36
RÉTTINGAVERKSTÆÐI Jóns B . ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected] NÝ HEIMASÍÐA - WWW.JONB.IS Þjónustuverkstæði útvegum bílaleigubíla CABAS tjónaskoðun Brattholt - einbýlishús EIGN VIKUNNAR www.fastmos.is 586 8080 9. TBL. 13. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014 DREIFT FRÍTT INN Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Í MOSFELLSBÆ, Á KJALARNESI OG Í KJÓS Mosfellingurinn Birgir Gunnarsson forstjóri Reykjalundar Meðalaldur sjúklinga á Reykjalundi 48 ár 20 MOSFELLINGUR 2014 Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn gera nýjan samning um meirihlutasamstarf Áframhaldandi samstarf Bæjarfulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna fagna úrslitum á kosninganótt. Bryndís Haralds- dóttir, Bjarki Bjarnason, Haraldur Sverrison, Hafsteinn Pálsson, Kolbrún Þorsteinsdóttir og Theódór Kristjánsson. Mynd/Hilmar Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum hlaut Sjálfstæðis- flokkurinn hreinan meirihluta eða fimm fulltrúa af níu í bæjarstjórn. Síðastliðin átta ár hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn verið í meirihlutasamstarfi í Mosfellsbæ og verður því haldið áfram. Flokkarnir hafa samanlagt rúmlega 60% atkvæða á bak við sig og verður samstarfinu haldið áfram á kjörtímabilinu 2014-2018. Stefnt er að undirritun samnings um meirihlutasamstarf á morgun, föstudag. Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar fer fram mið- vikudaginn 18. júní. 12

9. tbl. 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblaðið Mosfellingur. 9. tbl. 13. árg. Fimmtudagur 12. júní 2014. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós.

Citation preview

Page 1: 9. tbl. 2014

RÉTT INGAVERKSTÆÐ I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]ý heiMaSíða - www.joNb.iS

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla cabas

tjónaskoðun

Brattholt - einbýlishús

eign vikunnar www.fastmos.is

586 8080

selja...

9. tBl. 13. árg. fimmtudagur 12. júní 2014 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós

Mosfellingurinn Birgir Gunnarsson forstjóri Reykjalundar

Meðalaldur sjúklinga á Reykjalundi 48 ár 20

MOSFELLINGUR

2014

Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn gera nýjan samning um meirihlutasamstarf

Áframhaldandi samstarf

Bæjarfulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna fagna úrslitum á kosninganótt. Bryndís Haralds-dóttir, Bjarki Bjarnason, Haraldur Sverrison, Hafsteinn Pálsson, Kolbrún Þorsteinsdóttir og Theódór Kristjánsson.

myn

d/h

ilmar

Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum hlaut Sjálfstæðis-flokkurinn hreinan meirihluta eða fimm fulltrúa af níu í bæjarstjórn. Síðastliðin átta ár hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn verið í meirihlutasamstarfi í Mosfellsbæ og verður því haldið áfram. Flokkarnir hafa samanlagt rúmlega

60% atkvæða á bak við sig og verður samstarfinu haldið áfram á kjörtímabilinu 2014-2018. Stefnt er að undirritun samnings um meirihlutasamstarf á morgun, föstudag.

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar fer fram mið-vikudaginn 18. júní. 12

Page 2: 9. tbl. 2014

R e s t a u R a n t - B a R - s p o R t B a R

Útsala - Útsala - Útsala

Þarftu að kaupa eða selja bíl?

100bilar.is og isband.is • Þverholt 6, Mosfellsbæ

MOSFELLINGUR: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426

Hilmar Gunnarsson(blaðamenn og ljósmyndarar)

Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, [email protected] Þór Ólason, [email protected] Örnólfsdóttir, [email protected]

Landsprent. 4.000 eintök Íslandspóstur.

: Mosfellingur ehf. Ingibjörg Valsdóttir

Tekið er við aðsendum greinum á [email protected]

og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar

skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.

Sumarið er komið og kosningar afstaðnar. Nú getur fólk farið að

hugsa um eitthvað annað og meira spennandi. Ekki voru kosningarnar

það allavega í Mosó.

Framundan er þjóðhátíðardagur

og kvennahlaup. Hvort tveggja stórir viðburðir hér í sveit og hvet ég alla

til að láta sjá sig. Maður er manns

gaman. 17. júní verður sérlega

veglegur þar sem 50

ár eru liðin frá því Mosfellingar héldu daginn fyrst hátíðlegan. Þá með nýrri sundlaug og lúðrasveit sem hefur staðist tímans tönn og gott betur en það. Dagskrá hefst við sundlaugar-bakkann kl. 11.

Fótboltasumarið er hafið og leika meistaraflokkarnir okkar nú

hvern leikinn á fætur öðrum. Miklar breytingar hafa orðið á liðunum, bæði hvað varðar leikmenn og þjálf-ara. Það verður því forvitnilegt að sjá hvernig þetta slípast allt saman. Í blaðinu tekur Mosfellingur púlsinn á nýjum þjálfurum meistaraflokkkanna og fer yfir helstu markmið sumarsins.

Hæ, hó, jibbí, jei...

Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings

Umsjón: ([email protected])

2

héðan og þaðan

50 ár - TIL haMIngJU MoSFELLSBÆr!Í 50 ár hafa Mosfellingar haldið upp á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Myndirnar eru allar frá þeim ágæta degi og sýna meðal annars sveitunga sem komu við sögu.

Ávarp fjallkonu: Arnfríður Ólafsdóttir frá Varmalandi.

Hátíðarræða: Lárus Halldórsson skólastjóri.

Hátíðarmessa: Sr. Bjarni Sigurðsson á Mosfelli, kirkjukórinn og organistinn Hjalti Þórðarson frá Æsustöðum.

Karlakórinn Stefnir, stjórnandi Oddur Andrésson frá Neðri-Hálsi.

Vígsla Varmárlaugar: Klara Klængsdóttir kennari á Brúarlandi. Jón M. Guðmundsson oddviti flytur ræðu við vígslu Varmárlaugar.

Skólahljómsveitin lék við hátíðarhöldin, stjórnandi Birgir D. Sveinsson.

Page 3: 9. tbl. 2014

R

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali

586 8080

selja...www.fastmos.is

586 8080 Sími:

Klapparhlíð

TröllaTeigur

KvíslarTunga

ÞrasTarhöfðiengjavegur

gerplusTræTi - nýjar íbúðir

ÞrasTarhöfði

lausTsTrax

hlíðarás

hagaland

helgugrund

laussTrax

nýTTá sKrá

nýTTá sKrá

laussTrax

nýTTá sKrá

Page 4: 9. tbl. 2014

www.lagafellskirkja.is

Sunnudagur 15. júníKl. 11 kirkjuganga frá Lágafellskirkju til Mosfellskirkju. Sr. Ragnheiður JónsdóttirLeiðsögumaður: Bjarki Bjarnason

Þriðjudagur 17. júníHátíðarguðjónusta í Lágafellskirkju kl. 11. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Ræðu-maður: Pétur Gunnarsson, rithöfundur.

Sunnudagur 22. júníGuðsþjónusta í Lágafellskirkju.Ferming: Sr. Skírnir Garðarson

Sunnudagur 29. júníBæna- og lofgjörðarguðsþjónusta í Mosfellskirkju. Umsjón: djáknarnir Ásdís Blöndal og Þórdís Ásgeirsdóttir.

Upplýsinga um helgihald sumarsins verður hægt að nálgast á lagafellskirkja.is

kirkjustarfið

- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64

HelgiHald næStu vikna

Álafosshlaupið fer fram í kvöld Hið árlega Álafosshlaup fer fram kl. 18 í dag og er hlaupið um austur-hluta Mosfellsbæjar. Hlaupnir eru 9 km. og er leitast við að velja merktar en samt óvenjulegar hlaupaleiðir. Skráning fer fram í Álafosskvos-inni frá kl. 17. Álafosshlaupið er minningarhlaup um sjálfstæðis-baráttu okkar Íslendinga sem fór fram upp úr aldamótunum 1900. Þá var fáni okkar blár með hvítum krossi (notaður af UMFÍ enn í dag) og höfum við hér í Mosfellsbæ heiðrað Fánadaginn sem var ætíð haldinn 12. júní. Frá Álafossi var fyrst hlaupið 1921 og hlaupið var ýmist niður á Melavöll í Reykjavík eða öfugt, en vegalengdin þá var um 17 km. Nánari upplýsingar um Álafosshlaupið má finn á www.hlaup.is.

Stofutónleikar á Gljúfrasteini í sumar Þann 1. júní hófst árleg stofutón-leikaröð Gljúfrasteins. Átta ár eru liðin síðan stofutónleikaröð Gljúfra-steins hóf göngu sína en það voru þær Anna Guðný Guðmundsdóttir og Diddú sem fyrst komu fram árið 2006. Fjöldi tónlistarmanna hefur síðan komið fram í stofunni en allt frá því að hjónin Halldór Laxness og Auður Sveinsdóttir hófu búskap á Gljúfrasteini árið 1945 hefur stofan verið vettvangur fyrir tónlistarmenn innlenda sem erlenda og þjónað hlutverki eins konar menningar-stofnunar í Mosfellsdalnum.Tónlistarráðunautur tónleikaraðar-innar hefur frá upphafi verið Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleik-ari og í ár er boðið upp á samtals fjórtán tónleika af ýmsu tagi í flutn-ingi yfir tuttugu tónlistarmanna.Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag til 31. ágúst og hefjast þeir klukkan 16:00. Miðaverð er 1.500 krónur. Nánar á gljufrasteinn.is

Þjóðhátíðardagur Íslendinga gengur senn í garð og fagna Íslendingar nú 70 ára afmæli lýðveldisins. Mosfellsbær mun fagna þess-um tímamótum með pompi og prakt eins og gert hefur verið síðustu 50 árin.

Í ár eiga tvær stofnanir Mosfellsbæjar einnig stórafmæli. Fyrir 50 árum þann 17. júní 1964 buðu Mosfellingar í fyrsta skipti upp á sína eigin hátíðardagskrá í sveitinni. Þá var Varmárlaug vígð og við það tilefni kom Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fram í fyrsta sinn.

Sýning um sögu sunds í MosfellssveitÞað er því við hæfi að hátíðardagskrá í

Mosfellsbæ hefjist að þessu sinni við bakka

Varmárlaugar með skemmtilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna og mun Skólahljóm-sveitin að sjálfsögðu spila nokkur lög.

Í anddyri Varmárlaugar verður opnuð sýning um sögu sunds í Mosfellssveit. Þessi sýning mun spanna tíma allt frá Agli Skallagrímssyni, fyrstu dælustöðvar heita vatnsins og til dagsins í dag. Bjarki Bjarna-son mun opna sýninguna.

Mosfellsbær hefur fært Varmárlaug glæsilega afmælisgjöf að þessu sinni og er það langþráður grunnur heitur pottur og nýr sólpallur sem settur hefur verið upp við inngang íþróttamiðstöðvarinnar. Einn-ig stendur til að byggja útiklefa við laugina fyrir hrausta Mosfellinga.

Hátíðardagskrá hefst við Varmárlaug kl. 11 •Skólahljómsveitin jafn gömul lauginni

Varmárlaug 50 ára þann 17. júní

klara að loknu vígslusundi 1964

nýr pottur sem mosfellsbær hefur gefið í tilefni afmælisisns

laugin hefur þjónað mosfellingum í 50 ár

Þengill Oddson yfirlæknir fagnaði 70 ára af-mæli sínu þann 24. maí síðastliðin og lét þá í kjölfarið af störfum fyrir Heilsugæslustöð Mosfellsumdæmis en undir hana heyra Mosfellingar, Kjósverjar, Kjalnesingar og Þingvallabúar.

„Ég hóf störf sem yfirlæknir í hérað-inu þann 1. september 1981 en þá var heilsugæslan staðsett að Reykjalundi sem er sjálfseignastofnun en sá um rekstur heilsugæslustöðvarinnar fyrir ríkið eða Heilbrigðisráðuneytið. Starfsemin var með þessum hætti til 1. apríl 1998 en þá fluttum við í Kjarnann en þá var ekki lengur pláss fyrir þann læknafjölda sem við þurftum að Reykjalundi. Fram að þeim tíma tóku lækn-arnir sem störfuðu við heilsugæsluna þátt í vinnu við endurhæfinguna á Reykjalundi og höfðum aðgang að einum gangi þar sem við gátum lagt inn Mosfellinga og aðra til endurhæfingar,“ segir Þengill.

Miklar breytingar á síðustu árum „Það hafa verið miklar breytingar á þess-

um tíma og verkefnin fjölbreytt en þess má geta að þegar við fluttum inn á stöðina var stærð, fjöldi lækna og starfsemin miðuð við héraðið sem þá taldi í kringum 5500 manns. Síðast þegar ég vissi þá voru það á ellefta þúsund sem tilheyra stöðinni. Heilsugæsla Mosfellsumdæmis er eina dreifbýlisstöðin á höfuðborgarsvæðinu og við sinnum allri

grunnþjónustu, slysahjálp, mæðravernd, almennri heilsugæslu og erum með vakt allan sólarhringinn,“ segir Þengill.

Skemmtileg tímamót„Frá árinu 1998 hef ég starfað sem yfir-

læknir hjá Flugmálastjórn og sem fulltrúi Íslands í flugöryggissamtökum Evrópu og mun halda því áfram í hlutastarfi. Þetta kom til af því að ég er sjálfur flugmaður, hef verið það frá 18 ára aldri og þarna hef

ég getað sameinað áhugamálið og starfið. Nú fer ég að gefa mér tíma í að sinna öllum áhugamálunum. Það hefur verið nefnt við mig að nú geti ég farið að stunda golf en mér finnst ég ekki orðin nógu gamall í það,“ segir Þengill og hlær. „Annars vantar ekki áhugamálin, það er nóg að gera, við erum með stóran garð, ég á flugvél, ég hef gaman af veiðiskap, ganga á fjöll og ferðast og svo eigum við hjónin stóran barnahóp,“ segir Þengill að lokum.

Þengill Oddson lætur af störfum á heilsugæslunni •Fagnaði sjötugsafmæli sínu í maí

Yfirlæknir í tæp 33 ár

þengill hefur þjónustað mosfellinga í fjölda ára

Page 5: 9. tbl. 2014
Page 6: 9. tbl. 2014

Eldri borgarar

Þjónustumiðstöðin EirhömrumSumarferð FaMos og félags-starfs aldraðra í Mosfellsbæ17. - 19. júní 2014Minnum alla ferðalanga sem koma með í ferðina okkar á að lagt verður af stað frá Eirhömrum/Hlaðhömrum kl. 09:00 þriðjudaginn 17. júní.

Sjáumst hress og kátKær kveðja, ferðanefndin

- Fréttir úr bæjarlífinu6

Létt klassík í Álafoss­kvosinni í sumarÞrennir tónleikar verða haldnir í sumar á Kaffihúsinu í Álafosskvos. Arnhildur organisti fær til liðs við sig ástsæla söngvara hér í sveitinni. Boðið verður upp á létta klassík og vinsæl lög úr söngleikjum. Tónleikarnir sem verða á Álafoss Café og eru tæplega klukkustundar langir og upplagt að njóta fallegra tóna og veitinga. Í júní syngur Bjarni Atlason, fimmtudaginn 12. júní kl. 20.00.Í júlí syngur Davíð Ólafsson fimmtudaginn 9. júlí kl. 20.00.Í ágúst syngur okkar ástsæla Diddú fimmtudaginn 7. ágúst kl. 20.00.Aðgangseyrir er enginn og allir hjartanlega velkomnir. Þessir tónleikar eru styrktir af Menningar-málanefnd Mosfellsbæjar.

Þórarinn með flest atkvæði í KjósinniEngir framboðslistar komu fram í Kjósarhreppi vegna sveitarstjórn-arkosninga. Kosningarnar voru því óbundnar þar sem allir kjörgengir íbúar í hreppnum eru í kjöri.Á kjörskrá voru 171 en 136 nýttu kosningarétt sinn eða um 80%.Þeir sem hlutu kosningu sem aðalmenn í hreppsnefnd eru:Þórarinn Jónsson, Hálsi, með 89 atkvæði, Sigríður Klara Árnadóttir, Klörustöðum, með 81 atkvæði, Guðmundur Davíðsson, Miðdal, með 74 atkvæði, Guðný G. Ívars-dóttir, Flekkudal, með 67 atkvæði og Sigurður Ásgeirsson, Hrosshóli, með 60 atkvæði.

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mos-fellsbæ fór fram laugardaginn 31. maí við hátíðlega athöfn í nýju húsnæði skólans.

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ var stofnaður haustið 2009. Sex námsbrautir eru við skólann og er fjöldi nemenda við skólann um 260. Að þessu sinni voru alls 28 nemendur brautskráðir, 22 af félags- og hugvísindabraut og fjórir af náttúruvísinda-braut. Einnig brautskráðust tveir nemendur af starfsbraut skólans.

Útskriftarnemendum voru veittar viður-kenningar fyrir góðan námsárangur.

Helen Dögg Karlsdóttir fékk viðurkenn-ingu fyrir góðan árangur í spænsku og heimspeki og Diljá Auður Kolbeinsdóttir Gray fyrir góðan árangur í listgreinum. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði á náttúruvísindabraut fékk Stefán Valgeir Guðjónsson og fyrir góðan árangur í stærðfræði á félags- og hugvís-indabraut fékk Ásthildur Elín Einarsdóttir viðurkenningu. Viðurkenningu fyrir hæstu einkunn í sögu fékk Sólrún Ósk Gestsdóttir og Mosfellsbær veitti jafnframt Sólrúnu Gestsdóttur viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.

Nemendur með viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Diljá Auður Kolbeinsdóttir Gray, StefánValgeir Guðjónsson, Ásthildur Elín Einarsdóttir. Helen Dögg Karlsdóttir og Sólrún Ósk Gestsdóttir

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ •Viðurkenningar fyrir góðan árangur

28 nemendur brautskráðir

Myn

d/Kr

istín

Bog

adót

tir

Skólakór Varmárskóla fagnaði 35 ára afmæli sínu með glæsileg-um tónleikum sem haldnir voru í Guðríðarkirkju þann 18. maí. Tónleikarnir voru vel sóttir og fóru fram úr björtustu vonum Guð-mundar Ómars, sem stýrt hefur starfi kórsins frá upphafi.

Auk skólakórsins komu fyrrverandi kórfélagar fram á tónleikun-um, en það voru þau Ingunn Huld Sævarsdóttir tónmenntarkenn-

ari sem flutti frumsamin lög og söngvararnir Íris Hólm Jónsdóttir og Karl Már Lárusson. Einnig söng frábær kvennakór fyrrverandi félaga nokkur lög og tók þátt í samsöng skólakórsins í fjölmörgum lögum. Undirleikari á tónleikunum var Hrönn Helgadóttir orgin-isti í Guðríðarkirkju, en hún er einnig fyrrverandi félagi í Skólakór Varmárskóla.

SUMAR 2014 í félagsstarfinu Starfsmenn í félagsstarfinu verða ekki við á eftirfarandi dögum í sumar og óska öllum gleðilegs sumars

19., 20., 23., 27. júní3. - 27. júlí

Alla daga sem starfsmenn félagstarfs-ins eru ekki á staðnum er ykkur frjálst að koma hingað, nota aðstöðuna og njóta þess að koma saman.

Sumarkveðja Elva, Brynja og Stefanía

Bjarni Atlason

Glæsilegir afmælistónleikar haldnir í Guðríðarkirkju •Fyrrverandi félagar stigu á stokk

Skólakór Varmárskóla 35 ára

skólakórinn ásamt fyrrum félögum undir stjórn ómars

Page 7: 9. tbl. 2014

Þróunar- og nýsköpunar-viðurkenning MosfellsbæjarÞróunar- og ferðamálanefnd auglýsir eftir umsóknum um Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2014

Hæfur umsækjendi er :a) Einstaklingur eða fyrirtæki með lögheimili í Mosfellsbæb) Einstaklingur eða fyrirtæki sem leggur fram þróunar-

eða nýsköpunarhugmynd sem gagnast sérstaklega fyrirtækjum eða stofnunum í Mosfellsbæ.

Veittar eru viðurkenningar í tveimur flokkum:a) Hugmynd sem hefur fengið útfærslu og/eða mótastb) Hugmynd sem búið er að útfæra og móta og fyrir

liggur viðskiptaáætlun

Veittar verða þrjár viðurkenningar í hverjum flokki, en ein valin fremst og fær peningaverðlaun allt að 300.000 kr. í hverjum flokki.

Umsóknarfrestur til 1. september 2014Hægt er að nálgast umsóknareyðublað ásamt upplýsingum um hæfi umsóknar og forsendur fyrir vali á hugmynd á www.mos.is

Page 8: 9. tbl. 2014

pylsusala skátaleikir og þrautirhoppukastalar

17. júníí mosfellsbæ

Hátíðarguðsþjónusta í LágafellskirkjuPrestur: Sr. Ragnheiður JónsdóttirRæðumaður: Pétur Gunnarsson rithöfundur

Kl. 11

Sterkasti maður ÍslandsKeppt um titilinn Sterkasti maður

Íslands á Hlégarðstúninu.

Kl. 16

Skólahljómsveitin og skátar taka á móti fólki á Miðbæjar-torginu.

Kl. 13

Kl. 13:30

Fjölskyldudagskrávið Hlégarð• Ávarp fjallkonu• Hátíðarræða • Reykjakot• Heklurnar • Kaleo• Leikfélag Mosfellssveitar • Jón Arnór töframaður • Pollapönk

Kl. 14

SkrúðgangaSkátafélagið Mosverjar og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leiða skrúðgöngu að Hlégarði

Page 9: 9. tbl. 2014

Andlitsmálun sölutjöldkAffisAlA í hlégArði

50 ára afmæli Varmárlaugar• Skólahljómsveit Varmárskóla.

• Birgir D. Sveinsson fyrrum skólastjóri og stjórnandiSkólahljómsveitarinnar segir nokkur orð í tilefni dagsins.

• 5-7 ára börn úr sunddeild Aftureldingar synda 25m með hákarlaugga.

• 8-9 ára synda 50m frjálst og 25m höfrungahopp.

• Bjarki Bjarnason segir frá sundmenningu í Mosfellsbæ á fyrri tíð til okkar daga.

• Gull- og silfurhópur syndir 50m flugsund

• Glens og gaman í laug-inni, skorað verður á

þekkta Mosfellinga í koddaslag.

• Naglaboðhlaup á vegum Aftureldingar á grasflöt framan við

anddyri á milli meistaraflokka handbolta og fótbolta.

• Grillaðar pylsur og gos í boði Mosfellsbæjar

Kl. 11-13

Page 10: 9. tbl. 2014

Afhendir Mosfellsbæ skýrslu um HulduhólaSveinn Óskar Sigurðsson viðskipta-fræðingur hefur afhent bæjaryfir-völdum skýrslu sem hann hefur tekið saman um Hulduhólamálið svokallaða. Skýrslan er 56 blaðsíður og er tileinkuð öllum skattgreiðend-um í Mosfellsbæ. Skýrsluhöfundur óskar eftir því við bæjarstjórn að hún taki þessa skýrslu til umfjöll-unar og taki afstöðu til þess hvort ekki eigi að senda skýrsluna og efni hennar allt til almennrar rannsókn-ar hjá til þess bærum yfirvöldum á Íslandi. Skýrsluhöfundur telur líkur á að ekki hafi verið farið að lögum þegar fjórir lóðarleigusamningar vegna lóðarleigu að Hulduhólum í Mos-fellsbæ voru gefnir út 8. mars 2005. Sveinn Óskar óskar eftir svörum frá bæjarstjórn eigi síðar en 17. júní.

- www.mosfellingur.is10

PlöntusalaMikið úrval af margra ára plöntum.

Margar gerðir af: furu, greni, runnum, murum,kvistum, rósum, birki, lerki, fjallarifsi, skriðmispli, silfurreyni, koparreyni, tómatplöntum og fl.

Verið hjartanlega velkomin á Blómsturvelli við Reykjaveg 51 við Reykjalund. upplýsingar í síma: 864 1202 (á kvöldin)

Opið 13:00-18:00 alla daga nema sunnudaga

suMaRBlóMí úRVali

MOSFELLINGURSíðaSta blað

fyrir Sumarfrí kemur út 3. júlí

[email protected]

UMFUS-menn taka þátt í WOW Cyclothon 24.-27. júní •Treysta á áheit frá Mosfellingum

undirbúa 1.332 km hringferðUMFUS-menn verða með lið í WOW Cyc-lothon í ár sem er er hjólreiðakeppni og áheitasöfnun. Hjólað er hringinn í kringum Ísland í miðnætursólinni í júní og áheitum safnað til góðs málefnis í leiðinni.

„Liðið okkar heitir Team Skoda – UMF-US,“ segir Elías Níelsson en auk hans eru í liðinu Garðar Smárason, Guðmundur Ásgeirsson, Guðmundur Tómasson, Gunnlaugur Jónsson og Sigurður Borgar Guðmundsson. „Þetta er í þriðja skipti sem WOW keppnin er haldin en við erum að taka þátt í fyrsta sinn. Við erum sex í liðinu en það eru fjórir sem hjóla og svo eru tveir bílstjórar. Hjólaðir eru 1332 km. og skiptumst við á að hjóla. Besti tíminn

er um 41 klukkustund og stefnum við á að vera í kringum það,“ segja strákarnir.

Stefna á að vinna áheitakeppnina„Við erum allir miklir keppnismenn og

setjum markið hátt. Við ætlum allavega að vinna áheitakeppnina og þar koma allir Mosfellingar sterkir inn, en allur ágóði rennur til Bæklunarskurðdeildar Land-spítalans,“ segir Elli.

Hægt er að styrkja strákana á heimasíðu keppninnar www.wowcyclothon.is „Liðið okkar er númer 1004 og á síðunni er hægt að heita á okkur með því að senda SMS, með greiðslukorti eða millifærslu en allar frekari skýringar er að finna á síðunni og

einnig erum við með Facebook síðu UM-FUS hjólagarpar þar sem hægt er að fylgj-ast með okkur og hvetjum við sem flesta til að gerast vinir okkar og fylgjast með,“ segir Gummi Tomm.

„Það er stór hópur innan UMFUS eða Karlaþreksins sem eru virkir í hjólreiðum. Í fyrra sumar fórum við Vestfirðina og áætlað er að fara Austfirðina í ágúst. Þetta er góð heilsurækt og hentar mörgum. Við ætlum okkur að standa okkur vel og vera Mosfells-bæ til sóma og vonumst til að sem flestir sjái sér fært að styrkja okkur,“ segir Elli að lokum en þess má geta að þeir sem styrkja um 10.000 kr. fá andvirðið til baka í formi korta í LaugarSpa í World Class.

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

UMFUS-Menn erUklárir í Slaginn

Page 11: 9. tbl. 2014

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Page 12: 9. tbl. 2014

- Kosningar í Mosfellsbæ12

09:34Óðinn Pétur Vigfússon oddviti framsóknarmanna á kjörstað.

Framsóknarflokkurinn nær ekki manni í bæjarstjórn annað kjörtímabilið í röð.

10:57Anna Sigríður Guðnadóttir nýr oddviti Samfylkingarinnar.

Flokkurinn fær tvo menn kjörna og bætir við sig rúmlega 5% fylgi frá síðustu kosningum.

11:02Haraldur Sverrison bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna.

Sjálfstæðisflokkurinn heldur hreinum meirihluta og nú með fimm menn kjörna í bæjarstjórn.

11:13Sigrún Pálsdóttir nýr oddviti Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ.

Íbúahreyfingin tapar rúmlega 6% fylgi en heldur sínum fulltrúa í bæjarstjórn.

11:28Bjarki Bjarnason oddviti VG í Mosfellsbæ mætir á kjörstað. Vinstri

græn fá nánast sama fylgi og í síðustu kosningum og eru með einn bæjarfulltrúa.

11:45Valdimar Leó Friðriksson oddviti Mosfellslistans sem bauð fram í

fyrsta sinn. Listinn kemst ekki á blað í bæjarstjórn og fær 5,9% greiddra atkvæða.

Mæðginin Marta og Steini á Helgafelli í kosningakaffi á skrifstofu Vinstri grænna.

Tveir sterkir af Mosfellslistanum. Lalli Ljóshraði og Hjalti Úrsus á kosningaskrifstofu listans.

Jónas, Herdís og Karl skipuðu öll heiðurssæti á sínum listum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.

Framsóknarkonurnar Valey og Sandra fylgdust með kosningasjónvarpinu í Kjarnanum.

Bjarki Bjarnason ásamt formanni VG í Mosfells-bæ fyrir utan Hvíta riddarann á kosninganótt.

Systurnar Sigrún og Kristín Pálsdætur voru á kosningavöku Íbúahreyfingarinnar á Ásláki.

Óbreytt landslag í pÓlitíkinni í MosÓSveitarstjórnarkosningar fóru fram um allt land laugardaginn 31. maí. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna heldur velli, nú með samanlagt sex af níu bæjarfulltrúum. Flokkarnir hafa komist að samkomulagi um áframhaldandi samstarf á kjörtímabilinu 2014-2018 og stefnt er að undirritun samnings á föstudag.

Samfylkingin bætir við sig mestu fylgi og fær nú tvo bæjarfulltrúa kjörna. Þá heldur Íbúahreyfingin sínum manni í bæjarstjórn.

Á kjörskrá í Mosfellsbæ eru 6.441 og var kjörsókn 4.061 eða 63,1%. Auð og ógild atkvæði voru samanlagt 153 talsins eða 3,8%.

Hér má sjá myndir frá kjördegi og kosningavökum flokkanna.

Aðeins 63% kjörsókn •Bæjarfulltrúum fjölgar úr sjö í níu •Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin bæta við sig manni •Meirihlutinn heldur velli •Framsókn og Mosfellslist-inn komast ekki að •Fimm nýliðar í bæjarstjórn •Sjálfstæðisflokkurinn 20 atkvæðum frá sjötta manninum á kostnað Samfylkingarinnar •Aldrei fleiri konur í bæjarstjórn

Page 13: 9. tbl. 2014

B-listi Framsóknarflokkur

282 atkvæði

D-listi Sjálfstæðisflokkur

1.905 atkvæði

S-listi Samfylkingin672 atkvæði

V-listi Vinstri græn464 atkvæði

M-listi Íbúahreyfingin354 atkvæði

X-listi Mosfellslistinn231 atkvæði

7,2% 48,7% 17,2% 11,9%11,2

%

49,8

%

12,1

%

11,7

%

15,2

%

9,1% 5,9%

KoSningaúrSlit í MoSfellSBæ 2014

Haraldur Sverrisson (D)

Bryndís Haraldsdóttir (D)

Hafsteinn Pálsson (D)

KolbrúnÞorsteinsdóttir (D)

Theódór Kristjánsson (D)

Bjarki Bjarnason (V)

Anna Sigríður Guðnadóttir (S)

Ólafur Ingi Óskarsson (S)

Sigrún Pálsdóttir (M)

nýKjörin BæjarStjórn

Anna Sigríður Guðnadóttir og Ólafur Ingi Óskarsson eru nýir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur flokka í Mosfellsbæ með nær helming atkvæða. Hafsteinn, Kolbrún, Haraldur, Bryndís og Theódór eru bæjarfulltrúar D-lista.

Hér fyrir ofan og til hliðar má sjá hressa Mosfellinga taka á móti gestum í kosningakaffi flokkanna. Það var víða líf og fjör á kjördag eins og sjá má.M

yndi

r/H

ilmar

Kosningar í Mosfellsbæ - 13

29.-31. ágúst

Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ eru hvött til að taka virkan

þátt í hátíðinni. Ef einhverjir luma á hugmyndum eða vilja vera með viðburð Í túninu heima, þá má senda tölvupóst

á [email protected].

Viltu taka þátt?

Page 14: 9. tbl. 2014

- Líf og fjör í Mosfellsbæ14

ALLIR FLOTTIR er forvarnarverkefni sem stelpuhópur Bólsins hefur unnið að í vet-ur. Afraksturinn var sýndur í Kjarnanum á dögunum. ALLIR FLOTTIR er forvörn gegn útlitsdýrkun, þar sem lögð er áhersla á fegurðina sem býr í fjölbreytileikanum. Við viljum oft vera eins og aðrir, en stað-reyndin er að við erum öll einstök. Þær Katrín Alda og Heiðrún Líf héldu fyrirlestur um útlitsdýrkun og hvað hún er fjölþætt, en hún á sér mörg fórnalömb. Sýning verður sett upp aftur á hátíðinni Í túninu heima og gefst þá vonandi fleirum tækifæri á að

sjá þetta skemmtilega verk.Farið var í allskyns verkefni og skemmti-

legar æfingar til sjálfstyrkingar og varð sýningin ALLIR FLOTTIR meðal annars afrakstur þess. Verkefnið unnu stelpurnar í félagsmiðstöðinni í samvinnu við Lágafells-skóla, Varmárskóla og FMOS. Teknar voru myndir af flottu fólk á aldrinum 11-20 ára.

Stelpuhóp Bólsins skipa: Katrín Alda Ámundadóttir, Heiðrún Líf Forrester, Kristný Eiríksdóttir, Karen Ösp Egilsdóttir, Sara Sigurðardóttir, Lara Alexie Ragnars-dóttir og Eydís Birna Einarsdóttir.

Hverfisgata, 101 Rvk - 3 íbúðirÞrjár íbúðir í sama húsi, ein á miðhæð og tvær íbúðir í kjallara í húsi sem staðsett er við Vitatorg. Sér inngangur er í allar íbúðir í húsinu. Á lóðinni er einnig gamall bílskúr sem tilheyrir þessari eign en er nú aðeins nýttur sem geymsla. Alls er stærð eignarhlut-ans sagður 203 fm. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð síðustu árin svo sem klæðning, gler og lagnir. Hátt til lofts á efri hæð og fallegir upprunalegir loftlistar og fjalarveggir og góflefni eru

að stórum hluta upphafleg timburgólf. Minni íbúðaraðstaðan í kjallara er flíslögð og þar eldhúsaðstaða og baðherbergi. Stærri íbúðin niðri er: forstofa, hol, stór stofa og opið eldhús og innaf eldhúsi er baðherbergi með þvotta-aðstöðu. Ásett verð 49,9 milj.Góð eign fyrir fjárfesta eða auðvelt að láta útleigu borga af lánum.

Nánari upplýsingar gefur Ægir í síma 896-8030 eða [email protected]

Grensásvegur 50, 108 Reykjavík • Sími 588-2030 • Fax 588-2033 Lögg.fast. Sigríður Gunnlaugsdóttir

Spóahöfði 4 - Raðhús

Flott raðhús ca. 175 fm á eftirsóttum stað í Mosfellsbæ.

Húsið er að mestu á einni hæð en með stóru baðstofulofti. Húsið er bjart og fallega innréttað. Mikil lofthæð í stofu og

eldhúsi. Verönd að framan og í bakgarði.

Þrjú svefnherbergi niðri. Innbyggður bílskúr.

Ægir sími 896 8030 veitir allar upplýsingar.

heiðrún líf og katrín alda

Stelpuhópur Bólsins sýnir forvarnarverkefnið ALLIR FLOTTIR

Við erum öll flott eins og við erum

Þann 28. apríl fór fram árleg upplestrarkeppni meðal nemenda í 6. bekk í Lágafellsskóla um Laxnessbikarinn. Keppnin er ávallt haldin sem næst fæðingardegi Halldórs K. Laxness sem fæddist þann 23. apríl. Í ár eru 112 ár liðin frá fæðingu hans.

Ellefu nemendur kepptu til úrslita og lásu allir keppendur texta og ljóð úr einhverju verka Laxness sem þau völdu sjálf í samráði við umsjónarkennara sinn. Sigurvegarinn fékk til eignar bikarinn Laxnessinn og bók eftir skáldið en allir keppendur fengu viðurkenningarskjal og blóm fyrir þátttökuna. Sigurvegari í ár var Úlfur Ólafsson úr 6-JH sem heillaði alla viðstadda með lestri sínum.

Árleg upplestrarkeppni 6. bekkinga í Lágafellsskóla

Úlfar vann Laxnessinn

ellefu nemendur kepptu til úrslita

Sá einfaldasti í uppsetningu, tjaldast með fortjaldi á örfáum mínútum

Tjaldvagnar

Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 4430 - [email protected] - www.isband.is

Opið virka daga

frá 10-18

laugardaga

11-15

Verð frá 1.190.000,-

Framúrskarandi tjalddúkur — Álfelgur

Útskriftarferð 10. bekkjarÚtskriftarferð 10. bekkjar Varmárskóla var farin í Skagafjörð dagana 1. – 3. júní. Gist var í Varmahlíðarskóla og þaðan farið til að taka þátt í hinum ýmsu þrautum og leikjum sem í boði eru á svæðinu. Til dæmis má nefna fljótasiglingu, skotfimi-æfingu, litbolta, klettasig og klifur.

Page 15: 9. tbl. 2014

Frá 1. – 31. ágúst 2014

Page 16: 9. tbl. 2014

Skjöl Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar eru mikill viskubrunnur um sögu og menningu héraðsins. Héraðsskjalasafnið varðveitir gögn frá stofnun-um, félögum, fyrirtækjum og einstaklingum. Safnið óskar eftir að fá gögn afhent í stað þess að þeim sé eytt. Glötuð gögn er glötuð saga.

Hér til hliðar má sjá mynd sem varðveitt er á safninu:Ólafur Magnússon (1831-1915) bóndi á Hrísbrú í Mosfellsdal, Mosfellssveit. Ólafur barðist hatramlega gegn niðurrifi kirkjunnar að Mosfelli en varð að lúta í lægra haldi fyrir yfirvöldum árið 1888. Hann tók gömlu klukkuna úr kirkjunni til varðveislu. Klukkunni var síðar komið fyrir í Mosfellskirkju sem vígð var árið 1965. Ólafur var ein af aðalsögupersónum í bók Halldórs Laxness, Innansveitarkróniku.Myndin er líklega tekin í kaupstaðaferð í Reykja-vík kringum aldamótin 1900.

leynist fjársjóður í þínum fórum?

Ólafur á Hrísbrú

- Líf og fjör í Mosfellsbæ16

Kalli Tomm úr Gildrunni að leggja lokahönd á nýtt lag

„Endar vonandi með sólóplötu”Karl Tómasson trommuleikari úr Gildrunni er hvergi nærri hættur afskiptum af tónlist þrátt fyrir að hljómsveitin Gildran hafi lagt upp laupana fyrir nokkru eftir 35 ára samstarf.

Kalli hefur nú unnið að því að setja eitt af lögum Jóhanns Helgasonar, Falling Rain af hljómplötunni KEF, í nýjan búning.

„Ég get nú ekki neitað því að það kom ákveðið tónlistarlegt tómarúm í líf mitt þegar Birgir og Sigurgeir ákváðu báðir að hætta í Gildrunni en við vorum þá einmitt byrjaðir að vinna að gerð áttundu plötu hljómsveitarinnar. Þegar fram liðu stundir fékk ég nokkra góða félaga til að spila með mér og fór í kjölfarið að huga að upptök-um í hljóðveri. Hugmyndin að endurgerð þessa lags kom fyrir einu ári síðan og hafði ég strax fastmótaðar hugmyndir í hvaða átt ég vildi fara með lagið sem hafði um árabil verið í miklu uppáhaldi hjá mér.

Jóhann Helga sérstakur gestur„Ég fékk vinkonu mína Vigdísi Gríms-

dóttur rithöfund til að semja íslenskan texta við lagið en hún hefur einu sinni áður gert

það fyrir mig, það var við lagið Blátt blátt með Gildrunni. Þá fékk ég félaga mína sem ég er búinn að vera spila með undanfarið, þá Þórð Högnason kontrabassaleikara og Ásgrím Angantýsson sem spilaði með okkur Gildrufélögum á hljómborð í upp-tökurnar. Einnig kallaði ég til liðs við mig í þetta verkefni góðan vin minn úr tónlistar-bransanum, Guðmund Jónsson gítaleikara og lagahöfund Sálarinnar hans Jóns míns,“ segir Kalli.

„Eftir talsverðan þankagang ákvað ég að við gömlu félagarnir tveir, ég og Guðmund-ur Jóns, sem erum síst þekktir fyrir að syngja myndum sjá um þá hlið í laginu. Sérstakur gestur yrði svo sjálfur lagahöfundurinn og söngvarinn Jóhann Helgason.“

Tekið upp í stúdíóinu í Álafosskvos„Upptökur fóru fram í Sundlauginni í

Álafosskvos og um upptökustjórn sá Birgir Jón Birgisson. Lagið er nú í lokavinnslu hjá Steinari Höskuldssyni, Husky, frænda mínum sem hefur um árabil unnið við upptökustjórn í Bandaríkjunum og gert það mjög gott þar. Hann hljóðritaði m.a.

áttfalda grammíverðlaunaplötu Noruh Jones, Come away with me.“

Lagið í afmælisgjöf„Allt verður minning þín heitir lagið á

íslensku og ég vona að það verði komið út

fyrir fimmtugsafmælisdaginn minn nú í sumar. Ég gaf sjálfum mér þetta í afmæl-isgjöf og vonandi verður þetta upphafið að stærra verkefni sem gæti jafnvel endað með sólóplötu með tíð og tíma. Þetta er fyrsta skrefið,“ segir Kalli Tomm að lokum.

Kalli Tomm, Jóhann helga og gummi Jóns í álafossKvos

°

Alltaf á sunnudögum kl. 16:00.Aðgangseyrir 1.500 kr.

Sumarið 2014

JÚNÍ15. júní Vatnaskil - Ástvaldur Traustason píanó

ogTómasR.Einarssonkontrabassiflytjafrumsamin verk á huglægu nótunum

22. júní Jón Ólafsson syngur og leikur á píanó

29. júní BjörgÞórhallsdóttirsópranogJónasIngimundarson píanóflytjaúrvalíslenskralagaogljóða

JÚLÍ6. júlí Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran og Steinunn

BirnaRagnarsdóttirpíanóflytjaúrvallagaeftirhina þjóðþekktuhöfundaSigfúsHalldórssonogÁsaíBæ

13. júlí HafdísHuldsöngkonaogAlisdairWrightgítarflytjalög afplötunniHomeíblandviðeldraefni

20. júlí GlódísM.Guðmundsdóttirleikurpíanósónötu íA-dúreftirFranzSchubert

27. júlí Funi-BáraGrímsdóttirsöng-ogkvæðakonaog ChrisFostersöngvaskáldflytjaíslenskaþjóðlagatónlist

ÁGÚST3. ágúst SigrúnEðvaldsdóttirfiðluleikariflyturSólósónötu

ía-molleftirBach

10. ágúst SigrúnHjálmtýsdóttirsópranogJóhannG.Jóhannsson píanóflytjasönglögJóhannsviðljóðHalldórsLaxness

17. ágúst SesseljaKristjánsdóttirmezzósópran ogHelgaBryndísMagnúsdóttrpíanósyngja ogleikaverkeftirDvořákogRavel

24. ágúst SecretSwingSocietyflyturgamaldagssveiflutónlist ogKristjánTryggviMartinssonleikurápíanó

31. ágúst IngibjörgGuðjónsdóttirsópranogÁstríðurAlda Sigurðardóttirpíanóflytjaverkeftirbandarísktónskáld

Opið alla daga í sumar frá kl. 9:00 – 17:00

Útskrift 10. bekkinga í Varmárskóla var haldin við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 4. júní.

Nemendur mættu prúðbúnir ásamt fjölskyld-um sínum og eins og alltaf við þetta tilefni var skólinn fullur af gestum. Skólakór Varmárskóla flutti þrjú lög undir stjórn Ómars kórstjóra, Þór-hildur Elfarsdóttir skólastjóri flutti ávarp og það gerðu einnig Sólveig Franklínsdóttir formaður foreldrafélagsins, Viktoría Hlín Ágústsdóttir og

Kristín Birta Davíðsdóttir formenn nemendafé-lagsins og nemendaráðsins. Varmárskóli á fjölda tónlistarfólks úr röðum nemenda sinna og þau Emma Kamilla, Embla Dögg, Tanja, Hugrún Elfa og Guðrún Alfa, allar nemendur í 10. bekk fluttu tónlistaratriði fyrir gesti.

Nokkrir nemendur hlutu viðurkenningar fyrir frammistöðu sína við lok 10. bekkjar og var það Þórhildur skólastjóri sem færði þeim bókagjafir.

Útskrift Varmárskóla

Myn

d/Kr

istín

Ást

a

Page 17: 9. tbl. 2014

Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2014

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingu um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2014. Bæjarlistamanni er jafnframt veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima.

Nefndin óskar hér með eftir tilnefningum eða ábendingum frá Mosfellingum um einstakling eða samtök listamanna í Mos-fellsbæ, sem til greina koma sem bæjarlistamaður ársins 2014.

Einungis einstaklingar, sem búsettir eru í Mosfellsbæ, og hópar og samtök, sem starfa í bæjarfélaginu, koma til greina. Þá set-ur menningarmálanefnd það einnig sem skilyrði að tilnefndir einstaklingar eða hópar hafi verið virkir í listgrein sinni.

Ábendingar þurfa að hafa borist Menningarmálanefnd Mos-fellsbæjar í síðasta lagi 16. júní 2014. Ábendingar skulu berast rafrænt í gegnum heimasíðu bæjarins.

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar

Karlakórinn Mosfellsbræður, nýr og upprennandi kór

auglýsir eftir söngmönnum. Kórstjóri er Julian Hewlett, tónskáld og útsetjari.

Kórinn hefur störf í september 2014.

Áhugasamir karlar á aldrinum 16 og uppúr skrái sig í síma 6991967 hjá Julian. Kórinn hefur störf í september 2014.

Kórinn er opinn öllum á stórhöfuðborgarsvæðinu. Radd og nótnalestursþjálfun innifalin í kórgjöldum.

Auka söngkennsla og söngnámskeið hjá virtum söngkennurum líka í boði.

Góðar söngkveðjur

HM veislanHefst í dag

allir leikir

í beinni

R e s t a u R a n t - B a R - s p o R t B a R

Myn

d/Kr

istín

Ást

a

www.mosfellingur.is - 17

Page 18: 9. tbl. 2014

startmark

sjóvá kvennahlaup ÍsÍ 2014Varmá laugardaginn 14. júní klukkan 11.00Konur eru konum bestar

• Forskráning/bolasala er hafin í Lágafellslaug • Skráning/bolasala hefst klukkan 10.00 við Varmá• 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri • 1.500 kr. fyrir eldri en 12 ára• Upphitun 10.45 • Hlaupið hefst kl.11.00• Mosfellsbær býður upp á andlitsmálningu fyrir börnin frá klukkan 10.00• Allir þátttakendur fá verðlaunapening auk þess fá langömmur rós• Frítt í sund að Varmá í boði Mosfellsbæjar að hlaupi loknu• Næg bílastæði við Íþróttamiðstöðina að Varmá, Hlégarð og Brúarland• Mætum tímanlega • Veldu þér vegalengd og njóttu þess að hlaupa/ganga á þínum hraða í góðum félagsskap.

Kveðja frá bæjarstjóra Kvennahlaupið er árlegur viðburður í Mosfellsbæ enda fellur verkefnið einstaklega vel að okkar Heilsueflandi samfélagi. Einkunnarorð hlaupsins í ár eru konur eru konum bestar og eru það sannarlega jákvæð skilaboð til kvenna í samfélaginu okkar sem hvatning til hreyfingar og heilsu-eflingar. Það er mikilvægt fyrir líkama og sál að stunda reglulega hreyfingu og að allir finni sinn einstaka takt í því. Aðstaðan til útivistar og hreyf-ingar er einstök í Mosfellsbæ. Því er vel við hæfi að Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fari fram í bænum. Ég óska því öllum dætrum, mömmum, ömmum og langömmum góðs gengis og umfram allt góðrar skemmtunar í hlaupinu.

Með bestu kveðju Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

Page 19: 9. tbl. 2014

Kvennahlaupí Mosfellsbæ

3 km5 km7 km

laugardaginn 14. júní

586 8080

selja...

Á L A F O S SVerslun, Álafossvegi 23

Page 20: 9. tbl. 2014

- Mosfellingurinn Birgir Gunnarsson20

Birgir Gunnarsson forstjóri Reykjalundar segir meðferðarteymin innan stofnunarinnar gera kraftaverk á degi hverjum.

Reykjalundur er stærsta endurhæf-ingarstofnun landsins og er í eigu SÍBS, Sambands íslenskra berkla-

og brjóstholssjúklinga. Þar fer fram alhliða endurhæfing sem skiptist í átta teymi og miðar að því að bæta lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita.

Meðferðaráætlanir eru sniðnar eftir þörfum hvers og eins og geta verið bæði í formi einstaklings- og hópmeðferðar. Mikil áhersla er lögð á fræðslu til sjúk-linga og það undirstrikað að heilbrigðir lífshættir stuðla að góðri heilsu.

„Ég fæddist á Siglufirði 5. febrúar árið 1963 og er uppalinn þar. Foreldrar mínir eru þau Gunnar Guðmundsson og Sóley Anna Þorkelsdóttir. Pabbi varð bráðkvadd-ur árið 2010. Hann var menntaður múrari en vann lengst af í lögreglunni og síðar sem umsjónarmaður í Grunnskólanum. Pabbi var mikill skíðakappi og var margfaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu á sínum yngri árum.

Mamma vann lengst af við verslunarstörf og er enn búsett á Siglufirði. Ég á eina syst-ur, Margréti, hún er búsett í Danmörku.“

Fór á skíðin við útidyrnar „Ég gekk í Grunnskóla Siglufjarðar og á

margar góðar minningar frá uppvaxtarár-unum. Siglufjörður er mikill skíðabær og hefur alltaf verið. Yfir vetrartímann var allt á kafi í snjó.

Ég gat farið á skíðin við útidyrnar heima og svo var rennt af stað. Við krakkarnir í hverfinu notuðum allar brekkur í nágrenn-inu til að renna okkur. Ég var sex ára þegar ég keppti fyrst í skíðagöngu.

Á sumrin var það svo fótboltinn, allar æfingar og leikir fóru fram á gamla malar-vellinum. Aðstaðan var ekki upp á marga fiska, drulla upp á ökkla í bleytutíð og svo varð völlurinn eins og harðasta steypa eftir þurrkatíð.

Á þessum árum bjuggu um það bil 2.300 manns á Siglu-firði og í mínum árgangi voru rúmlega 40 manns.“

Mátti ekki tæpara standa„Síldarævintýrið var að mestu afstaðið

þegar ég var að alast upp. Það kom þó ein-hver síld árið 1968. Ég á minningu frá þeim tíma, ég var fimm ára gamall og var að sniglast í kringum Árnýju ömmu mína sem var hamhleypa í söltuninni. Hana vantaði meiri síld til að geta klárað tunnuna sem hún var að vinna með og bað mig að fara út fyrir braggann til að ná í meira. Þegar ég kom út þá sá ég nokkrar á floti í þró fyrir utan húsið, ég óð í þróna og áður en ég vissi af var ég kominn á bólakaf. Ég var heppinn því þarna kom maður aðvífandi og kippti

mér upp úr. Það mátti hreinlega ekki tæpara standa.“

Byrjaði 12 ára að vinna í fiski„Allir krakkar gátu fengið sumarvinnu

og ég byrjaði 12 ára að vinna í saltfiski. Vinnutíminn var frá sjö til sex og ekkert óalgengt að unnið væri fram á kvöld og jafnvel um helgar líka. Þetta þótti sjálfsagt mál á þessum tíma en væri sennilega kallað barnaþrælkun í dag.

Frá 15 ára aldri vann ég hjá Pósti og síma í fimm sumur við að taka niður loftlínur í Fljótunum og fleira skemmtilegt.“

Átti frábær ár á Króknum„Eftir skyldunámið fór ég í Fjölbraut-

arskólann á Sauðárkróki og útskrifaðist þaðan af viðskiptabraut vorið 1984. Ég átti frábær ár á Króknum.Þar kynntist ég kon-unni minni, Þorgerði Sævarsdóttur, en við erum búin að vera saman í 30 ár.

Eftir stúdentsprófið vann ég fyrst í tvö ár sem aðalbókari hjá Sýslumanninum á Siglufirði en svo fluttum við til Reykjavíkur og Þorgerður fór í KHÍ og ég hóf störf hjá Olís.

Tveimur árum seinna fluttum við á Bif-röst þar sem ég hóf nám í rekstrarfræði. Ég útskrifaðist þaðan vorið 1990, þá fluttum við í Mosfellsbæ og ég hóf aftur störf hjá Olís. Við Þorgerður eigum þrjú börn, Sævar, Gunnar og Birgittu. Sævar er í viðskiptalög-fræði á Bifröst, Gunnar er í Verslunarskól-anum og Birgitta er í Varmárskóla. Synir okkar eru báðir landsliðsmenn í skíðagöngu og Birgitta keppir á skíðum líka.”

Stundaði nám samhliða vinnu„Árið sem ég varð 28 ára tók ég við starfi

forstjóra Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauð-árkróki. Því starfi sinnti ég í 16 ár eða þar til ég var ráðinn sem forstjóri Reykjalundar 1. júní 2007.

Frá árinu 2000 stundaði ég nám samhliða vinnu í rekstri og stjórnun í heilbrigðiþjón-ustu við Norræna Heilbrigðisháskólann í Gautaborg. Ég fékk námsleyfi í eitt ár 2005-2006 til að ljúka því námi. Þetta ár bjuggum við fjölskyldan í Lillehammer í Noregi og áttum við frábæran tíma þar í þeim mikla skíðabæ.“

Allt er fertugum fært„Skíðabakteríuna fékk maður nánast

í vöggugjöf en skíðaganga er okkar fjöl-skyldusport. Krakkarnir okkar byrjuðu öll að stíga sín fyrst skref á skíðum á skíða-svæðinu í Tindastóli.

Ég var keppnismaður á mínum yngri árum og tók svo upp þráðinn að nýju þegar við fluttum á Sauðárkrók. Ég hef tekið þátt í mótum hérna heima og hef einnig farið sex sinnum í Vasagönguna í Svíþjóð og þrisvar sinnum í Birkebeinagönguna í Noregi.

Ég náði mínum besta árangri á Skíðamóti

Íslands árið 2006 en þar varð ég þrefaldur Íslandsmeistari í karlaflokki 43 ára gamall.Það sannar að allt er fertugum fært,“ segir Birgir og brosir.

Meðalaldur sjúklinga 48 ár„Þegar við fluttum suður árið 2007 keypt-

um við okkur hús í Stórakrika og hér hefur okkur fjölskyldunni liðið afskaplega vel.

Starfið á Reykjalundi er bæði krefjandi og skemmtilegt og þar vinn ég með alveg frábæru fólki en starfsmenn eru um 200 talsins.

Starfsemin er fjölþætt og við þjónustum fólk alls staðar að af landinu. Meðalald-ur sjúklinga á síðasta ári var 48 ár og því segir það sig sjálft að út frá þjóðhagslegu sjónarmiði þá er starfsemi Reykjalundar afskaplega mikilvægur hlekkur í heilbrigð-isþjónustunni á Íslandi.“

Ýmsar breytingar á rekstri„SÍBS er eigandi Reykjalundar en rekst-

urinn er alfarið fjármagnaður í gegnum þjónustusamning við ríkið. Við höfum frá hruni þurft að gera ýmsar breytingar á rekstrinum sem hefur gert starfseminni erfitt fyrir en það tókst með samstilltu átaki allra starfsmanna án þess að skerða þjónustuna.

Reykjalundur er flaggskip í endurhæf-ingaþjónustu á Íslandi og verður það von-andi um ókomna tíð.“

Út frá þjóðhagslegu sjónarmiði þá er starfsemi

Reykjalundar afskaplega mikilvægur hlekkur í heilbrigðis-þjónustunni á Íslandi.

MOSFELLINGURINNEftir Ruth Örnólfsdóttur

[email protected]

HIN HLIÐINÞað besta við Ísland? Skyrið.

Uppáhaldsveitingahús? Jómfrúin.

Við hvað ertu hræddur?Er ekki Grýla örugglega dauð?

Hvað kaupir þú alltaf þó að þú eigir nóg af því? Skíðagræjur og íþróttaföt.

Fallegasti staður í Mosfellsbæ?Reykjalundur að sjálfsögðu.

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Að flytja í Mosfellsbæ.

Þrjú orð sem lýsa þér best? Sanngjarn og lausnamiðaður keppnismaður.

Hver myndi leika þig í bíómynd?Steindi Jr.

Þorgerður, Birgitta, Birgir, Sævar og Gunnar.

Myndir: Ruth Örnólfs og úr einkasafni.

Heilbrigðir lífshættir stuðla að góðri heilsu

með þórdísi frænku

Page 21: 9. tbl. 2014

heilsuvin í mosfellsbæ

Hvað get ég lagt fram í Heilsueflandi samfélagi?

heilsu

hornið

Árið 2014 er helgað næringu í Heilsueflandi samfélagi í Mosfellsbæ. Næring er einn af áhrifaþáttum heilsu. Það sem skiptir máli er að við höfum valkost til þess að velja það sem er hollara. Við búum að því að hafa verslanir í okkar heimabyggð sem bjóða upp á úrval hollrar og góðrar næringar á góðu verði.

Í Heilsueflandi samfélagi er ekki bannað að fá sér ís eftir sund eða fá sér súkkulaði í bakaríinu. Það sem skiptir máli að við höfum möguleika á að velja hollari kost þegar við óskum þess. Úrval og aðgengi að hollum matvælum er því lykilatriði.

Af hverju hollari kostur?Við erum að velja og hafna alla daga.

Hvað er það sem ræður þessu vali? Hvað er í matinn í kvöld, hvað á að drekka með matnum osfrv. Skiptir máli hvort að ég kaupi hvít hrísgrjón, hvítt brauð eða brún grjón og kornmeti?

Samkvæmt ráðleggingum frá Embætti landlæknis er það hollari kostur að velja brún grjón og gróft brauð, til dæmis. Hvað ræður því hvað maður velur? Verð, vani eða vitneskja?

Við erum ótrúlega vanaföst og það getur verið erfitt að

breyta um lífsvenjur jafnvel þó að við vitum að breytingin geri okkur gott. Það er viss áskorun í því að breyta út af vananum. Kaupa 10 ávexti í poka í stað-inn fyrir snakk, brún grjón í staðinn fyrir hvít, gróft brauð í staðinn fyrir fínt......

Skora á sjálfan sigÉg skora á íbúa í Heilsueflandi sam-

félagi að prófa að breyta út af vananum og velja hollari kost næst í matvörubúð-inni. Ekki má heldur gleyma að hvetja til þess að versla í heimabyggð og þá helst matvæli framleidd í næsta nágrenni .

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðing-ur og nemi í lýðheilsuvísindum

FÍT

ON

/ S

ÍA

Fífa salernispappírinn er einstaklega mjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífu í pakkningu sem hentar þér í næstu verslun.

WWW.PAPCO.IS

FIÐURMJÚK FÍFA

33ja laga

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja um-hverfisstefnu í skólum.

Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö en þau eru: 1. Umhverf-isnefnd starfar við skólann. 2. Mat á stöðu umhverfismála. 3. Áætlun um aðgerðir og markmið. 4. Eftirlit og endurmat. 5. Náms-efnisgerð og verkefni. 6. Að upplýsa og fá aðra með. 7. Umhverfissáttmáli skólans. Þegar skrefunum er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú

viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.

Varmárskóli fékk Grænfánann árið 2012 og var honum flaggað í fyrsta skipti við hátíðlega athöfn á 50 ára afmæli skólans. Nú eru því liðin tvö ár frá afhendingunni.Nýverið bárust þær ánægjulegu fréttir að Varmárskóli hlyti Grænfánann öðru sinni sem tákn um árangursríka fræðslu og um-hverfisstefnu í skólanum, en að þessu marki hefur verið unnið markvisst síðastliðin ár. Afhendingin fór fram þann 4. júní samhliða skólaslitum.

Afhending á skólaslitum 4. júní •Skóli á grænni grein

Varmárskóli fær Græn-fánann í annað sinn

grænfánanum flaggað

ERT ÞÚ HOLLVINURREYKJALUNDAR?

Hringdu í síma 585 2000

Skráðu þig á reykjalundur.is/hollvinur

Sendu tölvupóst á [email protected]

Skráðu þig á Facebook: Hollvinasamtök Reykjalundar

Þannig leggur þú þitt lóð á vogarskálarnar

Til staðfestingar er hringt í alla sem skrá sig á netinu.

Þú hefur ýmsar leiðir til að gerast hollvinur

www.mosfellingur.is - 21

forstjóri Reykjalundar segir meðferðarteymin innan stofnunarinnar gera kraftaverk á degi hverjum.

Myndir: Ruth Örnólfs og úr einkasafni.

Leikskólarnir Hlíð og Hlaðhamrar heimsóttu Daníelsbita á dögunum og fengu ís fyrir myndirnar sem þau teiknuðu fyrir Mosís og hanga uppi á vegg í sjoppunni. Á myndinni má sjá einn leikskólahópinn með ís í hönd.

Fengu ís fyrir teikningar

glaðir krakkar í mosís

Page 22: 9. tbl. 2014

- Fótboltasumarið 201422

meistaraflokkur kvenna fyrir leik gegn val í bikarnum

theódór sveinjónssonþjálfari aftureldingar

Byrjum á klassískri spurningu. Hvern-ig finnst þér byrjunin á tímabilinu hjá liðinu fara af stað?

„Hún er ekki mjög góð, leikmenn komu seint til liðsins og við fengum ekki mikinn tíma til þess að stilla saman strengi. Það má segja að við séum nokkr-um mánuðum á eftir öðrum liðum hvað varðar undirbúning fyrir mót en við erum að vinna okkur út úr því og það er ekkert gaman ef hlutirnir eru of auðveldir, er það nokkuð? En það eru mikil batamerki á liðinu í undanförnum leikjum.“

Nú tókstu við liðinu fyrir tímabilið, var eitthvað sem kom þér á óvart?

„Efniviðurinn er fámennur en góður og það eru nokkrir leikmenn sem eru á þröskuldinum og eru kannski ekki alveg tilbúnar í meistaraflokk í ár en það styttist í það. Það kom mér líka á óvart hvað það er hugsað vel um stelpurnar. Það sem að ég á við er að þær hafa aðgang að styrkt-arþjálfara, Höllu Heimis og sjúkraþjálfur-um bæði Erlu Ólafs og Róberti sem hafa unnið með þeim í vetur. Þetta er meira en margir leikmenn hafa aðgang að hjá sínu félagi og ég tala nú ekki um Hall og Tryggva sem eru drifkrafturinn á bak-við allt starfið. En með því að nefna Hall og Tryggva þá er ég ekki að gera lítið úr öðrum foreldrum sem að vinna mikið og óeigingjarnt starf fyrir liðið.“

Liðið er mikið byggt upp af ungum stelpum, sem eru uppaldar hjá fé-laginu ásamt nokkrum leikmönnum sem komu til liðsins fyrir tímabilið, hvernig hefur gengið að byggja saman stemningu og heild innan liðsins?

„Það hefur gengið ótrúlega vel og stelpurnar sem hafa komið til liðsins hafa talað um hvað þeim líði vel. Ein þeirra sagði við mig um daginn að það hefði komið henni á óvart að hér væru engar klíkur, heldur væru þær sem ein heild.“

Hvernig finnst þér áhuginn og stemn-ingin í kringum liðið vera?

„Aðsókn á leiki í kvennaboltanum hef-ur því miður ekki verið nógu góð. En ég hef trú á því að áhorfendum muni fjölga á leiki hjá okkur þegar líða tekur á mótið og stigin fara að koma í hús. Við þökk-um þeim sem að leggja leið sína á leiki hjá okkur kærlega fyrir. Hvað hefur fólk betra að gera á þriðjudögum en að kíkja á stelpurnar, maður bara spyr?“

Tengsl milli meistaraflokks og yngri flokka eru stöðugt að aukast. Hvernig finnst þér unglingastarfið í félaginu?

„Þetta er mjög mikilvægur þáttur, því að leikmenn meist-araflokkanna eiga að vera fyr-irmyndir og eru það. Það sem að ég hef séð þá er unnið vel með yngri iðkendur, það eru fínir þjálfarar hjá félaginu sem standa sig vel en við þurfum fleiri stelpur til þess að stunda knattspyrnu. Möguleikarnir fyrir ungar stelpur sem stunda fótbolta eru svo margir, komast erlendis í skóla á styrkjum og svo framvegis.“

Helstu markmið liðsins í sumar?„Þau eru ekkert flókin, bara að vinna

næsta leik og eftir tímabilið þá teljum við stigin sem hafa skilað sér og sjáum í hvaða stöðu við erum.“

Hefurðu einhverju til að bæta við í lokin til Mosfellinga?

„Stelpurnar og strákarnir í meist-araflokkum félags-ins þurfa á ykkar stuðningi að halda í sumar og ég hlakka til að sjá ykkur á leikjum. Það er gott að vera í Mosó og lifi Afturelding.“

Keppast um að halda sæti sínu í Pepsideild

Meistaraflokkur kvenna leikur nú sjötta árið í röð í efstu deild. Nýr þjálfari hef-ur tekið við keflinu og þó nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi. Byrjun tímabilsins hefur verið brösótt hjá stelpunum, liðið er án stiga eftir fjór-ar umferðir. Þó hafa sést batamerki og stígandi í leik liðsins að undanförnu og er því engin ástæða til að örvænta. Mikil heild og samstaða einkennir liðið.Mosfellingur tók stöðuna á Theódóri Sveinjónssyni þjálfara liðsins og spurði Axel Helgi Ívarsson sportspekúlant blaðsins hann út í fótboltasumarið 2014.

Afturelding - ÍAÞriðjudagur 24. júní kl. 19:15 Afturelding - StjarnanMánudagur 7. júlí kl. 19:15 Afturelding - ValurÞriðjudagur 29. júlí kl. 19:15

næStu heimAleikir

68 8

7 7

2008

2009 2010

2011 2012

2013

8Pepsideild

PepsideildPepsideild

PepsideildPepsideild

Landsbankadeild

árangur síðustu ára

Ekkert gaman ef hlutirnir eru of auðveldir

Myn

dir/

Ragg

iÓla

og

Tryg

gvi

Mosfellsbæ

Samfylkingin í Mosfellsbæ þakkar kjósendum stuðninginn

í nýafstöðnum sveitar-stjórnarkosningum.

Betri Mosfellsbær

Takið frá helgina

29.-31. ágúsT

Page 23: 9. tbl. 2014

Nú fögnum við sumri og höldum Vorhátíð Aftureldingar sem ekki hefur verið haldin í nokkur ár. Hvetjum alla til að mæta í Aftureldingargöllum og eiga góða stund saman á íþróttasvæðinu að Varmá á Vorhátíð félagsins. - Allir velkomnir – Áfram Afturelding!

Dagskrá dagsins: Kl. 11.00

Kvennahlaupið – Munið kvennahlaupið, upphitun á aðalvellinum kl. 10.45. Verslun Intersport mætir á svæðið með sérstök tilboð á Aftureldingarbúningum og ýmsum

íþróttavörum í tilefni Vorhátíðar (20 % afsláttur). Verslunin verður opin frá 10.30 – 15.30

Kl. 13.00 – 15.00 Handboltaleikur kl. 13.00 - Afturelding – Ísland (U-18 landsliðið) (Aðgangur ókeypis). Knattspyrnudeild, gervigrasvöllur - BUR býður upp á knattþrautir fyrir alla sem vilja prófa. Blakdeild - Blak á strandblakvellinum við hliðina á vallarstúkunni á N1 vellinum. Fimleikadeild – Fimleikafólk sýnir listir sínar fyrir utan íþróttahúsið (Kl.13.00). Taekwondodeild – Kynning í bardagasal. Badmintondeild - Salur 3. - Prufutími fyrir fjölskylduna. Körfuknattleiksdeild – Streetball mót á útivelli – Þrír á þrjá. Frjálsíþróttadeild – Gamlir leikir rifjaðir upp á frjálsíþróttavellinum. FaMos með bocciakennslu/keppni í sal 3. Frítt í þreksal Eldingar allan daginn í tilefni Vorhátíðar Aftureldingar. Tónlist hljómar á útisvæði og flutt verða söngatriði frá Lágafellsskóla úr Lion King.

Kl. 12.00 – 16.00 Kaffi- og veitingasala Aftureldingar verður á svæðinu. N1 kortaskráning Fáðu N1 kort og þú styður starfsemi deilda félagsins alltaf þegar þú tekur bensín.

Kl. 16.00 Knattspyrna 2. deild karla – Afturelding – Völsungur Húsavík.

Frítt er á leikinn fyrir alla sem mæta á hann í Aftureldingarbúningi eða Aftureldingartreyju.

Myn

dir/

Ragg

iÓla

og

Tryg

gvi

Takið frá helgina

Page 24: 9. tbl. 2014

- Fótboltasumarið 201424

meistaraflokkur karla fyrirfyrsta heimaleik sumarsins

Byrjum á klassískri spurningu. Hvern-ig finnst þér byrjunin á tímabilinu hjá liðinu fara af stað?

„Byrjunin hefur verið upp og ofan, við hefðum getað náð betri úrslitum. Það sem einkennt hefur okkur í þessum leikjum er að þegar við erum þolinmóðir og agaðir, þá erum við mjög sterkir, en um leið og einbeitingin er ekki til staðar gefum við mótherjanum færi á að refsa okkur. Við erum að gera miklu meira rétt en rangt, þannig að við munum halda áfram að styrkja það sem við erum sterkir í og bæta okkar veikleika.“

Nú tókstu við liðinu fyrir tímabilið, var eitthvað sem kom þér á óvart?

„Umgjörðin sem stjórn deildarinnar hefur myndað myndi sóma sér vel í úr-valsdeildinni. Það er frábært að koma niður í fallega dalinn á heimaleikina. Frábært fólk sem vinnur gífurlega mikla vinnu fyrir félagið og gerir leikmenn stolta að klæðast keppnistreyju félagsins.“

Miklar breytingar urðu á leikmanna-hópnum í vetur, hvernig finnst þér hafa gengið að binda saman stemn-ingu og móralinn í liðinu?

„Það er rétt, ég held það séu 12-13 leikmenn sem voru í 20 manna hópnum í fyrra sem eru farnir. Þeir leikmenn sem héldu á brott voru leiðandi einstakling-ar innan hópsins og jafnvel innan félags-ins. En eins og sagt er þá kemur maður í manns stað. Eldri leikmenn liðsins eru hægt og rólega að taka að sér leiðtoga-hlutverkin. Liðsandinn er frábær og hæfileikarnir eru svo sannarlega til stað-ar. Við erum með margra unga uppalda leikmenn sem hafa stórt hjarta og eru mjög efnilegir og tilbúnir að leggja sig 100% fram. Rétt fyrir mót komu nokkrir leikmenn til okkar og auka þeir breiddina til muna. Við væntum mikils af þessum leikmönnum þegar líður á tímabilið.“

Hvernig finnst þér áhuginn og stemn-ingin í kringum liðið vera?

„Afturelding er félag sem Mosfelling-ar eru stoltir að tengjast. Allir í bænum flykkjast bakvið félagið. Þetta sér maður þegar fjáraflanir eru í gangi, þetta sést þegar komið er niður á æfingasvæð-ið þar sem mannmergðin líkist oft umferðarmiðstöð á háannartíma. Varmá virkar á mig sem einskonar miðbær bæjarins. Það sem ég vona að við getum bætt, er að á leikjum félagsins fái bæjarbúar þá þörf að mæta á leikina sem okkar tólfti maður. Stuðn-ingur íbúa á leikjum gerir nefnilega gæfumuninn.“

Tengsl milli meistaraflokks og yngri flokka eru stöðugt að aukast. Hvernig finnst þér unglingastarfið í félaginu?

„Yngri flokkar félagsins eru í góðum höndum. Félagið er með nokkra leik-menn í úrvalshópum yngri landsliða og þetta sýnir að við erum með mjög hæfa einstaklinga sem móta stefnu yngri leik-manna félagsins. Það sem Aftureldingu vantar er betri aðstaða til æfinga yfir vetr-armánuðina.“

Helstu markmið liðsins í sumar?„Markmið okkar er að ná að klára

mótið í fyrstu tveimur sætunum. Það er ekkert sjálfsagt í þeim málum, því 2. deildin er sterk og til þess að markmið-ið geti orðið að möguleika, verða allir að standa saman og vinna í sömu átt.

Ég ætla mér að leyfa mér að nota sem loka-orð, fyrir Aftureldingu, orð mikilsmetins manns sem var formaður félags-ins á Hlíðarenda: ,,Aftur-elding er ekkert annað en ég, þú og allir hinir.“

Varmá virkar á mig sem einskonar miðbær bæjarins

Markmið sumarsins er að tryggja sér sæti í 1. deild

Afturelding - VölsungurLaugardagur 14. júní kl. 16:00 Afturelding - NjarðvíkFöstudagur 27. júní kl. 20:00 Afturelding - GróttaÞriðjudagur 8. júlí kl. 20:00

Næstu heimAleikir

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hefur tekið miklum breytingum að undan-förnu. Skipt var um þjálfara eftir síðasta tímabil og töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi. Liðið var grátlega nálægt því að tryggja sér sæti í 1. deild í fyrra. Strákarnir hefja tímabilið sæmilega og eru með sjö stig eftir fimm umferðir og sitja í 5. sæti 2. deildar.Mosfellingur tók stöðuna á Atla Eðvaldssyni þjálfara liðsins og spurði Axel Helgi Ívarsson sportspekúlant blaðsins hann út í fótboltasumarið 2014.

atli eðvaldsson þjálfari aftureldingar

2. deild

2008

2

1. deild

2009

11

72010

2. deild

42011

2. deild 52012

2. deild

32013

2. deild

árangur síðustu ára

Myn

dir/

Ragg

iÓla

BootCamp-keppnin 2014 fór fram að Varmá laugardaginn 7. júní. Mótið tókst vel í alla staði og veðrið lék við keppendur og áhorfendur sem voru fjölmargir.

BootCamp á Varmárvelli

vel tekið á því að varmá

mæðginin

biggi með stjórn á hlutunum

Page 25: 9. tbl. 2014

Fótboltasumarið 2014 - 25

Myn

dir/

Ragg

iÓla

Mikill uppgangur er í starfsemi knatt-spyrnuliðs Hvíta Riddarans. Mynduð hef-ur verið stjórn innan félagsins sem hefur unnið hörðum höndum að gera umgjörð-ina í kringum liðið mun betri en verið hefur síðustu ár.

Stemningin í liðinu hefur sjaldan verið betri en eftir gott tímabil í fyrra þar sem liðið komst í úrslitakeppnina. Þá er það yf-irlýst markmið félagsins að fara enn lengra þetta sumarið.

Bikarinn heim í Mosfellsbæinn!

Margir nýir leikmenn til liðs við HvítaFélagið var í stuði á leikmannamarkaðn-

um og fékk til sín fjöldann allan af góðum leikmönnum og má þar helst nefna Arnór Þrastarson, Egill Gaut Steingrímsson, Stein-ar Ægisson, Þorgeir Leó Gunnarsson og Sig-urbjart Sigurjónsson frá Aftureldingu.

Þá byrjaði Hvíti Riddarinn sumarið á sigri í fyrsta leik sínum á Íslandsmótinu en leikið var gegn liði Snæfells á Tungubökkum sem voru orðnir grænir að tilstuðlan góðs vall-arstjóra, Hönnu Símonardóttur.

Best klædda liðið í sumarLiðið mun skarta nýjum keppnisbúning-

um þetta sumarið frá JAKO og mun því vera best klædda liðið í bænum auk þess sem það hefur best klædda þjálfara landsins. Hvetur Riddarinn alla velunnara fótboltans að koma og kíkja á leiki félagsins í sumar. Lofað verður taumlausri skemmtun enda mikið skorað í leikjum liðsins.

Þá vill félagið minna Mosfellinga á heima-síðu félagsins www.hviti.is auk facebookar síðu Hvíta Riddarans.

Hvíti Riddarinn leikur í 4. deild í sumar •Ætla að fylgja eftir góðu gengi síðasta sumars

Mikil stemning í kringum liðið

hvíti riddarinn á sínum heimavelli, tungubökkum

Birna hefur störf á Sprey í Háholtinu Birna Ólafsdóttir hefur hafið störf á Hárstofunni Sprey. Birna hefur starf-að og rekið sína eigin stofu í Svíþjóð síðastliðin 10 ár sem samanstóð af hárgreiðslustofu, spa, naglaskóla og heildsölu. „Ég er að klippa og lita, býð upp á augnhára-lengingu, förðun, naglaásetningu og Bodywrap sem er nýr og spennandi kostur á Íslandi. Body Wrap hjálpar til við að slétta, stinna og mýkja húð-ina og veitir ótrúlega hreinsun fyrir líkamann. Það er ekki verra að með-ferðinn virkar strax. Hver meðferð-artími tekur um 90 mínútur og dæmi eru um að viðskiptavinirnir missi allt að 15 cm af ummáli líkamans í fyrstu meðferð. Þessi frábæra með-ferð er nú þegar elskuð af mörgum stærstu stjörnunum í Hollywood,“ segir Birna og bætir við að meðferðin virki þannig að einstakir eiginleikar innihaldsefnanna fjarlægi vökva og eiturefni úr líkamanum og strekki húðina, gefi henni frábæra næringu, fjarlægi appelsínuhúð, æðahnúta og húðslit. Það verða góð opnunartilboð á þessari meðferð til að byrja með.

HáHolti 13-15 - síMi 578 6699

grillum fiskopið alla

virka daga

kl. 10-18.30

@fiskbudinmos270

Page 26: 9. tbl. 2014

- Áfram Liverpool26

MálMhausÞessi pistill er skrifaður í flugferð.

Ég var að horfa á íslensku kvik-myndina Málmhaus. Frábær mynd, mæli með henni. Hún snýst meðal annars um að eiga drauma, þora að vera öðruvísi og láta draumana ræt-ast, sama hvað öðrum finnst um þá. Þetta á við um hreyfingu og heilsu. Það er ekkert vit í að stunda hreyf-ingu sem aðrir hafa meira gaman af en þú.

Þú þarft ekki að stunda golf, æfa fótbolta, hlaupa á bretti eða

krossfittast þótt vinir þínir og aðrir í kringum þig séu á kafi í þannig hreyfingu. Málið snýst um að þora að vera öðruvísi, koma út úr hreyfingar-skápnum og stunda þá hreyfingu sem gefur þér eitthvað sérstakt. Lætur þér líða vel og kallar á þig. Gerir þér kleift að gera hluti sem þig langar til að gera. Ég hef talað um jiu jitsu í pistli. Ætla að gera það aftur.

Ég fékk áhuga á jiu jitsu þegar ég var unglingur. Hætti í körfubolta

til að æfa form af jiu jitsu og lét mig hafa það þótt félagarnir í körfunni gerðu stólpagrín að mér, fannst þetta ekki vera íþrótt. Það er algengt, að mönnum finnist sín íþrótt og hreyfing vera sú eina sanna. Íþróttin. Hreyf-ingin. Gera lítið úr annars konar hreyfingu og þeim sem stunda hana. Ég get ekki breytt því. En ég get látið mér vera slétt sama. Mín hreyfing er fyrir mig, ekki aðra þótt það sé frábært að stunda hreyfingu með öðr-um. Ef þeir eru á sömu hreyfingarlínu og maður sjálfur.

Fólk tengist í gegnum hreyfingu og fær styrk frá hverju öðru. Hvort

sem það þekktist áður eða ekki. Ég á mér æfingadraum. Svart belti í jiu jitsu. Hef verið í langri pásu. En ég ætla að láta hann rætast, sama hvort það taki fimm eða tíu ár. Viktor, þú manst veðmálið!

heilsuMolar Gaua

Guðjó[email protected]

586 8080

selja...

www.fastmos.is

Sími: 586 8080

Um helgina fór Liverpool skólinn á Íslandi fram í fjórða skipti á Tungubökkum. Skólinn hefur verið samstarfsverkefni hins sögufræga stórliðs, Liverpool FC og Aftureldingar. Til samstarfs hafa svo fyrrgreind félög fengið Þór til að annast viðbótar skóla á Akureyri. Hann fer fram nú í vikunni, í beinu framhaldi af skólanum í Mosfellsbæ

Knattspyrnuskólinn í ár er sá fjölmenn-asti hingað til, bæði hvað varðar iðkendur og þjálfara. Rétt tæplega 200 börn sóttu skólann í Mosfellsbæ en tæplega 70 börn á Akureyri. Hingað til lands komu 12 þjálfarar frá Liver-pool international academy og til viðbótar við þá eru 12 aðstoðarþjálfarar frá Aftureldingu sem aðstoða og túlka einnig fyrir börnin.

Mikil ánægja ríkti meðal barna og foreldra og er óhætt að segja að skólinn í ár hafi verið

sá best heppnaðasti hingað til. Hvert einasta ár hafa þjálfarar Liverpool

haft á orði að hvergi í heiminum sé umgjörð-in eins vönduð og góð og á Íslandi, samstarf og dugnaður sjálfboðaliða sem bera uppi starfið einstakt.

Knattspyrnudeild Aftureldingar er þeim fjölda sjálfboðaliða sem lagt hefur hönd á plóg við framkvæmd skólans ákaflega þakk-lát, án þeirra væri ómögulegt að gera skólann eins vel úr garði og raun ber vitni.

Einnig þakkar knattspyrnudeild þeim fjöl-mörgu styrktaraðilum sem leggja verkefninu lið með ýmsum hætti. Þar ber helst að nefna: Matfugl, MS, Mosfellsbakarí, Hamborgarafa-brikkan, Re Act, Hvíti riddarinn, Kjötbúðin, Mosfellingur, Papco, Nonni litli, Fiskbúðin Mos og fleiri.

Liverpool skólinn fór fram á Tungubökkum um síðustu helgi

Aldrei eins margir í Liverpool skólanum

hreindís með tónleikaSöngkonan Hreindís Ylva heldur tón-leika á Cafe Rósenber fimmtudags-kvöldið 19. júní. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og kemur Hreindís fram með nýtt prógram, þ.á.m. kántrýsmelli úr öllum áttum. Hún kallar þetta tón-leika/ áættuatriði þar sem hún ætlar að spila sjálf á gítar opinberlega Hún verður þar ásamt aðstoðarfólki. Einnig kemur út nýtt lag á næstu dögum frá henni sem heitir Barnsins augu sjá og verður það m.a. flutt á tónleikunum.

sýningin í listasalnum framlengdSýningin Þetta vilja börnin sjá! sem er í Listasal Mosfellsbæjar hefur verið framlengd til 5. júlí. Á sýningunni eru myndskreyt-ingar í íslenskum barnabókum sem gefnar voru út á árinu 2013. Sýningin er fengin að láni frá menningarmiðstöðinni Gerðubergi en slíkar sýningar hafa verið haldnar þar frá árinu 2002. Þetta er í fyrsta sinn sem Listasalur Mosfellsbæjar fær sýninguna til sín og er mikill fengur að því. Á sýningunni eru myndir eftir 26 myndskreyta. Sýningin hentar sérstaklega vel börnum og er sett upp með þeirra hæð í huga.

margir koma að skipulaggningu knattspyrnuskóla liverpool

iðagrænir vellir á tungubökkum

ungur og efnilegur

veðrið lék við knattspyrnu-fólk um hvítasunnuhelgina

Page 27: 9. tbl. 2014

www.facebook.com/mosfellingur - 27

Í apríl bættist við í góðan hóp svartbeltinga hjá karatedeild Aftureldingar en þá var Þór-arinn Jónsson gráðaður og er hann nú með Shodan Ho.

Sensei Steven Morris frá Kobe Osaka International karatesambandinu gráðaði iðkendur sem eru aðilar hjá sambandinu

en Kári Haraldsson, sem einnig æfir hjá karatedeild Aftureldingar, staðfesti sitt svartabelti og er nú með Shodan.

Á meðfylgjandi mynd eru, frá vinstri, yf-irþjálfari karatedeildar Aftureldingar sen-sei Willem C. Verheul, Þórarinn og sensei Steven Morris.

Svartbeltingum fjölgar hjá karatedeild Aftureldingar

Fóðurblandan styrkir Aftureldingu með áburðiPétur Pétursson frá Fóðurblöndunni kom á dögunum færandi hendi á Tungubakkana. Hanna Símonardóttir tók á móti Pétri og Steini frá golfklúbbnum Kili og hefur 600 kg af áburði verið dreift á svæðið áður en sumartraffíkin hófst. Tungubakkarnir koma ágæt-lega undan vetri, þó var smá kal sem sáð var í í vor. Tóku þau eftir að bíll hefur farið inn á túnið í vetur og spólað það upp á stóru svæði. Algjörlega ólíðandi framkoma við annars flottan völl sem er mikið notaður á sumrin til íþróttaiðkunnar.

borið á tungubakkana í byrjun sumars

Afturelding hefur ráðið Svövu Ýr Baldvins-dóttur sem þjálfara meistaraflokks kvenna í handknattleik, en Svava Ýr mun einnig þjálfa 3. flokk kvenna hjá félaginu líkt og undanfarin ár. Svava Ýr er Mosfellingur í húð og hár, menntaður íþróttakennari og flestum bæjarbúum kunn fyrir að hafa m.a. verið með íþróttaskóla barnanna sl. 22 ár.

Svava hefur mikla reynslu af handknatt-leik, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hún spilaði á árum áður með yngri flokkum Aft-ureldingar en fór síðan yfir til Víkings (þar sem enginn meistaraflokkur var starfræktur í Mosfellsbæ á þeim tíma) og spilaði með meistaraflokki félagsins í mörg ár. Sem leik-maður varð Svava þrefaldur Íslands- og bik-armeistari og spilaði með yngri landsliðum kvenna sem og með A-landsliðinu.

Reynslumikið þjálfarateymiSem þjálfari hefur Svava þjálfað yngri

flokka hjá Víkingi, en einnig yngri landslið

kvenna sem og verið aðstoðarþjálfari A-landsliðs kvenna. Hún var aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Haukum og fyrir fjórum árum þjálfaði hún einnig sameigin-legt lið meistaraflokka kvenna frá Aftureld-ingu og Fjölni sem keppti utan deilda. Hjá Aftureldingu hefur hún þjálfað bæði yngri flokka kvenna og karla. Síðustu árin hefur hún þjálfað 3. og 4. flokk kvenna en þær stelpur eru einmitt stór hluti meistaraflokks Aftureldingar í dag.

Aðstoðarþjálfari Svövu í vetur verður Judit Esztergal, en hún var á árum áður burðarás bæði í liði ÍBV og Hauka, en auk þess spilaði hún með FH. Svava og Judit hafa áður þjálfað saman, bæði meistara-flokk Hauka og yngri landslið kvenna. Það er ljóst að Afturelding hefur fengið gríðar-lega reynslumikla þjálfara í meistaraflokk-inn og verður spennandi að fylgjast með þeim og þessu unga en efnilega liði á kom-andi árum.

Svava Ýr ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna

Jóhannes Jónsson, formaður meist-araflokksráðs kvenna í handknatt-leik, og Svava Ýr Baldvinsdóttir, nýráðinn þjálfari meistaraflokks.

Fimmtudaginn 5. júní var gróðursett í fyrsta sinn í barnalundinn Tréð mitt á Kjalarnesi við hátíðlega athöfn. Hugmyndin er að gróðursetja ár hvert í lundinn þannig að öll börn sem fæðast á Kjalarnesi fái tré í lundinn. Grænt Kjalarnes, samtök félaga og stofnana á Kjalarnesi sem vilja vinna að vistvænu Kjalarnesi, vann að undirbúningi verkefnisins með styrk frá hverfisráði Kjal-arness og Reykjavíkurborg.

Hugmyndina að barnalundinum átti Anikó Kolcsár sem er búsett á Kjalarnesi. Hún er frá Ungverjalandi og kemur þessi skemmtilega hugmynd þaðan. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir landslagsarkitekt og

íbúi á Kjalarnesi útfærði hugmyndina, gaf lundinum nafnið Tréð mitt og valdi hon-um fallegan stað á grænu svæði milli Klé-bergsskóla, leikskólans Bergs og hverfisins, þar sem Bergvíkurlækurinn kemur undan Vesturlandsvegi. Skógræktarfélag Kjalar-ness, með Baldvin Grétarsson formann þess í farabroddi, átti veg og vanda að framkvæmdinni.

Það voru börnin í leikskólanum Bergi á Kjalarnesi sem komu og gróðursettu fyrstu trén í lundinn með aðstoð starfsfólks skól-ans og fulltrúa frá Grænu Kjalarnesi. Börn-in sungu nokkur lög fyrir viðstadda og að lokum var boðið upp á hressingu.

Tréð mitt á Kjalarnesi

aðstandendur barnalundarins

leikskólabörn gróðursetja

Page 28: 9. tbl. 2014

- Sumarið er tíminn28

Hestamannafélagið Hörður stendur fyrir öflugu félagsstarfi og eru vorin oft undir-lögð í skemmtunum af ýmsum toga.

Miðvikudaginn 28. maí hélt kvennadeild-in Harðarkonur sitt árlega Langbrókarmót og tóku um 60 hressar stelpur þátt. Lagt var af stað frá Skiphól neðan við hverfið og rið-ið sem leið lá að Varmadal en húsráðendur þar eru svo elskuleg að veita kvennadeild-inni aðgang að vellinum sínum, túnum o.fl. á hverju ári. Þar var keppt í Lulli, (afar hægu skeiði) Brölti (brokktölti) og síðan skeifnakasti og pokahlaupi. Síðan var riðið heim og grillað með Harðarkörlum í dás-amlegu vorveðri.

Lullkeppni1. sæti Ragnheiður Þorvaldsdóttir2. sæti S. Katarína Guðmundsdóttir3. sæti Katrín Sif Ragnarsdóttir

Bröltkeppni1. sæti Sveinfríður Ólafsdóttir2. sæti Ragnheiður Þorvaldsdóttir3. sæti Jórunn Magnúsdóttir

SkeifnakastAuður Sigurðardóttir

PokahlaupÞórdís Þorleifsdóttir

60 hressar stelpur úr hestamannafélaginu Herði

Langbrókarmót Harðarkvenna

Katarína, Katrín og ragnheiður LuLLarar ársins 2014

auður einbeitt í sKeifnaKastinu

LangbróKinKomin á Loft

hart barist í poKahLaupi

BEST stærðfræðikeppnin er fyrir alla 9. bekki á Íslandi. Einnig er hún haldin í Noregi, Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Keppendur eru bekkir en ekki einstaklingar enda táknar BEST bekkirnir keppa í stærð-fræði. Keppninni er skipt í lotur og komst 9. HMH úr Varmárskóla í undanúrslit eftir tvær lotur. Þeir sem fara í undanúrslit gera bekkjarverkefni sem í þetta sinn hafði titil-inn stærðfræði og lýðfræði.

Bekkurinn valdi að fjalla um heimabæ sinn Mosfellsbæ og var þar fólksfjöldi aðal

umfjöllunarefnið. Notuðu þau Legokubba til að sýna fólksfjölgun milli áranna 1997, 2013 og svo áætlun 2030.

Krakkarnir fengu aðstoð við útprentun korta af bænum hjá bæjarskrifstofunni ásamt öðrum upplýsingum og ber að þakka það samstarf. Síðan voru fjórir fulltrúar sem kepptu fyrir hönd bekkjarins, þau Dav-íð, Jóel, Erna og Karen. Ekki náði bekkurinn í verðlaunasæti í þetta sinn en árangurinn er hinsvegar góður þar sem eingöngu 10. bekkir á landinu komast í undanúrslitin.

Notuðu Legokubba til að sýna fólksfjölgun í Mosfellsbæ

Kepptu í stærðfræðikeppni

nemendur í 9. hmh

Þriðjudaginn 3. júní var útivistardag-ur í Varmárskóla og 7. bekkur tók þátt í skemmtilegum myndaratleik um Mos-fellsbæ.

Nemendur skiptu sér í hópa og fengu blöð með ýmsum þrautum sem hópurinn átti að leysa innan ákveðinna tímamarka. Nemendur urðu að taka myndir af þraut-unum sem þeir leystu og í lokin var far-

ið yfir myndirnar og stigin reiknuð út en ákveðinn fjöldi stiga var veittur fyrir hverja myndaþraut.

Þrautirnar fólust t.a.m. í því að standa á höndum við Brúarland, ganga frá kerru í matvöruverslun, fá knús frá íþróttamanni, safna hundrað krónum sem götulistamað-ur, hitta þekktan einstakling, segja yngri börnum brandara og margt fleira.

Haldið á túrista í Kvosinni

7. beKKingar í mynda-­ratLeiK þar sem Leysa þurfti ýmsar þarutir

Næsta blað kemur út: 3. júlíEfni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 30. júní.SíðaSta blað fyrir Sumarfrí

Page 29: 9. tbl. 2014

Þjónusta við mosfellinga

Íslenska ullin er einstök

Sjá sölustaði á istex.is

Aðsendar greinar - 29

[email protected]álningarþjónustaAlhliða

/hoppukastalar • S. 690-0123

Hoppukastalartil leiguTilvalið fyrir afmæli, ættarmót, götugrill og önnur hátíðarhöld.

Heilsueflandi fyrirtæki í MosfellsbæÍbúar í Mosfellsbæ eru í þeim forréttinda-hóp að vera fyrsta bæjarfélagið á landinu sem leggur í vegferðina sem Heilsuefl-andi samfélag með Embætti landlækn-is. Þetta árið er unnið í aðgerðum til að bæta aðgengi að hollri næringu sem er gert á marga vegu. Breytingar á aðgengi að hollri næringu í gegnum verkefnin Heilsueflandi leikskóli, Heilsueflandi grunnskóli og Heilsueflandi framhaldsskóli eru þegar sýnilegar og nú horfum við til þess hóps sem eru gjarnan fyrirvinnur heimilisins.

Við eyðum 1/3 af ævi okkar á vinnustaðnum þar afleiðandi er það viðurkennt af World Health Organization að starfsstaðurinn er einn af lyk-ilstöðum til að hafa áhrif á heilsueflingu. Fyrir-tækin sem starfa í bænum hafa því augljóslega tækifæri til að hafa mikil áhrif á framvindu verk-efnisins í Mosfellsbæ.

Það hefur verið sýnt fram á það með rann-sóknum að fyrirtæki sem leggja áherslu á heilsu og ánægju á starfsstað eru eftirsóknarverðari og þar eru færri veikindadagar skráðir hjá starfs-mönnum. Stjórnendur geta lagt grunninn að heilsueflingu og eflt fólk til þátttöku en ábyrgðin er einnig hjá starfsmönnum sem geta hvatt hvorn annan og breytt þar með menningu fyrirtækisins með aðstoð stjórnenda. Það mikilvægasta er að allir vinni saman.

Hér á eftir eru 10 góð ráð til fyrirtækja sem starfa innan Mosfellsbæjar og samræmast markmiðum Heilsueflandi samfélags:1. Skoða aðgengi að vatni innan fyrirtækisins. a. Gæta þess að hægt sé að nálgast vatn auð-veldlega.2. Gefa starfsmönnum vatnsbrúsa til að bæta vatni á. a. Vatnsbrúsar eru ekki dýrir og hægt að fámerkta fyrirtækinu.

3. Gefa millibita til starfsmanna 3x í viku. a. Einn starfsmaður getur tekið40 - 60 mín í að fara í búð og kaupaávexti.4. Hvetja til stuttra göngutúra í há-deginu.a. 15-20 mín göngutúr skiptirsköpum.

5. Hvetja til þess að starfsmenn standi upp og hreyfi sig eða teygi í 3-5 mín. á klukkustund. a. Sérstaklega þegar kyrrseta á við6. Hvetja til heilbrigðs lífsstíls með því að vera fyrirmynd. a. Bæði stjórnendur og starfsmenn – muna aðallt hefur áhrif.7. Taka þátt í verkefnum eins og hjólað í vinn-una meðal annarra. a. Mörg góð verkefni eru í gangi yfir árið– fjölbreytileikinn er skemmtilegur8. Hvetja starfsmenn til að vera með skrefa-mæli. a. Til eru ýmsir mælar og stöðug þróun ígangi – Samanburður skapar umræðu um heils-una og gerir heilsueflinguna skemmtilega.9. Kynna heilsuöpp fyrir starfsmönnum. a. Til eru alls kyns útgáfur af heilsuöppumsem mæla ýmislegt og eru þar með hvetjandi.Sem dæmi má nefna að hægt er að fylgjast meðsvefni sem er afar mikilvægt.10. Vertu fyrirmynd sem aðrir líta upp til. a. Taktu þér stöðu sem sá/sú sem er leiðandiog það mun koma á óvart hversu mikil áhrifþað hefur á umhverfið þitt.

Við hvetjum eigendur og stjórnendur fyrir-tækja í bænum að vera meðvitaðir um þau sterku áhrif sem gott heilsusamlegt umhverfi hefur á starfsmenn.

Heilsukveðja, Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, verkefnisstjóri.

Nú að loknum sveitarstjórnarkosningum er frambjóðendum Íbúahreyfingarinnar efst í huga að þakka Mosfellingum fyrir veitt-an stuðning. Sex listar buðu fram og fengu fjórir næg atkvæði til að komast í bæjar-stjórn. Íbúahreyfingin fékk einn mann kjör-inn sem þýðir að við höldum okkar bæjar-fulltrúa til næstu fjögurra ára.

Íbúahreyfingin hefur fullan hug á að láta hendur standa fram úr ermum á kjörtíma-bilinu og vinna að þeim málum sem framboðið lagði áherslu á og ræddi við kjósendur í kosn-ingabaráttunni. Að venju munum við auglýsa eft-ir fólki með þekkingu og reynslu á viðkomandi sviði til að gegna nefndarstörfum.

Bæjarbúar hafa ýmsar leiðir til að hafa áhrif

á gang bæjarmála. Góð leið til að tryggja að erindi íbúa fái víðtæka umfjöllun sem flestra stjórnmálaafla er að senda þau beint á viðkomandi nefnd eða bæjarráð og hvetjum við íbúa til að nýta sér það.

Íbúahreyfingin er ávallt reiðubúin til að taka upp mál á vettvangi bæj-armála sem brenna á íbúum. Þeir

sem vilja leggja eitthvað til málanna eða koma tillögum sínum á framfæri er velkomið að hafa samband við okkur og sé þess óskað munum við gæta trúnaðar um heimildamenn. Sjá nánar á ibuahreyfingin.is

Sigrún H. Pálsdóttir, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar

Íbúahreyfingin áfram í bæjarstjórn

Page 30: 9. tbl. 2014

- Aðsendar greinar30

Plast er eitt af þeim úrgangsefn-um sem eyðast seint í náttúrunni. Til að framleiða plast þarf dýrmæt hráefni, meðal annars olíu sem vitað er að mun klárast á frekar stuttum tíma ef við höldum svona áfram.

Samt er ennþá öllu pakkað inn í plast því það þykir svo snyrtilegt og hreinlegt. Í hverri innkaupaferð eru keyptir plastpoka undir vörurnar. Menn afsaka sig með því að eitthvað þarf jú að nota undir ruslið seinna. Mig langar að benda á að hægt er að kaupa maíssterkju-poka sem brotna niður í náttúrunni. Slíkir pokar eru ódýrari en innkaupaplastpokar sem munu „lifa“ kannski í meira en 100 ár. Til er fjöldi af góðum og sterkum marg-nota- innkaupapokum. Ekkert mál að hafa

þetta með í búðarferðirnar. Eða nota pappakassa sem eru í boði í flestum verslunum.

Svo eru það svörtu stóru plast-pokarnir. Ennþá nota menn þessa úreltu aðferð að troða öllum garð-úrgangi – jafnvel grófan úrgang – í slíka poka. Vel væri hægt að setja þetta í staðinn beint í kerru og

aka í endurvinnslustöðvarnar. Miður þykir mér að á vegum bæjarins eru einnig not-uð slík aðferð. Af hverju má ekki nota stóra margnota poka í staðinn ef nauðsyn krefst að setja garðúrganginn í poka? Í Reykjavík má sjá vinnuaðferðir á vegum borgarinn-ar í rétta átt og hefur svörtum plastpokum fækkað talsvert.

Í lokin er hér eitt dæmi um fáranleg vinnubrögð: Gömlu laufi var rakað saman

og troðið í svarta poka. Þessir pokar hafa verið þarna í marga mánuði á bílastæði starfsmanna Varmárskólans og enginn hirt þá. Hefði ekki verið betra að leyfa laufinu bara að vera þarna og breytast smám sam-an í jarðveg?

Úrsúla Jünemann

Plastpokalaus Mosfellsbær?Við undirrituð, nýkjörnir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Mosfells-bæjar, viljum koma á framfæri þakklæti okkar til allra þeirra sem kusu lista flokks-ins í bæjarstjórnarkosningunum og treystu okkur þar með til að koma að stjórnun bæj-arins næstu fjögur árin. Samfylkingin bætti við sig fylgi frá kosningun-um 2010 og fékk þ.a.l. í sinn hlut annan við-bótarmanninn í bæj-arstjórn, nú þegar full-trúum var fjölgað úr sjö í níu.

Slíkur árangur í kosningum er ekki verk tveggja einstaklinga heldur árangur þrot-lausrar vinnu fjölmargra öflugra jafnaðarmanna sem lögðu fram mikla vinnu á vormánuðum. Vinnu sem byggðist á því starfi sem fulltrúar Samfylkingarinn-ar hafa sinnt af trúmennsku undanfarin ár. Starfið á vormánuðum fólst í vinnu við málefnastarf, mótun stefnuskrár, útburð, veitingar, samtöl við kjósendur heima og heiman og margt, margt fleira. Markmið hópsins var að heyja málefnalega, heið-arlega og skemmtilega kosningabaráttu og við teljum að það hafi svo sannarlega tekist. Við erum sannfærð um að þannig kosningabarátta borgar sig þegar upp er staðið og höfðar til kjósenda. Samfylking-in stefndi að því að ná tveimur fulltrúum í bæjarstjórn, fá aðalmenn í nefndir og tryggja þannig að raddir jafnaðarmanna heyrðust skýrt í öllu nefndarstarfi í bæj-arkerfinu. Það tókst. Niðurstaðan sýnir að kosningaáherslur okkar og vinnuaðferðir féllu í góðan jarðveg og fyrir það erum við þakklát.

Við munum nálgast verkefni okkar í bæj-arstjórn af auðmýkt, vinna málefnalega og af fullum heilindum fyrir bæjarbúa og ætíð hafa almannahagsmuni að leiðarljósi.

Bæjarfulltrúar SamfylkingarinnarAnna Sigríður Guðnadóttir

Ólafur Ingi Óskarsson

TAKK!

Haldið köttunum inniGetið þið vinsamlegast sett í blaðið ábendingu til Mosfellinga að reyna að halda köttum sínum inni sem mest á þessum mikla annasama tíma fugl-anna að koma ungum sínum á legg, allavega á nóttunni því það er tíminn sem fuglarnir reyna að fara með ung-ana úr hreiðrunum, þegar „kyrrðin“ á að vera sem mest.

Brynhildur

ORÐIÐ ER LAUST...

Vel slegið í MosóMig langar að hrósa Mosfellsbæ fyrir fallegan bæ. Sérstaklega finnst mér hér alltaf vel slegið grasið. Veit ekki hverj-um það er að þakka, áhaldahúsinu eða starfsmönnum golfvallarins. En ég er er mikill áhugamaður um sláttur og þekki þar vel til. Hér í Mosfellsbæ er þetta til mikillar fyrimyndar.

Hannes

Page 31: 9. tbl. 2014

Davíð Már VilhjálmssonKeypti mér peysu áðan...

í Large! Take that world!#ennaðstækka

24. maí

Kolbrún Ósk JónsdóttirÁ svo ótrúlega hreinan og

fínan síma eftir nokkra hringi í þvottavélinni. Væri jafnvel enn betri ef hann virkaði ennþá

14. maí

Helena Kristins-dóttirÞað eru til

frábærir staðir til að búa á um allann heim en ég er alveg handviss um að Mosfellsbær er einn af þeim bestu, maður er kominn út í sveit á nokkr-um mínútum og stórar umferðagötur eru í jaðrin-um svo að varla heyrist í bíl eftir kl 12 á kvöldin.Mosó er málið

5. júní

Kári Örn HinrikssonVar vakinn í morgun fyrir

allar aldir af tveimur sauð-um með þokulúður sem sögðust ætla að steggja mig, sögðu mér að klæða mig, gáfu mér eplaskot og buttu fyrir augun á mér. Síðan fóru þeir bara...Steggjunin verður víst ekki fyrr en á morgun

7. júní

Kjartan Smári Ragn-arssonFyrsti dagur-

inn a leikjanamskeidinu buin og eg er en a lifi

10. júní

Leifur Guð-jónssonnei nei ekki aftur titanic

á ruv i 100 skipti það er mikið lagt á manna þessa dagana verð að passa fyrir konuna næstu 8 daga hún fór í vinsmökkunarferð til ítalí með konum úr gull-bringu og kjósasýrslu...

7. júní

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s bo

ltinn

í be

inni

kaffi

risa

skjá

r sam

loku

r sa

mlo

kur l

asag

ne h

eitt

súkk

ulað

i

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s bo

ltinn

í be

inni

kaffi

risa

skjá

r sam

loku

r sa

mlo

kur l

asag

ne h

eitt

súkk

ulað

i

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

Góðir Menn ehf

RafverktakarGSM: 820-5900

• nýlagnir • viðgerðir• endurnýjun á raflögnum• hönnun og uppsetning á öryggiskerfum • síma og tölvulagnir

Löggiltur rafverktaki

Þjónusta við Mosfellinga - 31

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

Subaru XV 4WD - árg. 2012Þægileg og háþróuð kennslubifreiðAkstursmat og endurtökupróf

ÖkukennslaGylfa Guðjónssonar

Sími: 696 0042

Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á mos­fellingur@mos­fellingur.is­

Tek að mér alla krana- og krabbavinnu

Útvega allt jarðefni

VÖrubíll Þ.b. Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142

Hlín Blómahús • Kjarnanum • Mosfellsbæ • Þverholt 2 • Sími: 566 8700Finndu okkur á facebook.com Blómabúðin Hlín

aMÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA

f

FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI

Þverholti 3 - Sími: 566-6612

FÓTAAÐGERÐASTOFA MOSFELLSBÆJAR

hundaeftirlitið í mosfellsbæ

lausagangahunda er bönnuðhandsömunargjald fyrir hund í lausagöngu er 25.350 kr.

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

...

Þú getur fylgst með Mosfellingi á Facebook.

www.facebook.com/mosfellingur

Page 32: 9. tbl. 2014

Sendið okkur myndir af nýjum Mos-fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið [email protected]

Yndislega Júlía Rut okkar kom í heim-inn kl. 17:01, 11. apríl 2014. Hún var 3765 gr. og 52 cm við fæðingu. Foreldrar eru Lárus Arnar Sölvason og Louisa Sif Mønster. Stóri bróðir henn-ar Júlíu Rutar er 5 ára og heitir Sölvi Már Lárusson Mønster.

Sumarsalat með japönsku ívafiBerglind Kristinsdóttir deilir hér með okkur uppskrift að fersku sumarsalati.

• 1/2 bolli olía • 1/4 bolli Balsamic edik • 2 msk. sykur• 2 msk. soyasósa

Þetta allt er soðið saman í ca. 1 mínútu, kælt og hrært í meðan kólnar.

• Kjúklingabringur• Núðlur (instant súpu núðlur) - ekki kryddið• 3-4 msk. möndluflögur eða furuhnetur• 1-2 msk. sesam fræ• Kirsuberjatómatar• 1 mangó• Salatpoki (blandað salat)• Rauðlaukur

1. Byrjað er á því að brjóta núð-lurnar niður í smáa bita og rista á þurri pönnu. Þær eru brúnaðar fyrst af því að það tekur lengst-an tíma, möndlunum og fræjun-um síðan bætt við. (Núðlurnar eiga að vera stökkar)

2. Ruccola salat eða iceberg sal-at, tómatar og mangó og rauð-laukur skorið niður í litla bita.

3. Kjúklingabringur, skornar í ræmur og snöggsteiktar í olíu. Sweet hot chillisósu hellt yfir og

látið malla í smástund.

4. Öllu raðað saman í fat eða mót, salatið sett fyrst, síðan kjúklingurinn, núðlurnar og fræin.Sósunni er svo dreift yfir salatið.

Borið fram með hvítlauks- eða snittubrauði.

Berglind skorar á Hildi Freysdóttur að deila með okkur uppskrift í næsta blaði.

FrozenÞað er ansi margt furðulegt þarna

úti og ekki sér fyrir endann á rugl-

inu sem maður sér og les á internet-

inu. Ég rak augun í frétt nú á dögun-

um um að japönsk kona ætlaði að

skilja við danskan eiginmann sinn

vegna þess að honum fannst nýjasta

Disney myndin Frozen ekki góð. Já,

ég er ekki dauðadrukkinn hér við

lyklaborðið og er að skálda upp ein-

hverja bull sögu heldur ætlar hún að

skilja við karlfauskinn vegna þess að

nýjasta Disney æðið var honum ekki

að skapi.

Japanska konugreyið var víst

svona yfir sig hrifin af myndinni

að hún var að hans sögn búin að

sjá hana ansi oft og var komin með

myndina á heilann. Hún ætlar

ekki að eyða ævinni með mann-

eskju sem finnst þetta meistaraverk

kvikmyndasögunnar EKKI vera

skemmtilegt. „Ef þú getur ekki skilið

hvað gerir þessa mynd frábæra er

eitthvað að þér sem manneskju,“

sagði konan og bað um skilnað við

þann danska.

Ég á tvö börn og hvort mér líkar

betur eða verr við teiknimyndir þá

er ég tilneyddur til að fara á þær í

bíó með krökkunum, það fylgir bara

með prógramminu. En það vill svo

til að mér finnst mjög gaman að

svona myndum og hlakka ég jafn

mikið til og þau að fara á þær í bíó.

En ég var ekki hrifinn af þessari

mynd eins og svo mörgum öðrum

teiknimyndum, og væri ég giftur

þessari dömu væri ég að skrifa

undir skilnaðarpappírana líka.

En að skilja við manneskju sem er

ekki jafn hrifinn af bíómynd nú eða

geisladiski og þú.

Það er kannski eitt að skilja við

einhvern sem er kannski of hrifinn

af einhverri bíómynd og horfir á

hana í marga klukkutíma á dag og

innréttar húsið, bílinn og verslar á

sig föt í stíl við myndina og er með

hana á heilanum. Það væri þá betri

ástæða til að skilja við kvikindið.

Það er eitthvað sem maður hefur

heyrt um meðal annars hjá Star

Trek aðdáendum. Hver veit nema

þetta sé algengara en maður heldur

en bara ratar ekki í blöðin. Ætli það

hafi verið hjónaskilnaðir út af Papp-

írs Pésa nú eða Villa og Sveppa???

Hver veit?

högni snær

- Heyrst hefur...32

Föstudaginn 6. júní var hlaupahópurinn Morgunfuglarnir svo heppinn að fá að endurgjalda vinum sínum í Vesturbænum hlaupaheimsókn síðan í vetur.

„Við hittumst við Krikaskóla kl. 6 eins og við gerum þrisvar í viku, hlupum upp á Úlf-arsfell í einstaklega fallegu veðri, annars er veðrið alltaf gott svona snemma á morgn-ana. Silla bauð upp á holla og góða morg-

unhressingu úti í garði og þaðan var hald-ið í Lágafellslaug. Þar beið stór hópur sem hittist oft í viku í Vesturbæjarlauginni og gerir Mullers æfingar undir stjórn „foringj-ans“ Halldórs Bergmanns Þorvaldssonar, Mosfellings! Dóri stjórnaði skemmtilegum æfingum, við sungum saman og sötruðum kaffi. Morgunfuglarnir þakka „foringjan-um“ og félögum kærlega fyrir komuna.“

Hlaupahópur sem hittist kl. 6 á morgnana þrisvar í viku

Morgunfuglar á ferð

hlaupahópurinn á toppi úlfarsfells

Page 33: 9. tbl. 2014

smáauglýsingar

Leiguíbúð óskastLítil íbúð í Mosfellsbæ óskast til leigu fyrir reglu-samt par í námi. S. 895-7055

Smáauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga [email protected]

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

WWW.ALAFOSS.IS

Á L A F O S SVerslun, Álafossvegi 23

Frozeninu sem maður sér og les á internet-

inu. Ég rak augun í frétt nú á dögun-

vegna þess að honum fannst nýjasta

Disney myndin Frozen ekki góð. Já,

-

hverja bull sögu heldur ætlar hún að

skilja við karlfauskinn vegna þess að

nýjasta Disney æðið var honum ekki

sjá hana ansi oft og var komin með

eskju sem finnst þetta meistaraverk

skemmtilegt. „Ef þú getur ekki skilið

betur eða verr við teiknimyndir þá

bíó með krökkunum, það fylgir bara

mikið til og þau að fara á þær í bíó.

ekki jafn hrifinn af bíómynd nú eða

einhvern sem er kannski of hrifinn

hana á heilanum. Það væri þá betri

þetta sé algengara en maður heldur

en bara ratar ekki í blöðin. Ætli það

hafi verið hjónaskilnaðir út af Papp-

Opnunartímisundlauga

lágafellslaugVirkir dagar: 06.30 - 21.30

Helgar: 08.00 - 19.00

VarmárlaugVirkir dagar: kl. 06.30-08.00 og 15:00-21:00

Laugard. kl. 09.00-17.00 og sunnud. kl. 09:00-16:00

Kenni á bíl, bifhjól eða skellinöðru!

Fáið tilboð, kenni allan daginn Annast einnig ökumat og upprifjun fyrir eldri borgara

Lárus Wöhler löggiltur ökukennari

Er með mótor-hjólahermi, frábært fyrir byrjendur

ÖKuKennsla lárusar gsm 777-5200 - [email protected]

Snyrti-, nudd- & fótaaðgerðastofan

Líkami og sálÞverholti 11 - s. 566 6307www.likamiogsal.is

Verið hjartanlega velkomin!

Notaðir TOYOTA varahlutirBílapartar ehf

Sími: 587 7659Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ

www.bilapartar.is

MOSFELLINGURkemur næst

3. júlíSkilafreStur fyrir efni

og auglýSingar er til hádegiS 30. júní.

Skýja luktirnar

fáSt í BymoS

RÉTT INGAVERKSTÆÐ I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]

Ný heiMaSíða - www.joNb.iS

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla

cabastjónaskoðun

Þrastarhöfði - endaíbúð á jarðhæð

eign vikunnar www.fastmos.is

586 8080

selja...

1. tbl. 13. árg. fimmtudagur 9. janúar 2014 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós

MOSFELLINGUR

Mynd/RaggiÓla

Skutust upp á stjörnuhimininn •Vor í Vaglaskógi sló í gegn •Ný plata stefnir í gull

Hljómsveitin Kaleo valin Mosfellingur ársins 2013Strákarnir í Kaleo slógu rækilega í gegn á árinu 2013. Eftir útgáfu þeirra af laginu Vor í Vaglaskógi í sumar hafa

allar dyr staðið þeim opnar. Fyrir jólin gáfu þeir út sína fyrstu plötu sem varð ein sú mest selda á Íslandi á árinu.

Rubin, Davíð, Jökull og Daníel

skipa hlJómsveitina kaleo

6 nýttá skrá

MOSFELLINGURá netinu

Hvað er að frétta?Sendu okkur línu...

[email protected]

Kiwanishúsið í Mosfellsbæ geysir.kiwanis.is

Salur til útleigu fyrir fundi og mannfagnaði

Pantanir hjá Berglindi í síma 697-5328 eða á [email protected]

LISTRÆN FAGMENNSKAARTPROARTPRO

www.artpro.is

STAFRÆN PRENTUNÁ NÝ Í MOSFELLSBÆ(ÁÐUR LJÓSRIT OG PRENT - NIKKI)

STAFRÆN PRENTUN

STÓRLJÓSMYNDAPRENTUN

3725

www.malbika.is - sími 864-1220

Þjónusta við Mosfellinga - 33

20% afslátturfyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja

milli kl. 10-14 alla virka dagaHárgreiðslustofa Helenu – Stubbalubbar

Barðastaðir 1-3 • 112 rvk • sími: 586 1717 • stubbalubbar.isPantaðu tíma á netinu • Stubbalubbar er eina barnastofan á landinu

hundaeftirlitið í mosfellsbæÞað er alVeG samahVað hundurinnÞinn er GÓður- ÓKunnuGt fÓlKVeit Það eKKi

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

Page 34: 9. tbl. 2014

- Hverjir voru hvar?34

Huldubergs-skvísurí óvissuferð

Bónus

Hárstofan SpreyHáholt 14 - s. 517 6677

Katrín, Svava og Unnur eru eigendur Sprey Hárstofu, auk þeirra er neminn Linda.Nú á dögunum gerðu þær Sprey Sumar Collection 2014 „Caths the Light.“„Við vildum gleði, birtu og fegurð í þessa línu, mjúka tóna og hreyfingu í hári. Við unnum með komandi tísku, horfðum á 90’s tímabilið og hvað okkur finnst sumar vera.“Sumartískan þetta sumarið er rosalega þægileg og létt, litirnir verða mjög mjúkir, pastel tónar, hunangstónar og fallegir bjartir brúnir litir. Kippingarnar verða mjög léttar, meira um styttur og mjúkar línur hjá dömunum og herrarnir fara í styttri klippingar, þægilegar og strákslegar.“

Sprey Sumar ColleCtion 2014

Page 35: 9. tbl. 2014

27www.mosfellingur.is - 372535www.mosfellingur.is -

Bjóðum upp á ís í brauði,boxi og shake

1490 KR990 KR

Hlauparar og göngufólk athugið!

7 tinda hlaupið fer fram í sjötta sinnþann 30. ágúst 2014 á bæjarhátíð

Mosfellsbæjar Í túninu heima.

Boðið er upp á fjórar vegalengdir þannig að allir

Göngu- og hlaupahópar hvattir til að taka þátt.Skráning fer fram á hlaup.is

www.mos.is/7tindahlaup

Page 36: 9. tbl. 2014

MOSFELLINGURwww.mosfellingur.is - [email protected] 8080

selja... 586 8080fastmos.is

Sími:

nýstúdentar FmosÚtskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram 31. maí. 28 nemendur voru brautskráðir frá skólanum. Skólameistari er Guðbjörg Aðalbergsdóttir. mynd/Kristín Bogadóttir

588 55 30Háholt 14, 2. hæð

Pétur Péturssonlöggiltur fasteignasali897-0047

Daniel G. Björnssonlöggiltur leigumiðlari

Mikil sala - Vantar eignir - VerðMetuM

Þjónusta við

Mosfellinga í 24 ár

OPið virka DaGa frá kl. 9-18 • NetfaNG: [email protected] • www.BerG.is • BerG fasteiGNasala stOfNuð 1989

stekkur á kjalarnesi

Gott einbýli , 156 fm. auk 8,7 hektara eignarlands á Kjalarnesi við Esjurætur. Húsið er timburhús, fullbúið og afar vel staðsett. Búið að planta 40 þús. plöntum í landið. Flott eign á fögrum stað. V. 49 m.

Dalatangi sumarhús við kiðjaberg í grímsnesi

Falleg 85 fm. íbúð á efri hæð í góðu fjölbýli við Skeljatanga í Mosfellsbæ. Sér inngangur. Snyrtileg eign. Fallegur garður. Hornbaðkar og flottar flísalagnir. Fallegt parket. Mjög snyrtileg íbúð. Örstutt í skóla, íþróttaaðstöðu,sundlaug og leikskóla. V. 25,9 m.

Ferskur fiskur á hverjum degi

skeljatangi

Flott 87 fm. raðhús á góðum stað í Mosfellsbæ. Vandaðar innréttingar, parket úr hlyn og eld-húsinnrétting úr birki. Tvö svefnherbergi.Stór sólpallur 43 fm. með skjólveggjum. Þvottahús og geymsla innan íbúðar. Flott eign á góðum og skjólsælum stað í Mosó. V. 28,9 m.

Glæsilegt 54 fm. sumarhús auk 20 fm. svefnlofts. 0,5 hektara eignarland. Tré, runnar og góðar grasflatir. 3 svefnherbergi, heitur pottur, 70 fm. sólpallur. Laus strax. V. 18,9 m.

Það skiPtir ekki máli á Hvaða

Hraða Þú ferð

Þú ferð alltaf fram úr Þeim

sem sitja Heima