80
landið Ferðalag um Ísland 2011

Ævintyralandid Island 2011

  • Upload
    athygli

  • View
    290

  • Download
    24

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Kynningarblad Athygli ehf.

Citation preview

Page 1: Ævintyralandid Island 2011

landiðFerðalag um Ísland 2011

Page 2: Ævintyralandid Island 2011

2 | ÆVINT†RALANDI‹

Um 500.000 erlendir ferðamenn koma nú orðið til landsins ár-lega en fyrir um 10 árum voru þeir um 300.000. „Við fengum það í gegn fyrir nokkrum árum að farið var að gera ákveðna ferðaþjónustureikninga sem mæla gjaldeyrissköpun í ferða-þjónustu,“ segir Erna Hauksdótt-ir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Komið hef-ur í ljós að gjaldeyristekjur í ferðaþjónustunni voru árið 2009 155 milljarðar króna. Auðvitað myndum við vilja hafa betri hag-tölur yfir arðsemi fyrirtækja í ferðaþjónustu en stóra áhyggju-efnið er að arðsemi fyrirtækj-anna er almennt ekki nógu góð. Það kemur fyrst og fremst til af því að nýting fjárfestinganna er ekki nægilega góð vegna þess að ferðamenn koma hingað mestmegnis yfir sumartímann og úti á landi er árstíðarsveiflan gríðarleg. Sums staðar koma um 80% allra ferðamanna þessar ör-fáu vikur á sumrin. Það gefur því auga leið að vetrarferðaþjón-usta er stærsta verkefni ferða-þjónustunnar í dag. Þetta er eitt-hvað sem margir aðilar hafa ver-ið að vinna að í gegnum tíðina og á höfuðborgarsvæðinu hefur nýting til dæmis hótelanna auk-ist verulega utan háannatímans og erlendir ferðamenn eru farnir að koma hingað mun meira ut-an háannatímans heldur en þeir gerðu áður.“

Erna segir að verið sé að vinna ákveðnar greiningar, grunnrannsóknir og kortlagn-

ingu til að sjá hvernig hin ýmsu svæði eru í stakk búin til að taka á móti ferðamönnum yfir vetur-inn og hvaða vara er í boði.

Ráðstefnur og heilsuferðaþjónusta„Oft er talað um hvað við getum helst selt yfir vetrartímann. Við getum í fyrsta lagi horft til ráð-stefnumarkaðarins. Nú erum við að taka í notkun eitt flottasta ráðstefnuhús í Evópu, Hörpu, og það gefur okkur gríðarleg tækifæri á að fjölga ráðstefnum og fundum yfir vetrartímann. Akureyringar hafa tekið menn-ingarhúsið Hof í notkun sem gefur þeim tækifæri í bæði ráð-stefnuhaldi og menningartengdri ferðaþjónustu.

Í öðru lagi er rætt um heilsu-ferðaþjónustu en margir eru í startholunum hvað varðar heilsuferðamennsku og menn eru með háleit plön víða um land. Þar eru mikil tækifæri en heita vatnið er einhver mesta sérstaða sem við höfum. Það eru hvergi eins margar útisundlaugar og baðaðstaða eins og á Ís-landi.“ Erna nefnir sérstaklega í þessu sambandi gufuna við Laugavatn, Bláa lónið og jarð-böðin í Mývatnssveit. „Þessi bað-menning er einstök af því að hún er svo almenn. Hér á landi eru sundlaugar í hverju einasta bæjarfélagi. Það er mikilvægt að hafa einhverja sérstöðu, eitthvað sem menn geta ekki gert heima hjá sér og trúlega er baðmenn-ingin sá þáttur.“

Erna nefnir aðra sérstöðu á Íslandi; gott aðgengi að nátt-úrunni. „Fólk sem kemur til Reykjavíkur þarf að keyra svo stutt til að komast í náttúruna. Kvikmyndagerðamenn hafa til dæmis bent á að það sé svo stutt á milli staða; fólk er kannski að leita að fossi, svört-um sandi, jökli og alls konar fyr-irbærum sem þarf að aka langar leiðir til að sjá erlendis. En það er stutt í þetta allt hér á Suður-landi. Ríkið hefur í nokkurn tíma verið með ívilnun til handa kvikmyndagerðarfyrirtækjum og er brýnt að það verði gert áfram vegna þess að þetta skapar mikla vinnu í sveitum landsins fyrir utan það hvað íslensk nátt-úra fær þarna mikla landkynn-ingu.“

Ævintýraferðir og menningHvað vetrarferðamennskuna varðar nefnir Erna í þriðja lagi vetrarævintýraferðir. Hún segir að Norðurland sé til dæmis markaðssett sem vetraríþrótta-miðstöð. „Þar eru til snjóvélar sem geta búið til snjó til að að-gengi að góðum skíðabrekkum sé sem best. Þá er mikið af áhugaverðri afþreyingu fyrir

norðan eins og til dæmis þyrlu-skíðaferðir, fólk fer upp á fjalls-toppa með þyrlu og skíðar nið-ur, og fjallaklifur. Einnig er áhersla lögð á vetraríþróttir á Austurlandi. Á Suðurlandi er til dæmis boðið upp á jöklagöngu og alls konar jeppaferðir. Svo eru það auðvitað norðurljósin en það eru fyrirtæki sem gera út á þau. Allt eru þetta vörur sem hægt er að selja. Þetta er tals-verð vinna, mikil markaðssetn-ing og það þarf að gera hlutina mjög vel en þetta eru allt saman tækifæri.“

Erna nefnir í fjórða lagi menningartengda ferðaþjónustu og segir að í könnunum á meðal erlendra ferðamanna hafi komið í ljós að þeir hafi mikinn áhuga á menningu og sögu landsins og má nefna áherslu sem lögð er á hana á Vesturlandi.

Erna leggur áherslu á að vetr-arferðamennska sé stórt verkefni og að nauðsynlegt sé að fyrir-

tæki fái betri nýtingu á sinni fjár-festingu. „Öðruvísi munu þau ekki geta sýnt þá arðsemi sem þarf til þess að þróa sig áfram og til þess að hafa síðan ráð á nánari vöruþróun og öllu því gæða-, umhverfis- og öryggis-starfi sem við leggjum áherslu á að fyrirtæki sinni.“

Viðburðadagatal í þróunErna segir að áhugi sé á þróun á fleiri viðburðum á landinu sem myndu laða að erlenda ferða-menn. Unnið er að viðburða-dagatali þannig að nokkur atriði séu í gangi í hverjum mánuði. „Það er áhugavert að geta aug-lýst og markaðssett viðburðadagatal þannig að það sé alltaf eitthvað áhugavert um að vera í hverjum mánuði sem ferðaþjónustufyrirtæki geta tekið þátt í að markaðssetja.“

Hún segir að draumastaðan sé að útlendir ferðamenn kaupi verðmæta þjónustu og skilji eftir sig miklar tekjur, þeir komi sem jafnast yfir allt árið og dreifist yfir allt landið. „Álagið þyrfti að vera jafnt yfir bæði árið og land-ið. Þá er ég bæði að tala um efnahagsleg áhrif og umhverfis-leg áhrif.“

Hvað varðar ágang og skemmd á landinu svo sem þeg-ar ekið er utan alfaraleiða segir Erna nauðsynlegt að vera með reglur. „Það er hræðilegt að horfa upp á að fólk skuli láta það eftir sér að skilja eftir sár í

jarðveginum. Við þurfum alltaf að vera á varðbergi og það þarf að koma upplýsingum til bæði íslenskra og erlendra ferða-manna um hvar megi aka og hvar ekki. Síðan er hægara sagt en gert að hafa eftirlit í jafnstrjál-býlu landi eins og Ísland er. Það er eftirlit að marki uppi á há-lendinu en það er ekki hægt að hafa stanslaust eftirlit með öllum stöðum. Það þarf að hafa bæði upplýsingar og merkingar með þeim hætti að það fari að minnsta kosti ekki fram hjá neinum ferðamanni hvað má og hvað má ekki. Síðan þurfa að vera mjög hörð viðurlög.“

www.saf.is

Erna Hauksdóttir. „Sums staðar koma um 80% allra ferðamanna þessar örfáu vikur á sumrin. Það gefur því auga leið að vetrarferðaþjónusta er stærsta verkefni ferðaþjónustunnar í dag.“

Ferðamenn fræðast um Jökulsárlón.

„Álagið þyrfti að vera jafnt

yfir bæði árið og landið. Þá er ég bæði að tala um efna-hagsleg og umhverfisleg

áhrif,“ segir Erna Hauksdóttir en meirihluti erlendra ferða-

manna kemur hingað til lands á sumrin.

VakinnAð sögn Ernu Hauksdóttur er mikill áhugi á gæða-, örygg-is- og umhverfismálum og í því skyni er ferðaþjónustan að vinna að því að setja flokkunarkerfi á laggirnar sem kallast VAKINN. „Þetta er undir hatti Ferðamálastofu en við erum fleiri sem vinnum að því máli og von-umst til að koma því af stað á þessu ári. Það er framtíðar-sýn okkar að meirihluti ís-lenskra ferðaþjónustufyrir-tækja fari inn í þetta gæða-kerfi. Því til viðbótar geta fyr-irtæki fengið umhverfismerki ef þau uppfylla tilteknar kröf-ur. Þetta teljum við vera mik-ilvægt til framtíðar; að við getum sýnt umheiminum fram á að við séum að bjóða upp á gæðaferðaþjónustu þar sem fyllsta öryggis er gætt og að við séum að gæta um-hverfisins. Þegar við tölum um umhverfið erum við líka upptekin af því að jafna álag-ið á landið; við erum með fjölsótta ferðamannastaði sem er gríðarlega mikilvægt að byggja upp - byggja fleiri stíga, palla, girðingar og ann-að slíkt til þess að okkar verðmætustu ferðamannstaðir liggi ekki undir skemmdum.“

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar:

Aðal tækifærið er í vetrarferðamennsku

Útgefandi: Athygli ehf.

Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm.)

Samstarfsaðilar: Við vinnslu blaðsins var haft samstarf við markaðsstofur ferðamála í lands-hlutunum, Ferðamálastofu og ferðaþjón um land allt.

Aðalmynd á forsíðu: Í Landmannalaugum. Mynd: Kynnisferðir.

Textagerð: Atli Rúnar Halldórsson, Árni Þórður Jónsson, Bryndís Nielsen, Gunnar E. Kvaran, Helgi Mar Árnason, Jóhann Ólafur Halldórs-son, Ragnheiður Davíðsdóttir, Svava Jónsdóttir, Valþór Hlöðversson.

Hönnun og umbrot: Athygli ehf.

Augl‡singar: Augljós miðlun ehf.

Prentun: Landsprent

Dreift til áskrifenda Morgunblaðsins um land allt fimmtudaginn 12. maí 2011.

Einnig dreift á ferðasýningunni Íslandsperlum í Perlunni Reykjavík dagana 21. og 22. maí og á helstu upplýsingamiðstöðvar ferðamála.

landiðFerðalag um Ísland 2011

Page 3: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 3

Ljós

m. R

AX

/ S

uður

skau

tsla

ndið

RAX fangar heiminn með Canon EOS

Farðu lengra með Canon EOS. Yfirgripsmesta DSLR kerfinu í heiminum; útskiptanlegar linsur og aukahlutir sem tryggja sveigjan leika. Þrautreynt af atvinnu- og áhugaljósmyndurum. Uppáhald ljósmyndara um allan heim.

Taktu meira en myndir. Vertu aðdáandi Canon á Íslandi á Facebook. Sense, dótturfélag Nýherja, er dreifingaraðili Canon EOS á Íslandi. Canon EF linsur til leigu á Tækjaleigu Sense.

„Fyrir mig skipta gæði og áreiðanleiki búnaðarins gríðarlega miklu máli, sér staklega þegar maður er að fanga augnablik sem kemur kannski aldrei aftur. Ég treysti á Canon EOS“.

Ragnar Axelsson - RAX.

Viðurkenndir Canon söluaðilar um land allt Reykjavík Verslun Nýherja, Borgartúni 37 - Sense Center, Kringlunni - ELKO Lindum, Skeifunni & Granda - Beco, Langholtsvegi 84 - Myndval, Mjódd - Fotoval, Skipholti 50b / Akureyri Pedro-myndir - Byko / Húsavík Bókaverslun Þórarins / Ísafjörður Bókahornið - Penninn / Sauðárkrókur Tengill - Kaupfélag Skagfirðinga / Blönduós Kjalfell /Hvammstangi Ráðbarður / Grundarfjörður Hrannarbúðin / Stykkishólmur Skipavík / Borgarnes Framköllunarþjónustan - Omnis / Akranes Omnis / Reykjanesbær Omnis / Selfoss TRS / Höfn í Hornafirði Martölvan / Neskaupstaður Tónspil / Egilsstaðir Myndsmiðjan / Vestmannaeyjar Geisli - Tölvun / Netverslun Nýherja, www.netverslun.is / ELKO Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Page 4: Ævintyralandid Island 2011

4 | ÆVINT†RALANDI‹

Ferðamálastofa væntir þess að hægt verði að stórauka upp-byggingu á ferðamannastöðum með tilkomu Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða sem vonir standa til að taki til starfa í haust með umtalsvert stærri höfuðstól en sem nú er eyrnamerktur úr-bótum í umhverfismálum á ferðamannastöðum.

Því fer þó fjarri að lítið eða ekkert hafi verið gert til þessa. Frá árinu 1994 hefur Ferðamála-stofa, áður Ferðamálaráð, varið yfir 700 milljónum króna til úr-bóta á yfir 300 ferðamannastöð-um víðsvegar á landinu. Á þessu ári fengu 28 verkefni styrk frá Ferðamálastofu, samtals að upp-hæð 33 milljónir króna en alls bárust 178 styrkumsóknir að upphæð 330 milljónir króna. Að meðaltali er hver styrkupphæð heldur hærri en verið hefur und-anfarin ár en hæsta styrkinn, sex milljónir króna vegna tveggja verkefna, hlaut félagið Vinir Þórsmerkur vegna hönnunar göngubrúar yfir Markarfljót og viðhalds göngustíga á Goða-landi. „Almennt voru umsókn-irnar mjög vandaðar og verk-efnin áhugaverð en því miður gátum við aðeins orðið við broti af þeim umsóknum sem við fengum,“ segir Sveinn Rúnar Traustason, umhverfisstjóri Ferðamálastofu, en bætir við að vonir standi til að hægt verði að efla þessa uppbyggingu til muna með tilkomu Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða sem – ef allt gengur eftir – tekur til starfa í

haust með umtalsvert stærri höf-uðstól en áður.

Fjölgun ferðamanna kallar á frekari uppbyggingu„Til viðbótar við mikinn og vax-andi fjölda íslenskra ferðamanna sóttu yfir 500 þúsund erlendir ferðamenn Ísland heim í fyrra og spár gera ráð fyrir því að er-lendum ferðamönnum muni fjölga til muna á næstu árum. Það gefur auga leið að þessi stöðuga fjölgun ferðafólks kallar á enn frekari uppbyggingu og úrbætur á ferðamannastöðum,“

segir Sveinn Rúnar en minnir jafnframt á að margt hafi áunnist frá því að farið var að huga að úrbótum á vinsælum ferða-mannstöðum í upphafi sjöunda áratugs síðustu aldar.

„Þá þegar höfðu menn af því áhyggjur að vaxandi fjöldi ferða-manna og skortur á grunnþjón-ustu væri að valda skaða á helstu náttúruperlum landsins,“ segir Sveinn Rúnar. Í kjölfarið hafi verið farið af stað með ýms-ar aðgerðir og átaksverkefni, m.a. í samstarfi við Náttúru-verndarráð, nú Umhverfisstofn-un, og Vegagerðina.

Styrkir til rekstraraðila frá 2004Frá 1994 hefur Ferðamálastofa haft á bilinu 10-50 milljónir króna á núvirði til ráðstöfunar á ári hverju til umbóta á ferða-mannastöðum vítt og breytt um landið. Framan af var meirihluti þeirra fjármuna notaður til fram-kvæmda á vegum Ferðamála-stofu en árið 2004 var breytt um stefnu og frá þeim tíma hefur stærstum hluta ráðstöfunarfjár Ferðmálastofu verið úthlutað sem styrkjum til rekstraraðila. Frá árinu 2009 hefur Ferðamála-stofa lagt aukið fé og vinnu til stefnumörkunar, áætlanagerðar og hönnunar, ásamt greiningu og undirbúningsrannsóknum.

„Þannig hefur Ferðamálastofa veitt styrki í ýmis stefnumótun-arverkefni sl. tvö ár, s.s. heildar-stefnumótun fyrir Hálendismið-stöðina í Kerlingafjöllum, heild-arskipulag og stefnumótun fyrir Kötlu Geopark, heildarskipulag fyrir Látrabjargssvæðið og skipu-lag hjólaleiðar umhverfis Mý-vatn, svo nokkur dæmi séu nefnd,“ segir Sveinn Rúnar. Af áhugaverðum og brýnum hönn-unarverkefnum nefnir hann t.d. hönnun á vistvænum þjónustu- og salernishúsum, hönnun á nýj-um tröppum við Seljalandsfoss, hönnun á nýjum útsýnispalli við Skógarfoss, hönnun og smíði kláfs yfir Hólmsá við Fláajökul og hönnun göngubrúar yfir Markarfljót gegnt Húsadal, sem hlaut einmitt veglegan styrk í ár.

Ferðamálastofa vinnur eftir hugmyndafræði um sjálfbæra og ábyrga ferðamennsku og er á grundvelli þess að bæta allt vinnuferli hjá sér varðandi skipulag og hönnun ferða-mannastaða. Í því samhengi er Ferðamálastofa í samvinnu við Framkvæmdasýslu ríkisins og Hönnunarmiðstöð að vinna leið-beiningarrit um uppbyggingu vandaðra ferðamannastaða þar sem skilgreina á hvernig staðið verður að áætlanagerð og fram-kvæmdum á vegum Ferðamála-stofu eftir að Framkvæmdasjóð-

ur ferðamannastaða tekur til starfa.

Umfangsmikil og sjálfbær samstarfsverkefni„Meginmarkmiðið er að varð-veita og bæta upplifun og um-hverfisleg gæði ferðamannastaða á Íslandi. Það er því mjög mikil-vægt að vanda alla undirbún-ings- og skipulagsvinnu áður en farið er af stað með uppbygg-ingu og framkvæmdir á ferða-mannastöðum,“ segir Sveinn Rúnar. Liður í þeirri vinnu var m.a. málþing sem Ferðamála-stofa efndi til á dögunum um uppbyggingu og skipulag ferða-mannstaða. Þar komu saman um 160 manns með ólíkan bak-grunn, s.s. ferðaþjónustuaðilar, landeigendur, arkitektar, hönn-uðir, verkfræðingar, náttúru-verndarfólk, hestamenn, hjól-reiðamenn, jeppamenn, göngu-fólk o.fl. Að loknum fyrirlestrum var málþingsgestum boðið að taka þátt í hugarflugsfundi, „heimskaffi“, þar sem fólk fékk tækifæri til að deila hugmyndum og væntingum og miðla af reynslu sinni. „Þetta tókst ein-staklega vel og ljóst að niður-stöður úr þessum hugarflug-sfundi munu nýtast okkur vel í vinnunni framundan,“ segir Sveinn Rúnar.

Eins og fyrr segir hefur stærstur hluti ráðstöfunarfjár Ferðamálastofu til umhverfis-mála á undanförnum árum runnið til styrkveitinga, en auk þeirra verkefna er stofan með nokkur umfangsmikil samstarfs-verkefni í bígerð sem öll eiga það sammerkt að horfa til lang-tímamarkmiða og sjálfbærni. „Þar get ég til að mynda nefnt samræmda svæðisbundna kort-lagningu á auðlindum ferða-þjónustunnar, stýrt af Rannsókn-armiðstöð ferðamála, gerð leið-beiningarits um uppbyggingu vandaðra ferðamannastaða í samstarfi við Hönnunarmiðstöð og Framkvæmdasýslu ríkisins og áætlun um ferðamennsku á há-lendi Íslands, rannsóknarverk-efni, stýrt af lektorum við Há-skóla Íslands og unnið í fram-haldi af Rammaáætlun stjór-nvalda og styrkt af iðnaðarráðu-neytinu. Sameiginleg kortavefsjá fyrir göngu-, hjóla- og reiðleiðir er samstarfsverkefni að sviss-neskri fyrirmynd með UMFÍ, Landssamtökum hestamanna-félaga, Sambandi íslenskra sveit-arfélaga, Vegagerðinni og ýms-um félagasamtökum. Þá er í samstarfi við Landsbjörgu og Umhverfisstofnun unnið að stefnumótun í öryggismálum á ferðamannastöðum og nýlokið er samstarfsverkefni um gerð handbókar vegna merkinga á ferðamannastöðum og friðlönd-um sem var unnið í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð, Um-hverfisstofnun og Þjóðgarðinn á Þingvöllum,“ segir Sveinn Rúnar Traustason, umhverfisstjóri Ferðamálastofu að lokum.

www.ferdamalastofa.is

Gottadgengi.is - Ísland fyrir alla 1.200.000Fosslaug 300.000Borgarfjörður eystri – fræðsluskilti 400.000Bætt aðgengi í Hveradölum - Kerlingarfjöll 250.000Miklabraut - Gönguleið á Snæfellsnesi 500.000Gassalerni 250.000Upplýsingaskilti við Gunnuhver 1.000.000Göngubrú yfir Hólmsá við Fláajökul 1.400.000Aðgengi um allan bæ 500.000Hönnun og skipulag fyrir Hólmanes 500.000Bætt ferðamannaaðstaða í Flatey 3.000.000Vandaðir ferðamannastaðir 2.500.000Upplýsingar í Katla Geopark Project 2.000.000Leirhnjúkur-göngustígar og pallar 500.000Kynning á svalvogaleið 500.000Lagfæringar í Hlöðuvík á Hornströndum 300.000Fræðslustígur í Ólafsdal – fyrri áfangi. 250.000Stefnumót við Vatnsnes 1.200.000Tröppur við Seljalandsfoss 2.000.000Heilsárs náðhús í Haukadal 1.500.000Þjórsárdalur Umhverfi og úrbætur 500.000Hlið á göngustíg við Dimmuborgir 50.000Hellulaug við Flókalund 1.500.000Reykjanes - Vatn og veisla 2.000.000Látrabjarg - Heildarskipulag svæðis 2.000.000Göngubrú yfir Markarfljót við Húsadal 4.000.000Viðhald í Þórsmörk og á Goðalandi 2.000.000Hjólalaleið umhverfis Mývatn 900.000Samtals 33.000.000

Ferðamálastofa styrkir 28 verkefni á þessu ári:

Yfir 700 milljónir í úrbætur á ferðamanna-stöðum á einum og hálfum áratug

Styrkir til úrbóta á ferða-mannastöðum 2011

Ný trappa við Seljalandsfoss, uppgöngusvæðið fyrir og eftir. Hönnuður er Oddur Hermannsson, landslagsarkitekt hjá Landform.

Ferðamenn skoða Gunnuhver á Reykjanesi. Hér er dæmi um hvernig aðgengi hefur verið bætt.

Page 5: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 5

Pantaðu allan hringinn á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000

13 HÓTEL ALLAN HRINGINN

1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Vík í Mýrdal • 5 Nesjum 6 Neskaupstaður • 7 Egilsstaðir • 8 Eiðar • 9 Stórutjarnir • 10 Akureyri11 Laugarbakki • 12 Ísafjörður • 13 Laugar í Sælingsdal

Veitingastaðir á öllum hótelumAlltaf stutt í sund • Vingjarnleg þjónusta

Gistiverð frá 5.700 kr. á mann • Fimmta hver nótt frí

BROSANDI ALLAN HRINGINN

10

12

98

7 6

52

3 4

13 11

1

Page 6: Ævintyralandid Island 2011

6 | ÆVINT†RALANDI‹

Bærinn og sagan Stykkishólmur hefur á síðustu árum orðið að einum vinsælasta áfanga- og áningarstað landsins. Þar kemur margt til, ef til vill vegur þar þungt metnaður bæjarbúa fyrir að varðveita umhverfi sitt og sögu svo komandi

kynslóðir fái notið þeirra á sama hátt og við gerum nú. Sú hugsun endurspeglast hvað best í miðbæ Stykkishólms sem

óhætt er að vísa til sem safns gamalla húsa. Stykkishólmsbær fékk Skipulagsverðlaunin 2008, sem veitt eru af Skipulagsfræðifélagi Íslands,

fyrir deiliskipulag miðbæjar, stefnu og framfylgd hennar og eru bæjarbúar ákaflega stoltir og þakklátir fyrir þá viðurkenningu.

Umhverfisvottun Umhverfismál eru í hávegum höfð í Stykkishólmi og hefur sveitarfélagið fyrst allra á Íslandi innleitt flokkun á öllu heimilissorpi þ.m.t. moltugerð lífræns úrgangs frá heimilum bæjarins. Að auki hafa öll sveitarfélögin á Snæfellsnesi sameiginlega fengið umhverfisvottun frá Earth Check og er það í fyrsta skipti á heimsvísu sem slík er gert.

Fjölbreytt afþreying Mikil áhersla hefur verið lögð á uppbyggingu þjónustu í Stykkishólmi sem nýtist ferðamönnum vel. Glæsileg sundlaugaraðstaða var tekin í notkun árið 1999. Meðal þess sem þar er boðið upp á er 25 metra útisundlaug, risarennibraut, innisundlaug og heitir pottar með sérstaklega vottuðu vatni vegna eiginleika þess við að vinna á ýmsum húðsjúkdómum. Þá hefur golfvöllurinn, sem staðsettur er við tjaldsvæðið, verið endurgerður undanfarin ár og er nú orðinn einn af glæsilegustu 9 holu

völlum landsins. Ferjan Baldur siglir yfir Breiðafjörð milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey, eyjarinnar

þar sem tíminn stendur í stað. Daglega eru skoðunarferðir um Breiðafjarðareyjarnar óteljandi þar sem náttúran og fuglalíf er skoðað. Í ferðunum er m.a. plógur dreginn upp og farþegum gefinn kostur á að smakka á því sem matarkista fjarðarins gefur af sér. Þessi upplifun gerir heimsókn í Stykkishólm

ógleymanlega.

- bærinn við eyjarnarStykkishólmur

Láttu Hólminn heilla þig í sumar

V E S T U R L A N D

„Hér er margt gott að gerast í ferðaþjónustunni og við njótum þess að það er stutt til okkar frá höfuðborgarsvæðinu. Vafalítið mun það atriði skipta máli fyrir einhvern hóp ferðamanna í sum-ar þar sem eldsneytisverð er svo hátt sem raun ber vitni. Og það má segja að Vesturland sé ein-mitt kjörið svæði til að staðsetja sig og gera út í styttri ferðir um allan landshlutann. Þeim sem gera það kemur fljótt á óvart hversu mikil fjölbreytnin er og möguleikarnir í afþreyingu ná-nást ótæmandi,“ segir Rósa Björk Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vest urlands.

„Hér á Vesturlandi er talsverð nýsköpun í ferðaþjónustunni en þar við bætist markvisst starf að gæðamálum, sem ekki skiptir minna máli. Ferðamaður, sem fer héðan ánægður með þá þjónustu sem hann fær, er mun líklegri til að leggja leið sína til okkar aftur. Verðmætast í þess-ari vinnu er að auka samvinnu enn frekar, bæði samvinnu ferðaþjónustaðila innan svæðis-ins, samvinnu upplýsingamið-stöðva sín á milli og við ferða-

þjónustuaðila og þannig má áfram telja,“ segir Rósa en stöð-ugt bætast nýir gististaðir við flóruna á svæðinu, afþreyingin verður fjölbreyttari en þróun undanfarinna hefur líka dregið fram áherslu ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi á tengingu við söguna, bæði sögu svæðisins og einstaka sögufræga staði. Náttúr-an skipar að sjálfsögðu einnig veglegan sess með t.d. Þjóð-garðinum Snæfellsjökli, fegurð Breiðafjarðasvæðisins, Dölunum,

Hvalfjarðarsveitinni og blómleg-um uppsveitum Borgarfjarðar og síðan tengingunni við hálendið þar sem ferðir á Langjökul eru meðal þess sem æ verður vin-sælla í afþreyingu.

Ferðist styttra – upplifið meira!„Tengingu við söguna má til að mynda sjá með starfsemi Land-námssetursins og Brúðuheimum í Borgarnesi, Eiríkstöðum og samstarfsverkefninu Jökull og Saga, þar sem sérstaklega er höfðað til yngstu kynslóðarinnar í hópi ferðamanna á Vesturlandi. Þetta verkefni fór mjög vel af stað í fyrra og verður þróað áfram í sumar.

Hvað náttúruna varðar þá er auðvitað hægt að benda til allra átta hér á Vesturlandi og hver náttúruperlan rekur aðra. Til að mæta vaxandi áhuga fólks á gönguleiðum úti í náttúrunni þá er unnið að því að gera upplýs-ingar um gönguleiðir og að-gengi að áhugaverðum stöðum betur aðgengilegar fyrir gesti svæðisins.

„Góðar upplýsingar til ferða-manna hjálpa þeim að skipu-leggja ferðalagið samkvæmt áhuga þeirra. Ég hvet fólk ein-mitt til að dvelja lengur á svæð-um og skoða þau betur í stað þess að keppast við að komast sem flesta kílómetra. Með þeim hætti verður upplifunin af land-inu mun meiri,“ segir Rósa.

Fjölbreytnin kjarninn í ímynd VesturlandsEf skilgreina á ímynd Vestur-lands segir Rósa að ekkert eitt

atriði standi upp úr. Fjölbreyti-leikinn sé því sá grunnur sem ímyndin byggist á. „Með öðrum orðum er ímyndin svolítið mis-munandi eftir því hvar á Vestur-landi ferðamaðurinn er staddur. Sem jafnframt gerir að verkum að allir fá eitthvað við sitt hæfi. Við höfum Langjökul og Snæ-fellsjökul, hvorn með sínum blæ, við höfum ótrúlega fjöl-breyttar fjörur sem eru dæmi um staði sem innlendir ferðamenn eru alltaf hrifnir af að skoða. Nefna má Langasand á Akranesi sem er ljós skeljasandsströnd svipað eins og Nauthólsvíkin. Svo eru Löngufjörur ávallt vin-sælar fyrir hestaferðir. Fossar Vesturlands eru fjölbreyttir og margir, við höfum úrval af sund-laugum, golfvöllum, söfnum og alls kyns afþreyingu. Hér erum líka margir þéttbýlisstaðir með tilheyrandi þjónustu og einn þeirra þátta sem hvað mestu máli skipta fyrir ferðamennina eru veitingastaðirnir. Vesturland á marga góða veitingastaði og líkast til erum við það lands-svæði sem hefur hvað mesta breidd í gistingu. Það svið spannar allt frá litlum heimagist-ingum yfir í upplifunarhótel í hæsta klassa, líkt og Hótel Búð-ir,“ segir Rósa og horfir bjartsýn til sumarsins.

„Ég held einmitt að nú á tím-um hafi Íslendingar mikla þörf fyrir slökunarsumarleyfi, róleg-heit og upplifun af íslenskri nátt-úru. Þá er kjörið að koma til okkar í sumar.“

www.vesturland.is

Meðal viðburða á Vesturlandi 4. júní Hátíð hafsins á Akranesi5. júní Sjómannadagurinn í Borgarbyggð10.-12. júní IsNord tónlistarhátíð í Reykholti16.-17. júní Höskuldarvaka Reykholti25. júní Brákarhátíð í Borgarnesi1.-3. júlí Írskir dagar Akranesi2. júlí Snæfellshlaupið Snæfellsbæ16. júlí Fjölskylduhátíðin Kátt er í Kjós17. júlí Farmal-dagurinn á Hvanneyri21. júlí Stórtónleikar lúðrasveitar Tónlistarskóla

Grundarfjarðar í risatjaldi á bryggjunni22.-24. júlí Reykholtshátíð7. ágúst Ólafsdalshátíð

Nánar á www.vesturland.isHeimild: Markaðsstofa Vesturlands

Vesturland við allra hæfi

Á Hraunlandarifi. Snæfellsjökull í baksýn. Buslað í fjörunni á Akranesi.

Hraunfossar við Hvítá í Borgar-firði.

Page 7: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 7

Við skemmtum þér á Íslandi í sumar!Rafting í Hvítá & Jökulsá Austari

Flúðasiglingar henta sérstaklega vel fyrir þá sem þora, þeir sem ekki þora eru einnig velkomnir. Óformlegar og óvísindalegar rannsóknir okkar hafa sýnt að þeir skemmta sér ekki síður en aðrir, jafnvel betur!Við bjóðum upp á flúðasiglingar fyrir byrjendur og lengra komna, hópa og einstaklinga.Hvítá er kjörin fyrir þá sem eru að byrja í sportinu en Jökulsá Austari er fyrir þá allra hörðustu og fær jafnvel fullorðna til að pissa í buxurnar (sem er í lagi enda er allt í vatni og það sér það enginn).Hringið og fáið verðtilboð í rafting fyrir hópa og einstaklinga.

www.rafting.is | [email protected] | Laugavegi 11 | 571-2200

SightseeingCanoeingRafting Super-Jeep Whale Watch ATVHorse Riding Snowmobile

Page 8: Ævintyralandid Island 2011

8 | ÆVINT†RALANDI‹

V E S T U R L A N D

Á síðustu árum hefur Stykkis-hólmur orðið að einum vinsæl-asta áfanga- og áningarstað landsins. Þar kemur margt til en varðveisla menningarverðmæta og sögu á stóran þátt í því. Mið-bær Stykkishólms er sannkallað lifandi safn gamalla húsa. Árið 2008 fékk Stykkishólmsbær Skipulagsverðlaun Skipulags-

fræðafélags Íslands, fyrir deili-skipulag miðbæjar, stefnu og framfylgd hennar. Norska húsið, Byggðasafn Snæfellinga, er stað-sett í hjarta miðbæjarins og er bæði skemmtilegt og fróðlegt að koma þangað. Í safninu er nítj-ándu aldar heimili, opin safna-geymsla, krambúð og rými fyrir breytilegar sýningar sem tengjast

menningu, sögu og listum svæð-isins.

Söfn elds og ísaÍ Stykkishólmi eru tvö áhuga-verð söfn þar sem andstæðum íslenskrar náttúru og sérkennum landsins, eldi og ís, eru gerð góð skil. Annars vegar er það Vatnasafnið sem er til húsa í gamla bókasafninu á einum hæsta punkti Stykkishólms. Vatnasafnið er innsetningarverk bandarísku listakonunnar Roni Horn og samanstendur meðal annars af 24 glersúlum með vatni úr helstu jöklum landsins. Hins vegar er það Eldfjallasafnið þar sem m.a. er alþjóðlegt safn listaverka, fornra og nýrra, sem sýna eldgos. Einnig munir, forn-gripir, minjar og steintegundir úr einstöku safni Haraldar Sigurðs-sonar prófessors sem hefur stundað eldfjallarannsóknir í yfir 40 ár um allan heim. Á vegum

Eldfjallasafnsins er boðið upp á fræðsluferðir umhverfis Snæfells-nes þar sem skoðuð er ótrúlega fjölbreytt jarðfræði svæðisins undir handleiðslu Haraldar Sig-urðssonar.

Fjölbreytt afþreyingMikil áhersla hefur verið lögð á að byggja upp þjónustu í Stykk-ishólmi sem nýtist ferðamönnum vel. Glæsileg sundlaug var tekin í notkun árið 1999 en þar er meðal annars boðið upp á 25 metra útisundlaug, risarenni-braut, innisundlaug og heita potta með sérstaklega vottuðu vatni vegna eiginleika þess að vinna á ýmsum húðsjúkdómum. Þá hefur golfvöllurinn, sem er í námunda við tjaldsvæðið, verið endurgerður undanfarin ár og er nú orðinn einn af glæsilegustu 9 holu völlum landsins.

Þeir sem vilja komast á sjó geta tekið ferjuna Baldur sem siglir yfir Breiðafjörð milli Stykk-ishólms og Brjánslækjar með

viðkomu í Flatey. Þá eru dagleg-ar skoðunarferðir um hinar ótelj-andi eyjar Breiðafjarðar þar sem hugað er að náttúru og fuglalífi. Í ferðunum er plógur með í för og gefst farþegum kostur á að smakka á því sem matarkista fjarðarins gefur af sér. Þessi upplifun gerir heimsókn í Stykk-ishólm ógleymanlega.

Í Stykkishólmi eru fjölbreyttir gistimöguleikar við allra hæfi. Sumarið 2009 var tekið í notkun nýtt og glæsilegt þjónustuhús við tjaldsvæðið en með því batnaði til muna aðstaða fyrir húsbíla, hjól- og fellihýsi. Til að mæta þörfum gesta enn frekar hefur verið komið upp þráð-lausri nettenginu á tjaldsvæði og í miðbæ Stykkishólms. Auk tjaldsvæðisins er hægt að fá gist-ingu á farfuglaheimili, tveimur hótelum, orlofshúsum auk þess sem nokkrir íbúar Stykkishólms bjóða upp á heimagistingu.

www.stykkisholmur.is

Undanfarin ár hefur golfvöllurinn í Stykkishólmi verið endurgerður og er nú orðinn einn af glæsilegustu 9 holu völlum landsins.

Stykkishólmur – bærinn við eyjarnar

Hjónin Heba Björnsdóttir og Þorkell Þorkelsson hafa opnað nýtt gallerí í Borgarnesi sem ber nafnið Gallerí Gersemi. Lögð er áhersla á fjölbreytta listmuni og handverk eftir landsþekkta lista-menn. Má þar nefna ljósmyndir, keramik, gler, hnífa, textíl, hús-gögn og skartgripi. Auk þess er lögð áhersla á að bjóða listmuni sem eru skapaðir, framleiddir og innblásnir af Vesturlandi.

Gallerí Gersemi er staðsett í gamla bænum í Borgarnesi en líf hefur aftur verið að færast í hann með tilkomu nýrra fyrir-tækja í ferðaþjónustu. Gallerí

Gersemi er skemmtileg viðbót við þá flóru.

Ljósmyndin Veðrabrigði eftir Þor-kel Þorkelsson.

Nálapúðar eftir Snjólaugu Guð-mundsdóttur textíllistamann.

Hnífar frá Páli Kristjánssyni hnífasmið.

Gallerí Gersemi

· Hljóðleiðsögn um húsið á íslensku, ensku, þýsku, sænsku og dönsku og textaleiðsögn á frönsku· Margmiðlunarsýning· Minjagripaverslun· Gönguleiðir í nágrenninu

OpnunartímarSumar: alla daga frá kl. 9.00 – 17.00Vetur: þriðjudaga – sunnudaga 10.00 – 17.00

Pósthólf 250 / 270 Mosfellsbær / Sími 586 8066 / [email protected] / www.gljufrasteinn.is

Gljúfrasteinn býður gesti velkomna

Page 9: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 9

Nokkrar staðreyndir um ferðamannabæinn Akureyri: Menning: Fjöldi viðburða og hátíða, skemmtileg söfn og gallerí, tónleikar og óvæntar uppákomur.

Afþreying: Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, heilsulindir, kvikmyndahús, skemmtistaðir, keilusalur, gönguferðir, siglingar, reiðtúrar, veiði, óvissuferðir, Grímsey, Hrísey og útivistarsvæðið í Kjarnaskógi.

Gisting: Hótel, gistiheimili, íbúðir, bústaðir, auk sveitahótela í næsta nágrenni.

Matur og drykkur: Úrval kaffihúsa og veitingastaða, matur úr Eyjafirði.

Verslun: Fjölbreytt og gott úrval verslana í miðbænum, á Glerártorgi og víðar. Stuttar vegalengdir, frítt í strætó og frítt í bílastæði - munið bílastæðaklukkurnar.

Sumar á Akureyri!Einstök upplifun fyrir alla fjölskylduna í sannkallaðri ævintýraferð.

Verið hjartanlega velkomin! www.visitakureyri.is

Page 10: Ævintyralandid Island 2011

10 | ÆVINT†RALANDI‹

V E S T U R L A N D

„Við höfum reynt að halda í andrúmsloft hússins, en heim-sókn á Gljúfrastein er í raun og veru innlit og upplifun,“ segir Guðný Dóra Gestsdóttir, for-stöðumaður Gljúfrasteins. Í yfir hálfa öld var Gljúfrasteinn heim-ili og vinnustaður Halldórs Lax-ness og fjölskyldu hans en árið 2002 keypti íslenska ríkið húsið sem nú hýsir safn, tileinkað Halldóri.

Fjölbreyttur gestahópur„Við fáum fjölbreyttan hóp til okkar, bæði Íslendinga og er-lenda ferðamenn. Á sumrin fjölg-ar að sjálfsögðu mikið, en ferða-mennirnir koma svona eins og fuglarnir til okkar. Við bjóðum upp á skoðunarferðir um safnið og erum með hljóðleiðsögn á

nokkrum tungumálum og fólk fær að heyra í Halldóri og Auði að segja frá,“ segir Guðný og bætir við að nú síðast hafi frönsk textaleiðsögn bæst við í safnið. „Þá bjóðum við gestum upp á áhugaverða margmiðlunarsýn-ingu um ævi og verk skáldsins í bílskúrnum sem nú gegnir hlut-verki móttöku safnsins.“

Ljúfir sumartónarGljúfrasteinn var annálað menn-ingarheimili og þar má sjá fjölda listaverka eftir Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur, Jóhannes Kjarval og fleiri. Á fimmta ára-tugnum voru einnig haldnir tón-leikar í stofunni þar sem heims-þekktir listamenn léku fyrir boðsgesti. „Við viljum viðhalda tengslunum við tónlistarlífið og höldum stofutónleika á sunnu-dögum yfir sumartímann. Þetta er orðin skemmtileg hefð hjá okkur en meðal flytjenda í sum-ar eru Ragnheiður Gröndal, Mo-gil, Anna Guðný Guðmunds-dóttir og Snorri Sigfús Birgisson.

Það verða því fjölbreyttir tón-leikar alla sunnudaga kl. 16.00. Þetta er skemmtileg viðbót við starfsemina hér og liður í að halda safninu lifandi,“ segir Guðný.

Á göngu í MosfellsdalnumGuðný segir ekki alla sem komi að Gljúfrasteini hafa í hyggju að líta inn í húsið: „Á sumrin kemur mikið af göngufólki hingað upp eftir, enda fjöldi áhugaverðra slóða hér í Mosfellsdalnum. Við hvetjum gesti til að nýta sér gönguleiðirnar í nágrenni húss-ins sem er byggt í landi jarðar-innar Laxness þar sem Halldór ólst upp. Húsgarðurinn er opinn almenningi og þaðan eru hent-ugar gönguleiðir fyrir áhuga-sama göngugarpa en Halldór var mikill útivistarmaður og gekk mikið um nágrenni Gljúfrasteins. Það má því segja að við bjóðum bókstaflega bæði gesti og gang-andi velkomna.“

www.gljufrasteinn.is

Sunnudagstónleikar Gljúfrasteins njóta mikilla vinsælda á sumrin. Hér eru tónleikar með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Önnu Guðnýju Guð-mundsdóttur.

Litið í heimsókn á Gljúfrastein

Starfs­fólk­Baul­unn­ar

Baul­an­vi›­fljó›­veg­1

Allt fyr ir fer›a menn

Ath.­Afgirtur­garður­fyrir­börn

Opi›­allt­ári›

Ver­i›­vel­kom­in

Sýning um ævi og störf séra Magnúsar Andréssonar á Gils-bakka í Hvítársíðu, sýningin Börn í 100 ár og ljósmyndasýn-ing um hernámsárin í Borgarnesi eru þær sýningar sem í boði eru í Safnahúsi Borgarfjarðar í sumar. Fimm söfn eru í Safnahúsi Borg-arfjarðar í Borgarnesi: Héraðs-bókasafn Borgarfjarðar, Héraðs-skjalasafn Borgarfjarðar, Náttúru-gripasafn Borgarfjarðar, Byggða-safn Borgarfjarðar og Listasafn Borgarfjarðar. „Við reynum að vera með sem fjölbreyttastar sýn-ingar úr þessum söfnum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, forstöðumað-ur Safnahúss Borgarfjarðar. Sýn-ingarnar eru opnar alla daga yfir sumartímann.

Sýningin Séra Magnús fjallar um ævi og störf séra Magnúsar Andréssonar á Gilsbakka í Hvít-ársíðu sem fæddist árið 1845. „Séra Magnús var menntaður og víðlesinn maður. Hann undirbjó pilta undir Latínuskólann auk þess að kenna bæði ungum konum og körlum sem voru sett í fræðslu til hans. Þá gekk hann um baðstofuna á kvöldin og las upp fróðleikskafla fyrir vinnu-fólk sitt. Þetta var einstakt menningarheimili. Magnús var auk þess alþingismaður fyrir

Mýrarsýslu og hómópati og leit-aði til hans fólk af öllu landinu. Hann var merkur hvað þetta varðaði og hafði sérstök tök á að lækna lungnabólgu.

Magnús skrifaðist á við er-lenda fræðimenn í miðaldafræð-um og íslenskum bókmenntum. Það var mikið bókasafn að Gils-bakka og þar var fylgst með nýj-ustu bókmenntum hvers tíma. Magnús stofnaði lestrarfélag í sveitinni og voru keyptar bækur sem gengu á milli bæja. Þegar bók hafði verið lesin af öllum sem vildu var hún gjarnan seld og ný bók keypt fyrir andvirð-ið.“

Sýningin um séra Magnús er sett upp í tilefni af 50 ára afmæli

Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar og þar af leiðandi vega skjöl býsna þungt í henni. „Magnús var einstaklega vandvirkur í öll-um frágangi og skipulagi á þeim skjölum sem komu frá honum og eftir hann liggja. Þetta er jafnframt byggðasafnssýning því við fáum lánaða muni frá fjöl-skyldunni og kappkostum að sýna gamla muni sem voru í torfbænum á Gilsbakka sem var flutt úr 1917.“

Börn í 100 ár og hernámiðSnorri Freyr Hilmarsson leik-myndahönnuður hannaði sýn-inguna Börn í 100 ár og segir Guðrún að í rauninni sé um samstarfsverkefni allra safnanna að ræða. Gestir geta opnað hólf á sýningarveggjum og þá birtast munir úr byggðasafninu.

„Á sýningunni eru til dæmis fuglar og önnur dýr frá náttúru-gripasafninu og ljósmyndir frá héraðsskjalasafninu auk annarra

safna sem komu til samstarfs við okkur út af þessari sýningu.

Veggirnir eru þaktir ljós-myndum sem eru á dökkgráum grunni og það má líkja þessu við að vera í risastóru myndaal-búmi. Með því að ganga um sýninguna í tímaröð upplifir maður breytinguna sem varð frá 1900-2000. Baðstofa er í miðju rýminu sem áður var á Úlfsstöð-um í Reykholtsdal. Hún er sett upp í sinni gömlu mynd.“

Guðrún segir að sýningin sé sett upp eins og út frá sjónarhóli barna. „Gestir sjá t.d. umhverfi barna, hvernig fatnaðurinn var og hvaða sjúkdómar herjuðu helst á börn. Þar af leiðandi birt-ist saga landsins í heild í ljós-myndunum.“

Í anddyri bókasafnsins eru ljósmyndir sem teknar voru á hernámsárunum en hundruð hermanna settust í fyrstu að í Borgarnesi og voru settir upp kampar eða búðir á þremur stöðum í bænum til að byrja með. „Herinn var sterkur þáttur í bæjarlífinu en hann tók til dæm-is samkomuhúsið til sinna þarfa og notaði sem sjúkrahús. Sum húsanna, sem sjást á myndun-um, standa ennþá þannig að fólk getur séð nákvæmlega hvar búðirnar voru.“

www.borgarbyggd.is

Guðrún Jónsdóttir. „Við reynum að vera með sem fjölbreyttastar sýningar úr þessum söfnum.“

Safnahús Borgarfjarðar:

Þrjár sýningar í gangi

Börn í 100 ár og hernámsárin í Borgarnesi eru grunnur tveggja af sýningum Safnahúss Borgarfjarð-ar í sumar. Mynd: Guðrún Jónsdóttir.

Á sýningunni Séra Magnús er reynt að bregða upp mynd af ís-lensku menningarheimili í sveit um aldamótin 1900. Á myndinni má sjá hluti og stiga sem voru í gamla torfbænum á Gilsbakka en úr honum var flutt árið 1917. Mynd: Guðrún Jónsdóttir.

„Það er gott að busla í Borgarfirði“Velkomin í sundlaugar Borgarbyggðar

Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi, sími 437 1444Sundlaugin Kleppjárnsreykjum, sími 430 1534

Sundlaugin á Varmalandi, sími 430 1521

www.borgarbyggð.is

Frábær aðstaða – góðar sundlaugar, heitir pottar,

rennibraut , gufa,líkamsrækt og fl.

Page 11: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 11

SKEMMTUM OKKURINNANLANDS

ÍSLE

NSK

A/S

IA.IS

/FLU

549

06 0

5/11

Page 12: Ævintyralandid Island 2011

12 | ÆVINT†RALANDI‹

Kynnisferðir eru með áætlunar-ferðir til ýmissa áhugaverðra staða á landinu auk þess sem fyrirtækið rekur flugrútuna á milli Reykjavíkur og Leifsstöðv-ar. Þá hefur fyrirtækið m.a. séð um árshátíðir, ýmsar uppákomur og hvataferðir.

„Kynnisferðir eru með reglu-bundnar ferðir um Suðurland og hálendið,“ segir Þórarinn Þór, sölu- og markaðsstjóri fyrirtækis-ins. „Áætlanakerfi okkar á Suð-urlandi tengist áætlanakerfi norður í landi þannig að fólk getur farið vítt og breitt um landið. Allan hringinn, yfir há-lendið og m.a. í Landmanna-laugar, inn í Þórsmörk, Álftavatn og Emstrur eða hring í kringum Mývatnssvæðið; allt í daglegum áætlanaferðum frá byrjun júní og til fyrstu viku í september.“

Þess má geta að í sumar verður farið tvisvar á dag í Þórs-mörk. Hvað hinn vinsæla Lauga-veg varðar er hentugt að taka áætlunarbíl í Landmannalaugar og hefja gönguna þar en líka er hægt að ganga „hálfan“ Lauga-veg með því að taka áætlunarbíl við Álftavatn eða Emstrur - eða þá að taka bíl þangað og hefja gönguna þar.

Kynnisferðir eiga alla gistiað-stöðu í Húsadal í Þórsmörk en Bandalag íslenskra farfugla rek-ur hana fyrir fyrirtækið. Þar er í boði svefnpokagisting í skálum sem taka um 140 manns og þar er veitingastaður sem tekur um 120 manns í sæti. Einnig er hægt að gista í uppábúnum rúmum í sérherbergjum.

Í sumar verður boðið upp á sætaferðir til Laugarvatns fyrir þá

sem ætla í gufubaðið, Laugar-vatn Fontana, sem verður opnað í júní. Þá verður bætt við ferðum í Þórsmörk og búist er við að fleiri ferðir verði farnar í Bláa lónið en áður. Þórarinn Þór bendir á að þrátt fyrir hækkandi eldsneytisverð hafi fyrirtækið

haldið niðri verði í áætlanaferð-um og flugrútunni. „Það er orðið hagkvæmara að fara með okkur heldur en á eigin bíl,“ segir Þór-arinn.

Árshátíðir og uppákomurStarfsmenn hjá Kynnisferðum

hafa séð um árshátíðir fyrir ís-lensk stórfyrirtæki og segir Þór-arinn, að fyrirtækið sé að færa sig upp á skaftið með að sjá um árshátíðir fyrir minni fyrirtæki og uppákomur fyrir ýmsa hópa svo sem saumaklúbba og vinahópa. „Við getum aðstoðað í tenglsum við allt sem tengist ferðum og viðburðum innanlands.“

Deild, tengd hvataferðum, var stofnuð fyrir tveimur árum en Þórarinn segir að starfsmenn fyr-irtækisins hafi séð tækifæri á þeim markaði. „Hvataferðamark-aðurinn á heimsvísu var að taka dýfu og heimskreppan skollin á. Við sáum að með því að blása svolítið vel í segl yrðum við til-búin með nokkuð flotta deild þegar markaðurinn tæki við sér. Það stóð heima og höfum við fengið töluvert af erlendum hóp-um en við staðsettum okkur svolítið á dýrari endanum. Við erum með hátt þjónustustig, við bjóðum upp á dýra vöru þegar kemur að hvataferðum og við höfum aðgang að stöðum sem margir hafa ekki aðgang að. Þegar veður leyfir notum við mikið þyrlur og bjóðum úrval af breyttum jeppum. Við reynum að krydda tilveruna aðeins.“

www.kynnisferdir.is

Stoppað við Frostastaðavatn.

Kynnisferðir eiga alla gistiaðstöðu í Húsadal í Þórsmörk. Áætlunarbíll frá Kynnisferðum í Landmannalaugum.

Seljalandsfoss. Mynd: Anders Peter - www.anderspeter.com

Kynnisferðir – Reykjavik Excursions:

Hagkvæmt að ferðast með áætlunarbílum

Page 13: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 13

Farfuglar Sundlaugavegur 34 . 105 Reykjavík

Sími 553 8110 . Fax 588 9201 Email: [email protected] . www.hostel.is

37 farfuglaheimili um allt land bjóða ykkur velkomin

Næsta farfuglaheimili er aldrei langt undan

Skynsamur kostur á ferðalögum um Ís land

Farfuglar ❚ Borgartúni 6 ❚ 105 Reykjavík ❚ Sími 575 6700 ❚ [email protected] ❚ www.hostel.is

HvollKirkjubæjarklaustur

Skaftafell

Djúpivogur

Vagnsstaðir Höfn

Berunes

Vatnajökull

Eyrarbakki

Selfoss

Gaulverjaskóli

Árnes

FljótsdalurÞórsmörk

Skógar

VíkVestmannaeyjar

Gullfoss/Geysir

Hekla

Grundarfjörður

Reykjavík

Akranes

Borgarnes

Laugarvatn

Sæberg

Njarðvík

Búðardalur

Keflavík airport

Downtown Hostel

City Hostel

Langjökull

BergÁrbót

Korpudalur

Bíldudalur

Reykhólar

Húsavík

Mývatn

Kópasker

Akureyri

Siglufjörður

Dalvík

Ósar

Blönduós

Sauðár-krókur

Brjánslækur

Ísafjörður

Broddanes

Egilsstaðir

Þórshöfn

Seyðisfjörður

Reyðarfjörður

Borgarfjörður eystri

Húsey

Ytra Lón

Ásbyrgi

Hella

Mýrdalsjökull

Farfuglaheimili eru frábær kostur fyrir einstaklinga, fjölskyldur og

hópa. Þau eru öllum opin og bjóða gestum sínum góða gistingu á

hagkvæmu verði. Heimilin bjóða upp á 2–6 manna herbergi og sum

þeirra einnig sumarhús. Á öllum heimilunum er gestaeldhús sem

gestir geta notað án endurgjalds.

Kynntu þér málin á vefsíðu okkar www.hostel.is

Page 14: Ævintyralandid Island 2011

14 | ÆVINT†RALANDI‹

www.utivist.is

Útivist í lifandi landi Fjöldi fjölbreyttra ferða í spennandi og síbreytilegri náttúru á utivist.is

VeljumÍsland

VeljumÍsland

Pantanir í síma 562 1000

„Það er mikil upplifun að sigla með Norrænu og það er hluti af fríinu að njóta lífsins um borð. Ferðalagið er upplifun en ekki bara flutningur á milli staða. Það finnst að minnsta kosti fjölmörg-um föstum viðskiptavinum sem njóta þess að ferðast með okkur þessa leið ár eftir ár,“ segir Sig-urjón Þór Hafsteinsson, fram-kvæmdastjóri Norrænu ferða-skrifstofunnar, sem m.a. er um-boðsaðili Smyril Line sem rekur ferjuna Norrænu.

Mikið bókaðSigurjón segir að staða bókana sé ágæt fyrir sumarið. Erlendir ferðamenn hafi verið mjög dug-legir að bóka ferðir með skipinu og Íslendingar einnig þótt að veik króna sé að gera mönnum erfiðara fyrir. Yfir háannatímann, þ.e. í júlí og ágúst, er eftirspurn-in langmest og verðið hæst. Því er hagstæðast fyrir Íslendinga að fara fyrir og eftir háannatíma en þá er einnig auðveldast á fá pláss. Sigurjón segir að mestu skipti að bæði erlendir ferða-menn og íslenskir eru mjög dug-legir að nota Norrænu sem ferðamáta enda er Norræna eini aðilinn sem býður uppá að taka bílinn með í ferðalagið til út-landa. Einnig bóka sig margir hópar með Norrænu svo sem kórar, félagasamtök, íþróttahóp-ar o.s.fr.

Ferjusiglingar í 35 árSiglingar Smyril Line milli Ís-lands, Færeyja og Norðurlanda hófust árið 1975 og hafa því staðið yfir í rúm 35 ár. Þáttaskil urðu með tilkomu núverandi skips sem hóf siglingar árið 2003 en það tekur um 1500 farþega og 800 bíla. Um 170 manns eru í áhöfninni og að sögn Sigurjóns eru Íslendingar nú aftur farnir að sækjast eftir vinnu um borð. Hann segir það fagnaðarefni því margir farþegar kunna því vel

að geta talað íslensku við áhöfn-ina. Þrír veitingastaðir eru um borð. Þar er einnig fríhöfn, sundlaug og barir bæði innan-dyra og úti á dekki. Þar er einn-ig líkamsræktaraðstaða og góð leikjaaðstaða fyrir börn auk gervihnattasjónvarps í hverjum klefa.

Yfir sumartímann fer Norræna frá Seyðisfirði kl.10 á fimmtu-dögum en þaðan er tæplega sól-arhringssigling til Færeyja. Næst liggur leiðin til Hirtshals og svo aftur til Færeyja. Íslendingar sem ferðast með skipinu geta dvalið í góðu yfirlæti hjá frændum vor-um yfir helgi, kjósi þeir svo, og hoppað svo að nýju upp í ferj-una og siglt til Danmerkur á mánudegi. Aðrir sigla beint til Danmerkur. „Menn geta valið um hvort þeir staldra stutt við í Færeyjum eða fara beint til Dan-merkur. Það fer auðvitað eftir því hver ferðaplön manna eru hvernig fyrirkomulag þeir velja sér,“ segir Sigurjón.

Sérhæfa sig í skemmtisiglingumNorræna ferðaskrifstofan er um-boðsaðli fyrir Norwegian Cruise Line og býður upp á skemmti-siglingar um Miðjarðarhafið og Karabíska hafið. „Þessar ferðir er þær flottustu sem við bjóðum uppá og einstök upplifun. Við erum með hópferðir í haust, siglt frá Barcelona þann 10. septem-ber um Miðjarðarhaf, í næstu ferð er siglt frá Róm 26. október til Grikklands, Tyrklands og Eg-yptalands og síðan er jólaferð til Bahamaeyja. Allar þessar ferðir eru með íslenskum fararstjóra. Þá selur skrifstofan einnig ferðir til Færeyja með flugi og hafa þær mælst vel fyrir. „Við höfum sérhæft okkur í Færeyjaferðum og höfum mikla reynslu á því sviði, bæði hvað varðar ferðir með hópa af ýmsu tagi sem og einstaklinga,“ segir Sigurjón.

www.smyril-line.is

Það er mikil upplifun að sigla með Norrænu og það er hluti af fríinu að njóta lífsins um borð, segir Sigurjón Þór Hafsteinsson, framkvæmda-stjóri Norrænu ferðaskrifstofunnar.

Sigling með Norrænu:

Upplifun en ekki bara ferðalag milli tveggja staða

Norræna við bryggju á Seyðisfirði. Ferjan siglir þaðan alla fimmtudaga yfir sumartímann.

Gerpir – austasti höfði landsinsGerpir er austasti höfði landsins, snarbrattur og hömróttur sjávarmegin, 661 m hár. Talið er að eitt elsta berg landsins, um 12 millj-óna ára gamalt, sé að finna í Gerpi. Gerpissvæðið er sannkölluð paradís fyrir göngufólk. Hefur Ferðafélag Fjarðamanna gefið út göngukort af svæðinu er fæst í upplýsingamiðstöðv-um og verslunum víða í Fjarðabyggð. Ástæða er til að mæla með heimsókn í Gerpi við alla er áhuga hafa á útivist.

Page 15: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 15

ÍSLANDSPERLUR 2011FERÐASÝNING Í PERLUNNI HELGINA 21. - 22. MAÍ KL. 10-18

Á Íslandsperlum færðu smjörþefinn af því besta sem ferðalöngum stendur til boða í sumar. Í Perlunni geturðu gengið hringinn í kringum landið, kynnt þér fjölbreytta ferðamöguleika á Íslandi, skoðað, spjallað og spurt, bragðað á íslenskum krásum og notið skemmtilegra uppákoma.

Hvort sem þú hefur áhuga á fugla-, sela-, eða hvalaskoðun, gönguferðum á fjöllum eða í fjöru, skella þér á söfn eða í sundlaugar, njóta menningar og lista, stunda stang-veiði eða sjóböð, slappa af í heilsulindum eða dvelja í blómlegum bæjum landsins þá finnurðu örugglega eitthvað sem heillar á Íslandsperlum.

Að sýningunni standa markaðsstofur landshlut-anna í ferðaþjónustu, Ferðaþjónusta bænda, Opinn landbúnaður og Beint frá býli.

FERÐUMST UM LANDIÐ OKKAR Í SUMAR!

Skemmtileg ferðagetraun í gangi alla helgina. Svörin við spurningunum leynast á sýningunni. Vinnur þú veglegan ferðavinning?

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Page 16: Ævintyralandid Island 2011

16 | ÆVINT†RALANDI‹

Á Gjögri. Myndir: Gústaf Gústasson. Vestfirsk náttúra og landslag skoðuð af sjó. Verk Samúels Jónssonar í Selárdal.

V E S T F I R Ð I R V E S T F I R Ð I R

„Í mínum huga eru Vestfirðir ekkert annað en gullkista, full af fjársjóðum. Við höfum gríðarleg tækifæri í markaðssetningu á Vestfjörðum meðal erlendra ferðamanna þó hlutfall þeirra hafi hækkað hjá okkur síðustu ár. Stærstu fréttirnar fyrir okkur eru hins vegar þær viðurkenn-ingar sem Vestfirðir hafa nýlega fengið úti í hinum stóra heimi og munu skila okkur fleiri ferða-mönnum, bæði á þessu ári en ekki hvað síst á komandi árum,“ segir Gústaf Gústafsson, fram-kvæmdastjóri Markaðsstofu Vest-f jarða og vísar með orðum sín-um til útnefninga ferðatímaritsins Lonely Planet og nýrrar viður-kenningar frá Evrópusamband-inu.

Einn 10 áhugaverðustu staða heims„Tímaritið Lonely Planet út-nefndi Vestfirði í útgáfu sinni nú fyrir árið 2011 sem einn af 10 áhugaverðustu stöðum heims fyrir ferðamenn að fara á. Og tímaritið útnefndi tónlistarhátíð-ina Aldrei fór ég suður sem einn af þremur áhugaverðustu við-

burðum í heimi í apríl þannig að við höfum rækilega fengið kast-ljós umheimsins með útnefningu Lonely Planet. Þetta eru mikil tíðindi og viðurkenning fyrir svæðið og gefur fyrirheit um aukinn straum til okkar í nán-ustu framtíð því þetta mest selda ferðatímarit heims hefur mikil áhrif á umfjöllun annarra fjöl-miðla. Dæmi um það höfum við nú þegar séð,“ segir Gústaf en útnefning Lonely Planet er ekki

eina viðurkenningin sem svæðið hefur fengið að undanförnu. Vestfirðir fengu líka fyrir stuttu Evrópuútnefninguna „Europian Destination of Excellence“. Þetta er viðurkenning sem Evrópu-sambandið veitir til að vekja at-hygli á svæðum sem uppfylla ákveðnar kröfur um t.d. um-

hverfisvitund, sjálfbærni og fleiri þætti. Vestfirðir eru einn af um 100 stöðum í Evrópu sem hafa fengið þessa útnefningu en þó er óvenjulegt að heilt lands-svæði fái þessa viðurkenningu.

Eftirsóknarverðir eigin-leikar„Hér á Vestfjörðum höfum við eiginleika sem erlendir ferða-menn sækjast eftir í heimsókn sinni til Íslands. Hrein ósnert náttúra með stórum friðlýstum svæðum. Sóknarfæri okkar felast líka í fámenninu en við erum strjálbýlasta svæði Evrópu. En á sama svæði höfum við líka af að státa stærstu fuglabjörgum í Evr-ópu, strandlengjunni og mörgu öðru í náttúrunni sem gefur okkur samkeppnistækifæri. Við horfum líka til atriða eins og sjálfbærni, umhverfisvottunar fyrir allt Vestfjarðasvæðið og annarra þátta sem snerta græna ferðamennsku. Og allar þessar áherslur sem ég nefni hér eiga við um bæði erlenda sem inn-lenda ferðamenn. Ég tel þar af leiðandi óhætt að fullyrða að ferðaþjónusta á Vestfjörðum á mikil framtíðartækifæri,“ segir Gústaf.

Spáir hlutfallslega meiri fjölgun erlendra ferða-manna í sumarSá staður Vestfjarða sem dregur langsamlega flesta ferðamenn að sér er Látrabjarg. Af hverjum 10 sem heimsækja Vestfirði fara 6-7 á Látrabjarg. Skipulagðar göngu-ferðir eru einnig í sókn vítt og breitt um Vestfirði, líkt og víðar á landinu en gönguferðir um Hornstrandasvæðið hafa raunar notið mikilla vinsælda um ára-fjöld. Gústaf segir ferðamennsk-una dreifast nokkuð mikið um Vestfjarðakjálkann og margir kjósi að fara hringferð um svæð-ið. Einn af þeim þáttum sem eru í merkjanlegri sókn eru komur skemmtiferðaskipa og dagsferðir með farþega þeirra.

„Almennt á ég von á góðu ferðasumri og mín spá er sú að við munum sjá hlutfallslega meiri aukningu í ferðamennsku á Vestfjörðum en annars staðar á landinu í sumar. Þá spá byggi ég á tölulegri þróun ferðaþjónust-unnar hjá okkur á undanförnum árum og síðan hinu að áhrif fyrrnefndra viðurkenninga er-lendis munu byrja að skila sér til okkar strax í sumar.“

www.westfjords.is

Meðal viðburða á Vestfjörðum 2.-5. júní Skosku Hálandaleikarnir á Patreksfirði – Sjómannadagshelgin10.-12. júní Heimildamyndahátíðin Skjaldborg á Patreksfirði 17. júní Hrafnseyrarhátíð – 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta21.-26. júní Við djúpið, klassísk tónlistarhátíð á Ísafirði23.-26. júní Bíldudals grænar – fjölskylduhátíð á Bíldudal1.-3. júlí Hamingjudagar á Hólmavík2. júlí Opnun sýningar ungra listamanna á Listahátíðinni Æringja í Bolungarvík 9.-10. júlí Selárdalshátíð15.-17. júlí Hlaupahátíðin Vesturgatan22.-24. júlí Fjölskylduhátíðin Tálknafjör á Tálknafirði22.-28. júlí Gönguhátíðin Svartfugl á Patreksfirði6. ágúst Sandkastalakeppnin í Holtsfjöru í Önundarfirði12.-14. ágúst Einleikjahátíðin Act Alone – Ísafirði, Arnarfirði, Dýrafirði12.-14. ágúst Hátíðin Matur og menning á sunnanverðum Vestfjörðum26.-28. ágúst Bláberjadagar í Súðavík

Nánar á www.westfjords.isHeimild: Markaðsstofa Vestfjarða

Vestfirðir meðal 10 áhuga-verðustu staða heims

Látrabjarg er sá staður Vestfjarða sem dregur að sér flesta ferðamenn.

Gústaf Gústafsson, framkvæmda-stjóri Markaðsstofu Vestfjarða.

Page 17: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 17

V E S T F I R Ð I R

Í ár eru 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta sem fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811. Sérstök afmælisnefnd hefur unnið að undirbúningi ársins frá 2007 og framundan eru margvíslegir viðburðir, sýn-ingar, málþing, útgáfa og miðlun sem dreifist yfir árið.

Langviðamesta verkefni af-mælisársins er endurreisn safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri en þar verður opnuð á Hrafn-seyrarhátíð þann 17. júní næst-komandi ný og forvitnileg sýn-ing um líf og starf Jóns Sigurðs-sonar. Sýningin hefur hlotið heitið Líf í þágu þjóðar – Jón Sigurðsson 1811-1879.

Nútímaleg sýning á HrafnseyriÞegar kom að því að ákveða hvað skyldi helst gera í tilefni af-mælisins var ljóst að ráðast yrði í talsverðar breytingar og endur-bætur á húsakynnum á Hrafns-eyri og setja þar upp nýja sýn-ingu sem stæðist kröfur nú-tímans um gott aðgengi gesta og miðlun sögunnar.

Húsið á Hrafnseyri var byggt um 1960 sem prestsetur og

skólahús og löngu kominn tími á viðhald þess. Þá var ekki síst kominn tími á endurnýjun sýn-ingarinnar sem þar hafði verið frá 1980 í tveimur herbergjum með þröngum hringstiga á milli hæða og skipa Jóni Sigurðssyni til öndvegis á ný á Hrafnseyri. Öll neðri hæð húsins er nú tekin undir sýninguna, ásamt nýjum inngangi með mjög bættu að-gengi en breytingum á ytra útliti hússins er haldið í lágmarki.

Basalt arkitektar unnu sam-keppni um hönnun nýju sýning-

arinnar en verðlaunatillaga þeirra er afar nýstárleg. Hún byggist á því að 90 m langur veggur úr plexigleri liðast um sýningarrýmið og á þessum gegnsæja vegg er saga Jóns Sig-urðssonar rakin í máli og mynd-um ásamt margmiðlun af ýmsu tagi og munum sem tengjast Jóni. Rýmið sjálft er mjög einfalt útlits og dagsbirta ræður ríkjum. Prentun og uppsetning sýningar-innar er ólík öllu öðru hér á landi.

Margmiðlun er unnin af fyrir-

tækinu Gagarín, en meginþáttur hennar er margfaldur tímaás þar sem hægt er að fletta fram og til baka í 19. öldinni og skoða hana út frá sex sjónarhólum; lífshlaup Jóns Sigurðssonar, vís-indastörf og stjórnmálaþátttöku, og einnig samtímaviðburði á Ís-landi, í Danmörku og heiminum öllum. Höfundur sýningartexta er Guðjón Friðriksson sagnfræð-ingur.

Stór áfangi í menningar-tengdri ferðaþjónustu á VestfjörðumSýningin verður opnuð á þjóðhátíðardaginn 17. júni næst-komandi og dagskrá Hrafnseyr-arhátíðar verður með sérstökum glæsibrag að þessu sinni.

Það fer ekki á milli mála að hér er á ferðinni eitt myndarleg-asta verkefni í menningartengdri ferðaþjónustu sem opinberir að-

ilar hafa ráðist í á síðustu árum og má bera það saman við upp-lýsingamiðstöðina á Hakinu á Þingvöllum eða safn skáldsins á Gljúfrasteini. Enda er Hrafnseyri þjóðargersemi og sameign okkar allra. Tvöhundruð ára afmæli Jóns Sigurðssonar var það tæki-færi sem gerði mögulegt að ráð-ast í lagfæringar á Hrafnseyri og blása nýju lífi í hinn fornfræga stað og það hefði verið skamm-sýni að gera það ekki.

Þá blasir það við að endur-reisn Hrafnseyrar hlýtur að vera mikil lyftistöng fyrir menninga-tengda ferðaþjónustu á Vest-fjörðum. Hin nýja sýning mun án efa draga að fjölda ferða-manna sem leggja leið sína um Vestfirði næstu sumur til ávinn-ings fyrir allan landshlutann.

www.jonsigurdsson.is

Hrafnseyri við Arnarfjörð.

Mikið verður um dýrðir á Hrafnseyrarhátíð í sumar.

Sýning opnuð á Hrafnseyrarhátíð í sumar:

Líf í þágu þjóðar

Page 18: Ævintyralandid Island 2011

18 | ÆVINT†RALANDI‹

V E S T F I R Ð I R V E S T F I R Ð I R

Að mati ferðahandbókarinnar Lonely Planet eru Vestfirðir einn af tíu áhugaverðustu stöðum í heiminum til að heimsækja árið 2011. Meðal þess sem þar er að finna eru gönguferðir, kajak-ferðir, hestaferðir, bátsferðir, skrímsla safn og sjóræningjasafn. Og er þá aðeins fátt upp talið. Vesturferðir er öflugasti ferða-skipuleggjandi Vestfjarða og sér-hæfa sig í að veita ferðamönn-um þjónustu um alla Vestfirði. Auk þess að skipuleggja eigin ferðir, bóka í nánast alla afþrey-ingu og gistingu á kjálkanum þá selur fyrirtækið farmiða í alla áætlanabáta um Ísafjarðardjúp, Jökulfirði og Hornstrandir.

Kristjana Milla Snorradóttir er framkvæmdastjóri Vesturferða. Hún segir að í ár leggi fyrirtækið áherslu á að kynna Vestfirði sem eina heild. „Með bættum sam-göngum hefur áhugi á að sækja svæðið heim aukist verulega. Sem dæmi hefur leiðin frá Reykjavík gegnum Hólmavík, um Ísafjarðardjúp og til Ísafjarð-ar styst og batnað heilmikið á undanförnum árum. Í dag er þetta allt tvíbreitt og malbikað. Að keyra á sunnanverða Vest-firði er einnig mun styttra en margir halda, að ég tali nú ekki

um ef fólk tekur ferjuna Baldur yfir Breiðafjörð. Það er algjör perla að koma við í Flatey á leiðinni.“

Eitthvað við allra hæfiFjölbreytt afþreying er í boði um allan kjálkann og má nefna gönguferðir um nágrenni Ísa-fjarðar, gönguferð um Látrabjarg sem er stærsta fuglabjarg við norðanvert Atlantshaf, eyðibýla-ferð að Sjöundá og Skor, sjó-stangaveiði frá Flateyri og Bíldu-dal, fuglaskoðun í Grímsey á Steingrímsfirði og bátsferðir á Breiðafirði. Gönguferðirnar um

Látrabjarg, Rauðasand og ná-grenni eru spennandi nýjungar í sumar þar sem heimamenn munu kynna náttúru og sögu svæðisins. Einnig eru nýjar ferðir frá Hólmavík, sannkallaðar æv-intýraferðir um Steingrímsfjörð og Bjarnarfjörð. Vinsælustu ferð-irnar hjá Vesturferðum eru dags-ferðir í Vigur og á Hesteyri, ka-jakróður á Pollinum á Ísafirði, dagsgöngur á Hornstrandasvæð-inu og fjögurra daga bakpoka-ferð um Hornstrandir.

„Fólk er farið að kynnast þessu svæði æ meira og sér til dæmis hvað Hornstrandasvæðið

er mikil perla fyrir göngufólk. Svæðið er friðað. Þarna er engin umferð og ekkert rafmagn. Þarna upplifir fólk frið og ró og getur gengið allan daginn án þess að hitta aðra. Margir sækj-ast eftir þessu og að losna úr þeim hávaða og áreiti sem er víða.“

Hvað kajakferðirnar á Pollin-um varðar segir Milla að fólk þurfi ekki að vera með reynslu af slíku eða vera ofurgarpar. „Það er auðvelt að róa kajak. Við gætum fyllsta öryggis en í kajaksiglingu kynnist fólk nátt-úrunni, mannlífinu og dýralífinu

frá nýju sjónarhorni; það er skemmtilegt að fá að upplifa og nálgast umhverfið á þann hátt.“

Ferðamenn geta líka ferðast um Ísafjörð og nágrenni á reið-hjóli þar sem Vesturferðir eru með hjólaleigu og ferfætti farar-skjótinn hefur líka notið mikilla vinsælda.

„Það er svo ótrúlega margt og fjölbreytt í boði á Vestfjörðum, eitthvað við allra hæfi. Ég skora á fólk að koma vestur í sumar. Svæðið á eftir að koma því skemmtilega á óvart.“

www.vesturferdir.is

Kristjána Milla Snorradóttir í Hornvík á Hornströndum. „Með bættum samgöngum hefur áhugi á að sækja svæðið heim aukist verulega. Sem dæmi hefur leiðin frá Reykjavík gegnum Hólmavík, um Ísafjarðardjúp og til Ísafjarðar styst og batnað heilmikið á undanförnum árum.“Frá Látrabjargi.

Vesturferðir:

Vestfirðir sem ein heild

Vestmannaeyjar

Reykjavík

Bíldudalur

Gjögur

Sauðárkrókur

Höfn

Upplýsingar og bókanir í síma 562 2640 og á ernir.is

Áætlunarflug Skipulagðar ævintýraferðirLeiguflug

Bókaðu flugið á ernir.is alltaf ódýrara á netinu

Page 19: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 19

V E S T F I R Ð I R

„Við erum að leggja grunn að breyttu skipulagi vestfirskrar ferðaþjónustu og mun meiri samvinnu þeirra sem koma að þessum málum. Kaupin á fyrir-tækinu Vesturferðum eru liður í því,“ segir Gústaf Gústafsson, framkvæmdastjóri Markaðsskrif-stofu Vestfjarða.

Ferðaþjónustuaðilar á Vest-fjörðum keyptu nýverið fyrirtæk-ið Vesturferðir sem hefur um árabil verið öflugasti ferðaskipu-leggjandi og ferðaskrifstofa Vest-fjarða. Fyrirtækið var sett á stofn árið 1993 og hefur því að baki mikla uppbyggingu og reynslu á þessu sviði. Kaupandinn er Ferðamálasamtök Vestfjarða og má segja að nú vinni ferðaþjón-ustuaðilar að sínum hagsmuna-málum með tveimur tækjum samhliða, annars vegar sölumál-um í gegnum Vesturferðir og markaðsstarfi í gegnum Mark-aðs stofu Vestfjarða. Gústaf segir óumdeilanlega áhugavert að sjá hvernig þessi þróun haldi áfram en ætlunin er að arður af sölu-starfinu renni beint til frekari sóknar í markaðs- og sölumál-um.

„Við komum til með að sjá breytingar í kjölfar þessa skrefs, t.d. samræmingu skilaboða og markaðsefnis í ferðaþjónustu. Í Levi í Finnlandi höfum við fyrir-mynd að þessu, sjáum þar hvernig samvinna ferðaþjónustu-aðila innan svæðis hefur skilað miklum árangri og uppbyggingu fyrir heildina. Ég tel að sú sam-eiginlega rödd sem nú kemur í bæði markaðs- og sölustarfi fyrir ferðaþjónustu á Vestfjörðum muni skila okkur fram á veginn. Menn sjá tækifæri í því að vinna saman en ekki hver í sínu horni, skerpa ímyndina og hafa sam-eiginlega framtíðarsýn. Erlendir ferðamenn eru einmitt að leita eftir sérstöðunni og ímyndinni og ef þeir finna að svæðið sem heild hefur hana skýrt skil-greinda þá koma þeir frekar til okkar. En það má segja að í því

langtíma mótunarstarfi sem við erum byrjuð á, og kaupin á Vesturferðum eru liður í, þá höf-um við séð að í stað þess að berjast um molana þá ætlum við að koma saman og baka brauð-ið,“ segir Gústaf.

www.vesturferdir.is Kajakferð á Pollinum Ísafirði.

Dagsganga á Hornbjarg.

Vestfirsk ferða-þjónusta kaupir Vesturferðir

Page 20: Ævintyralandid Island 2011

20 | ÆVINT†RALANDI‹

Ekki eru mörg ár síðan Íslend-ingar fóru að veita óbyggðum landsins athygli. Óhætt er þó að segja að á undanförnum árum hafi orðið sprenging í áhuga fólks á útivist hér á landi. Áður voru það tiltölulega fáir sem öxl-uðu þunga bakpoka og tjald og lögðust út í nokkurra daga ferðir á hálendinu. Nú þeytast enn fleiri ævintýramenn af stað við hvert tækifæri í lengri eða styttri dagsferðir. Áhugi fólks hefur beinst að öllu; frá styttri fjall-göngum sem henta breiðum hópi upp í erfiðar fjallgöngur og jöklaferðir sem margar krefjast þekkingar, reynslu og góðs und-irbúnings.

Öræfasveit, með öllum hæstu og glæsilegustu fjallstindum landsins, er vinsæll viðkomu-staður fjallaþyrstra á vorin og víst er að viðfangsefnin eru þar næg. Hvannadalshnjúkur, Hrúts-fjallstindar, Miðfellstindur og

Sveinstindur eru nærtæk dæmi og litlu austar í Suðursveit hafa Þverártindsegg og Birnudalstind-ur kveikt í mörgum.

Þótt auðveldlega megi fikra sig af stað einn eða með stað-kunnugum á lægri fjöll í ná-grenni byggðar eru flestir áður-nefndra tinda á eða í nágrenni jökla og þá er réttast að leita sér leiðsagnar sérþjálfaðra fjallaleið-sögumanna. Hlutverk sérþjálf-aðra fjallaleiðsögumanna er þó ekki að koma þér á toppinn hvað sem það kostar, heldur er það ekki síst að tryggja að þú komist aftur heim heilu á höldnu.

Fjölbreyttir fjall-gönguhóparInnan Íslenskra fjallaleiðsögu-manna eru starfræktir nokkrir fjallahópar þar sem allir ættu að geta fundið fótum sínum forráð.

Toppaðu með 66°N og Ís-lenskum fjallaleiðsögumönnum er átaksverkefni sem hefst í janúar og líkur jafnan í lok maí með göngu á Hvannadalshnúk.

Fjallafólk og Fjallagengið eru framhaldshópar fólks sem geng-ur vikulega á fjöll og fell í ná-grenni höfuðborgarsvæðisins eða, yfir svartasta skammdegið, eru með þrekæfingar innanbæj-ar. Mánaðarlega er svo stefnt hærra og lengra og árlegum há-punkti náð á fallegu fjalli í Öræ-fasvei, jafnvel á framandi tind á erlendri grundu!

Brattgengið er svo hópur fólks sem þyrstir í meiri fjalla-mennsku undir leiðsögn fag-manna. Dagskrá Brattgengisins er samsett af fjallgöngum á fal-lega og krefjandi tinda og röð námskeiða í hinum ýmsu kúnst-um fjallamennskunnar. Í kjölfar hvers námskeiðs er síðan haldið á fjall þar sem reynir á þau atriði sem farið var yfir á námskeiðun-um. Á meðal þeirra tinda sem Brattgengið klífur má nefna, Háusúlu í Botnssúlum, Einbúa í Tindfjöllum, NV-hrygg Skessu-horns í Skarðsheiði, Skarðatind í Öræfum og Hraundranga í Öxnadal.

Nytsamleg námskeiðFyrir þá sem frekar kjósa að læra til verka og ferðast síðan á eigin vegum bjóða Fjallaleið-sögumenn upp á fjölmörg nám-skeið. Í ljósi mikilla vinsælda ferða á Hvannadalshnjúk þarf ekki að koma á óvart að vinsæl-asta námskeið Fjallaleiðsögu-manna er Ferðamennska á jökl-um. Á námskeiðinu er, eins og nafnið gefur til kynna, farið í grunnatriði ferðamennsku á jöklum, hvar hættur leynast og hvernig beri að forðast þær ásamt almennum atriðum ferða-mennsku á jöklum, en aðal-áherslan er þó á aðferðir til að bjarga sjálfum sér og félögum sínum úr jökulsprungum.

Vetrarfjallamennska er annað vinsælt grunnnámskeið sem Fjallaleiðsögumenn hafa lengi boðið upp á. Á námskeiðinu er farið í undirstöðuatriði fjall-gangna að vetrarlagi eins og leiðaval, klifurtækni, tryggingar í snjó og ís, vandaða línuvinnu, sig og annað sem nauðsynlegt er að kunna til að geta klifið léttari tinda með öryggi að leið-arljósi.

Fyrir þá sem líkar brattinn og vilja halda lengra og hærra bjóða Fjallaleiðsögumenn upp á námskeiðin Ísklifur I og Ísklifur II. Sumir fara á þessi námskeið bara til að kynnast sportinu á meðan að aðrir koma gagngert til að læra réttu handbrögðin og hefja sinn eigin klifurferil.

Það er af nægu að taka og víst er að fjöllin fara hvergi. Það er hins vegar okkar að ferðast af öryggi svo við getum notið þeirra um ókomin ár.

www.fjallaleidsogumenn.is

Íslenskir jöklar eru ægifagrir við þessar aðstæður. Mynd: Ívar F. Finnbogason

Róbert Þór Hilmarsson leiðir göngu á Hvannadalshnjúk í maí árið 2010. Mynd: Björgvin Hilmarsson

Hærra og lengra með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum:

Fjallgöngur, námskeið, hópar og endalaus ævintýri

Page 21: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 21

Page 22: Ævintyralandid Island 2011

22 | ÆVINT†RALANDI‹

N O R Ð U R L A N D

„Frá því í fyrra hefur margt tekið breytingum í ferðaþjónustunni hjá okkur, sem sýnir að þróunin er stöðug. Alltaf eitthvað nýtt að sjá og upplifa á Norðurlandi,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi.

Samgöngur eru einn af lykil-þáttum ferðaþjónustunnar og á því sviði hafa heldur betur orðið framfarir síðustu misserin. Með nýrri Hófaskarðsleið yfir Mel-rakkasléttu er nú orðið samfellt slitlag frá Reykjavík norður um til Þórshafnar. Þessa samgöngu-bót segir Ásbjörn mjög mikils virði fyrir ferðaþjónustu á norð-austurhorni landsins. Þá er nú kominn nýr vegur vestan við Jökulsá á Fjöllum að Dettifossi frá hringvegi 1, að sjálfsögðu lagður slitlagi og tilkoma hans

gjörbreytir aðgengi ferðafólks að fossinum.

Þriðja og stærsta breytingin í samgöngumálum er síðan til-

koma Héðinsfjarðarganga en reynsla vetrarins gefur fyrirheit um að í sumar verði mikil um-ferð hinn eiginlega Tröllaskaga-hring.

Paradís fuglaskoðarans„Samgöngubæturnar á Melrakka-sléttu opna okkur tækifæri til að nýta betur þá miklu uppbygg-ingu sem er í afþreyingu á svæðinu. Þar nefni ég fyrst fuglaskoðunina sem hefur verið sérstakt áhersluatriði í Þingeyjar-sýslu með Fuglasafnið í Mý-vatnssveit sem miðpunkt, fuglaskoðun er vaxandi á öllu Norðurlandi og mikið búið að gera til að bæta upplýsingar og aðstöðu til fuglaskoðunar. Mý-vatnssveitin, Jökulsárgljúfur, Langanesið og Melrakkasléttan eru líka einstök svæði til göngu-ferða. Fræðsluskilti og merking-ar gönguleiða hafa tekið miklum breytingum á svæðinu og þarna er mikil náttúra og sér í lagi áhugavert fuglalíf.

Ég hvet ferðafólk einnig til að kíkja við í heimskautagerðinu við Raufarhöfn, sem óðum er að taka á sig mynd en það á sér hvergi fyrirmynd. Á Raufarhöfn er einnig hægt að komast í sigl-ingu norður fyrir heimskauts-baug, sjá hvali og skoða sjávar-fuglalífið. Og ef við færum okk-ur inn í Kelduhverfið þá er einn-ig vert að koma við í Gljúfra-stofu, sem er gestastofa Vatna-jökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi.

Á Húsavík höfum víð síðan stöðuga þróun í hvalaskoðun og skútusiglingum, auk þess sem nú í sumar verður þar sérstök stórhátíð skútusiglinga, Sail

Húsavík, með þátttöku á glæsi-egum erlendum skútum. Þannig að það er sannarlega mikið að gerast í ferðaþjónustunni í Þing-eyjarsýslu,“ segir Ásbjörn.

Batteríin hlaðin í Héðins-firði„Við bíðum síðan spennt að sjá hvernig þróun verður vegna til-komu Héðinsfjarðarganganna en þau munu klárlega breyta miklu hvað varðar umferð ferðafólks á Eyjafjarðarsvæðinu. Ferðaþjón-ustuaðilar á Ólafsfirði og Siglu-firði hafa búið sig undir mikla aukningu í sumar en ég vil líka hvetja ferðafólk til að gefa sér góðan tíma í firðinum sem fáir hafa fram að þessu ferðast um, þ.e. Héðinsfirði. Að stoppa þar, njóta náttúrunnar og horfa í kringum sig gefur einhvern sér-stakan anda sem ekki er hægt að lýsa. Þetta er staður, sveipað-ur dulúð og kjörinn til að hlaða batteríin,“ segir Ábjörn og bætir við að auk aukningar í umferð á Ólafsfirði og Siglufirði í vetur þá hafi mikil aukning verið í heim-sóknum í menningarhúsið Berg á Dalvík þar sem er fjölbreytt starfsemi og kaffihús. Áhrifa Héðinsfjarðarganga gæti því á stóru svæði.

„Á Akureyri höfum við síðan menningarhúsið Hof sem ég hvet fólk til að skoða en þar er upplýsingamiðstöð ferðamála, veitingastaður og fleira. Við fáum nýtt hótel á Akureyri í sumar með opnun Icelandair-hótels, mótorhjólasafn opnar formlega í bænum og fleira mætti nefna.“

Hestar, selir og kántrí!Þegar komið er á vestanvert Norðurland bendir Ásbjörn á að þar verður einn stærsti viðburð-ur sumarsins þegar Landsmót hestamanna verður á Vind-heimamelum. „Ég hvet fólk líka til að heimsækja glæsilegt Sögu-setur íslenska hestsins á Hólum og ein nýjungin enn er sund-laugin á Hofsósi sem er listaverk í sjálfu sér. Gestastofa Sútarans á Sauðárkróki er líka til fyrirmynd-ar í uppbyggingu ferðaþjónustu og við Skagafjörð verður varla skilið öðruvísi en að nefna Grettislaug sem mjög gaman er að skoða. Að ég tali nú ekki um að liggja þarna í heitri lauginni alveg í sjávarmálinu. Það er sönn upplifun,“ segir Ásbjörn.

Í Kántrýbæ á Skagaströnd verður opnað nýtt kántrýsetur um hvítasunnuhelgina þar sem Hallbirni og kántrýævintýrinu á Skagaströnd verða gerð skil.

Á Blönduósi er að finna flóru áhugaverðra safna á borð við heimilisiðnaðarsafnið Halldóru-stofu og Hafíssetrið. Vatnsnes og merktir selaskoðunarstaðir á leið fyrir nesið eru einnig dæmi um hvernig einkenni í dýralífi svæð-isins hefur verið nýtt til að laða að ferðafólk.

„Að lokum má svo benda á að Norðurland hefur á að skipa 15 golfvöllum, fjölmörgum bæjarhátíðum, flottum sundlaug-um, fjölbreytilegum og mjög áhugaverðum söfnum, endalaus-um náttúruperlum og mörgu öðru sem gerir gott sumarfrí enn betra,“ segir Ásbjörn.

www.nordurland.is

Meðal viðburða á Norðurlandi27. maí Alþýðulist í Varmahlíð28. maí Grímseyjardagurinn13. júní Sandfell í Öxarfirði – gönguferð Norðurslóðar17.-19. júní Jónsmessuhátíð á Hofsósi17.-19. júní Flughelgi á Akureyri19.-21. júní Fólkvangur um norrænar, keltneskar, samískar og

grænlenskar rætur – Menningarhúsið Hof, Akureyri20. júní Langanes – Fontur. Sumarleyfisferð Norðurslóðar23. júní Arctic Open á Akureyri23.-26. júní Barokkhátíð á Hólum24.-26. júní Lummudagar í Skagafiði24. júní Sólstöðuganga á Öxarnúp í Öxarfirði25. júní Jónsmessuhátíð á Siglufirði26. júní-3. júlí Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði1.-2. júlí Blúshátíð á Ólafsfirði2. júlí Gönguferð – Spákonufell6.-10. júlí Þjóðlagahátíð á Siglufirði9. júlí 24x24 – Glerárdalshringurinn10. júlí Íslenski safnadagurinn12.-17. júlí Kátir dagar í Langanesbyggð15. júlí Gunnólfsvíkurfjall í Bakkafirði – ganga Norðurslóðar16.-19. júlí Miðaldadagar á Gásum 16.-23. júlí Sail Húsavík – Norræn strandmenningarhátíð17.-23. júlí Strandmenningarhátíð á Siglufirði21. júlí Mærudagar á Húsavík22.-24. júlí Skagafjarðarrall28.-31. júlí Sjóstangveiðikeppni á Siglufirði 28.-31. júlí Síldarævintýrið á Siglufirði29.-31. júlí Ein með öllu – Akureyri5.-8. ágúst Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla6. ágúst Fiskidagurinn mikli á Dalvík12. ágúst Kántrýhátíð á Skagaströnd12. ágúst Hólahátíð12 ágúst Berjadagar – Ólafsfjörður12. ágúst Gæran – Sauðárkrókur13. ágúst Þórdísarganga á Spákonufell13. ágúst Sléttugangan20. ágúst Sögudagar á Sturlungaslóð20. ágúst Sveitasæla – Skagafjörður26.-28. ágúst Tónlistarhátíð – Hólar26.-27. ágúst Akureyrarvaka3. sept. Jökulsárgljúfur að austan – gönguferð Norðurslóðar27. sept. Stóðréttarhátíð – Laufskálarétt1. okt. MATUR-INN – Akureyri

Nánar á www. nordurland.isHeimild: Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi

Norðurland - nýjungar í ferða-þjónstu og samgöngubyltingar

Menningarhúsið Hof á Akureyri hefur vakið verðskuldaða athygli í vet-ur.

Heimskautagerðið við Raufarhöfn er farið að taka á sig mynd.

Selasetur á Hvammstanga og selaskoðunarstaði á Vatnsnesi er gaman að heimsækja.

Fimmtán golfvellir eru á Norður-landi.

Page 23: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 23

www.fi.isSKRÁÐU ÞIG INN – DRÍFÐU ÞIG ÚT!

Ferðafélag Íslands Fjölbreytt starFsemi í yFir 80 ár

Líf og fjör í starfseminniFerðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur það markmið að hvetja landsmenn til að ferðast og fræðast um landið. Áhugi á gönguferðum, fjallgöng-um og útiveru hefur aldrei verið meiri og er mikið líf og fjör í starfseminni.

Allir finna eitthvað við sitt hæfiFerðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferðaflóru fé-lagsins er að finna allt frá söguferðum um grösugar sveitir til erfiðra jöklaferða. Í ferða áætlun félagsins geta flestir fundið eitt hvað við sitt hæfi. Á 82 árum hefur Ferðafélagið efnt til meira en 8.500 ferða með yfir 200.000 þátttakendum.

Öflug útgáfustarfsemiÞað eru allir velkomnir í Ferðafélagið og njóta félags menn sér kjara, bæði í ferðum, skálum og í fjölda verslana. Auk þess fá allir félagsmenn ár­bókina senda heim á hverju ári og er það hluti af árgjaldinu. Árbókin er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Auk árbókanna hefur Ferðafélag Íslands staðið að útgáfu handhægra fræðslu­ og upp lýsingarita um ferðamál, þjóðfræði og sögu lands hluta.

Sjálfboðastarf í góðum félagsskapFélagsstarfið hefur í gegnum tíðina einkennst af miklu sjálfboða starfi. Félagar hafa unnið að bygginga framkvæmdum, farið vinnu ferðir í skála eða í frágangsferðir, stikað og unnið að upp byggingu göngu leiða, unnið við brúargerð og margt fleira. Í staðinn hafa þeir fengið fríar ferðir, fæði og félagsskap.

Samgöngubætur og uppbygging svæðaFélagið hefur unnið markvisst að samgöngu­bótum, lagt akvegi og brúað ár. Það hefur haft samstarf við sveitarfélög um landgræðslu, náttúru vernd og uppbyggingu svæða eins og t.d. í Landmanna laugum, á Þórsmörk og Emstrum.

Sæluhúsin standa öllum opinSæluhús Ferðafélags Íslands og deilda félagsins úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferða­lagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 37 stöðum víðs vegar um landið og getur allur al menning ur nýtt þau óháð aðild að félaginu.

Page 24: Ævintyralandid Island 2011

24 | ÆVINT†RALANDI‹

„Við erum að setja upp lands-mót við aðstæður sem ekki eru þekktar og þar af leiðandi vitum við ekki hvort einhver áhrif verða á aðsókn að mótinu vegna þess að því var frestað með svo stuttum fyrirvara í fyrra. Ef hins vegar er miðað við þá miklu sölu á aðgöngumiðum sem hefur verið í forsölu þá hef ég ekki ástæðu til annars en vera bjartsýnn á að gestir móts-ins verði margir. Við forsvars-menn landsmóts yrðum mjög ánægðir með 8-10 þúsund manns,“ segir Haraldur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna en mótið verður haldið á Vindheimamel-um í Skagafirði í sumar. Sem kunnugt er var mótinu aflýst í fyrra í kjölfar hrossaflensunnar sem þá herjaði en þráðurinn var fljótt tekinn upp að nýju í undir-búningi miðað við að mótið fari fram nú í sumar.

19. landsmótiðLandsmót hestamanna á Vind-heimamelum 2011 er hið 19. í röðinni. Landsmót hafa verið haldin fimm sinnum áður á keppnissvæðinu á Vindheima-melum, þ.e. árin 1974, 1982, 1990, 2002 og 2006. Landsmót var í fyrsta sinn haldið hér á landi á Þingvöllum og allar göt-ur síðan hefur þetta verið einn stærsti íþróttaviðburður landsins.

„Auðvitað hafði mikill undir-búningur farið fram þegar mótinu var aflýst í fyrra og að einhverju leyti nýtist hann. Samt sem áður þarf að fara að nýju

yfir alla þætti sem mótið snerta þannig að segja má að allur undirbúningur sé með hefð-bundnum hætti,“ segir Haraldur Örn en fyrir mótið í fyrra var tekin ákvörðun um að bjóða fé-lögum innan Landssambands hestamannafélaga og Bænda-samtaka Íslands forsölu á mið-um á mótið á afsláttarkjörum. Þessari nýbreytni hefur verið mjög vel tekið og strax nú undir vorið voru hjólhýsastæði á móts-svæðinu nánast fullbókuð.

„Ef við eigum að taka mið af áhuga á forsölu miða þá hef ég ekki mjög miklar áhyggjur af að-sókninni en við vitum líka af reynslunni að það spila margir þættir inn í þetta, svo sem þró-un eldsneytisverðs, ekki síður en umræður um verkföll sem hafa verið nú í vor og svo er það auðvitað stóri þátturinn;

veðrið. En Skagfirðingar lofa góðu veðri meðan á mótinu stendur þannig að það er klapp-að og klárt. Með öðrum orðum eru margir þættir sem spila inn í mótshaldið sem við getum ekki haft áhrif á. Samt ég er mjög bjartsýnn,“ segir Haraldur Örn.

Fleiri gæðingar en nokkru sinniEftir hina skæðu hrossapest í fyrra má segja að gæðingar landsins séu nú orðnir við hesta-heilsu og Haraldur Örn lofar að mótið endurspegli gæðin í keppnishrossunum. „Vegna þess að mótinu var aflýst í fyrra þá er úr enn stærri hópi keppnis-hrossa og kynbótahrossa að velja þegar kemur að baráttunni um að komast inn á landsmótið. Ég er því alveg viss um að gæði hrossanna verða mjög mikil á

Vindheimamelum í sumar og að þau muni gleðja augu keppenda og gesta mótsins. Íslensk hesta-mennska er í stöðugri þróun og manni kemur alltaf jafn mikið á óvart hversu miklar framfarir við sjáum milli móta. Vilji fólk sjá það allra besta í hestamennsk-unni og gæðinga í allra fremstu röð þá ætti það að leggja leið

sína á Vindheimamela í sumar,“ segir Haraldur Örn.

Landsmót hestamanna á Vindheimamelum stendur í eina viku. Það hefst með forkeppn-um sunnudaginn 26. júní en nær hápunkti helgina á eftir, 2. og 3. júlí.

www.landsmot.is

Framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna á Vindheimamelum segir aldrei hafa verið úr jafn öflugum hópi keppnis- og kynbótahrossa að velja inn á mótið.

N O R Ð U R L A N D N O R Ð U R L A N D

Hvalasafnið á Húsavík er undraheimur þar sem erað finna beinagrindur af mörgum tegundum hvala og

heillandi upplýsingar um þessi stærstu dýr jarðar.

Húsavík er stærsti hvalaskoðunarstaður landsins og tilvalið að svala for-vitni sinni um þessi stófenglegu spendýr með því að sækja Hvalasafnið

heim. Í inngangssal safnsins er verslun þar sem boðið er upp á ýmsar vörur sem tengjast hvölum og hafinu. - Léttar veitingar eru einnig í boði.

Opið árið um kring 10-17Júní, júlí og ágúst: Alla daga 9:00-19:00

AðgangseyrirFullorðnir: 1.200 kr.

Börn (6-14 ára): 500 kr.Hópar (+10): Fullorðnir: 900 kr., börn: 350 kr.

Yfir 200.000 manns hafa heimsótt Hvalasafnið frá stofnun þess og við hlökkum til að taka á móti enn fleiri gestum.

Hafnarstétt 1, 640 HúsavíkSími 414 2800

www.whalemuseum.isVerið velkomin!

Hvalasafniðá HúsavíkSpennandi staður fyrir alla fjölskylduna

Landsmót hestamanna í lok júní:

Gæðingar og gæðaknapar á Vindheimamelum

Hjá fyrirtækinu Sjávarleðri á Sauðárkróki er á skemmtilegan hátt tengd saman iðnaðarfram-leiðsla og ferðaþjónusta. Fyrir-tækið sútar skinn úr fiskroði og er hið eina sinnar tegundar í Evrópu. Framleiðslan hefur enda vakið mikla athygli, ekki aðeins hér á landi heldur ekki síður á sýningum erlendis. Fiskleðrið hefur einnig heillað hönnuði heimsþekktra vörumerkja á borð

við Prada, Dior og Nike. Vegna ásóknar almennings í að koma í verksmiðjuna til að skoða og kaupa skinn og fá að sjá hvernig þau verða til í sútuninni var tek-in ákvörðun um að setja upp Gestastofu sútarans í fyrrasumar.

„Fólk kom í stöðugt auknum mæli hingað inn á skrifstofuna til að spyrja um skinn og fram-leiðsluna og þá ákváðum við að stíga skrefið til fulls. Úr varð

Gestastofa sútarans þar sem hægt er að kaupa skinn frá okk-ur, framleiðsluvörur úr skinnum og fá einnig upplýsingar um vöruna frá fyrstu hendi. Síðan stendur fólki til boða að fá fræðsluferð um verksmiðjuna gegn vægu gjaldi. Við fengum til okkar 4-5 þúsund manns í fyrra-sumar og sú aðsókn kom okkur skemmtilega á óvart,“ segir Sig-ríður Káradóttir sem á heiðurinn að hugmyndinni um Gestastofu sútarans. Sigríður hefur starfað hjá Sjávarleðri um nokkurra ára skeið.

Fiskroðið vekur eftirtekt„Fólki þykir mjög fróðlegt að sjá allan ferilinn, sjá hvernig varan kemur til okkar frosin og hrá en

út koma síðan hin fjölbreytileg-ustu skinn sem síðan eru notuð í alls kyns handverksvörur. Auk þess að vinna leður úr fiskroði erum við með vinnslu á mok-kaskinnum, langháragærum, skrautskinnum, leðri úr lambs-skinnum og svo mætti áfram telja. Allt er þetta hægt að kaupa í versluninni hjá okkur,“ segir Sigríður en reynslan hefur verið sú að um helmingur gesta Gestastofu sútarans fer í skoð-unarferð um verksmiðjuna. „Það á ekki síst við um karlmennina. Þeir eru mjög áhugasamir um að sjá hvað gerist í vinnslunni,“ segir Sigríður en auk þes að vinna úr gærum er einnig stór gærusöltunarlína hjá Loðskinni þar sem gærur eru saltaðar til útflutnings.

„Fiskroðið er það sem kemur fólki hvað mest á óvart, enda sér fólk ekki fyrr sér þegar það meðhöndlar fiskroð að úr því sé hægt að gera sterkt leður. Blæ-brigðin í fiskroðinu gera þetta hráefni líka mjög fjölbreytt og það hefur sýnt sig að fiskroðið er notað í alls kyns hönnun og framleiðslu,“ segir Sigríður.

www.sutarinn.is

Mikil ásókn er í að fá að sjá hvernig sútun á skinnum fer fram og ekki hvað síst vekur það áhuga fólks hvernig fiskroð verður að leðri.

Sjávarleður á Sauðárkróki:

Sútunarfyrirtæki í ferðaþjónustu

Framleiðsluvörur úr sjávarleðri. Heimsþekktir framleiðendur á borð við Prada, Nike og Dior hafa heillast af leðrinu úr fiskroðinu.

Page 25: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 25

Skagafjörðurfyrir stóra sem smáa!

PREN

T eh

f.

SparkvellirFlottir sparkvellir eru á Sauðárkróki, Hofsósi, Hólum og Varmahlíð.

Sundlaugar og heitir pottar eruá Sauðárkróki, á Hofsósi,í Varmahlíð, á Hólum, á Bakkaflöt, Steinsstöðum og Sólgörðum.

SandfjörurÁ Borgarsandi við Sauðárkrók er allt fullt af sandi sem gaman er að leika í.

Dorg & veiðiÞú getur auðveldlega krækt í marhnút á bryggjunni og silung í fjörunni – björgunarvesti eru til útláns við Sauðárkrókshöfn.

Á hestbakiAllir geta fundið hestaferðir við sitt hæfií Skagafirði.

RaftingFlúðasiglingar eiga vaxandi vinsældum að fagna, enda sameinar slík ferð frábæra skemmtun, spennu og ferðalag um einstök náttúruundur.

FuglaskoðunÍ Skagafirði er fjölbreytt fuglalíf, t.d hafa hátt í 50 tegundir flækinga sést í Skagafirði á undanförnum árum.

Svo miklu meiraFjölmargt annað er hægt að gera sér til afþreyingar og skemmtunar í Skagafirði en hægt er að nálgast upplýsingar um það á www.visitskagafjordur.is

RólóÍ Skagafirði eru margirskemmtilegir róluvellir.

Upplýsingamiðstöð ferðamála á Norðurlandi vestra :: Varmahlíð :: & 455 6161 :: [email protected] :: visitskagafjordur.is

www.visitskagafjordur.is

N O R Ð U R L A N DFiskidagurinn mikli og fjallgöngur í gönguviku:

Fjölbreyttir valkostir í Dalvíkur byggð „Fiskidagurinn mikli er sem fyrr hápunkturinn í ferðaþjónustunni hjá okkur í sumar en til viðbótar öllu því sem þeirri helgi tengist þá er fjöldamargt skipulagt í sumar og stöðugt að bætast við flóruna,“ segir Margrét Víkings-dóttir, upplýsingafulltrúi Dalvík-urbyggðar.

Og það eru orð að sönnu. Fiskidagurinn mikli verður hald-inn hátíðlegur þann 6. ágúst með tilheyrandi stórviðburðum dagana á undan á borð við fiski-súpukvöld og fiskidagshlaup og fleira. Lokapunktur Fiskidagsins mikla verður að vanda flugelda-sýning við Dalvíkurhöfn sem jafnan hefur verið glæsileg.

„Vinsældir gönguvikunnar hér í Dalvíkurbyggð hafa stöðugt aukist og hún verður á sínum stað dagana 24. júní til 3. júlí. Dagskrárliðir gönguvikunnar endurspegla fjölbreytileikann í útivist á Tröllaskaganum en af mörgum dagskrárliðum má vekja athygli á göngu á hið tign-arlega einkennisfjall Svarfaðar-dals, Kerlingu, auk þess sem einnig verður farið að steinbog-anum við Gljúfrárjökul og geng-ið á hinn 1445 metra háa Dýja-fjallshnjúk,“ segir Margrét.

Viðburðaríkt sumar í BergiTvö ár verða í sumar liðin frá opnun Menningarhússins Bergs á Dalvík og er það nú þegar orðinn miðdepill í menningar og miðbæjarlífi Dalvíkur. „Kaffihús-ið í Bergi er mjög skemmtilegur viðkomustaður í heimsókn til Dalvíkur en við munum bjóða upp á margt mjög áhugavert fyr-ir ferðamanninn í sumar. Þar má nefna sýningu á málverkum heimamannsins Brimars, mynd-listarsýningu Bergþórs Morthens og Paul Lajeunnes, ljósmynda-sýningu Jóns Þ. Balvinssonar og fleira. Síðan verður klassíska tón-listarhátíðin Bergmál haldin ann-að árið í röð í vikunni fyrir Fiski-daginn mikla, tónleikar Rann-veigar Káradóttur verða þann 19. júlí og Tangó fyrir lífið með Kristjönu Arngrímsdóttur þann 5. ágúst. Og loks ætlum við reyna að brydda upp á viðburðum í Bergi í hádeginu alla föstudaga í sumar þannig að þeir sem leggja leið sína í Dalvíkurbyggð ættu ekki að láta Berg framhjá sér fara,“ segir Margrét.

Fjölbreytnin okkar aðalsmerki„Afþreying fyrir ferðafólk er fjöl-breytt hjá okkur og má þar nefna Byggðasafnið Hvol, Hestaleiguna í Hringsholti sem býður upp stutta reiðtúra um Svarfaðardal og hvalaskoðunar- og sjóstangveiðifyrirtæki sem bæði sigla frá Dalvík og Hauga-

nesi. Við höfum hér fyrirtæki sem býður upp á skotbolta, golfvöll og síðast en ekki síst siglir ferjan Sæfari héðan frá Dalvík til Grímseyjar. Fyrir utan gönguvikuna er svo hægt að fá leiðsagnir hér upp um fjöll og firnindi með reyndu leiðsögu-fólki. Og loks er svo að nefna gistingu sem stöðugt er að aukast hér á svæðinu, bæði með auknu hótelrými og smærri gist-ingu. Fjölbreytileikinn er því okkar aðalsmerki,“ segir Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi.

www.dalvikurbyggd.is

Skoða má ísbjörn á Byggðasafn-inu Hvoli á Dalvík.

Mannhaf og fiskur í aðalhlutverki á Fiskideginum mikla.

Gengið á Sólarfjall í gönguviku og beðið ólýsanlegrar kvöldsólarfegurðar Eyjafjarðar.

Page 26: Ævintyralandid Island 2011

26 | ÆVINT†RALANDI‹

N O R Ð U R L A N D

Sjómannadagshátíð Ólafsfirði3. - 5. júní

Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins25. júní

Blúshátíð í Ólafsfirði1. - 2. júlí

Þjóðlagahátíð á Siglufirði6. - 10. júlí

Strandmenningarhátíð(Sail Húsavík) Siglufirði

17. - 23. júlí

Nikulásarmót í Ólafsfirði15. - 17. júlí

Síldarævintýri á Siglufirði29. júlí - 1. ágúst

Pæjumót á Siglufirði5. - 7. ágúst

Berjadagar í Ólafsfirði12. - 14. ágúst

2011

www.fjallabyggd.is

Þjónustumiðstöðin á Hveravöll-um við Kjalveg er einn af fjöl-förnum áningarstöðum á vest-urhálendi landsins. Hveravellir eru við Kjalveg, milli Langjökuls og Hofsjökuls og flestir þeir sem velja þessa leið milli Norður-lands og Suðurlands hafa þar viðkomu á för sinni.

Á Hveravöllum er eitt af feg-urri hverasvæðum jarðar með

gufuhverum, leirhverum og formfögrum hverum með himin-bláu sjóðheitu hveravatni. Ein-stakt er að skoða sig þar um, hvert heldur er vetur eða sumar. Ferðamenn hafa gjarnan viðdvöl á Hveravöllum og skoða staðinn en nýta sér jafnframt þá þjón-ustu sem þar er í boði.

„Hér kemst fólk í salernisað-stöðu og að sjálfsögðu er nota-legt að bregða sér í heita laug-ina hjá okkur og njóta útsýnisins á hvíta jöklana,“ segir Gunnar Guðjónsson, umsjónarmaður Hveravalla. Auk snyrtiaðstöð-unnar er í boði gisting fyrir um 50 manns í svefnpokaplássi á Hveravöllum og matsala var opnuð á staðnum árið 2009. Gunnar segir gesti Hveravalla bæði innlenda sem erlenda ferðamenn sem annað hvort ferðast á eigin bílum eða í hóp-ferðabílum. Þá hafa áætlunarbif-reiðar á Kjalvegi daglega viðdvöl á Hveravöllum yfir sumartímann.

„Náttúrufegurð staðarins er mikil og í næsta nágrenni eru áhugaverðar gönguleiðir og

staðir til að skoða. Þar má nefna Kjalhraun, sem er er gríðarmikil hraundyngja skammt frá Hvera-völlum og ná hraunin að hvera-svæðinu. Í heild þekur hraunið um 180 ferkílómetra og má um það velja fjölmargar stórbrotnar gönguleiðir, svo sem að gígnum sem er hringlaga og um 900 metrar í þvermál. Kjalhraun myndaðist í gríðarmiklu eldgosi fyrir um 8000 árum.

Fyrir utan Kjalhraunið má nefna gönguleiðir á Rjúpnafell, Kjalfell og Hrútfell. Einnig um Þjófadali og að Langjökli. Hægt er að panta leiðsögn jafnt á Hrútfell sem Langjökul fyrir þá sem áhuga hafa á gönguferð á jökli,“ segir Gunnar en hátt í 30 þúsund manns koma á Hvera-völlum á ári.

„Ég vænti þess að ferða-mönnum fjölgi hjá okkur í sum-ar í samræmi við aukinn fjölda erlendra ferðamanna sem útlit er fyrir að komi til landsins í sum-ar.“

www.hveravellir.is

Fátt er betra en að njóta sólar og útsýnis í lauginni á Hveravöllum.

Í ár verður í fyrsta sinn efnt til Grímseyjardags og verður hann þann 28. maí. Liður í þessari dagskrá verður sýning á bjarg-sigi en einnig verður kríueggja-leit, ratleikur, boðið upp á sigl-ingu og fleira. Loks verður botn sleginn í dagskrána með glæsi-legu sjávarréttahlaðborði í félagsheimilinu að kvöldi Gríms-eyjardagsins en allar konurnar í eynni koma þá með sinn sjávar-rétt og úr verður hið glæsileg-asta veisluhlaðborð. Og þar á eftir verður síðan bítlaball sem standa mun fram eftir nóttu.

Ferðamannastraumurinn til

Grímseyjar hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum, bæði inn-lendir sem erlendir ferðamenn. Hægt er að fara til eyjarinnar með tvennum hætti, annað hvort með ferjunni Sæfara frá Dalvík eða með flugi Flugfélags Íslands frá Akureyri. Margir ferðamenn velja þann kost að hafa sólarhringsviðdvöl í eynni og fara þannig aðra leiðina með ferjunni og hina með flugi.

Fyrir utan þá upplifun sem er að fara til Grímseyjar, geta státað af því að hafa komið á heim-skautsbaug og skoða alla þá skemmtilegu náttúru sem er að

sjá í eynni þá er talsverð þjón-usta við ferðafólk í Grímsey. Til að mynda veitingastaðurinn Krí-an, gistiheimilin Gullsól og Bás-

ar, minjagripasalan Gallerí Sól sem selur handunnar vörur eftir Grímseyjarkonur og loks er að geta matvöruverslunar og hinnar

fínu innisundlaugar Grímsey-inga.

Vert er einnig að skoða Grímseyjarkirkju sem byggð var árið 1867 en hún var stækkuð og endurbætt árið 1932. Altaris-tafla kirkjunnar er gerð af Arn-grími Gíslasyni á Völlum í Svarf-aðardal árið 1878 og er hún eft-irmynd af verki eftir Leonardo da Vinci.

Og fyrir þá fróðleiksfúsu þá er Grímsey nefnd eftir Grími bónda í Grenivík sem talið er að hafi fyrstur manna reist sér bú í eynni á tólftu öld. Hann var sagður bróðir Kolbeins sem Kol-beinsey er kennt við.

Mikill fjöldi huldufólks er sagður eiga sér bústaði í Gríms-ey og Nónbrík hýsi kirkju þeirra. Í Prestaskvompu er hellir sem gengur í gegnum Grímsey þvera. Sagan segir að prestur einn hafi farið í rannsóknarferð inn hellinn á báti ásamt 4 mönn-um öðrum. Aldrei hafa prestur né fylgdarmenn hans skilað sér til baka.

www.grimsey.is

Bjargsig og eggjatínsla verða í sviðsljósinu á Grímseyjardeginum í lok maí. Mynd: Friðþjófur Helgason.

Tugþúsundir heim-sækja Hveravelli

Grímseyjardagur í fyrsta sinn

Heimilisfang:Reykjagata 6 við Reykjaskóla500 StaðurSími: 451 0040Netfang: [email protected]

Opnunartímar:Sumar: 1. júní-31.ágúst frá kl.10.00-18.00Vetur: Þri.-fim. 9.30-12.30. Lokað í desem-ber, önnur opnun eftir samkomulagi. Þjónustugjald: 800 kr fyrir fullorðna, hópar 10+ 500 kr. Frítt fyrir börn yngri en 16.

Byggðasafn Húnvetninga og strandamanna gPs: 65°15´16,69´n, 21°06´27,64´W

Byggðasafn Húnvetninga og strandamanna gPs: 65°15´16,69´n, 21°06´27,64´W

Address:Reykjagata 6 by ReykjaskóliIS 500 StaðurTel: (+354) 451 0040e-mail: [email protected]

The Folk museum Byggðasafn Hún-vetninga- og Strandamanna welcomes you! It was founded fifty years ago and contains a precious collection of rare ob-jects displaying local history and culture.The museum is owned by local authori-ties in the Húnaflói area. On display are number of famous old boats and ships amongst them the famous shark ship Ófeigur from Ófeigs-fjörður. Oil from the sharks was used to light up streetlamps in Europe before the age of electricity.

We also show inside the museum the way Icelanders used to live by dispalying the living arrangements inside an old house named

Syðsti-Hvammur which used to be near Hvammstangi.

Many more numerous spectacular pieces can be found inside the mu-seum from the late nineteenth to the early twentieth century. We are working on changing and updating the display so

please come and visit an evolving museum.You can fish trout, cod and haddock on the

seashore near the museum and even rent fishing gear if you are interested.

New and exciting crafts from the local commu-nity will be on sale at the museum and restaurant on site.

Byggðasafn Húnvetninga- og Strandamanna býður ykkur velkomin í heimsókn. Safnið er í eigu sveitarfélaga við Húnaflóa og var stofnað fyrir fimmtíu árum síðan. Á safninu er margt einstakra muna sem geyma sögu og menningu byggðalagsins. Þar er fjöldi merkra báta og skipa og ber þar hæst hákarlaveiðiskipið Ófeig úr Ófeigsfirði á Ströndum. Einnig er inni á safninu baðstofa frá Syðsta-Hvammi við Hvammstanga auk fjölda fallegra og merkra muna sem tengjast lífinu til sjávar og sveita frá seinni hluta nítjándu til fyrri hluta tuttugustu aldar.

Verið er að endurnýja sýningar og vinna að breytingum á safninu og verður spennandi að fylgjast með því sem þar fer fram á næst-unni. Komið því endilega við og fylgist með lífinu á safninu okkar.

Hægt er að draga fram veiðistangir og veiða silunga, þorsk og ýsu við fjöruborðið eða leigja þær á safninu.

Nýtt og spennandi handverk úr heimabyggð verður til sölu á safninu og veitingasala á staðnum.

Velkomin á safn í sókn!

Opening hours Summer: June 1st - August 31st daily 10.00-18.00Winter: Tue-Thu 9.30-12.30. Closed in December, on other occasions by agreement.Admission: Adults ISK 800, Groups 10+ ISK 500.Free for children under 16 years of age.

Page 27: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 27

3 nætur á 39.000 kr. 5 nætur á 49.000 kr.

Gisting fyrir 2 í tveggja manna her bergi með baði ásamt morgunverði.

Gildir frá maí til september.

Bókanlegt í síma 562 4000 eða á [email protected]

Bókaðu núna í síma 562 4000

www.fosshotel.is

FOSSHÓTEL / SIGTÚN 38 / 105 REYKJAVÍK / SÍMI: 562 4000

FAX: 562 4001 / E-MAIL: [email protected]

SumartilboðFosshótela!

ALLT KLáRTFYRIR þÍNA Heimsókn

Page 28: Ævintyralandid Island 2011

28 | ÆVINT†RALANDI‹

G R Æ N L A N DE I N S T Ö K Æ V I N T Ý R A F E R Ð

- V E R Ð F R Á 3 6 8 . 0 0 0 K R . *

UPPLIFÐU UNDUR

Í 8 D A G A F E R ÐSCORESBYSUNDS

Á SKONNORTUNNI HILDIFRÁBÆR AÐSTAÐA UM BORÐ

Innifalið: Flug, flutningur að skútu, gisting, uppábúinrúm og handklæði, matur, leiðsögn og óáfengir drykkir.

*

Brottfarir 2011: 20. - 27. ágúst (eingöngu 8 sæti laus) 27. ágúst - 3. september (eingöngu 3 sæti laus)

WWW.NORDURS IGL ING. [email protected] SÍMI: 464 7265

N O R Ð U R L A N D N O R Ð U R L A N D

Á hverju ári streyma ríflega 20.000 gestir um sali Hvalasafnsins á Húsavík, en í 1.600 fermetra sýningarrými er að finna beinagrindur af mörg-um tegundum hvala og heillandi upplýsingar um þessi stærstu dýr jarðar.

Hvalveiðar frumbyggja í KanadaÞegar blaðamaður Ævintýra-lands ræddi við Hermann Bárð-arson, framkvæmdastjóra Hvala-safnsins, var hann önnum kafinn við að setja upp ljósmyndasýn-ingu sem fjallar um hvalveiðar frumbyggja í Kanada. „Ljós-myndarinn Jonathan Harris heimsótti samfélag frumbyggja í Vestur-Kanada og notaði tæki-færið til að láta hlutlaust auga myndavélarinnar lýsa hvalveið-um þeirra. Hann dvaldi þar í viku og tók ljósmynd á 5 mín-útna fresti til að ná öllu ferlinu og andrúmsloftinu í kringum veiðarnar og úr varð spennandi sýning sem spannar allt ferlið; undirbúninginn, veiðina, hvern-ig hvalurinn er dreginn upp á ís-inn og hlutaður í sundur,“ segir Hermann en í samfélagi frum-byggjanna taka allir þátt í veið-inni, karlar og konur á öllum aldri. „Þetta er töluvert ólíkt hvalveiðunum hér, og við vörp-um fram þeirri spurningu hvort hvalveiðar eigi rétt á sér undir ákveðnum kringumstæðum. Í vestrænum samfélögum er fæðu öflun orðin svo mikil verk-smiðja. Allt þetta menningarlega og uppeldislega kringum ferlið er fallið svo mikið í burt hjá

okkur, en frumbyggjarnir hafa það ennþá. Það er mikilvægt að endurheimta það og við teljum okkur geta lært mikið af frum-byggjunum.“

Frá Skjálfandaflóa til GrænhöfðaeyjaHermann segir viðbrögð gesta Hvalasafnsins vera jákvæð, en með fræðslu og þekkingaröflun um hvali og lífríki þeirra eykur safnið á fræðslugildi hvalaskoð-unarferða sem farnar eru frá Húsavík og víðar. „Við erum í góðu sambandi við hvalaskoð-unarfyrirtækin hér á svæðinu, enda spilar þetta vel saman. Starfsfólk safnsins hefur einnig aðstöðu um borð í hvalaskoðun-arbátum Norðursiglingar til að

safna gögnum um hvali og höfr-unga, og daglega fer starfsmaður okkar og skráir upplýsingar um þær mismunandi tegundir sem sjást í flóanum,“ segir Hermann en Hvalasafnið hefur lagt stund á sjálfstæðar rannsóknir til að auka þekkingu á hvölum í Skjálfanda frá 2001.

„Ljósmyndasafnið okkar geymir myndir af um 150 ein-stökum hnúfubökum, en sumir þeirra hafa verið myndaðir á öðrum stöðum við Ísland og víðar. Á síðasta ári fréttum við frá College of the Atlantic í Maine, BNA, að einn af hnúfu-bökunum úr Skjálfandaflóa hafi sést við Grænhöfðaeyjar í Norð-vestur Afríku. Þetta eru frábærar fréttir en íslenskir hnúfubakar

hafa ekki sést áður á mökunar-svæðum nálægt miðbaug, og sýnir þetta okkur hversu nyt-samleg ljósmyndagreiningin er,“ segir Hermann að lokum og bendir þeim sem eiga myndir af

hvölum og höfrungum við Ís-landsstrendur á að senda safn-inu þær í vefpósti á [email protected].

www.whalemuseum.is

Á sveitasetrinu Gauksmýri í Línakradal í Húnaþingi vestra er rekin náttúru- og hestatengd ferðaþjónusta, þar sem í boði er gisting, veitingasala og ýmis konar afþreying.

„Við lítum ekki á Gauksmýri sem eiginlegt hótel, jafnvel þó að gæðin séu þau sömu og á hefðbundnum hótelum,“ segja Jóhann Albertsson og Sigríður Lárusdóttir, gestgjafar á Gauks-mýri. „Við leggjum höfuðáherslu á að Gauksmýri er fyrst og fremst bóndabýli, að hér sé fólk

komið út í sveit. Þannig á upp-lifunin að vera.“

Meginþemað er íslenski hesturinnÁ Gauksmýri eru hrossin sann-arlega í forgrunni, hvar sem litið er. Jóhann og Sigríður stunda hrossarækt, auk þess að bjóða upp á útreiðartúra, reiðkennslu fyrir börn og unglinga og fræðslu um hesta og hesta-mennsku. Innandyra blasir síðan við handverk eftir Sigríði þar sem meginþemað er íslenski hesturinn. Gauksmýri er því með sanni staður með stíl.

Þau Jóhann og Sigríður bjóða upp á eins og hálfrar klukku-stundar hestaferðir fjórum sinn-um á dag, allt sumarið. Lagt er úr hlaði dag hvern kl. 10, 13, 16, og 18. Áhugasamir þurfa ekki annað en að mæta í hentugum klæðnaði því á Gauksmýri er allt það að finna sem þarf til útreið-ar og hestamennsku. Þar er einnig boðið upp á hestasýning-ar og kynningu á íslenska hest-inum en slíkt þarf þó að panta með fyrirvara.

Umhverfisvæn ferðaþjónustaÞau Jóhann og Sigríður leggja áherslu á að reka náttúrutengda og -væna ferðaþjónustu og hafa

látið sig umhverfismál mjög varða. Þau aðhyllast umhverfis-stefnu ferðaþjónustu bænda og hlutu umhverfisvottun frá Green Globe árið 2009 og starfa mjög í þeim anda. Þau hafa m.a. hlúð vel að nánasta umhverfi Gauks-mýrar, endurheimt votlendi í Gauksmýrartjörn og plantað trjám.

Á Gauksmýri er einnig vegleg veitingasala sem þau Jóhann og Sigríður segja sömuleiðis í takti við umhverfisstefnuna. „Við reynum eftir fremsta megni að nota hreinar og hollar afurðir, auk þess sem við notum hráefni héðan úr héraði eftir því sem við verður komið. Gróðurhús er á staðnum og á sumrin reynum við að bjóða gestum sem mest

af heimaræktuðu grænmeti. Mest allt brauð er heimabakað, hér er hrökkbrauð frá Hvamms-tanga og svokallaðir Sæluostar sem eru ferskostar frá Jörva í Víðidal.“

Veglegt grillhlaðborðÁ sumrin er boðið upp á veglegt grillhlaðborð á Gauksmýri, þar sem á borðum er einfaldur, góð-ur og vel útilátinn matur. Dag-lega eru grillaðar fjórar tegundir af kjöti og ein fisktegund, auk grænmetis, frá kl. 19-21:30. Að sögn Jóhanns og Sigríðar er hrá-efnið á grillið sömuleiðis úr hér-aði ef tök eru á.

Í nágrenni Gauksmýrar eru fjölmargar gönguleiðir, auk þess sem margt er að sjá í Húnaþingi, s.s. Vatnsnes, Hvítserk og Borg-arvirki. Þar eru líka mestu sela-látur Evrópu. Jóhann og Sigríður segja Húnaþing vera falinn fjár-sjóð í íslenskri ferðamennsku. „Vegirnir í Húnaþingi eru beinir og breiðir og margir hafa freist-ast til að aka hratt og örugglega í gegnum svæðið. En hér eru einar helstu perlur íslenskrar náttúru og það verður enginn svikinn af því að eyða hér tíma. Og það er alltaf heitt á könn-unni á Gauksmýri.“

www.gauksmyri.isGestgjafarnir á Gauksmýri hafa hlúð vel að nánasta umhverfi, m.a. endurheimt votlendi og plantað trjám.

Gestum á Gauksmýri á að líða eins og þeir séu komnir út í sveit, en ekki endilega á hóteli.

Sveitasetrið Gauksmýri í Húnaþingi:

Staður með stíl

Hvalveiðar frum-byggja í brennidepli

Hvalasafnið á Húsavík.

Page 29: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 29

N O R Ð U R L A N D

„Það er engin spurning að Héð-insfjarðargöngin gjörbreyta ferðamannastraumnum hingað til Siglufjarðar. Við höfum séð það í vetur og ekki síst um páskana. Vonandi er þetta for-smekkurinn að því sem koma skal í sumar og því ánægjulegt að geta boðið ferðafólki upp á enn meiri fjölbreytni í veitinga-stöðum hjá okkur,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson sem, ásamt eiginkonu sinni Sigríði Maríu Róbertsdóttur, rekur veitinga-staðinn glæsilega, Hannes Boy, við Siglufjarðarhöfn.

Fyrirtækið Rauðka ehf. hefur undanfarin ár unnið að endur-byggingu á gömlum húsum við smábátahöfnina á Siglufirði fyrir veitingaþjónustu og fleira sem tengist þjónustu við ferðafólk. Í byrjun sumars í fyrra opnaði veitingastaðurinn Hannes Boy og var opinn fram á haust og hefur nú opnað dyr sínar aftur með nýjum matseðli.

Í júní 2011 mun Rauðka síðan opna kaffihús og bar í nýupp-gerðu húsi þar við hliðina. Það hús gengur undir nafninu Rauðka en auk kaffihússins verður í því rúmgóður veislusal-ur sem taka mun 150 manns í sæti og annar minni salur með sófasettum sem tekið getur um 40 manns í sæti. Auk þessara tveggja húsa hefur Rauðka opn-að gallerí í Bláa húsinu sem hýsa mun ýmsar listsýningar í sumar. Þar er einnig mjög góð aðstaða til fundarhalds og ann-arra viðburða.

„Þetta verkefni hefur gengið vonum framar það sem af er og mun taka á sig enn skemmtilegri mynd þegar við bætum við Kaffi Rauðku nú í sumar. Þá getum við sagt að við séum komin með heilsársgrundvöll fyrir veit-ingastarfsemina hjá okkur með

kaffihúsi, stórum veislusal og vönduðum veitingastað. Við bíð-um því spennt eftir sumrinu og að geta sýnt ferðafólki hvað við

erum að gera hér á Siglufirði,“ segir Finnur.

www.raudka.is

Veitingastaðurinn Hannes Boy var opnaður í fyrra.

Á Langanesi er hægt að komast í snertingu við ósnortna náttúru og fjölbreytt fuglalíf. Frá Ytra Lóni á Langanesi er upplagt að leggja upp í fjölbreyttar dags-ferðir en slaka á, njóta kyrrðar-innar og miðnætursólarinnar á kvöldin.

Mirjam Blekkenhorst rekur ferðaþjónustuna Ytra-Lón á Langanesi ásamt fjölskyldu sinni. Hún segir vaxandi áhuga á nátt-úrutengdri ferðaþjónustu og á Langanesi megi svo sannarlega komast í návígi við náttúruna. „Hér er hægt að komast í návígi við stórbrotna og ósnortna nátt-úru og forvitnilega sögu. Langa-nes er heill ævintýraheimur út af fyrir sig, sem tekur á sig ýmsar myndir, ekki síst yfir hásumarið þegar sólin aldrei sest,“ segir Mirjam.

Hún bendir á að óvíða sé fjölbreyttara fuglalíf en á Langa-

nesi. „Í dagsferðum út á Langa-nes má til dæmis fara að gríðar-miklum fuglabjörgum og komast í tæri við bjargfugl á borð við lunda og súlu, upplifa iðandi björgin og ærandi hávaðann. Dagsferð í Skálar á Langanesi er líka áhugaverð, en það er eyði-þorp með forvitnilega sögu. Víða á Langanesi eru eyðibýli

sem gefa gönguferðunum mikið gildi. Við Ytra Lón rennur Lónsá, hvar má kasta fyrir silung og hér er auk þess heitur pottur þar sem hvíla má lúin bein að lokn-um löngum degi. Gestir mega auk þess taka til hendinni við sveitastörfin óski þeir þess.“

Frá Langanesi er stutt í marg-ar aðrar náttúruperlur á Norð-

austurlandi. Í Þistilfirði er upp-lagt að ganga á Rauðanes, virða fyrir sér lundann og stórbrotnar bergmyndanir. Þaðan er auk þess stutt út á Melrakkasléttu, í Ásbyrgi, Hljóðakletta og Detti-foss.

www.visitlanganes.com

Miðnætursólin er hvergi fegurri en út við ysta haf. Á Langanesi er fjölbreytt fuglalíf í ósnortinni náttúru.

Stórbrotin náttúra og fjölbeytt fuglalíf á Langanesi:

Þar sem sólin aldrei sest

Rauðka ehf. bætir við veitingaaðstöðu sína við Siglufjarðarhöfn í sumar:

Héðins fjarðar göngin gjörbreyta ferðamannastraumnum

Hannes Boy við smábátahöfnina á Siglufirði setur mikinn svip á mið-bæjarsvæðið.

Page 30: Ævintyralandid Island 2011

30 | ÆVINT†RALANDI‹

N O R Ð U R L A N D N O R Ð U R L A N D

„Það er margt sem dregur ferða-menn að Hólum. Ekki hvað síst staðurinn sjálfur og saga hans, náttúran, Hóladómkirkja, Auð-unnarstofa, veitingastaðurinn Undir Byrðunni, sundlaugin og fornleifauppgröfturinn, svo dæmi séu tekin. Nýjasta viðbót okkar er síðan Sögusetur ís-lenska hestsins þar sem gestir geta á einum stað fengið innsýn í hversu náið samspil hefur ver-ið með íslensku þjóðinni og hestinum í gegnum aldirnar,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ferðaþjónust-unnar á Hólum í Hjaltadal.

Sýningin í aðalsýningarrými Söguseturs íslenska hestsins á Hólum var opnuð í fyrra og er uppi allt árið en á efri hæð set-ursins eru breytilegar sýningar milli ára. „Sögusýningin er mjög góð viðbót við það sem við höf-um hér á Hólum og hefur vakið mikla athygli eftir að hún var opnuð í fyrrasumar. Jafnvel þó fólk sé ekki í hestamennsku eða hafi áhuga á hestum sem slíkum þá er sýningin þannig upp byggð að allir hafa gaman af því skoða hana og hún veitir innsýn í það hvernig fólk lifði á öldum áður á Íslandi. Umhverfi sýning-arinnar er líka allt mjög raun-verulegt því hún er í gömlu hesthúsi, þarna er líka Theó-dórsstofa til minningar um Theódór Arnbjörnsson, fyrrver-andi hrossaræktarráðuaut, söðla-smíðaverkstæði er hluti af sýn-ingunni og þannig mætti áfram telja,“ segir Ingibjörg.

Biskupasýning og gönguleiðirGestir sem sækja Hólastað heim á ári hverju skipta tugum þús-unda. Mikill meirihluti þeirra skoðar Hóladómkirkju, Auðunn-arstofu og annað það sem teng-ist hinni merku sögu biskups-stóls á Hólum og skólastarfi á staðnum. Á sumrin er uppi sýn-ing í skólahúsinu um Hólabisk-upa en alls sátu 36 biskupar á staðnum, 23 í kaþólskum sið og 13 í lútherskum. Fyrstur þeirra var Jón Ögmundsson helgi sem tók vígslu árið1106.

„Hólahátíð í ágústmánuði er einn af hápunktum sumarsins hér á Hólum, auk margháttaðra annarra menningarviðburða sem efnt er til í kirkjunni og á staðn-um yfir sumartímann. Hér er líka hægt að skoða torfbæinn Nýja-bæ eða fara í gönguferðir í Hólaskógi,“ segir Ingibjörg og

vekur einnig athygli á sérstöðu veitingastaðarins Undir Byrðunni þar sem áhersla er lögð á mat-reiðslu sem tengist héraðinu.

Hvannasúpa er meðal sérkenna veitingastaðarins en segja má að hvönnin í súpuna sé fengin úr gömlum garði biskupsstólsins á staðnum. Boðið er upp á fjöl-breytta gistingu í íbúðum og or-lofshúsum auk tjaldsvæðis í Hólaskógi.

„Hólaskóli hefur staðið að út-gáfu vandaðra korta um göngu-leiðir á Tröllaskaga en hér í næsta nágrenni Hóla er einnig að finna fjölda skemmtilegra lengri sem skemmri gönguleiða. Við getum því sagt að ferða-menn hafi á staðnum úr mjög

mörgu að velja, allt frá náttúru- og söguskoðun yfir í afþreyingu og útivist. Og þeir sem það kjósa geta líka notið samverunn-ar með fjölskyldunni á tjaldstæð-inu okkar í Hólaskógi,“ segir Ingibjörg og væntir þess að um-ferð verði mikil í sumar. „Já, ég reikna með því. Ekki síst vegna þess að nú munu margir fara hringinn á Tröllaskaga með til-komu Héðinsfjarðarganga. Þá er tilvalið að koma við á Hólum.“

www.holar.is

Í Hrísey er hægt að upplifa ým-islegt og það eitt að sigla út í eyjuna er ævintýri. Við höfnina er handverkshúsið Perla þar sem hægt er að skoða og versla fal-legt handverk og listmuni. Þar byrjar líka útsýnisferð um eyjuna á dráttarvélavagni en þær ferðir eru í boði alla daga yfir sumar-tímann. Tekur hver ferð um 40 mínútur.

Linda María Ásgeirsdóttir hjá Ferðamálafélagi Hríseyjar, sem er áhugamannafélag heimafólks um uppbygginugu ferðaþjón-ustu í Hrísey, segir að sífellt bætist við fleiri valkostir í af-þreyingu og útivist í eynni. Hús Hákarla-Jörundar hýsir fróðlega sýningu um hákarlaveiðar við strendur Íslands fyrr á tímum, þar má einnig sjá sögu Hríseyjar í máli og myndum, þar er opið daglega yfir sumartímann. Eins konar byggðasafn Hríseyjar er í Holti, húsi Öldu Halldórsdóttur sem hún ánafnaði Hríseyjar-hreppi eftir sinn dag. Húsið er opið eftir samkomulagi.

„Síðan höfum við skemmti- legar gönguleiðir um alla eyj-una, merktar leiðir með upplýs-ingaskiltum á íslensku og ensku. Á þeim er hægt að fræðast um flóru og fánu, jarðfræði og sögu Hríseyjar. Einnig er búið að koma upp fuglaskoðunarhúsi við svokallaða Lambhagatjörn og fyrir ferðamenn er tilvalið að fara í það og sjá það sem fyrir augu ber. Í Hrísey verpa yfir 40 tegundir fugla þannig að sá hluti náttúrunnar er eitt af mörgu áhugaverðu hjá okkur,“ segir Linda og bendir síðan göngulún-um gestum á að Hríseyingar búa svo vel að eiga mjög nýlega og glæsilega sundlaug þar sem til-valið er að láta líða úr sér í heit-um potti eða að skella sér á veitingahúsið Brekku og fá sér eitthvað gott í gogginn.

Í Hrísey er starfrækt fyrirtæk-

ið Hrísiðn en þar eru framleidd-ar hrífur og einnig þurrkuð hvönn sem vex í eynni og notuð í náttúrulyf og fleira. Hríseyingar eru með hraustari mönnum og er það ekki síst hvannateinu frá Hrísiðn að þakka. Gaman er að kíkja þangað í heimsókn og skoða fyrirtækið. Harðfiskur er einnig framleiddur í Hrísey og ekki hægt að yfirgefa eyjuna án þes að smakka á honum.

Bláskeljarækt er stunduð við Hrísey og hægt er að panta ferð-ir með báti og fá fræðslu um ræktina og smakka á skelinni. Bláskelin er þannig orðin eitt af einkennkum Hríseyjar því dag-ana 15.-17. júlí n.k verður hin árlega Fjölskyldu- og skeljahátíð haldin í eyjunni.

www.hrisey.net

Bláskel, sund, fuglaskoðun, gönguleiðir og náttúruskoðun í Hrísey:

Perla Eyjafjarðar

Tugþúsundir heimsækja Hólastað á hverju ári.

Skoða má torfbæinn Nýjabæ á Hólum.

Samspili íslenska hestsins og þjóðarinnar eru gerð skemmtileg skil á sýn-ingu Söguseturs íslenska hestsins sem staðsett er á Hólum.

Hólastaður dregur að tugþúsundir ferðamanna á hverju ári:

Sögusýning íslenska hests-ins nýjasta viðbót staðarins

Hrísey.

Hús Hákarla-Jörundar hýsir sýn-ingu um hákarlaveiðar.

Útsýni inn Eyjafjörð er úr sund-laug Hríseyinga.

Page 31: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 31

N O R Ð U R L A N D

Næstu misserin mun Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði ganga í endurnýjun lífdaga en unnið er að því að breyta fyrirkomulagi safnsins og endurhanna sýning-ar þannig að þær höfði betur til nútíma Íslendinga, ekki síst skólabarna sem eru stærsti hóp-urinn sem sækir safnið. Á sínum tíma var safnið að Reykjum eitt best búna safn landsins en þar er meðal annars endurbyggð stofa frá Svínavatni í Austur-Húnavatnssýslu og baðstofa frá Syðstahvammi á Vatnsnesi. Sig-ríður Hjaltadóttir safnstjóri segir að á safninu sé margt merkilegra muna eins og til dæmis stærsta safn útskorinna rúmfjala á land-inu en þungamiðja safnsins er þó hákarlaskipið Ófeigur og stærsta safn árabáta sem varð-veitt er á safni hérlendis.

Hákarlaskipið Ófeigur„Hákarlaskipið Ófeigur er flagg-skip byggðasafnsins hér að Reykjum og reyndar má rekja upphaf safnsins til þess að Þjóð-minjasafnið fékk Ófeig að gjöf árið 1939. Það liðu að vísu um 25 ár þar til skipið var flutt úr Ófeigsfirði og hingað að Reykj-um þar sem Þjóðminjasafnið lét

byggja skála yfir skipið árið 1961,“ segir Sigríður. Í kjölfarið tóku Strandasýsla og Húnavatns-sýslurnar tvær sig saman og stofnuðu byggðasafn sem var opnað árið 1967 í húsnæði sem reist var við hlið Ófeigsskála.

Ófeigur var smíðaður vetur-inn 1875 og var við hákarlaveið-ar til 1915 en eftir það var hann nýttur til timburflutninga og ýmsissa annarra verkefna til árs-ins 1935. Ófeigur er það sem kallast tíróinn áttæringur en það þýðir að átta réru á hvorum borðstokk en hægt var að bæta tveimur ræðurum við. Yfirleitt voru 9 til 12 manns í áhöfn. „Þetta var gríðarstórt og mikið burðarskip á þeirra tíma mæli-kvarða og afar sterklega byggt úr þykkum rekaviði enda ætlað að standast erfiða sjósókn á opnu hafi. Ófeigur var þungur undir árum og því sjaldan róið nema til og frá landi, en alltaf notuð segl ef þess var kostur.“ Ófeigur var gerður út til hákarla-veiða frá Ófeigsfirði og að sögn Sigríðar voru menn samfleytt úti í allt að eina viku. „Á þessum tíma var lýsisútflutningurinn stóriðja okkar Íslendinga og margar stórborgir Evrópu, eins og Kaupmannahöfn og París

voru lýstar upp með hákarlalýsi frá Íslandi sem sótaði minna en annað lýsi eins og hvalalýsi.“

Sýningum breyttSigríður segir að nú sé unnið að breytingu á sýningum sem tengj-ast bændasamfélaginu í Norður-sal safnsins. Breytingarnar miða að því að auðvelda fólki að skynja og upplifa þá tíma sem munirnir spretta úr. „Við viljum gera þetta sem raunverulegast þannig að þegar komið er inn í baðstofurnar á safninu sé allt sem raunverulegast og eins og heimamenn hafi brugðið sér frá fyrir stuttri stundu.“ Á næsta ári

stendur til að byggja glerþak og færa Ófeig yfir í svokallaðan Suðursal og reisa hann þar undir fullum seglum með aðra báta í fjöru við hliðina.

Vinsælar skólabúðirÁrlega koma á milli fimm og sex þúsund gestir í byggðasafnið að Reykjum og segir Sigríður að langflestar heimsóknir megi rekja til barna sem dvelja að Reykjum í skólabúðum á vet-urna. Skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði eru fyrir 12 ára börn alls staðar af landinu. Sigríður segir skólabúðirnar mjög vinsæl-ar og að yfirleitt sé biðlisti eftir

að komast að en börnin dvelja þar í eina vinnuviku í senn, frá mánudegi til föstudags.

Skólabúðirnar að Reykjum eru reknar frá 20 ágúst til 30 maí en á þeim tíma er safnið ekki auglýst opið þótt almennir gestir geti komið og skoðað safnið all-an ársins hring. Formleg sumar-opnun byggðasafns Húnvetn-inga og Strandamanna að Reykj-um í Hrútafirði er hins vegar um hvítasunnuna sem í ár er þann 11. júní.

www.simnet.is/reykirmuseum

Sigríður Hjaltadóttir safnstjóri við hákarlaskipið Ófeig, flaggskip byggðasafnsins að Reykjum.

Safnið að Reykjum í endurnýjun lífdaga

Oregon 550 sameinar harðgert útivistartæki ogstafræna myndavél í eitt útivistartröll sem gefurekkert eftir. Það er fullkomið í alla útiveru hvar semer og í hvaða veðri sem er, en samt einfalt í notkunfyrir byrjendur sem gamalreynda.

Valmyndin er mjög aðgengileg, mismunandiuppstillingar (profiles) eftir hver notkunin er.Oregon 550 er stútfullt af eiginleikum,myndavél,lita-snertiskjár, innbyggt grunnkort, hágæða GPSmóttakari, hæðamælir (baro), rafeinda-áttaviti,SD-kortalesari, myndaskoðun ofl.

MEÐ MYNDAVÉL!

DAKOTA™ 20 - kr. 59.900 án korts

Þetta harðgerða, lófastóra útivistartæki stærirsér af snertiskjá, næmum GPS-móttakara meðHotFix™ gervihnatta útreikning, hæðamæli(baro), rafeinda-áttavita, SD-kortalesara, 3-ásarafeinda-áttavita og grunnkorti af heiminum.

OREGON™ 450 - kr. 74.900 án korts

Hægt er að sjá kortið í alvöru 3D, færð góðatilfinningu fyrir landslaginu. Valmyndin er mjögaðgengileg, mismunandi uppstillingar (profiles)eftir hver notkunin er. Lita-snertiskjár, hágæðaGPS móttakari, hæðamælir (baro), rafeindaáttaviti,SD-kortalesari, myndaskoðun ofl.

Þú getur, milli samskonar tækja, fært á milli gögnþráðlaust. Deilir ferlum, leiðum og vegpunktum ámilli ferðafélaga, allt saman þráðlaust.

DAKOTA™ 10 - kr. 49.900 án korts

“ ÉG FER ALLA LEIÐ MEÐ GARMIN”TILboÐ í MAí á ísLANdskoRTI, AÐEINs kR. 10.000 MEÐ úTIvIsTARTækI

Kíktu á úrvalið á garmin.is

Dakota gerir fjallaleiðsögn skemmtilega ogáreynslulausa með traustum, glampavörðum, 2,6”litasnertiskjá. Notendaumhverfið er þægilegt ogeinfalt, svo þú eyðir meiri tíma í að njóta útsýnisinsog minni tíma í að leita að upplýsingum.Bæði endingargott og vatnshelt, Dakota er byggttil að þola náttúruöflin: högg, ryk, drulla og vatnkomast ekki í tæri við þetta sterkbyggða tæki.Og með næma GPS móttakaranum með HotFix™gervihnatta útreikningum staðsetur Dakota þigfljótt, nákvæmlega og örugglega. Jafnvel í djúpumfjörðum og dölum.

OREGON™ 550 - kr. 84.900 án korts

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA

Page 32: Ævintyralandid Island 2011

32 | ÆVINT†RALANDI‹

N O R Ð U R L A N D

Grímseyjardagurinn 28. maí

Gistiheimilin Básar og Gullsól við heimsskautsbauginn Verið velkomin

Grímseyingar

Hvalaskoðunarfyrirtækið Norð-ursigling á Húsavík hefur allt frá stofnun stöðugt aukið umfang sitt, fjölgað bátum og víkkað út þjónustu sína í hvalaskoðunar-ferðum á Skjálfanda. Fyrirtækið hefur staðið myndarlega að end-urbótum á eikarbátum og hefur nú í sinni þjónustu sex báta, þar af tvær skútur. Með stærri báta-flota aukast einnig möguleikarn-ir í ferðaþjónustu og nú í sumar býður fyrirtækið einmitt nokkrar spennandi nýjungar sem þeir, sem ferðast um landið, ættu að skoða.

Á skútu til GrímseyjarTil viðbótar við hefðbundnar hvalaskoðunarferðir frá Húsavík býður Norðursigling nú upp á fjögurra tíma skútusiglingu tvivar á dag um Skjálfandaflóa. Í ferð-inni er skoðaður lundi í Lundey, farið er á hvalaslóð og veitingar um borð eru öllu veglegri en í hefðbundnum hvalaskoðunar-ferðum Norðursiglingar. Að sjálf-

sögðu eru sett upp segl í hverri ferð og þannig fá farþegarnir að fylgjast með hvernig áhöfnin ber sig að við þá tegund siglinga.

„Önnur nýjung hjá okkur er tveggja daga skútusigling frá Húsavík til Grímseyjar sem í boði er alla miðvikudaga. Í þessari ferð förum við einnig í hvalaskoðun á Skjálfanda, við höfum viðdvöl í Flatey þar sem við snæðum hádegisverð og bjóðum leiðsögn og fræðslu um eyjuna. Síðan höldum við til Grímseyjar, förum norður fyrir heimskautsbaug, leyfum farþeg-um að spreyta sig á sjóstang-veiði og um kvöldið er síðan grillveisla um borð. Farþegarnir gista um borð í skútunni en að morgni fimmtudags er farið í fræðsluferð með leiðsögn um Grímsey og að því loknu siglum við í gúmmíbát að fuglabjörgun-um og laumum okkur inn í hella undir björgunum þegar veður leyfir. Þessi hluti ferðarinnar er mikil upplifun því lífið í björg-

unum er gríðarlega mikið og svartfuglinn ótrúlega gæfur. Að þessu loknu er haldið á ný til baka á skútunni til Húsavíkur. Þetta er ferð sem sannarlega er öðruvísi sumarfrí og skilur mikið eftir sig,“ segir Heimir.

Scoresbysund á Grænlandi síðsumarsOg hér láta þeir hjá Norðursigl-ingu ekki staðar numið í nýjung-um. Í sumar verður einn bátur fyrirtækisins staðsettur í Ólafs-firði í fyrsta sinn og þaðan boðnar siglingar á hvalaslóð í mynni Eyjafjarðar. Heimir segir að með tilkomu Héðinsfjarðar-ganga myndist stórkostlegur hringvegur um Tröllaskagann þar sem nóg er að sjá og gera

fyrir ferðamenn, ekki síst í Fjallabyggð. Norðursiglingar-menn hafa mikla trú á Ólafsfirði með tilliti til aðgengis að hvala-miðum og stórkostlegri náttúru. „Hápunktur skútusiglinga hjá okkur í sumar verða síðan þrjár ferðir um Scoresbysund á Græn-landi í ágúst. Það svæði er kyngimögnuð veröld og þetta er norðlægasta byggðin á austur-strönd Grænlands. Ferðin er þannig að farþegarnir fljúga frá Reykjavík til Constable Point og ferðast síðan með skútunni um fjarðakerfið, sem er hið stærsta í

heiminum, í fimm sólarhringa. Fyrir utan að sjá kyngimagnaða náttúru sjáum við sauðnaut, snæhéra og fleira okkur fram-andi, förum í land í þorpinu It-toqqortoormiit og síðan fljúga farþegarnir heim á ný,“ segir Heimir en fyrsta ferðin verður þann 12. ágúst. „Ég get lofað því að þessar ferðir eru öllu öðru frábrugðnar og betra að hafa með sér stór minniskort í myndavélunum,“ bætir Heimir við.

www.nordursigling.is

Neðan þilja í skútunni Hildi. Í henni eru nokkrar vistarverur og svefn-rými fyrir 20 manns.

Haukur siglir fyrir fullum seglum.

Mikill kraftur hefur verið í starf-semi Menningarhússins Hofs á Akureyri frá því það var opnað snemma hausts og viðburðir verið margir og fjölsóttir. Yfir sumarmánuðina tekur starfsemin eðlilega nokkrum breytingum en þrátt fyrir það eru verða við-burðir á borð við Hárið á „fjöl-um“ hússins. Sömuleiðis ýmsir tónleikar, auk þess sem ungt tónlistarfólk mun glæða húsið og umgjörð þess lífi með ýms-

um minni tónlistaruppákomum bæði innan dyra sem úti fyrir.

Upplýsingamiðstöð ferða-manna er staðsett í Hofi, sem og hönnunarverslunin Hrím og veitingastaðurinn 1862 Nordic Bistro. Í sumar verður boðið upp á skoðunarferðir um húsið og upplýsingar um þær má fá í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í afgreiðslu Hofs.

www.menningarhus.is

Menningarhúsið Hof á Akureyri:

Skoðunarferðir um húsið í sumar

Menningarhúsið Hof.

Norðursigling á Húsavík býður nýjungar í ferðaþjónustunni í sumar:

Skútusigling í sumarfríinu!

Page 33: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 33

Ísland á eigin Vegum

sumarið 2011

Emstrur

Álftavatn

Hvanngil

Höfn

19 19a

15 15a

17 17a

14 14a

FlybusBL-01

REX

Blue LineBlue Lagoon

Brjánslækur

Látrabjarg

Stykkishólmur

Ólafsvík

Borgarnes

Flúðir

Hveravellir

Krafla

Króksfjarðarnes

Búðardalur

Reykhólar

Patreksfjörður

Ísafjörður Drangjökull

Drangsnes

Hólmavík

Skagaströnd

Siglufjörður

Kópasker

Húsavík

Raufarhöfn

Þórshöfn

Borgarfjörður eystri

Seyðisfjörður

Askja

Neskaupstaður

Reyðarfjörður

Ólafsfjörður

Grímsey

Hrísey

Vigur

Ferry

Ferry

Snæfellsjökull

Staðarskáli

Ferry

Ferry

Ferry

Ferry

Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík580 5450 • [email protected] • www.ioyo.is

eXPO

· w

ww

.exp

o.is

O

á kortinu getur að líta víðfemt áætlunarnet reykjavik excursions

ásamt tengingum við aðra landshluta.Kynntu þér möguleikana

á www.ioyo.is

Page 34: Ævintyralandid Island 2011

34 | ÆVINT†RALANDI‹

Mikið verður um bæjarhátíðir í Fjallabyggð á komandi sumri. Sú fyrsta verður Sjómannadagshá-tíðin í Ólafsfirði 3.-5. júní. Sjó-mannadagurinn hefur lengi ver-ið haldinn hátíðlegur í Ólafsfirði þar sem lögð hefur verið áhersla á að gera daginn og helgina alla að fjölskylduhátíð fyrir íbúa og gesti.

Jónsmessuhátíð Síldarminja-safnsins á Siglufirði verður þann 25. júní. Árlega eru haldnir hinir vinsælu tónleikar Á frívaktinni - óskalagaþáttur sjómanna í ,,beinni útsendingu“. Lands-þekktir gestasöngvarar hafa sungið með tónlistarmönnum úr heimabyggð.

Blúshátíð í Ólafsfirði verður haldin í 12. sinn dagana 1.-2. júlí og skartar mörgum af helstu blúsurum landsins. Að auki verður blúsnámskeið fyrir al-

menning, bæði fyrir byrjendur og lengra komna sem endar með uppskeruhátíð. Jassklúbbur Ólafsfjarðar stendur fyrir hátíð-inni og er nánari upplýsingar að finna um hana á heimasíðu Jas-sklúbbsins, http://blues.fjalla-byggd.is/

Þjóðlagahátíð verður á Siglu-firði 6.-10. júlí. Þar sem Sr. Bjarni Þorsteinsson þjóðlaga-safnari hefði orðið 150 ára á þessu ári verður hátíðin með veglegra móti. Yfirskriftin er „Látum dansinn duna“. Þrír danshópar heimsækja hátíðina og koma þeir frá Akureyri, Nor-egi og Danmörku. Þá verða 12 tónleikar með fjölbreyttri tónlist auk þess sem sérstök dagskrá verður fyrir yngri kynslóðina. Gunnsteinn Ólafsson er listrænn stjórnandi hátíðarinnar og nánari upplýsingar um hana er að finna

á síðunni http://festival.fjalla-byggd.is/

Nikulásarmót í Ólafsfirði verður 15.-17. júlí. Knattspyrnu-félag Fjallabyggðar heldur mót-ið. Upplýsingar um mótið eru á; http://nikulasarmot.is/

Sail Húsavík 17.-23. júlí er strandmenningarhátíð sem að mestu verður haldin á Húsavík en tengist við aðra bæi á Norð-urlandi ekki síst Siglufjörð þar sem áherslur hafa verið á að byggja upp í kringum strand-menningu staðarins. Ætlunin er að á hátíðinni verði bæði skip

og bátar í hávegum höfð en einnig tónlist, handverk, matur og annað sem fjallar um strand-menningu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Sail Húsa-vík; http://www.sailhusavik.is/

Síldarævintýrið á Siglufirði 29. júlí -1. ágúst er vinsæl fjöl-skylduhátíð um verslunarmanna-helgina. Heimasíða hátíðarinnar er: http://sildaraevintyri.fjalla-byggd.is

Pæjumót á Siglufirði, sem er knattspyrnumót fyrir stúlkur, verður haldið fyrstu helgina í ágúst, þ.e. dagana5.-7. ágúst. Sjá

nánar á: http://ks.fjallabyggd.is/category/paejumot/

Berjadagar í Ólafsfirði verður dagana 12.-14. ágúst. Berjadagar er klassísk tónlistarhátíð sem skartar óperusöngvurum og tón-listarfólki á heimsmælikvarða. Að tónlistarhátíðinni standa Berjadagar, félag um tónlistarhá-tíð á Tröllaskaga. Nánari upplýs-ingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar; http://berjadagar.fjallabyggd.is/

Ljóðahátíð á Siglufirði verður haldin dagana 8.-10. september. Sem fyrr munu landsþekkt ljóð-skáld og aðrir listamenn sækja Siglufjörð heim og auk þess koma heimamenn fram og börn verða virkjuð til góðra ljóðverka. Ungmennafélagið Glói og félag um ljóðasetur Íslands standa fyr-ir hátíðinni. Þá verður Ljóðasetur Íslands opnað á Siglufirði í sum-ar en Þórarinn Hannesson er framkvæmdastjóri þess.

www.fjallabyggd.is

N O R Ð U R L A N D

VELKOMIN HEIM AÐ HÓLUM

Ljósmynd: Thorsten H

enn

Við mjúka sæng eða í poka. Fjölbreytt gisting. Listamenn kalla fram fagra tóna. Tónleikar á sunnudögum. Ó, hve létt er þitt skóhljóð. Göngustígar um skóg og heiðar – náttúrufegurð. Hríslandi, hreint og blítt. Sundlaug á staðnum. Bragðlaukar býsna kátir. Veitingastaðurinn Undir Byrðunni. Andblær aldanna, næring andans. Merkur sögustaður – fornleifar. HestaHestar, fiskar og ferðamenn, okkar ær og kýr. Háskólinn á Hólum. Fyrir auga og sál - helgihald hvern dag. Hóladómkirkja.Og svo ótal margt fleira... Hólar í Hjaltadal.

Ferðaþjónustan á Hólum, s: 455 6333Hóladómkirkja

Lagið tekið á Síldarminjasafninu á Siglufirði á Jónsmessu.

Fjör á Nikulásarmótinu í knatt-spyrnu.

Fjölbreyttar bæjarhátíðir í Fjallabyggð

Icelandair Hótels munu opna nýtt heilsárshótel á Akureyri

þann 10 júní 2011. Hótelið er staðsett við Þórunnarstræti, gegnt Sundlaug Akureyrar og í næsta nágrenni við miðbæinn. Í nýja hótelinu verða 101 herbergi en 63 herbergi verða tilbúin þann 10. júní næstkomandi og önnur 38 þann 1. júní 2012.

Auk þeirra herbergja sem til-

búin verða nú í byrjun sumars verða jafnframt tekin í notkun veitingastaður og bar, sem og upphituð skíðageymsla með sér-stökum inngangi fyrir vetrargesti hótelsins. Einnig eru áform um byggingu á fallegum hótelgarði í nánustu framtíð.

Hótelið er staðsett við Þórunnarstræti, gegnt Sundlaug Akureyrar.

Nýtt Icelandairhótel á Akureyri

Velkomin á HveravelliOpið allan ársins hring

Nánari upplýsingar og bókanir í símum 452 4200 eða 894 1293 - www.hveravellir.is - [email protected]

› Gistipláss fyrir 50 manns.

› Einnig er rekið lítið veitingahús sem tekur um 30 manns í sæti.

› Nú getur fólk fengið sérherbergi og uppábúin rúm.

Page 35: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 35

TILBOÐ

Ferðaskrifstofa

LeyfishafiFerðamálastofu Fjarðargötu 8 ·710 Seyðisfirði · Sími: 472 1111 Stangarhyl 1 · 110 Reykjavik · Sími: 570 8600

FÆREYJARSIGLT TIL ÞÓRSHAFNAR18 TÍMA SIGLING FRÁ SEYÐISFIRÐI

DANMÖRKSIGLT TIL HIRSTHALSTVEGGJA OG HÁLFS SÓLAHRINGS SIGLING FRÁ SEYÐISFIRÐI

Í FERÐ MEÐ NORRæNu TEkuRÐu bÍLINN MEÐ

þéR OG ALLAN þANN FARANGuR SEM Í

HANN kEMST.

bÓkAÐu SNEMMA TIL AÐ TRYGGJA

þéR pLÁSS. Í FYRRA SuMAR uRÐu MARGIR

FRÁ AÐ HVERFA þVÍ ALLT VAR FuLLbÓkAÐ

BETR

I STO

FAN

bROTTFöR FRÁ SEYÐISFIRÐI 8. JúNÍ HEIM FRÁ HIRTSHALS 28. JúNÍ

bROTTFöR FRÁ SEYÐISFIRÐI 8. JúNÍHEIM FRÁ HIRTSHALS 28. JúNÍ

Verð pr. mann m.v. tvo í tveggja manna klefa ásamt fólksbíl Heildarverð kr. 189.600Fullt verð kr. 336.200þú sparar kr. 146.600Verðin eru án forfallatryggingar.Tilboðið miðast eingöngu við ofangreindar dagsetningar.

Verð pr. mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn í fjögurra manna klefa án glugga ásamt fólksbíl Heildarverð kr. 230.000Fullt verð kr. 374.300þú sparar kr. 144.300Verðin eru án forfallatryggingar.Tilboðið miðast eingöngu við ofangreindar dagsetningar.

94.800,-

57.500,-

DANMÖRK

DANMÖRK

SuMAR

WWW.SMYRil-liNE.iS

Brottför frá Seyðisfirði 4. -11. eða 18. maí.

Frá Tórshavn 10. -17. eða 24. maí. Verð pr. mann.

Fjórir saman í fjögurra manna klefa án glugga

um borð Norrænu og fólksbíll með. Gist í

tveggja manna herbergjum á Hótel Færeyjum í

fjórar nætur. Morgunverður innifalinn á hóteli.

kr. 75.900FæREYJAR

FO

AFÞREyING Í NORRÆNUÍ Norrænu er ýmislegt sem gerir dvölina um borð ánægjulega. Þar er að finna þrjá veitingastaði, kaffiteríuna, glæsilegt hlaðborð og Simmer Dim veitingastaðinn. Naustbarinn er vinsæll og svo Víkingaklúbburinn, nætur-klúbbur þar sem dansað er öll kvöld. Á sóldekkinu er bar sem er opinn þegar veður er gott. Góð fríhöfn er um borð þar sem allur algengur frí-hafnarvarningur fæst. Einnig er sundlaug, sólbaðsstofa, sauna og líkams-rækt til afnota fyrir farþega. Síðan er bíósalur þar sem sýndar eru bíó-myndir alla daga og kvöld. Barnalandið hefur verið stækkað og er það nú mjög veglegt.

DANMÖRKSkemmtilegt er að aka um Danmörku og margt forvitnilegt að sjá þar og upplifa. Þar er gott að slappa af og njóta góðs matar og veðurblíðu sem einkennir landið yfir sum-artímann. Í Danmörku eru góðar strendur, fjöldi skemmtigarða og dýragarða, frábærir veitingastaðir og mannlífið gott.

Danmörk liggur við Norðursjó og stutt er að aka suður að landamærum Þýskalands. Einnig er hægt að aka um Eyrarsundsbrúna yfir til Svíþjóðar og góðar ferjusamgöngur eru til Noregs og fleiri landa.

bÓkAÐu

SNEMMA TIL AÐ

TRYGGJA þéR

pLÁSS.

Brottför frá Seyðisfirði 4. -11. eða 18. maí. Frá Tórshavn 10. -17. eða 24. maí. Verð pr. mann. Tveir saman í klefa án glugga um borð Norrænu og fólksbíll með. Gist í tveggja manna herbergi á Hótel Færeyjum í fjórar nætur. Morgunverður innifalinn á hóteli.

kr. 79.900FæREYJAR

FO

Page 36: Ævintyralandid Island 2011

36 | ÆVINT†RALANDI‹

Nýverið fékk Hótel Rauðaskriða í Aðaldal vottun Norræna um-hverfismerkisins Svansins og er um leið eina Svansvottaða hótel-ið á landinu í dag. „Við höfum alla tíð verið meðvituð um um-hverfismál, t.d. flokkað sorp og sparað bæði rafmagn og heitt vatn,“ segir Kolbrún Ulfsdóttir sem á og rekur Hótel Rauða-skriðu ásamt manni sínum, Jó-hannesi Haraldssyni.

Svansmerkið er til marks um góðan árangur í umhverfismál-um, en afar strangar kröfur gilda um hverjir geta borið slíkt merki. „Það er óhætt að segja að það sé heilmikið ferli að fá þessa vottun. Við byrjuðum fyrir ári síðan að flokka allan úrgang enn betur og flokkum nú í átta mismunandi flokka fyrir utan spilliefni. Þá þurfum við að gæta að okkur að kaupa ekki vörur sem eru með óæskilegum efn-um, en þeir sem eru með Svansvottun mega til dæmis ekki kaupa vörur sem innihalda PVC, PBDE og PBB svo eitthvað sé nefnt.“

„Sem dæmi má nefna að við vorum að skipta um gólfteppi á einum gangi og þurftum þá að

fá vottun frá seljenda í Reykjavík að þau innihéldu ekki þessi efni. Þetta var töluvert mál, og heilmikið ferli fór af stað. Það er gott því að slíkt hefur áhrif út á við, þá fara framleiðendur og aðrir að hugsa betur um hvaða efni eru notuð og að þeir þurfi að vera tilbúnir að framvísa inni-haldslýsingu á vörunni.“

Flokkun er lítið mál og ekki tímafrekKolbrún segir það ekki mikið mál að flokka sorp. „Það er bara að byrja og þá finnur maður fljótt hvað það verður sjálfsagt og tekur ekki þann tíma sem maður hélt að það myndi taka. Aðalatriðið er að hafa aðgang að því að geta flokkað, en það hef-ur verið takmarkað hér á okkar svæði fram undir þetta. Hótelið er 30 km fyrir sunnan Húsavík og því þurfum við að fara með allt annað en brennanlegt sorp, timbur og járn, þangað, en að sjálfsögðu nýtum við ferðirnar um leið til innkaupa. Því miður hefur ekki gengið vel að finna smekkleg og hentug flokkunarí-lát til að hafa inn á hótelher-bergjunum.“

Kolbrún segir markaðsáhrif Svansvottunarinnar ekki komin í ljós ennþá, en skorar á fleiri ís-lensk ferðaþjónustufyrirtæki að leggja aukna áherslu á umhverf-isvernd. Margir noti sjálfsagt um-hverfisvæn hreinsiefni, en þó sé

víða pottur brotinn í notkun efn-anna: „Það er ekki nóg að kaupa umhverfisvæn hreinsiefni, maður þarf líka að fylgjast mjög vel með því að þeir sem vinna við þrifin bruðli ekki með þau. Það skiptir miklu máli, bæði

umhverfislega og peningalega að fara sparlega með hreinsiefni, þó þau séu umhverfisvæn.“

www.sveit.is

Mótorhjólasafn Íslands verður formlega opnað á Krókeyri á Akureyri næstkomandi sunnu-dag, 15. maí. Bygging hússins

hófst árið 2008 en efnahags-hrunið setti talsverð strik í fram-kvæmdaáformin. Engu að síður er nú jarðhæð sýningarhúsnæð-isins tilbúin og sýning með um 50 mótorhjólum verður nú opn-uð. Safnið á hins vegar nú þegar um 100 hjól, auk ýmissa muna sem tengjast sögu mótorhjóla á Íslandi.

Mótorhjólasafn Íslands var stofnað í lok árs 2007 til minn-

ingar um Heiðar Þ. Jóhannsson sem lést sumarið 2006 í hörmu-legu bifhjólaslysi í Öræfasveit á leið heim af landsmóti Snigla sem haldið var í Hrífunesi. Hann hafði um margra ára skeið safn-að mótorhjólum og munum tengdum þeim og átti sér þann draum að opna mótorhjólasafn. Sá draumur verður nú að veru-leika og mun sérstakt rými í safninu verða tileinkað Heiðari. Safninu er ætlað það hlutverk að sýna og varðveita sögu mótor-hjóla hér á landi auk þess að varðveita minningu Heiðars og það spor sem hann skyldi eftir sig í hjólamenningu landsins. Þá verður safnið að sögn Jóhanns einnig athvarf fyrir hjólafólk, heimamenn og aðra sem eru á ferð um landið.

Safnið verður opið alla daga kl. 12-18.

www.motorhjolasafn.is

Opnunartímar:15. maí til 10. júní frá kl. 11:00 til 19:00 alla daga11. júní til 10. ágúst frá kl. 10:00 til 19:00 alla daga11. ágúst til 31. ágúst frá kl. 11:00 til 19:00 alla dagaÍ septemberfrá kl. 12:00 til 17:00 alla dagaÍ októberfrá kl. 13:00 til 17:00 alla daga1. nóvember til 14. maífrá kl. 14:00 til 16:00 virka dagaog frá 13:00 til 16:00 laugardaga og sunnudaga

Ef hópar eru á ferðinni á öðrum tíma er alltaf hægt að hringja og ath hvort við getum ekki opnað

FUGLASAFN SIGURGEIRSYtri-Neslöndum - 660 Mývatni - Sími 464 4477www.fuglasafn.is - [email protected]

N O R Ð U R L A N D N O R Ð U R L A N D

Velkomin til Hríseyjar!

Allar nánari upplýsingar á [email protected] og í síma 695-0077 - Heimasíða www.hrisey.net

Hús Hákarla Jörundar Opið alla daga 1. júní – 31. ágúst frá kl. 13:00-17:00

Í þessu elsta húsi Hríseyjar er búið að koma upp vísi að sýningu sem tengist hákarlaveiðum við strendur Íslands fyrr á öldum.

Þar er einnig hægt að nálgast upplýsingar um eyjuna og hvað hún hefur upp á að bjóða.

Jóhann Freyr Jónsson, safnstjóri Mótorhjólasafns Íslands, við einn af merkilegustu gripum þess. Þetta hjól er af gerðinni Zundapp DL 200, árgerð 1934. Svona hjól voru á sínum tíma til á Akureyri.

Mótorhjólasafn Íslands opnar á Akureyri

Kolbrún og Jóhannes reka umhverfisvænt hótel í Aðaldal.

Umhverfis-vænt hótel á Rauðaskriðu

Page 37: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 37

„Áhugi þátttakenda er mjög mik-ill og spurn eftir fermetrum á sýningarsvæðinu er meiri en framboð. Handverkshátíðin 2011 verður því síst minni en verið hefur og ég hef enga ástæðu til annars en ætla að aðsóknin verði mikil, líkt og áður,“ segir Ester Stefánsdóttir, framkvæmda-stjóri Handverkshátíðarinnar, en hátíðin fékk á annan tug þús-unda heimsókna í fyrra. Hátíðin verður haldin dagana 5.-8. ágúst og er þetta 19. árið í röð.

„Ég þori að fullyrða að um margt er Handverkshátíðin ein-stök og til að mynda vandfundin sýning sem þessi þar sem á sama gólfi má t.d. finna unga tískuhönnuði selja hönnun sína við hliðina á tréskurðarmeistur-um sem verið hafa að í áratugi. Þetta sýnir skemmtilega breidd sem er aðalsmerki Handverkshá-tíðarinnar,“ segir Ester.

Um 100 sýnendurÁ hverju ári bætast nýir sýnend-ur í hópinn og aðrir hverfa, eins og gengur. Ester segir eftirtektar-vert að í umsækjendahópi sýn-

enda fari karlmönnum fjölgandi. „Þetta eru rennismiðir, útskurð-armeistarar, hnífa- og skartgripa-smiðir auk textílhönnuða svo eitthvað sé nefnt. En sem slík sameinar Handverkshátíðin alla

strauma og stefnur, allt frá þjóð-legu handverki yfir í nútíma hönnun og efnisnotkun,“ segir Ester og minnir á að ekki aðeins verði hægt að skoða og kaupa framleiðsluvörur handverksfólks

á sýningarsvæðinu heldur fylgj-ast einnig með verklagi hand-verksmanna við störf sín svo all-

ir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Ætla má að sýnendur verði um eða yfir 100 á svæðinu.

„Það eru félagasamtökin í Eyjafjarðarsveit sem skipta með sér verkum í undirbúningi og framkvæmd sýningarinnar og eru með til að skapa einstakt-lega skemmtilega stemningu á þessari hátíð handverksfólks og handverksunnenda,“ segir Ester.

Sýningarsvæðið verður bæði í Íþróttahúsi Hrafnagilsskóla, í skólahúsnæðinu sjálfu og á úti-svæði, auk þess sem stórt veit-ingatjald er á svæðinu. Sýningin verður sett á hádegi föstudaginn 5. ágúst og stendur fram til mánudagsins 8. ágúst. Opnunar-tíminn er 12-19 alla fjóra sýning-ardagana.

www.handverkshatid.is

Urtasmiðjan á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð er fjölskyldufyrir-tæki sem var stofnað fyrir 20 ár-um með það markmið að fram-leiða hreinar náttúrulegar húð-vörur/snyrtivörur með íslenskum heilsujurtum, án þeirra kemísku aukaefna sem algengar eru í snyrtivörum.

Fyrirtækið framleiðir um 20 vörutegundir; krem, smyrsli, salva, húð- og nuddolíur.

„Jurtirnar skipa stóran sess í framleiðslunni því þær ráða virkni vörunnar. Við söfnum þeim hér á norðausturhorni landsins þar sem þær vaxa villt-ar í náttúrunni. Þar sem við er-um að framleiða húðvörur,

snyrtivörur og nuddolíur veljum við jurtir sem virka sérstaklega á húðina, liði og vöðva, hafa mýkjandi, slakandi, græðandi, bólgu-eyðandi, sviða- og kláða-stillandi áhrif. Má þar nefna blá-gresi, blóðberg, gulmöðru, fjalla-grös, fjólur, rauðsmára og vall-humal. Helstu lífrænt ræktuðu jurtir í framleiðslunni eru arnika, hafþyrnir, morgunfrú, kamilla, lofnarblóm, rós og rósmarín,“ segir Gígja Kjartans Kvam, eig-andi Urtasmiðjunnar.

Lífrænt hráefni„Mikilvægt er að vandað sé til hráefnisins því hágæða hráefni tryggir gæði og hreinleika vör-

unnar. Þess vegna innihalda vör-urnar okkar engin aukaefni sem óleyfileg eru í lífrænni fram-leiðslu s.s. rotvarnarefnið para-ben, vaselín og parafinolíur, kemísk ilm-eða litarefni og erfðabreytt efni. Öll okkar inni-haldsefni er lífræn og vottuð af viðurkenndum vottunar- fyrir-tækjum og er slík vottun mjög mikilsmetinn gæðastimpill.“

Lífrænar vörurNuddolíur Urtasmiðjunnar eru eftirsóttar á nuddstofum á vöðvabólgur, verki og stirðleika í liðum og höfum við fengið frá-bær meðmæli frá nuddurum og nuddþegum. „Fótameðferðastof-ur gefa okkur lofsamleg ummæli fyrir góða virkni af Fótasalvan-um. Þá hefur Græðismyrslið okkar sýnt ótrúlegan græðimátt á brunasár, flýtt fyrir að græða ör, sár, ýmis útbrot, sólexem, sólbruna og gyllinæð. Síðast en ekki síst eru snyrtivörurnar okk-ar t.d. andlitskremin og Silki-andlitsolían kærkomið val fyrir þá sem kjósa heilnæmar og líf-rænar snyrtivörur,“ segir Gígja.

Vörur Urtasmiðjunnar fást í helstu heilsu og náttúruvöru-verslunum, í ferðamannaversl-unum og hjá framleiðanda.

www.urtasmidjan.is

N O R Ð U R L A N D

Gígja Kvam, eigandi Urtasmiðjunnar.

Vörur úr íslenskum jurtum

Handverkshátíðin í 19. sinn

Horft yfir sýningarsvæðið þegar Handverkshátíðin stóð sem hæst síðastliðið sumar.

Skart úr vestfirsku klóþangi eftir Kristínu Þ. Helgadóttur.

Page 38: Ævintyralandid Island 2011

38 | ÆVINT†RALANDI‹

Í Holtseli í Eyjafjarðarsveit er tekið á móti ferðamönnum árið um kring en ábúendurnir þar, þau Guðmundur Jón Guð-mundsson og Guðrún Egilsdótt-ir, hófu fyrir fimm árum fram-leiðslu á mjólkur- og rjómaís úr eigin mjólkurframleiðslu. Slíkt hafði hvergi verið reynt á sveita-býli á Íslandi áður en búnaðinn keyptu þau erlendis frá. Í stuttu máli má segja að frá fyrsta degi hafi framleiðslan mælst vel fyrir. Rúmgóð aðstaða á fjósloftinu var innréttuð fyrir framleiðsluna og kaffihús. Gestir í Holtseli geta bæði keypt ís á staðnum og not-ið veitinganna í sveitasælunni – eða keypt ís í mismundandi stórum dósum og haft með sér heim, á tjaldstæðið eða í sumar-bústaðinn.

„Aðsóknin hjá okkur fer stöð-ugt vaxandi og bæði á það við um innlenda sem erlenda gesti. Á stærstu dögum sumarsins er nánast stöðugur straumur. Hér getur fólk sest inn, tyllt sér niður utan dyra, kíkt á fjósið og kýrn-ar eða heilsað upp á hænurnar. Við fundum fyrir talsverðri aukningu í fyrrasumar og vænt-um góðs af komandi mánuð-um,“ segir Þorsteinn Friðþjófs-son, sem starfar við ísgerðina í Holtseli.

Jógúrtísinn hollur - og vin-sællÁ ísbarnum í Holtseli eru alltaf í boði 28 gerðir af ís, þó ekki allt-af þær sömu. Ísgerðarfólkið í Holtseli hefur verið óhrætt við að reyna hinar ýmsu bragðteg-undir og segir Þorsteinn að varla líði sú vika að ekki sé gerð til-raun með nýjungar. „Sumar teg-undirnar eiga sinn fasta sess í borðinu hjá okkur en við kom-um alltaf með eitthvað nýtt. Gestir okkar geta því alltaf átt von á nýjungum þegar þeir heimsækja okkur,“ en ísinn ber nafnið Holtsels-Hnoss, sem er

vísun í gersemið Hnoss, dóttur Freyju og Óðins. Lagaður hefur verið ís úr íslenskum bláberjum, hundasúrum, skyri, fáfnisgrasi, kaffi og jafnvel bjór.

„Þegar við skiljum rjómann frá mjólkinni hér á bænum fáum við einnig undanrennu og úr henni búum við til jógúrt fyrir ísgerðina en jógúrtísinn er í stöðugri sókn hjá okkur. Hann er mjög ferskur, nánast fitu-snauður og því léttari í maga en mjólkurísinn. Þar sem jógúrtin er nánast fitulas afurð þá þarf ekki að efast um holustuna í jógúrt-ísnum en við bjóðum jógúrtísinn líka með ávaxtasykri í staðinn fyrir hvítan sykur,“ segir Þor-steinn en engin tilbúin hjálpar-

efni eru notuð við framleiðsluna á Holtsels-Hnossi. Ísinn fæst í verslunum og á veitingastöðum víða um land en mesta upplifun-in er að renna í hlað í Holtseli og gefa sér stund með þessum

framsæknu og hugmyndaríku bændum.

„Hér er kaffihúsið opið alla daga frá 10-18 allt árið og tilval-ið að fá sér kaffibolla og ískúlu, hafa síðan heim með sér eina

dós eða tvær og slá í gegn með skemmtilegum ísrétti á eftir kvöldgrillinu,“segir Þorsteinn ís-gerðarmaður í Holtseli.

www.holtsel.is

„Markmiðið er að vinna marg-miðlunarefni um alla íslenska fugla og nú þegar er efni um allar íslenskar andategundir orð-ið aðgengilegt okkar gestum. Þetta gefur safninu enn meira upplýsingagildi og eykur von-andi aðdráttarafl þess,“ segir Pétur Bjarni Gíslason, fram-kvæmdastjóri Fuglasafns Sigur-geirs á Ytri-Neslöndum í Mý-vatnssveit. Sem kunnugt er byggir safnið á söfnun Sigur-geirs Stefánssonar sem lést langt fyrir aldur fram af slysförum árð 1999. Hann hafði þá komið sér upp miklu fugla- og eggjasafni sem fjölskylda hans og vinir ákváðu að gera almenningi að-gengilegt. Fuglasafn Sigurgeirs

var opnað árið 2008 og hefur vakið mikla athygli, bæði hér-lendis og erlendis. Í safninu má sjá um 180 fugla og er það opið alla daga ársins.

„Við fengum 13 þúsund gesti í fyrra og getum verið sátt við það miðað við að þetta var að-eins annað heila rekstrarárið. Gerð margmiðlunarefnisins er liður í að styrkja rekstur safnsins og einnig höfum við komið upp fuglaskoðunarhúsum hér á Ytri-Neslöndum og bjóðum upp á leiðsögn fyrir fuglaskoðara á svæðinu. Mývatnssveit er kjör-lendi fyrir fuglaskoðara og stað-reyndin er sú að yfir 80 milljónir manna fara frá heimilum sínum árlega til að ferðast og skoða fugla. Þar af leiðandi er eftir miklu að slægjast að ná til þessa markhóps og vekja athygli á þessu svæði. Gallharðir fugla-skoðarar sækjast ekki eftir því að skoða fugla á söfnum heldur vilja þeir skoða þá í sínu náttúr-lega umhverfi. Við getum hins

vegar náð til þessa hóps með þjónustu á borð við leiðsögn í fuglaskoðun, upplýsingum um fugla eins og við erum að vinna í margmiðlunarefninu og fleiru. Þannig getur safnið sem slíkt

orðið mikilvægur hlekkur í upp-byggingu ferðaþjónustu sem tengist fuglaskoðun,“ segir Pétur Bjarni.

www.fuglasafn.is

Holtsels-ísinn er svalandi í sumarandvaranum. Starfmenn Ísbarsins í Holtseli við afgreiðslu, þau Þorsteinn Friðþjófsson og Silja Þorsteinsdóttir.

Safnhús Fuglasafnsins á Ytri-Neslöndum í Mývatnssveit.

Nýjung í Fuglasafni Sigurgeirs í Mývatnssveit:

Margmiðlunarefni um allar íslenskar endur

Svalandi Holt-sels-ís í sveita-sælunni!

Margmiðlunarefni um allar íslenskar endur er nú aðgengilegt í Fugla-safni Sigurgeirs.

N O R Ð U R L A N D N O R Ð U R L A N D

Page 39: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 39

„Árið 2000 var síðast gerð form-leg og nákvæm talning á gesta-komum í Kjarnaskóg og þá voru þær um 250 þúsund á ári. Síðan þá hefur gestum fjölgað gríðar-leg og sérstaklega sækir ferða-fólk á. Mér finnst ekki ólíklegt að talan í dag sé 300-400 þús-und manns á ári,“ segir Johan Holst, framkvæmdastjóri Skóg-ræktarfélags Eyfirðinga, sem annast Kjarnaskóg – eitt vinsæl-asta útivistarsvæði landsins.

Sérhannaður fjallahjóla-stígurUndanfarin ár hefur verið unnið að gerð hjólastíga um Kjarna-skóg og er heildarlengd þeirra í dag um 5 kílómetrar. Johan seg-ir það staðreynd að hópar fólks komi til Akureyrar til þess eins að hjóla á stígunum.

„Þetta eru einu stígarnir á landinu sem segja má að hafi verið lagðir sérstaklega með þarfir fjallahjólafólks í huga. Til viðbótar við hjólastíginn eru síð-an gönguleiðirnar í skóginum en samanlagt eru þessir stígar yfir 20 kílómetrar að lengd. Það er því stór hópur fólks sem kemur árið um kring í skóginn gagn-gert til að nýta sér þessa að-stöðu,“ segir Johan en yfir sum-artímann er stöðug umferð fólks í skóginn til að njóta veðursæld-arinnar, kyrrðarinnar og opnu svæðanna í skóginum þar sem eru leiktæki fyrir börn og önnur aðstaða.

Grillið alltaf heitt!„Fólk er mjög duglegt að koma í skóginn með börnin, tekur gjarnan með sér eitthvað á grill-

ið en við bjóðum upp á slíka aðstöðu. Það má segja að yfir sumartímann slokkni varla í grillinu dögum saman því hver tekur við af öðrum,“ segir Johan en nú þegar er farið að huga að því að bæta við opnum leik-svæðum því álagið á þau sem fyrir eru er þegar orðið mjög mikið.

Auk áðurnefndra stíga er tjaldstæði rekið í skóginum en alls er skógurinn hátt í 600 hekt-arar að stærð, auk þess sem Joh-an segir gott samstarf hafa verið við eigendur samliggjandi skóga í landi Hvamms um not af um 100 hektara svæði til viðbótar.

„Kjarnaskógur er sannkölluð útivistarparadís, rétt við bæjardyr Akureyringa en það er mjög ánægjulegt að sjá hversu duglegt ferðafólk er að koma í skóginn og njóta þess sem við höfum uppá að bjóða,“ segir Johan Holst.

SUMARHÚS OG FERÐALÖG

Gas-kæliskápar 100 og 180 lítra

Gas-hellur

Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-125w

Gas-ofnar

Gas-vatnshitarar5 - 14 l/mín

Kæliboxgas/12v/230v

Gas-eldavélar

Sólarrafhlöður fyrir húsbíla og fellihýsi.Þunnar 130w

Bíldshöfði 12 •110 Reykjavík • 577 1515 • skorri.is • Opið virka daga frá kl. 8.15 til 17.30

Gleðilegt ferðasumar!

Led-ljós

Borð-eldavél

Um hvítasunnuhelgina verður opnað Kántrýsetur í Kántrýbæ á Skagaströnd. Ekki er ofsögum sagt að Skagaströnd hafi verið, og verði að líkindum um langa framtíð, þekktasti kantríbær Ís-lands, þökk sé Hallbirni Hjartar-syni sem svo eftirminnilega kom Skagaströnd á kortið á sínum tíma með kántrýtónlist sinni. Hann setti síðan veitingastaðinn Kántrýbæ á stofn og því til við-bótar kántrýútvarp, sem enn sendir út. Og nú verður ævin-týraleg saga Hallbjörns, allt frá fæðingu fram á þennan dag, römmuð inn í kántrýsetri sem þeir, sem heimsækja Kántrýbæ, geta skoðað.

Uppsetning Kántrýsetursins hefur verið lengi í bígerð en að því standa núverandi rekstrarað-ilar Kántrýbæjar, þau Gunnar Sveinn Halldórsson og Svenny H. Hallbjörnsdóttir (Hjartarson-ar) með stuðningi Menningar-ráðs Norðurlands vestra og

Ferðamálastofu. Umsjón með verkefninu hefur Margrét Blön-dal, útvarpskona með meiru, og sér við hlið hefur hún Björn G.

Björnsson, leikmyndahönnuð. Margrét segir verkefnið einstak-lega skemmtilegt.

„Við erum að ramma inn

sögu Hallbjörns og hans ótrú-lega lífshlaup sem raunar hófst í líkhúsinu! Hallbjörn var talinn andvana í fæðingu og það var í líkhúsinu sem uppgötvaðist að barnið var með lífsmarki og tókst að bjarga honum. Þetta var sveinninn sem átti eftir að hrista alveg rækilega upp í þjóðarsál-inni síðar á lífsleiðinni. Kántrý-setrið verður vettvangur fyrir al-menning til að kynnast þessum stórbrotna og stórmerkilega manni sem Hallbjörn er,“ segir Margrét en í Kántrýsetrinu verða ýmsir munir sem tengjast ferli Hallbjörns, margmiðlunarefni um hann og svo framvegis.

Opnunarhátíð verður haldin þann 11. júní og við það tæki-færi munu landsþekktir tónlistar-menn mynda hljómsveit undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar og kántrýið mun eflaust óma langt út á Húnaflóa!

Hallbjörn Hjartarson hristi sannarlega upp í þjóðarsálinni með kántrý-tónlist sinni. Sögu hans má kynnast í Kántrýsetrinu sem opnað verður 11. júní.

Kántrýsetur opnað í Kántrýbæ

Kjarnaskógur við Akureyri:

Yfir 300 þúsund gestir á ári!

„Kjarnaskógur er sannkölluð útivistarparadís rétt við bæjardyr Akureyringa,“ segir Johan Holst, framkvæmda-stjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga.

N O R Ð U R L A N D

Page 40: Ævintyralandid Island 2011

40 | ÆVINT†RALANDI‹

Ný atvinnutækifæri– framtíðin er í ferðaþjónustu!

Þörf fyrir gistirými og aðstöðu á ferðamannastöðum hefur aukist verulega á síðustu árum samfara eflingu ferðamannaiðnaðarins hér á landi. Til að mæta þessari auknu þörf hefur fyrirtækið Stólpi um skeið boðið upp á til-

búnar herbergiseiningar sem hægt er að raða saman til ýmissa nota. Hafa slík hús risið á veg-um ferðaþjónustuaðila víða um land svo og á sumarhúsasvæð-um.

„Kosturinn við þessi gámahús

eða herbergiseiningar er sá að þau koma hingað til lands, tilbú-in til notkunar og er ekkert ann-að eftir en að tengja þau við vatn og rafmagn. Þau hafa í vax-andi mæli verið tekin sem við-bótargistirými og sem þjónustu-

hús á ferðamannastöðum og koma fullfrágengin og útbúin samkvæmt ströngustu stöðlum,“ segir Ásgeir Þorláksson, fram-kvæmdastjóri fyrirtækisins í sam-tali við Ævintýralandið.

Gámahúsin frá Stólpa eru m.a. framleidd í Slóvakíu og Tékklandi. Einnig flytur fyrirtæk-ið inn WC gámahús sem koma með öllum tækjum og lögnum, tilbúin til notkunar. Hægt er að raða saman mörgum gámum og mynda þar með stærri rými, einnig er hægt að stafla þeim upp og spara þar með pláss – möguleikarnir eru nánast ótæm-andi. „Þetta eru afar hentugar einingar til að byggja upp ferða-þjónustu eftir því sem henni vex fiskur um hrygg. Ekki þarf að ráðast í viðamiklar fjárfestingar heldur er hægt að láta ferða-þjónustufyrirtækin vaxa stig af

stigi með því einfaldlega að bæta við einingum,“ segir Ásgeir ennfremur.

Stólpi ehf. er gamalgróið fyr-irtæki sem hóf starsemi sína 1974. Aðaleigandi fyrirtækisins í upphafi og allt til ársins 1999 var Þorlákur Ásgeirsson en núver-andi aðaleigandi og fram-kvæmdastjóri er Ásgeir Þorláks-son. Hlutverk Stólpa í gegnum árin hefur einkum snúist um viðhald, viðgerðir, leigu og sölu á vöruflutningagámum og gáma-húsum, m.a. fyrir verktaka. Sér-stakt fyrirtæki, Stólpi-Gámar sér um innflutning þess þáttar rekstrarins sem snýr að innfluttu herbergiseiningunum. Stólpi ehf. er til húsa að Klettagörðum 5 í Reykjavík.

www.stolpiehf.is

Gámahúsin frá Stólpa eru tilbúin með öllum lögnum.

Herbergiseiningarnar frá Stólpa eru hinar vistlegustu.

Heppileg lausn fyrir vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki:

Tilbúnar gistieiningar fyrir ferðamenn

Page 41: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 41

LeiðsögunámLeiðsöguskólinn býður upp á fræðandi og skemmtilegt nám. Nemendur öðlast haldgóða þekkingu á náttúru, sögu og menningu Íslands og fá þjálfun í að leiðsegja erlendum gestum. Á vorönn velja nemendur kjörsvið; almenn leiðsögn eða gönguleiðsögn.

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærileg menntun en auk þess þurfa nemendur að standast inntökupróf í erlendu tungumáli.

HótelstjórnunNám á háskólastigi kennt í samstarfi við César Ritz Colleges í Sviss.

Spennandi námsmöguleiki fyrir nemendur sem lokið hafa sveinsprófi í matvælagreinum og/eða stúdentsprófi. Námið veitir alþjóðlegt diploma í hótelstjórnun og tekur tvær annir ásamt 1000 vinnustundum í starfsþjálfun. Í framhaldi býðst nemendum að ljúka BS-námi hjá César Ritz Colleges í Sviss.

FerðafræðinámSkemmtilegt og hagnýtt nám fyrir þá sem starfa eða vilja starfa í ferðaþjónustu.

Nemendur kynnast uppbyggingu og starfsemi greinarinnar og fræðast um land og þjóð. Námið skiptist í tveggja anna bóklegt nám og þriggja mánaða starfsþjálfun hjá ferðaþjónustufyrirtæki þar sem nemendur takast á við fjölbreytileg og krefjandi verkefni. Kennt er síðdegis, mánudaga til fimmtudaga.

www.mk.is

Ferðamálaskólinn sími 594 4020 - Leiðsöguskólinn sími 594 4025 - Upplýsingar á www.mk.is og á skrifstofu skólans í síma 594 4000

TREX-Hópferðamiðstöðin:

Daglegar ferðir í Þórsmörk og Landamannalaugar í sumar„Mikilvægasti þátturinn í starf-semi okkar er rekstur á stórum og öflugum hópferðabílaflota, en hann telur 80 til 90 rútur yfir sumarmánuðina en 40 til 50 fyrir veturinn. Nafnið TREX var tekið upp fyrir nokkrum árum sem stytting úr ensku orðunum travel experiences eða ferðaupplifanir á íslensku, sem er lýsandi fyrir starfsemina en fyrirtækið sérhæf-ir sig í þjónustu við íslenska sem erlenda hópa,“ segir Kristján M. Baldursson, framkvæmdastjóri TREX-Hópferðamiðstöðvarinnar. Kristján segir TREX vera með allar gerðir og stærðir bíla og talsvert af fjallabílum og trukk-um þannig að það geti tekið að sér mjög fjölbreytt verkefni sam-hliða ferðamannaakstrinum á sumrin. Á veturna er fyrirtækið hins vegar talsvert í skólaakstri og öðrum tilfallandi verkefnum. Vegna þess hve bílaflotinn er fjölbreyttur segir Kristján að þeir geti tekið bæði stóra hópa og smáa hvort sem leiðin liggur inn á hálendið eða um hringveginn.

Kjarninn í starfsemi fyrirtækis-ins er að sögn Kristjáns akstur fyrir ferðaskrifstofur með inn-

lenda og erlenda hópa sem hyggja á ferðalög um Ísland. Undir það falla jafnt stuttar dags-ferðir sem margra daga hring-ferðir. Trex-Hópferðamiðstöðin tekur að sér skipulagningu fyrir hópa sé þess óskað og meðal

annars hefur hún boðið upp á sérstakar gönguferðir á erlend-um markaði um Laugaveg óbyggðanna og í Kerlingarfjöll. Eins og í fyrrasumar verður TREX-Hópferðamiðstöðin með daglegar ferðir frá 1. júlí til 15.

ágúst í Þórsmörk og nú bætast við daglegar ferðir í Landmanna-laugar. Brottför í þessar ferðir er frá húsi Ferðafélagsins í Mörk-inni 6 og er lagt í hann klukkan 8 að morgni.

Mikil samkeppniKristján segist búast við ágætis sumri í ferðaþjónustunni, þótt of snemmt sé að fullyrða nokkuð enda séu bókanir að berast al-veg fram á síðustu stundu. Hann segir mjög mismunandi eftir er-lendum markaðssvæðum hvort bókanir eru meiri eða minni en á sama tíma undanfarin ár en flestir séu þó ágætlega bjartsýnir á að sumarið verði gott.

Kristján segir mikla sam-keppni í ferðaþjónustunni og að hún harðni utan háannatíma. „Það njóta allir góðs af þeirri miklu eftirspurn sem er yfir há-sumarið því að þá er nóg að gera fyrir flesta hvort sem það heitir gisting, afþreying eða fólksflutningar. Þegar kemur fram á haustið og veturinn harðnar samkeppnin hins vegar. Þá kemur sér vel að vera með fjölbreyttan og öflugan bílaflota sem hefur verið endurnýjaður reglulega, eins og við hjá TREX-Hópferðamiðstöðinni höfum kappkostað að gera,“ segir Krist-ján M. Baldursson.

www.trex.is

Kristján við nýlegt merki fyrirtækisins sem er stytting úr ensku orðunum travel experiences eða ferðaupplifanir á íslensku og því lýsandi fyrir starfsemina.

Page 42: Ævintyralandid Island 2011

42 | ÆVINT†RALANDI‹

„Fyrir okkur í Útivist hefst sum-arið fyrir alvöru með Jónsmessu-göngunni yfir Fimmvörðuháls. Um leið og þessi ferð markar upphaf sumarstarfseminnar er þetta stærsti viðburður ársins og þarna ríkir alltaf mikil gleði og gaman og er allt gert til að þetta megi verða ánægjuleg helgi,“ segir Skúli Skúlason, fram-kvæmdastjóri Útivistar.

Að sögn Skúla er lagt af stað í Jónsmessugönguna á föstudags-kvöldi og gengið um nóttina yfir hálsinn. Eldsnemma í morguns-árið fer fólk síðan að tínast nið-ur í Bása og eru þá margir hvíld-inni fegnir, en fátt er betra en að skríða inn í tjald hæfilega þreytt-ur eftir góða göngu. Á laugar-dagskvöldinu er svo mikil grill-veisla, varðeldur og söngur að hætti Útivistar.

Hlaupið í 1000 metra hæð„Í ár erum við með nýjung í tengslum við gönguna sem er Fimmvörðuhálshlaupið. Með þessu hlaupi bætist við spenn-andi kostur í fjölbreytta dagskrá

hlaupara. Hlaupið er um 24 km og hlaupaleiðin liggur hæst í rétt

um 1000 metra hæð yfir sjávar-máli. Gert er ráð fyrir að hlaupið verði upp á efsta hluta leiðarinn-ar, eða upp á sjálfan Fimm-vörðuhálsinn þar sem Fimmvör-ðuskáli stendur.“

Skúli segir hlaupið skipulagt í samvinnu við vefinn hlaup.is en þeir aðilar sem að honum standa hafa mikla reynslu í skipulagningu hlaupa. Skráning fram í gegnum þann vef og að sjálfsögðu taka hlaupararnir þátt í gleðinni í Básum um kvöldið.

Þó svo Jónsmessan marki upphafið að sumrinu hjá Útivist er dagskrá í gangi allt árið og vorið er oft góður tími. Um hvítasunnuhelgina hefur síðustu ár verið venja að heimsækja eyj-ar úti fyrir ströndum landsins. Í ár er komið að eyjum í Ísafjarð-ardjúpi og verður farið í Æðey og Vigur undir leiðsögn kunn-ugra. Gist verður á Snæfjalla-strönd og gengið inn í Kaldalón þar sem Drangajökull gnæfir yfir í allri sinni dýrð.

Jeppaferð á VatnajökulAð venju stendur Jeppadeild

Útivistar fyrir fjölbreyttu starfi. Árleg vorferð á Vatnajökul er gríðarlega vinsæl, enda frábær tími til að ferðast um jökla. Þá er ekið upp hjá Skálafellsjökli og ekið þvert yfir jökulinn í Kverk-fjöll og Snæfell. Í ágúst er svo á dagskrá jeppaferð fyrir alla jeppa þar sem farið er um svæð-ið suðaustan Vatnajökuls. Þar er gríðarlega fallegt fjalllendi þar sem jökullinn mætir háum tind-um og skriðjöklar skríða fram á láglendið.

Skúli segir sumarleyfisferðir Útivistar um Fjallabakssvæðið alltaf njóta mikilla vinsælda. Gönguleiðir frá Sveinstindi niður með Skaftá í Hólaskjól og frá Hólaskjóli um Hólmsárbotna í Strút liggja um ótrúlega fallega náttúru. Gist er í skálum allar nætur og farangri er ekið á milli þannig að ekki þarf að ganga með miklar byrðar. „Þetta eru því ferðir sem henta vel til að njóta náttúrunnar,“ segir Skúli Skúlason hjá Útivist.

www.utivist.is

Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls markar upphaf sumarstarfsemi félagsins. Í tengslum við göng-una verður í ár efnt til Fimmvörðuhálshlaups en með því bætist við spennandi kostur í fjölbreytta dagskrá hlaupara.

Ný áskorun Útivistar fyrir hlaupara:

Fimmvörðuhálshlaup á Jónsmessu

Athygli keypti snemma á síðasta ári útgáfuréttinn að tímaritinu Útiveru en þá hafði útgáfa þess legið niðri um skeið. Á síðasta ári komu út þrjú tölublöð á veg-um Athygli og framvegis munu þau verða fjögur talsins. Annað tölublað þessa árs er í burðar-liðnum en því verður dreift til áskrifenda og á sölustaði um næstu mánaðarmót.

„Útivera var stofnuð árið 2003 af nokkrum áhugamönnum um útgáfu og fjallamennsku og við höldum okkur við þær línur sem þar voru lagðar. Í blaðinu er fjallað um ferðalög innanlands og til fjarlægari landa, hvort sem er á tveimur jafnfljótum eða með farartækjum. Áhersla er lögð á leiðarlýsingar með góðum ljós-myndum og viðtöl við fólk sem tengist ferðamennsku - allt þetta á erindi í Útiveru,“ segir Valþór Hlöðversson framkvæmdastjóri Athygli sem jafnframt er ritstjóri blaðsins.

Eins og áður sagði kemur næsta tölublað Útiveru út snemmsumars og er efnisvinnsla í fullum gangi. Meðal annars er grein um undur og fegurð sunn-anverðra Vestfjarða, lýst er

göngu frá Setri um Arnarfell í Nýjadal, rætt er við Unni Hall-dórsdóttur, formann Ferðamála-samtaka Íslands, fegurð og um-hverfi Breiðafjarðareyja er lýst, grein er að finna um uppbygg-ingu og skipulag ferðamanna-staða og önnur um hinn merka garð Skrúð. Þá segir 10 ára strákur frá skemmtilegri ferð

með foreldrum sínum og í ann-arri grein veltir kunnur ferða-frömuður því fyrir sér hvers vegna menn arki á fjöll í tíma og ótíma! Er þá aðeins fátt eitt nefnt af efni næstu Útiveru.

Athygli hefur langa reynslu af útgáfustarfsemi en auk Útiveru gefur fyrirtækið út sjávarútvegs-tímaritið Ægi en það hefur kom-

ið út í meira en eina öld og er eitt helsta fagtímarit um sjávarútveg á Íslandi. Gefin eru út 11 tölublöð á ári. Þá stendur Athygli að útgáfu kynningar-blaða um margvísleg efni sem fjármögnuð eru með sölu aug-lýsinga – m.a. Ævintýralandið sem þú ert með í höndunum, lesandi góður.

Útivera er til sölu hjá N1 um land allt, í Hagkaupsverslunum og hjá Pennanum Eymundsson. Þá er auðvelt að gerast áskrif-andi með því að hringja í síma 515 5200 eða fara inn á vef blaðsins og skrá sig þar.

www.utivera.is

Tímaritið Útvera:

Eina tímarit-ið um útivist og ferðalög

Verð í lausasölu 1 .250 kr. 1 . tb l . 8 . árgangur 2011

T í m a r i t u m ú t i v i s t o g f e r ð a l ö g

Þvert yfir Vatnajökul // Fyrir norðan hníf og gaffal // Spákonufell Kynni af nýju landi // Gengið um Núpsstaðarskóga // Flórens

Gresjur guðdómsins // Eitt fjall á viku // Ljósbrot

ISSN 16704282

Verð í lausasölu 1 .250 kr. 3 . tb l . 7 . árgangur 2010

T í m a r i t u m ú t i v i s t o g f e r ð a l ö g

ISSN 16704282

Þvert yfir Ísland // Fjallið með musterislínunumElbrus opnar sig // Jöklarnir sverfa landið // Um Perú á páskum

Ljósbrot í náttúru Íslands // Hinn óeiginlegi Laugavegur

Verð í lausasölu 1 .250 kr. 2 . tb l . 7 . árgangur 2010

T í m a r i t u m ú t i v i s t o g f e r ð a l ö g

ISSN 16704282

Hestaferð við ysta haf // Stóra Sankti BernharðsskarðÞingmaður á útkallsvakt // Ekið kringum Kerlingarfjöll

Heiðar og fjörur við Arnarfjörð // Reykjavegurinn

Page 43: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 43

Notkun: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín 10 mg og er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Skömmtun: Fullorðnir og börn y�r 12 ára aldri: 1 ta�a á dag. Börn 2 - 12 ára: Með líkamsþyngd meiri en 30 kg: 1 ta�a (10 mg) á dag. Börn með líkamsþyngd undir 30 kg: 1/2 ta�a (5 mg) á dag. Ly�ð er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Tö�una má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. He�a ætti meðferð hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi með minni skammti. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Gæta skal varúðar ef Lóritín er ge�ð sjúklingum með mikið skerta lifrarstarfsemi. Ly�ð inniheldur laktósa. Langvarandi notkun getur leitt til aukinnar hættu á tannskemmdum vegna munnþurrks. Notkun Lóritíns á meðgöngu og við brjóstagjöf er ekki ráðlögð. Í einstaka tilfellum �nnur fólk fyrir sy�u sem getur haft áhrif á hæfni þeirra til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Lóritín þolist almennt vel en algengustu aukaverkanirnar hjá börnum á aldrinum 2-12 ára eru höfuðverkur, taugaveiklun og þreyta. Algengustu aukaverkanirnar hjá 12 ára og eldri eru svefnhöfgi, höfuðverkur, aukin matarlyst og svefnleysi. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja ly�nu. Sérly�askrártexti samþykktur í desember 2005.

Ertu með ofnæmi?

Þekkir þú helstu einkenni ofnæmiskvefs?

Lóritín®– Kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils

· Kláði í augum og nefi · Síendurteknir hnerrar · Nefrennsli/stíflað nef · Rauð, fljótandi augu

Einkennin geta líkst venjulegu kvefi og margir þjást af „kvefi” á hverju sumri áður en þeir átta sig á að um ofnæmiskvef er að ræða.Lóritín er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga.

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA -

Ac

tav

is 0

14

03

2

Fosshótelin eru í alfaraleið um allt land:

Ísland á einum staðÁ hótelum Fosshótela víðsvegar um landið geta gestir ekki að-eins hvílt lúin bein, heldur einn-ig fært sér í nyt góða staðsetn-ingu hótelanna, látið stjana við sig og gert vel við sig í mat og drykk.

Fosshótelin eru alls 9 og stað-sett víðsvegar um landið, gjarn-an í nálægð við margar af helstu náttúruperlum þess. Hótelin eru ýmist þriggja stjörnu heilsárshót-el eða 2-3 stjörnu sumarhótel, sum af þeim eru nýtt sem heimavistir að vetrarlagi. Á hót-elunum er höfuðáherslan lögð á að skapa vinalegt andrúmsloft og bjóða margvíslega þjónustu sem hentar einstaklingum jafnt sem hópum. Hrafnhildur Eyjólfs-dóttir, markaðsstjóri Fosshótela, segir staðsetningu hótelanna gera ferðalöngum kleift að njóta alls þess sem Ísland hefur upp á að bjóða, á hvaða tíma ársins sem er. „Þannig teljum við okk-ur færa Ísland á einn stað. Við trúum að margt smátt geri eitt stórt og markmið okkar er að gestirnir okkar fái góðan nætur-svefn, góðan og fjölbreyttan morgunverð í vinalegu um-hverfi,“ segir Hrafnhildur

Fosshótel gerir þó ekki að-eins vel við þá sem hafa hug á að njóta náttúru Íslands, heldur einnig þá sem vilja halda sig í höfuðstaðnum. Alls eru tvö Fosshótel í Reykjavík, bæði stað-sett á í miðborginni, örstutt frá Laugaveginum, þar sem hægt er að finna verslanir, veitingastaði og ýmis söfn. Fosshótel Lind er notalegt þriggja stjörnu hótel með 78 herbergi með sturtu/WC. Þar er einnig að finna veit-ingastaðinn Restaurant Lind, sem býður upp á góðan mat úr íslensku hráefni, og ráðstefnuað-stöðu sem er vel tækjum búin og hentar vel fyrir litla eða með-alstóra ráðstefnuhópa.

Fosshótel Baron er stærsta hótelið í keðjunni. Það er þriggja stjörnu hótel með sam-tals 120 herbergi á hótelinu og gistimöguleikarnir þ.a.l. fjöl-breyttir, m.a. eru á hótelinu 20 „söguleg“, nýuppgerð herbergi undir súð með þakglugga, 66 herbergi eins og tveggja manna herbergi með sturtu/WC, 3 svít-ur og yfir 30 íbúðir.

Nálægt náttúruperlumAuk hótelanna í höfuðborginni, rekur Fosshótel 7 hótel á lands-byggðinni. Fosshótel Reykholt er þriggja stjörnu hótel með menningartengdu þema. Hótelið er að sögn Hrafnhildar tilvalið fyrir gesti sem vilja slaka á sveitasælunni og bæta þekkingu sína á íslenskum menningararfi. Fosshótel Dalvík er á góðum stað á Dalvík í Eyjafirði og Foss-hótel Húsavík er þriggja stjörnu vel útbúið ferðamannahótel í hjarta Húsavíkur. Fosshótel Laugar er 2-3 stjörnu ferða-mannahótel og hentar að sögn Hrafnhildar vel fyrir þá sem sækjast eftir rólegu og fallegu umhverfi, enda stutt í margar náttúruperlur eins og Mývatn og Ásbyrgi. Fosshótel Vatnajökull er vinsælt þriggja stjörnu ferða-mannahótel á skemmtilegum stað í suðausturhluta landsins,

rétt fyrir utan Höfn og Fosshótel Skaftafell er þriggja stjörnu ferðamannahótel á einum af fal-legustu stöðum Íslands. Fosshót-el Mosfell er 2-3 stjörnu ferða-mannahótel á Hellu á Suður-landi sem að sögn Hrafnhildar er tilvalin staðsetning til að skoða helstu náttúruperlur Suð-urlandsins eins og Þórsmörk, Landmannalaugar, Seljalandsfoss og fleira.

www.fosshotel.isFrá Fosshótelinu að Laugum er stutt í náttúruperlur á borð við Ásbyrgi og Hljóðakletta.

Page 44: Ævintyralandid Island 2011

44 | ÆVINT†RALANDI‹

„Austurland er ævintýraland. Hugtakið heilsubætandi ferða-þjónustu á líkast til hvergi betur við en á Austurlandi. Hér eru gönguleiðir fyrir alla aldurshópa, allt frá skógarstígum í Hallorms-staðaskógi yfir í stórbrotnar gönguleiðir eins og Víknaslóðir, Fjarðaslóðina og Snæfell-Lóns-öræfi með góðri gistiaðstöðu fyrir göngufólk í skálum og ferjuþjónustu á fjörðum. Víða er ævintýralegt umhverfi sem gleð-ur auga og hjörtu fólks á öllum aldri. Hér er líka stórbrotin strönd sem er gaman að skoða frá sjó, enda eru kajakleigur bæði á Seyðisfirði og í Neskaup-stað, bátaleigur á Eskifirði og Hallormsstað, að ógleymdum Papeyjarferðum. Víða eru vegir sem vart eiga sinn líka í útsýni, eins og Hellisheiði, leiðin í Mjóafjörð með Klifbrekkufoss-unum og Dalatanga, eða á Borg-arfjörð eystri og ekki má gleyma Vöðlavík, yndislegri eyðivík á Gerpissvæðinu, ef fólk er á fjór-hjóladrifnum bíl. En best er ganga og njóta stórbrotinnar náttúru, blómskrúðs og fugla frá skarkala og umferðarnið.

Ef þú vilt eyða sumarleyfinu í náttúruskoðun með menningar-ívafi er Austurland staðurinn. Og þegar síðan göngunni sleppir er hvar sem er hægt að njóta upp-lifunar fyrir bragðlaukana, því Austfirskar krásir eru stöðugt að ryðja sér til rúms og verða meira

áberandi í ferðaþjónustunni okkar. Austfirskar krásir eru ómótstæðilegar fyrir bragðlauk-ana, hvort sem er birkisíróp úr skóginum eða brakandi harð-fiskur af fjörðunum. Ég get því lofað endurnærandi sumarleyfi fyrir líkama og sál,“ segir Ásta Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands.

Veðursæld, krásir og heiðarbýli Auk þess að göngufólk upplifi og njóti náttúrunnar vekur Ásta athygli á gönguleiðum að heið-arbýlum á Jökuldals- og Vopna-fjarðarheiðum sem dæmi um

tengingu menningar og sögu Vesturferða við ferðaþjónustuna. Nú er kominn aðgengilegur bæklingur um heiðarbýlin sem gerir fólki auðvelt að skoða þau og rifja upp Sjálfstætt fólk og Bjart í Sumarhúsum yfir kaffi-bolla í Sænautaseli. „Og Vopna-fjörður er gott dæmi um skemmtilega blöndu, allt frá fornum búskaparháttum, sem sjá má í torfbænum á Burstafelli yfir í nýtísku, lifandi tónlistarsafn í Múlastofu um Jón Múla og Jónas Árnasyni.“

Það er ómótstæðileg upplifun að bregða sér í sela- og fugla-skoðunarferð með í Húsey eða

fara í dagsgöngu með góðri leið-sögn í Stórurð. Loks má alltaf renna fyrir silung eða lax í foss-andi á eða heiðarvatni.

„Á Hallormsstað er komið nýtt hótel og glæsilegur veit-ingastaður með einstöku útsýni yfir skóginn og Lagarfljótið. Atla-vík í Hallormsstaðaskóg er ákveðinn miðpunktur fyrir ferðafólk á Héraði, einn veður-sælasti staður landsins og fjölda-margir sem kjósa að hafa þar lengri viðdvöl í sumarleyfum. Enda kjörið að gera þaðan út hvert sem er um Austurland, hvort heldur er niður á firðina eða heimsækja gestastofu Vatna-jökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri, skoða uppgröftinn og fá sér kökusneið á Klausturkaffi.“

Ferðalag um firðinaOg talandi um firðina þá segir Ásta þá vera mikilvægan þátt í ímynd Austurlands og ekki síður fjölskrúðugir byggðakjarnar. „Við höfum sögufrægan verslun-arstað á borð við Djúpavog sem líkast til er eitt elsta byggða ból á landinu. Þar má sjá samspil náttúruverndar og sögu á Bú-landsnesi, hugsa um grikki, rómverja, papa og loks land-námsmenn en talið er að Ingólf-ur og Hjörleifur hafi fyrst haft vetursetu á Geithellnum. Þarna er útilistaverkið Eggin i Gleðivík og Arfleifð með sína flottu hönnun.

Annar yndislegur friðsæll bær er Breiðdalsvík með nútímalegt jarðfræðisetur og fróðlegt steina-safn, síðan kemur Stöðvarfjörður með Steinsafn Petru og ótrúlega fjölbreytt lista- og menningar-svið, t.d. Gallery Snærós.

Franska arfleifðin er allsráð-andi þegar komið er til Fá-skrúðsfjarðar, Franski spítalinn, læknishúsið, sýning um Frans-menn og notaleg kaffihús a la Frans. Gott er að hafa með góð-an kíki og fylgjast með súlu-byggðinni í Skrúð,“ segir Ásta og rekur áfram ferðina um firð-ina. Næst er það Reyðarfjörður þar sem m.a. er að finna Stríðs-minjasafn og veitingastað sem

býður upp á ekta franskar vöffl-ur. Á Eskifirði geta ferðamenn mátað sig inn í sögusvið glæpa-sagna Arnaldar Indriðasonar með yfirgefnu heiðarbýli og Harðskafa. Ellegar heimsótt Helgustaðanámuna eða farið í gönguferð í Vöðlavík og Gerpi. Neskaupstaður er einn öflugasti útgerðarbær landsins og ber þess merki hversu sterk böndin eru við sjávarútveg. Og þeir sem unna kajakróðri geta fengið á þessum stað vandaða leiðsögn í sportinu, farið í siglingu um Norðfjarðarflóann eða skemmt sér á einu rokkhátíð landsins, Eistnaflugi.

Og enn færir Ásta sig á milli fjarða. Næst er Mjóifjörður. „Þar sjáum við flottasta fossastiga landsins, sem eru Klifurbrekku-fossarnir og því ekki að koma við í Brekku og gæða sér á kræklingi? Næsti fjörður hefur svo að geyma menningarbæinn Seyðisfjörð en eitt af best varð-veittu leyndarmálum staðarins er Skálanes, yst við fjörðinn, sem allt eins má búast við hægt sé að sjá hvali svamla skammt und-an landi. Seyðfirðingar hafa hlúð vel að húsum sínum en líka að menningunni og hafa mótað einstaka hátíð sem er LungA – listahátíð unga fólksins, fyrir fólk á öllum aldri.

Og loks færum við okkur yfir í Borgarfjörð eystri sem umvaf-inn er fögrum fjöllum, frábærum gönguleiðum en býður gestum sínum rólegheit, fuglalíf og nátt-úruskoðun. Allt laðar þetta að en ekkert þó meira en tónlist-arhátíðin Bræðslan, sem er ein-stök á sínu sviði og tugfaldar íbúafjölda staðarins einu sinni á ári,“ segir Ásta og bætir við að hraðfara ferð um firðina varpi aðeins litlu ljósi á hvað svæðið hefur að bjóða. „Hér er kraftur í náttúrunni og mannfólkinu sem endurspeglast í ævintýralegri upplifun fyrir ferðamenn. Aust-urland er svo sannarlega ævin-týri líkast,“ segir Ásta Þorleifs-dóttir.

www.east.is

A U S T U R L A N D

Meðal viðburða á Austurlandi12.-15. maí Hammondhátíð á Djúpvogi 3.-5. júní Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í öllum sjávarþorpum með glæsilegri dagskrá, t.d. á

Eskifirði, í Neskaupstað og á Fáskrúðsfirði10.-13. júní Egill rauði – hið árvissa sjókajakmót í Neskaupstað11. júní Karlinn í tunglinu – barnalistahátíð á Seyðisfirði24.-26. júní Skógardagurinn mikli – fjölskylduhátíð í Hallormsstaðarskógi 25. júní Skógarhlaup í Hallormsstaðaskógi 18.-26. júní Gönguvikan í Fjarðabyggð 24.-27. júní Jasshátíð Egilsstaða á Austurlandi - elsta jasshátíð landsins. Tónleikar á Egilsstöðum, í

Fjarðabyggð og e.t.v. fleiri stöðum á Austurlandi1.-3. júlí Hernámsdagurinn á Reyðarfirði9. júlí Torfærukeppni torfæruklúbbsins Start við Egilsstaði7.-9. júlí Eistnaflug - hin vinsæla rokkhátíð í Egilsbúð á Neskaupstað7.-11. júlí Vopnaskak – fjölskylduhátíð á Vopnafirði10.-17. júlí LungA 2011. Listahátíð unga fólksins á Seyðisfirði 15.-17. júlí Maður er manns gaman – sjálfbæra bæjarhátíðin á Stöðvarfirði22.-24. júlí Smiðjuhátíð á Seyðisfirði (eldsmiðjur o.fl.)23. júlí Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystri 28.-31. júlí Franskir dagar á Fáskrúðsfirði28. júlí - 1. ágúst Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum29. júlí - 1. ágúst Álfaborgaséns á Borgafirði eystri 29. júlí - 1. ágúst Neistaflug á Neskaupstað - Fjölskylduhátíð30. júlí Barðsneshlaup Norðfirði 1.-7. ágúst Einu sinni á ágústkvöldi – menningarhátíð á Vopnafirði6. ágúst Hrafnkelsdagurinn Aðalbóli Hrafnkelsdal 13.-21. ágúst Ormsteiti – Tíu daga veisla á Héraði inn til dala og upp til fjalla12.-14. ágúst Breiðdalur brosir við þér – Þorpshátíð á Breiðdalsvík13. ágúst Bæjarhátíð á Seyðisfirði1. október Haustroði – Uppskeruhátíð á Seyðisfirði

Nánar á www.east.isHeimild: Markaðsstofa Austurlands

Austurland – endurnærandi fyrir líkama og sál

Steinasafnið á Teigarhorni í Berufirði. Hallormsstaðaskógur í haustlitum.Klifurbrekkufossar í Mjóafirði.

Page 45: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 45

Austurland

Komdu austur

Ævintýri

Gönguferðir

Firðir

Hálendi

Menning

Skemmtun

…ævintýri líkast

Hér

aðsp

ren

t

AUSTURLANDÍ ALVÖRU

www.east.is

Page 46: Ævintyralandid Island 2011

46 | ÆVINT†RALANDI‹

A U S T U R L A N D

Seyðisfjörður er ekki aðeins byggð í einstöku náttúruum-hverfi heldur líka sá bær á Ís-landi þar sem gömul og falleg timburhús eru hvað mest ein-kennandi. Upphaf bæjarins má, eins og upphaf annarra verslun-arstaða, rekja til erlendra kaup-manna, einkum danskra sem þar hófu verslun um miðja 19. öld. Seyðisfjörður tók síðan stórstíg-um breytingum með síldarævin-týri Norðmanna á Íslandi á árun-um 1870-1900 þegar þeir byggðu fjölda síldarstöðva í bænum. Þá breyttist Seyðisfjörð-ur úr litlu bændasamfélagi í at-hafnabæ.

Menning og saga við hvert fótmálFerðamenn sem sækja Seyðis-fjörð heim eiga þess kost að fræðast um bæinn og sögu hans með því að slást í för í menning-argöngutúr með heimamanni þar sem farið er um gamla bæ-inn, komið við í kirkjunni, menningarmiðstöðinni Skaftfelli og Tækniminjasafni Austurlands.

Það safn geymir m.a. gripi, myndir, tæki og tól í sínu upp-haflega umhverfi frá aldamótun-um 1900. Á safnasvæðinu er fyrsta ritsímastöðin á Íslandi og ein elsta vélsmiðja landsins. Skaftfell er miðstöð myndlistar á Austurlandi og eru þar tvö sýn-ingarrými, bistró og listamanna-íbúðir. Auk þess er boðið upp á heimsókn í lítið safn sem nefnist „Geirahús“ og er fyrrum heimili Ásgeirs Emilssonar. Hann var lit-ríkur karakter í bæjarlífi Seyðis-fjarðar og listamaður af Guðs náð.

Þeir sem áhuga hafa á sög-unni og tækni fyrri ára geta líka heimsótt Fjarðarselsvirkjun en hún er fyrsta riðstraumsvirkjun og bæjarveita á Íslandi. Og er enn starfandi í nánast óbreyttri mynd frá árinu 1913. Komið hef-ur verið upp litlu rafminjasafni í virkjuninni sem áhugavert er að skoða.

Náttúruskoðun og kajaksiglingarFyrir útivistarunnendur er fjöl-

margt í boði á Seyðisfirði. Heim-sókn á Skálanes ætti enginn ferðamaður að láta framhjá sér fara en þar er náttúru- og menn-ingarsetur þar sem fræðast má um dýralíf, landafræði, sögu og jarðfræði svæðisins. Á Skálanesi er einnig kjörlendi fyrir fuglaskoðun og hægt að virða fyrir sér tugi fuglategunda sem hafa aðsetur á svæðinu. Boðið er upp á sérstakar skipulagðar ferðir á Skálanes yfir sumarmán-uðina.

Frábært útsýni er yfir Seyðis-fjörð af fjallinu Bjólfi en í boði er um klukkustundar löng skoð-unarferð þar sem farið er að snjóflóðavarnargörðum í fjallinu. Gönguferð er einnig í boði með leiðsögn í Vestdal þar sem geng-ið er suður með Vestdalsá frá ströndinni og upp í um 200 metra hæð. Skipulaðgar fjalla-hjólaferðir og fjallahjólaleiga er einnig starfrækt yfir sumarmán-uðina og sömuleiðis er boðið upp á kajaksiglingar um fjörðinn þar sem skoðuð er náttúra og dýralíf. Lonely Planet hefur valið

kajaksiglinguna á Seyðisfirði sem eina af 10 bestu upplifun-um í ferð um Ísland. Þessu öllu til viðbótar má svo nefna að hægt er að komast í sjóstangveiði með þrautreyndum sjómanni og fá veiðina að því loknu eldaða á veitingastað Hót-els Öldunnar.

Matur, gisting og menningarviðburðirFjölmargir valkostir eru í gist-

ingu á Seyðisfirði og sama er að segja um veitingahúsaflóruna. Reglubundnar hátíðir eru yfir sumarmánuðina og sumar þeirra eru orðnar landsþekktar. Ber þar hæst LungA, alþjóðlega margverðlaunaða listahátíð fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Hún verður dagana 10.-17. júlí í sumar.

Í júlí og ágúst er sumartón-leikaröðin Bláa kirkjan þar sem atvinnutónlistarmenn efna til tónleika í Seyðisfjarðarkirkju. Einnig má nefna Smiðjuhátíð Tækniminjasafnsins í júlí þar sem kynningum á handverki, mat, tónlistaruppákomum og dansi er blandað saman við um-hverfi safnsins.

www.visitseydisfjordur.com

Veðursældin og náttúrufegurðin eru meðal aðalsmerkja Seyðis-fjarðar. Gömlu og fallegu timbur-húsin einkenna líka bæinn.

Stórbrotið útsýni er yfir Seyðisfjörð af fjallinu Bjólfi. Á Smiðjuhátíð Tækniminjasafnsins. Mynd: Guðmundur Oddur Magnússon.

Seyðisfjörður – bær í stórbrotinni náttúru

Í KAUPVANGI VOPNAF IRÐ I

Elsti hluti ÍslandsJarðsögulega eru Austfirðir og Austur Skaftafellssýsla elsti hluti Íslands, allt að 13,5 milljón ára ofan sjávar. Á Austurlandi ríkir meiri stöð-ugleiki jarðskorpunnar en í öðrum hlutum landsins, að Vestfjörðum undan skildum, sem þó eru mun yngri. Rann-sóknir benda til að undir Austurlandi geti verið hluti af eldfornu meginlandi Evrasíu. Bergið er yfirleitt orðið þétt og heldur vel uppi vatni. Eld-virkni er nú aðeins á mörkum landshlutans að sunnan og vestan. Háhitasvæði er aðeins í Kverkfjöllum en jarðhitavatn er allvíða að finna, jafnvel til beinna nota, allt að 80 gráðu heitt, eins og í Urriðavatni. Jarðskjálfta gætir lítið sem ekki á Austurlandi.

www.east.is

Page 47: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 47

Lonely Planet: Farðu á miðnætur kajak, það er ójarðnesk upplifun og ef þú ætlar aðeins að heimsækja einn stað á Austurlandi ætti það að vera Seyðisfjörður.

Travel + Leisure tímaritið metur Hótel Ölduna mikils.

Svifflugdrekamenn segja fjallið Bjólf vera einstakan stað til að svífa frá, vegna þess að hægt er að aka upp á fjallið í um 640 m hæð yfir sjávarmáli.

Perla í lokaðri skel. Matthías Johannesen.

Farþegar á skemmtiferðaskipi höfðu þetta um Skálanes heimsókn sína að segja:

Uppáhaldið okkar í ferðinni til Íslands.Sion & Janet.

Öðruvísi en allar aðrar „cruise“ skoðunarferðir og ein sú besta sem við höfum upplifað.Dr. David Archer.

Verandi áhugamaður um fuglaskoðun var ég sérlega ánægður með að finna fugla sem ég hafði ekki séð fyrr í ferð minni milli hafna á Íslandi.Philip Henden.

Gisting Hótel Aldan Gistihúsið Norðursíld Farfuglaheimili Gistiheimili Ólu Tjaldsvæði Skálanes

Matur Bistró Skaftfells Hótel Aldan veitingahús Skálanes - veitingar Shell skálinn - skyndibiti Samkaup strax - matvara

Viðburðir LungA 10.-17. júlí Bláa kirkjan tónleikaröð júlí-ágúst Smiðjuhátíð 22.-24. júlí Myndlist í Skaftfelli árið um kring Haustroði 1. október

Afþreying Kajak- og fjallahjólaleiga Sjóstöng Stikaðar gönguleiðir Sund, pottur & sauna 9 holu golfvöllur Náttúruskoðun m. leiðsögn Topp aðstaða til svifdrekaflugs Köfun niður á El Grillo Tækniminja- og Rarik safnið Ferð með Norrænu Barnaleikvöllur Fuglaskoðun Rölt með heimamanni Bryggjuveiði Silungsveiði í Fjarðará Fjöruferð Fjallagarpur

Gátlisti fyrir ferðalagið austurHakaðu við eftirlætið þitt

Hvað er sagt um Seyðisfjörð?

SeyðiSfjörður

www.visitseydisfjordur.com

Page 48: Ævintyralandid Island 2011

48 | ÆVINT†RALANDI‹

A U S T U R L A N D A U S T U R L A N D

„Ferðaþjónustan hefur verið mjög vaxandi í Breiðdal síðustu ár. Nú er að opna hjá okkur fimmta heilsárshótelið, sem hvert og eitt hefur hefur sína sérstöðu og sinn sjarma. Þarna erum við með vel á annað hundrað gisti-rými með baði og því til viðbót-ar er hér öflug og góð heimagist-ing, auk ferðaþjónustu bænda.

Við getum því stolt sagt að við tökum vel á móti öllum ferða-mönnum og hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Páll Baldursson, sveitarstjóri Breiðdalshrepps.

Á Breiðdalsvík er góð aðstaða fyrir ferðafólk. Ókeypis tjald-stæði er í miðju þorpinu, þar sem fyrir hendi er góð leikað-staða fyrir börn. Við íþróttahúsið er barnvæn útilaug, þar sem auk þess er góð líkamsræktarað-staða, en aðgangur að lauginni gildir fyrir allt húsið. Jafnframt er á Breiðdalsvík steinasafn, úti-markaður, verkstæði, kaffihús, verslun og fleira áhugavert.

Menningarsetur í kaupfélaginuBreiðdalssetur í Gamla kaup-félaginu, sem er elsta húsið í þorpinu, er vaxandi menningar-setur, að sögn Páls. Þar er m.a.

hægt að fræðast um jarðfræði Austurlands og rannsóknir breska jarðfræðingsins George P. L. Walker á hinum austfirska jarðlagastafla. Jafnframt er þar að finna upplýsingar um breið-dælinginn Stefán Einarsson og rannsóknir hans í málvísindum, bókmenntum og örnefnum. En í grunninn er húsið menningar-hús Breiðdælinga, þar sem áhersla er lögð á tímabundnar sýningar og viðburði.

„Nú fyrir sumarið mun svo ný ferðamannaverslun opna í miðju þorpinu, í fyrrverandi kaup-félagshúsi okkar Breiðdælinga, en þar hafa eigendur Hótel Blá-fells verið í framkvæmdum í vet-ur,“ segir Páll og bætir við hand-verkshúsið muni einnig hafa þar aðstöðu, auk þess sem þar verði til sölu vörur frá 66° Norður og fleirum.

Stangveiði og skógræktÍ Breiðdal er undirlendi mikið og margt áhugavert að sjá. Páll bendir sérstaklega á fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir, auk þess sem aðgengi að fjörunni sé auðvelt en fjaran sé sívinsælt leiksvæði, einkum meðal yngri kynslóðanna. „Um Breiðdalinn liðast Breiðdalsá, en eftir mark-vist uppbyggingarstarf verður hún sífellt fengsælli og við hana er rekin mikil starfsemi. Um-hverfi Breiðdalsár er stórbrotið og lætur engan ósnortinn. Á nokkrum stöðum við ána, hefur verið komið fyrir borðum og bekkjum, þar sem tilvalið er að setjast með nestið sitt, til dæmis við fossinn Beljanda. Skógrækt hefur talsvert verið stunduð í Breiðdal og eigum við því nokkra reiti sem eru algjörar perlur, til dæmis við Staðarborg,

í Aldamótaskógi við Tinnu eða í Jórvík.

Einnig er tilvalið að heim-sækja Eydali en þar hefur verið prestsetur síðan í fornkristni. Margir þekktir prestar hafa setið staðinn. Þeirra þekktastur er sálmaskáldið sr. Einar Sigursson, sem orti meðal annars jólasálm-inn Nóttin var sú ágæt ein. Minnisvarði um sr. Einar er í Ey-dalakirkjugarði og hafinn er undirbúningur að byggingu menningarmiðstöðvar við Ey-dalakirkju, sr. Einari til heiðurs,“ segir Páll.

www.breiddalur.is

Á Breiðdalsvík er góð aðstaða fyrir ferðafólk.

Í Gamla kaupfélaginu á Breiðdalsvík kennir ýmissa grasa.

Breiðdælingar sækja stöðugt á í ferðaþjónustu:

Stórbrotiðumhverfi og rík menning

Náttúru-smíðin StórurðFrá Vatnsskarði, á leiðinni til Borgarfjarðar eystri, er gengið í Stórurð sem er ein hrikaleg-asta náttúrusmíð á Íslandi. Í urðinni er einstök náttúra, sléttir grasbalar, hrikalegir grjótruðningar, steinblokkir, sumar tugir metra á hæð, fagrar tjarnir og sérstakur gróður. Ganga í Stórurð er einstök upplifun og best er að hefja hana uppi á Vatns-skarði, ganga inn eftir fjalla-syrpunni og til baka neðri leiðina út í Ósfjall (um 16 km). Einnig er hægt að halda áfram til Borgarfjarðar norðan eða sunnan Dyrfjalla. Í Stór-urðargöngu þarf heilan dag til að njóta svæðisins að verð-leikum. Gestabók er urðinni.

Göngu- og gleðivika fyrir alla fjölskylduna

Drífðu þig á fætur og taktu þátt í frábærri dagskráÍ gönguvikunni verður boðið upp á margvíslega afþreyingu: fjallgöngur, fjöllin fimm, fjölskylduferðir, náttúrunámskeið, fjöruferð, grill, tónleika í yfir 1000 m hæð, og margt fleira. Kvöldvökur með Selmu Björns og fleiri góðum listamönnum.

www.fjardabyggd.is

ÍSLE

NSK

A S

IA.IS

FJA

556

61 0

4.20

11

Á fæturí Fjarðabyggð

18. - 25. júní 2011

Page 49: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 49

A U S T U R L A N D

Spenn andi ferðir í ÁlfheimumUmsvif í ferðaþjónustu í Borgar-firði eystra hafa aukist mikið síð-ustu misseri og uppbygging ver-ið allnokkur. Gistirýmum hefur fjölgað til muna og afþreyingar-möguleikum sömuleiðis. Arn-grímur Viðar Ásgeirsson, fram-kvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Álfheima á Borgarfirði eystra, segir bókunarstöðuna fyrir sum-arið vera þokkalega en alltaf taki nokkurn tíma koma nýju rými í umferð.

„Við höfum ótrúlega skemmti-legt göngusvæði hér allt í kring-um Borgarfjörð. Markaðssetning vikuferða fyrir erlenda aðila hef-ur gengið vel en það er þó mikil markaðsvinna eftir. Þá hefur lundinn okkar í Hafnarhólma mikið aðdráttarafl vegna góðrar aðstöðu sem sveitarfélagið okkar hefur byggt upp við smábáta-höfnina við Hafnarhólma.“

Ferðaþjónustan Álfheimar er þessa dagana að ljúka við bygg-ingu 12 herbergja álmu og býð-ur í sumar uppá 30 hótelher-bergi með baði. Þá er verið að leggja lokahönd á nýtt 11 her-bergja gistiheimili í gamla frysti-húsinu, auk þess sem viðbætur og endurbætur hafa verið gerðar á tjaldsstæði sveitarfélagsins sem er að finna við fótskör álfanna undir Álfaborg. „Tjaldstæðið okkar er tvímælalaust að komast á topp 10 listann yfir aðbúnað og þjónustu og svo er fjalla-hringurinn á Borgarfirði eystra einstakalega vel heppnaður,“ segir Arngrímur. Hann telur að í sumar ættu allir að finna sér gistingu við hæfi í sveitarfé-laginu, enda að finna auk tjald-stæða um 230 gistirými af öllum stærðum og gerðum, allt frá fjallaskálum til hótelherbergja. Þá eru þrír veitingastaðir í þorp-inu þar sem boðið er uppá fjöl-breytta flóru veitinga við allra hæfi. „Við vonum því að gestir okkar gefi sér tíma til að stoppa hjá okkur og njóta dvalarinnar í sumar. “

Nýjar lúxusgönguferðir fyrir ÍslendingaSíðastliðið ár voru gestir Álf-heima nær eingöngu erlendir ferðamenn sem komu til að njóta náttúrufegurðar og göngu-leiða í Borgarfirði. Að sögn Arn-gríms verða í ár einnig í boði hagstæðar lúxusgönguferðir á vegum Álfheima, þar sem boðið verður upp á 4 daga dvöl í hót-elherbergi og farnar dagsferðir í Stórurð, Brúnavík, Breiðuvík og fleiri perlur svæðisins. „Nú þegar

bensínverð er í hæstu hæðum höfum við brugðið á það ráð að semja við Flugfélag Íslands um hagstæð kjör fyrir þá er vilja koma með okkur í þessar lúxus-gönguferðir. Að sjálfsögðu er allt innifalið; matur, gisting, leiðsögn og ferðir þannig að það er bara að pakka göngugræjunum og renna út á flugvöll í Reykjavík og skella sér austur,“ segir Arn-grímur.

www.borgarfjordureystri.is Ferðaþjónustan Álfheimar býður í sumar upp á fjölbreyttar gönguferðir, m.a. á Dyrfjallstind.

Heiðarbýlið SænautaselSænautasel á Jökuldalsheiði við samnefnt vatn var endur-byggt í lok síðustu aldar sem góður fulltrúi heiðarbýlanna fyrr á tíð. Farið er að Sæ-nautaseli af þjóðvegi 1 um Möðrudal á merktum afleggj-ara sem er um 22 km langur. Í Sænautaseli er tekið á móti ferðamönnum á sumrin og boðið upp á hina ýmsu skemmtun og léttar veitingar að þjóðlegum hætti. Opið er alla daga í júní-ágúst.

BORGARFJÖRÐUR

BETRI EN ÞIG GRUNARBETRI EN ÞIG GRUNAR

Við bjóðum ykkur velkomin á Borgarfjörð eystriFerðamálahópur Borgarfjarðar

www.borgarfjordureystri.is

VF

w

www.east.is

Page 50: Ævintyralandid Island 2011

50 | ÆVINT†RALANDI‹

A U S T U R L A N D A U S T U R L A N D

Magnús Már Þorvaldsson, menn-ingar- og ferðamálafulltrúi Vopnafjarðarhrepps, segir sög-una koma til með að leika æ stærra hlutverk í afþreyingu fyrir ferðamenn sem sækja Vopna-fjörð heim. Minjasafnið á Burst-afelli er dæmi um þessa áherslu en þar er sem kunnugt er einn best varðveitti torfbær landsins. Múlastofa, sýning um bræðurna Jón Múla og Jónas Árnasyni, er annað skemmtilegt dæmi um þessa sögulegu áherslu og nú er einnig hægt að sameina útivist og sögu með því að heimsækja hin merku heiðarbýli á Vopna-fjarðar- og Jökuldalsheiði.

Heiðarbýlin geyma sögunaHeiðarbýlaganga er samvinnu-verkefni Kaupvangs á Vopna-firði, Ferðafélags Fljótsdalshér-aðs og sveitarfélagsins Fljóts-dalshéraðs. Gerður hefur verið leiðarvísir að heiðarbýlunum og hjá hverju býli er hólkur sem inniheldur upplýsingar um býl-ið, ábúendur og sögur því tengdar. Sömuleiðis stimplar sem ferðamenn geta safnað og fengið viðurkenningu fyrir að hafa heimsótt heiðarbýlin.

Á 19. og allt fram á 20. öld

byggðust mörg býli á Vopna-fjarðar- og Jökuldalsheiðum þegar fátækir bændur neyddust til að leita jarðnæðis upp til fjalla eftir að þröngt varð í sveit-um á láglendi. Þegar mest var bjuggu vel á annað hundrað manns í býlum á heiðunum ofan Vopnafjarðar og Jökuldals en þessi byggð aflagðist fyrir 1950. Geta má þess að heiðarbýlin í Vopnafirði eru sögusvið Hall-dórs Laxness í Sjálfstæðu fólki.

Fyrir ferðafólk er því í senn góð útivist, holl ganga og fróð-leikur um byggð fyrri alda að heimsækja heiðarbýlin og fræð-ast. Í Kaupvangskaffi á Vopna-firði má fá ókeypis leiðarvísi um heiðarbýlin og hefja gönguna.

Múlastofa og VesturfaramiðstöðOg talandi um Kaupvang á Vopnafirði þá hefur því húsi verið fengið víðtækt hlutverk í ferðaþjónustu og menningar-starfi staðarins. Eins og áður segir er í húsinu sýning um Jón Múla og Jónas Árnasyni sem fæddir voru á Vopnafirði. Faðir þeirra var á sinni tíð verslunar-stjóri á Vopnafirði en sýningin hefur að geyma fjölda ljósmynda og muna úr safni bræðranna. Sömuleiðis er hægt að hlusta á tónlist þeirra, sem flestum Ís-lendingum er kunn, og horfa á myndefni sem tengist sögu þeirra. Geta má þess að í tengslum við setrið er menning-arhátíðin Einu sinni á ágúst-kvöldi þar sem eru reknar svo-kallaðar listasmiðjur ungmenna sem sýna síðan á sviði félags-heimilisins. Eru sýningarnar myndaðar og valdir kaflar til sýnis í Múlastofu. Þannig er arf-leiðin færð áfram til nýrra kyn-slóða.

Vopnfirðingar hafa einnig unnið með tengingu byggðar-lagsins við Vesturheim og vest-urferðir Íslendingar. Í menning-armiðstöðinni Kaupvangi hefur verið komið upp Vesturfaramið-stöð Austurlands, sem rekin er af Vesturfaranum - félagi áhuga-fólks um að efla samband við afkomendur vesturfara sem fóru frá Austur- og Norðurlandi. Margt fólk fór einmitt í Vestur-heim frá Vopnafirði og öðrum stöðum í Múlasýslum og Þistil-firði eftir Öskjugosið 1875. í Vesturfaramiðstöðinni í Kaup-vangi er boðið upp á ættfræði-þjónustu þar sem fólk getur leit-að tenginga við vesturheim og sömuleiðis aðstoðar Vesturfara-miðstöðin fólk í vesturheimi við að finna ættingja á Íslandi.

Óplægður akur sögunnar„Allt eru þetta dæmi um hvernig sagan blandast inn í ferðaþjón-ustuna hjá okkur og við eigum mikinn óplægðan akur til að vinna með á næstu árum. Nægir þar að nefna Vopnfirðingasögu og ýmsar áhugaverðar tengingar Vopnafjarðar við bæði þjóð-þekkta einstaklinga og sögu landsins. Ekki má heldur gleyma að Vopnafjörður er, ásamt Djúpavogi, elsti verslunarstaður Austurlands. Markmið okkar er að halda áfram á þessum nót-um,“ segir Magnús Már.

www.vopnafjörður.is

Líf og fjör við menningarmiðstöðina Kaupvang á Vopnafirði þar sem er m.a. Vesturfaramiðstöð og sýning um bræðurna Jón Múla og Jónas Árnasyni.

Minjasafnið á Burstafelli er fjölsóttur staður, enda má þar sjá einn best varðveittasta torfbæ landsins.

Við heiðarbýlið Mælifell, eitt þeirra merku heiðarbýla sem ferðamenn geta nú skoðað á Vopnafjarðar- og Jökuldalsheiðum.

Vopnfirðingar samtvinna söguna í sinni ferðaþjónustu:

Gengið að heiðarbýlum

Fræðaset-ur á Skriðu-klaustriSkriðuklaustur er fornt höfuð-ból og sýslumannssetur í Fljótsdal. Munkaklaustur var þar 1493-1552. Klausturrúst-irnar eru fundnar og þar er fornleifauppgröftur sem leitt hefur í ljós að þar hafa verið stundaðar lækningar og bókagerð og ýmsir merkir munir hafa fundist. Leiðsögn er um svæðið á sumrum. Á Skriðuklaustri er grafinn Jón hrak sem frægur er af kvæði Stephans G. Stephanssonar (1853-1927). Gunnar Gunn-arsson skáld (1889-1975) sett-ist að á Skriðuklaustri árið 1939 og reisti þar einstætt stórhýsi, teiknað af þýskum arkitekt. Skáldið gaf íslenska ríkinu jörðina þegar það flutti til Reykjavíkur árið 1948. Þar var lengi tilraunastöð í land-búnaði en árið 2000 hóf Stofnun Gunnars Gunnars-sonar starfsemi sína þar. Skriðuklaustur er nú rekið sem menningar- og fræðaset-ur. Yfir sumarið eru margvís-legar sýningar í boði og gest-um veitt persónuleg leiðsögn um hús skáldsins.

Breiðdalur …brosir við þér

Hér

aðsp

rent

Kannaðu málið!www.breiddalur.is

Austurland ævintýrannaBreiðdalsvík er frábær viðkomustaður fyrir fjölskylduna á ferðalagi.

Á Breiðdalsvík er frítt tjaldsvæði.

Breiðdalur hefur að geyma náttúruperlur sem bíða þess að verða uppgötvaðar.

Afþreyingarmöguleikar eru margir: göngur, veiði, hestaferðir, ævintýraferðir, útimarkaður, safn, fræðasetur, sundlaug, leiksvæði, fjara, fjöll og fleira og fleira!

ýranna

www.east.is

Page 51: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 51

FJARÐABYGGÐ

StöðvarfjörðurFáskrúðsfjörðurReyðarfjörðurEskifjörðurNorðfjörðurMjóifjörður

fjardabyggd.is

Eskifjörður

Reyðarfjörður

Fáskrúðsfjörður

Stöðvarfjörður

Mjóifjörður

Norðfjörður

ÍSL

EN

SK

A/S

IA.I

S/F

JA 4

5525

03/

09

Fjarðabyggð er flott á sumrin.Leggðu á fjöllin í sumarblíðunni, hér getur þú lifað hátt án þess að kosta miklu til. Þú færð ótakmarkað aðgengi að einstökum náttúruperlum, tjaldar frítt á fimm tjaldsvæðum og ferð ókeypis um göngin.

Velkomin í Fjarðabyggð – þar sem fjöllin næra sálina

Fjölbreytt söfn og sundlaugar

A U S T U R L A N D

Fjölbreytni og skemmtilegar há-tíðir eru aðalsmerki sumardag-skrárinnar í Fjarðabyggð. Hún hefst strax fyrstu helgina í júní með því að sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur. Há-tíðarhöldin verða með hefð-bundnu sniði á laugardeginum á Fáskrúðsfirði og alla helgina á Eskifirði og Norðfirði. Í ár bætist fjölþjóðleg vídd í sjómanna-dagshátíðina því að á Norðfirði verður sýning í tengslum við verkefnið EDGES Three Sides of the Same Sea sem er samstarfs-verkefni Menningarráðs Austur-lands og Menningarráðanna í Donegal á Írlandi og Vesterålen í Noregi. Á Eskifirði verður myndlistarsýning eftir listamann frá Vesterålen í Noregi.

Um hvítasunnuhelgina verður Sjókajakmótið Egill rauði. Móts-staðurinn er félagsaðstaða Kaj í Kirkjufjörunni á Norðfirði. Við-burður sem hentar fyrir áhuga-sama, byrjendur og lengra komna.

Fjallagarpur Fjarðabyggðar krýndurDagana 18.-25. júní verða svo allir dregnir á fætur í gönguvik-unni Á fætur í Fjarðabyggð. Boðið verður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskyld-una; fjallgöngur, fjölskyldugöng-ur, næturgöngur, sögu- og menningargöngur auk hinnar einstöku fjallameðferðar sem fæst bara í Fjarðabyggð. Hægt verður að ná hinum eftirsótta titli, Fjallagarpur Fjarðabyggðar með því að ganga á fimm krefj-andi fjöll á einni viku. Öll kvöld vikunnar verða fjölbreyttar kvöldvökur með lifandi tónlist og skemmtiatriði við varðeld, náttúru- og leikjanámskeið fyrir börnin, kajakferðir o.fl.

Fish & chips á hernámsafmæliHernámsdagurinn er svo 1. júlí en þá er minnst hernámsins árið 1940 þegar breskir hermenn stigu á land í Reyðarfirði. Dag-skrá verður við Stríðsárasafnið á Reyðarfirði og víðar. Íbúar bæj-arins og gestir fara í búninga frá þessum tíma og skemmtileg stríðsárastemning skapast. Fjöl-breyttir viðburðir verða alla helgina og boðið upp á stríðs-tertur og „Fish & chips“ í anda þessa tíma á veitingastöðum bæjarins.

Það verður rokkað feitt á Rokkhátíðinni Eistnaflugi í Nes-kauspstað dagana 7.-9. júlí. Eistnaflug er orðin ein vinsæl-asta rokkhátíð landans og hefur vakið mikla athygli hér heima og erlendis.

Fjölskylduhátíðin Franskir dag ar á Fáskrúðsfirði 21. -24. júlí er menningarveisla fyrir alla fjöl-skylduna með frönsku ívafi. Sömu helgina verður sjálfbæra þorpshátíðin Maður er manns gaman haldin í þriðja sinn á Stöðvarfirði. Neistaflug verður

um verslunarmannahelgina á Norðfirði. Gunni og Felix eru löngu orðnir ómissandi hluti af hátíðinni og hápunkturinn er brekkusöngur og glæsileg flug-eldasýning.

www.fjardabyggd.isStríðsminjasafnið á Reyðarfirði vekur jafnan mikla athygli og er miðpunktur í dagskrá hernámsdagsins, þann 1. júlí.

Fjarðabyggð:

Úrvals hátíðir í allt sumar

Page 52: Ævintyralandid Island 2011

52 | ÆVINT†RALANDI‹

Sími / Tel. 478 8119 - Fax 478 8183GSM / Mobile 659 1469 (Leiðsögumaður)

GSM / Mobile 866 1353 (Már)GSM / Mobile 862 4399 (Þórlaug)

Netfang / Email: [email protected]

Í Fjarðabyggð er óhætt að segja að sé mikil gróska í veitinga-húsarekstri og ýmsar nýjungar í bígerð fyrir komandi ferða-mannastraum sumarsins. Bæði eru ný fyrirtæki að líta dagsins ljós eða nýir aðilar að taka við og breyta eldri rekstri. Enn fjöl-breyttari valmöguleikar verða því fyrir þá sem sækja svæðið heim.

Kaffi Steinn í kaupfélags-húsi StöðfirðingaÍ vetur opnaði nýtt kaffihús, Kaffi Steinn, í gamla kaupfélags-húsinu á Stöðvarfirði. Það tekur um 40 manns í sæti og hefur einnig yfir að ráða um 150 manna sal, auk þess sem opnuð verður í húsinu 9 herbergja gist-ing í júní. Um er að ræða fyrri áfanga af tveimur í uppbyggingu gistiaðstöðu Kaffi Steins en þeim sem hyggja á heimsókn til Stöðvarfjarðar í sumar er bent á að boðið verður upp á súpu og brauð í hádeginu alla daga hjá Kaffi Steini. Þess má einnig geta að upplýsingamiðstöð fyrir

ferðamenn verður sett upp í verslunar- og veitingastaðnum Brekkunni á Stöðvarfirði í sum-ar.

Brauðhús og kaffihúsÁ Reyðarfirði mun Sesam Brauð-hús bakarí í byrjun sumar og bæta svo við konditori/kaffihúsi síðsumars. Að sögn forsvars-manna Sesam Brauðhúss mun verða lagt mikið upp úr því að viðhafa gæði, hollustu, nýjungar og fjölbreytni. Þegar konditori/kaffihús opnar síðsumars verður boðið upp á fjölbreyttar brauð-vörur og kökur, eðalkaffi, létta rétti í hádeginu og ýmsar aðrar veitingar.

Grétar Rögnvarsson og Anna Björg Sigurðardóttir hafa tekið við rekstri Kaffihússins á Eski-firði. Eftir breytingar á staðnum verður bæði hefðbundinn kaffi-

húsarekstur, auk veitingastaðar með ýmsum réttum af matseðli. Jafnframt munu þau Grétar og Anna reka gistiheimili með 11 eins og tveggja manna herbergj-um. Nýr skemmtistaður í NeskaupstaðOg hér er hvergi nærri allt talið í gerjun veitingamennskunnar í Fjarðabyggð. Skemmtistaðurinn Rauða Torgið var opnaður í Neskaupstað í vetur og hefur fengið góðar viðtökur frá opn-un. Rauða Torgið er í hjarta bæj-

arins og þar verður ýmislegt um að vera í sumar.

Nýir rekstaraðilar hafa einnig tekið við félagsheimilinu Egils-búð á Norðfirði, þau Sigríður S. Halldórsdóttir og Sveinn Jónsson en þau reka einnig Fjarðarhótel á Reyðarfirði. Ætlunin er að reka Egilsbúð áfram með svip-uðu sniði og verið hefur.

3000 manns á ári í Randulffs-sjóhús Loks er að nefna Randulffs-sjó-hús á Eskifirði sem opið verður

frá 1. júní til 1. september. Þar verður opið veitingahús á kvöld-in og opið fyrir hópa eftir sam-komulagi en á staðnum er fullbúið eldhús. Boðið verður upp á rétti úr austfirsku hráefni en rekstur í húsinu eru á vegum Ferðaþjónustunnar Mjóeyrar, sem jafnframt rekur bátaleigu sína í húsinu. Frá því Randulffs-sjóhús var opnað árið 2008 hafa komið þangað um 3000 manns á hverju ári.

www.fjardabyggd.is

Gönguvikan Á fætur í Fjarða-byggð verður nú haldin í fjórða sinn í sumar dagana 18.-25. júní. Í boði eru fjölbreyttar göngur við allra hæfi og einnig göngur fyrir alla fjölskylduna. Mikill áhugi hefur verið á gönguvik-unni og í fyrra tóku á þriðja þúsund manns þátt.

Ýmislegt skemmtilegt er í

boði í vikunni og meðal þess sem boðið verður í ár eru tón-leikar í 1000 m hæð þegar geng-ið verður á fjallið Svartafjall í fimm fjalla leiknum. Göngu- og bátsferð á Barðsneshorn er mjög vinsæl ferð um fjölbreytt útivist-ar- og göngusvæði á hluta af Gerpissvæðinu, sólstöðuganga, fjölskyldugöngur um Hólmanes milli Eskifjarðar og Reyðarfjarð-ar, í Geithúshárgil við Reyðar-fjörð, í Skjólgilsá í Fáskrúðsfirði og fleiri staði. Farið verður í fjöruferð og sögugöngu í Vöðla-vík.

Það sem er einkennandi fyrir gönguvikuna er gleði og gaman og markmiðið að allir skemmti sér vel, hvort sem þeir ganga eða ekki. Alla vikuna eru fjöl-breyttar kvöldvökur, lifandi tón-list og skemmtiatriði við varðeld. Kvöldvökurnar eru fjölbreyttar og ætlar söngkonan Selma Björnsdóttir að stíga á stokk á fyrstu kvöldvökunni í ár og á

eftir koma sagnakvöld með Berglindi Ósk Agnarsdóttur, kvöldvaka með rithöfundinum Guðrúnu Hannesdóttur og fleira góðu fólki. Á einni kvöldvök-unni verður boðið uppá dans-leik á Borgarhóli eftir göngu um furðustrandir norðan Reyðar-fjarðar. Með þessu er verið að endurvekja dansleikjahefð á Borgarhóli eftir rúmlega 50 ára hlé á dansleikjahaldi þar. Loka-kvöldvakan er svo vegleg og boðið upp á veitingar og svo verður dansleikur í Valhöll Eski-firði.

Fyrir börnin er starfræktur náttúru- og leikjaskóli í tengslum við gönguvikuna í samstarfi við Náttúrustofu Aust-urlands, þar geta börnin fræðst um náttúruna og verið í skólan-um á meðan foreldrarnir ganga.

Fyrir þá sem vilja áskorun er boðið upp á leik sem kallast Fjöllin fimm í Fjarðabyggð. Boð-ið er upp á skipulagðar ferðir á

öll fjöllin fimm og gengið á þau öll á fimm dögum. Þessi leikur hefur verið í gangi hjá ferða-félaginu í nokkur ár en vakning er í honum í tengslum við gönguvikuna. Ferðafélag Fjarða-manna hefur komið fyrir gesta-bókum og stimplum á fimm fjöllum í Fjarðabyggð. Til þess að hljóta nafnbótina Fjallagarpur Fjarðabyggðar þarf að kaupa þar til gert stimpilhefti og stimpla í það nafn hvers fjalls þegar við-komandi hefur komist á topp þess. Heftinu er svo framvísað eftir að hafa sigrað öll fimm fjöllin og í sigurlaun fær við-komandi viðurkenningu frá fé-laginu og mynd af sér á heima-síðuna. Unglingar, fimmtán ára og yngri, fá sömu viðurkenn-ingu eftir að hafa gengið á þrjú af fimm verðlaunafjallanna að eigin vali. Fjöllin sem um ræðar eru Kistufell 1239 m, Goðaborg 1132 m, Svartafjall 1021 m, Hólmatindur 985 m og Hádegis-fjall 809 m. Hægt er að ganga á fjöllin fimm á eins löngu tímabili og hentar hverjum og einum.

Óhætt er að segja að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í gönguvikunni hvort sem þeir vilja krefjandi göngu, létta og þægilega útiveru eða njóta menningar. Hægt er að velja sér eina göngu eða fara í fleiri eftir því hvað hentar hverj-um og einum. Í Fjarðabyggð eru fínir gistimöguleikar, veit-ingastaðir og frábærar sundlaug-ar. Nánar um dagskrá gönguvikunnar má sjá á heima-síðu Ferðafélags Fjarðamanna, www.simnet.is/ffau og heima-síðu Ferðaþjónustunnar Mjóeyr-ar, www.mjoeyri.is

Gróska í veit-ingahúsarekstri í Fjarða byggð

Randulffs-sjóhús á Eskifirði.

Gönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð:

Tónleikar í yfir 1000 m hæð!

Gönguvikan Allir á fætur í Fjarðabyggð er tilvalin dagskrá fyrir þá sem vilja njóta fjölbreyttra gönguleiða í sveitarfélaginu.

A U S T U R L A N D

Page 53: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 53

„Úrvalið í tækjum fyrir göngu-fólk er mjög mikið - hægt að velja tæki allt frá 40 þúsund krónum og uppúr, allt eftir því hvaða möguleika fólk vill hafa. Og hér erum við að tala um tæki sem eru með Íslandskort-um og þau eru lykilatriði í ferða-laginu, hvort heldur er ferðast fótgangandi eða í bíl,“ segir Rík-arður Sigmundsson, fram-kvæmdastjóri Garminbúðarinnar.

Segja má að í nútímaferða-mennsku séu GPS tæki ómiss-andi. Þau eru ekki aðeins spurn-ing um öryggi í ferðum heldur ekki síður hafsjór upplýsinga, bæði þjónustuupplýsinga og að ekki sé talað um tugþúsundir örnefna sem tengd hafa verið inn á kortagrunn Íslandskortsins. Garminbúðin hefur stuðlað að þessari kortagerð í samvinnu við Samsýn.

Íslandskortin hafsjór upplýsinga„Í landakortinu okkar erum við með hæðarlínur á 40 metra fresti, við höfum 40 þúsund ör-nefni, allir vegir og vegslóðar eru merkir inn á kortið og síðast en ekki síst erum við stöðugt að bæta in á kortið GPS merktum gönguleiðum. Þær leiðir eru teiknaðar inn á kortið líkt og vegslóðar en skera sig frá með öðru mynstri og lit á slóðanum. Þeir sem eru með tæki frá okkur með korti geta þannig ferðast um landið og ekki aðeins flett upp á staðháttum og nöfnum heldur séð einnig hvar merktar gönguleiðir eru,“ segir Ríkarður en á hverju ári koma nýjar út-gáfur af kortunum og smátt og smátt verða upplýsingar viða-meiri og nákvæmari.

„Síðan eru þessi tæki þannig í dag að þau geta leiðbeint þér eftir torfærum vegum og slóð-um. Tækin eru þannig með mis-munandi notendaham eftir því hvað við á, hvort notandinn er að ferðast á bíl eða gangandi. Og það er einmitt ástæða til að undirstrika að í raun eru þessi litlu og hentugu göngutæki með öllum þeim aðgerðum sem stærri bíltæki bjóða upp á. Mun-urinn liggur fyrst og fremst í skjástærðinni. Þannig má segja að ekki sé hægt að gera greinar-mun á því hvað kallast bíltæki og hvað sé göngutæki. Fyrst og fremst er þetta spurning um til hvers viðkomandi ætlar aðallega að nota sitt tæki,“ segir Ríkarður en mikið úrval er af GPS tækjum í Garminbúðinni að Ögurhvarfi í Kópavogi. Og ekki aðeins er þar að finna staðsetningartæki held-ur einnig þjálfunarúr fyrir hlaup-ara og ýmsan búnað fyrir útivist og ferðalög.

„Með kortagrunninum og tengimöguleikum tækjanna við tölvur þá getur notandinn vistað sínar ferðalagsupplýsingar og unnið með þær áfram, tengt við Google-Earth og svo mætti lengi telja. Ferðalag fær þannig nýja vídd fyrir notandann.

Á næstu vikum er svo von á nýju tæki fyrir útivistarfólk með fjögurra tommu skjá og getur það bæði verið lóðrétt og lárétt.

Þetta tæki er upplagt fyrir mót-orhjól, fjórhjól, jeppa, reiðhjól, hestaferðir og göngufólk sem vill stóran skjá. Ég spái þessu tæki miklum vinsældum því það verður á tiltölulega góðu verði og hentar mjög breiðum hópi notenda og má lýsa tækinu sem Garmin Oregon á sterum,“ segir Ríkarður í Garminbúðinni.

www.garmin.is

VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR

VELKOMIN!Vatnajökulsþjóðgarður býr yfir fjölbreyttari eldgosa- og jarð-myndunum en annars staðar þekkist. Skaftafell, Jökulsárgljúfur, Snæfell og Lakagígar eru dæmi um margbreytileika hans og fegurð. Láttu ævintýrin gerast í Vatnajökulsþjóðgarði!

Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur Íslands

PO

RT

hönn

un

© R

agna

r Th.

Sig

urðs

son

© S

karp

héði

nn G

. Þór

isso

n

© S

igur

geir

Sigu

rjóns

son

Hreindýr á ferð á austursvæði þjóðgarðsins

Á vefnum www.vjp.is má finna allar helstu upplýsingar um Vatnajökulsþjóðgarð.

Lakagígar

Hafragilsfoss í Jökulsárgljúfrum

© H

elga

Dav

ids

Íslandskortið í Garmin tækjunum veitir fjölþættar upplýsingar fyrir ferðamanninn.

Garmin 62st. Kjörið í útivistina.

Útivistarheimur opn-ast með Garmin

Page 54: Ævintyralandid Island 2011

54 | ÆVINT†RALANDI‹

• Bætir líðan• Skjótvirkari • Ósýnilegur

Compeed frunsuplástur!Nýjung – með Nanocolloid – 075 sem er vísindalega staðfest að veiti þægilegan og skjótan bata

Fæst í apótekum • www.compeed.com

Íshestar hafa í tæp 30 ár gert fólki kleift að kynnast íslenska hestinum í náttúru landsins í lengri hestaferðum sem og í styttri reiðtúrum, á reiðnám-skeiðum og í reiðskóla Íshesta í hestamiðstöð fyrirtækisins rétt utan við Hafnarfjörð á leiðinni inn í Kaldársel.

„Útlitið er bara mjög gott fyrir sumarið og það er búið að vera mikið að gera í dagsferðunum það sem af er vori og er aukn-ingin núna í apríl um 30% sam-anborið við apríl í fyrra. Bókanir í lengri ferðirnar í sumar líta líka vel út,“ segir Steinunn Guð-björnsdóttir, markaðsstjóri sem, ásamt Svandísi Dóru Einarsdótt-ur leiðsögumanni og leikkonu, gaf sér tíma til að ræða um það helsta sem er á döfinni hjá þeim við tíðindamann Ævintýralands-ins.

Sveitastemning og reið-námskeið í Hafnafirði„Við erum að bjóða fyrirtækjum og vinahópum að koma til okk-ar í hestamiðstöðina og upplifa það sem við köllum „sveita-stemningu“ og viðtökurnar hafa vægast sagt verið mjög góðar,“ segir Steinunn. „Hvort sem verið er að skipuleggja starfsmanna-skemmtanir eða aðrar uppákom-ur er hægt að fá gömlu góðu sveitastemninguna beint í æð hjá okkur með því að fara í reið-túr, bragða á þjóðlegum kræs-ingum og bregða á leik í söng og dansi,“ bætir Svandís Dóra við.

Íshestar hafa einnig í mörg ár boðið upp á reiðkennslu og reiðskóla í samstarfi við hesta-mannafélagið Sörla þar sem börn alveg niður í fimm ára ald-ur fá kennslu. Svokölluð pæju- og pollanámskeið, vikulöng námskeið fyrir 5-8 ára krakka, eru mjög vinsæl. Menntaðir reið-kennarar leiðbeina börnunum og þau fá að stússast í hestum og öðru sem viðkemur hesta-mennsku. Íshestar bjóða einnig

upp á reiðnámskeið fyrir 9-16 ára, bæði byrjendur og lengra komna. „Yfir vetrartímann bjóð-um við líka upp á það sem við köllum „hestur í fóstur“ en þá sinna krakkarnir sama hestinn eins og að þau ættu hann,“ segir Steinunn, „og það eru mörg dæmi þess að þannig hafi heilu fjölskyldur byrjað í hesta-mennskunni.“

Vilja fleiri Íslendinga með í hestaferðirÁ næsta ári verða 30 ár liðin frá því Íshestar tóku til starfa. Fyrsta ferðin sem boðið var upp á var yfir Kjöl og það er ennþá vin-sælasta Íshestaferðin, þó svo úr-valið og fjölbreytnin hafi stór-aukist á þessum þremur áratug-um. Útlendingar sækja mest í Ís-hestaferðirnar og þær Steinunn og Svandís Dóra vilja gjarnan sjá fleiri Íslendinga í þeim.

„Það þarf ekki alltaf að leita ævintýranna á fjarlægum slóð-um,“ segir Svandís Dóra, sem farið hefur um landið þvert og endilangt í mörg ár sem leið-sögumaður hjá Íshestum. „Það

er bara engu líkt að ferðast um landið á hestbaki,“ bætir hún við, „og maður tengist við nátt-úruna á einhvern alveg óútskýr-anlegan hátt í gegnum hestinn.“

Hinn eini sanni íslenski ferðamáti„Þetta er hinn eini sanni íslenski ferðamáti,“ bætir Steinunn við. Allir ættu að láta það eftir sé að fara að minnsta kosti einu sinni í slíkt ferðalag á æfinni. Hún nefnir sem dæmi að það sé allt önnur upplifun að fara yfir Kjöl á hestum eða á bíl. „Þú sérð aldrei neina akvegi og það er hreinlega eins og jöklarnir skríði til þín,“ bætir Svandís Dóra leið-sögumaður við, dreymin á svip. Hestaferðir Íshesta séu alveg

kjörið tækifæri til að skoða fjöl-marga áhugaverða staði á land-inu segja þær stöllur og þeim sem eiga hesta sé velkomið að taka þá með, eða fá bara hesta lánaða á viðkomandi stað. Ávallt sé nægt framboð af góðum hest-um enda hafi samstarf við heimamenn um hesta og alla umsjón með ferðunum á hverj-um stað, alltaf verið aðalsmerki Íshesta.

Og það skortir ekki framboð-ið af áhugverðum ferðum hjá Ís-hestum. Hægt er að velja á milli um 20 mismunandi kosta og má t.d. nefna ferðir um Snæfells-öræfin fyrir austan, Þeistareykja-svæðið í nágrenni Mývatns, Snæfellsnessvæðið og Löngu-fjörur, Kjalarferðirnar sem fyrr

voru nefndar, ævintýraferðir í Landmannalaugar, um Húna-vatnssýslur og síðast en ekki síst nýjustu Íshestaferðina um afdali Skagafjarðar.

„Yfirleitt eru þetta sex daga ferðir hjá okkur og þátttakendur þurfa að vera nokkuð vanir hestum,“ segir Svandís Dóra. Einnig er boðið upp á lengri sérferðir, yfirleitt níu daga ferðir, fyrir vant fók og nýjung í þeim efnum er t.d. ferð yfir Arnar-vatnsheiði.

Greinargóðar upplýsingar um erfiðleikastig hinna mismunandi ferða eru í bæklingum Íshesta og á heimasíðu fyrirtækisins.

www.ishestar.is

Fyrstu hestaferðirnar sem Íshestar buðu upp á fyrir tæpum 30 árum voru yfir Kjalveg og enn þann dag í dag eru þetta langvinsælustu Íshestaferðirnar.

Allir ættu að fara í hestaferð að minnsta kosti einu sinni á ævinni!

Anna Rósa Róbertsdóttir grasa-læknir hefur um árabil framleitt krem og tinktúrur, unnar úr lækningajurtum. Má þar nefna 24 stunda krem, dagkrem, handáburð og fótakrem. Anna Rósa tínir jurtirnar á sumrin og blandar. Engin paraben rotvarn-arefni eru notuð í framleiðsl-unni. „Ég held að almenningur sé að verða sífellt meðvitaðri um að það skiptir máli hvað maður lætur á húðina. Það skiptir miklu máli að nota góð hráefni og nota ekki kemísk ilmefni. Jurtirnar hafa verið notaðar frá örófi alda.“

Hvað kremin varðar má nefna 24 stunda rakagefandi krem. Það er fyrir venjulega, mjög þurra eða þroskaða húð og hentar bæði kvölds og morgna auk þess sem það er til-valið undir farða. Í kreminu er E-vítamín, lífræn apríkósukjarna-olía og rósaolía. Anna Rósa segir að 24 stunda kremið hafi t.d þótt gefa góða raun sem nátt-úruleg sólarvörn og við rósroða.

Nærandi dagkremið er fyrir venjulega og viðkvæma húð auk þess sem það hentar sérstaklega vel fyrir þurra húð. Í kreminu er m.a. vallhumall, morgunfrú, ka-milla og lavender sem eru þekktar lækningajurtir frá fyrri tíð.

Anna Rósa framleiðir handá-burð og fótakrem. Handáburð-urinn er mýkjandi og græðandi og nærir naglbönd og þurrar hendur. Hann þykir tilvalinn á sprungur og þurrkubletti. Í hon-um er lífræn möndluolía og ilm-olíur sem eru sótthreinsandi. Fótakremið er kælandi og kláða-stillandi. Það mýkir þurra húð, græðir sprungur og vinnur gegn sveppasýkingum. Í því eru líf-rænar ilmolíur svo sem eucalyp-tus, piparminta og tea tree sem örva blóðrásina og stillir kláða.

Þá má nefna græðandi sára-smyrsl fyrir sár, sprungur og húðkvilla. Mjaðjurt, haugarfi, vallhumall og birki eru í smyrsl-inu en þessar lækningajurtir hafa verið notaðar öldum saman gegn sárum og útbrotum. Einnig eru í smyrslinu kakó- og

sheasmjör sem græðir og mýkir og lífræn lavender ilmolía sem stillir kláða og hefur græðandi áhrif á brunasár.

TinktúrurAnna Rósa framleiðir auk þess tinktúrur sem fást í flestum apó-tekum og heilsubúðum og not-aðar eru við ýmsum kvillum og má í því sambandi nefna vatns-losandi blöndu, blöndu til að bæta meltinguna og enn aðra sem þykir góð fyrir konur á breytingaskeiðinu. Auk þess er Anna Rósa með tinktúrur fyrir blöðruhálskirtilinn, exem og sóríasis og kvef og flensu.

Anna Rósa tekur á móti fólki í ráðgjöf og sérblandar tinktúrur, te og smyrsl fyrir það fólk.

„Tæplega 90 lækningajurtir vaxa á Íslandi og nota ég nokk-uð stóran hluta af þeim. Ég nota nokkrar erlendar jurtir í starf-

semina en það er lágt hlutfall. Ég hef alveg sérhæft mig í ís-lenskum jurtum og að búa til allt sjálf en það er mismunandi eftir grasalæknum hvort þeir gera það. Mér finnst gaman að búa allt til; mér finnst gaman að tína jurtirnar á sumrin, mér finnst gaman að blanda tinktúrur og hræra krem í stórum pottum. Mér finnst það skipta máli því þá veit ég hvaða gæði ég er með í höndunum.“

Anna Rósa bendir á að nota má lækningajurtir í mat. Það er til dæmis hægt að nota túnfífil í salöt eða steikja blómin og rista ræturnar. Hún nefnir líka hvönn, krækiber, bláber, fjallagrös, haugarfa, birki og blóðberg sem dæmi um jurtir sem góðar eru í krydd og í matargerð.

www.annarosa.is

Anna Rósa grasalæknir:

Úr faðmi náttúrunnar

Anna Rósa Róbertsdóttir. „Ég held að almenningur sé sífellt að verða meðvitaðri um að það skiptir máli hvað maður lætur á húðina.“

Page 55: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 55

Útivistarverslunin Fjallakofinn hefur verið starfrækt í Hafnar-firði frá árinu 2004 við góðar undirtektir útivistarfólks. Mark-mið eiganda Fjallakofans hafa alltaf verið skýr, það er að geta sinnt viðskiptavinum sínum með allan þann búnað sem þarf fyrir útivistina, allt frá nærfötunum uppí tjaldbúnaðinn. Fjallakofinn kappkostar að bjóða vandaða vöru og gæðaþjónustu en starfs-menn verslunarinnar hafa góðan bakgrunn í útivist og þekkja því vörur og útbúnað vel. Samhliða auknum áhuga landsmanna á fjallgöngum og annarri útivist þá hefur verslunin stækkað og dafnað jafnt og þétt í gegnum árin og nú í vor var ákveðið að opna annan Fjallakofa, að Laugavegi 11 þar sem áður var Cintamani Center, í samstarfi við þá Jón Heiðar Andrésson og Torfa G. Yngvason sem eiga og reka þaðan nokkur fyrirtæki, tengd útivist og ferðamennsku. En af hverju að stækka?

„Bæði er það að húsnæðið sem Fjallakofinn er í að Reykja-víkurvegi 64 er löngu sprungið og einnig hefur styrkleiki Fjalla-kofans á markaðnum aukist mikið undanfarið,“ segir Halldór Hreinsson, einn eiganda Fjalla-kofans og brosir. „Með tilkomu nýju verslunarinnar getur Fjalla-kofinn sinnt enn betur þörfum viðskiptavina sinna á sviði úti-vistar,“ segir hann. „Þetta er líka gert til hagræðis fyrir marga þá

viðskiptavini Fjallakofans sem búa í vestur- og norðurhluta höfuðborgarsvæðisins til þess að nálgast það sem þá vantar í úti-leguna. Það var ekki síður mikil-vægt fyrir Fjallakofann að kom-ast inn á Laugaveginn þar sem Fjallakofinn er þá kominn í mun betri aðstöðu til þess að sinna hinum fjölmörgu ferðamönnum sem leggja leið sína til landsins og þurfa þann búnað sem Fjalla-kofinn er með.

Er mikið af nýjungum í vöru-úrvali Fjallakofans í sumar?

„Já, við erum að mæta hinum sívaxandi áhuga á ullarfatnaðin-um frá Smartwool með mun

breiðari og meira spennandi línu en nokkru sinni áður, þetta er allt frá ullarbrjóstahöldum og uppí ullarhjólabuxur. Þá er mik-ið af spennandi nýjungum frá Black Diamond eins og t.d. nýju göngustafirnir sem hafa nú þeg-ar vakið mikla athygli og einnig nýja bakpokalínan frá þeim. Auk þess er Fjallakofinn að taka inn meira úrval af hjólafatnaði frá Löffler, gasvörur, regnhlífar og ýmis konar smávöru sem allt hjálpar til við að gera ferðalagið, hjólaferðina eða gönguferðina skemmtilega og þægilega. Það væri að æra óstöðugan að telja þetta allt saman upp þannig að sjón er sögu ríkari, hvort sem að menn kíkja inn til okkar í Fjalla-kofann eða þá á heimsíðuna okkar þar sem við reynum okk-ar besta við að uppfæra og bæta inn vörum, verði og fleiri upp-lýsingum“ segir Halldór.

Hvernig gengur ykkur að sinna kröfum viðskiptavina ykk-ar?

„Þar skiptir mestu máli að vera með gott starfsfólk og við leggjum mikið uppúr því að það sé með þekkingu á öllum svið-

um útivistar, hvort sem það hef-ur með þekkingu á skóbúnaði eða fatnaði að gera eða umhirðu á tjöldum. Þá reynum við eftir bestu getu að nota heimasíðuna okkar og ekki síður Facebook til þess að koma fróðleik og upp-lýsingum um vörur okkar á framfæri og ekki síður koma þar fyrst fram tilboð og tilkynningar um uppákomur eða skemmti-lega atburði sem okkur tengjast. Nú síðast var það heimsókn Bill Crouse, sem er sexfaldur Eve-rest-fari og farið hefur á hæstu tinda allra sjö heimsálfanna. Fjallakofinn er með hátt í 12000 vini á Facebook og nálægt 2000 manns eru á netfangalistanum okkar. Við finnum fyrir miklu

þakklæti frá landsbyggðinni með það hvað við erum dugleg við að uppfæra heimasíðuna okkar með tilliti til verðs og vöruúrvals.“

Hvernig leggst sumarið í ykk-ur?

„Það er alveg greinilegt að mjög margir Íslendingar hafa ákveðið að ferðast innanlands í sumar eins og í fyrra og þeir eru þegar byrjaðir að spá og spek-úlera í tjöld og viðlegubúnað. Þar erum við með tjöld og svefnpoka bæði frá Marmot og norska fyrirtækinu Helsport sem er vel þekkt hér á landi fyrir vönduð göngu- og jöklatjöld af öllum stærðum og gerðum. Þá er talsvert um að bæði erlendir og innlendir ferðamenn leigi hjá okkur ýmsan búnað fyrir göngu- og útivistarferðir, en við erum með ágætis tjöld og viðlegubún-að til leigu.

www.fjallakofinn.is

Halldór Hreinsson í Fjallakofan-um á leið á Hvannadalshnjúk á fjallaskíðum 2. maí síðastliðinn. Ljósmynd: Aron Einarsson.

Fjallakofinn selur hjólafatnað frá Löffler.

Bylting í fjallagöngustöfum.

Bakpoki úr nýju línunni hjá Black Diamond.

Fjallakofinn vex úr grasi

NÝR BÆKLINGUR verður kynntur á sýningunni Íslandsperlur í Perlunni dagana 21. – 22. maí.

Page 56: Ævintyralandid Island 2011

56 | ÆVINT†RALANDI‹

S U Ð U R L A N D

„Sumarið leggst ákaflega vel í okkur hér á Suðurlandi og við spáum því að það verði mikið að gera í ferðaþjónustunni. Eld-gosin í fyrra munu draga enn fleiri ferðamenn inn á svæðið en áður og það mun nýtast ferðaþjónustuaðilum á öllu Suð-urlandi,“ segir Davíð Samúels-son, framkvæmdastjóri Markaðs-skrifstofu Suðurlands. Markaðs-skrifstofan er rekin af sveitarfé-lögum og fyrirtækjum á svæðinu með styrk frá ríkisvaldinu en markmið hennar er að efla markaðs- og kynningarstarf um Suðurland og að auka atvinnu-starfsemi og gjaldeyristekjur með auknum fjölda gesta og íbúa. Davíð bendir á að Suður-landið er sá landshluti sem flest-ir ferðamenn heimsækja enda skartar svæðið einstaklega fjöl-breyttri náttúru, sögu og menn-ingu. Svæðið er víðfemt en það teygir sig frá Selvogi í vestri og alla leið að Höfn í Hornafirði í austri og þar er einn mesti fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja sem fyr-irfinnst í einum landshluta.

Fjölbreytt afþreying„Í kjölfar eldsumbrotanna í fyrra hafa enn fleiri fyrirtæki komið inn á markaðinn hér og meðal annars hefur fjölbreytni í alls

kyns afþreyingu aukist til muna.“ Davíð nefnir sem dæmi ný fyrirtæki sem tengjast hesta-mennsku og annarri útivist. Þar á meðal er bæði að finna fyrir-tæki sem leggja áherslu á göng-ur um víðerni og jökla og fyrir-tæki sem leigja hvers kyns frí-stundatæki eins og snjósleða og fjórhjól. Þannig er nú hægt að

komast í fjórhjólaferðir í Skaftár-hreppi og um ríki Vatnajökuls á svæðinu við Hoffelsjökul. Hann segir menn einnig vera að prófa sig áfram með leigu á seglbún-aði (Snow-kaide) sem dregur fólk á gönguskíðum. Vatnajök-uls þjóðgarður hefur gríðarlega mikið að bjóða og þar er rekin öflug ferðaþjónusta.

Suðurströndin er mikið gós-enland fyrir þá sem hafa áhuga á fuglaskoðun. Fyrsti viðkomu-staður farfuglanna er einmitt á þessum slóðum og hér má oft rekast á fágæta fugla sem hafa flækst til landsins með hálofta-vindum. Einn þessara staða er Ingólfshöfði en yfir sumarmán-uðina eru einmitt skipulagðar fuglaskoðunarferðir í höfðann. „Það er tvímælalauset hægt að mæla með því að fólk gefi sér góðan tíma til að skoða náttúr-una og dýralífið,“ segir Davíð. Hann segir vatnasport njóta vax-andi vinsælda meðal ferða-manna og á svæðinu er að finna nokkrar kajakleigur en einnig er nú komið fyrirtæki sem býður upp á siglingar um Hvítá á hrað-bátum. Ferðafólki gefst áfram tækifæri til að skoða orkuverin á Hellisheiði og á Laugarvatni er starfrækt hellaskoðunarfyrirtæki auk fyrirtækja sem bjóða upp á hverskyns afþreyingu sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í. Davíð segir móttöku ferða-manna á íslenskum sveitaheimil-um hafa færst talsvert í vöxt en þá opna heimamenn heimili sín fyrir ferðafólki og þeim gefst tækifæri til að upplifa íslenska heimilisstemningu.

Upplýsingar um þá fjölbreyttu afþreyingarmöguleika sem er að finna á Suðurlandi er hægt að nálgast í fjölda upplýsingamið-stöðva sem starfræktar eru á svæðinu. „Við leggjum áherslu á að möguleikar til afþreyingar eru mjög fjölbreyttir og það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi á Suðurlandi,“ segir Davíð.

Best varðveitta leyndarmáliðAð sögn Davíðs liggur styrkur ferðaþjónustunnar á svæðinu meðal annars í því að stærstur hluti Suðurlands er mjög að-gengilegur allan ársins hring. „Undanfarin ár hafa mildir vetur unnið með okkur en einnig er

búið að byggja upp fleiri vegi eins og nýja Gjábakkaveginn sem styttir leiðina að Gullfossi og Geysi umtalsvert. Nú tekur það ekki nema rúman hálftíma að aka frá Reykjavík að Geysi um Gjábakkaveg.“ Hann segir menn horfa með talsverðri eftir-væntingu til Suðurstrandarvegar sem vonir standi til að verði opnaður í lok sumars eða byrjun næsta árs. Tilkoma hans muni breyta miklu og bæta aðgengi að svæðinu við Selvog og Her-dísarvík á Reykjanesi. Þá opni hann beina og mjög greiða leið fyrir Sunnlendinga yfir til Kefla-víkur og þeir sem eru að koma til landsins geta þá ekið beint frá flugvellinum í Keflavík inn á Suðurland án þess að þurfa að fara í gegnum umferðamann-virkin og allar slaufurnar í Reykjavík. „Svæðið sem Suður-strandavegur opnar er gríðarlega fallegt og að mínu viti eitt best varðveitta leyndarmálið í ná-grenni höfuðborgarinnar. Þarna er mikið af minjum sem tengjast atvinnusögu okkar eins og til dæmis útróðrasvæðin við Selvog og víðar.“

Komið að Suðurlandi í vegamálumDavíð segir brýnt að ljúka breikkun Suðurlandsvegar en eftir jarðgangagerð og vegabæt-ur í öðrum fjórðungum hljóti röðin nú að vera komin að Suð-urlandi, en Suðvesturhornið, þar sem umferðarþunginn er mest-ur, hafi setið eftir í vegabótum. Þá þurfi að huga að gerð hjól-reiðastíga enda sé bagalegt að ferðamenn sem hingað koma og vilja hjóla milli byggðalaga skuli ekki hafa önnur úrræði en að fara inn á þungar umferðaæðar. „Það hefur verið staðið myndar-lega að uppbyggingu reiðvega á Suðurlandi og nú er brýnt að byggja upp hjólreiðastíga líka.“

Davíð segir að eftir að flug-félagið Ernir tók að fljúga til Hafnar í Hornafirði tvisvar á dag hafi orðið mikil breyting og tenging Hafnar við höfuðborgar-svæðið hafi gjörbreyst. „Það skiptir miklu að nú geta ferða-menn skroppið í dagsferðir í Hornafjörð og fyrir heimamenn er það mikil samgöngubót að geta skotist í höfuðborgina og komist heim samdægurs,“ segir Davíð Samúelsson að lokum.

www.south.is

Davíð Samúelsson, framkvæmda-stjóri Markaðsskrifstofu Suður-lands.

Gera má ráð fyrir að í sumar skoði margir ummerki eldgosanna á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli, líkt og þessi hópur á vegum Íslanskra fjallaleiðsögumanna.

Meðal viðburða á Suðurlandi12.-15. maí Vor í Árborg - fjöldi viðburða um alla Árborg27.-29. maí Fjör í Flóa - fjölskylduhátíð1. júní 75 ára afmæli Ungmennafélags Selfoss3.-5. júní Hafnardagar í Þorlákshöfn – fjölbreytt fjölskyldudagskrá5. júní Sjómannadagurinn – róðrarkeppni á Hæðargarðsvatni í Skaftárhreppi10.-12. júní Kótelettan 2011 á Selfossi10.-12. júní Blúshátíð Rangárþings – tónlistarhátíð á Hellu, Hvolsvelli og víðsvegar um Rangárþing11. júní Opinn dagur í Grímsnesi og Grafningi24.-26. júní Landsmót fornbílaklúbbs Íslands og Bíladelludagar24. -26. júní Brú til Borgar í Grímsnesi25. júní Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka, varðeldur, söngur o.fl.24.-26. júní Blóm í bæ – garðyrkju- og blómasýningin 2011 í Hveragerði. Fjölbreytt fjölskyldudagskrá24. júní Jónsmessuganga Ferðamálafélags Skaftárhrepps 10. júlí Íslenski safnadagurinn haldinn hátíðlegur í Byggðasafni Árnesinga9.-10. júlí Djass undir fjöllunum, metnaðarfull djasshátíð í Rangárþingi eystra15.-17. júlí Bryggjuhátíð á Stokkseyri28. júlí -1. ágúst Færeyskir fjölskyldudagar á Stokkseyri30.-31. júlí Verslunarmannahelgin á Flúðum. Traktorstorfæra á laugardag, furðubátakeppni á

sunnudag6. ágúst Sumar á Selfossi, bæjar- og fjölskylduhátíð6. ágúst Grímsævintýri á Borg11.-14. ágúst Blómstrandi dagar – árleg fjölskylduhátíð í Hveragerði12.-14. ágúst Töðugjöld – fjölskylduhátíð Hellu13.-14. ágúst Aldamótamótahátíð á Eyrarbakka2.-4. sept. Hausthátíðin á Hvolsvelli3. sept. Brúarhlaup Ungmennafélags Selfoss17. sept. Uppskeruhátíð á Flúðum

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn fyrstu helgina í júní. Sumartónleikar í Skálholti allar helgar í júlí og fyrstu helgina í ágúst – www.skalholt.is Skipulögð fjölbreytt sumardagskrá í Þingvallaþjóðgarði – www.thingvellir.is Sólheimar; listasumar fjölbreytt dagskrá á sumrin – www.solheimar.is Réttardagar í september.

Nánar á www.south.isHeimild: Markaðsstofa Suðurlands

Meiri fjölbreytni í ferða-þjónustu á Suðurlandi

Page 57: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 57

S U Ð U R L A N D

Hringleið í paradís Kerlingarfjalla„Kerlingarfjöll eru paradís á jörðu!“ sagði erlendur gestur eft-ir dvöl sína þar og víst er að sá er ekki einn um að líkja þessu magnaða svæði við sjálft himna-ríkið. Athyglisvert er að þrír af hverjum fjórum dvalargesta í há-lendismiðstöðinni þar hafa verið útlendir hin síðustu ár en útlit er nú fyrir að Íslendingum fjölgi hlutfallslega sumarið 2011, ekki síst vegna nýrrar þriggja daga gönguleiðar í kringum Kerling-arfjöll – Hringleiðarinnar svo-kölluðu.

Aðstandendur Fannborgar ehf., sem á og rekur ferðaþjón-ustuna í Kerlingarfjöllum, hafa nefnilega sett niður nýjan skála í Kisubotnum. Fyrir var skáli við Klakk og nú skapast forsendur til að ganga 47 km hring í stór-brotnu umhverfi á þremur dög-um og hafa skálana tvo sem án-ingarstaði. Tilvalið er svo að enda gönguferðina á því að láta þreytuna líða úr sér í heitum náttúrupotti, sem Fannborgar-menn hlóðu og hefur slegið í gegn hjá gestum þeirra.

Vel varðveitt leyndarmál„Kerlingarfjöll eru tvímælalaust vel varðveitt leyndarmál meðal íslensks göngu- og útvistarfólks en nýja Hringleiðin er að spyrj-ast út meðal þess og við vitum

um hópa sem koma til okkar í sumar, beinlínis til að ganga hana,“ segir Hans Kristjánsson, stjórnarformaður og einn eig-enda Fannborgar. Hann er hag-vanur í Kerlingarfjöllum eftir að hafa kennt þar á skíðum í 15 sumur þegar rekinn var skíða-skóli á svæðinu. Mörgum Íslend-ingum dettur reyndar skíðaskóli helst í hug þegar minnst er á Kerlingarfjöll en þar hefur samt engin slík starfsemi verið í hálf-an annan áratug. Þegar núver-andi aðaleigendur Fannborgar tóku við rekstrinum árið 2000 mörkuðu þeir þá stefnu að byggja upp ferðaþjónustu og

gera átak í því að skipuleggja útivistarsvæðið þarna, meðal annars með því að merkja gönguleiðir við allra hæfi.

„Fyrsta stóra verkefnið var að taka niður togbrautir og allan annan búnað sem tilheyrði skíðamennskunni í fjallshlíðun-um. Eftir það fórum við í að breyta skálum í tveggja manna herbergi með snyrtingum og stofna til veitingareksturs á svæðinu til að þjóna gestum í húsunum, á tjaldstæðinu eða þeim sem heilsa upp á okkur í dagsferðum,“ segir Óskar Einars-son, annar fyrrum skíðakennari í Kerlingarfjöllum, sem bæst hefur

í eigendahóp Fannborgar og sit-ur í stjórn félagsins. Hann bætir við að í Kerlingarfjöllum sé ekki hefðbundið „sjoppufæði“ í boði heldur t.d. grænmetisréttir, súp-ur og plokkfiskur – sem vel að merkja vekur mikla lukku meðal útlendinga.

Stöðug uppbyggingÞað tekur innan við þrjár klukkustundir að aka frá Reykja-vík í Kerlingarfjöll og aðeins um 15 mínútur af Kjalvegi. Þeim fjölgar stöðugt sem staldra þarna við á leið suður eða norður Kjöl og margir ákveða að vera um kyrrt um nótt eða lengur þegar

þeir eru á annað borð mættir á svæðið.

Eigendur Fannborgar eru metnaðarfullir fyrir hönd Kerl-ingarfjalla og setja sér háleit markmið. Stefnt er að því að starfsemin fái norræna um hverf-isvottun, Svansmerkið, núna í sumar. Aðgengi fatlaðra hefur verið bætt og framundan er að gera ráðstafanir til að draga úr slysahættu við gufuhverina í Hveradölum. Áfram verður unn-ið að því að merkja gönguleiðir og í bígerð er að skipuleggja heilt gönguleiðakerfi frá Kili í Kerlingarfjöll í samvinnu við rekstraraðila á Hveravöllum.

Fannborgarmenn horfa bjart-sýnir fram á veg og áforma frek-ari uppbyggingu, einkum fjölg-un gistirýma. Ein af forsendum fyrir slíku er að hægt verði að ná í heitt vatn úr jörðu til að nota í hálendismiðstöðinni en svo ótrúlegt sem það kann að hljóma hefur verið borað í tví-gang eftir heitu vatni á þessu rómaða jarðhitasvæði en án ár-angurs. Stefnt er að því að bora í þriðja sinn núna í sumar og menn eru vongóðir um að þá finnist nýtanlegt vatn fyrir hita-veitu paradísar á jörðu.

www.kerlingarfjoll.is

Óskar Einarsson f.v. og Hans Kristjánsson. Mynd: ARH Í „heitum potti“ náttúrunnar í Kerlingarfjöllum. Mynd: Allan Cooper.

www.klaustur.is

SKAFTÁRHREPPUR

– friður og frumkraftar

Ferðaþjónusta bænda Hunkubökkum www.hunkubakkar.is sími 487 4681Hótel Geirland og jeppaferðir www.geirland.is sími 487 4677Hótel Laki www.hotellaki.is sími 487 4694Hrifunesguesthouse www.hrifunesguesthouse.is sími 863 5540Icelandair Hótel Klaustur www.icelandairhotels.is sími 487 4900Islandia hotel Núpar www.islandiahotel.is sími 517 3060Kaffi Munkar www.klausturhof.is sími 487 7600KlausturHof Gistiheimili  www.klausturhof.is sími 487 7600Sundlaugin Kirkjubæjarklaustri www.klaustur.is sími 487 4656Skaftárstofa- upplýsingamiðstöð www.klaustur.is sími 487 4620

Page 58: Ævintyralandid Island 2011

58 | ÆVINT†RALANDI‹

S U Ð U R L A N D

Mikill uppgangur hefur verið í ferðaþjónustu í Rangárþingi eystra síðustu ár. Á fjórða tug fyrirtækja kemur beint að ferða-þjónustu á svæðinu frá Hvols-velli að Skógum, auk fjölmargra fyrirtækja sem tengjast þessari þjónustu óbeint. Ferðamenn hafa úr ótal möguleikum að velja og á svæðinu eru helstu náttúruperlur landsins. Þuríður Halldóra Aradóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra, segir áhersluna á að bjóða upp á fjölskylduvæna af-þreyingu í sumar.

Fjölbreytt afþreying er í boði fyrir alla fjölskylduna á Rangár-þingi eystra. Hestaleigur, jökla- og ævintýraferðir, golf, göngu-ferðir, Njáluferðir á eigin vegum eða með leiðsögn, útsýnisflug, veiði, sundlaugar, söfn eða sýn-ingar er meðal þess sem fjöl-skyldan getur valið úr á svæð-inu. Þar eru einnig fjölbreyttir gistimöguleikar, allt frá tjald-stæðum eða torfbæ upp í lúxus-hótel. „Við leggjum okkur fram um að afþreyingin sem í boði er sé upplifun fyrir alla fjölskyld-una, ekki aðeins börnin,“ segir Þuríður.

Margir viðburðir í sumarÍ Rangárþingi eystra eru auk þess á dagskrá ótal viðburðir í allt sumar. Má þar nefna Um-hverfisviku jarðvangsins Kötlu nú í maí, sjómannadagshátíð og Naflahlaupið í júní, blúshátíð um hvítasunnuhelgina, Sum-arhátíð á Hvolsvelli og jasshátíð á Skógum í júlí og Kjötsúpuhá-tíðina í september. Þá verður þess minnst með viðeigandi hætti um verslunarmannahelgina að 1000 ár eru liðin frá Njáls-brennu. Þuríður segir að allir þessir viðburðir eigi það sam-merkt að vera upphaflega upp-átæki einstaklinga á svæðinu en hafi með tímanum þróast í fjöl-sótta viðburði.

Litlar perlur víðaÍ Rangárþingi eystra ætti áhuga-fólk um náttúru, menningu og sögu sannarlega að finna eitt-hvað við sitt hæfi. Þórsmörk er t.a.m. ein af helstu og vinsæl-

ustu áfangastöðum ferðamanna á Íslandi og á svæðinu eru í boði fjölmargar gönguleiðir, bæði léttar gönguleiðir fyrir fjöl-skylduna og erfiðari gönguleiðir sem krefjast betri útbúnaðar. Þuríður bendir á að á svæðinu sé einnig víða að finna litlar perlur sem gaman sé að skoða; fossa, gil og hella sem séu að-gengilegir en lítt þekktir.

Þá er hinn alræmdi Eyjafjalla-jökull sömuleiðis í Rangárþingi eystra og Þuríður Halldóra á von á að hann muni freista ferða-manna í sumar. „Það er eflaust spennandi fyrir marga að upp-lifa vettvang fréttanna af eigin raun núna árið eftir gosið fræga,“ segir Þuríður og bendir

ferðamönnum á að nýta sér þjónustu upplýsingastöðvarinnar á Hvolsvelli. „Þar aðstoðum við gesti okkar við að finna eitthvað við sitt hæfi í sveitarfélaginu.“

www.hvolsvollur.is

Á veitingastaðnum Fjöruborðinu á Stokkseyri er lögð áhersla á að vera með hráefni af svæðinu. Humar frá nálægum miðum, lambakjöt og grænmeti frá sunn-lenskum sveitum og kartöflur úr Þykkvabænum.

Fimmtán ár eru liðin síðan farið var að selja kaffi og með-læti í gömlu slysavarnarskýli við varnargarðinn á Stokkseyri. Humarvinnsla var í næsta húsi og skömmu síðar var farið að bjóða upp á humarsúpu. Hún varð vinsæl, viðskiptavinum fjölgaði og var áföstum bílskúr breytt í matsal. Róbert Ólafsson matreiðslumaður var annar tveggja sem festu kaup á staðn-um fyrir sjö árum en hann er eini eigandinn í dag. Í dag eru salirnir þrír: í tjaldi komast fyrir um 120 manns, minni salur tek-ur um 80 manns og loks tekur minnsti salurinn um 70 manns.

„Áherslan hvað matseðilinn varðar hefur lítið breyst frá því ég keypti staðinn,“ segir Róbert. Boðið er upp á humar sem er steiktur upp úr hvítlauk og smjöri og einnig er boðið upp á humarsúpu - bæði sem forrétt

og aðalrétt. Heimabakað brauð fylgir humarréttunum. „Fjöru-borðið er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem fór að selja humar í grammavís en gestir kaupa hann eftir vigt.“ Á matseðlinum er einn lambakjötsréttur og einn nautakjötsréttur. Gestir geta síð-an gætt sér á heimabökuðum

tertum í eftirrétt. Róbert segir að humarréttirnir séu vinsælastir en um 95% gesta velja annaðhvort hvítlauksristaðan humar eða humarsúpu.

„Við leggjum áherslu á ein-faldleikann við eldamennskuna. Humar með hvítlaukssjöri er til dæmis mjög einföld framsetning. Þetta er sígilt og íslenskt.“

Hráefni af svæðinuHjá Fjöruborðinu er lögð áhersla á að vera með hráefni af svæð-inu. Lambakjöt, nautakjöt og sal-at er úr sveitinni í kring og kart-öflur eru úr Þykkvabænum.

Róbert segir að margir ferða-menn borði á Fjöruborðinu og að mikið sé um að Íslendingar taki með sér erlenda gesti til að þeir fái að bragða á íslenskum réttum. Gestir geta þá notið góðs matar í umhverfi sem minnir á hafið en salina skreyta m.a. net og glerkúlur. Kertaljós lýsa upp rýmið að kvöldi. „Við getum búið til hvaða stemningu sem er, hvort sem það er 100 manna partí eða tveggja manna borð.“

Áætlað er að bjóða í haust upp á tónleika fyrir matargesti. Þegar veður er gott geta gestir

fengið sér sæti á sólstólum sem standa á varnargarðinum fyrir utan, horft út á sjóinn og á sól-arlagið þegar sólin skín. Ef kuld-inn sækir á fá þeir teppi á veit-ingastaðnum. „Þetta er svolítið þessi enski strandfílingur,“ segir Róbert.

www.fjorubordid.is

Veitingastaðurinn Fjöruborðið á Stokkseyri:

Humarinn í aðalhlutverki

Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur í Rangárþingi líkt og víða um landið.

Gljúfrabúi. Þar á klettasyllu svarti krummi sínum börnum liggur hjá.

Veitingastaðurinn Fjöruborðið.

Róbert Ólafsson, matreiðslumaður á Fjöruborðinu. „Við getum búið til hvaða stemningu sem er, hvort sem það er 100 manna partí eða tveggja manna borð.“

Rangárþing eystra hefur ótal margt að bjóða fyrir alla fjölskylduna:

Fjölskyldan saman í sumar

Sigling á Hvítárvatni á Kilimeð broddagöngu á Norðurjökli Langjökuls

Nýjung á Íslandi

Hvítárvatn ehf.Sími: 565 [email protected]

Ellefu klukkustunda ferð þar sem Þingvellir, Geysir og Gull-foss eru meðal áningarstaða. Síðan haldið upp á hálendið, yfir Bláfellsháls að Hvítárvatni í þriggja tíma ferð í ósnortinni náttúru og undra veröld.Gangan á jöklinum tekur um þrjá stundarfjórðunga sem og siglingin hvora leið.

Page 59: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 59

S U Ð U R L A N D

Vestmannaeyingar hafa stórbætt þjónustu við ferðamenn:

Vel undirbúin fyrir aukinn ferðamannastraumFerðaþjónustuaðilar í Vest-mannaeyjum hafa beðið óþreyjufullir eftir að Herjólfur hefji reglubundnar siglingar milli Heimaeyjar og Landeyjahafnar. Að sögn Kristínar Jóhannsdóttur, ferðamálafulltrúa Vestmanna-eyjabæjar, sýndi sú litla reynsla, sem þegar hefur hlotist af nýju siglingaleiðinni, að hún virkar sannarlega sem vítamínsprauta fyrir ferðaþjónustu í Vestmanna-eyjum.

Framþróun í ferðaþjónust-unni í EyjumVestmannaeyjar hýsa nokkur af

stærstu og fjölmennustu manna-mótum landsins, s.s. Þjóðhátíð-ina um verslunarmannahelgina og Shell-mótið í knattspyrnu, ásamt fleiri fjölmennum viðburð-um. Kristín segir að þannig sé fyrir hendi í Eyjum bæði aðstaða og þekking til að taka við aukn-um straumi ferðamanna sem vonir standa til að fylgi sigling-um frá Bakkafjöru. Hún segir Eyjamenn auk þess hafa bætt um betur til að vera betur í stakk búna til að bæta ferða-þjónustuna. Opnaðir hafi verið nýir veitingastaðir og kaffihús, sundlaugarsvæðið sé nú eitt það

besta á landinu og golfvöllurinn í Vestmannaeyjum hafi löngum verið einn sá vinsælasti hérlend-is. Hún nefnir auk þess að gerð-ar hafi verið endurbætur á Byggðasafni Vestmannaeyja í því augnamiði að nútímavæða safnið. Auk byggðasafnsins séu Gosminjasafnið og Náttúrugripa-safnið í Vestmannaeyjum ætíð áhugaverðir og vinsælir við-komustaðir ferðamanna.

Fjölbreytt afþreying fyrir dagsferðamennKristín segir ágæta gistimögu-

leika í Vestmannaeyjum. Þar sé rekið hótel, auk nokkurra gisti-heimila. Afþreying fyrir svokall-aða dagsferðamenn sé einnig mjög fjölbreytt, enda búist við að þeim fjölgi til muna með bættum samgöngum. Heimaey sé sannkölluð paradís fyrir nátt-úruunnendur sem hafi úr fjöl-mörgum og spennandi göngu-leiðum að velja. Þá er rekin hestaleiga í eyjunni og boðið upp á skipulagðar ferðir um hana, auk hinna klassísku fugla- og hellaskoðunarferða. Þá er nú í boði „poppaðri“ afþreying á

borð við sjósport og Segway-hjól.

„Við höfum þannig búið okk-ur vel undir aukinn ferðamanna-straum sem óhjákvæmilega mun fylgja siglingum um Bakkafjöru. Vestmannaeyjar hafa upp á mjög margt skemmtilegt að bjóða og núna munu fleiri fá tækifæri til að njóta þess. Við ætlum að leggja okkur fram við að taka vel á móti þeim öllum,“ segir Kristín.

www.vestmannaeyjar.is

Vestmannaeyjar.

Hægt er að sjá hvernig húsin í Vestmannaeyjum grófust undir ösku í gosinu á sínum tíma.

Page 60: Ævintyralandid Island 2011

60 | ÆVINT†RALANDI‹

S U Ð U R L A N D

Íslenski torfbærinn endurspeglar sögu og lifnaðarhætti Íslendinga í aldanna rás. Torfbæir sem enn standa uppi eru meðal fárra mannvirkja í landinu sem telja má að séu verðmæti á heims-vísu. Hjónin Hannes Lárusson og Kristín Magnúsdóttir hafa sett á stofn fræðslusetur um íslenska torfbæinn á Austur-Meðalholtum

í Flóa undir heitinu Íslenski bær-inn.

Hannes Lárusson staðarhald-ari segir að gamli torfbærinn hafi vakið athygli víða vegna vistvænnar hugmyndafræði eða græns arkitektúrs. Byggingarlag gömlu torfbæjanna sé enda ein-stakt og beri íslenskri menningu og sögu gott vitni. Hann segir að hugmyndin með fræðslusetri um gamla torfbæinn sé margra ára gömul. Í henni felist m.a. sýning á gamla torfbænum að Austur-Meðalholtum í Flóa sem hafi nú verið endurbyggður, þar

sem kallist á gamla byggingar-lagið og nútíma arkitektúr. Þá sé í sýningarskálanum í Gaulverja-hreppi sýning með teikningum, ljósmyndum, líkönum og öðrum myndgervingum sem mun gefa heilsteypta mynd af þróun ís-lenska torfbæjarins frá upphafi fram á okkar tíma. Þá sé stefnan að leggja rækt við sértæka verk-menningu og hugmyndafræði þessarar hefðar með námskeiða- og fyrirlestrahaldi undir merkj-um Hleðsluskólans.

www.islenskibaerinn.com

Sett hefur verið á stofn fræðslusetur um íslenska torfbæinn að Austur-Meðalholtum í Flóa.

Íslenski bærinn endur-speglar söguna

„Skaftárhreppur er mikið nátt-úrusvæði; náttúran er óspillt, eldvirknin mikil og ferðamenn koma hingað flestir til að upplifa náttúruna,“ segir Ólafía Jakobs-dóttir, forstöðumaður Kirkjubæj-arstofu. Ferðamenn í Skaftár-hreppi geta fræðst um eitt merk-asta hraungos á jörðinni á sögu-legum tíma, notið stórbrotinnar náttúru og kynnst mannlífi svæðisins. Margir þekktir staðir eru í hreppnum svo sem Kirkju-bæjarklaustur, Lakagígar, Eldgjá, Langisjór og stutt er að fara í dagsferðir að Skaftafelli og Jök-ulsárlóni.

Vinsælt er að fara í fjöruferðir niður að ströndinni. Við Skaftár-ósvita er nýlega uppgert skip-brotsmannaskýli þar sem hægt er að fræðast um söguna; versl-unarstað sem þar var á fyrri hluta 20. aldar og skipsströndin sem þar voru algeng á fyrri tíð.

Kirkjubæjarklaustur hét áður Kirkjubær á Síðu og var þar lengi stórbýli. Talið er að Papar hafi verið þar búsettir fyrir land-nám víkinga. Landnámsmaður-inn Ketill hinn fíflski er sagður hafa búið þar en hann var krist-inn maður. Nunnuklaustur af Benediktsreglu var stofnað á staðnum árið 1186 og var klaust-urhald til siðaskipta árið 1554. Þau eru mörg örnefnin á staðn-um og þjóðsögurnar sem tengj-ast klausturlífinu og kirkjusög-unni.

Lakagígar eru um 25 km löng gígaröð á Síðumannaafrétti. Fjallið Laki er nokkurn veginn í miðri gígaröðinni og af því er gott útsýni yfir hana. Lakagígar teljast vera merkilegar jarðfræði-minjar á heimsvísu en þeir voru friðlýstir 1971 og eru nú hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Landverð-ir eru í Lakagígum yfir sumar-tímann og leiðbeina ferðamönn-um á svæðinu. Í sumar verða einnig skipulagðar gönguferðir um svæðið.

Eldgjá og Langisjór á SkaftártunguafréttiEldgjá er um 70 km löng gos-

sprunga, hún er um 600 m breið, allt að 200 m djúp og gaus síðast úr henni í kringum 934. Hraunið, sem hefur runnið úr henni, er talið þekja 700 km² sem er mesta flatarmál hrauns á sögulegum tíma á jörðinni. Fjallabaksleið nyrðri liggur um Eldgjá auk þess sem jeppafær vegslóði liggur upp á austur-barm hennar. Gott útsýni yfir Eldgjá er frá Gjátindi.

Langisjór er suðvestan Vatna-jökuls og er umhverfið fallegt og sérkennilegt; gróðurlaus auðn eða mosavaxnir móbergshryggir eins og Fögrufjöll austan við Langasjó. Vatnið er á meðal tær-ustu fjallavatna á landinu og eru margar eyjar í því. Ekki er hægt að sjá vatnið fyrr en komið er að því. Langisjór, Eldgjá og nær-liggjandi svæði verða á næstunni tekin inn í Vatnajökulsþjóðgarð.

Margar aðrar náttúruperlur eru innan Skaftárhrepps og hafa eldgos, jöklar og vötn mótað landið og eru enn að. Skaftár-hreppur er landstórt sveitarfélag, um 7% af Íslandi og láglendis-svæðin hafa einnig upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn á öll-um árstímum.

Skaftárstofa og upplýs-ingamiðstöð SkaftárhreppsÓlafía segir að mikil ferðaþjón-

usta sé á svæðinu og allar teg-undir af gistingu: farfuglaheimili, bændagisting, svefnpokagisting, tjaldsvæði og hótel. Einnig er mikið um orlofs- og frístunda-hús á svæðinu. Skaftárstofa, upplýsingamiðstöð ferðamanna í Skaftárhreppi, er í félagsheim-ilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjar-klaustri og í sumar verður þar opnuð ný sýning um náttúru, sögu og menningu héraðsins.

„Skaftárstofa er samstarfsverk-efni sveitarfélagsins, Kirkjubæj-arstofu, Vatnajökulsþjóðgarðs og fyrirtækisins Skaftárelda ehf. Ferðamenn fá þar upplýsingar um héraðið og Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og geta kynnt sér sögu og menningu staðarins. Þar verður einnig sýnd stuttmyndin Eldmessa sem fjallar um Skaftárelda, Móðuharðindin og sr. Jón Steingrímsson eld-prest.“

Ólafía segir að Ferðamála-félag Skaftárhrepps bjóði upp á

gönguferðir með leiðsögn í sum-ar. Um er að ræða nokkrar kvöldgönguferðir og einnig dagsgöngur. Þar má m.a. nefna göngu á Lómagnúp og göngu um Síðuheiðarnar. Hægt er að kaupa ferðir um svæðið hjá fyr-irtækjunum Hólasporti ehf. og Geirlandi ehf. Í nágrenni Kirkju-bæjarklausturs er verið að koma upp fræðslustíg um jarðfræði og á hann að verða tilbúinn í sum-ar.

„Skaftárhreppur allur er hluti af „Katla-jarðvangur (Geopark)“ sem er samstarfsverkefni sveitar-félaga á Mið-Suðurlandi. Skaftár-hreppur er mikið landbúnaðar-hérað og fólkið sem býr hér þarf að lifa með landinu. Haft er fyrir satt að Skaftfellingar séu harð-gerðir og taki því sem að hönd-um ber; vanir því að lifa með náttúrunni.“

www.klaustur.is

Langisjór og Breiðbakur á Skaftártunguafrétti. Mynd: Ingibjörg Eiríksdóttir.

Ólafía Jakobsdóttir. Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri í baksýn. Mynd: Ingibjörg Eiríksdóttir.

Fjaðarárgljúfur á Síðu. Mynd: Ingibjörg Eiríksdóttir.

Skaftárhreppur:

Sagan í sveitinni

Page 61: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 61

S U Ð U R L A N D

Göldrótt súpa og gómsætur humar

Tel. 483 1550 · [email protected] · www.fjorubordid.is

Veitingahúsid Fjörubordid Stokkseyri– – –

Sveitarfélagið Árborg býður ferðamenn velkomna í heim-sókn sumarið 2011. Mikið verð-ur um að vera í öllum byggða-kjörnunum þremur, Selfossi, Eyrarbakka og á Stokkseyri, sem hver státar af sínum séreinkenn-um. Ýmis afþreying er í boði í sveitarfélaginu, flóra skemmti-legra safna og veitingastaða, svo fátt eitt sé nefnt. Kjörið tækifæri er að leggja leið sína í Árborg á þær fjölmörgu bæjarhátíðir sem haldnar verða í sumar. Hefjast þær núna strax um miðjan maí með bæjarhátíðinni Vor í Ár-borg.

Vor í ÁrborgVor í Árborg er árviss bæjarhátíð og fer fram í öllum bæjarkjörn-unum þremur. Hátíðin mun standa dagana 12.-15. maí og verður þar boðið upp á fjöl-breytta afþreyingu og skemmt-un. Tónleikar verða haldnir í Tryggvaskála, íþróttahúsi Stokkseyrar og á Hótel Selfossi verða t.d. Gissur Páll, Halla Dröfn, Skjálftagengið og Jóru-kórinn og víðar verða tónlistar-uppákomur. Markaðsstemning verður í Tryggvaskála á Selfossi, Gónhól á Eyrarbakka og í Gimli og Ásgeirsbúð á Stokkseyri. Ýmsar uppákomur verða á þess-um stöðum í bland við skáta-dagskrá, knattspyrnuleik, ratleiki og aðrar íþróttauppákomur sem verða víða. Leiklist og list- og safnasýningar, tónlistarflutning-ur, glens og gaman í öllum byggðakjörnunum.

Ómissandi hluti af hátíðinni er fjölskylduleikurinn Gaman saman sem nú verður í fjórða sinn í tengslum við Vor í Ár-borg. Gaman saman er stimpil-leikur þar sem börnin fá vega-bréf sem þau safna stimplum í meðan hátíðin stendur en ákveðnir viðburðir eru sérmerkt-ir leiknum og kosta að sjálf-sögðu ekki neitt. Í lok hátíðar geta börnin síðan skilað inn vegabréfunum og átt von á glæsilegum vinningum fyrir sig og fjölskylduna, m.a. í formi vöruúttekta hjá Bónus og sumar-varnings fyrir börnin.

Bæjarhátíða- og ferðamanna-sumarið í Árborg verður mjög viðburðaríkt þetta árið en yfir tuttugu skipulagðar hátíðir eða viðburðir eru í sumar og hver annarri glæsilegri. Á heimasíðu sveitarfélagsins www.arborg.is er að finna tæmandi upplýsingar um hátíðirnar en nefna má Jóns-messuhátíð á Eyrarbakka, Bryggjuhátíð á Stokkseyri, Sum-ar á Selfossi, sjómannadagsfagn-aði, 75 ára afmæli Umf. Selfoss, Aldamótahátíðina og fleira og fleira.

Margt að sjá og skoðaÁ Selfossi er stærsti þjónustu-kjarninn í sveitarfélaginu með fjölda verslana, veitingahúsa og skemmtistaða. Ferðamenn geta nálgast allar upplýsingar um svæðið í Upplýsingamiðstöð Ár-borgar sem staðsett er í Bóka-safni Árborgar í miðbæ Selfossi.

Meðal fjölsóttustu staða Sel-

foss er Sundhöllin þar sem að-staða hefur nýverið verðið bætt enn frekar með nýjum útiklefum sem auðveldar móttöku stórra hópa í laugina, líkamsræktar-stöðina, sauna- og gufuböð. Vert er einnig að benda á hesta-, hjólreiða- og göngustíga víða í sveitarfélaginu og Hellisskóg, sem er skógræktarsvæði við hina sögufrægu Ölfusá.

Í hjarta Stokkseyrar er lítil og mjög persónuleg sundlaug sem er eftirsótt en annar og ekki síð-ur þekktur staður á Stokkseyri er veitingahúsið Við Fjöruborð-ið. Fjöldi safna og listamanna hefur aðsetur í Hólmarrastarhús-inu sem vert er að heimsækja,

ekki síður en Veiðisafnið á Stokkseyri sem er á heimsmæli-kvarða. Og svo má bregða undir sig betri fætinum að Knarrarós-vitanum.

Hinn sögufrægi Eyrarbakki státar af Húsinu, sem hýsir byggðasafn staðarins og sjó-minjasafnið er steinsnar frá. Veitingastaðurinn Rauða húsið er í hjarta bæjarins og Gallerý Gónhóll hýsir markaði og ýmsa starfsemi. Fuglafriðlandið er í nágrenni Eyrarbakka og er para-dís fuglaskoðarans.

www.arborg.is

Prúðbúið fólk á Aldamótahátíðinni á Eyrarbakka.

Götuleikhúsið skemmtir gestum í Árborg.

Viðburðaríkt sumar í Árborg

Hótel Fosstún

Verið velkomin í Fosstún íbúðahótel

Við bjóðumfjölskylduíbúðir & tveggjamannaíbúðir.

Á Selfossi slær hjarta Suðurlands.

Fosstún íbúðahótel | Eyravegi 26 | 800 Selfoss | Sími 4801200 | [email protected] | www.fosstun.is

Page 62: Ævintyralandid Island 2011

62 | ÆVINT†RALANDI‹

Á sumrin er gott að huga vel að andlegri og líkamlegri heilsu og því er tilvalið að líta við á Hótel Náttúru í Hveragerði, en hótelið er rekið af Náttúrulækninga-félagi Íslands. „Við verðum með heilsuferðaþjónustu í sumar og bjóðum upp á mikið úrval af stórkostlegri þjónustu. Fólk heldur stundum að það þurfi að vera gestir á hótelinu til að koma í heilsulindina til okkar, en því fer fjarri. Við bjóðum alla velkomna, hvort sem það er í nudd, okkar landsfrægu leirböð, heildrænar Bowen meðferðir, tónaheilun, opna jógatíma, hug-leiðslu eða annað,“ segir Ingi Þór Jónsson, hótelstjóri á Hótel

Náttúru. „Síðan er baðhúsið okkar ávallt vinsælt, með bæði inni- og útilaug, auk potta, gufu-baðs og saunu.“

Hótel Náttúra er í húsakynn-um Heilsustofnunar NLFÍ, sem lokar frá 20. júní til 20. ágúst þegar heilsuhótelið tekur við. „Við viljum höfða til Íslendinga sem eru á ferðinni, hvort sem það velur að gista eða ekki. Við erum svo þægilega nálægt höf-uðborginni að það er tilvalið að gera sér dagsferð og fara í ein-hverja meðferð og snæða jafnvel góðan kvöldmat áður en haldið er heim. Velji fólk að gista þá bjóðum við upp á alls konar pakka, fólk getur dvalið hér

hvort sem það er í hálfu eða fullu fæði og nýtt sér aðstöðuna að vild. Það er yndislegt að dvelja hér þar sem allt er til staðar og falleg náttúra með góðum gönguleiðum, hesta-leigu, golfvöllumog fjölbreyttri afþreyingu í nágrenninu,“ segir Ingi Þór og bendir á að nánari upplýsingar eru á heimasíðu hótelsins.

Lífrænt gróðurhús í bak-garðinumÁ veitingastað Hótel Náttúru ræður Þorkell Garðarsson mat-reiðslumeistari ríkjum en hann leggur mikla áherslu á að nota ferskt hráefni úr nærsveitum. „Við bjóðum upp á bæði morg-unverðar- og kvöldverðarhlað-borð en í sumar ætla ég að laga

allt sjálfur, frá því að baka brauð yfir í að sjóða sultuna. Það verð-ur heimilisleg stemning hér á bæ,“ segir Þorkell og er greini-lega spenntur fyrir sumrinu.

„Við reynum alltaf að vera með hráefni úr nánasta ná-grenni, enda með fullt af frábær-um framleiðendum hér í kring-um okkur. Svo er ég með heila gróðrarstöð sem vinnur bara fyr-ir Heilsustofnunina, þar sem ég fæ gómsætt, lífrænt ræktað grænmeti: tómata, gúrkur, salat, kryddjurtir og margt fleira,“ segir Þorkell en veitingahúsið er með-limur í Slow food hreyfingunni, en í því felst að maturinn sé framleiddur af virðingu við bæði menn og náttúru, auk þess að bragðast vel.

Fiskur beint af grillinu og allir velkomnirÍ kvöldverðarhlaðborði Hótel Náttúru verður boðið upp á úr-val klassískra grænmetisrétta auk fiskmetis og lambakjöts. „Hugmyndin er sú að hlaðborð-ið hafi sína hefðbundnu köldu rétti og meðlæti, en síðan verði ég með grill fyrir utan og glóða-steiki fiskinn jafnóðum. Matar-gestir okkar eru því ekki að fá einhvern mat sem er búinn að vera lengi undir hitalampa. Svo ætla ég að vera með stórar pönnur þar sem ég grilla kræk-ling, humar og annan skelfisk – þetta verður eins ferskt og hægt er,“ segir Þorkell að lokum.

www.hotelnattura.is

Ný þjónusta verður í boði á Hvítárvatni í sumar en hópur

einstaklinga hefur tekið sig sam-an um að bjóða útsýnissiglingar á vatninu. Siglt er um vatnið, sem er um 30 ferkílómetrar að stærð, farið að jökulsporðinum og í boði er einnig að fara í stuttar göngur upp á jökulinn og eru göngumenn þá búnir ís-broddum og öðrum öryggisbún-aði. Boðið verður upp á sigling-ar á vatninu bæði á minni gúm-bátum og einnig stærri bát sem tekur 20 farþega. Segja má að hér sé sannarlega um óplægðan akur að ræða því fáir hafa kom-ið að jökulsporði Langjökuls við

norðurenda vatnsins. Lagt er upp frá suðausturenda vatnsins.

Bæði eru siglingarnar á Hvít-árvatni í boði stakar en einnig sem hluti af skipulögðum dags-ferðum þar sem einnig eru skoðaðar náttúruperlur í Gullna hringnum, þ.e. Gullfoss og Geysir. Um 45 kílómetrar eru frá Geysi að Hvítárvatni en það liggur í um 420 metra hæð yfir sjó. Hvítárvatn er dýpst um 84 metrar.

www.glacierlake.is

Ný þjónusta á Hvítárvatni:

Útsýnissigling og gengið á jökul

S U Ð U R L A N D

Velkomin í Rangárþing eystraKraftur – fegurð – ferskleikiwww.hvolsvollur.is • www.eyjafjoll.is

FYRIR ALLA

OG AFÞREYING

ÚTIVIST Jökulsporður Langjökuls er ævintýraheimur.

www.arborg.is

Vor í Árborg 12. – 15. maí

Fjölskylduleikurinn Gaman Saman – vegabréf

Tónleikar - Gissur Páll Gissurarson, Jórukórinn ásamt fleirum.

Markaðir, íþróttamót og fl.

Ingi Þór og Þorkell taka vel á móti gestum í sumar.

Heilsulind Hótels Náttúru fyrir gesti og gangandi

Page 63: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 63

S U Ð U R L A N D

Nánast á sama degi og gosið hófst í Eyjafjallajökli í fyrra opn-uðu þau Jóhann Helgi Hlöðvers-son og Margrét Ormsdóttir ferða-þjónustu sem þau hafa á undan-förnum árum byggt upp á bæ sínum í Vatnsholti í Flóa. Bærinn stendur um 16 kílómetrum aust-an við Selfoss og er raunar tvær jarðir, Vatnsholt 1 og Vatnsholt 2. Upphaflega keyptu þau bæinn árið 2005 og þá til að flytja úr höfuðborginni setjast þar að og halda þar áfram aðalstarfi Jóhanns Helga, sem er skrúð-garðyrkjumeistari að mennt en hefur rekið um árabil innflutn-ingsfyrirtækið Jóhann Helgi og Co. á leiktækjum fyrir leikvelli. Þegar fór að þrengja að innflutn-ingi með falli krónunnar og síðar hruninu ákváðu þau hjón að ráðast af krafti í breytingar á húsakostinum í Vatnsholti, breyta fjósi og hlöðu í gisti- og veitingaaðstöðu og gömlu þriggja hæða íbúðarhúsi jarðar-innar í gistihús. Sjálf innréttuðu þau kartöflugeymsluna fyrir sitt eigið íbúðarhúsnæði.

Vörn í sókn„Það má segja að við höfum ver-ið að snúa vörn í sókn með því að breyta húsunum hjá okkur og fara út í ferðaþjónustuna,“ segir Jóhann Helgi en útlitið var í orðsins fyllstu merkingu svart þegar þau hófu ferðaþjónustu-reksturinn, mitt í öskufallinu á Suðurlandi í fyrra. Fátt var um ferðamenn í gistingu og því brugðu þau hjón á það ráð að gera sjálfa öskuna að söluvöru, saumuðu öskupoka, fylltu pok-ana gosösku og seldu síðan ferðamönnum í ferðavöruversl-unum og í Keflavík. En gosinu lauk eins og allir vita og smám saman rættist úr aðsókninni í ferðaþjónustuna í Vatnsholti.

„Við höfum tekið á móti um 1300 manns í vetur í svokölluð-um Norðurljósaferðum. Hér höf-um við einstakt útsýni til allra átt á Suðurlandi og óvíða er betra að skoða norðurljósin. Þegar þessir hópar hafa hér viðdvöl slökkvum við öll ljós á bænum til að fólk geti betur virt þau fyr-ir sér,“ segir Jóhann Helgi en í vetur bættu þau hjón við gisti-rýmið með flytjanlegri álmu sem þau keytpu frá Nesjavöllum. Í

heild eru því 25 herbergi í Vatnsholti og í innréttuðu fjós-inu er yfir 200 manna veislusalur með öllu tilheyrandi.

Dansandi geitJóhann Helgi segir bæinn vel í sveit settan á Suðurlandi. Frá bæjarstæðinu blasi við fjalla- og jöklaröðin í norður og austurátt, Vestmannaeyjar í suðri og Hellisheiðin í vestri. Segja má að hugmyndaauðgin einkenni alla uppbygginguna í Vatnsholti og á skemmtilegan hátt blanda þau Jóhann Helgi og Margrét saman ferðaþjónustunni og hobbýbú-skapnum.

„Hér erum við með sex teg-undir af hundum, hesta, kanínur og ketti, ræktum nautkálfa og bjóðum gestum þannig okkar eigið kjöt. Síðan bjóðum við gestum upp á fisk úr Villinga-holtsvatni, sem við eigum land að og loks getur fólk séð hjá okkur geit sem dansar en við eigum geithafurinn Elvis sem ég hef kennt ýmsar kúnstir og með-al annars að stíga dans!,“ segir Jóhann Helgi.

Ferðaþjónustan í Vatnsholti hefur strax í byrjun lagt áherslu á markaðssetningu erlendis og nú þegar gert samninga um

móttöku á breskum hópum skólabarna í gegnum ferðaskrif-stofuna Discover The World.

„Við höfum líka tekið á móti t.d. óvissuferðahópum, bæði í gistingu og mat, og erum að auka við okkur í alls kyns af-þreyingarmöguleikum með hjól-um, hestaferðum, bátum á vatn-inu og slíku,“ segir Jóhann Helgi.

www.stayiniceland.is

Ferðaþjónustan í Vatnsholti í Flóa:

Norðurljós, útsýni og geithafur sem dansar!

Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir fluttu af höfuðborgar-svæðinu árið 2005 og hafa byggt upp myndarlega ferðaþjónustu í Vatnsholti.

Geithafurinn Elvis stígur dans!

Ferðaþjónustubærinn Vatnsholt í Flóa.

Hótel Náttúra

Hótel Náttúra - Grænumörk 10 - Hveragerði - Sími 4830300 - www.hotelnattura.is

Hótelið er rekið í húsakynnum Heilsustofnunar í Hveragerði og býður upp

á �ölbreytta gistimöguleika sem henta bæði einstaklingum,

�ölskyldum og stærri hópum.

Frábær aðstaða í Baðhúsinu Kjarnalundi

Góðar gönguleiðir í nágrenni hótelsins

Fjölbreyttur matur með áherslu á íslenska fiskinn

Stutt frá áhugaverðum stöðum og afþreyingu

Gisting Baðhús Slow Food Leirböð Nudd Yoga Bowen Golf Hestaferðir Hjólreiðar Gönguferðir Náttúruupplifun

Skoðið tilboðin á www.hotelnattura.is

Page 64: Ævintyralandid Island 2011

64 | ÆVINT†RALANDI‹

Hálendismiðstöðin í Kerlingarfjöllum

Uppáhalds áfangastaður fjölda Íslendinga í hálfa öld

Kerlingarfjöll

www.kerlingarfjoll.isGistibókanir á vefnum og greinargóðar upplýsingar

Sími: 664 7878Hefur þú kynnt þér nýju þriggja daga gönguleiðina

Náttúrupottar

Gengið í stórbrotnu umhverfi

Gistiaðstaða á tjald­svæði, í svefnpokaplássi eða uppábúnum rúmum

Veitingastaður með vínveitingaleyfi

Svæði við allra hæfi

Helga Kristjánsdóttir rekur gælu-dýragæsluna Lucky að Mel í Þykkvabæ. Þar eru hundar og önnur dýr velkomin þegar eig-endur þeirra bregða sér af bæ í lengri eða skemmri tíma.

„Mig hafði lengi langað til að gera þetta,“ segir Helga Krist-jánsdóttir sem fór að passa hunda fyrir vini og kunningja fyrir nokkrum árum auk þess að taka að sér hunda sem sættu illri meðferð s.s. þegar eigendur sinntu þeim ekki sem skyldi. „Þeir vita kannski ekki hvað þeir eru að fara út í þegar þeir fá sér hund eða hafa ekki aðstæður til að vera með hund.“

Helga segist reyna að bjarga þessum greyum eins og hún getur og útvega þeim heimili. Hjá henni er tveggja ára gamall hundur, Dísel, sem hún segir að sé m.a. blanda af labrador og border collie og hann vantar gott heimili. Það sama er að segja um sex mánaða border collie hvolp, Tinnu.

„Þetta vatt upp á sig. Í dag er ég með um 30 fasta kúnna sem láta mig gæta hundanna sinna kannski tvisvar til þrisvar á ári; það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk þarf að láta passa dýrin sín,“ segir Helga sem leggur áherslu á hunda en hún gætir líka annarra dýra.

Hreyfing og umhyggjaStór garður er í kringum húsið en Helga leggur áherslu á að hundarnir séu mikið úti. „Ég fer með þá í göngutúr niður í fjöru og þar sem þeir eru ekki fyrir neinum. Þar leyfi ég þeim að hlaupa um og vera frjálsir. Sumir geta ekki verið saman en þá þarf ég að taka þá í tveimur hópum.

Chihuahua-hundar þurfa að vera í bandi því þeir eiga það til að hlaupa svolítið út í buskann.“

Þegar farið er í jeppaferðir tekur Helga hundana gjarnan með. Misjafnt er hvernig hund-unum kemur saman og þegar nýr hundur kemur í pössun leggur Helga áherslu á að hann kynnist einum hundi í einu. Þá

eiga sumir það til að sakna eig-enda sinna fyrst í stað.

„Þeir fara þá kannski upp að hliðinu fyrstu tvo dagana, horfa út og gráta svolítið. Sumir geta ekki sofið innan um aðra hunda og þá læt ég þá sofa í íbúðinni. Ég gef dýrunum allt sem þau þurfa: hreyfingu og umhyggju.“

Helga Kristjánsdóttir. „Í dag er ég með um 30 fasta kúnna sem láta mig gæta hundanna sinna kannski tvisvar til þrisvar á ári; það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk þarf að láta passa dýrin sín.“ Mynd: Jón Benediktsson.

„Ég gef dýrunum allt sem þau þurfa: hreyfingu og umhyggju,“ segir Helga. Mynd: Helga Kristjánsdóttir.

Gufubaðið á Laugarvatni er löngu landsfrægt en þar hafa gestir og gangandi notið heilsu-baða frá árinu 1929. Í júní nk. opnar Laugarvatn Fontana nýja og glæsilega aðstöðu þar sem hægt er að upplifa hina einstöku gufu beint yfir hvernum.

Að sögn Önnu G. Sverrisdótt-ur, framkvæmdastjóra Laugar-vatn Fontana, er aðstaðan byggð yfir náttúrulegan hver sem hent-ar vel til baða. Hitastigið í guf-unni er breytilegt eftir náttúru-legum aðstæðum, frá 40°C til 50°C. Rakastigið er hátt. Rimla-gólf er í gufuklefunum sem hleypir gufu hversins beint inn í klefana og geta gestir því bæði heyrt og séð hverinn og einnig fundið gufuilminn og notið þannig náttúrulegrar gufu, beint úr iðrum jarðar. Við hlið guf-unnar verður Ylur, sauna að finnskri fyrirmynd. Hitastig Yls

verður frá 80°C- 90°C en raka-stig lægra en í Gufunni.

„Auk þess verður unnt að baða sig í heilsubaðvatni í þrí-skiptri baðlaug, dvelja í heitri saununni, ganga í volgum sand-inum eða vaða út í sjálft Laugar-vatnið. Jafnframt gefur dvöl í böðunum ávallt tækifæri til að skynja hina síbreytilegu íslensku veðráttu,“ segir Anna.

Laugarvatn Fontana er, eins og nafnið gefur til kynna, við Laugarvatn, sem er þekkt fyrir náttúrufegurð og veðursæld. Laugarvatn er á Gullna hringn-um sem er afar vinsæl ferðaleið enda fjölbreytileiki og fegurð einstök á þessu svæði. Frá miðbæ Reykjavíkur er um klukkustundar akstur að Laugar-vatni og er það miðja vegu milli Þingvalla og Geysis.

www.fontana.isAuk náttúrugufubaðsins verður einnig sauna og þrískipt heilsulaug í Laugarvatn Fontana.

S U Ð U R L A N D

Laugarvatn Fontana:

Gufubað yfir hvernum

Hundarnir í gæslu á Mel

Page 65: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 65

Laugavegi 25

Reykjavíks. 552-7499

Hafnarstræti 99-101

Akureyris. 461-3006

www.janus.no

100 % Merino ull

Frábært úrval á alla fjölskylduna!

Fjölmargir Íslendingar hafa ferðast niður ólgandi jökulár með Arctic Rafting, hvort sem það er niður Hvítá, Jökulsá Austari eða Vestari. Arctic Ad-ventures, og systurfyrirtækin Arctic Rafting og Glacier Guides, sérhæfa sig í ævintýraferða-mennsku og bjóða upp á fjöl-breytt úrval afþreyinga um land allt. „Við einblínum á dagsferðir fyrir ferðafólk, hvort sem það hefur áhuga á sjókajak, fara á fjórhjól á jökli, í rafting eða gönguferðir,“ segir Logi Karlsson markaðsstjóri og nefnir örfá dæmi af framboði fyrirtækjanna sem starfa víða um land. „Við erum einnig í náinni samvinnu við önnur fyrirtæki, og má því segja að við séum með starfsemi hringinn í kringum landið.“

Á traustu bergiFyrirtækið á sér nær þrjátíu ára sögu en það á rætur að rekja til Bátafólksins, sem var fyrsta raf-ting fyrirtækið hér á landi. „Árið 2005 sameinaðist það Arctic Raf-ting, en þá var mikil vöntun á spennandi ferðum fyrir túrista, sem fjölgaði í sífellu. Þá fórum við að bæta við okkur göngu-ferðum á Sólheimajökul, bjóða fólki upp á að snorkla í Silfru og fleira. Við vorum óhrædd við að prófa eitthvað nýtt; það kostaði svosem ekki mikið að prófa. Við höfðum alla vega gaman af þessu, og það er lykilatriði að starfsfólkið hafi gaman af því sem það er að gera,“ segir Logi. „Erlendir gestir voru ekki sann-færðir að fara í langar göngu-ferðir eða annað slíkt með fyrir-tæki sem héti Arctic Rafting – þrátt fyrir að leiðsögumennirnir okkar væru þaulvanir – og því bjuggum við til Arctic Advent-ures, en það nafn nær yfir fleiri möguleika í ævintýraferða-mennsku og er nokkurs konar móðurfyrirtæki starfseminnar í dag.“ Logi bætir við að vegna fjölbreytni nái fyrirtækið til fjöl-breytts hóps fólks, bæði ungra og aldinna, karla og kvenna.

Vinsælar ferðir seljast hratt uppStreymi á erlendum ferðamönn-um eykst í sífellu sem og ásókn í ferðir Arctic Adventures. „Fólk gerir ráð fyrir að geta gengið inn og bókað margt en raunin er að verða sú að það selst upp marg-ar ferðir, við höfum ekki enda-laust bolmagn og einhvern tím-ann selst upp. Þess vegna mæl-um við með að fólk bóki vel fyr-irfram.“

Logi segir að þrátt fyrir að stór hluti þeirra viðskiptavina séu af erlendu bergi brotnir þá séu Íslendingar í auknum mæli að uppgötva ævintýraferða-mennsku. „Flestir þekkja rafting-ið vel, en það hefur verið lang-vinsælasta afþreyingin hjá okk-ur, bæði í Hvítá og Skagafirði. Síðan er fólk farið að sækja mik-ið í sjókajakferðir og snorkling í Silfru. Verðið hjá okkur hefur að mestu staðið í stað frá því fyrir hrun, og fólki finnst ekki lengur dýrt að fara í snorkling fyrir 9.900 krónur,“ segir Logi. „Við bjóðum einnig upp á hagstæðar kajakferðir í Hvalfirði, þar sem náttúran er hreint ótrúleg! Flestir hafa ekki farið þangað síðan göngin opnuðu, en umhverfið

er gríðarlega fallegt og umferðin nær engin. Við förum ekki í sjókajakferðir nema í góðu veðri og ég held að Íslendingar kunni

jafnvel enn betur að meta þessar ferðir en útlendingar. Það er svo margt spennandi í gangi í ná-grenni við okkur en allt of fáir

virðast staldra við og líta í kring-um sig. Það þarf ekki að fara til útlanda til að hafa gaman.“

Kajakferðir njóta aukinna vinsælda. Mynd: ellithor.com Það er ekki slæm hugmynd að dýfa sér í Silfru í sumar. Mynd: ellithor.com

Ævintýraferðamennska blómstrar

www.arcticadventures.is

Page 66: Ævintyralandid Island 2011

66 | ÆVINT†RALANDI‹

„Okkur þykir sérstaklega vænt um Edduna og erum á fullu að undirbúa veglegt fimmtugsaf-mæli í sumar,“ segir Íris Elfa Þorkelsdóttir sem starfar í sölu- og markaðsdeild Flugleiðahótela ehf. en fyrirtækið rekur meðal annars hina landskunnu sumar-hótelkeðju Hótel Eddu. „Í tilefni af afmælinu höfum við ákveðið að hvert og eitt hótel bjóði upp á sína eigin sérstöku skyrköku sem verður svo í boði á hótel-unum í allt sumar. Sjálft afmælið verður þann 18. júní og verðum við þá með opið hús á öllum Edduhótelunum þar sem boðið verður upp á kaffi og kökur á sanngjörnu verði.“

„Hótel Edda var stofnuð árið 1961 þegar mikill skortur var á gistirými á landsbyggðinni. Þá var ákveðið að nýta betur hús-næði og heimavistir héraðs-skólana á landsbyggðinni og breyta þeim í sumarhótel, en fyrstu hótelin voru opnuð á heimavistum Menntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Laugarvatni. Í dag erum við með 13 hótel, hringinn í kringum landið, sem eru opin frá byrjun júní fram í lok ágúst,“ segir Íris og bætir við að mikil áhersla sé lögð á gæðastjórnun og að sömu góðu þjónustuna sé að finna á öllum hótelunum. „Ég tel nokkuð ljóst að velgengni Eddu-hótelanna megi rekja til fag-mannlegrar og góðrar þjónustu fyrir hagstætt verð.“

Eddan fjölskylduvænFerðmenn sem ferðast um land-ið eru á öllum aldri og fjölskyld-ur hvaðanæva úr heiminum eru stór hluti af þeim gestum sem sækja Edduhótelin heim. „Við erum með mikið úrval af her-bergjum sem henta til dæmis mjög vel fyrir fjölskyldufólk,“

segir Íris og bætir við að mögu-leikar og aðstaða til útiveru og afþreyingar í næsta nágrenni

hótelanna hafi vaxið hratt á síð-ustu árum þannig að öll fjöl-skyldan getur fundið eitthvað

við sitt hæfi þegar dvalið er hjá Eddu.

Matur úr næsta nágrenniMikil áhersla er lögð á góðan mat, en hótelin bjóða upp á vegleg morgunverðarhlaðboð sem og fyrsta flokks kvöldverð-arþjónustu. „Ferskt íslenskt hrá-efni er lykilatriði í góðri matar-gerð og við leggjum áherslu á að bjóða upp á það besta úr næsta nágrenni hvers staðar. Þá leggjum við sérstaka áherslu á íslenska lambakjötið ásamt því bjóða upp á úrvals sjávarfang, grænmeti og ávexti,“ segir Íris Elfa en eldhús Edduhótelanna nær lengra en sem nemur hús-veggjum: „Í sumar munum við halda áfram með skemmtilega nýjung, sem er að bjóða upp á Eddubita. Það kannast flestir við að þurfa að reiða sig á misholl-an mat í vegasjoppum á ferða-lagi um landið. Við ákváðum að bjóða fólki upp á að kaupa hjá okkur nestispoka sem er fullur af hollum og góðum mat. Eddu-bitinn er tilvalinn fyrir ferðalagið

og hentar vel fyrir stóra jafnt sem smáa.“

Það stefnir í að árið 2011 verði metár í fjölda ferðamanna, en Eddu hótelin eru mjög vel bókuð yfir sumartímann. „Við mælum með því að fólk tryggi sér gistingu tímanlega, og bend-um því á að kíkja á heimasíðuna okkar en þar eru alls konar til-boð í gangi sem fólk getur nýtt sér ef það pantar snemma!“

www.hoteledda.is

Ein af nýjungum Hótel Eddu í sumar eru Eddubitar, nestispokar með hollum og góðum mat.

Íris Elfa Þorkelsdóttir hjá Hótel Eddu. „Höldum veglegt fimmtugs-afmæli í sumar.“

„Við hjá Skorra erum fyrst og fremst rafgeymafyrirtæki og höf-um flutt inn Tudor rafgeyma frá því að fyrirtækið var stofnað ár-ið 1978. Einnig höfum við flutt inn sólarrafhlöður í 25 ár og selj-um auk þess eldavélar og kæli-skápa, sem ganga eingöngu fyrir gasi og gasvatnshitara til að hita

upp neysluvatn í uppvask og sturtur. Við erum þekktir fyrir að veita heildarlausnir og sérhæfum okkur meðal annars í að leysa þarfir þeirra sem dvelja á svæð-um þar sem ekki næst rafmagn,“ segir Lárus Björnsson, rekstrar-stjóri hjá Skorra.

Lárus segir að á síðustu árum

hafi mikið verið byggt af sumar-húsum og fjallakofum, auk þess sem talsvert sé um að gömul eyðibýli hafi verið tekin aftur í notkun. Hann segir að við slíkar aðstæður, þar sem menn hafa ekki aðgang að rafmagni, hafi sólarrafhlöður sem hlaða inn á rafgeyma reynst mjög vel. Lárus segir að vandaðar sólarrafhlöður geti enst áratugum saman og þurfi lítið sem ekkert viðhald ef tryggilega er gengið frá festing-um í upphafi. „Sólarorkan hefur reynst vel til að lýsa upp hýbyli, knýja vatnsdælur og sjónvörp þar sem sendingar nást og yfir-höfuð til að leysa hvers konar verkefni önnur en að hita upp eða elda. Vísindamenn sem eru víðsvegar að störfum, meðal

annars á hálendinu með mæli-tæki sem þurfa orku, hafa líka nýtt sér sólarrafhlöður og raf-geyma í mörg ár.

Hann segir að yfirleitt séu menn með einn til tvo sólarpan-ela á hverju húsi sem hver um sig geti framleitt 80 til 125 wött og síðan sé hægt að velja um misstóra rafgeyma, sem eru gerðir fyrir hæga afhleðslu og henta því vel fyrir þessa notkun. „Með einum sæmilega stórum sólarpanel áttu að geta leyst orkuþörf flestra sumarhúsa fyrir utan kyndingu og eldun, en þar bjóðum við aðrar lausnir sem byggja á gasi,“ segir Lárus Björnsson.

www.skorri.is

Sólarrafhlöður eru hagkvæmur kostur á afskekktum stöðum þar sem ekki er aðgengi að öðru rafmagni, eins og í þessum skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í Geldingafelli, austan Snæfells.

Skorri:

Heildarlausnir fyrir hús sem eru án rafmagns

Hótel Edda í hálfa öld

Page 67: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 67

Ferðafélag Íslands býður í sumar upp á dagsferðir, helgarferðir og sumarleyfisferðir. Á meðal ferða í júní má nefna ferð um Fimm-vörðuháls, Skóga og Þórsmörk, ferð um Drangajökul á göngu-skíðum og þá er Esjudagurinn haldinn í lok mánaðarins.

Í júlí verður m.a. boðið upp á gönguferð um draugaslóð, Vatnaleiðin verður gengin, farið verður í fótspor útilegumanna og galdramanna á Ströndum, farið verður í Þjórsárver, gengið verður um Héðinsfjörð og farin verður söguferð um Árneshrepp.

Á meðal ferða í ágúst má nefna ferðir í Landmannalaugar, gengið verður í fótspor Þórbergs Þórðarsonar, þá verður farið í Skaftafell, Landamannalaugar, vörðuferð að Fjallabaki og farin verður fossaganga á Gnúpver-jaafrétti.

52 fjöllPáll Guðmundsson, fram-kvæmdastjóri Ferðafélags Ís-lands, nefnir sérstaklega verk-efnið 52 fjöll sem hefur fengið góðar viðtökur. „Um er að ræða vikulegar fjallgöngur allt árið; flest eru fjöllin í nágrenni Reykjavíkur en við förum líka lengra út á land. Fólk lærir grunnatriði í fjallamennsku, það lærir á réttan búnað og öryggis-mál. Fararstjórar og leiðsögu-menn eru í ferðunum sem segja fólki frá náttúrufari, örnefnum og sögum í kringum leiðirnar.“

Páll nefnir líka morgungöng-ur sem fóru af stað í byrjun maí og er þetta sjötta árið í röð sem boðið verður upp á slíkt. „Farið er af stað klukkan sex að morni og gengið á fjall í nágrenni Reykjavíkur og komið til baka fyrir vinnu; fólk er þá kannski búið að ganga upp á Vífilfell, Helgafell, Keili eða Esjuna. Það er mögnuð tilfinning að vera kominn upp á fjall svona snemma morguns.“

Ókeypis í sumar ferðirSumarleyfisferðir Ferðafélags Ís-lands eru tveggja til níu daga ferðir þar sem ferðast er um óbyggðir landsins og ýmist gist í húsum eða tjöldum. Fólk ferðast þá annaðhvort með allt á bakinu eða þá að farangur og vistir eru flutt í trússi. Um 40 sumarleyfis-ferðir eru í boði þetta sumarið og segir Páll að vinsælustu svæðin séu að fjallabaki, göngur um Laugaveginn og göngur um Hornstrandir.

Ókeypis er í nokkrar ferðir og má þar nefna örgöngur, sem eru alla miðvikudaga í maí, en þetta eru stuttar gönguferðir um Grafarholt og nágrenni. Í öðru lagi má nefna ferðir sem farnar eru í samstarfi við Háskóla Ís-lands og kallast „Með fróðleik í farteskinu“. Það eru líka styttri gönguferðir í Reykjavík og ná-grenni en fræðimaður talar þá um sérstakt svæði eða leið.

Ferðafélag barnanna starfar yfir sumartímann og einnig má nefna léttar fjölskylduferðir eins og fjöruferð, skógarferð og Jóns-messugöngu á Vífilsfell. Ung-lingum býðst að fara í ferðir sem kallast „Í frí frá Facebook“ sem eru fjögurra til sex daga ferðir á Hornstrandir.

Páll segir að á milli 10-15.000 manns ferðist með ferðafélaginu á ári og nefnir hann að 2-3000 manns gangi Esjuna á hinum ár-lega Esjudegi.

Námskeiðahald og fróðleg árbókFerðafélag Íslands stendur fyrir

ýmiss konar námskeiðum. Má þar nefna vaðnámskeið í Merk-urá við Þórsmörk þar sem fólk lærir hvernig á að umgangast ár og vötn og hvernig á að vaða yfir og keyra yfir ár. Þá er boðið upp á jöklaöryggisnámskeið þar sem fólk lærir hvernig á að ferðast á jöklum og bjarga sér

og öðrum úr sprungum. Einnig er kennt hvernig á að pakka í bakboka, hvernig á að tjalda og nota prímus.

Á veturna er boðið upp á félagsstarf svo sem í formi spila-kvölda og fræðslukvölda.

Félagið sinnir viðamiklu út-gáfustarfi. Árbók þess hefur komið út í 84 ár en félagið fær heimamenn og fræðimenn til að skrifa um tiltekið svæði á hverju

ári. Nýjasta bókin heitir Í dali vestur en það var Árni Björns-son, þjóðháttafræðingur, sem skrifaði um Dalabyggð norðan Laxárdalsheiðar. Félagið gefur líkt út ýmis rit svo sem handhæg upplýsingarit um gönguleiðir, svæði, sögu eða menningu ákveðinna svæða.

www.fi.is

Festu sumarfríið á mynd! Ný-herji býður mikið úrval myndavéla frá Canon fyrir byrjendur sem lenga komna og nú sameinar Canon kosti hágæða myndavélar og vídeómyndavélar í sama tækinu.

„Canon er einn vinsælasti myndavélafram-leiðandi heims og hlýtur árlega fjölda viðurkenn-inga fyrir hönnun og gæði. Árið í ár er þar engin und-antekning. Canon er leiðandi framleiðandi, bæði hjá atvinnu-ljósmyndurum og einnig meðal áhugaljósmyndara því úrvalið er fjölbreytt og allir geta fundið vél við sitt hæfi,“ segir Halldór J. Garðarsson, vörustjóri Canon neytendavara hjá Nýherja.

Fyrir byrjendur er í boði Ca-non PowerShot A800 10 mega-pixla með „Smart Auto“ sem vel-ur bestu stillingu úr 19 mismun-andi aðstæðum. Þessi vél tekur einnig myndbönd. Leiðbeinandi verð er 19.900 kr.

Fyrir þá sem vilja meiri gæði og eiginleika er í boði Canon PowerShot A3200 eða Canon Ix-us 115. Þessi vél hefur kosti smávélar en eiginleika stóru vél-anna. Hún er með hristivörn í linsu, tryggir stöðugri myndir, er með miklum aðdrætti, stórum skjá, öflugum örgjörva og HS kerfi sem tryggir betri myndir við lítil birtuskilyrði.

PowerShot SX vélarnar frá Canon eru búnar 14x Optical aðdrætti. Þær eru með hristi-vörn, HD myndbandsupptöku, GPS búnaði sem segir notanda með nákvæmum hætti hvar við-komandi mynd var tekin. Með öðrum orðum er einfalt að rifja upp ferðalagið eftir að heim er komið.

Canon PowerShot D10 er frábær 12 mega-pixla vél sem tekur myndir á allt að 10 metra dýpi.Vélin er einnig höggheld og þol-ir allt að 10 gráðu frost.

Fyrir þá sem vilja fara enn lengra í ljós-myndun þá eru Canon EOS myndavélar frábær kostur. Frábært úrval af myndavélum fyrir byrj-endur, áhugaljósmynd-

ara og atvinnumenn til að fanga augnablikið. Magnaðar ljós-myndir og Full HD vídeómyndir ásamt mörgum skemmtilegum og notendavænum eiginleikum.

Með öðrum orðum orðum er auðvelt að halda ferðalaginu áfram eftir að heim er komið!

www.nyherji.is

Húðvörurnar frá Urtasmiðjunni eru unnar úr heilnæmum jurtum og

vott uðu lífrænu hráefni

Nánar áurtasmidjan.is

Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, nefnir sér-staklega verkefnið 52 fjöll sem hefur fengið góðar viðtökur. „Um er að ræða vikulegar fjallgöngur allt árið; flest eru fjöllin í nágrenni Reykja-víkur en við förum líka lengra út á land.“

Gönguhópur FÍ á góðum degi.

Fjölbreytnin í fyrirrúmi hjá Ferðafélagi Íslands í sumar:

Ferðafélagsferð í staðinn fyrir Facebook!

Canon EOS 550D og Canon IXUS.

Canon í sumarfríinu

Page 68: Ævintyralandid Island 2011

68 | ÆVINT†RALANDI‹

„Já, sumarið lofar góðu ef tekið er mið af tölum á Keflavíkur-flugvelli, bókunarstöðu hótel-anna og fleiri þáttum. Út frá því má vænta talsverðrar aukningar í sumar,“ segir Kristján Pálsson, forstöðumaður Markaðsstofu Suð urnesja. Eðli máls samkvæmt verður ferðaþjónustan á Suður-nesjum þess áþreifanlega vör þegar sveiflur verða í komum ferðamanna til landsins í gegn-um Keflavíkurflugvöll. Nú, þegar spáð er nokkurri fjölgun ferða-manna, segir Kristján þess að vænta að svæðið njóti þess, ekki síður en önnur svæði landsins.

Aukið gistirými„Þrátt fyrir að ferðamenn dreifist út um landið og stór hluti þeirra stefni í ferðum sínum til höfuð-borgarinnar þá stækkar sá hópur ár frá ári sem gistir á Suðurnesj-unum og dvöl þeirra hér lengist. Suðurnesin eru því að styrkjast á þessu sviði enda hefur gistirým-um fjölgað umtalsvert hér á allra síðustu árum, sem bendir til að menn sjái sóknarfæri í hótel- og gistihúsarekstri hér á svæðinu. Ferðamenn hafa einnig fleiri af-þreyingarmöguleika hér en áður

var og staldra því meira við á svæðinu og njóta þess sem það hefur að bjóða,“ segir Kristján og bætir við að talsverð fjöl-breytni sé í þeirri gistingu sem komið hefur að undanförnu. Þar má nefna stækkun Flughótel-sins, Hotel Northern Light Inn og hið nýja Hótel Keilir, Blue Lagoon Clinic, Heilsuhótel Ís-lands auk gistiheimila sem sum

eru mjög stór eins og Gistiheim-ili Keflavíkur með yfir 200 rúm á gamla varnarsvæðinu.

Metnaðarfullar sýningarÍ vor og vetur hefur verið mikið um hópa víðsvegar að af land-inu sem heimsækja Suðurnesin og segir Kristján þann markað fara vaxandi utan hins hefð-bundna sumarferðamannatíma.

„Innlendir ferðamenn skipta okkur auðvitað miklu máli, ekki síður en erlendir. Þeir sem eru að koma eru starfsmannafélög, félög aldraðra, skólahópar, átt-hagafélög og vinahópar og þannig má telja. Þetta fólk nýtir sér ferðir um svæðið, fer Reykja-neshringinn og nýtur þjónust-unnar sem opin er allt árið. Tals-vert er einnig um fundi, árshá-tíðir og ráðstefnur í Lava Res-taurant, Flughóteli, Hótel Kefla-vík, í Stapanum nýja og glæsi-lega og víðar. Bæjarhátíðirnar hafa einnig notið mikilla vin-sælda en bæjarfélögin öll á Suð-urnesjunum hafa lagt mikinn metnað í að gera þessar hátíðir áhugaverðar fyrir alla fjölskyld-una,“ segir Kristján.

Aðspurður um nýsköpun í af-þreyingu segir Kristján hana hafa verið mikla á allra síðustu árum. „Hún hefur til dæmis birst okkur í mjög vönduðum, metn-aðarfullum og glæsilegum sýn-ingum. Ég bendi í því sambandi á Víkingaheima í Reykjanesbæ og sýninguna Orkuverið Jörð í Reykjanesvirkjun, Heimskautin heilla í Fræðasetrinu í Sand-gerði, vélasýninguna í Garði, Bátasýninguna í Duus í Reykja-nesbæ og svo er verið að opna nýja sýningu í Grindavík sem mun heita Kvikan þar sem verða saltfisksýningin og Gjáin. Skipu-lagðar skoðunar- og gönguferðir eru að festa sig í sessi og til-raunir eru í gangi með að koma aftur af stað hvalaskoðun frá Suðurnesjum. Uppbygging í af-þreyingu grundvallast á því að gisting sé til staðar og vonast ég til að afþreying eins og hvala-skoðun eigi sér lífvænlegra um-hverfi en áður. En síðan er Bláa Lónið auðvitað okkar toppur í afþreyingu, staður sem er í stöð-ugri framþróun og er sterkasti segullinn okkar,“ segir Kristján og svarar því aðspurður að hug-myndir um herminjasafn á Suð-

urnesjum séu mjög spennandi fyrir ferðaþjónustuna.

„Þær eru skammt á veg komnar en ég vona vissulega að það safn líti dagsins ljós fljót-lega. Völlurinn er rétti staðurinn til að byggja slíkt safn upp hér á landi,“ segir hann.

Nýjar gönguleiðir bætast við í sumarGöngufólk er í vaxandi mæli að uppgötva Reykjanesið sem áhugavert göngusvæði og á það jafnt við um íslenska sem er-lenda göngugarpa. Þar má finna um 180 kílómetra í stikuðum þjóðleiðum, auk annarra áhuga-verðra leiða.

„Hér er jarðfræðin sýnileg í hverju fótmáli en Reykjanesið er eini staðurinn á jörðinni þar sem segja má að hægt sé að ganga á sjávarbotni á þurru landi. Hér gengur Reykjaneshryggurinn á land, eins og sumir jarðfræðing-ar orða það og sjá má jarðmynd-anir sem hvergi sjást annarsstað-ar nema á hafsbotni.

Í þessu sambandi má geta þess að nú í sumar verða GPS merktar tvær nýjar gönguleiðir yst á Reykjanesinu sem Ari Trausti Guðmundsson jarðfræð-ingur er að vinna fyrir okkur. Önnur leiðin heitir Kvika og liggur frá Valahnjúk, niður á Reykjanestá, upp á Skálafell, niður Gunnuhver, í Reykjanes-vita og síðan aftur á Valahnjúk. Þessi leið er um 3,5 kílómetrar en hin leiðin heitir 100 gíga hringurinn og verður 12 kíló-metra hringur þar sem göngu-fólk kemur að 100 gígum á ferð sinni. Ég hvet útivistarfólk til að kynna sér þessar leiðir í sumar. Þessu til viðbótar höfum við hér einnig mjög áhugaverð fugla-björg sem auðvelt er að komast að eins og Krýsuvíkurbjarg og Hafnaberg,“ segir Kristján.

www.visitreykjanes.is

R E Y K J A N E S

Meðal viðburða á Reykjanesi2.-5. júní Sjómannahátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík4. júní Bryggjuhátíð í Vogum19.-25. júní Náttúruvika á Reykjanesi 24.-26. júní Sólseturshátíðin í Garði25. júní Jónsmessuganga á Þorbjörn 29. júlí Gönguferðir í Grindavík um verslunarmannahelgina 20. ágúst Fjölskyldudagurinn í Vogum26.-28. ágúst Sandgerðisdagar, fjölskylduhátíð1.-4. sept. Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð

Reykjanesbæjar16. sept. Þórkötlustaðaréttir 14.-15. okt. Gjörningahátíð í Vogum

Nánar á www.visitreykjanes.isHeimild: Markaðsstofa Suðurnesja

Aukið gistirými og nýjar gönguleiðir

Hús Saltfisksetursins í Grindavík hefur fengið nafnið Kvikan og þar er nú einnig jarðsögusýning.

Á Reykjanesi eru 180 kílómetrar af stikuðum gönguleiðum.

Garðskagi.

Selalda ofan við Heiðnaberg er hluti Krýsuvíkurbergs.

Page 69: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 69

Skráðu þig í Vinaklúbb Bláa Lónsins,fáðu 2 fyrir 1 í Bláa Lónið og njóttu betri kjara af fjölbreyttri þjónustu

www.bluelagoon.is/vinaklubbur

LÍFSORKA MEÐ NÝTINGU NÁTTÚRUAFLANNA

ANTON&BERGUR

R E Y K J A N E S

Nýtt og vandað þjónustuhús hef-ur verið opnað á tjaldsvæðinu í Grindavík en tjaldsvæðið sjálft var opnað fyrir tveimur árum og er eitt hið glæsilegasta á landinu. Nýja þjónustuhúsið er 210 fm en kostnaður við byggingu þess er rúmar 50 milljónir króna. Í nýja þjónustuhúsinu er úrvals aðstaða fyrir tjaldsvæðisgesti, eins og t.d. eldunaraðstaða, sturtuaðstaða, þvottaaðstaða, aðgangur að int-erneti og 190 fm pallur með frá-bæru útsýni yfir höfnina, svo eitthvað sé nefnt.

Gerist ekki flottara„Við gerðum viðhorfskönnun á meðal tjaldsvæðisgesta og voru 98% þeirra ánægðir með tjald-svæðið og töldu það í mjög háum gæðaflokki. Flestar at-hugasemdir sneru að sturtu-, þvotta- og eldunaraðstöðu og nú hefur heldur betur verið bætt úr því með þessu glæsilega þjónustuhúsi. Ég held ég geti fullyrt að flottara gerist það ekki í þessu bransa,“ segir Þorsteinn

Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Grindavíkurbæjar.

Tjaldsvæðið í Grindavík er sérhannað og afgirt og er við Austurveg, við innkomuna í bæ-inn þegar ekið er um Suður-strandarveg. Um er að ræða 13.500 fm svæði en þar eru 42 stæði fyrir húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna. Þarna er fullkomin

aðstaða til seyrulosunar og mal-bikuð og hellulögð bílastæði í innkomu tjaldsvæðisins. Mjög vel er hugsað um börnin á svæðinu, tvö leiksvæði með ról-um, tveimur köstulunum, kóngulóarneti o.fl. Í nýja þjón-ustuhúsinu, sem einnig er sér-hannað, er fyrsta flokks aðstaða en þar er einnig upplýsingamið-stöð fyrir ferðafólk.

Vel í stakk búin að þjóna ferðafólki„Með nýja tjaldsvæðinu og þjón-

ustuhúsinu erum við vel í stakk búin til þess að taka á móti auknum fjölda ferðamanna þeg-ar Suðurstrandarvegur verður malbikaður hingað alla leið. Hér í Grindavík er öflug ferðaþjón-usta og margt gaman að sjá og prófa fyrir alla fjölskylduna. Þar má nefna Kvikuna, nýja auð-linda- og menningarhúsið okkar, fjórhjólaferðir, eldfjallaferðir, skoðunarferðir, hægt er að skoða fiskverkun, fara í hesta-ferðir, hér er mjög skemmtilegur golfvöllur, sundlaug, hægt að

fara í siglingu og margt fleira. Þá eru margar skemmtilegar styttri og lengri gönguleiðir hér í ná-grenninu eins og t.d. Hópsnes-hringurinn og svo er Bláa lónið í anddyri bæjarins. Þegar ég tek hér á móti gestum eru þeir alltaf jafn hissa hversu margt skemmtilegt er hægt að gera hér suður með sjó,“ sagði Þorsteinn að endingu.

www.visitgrindavik.is www.grindavik.is

Nýja þjónustuhúsið við tjaldsvæðið í Grindavík er mikil og góð viðbót við þá þjónustu sem ferðamönnum stendur til boða í bænum.

Þorsteinn Gunnarsson, upplýs-ingafulltrúi Grindavíkurbæjar.

Nýtt þjónustuhús við tjaldsvæðið í Grindavík

Bláa Lónið er ómissandi áfanga-staður fyrir þá sem leggja leið sína á Reykjanesið í sumar. Ný-lega völdu lesendur tímaritsins Spa Finder Bláa Lónið sem besta spa í Skandinavíu.

Morgun- og hádegis-verðarhlaðborðFyrir þá sem vilja taka daginn snemma er tilvalið á hefja heim-sóknina á morgunverðarhlað-borði sem verður í boði frá kl. 07:30 og 10:00 frá og með 1. júní á veitingastað Bláa Lónsins. Hádegishlaðborð verður einnig í boði daglega. Matreiðslumeistar-ar Bláa Lónsins leggja ávallt áherslu á að bjóða ferskt sjávar-fang. Viktor Örn Andrésson, yf-irmatreiðslumeistari Bláa Lóns-ins, segir staðsetninguna í Grindavík vera einstaka og tryggi daglegt aðgengi að fersk-um og góðum fiski sem jafnvel kemur að landi sama dag og hann er borinn fram á veitinga-staðnum. „Bæði innlendir og er-lendir gestir okkar kunna vel að meta þau gæði sem felast í fersku og góðu sjávarfangi,“ seg-ir Viktor.

Gönguleiðir og golfvellir Reykjanesið er tilvalið til útivist-ar. Fjöldi góðra golfvalla og áhugaverðar gönguleiðir eru í nágrenninu fyrir þá sem vilja njóta útivistar. Tilvalið að slaka á í Bláa Lóninu og njóta góðra veitinga að lokinni góðri göngu eða golfhring.

Spa upplifunSpa- og nuddmeðferðir sem í boði eru í Bláa Lóninu njóta mikilla vinsælda meðal gesta og eru fjölbreyttar meðferðir í boði. Á nýjum spa bar sem staðsettur er í Lóninu geta baðgestir fengið sér hressingu og einnig keypt maska sem hafa afar góð áhrif á húðina. Eldfjallamaskinn inni-heldur fínmalaðan vikur úr hrauninu sem umlykur Bláa Lónið og þörungamaskinn nær-andi þörunga. Fyrir þá sem vilja heimsækja Bláa Lónið reglulega og gera íslenska spa upplifun sem hluta af lífsstíl eru vetrar- og árskort hagkvæmur og þægi-legur kostur. Sérstök fjölskyldu-kort eru einnig fáanleg.

www.bluelagoon.is

Bláa Lónið:

Nuddmeðferðir og afslöppun

Page 70: Ævintyralandid Island 2011

70 | ÆVINT†RALANDI‹

R E Y K J A N E S

Sandgerði er vestast á Reykja-nesskaganum en byggð hefur verið í og við Sandgerði frá landnámi. Steinunn gamla, frændkona Ingólfs Arnarssonar landnámsmanns, mun hafa búið á Bæjarskerjum og stundað það-an útgerð til margra ára.

Sandgerði er útgerðarbær þar sem mannlífið snýst um helsta atvinnuveg þjóðarinnar. Þegar komið er til Sandgerðis frá Keflavík er listaverkið Álög á vinstri hönd. Það er eftir Stein-unni Þórarinsdóttur myndlistar-konu og er minnisvarði um sjó-menn. Þrjár ryðfríar öldur eiga að tákna að hafið er eilíft, en maður úr pottstáli sem ryðgar, táknar að maðurinn er forgengi-legur. Á sextándu, sautjándu og átjándu öld er talið að farist hafi um 1300 manns í sjóslysum á hinu forna Rosmhvalanesi.

Maður og náttúra í FræðasetrinuÍ Fræðasetrinu í Sandgerði er leitast við tengja saman mann og náttúru. Það er gert með því að tengja saman „effin fjögur“ sem eru fjaran, fiskurinn, fuglinn og ferskvatnslífið. Í Fræðasetrinu er til sýnis fjöldi uppstoppaðra dýra; minkur, refur, rostungur,

selir og fjöldi fugla. Skelja- og kuðungasafn er einnig í Fræða-setrinu og þar er aðstaða til að halda fundi og ráðstefnur. Í næsta nágrenni eru síðan veit-ingastaðirnir Vitinn, sem er skreyttur með gömlum munum frá tíð útvegsbænda og Mamma-Mía sem hefur að bjóða léttar veitingar.

Í Sandgerði er einnig lista-smiðjan Ný-Vídd og þar ættu listunnendur að geta fundið eitt-

hvað við sitt hæfi. Þar er unnið í leir, gler, málun, teiknun, tré-vinnu og margt fleira en fjöldi einstaklinga á öllum aldri stund-ar listsköpun í Nýrri-Vídd.

Merkir sögustaðirÍ Sandgerði og nágrenni eru margir merkir sögustaðir. Má þar nefna Másbúðir, sem voru vett-vangur fyrsta byssubardaga Ís-landssögunnar árið 1551 og Hvalsnes þar sem fyrst var reist

kirkja um 1200. Séra Hallgrímur Pétursson var prestur að Hvals-nesi 1644-1651. Legsteinn dóttur hans, Steinunnar, sem lést fjög-urra ára gömul, er varðveittur í kirkjunni.

Stafnes var fjömennasta ver-stöð Suðurnesja á 17. og 18. öld en mjög brimasamt getur verið við Stafnes. Þar strandaði togar-inn Jón Forseti árið 1928 og fjöldi manna drukknaði. Sama ár var Björgunarsveitin Sigurvon stofnuð en hún er elst björgun-arsveita landsins.

Básendar voru merkur versl-unarstaður frá 15. til 18. aldar en verslunarstaðurinn lagðist af í miklu flóði þann 9. janúar 1799 er kaupmaður missti allar eigur sínar og ein kona fórst.

Annar frægur verslunarstaður er Þórshöfn sem á 15. og 16. öld

var aðal verslunarstaður Þjóð-verja sem oft lentu í útistöðum við Englendinga.

Margt er að skoða í Sandgerði og nú er komin vegtenging við veginn út á Reykjanes við Staf-nesveg sem opnar ferðamönn-um möguleika á að aka með ströndinni frá Grindavík til Sandgerðis.

www.sandgerdi.is

Sandgerði er útgerðarbær en þar er einnig að finna ýmislegt skemmti-legt á listasviðinu, auk að sjálfsögðu merkra sögustaða í og við bæinn.

Sólroði í Sandgerði.

Kvikan – Auðlinda- og menning-arhús, er nýtt nafn á húsi Salt-fiskseturs Íslands í Grindavík. Húsið fær nú aukið hlutverk en verið er að leggja lokahönd á á töluverðar breytingar á húsnæð-inu. Afar fróðlegri og skemmti-legri jarðsögusýningu hefur ver-ið komið fyrir á efri hæð Kvik-unnar. Hin einstaka sýning Salt-fisksetursins í húsinu verður áfram þannig að tvær náttúru-auðlindir bæjarins, sem ásamt gróskumikilli menningarstarf-semi eru einkennandi fyrir Grindavík, verða í Kvikunni sem opnar formlega á nýjan leik eftir breytingar um miðjan maí.

Að sögn Þorsteins Gunnars-sonar, upplýsingafulltrúa Grinda-víkurbæjar, er nafnið Kvikan - Auðlinda- og menningarhús, mjög lýsandi fyrir þá starfsemi sem fyrirhuguð er í húsinu, en nafnið vísar til hraunkviku, sjó-lags og kvikra hreyfinga manna við listsköpun og aðra menning-arstarfsemi. Nafnið er þjált bæði á íslensku og ensku, en enska heitið er Magma-House of cult-ure and natural resources.

Sýningin Saltfisksetrið var opnuð 2002 og hefur vakið verðskuldaða athygli. Hún fær nú andlitslyftingu en ekkert var til sparað við gerð hennar á sín-um tíma.

Jarðsögusýningin JarðorkaNýja jarðsögusýningin í Kvik-unni hefur fengið nafnið Jarð-orka. Að sögn Þorsteins er nafn-ið einnig lýsandi fyrir sýn-inguna, en hún segir frá jarð-fræði svæðisins, þeirri orku sem býr í jörðinni og nýtingu hennar. Enska heitið á sýningunni er

Earth Energy. Jarðsögusýningin var áður í Gjánni í Svartsengi en var lokað þar sem brennisteins-mengun var í kjallaranum. Jarð-orka er afar fróðleg og vönduð sýning fyrir alla þá sem hafa áhuga á eldgosi, jarðorku og kraftinum í iðrum jarðar. Í Jarð-orkunni er m.a. jarðskjálftalíkan

og margvíslegur fróðleikur, myndbönd og líkön. Björn G. Björnsson hannaði báðar sýn-ingarnar, Jarðorku og Saltfisk-setrið, á sínum tíma og því vel við hæfi að þær skuli nú vera undir sama þaki.

www.grindavik.is/kvikan

Jarðsögunni eru gerð skil á skemmtilegan hátt á sýningunni Jarðsögu í Kvikunni - Auðlinda og menningar-húsinu nýja í Grindavík.

Sandgerði á Reykjanesskaga:

Fjaran, fiskurinn, fugl-inn og ferskvatnslífið

Kvikan – Auðlinda- og menningarhús opnar í Grindavík:

Jarðsögusýning og saltfiskfróðleikur

Orkuverið JörðÍ Reykjanesvirkjun má sjá sýninguna Orkuverið Jörð. Hönnun og hugmyndafræði hennar gengur út frá Stóra hvelli og upphafi sólkerfisins allt til okkar tíma. Farið er meðal annars í gegnum upp-finningar sem breytt hafa lífi okkar til þess vegar sem það er í dag en það ætti að vera okkur öllum ljóst hversu mik-ilvægur þáttur orkan er í lífi okkar. Fjallað er um mismun-andi orkunýtingu á jörðinni og hvaða möguleika við höf-um á orkunýtingu bæði hér heima á Íslandi sem og ann-ars staðar í heiminum. Nokk-ur sýnishorn eru á staðnum en segja má að jarðvarma-virkjunin sjálf sé eitt það stærsta. Sýningin er að nokkr-um hluta gagnvirk og geta gestir því tekið virkan þátt í henni. Á spjöldum og gagn-virkum skjám er að finna ógrynni upplýsinga um orku, plánetur og himingeiminn. Nokkur gagnvirk tæki er að finna á sýningunni þar á meðal jarðskjálftahermir þar sem sýningargestir geta upp-lifað raunverulega jarðskjálfta á mismunandi richterskala. Virkjunin stendur í hraun-breiðu á Reykjanestánni og náttúrperlurnar sem má finna í hraunfætinum eru magnað-ar; Gunnuhver, Brú milli Heimsálfa, Stamparnir, Sýrfell, Rauðhólar o.s.frv.

www.visitreykjanes.is

Page 71: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 71

R E Y K J A N E S

Nú um miðjan maí verður opn-aður nýr veitingastaður á efri hæð Byggðasafnsins á Garð-skaga sem bera mun hið skemmtilega nafn „Tveir vitar“. Eigendur staðarins eru hjónin Ásbjörn Pálsson matreiðslu-meistari og Ingibjörg S. Ár-mannsdóttir en þau tóku við rekstri kaffihússins Flösinnar á sama stað í fyrrahaust og tóku ákvörðun um að breyta því nú í vor í fullbúið veitingahús sem býður upp á súpu, salatbar og létta rétti í hádeginu, kaffiveit-ingar yfir miðjan daginn og rétti af matseðli á kvöldin. Ásbjörn viðurkennir að líkast til séu fáir veitingastaðir staðsettir inni á byggðasafni en reynslan sýni að safnið og veitingareksturinn fari mjög vel saman.

„Hér af veitingastaðnum má horfa yfir safnið og út á sjóinn, þar sem sást til hvala nánast hvern einasta dag síðasta sumar. Hér erum við staðsett nokkra metra frá fjöruborðinu og höfum einstakt útsýni vítt um Reykja-

nesið, Faxaflóann og upp á Snæfellsnesfjallgarðinn. Héðan er stórfenglegt að sjá sólina leika við fjallgarðana og hafflötinn og finna nálægðina við sjóinn,“ seg-ir hann.

Spriklandi nýtt sjávarfang Eins og áður segir mun veitinga-staðurinn bera nafnið Tveir vit-ar, sem að sjálfsögðu er dregið af vitunum tveimur á Garð-skagatánni, steinsnar frá byggða-safninu.

„Við munum leggja áherslu á hráefni af heimasvæðinu, sem að sjálfsögu er fiskmeti. Hér höf-um við krækling úr Vogunum, saltfisk úr Garðinum, sjóbleikju úr Grindavík, kola og rauð-sprettu frá Sandgerði þannig að við þurfum ekki að leita langt til að fá hráefni í hæsta gæða-flokki,“ segir Ásbjörn en ætlunin er að halda staðnum í fullum rekstri árið um kring.

„Við buðum í vetur í samstarfi við Kynnisferðir upp á móttöku hópa, skoðunarferðir hér um

Reykjanesið og veitingar því tengdar. Þetta mæltist vel fyrir og við munum halda áfram á sömu braut næsta vetur enda til-

valið fyrir hópa að bregða sér hingað suður eftir, njóta útsýnis-ins, umhverfisins og góðra veit-inga. Og fræðast um leið um

sögu staðarins í gegnum það sem er í boði á byggðasafninu,“ segir Ásbjörn.

Nýr veitingastaður í Byggðasafninu á Garðskaga:

Sjávarfang í aðalhlutverki á Tveimur vitum á Garðskaga

Horft yfir Byggðasafnið á Garðskaga þar sem veitingastaðurinn Tveir vitar er til húsa.

Tveir vitarTveir vitarVeitingahús á Garðsskaga

Sjávarréir af SuðurnesjumSjávarréir af Suðurnesjum

Tveir vitar leggur áherslu á að nota ferskt hráefni af Suðurnesjum.Við bjóðum uppá fiskrétti, svartfugl, hvalkjöt, ferskan krækling og það sem Garður er þekktur fyrir, saltfisk.

Tveir vitar - Garðsskaga - Sími 422-7214 & 861-3376 - [email protected]

Page 72: Ævintyralandid Island 2011

72 | ÆVINT†RALANDI‹

www.annarosa.is

Krem og smyrsl – fyrir útivistarfólk

Innihalda íslenskar lækningajurtirEngin paraben eða kemísk ilmefniFæst í helstu apótekum og heilsubúðum

24 stunda krem- náttúruleg vörn gegn sól og þurrki

Fótakrem- kælandi fyrir þreytta fætur

Sárasmyrsl- fyrir hælasár,

sprungur og sólbruna

Á hverju ári leggur mikill fjöldi ferðamanna leið sína í Vatnajök-ulsþjóðgarð, en hann er stærsti þjóðgarður landsins, rétt tæpir 13.000 ferkílómetrar að stærð og nær yfir um 13% landsins. „Jök-ullinn nær yfir rúman helming svæðisins, en svæðið utan jökla er þó gríðarlega stórt og að mörgu að huga þar,“ segir Þórð-ur H. Ólafsson, framkvæmda-stjóri þjóðgarðsins. „Við erum vel undir það búin en heilsárs-starfsmenn þjóðgarðsins og landverðir, ráðnir yfir ferða-mannatímann á sumrin, skipta tugum.“

Góð þjónusta við ferðamennInnan þjóðgarðsins eru fjölmarg-ir spennandi áfangastaðir á lág-lendi og hálendi. Hægt er að leita sér upplýsinga um þjóð-garðinn, bæði á vefnum en einnig í gestastofum hans, en þær eru nú þrjár talsins; Gljúfra-stofa í Ásbyrgi, Snæfellsstofa á Skriðuklaustri og Skaftafellsstofa. „Þar er upplýsingagjöf til ferða-manna auk sýninga sem sýna séreinkenni hvers svæðis fyrir sig. Þar eru einnig litlar verslanir með minjagripi, kort og slíka hluti og í Snæfellsstofu og í Skaftafellsstofu erum við einnig með veitingaaðstöðu. Þá erum við með fjölda upplýsingaskilta og leiðsögn landvarða víða um þjóðgarðinn,“ segir Þórður og bætir við að í sumar verði einnig endurnýjuð sýning á Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri í samstarfi við sveitarfélagið og fleiri, þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar.

„Í sumar verður eitt stærsta verkefnið okkar að vinna að merkingum í þjóðgarðinum og að gera ný kort og bæklinga. Þá stöndum við í þó nokkrum framkvæmdum, munum byggja

nýja snyrtiaðstöðu við Dettifoss að vestan í tengslum við nýjan veg sem kominn er þar, og munum einnig setja upp nýja vatnssalernisaðstöðu við Laka-gíga og margt fleira.“

Eitt stærsta náttúruvernd-arverkefniðÞjóðgarðurinn var stofnaður 7. júní 2008 og verður því þriggja ára í sumar. „Stofnun þjóðgarðs af þessari stærðargráðu útheimtir mikla vinnu margra aðila, en í lok febrúar á þessu ári lauk formlega gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir garðinn. Í henni má finna framtíðarsýn og áform um uppbyggingu þjóð-garðsins,“ segir Þórður. „Þetta verk var unnið í mikilli sam-

vinnu við heimamenn og hags-munaaðila og verður áætlunin leiðarljós okkar næstu árin. Hluti af henni er að koma til móts við sérþarfir ákveðinna hópa sem um garðinn fara, hvort sem það eru fjölskyldur, göngumenn, hestamenn, hjólreiðafólk, vél-knúin umferð eða aðrir. Nú höf-um við skilgreint alla þá fjöl-mörgu slóða sem lágu um svæði þjóðgarðsins og skilgreint vega-

kerfi hans hefur stækkað veru-lega.“

Þórður bætir við að við skil-greiningu samgöngukerfis þjóð-garðsins séu ýmsir hagsmunir sem takast á; náttúruvernd, frið-ur á göngusvæðum og aðgengi að svæðinu. „Samgöngukerfið verður áfram í mótun og stefnt er að viðbótum og endurbótum á því, m.a. á göngu-, hjóla- og reiðleiðum sem og að skipu-

leggja, merkja og bæta aksturs-leiðir. Við munum kappkosta að að finna þar ásættanlegan milli-veg þannig að allir geti notið þjóðgarðsins í sátt við náttúruna um ókomna tíð en verndun þess svæðis sem þjóðgarðurinn nær til er eitt stærsta náttúruverndar-verkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi.“

www.vatnajokulsthjodgardur.is

Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri í Fljótsdal.

Á sumrin streyma Íslendingar út í langþráð sumarfrí en vert er að hafa í huga að slysin gera ekki boð á undan sér og því miður fara ekki allir í gegnum sum-arfríið án slysa eða óhappa. Til að draga úr líkum á þeim er mikilvægt að undirbúa ferðalög-in vel með öryggið í huga. Æv-intýralandið hitti Sigrúnu A. Þor-steinsdóttur forvarnarfulltrúa hjá VÍS að máli og bað um góð ferðaráð.

Farangur á flugi margfaldast í þyngd„Það er höfuðatriði að bíllinn sé í lagi, til að mynda hvað varðar dekkjabúnað, bremsur og ann-að,“ segir Sigrún. „Margir ferðast með tjaldvagna eða fellihýsi, en það er afar mikilvægt að vera viss um að bíllinn geti í fyrsta lagi dregið viðkomandi vagn, með tilliti til þyngdar, og að

gengið sé tryggilega frá festing-um vagns við bílinn.“

Sigrún segir marga ekki átta sig á því hversu nauðsynlegt sé að festa farangurinn í bílnum vel niður. „Lítil 10 kg taska marg-faldast að þyngd í slysi og getur höggþungi hennar orðið hundr-uð kílóa ef slys á sér stað, til dæmis á 90 km hraða. Þá er að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægt að allir séu í bílbelti, óháð því hvort fólk situr í fram- eða aftur-sæti, og að börn séu í þar til gerðum öryggisbúnaði umfram bílbelti þar til þau hafa náð 36 kg þyngd. Fólk klikkar oft á þessu og sleppir bílstólum og þess háttar of snemma,“ segir Sigrún og bætir við að loftpúðar geti einnig reynst hættulegir ef fólk er ekki í bílbelti. Þeir blási út á um 300 km hraða og reikn-að sé með að fólk sé í ákveðinni fjarlægð frá þeim. „Þá ættu

gæludýr aldrei að vera laus í bílnum, heldur annað hvort í búrum sem eru fest niður eða beltum. Höggþungi dýranna verður engu minni en annarra lausamuna.“

Að kynna börnum umhverfiðSigrún brýnir einnig fyrir foreldr-um að fylgjast vel með börnum í nýju umhverfi. „Hlutir sem eru nokkuð einfaldir fyrir okkur geta verið flóknir fyrir börnum og þau átta sig ekki á hættun-um. Því er gott að kynna um-hverfið fyrir þeim sérstaklega. Sakleysisleg vötn og lækir geta til dæmis reynst þeim hættuleg. Mjög ung börn geta drukknað í tveggja til þriggja sentimetra grunnum pollum. Sundferðir eru líka sívinsælar. Við vörum fólk við að taka kútana af börnunum í heita pottinum. Allir foreldrar þekkja að börn geta horfið á

einu augnabliki, og þá er nú vissara að þau séu með kútana á sér.“

Vindurinn varasamur„Við hvetjum ökumenn eindreg-ið til að keyra á löglegum hraða og jafnframt ávallt miðað við að-stæður. Sem betur fer hefur dregið nokkuð úr hraða á þjóð-vegum að undanförnu,“ segir Sigrún og mælir einnig með að athuga veðurspána áður en haldið er í ferðalag. „Á hverju ári verða fjölmörg slys og óhöpp, bara út af vindi. Það er mikil-vægt að fólk sé meðvitað um hættuna af því að vera á ferð t.d. á húsbíl eða með aftanívagn í hvassviðri þar sem þeir taka mikinn vind á sig. Við óskum öll eftir slysalausu fríi og með því að gæta varúðar er hægt að forðast þau.“

www.vis.is

Sigrún A. Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS, brýnir fyrir fólki að gæta fyllsta öryggis.

Öryggi í sumarfríinu

Stærsti þjóð-garður Íslands býr sig undir sumarið

Page 73: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 73

Flugfélagið Ernir er rótgróið fjöl-skyldufyrirtæki á sviði áætlunar-flugs, leiguflugs og ferðaiðnaðar. Félagið fagnaði 40 ára starfsaf-mæli á síðasta ári og er starfsemi þess stöðugt að aukast. Í ágúst-byrjun 2010 hóf Flugfélagið Ern-ir að fljúga áætlunarflug til Vest-mannaeyja og styrkir sú flugleið starfsemi félagsins. Fyrir flaug Ernir á fjóra áfangastaði; Höfn í Hornafirði, Sauðárkrók, Bíldudal og Gjögur. Í dag starfa hjá fé-laginu um 40 manns í fullu starfi og fer hátt í 50 yfir sumarið.

Nýr áfangastaður í sumarFlugfélagið Ernir hóf áætlunar-flug á Vestmannaeyjar í ágúst á síðasta ári og því má segja að þetta sé fyrsta sumarið sem fé-lagið flýgur á Vestmannaeyjar. Flogið hefur verið tvisvar á dag alla daga vikunnar en flugum bætt við ef eftirspurn er mikil. Í sumar mun Ernir bæta við einni fastri brottför fjóra daga vikunn-ar og fljúga þá þrisvar á dag þá daga. Áfram verður bætt við aukaflugum líkt og verið hefur ef á þarf að halda.

Mikið er um stórar ferðahelg-ar til Eyja s.s íþróttamót, gos-lokahátíð og Verslunamanna-helgin svo eitthvað sé nefnt. Þessar helgar verður Ernir með loftbrú billi lands og Eyja ef á þarf að halda og er til að mynda sala á sætum um Verslunar-mannahelgina í fullum gangi og búið að setja upp fjölda fluga og enn fleiri í farvatninu.

Sumarið lítur vel út„Við erum mjög bjartsýn á sum-arið og bókanir líta mjög vel út. Mikið er um hópa sem ætla að nýta sér flug í sumar og þá sér-staklega á Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjar,“ segir Ásgeir Örn Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri en aukið verður við flug á þessa tvo staði og verða fastar brottfarir á viku 11 til Hafna og 18 til Vestmanna-eyja. „Eins og verið hefur verður enn fleiri flugum bætt við ef þurfa þykir og er reynt að sinna þeirri eftirspurn sem myndast hverju sinni. Á aðra staði, Sauð-árkrók, Bíldudal og Gjögur breytist áætlun lítið en ánægju-legt er að sjá hversu fólk er farið að nýta flugið vel.

Við eigum von á miklu og flottu ferðamannasumri og telj-um að farþegastreymi í áætlun-arflugi og útsýnisflugi aukist mjög mikið ásamt því að leigu-flug virðist ætla að verða mjög mikið í sumar. Það er því um að gera að kíkja á vefsíðu okkar og sjá hvort ekki sé eitthvað þar við allra hæfi.“

Leiguflug að aukastLeiguflug er sífellt að aukast og er mikið flogið bæði innanlands sem utan. Innanlandsmarkaður-inn hefur tekið smá kipp og eru fyrirtæki, hópar og einstaklingar sífellt að átta sig betur á kostum leiguflugs. „Hægt er að spara mjög mikinn tíma, fyrirhöfn og einnig þarf fólk oft ekki að gista á áfangastað heldur getur vél beðið eftir farþegum á meðan erindi er klárað. Töluvert er um flug á Grænland í áhafnaskipti, vegna fundarferða og með ferðamenn sem vilja sækja Grænland heim. Þess má geta að einnig er flogið mikið á Gautaborg með sjúklinga á leið í eða úr líffæraskiptum og þá skipta skjót viðbrögð og tími öllu máli.“

Útsýnisferðir og -flugFlugfélagið Ernir býður ekki að-eins upp á flug frá A til B heldur einni margskonar ævintýraferðir um landið þar sem blandað er saman flugi og ferðum á jörðu niðri. Sem dæmi um ferðir má nefna vélsleðaferð eða fjórhjóla-ferð í Ríki Vatnajökuls, siglingu á Jökulsárlóni, fuglaskoðun og söguferðir um Vestmannaeyjar eða Vestfirði eða hestaferð og flúðasiglingar í Skagafirði. Út-sýnisflug er einnig mjög vinsælt, bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn. Ferðirnar spanna allt frá 30 mínútum, yfir Reykjavík og nágrenni, til tveggja tíma flugs yfir áhugaverðustu staði Suð-Vesturlands. Hægt er að út-búa gjafabréf í flug og ferðir sem Ernir bjóða upp á og er slíkt mjög vinsælt í tækifærisgjaf-ir fyrir nánast alla aldurshópa.

www.ernir.is

Ásgeir Örn Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri. Útsýnisflug, leiguflug, áætlunarflug. Allt eru þetta þjónustuþættir fyrir-tækisins.

Flugfélagið Ernir:

„Flott ferðasumar framundan“

Gámahúsin frá Stólpa Gámum ehf eru góður kostur fyrir ferðaþjónustuaðila sem vilja

auka við gistirými á ódýran hátt. Húsin eru 24m að stærð með snyrtingu.

Vantar gistirými, snyrtingu eða bara meira pláss á vinnustaðnum?

Getum einnig útvegað allar gerðir vörugáma

Gistirými fyrir ferðaþjónustu

Björt og snyrtileg

SalernishúsSalernishús

Björt og snyrtileg

Gistirými fyrir ferðaþjónustu

Page 74: Ævintyralandid Island 2011

74 | ÆVINT†RALANDI‹

Það vill oft gleymast að höfuð-borgarsvæðið er meðal fjölsótt-ustu ferðamannastaða landsins. Til borgarinnar koma nær allir erlendir ferðamenn sem heim-sækja Ísland auk gesta af lands-byggðinni. „Og á vissan hátt má líka segja að þegar við íbúar höfuðborgarsvæðisins förum milli sveitarfélaga og nýtum okkur afþreyingu hér þá séum við ferðamenn á eigin svæði. Ég vil hvetja fólk á höfuðborgar-svæðinu til þess að horfa á þetta svæði okkar með augum ferða-mannsins og nýta sér það sem hér er í boði. Svo merkilegt sem það kann að hljóma þá er mjög einfalt að eiga náttúruvænt og grænt sumarfrí í Reykjavík,“ seg-ir Dóra Magnúsdóttir, markaðs-stjóri ferðamála hjá Höfuðborg-arstofu.

„Í boði er fjölbreytt þjónusta fyrir ferðamenn á höfuðborgar-svæðinu árið um kring og má þar benda á söfnin sem dæmi. En það má segja að yfir sumar-tímann aukist öll útivistartengd afþreying, t.d. gönguferðir, skoðunarferðir, siglingar og svo framvegis,“ segir Dóra.

Samfelld viðburðadagskráViðburðadagatalið er þéttofið ár-ið um kring á höfuðborgarsvæð-inu, allt frá íþróttamótum og list-viðburðum yfir í bæjarhátíðir, sem í sumum sveitarfélaganna eiga sér langa hefð. Dæmi þar um eru Víkingahátíðin í Hafnar-firði og Menningarnótt og Listahátíð í Reykjavík. Dóra segir viðburði sem þessa skipta máli fyrir ferðaþjónustuna, sem og menningar- og mannlífið á höf-uðborgarsvæðinu. Auðveldlega megi fylgjast með viðburðum svæðisins á heimasíðu Höfuð-borgarstofu www.visitreykjavik.is

„Nú í sumar verður opnað fuglasafn við Geirsgötuna í næsta nágrenni við höfnina í miðborginni þaðan sem nokkur fyrirtæki hafa á síðustu árum eflst í margskonar siglingum með ferðamenn, s.s. hvalaskoð-un, sjóstöng og lundaferðum. Grænu húsin við höfnina hafa verið að fyllast af lífi og starf-semi sem tengist ferðaþjónustu. Við sjáum víða önnur dæmi þess á höfuðborgarsvæðinu að starfsemi er að byggjast upp í kringum þjónustu við ferða-menn,“ segir Dóra.

Harpa skapar tækifæri Tilkoma tónlistar- og ráðstefnu-hússins Hörpu í miðborg Reykjavíkur mun hafa veruleg áhrif á ferðaþjónustu á höfuð-borgarsvæðinu í framtíðinni, að mati Dóru. Hún segir áhrif húss-ins í raun mjög víðtæk.

„Harpa verður mikilvæg sem menningarsetur fyrir höfuðborg-arsvæðið og landið sem heild. Húsið ýtir undir metnað í tónlist-arflutningi og hefur áhrif á íbúa borgarinnar, gesti hennar en líka börnin okkar sem verðandi tón-listarflytjendur. Hvað varðar ferðaþjónustuna þá má ekki gleyma að Harpa eykur sam-keppnisfærni Reykjavíkur og landsins alls á erlendum ráð-stefnumarkaði og er því til þess fallin að efla þá grein ferðaþjón-ustunnar sem skilar hvað mest-

um erlendum tekjum inn í þjóð-arbúið. Húsið er nýtt og einstakt kennileiti fyrir Reykjavík. Sem ráðstefnuhús bætir það aðstöðu til ráðstefnuhalds verulega og mun sem slíkt hafa möguleika á að fjölga erlendum ráðstefnum til landsins. Ráðstefnur skilja mikla fjármuni eftir í landinu og með Hörpu sem flaggskip á þessu sviði þá sé ég mikil tæki-færi í framtíðinni. Það er upplif-un út af fyrir sig bara að skoða húsið og e.t.v. kaupa sér léttar veitingar í ró og næði. Það munu margir njóta tilkomu húss-ins og það er stór áfangi fyrir okkur í ferðaþjónustunni að sjá starfsemi hefjast í Hörpu,“ segir Dóra Magnúsdóttir hjá Höfuð-borgarstofu.

www.visitreykjavik.is

Ferðin hefst í hjarta borgarinnar Hvort sem þú leitar afþreyingarmöguleika í höfuðborg-inni eða upplýsinga um ferðaþjónustu á landinu öllu er upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti heimsókn-arinnar virði. Allar upplýsingar og bæklingar á einum stað, vingjarnlegt viðmót starfsfólks og ókeypis bókunarþjónusta.

Gestakort Reykjavíkur Kortið veitir aðgang að öllum sundstöðum í Reykjavík, Strætó, Fjölskyldu- og húsdýragarðinum auk ýmissa safna á höfuðborgarsvæðinu og afsláttar í nokkrum verslunum og veitingastöðum. Kortið færðu í Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Aðalstræti 2 og víðar.

Upplýsingamiðstöð ferðamanna

öðum

H Ö F U Ð B O R G A R S VÆ Ð I Ð

Þegar talað er um náttúruperlur á Íslandi koma sjaldnast upp í hugann staðir á höfuðborgar-svæðinu. Sem þó eru margir hverjir meðal þeirra fjölförnustu á landinu. Nægir þar að nefna Heiðmörk, Viðey, Ægisíðuna og Elliðaárdalinn. Margir eiga eftir að uppgötva töfra þessara staða en þeir eiga líka stóra aðdá-endahópa og fastagesti.

Full ástæða er til að geta nokkurra annarra staða á höfuð-borgarsvæðinu sem vert er að heimsækja. Förum í litla ferð. Og hvernig væri að fara í þetta ferðalag á reiðhjóli – eða jafnvel með strætó!

Björnslundur við Norðlinga-skóla er staður sem fáir vita um. Flóran í Björnslundi er ótrúlega fjölbreytt miðað við að vera í miðju íbúðahverfi. Eldstæði er í lundinum og þar getur fólk staldrað við, hitað sér kakó eða grillað matarbita.

Önnur tillaga að skemmtiferð er að hjóla um höfuðborgar-svæðið og leita uppi allskyns plöntur. Hafa þær með sér heim, þurrka, skrá og leita síðan upplýsinga um þær. Þannig opnast fólki nýr heimur um hina miklu náttúruflóru sem er alveg við bæjardyr íbúa höfuðborgar-svæðisins. Í sömu ferð væri al-veg tilvalið að gefa fuglalífinu gaum og skrá hjá sér þá fugla sem fyrir augu ber. Hvaða fuglar sjást í höfuðborginni?

Ein tillagan enn er að fara í fjöruna í Grafarvogi. Þar er kjör-

ið að eyða góðum degi en muna að taka með sér ílát til að safna skeljum, steinum og öðrum fjár-sjóðum. Fjaran er tilvalin fyrir fuglaskoðun enda mikið fuglalíf á svæðinu.

Kjalarnesið er líka svæði sem skemmtilegt er að skoða. Þetta er sveit í borg sem hefur að bjóða frábæra strandlengju og mikið útsýni til fjalls og borgar.

Síðast en ekki síst er það af-þreyingar- og menningarferða-lagið. Það má sigla, hjóla, ganga, hlaupa, veiða, ríða út og taka þátt í skemmtun í leikja-görðum á borð við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, Skemmti-garðinn, Klifurhúsið og fleiri. Það er líka skemmtileg áskorun að „safna“ sundlaugum, þ.e.a.s. setja sér það mark að heimsækja þær 20 sundlaugar sem eru á höfðborgarsvæðinu og aðgengi-legar eru almenningi. Getur fjöl-skyldan „safnað“ þeim í sumar?

Menningin býður upp á mikla möguleika. Upplagt er að setja sér það mark að kynnast betur safnaflórunni í borginni og það er auðvelt með menningarkort-inu sem veitir aðgang að Lista-safni Reykjavíkur, Árbæjarsafni, Landnámssýningunni og Bóka-safni Reykjavíkur. Eða taka dag í að heimsækja gallerí og kaffi-hús?

Með öðrum orðum: Það er einfalt að fara í stórskemmtilegt og fróðlegt ferðalag í höfuð-borginni. Leitið ekki langt yfir skammt!

Meðal viðburða á höfuðborgarsvæðinu7.-14. maí Kópavogsdagar - menningarhátíð Kópavogs20. maí - 5. júní Listahátíð í Reykavík 31. maí - 4. júní Bjartir dagar, menningar og listahátíð í HafnarfirðiSjómannadagshelgin Hátíð hafsins í Reykavík16.-20. júní Víkingahátíðin í Hafnarfirði 4.-7. ágúst Gay Pride – hinsegin dagar í Reykjavík20. ágúst Menningarnótt í Reykjavík26.-28. ágúst Í túninu heima, bæjarhátíð í Mosfellsbæ

Nánar á www.visitreykjavik.is Heimild: Höfuðborgarstofa

Förum í ferðalagí höfuðborginni!

Höfuðborgarsvæðið – fjölsóttur ferða-mannastaður

Fjölbreytt þjónusta er í boði fyrir ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu. Margar nátttúruperlur eru einnig við bæjardyr borgarinnar.

Baðströndin í Nauthólsvík er vinsæl á blíðviðrisdögum.

Page 75: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 75

H Ö F U Ð B O R G A R S VÆ Ð I Ð

Nýlega fengu Farfuglaheimilin í Reykjavík Kuðunginn, umhverf-isviðurkenningu Umhverfisráðu-neytisins, fyrir framlag sitt til um-hverfismála á síðasta ári. Við það tækifæri kom fram að Farfugla-heimilin í Reykjavík eru einu umhverfisvottuðu gististaðirnir á höfuðborgarsvæðinu og þau eru ásamt tveimur sænskum farfugla-heimilum, einu farfuglaheimilin á Norðurlöndunum með Svansvottun. „Það er okkur mjög mikils virði að fá þessi verðlaun því þau eru viðurkenning á því starfi sem hér hefur verið unnið undanfarin ár og hvetur okkur til að leita stöðugt sjálfbærra leiða í rekstri og að hvetja aðra til þess sama,“ segir Sigríður Ólafsdóttir rekstrarstjóri Farfuglaheimilanna í Reykjavík. Hún segir verðlaun-in afrakstur starfs sem hófst fyrir 15 árum þegar yfirvöld ferða-mála mörkuðu þá stefnu að Ís-land skyldi verða í forystu fyrir sjálfbæra ferðamennsku í heim-inum. Stjórn Farfugla hófst strax handa enda var þessi stefnumót-un mjög í samræmi við markmið samtakanna um að stuðla að ferðalögum sem auka þekkingu fólks á umhverfinu, umhyggju fyrir náttúrunni og eru í sem mestri sátt við náttúruna.

Sigríður segir ferðaþjónustuna á Íslandi í mikilli sókn og telur að innan hennar verði tekin mörg græn stökk á allra næstu árum. Í sama streng tekur Ásta Kristín Þorsteinsdóttir, verkefnis-stjóri umhverfis- og gæðamála hjá Farfuglum og bætir því við að hvatning til að vanda sig í umhverfismálum komi jöfnum höndum frá starfsfólki í ferða-þjónustunni og frá viðskiptavin-um og stjórnvöldum sem geri vaxandi kröfur í þessum efnum.

Græn farfuglaheimiliAð sögn Ástu Kristínar byggir gæðastarf Farfugla á gæðastöðl-um Hostelling International, al-þjóðasamtaka Farfugla sem hef-ur verið lagað að íslenskum að-stæðum. Á Íslandi eru rekin 37 farfuglaheimili en til að hafa heimild til að starfa undir merkj-um Farfugla þarf að uppfylla ákveðnar kröfur í umhverfismál-um og gæðastaðla alþjóðasam-takanna. Til viðbótar hafa Far-fuglar á Íslandi sett sér ákveðin viðbótarmarkmið í umhverfis-málum og farfuglaheimili sem uppfylla þau og standast úttekt sem gerð er af óháðum aðila geta kallað sig Græn farfugla-heimili (e. Green Hostel) og fá

merkingu til vitnis um það. Í dag hafa 12 farfuglaheimili feng-ið græna merkingu og eins og áður sagði eru farfuglaheimilin tvö í Reykjavík komin skrefinu lengra með Svansvottun sem gerir enn strangari kröfur. Far-fuglaheimilið í Laugardal hefur verið Svansvottað síðan 2004 og heimilið á Vesturgötu, sem var tekið í notkun 2009 fékk Svansvottun strax árið eftir. Sig-ríður segir talsvert átak að öðlast Svansvottun og að það hafi tek-

ið 2-3 ár að laga aðstöðuna og aðlaga starfsemina í Laugardal þannig að hún uppfyllti þær ströngu kröfur sem Svansmerk-ingin gerir. „Fyrir okkur í dag er Svansvottunin ein af meginfor-sendum trausts reksturs, gæða-staðall fyrir starfsfólkið og trygg-ing fyrir viðskiptavininn.“

Í fararbroddiÍsland er eina landið sem hefur tekið upp grænar merkingar á farfuglaheimilum en að sögn Sigríðar er verið að vinna upp svipaða flokkun hjá alþjóðasam-tökunum sem meðal annars byggir á reynslunni frá Íslandi. „Það eru nokkur farfuglasamtök

komin lengra en önnur í þessum efnum og við á Íslandi erum klárlega í þeim hópi,“ segir Sig-ríður. Hún viðurkennir fúslega að það sé ákveðin þrýstingur á þau farfuglaheimili sem eiga eft-ir að fá grænmerkingu að stíga það skref. „Auðvitað viljum við geta kynnt að öll farfuglaheimili á Íslandi séu græn. Þrýstingur á að ná því markmiði kemur ekki aðeins frá okkur sem störfum innan farfuglahreyfingarinnar heldur einnig frá gestunum sem vilja gjarnan gista á grænum heimilum,“ segir Sigríður Ólafs-dóttir.

www.hostel.is

Sigríður Ólafsdóttir rekstrarstjóri Farfuglaheimilanna í Reykjavík og Ásta Kristín Þorsteinsdóttir umhverfis- og gæðastjóri Farfugla segja um-hverfisviðurkenningu Umhverfisráðuneytisins skipta starfsemi íslenskra Farfugla miklu máli og vera hvatningu til að leita stöðugt sjálfbærra lausna í starfinu.

Í dag hafa 12 íslensk farfugla-heimili fengið græna merkið sem gefur til kynna að þar sé rekin umhverfisvæn starfsemi. Alþjóða-samtök farfuglaheimila undirbúa nú að feta í fótsporið og taka upp svipaða merkingu.

Kuðungurinn er afrakstur 15 ára starfs Farfugla

Í tæp þrjátíu ár höfum við hjá Íshestum boðið fólki að upplifa hestinn og landið á fjölbreyttan hátt í stuttum ferðum og löngum, með því að komast á hestbak um helgar í reiðklúbbi Íshesta, reiðskóla fyrir börn og unglinga og svo mætti lengi telja.

Kynntu þér nánar það sem við getum boðið á www.ishestar.is, hringdu í síma 555 7000 eða vertu vinur okkar á Facebook.

Hestaferðir um hálendið Að ferðast á hesti um íslenska náttúru er einstök upplifun, hvort sem ferðin tekur tvo eða níu daga og hvort sem leiðin liggur um hálendið, milli ægifagra jökla, eða um ljósar strendur Snæfellsness, svo aðeins eitthvað sé nefnt. Við hjá Íshestum erum stolt af leiðsögumönnum okkar sem hafa leitt fjölda hópa um flest héruð Íslands. Þú getur meira að segja tekið þína hesta með. Kynntu þér fjölmarga ferðamöguleika Íshesta á www.ishestar.is. Láttu drauminn rætast.

Sveitastemning Fákar, fjör og flatkökur. Komdu til okkar í Hafnarfjörð með hópinn þinn og fáðu gömlu góðu íslensku sveitastemninguna beint í æð. Reiðtúr, þjóðlegar veitingar, íslenskir leikir, söngur og skemmtilegheit. Njóttu ógleymanlegra stunda með vinum, samstarfsfólki eða íþróttafélögum.

Reiðskóli Íshesta og Sörla Við erum byrjuð að skrá þátttakendur í reiðskóla Íshesta og Sörla. Menntaðir reiðkennarar stjórna námskeiðunum og sérstök námskeið eru í boði fyrir yngstu börnin, 5-8 ára. Það er mjög þroskandi að kynnast hestinum og náttúrunni og stundum kynnist maður sjálfum sér svolítið betur í gegnum hestinn.Verð frá aðeins 9.500 kr.

Njóttu lífsins og landsins á hestbaki

Við viljum að allir geti kynnst íslenska hestinum.

Page 76: Ævintyralandid Island 2011

76 | ÆVINT†RALANDI‹

Víkin - Sjóminjasafnið í Reykja-vík er líklega eitt best varðveitta leyndarmálið í ferðaþjónustu í höfuðborginni. Þetta vinalega og fallega safn er til húsa í upp-gerðu húsi við Grandagarð 8, sem eitt sinn hýsti starfsemi frystihúss Bæjarútgerðar Reykja-víkur. Glöggir gestir telja sig enn finna fiskilyktina í húsinu sem á sannarlega vel við þegar safnið er skoðað. Við enda hússins liggur fyrrum flaggskip Land-helgisgæslunnar, Óðinn, við bryggju og gegnir nú stóru hlut-verki sem ein helsta sýning safnsins. Eiríkur P. Jörundsson er forstöðumaður Sjóminjasafns-ins Víkurinnar.

36 þúsund gestir„Safnið opnaði árið 2005. Þetta byrjaði rólega en frá árinu 2008 hefur fjöldi gesta þrefaldast. Á síðasta ári komu hingað um 36.000 gestir,“ segir Eiríkur og bætir við að safnið sé nú í ríf-lega 2.000 fm rými í húsinu, þar sem sýningarýmið er um 1.200 fm. Húsið var byggt árið 1947 undir Fiskiðjuver ríkisins en árið 1958 keypti Bæjarútgerð Reykja-víkur húsnæðið og rak þar fisk-vinnslu í áratugi. „Margir safn-gesta okkar eiga minningar frá þessu húsi, t.d. allir þeir sem hér störfuðu á árum áður við fisk-vinnslu. Húsið hefur þó tekið miklum breytingum síðan hér var unninn fiskur, sérstaklega ytra byrðið. Eins og búast mátti við, þegar gömlu frystihúsi er breytt í safn, þurfti nánast að endurgera allt frá grunni að inn-an. Engu að síður má enn finna hér anda liðins tíma og við reyndum að láta sem mest halda sér. Það sést m.a. hér í loftunum sem hafa verið látin halda sér í upprunalegri mynd,“ segir hann og bendir á að sérstaða Sjóm-injasafnsins sé án efa tilvist varð-skipsins Óðins sem hafi nú fengið það hlutverk að vera hluti af safninu. „Safngestir byrja yfirleitt á því að skoða safnið sjálft hér innandyra og fara svo út á safnbryggjuna við norður-enda hússins og ganga um borð og skoða skipið að innan þar sem allt er eins og það var þeg-ar skipið var í notkun. Það vek-ur mikla athygli hjá útlendingun-um,“ segir Eiríkur og bætir við að gamlir skipherrar af Óðni komi í heimsókn í safnið og taki hring með gestum um skipið. „Hátíð hafsins er haldin hér á Grandanum fyrstu helgina í júní og þá verður opnuð hér ný sýn-ing sem hlotið hefur yfirskriftina „Björtum öngli beitirðu“ og er byggð á kveri sem Jón Sigurðs-son skrifaði og gaf út árið 1859 og hét Litla fiskibókin. Þar er m.a. fjallað um hvernig lands-menn gætu bætt fiskveiðar á þeim tíma, nýtingu aflans, lýsis og fleira nytsamlegt varðandi út-gerð Íslendinga. Sýningin er sett upp í samstarfi við Byggðasafnið á Ísafirði og þar verður opnuð

samskonar sýning á sama tíma. „Í sumar verðum við einnig með sérstaka sýningu um síldina sem að þessu sinni verður fiskur Há-tíðar hafsins,“ segir Eiríkur og nefnir einnig litla sýningu sem fjallar um siglingu Pekka Piri á opnum báti frá Finnlandi til Ís-lands árið 1995.

Frá árabátum til fjölveiði-skipaSjóminjasafnið er einkar vinalegt og þar ríkir góður andi. Kaffi-húsið „Bryggjan“ er rekið í sal á neðri hæðinni sem kallaður er Betri stofan. Þaðan er útgangur á verönd þar sem hægt er að sitja og njóta veitinganna í frá-bæru skjóli með útsýni yfir sjó-inn og gömlu höfnina. „Við leigjum einnig út þennan skemmtilega sal og hér hafa ver-ið haldin afmæli, fermingarveisl-ur, blaðamannafundir og margt fleira,“ segir Eiríkur P. Jörunds-son og bendir á að Sjóminjasafn-ið spanni sögu fiskveiða allt frá árabátum til fjölveiðiskipa. „Við leggjum áherslu á að safnið sé

aðgengilegt og heimilislegt þannig að fólki líði vel hjá okk-ur og nái að upplifa sögu sigl-inga og fiskveiða hér við land. Við finnum fyrir miklu þakklæti gesta, bæði Íslendinga og er-lendra gesta, að fá að kynnast þessum mikilvæga þætti í okkar sögu og menningu, enda væri engin byggð á Íslandi án sigl-inga og fiskveiða,“ segir hann að lokum.

www.sjominjasafn.is

Ferðamennska er í miklum vexti á Íslandi en samhliða kemur aukin krafa um fagmennsku og menntun í hótel og ferðaþjón-ustu. Í MK er boðið upp á fjöl-breytt nám fyrir þá sem vilja starfa í ferðaþjónustu.

Nám í hótel- og ferðaþjónustu „Við bjóðum upp á fjölbreytt nám fyrir fólk sem hefur áhuga á að mennta sig í ferðaþjónustu, en í raun er um 3 sjálfstæðar einingar að ræða: Leiðsöguskól-ann, Hótelstjórnunarnám og Ferðamálaskólann,“ segir Helene H. Pedersen sem er fagstjóri þess síðastnefnda. „Í Ferðamála-skólanum bjóðum við upp á starfstengt ferðafræðinám sem lýkur með þriggja mánaða starfsnámi, en enginn útskrifast hér nema vera kominn með starfsreynslu í ferðaþjónustu. Fólk sem kemur hingað í nám er að undirbúa sig til vinnu á ferðaskrifstofum, upplýsinga-miðstöðvum, söfnum eða af-þreyingarfyrirtækjum.“

„Í Leiðsöguskólanum gefst nemendum færi á að velja milli tveggja kjörsviða: Almenn leið-sögn og gönguleiðsögn. Í nám-inu er lögð áhersla á að nem-endur læri um land og þjóð s.s. jarðfræði, dýrafræði og grasa-fræði á meðan Ferðamálaskólinn snýr fremur að markaðssetingu, rekstri og skipulagningu ferða innanlands sem utan,“ segir Hel-ene og bætir við að námið í bæði Ferðamálaskólanum og Leiðsöguskólanum taki eitt ár, en fólk geti valið að taka það á tveimur árum. „Námið fer fram á kvöldin og því hentugt fyrir fólk

að stunda það samhliða vinnu. Við gerum þá kröfu til umsækj-enda að þeir hafi góða, almenna menntun og séu yfir tvítugt. Þá þurfa nemendur að hafa gott vald á íslensku og ensku – eða öðru tungumáli ef fólk er að sækja um í Leiðsöguskólanum.“ Í Leiðsöguskólanum er nemend-um kennt að byggja upp frásögn og fá þjálfun í að segja frá á sínu kjörmáli þannig að þeir séu tilbúnir til að hefja störf sem leiösögumenn að námi loknu.

Hótelstjórnunarnámið er í samstafi við hótelskólannUniver-

sity Centre Cesar Ritz í Sviss og starfar undir eftirliti þeirra, sem þýðir að skólinn þarf að fylgja í einu og öllu hvað varðar kennsluáætlanir, námsgögn og aðra tilhögun námsins. „Árinu líkur með diplómagráðu, en nemendur geta einnig valið að halda áfram í Sviss og lokið BA gráðunni þar.

Aukin krafa um fagmennsku„Ásókn í skólann hefur aukist mikið á síðustu árum, en það er mikil krafa um aukið/hærra

menntunarstig í greininni. Ef við ætlum að taka á móti öllu þess-um fjölda ferðamanna verðum við að hafa þjónustuna í lagi, bæði svo þeir komi aftur og ekki síður svo þeir auglýsi okk-ur fyrir öðrum,“ segir Helene og bætir við að áherslur skólanna hafa fylgt hraðri þróun í ferða-þjónustunni: „Við fylgjumst vel með þeim kröfum sem þar eru gerðar – og við erum alltaf að breyta og betrumbæta!“

www.mk.is

Spennandi og hagnýtt nám í ferðaþjónustu

Eiríkur P. Jörundsson, forstöðumaður Sjóminjasafnsins Víkurinnar.

Sýning um síldina verður meðal þess sem skoða má í Víkinni í sumar.

Lifandi safn við sjóinn

H Ö F U Ð B O R G A R S VÆ Ð I Ð

Boðið er upp á fagnám í hótel- og ferðaþjónustu við MK.

Page 77: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 77

Margir líta langt yfir skammt við val á skemmtilegum áfangastöð-um í sumarleyfinu. Höfuðborg-arsvæðið hefur upp á margt áhugavert að bjóða og víst er að margir leiða ekki hugann að þeirri fjölbreyttu afþreyingu sem finna má í Reykjavík og ná-grenni. Þá eru þeir ófáir sem hafa ekki enn upplifað allt það sem Ísland í heild sinni hefur upp á að bjóða en Flugfélag Ís-lands flýgur á sjö staði á landinu og býður m.a. dagsferðir til helstu áfangastaða sinna á landsbyggðinni og einnig til Grænlands. Gróa Ásgeirsdóttir er verkefnastjóri á markaðssviði Flugfélags Íslands og formaður Ferðamálasamtaka höfuðborgar-svæðisins.

Uppsveifla á höfuðborgar-svæðinu „Ferðamálasamtök höfuðborgar-svæðisins eru hagsmunasamtök ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Þetta er þrettán manna stjórn, nokkurs konar grasrótarsamtök, með fulltrúum allra sveitarfélag-anna sem hittist reglulega og ræða málin og miðla þekkingu og reynslu í þessum geira,“ segir Gróa sem segist hafa orðið vör við mikla uppsveiflu í ferðaþjón-ustu á svæðinu. „Mörg lítil fyrir-tæki eru að koma fram á sjón-varsviðið og Íslendingar eru óð-um að átta sig á hversu mikil-vægt það er að vera góður gest-gjafi – enda fer erlendum ferða-mönnum fjölgandi.

Helgina 21.-22. maí verður haldin sýning í Perlunni sem kallast „Íslandsperlur“ þar sem ferðaþjónustuaðilar frá öllum landshlutum kynna sig og starf-semi sína og hvet ég alla sem hyggja á ferðalög hérlendis í sumar til þess að mæta á staðinn og kynna sér hvað er í boði.“

Gróa bendir á að höfuðborg-arsvæðið hafi mjög margt áhugavert að bjóða; t.d. mörg frábær söfn auk þess sem sveit-arfélögin séu oft með sérstakar staðbundnar uppákomur og við-burði sem gaman sé að heim-sækja. „Við þurfum að miðla

þessari þekkingu og reynslu til annarra og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins er kjörinn vettvangur til þess. Við fáum einnig oft til okkar fyrirlesara um ýmis málefni tengd ferða-þjónustu á svæðinu og reynum þannig að vinna að sameigin-legu hagsmunamáli okkar allra – þ.e. að auka ferðamannastraum til svæðisins og kynna mögu-leika þess fyrir þeim sem þar búa,“ segir Gróa og hvetur höf-uðborgarbúa til að líta sér nær í

sumar og kynna sér fjölbreytta afþreyingarmöguleika höfuð-borgarsvæðisins.

Grænlandsferðir í sóknGróa segir að aukning hafi orðið á farþegum hjá Flugfélagi Ís-lands að undanförnu – eftir nokkra lægð í kjölfar kreppunn-ar. „Við aðlöguðum okkur breyttum aðstæðum fyrst eftir hrunið en höfum orðið vör við að fólk ferðast nú meira innan-lands í stað þess að fara erlendis

í frí. Þá hefur orðið mikil aukn-ing á ferðum til Grænlands en við fljúgum á fimm áfangastaði þar í landi; Kulusuk, Narsarsuaq, Constable Point, Nuuk og Ilulis-sat. Við bjóðum alltaf okkar vin-sælu dagsferðir til Kulusuk en þær hafa notið mikilla vinsælda. Þessi litli bær er mjög sérstakur en að koma þangað er eins og að hverfa langt aftur í tímann. Í bland við stórbrotna náttúru, ís-jaka og sérstök og litrík hús, má sjá hundasleða, kajaka og fleira ekta grænlenskt. Farþegar okkar fá leiðsögn, heimsækja minja-gripabúð og sjá grænlenska dagssýningu auk þess sem kirkj-an á staðnum er skoðuð. Þá get-ur fólk siglt, ef verður leyfir, á milli jakanna til baka á flugvöll-inn,“ segir hún og getur þess að Íslendingum sé sífellt að fjölga í þessum ferðum – þótt enn séu útlendingar í meirihluta. Í Ilulis-sat bjóðast ferðir með þyrlu á jökulinn, fyrir þá sem það kjósa. Auk þess sé nokkuð um að Ís-lendingar fari í veiðiferðir til Narsarsuaq, m.a. hreindýraveið-ar og silungsveiði. Almennt eru margir Danir sem vinna í Græn-landi nýti sér ferðir Flugfélags Íslands til Grænlands.

Dagsferðir út á landEftir að eldneytisverð fór hækk-andi hafa margir áttað sig á að það er oft ódýrara að fljúga landshornanna á milli en aka. „Við bjóðum afsláttarfargjöld á netinu og margir nýta sér ódýr fargjöld með því að bóka tíman-lega. Flugfélag Íslands er einnig í góðu samstarfi við ferðaþjón-ustuaðila á landsbyggðinni og þannig bendum við farþegum okkar á þá möguleika sem bjóð-ast til afþreyingar á hverjum stað. Þá höfum við boðið dags-ferðir til áfangastaða okkar inn-anlands þar sem boðið er uppá sérstakan pakka, þ.e. fólk kaupir heilan dag þar sem allt er inni-falið. Þá eru heimsótt söfn og annað áhugavert á viðkomandi stað og flogið heim að kvöldi. Við eigum einnig gott samstarf við sveitarfélögin og aðra þegar um er að ræða staðbundna menningaratburði eins og t.d. Bræðsluna á Borgarfirði eystri og „Aldrei fór ég suður“ á Ísa-firði og fjölgum ferðum á þá staði þegar þörf krefur. Þannig reynum við að veita fólki góða og örugga þjónustu,“ segir Gróa og hvetur landann einn einu sinni til þess að njóta Íslands, og alls þess sem það hefur uppá að bjóða, í sumar. „Og gleymum því ekki að oft eru áhugaverðir staðir ekki langt undan,“ segir hún að lokum.

www.flugfelag.is

Gróa Ásgeirsdóttir.

Grænlandsferðir með Flugfélagi Íslands hafa færst í vöxt og flýgur fé-lagið til fimm áfangataða þar í landi.

„Lítum ekki langt yfir skammt“- segir Gróa Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri hjá Flugfélagi Íslands og formaður Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins

Gróa Ásgeirsdóttir hvetur landann til að njóta landsins í sumarfríinu. „Oft eru áhugaverðir staðir ekki langt undan,“ segir hún.

H Ö F U Ð B O R G A R S VÆ Ð I Ð

Page 78: Ævintyralandid Island 2011

78 | ÆVINT†RALANDI‹

Ferðasýningin Íslandsperlur verð ur haldin í Perlunni dagana 21. og 22. maí. Markaðsstofur landshlutanna standa að sýning-unni auk Ferðaþjónustu bænda, Beint frá býli og Opins landbún-aðar.

„Sýningin miðar að því að kynna fyrir landsmönnum ferða-lög innanlands í sumar,“ segir Hildur Arna Gunnarsdóttir sem annast skipulag sýningarinnar ásamt Kristínu Þorleifsdóttur landslagsarkitekt. „Markaðsstofur landshlutanna standa að sýning-unni en þær eru sjö talsins; í höfuðborginni, á Suðurnesjum, Suðurlandi, Austurlandi, Norður-landi, Vestfjörðum og Vestur-landi. Auk þeirra koma Ferða-þjónusta bænda, Beint frá býli og Opinn landbúnaður líka að sýningunni en þá köllum við einu nafni bændur til hægðar-auka. Það er skemmtilegt að þessir aðilar skuli taka svona höndum saman við að kynna alla þá möguleika sem bjóðast í ferðalögum innanlands.

Nafn sýningarinnar vísar í all-ar þær útivistar-, umhverfis-, náttúru-, ferða- og upplifunar-perlur sem við eigum út um allt land. Á sýningunni getur fólk kynnt sér það sem í boði er með því að ganga hringinn í kringum landið í Perlunni.“

Kristín segir að þetta verði svolítið eins og að fara í ferða-lag. „Þarna verða ekki básar heldur flæðandi, opin leikmynd þar sem þema sýningarinnar, sem að þessu sinni er vatn, teng-ir landshlutana saman. Á sýning-unni gefst gestum tækifæri til að kynna sér allt landið á einum stað, alla ferða- og afþreyingar-möguleikana og upplifa það besta sem hver landshluti hefur að bjóða í ferðaþjónustu. Einnig vekur sýningin athygli á því hvernig á að umgangast landið og bera virðingu fyrir því. Það skiptir miklu máli,“ segir Kristín.

Öllum gestum sýningarinnar

verður boðið að taka þátt í skemmtilegri ferðagetraun. Svör-in má finna á sýningunni og á getraunin eftir að reynast nokkr-um gestum happadrjúg því hver markaðsstofa leggur til veglegan vinning.

Vatn áberandiKristín og Hildur Arna eiga heið-urinn af heildarhugmynd sýning-arinnar og fengu þær leikmynda-smiði, teiknara og ljósahönnuð

með sér í lið til frekari útfærslu. Markaðsstofurnar sjö og „bænd-ur“ sjá svo um að fylla upp í leikmyndina með alls kyns spennandi kynningarefni, upp-ákomum og gómsætum krásum. Vatn verður áberandi á sýning-unni í einni eða annarri mynd. „Vatnið tengir alla landshluta saman,“ segir Kristín þegar þær eru spurðar um ástæðu þess. „Sjórinn umlykur allt landið og lækir og ár liðast um það. Svo

eru það jöklarnir og snævi þakin fjöllin. Og ekki má gleyma öllum þessum frábæru sundlaugum sem finna má um allt land,“ segir Kristín.

Hvetja til nýsköpunar„Íslensk ferðaþjónustan er stór-kostleg. Hún hefur vaxið svo mikið undanfarin ár og það er einstaklega gaman að ferðast innanlands,“ segir Hildur Arna. „Þetta er svo frjótt umhverfi,“

segir Kristín. „Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein og margt spennandi í boði og með sýn-ingunni viljum við hvetja fólk til að nýta sér þessa þjónustu og til þess að njóta þessara frábæru gæða. Íslandsperlur er sýning er fyrir alla þá sem vilja kynnast landinu sínu betur.“

Eins og áður segir stendur sýningin yfir dagana 21. og 22. maí og verður opin frá kl. 10 til 18 báða dagana.

Eins og flestir landsmenn vita opnaði tónlistar- og ráðstefnu-húsið Harpa nýverið með pompi og pragt, en Íslendingar hafa beðið lengi eftir aðstöðu af því tagi sem Harpa býður upp á. En Harpa nýtist fleirum en heima-mönnum og má búast við að hún hafi töluverð áhrif á ferða-iðnaðinn.

Menningarferðamönnum fjölgar„Það eru fordæmi fyrir því að þegar svona stór hús opna í löndunum í kringum okkur verði mikil aukning í ferða-mennskunnni,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistar-stjóri Hörpu. „Við teljum mjög líklegt að komum erlendra ferðamanna muni fjölga umtals-vert og hugsanlega mest yfir vetrartímann sem er ekki sá auðveldasti í ferðamennsku, eins og allir vita. Það eru til menn-ingarferðamenn sem ferðast um heiminn og skoða hús og sækja tónlistarviðburði. Við sjáum þetta glöggt nú þegar. Sem dæmi getum við tekið tónleika Jonasar Kaufmann í maí þar sem um 300 miðar voru seldir er-lendis. Þetta gefur ákveðin fyrir-heit um að núna sé fólk bæði að koma til að vera viðstatt við-

burðinn sjálfan og skoða húsið, en þetta er í fyrsta skiptið sem slíkt fer saman á Íslandi. Við höfum haft flotta listamenn en ekki vettvang þeim samboðinn. Nú kemur fólk til landsins til að upplifa viðburði í Hörpu sér-staklega. Það gefur okkur með-byr inn í framtíðina“

Lifandi vettvangur og líf í húsiSteinunn Birna segir Hörpu koma landinu á kortið, bæði menningarlega séð sem og í sambandi við ráðstefnuhald og ferðamennsku. „Við höfum að-stöðu til að bjóða fyrsta flokks aðstöðu fyrir stórar erlendar ráð-stefnur og við teljum miklar lík-ur á því að við stækkum kökuna í ráðstefnuhaldinu, svo að segja. Það hefur jafnframt jákvæð áhrif á ferðamennskuna í ýmsum skilningi.“

„Harpan verður einnig lyfti-stöng fyrir landið í heild sinni, því nú eignumst við nýtt kenni-leiti sem við hyggjum að verði vinsæll áfangastaður fyrir er-lenda ferðamenn jafnt sem inn-lenda gesti,“ segir Steinunn Birna og segir mikilvægt að hugsað sé vel um alla gesti, hvort sem þeir hafi keypt sér miða á viðburði eða vilji einfald-

lega skoða húsið. „Við viljum að það sé ávallt mannlíf og menn-ing í húsinu og það sé lifandi og spennandi vettvangur sköpunar og skemmtunar. Við höfum skipulagt dagskrá fyrir ferða-menn í allt sumar, bjóðum upp á tónleika auk þess sem við höf-um látið gera sérstaka mynd um íslenskar hljómsveitir og tónlist-arsenuna á landinu. Þá bjóðum við upp á skoðunarferðir með

leiðsögn. Nú um helgina verður opið hús fyrir gesti og gangandi og því tilvalið að líta við. Við bjóðum upp á samfellda tónlist-ardagskrá í 12 tíma á laugardag-inn en sunnudagurinn verður sérstaklega tileinkaður börnum og þá mun Maximús músíkus flytja formlega inn í Hörpu.“

www.harpa.is

Steinunn Birna býður fólk velkomið á opið hús í Hörpunni um helgina.

Harpan er ferskur blær í ferðaflóruna

Real Turmat orkumikill og bragðgóður ferðamatur

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin velur Real Turmat

Heildsölubirgðir: www.lindsay.is

Hildur Arna Gunnarsdóttir og Kristín Þorleifsdóttir. Markaðsstofur landshlutanna, Ferðaþjónusta bænda, Beint frá býli og Opinn landbúnaður kynna ferðamöguleikana í Perlunni 21. og 22. maí.

Sýningin Íslandsperlur helgina 21.-22. maí:

Hringur-inn far-inn í Perlunni

H Ö F U Ð B O R G A R S VÆ Ð I Ð

Page 79: Ævintyralandid Island 2011

ÆVINT†RALANDI‹ | 79

Um fjöll og dali leiðir liggja.Okkar hlutverk er að tryggja.Með F plús tryggingunni er fjölskyldantryggð ef slys verður á ferðalagi innanlands.

Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is

Page 80: Ævintyralandid Island 2011