30
Erna Guðmundsdóttir, hdl 16. janúar 2009 EES-samningurinn -Innleiðing tilskipana á vinnumarkaðinum- Hefur hann bætt réttindi launafólks ?

EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

  • Upload
    others

  • View
    10

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

Erna Guðmundsdóttir, hdl16. janúar 2009

EES-samningurinn-Innleiðing tilskipana á vinnumarkaðinum-

Hefur hann bætt réttindi launafólks ?

Page 2: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

2

Hvað er EES-samningurinn?

Fríverslunarsamningur á milli EFTA-ríkjanna innan EES (Íslands, Noregs og Liechtenstein) og Evrópusambandsins (27 ríki).Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES-samningurinn, fagnaði 15 ára afmæli sínu hinn 1. janúar sl. Samningurinn var undirritaður 2. maí árið 1992 í Óportó en öðlaðist gildi 1. janúar 1994.

Page 3: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

Einsleitt efnahagssvæði

Markmið: að mynda einsleitt efnahagssvæði.Samningurinn gerir ráð fyrir að á samningssviðinu sé einsleitni þ.e. að ekki skipti máli í hvaða landi tiltekin atvik verða, um þau gildi sömu reglur og þeim verði framfylgt eins.

3

Page 4: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

Einsleitt efnahagssvæði

Til þess að reyna að tryggja þetta hafa EFTA ríkin sett upp eigin stofnanir sem er ætlað að endurspegla hliðstætt kerfi ESB megin, a.m.k. að hluta. (Sjá síðar)

4

Page 5: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

Frelsin fjögur

Frelsin fjögurfrjáls vöruviðskiptifrjáls þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga, sameiginlegan vinnumarkað á EES-svæðinu (frelsi í fólksflutningum).

5

Page 6: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

Sameiginlegur vinnumarkaður

Sameiginlegi vinnumarkaðurinn byggir á þeirri forsendu að íbúar í þessum 30 aðildarríkjum EES hafi möguleika á atvinnuleit og að taka upp störf hvar sem er á EES-svæðinu.• Meginreglan varðandi sameiginlegan vinnumarkað

er að launafólk sem hefja störf annars staðar en í sínu heimalandi, njóti þeirra kjara og réttinda sem gilda í því ríki sem það starfar hverju sinni.

• Lágmarkskjör og réttindi hafa verið samræmd að ákveðnu marki með samningum og tilskipunum á Evrópuvísu.

6

Page 7: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

Hvað er EES-samningurinn ?

Samningurinn kveður einnig á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl.

7

Page 8: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

8

Hvað er EES-samningurinn ?

Með samningnum öðlast EFTA-ríkin innan EES aðild að innri markaði ESB og öfugt. Saman mynda ríkin 30 því eitt markaðssvæði með u.þ.b 500 millj. borgurum. Á EES-svæðinu gilda því sömu reglur um “frelsin fjögur” og á sér stað heildarsamræming á reglum á þessum sviðum í formi “gerða” ESB.

Page 9: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

9

Hvað er EES-samningurinn ?

Það sem er undanskilið í EES-samningnum og hann inniheldur ekki er m.a.:

Aðild að stofnunum ESB.Ekki sameiginleg stefna í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum.Utanríkis- og öryggismál.Skattamál.Aðild að myntbandalaginu (Evran).O.fl

Page 10: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

10

Hvað er EES-samningurinn ?

Gerðir ESB eru: tilskipanir, reglugerðir, ákvarðanir, tilmæli o.fl.Reglugerðir (regulations): Löggjöf sem tekur gildi þegar í stað í aðildarríkjunum og ekki þarf að innleiða sérstaklega í landsrétt. Tilskipanir (directives): Er beint til aðildarríkjanna og eru bindandi þannig að uppfylla verður markmiðin en ríkin ákveða sjálf með hvaða hætti það er gert. Ákvarðanir (decisions): Gilda í einstökum málum og eru bindandi fyrir þá sem þeim er beint að. Tilmæli (recommendations) og álit (opinions): Eru ekki bindandi, heldur áeggjan til þeirra sem þau beinast að.

Page 11: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

11

Hver sér um að framfylgja EES-samningnum?

Fyrir ESB ríkin: Evrópusambandið sér um að viðhalda EES-samningnum fyrir ESB ríkin Fyrir Ísland, Noreg og Liechtenstein: Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA).Tveggja stoða kerfið (sjá mynd).EFTA-ríkin stofnuðu, á grundvelli EES-samningsins, sambærilega stofnanir og ESB byggir á til að sinna samningnum. Á milli stoðanna tveggja var svo stofnaður sameiginlegur vettvangur þar sem samningsaðilar frá ESB og EFTA mætast til að taka ákvarðanir um EES-samninginn.

Page 12: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

12

Hver sér um að framfylgja EES-samningnum?

Á þessum sameiginlega vettvangi eru teknar ákvarðanir um það hvaða gerðir ESB þarf að taka upp í EES-samninginn, þ.e.a.s hvaða nýju lagagerðir ESB eru EFTA-ríkin skuldbundin að innleiða í sína löggjöf á grundvelli EES-samningsins.

Page 13: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

13

Hvernig gengur innleiðing á gerðum ESB fyrir sig ?

Sameiginlega EES-nefndin (EEA Joint Committee)

Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar.Fundar einu sinni í mánuði.Fjallar um álitamál og tekur ákvarðanir um hvaða gerðir ESB skuli taka upp í EES-samninginn og hvort gerðirnar séu ásættanlegar fyrir EFTA/EES ríkin – með fyrirvara um samþykki lögþinga ríkjanna.

Page 14: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

14

Hvernig gengur innleiðing á gerðum ESB fyrir sig ?

Ef EES-nefndin samþykkir viðkomandi gerð þá fær hún gildi í EFTA/EES ríkjunum með fyrirvara um skilyrði stjórnskipunarréttar hvers ríkis. Reglur sem snerta EES verða þannig ekki að innanlandsrétti á Íslandi fyrr en þær hafi verið teknar upp í samræmi við reglur íslenskrar stjórnskipunar. Þar er í meginatriðum um tvennt að ræða, annars vegar lagasetningu á Alþingi eða og hins vegar setningu reglugerða eða annars konar stjórnvaldsfyrirmæla.Hefð fyrir því að leitast við að hrinda ákvæðum tilskipana er varða vinnumarkaðinn í framkvæmd með kjarasamningum. Ef það næst ekki þá er lagaleiðin alltaf opin.

Page 15: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

15

Samningar á Evrópuvísu

Samningur staðfestur

afFramkvæmdastjórn

ESB

FramkvæmdastjórnESB

gefur úttilskipun

ETUC og UNICEgera

samning

Aðildarríkjumber að

innleiða með lögumog eða kjarasamn.

Page 16: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

16

Tilskipanir innleiddar á Íslandi er varða vinnumarkaðinn.

Á Íslandi hafa tilskipanir er varða vinnumarkaðinn í flestum tilfellum verið innleiddar með lögum. Nokkur tilvik um að aðilum vinnumarkaðarins hefur tekist að semja um innleiðingu tilskipana:

Samningur um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma Vinnutímasamningurinn frá 1997.Samningur um fjarvinnu frá 1. nóvember 2006.

Page 17: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

17

Tilskipanir innleiddar á Íslandi er varða vinnumarkaðinn.

VinnurétturRéttindi varðandi hópuppsagnir.Réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum Ábyrgð á launum við gjaldþrot.Réttur starfsmanna til að fá ráðningar- og starfskjör sín staðfest skriflega. Réttindi starfsmanna sem vinna tímabundið í öðrum aðildarríkjum. Reglur á sviði upplýsinga og samráðs. Réttindi starfsmanna í hlutastörfum. Réttindi starfsmanna sem eru tímabundið ráðnir.

Page 18: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

18

Tilskipanir innleiddar á Íslandi er varða vinnumarkaðinn.

Vinnuvernd:Vinnutímatilskipunin, sem kveður m.a. á um hámarksvinnutíma launafólks og daglega og vikulega lágmarkshvíld.Réttur þungaðra kvenna, kvenna sem nýlega hafa alið börn og sem eru með börn á brjósti. Vinnuvernd barna og unglinga. Rammatilskipun um vinnuvernd, sem setur ramma um aðbúnað og vinnuverndarstarf á vinnustöðunum.Reglur um húsnæði vinnustaða, öryggismerkingar á vinnustöðum, persónuhlífar o.fl.

Page 19: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

19

Tilskipanir innleiddar á Íslandi er varða vinnumarkaðinn.

Á sviði jafnréttismála:Jafnréttistilskipanir Evrópusambandsins, þ.m.t. um launajafnrétti, um jafnan aðgang að störfum og um sönnunarbyrði, hafa verið lögfestar hér á landi.Reglur sem svara til ákvæða þessara tilskipana er nú að finna í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.Tilskipun um Foreldraorlof var innleidd með lögum um fæðingar- og foreldraorlof.

Page 20: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

20

Eftirlit með innleiðingu.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA)Sameiginlegar reglur á Evrópska efnhagssvæðinu eru settar m.a. til að tryggja samkeppni og veita fólki og fyrirtækjum ýmis réttindi innan svæðisins.Eftirlitsstofnun EFTA hefur eftirlit með því að reglum EES sé fylgt á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein auk þess sem hún annast ýmis stjórnsýslustörf.Eftirlitsstofnun EFTA er ætlað að tryggja að EFTA/EES ríkin standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum og að fyrirtæki fari að reglum um virka samkeppni. Stofnunin getur rannsakað meint brot, annaðhvort að eigin frumkvæði eða á grundvelli kvartana. Ef ríki lætur hjá líða að leiða EES-reglur í landslög, eða beita þeim rétt, hefur stofnunin afskipti af því. ESA getur síðan hafið formlega málsmeðferð og á lokastigi málsmeðferðar vísað málinu til EFTA-dómstólsins. Lög um tímabundnar ráðningar starfsmanna og hlutastarfalögin.

Page 21: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

21

Eftirlit með innleiðingu.

EFTA-dómstóllinn.Dómstóllinn hefur, ásamt ESA mikilvægt hlutverk í að tryggja framkvæmd EES samningsins á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein.EFTA dómstóllinn situr í Luxemborg og í honum sitja þrír dómarar, frá Íslandi, Noregi og Liechtenstein.EFTA/EES ríkin koma sér saman um skipan dómaranna til sex ára í senn og þeir velja forseta úr sínum hópi til tveggja ára í senn. Dómstóllinn hefur, ásamt ESA mikilvægt hlutverk í að tryggja framkvæmd EES samningsins á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein. Dómstólar í þessum þremur ríkjum geta leitað ráðgefandi álits EFTA dómstólsins um mál sem snerta túlkun EES-reglna. Auk þessa dæmir dómstóllinn um gildi ákvarðana ESA og í deilumálum sem kunna að rísa á milli EFTA/EES ríkja.

Page 22: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

22

Hvað er á dagskrá ?

Sjálfstæður rammasamningur um einelti og ofbeldi við vinnu.

ASÍ og SA hafa gert samning. Ríki og sveitarfélög ekki.Tilskipun um stress. Ríkið hefur ekki samið um efni tilskipunarinnar.

ESA er með athugasemdir við innleiðingu tilskipana um hlutastörf, tímabundna ráðningu og réttindi og skyldur erlendra starfsmanna. Endurskoðun laganna í samráði við aðila vinnumarkaðarins.Ákveðin ládeyða í gangi. Grundvallast af pólitísku umhverfi ESB. Stækkunin hefur líka haft mikil áhrif.

Page 23: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

Áætlanir á sviði félagsmála, vinnumála og jafnréttismála

Progress er nýleg áætlun á sviði félags- og vinnumála sem tekur til áranna 2007 til 2013.Áætlunin gefur fjölmörg tækifæri til samstarfs fyrir íslenska aðila á sviði vinnumála, félagsmála, vinnuverndar og jafnréttismála.

23

Page 24: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

Áætlanir á sviði félagsmála, vinnumála og jafnréttismála

24

Tillaga að tilskipun um jafnræði einstaklingaÞann 2. júlí 2008 sendi framkvæmdastjórn ESB frá sér tillögu að tilskipun sem kveður á um framkvæmd meginsjónarmiða um jafnræði milli fólks og bann við mismunun hvað varðar trúarbrögð eða trúarskoðanir, fötlun, aldur eða kynhneigð. samninginn.

Page 25: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

Áætlanir á sviði félagsmála, vinnumála og jafnréttismála

Sambærileg tilskipun var sett árið 2000 um bann við mismunun vegna ofangreindra þátta á vinnumarkaði, en þessitilskipun gengur skrefinu lengra og kveður á um bann við slíkri mismunun utanvinnumarkaðar. Samkvæmt því sem kemur fram í texta tillögunnar er tilskipunin EES tæk og því reynir á upptöku hennar í EES-samninginn.

25

Page 26: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

Áætlanir á sviði félagsmála, vinnumála og jafnréttismála

JAFNRÉTTISMÁLJafnréttisstofnun EvrópusambandsinsVegvísir í jafnréttismálum

-(Roadmap to equality between women and men)

VINNUMÁLSamkomulag um breytingar á vinnutímatilskipuninni og tillögu um starfsmannaleigur.

26

Page 27: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

Áætlanir á sviði félagsmála, vinnumála og jafnréttismála

„Flexicurity“ – stefnumarkandi viðmið fyrir ESB

þróa vinnumarkað í Evrópuríkjunum sem einkennist af “sveigjanleika með öryggi” (e. Flexicurity)

Herða baráttu sína gegn ótilkynntri eða svartri atvinnustarfsemi.

27

Page 28: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

Áhrif á íslenskan vinnumarkað ?

• Stjórnvöld ekki beinir aðilar að ákvarðanatöku og eftirfylgni

• Eigum ekki aðild að mikilvægu samstarfi eins og t.d.:• Efnahags- og félagsmálanefnd Evrópu• Vinnuverndarstofnuninni í Bilbao• Dublinarstofnuninni um bætta lífsafkomu og starfsaðstæður.

• Hins vegar má líta á fjölda tilskipana sem hafa verið teknar upp í íslenskri löggjöf.

• Frjáls för launafólks innan EES-svæðisins. Reyndist vel í Norðurlandasamstarfi.

• Fæðingarorlofslögin og hlutabætur í atvinnuleysi-ekki á grundvelli EES-samningsins.

28

Page 29: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

Dómar

• Dómstólar • Nr. 195/2001. Með hliðsjón af atvikum málsins var ekki

talið, að lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 77/1993 hefðu staðið í vegi uppsagna starfsmanna K 31. maí 1999, sem voru til komnar af brýnum efnahagslegum ástæðum, sbr. einkum 2. málslið 1. mgr. 3. gr. laganna

29

Page 30: EES-samningurinn · Skipuð sendiherrum Íslands, Noregs og Liechteinstein gagnvart ESB annars vegar og hátt settum embættismanni fyrir hönd ESB hins vegar. Fundar einu sinni í

Dómar

• Nr. 222/2006. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem staðfest var í Hæstarétti, kemur fram að um aðilaskipti sé að ræða í skilningi laga nr. 72/2002 ef fyrirtæki heldur „einkennum sínum“. Þegar atvik málsins voru skoðuð í ljósi meginmarkmiðs laganna um verndun launamanna við þær aðstæður þegar nýir vinnuveitendur taka við atvinnustarfsemi og viðmiðanna við túlkun á hugtakinu „aðilaskipti“, var talið að aðilaskipti í skilningi laganna hefðu átt sér stað. Hafi G.P.G. því borið á grundvelli laganna að virða þau launakjör og starfsréttindi sem G hafði áunnið sér. Nr. 99/2000.-Þar var vísað til vinnutímasamningsins

30