47
Háskóli Íslands Kennarar: Menntavísindasvið Ingvar Sigurðsson GLF034G-fjarnám Ása Helga Ragnarsdóttir Vorönn 2009 Leikir sem kennsluaðferð Námsmappan mín

Web viewHexa er aftur á móti einhverskonar púsl. Ég hef nú aldrei reynt við svona ... orðaleikir, word games, word play og word puzzles. Á leikjavefnum

  • Upload
    lyhanh

  • View
    232

  • Download
    6

Embed Size (px)

Citation preview

Háskóli Íslands Kennarar:Menntavísindasvið Ingvar Sigurðsson GLF034G-fjarnám Ása Helga Ragnarsdóttir Vorönn 2009

Leikir sem kennsluaðferð

Námsmappan mín

Erna Dögg Sigurjónsdóttir [email protected]

Kt. 13.03.84-2269Leikskólabraut

EfnisyfirlitINNGANGUR.............................................................................................3

1. ÞÁTTUR: FRÆÐILEGT SJÓNARHORN...................................................4

2. ÞÁTTUR: FLOKKAR OG TEGUNDIR LEIKJA................................................8

3. ÞÁTTUR: LEIKJAVEFURINN – LEIKJABANKINN...........................................9

4. ÞÁTTUR: NAFNA- OG KYNNINGARLEIKIR - HÓPSTYRKINGARLEIKIR.........11

5. ÞÁTTUR: GAMLIR OG GÓÐIR ÍSLENSKIR LEIKIR......................................13

6. ÞÁTTUR: LEIKIR SEM KVEIKJUR............................................................17

7. ÞÁTTUR: HUGÞROSKALEIKIR................................................................19

8. ÞÁTTUR: NÁMSSPIL OG FLÓKIN TÖFL...................................................24

9. ÞÁTTUR: TÖLVULEIKIR.........................................................................26

10. ÞÁTTUR: SÖNG OG HREYFILEIKIR.......................................................30

11. ÞÁTTUR: GÁTUR, ÞRAUTIR OG HEILABRJÓTAR.....................................33

12. ÞÁTTUR: ORÐALEIKIR........................................................................36

FRAMLAG MITT Á LEIKJAVEFINN...............................................................39

LOKAORÐ...............................................................................................40

HEIMILDASKRÁ.......................................................................................41

Inngangur

2

Í þessari námsmöppu er að finna þau verkefni sem ég hef unnið að í námskeiðinu Leikir sem kennsluaðferð í umsjón Ingvars Sigurgeirssonar og Ásu Helgu Ragnarsdóttur. Hún er þannig uppbyggð að hún skiptist í 12 þætti auk framlags míns til Leikjavefsins en uppbyggingu hennar má sjá hérna að ofan.

1. þáttur: Fræðilegt sjónarhorn

Í þessum þætti áttum við að að velt fyrir okkur gildi leikja í uppeldi og menntun. Einnig áttum við að lesa tvær greinar, greinarnar Back-to-Basics: Play in Early Childhood og Play as Curriculum og horfa á tvo þætti

3

úr myndaflokknum The Promise of play og velta fyrir okkur ákveðnum spurningum tengdum þeim.

Hvað er leikur?Eins og svo margir aðrir á ég mjög erfitt með að svara þessari spurningu og held ég að það sé mjög erfitt að skilgreina hugtakið leik. Eitt veit ég þó, að leikur gegnir mikilvægu hlutverki í þroska barna. Hann er tjáningarmáti þeirra og í leik læra börn samskipti og samskiptareglur. Hann eflir skynfæri þeirra, eykur sköpunarhæfni og í leik læra þau að bera virðingu fyrir hvort öðru og setja sig í spor annarra. Hann hefur í rauninni margþætt gildi fyrir börn og er einfaldlega ómissandi í lífi allra, bæði barna og fullorðinna.

Mér finnst því mikilvægt að kennarar leggji áherslu á leikinn í starfi sínu og beri virðingu fyrir honum hvort sem það sé í uppeldis- eða skólastarfi því öll börn eiga rétt á að leika sér.

Greinarnar Back-to-Basics: Play in Early Childhood og Play as Curriculum

Hvernig er leikurinn skilgreindur af þessum höfundum?

Í greininni Back-to-Basics: Play in Early Childhood er leikur skilgreindur sem hrífandi athöfn sem heilbrigð börn taka þátt í af ákafa og taumleysi.

Í greininni Play as Curriculum er leikur aftur á móti skilgreindur sem frjáls athöfn sem ýtir undir áhugahvöt einstaklingsins, hann er sjálfsprottinn og ánægjulegur. Börn leika sér vegna þess að þeim finnst það gaman en ekki vegna þess að þau fá verðlaun, pening eða mat fyrir. Börn sem eru þvinguð til einhverra athafna eru ekki sögð vera að leika sér.

Hver er meginþýðing leiks og leikja að dómi höfunda? Hver er þín afstaða?

4

Höfundar beggja greinanna eru sammála um mikilvægi leiks fyrir þroska barna og tala þeir báðir um í greinum sínum um margþætt gildi hans. Hann eflir meðal annars félagsþroska, sköpunarhæfni, rökhugsun og ýmindunarafl barnanna. Í leik þjálfa þau einnig fín- og grófhreyfingar sem og orðaforða.

Ég er sammála höfundum um mikilvægi leiks fyrir þroska barna. Í leik eru börn að takast á við svo ótrúlega margt í einu og því tel ég mjög mikilvægt að börn fái fjölbreytt tækifæri til leiks.

Hvernig tengist leikurinn þróun hugsunar hjá börnum?

Í greininni Back-to-Basics: Play in Early Childhood kemur fram að sambandið milli leiks og og þróun hugsunar hjá börnum sé skilgreint á ólíkan hátt í kenningum Piaget og Vygotsky.

Piaget taldi að börn lærðu ekkert nýtt í gegnum leik heldur notuðu þau leikinn til þess að þjálfa og reyna eitthvað sem þau hafi þegar lært. Vygotsky taldi hins vegar að leikurinn ýtti undir þroska og þróun hugsunar og að börnin notuðu leikinn til þess að þjálfa og reyna eitthvað sem þau hafi þegar lært en einnig til þess að læra nýja hluti.

Hvaða þýðingu hafa regluleikir?

Í greininni Play as Curriculum kemur fram að í sumum leikjum þurfi að fara eftir ákveðnum reglum rétt eins og að í samfélaginu gilda ákveðnar reglur sem allir þurfa að fara eftir. Regluleikir búa barnið því undir það að taka þátt í almennu samfélagi seinna meir þar sem allir þurfa að fara eftir sömu reglum.

Myndaflokkurinn The Promise of play.

The Mother of Invention:

5

Hvernig skilgreina höfundar leikinn?

Höfundar eru sammála um að mjög erfitt sé að skilgreina leik en leikur sé þó allt sem er gaman og miklu meira en það

Skráðu hjá þér á lista allt sem fram kemur um þýðingu leikja.

Leikur er mjög mikilvægur þáttur í lífi okkar, hann tengir okkur við annað fólk. Þegar við leikum okkur þá verðum við svo lifandi. Leikurinn hefur mikil áhrif á þróun okkar til að læra nýja hluti. Öll dýr hafa það í eðli sínu að leika.Eftir því sem heili dýrsins er flóknari því fjölbreyttari verður leikurinn.Dýr þurfa að vera vel nærð áður en þau byrja leik líkt og maðurinn.Leikur er skemmtun.Börn læra í gegnum leik. Bæði menn og dýr tjá sig í gegnum leikinn.Leikur undirbýr börnin undir það sem koma skal.Leikur segir okkur hvar börnin eru stödd í þroska.

Hugaðu sérstaklega að skólastarfinu í The Roof Top School og veltu fyrir þér sjónarmiðum starfsliðsins: Hvað finnst þér?

The Roof Top School hefur notið mikillar vinsælda vegna þess að þar er leikurinn hluti af námskrá skólans. Kennarar þar eru sammála um að börn læri best í gegnum leik, því þá sé gaman og því séu leikir mjög mikilvægir fyrir námsárangur barnanna.

Að mínu mati eru leikir mjög mikilvægir í námi barna. Þeir auka fjölbreytni en ég tel mjög mikilvægt að hafa fjölbreytni í öllu skólastarfi, það eykur áhuga barnanna og gerir námið skemmtilegra fyrir þeim.

The Heart of the Matter:

6

Hvað vakti helst athygli þína af því sem fram kom í þættinum?

Það sem mér þótti hvað mest athyglisverðast af því sem fram í þessum þætti var hvernig unnið var með Alexöndru. Alexandra átti mjög erfitt með að blandast hinum börnunum, hún var mjög feimin og kunni ekki að leika sér. Í rauninni má segja að henni hafi raunverulega verið kennt að leika sér og eiga samskipti við hin börnin og þótti mér mjög gaman að sjá hversu mikinn árangur þessi þjálfun hafði.

Taktu saman í fáar meitlaðar setningar þær meginályktanir sem þú dregur af því efni sem fram hefur komið í þessum myndum.

Leikur snýst um að hafa gaman.Leikur snýst um að eignast vini.Leikur snýst um að tilheyra.Leikurinn tengir okkur saman.

2. Þáttur: Flokkar og tegundir leikja

Í þessum þætti áttum við að rifja upp flokkun leikja úr greinunum Back to Basics: Play in Early Childhood og Play as Curriculum sem lesnar voru í tengslum við fyrsta námsþátt og gera grein fyrir því hvaða munur er á flokkununum.Einnig áttum við að setja fram hugmyndir okkar um góða flokkun á námsleikjum fyrir kennara.

Mikilvægt er að flokka leiki vel þannig að auðvelt sé að nálgast þá.

Í greininni Back to Basics: Play in Early Childhood er leikjunum skipt í fimm flokka:

ÁhorfendahegðunarleikirEinstaklingsleikirSamhliðaleikirTengslaleikir

7

Hlutverkaleikir

Í greininni Play as Curriculum er leikjunum einnig skipt í fimm flokka:Hreyfileikir HópleikirUppbyggingarleikirÍmyndunarleikirRegluleikir

Þessi flokkun þykir mér ekki mjög skilmerkileg og að mínu mati þyrfti að stokka aðeins upp í þessari flokkun. Inn á leikjavefnum er leikjum skipt í 20 flokka og finnst mér sú flokkun mjög skilmerkileg. Kannski mætti þó flokka þá eftir aldri og jafnvel eftir því hvort þeir séu inni eða útileikir.

3. Þáttur: Leikjavefurinn – Leikjabankinn

Í þessum þætti áttum við að skoða leikjavefinn og velja síðan þrjá leikjaflokka til að skoða nánar. Einnig áttum við að skoða aðra leikjavefi sem vísað er í á vefnum.

Leikjavefurinn - Leikjabankinn: Leikjabankinn er samvinnu- og þróunarverkefni kennara og kennaraefna. Markmið bankans er að safna góðum leikjum til að nota í skólastarfi og kynna þá sem víðast með aðgengilegum hætti. Leikjum í Leikjabankann er safnað af kennurum og kennaraefnum í sjálfboðavinnu. Umsjónar- og ábyrgðarmaður verkefnisins er Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Í Leikjabankanum eru nú um 300 leikir og leikjaafbrigði, ásamt ýmsu öðru efni (Leikjavefurinn 2009).

Eftir að hafa skoðað vefinn valdi ég flokkana hreyfileikir og æfingar, ýmsir hópleikir og kynningarleikir til þess að skoða nánar. Þar sá marga

8

skemmtilega og áhugaverða leiki, einhverjum þeirra hef ég tekið þátt í en öðrum ekki.

Ég rakst á leik einn undir flokknum hreyfileikir og æfingar sem rifjaðist strax upp fyrir mér síðan ég var í grunnskóla. Þetta er leikur sem var mjög vinsæll í mínum árgangi en þarna segir að hann sé fyrir börn frá 6 ára aldri.

Hvað er klukkan gamlu refur?Markmið: Að hreyfa sig.Gögn: Engin.Leiklýsing: Einn er valinn til að leika refinn en hinir leika lömbin. Refurinn er í einu horni salarins og snýr baki við hópnum. Stjórnandi ákveður hvað klukkan á að vera og sýnir lömbunum það á fingrunum. Lömbin koma svo til refsins og spyrja: "Hvað er klukkan gamli refur?" Refurinn snýr sér þá við og byrjar að giska. Allir verða að standa kyrrir á meðan. Ef refurinn giskar vitlaust neita lömbin en giski hann rétt hlaupa allir til baka og refurinn reynir að ná eins mörgum og hann getur. Þeir sem hann nær mega svo aðstoða næst ( Leikjavefurinn 2009).

Inni á Leikjavefnum-Leikjabankanum er að finna tengla á aðra leikjavefi. Ég skoðaði nokkrar þeirra og sá ég marga áhugaverða vefi.

Room 108 / Herbergi 108 - http://www.netrover.com/~kingskid/108.html. Þessi vefur hefur yfir 400 síður af leikjum fyrir börn. Þar er að finna sögur, söngva, þrautir, stærðfræðiverkefni o.fl.

9

Leikjavefur Bókasafns Garðabæjar -http://www2.gardabaer.is/bokasafn/leikir.htm. Á þessum vef er að finna fullt af skemmtilegum leikjum sem hægt er að fara í á netinu eða prenta út. Einnig er að finna fullt af tenglum á aðra leikjavefi.

Sjovide.dk - http://www.sjovide.dk/Er danskur leikjavefur. Þar er að finna fjölbreytt efni leikja bæði fyrir veislur og önnur tækifæri.

4. þáttur: Nafna- og kynningarleikir - HópstyrkingarleikirÍ þessum þætti áttum við að skoða vel kynningarleikina og velta fyrir okkur þýðingu leikja til að efla og bæta samskipti. Einnig áttum við að skoða nokkra hópeflileiki í hefti Helga Grímssonar.

Nafna- og kynningaleikir er mjög sniðug leið til þess að hjálpa nemendum að læra nöfn félaganna. Á leikjavefnum sá ég marga mjög áhugaverða nafna- og kynningaleiki, einhverjum þeirra hef ég tekið þátt í en öðrum ekki. Einn þeirra hefur mér funndist hafa verið hvað vinsælastur en hann kallast Nafnaruna.

NafnarunaMarkmið: Læra nöfn bekkjarfélaganna. Gögn: Engin. Leiklýsing: Leikmenn sitja í hring. Einn byrjar að segja nafn sitt, sá næsti segir það nafn og síðan sitt nafn (eða öfugt), sá þriðji segir nafn hins fyrsta og annars og bætir síðan sínu nafni við. Þannig koll af kolli þar til hringurinn lokast. Skemmtilegt er ef kennarinn er síðastur og segir nöfn allra.

Skemmtilegt afbrigði af þessum leik er að nemandinn sem nefndur er standi upp rétt á því augnabliki sem nafn hans er nefnt. Eins reynir mjög á ef föðurnafn er haft með (Leikjavefurinn 2009).

10

Í hefti Helga Grímssonar sá ég einnig nokkra áhugaverða hópeflileiki og leist mér mjög vel á þann sem kallast Dýrahljóð. Mér finnst þetta mjög sniðugur leikur, eins og nafnið gefur til kynna, til að þjappa hópnum saman. Í heftinu er hann sagður vera fyrir alla aldurshópa en mér finnst hann þó frekar vera fyrir yngri kynslóðina, kannski 4-10 ára. DýrahljóðMarkmið: Þjappa hópnum saman Gögn: Engin.Leiklýsing: Þátttakendur standa í hring. Leiðbeinandi gengur á milli og gefur þátttakendum til kynna í hvaða hópi þeir eru með því að segja þeim hvaða dýr þeir eiga að vera (hundur, köttur, hestur, kýr, önd, svín ...). Þegar leiðbeinandi gefur merki eiga þátttakendur að herma eftir hljóðinu sem dýrið gefur frá sér og finna hina í hópnum (Helgi Grímsson án árt).

Icebreakers er frábær leið til að skapa opna stemmingu og fá fólk til að kynnast í leiðinni. Þegar ég googlaði leitarorðið icebreakers fékk ég upp fullt af síðum með spennandi leikjum.

Á þessari síðu http://wilderdom.com/games/Icebreakers.html sá ég marga skemmtilega leiki í þessum flokki og fannst mér Famous person og Common ground mjög áhugaverðir leikir:

Famous personPeople write a famous name on a piece of paper and pin it on someone else's back. Person tries to guess what name is pinned on his/her by asking others around the room yes or no questions. Variation: Use famous place instead of famous person.

CommongroundThis works best for small groups or for each small group sitting together as a team (4-6 learners). Give the group a specific time (perhaps 5 minutes)

11

to write a list of everything they all have in common. Tell them to avoid the obvious ("we're all taking this course"). When time is up, ask each group how many items they have listed. For fun, ask them to announce some of the most interesting items.

5. þáttur: Gamlir og góðir íslenskir leikirÍ þessum þætti áttum við að rifja upp nokkra gamla og góða íslenska leiki og kynna okkur heimildir um þetta efni.

Til eru margir gamlir og góðir íslenskir leikir. Þegar ég ræddi við ömmu mín, sem fædd er árið 1938 um gamla og góða íslenska leiki mundi hún helst eftir langbolta, fallin spýta, parís, yfir, fela fantinn og flöskustút.

LangboltiÞátttakendum er skipt í tvö lið innilið og útilið. Inniliðið byrjar að slá boltann, útiliðið dreifir sér um völlinn sem skipt er upp í fjórar hafnir og einn pott. Útiliðið reynir síðan að grípa boltann, ef það nær að grípa boltann kemur það boltanum í pottinn til boltamanns og verður sá sem sló að fara aftast í röðina ef ekki þá hleypur sá sem sló boltann eins langt og hann kemst en þarf hann þó að stoppa í einhverri hafnanna áður en boltinn kemst í pottinn hjá boltamanni. Þegar næsti maður slær boltann má sá fyrri halda áfram og hlaupa í næstu höfn. Ef hann kemst allan hringinn fær inniliðið stig. Liðin skipta svo um stöðu eftir ákveðinn tíma (Erna Sigurjónsdóttir 2009).

Fallin spýta

Einn er ann og passar spýtuna, allir hinir fela sig. Sá sem er ann leitar að þeim sem földu sig. Á meðan hann er að leita eiga þeir að reyna að komast að spýtunni og segja “fallin spýta fyrir með, einn, tveir og þrír”. Ef

12

sá sem er að leita sér einhvern þátttakandann þá fer hann að spýtunni og segir “fallin spýta fyrir … einn, tveir og þrír” (Erna Sigurjónsdóttir 2009).

ParísParísinn er teiknaður á stéttina, sex reitir og einn hringur. Þátttakendur kasta steini í reitina og hoppa á öðrum fæti eftir reitunum (Erna Sigurjónsdóttir 2009).

YfirÞátttakendum er skipt í tvo hópa sem eru sitt hvoru megin við húsið og skiptast þeir á að kasta boltanum yfir húsið. Um leið og boltanum er kastað yfir húsið er kallað “yfir”. Ef liðið nær að grípa er kallað “gripið” , sá sem grípur boltann reynir þá að skjóta þann sem gripið var hjá. Ef hann nær því þá fer sá sem var skotinn yfir í hitt liðið (Erna Sigurjónsdóttir 2009).

Hlaupa í skarðið

Þátttakendur haldast í hendur og mynda hring. Einn stendur fyrir utan hringinn og slær í rassinn og einhverjum sem stendur í hringnum. Síðan hlaupa þeir báðir hringinn, en í gagnstæða átt og keppast um að verða á undan í skarðið (Erna Sigurjónsdóttir 2009).

Fela fantinn

Einn felur hlutinn, á meðan bíða hinir þátttakendurnir frammi. Þegar hann hefur falið hlutinn koma hinir inn. Þeir spyrja hvort þeir séu “heitir”, þá eru þeir nálægt hlutnum eða “kaldir”, þá eru þeir fjarri hlutnum og segir sá sem faldi hlutinn til um það (Erna Sigurjónsdóttir 2009).

FlöskustúturÞátttakendur sitja í hring á gólfinu. Einn er valinn til þess að snúa flöskunni, um leið og hann snýr flöskunni segir hann “sá sem flöskustútur lendir á að…. “. Sá sem flöskustúturinn lendir á gerir það sem hann sagði (Erna Sigurjónsdóttir 2009).

13

Mér fannst frekar merkilegt að þegar ég var yngri lék ég mér einnig í þessum sömu leikjum nema að nöfnin á þeim hafa breyst. Langbolti kallaðist þá kíló og hlaupa í skarðið kallaðist slá í rass. Greinilegt er því að eldri kynslóðin hefur varðveitt þessa leik vel og tel ég mjög mikilvægt að við gerum hið sama og kennum yngri kynslóðinni þessa leiki því við eigum marga skemmtilega gamla leiki.

Þegar ég fór að kynna mér heimildir um þetta efni rakst ég á heimasíðu þjóðminjasafnsins en þar er að finna lýsingar á nokkrum gömlum og góðum íslenskum barnaleikjum. Ég þekkti nú engan þeirra en læt þó tvo þeirra, Völuspá og Að stökkva yfir sauðarlegg fylgja hérna með.

VöluspáSá, sem ætlar að spá, tekur kindarvölu, snýr henni þrjá hringi réttsælis í kringum höfuð sér og þrjá rangsælis. Valan er lögð á höfuðið og svo er farið með eftirfarandi þulu:

Segðu mér nú spákona mín,það sem ég spyr þig að.

Með gullinu skal ég gleðja þigog silfrinu seðja þig

ef þú segir mér satt.En í eldinum brenna þig

og keytunni kæfa þigef þú segir mér ósatt.

14

Síðan er spurningin borin fram, og verður hún að vera þess eðlis, að hægt sé að svara henni með "já", "nei" eða "veit ekki". Valan er látin falla á gólfið, og ef hún lendir með kúptu hliðina upp er svarið "já", ef hliðin með holunni snýr upp er svarið "nei", en ef hún lendir á hliðinni er svarið "veit ekki" (þjóðminjasafnið 2009).

Að stökkva yfir sauðarleggLeggur er lagður á gólf. Sá sem ætlar að stökkva yfir hann tekur með höndunum undir tærnar á sér og reynir síðan að stökkva jafnfætis yfir legginn. Þetta er ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera ( þjóðminjasafnið 2009).

6. þáttur: Leikir sem kveikjurÍ þessum þætti áttum við að finnið þrjá leiki sem hægt er að nota sem kveikjur þegar byrjað er á nýju námsefni, lýsa þeim og útskýra hvernig við gætum tengt þá við námsefni.

Þar sem ég er á leikskólabraut fannst mér mjög erfitt að finna leiki sem ég gæti miðað við börn á leikskólaaldri og tók það mig dágóðan tíma. Eftir að hafa verið á vettvangi fékk ég nokkrar hugmyndir um leiki sem hægt væri að nota sem kveikjur.

Úlfur-ÚlfurÞennan leik er hægt að útfæra á marga vegu en þegar ég var á vettvangi var verið að vinna með litina og gekk leikurinn því út á það að þekkja litina.

15

Markmið: Þekkja litina.Gögn: Engin.Leiklýsing: Einn er úlfurinn en hann er ann. Úlfurinn stendur í miðjum salnum og hinir við enda hans. Þeir sem standa við endann spyrja svo allir saman í kór „úlfur, úlfur, hvernig kemst ég yfir“. Úlfurinn svarar þá til dæmis „allir þeir sem eru með rautt í fötunum sínum mega fara yfir“. Allir þeir sem hafa rautt í fötunum sínum labba þá yfir en úlfurinn reynir að ná hinum. Þeir sem nást hjálpa svo úlfinum.

RímÞennan leik er einnig hægt að útfæra á marga vegu en þegar ég var á vettvangi var verið að vinna með líkamann og gekk leikurinn því út á það að þekkja líkamann. Markmið: Þekkja líkamann, þjálfa hljóðkerfisvitund og efla orðaforða. Gögn: Engin.Leiklýsing: Kennarinn spyr börnin spurninga og bendi á ákveðna líkamshluti til dæmis:

Er þetta penni? og bendir á ennið á sér. Börnin eiga þá að svara nei, þetta er enni. Er þetta kaka? og bendir á hökuna á sér. Börnin eiga þá að svara nei, þetta er haka. Er þetta skass? og bendir á rassinn á sér. Börnin eiga þá að svara nei, þetta er rass.

FingralagiðÞetta lag finnst mér mjög sniðugt að syngja með börnunum þegar verið er að kenna þeim hvað fingurnir heita.

Þumalfingur, þumalfingur, hvar ert þú?Hér er ég, hér er ég.

Góðan daginn, daginn, daginn.

Vísifingur, vísifingur, hvar ert þú?

16

Hér er ég, hér er ég.Góðan daginn, daginn, daginn.

Langatöng, langatöng, hvar ert þú?Hér ér ég, hér er ég.

Góðan daginn, daginn, daginn.

Baugfingur, baugfingur, hvar ert þú?Hér er ég, hér er ég.

Góðan daginn, daginn, daginn.

Litlifingur, litlifingur, hvar ert þú?Hér er ég, hér er ég.

Góðan daginn, daginn, daginn (Leikskólinn Klappir 2002).

Markmið: Þekkja fingurna.Gögn: Engin.Leiklýsing: Allir syngja saman lagið og þegar ákveðinn fingur er nefndur þá er hann réttur upp.

7. þáttur: HugþroskaleikirÍ þessum þætti áttum við að kynna okkur vel kverið Hugþroskaleikir eftir Ingvar Sigurgeirsson sem er kennari námskeiðsins. Við áttum síðan að prófa einn leik úr hverjum af þeim fimm flokkum sem dæmi eru gefin um og skrifa um hvernig til tókst.

Í kveri Ingvars Sigurgeirssonar, Hugþroskaleikir segir að markmið hugþroskaleikja sé meðal annars að:

Stuðla að samhæfingu hreyfingar og skynjunar. Auka næmi nemenda með því að þjálfa þá til að skynja umhverfi sitt með því að snerta, hlusta og skoða af athygli Örva hugmyndaflug nemenda og stuðla þannig að sveigjanleika í hugsun.Þjálfa nemendur í samvinnu.

17

Þjálfa nemendur í að glíma við rökleg viðfangsefni, svo sem að flokka, raða hlutum og fyrirbærum og að sjá hluti frá ólíkum sjónarhornum.

Eftir að hafa kynnt mér kver Ingvars Sigurðssonar prófaði ég einn leik úr öllum þeim fimm flokkum sem hann gefur þar upp og voru það leikirnir, Að ganga eftir línu á jafnvægisslá (hreyfileikir), Kubbaþrautir (skoðunarleikir), Hvað er í pokanum (snertileikir), Að hlusta „í huganum“ (hlustunarleikir) og Raðir (rökþroskaleikir). Að ganga eftir línu og á jafnvægisslá

Lína er mörkuð á gólf með krít eða límbandi.

Nemendur ganga eftir línunni og líkja til dæmis eftir línudönsurum. ... ganga eftir línunni með krosslagða fætur, fyrst áfram, síðan afturábak.... hægt eða hratt. ... berfættir, í sokkum eða skóm.... með stórum eða smáum skrefum. ... áfram eða afturábak. ... með hluti (bækur, pappadiska, plastskálar, bolla) á höfðinu.

Þegar nemendur hafa náð leikni í þessu er hægt að leyfa þeim að ganga á lágri jafnvægisslá (Ingvar Sigurgeirsson 2005).

Ég prófaði þennan leik með dóttur minni sem ég þriggja ára. Ég byrjaði á því að marka línu með krít á gangstéttina. Þar sem hún er mikið Línu Langsokkur fan bað ég hana svo að labba eftir línunni eins og Lína Langsokkur gerir. Hún gerði það strax og átti mjög auðvelt með það. Eftir að hún hafði endurtekið þetta nokkrum sinnum bað ég hana um að labba eftir sandkassabrún og gekk það einnig mjög vel þó svo að ég hafi stundum þurft að styðja við hana.

18

Kubbaþrautir Notuð eru söfn kubba (nota má flestar gerðir kubba) af mismunandi stærð, lit og lögun:

Nemandi A (eða kennari) og nemandi B hafa hrúgu af kubbum á milli sín. Nemandi A tekur kubb úr hrúgunni, B reynir að finna annan eins eða líkan. A myndar mynstur úr kubbum, B líkir eftir. A myndar mynstur úr kubbum þannig að kubbarnir snerta ekki hvern annan, B líkir eftir. Síðar er bilið milli kubbanna í mynstrinu aukið.Tvö mynstur, annað gert af A hitt eftirlíking af B. A breytir sínu mynstri án þess að B sjái, fjarlægir kubb eða bætir nýjum við, B breytir sínu mynstri þannig að bæði verði aftur eins. Nemendur gera mynstur eftir teikningu sem þeir fá að virða fyrir sér skamma stund áður en þeir byrja. Nemendur gera mynstur eftir teikningu sem aðeins sýnir útlínur (en ekki lögun einstakra kubba) þess. Einnig má nota pinnabretti við verkefni þar sem unnið er með mynstur (Ingvar Sigurgeirsson 2005).

Ég prófaði þennan leik einnig með dóttur minni. Hún átti reyndar ekki kubba svo ég notaði memory spil eða minnisspil í staðinn. Ég byrjaði á því að finna átta samstæður til þess að nota. Ég setti síðan spilin í eina hrúgu og dróg eitt úr hrúgunni og bað hana um að finna annað eins og átti hún mjög auðvelt með það. Næst fann ég fjórar samstæður til þess að nota, hún fékk fjögur spil og ég fjögur. Ég raðað mínum spilum upp og bað hana um raða sínum upp eins og mínum og átti hún einnig mjög auðvelt með það. Að lokum tók ég eitt spilanna úr minni röð og spurði hana hvaða spil vantaði í mína röð , hún átti aftur á móti mjög erfitt með að átta sig á því og endaði það með því að ég hjálpaði henni með það. Hvað er í pokanum Best er að nemendur vinni saman í smáhópum. Hver hópur hefur poka (úr ógegnsæju efni) og í honum eru ýmsir smáhlutir. Einn í einu stingur

19

hendinni í pokann og þreifa á einhverjum einum hlut. Nemendur lýsa hlutnum upphátt án þess að nefna hann: Hvernig er hann í laginu? Er hluturinn stór, lítill? Hvernig ætli hann sé á litinn? Síðan er hluturinn skoðaður.

Hvort tveggja kemur til greina að nemendur hafi séð hlutinn áður eða ekki.Nemendur gætu um leið og hlutnum er lýst giskað á hver hann er (Ingvar Sigurgeirsson 2005).

Ég prófaði þennan leik með fimm ára gamallri frænku minni og gekk hann bara mjög vel. Ég fann til ýmsa ávexti til þess að setja í pokann, epli, appelsínu, mandarínu, banana, sítrónu og kíwi. Áður en ég byrjaði sagði ég henni að ég væri með ávexti í pokanum og hún ætti að giska á hvaða ávextir þetta væru. Ég lét hana svo stinga hendinni í pokann og þreifa á ávöxtunum, einum í einum, og lýsa þeim. Að lokum lét ég hana giska á hvaða ávöxtur þetta væri. Henni þótti þetta mjög spennandi og náði hún að giska á alla nema sítrónuna og hjálpaði ég henni aðeins með það.

Að hlusta „í huganum“Kennari nefnir orð eða setningu sem minnir á ákveðnar aðstæður eða umhverfi sem nemendur þekkja eða gera sér í hugarlund. Umræður: Hvaða hljóð heyrum við í . . .

Kvikmyndahúsi Við höfnina Sundlaugunum Fjörunni Skóginum Réttunum Sveitinni Strætisvagninum Miðbænum O.s.frv.

20

Nemendur ræða hvaða hljóð þeir telja að heyrist á þessum stöðum. Mikilvægt er að nemendur fái gott ráðrúm til að hlusta „í huganum“ áður en þeir svara (Ingvar Sigurgeirsson).

Ég prófaði þennan leik einnig með frænku minni og notaðist ég við nokkur orðanna hérna að ofan. Í fyrstu var hún ekki alveg viss hvað hún ætti að segja og tók það hana smá tíma að ákveða hverju hún ætti að svara en ég læt það fylgja hérna með.Hvaða hljóð heyrum við í . . .

Bíóinu, í myndinni.Sundlaugunum, uuu… ég veit ekki.Fjörunni, í sjónum. Skóginum, í ljóni.Sveitinni, í dýrunum.

Raðir

Nemendur reyna að finna ýmsar leiðir til að raða eftir. Dæmi: Eftir stærð, stafrófi, háralit, aldri o.s.frv (Ingvar Sigurgeirsson 2005).

Ég fékk frænku mína einnig til þess að taka þátt í þessum leik með mér. Áður en ég byrjaði fann ég til 3 lego kalla, 3 playmo kalla og 3 sylvanium kalla sem ég ætlaði að fá hana til þess að raða. Næst bað ég hana um að raða þeim upp, án þess þó að segja henni hvernig. Hún tók sér góðan tíma í það og að lokum raðaði hún öllum lego köllunum saman, öllum playmo köllunum saman og öllum sylvanium köllunum saman.

8. þáttur: Námsspil og flókin töflÍ þessum þætti áttum við að velt fyrir okkur hvers konar fyrirbæri spil væru. Einnig áttum við að velja okkur tvö ólík námsspil og skrifa um reynslu okkar á þeim.

21

Þegar ég fór að velta því fyrir mér hvers konar fyrirbæri spil væru varð fátt um svör en ég held að það sé mjög erfitt að skilgreina þetta fyrirbæri. Ef ég ætti að reyna mitt besta við að útskýra hvers konar fyrirbæri spil væru myndi ég segja að þetta væri einhvers konar skemmtun eða keppni sem krefst mikillar einbeitingar og þurfa þátttakendu að fara eftir ákveðnum reglum svo spilið geti gengið sinn gang. Í lok spilsins stendur svo alltaf einn aðili eða eitt lið uppi sem sigurvegari.

Ég er á leikskólabraut en þar sem ég hef aldrei unnið á leikskóla hef ég því ekki mikla reynslu af því hvers konar námspil eru notuð á leikskólum. Ég veit þó að á mínu heimili eru minnisspil, eða samstæðuspil og bingó mjög vinsælt en bæði þessi spil efla hugtakaskilning, eins þjáfa minnisspilin eða samstæðuspilin sjónminni.

Þar sem ég hef mikið spilað þessi spil með dóttur minni ákvað ég að fjalla um reynslu mína af þessum spilum.

Minnisspil – SamstæðuspilÉg byrjaði að spila þetta spil með dóttur minni þegar hún var tveggja ára. Til að byrja með notaði ég einungis fjögur spil og raðaði ég þeim þannig að myndin snéri upp. Ég var svo með samstæðu þessara spila og bað hana um að finna annað alveg eins, eða t.d hinn boltann. Smá saman bætti ég við fleiri spilum en spilaði það þó áfram á þennan hátt. Þegar hún var orðin örugg í þessu fór ég að raða spilunum þannig að myndin snéri niður og fækkaði ég því aftur spilunum niður fjögur en notaði þá báðar samstæðurnar. Smá saman bætti ég svo við fleiri spilum og spilum við þetta núna eins og gera á, þ.e.a.s hún dregur eitt spil og reynir svo að finna samstæðu þess og svona skiptumst við á þangað til að við höfum funndið allar samstæðurnar.

Dýra Bingó

22

Ég er tiltölulega nýfarin að spila þetta spil með dóttur minnin. Yfirleitt þá spilum við þetta þrjú saman, ég, pabbi hennar og hún og notum við eitt spjald hver. Einn er bingóstjórinn og finnst henni rosalega spennandi að fá að vera hann en þá fær hún að draga spilin og hjálpum við henni þá yfirleitt við að þekkja dýrin. Í rauninni er þetta bara annars eins og hvert annað bingó nema unnið er með dýr í staðinn fyrir tölur.

Þessi spil eru bæði mjög skemmtileg og henta breiðum aldurshópi því hægt er að útfæra þau bæði á ótrúlega marga vegu. Þau eru einnig mjög þroskandi og hefur mér funndist ótrúleg gaman að sjá hversu miklum framförum hún hefur tekið frá því að við byrjuðum að spila þessi spil fyrst.

9. þáttur: TölvuleikirÍ þessum þætti áttum við að kynna okkur nokkra tölvuleiki sem námsgagnastofnun hefur gefið út og leggja faglegt mat á þá. Einnig áttum að við skoða forritið Álf og leggja mat á það hvort þetta forrit væri leikur eða ekki. Að lokum áttum við að leita að nokkrum góðum leikjum á netinu, velja einn þeirra og gera grein fyrir gildi hans.

Orðakista KrilluOrðakista Krillu skiptist í 4 flokka, Rím, Sama orðið, Orðaleit og Stafróf. Í öllum þessum flokkum eru ákveðin verkefni sem börnin þurfa að leysa. Ef þeim tekst það er þeim hrósað fyrir. Að mínu mati hentar þessi leikur vel til

23

kennslu fyrir börn á aldrinum 5-6 ára. Hann eflir hlustun, eykur orðaforða, vekur athygli þeirra á hljóðauppbyggingu orða o.fl.

MinnisleikurÍ minnisleiknum þarf að finna samstæður en hægt er að velja um tvö þyngdarstig. Að mínu mati hentar þessu leikur vel til kennslu fyrir börn á leikskólaaldri og þjálfar hann bæði hugtakaskilning og sjónminni.

Stafaleikir BínuStafaleikir Bínu skiptist í 4 flokka, Stafir, Tenging, Orð og Lestur. Í öllum þessum flokkum eru ákveðin verkefni sem börnin þurfa á leysa. Ef þeim tekst það fá þau einhverskonar hrós fyrir. Að mínu mati hentar þessi leikur vel til kennslu fyrir börn sem eru að byrja að lesa, en hann eykur skilning þeirra á hljóðauppbyggingu orða og undirbýr þau fyrir lestrarnám.

ÞríhyrningarnirÞríhyrningarnir inniheldur fjórar þrautir þar sem þarf að finna þrjár tölur sem lagðar saman verða 9, 10, 11 0g 12. Ef þeim tekst að finna réttu tölurnar er þeim hrósað fyrir. Að mínu mati þarf að hafa einhvern grunn í stærðfræði til þess að leysa þessar þrautir og hentar hann því vel til kennslu fyrir börn á aldrinum 10-11 ára en hann þjálfar rökhugsun.

FerhyrningarnirFerhyrningarnir inniheldur þrjár þrautir þar sem þarf að finna þrjár tölur sem lagðar saman verða 13, 14 og 15. Ef þeim tekst að finna réttu tölurnar er þeim hrósað fyrir. Að mínu mati þarf að hafa góðan grunn í stærðfræði til þess að leysa þessar þrautir og hentar hann því vel til kennslu fyrir börnu á aldrinum 11-12 ára en hann þjálfar einnig rökhugsun eins og þríhyrningarnir.

Þrír í röðLeikinn þrír í röð gat ég því miður ekki opnað þannig að ég sleppti honum.

24

TalnaferningurinnÍ Talnaferningnum þarf summa allra lína, dálka og hornlína að vera sú sama en hægt er að velja um þrjú þyngdarstig. Ef þeim tekst að finna réttu tölurnar er þeim hrósað fyrir. Að mínu mati þarf einnig að hafa góðan grunn í stærðfræði til þess að leysa þessar þrautir og hentar hann því vel til kennslu fyrir börn á aldrinum 11-15 ára en hann þjálfar einnig rökhugsun eins og þríhyrningarnir og ferhyrningarnir og krefst hann mikillar einbeitingar.

LukkuhjóliðLeikinn Lukkuhjólið gat ég því miður heldur ekki opnað þannig að ég sleppti honum einnig.

Skiptu jafntÍ staðinn fyrir leikina Þrír í röð og Lukkuhjólið skoðaði ég leikinn Skiptu jafnt. Í Skiptu jafna á að skipta jafnt á milli nokkurra krakka en hægt er að velja um tvö þyngdarstig. Ef þeim tekst að skipta jafnt á milli krakkanna fá þau einhverskonar hrós fyrir. Að mínu mati hentar þessi leikur vel til kennslu fyrir börn á aldrinum 6-7 ára en hann þjálfar rökhugsun.

Að mínu mati hafa allir þessir leikir eitthvert námsgildi en af öllum þessum leikjum leist mér best á leikinn Orðakista Krillu en eins og áður segir er ég á leikskólabraut og fannst mér hann henta hvað best börnum á leikskólaaldri. Reyndar hef ég alltaf verið hrifin af orðaleikjum en í þetta skiptið heillaði þessi leikur mig meira.

Ef ég ætti að nota þennan leik í kennslu myndi ég nota hann í stöðvavinnu með elstu börnunum. Ég myndi prenta út allar þrautirnar og hafa fjórar stöðvar:

Rím – Þar ættu börnin að finna orð sem ríma saman.Sama orðið – Þar ættu börnin að flokka saman sama orðið.Orðaleit – Þar ættu börnin að finna falin orð.

25

Stafróf – Þar ættu börnin að raða orðum í stafrófsröð. Ég myndi því skipta börnunum upp í fjóra hópa og yrði einn kennari með hvern hóp. Sá kennari myndi útskýra vel fyrir þeim hvað þau ættu að gera eins og gert er í leiknum og yrði hann þeim svo innan handar.

Forritið ÁlfurForritið Álfur er gagnvirkur vefur fyrir yngstu nemendur grunnskóla. Markmið vefjarins er að efla samskiptarfærni og tilfinningaþroska nemenda og tengja þessa þætti lífsleikninnar við íslenskukennslu, einkum lestur og lesskilning (Krakkasíður 2005). Á vefnum má finna sögu um hann Álf, verkefni tengd henni en einnig má finna ýmsar skemmtilegar þrautir. Ég veit nú ekki hvort ég geti kallað þetta forrit leik, þar sem forritið byggist á verkefnum upp úr sögunni. Aftur á móti mætti þó kannski flokka þrautirnar undir einhverskonar leik, annað finnst mér ekki hægt að flokka undir leik.

Eftir að hafa eytt dágóðum tíma í að skoða leiki á netinu rakst ég á tvo mjög skemmtilega og áhugaverða leiki inn á leikjanet.is.

DupligonÉg rakst á þennan leik undir leikjaflokknum þrautir og heilabrjótar. Í leiknum birtist mynd af formi í stutta stund og þarft þú síðan að teikna formið aftur eftir minni. Ég tel þennan leik bæði barnvænan og þroskandi, hann þjálfar sjónminni og eykur þekkingu barnanna og formunum. StafaspilÉg rakst á þennan leik undir leikjaflokknum orðaleikir. Leikurinn gengur út á það að finna samtæðu allra stafaspilanna sem birtast. Ég tel þennan leik einnig mjög barnvænan og þroskandi en hann þjálfa sjónminni og eykur þekkingu barnanna á stöfunum.

26

10. þáttur: SönghreyfileikirÍ þessum þætti áttum við að prófa þrjá söng- og hreyfileiki og skrifa um hvernig tókst til.

Þar sem ég náði ekki að opna nein gögn frá Kristínu skoðaði ég söng- og hreyfileiki inn á leikjavefnum eða leikjabankanum. Þar rakst ég á söngleikina Í grænni lautu og Átta fílar og prufaði ég þessa leiki í einni samverustundinni á vettvangsleikskóla mínum.

Í grænni lautuMarkmið: Söngur, dans og skemmtun. Gögn: Engin.Leiklýsing: Nemendur syngja lagið Í grænni lautu og ganga réttsælis í hring, allir nema einn sem grúfir sig niður í miðjum hringnum. Áður en leikurinn hefst fær eitt barnið hring sem það geymir í lófa sínum. Um leið og lagið endar rétta allir fram hendur með kreppta hnefa, eins og þeir væru með eitthvað í höndunum.  Nú á miðjumaðurinn að finna hringinn en það gerir hann með því að slá létt á hendur hinna og fær hann þrjár tilraunir til þess.  Ef hann finnur ekki hringinn grúfir hann aftur, en í næsta skipti eru hendurnar hafðar fyrir aftan bak sem slegið var á í fyrra skiptið (Leikjavefurinn 2009).

Í grænni lautu þar geymi ég hringinnsem mér var gefinn og hvar er hann nú,

sem mér var gefinn og hvar er hann nú? (Leikjavefurinn 2009)

Leikurinn gekk mjög og virtust börnin skemmta sér vel. Flestum þótti skemmtilegast að fá að geyma hringinn og fengu þau auðvitað öll að geyma hann einu sinni. Sum þeirra áttu það þó til að gleyma sér aðeins og misstu út úr sér hver geymdi hringinn.

27

Átta fílarMarkmið: Söngur, hreyfing, skemmtun. Gögn: Engin.Leiklýsing: Nemendum syngja lagið Átta fílar og átta börn, eða fílar ganga í halarófu. Þegar lagið er búið stoppa fílarnir aftan við einhvern hinna fílanna um leið og sungið er „svo þeir tóku sér einn til viðbótar“ og bætist einn fíll við í halarófuna. Lagið er endurtekið og þannig heldur leikurinn áfram þar til allir fílarnir eru komnir með (Leikjavefurinn 2009).

Átta fílar lögðu af stað í leiðangur,lipur var ei þeirra fótgangur.

Takturinn fannst þeim heldur tómlegursvo þeir tóku sér einn til viðbótar.

Níu fílar lögðu af stað í leiðangur…(Leikjavefurinn 2009)

Leikurinn gekk nokkuð vel og virtust börnin skemmta sér flest mjög vel. Þar sem þessi leikur getur tekið langan tíma voru sum þeirra þó orðin svolítið þreytt í lokin og náði það að skemma svolítið stemminguna fyrir hinum börnunum. Næst þegar ég mun fara í þennan leik mun ég því hafa færri börn.

Söngleikurinn Karl gekk út um morguntíma er mér mjög eftirminnilegur frá því að ég var á leikskóla en ég prófaði hann með dóttur minni.

Karl gekk út um morguntímaMarkmið: Söngur, hreyfing og skemmtun.Gögn: Engin.

28

Leiklýsing: Nemendur syngja lagið Karl gekk út um morguntíma, um leið og sungið er „einn og tveir og þrír og fjórir“ benda þeir með vísifingri eins og verið sé að telja. Þegar sungið er „með höndunum gerum við klapp, klapp, klapp“ klappa þeir saman lófunum 3 sinnum, eins þegar sungið er „ með fótunum gerum við stapp stapp stapp“ þá stappa þeir niður fótunum 3 sinnum.

Karl gekk út um morguntímataldi alla sauði sína,

einn og tveir og þrír og fjórir, allir voru þeir.Með höndunum gerum við klapp, klapp, klappmeð fótunum gerum við stapp stapp stapp.

Einn, tveir, þrír, ofur lítið spor, einmitt á þennan hátt er leikur vor (Barnavísur 2007)

Leikurinn gekk mjög vel og fannst henni hann mjög skemmtilegur. Greinilegt var þó að hún hefði farið í hann áður því hún kunni hann nokkuð vel og finnst mér það mjög líklegt að hún hafi farið í hann á leikskólnum sínum.

11. þáttur: Gátur, þrautir og heilabrjótarÍ þessum þætti áttum við að fara mjög vel í gegnum helstu flokka af þrautum, gátum og heilabrjótum.

Helstu flokkar af þrautum, gátum og heilabrjótum eru myndagátur, rúmfræðiþrautir, einföld töfl og spil, sagnagátur, eldspýtnaþrautir, rökleitargátur, og raðþrautir en í þessum þætti skoðaði ég þessa flokka.

MyndagáturÞegar ég var yngri þótt mér alltaf mjög gaman af felumyndum og ákvað ég því að skoða þann flokk myndagáta. Ég gat því miður ekki opnað linkinn

29

sem bent var á svo ég googlaði orðið hidden pictures for children og fékk ég upp fjöldan allan af linkum. Inn á þessum link http://www.allkidsnetwork.com/activities/ fann ég þessa mynd en þar á maður að reyna að finna 10 skeiðar sem faldar eru inn á myndinni. Á þessum síðum má finna fleiri svona þrautir:

http://kids.niehs.nih.gov/apples.htm http://www.highlightskids.com/GamesandGiggles/gamesArchive/

hpTopArchive.asp http://www.teachernet.com/highlights_child/picture.htm

RúmfræðiþrautirRúmfræði hefur ekki verið mín sterkast hlið og því hafði ég mjög litla þolinmæði í að skoða þennan flokk þrauta. Ég skoðað þó nokkrar þrautir inn á linknum http://www.freepuzzles.com/ og rakst ég á þess þraut þar en maður á að reyna segja til um hvort svæði 1 eða 5 sé stærra. Á þessum síðum má finna fleiri svona þrautir:

http://www.puzzles.com/index.htm http://www.puzzles.com/PuzzlePlayground/Geometry.htm http://mathforum.org/geometry/geom.puzzles.html

Einföld töfl og spilÍ þessum flokki prófaði ég leikina Hex og Tic Tac Toe. Ég hafði aldrei áður prófað leikinn Hex en aftur á móti hef ég oft spilað leikinn Tic Tac Toe eða myllu. Þessir leikir eru báðir mjög skemmtilegur og nær maður alveg að gleyma sér í þeim. Þeir eru báðir mjög einfaldir en krefjast mikillar einbeitingar, rökhugsunar og útsjónarsemi. Á þessum síðum má finna þessa leiki:

http://web.ukonline.co.uk/arthur.vause/Hex.html http://www.puzzle.ro/en/play_tictactoe.htm

Sagnagátur

30

Ég byrjaði á því að lesa sögurnar sem gefnar voru upp sjálf en gat ekki með nokkru móti fundið út svörin við þeim. Ég lagði þær því fyrir manninn minn og datt honum heldur engin svör í hug. Ég ræddi þetta því við vinkonu mína sem er einnig í þessu námskeiði og var hún í sömu stöðu og ég. Ég fékk því engar lausnir á þessum þrautum.

EldspýtnaþrautirÉg held að ég hafi bara aldrei leikið mér í eldspýtnaþrautum en ég sá þó að það er til fullt af skemmtilegum eldspýtnaþrautum. Inn á þrautavef Jim Loy sá ég marga skemmtilegar eldspýtnaþrautir. Þær virtust í fyrstu allar mjög auðveldar en svo var ekki og fannst mér þær krefjast mikillar einbeitingar. Á þessum síðum má finna þessar þrautir:

http://www.jimloy.com/puzz/match.htm http://www.puzzles.com/PuzzlePlayground/Matches.htm

RökleitargáturInn á heimasíðu Smart moves sá ég margar skemmtilegar rökleitargátur og náði ég að velta mér upp úr þeim í dágóðan tíma. Á þessum síðum má finna þessar gátur:

http://www.kith.org/ logos/things/sitpuz/situations.html

http:// smartmoves.questacon.edu.au/teachers/lateral_thinking.asp

31

RaðþrautirÍ þessum flokki skoðaði ég þrautirnar Tangram og Hexa. Tangram er kínversk raðþraut sem snýst um að búa til mynstur úr allskonar brotum. Hexa er aftur á móti einhverskonar púsl. Ég hef nú aldrei reynt við svona þrautir en þær þjálfa einbeitingu, efla sköpunargáfu, auka útsjónarsemi og tilfinningu fyrir formum og lögun þeirra. Á þessum síðum má finna þessar þrautir:

http://tangrams.ca/index.htm http://www.puzzle.ro/en/p_hexa.htm

12. þáttur: OrðaleikirÍ þessum þætti áttum við að skoða 10 orðaleiki inn á leikjavefnum eða leikjabankanum og velja þann sem okkur leyst best á og leggja mat á hann. Einnig áttum við að skoða nokkra orðaleiki á netinu og nota til þess leitarorðin, orðaleikir, word games, word play og word puzzles.

Á leikjavefnum skoðaði ég orðaleikina, Að búa til orð, Að fylla inn í töflu, Frá A til Ö, Hvaða orð er þetta?, Hvað er í töskunni?, Orðasöfnun, Paraleikur, Töflubingó, Þrautabrautin og Þrjár vísbendingar. Þeir leikir sem mér leyst best á voru, Að fylla inn í töflu og Töflubingó.

Að fylla inn í töfluMarkmið: Hugmyndaflug og ritun. Gögn: Blöð og skriffæri. Leiklýsing: Nemendur útbúa töflu og skrifa lóðrétt eitthvert orð sem þeir ákveða. Á lárétta ásinn skrifa þeir t.d. land - borg - dýr - matur. Fyllt er inn í töfluna þannig að ef fyrsti stafurinn í lóðrétta orðinu er s eru fundin orð yfir land, borg, dýr og fæðu sem byrja á s. Síðan er næsti stafur tekinn og gert eins við hann o.s.frv. Nemendur keppast við að fylla sem mest inn í sína töflu. Sá vinnur sem getur fært flest orð inn í töfluna. Dæmi um töflu:

32

  land borg dýr fæða

S Svíþjóð - selur slátur

K Kína Kaupm.höfn kind kál

I Indland Istanbúl - -

Útfærsla:Þennan leik má nota í tungumálakennslu þar sem nemendur finna erlend orð (Leikjavefurinn 2009).Þessi leikur svipar mjög til leiks sem ég fór oft í þegar ég var í grunnskóla en þá kallaðist hann Land og borg og var hann mjög vinsæll. Oft notuðu kennararnir hann þá sem einhverskonar umbun þegar við vorum búin að vinna vel en þá var yfirleitt farið í hann í lok tímans og var mikil keppni milli liða.

TöflubingóMarkmið: Auka orðaforða á erlendu máli. Gögn: Tafla og krít. Leiklýsing: Bekknum er skipt í tvo hópa. Kennari skrifar á töflu nokkurn fjölda af orðum á erlendu máli (2-3 orð fyrir hvern nemanda hentar vel). Orðunum er dreift jafnt yfir töfluna. Nemendur raða sér upp í tvær raðir við enda kennslustofunnar og þegar kennari segir orð á íslensku hleypur einn nemandi úr hvoru liði upp að töflu, grípur krít sem liggur á kennaraborðinu og reynir að verða fyrri til að krota yfir það orð sem við á. Dæmi: Kennari segir "flugfreyja". Nemendur reyna að krota yfir orðið "stewardess". Það lið, sem er fyrra til að krota yfir orðið, fær stig. Þannig gengur leikurinn fyrir sig þangað til að allir hafa fengið kost á að spreyta sig, eða þar til öll orðin hafa verið notuð. Þessi leikur hentar vel á föstudegi eða rétt í lok kennslustundar (Leikjavefurinn 2009).

Þegar ég skoðaði orðaleiki á netinu sló ég inn leitarorðin:OrðaleikirWord gamesWord play

33

Word puzzle

Við þessa leit mína fann ég fjölmarga orðaleik sem hægt væri að nota við kennslu.Á þessari síðu fann ég mjög skemmtilega danska orðaleiki. Þar er hægt að finna rím og þulur á dönsku, orðaleiki fyrir byrjendur og orðaleiki fyrir lengra komna í dönsku.

http://www.karsnesskoli.is/displayer.asp?Page=288&p=ASP\ Pg288.asp

Á þessari síðu fann ég mjög skemmtilegan leik í anda Scrabble. http://www.mega.is/product/product=134

Á þessum síðum fann ég fullt af skemmtilegum orðaleikjum http://www.activitypad.com/word-puzzle.html http://www.shockwave.com/gamelanding/wordroundupchallenge.jsp

Á þessari síðu fann ég Hengimann sem alltaf hefur verið mjög vinsæll leikur.

http://www.askoxford.com/wordgames/hangman/?view=uk

Greinilegt er að til er gríðarlegt magn af orðaleikjum á netinu og hefði ég getað eitt öllum deginum í að skoða þessa leiki. Leikirnir eru þó misgóðir og þurfa því kennarar að vera meðvitaðir um það að finna leiki sem hæfa þroska barnanna.

34

Framlag mitt á leikjavefinn

Frjáls og fastur (Hreyfileikur)

Markmið: Hreyfing, skemmtun og samvinna.

Aldur: 6 ára og upp úr.

Gögn: Engin.

Leiklýsing: Leikurinn er leikinn á góðu svæði, á túni, í íþróttasal eða öðru svæði og fer stærð leiksvæðisins eftir fjölda þátttakenda. Þetta er eltingaleikur þar sem fjórðungur eða þriðjungur þátttakenda eltir hina. Þegar þeir sem elta ná hinum eiga þeir að hrópa „fastur“. Sá sem náðist verður þá að standa gleiður þar til einhver hinna tekst að frelsa hann en það gera þeir með því að skríða í gegnum klofið á honum og kalla „frjáls“.

Heimildir: Ingimar Jónsson. 1983. Leikir. Iðunn, Reykjavík.

Ég hafði því miður ekki tækifæri til þess að prófa þennan leik en hann lærði ég þegar ég var í grunnskóla og þótti mér hann alltaf mjög skemmtilegur og ákvað ég því að hann yrði framlag mitt á leikjavefinn. Þennan leik er tilvalið að fara í þegar brjóta á upp daginn, í útivist eða í íþróttatíma. Hann eflir hreyfingu, er góð skemmtun en einnig eflir hann samvinnu barnanna en leikurinn byggist að miklu leiti á samvinnu.

Lokaorð

35

Þetta námskeið hefur verið mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Þar sem ég kunni nú fá leiki áður en ég byrjaði í þessu námskeiði hef ég lært fullt af nýjum og skemmtilegu leikjum sem eiga án efa eftir að nýtast mér í starfi mínu með börnum. Ég tel mig einnig vera orðna mun meðvitaðari um mikilvægi leikja í námi barna og tel ég að leikir eigi að vera stór hluti af námi þeirra .

Takk fyrir önnina og gleðilegt sumarErna Dögg Sigurjónsdóttir.

Heimildaskrá

Barnavísur. 2007. Vefslóð: http://barnavisur.wikispaces.com/ (sótt 20.04.09)

Erna Sigurjónsdóttir. 2009. Munnleg heimild.

36

Francis Wardl. Play as Curriculum. [án árt]. Vefslóð: http://www.earlychildhoodnews.com/earlychildhood/article_view.aspx?ArticleID=127 (sótt 21.01.09)

Helgi Grímsson. [án árt]. Hópeflisleikir. Vefslóð: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/Leikjavefurinn/Helgi_Grimsson_Hopeflileikir.doc (sótt 11.02.09)

Icebreakers. Vefslóð: http://wilderdom.com/games/Icebreakers.html (sótt 11.02.09)

Ingvar Sigurgeirsson. 2005. Hugþroskaleikir. Ljósritað sem handrit. Kennaraháskóli Íslands.

Jill Englebright Fox. Back-to-Basics: Play in Early Childhood. [án árt]. Vefslóð: http://www.earlychildhoodnews.com/earlychildhood/article_view.aspx?ArticleID=240 (sótt 21.01.09)

Krakkasíður. 2005. Álfur. Vefslóð: http://www.nams.is/krakkasidur/ (sótt 30.03.09) Leikjanet.is. 2005. Vefslóð: http://leikjanet.is/ (sótt 30.03.09)

Leikjavefur Bókasafns Garðabæjar. Vefslóð: http://www2.gardabaer.is/bokasafn/leikir.htm (sótt 9.02.09)

Leikjavefurinn/Leikjabankinn. 2009. Vefslóð: http://www.leikjavefurinn.is/ (sótt 5.02.09-23.04.09)

Leikskólinn Klappir. 2002. Lög um Líkamann. Vefslóð: http://www.klappir.akureyri.is/log_um_l%C3%ADkamann.htm (sótt3.03.09)

Room 108. Vefslóð: http://www.netrover.com/~kingskid/108.html (sótt 9.02.09)

Sjovide.dk. Vefslóð: http://www.sjovide.dk/ (sótt 9.02.09)

The Promise of play: Episode 1: The Mother of Invention. 2000. The Institute for play.

The Promise of play: Episode 3: The heart of the Matter. 2000. The Institute for play.

37

Þjóðminjasafnið. 2009. Gamlir barnaleikir. Vefslóð: http://www.natmus.is/ (sótt 15.02.09)

38