80

26 agust 2011

Embed Size (px)

DESCRIPTION

iceland, newspaper, magazine

Citation preview

Kæru leikhúsgestir

• öruggt sæti á �órar sýningar að eigin vali• sms-áminningu fyrir sýningu• afsláttur af viðbótarmiðum og gjafakortum (á almennar sýningar)• afsláttarkjör hjá samstarfsaðilum Borgarleikhússins• ef dagsetning þinnar sýningar hentar ekki, þá er lítið mál að breyta

Léttgreiðslur í boði

Fjölbreytt og kra�mikið leikár!

Gómsætt leikhúskvöld

Happ íBorgarleikhúsinu

Nýjung: Veitingahúsið Happ býður leikhúsgestum upp á ljú�engar veitingar fyrir sýningu eða í hléi. Happ hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir ferskan, hollan og bragðgóðan mat, þar sem sköpunarkra�urinn fær að leika lausum hala. Á boðstólum eru litríkir smáréttir, sætir og ósætir. Skipt verður reglulega um matseðil og því ættu fastir leikhúsgestir að geta gætt sér á nýjum og gómsætum kræsingum í hvert skipti sem þeir koma í leikhúsið.

Pantaðu fyrir sýningu í síma 568 8000 og veitingarnarbíða þín klárar á merktu borði fyrir sýningu eða í hléi.

219.000 gestir geta ekkiha� rangt fyrir sér

Í fyrra sló áskri�arsalan öll met.Tryggðu þér áskri� í tíma.

Borgarleikhúsið | miðasala 568 8000 | Listabraut 3 | Borgarleikhus.is

Íslendingar eru sannarlega einstök leikhúsþjóð og �ykkjast í leikhús landsins til að sækja sér andlega næringu, kra� og skemmtun. Aðsókn í Borgarleikhúsið hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum og kortagestir hafa aldrei verið �eiri.

Á síðasta leikári var bryddað upp á �ölda nýjunga og sýningar leikhússins vöktu athygli erlendra leikhúsáhugamanna. Enn bættist við rós í hnappagat Vesturports, nánasta samstarfsaðila Borgarleikhússins, þegar hópurinn hlaut hin merku Evrópsku leiklistarverðlaun. Af því tilefni sýndum við Faust í Pétursborg við feikigóðar viðtökur.

Það sem skiptir okkur í Borgarleikhúsinu þó mestu máli eru viðtökur ykkar, áhorfendur góðir. Þegar okkur tekst að snerta og hreyfa við ykkur, þá er markmiðinu náð.

Framundan er einstaklega �ölbreytt og kra�mikið leikár í meðförum margra fremstu listamanna þjóðarinnar. Við bjóðum ykkur með í spennandi ferðalag, nestuð af meðbyr síðustu ára. Áfangastaðirnir eru �ölbreyttir, því ferðalagið mun

�ytja okkur um víða veröld, en það þarf enginn að óttast – við rötum a�ur heim.

Í vetur skoðum við manneskjuna í samspili þjóðanna en líka manninn í sínu nánasta umhver�. Við ætlum að segja stórar sögur, spyrja áleitinna spurninga, velta upp nýjum �ötum en við ætlum líka að skemmta og gleðja. Á �ölunum verða 25 sýningar sem spanna allt litró�ð, þar af eru 13 íslensk verk.

Ellefu þúsund Íslendingar eru kortagestir Borgar-leikhússins. Þeir vita að besta leiðin til að tryggja sér öruggt sæti í leikhúsið er með áskri�arkorti. Sem fyrr bjóðum við upp á kort á sérstökum kostakjörum fyrir unga fólkið.

Ég hvet þig til að slást í hópinn og upplifa leikhústöfrana. Komdu með í ferðalag – um víða veröld – og a�ur heim.

Velkomin í Borgarleikhúsið!Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri

að eigin vali á 11.900 kr4 sýningar Áskri�arkort fyrir

unga fólkið á 6.500 kr

SíðA 28

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

2. tölublað 1. árgangur

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

26.-28. ágúst 201134. tölublað 2. árgangur

20

Línudans með De Niro og Statham

Viðtal

Sigurjón Sighvats

Þorsteinn fær

60

viðtAl ÞúsundÞjalasmiðurinn Hendrikka Waage

46

10

Bækur

úttekt

María BirtaÓróastjarna kúgaðist

á hrein- dýra-

veiðum

Pólitískir undan­

villingarFlokka -

flakk á sér langa hefð

Finnst gott að vera ein

Reykvíkingar er mikilvægt og merkilegt

verk

Bieber­æði á ÍslandiBók og skrúðganga

til heiðurs hinum öfundaða Bieber

Skartgripahönnuðurinn og rithöfundurinn Hendrikka Waage ferðast um heiminn með skartgripina sína og nýja barnabók í farteskinu. Ljósmynd/Hari

HeilsaKynningarblað

Helgin 26.-28. ágúst 2011

L íkamsræktarstöðin World Class býður upp á mikinn fjölda af námskeiðum og opnum tímum í vetur; það er ekki ofsögum sagt því tímarnir eru 430 á viku. „Heilsurækt á að vera skemmtileg. Við bjóð-um upp á svo mikið og fjölbreytt úrval af námskeiðum og opnum tímum að það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Gígja Þórðardóttir, deildarstjóri hjá fyrirtækinu. Hún nefnir líka að námskeið-unum fylgi gott aðhald. „Ef þú mætir ekki er hringt í þig.“Opnir tímar eru æfingatímar fyrir alla sem eru með líkamsræktarkort hjá World Class en fyrir námskeiðin er greitt sér-staklega. Gígja segir að opnum tímum og námskeiðum fylgi ýmsir kostir. „Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem æfir í hópi er líklegra til að haldast í heilsurækt en þeir sem fara einir,“ segir hún, og nefnir hvað félagslegi þátturinn er mikilvægur. „Það myndast svo góð stemning í tímunum við að sjá alltaf kunnugleg andlit og með tímanum fer fólk að þekkjast. Í sumum hópunum er fólk sem hefur mætt í mörg ár og þekkist því orðið ágætlega. Það hittist stundum utan tíma, t.d. í Baðstofunni, og sumir hóparnir halda jafnvel árshátíð. Það er mjög gaman,” segir Gígja.

Vinsælustu opnu tímarnir eru spinning, heitt jóga (hot yoga) og lotutímar eins og tabata, en þar eru gerðar æfingar af fullum krafti í skorpum, mikið reynt á sig í skamm-an tíma og svo hvílt örstutt. Í tilviki tabata er æft af fullum krafti í tuttugu sekúndur, hvílt í tíu, og þetta er gert átta sinnum við hverja æfingu. „Þetta er mjög gott æfingaform; reynir vel á hjartað, æðakerfið og styrkir vöðva,“ segir Gígja. Nýjasti lotutími World Class er svokallað HIIT Fit. Þar er kennar-inn ekki bundinn við það að láta fólk æfa í

tuttugu sekúndur og hvíla í tíu. „Kennarinn setur upp fjölbreytta skiptingu á átaki og hvíld. Fólk fær mikið út úr tímanum því æfingarnar eru ekki fyrirsjáanlegar,“ segir hún. Þjálfarar World Class settu saman þetta æfingakerfi, HIIT Fit, úr æfingum sem hafa reynst þeim vel í gegnum tíðina.Golf jóga – fyrir golfarannÍ haust verður boðið upp á golf jóga. „Golf er vinsæl íþrótt og áhugamál margra. Það gleymist stundum að liðleiki í hryggnum og styrkur í kvið- og bakvöðvum er lykilatriði til að ná árangri í golfi. Fólk þarf að vera mjúkt í hreyfingum,“ segir Gígja. Blaða-maður nefnir hann sé of stirður til að þora í jóga. „Þeir sem eru stirðir þurfa á jóga að halda! Þetta er bara spurning um að byrja og prófa,“ segir hún.World Class blandar ýmsum æfingum saman í eitt æfingakerfi, eins og í HIIT Fit. Í vetur verður boðið upp á Jóga Fit; þar er blandað saman góðum jógaæfingum og hefðbundum styrktaræfingum. Andrúms-loftið í tímunum er mitt á milli jógatíma og hefðbundinna æfingatíma, að sögn Gígju. „Við erum líka að byrja á skemmtilegum tímum sem heita Buttlift, þar eru gerðar æfingar fyrir neðri hluta líkamans, með sérstaka áherslu á rass og læri. Með og án lóða. Æfingarnar eru mótandi fyrir rass og læri,“ segir Gígja. „Ekki verra að fá góðan stútrass.“

Púlsspinning er nýjasta viðbótin við spinningatímana. Þátttakendur eru með púlsmæli á meðan þeir hjóla og svitna í tím-anum. „Það hefur reynst rosalega vel því fólk er meðvitað um hvað það getur og hvað þarf til að ná æskilegum púlsi,“ segir Gígja. Boðið er upp á púlsspinning í World Class í Spönginni en það stendur til að bjóða upp á það á fleiri stöðum.

Sautján námskeiðWorld Class býður upp á sautján mismun-andi námskeið þar sem þátttakendur geta náð árangri undir handleiðslu kennara. „Þar færðu líka aðhald frá kennurum; það er hringt í þig ef þú mætir ekki og boðið upp á fræðslu,“ segir Gígja. Næstu námskeið hefj-ast 5. september.Má þar nefna til að mynda Zumba dans-námskeið, sem er suður-amerískur dans með einföldum sporum. „Þetta er fyrir fólk á öllum aldri, bæði konur og karla. Í dansinum er mikið fjör og mikið svitnað. Það er virki-lega gott fyrir sálina enda mikið af gleði-hormónum sem losna þegar við dönsum,“ segir hún.

World Class verður með unglinganám-skeið fyrir 13-16 ára, sem heitir Fit 4 U. „Tilgangur námskeiðsins er að kenna unglingum að æfa og auka meðvitund um mikilvægi góðrar heilsu. Við sýnum þeim hvað er æskilegt og hvað er óæskilegt að gera í líkamsrækt. Oft vantar táninga færni í grunnæfingum og þeir geta haft ranghug-myndir um lóðalyftingar og heilbrigði. Það er ekki æskilegt að lyfta þungum lóðum á vaxtarárunum,“ segir Gígja. Almennt er aldurstakmarkið í æfingasalinn 15 ára, en ýmsir hafa fengið undanþágu, t.d. til að æfa með foreldrum sínum. PilatesBoðið er upp á pilates-námskeið, bæði „core“ og „peak“. „Peak hefur verið rosalega vin-sælt í mörg ár; þar eru gerðar hefðbundnar pilates-æfingar sem styrkja kvið og bak og bæta líkamsstöðuna. En nú höfum við bætt við því sem kallað er core pilates-æfingar, en þær eru gerðar á stórum æfingabolta. Þetta er aðeins öðruvísi útfærsla á pilates-æfing-um sem styrka hina djúpu kvið- og bak-vöðva og minnka hættu á bakvandamálum. Svo eru þetta lúmskt erfiðar æfingar. Líkam-inn verður fallega mótaður því maður notar einungis eigin líkamsþyngd,“ segir Gígja. Pilates-æfingarnar eru fyrir fólk á öllum aldri því hver og einn æfir á sínum hraða.

Jóganudd (Thai Yoga Massage) er skemmtileg nýjung hjá World Class en kennarinn fór til Taílands til að læra listina. Þátttakendur í námskeiðinu eru nuddaðir inn í hinar ýmsu jógastöður og komast þannig oft dýpra í stöðurnar en þeir gætu af sjálfsdáðum. Þrátt fyrir nafnið liggja rætur þess í indversku jóga. Talið er að indverskir búddamunkar hafi flutt með sér hefðina til Taílands fyrir um 2.000 árum. „Þetta eru frekar rólegar jógaæfingar, en kennarinn aðstoðar hvern og einn við að ná dýpra inn í hverja stöðu og teygju. Kennarinn ýtir fólki lengra og leiðréttir stöðu. Þetta er rosalega skemmti-legt,“ segir Gígja. Það er að sjálfsögðu líka boðið upp á námskeið þar sem allt er á fullu allan tím-ann. Þar ber hæst súperform, Cross Fit og Fit 4 All . Í Fit 4 All-námskeiðinu vita þátt-takendur aldrei hverju þeir mega eiga von á því það eru nýjar æfingar í hverjum tíma. Námskeiðin tengjast að vissu leyti því þeir sem eru í Fit 4 All æfa í Cross Fit-sal sem býður upp á fleiri möguleika við æfingar. Cross Fit„Cross Fit tröllaríður öllu núna,“ segir Gígja. „Við erum að bæta Cross Fit-salinn okkar í Kringlunni og ætlum að taka þetta með trompi í vetur! Við höfum fjölgað tímum og ætlum að gera Cross Fit enn betra. Við bjóðum upp á grunnnámskeið og fjölgum opnum tímum, þ.e. WOD (e. workout of the day), sem er fyrir þá sem hafa lokið grunnnámskeiði.“ Gígja segir að haustið sé alltaf skemmti-legur tími. „Allir eru fullir af orku og margir nýta vendipunktinn til að drífa sig aftur í ræktina.“ Hún leggur hins vegar áherslu á að fólk fari varlega af stað, til að fyrirbyggja meiðsli, og hvetur alla til að nýta sér ráðgjöf frá starfsfólki World Class. Til dæmis hafi korthafar aðgang að þjálfurum sér að kostnaðarlausu, hægt sé að ráðfæra sig við þá um æfingaplan og hvernig gera eigi æfingar.

KYNNING

NámsKeið í WorLd CLass

Heilsurækt er skemmtileg og úrvalið mikið

Gígja Þórðardóttir, deildarstjóri hjá World Class.

Ánægðir æfingafélar á Crossfit-námskeiði hjá World Class.

BYKOblaðið26.ágúst - 1. september 2011

Vnr. 89436375-94

PallaolíaPINOTEX pallaolía, glær,

brún, pine eða hnota, 5 l.

Vnr. 86363050-550

PallaolíaKjörvari pallaolía, glær, græn, hnota,

fura, rauðfura eða rauðviður, 5 l.

5 lítrar5 lítrar

6.890 kr.

Vnr. 89410460-650

PINOTEX CLASSIC

viðarvörn, margir litir, 6 l.

6 lítrar

6.390 kr.Vnr. 86332040-9040

ViðarvörnKJÖRVARI viðarvörn,

margir litir, 4 l.

4 lítrar

5.490 kr.

Vnr. 8630040-1337

ViðarvörnKJÖRVARI þekjandi

viðarvörn, margir litir, 4 l.

4 lítrar

7.990 kr.

Vnr. 50170181

TrappaTrappa með 3 þrep, þolir 120 kg þunga.

Vnr. 89600150-450

MúrmálningSADOLIN múrmálning, allir litir, 5 l. Góð alhliða

akrýl/olíumálning til notkunar utanhúss. 3.990 kr.6.990 kr.Vnr. 83614810

SpartlNORDSJÖ Medium spartl, 10 l.

5.990 kr.

10 lítrar

Vnr. 84175800

PenslasettPenslasett, rautt, 50, 75 og 100 mm.

1.990 kr.

5 lítrar

6.390 kr.Viðarvörn

Úrvalið er hjá okkur!Innimálning - útimálning - viðarvörn - verkfæri

BykoBlaðið og HeilSa Í Miðju FréttatÍManS

62

Austurveri

Austurveri - Háaleitisbraut 68 www.lyfogheilsa.isVið opnum kl: Og lokum kl:Við opnum kl: Og lokum kl: Opnunartímar

08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

TAL TROMP FRíTT í háLFT áR

Óskar Hrafn Þorvaldsson

oskar@ frettatiminn.is

ÁGÚST TILBOÐ

YFIR 30 GERÐIRGASGRILLA Á TILBOÐIHlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400

Er frá Þýskalandi

www.grillbudin.is

FULLT VERÐ 94.900

64.900

Opið laugardag til kl. 14

Verðbólgan 5%

5%Verðbólga

24. ágúst 2011

Hagstofa

Íslands

S igling stjórnenda Hörpu með vel valda boðsgesti á Menningarnótt kostaði rétt tæpa milljón. Þetta

staðfestir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttatímans. Siglt var á hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni um­hverfis Hörpu til að hægt væri að skoða ljósasýningu glerhjúps Ólafs Elíassonar frá hafi. Í svari Steinunnar kemur fram að leigan á bátnum hafi kostað 400 þús­und krónur, veitingarnar hafi kostað 490 þúsund og annar kostnaður hafi verið

um 100 þúsund krónur.Steinunn Birna segir að um stutta sigl­

ingu hafi verið að ræða og að hún hafi staðið í um hálftíma eftir að flugeldasýn­ingunni á vegum Menningarnætur lauk. „Bátsferðin var hluti af þeirri dagskrá sem erlendum fjölmiðlamönnum var boðið upp á og sérstaklega farin til þess að þeir gætu tekið myndir af Hörpu utan af sjó. Mikill fjöldi erlendra blaðamanna kom hingað til lands til að vera viðstadd­ir vígsluna á glerhjúp Ólafs Elíassonar. Meðal annars frá blöðunum The Ob­

server, The New York Times, The Wall Street Journal, Newsweek og TIME magazine auk fulltrúa ýmissa fag­tímarita og miðla sem fjalla um arkitektúr. Fjallað var um vígsluna í kvöldfréttum í þýska útvarpinu í gær­kvöld. Aðrir sem fóru með í bátsferðina voru meðal annars Ólafur Elíasson og starfslið hans, danskir arkitektar Hörpu, verkfræðingar og aðrir erlendir sér­

fræðingar sem komu að byggingunni og veittu erlendu fjölmiðlunum viðtöl um bygginguna. Einnig fóru nokkrir starfsmenn Hörpu sem önnuðust skipulagn­ingu og utanumhald

vegna blaðamannanna, ljósmyndarar og myndatökufólk,“ segir Steinunn Birna.

Óskar Hrafn Þorvaldsson

[email protected]

glerhjúpur Hörpunnar.

Harpa Skemmtiferðir

Boðssigling kostaði milljón Umdeild sigling stjórnenda Hörpu með valda aðila á Menningarnótt var ekki ókeypis.

Þ etta var fínn fundur,“ sagði Ís­leifur B. Þórhallsson athafna­maður og það var allt og sumt

sem blaðamaður Fréttatímans fékk upp úr honum áður en hann hljóp á fund, utan: „Ég sver það, ég er ekki að ljúga, ég er að fara á fund.“

Í gær gengu fulltrúar Bandalags ís­lenskra tónleikahaldara (Bít), þeir Ís­leifur, Jakob Frímann Magnússon og Þorsteinn Stephensen, á fund stjórn­enda Hörpu og gerðu þeim grein fyrir því að ýmis skilyrði hússins og fram­ganga stjórnenda þar væru óásættan­leg. Hvorki náðist í Jakob né Þorstein við vinnslu fréttarinnar. Málið er við­kvæmt. Fáir sem því tengjast vilja tjá sig – ótti virðist ríkja við að það geti komið húsinu sem slíku og tónleika­haldi þar illa.

Á miðvikudag hélt Bít fund þar sem fram kom djúpstæð óánægja tónleikahaldara með samskiptin við Hörpu. Samkvæmt heimildum Fréttatímans þykir tónleikahöldur­um víða pottur brotinn varðandi ófrá­víkjanlegar kröfur og staðla af hálfu hússins, sem og algert skilningsleysi í garð þeirra sem starfa á frjálsum markaði. Samningsbrot Hörpu við Helga Björnsson var eitt þeirra korna

sem fylltu mælinn. Helgi hafði bókað sal í Hörpu til að halda aukatónleika vegna mikillar aðsóknar á tónleika sem hann hélt þar 17. júní. Hann var með skriflegan samning þess efnis en þrátt fyrir það voru seinna bók­aðir tónleikar Kristins Sigmundsson­ar og Víkings Heiðars á þeim tíma og í þeim sal þar sem til stóð að halda tónleikana. Helgi vildi ekki tjá sig um málið við Fréttatímann en hann stendur nú í viðræðum við stjórnend­ur hússins með það fyrir augum að finna friðsæla lausn.

Það sama gildir um tónlistarstjór­ann Steinunni Birnu Ragnarsdóttir varðandi það mál en hún kannast vel við kurr meðal hryntónlistarmanna. Bubbi Morthens hefur ekki farið leynt með óánægju sína en tónleikahöldur­um finnst sem stjórnendur Hörpu taki óheyrilega mikið í sinn hlut í krafti einokunaraðstöðu sinnar: Húsaleiga er há, uppgjör fer fram seint, rukkað er fyrir allan tækjabúnað, tæknimenn í topp og er mönnum óleyfilegt að koma með nokkuð í húsið; veitingar seldar á uppsprengdu verði. Þá er ágreiningur um hversu mikla pró­sentu Harpa tekur af hverjum útprent­uðum miða. Tónleikahaldarar tala um lítinn vilja stjórnenda Hörpu til við­ræðna og að hægt gangi með öll mál: Þannig er ekki búið að útkljá umdeilt mál er varðar reglur um að leita skuli á þeim tónlistarmönnum sem koma í húsið.

Þrátt fyrir þessa óánægju segir Steinunn Birna fundinn með Bít hafa gengið vel. „Ég fagna því að þeir stofni til samtals við húsið. Sameiginlegir hagsmunir beggja aðila eru að vel tak­ist til í þessum málum. Ég er persónu­lega sannfærð um að margt af því sem hefur kostað ágreining á milli manna er á misskilningi byggt. Að mörgu leyti eru þetta verðugar ábendingar en að hluta skortur á upplýsingum sem vera má að við höfum ekki verið nógu dugleg að koma frá okkur. Sá dæmir harðast sem ekki veit.“

Steinunn Birna segir að ýmsir hafi óraunhæfar væntingar til húss­ins. „Við verðum að horfa til þeirrar staðreyndar að þetta er einstakt hús miðað við íslenskar aðstæður; þarna eru tvær íslenskar menningarstofn­anir komnar inn með sína starfsemi, þarna eru kjöraðstæður fyrir Óperuna og Sinfóníuhljómsveitarina. Hryn­tónlistarmenn eiga annarra kosta völ. Harpan er hrein viðbót fyrir þá.“

Jakob Bjarnar Grétarsson

[email protected]

Hryntónlistarmenn í hart við HörpuÞolinmæði tónleikahaldara hryntónlistar gagnvart Hörpu virðist á þrotum en þeir telja sig mæta skilningsleysi meðal stjórnenda. Í gær gengu stjórnarmenn bíts á fund Hörpufólks og skýrðu frá óánægju sinni. Steinunn birna ragnarsdóttir tónlistarstjóri fagnar því að þeir skuli efna til samtals við húsið.

tónliStarHúS DjúpStæð óánægja tónleikaHalDara

Segir vafa leika á rekstrarhæfi OlísVafi kann að leika á rekstrarhæfi Olís, að því er fram kom í Viðskiptablaðinu í gær. blaðið segir helstu ástæður þess vera að tæplega tveggja milljarða lán félags-ins féll á gjalddaga í maí 2011, að Olís á 1,4 milljarða króna kröfu á móðurfélag sitt sem er með neikvætt eigið fé og að félagið gjaldfærir ekki 560 milljóna króna stjórnvaldssekt vegna olíu-samráðsins í reikningum sínum. Fram kom að Olíssamsteypan tapaði 65,9 milljónum króna í fyrra. - jh

Verðbólgan mælist nú 5%, samkvæmt tölum sem Hagstofa Ís-lands birti í gær. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í ágúst er 380,9 stig og hækkaði um 0,26% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 361,2 stig og hækkaði um 0,36% frá júlí. Sumarútsölur eru víða um garð gengnar og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,5%. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 0,8% og verð á bensíni og olíum lækkaði um 1,7%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,0% og vísitalan án húsnæðis um 4,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,9% sem jafngildir 3,5% verðbólgu á ári eða 2,7% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis. - jh

Iðnaðarráðherra ekur á vetnisrafbílKatrín Júlíusdóttir iðnaðarráð-herra fékk vetnisrafbíl til afnota í vikunni, að því er fram kemur á síðu iðnaðarráðuneytisins. bíllinn er af gerðinni Hyundai Tucson ix35. Hann er hér á vegum skandi-navísku vetnisvegasamtakanna (SHHP) og Íslenskrar Nýorku og er koma bílsins hluti af bílapróf-unum Hyundai á vetnisrafbílum á Norðurlöndunum. Áfylling bílsins tekur um þrjár mínútur og hefur hann um 600 kílómetra drægni á einum tanki sem er sambæri-legt við það sem hefðbundnir bensínbílar draga. - jh

Ljó

smyn

d/ið

naða

rráð

uney

tið

Steinunn Birna Ragnars-dóttir. Telur ágreining við tónleikahaldara á misskilningi byggðan. „Sá dæmir harðast sem ekki veit.“

Samnings-brot Hörpu við Helga Björnsson eitt þeirra korna sem fylltu mæl-inn.

2 fréttir Helgin 26.-28. ágúst 2011

ÍSLE

NSK

A S

IA.IS

AR

I 557

47 0

8/11

Hvað skiptir þig máli?

Arion banki býður nú viðskiptavinum sínum ókeypis aðgang að Meniga heimilisbókhaldi.

Breki Karlsson,forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi

Meniga heimilisbókhald

„ Að geta gert meira af því sem mann langar til, með því að sleppa því sem skiptir minna máli.“

Þú tengist Meniga í Netbanka Arion bankaarionbanki.is — 444 7000

Turninum | Smáratorgi 3 | 201 KópavogiSími 575 7500 | www.veisluturninn.is

Ráðstefnur & fundirFullkomin aðstaða fyrir allt að 500 manns

Júlísprenging í sölu atvinnuhúsnæðis

Haftaaflétting dregst á langinnLíklegt má telja að almenn aflétting gjaldeyrishafta dragist enn frekar á langinn eftir slaka þátttöku í gjaldeyrisútboði Seðla-bankans í síðustu viku, að mati Greiningar Íslandsbanka. Bankinn hafði áætlað að kaupa 72 milljónir evra og greiða fyrir með löngum, verðtryggðum ríkisbréfum. Með því átti að afla aftur 69 milljóna evra sem bankinn seldi eigendum aflandskróna úr gjaldeyrisforð-anum í skiptum fyrir krónueignir í júlí. Seinna útboðið, sem sniðið var að lífeyrissjóðum, hlaut dræmar undirtektir. Heildartilboð námu 3,4 milljónum evra og var þeim tekið. Viðskiptin rýrðu gjaldeyrisforðann um jafnvirði 10,8 milljarða króna. Greiningin segir að ýmsar ástæður kunni að vera fyrir litlum áhuga lífeyrissjóðanna, m.a. aðstæður á alþjóðamörkuðum, en ekki sé loku fyrir það skotið að áhugi sjóðanna á frekari skiptum erlendra eigna í bundin langtíma krónubréf sé takmarkaður. Spurningin sé því hver næstu viðbrögð Seðlabankans verði. - jh

Markaður með atvinnuhúsnæði virðist vera að taka vel við sér, samkvæmt nýjustu veltutölum. Í júlí var þinglýst 107 kaupsamningum og afsölum með atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, en svo mikill hefur þessi fjöldi ekki verið í einum mánuði frá því í janúar árið 2008, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka sem vitnar til talna Þjóðskrár Íslands. Til samanburðar má geta þess að fjöldinn var 43 í sama mánuði í fyrra og 25 í júlí 2009. Um gríðarlega aukningu er að ræða milli ára, og í raun er þetta næstmesti fjöldi slíkra samninga sem þinglýst hefur verið í júlímánuði frá árinu 2005. Greiningin tekur fram að horfa verði á tölur fyrir einstaka mánuði með ákveðnum fyrirvara um sveiflur sem geta verið á milli mánaða. Aukningin á við um höfuðborgarsvæðið en ládeyða er á markaði með atvinnuhúsnæði utan þess. - jh

107ÞinGLýSTir

kAUpSAMninGAr

ATVinnUHúSnæðiS

Júlí 2011

Greining Íslandsbanka

Orkuveitan tapar 3,8 milljörðumTap Orkuveitu reykjavíkur á fyrri hluta ársins nam rúmlega 3,8 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra var hagnaður Or rúmlega 5,1 milljarður, að því er fram kemur í tilkynningu til kauphallar Íslands. Þar segir m.a. að vegna óhagstæðrar gengis-þróunar á fyrri helmingi þessa árs hafi fjármagns-liðir verið neikvæðir. Þetta hafi gerst þrátt fyrir hækkun álverðs á tímabilinu sem eykur bókfært virði innbyggðra afleiða vegna raforkusamninga til stórnotenda. regluleg starfsemi skilaði betri afkomu fyrstu sex mánuði ársins en í fyrra. Það má rekja til aukinna tekna og aðhalds í rekstri, segir í tilkynningunni. Handbært fé frá rekstrinum nam 8,9 milljörðum króna og hækkaði um rúma 2 milljarða frá sama tímabili 2010. - jh

Hagnaður Varðar jókst um 36%Fimmtungsaukning varð á eigin iðgjöldum trygg-ingafélagsins Varðar á fyrra hluta ársins saman-borið við aðeins 5% aukningu tjónakostnaðar, samkvæmt árshlutareikningi Banknordik sem vefur VB greinir frá. Hagnaður Varðar fyrir skatta jókst um 36% á milli ára og nam 5 milljónum danskra króna, eða um 110 milljónum íslenskra króna. Banknordik er skuldbundinn til að kaupa 49% hlut í Verði á næsta ári en kaupverðið, sem er háð afkomu áranna 2010 og 2011, liggur á bilinu 1,1-1,6 milljarðar króna. Um 9% af hreinum rekstrartekjum Banknordik-samstæðunnar á fyrri hluta ársins komu frá Íslandi. -jh

veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

Víðast bJartViðri, en meira skýJað og sValt norðaustan-

og austanlands.

HöfuðborgarsVæðið: n-GOLA OG LéTTSkýjAð.

alVeg þurrt á lanidnu og léttir til norðan- og austanlands. sæmilega

Hlýtt að deginum en Hætt Við næturfrosti, til landins.

HöfuðborgarsVæðið: nOkkUð BjArT eðA SkýjAð AF Hærri SkýjUM. HæGUr VindUr.

fremur Hæg sV og V-átt og bJart-Viðri um mikinn Hluta lands-

ins. þungbúið og suddi Vestast. Hlýnandi.

HöfuðborgarsVæðið: Að MeSTU SkýjAð OG SMáVæGiLeG VæTA.

berjatínsla í skugga næturfrostsÞó berjaspretta hafi verið heldur lakleg nú miðað við fyrri sumur má þó víða finna ber, einkum sunnan- og vestanlands. Margir munu eflaust reyna um helgina, því spáð er ágætasta veðri og nánast úrkomulausu. dálítil breyting er í vændum, vindur snýst frá því að vera n- og nA-stæður yfir í SV- og V-átt og

um leið er spáð háþrýstisvæði við landið. Um helgina rofar til og norðaustan- og austanlands og hlýnar jafnframt á sunnudag. Þegar þetta bjart er á

landinu og hægur vindur er hætt við næturfrosti sem skemma ber,

fella kartöflugrös o.s.frv.

12

98 8

1411

10 1212

1311

11 1515

12

einar sveinbjörnsson

[email protected]

miðborgin okkar! Frábært veður í miðborg-

inni alla helgina. Hundruð

verslana og veitingahúsa

bjóða vörur og þjónustu.

Sjá nánar auglýsingu á bls. 49 og á

www.miðborgin.is

e fnahagsbrotadeild ríkislög-reglustjóra og embætti sér-staks saksóknara sameinast

1. september næstkomandi sam-kvæmt lögum sem þá taka gildi. Við gildistöku þeirra flyst rannsókn mála er undir efnahagsbrotadeild heyra og ákæruvald, og þar með sókn þeirra mála sem þegar sæta ákærumeðferð fyrir dómstólum af hálfu ríkislögreglustjóra, frá embætti hans til embættis sér-staks saksóknara. Þetta var m.a. meðal tillagna Valtýs Sigurðssonar, fyrrverandi ríkissaksóknara, en af minnisblaði hans og Sigríðar Elsu Kjartansdóttur, sem þá var settur ríkissaksóknari, í tilefni fundar í innanríkisráðuneytinu í febrúar síðastliðnum, má lesa það mat að efnahagsbrotadeild ríkislögreglu-stjóra hafi verið vanhæf og hafi um árabil skort faglega yfirstjórn og metnað.

Í minnisblaðinu er getið skýrslu Sigríðar Elsu um stöðu efnahags-brotadeildar ríkislögreglustjóra frá því í október síðastliðnum. Skýrslan var gerð á grunni áhyggna ráða-manna af framgangi mála sem kærð höfðu verið þangað vegna brota

gegn lögum um gjaldeyris-mál. Þar kom m.a. fram að

meðferð mála stöðvaðist eftir að búið var að

ákveða að taka þau til rannsóknar þar sem mál eru fleiri en rannsakendur anna. Þess var getið að níu mál vegna brota gegn lögum um gjald-eyrismál væru í deildinni en aðeins eitt hefði verið tekið til

rannsóknar. Fyrir-sjáanlegt væri að

deildin myndi ekki ráða við

væntanlegan málafjölda. Fram kom að samskipti yfirmanna, þ.e. ríkislögreglustjóra og saksóknara, gengju ekki eðlilega fyrir sig. Jafn-framt var bent á hrokafulla afstöðu saksóknara [Helga Magnúsar Gunn-arssonar]gagnvart skýrsluhöfundi. Ríkissaksóknari hafði áður fundað með yfirmönnum ríkislögreglu-stjóraembættisins vegna samskipta-vandamála innan þess.

Valtýr og Sigríður Elsa geta einnig í minnisblaðinu um tölvupóst Egils Stephensen frá því í október síðastliðnum þar sem bent var á að flest mál, sem send hefðu verið til efnahagsbrotadeildarinnar, hefði dagað uppi. Getið var niðurfellingar umfangsmikils tollsvikamáls eftir fimm ára rannsókn þar sem sönnun-arstaða hefði verið góð. Enn fremur er vísað til skattamála Baugs, en á fundi ríkislögreglustjóra með ríkis-saksóknara var tilkynnt að efna-hagsbrotadeildin myndi ekki fara með málið en komið var að munn-legum málflutningi. Borið var við að vinnuálag væri gríðarlegt.

Í minnisblaðinu segir m.a.: „Það er mat ríkissaksóknara að efnahags-brotadeild hafi um árabil skort faglega yfirstjórn og metnað. Staða mála í deildinni og lítil tiltrú þeirra sem til þekktu áttu m.a. þátt í því að ákveðið var að stofna embætti sérstaks saksóknara í lok árs 2009 í stað þess að efla efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra.“

Haraldur Johannessen ríkislög-reglustjóri getur þess í ársskýrslu embættisins að á fyrsta fundi með Ögmundi Jónassyni innanríkisráð-herra hafi hann lagt til að verkefni efnahagsbrotadeildarinnar yrðu færð til embættis sérstaks saksókn-ara.

Helgi Magnús Gunnarsson veitti efnahagsbrotadeild ríkislögreglu-stjóra forstöðu frá árinu 2007 en var í leyfi frá þeim störfum frá síðast-liðnu hausti er hann var kosinn vara-saksóknari Alþingis. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði

Helga Magnús í embætti vararíkissaksóknara nú í

ágústbyrjun.Ekki náðist í innan-

ríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar.

Minnisblað Mat Fyrrverandi ríkissaksóknara

Efnahagsbrotadeild skorti faglega yfir-stjórn og metnaðÍ minnisblaði Valtýs Sigurðssonar, fyrrverandi ríkissaksóknara, og Sigríðar elsu kjartansdóttur, þá setts vararíkissaksóknara, í febrúar kom fram hörð gagnrýni á efnahagsbrotadeild ríkislög-reglustjóra. deildin hefur nú verið sameinuð embætti sérstaks saksóknara.

Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari.

Bent var á að flest mál sem send hefðu verið til efna-hagsbrota-deildarinnar hefði dagað uppi.

Jónas Haraldsson

[email protected]

4 fréttir Helgin 26.-28. ágúst 2011

Verslanir opnar: mán-mið 11-19, fim 11-21, fös 11-19, lau 11-18 og sun 13-18 | www.smaralind.is | 528 8000

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

47

74

3

Komdu í Smáralind og giskaðu á hvað blýantarnir okkar eru langir. Þú setur miða í kassa sem við drögum úr næstkomandi mánudag 29. ágúst.

Einhver getspakur þátttakandi vinnur iPad – kannski þú!

Fullt af frábærum tilboðum í skólaheftinu

sem skoða má á smaralind.is

www.skjargolf.is / 595-6000

SPENNANMAGNAST!

PGA ÚRSLITAKEPPNINTHE BARCLAYS Í BEINNI UM HELGINA:Föstudagur kl. 19:00 – 22:00Laugardagur kl. 17:00 – 22:00Sunnudagur kl. 16:00 – 22:00

Horfur á lægra eldsneytisverði

40%Bensínverð

Borið saman við

verðið fyrir ári

Ágúst 2011

Greining

Íslandsbanka

Bensín- og olíuverð hefur verið í hæstu hæðum undanfarin misseri enda hafa mælingar sýnt að dregið hefur úr akstri hér á landi. olíu-verð hefur hins vegar verið að lækka nokkuð á heimsmarkaði að undanförnu og horfur eru á að það muni lækka enn frekar. frá mánaðamótum hefur olíuverð á heimsmarkaði lækkað um u.þ.b. 8% og nær 13% sé litið til síðustu fjögurra mánaða. verðið er þó enn hátt eða nær 40% hærra en það var fyrir ári, að því er fram kemur hjá Greiningu íslandsbanka. Lækkunin frá ágústbyrjun skýrist að mestu leyti af 6% lækkun á verðinu í dollurum talið, en einnig hefur krónan styrkst nokkuð gagnvart dollara. Þótt óvissa sé um ástandið í Líbíu eru erlendir sérfræðingar á því að verðið muni lækka. verð á tunnu er nú um 110 dollarar. Citibank spáir því að verðið lækki í 95 dollara fyrir árslok og að meðal-verð á næsta ári verði 86 dollarar. eldsneytisverð hefur heldur lækkað hérlendis en bensín- og dísillítrinn kosta nú 232-233 krónur. Fari fram sem horfir ætti geð bíleigenda að hýrna á næstunni. - jh

D jöfull er ég ánægð með það. Ég mun þiggja boðið með þökkum og er mjög spennt

fyrir þessu; er búin að lesa bókina og allt. Ég er yfir mig heilluð,“ segir Linda Blöndal útvarpsmaður.

Hreinsun eftir Sofi Oksanen er á verkefnaskrá Þjóðleikhússins – verkið verður frumsýnt 17. október. Oksanen skrifaði Hreinsun upp-haflega sem leikrit, síðan skáld-sögu sem byggist á leikritinu og sú bók sló rækilega í gegn. Oksanen hlaut bókmenntaverðlaun Norður-landaráðs og kom hingað til lands í nóvember í fyrra. Frægt er út-varpsviðtal sem Linda tók við hana. þar brást rithöfundurinn ókvæða við spurningum Lindu sem henni þóttu heimskulegar. Linda lét Oks-anen ekki eiga neitt inni hjá sér og spurði hvort það þyrfti gráðu í bók-menntafræði til að ræða við hana. (Sjá meðfylgjandi samtal.)

Þjóðleikhúsið hefur tekið ákvörð-un um að bjóða Lindu sérstaklega á frumsýninguna. Að sögn Ara Matthíassonar framkvæmdastjóra verður meira að segja reynt að sjá til þess að Linda verði sessunautur Oksanen, en stefnt er að því að rit-höfundurinn verði viðstaddur frum-sýningu, verði því við komið.

„Það er allt í góðu mín vegna. Ég væri alveg til í að hitta hana aftur,“ segir Linda sem hefur ekkert á móti því að rifja upp þetta sérstæða og stutta útvarpsviðtal. „Hún er bara týpa. Ekkert gaman að þessu nema púður sé í fólki. Ég fór svona í taugarnar á henni og var eitt-hvað pirruð líka. Ég veit svo sem að æskilegra er að maður hafi lesið bækurnar áður en maður tekur

viðtöl við rithöfunda – þótt það eigi ekki að þurfa að vera algilt – sér-staklega þarna á þessum tíma-punkti þar sem Oksanen var tiltölu-lega óþekkt.“

Stefán Jónsson leikstýrir Hreinsun, Margrét Helga Jóhanns-dóttir leikur aðalpersónuna eldri en Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikur hana yngri. Arnbjörg Hlíf Valsdótt-ir leikur stelpuna sem seld hefur verið mansali, misnotuð, barin og brotin. Skemmtilegt er að segja frá því að Þorsteinn Bachmann er að leika sitt fyrsta hlutverk í Þjóðleik-húsinu; leikur flokksgæðing og hálfgerðan drullusokk eins og þeir eru flestir í þessu leikriti – karl-mennirnir, að sögn Ara.

Jakob Bjarnar Grétarsson

[email protected]

Boðið á HreinsunÞjóðleikhúsið hefur boðið Lindu Blöndal útvarpsmanni sér-staklega á frumsýningu verksins Hreinsun eftir Sofi Oksanen. stefnt er að því að fá höfundinn einnig til landsins við það tækifæri og stefnir í sögulegar sættir.

Sættir SSeSSunautar á frumSýningu

Oksanen: af hverju ertu að spyrja mig heimskulegra spurninga? (Þær Linda og oksanen ræddu saman á ensku.)Linda: Ég hef verið að tala við marga og þeir segja mér að hún [bókin] veiti nýja innsýn í kalda stríðið og hvernig fólk bjó í sovétríkj-unum. Heldur þú að hún breyti því hvernig fólk sér ... [oksanen grípur

fram í]Oksanen: spurningin er of almenns eðlis. í fyrsta lagi fer það eftir því hvernig sagan er því þetta er ekki þannig saga, fyrir þá sem búið hafa fyrir aftan Járntjaldið.Linda: er þetta persónuleg saga?Oksanen: allar mínar bækur eru persónulegar. Ég skil ekki hvað þú átt við.Linda: Þeir sem ég hef rætt við

segja hana svolítið persónulega.Oksanen: Ég er rithöfundur! og spurningin er fáránleg.Linda: virkilega?Oksanen: Já, hún er fáránleg. Plís, ef þú ert ekki með betri spurningar ...Linda: er sagan þá skáldsaga? (e. fiction)Oksanen: Þetta er skáldsaga! (e. novel) og þú veist hvernig skáldsögur eru skilgreindar? vin-

samlega komdu með einhverjar gáfulegri spurn-ingar ef þú vilt ... verða eitthvað.Linda: Þarf ég að vera með gráðu í bókmenntafræði til að spjalla við þig?Oksanen: nei, þú þarft þess ekki. en þú veist hvað skáldsaga er?Linda: Já, ég veit það.Oksanen: af hverju ertu þá að spyrja heimsku-legra spurninga?

Hið umdeilda útvarpsviðtalÍ lauslegri þýðingu DV frá í nóvember 2010 undir fyrirsögninni Dónaleg á Rás 2:

Linda Blöndal. Ljósmynd/Úr einkasafni

Helgin 26.-28. ágúst 2011

Bestu bílar heimsFord V8, árgerð 1932, er besti bíll heims, að mati bandarísku vefsíðunnar Inside Line en hún hefur tekið saman lista yfir þá 100 bíla sem að mati höfunda eru þeir bestu í veröldinni nokkru sinni. Síða FÍB greinir frá þessu. Fordinn var fyrsti aflmikli bíllinn sem venjulegt fólk gat látið eftir sér að kaupa. Í öðru sæti er Austin Mini 1959 og Chevrolet Bel Air 1955 í því þriðja. Volkswagen bjalla 1938 fylgir í kjölfarið, þá 1964 árgerðin af Porsche 911. Næstu fimm eru Mercedes Benz 300 SL 1955, vængjabíllinn frægi, Ferrari 250 GTO 1962, Dusenberg J 1928, Ford T 1908 og 1968-árgerðin af BMW 2002. Af þessum voru algengir á íslenskum vegum Chevrolet 1955, Mini, Volkswagen-bjallan og BMW-inn. -jh

Segja fjöldagjaldþrot blasa viðFjöldagjaldþrot verða í sjávarútvegi verði sjávarútvegsfrumvarp ríkisstjórnarinnar að lögum, segir í umsögn Samtaka atvinnulífsins, Landssambands íslenskra útvegs-manna og Samtaka fiskvinnslustöðva, að því er fram kemur á síðu SA. Þar er bent á að verði frumvarpið að lögum muni sjávarútvegsfyrirtækin gjald-færa samstundis allar eignfærðar aflaheimildir. Það lækki eigið fé greinarinnar um 180 milljarða og leiði til fjöldagjaldþrota. „Einnig hefur frumvarpið þau áhrif,“ segir þar, „að lækka mögulegar skatttekjur ríkis-sjóðs um marga milljarða króna.“ - jh

Makrílafli að mestu til vinnsluTölur Fiskistofu sýna að 91% af veiddum makríl fer til vinnslu en 9% í bræðslu, að því er fram kemur á síðu sjávarútvegsráðuneytisins. Eftirlit með löndunum uppsjávarskipa hefur náð til helmings allra landana. Að auki hefur verið fylgst sérstaklega með makríl-löndunum annarra skipa og fylgst með veiðum og vinnslu þeirra skipa sem vinna afla um borð. Af um 150 þúsund tonna heildaraflamarki Íslands á árinu 2011 voru 99 þúsund tonn komin að

landi 10. ágúst síðastliðinn. Þar af fóru 9 þúsund tonn til bræðslu

og 90 þúsund til vinnslu, ýmist fryst eða ísað. -jh

E itt arnarpar kom í sumar upp þremur

ungum. Slíkt er afar sjaldgæft hér á landi og er aðeins vitað um átta slík tilvik frá seinni hluta 19. aldar, að sögn Kristins Hauks Skarphéð-inssonar, fagsviðs-stjóra dýrafræði hjá Nátturufræði-stofnun Íslands.

Arnarvarp í ár gekk þokkalega og vonum framar, þrátt fyrir afleitt tíðar-far síðastliðið vor sem hafði áhrif á varp fugla víða um land, að sögn Kristins Hauks. Arnarstofninn telur um 65 pör og hefur staðið í stað undanfarin sex ár eftir nokkuð samfelldan vöxt um áratuga skeiði. Að þessu sinnu verptu ernir í 41 hreiður og komust 29 ungar upp úr 19 þeirra.

Hafa ungarnir ekki verið færri síðan 2006. Varpárangur þeirra para sem komu upp ungum var hins vegar með besta móti, því hlutfallslega mörg þeirra komu upp tveimur ungum og eitt þeirra kom upp þremur ungum, eins og fyrr greinir.

Varpárangur var í meðallagi við Faxa-flóa en afar slakur við norðanverðan Breiðafjörð og á Vestfjörðum en á því svæði komu einungis 6 pör af 26 upp ungum, að sögn Kristins Hauks. „Ernir fara að huga að varpi í lok mars með því að dytta að hreiðrum og og eru flestir orpnir um 20. apríl. Varptíminn er óvenjulangur eða 4-5 mánuðir enda verða ungarnir ekki fleygir fyrr en um miðjan ágúst. Ernir eru því berskjald-aðir fyrir slæmu tíðarfari fram í lok júní en þá eru ungarnir orðnir nógu þrosk-aðir til að halda sjálfir á sér hita,“ segir Kristinn Haukur.

Ógætileg umferð við arnarhreiður á viðkvæmasta tímanum getur einnig leitt til þess að varp misfarist. „Sem betur fer virða langflestir hreiðurhelgi arnarins og fátítt er núorðið að menn eyðileggi vísvitandi arnarvarp, þótt það gerist því miður nær árlega, þrátt fyrir að örninn hafi verið alfriðaður í nær heila öld eða frá 1914,“ segir Kristinn Haukur.

Náttúrufræðistofnun Íslands vaktar arnarstofninn í samvinnu við Fugla-verndarfélag Íslands og Náttúrustofurn-ar í Stykkishólmi og Bolungarvík.

Jónas Haraldsson

[email protected]

ArnArvArp Fágætur viðburður

Afar sjaldgæft hér á landi en aðeins er vitað um átta slík tilvik frá seinni hluta 19. aldar. Arnarvarp gekk þokkalega og vonum framar miðað við afleitt tíðarfar. Ungar ekki færri frá árinu 2006 og afleitur varpárangur við norðanverðan Breiðafjörð og á Vestfjörðum.

Arnarpar kom upp þremur ungum

Ernir eru berskjaldaðir fyrir slæmu tíðarfari fram í lok júní en þá eru ungarnir orðnir nógu þroskaðir til að halda sjálfir á sér hita. Ljósmyndir/Finnur Logi Jóhannsson.

Litamerkingar arnarunga. Í ár komust 29 ungar upp úr 19 hreiðrum. Arnar-stofninn telur um 65 pör og hefur staðið í stað undanfarin sex ár.

Hlutfallslega mörg pör komu upp tveimur ungum.

Miðasala 568 8000borgarleikhus.is

Áskriftar-kortið mitt

Agnar Jónsson, kennari.

... og rjómi

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 0

8-1

67

4

HELGARBLAÐ

Fékkstu ekki Fréttatímann heim?Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar-svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á [email protected]

Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is

8 fréttir Helgin 26.-28. ágúst 2011

Á morgun, laugardag kl. 14:00 verður blásið til hátíðar fyrir alla fjölskylduna að Fossá í Kjós í tilefni af formlegri opnun þessa skemmtilega útivistarskógar. Lúðrar verða þeyttir Raddbönd þanin af góðum gestum Skátar skemmta börnunum Kaffiveitingar og ferskt grænmeti

Við bjóðum ykkur að koma og fagna með okkur og eiga ánægjulegan dag í skóginum.

Bakhjarlar Opinna skóga

SkógræktarfélagÍslands

Búðardalur

Grundar�örður

Borgarnes

Akranes

HöfuðborgarsvæðiðGarður

Reykjanesbær

Vogar

Sandgerði

Hafnir

Grindavík Þorlákshöfn

Hveragerði

EyrabakkiStokkseyri

Selfoss

Hellissandur

Ólafsvík

Rif

Fossá

Jafnaskarðsskógur

Hofsstaðaskógur

11

Tröð

12

Fossárskógur í Kjós er ein af perlum Hvalfjarðar þar sem byggð hefur verið upp góð aðstaða fyrir útivistarfólk á undanförnum árum. Innan við klukkustund tekur að aka að Fossá frá Reykjavík og er svæðið því upplagður áningarstaður fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins sem og alla sem leið eiga um Hvalfjörðinn.

10 fréttaskýring

E ins og alþjóð veit hefur Guðmundur Steingrímsson yfirgefið Framsókn, flokk föður síns Steingríms Her-mannssonar, fyrrverandi forsætis-

ráðherra, og afa; Hermanns Jónassonar, fyrrverandi forsætisráðherra einnig. Guð-mundur var áður í Samfylkingunni, fór þaðan yfir í flokk áa sinna en er nú farinn þaðan. Þótt Guðmundur hafi yfirgefið flokkinn ætlar hann ekki að segja skilið við þingmannssæti sitt. Í gegnum tíðina hefur það verið gagn-rýnt að menn sem yfirgefa flokka sína sitji áfram á Alþingi eins og ekkert hafi ískorist. Það er í gegnum atkvæði greidd flokkum sem þeir komast á þing. Á móti er bent á að þegar menn taka sæti á þingi skrifa þeir undir holl-ustueið þess efnis að þeir séu bundnir engu öðru en sannfæringu sinni.

Flokkaflakk í skjóli stjórnarskrárÓlafur Þ. Harðarson prófessor segir þetta vissulega setja atkvæðin í sérkennilegt ljós þegar litið sé til þess að kerfið hafi þróast með þeim hætti í flestum vestrænum löndum að kjósendur séu aðallega að kjósa flokka en ekki einstaklinga. „Jájá, menn hafa sagt sem svo að þeir séu að kaupa köttinn í sekknum. Hins vegar er skýlaust ákvæði í stjórnarskrá sem tryggir mönnum þennan rétt; að þing-menn séu eingöngu háðir samvisku sinni en ekki fyrirmælum frá kjósendum. Þetta er hugmynd um fulltrúaræði sem á rætur að rekja til Játmundar Burke (1729-1797) sem var einn af höfundum íhaldsstefnunnar,“ segir Ólafur.

En aðalmálið er að stjórnarskráin veitir mönnum þennan rétt; hvað sem segja má um siðferðið þá eiga þeir áframhaldandi þing-setu við sig sjálfa. „Þannig hefur þetta alltaf verið. Menn hafa talað um flokkaflakkara með nokkurri fyrirlitningu en margir þeirra hafa spjarað sig og vel það; Ásgeir Ásgeirs-son forseti er til dæmis um þetta. Hann var fyrst þingmaður Framsóknarflokksins, fór svo í Alþýðuflokk. Kjósendur láta menn ekki endilega gjalda flokkaflakks og klofninga, því fer fjarri, ef þetta eru sæmilega öflugir menn og andrúmsloftið í kringum þá er hentugt. Guðmundur metur það greinilega svo að grundvöllur sé fyrir framboði hægra megin við miðju.“

Órói í þingflokkahjörðumGuðmundur Steingrímsson er ekki einn um að sitja sem óháður þingmaður á Alþingi. Langt í frá. Þeir eru fleiri pólitísku undanvill-ingarnir* sem sitja á þingi. Engin dæmi eru um annan eins flótta úr þingflokkum og nú enda voru aðstæður við síðustu kosningar sérstakar. Þær mynduðust í kjölfar Búsá-haldabyltingar og flokkakerfið var veikara en nokkru sinni.

Þráinn Bertelsson komst á þing sem maður á lista Borgarahreyfingarinnar. Þráinn sagði, eins og algengt er um þá sem vilja vera áfram á þingi en ekki með fyrrum félögum sínum, að það hefði verið Borgarahreyfingin sem yfirgaf hann en ekki hann Borgarahreyf-inguna. Eftir nokkra veru í samnefndum þingflokki, eins og Davíð Oddsson orðaði það í Staksteinaskrifum, ákvað Þráinn að ganga til liðs við þingflokk Vinstri grænna. Þráinn ver ríkisstjórnina falli – stjórnarliðar eru 32 gegn 31 stjórnarandstæðingi – og er skyndi-lega orðinn með valdameiri þingmönnum eins og kom í ljós þegar hann hótaði að hætta stuðningi nema ríkisstjórnin gerði eitthvað í málefnum Kvikmyndaskólans.

Eitt er að yfirgefa þingflokkinn, annað að yfirgefa flokkinn sem slíkan. Þannig er því farið með Atla Gíslason og Lilju Móses-dóttur. Þau sögðu skilið við þingflokk Vinstri grænna en treystu sér ekki til að styðja fjárlagafrumvarp þessa árs auk þess sem aðildarviðræður við Evrópusambandið skiptu máli. Ásmundur Einar Daðason gerði slíkt hið sama og er frægt þegar hann á í kjölfar þess að hafa komið inn á Póstbarinn, þar sem Atli og Lilja sátu, og hrópaði: Yesss! Ásmund-ur Einar gekk svo til liðs við þingflokk Fram-sóknarflokksins.

Ekki aðeins einkennir flokkaflakk þetta kjörtímabil því ónefndir eru þeir þingmenn sem viku sæti vegna ávirðinga um meint hneykslismál og/eða hagsmunatengsl: Stein-unn V. Óskarsdóttir yfirgaf þingið og í henn-ar stað kom Mörður Árnason sem þingmaður Samfylkingarinnar. Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingu, vék tímabundið af þingi sem og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Sjálfstæðis-flokki. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Illugi Gunnarsson, tók sér hlé frá störfum og inn fyrir hann kom Sigurður Kári Kristjánsson.

Frægir flokkaflakkararÞótt þetta sé mikill órói, styggð í hjörðum, og með meira móti, segir Ólafur Þ. Harðarson að klofningur og flokkaflakk eigi sér langa sögu á Íslandi. Þar eru í lykilhlutverkum margir frægustu stjórnmálamenn landsins. „Allt frá því að Tryggvi Þórhallsson klauf sig úr Framsóknarflokknum 1933 til 1934, varð undir í átökum við Hriflu-Jónas og stofnaði Bændaflokkinn. Hann hafði verið forsætis-ráðherra en hann féll svo fyrir Hermanni Jónassyni, afa Guðmundar, í þingkosningum 1934. Tryggvi dó skömmu síðar og Bændaflokkurinn varð ekki að neinu.“

Síðan hafa margir skipt um flokka og frægustu dæmin eru þrír höfðingjar, að sögn Ólafs. „Frægustu dæmin um þá sem hafa verið í þremur flokkum, eins og Guðmundur Steingrímsson verður ef hann stofnar nýjan flokk, eru Hannibal Valdimarsson, faðir Jóns Baldvins, sem sat á þingi fyrir þrjá flokka; fyrst sem formaður Alþýðuflokksins, svo fyrir Alþýðubandalagið og loks Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Jón Baldvin fetaði í fótspor hans: Alþýðu-bandalagið, Samtök frjáls-lyndra og vinstri manna og svo Alþýðuflokkurinn; aðeins formaður í þeim flokki. Sá þriðji er forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson. Hann var í Framsóknarflokknum, klauf sig út úr honum í Möðruvalla-hreyfingunni árið 1974, hún gekk inn í Sam-tök frjálslyndra og vinstri manna og svo gekk hann í Alþýðubandalagið. Já, það er löng og mikil hefð fyrir þessu,“ segir prófessor Ólafur.

Tíu ný framboð náð inn á þingOg fleiri þungavigtarmenn má vissulega nefna. Vilmundur Gylfason klauf sig út úr Alþýðuflokknum til að stofna Bandalag jafn-aðarmanna árið 1983. Árið 1987 klauf Albert Guðmundsson sig út úr Sjálfstæðisflokknum til að stofna Borgaraflokkinn. Árið 1994 gekk Jóhanna Sigurðardóttir úr Alþýðuflokknum til að mynda Þjóðvaka. Um 1999 gekk Sverrir Hermannsson úr Sjálfstæðisflokknum og stofnaði Frjálslynda flokkinn. Hann var reyndar þá bankastjóri en hafði verið settur

af þegar hann stofnaði flokkinn. Sverrir hafði verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins um árabil.

Þótt mörg dæmi séu um sterka stjórn-mála menn sem lifað hafa flokkaflakk af og vel það eru þau ekki síður mörg dæmin um menn sem hafa ekki náð árangri á nýjum vettvangi. Kristinn H. Gunnarsson er þriggja flokka maður; var í Alþýðubandalaginu, þá Framsókn og loks Frjálslyndum. Gunnar

Örn Örlygsson var þingmaður Frjálslyndra en gekk í Sjálf-stæðisflokkinn og gufaði þar upp sem stjórnmálamaður. Fjölmörg önnur dæmi má nefna.

„Síðan árið 1971 hafa í kringum tíu flokkar og flokks-brot, fyrir utan þessa fjóra gömlu, og teljum við þá ekki VG og Samfylkinguna með, fengið sæti á Alþingi. Lang-flestir klofningar úr eldri flokkum. Aðeins Kvenna-hreyfingin og Borgarahreyf-ingin eru ekki klofningar úr eldri flokkum. Þessi framboð hafa yfirleitt verið að fá 5 til 12 prósent í kosningum. Hins vegar eru miklu fleiri flokkar sem boðið hafa fram til þings en ekki náð inn á þing,“ segir Ólafur Þ. Harðarson.

Hvað gerir Guðmundur?Þetta eru spennandi tímar í stjórnmálum. Mikið um-rót eftir hrun. „Menn eru óánægðari með stjórnmál og stjórnmálamenn en nokkru

sinni áður. Óvissa um alla hluti í íslenskri pólitík, meiri en verið hefur í áratugi,“ segir Ólafur. Hann telur óðs manns æði að spá fyrir um hvort og hvernig Guðmundur setji þar strik í reikning.

„Ef Guðmundur stofnar Evrópusinnaðan miðjuflokk sem nær fylgi er mikilvægasta afleiðing af því að það gerir Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk miklu erfiðara fyrir að ná hreinum meirihluta í næstu kosningum.“ Ólafur segir það vera hið fyrsta sem blasi við. Hins vegar er óvíst hvort hann sópar til sín fylgi frá Samfylkingunni. „Þetta er algerlega opið. Það eina sem við getum sagt er að þetta er jarðvegurinn sem hann ætlar að sækja í.“

Jakob Bjarnar Grétarsson

[email protected]

Pólitískir undanvillingar*Frétt vikunnar er sú, sé miðað við umfang umfjöllunar fjölmiðla, að Guðmundur Steingrímsson þingmaður sagði bless við Framsóknarflokkinn. Guðmundur hyggst sitja áfram á þingi þótt hann hafi sagt skilið við flokkinn sem fleytti honum inn í húsið við Austurvöll. Jakob Bjarnar Grétarsson komst að því að hann er sannarlega ekki einn um það í íslenskri stjórnmálasögu.

* Samkvæmt Snöru merkir undanvillingur lamb sem villst hefur frá móður sinni eða ráðlítill maður sem hefur horfið frá fyrri stefnu.

Flokkaflakkarar að nýju. Sagan á eftir að leiða það í ljós hvort þau þessi eiga eftir að hverfa í gleymskunnar dá eða skrá nafn sitt feitu letri í stjórn­málasöguna.

Frægir flokkaflakk­arar. Þungavigtar­menn sem flökk­uðu milli flokka, en stemningin í kringum þá var slík að kjósendur létu þá ekki gjalda flokkaflakks eða klofnings – nema síður væri.

Guðmundur Steingrímsson. Maður vikunnar. Guðmundur þarf ekki að leita lengra en í fjölskyldusögu sína til að læra um hversu vel klofningsframboð geta reynst. Afi hans Hermann felldi Tryggva Þórhallsson, fyrrverandi forsætisráðherra, af þingi í kosningum árið 1934. Þetta var eftir að Tryggvi hafði klofið sig út úr Fram­sókn og stofnað Bændaflokkinn.

Klofningur og flokkaflakk á sér langa sögu á Íslandi. Og þar eru í lykil­hlutverkum margir fræg­ustu stjórn­málamenn Íslands.

Helgin 26.­28. ágúst 2011

RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is

Löggiltir dýnuframleiðendur, starfandi í 60 ár

fagleg ráðgjöf og frí LegugreiningKomdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu faglega ráðgjöf um val á heilsudýnum, án skuldbindinga!

rúmgott býður öllum viðskiptavinum upp á fría legugreiningu með hinum byltingarkennda Xsensor Medical Pro búnaði.

Hvenær er þörf á Legugreiningu? finnurðu fyrir eymslum í mjóbaki? Vaknarðu oft með verki í mjöðm? finnurðu fyrir eymslum eða dofa í öxlunum? Sefurðu illa vegna annara óþæginda? · hryggskekkju · brjósklos · samföllnum hryggjaliðum · spengdum hryggjaliðum · gigt, til dæmis: · slitgigt, vefjagigt eða liðagigt.

fremstir í framLeiðsLu á HeiLsudýnum

Vertu örugg/ur.

Komdu í greiningu

20-50%

afsláttur af öllum heilsurúmum

Royal og classic Hágæða fjölstillanleg rafmagnsrúm á 20% afslætti.

12 mánaða vaxtalaus Visa / EURo greiðsludreifingu

Smíðum raf-

magnsrúm í öllum

stærðum!

V o R T i l B o Ð

við framLeiðum þitt rúm eftir þínum þörfumsérsmíðum rúm og dýnur í sumarHús feLLiHýsi og tjaLdvagna

SUMARDAGAR

SUMARDAGAR

Miðasala 568 8000borgarleikhus.is

Áskriftar-kortið mitt

Darri Kristjánsson, nemi

Skyrtudalur (Shirt -Walley) eftir Christian Ludwig Attersee frá 1994.

Erró. Án titils/Untitled [úr seríu Ra-dioactivity, Jaffa (1958)], 1958.

Erró. Án titils/Untitled [úr seríu Les Carcasses/Beinagrindurnar (1955-1957)], 1955.

Ég var aldrei besti teiknar-inn þegar ég var í skóla á sínum tíma. Hringur Jó-hannesson var til dæmis tíu sinnum betri teiknari en ég.

Var aldrei

bestur í teikningu

Erró kemur í stutta heimsókn til Íslands í byrjun septem-ber og verður viðstaddur opnun í Listasafni Reykjavíkur á sýningu á teikningum sem ná yfir allan hans feril. Erró er líklega síst þekktur fyrir teikningar sínar en segist teikna

miklu meira en margan grunar. Á sama tíma verður opnuð sýning á sextíu og þremur verkum eftir austurríska lista-

manninn Christian Ludwig Attersee en verkin eru gjöf hans til Listasafns Reykjavíkur. Þórarinn Þórarinsson sló á þráðinn

til Parísar og ræddi við Erró um teikningar hans, hina veglegu listaverkagjöf Attersees, vinar hans, og hvað er efst

á baugi hjá málaranum sem verður áttræður á næsta ári.

Ég hef þekkt Attersee í mörg ár; alveg síðan ég sýndi þarna í Vín fyrir margt löngu,“ segir Erró. Verkin sem Attersee og galleríisti hans og samlandi, Ernst Hilger, færa Lista-

safni Reykjavíkur að gjöf eru unnin á árunum 1970 til 2010. „Hann er frægur málari og er að gefa safninu margar prentmyndir. Hann kemur með þrettán manns með sér, þar á meðal Hilger, og meira að segja safnstjóra Freud-safnsins í Vín,“ segir Erró um sýninguna sem hefst 3. sept-ember.

Listasafn Reykjavíkur hefur löngum notið velvildar og gjafmildi Errós en hann hefur, eins og kunnugt er, fært safninu stóran hluta verka sinna og hefur komið því til leiðar að stórar og mikilvægar listaverkagjafir hafa borist safninu. Nægir þar að nefna Gullpottinn eftir Jean-Pierre Raynaud og stóra listaverkagjöf sem safnið fékk í fyrra eftir listamanninn Mel Ramos. Þá færir Attersee safninu verk sín fyrir tilstilli Errós en sjálfur vill málarinn ekki gera mikið úr sínum þætti og er fljótur að eyða öllu tali um það.

Alltaf að teiknaErró er einna þekktastur fyrir stór og litrík verk sín en minna hefur borið á teikningum hans í gegnum tíðina. „Það eru margir sem segja mér að ég teikni aldrei og sennilega vita fæstir að

Erró er enn á fleygiferð en er farinn að huga að því að draga sig út úr sýningastússi og verja tíma

sínum meira á vinnustofunni.

ég teikna á léreftið áður en ég mála málverkið. Ég lita það síðan tvisvar eða þrisvar sinnum. Ég teikna svo aftur á það þannig að ég teikna tvisvar sinnum hverja mynd.“

Erró segir Listasafn Reykjavíkur eiga mikið af teikningum eftir sig en hann sé nú að fara í gegnum þetta allt saman með sýningarstjóranum Danielle Kvaran. „Hún segir mér síðan hvað vantar og þá mun ég stinga einhverju inn sem ég er með hérna. Það er mjög líklegt að síðustu árin vanti inn í.“

Þar sem teikningarnar spanna svo til allan feril málarans fá sýningargestir glögga yfirsýn yfir þró-unina í teiknistíl Errós. „Ég var aldrei besti teiknar-inn þegar ég var í skóla á sínum tíma. Hringur Jó-hannesson var til dæmis tíu sinnum betri teiknari en ég. Og þegar ég fór með Braga Ásgeirssyni í kúnst-akademíuna í Ósló, var hann líka tíu sinnum betri en ég. Þetta tekur sinn tíma og ég næ mér svona í rólegheitum. Ég held að þetta sé orðið í lagi núna,“ segir Erró léttur í bragði.

Teiknað í tjaldi„Ætli elsta myndin á sýningunni sé ekki teikning frá Klaustri frá 1946 eða 1947 eða þar um bil. Hún heitir Stríð og er svolítið merkileg því hún líkist dálítið því

sem ég er að gera núna. Ég teiknaði hana fyrir ofan Klaustur, á Klausturheiði, þegar ég var þar í tjaldi. Sem stendur er ég að vinna í því sem ég kalla barna-legar myndir. Þær hafa eitthvað með ung börn að gera, liti fyrir ung börn og teikningar fyrir ung börn. Þetta verður smá syrpa.“

Pólitíkin svífur oft yfir vötnum í verkum Errós og hann er að hita sig upp í eitt slíkt. „Ég fer nú yfirleitt mikið yfir í pólitískar myndir þegar þannig stendur á og það er kannski möguleiki á að ég fari út í það sem er á seyði í Líbíu núna. Síðasta stóra pólitíska myndin sem ég gerði hét God bless Bahgdad. Það getur vel verið að það komi ein núna í rólegheitum um Líbíu og kannski Sýrland líka í sömu mynd.“

Erró kemur til Íslands fyrsta september og fer aftur út þann fjórða. „Ég er að ganga frá rosasýningu í Frankfurt sem verður á sama tíma og bókamess-an þar sem Ísland verður í öndvegi. Þetta verður rosalega stór sýning og ég verð að sjá til þess að hún gangi vel. Þannig að það er í nógu að snúast, en ég ætla svo að reyna að fara að slappa aðeins af. Ég verð áttræður á næsta ári og ætla að reyna að fara að skapa mér svolítið meiri tíma til að vinna. Það fer svo mikill tími í þetta sýningavesen. Það er að svo mörgu að huga í kringum sýningar.“

12 viðtal Helgin 26.-28. ágúst 2011

einfaldlega betri kostur

© IL

VA Ís

land

201

0

30-70%

AFSLÁTTURYFIR 1000 VÖRUNÚMER Á LÆKKUÐU VERÐI

RÝMUM FYRIR

HAUSTLÍNUNNI

25. ÁGÚST - 4. SEPTEMBER

RÝMINGAR-SALA

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is - laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30

Bjóðum uppá vaxtalaust

lán til 6 mánaða

sendum um allt land

RÝMINGAR-SALA

30-70%AFSLÁTTUR

YFIR 1000 VÖRUNÚMER Á LÆKKUÐU VERÐI

RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-

Tónsalir er ryþmískur tónlistarskóli þar sem leitast er við að viðhalda

gleðinni í hljóðfæranáminu.

Upplýsingar og innritun á www.tonsalir.is

...BARA GAMAN...

Bæjarlind 12. Sími 534-3700. www.tonsalir.is

Nú er tekið á móti umsóknum á eftirfarandi byrjandanámskeið:

* Gítarnámskeið* Trommunámskeið * Partýgítarnámskeið

* Gítarnámskeið fyrir leikskólastarfsfólk

Námskeið fyrir fullorðna:

Munið frístundakort ÍTR og endurgreiðslu stéttarfélaga!

SKEMMTILEG TÓNLISTARNÁMSKEIÐ

Næstu námskeið he�ast í september !

SKEMMTILEG TÓNLISTARNÁMSKEIÐ

Í vor mátti lesa margar fréttir á íþróttasíðum blaðanna um fyrirhuguð kaup knattspyrnu-liðsins Ajax Amsterdam á

Kolbeini Sigþórssyni. Knattspyrnu-áhugamenn kættust yfir því að einn efnilegasti leikmaður Íslands væri á leið í herbúðir eins sögufrægasta fótboltaliðs í heimi.

Á sama tíma veittu fáir því athygli þegar Lincoln City féll úr ensku deildarkeppninni. Lincoln hafnaði í næstneðsta sæti í því sem lengi vel nefndist fjórða deild á Englandi, en heitir nú önnur deild, þökk sé mark-aðs- og auglýsingamönnum. Auðvit-að var ekki við því að búast að sögur af hnignun Lincoln City yrðu fyrir-ferðarmiklar í blöðunum. „Púkarnir“ frá Lincoln (sem draga viðurnefni sitt af þjóðsögu frá miðöldum um tvo púka sem gengu berserksgang í

dómkirkju staðarins, en var breytt í stein) hafa aldrei verið nálægt því að komast í efstu deild og raunar lengst af leikið í tveimur neðstu deildunum. Í nærri 130 ára sögu sinni hefur Lin-coln ekki eignast einn einasta ensk-an landsliðsmann.

Sumarið 1949 var málum nokkuð öðruvísi háttað. Lincoln og Ajax komu bæði í heimsókn til Reykavík-ur, en það var ekkert vafamál hvorir gestanna vöktu meiri áhuga heima-manna. Englendingar voru álitnir konungar fótboltans – svo góðir að fram til 1950 töldu þeir það fyrir neð-an sína virðingu að taka þátt í heims-meistarakeppninni í knattspyrnu. Þótt Lincoln kolfélli úr annarri deild-inni þetta sama vor var heimsóknin talin stórviðburður. Áhorfendur fjöl-menntu og góður hagnaður varð af ævintýrinu.

Troðningur í TívolíÖðru máli gegndi um Ajax. Liðið var vissulega kynnt sem eitt það besta sem hingað hefði komið (en það var reyndar sagt um alla gesti) og sér-staklega tiltekið hvað Hollending-arnir hefðu heimsótt mörg lönd í gegnum tíðina. Knattspyrnuáhuga-menn létu ekki platast. Aðsókn var undir væntingum og hefði orðið tap á förinni ef skipulagningarnefndin hefði ekki gripið til þess ráðs að selja alltof marga miða á kveðjuhófið sem haldið var í Tívolíinu í Vatnsmýrinni. Ekki var þó íburðinum fyrir að fara í tengslum við komu Ajax. 22 manna hópur leikmanna, liðstjóra og stjórn-armanna flaug með Geysi til Reykja-víkur og fór heim sjóleiðina með Heklu. Gist var á stúdentagörðum Háskólans. Miðasala á leikina fjóra átti að standa undir ferða- og uppi-haldskostnaði og var litið á heim-sóknir af þessu tagi sem vænlega tekjuöflun.

Í fyrsta leiknum sigraði Ajax

Ajax varð eitt sigursælasta lið í Evrópu með Johan Cruijff sem leikmann og þjálf-

ara. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty ImagesÞegar Rikki afgreiddi Ajaxnýkrýnda Íslandsmeistara KR 2:0, nokkuð auðveldlega í leiðindaveðri. Því næst mættu gestirnir Valsmönn-um, sem sigruðu 1:0 með marki Halldórs Halldórssonar í hvínandi roki á Melavellinum. Þriðja leikinn vann sameiginlegt lið Fram og Vík-ings. Urðu þessi góðu úrslit til þess að glæða áhuga Reykvíkinga á loka-leiknum þar sem hálfgert landslið Íslands olli miklum vonbrigðum og fékk á baukinn, 5:2.

Rikki og Bjarni GuðnaVert er þó að staðnæmast betur við þriðju viðureignina, milli Ajax og Fram/Víkings. Henni lauk með stórsigri Reykjavíkurliðanna. Ajax skoraði tvívegis en Framarar og Víkingar fimm sinnum. Samkvæmt frásögnum sumra dagblaðanna skor-aði Framarinn Ríkharður Jónsson öll mörk leiksins, þar af fjögur eft-ir sendingu frá Víkingnum Bjarna Guðnasyni (síðar fræðimanni við Háskólann og alþingismanni). Fréttaritari Morgunblaðsins treysti sér þó ekki til að skera úr um hver hefði potað inn einu markinu, sem kom úr þvögu.

Í ljósi þess sem síðar gerðist, hljóta þessi úrslit að vekja furðu. Árið 1949 var Ísland þróunarland á knattspyrnusviðinu, þar sem bestu félagslið voru vart komin af því stigi að leika á jafnréttisgrundvelli gegn áhöfnum erlendra skipa. Hvernig má þá skýra stórsigur á Ajax Amster-dam, liði sem tuttugu árum síðar var talið það besta í heiminum og varð þrefaldur Evrópumeistari 1971 til 1973?

Sú spurning vaknar eðlilega hvort Ajax hafi í raun og veru sent sitt besta lið til Íslands sumarið 1949. Það var þó raunin. Leikmenn Ajax í Íslands-förinni voru flestir fastamenn í mót-um heima fyrir. Engin ástæða er til að ætla að leikirnir í Reykjavík hafi ekki verið teknir alvarlega. Hér verður að hafa í huga að árið 1949 voru Hol-lendingar fjarri því sú knattspyrnu-þjóð sem síðar varð. Landslið þeirra var eitt hið lakasta í Vestur-Evrópu og félagsliðin veik. Hollenskir knatt-spyrnumenn voru áhugamenn til árs-ins 1954, þegar sérkennileg útfærsla af hálf-atvinnumennsku var heimiluð og deildarkeppnin endurskipulögð í framhaldinu.

Ajax sigrar heiminnHálf-atvinnumennskan var ríkjandi í Hollandi fram á miðjan sjöunda áratuginn. Samhliða knattspyrn-unni sáu leikmenn sér farborða með því að reka búðarholur eða sinna auðveldum störfum í fyrir-tækjum í eigu stjórnarmanna lið-anna. Johan Cruijff, sem fæddur er 1947, er sagður annar hollenski at-vinnumaðurinn í heimalandi sínu á eftir liðsfélaga sínum hjá Ajax, Piet Keizer (f. 1943). Þeir Keizer og Cruijff voru einmitt lykilmenn í þeirri byltingu sem átti sér stað hjá Ajax um og eftir 1965. Það ár tók ungur þjálfari, Marinus Jacobus Hendricus Michels, við stjórn liðsins. Hann þróaði þegar sitt eigið leikkerfi – totalvoetbal – sem fólst í hröðum samleik þar sem hver útileikmaður var fær um að gegna hvaða stöðu sem var á vell-inum. Undir stjórn Michels um-breyttist Ajax á örfáum misserum úr því að vera lið á pari við sterk-ari félög Norðurlanda yfir í að vera besta og mest spennandi félagslið Evrópu. Hollenska landsliðið tók viðlíka framförum og í byrjun átt-unda áratugarins var Holland það land í heiminum sem knattspyrnu-áhugamenn horfðu til sem upp-sprettu nýrra hugmynda og snjallra leikmanna.

Umskiptin voru ótrúleg, ekki hvað síst fyrir Rinus Michels, sem hefur varla getað látið sig dreyma um slík metorð á Melavellinum sumarið 1949 þegar hann lék á miðjunni í lánlausu Ajax-liði og horfði á Ríkharð Jónsson skora að vild. Og þótt leitað væri í öllum ís-lenskum einkaskjalasöfnum er ólíklegt að nokkurs staðar leynist eiginhandaráritun Hollendings-ins Michels, páruð á leikskrá frá 1949. Öllu meiri von væri til að finna snepil með undirskrift Tonys Emery, því eins og sagði í auglýs-ingu: „Tony Emery, sem leikur mið-framvörð annað kvöld með Lincoln City er 20 ára gamall. Þekkt breskt knattspyrnufjelag bauð ¼ milljón krónur í hann, um leið og hann var að leggja af stað í Íslandsferðina, en því var neitað. – Sjáið snillinginn!“

Stefán Pálsson

[email protected]

Um Íslandsheimsóknir knattspyrnumanna 1949 og breyting-arnar hjá hollenska stórliðinu Ajax á sjöunda áratugnum

14 fótbolti Helgin 26.-28. ágúst 2011

Krónan Höfða

Krónan Granda

Krónan Breiðholti

Krónan Mosó

Krónan Árbæ

Krónan Akranesi

Krónan Vestmannaeyjum

Krónan Reyðarfirði

Krónan Hvaleyrarbraut

Krónan Reykjavíkurvegi

Krónan Selfossi

KrónanLindum

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

Kjúklingabringur, erlendar, frosnar, 1 kg1798kr.

kg

Mantinga pizza með skinku99kr.

stk.

– fyrst og fremstódýr!

Grillaður kjúklingur og Pepsi eða Pepsi Max, 2 l

1198 kr.tvennan

Ódýrt í matinn!

í pk.3

Ungnautahamborgari, 120 g, 3 stk. í pk.

598 kr.pk.

FP biksemad með svínakjöti, 600 gog FP baguette, 2 stk. í pk.

Máltíðfyrir2

– aðeins 249 kr. á mann!499kr.

saman

Coca Cola, 4x1 l499kr.

pk.

4x1lítri Nýtt!

Lorenz Crunchips snakk, 100 g , 4 teg.198kr.

pk.

Kindagúllas eða kindasnitsel1798 kr.

kg

GOTT VERÐ

Ódýrt

Krónu appelsín, 33 cl69kr.

stk.

4342

117116

8786

Í vikunni kom út merkileg ljósmyndabók sem hefur að geyma 140 ára sögu ís-lenskrar landslagsljósmyndunar. Bókin heitir Ný náttúra – Myndir frá Íslandi og er gefin út samhliða sýningu á verkum íslenskra samtímaljósmyndara og samtímalistamanna sem nota ljósmyndir í verkum sínum, í Frankfurter Kunstverein í Frankfurt am Main í Þýskalandi. Sýningin er hluti af menningar-kynningu sem fram fer í tengslum við þátttöku Íslands í bókakaupstefnunni í Frankfurt haustið 2011.

Í bókinni er teflt saman nýjum og nýlegum myndum við eldri úr stokki ís-lenskra ljósmyndara. Afraksturinn er einhver athyglisverðasta og skemmti-legasta ljósmyndabók sem hér hefur verið gefin út. Kunnugleg minni úr ljós-myndasögu landsins, eftir okkar þekktustu ljósmyndara, birtast hér í bland við óvænta ramma eftir lítt þekkta myndasmiði, sem myndritstjóri bókarinn-ar hefur grafið upp úr íslenskum ljósmyndasöfnum.

Myndavalið var í höndum Celina Lunsford, sem hefur verið listrænn stjórnandi Fotografie Forum Frankfurt frá 1992 og hefur auga gestsins greinilega nýst henni vel við þá vinnu. Celina vann bókina þó ekki alfarið ein heldur í samstarfi við Ingu Láru Baldvinsdóttur, fagstjóra Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafni, og Maríu Karen Sigurðardóttur, safnstjóra Ljós-myndasafns Reykjavíkur. Inngang um íslenska náttúruljósmyndun skrifar Christiane Stahl, forstöðukona Alfred Ehrhardt Stiftung í Berlín, en hún hefur komið við sögu við útgáfu íslenskra ljósmyndabóka.

Ensk/þýsk útgáfa bókarinnar er unnin í samstarfi við þýsku bókaútgáf-una Kehrer Verlag, sem er ein virtasta útgáfa ljósmynda- og listaverkabóka í Þýskalandi.

Íslensk landslags-

ljósmyndun í 140 ár

Jónsmessunótt á Gróttu, 1993 – Einar Falur Ingólfsson, f. 1966.Úr myndröðinni Hvergiog, 2010 – Katrín Elvarsdóttir, f. 1964.

Til vinstri: Úr myndröðinni Bensín, 1999 – Spessi, f. 1956.

Til hægri: Bensínstöðin Bifröst, Reykjavík, 1930 – Magnús Ólafsson, 1862-1937.

Til vinstri: Tvö hús í Reykjavík

1920-1930 – Haraldur Sigurðs-

son, 1894-1987.

Til hægri: Breiðholt, 2008

– Guðmundur Ingólfsson, f. 1946.

16 ljósmyndir Helgin 26.-28. ágúst 2011

Hver er uppáhaldsborgin þín?Komdu á www.icelandair.is/uppahaldsborg og segðu okkur hver er uppáhaldsborgin þín og hvers vegna. Þú gætir verið á leiðinni til hennar í boði Icelandair.

Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallar skattar. Þessi ferð gefur frá 1.500 til 4.500 Vildarpunkta aðra leiðina.

Hver er uppáhaldsborgin þín?Komdu á www.icelandair.is/uppahaldsborg og segðu okkur hver er uppáhaldsborgin þín og hvers vegna. Þú gætir verið á leiðinni til hennar í boði Icelandair.

Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallar skattar. Þessi ferð gefur frá 1.500 til 4.500 Vildarpunkta aðra leiðina.

De Niro og Statham ekki reknir eins og sauðfé í rétt

FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PAR-KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PAR-KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PAR-KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...

Þúsundir fermetra af flísum með

20 -70% afslætti

Eikar plankaparketkr 4.990 m2

Allar baðherbergisvörur 25% afsláttur

ÚTSALAÚTSALA

Ég keypti bókina með stráknum sem leikstýrir myndinni, Gary McKendry, og þetta er fyrsta myndin hans í fullri lengd en við höfum áður gert saman stuttmynd-

ina Everything in This Country Must sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna 2005. Sir Ranulph er frændi Fiennes-leikarafjölskyldunnar og bókin fjallar mikið um veru hans í SAS, og þá sérstaklega þessa árás sem gerð var á Oman í júlí 1972. Myndin gerist svo 1980 og fjallar um málaliða sem sjeikinn í Oman ræður til þess að drepa þrjá sérsveitarmenn sem drápu þrjá syni hans í árásinni,“ segir Sigurjón og bætir því við að þessi saga sé mjög áhugaverð, ekki síst í ljósi þess að þrír af þeim níu SAS-mönnum sem tóku þátt í árásinni létust á einkennilegan hátt árið 1980.

Killer Elite var mikið til tekin í Ástralíu en einnig Jórdaníu og Marokkó. Þrátt fyrir um-gjörðina, flóknar bardagasenur og glæsilegt leikaralið er myndin ekki sú dýrasta sem Sigur-jón hefur framleitt. „K-19 var til dæmis dýrari en þetta er engu að síður stór fjárhagsáætlun fyrir sjálfstæða mynd. Þetta er alveg 65 milljóna doll-ara mynd, sem er ansi mikið.“

Að landa stórlöxum„Þetta er nú eiginlega voðalega einfalt í lýs-ingu,“ segir Sigurjón þegar hann er spurður hvernig honum hafi tekist að ná jafn eftirsóttum leikurum og Jason Statham, Robert De Niro og Clive Owen saman í mynd. „Til þess að byrja með verður maður að hafa gott handrit og leik-stjórinn verður líka að vera góður. Síðan fer maður bara að reyna að safna saman leikur-

unum og í þessu tilfelli tók það nú dálítið langan tíma. Við vorum samt ekki búnir að senda þetta á neinn nema Jason vegna þess að leikstjórinn hafði alltaf viljað hann. Jason leist vel á þetta og sagðist vilja vera með og þá byrjaði boltinn að rúlla. Jason er auðvitað mikil aksjón-stjarna og þegar hann var kominn um borð fóru fjármögn-unaraðilar að sýna verkefninu áhuga. Holly-wood er í raun mjög lítil þannig að þetta spurðist hratt út og handritið fór að vekja áhuga.

Við höfðum líka áhuga á að fá Clive en hann hafði verið upptekinn og svo sagði umboðsmað-urinn hans mér að Clive myndi aldrei leika neitt aukahlutverk á móti Jason. En við sýndum þeim handritið og leikstjórinn útskýrði fyrir Clive að hans rulla væri í raun ekkert aukahlutverk enda er hans hlutverk líka mjög stórt og þetta endaði með að hann sló til.“

Jason tók mjög virkan þátt í þessu öllu vegna þess að

hann kom fyrstur um borð og var með í ferlinu frá

upphafi. Ég myndi nú ekki segja að hann væri ljúfur.

Sigurjón Sighvatsson keypti fyrir sjö árum kvikmyndaréttinn að bókinni The Feather Men eftir ævintýramanninn Sir Ranulph Fiennes sem hefur meðal annars þjónað í sérsveit breska hersins, SAS. Sigurjón lauk nýlega tökum á spennumyndinni The Killer Elite sem byggð er á bókinni og skartar ekki ómerkari mönnum en Jason Statham, Robert De Niro og Clive Owen í aðal-hlutverkum. Sigurjón fór beint úr kvikmyndatökum í Ástralíu á Snæfellsnesið þar sem hann slakar á fyrir frumsýningarhasarinn sem brestur á í septem-ber. Þórarinn Þórarinsson ræddi við Sigurjón um Killer Elite og samstarfið við stórstjörnurnar þrjár.

Sigurjóni Sighvatssyni tókst að fá stórstjörnurnar Robert De Niro, Jason Statham og Clive

Owen til liðs við sig í Killer Elite sem hann lýsir sem spennu-

mynd með hasarívafi en ekki hasarmynd með spennuívafi.

20 viðtal Helgin 26.-28. ágúst 2011

viðtal 21 Helgin 26.-28. ágúst 2011

* Öll fargjöld miðast við fl ug báðar leiðir, skattar og gjöld innifalin, verð miðast við 20. júlí 2011 og er háð framboði. Um helgar og á almennum frídögum getur framboð verið takmarkað. Ferðatímabil: 1. október – 31. mars 2012 nema Peking og Tokyo sem verður 1. nóvember – 31. mars 2012.

fl ysas.is

Reykjavík Báðar leiðir frá*

Haugasund Kr. 40,500Bodø Kr. 52,800 Álasund Kr. 44,900 Bergen Kr. 39,200 Stafangur Kr. 39,200

Reykjavík Báðar leiðir frá*

Þrándheimur Kr. 44,900 Tromsö Kr. 52,800Peking Kr. 102,600Tokyo Kr. 104,800

FULLT AF LÁGUM FARGJÖLDUM LIGGJA Í LOFTINUBókaðu fyrir 29. ágúst 2011

Skoðaðu síðuna okkar í snjallsímanum þínum

Sigurjón segir að það sé enginn hægðarleikur að fá hæfileikafólk í slíkum þungavigtarflokki saman í mynd. „Enda kosta svona leikarar 12 til 13 milljónir dollara en það tókst alla vega að koma þessu öllu saman.“

Fagmaður með skoðanirÞá vantaði þriðja manninn og Sigurjón frétti að De Niro væri laus og ákvað að reyna að nálgast hann. „Hann las handritið og fannst það áhugavert en gerði samt smá at-hugasemdir við sína eigin persónu. Við Gary ræddum við hann í fram-haldinu. Leikstjórinn var að sjálf-sögðu mjög stressaður því hann hafði aldrei leikstýrt mynd og nú þurfti hann að fara að svara spurn-ingum frá Robert De Niro, bæði um kvikmyndina og hvernig hans pers-óna ætti að vera og af hverju hún væri eins og hún væri. En það gekk bara mjög vel og De Niro sagðist ætla að hugsa málið. Eftir þennan fund var rullan hans stækkuð en hún var frekar rýr í byrjun. Þetta var gert í samvinnu við De Niro, þótt hann hafi auðvitað ekki skrifað neitt, en hann kom með ákveðnar athugasemdir og töluvert innlegg í persónuna sína. Hann spurði margra spurninga eins og kannski fagfólk gerir. Hann er fagmaður fram í fingurgóma. Hann kom svo mun betur undirbúinn en allir áttu von á í tökur. Ég veit samt ekki af hverju allir héldu að hann yrði ekki vel undirbúinn.“

Statham er grjótharðurJason Statham hefur fest sig í sessi sem einhver öflugasti hasarleikari síðustu ára og hefur farið hamförum í Transporter- og Crank-myndunum, The Expenda-bles og The Mechanic. Líkamlegt atgervi hans skemmir heldur ekki fyrir en hann keppti á árum áður með liði Breta í dýfingum á Ólympíuleikunum.

„Jason tók mjög virkan þátt í þessu öllu vegna þess að hann kom fyrstur um borð og var með í ferlinu frá upphafi. Ég myndi nú ekki segja að hann væri ljúfur,“ segir Sigurjón þegar hann er spurður hvort Statham sé sami harðjaxlinn í eigin persónu og á hvíta tjaldinu. „Hann er aftur á móti afar flinkur og rosalega nákvæmur. Hann þekkir kannski hasarinn betur en flestir og hugar að öllum smáatriðum. Honum er til dæmis ekki sama hvernig menn eru kýldir og hvort eða hvernig vinstri handar höggi er fylgt eftir með hægri handar höggi, eða hvernig stýrinu er snú-ið eftir því hvort verið er að keyra á 50 kílómetra hraða eða 100, og hver viðbrögðin eru.“

Línudans með atvinnumönnum„Það er mjög gaman að vinna með svona leikurum enda eru þetta topp atvinnumenn og ég myndi segja að þeir hafi allir þrír borið gagnkvæma virðingu hver fyrir öðrum þótt þeir hafi aldrei hist áður. De Niro er auðvitað goð-sögn og þeir gerðu að sjálfsögðu allir sínar kröfur. Maður fer ekk-ert með þá eins og sauðfé í rétt. Þannig að þetta er ákveðinn línu-dans, og þá líka á milli þeirra allra þannig að þeim finnist þeim öllum gert jafn hátt undir höfði. Þetta á ekki síst við um hlutverk þeirra og persónur. Stundum stangaðist það sem Clive vildi að væri að gerast á við það sem Jason vildi og þá þurfti bara að fara sáttasemjaraleiðina í því.

Kvikmyndagerð er samvinna en hún er ekki lýðræði og það er mikill munur þar á, og það er hlut-verk framleiðandans að sameina þessi öfl þannig að öllum finnist hlustað á þá en tryggja um leið að rödd leikstjórans og upphaflegur tilgangur handritsins glatist ekki. Það er stundum hætta á því.“

Í Killer Elite leikur Jason Statham fyrrverandi SAS-mann sem neyðist til að taka að sér það verkefni að elta uppi og drepa þrjá fyrrum kollega sína úr sérsveitinni til þess að bjarga lífi læriföður síns sem Robert De Niro leikur.

Þessir þrír menn, sem eru vitaskuld bráðfeigir þegar Statham er kominn á hæla þeirra, hafa unnið það til saka að hafa drepið þrjá syni sjeiks í Oman í frægri árás sveitarinnar á Oman árið 1972.

Clive Owen leikur svo SAS-mann sem tók ekki þátt í þeirri árás en stendur dyggan vörð um félaga sína sem eru orðnir að skotmarki í hefndarleiðangri sjeiksins. Þannig að óhætt er að segja að stálin stinn mætist þegar þessum þraut-þjálfuðu hermönnum lýstur saman 1980, átta árum eftir árásina í Oman.

Sá sigrar sem þorir! Sérsveit breska hersins

þykir ein sú besta á sínu sviði og í hana komast bara járngrimm

hörkutól sem berj-ast undir slagorðinu

Who Dares Wins. Sveitin á rætur að rekja aftur til ársins 1941 en varð heims-

þekkt eftir frækilega árás á sendiráð Írans í London árið 1980 þar sem markmiðið var að frelsa 26 gísla. Árásin tók 17 mínútur, einn gíslanna féll og tveir særðust alvarlega en sérsveitin felldi alla hryðjuverkamennina nema einn.

Robert De Niro og Jason Statham snúa bökum saman í grimmilegri baráttu við gamla félaga úr SAS.

Vopnabræður berjast

Kærastan lendir í Burk-ina Faso eftir viku. Og ég enn í Malí. Fjögur hundruð kílómetrar fram undan. Af stað!

Ég pakka saman á vinsælasta hótelinu í borginni Mopti þar sem ég hef tjaldað uppi á þaki undan-farna daga og verið þeirra eini gestur. Ferðamönnum er ráðið frá heimsókn til norðurhluta landsins vegna sjálfstæðisbaráttu ribbalda sem kenna sig við Touareg-ættbálk-inn. Þeir vilja stofna eigið ríki í land-luktri eyðimörk, eins konar sand-kassa með þjóðarfána. Menn með slíkar hugmyndir eiga augljóslega ekki að fá að ráða sér sjálfir, segi ég og vona að þeir séu ekki áskrif-endur að Fréttatímanum.

Annars þarf varla ferðaviðvaranir á þessum árstíma þegar hiti nær 43 gráðum. Kjörið hjólaveður.

Á leið yfir landamæri Burkina Faso get ég valið á milli þess að fylgja aðalveginum eða fara í óvissu-för eftir fáförnum slóða, styttri í kílómetrum en vafalaust torfærari. Ég geri það sem allir ábyrgir menn hefðu gert í mínum sporum: kasta krónu.

Upp kemur skjaldarmerki og ég beygi af aðalveginum.

Þótt ég villist einu sinni og þurfi að opna neyðar-sardínudósina mína er ég sáttur við valið. Ég hef veginn alveg út af fyrir mig og get hlustað á tónlist áhyggjulaus. Síðustu sardín-urnar vekja reyndar þá ósk að enda ekki eins og persóna í Þrúgum reiðinnar, undir eindálka fyrirsögn í héraðsfréttablaði, FERÐALANG-UR DAUÐUR Á VÍÐAVANGI, en það er aðallega vegna þess að í ein-semd saknar maður dramatíkur.

Á formlegum landamærastöðv-um þarf að láta eftirlitið stimpla sig inn og út, beggja vegna einskis-mannslandsins. Hér eru landamæri hins vegar einungis línur á blaði. Íbúar skrimta með aðferðum sem hafa lítið breyst frá upphafi land-búnaðar og kenna sig við ættbálka fremur en þjóðerni. Ég leita árang-urslaust vísbendinga um hvorum megin línunnar ég sé.

Ferðin tekur tvo daga og þegar ég lendi loksins í fyrsta kaupstaðn-um Burkina-megin er ég orðinn svo skítugur að börn virðast hætt að kalla á eftir mér: Hvítur maður! Hvítur maður!

Miðasala 568 8000borgarleikhus.is

Áskriftar-kortið okkar

Fjölskyldan í Ásaskóla, Gnúpverjahreppi

Því miður þurfti ég að drepa tímann í tvo sólarhringa. Ég íhug-aði að biðja þá á spítalanum að leggja mig í kóma í tvo daga.

Stefnumót við ástina í Vaggadúggú

Egill Bjarnason, ljós myndari, hjólreiða garpur og bóksalasonur frá Selfossi, heldur áfram að stíga fák sinn í Afríku. Kílómetrarnir eru orðnir fleiri en sex þúsund en hér segir frá því þegar hann hjólaði á vit kærustunnar frá Malí til Burkina Faso og hitti meðal annars kurteisasta mann álfunnar á leiðinni.

Þrítugur, kurteis sjö barna faðir Ég spyr hóp af karlmönnum, sem sitja spekingslegir undir tré, hvar ég gæti tjaldað og er vísað á þorps-höfðingjann; vinalegan, þrítugan, sjö barna föður sem hlær stjórnlaust í hvert sinn sem hann lítur mig aug-um. „Mersí“ er eina orðið sem við kunnum báðir. Samtöl okkar hljóma því eins og tveir kurteisustu menn heims hafi mæst óvænt í Burkina Faso. „Þakka þér, þakka þér, þakka þér!“ „Já, takk, takk, takk!“

Annars er norðurhluti Burkina Faso kjörinn staður til að tjalda á bak við runna. Eftir fimm mánuði í Vestur-Afríku, og næstum hverja nótt í tjaldi, hef ég lært að varast tvennt áður en ég tjalda í leyfisleysi: að fara óséður af veginum og tjalda ofan á mauraþúfu.

Síðustu nóttina gisti ég hjá banda-rískum hjálparstarfsmanni í borg-inni Yako. Hann ætlar til Íslands í lok sumars og biður mig um að-stoð við að skipuleggja ferðalag-ið. Ég nefni helstu perlur Íslands; Selfossbæ, Ingólfsfjall, Ölfusá, byggingu Kaupfélags Árnesinga – kommon, einhver verður að vega upp á móti áróðrinum sem birtist í ferðahandbókum um Ísland. Lon-ley Planet, mest notaði ferðavísir-inn, segir Selfoss „fáránlega ljótan bæ þar sem maður eigi stanslaust á hættu að verða undir umferðar-teppu.“

Ouagadougou, höfuðborg Burkina Faso, er heldur engin París. Nafnið, borið fram Vagg-A-dúgg-Ú, slær aftur á móti öllum

höfuðborgum við. Ég nota hvert tækifæri til að bera það fram í sam-tölum, sama hvert umræðuefnið er. Allt hljómar spennandi ef það er gert í Vaggadúggú, meira að segja að uppvaskið – í Vaggadúggú.

Minn áfangastaður í borginni er hjá frönskum sófasörfara. Fyrir aula sem ekki þekkja vefsíðuna Co-uchsurfing.com, þá er það samfélag

þar sem meðlimir opna heimili sín hver fyrir öðrum; bjóða ferðalöng-um sófann sinn. Síðan var stofnuð af Bandaríkjamanni sem ferðaðist um Ísland árið 2006 og varð gjald-þrota – eða svo segir sagan – af að gista stöðugt í sextíu dollara svefn-pokaplássi.

Að safna bulliOuagadougou er völundarhús fyrir ókunnuga. Þar eru næstum engin kennileiti eða götuheiti. Ekki hjálp-ar það að leiðbeiningar heimamanna eru afar misvísandi. Að spyrja til vegar í afrískri stórborg er eins og að fara út og safna bulli. Allir eru tilbúnir að vísa veginn, sama hvort þeir þekkja hann eða ekki – annað væri jú ókurteisi.

Ég geri sömu mistök og ævinlega. Spyr mann í jakkafötum og treysti hans leiðbeiningum algjörlega hundrað prósent þar til ég hef nánast hjólað hringinn í kringum landið og átta mig á að fín föt gera menn ekki sjálfkrafa ábyrga. Eins og ævinlega bjargar tannlaus róni deginum.

Upp á þessa ferðasögu að gera hefði auðvitað verið best ef ég hefði

náð til borgarinnar á síðustu stundu, nokkrum klukkustundum á undan flugvél kærustunnar, en því miður þurfti ég að drepa tímann í tvo sól-arhringa. Ég íhugaði að biðja þá á spítalanum að leggja mig í kóma í tvo daga.

Móttökuhlið á flugvöllum eru til-finningaríkustu staðir sem ég veit um. Staðir þar sem fólk fellur í stafi af fögnuðu við að sjá hvert annað. Væri ég leiðsögumaður geimvera á ferð um Jörð myndi ég koma við á al-þjóðaflugvelli til að sýna svokallaða ást mannvera.

Ég mæti snemma á flugvöllinn, alltof snemma. Þegar f lugvélin lendir er ég farinn að rápa um af leiðindum. Fyrstur til að stíga gegn-um móttökuhliðið er feitur afrískur faðir. Börn koma hlaupandi og hann faðmar þau hvert af öðru. Ég gleymi mér við að fylgjast með þessum fagnaðarfundi, sem tekur tímann sinn því maðurinn virðist eiga yfir tíu börn. Hrekk loksins við þegar stefnumótið mitt stendur beint fyrir framan mig og er svo brugðið að ég heilsa óvart líkt og félagi á förnum vegi: „Nei, blessuð!“

Hliðarvegur Vegir í Vestur-Afríku taka á

sig ýmsar myndir.

Sofið Kerrumaður í hvíldarstöðu á markaði í Bamako, höfuðborg Malí.

22 ferðalög Helgin 26.-28. ágúst 2011

Ferskleiki!

KR./KG

LAXAFLÖK,BEINHREINSUÐ

2498

LAX Í SNEIÐUM

KR./KG1438

LAX Í HEILU

KR./KG1258

ÍSLENSKTKJÖT

ÍSLENSKTKJÖT

ÍSLENSKTKJÖT

ÍSLENSKTKJÖT

F

ÚR FISKBORÐIÚR FISKBORÐI

FERSKIRÍ FISKI

F

ÚR FISKBORÐIÚR FISKBORÐI

FERSKIRÍ FISKI

F

ÚR FISKBORÐIÚR FISKBORÐI

FERSKIRÍ FISKI

Við gerum meira fyrir þig

ÍSLENSKTKJÖT

FRESCA,0,5 L

KR./STK.

99

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

KR./STK.

289HUNT´STÓMATSÓSA,992 G

498KR./PK.

KELLOGG´SCORN FLAKES,500 G

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

ÍSLENSKTBLÓMKÁL

KR./KG

498

Í HEILULAX

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BREIÐHOLTS-BAKARÍ PÁLMABAUÐ

KR./PK.

249RAUÐ OG GRÆNVÍNBER Í BOXI,500 G

KR./PK.

281

FERSKT LAMBALÆRIAF NÝSLÁTRUÐU

KR./KG

1598FERSKUR 1/2FRAMPARTUR, SAGAÐUR

KR./KG898

20%afsláttur

948KR./KG

ÍSLENSK MATVÆLI,HEILL KJÚKLINGUR

758

ÍSLENSKARGULRÆTUR,600 G

KR./PK.

249

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

KR./PK.

EMMESSPOPPÍSPINNAR,4 STK. Í PK.

498GRÍSAHNAKKI,ÚRB. SNEIÐAR

KR./KG1358

NAUTAKJÖT100%

Í BITUMLAX

Í FLÖKUMLAX

40%afsláttur

469

20%afsláttur

KR./KG

ÍSLENSK MATVÆLI,KJÚKLINGABRINGUR

2769

2215

30%afsláttur

25%afslátturUNGNAUTA-GÚLLAS

KR./KG18592498

1698

ÍSLENSKT!VELJUM

30%afslátturUNGNAUTA-HAKK

KR./KG10991598

HAPPY DAYMULTIVITAMINÁVAXTASAFI,1 L, 2 TEG.

KR./STK.

179

VEISLA!MEXÍKÓSK

CASA FIESTALÍNAN

15%afsláttur

NAUTAKJÖT100%

KR./STK.

329CADBURY DREAM wHITE CHOCOLATE

KR./PK.

329CADBURY FINGERS, MILK

n o a t u n . i s

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llu o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

Úrval, gæðiog þjónustaí Nóatúni

Ferskleiki!

KR./KG

LAXAFLÖK,BEINHREINSUÐ

2498

LAX Í SNEIÐUM

KR./KG1438

LAX Í HEILU

KR./KG1258

ÍSLENSKTKJÖT

ÍSLENSKTKJÖT

ÍSLENSKTKJÖT

ÍSLENSKTKJÖT

F

ÚR FISKBORÐIÚR FISKBORÐI

FERSKIRÍ FISKI

F

ÚR FISKBORÐIÚR FISKBORÐI

FERSKIRÍ FISKI

F

ÚR FISKBORÐIÚR FISKBORÐI

FERSKIRÍ FISKI

Við gerum meira fyrir þig

ÍSLENSKTKJÖT

FRESCA,0,5 L

KR./STK.

99

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

KR./STK.

289HUNT´STÓMATSÓSA,992 G

498KR./PK.

KELLOGG´SCORN FLAKES,500 G

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

ÍSLENSKTBLÓMKÁL

KR./KG

498

Í HEILULAX

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BREIÐHOLTS-BAKARÍ PÁLMABAUÐ

KR./PK.

249RAUÐ OG GRÆNVÍNBER Í BOXI,500 G

KR./PK.

281

FERSKT LAMBALÆRIAF NÝSLÁTRUÐU

KR./KG

1598FERSKUR 1/2FRAMPARTUR, SAGAÐUR

KR./KG898

20%afsláttur

948KR./KG

ÍSLENSK MATVÆLI,HEILL KJÚKLINGUR

758

ÍSLENSKARGULRÆTUR,600 G

KR./PK.

249

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

KR./PK.

EMMESSPOPPÍSPINNAR,4 STK. Í PK.

498GRÍSAHNAKKI,ÚRB. SNEIÐAR

KR./KG1358

NAUTAKJÖT100%

Í BITUMLAX

Í FLÖKUMLAX

40%afsláttur

469

20%afsláttur

KR./KG

ÍSLENSK MATVÆLI,KJÚKLINGABRINGUR

2769

2215

30%afsláttur

25%afslátturUNGNAUTA-GÚLLAS

KR./KG18592498

1698

ÍSLENSKT!VELJUM

30%afslátturUNGNAUTA-HAKK

KR./KG10991598

HAPPY DAYMULTIVITAMINÁVAXTASAFI,1 L, 2 TEG.

KR./STK.

179

VEISLA!MEXÍKÓSK

CASA FIESTALÍNAN

15%afsláttur

NAUTAKJÖT100%

KR./STK.

329CADBURY DREAM wHITE CHOCOLATE

KR./PK.

329CADBURY FINGERS, MILK

n o a t u n . i s

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llu o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

Úrval, gæðiog þjónustaí Nóatúni

PIPA

R\TB

WA

· SÍ

A ·

1121

74b

mva

lla.is

Sími: 412 5050

Fax: 412 5001

[email protected]

BM Vallá ehf.

Bíldshöfða 7

110 Reykjavík

Gluggareru ekki bara gler

Veldu háeinangrandi PRO TEC Classic glugga sem spara orku

BM Vallá býður vandaðar glugga lausnir frá PRO TEC í Danmörku. Gluggarnir eru úr áli og tré og henta vel fyrir íslenskar aðstæður. PRO TEC gluggar hafa verið seldir á Íslandi frá 1993 og verið prófaðir og vottaðir gagnvart íslensku vind- og slagregnsálagi. Glerið er háeinangrandi sem lækkar hitunar kostnað og sparar orku. Hver gluggi er sér smíðaður eftir óskum viðskipta vinar um stærð, lit og lögun.

Kynntu þér PRO TEC hjá BM Vallá áður en þú velur glugga. Það gæti borgað sig.

Fótbolti Stórleikur í enSku úrvalSdeildinni

Helvíti og himnaríkiLíf knattspyrnustjóranna Alex Ferguson og Arsene Wenger er ólíkt nokkrum

dögum fyrir stórleik Manchester United og Arsenal á Old Trafford á sunnudag.

alex Ferguson og Arsene Wenger eru tveir sigur-sælustu og virtustu knatt-spyrnustjórar í ensku úr-valsdeildinni. Þeir hafa

eldað grátt silfur saman undanfarin sextán ár – fjandmenn innan vallar en miklir mátar utan hans. Lið þeirra, Manchester United og Arsenal, hafa borið höfuð og herðar yfir andstæð-inga sína í deildinni undanfarin hálf-an annan áratug þótt heldur hafi dregið í sundur með þeim, United í hag, á síðustu árum. Sjaldan eða aldrei hefur þó staða þeirra verið ólíkari heldur en nú. Á meðan ann-ar stýrir liði sem virðist einungis verða betra og betra, þarf hinn að

horfa á eftir bestu leikmönnum sínum til annarra liða.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur átt erf-itt ár. Í febrúar átti liðið möguleika á því að vinna alla fjóra titla sem í boði voru. Í maí stóð það uppi með engan titil eftir að hafa hrunið eins og spilaborg á lokasprettinum. Sú stað-reynd blasti við að sæti í meistaradeildinni var ekki einu sinni tryggt – erfitt umspil beið Arsenal nú í haust. Hafi vorið verið vont fyrir Wenger þá var sumarið verra. Sápuóperan í kringum fyrirliðann Cesc

Fabregas hélt áfram og að lokum gerð-ist hið óumflýjanlega – hann var seldur til Barcelona. Annar lykilmaður, Samir Nasri, var líka seldur nú í vikunni til Manchester City. Áður hafði vinstri

bakvörðurinn Gael Clichy farið sömu leið og Kamerúnanum Emmanuel Eboue var grýtt til Galatasary. Í þeirra stað hafa kom-ið Fílabeinsstrendingurinn Gervinho, sem er frægastur fyrir ljótustu hárgreiðsluna í boltanum, og tveir unglingar, Alex Ox-alade-Chamberlain frá Southampton og Carl Jenkinson frá Charlton. And- og að-gerðarleysi Wengers á leikmannamark-aðnum hefur gert marga stuðningsmenn Arsenal brjálaða. Wenger er varkár, sennilega varkárari en góðu hófi gegnir, með peninga félagsins og hefur marg-oft lýst því yfir að Arsenal verði að vera sjálfbært félag. Launastefna félagsins er stíf og ein af ástæðum þess að Nasri fór og illa gengur að laða toppleikmenn til félagsins.

Hriktir í stoðum Byrjun tímabilsins hefur verið slæm.

Jafntefli gegn Newcastle og tap gegn Liverpool þykir ekki merkilegt hjá félagi eins og Arsenal sem stefnir á enska meistaratitilinn á hverju ári. Fyrstu góðu fréttirnar í lang-an tíma komu þó á miðvikudags-kvöldið þegar liðið sló út Udinese í umspili meistaradeildarinnar.

Sá árangur er ágætis veganesti í leikinn gegn Manchester United á sunnudag-inn. Ýmislegt bendir þó til þess að ekki sé allt með felldu hjá Arsenal. Lykilmenn eru horfnir á braut, illa gengur að fá nýja menn og í fyrsta sinn frá því að Arsene Wenger kom til félagsins eru uppi efasemdaraddir um hann. Í fyrsta sinn eru menn farnir að velta þeim möguleika fyrir sér að hann sé ekki óskeikull. Til að bæta gráu ofan á svart virðast sam-skipt i Wengers við stjórn félagsins vera stirð. Þegar öllu er á botninn hvolft lítur út fyrir að Wenger hafi átt sælli daga í stjórasætinu hjá Arsenal – svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Á bleiku skýiÁ öðrum stað í Englandi svífa menn hins vegar á bleiku skýi. Í Manc-hester-borg undir-býr Alex Ferguson atlöguna að tuttug-asta meistarat it l i Manchester United. Sæluvíma Fergusons er í hróplegu ósamræmi við vonbrigði Wengers. Ferguson kaupir leikmenn til að styrkja liðið og missir engan. Liðið í ár lítur út fyrir að vera sterkara en það var í fyrra. Ungir leikmenn, á borð við Phil Jones og As-hley Young, líta út fyrir að hafa spilað með United-liðinu í áratug. Ungir leik-menn á borð við Tom Cle-verley og Danny Welbeck hafa stigið fram sem full-burða leikmenn og aðrir verða bara betri og betri. Byrjunin á tímabilinu lof-ar líka góðu. Tveir sigrar í tveimur leikjum og sig-ur á grönnunum í Manc-hester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Lífið gæti einhvern veg-inn ekki verið betra fyrir Ferguson – sannkallað himnaríki samanbor-ið við helvíti Wengers. [email protected]

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur átt

betri daga. Ljós-mynd/Nordic

Photos/Getty Images

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sjaldan lifað betri daga. Ljós-mynd/Nordic Photos/Getty Images

Á meðan annar stýrir liði sem virðist einungis verða betra og betra þarf hinn að horfa á eftir bestu leik-mönnum sínum til annarra liða.

26 fótbolti Helgin 26.-28. ágúst 2011

KORPUOUTLET, KORPUTORGI • Opið mánudag til laugardags frá 11 til 18 • Sunnudaga frá 12 til 18 • S. 578 9400

Ráð

and

i - a

uglý

sing

asto

fa e

hf.

Fylgstu með okkur á Facebook!

Girnilegasti lagermarkaður landsins!*Afs

látt

urin

n re

ikna

st a

f out

let

verð

i

30% AFSLÁTTURAF OUTLET-VERÐUM*

ERU SKÓRNIR ORÐNIR OF LITLIR EFTIR SUMARIÐEÐA LANGAR ÞIG BARA Í NÝJA?

Hælaskór, leðurstígvél, kuldaskór, spariskór, inniskór, töfflur, sandalar, gúmmístígvél og gúmmískór.

AF ÖLLUM SKÓM, FRÁ FIMMTUDEGI TIL MÁNUDAGS!

Með hjartað á réttum stað

Á ég ekki bara að vera hippaleg í myndatök-unni?“ spyr Hend-rikka Waage í síman-um daginn áður en

við hittumst. En „hippi“ er kannski ekki fyrsta orðið sem manni kem-ur í hug þegar þessi svartklædda fegurðardís skálmar inn á fundar-staðinn í slá úr léttu, gegnsæju efni sem liðast á eftir henni eins og kolsvört þokuslæða. Vissulega má þó fallast á að tilvísanir í tíma-bil friðelskandi blómabarna séu til staðar í klæðaburði hennar. Fyrir það fyrsta er Hendrikka með að minnsta kosti þrjú, ef ekki fleiri, hálsmen sem minna á verndargripi af einhverju tagi. Það glampar á stórar, ferkantaðar málmflögur, sem við nánari skoðun eru úr silfri og ristar dularfullum austur-lenskum táknum. Öll eru þessi dýrindis hálsmen úr hennar eigin skartgripalínu, Hendrikka Waage Talisman Collection, og við gerð hennar sótti Hendrikka innblástur til Tíbet, Afríku og Arabíu.

Sumarfríi Hendrikku á Íslandi er að ljúka. Hún á bókað flug heim til Bretlands daginn eftir viðtalið og segist hafa átt ljúfan mánuð í faðmi fjölskyldu og vina. Fjöl-skyldan er sá strengur sem togar hvað fastast í hana frá Íslandi. Hér heima á hún foreldra og þrjár syst-ur og þegar hún er á landinu gistir hún yfirleitt hjá einni systur sinni. Úti í Bretlandi býr hún með syni sínum, Guðjóni Kjartani, í litlu sveitaþorpi rétt fyrir utan London. Hendrikka er með vinnuaðstöðu á heimili sínu en segist svo sem geta unnið vinnuna sína hvar sem er í heiminum. Sem hún hefur líka gert svikalaust því störf hennar í gegnum tíðina hafa meðal annars leitt hana til Japans, Bandaríkj-anna, Indlands og Rússlands.

Rikka fer til JapansÍ október kemur út þriðja barna-bók Hendrikku í bókaflokknum Rikka og töfrahringurinn en í bókunum ferðast sögupersónan Rikka um víða veröld. Sögusviðið í fyrri bókum hennar var Ísland og Indland en að þessu sinni liggur leiðin til Japans. Inga María Brynj-arsdóttir teiknar myndirnar og hluti af höfundarlaununum rennur til góðgerðarsjóðs Alþingis barna (Kids Parliament). Hendrikka er forseti samnefndra góðgerðarsam-taka og stýrir þeim en þau standa m.a. fyrir alþjóðlegu barnaþingi á ári hverju.

Þú hagnast ekkert á þessari bókaútgáfu sjálf?

„Nei, þetta er nú eiginlega bara hugsjónaverkefni,“ svarar Hend-rikka að bragði og brosir. „Þetta er áhugamálið mitt. Ég held að þetta sé skemmtilegasta og mest gefandi verkefnið mitt hingað

Hendrikku Waage, skartgripahönnuði og

athafnakonu, vex fátt í augum. Henni gæti til

dæmis hugkvæmst að taka upp símtólið og fá Dalai

Lama eða Sameinuðu þjóðirnar til að starfa með

sér að góðum málefnum. Og þá gerir hún það bara. Hendrikka sagði Heiðdísi

Lilju Magnúsdóttur frá hugsjónaverkefnunum sem

hafa hertekið líf hennar síðustu árin. Myndir/Hari

til. Þetta er ekki spurning um að hagnast á neinu. Maður verður svo sem ekki milljónamæringur á því að vera barnabókahöfundur á Íslandi. Þetta er bara eitthvað sem mig langar til að gera,“ segir Hendrikka og nefnir að í haust komi einnig Rikku-tækifæriskort í verslanir.

Sameinuðu þjóðirnar völdu fyrstu bók Hendrikku, Rikka og töfrahringurinn á Íslandi, til að

auka skilning á menntunar- og um-hverfismálum á heimsvísu. Þetta var tilkynnt með formlegum hætti í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð-anna í New York þegar bókin kom út árið 2010.

„Mér var boðið að kynna út-gáfu bókarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, sem gekk mjög vel. Ég fékk stuðning þaðan af því að Sameinuðu þjóðirnar eru með okkur í Kids Parliament-verk-

efninu,“ útskýrir Hendrikka. Hvernig byrjaði það verkefni?„Hugmyndin kviknaði á Íslandi,

fyrir þremur árum, þegar ég var stödd á Þingvöllum með nokkra útlendinga sem eru mjög virkir í góðgerðarsamtökum. Ég var að útskýra fyrir þeim að Alþingi væri elsta, starfandi þing í heim-inum og í bílnum á leiðinni heim kom þessi hugmynd upp. Oft eru margir að vinna hver í sínu horni í

stað þess að stilla saman strengi í skemmtilegu og gefandi verkefni. Þannig að hugmyndin að Alþingi barnanna kviknaði á Þingvöllum.“

Við höfðum bara sam-band við Dalai Lama og hann vildi vera með. Síðan er fullt af öðru fólki með okkur líka og það er enn að bætast í hópinn. Fólk vill sameinast um þetta.

Heiðdís LiljaMagnúsdóttir

[email protected]

Framhald á næstu opnu

28 viðtal Helgin 26.-28. ágúst 2011

ÞverfellshornKistufell

Gunnlaugsskarð

Hábunga

Laufskörð

Steinn

Móskarðahnúkar

KerhólakamburBlikdalur

Dýjadalshnúkur Hátindur

Gljúfurdalur

Esjuberg Bílastæði við Mógilsá

Langihryggur

Lokufjall

Arnarhamar

Þverfell

Virkið

Einarsmýri

Skálatindur

Eyrarfjall

sunnudaginn 28. ágúst

Ferðafélag Íslands og Valitor bjóða til Esjudagsins 2011

• Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna

• Aðgangur ókeypis í allar göngur og viðburði

Nánari upplýsingarum dagskráá www.fi.is

Setning Esjudagsins kl. 13.00 - um Mógilsá í umsjón Kristjáns Bjarnasonar frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur.

Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor og Ólafur Örn Haraldsson forseti Ferðafélagsins.

Samstarfssamningur Ferðafélags Íslands við Hjálparsveitir skáta í Kópavogi.

Stafganga kl. 14.00 - Guðný Aradóttir og Jóna Hildur Bjarnadóttir kynna stafgöngu

og notkun stafanna á fjöllum.

- Vaskir fjallagarpar há keppni í kappgöngu að „steini“ – skráning á fi.is og á staðnum

Ferðafélag barnanna býður öllum börnum í Fyrstu búðir í fylgd sprækra fararstjóra. Gönguferðir með fararstjórum FerðafélagsinsÚrval gönguleiða við allra hæfi. Lagt verður af stað kl. 13.30, 14.00 og 14.30.

Ratleikur - 100 þúsund krónum hefur verið komið fyrirí 20 fjársjóðspokum í Esjuhlíðum (5.000 kr. á hverjum stað).

ESJUDAGURINN 2011

Barnadagskrá hefst kl. 13.30

Skógarganga kl. 14.00

Kappganga kl. 14.30

Leitin

ad silfri Egils

Miðnæturganga með Ólafi Erni Haraldssyni forseta FÍ.

Brottför frá Esjustofu kl. 20.30 laugardaginn 27. ágúst.

Morgunganga með Páli Guðmundssyni frkvstj. FÍ,

á Móskarðshnúka og Laufskörð,u.þ.b. 4 klst.

Mæting í Mörkina kl. 6 eða við upphafsstað göngu,

sjá nánar www.fi.is

Verslunin Fjallakofinn kynnir útivistarvörur

Fjallaupphitun í höndum íþróttakennara á túninu fyrir neðan Esjustofu.

Esjustofa – Útigrill og gómsætir fjallaréttir. Opið allan daginn.• Brekkusöngur með Ingó Veðurguð.

Gestabók Ferðafélagsins Allir sem rita nafn sitt í gestabók FÍ á Þverfellshorni eða í „Fyrstu búðum“ lenda í potti. Glæsilegir vinningar s.s. ferð með FÍ, útivistarvörur frá Fjallakofanumog miði fyrir tvo á tónleika í Hörpu.

• Maxímús Músikus mætir á svæðið og tekur nokkur lög.

HV

ÍTA

SIÐ

/ SÍ

A 1

1-11

50

Dalai Lama vildi vera meðHöfuðstöðvar samtakanna eru í Vínarborg og tilgangur þeirra er m.a. að efla menntun barna og styrkja konur í þróunarríkjum. „Svo erum við líka að styðja við bakið á fjöl-fötluðum einstaklingum,“ upplýsir Hend-rikka. Velferð fjölfatlaðra er henni mikið hjartans mál vegna þess að systursonur hennar er fjölfatlaður.

„Hann er þrjátíu og fimm ára og er eins og litli hálfbróðir minn því hann var svo mikið hjá foreldrum mínum. Ég hef kynnst

þessum krökkum vel og alltaf fylgst vel með þeim. Þannig að þetta stendur mér nærri. Ég vil koma þessum einstaklingum meira á framfæri. Mér finnst þeir vera alltof mikið til hliðar í samfé-laginu. Þótt þeir séu mikið fatlaðir hafa þeir svo mikið til brunns að bera og eiga skilið það allra besta.“

Hafði hugmyndin að Alþingi barnanna gerjast með þér lengi?

„Nei nei. Hún kom bara svona,“ segir Hend-rikka og smellir fingrum, „og við gripum hana. Við fengum gott fólk með okkur í lið, m.a. Kerry Kennedy frá New York, Dalai Lama, Betty Willi-ams, nóbelsverðlaunahafa frá Norður-Írlandi, og BiBi Russel, en hún er frumkvöðull og hefur hjálpað heilu þorpi í Bangladess.“

Þetta eru engar smá kanónur. Hvernig kom Dalai Lama t.d. inn í þetta?

„Við höfðum bara samband við Dalai Lama og hann vildi vera með. Síðan er fullt af öðru fólki með okkur líka og það er enn að bætast í hópinn. Fólk vill sameinast um þetta.“

Hvernig tókst þér að fá Sameinuðu þjóðirnar til samstarfs? Tókstu bara upp símtólið?

„Ég fór á fund. Ég pantaði tíma hjá manni sem indversk vinkona min kynnti mig fyrir og ég þekkti ekki neitt, Amir Dossal hjá Sameinuðu þjóðunum, og svo bara þróaðist þetta,“ upplýsir Hendrikka. „Amir er góður vinur minn í dag,“ bætir hún svo við.

Nánar tiltekið þróaðist þetta þannig að Hend-rikka kom á formlegu samstarfi milli Sameinuðu þjóðanna og samtaka sinna en samstarfið fellur undir „UN Millenium Development Goals 2 og 3“-þróunarverkefnið hjá Sameinuðu þjóðunum. Í

framhaldi af því tóku Sameinuðu þjóðirnar fyrstu bók Hendrikku upp á sína arma, eins og fyrr segir, og buðu hana m.a. til sölu í verslun sinni í New York.

Fer áfram á seiglunniFyrir utan góðgerðarstörfin hannar Hendrikka svo fallega skartgripi. Hún kynnti sína fyrstu skartgripalínu árið 2004 og síðan þá hefur verið fjallað um skartgripina hennar í fjölda erlendra tískutímarita, eins og Vogue, Bazaar, Elle og Mar-ie Claire. Hendrikka hefur þó ekki farið varhluta

af breyttu efnahagsástandi í sínu starfi, frekar en aðrir. „Ég hef farið mjög rólega síðastliðin þrjú ár og ætla að halda mér í þeim gír. Ég reyni að koma með eitthvað nýtt á hverju ári. Á þessu ári eru það Talisman-fylgihlutirnir og verndargripirnir. Línan heitir Hendrikka Waage Fashion Collection og mér finnst gaman að vinna með hana.“

Margir eru sífellt að fá góðar hugmyndir en fylgja þeim ekki eftir til enda. Af hverju heldurðu að þú hafir náð þeim árangri sem raun ber vitni?

„Ætli maður sé ekki bara með einhverja seiglu í sér. Allt er þetta barátta, að koma skartgripalínu eða verkefnum á framfæri og fylgja því eftir, ekki bara hérlendis heldur líka erlendis. Þetta tekur sinn tíma. Danir eiga marga flotta skartgripa-hönnuði en þeir hönnuðir hafa verið að í fimmtán til tuttugu ár. Þetta er alltaf eitt skref fram á við, nokkur aftur á bak og svo tvö skref fram á við á ný. Þannig er þessi bransi. Þá skiptir máli að hafa seigluna og gefast ekki upp. Þetta er náttúrlega rússíbani. Það þarf að hafa mikla vinnusemi og gott auga til að bera, fylgjast með því hvað er að koma og vera einu skrefi á undan.“

Hvernig fylgist þú með?„Ég held að þetta sé bara eðlisávísun. Eitthvað

sem maður finnur á sér. Maður er kannski bara listrænn. Ég fylgist vel með.“

Hver hefur kennt þér mest í gegnum tíðina?„Það eru svo margir. Móðir mín, Guðrún H.

Waage, er þar í fyrsta sæti. Faðir minn, Sigurður Waage, kemur þar svo fljótt á eftir. Svo á ég marga lærimeistara, til dæmis Bob Geldof. Hann er mikil manneskja. Ég hef hitt hann nokkrum sinnum og síðast í sumar, þar sem hann var með gríðarlega góðan fyrirlestur á „Education Festival“ í Bret-landi. Þar spurði hann sjálfan sig: „Hvað er ég að gera hér, ég sem er ómenntaður.“ En svo svaraði hann á móti: „Ég er hér í dag vegna þess að það skiptir mig máli að krakkar hafi sterk gildi í líf-inu.“ Hann er mikill frumkvöðull. Ég get einnig nefnt vísindamanninn Stephen Hawking, dr. Anthony Seldon, Richard Branson og marga fleiri. Fólk sem er manneskjulegt finnst mér skara fram úr. Fólk sem hefur stóra sál og gott hjarta.“

Hvert er besta ráð sem þú hefur fengið?„Að vera gefandi á lífsleiðinni og laus við egó-

isma.“

HENDRIKKA UM NÝJU BÓKINA„Rikka og töfrahringurinn í Japan er ofboðslega hlý og falleg bók. Japan er mjög sérstakt land. Í bókinni er komið inn á heimspekina í landinu, menningu, listir og því um líkt. Ég kynntist landi og þjóð vel þegar ég bjó í Japan fyrir rúmum tuttugu árum og var að vinna þar í nokkra mánuði. Ég hef alltaf verið svo-lítið „japanese“ síðan. Ég hef kannski ekki alltaf valið mér búsetu í auðveldustu lönd-unum, ef hægt er að orða það þannig. Ég hef verið svolítið „fyrir austan“; á Indlandi, í Japan og svo starfaði ég í þrjú ár í Rússlandi. Mig langaði að kynna þennan heim fyrir börnum. Í bókunum mínum hef ég tekið fyrir lönd sem ég hef búið eða starfað í. Fyrsta bókin gerðist á Íslandi þar sem ég byrjaði lífið. Síðan tók ég Indland en ég hef starfað svolítið þar. Nú er það Japan. Svo er bara spurning hvar næstu bók ber niður!“

Söngkonan Marla Joy er andlit og „músa“ (muse) tískulínu Hendrikku Waage. Hendrikka segist hafa séð hana á sviði í New York og heillast samstundis, bæði af persónuleika söngkonunnar, sem og af hárri, sterkri röddinni sem Hendrikka segir eins konar sambland af röddum Christinu Aguilera og Janis Joplin.

30 viðtal Helgin 26.-28. ágúst 2011

ÞverfellshornKistufell

Gunnlaugsskarð

Hábunga

Laufskörð

Steinn

Móskarðahnúkar

KerhólakamburBlikdalur

Dýjadalshnúkur Hátindur

Gljúfurdalur

Esjuberg Bílastæði við Mógilsá

Langihryggur

Lokufjall

Arnarhamar

Þverfell

Virkið

Einarsmýri

Skálatindur

Eyrarfjall

sunnudaginn 28. ágúst

Ferðafélag Íslands og Valitor bjóða til Esjudagsins 2011

• Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna

• Aðgangur ókeypis í allar göngur og viðburði

Nánari upplýsingarum dagskráá www.fi.is

Setning Esjudagsins kl. 13.00 - um Mógilsá í umsjón Kristjáns Bjarnasonar frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur.

Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor og Ólafur Örn Haraldsson forseti Ferðafélagsins.

Samstarfssamningur Ferðafélags Íslands við Hjálparsveitir skáta í Kópavogi.

Stafganga kl. 14.00 - Guðný Aradóttir og Jóna Hildur Bjarnadóttir kynna stafgöngu

og notkun stafanna á fjöllum.

- Vaskir fjallagarpar há keppni í kappgöngu að „steini“ – skráning á fi.is og á staðnum

Ferðafélag barnanna býður öllum börnum í Fyrstu búðir í fylgd sprækra fararstjóra. Gönguferðir með fararstjórum FerðafélagsinsÚrval gönguleiða við allra hæfi. Lagt verður af stað kl. 13.30, 14.00 og 14.30.

Ratleikur - 100 þúsund krónum hefur verið komið fyrirí 20 fjársjóðspokum í Esjuhlíðum (5.000 kr. á hverjum stað).

ESJUDAGURINN 2011

Barnadagskrá hefst kl. 13.30

Skógarganga kl. 14.00

Kappganga kl. 14.30

Leitin

ad silfri Egils

Miðnæturganga með Ólafi Erni Haraldssyni forseta FÍ.

Brottför frá Esjustofu kl. 20.30 laugardaginn 27. ágúst.

Morgunganga með Páli Guðmundssyni frkvstj. FÍ,

á Móskarðshnúka og Laufskörð,u.þ.b. 4 klst.

Mæting í Mörkina kl. 6 eða við upphafsstað göngu,

sjá nánar www.fi.is

Verslunin Fjallakofinn kynnir útivistarvörur

Fjallaupphitun í höndum íþróttakennara á túninu fyrir neðan Esjustofu.

Esjustofa – Útigrill og gómsætir fjallaréttir. Opið allan daginn.• Brekkusöngur með Ingó Veðurguð.

Gestabók Ferðafélagsins Allir sem rita nafn sitt í gestabók FÍ á Þverfellshorni eða í „Fyrstu búðum“ lenda í potti. Glæsilegir vinningar s.s. ferð með FÍ, útivistarvörur frá Fjallakofanumog miði fyrir tvo á tónleika í Hörpu.

• Maxímús Músikus mætir á svæðið og tekur nokkur lög.

HV

ÍTA

SIÐ

/ SÍ

A 1

1-11

50

Vinnur að alþjóðlegri listasamkeppni barnaEins og fram kemur í formála að fyrstu bók Hendrikku, sem hún tileinkar móður sinni, Guðrún H. Waage, hefur móðir hennar þurft að kljást við Alzheimer-sjúkdóminn undanfarin ár. „Hún hefur ávallt verið til staðar alla mína ævi með ómældri ást, styrk, öryggi og uppörvun. Hún hvatti mig til náms og kenndi mér framtakssemi, að trúa á sjálfa mig og njóta þess sem er fegurst í lífinu. En um-fram allt þá kenndi hún mér að elta drauma mína og fyrir það mun ég ætíð verða henni þakklát,“ segir Hendrikka í formála bókarinnar.

Lífsins ráðgátur eru Hendrikku hugleiknar og hún segir lífið stundum skrýtið og flókið. Hins vegar sé það efni í annað viðtal og verði ekki rætt að svo stöddu.

Á heimasíðunni þinni er að finna tilvitnunina „Isolation gives birth to focus“ („einangrun er móðir einbeitingar“) sem eignuð er Ana Tzarev. Af hverju valdirðu hana?

„Þetta er svolítið tengt japönsku bókinni minni. Japan er svo einangrað land og þar vinna allir svo vel saman og standa vel saman.“

Þetta snýr ekki að því að manneskjan þurfi að einangra sig til þess að það komi eitthvað skapandi frá henni?

„Neinei, en það er náttúrlega líka þannig. Ef þú ætlar t.d. að skrifa þá er gott að vera einn, þá sér maður lífið í svolítið öðru ljósi.“

Hendrikka er ekki gift en er þó engu að síður frátekin. Hún segist eiga góða vini um allan heim en að albesta vin-konan búi á Íslandi. „Svo eru það systur mínar sem eru mér mjög nánar.“

Ertu einfari í þér?„Já, ég er það eflaust. Mér finnst bara gott að vera ein!“

segir Hendrikka og hlær. Hún segist þó ekki vera það mikill einfari að hún leggi í löng ferðalög um heiminn ein síns liðs. „Ekki nema þegar ég þurfti að fara til Kína og Hong Kong út af skartgripunum á sínum tíma. En það er gott að vera einn. Það er svo margt sem kviknar í manni þá.“

Þetta árið hefur Hendrikka aðallega verið að vinna að alþjóðlegri myndlistarsamkeppni á vegum Kids Parlia-ment. „Það er stefnt að því að þessi keppni verði haldin árlega. Fimmtíu og fjórir skólar taka þátt og krakkar frá áttatíu og fimm löndum og öllum trúarbrögðum hafa sent inn myndir. Þarna eru lönd eins og Indland, Ísland, Sádi-Arabía, Tyrkland, Ungverjaland, Rúmenía og svo framvegis. Hofsstaðaskóli í Garðabæ tekur þátt fyrir Ís-lands hönd. Lokasamkeppnin verður í byrjun nóvem-ber. Við veljum sigurvegara frá hverju landi og svo

verður einnig valinn einn aðalsigurvegari. Þetta er voða skemmtilegt og við höfum fengið frábærar myndir.“

Eins og gefur að skilja hefur Hendrikka kynnst ólíkum menningarheimum og trúarbrögðum á flakki sínu um heiminn. Hún segir blæbrigðamun milli landa ekki síður endurspeglast í myndlistarsamkeppninni en annars stað-ar. „Þemað í listasamkeppninni er „The World we want to live in“. Við sáum mikinn mun á milli landa og mynd-irnar frá Búlgaríu voru til dæmis sérstaklega litríkar. Krakkarnir í Austur-Evrópu hafa tekið mjög virkan þátt í keppninni.“

Þannig að niðurstaðan er sú að það er allt hægt ef maður fær góða hugmynd?

„Já. Það þarf bara að fylgja henni eftir,“ segir Hend-rikka, snögg upp á lagið. „Og vera með hjartað í þessu.“

Teikningar frá Indlandi og Búlgaríu úr alþjóðlegri listasam-keppni barna á vegum góðgerðarsamtakanna Kids Parlia-ment, sem Hendrikka stofnaði og stýrir.

Þetta er náttúrlega rússíbani. Það þarf að hafa mikla vinnu-semi og gott auga til að bera, fylgjast með því hvað er að koma og vera einu skrefi á undan.

viðtal 31 Helgin 26.-28. ágúst 2011

betri hugmynd!

Mjólkin gerir

gott betra og er

ómissandi með

súkkulaðiköku.

Þ egar ég var ungur pungur nít-ján hundruð áttatíu og eitthvað mikið fór ég með peningana mína, sem safnast höfðu með

blaðaútburði, í hjólabúð í miðbænum. Á innkaupalistanum var fagurrautt Muddy fox-fjallahjól svipað því sem Valdimar Örn Flygenring, hæglega svalasti næntís Ís-lendingurinn, var á. En líkt og Flygen-ringurinn sagði í blaðaviðtali á þeim tíma var ég bara að hjóla um götur borgarinnar á fáknum mínum. Það er nefnilega þannig að flestir sem labbað hafa inn í hjólabúð á Íslandi frá því á níunda áratugnum hafa

gengið þaðan út með fjallahjól án þess þó að ætla sér nokkurn tímann út fyrir mal-bikið.

Það er fyrst núna, rúmum tuttugu árum seinna, sem ég er að fatta til hvers fjallahjól eru í raun og veru og það er að sjálfsögðu til þess að fara í torfærur og upp á fjöll. Því þurfti að byrja á að leita eftir stígum og brautum í nágrenninu. En nú voru góð ráð dýr. Hér er nokkurn veginn ekki um neitt slíkt að ræða. Það er nóg um göngustíga um falleg útivist-arsvæði höfuðborgarinnar. Vandamálið við að hjóla eftir þessum göngustígum

Fögur er hlíðiner að það krefst lítillar tækni auk þess sem að hjóla í möl er beinlínis hundleiðinlegt. Þar er líka allt morandi í gangandi vegfarendum. Það eru þó á köflum frábærar leiðir í kringum háhitasvæðin fyrir austan fjall í um klukkustundar-fjarlægð með bíl. Draumurinn væri þó að fá eitthvað „útlenskt“ í stuttu hjólafæri við höfuðborgina. Þar er víðsvegar hægt að ganga hreint til verks.

Norðlendingar hafa þegar búið til hörkubraut í Kjarnaskógi við Akureyri og mætti vel taka sér það framtak til fyrirmyndar. Þess ber þó að geta að það eru tvær brun-brautir hér í nágrenninu en það vantar braut sem byrjar og endar á sama stað eftir skemmtilegan og krefjandi hring. Mýmörg svæði koma til greina. Í og við höfuðborg-ina eru Heiðmörkin, Úlfarsfellið og að sjálfsögðu Öskjuhlíðin kjörin svæði.

Í Öskjuhlíðinni hafa reyndar nokkrir frumkvöðlar, í skjóli nætur og af eigin rammleik, svindlað inn skemmtilegum köflum út frá gönguleiðum í hlíðinni. Sann-kallaðar leynileiðir sem sjást ekki nema virkilega sé verið að leita að þeim. Það sýnir að það er vel hægt að koma þar fyrir skemmtilegri hjólabraut í sátt við hlíðina sjálfa og gesti hennar. Borgin ætti að koma

til móts við hjólafólkið og hjálpa þessum frumkvöðlum að búa til flotta braut sem sómi væri að. Ein-falt væri að senda eins og eitt gengi úr Vinnuskólanum í hlíðina ásamt einhverjum þessara reynslubolta og gera Öskjuhlíðina að hjólaperlu sem eftir væri tekið og myndi jafn-vel laða að sér ferðamenn, innlenda sem erlenda.

Íslandsmeistaramótið í fjallahjól-reiðum var enda haldið í Öskjuhlíð-inni fyrir skömmu. Hjólreiðafélag Reykjavíkur kortlagði fjögurra kílómetra braut um hlíðina sem samanstóð af göngustígum og fyrrnefndum leynileiðum. Eftir skemmtilega keppni –þar sem allir þeir bestu sprengdu dekk á sama steininum – vann Kári Brynjólfs-son sjálfan Íslandsmeistaratitilinn.

Eftir rúmlega tuttugu ár af því að kaupa nær eingöngu fjallahjól ætti landinn því að vilja fá eitthvað til að sökkva kubbadekkjunum í og ég er þess fullviss að ef upp spretta skemmtilegar og langar brautir í skógivöxnum hlíðum landsins sæki margur gamall pungurinn fjallahjólhestinn úr geymslunni, íklæddur glænýjum og níðþröngum hjólagalla, og haldi af stað í það sem honum var fyrst ætlað; torfærur.

Haraldur Jónasson

[email protected]

Leynileiðirnar í Öskjuhlíðinni

eru skemmtileg-ar og krefjandi.

Ljósmyndir/Hari

Fjallahjólreiðar er hægt að stunda á nokkrum stöðum á höfuðborgar-svæðinu t.d í Öskjuhlíðinni.

Kári Brynjólfsson, Íslandsmeistari í fjallahjólreiðum 2011, á fullu spítti.

32 útivist Helgin 26.-28. ágúst 2011

BYKOblaðið26.ágúst - 1. september 2011

Vnr. 89436375-94

PallaolíaPINOTEX pallaolía, glær, brún, pine eða hnota, 5 l.

Vnr. 86363050-550

PallaolíaKjörvari pallaolía, glær, græn, hnota, fura, rauðfura eða rauðviður, 5 l.

5 lítrar5 lítrar

6.890 kr.

Vnr. 89410460-650

PINOTEX CLASSIC viðarvörn, margir litir, 6 l.

6 lítrar

6.390 kr.Vnr. 86332040-9040

ViðarvörnKJÖRVARI viðarvörn, margir litir, 4 l.

4 lítrar

5.490 kr.Vnr. 8630040-1337

ViðarvörnKJÖRVARI þekjandi viðarvörn, margir litir, 4 l.

4 lítrar

7.990 kr.

Vnr. 50170181

TrappaTrappa með 3 þrep, þolir 120 kg þunga.

Vnr. 89600150-450

MúrmálningSADOLIN múrmálning, allir litir, 5 l. Góð alhliða akrýl/olíumálning til notkunar utanhúss.

3.990 kr. 6.990 kr.Vnr. 83614810

SpartlNORDSJÖ Medium spartl, 10 l.

5.990 kr.

10 lítrarVnr. 84175800

PenslasettPenslasett, rautt, 50, 75 og 100 mm.

1.990 kr.

5 lítrar

6.390 kr.

Viðarvörn

Úrvalið er hjá okkur!Innimálning - útimálning - viðarvörn - verkfæri

Vnr. 82553232-3

KíttiDANA póleúrethan þéttikítti, hvítt eða grátt, hentar vel til að þétta milli tré, stein og járns.

Vnr. 50180806

StigiÁlstigi 1x10 þrep 96 mm.

Vnr. 50170188

TrappaÁltrappa með 8 þrep.

Vnr. 50190800

VinnipallurHeimilis vinnupallur.

10.990 kr.Múrmálning

Vnr. 50170185

TrappaTrappa með 5 þrep, þolir 120 kg þunga.

Vnr. 50190225

StigiÁlstigi og trappa, tvöfaldur, 2x7 þrep.

Vnr. 18575515

ViðgerðarblandaSCHOMBURG INDUCRET BIS 5/40 viðgerðarblanda ætluð til viðgerðar á steinsteypu. Hentar vel til viðgerðar eða ílagnar á stórum láréttum og lóðréttum flötum og köntum. Blönduna er hægt að nota bæði úti og inni. Mesta kornastærð, 2 mm. Þykktarsvið 5-40 mm. Efnisnotkun 1,8 kg/mm/m2. Blandan er notuð með INDUCRET BIS 0/2 kústunarslamma.

Vnr. 18575514

ÞéttimúrSCHOMBURG INDUCRET BIS 1/6 vatnsheldur þéttimúr sem hentar við frágang á steypu eða múruðu, láréttu og lóðréttu yfirborði og einnig til að filta yfir viðgerðir. Mesta kornastærð 0,5 mm. Þykktar svið 1-6 mm. Efnis notkun 1,6 kg/mm/m2. 25 kg.

Vnr. 89600183-483

SADOLIN múrmálning, allir litir, 10 l. Góð alhliða akrýl/olíu-málning til notkunar utanhúss.

10 lítrar

í úrvali!Útimálning

Vnr. 86647583-8083

MúrmálningKÓPAL STEINTEX, hvítt, hrímhvítt, marmarahvítt aða antikhvítt, 10 l.

11.900 kr.

10 lítrarVnr. 86290140-7240

MúrmálningSteinakrýl á múr og steinsteypu úti, allir litir, 4 l.

8.390 kr.

4 lítrarVnr. 86270040-1140

MúrmálningSteinvari 2000 á múr og steinsteypu úti, allir litir, 4 l.

12.590 kr.

4 lítrarVnr. 86870150

VatnsvariVatnsvari 40, vatnsfæla af mónósílangerð, 5 l.

10.616 kr.

5 lítrar

2.990 kr./pk.Þéttimúr

2.990 kr./pk.Viðgerðarblanda

25 kg

Vnr. 85551083-183 BYKO inni- og útimálning, hvít 10 l, gljástig 6.

7.990 kr.Inni- og útimálning

10 lítrar

25 kg

590 kr.

6.990 kr. 15.990 kr. 24.990 kr. 45.990 kr.12.990 kr.

Vnr. 86880040/140

StéttvariStéttvari á mynstursteyptar innkeyrslur, plön, gangstéttar ofl., gljáandi eða mattur, 4 l.

5.990 kr.

4 lítrar

Vnr. 86880010

HálkuvariHálkuvari fyrir stéttvara, 200 g.

1.990 kr.

200 g

310 ml.

Vnr. 86640310

SteinþykkniKÓPAL Steinþykkni, hvítt, 1 l, þétting ofan á lárétta fleti.

3.690 kr.

1 lítriVnr. 89540110/210

GluggamálningPINOTEX gluggamálning, brúnt eða hvítt, 1 l.

2.990 kr.

1 lítri1 lítriVnr. 86331110

GluggamálningÞekjukjörvari, olíuakrýl, allir litir, 1 l.

2.190 kr.

HeilsaKynningarblað Helgin 26.-28. ágúst 2011

Líkamsræktarstöðin World Class býður upp á mikinn fjölda af námskeiðum og opnum tímum í vetur; það er ekki ofsögum sagt því tímarnir eru 430 á viku.

„Heilsurækt á að vera skemmtileg. Við bjóð-um upp á svo mikið og fjölbreytt úrval af námskeiðum og opnum tímum að það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Gígja Þórðardóttir, deildarstjóri hjá fyrirtækinu. Hún nefnir líka að námskeið-unum fylgi gott aðhald. „Ef þú mætir ekki er hringt í þig.“

Opnir tímar eru æfingatímar fyrir alla sem eru með líkamsræktarkort hjá World Class en fyrir námskeiðin er greitt sér-staklega. Gígja segir að opnum tímum og námskeiðum fylgi ýmsir kostir. „Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem æfir í hópi er líklegra til að haldast í heilsurækt en þeir sem fara einir,“ segir hún, og nefnir hvað félagslegi þátturinn er mikilvægur. „Það myndast svo góð stemning í tímunum við að sjá alltaf kunnugleg andlit og með tímanum fer fólk að þekkjast. Í sumum hópunum er fólk sem hefur mætt í mörg ár og þekkist því orðið ágætlega. Það hittist stundum utan tíma, t.d. í Baðstofunni, og sumir hóparnir halda jafnvel árshátíð. Það er mjög gaman,” segir Gígja.

Vinsælustu opnu tímarnir eru spinning, heitt jóga (hot yoga) og lotutímar eins og tabata, en þar eru gerðar æfingar af fullum krafti í skorpum, mikið reynt á sig í skamm-an tíma og svo hvílt örstutt. Í tilviki tabata er æft af fullum krafti í tuttugu sekúndur, hvílt í tíu, og þetta er gert átta sinnum við hverja æfingu. „Þetta er mjög gott æfingaform; reynir vel á hjartað, æðakerfið og styrkir vöðva,“ segir Gígja. Nýjasti lotutími World Class er svokallað HIIT Fit. Þar er kennar-inn ekki bundinn við það að láta fólk æfa í

tuttugu sekúndur og hvíla í tíu. „Kennarinn setur upp fjölbreytta skiptingu á átaki og hvíld. Fólk fær mikið út úr tímanum því æfingarnar eru ekki fyrirsjáanlegar,“ segir hún. Þjálfarar World Class settu saman þetta æfingakerfi, HIIT Fit, úr æfingum sem hafa reynst þeim vel í gegnum tíðina.

Golf jóga – fyrir golfarannÍ haust verður boðið upp á golf jóga. „Golf er vinsæl íþrótt og áhugamál margra. Það gleymist stundum að liðleiki í hryggnum og styrkur í kvið- og bakvöðvum er lykilatriði til að ná árangri í golfi. Fólk þarf að vera mjúkt í hreyfingum,“ segir Gígja. Blaða-maður nefnir hann sé of stirður til að þora í jóga. „Þeir sem eru stirðir þurfa á jóga að halda! Þetta er bara spurning um að byrja og prófa,“ segir hún.

World Class blandar ýmsum æfingum saman í eitt æfingakerfi, eins og í HIIT Fit. Í vetur verður boðið upp á Jóga Fit; þar er blandað saman góðum jógaæfingum og hefðbundum styrktaræfingum. Andrúms-loftið í tímunum er mitt á milli jógatíma og hefðbundinna æfingatíma, að sögn Gígju.

„Við erum líka að byrja á skemmtilegum tímum sem heita Buttlift, þar eru gerðar æfingar fyrir neðri hluta líkamans, með sérstaka áherslu á rass og læri. Með og án lóða. Æfingarnar eru mótandi fyrir rass og læri,“ segir Gígja. „Ekki verra að fá góðan stútrass.“

Púlsspinning er nýjasta viðbótin við spinningatímana. Þátttakendur eru með púlsmæli á meðan þeir hjóla og svitna í tím-anum. „Það hefur reynst rosalega vel því fólk er meðvitað um hvað það getur og hvað þarf til að ná æskilegum púlsi,“ segir Gígja. Boðið er upp á púlsspinning í World Class í Spönginni en það stendur til að bjóða upp á það á fleiri stöðum.

Sautján námskeið

World Class býður upp á sautján mismun-andi námskeið þar sem þátttakendur geta náð árangri undir handleiðslu kennara. „Þar færðu líka aðhald frá kennurum; það er hringt í þig ef þú mætir ekki og boðið upp á fræðslu,“ segir Gígja. Næstu námskeið hefj-ast 5. september.

Má þar nefna til að mynda Zumba dans-námskeið, sem er suður-amerískur dans með einföldum sporum. „Þetta er fyrir fólk á öllum aldri, bæði konur og karla. Í dansinum er mikið fjör og mikið svitnað. Það er virki-lega gott fyrir sálina enda mikið af gleði-hormónum sem losna þegar við dönsum,“ segir hún.

World Class verður með unglinganám-skeið fyrir 13-16 ára, sem heitir Fit 4 U. „Tilgangur námskeiðsins er að kenna unglingum að æfa og auka meðvitund um mikilvægi góðrar heilsu. Við sýnum þeim hvað er æskilegt og hvað er óæskilegt að gera í líkamsrækt. Oft vantar táninga færni í grunnæfingum og þeir geta haft ranghug-myndir um lóðalyftingar og heilbrigði. Það er ekki æskilegt að lyfta þungum lóðum á vaxtarárunum,“ segir Gígja. Almennt er aldurstakmarkið í æfingasalinn 15 ára, en ýmsir hafa fengið undanþágu, t.d. til að æfa með foreldrum sínum.

PilatesBoðið er upp á pilates-námskeið, bæði „core“ og „peak“. „Peak hefur verið rosalega vin-sælt í mörg ár; þar eru gerðar hefðbundnar pilates-æfingar sem styrkja kvið og bak og bæta líkamsstöðuna. En nú höfum við bætt við því sem kallað er core pilates-æfingar, en þær eru gerðar á stórum æfingabolta. Þetta er aðeins öðruvísi útfærsla á pilates-æfing-um sem styrka hina djúpu kvið- og bak-vöðva og minnka hættu á bakvandamálum. Svo eru þetta lúmskt erfiðar æfingar. Líkam-inn verður fallega mótaður því maður notar einungis eigin líkamsþyngd,“ segir Gígja. Pilates-æfingarnar eru fyrir fólk á öllum aldri því hver og einn æfir á sínum hraða.

Jóganudd (Thai Yoga Massage) er skemmtileg nýjung hjá World Class en kennarinn fór til Taílands til að læra listina. Þátttakendur í námskeiðinu eru nuddaðir inn í hinar ýmsu jógastöður og komast þannig oft dýpra í stöðurnar en þeir gætu af sjálfsdáðum. Þrátt fyrir nafnið liggja rætur þess í indversku jóga. Talið er að indverskir búddamunkar hafi flutt með sér hefðina til Taílands fyrir um 2.000 árum. „Þetta eru frekar rólegar jógaæfingar, en kennarinn aðstoðar hvern og einn við að ná dýpra inn í hverja stöðu og teygju. Kennarinn ýtir fólki lengra og leiðréttir stöðu. Þetta er rosalega skemmti-legt,“ segir Gígja.

Það er að sjálfsögðu líka boðið upp á námskeið þar sem allt er á fullu allan tím-ann. Þar ber hæst súperform, Cross Fit og Fit 4 All . Í Fit 4 All-námskeiðinu vita þátt-takendur aldrei hverju þeir mega eiga von á því það eru nýjar æfingar í hverjum tíma. Námskeiðin tengjast að vissu leyti því þeir sem eru í Fit 4 All æfa í Cross Fit-sal sem býður upp á fleiri möguleika við æfingar.

Cross Fit„Cross Fit tröllaríður öllu núna,“ segir Gígja. „Við erum að bæta Cross Fit-salinn okkar í Kringlunni og ætlum að taka þetta með trompi í vetur! Við höfum fjölgað tímum og ætlum að gera Cross Fit enn betra. Við bjóðum upp á grunnnámskeið og fjölgum opnum tímum, þ.e. WOD (e. workout of the day), sem er fyrir þá sem hafa lokið grunnnámskeiði.“

Gígja segir að haustið sé alltaf skemmti-legur tími. „Allir eru fullir af orku og margir nýta vendipunktinn til að drífa sig aftur í ræktina.“ Hún leggur hins vegar áherslu á að fólk fari varlega af stað, til að fyrirbyggja meiðsli, og hvetur alla til að nýta sér ráðgjöf frá starfsfólki World Class. Til dæmis hafi korthafar aðgang að þjálfurum sér að kostnaðarlausu, hægt sé að ráðfæra sig við þá um æfingaplan og hvernig gera eigi æfingar.

KYNNING

NámsKeið í WorLd CLass

Heilsurækt er skemmtileg og úrvalið mikið

Gígja Þórðardóttir, deildarstjóri hjá World Class.

Ánægðir æfingafélar á Crossfit-námskeiði hjá World Class.

2 heilsa Helgin 26.-28. ágúst 2011

Fólk sem notar heyrnartæki lifir betra lífi, hefur meira sjálfsöryggi og almennt styrkari sjálfs-mynd.

F ólk líður fyrir heyrnarskerðingu að meðal-tali í um sjö ár áður en það leitar aðstoðar. Er það ekki óþarfi? Heyrnarmæling tekur

aðeins um hálftíma og smágerð heyrnartæki geta lagað heyrnina með því að magna aðeins þá tíðni sem þarf til að leiðrétta skerðinguna. Þá getur heyrnin orðið eðlileg á ný og maður farið að lifa betra lífi með auðveldari samskiptum við fólk.

Maður gerir sér almennt ekki grein fyrir því að heyrnarskerðing er einn algengasti kvilli sem hrjáir fólk sem komið er um og yfir miðjan aldur. Ef þessi kvilli er ekki meðhöndlaður hefur hann mikil áhrif á lífsgæði fólks. Þannig þarf það ekki að vera. Lausnin felst í að uppgötva kvill-ann snemma og að gripið sé inn í. Fólk sem notar heyrnartæki lifir betra lífi, hefur meira sjálfs-öryggi og almennt styrkari sjálfsmynd. Nútíma heyrnartæki eru fíngerð, þægileg, snotur og jafn-vel ósýnileg auk þess að vera öflug.

Hjá Heyrn í Kópavogi er nú hægt að fá nýj-ustu heyrnartækin frá danska framleiðandanum ReSound. Heyrnartækin heita Alera, eru með kringóma hljóðvinnslu (surround) sem gefur einstaklega skýr hljóð. Alera eru fyrstu heyrnar-tækin sem tengjast í raun þráðlaust, með 2,4 GHz senditíðni við farsíma og sjónvarp.

Það er að mörgu að huga við val á heyrnar-tækjum. Heyrnarskerðing er einstaklingsbundin og því eru mismunandi lausnir fyrir hvern og einn. Margar gerðir eru til af heyrnartækjum. Sá sem áttar sig á í hvers konar hljóðumhverfi hann hrærist og hvaða kröfur hann gerir á auðveldara með að velja sér, með aðstoð heyrnarfræðings, heyrnartæki sem henta. Hver er þinn lífsstíll? Ertu á vinnumarkaðnum? Ferðu oft á tónleika? Ertu oft í krefjandi hljóðumhverfi, s.s. á þétt-setnum veitingastað? Tekur þú þátt í félags- og

Heyrnartæki NýjuNgar á markaði

Viltu heyra?Eftir hverju ertu að bíða?

kynninG

Ætlar þú að breyta um lífsstíl?Ný námskeið hefjast 5. september

MorgunhanarMán, mið og föst kl. 06.10Hentar þeim sem vilja taka daginn snemma og taka vel á því. Verð í 4 vikur kr. 13.900

HádegisþrekMán og mið kl. 12.00-13.00 (og opinn tími á fös)Stöðvar, þol, styrkur og þrek.Verð í 4 vikur á kr. 11.900

HB-hópurMán,mið og föst kl. 7.45 og kl. 9.00Krefjandi þjálfun fyrir lengra komnaVerð í 4 vikur á kr. 13.900

KvennaleikfimiMán, mið og föst kl. 16.30Góð leikfimi fyrir allar konur sem vilja styrkja sig og líða betur. Verð í 4 vikur kr. 13.900

Zumba byrjendurDansaðu þig í form með einföldum sporum, skemmtilegri tónlist og góðum félagsskapÞri og fim kl. 18.30Verð kr. 11.900

60 ára og eldriMán og mið kl. 11.00

Hópþjálfun tvisvar í viku með einföldum æfingum. Frábær félagsskapur, aðhald og stuðningur.

Verð í 4 vikur á kr. 9.900

StoðkerfishópurMán, mið og föst kl. 16.30 - 8 vikur

Hentar þeim sem glíma við einkenni frá stoðkerfi svo sem bakverki eða eftirstöðvar slysa.

Kynningarverð fyrir 8 vikur er 32.500,- (16.250 kr. á mán)

16-25 ára - OfþyngdHentar ungu fólki, 16-25 ára, sem glímir við ofþyngd, offitu

og/eða einkenni frá stoðkerfi og vill breyta um lífsstíl Mán, mið og föst kl. 18.30. 8 vikur

Þjálfun og fræðsla. Hefst 29. ágústHeildarverð kr. 49.800 (24.900 kr. á mán)

Mömmumorgnar Þri og fim kl. 10.00

Góð leið fyrir nýbakaðar mæður að mætameð ungabörnin og koma sér í form eftir barnsburð

Verð kr. 11.900,-

Skráðu þig núna í síma 560 1010 eða á [email protected] Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - www.heilsuborg.is

Zumba fyrir lengra komna Zumba er það vinsælasta í dagHörkubrennsla Þri og fim kl. 17.30Verð kr. 11.900

fundarstörfum? Í hvaða hljóðumhverfi finnur þú mest fyrir heyrnarskerðingunni? Er eitthvað sem þú getur ekki tekið þátt í vegna heyrnarskerðing-arinnar?

Það þarf enga tilvísun til að fá heyrnargreiningu og ráðgjöf heyrnarfræðings en þurfi viðkomandi læknisaðstoð er honum vísað til háls-, nef- og eyrnalæknis. Hjá Heyrn er lögð áhersla á fag-mennsku, persónulega ráðgjöf og góðan tíma til að leiðbeina við notkun heyrnartækja. Vel þarf að vanda til við val á heyrnartækjum í upphafi svo að

þau nýtist eiganda sínum til fulls. Tilvalið er að nýta sér þá þjónustu sem Heyrn býður upp á og fá heyrnartæki til reynslu til að fá úr því skorið hvernig þau henta.

Sá sem leitar hjálpar við heyrnarskerðingu gef-ur sér, fjölskyldu sinni og starfsfélögum veglega gjöf þegar þeim finnst ekki lengur erfitt að tala við hann.

Því ætti enginn að láta heyrnina aftra sér frá að taka þátt í lífinu. Láttu mæla heyrnina, það er ekki flókið.

Ellisif Katrín Björnsdóttir.

Hvað segja íslenskar konur um Reebok EasyTone? Ég fékk EasyTone skó í afmælisgjöf en var óviss um hversu mikið ég gæti notað þá vegna þrálátra bak og stoðkerfisvandamála. Ég er búin að vera hjá kirópraktor í 1 ár en þegar ég byrjaði hjá honum voru mjaðmirnar á mér alveg fastar en með hans hjálp eru þær farnar að liðkast aðeins. Ég ráðfærði mig við kiropraktorinn minn um skóna og hann gaf grænt ljós en bara byrja stutt í einu. Daginn eftir er löng ferð þar sem ég vissi að ég þyrfti að standa mikið og ganga. Ég ákvað að hefja daginn í EasyTone skónum og ætlaði að taka aðra með til skiptanna. Það fór þannig að hinir skórnir urðu óvart eftir heima og ég var í EasyTone í 12klst. Ég fann ekki fyrir verkjum í baki eða mjöðmum sem í svona kring-umstæðum hafa einfaldlega hamlað því að ég njóti til fulls því sem fram fer, en þarna var ég verkjalaus allan daginn. Lagðist í rúmið þakklát og alsæl með EasyTone skóna og ætla sanna-lega að fá mér nokkur pör. Helst líka háahælaða EasyTone.

Erna Eir 56 ára

Skórnir eru tær snilld.Ég er búin að ganga í EasyTone skónum í nokkurn tíma. Það sem kom mér mest á óvart var að ég fékk harðsperrur fyrst þegar ég fór í þeim í klukkustundar langa Stafgöngu og tel ég mig vera í mjög góðri þjálfun.Ég þurfti ekki frekari sannana við. Skórnir svín-virka. Ég er meðvituð um líkamsstöðu mínaþegar ég er í skónum, jafnvægið eykst og stærstu vöðvar líkamans (læri og rass) styrkjast. Ég mæli hiklaust með EasyTone skónum hvort heldur sem í Stafgöngu eða venjulega göngu.

Guðný Aradóttir Stafgönguleiðbeinandi og einkaþjálfari

Rebook EasyTone skórnir eru þæginlegri en ég hélt en ég þurfti þó smá tíma til að venjast þeim. Ég fann fyrir þreytu í lærvöðvunum og í bakinu til að byrja með en það fór eftir 2-3 daga og í framhaldinu fóru bakverkirnir sem ég hef þjáðst lengi af að minnka töluvert. Skórnir eru stífir og halda vel við fæturna en jafnframt er ótrúlega mjúkt að ganga á þeim og það loftar virkilega vel um fæturna en það kemur ekki fyrir að ég svitni í þeim. Í starfi mínu sem yngri barna kennari og sem móðir tveggja lítilla stelpna er ég á hlaup-um allan daginn en ég finn ekki fyrir þreytu í fótunum lengur. Ég er í skónum allan daginn í vinnunni, í göngutúrunum mínum og í rauninni fer ég ekki úr þeim heima fyrir fyrr en eftir að

heimilistörfum líkur á kvöldin því að ég verð mun þreyttari í fótunum með því að ganga

um á sokkaleistunum einum saman. Ég er því ótrúlega ánægð með Rebook EasyTone skóna mína og mæli hik-laust með þeim fyrir alla þá sem eru mikið á fótunum!

Aðalheiður Lilja grunnskólakennari

Hvernig virka EasyTone skórnirsem allir eru að tala um?

Árið 2008 kom Reebok með skó á markað sem heita EasyTone. Skórnir urðu strax mjög vinsælir en sérstakur skósólinn er hannaður til að styrkja rass og læri meira heldur en ef gengið væri í venjulegum skóm.

Eva Mendes

Mendes segir að kostir EasyTone skónna séu hversu penir og nettir þeir eru, líkt og venjulegir strigaskór. Hún bætir jafnframt við: … ,,Í mínu fagi er mikilvægt að vera í góðu líkamlegu formi og EasyTone er litla leyndarmálið mitt!”

Hvað segja íslenskar konur um Reebok EasyTone? Ég fékk EasyTone skó í afmælisgjöf en var óviss um hversu mikið ég gæti notað þá vegna þrálátra bak og stoðkerfisvandamála. Ég er búin að vera hjá kirópraktor í 1 ár en þegar ég byrjaði hjá honum voru mjaðmirnar á mér alveg fastar en með hans hjálp eru þær farnar að liðkast aðeins. Ég ráðfærði mig við kiropraktorinn minn um skóna og hann gaf grænt ljós en bara byrja stutt í einu. Daginn eftir er löng ferð þar sem ég vissi að ég þyrfti að standa mikið og ganga. Ég ákvað að hefja daginn í EasyTone skónum og ætlaði að taka aðra með til skiptanna. Það fór þannig að hinir skórnir urðu óvart eftir heima og ég var í EasyTone í 12klst. Ég fann ekki fyrir verkjum í baki eða mjöðmum sem í svona kring-umstæðum hafa einfaldlega hamlað því að ég njóti til fulls því sem fram fer, en þarna var ég verkjalaus allan daginn. Lagðist í rúmið þakklát og alsæl með EasyTone skóna og ætla sanna-lega að fá mér nokkur pör. Helst líka háahælaða EasyTone.

Erna Eir 56 ára

Skórnir eru tær snilld.Ég er búin að ganga í EasyTone skónum í nokkurn tíma. Það sem kom mér mest á óvart var að ég fékk harðsperrur fyrst þegar ég fór í þeim í klukkustundar langa Stafgöngu og tel ég mig vera í mjög góðri þjálfun.Ég þurfti ekki frekari sannana við. Skórnir svín-virka. Ég er meðvituð um líkamsstöðu mínaþegar ég er í skónum, jafnvægið eykst og stærstu vöðvar líkamans (læri og rass) styrkjast. Ég mæli hiklaust með EasyTone skónum hvort heldur sem í Stafgöngu eða venjulega göngu.

Guðný Aradóttir Stafgönguleiðbeinandi og einkaþjálfari

Rebook EasyTone skórnir eru þæginlegri en ég hélt en ég þurfti þó smá tíma til að venjast þeim. Ég fann fyrir þreytu í lærvöðvunum og í bakinu til að byrja með en það fór eftir 2-3 daga og í framhaldinu fóru bakverkirnir sem ég hef þjáðst lengi af að minnka töluvert. Skórnir eru stífir og halda vel við fæturna en jafnframt er ótrúlega mjúkt að ganga á þeim og það loftar virkilega vel um fæturna en það kemur ekki fyrir að ég svitni í þeim. Í starfi mínu sem yngri barna kennari og sem móðir tveggja lítilla stelpna er ég á hlaup-um allan daginn en ég finn ekki fyrir þreytu í fótunum lengur. Ég er í skónum allan daginn í vinnunni, í göngutúrunum mínum og í rauninni fer ég ekki úr þeim heima fyrir fyrr en eftir að

heimilistörfum líkur á kvöldin því að ég verð mun þreyttari í fótunum með því að ganga

um á sokkaleistunum einum saman. Ég er því ótrúlega ánægð með Rebook EasyTone skóna mína og mæli hik-laust með þeim fyrir alla þá sem eru mikið á fótunum!

Aðalheiður Lilja grunnskólakennari

Hvernig virka EasyTone skórnirsem allir eru að tala um?

Árið 2008 kom Reebok með skó á markað sem heita EasyTone. Skórnir urðu strax mjög vinsælir en sérstakur skósólinn er hannaður til að styrkja rass og læri meira heldur en ef gengið væri í venjulegum skóm.

Eva Mendes

Mendes segir að kostir EasyTone skónna séu hversu penir og nettir þeir eru, líkt og venjulegir strigaskór. Hún bætir jafnframt við: … ,,Í mínu fagi er mikilvægt að vera í góðu líkamlegu formi og EasyTone er litla leyndarmálið mitt!”

4 heilsa Helgin 26.-28. ágúst 2011

L íkamsræktarstöðin Hreyfing býður upp á nýtt námskeið fyrir konur sem kallast „Hot fitness“. Andrúmsloftið í tímunum er rólegt og afslapp-

að. Tímarnir eru nokkurs konar andstæða hopps og hamagangs en það eru engu að síður gerðar góðar og fjölbreyttar styrktaræfingar, og í lokin er teygt og slakað á. Námskeiðið er í samstarfi við heilsuvöru-verslunina Maður Lifandi, sem fræðir þátttakendur um hvernig þeir geti tileinkað sér meiri hollustu í mataræði og kennir hvernig matreiða megi góðan mat úr lífrænum hráefnum. „Það er verið að hjálpa fólki að taka þetta skref að heilbrigðu mataræði og góðri hreyfinu,“ segir Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar.

Námskeiðið hefst á mánudaginn og er tvisvar í viku, 60 mínútur í senn. Boðið er upp á tíma kl. 6.10, 12 og 16.30. Hot fitness fer fram í 35 stiga heitum sal og er lögð áhersla á að styrkja djúpvöðva líkamans; kvið- og bakvöðva. Alhliða styrktaræfingar eru líka gerðar. En æfingarnar byggjast á eigin líkamsþyngd og lóðabelt-um. „Tímarnir eru krefjandi og eru ætlaðir þeim sem hafa lagt stund á æfingar áður. Í tímunum er svitnað gríðarlega. Það er ákveðin hreinsun sem fylgir því að svitna hressilega og konurnar gera góðar styrkt-aræfingar. Það er því verið að auka grunnbrennslu líkamans, en reglulegar styrktaræfingar auka grunn-brennsluna,“ segir Ágústa.

Ekki átaksnámskeið„Þetta er ekki átaksnámskeið þar sem áhersla er á að léttast, heldur fyrir þær sem vilja neyta hollari matar, meira af grænmeti og lífrænum matvælum – í anda þess sem Maður lifandi stendur fyrir,“ segir Ágústa.

Eins og fyrr segir er lögð áhersla á fjölbreyttar æfing-ar í Hot fitness. Ágústa segir það skipta sköpum fyrir þá sem vilja ná árangri og bæta líkamlegt atgervi. Hún segir að ef fólk geri alltaf sömu æfingarnar, staðni lík-aminn fljótt og þá næst að sjálfsögðu enginn árangur. Ágústa mælir með því að konur stundi Hot fitness og blandi því saman við þolæfingar, eins og t.d. að fara á göngubrettið eða jafnvel spinningtíma. Með því náist góður alhliða árangur í styrk, þoli og liðleika.

Ágústa bendir á að þeim sem eru á námskeiðum hjá Hreyfingu býðst einnig að nota tækjasalinn og fara í opna tíma. Hreyfing býður upp á mikið úrval af fjöl-breyttum námskeiðum fyrir karla og konur. „Úrvalið er gott og því er til eitthvað fyrir alla,“ segir hún. Nám-skeiðið Fanta gott form er t.d. gríðarlega vinsælt. „Þar er mikið fjör og stemning en það byggist á snerpu, og er fyrir fólk sem vill fara alla leið og ná sér í súper topp form. Það er byggt upp svipað og Cross Fit og Boot Camp. Það eru gerðar stuttar, krefjandi æfingar í stuttan tíma í senn og styrktaræfingar á milli,“ segir Ágústa.

Hraðferð fyrir þá sem eru í tímaþröngÞað er misjafnt hve mikinn tíma fólk getur leyft sér í líkamsrækt. „Hraðferðin er tilvalin fyrir þá sem hafa lítinn tíma. Það eru stuttir tímar, 40 mínútur hver, tvisvar í viku, en gríðarlega áhrifaríkir. Við notum sérstök tæki STRIVE 1.2.3. sem bandaríski herinn notaði til að þjálfa sitt fólk. Tækin gera það að verkum að álagið á vöðvana er á þrjá mismunandi vegu, sem leiðir til skjótari árangurs. Þetta er alveg kjörið fyrir þá sem hafa lítinn tíma en vilja ná góðum árangri,“ segir Ágústa.

KYNNING

NámsKEIð hjá hreyfingu

Hot fitness fyrir konur sem vilja komast í flott form

S nyrtivöruverslunin Signat-ures of nature sérhæfir sig í lífrænum og hreinum

snyrtivörum. „Slíkar vörur eru taldar heilsusamlegri fyrir húð-ina,“ segir Anna María Ragnars-dóttir, framkvæmdastjóri fyrir-tækisins. „Við leggjum áherslu á góða þjónustu og að starfs-mennirnir þekki vel vöruna og efnin í henni.“ Hún segir að í flestum kemískum snyrtivörum séu sterk rotvarnarefni sem geti valdið ofnæmi og jafnvel talin vera krabbameinsvaldandi. Minni líkur séu á ofnæmisvið-brögðum þegar notaðar eru líf-rænar vörur. Þó tekur hún skýrt fram að hver sá sem sé með ofnæmi fyrir ákveðinni fæðu eða náttúrulegum efnum geti líka fengið ofnæmisviðbrögð við lífrænum snyrtivörum.

„Viðskiptavinir hafa verið mjög ánægðir með vörurnar okkar og við eigum mjög trygga viðskiptavini því þær hafa reynst þeim vel. Fyrir það erum við afar þakklát og um leið gefur það okkur hugrekki til að halda áfram og gera betur. Vegna þess að varan er lífræn og inniheldur náttúruleg efni sem hafa róandi og græðandi áhrif hafa margir með húðkvilla leitað til okkar, til að mynda með exem og sórí-asis,“ segir Anna María. Hún rökstyður það, hversu vel við-skiptavinir hafa tekið vörunum, með því að benda á að fyrirtækið var stofnað við upphaf fjármála-kreppunnar og í fyrstu seldi það einungis vörur á einum litlum hilluvegg í annarri verslun, en hálfu ári síðar var það komið með versl-un í Smáralind. „Það er svo mikil vakning gagn-vart hreinni snyrtivöru.“

Vinna ná ið með verksmiðj-unni

Fyrirtæk-ið vinnur náið

með verksmiðjunni sem framleið-ir flestar vörurnar, og getur því stýrt því hvað fer í kremin. „Með þessu móti getum við sérhæft okkur fyrir íslenskan markað,“ segir hún. Vörur fyrirtækisins eru vottaðar af Ecocert, sem er grænn stimpill og þýðir að þær uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til lífrænna snyrtivara. „Við eigum líka í góðu samstarfi við yndislega konu fyrir austan sem sérframleiðir fyrir okkur gæða ilmkerti.“

Signatures of natures leggur áherslu á að fólk geti tekið með sér prufur heim, sem Anna María segir að sé óalgengt eftir að þrengja tók að í efnahagslífinu. „Við viljum endilega leyfa fólki að fara með vöruna svo að það geti verið visst um að hún henti húðinni,“ segir hún og nefnir að húðgerð fólks sé mismunandi.

spennandi tímar fram undan„Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Anna María. Frá og með 1. september verður „beauty bar“ opnaður. Þar geta konur keypt þriggja daga heimameð-ferðir. „Þetta er eins og að kaupa meðferð á stofu. Viðskiptavinir fá leiðbeiningar frá okkur fyrir hvert kvöld. Við blöndum græn-meti og ávexti í hreina grunninn okkar, kremið, til að auka virkn-ina. Þetta er því eins og matseðill fyrir húðina!“

Signatures of nature er líka komið í náið samstarf við heilsu-lindina Nordica Spa, en Anna María segir að nýir eigendur þess ætli að vera afskaplega umhverfisvænir og verði senni-lega fyrstir hér á landi með um-hverfisvæna heilsulind. „Við erum búin að hanna grænar

meðferðir fyrir líkama og and-lit. En vörurnar koma frá

okkur, og svo önnumst við fræðslu fyrir snyrti-fræðinga heilsulindar-innar. Þar verður lögð áhersla á persónulega þjónustu.“

KYNNING

sIGNaturEs of NaturE hefur vaxið hratt

Mikil vakning gagnvart hreinum snyrtivörum

ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar

KYNNING

DaNssKólI jónS PéturS og Köru góð hreyfing

Fjölbreytt námskeiðD ansskóli Jóns

Péturs og Köru býður

upp á fjölbreytt nám-skeið fyrir alla aldurs-hópa á haustönn og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Skólinn hefur ráðið til sín nýja kennara sem kenna nýjustu dans-stílana. Hinn kunni tónlistarmaður Júlí Heiðar mun kenna hiphop og bræðurnir Danny og Nonni munu sjá um kennslu í break- og street-dansi. Sem fyrr verður boðið upp á námskeið í barnadönsum, suður-amerískum dönsum, ballroom-döns-um, salsa, freestyle og zumba. Dans er frábær leið til að styrkja sál og líkama. Að fara í dansskóla er góð hreyfing en ekki síst góð leið til að auka sjálfstraust og öryggi. Fyrir börn og unglinga er í dansinum að finna mikla hreyfingu og útrás og einnig er lögð mikil áhersla á agaða framkomu. Dans reynir á samhæfingu hreyfinga dansarans og tónlistar og í paradansi bætist við samhæfing við hreyfingar dans-félagans. Í fullorðinshópum eru pör sem dansa saman og á þessum tímum er fólk farið að leita meira inn á við. Í dansinum fá pör góða hreyfingu, skemmtilegan félagsskap og, síðast en ekki síst, samveru. Oft er það svo að pör sækja sér hreyfingu sitt í hvoru lagi en í dans-inum sameinast þau og eiga sinn tíma saman einu sinni í viku.

Anna María Ragnarsdóttir

6-vikna byrjendanámskeiðÁtaksnámskeið fyrir þær sem vilja léttast, styrkjast og losna við aukakílóin. Kílóin fjúka á þessu uppfærða og endurbætta námskeiði sem miðar sérstaklega að því að þú náir markmiðum þínum. Einfaldar, skemmtilegar og árangursríkar æfingar og leiðir til að ná varanlega tökum á réttu neyslumynstri. Vertu með, njóttu þess að ná árangri í bættri heilsu og vellíðan!

6-vikna framhaldsnámskeiðÍtarlegra átaksnámskeið fyrir þær sem hafa stundað reglulega þjálfun síðastliðna mánuði og vilja taka þjálfunina enn fastari tökum, komast út úr stöðnun og ná enn betri árangri. Fjölbreyttar æfingar í hverjum tíma svo líkaminn er sífellt að takast á við nýjar áskoranir. Sérstök áhersla er á að ná eftirbruna.

6-vikna námskeiðÁtaksnámskeið fyrir þær sem hafa áhuga á að dansa. Samsett átaks- og dansfitness námskeið sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Fjölbreyttar og skemmtilegar dans-samsetningar sem auka þol og fitubruna. Skemmtilegt námskeið fyrir konur sem vilja dansa sig í gott form og vilja aðhald til að ná árangri.Dansunnendur ættu alls ekki að missa af þessu!

ÁRANGURÁrangur/ 1

Árangur/ 2

Árangur/ dans fitness

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu, verð og skráningu finnur þú á www.hreyfing.is

Skráðu þig núna í vefverslun Hreyfingar eða í síma 414 4000

Fáðu fría uppskriftabók!Farðu á www.hreyfing.is/betrikostur og náðu í fría uppskriftabók með léttum kjúklingaréttum.

Innifalið í námskeiðunum: • Lokaðir tímar 3x í viku• Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal • Aðgangur að 240 opnum tímum á mánuði• Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – m.a. jarðsjávarpotti• Mælingar – vigtun og fitumælingar• Hvatning, fróðleikur og uppskriftir frá Ágústu Johnson og Guðbjörgu Finns 2x í viku inni á lokuðu heimasvæði á netinu

M eðal nýjunga hjá Baðhúsinu í vetur er að bjóða upp á fleiri styttri æfingatíma.

„Það þarf ekki að taka langan tíma í að æfa og það er líklegra að maður komi reglulega árið um kring ef æfingin rennur þægilega inn í dag-inn,“ segir Kristjana Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri hjá fyrirtækinu. til dæmis er boðið upp á CX Worx sem er einungis hálftími. Þar eru gerðar æfingar eins og hjá einkaþjálfara; þær eru hægar og djúpar, að sögn Kristjönu, og henta vel þeim sem vilja hugsa um heilsuna en hafa lítinn tíma aflögu.

„Við bjóðum upp á svo mikið úrval af mislöngum tímum að tímaleysi á alls ekki að vera afsökun lengur. Það ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi í Baðhúsinu. Mikilvægi þess að hreyfa sig reglu-lega er löngu sannað. Verkefnið er óendanlegt en við erum í stöðugri leit að nýjum leiðum til að auka áhugahvöt viðskiptavina okkar til að langa að koma og hreyfa sig. Það er hægt að velja tíma frá sex á morgnana og alveg fram á kvöld,“ segir Kristjana.

Æft með hálfum boltaHún nefnir til að mynda nýja og skemmtilega tíma sem taka 50 mínútur og heita „Bosu balance“. Þar eru æfingar gerðar á hálfum bolta. Þeir eru flatir öðrum megin, og svo kemur kúla upp. Hugmyndin er að æfa á óstöðugu undirlagi. Á boltanum hálfa eru gerðar æfingar til að byggja upp þol og styrk. „Það reynir á djúpu vöðvana og jafnvægi líkamans,“ segir Kristjana. „Þetta eru ekki rólegir tímar,“ segir hún.

Mörgum konum þykir gaman að dansa og hefur Baðhúsið lengi boð-ið upp á alls kyns danstíma. „Það er alltaf mikið fjör í zumba, salsa-leik-fimi og afró-tímunum okkar; þeir allir með dansívafi og það er oft skemmtileg stemning,“ segir Krist-jana. Í afró-dansinn mætir bongó-trommari og lemur húðir á meðan konurnar dansa. „Það skapar sér-staklega skemmtilega stemningu að vera með alvöru trommara á staðnum,“ segir hún.

Flakkað á milli tíma„Það er samt svo misjafnt hvað konum þykir gaman. Svo eru þær sem finnst gaman í öðrum tímum

sem við bjóðum upp á, eins og til dæmis Pump, Tabata og Tæbox-tím-um. Ein af ástæðunum fyrir því að konur velja Baðhúsið er að þær geta flakkað á milli tími frá degi til dags en þurfa ekki endilega að festa þig á einu námskeiði,“ segir hún.

Heilbrigt og gott mataræðið skiptir einnig miklu máli fyrir fólk sem vill huga vel að heilsunni. Í haust býður Baðhúsið upp á nám-skeiðið Heilsuátak Lene Hansson. Hún er danskur næringarþerpisti og byggist námskeiðið á bók hennar Léttara og betra líf – átta vikna heilsuáætlun, sem kom út síðast-liðið vor á íslensku.

„Við viljum ekki vera staður fyrir stutt stopp heldur vettvangur lang-ferðar í gegnum lífið,“ segir Krist-jana og nefnir að Baðhúsið bjóði ekki einungis upp á æfingaaðstöðu, heldur er þar líka snyrtistofa, nudd, gufa og fleira. „Það er gaman að fylgjast með þeim konum sem hafa verið með Baðhúsinu frá upphafi og eldast svo vel með okkur. Einnig er gaman að hitta nýja kynslóð af stelpum sem voru um það bil að fæðast þegar Baðhúsið var stofnað,“ segir Kristjana.

6 heilsa Helgin 26.-28. ágúst 2011

Baðhúsið býður upp á fleiri styttri æfingatíMa

KYNNiNG

Þarf ekki að taka langan tíma að æfa velAlvöru bongótrommari mætir í afró-danstímana.

TjúttSalsaBreakStreetMambóHip HopFreestyleBrúðarvalsBarnadansarBallroomdansarSuður-amerískir dansarSérnámskeið fyrir hópaBörn – Unglingar – Fullorðnir

Innritun og upplýsingar

á dansskoli.is eða í síma 553 6645

b rian Gerke frá Bandaríkj-unum byrjaði með fram-haldsnemendurna í fyrra og til liðs við hann kemur

Brogan Davison frá Englandi og sér um grunninn. Brian kennir raunar líka við Listaháskólann og Listdansskóla Íslands.

Brogan útskrifaðist með BA-gráðu úr Laban-dansskólanum fyrir ári. Í skólanum voru íslenskar stúlkur sem hún kom að heim-sækja í fyrrasumar. „Ég ætlaði bara að vera í sex vikur,“ sagði hún en hefur greinilega eitthvað ílengst.

Þetta er fimmta ár Brians hér á landi. Hann hefur verið á flakki um heiminn að dansa ásamt dans-félaga sínum, Steinunni Ketilsdótt-ur. Hann segir að Steinunn hafi einmitt byrjað að dansa í Kramhús-inu. Á undanförnum þremur árum hafa þau ferðast til á þriðja tug borga í Evrópu til að sýna dans, auk ferða til New York og Montana í Bandaríkjunum. Á ferðalagi í Ísra-el hitti hann þrjá sem höfðu séð hann dansa en hann segir blaða-manni að hér á landi þekki hann ekki margir; því hafi hann ákveðið að ferðast minna í ár og sinna Ís-landi betur. Hann ólst upp í borg sem er álíka stór og Reykjavík, og kann því vel við sig hér. Hann hefur þegar skipulagt dansferðir til Gautaborgar, New York, Montana og þaðan liggur leiðin aftur til Sví-þjóðar.

Lífleg danssenaHonum þykir danssenan hér líf-legt, einkum í ljósi stærðarinnar. Brogan segir að Íslendingar taki útlendum listamönnum sem vilja

vinna hér opnum örmum. Hún segir að Íslendingar séu reiðu-búnir að leggja mikið á sig fyrir listina. Hún segir t.d. að Reykjavik Dance Festival, sem haldið verður í september, hafi litla fjármuni úr að moða en að allir sem komi að há-tíðinni vinni mikla sjálfboðavinnu og það myndist skemmtilegur andi meðal fólksins.

Brogan kemur að tveimur verkefnum á hátíðinni. Hún er í danshópnum Raven sem hefur búsetu hérna á Íslandi og saman-stendur af dönsurum og tónlistar-mönnum víðsvegar um heiminn. Einnig hefur hún skapað verk með nemendum úr Danslistarskóla JSB sem sýnt verður víða um Reykjavík á hátíðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem nemendur taka þátt í hátíð-inni. Hún kemur að fleiri verkefn-um því hún tók nýverið að sér að vera listrænn stjórnandi Spiral-dansflokksins.

Námskeið Brogan í Kramhúsinu er fyrir byrjendur. Hún segir að kennslan litist af vist sinni í Laban-dansskólanum. Kennslan snúist meðal annars um að vera meðvit-aður um líkama sinn, spuna og að reyna á líkamann. „Það er ótrúlega gaman að kenna í Kramhúsinu því andinn þar er svo góður,“ segir hún.

Brian kennir námskeið fyrir lengra komna. Hann segir að andinn á námskeiðnu sé góður því allir séu komnir til að hafa gaman af. Nemendur hafi margir æft dans þegar þeir voru yngri, af mikilli ástríðu og lagt mikið á sig, en nú sé aðalmarkmiðið að skemmta sér. „Ég elska að kenna dans, ég upplifi þetta ekki sem vinnu!“

saMtíMadans Vinsældir hafa aukist Mikið

KYNNiNG

Kramhúsið kraumar í veturErlendur danskennari segir að Íslendingar taki erlendum listamönnum fangnandi.

Kristjana Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri líkamsræktar.

FARAN er ný lifræn andlitslina sem;-Endurlifgar og nærir húðina-Gefur henni ferskt vitamin

-Hefur styrkjandi áhrif á rakafilmu húðar-Án allra kemiskra efna

Nú getur þú farið í grænar andlits- og líkamsmeðferðir

á Nordica spa

Nú er tilvalið að huga að húðinni fyrir komandiveðrabreytingar.

Við hjá Signatures of nature getum hjálpað þér að huga rétt að þinni húðgerð

Nú er tilvalið að huga að húðinni fyrir komandiveðrabreytingar.

Við hjá Signatures of nature getum hjálpað þér að huga rétt að þinni húðgerð

Nú getur þú farið í grænar andlits- og líkamsmeðferðir

á Nordica spaSerum -dagkrem - næturkrem -augnkrem

Gefðu húðinni vitamin og ferskleika

NýTT -NÝTT

Signatures of nature Smáralind 2hæð s: 511-10-09Signatures of nature Smáralind 2hæð s: 511-10-09

Við getum allar ræktað sál okkar og líkama.Í Baðhúsinu hefurðu aðgang að því sem til þarf fyrir aðeins 6.190* á mánuði. Með þátttöku í KK klúbbnum kemstu jafntí opna sem LOKAÐA tíma. KK klúbburinn er klárlega hagstæðasta leiðin.

Allt þetta er innifalið í Baðhúsinu fyrir aðeins 6.190* kr. á mánuði;

- Zumba.- Hot jóga.- Lene Hansson námskeið.- Fit Pilates.- CX30.- Afró.- Jane Fonda.- Heilsuátak.- Spinning Express.- Tabata (Trx, Bosu, ketilbjöllur).- Magadans.- Les Mills tímar.- Salsa.- TKT.- Tæbox.- o.mfl.

Og auðvitað hefurðu líka aðgang að heitri laug, vatnsgufu, sauna og notalegu hvíldarhreiðri.

Komdu í Baðhúsið - og náðu markmiðum þínum.Við getum það allar. Og þú líka.

Vertu velkomin.

Nánari upplýsingar á www.badhusid.is/kk

6.190* á mánuði í KK áskriftarklúbbnum, lágmarkstími 12 mánuðir. Hægt er að velja um 4 leiðir, með mismunandi bindingu og fríðindum; Skólaáskrift, Grunnáskrift, Eðaláskrift eða Frjálsáskrift. Frír aðgangur að lokuðum tímum, og frí barnagæsla fylgir öllum leiðum nema Skólaáskrift.

Komdu strax í klúbbinn og byrjaðu að æfa, fyrsta greiðsla kemur ekki fyrr en í október!

Ljós

myn

dari

Gas

si

VIÐ GETUM ÞAÐ ALLAR – og þú líka –

20110825_BaðhusiðHeilsiðaFrTim.indd 1 8/25/11 3:43:33 PM

Vnr. 83012010-30

PensillHARRIS EASYCLEAN pensill, 1, 1,5, 2, eða 3”.

Vnr. 83000350-60

SpartlspaðiCLASSIC spartlspaði, 25, 50, 75 eða 100 mm, stífur eðs mjúkur

Vnr. 83053173-833

SpartlspaðiSpartlspaði, 25, 50, 75 eða 100 mm, stífur eðs mjúkur.

Vnr. 89000150

SADOLIN loftamálning, gljástig 3, hvítt, 5 l.

Vnr. 86638240-340

LoftamálningKÓPAL loftamálning, hvít eða marmarahvítt, 4 l.

5.990 kr.

Vnr. 86630340-1840

InnimálningKÓPAL Matt innimálning,gljástig 4, allir litir, 4 l.

7.990 kr.

Vnr. 86233040-140

AkrílhúðKÓPAL akrýlhúð, gljástig 20, mygluvarin akrýlmálning með góða þvottheldni, 4 l. Tilvalin á baðherbergið og þvottahúsið.

8.990 kr.

í öllum regnbogans litumInnimálning

7.990 kr.Innimálning

Vnr. 85540083-1083

BYKO innimálning, hvítir litir, 10 l.

10 lítrar

Vnr. 86610040-1337

InnimálningKÓPAL Birta, lyktarlaus hálfmött plastmálning, gljástig 20, allir litir, 4 l.

8.290 kr.

4 lítrar4 lítrar4 lítrar4 lítrar

Vnr. 86620040-3737

InnimálningKÓPAL GLITRA innimálning, gljástig 10, allir litir, 4 l.

6.590 kr.

4 lítrar

Vnr. 89010150-450

InnimálningSADOLIN innimálning,gljástig 10, allir litir, 5 l.

7.990 kr.

5 lítrarVnr. 89030150-450

InnimálningSADOLIN akrýlmálning, gljástig 25, 5 l.

8.990 kr.

5 lítrarVnr. 89011050-450

InnimálningSADOLIN veggmálning XTRA-MATT, með aukinni þvottheldni, 5 l.

8.590 kr.

5 lítrarVnr. 89000182

LoftamálningSADOLIN loftamálning, gljástig 3, hvítt, 10 l.

6.990 kr.

10 lítrar3.990 kr.

Loftmálning

5 lítrar

Vnr. 84100160

Rúlla og bakkiFIA rúlla, 25 cm og bakki.

990 kr. 490 kr. 790 kr. 990 kr.

Vnr. 84124175-7

Rúlla og bakkiFIA svamprúlla, 10 cm og bakki.

690 kr.Verð frá:

Verð frá:

Verð frá:

Verð frá:

Vnr. 89260007/207

BorðplötuolíaPINITEX borðplötuolía, hvítt eða glært, 0,75 l.

2.690 kr.

Vnr. 89050110-910

AkrýllakkSADOLIN akrýllakk, gljástig 70, glansandi, 1 l, hentar vel á tré, stein og járn.

2.890 kr.

Vnr. 89250507-1207

GólflakkPINOTEX gólflakk, 8/20/80 vatns lakk eða olíulakk, 0,75 l.

2.590 kr.

Vnr. 89110110-910

OlíumálningSADOLIN olíumálning, gljástig 70, 1 l, hentar vel á tré, stein og járn, inni og úti.

3.490 kr.

1 lítri 1 lítri0,75 lítrar0,75 lítrar

Vnr. 89040110-910

AkrýllakkSADOLIN akrýllakk, gljástig 40, hálf-glansandi, 1 l, hentar vel á tré, stein og járn.

2.790 kr.

1 lítri

Hurðir og húnará verði fyrir þig!

Framkvæmduá lægra verði

Aðalsímanúmer515 4000

BYKO Breidd 515 4200

Timburverslun Breidd 515 4100

LM BYKO 515 4020

Lagnadeild Breidd 515 4040

BYKO Grandi 535 9400

BYKO Kauptún 515 9500

BYKO Akranes433 4100

BYKO Akureyri 460 4800

BYKO Reyðarfjörður 470 4200

BYKO Suðurnes 421 7000

BYKO Selfoss480 4600Á

vef

vers

lun

BYKO

, ww

w.b

yko.

is, g

etur

þú

keyp

t fles

t allt

sem

fæst

í BY

KO. S

já o

pnun

artí

ma

vers

lana

á w

ww

.byk

o.is

H

önnu

n: E

XPO

/Pre

ntun

: Lan

dspr

ent/

Áby

rgða

rmað

ur: I

ngi Þ

ór H

erm

anns

son.

Öll

verð

eru

bir

t með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llu o

g/ e

ða m

ynda

bren

gl. A

llar v

örur

fást

í BY

KO B

reid

d/Ka

uptú

ni e

n m

inna

fram

boð

getu

r ver

ið í

öðru

m v

ersl

unum

. Tilb

oðin

gild

a m

eðan

birg

ðir e

ndas

t.

Vnr. 0172373/89/471/495

PrófílarStálprófílar, R70/95, 2,6 m eða Leiðari SK 70 2,6 m / 95 3,6 m.

Verð frá: 550 kr.

Vnr. 0131112-812

SpónaplataSTD FAS 12/600x2520 mm eða STD 12/1200x2520 mm

Verð frá: 2.390 kr.

Vnr. 0213075-102

ÞilullPL 57 eða 60 cm, 70 eða 95 mm.

Verð frá: 4.990 kr.

Verð frá: 226 kr./lm.

Vnr. 0051383-4

GrindarefniFura alheflað, húsþurrkað, 34x70/95 mm, 12-14%.

1.890 kr./pl.Gipsplötur

Vnr. 0226050/70/100

Milliveggjasteinn5/7/10cm, 50x50 cm.

754 kr.

14.900 kr.Hurðafleki

Verð frá:

Vnr. 11077291-9992

KarmurHERHOLZ karmur mahóní, 70, 80, 90 cm, 10-23 cm þykkt, hægri eða vinstri opnun.

Vnr. 0115009/H

KarmurHurðakarmur, fura, 9,5 cm, vinstri eða hægri.

24.9905.990Vnr. 11527291-9992

KarmurHERHOLZ karmur eik, 70, 80, 90 cm, 10-23 cm þykkt, hægri eða vinstri opnun.

28.990

Vnr. 0116160/70/80/90

Hurðarfleki, hvítur, 60/70/80 cm eða 90 cm.

Vnr. 36800605

HúnarHurðarhúnn, ryðfrír, beinn.

Vnr. 39352664

HúnarFINA hurðarhúnn, beygður.

3.490

3.490

Vnr. 0172125

Gipsplötur13/1200x2530 mm.

Verð frá:

Vaxtalaust lán í BYKO í allt að 12 mánuði með 0% vöxtum3% lántökugjald og 295 kr. greiðslugjald á hverja borgun. Sjá nánar á www.BYKO.is

VAXTALAUST LÁN0%

Vnr. 11078321-62

HurðHERHOLZ hurð mahóní, 70/80 eða 90 cm, hægri eða vinstri opnun. Lamir og skrár fylgja.

19.900Verð frá:

Verð frá:

Verð frá:

Verð frá:

Verð frá:

Vnr. 11528321-62

HurðHERHOLZ hurð eik, 70/80 eða 90 cm, hægri eða vinstri opnun. Lamir og skrár fylgja.

24.900

viðhorf 33Helgin 26.-28. ágúst 2011

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jón Kaldal [email protected] Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson [email protected] Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson [email protected] Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson [email protected]. Auglýsinga-stjóri: Valdimar Birgisson [email protected]. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Sjötta og síðasta endurskoðun á efnahags­áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður tekin fyrir í dag, föstudag. Það er vissulega áfangi á þeirri vegferð sem staðið hefur í nær­fellt þrjú ár, frá hruninu haustið 2008. Með samþykkt þessarar síðustu endurskoðunar opnast fyrir lokalánveitingu sjóðsins en að henni lokinni nema lánveitingar hans til ís­lenskra stjórnvalda 2,1 milljarði dala. Þeir

fjármunir hafa myndað gjald­eyrissjóð Seðlabankans til viðbótar við þriggja milljarða dala lán frá hinum Norður­landaþjóðunum, auk Pólverja og eftirminnilegs framlags Færeyinga.

Ýmsir litu svo á að aðkoma sjóðsins að íslensku efna­hagslífi yrði leið til ánauðar þegar fyrri ríkisstjórn óskaði formlega eftir samstarfi við hann í kjölfar bankahrunsins í október 2008. Sá ótti hefur

reynst ástæðulaus en núverandi ríkisstjórn hélt samstarfinu ótrauð áfram þrátt fyrir efa­semdir og gagnrýni sumra í hópi stjórnarliða.

Markmið samkomulagsins var í megin­atriðum að koma á stöðugleika á gjaldeyris­markaði, móta stefnu í ríkisfjármálum til að koma á sjálfbærri skuldastöðu og endurreisa viðurkenndar leikreglur.

Þótt áætluninni ljúki nú með síðustu endur­skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun hann fylgjast náið með þróun hér næstu árin enda hagsmunir hans miklir en lánið ber að greiða til baka á árunum 2012 til 2015. Sjóðurinn tók áhættu með lánveitingunni enda var hún óvenjuhá miðað við landsframleiðslu Íslands.

Það tekur á að endurheimta glatað lánstraust.Ísland var einangrað og næsta vinafátt

haustið 2008 þegar Alþjóðagjaldeyrissjóður­inn kom að endurreisninni. Önnur aðstoð var raunar háð þeim skilyrðum að samstarf væri við sjóðinn. Efnahagsáfall samfélagsins var þungt og þremur árum eftir hrun glímir hluti heimila og fyrirtækja enn við mikinn vanda. Sé hins vegar horft á stöðuna af sanngirni, nú við lokaendurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðs­ins, sést að árangur hefur náðst á ýmsum sviðum. Hagkerfið er smátt og smátt að taka við sér og spáir sjóðurinn því og aðrar helstu efnahagsstofnanir, innlendar og erlendar, að hagvöxtur verði í fyrsta sinn í ár frá hruni. Í yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda með fimmtu endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kom fram að einkaneysla færi vaxandi, verðbólga væri lítil, vöruskiptajöfnuður jákvæður og að krónan hefði haldist stöðug.

Verkefnin fram undan eru hins vegar mörg. Ríkissjóður er mjög skuldsettur. Þar verður ekki komist hjá frekari niðurskurði. Skattlagning er komin að þolmörkum. Það krælir á verðbólgudraugnum. Atvinnuleysið er böl sem vinna þarf bót á. Þar er ein helsta áskorun stjórnvalda. Losa þarf, svo fljótt sem auðið er, um gjaldeyrishöftin. Þar hafa stjórn­völd lýst því yfir að horfur greiðslujafnaðar séu nægilega sterkar til að styðja við afnám haftanna í áföngum. Ná þarf sátt í sjávarút­vegi, undirstöðugrein íslensks atvinnulífs, þar sem himinn og haf er á milli stjórnvalda og helstu hagsmunasamtaka í greininni. Síðast en ekki síst er það á ábyrgð stjórnvalda að auka með almenningi bjartsýni sem lið í frekari uppbyggingu. Kreppa er ekki síst hug­lægt ástand.

Síðasta endurskoðun á efnahagsáætlun AGS

Áfangi í uppbyggingunni

SJónas [email protected]

Fært til bókar

Pólitískt „sexí“Þegar Guðmundur Steingrímsson gekk úr Samfylkingunni í Framsóknarflokkinn á sínum tíma töldu margir að týndi sonur-inn væri kominn heim, ættarlaukurinn sjálfur, sonur og sonarsonur formanna flokksins og forsætisráðherranna Stein-gríms Hermannssonar og Hermanns Jónassonar. Guðmundur hefur hins vegar ekki átt sælustundir í flokki for-feðranna og hefur nú sagt skilið við hann. Hann boðar stofnun nýs stjórnmála-flokks. Sagan ein leiðir í ljós hvort hann kemst með þeim hætti til æðstu metorða eins og pabbinn og afinn, en Framsókn hefur verið afskrifuð sem leiðin þangað. Afstaða Guðmundar hefur í ýmsum mál-um legið nær ríkisstjórninni en annarra í stjórnarandstöðu enda viðurkenndi þing-maðurinn í viðtali í Kastljósi að hann hefði aldrei fundið sig þar. Hann boðar m.a. að hann ætli sér að verða að liði í aðildarum-sókn Íslendinga að Evrópusambandinu. Þótt Guðmundur segist ekki sáttur við allar gjörðir ríkisstjórnarinnar má þó ætla að brottför hans úr Framsóknarflokknum létti aðeins áhyggjum af ríkisstjórnar-forkólfunum. Þær stafa ekki síst af því að Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, hefur verið með ríkisstjórnina í gíslingu vegna málefna Kvikmyndaskóla Íslands og neitar að samþykkja fjárlög nema ásættanleg niðurstaða náist þar. Ómar Ragnarsson veltir m.a. fyrir sér hvaða áhrif yfirlýsingar og gjörðir Guðmundar hafi á þetta. Fyrirsögn á bloggi Ómars er: „Létt á þrýstingi Þráins.“ Björn Bjarna-son teygir málið lengra og sér Dag B. Eggertsson, varaformann Samfylkingar-innar, fyrir sér í sveit Guðmundar. Dagur hafi áttað sig á því að hann nái hvorki að hrófla við Jóhönnu Sigurðardóttur né Össuri Skarphéðinssyni. Hann kunni því að yfirgefa sína skútu. Björn bætir raunar

öðrum þingmanni Samfylkingarinnar í þennan hóp, Magnúsi Orra Schram. Hann hafi með yfirlýsingum sínum að undanförnu fjarlægst Jóhönnu og Össur. Spekúleringar pólitískra álitsgjafa skipta hins vegar minnstu fyrir Guðmund Stein-grímsson. Hann verður að ná til fjöldans ætli hann að ná metorðum á við föður og afa. Í þeim efnum má kannski lesa eitthvað í blogg Jennýjar Stefaníu Jens-dóttur sem sagði, eftir viðtalið við Guð-mund í Kastljósinu, að ekki yrði fram hjá því litið að Guðmundur Steingrímsson byggi yfir einstökum persónutöfrum, sem gerðu hann pólitískt „sexí“. Hvers vegna? spyr Jenný og svarar sjálf: „Jú, vegna þess að hann talaði út frá hjartanu í Kastljósi. Hann á ekki langt að sækja það, enda var faðir hans feikilega vinsæll forsætisráð-herra, aðallega vegna persónutöfra. Slíkt tal verður aldrei leikið, fótósjoppað eða æft; það bara er.“

145 líkar þettaFrá því var greint í fréttum í vikubyrjun að elsti Íslendingurinn, Torfhildur Torfa-dóttir á Ísafirði, væri látin. Torfhildur náði því að verða 107 ára en hún fæddist í Asparvík í Strandasýslu 24. maí árið 1904. Fram kom að langlífi væri í ætt Torfhildar en hún var yngst ellefu systk-ina. Tveir bræður hennar urðu háaldraðir; Ásgeir náði því að verða 100 ára og Ey-mundur 96 ára. Systirin Guðbjörg varð 91 árs. Þetta er að vonum fréttnæmt, ekki síst þegar elsti Íslendingurinn deyr að loknu löngu og farsælu dagsverki. Hitt er umhugsunarverðara, eins og þekkist meðal sumra vefmiðla, að fólk getur sett inn athugasemdir með fréttum. Það er sérkennilegt, svo ekki sé meira sagt, að sjá t.d. neðan við andlátsfrétt Torfhildar, í vestfirska miðlinum bb.is, að 145 manns líki þetta.

H aldið verður áfram að fjalla um fyrirkomu­

lag kosninga til Alþingis eins og það er í tillögum stjórnlagaráðs. Nú verður rætt um úthlutun þingsæta.

LeiðréttingÁður en lengra er haldið þarf að benda á töflu sem átti að vera í síðasta pistli en í hennar stað var birt röng tafla. Sú rétta er hér sem 1. tafla. Minnt skal á að at­kvæði eru ýmist greidd listum eða einstökum frambjóðendum. Gert er ráð fyrir að kjósendur geti valið frambjóðendur af listum fleiri en eins flokks. Alþingi er þó heimilt að takmarka valið við lista sama flokks. Ekki er mælt fyrir um hvernigkjós­endur merkja við þá einstaklinga sem þeir vilja eða með öðrum hætti. Gert ráð fyrir að valið fari fram með krossum á kjörseðlinum í 1. töflu. Þar hefur kjósandi krossað við þrjá frambjóðendur sem eru í tvennum ólíkum samtökum.

Hvernig er talið?Tillögur stjórnlagaráðs eru vísvit­andi harla fáorðar um uppgjörið, talninguna. Hana má útfæra á ýmsa vegu í kosningalögum. Þó er at­kvæðastyrkur hvers frambjóðanda lagður til grundvallar. Hafi kjósandi merkt við lista deilist stuðningur hans jafnt á alla frambjóðendur

listans. Hafi hann merkt við einstaka menn skipt­ist atkvæðið milli þeirra sem hann hefur valið. Sú skipting þarf ekki að vera í jöfnum mæli. Lögin gætu mælt fyrir um forgangsröðun og yrði vægið þá breytilegt. Á kjörseðlinum í 1. töflu eru þó notaðir jafngildir krossar og fengju þau Hreiðar, Jakobína og Þóra þriðjung atkvæð­isins hvert. Annar kjós­

andi sem merkti einvörðungu við Z­lista, kjördæmislista íþróttamanna, væri að skipta atkvæði sínu jafnt milli þeirra tveggja sem á listanum eru, Hreiðars og Ingu.

Atkvæðabrot hvers frambjóðanda eru lögð saman og mynda heildar­atkvæðatölu þeirra. T.d. er Hreiðar kominn með 1/3+1/2 atkvæði af þeim tveimur seðlum sem nefndir hafa verið til sögunnar, en Inga 1/2 atkvæði og Jakobína og Þóra 1/3 atkvæðis hvor. Auðvelt er að finna heildaratkvæðatölu hvers flokks. Hún er einfaldlega summan af at­kvæðatölum allra frambjóðenda flokksins, á hvaða lista sem þeir kunna að standa.

Hverjir hljóta þingsæti?Tvennt getur togast á: Að flokkarn­ir fái þingsæti í fullu samræmi við heildaratkvæðatölu eða að þeir fram­bjóðendur hljóti sæti sem mest fylgi hafa. Best væri ef þetta færi saman, en reikningslega er ekki hægt að tryggja að svo sé. Ef notuð er aðferð­in sem beitt var við stjórnlagaþings­kosninguna, fer það þó nærri lagi. Þó kynni heldur að halla á kórrétta skiptingu milli flokkanna. Sé beitt krossum, eins og í því dæmi sem not­að er í þessari pistlasyrpu, er þessu öfugt farið. Þá fá flokkarnir forgang að sætunum en frambjóðendur eru settir skör lægra.

Miðað við krossaleiðina er þing­

sætum fyrst skipt hlutfallslega milli samtaka (flokka) út frá heildar­atkvæðatölum. Síðan er sætunum útdeilt innbyrðis til frambjóðenda hverra samtaka út frá atkvæðastyrk hvers og eins. Ímyndaðar atkvæða­tölur í 2. töflu sýna framgangsmát­ann.Gert er ráð fyrir að landinu sé einungis skipt í tvö kjördæmi (AV og NS) auk landslista.

Heildaratkvæðatölurnar, 3.800 hjá Y­samtökunum og 7.300 hjá Z­sam­tökunum, gætu gefið Z tvö sæti en Y eitt. Y­sætið færi bersýnilega til Ríkharðs sem er atkvæðaríkari en Jakobína. Fyrra Z­sætið færi til Önnu sem er vel að því komin. Það seinna færi til Þóru enda er hún með næst­flest atkvæði innan Z­samtakanna. Þóra kæmist því á þing þótt hún hafi færri atkvæði en Jakobína, enda eru þær sín í hvorum samtökunum.

Fleira þarf til

Lokapistillinn um kosningakerfið kemur í næstu viku. Þá verður sagt frá vissri vernd fyrir kjördæmin og fjallað um kynjajöfnun, ásamt því sem mörgum kann að brenna í brjósti: Hví þingsætatalan er óbreytt, 63.

Ný stjórnarskrá

Atkvæði skapa þingmenn

Þorkell Helgason sat í stjórnlagaráði

Kjörseðill í Austvesturkjördæmi (AV)

Kjördæmiskjör

Z-listi íþróttamannaX Hreiðar Árnason

Inga Klemensdóttir

Landskjör (kjördæmi innan sviga, sé því að skipta)

Y-listi listamanna Z-listi íþróttamannaRíkharður Gunnarsson Anna Önnudóttir (NS)Heiðdís Arnarsdóttir Inga Klemensdóttir (AV)Sigurvin Pétursson X Þóra Ögmundardóttir

X Jakobína Ástráðsdóttir

Atkvæðatölur (allar skáldaðar)

Kjördæmiskjör Austvesturkjördæmi (AV)

1.200 Z-listi íþróttamanna700 Hreiðar Árnason500 Inga Klemensdóttir

Kjördæmiskjör Norðursuðurkjördæmi (NS)

1.200 Z-listi íþróttamanna1.200 Anna Önnudóttir (NS)

Landskjör (kjördæmi innan sviga ef við á)

3.800 Y-listi listamanna 4.900 Z-listi íþróttamanna1.800 Ríkharður Gunnarsson 3.300 Anna Önnudóttir (NS)

100 Heiðdís Arnarsdóttir 400 Inga Klemensdóttir (AV)200 Sigurvin Pétursson 1.200 Þóra Ögmundardóttir

1.700 Jakobína Ástráðsdóttir

Heildarfylgi

3.800 Y-listi listamanna 7.300 Z-listi íþróttamanna1.800 Ríkharður Gunnarsson 4.500 Anna Önnudóttir (NS)

100 Heiðdís Arnarsdóttir 700 Hreiðar Árnason200 Sigurvin Pétursson 900 Inga Klemensdóttir (AV)

1.700 Jakobína Ástráðsdóttir 1.200 Þóra Ögmundardóttir

Háfjallaklifur

ÉÉg get ómögulega gortað af fjallgöngum um mína ævidaga. Þó hef ég „klifið“ Himmelbjerget í Dan-mörku og stóð þá í þeirri meiningu að það væri hæsta fjall landsins en komst síðar að því að svo er ekki. Himmelbjerget er 147 metra hátt og því frekar hóll en fjall. Hæsti punktur Danaveldis er Møllehøj, 170,86 metrar. Í flestum löndum er hæð fjalla gefin upp í metrum en fjallgarðar Danmerkur eru ekki merkilegri en svo að hæð þeirra er talin í sentimetrum.

Það er hins vegar til marks um gott skopskyn Dana að gefa þessari ójöfnu, sem þeir héldu allt til ársins 1847 að væri hæsti punktur landsins, þetta nafn. Virðulegri verða fjallanöfn vart en Himmel-bjerget, fjallið sem nær til himins. Nafnið eitt setur þessa dönsku þúfu í flokk með tindum Himalaja-fjalla. Ég „kleif“ Himmelbjerget með eiginkonu og tengdaforeldrum á fögrum sumardegi fyrir nokkrum árum. Þegar á „tindinn“ var komið áttaði tengdamóðir mín sig á því að hún hafði gleymt sól-gleraugunum sínum í bílnum. Við eðlilegt fjalla-klifur hefðu fjallgöngugarpar sætt sig við slíkt og bölvað í hljóði. Það var hins vegar óþarfi á toppi Himmelbjerget. Tengdasonurinn var einfaldlega sendur eftir sólgleraugunum. Með réttu get ég þess vegna haldið því fram að ég hafi klifið Himmelbjer-get í tvígang.

Menn hafa lengi gert lítið úr Himmelbjerget og

ekki talið mikið afrek að ganga á það. Því hefur jafnvel verið líkt við að klífa Öskjuhlíðina í höfuð-borg Íslands, þ.e. að skreppa í Perluna. Það er mis-skilningur. Með fullri virðingu fyrir Öskjuhlíðinni stenst hún engan samanburð við Himmelbjerget enda nær toppur hennar aðeins 61 metra yfir sjávarmál. Taka ber fram að þá eru tankarnir og glerhjálmur Perlunnar ekki taldir með, ekki frekar en turninn á toppi Himmelbjerget sem þegnar Frið-riks VII reistu þegar hann færði þeim stjórnar-skrá árið 1849. Staða hans er því svipuð og Kristjáns IX, þess er stendur stífur á Stjórnarráðstúninu og réttir fram stjórnarskrána sem hann færði okkur árið 1874. Ósagt skal látið hvort sá gamli kóngur víkur af stalli fyrir Salvöru Nordal þegar hún réttir fram plagg stjórnlagaráðs.

Gönguna á Himmelbjerget ætlaði ég að láta duga og var því óviðbúinn þegar eiginkona mín stakk upp á göngu á Vörðufell. Fellið þekki ég, enda blasir það við sumarkoti okkar hjóna, stakt á sléttlendi þar sem Biskups-tungur mæta Skeiðum. Fram að þessari frómu ósk konunnar taldi ég nóg að horfa á það. Ganga upp hlíðar þess væri óþörf.

„Það er lágmark að þú prófir gönguskóna sem ég gaf þér í jólagjöf, svo ekki sé minnst á göngu-stafina sem fylgdu. Þú hefur væntanlega haldið að þetta ætti bara að vera upp á punt,“ sagði frúin.

„Þetta er ansi hátt,“ sagði ég og gjóaði augunum á Vörðufellið þar sem ég lá í stofusófanum. „Láttu ekki blekkjast af því þótt Tungna- og Skeiðabændur hafi í misskilinni hógværð kallað þetta fell í stað fjalls. Hefðu Danir gefið þessum fjallrisa nafn hefðu þeir ekki dregið úr því, líklega talið það ná langleiðina til tunglsins.“

„Hvaða vitleysa er þetta,“ sagði konan sem þegar var komin í gönguskóna, „Vörðufellið er kollótt og aðeins 391 metri. Við verðum enga stund upp. Við verðum að fá í okkur súrefni. Út með þig.“

„Sérðu klettana, kona góð,“ sagði ég þegar við vorum komin í 100 metra hæð, nyrst í fjallinu. Ég hafði náð að „gúggla“ Vörðufellið á meðan ég reimaði á mig skóna og las að það væri úr móbergi og grágrýti. Þá sagði að afrennsli frá stöðuvatni á fjallinu væri um hrikalegt klettagil.

„Þú getur kallað þetta kletta, góði minn,“ sagði konan. „Þess utan er enginn að biðja þig að klifra upp á steina. Hvað klettagilið varðar þá er það langt

undan og við alls ekki á leið þangað. Svo má kannski benda þér á að við erum á göngustíg, og það frekar breiðum. Það er ekki eins og þú sért einhver Edmund Hillary og fyrstur á leið á tind Everest. Eini munurinn á að rölta hér upp eða tölta eftir Austurstrætinu er að þetta er aðeins á fótinn.“

„Þetta er eins og að horfa á landið úr flug-vél,“ sagði ég uppnuminn þegar ég sneri mér

við um það bil í miðri fjallshlíðinni. Við blasti Hvítá, Skálholt, Mosfell og fjallahringinn fjær

í átt að Langjökli. „Jú, það má segja það, að minnsta kosti eins og

úr flugvél í lendingu,“ sagði göngukonan við hlið mér.

„Við erum ekki í nema 200 metra hæð, elskan,“ bætti hún við, „rétt rúmlega það sem þú afrekaðir þegar þú komst á toppinn á Himmelbjerget um árið.“

Við paufuðumst áfram upp hlíðina. Eftir 50 metra

í viðbót bað ég konuna um stundarhlé. „Hæðaraðlögun,“

sagði ég, „það verður að venja líkamann við þunnt fjallaloftið.“ Hún settist á þúfu án þess að tjá sig sér-

staklega um meintan súrefnisskort bóndans.

„Edmund hefur ábyggilega ekki klif-ið Everest í nýjum gönguskóm,“ sagði ég og leyfði mér að kalla kollega for-nafni. Konan virtist ónæm fyrir kvört-unum um hælsæri og blöðrur. „Þér var nær að ganga skóna ekki til. Nógu

lengi hafa þeir beðið eftir vígslunni.“Við náðum toppnum. Ofmælt er að

segja að tindur Vörðufells hafi verið klifinn. Það er ekki þannig í laginu, ekki frekar en Himmelbjerget. Samt var þetta áfangi, því verður ekki neitað. Þrjú fjöll eru að

baki; Öskjuhlíðin, Himmelbjerget og nú Vörðufellið.

Gott ef maður skellir sér ekki í Hlíðarfjall næst.

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Fréttatíminn26ágúst_5x15.pdf 1 8/25/11 1:09 PMMiðasala 568 8000borgarleikhus.is

Áskriftar-kortið okkar

Nemendur í áfanganum „Íslensk leikhús og leiklist“

í Flensborg

34 viðhorf Helgin 26.-28. ágúst 2011

Allar upplýsingar birtar með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana

www.husa.is

Það ódýrasta sem við bjóðum er lægsta lága verð HÚsasMIðJUNNar með verðvernd. Ef þú sérð sömu vöru auglýsta ódýrari annars staðar, endurgreiðum við mismuninn. Sjá nánar á www.husa.is

Í flokknum vIð MælUM Með finnur þú gæðavöru á góðu verði sem óhætt er að mæla með.

MestU gæðI HÚsasMIðJUNNar eru fyrir alla sem gera miklar kröfur um gæði og endingu.

MUNdU að þÚ átt alltaf þrJá valkostI í HÚsasMIðJUNNI

1

2

3

VIÐMÆLUM

MEÐ

MESTU GÆÐIHÚSASMIÐJUNNAR

þvottavélEWF106410W 1000 snúninga85x60x60 cm, 6 kg.1805650

kaffivélBomann.1840931

slípirokkurPower Plus Pow204.500W, skífa 115 mm.5245220

slípirokkurB&D, CD115.700W ,skífa 115 mm. 5245378

slípirokkurHitachi G13SR3.730W, skífa 125 mm. 5247393

kaffivélSeverin, 1400W. Sýður vatnið.1801010

þvottavélEWF126410W 1200 snúninga85x60x60 cm, 6 kg.1805477

þvottavélEWF167320W 1600 snúninga85x60x60 cm, 7 kg.1805652

5 ára ábyrgð

5 ára ábyrgð

5 ára ábyrgð

LÆGSTALÁGA VERÐ HÚSASMIÐJUNNAR

69.900

1000 snúninga

1200 snúninga

1600 snúninga

7 kg

6 kg

Orkunýting AMESTU GÆÐIHÚSASMIÐJUNNAR

VIÐMÆLUM MEÐ

118.300

88.495

LÆGRA VERÐ FYRIR ALLA

LÆGSTALÁGA VERÐ HÚSASMIÐJUNNAR

2.990

MESTU GÆÐIHÚSASMIÐJUNNAR

15.990

VIÐMÆLUM MEÐ

7.599

MESTU GÆÐIHÚSASMIÐJUNNAR

13.395

LÆGSTALÁGA VERÐ HÚSASMIÐJUNNAR

2.799

Innimálning3 ltr, beinhvít.7119962

LÆGSTALÁGA VERÐ HÚSASMIÐJUNNAR

1.995

kaffivélUnold.1841125

VIÐMÆLUM MEÐ

4.990

36 raðauglýsingar Helgin 26.-28. ágúst 2011

Óskum eftir að ráða starfsmann til

að sjá um mötuneyti fyrir 60–70

manns sem starfa í 5 skapandi

fyrirtækjum. Viðkomandi þarf að

vera sjálfstæður í vinnubrögðum

og úrræðagóður, ásamt því að

hafa lifandi áhuga á matargerð og

næringu. Þarf að geta hafið störf

sem fyrst. Nýtt eldhús er á

staðnum. Vinnutími er kl. 9–14:00.

Í STARFINU FELST M.A.:

Eftirlit og umsjón með starfsaðstöðu

Samning matseðla

Áætlanagerð og innkaup

Matargerð, framreiðsla og frágangur

Umsóknir með upplýsingum um

menntun og fyrri störf sendist á:

Fíton, Sætúni 8, 105 Reykjavík,

merkt Eldhús.

Upplýsingar veitir Þormóður í

síma 693 3601 eða í tölvupósti

[email protected].

MÖTUNEYTIÍ SÆTÚNI 8

SÆTÚNI 8

105 REYKJAVÍK

SÍMI 595 3600

[email protected]

FITON.IS

Neytendasvið er eitt af meginafkomusviðum Skeljungs. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á rekstri bensínstöðva, þvottastöðva og smurstöðva. Á neytendasviði eru nær 200 starfsmenn um allt land.

Helstu verkefni:

• Fjárhagslegogrekstrarlegábyrgðáöllumbensín-,þvotta-ogsmurstöðvumfélagsins.

• Mótunástefnuogsýnsviðsins.

• Greiningáþörfummarkaðar.

• Ábyrgðádaglegumrekstrisviðsins.

Menntun og hæfniskröfur:

• Háskólapróf.

• Stjórnunarreynslanauðsynleg.

• Frumkvæði,forystuhæfileikaroglipurðímannlegumsamskiptum.

Umsóknirmeðupplýsingumummenntun,reynsluogfyrristörfsendisttilMannauðssviðsSkeljungshf.

Hólmaslóð8,105Reykjavík,eð[email protected]æmdastjórifyrir4. septembernk.

Hjá Skeljungi starfa um 300 manns á Shell, Stöðinni

og Orkunni, við eldsneytisdreifingu í Örfirisey, á

Reykjavíkurflugvelli, víða á landsbyggðinni og í

aðalstöðvum félagsins að Hólmaslóð 8. Skeljungur

leggur áherslu á góða þjónustu við viðskiptavini og

að starfsmenn séu meðvitaðir um gildi félagsins.

Boðið er upp á hvetjandi starfsumhverfi með góðum

starfsanda og öflugri liðsheild.

FRAMKVÆMDASTJÓRI Skeljungur leitar að öflugum og jákvæðum einstaklingi til að stýra neytendasviði félagsins.

Hreysti er í húsnæði hjá Eik fasteignafélagi sem sérhæfir sig í rekstrarleigu atvinnuhúsnæðis. Við bjóðum m.a. húsnæði sem hentar vel fyrir dollur og dósir. Einnig er í boði húsnæði fyrir verkstæði, lagerhald, skrifstofur, veitinga- og skemmtistaði og margt fleira. Ef þú ert að efla starfsemina, flytja, stækka, endurskipuleggja eða hefja rekstur er Eik með rétta kostinn fyrir þig. Hafðu samband við sérfræðinga okkar í síma 590 2200 eða [email protected].

Á réttri hillu Hjá Eik finnur þú hentugt húsnæði

svona verk. Göturnar sem eru lagðar til grundvallar fyrsta bindinu sýna mikla vídd: Hér koma saman embættismenn og kaupmenn, iðnaðarmenn og múgafólk, og í hverri línu við hvert nafn er að finna örlagasögu sem opnar okkur víddir inn í hina fjöl-breyttu þjóðleifð sem hér varð til upp úr aldamótun-um þegar fólkið úr sveitunum tók að flytjast á mölina. Hér er líka að baki sá háski sem fólk um aldamótin bjó við: Hvernig bráðapestir gerðu ekki mannamun, hvernig sjúkdómar lögðu unga sem gamla að velli og hvernig sjórinn heimtaði sinn toll af sókn á miðin og til annarra landa. Saga byggðar við þessar götur opnar líka sýn á þjóðflutninga af þrennum toga: Áður var nefnt hvernig þjóðin fór úr dreifbýli í þéttbýlið; hér má líka sjá hvernig landflóttinn var á tímum vesturferðanna og hvernig síðasti kapítulinn af þeirri sögu teygði sig fram yfir stríðið seinna. Þá vekur það undrun lesanda að hingað kemur víða úr danska konungsríkinu og nálægum löndum ungt fólk, karlar og konur, til vinnu og sest hér að; sumir til lang-dvalar, aðrir til skemmri tíma. Reykjavík var á fyrstu áratugum aldarinnar býsna fjölþjóðleg borg: Danir, Færeyingar, Norðmenn, Svíar, Englendingar, Skotar og Þjóðverjar setjast hér að. Margir þeirra eiga hér afkomendur, hingaðkoma þeirra verður samfélaginu til góðs á marga vegu, fleytir okkur fram. Af því má margt læra nú.

Fyrsta bindið af ritröðinni Reykvíkingar er því afar gleðileg viðbót við flóru bóka um borgina. Hún er ekki gallalaus frekar en önnur mannanna verk; í númerað húsakort yfir byggðina rakst ég á að höf-undar hafa gleymt Amtmannsstíg 6 sem fær þó sinn kafla í bókinni. Tvítekningar eru á nokkrum stöðum

milli myndatexta og meginmálstexta, jafnvel hlið við hlið (bls. 162 ). Ekki er getið ef birtur er hluti úr mynd, sbr. myndir af Eyþóri Felixsyni á síðum 158 og 162. Aldursgreining á myndum mætti vera nákvæmari, sbr. mynd af Austurstræti frá 1885 á bls. 176 þar sem í bakgrunni gnæfir grindin af Vinaminni í byggingu fánum skreytt í reisugilli. Eins í myndum af Grandagarði í byggingu og loks fullbyggðum á bls. 187 og 182/225. Tvítekning á myndum er ljóður þótt í litlum mæli sé. Býsna langt er seilst í hópmyndum af afkomendum, lengst af niðjamóti afkomenda Jóns Björnssonar og Önnu Pálsdóttur í Ánanaustum 1967?

Mikilvægt og merkilegt verkÍ umbroti er bókin býsna þröng, hvergi er gefið andrúm fyrir augað. Þá eru brotalamir í upplýsingum um afdrif húsa: Bergstaðastræti 7 var flutt suður með sjó og stendur þar enn. Þá virðast myndir stundum birtar án tilefnis og með almennum upplýsingum um bæjarbrag, svona rétt til að fylla umbrotsstílinn. Svo nokkur dæmi séu nefnd.

En í heildina er þetta mikilvægt og merkilegt verk og þegar fram líða stundir og Þorsteini tekst að koma því heilu til skila með öllum fyrirhuguðum bindum, þá verður það afrek. Afkomendum þeirra sem hér eru taldir til sögu á verkið eftir að verða mikil-vægur vitnisburður og þörf áminning um hvaðan við komum, úr hvaða garði við erum sprottin. Og með þeim áfanga hefur Þorteinn lagt enn einn steininn í endurbyggingu sögu okkar sem við þurfum stöðugt, hvert og eitt, að vinna að og halda við, svo við vitum hvað við erum og um leið hvert við erum megnug að komast.

Bókadómur reykvíkingar – Fólkið sem Breytti reykjavík úr Bæ í Borg Þorsteinn jónsson

38 bækur Helgin 26.-28. ágúst 2011

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson

[email protected]

Stríð gegn gleymskunni

reykvíkingarFólkið sem breytti reykjavík úr bæ í borgaðalstræti – Bergstaðastræti 8.Þorsteinn Jónsson

Sögusteinn, 320 bls. 2011

Merkilegt og viðamikið verk um Reykjavík 1910 er komið út.

Þ orsteinn Jónsson, útgefandi og fræðimaður, hefur átt merkilegan feril frá því hann kom heim frá námi í

Lundi. Hann var einn af stofnendum Ljós-myndasafns Reykjavíkur og hefur verið ötull ljósmyndasafnari í áratugi. Hann á að baki útgáfu aragrúa ættfræðirita, tók saman mikilvægt rit í tveimur bindum um Flatey á Breiðafirði og nú sendir hann frá sér fyrsta bindið af mörgum um íbúa og byggð í Reykja-vík sem hann hefur haft í undirbúningi á þriðja áratug.

Reykjavíkursagan er ekki mikil að vöxtum á bókum; ætli þær megi ekki telja á fingrum og tám. Þær skiptast í nokkrar deildir, sumar skrifaðar af embættismönnum á borð við Klemens Jónsson og Jón Helgason. Aðrar safnrit greina eða rit byggingarsöulegs eðlis. Enn smærri undirdeildir eru dreifðar í endur-minningaþætti og ævisögur. Okkur sem erum haldin stöðugri forvitni um byggðina hér við Sundin verður alltaf glatt í sinni þegar við sjáum vígstöðu tekna gegn gleymskunni um þessa borg. Fyrsta bindið í stórri ritröð Þor-steins er mikilvægur áfangi í stríðinu við gleymskuna.

Þríþætt verk Þorsteinn byggir rit sitt á manntalinu sem gert var í Reykjavík 1902 og á uppdrættinum sem til er af bænum frá 1915. Hugmynd hans var í upphafi að rekja sögu þess fólks sem bjó í bæn-um fyrsta áratuginn, rekja ættir til þess og frá því og hvar það bjó. Við vinnslu verksins komst hann fljótt að því að frá manntalinu til ársins 1910 tók bærinn stakkaskiptum. Því valdi hann árið 1910 sem viðmið. Fyrsti akkur bókarinnar er því kort af öllum húsum í bænum það ár. Síðan er saga húsanna rakin eftir stafrófsröð götunafna og eru því til umfjöllunar í fyrsta bindinu Aðalstræti, sem er reyndar elsta gata borgarinnar, Amtmannsstígur, Austurstræti, Ánanaust, Bakkastígur, Baldursgata, Baróns-stígur og Bergstaðastræti að húsi nr. 8.

Verkið er þríþætt: Hér er að finna ættar-sögu með knöppum upplýsingum um búsetu þeirra fyrir og eftir sem bjuggu við göturnar á þessum tíma, afkomendur eru taldir og í þessum ættfærslum má sjá og finna búsetu-sögu, hvernig þjóðin færðist til á hartnær aldar tímabili. Þá er verkið byggðasaga í þeim skilningi að hér má sjá hvernig byggðin varð til frá upphafi og þar til sum húsin voru rifin, brunnu eða voru flutt; standi þau ekki enn. Bókin er þannig húsasaga Reykjavíkur og sést hér hvernig verðmætamat Reykvíkinga, yfir-valda og almennings, lék byggðina. Loks er verkið minjasaga í myndum: Þorsteinn birtir í ritinu bæði eldri og yngri myndir af húsunum sem koma við sögu, forverum þeirra ef þær myndir eru til, bæði myndir sem kunnugar eru og eins myndir sem eru fáséðar eða hafa aldrei komið á prent. Þá er í verkinu myndarlegt safn mannamynda af íbúum og afkomendum þeirra.

Snemma fjölþjóðleg borgNiðurröðun í verkið á götum eftir stafrófs-röð leysir þann vanda hvernig skipa á niður í

Þorsteinn Jónsson, höfundar bókarinnar Reykvíkingar – Fólkið sem breytti bæ í borg. Ljósmynd/Hari

... hefur Þor-teinn lagt enn einn steininn í endurbyggingu sögu okkar sem við þurfum stöðugt, hvert og eitt, að vinna að og halda við, svo við vitum hvað við erum og um leið hvert við erum megnug að komast.

Margar ljósmynda í bókinni eru dýrgripir og minnisvarði um liðna tíma í Reykjavík.Miðasala 568 8000

borgarleikhus.is

Áskriftar-kortið okkar

Fjölskyldan Grenimel 42

www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu

Tilhugsunin ætti að æra mig en ef ég á að segja

alveg eins og er þá er

ég nú í augnablikinu

uppteknari af nála-

dofanum í hægri

fætinum.“

„... stórskemmtileg og íbyggin bók með hárbeittri samfélagsgagnrýni í bland við spennu.“ Nyhedsavisen

Fyrsta bókin í marglofaðri glæpaseríu eftir hina dönsku Önnu Grue.

„Eftir nokkra klukkutíma verð ég morðingi.

MatartíMinn nútíMinn er trunta

a llt sem þú lest er lygi“, söng Biggi í Maus um árið. Og þótt hann hafi verið að fjalla um dáldið annað þá höndlar þessi setning ágæt­

lega þá tilfinningu sem hellist yfir fólk frammi fyrir rekkunum úti í stórmarkaði. Þar segjast vörurnar vera eitt en eru annað.

Gerum smá tilraun: Raspið börkinn af þremur sítrónum, kreistið safann úr sex yfir börkinn og látið standa í hálftíma. Sigtið þá börkinn frá og hellið saf­anum ásamt lítra af ísköldu vatni í krukku eða könnu með loki. Hrærið eina og hálfa matskeið af sykri út í og geymið síðan í ísskáp í þrjár klukkustundir til að kæla vökvann aðeins. Hlaupið út í búð á meðan og kaupið 7up eða Sprite.

Takið til tvö glös og hellið heimagerðu límonaðinu í annað og verksmiðjuframleidda límonaðinu í hitt. Smakkið. (Þið þurfið ekki að binda fyrir augun; munurinn er svo augljós).

Í raun er ekkert líkt með þessum tveimur drykkj­um. Annar er fersk og lífleg átök súrs og sætu innan um snert og minni af alls kyns bragði og angan. Hitt er steindautt sykurvatn með sýru sem haldið er á lífi með kolsýru. Ef þið eruð hugrökk skuluð þið hrista kolsýruna úr iðnaðarlímónaðinu og reyna að drekka það flatt eins og það heimagerða. Þið þurfið að beita öllum ykkar sálarkröftum til að koma þessu bragði úr huganum ef þið viljið ekki vakna upp með minn­inguna um þennan ógeðisdrykk mánuðum og árum seinna.

Your MayohighnessÖnnur tilraun: Setjið eggjarauðu í skál ásamt góðri teskeið af dijon­sinnepi, hálfri matskeið af hvítvíns­ediki, klípu af hvítum pipar og annarri af salti. Þeytið saman og látið síðan um 125­150 ml af bragð­lítilli ólívuolíu drjúpa saman við á meðan þið þeytið af krafti; fyrst einn og einn dropa en í smárri bunu þegar blandan tekur að þykkna. Bætið

um matskeið af vatni eða sítrónusafa við í lokin til að áferð mæjónessins minni eilítið á silki eða flauel.

Stökkvið út í búð og kaupið mæjónes, Gunnars eða Hellmans, og nýbakaða baguette í bakaríinu. Setjist til borðs, rífið baguettuna, setjið væna klípu af heima­gerðu mæjónesi á rifrildið og stingið upp í ykkur. Endurtakið með iðnaðarmajónesinu.

Munurinn er sá að það heimagerða er besta viðbit sem þið hafið smakkað. Það úr dollunni er í raun ekki hæft til svona neyslu. Það má hugsanlega nota það í salöt þar sem fleiri bragðtegundir og hráefni fela veikleika þess. En eitt og sér er augljóst að þetta er ekki mæjónes. Ef þið viljið endilega kalla þetta mæjónes þá verðið þið að finna nýtt nafn yfir það heimagerða. Your Mayohighness.

Er upprisa eftir dauða matarins?En í hverju liggur þessi munur? Annað er matur sem búinn er til sem matur. Hitt er matur sem er fram­leiddur til að þola flutning, geymslu og að endast von úr viti. Ef hann er ekki stútfullur af rotvarnarefnum, þykkni, litar­ og bragðefnum hefur hann verið geril­sneyddur (lesist: drepinn) með því að hráefnið er hitað snögglega og kælt jafn hratt aftur. Matur sem inniheldur nattúruleg efni á borð við olíu, egg eða sítrónu getur þannig verið jafn steindauður og plast­málning.

En er ekki allt í lagi að borða svona iðnaðarmat? Tsja, frá því að fyrstu mennirnir komu fram fyrir um

2,5 milljónum ára hafa menn borðað lifandi mat. Allar götur síðan hefur maðurinn vaxið

og dafnað á slíkum mat. Maðurinn er í raun afsprengi hans. Maðurinn

drakk þannig lifandi mjólk í um tíu þúsund ár áður en nokkr­um datt í hug að gerilsneyða mjólkina. Síðustu 75 árin eru tilraun um hvort maðurinn getur lifað heilbrigðu lífi á dauðri mjólk.

En hvort sem það er hægt eða ekki, þá er hitt miklu ánægjulegra: að borða mat en

ekki geymsluvöru.

uppskrift rakakreM úr olíu, vatni og vaxi

HeiMsMarkaðurinn ekki aðeins Hættulegur Heilsu Mannsins

40 matur

Naivasha­vatn í stóra sigdalnum í Keníu var lengst af eins konar útnári veraldar. Þótt við vatnið hafi öldum saman dafnað auðugt jurta­ og dýralíf tókst manninum ekki að nýta sér frjósemina. Ástæðan er að þarna er kjörlendi tsetse­flugunnar, sem er andstyggileg pest og skítseiði hið mesta. Fyrir hálfri öld bjuggu við vatnið aðeins um sjö þúsund manns af Masai­ættbálknum, en þeim hafði tekist að rækta upp kúastofn sem var ónæmur fyrir smiti tsetse­flugunnar.

Síðustu þrjátíu árin hefur umhverfi vatns­ins hins vegar gerbreyst. Þar búa nú um 300 þúsund manns – svo sem ein íslensk þjóð – og ræktar rósir. Í sjálfu sér er þetta

landsvæði ekki gott til rósaræktunar. Á móti mikilli sól og hita þarf að nota ógrynnin öll af eitri til að halda niðri öðrum gróðri og skorkvikindum. En vinnuafl er ódýrt í Keníu og það má sækja vatn í Naivasha til að vökva akrana.

Blómabransinn í Keníu veltir nú meira en 40 milljörðum króna. Þetta er stóriðnaður. Eitt býli framleiðir um 600 milljónir rósa á ári – 1.650 þúsund á dag. Að baki eru mörg handtök. Og því skiptir litlu þótt fljúga þurfi með rósirnar langa leið á markað í Evrópu.

Vatn er um 90 prósent af þyngd rósar­innar. Þessi iðnaður í Keníu er því í raun vatnsútflutningur. Og frá því að rósarækt

hófst í dalnum fyrir alvöru hefur vatnsborð Naivasha lækkað um þrjá metra. Allt stefnir í að vatnið hverfi innan tíðar og skilji eftir sig raka drullu sem hvorki mun geta staðið undir dýra­ né mannlífi.

Svona er veröldin orðin öfugsnúin. Keníu­menn flytja vatn frá landi sínu, sem er að þorna upp, til hinnar regnblautu Evrópu. Í ná­grannalandinu Eþíópíu, sem þarf enn frekar að gæta að vatnsbyrgðum sínum, er Vestur­landabúum boðið upp á tíu ára skattleysi gegn því að koma og byggja upp blómaakra.

Markaðstilraunir síðustu ára ganga því ekki aðeins hart að heilsu okkar mannanna heldur líka Jarðarinnar sjálfrar.

Allt sem þú borðar er lygi

Heilsu Jarðar hrakar

Helgin 26.-28. ágúst 2011

Við erum þátttakendur í stórri tilraun sem mun leiða í ljós hvort mannskepnan getur lifað og dafnað af dauðum mat. Það eru ekki nema um 100 ár síðan sá matur sem maður-inn hafði lifað á tók að hverfa; fyrst hægt og bítandi en síðan ógnarhratt á síðustu tveimur, þremur áratugum. Nú er raunverulegi matur-inn orðinn mörgum framandi.

Heima(gert) er best

Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson

[email protected]

Matur

Stórfyrirtækin sem framleiða vörur fyrir risastór markaðssvæði, flytja þær þvers og kruss um heim­inn, geyma þær á lagerum og búð­arhillum svo vikum og mánuðum skiptir, geta náttúrlega ekki boðið upp á góðar vörur í hefðbundnum skilningi. Þess í stað reyna þau að snúa hlutunum á hvolf – til dæmis með því að segja að dísætt Coca­Cola geti verið svalandi á heitum degi – eða beina athygli okkar frá ferskleika að einhverju allt öðru – eins og snyrtivörufyrirtækin hafa tamið sér.

Auglýsingarnar um litlu kúl­urnar sem fara inn í húðina til að drepa vonda kalla eða endurlífga þreyttar frumur eru tóm della – eins og megnið af snyrtivörufram­leiðslunni. Ef virknin væri þessi væru snyrtivörur lyfseðilsskyldar.

Að allri dellu slepptri er hins vegar gott að eiga rakakrem en til þess þurfið þið ekki að borga múltímonnípeningaglás fyrir smáslummu. Þið getið búið til miklu betra og ódýrara rakakrem í eldhúsinu heima:

Setjið 250 ml af ólívuolíu og 250 ml af kókosfeiti saman í könnu og hitið upp að 65°C í vatnsbaði. Hitið líka 250 ml af rósavatni (eða bara kranavatni) í annarri könnu upp að 65°C. Látið um 200 ml af býflugnavaxi bráðna yfir vatns­baði og hrærið létt á meðan. Vaxið bráðnar í um 62­64°C og þegar það er allt orðið lekandi ætti hitastigið að vera um það bil 65°C.

Takið nú töfrasprota í aðra hönd og hrærið í vaxinu á meðan þið hellið olíunni saman við, svipað og ef þið væruð að búa til majónes. Þegar öll olían er komin saman við hellið þið rósavatninu varlega saman við og hrærið vel á meðan.

Kælið skálina í vatnsbaði. Hrærið annað slagið í á meðan kremið er að kólna til að forða því frá að skiljast. Þegar kremið er komið nærri stofuhita setjið þið það í krukkur og inn í ísskáp. Það geymist þar í um það bil mánuð.

Þegar þið hafið komist upp á lag með þetta getið þið gert tilraunir með annars konar ilm en rósailm, aðrar olíur (best er að hafa helming olíu sem er fljótandi við stofuhita og helming sem þarf hærri hita til að bráðna) og jafnvel kakó­smjör í stað býflugnavaxins; að öllu eða hálfu leyti. Gætið þess bara að halda grunnhlutföllunum réttum: ¼ fljótandi olía, ¼ feiti, ¼ vax eða annað til að binda kremið saman og ¼ vatn til að gera það mjúkt og létt.

Þið þurfið ekki aðstoð snyrtivöru-fyrirtækja til að halda olíu að húðinni. Það má vel búa til ódýrt og gott rakakrem í eldhúsinu. Ljósmynd/StockFood

Límonaði kemur ekki úr dós heldur úr sítrónu. Ljósmyndir/StockFood

Mæjónes kemur ekki úr túpu eða krukku heldur af eggjarauðu og olíu.

Rósir sem innihalda síðustu vatnsdropana úr Naivasha-vatni. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images

Miðasala 568 8000borgarleikhus.is

Áskriftar-kortið okkar

Leikhúshópur strákanna í Hagaskóla

Skólabækurnarö�ugar tölvur á góðu verði

MacBook Air 11”Allt að 1.8GHz Dual-Core Intel Core i7 Allt að 4GB vinnsluminni Allt að 256GB SSD diskur

Thunderbolt tengi (10Gbps)Tvö USB 2.0 tengi Innbyggt Wi-Fi og Bluetooth

Þyngd 1.08 kg

Íslenskt lyklaborð með baklýsingu

Verð frá: 169.990.-

MacBook Pro 13”Allt að 2,7GHz 2-kjarna Intel i7 örgjörvi Allt að 8GB DDR3 vinnsluminni Allt að 750GB harður diskur

Thunderbolt tengi (10Gbps)Tvö USB 2.0 tengi FireWire 800 tengiSDXC kortaraufInnbyggt Wi-Fi og Bluetooth

Íslenskt lyklaborð með baklýsingu

Verð frá: 199.990.-

LaCie Neil Poulton - �akkari1TB USB2 - 3,5”Verð frá: 12.990.-

LaCie minnislykill4GB, 8GB, 16GBVerð frá: 4.990.-

FartölvutöskurMikið úrvalVerð frá: 5.990.-

O�ce 2011 Home and StudentWord, Excel og PowerPoint Verð frá: 18.990.-

Epli.is, Laugavegi 182, sími 512 1300 | Opið 10-18 mánudaga til föstudaga og 12-16 laugardaga | www.epli.isMeð fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar.

MY

ND

: R

OB

ER

T A

. P

AW

LO

WS

KI (

PU

BLIC

DO

MA

IN

)M

YN

D:

RO

BER

T A

. P

AW

LO

WS

KI (

PU

BLIC

DO

MA

IN

)

2 7

9 1 3

8 2 6

2 4 1 9 5

5 3 8

9

6 2

8 2 4

7 1 5

7 8 6 4

1 5

4 2 8 7

2 3 5

4 2

5 9 7

6 4 3

1 4

7 8 9

42 heilabrot Helgin 26.-28. ágúst 2011

Sudoku Sumargetraun fréttatímanS

Sudoku fyrir lengra komna

kroSSgátan lausn krossgátunnar er birt á vefnum: www.this.is/krossgatur, að viku liðinni

1 Hvað heitir skipið sem stjórn-endur Hörpu leigðu undir sérstaka boðsgesti á Menningar-nótt?

2 Hvað heitir nýkjörinn forseti Lett-lands?

3 Hver er stjórnarformaður Kvikmyndaskóla Íslands?

4 Varaformaður Sambands ungra framsóknarmanna er einn þeirra sem sögðu skilið við Framsóknar-flokkinn í vikunni. Hvað heitir sá ungi maður?

5 Hvaða þekkta leikkona bjargaði aldraðri móður Richards Branson úr brennandi húsi á dögunum?

6 Hvaða lag söng Ellen Kristjáns-dóttir við athöfn við Friðarsúluna í Veiðey til minningar um þá sem létust í hryðjuverkunum í Ósló?

7 Hvað er Sigmundur Davíð Gunn-laugsson, formaður Framsóknar-flokksins, þungur samkvæmt síðustu mælingu?

8 Hver leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones?

9 Hvaða kvikmynd verður framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2011?

10 Hversu margir sóttu um starf framkvæmdastjóra fjölmiðla-nefndar?

11 Hvað heitir eiginmaður Kim Kardashian?

12 Hvaða leikmaður Vals fékk tveggja leikja bann fyrir að stíga á höfuð andstæðings úr liði Fram í leik í Pepsi-deildinni?

Svör 1 Hafsúlan, 2 Andris Berzins, 3 Böðvar Bjarki Pétursson, 4 Hlini Melsteð Jóngeirsson, 5 Kate Winslet, 6 Imagine, 7 108 kíló, 8 Sean Bean, 9 Brim, 10 27 manns, 11 Kris Humphries, 12 Arnar Sveinn Geirsson.

Miðasala 568 8000borgarleikhus.is

Áskriftar-kortið mitt

Högni Egilsson í Hjaltalín

70 lítil hjörtu þurfa lækningu á hverju ári

HVAÐ ERT ÞÚ MEÐ STÓRT HJARTA?

to

n/

A

Hjartans þakkir:

SÖFNUNARÞÁTTUR Í OPINNI DAGSKRÁ Á SKJÁEINUM Í KVÖLD

Hringdu núna til að styðja söfnunina:

903 3000 903 4000og þú gefur 1000 kr. og þú gefur 3000 kr. 903 1000

og þú gefur 4000 kr.

Í kvöld verður söfnunar- og skemmtiþáttur á SkjáEinum

til styrktar Neistanum og Á allra vörum sem safna fyrir

kaupum á barnahjartasónartæki. Þátturinn hefst kl. 21:00

og kemur �öldi frábærra listamanna fram.

Taktu kvöldið frá og leggðu hjartveikum börnum lið!

Föstudagur 19. ágúst Laugardagur 20. ágúst Sunnudagur

44 sjónvarp Helgin 26.-28. ágúst 2011

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20:10 Naggrísasveitin G-ForceSérþjálfuð naggrísasveit er fengin til að reyna að koma í veg fyrir að óður auðkýfingur leggi undir sig heiminn.

21:00 Á allra vörum Söfn-unar- og skemmtidag-skrá í beinni útsendingu þar sem safnað er fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna.

Sjónvarpið15:50 Leiðarljós Guiding Light e 17:20 Mörk vikunnar 17:50 Táknmálsfréttir 18:00 Litlu snillingarnir (9:12) 18:30 Galdrakrakkar (33:47) 19:00 Fréttir 19:30 Veðurfréttir 19:35 Kastljós 20:10 Naggrísasveitin G-Force 21:45 Lewis: Counter Culture Blues 35 árum eftir að hún átti að hafa drekkt sér snýr rokk-stjarnan Esme Ford aftur til Oxford til þess að endurvekja á laun hljómsveit sína Midnight Addiction ásamt fyrrverandi meðlimum hennar, Richie, Mack og Franco. Svo gerist það að munaðarlaus unglingsstrákur er myrtur fyrir utan heimili Richies. Fleiri eiga eftir að týna lífinu og Lewis og Hathaway komast að því við rannsókn málsins að ekki eru allir allir þarv sem þeir eru séðir. 23:25 Stúlkurnar heima e01:15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Rachael Ray e08:45 Dynasty (22:28) e09:30 Pepsi MAX tónlist16:30 Running Wilde (12:13) e16:55 Happy Endings (12:13) e17:20 Rachael Ray18:05 Parenthood (1:22) e18:55 Real Hustle (8:10) e19:20 America's Funniest Home Videos19:45 Will & Grace (2:24)20:10 According to Jim (2:18)20:35 Mr. Sunshine (2:13)21:00 Á allra vörum00:00 Parks & Recreation (16:22) e00:25 The Bridge (8:13) e01:10 Smash Cuts (25:52)01:35 Last Comic Standing (12:12) e02:35 Whose Line is it Anyway? e03:00 Real Housewives of ...(13:15) e03:45 Will & Grace (2:24) e04:05 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 Waynes’ World 2 10:00 Artúr og Mínímóarnir 12:00 Paul Blart: Mall Cop 14:00 Waynes’ World 2 16:00 Artúr og Mínímóarnir18:00 Paul Blart: Mall Cop 20:00 Fast & Furious 22:00 The Moguls00:00 Lions for Lambs02:00 Rails & Ties 04:00 The Moguls06:00 Independence Day

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 207:35 Kalli kanína og félagar07:40 Barnatími Stöðvar 208:15 Oprah08:55 Í fínu formi 09:10 Bold and the Beautiful09:30 Doctors (19/175) 10:15 60 mínútur11:00 The Amazing Race (1/12) 11:45 Life on Mars (16/17) 12:35 Nágrannar13:00 Miss Congeniality 215:00 Auddi og Sveppi15:30 Barnatími Stöðvar 217:05 Bold and the Beautiful17:30 Nágrannar17:55 The Simpsons (10/21) 18:23 Veður18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag / 19:06 Veður 19:15 Týnda kynslóðin (2/40) 19:45 So you think You Can ...(20/23) 21:10 So you think You Can ... (21/23) 21:55 Waterboy23:25 Edmond 00:45 Feast02:10 The Hitcher 03:35 The Number 2305:10 The Simpsons (10/21) 05:35 Fréttir og Ísland í dag F

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:00 KR - ÍBV 16:50 Dinamo Tbilisi - AEK18:35 Barcelona - Porto Beint20:45 Fréttaþáttur Meistaradeildar21:15 F1: Föstudagur21:45 EAS þrekmótaröðin 22:15 Barcelona - Porto

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

15:35 Sunnudagsmessan 16:50 Everton - QPR 18:40 Swansea - Wigan 20:30 Football League Show 21:00 Premier League Preview 21:30 Premier League World22:00 Football Legends 22:25 Premier League Preview 22:55 Aston Villa - Blackburn

SkjárGolf 06:00 ESPN America08:10 The Barclays (1:4)11:10 Golfing World12:00 Golfing World12:50 PGA Tour - Highlights (33:45)13:45 The Barclays (1:4)16:50 Champions Tour - Highlights17:45 Inside the PGA Tour (34:42)18:10 Golfing World19:00 The Barclays (2:4)22:00 Golfing World22:50 PGA Tour - Highlights (30:45)23:45 ESPN America

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Strumparnir / Brunabílarnir / Lalli / Algjör Sveppi10:05 Grallararnir 10:25 Daffi önd og félagar 10:45 Geimkeppni Jóga björns11:10 Bardagauppgjörið11:35 iCarly (28/45) 12:00 Bold and the Beautiful13:45 So you think You Can ... (20/23)15:05 So you think You Can ... (21/23)15:55 Týnda kynslóðin (2/40) 16:30 Grillskóli Jóa Fel (5/6) 17:10 ET Weekend17:55 Sjáðu18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:49 Íþróttir / 18:56 Lottó 19:04 Ísland í dag - helgarúrval19:29 Veður 19:35 America’s Got Talent (15 & 16/32) 21:40 Hot Tube Time Machine23:20 The Painted Veil01:25 Colour Me Kubrick: A True..02:50 Scorpion King 204:35 ET Weekend05:15 Týnda kynslóðin (2/40) 05:55 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:55 Formúla 1 - Æfingar10:00 Barcelona - Porto11:45 Formúla 1 2011 - Tímataka Beint13:20 Dinamo Tbilisi - AEK15:10 Villarreal - Odense17:00 Meistaradeildin - meistaramörk17:20 Fréttaþáttur Meistaradeildar17:50 KR - Stjarnan 19:40 Pepsi mörkin21:00 Formúla 1 2011 - Tímataka22:30 Box: Amir Khan - Zab Judah

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:40 Man. Utd. - Tottenham 09:30 Premier League Review10:25 Premier League Preview 10:55 Aston Villa - Wolves Beint13:15 Premier League World13:45 Chelsea - Norwich Beint16:15 Liverpool - Bolton Beint18:30 Blackburn - Everton20:20 Swansea - Sunderland22:10 Chelsea - Norwich00:00 Liverpool - Bolton

SkjárGolf 06:00 ESPN America06:55 Golfing World07:45 US Open 2009 - Official Film08:45 The Barclays (2:4)11:45 Inside the PGA Tour (34:42)12:10 The Future is Now (1:1)13:00 The Barclays (2:4)16:00 2010 PGA TOUR Playoffs (1:1)17:00 The Barclays (3:4)22:00 LPGA Highlights (11:20)23:20 Golfing World00:10 ESPN America

Sjónvarpið08:00 Morgunstundin okkar / Sveita-sæla / Teitur Timmy / Herramenn / Ólivía /Töfrahnötturinn 08:57 Leó (51:52) 09:00 Disneystundin 09:01 Finnbogi og Felix (33:35) 09:24 Sígildar teiknimyndir (7:10) 09:30 Gló magnaða (7:10) 09:53 Hið mikla (17:20) 10:16 Hrúturinn Hreinn (22:40) 10:30 HM í frjálsum íþróttum 12:00 Popppunktur Ég - Todmobile e13:05 Matarhönnun e14:00 Undur sólkerfisins (1:5) e15:00 Járnkrossar e 15:50 Kokkaþing á Noma e16:45 Mótókross 17:20 Táknmálsfréttir 17:30 Með afa í vasanum (49:52) 17:42 Skúli Skelfir (40:52) 17:53 Ungur nemur - gamall temur 18:00 Stundin okkar e18:25 Fagur fiskur í sjó (6:10) 19:00 Fréttir 19:30 Veðurfréttir 19:40 Landinn 20:15 Brim 21:45 Tvífari Agöthu (2:2) 23:20 Luther (3:6) e00:15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist10:20 Rachael Ray e11:05 Being Erica (1:12) e11:50 Á allra vörum e14:50 Dynasty (22:28) e15:35 How To Look Good Naked (8:8) e16:25 Top Chef (14:15) e17:15 According to Jim (2:18) e17:40 Mr. Sunshine (2:13) e18:05 Happy Endings (12:13) e18:30 Running Wilde (12:13) e18:55 Rules of Engagement (17:26) e19:20 Parks & Recreation (16:22) e19:45 America's Funniest Home Videos20:10 Top Gear Australia (4:8)21:00 Law & Order: Criminal Intent21:50 The Borgias - NÝTT (1:9)22:40 Shattered (10:13)23:30 In Plain Sight (8:13) e00:15 The Bridge (8:13) e01:05 The Borgias (1:9) e01:55 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 Ghost Town10:00 Night at the Museum12:00 Copying Beethoven 14:00 Ghost Town16:00 Night at the Museum18:00 Copying Beethoven20:00 Köld slóð 22:00 Empire of the Sun00:30 Funny Money02:05 Shooting Gallery 04:00 Empire of the Sun

20:15 Brim Bíómynd frá 2010 eftir Árna Ólaf Ásgeirsson. Leikendur Ingvar E. Sigurðsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson o.fl.

20:00 Got To Dance - NÝTT (1:21) Hæfileikaríkustu dansararnir keppa sín á milli þar til aðeins einn stendur eftir.

14:45 Man. Utd. - Arsenal Bein útsending frá viðureign stórveldanna.

Sjónvarpið08:00 Morgunstundin okkar 08:01 Lítil prinsessa (22:35) 08:11 Sæfarar (11:52) 08:23 Hér er ég (8:12) 08:30 Litlu snillingarnir (36:40) 08:53 Múmínálfarnir (16:39) 09:03 Veröld dýranna (26:52) 09:10 Engilbert ræður (24:78) 09:18 Skrekkur íkorni (6:26) 09:40 Millý og Mollý (9:26) 09:53 Lóa (27:52) 10:07 Hérastöð (21:26) 10:20 Latibær 10:45 Að duga eða drepast (38:41) e 11:30 HM í frjálsum íþróttum 13:55 Leiðarljós e14:40 Leiðarljós e 15:25 Tónleikar á Menningarnótt e17:05 Ástin grípur unglinginn (14:23) 17:50 Táknmálsfréttir 18:00 Franklín (5:13)18:23 Eyjan (15:18) 18:54 Lottó 19:00 Fréttir 19:30 Veðurfréttir 19:40 Popppunktur Ég - Todmobile 20:50 Þú getur! 22:25 Allir kóngsins menn 00:35 Síðasti böðullinn e02:05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist12:35 Rachael Ray e15:20 Real Housewives of ... (8:17) e16:05 Dynasty (21:28) e16:50 Friday Night Lights (1:13) e17:40 One Tree Hill (17:22) e18:25 Top Gear Australia (3:8) e19:15 Survivor (16:16) e20:00 Got To Dance - NÝTT (1:21)20:50 Creation22:40 Boy A e00:15 Shattered (9:13) e01:05 Smash Cuts (26:52)01:30 Whose Line is it Anyway? e01:55 Judging Amy (2:23)02:40 Real Housewives of ... (14:15) e03:25 Got To Dance (1:21) e04:15 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:20 Billy Madison10:00 What a Girl Wants 12:00 Race to Witch Mountain14:00 Billy Madison16:00 Race to Witch Mountain18:00 What a Girl Wants 20:00 Independence Day22:20 Chaos 00:05 Gettin’ It 02:00 The Rocker 04:00 Chaos 06:00 Köld slóð

19:35 America’s Got Talent Nú er fimmta þáttaröðin af þessari stærstu hæfileika-keppni heims hálfnuð.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Lalli /Dóra könnuður / Stubbarnir / Elías / Algjör Sveppi09:10 Búi og Símon 10:40 Kalli kanína og félagar 10:50 Fjörugi teiknimyndatíminn11:10 Histeria! 11:35 Tricky TV (2/23)12:00 Nágrannar13:40 America’s Got Talent (15/32) 15:00 America’s Got Talent (16/32) 15:45 Heimsréttir Rikku (1/8) 16:20 Borgarilmur (1/8) 16:55 Oprah 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:10 Frasier (5/24) 19:35 Ramsay’s Kitchen Nightm. (4/6) 20:25 The Whole Truth (10/13) 21:10 Lie to Me (22/22) 22:00 Game of Thrones (2/10) 22:55 60 mínútur 23:45 Daily Show: Global Edition00:10 Love Bites (2/8) 00:55 Big Love (1/9) 01:45 Weeds (7/13)02:10 It’s Always Sunny In Philad. 02:35 The Love Guru04:00 Walk Hard: The Dewey Cox ..05:35 Frasier (5/24) 06:00 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:30 F1: Belgía Beint14:00 F1: Við endamarkið 14:30 Golfskóli Birgis Leifs (3/12) 15:00 Udinese - Arsenal 16:50 Spænski boltinn 11/12 Beint18:55 EAS þrekmótaröðin 19:25 KR - ÍBV 21:15 Belgía23:15 F1: Við endamarkið 23:45 Guru of Go

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:40 Blackburn - Everton 10:30 Chelsea - Norwich 12:20 Tottenham - Man. City Beint14:45 Man. Utd. - Arsenal Beint17:00 Sunnudagsmessan 18:15 Newcastle - Fulham 20:05 Sunnudagsmessan 21:20 Tottenham - Man. City23:10 Sunnudagsmessan 00:25 Man. Utd. - Arsenal 02:15 Sunnudagsmessan

SkjárGolf 06:00 ESPN America06:55 The Barclays (3:4)11:20 Golfing World12:10 The Barclays (3:4)16:35 Inside the PGA Tour (34:42)17:00 The Barclays (4:4)22:00 2010 PGA TOUR Playoffs (1:1)22:50 Golfing World23:40 ESPN America

21. ágúst

sjónvarp 45Helgin 26.-28. ágúst 2011

Í sjónvarpinu Make it or Break it

Þar sem líf mitt snýst að stórum hluta um fréttir er mér eðlislægt að horfa alltaf á fréttatíma Ríkissjón-varpsins og Stöðvar 2. Og auðvitað líka viðhengi þeirra, Kastljós og Ís-land í dag. Skyldusjónvarpið hefur samt leikið mig ansi grátt síðasta mánuðinn með því að setja Kastljós í sumarfrí.

Ég er nefnilega skelfilega vana-fastur og skilyrtur einstaklingur og því ekki fær um að slökkva á sjónvarpinu strax og fréttum lýkur. Vegna þess að ef allt er eins og það á að vera þá á ég hálftíma gláp eftir. Vegna þessa hef ég, nánast lamað-

ur, horft á alls konar dellu sem fyllti skarð magasínþáttarins.

Versta hliðarverkun þessa rasks á reglulegri tilveru minni er að á sum-arfrístímanum hef ég ánetjast und-arlegum þætti um sorgir og sigra ungra stúlkna í hinum harða heimi fimleikanna. Fátt er í raun jafn ólík-legt til þess að vekja áhuga minn en samt sit ég límdur og eiginlega heillaður yfir þessu.

Ég er því eðlilega búinn að velta því talsvert fyrir mér í hverju að-dráttarafl þessara þátta liggur fyr-ir fertugan karlmann. Ég er ekki svo pervers að ég hafi áhuga á að

horfa á stelpur, sem gætu verið dætur mínar, fetta sig og bretta í sundbolum og alla jafna er ég nú meira fyrir morð og blóðsúthellingar en ótímabæra þungun og átraskanir.

Ég tek samt virk-an þátt í þessu öllu með stúlkunum. Þjáist og gleðst um leið og ég rifja upp hversu ömurlegur tími ung-lingsárin voru. Held samt að ég sé svona opinn fyrir þáttunum þar sem ég er meira fyrir að drepast en duga

og alltaf tilbúinn að leggja árar í bát. Þetta hlýtur bara að vera dulin að-dáun mín á áræðni, dug, hörku og grimmd þessara yngismeyja sem veita lítinn afslátt í lífsbaráttunni.

Þórarinn Þórarinsson

Miðaldra á kafi í unglingasápu

1. THE TOURIST2. GULLIVER´S TRAVELS3. UNKNOWN4. NO STRINGS ATTACHED5. THE WAY BACK6.6. HALL PASS7. TANGLED – ÍSL TAL8. BURLESQUE9. RAMONA AND BEEZUS10. TRUE GRIT

B R Ú Ð U H E I M A R B O R G A R N E S I

Skúlagata 17 Borgarnesi Sími 530 5000 bruduheimar.is

S j á v A R k A f f I B R ú ð u l E I k h ú SS A f N v E R S l u N

G E R ð u d A G I N N E f t I R M I n n I l E g A n !Brúðuheimar bjóða upp á frábæra aðstöðu til að taka á móti stórum sem smáum hópum. Ævintýralegt umhverfi við sjóinn gerir daginn að eftirminnilegri upplifun.

við setjum saman þína dagskrá, s.s. leiksýningu, leiðsögn um safnið, gönguferðir og fræðslu. fallegur veitingastaður við sjávarströndina með útiverönd og góð fundaraðstaða.

hafðu samband í síma 530 5000 eða á [email protected] við setjum saman ævintýrið þitt!

BRúðuhEImAR eru staðsettir á sérstökum stað í Borgarnesi sem ber heitið Englendingavík. húsin þjónuðu á árum áður kaupfélagi Borgfirðinga en voru búin að standa auð í langan tíma. Þau hafa nú öll verið endurnýju ð af mikilli natni.

BERNd OGROdNIk brúðugerðameistari hefur til fjölda ára glatt Íslendinga með leiksýningum sínum, bæði fyrir börn og fullorðna. meðal sýninga hans eru umbreyting, Pétur og úlfurinn, Einar áskell og nú síðast Gilitrutt.

B R Ú Ð U H E I M A R B O R G A R N E S I

Skúlagata 17 Borgarnesi Sími 530 5000 bruduheimar.is

S j á v A R k A f f I B R ú ð u l E I k h ú SS A f N v E R S l u N

G E R ð u d A G I N N E f t I R M I n n I l E g A n !Brúðuheimar bjóða upp á frábæra aðstöðu til að taka á móti stórum sem smáum hópum. Ævintýralegt umhverfi við sjóinn gerir daginn að eftirminnilegri upplifun.

við setjum saman þína dagskrá, s.s. leiksýningu, leiðsögn um safnið, gönguferðir og fræðslu. fallegur veitingastaður við sjávarströndina með útiverönd og góð fundaraðstaða.

hafðu samband í síma 530 5000 eða á [email protected] við setjum saman ævintýrið þitt!

BRúðuhEImAR eru staðsettir á sérstökum stað í Borgarnesi sem ber heitið Englendingavík. húsin þjónuðu á árum áður kaupfélagi Borgfirðinga en voru búin að standa auð í langan tíma. Þau hafa nú öll verið endurnýju ð af mikilli natni.

BERNd OGROdNIk brúðugerðameistari hefur til fjölda ára glatt Íslendinga með leiksýningum sínum, bæði fyrir börn og fullorðna. meðal sýninga hans eru umbreyting, Pétur og úlfurinn, Einar áskell og nú síðast Gilitrutt.

B R Ú Ð U H E I M A R B O R G A R N E S I

Skúlagata 17 Borgarnesi Sími 530 5000 bruduheimar.is

S j á v A R k A f f I B R ú ð u l E I k h ú SS A f N v E R S l u N

G E R ð u d A G I N N E f t I R M I n n I l E g A n !Brúðuheimar bjóða upp á frábæra aðstöðu til að taka á móti stórum sem smáum hópum. Ævintýralegt umhverfi við sjóinn gerir daginn að eftirminnilegri upplifun.

við setjum saman þína dagskrá, s.s. leiksýningu, leiðsögn um safnið, gönguferðir og fræðslu. fallegur veitingastaður við sjávarströndina með útiverönd og góð fundaraðstaða.

hafðu samband í síma 530 5000 eða á [email protected] við setjum saman ævintýrið þitt!

BRúðuhEImAR eru staðsettir á sérstökum stað í Borgarnesi sem ber heitið Englendingavík. húsin þjónuðu á árum áður kaupfélagi Borgfirðinga en voru búin að standa auð í langan tíma. Þau hafa nú öll verið endurnýju ð af mikilli natni.

BERNd OGROdNIk brúðugerðameistari hefur til fjölda ára glatt Íslendinga með leiksýningum sínum, bæði fyrir börn og fullorðna. meðal sýninga hans eru umbreyting, Pétur og úlfurinn, Einar áskell og nú síðast Gilitrutt.

B R Ú Ð U H E I M A R B O R G A R N E S I

Skúlagata 17 Borgarnesi Sími 530 5000 bruduheimar.is

S j á v A R k A f f I B R ú ð u l E I k h ú SS A f N v E R S l u N

G E R ð u d A G I N N E f t I R M I n n I l E g A n !Brúðuheimar bjóða upp á frábæra aðstöðu til að taka á móti stórum sem smáum hópum. Ævintýralegt umhverfi við sjóinn gerir daginn að eftirminnilegri upplifun.

við setjum saman þína dagskrá, s.s. leiksýningu, leiðsögn um safnið, gönguferðir og fræðslu. fallegur veitingastaður við sjávarströndina með útiverönd og góð fundaraðstaða.

hafðu samband í síma 530 5000 eða á [email protected] við setjum saman ævintýrið þitt!

BRúðuhEImAR eru staðsettir á sérstökum stað í Borgarnesi sem ber heitið Englendingavík. húsin þjónuðu á árum áður kaupfélagi Borgfirðinga en voru búin að standa auð í langan tíma. Þau hafa nú öll verið endurnýju ð af mikilli natni.

BERNd OGROdNIk brúðugerðameistari hefur til fjölda ára glatt Íslendinga með leiksýningum sínum, bæði fyrir börn og fullorðna. meðal sýninga hans eru umbreyting, Pétur og úlfurinn, Einar áskell og nú síðast Gilitrutt.

B R Ú Ð U H E I M A R B O R G A R N E S I

Skúlagata 17 Borgarnesi Sími 530 5000 bruduheimar.is

S j á v A R k A f f I B R ú ð u l E I k h ú SS A f N v E R S l u N

G E R ð u d A G I N N E f t I R M I n n I l E g A n !Brúðuheimar bjóða upp á frábæra aðstöðu til að taka á móti stórum sem smáum hópum. Ævintýralegt umhverfi við sjóinn gerir daginn að eftirminnilegri upplifun.

við setjum saman þína dagskrá, s.s. leiksýningu, leiðsögn um safnið, gönguferðir og fræðslu. fallegur veitingastaður við sjávarströndina með útiverönd og góð fundaraðstaða.

hafðu samband í síma 530 5000 eða á [email protected] við setjum saman ævintýrið þitt!

BRúðuhEImAR eru staðsettir á sérstökum stað í Borgarnesi sem ber heitið Englendingavík. húsin þjónuðu á árum áður kaupfélagi Borgfirðinga en voru búin að standa auð í langan tíma. Þau hafa nú öll verið endurnýju ð af mikilli natni.

BERNd OGROdNIk brúðugerðameistari hefur til fjölda ára glatt Íslendinga með leiksýningum sínum, bæði fyrir börn og fullorðna. meðal sýninga hans eru umbreyting, Pétur og úlfurinn, Einar áskell og nú síðast Gilitrutt.

46 bíó Helgin 26.-28. ágúst 2011

Finnbogi og Alfreð starfa á afskekktum fjallvegum á níunda

áratugnum. Þar handmála þeir merkingar á malbikið og reka niður tréstikur í veg-kanta. Þeir hafa ekkert nema hvor annan til að dreifa hug-anum frá tilbreytingarlausri vinnunni en þar sem þeim líkar ekkert of vel hvorum við annan, er það alls ekkert endilega til bóta.

„Þetta er gamanmynd, með dálitlu drama, um þessa ólíku ungu vegagerðarmenn sem sitja hálfpartinn uppi hvor með annan á afskekkt-um stað. Þeir eru mjög ólíkir að öllu leyti og myndin fjallar um samband þeirra. Þeir eru félagsskapur sem hvorugur hefur beint valið sér,“ segir Hafsteinn.

Þegar hann er spurður hvort andi Brokeback Mo-untain, en í þeirri mynd felldu tveir kúrekar hugi saman, svífi yfir heiðinni vefst hon-um aðeins tunga um tönn. „Ég veit það ekki. Nei, nei. Jú. Að einhverju leyti en ekki beint,“ segir hann og hlær. „Þetta er kannski einhvers konar blanda af Nýju lífi og

Börnum náttúrunnar. Að ein-hverju leyti. Það er svolítið verið að skírskota til íslenskra kvikmynda frá þessum tíma. Þótt tónninn í myndinni eigi ef til vill meira skylt við ný-legar sjálfstæðar bandarískar myndir.

Þetta kom eiginlega svolítið til þannig að ég var búinn að vera í dálítinn tíma að reyna að fjármagna kvikmynd eftir skáldsögunni Hvíldardagar eftir Braga Ólafsson. Það gekk frekar hægt og reynd-ist dýrara en ætlað var í upp-hafi þótt þetta sé alls ekki dýr mynd. Þannig að ég einsetti mér eiginlega að gera eins ódýra mynd og ég gæti og væri hægt að fjármagna hratt en án þess að slá af gæðakröf-um. Niðurstaðan varð því sú að hafa tvær persónur og svo leikur Þorsteinn Bach-mann smá aukahlutverk. Að öðru leyti eru það tveir menn sem bera alla myndina uppi. Hilmar Guðjónsson leikur Fredda, eða Alfreð, og Sveinn Ólafur Gunn-arsson leikur Finnboga. Það var alveg stórkostlegt að vinna með þeim. Ég held líka að þetta sé mjög leikaravæn

mynd og þeir eru bara tveir í nánast hverri einustu senu,“ segir Hafsteinn.

Eftir að hugmyndin að myndinni kvikn-aði fóru Hafsteinn og Sveinn að kasta henni á milli sín og þróa hana og Hafsteinn

skrifaði síðan handritið. „Hilmar kom líka fljótt inn í ferlið þannig að þeir eiga mik-ið í þessum persónum sjálfir. Þetta var mjög eðlilegt og skemmtilegt ferli með þeim og Þorsteini Bachmann sem kom inn í þetta og var alveg frábær.“

Hafsteinn Gunnar lærði kvikmyndagerð í fjögur ár við Columbia-háskólann í New York og Á annan veg er fyrsta mynd hans í fullri lengd. Hann fagnar því nú að mynd-in hefur verið valin til keppni á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni í lok sept-ember. Á annan veg er þar ein fimmtán mynda sem keppa í f lokki tileinkuðum fyrstu eða annarri mynd leikstjóra. „Þetta er frábært fyrir þessa litlu mynd,“ segir Hafsteinn.

Á annan veg var tekin á sunnanverðum Vestfjörðum í fyrrasumar þar sem kvik-myndagerðarfólkið naut sér-staks velvilja bjæarfélagsins á Patreksfirði og Vegagerðar-innar þar. Myndin verður því eðlilega forsýnd um helgina í Skjaldborgarbíói á Patreks-firði og síðan frumsýnd í Reykjavík 2. september.

Bíó Nýtt líf og BörN NáttúruNNar mætast á öðrum vegi

frumsýNdar

frumsýNdar

Á annan veg, fyrsta kvikmynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar í fullri lengd, verður frumsýnd í byrjun næsta mánaðar. Myndin er sögð vera meinfyndin og mannleg kómedía um tvo mjög svo ólíka menn sem sitja uppi hvor með annan, einangraðir í vegavinnu lengst uppi á heiði.

The Greatest Movie Ever SoldMorgan Spurlock, sem gerði það gott með heimildarmyndinni Super Size Me, beinir nú sjónum að auglýsingamennsku og þeim leiðum sem notaðar eru til þess að koma þekktum vörumerkjum að í bíómyndum með það fyrir augum að móta smekk neytenda.Hann spyr sig einfaldrar spurningar: Ef

hann væri studdur fjárhagslega af réttu vöru-merkjunum, gæti hann gert heimildar-mynd sem væri jafn vinsæl og stærstu myndirnar í bíó?

Final Destination 5Fimmta myndin í unglingahrolls-seríunni Final Destination er staðreynd. Í myndunum sleppur jafnan hópur unglinga naumlega við að farast í alls kyns stórslysum. Dauðinn er aftur á móti lítið fyrir að fólk sé að reyna að sleppa frá honum og sér því til þess að hið feiga fólk týni tölunni í sömu röð og það hefði átt að gera í viðkomandi slysi. Auðvitað alltaf á frekar subbulegan og myndrænan hátt. Að þessu sinni yfirgef-ur hópur skólafélaga rútu skömmu áður en hún ferst. Og gamalkunn atburðarás fer af stað.

Þeir eru bara tveir í nánast hverri einustu senu.

Þórarinn Þórarinsson

[email protected]

bíó

Í The Change-Up kveður við kunnuglegan tón úr líkamsskipta-myndum á borð við Freaky Friday, þar sem mæðgur fluttust á milli líkama þannig að mamman þurfti að glíma við unglingavandamál á meðan dóttirin tókst á við tilveru mömm-unnar, og vice versa þar sem feðgar lentu í sömu hremmingum.Nú eru það hins vegar bestu vinir sem hafa þessi skipti. Dave er ábyrgur fjölskyldufaðir en Mitch léttlyndur glaumgosi. Á fylliríi telja þeir sjálfum

sér trú um að þeir þrái að lifa lífi hvor annars. Kvennabósinn telur sig þurfa rólegt heimilislíf og hinn dyggi eigin-maður gæti hugsað sér að kynnast fleiri konum náið.Þeir fá óskir sínar uppfylltar og við taka tóm vandræði þar sem hvor um sig þarf að ná fótfestu í aðstæðum sem eru þeim fullkomlega framandi.Jason Bateman, sem er þekktastur fyrir leik sinn í Arrested Development, leikur hinn ráðsetta Dave en Ryan Reynolds leikur léttlynda vininn.

Gæðaleikstjórinn Ter-rence Malick verður seint talinn afkastamikill og ný mynd frá honum telst því alltaf til tíðinda. Hann vakti fyrst verulega athygli með Badlands árið 1973 þar sem Martin Sheen og Sissy Spacek léku ungt kærustu-par sem fór víða og myrti fólk af miklu kappi. Síðan gerði hann Days of Heaven og lét svo tuttugu ár líða þar til hann gerði næstu mynd, The Thin Red Line.

Nú kveður Malick sér hljóðs með The Tree of Life og teflir meðal annars fram þeim Brad Pitt og Sean Penn. Myndin segir sögu fjöl-skyldu í miðvesturríkjum Bandaríkjanna á sjötta ára-tug síðustu aldar. Í mynd-inni er fylgst með lífshlaupi elsta sonarins, Jacks, í gegn-um sakleysi barnæskunnar allt upp í fullorðinsár þegar veruleikinn hrekur burt tálsýnir bernskunnar.

Hafsteinn Gunnar er þegar farinn að huga að næstu verkefnum. Hann hefur ekki gefið upp vonina um að kvikmynda Hvíldardaga auk þess sem hann stefnir á að gera mynd eftir handriti Huldars Breiðfjörð á næsta ári. Ljósmynd/Hari

Ný mynd frá Malick

Finnbogi og Freddi neyðast til að þola hvor annan í einangruninni uppi á heiði.

Tilbrigði við stef

Brad Pitt í The Tree of Life.

Leikstjórinn Robert Rodriguez hefur ekki enn tæmt matarholuna sem hann uppgötvaði með Spy Kids. Nú er komið að fjórðu myndinni, Spy Kids 4: All the Time in the World, sem er ekki aðeins í þrívídd heldur fá áhorfendur einnig lyktarspjald til þess að geta sökkt sér almennilega ofan í stemninguna.Antonio Banderas og Danny Trejo

eru sem fyrr með í fjörinu en nú er Jessica Alba í for-grunni. Hún er hætt öllu njósnastússi og sinnir nýfæddu barni sínu og tveimur stjúpbörnum. Þegar brjálæðingurinn Timekeeper ógnar heimsbyggðinni neyðist hún til að hætta á eftir-launum og takast á við óvininn með dyggri aðstoð stjúp-barnanna.

Jessica Alba gefur ekkert eftir.

Meira af njósnakrökkum

Miðasala 568 8000borgarleikhus.is

Áskriftar-kortið okkar

SaumaklúbburinnHreinar MA-meyjar

og makar þeirra

Viltu skipta? Kannski ekki góð hugmynd eftir allt saman.

Ekki beint í anda Brokeback Mountain

ekkert venjulegt sjónvarp

Skj

árB

íó V

OD

, Skj

árFr

elsi

og

Skj

árH

eim

ur e

r aðg

engi

legt

um

Sjó

nvar

p S

íman

s. M

eð D

igit

al Ís

land

+ fæ

st a

ðgan

gur a

ð S

kjáE

inum

og

Skj

áFre

lsi.

Hringdu núna og tryggðu þér áskrift í síma 595 6000, eða smelltu þér á skjareinn.is

skjáreinnaÐeins

á MánuÐi3.490 KR.

„soprano-fjölskyldan er eins og hópur af smábörnum í samanburði við Borgia-ættina“

Miami Herald

Í OPINNI DAGSKRÁ

Á SUNNUDAGINN

KL. 21.50

UPPRUNALEGA GL ÆPAFJÖLSK YLDAN

SUNNUDAGURINN 28. ÁGÚSTKl. 20.10 Top Gear AustraliaKl. 21.00 Law & Order CIKl. 21.50 The BorgiasKl. 22.40 Shattered

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

47

86

8

Miðasala 568 8000borgarleikhus.is

Áskriftar-kortið mitt Ragna Árnadóttir,

lögfræðingur

Helgin 26.-28. ágúst 201148 tíska

Konur eru konum verstarÖfund er hugtak sem oft ógnar sjálfs-virðingu manns. Þetta er geðshræring sem verður til þegar mann skortir eða maður óskar eftir einhverju sem aðrir hafa eða eiga. Óstjórnlegt hugtak sem alltaf hefur talist neikvætt. En tím-arnir breytast og mennirnir með og nú virðist vera í lagi að öfunda. Viðurkennt hugtak sem við notum óspart á næsta mann.

Við ruglum þó oft saman öfundinni og því að samgleðjast. Svo virðist vera sem þessi öfund sé innbyggð í kynsystur mínar. Við gleymum að samgleðj-ast og hrósa. Þegar önnur kona tekur sig á og losar sig við tuttugu kíló höfum við orð á því hvað þessi stórglæsilega kona sé orðin veikluleg; komin með áröskun, þurfi helst að fá næringu í æð – og leita sér hjálpar.

Það hefur oft verið sannað að öfund er merki um litla sjálfsvirðingu. Þeir sem ekki geta samglaðst eða hrósað ættu fyrst og fremst að líta í eigin barm. Að vera sáttur við sjálfan sig og það sem maður hefur er lykilatriði að velgengni í eigin lífi. Það er alltaf uppbyggilegra að segja „Djöfull ertu í flottum sundbol. Fer þér vel!“ heldur en „Gat verið að þú þyrftir að vera í flottasta sundbolnum.“ Við verðum að vera meðvitaðri um hvað við segjum við náungann. Öfundin get-ur sært. Það er svo auðvelt að breyta þessari öfund í gleði. Útgeislunin verður meiri og velgengni og vinsældir jafnvel aukast.

tíska

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

5dagardress

Fylgir ekkert endilega tískunniTania Lind er nítján ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og vinnur í tískuversluninni Friis & Company samhliða náminu. Hennar helstu áhugamál eru tíska og ferðalög.

„Ég myndi segja að ég hefði ekki neinn sérstakan fatastíl; fer mikið eftir skapi. Ég fylgist mjög vel með nýjustu tísku en fylgi henni ekkert endilega heldur vel mér það sem mér finnst flott, þægilegt og fer mér vel. Ég kaupi helst fötin mín í útlöndum og þar eru Urban Outfitters, American Aparel

og H&M í miklu uppáhaldi. Hérna heima eru það hins vegar Top­shop og Zara sem ég styrki mest.

Tískuinnblásturinn kemur líklega mest frá því sem er í kringum mig. Ég skoða líka mikið tískublogg og tískublöð og fylgist mikið með því hvernig stjörnurnar klæða sig. Olsen-systurnar og Erin Wasson eru líklega þær stjörnur sem ég lít helst upp til í klæðarburði.“

London helsta tískuborg heimsSíðustu ár hefur bandaríska fyrir-tækið Global Language Monitor birt lista yfir helstu tískuborgir heims og var það London sem landaði fyrsta sætinu í ár. Þetta var í fyrsta skipti sem London nær toppsætinu og segir fyrirtækið að áhrif breska hönnuðarins Alexanders McQueen og prinsessunnar Kate Middleton á tískuna hafi ráðið úrslitum. New York, sem hefur átt topp-sætið síðustu ár, lenti nú í öðru sæti, París í því þriðja og Mílanó í fjórða.

Raunveruleikinn uppmálaðurSnyrtivörufyrirtækið Mac hefur frumsýnt nýja línu sem kom í búðir í Bandaríkjunum í gær, fimmtu-dag, og er ólík öðrum línum fyrirtækisins að því leyti til að allt ímyndunarafl inn í ævintýraheimana er af skornum skammti. Fyrr í sumar óskaði fyrirtækið eftir nokkrum Mac-neytendum sem vildu taka þátt í auglýsinga-herferð haustlínu þeirra, Mac me over. Sex ein-staklingar voru valdir og verða því andlit línunnar

um heim allan. Línan mun innihalda fjöldann allan af snyrtivörum; varalit, gloss, maskara, augnskugga, kinnalit og fleira spennandi í snyrtibudduna.

Ný kvikmynd með prúðuleikurunum er væntanleg á skjáinn í haust og í tilefni þess hefur naglalakks-fyrirtækið OPI hannað nýja línu, The Muppets Collection. Línan saman-stendur af tólf mismunandi

litum og heita þeir allir eftir einhverjum karakter í myndinni. Línan er væntanleg í verslanir OPI vestanhafs í nóvember – og á netverslun þeirra.

MánudagurSkór: AldoBuxur: ZaraBolur: H&MJakki: Zara

Miðvikudagur Skór: Gs skórStuttbuxur: Urban OutfittersSkyrta: H&MSkart: Forever21

FimmtudagurSkór: SautjánBuxur: WeekdayBolur: H&MJakki: H&MTrefill: Vero ModaTaska: Friis & Co.Skart: Gina Tricot

ÞriðjudagurSkór: AldoSokkabuxur: OrobluBolur: H&MPeysa: TopshopHálsmen og hattur : Friis & Co.

FöstudagurSkór: Friis & Co.

Stuttbuxur: TopshopBolur: H&MJakki: H&M

Hálsmen: Aldo

Prúðuleikararnir með naglalakkslínu

Bílastæðahúsin við

Traðarkot, Bergstaðastræti

og við Stjörnuport efst

á Laugavegi, eru opin!Traðarkot Vitatorg Bergstaðastræti

KR

AFTA

VER

K

Gjafakort

Miðborgarinnar okkar er

fáanlegt í öllum bókaverslunum

miðborgarinnar!

Að baki er fjölsóttasta Menningarnótt frá upphafi og framundaner laugardagur til lukku 27. ágúst 2011

• Ljóðskáld

• Leikarar

• Tónlistarfólk gerir Hjartagarðinn frægan laugardagseftirmiðdag kl. 14:00 - 17:00

Laugavegi 15 • sími: 420 8849

Bankastræti 4 • aurum.is/is • facebook.com/aurumdesignstore

Opið 10-18

Laugard. 1

1-17

Skólavörðustíg 8b • sími: 552-2028 • www.graennkostur.is

Hýr og langur laugardagur í miðborginni

Símasviðið Hjartatorgi: kl. 14:00 Valgeir Guðjónsson

Skólavörðustígur göngugata: kl. 16:00 Valgeir Guðjónssdon

Laugavegur 77: kl. 14:00 Elín Ey

Ingólfstorg: kl. 15:00 Elín Ey

Hlemmur: kl. 11:00 5 Rythma dans kl. 13:00 VIÐ ERUM - Sýning Snorra Ásmundssonar, Kolbeins Huga og Páls Hauks ásamt gjörningi Snorra Ásmundssonar

Rakarastofurnar á Hlemmi bjóða snoðklippingu fyrir kr. 700

Gay Pride hefst við BSÍ kl. 14:00Hinsegin hátíð við Arnarhól kl. 15:30Meðal skemmtikraftaPáll Óskar, Lay Low, The Esoteric Gender, Never the Bride,Gunni og Felix, MaryJet, Bloodgroup og Hera Björk

Verslum og njótum þar sem hjartað slær

Skólavörðustíg 16 www.geysirshops.is

Ingólfsstræti 2 S: 517-2774www.gjafirjardar.is

Nú er Skólavörðustígur göngugata frá Bergstaðastræti að Bankastræti. Laugavegur verður einnig göngugata áfram. Göngugötur verða opnaðar bílaumferð 8.ágúst .

Laugavegi 82 á horni BarónstígsS: 551-4473 www.lifstykkjabudin.is

Laugavegi 25 S: 571-1704

Laugavegi 20b S: 552-2966 www.heilsuhusid.is Laugavegi 28b. S: 533 2023L Skólavörðustíg 8b

Sími: 552-2028graennkostur.is

Laugavegi 15 Sími: 420 8849 www.bluelagoon.is

Laugavegi 62S: 445-4000www.zebrashop.is

Laugavegi 16 S: 552 4045Skólavörðustíg 14

S: 571-1100www.sjavargrillid.is

Laugavegi 6 S: 533-2291 www.timberland.is

midborgin.is og á Facebook: Miðborgin okkar

Laugavegi 24 S: 578-4888 www.scandinavian.is

Laugarvegi 13 S: 660-8202

Laugavegur 35 S: 893-0575Laugavegi 4 Sími: 555 4477

Gjafakort Miðborgarinnar okkar

fáanlegt í öllumbókaverslunum

miðborgarinnar!

Hýr og langur laugardagur í miðborginni

Símasviðið Hjartatorgi: kl. 14:00 Valgeir Guðjónsson

Skólavörðustígur göngugata: kl. 16:00 Valgeir Guðjónssdon

Laugavegur 77: kl. 14:00 Elín Ey

Ingólfstorg: kl. 15:00 Elín Ey

Hlemmur: kl. 11:00 5 Rythma dans kl. 13:00 VIÐ ERUM - Sýning Snorra Ásmundssonar, Kolbeins Huga og Páls Hauks ásamt gjörningi Snorra Ásmundssonar

Rakarastofurnar á Hlemmi bjóða snoðklippingu fyrir kr. 700

Gay Pride hefst við BSÍ kl. 14:00Hinsegin hátíð við Arnarhól kl. 15:30Meðal skemmtikraftaPáll Óskar, Lay Low, The Esoteric Gender, Never the Bride,Gunni og Felix, MaryJet, Bloodgroup og Hera Björk

Verslum og njótum þar sem hjartað slær

Skólavörðustíg 16 www.geysirshops.is

Ingólfsstræti 2 S: 517-2774www.gjafirjardar.is

Nú er Skólavörðustígur göngugata frá Bergstaðastræti að Bankastræti. Laugavegur verður einnig göngugata áfram. Göngugötur verða opnaðar bílaumferð 8.ágúst .

Laugavegi 82 á horni BarónstígsS: 551-4473 www.lifstykkjabudin.is

Laugavegi 25 S: 571-1704

Laugavegi 20b S: 552-2966 www.heilsuhusid.is Laugavegi 28b. S: 533 2023L Skólavörðustíg 8b

Sími: 552-2028graennkostur.is

Laugavegi 15 Sími: 420 8849 www.bluelagoon.is

Laugavegi 62S: 445-4000www.zebrashop.is

Laugavegi 16 S: 552 4045Skólavörðustíg 14

S: 571-1100www.sjavargrillid.is

Laugavegi 6 S: 533-2291 www.timberland.is

midborgin.is og á Facebook: Miðborgin okkar

Laugavegi 24 S: 578-4888 www.scandinavian.is

Laugarvegi 13 S: 660-8202

Laugavegur 35 S: 893-0575Laugavegi 4 Sími: 555 4477

Gjafakort Miðborgarinnar okkar

fáanlegt í öllumbókaverslunum

miðborgarinnar!

Skólavörðustíg 16 • sími: 555-6310 • www.geysirshops.is

opid til kl.2

2

Laugavegi 8 • sími: 552-2412 • [email protected]

Litla Jólabúðin

[email protected] 8 Sími: 5522412101 Reykjavík

Litla Jólabúðin

[email protected] 8 Sími: 5522412101 Reykjavík

Laugavegi 4 • sími: 555-4477

Laugavegi 25 • sími: 571-1704 Laugavegur 71 • sími: 551 7060

OPIÐ TIL KL 1

7

Á LA

UGARDÖGUM

Skólavörðustíg 4 • sími: 551 7015

Laugavegur 28b • sími: 533-2023

Laugavegi 24 • sími: 578-4888 • www.scandinavian.is

Laugavegi 20 • sími: 551 3344

Opið virka

daga til

kl. 18.30

Miðasala 568 8000borgarleikhus.is

Áskriftar-kortið mittStefán Eiríksson,

lögreglustjóri höfuð-borgarsvæðisins

50 tíska Helgin 26.-28. ágúst 2011

Ný fatalína frá systrumB reska tímaritið Grazia

sagði frá því í vikunni að hin nítján ára Natali Germa-notta og eldri systir hennar Lady GaGa ætluðu að taka höndum saman og hanna nýja fatalínu undir fjölskyldunafn-inu. Natali, sem stundar hönn-unarnám í New York, er sögð vera gríðarlega hæfileikarík og hefur meðal annars unnið sem búningahönnuður við nokkrar stórar Boradway-sýn-ingar. Yngri systirin er þó ekki eins frjálsleg í fatavali og sú eldri og er stefnan að mætast á miðri leið við gerð fatalínunnar svo að hún verði klæðileg fyrir almenning. Talsmaður söng-konunnar segir að fatalínan sé á algjöru byrjunarstigi og ekki hægt að gefa upp hvenær hún verði tilbúin.

Ný fatalína í anda

Mad ManF atahönnuðurinn Janie Bryant, sem

hefur verið aðalhönnuður sjónvarps-þáttanna Mad Men síðustu ár,

hefur nú sett á sölu nýju fatalínuna Mad Men Collection ásamt fatafyrirtækinu Banana Republic. Fatalínan sækir inn-blástur til sjónvarpsþáttanna vinsælu þar sem tíska frá sjöunda áratugn-um er ríkjandi, og er hún hönnuð fyrir bæði kynin. Línan er nú til sölu á vefverslun Banana Repu-blic og er verðlagið mjög sann-gjarnt.

Sjónvarpsþættirnir hafa haft mikil áhrif á tískuheiminn síðustu misseri, og þá sérstaklega núna í byrj-un hausts. Mörg fatafyrirtæki leggja mikla áherslu á fatnað frá sjöunda áratugnum; kvenleg, elegant og hentug.

Feta í fótspor fremstu hönnuða heimsSysturnar Edda og Sólveig Guðmunds-dætur, sem hanna undir nafninu Sha-dow Creatures, voru meðal keppenda í hönnunarkeppni Reykjavík Runway sem fram fór í síðustu viku. Þær voru valdar úr hópi keppenda til að hanna nýja Coke Light-flösku sem verður að öllum líkindum framleidd í millj-ónum eintaka og eru þar með að feta í fótspor nokkurra af fremstu hönn-uðum heims á borð við Karl Lagerfeld, Donatella Versace og Roberto Cavalli. Ferlið er enn á byrjunarstigi en gert er ráð fyrir að flöskurnar líti dagsins ljós næsta vor, á sama tíma og þriðja fatalína þeirra systra.

Flöskur hannaðar af Karl Lagerfeld. Flöskur hannaðar af Roberto Cavalli.Systurnar Edda og Sólveig.

ROSEBERRYNýtt og áhrifaríkt efni fyrir þvagfærin

ROSEBERRY inniheldur þykkni úr trönuberjum ásamt hibiscus og C-vítamíni. Þessi þrívirka blanda hefur reynst vel við þvagfæravandandamálum. 2-3 töflur á dag fyrir svefn

Fæst í apótekum heilsu-búðum og heilsuhillum stórmarkaðanna.

Innflutningsaðili:

Öflugt þrívirkt fæðubótarefni sem slegið hefur í gegn á Norðurlöndunum

I fl t i ðili

Ranka ráðagóðaTil þess að halda sér frá þvagfæra-

vandamálum er m.a. gott að drekka

nóg af vatni, hreyfa sig reglulega,

þrífa sig vel eftir klósettferðir og

eftir samlíf.

KYNNINGARAFSLÁTTUR til 31. ágúst nk.

20%

HELGARBLAÐ

Ókeypis alla föstudaga

Á allra vörum safnar nú fyrir nýju barnahjarta-sónartæki, í samstarfi við Neistann. Vertu meðog leggðu hjartveikum börnum lið með því að kaupa Á allra vörum gloss frá Dior! Sjá nánar á www.aallravorum.is.

ÞAÐ ÞARF STÓRT HJARTA TIL AÐ BJARGA ÞEIM LITLU

70 lítil hjörtu þurfa lækningu á hverju ári

HVAÐ ERT ÞÚ MEÐ STÓRT HJARTA?

Hjartans þakkir:

EFTIRTALDIR STAÐIR SELJA Á ALLRA VÖRUM GLOSS FRÍHÖFNIN Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

HAGKAUPSBÚÐIRNAR: Kringlunni, Smáralind, Skeifunni, Holtagörðum, Spönginni, Garðabæ, Akureyri, Borgarnesi og Njarðvík.

LYF OG HEILSA: Kringlunni, Háaleiti, Hafnarfirði, JL-húsinu, Nes apóteki, Glæsibæ, Hamraborg, Domus Keflavík, Glerártorgi og Hrísalundi, Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Selfossi, Hveragerði, Þorlákshöfn, Hellu, Hvolsvelli og Vestmannaeyjum.

SNYRTIVÖRUVERSLANIR: Hygea Kringlunni og Smáralind, Sigurboginn, Glæsibær, Ólöf snyrtistofa og Jara.

to

n/

A

„Ódýrasti nagla- skólinn á landinu“

Þú tekur námið á þínum hraða Við kennum einnig víða um land t.d. Akureyri, Egilstöðum, Selfossi og Vestmannaeyjum

Kennum einnig augnháralengingar og airbrushtækni.

Þú finnur okkur líka á facebook

Upplýsingar í síma 8202188 og á www.hafnarsport.is

52 tíska Helgin 26.-28. ágúst 2011

Gleraugnalína í anda sjöunda áratugarinsS ala á nýjustu gleraugnalínu

hönnuðarins Stellu McCartney hófst í vikunni og hefur að sjálf-sögðu rokið út. Línan er fjölbreyti-leg og er þemað helst gleraugu í anda sjöunda áratugarins sem tröllríður hausttískunni í ár og sést víða hjá helstu hönnuðum heims.

Þegar Stella frumsýndi nýju lín-una hafði hún orð á því að nauðsyn-legt væri fyrir allar konur að eiga tvö sett af sólgleraugum. Annars vegar klassísk og þægileg sem end-ast manni alla ævi og hins vegar fjörugri gleraugu, í takt við tískuna.

N ýgifta ofurfyrirsætan Kate Moss ákvað á dög-

unum að selja ónotaðar flíkur úr fataskáp sínum á nýja fata-vefnum hardlyeverwornit.com. Fyrirsætan hefur alltaf haft flottan stíl og þar af leiðandi mikið vald á tískunni. Allt sem hún klæðist verður vinsælt. Því geta áhugasamar stelpur um tísku deilt fatnaði með fyrirsætunni og liðið eins og

ofurstjörnu. Flíkurnar fara á uppboð á síðunni á næstu dög-um og verður byrjunarverðið gríðarlega hátt. Það má segja að þessi nýja uppboðssíða verði þróaðri og flottari gerð af eBay þar sem aðeins vandaðar og dýrar flíkur verða seldar á háu verði. Einnig munu frægar stjörnur stoppa við og selja flíkur sínar, líkt og Kate ætlar að gera á næstunni.

Kate Moss selur ónotaðar flíkur

P antið árhifin er hugmynda-fræðilegur veitingastaður þar sem réttirnir eru pantaðir út

frá áhrifum þeirra á líkamann en ekki út frá innihaldi,“ segir Auður. „Við hugsum réttina ekki aðeins sem bragðgóða magafylli heldur upplifun og nýja nálgun á korn og

grænmeti. Hugmyndafræðin snýst um tilraunagleði, rekjanleika og ný-sköpun á, að okkar mati, vannýttri auðlind, íslenska grænmetinu. Mat-ur er lífsnauðsyn og við neytum hans oft á dag. Okkur þykir mikil-vægt að vekja athygli á þeim áhrifa-mætti sem í fæðunni býr því matur seður ekki aðeins hungur heldur getur bæði verið fyrirbyggjandi fyrir sjúkdóma, græðandi og haft áhrif á andlega heilsu okkar. Við byrjuðum á að skrá matjurtir og kornmeti hér á landi, bæði villt og rækað, og kort-lögðum svo áhrif þeirra á líkamann. Grænkál hefur til að mynda jákvæð áhrif á minnið og bankabygg bæt-ir meltinguna. Hráefni með sömu verkun eða sameiginlega eiginleika, til dæmis fyrir meltingu eða minni, voru valin saman í rétt.“

Staðurinn verður færanlegurHugmyndafræði staðarins nær allt frá byggingu hans til framreiðslu réttanna. Staðurinn sjálfur er byggður úr timbri úr Hallormsstað-arskógi, réttirnir eru gerðir úr inn-lendu gæða hráefni sem að lokum er eldað á íslensku metangasi.

„Staðurinn verður færanlegur, sem gerir okkur kleift að ná til sem flestra,“ segir Auður. „Stefnan er að staðurinn verði notaður við hvers kyns hátíðahöld og menningarvið-burði svo að allir sem hafa áhuga fái að njóta hans. Staðurinn pakkast saman í kassa sem rúmar allt sem þarf til veitingareksturs. Þegar á

áfangastað er komið er kassinn opn-aður og 30 fermetra tjald myndar staðinn með húsgögnum og eldun-arbúnaði.

Verkefnið komið á fram-kvæmdastigHugmyndin að veitingastaðnum kviknaði í Listaháskóla Íslands í áfanganum Stefnumót hönnuða og bænda. Í áfanganum vinna vöru-hönnunarnemar og íslenskir bænd-ur saman í hópum að nýsköpun og verðmætaaukningu íslensks land-búnaðar. Margar vörur hafa orðið til upp úr þessu þverfaglega sam-starfi, svo sem skyrkonfektið frá Erpsstöðum og rabarbarakara-mellan frá Löngumýri. Við unnum með Eymundi bónda í Vallanesi sem sérhæfir sig í framleiðslu lífrænna matjurta. Hugmyndin hefur þróast og stækkað mikið síðan þá og verk-efnið er nú komið á framkvæmda-stig og bíður þess að fara í fram-leiðslu. Næsta skref er svo bara að finna réttan rekstraraðila fyrir veit-ingastaðinn.“

-kp

Fílefling, Minnisverður og Glaður í bragði eru réttir á matseðli veitingastaðarins Pantið áhrifin. Fjórir ungir vöruhönnuðir standa að baki hugmyndinni; Auður Ösp Guðmundsdóttir og Embla Vigfúsdóttir, sem eru útskrifaðar frá Listaháskóla Íslands, og skiptinemarnir Katharina Lötzsch og Robert Pe-tersen. Hönnuðurnir fengu nýverið Nýsköpunarverðlaun Forseta íslands og í dag, föstudag, klukkan 15.20 mun Auður kynna verkefnið á ráðstefnunni Nýr farvegur sem haldin er í Hörpu.

Miklu meira en bragðgóð magafylli

SÍÐASTA TILBOÐSHELGIN

fyrstu hæð Sími 511 2020 Erum á

40 - 70%AFSLÁTTUR

NÝJAR HAUSTVÖRUR KOMNAR

kr. 9.890.-

kr. 29.490.-

kr. 21.490.-kr. 21.490Nýtt frá

Marie Claire

Nýr Landspítali háskólasjúkrahús við Hringbraut:

Almennur kynningArfundur um drög Að nýju deiliskipulAgi

*Nýr Landspítali ohf. hefur það að markmiði að standa að nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.

Í kjölfar þess að skipulagsráð Reykjavíkur heimilaði almenna kynningu á drögum að deiliskipulagi á lóð Landspítala við Hringbraut þann 24. ágúst sl. efnir NLSH*, ásamt Landspítala og Háskóla Íslands, til kynningarfundar fyrir almenning nk. miðvikudag, 31. ágúst, kl. 17:30 í stofu 105 á Háskólatorgi.

Forstjóri Landspítala, rektor Háskóla Íslands og fulltrúar hönnunarhópsins SPITAL kynna verkefnið og drög að deiliskipulagi á lóð Landspítala á fundinum. Veggspjöld með uppdráttum og þrívíddar myndum verða til sýnis og sérfræðingar á vegum verkefnisstjórnar NLSH verða á vettvangi til að svara spurningum gesta.

Kynningardagar verða einnig 1.-6. september í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg þar sem gestir og gangandi geta skoðað veggspjöld og rætt við starfsfólk verkefnisstjórnar.

Kynningarefni verður aðgengilegt frá 1. september í þjónustuveri Reykjavíkurborgar á Höfðatorgi, á vefsíðu

Reykjavíkurborgar,www.reykjavik.is, og á verkefnavef NLSH; www.nyrlandspitali.is.

Ábendingar og athugasemdir vegna deiliskipulagsdraganna skal senda á netfangið [email protected].

SPITAL

AT

HY

GL

I

Helgin 26.-28. ágúst 2011

Ný fatalína frá Kardashian-systrumK ardashian-systurnar Kim,

Khloe og Kourtney hófu sölu á nýjustu haustlínu sinni, Kardashian Kollection, í gær, 25. ágúst. Línan hefur verið lengi í bígerð og fengu stelp-urnar innblásturinn að henni úr fataskápunum sínum.

Um síðustu helgi héldu syst-

urnar heljarinnar samkvæmi til að frumsýna fatnaðinn og klæddist öll fjölskyldan fatnaði úr línunni. Í samkvæminu birtu þær einnig fyrstu myndirnar fyrir auglýsingaherferðina þar sem þær þrjár sitja fyrir í bletta-tígramynstruðum klæðnaði.

Biður aðdáendurna um hjálp

T áningssöngvarinn Justin Bieber sló öll sölumet með

Somday, ilminum sem hann hann-aði fyrr á árinu.Nú hefur kærastan hans, Selena Gomez, ákveðið að hanna sinn fyrsta ilm og hefur beðið aðdá-endur um hjálp. Hún opnaði vefinn selenagomezperfumes.com þar sem hún biður aðdáendur að segja skoðun sína. Söngkonan mun svo gefa þeim sem voru henni hjálp-legir 50 þúsund fríar ilmflöskur og tíu fría tónleikapassa á næsta tónleikaferðalag hennar. Ilmurinn er væntanlegur snemma á næsta ári og mun koma í mörgum millj-ónum eintaka.

Plötuhorn Dr. Gunna

leiðin heim

Björgvin og Hjartagosarnir

Björgvin á heiðinniNýjasta plata meistara Björgvins er enn ein kóverplatan. Mest er þetta poppað kántrí en einnig fiftís popp og þjóðlög. Lögin sem koma úr óvæntustu áttinni eru frá Hallbirni og Tom Waits. Flest lögin eru með nýjum íslenskum textum, Jóhanna Guðrún syngur í tveimur og Krummi í einu. Bó er þekktur fyrir vandvirkni og að vanda er umgjörðin glæsileg; umslagið ítarlegt og flott, flutningur allur tipp topp og sándið hunangs-legið. Innihaldið er þó full fyrirsjáanlegt. Björgvin er það frábær listamaður að maður er mjög til í að heyra hann taka sénsa, koma á óvart og vinna með nýju fólki; fara Þrengslin en ekki heiðina. Eitthvað í áttina að því þegar Johnny Cash fór að vinna með Rick Rubin. Leiðin heim er þó fín fyrir sinn gamalkunna hatt.

Greatest hits

Vax

Töff riffAustfirsku bræðurnir Villi og Dóri Warén hafa starf-rækt hljómsveitina Vax með ýmsum hjálparkokkum frá árinu 1999. Þeir spila frumsamda tónlist í anda sixtís-hljómsveita eins og Animals, Them og Manfred Mann, en eru með eigin áherslur og alla rokksöguna undir. Vax minnir stundum á finnska bandið 22 Pistep-irkko, sem byggir á sama grunni, og Villi hljómar ekki ósvipað og PK með sinni hvínandi röddu og hreiminn í ensku textunum. Greatest hitser tvöfaldur pakki, öll bestu frumsömdu lögin á einum diski, kóverlög, sem eflaust nýtast vel á böllum, á hinum. Þetta er þéttur pakki og hin besta skemmtun; strákarnir hitta oft stuðnaglann á rokkhöf-uðið og sníða grípandi lög úr töff riffum. Þá hefur þó alltaf vantað herslumuninn til Vinsælalands – kannski ættu þeir að prófa að syngja á íslensku?

hversdagsbláminn

Lame Dudes

EftirkreppublúsHannes Birgir Hannesson er innsti koppur í búri Leim dúdda; spilar á gítar, syngur og semur. Þeir Snorri Björn Arnarson gítarleikari hafa spilað saman síðan 1985 en bandið fór þó ekki almennilega í gang fyrr en 2008 með auknum mann-skap. Þetta er fyrsta platan og innihaldið gítarblús með íslenskum textum. Eins og við er að búast fylgja laga-smíðarnar steingreiptum lögmálum blússins og menn krydda með gítarsólóum. Þetta er allt ágætlega gert og Hannes er góður söngvari. Helsta trompið er textarnir sem fjalla um hversdagslega hluti eins og sjónvarpsdagskrána, stöðu kaupmannsins á horninu og ýmsar eftir-kreppu-vanga-veltur. Textarnir nálgast það að vera „blogglegir“ þótt víða sé einnig sungið um blúslegri hluti eins og drabb og doða. Þetta er fín blúsplata sem blúsjálkar ættu að kynna sér.

Af því tilefni hefur verið ákveðið að bæta nýjum röddum í kórinn. Ef þú ert yngri en 45 ára og hefur áhuga á að syngja með Léttsveitinni getur þú skráð þig í inntökupróf, sem fara fram 6. september, á [email protected]

KvennakórinnLéttsveit Reykjavíkurheldur aðventutónleika í Hörpu sunnudaginn 27. nóvember

Upplýsingar um Léttsveit ina má f inna á lettsveit . is

„Umhverfi og mannkyni stafar nú mest ógn af miðstýr ingu og ein okun. Sjálfbærni, rétt læti og

friður fá ekki þrifist fyrr en fjöl breytni verður grundvöllur

fram leiðsl unnar. Á okkar dögum er ræktun og viðhald

fjöl breytninnar ekki munaður heldur for senda

þess að við lifum af. “

Vandana Shiva

Kaffitár LandverndMaður Lifandi MatvísMelabúðinMóðir Jörð Nattura.is NLFÍRáðgjafarfyrirtækið AltaRúnar Sigurkarlsson og Hildur GuðmundsdóttirSigurður Gísli PálmasonSkaftholt - Guðfinnur JakobssonVottunarstofan TúnYggdrasill

VANDANA SHIVA á ÍSLANDI Opinn fyrirlestur

í Háskólabíói

(aðgangur ókeypis)

29. ágúst 2011

kl. 17.00

Styrktaraðilar:

Umhverfisráðuneytið, sem er bakhjarl verkefnisins Vandana Shiva á Íslandi

UtanríkisráðuneytiðSjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytiðReykjavíkurborg

Akur - GarðyrkjustöðBiobú Brauðhúsið Félag umhverfisfræðingaFjarðarkaupGlóHeilsaHeilsuhúsiðÍslandsbanki

Linda D. Ólafsdóttir myndalistarkona fyrir framan myndirnar sem eru til sýnis í Ráðhúsinu. Ljósmynd/Hari

MynDlistarsýninG leikanDi lestrarhestar

Myndskreytir lestrarbók fyrir yngstu nemendurnaM yndlistarkonan Linda D. Ólafs-

dóttir stendur fyrir sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur sem ber

yfirskriftina Lifandi lestrarhestar. Efni sýningarinnar eru myndskreytingar úr Lestrarlandinu, nýútkominni lestrarbók fyrir fyrstu bekki grunnskólanna. Um er að ræða sýningu á yfir 30 innrömmuðum myndskreytingum ásamt smámyndum úr lestrarbókinni en auk þess geta gestir sýn-ingarinnar skoðað myndferli höfundarins frá fyrstu skissu að lokamynd.

„Áhugi minn á myndskreytingum kvikn-aði þegar ég sjálf lærði að lesa; ég lá yfir myndunum í Við lesum á milli þess sem ég klóraði mig fram úr orðunum í bókinni. Ég hef alla tíð stefnt að því að starfa við list mína, og þá sér í lagi við myndskreyt-ingar sem ætlaðar eru börnum. Það er mér því mikill heiður að fá að skapa myndir í lestrarkennsubók komandi kynslóða,“ segir Linda í samtali við Fréttatímann en hún út-skrifaðist með BFA-gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og MFA-gráðu í mynd-skreytingum frá Academy of Art University í San Francisco árið 2009. -óhþ

Ég hef alla tíð stefnt að því að starfa við list mína.

54 menning Helgin 26.-28. ágúst 2011

Þ A Ð B Y R J A R A L L T H É R

Í 13 ÁR HÖFUM VIÐ LEITAÐ ALLRA LEIÐA TIL AÐ FÆRA ÍSLENSKUM VEIÐIMÖNNUM VANDAÐAN VEIÐIBÚNAÐ Á BETRA VERÐI. SKOTIN OKKAR, BYSSURNAR, GERVIGÆSIRNAR, GALLARNIR OG BYSSUSKÁPAR ERU GÓÐ DÆMI UM ÞAÐ

SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410

BYSSUSKÁPATILBOÐGöngum vel frá skotvopnum og tryggjum öryggi. Kauptu byssuna í Veiðihorninu eða Sportbúðinni og fáðu byssuskáp á verði sem á sér ekki hliðstæðu. Sk áparnir uppfylla vinnureglur lögregluembætta um viðurkenningu byssuskápa. Veggir og dyr skápanna eru úr þriggja mm. þykku stáli. Hurðir eru með kólfalæsingu. Lamir eru innfeldar. Skáparnir eru gataðir í bak og fylgja múrboltar. Læsanlegt hólf. Tvær stærðir eru í boði: Fyrir 5 byssur. (36x20,5x150). Læsanlegt innra hólf. Fullt verð 38.900. Tilboð til þeirra sem festa kaup á skotvopni í Veiðihorninu eða Sportbúðinni aðeins 19.950.Fyrir 7 byssur (52x20,5x150). Læsanlegt innra hólf. Fullt verð 48.900. Tilboð til þeirra sem festa kaup á skotvopni í Veiðihorninu eða Sportbúðinni aðeins 24.950.Byssuskápatilboð gildir út september eða á meðan birgðir endast.

FYRIR 5 BYSSURTILBOÐSVERÐ 19.950,-

FYRIR 7 BYSSURTILBOÐSVERÐ 24.950,-

BERETTA XPLOR UNICO, BERETTA XPLOR LIGHT, BERETTA XPLOR ACTIONNýju Beretta hálfsjálfvirku haglabyssurnar fást hjá okkur. Byltingar-kennd byssa frá virtasta skotvopnaframleiðanda heims. Verð frá 269.000. Kauptu Beretta byssuna þína í Veiðihorninu eða Sportbúðinni og þú færð byssuskáp á hálfvirði.

BERETTA ULTRALIGHT OG BERETTA SILVER PIGEONYfir undir tvíhleypurnar eru komnar. Fyrir þá sem velja aðeins það besta. Verð frá 259.000. Kauptu Beretta byssuna þína í Veiðihorninu eða Sportbúðinni og þú færð byssuskáp á hálfvirði.

STOEGER 2000 HÁLFSJÁLFVIRKU OG STOEGER P350 PUMPURNAREinhverjar mest keyptu haglabyssur á Íslandi í bráðum 10 ár. Traustar og áreiðanlegar byssur á hagstæðu verði frá verksmiðju Beretta í Tyrklandi. Aðeins frá 61.900. Kauptu Stoger byssuna þína í Veiðihorninu eða Sportbúðinni og þú færð byssuskáp á hálfvirði.

AÐEINS 29.900,-

RIO SKOTINGÓÐ SKOT Á GÓÐU VERÐI

Kauptu rjúpnaskotin um leið og gæsaskotin og við gefum þér 15% afslátt af rjúpnaskotunum. Tilboð gildir út september eða á meðan birgðir endast.

42gr. Mini Magnum aðeins 1.895 (25 stk).50 gr. Magnum aðeins 2.395 (25 stk).36 gr. rjúpnaskot aðeins 1.595 kr. (25 stk.).

32 gr. Rjúpnaskot aðeins 1.395 kr. (25 stk.).28 gr. Leirdúfuskot aðeins 995 kr. (25 stk).

KRÓKHÁLS 5 - SÍMI 517 8050

VEIÐIBÚÐ ALLRA LANDSMANNA Á NETINU - VEIDIMADURINN.IS

BENELLI VINCI, BENELLI COMFORT, BENELLI M2 SUPER 90Úrval af vönduðum haglabyssum frá Benelli á Ítalíu. Verð frá 249.000. Kauptu Benelli byssuna þína í Veiðihorninu og þú færð byssuskáp á hálfvirði.

PROLOGIC FELUGALLIVatnsheldur og vindheldur, fóðraður galli með útöndun. Smekkbuxur og jakki. MAX4 felumynstur.

ÓDÝRU GERVIGÆSIRNAR KOMNARGervigæsir í grágæsalitunum, sérframleiddar fyrir íslenskar aðstæður. Áralöng góð reynsla hér á landi.12 skeljar með lausum haus ásamt festijárnum. 8 á beit, 2 í hvíld og tvær á vakt.Hvergi betra verð á gervigæsum. Aðeins 18.995. 10% afsláttur þegar keyptir eru 3 kassar eða meira.Gerviálftir aðeins 3.995, Flotgæsir aðeins 2.995.

byssuskápatilboð gildir með keyptum skotvopnum hjá okkur

iPod TouchLófatölva fyrir dagsins önn

Epli.is, Laugavegi 182, sími 512 1300 | Opið 10-18 mánudaga til föstudaga og 12-16 laugardaga | www.epli.is

Verð frá 55.990.-

Tónlist, vídeó, leikir, forrit, rafbækur, hljóðbækur, podvörp, ljósmyndir, Safari netvafri, póstforrit, kort, FaceTime, HD vídeóupptaka, Nike+iPod stuðningur

Aðeins 101 grammAllt að 40 klst rafhlöðuending

Fyrirtæki í hugbúnaðarsöluKontakt hefur verið falið að annast sölu á fyrirtæki sem selur

erlendan hugbúnað til fyrirtækja og stofnana. Meðal viðskiptavina eru mörg af stærri fyrirtækjum landsins. Veltan er um 40 milljónir

króna og koma tekjurnar af sölu hugbúnaðar, uppfærslusamningum og námskeiðahaldi.

Hentar afar vel fyrir áhugasama einstaklinga sem vilja starfa við eigið fyrirtæki. Einnig sem viðbót við aðra starfsemi.

Núverandi starfsemi kallar á tvo starfsmenn

Áhugasamir hafi samband við [email protected] eða í síma 414 1200

Hau

kur

08

b.1

1

S kúlptúrar eftir Steinunni Þórarinsdóttur voru settar upp á Economist Plaza-torg-

inu í Mayfair í hjarta Lundúna í síðustu viku. Sýninguna í Lundún-um nefnir Steinunn „Situations“ en verkin eru í nágrenni við Osborne Samuel-galleríið sem hefur höndl-að með verk Steinunnar í fimmtán ár. Peter Osborne er sýningarstjóri og sýningin mun standa yfir í tvo mánuði.

Þá setti Steinunn upp sýninguna „Borders“ í New York í mars. Þar eru 26 skúlptúrar á torgi í ná-grenni höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna en sýninguna sérhannaði Steinunn með þetta torg í huga. Hún segir sýninguna hafa fengið ótrúleg viðbrögð. „Ég hef fengið mjög mikið af bréfum frá fólki sem býr þarna í nágrenninu og fólk er mjög ánægt. Auk þess sem borg-aryfirvöld segja þetta vinsælustu sýningu sem sett hefur verið upp á torginu,“ segir Steinunn sem rekur ánægjuna með skúlptúrana ekki

síst til þess að fólk „á í svo miklum samskiptum við verkin,“ þar sem þau eru í líkamsstærð.

„Þetta torg í New York er mjög fallegt og nærvera Sameinuðu þjóðanna er afar táknræn; sýn-ingin er hönnuð sérstaklega inn í torgið. New York borg bað mig um að senda inn tillögu að útiverkum og hún var samþykkt. Þetta hefur verið mjög ánægjulegt og gaman,“ segir Steinunn um verkið sem fær að standa fram í september og hefur því, þegar yfir lýkur, glatt vegfarendur í um það bil hálft ár.

Furðulegt mál kom upp í sam-bandi við eitt verka Steinunnar í sumar þegar 300 kílóa skúlptúr hvarf sporlaust eina nóttina af hafnarbakka í Hull. Steinunn segir þennan þjófnað þó ekki hafa raskað ró sinni; hún sofi róleg um nætur og óttist ekki að verk hennar í New York eða Lundúnum komi til með að hverfa sporlaust. „Verkin hafa fengið svo jákvæðar móttökur að ég hef ekki áhyggjur.

Það er líka fylgst vel með þeim og öryggisgæslan við byggingu Sam-einuðu þjóðanna er mikil. Síðan eru nú alltaf einhverjir á ferli, sérstaklega í borginni sem aldrei sefur.“

Þórarinn Þórarinsson

[email protected]

Steinunn ÞórarinSdóttir Víðförlar Styttur

Skúlptúrar Stein-unnar Þórarins-dóttur vekja jafnan athygli þar sem þeir eru settir upp. Mann-verurnar sem hún skapar úr járni, stáli, gleri og öðrum efnum fara víða og um þessar mundir sýnir hún verk undir berum himni bæði í New York og Lund-únum.

New York-búar blanda geði við skúlptúra

Skúlptúrum Steinnunnar Þórarinsdóttur hefur verið sérstaklega vel tekið á torginu í nágrenni höfuð-stöðva Sameinuðu þjóðanna í New York enda komast vegfarendur vart hjá því að blanda geði við stytturnar. Ljósmynd/Magnus Arrevad

Steinunn setti upp sýningu á Economist Plaza í Lundúnum í síðustu viku og verk hennar setja sinn sterka svip á það torg rétt eins og torgið í New York. Ljósmynd/Murray Head

Dularfulla skúlptúrhvarfið

Steinunn gerir það gott með skúlptúrum sínum í útlöndum og sefur róleg þótt 300 kílóa verk hennar hafi horfið í Hull í sumar. Sú ráðgáta er enn óleyst þrátt fyrir að tveir grunaðir hafi verið hand-teknir. Ljósmynd/Bragi Þór

Í sumar hvarf verkið „Voyage“, eða „För“, af hafnarbakkanum í Hull. Verkið er í tveimur hlutum. Annar þeirra var í Hull en hinn í Vík í Mýr-dal. Steinunn gerði verkið fyrir Hull til þess að fagna 1.000 ára sambandi Íslands og Bretlands og afkomendum breskra sjómanna sem sigldu frá Hull en fórust í skipssköðum þykir sárt að horfa á eftir verkinu sem þeir tengja minningu látinna ástvina.Lögreglan í Bretlandi telur líklegast að listaverkaþjófarnir hafi ætlað sér að bræða verkið og selja málminn.Steinunn fylgist vel með rann-sókninni og er í miklum samskiptum við yfirvöld í Bretlandi. „Þetta er alveg ótrúlegt mál. Það voru tveir menn handteknir og í bíl annars þeirra fundust bronsleifar en ekki nóku mikið magn til þess að skera úr um hvort þær væru úr verkinu. Og þeir neita öllu. Verkið er því enn ófundið en nú er stefnt að því að taka sílíkonmót af systurverkinu í Vík og það verði endurgert og sett aftur á sinn stað.“ -þþ

Námskeiðin hefjast 6. september. Skráning og upplýsingar á [email protected] og í síma 777-2383

Haustönn 2011 að hefjast

FIMLEIKAFJÓLURNAR Í FOSSVOGINUMKvennaleikfimi í FossvogsskólaÞri. og fim. kl. 17Verð 14.000 kr. YOGA FITNESS Í ÍR HEIMILINU

yoga - pilates - teygjur - styrkur - slökun Þri. kl. 20:30 og fim. kl. 19:30

Verð 19.900 kr.

www.noatun.isn o a t u n . i s

NammibarinnNammibarinn

50%afsláttur

AF NAMMIBARNUM

LAUGARDAGA:ALLAN SÓLARHRINGINN

SUNNUDAG - FÖSTUDAG:MILLI KL 20 - 24

Getur þú styrkt barn?www.soleyogfelagar.is

56 menning Helgin 26.-28. ágúst 2011

Miðasala 568 8000borgarleikhus.is

Áskriftar-kortið mitt

Steindi jr., sjónvarpsmaður

M inningar- og styrktar-tónleikar í nafni Hönnu Lilju Valsdótt-

ur og dóttur hennar Valgerðar Lilju Gísladóttur, verða haldnir í Guðríðarkikju mánudaginn 5. september. Hanna Lilja og Val-gerður Lilja verða jarðsungnar næstkomandi mánudag. Allur ágóði rennur í sjóð til styrktar Gísla Kr. Björnssyni, eiginmanni

Hönnu Lilju, og barna þeirra Þorkels, Guðrúnar og Sigríðar Hönnu.

Hanna Lilja fékk blóðtappa í lungu þegar hún var gengin 34 vikur með tvíbura. Hún hafði það ekki af en það tókst að bjarga tvíburunum. Þær voru skírðar strax og fengu nöfnin Sigríður Hanna og Valgerður Lilja. Sig-ríður Hanna var mun sprækari

en systir hennar og hefur eflst það mikið að hún er talin úr lífs-hættu. Valgerður Lilja var mun veikari og var í öndunarvél og sýndi ekki framfarir. Ákveðið var að taka hana úr öndunar-vélinni og fjaraði líf hennar út á stuttum tíma. Fyrir áttu Gísli og Hanna tvö börn, þau Þorkel Val, átta ára, og Guðrúnu Filippíu, fjögurra ára. -óhþ

Minningartónleikar um Hönnu Lilju Tónleikar Fjölskylda í sáruM Tónleikar reykjavík jazz FesTival

Ragnheiður syngur í Norræna húsinuSöngkonan Ragnheiður Gröndal heldur tónleika í Norræna húsinu í kvöld, föstudagskvöld, með þjóðalagasveit sinni og hefjast þeir klukkan 20. Tónleikarnir eru hluti af Reykjavík

Jazz Festival. Ragnheiður hefur gefið út fjölmargar plötur, meðal annars Þjóð-lög (2006) og Tregagás (2009) en á þeim er efniviðurinn sóttur í íslensk þjóðlög. Þessar tvær plötur hafa vakið töluverða athygli bæði heima og erlendis.

Hljómsveitin hefur undanfarin tvö ár leikið víða, meðal annars í Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Eftir tónleikana á Reykjavík Jazz Festival kemur hópurinn

fram á tónlistarhátíð í Normandí í Frakklandi.Á tónleikunum á föstudaginn kemur austurríski slag-

verksleikarinn Claudio Spieler fram með hljómsveitinni en hann leikur á mörg afar framandi slagverkshljóðfæri ættuð frá austurlöndum fjær. Ásamt Ragnheiði og slagverksleikar-anum Claudio Spieler leika Haukur Gröndal á klarínett, Guð-mundur Pétursson á gítar og Birgir Baldursson á trommur og slagverk. -óhþ

Ragnheiður Gröndal ásamt þjóð-lagasveit sinni sem er skipuð valinkunnum listamönn-um.

Vinirnir Jógvan Hansen og Friðrik Ómar syngja á tónleikunum.

Þessir koma fram á tónleikunumAnna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson óperusöngvarar ásamt Helga Má Hannessyni píanóleikara. Diddú óperusöngkona Friðrik Ómar söngvari Gréta Salóme Stefánsdóttir fiðluleikari Hrannar Kristjánsson hljóðmix Jóhann Friðgeir Valdimarson óperusöngvari Jógvan Hansen söngvariÓskar Einarsson, Fanný Kr. Tryggvadóttir og Hrönn Svans-dóttir gospelsöngur

POPPPunkTur TOdMOBile MÆTir ÉG eÐa skálMöld í ÚrsliTuM

H ljómsveitin Skálmöld er komin í úrslit og mætir annað hvort

Ég eða Todmobile. Við fáum úr því skorið annað kvöld,“ segir dr. Gunni, spurningahöfundur og dómari í hinum vinsæla sjónvarps-þætti Popppunkti – en nú sér fyrir endann á þessari viðureign hljóm-sveitanna.

Þeir sem fylgjast með spurninga-keppni poppara fá sem sagt úr því skorið hvaða hljómsveit kemst í úrslit. Sú viðureign verður hins vegar ekki að viku liðinni. „Nei, 3. september verður slegið á léttari strengi. Þá verður á dagskrá hinn árlegi auka Popppunktur til að hita upp stemninguna fyrir sjálfan úr-slitaleikinn. Þá eigast við Vestur-port og Spaugstofan. Fyrirliði Vest-urports er Björn Hlynur og með honum eru Víkingur Kristjánsson og Rúnar Freyr. Fyrirliði Spaug-stofunnar er Örn Árnason en með honum eru Siggi Sigurjóns og Karl Ágúst,“ segir dr. Gunni og nefnir í framhjáhlaupi að fyrirliðarnir Björn Hlynur og Örn hafi lagt á það ríka áherslu að fá að keppa í Popppunkti.

Búið er að taka upp þáttinn og þekking leikaranna kom dr. Gunna í opna skjöldu. Hann semur spurn-ingarnar jafnan að teknu tilliti til ætlaðrar þekkingar keppenda og

þegar poppararnir eru annars vegar liggur það að einhverju leyti fyrir. „Þarna kemur maður að tómum kofanum. Yfirleitt semur maður léttari pakka en gengur og gerist þegar svona viðureignir eru annars vegar en það var algjör óþarfi. Bæði lið sýndu hörkuleik og það verður gaman fyrir áhorfendur að sjá þetta fólk í algjörlega nýju ljósi. Og svo ertu náttúrlega kominn með fyrir-sögnina: Spaugstofan aftur á RÚV. Vilja ekki allir lesa það?“ Jú, Frétta-tíminn ætlar að svo sé og leyfir við-mælandanum að velja fyrirsögnina að þessu sinni.

Dr. Gunni hefur ekki tölu á því hversu margar spurningar hann hefur samið fyrir Popppunkt; segir að honum takist stundum að nota aftur spurningar sem ekki líta dagsins ljós í þáttunum. „Glöggir áhorfendur geta séð í gegnum það. Til dæmis í valflokkunum. Stund-um koma einhverjir flokkar aftur þótt þeir heiti kannski eitthvað annað. Og þá nýtast spurningarnar. Erlendar hljómsveitir á Íslandi koma hugsanlega aftur undir öðru heiti: Íslandsvinir.“

Dómarinn dregur hins vegar ekki úr því að hann leggi metnað og vinnu í þáttinn. Því er ekki úr vegi að inna hann eftir því hvort spyrill-

inn, Felix Bergsson fái jafn mikið borgað fyrir dagskrárgerðina? „Heyrðu, það er verið að kalla mig á fund. Ég sendi þér svar við þessari spurningu í tölvupósti.“

– Bíddu, bíddu ... við verðum að loka þessu. Hefur ekki komið til tals að hafa þetta konsept til útflutnings?

„Einhvern tíma kom það til tals. Sonur Sigurjóns Sighvats, Þórir Snær, pródúsent hjá Zik Zak, ætlaði að selja þetta til Skandinavíu á sínum tíma. En ég heyrði ekkert meira um það. Ég skil reyndar ekki af hverju engum hefur dottið þetta í hug. Rolling Stones á móti Metallica! Það væri gott. Annars er þetta alveg opið. Við eigum ekki einkarétt á þessu. Kannski ein-hvern hefðarrétt. En þetta er bara hugmynd sem ég hef ekki fengið lögverndaða. Ég vil helst komast í gegnum lífið án þess að hafa ein-hverja lögfræðinga í kringum mig. En ef það er einhver athafnamaður sem vill kanna þetta þá lýst mér vel á það.“ Dr. Gunni segir ekki ákveð-ið hvort Popppunktur verður á dag-skrá næsta sumar en hins vegar hafi þeirri hugmynd verið hreyft að hafa einhvers konar jólapopppunkt.

Jakob Bjarnar Grétarsson

[email protected]

Spaugstofan aftur á RÚVPopppunktur Gunni og Felix en fyrir framan þá eru leikararnir úr Spaugstofunni og Vesturporti sem tókust á í Popppunkti af miklum ákafa, krafti og ... þekkingu.

Söfnunarreikningur fyrir börn Hönnu Lilju og Gísla

Kt. 080171-5529

0322-13-700345

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

– Afslátt eða gott verð?

Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum

Hreinlætisvörur

NAPOLI hitastýrt sturtusett

26.900,-SAFIR sturtusett

2.595,-

Stálvaskur ø 38 cm

5.990,-

11.900,-NAPOLI hitastýrð blöndunartæki fyrir sturtu

NAPOLI hitastýrð blöndunartæki fyrir baðkar 10.995,-

MTXE sturtuhaus

2.690,-Skolvaskur plast 52,5x37,6 cm

9.900,-

Stálvaskur 43x76 cm

6.990,-VEMAR River blöndunartæki

5.900,-

VEMAR Rain blöndunartæki

5.990,-

58 dægurmál Helgin 26.-28. ágúst 2011

wwwkaninn.iswww.facebook.com/kaninn

RYAN SEACREST AMERICAN TOP40Á KANANUM FER Í LOFTIÐ SUNNUDAGINN 3. SEPTEMBER

KANNINN FAGNAR TVEGGJA ÁRA AFMÆLI MEÐ STÆL - BEINT FRÁ HOLLYWOD

AFMÆLISBÍÓ: CRAZY STUPID LOVEKANA SÝNING 31. ÁGÚST

LÍMMIÐALOTTÓ ALLAN SEPTEMER

Skeifunni 11B • 108 Reykjavík • Sími 519 [email protected] • www.promennt.is

Skráðu þig á póstlistann á www.promennt.is og þú gætir unnið 100.000 kr.

námskeið að eigin vali

Skrifstofunám, bókhald, Navision fjárhagsbókhald, tollskýrslugerð.Bókhalds- og skrifstofunám

Almennt tölvunám, eldri borgarar 60+, ýmis stök námskeið.Almenn tölvunámskeið

Grafísk hönnun, vefsíðugerð, myndbandavinnsla og tæknibrellur, Wordpress.Vefur, grafík og myndvinnsla

Mikill fjöldi nýrra og spennandi námskeiða. Hacking, VMWare, Citrix, MS Server 2008, SQL Server 2008, SCCM, SCOM, CRM, .NET 4.0 ofl.

Microsoft sérfræðinám

MCITP Server Administrator, MCITP Enterprise Administrator, CCNA ofl.Kerfisfræði

Tölvuskólinn iSoft-Þekking verður

N Á M S F R A M B O Ð Á H A U S T Ö N N

Allar nánari upplýsingar um námsbrautir og námskeið fást í síma 519-7550 eða á vef okkar www.promennt.is.

Nýtt nafn á gömlum og traustum grunni. Þó ennþá sama kennitalan, sama frábæra fólkið, á sama staðnum og hér eru auðvitað áfram sömu flottu nemendurnir! Nánar á promennt.is

F R Á B Y R J E N D U M T I L S É R F R Æ Ð I N G A

BOÐIÐ UPP Á

FJARKENNSLU

GEYMIÐAUGLÝSINGUNA

Meira en tvær milljónir áhorfenda skráðu sig inn til að horfa á kynlífsmyndbandið með þokkadísinni Kim Kardashian á sama tíma og brúðkaup hennar og körfubolta-kappans Kris Humphries fór fram. Það er töluvert meira en venjulegt áhorf á myndbandið sem fyrrverandi kærasti hennar, rapparinn Ray J, setti á vefinn árið 2007. Venjulega horfa 300 þúsund manns á myndbandið í hverjum mánuði. Kim, sem fékk þrjár milljónir punda, um hálfan milljarð íslenskra króna, í skaðabætur vegna myndbandsins sagði fyrr á þessu ári að tilhugsunin um myndbandið væri niðurlægjandi.

Brúðkaup jók áhorf á kynlífsmyndband

Mosfellingurinn og grínistinn Steindi jr. verður heldur betur á heimavelli um helgina þegar bæjarhátíð Mosfellsbæjar fer fram. Steindi verður kynnir á fjöl-skyldutónleikunum á Miðbæjartorginu á laugardagskvöldið þar sem hann ætlar jafnframt að taka nokkur laga sinna. Auk hans koma fram á tónleikunum Hera Björk, Villi og Sveppi, Vinir Sjonna og Helgi Björns og Reiðmenn vindanna. Hátíðin hófst í gærkvöld, fimmtudag, og ýtti Steindi henni úr vör með því að stýra pub-quiz á Hvíta víkingnum. í kvöld er stefnt að því að setja Íslandsmet í planki á Miðbæjartorginu áður en karnival-skrúðganga gengur í Ullarnesbrekkur við Varmá þar sem kveikt verður í varðeldi og brekkusöngur sunginn.

Steindi allt í öllu á bæjarhátíð

N ýtt sýningarár er að hefjast hjá Íslenska dansflokknum. Líkt og í fyrravetur verður

fjölbreytnin áfram höfð að leiðar-ljósi en dansinn settur í forgrunn. Heimsþekktir danshöfundar koma til liðs við Íslenska dansflokkinn, vinsælar og skemmtilegar sýningar verða endursýndar og einnig verður farið í ferðalag með listformið.

Hápunktur vetrarins er verkið heimsfræga, Mínus 16, sem sýnt verður í febrúar. Það er eftir Ísra-elann Ohad Naharin sem hefur oft verið nefndur rokkstjarna dans-heimsins. Íslenski dansflokkurinn fékk styrk frá Auroru velgerðar-sjóði til að geta fært íslenskum dansunnendum verk eftir þennan eftirsóknarverða danshöfund.

Rokkstjarna dansheimsins í Borgarleikhúsinu

Steindi jr. stýrir spurningakeppni, kynnir tónleika og tekur lagið á bæjarhátíð Mosfellsbæjar. Ljósmynd/Hari

BÓK UM BIEBER AUKINN ÞUNGI FÆRIST Í KRÖFUNA UM BIEBER TIL ÍSLANDS

Strákarnir öfundast út í BieberH vað er það sem gerir Bieber

svona frábæran? Ég gæti talið upp svo mörg atriði en

við höfum ekki allan tíma í heimi, er það?“ segir Sóley Rún Sturludóttir. Hvorki hún né vinkonur hennar fara leynt með aðdáun sína á söngvaran-um unga, Justin Bieber. Þær eru all-ar nýbyrjaðar í framhaldsskóla, MS og Versló, sextán ára, árinu yngri en Bieber, og nutu þeirra forréttinda að fá að skoða bók um Bieber sem kemur út í dag. En í vinkonuhópnum er dóttir útgefandans, Tómasar Her-mannssonar hjá Sögum. Fréttatím-inn heyrði ofan í þær vinkonur.

„Hann er ekta, hann heldur lagi, hann er náttúrutalent, hann er falleg-asti strákur í heimi og mjög gaman að fræðast um hann – að ég tali nú ekki um að hlusta á hann,“ segir Sól-ey. Á Facebook hefur verið stofnuð síða sem boðar sérstaka skrúðgöngu 10. september klukkan 16, Bieber til heiðurs þar sem krafan „Justin Bie-ber til Íslands!“ verður sett á oddinn. Þegar hafa 1.136 boðað komu sína á þann viðburð og ætla að mæta í fjólu-bláu. Katla Tómasdóttir telur víst að þær vinkonurnar mæti þar. „Förum örugglega. Það væri geðveikt að fá hann til landsins. Ég hef ekki farið á tónleika með honum en vinkona mín hefur gert það. Henni þótti geðveikt.“

Að sögn Kötlu hefur Bieber sent frá sér tvær plötur. Eins og helsta Bieber-aðdáandanum í hópnum er fullkunnugt um. Þóra Marín Sigur-jónsdóttur þykir rétt að árétta kosti Biebers í eyru blaðamanns, sem veit

ekki hvaðan á sig stendur veðrið, enda kominn á miðjan aldur: „Hann er mjög góður söngvari, sætur, mjög góður dansari. Mjög margir strák-ar þola hann ekki. En þeir eru bara öfundsjúkir,“ segir Þóra Marín sem telur fyrirliggjandi að Bieber eigi meira fylgi að fagna meðal stelpna en stráka.

Ekki er annað að sjá og heyra en að útgefandinn Tómas sé ánægður

með viðtökur stelpnanna við bókinni. Tómas er sjálfur tónlistarmaður og skrifaði vinsæla bók um Magnús Eiríksson. „Ég er orðinn Bieber-aðdáandi. Ekki annað hægt. Hlusta á Magga Eiríks og Bieberinn til skiptis.“ Aðspurður hvort Bieber sér stærri en Bítlarnir voru segir Tómas það erfiðan samanburð. „Hann er vinsælasti YouTube-listamaður allra tíma. Tíu milljónir sáu hann þar áður

en hann fékk plötusamning. Hann var þá 12 eða 13 ára og setti klippurn-ar með sér þar inn sjálfur. Hinn sanni alþýðulistamaður. Nú er hann 17 ára og selur á Madison Square Garden á tíu mínútum. Yngsti listamaðurinn á topplista í Bandaríkjunum síðan Steve Wonder árið 1963. Stærri en Bítlarnir? Í vinsældum? Ég veit það ekki. Hann er alla vega stærri en Páll Óskar."

Vaka, Þóra Marín, Sóley og Katla. Fara hvergi leynt með dálæti sitt á Justin Bieber, fagna útkomu bókar um hann og segja geðveikt ef hann kæmi til Íslands. Ljósmynd/Árni Torfason

60 dægurmál Helgin 26.-28. ágúst 2011

Lenovo vélar eru harðduglegir vinnuhestar sem taka hraustlega á því með þér í skólanum og skila þér vel áfram í félagslífinu. Vertu klár í hvað sem er í vetur, farðu á netverslun.is og skoðaðu úrvalið.

Skólavélar Lenovo eru Svansvottaðar.

3 ára ábyrgð

Traustur þjónustuaðili

6 mánaða vaxtalaus lán

Frí heimsending*

Hann stóð sig frá-bærlega í þessu á sínum tíma og kemur vel til greina í verkið.

Skjár einn og framleiðslufyrirtækið Purkur ætla að sameinast um að vekja heimilda-þættina Sönn íslensk sakamál til lífsins. Þættirnir nutu mikilla vinsælda þegar þeir voru sýndir í Ríkissjónvarpinu fyrir áratug eða svo. Hilmar Björnsson, dagskrárstjóri Skjás eins, er hæstánægður með samning-inn við framleiðslufyrirtækið og telur sig vera kominn með mikinn happafeng.

„Þetta er mikið gleðiefni fyrir okkur; að hafa náð samningi við þá sem eiga réttinn á þáttaröðinni og nafninu Sönn íslensk saka-mál.“

Fyrirhugað er að gera átta nýja þætti og byrja að sjónvarpa þeim á næsta ári. Fram-

haldið er þó háð því að Purkur fái fram-leiðslustyrk hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. „Ef fjármögnun næst munum við kýla á þessa þætti,“ segir Hilmar.

Í Sönnum íslenskum sakamálum eru þekkt glæpamál, sem vöktu á sínum tíma mikla athygli, rifjuð upp og frásögninni gefið líf með sviðsetningu atburða og við-tölum. Og vitaskuld er enginn skortur á við-fangsefnum nýrrar þáttaraðar enda hefur talsverður fjöldi ljótra mála vakið óhug með Íslendingum á þeim áratug sem liðinn er síðan Sigursteinn Másson reifaði glæpamál í þættinum í Sjónvarpinu.

„Það hafa komið upp mörg athyglisverð

mál síðan þættirnir voru sýndir. Við horfum einungis til mála sem dæmt hefur verið í og erum með lista yfir fjórtán mál sem við eig-um eftir að velja úr. En öll eru þau athyglis-verð, það er engin spurning.“

Leit stendur nú yfir að umsjónarmanni þáttanna og Hilmar segir Sigurstein Más-son vera ofarlega á óskalistanum. „Hann stóð sig frábærlega í þessu á sínum tíma og kemur vel til greina í verkið.“

Sigursteinn Másson stýrði Sönnum íslenskum sakamálum af stakri fagmennsku fyrir nokkrum

árum og áhugi er á því að fá hann til að endurtaka leikinn.

Skjár einn endurvekur Sönn íSlenSk Sakamál

Væri gaman að fá Sigurstein með

fyrst og fremst ódýr

Máltíðfyrir2

499kr.saman

– aðeins 249 kr. á mann!FP biksemad með svínakjöti, 600 gog FP baguette, 2 stk. í pk.

maría BirTa BlÓÐuG uPP FYrir HauS viÐ aÐ verka HreindÝr

Þegar dýrið var opnað gaus upp svakaleg gufa og í henni miðri stóð leið-sögumaður-inn – þá kúgaðist ég.

É g held að þetta sé það ógeðslegasta sem ég hef lent í,“ segir María Birta, leikkona og hönnuður með

meiru. „Ég var fimm tíma að verka þetta, með hníf og sög, og svo þarf að sjóða beinin í minnst þrjá klukkutíma til að ná mergnum út.“

María Birta er nýlega komin af hrein-dýraslóð fyrir austan. Hún fór með fóstur-föður sínum, Pálma Gestssyni, á hrein-dýraveiðar en hann felldi 86 kílóa tarf. „Hún heimtaði að koma með og hirti horn og hala til að hanna eitthvað,“ segir Pálmi.

María fylgdist með þegar dýrið var skotið og svo verkað. Bróðir Pálma, Davíð, verkaði dýrið og María fékk að hirða það sem af gekk; bein, húð og haus. Hún hefur verið að hanna skartgripi og fatnað í félagi við vin sinn, Ásgeir Guðmundsson. Hann á leðursaumavél og þau hafa verið að leika sér með að hanna úr gömlum hnökkum og byssukúlum. „Mig hefur lengi langað til að hanna hringa úr beini þannig að þegar ég sá tækifærið til að hirða heilan skrokk, stökk ég til. Ég var lengi að saga í gegnum hausinn til að ná heilanum út.“ Hún hafði því magnaða ógeðssögu að segja vinkon-um sínum þegar hún fór beint úr því til að hitta þær á kaffihúsi. „Það ógeðslegasta sem ég hef gert, en er nú komin með þessa fallegu hauskúpu og krúnuna með. Ég er að leyfa henni að veðrast aðeins,“ segir

María Birta en leyndarmál er hvað hún ætlar sér með hausinn.

Verkun dýrsins var ekki það eina sem tók á; veiðarnar voru með þeim hætti að magi Maríu umsnerist. Hún borðar ekki rautt kjöt, henni þóttu dýrin krúttleg þar sem þau horfðu til þeirra skömmu áður en skotið reið af þannig að það tók á – villi-mennska. En þau Pálmi kynntust gömlum manni á gististað eystra sem sagði þeim að hreindýrin lifðu á fléttum og fjallagrösum og ef stofninn væri ekki grisjaður árlega ætti fyrir dýrunum að liggja að verða hungurmorða. „Þannig að ... en það sem mér fannst einna ógeðslegast var þegar dýrið var opnað. Þá gaus upp þessi svaka-lega gufa, og þegar leiðsögumaðurinn stóð í henni miðri – þá kúgaðist ég.“

María Birta segir þessa upplifun þó í heild sinni hafa verið skemmtilega og gam-an að sjá hvernig að þessu er staðið. „En ég veit ekki hvort ég gæti staðið í þessu sjálf.“ Í síðasta tölublaði Fréttatímans var fjallað um hreindýraveiðar fyrir austan og rætt við Pálma og Sigurð Aðalsteinsson leiðsögu-mann. Þau leiðu mistök urðu að röng mynd birtist með fréttinni – gömul mynd af Pálma og Gesti Pálmasyni í stað myndar af þeim Pálma og Sigurði. Er beðist forláts á því.

Jakob Bjarnar Grétarsson

[email protected]

María Birta, hönnuður og leikkona, fór í fyrsta skipti á hreindýraveiðar á dögunum. Þótt það hafi verið skemmtileg og athyglisverð reynsla upplifði hún jafnframt það ógeðslegasta sem hún minnist.

María Birta, Pálmi og tarfurinn. María Birta fékk að hirða það sem af féll við verkun dýrsins og sauð meðal annars bein í þrjá tíma til að ná úr þeim mergnum því til stendur að hanna skartgripi úr þeim.

Sagaði í hausinn til að ná út heilanum

Djammað á Kexinu fram á nóttGistiheimilið KEX Hostel, sem stendur við Skúlagötu og er meðal annars í eigu knattspyrnu-kappanna Eiðs Smára Guðjohnsen, Hermanns Hreiðarssonar og Péturs Marteinssonar, hefur sótt um 3. flokks veitingaleyfi hjá lögreglunni á höfuð-borgarsvæðinu og byggingafulltrúa Reykjavíkur-borgar. Kexið, eins og það kallast í daglegu tali, hefur hingað til verið með veitingaleyfi í flokki 2 sem veitir leyfi til vínveitinga til klukkan 23 á kvöldin. Með uppfærðu leyfi geta forsvarsmenn Kexins haft opið fram á nótt með tilheyrandi sölu áfengra drykkja. Kaffihús gistiheimilisins hefur verið mjög vinsælt í sumar – ekki síst eftir að það

fréttist til eig-endanna sjálfra mála kaffihúsið og eitthvað fleira rautt frá kvöldi fram á miðjan næsta dag eina helgina í sumar.

Margrét Erla Maack sjónvarpskona var á ferli í miðborginni ásamt tökumanni Ríkis-sjónvarpsins og fylgdist með fögnuðinum sem greip landsmenn á Menningarnótt. Sagan segir að hún hafi átt í stökustu vandræðum með að finna ódrukkinn mann til að taka tali. Margrét Erla segir það ekki alveg nákvæmt. „Við skulum orða það svo að það hafi verið erfitt að finna skot þar

sem ekki var bjórdós í mynd.“ Sjónvarps-konan segir það orðum aukið að hátíðargestir hafi verið á eyrna-sneplunum upp til hópa en vissulega hafi verið erfitt að „skjóta“ í kringum þá stemmn-ingu.

Bjór úti um allan bæ

Lítið horft á Game of ThronesSjónvarps-þátturinn Týnda kynslóðin, sem hóf göngu sína á Stöð 2 á föstu-dagskvöldið, náði 12,5 prósenta meðaláhorfi. Þátturinn, sem sýndur er í opinni dagskrá strax á eftir Íslandi í dag, er í umsjón Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur og Björns Braga Arnarssonar. Þetta áhorf er svip-að og hinir gamansömu Auddi og Sveppi voru með á sama tíma í fyrra en líklegt er að forsvars-menn Stöðvar 2 vilji fá meira áhorf á þátt á þessum besta tíma í opinni dagskrá. Áhyggjur Stöðvar 2-manna hljóta þó að vera meiri yfir gengi þáttaraðarinnar Game of Thrones. Sýningar á þáttunum, sem eiga að vera eitt helsta flagg-skipið í haustdagskrá stöðvar-innar, voru auglýstar úti um allt. Þrátt fyrir það horfðu aðeins 9,1 prósent sjónvarpsáhorfenda á fyrsta þáttinn á sunnudag – 17 prósentum færri en horfðu á Lie to Me sem var á undan.

62 dægurmál Helgin 26.-28. ágúst 2011

Glæsileg barnadagskrá á Stóra sviðinu á 30. mín. fresti

Sönguppákomur í Þjóðleikhúskjallaranum, Vesalingarnir, Bjart með köflum, Judy Garland

Hestvagnaferðir fyrir framan húsið

Skoðunarferðir baksviðs

Andlitsmálun og búningamátun

Grillaðar pylsur og heitt á könnunni

Prinsessan og forsetinn úr Ballinu á Bessastöðum taka syngjandi á móti þér á tröppunum og bregða sér reglulega í myndatöku með gestum

PIPAR

\TBWA - SÍA \ 112220

OPIÐ HÚSí ÞJÓÐLEIKHÚSI UÞér er boðið á opið hús á morgun, laugardag, kl. 14–17

Allir að mæta með myndavél fyrir Facebook-leik forsetans!Komið þið sæl!Velkomin í Þjóðleikhúsið þar sem prinsessan Margrét Elísabet Ingiríður Elísabet Margrét og ég bíðum spennt eftir að hitta ykkur. Ef þið hafið myndavél eða myndavéla­síma meðferðis væri ekki ónýtt að þið smelltuð mynd af okkur saman. Við ætlum nefnilega í svolítinn leik. Mig langar til að biðja foreldra ykkar um að setja myndina inn á fasbókarsíðuna þeirra og merkja hana Þjóðleikhúsinu svo hún fari líka inn á síðuna okkar. Þrjár heppnar fjölskyldur verða síðan dregnar út og geta unnið miða á Ballið á Bessastöðum. Við Halldóra ráðskona getum ekki beðið eftir að sjá ykkur arka upp heimreiðina.

Kær kveðja,forsetinn

FJÖLBREYTT OG SPE A DI LEIKÁR 2011–2012

Ballið á Bessastöðum hefst á ný á Stóra sviðinu 28. ágúst ogBjart með köflum 2. september!

33% LæGRA MIÐAvERÐ MEÐ LEIKHÚSKORTI

Sími í miðasölu

5511200

„Við hlökkum til að sjá ykkur!“

Íþróttafélög berjast á skákborðinuKeppnislið frá íþróttafélögunum í höfuðborginni mætast á laugar-daginn á Hlíðarenda á Iceland Express Reykjavíkurmótinu í skák. Fjögurra manna lið keppa um sigurinn, og munu margir bestu skákmenn landsins klæðast keppnistreyju síns félags. Lið Vals skartar þannig stórmeisturunum Helga Ólafssyni og Jóni L. Árna­syni, auk Jóns Viktors Gunnars­sonar, fv. Íslandsmeistara. Fram-arar tefla fram stórmeisturunum Jóhanni Hjartarsyni og Helga Áss Grétarssyni, og alþjóðlegu meist-urunum og bræðrunum Birni og Braga Þorfinnssonum.Stefán Kristjánsson fer fyrir sveit KR og stórmeistarinn Þröstur Þór­hallsson klæðist treyju Víkinga, enda miðherji með liðinu upp í 2. flokk á árum áður. Fleiri sveitir verða vel skipaðar, og má búast við harðri baráttu frá Þrótturum og Leiknismönnum. Með Leikni tefla systkinin Inga Birgisdóttir og Ingvar Örn Birgisson, en fyrir-liði Þróttar er Ingvar Þór Jóhann­esson. Fylkisliðið er ekki síður sterkt, með alþjóðlega meistarann Guðmund Kjartansson og fleiri knáa kappa.

Helgi Björns á toppnum í sex vikurEkkert lát virðist vera á vinsældum hestalaga Helga Björns­sonar og Reiðmanna vindanna. Þriðji diskur þeirra, Ég vil fara upp í sveit, situr á toppi Tónlistans, lista Félags hljómplötuframleiðenda yfir mest seldu diska vikunnar, sjöttu vikuna í röð. Eftir því sem næst verður komist hafa diskar Helga Björns og félaga selst í þrjátíu þús-und eintökum. Gus Gus, Steind­inn okkar og Bubbi sitja í sæt-unum fyrir neðan og virðast ekki hafa slagkraft til að velta hest-mannalögunum úr sessi. Ótrúleg velgengni sveitarinnar ungu, Of Monsters and Men, heldur áfram en lag þeirra, Little Talks, var mest spilaða lagið á útvarpsstöðvum á Íslandi í síðustu viku – aðra vikuna í röð. -óhþ

Söfnuðu milljón fyrir UnicefHlauparar í Reykjavík-urmaraþon-inu um síðustu helgi söfnuðu einni milljón fyrir börn af þurrkasvæð-unum í Afríku. Þetta segir Sig­ríður Víðis Jónsdóttir, upplýsinga-fulltrúi Unicef á Íslandi, í samtali við Fréttatímann. Fyrir upphæð-ina er til dæmis hægt að útvega tíu þúsund skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki og tíu þúsund skammta af bóluefni gegn misl-ingum. Aldrei hafa fleiri hlaupið til styrktar UNICEF á Íslandi en í áheitahlaupinu sem fram fór í tengslum við Reykjavíkurmara-þonið á laugardag. Fyrir hlaupið hafði verið gefið út að áheitin rynnu í neyðarsöfnun UNICEF fyrir Austur-Afríku. Elhadj As Sy, svæðisstjóri UNICEF í austur-hluta og suðurhluta Afríku, segir ánægjulegt að heyra hve margir hlauparar á Íslandi hafi ákveðið að leggja starfi UNICEF í þágu barna í austurhluta Afríku lið. -óhþ

HELGARBLAÐ Hrósið …... fær FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson sem hefur farið hamförum í undanförnum leikjum með FH-liðinu í Pepsideildinni í fótbolta og nánast borið liðið á herðum sér í fimm sigurleikjum í röð þar sem FH-ingar hafa þrívegis verið manni færri lungann úr leikjunum.Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

AFSLÁTTUR!30-70%REKKJUNNARÚTSALA

Arg

h! 2

30

811

• 3 svæðaskipt svefnsvæði

• Lagar sig að líkamanum

• Veitir fullkomna slökun

• Stuðningur við bak

• Tvíhert sérvalið stál í gormum

• Steyptir kantar

• 20% stærri svefnflötur

DUCHESS

50%AFSLÁTTUR

KING KOILQueen Size rúm (153x203 cm)

FULLT VERÐ 163.600 kr.

ÚTSÖLUVERÐ98.160 kr.ÞÚ SPARAR 65.440 kr.

KING KOILKing Size rúm (193x203 cm)FULLT VERÐ 264.223 kr.

ÚTSÖLUVERÐ158.534 kr.ÞÚ SPARAR 105.689 kr.

DUCHESSCal King rúm (183x213 cm)FULLT VERÐ 314.367 kr.

ÚTSÖLUVERÐ157.184 kr.

DUCHESSQueen Size rúm (153x203 cm)

FULLT VERÐ 238.175 kr.

ÚTSÖLUVERÐ

119.088 kr.

AÐEI

NS

FYRSTIR KOMA -

STYK

KIÖR

FYRSTIR FÁ!

Borgarleikhúsið | miðasala 568 8000 | Listabraut 3 | Borgarleikhus.is

Hvernig erkortið þitt?

VELDU 4SÝNINGAR

Opið húsá laugardag!

Frábær dagskrá og uppákomurút um allt Borgarleikhús

Galdrakarlinn í OZ – atriði á Stóra sviðinu frá kl. 13

Gói og Eldfærin og Sönglist á Litla sviði

Skoppa og Skrítla í forsal

Skoðunarferður um töfraveröld leikhússins

Tækni�kt og búningamátun fyrir börnin

Opnar æ�ngar á Kirsuberjagarðinum,

Fólkinu í kjallaranum og Gyllta drekanum

Að tjaldabaki á Nei ráðherra

Verið velkomin kl. 13-16

Myndatökur af börnum með Skoppu og Skrítlu,

G óa, Dóróteu og félögum úr Oz

Ljúf leikhústónlist í forsal

Ilmandi vö�ur og ka� á könnunni

Blöðrur og happdrætti

Borgarleikhúsið | miðasala 568 8000 | Listabraut 3 | Borgarleikhus.is