54
BA ritgerð Mannfræði Stafræn mannfræði og Internet pólitík Eva Kristín Sigurðardóttir Leiðbeinandi: James Gordon Rice Október 2017

BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

BA ritgerð

Mannfræði

Stafræn mannfræði og Internet pólitík

Eva Kristín Sigurðardóttir

Leiðbeinandi: James Gordon Rice Október 2017

Page 2: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

StafrænmannfræðiogInternetpólitík

EvaKristínSigurðardóttir

LokaverkefnitilBA–gráðuímannfræði

Leiðbeinandi:JamesGordonRice

12einingar

Félags–ogmannvísindadeild

FélagsvísindasviðHáskólaÍslands

Október,2017

Page 3: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

StafrænmannfræðiogInternetpólitík

RitgerðþessierlokaverkefnitilBAímannfræðiogeróheimiltaðafritaritgerðinaánokkurnháttnemameðleyfirétthafa.©EvaKristínSigurðardóttir,2017Prentun:HáskólaprentReykjavík,Ísland,2017

Page 4: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

3

Útdráttur

ÍritgerðinniverðurfjallaðumstafrænamannfræðiogInternetpólitík.Þaðverðurfarið

yfirhvernigmannfræðihefurtekiðástafrænaheiminum,sembyrjaðimeðmannfræði

tækniogInternetsinsogþróaðistyfiríþaðsemsumirkallastafrænamannfræði.Ásamt

þróunstafrænnarmannfræðiverðarannsóknaraðferðirhennarskoðaðarenmeðnýjum

vettvangi rannsókna varð þörf á aðlögun aðferða innan mannfræðinnar. Áhersla var

lögð á að laga rannsóknaraðferðir að hverju sinni að rannsókn, þátttakendum,

rannsókninniogtækninnisemnotuðerogaðþaðþurfiaðfylgjaviðfangsefnisínubæðií

stafræna heiminum og í efnislega heiminum. Næst verður sjónum beint að Internet

pólitík,semereittaðviðfangsefnumstafrænnarmannfræði.Ákveðinþemuhafakomið

framogveriðviðvarandideiluefniáNetinu.Nýjareignirurðu til, semvarð tilþessað

spurningar um eignarétt, höfundarétt, hugverk (e. intellectual property) og frjálsan

hugbúnað vöknuðu. Upphafleg hugsjón Internetsins var sameina fólk, að dreifa

þekkingu og að þekkingætti að vera aðgengileg öllum, en í dag er þetta ekki raunin.

RitskoðunogtakmarkaðaðgangiaðInternetinuhefurunniðgegnInterentfrelsiogþað

er að minnka með ári hverju. Stafrænn aktívismi og hakkarar deila hugsjónum um

frjálsanaðgangogfrjálstogopniðstreymiþekkingar.Hvorttveggjabyggjaþvíáþessum

þemum.Þarsemmikiðafdaglegulífimannaerorðiðsamofiðstafrænnitæknierrökrétt

að stafrænnaktívismi færist aðeinhverju leyti yfir á stafrænamiðla sembjóðauppá

beinaþátttökuárauntíma.Hakkararerufarniraðreynaaðminnkaskilinámilli tækni

athafnaogpólitískriorðræðu,enþeireruekkieinsleiturhópuroghakkaímismunandi

tilgangi þrátt fyrir að þeir byggi flestir á hugsjónum um internet frelsi. Internetið og

stafrænirmiðlarhafaopnaðfyrirýmsarnýjarumræðurogdeilurogmeðþróunþeirra

bætastalltafviðnýirfélagsheimarfyrirmannfræðingaaðrannsaka.

Page 5: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

4

Abstract

This essay will look at digital anthropology and Internet politics. It will look at

anthropology’sengagementwiththedigitalworld,whichstartedwiththeanthropology

of technology and became what some call digital anthropology. Along with the

development of digital anthropology, it will also look at the researchmethods used.

With a new field came the need to adapt the research methods according to the

research, participants, researchers and technology used and the researcher needs to

followthesubjectbothinthedigitalworldandthephysicalworld.Thefocusthenturns

toInternetpolitics,oneofdigitalanthropology’ssubject.Thispartoftheessaywilllook

atcertaincontroversialthemesthathavekeptcomingupfromthestartoftheInternet.

New properties started to emerge which resulted in new questions about property

rights, copyright, intellectual property and free software. Originally the Internet was

supposed to unite people, it was meant to spread knowledge and knowledge was

supposedtobeaccessibletoeveryone,buttodaythat isnotthecase.Censorshipand

limited access has worked against Internet freedom, which is decreasing every year.

Digitalactivismandhackersshare idealsabout Internetfreedom.Asmuchofpeople’s

lives has become intertwined with digital technology, it is logical that activism has

somewhatmovedtodigitalmediawhichofferdirectparticipationinrealtime.Hackers

havebeguntoblurthelinebetweentechnologicalactivitiesandpoliticaldiscourse,but

theyarenotahomogeneousgroupandhackfordifferentreasons,eventhoughmostof

thembuildonthesameidealsaboutInternetfreedom.TheInternetanddigitalmedia

have opened up a new discourse and dispute and with its development there will

alwaysbenewsocialworldsforanthropologiststoresearch.

Page 6: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

5

Formáli

Þessiritgerðer12einingalokaverkefnitilB.A.gráðuímannfræðiviðHáskólaÍslands.Ég

vilþakka leiðbeinandamínumJamesGordonRice fyrirhandleiðslusínaogþolinmæði.

ÉgvilþakkaHafrúnuogSæufyriryfirlesturinnoggagnlegarábendingarogaðlokumvil

égþakkafjölskylduminniogvinumfyrirómetaleganstuðningoghvatningu.

Reykjavík13.september2017

EvaKristínSigurðardóttir

Page 7: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

6

Efnisyfirlit

Útdráttur.....................................................................................................................3Abstract......................................................................................................................4Formáli........................................................................................................................5Efnisyfirlit....................................................................................................................61 Inngangur...............................................................................................................72 Stafrænmannfræði.................................................................................................9

2.1 MannfræðitækniogInternetsins...........................................................................92.2 Internetmenning..................................................................................................162.3 Stafrænmannfræðisemaðferð...........................................................................21

3 Internetpólitík.......................................................................................................27

3.1 Eignaréttur............................................................................................................273.2 Aðgangurogritskoðun.........................................................................................343.3 Stafrænnaktívismioghakkarar............................................................................40

Lokaorð......................................................................................................................47Heimildaskrá..............................................................................................................49

Page 8: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

7

1 InngangurÍ þessarri ritgerð verður fjallað um það hvernig mannfræði hefur tekið á stafræna

heiminum, sem hefur leitt til þess sem sumir kalla „stafræna mannfræði“ (Horst og

Miller,2012).Þróunstafrænnarmannfræðiverðurskoðuð,aðferðirhennarogInternet

pólitík.Stafrænmannfræðibyrjaðifyrstmeðumræðuumtækni,sýndarveruleika,tölvur

ogInternetiðuppúr1990.Fyrstumsinnvaráherslanlögðáaðskoðasambandtækniog

mannaásamtþvíaðstaðsetjatæknigagnvartnáttúruogmenningu.Áseinnihluta20.

aldarogíbyrjun21.aldarfærðistáherslanyfiráInternetmenninguogsambandfólksá

netinu. Á þessum tíma voru öfgafullar hugmyndir um áhrif Internetsins á samfélagið

ráðandiognetiðvarálitiðeinskonarútópía.Svovarfariðaðefastumréttmætiþessara

hugmyndaoghugmyndinniumaðhiðstafrænaogefnislegaværutveirólíkirheimarvar

hafnað.Skoðaðvarsamhengiámilliþessefnislegaogstafrænaogáherslavarlögðáað

það sem gerist í stafræna heiminumgæti verið jafn raunverulegt og það sem gerist í

efnislegaheiminum,einsgeturþaðsemgeristíefnislegaheiminumveriðóraunverulegt.

Með aukinni tækni og tilkomu Internetsins opnaðist nýr félagslegur heimur fyrir

mannfræðinga að rannsaka, einmitt þegar þeir töldu sig vera búna að rannsaka allan

raunheiminn. Í byrjun 21. aldar var einnig lögð mikil áhersla á rannsóknaraðferðir í

stafrænni mannfræði. Deilt var um hvort stafræn mannfræði væri undirgrein

mannfræðinnar eða hvort hún væri aðeins rannsóknaraðferð innan hennar.

Mannfræðingar fóru að efast um hvort hefðbundna rannsóknaraðferðin í mannfræði

væriennviðhæfiþarsemmikilbreytinghafðiorðiðávettvangirannsókna.Áherslavar

lögð á aðlögun rannsóknaraðferða að rannsókninni, þátttakendum, rannsakendumog

tækninnisemnotuðerhverjusinniogaðfylgjaverðiviðfangsefnisínu,hvortsemþaðer

ínetheimumeðaíefnislegaheiminum.

Þegar búið er að fara yfir þróun stafrænnar mannfræði og rannsóknaraðferðir

verður sjónum beint að einu viðfangsefni stafrænnar mannfræði; Internet pólitík.

Ákveðin þemu sem birtust með komu Internetsins hafa verið viðvarandi deiluefni á

Netinu. Með Internetinu urðu til nýjar tegundir hluta sem varð til þess að nýjar

spurningar vöknuðu um eignarétt, höfundarétt, hugverk (e. intellectual property) og

frjálsan hugbúnað. Aðgangur og ritskoðun hafa verið mikið deiluefni frá upphafi

Page 9: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

8

Internetsins þar sem þetta takmarkar aðgang að þekkingunni sem Netið átti

upprunalegaaðdreifaogalliráttuaðhafaaðgangað.Stafrænnaktívismioghakkarar

byggja hvort tveggja á þessum þemum. Hvort tveggja deilir hugsjónum um frjálsan

aðgang, frjálst og opnið streymi þekkingar, sjálfstjórn og dreifða samheldni þrátt fyrir

fjölbreytileikaogmismun(Postill,2014).

Til þess að afmarka ritgerðina þá er lögð áhersla á mannfræðirannsóknir og

ritgerðinnier skiptupp í tvomeginkafla semhvorhefur fyrir sigþrjáundirkafla.Fyrri

kaflinnfjallarumstafrænamannfræði,fariðverðuryfirþróunhennarsembyrjaðimeð

mannfræði tækni og Internetsins, svo er athyglinni beint að Internetmenninguog að

lokum verður fjallað um stafræna mannfræði sem aðferð, en rannsóknaraðferðir

stafrænnar mannfræði urðu að miðpunkti í byrjun 21. aldar. Í seinni kaflanum er

umfjöllunarefnið Internet pólitík þar sem tekin eru fram ákveðin deiluefni sem hafa

veriðviðvarandifráupphafiInternetsins.Fyrstverðurfjallaðumeignarétt,enmeðnýrri

tegundhlutasemfylgdiNetinukomuframnýjarspurningarumeignarétt.Næstverður

tekin fyrir aðgangur og ritskoðun og síðast verður fjallað um stafrænan aktívisma og

hakkara,enhvorttveggjabyggiraðeinhverjuleytiáþessumþemum.

Page 10: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

9

2 StafrænmannfræðiÍþessumkaflaverðurfariðyfirþróunstafrænnarmannfræðifrásíðastaáratug20.aldar

ogframá21.öld.Fyrstumsinnvaráherslanásambandtækniogmannaogreyntvarað

staðsetjatækniísamfélögumogmenningumannaoggagnvartnáttúrunni.Næstfærðist

áherslanyfiráInternetmenningu,þávarathyglinnibeintaðáhrifumNetsinsásamfélög

en almennt var talið að Internetið myndi hafa róttæk áhrif á alla þætti samfélaga. Í

seinasta hluta kaflans verður fjallað um rannsóknaraðferðir innan stafrænnar

mannfræðisemvarmiðpunkturinníbyrjun21.aldar.

2.1 MannfræðitækniogInternetsins

Vegna þess að stafrænmannfræði er svo ný til komin grein innanmannfræðinnar er

mikiðaf fyrstugreinumogbókumskrifuðút frá félagslegrimannfræði,efnismenningu

og öðrum fræðigreinum, en tækni er efni sem mikið er talað um í þverfræðilegum

greinum. Fyrst um sinn fjallaði greinin aðallega um tækni, sýndarveruleika, tölvur og

Internetið. Samkvæmt Philipp Budka og Manfred Kremser (2004, bls. 214) ,,tekur

mannfræði Internetsins á tækni, strúktúr hennar, hvernig hún er innleidd og notuð í

samfélagiogmenningu.’’Tæknihefurþó lengivelveriðskoðuð innanmannfræðinnar

aðeinhverjuleyti,húnerekkinýttfyrirbæriogsnýstekkibaraumtölvur.Þettayfirlitum

stafrænamannfræðibyrjarum1990 íumræðumannfræðingafyrstumtækni,svoum

tölvur og að lokum um Internetið, en áhersla verður lögð á Internetið og

samskiptatækni.

Fræðimennvorusammálaumaðskoðaþyrftitækniogalltþaðsemhennifylgirtil

þess að ná fram þeirri heildstæðu nálgun sem mannfræðin hefur lagt áherslu á

(Pfaffenberger,1992;Hakken,1993).Ífyrstuvarmikiðtalaðumtækniogtilraunirvoru

gerðartilaðstaðsetjahanaísamfélaginu.Fræðimennerueinnigsammálaumaðmeð

tilkomunetheima(e.cyberspace)hafikomiðíljósnýrfélagslegurheimurtilaðrannsaka

(GrayogDriscoll,1992)ogmikilvægtséaðskoðasambandtækniogmanna.Tilaðbyrja

meðvaráherslanlögðásambandtækni,þarámeðalInternetsins,ogmannaoghvernig

það myndi koma til með að breyta menningu manna og samfélagsins. Staðsetning

tækninnargagnvartmenninguognáttúruvareinnigmikiðræddogalgengtvaraðtelja

Page 11: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

10

tækni ekkimenningarlega eða félagslega og að tækni væri ekki stór hlutimenningar.

Seinnaá20.öldvaráherslanfarinaðbeinastmeiraaðsambandifólksáInternetinuog

hvernigþaðhefðiáhrifásambandþeirrautanInternetsins.

Oft er hugtakið tækni aðeins tengt við tölvur en löngu fyrir tíma tölvunnar komu

fram hinar ýmsu tækniuppfinningar sem höfðu mikil áhrif á samfélag og menningu

mannatilaðmyndarafmagn.Þaðmálíkalítaafturtiltímansþarsemhjóliðvarfundið

upp,eðaallaleiðinaafturtilsteinverkfæra.Þaðmáveltafyrirsérþróunnaráefnisleika

tækni, en hún byrjaði með steinverkfærum sem eru búin til úr frumefnum en

nútímatæknierabstraktogekkimjögefnisleg.

Allucquère Rosanne „Sandy“ Stone (1991) rekur sögu sýndarveruleikakerfa og

samskiptatækni í grein sinniWill the real body please stand up? Sem birt var í bók

Michael Benedickt. Stone (1991) leggur áherslu á að skoða hópa og samskipti (e.

interaction)þeirra,húnsegiraðþegarmikillhlutisamskiptaþeirraséviðog ígegnum

tækni, þá sé kominn tími til að skoða fyrirbærið sjálft. Hún taldi tækni ogmenningu

skapa hvort annað og með því að veita tækninni athygli, lærir mannfræðingurinn

ýmislegt um hópanna sem nýta sér tæknina (1991). Stone (1991) skilgreinir rými

sýndarveruleika (e. virtual space) sem ,,ímyndaðan lókus gagnkvæmra samskipta sem

gerður er samkvæmt samkomulagi hópsins.’’ Hver lókus hefur sinn veruleika, þó eru

ekkiallirraunveruleikarjafnir,þaðmáþvísegjaaðþaðsemgeristíraunheiminumhafi

bein áhrif á einstaklinginn, árás í raunheiminumgetur drepið einstaklinginn, en árás í

sýndarveruleikahefuryfirleittekkibeináhrif.Stone(1991)segirfólkgetaráðiðþvíhver

það sé áNetinu og stundumnærþessi persóna semþað skapar sér til raunheimsins.

Hennifannstþaðáhugavertaðþegarmannfræðingareruaðverðabúniraðskoðaallan

raunverulega heiminn opnist nýr heimur vettvanga (Stone, 1991), þetta sé félagslegt

rýmiþarsemfólkhittist,ennúerkominnýrskilninguráþvíaðhittast.Þessirýmigera

mörkhliðstæða(e.binary)óskýr, líktogþaðfélagslegaogtæknilega, líffræðiogvélar,

þvísemernáttúrulegtogþvísemermanngert.

Stone (1991) fjallar um sögu sýndarveruleikakerfaog greinir frá fjórum tímabilum

samskiptatækni, semhverthefst viðbreytingar í samskiptum fólks. Fyrsta tímabiliðer

lesmál(e.texts)sembyrjaðiá17.öld,rafrænsamskiptisvosemritsími,plötuspilari (e.

phonograph)ogútvarptókuviðum1900,uppúr1960tókviðupplýsingatækniogupp

Page 12: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

11

úr 1984 hófst tímabil sýndarveruleika og netheima (e. cyberspace). Mörkin á milli

viðfangsefnisins eða líkamans og hins hluta heimsins er að breytast, að hluta til í

gegnumtækni.Mörkinámillináttúrunnarogtæknierueinnigaðbreytast(Stone,1991).

Ýmis hugtök þarf að endurskoða og þau fá nýja merkingu þegar þau eru notuð í

samhengiviðnýjatækni.

Í byrjun 19. aldarinnar kom Bryan Pfaffenberger (Pfaffenberger, 1992) frammeð

hugtakið félagstæknileg kerfi (e. sociotechnical system) til þess að hafna stöðluðum

hugmyndumumtækni(thestandardviewoftechnology),semerubæðihugmyndirfrá

akademíunniogvinsæluviðmótifólks.Hugtakiðfeluríséraðtækninotkunerskoðuðút

fráþví félagslega.Pfaffenberger (1992)segiraðmeðþvíaðnotahugtakiðséhægtað

nota þær upplýsingar sem fundnar hafa verið af mannfræðingum um óiðnvædd

samfélögtilþessaðnáframheildstæðrimyndaflögmálumumtækniogefnismenningu

manna.Meðþessuvildihanneinnigendurvekjahugmyndirásviðiefnismenningarinnan

mannfræðinnar,enþærhöfðuaðmestuveriðlagðarniðurvegnaviðhorfatilþeirrasem

stunduðu rannsóknir innanhennarþaðer svokallaðra„sófamannfræðinga“,þaðerað

segjamannfræðingasemekki faraávettvang.Hanntaldihugtakiðeinniggeta leystúr

ýmsum deilum sem hafa verið ráðandi í mannfræði. Hann setti fram spurningar um

tækni sem hann taldi aðeins mannfræðinga geta svarað (Pfaffenberger, 1992).

Pfaffenberger(1992)taldimannfræðinaþegarhafaþónokkraþekkinguátækninotkun

mannaenalgengarhugmyndirumtæknikomufráhinustaðlaðaviðhorfigagnvarttækni

semPfaffenberger(1992)segirdragaúrfélagsleikahennar.Þettaeruhugmyndirnarum

aðtæknisprettiframþegarþörferáhenni,aðhúnhafiþróastfráverkfærumtilflókinna

véla, að virkni tækni gripa (e. artifacts) og útlit þeirra sé aðgreint og að gripirnir séu

skilgreindirútfrávirkni.Pfaffenberger(1992)hafnaröllumþessumhugmyndum,hann

sagðitækniverafélagslegasmíðiogaðþaðþurfiaðskoðahvaðermannlegtviðtækni

ogtækninotkun.

Almenningur taldi að netheimar myndu koma til með að breyta samfélaginu til

muna (Gray og Driscoll, 1992). Fólk taldi að netheimar ,,muni gera hugtakið um

líkamann úrelt, eyðileggja huglægni, búa til nýja heima, breyta efnahag og pólitík

mannsins og jafnvel leiða okkur að heimi ánmanna (e. posthuman order)“ (Gray og

Driscoll,1992,bls.39).GrayogDriscoll(1992)segjatæknisýndarveruleikastandafyrir

Page 13: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

12

nýrri þróun í menningu manna og véla og að það þurfi að skoða nýja tækni í

menningaleguogsögulegusamhengienekkibarasemtilbúinngrip.

Upprunasýndarveruleikamáfinnahjáhernumentilgangurþeirravarekkiaðbúatil

nýjanheimhelduraðnota sýndarveruleikann til aðbúahermennundir stríð (Grayog

Driscoll, 1992). Höfundarnir tala því um kynjun sýndarveruleika; þeir sem notuðu

sýndarveruleika vorumeðlimir akademíunnar, herinn og fyrirtæki sem allt vorumjög

kynjaðarogkarlmiðaðarstofnanir(GrayogDriscoll,1992).Þeirtölduþvíaðnetheimar

(e.cyberspace)myndueinnigveramjögkynjaðir,konurgætunotaðþáenþyrftuþáað

taka upp karlmannlega eiginleika líkt og þær þurftu að gera innan akademíunnar,

hersinsogístofnunum.Einnigsegjaþeirfráþvíaðfyrstutölvuleikirnirhafiflestirverið

byggðir á stríði ogef ekki, þá væruþeirumbíla. Þvímegi segja að sýndarveruleiki sé

miðaðuraðhernumogkörlum.

Viðtilkomunýrrarsamskiptatækniundrastmennalltafhvehratthúnbreytistogá

öllum þeim breytingum sem hún orsakar (Gray og Driscoll, 1992). Að mati Grey og

Discroll(1992)hafatölvurekkibreyttmenningumannaaðeinsmiklumarkiografmagn

gerði á sínum tíma en einhvern daginn gæti það gerst. Sýndarveruleika töldu þeir

ólíklegantilaðnáframsvomiklumbreytingum.ÞeirvitnaíverkCarolynMarvinogsegja

að nýir fjölmiðlar komi til með að breyta mörkum og leiða til endurskoðunar á

valdatengslum(GrayogDriscoll,1992)

VirtirfræðimennáborðviðmannfræðinginnArturoEscobar(Escobar,1994)fóruað

beina athygli sinni að áhrifum hins nettengda heims og þróun Netmenningar. Í grein

sinniWelcome to cyberia: Notes on the anthropology of cyberculture (Escobar, 1994)

leggur Escobar grunn að svokallaðri mannfræði netmenningar (e. cyberculture).

Rannsókniránetmenninguskoðamenningarlegasmíðieðaendursköpunsemnýtækni

bæðibyggiráenhjálpareinnigaðmóta.Breytingaráskilningiokkarátækniogtæknin

sjálf orsakar breytingar í samfélagi okkar og menningu (Escobar, 1994). Tækni er

menningarleguppfinningsembýr tilnýjanheimúr fyrriaðstæðumogbýrþví tilnýjar

aðstæður (Escobar, 1994, bls. 211). Escobar telur mannfræðinga vera tilvalda til að

skoða þetta en þá þurfi þeir að trúa því að tækni og vísindi séu mikilvægur hluti

menningar.Tilaðfáheildarsýnámenninguogsamfélagmannaþurfamannfræðingarað

skoðaþennannýjaheimogþáfyrstgetaþeiröðlastskilningábreytileikamenningarog

Page 14: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

13

þeim breytingum sem verða á menningu (Escobar, 1994). Escobar (1994) fjallar um

módernisma sem hann segir vera mikilvægt fyrir mannfræðinga að skoða til að fá

hugmyndumhvaðanskilningurfólksátækniognotkunhennarkemur.

Escobar (1994) greinir frá fjórum upphafspunktum semmannfræðingar geta gert

rannsóknir út frá, í fyrsta lagi að skoða umræður sem myndast í kringum tölvur og

líftækni þar semmeðal annars er skoðaðir þeir nýju félagslegu heimar semmyndast

með nýrri tækni. Í öðru lagi að finna leið til að skoða þetta þvert á samfélög, í

margbreytilegumfélagslegum,svæðisbundumogetnísknumumhverfum.Íþriðjalagiað

skoðahvaðanný tæknikemuroghvernigbakgrunnurinnmótarskilningáþessarinýju

tækni.Ífjórðalagiaðskoðanetmenninguápólitískanhátt.Þarámeðalannarsaðskoða

valdatengslámillifyrstaogþriðjaheimsinsútfránýrritækni.

Escobar (1994) skiptir netmenningu í tvo flokka; í gervigreind (e. artificial

intelligence) og líftækni (e. biotechnology). Fyrri flokkurinn hefur þó verið meira í

sviðsljósinu í félagslegrimannfræði og undir hann flokkast tölvur og upplýsingatækni.

Escobar segir efnismenningu og rannsóknir á tækni reiða sig á hið staðlaða viðhorf

gagnvart tækni (e. the standard view of technology) og er sammála Pfaffenberger

(1992)umaðþaðþurfiaðskoðatækniútfráfélagstæknilegumkerfum.

Á þessum tíma eru mannfræðingar að móta stefnu mannfræðinnar þar sem ný

tæknieríforgrunniogEscobar(1994)nefnirþrjáratrennuraðstefnum.Súfyrstafjallar

um blöndun manna og véla, önnur er cyborg mannfræði sem notar sjónarhorn

tæknifræða og feminisma en þar eru mörkin á milli manna og véla skoðuð. Þriðja

stefnanermannfræðinetmenningar;þaðséekkihægtaðsjáfyrirframhvortþaðþurfi

nýjagreinmannfræðinnareðahvortnýtt tímabilværiaðganga ígarð.Þessi stefnaer

frekarhefðbundinmannfræðiþarsemetnógrafíaneríaðalhlutverki.Tæknierskoðuðí

menningarlegusamhengi.Netmenninguerhægtaðsjásemnýttstjórnunarmynstursem

geturmyndaðsterktengslámillimanna,náttúruogvéla(Escobar,1994).

Escobar(1994)feryfiretnógrafíursemfallaundirfimmþemusemhannseturfram

ogþarámeðalfjallarhannumetnógrafíuSherryTurklefrá1984þarsemframkemurað

tölvur breyti hugmyndum fólks um sjálfsmynd (e. identity) og sjálfi þess og að

netmenningbúitiltæknisjálfsins,þarsemsjálfiðerálitiðveravél. Íöðruverkihennar

frá árinu 1992 segir hún sýndarveruleika vera tæki þar sem enduruppbygging

Page 15: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

14

sjálfsmynda(e.identities)ferframmeðgagnkvæmumsamskiptumþarsemþekkingum

umheiminn og aðra menningu er notuð. Að lokum kemur Escobar fram með

hugmyndinaumaðmannfræðinetmenningargetieyttflokkunoghinunsemhefurverið

ráðandiímannfræðinni,líktog,,hiðsiðmenntaðasjálf’’og,,ósiðmenntuðuhinir.’’

Félagfræðingurinn Erving Goffman, sem hefur haft mikil áhrif á mannfræðina,

skrifaðimikiðumsvokallaðsjálfogsjálfsmynd(e.identity)fólksoghvernigfólkmiðlará

milli þeirra eftir aðstæðum. Þessar kenningar Goffmans voru settar í nýtt samhengi

þegarInternetiðkomtilenHughMiller(1995)færirþæryfiráInternetiðþarsemhann

talarumrafræntsjálf.Heimasíðursegirhannveranýjanrafrænansamskiptamiðilogað

fólknotiþærtilþessaðskilgreinasigáNetinu.Þósegirhannrafrænsjálfekkiveraólík

sjálfifólksíraunheiminum.

Samkvæmt Goffman finnst fólki það þurfa að sýna að það geti hegðað sér á

viðeigandiháttísamskiptum,aðþauséuásættanlegarmanneskjur.Þettagerirfólktilað

forðastóþægindi (e.embarrassment) (Miller,1995).Sjálfiðerþróaðogþvíviðhaldið í

gegnumgagnkvæmsamskipti(e. interaction).Goffmangreinirámilliþeirraupplýsinga

semfólkgefurmeðvitaðumsigogþeirraupplýsingasemfólkætlarekkiaðgefaumsig

en gerir það ómeðvitað (Miller, 1995). Samkvæmt Miller (1995) eru samskipti á

Internetinu ekki alltaf gagnkvæm og fólk finnur ekki eins mikið fyrir óþægindum. Ef

einhverjumfinnstþúeðasíðanþínveraasnalegsegjaþauþérekkiendilegafráþví.Það

erþvímjögauðveltaðgerasigaðfífliáNetinuþvíþúfinnurekkifyrirþví.ÁInternetinu

erekkihægtaðlesaúrlíkamstjáningufólks,ofterfittaðsjáhvortfólkséaðgrínasteða

ekki. Upplýsingarnar sem fólk gefur ómeðvitað frá sér á Internetinu, þar sem það er

hægtaðlæraeitthvaðummanneskjunaerueinungisíformitexta(Miller,1995).Þarer

hægt að sjáorðaforða fólksog slíkt enþaðgefurheldur takmarkaðarupplýsingarum

einstaklinginn.Miller(1995)endaráþvíaðsegjaaðþráttfyriraðheimasíðurgetigefið

takmarkaðar upplýsingar um fólk þegar það er borið saman við samskipti í

raunheiminum er þó hægt að fá ýmsar mikilvægar upplýsingar um einstaklinginn í

gegnum miðilinn og þar af leiðandi sjálf þeirra, hvort sem upplýsingarnar séu

meðvitaðareðaómeðvitaðar.

TækniogInternetiðhafðiþauáhrifámannfræðinaaðtilvarðnýrheimurvettvanga,

einmittáþeimtímasemmannfræðingarvorufarniraðteljasigverabúnaaðrannsaka

Page 16: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

15

allanraunheiminn.Meðþvíaðskoðaþáþennanheimvettvangatöldumannfræðingar

sigfáheildstæðasýnásamfélagið.Áþessumtímavaráherslanlögðáaðstaðsetjatækni

í samfélögum og menningum ásamt því að staðsetja hana gagnvart náttúru og

menningu. Í ráðandiumræðuum tækniáður fyrr, einsogkemur fram íhinu staðlaða

viðhorfigagnvarttækni,ertækniálitinsprettauppþegarþörferáhenniogfélagsleikier

almennt dreginn úr tækni. Þessu vildu mannfræðingar breyta, sögðu tækni vera

menningarlegaogfélagslegasmíðisemspretturekkiframþegarþörferáhenniheldur

erhúnmanngerð smíði sembyggir ágildum fyrri tækniog tekurviðafhenniþvíhún

hentar betur. Þegar líða fór á seinni hluta 20. aldar og yfir á byrjun 21. aldar færðist

umræðan frá sambandi manna og tækni yfir á einstaklinginn, samband fólks á

Internetinuogmannfræðingarfóruaðrannsakanetmenningunasjálfa,ennetmenningin

erviðfangsefninæstakafla.

Page 17: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

16

2.2 Internetmenning

HugtakiðInternetmenning(e.cyberculture)komframá20.öldenþaðhefurveriðnotað

ímargvíslegumtilgangi.Forskeytið Internet(e.cyber)varsettfyrir framanýmisorðtil

þessaðvísatilþeirrasamskiptaoggjörðasemurðuáNetinu(BudkaogKremser,2004)

(Ardevol, 2005). Hugtakið Internet menning var notað til þess að skoða áhrif

Internetsinsásamfélagið,svovarhugtakiðeinnignotaðsemsamheitiyfirrannsóknirúr

þverfræðilegum fræðigreinum sem rannsökuðu samskipta- og upplýsingatækni

(Ardevol,2005).Frá20.öldogaðbyrjun21.aldarvarInternetmenningmiðpunkturinní

rannsóknum félagsvísindanna um Netið. Á þessum tíma var Internetið talið vera

eitthvaðsemmyndihafaróttækáhrifáöllsviðílífimannsins(Ardevol,2005).

Samkvæmt Ardevol (2005) mátti skipta rannsóknum á Internetinu í fjóra megin

flokka eftir áherslum rannsóknanna, en það er að skoða Netið sem tækni, sem nýtt

félagslegtsamhengi(e.newsocialcontext),semnýttskapandiogsamvinnutól(e.new

creativeandcollaborative tool)og semsamskiptamiðil.Ardevol (2005) flokkaðieinnig

hvernig hægt er að skilja Internetið frámenningarlegu sjónarhorni. Hún skiptir þessu

niður í Internet menningu sem nýtt menningarlegt módel sem byggt er af Internet

tækni, Internetið sem upprennandi (e. emergent) menningu, sem menningarlegar

afurðirframleiddaráInternetinuogsemmiðil(Ardevol,2005).

Meðaukinnitæknisemauðvelteraðnálgasthefurtækninorðiðmeirasamtvinnuð

daglegulífi fólks. Íendasíðustualdarogíbyrjunþessararvaralgengtaðgreinaámilli

hins raunverulega heims og hins stafræna heims. Notkun á hugtökum á borð við

sýndarveruleika,stafrænt,tengdur(e.online)varðalgengogþettagefurþaðtilkynna

aðþað semgerðist í stafrænaheiminumvar taliðóraunverulegtenþað semgerðist í

raunverulega heiminum raunverulegt. Mannfræðingar hafa gjarnan sett tækni og

fjölmiðlaútájaðarmenningarogskoðaðþaðsemalmennanhlut(e.ingeneral)eðasem

samhengifrekarenaðskoðaþaðsemhlutaafmenningu(WilsonogPetersen,2002).

Kvikmyndin The Matrix (Wachowski og Wachowski, 1999) er gott dæmi um

hugsunarháttfólksáþessumtímaenþarerþessualgengahugafariaðþaðsemgerðistí

efnislega heiminum væri raunverulegt en það sem gerðist á Netinu eða í hinum

stafræna heimi væri óraunverulegt skellt á hvolf. Þar er raunheimurinn sagður vera

Page 18: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

17

blekking, tilbúinn heimur sem búinn er til af valdamiklum gervigreindar vélum sem

stjórnaöllum.

Straxíbyrjun21.aldarfórufræðimennaðbendaáaðaðgreiningþessstafrænaog

raunverulega eða það að tala um stafræna heiminn sem sérstæðan heim utan hins

efnislegaheimsværiekkimjöghjálplegt.RannsóknDanielMillerogDonSlater(2000)á

Internet notkun Trinidadbúa lýsir því hvernig Trinidadbúar nálgast Internetið á

hversdagslegan hátt og nota það mikið til samskipta. Hjá þeim er Internet notkun

hversdagslegurhlutur,einfaldlegahlutiafþeirralífi.Algengteraðfjölskyldumeðlimirfrá

Trinidad búa ekki öll á sama stað og því þurfa þau að notast við tækni til að eiga í

samskiptum við hvert annað. Það getur verið þess vegna sem Internetið varð svona

fljótteðlilegurhlutaafhversdagslegulífiþeirra.TrinidadbúartölduInternetiðverahluti

afsjálfsmyndsinni,hlutaafþvíaðveraTrinidadbúiogþaðerekkimikillmunurámilli

þeirrasembúaíTrinidadogþeirrasembúaannarsstaðar.Þaueyðaþóekkibaratíma

sínum á Internetinu heldur taka þeir líka þátt í ýmsum félagstörfum og slíku utan

Internetsins.

Mikilvægt er að skoða ekki aðeins menningu Trinidad eða aðeins Internet

menningu, heldur að skoða þetta tvennt samhliða. Þar sem að Netið er svo samofið

samfélagi Trinidadbúa þýðir ekki að nálgast þetta sem netheima utan hins efnislega

heims. Rannsakendur höfðu gjarnan beint athyglinni að netheimum og

raunveruleikanum og hvernig nýir miðlar áttu urðu til í rými utan félagslífsins eða

raunveruleikans en Miller og Slater (2000) fóru aðra leið. Þeir töldu að með því að

rannsaka út frá netheimum eða raunveruleika sé verið að gera ráð fyrir að það

netheimarograunveruleikinnséuandstæður.MillerogSlater(2000)segjaaðþaðþurfi

að skoða Internetið sem framlengingueða semhluta af félagslegu rými og aðþað sé

hluti af félagsgerðinni (e. social structure). Þeir segja að það þurfi að skoða hvernig

fólkiðsjálftnálgastNetið,hvenærþaðgreinirnetheimanafráoghvenærekki,hvaðþað

sérsemraunverulegt,sýndarveruleikaeðamikilvægt(e.consequential).

ÖfgafullarogbyltingarkenndarhugmyndirumInternetiðfaraminnkandiíbyrjun21.

aldar og normalelísing netheima (e. normalization of cyberspace) tekur við. Að sama

skapi virðist hugmyndin um að Internetið væri eins konar útópía þar sem allir væru

jafnirekkistandasteinsogvonastvareftir(semkemurtildæmisframhjáEscobar,þar

Page 19: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

18

sem hann segir að mannfræði netmenningar gæti eytt flokkun og hinun í

mannfræðinni).Þettaertilaðmyndavegnaþessaðekkihadaallirjafngreiðanaðgangá

Netinu(WilsonogPetersen,2002).

Fólkmótar sjálfsmynd sína, umbreytir henni og endurskapar á Internetinumeðal

annars í gegnum samskipti og eins og áður hefur komið fram telur Hugh Miller

sjálfsmyndfólksekkiveraólíkaáNetinuogíefnislegaheiminum.Hinsvegargeturverið

erfittaðskiljasjálfsmyndfólksánþessaðtakasamhengiþeirraþegarþaueruótengd(e.

offline)innímyndina(WilsonogPetersen,2002).ÞaðsamamásegjaumhópaáNetinu;

einstaklingar innan þess móta hópsjálf. Erfitt er að skilja hópsjálfin og samskipti

einstaklingainnanhópaánþessaðskoðasamhengiþeirraíefnislegaheiminum.Þessa

hópa er aðeins hægt að skilja í félagslegu, pólitísku og menningarlegu samhengi

(Ardevol,2005).Hugtakið Internetmenninggerði rannsakendumkleiftaðskoðaNetið

út frá menningarlegum sjónarhornum en Ardevol (2005) segir að sjaldgæft sé að

hugtakiðsénotaðsem lykilhugtak í rannsóknumnútildagsogbendiráaðkannskisé

tímabærtaðskiljaviðþað.

MikiðhefurveriðdeiltumþaðhvortaðInternetiðoghiðstafrænaeigiaðhafa

sérundirgreinímannfræðinnienárið2012másegjaaðstafrænmannfræðihafiíraun

verið staðfest sem undirgrein mannfræðinnar. Þá kom bók Daniel Miller og Heather

Horst,Digital anthropologyút. Í henni er samansafn greinaeftir fræðimenn semhafa

gert rannsóknir í stafræna heiminum og þetta verk er því lykilverk í stafrænni

mannfræði. Í inngangi bókarinnar talaMiller ogHorst (2012) um sex undirstöðuatriði

sem leggja grunninn að stafrænni mannfræði. Það fyrsta er að hið stafræna eykur

díalektískt eðli menningar. Eðlislegt ástand stafrænnar tækni er að ýta undir báðar

hliðar, áhrifin eru andstæður í sjálfu sér og framleiða bæði jákvæðar og neikvæðar

afleiðingar. Annað atriðið er að mannkynið er ekki meira miðlað eða upplýst vegna

tilkomu þess stafræna, sumir miðlar hafa verið taldir meira eðaminnamiðlandi eða

upplýsandi en aðrir. Hugtökin raunverulegt og sýndarveruleiki hafa ýtt undir þetta

(HorstogMiller,2012).þaðþarfþvíaðskoðaafhverjutilkomastafrænnartækniberi

þannmisskilningmeðséraðmenningfyrirstafrænatækniséekkimiðluðogaðmenn

séu orðnirmeira „kúltúraðir“ (e. cultured). Þriðja atriðið er heildarhyggja (e. holism),

semereittgrunnhugtakiðímannfræðinni,tilþessaðfáheildstæðamyndafsamfélagi

Page 20: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

19

þarfaðskoðabæðiþaðsemferframístafrænaheiminumogutanhann.Fjórðaatriðið

ermikilvægimenningarlegrarafstæðishyggju(HorstogMiller,2012).Fimmtaeropnun

(e.openness)oglokun(e.closure).Internetinufylgdunýformopnunar(e.openness)og

frelsis en því fylgdu einnig nýjar hömlur. Sjötta grunnstoðin er efnisleiki stafræna

heimsins og stöðlun (e. normarivity). Efnisleiki stafrænna heimsins er hvorkimeiri né

minnienheimarnirsemvoruáundanhonum.Stöðlunfeluríséraðhlutirogtæknieru

hlutifélagsmótunarmanna,enmennvirðastminnatakaeftirþvíaðefnisleikinnmótar

þáogþaðverðuraðvana.HorstogMiller(2012)teljalykilinnaðstafrænnimannfræði

og jafnvel framtíðmannfræðinnar liggji íþvíaðskoðahvernighlutirverðasvonafljótt

hversdagslegir.

TomBeollstorfferstórtnafnístafrænnimannfræði.Hannhefurskrifaðetnógrafíur

meðalannarsumsamkynhneigðaíIndónesíuogumtölvuleikinnSecondlife.Beollstorff

(2016) notar nálgun fyrirbærafræði til þess að leiðrétta þannmisskilning að það sem

gerist í stafræna heiminum sé ekki raunverulegt. Spurningar um það hvað er

raunverulegt segir Boellstorff vera spurningar um veruleika og að hér geti

fyrirbærafræðin gefið innsýn í það (Boellstorff, 2016). Hann telur mikilvægt að kalla

líkamlegaeðaefnislegaheiminnekkiraunverulegaheiminnþarsemþaðgefurtilkynna

aðþaðsemgeristístafrænaheiminumséekkiraunverulegt.Þaðsemgeristístafræna

heiminumgetur verið raunverulegt og það semgerist í raunveruleikanumgetur verið

óraunverulegt.Boellstorff(2016,bls.387)tekurdæmiumþettaþarsemhannnefnirað

ef að einstaklingur lærir erlend tungumál á Internetinu getur hann talað tungumálið

utan Netsins og að leikir og fantasíur geta verið óraunverulegar þó þeir fari fram í

efnislegaheiminum.

Sýndarheimareruákveðiðformfélagslegrasamskipta(e.sociality)áInternetinu.

Þeirerufjölbreyttirogísífelldribreytinguenþeirhafasameiginlegeinkennitildæmiser

hægtaðverðavinureinhversogslíkt(Boellstorff,2016).Sýndarveruleikarerustaðir,að

matiBoellstorff(2016)ekkimiðlarámillistaðaogþeirviðhaldastámeðaneinstaklingar

skrá sig inn á og út úr þeim og „raunveruleikinn er hvorki í eign efnisheimsins né

sýndarveruleikans“ (Boellstorff, 2016, bls. 395). Sú hugsun að það stafræna sé ekki

raunverulegtþvíþaðereftirlíkingþessraunverulegaerekkirétt.Margtsemferframá

Netinu er ekki eftirlíking. Oft er það sem gerist á Internetinu fært yfir í efnislega

Page 21: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

20

heiminn, til dæmis með því að hitta þá sem maður hefur verið í sambandi við á

Internetinu.ÞaðsemgeristáNetinugeturhaftmikiláhrifáefnisheiminn,bæðigóðog

slæm.FólkbersttildæmisfyrirjafnréttiogumhverfinuáInternetinuogþaðgeturhaft

mikiláhrifáþessimálutanNetsins(Boellstorff,2016).

Fráþvíum2000hefuráhugiogmikilvægiþessaðrannsakaInternetiðogstafræna

heiminn aukist. Viðhorfið til þess hefur breyst mikið á þessum tíma, öfgafullar

hugmyndirumaðNetiðmunibreytaöllu í samfélaginuogað Internetiðværieinhvers

konar útópía þar sem allir væru jafnir eru ekki lengur taldar réttar. Einnig hafa

fræðimennhafnaðþeirrihugmyndaðhiðstafrænaogefnislegaséutveirólíkirheimar

ogáherslaerlögðáaðskoðasamhengiðámilliþessstafrænaogefnislega.Ekkierhægt

að skilja það stafræna án þess að skoða samhengi þess í efnislega heiminum.

Grunnurinn var lagður fyrir stafræna mannfræði í bók Miller og Horst (2012) og

Boellstorff(2016)legguráhersluáaðþaðsemgeristáInternetinueðaíhinumstafræna

heimigeturveriðalvegjafnraunverulegtogþaðsemgeristíefnisheiminumogaðþað

semferframíefnislegaheiminumgeturlíkaveriðóraunverulegt.Núverðurathyglinni

beint að aðferðarfræði í stafrænni mannfræði, þar sem rannsóknaraðferðin varð að

aðalatriðiíbyrjun21.aldar.

Page 22: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

21

2.3 Stafrænmannfræðisemaðferð

Þaðhefurveriðdeiltumþaðhvortstafrænmannfræðieigiíraunréttásér,hvorthúnsé

undirgrein mannfræðinnar eða hvort hún sé einfaldlega ákveðin rannsóknaraðferð

innanmannfræðinnar.Algengastarannsóknaraðferðmannfræðinnarerhinhefðbundna

etnógrafíaístílMalinowski(2014).Rannsakendureigaaðfaraávettvangogdveljaþar

til lengri tíma, nota þátttökuaðferð, læra tungumálið, safna gögnum, taka viðtöl og

koma svo til baka og vinna úr gögnunum og setja saman heildstæða etnógrafíumeð

niðurstöðunum.

Í lok 20. aldarinnar fóru efasemdir um hefðbundnu etnógrafíuna að koma fram.

Fræðimennfóruaðveltahugtakinuvettvangurfyrirséroghvortrannsóknirværuennþá

viðhæfiþarsemaðheimurinnhefðibreystmikið(GuptaogFerguson,1997).Þóvarþað

ekkifyrreneftir1930semmannfræðingarfóruaðfaraávettvangogþátttökuaðferðin

vartekinuppeftiraðMalinowkifóraðkennahana.Áðurhöfðumannfræðingarekkilagt

áherslu á að fara á vettvang heldur unnu þeir úr upplýsingum frá til dæmis

landkönnuðumogvoruþvísvokallaðirsófamannfræðingar.Svourðuvettvangsferðinog

þátttökuathugunin aðal rannsóknaraðferðir mannfræðinga og urðu svo samofin

mannfræðinniaðmannfræðingarvoruekkitekniralvarleganemaþeirfæruávettvang.

Þeimvarkenntaðþeirværuekkialvörumannfræðingarnemaefþeirfæruávettvang

og mannfræðileg þekking var ekki talin mannfræðileg nema hún væri byggð á

vettvangsrannsóknum(GuptaogFerguson,1997).

Akhil Gupta og James Ferguson (1997) nefna tvær ástæður fyrir brýnni þörf

endurskoðunar og gagnrýni á hugtakinu vettvangur, að það sé notað til að greina

mannfræðina frá öðrum fræðigreinum og að hefðbundnu mannfræðilegu

rannsóknaraðferðirnar og hugtökin sem voru fundin upp til þess að rannsaka lítil

samfélög, séu orðin úrelt og henti ekki lengur til að rannsaka heiminn sem er orðin

hnattvæddur,hreyfanlegur(e.mobile)ogsífelltaðbreytast.

Hugtakið vettvangur hefur borið það með sér að ólíka menningu megi finna á

ákveðnumstöðum,þvíþurfiaðferðastþangaðogkomasvoafturíeiginmenninguþar

semakademíaner (Guptaog Ferguson, 1997).AðmatiGuptaog Ferguson (Guptaog

Ferguson,1997)þarfað

Page 23: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

22

endurskapahugtakiðvettvangsaðferðsvoþaðséekkibundiðstaðheldurskoðaðútfrá félagslegri,menningarlegriogpólitískri staðsetninguogað rannsakendurvinnimeðvitað að því að endurskipuleggja staðsetningu (e. location) sína til þess aðskoðaþekkingarlegogpólitísktengslviðaðrarstaðsetningar. (GuptaogFerguson,1997,bls.5)

Etnógrafísk þekking er háð rannsakandanum og reynslu hans, stigveldi vettvanga

réðst af viðfanginu og hversu „mannfræðilegir“ þeir eru. Framandi vettvangar voru

taldir mannfræðilegir en það sem var kunnugt var ekki vert að rannsaka. Gupta og

Ferguson (1997) sögðu að heimurinn væri orðinn það tengdur að við værum í raun

aldreiutanvettvangsins.Breytingaráetnógrafíumvorufarnaraðsjástog

ístaðinnfyrirhinaeinuréttuleiðaðheildstæðriþekkinguá„öðrusamfélagi“másjáetnógrafíu sem sveigjanlega og tækifærissinnaða aðferð til að auka fjölbreytni oggera þekkingu okkar á mismunandi stöðum, fólki og aðstæðum flóknari meðathugunámismunandiformumþekkingarsemmáfinnaímismunandifélagslegumogpólitískumstaðsetningum.(GuptaogFerguson,1997,bls.37)

Þaðvarðalgengtaðmannfræðingar rannsökuðueigið samfélagogmenningusem

jókumfangetnógrafíaumþáhlutilífsinssemþóttifjarlægtogframandi.Ýmisvandamál

komaþóuppþegareigiðsamfélager rannsakað, líktogóvissaumhverjueigiað taka

semgefnuogaðfáaðgangaðtilteknumvettvangi.Mannfræðingarfóruímeirimæliað

gera óhefðbundnar etnógrafíur á borð við sjálfsetnógrafíur, ævisöguetnógrafíur og

rannsóknir voru gerðar út frá fjölvettvangi (e. multi-sited fieldwork). Fjölvettvangur

opnarfyrirnýjamöguleikaíhönnunetnógrafía(Hine,2000)

Internetið er dæmi um óhefðbundinn vettvang og spurningar fóru að vakna um

hvernig ætti að fara að því að rannsaka hann. Það sem þarf að hafa í huga þegar

etnógrafíurumNetiðerugerðarermeðalannarshvernigáaðnálgastogeigasamskipti

viðþásemrannsakaðireru(Hine,2000).Mikilvægiþessaðferðastogeigaísamskiptum

viðviðfangsefnirannsóknarinnarípersónuhafðieinsogáðurkemurframveriðmikiðí

mannfræði en með endurskoðun á vettvangs hugtakinu var sett spurningamerki við

mikilvægiþess.EtnógrafíaInternetinskrefstþessekkiendilegaaðrannsakendurþurfiað

ferðast á annan stað líkamlega heldur geta þeir komist í samband við viðföng sín og

Page 24: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

23

skoða félagslegt rými Internetsins hvar sem er þegar þeir eru tengdir Netinu (Hine,

2000,bls.45).Sumirrannsakendurveljaaðhittaviðföngsíneinnigípersónufyrirutan

InternetiðenþágetaþeirstaðfestaðþaðsemviðmælendurþeirrahafasagtáNetinusé

íraunogverusatt(Hine,2000).Þettaerþóekkialltafgert.Sumirviðmælendurviljaekki

hitta rannsakanda fyrir utan Netið. Christine Hine (Hine, 2000, bls. 59) segir að

margþættaraðferðirviðrannsóknáInternetinugætikomiðsérvel.Húnsegirþaðvera

gagnlegtaðhugsaumNetiðsemsérmenningarlegtsviðogberaþaðsamanviðþaðsem

geristutanNetsins.

Hine(2000)segiretnógrafíusýndarveruleikaekkigefaheildstæðamyndafviðfangi

rannsóknarinnar,menninguþessogstaðsetningu,aðeinshlutaþesssemkemurtilmeð

að vera byggt á afmörkun og mikilvægi þekkingar. Etnógrafían er því ekki heilagur

sannleiki. Gagnlegt er að nota sjálfsrýni (e. reflexivity). Það getur verið hluti

etnógrafíunnar að lýsa því hvernig rannsakandinn notar tæknina og hvernig hann

nálgaðist viðfangið með tækninni. Ný samskiptatækni gerir það að verkum að

rannsakandinnerbæðinálægurogfjærriviðmælandanumásamatíma(Hine,2000).Öll

samskiptierugildetnógrafískgögn,ekkibaraþausemfaraframaugnlititilaugnlitis.Það

eru engar algildar reglur um etnógrafíu sem allir þurfa að fylgja til að gera hina

fullkomnu etnógrafíu heldur þarf að laga etnógrafíuna að aðstæðum. Endurmótunog

aðlögunerþaðsemhelduretnógrafíunnisemaðferðálífi.BókinhennarChristineHine

vartalinveratímamótaverkaðþessuleyti,húnlagðiáhersluámikilvægiaðlögunarogá

sveigjanlegaretnógrafíur.

ÞaðerhægtaðrannsakaInternetiðáýmsanháttogmargirrannsakendureinblínaá

ákveðið svið Netsins, til dæmis leggja Beollstorff o.fl. áherslu á sýndarveruleika í bók

sinniEthnographyandvirtualworlds:Ahandbookofmethod(2012)ámeðanSarahPink

ogJohnPostillskoðasamfélagsmiðlaígreinsinniSocialmediaethnography:Thedigital

researcherinamessyweb(2012).

Ofthafahugtökogskilgreiningar írannsóknInternetsinsveriðmisskilineðaruglað

saman og Boellstorff o.fl (2012) taka fram að með sýndarveruleika séu þau ekki að

meinanetkerfi(e.network)líktogFacebook,samfélögáNetinusemerhaldiðuppimeð

spjallsíðum (e. chat forums) eða einstaklings leiki á Netinu líkt og Counterstrike. Þar

heldur „heimurinn“ ekki áfram þegar einstaklingar skrá sig út. Sýndarveruleikar eru

Page 25: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

24

„staðir“ogþeireruekkieinstaklingsleikirheldurbyggjastþeirásameiginlegufélagslegu

umhverfimeð samskiptum (e. communication)oggagnvirkni (e. interaction) samhliða

(Boellstorff,Nardi,Pearce,ogTaylor,2012).Sýndarveruleikarhaldaeinnigáframaðvera

tilþósvoaðeinstaklingurskráisigútafogísýndarveruleikumerhægtaðholdgera(e.

embody)sigmeðþvíaðveljasér„avatar“(Boellstorff,Nardi,Pearce,ogTaylor,2012).

Beollstorffo.fl. (2012)segjamikilvægtaðbyrjarannsókninameðrannsóknarspurningu

en ekki með fyrirfram ákveðnar hugmyndir og rannsóknaraðferðir.

Rannsóknaraðferðirnar koma tilmeð aðmótastmeð rannsókninni og eftir aðstæðum

svosemvettvangiogslíku.Írannsóknumásýndarveruleikaþarfyfirleittað„ferðast“yfir

áaðrastaðiInternetsinsenþaðþurfiekkiendilegaaðferðastlíkamlegatilþessaðhitta

þátttakendurrannsóknarinnar,þóþaðséoftgert (Boellstorff,Nardi,Pearce,&Taylor,

2012).Einnigfjallaþauumsiðferði í rannsóknumásýndarveruleikumþarsemauðvelt

geturveriðfyrirrannsakenduraðfelastásvoleiðisvettvöngum.

SarahPinkogJohnPostill(2012)ferðuðusttilBarcelonaogdvölduþaríárámeðan

þau gerðu rannsókn á aktívisma á samfélagsmiðlum. Þau leggja áherslu á hugtökin

venjur (e. routine),hreyfileiki (e.movement)og félagslegsamskipti (e. sociality).Þessi

hugtökeigaaðhjálpatilviðaðaukaskilningáþvíhvernigsamfélagsmiðlarbúatil svo

kallaðaetnógrafískastaðisemeruekkiháðirsamfélagieðalandfræðilegusvæðieneru

þyrpingar hluta sem byggjast bæði á staðsetningu (e. localities) og félagsleika (e.

socialities) (Postill ogPink, 2012). Þessir etnógrafísku staðir fletta samanaðstæðumá

Netinuogutanþessogerusamvinnuverk(e.collaborative),opinbertogopið(e.open).

Þegar vettvangur rannsóknar eru samfélagsmiðlar eru tværmegin rannsóknaraðferðir

notaðar; greining á efni á vefnum úr stórum gagnagrunnum sem fenginn er frá

bloggsíðumeðaöðrum samfélagsmiðlumannars vegar og greining samfélagsmiðla (e.

socialnetworkanalysis)hinsvegar.Þáeru„samfélagsmiðlarséðirsemvettvangurfullur

aftextasemhægteraðgreinaog/eðatengslinámillieininga(e.entities).“ (Postillog

Pink,2012,bls.124).

Þeir sem rannsaka samfélagsmiðla þurfa líka að lifa á Internetinu. Það felur í sér

ákveðnarútínu,aðfylgjastmeðþvísemeraðgerast(e.catchup),aðdeila(e.sharing),

að kanna (e. explore), gagnkvæm samskipti (e. interaction) og söfnun (e. archiving).

Rannsakandinn„heldurívið“rannsóknarviðfönginmeðþvíaðfarainnásamfélagsmiðla

Page 26: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

25

ogskoðaþáreglulegaogmeðþvíaðtakaviðtölviðviðmælendurreglulega.Ánþessað

halda í við það sem er í gangi á samfélagsmiðlummyndi rannsóknin ekki sýna rétta

myndafþvísemeraðgerast.Aðfylgjastmeðogaðdeilaertvenntsemhelstíhendur.

Samfélagsmiðlargeraþaðaðverkumaðauðvelteraðfræðaaðraumhvaðerígangi,til

dæmismeð því að búa til stöðuuppfærslu á Facebook eðaTwitter og deilamyndum,

myndböndum, fréttumogslíkuefni (e.content)ognotendurgeraþaðoftmeðþvíað

deilaInternettenglum.Tilþessaðhaldaíviðupplýsingarnarernauðsynlegtaðfylgja(e.

follow)notendum,þáerhægtaðsjáhverjuþeirdeila.Hægteraðkanna(e.explore)á

samfélagasmiðlumtildæmismeðþvíaðfarainnátenglanasemaðrirdeila.Áþessum

tenglummájafnvelfinnanýjanvettvangtilrannsóknar(PostillogPink,2012).

Gagnkvæmsamskiptiviðþátttakendurermikilvægurhlutirannsóknarinnar.Þaðer

hægtaðeigaíþessumsamskiptumáýmsanhátt,svosemað,,líka’’viðstöðuuppfærslu

ásamfélagsmiðli,aðhittast ípersónueðaaðtala ísíma.Mikilvægteraðmyndasterk

sambönd við sumaþátttakendur en veikari við aðra. Stundumdugir að „retweeta“ til

þessaðsýnaaðáhugieráþvísemþátttakandinneraðgera.Aðlokumerþaðsöfnun.

Núnaerukomnarnýjarleiðirtilþessaðsafnaoggeymagögn(e.data).Forritáborðvið

DropboxogGoogleDocs,„ský“ogsamfélagsmiðlarnirsjálfirhafabæstviðharðadiska,

geisladiska,dvddiskaogusbtengi(Postill&Pink,2012,bls.129).Postill(PostillogPink,

2012)safnaðigögnummeðþvíað„tagga“(aðleitaeftirlykilorðumíefniáNetinu)orð

einsogaktivismi,félagsmiðlarogmótmæliogsvovorukóðuðugögningreind.Þaðþarf

aðfinnajafnvægiámilliþessað,,tagga’’ogaðskrifaumreynslusínaídagbækur.Ekkier

hægt að gera etnógrafíur um samfélagsmiðla með því að skoða aðeins einn

samfélagsmiðilþarsemflestirnotendurnotamargasamfélagsmiðla,Internettenglaog

slíktsemskarast.„Þessirvettvangareruhvorkisamfélögnénetkerfi(e.network)heldur

blandaaf félagslegumsamskiptumsem rannsakandinnogþátttakendur fá ýmis konar

miðlaðanskilningaffélagsaðild“(PostillogPink,2012,bls.131-132).

Sarah Pink o.fl. (2016) koma fram með grundvallaratriði sem þau telja vera

undirstöðu stafrænnar etnógrafíu. Þessi atriði eru í fyrsta lagi fjölbreytileiki (e.

multiplicity), en höfundarnir segja að rannsóknir með stafrænni etnógrafíu séu

fjölbreyttar og fari eftir rannsóknarspurningu og þörfum þátttakenda og þeirra sem

koma að rannsókninni. Einnig kemur tæknin ogmiðlarnir sem notaðir eru tilmeð að

Page 27: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

26

mótarannsóknina.Íöðrulagierþað„non-digital-centric-ness“,aðhafastafrænamiðla

ekkiaðalatriðiðírannsókninnihelduraðskoðaþáísamhengiviðaðraþættiefnisinssem

rannsakaðer(Pink,Horst,Postill,Hjorth,Lewis,ogTacchi,2016).Þettakemurtilmeð

aðbætaþaðhvernigmiðlarnir,notkunþeirraogeiginleikarerurannsakaðirásamtþví

aðbeturerhægtaðsjáhvernigstafrænirmiðlarspilainníhversdagslíffólks.Íþriðjalagi

aðveraopinn(e.openness)þ.e.aðhönnunstafrænnaretnógrafíubyggistásamvinnu

hinna ýmsu rannsakenda og fræðigreina og er því opin fyrir mótun eftir

rannsóknarspurninguogefni.Ífjórðalagisjálfsrýni(e.reflexivity)ensjálfsrýnierhugtak

innanmannfræðinnarsemfelur í séraðrannsakandinnskoðarsjálfansig líkaþ.e.þau

áhrif sem hann hefur á rannsóknina og hvernig hann fær upplýsingarnar. Fimmta

grundvallaratriðið er óhefðbundni (e. unorthodox). Í Stafrænni etnógrafíu eru

rannsóknirnar og niðurstöðurnar birtar í ýmis konar óhefðbundnum formun líkt og í

bloggi, í myndböndum, myndum, heimasíðum og svo framvegis. Þetta segja þau

„undirstrikamöguleika, tækifærinog áskoranir sem fylgja stafrænni etnógrafíu“ (Pink,

Horst,Postill,Hjorth,Lewis,ogTacchi,2016,bls.37).

Þessi grundvallaratriði eru byggð á reynslu rannsakanda. Þau segja að ekki sé

nauðsynlegtaðfaranákvæmlegaeftirþeimenaðgottséaðbyggjaáþessumatriðum

oglagaþauaðrannsókninni.Pinko.fl.(2016,bls.40)talaeinnigumaðnotaskulihugtök

sem eru aðlaganleg (e. adaptive concepts) af því að stafræn etnógrafía er ekki bara

aðferðheldur„fæsthúneinnigviðuppbygginguogþróunkenninga.“

Stafrænetnógrafíaerþvíekkieinhverjaraðferðirsemeruklipptarogskornarheldur

þarf að laga aðferðirnar sem notaðar eru að rannsókninni, þátttakendum hennar,

rannsakendumogtækninnieðastafrænumiðlunumsemnotaðireruaðhverjusinni.

Page 28: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

27

3 InternetpólitíkÍþessumkaflafæristathyglinfrástafrænnimannfræðiogrannsóknaraðferðumyfiríeitt

af viðfangsefnum hennar, Internet pólitík. Frá upphafi Internetsins hafa komið fram

ákveðinþemusemeruviðvarandideiluefniáNetinu.Þessardeilursnúastumhvortallir

eigi að hafa jafnan aðgang aðNetinu, hvort allir eigi að fá frían aðgang að þekkingu,

hvortallteigiaðveraopiðeðahvortþaðþurfiaðkaupaáskriftogstofnasérreikningtil

að fá aðgang, hvort allir hafi jafna rödd áNetinu ásamt því hvort og þá hvað eigi að

ritskoða á Internetinu. Einnig hafa komið framnýjar gerðir verðmæta, hluta og eigna

meðNetinuogþarmeðnýjarspurningarogdeilurumeignarétt.Stafrænnaktívismiog

hakkarar,semerulokaviðfangsefnikaflanstengjasteinnigmikiðþessumdeilum.

3.1 Eignaréttur

Eignarréttur (e. property) hefur lengi vel verið skoðaður í mannfræði og hefur verið

setturímargskonarsamhengi,þarámeðalviðumhverfið,menningu,efnislegahlutiog

óefnislega. Margar hliðar á honum hafa verið til umræðu, svo sem menningararfur,

eignumoghöfundaréttihefurveriðlíktviðgjafaskiptiogtabúogmeðInternetinukomu

framýmsarnýjarhugmyndirumeignarétt.

„Íalmennumskilningimásegjaaðeignarétturséþaðhvernigtengslámillimeðlima

samfélagsins,meðtilliti tilverðmuna,mótastogfámerkingu.“(VonBenda-Beckmann,

VonBenda-BeckmannogWiber,2009,bls.14)Eignarrétturermiðjaefnahagsinsenekki

mádragaúrhonumogbendlahanneinungisviðefnahaginnþarsemhannmáfinnaalls

staðar í samfélaginu.Oftgetureignarrétturvaldiðtogstreitu í félagslegumstofnunum,

hvort semumfjölskylduerjureðadeilurámilli ríkjaogalltþarámillierumað ræða.

MeðtækniframförumogtilkomuNetsinsfóruaðkomaframnýjarpælingarísambandi

viðeignarrétt,fleiritegundireignaurðutilogjafnframtþvíkomuframnýjarpólitískar,

lagalegar og siðferðislegar spurningar og deilur (Von Benda-Beckmann, Von Benda-

Beckmann,&Wiber,2009).Þarsemnýirstafrænirhlutirkomastöðugtframfylgjaþeim

spurningarumeignaréttogstjórn(BrownogNicholas,2012).

Þaðhefurveriðalltafveriðáhugiáaðskoðafélagslegastöðufólksinnansamfélaga

þeirraímannfræðienofterþaðmetiðútfráeignumoggjafaskiptumogþvíhefurmikið

veriðfjallaðumvarning,gjafaskiptiogfélagslegtsamhengihluta.Stórirfræðimennsem

Page 29: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

28

fjallaumalmennanpólitískanefnahagáborðviðKarlMarxogþekktirmannfræðingar

líkt og Arjun Appardurai (1986) settu báðir fram kenningar um eignir, þó með ólíkri

áherslu.

Marxeinblíndiákapitalismaogsamkvæmthonumervarningurframleiddurtilþess

aðnotaískiptumogverðaskiptinþvívegnaverðgildisvörunnar.Hannskoðaðiekkibara

hvernighlutireruframleiddiroggefnirheldurþaðhvernigtekjuafgangur(e.surplus)er

fenginn. Tekjuafgangur er munurinn á milli gildi vöru þegar hún er seld og gildi

eðlisþáttavörunnarvið framleiðsluhennar,þarámeðalvinnanábakviðhana.Þaðer

ekkiborgaðfyrirvinnuna ísamræmiviðgildivörunnar(e. labourexploitation)ogmeð

þvíaðseljavörunafyrirmeiraenkostaðiaðframleiðaverðurgróði,eðatekjuafgangur.

Vinnumennfáekkihlutaafgróðanum,kapitalistarnirfáhannallan(Ritzer,2007).

Appardurai lagðihins vegar áherslu á félagslegt samhengihlutaogað skoðaætti

hlutina sem skipt var á, ekki á gjafaskiptin sjálf. Hann skoðaði hvað það var sem gaf

hlutunumgildienþaðfelst íþvíhversuerfittþaðeraðeignasthlutinn,eftirspurniner

þáþaðsemskaparverðgildið.SamkvæmtAppardurai(1986)ervarningureitthvaðsem

ætlað er til skipta hvort sem það er efnislegt eða óefnislegt. Í hversdagslegum

gjafaskiptummyndast samkomulag um hvað sé eftirsóknarvert, hvaða fórn sé réttlát

fyrir aðra í gafaskiptum og hvermá iðka hvers konar skilvirka eftirspurn (e. effective

demand) og í hvaða samahengi. þetta gefur til kynna og viðheldur tengslum á milli

forréttinda og félagslegs taumhalds. Það er alltaf stöðug spenna á milli rammans (e.

framework)(þ.e.verð,samningaviðræður(e.bargaining)ogslíkt)ogvarningssemáþað

tilað faraút fyrir rammann.Þettageristvegnamismunandigildisviða,þ.e.hlutirhafa

ekki sama gildi fyrir alla. Varningur flæðir ámilli menninga og þar af leiðandi ámilli

mismunandi gildiskerfa (regimes of value). Það er því stöðugógn gagnvart stjórnun á

eftirspurn(Appardurai,1986).Þaðervaldamiklumtilhagsaðstoppaflæðivarningsmeð

reglumumhreyfinguhans.Spennanámilliþeirrasemeruvaldamestiroggetastjórnað

flæðioghreyfinguvarningsogþeirrasemviljafámeiravaldgeturorðiðtilþessaðþað

losniumreglurnargagnvarthreyfinguvarningsogmagniðafvörumeykst(Appardurai,

1986).

Í stafræna heiminum hafa komið fram hlutir sem eru framleiddir en eru ekki í

efnislegu formi svo sem hugmyndir, hugtök og óefnislegirmiðlar á borð við hljóð og

Page 30: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

29

upptökur.Þessirhlutirerulíkataldirveraeignirenþaðþarfaðnotastviðannarskonar

hugtök enMarx notaði í sambandi við framleiðslu og viðskipti efnislegs varnings, um

arðrán vinnuaflsins (e. explotation of labour) og tekjuafgang (e. surplus value) og

félagslegt samhengi eða menningalega merkingu varnings sem fræðimenn eins og

Apparduraiskoðaði.Ein leiðtilþessaðskoðaþettaermeðhöfunda- (e.copyright)og

hugverkarétti(e.intellectualpropertylaw).

Hugverkaréttur (e. intellectual property law) felur í sér rétt eigandans á því að

stjórnadreifingu á eigninni og ef brotið er á þessum rétti geta eigendur lögsótt þann

sembrýtur á þeim (Coombe ogHerman, 2001). Kerfisbundin stjórnmeð einkaleyfum

sem er ráðandi í nútíma markaðsetningu er að breytast í meira dýnamískt siðferði

eignaréttaogeinkaleyfis (e.propriety)ástafrænumvettvangi.Þettasést íbaráttuum

hugverkaréttogvörumerki (CoombeogHerman,2001).Vörumerki (e. trademark)eru

óáþreifanlegareignirsemfelaísérmikiðgildiogtengirsamanneytendurviðsjálfstæða

persónuleika lögaðilans (e. corporate personality).Með vörumerkjumbyggja fyrirtæki

uppímyndsína/persónufyrirtækisins(e.corporatepersona)ogþvíermikilvægtaðhafa

taumhaldáímyndfyrirtækisins.Hiðstafrænaumhverfinútímansgerirfyrirtækjumkleift

aðkomahugverkumsínumídreifinguogmeðNetinukomutækifæritilnýrratengslaá

milliframleiðandavaraeðahugmyndasmíðaogneytanda.

Hugverkarétturgerirfólkikleiftaðbúatilvörumerkiogþaðhefurréttáaðstjórna

merkingu og túlkun vörumerkisins. Lögin eru form stjórnunar þar sem þau móta og

stjórnahverskonarnotkunvörumerkjannaerviðeigandiogleyfilegogþeirsembrjótaá

hugverkaréttigetaáttvonárefsingu.(CoombeogHerman,2001).RosmaryJ.Coombe

ogAndrewHerman(2001)skoðuðueignaréttogvelsæmi(e.propriety) ínetheiminum

með því að skoða baráttu um lén. Fyrir tilkomu Netsins var algengt að hafa stjórn á

vöruvæddum táknum og myndum en í stafrænu umhverfi er ekki eins auðvelt fyrir

fyrirtækiaðstjórnaflæðiogmerkingutáknanna.

NeyslahefurmikiðbreystmeðtilkomuNetsins.Neytendurfóruaðgetahalaðniður

þeimskrámsemþálangar.Napstervarðmiðbiknýsfélagsheimsþarsemtónlistarskrám

var deilt ímiklumagni. Þarnahöfðuneytendur frían aðgang að tónlist semeruundir

höfundarrétti og það hræddi framleiðendur í tónlistarbransanum. Markus Giesler og

Mali Pohlmann (Giesler og Pohlmann, 2003) líkja þessu samfélagi fólks áNapster við

Page 31: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

30

gjafaskipti. Þessi gjafaskipti felaþóekki í sérbeinagagnvirkni ámilli tveggjaaðilaþar

semannarergefandinnoghinnerviðtakandinn.Þeirerubáðirviðtakenduroggefendur

ásamatímaenekkiendilegaámótihvorumöðrum(GieslerogPohlmann,2003).Einn

þátttakandi rannsóknarinnar lýsti þessu sem gagnvirkum gjafaskiptum á milli

einstaklingaogNapstersamfélagsins.Napstersamfélagiðhefurverið líktviðsníkjudýr,

ekki bara varðandi tónlistariðnaðinn heldur líka í gjafaskiptunum. Sníkjudýrslegur

efnahagurNapster er byggður á gjafaskiptum þar sem neytendur auðga sig, þeir eru

hýslarogsníkjudýrásamatíma (Giesler&Pohlmann,2003).NeyslaNapsterbyggistá

framlögummargra einstaklinga og gjafaskiptin viðhalda henni þar til þetta verður að

samfélagslegri hagsæld (e. communal prosperity). Gjafirnar sameina neytendur í

sníkjudýrs gjafaskipta samfélögum og þar geta þau fagnað nýjum neysluháttum án

einhverskonarhafta(GieslerogPohlmann,2003).

Eignarrétturerekkibaratengsleinstaklingaviðhlutheldurerþaðfélagslegtengslá

milli einstaklinga með tilliti til efnislegra og óefnislegra hluta. Þetta er því ákveðið

félagslegt taumhald (Coombe og Herman, 2004). Coombe og Herman (2004) skoða

hvernigeignarréttur, einkaleyfiogeignarhaldkoma framsemsiðferðissögur (e.moral

stories) í stafrænu umhverfi. Það að eigna sér eitthvað er gert með „ritúölum“ í

félagslegumsamskiptumoggerireigandanumkleiftaðstjórnahlutnumoggefurhonum

þarafleiðandiréttaðmeinaöðrumaðgangaðhlutnum.Frá1983-2003jókstgildieigna

yfir 300% ogmikið af þessu aukna gildi er í óefnislegu, táknrænu eða þekkingarlegu

formi,þ.e.a.s.hugverk.Mikilvægter fyrir stofnaniraðhafa stjórnáhugverkumsínum

bæðifyrirarðsemiogsjálfsmyndfyrirtækisins(e.corporateidentity).Meðhugverkarétti

(e. intellectual property law) er hægt að byggja upp og framfylgja ákveðnum

hugmyndum um fyrirtækjasjálfsmynd sem verður að eignarétti (Coombe og Herman,

2004).

Hugverkarétturinner formstjórnunarþarsemaðfyrirtækjaeigendurgetastjórnað

hvaðanotkuná táknrænuauðvaldiþeirraerviðeigandienekkierhægtaðstjórnaþví

hvernigtalaðerumtáknin.CoombeogHerman(2004)segjafráþvíþegarLegobjótil

línu af lego þar sem búin var til ímyndaður lífheimur; eyjan Mata Nui þar sem Toa

bjuggu.Þegarþessi línafór íbúðir íNýjaSjálandifenguþeirkvörtunfrá lögfræðingum

frjálsrafélagasamtakahjáMaorifólki,frumbyggjumNýjaSjálandsþarsemþausögðuað

Page 32: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

31

heimurinnværiof líkurMaoriogannarrimenninguíPólýnesíu.Maorihóparbuðusttil

aðfásérfræðingaumfrumbyggjatilaðráðleggjaLegoumhvernigværiréttaðfarameð

þekkinguumhefðirogmenninguMaoriíframleiðsluogmarkaðsetninguleikfangannaí

staðinnfyriraðkrefjastþessaðvörurnaryrðuteknarúrumferðeinsogyfirleittergertí

þessum aðstæðum (Coombe og Herman, 2004). Lego samþykkti að hætta að nota

tungumálMaoriíheimildarleysi.Legostóðaldreiviðloforðsittogíkjölfariðurðuátöká

milli Maori aktívista og aðdáenda Bionicle línunnar þar sem deilt var um hugverk,

siðsemigagnvartnotkunmenningaríheimildarleysi,hvorttungumáliðværisameiginleg

eignallramannaogaðmálfrelsiheimiliþeimaðnotatungumáliðeðahvorttungumálið

værimenningararfur.Maoriaktívistarvilduaðleikfönginmynduveraleiðtilaðlæraum

menninguMaorienekkiaðeinsvarningur(CoombeogHerman,2004).

Það má líkja tabú og höfundarétti saman en þau eru bæði viðbrögð við sömu

aðstæðum. Sjálfsmynd okkar og skynjun kemur alltaf frá óhjákvæmileika líkamans

(Golub,2004).Þegarkemuraðtabúkemurþettaframílíkamanumenmeðhöfundarétti

kemur vandinn fram í sköpun einstaklinga. Höfundaréttur byggir á því að listköpun

einstaklingsséhlutiafhonumþráttfyriraðskilnaðlíkamansogverksins(Golub,2004).

Höfundaréttur (e. copyright) sem alþjóðlegt lagahugtak, ermjög flókið og tengist

ólíkum skilningi á réttindum (e. entitlement) og myndun alþjóðlegrar löggjafar á

höfundarrétti erhægt að tengja viðmargaþætti og samhengi (Geismar, 2005).Haidy

Geismar (2005) segir lýsingu innfæddra í Vanuatu á höfundarétti vera andstæða þess

semeralmenntíumræðunniumhöfundarétt.Þvíerekkialltafréttaðnotaalmennan

skilning hugtaksins, huga þarf að menningarlegu samhengi. Geismar (2005) gerði

rannsóknáVanuatu íMelanesíuþar semhúnskoðaðiviðhorf fólks tilhöfundarréttar.

Íbúar Vanuatu hafa „stragegíst“ dregið fram hliðstæðu forréttinda (e. entitlements) í

þeirra samfélagi við alþjóðlegar hugmyndir um höfundarrétt til þess að búa til

efnagaslegt og pólitískt atbeini í staðbundnum, þjóðarlegum og alþjóðlegum

vöruskiptum(Geismar,2005).

Með hinum flókna skilningi Vanuatubúa á höfundarétti má sjá að höfundaréttur

geturhaftáhrifáhvaðakerfiréttindasemer,aðsamaleytiogþaðgeturverndaðkerfið

eða verið framleitt af því (Geismar, 2005). Það getur verið þörf á því að endurskoða

hugtökineignarhald (e.ownership),eignarréttur (e.property)og rétturþegarþaueru

Page 33: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

32

skoðuðísamhengiviðsamfélögfrumbyggja(e. indigenous).Geismar(2005)heldurþví

framaðmeðhliðstæðunumumalþjóðlegréttindiogendursköpunarréttindifrumbyggja

hafiorðiðeittríkjandikerfisemsífelltbreiðirúrsérístaðtveggjaaðskildakerfa.

Með Internetinu hafa orðið miklar breytingar á stjórnun sköpunar og dreifingu

þekkingar.Þaðhefurauðveldað framleiðsluogdreifinguþekkingarásamtþví aðnýjar

leiðir hafa komið fram til þess. Þetta varð til þess að nýjar vangaveltur komu til og

áhyggjur af lögmæti, gæði, eignarhaldi og stjórnunhugverka (e. intellectual property)

(Kelty,2008).Tilþessaðskiljagrunninn í framleiðsluogdreifingusemnúernotuð til

stjórnunar er mikilvægt að skilja hvernig frjáls hugbúnaður virkar og hefur þróast

meðfram Netinu og lagalegri og menningarlegri gagnrýni. Hugtaka- og lagarammi

frjálsrahugbúnaða(e.FreeSoftware)sýnavöxtvöruvæðingar(e.commodification)og

reglusetningu (e. regulation) á Internetinu. Frjáls hugbúnaður (e. free software) kom

framum1998ogvarólíktöllusemfyrirvar.Aðbúatilhugbúnaðsemeinkaeignener

frjálsogöllumopinfergegnmeginreglumeinkaeignar.Íiðkunáfrjálsumhugbúnaðier

unniðaðfrumkóða(e.sourcecode)hugbúnaðameðsamvinnu.Hugbúnaðurinnersíðan

gerðuropinberogaðgengilegurmeðsnjallrinotkunáhöfundalögum.

Gabriella Coleman skrifaði einmitt um þetta í grein sinni Code is speech: Legal

tinkering, expertise, and protest among free and open source software developers

(Coleman,2009).Þartalaðihúnumummikilvægiþessaðhakkararogþeirsemvinnaað

frjálsum hugbúnaði líta á kóða sem mál (e. speech). Þeir sem unnu að frjálsum

hugbúnaði byggðu nýja lagalega merkingu með því að rengja hugmyndina um að

hugbúnaðurséeignmeðþvíaðverjahugmyndinaumaðhugbúnaðurséorðræðaeða

mál(e.speech).Þeirnotasvomálfrelsitilþessaðkomastframhjáhöfundarétti.Richard

Stallman bjó fyrstur til frjálsan hugbúnað, hann lenti svo í lagamálum og bjó til

lagaramma (e. legal framework) svo þetta myndi ekki gerast aftur og til að koma á

gagnsæi,stjórnogábyrgðáfrjálsanhugbúnað.

„Frjálshugbúnaðurfergegnþeirrihugmyndaðeignaréttursénauðsynleghvatning

til þess að gera fágaðan og nýstárlegan stafrænanmiðil.“ (Karanović, 2012, bls. 185).

Þaðsemskilurfrjálsanhugbúnaðfráeinkavæddumhugbúnaðieraðallirnotendurhafa

réttáaðskoða,breyta,afritaogdreifahugbúnaðinumenhjáeinkavæddumhugbúnaði

er ekki leyfilegt að breyta eða dreifa hugbúnaðinum og hann hefur höfundarrétt

Page 34: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

33

(Karanović,2012).SamkvæmtChrisKelty (2008)er frjálshugbúnaðureinnigdæmium

endurhönnun (e. reorientation) þekkingar og valds í nútíma samfélagi. Frjáls

hugbúnaðurerekkilengurhugsaðursemaðeinsiðkun„geeks“,heldurhefurhanntilað

myndateygtarmasínatiltónlistar,kvikmynda,verkfræðiogmenntunar.

Mörg nýleg forrit nota hugmyndafræði frjálsra hugbúnaða. Þau huga að

vitsmunarlegum eignarrétti og vilja að upplýsingar og þekking séu frjáls en flest gera

notendumekkikleiftaðtakaþáttíuppbygginguforritsins.Þáernotendumekkileyfilegt

að breyta eða dreifa forritunum. Upplýsingarnar eru fjrálsar en ekki innviðir (e.

infrastructure) forritsins. Andstæður á borð við frjáls og einkaleyfi (e. proprietary),

höfundarréttur (e. copyright) og „copyleft“ segir Karanovic (2012) aðeins vera

upphafspunktfyrirrannsókniránotkunmiðlaogbreytingarþará,ásamtbreytingumá

framleiðslu,neysluogdreifingumiðlanna.

Með Internetinu komu framnýir hlutir ogmeðþeimnýjar pælingar umeignarétt

ásamtnýjumstjórnunarháttumáNetinu.Ýmsardeilurhafaorðiðvegnaþessaogýmis

úrræði notuð til þess að komast framhjáhöfundalögumþar ámeðal niðurhal ognýr

lagarammi sem hugbúnaðarframleiðendur notast við til að geta haldið uppi frjálsum

hugbúnaði. Nú verður sjónum beint að öðru vandamáli sem hefur fylgt Netinu frá

upphafi,enþaðerudeilurumaðgangogritskoðun.

Page 35: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

34

3.2 AðgangurogritskoðunÚtópískhugsunvarupprunalegaábakviðInternetiðogþaðvarhugsaðtilaðsameina

fólk.Þaðvargertmeðþaðíhugaaðdreifaþekkingu,alliráttuaðhafajafnanaðgangaf

þekkingunni og raddir allra áttu að heyrast. Þetta átti jafnvel að ögra landamærum

þjóðríkja.Sumríkihafaþóvaliðúrogendurtúlkaðþekkingunasemþeimberstenþað

virkar semmótstaða gegn hnattvæðingu þekkingar (Pang, 2008).Með því að ákveða

hvað almenningur getur séð getur ríkistjórnin stjórnað hugmyndum og skoðunum

almennings.Ritskoðunhefurveriðmikiðágreiningsmálínetheiminumþarsemerfitter

aðákvarðahvaðeigiaðritskoða.

EittaflöndunumsemstendurhvaðverstgagnvartInternetfrelsierKína.Kínahefur

gertmikið fyrir tækniþróun í heiminum en á sama tíma takmarka þau aðgang að og

notkun Netsinsmikið í landinu (Pang, 2008). Kína hefur þróað flókin ritskoðunarkerfi

semsíaoglokaáskaðlegtogviðkvæmtefni.Ríkistjórninhefurfaliðvefstjórnendumað

notastviðsjálfritskoðun(e.self-censorship)ogritskoðaþáefniðsittsjálfir.Þóerheldur

óljóst hvað nákvæmlega eigi að ritskoða og þar sem vefstjórnendur eru með

mismunandiskoðaniroghugmyndirgeturþaðleittafsérmismunanditúlkanirumhvað

eigi að ritskoða. Vefstjórnendur þurfa að skrásetja síður sínar og notast við

innskráningarkerfiþarsemfylgstermeðnotendumognotkunþeirraerskráðoggeymd

í60daga.Ríkistjórningetursvokrafistþessaðfáþessarupplýsingar(Pang,2008).

Rannsókn Pang (2008) sýndi svo fram á að sjálfritskoðun varð að eins konar

samkomulagi ámilli vefstjórnanda, ríkistjórnarinnar og almennanotanda Internetsins.

PangvitnarískýrsluTheChineseAcademyofScienceþarsemkemurframað50%þeirra

semtókuþáttírannsóknþeirrafannstþurfaaðstjórnaNetinu.Flestumfannstþurfaað

hafastjórnáklámi,ofbeldi,ogruslskilaboðumenaðeins12,9%fannstþurfaaðstjórna

pólitískuefni.ÞegarPangspurðiviðmælendursínafékkhannundantekningarlaustþau

svöraðstjórnaþurfiInternetinu.Þeimþóttieftirlitríkistjórnarinnaráefnitengdupólitík

of strangtog aðþað sé tekiðof létt á klámi, ofbeldi, orðrómumog slíku. Þar að auki

tölduþeirríkistjórninaeigaaðtakaábyrgðáeftirlitiáósiðlegrihegðunáNetinu.Þrátt

fyrir að vefstjórnendur ritskoði mismunandi efni og hafi mismunandi forsendur fyrir

ritskoðuninnierekkihægtaðsetjasamasemmerkiámilliþessogaukninguandófs.Það

þýðirþóekkihelduraðþærstofnanirsemnotastviðsjálfritskoðunstyðjireglurnarum

Page 36: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

35

ritskoðun.Eftirlitogritskoðunerþáekkibaraskyldavefstjórnendaheldurerþaðeinnig

krafafránotendum,svofólkkomistekkiuppmeðósiðlegahegðunásíðunum.

AfnámhaftatengdumInternetinuífyrrumSovétríkinuKyrgyzstan,hefuropnaðfyrir

pólitíska umræðu þar ámeðal í gegnum blogg og samkvæmt rannsókn Srinivasan og

Fish(2009)áhöfundumáNetinukomframaðmeðmeirafrelsiáNetinugetapólítíkusar

sýntframágagnsæi,semerfitteraðgeraígegnumeldrimiðlaogInternetfrelsiðstyrkti

samstöðuísamfélaginuogýttiundirgrasrótarhreyfingar.Rithöfundarnirsemtókuþáttí

rannsókninni töldu ritverkin sín hafi átt þátt í þróun stjórnunarhátta Kyrgyzstan úr

stjórnunarhættisstíl Sovétríkjanna sem byggði á alræðistefnunni yfir í borgaralegt

samfélagsembyggiráþátttökuborgaraogfélagslegumstofnunum.Meðþvíaðnotast

við strangteftirlitog löggæsluáNetinumyndiþaðbælaniðureða jafnvelkæfaþessa

„dýnamík“ semhafðimyndast íKyrgyzstaneftir afnámið.RannsóknSrinivasanogFish

(2009) leiddi í ljós að þrátt fyrir lítinn aðgang að Internetinu (en aðeins 30% hafði

aðgang, þar af notuðu 51% netkaffi (e. cybercafe) til að komast á Netið, 25% höfðu

aðgang að Netinu í vinnunni og 24% höfðu aðgang í gegnummenntastofnanir), kom

frjálsnotkunInternetsinsáaukinnipólitískriumræðuogþróunsamfélagsins.

Flestöll ritverk fræðimannasemgefineruút fara í gagnasöfná Internetinu.Þessi

ritverk eru mikilvæg þar sem þau miðla þekkingu en aðeins sá hluti af Internet

notendumsemerumeðlimirakademíunnareðagangaíháskólahafaaðgangaðþessum

ritverkumánþessaðþurfaaðborgafyriraðganginn.Erþaðekkirétturalmenningsað

hafa aðgang af þessum upplýsingum? Aaron Swartz var forritari og aktívisti og hann

spurðiþessararspurningarogbarðistfyrirInternetfrelsi(Knappenberger,2014).

AaronafrekaðimikiðþráttfyrirunganaldurogísamvinnuviðaðrabjóhanntilRSS

semalgengteraðnotaábloggumoghannvareinnafþeimsembjótilsíðunaReddit.

Smám saman fór hann að einbeita sér að pólitískum aktívisma og á sama tíma fór

lögreglanaðfylgjastmeðhonum.Honumþóttimikilvægtaðalmenningurfengiaðgang

aðþekkingu.ÞaðsemvaktifyrstathyglivaraðskýrslurfrádómstólumíBandaríkjunum,

semeigaaðveraopnaralmenningi,vorulokaðarmeðkerfisemkallastPacerefekkier

borgaðfyrirskýrslurnar(Knappenberger,2014).Aaronvareinnafþeimsemákváðuað

berjast gegn þessu og fóru á bókasöfn þar sem aðgangur var aðPacer, höluðu niður

skýrslumogsettuþæríopinngagnabanka.Næsteinbeittihannséraðstofnunumsem

Page 37: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

36

birta fræðigreinar, gagnasöfn áborð við JSTOR. Aaron fórmeð tölvuogharðandisk í

MIT háskólann þar sem er aðgangur að JSTOR gagnasafninu og hann hlóð niður

fræðigreinumá harða diskinn. Það komst svo uppumhannogAaron var handtekinn

2011.Aaronvareinnafþeimsembarðistgegnogkomívegfyriraðlagafrumvarpum

ritskoðun, SOPA yrði samþykkt árið 2012. Árið 2012 var Aaron ákærður fyrir 13

tölvutengda glæpi, þrátt fyrir að JSTOR hafi hætt við að kæra hann og í janúar 2013

framdiAaronsjálfsmorð(Knappenberger,2014).

MálAaronSwartzhefur vakiðmiklaathygli þar semhann stal ekkipeningumeða

kortaupplýsingumheldurþekkingusemhanntaldiaðalmenningurættiaðhafaaðgang

að. Þetta bendir til þess að það sé fín lína ámilli þess hvaða glæpir eru alvarlegir og

hverjirekki.Tölvurhafaflæktþetta,viðvitumekkihvaðarefsingumberaðbeitagegn

tölvubrotum.

Ímannfræðinnikomuframpælingarumþaðhvortgreinarogbækurættuaðvera

aðgengilegaröllumáNetinu(e.openaccess).ÍgreinDanielMiller(2012)Openaccess,

scholarship, and digital anthropology kemur fram að verkmannfræðinga eru oft ekki

talinnóguviðskiptavæn(e.commercial)ogekkitaliðaðþaumuniseljastnóg.Þaðgetur

því verið erfitt fyrir mannfræðinga að fá vinnu þrátt fyrir góða fræðimennsku. Til að

vinnaámótiþessuhófMillersamstarfmeðfyrrumdoktorsnemasínum,SeanKingston

tilaðgefaútbækursemvoruekki taldarviðskiptalegahagkvæmar.Hann fékkeinnig

virtu mannfræðingana Mary Douglas og Marilyn Strathern til þess að vera í

ritstjóranefndinni.Millerleggursíðanframhugmyndinaumaðmeðopnumaðgangi(e.

openaccess)aðútgefnuefnifræðimannmuniskrifþeirrafámeiriviðurkenninguþóþau

séuekkiendilegaviðskiptalegahagkvæm.Þeirfáþáaðbirtaþaðsemþeirviljaenekki

baraþaðsemertaliðviðskiptalegahagsýnt(Miller,2012)

EinsogframkemurískýrslumfráFreedomhouse2015(Kelly,Earp,Reed,Shahbaz,

og Truong) og 2016 (Kelly, Truong, Shahbaz, og Earp) heldur Internet frelsi áfram að

minnkafrááritilárs.RíkistjórnirerufarnaraðherðaeftirlitáInternotkuneinstaklinga.Í

skýrslunnifrá2015kemurframaðríkistjórnireruímeirimælifarnaraðtakaefniniðurí

staðinnfyriraðfela(e.block)þaðeðasíaþaðútogaðátímabilinusemrannsókninvar

framkvæmdkomuframnýlögumaukiðeftirlití14ríkjum.

Page 38: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

37

Algengteraðritskoðagagnrýniáyfirvald,spillingu,pólitískaandstöðu,háðsádeilu

(e. satire), félagslega útlistun (e. commentary), guðlast, hreyfingar sem standa fyrir

opinber málefni, LGBTI mál, etnískan og trúarlegan minnihluta og átök (e. conflict).

Einnigkemurframaðdulkóðunhefurveriðbendluðviðhryðjuverkamennoghefurþví

veriðbönnuðafmörgumríkistjórnumásamtþvíaðgrafiðhefurveriðundannafnleyndá

Internetinu. Refsingar utan Netsins fyrir hegðun á Netinu hafa aukist og eru orðnar

harðari.Meðalannarskemur fram í skýrslunniaðámeðanrannsókninni stóðvoru40

mannsfangelsaðirfyriraðdreifapólitískueðafélagsleguefniígegnumstafrænnetkerfi,

25áradómurvarfyrirmóðganiráNetinugagnvartkonungsríkiTælandsogþriggjaára

fangelsi fyrir að koma fram í myndbandi af brúiðkaupi samkynhneigðs pars í

Egyptalandi.ÞarfyrirutanereinnigalgengtaðInternetnotendurverðifyrirárásumeða

aðkastiáeinhvernhátt.

Ískýrslunnifrá2016(Kelly,Truong,ShahbazogEarp)semskoðartímabiliðfrájúní

2015tilmaí2016kemurframað34löndumhefurfariðaftursíðaníjúní2015ogaðeins

14löndumhefurfariðfram.Þarsemsamfélagsmiðlarogsamskiptaforriteruorðinmjög

vinsæl og eru komin í notkun í undirokuðum löndumeru ríkistjórnir farnar að hindra

aðgang að þeim í mun meiri mæli. Ríkistjórnir í 24 af 65 löndum rannsóknarinnar

hindruðu aðgang að samfélagsmiðlum og samskiptaforritum, árið áður voru það 15

lönd.Þaraðaukihafðilögreglanhandtekiðeinstaklingaí38löndumfyrirathafnirþeirra

á samfélagsmiðlum, í samanburði voru einstaklingar handteknir í 21 landi fyrir efni á

bloggumeðafréttasíðum.Þessitakmörkunaðgangseralgengáviðkvæmumtímumsvo

sem á meðan á mótmælum stendur til þess að koma í veg fyrir eða bæla niður

mótmælin eða vegna áhyggja yfir þjóðaröryggi. Tvö einkenni þessaramiðla og forrita

ýttu undir takmörkunina en það er dulkóðun og það að hægt var að nota þau til að

hringjasímtöl.

Samkvæmt Freedom House „ganga hindranir að samfélagsmiðlum og

samskiptatækjum á Internetinu gegn rétti notenda á aðgangi að Internetinu“ (Kelly,

Truong,Shahbaz,ogEarp,2016,bls.4).Margarríkistjórnirtakmarkaekkiaðeinsaðgang,

heldur notast við refsingar frá löggæslu. Meiri notkun á samfélagsmiðlum og

samskiptaforritumíundirokuðumlöndumhefurorðiðtilþessaðaukinumræðaumog

dreifingáþekkinguáviðkvæmummálefnumásérstaðoggripiðertilrefsingaþarsem

Page 39: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

38

ekki aðeins blaðamönnum, stjórnmálamönnum og aktívistum er refsað heldur einnig

almennumborgurumsemekkivitaaðþeirséuaðfarayfireinhvermörk.Refsingarnar

eruoftekki í samræmiviðbrotinogofteraðilumrefsaðsemeigaekki sökáþessum

brotum.Refsingarnarhalda fólki ekki frá samfélagsmiðlumenkoma tilmeðaðhvetja

þaðtilaðsjálfritskoðasigogþettasegjahöfundarrænatækninamöguleikumþessað

hvetja fólk til að berjast fyrir félagslegri og pólitískri breytingu. Einnig er mikið

áhyggjuefni þegar það er farið að refsa fyrir athafnir á samfélagsmiðlum semmargir

notaádegihverjum.

NeikvæðarhliðarInternetnotkunarhafatekiðyfirumræðunaumstafrænamiðlaað

undanförnu, þar semmeðal annars hatursorðræða, falsaðar/skáldaðar fréttir (e. fake

news), hægri og þjóðernissinnaður áróður (e. right-wing nationalist mobilization),

hryðjuverkaáróður, kvenhatur og átök innan hópa (e. intergroup conflict) hafa verið

áberandi (Pohjonen og Udupa, 2017). Þessi neikvæða orðræða (e. discourse) ógnar

frelsinusemfylgirstafrænummiðlum.Þessiógnsemfelstíorðræðunniereinnignotuð

af ríkistjórnum til að réttlæta eftirlit og stjórnun á samskiptum fólks í gegnum þessa

miðla.

NýlegarumræðuráNetinusemsýnaframáútlendingahaturogkynþáttafordóma,

sérstaklegaíkjölfarflóttamannavandansíEvrópuhafabeintumræðunniaðmálfrelsi. Í

löndumfyrirutanEvrópueinsogIndland,Pakistan,MalasíuogSriLankaerþaðvegna

þess aðþarhafa verið sett lagaákvæði sembeinast gegnhatursorðræðu sem snýr að

trúarlegusættiogþjóðaröryggi.MattiPohjonenogSahanaUdupa(2017)framkvæmdu

rannsókn á hatursræðu á Internetinu bæði í Indlandi og Eþíópíu. Höfundarnir skoða

athafnirfólksástafrænummiðlumogskoðaíhvaðakringumstæðumogíhvaðatilgangi

fólknotarnapuryrði(e.vitriol).Þaunotastviðvíðarahugtak;öfgafullorðræðaenmeð

þvíaðnotaþaðeróljósmerkingorðræðnatekinmeðímyndinaogmargskonarathafnir

semfarayfirmörknormsinsgeta flokkastþarundir.Meðþessuerhægtaðsjáhvaða

athafnir skora á tvískiptinguna hvaða orðræða er leyfileg og hver ekki (Pohjonen og

Udupa,2017).Þaðgeturveriðfínlínaámilliþesssemerhatursorðræðaogekki.Misjöfn

merkingerlögðíhugtakiðogtilaðmyndaerumismunandireglurumhvaðmáoghvað

máekkisegjaásamfélgasmiðlum.

Page 40: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

39

Rannsókninskoðarhvernighatursorðræðuhefurveriðbeittsemstjórnunartæki(e.

regulatory instrument) í IndlandiogEþíópíuogeinnighvernigsagaogsamhengispilar

inn í. Í Indlandi beinist ritskoðun aðallega gegn innanlandspólitík, trúarbragðamun og

hryðjuverkum yfir landamæri (e. transborder terrorism) en í Eþíópíu er það aðallega

gegn alþjóðlegum umboðum (e. international agencies). Eþíópía er eitt af minnst

nettengdulöndunumoglítiláherslavarástafrænamiðlasemþátt íefnahagsvextiþar

semríkistjórninvarheldurtortrygginánytsemistafrænnartækni.PohjonenogUdupa

(2017) segja hatursorðræðu á Netinu í Eþíópíu endurspegla pólitíska og etníska

togstreituílandinuogþurfiþvíaðtakahanaalvarlega.

Ritskoðun og takmarkaður aðgangur geta unnið gegn félagslegri og pólitískri

breytingu þar sem stjórnað er hvaða þekkingu almenningur sér og þ.a.l. getur

ríkistjórninstjórnaðskoðunumoghugmyndumalmennings.Ínæstakaflaverðurfjallað

umstafrænanaktívismaoghakkara,enhvorttveggjabyggiráhugmyndinniumInternet

frelsi.

Page 41: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

40

3.3 Stafrænnaktívismioghakkarar

Stafrænpólitíkhefuraðeinsnýlegaöðlastgildi íþverfaglegumfræðumenþarerbæði

skoðaðhvernignýstafrænformhefðbundinnarpólitíkurognýttformpólitískslífsbirtist

ístafrænaheiminum(Postill,2012).Yfirleittertalaðumhefðbundinnaktívismaþarsem

gengiðer íkröfugöngureða farið ímótmælimeðskiltiá loftienmeðstafrænni tækni

hafabæstviðnýjaraðferðirtilþessaðtakaþátt(Graeff,2016).

Uppúr2011varmikiðumfélagslegaókyrrðvíðsvegaríheiminumsemlýstvarsem

„viral“ og því var talað um hlutverk stafrænna miðla í aukningu ókyrrðanna (Postill,

2014).SamkvæmtJohnPostill (2014)geturþettaþýttaðnýttsögulegttímabil (e.era)

gæti verið komið til að vera þar sem pólitískur veruleiki mótast af „viral“ efni sem

notendurdeilameðstafrænummiðlum.

Postill (2014) notaði etnógrafíska rannsóknaraðferð til að skoða „viral“ mótmæli

sem hófust í Barcelona 15. maí 2011. Þrátt fyrir hávær mótmæli fjalla ríkjandi (e.

mainstream)miðlarekkiumþauenmeðnýjummiðlumogsamfélagsmiðlumdreifðust

fréttirummótmælin fljóttút.16.maíhafðihópurmótmælendaákveðiðað setjaupp

búðiríaðaltorgiMadridoghópurinnnotaðiInternetiðtilþessaðkallaáliðsaukavegna

hræðslu við að yfirvöld myndu bera þau út. Á næstu dögum margfaldaðist fjöldinn

ásamtþvíaðmótmæliurðueinnigíöðrumborgumSpánarogmótmælinhélduáfram

út sumarið sem er yfirleitt friðsælasti tíminn á Spáni. Þetta var svo kölluð 15M

hreyfingin.

Postill (2014) segir samfélagsmiðla vera hannaða til þess að dreifa efni og á

faraldsfræðilegan hátt er það að deila einhverju það sama og útbreiðsla. Hann telur

mikilvægt fyrir mannfræðinga að skoða og koma fram með kenningar um miðla og

hvernigpólitískarhugmyndirogathafnirverðatilíákveðnumenningarlegusamhengiog

dreifastsíðan.Þrátt fyrirgagnrýniumaðnanópólitíksemverður„viral“gleymist fljótt

másegjaaðmeðtímanumupplifi fólksameiginlegantilgang,sumséaðvekjaathygliá

þvíóréttlætisemþaðbýrviðogreynaaðbreytaþví.Hreyfinginhefureinnigfengiðþá

gagnrýniaðsamfélagsmiðlardragiúrmikilvægipólitísksaktívismaenaktívistarnirhafa

sjálfirsvaraðþvíþannigaðþaðséekkihægtað lítaánotendagert (e.user-generated)

efnisemskvaldur.Þauteljaþessasameiginleguathöfnveraleiðtilþessaðberjastgegn

einokun ríkjandi miðla á því valdi sem felur í sér að miðla upplýsingum. Hreyfingin

Page 42: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

41

dreifðihugsjónumogathöfnumhakkarra,húnnotaðistviðmenningufrjálshugbúnaðar

á byltingakenndan hátt með því móti að stækka rými tæknipólitískra athafna og

pólitískrarþátttöku(Postill,2014).

AnnaðgottdæmiumstafrænanaktívismaerFergusonhreyfingin íBandaríkjunum

enYarimarBonillaog JonathanRosa (2015) rannsökuðueinmittmótmælin í Ferguson

sem urðu í kjölfar þess að Micheal Brown, óvopnaður, táningur var skotinn af

lögreglumanni. Þessu atviki varmættmeðmikilummótmælumogmikið fjallað um á

samfélagsmiðlum. Þetta varð því fljótt „viral“. Samkvæmt Bonilla og Rosa (2015) er

mikilvægt að skoða hvernig og af hverju stafrænn aktívismi sé orðinn svona vinsæll.

Félagslegarhreyfingarhafalengivelnotastviðmiðlaogtæknitilþessaðstækkaumfang

ogvekjaathygliámálefnumsínumenmeðnýjummiðlumlíktogTwitterheyrastfleiri

raddir svo hægt er að skoða málið frá mörgum hliðum í rauntíma (Bonilla og Rosa,

2015).MeðTwitterupplifanotendursigveraaðtakabeinanþátt íhreyfingunniogað

þau séu sameinuðþvert yfir tímaog rými. Einsog áðurhefur komið framhefurmikil

gagnrýni komið fram á stafrænan aktívisma, að hann líkist sófamannfræði, sé lélegur

staðgengillhefðbundinnaformaaktívismaogjafnvelveriðsagðurveraleti,heigulslegur

ogárangurslaus(Graeff,2016;BonillaogRosa,2015).

Stafrænnaktívismieralgengogauðveldleiðfyrirungmennitilaðtakaþáttípólitík

enungmenniíEvrópusegjastekkifinnaáhyggjuefnisín,hugmyndireðahugsjónirsínar

um lýðræðislega pólitík í kosningum eða í stofnannastefnum (e. institutional politics)

(Graeff,2016).Ásamatímatakaþaumikinnþáttímálefnamiðuðumaktívismatildæmis

meðþví að sniðgangaeitthvaðeðamótmælaeinhverju.ÞráðlaustNetá viðráðanlegu

verði á heimsvísu er valdamesta aflið til þess að stækka umfang ungra stafrænna

aktívista.Ungir stafrænir aktívistar notast ýmist við netfélagshreyfingar (e. networked

socialmovements),málefnamiðaðanaktívisma,þátttökupólitíkmeðþátttökumenningu

(e.participatorypoliticsthroughparticipatoryculture)(svosemaðdáendaaktívismiog

pólitísk„meme“),borgaralegthakk(e.civichacking)og„hakktívisma“(Graeff,2016).

Hakktívismi á að tákna tegund af pólitískri starfsemi þar sem tæknin er notuð í

baráttuummannréttindiogvarupprunaleganotaðurtilþessaðgefafólki,sembjóvið

eftirlitríkistjórnsinnar,leiðtilþessaðnotaInternetiðogeigaíöruggumsamskiptumán

eftirlits(Knappenberger,2012).

Page 43: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

42

Hakkarar eru einn hópur sem nota stafræna heiminn mikið, þó í mismunandi

tilgangi.Hakkararerumjögumdeildir,hvortsemþaðerhugtakiðsjálft,hvaðþeirgera

eðahvaðafélagsleguáhrifþeirhafa.Þannigerlitiðáhakkaraámjögmismunandihátt

t.d.semglæpamenn,aktívista,borgaralegahakkara(e.civichackers)ogtröll.Hakkarar

hafafráupphafiveriðmálaðirneikvætttildæmisaffjölmiðlumogfrá8.áratugsíðustu

aldarhafaþeirveriðtengdirviðglæpsamlegahetjudáð(e.criminalexploits).(Karanović,

2012). Hugtakið hakkari hefur verið notað til þess að fordæma athafnir líkt og

uppljóstrunogviðskiptabrot(e.corporatecrimes).Hakkararerufarniraðgeratilraunir

tilaðminnkaskilinámillitæknilegraathafnaogpólitískrarorðræðu.

GabriellaColemanhefurrannsakaðogskrifaðhvaðmestumhakkaraímannfræði.Í

greinsinniogAlexGolubHackerpractice:Moralgenresandtheculturalarticulationof

liberalism gagnrýna þau fyrri skrif fræðimanna um hakkara þar sem þeir eru yfirleitt

settir öðruhvorumegin við siðferðislega tvennd, „annaðhvort semóheilbrigðir ungir

mennsemtakaþáttíógnandihakkarakeppnumeðasemdraumóramenn(e.visionaries)

sem lifa við útópískan tæknilífstíll sem getur truflað kapatilismann og nýtískuleikann“

(ColemanogGolub,2008,bls.255).Mikiðhefurveriðskrifaðumsiðferðihakkaralíktog

þeirhafiallirsamasiðferði.Þettateljahöfundarekkiveraréttogmeðgreininnireyna

þauaðskiljaogsýnaframámargbreytilegtsiðferðiogmenningarlegamerkinguþessað

hakka.ColemanogGolub(2008)greinaámilliþrennskonarólíkra,þóskarandisiðferði

hakkaraogþess aðhakka, þ.e. dulritunarfrelsi (e. crypto-freedom), Frjáls hugbúnaður

(e.freeandopensourcesoftware)ogthehackerunderground.

Dulritunarfrelsier súathöfnhakkara semhefurverið stunduðhvað lengsteða frá

1970.Þeirhafatekiðmálfrjálslyndraumfrelsiogsjálfstæðiogtengtþaðviðframfarirí

dulkóðunarfræði (e. cryptography) í þeim tilgangi að þróa tæknilegan og upplýstan

skilningáfriðhelgi(e.privacy).Aðaláherslanhjáþeimsemnotastviðfrjálsanhugbúnað

er aðgangur að þekkingu. Að lokum er það the hacker underground þar sem pólitísk

gagnrýni þeirra er aðallega sýnd með afbrotum (e. transgression). Þessi tegund af

hökkurum er sú tegund sem færmestu athygli almennings og fjölmiðla þar sem þeir

leika sérmeð lagalegmörk.Mikilvægterað skoðaþessarþrjár tegundir siðferðisgilda

hjáhökkurumoghvernigþærskarast, sérstaklega tilþessaðskiljahinýmsuafsprengi

semþaðaðhakkahefurleittafsértilaðmyndanettröll(Karanović,2012).

Page 44: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

43

Anonymouserhópurhakkarasemsprattútfrásíðunni4chan,oghafafengiðmjög

miklaathyglifjölmiðlaogyfirvalda.Tilaðbyrjameðvoruþeireingönguað„trölla“fólk,

þ.e.a.s.aðreynaaðfáfólktilaðverðaeinsreittoghægtersértilskemmtunarmeðal

annarsmeðþvíaðhakkasiginnásíðurþeirra,breytaupplýsingumogbirtaefnisemþau

myndu ekki vilja hafa þar eða að panta fullt af pítsum í þeirra nafni (Knappenberger,

2012). Fljótt þróaðist hópurinn þó yfir í hakktívisma og þegarAnonymous fór á eftir

útvarpsmanniaðnafniHalTurnersemsagðistveraný-nasistifórfólkaðhorfaáþásem

aktívistaoggekktilliðsviðþá.ÞávarðAnonymousaðaktívistasamtökum.Anonymous

fóraðberjastfyrirýmsummálefnumtildæmismeðþvíaðhakkasiginnímismunandi

stofnanirogtakaniðursíðurþeirra,lekatölvupóstumogslíkt(Knappenberger,2012).

MyndbandsemlétVísindakirkjunalítaillaútfóraðgangaámillimannaáNetinu,

þar ámeðal á 4chan og Vísindakirkjan vildi láta takamyndbandið niður.Anonymous

reyndu að dreifa myndbandinu eins og þau gátu en alltaf var það tekið niður

(Knappenberger, 2012). Anonymous reiddust því að vera ritskoðaðir, trölluðu

Vísindakirkjunaoggerðusvomyndbandþarsemþeirhvöttumeðlimitilaðmótmælaí

öllumhelstuborgumheimsins.Þettafærðiaktívismannfrátölvunumogútágöturnarí

fyrsta sinn. Þetta vakti athygli lögreglunnar og sumir sem tóku þátt í „árásinni“ gegn

vísindakirkjunnimáttubúastviðströngumdómum;fangelsisvist,sektogtölvubanneftir

fangelsisvist. Eftir þetta klofnaði hópurinn. Sumir fóru aftur að trölla og voru á móti

þeimsemnotuðuhópinntilgóðs(Knappenberger,2012).

Árið 2010 kom fram nýr pólitískur vængur Anonymous þegarWikileaks varð til.

Paypal,VísaogMastercard lokuðufyrirgreiðslursemáttuaðfaratilWikileaksenþað

var hægt að kaupa ný-nasista vörur og Anonymous náðu að loka á síðurnar með of

mikilli umferð á þær (Knappenberger, 2012). Hakkararnir áttu einnig þátt í Arabíska

vorinu,Wikileaks var ritskoðað í Túnis en þar var bjó fólk við mikla kúgun af hendi

einræðisherraogAnonymous fenguupplýsingarumeinræðisherrann semþeir settuá

Wikileaks.Íframhaldinuurðumótmæliogbyltingþarsemeinræðisherrannsagðiafsér.

Í Egyptalandi var alveg lokaðáNetiðenhakkararnir gáfuupplýsingarumþaðhvernig

ætti að koma Internetinu aftur á og einnig hvernig ætti að meðhöndla áverka eftir

táragas.ÞeirtókusvosíðueinræðisherraEgyptalandsniðurogáendanumsagðihannaf

sér (Knappenberger, 2012). Afsagnir einræðisherranna eru kannski ekki bein afleiðing

Page 45: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

44

þess semhakkararnir gerðu en þeir áttu þátt í byltingunum. Sumir hakkaranna fengu

mjögstrangadómafyriraðhakkasíðurVísa,PaypalogMastercard.Einþeirraáttiaðfá

25árog250þúsunddollarasekt.Þessirdómarvirðastekkiveraísamræmiviðglæpinn,

meðaltalið hjá þeim sem hafa framið barnaníð var um 11 ár (Knappenberger, 2012).

Anonymous fær vissulegamikla athygli frá fjölmiðlum og þegar Sony var hakkað fékk

hópurinnmiklaumfjöllunþráttfyriraðhafaveriðíminnihlutaþeirrasemhökkuðuSony

(Knappenberger,2012).

AlgengteraðhugsaumhakkarasemófélagslegarverursemlififrekaráNetinuení

efnislega heiminum og hittist ekki utan Netsins en þetta er misskilningur (Coleman,

2010) (Karanović,2012).Aðhakka ínetkerfierekkihugsaðsemstaðgengill líkamlegra

samskipta,hakkararumgangasthvoraaðraáhverjumdegiogreiðasigmeiraenáðurá

að taka þátt í ráðstefnum. Þessar ráðstefnur eru fyrir suma hakkara mikilvægar og

merkingafullar. Því er mikilvægt að skoða þær og aðra slíka atburði til þess að fá

heildstæðan skilning á félagsheimi hakkara (Coleman, 2010). Coleman (2010) segir

ráðstefnurnar vera eins konar „ritúöl“ hakkara þar sem daglegar athafnir, vinna og

félagsleg samskipti eru gerð að „ritúölum“ og því upplifuð á ólíkum skilmálum. Á

ráðstefnumfinnahakkararfyrirsamheldniogviðurkenninguogfátækifæritilaðfagna

félagsheimisínum.Þeirerulíkaeinnaffáumhópumsemgetagertþáathöfnsemhefur

leittþásaman,þ.e.aðhakkaásamatímaogþeirfagnahenni(Coleman,2010).

Svetlana Nikitina (2012) hefur velt fyrir sér hvernig eigi að skilgreina hakkara og

félagsleg áhrif þeirra. Hvort það eigi að lofa sköpun þeirra, hugsa um „hakk“ sem

pirrandi en ekki hættulegt eins og flensa eða hvort það eigi hræðast þá.Nikitina líkir

hökkurumviðhrekkjalóma(e. trickster)guði ígoðafræðinni,aðþeirséuumskiptingar,

grafi undan stigveldi og fara yfir öllmörk. Nikitinamótmælir því sem Coleman hefur

skrifaðumsköpunhakkaraogaðkóðisémál(e.speech)ensamkvæmtNikitinaerkóði

ekkilistsköpunheldureftirmynd(e.replication)eðaafbygging(e.deconstruction).

Í langan tímahefur verið ljóst aðekki sémikiðumþátttöku kvenna í þróun frjáls

hugbúnaðarogþvívöntunáröddumkvennaíverkefnumtengdumfrjálsumhugbúnaði.

Jelena Karanović (2012) gerði vettvangsrannsókn á talsmönnum (e. advocacy) frjáls

hugbúnaðaríFrakklandiþarsemeinmittáhyggjurafþessukomufram.Konursemáttu

maka semunnumeð frjálsan hugbúnað stofnuðu síðu þar semþær deildu sögumog

Page 46: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

45

myndum af mökum sínum. Þar var gjarnan gert grín að mökunum og talað um

staðalímyndirþeirra. Síðanvargagnrýnd fyrir aðhaldaafturaf konumsemstörfuðu í

tæknigeiranum,aðhúnmálaðimyndafkonunumsemaðstoðarmönnumkarlannaogað

hún ýtti undir staðalímynd þeirra sem vinna við frjálsan hugbúnað sem óhæfar

félagsverur. Gagnrýninni var svarað með því að segja að síðan væri vettvangur fyrir

spaug og gamansemi og að hún sýni aukninn stuðning kvenna við frjálsan hugbúnað.

Einnigvarsíðanálitinveravettvangurþarsemkonurgátudeiltreynslusinniaffrjálsum

hugbúnaði(Karanović,2012).

Tvenns konar pólitískar athafnir hakkara hafa verið settar fram; í fyrsta lagi

hakktivistar (e.hacktivists) semnotastviðnettækni íbeinumpólitískumtilgangi, t.d. í

mótmælumogíöðrulagisamfélögþarsemnotasterviðgildi„openness“ípólitískum

athöfnum(Schrock,2016,bls.583).AndrewR.Schrock(2016)bættiviðborgaralegum

(e.civic)hökkurumsemhanna,gagnrýnaoghandleikahugbúnað(e.software)oggögn

(e.data)íþeimtilgangiaðbætasamfélagslífoginnviðistjórnunar.Schrock(2016)segir

borgaralega hakkara vera í sérstakri stöðu til að takast á við vandamál sem varða

almenning.Borgaralegirhakkarardraga fram innri tæknibúnaðabstraktkerfaogbæta

virkni þeirra í þeim tilgangi að bæta úr félagslegri þjáningu. Með málsvörn

gagnaaktívisma (e. data activism advocacy) gætu borgaralegir hakkarar breytt kerfinu

ekkibarakomiðágagnsæi(Schrock,2016).

11.mars2011varðjarðskjálftisemvar9.0ístyrkleikaíJapan,svokomflóðbylgjaí

kjölfarið sem skemmdi kjarnorkuverið FukushimaDaiichi og ollimiklum sprengingum.

Þaðvarðþvímikileyðileggingásvæðinu(Murillo,2016).Thehackerspace (THS)tókst

aðbyggjauppsamfélagsemvannviðneyðarhjálp(e.crisisrelief)áýmsanhátt.Aðgeta

hakkaðhugbúnaðogvélbúnaðvarálitiðverakunnáttasemgætinýstviðneyðarhjálp.

Thehackerspacevannmeðöðrumhökkurumtilþessaðhjálpa.Þaubyggðusólarorku

hleðslustöð, settuupp Internet, gáfu tölvur ogbjuggu til eldhúsbúnað semþurfti litla

orku.Ýmisverkefnifóruafstaðtilneyðarhjálpar,meðalannarsvoru„wiki“síðurgerðar

þarsemeftirlitágeislunfórfram.Safecast,hjálparstarfsemsprattfráThehackerspace

söfnuðu fjármagni með frjálsum framlögum (e. donations) og unnu í samstarfi við

menntastofnanir. Þau stuðluðu að hjálparstarfi verkfræðinga og hugbúnaðar

framleiðandabæðiinnanlandsogalþjóðlega.

Page 47: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

46

Þar sem lífmannsinshefur aðmiklumhluta færst á Internetiðog í hinn stafræna

heimerrökréttaðaktívisminnfæristyfiráInternetiðaðeinhverjumhluta,hefðbundinn

aktívismiverðurlíklegamikiðnotaðurlíka.Snjallsímarogstafrænirmiðlarerugóðleiðtil

þessaðdreifaupplýsingumástuttumtíma,fáþvísnöggviðbrögðogþettafær jafnvel

fleiritilaðtakaþáttíhefðbundnumaktívisma.

Hakkararhafa alltaf hlotiðneikvæðaumfjöllun í fjölmiðlumenumfjölluninhér að

ofansýnirhversumikiðerhægtaðgerameðtæknikunnáttunasemhakkararbúayfir.

Hakkarareruekkieinneinsleiturhópursemhægteraðsetjaundirsamahatt.Þaðeru

ekkiallirhakkararaðstelabankaupplýsingumfráfólkieðaaðhakkafyrireinhverskonar

gróða.Margir nýta kunnáttu sína til góðs og berjast fyrir málefnum sem þeir standa

fyrir. Tölvuglæpir eru frekarnýtilkomnirogþví er ekki alltaf vitaðhvernig á að takaá

þeim,ofterurefsingarfyrirtölvuglæpiallsekkiísamræmiviðglæpinnhvortsemumer

aðræðaúthúðunástjórninnieðaaðhakkasiginnínetkerfi.

Page 48: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

47

LokaorðÍþessariritgerðvarfariðyfirþróunstafrænnarmannfræði,alltfráfyrstuumræðumum

tækni og Internetið, yfir í Internet menningu, grunn stafrænnar mannfræði og

rannsóknaraðferðirsemnotaðareruinnanhennar.Einnigvarfariðyfirýmisþemusem

hafaveriðviðvarandideilumáláInternetinu.

ÚtópískhugsunvarupprunalegaábakviðInternetiðogvargertmeðþaðíhugaað

dreifa þekkingu og sameina fólk, allir áttu að hafa jafnan aðgang af þekkingunni og

raddirallraáttuaðheyrast.Þettahefurekkiveriðrauninþarsemríkistjórnirnotaoftval

ogendurtúlkunáþekkingunnisemþeimberstbæðimeðritskoðunogmeðtakmörkuná

aðgangi. Með þessu geta ríkistjórnir stjórnað hugmyndum og skoðunum almennings.

Neikvæðar orðræður eru oft notaðar til að réttlæta eftirlit og stjórnun á samskiptum

almennings. Með því að brjóta reglur á Netinu geta einstaklingar átt von á hörðum

refsingumsemofteruekkiísamræmiviðbrotin.Þessarrefsingargetakomiðtilþessað

fá fólk til að sjálfritskoða sig og rænir tækninni móguleikum á hvatningu til þess að

berjast fyrir félagslegri og pólitískri breytingu. Með afnámi hafta á Internetinu í

Kyrgyzstanopnaðist fyrirpólitískaumræðu,þaðstyrkti samstöðu í samfélaginuogýtti

undirgrasrótarhreyfingar.AukiðfrelsiáNetinugeturþvíýttundiraktívisma.

Með Internetinu kom fram ný tegund af hlutum þar á meðal hugverk og nýjar

pælingarumeignarhaldvöknuðu.Meðhugverkarétti(e.intellectualpropertylaw)getur

fólkeðafyrirtækibúiðtilvörumerkiogþaðhefurréttáaðstjórnamerkinguogtúlkun

vörumerkisins.Eignarétturgeturþvíverið félagslegt taumhald.Höfundarétturbyggirá

þvíaðsköpuneinstaklingsséhlutiafhonumoggefurhonumyfirráðyfirsköpunninni.

Hakkararogþeirsemvinnaaðfrjálsumhugbúnaðihafaþóbúiðtilnýjanlagarammaog

notastviðmálfrelsi tilaðkomastframhjáhöfundaréttienfrjálshugbúnaðurbyggistá

þvíaðallirhafiréttáaðskoða,breyta,afritaogdreifahugbúnaðinum.Gildiþeirrasem

vinnavið frjálsanhugbúnað; frelsiþekkingarerugjarnannotuð í stafrænumaktívisma

semogaðferðirþeirra.Rökrétteraðaktívismifæristaðhlutatil ístafrænaheimaþar

semsvostórhlutilífsmannaersamofinstafrænnitækni.Stafrænnaktívismigætiverið

stuttlífurenmeðstafrænummiðlumerhægtað takabeinanþátt í rauntímaogvekja

fljóttathygliámálefninu.

Page 49: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

48

Hakkara er ekki hægt að setja alla undir sama hatt. Þau hafa mismunandi

siðferðisgildi,semstundumskarastþóogmismunanditilgangþessaðhakka.Hakkarar

hafa alltaf veriðmálaðir í neikvæðrimynd í umræðum í samfélaginu enoftar en ekki

standaþeirfyrirgagnsæiogfrjálsaþekkingu.Þaunotastoftviðólöglegarathafnir, líka

þegar þeir nota kunnáttu sína til góðs og eiga því von á refsingu. Tölvuglæpir eru

nýtilkomnirogoftfáþeirsembrjótaafsérrefsingusemsamræmistekkiglæpnum.

EinsogsjámáhafaInternetiðogstafrænirmiðlaropnaðfyrirýmsardeilurognýja

fletiíumræðunnibæðiímannfræðiogInternetpólitík.Fyrirmannfræðingaopnaðistnýr

heimur vettvanga og samfélaga til að rannsaka þegar þeir töldu sig vera búna að

rannsakaallanraunheiminn.Meðþróuntækniogstafrænnamiðlabætastalltafnýirog

spennandifélagsheimarviðfyrirmannfræðingaaðrannsaka.

___________________________________

EvaKristínSigurðardóttir

Page 50: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

49

Heimildaskrá

Appardurai,A.(1986).Introduction:Commoditiesandthepoliticsofvalue.ÍA.

Appardurai (ritst.),Thesocial lifeof things:Commodities inculturalperspective

(bls.3-63).Cambridge:CambridgeUniversityPress.

Ardevol, E. (2005). Cyberculture: Antropological perspectives of the internet. Using

Anthropological Theory to Understand Media Forms and Practices Workshop.

Loughborough.9.desember2008.

Boellstorff,T.(2016).ForWhomtheOntologyTurns:TheorizingtheDigitalReal.Current

Anthropology,57(4),387-407.

Boellstorff, T., Nardi, B., Pearce, C., og Taylor, T. (2012). Why this handbook? Í T.

Boellstorff, B. Nardi, C. Pearce, & T. Taylor (ritstj.), Ethnography and Virtual

Worlds: A Handbook of Method (bls. 1-12). Princeton: Princeton University

Press.

Bonilla,Y.ogRosa,J.(2015).#Ferguson:Digitalprotest,hashtagethnography,andthe

racialpoliticsofsocialmediaintheUnitedStates.AmericanEthnologist,42(1),

4-17.

Brown,D.ogNicholas,G.(2012).Protectingindigenousculturalpropertyintheageof

digital democracy: Institutional and communal responses to Canadian First

NationsandMa¯oriheritageconcerns.JournalofMaterialCulture,17(3),307-

324.

Budka,P.ogKremser,M.(2004).CyberAnthropology-anthropologyofcyberculture.ÍS.

Khittel,B. PlankensteinerogM. Six-Hohenbalken (ritstj.), Contemporary issues

insocio-culturalanthropology:PerspectivesandresearchactivitiesfromAustria

(bls.213-226).Vienna:LoeckerVerlag.

Coleman,E.ogGolub,A.(2008).Hackerpractice:Moralgenresandthecultural

articulationofliberalism.AnthropologicalTheory,8(3),255-277.

Page 51: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

50

Coleman,G.(2009).CodeisSpeech:LegalTinkering,Expertise,andProtestamongFree

andOpenSourceSoftwareDevelopers.CulturalAnthropology,24(3),420-454.

Coleman,G.(2010).TheHackerConference:ARitualCondensationandCelebrationofa

Lifeworld.AnthropologicalQuarterly,83(1),47-42.

Coombe,R.J.ogHerman,A.(2001).CultureWarsontheNet:IntellectualPropertyand

CorporateProprietyinDigitalEnvironments.SouthAtlanticQuarterly ,100(4),

919-947.

Coombe, R. J. og Herman, A. (2004). Rhetorical Virtues: Property, Speech, and the

CommonsontheWorld-WideWeb.AnthropologicalQuarte,77(3),559-574.

Escobar, A. (1994).Welcome to Cyberia:Notes on theAnthropology of Cyberculture.

CurrentAnthropology,35(3),211-231.

Geismar,H.(2005).CopyrightinContext:Carvings,Carvers,andCommoditiesin

Vanuatu.AmericanEthnologist,32(3),437-459.

Giesler,M.ogPohlmann,M.(2003).AnthropologyofFileSharing:ConsumingNapster

AsaGift.(P.A.Keller,&D.W.Rook,ritstj.)AdvancesinConsumerResearch,30,

273-279.

Golub,A.(2004).CopyrightandTaboo.AnthropologicalQuarterly,77(3),521-530.

Graeff, E. (2016). Youth Digital Activism. United Nations. New york: United Nations

Publication.

Gray,C.H.ogDriscoll,M.(1992).What'sRealAboutVirtualReality?:Anthropologyof,

andin,Cyberspace.VisualAnthropologyReview,8(2),39-49.

Gupta,A.ogFerguson, J. (1997).DisciplineandPractice: ''TheField'' as Site,Method,

and Location inAnthropology. InG.Akhil,& F. James (ritstj.),Anthropological

locations: Boundaries and ground of a field science (bls. 1-46). Berkeley, Los

Angeles.

Hakken, D. (1993). Computing and Social Change: New Technology and Workplace

Transformation.AnnualReviewofAnthropology,22,107-132.

Hine,C.(2000).VirtualEthnography.London:Sage.

Page 52: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

51

Horst,H.A. ogMiller,D. (2012). TheDigital and theHuman:AProspectus forDigital

Anthropology.ÍH.A.HorstogD.Miller(ritstj.),DigitalAnthropology(bls.3-36).

London,NewYork:Berg.

Karanović, J. (2012).FreeSoftwareandthePoliticsofSharing. ÍH.Horst,ogD.Miller,

DigitalAnthropology(bls.185-202).London,NewYork:Berg.

Kelly, S., Earp,M., Reed, L., Shahbaz,A. og Truong,M. (2015).PrivatizingCensorship,

ErodingPrivacy.FreedomHouse.Washington:FreedomHouse.

Kelly,S.,Truong,M.,Shahbaz,A.ogEarp,M.(2016).SilencingtheMessenger:

CommunicationAppsunderPressure.Washington:FreedomHouse.

Kelty,C.M.(2008).TwoBits.Durham:DukeUniversityPress.

Knappenberger,B.(leikstjóri).(2014).TheInternet'sownboy:ThestoryofAaronSwartz

[Kvikmynd].Bandaríkin:ParticipantMedia.

Knappenberger,B.(leikstjóri).(2012).Wearelegion:Thestoryofthehacktivists

[kvikmynd].Bandaríkin:LuminantMedia.

Malinowski,B.(2014).ArgonautsoftheWesternPacific:Anaccountofnativeenterprise

andadventureinthearchipelagoesofMelanesianNewGuinea.LondonogNew

York:Routledge

Miller, D. (2012).Open access, scholarship, and digital anthropology.HAU: Journal of

EthnographicTheory,2(1),885-411.

Miller,D.,ogSlater,D.(2000).Conclusions.ÍD.MillerogD.Slater(ritstj.),The Internet:

AnEthnographicApproach(bls.1-23).Oxford:Berg.

Miller,H. (1995).ThePresentationofSelf inElectronic Life:Goffmanon the Internet.

Embodied Knowledge and Virtual Space Conference. London: Goldsmiths'

College,UniversityofLondon.

Murillo,L.F.(2016).NewExpertEyesOverFukushima:OpenSourceResponsestothe

3/11DisasterinJapan.AnthropologicalQuarterly,89(2),399-340.

Nikitina,S.(2012).HackersasTrickstersoftheDigitalAge:CreativityinHackerCulture.

TheJournalofPopularCulture,45(1),133-152.

Page 53: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

52

Pang, C. (2008). Self-censorship and theRiseof CyberCollectives:AnAnthropological

Study of a Chinese Online Community. Intercultural Communication Studies,

VXII(3),57-76.

Pfaffenberger,B.(1992).SocialAnthropologyofTechnology.AnnualReviewof

Anthropology,21,491-516.

Pink,S.,Horst,H.,Postill,J.,Hjorth,L.,Lewis,T.ogTacchi,J.(2016).Ethnographyina

DigitalWorld.InS.Pink,H.Horst,J.Postill,L.Hjorth,T.LewisogJ.Tacchi,Digital

Ethnography:PrinciplesandPractice(bls.1-17).London:Sage.[rafrænútgáfa].

Pohjonen,M.ogUdupa,S.(2017).ExtremeSpeechOnline:AnAnthropologicalCritique

of Hate Speech Debates. International Journal of Communication , 2017 (11),

1173–1191.

Postill, J. (2014). Democrocy in an age of viral reality: A media epidemiography of

Spain'sindignadosmovement.Ethnography,15(1),51-69.

Postill, J. (2012). Digital politics and political engagement. Í H. A. Horst, og D.Miller

(ritstj.),DigitalAnthropology(bls.165-179).London,NewYork:Berg.

Postill, J. og Pink, S. (2012). Social Media Ethnography: The Digital Researcher in a

MessyWeb.MediaInternationalAustraliaincorporatingCultureandPolicy,145

(145),123-134.

Ritzer,G. (2007).ContemporarySociologicalTheoryand ItsClassicalRoots.NewYork:

McGraw-HillHigherEducation.

Schrock,A.R.(2016).Civichackingasdataactivismandadvocacy:Ahistoryfrom

publicitytoopengovernmentdata.Newmedia&society,18(4),581-599.

Srinivasan, R. og Fish, A. (2009). Internet Authorship: Social and Political Implications

WithinKyrgyzstan. Journal of Computer-MediatedCommunication , 2009 (14),

559–580.

Stone, A. R. (1991). Will the Real Body Please Stand Up? In M. L. Benedikt (ritstj.),

Cyberspace:Firststeps(bls.81-118).Cambridge:MITPress.

Von Benda-Beckmann, F., Von Benda-Beckmann, K. og Wiber, M. G. (2009). The

properties of property. Í F. VonBenda-Beckmann, K. VonBenda-Beckmannog

Page 54: BA ritgerð¦n mannfræði og... · anthropology’s engagement with the digital world, which started with the anthropology of technology and became what some call digital anthropology

53

M. G. Wiber (ritstj.), Changing properties of property (bls. 1-39). New York,

Oxford:BerghahnBooks.

Wachowski, L. og Wachowski, L. (leikstjórar). (1999). The Matrix [Kvikmynd].

Bandaríkin: Village Roadshow Poctures, Groucho II Film Partnership og Silver

Pictures.

Wilson,S.M.,ogPetersen,L.C.(2002).Theanthropologyofonlinecommunities.

AnnualReviewofAnthropology,31,449-467.