45

1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Aðalfundir SSH frá 1978-1998 Greinar úr Sveitarstjórnarmálum tekið af timarit.is

Citation preview

Page 1: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m
Page 2: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

Sameiginleg fræðsluskrifstofa

Um leiö og ákveðið var, að sveitar-félögin, sem standa að hinu nýja sam-bandi, segðu sig úr SASÍR, var ákveðið að standa að rekstri fræðslu-

skrifstofu Reykjanesumdæmis með öðrum sveitarfélögum í Reykjanes-kjördæmi, svo sem verið hefur.

Fræðslustjóri Reykjanesumdæmis er Helgi Jónasson, og er fræðsluskrif-stofan til húsa að Lyngási 12 í Garðabæ.

Fundarstjóri á stofnfundi sam-bandsins var Tómas Tómasson, for-seti bæjarstjórnar Keflavíkur, og fundarritari Hreinn Asgrímsson, hreppsnefndarmaður í Vatnsleysu-strandarhreppi.

SKIPULAGSSTOFNUN HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var haldinn í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi laugardaginn 7. október 1978. Fund-inn sátu 55 fulltrúar aðildarsveitar-félaganna, en þau eru Reykjavíkur-borg, Bessastaðahreppur, Hafnar-fjörður, Garðabær, Kópavogur, Sel-tjarnarnes, Mosfellshreppur, Kjalar-neshreppur og Kjósarhreppur.

Fráfarandi formaður samtakanna, Stefán Jónsson, bæjarfulltrúi í Hafn-arfirði, setti fundinn, en fundarstjóri var Guðmar Magnússon, bæjarfull-trúi á Seltjarnarnesi, og fundarritari Richard Björgvinsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi.

Fráfarandi formaður gerði í skýrslu sinni til fundarins grein fyrir starfi samtakanna á starfsárinu. Öll sveitarfél'ögin höfðu þá samþykkt stofnsamning fyrir sameiginlega skipulagsstofnun höfuðborgarsvæðis-ins.

Kristján Benediktsson, fráfarandi gjaldkeri samtakanna, gerði grein fyrir ársreikningi þeirra fyrir árið 1977, en ekki hafði verið gerð tillaga

að fjárhagsáætlun fyrir árið 1979 með því að starfsemi samtakanna hefði ekki hafizt að marki ennþá.

Samþykkt var með 31 atkvæði gegn 18 að hækka árgjald sveitar-félaga til samtakanna í kr. 10 á hvern íbúa þeirra úr 5 kr. á íbúa, sem verið hefur árgjald til samtakanna frá því að þau voru stofnuð, hinn 4. apríl 1976.

Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, hafði framsögu um aðalmál fundarins, skipulagsstofnun höfuðborgarsvæðisins. Taldi hann ekkert því til fyrirstöðu, að a.m.k. einhver hluti þeirrar samstarfsstofn-unar gæti tekið til starfa innan tíðar, en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð-inu hafa nú öll undirritað stofn-samning um hana. Samkvæmt honum skal stofnunin annast gerð aðalskipulags fyrir höfuðborgarsvæð-ið, og á sá hluti Þróunarstofnunar Reykjavíkurborgar, sem unnið hefur að því verkefni, að sameinast hinni nýju stofnun. Stjórn hinnar nýju skipulagsstofnunar á að verða skipuð þremur mönnum, sem stjórn samtak-

anna kýs til eins árs í senn. f fram-söguræðu sinni gat Sigurgeir m.a. um samgöngumál, legu samgönguæða, strætisvagna, skólamál og heil-brigðismál, sem mundu koma til kasta hinnar sámeiginlegu skipulags-stofnunar höfuðborgarsvæðisins.

Stjórn samtakanna

í stjórn samtakanna til eins árs hlutu kosningu: Garðar Sigurgeirs-son, bæjarstjóri í Garðabæ; Adda Bára Sigfúsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík; Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi í Reykjavík; Jóhann H. Jónsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi; Stefán Jónsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði; Hörður Zóphaníasson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði; Richard Björgvinsson, bæjarfulltrúi í Kópa-vogi; Bergþóra Einarsdóttir, oddviti Kjalarneshrepps, og Jón Guðmunds-son, oddviti i Mosfellssveit.

Endurskoðendur voru kosnir Salóme Þorkelsdóttir, hreppsnefnd-arfulltrúi í Mosfellssveit, og Einar Geir Þorsteinsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ.

Stjórnin hefur síðar komið saman og kosið Garðar Sigurgeirsson, bæjarstjóra í Garðabæ, formann samtakanna næsta starfsár.

156

SAMKEPPNI TIL FÆKKUNAR UMFERÐARSLYSUM

Umferðarnefndir fimm fjölmenn-ustu kaupstaðanna hafa komið á milli sin samkeppni um fækkun umferðar-slysa á árinu 1979. Kaupstaðirnir eru

Akureyri, Hafnarfjörður, Keflavík, Kópavogur og Reykjavíkurborg, en í þessum bæjum urðu á seinasta ári 64% allra umferðarslysa á landinu eða samtals 4465.

Tala umferðarslysa verður borin saman fjórum sinnum á árinu. Að loknum fyrsta ársfjórðungi, í lok marzmánaðar, hafa umferðarslys orðið 15,97 fleiri en á sama tima á

seinasta ári, eðasamtals 1357,en voru sömu mánuði á seinasta ári 1171. 1 Hafnarfirði hafði slysum fækkað um 1, aukizt um 97 í Kópavogi, um 18,57 í Reykjavík, 19,87 á Akureyri og um 25,57 í Keflavík.

Slæm umferðarskilyrði voru á ofanverðum vetri, og er þeim kennt um þessa fjölgun umferðaróhapp-anna.

SVEITARSTJORNARMAL

Page 3: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

AÐALFUNDUR SAMTAKA SVEITAR-FÉLAGA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var haldinn í félagsheimili Kópavogs laugardag-inn 23. október sl.

Richard Björgvinsson, formaður sam-takanna, sem skammstöfuð eru SSH, setti aðalfundinn, en Stefán Jónsson, fyrrv. bæjarfulltrúi í Hafharfirði, var fundarstjóri og Arnór Pálsson, bæjar-fulltrúi í Kópavogi, fundarritari.

Richard Björgvinsson flutti síðan skýrslu um störf fráfarandi stjórnar, og Jóhann Jónsson, fyrrv. bæjarfull-trúi, gerði grein fyrir ársreikningun-um. Júl íus Sólnes, formaður stjórnar Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis-ins, skýrði fjárhagsáætlanir stofunnar starfsárin 1982 og 1983.

Framsöguerindi á fundinum

Zóphónías Pálsson, skipulagsstjóri ríkisins, fiutti á fundinum framsögu-erindi um samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í tvo áratugi og gerði grein fyrir stofnun og starf-semi samvinnunefndar sveitarfélag-anna um skipulagsmál áratuginn 1962—1971 og vinnu hennar að gerð svæðaskipulags fyrir höfuðborgar-svæðið. Lagði skipulagsstjóri ein-dregið til, að unnið yrði að gerð svæð-isskipulags fyrir höfuðborgarsvæðið í heild og að því yrði lokið fyrir lok yfirstandandi árs. Fyrir sömu tíma-mörk taldi hann, að liggja ættu fyrir tillögur að endurskoðuðu aðalskipu-lagi hvers sveitarfélags á svæðinu.

Sigurður Guðmundsson, áætlanafræð-ingur í Framkvæmdastofhun ríkisins, flutti erindi um skipulag landnotkun-ar og stjórnun. Hann gerði m. a. samanburð á fyrirhugaðri landnotk-un ýmissa reita í Reykjavíkurborg

samkvæmt aðalskipulagi og þeirri þróun, sem orðið hefði á tilteknum reitum, og varpaði fram spurningu um möguleika sveitarstjórnar að stýra hinni ýmsu starfsemi að þeim byggingarreitum, sem skipulag ætl-aði undir þess háttar starfsemi.

Guörún Jónsdótlir, forstöðumaður Borgarskipulags, flutti erindi um skipulagningu og framkvæmd skipu-lags í nýjum og gömlum hverfum í Reykjavík og um samræmda stefnu í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæð-inu. U m það sagði hún m. a.: „Nú-gildandi skipulagslöggjöf veitir all-víðtæka heimild til að koma á heildarstjórn varðandi gerð aðal-skipulags fyrir höfuðborgarsvæðið í heild. Sú heimild hefur aðeins verið notuð að takmörkuðu leyti. Ástæðan er að sjálfsögðu sú, að sveitarfélögin hafa verið andstæð því að afsala sér því sjálfstæði í meðferð skipu-lagsmála, sem þau óneitanlega hafa haft. Meðan svo er og ekki kemur til samruni sveitarfélaga eða hrein vald-beiting, er þess ekki að vænta, að raunhæf stjórnun skipulagsmála út frá heildarsjónarmiðum komist á."

Gestur Ólafsson, forstöðumaður Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis-ins, flutti loks erindi um upphaf og framvindu samstarfs sveitarfélag-anna á höfuðborgarsvæðinu og nefndi til málaflokka, sem þarfnast nánari samvinnu milli sveitarfélaga heldur en víðast hvar annars staðar á landinu. Taldi hann upp frárennslis-mál svæðisins, samræmi milli bygg-ingar nýrra svæða og almenn-ingsvagnaþjónustu svo og uppbygg-ingu verzlunar- og þjónustumið-stöðva. Með því að læra af reynslu annarra þjóða, sem staðið hafa frammi fyrir hliðstæðum vanda, og

með því að taka upp markvissari vinnubrögð gætum við sparað okkur tví- og margverknað og nýtt mun betur það takmarkaða fjármagn, sem nú er til framkvæmda, taldi Gestur.

Vilhjálmur P. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborg-ar, kvað nauðsynlegt að taka föstum tökum á málefnum Samtaka sveitar-félaga á höfuðborgarsvæðinu og að Reykjavíkurborg væri tilbúin til þess af fullum hug og heilindum.

Kjartan Jóhannsson, alþingismaður, taldi, að umferðarmál höfuðborgar-svæðisins myndu í framtíðinni kom-ast í algert vandræðaástand, ef þau yrðu ekki leyst í fullu samstarfi allra aðila á svæðinu, og svo væri um fleiri málaflokka. Skipulagsstofa höfuð-borgarsvæðisins gæti verið mikil-vægur vettvangur í þeim efnum.

Svavar Gestsson, félagsmálaráð-herra, ávarpaði fundinn, taldi að auka þyrfti samræmingu á ýmsum sviðum á höfuðborgarsvæðinu og óskaði eftir góðu samstarfi milli fé-lagsmálaráðuneytisins og SSH.

Samtökin njóti fullra réttinda sem landshlutasamtök

Á aðalfundinum var m. a. gerð svofelld ályktun:

„Aðalfundur Samtaka sveitarfé-laga á höfuðborgarsvæðinu telur nauðsynlegt, að samtökin öðlist viðurkenningu og full réttindi sem landshlutasamtök og njóti þar með framlaga úr Byggðasjóði og úr Jöfn-unarsjóði sveitarfélaga."

Árgjald til SSH

Eftirfarandi var samþykkt um ár-gjald til SSH: 8 5

SVEITARSTJÓRNARMÁL

Page 4: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

„Aðalfundur SSH 1982 sam-þykkir, að árgjöld til samtakanna fyrir árið 1983 verði kr. 0.30 á hvern íbúa."

Lagningu Reykjanesbrautar hraðaö

U m samgöngumál var svofelld ályktun gerð:

„Aðalfundur SSH leggur áherzlu á mikilvægi þess, að lagningu Reykja-nesbrautar verði hraðað mun meira en núgildandi vegalög gera ráð fyrir."

Atkvæðamisvægi leiðrétt

U m vægi atkvæða ályktaði fund-urinn:

„Aðalfundur SSH samþykkir að skora á Alþingi að gera nauðsynlegar breytingar á kjördæmaskipan og kosningalögum á þessu þingi til þess að leiðrétta stöðugt vaxandi misvægi atkvæða eftir búsetu landsmanna."

Stjórn SSH

í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til eins árs voru kosnir níu aðalmenn og jafhmargir

varamenn. Sem aðalmenn hlutu kosningu: Adda Bára Sigfúsdóttir, Reykjavík; Árni Ólafur Lárusson, Garðabæ; Heiðrún Sverrisdóttir, Kópavogi; Hörður Zóphaníasson, Hafnarfirði; Júl íus Sólnes, Seltjarn-arnesi; Pétur Bjarnason, Mosfells-hreppi; Richard Björgvinsson, Kópavogi; Sólveig Ágústsdóttir, Hafnarfirði, og Vilhjálmur Þ. Vil-hjálmsson, Reykjavík.

Endurskoðendur voru kjörnir Guðni Stefánsson, Kópavogi, og Ein-ar Geir Þorsteinsson, Garðabæ.

Stjórnin skipti sjálf með sér verk-um, og var Richard Björgvinsson kosinn formaður samtakanna.

SASÍR OG SSH SAMEINAST

86

Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi — SASÍR —, sem haldinn var í félagsheimili Kópavogs laugardaginn 11. desem-ber sl., var einróma samþykkt að leggja samtökin niður og sameina þau Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá og með byrj-un yfirstandandi árs.

í Samtökum sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi voru sjö sveitarfé-lög. Þau voru Bessastaðahreppur, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnar-nes, Mosfells-, Kjalarnes- og Kjósar-hreppur, en í Samtökum sveitarfé-laga á höfuðborgarsvæðinu voru auk þessara sveitarfélaga Reykjavíkur-borg og Hafnarfjarðarkaupstaður, en ekki Kjalarneshreppur. í hinum sameinuðu samtökum, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, eru því níu sveitarfélög, eða öll sveit-arfélögin á höfuðborgarsvæðinu, með íbúatölu samanlagt 123.488 eða 53,2% landsmanna. A fundinum var gerð ályktun, þar sem fram kemur, að gert er ráð fyrir, að hin nýju sam-tök hafi hliðstæða stöðu og önnur landshlutasamtök sveitarfélaga.

Salome Porkelsdóttit; fráfarandi for-maður SASÍR, setti fundinn, en

fundarstjóri var Björn Ólafsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, og fundarritari Guðmundur Oddsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi.

Avörp á fundinum

Leifur ísaksson, formaður Sam-bands sveitarfélaga á Suðurnesjum, flutti fundinum kveðjur samtaka sinna.

Helgi Jónasson, fræðslustjóri Reykjanesumdæmis, ílutti ávarp og gerði grein fyrir ýmsum verkefnum, sem unnið væri að í fræðslumálum.

Unnar Stefánsson, ritstjóri, flutti kveðjur stjórnar Sambands íslenzkra sveitarfélaga og skýrði nokkuð frá að-dragandanum að stofnun SASÍR og fyrstu starfsárum þess sem braut-ryðjanda landshlutasamtaka í núver-andi mynd.

Skýrsla stjórnar

Salome Porkelsdóttir skýrði í skýrslu stjórnar frá helztu verkefnum stjórn-arinnar á starfsárinu. Stjórnin haíði haldið 16 fundi og m. a. fjallað um

sölu á húseign samtakanna að Garðaflöt 16—18, sem leigt hefur ver-ið Garðabæ. Formaður skýrði frá samstarfi SASÍR við fræðslustjóra Reykjanesumdæmis og við svæðis-stjórn þroskaheftra í umdæminu og möguleikum á að koma á fót sambýli fyrir þroskahefta í tengslum við Kópavogshælið í samstarfi sveitarfé-laganna í Reykjanesumdæmi. Þá skýrði formaður frá því, að SASÍR heíði gefið 100 þús. kr. til Hjúkrunar-heimilis aldraðra í Kópavogi og sam-tals 60 þús. kr. til tækjakaupa á Dýraspítalanum, en samtökin eiga fulltrúa í stjórn hans. Þá ræddi for-maður um Krísuvíkurskóla, sem SASlR stóð að ásamt menntamála-ráðuneytinu, og að húsbyggingin heíði verið auglýst til sölu og nokkrir aðilar gefið sig fram með fyrirspurnir um kaup. Loks vék formaður að kynnisferð sveitarstjórnarmanna á svæðinu til sveitarfélaga á Suðurnesj-um, er SASÍR heíði staðið fyrir, og um atbeina samtakanna vegna íjár-söfhunar landsráðs gegn krabba-meini. Loks gerði Salome rækilega grein fyrir þeim viðræðum, sem fram hefðu farið milli stjórnar SASÍR og stjórnar Samtaka sveitarfélaga á

SVEITARSTJÓRNARMÁL

Page 5: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

höfuðborgarsvæðinu — SSH — um samruna samtakanna, svo og við full-trúa Byggðasjóðs og félagsmálaráðu-neytisins vegna Jöfnunarsjóðs sveit-arfélaga varðandi framlög til hinna sameinuðu samtaka.

Formaður gerði einnig grein fyrir ársreikningum SASÍR. Voru þeir síð-an bornir undir atkvæði og sam-þykktir. Niðurstöðutölur rekstrar-reiknings 1.9.1981-31.8.1982 voru kr. 353.406.— og efnahagsreiknings pr. 31.8.1982 kr. 702.530. -

Krísuvíkurskóli

Samþykkt var á fundinum að kjósa tvo fulltrúa til þess að taka afstöðu til fyrirliggjandi umsókna um nýtingu Krísuvíkurskólans og að leitast við að koma húsinu sem fyrst í notkun. Þeim tilmælum var beint til SSS, Hafnarfjarðarbæjar og menntamála-ráðuneytisins að tilnefna einnig full-trúa til þessa verkefnis.

í nefnd þessa voru kjörnir Björn Ólafsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, og Magnús Erlendsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi.

Eignaraðilar Krísuvíkurskóla eru öll sveitarfélögin í Reykjaneskjör-dæmi, 15 að tölu, svo og Vestmanna-eyjakaupstaður, og er eignarhlutur þeirra í skólahúsinu samanlagt 2 5 % , en ríkisins 7 5 % .

Fram kom á fundinum, að raf-magn og hita vanti í húsið, til þess að unnt sé að koma því í notkun, og að

viðræður hefðu farið fram við fulltrúa Hafharfjarðarkaupstaðar um mögu-leika á að leysa þann vanda.

Sala húseignar í Garðabæ

Þá var á fundinum samþykkt til-laga stjórnarinnar um að selja hús-eign SASÍR við Garðaflöt 1 6 - 1 8 í Garðabæ, enda náist samningar við bæjarstjórn Garðabæjar um viðun-andi kaupverð. Jafnframt var sam-þykkt að skipta söluandvirðinu milli viðkomandi sveitarfélaga í réttum eignarhlutföllum.

Fræðsluráð Reykjanes-umdæmis

Á fundinum voru kjörnir í fræðslu-ráð Reykjaneskjördæmis þeir Guð-mar Magnússon, bæjarfulltrúi, Sel-tjarnarnesi; Ólafur Jens Pétursson, tækniskólakennari í Kópavogi; Bene-dikt Sveinsson, lögfr. og varabæjar-fulltrúi í Garðabæ, og Sigurður Símonarson, æfingakennari og vara-hreppsnefndarfulltrúi í Mosfells-hreppi.

Fræðsluráð er sameiginlegt með Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesj-um, fulltrúar þess í fræðsluráðinu eru Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri í Keflavík, Ingólfur Aðalsteinsson, bæjarfulltrúi í Njarðvík, og Jón Hólmgeirsson, bæjarritari í Grinda-vík.

Samruni SASIR og SSH

Tillagan, er samþykkt var á fund-inum, um sameiningu SASÍR og SSH, var svofelld:

„Aðalfundur Samtaka sveitarfé-laga í Reykjanesumdæmi (SASÍR), haldinn í Félagsheimili Kópavogs 11. desember 1982, samþykkir, að frá og með 1. j anúa r 1983 verði samtökin lögð niður í núverandi mynd og við hlutverki SASÍR taki Samtök sveitar-félaga á höfuðborgarsvæðinu SSH sem hin eiginlegu landshlutasamtök eftirtalinna sveitarfélaga: Reykja-víkur, Kópavogs, Hafharfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mos-fellshrepps, Bessastaðahrepps, Kjal-arneshrepps og Kjósarhrepps.

Frá sama tíma nýtur SSH þeirra framlaga úr Jöfnunarsjóði og Byggðasjóði, sem SASÍR hefur notið."

Samningur um Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins

Um það hefur verið samið, að hin nýstofhuðu Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eigi aðsetur á Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis-ins, og var á fundinum lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, þar sem tilkynnt var, að borgarráð hefði sam-þykkt samkomulag Reykjavíkurborg-ar og SSH varðandi samning um Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis-

Myndlna tók Ljósmyndastofa Suournesja af þátttakendum í skoðunar- og kynnlsferð sveitarstjómarmanna úr SASÍR til sveltarstjórnarmanna í SSS hinn 18. september 1981. Gestirnir skoðuðu skrifstofur SSS að Brekkustíg 36 í Njarðvík, saltverksmiðjuna á Reykjanesi og Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og sátu hádegisverðarboð SSS í Stapa í Njarðvíkum.

SVEITARSTJÓRNARMÁL

Page 6: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

„Brúðkaup ársins", sögðu ýmslr fundarmanna, er samelning SASÍR og SSH hafði verið samþykkt og formaður SSH, Richard Björgvinsson, færði Salome Þorkelsdóttur, formanni SASÍR, hvítan blómvönd, sem sterklega líktist brúðarvendi. Ritstjóri Sveitarstjórnarmála lengst til hægri var hafður með á myndinni eins og svaramaður. Ljósm. Gunnar G. Vigfússon.

88

ins. Forstöðumaður Skipulagsstof-unnar, Gestur Ólafsson, arkitekt, gegnir jafnframt því starfi sínu starfi framkvæmdastjóra Samtaka sveitar-félaga á höfuðborgarsvæðinu.

Richard Björgvinsson, formaður SSH, kvaddi sér hljóðs, er tillagan um samruna SASIR og SSH hafði verið samþykkt. Gerði hann grein fyrir efni samnings milli sveitarfélag-anna á höfuðborgarsvæðinu um Skipulagsstofuna og fagnaði sam-runa sambandanna . Richard færði fráfarandi formanni SASÍR, Salome Þorkelsdóttur, alþingismanni, blóm-vönd og þakkaði henni langt og gott starf í þágu samtakanna.

Aðalfundurinn samþykkti síðan tillögu um að fela fráfarandi stjórn og varastjórn SASÍR að starfa sem skilanefnd fyrir samtökin.

Sigurgeir Sigurðsson, bæjarsfjóri í Seltjarnarneskaupstað, kvaddi sér hljóðs, rifjaði upp ýmislegt úr sögu SASÍR, einkum frá fyrstu árum þess, minntist ýmissa þeirra, er starfað höfðu sem brautryðjendur samtak-anna og óskaði síðan hinum nýju sameiginlegu samtökum sveitarfélag-anna á höfuðborgarsvæði brautar-gengis.

Lagafrumvarpi mótmælt Undir dagskrárliðnum Onnur mál

var borin upp og samþykkt svofelld tillaga, sem sfjórn SASÍR lagði fram í tilefni af frumvarpi til laga, sem þá hafði verið borið fram á Alþingi:

„Aðalfundur SASÍR, haldinn í Kópavogi 11. des. 1982, mótmælir harðlega nýframlögðu stjórnarfrum-varpi um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

Fundurinn telur, að með bráða-birgðaákvæði við 4. gr. séu með óþol-andi hætti höfð afskipti af sjálfs-ákvörðunarrétti sveitarfélaga og tekin ákvörðun um mál, sem sveitar-stjórnarmenn hljóta einir að verða að bera ábyrgð á gagnvart kjósendum."

I fundarlok fiutti Salome Þorkels-dóttir hinum nýstofnuðu lands-hlutasamtökum árnaðaróskir sínar, þakkaði fráfarandi stjórn SASÍR gott samstarf og sagði fundinum slitið.

Stjórnsýslukerfi átján ár í mótun

Samtök sveitarfélaga í Reykjanes-umdæmi, sem nú hafa verið lögð nið-

ur og sameinuð Samtökum sveitarfé-laga á höfuðborgarsvæðinu, voru stofnuð í Félagsheimili Kópavogs að frumkvæði bæjarstjórnarinnar þar hinn 6. nóvember 1964 eða fyrir átján árum, og fyrsti formaður þess var Hjálmar Ólafsson, þáv. bæjar-stjóri í Kópavogi, en hann átti þá sæti í stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Samtökin voru fyrstu heildarsamtök sveitarfélaga í kjör-dæmi og því fyrstu landshluta-samtökin í núverandi mynd. Samtök-in áttu þátt í að koma á samstarfi sveitarfélaganna í Reykjanes-kjördæmi á ýmsum sviðum, þar á meðal á Suðurnesjum. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum var stofnað á árinu 1978, og aðildar-sveitarfélög þess sögðu sig þá úr SASÍR. Á árinu 1975 hafði Hafnar-fjarðarkaupstaður sagt sig úr samtök-unum. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu voru stofnuð 4. apríl 1976, og var þeim fyrst og fremst ætlað að koma á nánara sam-starfi sveitarfélaganna þar á sviði skipulagsmála og á sviði atvinnu- og samgöngumála, en voru almennt ekki flokkuð til landshlutasamtaka sveitarfélaga. Eftir samruna SASÍR og SSH, Samtaka sveitarfélga á höfuðborgarsvæðinu, sem telja sig landshlutasamtök, er Reykjavíkur-borg í fyrsta skipti aðili að slíkum samtökum, og jafnframt má líta svo á, að með því nái núverandi lands-hlutasamtök til allra sveitarfélaga landsins. Því má telja líklegt, að sam-eining þessara samtaka í ein, sem öðlaðist gildi um sl. áramót, muni síðar meir teljast til nokkurra tíma-móta í þróun stjórnkerfis sveitarfé-laganna á landinu.

Landshlutasamtökin eru nú sjö að tölu, einu færri en kjördæmin, sem eru átta. Falla þau saman við kjör-dæmin að öðru leyti en því, að á Norðurlandi ná ein samtök yfir tvö kjördæmi, en Reykjaneskjördæmi skiptist í tvenn landshlutasamtök, og er Reykjavíkurborg í öðrum þeirra, Samtökum sveitarfélaga á höfuð-borgarsvæðinu.

U. Stef.

SVEITARSTJÓRNARMÁL

Page 7: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

I F H A L A N H L U T A S A M T O K U M I

Frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Samtök sveitarfélaga á höfuö-borgarsvæðinu (SSH) héldu aöal-fund sinn hinn 15. október sl. í fé-lagsheimilinu Félagsgaröi í Kjósar-hreppi. Fundinn sátu fulltrúar allra sveitarfélaganna í samtökunum, níu aö tölu, en þau eru Reykjavíkur-borg, Kópavogur, Seltjarnarnes, Garöabær, Hafnarfjöröur, Bessa-staöahreppur, Mosfellshreppur, Kjalameshreppur og Kjósarhrepp-ur. í þeim eru samanlagt 126.275 íbúar eöa 53,7% landsmanna, miö-aö viö íbúatölu hinn 1. desember 1982.

Fundarstjóri var Sigurgeir Sig-urösson, bæjarstjóri á Seltjarnar-nesi, og fundarritari Guömundur Oddsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi.

Ávörp og kveöjur fluttu Björn Frið-finnsson, formaður Sambands ís-lenzkra sveitarfélaga, Salome Þor-kelsdóttir, alþingismaður Reykja-neskjördæmis, Stefán Jónsson, fv. bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sem var fyrsti formaður samtakanna, og Jó-hann Einvarðsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. Hann • flutti kveðju ráðherra og skýrði frá ýms-um málefnum, sem unnið væri að í félagsmálaráðuneytinu og snerta sveitarfélög.

Skýrslur Richard Björgvinsson, fráfarandi

formaður samtakanna, flutti á fund-inum skýrslu stjórnar um liðið starfs-ár. M.a. skýrði hann frá því, að sett hefði verið á laggirnar atvinnumála-nefnd innan samtakanna og að svo-kallað reiknilíkan umferðarmála á höfuðborgarsvæðinu yrði tekið í notkun um áramótin. Hann ræddi síðan skipulagsmál á höfuðborgar-svæðinu og frárennslismál, sem

rædd voru undir sérstökum dag-skrárlið.

Júlíus Sólnes, bæjarfulltrúi á Sel-tjarnarnesi, skýrði ársreikninga Skipulagsstofu höfuðborgar-svæðisins og tillögu að fjárhags-áætlun næsta starfsárs.

Gestur Ólafsson, framkvæmda-stjóri samtakanna, gerði grein fyrir ársreikningi SSH og starfsáætlun komandi árs. Taldi hann meginá-herzlu verða lagða á skipulags- og umferðarmál á höfuðborgarsvæð-inu. Þá skýrði hann frá því, að höf-

Aðalfundur í október Sú breyting var gerð á samþykkt-

um SSH, að aðalfundur samtak-anna skuli haldinn í október ár hvert í stað júní sem áður var.

Árgjald aðildarsveitarfélaganna til samtakanna fyrir árið 1984 var á fundinum ákveðið 2 krónur á hvern íbúa.

Samtökin ödlist full réttindi sem landshlutasamtök

Á fundinum var gerð svofelld ályktun:

„Aðalfundur Samtaka sveitarfé-laga á höfuðborgarsvæðinu, hald-inn 15. október 1983, ítrekar fyrri samþykkt sina um, að samtökin öðl-ist full réttindi sem lands-hlutasamtök, þ. m. t. framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, til jafns við önnur landshlutasamtök."

uðborgarsvæðið myndi verða girt á tveimur næstu árum. Ársreikn-ingarnir og fjárhagsáætlun samtak-anna fyrir árið 1984 voru síðan sam-þykkt á fundinum. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar ársins eru kr. 3.718 þús.

Frá aðalfundinum

Hraðaö verði lagningu Reykjanesbrautar

Pá var gerð svoíelld ályktun um lagningu Reykjanesbrautar:

„Aðalfundur SSH 1983 ítrekar

132 SVEITARSTJÓRNARMAL

Page 8: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

L A I M P S H L L I T A S A I V I T O K L H V I I

fyrri samþykkt sína um, aö lagningu fyrirhugaörar Reykjanesbrautar verði hraðaö svo sem kostur er og að þessari framkvæmd verði lokið ekki seinna en árið 1985.

Enn fremur skorar aðalfundurinn á alþingismenn höfuðborgar-svæðisins, að jafnframt beiti þeir sér fyrir því, að fjármagni verði veitt til lagningar Ofanbyggðavegar frá Suðurlandsvegi við Rauöavatn að Reykjanesbraut á Arnarneshálsi.

Ljóst er, að lagning Reykjanes-brautar og Ofanbyggðavegar mun létta verulega umferð um núverandi vegakerfi, sem segja má að sé fullnýtt nú þegar." Aðalfundurinn lýsti einnig stuðningi við eftirfarandi ályktun bæjarstjórnar Garðabæjar frá 4. okt. sl. um lagningu Reykja-nesbrautar:

1. „Bæjarstjórn Garðabæjar skorar á þingmenn Reykjaneskjördæmis að sjá til þess að Vegagerð ríkisins verði tryggt fjármagn til þess að geta boðið út framkvæmdir við Reykjanesbraut í einum áfanga. Framkvæmdir hefjist nú í haust og verði lokið í byrjun árs 1985. Öll önnur tilhögun framkvæmda er frá-vik frá yfirlýsingum þingmanna frá árunum 1980 og 1981.

2. Bæjarstjórn Garðabæjar krefst þess, að áfangaskipting fram-kvæmda verði við Arnamesveg, en ekki við Vífilsstaöaveg, reynist hún nauðsynleg.í þessu tilliti vísast til fyrri ályktana bæjarstjórnar, þings-ályktunartillögu þingmanna Reykjaneskjördæmis á árinu 1980 og hugmynda Vegagerðar ríkisins frá nóvember 1981 um tímasetn-ingu framkvæmda.

3. Til stuðnings framangreindum kröfum sínum minnir bæjarstjórn Garðabæjar á eftirfarandi atriði:

a) Vegagerð ríkisins hefur lagt fram gögn, sem sanna, að lagning Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarð-ar og Breiðholts sé arðbærasta vegaframkvæmd á landinu öllu. Þannig er lagning vegarins gífur-legt hagsmunamál landsmanna. b) Við lausn deilumála um lagn-ingu Hafnarfjarðarvegar var eitt af úrslitaatriðum samhljóða yfirlýsing allra þingmanna kjördæmisins, að þeir myndu beita sér fyrir, að fram-kvæmdum yrði hraðað við lagningu Reykjanesbrautar. Af umræðum um forgangsröðun vegaframkvæmda í Garðabæ á árunum 1980-1981 er öllum Ijóst mikilvægi þess að létta umferð af Hafnarfjarðarvegi. Það, sem bæjarstjóm fer fram á, er, að staðið verði við þær yfirlýsingar, sem þá voru gefnar, munnlega og skriflega. c) Það hefur ávallt verið skoðun bæjarstjórnar, að ekki sé fært að hleypa umferð á Reykjanesbraut að sunnan frá Kaplakrika nema með tengingu við Arnarnesveg. Önnur áfangaskipting framkvæmdanna eins og tenging við Vifilsstaðaveg eykur umferð um íbúðarhverfi í bænum m. a. vegna Ijósastýringar Hafnarfjarðarvegar. Bæjarstjórn getur því alls ekki fallizt á, að veg-urinn verði opnaður fyrir umferð, fyrr en hann hefur a. m. k. verið tengdur Amarnesvegi."

Atvinnumál á svæöinu Eggert Jónsson, borgarhagfræð-

ingur, flutti á fundinum framsögu-erindi um atvinnumál á höfuðborg-arsvæðinu. Kvaðst hann óttast umtalsvert atvinnuleysi á svæðinu á næstu árum, ef ekkert væri að gert til þess að koma í veg fyrir það.

Frárennslismál Annað meginefni fundarins voru

frárennslismál sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Skúli G. Johnsen, borgarlæknir, og Þórarinn

Hjaltason, verkfræðingur á Skipu-lagsstofu höfuðborgarsvæðisins, fluttu framsöguerindi um málið, en síðan var sýnd kvikmynd, er lýsti ástandi þeirra mála á svæðinu. Ennfremur voru fundarmönnum sýndar litskyggnur úr sömu átt.

Pallborðsumræður urðu síðan um þetta efni undir stjórn Gests Ól-afssonar, forstöðumanns Skipu-lagsstofu höfuðborgarsvæðisins. Auk framsögumanna sátu á palli Páll Gíslason og Álfheiður Ingadótt-ir, borgarfulltrúar, Ingi Ú. Magnús-son, gatnamálastjóri, Björn Ólafs-son, bæjarfulltrúi í Kópavogi, Sigur-geir Sigurðsson, bæjarstjóri, og Hilmar Sigurðsson, verkfræðingur og kennari. Almennar umræður urðu síðan um málið.

Stjórn SSH í stjórn Samtaka sveitarfélaga á

höfuðborgarsvæðinu til eins árs voru kosin sem aðalmenn Vilhjálm-ur Þ. Vilhjálmsson og Adda Bára Sigfúsdóttir, borgarfulltrúar í Reykjavík, bæjarfulltrúarnir Júlíus Sólnes, Seltjamarnesi, Guðni Stef-ánsson, Kópavogi, Árni Ól. Lárus-son, Garðabæ, Sólveig Ágústsdótt-ir og Markús Á. Einarsson í Hafnar-firði, Heiðrún Sverrisdóttir, Kópa-vogi, og Gréta Aðalsteinsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Mosfells-hreppi.

Júlíus Sólnes hefur sfðan valizt formaður samtakanna og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson varaformaður.

Stjórn Skipulagsstofu höfuðborgarsvæóisins

Stjórn SSH skipar stjóm Skipu-lagsstofu höfuðborgarsvæðisins. í henni eiga sæti nú Vilhjálmur Þ. Vil-hjálmsson og Adda Bára Sigfús-dóttir, borgarfulltrúar í Reykjavík og bæjarfulltrúarnir Haraldur Sigurðs-son í Hafnarfirði, Árni Ól. Lárusson í Garðabæ og Ragnar Snorri Magn-ússon í Kópavogi.

SVEITARSTJÓRNARMÁL 133

Page 9: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

I F H A L A N D S H L U T A S A M T O K U M I

Frá Sambandi sveitarfélaga á Sudurnesjum:

Stfóm SSS í aðalhlutverkí, en hinir kjörnu fulltrúar í sveitarstjórnum í aukahlutverkum ?

A aöalfundi Sambands sveitarfé-laga á Suðurnesjum (SSS), sem haldinn var í samkomuhúsinu í Garði 2. og 3. nóvember 1984, var-aði Ellert Eiríksson, fráfarandi for-maður SSS, við því, að hinir kjömu fulltrúar í sveitarstjómum á Suður-nesjum væru að lenda í aukahlut-verkum, en stjórn SSS og stjómir sameiginlegra fyrirtækja sveitarfé-laganna væru í aðalhlutverkum ( stjórn mála á svæðinu. Stjórn SSS hefði á liðnu starfsári haldið 15 bókaða fundi og fjöldi mála, sem hún fjallaði um, væri alltaf að aukast. Af málum, sem stjómin hafði fjallað um, nefndi Ellert eink-um Orkuveitu Suðurnesja, Iðnþró-unarfélag, sameiginlega gjald-heimtu, háhitasvæðið á Reykjanesi, Bláfjallafólkvang og könnun þá, sem fram hefur farið á kostum og göllum sameiningar sveitarfélag-anna.

Finnbogi Björnsson, oddviti Gerðahrepps, stýrði fundinum, en Ingimundur Guðnason og Viggó Benediktsson voru fundarritarar.

Halldór Ásgrímsson, sjávarút-vegsráðherra, flutti í byrjun fundar ávarp, þar sem hann gerði grein fyrir framkvæmd kvótakerfisins og fiskveiðistefnu stjórnvalda. Einnig fluttu ávörp Magnús E. Guðjóns-son, framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga, Maffh/asÁ Mathie-sen, viðskiptaráðherra, og Hjörtur Þórarinsson, frkvstj. Sambands sunnlenzkra sveitarfélaga.

Framsöguerindi Jón Egill Unndórsson, fram-

kvæmdastjóri Iðnþróunariélags Suðurnesja, flutti erindi um fyrirhug-aðan þróunarsjóð félagsins og lagði fram áætlun um fjármögnun

slíks sjóðs. Einnig ræddi Guðmund-ur Gestsson, formaður félagsins, hugsanleg verkefni sjóðsins.

Jón K. Ólafsson, formaður stjórn-ar Hitaveitu Suðumesja (HS), ræddi breytt hlutverk HS, eftir að ný lög höfðu verið sett um fyrirtækið.

Ragnhildur Helgadóttir, mennta-málaráðherra, hafði framsögu um-fræðslumál, og Guðmar Magnús-son, formaður fræðsluráðs Reykja-neskjördæmis, og Helgi Jónasson, fræðslustjóri, sögðu frá störfum þess.

Freysteinn Sigurðsson og Jón Ingimarsson, deildarstjórar á Orku-stofnun, innleiddu umræður um vatnsvinnslu og vatnsbúskap á Suðumesjum. Kynntu þeir neðan-jarðarstrauma grunnvatns á svæð-inu og töldu í því fólgna mikla auðlind.

í lok fundarins var í ályktun vakin athygli á aukinni ásókn á vatnsforða Suðumesjasvæðisins og á nauðsyn þess, að vatnsbúskapur svæðisins verði samræmdur og skipulagöur. Var stjórn SSS falið að stuðla að samræmdum aðgerðum sveitarfé-laga í því máli.

Sigurður Thoroddsen, yfirarkitekt á Skipulagi ríkisins, kynnti loks drög að frumvarpi til nýrra skipulagslaga og rakti sögu skipulagsmála í landinu.

Eiríkur Alexandersson, fram-kvæmdastjóri SSS, skýrði ársreikninga SSS fyrir síðasta starfsár, og voru þeir samþyktir.

Stjórn SSS

í stjórn SSS til eins árs voru kosnir Þórarinn St. Sigurðsson, sveitarstóri Hafnahrepps, sem er formaður; Steinþór Júlíusson, bæjarstjóri í

Keflavík; Aki Gránz, bæjarfulltrúi í Njarðvíkurbæ, Jón G. Stefánsson, bæjarstjóri í Grindavík, og sveitar-stjórarnir Ellert Eiríksson í Gerða-hreppi, Leifur A. ísaksson í Vatns-leysustrandarhreppi, og Jón K. Ól-afsson í Miðneshreppi.

Endurskoðendur voru kjörnir Hilmar Pétursson, bæjarfulltrúi í Keflavík, og Jón Hólmgeirsson, bæjarritari í Grindavík.

Aðalfundinum lauk með kvöld-verðarhófi í samkomuhúsinu í Garði.

Samtök sveitarfelaga á höfuðborgarsvæöinu:

Trjárækt í og við byggðina

Á aðalfundi Samtaka sveitarfé-laga á höfuðborgarsvæðinu, sem haldinn var 3. nóvember 1984, var samþykkt að tillögu Þórðar Þor-bjarnarsonar, borgarverkfræðings í Reykjavík, að beina því til sveitar-stjórnanna í samtökunum, að á næstu fimm árum verði trjárækt á innri svæðum, í byggð og í nám-unda við byggð efld að því marki, að útplöntun trjáplantna nemi að minnsta kosti einni trjáplöntu á íbúa á ári í hverju sveitarfélaganna.

Júlíus Sólnes, formaður samtak-anna, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar, en fundarstjóri var Richard Björgvinsson, bæjarfulltrúi í Kópa-vogi, og fundarritarar bæjarfulltrú-arnir Ásthildur Pétursdóttir og Heiðrún Sverrisdóttir í Kópavogi.

Gestur Ólafsson, framkvæmda-stjóri samtakanna, kynnti starfs- og fjárhagsáætlun fyrir samtökin. Einn-ig flutti hann á fundinum erindi um framtíðarlandnotkun á höfuðborgar-svæðinu.

190 SVEITARSTJÓRNARMÁL

Page 10: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

I F R A L A N D S H L U T A S A M T O K U M I

Umræóuefni fundarins Magnús L. Sveinsson, formaður

atvinnumálanefndar höfuöborgar-svæöisins, flutti skýrslu um atvinnu-mál á svæðinu.

Árni Ólafur Lárusson, bæjarfull-trúi í Garðabæ, gerði grein fyrir mál-efnum frárennslisnefndar höfuð-borgarsvæðisins.

Birgir ísl. Gunnarsson, alþingis-maður og formaður stóriðjunefndar, flutti erindi um atvinnumál á höfuð-borgarsvæðinu.

Björn Friðfinnsson flutti framsögu-erindi um frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga.

Matthías Bjamason, samgöngu-málaráðherra, flutti erindi um sam-göngumál á svæðinu, og

Þórarinn Hjaltason, verkfræðing-ur á Skipulagsstofu höfuðborgar-svæðisins, gerði loks grein fyrir l(k-legum umferðarþunga á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins, sem hann sýndi á uppdrætti.

Meiri og minni umræður urðu um efni framsöguerindanna.

Átján manna fulltrúarád? Stjóm samtakanna lagði fram og

kynnti tillögu þess efnis, að komið yrði á fót átján manna fulltrúaráði, skipuðu tveimur fulltrúum hverrar sveitarstjórnar, sem að samtökun-um stendur, og skuli það koma saman eigi sjaldnar en tvisvar sinn-um á ári. í því sitji aðeins kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar, en fram-kvæmdastjórar sveitarfélaga og sérfróðir menn um þau málefni, sem rædd eru hverju sinni, hafi mál-frelsi og tillögurétt á fundum þess.

Kosin var á fundinum sjö manna nefnd til þess að endurskoða lög samtakanna með hliðsjón af þess-ari breytingartillögu.

Á fundinum flutti Guðmar Magn-ússon tillögu um fjárframlög til reksturs fræðsluskrifstofu Reykja-

neskjördæmis, og var tillögunni vís-að til stjórnarinnar.

Stjórn SSH í stjórn samtakanna til eins árs voru

kosnir Júlíus Sólnes, bæjarfulltrúi í Seltjarnarneskaupstað, sem er for-maður; borgarfulltrúarnir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Adda Bára Sig-fúsdóttir, Reykjavík; bæjarfulltrúarn-ir Guðni Stefánsson og Björn Ólafs-son í Kópavogi, Árni Ólafur Lárus-son í Garðabæ; Sólveig Ágústsdótt-ir og Markús Á. Einarsson í Hafnar-firði og Gréta Aðalsteinsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Mosfells-sveit.

Kosningu fjögurra fulltrúa sam-takanna á ársfund Landsvirkjunar var vísað til stjómar SSH.

Fundinum bárust m. a. kveðjur frá aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem haldinn var í Gerðum sama dag.

A L M E N N I N G S B O K A S O F N

Félag fotstööumanna almenningsbókasafna

Þann 29. september 1984 komu saman til fundar í Bókasafni Sel-tjarnarness 17 forstöðumenn al-menningsbókasafna víðs vegar af landinu til þess að stofna með sér félag.

Steingrímur Jónsson, yfirbóka-vörður, Bæjar- og héraðsbókasafn-inu, Selfossi, setti fundinn f. h. und-irbúningsnefndar, bauð fundar-menn velkomna og flutti kveöjur nokkurra bókavarða, sem ekki áttu heimangengt.

Fyrir fundinum lá frumvarp til laga um Félag forstöðumanna almenn-ingsbókasafna, sem undirbúnings-nefnd hafði samið. í umræðum komu fram ýmsar skoðanir og ýmis sjónarmið, en allir voru á einu máli um ágæti þess að efla samstarf og samvinnu milli safnanna. Var frum-

varpið samþykkt samhljóða með nokkrum breytingum.

í 3. grein laganna segir, að til-gangur félagsins sé

- að efla samstarf safnanna og vinna að öðru leyti að hvers kyns sameiginlegum hagsmunamál-um þeirra, s. s. viðvíkjandi fjár-málum og rekstri, og með því að miðla reynslu og upplýsingum;

- að koma fram í málum, sem varða almenningsbókasöfnin.

Stofnfélagar eru eftirtaldir bóka-verðir: Hilmar Jónsson, Keflavík; Valgerður M. Guðjónsdóttir, Grinda-vík; Rebekka Guðfinnsdóttir, Njarð-vík; Þorbjörg Björnsdóttir, Hafnar-firði; Erla Jónsdóttir, Garðabæ; Hrafn Harðarson, Kópavogi; Elfa

Björk Gunnarsdóttir, Reykjavík; Finnur Sigurjónsson, Seltjarnarnesi; Jón Sævar Baldvinsson, Mosfells-sveit; Sigríður Árnadóttir, Akranesi; Bjarni Bachmann, Borgarnesi; Vík-ingur Jóhannsson, Stykkishólmi; Al-vilda Þóra Elísdóttir, Búðardal; Jó-hann Hinriksson, ísafirði; Hjalti Páls-son, Sauðárkróki; Óli J. Blöndal, Siglufirði; Lárus Zophoníasson, Akureyri; Elín Kristjánsdóttir, Húsa-vík; Helga M. Steinsson, Neskaup-stað; Jóna Þorsteinsdóttir, Kirkjubæjarklaustri, Steingrímur Jónsson, Selfossi, og María Gunn-arsdóttir, Vestmannaeyjum.

Steingrímur Jónsson er formað-ur, Erla Jónsdóttir ritari og Hrafn Harðarson gjaldkeri.

SVEITARSTJÓRNARMÁL 191

Page 11: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

LANDSHLUTASAMTOKIN

lönþróunarsjóöur á höfuöborgarsvædinu Frá adalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuöborgar-svæbinu 1985

Aðalfundur Samtaka sveitarfé-laga á höfuöborgarsvæöinu (SSH) var haldinn að Hlégarði í Mosfells-sveit dagana 1. og 2. nóvembersl.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa var samþykkt tillaga að nýjum sam-þykktum fyrir SSH. Með þessari samþykkt er m.a. komið á nánari tengslum milli SSH og Skipulags-stofu höfuðborgarsvæðisins. Stjórn samtakanna skal nú skipuð 12 mönnum og 12 til vara, kjörnum hlutfallskosningu á aðalfundi til eins árs í senn. Fulltrúar á aðál-fundi skulu allir vera kjörnir sveit-arstjórnarmenn þeirra sveitarfé-laga, sem þátt taka í samtökunum á hverjum tíma. Auk þeirra skal fram-kvæmdastjórum sveitarfélaganna heimil seta bæði á aðalfundum og stjórnarfundum með málfrelsi og tillögurétti.

Ef stjórn samtakanna, að fengnu samþykki viðkomandi sveitar-stjórna, ákveður að taka upp sam-starf um einstaka málaflokka, skal gera samning hverju sinni um fyrir-komulag starfseminnar og skipt-ingu kostnaðar við þann málaflokk, þar með talin framkvæmdastjórn. Aðeins skulu þau sveitarfélög taka þátt í kostnaði við hvern málaflokk, sem samþykkja sérstaklega slíka sérsamningaog kostnaðaráætlanir um rekstur þeirra. Samtökin geta þó eigi bundið sveitarfélögin nokkrum fjárhagsskuldbindingum án sérstaks samþykkis þeirra hverju sinni.

Iðnþróunars/óður Á fundinum var kynnt umræðu-

tillaga stjórnar SSH um Iðnþróun-arsjóð höfuðborgarsvæðisins.

Ráðgert er, að tilgangur sjóðsins

sé að stuðla að þróun og eflingu atvinnulífs á höfuðborgarsvæðinu í því skyni að auka fjölbreytni og arðsemi atvinnulífs. Þessu mark-miði er ráðgert að ná með því að:

1. Kosta eða veita styrki til sér-stakra athugana og áætlana-gerðar í sambandi við nýjungar í atvinnumálum á höfuðborgar-svæðinu.

2. Lána eða leggja fram áhættufé í atvinnulífi m.a. vegna stofnfjár-framlagaeigenda.

3. Lána og/eða styrkja vöruþróun og nýsköpun.

4. Veita lán eða styrki til sérnáms, ef sérstaklega stendur á.

5. Veita ábyrgð gagnvart öðrum sjóðum.

Öll sveitarfélög á hófuðborgar-svæðinu geta átt aðild að fyrirhug-uðum Iðnþróunarsjóði höfuðborg-arsvæðisins.

og ofangreinda tillögu stjórnar SSH. Ákveðið varaðvísatillögunni til stjórnar SSH til frekari vinnslu og kynningar í hlutaðeigandi sveitar-stjórnum.

Svæöisskipulag 1985-2005

Aðalfundur SSH tók einnig til umfjöllunar drög að svæðisskipu-lagi höfuðborgarsvæðisins, 1985-2005, sem unnin hafa verið á Skipulagsstofu höfuðborgarsvæð-isins og liggja nú fyrir í kortum og greinargerð. Samkvæmt skipu-lagsreglugerð, sem öðlaðist gildi hinn 1. sept. 1985, er svæðis-skipulag stefnuyfirlýsing hlutað-eigandi sveitarfélaga í þeim mála-flokkum, sem skipulagið nær til. Markmiðið með gerð svæðisskipu-lagsins er að móta samræmda stefnu og samræma skipulag sveitarfélaganna innan svæðisins. Jafnframt er markmiðið að stuðla að hagkvæmari þróun byggðar miðað við allar aðstæður, s.s. land-fræðilegar, hagrænar og félags-legar.

Á aðalfundinum var fjallað sér-staklega um eftirtalda þætti svæð-

Frá aóalfundi SSH. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson i ræðustól.

Atvinnumál Allmiklar umræður urðu um at-

vinnumál á hófuðborgarsvæðinu

isskipulagsins: náttúrulegar for-sendur, mannfjöldaþróun, hús-næðismál, atvinnumál, miðhverfi, opinbera þjónustu, veitukerfi,

136 SVEITARSTJÓRNARMÁL

Page 12: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

LANDSHLUTASAMTOKIN

samgöngur, umhverfi/útivist og langtímaþróun höfuðborgarsvæö-isins.

Nýskipan löggæzlu á höfudborgarsvæöinu

Á fundinum flutti Jóhann Ein-varösson, aöstoöarmaöur félags-málaráöherra, ávarp, og einnig fjallaöi Jón Helgason, dómsmála-ráöherra, um hugsanlega nýskipan löggæzlu á höfuöborgarsvæöinu.

Fyrrverandi formenn SSH voru heiðraðir sérstaklega á fundinum

og þökkuð störf á vegum samtak-anna. Þeir eru Stefán Jónsson, Garðar Sigurgeirsson, Markús Örn Antonsson og Richard Björgvins-son. Afhenti núverandi formaður SSH, Júlíus Sólnes, þeim að gjöf afsteypur af styttu Hallsteins Sig-urðssonar, myndhöggvara, Veðra-höll.

Stjórn SSH í aðalstjórn samtakanna til eins

árs voru kosnir Júlíus Sólnes, Sel-tjarnarnesi; Vilhjálmur Þ. Vil-

hjálmsson, Reykjavík; Guðni Stef-ánsson, Kópavogi; Haraldur Sig-urðsson, Hafnarfirði; Árni Ól. Lár-usson, Garðabæ; Jón Ólafsson, Kjalarnesi; Anna Snæbjörnsdóttir, Bessastaðahreppi; Adda Bára Sig-fúsdóttir, Reykjavík; Björn Ólafs-son, Kópavogi; Markús Á. Einars-son, Hafnarfirði; Gréta Aðalsteins-dóttir, Mosfellssveit, og Magnús Sæmundsson, Kjósarhreppi.

Endurskoðendur voru kosnir Ásthildur Pétursdóttir í Kópavogi og Einar Geir Þorsteinsson í Garðabæ.

Holræsahreinsun sf. Símar 91-651882 og 91-18596

Hreinsum: brunna niðuríöll rotþrær holræsi og hverskyns stíflur með sérútbúnaði

Við gerum kannski ekki kraftaverk, en alltað því!

Reynslan sýnir, að viö höfum náð ótrúlegum árangrí við aó hreinsa stíflur úr lögnum.

Það geturþviborgað sig að hafa samband við okkur, áður en lagt er í dýrar framkvæmdir við að skipta um lagnir.

Förum hringinn um landið á hverju sumri

i

SVEITARSTJÓRNARMÁL 1 3 7

Page 13: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

L A N D S H L U T A S A M T O K I N

Aöalfundur SSH 1986:

Svæ&isskipulag

1985 - 2005 kynnt

Aöalfundur Samtaka sveitarfé-laga á höfuöborgarsvæöinu (SSH) var haldinn í félagsheimilinu Garðaholti í Garöabæ 8. nóvem-ber 1986. Fundarstjórar voru Lilja Hallgrímsdóttir og Helgi Hjálms-son og fundarritarar Dröfn Farest-veit og Helga Kristín Möller, allt bæjarfulltrúar í Garðabæ.

Júlíus Sólnes, fráf. formaður SSH, flutti skýrslu stjórnar og Gestur Ólafsson, framkvæmda-stjóri SSH, skýrði reikninga sam-takanna og starfs- og fjárhags-áætlun komandi árs, sem sam-þykkt var á fundinum.

lönþróunarsjóbur Júlíus Sólnes fylgdi úr hlaði

tillögu fráfarandi stjórnar um stofnun Iðnþróunarsjóðs höfuð-borgarsvæðisins, og var tillagan samþykkt. Samkvæmt henni skal stofnsetja iðnþróunarsjóð, sem gegni því hlutverki að styrkja nýjar atvinnugreinar og auka fjölbreytni í atvinnulífi á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við iðnþróunarfélög og aðra hagsmunaaðila á svæðinu. Samþykkt var, að sveitarfélög, sem hyggja á þátttöku í iðnþróun-arsjóðnum, skipi fulltrúa í undir-búningsnefnd, sem gangi frá endanlegum samþykktum og reglugerð fyrir sjóðinn og undirbúi stofnfund hans.

Svæ&isskipulag Gestur Ólafsson og Þorsteinn

Þorsteinsson, verkfræðingur hjá

Skipulagsstofu höfuðborgar-svæðisins, kynntu svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 1985-2005, sem samtökin höfðu gefið út í októbermánuði. Þetta rit er greinargerð með stefnumörkun um hina ýmsu þætti svæðisskipu-lagsins í 14 köflum á 76 blaðsíðum með fjölmörgum skýringarmynd-um, uppdráttum, súlu- og línu-ritum. í kynningu á ritinu segir m.a., að markmiðið með gerð svæðisskipulagsins sé að móta samræmda stefnu og að sam-ræma skipulag sveitarfélaganna innan svæðisins og að móta ramma fyrir frekara skipulag þeirra. Markmiðið sé jafnframt að stuðla að hagkvæmari þróun byggðar, miðað við landfræði-legar, hagrænar og félagslegar aðstæður, sem taka þurfi tillit til.

í formála ritsins segir, að í fyrsta sinn í sögu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu liggi fyrir drög að sameiginlegri stefnumót-un í fjölmörgum málaflokkum.svo sem í samgöngumálum, útivistar-, náttúruverndar- og atvinnumálum, svo að eitthvað sé nefnt. Vaxandi samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á mörgum sviðum, svo sem í holræsamálum, atvinnu-, fræðslu- og í heil-brigðismálum, sé einnig beinn árangur af þessu starfi.

Aðalfundurinn beindi þeim til-mælum til aðildarsveitarfélaganna, að þau taki greinargerðina og þá stefnumörkun, sem í henni felst, til umræðu og samþykki hana eða hluta hennar. Skipulagsstjórn

ríkisins hafi lagt áherzlu á, að svæðisskipulag höfuðborgar-svæðisins verói endanlega sam-þykkt af öllum aðildarsveitar-félögunum og staðfest af félags-málaráðherra.

Almenningssamgöngur Sveinn Björnsson, forstjóri

Strætisvagna Reykjavíkur (SVR), kynnti niðurstöður þriggja manna nefndar, sem hann átti sæti í ásamt Gesti Ólafssyni og Halldóri Jónssyni, verkfræðingi. Sam-gönguráðherra skipaði nefndina samkvæmt ályktun Alþingis, og skyldi hún kanna hagkvæmni þess að samræma rekstur almennings-farartækja á höfuðborgarsvæðinu. Átti að kanna almenna og þjóð-hagslega hagkvæmni slíks sam-eiginlegs samgöngukerfis og gera langtímaáætlun um samgöngur á svæðinu.

Nefndin taldi sig skila áfanga-skýrslu um störf sín í október-mánuði, en ráðuneytið taldi hana lokaskýrslu og leysti nefndina frá störfum.

Sveinn Björnsson hvatti sveit-arstjórnir til þess að framkvæma tillögu, sem nefndin setur fram í skýrslunni, um að stofna samstarfs-nefnd til þess að undirbúa ramma-samning um ýmis framkvæmdar-atriði við undirbúning sam-ræmdrar almenningsvagnaþjón-ustu. Gera megi ráðfyrir, að 1-2 ár taki að hrinda í framkvæmd slíkri samræmingu.

Aðalfundurinn taldi brýnt, að þessari athugun yrði fylgt eftir og vísaði málinu til áframhaldandi umfjöllunar stjórnar SSH. Skorað var á samgönguráðherra að leggja til fé til þess að Ijúka könnuninni og til þess mælzt, að hann beiti sér fyrir endurskoðun á lögum um sérleyfi til fólksflutninga, sem miðaði að því, að sérleyfi á höfuð-borgarsvæðinu yrðu aðeins veitt til eins árs í senn þar til niður-stöður könnunarinnar liggja fyrir.

138 SVEITARSTJÓRNARMÁL

Page 14: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

L A N D S H L U T A S A M T O K I N

Samcigínlegt breiöbands-kerfi

Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri, flutti erindi um sameiginlegt breiöbandskerfi á höfuðborgarsvæöinu. Lýsti hann beirri byltingu, sem orðiö hefur í flutningi útvarps- og sjónvarps-efnis með notkun svokall-aðra Ijósleiðara úr glertrefjum í stað koparstrengja, sem til þessa haía verið notaðir í strengjakerfi.

Frumvarp til nýrra tekjustofnalaga

Loks flutti Magnús E. Guðjóns-son, framkvæmdastjóri Sambands íslenzkra sveitarfélaga, erindi, þar sem hann kynnti helztu breyting-ar, sem gert væri ráð fyrir í frum-varpi til nýrra laga um tekjustofna sveitarfélaga frá núgildandi tekju-stofnalögum. Kvað hann ætla mega, að veruleg samstaða væri meðal sveitarstjórnarmanna um þær breytingar, sem fyrirhugað væri að gera á lögunum.

Magnús Sigsteinsson, oddviti Mos-fellshrepps, formaður Samtaka sveit-arfélaga á höfuóborgarsvæðinu.

Loks var á fundinum samþykkt ályktun, þar sem tveimur af 24 alþingismönnum kjördæmanna, sem eru á félagssvæði SSH, er þökkuð koman á fundinn, en harmað áhugaleysi hinna 22 þing-manna svæðisins, er ekki sáu ástæðu til þess að sitja fundinn.

Stjórn SSH í stjórn Samtaka sveitarfélaga á

höfuðborgarsvæðinu til eins árs voru kjörnir: Magnús Sigsteins-son, oddviti Mosfellshrepps, sem er formaður; borgarfulltrúarnir Guðrún Ágústsdóttir og Hilmar Guðlaugsson í Reykjavík; bæjar-fulltrúarnir Guðni Stefánsson og Hulda Finnbogadóttir í Kópavogi, Guðrún Þorbergsdóttir á Seltjam-arnesi, Lilja Hallgrímsdóttir í Garðabæ, Sólveig Ágústsdóttir og Valgerður Guðmundsdóttir í Hafn-arfirði; hreppsnefndarmennirnir Erla Sigurjónsdóttir í Bessastaða-hreppi og Einar Guðbjartsson í Kjalarneshreppi og Magnús Sæmundsson, oddviti Kjósar-hrepps.

Kjörnir voru fjórir fullrúar í fræðsluráð Reykjaness og vísað til stjórnar SSH að kjósa 4 fulltrúa á ársfund Landsvirkjunar. Nokkrar umræður urðu á fundinum um starfshætti fræðsluráðsins.

Eftir fundarslit þágu fulltrúar og gesir síðdegisboð Garðabæjar.

B Æ K U R OG RIT

Kynningarrit áensku um höfuóborgarsvæóiö

Samtök sveitarfélaga á höfuð-borgarsvæðinu (SSH) hafagefið út kynningarrit á ensku um höfuð-borgarsvæðið. Einnig eru í ritinu almennar upplýsingar um land og þjóð, og hafa samtökin boðið öðrum landshlutasamtökum afnot af prentuðu upplagi, en unnt er á auðveldan hátt að auka við efni ritsins með því að stinga viðbótar-efni í þar til gerðan vasa, sem er innan á aftara kápublaði.

Frumkvæði að útgáfu ritsins átti atvinnumálanefnd SSH, sem kosin var á aðalfundi samtakanna 1985 til

þess m.a. að vera sameiginlegur málsvari sveitarfélaganna á svæð-inu í atvinnumálum. Meginmark-mið með útgáfu ritsins er að gefa viðskiptaaðilum höfuðborgar-svæðisins erlendis greinargóðar upplýsingar um svæðið, fólkið, sem þar býr, og skilyrði til atvinnu-rekstrar þar.

Ritinu verður dreift víða erlend-is, s.s. til sendiráða íslands og ræðismanna, sölusamtaka, fyrir-tækja og ýmissa erlendra aðila. Auk þess geta einstök fyrirtæki á svæðinu fengið ritið til dreifingar til viðskiptavina sinna. Ritið ber með sér, að því er ætlað að kynna ýmsa þá kosti, sem erlend fyrirtæki gætu séð við það að leita samstarfs við aðila á höfuðborgarsvæðinu eða

aðra aðila innanlands um ýmiss konar atvinnurekstur eða viðskipti. Það er gefið út í 20000 eintökum, er 12 síður í Din A4 stærð og með kápu úrkarton-efni. Þvífylgirívasa annað rit 16 bls. í sama broti um timabundið efni, miðað við árin 1986 og 1987. Framan á því er lit-mynd af Hólmfríði Karlsdóttur, fegurðardrottningu heimsins 1985 -1986.

í tengslum við útgáfu þessa kynningarrits hefur á Skipulags-stofu höfuðborgarsvæðisins verið komið upp TELEX- og EASYLINK-þjónustu, sem vísað er á í ritinu, til þess að unnt sé að svara fljótt og vel fyrirspurnum, sem kunna að berast erlendisfrá.

SVEITARSTJÓRNARMÁL 1 3 9

Page 15: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

LANDSHLUTASAMTÖKIN

SVÆÐISSKIPULAG HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS

SAMÞ AfoUMirSSMffl

Á aöalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuöborgarsvæöinu (SSH), sem haldinn var í Reykjavík 14. nóvem-ber sl., var svæðisskipulag höfuð-'borgarsvæðisins 1985-2005 sam-þykkt sem viðmiðun við áframhald-andi skipulag svæðisins. Fyrir fund-inn höfðu sveitarstjórnimar á höfuð-borgarsvæðinu hver um sig fjallað um tillögu að því og allar samþykkt að hafa það sem ramma fyrir áfram-haldandi skipulagsvinnu. Einnig höfðu drög að því verið kynnt og rædd á aðalfundi samtakanna næsta á undan, árið 1986. Vinna að svæðisskipulaginu hefur verið aðal-verkefni Skipulagsstofu höfuðborg-arsvæðisins síðan hún var sett á stofn á árinu 1980. Unnið hefur verið að viðamikilli söfnun gagna um alla þá þætti, sem áhrif hafa á þróun byggðar og líf fólks á þessu land-svæði. Á grundvelli þeirra gagna hefur verið mótuð sameiginleg stefna í ýmsum mikilvægum mála-flokkum, svo sem í atvinnumálum, samgöngumálum, útivistar- og náttúruverndarmálum, eins og Magnús Sigsteinsson, forseti bæjar-stjórnar Mosfellsbæjar og formaður SSH, kemst að orði í inngangsorð-um sínum að greinargerð með svæðisskipulaginu. Á skipulagsupp-drættinum er m.a. sýnt, hvar helztu byggingarsvæðin munu verða á næstu tveimur áratugum og í texta talið Ijóst, að byggðin frá Mosfells-bæ til Hafnarfjarðar muni að tals-verðu leyti renna saman og mynda eina heild.

Áfundinum var ákveðið, að aðild-arsveitarfélög samtakanna hætti nú rekstri skipulagsstofunnar. Hefur verið ákveðið að selja hana Gesti Ólafssyni, arkitekti og skipulags-fræðingi, sem gegnt hefur starfi sem framkvæmdastjóri samtakanna jafn-framt því að vera forstöðumaður skipulagsstofunnar.

Samtökunum verður ráðinn nýr framkvæmdastjóri, og þau munu áfram hafa aðsetur að Hamraborg 7 í Kópavogi. Þar mun Gestur Ólafs-son lika reka skipulags-, arkitekta-og verkfræðiþjónustu. ,,Auk þess að

annast öll almenn skipulags-, arki-tekta- og verkfræðistörf fyrir sveitar-félög og einkaaðila mun þessi ráð-gjafarþjónusta leggja sérstaka áherzlu á ráðgjöf viðvíkjandi staðar-vali fyrirtækja á höfuðborgarsvæð-inu, annast milligöngu um útvegun byggingarlóða og athuganir á bygg-ingarmöguleikum lóða, sem ekki eru fullnýttar," segir Gestur Ólafsson í fréttatilkynningu til Sveitarstjórnar-mála um þessar breytingar.

Á aðalfundinum kynntu þeir Gest-ur Ólafsson, framkvæmdastjóri, og Þorsteinn Þorsteinsson, verkfræð-ingur á skipulagsstofunni, svæðis-skipulagið, og síðan var það sam-hljóða samþykkt, eins og að framan er lýst.

Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins

Á aðalfundinum var samþykkt að stofna Ferðamálasamtök höfuð-borgarsvæðisins. Kjörnir voru þrír fulltrúar í undirbúningsnefnd stofn-fundar slíkra samtaka. Eiga þeir að vinna með sex fulltrúum, sem hags-munaaðilar í ferðaþjónustu höfðu kosið á fundi um ferðamál 12. nóvember til þess að undirbúa

Starfsfólk Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, sem nú hefur verið seld Gesti Ólafssyni. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Gestur Ólafsson, Sigrún Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri, og Þorsteinn Þorsteinsson, verkfræðingur. Ljósm. Gunnar G. Vigfússon.

112 SVEITARSTJÓRNARMÁL

Page 16: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

LANDSHLUTASAMTÖKIN

Nýkjörin stjórn Samtaka sveitartélaga á höfuðborgarsvæðinu. Á myndinni eru, talið frá vinstri, sitjandi: Guðrún K. Þorbergsdóttir, Sel-tjarnarnesi; Sólveig Ágústsdóttir og Valgerður Guðmundsdóttir, Hafnarfirði; Magnús Sigsteinsson, Mosfellsbæ, formaður SSH; Guð-rún Ágústsdóttir, Reykjavík, og Lilja Hallgrímsdóttir, Garðabæ. Standandi eru Hilmar Guðlaugsson, Reykjavik; Ásgeir Sigurgestsson, Bessastaðahreppi; Valþór Hlöðversson, Kópavogi; Einar Guðbjartsson, Kjalarneshreppi, og Guðbrandur Hannesson, Kjósarhreppi. Gunnar G. Vígfússon tók myndina.

stofnun slíkra samtaka meö SSH. ( nefnd þessa voru kosin Lilja Hall-grímsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, Valþór Hlööversson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, og Jóna Gróa Sigurðardóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík. Flutti hún á fundinum skýrslu atvinnumálanefndar hófuð-borgarsvæðisins, sem hún er for-maður í, og sagði jafnframt frá undir-búningi að stofnun ferðamálasam-takanna.

Samræming almenningsvagnaferða

Að tillögu Lilju Hallgrímsdóttur samþykkti fundurinn að skora á samgönguráðherra að beita sér fyrir því, að veitt verði fjármagn til áfram-haldandi athugunar á samræmingu almenningsvagnasamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Matthías Á. Mathiesen, samgönguráðherra, og Þorsteinn Þorsteinsson, verkfræð-ingur hjá SSH, fluttu á fundinum framsöguerindi um samgöngumál á höf uöborgarsvæðinu.

Verkaskiptingin til umræðu Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofu-

stjóri í félagsmálaráðuneytinu, og Einar I. Halldórsson, lögfræðingur, gerðu á fundinum grein fyrir tillögum um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, og Magnús Þéturs-son, hagsýslustjóri, fjallaði um sam-skipti ríkis og sveitarfélaga.

Magnús Sæmundsson, oddviti Kjósarhrepps, sagði á fundinum frá starfi dreifbýlisnefndar Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Bragi Micha-elsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, flutti skýrslu um störf fræðsluráðs Reykjanesumdæmis.

Á fundinum fóru að öðru leyti fram venjuleg aðalfundarstörf. Magnús Sigsteinsson, formaður SSH, flutti skýrslu stjórnar um liðið starfsár og kynnti starfsáætlun þess næsta. Lilja Hallgrímsdóttir, gjaldkeri SSH, kynnti endurskoðaða reikninga samtakanna og tillögu að fjárhags-áætlun komandi árs. Var hvort tveggja samþykkt.

Stjórn SSH í stjórn SSH til eins árs voru kosin

Magnús Sigsteinsson, sem er for-maður, Guðrún Ágústsdóttir og Hilmar Guðlaugsson, borgarfulltrú-ar, bæjarfulltrúarnir Guðni Stefáns-son og Valþór Hlöðversson í Kópa-vogi, Lilja Hallgrímsdóttir í Garðabæ, Sólveig Ágústsdóttir og Valgerður Guðmundsdóttir í Hafnarfirði, Guð-rún K. Þorbergsdóttir, Seltjamar-nesi, og hreppsnefndarmennirnir Ásgeir Sigurgestsson, Bessastaða-hreppi, Einar Guðbjartsson í Kjalar-neshreppi og Guðbrandur Hannes-son í Kjósarhreppi. Kjörnir voru jafn-margir varamenn.

Fundarstjóri á aðalfundinum var Ráll Gíslason, borgarfulltrúi, og fundarritarar borgarfulltrúarnir Jóna Gróa Sigurðardóttir og Bjarni Þ. Magnússon.

í lok fundarins hélt Reykjavíkur-borg fundarmönnum síðdegisboð i húsi Rafmagnsveitu Reykjavíkur að Suðurlandsbraut 34, þar sem fund-urinn var haldinn.

SVEITARSTJÓRNARMÁL 113

Page 17: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRÁ LANDSHLUTASAMTOKUNUM

AÐALFUNDUR SSH 1988:

NÝ NEFND Á AD SAMRJEMA ALMENNINGSVAGNAKERFID

Aöalfundur Samtaka sveitarfé-laga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) 1988 var haldinn laugardaginn 29. október í Hafnarborg, menningar-og listastofnun Hafnarfjarðar.

Fráfarandi formaður samtak-anna, Magnús Sigsteinsson, for-seti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, setti fundinn, en fundarstjórar voru þau Jóna Ósk Guðjónsdóttir, for-seti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, og Magnús Jón Árnason, varafor-seti bæjarstjómarinnar. Fundarrit-arar voru bæjarfulltrúamir Valgerð-ur Guðmundsdóttir og Sólveig Ágústsdóttir úr Hafnarfirði.

Ávörp og kveðjur Ávörp fluttu á fundinum bæjar-

stjórinn í Hafnarfirði, Guðmundur Árni Stefánsson, og félagsmála-ráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir. Kveðjur bárust fundinum frá Fjórð-ungssambandi Vestfirðinga.

Skýrslur Magnús Sigsteinsson flutti

skýrslu um liðið starfsár. Fram kom, að stjómin hefði haldið 12 fundi á árinu. Samtökin hættu rekstri Skipulagsstofu höfuðborg-arsvæðisins, og ráðinn var nýr framkvæmdastjóri, Jónas Egils-son, en Gestur Ólafsson, fv. fram-kvæmdastjóri, yfirtók rekstur skipulagsstofunnar. Þá voru á ár-inu gefin út gönguleiða- og reið-

leiðakort og lokið við girðingu um höfuðborgarsvæðið.

Lilja Hallgrímsdóttir, gjaldkeri SSH, gerði grein fyrir ársreikning-um SSH, og Jónas Egilsson, fram-kvæmdastjóri, skýrði bráðabirgða-uppgjör frá janúar-september 1988.

Jóna Gróa Sigurðardóttir, borg-arfulltrúi, formaður atvinnumála-nefndar höfuðborgarsvæðisins, sagði frá starfi nefndarinnar og stofnun Ferðamálasamtaka höfuð-borgarsvæðisins.

Björn Árnason, bæjarverkfræð-ingur í Hafnaríirði, gerði grein fyrir starfi girðingamefndar samtak-anna og lagði fram tillögu um rekst-urgirðingarinnar.

Bragi Michaelsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, flutti skýrslu um starf fræðsluráðs Reykjaneskjördæmis.

Þorsteinn Þorsteinsson, verk-fræðingur, kynnti ritið ,,Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu", og Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri, ritið „Reiðleiðir á höfuðborgarsvæð-inu".

Jafnréttisáætlanir Meðan snæddur var hádegis-

verður í Álfafelli, flutti Rannveig Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, ræðu um jafn-réttisáætlanir sveitarfélaga.

Reksturgirðingar Fundurinn gerði svofellda álykt-

108

un um rekstur girðingar um höfuð-borgarsvæðið:

,,1. Gæzla við girðinguna og inn-an hennar verði á vegum vörzlu-manna hvers sveitarfélags innan sinnar lögsögu.

2. Á hverju vorí verði farið með allri girðingunni til eftirlits og við-halds. Fé verði ætlaö til þessa verks í fjárhagsáætlun samtakanna á hverju árí. Framkvæmdin verði í umsjón þeirra.

3. Fylgzt verði með þörí á meirí háttar viðhaldi eða endurbótum á girðingunni. Þegar slík þörí er séð fyrír, verðiáætlað fé til hennar í fjár-nagsáætlun samtakanna.

Varðandi kostnað vegna 2. og 3. liðar er lagt til, að honum verði skipt á sama hátt og stofnkostnaði girð-ingarinnar.

4. Hlið og prílur, sem gera þarí síðar, vegna nýrra öku-, gang- og reiðleiða, verði kostuð af hverju sveitaríélagi innan sinnar lögsögu.

Slíkar framkvæmdir skulu vera vandaðar að gerð og sambærileg-ar við þau gæði, sem fyrir eru."

Bann við lausagöngu búfjár Samþykkt var að ganga eftir því

við hvert sveitarfélag á svæðinu, að sett verði í reglugerð samræmd ákvæði, er tryggi, að sams konar bann við lausagöngu búfjár sé í öll-um sveitarfélögunum. Bent var á, að girðingamefndin hefði hinn 24. júlí 1985 samþykkt tillögu að reglu-gerð þessa efnis. Talið var mikil-

Page 18: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRA LANDSHLUTASAMTOKUNUM

vægt, aö allar meginhugmyndir komist til skila í reglugeröum sveit-arfélaganna, svo að sem bezt sam-ræmi veröi á öllu svæðinu.

Takmörkun á sauðfjárhaldi Að tillögu Hilmars Ingólfssonar,

bæjarfulltrúa í Garðabæ, og fleiri var samþykkt að fela stjórn SSH að vinna að því, að takmörkun verði sett á sauðfjárhald í landnámi Ing-ólfs.

Viðurkenning SSH hafa árlega um nokkurt

skeiö veitt viðurkenningu fyrir merkt framlag til umhverfismála á höfuðborgarsvæðinu. Stjórnin ákvað að veita viðurkenningu þessa í ár Reykjavíkurborg fyrir framtak í frárennslismálum svæð-isins, hönnum og útlit dælustöðvar við Laugalæk. Dælustöð þessi er liður í heildaráætlun borgarstjórnar Reykjavíkur um hreinsun strand-lengjunnar af mengun vegna hol-ræsaútrása. Hönnuður dælu-stöðvarinnar er Björn Stefán Hallsson, arkitekt. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. annaðist

burðarþolsreikninga, en verkfræði-stofan Línuhönnun hannaði hol-ræsastokka að og frá stöðinni.

í greinargerð fyrir ákvörðun sinni segirstjóm SSH:

„Stjórn samtakanna telur þessa framkvæmd táknræna fyrir það mikla átak, sem nauðsynlegt er að gera til þess að hreinsa strendur höfuðborgarsvæðisins. Önnur ná-grannasveitarfélög Reykjavikur eru nú einnig með álíka áætlanir á prjónunum eða hafa þegar hafið framkvæmdir."

Fyrir hönd borgarinnar veitti Páll Gíslason, borgarfulltrúi, viðtöku viðurkenningunni, en það var af-steypa af höggmynd Hallsteins Sigurðssonar, myndhöggvara, ,,Veðrahöll", sem samtökin eiga höfundarrétt að.

Starfsáætlun Á fundinum var samþykkt starfs-

áætlun SSH fyrir næsta starfsár og fjárhagsáætlun fyrir 1989. Árgjald til samtakanna var ákveöið sem svarar 15 krónum á hvern íbúa sveitarfélaganna 1988. Jafnframt var samþykkt, að aðildarsveitarfé-lögin standi undir kostnaði við

Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá SSH á starfsárinu. Gestur Úlafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur. til vinstri á myndinni, lét af störfum, og Jónas Egilsson, stjórn-málafræðingur, til hægri, tók við. Ljósm. Gunnar G. Vigfússon.

hallarekstur SSH á sl. tveimur árum.

Almenningsvagnasamgöngur Á fundinum var samþykkt að

setja á stofn sex manna nefnd til þess að móta tillögur um samræmt almenningsvagnakerfi á höfuð-borgarsvæðinu. Þess var óskað, að tiltekin sveitarfélög tilnefndu full-trúa í nefndina, og hafa þau nú öll gert það.

í nefndinni eru Ingimundur Sigur-pálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, sem er formaður, Páll Guðjónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, bæjarfull-trúarnir Guðmundur Oddsson í Kópavogi og Magnús Jón Árnason í Hafnarfirði og sveitarstjórarnir Pétur F. Þórðarson í Kjalames-hreppi og Sigurður Valur Ásbjarn-arson í Bessastaðahreppi. Sam-þykkt var að leita stuðnings samgönguráðuneytisins við vinnu nefndarinnar.

Sorpeyðing Á fundinum kynntu þeir Þórður

Þ. Þorbjarnarson, borgarverk-fræðingur, og Ögmundur Einars-son, framkvæmdastjóri Sorpeyð-ingarstöðvar höfuðborgarsvæðis-ins bs., hugmyndir nefndar, sem fjallað hefur um hirðingu og urðun sorps á höfuðborgarsvæðinu, og urðu miklar umræður um þau mál.

Rekstri á reiknilíkani umferðar hætt

Fyrir nokkrum árum lét Skipu-lagsstofa höfuðborgarsvæðisins gera í tölvu reiknilíkan umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavíkur-borg hefur gert sitt eigið reiknilík-an, og þykir ástæðulaust að halda úti tveimur slíkum. Var á fundinum ákveðið að hætta rekstri og við-haldi á reiknilíkani samtakanna, en leita til borgarinnar um þær upplýs-ingar, sem samtökin kynnu að óska eftir, um umferðarálag á svæðinu.

109

Page 19: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRÁ LANDSHLUTASAMTOKUNUM

Lilja Hallgrímsdóttir, forseti bæjarstjóm-ar Garöabæjar og nýr formaður SSH.

StjórnSSH [ stjórn SSH 1988-1989 voru

kjörnir hreppsnefndarmennirnir Ásgeir Sigurgestsson í Bessa-staöahreppi, Einar Guðbjartsson í Kjalameshreppí og Guöbrandur Hannesson í Kjósarhreppi, bæjar-fulltrúarnir Lilja Hallgrímsdóttir í Garöabæ, Magnús Sigsteinssson í Mosfellsbæ, Richard Björgvinsson og Valþór Hlöðversson í Kópavogi, Sólveig Ágústsdóttir og Valgerður Guðmundsdóttir í Hafnarfirði, Svava Stefánsdóttir á Seltjarnar-nesi og borgarfulltrúamir Hilmar Guðlaugsson og Kristín Á. Ólafs-dóttir í Reykjavík.

Formaður stjórnarinnar er Lilja Hallgrímsdóttir, Hilmar Guðlaugs-son varaformaður, Einar Guð-bjartsson gjaldkeri og Valþór Hlöðversson ritari.

Einnig voru kjörnir tveir endur-skoðendur og þrír fulltrúar í stjórn Ferðamálasamtaka höfuðborgar-svæðisins.

FRUMVORPIH KYHHT SSH efndi til fundar hinn 16. des-

ember sl. til þess að kynna frum-varp til nýrra tekjustofnalaga og

frumvarp til laga um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-laga. Lilja Hallgrímsdóttir, formað-ur SSH, setti fundinn og stjórnaði honum, en framsögumenn voru þeir Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, og Jón G. Tómasson, borgarritari. Kynnti Ingimundur fyrrnefnda frumvarpið og Jón hið síðamefnda. Síðan uröu almennar umræður um efni frum-varpanna, en ekkí var gerð ályktun áfundinum.

LYSIR STUDNINGI VIDFRUMVÖRPIH

Stjórn SSH samþykkti á fundi hinn 21. febrúar svofellda ályktun um frumvarp til tekjustofnalaga og um frumvarp til laga um breytingar á verkaskiptum ríkis og sveitarfé-laga, sem nú bíða afgreiöslu á Al-þingi:

,,Stjórn SSH lýsir yfir fullum stuðningi við þær tillögur um verka- og tekjuskiptingu milli rík-is og sveitaríélaga, sem kynntar hafa verið afnefnd um verkefna-flutning, uppgjör og eignatil-færslu milli ríkis og sveitarfé-laga.

Stjórn SSH telur nauðsynlegt, að skýrari og einfaldari mörk verði sett milli verkefna ríkis og sveitarfélaga en nú eru.

Tekið er undir þær hugmyndir nefndarinnar, að flytja skuli til sveitarfélaganna verkefni, sem einkum ráðast af staðbundnum þöríum og þar sem ætla má, að þekking á aðstæðum ásamt frumkvæði heimamanna leiði til betri og ódýrari þjónustu. Ríkið annist hins vegar verkefni, sem hagkvæmara er að leysa fyrir landsmenn íheild.

Jafnframt telur stjórn SSH nauðsynlegt, að saman fari frumkvæði, framkvæmd og fjár-hagsleg ábyrgð á stofnkostnaði og rekstri.

Fundurinn leggur þó áherzlu á, að ekki verði gerðar breyting-

ar á gildandi kostnaðarskiptingu ríkis og sveitaríélaga 85 — 15% vegna byggingar heilsugæzlu-stöðva og sjúkrahúsa.

Ennfremur telur stjórnin nauð-synlegt, að uppgjór á skuldum ríkisins við sveitaríélög vegna stofnframkvæmda fari fram, samhliða því.að nýrri verka- og tekjuskiptingu verði komið á.

Vilja stjórnarmenn hér með hvetja ríkisstjórn og Alþingi til þess aö vinna fljótt og ötullega að framgangi þessa máls." Ályktun þessi var samþykkt með

8 atkvæðum gegn 2. Kristín Á. Ólafsdóttir, borgarfull-

trúi, lagði fram eftirfarandi bókun: „Ég stend ekki að ályktun um stuðningsyfirlýsingu við óbreytta tillögu um verka- og tekjuskipt-ingu ríkis og sveitaríélaga. Ástæðan er sú, að ég tel ekki tímabærí, að rikið dragi sig út úr uppbyggingu dagvistarheimila."

ERLENDSAMSKIPTI

17.NBD Sautjándi Norræni byggingar-

dagurinn, NBD 17, verður haldinn í Björgvin í Noregi dagana 21. - 23. ágúst í ár. Þema dagsins að þessu sinni nefnist „Endurnýjun og erfða-venjur" með undirtitlinum Norræn verkefni - norræn sérkenni.

Þátttakendur í NBD koma úr öll-um starfsgreinum, sem tengjast byggingarmálum og byggingariðn-aði á Norðurlöndum. Þar koma saman skipuleggjendur, húsa-teiknarar, iðnaðarmenn, fulltrúar byggingaryfirvalda og seljendur byggingarefnis. Sérstök dagskrá er fyrir maka þátttakenda og margt aö gera, sjá og skoða í Björgvin. Þátttakendur á NBD hafa oft verið áannaðþúsund.

Nánari upplýsingar fást hjá Byggingaþjónustunni, Hallveigar-stíg 1 í Reykjavík, í síma 91 -29266.

110

Page 20: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM

Aðalfundur SSH:

Brýnt að taka strax ákvarðanir um

orkufrekan iðnað Aðalfundur Samtaka sveitarfé-

laga á höfuðborgarsvæöinu (SSH) var haldinn laugardaginn 28. októ-ber 1989 í íþróttahúsi Bessastaða-hrepps.

Lilja Hallgrímsdóttir, forseti bæj-arstjórnar Garðabæjar og formað-ur samtakanna, setti fundinn og bauð fundargesti velkomna og þá sérstaklega frú Vigdísi Finnboga-dóttur, forseta íslands, sem boðið var að sitja fundinn í tilefni af því, að fundurinn var haldinn í nýju íþrótta-húsi Bessastaðahrepps. Einnig óskaði formaður íbúum Bessa-staðahrepps til hamingju með hið nýja og glæsilega íþróttahús.

Fundarstjórar voru þeir Ásgeir Sigurgestsson, hreppsnefndar-maður, og Sigurður Valur Ásbjarn-arson, sveitarstjóri, og fundarritar-ar hreppsnefndarmennimir Birgir Thomsen og Sigurður G. Thorodd-sen.allirúrBessastaðahreppi.

Ávörpáfundinum Einar Ólafsson, oddviti Bessa-

staðahrepps, flutti ávarp í upphafi fundar, og að loknum hádegisverði ávarpaði frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti (slands, fundinn. Einnig fluttu ávörp og kveðjur Ólafur G. Einarsson, alþingismaður, og Guðjón Guðmundsson, fram-kvæmdastjóri Samtaka sveitarfé-lagaáSuðurnesjum.

Skýrslur til fundarins Lilja Hallgrímsdóttir, flutti í fund-

arbyrjun skýrslu stjómar, og Einar Guðbjartsson, hreppsnefndar-maður í Kjalameshreppi, gjaldkeri SSH, lagði fram og kynnti ársreikn-ing SSH fyrir árið 1988, sem var samþykktur á fundinum.

Jóna Gróa Sigurðardóttir, þorg-arfulltrúi og formaður atvinnumála-nefndar, flutti skýrslu um störf nefndarínnar, og lagði fram fyrir hönd hennar tillögur að tveimur ályktunum. Var önnur um álver í Straumsvík, en hin um Byggða-

stofnun. Einnig flutti hún skýrslu um störf Ferðamálasamtaka höf-uðborgarsvæðisins, en hún er einnig formaður þeirra.

Bragi Michaelsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, flutti skýrslu um störf fræðsluráðs Reykjanesumdæmis. Einnig kynnti hann tillögu um kjör-tímabil fræðsluráðsins.

Ingimundur Sigurpálsson, bæj-arstjóri í Garðabæ, lagði fram og kynnti skýrslu nefndar, sem fjallað hafði um samræmda þjónustu al-menningsvagna á höfuðborgar-svæðinu.

»

w HP

LTÉPI

i ^^ '

Forsetilslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, flyturávarpáaðalfundinum.

109

Page 21: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM

Mosfellsbæ veitt vidurkenning fyrir merkt framlag til iþrótta- og útivistarmála. Páll Gudjónsson, bæjarstjórí, lengst til vinstrí, og Magnús Sigsteinsson, forseti bæjar-stjórnar, hafa veitt viðtóku listaverkinu úr hendi Lilju Hallgrímsdóttur, formanns SSH, sem með þeim er á myndinni. Myndirnar frá aðalfundinum tók Jónas Egilsson, fram-kvæmdastjóriSSH.

Erindium umhverfismál Sigurdur M. Magnússon, fram-

kvæmdastjóri Geislavarna ríkisins, flutti á fundinum erindi um um-hverfismál.

Nýttálver við Straumsvík forgangsverkefni

Aö tillögu atvinnumálanefndar var samþykkt svofelld tillaga meö öllum atkvæðum gegn einu:

,,Atvinnuástand á höfuðborgar-svæðinu er nú ótryggara en verið hefur um langan tíma. Það er því mjög brýnt, að teknar verði strax ákvarðanir um nýjan orkufrekan iðnað og stórvirkjanir í tengslum við hann og. að nýtt álver við Straumsvík verði forgangsverk-efni, sem er hagkvæmasti kostur-inn, enda mega deilur um staðarval slíkra fyrirtækja ekki eyðileggja áformin."

Tillaga um að vísa tillögunni til stjórnar SSH var felld með þorra at-kvæðagegnfjórum.

Vinnubrögd Byggdastofnunar hörmuð

[ annarri ályktun harmar aðal-fundurinn vinnubrögð Byggða-

stofnunar við gjaldfellingu á lánum til togarans Sigureyjar, sem nýlega hafði verið keyptur til Hafnarfjarð-ar. í ályktun fundarins segir einnig:

,,Aðalfundurinn telur rangt að mismuna byggðarlögum, fyrirtækj-um og einstaklingum á þennan hátt. Mikilvægt er, að fyrirtæki búí við sömu kjör gagnvart ríkisvaldinu hvar á landi sem þau eru. Fram-gangur Byggðastofnunar í máli þessu er sízt til að bæta samskipti á milli þéttbýlisins á höfuðborgar-svæðinu og landsbyggðarinnar.

Jafnframt vili aðalfundur SSH hvetja stjórnendur opinberra stofnana og sjóða og þingmenn kjördæmisins til þess að vinna að því í framtíðinni, að mál sem þetta endurtakisig ekki."

Tillaga þessi var samþykkt með þorra atkvæða gegn tveimur, og frávísunartillaga hafði áður verið felld með þorra atkvæða gegn einu.

Fræðsluráð Reykjanesumdæmis Fundurinn samþykkti, að störf

fræðsluráðs Reykjanesumdæmis yrðu óþreytt út kjörtímabil núver-andi fræðsluráðs. Jafnframt var

stjórn SSH falið að taka upp við-i ræður við stjórn SSS og fræðslu-

stjóra um framtíðarskipulag fræðsluráðs Reykjanesumdæmis eftir lok núverandi kjörtímabils.

Byggðarsamlag um almenningsvagna

[ annarri ályktun samþykkti fund-urinn að beina því til sveitarstjórna Bessastaðahrepps, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Kjalar-neshrepps og Mosfellsbæjar, að þær tækju afstöðu til stofnunar og aðildar að byggðarsamlagi um al-

I menningssamgöngur á grundvelli tillagna almenningsvagnanefndar um samræmingu almennings-vagnakerfis á höfuðborgarsvæð-

1 inu, dags. í október 1989. Var þess vænzt, að sveitarstjórnir afgreiddu máliðfyrir15.desember.

Jafnframt samþykkti fundurinn að fela stjórn SSH að óska eftir við-ræðum við stjórnvöld um endur-greiðslu og/eða niðurfellingu opin-berra gjalda, svo sem þungaskatts, aðflutningsgjalds, gúmmígjalds, þenzíngjalds, virðisaukaskatts af viðgerðum, tekju- og eignaskatts og launaskatts, sem lögð kynnu að verða á byggðarsamlag um al-menningssamgöngur á höfuð-borgarsvæðinu.

Mosfellsbærhlýtur viðurkenningu Á aðalfundinum var samþykkt að

veita Mosfellsbæ viðurkenningu fyrir merkt framlag til umhverfis- og útivistarmála á árinu 1989, þ.e. fyrir uppbyggingu íþrótta- og útivistar-svæðisíbænum.

Magnús Sigsteinsson, forseti bæjarstjórnar, og Páll Guðjóns-son, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, veittu viðurkenningunni móttöku, og Magnús þakkaði hana.

ÁrgjaldtilSSH1990 Ákveðið var, að árgjald aðíldar-

sveitarfélaganna til SSH fyrir 1990 yrði sem svaraði 18 krónum á íbúa miðað við íbúatölu hinn 1. desem-

I ber1988.

110

Page 22: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM

Eyðingvargfugls Hilmar Guðlaugsson, borgarfull-

trúi og varaformaöur SSH, mælti fyrir tillögu stjórnar SSH um eyð-ingu vargfugls og kynnti skýrslu Páls Hersteinssonar, veiöistjóra, umþettaefni.

Fundurinn samþykkti að fela stjórn SSH að móta tillögu um sam-ræmdar aðgerðir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til fækkun-ar vargfugli á svæðinu. Tillögur þessar yrðu unnar í samráði við embætti veiðistjóra og önnur landshlutasamtök, sem hlut eiga að máli. Ennfremur yrði leitað álits líffræðistofnunar Háskólans. Stjórn SSH var einnig falið að leita eftir stuðningi ríkis og annarra við-komandi aðila um stuðning við þessaraðgerðir.

Fulltsjálfsforræðisveitarfélagaí dagvistarmálum

Á fundinum urðu miklar umræð-ur um tillögu, sem flutt var um skip-an dagvistarmála og flutning þess málaflokks milli ráðuneyta. Taldi fundurinn í ályktun óráðlegt að

flytja dagvistarmál milli ráðuneyta, þ.e. frá menntamálaráðuneyti yfir til félagsmálaráðuneytis, en beindi því til sveitarfélaganna, að þau skoðuðu þann möguleika að flytja dagvistarmálin til skólanefnda.

Taldi fundurinn mikilvægt að auka tengsl milli leikskóla og grunnskóla innan menntakerfisins og því rétt að halda þessum mála-flokki innan menntamálaráðuneyt-isins. Vegna nýju laganna um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, þar sem dagvist-armál eru algjörlega flutt til sveitar-félaga, sé nauðsynlegt, að haft sé samráð við sveitarfélögin og sam-tök þeirra, ef um yrði að ræða til-flutning verkefna eins og dagvist-armála milli ráðuneyta.

Einnig var um mál þetta gerð svofelld samþykkt:

,,Með nýjum lögum um verka-skiptingu ríkis og sveitarfélaga eru dagvistarmál flutt algjörlega til sveitarfélaga. Aðalfundur SSH leggur áherzlu á, að fullt sjálfsfor-ræði sveitarfélaga í þessu máli verði tryggt, og telur jafnframt

nauðsynlegt, að haft sé samráð við landshlutasamtök sveitaríélaga, ef um tilflutning verkefna verður að ræða milli ráðuneyta, m.a. dagvist-armála."

StjórnSSH [ aðalstjórn samtakanna til eins

árs voru kjörin Lílja Hallgrímsdóttir, Garðabæ, sem er formaður, borg-arfulltrúarnir Hilmar Guðlaugsson og Elín G. Ólafsdóttir, Reykjavík, bæjarfulltrúarnir Richard Björg-vinsson og Sigríður Einarsdóttir í Kópavogi, Guðrún Þorbergsdóttir, Seltjarnarnesi, Sólveig Ágústs-dóttir og Valgerður Guðmunds-dóttir í Hafnarfirði, Magnús Sig-steinsson í Mosfellsbæ og hreppsnefndarmennimir Ásgeir Sigurgestsson í Bessastaða-hreppi, Einar Guðbjartsson í Kjal-arneshreppi og Guðbrandur Hann-esson í Kjósarhreppi. Einnig voru þau Jóna Gróa Sigurðardóttir í Reykjavík, Páll Pálsson í Hafnarfirði og Heimir Pálsson í Kópavogi kjörin í stjórn Ferðamálasamtaka höfuð-þorgarsvæðisins.

Almenningsvagnar bs. Sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæð-

inu stofnuðu hinn 2. febrúar byggðasam-lag um almenningssamgöngur á höfuð-borgarsvæðinu utan staríssvæðis Strætis-vagna Reykjavikur (SVR). Erþað isamræmi við ályktun aðalfundar SSH hinn 28. októ-ber, sem frá ersagthérá undan.

I byggðasamlaginu eru Kópavogur, Garðabær, Hafnaríjörður, Mosfellsbær, BessastaðahreppurogKjalarneshreppur.

Að þvíerstefnt, að akstur strætisvagna milli þessara sveitaríélaga hefjist í ársbyrj-un 1993, þegar sérleyfi þeirra, semnúsjá um fólksflutninga á svæðinu, renna út. Gert er ráð fyrir, að samstart verði haft við Reykjavikurborg um sameiginlegar skipti-stöðvarog tengingu viðleiðakertiSVR.

Á myndinni er fyrsta stjórn Almennings-vagna bs., sem tilnefnd hefur verið afað-ildarsveitartélögunum til eins árs. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Pétur F. Þórðarson, sveitarstjóri Kjalarneshrepps, bæjarstjórarnir Ingimundur Sigurpálsson i Garðabæ og Páll Guðjónsson í Mosfells-bæ, Guðmundur Oddsson, forseti bæjar-stjórnar Kópavogs, Richard Björgvinsson,

bæjartulltrúi í Kópavogi, Helga Kristín Möller, bæjaríulltrúi i Garðabæ, bæjartull-trúarnir Jóhann G. Bergþórsson og Magn-

ús Jón Árnason ÍHafnaríirði og Sigurður V. Ásbjarnarson, sveitarstjóri í Bessastaða-hreppi. Ljósm. GunnarG. Vigfússon.

111

Page 23: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRÁ LANDSHUITASAMTÖKUNUM

AðalfundurSSH1990:

Atkvæðisréttur landsmanna verði sem jafnastur

Aöalfundur Samtaka sveitarfé-laga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) var haldinn í félagsheimilinu Fólk-vangi í Kjalameshreppi 20. októ-bersl.

Lilja Hallgrímsdóttir, fráfarandi formaður samtakanna, setti fund-inn, en fundarstjórar voru þau Jón Ólafsson, oddviti Kjalarnes-hrepps, og Kolbrún Jónsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi þar. Fundar-ritarar voru Ásgeir Harðarson og Kristinn Gylfi Jónsson.

Ávörp Jón Ólafsson ávarpaði fundar-

menn fyrir hönd hreppsnefndar Kjalarneshrepps og bauð þá vel-komna til starfa í hreppnum. Einn-ig fluttu ávörp Vilhjálmur Þ. Vil-hjálmsson, formaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga, Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður, og Hjörtur Þórarinsson, fram-kvæmdastjóri Samtaka sunn-lenzkra sveitarfélaga.

Skýrslur Lilja Hallgrímsdóttir flutti skýrslu

stjórnar, og Einar Guðbjartsson, gjaldkeri SSH, kynnti ársreikning SSH fyrir árið 1989 og tillögu að fjárhagsáætlun fyrir 1991, og var hvort tveggja samþykkt. Árgjald aðildarsveitarfélaganna til samtak-anna var ákveðið 20 krónur á hvern íbúa fyrir árið 1991, miðað viðíbúatölu 1.12.1989.

Jóna Gróa Sigurðardóttir, for-maður atvinnumálanefndar höfuð-borgarsvæðisins, flutti skýrslu um störf nefndarinnar. Einnig flutti hún skýrslu um störf Ferðamála-samtaka höfuðborgarsvæðisins.

Bragi Michaelsson, formaður fræðsluráðs Reykjanesumdæmis, flutti skýrslu um störf þess, og Ingimundur Sigurpálsson, bæjar-stjóri í Garðabæ, formaður stjórn-ar Almenningsvagna bs., gerði grein fyrir störfum stjórnar byggðasamlagsins.

Breytingar á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins

Berglind Ásgeirsdóttir, ráðu-neytisstjóri í félagsmálaráðuneyt-inu, kynnti á fundinum frumvarp til laga um breytingar á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins. Einnig fjallaöi Salome Þorkelsdóttir, al-þingismaður, um frumvarpið og ýmis mál, er varða Húsnæðis-stofnun ríkisins.

Málefni aldraðra Ráll Gíslason, borgaríulltrúi,

flutti erindi um öldrunarmál, þar sem hann m.a. sagði frá starfi ný-stofnaðs sjálfseignarfélags um málefni aldraðra á höfuðborgar-svæðinu og fyrirhuguðum bygg-ingarframkvæmdum þess. Félagið nefnist Eir, og er Páll formaður þess. Einnig ræddi Páll sérstak-lega um fjárhag framkvæmdasjóðs aldraðra.

Takmörkun á umferð vinnuvéla

Þórarinn Hjaltason, yfirverk-fræðingur í umferðardeild borgar-verkfræðingsembættisins í Reykjavík, kynnti tillögu, sem lögð hafði verið fram í umferðarnefnd

Frá aðalfundinum í félagsheimilinu Fólkvangi. Við borðið sitja Ása María Valdimars-dóttir, varabæjaríulltrúi, Jóhann G. Bergþórsson, bæjarfulltrúi, og Jóna Ósk Guð-jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnaríjarðar, svo og Ólina Þorvarðardóttir, borgar-fulltrúi i Reykjavík.

330

Page 24: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM

Frá fundinum í Fólkvangi. I ræöustóli er Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri. Henni á hægri hönd sitja, talið frá vinstri, Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri SSH, Lilja Hallgrímsdóttir, fráfarandi formaður SSH, og fundarstjórarnir Kolbrún Jónsdótt-ir og Jón Ólafsson og henni á vinstri hönd Ásgeir Harðarson, fundarritari. Við borðið næst Ijósmyndaranum sitja þrír fulltrúar Garðabæjar, Sigrún Gisladóttir, bæjarfull-trúi, Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Sigurveig Sæmundsdóttir, vara-bæjarfulltrúi. Myndirnar frá fundinum tók Gunnar G. Vigfússon.

Reykjavíkur um taknnörkun á akstri þungavinnuvéla á stofnbrautum.

Jafnframt var lögö fram og kynnt tillaga stjórnar SSH um þetta efni. Aö lokinni umræðu var tillagan samþykkt ásamt viöaukatillögu svofelld:

„Aðalfundur SSH 1990 sam-þykkir að fela stjórn samtakanna að ganga frá samræmdum tillög-um um takmörkun umferðar þungavinnuvéla fyrir þéttbýlis-svæði höfuðborgarsvæðisins. Miða skal við, að ofangreindar tak-markanir komist til framkvæmda fyrir1.maí1991.

Jafnframt verði unnið að fram-kvæmd við sérstök lokuð svæði fyrir vinnuvélar og stóra bíla á höf-uðborgarsvæðinu."

Samgöngumál Eftirfarandi tillögur til ályktunar

voru bornar upp af stjórn SSH og samþykktar á fundinum:

Vegaáætlun ,,Aðalfundur SSH, haldinn í

Kjalarneshreppi 20. október 1990, samþykkir að beina þeim tilmæl-

um til fjárveitingavalds Alþingis og ríkisstjórnar, að staðið verði við þær úrbætur og nýframkvæmdir í samgöngumálum á höfuðborgar-svæðinu, sem áætlaðar eru í nú-gildandi vegaáætlun.

Jafnframt verði haft í huga við gerð næstu fjögurra ára vegaáætl-unar, að slysahætta er gífurlega mikil vegna umferðarálags og að langt er frá, að nægjanlegt fé hafi verið veitt til þess að gera nauð-synlegar úrbætur á gatnakeríi svæðisins."

Hvalfjarðargöng „ Aðalfundur SSH 1990 lýsir

stuðningi við hugmyndir um gerð jarðganga undir Hvalfjörð. Einnig óskar fundurinn eftir því við sam-gönguráðherra og þingmenn, að stjórn samtakanna fái að fylgjast með framgangi málsins."

Flugsamgöngur „Aðalfundur SSH 1990 beinir

þeim tilmælum til stjórnvalda, að þau láti kanna öryggi flugumferðar yfir þéttbýli á höfuðborgarsvæð-inu."

Svofelld greinargerö var lögð fram með tillögum þessum:

„Á undanförnum árum hefur stórlega dregið úr framlögum til nýframkvæmda í vegamálum á höfuðborgarsvæðinu. Nema fram-lög til suðvesturhorns landsins innan við 10% afþví fjármagni, sem veitt er til nýframkvæmda á fjárlögum hverju sinni, en um 65% markaðra tekna á vegum ríkisins af umferð koma af höfuðborgar-svæðinu.

Umferðarkeríið á höfuðborgar-svæðinu ber á ákveðnum tímum dags ekki þá umferð, sem fer um það. Fjólmörg verkefni til að auka umferðaröryggi á svæðinu bíða úr-lausnar, og Ijóst er, að draga má talsverí úr umferðaróhóppum, slysum og dauðsfóllum í umferð-inni með bættum umferðarmann-virkjum, jafnframt sem úrbætur eru fjárhagslega arðbærar.

Flugumferð yfir þéttbýli hefur aukizt mjög sl. ár, bæði almennt farþegaflug og einkaflug, og þá ekki sízt ferjuflug. Slys smærri flugvéla í grennd við flugvelli eru tíð og mildi, að ekki hafi valdið slysi á jörðu niðri, þótt oft hafi leg-ið nærri. Nauðsynlegt er að tryggja öryggi flugumferðarinnar sem bezt, einkum yfir þéttbýli og næsta nágrenni flugvalla, og að fyrir liggi allar reglur um flug yfir slíkum svæðum og að öryggisá-ætlanir vegna hugsanlegra slysa séu tiltækar og raunhæfar. Nýleg dæmi gefa berlega til kynna, hve brýnt málið er."

Eyðing vargfugls Fundurinn samþykkti að beina

því til stjórnar samtakanna, að unnið verði að gerð áætlunar um eyðingu vargfugls á suðvestur-horni landsins í samráði við emb-ætti veiðistjóra og önnur lands-hlutasamtök.

Tillögunni fylgdi svofelld grein-argerð:

,,Á síðasta aðalfundi SSH var samþykkt tillaga þess efnis, að sveitaríélögin legðu til fjármagn til

331

Page 25: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM

eyðingar vargfugls á höfuðborgar-svæðinu. Alþingi veitti talsvert fé á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár til rannsókna á vargfugli á suðvestur-horni landsins. Að tillögu veiði-stjóra var samþykkt, að sveitarfé-lögin legðu til fé til þessara rannsókna. Aðildarsveitarfélög SSH lögðu samtals til eina milljón króna til þessara rannsókna.

Ljóst er samkvæmt bráða-birgðaniðurstöðum rannsókna veiðistjóra, að stofn sílamáfs er talsvert stærri en gert var ráð fyrir á sl. ári. Ljóst er því, að vandamál-ið er mikið og því brýn nauðsyn á aðgerðum til fækkunar vargfugls.

Þar sem ekki liggja fyrir endan-legar niðurstöður um stofnstærð eða árangur fækkunaraðgerða, er lagt til, að stjórn SSH vinni að til-lögu til fækkunaraðgerða á næsta ári í samráði við embætti veiði-stjóra, þegar endanlegar niður-stöður liggja fyrir síðar íhaust."

Stjórn SSH ( stjórn SSH til eins árs voru

kosnir borgarfulltrúarnir Sigrún Magnúsdóttir og Sveinn Andri Sveinsson í Reykjavík, og er hann formaöur SSH, bæjarfulltrúarnir Arnór L. Pálsson og Sigríður Ein-arsdóttir, Kópavogi, Erna Nielsen, Seltjamarnesi, Benedikt Sveins-son, Garöabæ, Magnús Jón Árna-son og Valgerður Guðmundsdótt-ir, Hafnarfirði, Magnús Sigsteins-son, Mosfellsbæ, og hrepps-

Sveinn Andrí Sveinsson, borgaríulltrúi - nýr formaður SSH.

nefndarmennimir Birgir Guð-mundsson í Bessastaðahreppi, Helga Bára Karlsdóttir í Kjalarnes-hreppi og Kristján Finnsson í Kjós-arhreppi. Kjörnir voru jafnmargir varamenn.

Þá voru kjömir þrír fulltrúar SSH í stjórn Ferðamálasamtaka höfuð-borgarsvæðisins, fjórir fulltrúar í fræðsluráð Reykjanesumdæmis, tveir endurskoðendur og tveir til vara. Loks voru kjörnir fjórir fulltrú-ar á ársfund Landsvirkjunar.

( lok fundarins afhenti Lilja Hall-grímsdóttir Jóni Ólafssyni, oddvita

Kjalarneshrepps, borðfána sam-takanna til minningar um fundinn. Jón sagði síðan fundi slitiö.

Jöfnun atkvæðisréttar Svofelld tillaga var samþykkt

samhljóða á fundinum: ,,Aðalfundur SSH, haldinn í

Kjalarneshreppi 20. okt. 1990, skorar á þingmenn að endurskoða ákvæði stjórnarskrár og laga um kosningar til Alþingis með það fyr-ir augum, að misvægi atkvæða verði leiðrétt þannig, að atkvæðis-réttur landsmanna verði sem jafn-astur, enda um grundvallarmann-réttindi að ræða.

Jafnframt er stjórn SSH falið að koma á fundi meðal sveitarstjóm-armanna og þingmanna í Reykja-víkur- og Reykjaneskjördæmum til þess að ræða þessi mál."

( greinargerð með tillögunni segir:

,, Reykjaneskjördæmi skip tis t milli Suðurnesja og höfuðborgar-svæðisins. Eðlileg skipting byggð-ar og atvinnusvæðis er milli Suð-urnesja og höfuðborgarsvæðis-ins. Mikil fólksfjölgun hefur átt sér stað í kjördæminu á sl. 30 árum og frá því að núverandi kjördæma-skipun var innleidd. Breytingar þær, sem gerðar voru á lögunum 1987, eru hvergi nærri fullnægj-and'i.

Ljóst er, að verulegur munur er á vægi atkvæða eftir kjördæmum, sbr. tófluna hérað að neðan:

Kjördæmi Reykjavík Reykjanes Vesturland Vestfirðir Norðurl. v. Norðurl. e. Austurland Suðurland Samt. eða meðalt.

Pingm. eftir kosn. '87 Fjöldi %

18 28,57 11 17,46 6 9,52 5 7,94 5 7,94 7 11,11 5 7,94 6 9,52

63 100,00

Ibúatala 1. des. '88

95.799 61.086 14.798 10.096 10.553 26.105 13.163 20.097

251.697

% 38,06 24,27

5,88 4,01 4,19

10,37 5,23 7,98

100,00

Ibúa-fjöldi

pr. bingm. 5.322 5.553 2.466 2.019 2.111 3.729 2.633 3.350 3.398

Skipt. núv. fj. þingm.

eftir íbúat.

24 15 4 3 3 7 3 5

64

Pingm., ef fj. þeirra á Vestfj. er

óbr. & íb-tala ræður

47 30

7 5 5

13 7

10 124

Pingm., ef fj. þeirra á

Reykjan. er óbr. & íb-

tala ræður 17 11 3 2 2 5 2 4

46

332

Page 26: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRA LANDSHLUTASAMTOKUNUM

NY STEFNUMOTUN SAMTAKA SVEITARFÉLAGA Á HÖFUÐ-

BORGARSVÆÐINU JÓNAS EGILSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI SSH Stjórn SSH samþykkti á fundi

stnum 4. okt. sl. stefnumótun fyrir samtökin næstu ár.

Efling byggöarinnar Meginmarkmið meö þessari

stefnu er aö efla byggð á höfuö-borgarsvæðinu og gera það sam-keppnishæft við þéttbýliskjarna er-lendis, annars vegar með sameiginlegri hagsmunagæzlu og hins vegar með því að stuðla að

samstarfi sveitarfélaganna á svæðinu.

Aukið vægi stefnumótunar Meginþættir hinnar nýju stefnu

samtakanna er aukið vægi póli-tískrar stefnumótunar og aukiö samstarf í ýmsum málum, sem snerta sveitarfélögin sameigin-lega.

Af sameiginlegum málum má nefna ráðstefnu um vegasam-

göngur á höfuðborgarsvæðinu 18. janúar um ýmis mál, er varða vegamál, vegaáætlun, almenn-ingssamgöngur o.fl. Þá hefur verið ákveðið að hefja könnun á hag-kvæmni samruna eða samvinnu stofnana sveitaríélaganna á svæöinu. Kannað verður, hvort auka mætti hagræðingu og sparnað fyrir sveitarfélögin, ef fyr-irtækjum yrði fækkað. Jafnframt

Það fer ekki milli mála hver þú ert

IBÚNADARBANKI ÍSl.ANDS c I . . . ^ A : -r

Page 27: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRA LANDSHLUTASAMTOKUNUM

verði athugaöir möguleikar á út-boöum á rekstri fyrirtækja sveitar-félaga.

Úttekt á einstökum málaflokk-um

Fyrirhugað er að gera úttekt á ýmsum mikilvægum málaflokkum, sem sveitarfélögin eru að vinna að hvert í sínu lagi, s.s. öldrunarmál-um, félagsþjónustu, dagvistarmál-um o.fl.

Samstarf um skipulagsmál Skipulagsfræðingar aðildar-

sveitarfélaga SSH hafa komið saman og rætt ýmis sameiginleg mál, er varða framtíðarvinnu í skipulagsmálum á svæðinu.

Starfsemi atvinnumálanefndar breytt

Þá hefur verið ákveðið að breyta starfsemi atvinnumálanefndar samtakanna, að fækka nefndar-mönnum úr tólf í fimm og að auka verkefni nefndarinnar. Ákveöið hefur verið, að nefndin gangist fyrir atvinnumálaráðstefnu á starfsár-inu. Niðurstöður ráðstefnunnar gætu markað nefndinni nýjan starfsgrundvöll.

Aukin verkefni til stærri kaup-staöanna

Nýlega hóf störf nefnd, sem ætl-að er að fjalla um tekju- og verk-efnatilfærslu stærri kaupstaða. Nefndinni er ætlað að móta hug-myndir um verkefni, sem hinir stærri kaupstaðir geti tekið að sér. Aukin tekju- og verkefnatilfærsla til sveitarfélaga er árangursríkasta valddreifingin að mati SSH, hvort sem er til einstakra sveitarfélaga eða byggðasamlaga. Leitað verð-ur samstarfs við þingmenn kjör-dæmanna um framgang þessa máls. Nefndinni er ætlaö að Ijúka störfum í vetur.

Jöfnun atkvæöisréttar Þá hefur einnig hafið störf sér-

stök nefnd, sem ætlað er að skila tillögum um jöfnun atkvæðisréttar. Jöfnun atkvæðisréttar er forsenda þess, að hægt verði aö grípa til raunhæfra aðgerða í byggðamál-um. Á síðasta starfsári hefur verið unniö talsvert að þessu baráttu-máli samkvæmt samþykkt aðal-fundar samtakanna 1990. Má þar nefna fund með fulltrúum stjórn-

málaflokkanna, sem haldinn var í Bessastaðahreppi sl. vor, og skoðanakönnun, sem Skáís gerði fyrir samtökin. Á fundi formanna og framkvæmdastjóra landshluta-samtaka í apríl 1991 náðist sam-staða um, að á þeim vettvangi og á vettvangi Sambands íslenzkra sveitarfélaga ætti að berjast fyrir jöfnun atkvæðisréttar. Fyrirhugað er að koma á reglulegum fundum með þingmönnum kjördæmanna, og er ætlunin, að þetta mál m.a. verði ítrekað þar.

Stefna í byggðamálum mótuö í kjölfarið á vinnu samtakanna í

vetur verður mótuð stefna samtak-anna í byggðamálum, en nauð-synlegt er að skilgreina hlutverk höfuðborgarsvæðisins í samhengi við heildarhagsmuni lands og þjóðar. Breyta þarf því viðhorfi, að aukin þéttbýlismyndun á höfuð-borgarsvæðinu sé vandamál. Sterkur þéttbýliskjarni er hverju þjóðfélagi nauðsyn, ef ekki á að eiga sér stað stórfelldur atgervis-flótti frá landinu.

BH hitablásararnir eru hljóðlátir, fyrirferðalitlir, kraftmiklirogumfram allt hlýlegir í viðmóti. Hér er íslcnsk framleiðsla með áratuga reynslu Bjóðum ráðgjöf við uppsetningu, ásamt — fullkominni viðhaldsþjónustu. Vandaður festibúnaður fylgir öllum hitablásurumfrá okkur.

Traustur hhagjaE

BLIKKSMIÐJAN

BmmszM. SMIÐSHÖFÐA 9 112REYKJAVÍK SÍMI: 91-685699

345

Page 28: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRA W N D S H L U T A S A M T O K U N U M

Aðalfundur SSH 1992:

Stuðningur við víðtækan ílutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar-

svæðinu (SSH), sem haldinn var í félagsheimili Kópa-

vogs hinn 17. október sl., var stuðningi lýst við hug-

myndir sem settar höfðu verið fram í sérstakri verkefnanefnd samtakanna um að flytja rekstur grunn-

skóla, heilsugæslustöðva, málefni fatlaðra og málefni aldraðra til sveitarfélaga. Ennfremur taldi fundurinn rétt að kanna til hlítar möguleika á því að fela sveitar-

félögum rekstur framhaldsskóla og sjúkrahúsa, lög-

gæslu, gerð þjóðvega í þéttbýli og rekstur hafna. Einnig var í ályktun lagt til að í ljósi atvinnuástands-

ins í landinu geri sveitarfélögin og rfkisstjórn sameig-

inlegt átak til þess að efla enn skilyrði fyrir nýsköpun, rannsókna- og þróunarstarfsemi í atvinnulífinu.

Formaður SSH, Sveinn Andri Sveinsson, borgarfull-

trúi í Reykjavík, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar og Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri SSH, kynnti árs-

reikninga samtakanna fyrir árið 1991.

Fundarstjórar voru bæjarfulltrúarnir Bragi Michaels-

son og Guðmundur Oddsson í Kópavogi og fundarrit-

arar þær Helga E. Jónsdóttir og Birna G. Friðriksdóttir, bæjarfulltrúar þar í bæ.

Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, bauð fundarmenn velkomna til starfa í bænum en síðan voru fluttar skýrslur fastanefnda samtakanna.

Jóna Gróa Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi og for-

maður Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins, flutti skýrslu um störf samtakanna og störf atvinnumála-

nefndar en hún er einnig formaður hennar. Bragi Michaelsson flutti skýrslu fræðsluráðs Reykjanesum-

dæmis.

Ávörp og kveöjur Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, flutti ávarp af

hálfu alþingismanna Reykjavíkur og Reykjaness, Vil-

hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, flutti kveðjur stjórnar sambandsins og þeir Hjörtur Þórarinsson, framkvæmdastjóri SASS, og Albert Eymundsson, formaður SSA, fluttu kveðjur samtaka sinna.

Verkefni ríkis og sveitarfélaga Aðalumræðuefni fundarins nefndist Verkefni ríkis og

sveitarfélaga. Efnið var brotið niður í málaflokka og ræddi hver

framsögumaður tiltekinn þátt. Sigrún Gísladóttir, skólastjóri og bæjarfulltrúi í

Garðabæ, hafði framsögu um grunnskólann. Hún taldi það skipta máli varðandi daglegan rekstur og alla framþróun í skólamálum að einn og sami aðili bæri alla ábyrgð á grunnskólanum. Taldi hún sveitarfélögin verða að hafa metnað til að gera þar betur en ríkisvald-

ið. Sigurður Geirdal hafði framsögu um framhaldsskól-

ann. Hann taldi núverandi verkaskiptingu oft óljósa og að sveitarstjórnir fengju litlu ráðið um stefnu og náms-

framboð þótt þær ættu fulltrúa í stjórnum skólanna. Sveitarfélögin greiddu auk þess ýmsan kostnað sem rfkinu bæri að greiða.

I umræðum taldi Markús Örn Antonsson, borgar-

stjóri í Reykjavík, tímabært að færa grunnskólann til sveitarfélaga og að eðlilegt væri að sá aðilinn sem byggði mannvirkið og ætti það hefði hönd á stjórnun skólans. Bragi Michaelsson taldi einnig rétt að færa grunnskólann til sveitarfélaganna.

Hilmar Sigurðsson, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, hafði

| K |

B i ^ H

",-*•'

^H'^H

%

[̂ L̂ vF j f ,M

1 Sc 1 ^ * 1

■ ■ ^ ■*'!

S t̂at ^2 ^ . ^ S ^ ^ ^

k * ^ ^ Frá aðalfundinum sem haldinn var i Félagsheimili Kópavogs. Ljósm. Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri samtakanna.

169

Page 29: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRA LANDSHLUTASAMTOKUNUM

framsögu um löggæslu. Taldi hann bæði kost og galla við flutning þessa verkefnis til sveitarfélaga en kvaðst að öllu athuguðu ekki sjá ávinning við að flytja lög-gæsluna til margra smárra eininga, m.a. vegna kunn-ingjatengsla í litlu samfélagi. Borgarstjóri kvaðst í um-ræðunni telja að löggæslan á höfuðborgarsvæðinu væri betur komin í höndum sveitarfélaganna en hjá rfkinu.

Varaborgarfulltrúarnir Ingólfur S. Sveinsson geð-læknir og Olafur F. Magnússon læknir fluttu framsögu um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði heil-brigðismála. Ræddi Ingólfur um sjúkrahús og Ólafur um heilsugæslustöðvar. Tóldu þeir báðir að sveitarfé-lög ættu almennt frekar að stjórna heilbrigðismálum en rfkið ef undan eru skilin stærstu sjúkrahúsin.

I umræðum taldi Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi rangt að flytja sjúkrahús til sveitarfélaga en eðlilegt að færa heilsugæslustöðvar til sveitarfélaga og að vel færi saman heilbrigðisþjónusta og félagsleg þjónusta.

Valgerður Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnar-firði, ræddi málefni fatlaðra og taldi þann málaflokk vel til þess fallinn að færast í heild til sveitarfélaga. Upp-bygging sambýla og verndaðra vinnustaða hefði verið gífurleg á undanförnum árum og myndi þessi mála-flokkur krefjast vaxandi fjárframlaga. Sameining sveitarfélaga væri forsenda fyrir tilfærslu málaflokks-ins. Kristín Ólafsdóttir taldi málefni fatlaðra eiga heima hjá sveitarfélögunum og flutti tillögu um að sveitarfé-lógin á höfuðborgarsvæðinu tækju upp samstarf um akstur fatlaðra frá ársbyrjun 1993.

Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, flutti framsögu um málefni aldraðra, einkum þjónustu sem aldraðir ættu að njóta. Nefndi hann einkum fjár-málalega ráðgjöf og tómstundir við hæfi. Kvað hann skorta á samvinnu milli sveitarfélaga í málaflokknum.

Sveinn Andri Sveinsson hafði framsögu um hafna-mál og Iagði til að þessi málaflokkur yrði færður til sveitarfélaga. Hann lagði til að hafnaframkvæmdir yrðu kostaðar af sjálfsaflafé og af framlagi frá eigendum og að framlag úr rfkissjóði yrði fellt niður.

Jónas Egilsson hafði framsögu um þjóðvegi í þétt-býli. Hann taldi að ríkisvaldið hefði ekki staðið sig við uppbyggingu þjóðvega í þéttbýli. Hann lagði til að þessi málaflokkur yrði færður til sveitarfélaga og að þau fengju 50% af bensíngjaldi til þess að standa undir þeim kostnaðarauka.

Flutningur verkefna til sveitarfélaga Að umræðum loknum var gengið til afgreiðslu á

ályktunum aðalfundarins. Um þetta meginefni fundar-ins var svofelld ályktun gerð:

„Aðalfundur SSH 1992 lýsir stuðningi við þær hug-myndir verkefnanefndar samtakanna (þ.e. SSH) að flytja rekstur grunnskóla, heilsugæslustöðva, málefni fatlaðra og málefni aldraðra til sveitarfélaga. Ennfrem-ur telur fundurinn rétt að kanna til hlítar möguleika á

Sveinn Andri Sveinsson, formaður SSH.

því að fela sveitarfélögum rekstur framhaldsskóla og sjúkrahúsa, löggæslu og gerð þjóðvega í þéttbýli og rekstur hafna."

Sameining sveitarfélaga Um sameiningu sveitarfélaga gerði fundurinn svo-

fellda ályktun: „Aðalfundur SSH 1992 leggur áherslu á að þannig

verði staðið að sameiningu sveitarfélaga að vilji íbú-anna ráði en ekki verði um lögbundna þvingun að ræða.

Nauðsynlegt er að efla sveitarstjórnarstigið með því að auka sjálfsstjórn sveitarfélaga þannig að þau verði betur fstakk búin til að sinna margháttuðum verkefnum sínum.

Lögð verði áhersla á að engu málefni, sem varðar sérstaklega hagsmuni sveitarfélags, verði ráðið til lykta án umsagnar þess."

Neyoarsímanúmer Um neyðarsímanúmer samþykkti fundurinn svo-

fellda ályktun: „Aðalfundur SSH 1992 samþykkir að fela stjórn

samtakanna að hefja viðræður við önnur landshluta-samtök um að komið verði á samræmdu neyðarnúm-erakerfi fyrir allt landið. Þessi vinna verði unnin í samráði við aðildarsveitarfélögin og viðkomandi ráðu-neyti."

Tillögu að þessari ályktun fylgdi svofelld greinar-gerð:

„Alls eru um 120 mismunandi símanúmer fyrir neyðarþjónustu í landinu. Ekkert samræmi er á neyð-arnúmerum milli sveitarfélaga og þaðan af síður milli landshluta. Augljóslega getur slfkt valdið töfum á út-kalli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Unnið hefur verið að undirbúningi að þessu máli af hálfu landshlutasamtakanna undanfarið. Nokkur sveit-arfélög hafa verið að endurnýja neyðarnúmerakerfi eða

170

Page 30: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRA LANDSHLUTASAMTOKUNUM

þurfa að fara til þess. Til að koma í veg fyrir tvíverknað er lagt til að reynt verði að koma á fót samstarfi lands-hlutasamtakanna sem vinni að því, í samráði við við-komandi fagráðuneyti og stofnanir, að komið verði upp samræmdu neyðarnúmeri fyrir allt landið."

Atvinnumál Svofelld ályktun var gerð um atvinnumál: „Aðalfundur SSH 1992 leggur til að í ljósi atvinnu-

ástandsins í landinu geri sveitarfélögin og ríkisstjórn sameiginlegt átak til þess að efla enn skilyrði fyrir ný-sköpun, rannsókna- og þróunarstarfsemi í atvinnulífinu.

Jafnframt verði hin „almennu" skilyrði atvinnu-rekstrar lagfærð til jafns við það sem gerist í viðskipta-löndum okkar, en það er skilyrði fyrir því að náð verði samkeppnisstöðu við þessi lönd.

Um þessar mundir berst íslenskt atvinnulíf í bökkum, eiginfjárhlutfall þess er aðeins um 17% í heild, en þyrfti að vera á bilinu 25-30% til að hafa nægilegan eigna-legan styrk. Við núverandi aðstæður er atvinnulífið á brauðfótum.

Þetta verði lagfært með: a. endurskoðun launatengdra gjalda og skatta á fyrir-

tækin, þannig að hún komi bæði launþegum og fyr-irtækjum til góða.

b. því að stuðla að stofnun þróunarfyrirtækja að erlendri fyrirmynd til eflingar atvinnulífinu. Jafnframt verði reynt að fá erlent áhættufjármagn inn í landið.

c. því að leitað verði eftir þátttöku stéttarfélaga og líf-eyrissjóða í atvinnulífinu, m.a. með þátttöku í þró-unarfyrirtækjum sem getið er í lið b.

d. tekjuskattleysi fyrirtækja á uppbyggingartíma, eins og fordæmi eru fyrir, t.d. á írlandi.

e. Sveitarfélögin kanni hugmyndir um sköpun aðstöðu í iðngörðum eða í lausu atvinnuhúsnæði á markaðin-um sem fyrir hendi er. Þetta húsnæði verði leigt tímabundið á sanngjörnu verði.

f. því að vinna að verkefnum sem geta stuðlað að auk-inni ferðamannaþjónustu, s.s. með hreinsun um-hverfis og bættum vegum.

g. því að orkuverð verði lækkað og gert samkeppnisfært við erlenda orkugjafa. Reikningslegur afskriftartími orkuvera hérlendis er of stuttur.

h. Viðskiptum verði beint í auknum mæli til innlendra aðila og sveitarfélög hvetji til notkunar íslenskrar framleiðslu."

Akstur fatlaðra Svofelld ályktun var gerð um akstur fatlaðra: „Aðalfundur SSH samþykkir að fela stjórn SSH að

gera tillögur til aðildarsveitarfélaganna um framtíðar-skipulag á akstri til og frá skólum og jafnframt akstri fatlaðra sem sveitarfélögunum er ætlað að yfirtaka frá 1. janúar 1993, samanber samkomulag Sambands ís-

lenskra sveitarfélaga frá maí 1992. Tillögur þessar taki mið af því að samræma þennan

rekstur og/eða með hvaða hætti sveitarfélögin geti sameinast um hann á hagkvæman hátt.

Tillögurnar skulu gerðar að undangengnu nánu sam-ráði við þá aðila sem nú skipuleggja og annast akstur fatlaðra á svæðinu."

Fjárhagsáætlun og árgjald Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir 1993 var sam-

þykkt að árgjald sveitarfélaganna til samtakanna yrði hækkað úr kr. 23,00 á fbúa sl. ár í kr. 27,50 á íbúa árið 1993. Niðurstöðutölur rekstrarreikningsins yrðu tæp-lega 15 millj. króna miðað við þau árgjöld.

Stjórn SSH I aðalstjórn SSH fyrir næsta starfsár voru einróma

kjörin þau Sveinn Andri Sveinsson, sem er formaður, Ólína Þorvarðardóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, bæj-arfulltrúarnir Arnór L. Pálsson og Sigríður Einarsdóttir í Kópavogi, Erna Nielsen á Seltjarnamesi, Benedikt Sveinsson í Garðabæ, Magnús Jón Árnason og Val-gerður Guðmundsdóttir í Hafnarfirði og Magnús Sig-steinsson í Mosfellsbæ og hreppsnefndarfulltrúarnir María B. Sveinsdóttir í Bessastaðahreppi, Helga Bára Karlsdóttir í Kjalarneshreppi og Kristján Finnsson á Grjóteyri í Kjósarhreppi.

Aörar kosningar Endurskoðendur SSH voru kjörnir bæjarfulltrúamir

Hilmar Sigurðsson í Mosfellsbæ og Helga E. Jónsdóttir í Kópavogi.

I stjórn Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins voru kjörin Jóna Gróa Sigurðardóttir, Birna G. Frið-riksdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, og Páll Pálsson, formaður ferðamálanefndar Hafnarfjarðar.

Fulltrúar á ársfund Landsvirkjunar voru kjörnir Sveinn Andri Sveinsson og bæjarfulltrúarnir Ingvar Viktorsson og Jóhann G. Bergþórsson í Hafnarfirði og Guðmundur Oddsson í Kópavogi.

Veiting viðurkenningar Meðan hádegisverður var snæddur var veitt viður-

kenning stjórnar SSH fyrir merkt framlag til umhverf-is-, útivistar- og skipulagsmála fyrir árið 1992. Að þessu sinni hlaut Garðabær viðurkenningu fyrir um-hverfi Vífilsstaðavegar. Formaður SSH, Sveinn Andri Sveinsson, kynnti viðurkenninguna, en Sigrún Gísla-dóttur, forseti bæjarstjórnar, og Ingimundur Sigurpáls-son, bæjarstjóri í Garðabæ, veittu viðtöku listaverki sem samtökin höfðu látið gera í þessu skyni.

Hliðstæða viðurkenningu hafa samtökin veitt árlega fráárinu 1985.

I lokin þáðu fundarmenn veitingar í boði Kópavogs-bæjar.

17!

Page 31: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRA L A N D S H L U T A S A M T O K U N U M

Aðalfundur SSH 1994:

Höfuðborgarsvæðið eirr arvinnusvæði Átjándi aðalfundur Samtaka

sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) var haldinn 8. október 1994 í Félagsgarði, félagsheimili Kjósar-hrepps. Fundurinn var vel sóttur og voru ýmsar ályktanir og samþykktir gerðar.

Fráfarandi formaður, Sveinn Andri Sveinsson, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar og Jónas Eg-ilsson, framkvæmdastjóri SSH, gerði grein fyrir ársreikningum sam-takanna fyrir árið 1993 sem voru samþykktir.

Guðbrandur Hannesson, oddviti Kjósarhrepps, bauð fundarmenn vel-komna til fundar í Kjósinni. Fundar-stjórar voru þeir Kristján Finnsson og Kristján Oddsson og fundarritari Sigurbjörn Hjaltason, allir hrepps-nefndarmenn í Kjósarhreppi.

Á fundinum fluttu ávörp Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, fyrir hönd alþingismanna, Guðmundur Árni Stefánsson, þáv. félagsmála-ráðherra, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-son, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Hjalti Jóhannes-son, framkvæmdastjóri Eyþings. Kveðjur bárust í skeyti frá Fjórð-ungssambandi Vestfirðinga.

Eitt atvinnusvæói Á fundinum var rætt um samstarf

sveitarfélaganna í atvinnumálum. Framsöguræður héldu Jóna Gróa Sigurðardóttir , borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður atvinnu-málanefndar SSH, Ragnar Kjartans-son, framkvæmdastjóri Aflvaka Reykjavíkur hf., og Hannes G. Sig-urðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands.

Svofelld ályktun var samþykkt á

fundinum: „Aðalfundurinn telur eðlilegt að

við endurskoðun reglna um úthlutun styrkja úr Atvinnuleysistrygginga-sjóði verði heimilað að ráða vinnuafl óháð búsetu. I núverandi reglum er skylt að nota vinnuafl af atvinnuleys-isskrá í viðkomandi sveitarfélagi. Þar sem höfuðborgarsvæðið er eitt at-vinnusvæði er eðlilegt að veita heim-ild til ráðningar af atvinnuleysiskrá á svæðinu í heild sinni. Slíkt getur ver-ið nauðsynlegt, þar sem sérhæfða starfskrafta er ekki að finna í öllum sveitarfélögum innan svæðisins."

Þá voru samþykkt harðorð mót-mæli við áform ríkistjórnarinnar að gera sveitarfélögunum að greiða 600 millj. kr. til Atvinnuleysistrygg-ingasjóðs.

Samræmd feröaþjónusta fatlaöra

Svofelld ályktun var gerð á fund-inum:

„Fundurinn samþykkir að kosin verði nefnd með þátttöku hlutaðeig-andi sveitarfélaga sem verði falið að gera tillögu um samræmt fyrir-komulag stjórnunar á ferðaþjónustu fatlaðra og á skólaakstri fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Nefndin skili tillögu á næsta aðalfundi SSH. Að-alfundur SSH telur nauðsynlegt að samræma beri ferðaþjónustu fatl-aðra á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt sé sjálfsagt réttlætismál fyrir fatlaða, enda er höfuðborgarsvæðið eitt at-vinnu- og þjónustusvæði. Áætluð fjárþörf vegna starfsins er kr. 750.000."

Frá aoaffundinum í Félagsgaroi. Guömundur Arni Stefánsson, þáv. félagsmálaráoherra, í ræoustóli. Ljósm. Gunnar G. Vigfússon.

4 6

Page 32: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRA L A N D S H L U T A S A M T O K U N U M

19. aðalfundur SSH:

Flutningur grunnskólans til sveitar-félaga aðalumræðuefni fundarins

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar-svæðinu (SSH) 1995, hinn 19. í röðinni, var haldinn í Kirkjulundi í Garðabæ hinn 7. október.

Sigurður Geirdal, fráfarandi formaður, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar og nefnda, en Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri SSH, gerði grein fyrir ársreikningum samtakanna fyrir árið 1994.

Fundarstjórar voru Sigrún Gísladóttir, forseti bæjar-stjórnar Garðabæjar, og Gizur Gottskálksson bæjarfull-trúi og Erna Aradóttir, varabæjarfulltrúi í Garðabæ, fundarritari.

Ávörp Á fundinum flutti Páll Pétursson félagsmálaráðherra

ávarp og ræddi þann vanda sem steðjar að heimilum í landinu í kjölfar aukins atvinnuleysis og þær úrbætur sem ríkisstjórnin mun vinna að í þeim málum. Árni Mathiesen, fyrsti alþingismaður Reykjaneskjördæmis, flutti kveðjur þingmanna, Sigrún Magnúsdóttir, borgar-fulltrúi í Reykjavík og fulltrúi í stjórn Sambands ís-lenskra sveitarfélaga, flutti kveðjur stjórnarinnar og Guðjón Ingvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, flutti kveðjur heimabyggðar og fulltrúa landshlutasamtakanna. Þá voru fluttar kveðjur til fundarins frá fjarstöddum þing-mönnum.

Flutningur grunnskólans til sveitar-félaganna

Aðalumræðuefni fundarins var flutningur grunnskól-ans til sveitarfélaganna. Framsögumenn um það efni voru Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu og formaður verkefnastjórnar um flutning grunnskólans, Karl Björnsson, bæjarstjóri á Selfossi, sem ræddi um tekjustofna og mat á kostnaði við flutning grunnskóla til sveitarfélaga, og Garðar Jónsson, viðskiptafræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem ræddi um hlut-verk jöfnunarsjóðs. Þá kynnti Viktor A. Guðlaugsson, þáv. forstöðumaður Skólaskrifstofu Reykjavíkur, niður-stöður samráðshóps SSH um samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Loks flutti ávarp Halldóra Magn-úsdóttir, skólastjóri Hamarsskóla í Vestmannaeyjum, fyrir hönd Skólastjórafélags íslands.

í framhaldi umræðunnar var samþykkt að beina því til stjómar samtakanna að efna til málþings um málefni grunnskólans í samráði við samráðshópinn og skóla-nefndir á svæðinu.

Samstarf sveitarfélaga um verkefni grunnskólans Aðalfundurinn samþykkti að haldið yrði áfram þeirri

vinnu við gerð tillagna um samstarf sveitarfélaganna í málefnum grunnskólans, sem unnið hefði verið að á veg-um SSH á starfsárinu. Stjórn SSH var falið að skipa nefnd með fulltrúum allra sveitarfélaganna til að halda áfram þessari vinnu sem ætlað var að ljúka sem fyrst.

Mismunandi staða vegna einsetningar Að tillögu Árna Sigfússonar borgarfulltrúa og fleiri

var samþykkt að beina þeim tilmælum til Sambands ís-lenskra sveitarfélaga að við endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga vegna flutnings grunnskóla til sveitarfélaga og nýrra úthlutunarreglna jöfnunarsjóðs yrði fullt tillit tekið til mismunandi stöðu sveitarfélaga vegna einsetn-ingar grunnskóla.

Feröaþjónusta fatlaöra Hörður Gíslason, skrifstofustjóri hjá Strætisvögnum

Reykjavíkur og formaður nefndar SSH um samstarfs-möguleika sveitarfélaga, gerði grein fyrir niðurstöðum nefndar um samstarf sveitarfélaganna í ferðaþjónustu fatlaðra.

I ályktun fundarins um þetta efni var samþykkt að beina þeim tilmælum til aðildarsveitarfélaganna að þau samræmdu reglur sínar um ferðaþjónustu fatlaðra. Sam-ræmingin nái til þjónustutíma, þjónustusvæðis, aðgengis, forgangsröðunar og gjaldtöku.

Lagt var til að stjórn SSH skipaði sérstakan samráðs-hóp sveitarfélaganna og feli honum að gera tillögur um samræmdar reglur í þessum efnum.

Löggœsla á höfuðborgarsvœðinu Svofelld ályktun var á aðalfundinum gerð um fjárveit-

ingar til löggæslu á höfuðborgarsvæðinu: „Aðalfundur SSH 1995 skorar á þingmenn Reykjavík-

ur og Reykjaneskjördæmis að beita sér fyrir auknum fjárveitingum til löggæslu á höfuðborgarsvæðinu.

Frá árinu 1989 hefur fbúum á höfuðborgarsvæðinu

1 7 4

Page 33: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRA L A N D S H L U T A S A M T O K U N U M

fjölgað um 8% en á þessu tímabili hafa fjárveitingar til löggæslu lækkað um 15% að raungildi. Þetta gerist á sama tíma og gerðar eru auknar kröfur til lögreglu-manna, verksvið þeirra víkkað og afbrotum hefur fjölg-að. Afleiðing þessa niðurskurðar, sem hefur orðið á lög-gæslu á svæðinu, er lakara eftirlit með afbrotum og glæpum og minna öryggi fyrir hinn almenna borgara."

Alögur ríkisins á almenningssamgöngur Svofelld ályktun var gerð um álögur ríkisins á al-

menningssamgöngur: „Aðalfundur SSH 1995 ítrekar fyrri áskoranir sínar til

ríkisvaldsins um að aflétt verði sköttum og öðrum álög-um á almenningssamgöngur í landinu. Tekjur ríkis-valdsins af starfsemi Strætisvagna Reykjavíkur (SVR) og Almenningsvagna bs. (AV) nema rúmlega 110 millj-ónum króna á ári eða um 10% af heildargjöldum þessara fyrirtækja, þá eru ekki talin aðflutningsgjöld af vögnun-um.

Það er með öllu ófært að mati fundarins að ríkissjóður hafi almenningssamgöngur að tekjulind. Bent er á að annars staðar á Norðurlöndum er rekstur almennings-vagna styrktur af ríkisvaldinu með beinum framlögum."

Tekjuskerðing verði bœtt Að tillögu Ingimundar Sigurpálssonar, bæjarstjóra í

Garðabæ, var samþykkt að beina því til ríkisstjórnar og Alþingis að sveitarfélögum yrði bætt sú tekjuskerðing, sem ríkisstjórnin hafði tekið ákvörðun um í tengslum við gerð kjarasamninga fyrr á árínu með því að heimila frádrátt frá tekjum við álagningu skatta framlög laun-þega í Iífeyrissjóð. „Akvörðun þessi var tekin einhliða af ríkisstjórn án samráðs við samtök sveitarfélaga. Því er þess krafist að sveitarfélögum verði bætt tekjuskerðing-in með því að auka hlutdeild útsvars á kostnað tekju-skatts á álagningu opinberra gjalda," sagði í ályktun fundarins um þetta efni.

Endurskoðun á starfsemi samtakanna A fundinum var samþykkt að fela nýrri stjórn að end-

urskoða alla þætti starfsemi samtakanna. Tillögur verði lagðar fyrir sveitarstjórnirnar fyrir 1. mars 1996.

Fjármál I tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar samtak-

anna var samþykkt að árgjald árið 1996 yrði 26 krónur á íbúa miðað við íbúatölu 1. des. 1994.

Stjórn SSH 1995-1996 í aðalstjórn SSH 1995-1996 voru kjörnir borgarfull-

trúarnir Hilmar Guðlaugsson og Steinunn V. Óskars-dóttir, Arnór L. Pálsson bæjarfulltrúi og Sigurður Geir-dal bæjarstjóri fyrir Kópavogsbæ, bæjarfulltrúarnir Val-gerður Sigurðardóttir og Arni Hjörleifsson fyrir Hafnar-fjarðarkaupstað, Erna H. Nielsen, forseti bæjarstjórnar,

Arni Hjörleifsson, forma&ur SSH.

fyrir Seltjarnarneskaup-stað, Laufey Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi, fyrir Garða-bæ, Jónas Sigurðsson, for-seti bæjarstjórnar, fyrir Mosfellsbæ, Sigtryggur Jónsson oddviti, fyrir Bessastaðahrepp, og hreppsnefndarfulltrúarnir Kolbrún Jónsdóttir, fyrir Kjalarneshrepp, og Krist-ján Finnsson, fyrir Kjósar-hrepp.

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfundinn var Árni Hjörleifsson kosinn for-maður stjórnarinnar.

Loks voru kjörnir tveir endurskoðendur SSH, þrír full-trúar í atvinnumálanefnd höfuðborgarsvæðisins, aðrir þrír í stjórn Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins og fjórír fulltrúar á ársfund Landsvirkjunar.

Samþykkt var á aðalfundinum að umboð uppstillingar-nefndar gilti til aðalfundar árið 1996.

I fundarlok bauð bæjarstjórn Garðabæjar fundarmönn-um í hóf.

Vióurkenning Á aðalfundinum var Seltjarnarnesbæ veitt viðurkenn-

ing fyrir uppbyggingu á útivistarsvæði við Eiðistorg en árlega veita samtökin viðurkenningu fyrir merkt framlag til umhverfis-, útivistar- og skipulagsmála.

Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, veitti viðurkenningunni móttöku og þakkaði hana fyrir hönd bæjarstjórnar.

Rotþ rær Framleiði rotþrær úr trefjaplasti fyrir

einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög. Geri tilboð í stœrri verk.

Guðqeir Svavarsson Steinsstöðum v/Garðagrund

300 AKRANES Vinnusími 431 2801 Heimasimi 431 2818

Bílasími 854 4654

1 7 5

Page 34: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRA L A N D S H L U T A S A M T O K U N U M

20. aðalfundur SSH haldinn í Hlégarði í Mosfellsbæ

Frá a&alfundinum í Hlégarði. Viö boröiö sitja, vinstra megin, Valger&ur Sigur&ardóttir, bæjarfull-trúi í Hafnarfiröi, Kristján Pálsson, alþingismaöur í Reykjaneskjördæmi, Kolbrún Jónsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi i Kjalarneshreppi, Jón Pétur Líndal, varafulltrúi í hreppsnefnd Kjalarnes-hrepps og fv. sveitarstjóri þar, og Jónas Vigfússon. núv. sveitarstjóri. Handan þeirra sitja Helga Bára Karlsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Kjalarneshreppi, Árni Mathiesen alþingisma&ur í Reykja-neskjördæmi, og Jóhann G. Bergþórsson, bæjarfulltrúi i Hafnarfir&i.

Jónas Egilsson, framkvœmdastjóri SSH Samgöngumál voru aðalumræðuefni 20.

aðalfundar SSH, sem haldinn var í Hlégarði 19. okt. 1996. Einnig var lögð fram skýrsla nefndar sem vann að endurskoðun á starfsemi samtakanna.

Samgöngumál Halldór Blöndal samgönguráðherra var

fyrstur fjögurra framsögumanna um sam-göngumál á höfuðborgarsvæðinu. Hann ræddi fjárveitingar til vega- og flugvallamála. Hann sagði að um þriðjungur fjárveitinga til nýframkvæmda í vega-málum myndi framvegis renna til höfuðborgarsvæðis-ins. Hann lagði mikla áherslu á að sem fyrst yrði hafist handa um uppbyggingu Reykjavfkurflugvallar, þar sem völlurinn væri mjög illa á sig kominn.

Árni Hjörleifsson, formaður SSH, lýsti áhyggjum

sveitarstjórnarmanna vegna stöðu vegamála á höfuðborgarsvæðinu og slysahættu í umferð-inni. Hann lýsti þeim fjárhagslega ávinningi sem er af því að bæta umferðarmannvirki og draga um leið úr slysahættu. Hann vék að skiptingu fjármagns milli sv-hornsins og landsbyggðarinnar. Fagnaði því að hlutfall til umferðarmannvirkja sv-hornsins hefði farið hækkandi en taldi að betur mætti gera.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri taldi ástæðu til að leggja aukna áherslu á almennings-samgöngur og umferð gangandi og hjólandi. Huga þyrfti að þessum þattum í auknum mæli en ekki einblína á notkun einkabifreiðarinnar. Hún lýsti framkvæmdum við gerð göngubrúa í borginni. Borgarstjóri vék því næst að því að á hverfisfundum í borginni hefðu hvarvetna kom-ið fram áhyggjur borgarbúa vegna umferðarmála. Hún

1 7 8

L

Page 35: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

F R A L A N D S H L U T A S A M T O K U N U M

gerði grein fyrir áætlun borgarinnar til að draga úr um-ferðarslysum. Ingibjörg Sólrún fagnaði auknum vega-framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum en taldi mjög brýn verkefni óunnin. Hún varpaði því fram hvort sveitarfélögin ættu ekki að fá hluta af þeim fram-lögum sem nú renna óskert í ríkissjóð frá bifreiðaeig-endum. Að auki reifaði hún mikilvægi þess að ráðist yrði í framkvæmdir við Sundabraut og að lokum lagði hún áherslu á mikilvægi þess að ríkisvaldið tryggi a.m.k. óbreytt framlag til vegaframkvæmda á höfuð-borgarsvæðinu á næstu árum.

Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur greindi frá undirbúningi að endurskoðun vegaáætlunar fyrir höfuð-borgarsvæðið. Hann sagði frá því hvernig hefði gengið að framkvæma vegaáætlun fyrir árin 1995-1998. Stefán greindi ennfremur frá áherslum einstakra sveitarfélaga hvað varðar umferðarendurbætur og ræddi að lokum mikilvægi þess að við endurskoðun vegaáætlunar yrði hugað í auknum mæli að gerð mannvirkja fyrir gang-andi vegfarendur og að hljóðmönum.

Guðrún Agústsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykja-vfkur, tók þátt í almennum umræðum og fagnaði því að samgöngumál hefðu á fundinum verið rædd í víðara samhengi en oft áður. Hún vék að málefnum Reykjavfk-urflugvallar og skýrði frá því að starfshópur fjallaði nú um málefni flugvallarins. Kvað hún réttast að halda sér-stakan fund um framtíð flugvallarins og beindi því til stjórnar SSH að hún beitti sér fyrir því að slíkur fundur yrði haldinn.

Endurskoöun á starfsemi SSH Hilmar Guðlaugsson gerði grein fyrir skýrslu nefndar

SSH um endurskoðun á starfsemi samtakanna. Fram kom í máli Hilmars að nefndin teldi rekstur samtakanna í samræmi við umfang þeirra. Nefndin leggur til að formleg tengsl við Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæð-isins verði rofín og bendir á möguleika fyrir sveitarfé-lögin að taka upp beina aðild.

Þá var undirstrikuð áherslubreyting á starfsemi sam-takanna með því að leggja niður atvinnumálanefnd sam-takanna, en í stað þess taka upp formlegt samstarf for-manna atvinnumálanefnda sveitarfélaganna. Með slfku náist betri tengsl við sveitarfélögin og milli einstakra formanna. A undanförnum árum hefur verið að þróast samstarf formanna einstakra verkefnanefnda hjá sveitar-félögunum. Formenn skipulagsnefnda, heilbrigðis-nefnda og umhverfisnefnda hafa hist og farið yfir sín mál, borið saman bækur sínar o.s.frv.

í stað varanlegra nefnda er einnig lagt til að skipaðar verði eftir þörfum nefndir til þess að sinna einstökum verkefnum og hafi þær til þeirra tiltekinn tíma. Dæmi um þetta fyrirkomulag er t.d. vinnuhópur um endur-skoðun á verðskrá sundstaða og nefnd um endurskoðun reglna um ferðaþjónustu fatlaðra. Tillögur þeirra eru flestar þegar komnar til framkvæmda. Einnig var ákveð-

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ræöir viö Jóhann Sigur-jónsson, bæjarstjora Mosfellsbæjar. Stefán Hermannsson borg-arverkfræöingur lengst til vinstri.

Róbert B. Agnarsson, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, var fundar-stjóri. Anna Guörún Björnsdóttir, forstööumaöur fjármála- og stjórnsýslusviðs í Mosfellsbæ, var fundarritari eftir hádegi en fyrir hádegið hafði Ásgeir Eiríksson, forstööumaður fræöslu- og menningarsviðs í Mosfellsbæ, verið fundarritari.

Bæjarfulltrúarnir Ómar Smári Ármannsson i Hafnarfirði, Laufey Jóhannsdóttir í Garðabæ og Valgerður M. Guðmundsdóttir í Hafnarfirði ræðast við á aðalfundinum.

1 7 9

Page 36: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRA L A N D S H L U T A S A M T O K U N U M

Helga Bára Karlsdóttir hreppsnefndarfulltrúi og Pétur Friöriks-son, oddviti í Kjalarneshreppi.

ið að þessar nefndir skyldu skila niðurstöðum til stjórnar SSH, sem hefur þannig eftirlit með störfum þeirra.

Að lokum gerði nefndin tillögu um að fonnaður sam-takanna skyldi kosinn á aðalfundi, en ekki af stjórn eins og verið hefur frá upphafi.

Niöurfelling gjalda á slökkvibúnadi Aðalfundurinn gerði samþykkt þar sem skorað var á

stjómvöld að koma til móts við sveitarfélög, sem endur-nýja þurfa slökkvi- og björgunarbúnað, með endur-greiðslu á virðisaukaskatti og niðurfellingu á öðrum gjöldum. Svofelld greinargerð fylgdi tillögunni:

Mikillar endurnýjunar er þörf á slökkvi- og björgunar-búnaði slökkviliðanna víða í landinu, en þau eru rekin af sveitarfélögum. Frá því lög nr. 50/1988 um virðisauka-skatt öðluðust gildi hafa aðflutningsgjöld af slíkum bún-aði ekki fengist felld niður né endurgreidd, nema vöru-gjald af slökkvibifreiðum.

Það er í hæsta máta óeðlilegt að ríkið skattleggi ör-yggisþjónustu sveitarfélaga með þeim hætti sem nú er gert. Því er skorað á fjármálaráðherra að nýta nú þegar heimild í 3. mgr. 42. gr. ofangreindra laga og bæta slökkvi- og björgunarbúnaði við 12. gr. reglugerðar nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila. Einnig var skorað á fjármálaráðherra að fella niður opinber gjöld vegna endurnýjunar á slökkvi-og björgunarbúnaði.

Eftir að samþykkt þessi var gerð, þ.e. 13. desember, varð um þetta efni samkomulag milli stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og rfkisstjórnarinnar, eins og frá var skýrt í 1. tbl. í ár.

Samræmd stefnumótun sveitarfélaga á sviöi upplýsingatækni

Aðalfundurinn beindi því til stjórnar Sambands ís-lenskra sveitarfélaga að unnið yrði að samræmdri stefnumótun sveitarfélaga á sviði upplýsingatækni í samræmi við framtíðarsýn ríkisstjórnar íslands um upp-lýsingasamfélagið.

Uthlutunarreglum jöfnunarsjóós veröi breytt

Þá var í einni ályktun aðalfundarins skorað á félags-málaráðherra og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að tryggja að við næstu endurskoðun reglna um Jöfnun-arsjóð sveitarfélaga verði hafðir að leiðarljósi hagsmunir allra sveitarfélaga í landinu hvað þjónustuframlög varð-ar. Við endurskoðun reglna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á undanförnum árum hefur aðallega verið tekið mið af hagsmunum minni sveitarfélaganna, en ekki þeirra fjöl-mennari. Aðalfundurinn telur að taka verði tillit til kostn-aðar fjölmennari sveitarfélaga við ýmsa þjónustu sem önnur sveitarfélög veita í minna mæli, s.s. almennings-vagnaþjónustu og félagslega þjónustu.

Jafnframt skorar aðalfundur SSH á félagsmálaráðherra að beita sér fyrir því að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái aukið fjármagn til þjónustuframlaga.

Tillögunni að þessari ályktun fylgdi svofelld greinar-gerð:

Hlutverk Jöfnunarsjoðs sveitarfélaga hefur verið og á að vera að jafna möguleika sveitarfélaga til að halda uppi lágmarksþjónustu við íbúana. Vegna stærðar sinnar og nálægðar við önnur sveitarfélög hefur ekki þótt ástæða til að úthluta fjölmennari sveitarfélögum þjónustufram-lögum úr jöfnunarsjóði. Kröfur til fjölmennari sveitarfé-laga hafa verið að aukast á sama tíma og dregið hefur úr getu þeirra til að standa undir auknum verkefnum og vaxandi kröfum, eins og meðfylgjandi tafla sýnir:

1. tafla. Skatttekjur og heildargjöld sveitarfélaga á höfuðborgarsvæöinu sem hlutfall af landsmeöaltali

Timabil 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994

Skatttekjur 104,2% 105,9% 103,8% 98,3% 98,4% 98,9% 99,9% 97,9%

Heildargjöld 100,1% 102,3% 102,5% 103,9% 104,8% 103,2% 103,3% 105,3%

Tekjujöfnuður sveitarfélaga á höfuðborgarsvæöinu, þ.e. munur á heildargjöldum og tekjum, var neikvæður sem svarar 27 þús. kr. pr. íbúa 1993 og 36 þús. kr. árið 1994. Tekjur úr Jöfnunar-sjóði sveitarfélaga eru um 35% yfir landsmeöaltali hjá sveitarfé-lögum með 400-999 ibúa, en tekjur þessara sveitarfélaga eru um 7% yfir landsmeðaltali áriö 1993. Áriö 1994 voru þessar tölur 44% og 5%. (Heimild: Sveitarsjóðareikningar 1987-1988, 1989, 1990, 1991, 1992, 1993 og 1994, útg. Hagstofa íslands).

Eins og sjá má á töflunni hafa skatttekjur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu minnkað sem hlutfall af skatttekj-

1 8 0

Page 37: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

F R A L A N D S H L U T A S A M T O K U N U M

um sveitarfélaga í landinu en útgjöldin aukist að sama skapi.

Útgjöld sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til nokkurra málaflokka er snúa að íbúunum, t.d. til þjón-ustu- og velferðarmála, eru talsvert yfir landsmeðaltali og vega að miklu leyti upp sparnað sem ávinnst vegna stærðar sveitarfélaganna. Má þar nefna málaflokka eins og almenningssamgöngur, félagslega þjónustu og gatna-gerðarframkvæmdir, sbr. töflur hér á eftir.

2. tafla. Framlög sveitarfélaga á 1 löfuöborgarsvæöinu árið 1994 til almenningssamgangna

Almenningssamgöngur (SVR og AV) Akstur fatla&ra Skólaakstur fatlaðra Samtals

Hlutfall af tekjum (heildarskatttekjur 15,1

Skattar til ríkissjóðs, um 10% af rekstri, (án launaskatts og eignabreytinga) um

490 millj. kr. 35 millj. kr. 36 millj. kr.

560 millj. kr.

milljarður kr.) 3,9 %

120 mlllj. kr.

3. tafla. Ýmis kostnaöur vegna þéttbýlis (í þús. kr.)

íbúafjöldi Félagsþjónusta Félagsleg hjálp Fjöldi heimila sem fá félagslega hjálp Götur, holræsi og umferðarmál (þ.m.t. snjómokstur)

Landiö 266.509

8.478 2.614

5.687

2.360.463

Hbsv. 156.513

6.015 2.138

4.060

1.757.961 (Heimild: Sveitarsióöareikningar 1994, útg. Hagstoía isíands)

Hlutf. 58,7% 71,0% 82,0%

71,4%

74,0%

Jónas Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, nýr for-maður SSH. Myndin er tekin á aðalfundinum.

Eins og sjá má á töflunni, eru ýmsir kostnaðarliðir um-fram íbúahlutfall svæðisins og má þar nefna félagslega hjálp, götur, holræsi (þ.m.t. kostnaður vegna snjómokst-urs).

Af ofangreindu má vera ljóst að þörf sé á að breyta rekstrarumhverfi sveitarfélaganna og/eða gera þeim kleift að sækja um fjárveitingu úr Jöfnunarsjóði sveitar-félaga.

Merkt framlag til útivistar-, umhverfis-og skipulagsmála

Stjórn SSH veitir árlega sérstaka viðurkenningu fyrir merkt framlag til umhverfis-, útivistar- og skipulags-mála. Markmiðið með þessari almennu viðurkenningu samtakanna er að hvetja sveitarstjórnir, hönnuði og framkvæmdaaðila á höfuðborgarsvæðinu til að leggja áherslu á það heildarumhverfi sem mótað er á þessu

Kaffihlé á aöalfundinum. A myndinni eru, taliö frá vinstri, Guö-mundur Oddsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, Sigur&ur Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, Sigur&ur Björgvinsson, varabæjarfulltrUi í Garðabæ, og Bragi Michaelsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi.

Siguröur Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, heldur á lofti listaverki sem bærinn hiaut sem vi&urkenningu tyrir merkt framlag til um-hverfis-, útivistar- og skipulagsmála.

1 8 1

Page 38: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRA L A N D S H L U T A S A M T O K U N U M

sviði. Að þessu sinni ákvað stjórn SSH að Kópavogsbær skyldi hljóta viðurkenninguna. Hún er veitt fyrir Voga-tungureit, sem er sérhannað íbúðahverfi fyrir aldraða.

Þetta er í 13. sinn sem viðurkenningin er aflient og hefur henni verið úthlutað til 18 einstaklinga, stofnana og sveitarfélaga. Óhætt er að segja að mikill árangur hafi náðst í umhverfismálum sveitarfélaganna á undan-förnum árum og hefur umhverfi sveitarfélaganna tekið stakkaskiptum. 1 samræmi við breytta tíma og aðstæður hefur verið lagt til að reglur um úthlutun þessarar viður-kenningar verði endurskoðaðar fyrir næsta aðalfund.

Stjórn SSH Jónas Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar,

var kosinn formaður SSH næsta starfsár. Aðrir í stjórn eru Guðmundur G. Gunnarsson, varaoddviti Bessastaða-hrepps, bæjarfulltrúarnir Arni Hjörleifsson og Valgerður Sigurðardóttir í Hafnarfirði, Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, Kolbrún Jónsdóttir, hrepps-nefndarfulltrúi í Kjalarneshreppi, Guðbrandur G. Hann-esson, oddviti Kjósarhrepps, Arnór L. Pálsson bæjarfull-trúi og Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, borgar-fulltrúarnir Hilmar Guðlaugsson og Steinunn V. Óskars-dóttir og Erna Nielsen, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi.

AFMÆLI

SSH 20 ára Jónas Egilsson, framkvœmdastjóri SSH

Haldið var upp á 20 ára afmæli Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) á skírdag 1996. Af því til-efni var sveitarstjórnarmönnum og ýmsum fleirum boð-ið til mótttöku í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar var kynnt sérstakt afmælisrit sem hafði verið gefíð út í tilefni af-mælisins. I ritinu er að finna helstu upplýsingar um verkefni samtakanna á starfstíma þeirra. Því hefur síðan verið dreift til allra sveitarstjórna og sveitarstjórnar-manna á höfuðborgarsvæðinu. Jónas Egilsson, fram-kvæmdastjóri samtakanna síðan 1988, og Þorsteinn Þor-steinsson, verkfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, sáu um útgáfuna.

Samtökin voru stofnuð sunnudaginn 4. apríl 1976 í Hlégarði í Mosfellsbæ. Stofnaðilar voru Reykjavfkur-borg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garða-bær, Seltjarnarnes, Mosfellshreppur (nú Mosfellsbær) og Kjalarneshreppur. Kiósarhreppur gerðist aðili að samtökunum árið 1985. Aður en SSH voru stofnuð voru starfandi Samtök sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi (SASÍR), en þau náðu einnig til sveitarfélaga á Suður-nesjum, en voru án Reykjavfkur.

Stjórn samtakanna á 20 ára afmælinu skipuðu bæjar-fulltrúarnir Arni Hjörleifsson, sem var formaður, og Valgerður Sigurðardóttir, Hafnarfirði, Sigurður Geirdal bæjarstjóri og Arnór L. Pálsson, bæjarfulltrúi í Kópa-vogi, Erna Nielsen, þáverandi forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi, Sigtryggur Jónsson, oddviti Bessastaða-hrepps, Kristján Finnsson, hreppsnefndarmaður í Kjós-arhreppi, borgarfulltrúarnir Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Hilmar Guðlaugsson í Reykjavík, Kolbrún Jónsdótt-

Hver hefur hlutur hreppanna verið f félagsskap meö stóru bæj-unum? Tallð frá vlnstri, Jón Pétur Líndal, varafulltrúi i hrepps-nefnd KJalarneshrepps, Guömundur G. Gunnarsson, hrepps-nefndarmaöur í Bessastaöahreppi, Guðbrandur G. Hannesson í Hækingsdal, oddviti Kjósarhrepps, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-son, lengst til hægri. Krissý og Unnar Stefánsson tóku mynd-irnar frá aðalfundi SSH.

ir, hreppsnefndarfulltrúi í Kjalarneshreppi, Laufey Jó-hannsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ, og Jónas Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ.

Formenn SSH hafa frá upphafi verið þessir: 1. Stefán Jónsson, Hafnarfirði 1976-1978 2. Garðar Sigurgeirsson, Garðabæ 1978-1979 3. Markús Örn Antonsson, Reykjavfk 1979-1982 4. Richard Björgvinsson, Kópavogi 1982-1983 5. Júlíus Sólnes, Seltjarnarnesi 1983-1986 6. Magnús Sigsteinsson, Mosfellsbæ 1986-1988 7. Lilja Hallgrímsdóttir, Garðabæ 1988-1990 8. Sveinn Andri Sveinsson, Reykjavík 1990-1994 9. Sigurður Geirdal, Kópavogi 1994-1995

10. Árni Hjörleifsson, Hafnarfirði 1995-1996 11. Jónas Sigurðsson, Mosfellsbæ 1996

1 82

Page 39: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRA L A N D S H L U T A S A M T O K U N U M

Efling samstarfs sveitarfélaga

Aðalfundur 1997 - fréttir úr starfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH)

Jónas Egilsson framkvœmdastjóri

A 21. aðalfundi SSH, sem hald-inn var í Hafnarborg í Hafnarfirði laugardaginn 4. október 1997, var Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borg-arfulltrúi í Reykjavík, kosin formað-ur samtakanna. Önnur í stjórn voru kjörin Hilmar Guðlaugsson, borgar-fulltrúi í Reykjavík, bæjarfulltrúarn-ir Erna Nielsen á Seltjarnarnesi, Sigrún Gísladóttir í Garðabæ, Arni Hjörleifsson og Valgerður Sigurðar-dóttir í Hafnarfirði og Arnór L. Pálsson í Kópavogi, Sigurður Geir-dal, bæjarstjóri þar, Jónas Sigurðs-son, forseti bæjarstjórnar í Mosfells-bæ, og hreppsnefndarfulltrúarnir Guðmundur Gunnarsson í Bessa-staðahreppi og Kolbrún Jónsdóttir í

Kjalarneshreppi og Guðbrandur G. Hannesson, oddviti Kjósarhrepps.

A fundinum voru aðallega rædd tvö mál, yfirfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaga og umferðarörygg-ismál sveitarfélaga. Framsögumenn í fyrri málaflokknum voru Páll Pét-ursson félagsmálaráðherra, Vil-hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar-stjóri í Reykjavík, og Jóhann Arn-finnsson frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Framsögu í síðari málaflokknum höfðu Þórhallur Ólafsson, formaður umferðarráðs, og Eiríkur Bjarnason, bæjarverk-fræðingur í Garðabæ. Utan dagskrár

Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri SSH, og Jónas Sigurösson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.

fór fram mikil umræða um yfir-færslu grunnskólans til sveitarfé-laga.

Merkt framlag til útivist-ar-, umhverfis- og skipu-lagsmála

Stjórn SSH afhendir á aðalfundi samtakanna sérstaka viðurkenningu fyrir merkt framlag til umhverfis-, útivistar- og skipulagsmála og fer afhendingin fram á aðalfundi sam-takanna. Markmiðið með þessari al-mennu viðurkenningu samtakanna er að hvetja sveitarstjórnir, hönnuði og framkvæmdaaðila á höfuðborg-arsvæðinu til þess að leggja áherslu á það heildarumhverfi sem mótað er á þessu sviði.

Að þessu sinni ákvað stjórn SSH að veita Oddfellowhreyfingunni viðurkenninguna fyrir uppbyggingu útivistarsvæðis í Urriðavatnsdölum. Myndverkið „Veðrahöll" eftir Hall-stein Sigurðsson var veitt af þessu tilefni og veitti Þorkell Jónsson, talsmaður Oddfellowhreyfingarinn-ar, viðurkenningunni móttöku. Einnig var ákveðið að þessu sinni að veita Reykjavíkurborg sérstaka viðurkenningu vegna göngu- og hjólreiðabrautar frá „fjöru til heiða" og veitti Ingibjörg Sólrún Gísladótt-ir borgarstjóri viðurkenningunni móttöku úr hendi Jónasar Sigurðs-sonar, formanns SSH. Þetta er í 14. sinn sem viðurkenningin er afhent og hefur henni verið úthlutað til 20 einstaklinga, félagasamtaka, stofn-ana og sveitarfélaga á þessum árum.

1 1 4

Page 40: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRA L A N D S H L U T A S A M T O K U N U M

Akstur fatlaöra grunn-skólanema

SSH hafa umsjón með akstri fatl-aðra grunnskólabarna á höfuðborg-arsvæðinu. Reksturinn gekk vel á sl. ári og samkvæmt áætlun sem sam-þykkt var á aðalfundi samtakanna árið 1996. Kostnaður sveitarfélag-anna er talsvert lægri en þær rekstr-arforsendur sem stuðst var við þegar ríkið sá um þennan akstur. Aksturs-kostnaður er áætlaður 34,2 millj. kr. á þessu ári, en hefði orðið 45,2 millj. kr. hefði verið stuðst við gjaldskrá sem ríkið greiddi eftir. Eigi að síður er nú boðin betri þjón-usta, meiri aðstoð (gæsla) í bílunum og fleiri sæti.

Samningur við bílstjóra, sem sinna þessum akstri, rennur út í lok ágústmánaðar á næsta ári. A aðal-fundinum var samþykkt tillaga um að nefnd SSH, sem hefur umsjón með akstrinum, verði heimilað að vinna að endurskoðun samning-anna. Ekki er að finna neinar reglur um búnað ökutækja, sem sinna akstri fatlaðra, aðrar en þær sem gilda um almenna fólksflutninga. Því er brýnt mál að bæta úr þessum skorti.

Nauðsynlegt er að endurskoða

Heimamenn viö borö í Hafnarborg. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Valgerour Sigurö-ardóttir, Tryggvi Haroarson, Árni Hjörleifsson og Valgeröur Guömundsdóttir, öll bæjar-fulltrúar í Hafnarfiröi.

þessa þjónustu. Auk um 130 fatl-aðra barna á grunnskólaaldri á höf-uðborgarsvæðinu njóta þjónustunn-ar um 120 einstaklingar sem komnir eru af grunnskólaaldri. Hér er um að ræða skjólstæðinga Styrktarfélags vangefinna, sem þjónustunnar nutu þegar sveitarfélögin tóku yfir akst-urinn fyrir þremur árum. Til viðbót-

Ur fundarsal. Við boröiö sitja, talio frá vinstri, Sigríour A. Þór&ardóttir, alþingisma&ur i Reykjaneskjördæmi, Jóhann Sigurjónsson, bæjarstj'óri Mosfellsbæjar, Gylfi Gu&jóns-son og dr. Hafsteinn Pálsson, bá&ir varabæjarfulltrúar f Mosfellsbæ.

ar er leiðakerfi bílanna að bresta vegna sífellt fleiri stofnana sem aka þarf skjólstæðingum þjónustunnar til. Sem dæmi má nefna að ákveðið var að leysa tiltekið vandamál með akstri leigubíls einu sinni á dag sl. vetur.

Umsjónarnefnd SSH með þessum akstri skipa nú Róbert B. Agnars-son, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, Magnús Baldursson, skólafulltrúi í Hafnarfirði, og Arthur W. Morthens, forstöðumaður þjónustu-sviðs Fræðslumiðstöðvar Reykja-víkur, en hann er jafnframt formað-ur nefndarinnar. Arthur tók sæti Hjörleifs B. Kvaran borgarlög-manns, sem átti sæti í nefndinni frá upphafi en óskaði lausnar frá störf-um í nefndinni í ágúst sl.

Giröing um höfuðborgar-svæóið

Endurskoðun legu fjárheldrar girðingar um höfuðborgarsvæðið stendur yfir. Gert er ráð fyrir að til-lögur um nýja legu hennar verði kynntar á næsta aðalfundi SSH sem haldinn verður 10. október 1998. Þessi endurskoðun mun hafa tals-verðar breytingar í för með sér á legu girðingarinnar og á kostnaðar-

1 1 5

Page 41: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRA L A N D S H L U T A S A M T O K U N U M

Fulltrúar borgar og ríkis viö sama borö, taliö frá vinstri, Guorún Zoéga og Hilmar Gu&-laugsson borgarfulltrúar og alþingismennirnir Kristín Halldórsdóttir, Kristín Ástgeirs-dóttir og Sigriöur Jóhannesdóttir. Myndirnar meö frásögninni tók Gunnar G. Vigfússon.

skiptingu milli sveitarfélaga. For-maður nefndar SSH sem annast þessa endurskoðun er Björn Arna-son, fyrrv. bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á girðingunni frá því henni var lokið árið 1987. Sam-þykkt var árið 1994 að taka yfir við-hald nýrrar girðingar úr Kaldárseli í Kleifarvatn. Á móti kom að girðing úr Kaldárseli í Straumsvík lagðist af. Einnig hefur Skógrækt ríkisins á Mógilsá girt úr skógræktargirðing-unni að austanverðu í Þverfellið í Esju. Þar með hafa skapast mögu-leikar á að friða allt svæðið vestan skógræktargirðingarinnar og stytta höfuðborgargirðinguna um leið. Þá hefur stjórn SSH mótað þá stefnu að færa viðhald allrar girðingarinnar á eina hendi.

Samstarf fotmanna skípu-lagsnefnda

Formenn og starfsmenn skipu-lagsnefnda sveitarfélaganna á höf-uðborgarsvæðinu hafa hist reglulega ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar á kjörtímabilinu. A þessum fundum eru bornar saman bækur og kynnt málefni sérstakra vinnuhópa sem

starfa á vegum þessa hóps. Þessir vinnuhópar fjalla um: samgöngumál undir forystu Þórarins Hjaltasonar, bæjarverkfræðings í Kópavogi, vatnsverndarmál undir forystu Guð-mundar Þóroddssonar, vatnsveitu-stjóra í Reykjavík, umhverfismál undir forystu Þorvaldar S. Þorvalds-sonar, skipulagsstjóra Reykjavfkur-borgar, og frárennslismál undir for-ystu Sigurðar I. Skarphéðinssonar, gatnamálastjóra í Reykjavík. Störf-um þessara vinnuhópa stýrir sam-ráðsnefnd sem Stefán Hermanns-son, borgarverkfræðingur í Reykja-vfk, veitir forstöðu.

Á vegum vatnsverndarhópsins voru haustið 1997 kynntar tillögur um endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Þær tillögur hafa verið afgreiddar í sveitarfélög-unum og eru nú í skoðun og bíða staðfestingar. Vinnuhópur um sam-göngumál mun síðar á þessu ári skila skýrslu með tillögum um framtíðarstofnbrautakerfi á höfuð-borgarsvæðinu. Þá mun bráðlega ljúka störfum vinnuhóps um frá-rennslismál, en hann hefur unnið að nákvæmri úttekt á viðtaka frárennsl-isins.

Ákveðið hefur verið gera nýtt svæðisskipulag fyrir höfuðborgar-svæðið. I þeim tilgangi hefur verið ákveðið að skipa sérstaka samráðs-nefnd með aðild sjö sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að nýtt svæðis-skipulag liggi fyrir 1. maí árið 2000.

Samstarf formanna heil-brigöisnefnda

Á fundum formanna heilbrigðis-nefnda er farið yfir sameiginleg mál og verkefni, s.s. gjaldskrármál, förg-un sjúkrasorps, endurskoðun vatns-verndar á höfuðborgarsvæðinu o.fl. Samkvæmt nýjum lögum og reglu-gerð um neysluvatn er það hlutverk heilbrigðisnefnda að ákvarða vernd vatnsbóla. Þar sem gildandi vatns-vernd á höfuðborgarsvæðinu hefur stöðu svæðisskipulags samkvæmt úrskurði skipulagsstjóra þarf endur-skoðunin að fara bæði fyrir skipu-lagsnefndir og heilbrigðisnefndir sveitarfélaganna. Því ferli er nú að ljúka, en vinna við endurskoðunina hófst fyrir þremur árum.

Samstarf formanna um-hverfismálanefnda

Formenn umhverfismálanefnda höfðu hist fimm sinnum á sl. starfs-ári. Umræðuefnin voru sameiginleg málefni nefndanna. Sex sveitarfé-laganna hófu á sl. árí að halda um-hverfisdaga fjölskyldunnar og stóðu þeir yfir í tvo daga. Alls var boðið upp á 14 atriði og voru nokkur þeirra báða dagana. Til boða stóðu undir leiðsögn gönguferðir, skoðun-arferðir, fuglaskoðun, sýningar í garðrækt o.fl. Erfitt hefur reynst að mæla nákvæmlega þátttöku, þar sem um opnar ferðir var að ræða og fjöldi þátttakenda var áætlaður. Al-menn ánægja er þó með þátttökuna og er gert ráð fyrir að þeir verði haldnir í maímánuði árlega.

Samstarf formanna atvinnumálanefnda

Formenn atvinnumálanefnda hitt-ast einnig til að bera saman bækur sínar. Helsta verkefnið á þeim vett-vangi var á sl. ári að samræma að-

1 1 6

Page 42: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

F R A L A N D S H L U T A S A M T O K U N U M

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfull-trúi, nýr formaöur SSH.

gerðir vegna átaksins „Islenskt já takk" í samvinnu við aðila vinnu-markaðarins. Einnig tóku formenn atvinnumálanefnda á móti atvinnu-málanefnd Akureyrarbæjar sem kom í heimsókn 20. mars 1997. Nefnd-inni var boðið í skoðunarferð um svæðið og í heimsókn til nokkurra stofnana að afloknum sameiginleg-um fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Formenn SSH frá stofnun 4. apríl árið 1976 Stefán Jónsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði Garðar Sigurgeirsson, bæjarstjóri í Garðabæ

Richard Björgvinsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi Júlíus Sólnes, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi

Lilja Hallgrímsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ Sveinn Andri Sveinsson, borgarfulltrúi, Reykjavík

Árni Hjörleifsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði Jónas Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, Mosfellsbæ Steinunn Valdís Oskarsdóttir, borgarfulltrúi, Reykjavfk

1976-1978 1978-1979 1979-1982 1982-1983 1983-1986 1986-1988 1988-1990 1990-1994 1994-1995 1995-1996 1996-1997 1997-

Formenn grunnskólanefnda hitt-ast einnig þegar þörf krefur. Farið er yfir helstu sameiginleg málefni, s.s. vistun nemenda í sveitarfélögum utan lögheimilissveitarfélags. Að tilstuðlan formanna voru samdar sameiginlegar reglur um námsvist og umsókn nemenda um námsvist utan lögheimilissveitarfélags á veg-um SSH. Brýnt er fyrir sveitarfélög-

in að setja sér sameiginlegar vinnu-reglur um afgreiðslu slíkra um-sókna. Einnig hefur á fundunum verið rætt um reglur um styrki vegna nemenda í einkaskólum og flokkun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á fötluðum nemendum sem er veru-lega ábótavant að margra mati.

KEW Hobby léttir þér þrifin

Staðgreitt kr. 46.994,-

Bílasápa

Staðgreitt kr. 19.944,-

Með Hobby 1500 og Dynamic 4600 X-tra getum viö boðiö þér hagkvæmar lausnir á hreingemingarþörfum þínum.

Undirvagnsspúll

Bílasettið inni-heldur þessa þrjá hluti sem gera þvottinn ennþá auðveldari.

Snúningsbursti

Þ E K K I N G • Ú R V A L • Þ J Ó N U S T A

REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2 • 110 Rvk • Sími: 520 6666

m

R w

1 1 7

Page 43: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRA L A N D S H L U T A S A M T Ö K U N U M

22. aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, var end-urkjörin formaður á 22. aðalfundi SSH sem haldinn var í íþróttamið-stöð Bessastaðahrepps laugardaginn 10. október 1998. Avörp á fundin-um fluttu Páll Pétursson félagsmála-ráðherra, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-son, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Árni M. Mathiesen fyrir hönd þingmanna Reykjavíkur-og Reykjaneskjördæma. Einnig flutti kveðjur Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Sambands sveit-arfélaga í Austurlandskjördæmi.

Yfírfærsla málefna fatl-aöra

Skarpar umræður urðu á fundin-um um yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga, en það efni var annað aðalmál fundarins. Framsögu um málið höfðu þau Jón Björnsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs í Reykjavík og for-maður yfirfærslunefndar borgarinn-ar, og Sigrún Gísladóttir, fyrrver-andi bæjarfulltrúi í Garðabæ og nefndarmaður i yfirfærslunefnd Reykjaneskjördæmis. Fram kom i framsöguerindum og umræðum að biðlistamál og uppsafnaður annar vandi á höfuðborgarsvæðinu væri meiri en almennt væri viðurkennt. Þá kom fram í umræðunum að við gerð skipulags þyrfti að taka hlið-sjón af þörfum fatlaðra í ríkari mæli en gert væri til að jafna aðstöðu þeirra og aðgengi. Rætt var um reynslu sveitarfélaga af yfirfærslu grunnskólans, þar sem fram hefði komið að nægjanlegt fjármagn hefði ekki fylgt málaflokknum að mati nokkurra framsögumanna.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði nauðsynlegt að láta á það reyna hverjar niðurstöður yrðu úr samn-ingaviðræðum við ríkið áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Hann sagði viðhorf reynslusveitarfélaga, sem hefðu tekið við málaflokknum, vera að ekki kæmi til greina að færa verkefnið aftur til ríkisins.

Staöardagskrá 21 Seinna aðalmál fundarins var

kynning á Staðardagskrá 21. Fram-sögu um það höfðu Stefán Gíslason, verkefnisstjóri hjá Sambandi ís-lenskra sveitarfélaga, og þeir Hjalti Guðmundsson verkefnisstjóri og Ólafur Bjarnason, yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg. í kjölfar fram-söguerinda urðu umræður um að-gerðir og afstöðu sveitarfélaganna á svæðinu í umhverfismálum.

Merkt framlag til umhverf-is-, útivistar- og skipu-lagsmála

Stjórn SSH veitir árlega sérstaka viðurkenningu fyrir merkt framlag til umhverfis-, útivistar- og skipu-lagsmála. Markmiðið með þessari almennu viðurkenningu samtakanna er að hvetja sveitarstjórnir, hönnuði og framkvæmdaaðila á höfuðborg-arsvæðinu til að leggja áherslu á það heildarumhverfi sem mótað er á þessu sviði. Stjórn samtakanna ákvað á fundi sínum í september 1998 að fá listamennina Koggu og Magnús Kjartansson til samstarfs um nýjan verðlaunagrip. Þau hafa nú hannað grip sem á m.a. að tákna samspil mannsins við umhverfi sitt og náttúru.

Að þessu sinni ákvað stjórn SSH að veita Kirkjugörðum Reykjavík-

Frá aðalfundinum í íþráttamiðstöð Bessastaðahrepps.

1 87

Page 44: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRA L A N D S H L U T A S A M T O K U N U M

urprófastsdæma viðurkenninguna fyrir umhverfi Fossvogskirkju. Ný-lokið er lokamótun alls umhverfis kirkjunnar sem hófst fyrir 15 árum að reist var ný kapella við kirkjuna að austanverðu. Við mótun um-hverfisins hefur verið náið og gott samstarf framkvæmdaraðila og arki-tekta. Stjórn Kirkjugarða Reykja-víkurprófastsdæma hefur að mati stjórnar SSH haft að leiðarljósi að umhverfi kirkjunnar, þar sem fólk leitar á viðkvæmum stundum, sé snyrtilegt og umfram allt fallegt og skapi góð hughrif.

Þetta er í 15. sinn sem viðurkenn-ingin er afhent og hefur henni verið úthlutað til meira en tuttugu ein-staklinga, stofnana og sveitarfélaga á þessum fimmtán árum.

Ályktun um samgöngumál Á fundinum var samþykkt

svohljóðandi ályktun um sam-göngumál:

Aðalfundur SSH 1998 fagnar því að aukið fjármagn hefur verið veitt til úrbóta í samgöngumálum höfuð-borgarsvæðisins á undanförnum árum. Einnig telur fundurinn að rétt skref hafi verið stigið með aukinni löggæslu og umferðareftirliti.

Fundurinn telur að auka verði

Varaborgarfulltrúarnir Guðrún Jónsdóttir, Anna Geirsdóttir og Helga Jónsdóttir.

fjárveitingar til uppbyggingar um-ferðarmannvirkja frá því sem nú er og skorar því á ríkisvaldið að bæta úr bráðum vanda umferðar og um leið draga úr slysahættu með bætt-um samgöngumannvirkjum á svæð-inu.

Aukin notkun almenningssam-gangna dregur úr umferð og minnk-ar þar af leiðandi mengun. Slíkar aðgerðir myndu bæta mjög um-hverfi og minnka útblástur gróður-

Fjórir bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ, Hákon Björnsson, Asta B. Björnsdóttir, Herdís Sigur-jónsdóttir og Þröstur Karlsson. Myndirnar með frásögninni tók Unnar Stefánsson.

húsalofttegunda. Svofelld greinargerð fylgdi tillög-

unni: Góðar samgöngur eru grundvöll-

ur þróttmikils atvinnulífs. Á höfuð-borgarsvæðinu er uppbygging hröð og því er nauðsynlegt að þjóðvega-framkvæmdir fylgi uppbyggingu eftir og tengi ný svæði við vegakerf-ið. Fyrir landið allt eru greiðar sam-göngur við og gegnum höfuðborg-arsvæðið mikilvægar og umferðar-öryggi verður að bæta. Að auki er ljóst að greiðari umferð dregur úr slysum og kostnaði vegna þeirra. Þrátt fyrir aukið fjármagn til þjóð-vega á höfuðborgarsvæðinu í vega-áætlun og langtímaáætlun vantar umtalsverðar fjárhæðir á næstu árum til nýframkvæmda og nauð-synlegra úrbóta á eldra gatnakerfi.

Mikilvægt er að ríkisvaldið komi að uppbyggingu og rekstri almenn-ingssamgangna með sveitarfélögum m.a. til að minnka mengun frá um-ferð, ná markmiðum um bætt um-hverfi og minnka útblástur gróður-húsalofttegunda. Nú hefur ríkissjóð-ur beinar skatttekjur af almennings-samgöngum á höfuðborgarsvæðinu sem nema á bilinu 130-180 millj. kr. á ári.

Þegar liggur fyrir að á næstu árum verði unnið að mörgum stór-

1 8 8

Page 45: 1978 1998 adalfundir ssh sveitarstjornarmal m

FRA L A N D S H L U T A S A M T O K U N U M

A myndinni eru Gissur Guðmundsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, Erna Nielsen, forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi, og Inga Hersteinsdóttir, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi.

verkefnum í umferðarmálum höfuð-borgarsvæðisins. Mikilvægt er að samstaða náist um framkvæmd og fjármögnun þeirra verkefna.

Reglur um öryggisbúnað fyrir akstur fatlaöra

Á fundinum var samþykkt áskor-un þess efnis að ríkisvaldið setti sér-stakar reglur um akstur fatlaðra. Ályktunin hljóðar svo:

Aðalfundur SSH 1998 skorar á ríkisvaldið að setja öryggisreglur vegna aksturs fatlaðra. Þessar reglur taki til öryggisbúnaðar í sætum sem og til hjólastóla, fjölda farþega, lyftubúnaðar, neyðarútgangs og fleiri atriða. Við gerð þessara reglna verði höfð hliðsjón af reglum sem stuðst er við af sveitarfélögum sem sinna þessum akstri.

I greinargerð með áskoruninni kom fram að engar reglur eru til hér á landi, umfram það sem sveitarfé-lögin hafa ákveðið sjálf, um akstur fatlaðra. Nokkur hundruð farþega eru í akstri á degi hverjum og engar öryggisreglur til hvorki um ökutæki né annan búnað þeirra einstaklinga sem er verið að flytja. Þá eru heldur ekki neinar reglur um ástand far-þega eða líkamlega geru þeirra og til hvaða viðbragða skuli grípa veikist

farþegi eða fái t.d. flog.

Breytt lega giróingar um höfuöborgarsvæöið

Á fundinum var samþykkt áætlun um breytingar á legu fjárheldrar girðingar um höfuðborgarsvæðið. Tillagan gerir ráð fyrir að girt verði úr Stíflisdalsvatni í norðri með sýslumörkum suður fyrir Leirvogs-vatn og í núverandi girðingu efst í Mosfellsdal. Núverandi girðing verði áfram suður yfir Mosfells-heiði, en ný girðing komi meðfram Suðurlandsvegi austur að Svína-hrauni og þaðan í Húsmúla að vest-anverðu. Tenging yrði við girðingu Orkuveitu Reykjavíkur á Hengils-svæðinu. Með þessu fyrirkomulagi myndaðist um 250 km2 beitarhólf á Mosfellsheiði. Nýjar girðingar væru alls um 36 km, en jafnframt yrðu um 37 km girðingarkaflar núverandi

girðingar um höfuðborgarsvæðið sunnan Suðurlandsvegar og norðan Þingvallavegar óþarfír og mætti því taka þá upp.

Nefnd SSH undir formennsku Björns Arnasonar, fyrrv. bæjarverk-fræðings í Hafharfirði, var falið að vinna að samþykkt þessarar hug-myndar hjá nágrannasveitarfélögum og öðrum hlutaðeigandi aðilum. Einnig var samþykkt að leita eftir aðild annarra að verkefninu, s.s. Vegagerðarinnar og Landgræðslu ríkisins eftir því sem við á.

Stjórn SSH Eins og áður kom fram var Stein-

unn V. Óskarsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, endurkjörin formaður SSH. Aðrir kjörnir í stjórn samtak-anna voru bæjarfulltrúarnir Erna Nielsen á Seltjarnarnesi, Gissur Guðmundsson og Valgerður Hall-dórsdóttir í Hafnarfirði, Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi í Reykjavík, Guðmundur H. Davíðs-son, oddviti Kjósarhrepps, Halla Halldórsdóttir, forseti bæjarstjómar, og Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, Ingibjörg Hauksdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, Jón G. Gunnlaugsson, hreppsnefndarmaður í Bessastaðahreppi, og Jónas Sig-urðsson, forseti bæjarstjórnar í Mos-fellsbæ.

Næsti aðalfundur 9. októ-ber

Næsti aðalfundur SSH verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 9. októ-ber kl. 9 árdegis. Meginefni fundar-ins verður samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

hönnun hf V E R K F R Æ Ð I S T O F A Síðumúla 1-108 Reykjavík • Sími 581-4311

1 89