12
JANÚAR/FEBRÚAR 2012 DAGSKRÁ Rebecca Hall í The Awakening Sýnd í febrúar BÍÓ PARADÍS ER AÐILI AÐ EUROPA CINEMAS

Bíó Paradís Dagskrárblað jan.-feb. 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Dagskrá Bíó Paradísar í jan-feb 2012.

Citation preview

Page 1: Bíó Paradís Dagskrárblað jan.-feb. 2012

JANÚAR/FEBRÚAR 2012DAGSKRÁ

Rebecca Hall í

The AwakeningSýnd í febrúar

B Í Ó PA R A D Í S E R A Ð I L I A Ð E U R O PA C I N E M A S

Page 2: Bíó Paradís Dagskrárblað jan.-feb. 2012

Við óskum öllum kvikmyndaunnendum

gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir mót-

tökurnar á nýliðnu ári. Okkur hlakkar

til að sjá ykkur á því spennandi bíóári

sem er að hefjast. Það er rífandi gangur

í Bíó Paradís og sem dæmi um það

má nefna að aðsóknin hefur aukist um

þriðjung á haustmánuðum miðað við

sama tímabil í fyrra þegar við hófum

starfsemi.

Nýr framkvæmdastjóri, Hrönn Sveins-

dóttir (sem m.a. gerði Edduverðlauna-

myndina Í skóm drekans) hefur tekið

til starfa. Við bjóðum hana hjartanlega

velkomna um leið og við óskum fráfar-

andi framkvæmdastjóra, Lovísu Óla-

dóttur, velfarnaðar í nýju starfi .

Nýjar myndir í janúar og febrúar koma

frá Danmörku, Frakklandi, Írlandi, Bret-

landi og Íslandi, auk Grænlands! Þar á

bæ er hafi n framleiðsla kvikmynda og

við sýnum aðra bíómyndina sem þaðan

hefur komið, hörku spennumynd með

hrollvekjuívafi sem slegið hefur í gegn í

heimalandinu.

Sérstök athygli er vakin á hátíðarsýn-

ingu á kvikmyndinni Benjamín dúfa,

sem haldin er í minningu tónskálds

myndarinnar, Ólafs Gauks, en hann

lést í fyrra. Þá eru og hafnar reglulegar

sýningar á perlum kvikmyndanna fyrir

börn og unglinga.

Góðar stundir í Bíó Paradís!

2 BÍÓ PARADÍS

Gaman í myrkrinu

Bíó Paradís er rekið af sjálfseignarstofnuninni Heimili

kvikmyndanna ses. Stjórn: Ari Kristinsson, form., Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Ragnar Bragason, Lovísa Óladóttir. Aðsetur: Hverfi sgata 54,101 Reykjavík. Sími: 412 7712. Vefur: www.bioparadis.is. Framkvæmda-

stjóri: Hrönn Sveinsdóttir [email protected]. Dagskrárstjóri: Ásgrímur Sverrisson [email protected]. Rekstrarstjóri: Guðmundur Lúðvíksson [email protected]. Dagskrárráð: Anna María Karlsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Halla Kristín Einars-dóttir, Ottó Geir Borg, Vera Sölvadóttir. Miðasala: Opnar hálftíma fyrir fyrstu sýningu. Sími: 412 7711. Miða er einnig hægt að kaupa á midi.is. Margskonar afsláttarkjör eru í boði á bioparadis.is/adgangskort. Kaffi hús/bar: Opnar hálftíma fyrir fyrstu sýningu. Kaffi , léttvín, bjór, léttar veitingar. Einnig er úrval mynddiska til sölu. Dagskrá er birt með fyrirvara

um breytingar. Sýningatíma dagsins og vikunnar má sjá á forsíðu vefsins:

www.bioparadis.is. Bíó Paradís er rekið með stuðningi Reykjavíkur-borgar og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Meðlimur í Europa Cinemas.

EFNI:NÝJAR MYNDIR:

SUBMARINE .................................3THE GUARD ...................................3QUQQAT ALANNGUI ......................4ALLE FOR ÉN ................................4ÉG ER EKKI SVO FALLEGT LANDSLAG ................................... 5THE AWAKENING ...........................5PARIS ...........................................6A DANGEROUS METHOD .............6

VIÐBURÐIR:

BÍÓBRJÁLÆÐI-KATRINA DEL MAR .7 LJÓSVAKALJÓÐ ............ ...............8BENJAMÍN DÚFA - Í MINNINGU ÓLAFS GAUKS ..............................9SKÓLASÝNINGAR ........................10KVIKMYNDIR TILNEFNDAR TIL EDDUVERÐLAUNA .......................11

FASTIR LIÐIR:

SÝNINGALISTI .............................11

Vertu fastagestur!Allt að 35% afsláttur með aðgangs-kortum.

Page 3: Bíó Paradís Dagskrárblað jan.-feb. 2012

NÝJAR MYNDIR 3

NÝJAR MYNDIR:

THE GUARD(LAGANNA VÖRÐUR)ÍRLAND/2011

GAMANMYND. 96 MIN. LEIKSTJÓRI: JOHN MICHAEL MCDONAGH.

AÐALHLUTVERK: BRENDAN GLEESON, DON

CHEADLE OG MARK STRONG.

ÍSLENSKUR TEXTI.

Gerry Boyle er laganna vörður í

írskum smábæ. Hann er ögrandi og

háðskur, hallar sér að vændiskonum

og á móður sem liggur fyrir dauðan-

um. Þegar hinn ferkantaði Wendell

Everett, útsendari Bandarísku alrík-

islögreglunnar, leitar hjálpar hans til

að uppræta alþjóðlegan eiturlyfja-

smyglhring, gæti Boyle ekki staðið

meira á sama. Þessi húrrandi írska gamanmynd hefur fengið frábærar viðtökur og var tilnefnd til Golden Globe verðlauna.

SÝND FRÁ: 27. JANÚAR 2012

SUBMARINE(KAFBÁTUR)BRETLAND/2010

GAMANMYND. 97 MIN. LEIKSTJÓRI: RICHARD AYOADE.

AÐALHLUTVERK: CRAIG ROBERTS, YASMIN

PAIGE, SALLY HAWKINS, NOAH TAYLOR,

PADDY CONSIDINE.

ÍSLENSKUR TEXTI.

Hinn 15 ára gamli Oliver Tate á sér

tvö markmið: að missa sveindóm-

inn fyrir næsta afmælisdag og

rústa sambandi móður sinnar

við elskhuga sinn. Myndin hefur fengið frábæra dóma og er með stigagjöf uppá 87% á Rotten Tomatoes. Roger Ebert skrifar: "Þetta er ekki froðukennd ung-lingamynd heldur skemmtilega stílfærð frásögn án þess að reyna of mikið. Sem fyrsta mynd Ayoade lýsir hún miklu sjálfstrausti. Craig Roberts og Yasmin Paige eru afar aðlaðandi í hlutverkum sínum, við fi nnum til sterkrar samkenndar með þeim og gerum okkur um leið grein fyrir að alltof margar unglingamyndir eru gerðar á forsendum þeirra sem miklu eldri eru."

SÝND FRÁ: 20. JANÚAR 2012

Submarine er fyrsta mynd breska leik-

stjórans Richard Ayoade og hefur fengið

afbragðs viðtökur víða um heim.

Page 4: Bíó Paradís Dagskrárblað jan.-feb. 2012

4 NÝJAR MYNDIR

QAQQAT ALANNGUI (SKUGGARNIR Í FJÖLLUNUM)GRÆNLAND 2011

SPENNUMYND. 127 MIN. LEIKSTJÓRI: MALIK KLEIST.

AÐALHLUTVERK: UJARNEQ FLEISCHER,

EQALUK HØEGH OG JEFF JOENSEN.

KVIKMYNDATAKA: FREYR LÍNDAL SÆVARS-

SON.

ENSKUR TEXTI.

Hópur grænlenskra ungmenna fer

í frí í skála fjarri mannabyggðum.

Brátt verða þau þess áskynja að

þau eru ekki ein og hefst þá barátta

upp á líf og dauða. Þær eru telj-andi á fi ngrum annarrar handar, bíómyndirnar sem Grænlendingar hafa gert sjálfi r, þessi er önnur í röðinni. Hún hefur slegið í gegn í heimalandinu þar sem yfi r 18.000 manns hafa séð hana af um 50.000 íbúum. Þessi hressandi og hrollvekjandi spennumynd var mynduð af íslenska tökumannin-um Frey Líndal Sævarssyni.

SÝND FRÁ: 27. JANÚAR 2012

Skuggarnir í fjöllunum hefur algerlega

slegið í gegn á Grænlandi, þar sem yfi r

18.000 manns hafa séð hana af um

50.000 íbúum.

ALLE FOR ÉN(ALLIR FYRIR EINN)DANMÖRK/2011

GAMANMYND. 81 MIN. LEIKSTJÓRI: RASMUS HEIDE

AÐALHLUTVERK: JON LANGE, JONATAN

SPANG, RASMUS BJERG, MICK ØGENDAHL

OG RUTGER HAUER.

ÍSLENSKUR TEXTI.

Fjórir pörupiltar og æskuvinir standa

frammi fyrir vandamáli; þeir eru

beggja vegna laga og réttar. Martin

er lögreglumaður en Nikolai, Ralf og

Timo bera litla virðingu fyrir eignar-

réttinum. Þegar þeir félagar lenda

í óvæntu klandri neyðast þeir til að

snúa bökum saman gegn sameigin-

legum óvini, herra Niemeyer (sem

leikinn er af engum öðrum en Rutger

Hauer). Ein allra vinsælasta mynd-in í Danmörku á síðasta ári!

SÝND FRÁ: 3. FEBRÚAR 2012

Allir fyrir einn var ein af vinsælustu

myndum Dana á síðasta ári.

Page 5: Bíó Paradís Dagskrárblað jan.-feb. 2012

NÝJAR MYNDIR 5

ÉG ER EKKI SVO FALLEGT LANDSLAGÍSLAND/2011

HEIMILDAMYND. 63 MIN. STJÓRNANDI: EMILIANO MONACO.

Sigfús og Hjalti hafa verið nánir

vinir í áratugi. Í fi mmtíu ár sóttu þeir

saman sjóinn og nú þegar þeir eru

komnir á eftirlaun, halda þeir áfram

þeirri iðju sinni. Þrátt fyrir að nú sé

fi skeríið tómstundagaman bera þeir

sig eins að, nota sömu handbrögðin

og byggja á sömu einbeitingunni.

Hvað fær þá til að halda áfram að

fi ska, færa afl ann heim og gera að

honum dögum saman? Þetta er fyrsta langa heimildarmynd Ítal-ans Emiliano Monaco, sem búið hefur á Íslandi um árabil og meðal annars sinnt kennslu í kvikmynda-fræðum við Háskóla Íslands. Hann hefur unnið að þessari mynd undanfarin sex ár.

SÝND FRÁ: 3. FEBRÚAR 2012

Þetta er fyrsta heimildamynd Ítalans Emil-

iano Monaco sem búsettur hefur verið á

Íslandi í nokkur ár.

THE AWAKENING(HIN HORFNU)BRETLAND/2011

SPENNUMYND. 107 MIN. LEIKSTJÓRI: NICK MURPHY.

AÐALHLUTVERK: REBECCA HALL, DOMINIC

WEST OG IMELDA STAUNTON.

ÍSLENSKUR TEXTI.

1921. England er í sárum eftir

ólýsanlegar hörmungar fyrri

heimsstyrjaldarinnar. Vísindakonan

Florence Cathcart, sem sérhæfi r

sig í að feykja burt hindurvitnum og

bábiljum, er fengin til að varpa ljósi

á meintan draugagang í heima-

vistarskóla. En þegar "hin horfnu"

taka að sýna sig byrjar allt sem hún

trúir á að molna niður... Mögnuð spennumynd sem vakið hefur gríðarlega athygli að undanförnu. Rebecca Hall var tilnefnd sem besta leikkonan á British Inde-pendent Film Awards nýlega og Nick Murphy var tilnefndur sem besti byrjandinn á kvikmynda-hátíðinni í London í nóvember s.l., en þetta er fyrsta mynd hans í fullri lengd.

SÝND FRÁ: 10. FEBRÚAR 2012

Page 6: Bíó Paradís Dagskrárblað jan.-feb. 2012

6 NÝJAR MYNDIR

A DANGEROUS METHOD(SÁLARHÁSKI)BRETLAND/ÞÝSKALAND/

KANADA/2011

DRAMA. 118 MIN. LEIKSTJÓRI: DAVID CRONENBERG.

AÐALHLUTVERK: MICHAEL FASSBENDER,

KEIRA KNIGHTLEY OG VIGGO MORTENSEN.

ÍSLENSKUR TEXTI.

Myndin gerist í Vín og Zurich við

upphaf fyrri heimstyrjaldar og er

innblásin af sönnum atburðum.

Upprennandi sálfræðingur, Carl

Jung, á í stormasömu sambandi við

lærimeistara sinn Sigmund Freud.

Deilur þeirra hverfast um gullfallega

en sinnisveika konu, Sabinu

Spielrein. Í skugga metnaðar og

blekkinga lýstur þeim saman en

útkoman mun hafa gríðarleg áhrif á

nútímann. Þetta er þriðja myndin sem Cronenberg gerir með Viggo Mortensen á skömmum tíma. Hún hefur þegar fengið ýmis verðlaun og tilnefningar.

SÝND FRÁ: 23. FEBRÚAR 2012

PARIS(PARÍS)FRAKKLAND/2008

GAMANDRAMA. 90 MIN. LEIKSTJÓRI: BENT HAMER.

AÐALHLUTVERK: NINA ANDRESEN BORUD,

TROND FAUSA AURVAGG, ARIANIT BERISHA.

ÍSLENSKUR TEXTI.

Pierre er dansari sem á við alvarleg-

an hjartasjúkdóm að stríða. Meðan

hann bíður eftir hjartaígræðslu (sem

gæti hugsanlega bjargað lífi hans)

getur hann ekki hugsað sér neitt

þarfara að gera en að fylgjast með

fólkinu í nágrenninu af svölum sín-

um. Elise systir hans, fl ytur til hans

ásamt þremur börnum sínum til að

sjá um hann. Hún reynir að fá hann

til að láta af þessari iðju en fyrir

Pierre opnast nýr heimur með því

að fylgjast með samferðafólki sínu.

Frábært rómantískt gamandrama þar sem París glitrar og glóir. Myndin var sýnd í Bíó Paradís einu sinni í haust en fer nú í almennar sýningar í kjölfar fjölda áskorana.

SÝND FRÁ: 17. FEBRÚAR 2012

Page 7: Bíó Paradís Dagskrárblað jan.-feb. 2012

VIÐBURÐIR 7

VIÐBURÐIR:

Bíóbrjálæði: grjótharðar gellur Kat-rinu Del Mar25. janúar kl. 20Bandaríska költ-leikstýran Katrina Del Mar sýnir þrjár mynda sinna og svarar spurningum gesta á eftir.

Katrina Del Mar hefur verið kölluð

óskilgetið afkvæmi Russ Meyer (með

viðkomu í Larry Clark) fyrir fyndnar,

fjörugar og grófar myndir sínar um

eldhressar lesbíur sem tæta og trylla

á mótórhjólum og rétta manni og

öðrum einn á lúðurinn ef því er að

skipta. Myndirnar eru gerðar fyrir

afar litla peninga en einkennast af

ástríðu og krafti, þetta eru nútíma

ævintýri með skvettu af ljótum

raunveruleika sem glóir eins og gim-

steinn í kórónu hreinnar fantasíu.

GANG GIRLS 2000 25:20

Stelpugengismyndin sem olli

straumhvörfum! Fjórar dúndurgellur

þeysa um á mótórhjólum á Lower

East Side í New York og á strönd

Coney Island. Film Threat kallaði

þetta "snilldarmynd" og gaf henni

fjóra og hálfa stjörnu.

SURF GANG

25 min.

Ungar systur neyðast til að sjá um

sig sjálfar. Önnur hverfur í hafi ð en

hin stofnar stelpugengi í New York.

Gengið þarf að kljást við illskeyt-

tan mafíósa og verja sig með öllum

tiltækum ráðum, milli þess sem þær

sörfa í sjónum. Hlaut verðlaun sem

besta tilraunamyndin á Planet Out

Short Movie Awards.

HELL ON WHEELS; GANG GIRLS FOR-EVER!! 35 min.

Stelpugeng-

ismyndin sem

lokar költ-

myndaþríl-

eiknum!

Allir eru á

hjólum hvert

sem litið er;

lesblindir mótórhjólatöffarar, heimili-

slaust hjólabrettalið, skellinöðru-

gengi í veðmálum eða ökuþórar á

ofur-köggum! Allir eru stjörnur og

rokkið dunar.

Katrina Del Mar ræðir

við bíógesti.

Page 8: Bíó Paradís Dagskrárblað jan.-feb. 2012

8 VIÐBURÐIR8 VIÐBURÐÐÐÐÐIRIRIRI

Ljósvakaljóð28. janúar frá kl. 13Stuttmyndahátíð fyrir kvikmyndagerðarmenn á aldrinum15- 25 ára. Samstarfsaðilar hátíðarinnar eru Zik Zak kvikmyndir, Bíó Paradís og Reykjavíkurborg. Aðgangur er ókeypis.

Hin árlega stuttmyndahátíð ungra

kvikmyndagerðarmanna fer fram

í sjötta skiptið laugardaginn 28.

janúar.

Dagskráin hefst kl. 13:00 með

málþingi með þekktum aðila úr

kvikmyndabransanum sem kynnt

verður síðar. Kl. 16:00 hefst stutt-

myndakeppnin.

Valdar verða 6-10 stuttmyndir úr

innsendum myndum til að keppa um

aðalverðlaunin, 50.000 kr. peninga-

verðlaun, en keppt verður að þessu

sinni í tveimur fl okkum: 15-20 ára

og 21-25 ára. Þá verða einnig

veitt 20.000 kr. peningaverðlaun

ásamt fl eiri vinningum fyrir besta

innsenda og óframleidda stutt-

myndahandritið.

Í dómnefnd stuttmynda eru:

Reynir Lyngdal leikstjóri (Okkar eigin Osló, Hamarinn,

Frost (í tökum)). Harpa Þórsdóttir framleið-andi (Vaktarseríurnar, Bjarn-

freðarson, Heimsendir).

Hilmar Guðjónsson leikari (Á

annan veg, Bjarnfreðarson).

Hrafnhildur Gunnarsdóttir formaður Félags kvik-myndagerðarmanna.

Í dómnefnd handrita eru:

Hafsteinn G. Sigurðs-son handritshöfundur og leikstjóri (Skröltormar Á

annan veg)

Margrét Örnólfsdóttir handrits-höfundur (Réttur, Svartir englar,

Pressa).

Nánar um dagskrá, reglur og fyrirkomulag má fi nna á www.ljosvakaljod.is.

Page 9: Bíó Paradís Dagskrárblað jan.-feb. 2012

VIÐBURÐIR 9

Sérstök hátíðarsýning á þessari einstöku kvikmynd í minningu Ólafs Gauks Þórhallssonar, tónskálds myndarinnar. Helstu aðstandendur myndarinnar verða viðstaddir sýninguna. Gísli Snær Erlingsson leikstjóri, sem nú starfar í Singapore, minnist Ólafs Gauks og samstarfs þeirra (sýnt af myndbandi).

Benjamín dúfa: í minningu Ólafs Gauks12. febrúar kl. 20

Þessi frábæra kvikmynd, sem hef-ur unnið til fjölmargra alþjóðlegra verðlauna, er byggð á skáldsögu Friðriks Erlingssonar og telst ein af helstu perlum íslenskrar kvik-myndasögu.

Myndin segir frá fjórum vinum og

viðburðaríku sumri í lífi þeirra. Regla

rauða drekans er stofnuð og þeir

Róland dreki, Andrés örn, Baldur

hvíti og Benjamín dúfa hafa nóg fyrir

stafni í baráttu sinni gegn ranglæti.

Lífi ð virðist vera óslitið ævintýri,

en það koma brestir í vináttuna,

ævintýrið breytir um svip og kaldur

raunveruleikinn ryðst inn í líf félaganna.

Ólafur Gaukur Þórhallsson (1930-2011) var einn ástsælasti tónlistarmaður

þjóðarinnar. Hann lauk prófi í tónsmíðum og kvikmyndatónlist frá Grove

School of Music í Los Angeles á níunda áratug síðustu aldar, þar sem hann

stúderaði meðal annars með meisturum á borð við Lalo Schifrin (Mission Im-

possible stefi ð, Bullit, Dirty Harry). Tónlistin við Benjamín dúfu er fyrsta verk

Ólafs Gauks á því sviði, áhrifamikið og blæbrigðaríkt verk sem meðal annars

kinkar kolli til eins helsta snillings kvikmyndatónlistar, Georges Delerue

(myndir Francois Truffaut, Jean-Luc Godard ofl .).

Ólafur Gaukur.

DRAMA, 1995. 91 MÍN. LEIKSTJÓRI: GÍSLI SNÆR ERLINGSSON. HANDRIT: FRIÐRIK ERLINGSSON. FRAMLEIÐANDI: BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON.

KVIKMYNDATAKA: SIGURÐUR

SVERRIR PÁLSSON. LEIKMYND: KARL

ASPELUND. TÓNLIST: ÓLAFUR GAUKUR

ÞÓRHALLSON. AÐALHLUTVERK: STURLA SIGHVATSSON, GUNNAR ATLI

CAUTHERY, HJÖRLEIFUR BJÖRNSSON,

SIGFÚS STURLUSON.

Page 10: Bíó Paradís Dagskrárblað jan.-feb. 2012

10 VIÐBURÐIR

Sýningar fyrir börn og unglinga á ýmsum af perlum kvikmyndanna fara fram í febrúar og mars undir stjórn Oddnýjar Sen kvikmyndafræðings.

Skólasýningar fyrir börn og unglingaFebrúar-mars

Kvikmyndafræðsla fyrir

börn og unglinga fer fram

á hverjum fi mmtudegi frá

9. febrúar og stendur í

sex vikur. Sýningar fyrir

börn eru klukkan 10:30

og sýningar fyrir unglinga

klukkan 13:00. Verkefnis-

stjóri er Oddný Sen,

kvikmyndafræðingur.

Tilgangurinn með sýning-

unum er kvikmynda-

fræðsla fyrir börn og

unglinga í grunnskólum

landsins. Börn og ungl-

ingar fá möguleika á að

kynnast kvikmyndum sem

hafa alþjóðlega gæðastimpla, eru ýmist klassískar perlur frá öllum skeiðum

kvikmyndasögunnar og/eða eru lykil kvikmyndir sem hafa skapað sér sess

innan kvikmyndasögunnar.

Þannig verða sýndar

myndir frá Bandaríkjunum,

Evrópu, Norðurlöndum,

Austurlöndum, Íslandi og

öllum heimsins hornum.

Á undan hverri sýningu

er haldinn fyrirlestur til að

auðvelda áhorfendum að

greina kvikmyndina ásamt

hugmyndum að ritgerðum

og umsögnum barnanna

um kvikmyndirnar. Leitast

verður við að skoða

margvísleg temu eins og

unglingsárin, tengsl nútíma

kvikmynda við kvikmynda-

söguna, úrvinnslu tilfi nn-

inga, félagsleg tengsl, sam-

félagsleg tengsl, einelti,

listsköpun, sjónarhorn og

uppsetningu svo fátt eitt sé

nefnt.

MYNDIRNAR ERU:

FYRIR BÖRN:

THE CIRCUS (CHARLES CHAPLIN, 1928)

E. T. (STEVEN SPIELBERG, 1982)

TOY STORY 3 (LEE UNKRICH, 2010)

WIZARD OF OZ (VICTOR FLEMING, 1939)

MODERN TIMES (CHARLES CHAPLIN, 1936)

CITY LIGHTS (CHARLES CHAPLIN, 1931)

VALIN BROT ÚR ÍSLENSKUM KVIKMYNDUM.

FYRIR UNGLINGA:

HÆVNEN (SUSANNE BIER, 2010)

JAWS (STEVEN SPIELBERG, 1975)

SMULTRANSTALLET (INGMAR BERGMAN, 1957)

REMEMBER ME (ALLEN COULTER, 2010)

THE PIANO (JANE CAMPION, 1993)

BABEL (ALEJANDRO GONZÀLES INÀRRITU,

2006)

VALIN BROT ÚR ÍSLENSKUM KVIKMYNDUM.

Charles Chaplin í Modern Times (Nútímanum).

Page 11: Bíó Paradís Dagskrárblað jan.-feb. 2012

SÝNINGARSKRÁ 11

Í BRENNIDEPLI / IM FOKUS / IN FOCUS:SÝNINGALISTILISTI Í TÍMARÖÐ YFIR ÞÆR MYNDIR SEM SÝNDAR ERU Í JANÚAR OG FEBRÚAR 2012. BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR. SÝNINGARTÍMA DAGSINS OG DAGSKRÁNA FRAMUNDAN MÁ SJÁ Á BIOPARADIS.IS.

KVIKMYND DAGSKRÁ SÝNDSubmarine Nýjar myndir Frá 20. janúar

Bíóbrjálæði (Katrina Del Mar) Viðburður 25. janúar

The Guard Nýjar myndir Frá 27. janúar

Qaqqat Alanngui (Skuggarnir í fjöllunum) Nýjar myndir Frá 27. janúar

Ljósvakaljóð (stuttmyndahátíð ungs fólks) Viðburður 28. janúar

Alle for én Nýjar myndir Frá 3. febrúar

Ég er ekki svo fallegt landslag Nýjar myndir Frá 3. febrúar

Skólasýningar fyrir börn og unglinga Viðburður Frá 9. febrúar

The Awakening Nýjar myndir Frá 10. febrúar

Kvikmyndir tilnefndar til Edduverðlauna Viðburður 10.-16. febrúar

Benjamín dúfa: í minningu Ólafs Gauks Viðburður 12. febrúar

Paris Nýjar myndir Frá 17. febrúar

A Dangerous Method Nýjar myndir Frá 24. febrúar

Kvikmyndir tilnefndar tilEdduverðlauna 201210.-16. febrúarEdduverðlaunin fara fram í þrettánda sinn laugardaginn 18. febrúar.

Verðlaunaafhendingin verður í Gamla bíói líkt og í fyrra og mun Stöð

2 sjónvarpa beint og óruglað frá viðburðinum. Dagana 10.-16. febrúar

mun Bíó Paradís sýna þær bíómyndir, heimildamyndir og stuttmyndir

sem hljóta tilnefningu til Eddunnar í ár. Ekki er enn ljóst hvaða myndir

þetta verða, en tilnefning-

ar verða kynntar í byrjun

febrúar. Sýningarnar eru

haldnar í tengslum við kjör

meðlima Íslensku kvik-

mynda- og sjónvarpsaka-

demíunnar (ÍKSA) á myndum

ársins en allir eru velkomnir

á þær. Venjulegt miðaverð

gildir, en meðlimir ÍKSA fá

frítt inn.

Page 12: Bíó Paradís Dagskrárblað jan.-feb. 2012

Bíóhneigð Nýjar kvikmyndir Klassískar kvikmyndir Kvikmyndakúríósur Kvikmyndahátíðir Viðburðir Fyrirlestrar Skólasýningar Bar/café