4
Fimmtudagur 27. janúar 2011 www.eystrahorn.is Eystrahorn 4. tbl. 29. árgangur Landsliðsþjálfararnir, Ólafur Jóhannesson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson í knattspyrnu voru í heimsókn á Hornafirði í síðustu viku. Mikil ánægja var með heimsókn þeirra bæði, hvað varðar æfingarnar sem þeir tóku með knattspyrnufólkinu og sömuleiðis opnum fyrirlestrum í Nýheimum um árangur sem Sigurður Ragnar flutti. Þeir félagar komu líka færandi hendi og afhentu 20 bolta að gjöf frá knattspyrnusambandinu. Sigurður Ragnar sagði þetta um heimsóknina; Ég vil bara koma á framfæri kveðjum til Hornfirðinga og allra þeirra sem tóku svona vel á móti okkur hjá Sindra. Það var reglulega gaman að kíkja í heimsókn og heiður að fá að stjórna æfingum hjá 3. flokki og meistaraflokki kvenna. Þar eru margir framtíðarleikmenn. Við fengum höfðinglegar móttökur hvert sem við fórum og vonum að við höfum haft jákvæð áhrif á frábært uppbyggingarstarf Sindra. Það er magnað hvað Sindri hefur skilað af sér mörgum góðum knattspyrnukonum í gegnum tíðina sem hafa leikið í efstu deild og fyrir A-landslið kvenna. Það verður spennandi að fylgjast með þessum framtíðarleikmönnum næstu árin.“ Og Ólafur bætti við; „Heimsóknin var upplífgandi fyrir mig. Mér finnst alltaf mjög gaman að sækja heim félög úti á landi og sjá hvernig þau búa að knattspyrnunni af miklum metnaði þótt fámenn séu. Á Höfn hefur aðstaðan gjörbreyst með tilkomu mjög góðs gervigrass, sérstaklega yfir vetrartímann. Á æfingu með meistaraflokki karla mátti sjá marga efnilega stráka ásamt nokkrum reynsluboltum. Það verður spennandi að fylgjast með gengi Sindra í sumar. Aðstaðan mun svo að sjálfsögðu skila sér í enn betra knattspyrnufólki í framtíðinni. Ég sendi Sindramönnum þakkir fyrir heimboðið og frábærar móttökur.” Fólk finnur upp á ýmsu til að halda uppá á bóndadaginn og bjóða Þorra velkominn. Eins og sjá má á myndinni hafa nokkrir hressir karlar, sem heimsækja sundlaugina daglega, tekið uppá þeim sið að halda „auka þorrablót“ í sundlauginni. Maturinn smakkaðist vel að sögn Mica sem skipulagði uppákomuna að þessu sinni. Hann bætti við að þessi siður sé kominn til að vera og Torfi Friðfinnsson hafi verið skipaður blótsstjóri fyrir næsta ár. Svo er bara að sjá hvort uppátækið fjölgi sundlaugargestum. Landsliðsþjálfarar í heimsókn Heitt og blautt þorrablót Slysavarnadeildin Framtíðin var með opið hús þriðjudaginn 18 janúar sl. sem og aðrar deildir um land allt. Af þessu tilefni afhenti deildin ungbarnaeftirliti heilsugæslunnar 40 stk. af fingravinum. Fingravinur er settur í hurðafals til að hindra að hurðin lokist og kemur þannig í veg fyrir að börn klemmi sig. Ungbarnaeftirlitið afhendir síðan nýjum Hornfirðingi einn fingravin við fyrstu ungbarnaskoðun. Einnig afhenti deildin bæjarfélaginu sjúkratösku sem verður staðsett á nýja gerfigrasvellinum. Innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar starfa öflugar slysavarnadeildir sem hafa það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir slys ásamt því að styðja við björgunarsveitir á sínu svæði. Starf þessara deilda á sér langa sögu og hefur þróast í áranna rás. Fjölmörg ný verkefni hafa komið til s.s. öryggisbúnaður barna í bílum, ör yggi eldri borgara á heimilum, afhending endurskinsmerkja til barna, könnun á hjálmanotkun barna, ör yggi á heimilum skoðað og svona mætti lengi týna til. Í stuttu máli má segja að ekkert viðkomandi slysavörnum sé deildunum óviðkomandi. 3. flokkur karla og kvenna ásamt landsliðsþjálfurum og þjálfurum Sindra. Sigurður Ragnar og Ólafur landsliðsþjálfarar afhenda Maríu Selmu og Þorláki Helga 20 bolta frá KSÍ til Sindra. Slysavarnir Ester Þorvaldsdóttir og Hjalti Þór Vignisson taka við gjöfunum úr hendi Ingu Kristínar Sveinbjörnsdóttur formanns og Lindu Hermannsdóttur. Aðrar Slysavarnakonur á myndinni eru Fjóla Jóhannsdóttir, Ásta H. Guðmundsdóttir, Sigríður Lárusdóttir og Jóhanna Stígsdóttir.

4. tbl. 2011

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Eystrahorn 4. tbl. 2011

Citation preview

Page 1: 4. tbl. 2011

Fimmtudagur 27. janúar 2011 www.eystrahorn.is

Eystrahorn4. tbl. 29. árgangur

Landsliðsþjálfararnir, Ólafur Jóhannesson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson í knattspyrnu voru í heimsókn á Hornafirði í síðustu viku. Mikil ánægja var með heimsókn þeirra bæði, hvað varðar æfingarnar sem þeir tóku með knattspyrnufólkinu og sömuleiðis opnum fyrirlestrum í Nýheimum um árangur sem Sigurður Ragnar flutti. Þeir félagar komu líka færandi hendi og afhentu 20 bolta að gjöf frá knattspyrnusambandinu. Sigurður Ragnar sagði þetta um heimsóknina; Ég vil bara koma á framfæri kveðjum til Hornfirðinga og allra þeirra sem tóku svona vel á móti okkur hjá Sindra. Það var reglulega gaman að kíkja í heimsókn og heiður að fá að stjórna æfingum hjá 3. flokki og meistaraflokki kvenna. Þar eru margir framtíðarleikmenn. Við fengum höfðinglegar móttökur hvert sem við fórum og vonum að við höfum haft jákvæð áhrif á frábært uppbyggingarstarf Sindra. Það

er magnað hvað Sindri hefur skilað af sér mörgum góðum knattspyrnukonum í gegnum tíðina sem hafa leikið í efstu deild og fyrir A-landslið kvenna. Það verður spennandi að fylgjast með þessum framtíðarleikmönnum næstu árin.“ Og Ólafur bætti við; „Heimsóknin var upplífgandi fyrir mig. Mér finnst alltaf mjög gaman að sækja heim félög úti á landi og sjá hvernig þau búa að knattspyrnunni af miklum metnaði þótt fámenn séu. Á Höfn hefur aðstaðan gjörbreyst með tilkomu mjög góðs gervigrass, sérstaklega yfir vetrartímann. Á æfingu með meistaraflokki karlamátti sjá marga efnilega stráka ásamt nokkrum reynsluboltum. Það verður spennandi að fylgjast með gengi Sindra í sumar. Aðstaðan mun svo að sjálfsögðuskila sér í enn betra knattspyrnufólki í framtíðinni. Ég sendi Sindramönnum þakkir fyrir heimboðið og frábærar móttökur.”

Fólk finnur upp á ýmsu til að halda uppá á bóndadaginn og bjóða Þorra velkominn. Eins og sjá má á myndinni hafa nokkrir hressir karlar, sem heimsækja sundlaugina daglega, tekið uppá þeim sið að halda „auka þorrablót“ í sundlauginni. Maturinn smakkaðist vel að sögn Mica sem skipulagði uppákomuna að þessu sinni. Hann bætti við að þessi siður sé kominn til að vera og Torfi Friðfinnsson hafi verið skipaður blótsstjóri fyrir næsta ár. Svo er bara að sjá hvort uppátækið fjölgi sundlaugargestum.

Landsliðsþjálfarar í heimsókn

Heitt og blautt þorrablót

Slysavarnadeildin Framtíðin var með opið hús þriðjudaginn 18 janúar sl. sem og aðrar deildir um land allt. Af þessu tilefni afhenti deildin ungbarnaeftirliti heilsugæslunnar 40 stk. af fingravinum. Fingravinur er settur í hurðafals til að hindra að hurðin lokist og kemur þannig í veg fyrir að börn klemmi sig. Ungbarnaeftirlitið afhendir síðan nýjum Hornfirðingi einn fingravin við fyrstu ungbarnaskoðun. Einnig afhenti deildin bæjarfélaginu sjúkratösku sem verður staðsett á nýja gerfigrasvellinum. Innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar starfa öflugar slysavarnadeildir sem hafa það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir slys ásamt því að styðja við björgunarsveitir á sínu svæði. Starf þessara deilda á sér langa sögu og hefur þróast í áranna rás. Fjölmörg ný verkefni hafa komið til s.s. öryggisbúnaður barna í bílum, öryggi eldri borgara á heimilum, afhending endurskinsmerkja til barna, könnun á hjálmanotkun barna, öryggi á heimilum skoðað og svona mætti lengi týna til. Í stuttu máli má segja að ekkert viðkomandi slysavörnum sé deildunum óviðkomandi.

3. flokkur karla og kvenna ásamt landsliðsþjálfurum og þjálfurum Sindra.

Sigurður Ragnar og Ólafur landsliðsþjálfarar afhenda Maríu Selmu og Þorláki Helga 20 bolta frá KSÍ til Sindra.

Slysavarnir

Ester Þorvaldsdóttir og Hjalti Þór Vignisson taka við gjöfunum úr hendi Ingu Kristínar Sveinbjörnsdóttur formanns og Lindu Hermannsdóttur. Aðrar Slysavarnakonur á myndinni eru Fjóla Jóhannsdóttir, Ásta H. Guðmundsdóttir, Sigríður Lárusdóttir og Jóhanna Stígsdóttir.

Page 2: 4. tbl. 2011

2 EystrahornFimmtudagur 27. janúar 2011

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur: ... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonAðstoð: ................ Ásta ÁsgeirsdóttirPrentun: ............. Leturprent

ISSN 1670-4126

Gunnar Valur Hermannsson

Gunnar Valur Hermannsson fæddist í Suðurhúsum í suðursveit 15. nóvember 1942. hann andaðist á hjúkrunarheimilinu á Höfn í Hornafirði 11. janúar 2011. Foreldrar hans voru Hermann Eyjólfsson frá Hestgerði í suðursveit, f. 1916, d. 2003 og Hulda Sigurðardóttir frá Króki í Suðursveit f. 1915, d. 1989. Gunnar var þriðji í röð 5 systkina, þau eru Sigþór Valdimar f. 1938, Gísli Eymundur f. 1941, Erla Sigríður f.1945, Guðni Þór f. 1954. Gunnar flutti til Hafnar árið 1945 með foreldrum sínum og systkinum ólst þar upp og bjó alla tíð. Hinn 17.06. 1964 kvæntist Gunnar, Birnu Þórkötlu Skarphéðinsdóttur f. 07.09. 1946, frá Reykjavík.Foreldrar hennar voru Skarphéðinn Þorkelsson læknir og Lára Sesselja Björnsdóttir frá Reykjavík. Börn Gunnars og Birnu eru 1) Bragi Hermann f. 28.04. 1965 maki Natalja Gunnarsson f. 1972 barn þeirra Sonja Francheska , börn Braga Gyða Rós, Gunnþóra Rut, Gígja Rebekka, Gunnar Valur, Dimitri Victor. 2) Sæmundur Skarphéðinn f. 28.04. 1965 maki Guðrún Halla Einarsdóttir f. 1965 börn Sæmundar Birna Þórkatla, Gunnar Már, Elías Kristinn, fóstursynir Þorsteinn Rúnar, Stefnir, Mjölnir. 3) Ólöf Kristjana f. 26.11. 1966 maki Benedikt Helgi Sigfússon f. 1963 börn Sigfús Gunnar, Stefanía Ósk, Halldóra Sigríður, Ásgeir Björn, María Hrönn. 4) Hulda Valdís f. 25.02. 1974 maki Jón Garðar Bjarnason f. 1970 börn Bjarni Friðrik, Elísa Ösp, Daníel Snær. 5) Matthildur Birna f. 02.09. 1984 maki Gunnar Kristófer Kristinsson

f. 1978. Barn þeirra Dagný Kristín, fósturbörn Kristinn Gamalíel, Sigurður Vigfús, Bryndís Laufey, Jónína Þórunn. Barnabarnabörn Gunnars og Birnu eru 9 talsins.

Gunnar Hermannsson var ekki hár í loftinu þegar hann byrjaði að hjálpa til við saltfiskverkun hjá KASK. Hann var sennilega 8 ára gamall þegar hann var að aðstoða verkafólkið að breiða úr saltfisk á Fiskhólnum. Seinna vann hann sumarstörf hjá mjólkursamlagi KASK á aldrinum 15-16 ára. Gunnar hóf síðan störf hjá frystihúsi KASK um áramótin 1957-1958 og vann þar fram í maí 1963 þegar hann tók sér frí frá KASK og vann á Stokksnesi í eitt ár. Eftir það kom hann aftur til starfa í frystihúsið og var þar í nokkra mánuði, eða þar til hann var færður í pakkhúsið hjá kaupfélaginu í september árið 1964 og þar vann hann óslitið til ársins 1970 þegar starfsemin var flutt út í Álaugarey. Gunnar var í forsvari fyrir skipaafgreiðslu KASK og fóðurvörudeild í Álaugarey og síðar í flutningadeild KASK. Þann 21. október 1982 tók hann við sem deildarstjóri byggingavörudeildar KASK og starfaði fyrir kaupfélagið fram á mitt ár 2006 þegar Húsasmiðjan tók við rekstri byggingavörudeildarinnar. Gunnar fylgdi með yfir til Húsasmiðjunnar og starfaði þar sem verlsunarstjóri fram á mitt ár 2008 þegar hann að eigin ósk hætti sem verslunarstjóri, en vann áfram hjá Húsamiðjunni við afgreiðslu þar til veikindin gerðu vart við sig seinni hluta árs 2010. Starfsferill Gunnars hjá Kaupfélagi Austur-skaftfellinga spannar næstum hálfa öld. Hann var forstöðumaður/deildarstjóri í 35 ár, fyrst var hann í forsvari fyrir skipaafgreiðslu og flutningadeild KASK í 12 ár og síðan sem deildastrjóri byggingavörudeildar í 23 ár. Útför Gunnars fór fram frá Hafnarkirkju þriðjudaginn 18.janúar.

Fjölskyldan vill koma á framfæri góðum kveðjum, með innilegu þakklæti fyrir hlýhug og auðsýnda samúð.

AndlátHjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu

Ástríðar Oddbergsdóttur Höfn í Hornafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks HSSA fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll.Ásdís Marteinsdóttir, Hrollaugur Marteinsson, Anna Elín Marteinsdóttir, og aðrir aðstandendur

Breytingar í rekstriFrá laugardeginum 5. febrúar mun verslunin Blóm & Bróderí ekki lengur versla með blóm og gjafavöru.

Frá þeim tíma munu Hornfirðingar geta leitað eftir blómaþjónustu til Húsasmiðjunnar/Blómavals á Hornafirði. Við þökkum af alhug þau blómaviðskipti sem þið hafið átt við okkur á undanförnum árum.

Útsala á gjafavöru hefst fimmtudaginn 27.janúar.Í kjölfar þessarra breytinga mun verslunin fá nýtt nafn.Opnunartími frá og með 7.febrúar verður frá 10-18 virka daga og 13-16 laugardaga.

Kveðja Hafdís og Gunnhildur

Ár uppbyggingar! Vinstrihreyfingin - grænt framboð boðar til félags- og opinna stjórnmálafunda um land allt í janúar. Við verðum á Höfn í Hornafirði, í Pakkhúsinu, sunnudaginn 30. janúar.

Félagsfundur Svæðisfélag VG í Hornafirði boðar til félagsfundar kl. 15:30. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, fjallar um flokksstarfið og stjórnmálin í dag.

Opinn stjórnmálafundur Almennur stjórnmálafundur með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra kl. 16:30. Staðan í íslenskum stjórnmálum og verkefnin framundan.

Vinstrihreyfingin grænt framboð

Þorrablót Suðursveitar og Mýra verður haldið þann 5. febrúar í Hrollaugsstöðum

Miðapantanir í síma 894-1826 og 861-8470

Miðaverð: 5000 kr

Nefndin

Íslandsmeistaramótiðverður á

Höfninni við Geirsgötu föstudaginn 4. febrúar

kl. 20:00.

Page 3: 4. tbl. 2011

3Eystrahorn Fimmtudagur 27. janúar 2011

Húsgagnaval

Rúm og dýnur í öllum stærðum og gerðum

Úrval af fallegum skartgripum

Opið 13 - 18 virka daga

13 - 15 laugardaga

Hafnarkirkja sunnudaginn 30. janúar

Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00.

Sóknarprestur

Mömmumorgnar alla miðvikudaga kl. 10:00.

Ja hérna, þær sleppa nú ekki takinu á tippinu stelpurnar hjá Póstinum en þær lögðu skvísurnar hjá

Krakkakoti 8 -7 og skora nú á þá Ingólf og Hjört hjá Rafteymi. Við skulum kíkja á það og sjá hverning fer!

Pósturinn Rafteymi1. Southampton -Man.Utd. 2 2 2. Birmingham-Coventry 1 2 1x 3. Bolton -Wigan 1 1 4. Sheff.Wed -Hereford 1 1 5. Stevenage-Reading 1 2 x2 6. Torquay -Crawley Town 1 1x2 7. Watford -Brighton 1 x2 8. Wolves -Stoke 1 2 1 9. Burnley -Burton Albion 1x2 1 10. Crystal Palace -Norwich 1 1x2 11. Hull -Q.P.R 1x2 1 12. Scunthorpe-Preston 1x2 1 13. Plymouth -Bournemouth 1 1x2

Tipphornið

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821www.inni.is

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson,hrl. og lögg.fasteignasalis. 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir,lögg.

leigumiðlaris. 580 7908

Sigurður Magnússon,lögg.

fasteignasalis. 580 7907

SigríðurKristinsdóttir,

lögmaður

Snorri Snorrason,lögg.

fasteignasalis. 580 7916

FÉLAG FASTEIGNASALA

AusturbrAutFallegt og vel við haldið 137,3 m² einbýlishús ásamt 44,9 m² bílskúr, samtals 182,2 m²3 - 4 svefnherbergi, garðhús, verönd með skjólveggjum og heitum potti.

VogAbrAutVel skipulagt 142,5 m² einbýlishús ásamt 41 m², bílskúr, alls 183,5 m², 4 svefnherb. nýtt og stærra baðherbergi..

VíkurbrAutFullbúið 66,9 m² atvinnuhúsnæði á 1. hæð á góðum stað. Hentar í ýmsan rekstur,sér inngangur.

Nýtt á skrá

Þorrablót Nesja- og Lónmanna

verður haldið í Mánagarði laugardaginn 29. janúarMinnum á forsölu aðgöngumiða fimmtudaginn 27. janúar og föstudaginn 28. janúar kl 19:00 - 21:00 báða daganaEinnig er hægt að panta miða í síma 846-5226 (Heiða) og 867-7416 (Fríða)

Miðaverð kr: 5.000,-Ekki verður selt sér inn á dansleikinn eftir borðhald

Nefndin

Starf í Sundlaug HafnarVantar starfskraft í sundlaugina. Vaktavinna.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1.júní 2011.

Umsækjendur þurfa að vera orðnir 18 ára og helst að hafa lokið skyndihjálparnámskeiði.

Laun samkvæmt samningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sveitarfélagsins og á heimasíðu þess, hornafjordur.is. Einnig má skila inn rafrænt á netfangið [email protected].

Skila ber umsóknum fyrir 5. febrúar nk.

Nánari upplýsingar veitir Haukur Helgi Þorvaldsson forstöðumaður íþróttamannvirkja í síma 470 8000

ÍSLENSK ULL - TIL SÖLULéttlopi, plötulopi, einband ofl. til sölu í töluverðu magni. Fer á mjög góðu verði.Á sama stað, prjónað ullarefni, 2000 kr meterinn.Guðrún, sími 867-6604

Page 4: 4. tbl. 2011

ÞORRAMATUR2,5 L Í FÖTU

ÞORRABAKKI

HRÚTSPUNGARSÚRIR

FERSK GRÍSA-MÍNÚTUSTEIK

SVIÐASULTA NÝ

279kr/stk.áður 349 kr/stk.

1.949kr/ds.

áður 2.598 kr/ds.1.162kr/pk.

áður 1.549 kr/pk.

1.798kr/kg

áður 1.998 kr/kg

1.528kr/kg

áður 1.798 kr/kg

SHARWOODS SÓSUR m

arkh

onnu

n.is

20%afsláttur

1.139kr/kg

áður 1.898 kr/kg

GULRÓFUR

50%afsláttur

Birt

ist m

eð fy

rirva

ra u

m p

rent

villu

r og

myn

daví

xl

99kr/kg

áður 198 kr/kg

SÚRMATUR700 G

1.198kr/ds.

áður 1.498 kr/ds.

KJÚKLINGAVÆNGIRHOT EÐA BBQFRYSTIVARA

20%afsláttur

398kr/pk.

áður 689 kr/pk.

40%afsláttur

25%afsláttur 25%

afsláttur

Tikka masalaSweet & sourSaag Masala Madras Kung PoKormaHoi-SinBalti

MAGÁLL

1.274kr/kg

áður 1.698 kr/kg

25%afsláttur 42%

afsláttur

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.isMjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær

Tilboðin gilda 27. - 30. jan. eða meðan birgðir endast

Nú er frost á fróni…