20

Click here to load reader

Afreksstefna GSÍ

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Stefna GSÍ í afreksmálum 2012 - 2022.

Citation preview

Page 1: Afreksstefna GSÍ

AFREKSSTEFNA GSÍStefna og reglur Golfsambandsins í afreksmálum 2012 - 2022

Page 2: Afreksstefna GSÍ
Page 3: Afreksstefna GSÍ

Hugmyndafræðin

Hlutverk og tilgangur GSÍ er að vinna að framgangi golfíþróttarinnar og útbreiðslu hennar. Liður í því er að hlúa sérstaklega að afrekskylfingum. Það verður best gert með markvissri stefnu og mælikvörðum. Framtíðarsýn

Innan tíu ára hafi Ísland eignast áhuga- og atvinnukylfinga í fremstu röð. Fjárhagsleg geta GSÍ hafi þá styrkst til muna vegna aukinna umsvifa og samhliða möguleikar til þess að styðja bæði einstaklinga, klúbba og þjálfara enn frekar.

Markmið

Innan tíu ára verði íslenskur kylfingur kominn á sterkustu mótaraðir atvinnumanna í Evrópu og/eða Bandaríkjunum. Stefna

Til að ná þessum markmiðum mun GSÍ einblína á að fjölga afrekskylfingum og styðja við þá sem þegar standast viðmið sambandsins. GSÍ leggur þannig áherslu á eftirtalda þætti:

að halda úti virkri afreksstefnu

að afreksstarf GSÍ sé gegnsætt og aðgengilegt á vef sambandsins

að landsliðsþjálfari skili ársfjórðungslega skýrslu til afreksnefndar um starfið þar sem fram koma tölulegar upplýsingar og ábendingar um það sem betur má fara til að markmið náist

að einn þjálfari verði á hverju landssvæði sem ber ábyrgð á sínu svæði gagnvart landsliðsþjálfara og

o sé ráðgefandi um það er betur má fara með tilliti til aðstöðu á hverju svæði, þjálfunar og annarra mælanlegra þátta

o hitti landsliðsþjálfara tvisvar á ári til að meta afreksstefnuna, hverju hún er að skila, hvað gangi vel og hvað megi bæta innan svæðis. Fundir eru við upphaf keppnistímabils og að því loknu

að lágmarki sé einu sinni á ári sameiginlegur fundur þjálfara kylfinga í afrekshópi GSÍ og þjálfara hvers landssvæðis undir stjórn landsliðsþjálfara þar sem rædd eru afreksmál og þá sérstaklega hvað gangi vel og hvað megi bæta

að setja forgjafarviðmið afrekskylfinga og afreksefna

að þjálfun afrekskylfinga og afreksefna sé í höndum PGA þjálfara

að golfklúbbar landsins velji þær leiðir sem heppilegastar þykja með hliðsjón af afreksstefnunni og forgjafarviðmiðum hennar.

að umbuna kylfingum að hausti sem ná forgjafarviðmiðum afrekskylfinga með:

Page 4: Afreksstefna GSÍ

o sæti í afrekshópi GSÍ fyrir iðkendur 14 ára og eldri, merktum fatnaði og æfingaferðum og öðru því sem fylgir því að vera í afrekshópi

o að veita kylfingi yngri en 14 ára og klúbbi hans viðurkenningu fyrir að ná forgjafarviðmiðum afrekskylfinga

að halda námskeið að minnsta kosti einu sinni á ári fyrir kylfinga í afrekshópi um golfreglur, líkams- og hugarþjálfun, mataræði, markmiðssetningu og leikskipulag, svo dæmi séu tekin

að taka þátt í landsliðs- og einstaklingsverkefnum áhugamanna, eins og kostur er og styðja við verkefni þeirra atvinnumanna sem eru í afrekshópi

að aðstoða afrekskylfinga við að komast á mót og æfingar erlendis

að aðstoða afrekskylfinga við að komast í skóla erlendis þar sem þjálfun er góð

að aðstoða afrekskylfinga eftir fremsta megni að samræma golfiðkun námi og starfi

að koma á fót árangurstengdum afrekssjóði GSÍ fyrir atvinnu- og áhugamenn

Afreksstefnan skal endurskoðuð árlega.

Mælikvarðar

Mælikvarðar sem notaðir skulu við mat á árangri hvers árs, teknir saman 1. nóv. eru þessir að lágmarki:

1. Fjöldi afrekskylfinga - a. Í hverjum golfklúbbi – b. Í hverjum árgangi, skipt eftir kynjum

2. Fjöldi afreksefna

a. Í hverjum golfklúbbi – b. Í hverjum árgangi, skipt eftir kynjum

3. Meðaltalsforgjöf

a. 10 efstu karla og kvenna b. 25 efstu karla og kvenna c. 50 efstu karla og kvenna d. 100 efstu karla og kvenna

4. Fjöldi og staða kylfinga á heimslista áhugamanna

5. Fjöldi og staða kylfinga á heimslista atvinnumanna

6. Fjöldi kylfinga á mótaröðum atvinnumanna í Evrópu og/eða Bandaríkjunum.

Page 5: Afreksstefna GSÍ

Skilgreining afreka og afrekshópur GSÍ

GSÍ styðst við skilgreiningar ÍSÍ um viðmið afreka íþróttafólks og eru þær eftirfarandi:

Um framúrskarandi kylfing er fyrst að ræða þegar einstaklingur skipar sér með árangri sínum í fremstu röð í heiminum.

Afrekskylfingur er sá kylfingur sem stenst skráð forgjafarviðmið í afreksstefnu GSÍ.

Afreksefni er sá kylfingur sem stenst skráð forgjafarviðmið í afreksstefnu GSÍ og er hann talinn, með markvissri og mikilli þjálfun geta skipað sér á bekk með þeim bestu.

Áherslan liggur því fyrst og síðast í að styðja við bakið á afrekskylfingum og afreksefnum til að markmið stefnunnar um að íslenskur kylfingur leiki á mótaröðum bestu kylfinga heims verði að raunveruleika. Þegar það verður fellur sá kylfingur undir skilgreininguna að vera framúrskarandi. Við skilgreiningu á því hvað telst vera afrekskylfingur og afreksefni er miðað við forgjöf. Við útreikning á forgjafarviðmiðum var stuðst við forgjöf kylfinga í afrekshópi GSÍ árið 2010 og nokkurra bestu kylfinga landsins liðin ár og áratugi. Meðaltal forgjafar bestu karla og bestu kvenna myndar síðan forgjafarviðmið afrekskylfinga og meðaltal allra myndar síðan forgjafarviðmið afreksefna. Afrekshópur GSÍ fyrir hvert ár er kynntur að hausti. Árangur kylfinga ræður mestu um skipan hópsins og þannig eru:

allir kylfingar, 14 ára og eldri, sem ná viðmiðum afrekskylfings í afrekshópi

þeir kylfingar sem ná viðmiðum afreksefna og:

o höfnuðu í öðru af tveimur efstu sætunum á stigalista GSÍ í unglingaflokkum

o höfnuðu í einu af þremur efstu sætunum í aldurshópnum 19 til 21 árs og 22 ára og eldri á stigalista GSÍ

Landsliðsþjálfari getur, að skráðum skilyrðum uppfylltum, fjölgað í hópnum.

Page 6: Afreksstefna GSÍ

Forgjafarviðmið karla/pilta

Forgjafarviðmið kvenna/stúlkna

Forgjafarviðmið kvenna/stúlkna

Page 7: Afreksstefna GSÍ

Full ástundun forsenda aðstoðar

Öll vinna að því að ná settu marki skal eiga sér stað innan siðferðisgilda íþróttanna. Enn fremur ber að stefna að því að ástundun afreksíþróttamanna sé hluti af lífsmynstri og þau ár sem einstaklingurinn helgar íþróttinni krafta sína komi það ekki niður á þroska einstaklingsins og undirbúningi undir að takast á við lífið að íþróttaferli loknum. Til að ná settu marki ber að beita þeim ráðum sem fyrir hendi eru gagnvart kylfingum sem sýnt hafa getu til að skipa sér á bekk með þeim bestu. Allir sem stefna hátt hafa möguleika á að njóta stuðnings en árangur þeirra og geta ræður ferðinni um framhald og möguleika á stuðningi. Framfarir og full ástundun kylfings er forsenda aðstoðar og stuðnings GSÍ.

Fagteymi

GSÍ mun leita eftir samstarfi við fagteymi ÍSÍ, sem er teymi fagfólks á sviði þjálfunar, sálfræði og íþróttameiðsla og sinnir fræðsluverkefnum fyrir sambandið og miðlar þekkingu til afreksfólks og þjálfara með námskeiðum ásamt því að vera til staðar þegar á þarf að halda að mati afrekssviðs ÍSÍ. Með teyminu gefst afreksíþróttamönnum jafnframt tækifæri til að leita eftir aðstoð færustu sérfræðinga sem völ er á, t.d. við meiðslum, sálfræðiaðstoð og þjálfunaraðferðum. GSÍ mun auk þessa bjóða fræðslu fagfólks á sviði golftækni og leikskipulags. Nánar er fjallað um afreksstarf GSÍ í reglum um afrekshóp og landslið GSÍ. Lokaorð

Afreksstefna GSÍ er byggð á grunni afreksstefnu ÍSÍ sem samþykkt var á íþróttaþingi. Sameiginleg markmið íþróttahreyfingarinnar vegna afreksíþrótta eru m.a. þessi:

Að Íslendingar eigi hverju sinni afreksmenn og afreksflokka í íþróttum er skipi sér á bekk með þeim bestu í heiminum og að stöðugt hækki afreksstig íslenskra íþrótta með því að:

o efla hæfni og færni þeirra sem að afreksíþróttastarfinu koma og vinna með afreksíþróttamanninum

o að tryggja möguleika afreksíþróttamanna framtíðarinnar til að ná settu marki og stuðla að bættum framfærsluaðstæðum íþróttamannsins

o að auka íslenska þjálfunarkunnáttu

Til þess að ná settu marki ber hreyfingunni að setja sér tímabundnar markvissar áætlanir um frammistöðu á stórmótum.

o Afrekssvið ÍSÍ skal í samvinnu við sérsambönd ÍSÍ og séríþróttanefndir ÍSÍ móta tímasett markmið og kynna þau fyrir hreyfingunni.

Afreksstefnu GSÍ svipar þannig að miklu leyti til afreksstefnu ÍSÍ. Stefnan byggir síðan á grunni fyrri stefnu, niðurstöðum fundar um afreksstefnu golfhreyfingarinnar sem haldinn var 30. október 2010 auk þess sem haft er að leiðarljósi að stefnan sé samrýmanleg afreksstarfi golfklúbbana.

Page 8: Afreksstefna GSÍ

Reglur um afrekshóp og landslið GSÍ Markmið og tilgangur reglnanna Tilgangur reglnanna er að fylgja eftir markmiðum afreksstefnu GSÍ þess efnis að innan tíu ára verði íslenskur kylfingur kominn á sterkustu mótaraðir atvinnumanna í Evrópu og/eða Bandaríkjunum. Afreksmenn í íþróttum skipta hverja íþróttagrein miklu. Mikilvægt er að þeir kylfingar sem skipa afrekshóp GSÍ á hverjum tíma séu meðvitaðir um markmið sambandsins, að til þeirra séu gerðar kröfur og bundnar við þá væntingar. Því er mikilvægt að þeir hafi rétt hugarfar til íþróttarinnar, setji sér metnaðarfull markmið sem samrýmast markmiði afreksstefnunnar, tileinki sér anda íþróttarinnar eins og hún er skilgreind í golfreglum og hafi golfsiði í heiðri. Þá er það mat golhreyfingarinnar að með öflugri afreksstefnu og afreksstarfi náist einnig önnur jákvæð, almenn og víðtæk áhrif sem eru golfíþróttinni ekki síður mikilvæg. Jafnframt er stefnt að því að með afrekskylfingum:

aukist áhugi landsmanna á íþróttinni, m.a. með aukinni fjölmiðlaumfjöllun sem aftur:

o styður við útbreiðslustarf og auðveldar fjármögnun hreyfingarinnar, sem er grundvöllur öflugs afreksstarfs

o auðveldar allt barna-, unglinga- og afreksstarf sem laðar til sín sjálfboðaliða sem er í raun grunnur alls íþróttastarfs í landinu. Auk þessa hefur öflugt og fjölbreytt íþróttastarf uppeldis- og heilsusamlegt gildi og er mikilvægur þáttur í forvarnarstarfi

Page 9: Afreksstefna GSÍ

Afreksnefnd og landsliðsþjálfari GSÍ leggur áherslu á virka afreksstefnu. Samhliða mun GSÍ í samstarfi við klúbbana leitast við að bæta aðstæður til afreksstarfs í landinu. Reglulegt eftirlit með stefnunni er hlutverk afreksnefndar GSÍ samhliða því að upplýsa stjórn sambandsins reglulega um starfið og kynna stöðumat á golfþingum og formannafundum. Afreksnefnd fylgir einnig eftir fjárhagsáætlun afrekssviðs og gætir þess að vera innan fjárheimilda auk þess að tryggja að upplýsingar um afreksmál séu gegnsæjar og aðgengilegar á vef sambandsins. Framkvæmd afreksstefnunar er á hendi landsliðsþjálfara. Hann situr fundi afreksnefndar og tekur þátt í fjárhagsáætlunargerð nefndarinnar. Auk þessa er hlutverks landsliðsþjálfara að:

gera tillögur að verkefnum fyrir komandi keppnistímabil og:

o skipuleggja verkefni/keppnisferðir erlendis fyrir landslið og einstaklinga í afrekshópi, bæði atvinnu- og áhugamanna

o skipuleggja og tímasetja æfingaferðir/-búðir afrekshóps, eða hluta hans

o skipuleggja æfingaáætlun afrekshóps

tilkynna afrekshóp hvers árs og velja úr þeim hópi einstaklinga í:

o landsliðs- og einstaklingsverkefni

o úrvalshóp ( Team Iceland )

vera í forsvari vegna afreks- og landsliðsmála GSÍ og koma fram fyrir hönd sambandsins í fjölmiðlum vegna þeirra mála

þróa og halda við upplýsingavef um afreks- og landsliðsmál GSÍ

starfa náið með þjálfurum kylfinga í afrekshópi og þjálfurum á hverju landssvæði og aðstoða kylfinga við að útbúa og halda utan um æfingaáætlanir sínar, sé þess óskað.

Afrekskylfingur / Afreksefni: Eins og kemur fram í afreksstefnu GSÍ og hér að fram er það markmið stefnunnar að íslenskur kylfingur leiki á mótaröðum bestu kylfinga í heimi innan tíu ára. Þegar okkur hefur tekist það telst sá kylfingur vera framúrskarandi íþróttamaður skv. skilgreiningu í afreksstefnu ÍSÍ. Í samræmi við sömu stefnu er kynnt í afreksstefnu GSÍ forgjafarviðmið fyrir afrekskylfinga og afreksefni. Áherslan mun þannig liggja í því að styðja við afrekskylfinga og þau afreksefni sem skipa afrekshóp GSÍ og einblína á árangur í því sambandi. Viðmiðin voru fengin með að skoða nokkra af bestu kylfingum landsins liðna áratugi og þá sem voru í æfingahópum GSÍ 2010 til 2011. Hér að aftan má sjá viðmiðin fyrir karla og konur, skipt eftir aldri. Þar sem þetta er í fyrsta skipti sem viðmið eru sett fram verða þau endurskoðuð árlega í samstarfi við þjálfara og aðra sem koma að barna-, unglinga- og afreksstarfi klúbbanna.

Page 10: Afreksstefna GSÍ

Forgjafarviðmið karla/pilta

Mynd 1

34,4

27,5

20,5

15,4

11,5 8,8

6,5 4,9

3,5 2,5 1,6 0,8 0,4 0

36

28

21

14

9,4 6,5

4,2 2,5

0,8 -0,2 -1,1 -1,8 -2,3 -2,5 -2,6 -5

0

5

10

15

20

25

30

35

40

8 ára 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22

Afreksefni karlar/piltar Afrekskylfingar karlar/piltar

Forgjafarviðmið kvenna/stúlkna

Mynd 2

39

34

29

23,5

18

13,8 10,6

8 6 4,8 4 3,2 2,5 2

40

34

28

22

16,3

11

7 4,6

3,2 2,2 1,5 1 0,5 0 -0,5

-5

0

5

10

15

20

25

30

35

40

8 ára 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22

Afreksefni konur/stúlkur Afrekskylfingar konur/stúlkur

Page 11: Afreksstefna GSÍ

Afrekshópur GSÍ

Afrekshópur GSÍ fyrir hvert ár er kynntur á hausti. Árangur kylfinga ræður mestu um skipan hópsins og þannig eru:

allir kylfingar, 14 ára og eldri, sem ná viðmiðum afrekskylfings í afrekshópi

þeir kylfingar sem ná viðmiðum afreksafreksefna og:

o höfnuðu í öðru af tveimur efstu sætunum á stigalista GSÍ í unglingaflokkum

o höfnuðu í einu af þremur efstu sætunum í aldurshópnum 19 til 21 árs og 22 ára og eldri á stigalista GSÍ Til að vera í afrekshópi þarf kylfingur að hafa tekið þátt í a.m.k. fjórum af sex stigamótum

GSÍ undanfarið keppnistímabil, nema: kylfingur hafi verið að leika í mótum erlendis á sama tíma nám eða námstengdir viðburðir koma í veg fyrir þátttöku kylfingur hafi átt í veikindum eða meiðslum kylfingur búi utan höfuðborgarsvæðisins o en hann verður þó að taka þátt í tveimur mótum GSÍ og í mótum á sínu

landssvæði.

Landsliðsþjálfari getur fjölgað í afrekshópi um:

tvo á hverju ári frá 14 til 18 ára

þrjá í eldri aldursflokkum

Þegar landsliðsþjálfari bætir í hópinn verða þeir kylfingar að vera innan forgjafarviðmiða afreksefna, en honum er heimilt er víkja frá því fram til hausts 2013, þar sem viðmiðin eru ný. Við val sitt horfir landsliðsþjálfari til frammistöðu, árangurs í mótum, stöðu á

stigalistum, metnaðar og dugnaðar kylfings og vilja hans til að ná framförum. Afrekshópur er þannig að lágmarki, nái allir kylfingar forgjafarviðmiðum, skipaður 32 einstaklingum, 16 af hvoru kyni. Landsliðsþjálfara er heimilt að bæta við allt að 16 til viðbótar. Þannig geta á hverju ári verið að hámarki 48 kylfingar í afrekshópi GSÍ.

Tafla 1 Afreksefni karlar/piltar

Afreksefni konur/stúlkur

Aldur Forgjöf Forgjöf 9 ára 34,4 39

10 ára 27,5 34 11 ára 20,5 29 12 ára 15,4 23,5 13 ára 11,5 18 14 ára 8,8 13,8 15 ára 6,5 10,6 16 ára 4,9 8 17 ára 3,5 6 18 ára 2,5 4,8 19 ára 1,6 4 20 ára 0,8 3,2 21 ára 0,4 2,5

22 ára og eldir 0 2

Aldur karlar konur Val landsliðsþj.

14 ára 2 2 0 til 2 15 ára 2 2 0 til 2 16 ára 2 2 0 til 2 17 ára 2 2 0 til 2 18 ára 2 2 0 til 2

19 til 21 árs 3 3 0 til 3 22 ára og

eldri 3 3 0 til 3

Fjöldi 16 16 0 til 16

Page 12: Afreksstefna GSÍ

Team Iceland Innan afrekshóps verður endurvakinn úrvalshópur, Team Iceland. Hópinn skipa á hverjum tíma fremstu kylfingar landsins. Þar er gerð rík krafa um getu og að fyrir liggi einlægur vilji til að ná árangri og markmið séu skýr. Þá skiptir miklu máli að kylfingur:

sé duglegur og hafi metnað til að leggja harðar að sér en aðrir við æfingar

fari ávallt eftir ráðleggingum þjálfara og aðstandenda

sé meðvitaður um stöðu sína sem fyrirmynd annarra kylfinga.

Landsliðsþjálfari velur hópinn skv. þeim viðmiðum sem áður hefur verið vikið að. Þá þarf forgjöf að liggja nærri forgjafarviðmiði afrekskylfings og skal landsliðþjálfari horfa til langtímamarkmiða við val. GSÍ mun leitast við að veita kylfingum í Team Iceland tækifæri til að auka við æfinga- og keppnisreynslu sína erlendis. Samhliða stuðningi GSÍ er mikilvægt að kylfingar í Team Iceland hafi traust bakland í eigin golfklúbbi og hjá aðstandendum. Landsliðsþjálfari og aðrir í þjálfarateymi GSÍ: Landsliðsþjálfari og aðrir þjálfarar sem koma að golftækniþjálfun skulu vera PGA menntaðir og hvattir og studdir til að sækja sér endurmenntun reglulega. Samhliða verður leitað samstarfs við fagmenntað fólk vegna líkams- og hugarþjálfunar auk næringarfræði. Í fagteymi GSÍ eru einnig liðsstjórar, sem m.a. aðstoða við landsliðsæfingar og verkefni landsliða, og skulu þeir hafa víðtæka reynslu af keppnisgolfi, góða hæfileika í mannlegum samskiptum og stjórnun hópa. Þá eru PGA menntaðir þjálfarar á landssvæðum og er sérstaklega fallað um það í afreksstefnunni og samstarf þeirra og landsliðsþjálfara. Það eru mikil tækifæri í afreksstarfi utan höfuðborgarsvæðisins og von um fjölgun iðkenda þar. Þessir þjálfarar sjá um æfingar fyrir bestu og efnilegustu kylfingana á þeirra landsvæði einu sinni til tvisvar í mánuði frá tímabilinu janúar til ágúst auk þess sem bestu kylfingum hvers svæðis gefst kostur á að taka þátt í æfingaferð afrekshóps innanlands sem farin er í byrjun sumars. Landsliðþjálfari leitast við að mæta óskum unglinganefnda í þeim golfklúbbum sem hafa ekki yfir þjálfurum að ráða um heimsókn þjálfara og veitir einnig aðrar leiðbeiningar sem snúa að barna-, unglinga- og afreksstarfi. Samstarf GSÍ og PGA: GSÍ leggur áherslu á áframhaldandi stuðning og samvinnu við PGA á Íslandi. PGA hefur á liðnum árum lyft grettistaki í menntunarmálum golfþjálfara í gegnum Golfkennaraskólann og það er von og vissa GSÍ að framhald verði á því, enda mikilvægt að afreksþjálfun íslenskra kylfinga sé sem best.

Page 13: Afreksstefna GSÍ

Skipulagt afreksstarf golfhreyfingarinnar Mikilvægt er að golfklúbbar skapi góða umgjörð barna- og unglingastarfs en þaðan kemur efniviðurinn sem eygir þann draum að leika á mótaröðum þeirra bestu. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra, sem að afreksstarfi koma, að leita allra leiða til að draumur einstaklingsins verði að veruleika. Myndin að neðan sýnir í grófum dráttum þá leið sem kylfingur þarf að fara til að komast í atvinnumennsku. Það útheimtir aga, úthald og mikinn stuðning af hálfu kylfings og annarra sem að koma til að sjá draum verða að veruleika. Það er mikilvægt að kynna fyrir kylfingum að það eru fjölmargar leiðir að markmiðinu og mikilvægt er að þeir þekki vel til þeirra til að val þeirra henti þeim sem best. Þannig eiga þeir og aðrir auðveldara með að fylgjast með og leggja mat á árangur hverju sinni, hvað gangi vel og hvað þurfi að bæta. Eins og fyrr segir eru margar leiðir til að komast á mótaraðir bestu atvinnumanna heims. Margir af fremstu kylfingum heims í dag hafa komið, nánast fullmótaðir, inn á mótaraðirnar eftir nokkurn tíma sem áhugamenn og með góðum árangri þar öðlast þátttökurétt í sterkum áhugamannamótum og síðar þátttökurétt í sterkum atvinnumannamótum. Aðrir hafa öðlast þátttökurétt með góðum árangri á minni mótaröðum atvinnumanna og fetað sig þannig á fremstu mótaraðirnar.

Umfang afrekstarfs Rétt er að hafa í huga að umfang afreksmála GSÍ ræðst á hverjum tíma af þeim fjármunum sem varið er í afreksstarf sambandsins. Afreksnefnd, landsliðsþjálfari og aðrir sem að afreksstarfinu koma leitast við að nýta fjármunina sem best. Þannig kunna að skapast aðstæður þar sem víkja verður að einhverju leyti frá því sem hér er fært í orð.

Bandaríska og evrópska mótaröðin •PGA Tour og LPGA Tour •European Tour og Ladies European tour

Aðrar stórar mótaraðir í Bandaríkjunum og Evrópu • Nationwide og Futures tour • Challenge tour og SAS Masters Tour

Sterk mót atvinnu- og áhugakylfinga •Landsliðs- og einstaklingsverkefni

• Heims- og Evrópumót liða, sterk áhugamannamót og háskólagolf í BNA •Úrtökumót fyrir bandarísku og evrópsku mótaraðirnar •Minni mótaraðir atvinnumanna

Mótaröð GSÍ •önnur sterk mót innanlands, s.s. meistaramót

Unglingamótaröð GSÍ

Barna- og unglingastarf golfklúbba

Page 14: Afreksstefna GSÍ

Atvinnu- og áhugamenn Í afrekshópi og Team Iceland verða bæði atvinnu- og áhugamenn. Nokkur hluti reglubundinna verkefna sambandsins er tengdur keppni áhugamanna. Þarfir atvinnumanna eru aðrar og samhliða verður leitast við að styðja frekar við þá en verið hefur í samstarfi við PGA á Íslandi, enda markmiðið skýrt. Æfingar afrekshóps Á tímabilinu janúar til júní eru reglulegar æfingar á vegum GSÍ, a.m.k. einu sinni í viku. Skipulag æfinga er í höndum landsliðsþjálfara og fyrir ákveðin verkefni kann hann, eða annar sem hann ákveður, að kalla einstakling eða hóp saman til æfinga og annars undirbúnings. Tryggja skal að þjálfara kylfings sé kunnugt um slíkt í tíma svo og skipulag reglubundinna æfinga afrekshóps. Æfingabúðir/æfingaferðir og önnur þjálfun Skipulagðar verða æfingabúðir á tímabilinu jan-júní. Auk þess má gera ráð fyrir sérstökum æfingabúðum utan þess tíma, t.d. vegna sérstaks undirbúnings fyrir landsliðsverkefni. Æfingabúðum er ætlað að auka þekkingu kylfinga í afrekshópi öllum þáttum íþóttarinnar. Til að ná hámarksárangri þurfa kylfingar að hafa aðgang að sérfræðingum á ýmsum sviðum, auk golfþjálfara, s.s. vegna næringarfræði, hugar- og líkamsþjálfun ofl. Sameiginlegar æfingar og samvera er einnig góður vettvangur til að efla félagslega þáttinn og samhliða fyrirlestrum verður leitast við að hafa samskiptin gagnvirk til að hvetja kylfinga til að tileinka sér betri aðferðir en áður til æfinga og keppni. Æfingabúðir hafa hin síðari ár verið haldnar á Íslandi, en stefnt skal að a.m.k. einni æfingaferð til útlanda, leyfi fjárhagur það. Þáttur líkamsþjálfunar er sífellt að aukast í nútímagolfi og fær því aukið vægi í viðmiðum æfingaráætlunar og sjá má hér að aftan. Æfingamagn – mælikvarðar: Rétt er að ítreka að golf er einstaklingsíþrótt og þegar upp er staðið veltur það mest á hverjum og einum, hver uppskeran verður. GSÍ mun kappkosta að veita kylfingi bestu mögulegu umgjörð og styðja hann eftir fremsta megni. Líkt og komið hefur fram þarf kylfingur að bera þann draum í brjósti að vilja ná inn á fremstu mótaraðir atvinnumanna, hafa einlægan vilja, skipuleggja sig og setja sér markmið í samræmi við það. Samkeppni um þátttökurétt í fremstu mótaröðunum heims er gríðarlega hörð. Því er ljóst að kylfingur þarf að skipuleggja æfingatíma sinn vel og verja umtalsverðum tíma við æfingar. Áhersla er lögð á gæði æfinga, enda getur ofþjálfun leitt til meiðsla og kulnunar. Kylfingur í afrekshópi skal í samráði við þjálfara sinn, eða landsliðsþjálfara ef svo ber undir, setja upp æfingaáætlun sem nær til heils árs. Hér að aftan má sjá ársáætlun afrekskylfinga, þar sem árinu er skipt upp í fimm tímabil, frá almennu undirbúningstímabili, keppnistímabili og yfir í endurheimtur.

Page 15: Afreksstefna GSÍ

Ársáætlun afrekshópa Árinu skal skipt í eftirfarandi fimm tímabil:

Almennur undirbúningur (Undirbúningstímabil 1) Sérhæfðari undirbúningur (Undirbúningstímabil 2) Keppnisundirbúningur (Undirbúningstímabil 3) Keppnistímabil Endurheimtur.

Meginhugtök sem unnið er með á hverju tímabili má sjá í töflunni hér fyrir neðan: Ársáætlun fyrir afrekshóp GSÍ

Undirbúningur

tímabil 1

Almennur undirbúningur ( nóv – jan )

Undirbúningur

tímabil 2

Sérhæfðari undirbúningur ( feb – mars )

Undirbúningur

tímabil 3 Keppnisundirbúnin

gur ( apríl – miðjan maí

)

Keppnistímbil

( miður maí – sept)

Endurheimtur

( okt )

Markmiðssetning

einstaklinga

Upprifjun árangurs liðins tímabils

Líkamsþjálfun, styrk-

, þol- og liðleikaaukning

Mikil áhersla á

tæknilega vinnu á æfingum

70% tækni 30% keppnisæfingar

Búnaður greindur og metinn með tilliti til

breytinga

Æfingaáætlanir útbúnar (mánaðar-

viku- og dagsáætlun)

Kylfingar leggja mat á árangur sinn á æfingum í eigin æfingadagbók

Nákvæmari tækni- og

leikfræðileg þjálfun

Hugarþjálfun (sjónsköpun, aukið

sjálfstraust, öndunar- og slökunaræfingar)

Æfingaferðir erlendis

með golfklúbbi eða GSÍ

Keppnisæfingar 40% og 60% tækniþjálfun

Boltaflugspróf og nákv.

skotmarksæfingar

Æfingaáætlanir útbúnar og æfingatölfræði skilað

til þjálfara

Markmið að helstu þáttum tæknivinnu sé lokið á þessu tímabili

Líkamsþjálfun af fullum

þunga

Vorgolf um leið og

aðstæður leyfa

Þjálfun í undirbúningi fyrir

keppni

Keppnisáætlun unnin

Æfingaáætlanir

útbúnar og æfingatölfræði

skilað til þjálfara

Keppa í opnum mótum til

undirbúnings keppni á mótröðum

Fyrst og fremst að

viðhalda tæknibreytingum og þróa áfram ef þarf

Áframhaldandi líkamsþjálfun

Áhersla á að framkvæma

þjálfaða tækni og fylgja leikskipulagi

í mótum

Fylla út tölfræði og skila til þjálfara

eftir hvert mót

Æfingaáætlanir og æfingatölfræði skilað til þjálfara

Viðhalda tækni

þar sem áherslan er

30% tækni 70% keppnislíkar

æfingar

Viðhalda líkamlegu formi og fjölbreyttum

æfingum tvisvar í viku

Hvíld frá

golfæfingum og golfleik

Líkamsþjálfun af fullum

þunga

Framangreind tafla miðast við kylfing sem æfir mest á Íslandi og er honum til viðmiðunar þegar æfingaáætlun er skipulögð. Fyrir kylfing sem æfir mest erlendis, t.d. háskólakylfing í BNA, eða atvinnukylfing, þá breytast vissulega áherslur þar sem keppnis- og leikþjálfun skipar stærri sess í áætluninni.

Page 16: Afreksstefna GSÍ

Æfingaáætlun – viðmiðunartafla Tímataflan sýnir lágmarksviðmið fyrir afrekskylfing. Líkur eru á því að afreksmaður æfi meira og því er mikilvægt að hann geri áætlun í samvinnu við þjálfar sinn og fylgi henni. Lögð er áhersla á líkamsþjálfun á undirbúningstímabilum og hvíldartímabili. Þó áherslur á tæknilega þætti golfsins séu ávallt til staðar, þá verður meiri áhersla á flóknari tæknibreytingar á undirbúningstímabili 1 og 2. Á seinni stigum undirbúningsþjálfunar er meiri áhersla á stjórnun boltaflugs og keppnislíkari æfingar, auk leikfræði. Kylfingar er hvattir til að nýta tækifæri til golfleiks að vetri til, þegar vel viðrar. Á sumrin fer verulegur tími í leikþjálfun á velli og við keppnir. Áhersla er á að viðhalda og bæta tæknina, en hún er ein meginforsenda framfara til lengri tíma. Hugarþjálfun getur verið í formi fyrirlestra, lestri bóka, sjónsköpunar og íhugunar. Þjálfunartímar afrekskylfings - viðmiðunartafla

Klst. Undirbúnings-

tímabil 1

Almennur undirbúningur

Undirbúnings-

tímabil 2

Sérhæfðari undirbúningur

Undirbúnings-

tímabil 3

Keppnis undirbúningur

Keppnistímabil

End

urhe

imt

140

135 Hugarþjálfun

130

Golfhringir og

keppni

125 Hugarþjálfun

Hugarþjálfun

120

Golfhringir og

keppni

Golfhringir og

keppni

115 110 105

100 Hugarþjálfun

95

Golfhringir og

keppni

90 85

80 Hugarþjálfun

Hugarþjálfun

Hugarþjálfun

Hugarþjálfun

75 Golfþjálfu

n

Tækniæfingar og spil ef

aðstæður leyfa

Golfþjálfu

n

Tækniæfingar og spil ef

aðstæður leyfa

Golfþjálfu

n

Tækniæfingar og spil ef

aðstæður leyfa

Golfþjálfu

n

Tækniæfingar og spil ef

aðstæður leyfa

Hugarþjálfun

70

Golfhringir og

keppni

65 60

Golfþjálfun

Tækniæfingar og

keppnislíkar æfingar

Golfþjálfu

n

Tækniæfingar og

keppnislíkar æfingar

Golfþjálfu

n

Tækniæfingar og

keppnislíkar æfingar

55 Hugarþjálfun

Hugarþjálfun

50 Golfþjálfu

n

Golfþjálfu

n 45

Golfþjálfun

Tækniæfingar og

keppnislíkar æfingar

Golfþjálfun

Tækniæfingar og

keppnislíkar æfingar

40 35 30

25

Líkams- þjálfun

Líkams- þjálfun

Líkams- þjálfun

Líkams- þjálfun

Líkams- þjálfun

Líkams- þjálfun

Líkams- þjálfun

20 Líkams- þjálfun

15 10 Líkams-

þjálfun Líkams- þjálfun

Líkams- þjálfun

Líkams- þjálfun 5

Nóv Des Jan Feb Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt.

Þjálfunartími afrekskylfings Nóv Des Jan Feb Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Líkamsþjálfun 25 25 25 25 25 25 10 10 10 10 20 25 Golfþjálfun 25 25 50 50 50 50 35 50 50 50 25 0 Golfhringir og keppni 0 0 0 0 0 0 50 60 70 60 25 0 Hugarþjálfun 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 Tímar í mánuði 55 55 80 80 80 80 100 125 135 125 75 30 Tímar á vikur 14 14 20 20 20 20 25 31 34 31 19 8

Page 17: Afreksstefna GSÍ

Val í landsliðsverkefni: Mikilvægt er að val leikmanna í landsliðsverkefni sé gegnsætt. Samkeppni um sæti í landsliði á að vera hörð og ber að fagna því ef breiður hópur kylfinga gerir tilkall til landsliðssæta með árangri sínum. Þegar valin eru verkefni er horft til eftirfarandi þátta:

Að kylfingur sé í afrekshópi GSÍ

o Sú staða kann að koma upp að kylfingur hafi ekki verið valinn í afrekshóp að hausti, en með keppnisárangri unfanfarið staðið sig þannig að hann uppfylli skilyrðin. Skal hann því njóta þess.

Stöðu kylfings á stigalista GSÍ

o Horft er til stöðu kylfinga á stigalista GSÍ þegar val fer fram. Sé um að ræða liðakeppni, þar sem lið er skipað sex leikmönnum, eru tveir efstu áhugamenn á stigalistanum í liðinu, svo fremi sem markmið þeirra samræmast markmiðum afreksstefnu sambandsins. Miðað er við stöðu á listanum þegar tilkynningarfrestur rennur út.

Stöðu kylfings á heimslista áhugamanna

o Öll verkefni áhugamanna gefa stig á heimslista. Sterk staða á listanum gefur kylfingnum tækifæri til að taka þátt í sterkum mótum áhugamanna um allan heim. Til að hámarka möguleika okkar stigahæstu kylfinga til þátttöku í slíkum mótum ber að horfa til þess að þeir taki þátt í sem flestum verkefnum sambandsins. Ef um er að ræða liðakeppni, þar sem lið er skipað sex leikmönnum, eru tveir efstu íslensku kylfingarnir á listanum í liðinu, svo fremi sem markmið þeirra samræmast markmiðum afreksstefnu sambandsins. Miðað er við stöðu á listanum þegar tilkynningarfrestur rennur út.

Nánar um val skv. stigalistum hér að ofan:

o Séu sömu kylfingar á báðum listum skal fyrst horfa til þess kylfings sem er í þriðja sæti á heimslista áhugamanna við fyrsta lausa sæti, þá þriðja sætis á stigalista GSÍ í þau fjögur sæti sem þessi regla tekur til.

o Ef um er að ræða þriggja eða fjögurra manna lið tekur ofangreind regla til eins leikmanns af hvorum lista

Við val í önnur sæti í landslið og í einstaklingsverkefni horfir landsliðsþjálfari til ofangreindra þátt auk huglægs mats hans og þjálfarateymis GSÍ, sem tekur m.a. til þessara þátta:

o Áhuga og vilja kylfings til þess að verða betri og að markmið hans samrýmist markmiðum afreksstefnunar

o Hæfileika, getu, aga, skipulags- og samskiptahæfni

o Árangurs í mótum hérlendis og erlendis í aðdraganda móts eða verkefnis. .

Page 18: Afreksstefna GSÍ

Aukin æfinga- og keppnisreynsla Ríkur vilji er til þess að fjölga verkefnum erlendis fyrir okkar efnilegustu kylfinga, bæði þegar litið er til æfinga og keppni. Hluti af því að ná árangri er að fá frekari tækifæri til keppni og æfinga við sem fjölbreyttastar aðstæður og fá tækifæri til að takast á við bestu kylfinga í hverjum aldursflokki. Vilji afrekskylfingur sækja mót erlendis á eigin vegum, veitir GSÍ styrki til slíkra verkefna að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, líkt og verið hefur. Landsliðsþjálfari getur aðstoðað eða leiðbeint um mót sem hæfir getu og aldri kylfings. Á hverju ári er ákveðinni fjárhæð veitt í þennan lið og því kunna að koma upp aðstæður að ekki sé unnt að mæta óskum allra. Alþjóðleg mót á Íslandi GSÍ mun leitast við að alþjóðleg verkefni/mót áhugamanna verði haldin hér á landi. Þá hefur GSÍ einnig áhuga á því að styðja PGA á Íslandi við að koma á fót móti fyrir atvinnumenn og þá helst í tengslum við mótaraðir sem eru starfræktar á Norðurlöndum og/eða Evrópu. Um heimslista áhugamanna: Heimslisti áhugamanna skipar æ veigameira sess, s.s. þegar kemur að inntökuskilyrðum í sterk mót áhugamanna erlendis og möguleika á inngöngu í háskólalið í Bandaríkjunum. Vegna þessa hefur GSÍ lagt áherslu á að mót sambandsins gefi stig á listanum með því að öll mót sambandsins séu að lágmarki þrír hringir eða 54 holur, en það er lágmarkskrafa R&A.

Siðareglur Miklar kröfur eru gerðar til leikmanna í afrekshópi varðandi hegðun utan vallar sem innan, enda fyrirmyndir annarra kylfinga. Gert er ráð fyrir að leikmenn séu agaði, sýni háttvísi og framúrskarandi framkomu í hvívetna, í anda þeirra gilda sem golfíþróttin er þekkt fyrir. Siðareglur ÍSÍ gilda fyrir leikmenn afrekshópa GSÍ, sem og þjálfara. Reglur varðandi fatnað GSÍ: Kylfingar í afrekshópi sem fá fatnað merktan GSÍ er skylt að umgangast hann af virðingu og nota hann við þau tækifæri sem landsliðsþjálfari mælir fyrir um, s.s. á skipulögðum æfingum, vegna keppnisferða erlendis, á meðan á ferðalagi stendur og á keppnisdögum. Mælst er til þess að kylfingar klæðist fatnaðinum á mótum sambandsins og á æfingahringjum en slíkt er ekki skylda og gilda þá sömu reglur og við aðra viðburði. Reglur varðandi keppnisferðir á vegum GSÍ: Í keppnisferðum á vegum GSÍ skal leikmaður hegða sér með þeim hætti að hann geti sjálfur verið stoltur af, enda fulltrúi Íslands, GSÍ og heimaklúbbs. Þetta tekur til alls ferðatímans og allra viðburða. Öll áfengis- og tóbaksnotkun, þ.m.t. munntóbak, er bönnuð meðan á ferð stendur. Nánar er vikið að þessu í reglum um keppnisferðir á vegum GSÍ.

Page 19: Afreksstefna GSÍ

Tölfræði: Kylfingum í afrekshópi ber að halda utan um tölfræði vegna æfinga og leikinna hringja. Hversu ítarleg upplýsingagjöfin er fer eftir aldri. Landsliðsþjálfari mun í samvinnu við þjálfara kylfings aðstoða við uppsetningu tölfræði/æfingadagbókar. Reglukunnátta: Góð reglukunnátta getur sparað kylfingum dýrmæt högg í hita leiksins. Leikmönnum í afrekshópum GSÍ verður boðið upp á reglunámskeið á undirbúningstímabilinu. Samningar við kylfinga. Hegðun, agi, framkoma: Kylfingar í afrekshópi, líkt og þegar hefur komið fram, eru fyrirmyndir annarra, þeim er veitt viss þjónusta og því eru gerðar til þeirra kröfur og lagðar á þá ábyrgð. Til að tryggja sameiginlegan skilning munu kylfingar undirrita skjal þar sem helstu atriðin eru áréttuð, s.s. að hegðun, klæðnaður og framkoma sé til fyrirmyndar á mótum, æfingum og í klúbbhúsum svo eitthvað sé nefnt.

Page 20: Afreksstefna GSÍ

Golfsamband ÍslandsStofnað 1942

Engjavegi 6104 Reykjavík

Sími: 514-4050Fax: 514-4051

[email protected]