12
dk Viðskiptahugbúnaður Íslenskur í 15 ár

dk Viðskiptahugbúnaðurskjol.dk.is/PDF/dk_Vidskiptahugbunadur_baekl_Web.pdf · (e. template) fyrir mismunandi tegundir rekstrar sem innihalda m.a. bókhaldslykla og tengingar við

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: dk Viðskiptahugbúnaðurskjol.dk.is/PDF/dk_Vidskiptahugbunadur_baekl_Web.pdf · (e. template) fyrir mismunandi tegundir rekstrar sem innihalda m.a. bókhaldslykla og tengingar við

1

dk Viðskiptahugbúnaður

Íslenskur í 15 ár

Page 2: dk Viðskiptahugbúnaðurskjol.dk.is/PDF/dk_Vidskiptahugbunadur_baekl_Web.pdf · (e. template) fyrir mismunandi tegundir rekstrar sem innihalda m.a. bókhaldslykla og tengingar við

2

Page 3: dk Viðskiptahugbúnaðurskjol.dk.is/PDF/dk_Vidskiptahugbunadur_baekl_Web.pdf · (e. template) fyrir mismunandi tegundir rekstrar sem innihalda m.a. bókhaldslykla og tengingar við

3

dk hugbúnaður ehf. er framleiðandi dk viðskipta- og upplýsingakerfa. Allt frá stofnun fyrir tækisins árið 1998 höfum við haft það að markmiði að sjá íslenskum fyrir-tækjum fyrir öflugum viðskiptalausnum sem eru sérsniðnar að íslensku atvinnulífi.

Í dag er svo komið að á fimmta þúsund fyrir­

tækja nýta sér kosti hugbúnaðar­ og hýsingar­

lausna okkar og hefur hróður fyrirtækisins

borist út fyrir landsteinana og orðið til þess að

við höfum haldið úti starfsemi í Bretlandi og á

Norðurlöndunum um árabil.

Lykillinn að örum vexti okkar undanfarin ár

liggur í hæfu og traustu starfsfólki en fyrir­

tækið er í meirihlutaeigu starfsmanna og hefur

stór hluti núverandi starfsfólks starfað hjá

fyrirtækinu allt frá stofnun þess.

Með fagmennsku í fyrirrúmi reynum við ávallt

að veita persónulega og góða þjónustu og

vinnum við í nánu samstarfi við viðskiptavini

okkar til að sjá þeim fyrir bestu lausninni fyrir

þeirra fyrirtæki hverju sinni.

dk hugbúnaður ehf.

Page 4: dk Viðskiptahugbúnaðurskjol.dk.is/PDF/dk_Vidskiptahugbunadur_baekl_Web.pdf · (e. template) fyrir mismunandi tegundir rekstrar sem innihalda m.a. bókhaldslykla og tengingar við

4

dk Viðskiptahugbúnaður hefur verið hjartað í okkar starfsemi allt frá upphafi. Kerfið er í dag leiðandi viðskipta- og upplýsingakerfi fyrir smá og meðalstór fyrirtæki og þá hefur það færst mikið í vöxt að stærri fyrirtæki séu farin að velja kerfið fyrir sína starfsemi.

dk Viðskiptahugbúnaður er hagkvæm heild ar­

lausn fyrir íslensk fyrirtæki sem er í senn ein­

föld í uppsetningu og notkun. Auk algengustu

kerfiseininga dk Viðskipta hugbúnaðar eins

og fjárhags, sölu og birgða bjóðum við upp á

mikið úrval sérlausna fyrir hinar ýmsu tegundir

fyrirtækja s.s. hótel, verslanir, veitingahús og

félagasamtök svo fátt eitt sé nefnt auk þess að

hafa smíðað tengingar við önnur kerfi, vefsíður,

vef þjón ustur o.þ.h.

Kerfið er að öllu leyti þróað á Íslandi með

íslenskar aðstæður í huga og sérfræðingar

okkar í þróunardeildinni eru sífellt að bæta

kerfið í takt við nýja tíma og nýjungar í nútíma

tækni s.s. spjaldtölvur og snjallsíma.

Dæmi um fyrirtæki sem nýta sér dk Viðskiptahugbúnað

• Auglýsingastofur

• Apótek

• Arkitekta­ & verkfræðistofur

• Byggingaverktakar

• Endurskoðunar­ & bókhaldsstofur

• Félagasamtök

• Fiskvinnslu­ & útgerðarfyrirtæki

• Framleiðslu­ & rekstrarfyrirtæki

• Hótel

• Inn­ & útflutningsfyrirtæki

• Lögfræðistofur

• Nýsköpunarfyrirtæki

• Veitingastaðir

• Verslunarfyrirtæki

• Þjónustufyrirtæki

Nokkrar staðreyndir um dk Viðskipta-hugbúnað

• Í dag er textinn sem hefur verið forritaður

um 3 milljónir lína. Ef hann yrði prentaður

út á laser­prentara sem prentar 8 síður á

mínútu, þar sem hver síða inniheldur 50

línur, þá tæki það hann:

> 7.500 mín. = 125 klst. = 5 sólarhringa.

> 245 bækur, þar sem hver bók er 350

bls. með 35 línur á bls.

• Forritunarmálið sem er notað er Delphi

(Pascal forritunarmál).

• Gagnagrunnurinn, sem er undirstaðan, er

Pervasive PSQL frá Pervasive Software Inc.

• Í dag eru fyrirtæki sem nota dk Viðskipta­

hugbúnað á fimmta þúsund.

• Kerfið er í notkun í fjórum löndum: Íslandi,

Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð.

dk Viðskiptahugbúnaður

Page 5: dk Viðskiptahugbúnaðurskjol.dk.is/PDF/dk_Vidskiptahugbunadur_baekl_Web.pdf · (e. template) fyrir mismunandi tegundir rekstrar sem innihalda m.a. bókhaldslykla og tengingar við

5

Einfaldleiki og

hagkvæmni í fyrirrúmi

Kerfið er að fullu þróað á Íslandi með íslenskar

aðstæður í huga. Þetta hefur gert okkur kleift

að hanna kerfið svo það endurspegli og styðji

við íslenska viðskiptaferla svo auðvelt sé að

læra á og nota kerfið.

Með kerfinu fylgja fulluppsett fyrirtækjaform

(e. template) fyrir mismunandi tegundir

rekstrar sem innihalda m.a. bókhaldslykla

og tengingar við hin ýmsu undirkerfi dk

Viðskiptahugbúnaðar. Þetta gerir það að

verkum að mjög auðvelt og fljótlegt er að taka

kerfið í notkun.

Kerfið er byggt upp af mörgum kerfiseiningum

sem velja má saman eftir þörfum. Auðvelt er

að byrja með fáa kerfishluta og bæta síðan

við eftir því sem þörf krefur. Á þennan máta

vex kerfið með fyrirtækinu og skapar aukna

hagkvæmni því aðeins er greitt fyrir þær

kerfiseiningar sem eru í notkun hverju sinni.

Grant ThorntonGrant Thornton er framsækið og leiðandi

endurskoðunarfyrirtæki sem var stofnað í

árslok 1989 og hefur verið í stöðugum vexti

allar götur síðan. Fyrirtækið hefur ávallt

lagt mikla áherslu á að veita faglega og

persónulega þjónustu á sviði fjármála og

viðskipta og þannig aðstoða viðskiptavini sína

við að ná markmiðum sínum. Grant Thornton

hefur unnið í nánu samstarfi við dk hugbúnað

allt frá árinu 2000 og hefur átt ríkan þátt í að

gera dk Viðskiptahugbúnað að jafn öflugri

lausn og hann er í dag.

„Við höfum átt einstaklega gott samstarf við dk

hugbúnað til fjölda ára. Við höfum unnið náið með

fyrirtækinu við þróun fjárhagshluta dk Viðskipta­

hugbúnaðar og dk Framtals en við notum kerfið fyrir

alla okkar starfsemi auk þess að bjóða upp á aðgang

fyrir viðskiptavini okkar í gegnum dkVistun. Auk

bókhaldshlutans hefur verk bókhaldskerfi dk reynst

okkur afar vel og notum við það til að halda utan um

allar okkar tímaskráningar.“

Theodór S. Sigurbergsson, Grant Thornton

Page 6: dk Viðskiptahugbúnaðurskjol.dk.is/PDF/dk_Vidskiptahugbunadur_baekl_Web.pdf · (e. template) fyrir mismunandi tegundir rekstrar sem innihalda m.a. bókhaldslykla og tengingar við

6

Page 7: dk Viðskiptahugbúnaðurskjol.dk.is/PDF/dk_Vidskiptahugbunadur_baekl_Web.pdf · (e. template) fyrir mismunandi tegundir rekstrar sem innihalda m.a. bókhaldslykla og tengingar við

7

Helstu kostir

• Alíslenskt kerfi, hannað af starfsmönnum dk

frá grunni með íslenskar aðstæður í huga.

• Heildstætt kerfi þar sem notendaviðmót er

samræmt milli allra kerfishluta.

• Kerfið er auðvelt í uppsetningu og geta

viðskiptavinir, á einfaldan hátt, sett kerfið

upp sjálfir.

• Öflug greiningartól er að finna í öllum kerfis­

einingum þar sem auðvelt er að nálgast

upplýsingar og hreyfingar.

• Greiningartré gefa góða sýn á bókhaldslykla,

skuldunauta, lánar drottna, vörur, starfsmenn,

sölumenn og verk á myndrænan hátt.

• Í kerfinu eru lykiltölugreiningar sem gera

not andanum kleift að nálgast upplýsingar

um stöðu lykilstærða, án sérstakrar upp­

setningar.

• Notendaviðmót kerfisins er skýrt, einfalt og

einstaklega auðvelt í notkun.

• Einfalt er að innleiða dk og kennsla og

þjálfun starfsmanna tekur stuttan tíma.

• Kerfið er byggt upp af mörgum kerfis­

einingum sem má velja saman eftir þörfum.

Page 8: dk Viðskiptahugbúnaðurskjol.dk.is/PDF/dk_Vidskiptahugbunadur_baekl_Web.pdf · (e. template) fyrir mismunandi tegundir rekstrar sem innihalda m.a. bókhaldslykla og tengingar við

8

Sjónlag Sjónlag augnlæknastöð var stofnuð árið

2001 og er í fararbroddi á Íslandi hvað

varðar tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga.

Sjónlag hefur á tveimur skurðstofum

framkvæmt yfir 9000 sjónlagsaðgerðir með

laser og yfir 1000 augasteinsaðgerðir.

„Árið 2008 tók Sjónlag upp dk hugbúnað fyrir

starfsemi fyrirtækisins. Við völdum dk hugbúnað

vegna þess hve mikla breidd dk hugbúnaður hefur

í viðskiptalausnum og vegna afspurnar af góðri

þjónustu og ráðgjöf. dk hugbúnaður hefur vaxið

með fjölbreyttri starfsemi okkar. Við erum ánægð

með bókhaldshugbúnaðinn, verslunarkerfið og ekki

síst þjónustuna þar sem að við höfum fengið lausn

allra okkar mála hverju sinni á skjótan og öruggan

hátt.“

Guðrún Antonsdóttir, Sjónlag

Auðvelt aðgengi að

lykilupplýsingum

Vaxandi samkeppni og hraði í viðskiptum gerir

auknar kröfur til stjórnenda fyrirtækja. Þeir

þurfa að hafa góða yfirsýn og vera fljótir til

aðgerða ef nauðsyn krefur. Til að geta tekið

markvissar ákvarðanir þurfa stjórnendur upp­

lýsingar. Þær þurfa að vera aðgengilegar og

auðfengnar og veita stjórnendum nauðsyn­

lega yfirsýn. Stjórnendur vilja í auknum mæli fá

upplýsingarnar framsettar á myndrænan hátt

og eiga auðvelt með að sjá „stóru myndina“.

Page 9: dk Viðskiptahugbúnaðurskjol.dk.is/PDF/dk_Vidskiptahugbunadur_baekl_Web.pdf · (e. template) fyrir mismunandi tegundir rekstrar sem innihalda m.a. bókhaldslykla og tengingar við

9

Einn af kostum hugbúnaðarins frá dk eru

þær öflugu uppflettingar og greiningartól

sem í boði eru. Þær gera stjórnendum kleift

að fá góða yfirsýn yfir reksturinn og taka vel

upplýstar ákvarðanir um starfsemina sem

getur aukið bæði hagkvæmni og skilvirkni í

rekstri.

Með því að nota greiningartól dk Viðskipta­

hugbúnaðar getur þú með auðveldu móti séð

m.a. hverjir þínir bestu viðskiptavinir eru, hvaða

vörur seljast best og hvaða vörur veita þér

bestu framlegðina.

Allar skýrslur og greiningar í dk er hægt að

flytja út í Excel þar sem hægt er að eiga við

þær eins og hentar.

Öflug greiningartól

Í öllum kerfiseiningum dk eru að finna öflug

greiningartól, hvort sem unnið er með fjárhag,

skuldunauta, lánardrottna, sölu, birgðir, verk

eða laun. Greiningarvinnslurnar virka frá upp­

hafi og ekki er þörf á langri og erfiðri upp­

setn ingar vinnu með tilheyrandi tilraunum og

prófunum. Auðvelt er að fylgjast með stöðu

rekstrar og nálgast viðeigandi upplýsingar úr

undirkerfum.

LykiltölurÍ dk eru einnig öflugar lykiltölugreiningar sem gefa stjórnendum yfirlit yfir stöðu lykil­

stærða í rekstrinum, sjálfkrafa og eins langt

aftur í tímann og óskað er. Skoða má gögnin

á myndrænan hátt og koma þannig auga

á þróun og sveiflur, t.d. í lausafjárstöðu,

útistand andi viðskipakröfum, væntanlegum

greiðslum frá skuldunautum, hagnaði,

lykiltölum um arðsemi, lykiltölum um nýtingu

fjármagns, lykil tölum um greiðsluhæfi og fleira.

Helstu kostir stjórnendaverkfæranna eru:

• Minni þörf fyrir skýrslugerð

• Notendur eru fljótir að tileinka sér notkun

vinnslanna

• Hægt að skoða fyrirtækið í heild og

ákveðnar einingar þess

• Hægt er að skoða gögn út frá mörgum

mismunandi sjónarhornum

• Auðvelt að sjá þróun lykilstærða út frá

hinum ýmsu víddum rekstrarins

Page 10: dk Viðskiptahugbúnaðurskjol.dk.is/PDF/dk_Vidskiptahugbunadur_baekl_Web.pdf · (e. template) fyrir mismunandi tegundir rekstrar sem innihalda m.a. bókhaldslykla og tengingar við

10

FjárhagurInniheldur allar hefðbundnar vinnslur fjárhags­

kerfis, svo sem bókhalds lykla, dagbækur,

öflugar uppfletti­ og fyrirspurnarvinnslur,

útprentun á margvíslegum skýrslum, virðis­

aukaskattsvinnslur, fjárhagsáætlanir, banka­

kerfi, ársreikningsvinnslur, greiningartól,

meðhöndlun gjaldmiðla, meðhöndlun vídda

(tilvísanir, deildir, verkefni og viðfangsefni) og

ýmsar uppsetningar.

EignirInniheldur allar hefðbundnar vinnslur eigna­

kerfis, svo sem eignaskráningu, dagbækur,

uppfletti­ og fyrirspurnarvinnslur, útprentun á

margvíslegum skýrslum, afskriftaútreikninga

og ýmsar uppsetningar.

SkuldunautarInniheldur allar hefðbundnar vinnslur skuldu­

nauta kerfis (viðskiptamannakerfis), svo sem

skuldunautaskráningu, öflugar uppfletti­ og

fyrirspurnarvinnslur, útprentun á margvíslegum

skýrslum, dráttarvaxtaútreikning, reiknings­

yfirlitsvinnslur, afstemmingar, innheimtukerfi

banka, greiningartól, áskriftarvinnslur, með­

höndlun gjaldmiðla og ýmsar uppsetningar.

CRMInniheldur allar hefðbundnar vinnslur sölu­

og markaðskerfis, svo sem meðhöndlun

reglulegra og væntanlegra viðskiptavina, smíði

úrtaka, meðhöndlun herferða, meðhöndlun

aðgerða og funda, meðhöndlun bréfa, tölvu­

pósta og límmiða, öflugar uppfletti­ og fyrir­

spurnarvinnslur, útprentun á margvíslegum

skýrslum, öflugt eiginleika­, hópa­ og flokk­

unar kerfi og ýmsar uppsetningar.

SalaInniheldur allar hefðbundnar vinnslur sölu­

kerfis, svo sem skráningu reikninga, sölu pant­

ana, tilboða og áskriftarreikninga, öflugar

uppfletti­ og fyrirspurnarvinnslur, útprentun

á margvíslegum skýrslum, sölumannakerfi,

söluáætlanir, greiningartól, rafrænar sendingar

(SMT), verslunareiningu, frístandandi

afgreiðslu kerfi (dk POS), tengingar við hand­

tölvur og afgreiðslukassa (sjóðvélar) og ýmsar

uppsetningar.

LánardrottnarInniheldur allar hefðbundnar vinnslur lánar­

drottna kerfis, svo sem lánardrottna skrán ingu,

móttöku og skráningu reikninga, samþykktar­

kerfi, beiðnakerfi, greiðslu reikninga, öflugar

uppfletti­ og fyrirspurnar vinnslur, útprentun

á margvíslegum skýrslum, afstemmingar,

greiningartól og ýmsar upp setningar.

InnkaupInniheldur allar hefðbundnar vinnslur inn­

kaupakerfis, svo sem innkaupapantanir,

innkaupatillögur, öfluga vörumóttöku, toll­

skýrslu gerð, rafrænar sendingar (SMT),

verðútreikninga vegna innkaupa á vörum

frá erlendum birgjum, uppfletti­ og fyrir­

spurnarvinnslur, útprentun á margvíslegum

skýrslum, greiningartól og ýmsar uppsetningar.

BirgðirInniheldur allar hefðbundnar vinnslur birgða­

kerfis, svo sem vöruskráningu, birgða skrán­

ingu, talningavinnslur, öflugar uppfletti­ og

fyrirspurnarvinnslur, útprentun á margvíslegum

skýrslum, verðbreytingar, afsláttarkerfi,

samningsbundin verð, strika merkjavinnslur,

uppskriftakerfi, raðnúmerakerfi (serial númer),

lotunúmerakerfi, greiningartól, margar birgða­

geymslur og ýmsar upp setningar.

Yfirlit yfir kerfiseiningar

Page 11: dk Viðskiptahugbúnaðurskjol.dk.is/PDF/dk_Vidskiptahugbunadur_baekl_Web.pdf · (e. template) fyrir mismunandi tegundir rekstrar sem innihalda m.a. bókhaldslykla og tengingar við

11

VerkInniheldur allar hefðbundnar vinnslur verk­

kerfis, svo sem tímaskráningu, kostnaðar­

skráningu (efnisúttekt), skráningu á verkum,

verkþáttum og verkliðum, öflugar uppfletti­ og

fyrirspurnarvinnslur, útprentun á margvíslegum

skýrslum, áætlanir, greiningartól og ýmsar

uppsetningar.

LaunInniheldur allar hefðbundnar vinnslur launa­

kerfis, svo sem starfsmannaskráningu, skrán­

ingu á tímum og upphæðum, launa út reikning,

prentun á launaseðlum og skilagreinum,

uppfletti­ og fyrirspurnarvinnslur, útprentun á

margvíslegum skýrslum, rafrænar sendingar,

stimpilklukka, sjómannalaun, greiningartól og

ýmsar uppsetningar.

FélagarInniheldur allar hefðbundnar vinnslur félaga­

kerfis, svo sem skráningu á félagsmönnum,

félagsgjöldum og sjóðagjöldum, styrkveitingu

úr ýmsum sjóðum, svo sem sjúkra­, styrktar­,

vísinda­ og endurmenntunarsjóðum, öflugar

uppfletti­ og fyrirspurnarvinnslur, útprentun

á margvíslegum skýrslum, öflugt hópa­ og

flokkakerfi og ýmsar uppsetningar.

HótelkerfiInniheldur allar hefðbundnar vinnslur hótel­

kerfis, svo sem herbergjapantanir, inn skrán­

ingu gesta, skráningu kostnaðar á herbergi,

gistináttaskýrslu, þrifaskýrslu, sérskýrslur

vegna gesta og dagatal yfir stöðu herbergja.

Einnig er einföld vinnsla þar sem hægt er að

setja verð á herbergi m.v. daga og tímabil.

Hótelkerfið er samhæft við dk POS og því er

hægt að skrá úttektir í veitingasal og/eða bar

beint á herbergi.

dkVistundkVistun er kerfisleiga dk hugbúnaðar.

Notendur kerfisins tengjast þjónustunni í

gegnum internetið og öll gagnavinnsla fer

fram á öflugum miðlurum. dkVistun sér um

alla afritun gagna og annast uppfærslu hug­

búnaðar. Þetta tryggir aukið rekstraröryggi

og gerir allan kostnað vegna tölvubúnaðar

fyrirsjáanlegri. dkVistun hentar jafnt PC sem

Mac notendum.

Page 12: dk Viðskiptahugbúnaðurskjol.dk.is/PDF/dk_Vidskiptahugbunadur_baekl_Web.pdf · (e. template) fyrir mismunandi tegundir rekstrar sem innihalda m.a. bókhaldslykla og tengingar við

12

dk hugbúnaður er framleiðandi dk viðskipta- og upplýsingakerfa. Hjá fyrirtækinu starfar þrautreynt og harðsnúið lið vel menntaðra einstaklinga. Markmið þeirra er að viðskipta -vinir fyrirtækisins njóti bestu lausna og þjónustu hverju sinni.

Hröð, nákvæm og örugg meðhöndlun upplýsinga er ráðandi lykilþáttur í rekstri fyrirtækja, jafnt við daglega stjórnun sem stefnumótandi ákvarðanir. Starfsmenn dk hugbúnaðar veita aðstoð við úttekt á þörfum fyrirtækja og gefa góð ráð við endurskipulagningu þeirra.

Fyrirtækið var stofnað í desember árið 1998 og eru notendur dk hugbúnaðar í dag orðnir á fimmta þúsund, þar af um þrjú þúsund í dkVistun. Þeir eru úr flestum atvinnugreinum og �ölgar ört. dk hugbúnaður er nú leiðandi fyrirtæki á sviði viðskiptahugbúnaðar fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki á Íslandi.

dk hugbúnaður ehf.Bæjarhálsi 1110 ReykjavíkSími: 510 5800Netfang: [email protected]

www.dk.is

Hjá okkur er fagmennska í samskiptum og vinnubrögðum í hávegum höfð.

BókhaldskerfiLaunakerfiVerslunarkerfiVistun