálft nám, kr. / árið 64,000 Söngdeild, kr. / árið:Heilt nám án undirleiks 92,000 Hálft nám án undirleiks 65,000 Heilt nám með undirleik (20 mín./v) 112,000 Heilt nám með undirleik (30 mín./v) 122,000 Hálft nám með undirleik (20 mín./v) 77,000 Hálft nám með undirleik (30 mín./v) 85,000 Valgreinar, kr. / árið:Aukahljóðfæri, heilt nám 49,000 Aukahljóðfæri, hálft nám 31,600 Aukahljóðfæri, söngur heilt nám 55,000 Aukahljóðfæri, söngur hálft nám 35,600 Tónfræðagreinar eingöngu 35,000 Tónsmíðar eða tónver 20,000 Undirleikur, hljóðfæradeildir í grunn- og miðnámi (15 mín./v) 22,500

Hljóðfæraleiga, kr. / árið 11,300 Fjölskylduafsláttur:Fyrir 2 börn er 10% afsláttur af heildargjöldum beggja 10%Fyrir 3 börn er 20% afsláttur af heildargjöldum allra 20%Fyrir 4 börn og fleiri er 30% afsláttur af heildargjöldum allra 30%Við samninga um 6 mánaða greiðsludreifingu á korti bætist við 5% umsýslugjald

Grunnskóli:Skólamáltíð í áskrift 350

Dagdvöl aldraðra:Gjald skv. reglugerð um dagvistun aldraðra

Félagsstarf athvarfs aldraðra:Þjónustukort 2,300 - Þátttakendur greiða sjálfir efnisgjald

Fjölskyldu og félagsþjónustaHeimaþjónusta / Heimilishjálp:Félagsleg heimaþjónusta fylgir hækkunum sem ákvarðaðar eru af Tryggingastofnun ríkisins.

Fræðslu- og uppeldismálLeikskólar:Tímagjald, kr. / klst 3,150 Tímagjald (milli 16 og 17) 4,750 Forgangshópar tímagjald, kr. / klst 2,375 Lágmarkstími 4 Hámarkstími 9 Fjölskylduafsláttur (er eingöngu af tímagjaldi) - fyrir annað barnið er greitt 50% - fyrir þriðja barnið er greitt Frítt - fyrir fjórða barnið er greitt Frítt

Gjalddagar fasteignagjalda eru 10, 25. janúar til og með 25. október og eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga

Lækkun fasteignaskatts:Elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Reykjanesbæ er veittur tekjutengdur afsláttur af fasteignaskatti. Rétt til afsláttar eiga íbúðar-eigendur í Reykjanesbæ sem búa í eigin íbúð og eru 67 ára á árinu eða eldri og/eða hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar fyrir 1. janúar 2015. Afsláttur nær einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í. Til þess að njóta þessa réttar verður viðkomandi að eiga lögheimili í Reykjanesbæ og vera þinglýstur eigandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar. Reglur um viðmiðunartekjur eru birtar sérstaklega

Page 25: 01 tbl 2015

Íþrótta - og tómstundamálFélagsmiðstöðvar:Þátttökugjald sumarnámskeiða í samvinnu við Vinnuskóla

5,500

Íþróttaakademían:Ráðstefnusalur pr. klst 3,000 Ráðstefnusalur allur dagurinn 30,000

Íþróttahús:Reykjaneshöllin:Allur salurinn, pr. 50 mínútur, alla daga 26,000 1/2 salurinn, pr. 50 mínútur, alla daga 13,000 Daggjald, allur salurinn 200,000 Sunnubraut 34, A-salur:Allur salurinn, pr. klst 7,300 Sunnubraut 34, B-salur:Allur salurinn, pr. klst 5,700 Íþróttamiðstöð Akurskóla, Heiðarskóla og NjarðvíkurAllur salurinn, pr. klst 5,700 Myllubakkaskóli, íþróttasalur:Allur salurinn, pr. klst 3,400 Sundmiðstöð, kjallari:Allur salurinn, pr. klst 3,400 Sundlaugar:12,5 x 8 m Akurskóla-, Njarðvíkur- og Heiðarskólalaug, pr. klst 5,700 25 x 12,5 m Sundmiðstöð við Sunnubraut, pr. klst 6,600

Sundstaðir:Fullorðnir, stakur miði 550 Fullorðnir, 30 miða kort 8,700 Fullorðnir, 10 miða kort 3,600 Börn 10 ára til 15 ára, stakur miði 150 Börn 10 ára til 15 ára, 30 miða kort 3,000 Börn 10 ára til 15 ára, 10 miða kort 1,000 67 ára og eldri og öryrkjar 150 67 ára og eldri og öryrkjar, 30 miða kort 3,000 67 ára og eldri og öryrkjar, 10 miða kort 1,000 Árskort 25,000 Árskort, börn 10 ára til 15 ára 7,500 Árskort, 67 ár og eldri og öryrkjar 7,500 Leiga á sundfatnaði og handklæðum 450 Bleyjugjald fyrir ungabörn 100

Listaskóli barna:Þátttökugjald 10,000

MenningarmálBókasafn Reykjanesbæjar:Árgjald fyrir 18 ára og eldri 1,750 Árgjald fyrirtækja 3,000 Tryggingargjald sem utanbæjarmenn greiða 3,000 DVD - kvikmyndir 500 Internetaðgangur pr. skipti, hámark 1 klst. í einu 350 Dagsektir á bókum pr dag 20 Dagsektir á nýsigögn 60

Ellilífeyrisþegar, atvinnulausir, öryrkjar, börn og unglingar 18 ára og yngri fá frí skírteini en sömu útlánareglur gilda að öðru leyti fyrir þessa hópa.

GJALDSKRÁ REYKJANESBÆJAR 2015

Fyrir hönd starfsmanna, stofnanna og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, óska ég íbúum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á nýliðnu ári.

Kær kveðja,Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri.

Page 26: 01 tbl 2015

26 fimmtudagurinn 8. janúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum

Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400

Einnig birt á www.naudungar-solur.is.

Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir

Aðalgata 1 fnr. 224-1791, Kefla-vík, þingl. eig. Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Íbú-ðalánasjóður, miðvikudaginn 14. janúar 2015 kl. 09:10.

Framnesvegur 16 fnr. 208-7664, Keflavík, þingl. eig. Jaime Enrique Buenano Fuentes, gerðarbeiðandi Lánasjóður íslenskra námsmanna, miðvikudaginn 14. janúar 2015 kl. 09:00.

Hafnargata 6 fnr. 209-1724, Grinda-vík, þingl. eig. Bergbúar ehf, gerðar-beiðendur Grindavíkurbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 14. janúar 2015 kl. 10:30.

Heiðarholt 28 fnr. 208-8832, Kefla-vík, þingl. eig. Linda Kristín Páls-dóttir, gerðarbeiðendur Heiðarholt 28,húsfélag, Reykjanesbær og Sýslu-maðurinn á Blönduósi, miðviku-daginn 14. janúar 2015 kl. 09:20.

Mánagerði 7 fnr. 209-2116, Grinda-vík, þingl. eig. Streftur ehf., gerðar-beiðendur Grindavíkurbær, Íbúðal-ánasjóður og Vátryggingafélag Ís-lands hf, miðvikudaginn 14. janúar 2015 kl. 10:00.

Miðgarður 2 fnr. 209-2145, Grinda-vík, þingl. eig. Eyri ehf, gerðarbeið-

endur Grindavíkurbær og Trygg-ingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 14. janúar 2015 kl. 10:20.

Víkurbraut 24 fnr. 209-2511, Grindavík, þingl. eig. Mikael Tamar Elíasson, gerðarbeiðandi Trygg-ingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 14. janúar 2015 kl. 10:10.

 

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum,

6. janúar 2015.

Ásgeir Eiríksson, stað-gengill sýslumanns.

 

-uppboð

TIL LEIGU ÓSKAST

WWW.VF.IS

ÞJÓNUSTA

4-5 herbergja ibúð til leigu í Reykjanesbæ, 109 ferm. Sanngjörn húsaleiga. Laus strax. s: 6926688.

Til leigu mjög góð tveggja her-bergja íbúð 55 + Laus. Göngufæri. í alla þjónustu. Vinsamlega sendið

póst á [email protected]

Til leigu er 3-4 herbergja 100 fm íbúð á fyrstu hæð á Þórustíg

í Njarðvík. Laus strax. Leigu-verð er 95.000 kr á mánuði

+ hiti og rafmagn. 2 mánaða trygging. 1 mánuðurinn greiðist

fyrirfram. Upplýsingar í síma 820-0099 eða 822-3858.

Til leigu er 3 herbergja, 87 fm íbúð á fyrstu hæð á Þórustíg í Njarðvík.

Laus strax. Leiguverð er 85.000 kr á mánuði + hiti og rafmagn. 2 mánaða trygging. 1 mánuðurinn greiðist fyrirfram. Upplýsingar í síma 820-0099 eða 822-3858.

Fjölskylda óskar eftir íbúð, 4 hrb sem allra fyst einhver-staðar á Suðurnesjum uppl, í síma 780-6923 og 421-2106.

Rafvirki getur bætt við sig verkum, bæði stórum sem smáum traust

og vönduð vinnubrögð 772-2482

BílaviðgerðirPartasala

Kaupum bilaðaog tjónaða bíla

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979www.bilarogpartar.is

- smáauglýsingar

Forvarnir með næringu

STAPAFELLHafnargötu 50, Keflavík

NÝTT

Opið alla dagafram á kvöld

www.vf.is83% LESTUR

+

-ung

Skólasund það leiðin-legasta

Hanna Björg Sveinsdóttir er nemandi í 10. bekk í Heiðarskóla. Hún væri til í að geta lesið allt einu sinni og muna það að eilífu. Hana langar að verða tannlæknir í framtíðinni og segir að Instagram

sé uppáhalds appið.

Hvað gerirðu eftir skóla?Ég læri heimavinnuna og fer á fót-boltaæfingu eða hitti vini mina.

Hver eru áhugamál þín?Mín helstu áhugamál eru að standa mig vel í skóla og fótbolta. Svo finnst mér gaman að eyða tíma með vinum og fjölskyldu.

Uppáhalds fag í skólanum?Stærðfræði tímarnir eru uppá-halds.

En leiðinlegasta?Skólasund er það leiðinlegasta.

Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?Það er erfitt að gera upp á milli en ætli ég myndi ekki tapa mér ef ég myndi loksins hitta Justin Bieber.

Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?

Ég væri alveg til í að geta bara lesið allt einu sinni en muna það að ei-lífu.

Hvað er draumastarfið í framtíðinni?Mig hefur lengi dreymt um að verða tannlæknir.

Hver er frægastur í símanum þínum?Viktor Guðberg.

Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?Pabbi minn. Hann er lögga.

Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag?Vera viðstödd dag í lífi Beyoncé. Svo myndi ég adda mér á instag-ram í símanum hennar.

Hvað er uppáhalds appið þitt?Instagram er í miklu uppáhaldi hjá mér.

Hvernig myndirðu

lýsa fatastílnum þínum?Fatastíllinn minn er í raun mjög einfaldur. Ég vil hafa fötin mín þægileg og klæðist yfirleitt svörtu og hvítu.

Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu?Ég er starfsmaður í þjálfun á KFC.

Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla?Mér finnst Heiðarskóli mjög skemmtilegur og góður skóli. En það skemmtilegasta við skólann er auðvitað félagslífið.

Hvaða lag myndi lýsa þér best?Ljúft að vera til – Jón Jónsson.

Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?Hmm.. Kannski bara Keeping Up With The Kardashians. Þar sem ég get stundum verið smá drama-queen.

Bíómynd? One Direction myndin, Where We Are.Sjónvarpsþáttur? Vampire Diaries.Tónlistarmaður/Hljómsveit?Beyoncé.Matur? Kjúklingur.

Drykkur? Sprite.Leikari/Leikkona? Zac Efron.Fatabúð? Vila.Vefsíða? Facebook.Bók? Rökkurhæðir.

Besta:

Þór Pálmi Magnússon, Hulda Guðmundsdóttir,Oddný Magnúsdóttir, Þórhallur Steinarsson,Jón Kr. Magnússon, Linda Gunnarsdóttir,Halldóra Magnúsdóttir, Ívar Guðmundsson,barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,

 Einhildur Þóra Pálmadóttir

Aðalgötu 5, Keflavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi, sunnudaginn 1. janúar.

Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, mánudaginn 12. janúar kl. 13:00.

Jón Haraldsson, Guðrún Ólafsdóttir,Rúnar Marteinsson, Bergþóra Káradóttir,Björn Marteinsson,Sigurður Geir Marteinsson, Guðfinna Eyjólfsdóttir,Guðbjörg S. Marteinsdóttir, Hermann Jakobsson,og afkomendur.

Þökkum auðsýnda samúð.

Marteinn Brynjólfur Sigurðsson,Vélstjóri, Klapparstíg 4, Njarðvík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 14. desember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.

Page 27: 01 tbl 2015

Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum farsældar á komandi ári

Virkjunarsaga sem hefur fært fólki birtu og yl úr orkuauðlindum á Reykjanesi Allt frá stofnun hefur starfsfólk HS Orku umgengist náttúruauðlindirnar af virðingu og varkárni og nýtt þær á sem sjálfbærastan hátt – samfélaginu til heilla. Starfsfólk HS Orku óskar ykkur gleðilegs nýs árs og hlakkar til samstarfsins á 40 ára afmæli fyrirtækisins sem nú er gengið í garð.

www.hsorka.is

Page 28: 01 tbl 2015

Guoren 1L Hitastýrt baðtæki standard

17.685

Drive toppasett 17 stk 1/4” 990 743

Drive160 L steypu rhrærivél

39.51031.608

N e y t e n d u r a t h u g i ð ! M ú r b ú ð i n s e l u r a l l a r v ö r u r s í n a r á l á g m a r k s v e r ð i f y r i r a l l a , a l l t a f . G e r i ð v e r ð - o g g æ ð a s a m a n b u r ð !

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Reykjanesbær Fuglavík 18 Opið virka daga kl. 8 -18

Handlaugar 20-50%

Handlaugartæki 25% Vitra 15-40%

Sturtuklefar og sturtuhorn 15-40%

Hitastýrð blöndunartæki 25%

Sturtusett m/hitastýrðu tæki 25%

Baðherbergisflísar 20-50%

Náttúrusteinsvaskar 30-50%

Stálvaskar 20-30%

Skolvaskar 20%

Ríflegur afsláttur af MÚRBÚÐARVERÐI – það er gott verðTÍMAMÓTA ÚTSALA Í MÚRBÚÐINNI!Flísar20-50%

AFSLÁTTUR

80 tegundirTöfrasproti – Blandari

1.867

Djús/ávaxtablandari með glerkönnu 40w 1,3l.

3.9421.400 2.957

• 160 bar Max• 8,5 lítrar/mín.• 2500W• Pallabursti• 8 metra slanga• Turbo stútur• Slanga fyrir stíflulosun• Þvottabursti

Lavor háþrýstidæla STM 160

28.642

Made by Lavor

20.050

30%

Strekkiböndog Casters hjól

30%AFSLÁTTUR

Rafmagnshita-blásari 2Kw

2.164

1.623

BOZZ sturtuklefi80x80cm 43.372 Einnig eru til rúnnaðir

klefar 90x90 á kr. 38.547 með 15% afslætti

15%AFSLÁTTUR

36.866

FC 504 Sturtuhorn 80x80 cm

34.690

6 mm Hertöryggisgler

25%

26.018

W&M PF209D sturtuhorn 90 cm

54.990

38.493

4cm SMC botn

30%

Guoren TLY Sturtusett

47.414Guoren-BO Hitastýrt tæki með niðurstút

14.81011.108

35.561

13.26425%

Gua-543-1 vegghengdur,

1mm stál 18.673

14.938

20%Drive DIY 500mm flísaskeri8.990 6.743

25%Drive LG3-70A 1800W flísasög 86x57cm borð139.900 96.256

Ryco LDL-MD418A lampi m. grind 4x18W T8 62x60x8 cm með perum7.894 5.131

S805-4L 170CM ál snjóskafa

1.990 1.393

30%

T38 Vinnuljós

5.590

4.193

Kapalkefli 25 metrar

5.7904.632

San-SM-RLB01 stubbastækkari

2.290einnig 2 þrepa 3.590,-

1.718

25%

LFD105TAStáltrappa 2 þrep 4.690

3.752

Hraðastilltur slípi- & bónrokkur 1100W

7.894

5.921Drive Fjölnotatæki 300W

7.8945.921

Límbyssa í tösku

1.571 1.178

Úrval af WC fylgihlutum. Króm og burstað stál.

3.190,-

1.590,-

1.490,-

2.290,-

2.490,-

1.590,-

2.990,-

5 lítrar

1.690,-

25%

Lokað slönguhjól 20m 1/2” 9.780

7.335

Drive 12V Li Ion rafhlöðuborvél

5.918

4.734

Búkki – Vinnuborð stillanlegt (E)

3.9422.957Járnbúkkar sett=2 stykki

4.930 3.698

Drive útdraganlegt rafmagnskefli 20 metra

12.8349.626

Rafhlöðuborvél með höggi, HDA2544 18V

17.68514.148

GMC 14,4V 1,2Ah með aukarafhlöðu, stiglaus hraði, BMC taska

5.9903.894

Drive hornalaser 90 gráður

12.450

9.960

Ryk/blautsuga Drive ZD10-50L 1000W, 50 lítrar

26.677

21.340

3.790,-2.243

2.393

1.7181.193

1.118

1.2682.841

1.193

1.868

Page 29: 01 tbl 2015

Guoren 1L Hitastýrt baðtæki standard

17.685

Drive toppasett 17 stk 1/4” 990 743

Drive160 L steypu rhrærivél

39.51031.608

N e y t e n d u r a t h u g i ð ! M ú r b ú ð i n s e l u r a l l a r v ö r u r s í n a r á l á g m a r k s v e r ð i f y r i r a l l a , a l l t a f . G e r i ð v e r ð - o g g æ ð a s a m a n b u r ð !

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Reykjanesbær Fuglavík 18 Opið virka daga kl. 8 -18

Handlaugar 20-50%

Handlaugartæki 25% Vitra 15-40%

Sturtuklefar og sturtuhorn 15-40%

Hitastýrð blöndunartæki 25%

Sturtusett m/hitastýrðu tæki 25%

Baðherbergisflísar 20-50%

Náttúrusteinsvaskar 30-50%

Stálvaskar 20-30%

Skolvaskar 20%

Ríflegur afsláttur af MÚRBÚÐARVERÐI – það er gott verðTÍMAMÓTA ÚTSALA Í MÚRBÚÐINNI!Flísar20-50%

AFSLÁTTUR

80 tegundirTöfrasproti – Blandari

1.867

Djús/ávaxtablandari með glerkönnu 40w 1,3l.

3.9421.400 2.957

• 160 bar Max• 8,5 lítrar/mín.• 2500W• Pallabursti• 8 metra slanga• Turbo stútur• Slanga fyrir stíflulosun• Þvottabursti

Lavor háþrýstidæla STM 160

28.642

Made by Lavor

20.050

30%

Strekkiböndog Casters hjól

30%AFSLÁTTUR

Rafmagnshita-blásari 2Kw

2.164

1.623

BOZZ sturtuklefi80x80cm 43.372 Einnig eru til rúnnaðir

klefar 90x90 á kr. 38.547 með 15% afslætti

15%AFSLÁTTUR

36.866

FC 504 Sturtuhorn 80x80 cm

34.690

6 mm Hertöryggisgler

25%

26.018

W&M PF209D sturtuhorn 90 cm

54.990

38.493

4cm SMC botn

30%

Guoren TLY Sturtusett

47.414Guoren-BO Hitastýrt tæki með niðurstút

14.81011.108

35.561

13.26425%

Gua-543-1 vegghengdur,

1mm stál 18.673

14.938

20%Drive DIY 500mm flísaskeri8.990 6.743

25%Drive LG3-70A 1800W flísasög 86x57cm borð139.900 96.256

Ryco LDL-MD418A lampi m. grind 4x18W T8 62x60x8 cm með perum7.894 5.131

S805-4L 170CM ál snjóskafa

1.990 1.393

30%

T38 Vinnuljós

5.590

4.193

Kapalkefli 25 metrar

5.7904.632

San-SM-RLB01 stubbastækkari

2.290einnig 2 þrepa 3.590,-

1.718

25%

LFD105TAStáltrappa 2 þrep 4.690

3.752

Hraðastilltur slípi- & bónrokkur 1100W

7.894

5.921Drive Fjölnotatæki 300W

7.8945.921

Límbyssa í tösku

1.571 1.178

Úrval af WC fylgihlutum. Króm og burstað stál.

3.190,-

1.590,-

1.490,-

2.290,-

2.490,-

1.590,-

2.990,-

5 lítrar

1.690,-

25%

Lokað slönguhjól 20m 1/2” 9.780

7.335

Drive 12V Li Ion rafhlöðuborvél

5.918

4.734

Búkki – Vinnuborð stillanlegt (E)

3.9422.957Járnbúkkar sett=2 stykki

4.930 3.698

Drive útdraganlegt rafmagnskefli 20 metra

12.8349.626

Rafhlöðuborvél með höggi, HDA2544 18V

17.68514.148

GMC 14,4V 1,2Ah með aukarafhlöðu, stiglaus hraði, BMC taska

5.9903.894

Drive hornalaser 90 gráður

12.450

9.960

Ryk/blautsuga Drive ZD10-50L 1000W, 50 lítrar

26.677

21.340

3.790,-2.243

2.393

1.7181.193

1.118

1.2682.841

1.193

1.868

Page 30: 01 tbl 2015

30 fimmtudagurinn 8. janúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Taekwondo komið rækilega á kortiðSá íþróttamaður sem líklega átti hvað bestu gengi að fagna á árinu er Ástrós Brynjarsdóttir, sem kjörin var íþróttamaður Reykjanesbæjar annað árið í röð, auk þess að vera valin taek-wondokona ársins á Íslandi þriðja sinn í röð. Ástrós var sigur-sæl á árinu. Hún vann til 13 gullverðlauna og tvennra silfur-verðlauna og varð Norðurlandameistari í bardaga. Ástrós

vann fimm Íslands-meistaratitla, fimm bikarmeistaratitla, hún fékk þrisvar sinnum viðurkenn-ingu sem keppandi mótsins og keppti á tveimur heims-meistaramótum.Taekwondo deild Keflvíkinga nældi sér í enn eina rós-

ina í hnappagatið á árinu þegar liðið fagnaði sjötta Íslands-meistaratitli í liðakeppni í röð í greininni. Keflavík sigraði einnig á Íslandsmótinu í taekwondo tækni. Keflvíkingar urðu svo einnig bikarmeistar á árinu en þeim titli hefur liðið haldið allt frá árinu 2007. Magnaður árangur.

Sóley Þrastardóttir var valin efnilegasta júdókona Íslands af Júdósambandi Íslands á árinu.Júdódeild Sleipnis/UMFN vann 10 stóra titla á árinu. Þrír Íslandsmeistarar í júdó, þrír Íslandsmeistarar í Brasilian jiu jitsu, þrír Íslandsmeistarar í glímu og einn hálandameistari í keltneskum fangbrögðum. Birkir Freyr Guðbjartsson var val-inn Júdómaður Reykjanesbæjar. Birkir varð Íslandsmeistari í U21-100 kg flokki. Hann vann til bronsverðlauna á Norður-landamótinu í -100 kg flokki. Hinn tæplega sjötugi Gunnar Örn Guðmundsson varð svo Njarðvíkurmeistari í júdó á árinu í opnum flokki. Algjör goðsögn þar á ferð.Grindvíkingurinn Björn Lúkas Haraldsson varð Íslands-meistari í júdó í -81 kg, U21 og einnig Íslandsmeistari í taekwondó tækni í fullorðinsflokki. Grindvíkingar áttu frá-bært á í júdóinu eins og svo oft áður.

Brons hjá Arnari Helga á EMKeflvíkingurinn Arnar Helgi Lárusson vann bronsverðlaun í flokki T53 á Evrópumeistaramóti fatlaðra í hjólastólakapp-akstri í Sviss á árinu. Arnar kom fimmti í mark við erfiðar

aðstæður, talsverða rigningu og mót-vind, en þegar öll kurl voru komin til grafar höfðu tveir keppendur verið dæmdir úr le ik fyrir línubrot.

Frábært ár hjá NESÍþróttafélagið NES frá Suðurnesjum átti sjö keppendur á Evrópuleikum Special Olympics sem fram fóru í Antwerpen í Belgíu sumar. Það voru þau Ingibjörg Margeirsdóttir sem keppti í sundi, Ari Ægisson og Thelma Gunnlaugsdóttir sem kepptu í frjálsum íþróttum, Eðvarð Sigurjónsson sem keppti í boccia og Sigurður Guðmundsson, Ragnar Ólafsson og Hall-dór Finnson sem kepptu í knattspyrnu. Þeim gekk öllum vel og komust flestir á verðlaunapall.

Már Gunnarsson var Íþróttamaður fatlaðra í Reykjanesbæ árið 2014. Már varð fimmfaldur Íslandsmeistari í sundi fatlaðra og hefur sett tvö Íslandsmet á í sundi í flokki S12 á sínum stutta keppnisferli. Már tók þátt í alþjóðlegu sundmóti Í Svíþjóð í febrúar og vann til 5 gullverðlauna.

Stórveldi í sundinuSundfélag ÍRB vann til 45 verðlauna á Íslandsmeistaramóti í 25 metra laug á árinu. ÍRB varð bikar meist ari kvenna í sundi

annað árið í röð. Í karlaflokki varð sveit Reykjanesbæjar í öðru sæti.Samtals unnu sundmenn ÍRB 35 verðlaun á ÍM50 mótinu sem fram fór snemma árs. Liðið eignaðist fjóra Íslands-meistara á mótinu. Sunneva Dögg Friðriksdóttir var með besta árangur ÍRB kvenna á mótinu og Kristófer Sig-urðsson var með besta árangur ÍRB karla, en bæði áttu þau frábært ár. Þau Kristófer og Sunn-eva Dögg kepptu fyrir hönd Íslands á heimsmeistara-móti í 25m laug í Doha, Quatar, seint á árinu. Kristófer vann til samtals 11 Íslandsmeistaratitla á árinu og var valinn sundmaður Reykjanesbæjar. Kristófer og félagar hans í landsliði Íslands settu tvö Íslandsmet, í 4x100m skriðsundi boðsundi á HM í Doha. Kristófer á gildandi Ís-landsmet í sex greinum.

Einn bikar í körfuboltanum og goðsagnir sneru afturÍ körfuboltanum hafa Suðurnesjaliðin oft gert betur en í ár. Eini titilinn sem kom í hús var bikartitill hjá karlaliði Grinda-víkur. Þeir gulklæddu léku einnig til úrslita um Íslands-meistaratitilinn, en urðu þar að lúta í lægra haldi gegn KR. Í kvennabolt-anum unnust engir titlar þetta árið og þykir það nokkuð fréttnæmt. Síðustu þrjú ár hafa Ís-landsmeistara- og b i k a r m e i s t a r a -titlarnir dvalið á Suðurnesjum í kvennaboltanum. Það er þó óþarfi að örvænta þar sem yngri flokkarnir sáu um að sækja titlana heim þetta árið. Grindvíkingar, Njarðvíkingar og Keflvíkingar eignuðust öll fjölda Íslands- og bikarmeistara á árinu 2014 í yngri flokkum.

Það er varla hægt að minnast á körfuboltann án þess að fjalla um magnaðan árangur landsliðs karla sem vann sér inn þátt-tökurétt á lokakeppni Evrópumótsins. Þar áttu Suðurnesja-menn sína fulltrúa, en Logi Gunnarsson, Elvar Már Friðriks-son og Ólafur Ólafsson leika með liðinu. Njarðvíkingurinn Logi skoraði flest stig leikmanna liðsins á árinu 2014, eða 77 stig alls í sex leikjum. Það gera 12,8 stig í leik en Logi skoraði einnig flestar þriggja stiga körfur liðsins. Logi lék sinn 100. landsleik á árinu.

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson lagði land undir fót og hreiðraði um sig í Brooklyn, þar sem hann leikur með LIU skólanum í háskólaboltanum. Elvar hefur þar náð að festa sig í sessi sem einn af lykilmönnum liðsins strax á fyrstu leiktíð. Eins hefur annar Njarðvíkingur verið að gera það gott er-lendis, en hinn ungi Kristinn Pálsson hefur leikið frábærlega með unglingaliðinu Stella Azzura á Ítalíu.

Helgi Jónas hættir þjálfunEftir að hafa tekið við liði Keflvíkinga í Domino’s deild karla, þá neyddist Helgi Jónas Guð-finnsson til þess að hætta þjálfun sökum hjartslátt-artruflana.

Teitur og Friðrik aftur í LjónagryfjunaNjarðvíkingar endurheimtu týnda syni aftur heim, en þeir Friðrik Ingi Rúnarsson og Teitur Örlygsson sneru aftur í Ljónagryfjuna. Friðrik er þaulreyndur og sigursæll þjálfari sem hafði ekki þjálfað um árabil. Teitur hefur síðustu ár alið manninn í Garðabæ við góðan orðstír og m.a. stýrt Stjörnunni í tvígang inn í lokaúrslit og tvívegis gert liðið að bikarmeisturum.

Damon kom aftur heim - Gunnar byrjaði afturDamon Johnson sneri aftur í ís-lenska boltann eftir að hafa spilað síðast sem atvinnumaður árið 2010. Damon hefur staðið sig frá-bærlega það sem af er tímabili og sýnt gamalkunna takta. Keflvíkingar endurheimtu aðra gamla kempu, en bakvörðurinn Gunnar Einarsson tók fram skóna að nýju.

Fátt um fína drætti í fótboltanumÞað var fátt um fína drætti í fótboltanum á Suðurnesjum þetta árið. Keflvíkingar byrjuðu vel í Pepsi-deild karla, en halla fór undan fæti þegar leið á sum-arið. Annað var uppi á teningnum í bikarnum, en þar fóru Keflvíkingar alla leið í úrslit. Þeir þurftu þó að sætta s ig v ið grát legt 2-1 tap gegn KR á Laugardalsvelli, eftir að hafa náð forystu snemma leiks. Keflvíkingar höfnuðu í 8. sæti Pepsi-deildarinnar eftir sigra í þremur síðustu umferðunum.

Í kvennaboltanum bar til tíðinda um mitt sumar þegar Kefl-víkingar unnu sinn fyrsta deildarleik síðan í ágústmánuði árið 2012. Sigurinn dugðu þó skammt til en Keflvíkingar höfnuðu í neðsta sæti A-riðils 1. deildar. Þar gekk Grind-víkingum ívið betur og höfnuðu í þriðja sæti.

Grindvíkingar léku illa framan af sumri í 1. deild karla og á tímabili voru þeir hreinlega í fallbaráttu. Þeir höfnuðu í fimmta sæti þegar uppi var staðið. Í neðri deildum karla gekk hvorki né rak hjá Suðurnesjaliðunum. Þróttarar í Vogum áttu reyndar frábært sumar og voru hársbreidd frá því að komast upp í þriðju deild. Í 2. deild léku Njarðvíkingar og Reynismenn. Bæði lið áttu í basli allt frá upphafi sumars og voru iðulega á botninum. Örlög liðanna réðust ekki fyrr en í síðustu umferð, en það urðu Reynismenn sem þurftu að sætta sig við fall í 3. deild. Það munu þeir leika með grönnum sínum í Víði, sem höfnuðu í fjórða sæti deildarinnar í ár.

Það verður svo ekki hjá því komist að minnast á árangur Njarðvíkingsins Ingvars Jónssonar, sem valinn var besti leikmaður Íslandsmóts karla í fótboltanum. Ingvar, sem stóð á milli stangana í marki Stjörnumanna, átti frá-bært ár, en hann fagn-aði Íslandsmeistaratitli með Garðbæingum, átti frábæra leiki í Evr-ópukeppni með liðinu,

-íþróttir pósturu [email protected]

■■ Íþróttaannáll 2014

Rýr uppskera í boltagreinum en aðrar greinar blómstraÞað er óhætt að segja að Suðurnesjamenn séu afbragðs íþróttamenn upp til hópa. Mikill áhugi er á fjölbreyttum íþróttum á svæðinu og mikill metnaður lagður í að ná árangri. Á árinu sem var að líða unnust fjölmargir sigrar í hinum ýmsu greinum. Hinar svokölluðu stóru greinar, fótbolti og körfubolti, mega muna sinn fífil fegurri, en árangur var ekki til að hrópa húrra fyrir í boltagreinunum. Aðrar íþróttagreinar blómstruðu hins vegar. Það verður að teljast af hinu góða, að Suðurnesin séu ekki einungis þekkt fyrir körfubolta og fótbolta. Hér að neðan er stiklað á stóru á því markverðasta sem gerðist í íþróttum á Suðurnesjum á árinu 2014.

Page 31: 01 tbl 2015

31VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 8. janúar 2015

var valinn í landsliðið og nældi sér í atvinnumannasamning í Noregi.

Atvinnumennirnir okkarSuðurnesin státa af fleiri atvinnumönnum í fótbolta en Ing-vari, en þeir Arnór Ingvi Traustason og Samúel Kári Frið-jónsson eru báðir að gera góða hluti í boltanum. Arnór lék sitt fyrsta tímabil með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni, á meðan Samúel Kári elur manninn í Reading á Englandi. Í lok árs bárust fréttir af því að Njarðvíkingurinn Óskar Örn Hauksson hygðist halda til Kanada frá KR, þar sem hann mun leika í næstefstu deild bandaríska boltans. Grind-víkingurinn Daníel Leó Grétarsson samdi við norska úrvals-deildarliðið Aalesund, en hann átti frábært sumar og var m.a. kjörinn íþróttamaður Grindavíkur.

Hilmar yngstur í efstu deildHinn 15 ára gamli leikmaður Keflvíkinga, Hilmar Andrew McShane, varð í sumar yngstur leikmanna frá upphafi til þess að leika í efstu deild í knattspyrnu karla. Hilmar sem er fæ ddur ár ið 1999 sló þar með met Keflvíkingsins Sigurbergs Elis-sonar sem hafði staðið óhreyft frá árinu 2007.

Elías efnilegasturElías Már Ómars-s o n l e i k m a ð u r Keflvíkinga í Pepsi-deildinni var verð-launaður sem efni-legasti leikmaður Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Elías lék 23 leiki með Ke f lv í k i ng u m í sumar og skoraði 6 mörk en hann vakti verðskuldaða athygli fyrir beinskeittan leik sinn. Svo vel lék Elías að hann vann sér inn sæti í U21 liði Íslands og vakti um leið athygli erlendra liða.

Massað mót í NjarðvíkNjarðvíkingar héldu stærsta og glæsilegasta kraftlyftingamót sem haldið hefur verið á Íslandi á árinu, þegar Norðurlanda-mótið fór fram í sumar. Njarðvíkingurinn Sindri Freyr Arn-arsson varð Kraftlyftingamaður Reykjanesbæjar 2014. Sindri Freyr vann samtals 4 Íslandsmeistara-titla á árinu og var bikarmeistari karla í kraftlyftingum 2 0 1 4 . Ha n n e r e innig Norður-l and ameis t ar i í kraftlyftingum í -74kg flokki.

Sunneva fánaberi Íslands á Ólympíuleikum æskunnarSunneva Dögg Friðriksdóttir sundkona úr ÍRB var valin til þess að bera fána Íslands á opnunarhátíð Ólympíuleikum æskunnar sem fram fóru í Kína. Keflvíkingurinn Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15 karla í knattspyrnu, kom liðinu á Ólympíuleika æskunnar. Þangað tók hann með sér tvo leikmenn frá Keflavík, þá Sigurberg Bjarnason og Hilmar Andrew McShane.

Yfirburðir Suðurnesja í SkólahreystiHeiðarskóli úr Reykjanesbæ bar sigur úr býtum í Skóla-hreysti árið 2014 eftir æsispennandi úrslitakeppni. Holta-skóli úr Reykja-nesbæ tryggði sér annað sætið með góðum endaspretti en tólf bestu skólar landsins mættust í Laugardalshöll. Heiðarskóli endur-heimti þar með titilinn sem skólinn vann árið 2010, en Holtaskóli vann keppnina síðustu þrjú ár.

Svanur akstursíþróttamaður ReykjanesbæjarSvanur Vilhjálmsson varð Íslandsmeistari í True street flokki í kvartmílu og náði góðum árangri í öðrum keppnum. Hann var akstursíþróttamaður Reykjanesbæjar á árinu.

Karen stigameistari Golfsambands ÍslandsKylfingurinn Karen Guðnadóttir hjá GS, vann Eimskips-mótaröð Golfsambands Íslands í Meistaraflokki. Hún varð svo einnig stigameistari Golfsambands Íslands. Karen topp-aði þar með góðan árangur frá því í fyrra.

Theodór Kjartansson með mjög góðan árangurSkotmaðurinn Theodór Kjartansson varð Íslandsmeistari í 300 metra riffil liggjandi og 2. sæti í liðakeppni á íslands-mótinu með 300 metra riffill liggjandi og náði mjög góðum árangri í fleiri mótum.

Jóhanna fékk FjöðrinaJóhanna Margrét Snorradóttir hjá hestamannafélaginu Mána, náði góðum árangri á öllum þeim mótum sem hún tók þátt í sl. ár. Hún náði 1. sæti í fjórgangi á Framhaldsskóla-, Reykja-víkurmeistara-, Íþróttamóti Mána og Suðurlandamóti. Hún náði 2. sæti í slaktaumatölti á Íslandsmóti og 2.-4 sæti í fjórgangi á sama móti. Á Íslandsmóti fékk Jóhanna Margrét Fjöðrina, sem eru sérstök verðlaun veitt þeim sem sýna mjög góða reiðmennsku og prúðmannlega framkomu.

Ragnheiður Sara sigraði á sterku alþjóðlegu Crossfit mótiNjarðvíkingurinn Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði á sterku alþjóðlegu Crossfit móti sem haldið var á Ítalíu í lok árs. Sara átti góðu gengi að fagna á árinu en hún sigraði einnig á móti í Frakklandi í sumar ásamt því að hafna í 2.-3. sæti á Íslandsmótinu fyrir skömmu.

Góður árangur hjá fimleikakonumFimleikakonan Lilja Björk Ólafsdóttir náði mjög góðum árangri á árinu bæði hérlendis og erlendis. Hún varð Innanfé-lagsmeistari Fimleikadeildar Keflavíkur og Íslandsmeistari 14 ára og eldri í 1. þrepi. Þar sem hún sigraði á öllum áhöldum og í öðru sæti á Íslandsmóti unglinga í áhaldafimleikum. Lilja Björk keppti á Evrópumóti unglinga og Norðurlandamóti unglinga með landsliði Íslands og er í úrvalshópi fimleika-sambands Íslands.Ingunn Eva Júlíusdóttir úr Keflavík náði 1.sæti á þrepamóti í flokki 15 ára og eldri og er búin að vera í úrvalshóp Fimleika-sambands Íslands. Hún náði mjög góðum árangri á árinu og er eini keppandi Fimleikadeildar Keflavíkur í alþjóðlegum reglum.

Page 32: 01 tbl 2015

Fríhöfnin ehf. óskar eftir að ráða starfsfólk í sumarafleysingarUm er að ræða störf á lager, skrifstofu og í verslunum Fríhafnarinnar á Keflavíkur-flugvelli. Leitað er að þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, eiga auðvelt með að nálgast fólk, hafa lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir, geta unnið undir álagi og sýnt frumkvæði í starfi.

Umsækjendur skulu ekki vera yngri en 20 ára.

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí. Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar. Umsóknum skal skila inn rafrænt á www.dutyfree.is/atvinna. Helstu upplýsingar um starfið veitir Sóley Ragnarsdóttir mannauðsstjóri, [email protected].

Fríhöfnin er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi og hefur hlotið fjölda viðurkenninga síðastliðin ár, m.a. í starfsmenntamálum, fyrir að vera besta fríhöfn í Evrópu og fjölskylduvænt fyrirtæki. Stærstu vöruflokkarnir í verslunum félagsins eru áfengi, tóbak, snyrtivörur og sælgæti. Fríhöfnin hefur sett sér það markmið að vera ávallt til fyrirmyndar í jafnréttismálum og leggur áherslu á góðan starfsanda.

SUMARSTÖRF Í FRÍHÖFNINNI

LANGAR ÞIG AÐ VINNAÍ BESTU FRÍHÖFN EVRÓPU?

Verslun Starfið felst í sölu og þjónustu við viðskipta-vini fyrirtækisins og áfyllingum í verslun. Unnið er í vaktavinnu.

Hæfniskröfur:

• Góður sölumaður með ríka þjónustulund• Reynsla af verslunarstörfum• Hæfni í mannlegum samskiptum• Gott vald á íslenskri og enskri tungu

SkrifstofaUm er að ræða starf í móttöku félagsins sem felst í símsvörun, umsjón með fundaaðstöðu félagsins og almennum skrifstofustörfum. Vinnutími er alla virka daga frá kl. 8 til 16.

Hæfniskröfur:

• Stúdentspróf er skilyrði• Reynsla af skrifstofustörfum er skilyrði• Hæfni í mannlegum samskiptum• Reynsla af Navision Financial er æskileg• Góð tölvukunnátta• Gott vald á íslenskri og enskri tungu

VöruhúsStarfið felst í almennum lagerstörfum. Vinnutími er alla virka daga frá kl. 7 til 16 og annan hvern laugardag frá kl. 7 til 11.

Hæfniskröfur:

• Meirapróf og/eða lyftarapróf er æskilegt• Góð tölvukunnátta • Hæfni í mannlegum samskiptum

www.dutyfree.isHV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

4-2

82

7