53
AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA ALMENNUR HLUTI 1999 AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA - ALMENNUR HLUTI

ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

  • Upload
    others

  • View
    7

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAALMENNUR HLUTI

1999

Menntamálaráðuneytið

AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA 1999ER GEFIN ÚT Í TÓLF HEFTUM

ÍSLENSKA

STÆRÐFRÆÐI

ERLEND TUNGUMÁL

HEIMILISFRÆÐI

ÍÞRÓTTIR – LÍKAMS- OG HEILSURÆKT

KRISTIN FRÆÐI, SIÐFRÆÐI, TRÚARBRAGÐAFRÆÐI

LISTGREINAR

LÍFSLEIKNI

NÁTTÚRUFRÆÐI

SAMFÉLAGSGREINAR

UPPLÝSINGA- OG TÆKNIMENNT

AL

MS

KR

Á G

RU

NN

SK

ÓL

A- A

LM

EN

NU

R H

LU

TI

Page 2: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Auglýsing um gildistöku aðalnámskrár grunnskóla

1. gr.

Með vísan til 29. og 30. gr. laga nr. 66/1995 um grunnskóla, með áorðnum breytingum,staðfestir menntamálaráðherra hér með að ný aðalnámskrá grunnskóla tekur gildi frá ogmeð 1. júní 1999. Aðalnámskráin kemur til framkvæmda í skólum frá og með skólaárinu1999-2000 eftir því sem við verður komið og nánar er kveðið á um í almennum hlutahennar og skal að fullu vera komin til framkvæmda eigi síðar en að þremur árumliðnum frá gildistöku. Jafnframt fellur aðalnámskrá grunnskóla frá 28. apríl 1989 úr gildi.

2. gr.

Aðalnámskrá grunnskóla er gefin út í tólf heftum og skiptist í almennan hlutaaðalnámskrár og ellefu sérstaka greinahluta.

Í almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla eru meðal annars tilgreindarkjarnagreinar, fjallað um uppeldishlutverk grunnskólans, meginstefnu í kennslu ogkennsluskipan, meginmarkmið náms og kennslu og hlutfallslega skiptingu tíma millinámssviða og námsgreina. Almennur hluti aðalnámskrár grunnskóla er birtur semfylgiskjal með auglýsingu þessari.

Í greinahlutum aðalnámskrár grunnskóla, sem gefnir eru út í ellefu heftum, er fjallað ummarkmið, inntak og skipulag náms á tilteknum námssviðum og bera heftin þessi heiti:

ÍslenskaStærðfræðiErlend tungumálHeimilisfræðiÍþróttir – líkams- og heilsuræktKristin fræði, siðfræði, trúarbragðafræðiListgreinarLífsleikniNáttúrufræðiSamfélagsgreinarUpplýsinga- og tæknimennt.

Heftin eru útgefin á tímabilinu frá 1. mars 1999 til 31. maí 1999 afmenntamálaráðuneytinu og dreift jafnóðum til sveitarstjórna.

Menntamálaráðuneytinu 24. febrúar1999

______________________Björn Bjarnason

________________________Árni Gunnarsson

Page 3: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

AðALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAALMENNUR HLUTI

1999

Menntamálaráðuneytið

Page 4: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

MenntamálaráðuneytiðSölvhólsgötu 4150 ReykjavíkSími: 560 9500Bréfasími: 562 3068Netfang: [email protected]: http://frodi.stjr.is/mrn

Hönnun og umbrot: XYZETA ehf.Ljósmyndun: Kristján MaackMyndskreytingar: XYZETA ehf.Prentun: GutenbergReykjavík 1999

ISBN 9979-882-08-5

Page 5: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Inngangur .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5

Grunnskólinn .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7

Hlutverk og markmið grunnskóla .. . . . . . . . . . . . . . 14

Aðalnámskrá grunnskóla .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20

Skólanámskrá .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25

Kennslutími .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28

Kennsla og kennsluhættir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31

Námsgögn .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33

Námsmat .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35

Mat á skólastarfi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 39

Tengsl heimila og skóla .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44

Velferð nemenda .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 47

Undanþágur frá aðalnámskrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50

EFNISYFIRLITEFNISYFIRLIT

Page 6: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

44

Page 7: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

55

INNGANGURINNGANGURMenntun er auður sem aldrei verður frá neinum tekinn.Hún yfirgefur engan en gerir öllum kleift að njóta sín oglífsins. Fyrsta menntunin er veitt í fjölskyldunni. Kærleik-ur og góð menntun eru bestu gjafir handa hverju barni.

Tugir þúsunda Íslendinga á öllum aldri stunda nám. Þeireiga rétt á því að inntak námsins fullnægi afdráttarlausumkröfum. Námstímann ber að nýta vel og stefna að góðumárangri með aga og skýrum markmiðum.

Endurskoðun aðalnámskráa grunnskóla og framhalds-skóla hófst haustið 1996. Nokkru síðar var hafist handa viðað endurskoða námskrá leikskóla. Meira en tvö hundruðkennarar og aðrir sérfræðingar hafa lagt hönd á plóginn íþessu mikla verki. Við verklok eru þeim öllum færðar ein-lægar þakkir. Samráð var haft við fulltrúa stjórnmálaflokkaog hagsmunasamtaka. Skólastefnan að baki námskránumvar kynnt með því að senda fræðslurit á hvert heimili ogmeð fundum um land allt.

Skólastefnan á að styrkja og móta heilsteypt starf í einstök-um skólum og skólakerfinu í heild. Nýr kafli hefst í ís-lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða aðnámskrárgerð fyrir leikskóla, grunnskóla og framhalds-skóla. Stefnt er að eðlilegri samfellu og stígandi á náms-leiðinni. Leitað er úrræða til að bregðast við þörfum hversnemanda. Valfrelsi nemenda er aukið og þar með ábyrgðþeirra á eigin námi. Samræmd próf úr grunnskóla eru ekkiskylda eins og verið hefur en þeir sem taka samræmd próffá hins vegar meiri rétt í framhaldsskóla en hinir semsleppa prófum.

Page 8: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Við framkvæmd skólastefnunnar ber að halda í heiðri gild-in sem hafa reynst okkur Íslendingum best. Skólarnir hafavaxið úr jarðvegi kristninnar og þær rætur mega aldreislitna.

Nýrri aðalnámskrá fyrir grunnskóla er fylgt úr hlaði meðósk um að allir, sem nema eftir henni, komist til nokkursþroska.

Björn Bjarnasonmenntamálaráðherra

66

Page 9: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

77

GRUNNSKÓLINNGRUNNSKÓLINNSamkvæmt lögum nr. 66/1995, um grunnskóla, er grunn-skólinn 10 ára skóli. Almennt er gert ráð fyrir að nemend-ur hefji nám árið sem þeir verða sex ára. Lögin heimila þóað í vissum tilvikum geti nemendur byrjað fyrr eða seinna.Af þessu leiðir að langflestir nemendur ljúka grunnskóla-námi á því ári sem þeir verða sextán ára.

Frá árinu 1996 hafa sveitarfélög borið meginábyrgð áskólahaldi og framkvæmd grunnskólalaga. Grunnskólinner skyldunám og er hverju sveitarfélagi skylt að sjá öllumbörnum á aldrinum 6-16 ára, sem þar eiga lögheimili, fyrirskólavist. Lögin kveða á um það að skólaárið skuli ná yfir9 mánuði og að nemendur skuli njóta 170 kennsludaga aðlágmarki.

Foreldrar bera ábyrgð á því að nemendur innritist í grunn-skóla og sæki skólann og skólanefnd fylgist með því að öllskólaskyld börn njóti lögboðinnar fræðslu. Verði misbrest-ur á skólasókn skólaskylds barns án þess að veikindi eðaaðrar gildar ástæður hamli, ber skólanefnd að hafa afskiptiaf málinu.

Lög um grunnskóla gefa sveitarfélögum og skólum veru-legt svigrúm til að skipuleggja nám í samræmi við þarfirog aðstæður á hverjum stað en meginstefnan, sem kemurfram í lögum og aðalnámskrá, er sú að allir nemendur eigiþess kost að stunda nám í heimaskóla sínum.

Uppbygging grunnskólanámsKennsla í grunnskólum er í flestum tilvikum skipulögðþannig að nemendum á sama aldri er skipað saman íbekki. Í fjölmennum skólum skiptast bekkir í bekkjardeild-ir. Í fámennum skólum er samkennsla í námshópum nem-

Page 10: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

enda á mismunandi aldri. Meginreglan er sú að nemendurfærast á milli bekkja eftir því sem aldur þeirra segir til um.Í vissum tilvikum er þó unnt að flýta eða seinka nemanda.

Aðalnámskrá grunnskóla skilgreinir og lýsir sameiginleg-um námsmarkmiðum sem grunnskólum ber að stefna aðog segir til um þann lágmarkstíma sem skólum ber að bjóðanemendum í einstökum námsgreinum og námssviðum.Sveitarfélög og skólar geta ráðstafað frjálst hluta þess lág-markstíma sem nemendur eiga rétt á og geta auk þess boðiðlengri skólatíma en lögboðið lágmark segir til um. Í 9. og 10.bekk er þetta svigrúm um 30% af þeim tíma sem námskráintiltekur. Gert er ráð fyrir að í þessum bekkjum fái nemendurtækifæri til að velja milli námsgreina og námssviða.

Námsgreinar eru áberandi í skipulagi kennslu í grunnskól-um þótt erfitt sé að greina skýr mörk milli námsgreina íyngstu bekkjunum þar sem einn og sami kennarinn kenn-ir flestar námsgreinar. Eftir því sem á skólagönguna líðureykst sérhæfing kennslunnar og í efstu bekkjum er kennsl-an að mestu í höndum faggreinakennara.

Í 4. bekk, 7. bekk og í lok 10. bekkjar eru haldin samræmdpróf. Menntamálaráðuneytinu ber samkvæmt lögum skyldatil að sjá til þess að samræmd próf séu haldin. Öllum nem-endum í 4. og 7. bekk er skylt að gangast undir samræmdpróf í íslensku og stærðfræði með vissum undantekning-um. Þetta á t.d. við um nýbúa og heyrnarlausa. Samræmduprófin í 10. bekk eru valfrjáls. Sérstök stofnun annast fram-kvæmd samræmdra prófa, samningu, yfirferð og úr-vinnslu þeirra.

Tengsl leikskóla og grunnskólaMeginhlutverk leikskóla er að skapa umhverfi og aðstöðutil uppeldis og þroska þar sem hlúð er að líkamlegri ogandlegri vellíðan barna.8

8

Page 11: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Langflest börn hafa notið þess að vera í leikskóla um lengrieða skemmri tíma áður en grunnskólagangan hefst. Leik-skólinn býr börnin undir hina formlegu skólagöngu á ýms-an hátt. Í leikskólum hafa börnin lært og þroskast gegnumleik og annað skipulagt uppeldisstarf. Þau hafa styrktsjálfsmynd sína, öðlast sjálfstæði og lært að vinna saman.Ýmis viðfangsefni í leikskólum, sem tengjast íslensku,stærðfræði, náttúruskoðun, tónlist, myndlist og hreyfingu,hafa gildi í sjálfu sér sem þroskandi glíma við daglegt líf ogumhverfi en stuðla jafnframt að undirbúningi undir form-legt nám í grunnskóla.

Mikilvægt er að leikskólar og grunnskólar efli tengsl sín ímilli og komi á sambandi og samstarfi milli leikskólakennarasem hafa umsjón með elstu börnunum í leikskóla og grunn-skólakennara sem taka við þeim í fyrsta bekk grunnskóla.Það er augljóslega hagur barnanna að kennarar á báðumþessum skólastigum séu kunnugir viðfangsefnum, starfs-háttum og vinnuskipulagi hver annars. Því færra sem kemurbörnunum og foreldrum þeirra á óvart þegar skipt er umskóla og vinnustað, því betri samfella sem er á milli skóla-stiganna, því meiri líkur eru á farsælu upphafi grunnskóla-göngunnar. Brýnt er að foreldrum sé ljóst á hvern hátt grunn-skóli er frábrugðinn leikskóla, hvaða nýjar kröfur eru gerðartil barna og foreldra, hver er réttur þeirra og hvaða vinnu-brögð og skyldur mæta börnunum á nýjum vinnustað.

Auk samvinnu skólastjóra og kennara leikskóla og grunn-skóla, geta gagnkvæmar heimsóknir barnanna stuðlað aðhnökralausri færslu milli skólastiga. Leikskólabörn getahaft mikið gagn af að heimsækja væntanlegan grunnskólaþar sem þau fá tækifæri til að kynnast skólastofu, leikvelli,kennurum og nemendum. Á sama hátt getur heimsókn sexára barna í gamla leikskólann sinn orðið til þess að styrkjatengsl leikskóla og grunnskóla. Ekki er síður gagnlegt fyrirforeldrafélög eða foreldrahópa á báðum skólastigum aðhafa samvinnu og samráð sín á milli.

99

Page 12: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Grunnskólinn þarf einnig að huga að skólabyrjun barnasem ekki eru í leikskólum. Skólinn þarf að kynna sig fyrirþeim og foreldrum þeirra, útskýra hvers er að vænta,hvaða kröfur eru gerðar í upphafi skólagöngu og hvernigskólinn hyggst styðja við uppeldi og sinna námi ogkennslu.

Tengsl grunnskóla og framhaldsskólaLangflestir nemendur hefja nám í framhaldsskóla strax aðloknum grunnskóla. Um ýmsa kosti er að velja. Nemendur,sem hyggja á bóknám, eiga kost á námi á málabrautum,félagsfræðabrautum eða náttúrufræðabrautum framhalds-skólanna. Þeir sem hyggja á starfsnám geta valið úr fjöldastarfsnámsbrauta sem leiða til starfsréttinda í ýmsum starfs-greinum.

Til þess að komast inn á tilteknar brautir þarf að standastþær kröfur sem gerðar eru um undirbúning. Inntökuskil-yrði segja til um lágmarksárangur sem þarf í lykilgreinumeinstakra brauta. Inntökuskilyrðin miðast bæði viðframmistöðu á samræmdum prófum og einnig einkunnirsem skólinn gefur.

Það er afar mikilvægt að nemendum sé ljóst strax í 9. bekkhvað tekur við að loknum grunnskóla til þess að þeir getinýtt sér valkosti sem þeim bjóðast í 9. og 10. bekk. Aðal-námskráin gerir ráð fyrir að í þeim bekkjum fái nemendurað ákveða sjálfir í samráði við foreldra og kennara og meðtilliti til framtíðaráforma á hvað þeir leggja áherslu í námisínu. Nemandi, sem t.d. hyggst fara á málabraut, á að getalagt aukna áherslu á erlend mál með því að leggja stund á3. erlenda málið í grunnskóla. Hann á líka að eiga þess kostað velja t.d. náttúrufræði eða listgreinar til að breikkamenntun sína og reynslu áður en kemur að sérhæfinguframhaldsskólans. Aðalnámskráin gerir ráð fyrir að nem-endur geti varið allt að þriðjungi námstímans í 9. og 10.bekk í valfrjálst nám.

1010

Page 13: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Með auknu valfrelsi nemenda í 9. og 10. bekk er stuðlað aðþví að nemendur taki meiri ábyrgð á námi sínu. Þeir þurfaað horfa fram á veginn, gera upp við sig hvert þeir viljastefna og meta af raunsæi hvað þeir þurfa að gera til að nátakmarki sínu. Aukið valfrelsi þýðir að nemendur geta lok-ið grunnskóla með mismunandi áherslum. Um leið er horf-ið frá því að skylda alla til að gangast undir öll samræmdpróf í lok 10. bekkjar. Mismunandi inntökuskilyrði í fram-haldsskóla og val í 9. og 10. bekk leiðir til þess að nemand-inn ákveður sjálfur hvaða samræmd próf hann tekur, allteftir því hvert hann stefnir í framhaldsnámi.

Inntökuskilyrði í framhaldsskólaInntökuskilyrði fela í sér að nemandi þarf að hafa náð til-teknum lágmarksárangri í vissum greinum til að geta inn-ritast á námsbrautir framhaldsskóla aðrar en almennabraut. Við ákvörðun inntökuskilyrða er tekið tillit til náms-árangurs bæði á samræmdum prófum og skólaprófum.Miðað er við að einkunnir á samræmdum prófum séu íformi staðaleinkunna, þ.e. að árangur nemanda sé setturfram með hliðsjón af frammistöðu annarra nemenda. Viðmat á umsóknum er miðað við svokallaða viðmiðunarein-kunn í einstökum greinum, sem er meðaltal staðaleinkunn-ar á samræmdu prófi og skólaeinkunnar.Á þessum forsendum eru sett eftirfarandi inntökuskilyrði:

- Allir þeir sem lokið hafa námi í grunnskóla eiga rétt á

að hefja nám í framhaldsskóla.

- Allir þeir sem lokið hafa námi í grunnskóla en hafa ekki

þreytt samræmd grunnskólapróf eða uppfylla ekki inn-

tökuskilyrði annarra brauta eiga kost á að hefja nám í

sérdeild eða á almennri braut. Á almennri námsbraut

geta nemendur m.a. valið stutt, hagnýtt nám sem veit-

ir undirbúning til skilgreindra starfa, nám sem gefur

þeim kost á að bæta fyrri námsárangur í bóklegum

greinum þannig að þeir geti hafið nám á námsbrautum11

11

Page 14: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

sem gera kröfur um góðan undirbúning í einstökum

námsgreinum svo og nám sem nemendur skilgreina

sjálfir í samræmi við áhugamál sín í samstarfi við

námsráðgjafa og foreldra.

- Nemandi, sem lokið hefur skyldunámi í samræmi við

ákvæði aðalnámskrár grunnskóla, þ.m.t. samræmdum

prófum a.m.k. í íslensku og stærðfræði og fengið til-

skilda lágmarkseinkunn eða hærri viðmiðunareinkunn í

þessum greinum, getur innritast á skilgreindar brautir

framhaldsskólans svo fremi að ekki séu gerðar viðbót-

arkröfur um árangur í öðrum greinum. Vakin er athygli

á að þróunin virðist vera í þá átt að eftir eins til tveggja

ára grunnnám á skilgreindu sviði starfsnáms verði

haldin próf til þess að ákvarða um frekara nám nem-

enda.

- Til að hefja nám á bóknámsbraut framhaldsskóla þarf

nemandinn að uppfylla kröfur um viðmiðunareinkunn í

ákveðnum lykilgreinum sem tilgreindar eru fyrir hverja

braut. Til að hefja nám á málabraut þarf nemandinn að

hafa hlotið tiltekna viðmiðunareinkunn í íslensku, ensku

og dönsku og aðra tiltekna viðmiðunareinkunn í stærð-

fræði. Á félagsfræðabraut þarf nemandinn að hafa

hlotið tiltekna viðmiðunareinkunn í íslensku, ensku og

samfélagsgreinum og aðra tiltekna viðmiðunareinkunn

í stærðfræði. Á náttúrufræðabraut þarf nemandinn að

hafa hlotið tiltekna viðmiðunareinkunn í íslensku,

stærðfræði og náttúrufræðum og aðra tiltekna viðmið-

unareinkunn í ensku.

- Til að hefja nám á listnámsbraut þarf nemandinn að

hafa fengið ákveðna viðmiðunareinkunn í íslensku og

stærðfræði ásamt því að hafa lagt stund á listnám í

grunnskóla eða sérskóla með fullnægjandi árangri að

mati viðtökuskóla eða sýnt með öðrum hætti að nám-

ið henti honum.12

12

Page 15: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

- Skólameistari getur heimilað nemanda, sem uppfyllir

ekki inntökuskilyrði brautar, að hefja nám á viðkomandi

námsbraut ef hann telur líkur á því að nemandinn

standist þær kröfur sem gerðar eru um námsárangur

á brautinni enda hafi nemendum, sem uppfylla inntöku-

skilyrðin, ekki verið hafnað. Auk þess er skólameistara

heimilt skv. 15. gr. laga um framhaldsskóla að veita

nemanda, sem orðinn er 18 ára gamall, inngöngu á

einstakar brautir framhaldsskóla þótt hann uppfylli ekki

lágmarkskröfur um námsárangur við lok grunnskóla.

- Vilji nemandi tryggja sér rétt til náms á öllum námsbraut-

um þarf hann að ná viðmiðunareinkunn í öllum náms-

greinum sem prófað er í samræmt við lok grunnskóla.

- Inntökuskilyrði samkvæmt framanrituðu taka gildi frá

og með skólaárinu 2001-2002.

1313

Page 16: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

1414

HLUTVERK OG MARKMIð GRUNNSKÓLAHLUTVERK OG MARKMIð GRUNNSKÓLA

Í grunnskólanum skal unnið að því í samvinnu við heimilinað búa nemendur undir líf og starf. Frumábyrgð á uppeldiog menntun hvílir á foreldrum. Hlutur grunnskólans felsteinkum í því að sjá nemendum fyrir formlegri fræðslu ogtaka þátt í félagslegri mótun þeirra. Þetta sameiginlega verk-efni heimila og skóla kallar á náin tengsl, gagnkvæmt traust,gagnkvæma upplýsingamiðlun, samábyrgð og samvinnu.

Menntakerfið á að vera sveigjanlegt til að mæta nýjungumog breyttum kröfum. Höfuðskylda þess er þó að veitanemendum góða, alhliða menntun. Almenn menntun erbesta veganesti sérhvers einstaklings í þekkingar- og upp-lýsingasamfélaginu. Einstaklingurinn verður strax á ung-um aldri að búa sig undir þá staðreynd að menntun er ævi-verk. Námskrá verður heldur aldrei sett í eitt skipti fyriröll. Þarfir og aðstæður breytast. Breytingar á fjölskyldu- ogheimilislífi og í atvinnulífi kunna að gera nýjar og breyttarkröfur til skólanna.

Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í semfyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að al-hliða þroska hvers og eins. Grunnskólar eiga að taka við öll-um börnum hvernig sem á stendur um atgervi þeirra til lík-ama og sálar, félagslegt og tilfinningalegt ásigkomulag eðamálþroska. Þetta á við um fötluð börn og ófötluð, afburða-greind og greindarskert og allt þar á milli, börn úr afskekkt-um byggðarlögum, börn úr minnihlutahópum sem skerasig úr hvað varðar mál, þjóðerni eða menningu. Grunnskól-um er skylt að mennta öll börn á árangursríkan hátt.Samkvæmt lögum eiga allir nemendur rétt á námi við hæfií grunnskólum og sveitarfélögum er skylt að sjá öllumnemendum fyrir viðeigandi námstækifærum. Stefna

Page 17: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

stjórnvalda er sú að fatlaðir nemendur stundi nám meðöðrum nemendum eftir því sem kostur er. Á grunnskóla-stigi eiga allir nemendur rétt á að stunda skyldunám íheimaskóla nema foreldrar og sérfræðingar skóla meti að-stæður nemandans þannig að honum sé fyrir bestu að veraí sérskóla eða heilsu hans sé þannig farið að ekki verðikomist hjá vistun fjarri heimili. Aðalnámskrá grunnskólalýsir helstu áhersluatriðum í menntun barna og unglinga áskólaskyldualdri.

Almenn menntunAlmenn menntun er ein meginstoð lýðræðis. Hún erundirstaða menningar og almennrar velferðar. Almennmenntun á að efla gagnrýna, sjálfstæða hugsun hjá einstak-lingum og hæfileika til þess að bregðast við nýjum aðstæð-um. Í síbreytilegu umhverfi samtímans reynir á hæfni tilþess að bregðast við nýjum aðstæðum, takast á við og til-einka sér nýjungar og framfarir á öllum sviðum. Í grunn-skólum ber að efla með nemendum sjálfstraust og heil-brigðan metnað. Nemendur þurfa að fá tækifæri til þess aðtjá skoðanir sínar í rituðu og mæltu máli í námi. Þeir þurfaað geta látið skoðanir sínar í ljós, vera óhræddir við breyt-ingar og geta borið ábyrgð á gerðum sínum.

Almenn menntun á að stuðla að umburðarlyndi, virðingufyrir náunganum og umhverfinu. Í grunnskólum ber aðefla heilbrigða dómgreind, umburðarlyndi, náungakærleikog verðmætamat. Fjölbreytni í kennsluháttum og heilbrigtfélagslíf stuðlar m.a. að þessum markmiðum. Í grunnskól-um ber að efla menningarvitund Íslendinga og virðingufyrir menningu annarra þjóða. Almenn menntun á aðskapa tækifæri til listnáms. Auk þess að vera þáttur í aðstuðla að alhliða þroska nemenda er með listnámi lagðurgrunnur að skapandi þætti lista og að rækta hæfileika tilþess að njóta menningar og lista.

1515

Page 18: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Almenn menntun felur í sér að leggja í samvinnu við heim-ilin rækt við heilbrigði og hollar lífsvenjur, að efla siðferð-isvitund og stuðla að ábyrgri umgengni við allt líf og um-hverfi.

Almenn menntun á að styrkja einstaklinga til þess að áttasig á eigin stöðu í samfélaginu og að geta tengt þekkinguog færni við daglegt líf og umhverfi. Þessar skyldur skól-ans falla m.a. undir hugtakið lífsleikni og miða að því, ísamvinnu við heimilin, að búa nemendur undir líf og starfí lýðræðislegu þjóðfélagi og að dýpka skilning þeirra ásamfélaginu og hlutverki einstaklingsins í því. Þar mánefna skilning á sögulegum forsendum samfélagsins, at-vinnuháttum, menningu, náttúru, fjölskylduábyrgð, fjár-málaskyldum, skyldum einstaklingsins og rétti hans. Und-ir þetta falla einnig skyldur skólans til þess að stuðla aðforvörnum gegn hvers konar vá með fíknivörnum, slysa-vörnum og umferðarfræðslu.

Jafnrétti til námsEitt grundvallarviðmið í skólastarfi er jafnrétti til náms semer fólgið í því að bjóða nemendum nám og kennslu við hæfiog gefa þeim tækifæri til að spreyta sig á viðfangsefnum aðeigin vali. Í þessu felast ekki endilega sömu úrræði fyrir allaheldur sambærileg og jafngild tækifæri. Verkefnin skuluhöfða jafnt til drengja og stúlkna, nemenda í dreifbýli semþéttbýli og fatlaðra og ófatlaðra óháð uppruna, trú og litar-hætti. Aðalnámskrá grunnskóla leggur áherslu á að skólarbúi bæði kynin undir þátttöku í atvinnulífi, fjölskyldulífi ogí samfélaginu. Eitt mikilvægasta úrlausnarefni skóla ogskólayfirvalda í þessu sambandi er að finna leiðir til aðkoma til móts við ólíka getu og ólík áhugamál nemenda,þ.e. að veita nemendum menntun við hæfi hvers og eins.

Grunnskólinn skal stuðla að menntun hvers og eins. Veitaskal nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikniog temja sér vinnubrögð sem stuðli að stöðugri viðleitni til

1616

Page 19: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

menntunar og þroska. Jafnframt skal leggja grundvöll aðsjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til heil-brigðs samstarfs og samkeppni við aðra.

Skólinn þarf að búa nemendur undir ævilangt nám og sí-breytilegar kröfur með því að leggja áherslu á vinnubrögðsem þroska félagslega færni og skipulags- og samskipta-hæfni. Einnig er mikilvægt að nemendum lærist að þekkjaog tjá eigin tilfinningar og kunni jafnframt að virða tilfinn-ingar annarra og tjáningu þeirra, óháð uppruna, kyni, bú-setu, trú eða fötlun.

Starfshættir í grunnskólumTil að standa undir þeim skyldum sem markmiðsgreingrunnskólalaganna (2. gr.) setur, þ.e. að búa nemendurundir líf og starf, verður skólinn að bjóða fram metnaðar-full námstækifæri við hæfi allra nemenda. Í því felst m.a.að skólar verða að leggja áherslu á að byggja sérhvernnemanda upp sem heilsteyptan einstakling með traustamenntun og þjálfun til að takast á við frekara nám og búahann undir þátttöku í atvinnulífi, fjölskyldulífi og félags-lífi. Í þessu skyni verður skólinn að bjóða margvísleg enjafngild námstækifæri þannig að komið sé til móts við sér-stöðu einstaklinga. Hver nemandi á að geta fundið námvið sitt hæfi sem eflir hann og þroskar.

Grunnskólinn skal stuðla að því að nemendur temji sér víð-sýni og efli skilning sinn á mannlegum kjörum og umhverfi,á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum, skyldumeinstaklingsins við samfélagið og rétti hans innan þess.

Forsenda lýðræðis er meðvitaður og ábyrgur einstaklingursem er fær um þátttöku í opnu og frjálsu þjóðfélagi. Hin sið-ferðilegu gildi samfélagsins verða að endurspeglast í ölluskólastarfi. Umfjöllun um siðfræðileg gildi og forsendurþeirra á heima í öllum námsgreinum. 17

17

Page 20: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Starfshættir í grunnskóla skulu mótast af gildum lýðræðis-legs samstarfs, kristins siðgæðis og umburðarlyndis.Helstu gildi lýðræðislegs samstarfs eru: jafngildi allramanna, virðing fyrir einstaklingum og samábyrgð. Helstugildi kristins siðgæðis, sem skólinn á að miðla og mótast af,eru: ábyrgð, umhyggja og sáttfýsi. Umburðarlyndi tengistlýðræðinu og kristnu siðgæði og byggist á sömu forsend-um. Það verður að ætla öllum rétt til sjálfstæðra skoðanaog tækifæri til að tjá þær og reyna að vinna þeim fylgi, aðþví tilskildu að það sé gert á heiðarlegan hátt og réttur ann-arra til hins sama virtur.

Í samvinnu við heimilin ber að leggja áherslu á það í grunn-skólum að efla siðferðisvitund og ábyrga hegðun nemenda.Með því er átt við hvers kyns framkomu, verknað og orð-ræðu sem snertir samskipti við aðra nemendur, kennara,annað starfsfólk skóla og aðra sem nemendur umgangast.Á sama hátt ber kennurum og öðrum starfsmönnum skólaað vera nemendum fyrirmynd um þessi atriði.

Áhersla er lögð á að notkun upplýsingatækni verði sjálf-sagt hjálpartæki í öllum námsgreinum. Stórstígar framfar-ir á þessu sviði hafa breytt ýmsum samfélagsháttum og at-vinnuháttum. Í sérhverri námsgrein verður að nýta þautækifæri sem upplýsingatæknin gefur til að ná markmið-um greinarinnar.

Allir kennarar eru íslenskukennarar, hvaða grein sem þeirkenna. Leggja ber áherslu á að þjálfun í notkun íslensku erlykill að árangri í öllu námi.

Þau grundvallaratriði, sem fjallað er um í þessum kafla,fela í sér að lögð skal rækt við ýmis almenn, uppeldislegmarkmið í skólastarfinu. Almenn uppeldis- og menntunar-markmið grunnskólans ná ekki fram að ganga nema hug-að sé sérstaklega að þeim markmiðum sem ganga eins ograuður þráður gegnum allt skólastarf en eru ekki flokkuð

1818

Page 21: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

undir einstakar námsgreinar eða námssvið. Allar náms-greinar og kennsla verða að stuðla að því að þessum mark-miðum verði náð. Ekki þarf síður að hafa þessi markmið aðleiðarljósi á öðrum sviðum skólastarfsins svo sem í frímín-útum og skólaferðum, í starfi nemendaráða og félags- ogtómstundastarfi og samskiptum umsjónarkennara viðnemendur sem hann hefur umsjón með.

1919

Page 22: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

2020

AÐALNÁMSKRÁGRUNNSKÓLAHlutverk aðalnámskrár

Í aðalnámskrá grunnskóla er að finna nánari útfærslu áákvæðum laga og reglugerða um nám og kennslu í grunn-skóla. Aðalnámskrá tekur til allra nemenda og setur sam-eiginleg markmið náms og kennslu í öllum grunnskólumlandsins. Í aðalnámskrá grunnskóla er kveðið á um upp-eldis- og menntunarhlutverk grunnskólans og sett frammeginstefna um kennslu og kennsluskipan. Aðalnámskráútfærir nánar ákvæði laga um kjarnagreinar og aðrarskyldunámsgreinar og segir til um áherslur og vægi. Við-miðunarstundaskrá, sem sýnir hlutfallslegt vægi millinámsgreina og námssviða, er hluti af aðalnámskrá.

Aðalnámskrá er sett af menntamálaráðherra með samahætti og reglugerðir og gegnir margvíslegu hlutverki. Húner allt í senn, stjórntæki til að fylgja eftir ákvæðum laga,fyrirmæli fræðsluyfirvalda um að ákveðinni skólastefnu séframfylgt og safn sameiginlegra markmiða skólastarfs ílandinu. Aðalnámskrá er ætlað að samræma nám ogkennslu að því marki sem þörf er talin á og tryggja réttallra nemenda til tiltekinnar lágmarksmenntunar.

Aðalnámskrá er ætlað að þjóna mörgum aðilum. Hún lýs-ir sameiginlegum markmiðum og kröfum sem eiga við umalla nemendur og starfsmenn grunnskóla. Hún er jafn-framt viðmiðun við mat á skólum og skólastarfi, leiðarljósfyrir þá sem fást við námsefnisgerð og kennaramenntun oggrundvöllur skólanámskrárgerðar og sjálfsmats skóla. Að-alnámskrá er einnig upplýsing og viðmiðun fyrir foreldratil þess að þeir geti fylgst grannt með vinnubrögðum og ár-angri skólastarfsins og velferð og líðan nemenda.

AÐALNÁMSKRÁGRUNNSKÓLA

Page 23: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Sömu markmið fyrir allaAðalnámskrá grunnskóla gerir ráð fyrir að þorri nemendaeigi að geta náð flestum markmiðum námskrárinnar ásama tíma. Ljóst er þó að einhver hluti nemenda ræður velvið fleiri og flóknari markmið en aðrir þurfa lengri tíma oglaga þarf námið sérstaklega að þeim. Markmið aðal-námskrár eiga því hvorki að skoðast sem hámark né lág-mark. Það er skylda hvers skóla að laga námið sem best aðnemendum hverju sinni. Nemendur eiga rétt á viðfangs-efnum sem henta námsgetu þeirra og hæfni.

Athygli manna beinist í vaxandi mæli að nemendum meðsértæka námsörðugleika. Margir þessara nemenda eiga íerfiðleikum við að ná tökum á lestri. Til að koma til móts viðþennan vanda og aðra námsörðugleika er nauðsynlegt aðmeta sérþarfir nemenda með öflugri skimun og greiningusem allra fyrst á skólagöngunni. Í ljósi slíkrar greiningar get-ur skólinn, í samvinnu við forráðamenn nemandans, brugð-ist við á markvissan hátt. Í aðalnámskrá grunnskóla eru sett-ar fram skýrar kröfur til skóla um greiningu á lestrarörðug-leikum. Þessir nemendur eiga einnig rétt á því að tekið sé til-lit til lestrarörðugleika þeirra við próf og annað námsmat.

Mjög duglegir nemendur, afburðanámsmenn og nemend-ur, sem búa yfir sérhæfileikum á vissum sviðum, eiga líkarétt á að fá námstækifæri við sitt hæfi. Þeir eiga að fá tæki-færi til að þroska sérhæfileika sína og nýta tímann til hinsítrasta með því að glíma við fleiri og flóknari markmið ogkrefjandi nám.

Nemendur með annað móðurmál en íslenskuog heyrnarlausir nemendur

Í aðalnámskrá grunnskóla eru í fyrsta sinn sett ákvæði umsérstaka íslenskukennslu fyrir nemendur með annað móð-urmál en íslensku. Einnig eru ný ákvæði um sérstaka ís-lenskukennslu fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta nem-endur og táknmálskennslu fyrir heyrnarlausa. Markmið

2121

Page 24: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

fyrir íslenskukennslu nýbúa og heyrnarlausra og tákn-málskennslu falla undir námssvið íslensku í grunnskóla.

Nemendur með annað móðurmál en íslensku hafa ólíkanmenningarlegan, mállegan og námslegan bakgrunn. Þessirnemendur hafa því misjafnar forsendur til að takast á viðalmennt nám í íslenskum skólum. Nemendurnir eiga rétt áþví að fá sérstaka íslenskukennslu í grunnskólum með þaðað markmiði að þeir verði hæfir til að taka fullan þátt ískólastarfi og íslensku samfélagi.

Heyrnarlaus börn læra ekki íslensku á sama hátt og heyr-andi börn. Þau heyra ekki málið í umhverfinu og þurfa þvíað reiða sig á tilbúnar aðstæður til að eignast sitt fyrstamál. Í aðalnámskránni eru kröfur um að skólar bjóðiheyrnarlausum börnum að læra og þroskast á eigin for-sendum til að þau geti tileinkað sér íslensku. Táknmál hef-ur grundvallarþýðingu fyrir þroska máls, persónuleika oghugsunar heyrnarlausra nemenda. Hjá heyrnarlausum ertáknmálið mikilvægasta uppspretta þekkingar og leið tilað taka þátt í íslenskri menningu og menningu heyrnar-lausra. Táknmálið hefur mikla þýðingu fyrir alla vinnu ískólanum og fyrir líf og starf nemendanna.

Sérstök íslenskukennsla fyrir nýbúa og heyrnarlausa þarfað taka mið af stöðu nemenda almennt í námi og mállegumog menningarlegum bakgrunni þeirra. Af þeim ástæðum ereðlilegt að þessir nemendur eigi þess kost að fá undanþág-ur frá því að stunda tilteknar námsgreinar, undanþágur fráþví að taka samræmd próf og möguleika á frávikum fráprófreglum.

Markmið og markmiðssetningSkýr markmið eru grundvallarþáttur skólastarfs. Markmiðeru leiðarvísir í öllu skólastarfi og forsenda áætlanagerðarum nám og kennslu. Þau stýra kennslunni og námsmatinuog eru grundvöllur mats á gæðum skólastarfs.

2222

Page 25: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Skýr framsetning markmiða er undirstaða þess að allirleggi í þau sama skilning þannig að þau dugi sem viðmiðí skólastarfi. Markmið aðalnámskrár eru sett fram meðþetta að leiðarljósi. Í þeim felst skólastefna, þau eru nem-endamiðuð og segja til um hvað nemendum er ætlað aðgeta og kunna við ákveðin skil í grunnskólanáminu, þautaka til alhliða þroska nemandans, allra þátta námsgreinaog einnig til þverfaglegra þátta sem eru sameiginlegir öll-um námsgreinum. Markmið námsgreina eða skyldranámssviða eru flokkuð saman og gefin út í sérstökumheftum. Almennur hluti myndar ásamt öllum heftunumaðalnámskrá grunnskóla. Í heftum um einstakar náms-greinar eða námssvið er að finna rök fyrir nauðsyn grein-arinnar í grunnskóla og lýst stöðu hennar og hlutverki. Setteru fram lokamarkmið greinarinnar sem eiga að lýsa ímeginatriðum hvaða kunnáttu, skilnings og færni er kraf-ist af nemendum almennt að loknu grunnskólanámi í grein-inni og sett eru fram markmið við ákveðin skil í náminu.

Markmið aðalnámskrár grunnskóla eru sett fram í þremurflokkum:

- Lokamarkmið

- Áfangamarkmið

- Þrepamarkmið

LokamarkmiðEðli lokamarkmiða er að gefa heildarmynd af því semstefnt er að í kennslu einstakra námsgreina í grunnskólan-um. Lokamarkmið skýra almennan tilgang náms og lýsaþví sem skólar eiga að stefna að og því sem nemendur eigaað hafa tileinkað sér að loknu lögbundnu skyldunámi. Ínámskránni eru lokamarkmið greind niður í áfangamark-mið sem aftur eru greind í þrepamarkmið. Þessi undir-markmið eru sett fram sem nákvæmari útlistun á einstök-um markmiðum eftir aldursstigum. Áfanga- og þrepa-markmið eru þannig í beinu samhengi við lokamarkmið.

2323

Page 26: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Til þess að ná áfangamarkmiðum þarf að ná þrepamark-miðunum. Til þess að lokamarkmiðum verði náð þarf aðná áfangamarkmiðum.

ÁfangamarkmiðAðalnámskráin gerir ráð fyrir því að áfangamarkmið verðimeginviðmið í öllu skólastarfi. Áfangamarkmiðum er deiltniður á þrjú stig. Í fyrsta lagi er um að ræða áfangamark-mið eftir nám í 1.-4. bekk, í öðru lagi eftir nám í 5.-7. bekkog að síðustu áfangamarkmið eftir nám í 8.-10. bekk.Áfangamarkmiðin gefa heildarmynd af því sem ætlast er tilað nemendur hafi almennt tileinkað sér við lok áfanganna.Áfangamarkmiðin eru þannig orðuð að tiltölulega auðveltá að vera að mæla eða meta hvort eða að hvaða marki þeimhefur verið náð. Áfangamarkmið mynda einnig grundvölllögboðinna samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði í 4.og 7. bekk og samræmdra prófa við lok grunnskóla.

ÞrepamarkmiðÞrepamarkmiðin eru safn markmiða/viðfangsefna til aðná áfangamarkmiðum. Þau eiga að lýsa skipulagi, samfelluog stígandi í kennslu hverrar námsgreinar og sýna hvern-ig unnt er að útfæra áfangamarkmiðin nánar og raða þeimá einstök þrep eða lotur sem geta verið námsár grunnskól-ans. Aðalnámskráin setur þrepamarkmið fram kennurum,foreldrum og nemendum til leiðsagnar. Skóli getur ákveð-ið að raða þrepamarkmiðum með öðrum hætti og birt þaðskipulag í skólanámskrá.

2424

Page 27: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

2525

SKÓLANÁMSKRÁSamkvæmt lögum skal árlega gefa út skólanámskrá íhverjum skóla og er skólastjóri ábyrgur fyrir því að hún séunnin, gefin út og kynnt. Skólanámskrá skal vera nánariútfærsla á aðalnámskrá grunnskóla en jafnframt gefur húnkost á að laga fyrirmæli aðalnámskrár að sérstöðu hversskóla og staðbundnum aðstæðum, draga þessi sérkennifram og nýta þau til eflingar námi og kennslu.

Í aðalnámskrá grunnskóla er lögð megináhersla á að náms-markmið séu sett fram á skýran hátt þannig að hvorkikennarar, nemendur né foreldrar velkist í vafa um hvaðakröfur eru gerðar til nemenda og skóla. Sömu kröfur erugerðar til skólanámskrár. Aðalnámskrá setur skólum al-menn viðmið en það er hins vegar hvers skóla að útfæraþau nánar í skólanámskrá bæði með tilliti til þess nem-endahóps sem stundar nám í skólanum sem og þeirrakennsluhátta sem skólinn aðhyllist. Í skólanámskrá útfær-ir skólinn t.d. ýmis almenn og fagbundin markmið aðal-námskrár og birtir þær verklagsreglur sem í gildi eru ískólanum, t.d. varðandi umgengni, aga og aðgang að ráð-gjöf og stuðningi af ýmsu tagi. Þar kemur m.a. fram hvern-ig skólinn skipuleggur kennsluna, hvaða kennsluaðferðumer beitt og hvernig staðið er að námsmati í skólanum.

Brýnt er að skóli rækti tengsl við ýmsa aðila utan skólans.Því þarf að lýsa í skólanámskrá hvernig skólinn hyggstvinna með heimilum, fyrirtækjum, félögum, stofnunum ogöðrum aðilum utan skólans að því sameiginlega verkefniað veita öllum nemendum haldgóða menntun. Í skóla-námskrá þarf m.a. að koma fram áætlun skólans um tengslvið atvinnulífið og áætlun um starfsfræðslu og starfs- ognámskynningar.

SKÓLANÁMSKRÁ

Page 28: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Við framsetningu markmiða í aðalnámskrá er miðað við aðþorri nemenda nái þeim markmiðum á svipuðum tíma.Hins vegar er ljóst að sumir nemendur ná settum mark-miðum á mun skemmri tíma, aðrir þurfa lengri tíma.Þessum nemendum þarf að finna verkefni við hæfi og lýsaþeim úrræðum í skólanámskrá.

Aðalnámskrá segir ekki fyrir um röðun eða blöndun íbekki. Bekkjaskipting og röðun í bekki er ákvörðun hversskóla. Í skólanámskrá þarf því að koma fram lýsing ábekkjaskipan og samsetningu námshópa og rök skólansfyrir þeirri skipan. Vönduð skólanámskrá er ein forsendaþess að markmiðum aðalnámskrár verði náð og skólarnjóti trausts foreldra og almennings.

Í skólanámskrám þarf m.a. að gera grein fyrir:

- stefnumiðum skólans og starfsáætlun, m.a. árlegum

starfstíma og skóladagatali

- kennsluskipan, röðun þrepamarkmiða, samfellu í nám-

inu, skipan í bekki og námshópa

- kennslufræðilegri stefnu skólans, sérkennsluúrræðum,

kennslu langveikra barna

- tilhögun námsmats, prófafyrirkomulagi, einkunnaskala

- skólareglum sem m.a. skulu kveða á um umgengni,

samskipti, mætingar og meðferð agamála og lýsa því

hvernig skólinn hyggst taka á málum ef skólareglur eru

brotnar

- upplýsingum um starfslið skólans, menntun þess og

starfsreynslu

- skipulagi samskipta við foreldra

- þátttöku foreldra í skólastarfi, heimanámi o.fl.

- lífsleikniáætlun, hvernig skólinn hyggst skipuleggja lífs-

leikninámið og standa að forvörnum

- félags- og tómstundastörfum á vegum skólans

2626

Page 29: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Skylt er að leggja skólanámskrá fyrir skólanefnd og foreldra-ráð til umsagnar ár hvert. Til þess að umsagnaraðilar getinýtt umsagnarrétt sinn er augljóst að leggja verður skóla-námskrá fram til umsagnar svo tímanlega að unnt sé að takatillit til athugasemda áður en til framkvæmda kemur.

2727

Page 30: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

2828

KENNSLUTÍMIKENNSLUTÍMIGrunnskólalög segja til um þann lágmarkstíma sem nem-endur eiga að vera í skóla. Sá tími er jafnframt skilgreiningá lágmarkskennslu sem nemandi á rétt á. Samkvæmt lög-um um grunnskóla eiga nemendur í 1.-4. bekk rétt á 30kennslustundum á viku miðað við níu mánaða skólatímaog fjörutíu mínútna kennslustundir, nemendur í 5.-7. bekkeiga rétt á 35 kennslustundum á viku og nemendur í 8.-10.bekk 37 kennslustundum. Þetta á við frá og með skólaár-inu 2001-2002 þegar ákvæði grunnskólalaga um kennslu-tíma verða að fullu komin til framkvæmda. Sveitarfélöggeta boðið nemendum lengri viðveru í skóla utan daglegsskólatíma.

Skóladagar nemenda skulu eigi vera færri en 170 á skólaári.

Heildartímanum, sem er til ráðstöfunar í hverjum bekk, erskipt niður á skyldunámsgreinar í svokallaðri viðmiðunar-stundaskrá. Hún segir til um vægi námsgreina innbyrðisog sýnir lágmarkskennslu sem hver nemandi á rétt á í ein-stökum námsgreinum.

Page 31: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Í viðmiðunarstundaskránni fá íslenska og stærðfræði mest-an tíma eða um 36% heildartímans í grunnskólum. Þessarnámsgreinar eru skilgreindar sem kjarnagreinar vegnamikilvægis þeirra sem undirstöðu náms í öðrum greinum.Einnig er lögð áhersla á þjálfun í íslensku í öllum náms-greinum og öllu starfi nemenda í skóla.

Í viðmiðunarstundaskrá er gert ráð fyrir að einstakir skól-ar geti ráðstafað hluta þess lágmarkstíma sem lög ákveða.Í 1.-8. bekk er þetta svigrúm um 12% og er ætlast til aðskólar geri grein fyrir því í skólanámskrá hvernig þeirhyggjast verja þessum tíma. Heimilt er að nota hann til aðauka kennslu í kjarnagreinum eða öðrum skyldunáms-greinum. Einnig má nýta hann til að ná staðbundnummarkmiðum skólans eða til kennslu efnis sem ekki er í að-alnámskrá grunnskóla.

2929

Bekkir 1.b. 2.b. 3.b. 4.b. 5.b 6.b. 7.b 8.b. 9.b. 10.b. Alls % afbundnumstundum

Námssvið

Íslenska 6 6 6 6 5 5 5 5 5 5 54 19

Stærðfræði 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 50 17

Danska 3 3 4 4 14 5

Enska 2 2 2 3 3 4 16 6

Heimilisfræði 1 1 1 1 2 2 2 2 12 4

Íþróttir 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 30 10

Listir 4 4 4 4 4 4 4 4 32 11

Lífsleikni 1 1 1 1 1 1 1 7 2

Náttúrufræði 2 2 2 2 3 3 3 3 3 3 26 9

Samfélagsgreinar

og kristinfr. 3 3 3 3 4 4 3 3 2 2 30 10

Upplýsinga- og

tæknimennt 2 2 2 2 2 2 2 2 16 6

Bundnar-

stundir 26 26 26 27 31 31 33 34 26 27 287 100

Val 4 4 4 3 4 4 2 3 11 10 49

Vikustundir alls 30 30 30 30 35 35 35 37 37 37 336

Page 32: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Val og valgreinarÍ 9. og 10. bekk er gert ráð fyrir að einstakir skólar skipu-leggi tæplega 30% heildartímans. Ætlast er til að í þessumbekkjum sé nemendum gefinn kostur á að velja námsgrein-ar og námssvið. Tilgangurinn með auknu valfrelsi nem-enda er að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsinsog gera hverjum og einum kleift að leggja eigin áherslur ínámi miðað við áhugasvið og framtíðaráform í samvinnuvið foreldra, kennara og námsráðgjafa.

Með þessu vinnst einkum þrennt. Í fyrsta lagi er ekki horf-ið frá sjónarmiðum um nauðsyn almennrar menntunar ágrunnskólastigi, samanber ákvörðun um kjarnagreinar ogviðmiðunarstundaskrá. Í annan stað er nemendum gefinnkostur á því með vali að nálgast tiltekin greinasvið eftiráhuga eða fyrirætlunum um framhaldsnám. Í þriðja lagigefst nemendum kostur á að velja sig frá greinum eðanámssviðum sem ekki höfða til þeirra eða minni þörf er ámiðað við framtíðaráform.

Inntak valnáms í 9. og 10. bekk má fella í þrjá meginflokka.Í fyrsta lagi er um að ræða val sem miðar að skipulegumundirbúningi fyrir nám á bóknámsbrautum framhalds-skóla. Í öðru lagi er val sem miðar að skipulegum undir-búningi undir starfsmenntun, list- eða tækninám. Í þriðjalagi eiga nemendur að geta valið um viðfangsefni semeinkum miða að því að víkka sjóndeildarhring þeirra eðastuðla að lífsfyllingu.

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Grunnskólar skuluskilgreina og skýra markmið valgreina sem boðnar erufram, leggja fram kennsluáætlanir, yfirlit yfir námsefni ogákvarðanir um námsmat og kynna nemendum og foreldr-um að fengnu samþykki sveitarstjórnar.

3030

Page 33: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

3131

KENNSLA OGKENNSLUHÆTTIRKENNSLA OGKENNSLUHÆTTIR

Kennsla beinist að því að hjálpa nemendum að tileinka sérþekkingu og skilning, að móta sér skoðanir og viðhorf ogná leikni og færni á tilteknum sviðum. Kennsla miðar aðþví að nemendur nái þeim markmiðum sem að er stefnt.Kennsla er því leið að fyrir fram settu marki.

Í skólastarfi á að ríkja fjölbreytni í vinnubrögðum ogkennsluaðferðum. Kennarar bera faglega ábyrgð á að veljaheppilegustu og árangursríkustu leiðirnar til að ná mark-miðum aðalnámskrár og skólanámskrár. Við val á kennslu-aðferðum og vinnubrögðum verður að taka tillit til mark-miða sem stefnt er að, aldurs, þroska og getu nemenda semí hlut eiga hverju sinni og eðlis viðfangsefnisins. Vönduðkennsla, sem lagar sig að markmiðum og nemendum, eyk-ur líkur á árangri.

Kennsluaðferðirnar og vinnubrögðin í skólanum verða aðþjóna þeim markmiðum sem stefnt er að hverju sinni.Markmiðum, sem lúta að eflingu félagsþroska, verður t.d.því aðeins náð að nemendur fái tækifæri til samvinnu.Markmiðum, sem lúta að því að þjálfa nemendur í lýðræð-islegum vinnubrögðum, verður best náð með því að skipu-leggja nám og kennslu og önnur samskipti út frá þeim.

Markmið skólastarfs eru margvísleg, allt frá markmiðum,sem varða afmarkaða þætti kunnáttu, leikni og viðhorfa, tillangtímamarkmiða sem skólum er ætlað að sinna og ein-staklingar halda áfram að vinna að eftir að skólagöngu lýk-ur. Grunnskólinn á að skila af sér sjálfstæðum nemendumsem hafa öðlast sjálfstraust og öryggi. Þeir eiga að kunnaað læra, hafa kjark til frumkvæðis og sjálfstæðra vinnu-

Page 34: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

bragða, geta unnið með öðrum og kunna að tjá sig skýrt ogskilmerkilega í töluðu og rituðu máli. Á þessa þætti ber aðleggja áherslu í öllu starfi skólans allt frá upphafi skóla-göngu. Val á kennsluaðferðum og skipulag skólastarfsverður að miðast við þá skyldu grunnskóla að sjá hverjumnemanda fyrir bestu tækifærum til náms og þroska.Kennslan verður að taka mið af þörfum og reynslu ein-stakra nemenda og efla með nemendum námfýsi og vinnu-gleði. Kennsluaðferðir mega ekki mismuna nemendumeftir kynferði, búsetu, uppruna, litarhætti, fötlun, trúar-brögðum eða félagslegri stöðu.

3232

Page 35: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

3333

NÁMSGÖGNNÁMSGÖGNNámsgögn, kennsluaðferðir og vinnubrögð sem skólarkjósa að viðhafa, skipulag skólastarfsins og námsmatið áallt að taka mið af settum markmiðum og vera þannig út-fært að möguleikar nemenda á að ná þeim séu nýttir tilhins ítrasta. Námsgögn gegna því mjög þýðingarmikluhlutverki sem leið að markmiðum aðalnámskrár og skóla.Sem dæmi um námsgögn má nefna prentað efni, s.s. náms-bækur, handbækur og leiðbeiningarrit af ýmsu tagi,myndefni ýmiss konar, s.s. ljósmyndir, kvikmyndir, mynd-bönd, veggspjöld, hljóðefni eins og hljómbönd og hljóm-diska, tölvuforrit, efni á Netinu, margmiðlunarefni, efni tilverklegrar kennslu o.fl.

Samkvæmt lögum eiga grunnskólanemendur að fá náms-gögn til afnota sér að kostnaðarlausu í þeim námsgreinumsem aðalnámskrá grunnskóla kveður á um. Óheimilt er aðkrefja nemendur í skyldunámi um greiðslu fyrir kennslu,námsgögn eða annað sem þeim er gert skylt að nota í nám-inu samkvæmt aðalnámskrá.

Námsgögn eru til að ná markmiðum. Aðalnámskráin verð-ur því leiðarljós námsgagnahöfunda og viðmiðun við val ánámsgögnum. Jafnframt er aðalnámskráin viðmiðun fyrirmat og úttektir á gæðum og notagildi námsgagna.

Námsgögn, sem sérstaklega eru gerð eða valin til notkun-ar í grunnskólum, verða að höfða til nemenda, vera aðlað-andi, efni þeirra skýrt og skipulega fram sett og taka miðaf því sem ætla má að nemendur hafi áður tileinkað sér.Námsgögn eiga að vera fjölbreytt og vönduð, auka þekk-ingu nemenda, dýpka skilning þeirra á sjálfum sér og um-heiminum, þjálfa þá í margvíslegum vinnubrögðum ogstuðla að því að þeir móti sér heilbrigð og holl lífsviðhorf.

Page 36: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Námsgögn, sem nýta nýjustu upplýsingatækni, gerahvorttveggja í senn að miðla þekkingu og þjálfa nemendurí vinnubrögðum sem nýtast þeim í lífi og starfi.

Við gerð námsgagna og val á þeim skal þess gætt að mis-muna ekki einstaklingum eða hópum vegna kynferðis, bú-setu, uppruna, litarháttar, fötlunar, trúarbragða eða félags-legrar stöðu.

3434

Page 37: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

3535

NÁMSMATNÁMSMATHverjum kennara og skóla ber að fylgjast vandlega með þvíhvernig nemendum gengur að ná þeim námsmarkmiðumsem aðalnámskrá og skólinn setja þeim. Námsmat miðar aðþví að afla sem öruggastrar vitneskju um árangur skóla-starfsins og hvernig einstökum nemendum eða hópumgengur að ná settum markmiðum. Megintilgangur náms-mats er því sá að afla upplýsinga sem hjálpa nemendumvið námið, örva þá og hvetja til að leggja sig enn betur fram.

Námsmat á að veita nemendum og foreldrum þeirra,kennurum, viðtökuskólum og skólayfirvöldum upplýsing-ar um námsgengi nemenda sem m.a. má hafa að leiðarljósivið frekari skipulagningu náms.

Aðferðir við námsmatNámsmat í grunnskóla skal að jafnaði framkvæmt af kenn-urum skólans og skulu nemendur og forráðamenn þeirrafá sem gleggstar upplýsingar um námsárangur.

Námsmat fer ekki eingöngu fram í lok námstímans heldurer það einn af föstum þáttum skólastarfs, órjúfanlegt fránámi og kennslu. Mat á námi og framförum er því hlutiskólastarfsins. Með námsmati er reynt að komast að þvíhvort nemandi hefur náð þeim markmiðum sem að erstefnt eða hversu vel hann hefur nálgast þau. Þar semmarkmiðin eru margvísleg og hægt að fara ýmsar leiðir tilað ná þeim, er augljóst að matsaðferðir verða að vera fjöl-breytilegar. Þær verða að hæfa markmiðunum og endur-spegla áherslur í kennslu. Þess er enginn kostur að metanámsgengi og framfarir eingöngu með prófum og öðrumformlegum aðferðum. Mörg markmið eru þess eðlis að ein-ungis óformlegum aðferðum verður við komið. Niðurstöð-ur námsmats verða því að byggjast jöfnum höndum á

Page 38: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

óformlegu mati kennara og á formlegum aðferðum, s.s.prófum og könnunum. Hafa verður hugfast að sum mark-mið eru þess eðlis að ekki kemur fram fyrr en seinna í líf-inu hvort þeim varð náð eða ekki. Þau verða því ekki alltafmetin með venjulegu námsmati í skóla.

Námsmat á að vera óhlutdrægt, heiðarlegt og sanngjarntgagnvart nemendum. Það þýðir að meta verður alla þættinámsins, framfarir, þekkingu, skilning og leikni og láta þávega í samræmi við áherslur í náminu. Ekki er t.d. nægilegtað meta eingöngu hvaða þekkingu nemandi hefur tileink-að sér þar sem hluti kennslunnar beinist óhjákvæmilegaeinnig að öðrum tegundum markmiða. Mikilvægt er aðmeta bæði verklega og bóklega þætti og prófa ýmist skrif-lega, verklega eða munnlega eftir því sem við á.

Með því að meta stöðu nemenda í upphafi námstímabilsmá fá gagnlegar upplýsingar sem auðvelda skipulagkennslu og gera námið markvissara. Námsmat þarf einnigað fara fram jafnt og þétt á námstímanum. Kennarar þurfaað hjálpa nemendum til raunhæfs sjálfsmats, gera þeimgrein fyrir markmiðum náms og hvernig miðar í átt aðþeim. Upplýsinga um námsgengi verður því að afla jöfn-um höndum með mati sem fram fer í hverri kennslustundog mati sem nær til lengri tímabila, t.d. skólaárs.

Samræmd og stöðluð prófAuk óformlegra matsaðferða eins og huglægs mats kenn-ara og formlegra mælinga, t.d. með skólaprófum, könnun-um og skipulegum athugunum, eru gerðar samræmdarmælingar á námsárangri í stærðfræði og íslensku í 4. og 7.bekk og í nokkrum námsgreinum í 10. bekk. Samræmdumprófum í þessum bekkjum er einkum ætlað að mæla hvortáfangamarkmiðum aðalnámskrár hefur verið náð og gefanemendum, foreldrum og starfsmönnum skóla og fræðslu-yfirvöldum upplýsingar og viðmiðanir á landsvísu.36

36

Page 39: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Niðurstaða skólamats og niðurstaða samræmdra prófageta bætt hvor aðra upp og saman lagt til heildstæðar upp-lýsingar sem auðvelda nemendum að leggja mat á frammi-stöðu sína og árangur, veikar hliðar og sterkar og auðveldaskólum að skipuleggja kennslu við hæfi.

Í vaxandi mæli eiga skólar og einstakir kennarar aðgang aðgreinandi prófum og öðrum mælitækjum sem auðveldakönnun á tilteknum þáttum náms og kennslu. Stöðluðlestrarpróf, stærðfræðipróf, hreyfiþroskapróf, lesskimun-arpróf sem spá fyrir um hugsanlegan lestrarvanda, staðl-aðir spurningalistar og fleiri slík mælitæki geta reynst afargagnleg hjálpartæki til að greina vandamál snemma áskólagöngunni og auka líkur á að ráðin verði bót á þeimmeð skipulegum aðgerðum.

Notkun niðurstaðnaStarfsmönnum skóla ber að gera nemendum og foreldr-um/forráðamönnum vandlega grein fyrir því mati semfram fer í skólanum.

Færa ber einkunnir nemenda og annan vitnisburð um skóla-göngu þeirra reglulega, ekki sjaldnar en árlega, inn í sérstak-ar vitnisburðarbækur sem nemendur hafa heim með sér.

Vitnisburð verður að setja fram á skýran og ótvíræðan háttþannig að nemendur og foreldrar skilji hvað við er átt.Nota má tölur, bókstafi, orð eða aðra framsetningu en ljóstþarf að vera hvaða markmið eiga í hlut og hvaða viðmið-un um frammistöðu var notuð. Einnig er nauðsynlegt aðgera sér grein fyrir takmörkunum námsmats. Einkunn ítölustöfum segir t.d. lítið ef ekki fylgir skrifleg eða munn-leg skýring á því hvernig hún er fengin og hvað hún þýð-ir. Lögð er áhersla á munnlegan vitnisburð auk skriflegsvitnisburðar, einkum á fyrstu námsárunum.

3737

Page 40: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Skólum er frjálst að ákveða sjálfir með hvaða hætti niður-stöður námsmats skólans eru birtar nemendum og foreldr-um þeirra. Samræmi er æskilegt í framsetningu vitnisburð-ar í hverjum skóla. Nauðsynlegt er að gerð sé rækileg greinfyrir námsmatsreglum skóla og vitnisburðarkerfi í skóla-námskrá þannig að nemendum, foreldrum og öllum starfs-mönnum skóla sé ljóst hvaða kröfur eru gerðar, hvernigskólinn hyggst mæla eða meta hvort þær eru uppfylltar oghvers konar vitnisburðarkerfi eða einkunnaskali er notaður.

Þeir sem í hlut eiga, nemendur, foreldrar og starfsmennskóla, verða allir að geta skilið niðurstöður námsmats ásama hátt. Það er forsenda þess að unnt sé að nýta upplýs-ingarnar til að bæta nám og kennslu. Það er í þágu nem-enda og forráðamanna þeirra að sem skýrastar upplýsing-ar liggi fyrir um hvar nemandi stendur í námi, bæði út fráeigin getu og einnig í samanburði við aðra nemendur.

Þegar mat er lagt á framfarir eða frammistöðu nemendameð hliðsjón af markmiðum grunnskóla er nauðsynlegt aðhafa tvennt til viðmiðunar. Annars vegar þann nemandasem í hlut á; þá er lagt mat á framfarir hans, ástundun ogárangur miðað við eigin forsendur. Hins vegar samanburðvið aðra, t.d. jafnaldra í skólanum eða landinu öllu. Til þessað upplýsingar þær sem námsmat gefur verði trúverðugar,réttlátar og heiðarlegar og byggi upp raunhæft sjálfsmatnemenda, verður að nota báðar þessar viðmiðanir.

Þegar um samræmd próf er að ræða gefur sá aðili, sem fal-in er framkvæmd prófanna, út yfirlit yfir heildarniðurstöð-ur prófanna og dreifir til grunnskóla, foreldraráða viðgrunnskóla, framhaldsskóla og fræðsluyfirvalda. Þarskulu koma fram meðaltöl einstakra skóla eftir prófum,meðaltöl allra skóla og aðrar upplýsingar sem þarf til aðskýra niðurstöðurnar og túlka þær. Heimilt er að láta öðr-um í té upplýsingar um niðurstöður samræmdra prófa enætíð skal gæta trúnaðar gagnvart einstökum nemendum.

3838

Page 41: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

3939

Mati á skólastarfi er yfirleitt skipt í innra og ytra mat. Meðinnra mati er átt við sjálfsmat stofnunar, unnið af starfs-mönnum hennar. Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemistofnunar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum.

Í gildandi lögum um grunnskóla er í fyrsta skipti að finnaákvæði um mat á skólastarfi. Þar er megináhersla lögð ásjálfsmat skóla en jafnframt ber menntamálaráðuneytinuað sjá til þess að fram fari ytra mat á starfsemi einstakraskóla eða á einstökum þáttum skólastarfs og jafnframt aðúttekt sé gerð á sjálfsmatsaðferðum skóla.

SjálfsmatSjálfsmat er leið til þess að vinna kerfisbundið að gæðumog umbótum í skólastarfi. Sjálfsmat er einnig leið til þessað miðla þekkingu og upplýsingum um skólastarf. Í sjálfs-mati skal koma fram stefna og markmið skóla, skilgreiningá leiðum til þess að ná þeim, greining á sterkum og veikumhliðum skólastarfs og áætlun um úrbætur. Megintilgangurþess er að gera starfsfólki skóla auðveldara að vinna aðframgangi markmiða skólans, meta hvort þeim hafi veriðnáð, endurskoða þau og stuðla að umbótum. Þetta á jafntvið um markmið og áherslur í lögum, reglugerðum og að-alnámskrá og staðbundin markmið sem skólarnir setjafram í skólanámskrám. Um leið skapar sjálfsmat faglegangrundvöll fyrir umbætur. Með sjálfsmati fer fram víðtækgagnaöflun um skólastarfið sem veitir upplýsingar um íhve miklum mæli árangur skólastarfsins er í samræmi viðmarkmið. Sjálfsmat er ekki unnið í eitt skipti fyrir öll held-ur þarf stöðugt að vinna að því. Það er langtímamiðað enekki einangruð aðgerð. Í sjálfsmatsskýrslu skóla þarf aðvera ítarleg lýsing og greining á markmiðum og starfi skól-ans. Jafnframt er mikilvægt að í sjálfsmatsskýrslu skólakomi fram tillögur um úrbætur.

MAT Á SKÓLASTARFIMAT Á SKÓLASTARFI

Page 42: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Í gildandi lögum um grunnskóla eru skýr ákvæði um aðskólar skuli innleiða sjálfsmat. Samkvæmt lögunum erskólum í sjálfsvald sett hvaða aðferðum þeir beita viðsjálfsmat. Í lögunum eru einnig ákvæði um að á fimm árafresti skuli menntamálaráðuneytið láta fara fram úttekt áþeim sjálfsmatsaðferðum sem skólar nota.

Viðmið fyrir sjálfsmatÞau atriði, sem menntamálaráðuneytið telur mikilvæg

sem viðmið fyrir vinnu við sjálfsmat, eru að sjálfsmatið sé:

1. Formlegt. Lýsing á aðferðum við sjálfsmat þarf að

liggja fyrir í sjálfsmatsskýrslu, skólanámskrá og hugs-

anlega í fleiri skriflegum gögnum frá skólanum. Fram

þarf að koma hvort um er að ræða viðurkennda sjálfs-

matsaðferð eða samsetta og aðlagaða aðferð. Gera

þarf grein fyrir því hvernig að sjálfsmatinu er staðið í

heild. Í lýsingunni þarf að koma fram hverjir stjórna

verkinu, hverjir vinna það á hverjum tíma og til hverra

það nær.

2. Altækt. Sjálfsmatið skal ná til allra helstu þátta skóla-

starfsins, þ.e. markmiða, stjórnunar, náms, kennslu,

námsmats, nemenda, starfsfólks, aðbúnaðar og ytri

tengsla. Ekki er þó gert ráð fyrir að skólar geti tekið

jafn ítarlega á öllum þáttum á hverju ári.

3. Áreiðanlegt. Mikilvægt er að sjálfsmatið byggist á

traustum gögnum og áreiðanlegum mælingum. Gögn

úr bókhaldi skólans, t.d. námsferilsskrá og fjarvista-

skrá, þurfa að vera tiltæk. Skólar geta þó ekki í öllum

tilvikum byggt á skráðum gögnum en þurfa þá að meta

starf sitt með öðrum hætti, eins og viðhorfakönnunum

meðal ólíkra hópa, t.d. meðal nemenda, starfsfólks,

foreldra, viðtökuskóla, almennings, atvinnulífs og

brautskráðra nemenda. 4040

Page 43: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

4. Samstarfsmiðað. Allt starfsfólk þarf með einum eða

öðrum hætti að koma að vinnu við sjálfsmatið. Við

skipulagningu og undirbúning sjálfsmatsins þarf að

kynna öllum starfsmönnum umfang verkefnisins. Jafn-

framt þarf að nást sátt um framkvæmd þess. Verka-

skipting þarf að vera skýr og sömuleiðis stjórnun og

ábyrgð. Á þessu stigi þarf að hafa í huga þátttöku

nemenda, foreldra og annarra hagsmunaaðila í sjálfs-

matinu.

5. Umbótamiðað. Í sjálfsmatsskýrslu þarf að birta að-

gerða- og starfsáætlun um þær umbætur í skólastarf-

inu sem vinna þarf að í kjölfar sjálfsmats. Einnig þarf að

birta upplýsingar um hvernig markmiðum umbótaáætl-

unar verði náð. Viðmið um hvað bættur árangur felur í

sér þurfa að vera skilgreind.

6. Árangursmiðað. Skólinn skal vinna að því að meta

hvort markmiðum skólans hafi verið náð og hvaða ár-

angri skólastarfið hefur skilað út frá viðmiðum sem

hann hefur sett sér. Þetta geta t.d. verið viðmið um

námsárangur, vellíðan, umgengni, fjarvistir og brottfall.

7. Stofnana- og einstaklingsmiðað. Sjálfsmatið þarf að

beinast bæði að stofnuninni sjálfri og einstaklingum

innan hennar. Sem dæmi um þetta má nefna mat á

frammistöðu skólans í samanburði við aðra, t.d. á

samræmdum prófum, og mat á stjórnun og kennslu.

8. Lýsandi. Í sjálfsmatsskýrslu þarf að vera stutt, hnitmið-

uð lýsing á starfsemi skólans (texti, myndir, töflur).

Lýsingin þarf að hafa tengsl við markmiðssetningu.

9. Greinandi. Í sjálfsmatsskýrslu þarf að birta styrkleika-

og veikleikagreiningu sem sett er fram kerfisbundið við

hvern þátt matsins og síðan í samantekt í lokin. 4141

Page 44: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

10. Opinbert. Fyrir fram þarf að ákveða hverjir hafa að-

gang að tilteknum þáttum sjálfsmatsins en sjálfsmats-

skýrslu þarf að birta opinberlega. Hér þarf að tryggja

að haldin séu í heiðri ákvæði gildandi laga, m.a. um

meðferð persónuupplýsinga.

Ytra matMegintilgangur ytra mats á skólum er að fá heildarmynd

af skólastarfinu eða einstökum þáttum þess eins og það erá hverjum tíma. Sjónum er beint að ýmsum þáttum í innrastarfi skólanna, svo sem stjórnun, kennslu, þróunarstarfi,samstarfi og samskiptum í skólanum, námsárangri ogtengslum skólans við samfélagið.

Úttektir á sjálfsmatsaðferðumÚttektum á sjálfsmatsaðferðum skóla er ætlað að veitaupplýsingar um hvernig grunnskólar uppfylla ákvæði lagaum mat á skólastarfi. Þessar úttektir fela ekki í sér að fjallaeigi efnislega um einstaka þætti skólastarfsins eða berasaman skóla heldur er þeim ætlað að kanna hvort þær að-ferðir, sem beitt er við sjálfsmat, uppfylli faglegar kröfur ogstyðji umbætur í skólum.

Úttektir á sjálfsmatsaðferðum skóla byggjast m.a. á mati ásjálfsmatsskýrslu viðkomandi skóla, heimsókn í skólannog viðtölum við stjórnendur og fulltrúa starfsmanna ognemenda. Til að fá sem skýrasta mynd af sjálfsmatsferlinuþurfa úttektaraðilar að kynna sér hvaða gögn skólinn hef-ur lagt til grundvallar sjálfsmatinu, úrvinnslu þeirra gagnaog þær aðferðir sem skólinn hefur notað við sjálfsmatið.Sem dæmi um gögn skóla má nefna upplýsingar um nýt-ingu tíma, árangur á prófum, foreldrasamstarf og menntunog endurmenntun starfsmanna. Þau viðmið fyrir vinnu viðsjálfsmat, sem fjallað er um hér að ofan, liggja einnig tilgrundvallar úttektum á sjálfsmatsaðferðum.

4242

Page 45: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Úttektir á skólastarfiSem hluta af almennri eftirlitsskyldu menntamálaráðu-neytisins getur það látið gera úttektir á skólastarfi. Slíkarúttektir geta tekið til ákveðinna þátta í skólastarfi, t.d.kennslu í ákveðinni faggrein, en geta einnig falið í sérheildarmat á starfi einstakra skóla.

4343

Page 46: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

4444

TENGSL HEIMILA OG SKÓLATENGSL HEIMILA OG SKÓLAÞrír hópar mynda skólasamfélagið í hverjum skóla, þ.e.nemendur, starfsfólk skólans og foreldrar. Mikilvægt er aðþessir hópar vinni vel saman að mótun þessa samfélags ogþeirra umgengnishátta sem eiga að einkenna samskiptiinnan skólans og utan. Til þess að það gangi vel þarf aðræða reglulega um áherslur og koma sér saman um meg-inviðmið.

Foreldrar/forráðamenn bera frumábyrgð á uppeldi barnasinna. Á þeim hvílir sú skylda að börnin sæki skóla og aðþau séu eins móttækileg fyrir þeirri menntun sem skólinnannast og framast er unnt. Skólinn aðstoðar foreldra í upp-eldishlutverkinu og býður fram menntunartækifæri.Menntun og velferð nemenda er sameiginlegt verkefniheimila og skóla og samstarfið þarf að byggjast á gagn-kvæmri virðingu, gagnkvæmu trausti, samábyrgð oggagnkvæmri upplýsingamiðlun. Mesta áherslu ber aðleggja á samstarf heimila og skóla um hvern einstakling,nám hans og velferð og heimili og skóla sem vettvangmenntunar. Einnig ber að leggja áherslu á samstarf í ein-stökum bekkjardeildum eða samkennsluhópum og ár-göngum bæði um nám, velferð nemenda, bekkjaranda ogmeginviðmiðanir í uppeldisstarfi skólans.

Loks er mikilvægt að traust samstarf sé milli heimila ogskóla um skólastarfið í heild, t.d. hvað varðar meginvið-miðanir í hegðun og umgengni, skólabrag, áhersluatriði ískólastefnu hvers skóla eða sveitarfélags. Gert er ráð fyrirað foreldrar taki þátt í mótun skólasamfélagsins og vinniað því með kennurum og öðrum starfsmönnum skóla aðkoma markmiðum skólastarfs í framkvæmd. Einnig að for-eldrar taki í auknum mæli höndum saman til að tryggjabörnum sem best uppeldisskilyrði og almenna velferð.

Page 47: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Reynslan sýnir að öflugt foreldrastarf og sterk samstaðaum grundvallarviðmið er besta forvörnin gegn hvers kynsvá, t.d. fíkniefnum. Ef foreldrar nemenda í bekk eða skólaná að stilla saman strengi hvað varðar meginviðmiðanir íuppeldismálum, aukast líkur á árangri í skólastarfinu.

UpplýsingamiðlunFjölskylda, skóli og nánasta umhverfi eru sterkustu áhrifa-valdar í mótun einstaklingsins. Gagnkvæm og virk upp-lýsingagjöf milli foreldra og starfsfólks skóla stuðlar aðgagnkvæmu trausti milli aðila. Með auknum kynnum for-eldra af daglegu starfi í skólanum og skipulegri samvinnuum skólastarfið, t.d. í tengslum við heimanám, aukast lík-ur á vellíðan nemenda og árangri. Það er mjög mikilvægtað foreldrar fylgist vel með skólagöngu barna sinna, líðanþeirra í skóla, námsárangri og framförum. Brýnt er að skól-ar gefi reglulega skýrar og góðar upplýsingar um skóla-starfið og áætlanir sem liggja fyrir um starfsemi skólans.Þetta má gera með ýmsum hætti, t.d. í foreldraviðtölum, ásameiginlegum kynningarfundum með foreldrahópum, ískólanámskrá og á vefsíðu skólans.

ForeldrafélögStarfsemi foreldrafélaga í grunnskólum er í stöðugri þróun.Við flutning grunnskólans til sveitarfélaga færðist ákvarð-anataka í skólamálum nær foreldrum sem undirstrikar þörffyrir formlegan samstarfsvettvang þeirra. Tilkoma foreldra-ráða við grunnskóla gefur tilefni til að endurskoða starf-semi foreldrafélaga og styrkja undirstöðuna enn frekar. Velrekin og virk foreldrafélög við hvern skóla eru tvímælalaustaf hinu góða. Foreldrar hafa þar vettvang til að ræða samanum skólagöngu barnanna og hvað eina sem varðar uppeldiog menntun. Til að ná sem bestum árangri er nauðsynlegtað þeir sem tengjast stjórnun og rekstri slíks félags velti fyr-ir sér markmiðum félagsins og hvernig sé hægt að skipu-leggja starfið svo að þau markmið náist. 45

45

Page 48: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

ForeldraráðForeldraráð eru vettvangur sem grunnskólar hafa til aðkynna áform sín og fá formleg viðbrögð foreldra við þeim.Hlutverk foreldraráðs er samkvæmt grunnskólalögumeinkum að fjalla um og gefa umsögn til skólans og skóla-nefndar um skólanámskrá sem öllum skólum er skylt aðgefa út árlega. Foreldraráð á einnig að fylgjast með því aðáætlanir séu kynntar foreldrum svo og að fylgjast meðframkvæmd þeirra. Brýnt er að foreldrar nýti þennanformlega vettvang til að koma sjónarmiðum sínum á fram-færi. Foreldraráðin geta með öflugri starfsemi veitt skólumog skólayfirvöldum virkt og uppbyggjandi aðhald ogkomið með raunhæfar tillögur til umbóta.

4646

Page 49: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

4747

VELFERð NEMENDAVELFERð NEMENDAAuk nemenda eru í skólasamfélaginu kennarar og aðrirstarfsmenn skólanna og foreldrar. Samstarf og samábyrgðþarf að ríkja í skólasamfélaginu og kennarar og aðrir starfs-menn skóla jafnt og foreldrar þurfa að gera sér grein fyrirábyrgð sinni sem fyrirmyndir.

Umsjónarkennarar gegna í þessu sambandi veigamikluhlutverki. Fyrir hverja bekkjardeild eða námshóp skalskólastjóri velja umsjónarkennara. Hann er öðrum fremurtengiliður skólans við heimilin og einnig fylgist hann náiðmeð námi nemenda sinna og þroska. Hann leiðbeinir þeimí námi og starfi, aðstoðar þá og ráðleggur þeim um per-sónuleg mál. Umsjónarkennarar og námsráðgjafar gegnaað þessu leyti mjög mikilvægu hlutverki.

Mikilvægt er að nemendur geti leitað til hvaða starfsmannsskóla sem er með mál sem snúa að velferð sinni og líðan ogað brugðist sé við strax og á viðeigandi hátt ef upp komavandamál af einhverju tagi, t.d. stríðni, einelti, agabrot eðavanlíðan.

Mikilvægt er að allt skólasamfélagið, þ.e. starfsfólk skóla,foreldrar og nemendur, taki þátt í umræðum og komi aðstefnumótun í þeim fjölmörgu málefnum sem snúa að þvísem fram fer í skólanum, hvort heldur um er að ræða nám-ið sjálft eða andlega og félagslega vellíðan nemenda. Í skól-um starfa foreldraráð og kennararáð og nemendum grunn-skóla er heimilt að stofna nemendaráð sem eiga m.a. aðvinna að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum þeirra.Samkvæmt grunnskólalögum skal skólastjóri að lágmarkitvisvar á ári boða til sameiginlegs fundar kennararáðs, for-eldraráðs og nemendaráðs til að veita upplýsingar umskólastarfið og fjalla um málefni þessara ráða. Börn eiga

Page 50: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

rétt á að láta skoðanir sínar frjálslega í ljós í öllum málumsem þau varða og skal tekið réttmætt tillit til skoðanaþeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Því þarf aðleita allra leiða í skólum til að treysta almenna velferð nem-enda í samvinnu við foreldra og tryggja að nemendur hafitækifæri til að tjá sig um mál sem þá varðar og taka þátt ímótun skólasamfélagsins í samræmi við aldur og þroska.Þó verður ætíð að hafa hugfast að grunnskólanemendureru ósjálfráða og lúta forsjá fullorðinna.

Skólastjóri skal sjá til þess að skólareglur séu settar. Skóla-reglur varða allt skólasamfélagið, þ.e. starfsfólk skólans ogstjórn hans, nemendur og foreldra. Því er afar mikilvægt aðsjónarmið foreldra fái notið sín við setningu skólareglnahvers skóla og að foreldrar séu sáttir við reglurnar. Á samahátt er nauðsynlegt að fulltrúar nemenda eða nemenda-ráðs komi að gerð skólareglna og geti túlkað reglurnar fyr-ir skólafélögum og beri þannig nokkra ábyrgð á þeim.Samfara skólareglunum ber að birta viðurlög við brotum áþeim þannig að öllum aðilum sé ljóst hvaða reglur gildi ískólanum og hvaða viðurlög séu við brotum á þeim.

Æskilegt er að allir grunnskólar komi sér upp forvarnar-áætlun sem m.a. felur í sér aðgerðir til að koma í veg fyriragabrot ásamt vinnureglum um hvernig staðið skuli aðmálum ef skólareglur eru brotnar. Slíkar aðgerðir geta faliðí sér að skólar skilgreini í skólanámskrá hvernig skuli unn-ið gegn ofbeldi, þar með talið einelti. Áætlun um hvernigskuli brugðist við ef upp kemst um einelti í skólanum verð-ur að vera til og öllum aðilum þarf að vera ljóst hver vinn-ur með slík mál innan skóla og hvernig. Umræða um ein-elti þarf bæði að ná til starfsfólks skóla, foreldra og einnigtil nemendanna sjálfra sem eru oftast þolendur og gerend-ur þegar einelti er annars vegar. Því er mikilvægt að settarséu ákveðnar reglur um samskipti og hegðun jafnt í skól-anum sem utan hans.48

48

Page 51: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Ein af grundvallarréttindum nemenda eru þau að hafavinnufrið í skólanum þannig að þeir geti náð sem bestumtökum á náminu og að kennslan nýtist þeim sem best. Þvíþarf að leggja mikla áherslu á að skapa góðan vinnuanda íhverjum skóla og í einstökum bekkjardeildum. Leggja þarfáherslu á námsaga og sjálfsaga nemenda, góða umgengni,jákvæð samskipti, umburðarlyndi, kurteisi og háttvísaframkomu. Einnig ber að leggja áherslu á að styrkja sjálfs-virðingu nemenda, sjálfsmynd, virðingu nemenda gagn-vart öðrum og eigum annarra. Þá aukast líkur á því aðskólabragur verði jákvæður og að nemendum líði sem bestí skólanum.

Brýnt er að skólahúsnæðið, búnaður skólans, tækjakostur,skólalóð og leið barna í skólann sé örugg. Reglulega þarfað hafa eftirlit með tækjabúnaði skólans, slysavörnum, eld-vörnum og almennum hollustuháttum.

Efla þarf vitund nemenda um viðhorf sín, áhuga og hæfi-leika þannig að þeir fái notið sín í námi og starfi. Leggja beráherslu á að nemendur átti sig á sterkum og veikum hlið-um sínum og auki sjálfsþekkingu til að geta betur tekist ávið kröfur samfélagsins.

Í grunnskólalögum eru ákvæði um að í öllum grunnskól-um skuli nemendum gefinn kostur á því að taka þátt í tóm-stunda- og félagsstarfi á vegum skólans. Í tómstundastarfibarna á að marka leiðir til að auka færni þeirra til að takastá við dagleg viðfangsefni, úrræði til að efla sjálfstraustþeirra, félagslegan og siðferðilegan styrk, andlegan, sál-rænan og líkamlegan þroska. Í félagsstarfi skólanna skalm.a. stefna að því að nemendur verði færir um að taka aðsér félagsleg störf og einnig skal leggja áherslu á jákvæðsamskipti og fjölbreytt félagsstarf í samræmi við áhuganemenda, aldur og þroska. Mikla áherslu skal leggja á heil-brigða og holla lífshætti. 49

49

Page 52: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

5050

UNDANþÁGUR FRÁ AðALNÁMSKRÁUNDANþÁGUR FRÁ AðALNÁMSKRÁ

Grunnskólinn er lögboðinn og öllum nemendum á aldrin-um 6-16 ára er skylt að sækja skóla. Námið samkvæmt að-alnámskrá grunnskóla er skyldunám og því ekki um und-anþágur að ræða frá aðalnámskrá. Þó eru í grunnskólalög-um nokkur ákvæði sem heimila undanþágur frá skyldu-námi og fyrirmælum aðalnámskrár.

Meginreglan er sú að börn byrja í grunnskóla á því alman-aksári sem þau ná sex ára aldri. Samkvæmt 2. málsgrein 35.gr. grunnskólalaga má þó flýta eða seinka skólabyrjun í sér-stökum tilvikum. Skólastjóri getur heimilað að barn hefjiskólagöngu fimm ára eða sjö ára ef foreldrar/forráðamennfara fram á það og sérfræðiþjónusta skóla mælir með því.

Grunnskólalög heimila einnig að nemandi ljúki öllu námigrunnskóla á skemmri tíma en tíu árum. Hér er átt við aðmjög dugmiklir nemendur geti útskrifast úr grunnskólaeinu eða jafnvel tveimur árum fyrr en aldur þeirra segir tilum. Eðlilegt er að leggja það í hendur skólans með aðstoðsérfræðiþjónustu skóla og að fengnu samþykki foreldra aðmeta hvenær og hvernig flýting að þessu tagi fer fram.

Í vissum tilvikum getur nemandi fengið að fresta námslok-um í grunnskóla. Þetta á við um nemendur sem lokið hafa9. bekk en eru ekki taldir geta nýtt sér skólaveruna að fullu.Skólastjóri getur heimilað, með samþykki foreldra, aðnemandinn hverfi úr skóla í allt að eitt ár.

Samkvæmt 35. gr. grunnskólalaga er menntamálaráðherraheimilt að veita einstökum nemendum undanþágu fráskyldunámi í tiltekinni námsgrein ef gild rök mæla með því.

Page 53: ALMENNUR HLUTI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLAbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/... · lenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn er unnið samhliða að námskrárgerð fyrir

Einnig er menntamálaráðherra heimilt samkvæmt lögumað viðurkenna nám utan grunnskóla sem jafngildi náms ískyldunámsgrein. Sem dæmi um þetta má nefna að viður-kenna kunnáttu í öðrum erlendum málum í stað ensku ogdönsku.

Mikilvægt er að skólinn sýni nærgætni og skilning þegarfjallað er um málefni sem tengjast heimilum, t.d. neyslu-og lífsvenjur. Þetta á sérstaklega við um trúar- og lífsskoð-anir. Með hliðsjón af sérstöðu þessara þátta, einkum hvaðvarðar trúfrelsi, er heimilt að veita einstökum nemendumundanþágu frá ákveðnum þáttum skyldunáms. Skólinn ogheimilið skulu sjá til þess í sameiningu að þessir nemend-ur fái jafnvæg tækifæri til menntunar og þroska.

Sæki forráðamaður skólaskylds barns um tímabundnaundanþágu þess frá skólasókn, er skólastjóra heimilt aðveita slíka undanþágu. Forráðamaður skal þá sjá til þess aðnemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr ínámi meðan á undanþágutímanum stendur.

5151