16
Vinnueftirlitið / 2. tbl. 24. árg. 2007 Efnisyfirlit * Skaðabætur vegna atvinnusjúkdóms af völdum efnamengunar – bls. 5 * Óhöpp og slys við byggingakrana – bls. 6 * Ferðaþjónustan í Breiðavík datt í lukkupottinn – bls. 6 * Öndunargrímur – bls. 7 * Léttitæki í hávegum höfð – bls. 8 * Er skóflan læst? – bls. 10 * Vinna íslenskra ungmenna – bls. 11 * Hvers vegna er örorka algengari meðal kvenna en karla? – bls. 12 * Ný aðferð við eftirlit – bls. 12 * Einkenni vanlíðanar hjá konum í hópi grunnskóla- kennara – bls. 13 * Heimasíða Vinnueftirlitsins – bls. 15 * Einelti á vinnustað – Samanburður þriggja opinberra vinnustaða – baksíða f r é t t a b r é f u m Framhald á bls. 2. Afar vel sótt ráðstefna var haldin í hinni árlegu Evrópsku vinnuverndarviku 2007. Það er Evrópska vinnuverndarstofn- unin í Bilbao á Spáni sem ákvarðar hvert efni vinnuverndarvikunnar skuli vera í hvert sinn. Fyrir Íslands hönd hefur Vinnueftirlitið skipulagt vinnuverndarvikuna allt frá upphafi, þ.e. frá árinu 2000. Á síðasta ári var lögð áhersla á vinnu ungs fólks með hvatningarorðunum Örugg frá upphafi en að þessu sinni er yfirskrift vikunnar Hæfilegt álag er heilsu best. Sjónum er beint að því hvernig hægt er að koma í veg fyrir álagseinkenni í vinnu með því að stuðla að góðu og öruggu vinnuum- hverfi. Hvað er þá átt við með orðinu álag? Hér er átt við bæði líkamlegt og andlegt álag. Líkamlegt álag getur orsakast af óhentugum vinnustellingum eða hreyf- ingum, líkamlegu erfiði, einhæfum, síendurteknum hreyfingum, hávaða, of löngum vinnutíma, slæmri hönnun vinnustaðarins, óskynsamlegu skipulagi vinnunnar o.fl. o.fl. Hið andlega og félagslega álag í vinnunni getur einnig valdið vanlíðan, t.d. ef of mörg verkefni bíða en einnig ef verkefnin eru af skorn- um skammti, ef samskipti á vinnustað eru neikvæð, ef starfsfólk einangrast, ef upplýsingaflæði er lélegt, ef sjálfstæði í Frá ráðstefnu Vinnueftirlitsins í vinnuverndarvikunni. Fundarmenn notuðu tækifærið til að hreyfa sig en hreyfing er einn af lyklunum að bættri heilsu og betri líðan. Hæfilegt álag er heilsu best vinnu er takmarkað o.fl. o.fl. Allt þetta getur valdið streitu sem gjarnan birtist í líkamlegum álagseinkennum, svo sem vöðvabólgu, bakverkjum, magaverk og höfuðverk en einnig í kvíða, spennu og jafnvel þunglyndi. Hæfilegt álag er nefnilega heilsu best. Á ofangreindri ráðstefnu, sem hald- in var á Grand hóteli í Reykjavík, var húsfyllir enda fjölbreytt dagskrá í boði. Fjallað var um áhættumat á vinnustöð- um, hönnun vinnustaða, meðhöndl- un byrða, starfsendurhæfingu þeirra sem veikst hafa, vinnuverndarstarf í fyrirtækjum og hvað felst í hugtak- inu góðum vinnustað. Loks voru fyr- irmyndarfyrirtækjum, sem starfsmenn Vinnueftirlitsins kusu, afhent viðurkenn- ingarskjöl. Á næstu blaðsíðum verður stuttlega greint frá erindum á ráðstefn- unni. Nokkrir aðilar kynntu vöru sína og þjónustu í anddyrinu fyrir framan ráð- stefnusalinn og notfærði fjöldi manns sér það tækifæri. Kynningaraðilarnir voru: Dynjandi, Eirberg, Háskólinn á Bifröst, Hnit, Inpro, S. Líndal, VGH- Hönnun, Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. og Vinnuvernd ehf. Ráðstefnustjóri var Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins.

Efnisyfirlit · 2013. 3. 1. · Vinnueftirlitið / 2. tbl. 24. árg. 2007 Efnisyfirlit * Skaðabætur vegna atvinnusjúkdóms af völdum efnamengunar – bls. 5 * Óhöpp og slys

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Efnisyfirlit · 2013. 3. 1. · Vinnueftirlitið / 2. tbl. 24. árg. 2007 Efnisyfirlit * Skaðabætur vegna atvinnusjúkdóms af völdum efnamengunar – bls. 5 * Óhöpp og slys

Vinnueftirlitið / 2. tbl. 24. árg. 2007

Efnisyfirlit* Skaðabætur vegna atvinnusjúkdóms af völdum efnamengunar

– bls. 5

* Óhöpp og slys við byggingakrana – bls. 6

* Ferðaþjónustan í Breiðavík datt í lukkupottinn

– bls. 6

* Öndunargrímur – bls. 7

* Léttitæki í hávegum höfð – bls. 8

* Er skóflan læst? – bls. 10

* Vinna íslenskra ungmenna – bls. 11

* Hvers vegna er örorka algeng ari meðal kvenna en karla? – bls. 12

* Ný aðferð við eftirlit – bls. 12

* Einkenni vanlíðanar hjá konum í hópi grunnskóla-

kennara – bls. 13

* Heimasíða Vinnueftirlitsins – bls. 15

* Einelti á vinnustað – Samanburður þriggja opinberra vinnustaða – baksíða

f r é t t a b r é f u m

Framhald á bls. 2.

Afar vel sótt ráðstefna var haldin í hinni árlegu Evrópsku vinnuverndarviku 2007.

Það er Evrópska vinnuverndarstofn­unin í Bilbao á Spáni sem ákvarðar hvert efni vinnuverndarvikunnar skuli vera í hvert sinn. Fyrir Íslands hönd hefur Vinnueftirlitið skipulagt vinnuverndarvikuna allt frá upphafi, þ.e. frá árinu 2000. Á síðasta ári var lögð áhersla á vinnu ungs fólks með hvatningarorðunum Örugg frá upphafi en að þessu sinni er yfirskrift vikunnar Hæfilegt álag er heilsu best. Sjónum er beint að því hvernig hægt er að koma í veg fyrir álagseinkenni í vinnu með því að stuðla að góðu og öruggu vinnuum­hverfi.

Hvað er þá átt við með orðinu álag? Hér er átt við bæði líkamlegt og andlegt álag. Líkamlegt álag getur orsakast af óhentugum vinnustellingum eða hreyf­ingum, líkamlegu erfiði, einhæfum, síendurteknum hreyfingum, hávaða, of löngum vinnutíma, slæmri hönnun vinnustaðarins, óskynsamlegu skipulagi vinnunnar o.fl. o.fl. Hið andlega og félagslega álag í vinnunni getur einnig valdið vanlíðan, t.d. ef of mörg verkefni bíða en einnig ef verkefnin eru af skorn­um skammti, ef samskipti á vinnustað eru neikvæð, ef starfsfólk einangrast, ef upplýsingaflæði er lélegt, ef sjálfstæði í

Frá ráðstefnu Vinnueftirlitsins í vinnuverndarvikunni. Fundarmenn notuðu tækifærið til að hreyfa sig en hreyfing er einn af lyklunum að bættri heilsu og betri líðan.

Hæfilegt álag er heilsu bestvinnu er takmarkað o.fl. o.fl. Allt þetta getur valdið streitu sem gjarnan birtist í líkamlegum álagseinkennum, svo sem vöðvabólgu, bakverkjum, magaverk og höfuðverk en einnig í kvíða, spennu og jafnvel þunglyndi. Hæfilegt álag er nefnilega heilsu best.

Á ofangreindri ráðstefnu, sem hald­in var á Grand hóteli í Reykjavík, var húsfyllir enda fjölbreytt dagskrá í boði. Fjallað var um áhættumat á vinnustöð­um, hönnun vinnustaða, meðhöndl­un byrða, starfsendurhæfingu þeirra sem veikst hafa, vinnuverndarstarf í fyrir tækjum og hvað felst í hugtak­inu góðum vinnustað. Loks voru fyr­irmyndarfyrirtækjum, sem starfsmenn Vinnueftirlitsins kusu, afhent viðurkenn­ingarskjöl. Á næstu blaðsíðum verður stuttlega greint frá erindum á ráðstefn­unni.

Nokkrir aðilar kynntu vöru sína og þjónustu í anddyrinu fyrir framan ráð­stefnusalinn og notfærði fjöldi manns sér það tækifæri. Kynningaraðilarnir voru: Dynjandi, Eirberg, Háskólinn á Bifröst, Hnit, Inpro, S. Líndal, VGH­Hönnun, Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. og Vinnuvernd ehf.

Ráðstefnustjóri var Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins.

Page 2: Efnisyfirlit · 2013. 3. 1. · Vinnueftirlitið / 2. tbl. 24. árg. 2007 Efnisyfirlit * Skaðabætur vegna atvinnusjúkdóms af völdum efnamengunar – bls. 5 * Óhöpp og slys

Ávarp ráðherraFélagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðar­dóttir, setti ráðstefnuna. Í máli sínu gerði hún að umtalsefni hinn mikla fjölda erlendra starfsmanna hér á landi og að nauðsynlegt væri að tryggja að þeir þurfi ekki að þola lakari kjör, aðbúnað, hollustuhætti og öryggi en íslenskir starfsmenn. Einnig ræddi hún um manneklu í umönnunarstörfum og hið aukna álag á þá starfsmenn, sem eftir eru í þessum geira, sem af manneklunni hlýst. Taldi hún að endurmeta þyrfti störf þessa fólks, sem einkum eru konur.

Að lokum áréttaði ráðherrann að það séu ekki einungis launin sem hafa áhrif á líðan starfsmanna heldur einnig gott og heilsusamlegt vinnuumhverfi.

ÁhættumatLeifur Gústafsson, fagstjóri í eftirlits­ og þróunardeild Vinnueftirlitsins, greindi frá hvers vegna áhættumat væri svo oft á dagskrá og hvað í því felst. Þótt greinar hafi birst um áhættumat í þessu fréttabréfi er góð vísa aldrei of oft kveð­in og verður því stiklað á því helsta:

Áhættumat felur í sér kerfisbundna athugun á vinnuaðstæðum til þess að finna hvort einhverju sé ábótavant í vinnuumhverfinu eða skipulagi vinn­unnar sem geti valdið heilsutjóni.

Vinnueftirlitið mælir með svokall­aðri sex­skrefa­aðferð en hún byggist á notkun vinnuumhverfisvísa sem eru eins konar gátlistar yfir ýmsa þætti vinnuverndar. (Í síðasta Fréttabréfi

um vinnuvernd var birt skrá yfir þær atvinnugreinar sem gátlistar hafa verið gerðir fyrir). Sex­skrefa­aðferðin byggist á eftirfarandi:1. Fyrst þarf að finna hættur í vinnu­

umhverfinu með hjálp gátlista. Þá skal einbeita sér að mestu hætt­unum, þ.e. sem hafa alvarlegar afleiðingar og/eða áhrif á marga.

Miklu skiptir að allir starfsmenn taki þátt í þessari vinnu.

2. Skrá það, sem ábótavant er, skipulega niður á sérstakt eyðublað (sem hægt er að fá á heimasíðu Vinnueftirlitsins) og gera aðgerða­áætlun.

3. Greina hvaða áhrif áhætturnar geta haft á heilsuna og hverjir eru í áhættu. Ekki þarf að skrá nöfn manna heldur um hvaða hópa fólks sem vinnur sams konar störf,

er að ræða.4. Nú þarf að flokka áhættu, sem í

ljós hefur komið (lítil áhætta, með­aláhætta eða mikil áhætta), og meta (með ákveðnum aðferðum) hvort líkurnar á slysum, heilsutjóni eða óþægindum eru lágar, miðlungs eða háar.

5. Gerð er áætlun um aðgerðir þar sem fram kemur hvenær þær skuli framkvæmdar, hver kostnaðurinn er, tímamörk og ábyrgðaraðili.

6. Loks er gerð skrifleg samantekt þar sem atriðum í aðgerðaáætluninni er raðað í forgangsröð.

Þessi samantekt þarf helst að rúmast á einu A4­blaði.

Loks skal minnt á að áhættumat er ekki gert í eitt skipti fyrir öll heldur þarf það að vera í stöðugri endurskoðun. Áhættumati er því aldrei lokið og á að vera hluti af reglulegri starfsemi fyr­irtækisins.

Hönnun skiptir sköpum

Jón Ólafur Ólafsson arkitekt greindi frá hlutverki arkitekta þegar vinnuum­hverfið er skipulagt. Þeir þurfa að samræma mismunandi sjónarmið, ólík fagsvið, þarfir og væntingar. Lagði hann áherslu á að eftirlit þyrfti að vera með öllum þáttum á framkvæmdastigi ef koma ætti í veg fyrir mistök í þess­um efnum.

Hann sagði að mikil þörf væri á breyt­ingum í öryggis­ og vinnuverndarmálum í byggingariðnaði almennt hér á landi þótt auðvitað væru undantekningar frá því. Eins og nú standa sakir verða flest

Fréttabréf um vinnuvernd / 2. tbl. 24 árg. nóvember 2007Útgefandi: Vinnueftirlitið / Aðalskrifstofa: Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík / Sími: 550 4600 / Fax: 550 4610 / Netfang: [email protected] / Veffang: www.vinnueftirlit.is / Ritstjóri: Hanna Kristín Stefánsdóttir / Umbrot og prentun: Gutenberg / Ljósmyndir: Starfsmenn Vinnueftirlitsins sé annars ekki getið.

Evrópska vinnuverndarvikan 2007

HÆFILEGT ÁLAG ER HEILSU BEST

Líkamleg álagseinkenni

Helstu orsakir líkamlegra álagseinkenna:

• Hönnun vinnustaðarins

• Óhentugar vinnustellingar eða -hrey�ngar

• Líkamlegt er�ði

• Einhæfar, síendurteknar hrey�ngar

• Skipulag vinnunnar

• Andlegir og félagslegir þættir á vinnustað

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

poster.pdf 9/18/07 12:24:40 PM

Page 3: Efnisyfirlit · 2013. 3. 1. · Vinnueftirlitið / 2. tbl. 24. árg. 2007 Efnisyfirlit * Skaðabætur vegna atvinnusjúkdóms af völdum efnamengunar – bls. 5 * Óhöpp og slys

vinnuslys í byggingariðnaði. Stefna þyrfti að því að unnið væri sem mest á jörðu niðri til að koma í veg fyrir fallslys, og aukna áherslu þyrfti að leggja á góðan frágang vinnusvæðis (hrein gólf, ekkert drasl!) og vandaða nýliðafræðslu.Víða erlendis væru öryggisatriði tekin mjög alvarlega. (Jón greindi frá bandarísku fyrirtæki þar sem menn fá 5 dollara sekt ef þeir verða uppvísir að þeim stóraf­glöpum að halda sér ekki í stigahandrið þegar farið er niður stiga; á öðrum stað eru menn skammaðir ef þeir beygja sig vitlaust eftir skrúfu!).

Hann lagði áherslu á að oft væri það hönnunarmistökum um að kenna ef slys verða, t.d. ef rangt efni er notað á gólf. Einnig væri hraði framkvæmdanna oft sökudólgurinn því að vinnuverndarmál­in geta orðið útundan þegar keppt er við tímann.

Benti hann á að þegar hann var við nám var ekkert fjallað um vinnuvernd í námi arkitekta. Vonandi hafa nýir og breyttir tímar bætt hér úr.

Regluleg fræðsla um líkamsbeitingu

Berglind Helgadóttir er starfsmanna­sjúkraþjálfari á Landspítalanum, sem er stærsti vinnustaður á landinu. Hún greindi frá aðstæðum á spítalanum. Þar vinna um 5000 starfsmenn og 11­1200 manns eru þar í námi ár hvert. Erlendir starfsmenn eru 328 frá 46 löndum. Sem dæmi um umfangið má nefna að um 4520 máltíðir eru framreiddar á degi hverjum. Fólk vinnur afar mismun­andi störf á þessum stóra vinnustað, vinnuhraðinn eykst stöðugt, skortur er á starfsfólki, meðalaldur þjóðarinnar hækkar og því æ meiri þörf fyrir góða heilbrigðisþjónustu.

Líkamlegt og andlegt álag orsakast af mörgum þáttum á spítalanum. Samskipti eru afar krefjandi milli starfs­manna annars vegar og skjólstæðinga og aðstandenda þeirra hins vegar, óvænt vinnuálag er algengt, byrðar eru þung­ar, oft er um einhæfar hreyfingar að ræða, svo ekki sé talað um kyrrstöðu; samkvæmt upplýsingum frá Evrópsku vinnuverndarstofnuninni er kyrrstaða einn aðaláhrifavaldur líkamlegra óþæg­inda í Evrópu. Frá sameiningu sjúkra­húsanna árið 2000 hefur verið unnið að uppbyggingu öryggis­ og vinnuvernd­armála á spítalanum. Unnið er að gerð áhættumats allra starfa og er það talið grundvöllur þess að ná árangri í vinnu­vernd á sjúkrahúsinu.

Áhersla er lögð á reglulega og vand­aða fræðslu um líkamsbeitingu og notkun léttitækja. Öryggisnefnd Landspítalans hefur sérstakan starfs­mann í þjónustu sinni. Framhald á bls. 5.

StarfsendurhæfingGunnar Kr. Guðmundsson endurhæf­ingarlæknir fjallaði um hversu mik­ilvægt það er að starfsendurhæfing (eða snemmtæk endurhæfing) fólks, sem hefur orðið að yfirgefa vinnumark­aðinn af einhverjum ástæðum, t.d. eftir veikindi eða slys, hefjist sem allra fyrst. Alls ekki á að bíða með slíkt þar til í óefni er komið. Því fyrr sem einstakl­ingurinn fær aðstoð og þverfaglega endurhæfingu því meiri verða líkurnar á því að hann komist á vinnumarkað­inn aftur.

Komið hefur í ljós að fjarvera frá vinnu ein og sér getur ýtt undir verri heilsu. Því eru allar aðgerðir á vinnustað til að hjálpa fólki sem fyrst inn á vinnu­staðinn aftur afar mikilvægar, t.d. góð starfsmannastefna og áhættumat.

Gunnar sýndi línurit sem sýnir hvað gerist þegar seint er gripið til starfsend­urhæfingar.

Vinnugeta í stað vangetu

Guðrún S. Eyjólfsdóttir verkefnastjóri Samtaka atvinnulífsins fjallaði um áherslur atvinnulífsins til framtíðar. Hjá henni kom fram að Íslendingar eru að eldast eins og aðrar vestrænar þjóðir. Nú eru 12% þjóðarinnar 65 ára og eldri og er gert ráð fyrir að árið 2045

telji þessi hópur 21% þjóðarinnar. Árið 2050 verða þeir sem eru 80 ára og eldri tæplega 45 þúsund talsins; tíundi hver Íslendingar verður þá af erlendum upp­runa – allt þetta ef núverandi reiknings­kúnstir ganga eftir. Þessu hljóta að fylgja ný og breytt viðfangsefni á fjölmörgum sviðum, m.a. í vinnuverndarstarfi.

Aðilar vinnumarkaðarins hafa að undanförnu fjallað um möguleikana á nýrri nálgun varðandi greiðslur vegna veikinda og örorku. Í stað þess að miða við vangetu verði horft til vinnugetu. Áhersla verði lögð á snemmtæka end­urhæfingu (sjá um erindi Gunnars hér fyrir ofan) til að draga úr því að nýir öryrkjar komi fram og auka atvinnuþátttöku þeirra sem fyrir eru. Með öðrum orðum þýðir þetta að laga þarf vinnuna að fólkinu sjálfu og finna leiðir til að halda því í hinum félagslega ramma sem vinnan er og skiptir fólk miklu máli.

Vinnuvistfræði – Vinnuvistfræðifélag ÍslandsSvava Jónsdóttir, ritari Vinnuvistfræði­félags Íslands (VinnÍs) greindi frá starfi félagsins. Um er að ræða félag áhuga­fólks um vinnuvistfræði sem stofnað var 1997 og er því 10 ára. Félagar eru

F

VinnuprufunRáðinn er afleysinga-

maður

Tími

Endurhæfing

seint HlutastarfFærni

*

© SASSAM (www.sassam.net) Bláa línan á línuritinu táknar veikindaferli starfsmanns en græna línan táknar þegar ráð-inn er afleysingamaður. Eins og bláa línan sýnir er færnin sveiflukennd í upphafi veikinda en brátt sígur alvarlega á ógæfuhliðina (línan steypist langt niður). Þá er ráðinn afleys-ingamaður (græna línan) og það tekur þjálfunartímann að ná færni hans upp en síðan er hún stöðug. Verra gengur með þann veika því að færni hans heldur áfram að vera í lágmarki. Þá er loks seint og um síðir gripið inn í og endurhæfing hefst. Færnin fer þá hægt og sígandi upp á við, hann prófar að vinna (vinnuprufun) og fær loks hlutastarf. Þá fyrst byrjar færnin að aukast en langt er í land að hann nái færni afleysingamannsins.Ef hins vegar hefði verið gripið inn í snemma með endurhæfingu (þar sem stjarnan (*) er sýnd á línuritinu) er líklegt að færni mannsins hefði ekki farið svona langt niður eins og myndin sýnir og þörf fyrir afleysingamann hefði líklega ekki skapast.

Page 4: Efnisyfirlit · 2013. 3. 1. · Vinnueftirlitið / 2. tbl. 24. árg. 2007 Efnisyfirlit * Skaðabætur vegna atvinnusjúkdóms af völdum efnamengunar – bls. 5 * Óhöpp og slys

4

flestir úr röðum heilbrigðis­, félagsvís­inda­ og tæknistétta. Félagið á aðild að norrænum, evrópskum og alþjóð­legum samtökum um vinnuvistfræði. Heimasíðan er: www.vinnis.is.

En hvað er vinnuvistfræði? Viðfang­sefni fræðigreinarinnar er samspil mannsins og þess umhverfis sem hann lifir og starfar í. Umhverfið tekur til aðstöðu, búnaðar, tækja, skipulags, samskipta, eðlis verkefna, stjórnunar og fleiri þátta. Þarfir einstaklingsins, vellíð­an hans og öryggi eru í fyrirrúmi.

Vinnuvistfræðin stefnir að því að samþætta þekkingu úr mörgum fræði­greinum og hafa heildræna sýn á vinnuumhverfið. Þverfaglegt samstarf við hönnun og skipulag vinnustaða og vinnuferla er afar mikilvægt fyrir heilsu og líðan starfsmanna, svo og fjárhags­legan ávinning fyrirtækja. Samstarf margra aðila skapar góðan vinnustað.

Hanna Kristín Stefánsdóttir,sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu

Fyrirmyndarfyrirtæki í vinnuvernd

Á ráðstefnunni voru afhentar viður­kenningar Vinnueftirlitsins til fjög­urra fyrirtækja fyrir framúrskarandi vinnuverndarstarf. Þessi fyrirmyndarfyr­irtæki eru Hjúkrunar­ og dvalarheimilið Lundur á Hellu, Kjötvinnsla Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki, Jarðboranir og Mjólkursamsalan. Það er mat Vinnueftirlitsins að skipulagt og mark­visst vinnuverndarstarf ofangreindra

fjögurra fyrirtækja með þátttöku starfs­manna sé öðrum til fyrirmyndar og hafi þegar leitt til lausna sem draga úr lík­amlegu álagi við vinnuna.

Á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu vinna 34 starfsmenn. Þar er skýr starfsmannastefna sem tekur mið af vinnuverndarsjónarmiðum og þeim fylgt eftir með aðgerðum. Lögð er áhersla á fræðslu og endurmennt­un starfsmanna, heimilið er vel búið léttitækjum til að draga úr líkamlegu álagi við vinnuna, nýir starfsmenn fá þjálfun í líkamsbeitingu og starfsmenn sækja slík námskeið reglulega. Áhersla er lögð á almenna heilsueflingu starfs­manna með árlegri heilsueflingarviku og aðgangi að líkamsræktarsal. Auk þess eru starfsmenn hafðir með í ráðum við skipulagningu og breytingar sem fyrir­hugaðar eru bæði í starfseminni og áætlaðri stækkun heimilisins.

Hjá Jarðborunum starfa um 220 starfsmenn. Fyrirtækið er með höf­uðstöðvar í Kópavogi en rekur fimm stóra bora á breytilegum stöðum um allt land. Jarðboranir hafa skýra stefnu í vinnuverndarmálum. Fyrirtækið er að ljúka gerð áhættumats sem er hluti af öryggis­ og heilbrigðisáætlun fyrir hvern bor. Allir starfsmenn á borum tóku þátt í gerð áhættumatsins. Virk og góð nýliðafræðsla fer fram hjá Jarðborunum og haldin er ítarleg slysa­skrá. Allir starfsmenn gera sér grein fyrir mikilvægi persónuhlífa og nota þær undanbragðalaust. Dregið hefur úr líkamlegu erfiði með tilkomu nýrra

bora og markvisst er unnið að því að nota tæknilegar lausnir, léttitæki og samvinnu í þeim tilgangi.

Hjá Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki eru fastir starfsmenn um 25 talsins en í tvo mánuði á ári, á haustin, eru ráðnir um 130 manns. Við skipulag daglegra starfa er vinnuvernd höfð að leiðarljósi. Áhættumat hefur þegar verið gert fyrir störf í kjötvinnslu og hafa margar og góðar úrbætur fylgt í kjölfarið. Áhættumatið var unnið af öryggisnefndinni undir stjórn gæða­stjóra fyrirtækisins en með starfsfólki og stjórnendum á hverju svæði fyrir sig. Í framhaldi af gerð áhættumatsins voru gerðar úrbætur á áhættuþáttum sem einkum beindust að því að draga úr álagi vegna óheppilegar líkamsbeitingar með því að innleiða notkun á léttitækj­um og ýmsum tæknilegum lausnum. Starfsmenn hafa fengið viðbótarhlífð­arfatnað auk þess sem gólfefni hafa verið endurnýjuð til að draga úr hálku.

Hjá Mjólkursamsölunni starfa um 450 manns. Aðalskrifstofur félagsins eru í Reykjavík en auk þess rekur félagið sjö starfsstöðvar um land allt sem stefnu­mótun fyrirtækisins í vinnuverndarmál­um og aðgerðir í framhaldi af því ná til. Undanfarið ár hefur fyrirtækið unnið að gerð áhættumats í samstarfi við öryggisnefndir. Nú taka um 15 starfs­hópar þátt í þeirri vinnu. Áætlun liggur fyrir um framhald áhættumatsgerðar og fræðslu henni tengda. Úrbætur eru unnar í nánu samráði við starfsmenn og einnig með þátttöku sérfræðinga eftir þörfum. Sem dæmi má nefna að hönnuð hafa verið sérstök hjálpartæki sem bíl­stjórarnir sjálfir eiga hugmynd að til að létta þeim störfin og draga úr líkamlegu álagi við vinnuna.

Menn haldi áfram vöku sinni

Í lok ráðstefnunnar rakti Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, í stuttri samantekt áhersluatriði í fyr­irlestrum framsögumanna og lýsti ánægju sinni fyrir hönd Vinnueftirlitsins með mikið og gott vinnuverndarstarf úti á vinnumarkaðnum. Hann brýndi fyrir mönnum að halda áfram vöku sinni í vinnuverndarmálum og þakkaði síðan ráðstefnugestum þátttökuna sem var að sögn meiri nú en áður í sögu Evrópsku vinnuverndarvikunnar á Íslandi. Kristinn Tómasson, ráðstefnustjóri og yfirlæknir Vinnueftirlitsins, sleit síðan ráðstefnunni.

Friðjón Axfjörð,verkefnastjóri í fræðsludeild

Vinnueftirlitsins

Verðlaunahafarnir, talið frá vinstri: Guðrún Jónsdóttir, Kristín Gunnarsdóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir frá Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi, Valtýr Örn Valtýsson og Unnur Björnsdóttir frá Jarðborunum, Leifur Eiríksson frá Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki, Magnús Ólafsson, Aðalbjörg Lúthersdóttir, Þórður Jóhannsson og Egill B. Sigurðsson frá Mjólkursamsölunni.

Page 5: Efnisyfirlit · 2013. 3. 1. · Vinnueftirlitið / 2. tbl. 24. árg. 2007 Efnisyfirlit * Skaðabætur vegna atvinnusjúkdóms af völdum efnamengunar – bls. 5 * Óhöpp og slys

5

Fimmtudaginn 8. mars 2007 féll í Hæstarétti dómur þar sem hjúkrunar­fræðingi (H) voru dæmdar skaðabætur vegna astma sem rakinn var til efna­mengunar sem hún hlaut við starf sitt. Málsatvik eru í stuttu máli þau að frá árunum 1988 til 1996 vann H á spegl­unardeild Landakotsspítala og á sömu deild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi frá þeim tíma til 13. nóvember 1997. H krafðist skaðabóta vegna varanlegrar örorku og varanlegs miska sem H taldi sig hafa hlotið í starfi sínu. H kvaðst í þessu starfi hafa þurft að nota sótt­hreinsiefnið glútaraldehýð til þess að hreinsa speglunartæki. H lét dómkveðja matsmenn til að meta hvort glútaralde­hýðmengun hafi valdið þeim astma sem hún greindist með. Töldu matsmenn að líklegasta orsök einkenna H hafi verið glútaraldehýðmengun og að H hafi vegna vinnu sinnar fengið svo­kallaðan atvinnuastma. Í Hæstarétti var íslenska ríkið f.h. sjúkrahús­anna talið bera fulla skaðabóta­ábyrgð á því tjóni sem H varð fyrir vegna þessarar efnamengunar.

Það sem er merkilegt við þennan dóm er að sönnunarbyrðinni um sök í málinu er snúið við og hún látin falla á sjúkrahúsin, þ.e. þeim var falið að sanna að þau hafi ekki valdið H ofan­greindu tjóni vegna gáleysis eða annars saknæms hátternis en þeim tókst ekki að sanna það. En hvers vegna var sönn­unarbyrðinni snúið við í þessum dómi?

Meginregla íslensks skaðabótaréttar er sú að það sé tjónþolans að sanna að meintur tjónvaldur hafi valdið því tjóni með saknæmum hætti sem tjónþolinn telur sig hafa orðið fyrir, þ.e. að rekja megi tjón tjónþola til gáleysis eða ann­ars saknæms hátternis meints tjónvalds. Það að snúa sönnunarbyrðinni við er því undantekning á þessari meginreglu.

Í dómnum segir orðrétt:

„Áðurnefndar reglur nr. 401/1989 [samsvara núverandi reglum nr. 154/1999 um mengunarmörk og aðgerðir til að draga úr mengun á vinnustöðum] ... tóku gildi 1. janúar

Björn Þ. RögnvaldssonBjörn Þ. Rögnvaldsson

Hæstaréttardómur nr. 315/2006:

Skaðabætur vegna atvinnusjúkdóms af völdum efnamengunar

1990. Í 3. gr. reglnanna sagði að vinnu skyldi skipuleggja og framkvæma þann-ig að mengun yrði eins lítil og kostur væri. Mengun í andrúmslofti starfs-manna skyldi ekki fara yfir mörk, sem fram komu í skrá með reglunum, en þar voru mörk glútaraldehýðs sett 0,8 mg/m3. Samkvæmt 5. gr. reglnanna bar þegar í stað að rannsaka aðstæður ef vafi lék á því hvort mengun væri innan leyfilegra marka. Eftir gögnum málsins voru engar mælingar gerðar á vinnustað gagnáfrýjanda á Landakotsspítala og er því ekkert vitað um hvort mengun í andrúmslofti af völdum glútaraldehýðs hafi farið þar yfir þessi mörk. Vegna

þeirrar sérþekkingar, sem ætlast verður til að forráðamenn sjúkrahússins hafi búið yfir, áttu þeim ekki að dyljast upp-lýsingar, sem komið höfðu fram í ritum á sviði læknisfræði, um hættulega eig-inleika þessa efnis og að það gæti valdið astma. Þeim bar að kynna þessa hættu fyrir þeim, sem notuðu efnið í störfum sínum, og gera það, sem unnt var, til að draga úr henni, þar á meðal að fá gerð-ar mælingar til að staðreyna að mengun færi ekki yfir þau mörk, sem greindi í reglum nr. 401/1989. Aðaláfrýjandi

hefur ekki leitt í ljós að neins þessa hafi verið gætt.”

Niðurstaða dómsins virðist því vera sú að rík skylda er sett á þá vinnuveit­endur, sem sérfræðiþekkingu hafa á þeim þáttum sem valda tjóni á starfs­mönnum sínum, að sanna að þeir hafi enga sök átt á tjóni starfsmannanna.

Í þessum dómi var litið til þess að birtar höfðu verið greinar í erlendum læknisfræðiritum á árunum 1984 og 1986 sem bentu til hugsanlegra tengsla milli glútaraldehýðs og astma og þar með hafi legið fyrir læknisfræðileg vitneskja um hættur þessa efnis. Einnig var litið til þess að Vinnueftirlitið hafði haft afskipti af þessum vinnustað allt frá árinu 1987 og meðal annars mælt fyrir um betri loftræstingu og mælt glút­araldehýðmengun. Starfsmenn sem þar höfðu unnið höfðu líka verið látnir bera vitni í málinu og við vitnaleiðslur hafi komið fram að þeir höfðu flestir haft einhver líkamleg óþægindi af því að umgangast glútaraldehýð; einnig báru flest vitnin að engar leiðbeiningar hefðu verið til staðar um notkun efnisins og þeim ekki gerð nægilega grein fyrir hættum efnisins.

Að lokum skal þess getið að Hæstiréttur leggur mikla áherslu á að reglum Vinnueftirlits ríkisins, sem þá giltu, hafi ekki verið framfylgt, eins og getið er í ofangreindri til­vitnun í dóminn og í vitnaleiðslum yfir starfsmönnum speglunardeild­arinnar.

Meginniðurstaðan er sú að sjúkrahúsin voru dæmd bótaskyld

að fullu og talin bera ábyrgð á tjóni H, ekki endilega vegna þess að þau vissu – eða vissu ekki – af þeirri hættu, sem ríkti á speglunardeildinni, heldur frekar vegna þess að þeir, sem stjórn­uðu sjúkrahúsunum, voru sérfræðingar (læknar) sem hefðu átt að vita af þeirri hættu sem meðhöndlun glútaraldehýð getur valdið og þar með hefðu þeir átt að grípa til allra mögulega ráðstafana til að tjón hlytist ekki af þessu efni.

Björn Þ. Rögnvaldsson, lögfræðingur Vinnueftirlitsins

Mynd

: Böð

var L

eós

Page 6: Efnisyfirlit · 2013. 3. 1. · Vinnueftirlitið / 2. tbl. 24. árg. 2007 Efnisyfirlit * Skaðabætur vegna atvinnusjúkdóms af völdum efnamengunar – bls. 5 * Óhöpp og slys

6

Það hefur löngum viljað brenna við að byggingarkranar falla niður. Veldur þetta stundum slysum en oftast óhöpp­um. Hins vegar verður afleiðingin oftast sú að kraninn verður ónýtur eftir.

Óhöppin eru mun fleiri en slysin eins og áður segir: Talið er að óhöppin (eða næstum­því­slysin) séu 600 talsins á móti einu slysi. Menn sleppa sem sagt með skrekkinn.

Við hvaða aðstæður verða þessi óhöpp? Því er til að svara að þetta ger­ist oftast þegar verið er að reisa eða fella byggingakrana. Algengustu aðstæð­

ur, þegar slíkt gerist, er þegar verið er að reisa svokallaða sjálfreisandi krana. Menn reisa bómu kranans áður en and­vægið er sett á kranann. Það getur líka gerst að vægisbúnaður kranans skemm­ist í fellingu eða reisingu, t.d. vegna þess að andvægið, sem verið er að hífa af eða á, rekst í öryggisbúnaðinn og skemmir hann; menn hirða síðan ekki um að láta álagsprófa kranann áður en hann er notaður aftur. Þá vill brenna við að vægisbúnaðurinn vinni ekki eftir skemmdina eins og til er ætlast og kran­inn fellur niður þegar verið er að vinna með honum. Einnig eru brögð að því að starfsmenn breyti öryggisbúnaði krana til að auka lyftigetu hans en þar með er öryggisbúnaðurinn óvirkur og gagns­laus. Slíkt athæfi starfsmanna er vægast sagt vítavert.

Fleiri orsakir má nefna. Til dæmis getur búnaður kranans bilað eða und­irstöður krana, sem notaður er við reis­ingu, gefa sig. Alltaf þarf að tryggja að undirstöður krana séu traustar.

Í flestum þeim tilfellum, sem slys eða óhöpp verða, fara menn ekki eftir fyrirmælum framleiðanda og Vinnueftirlitsins um verklagsreglur. Slíkar verklagsreglur gera lítið gagn meðan þær gleymast inni í vinnuskúr eða eru týndar. Meðan svo er munu byggingakranar halda á fram að falla til jarðar.

Georg Árnason, eftirlitsmaðurmeð byggingakrönum,

Vinnueftirlitinu

Georg ÁrnasonGeorg Árnason

Óhöpp og slys við byggingakrana

Þessi byggingarkrani féll ofan á húsið, sem var í byggingu, vegna þess að örygg-isbúnaðurinn var óvirkur, líklega vegna skemmda eftir reisingu eða fellingu.

Þessi byggingarkrani féll niður vegna þess að andvægið var ekki rétt.

Vinnueftirlitið gerði könnun á vinnuumhverfi og líðan starfs­fólks á veitinga­, gisti­ og skemmtistöðum í maí síðastliðnum. Tilgangurinn var að skoða vinnuumhverfi á þessum stöðum fyrir gildistöku reykingabannsins sem gekk í gildi 1.júní 2007. Könnunin fór fram á vefnum og tóku bæði eigendur og starfs­fólk staðanna þátt. Ferðavinningur fyrir tvo var í boði og var dregið úr nöfnum þátttakenda.

Vinningshafinn að þessu sinni var Birna Mjöll Atladóttir, ferðaþjónustubóndi í Breiðavík. Birna býr í Breiðavík ásamt eig­

Könnun og happdrætti vegna reykingabanns:

inmanni sínum Keran Stueland Ólasyni og tveimur af fjórum börnum. Þau hafa rekið ferðaþjónustuna í Breiðavík í átta ár. Opið er yfir sumartímann frá 15. maí til 15. september. Gestum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og um það bil tíu þúsund manns koma þar við yfir sumarið. Af þeim eru um það bil 5000 í gistingu, sem deilist á gistiheimilið og tjaldstæðið. Starfsmenn í ferðaþjónustunni eru 5–6 yfir sumartímann.

Birna er mjög ánægð með reykingabannið. Þó að reykingar hafi í flestum tilvikum ekki verið leyfðar kom þó upp að gestir

Ferðaþjónustan í Breiðavík datt í lukkupottinn

Anna Sigríður Jónsdóttir

Page 7: Efnisyfirlit · 2013. 3. 1. · Vinnueftirlitið / 2. tbl. 24. árg. 2007 Efnisyfirlit * Skaðabætur vegna atvinnusjúkdóms af völdum efnamengunar – bls. 5 * Óhöpp og slys

7

Þegar loftræsting við mengandi vinnu er ófullnægjandi og hætta er á að umhverfismengun á vinnustað fari yfir viðmiðunar mörk er nauðsynlegt að nota viðeigandi persónuhlífar til að verjast menguninni. Alltaf er eitthvað um að þeir, sem kaupa sér önd­unargrímur til að nota á mengandi svæðum, hugi ekki nægilega vel að því gegn hverju grímunni er ætlað að verja þá og/eða hugsi ekki nægilega vel um grímuna eftir að farið er að nota hana.

Grímur þarf að velja með hliðsjón af vinnuað­stæðum, þ.e. hvaða mengandi efni eru í umhverfinu. Rykgríma er t.d. gagnslaus gegn leysiefnagufum og leysiefnagrímur gagnslausar gegn ryki. Einnig eru hægt að velja milli mismunandi gerða af grímum, sumar eru „einnota“ grímur sem hent er í lok vinnudags en aðrar grímur eru varanlegri á þann hátt að þær má þvo og hægt er að skipta um síur í þeim.

Grímur og síur fyrir grímur eru merktar með ákveðnu stafa­ og númera­kerfi. Númerin ná frá 1–3 og því hærri sem talan er því betur verndar sían gegn mengun. Eftirfarandi stafakerfi gildir fyrir grímur:• Rykgrímur hafa stafinn P • Grímur (síur) fyrir lífræn leysiefni og

eyðingarefni í garðrækt hafa stafinn A• Grímur (síur) fyrir súrar lofttegundir

hafa stafinn B

• Grímur (síur) fyrir brennisteinsoxíð hafa stafinn E

• Grímur (síur) fyrir ammoníak hafa stafinn K.

Ef ryk og lífæn leysiefni koma fyrir samtímis þarf að nota samsetta grímu t.d. A3P2.

Jóhannes HelgasonJóhannes Helgason

ÖndunargrímurEftir að rétt gríma hefur verið valin

er mikilvægt að halda henni í góðu ástandi, heilli og hreinni; grímuna á að sjálfsögðu ekki að geyma í menguðu lofti þegar hún er ekki í notkun. Síur í grímum hafa takmarkaðan líftíma og um leið og gríman/sían er tekin úr umbúðunum byrjar hún að eyðileggjast. Því hærri sem styrkur hins mengandi efnis er því skemur endist gríman en aðrir umhverfisþættir hafa einnig áhrif.

Erfitt getur verið að átta sig á því hvenær sía er orðin mettuð og gagnslítil vegna þess að lyktarskyn notand­ans getur dofnað ef unnið er í mikilli efnalykt og ekki eru öll efni lyktsterk. Því er best að lesa vel leiðbeiningarnar sem fylgja grímunum og skipta frekar of oft en sjaldan um grímu eða síur. Þeir sem versla með öryggisvörur eiga að geta gefið upplýsingar um hvernig grímu er best að kaupa og hversu lengi gríman endist.

Best er þó alltaf – ef því verður við komið – að bæta vinnuumhverfi og loftræstingu þannig að ekki þurfi að nota persónuhlífar.

Jóhannes Helgason, verkefnisstjórií efna- og hollustuháttadeild

Vinnueftirlitsins

Hálfgríma með síu er til vinstri á myndinni og rykgríma til hægri.

vildu geta reykt. Hún segir að í dag geti hún bara vísað í lögin í stað þess að þurfa að þrefa við gestina. Þau hjón hafa ekki búið til neina séraðstöðu fyrir reykingafólk og gestir, sem vilja reykja, verða að vera úti.

Birnu finnst mikilvægt að taka þátt í könnunum og fylgjast með niðurstöðum úr þeim. Hún hefur ekki mikinn tíma til að sitja við tölvuna en finnst það stundum vera slökun frá öðru amstri. Ekki er verra þegar setan við tölvuna gefur svo vel af sér en Birna hafði einnig heppnina með sér þegar hún sótti um í Leonardo­mannaskiptaverkefni. Hún var valin úr umsækjend­um og fékk 2ja vikna ferð til Skotlands.

Birna og Keran hafa enn ekki gefið sér tíma til að nýta ferðavinning Vinnueftirlitsins enda mikil starfsemi í gangi í Breiðavík. Samhliða ferðaþjónustunni reka þau bú með 700 fjár og rútufyrirtæki. Keran sér um skólaakstur fyrir Vesturbyggð í gamla Rauðasandshreppi, þá er hann með grenjavinnslu á sama svæði. Keran er einnig vitavörður í Bjargtangavita. Það verð­ur því langþráð frí þegar þau nýta ferðavinninginn. Þau hafa aðeins einu sinni farið saman til útlanda og því ríkir hjá þeim mikil eftirvænting og tilhlökkun til ferðarinnar.

Anna Sigríður Jónsdóttir,verkefnastjóri hjá Vinnueftirlitinu

Vinningshafinn, Birna Mjöll Atladóttir í Breiðavík, ásamt Keran Stueland Ólasyni, eigin manni sínum.

vildu geta reykt. Hún segir að í dag geti hún bara vísað í lögin í

Page 8: Efnisyfirlit · 2013. 3. 1. · Vinnueftirlitið / 2. tbl. 24. árg. 2007 Efnisyfirlit * Skaðabætur vegna atvinnusjúkdóms af völdum efnamengunar – bls. 5 * Óhöpp og slys

8

Léttitæki í hávegum höfð

Eins og áður hefur fram komið lögðu fyrirtækjaeftirlitsmenn Vinnueftirlitsins sérstaka áherslu á líkamlega áhættu­þætti í heimsóknum sínum í fyrirtæki í vinnuverndarvikunni.

Fréttamaður Fréttablaðsins slóst í för með Gylfa Má Guðjónssyni, settum umdæmisstjóra í Reykjavík, þegar hann heimsótti Póstmiðstöðina í Stórhöfða í Reykjavík. Þangað kemur allur póstur utan af landi og erlendis frá og er flokk­aður þar. Þar fer einnig tollskoðun fram.

Að venju hafði Gylfi boðað fyrir fram til fundar við sig forstöðumann Póstmið­stöðvarinnar, Kjartans Flosa son, örygg­istrúnaðarmennina þau Önnu Jónu Arnbjörnsdóttur og Björk Kristins dótt­ur, svo og öryggisverðina Helgu Bolla­dóttur og Reyni Þorsteinsson. Öll mættu þau á fundinn ásamt Ólafi Finn­

Hanna Kristín Stefánsdóttir

bogasyni fræðslustjóra og formanni öryggisnefndarinnar.

Gylfi greindi frá tilefni vinnuvernd­arvikunnar og áherslu Vinnueftirlitsins á flutningafyrirtæki (þ.m.t. Íslandspóst), fyrirtæki með lagera o.fl. Hann upp­lýsti einnig um reglugerðir sem snerta málefni vinnuverndarvikunnar. Fjallað var skipulega – eftir gátlista – um innra vinnuverndarstarf fyrirtækisins, holl­ustuhætti og öryggismál. Fram kom að nokkrir erlendir starfsmenn vinna í Póstmiðstöðinni og því kom bækling­urinn Vinnuvernd á Íslandi í góðar þarf­ir en hann er til á átta erlendum tungu­málum auk íslensku. Einnig afhenti Gylfi veggspjald vinnuverndarvikunnar, Hæfilegt álag er heilsu best, sjá á bls. 2,til að hengja upp á vinnustaðnum, einnig bækling um áhættumat og annan

með minnisatriðum sem varða byrðar og önnur verk þar sem skynsamleg lík­amsbeiting getur skipt sköpum.

Búið er að gera áhættumat fyrir Póstmiðstöðina, einnig fyrir bréfbera og bílstjóra ásamt nokkrum minni vinnu­stöðum á vegum Íslandspósts. Á smærri stöðunum sjá starfsmenn Póstsins um að gera matið en á stærri starfsstöðum er fenginn utanaðkomandi aðili.

Eigin öryggisvika

Öryggisnefndin var einmitt nýbúin að fara í gegnum vinnustaðinn og skoða hvar gætu leynst mögulegir slysastaðir. Íslandspóstur skipuleggur á hverju ári svokallaða öryggisviku og er þá tekið fyrir ákveðið þema hverju sinni. Á næstu síðu má sjá veggspjald sem gefið

Fjallagarpar frá Póstmiðstöðinni á Hvannadalshnjúki.

Þessir tóku á móti eftirlitsmanninum Gylfa Má Guðjónssyni og undirritaðri, talið frá vinstri:Anna Jóna Arnbjörnsdóttir og Björk Kristinsdóttir öryggistrúnaðarmenn, Helga Bolladóttir öryggisvörður, Ólafur Finnbogason, fræðslu-stjóri og formaður öryggsnefndar, Kjartan Flosason, forstöðumaður Póstmiðstöðvar, og Reynir Þorsteinsson öryggisvörður.

Mynd

frá P

óstm

iðstöð

inni

Page 9: Efnisyfirlit · 2013. 3. 1. · Vinnueftirlitið / 2. tbl. 24. árg. 2007 Efnisyfirlit * Skaðabætur vegna atvinnusjúkdóms af völdum efnamengunar – bls. 5 * Óhöpp og slys

um efnum, einkum á smærri vinnustöð­unum.

Ryksugan vakti athygli okkar gest­anna. Þetta töfratæki sogar sig fast í allt að 80 kg byrði og síðan er hægt með ryksugunni að færa byrðina til að vild. En hið sama á við um ryksuguna og vinnu­ og færibönd: erfitt reynist að fá sumt fólk til að nota ryksuguna og reynir það í þess stað að færa hinar þungu byrðar til með handafli – líklega til að flýta fyrir, eða hvað? Alla vega mun það flýta fyrir að bakvandamál láti á sér kræla!

Vegna þess hve mikið er um að byrð­ar séu handleiknar á þessum vinnustað er mikið lagt upp úr vinnuskiptum, þ.e. að fólk skiptist á að vinna ákveðin

Færibönd voru sett upp í vinnslusalnum á nokkrum stöðum.

var út í síðustu öryggisviku (snemma í október). Öryggisnefndin ætlar að taka til umræðu hvort tengja eigi öryggisviku fyrirtækisins í framtíðinni við Evrópsku vinnuverndarvikuna. Í fyrirtækinu er einnig stöðugt og öflugt líkamsræktar­átak þannig að starfsmenn fá líkams­ræktarstyrk, mæld er fituprósenta fyrir þá sem þess óska og meira að segja gekk stór hópur starfsmanna á Hvannadalshnjúk í sumar (sjá mynd). Að sjálfsögðu kostaði slík ferð heil­mikla þjálfun sem Esjan og fleiri fjöll í nágrenni Reykjavíkur veittu.

Nýliðafræðsla

Póstmiðstöðin hefur komið sér upp fóstrakerfi þannig að hver nýr starfs­maður fer í umsjá fóstra sem annast nýliðafræðsluna, sér til þess að nýliðinn kynnist samstarfsfólki bæði í vinnu og í kaffi­ og matarhléum. Fóstrinn fær gátlista (sjá mynd) og hættir ekki sínu fóstrastarfi fyrr en gátlistinn hefur verið

fylltur út. Nýliðar eru beðnir að láta vita um heilsufarsvandamál sem kunna að vera fyrir hendi og er þá tekið tillit til þess eins og verða má, t.d. í tengslum við val á verkefnum. Sama á við um þungaðar konur.

Vinnslusalurinn og léttitækin

Í vinnslusalnum vinna alls 170 manns á vöktum allan sólarhringinn. Mikið er um skólafólk en afar fáir eru 17 ára og enginn yngri en það. Áréttað var að sér­stakar reglur gilda um vinnu ungmenna, m.a. varðandi byrðar og vinnutíma. Eins og gefur að skilja eru þungar byrðar í Póstmiðstöðinni. Léttitæki eru mikið notuð í vinnslusalnum og menn

hafa komið sér upp færiböndum þar sem grindur á hjólum eru tæmdar eða lestaðar. Í sumum tilvikum tók það nokkrar vikur að fá fólk til að nota borð, sem sett höfðu verið á ákveðna staði, í stað þess að bogra yfir kössum. Það er eins og fólk eigi erfitt með að breyta um vinnulag jafnvel þótt hið nýja sé til hins betra. Þyngstu pokarnir eru 20 kg en unnið er að því að nota frekar kassa – sem þykir léttara.

Færibönd hafa verið sett í vinnuhæð þar sem bílarnir eru losaðir þannig að nú þarf ekki að leggja vörur úr bílum á gólfið og þaðan upp á færiband eins og áður var. Stöðugt er unnið að umbótum á þessu sviði enda sögðu viðmælendur að eflaust þyrfti ýmislegt að bæta í þess­

Hér má sjá hluta af gátlista fóstrans.

ISO9001:2000:5.1,6.2Skjal:GÁT4.2.2.6Útgáfa:3.0Samþ.dags.:18.06.2007Endursk.:

Veggspjald Íslandspóst í tilefni af öryggis-viku fyrirtækisins.

Page 10: Efnisyfirlit · 2013. 3. 1. · Vinnueftirlitið / 2. tbl. 24. árg. 2007 Efnisyfirlit * Skaðabætur vegna atvinnusjúkdóms af völdum efnamengunar – bls. 5 * Óhöpp og slys

Tíð óhöpp og slæm slys hafa orðið þegar ámokstursskóflur og annar tengdur búnaður fellur framan af fram­gálgum dráttarvéla. Af þessu tilefni vill Vinnueftirlitið koma á framfæri eftirfar­andi tilmælum til stjórnenda þessara tækja.

1. Settu þér þá vinnureglu að athuga hvort skóflan sé læst föst í hvert skipti sem þú tekur vélina í notkun. Þetta tekur bara augnablik!

2. Mundu eftir öryggislæsingunni eftir að þú skiptir um búnað.

3. Ef læsingin er vökvaknúin verður þú að aðgæta hvort læsingarboltinn sé komin í læsingargatið. Best er að fara út úr vélinni og gá. Það tekur aðeins örskotsstund!

4. Eftir hver tækjaskipti skaltu halla skóflunni/búnaðinum niður til að fullvissa þig hvort læsingin hafi farið rétt í. Ef ekki – sveiflast búnaðurinn til á efri festingunni.

5. Ekki treysta á að sá, sem notaði tækið síðast, hafi gengið frá á réttan hátt.

Því miður hefur þrælvönum og reynd­

um mönnum yfirsést í þessum efnum svo að stórslys hafa hlotist af. Vill Vinnueftirlitið því biðja fólk að taka þessum ábendingum með vinsemd og skynsemi. Til að reyna að fyrirbyggja slys af þessu tagi verða tækjastjórnend­ur að setja sér þá reglu að athuga hvort skóflan sé læst föst í hvert skipti sem vélin er tekin í notkun, sbr. tilmæli nr. 1 hér að ofan. Maður þarf einfaldlega að gera það að ófrávíkjanlegri venju að líta

á tengibúnaðinn þegar maður ætlar upp í tækið.Ef spurningar eða hugmyndir vakna um þessi mál eða önnur þeim tengd er viðkomandi vinsamlega beðinn að hafa samband við einhvern starfsmann Vinnueftirlitsins sem kemur erindinu á framfæri við réttan aðila.

Hannes Snorrason, eftirlitsmaður hjá Vinnueftirlitinu á Suðurlandi

Er skóflan læst?

Hannes Snorrason

Skóflan á þessari mynd hangir laus í festingunni (tengibúnaðinum) eftir að henni hefur verið hallað fram því að eyrun að aftan hafa ekki verið splittuð föst.

verk. Hins vegar kom fram að oft eru starfsmenn tregir til þess – finnst líklega þægilegt að vinna við það sem þeir eru vanir og kunna vel og átta sig þá ekki á hversu mikilvæg vinnuskipti eru fyrir stoð­ og hreyfikerfið á vinnustað sem þessum. Sjúkraþjálfari er fenginn einu sinni á ári og leiðbeinir þá um vinnu­skipti, stillingar á vinnuborðum, hvernig hagkvæmt er að raða í bílana o.fl.

Flokkunarvélin

Það suðaði töluvert í flokkunarvélinni þegar við komum inn í salinn en hún hætti brátt að vinna þannig að hún er ekki alltaf í gangi. Vélin flokkar póst­inn eftir póstnúmerum og afkastar um 30–35 þúsund bréfum á klukkustund. Það er því löngu liðin tíð (fyrir u.þ.b. 4 árum) að starfsmenn flokki öll bréfin í Póstmiðstöðinni með höndunum en það, sem ekki er hægt að setja í vélina,

er flokkað með höndunum. Aðspurð um hávaða af vélinni upplýsti Kjartan að hávaðinn hefði verið mældur og hann væri undir mörkum. En mæla þyrfti oftar og reglulega. Menn hefðu reynt að fá fólk til að nota heyrnarhlífar en aðeins fáir fengist til þess. En óneitan­lega hvarflaði að undirritaðri og gott væri að losna við þetta suð með því að skerma vélina af.

Athygli mín beindist að skóm nokk­urra starfsmanna. Við nánari skoðun kom í ljós að þetta voru svokallaðir crocks­skór sem þægilegt er að standa í og tekur fyrirtækið þátt í kostnaði við að kaupa skó fyrir þá starfsmenn sem vilja.

Félagslegur og andlegur aðbúnaður

Póstmiðstöðin hefur látið framkvæma eins konar ánægjukönnun meðal starfs­manna 4–5 sinnum síðan 1999, síðast í apríl sl. Greindu viðmælendur okkar frá

þeirri gleðilegu staðreynd að þau „væru á uppleið í öllum þáttum“ frá 2004. Töldu þau að hið stóra vinnusvæði kæmi í veg fyrir að fólk einangraðist, viss sveigjanleiki væri varðandi vinnu­tíma og fóstrakerfið væri mikilvægt til að hrista nýliða saman við „gömlu“ starfsmennina. Og ekki má gleyma samverustundum eins og þeirri á tindi Öræfajökuls! Allt þetta væru mikilvægir þættir þegar starfsánægja er mæld.

Að lokum töldu viðmælendur okkar upp nokkur atriði sem þyrfti að bæta og þar bar hæst umferðarleiðir. Þær þyrfti að skipuleggja og merkja betur til að koma í veg fyrir að gangandi starfs­menn verði fyrir slysum af öllum þeim tækjum og tólum sem um svæðið fara.

Hanna Kristín Stefánsdóttir,sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu

10

Page 11: Efnisyfirlit · 2013. 3. 1. · Vinnueftirlitið / 2. tbl. 24. árg. 2007 Efnisyfirlit * Skaðabætur vegna atvinnusjúkdóms af völdum efnamengunar – bls. 5 * Óhöpp og slys

11

Í greininni hér á eftir segir Margrét Einars­dóttir frá rannsókn sinni á vinnu barna og unglinga. Rannsóknin er hluti af doktors verkefni Margrétar í félagsfræði við Háskóla íslands. Rannsóknin er gerð í samvinnu við Rannsóknastofu í vinnu­vernd og er Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, forstöðumaður Rannsóknastofunnar, leið­beinandi hennar. Margrét varð góðfúslega við beiðni Fréttabréfs um vinnuvernd að kynna rannsókn sína hér. Fréttabréfið fær vonandi tækifæri til að segja frá niður­stöðum rannsóknarinnar í fyllingu tímans.

Rannsókn á vinnu 13–17 ára íslenskra ungmenna fer nú fram við Háskóla Íslands. Rannsóknin ber vinnuheitið „Launavinna 13–17 ára íslenskra ung­menna: Áhersla á vernd eða réttindi?“

Ítarleg könnun á vinnu þessa aldurshóps hefur ekki verið gerð hér á landi síðan árið 1998 þegar Vinnueftirlitið tók þátt í nor­rænni könnun á atvinnuþátttöku aldurs­hópsins. Doktorsrannsóknin mun því veita margvíslegar nýjar upplýsingar um launa­vinnu þess aldurshóps sem löggjöfin um vinnu barna og unglinga nær yfir (þ.e.a.s. X. kafli laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerð um vinnu barna og unglinga nr. 426/1999).

Spurningalisti verður sendur til 2000 13–17 ára ungmenna sem valin verða til­viljunarkennt úr þjóðskrá. Spurningalistinn byggir á spurningalistanum úr norrænu rannsókninni frá 1998 og verða niðurstöð­ur rannsóknanna því samanburðarhæfar. Auk þess verða hópviðtöl tekin við 40–50 ungmenni og þau síðan beðin að halda dagbók í tvær vikur þar sem þau fjalla um dagleg stöf sín. Viðtölin og dagbókarskrifin eru rannsóknaraðferðir sem henta vel til þess að fá fram sjónarmið ungmennanna sjálfra til vinnunnar. Spurningakönnunin mun veita ný svör við ýmsum hagnýtum spurningum, s.s. hve stór hluti íslensks skólafólks á aldrinum 13–17 ára stundar launaða vinnu, bæði með skóla og yfir sumartímann, hversu stór hópur sem lokið hefur skólaskyldu er í vinnu en ekki í skóla, hvaða störf ungmennin stunda og hvort breytur eins og kyn, aldur (innan hópsins) og staða foreldra tengjast annars vegar atvinnuþátttökunni og hins vegar

Doktorsverkefni við Háskóla Íslands:

starfsvali. En rannsókninni er ætlað að kafa dýpra ofan í vinnu aldurshópsins og skoða vinnuna frá tveimur ólíkum sjón­arhornum, annars vegar sjónarhorni sem rannsakendur hafa kosið að kalla vernd-unarsjónarhorn og hins vegar sjónarhorni sem rannsakendur kjósa að kalla réttinda-sjónarhorn.

Verndunarsjónarhornið byggir á hug­myndum um börn og unglinga sem hafa ráðið ríkjum á Vesturlöndum í áratugi, jafnt í fræðilegri sem almennri umræðu. Hugmyndirnar gera ráð fyrir að á meðan börn og unglingar taka út andlegan og líkamlegan þroska sé velferð þeirra best borgið undir vernd og leiðsögn fullorðinna inni á heimilunum og í skólum. Til þess að þau þroskist á sem eðlilegastan hátt er talið nauðsynlegt að halda börnum og unglingum frá þeirri ábyrgð sem þátttaka í heimi hinna fullorðnu kallar á, þar á meðal atvinnuþátttaka. Það er í samræmi við þessar hugmyndir að margir hafa áhyggjur af að launavinna komi niður á námsárangi ungmenna og hafi önnur slæm áhrif á and­lega og líkamlega líðan þeirra. Eitt mark­miða rannsóknarinnar er að leita svara við spurningum sem slíkar áhyggjur vekja upp, spurningum eins og hvort tengsl séu á milli vinnu með skóla og námsárangurs og hvort tengsl séu á milli atvinnuþátttöku og andlegrar og líkamlegrar líðanar. Fyrri rannsóknir, bæði innlendar og erlendar, staðfesta tengsl milli langrar vinnuviku með skóla (gjarnan meira en 10–12 stund­ir á viku) og minni námsárangurs en eru misvísandi hvað önnur tengsl milli vinnu með skóla og annarrar andlegrar velferðar varðar. Rannsóknin mun einnig leita svara við því hvort vinnan sé í samræmi við gild­andi lög og reglugerð um vinnu barna og unglinga sem eiga að tryggja andlega og líkamlega velferð ungmennanna. Rannsókn Vinnueftirlitsins frá 1998 sýndi að oft var misbrestur á að vinna íslensku ungmenn­anna væri í samræmi við lög, t. d. unnu yfir 80% ungmenna á kvöldin eða nótt­unni, þ.e. eftir kl. 20 og fyrir kl. 8, og 18% unnu of langa vinnuviku, þ.e. meira en 18 klst. á viku. Doktorsrannsóknin mun sýna hvort breytingar hafi orðið hér á. Hún mun einnig sýna hvort tíðni vinnuslysa hafi breyst en rannsóknin frá 1998 sýndi að 11% 13–17 ára íslenskra ungmenna höfðu lent í vinnuslysi.

Annað markmið doktorsrannsóknar­innar er að skoða vinnu ungmennanna út frá svokölluðu réttindasjónarhorni. Þá er lögð áhersla á að börn séu fullgildir einstaklingar í samfélaginu og að réttindi

þeirra séu virt. Rannsakendur sem beita sjónarhorninu líta á börn og unglinga sem gerendur í eigin lífi, leggja áherslu á líf þeirra í nútíðinni og á að þau séu rannsökuð á þeirra eigin forsendum. Rannsakendurnir vísa gjarnan í 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem segir að „tryggja skuli barni, sem mynd­að getur skoðanir, rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem þau varða, …“(Samningur Sameinuðu þjóð-anna um réttindi barnsins, nr. 18/2. nóv. 1992). Ákvæðið er túlkað á þá leið að börn eigi rétt á að raddir þeirra sjálfra heyrist í rannsóknum sem þau varða og áhersla lögð á að rannsakendur taki tillit til ákvæðisins.

Í doktorsrannsókninni verður tekið tillit til þessarar túlkunar á Barnasáttmálanum og leitast við að fá fram skoðanir ung­mennanna sjálfra á vinnu aldurshópsins. M. a. verður skoðað hvers vegna ung­mennin eru í vinnu og hvaða augum þau líta lagarammann um vinnu ungmenna. Fyrri rannsóknir, erlendar auk einnar íslenskrar, þar sem réttindasjónarhorninu hefur verið beitt, sýna að börn og ungling­ar eru sátt við löggjöf sem veitir þeim ákveðna vernd á vinnumarkaði umfram þá vernd sem fullorðnir njóta en um leið leggja þau mikla áherslu á rétt sinn til vinnu og að tekjurnar, sem þau fá fyrir vinnuna, sé aðalhvatinn að baki vinnunni. Áhugavert verður að sjá hvort niðurstöður doktorsrannsóknarinnar verða í samræmi við niðurstöður þessara rannsókna.

Niðurstöður fyrri rannsókna, sem sýna áherslu ungmenna á réttinn til vinnu, eru einnig athyglisverðar í ljósi þess að Barnasátttmálinn tryggir börnum ekki einungis rétt á að fullorðnir veiti þeim bæði vernd og sjái þeim fyrir fram­færslu heldur einnig rétt til þátttöku í samfélaginu á svipuðum forsendum og fullorðnir. Erlent fræðafólk, sem skrifar í anda réttindasjónarhornsins, túlkar þátt­tökuákvæði Barnasáttmálans á þá leið að börn eigi að hafa sambærilegan rétt til atvinnuþátttöku og fullorðnir hafa. Eitt markmiða doktorsrannsóknarinnar er að leita sáttargrundvallar milli slíks réttinda­sjónarhorns og verndunarsjónarhornsins gagnvart vinnunni. Á síðustu árum hefur fræðafólk í aukum mæli leitað eftir slíkum sáttargrundvelli, bæði innan fræðanna og í stefnumótun í ýmsum málum er börn varða, m. a. hvað varðar stöðu barna sem sjúklinga og neytenda auk stöðu barna á vinnumarkaði.

Margrét Einarsdóttir félagsfræðingur

Vinna íslenskra ungmenna

Margrét EinarsdóttirMargrét Einarsdóttir

Page 12: Efnisyfirlit · 2013. 3. 1. · Vinnueftirlitið / 2. tbl. 24. árg. 2007 Efnisyfirlit * Skaðabætur vegna atvinnusjúkdóms af völdum efnamengunar – bls. 5 * Óhöpp og slys

1�

Á vegum Rannsóknastofu í vinnuvernd og Háskóla Íslands stendur yfir rann­sókn á því hvers vegna örorka er algeng ari meðal kvenna en karla. Að rannsókninni standa Ásta Snorradóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Sigurð­ur Thorlacius. Rannsóknin hefur hlotið styrk úr Rannsóknanámssjóði Rannís.

Rannsóknin er liður í að afla frekari upplýsinga til að skýra fjölgun kvenna í hópi öryrkja. Hér á landi hafa gögn um öryrkja verið skoðuð reglubundið síð­astliðna áratugi. Í ljós hefur komið að öryrkjum hefur fjölgað á síðastliðnum árum sem að sumu leyti má rekja til þátta eins og fólksfjölgunar og hækk­andi meðalaldurs þjóðarinnar. Fjölgun í hópi öryrkja er hins vegar ólík meðal

karla og kvenna en konum hefur fjölgað meira en körlum. Einnig er áberandi að fjölgun öryrkja er mismunandi eftir sjúkdómsgreiningu. Þannig hefur hlutur geðraskana aukist á síðustu árum hjá báðum kynjum þótt karlmönnum hafi þar fjölgað meir. Annar vaxandi hópur þjáist af stoðkerfisröskunum og má sjá fjölgun þar á einstökum sjúkdómum eins og vefjagigt meðal kvenna.

Í rannsókninni verður reynt að varpa ljósi á hvað getur skýrt þessa aukningu meðal kvenna. Ýmsar skýringar hafa verið lagðar fram sem vert er að skoða betur, eins og hvort aukið álag og aukn­ar kröfur á vinnumarkaði hafi áhrif á fjölgun öryrkja í þá veru að þeir leiti út af vinnumarkaði sem ekki standast álagið.

Sérstök áhersla verður lögð á að skoða vefjagigt en konur eru 94% þeirra sem metin eru til örorku með þá greiningu. Liður í rannsókninni er að taka viðtöl við 10 konur sem hafa greinst með vefjagigt og eru á örorkubótum sökum þess. Í viðtölunum verður leitast við að svara því hvað aftri konum með vefjagigt að stunda vinnu. Lagt verður mat á það hvort skýra megi þá staðreynd, að örorka er algengari meðal kvenna, með ólíkri stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði og í þjóð­félaginu almennt.

Áætlað er að ljúka rannsókninni á vormánuðum 2008.

Ásta Snorradóttir, fagstjóri í rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins

Hvers vegna er örorka algeng ari meðal kvenna en karla?

Ásta Snorradóttir

Nú hefur Vinnueftirlitið tekið upp nýja eftirlitsaðferð, sem nefnd er aðlagað eftirlit. Með orðinu aðlagað er átt við að eftirlitið er lagað að fyrirtækjunum þannig að aðferðin er breytileg eftir því hvernig fyrirtækið stendur að vinnu­verndarmálum.

Aðferðin byggist á því að yfirstjórn­endur, öryggisnefndir og aðrir áhrifa­menn í fyrirtækjum séu virkir og taki á sig ábyrgð á að vinnuumhverfið sé eins og best verður á kosið.

Fyrirtækin eru flokkuð eftir því hvernig staðið er að vinnuvernd í fyrir­tækinu og hefur sú flokkun áhrif á hvernig viðbrögð Vinnueftirlitsins verða.

Hvaða atriði ráða svo flokkuninni? Í heimsókn í fyrirtækið kanna eftirlits­menn m.a. eftirfarandi atriði:• Hvort áætlun um öryggi og heil­

brigði (þ.m.t. áhættumat) hafi verið gerð.

• Hvort öryggistrúnaðarmaður og öryggisvörður séu starfandi í fyrir­tækinu.

• Hvort þessir aðilar hafi sótt nám­skeið um vinnuvernd.

• Vinnuaðstæður starfsmanna eru skoðaðar með hliðsjón af svoköll­uðum vinnuumhverfisvísi en það er eins konar gátlisti yfir ýmsa áhættu­þætti sem geta haft áhrif á öryggi og heilsu í viðkomandi starfsgrein.

Það byggist svo m.a. á niðurstöðu slíkr­ar skoðunar hvernig fyrirtækið er flokk­að en flokkarnir eru þrír:

Í fyrirtækjum í flokki 1 er skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs og vinnuaðstæður í meginatriðum í samræmi við vinnuverndarlögin og fyrirtækið gengur jafnvel lengra en lág­marksákvæði segja til um. Eftirlitsmenn heimsækja fyrirtæki, sem lenda í þessum flokki, sjaldnar en önnur, enda er gert ráð fyrir að þau séu í stakk búin til að skipuleggja vinnuverndarstarfið á full­nægjandi hátt. Ef vandamál koma upp gera þessi fyrirtæki sjálf áætlun um hve­nær og hvernig þau verði leyst.

Fyrirtæki í flokki 2 uppfylla ákvæði vinnuverndarlaganna á flestum sviðum. Hið sama á við þessi fyrirtæki eins og þau sem eru í flokki 1 – þau gera sjálf áætlun um úrbætur.

Fyrirtæki í flokki 3 uppfylla ekki ákvæði vinnuverndarlaganna á mörgum sviðum. Þessi fyrirtæki ráða ekki gangi mála á sama hátt og fyrirtæki í flokki 1 og 2 en eftirlitsmenn gefa þá tímasett fyrirmæli um úrbætur, svipað og nú tíðkast. Þessi fyrirtæki verða heimsótt oftar en hin sem standa sig betur og á þennan hátt beinir stofnunin kröftum sínum að þeim fyrirtækjum sem lakar standa.

Eins og áður segir er aðlagað eftirlit þegar hafið í ákveðnum fyrirtækjum en gamla eftirlitsaðferðin er áfram notuð í öðrum. Fyrirtækin sem hin nýja eftirlits­aðferð beinist að eru einkum fyrirtæki sem hafa 50 starfsmenn eða fleiri.

Er það von Vinnueftirlitsins að þessi aðferð eigi eftir að sýna og sanna að því meiri ábyrgð sem fyrirtækin sjálf bera á vinnuaðstæðunum því meðvitaðri verði forsvarsmenn fyrirtækjanna og aðrir starfsmenn um mikilvægi vinnuverndar; og jafnframt að slík meðvitund eigi eftir að smita út frá sér – ef svo mætti segja – og veki þar með ábyrgðartilfinningu æ fleiri fyrirtækja og áhuga þeirra á vinnu­vernd til heilla fyrir launafólk og ekki síður fyrir afkomu og rekstur fyrirtækja.

HKS/ÞS

Ný aðferð við eftirlit

Page 13: Efnisyfirlit · 2013. 3. 1. · Vinnueftirlitið / 2. tbl. 24. árg. 2007 Efnisyfirlit * Skaðabætur vegna atvinnusjúkdóms af völdum efnamengunar – bls. 5 * Óhöpp og slys

1�

Á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði, rannsókna­ og heil­brigðisdeildar Vinnueftirlitsins og Rannsóknastofu í vinnuvernd var gerð könnun vorið 2002 á líðan kvenna í hópi grunnskólakennara. Markmið rann­sóknarinnar var að athuga hvað helst amaði að kvenkyns grunnskólakenn­urum sem meta heilsu sína og líðan sæmilega eða slæma samanborið við þær sem meta heilsu sína og líðan góða eða mjög góða. Spurningalisti var sendur til 600 kvenna úrtaks úr Félagi grunnskóla­kennara, en 415 svöruðu (69%).

Stærsti hluti kennaranna (84%) taldi heilsu sína og líðan góða eða mjög góða. Þegar litið var sérstaklega til kvennanna í þessum hópi, sem töldu heilsu sína sæmilega eða slæma, kom í ljós að margar þeirra (70%) höfðu þurft á verkjalyfjum að halda, svefntruflanir voru algengar og 51% vaknaði óúthvílt oftar en einu sinni í viku, 45% vökn­uðu upp að nóttu til oftar en einu sinni í viku og 33% vöknuðu of snemma oftar en einu sinni í viku. Um þriðjung­ur hafði þurft að leita læknis oftar en þrisvar á undangengnu ári og einkennin höfuðverkur, lið­ eða bakverkir, kvíði, spenna og síþreyta voru talsvert algeng í hópnum. Um 66% töldu sig of þung. Þær, sem mátu heilsu sína, líkamlega eða andlega líðan sæmilega eða slæma, töldu sig óvirkari en aðrar konur á sama aldri, leituðu oftar læknis, áttu erfiðara með svefn og stunduðu síður líkamsrækt en þær sem létu betur af heilsu sinni og líðan. Vanlíðanin birtist einnig í þreytu, vöðvabólgu, höfuðverk, bakverkjum, skapsveiflum og kvíða svo nokkuð sé nefnt. Þær sem mátu heilsu sína, líkamlega eða andlega líðan sæmi­lega eða slæma voru einnig líklegri en aðrar til að nota lyf af ýmsu tagi.

Ekki er unnt að fullyrða neitt um orsakir vanlíðanar kennara en spurning­ar vakna um það hvort heilbrigðisstarfs­menn geri nóg af því að athuga hvort vanlíðan skjólstæðinga þeirra geti átt rót sína að rekja til aðstæðna í vinnunni eða heima fyrir. Þótt rannsóknin, sem hér er til umræðu, hafi beinst að kenn­urum, má leiða getum að því að svipað gildi um aðra hópa í þjóðfélaginu. Hafa

skal í huga að rannsóknin beindist eingöngu að konum í hópi kennara en annað gæti verið uppi á teningnum ef um karlahóp væri að ræða.

Einkenni vanlíðanar kvenna í hópi grunnskólakennara eru margvísleg og full ástæða til að huga að fleiri þáttum en þeim, sem flestar rannsóknir á heilsu kennara hafa hingað til beinst að, þ.e. streitu, kulnun og raddheilsu.

Grein um rannsóknina birtist í Netlu,

veftímariti um uppeldi og menntun hjá Kennaraháskóla Íslands, http://netla.khi.is/greinar/2007/002/index.htm, en höfundar voru: Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Herdís Sveinsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir.

Hólmfríður K. Gunnarsdóttir,sérfræðingur í rannsókna- og

heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins

Hvers vegna er örorka algeng ari meðal kvenna en karla?

Hólmfríður K. Gunnarsdóttir

Einkenni vanlíðanar hjá konum í hópi grunnskólakennara

Kennarastarfið getur verið bæði gefandi og krefjandi.

Eitt mikilvægasta atvinnutæki kennarans er röddin. Því er nauðsynlegt að kennarar og skólastjórnendur séu meðvitaðir um hvernig hægt er að vernda röddina.

Vinnueftirlitið hefur gefið út í samstarfi við Kennarasamband Íslands, Umhverfisstofnun og Umhverfissvið Reykjavíkurborgar bæklinginn Raddheilsu kennara. Bæklingurinn er byggður á dokt­orsritgerð Valdísar J. Jónsdóttur talmeinafræðings.

Í bæklingnum má finna ýmsar staðreyndir um rödd og raddheilsu, heyrn barna og leiðbeiningar um hvern­ig hægt er að vernda röddina. Bæklingnum hefur verið dreift til menntastofnanna víða um land en hann má einnig fá hjá Vinnueftirlitinu.

Bæklingur um raddheilsu kennara

Ljósm

ynd:

Jón

Svav

arss

on

Page 14: Efnisyfirlit · 2013. 3. 1. · Vinnueftirlitið / 2. tbl. 24. árg. 2007 Efnisyfirlit * Skaðabætur vegna atvinnusjúkdóms af völdum efnamengunar – bls. 5 * Óhöpp og slys

14

4Hvaða þættir í vinnuumhverfinu, sem lúta að stjórnun og/eða menningu og fyrirtækjabrag, geta verið mögulegir undanfarar eineltis? 4Hvers vegna er áhugavert fyrir stjórn­

endur fyrirtækja að fjallað sé um ein­elti?

Út frá rannsóknarspurningunum voru settar fram fimm tilgátur og reynt er að sýna fram á í rannsókninni hvort þær eigi við rök að styðjast.:

Tilgáta 1: Tíðni eineltis á völdum vinnustöðum er svipuð og niðurstöð­ur rannsókna á einelti á vinnustað í Evrópu sýna.

Tilgáta 2: Einelti lýsir sér svipað hér á landi og í öðrum löndum Evrópu.

Tilgáta 3: Algengara er að stjórnendur fremur en aðrir leggi í einelti.

Tilgáta 4: Meiri líkur eru á að viðun­andi lausn náist í eineltismálum ef stjórnendur skipulagsheilda setja sér stefnu um hvernig tekið verði á ein­elti ef það kemur upp á vinnustaðn­um.

Tilgáta 5: Ríkjandi stjórnunarstíll í skipulagsheildum getur dregið úr möguleikum á að fyrirbyggja og /eða leysa eineltisvandamál.

Framkvæmd

Þrír opinberir vinnustaðir með samtals 160 starfsmönnum voru teknir til skoð­unar. Gerð var megindleg og eigindleg rannsókn. Megindlega rannsóknin var fjórskipt. Sendur var út spurningalisti og fylgdi með skilgreiningin á ein­elti, (Hugtakið einelti er skilgreint í reglugerð um aðgerðir gegn einelti nr. 1000/2004, 3. gr. Skilgreiningin er birt

í gula rammanum á baksíðu). Fyrstu átta spurningarnar miðuðu að því að kanna hvort þátttakendur höfðu orðið fyrir einelti, í næstu fimm spurningun­um var spurt um hvort þátttakendur hefðu orðið vitni að einelti og því næst voru níu spurningar sem lutu að því að kanna hvaða úrlausnir væru til staðar í fyrirtækjunum og hver þróunin væri. Í fjórða og síðasti hluta spurningalist­ans (22 spurningar úr Norræna spurn­ingarlistanum um sálfélagslega þætti í vinnunni) var spurt um sálfélagslega þætti vinnunnar. Eigindlegi hluti rann­sóknarinnar fólst í viðtölum þar sem kannað var hvað gert væri á vinnustöð­unum þremur til að leysa eineltismál. Svarhlutfall var rúmlega 70%.

Helstu niðurstöður

Alls höfðu 16% þátttakenda, sem svör­uðu könnuninni, orðið fyrir einelti. Af þeim sögðu 74% að eineltið hefði staðið yfir lengur en eitt ár. Aðeins 4% þolenda höfðu kvartað formlega og 64% töldu það bæri of sjaldan árangur að kvarta eða reyna að gera eitthvað í málinu.

Þegar spurt var hvernig eineltið lýsti sér svöruðu flestir að það væri ósann­gjörn gagnrýni (13%), þeir hefðu verið niðurlægðir eða hæddir (11%), ábyrgð tekin frá þeim (9%), upplýsingum hald­ið frá þeim (9%), þeir orðið fyrir lík­amlegu ofbeldi (1%) og ýmislegt fleira var talið upp. Svörin sýna að í flestum tilfellum er gerandi eineltis yfirmaður þess, sem fyrir eineltinu verður, eða annar stjórnandi (71%). Ýmislegt fleira kom fram en hér er aðeins nefnt það helsta.

Tæp 17% þolenda sögðu eineltið valda kvíða fyrir að mæta til vinnu, 15% töldu að sjálfstraust hafa beðið hnekki og 11% nefndu að sjálfsálit hefði minnkað, 10% fengu svefntrufl­anir, 10% sögðu það hafa áhrif á gæði vinnunnar og 8% nefndu þunglyndi sem afleiðingu. Ýmsar aðrar afleiðingar voru nefndar sem hafa áhrif á heilsu og líðan þess sem fyrir verður.

Eineltið lýsti sér svipað hjá þeim, sem höfðu orðið vitni að einelti, og þeim sem höfðu beina reynslu af ein­elti Af þeim sem svöruðu höfðu 30% orðið vitni að einelti á sinni deild og 27% höfðu orðið vitni að einelti annars staðar í skipulagsheildinni. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að einelti lýsir sér mjög svipað og fram kemur í erlendum rannsóknum. Afleiðingar sem oftast eru nefndar eru einnig þær sömu.

Margar erlendar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna afleiðingar eineltis. Þær sýna að afleiðingarnar eru verulegar fyrir einstaklinginn og að ein­elti getur haft mikil áhrif á heilsu hans og líðan. Niðurstöður kannana sýna að afleiðingar eineltis, eða það sem fólk nefnir tíðast, eru þær að eineltið dregur úr sjálfstrausti þess sem fyrir því verður. Fólk finnur til kvíða fyrir að mæta til vinnu, sjálfsálit minnkar og andvökur aukast. Síðan fer eineltið að hafa áhrif á gæði vinnunnar og á heilsu manna, streita og kvíði gera vart við sig. Þá koma alvarlegri áhrif (langtímaáhrif) fram svo sem kulnun í starfi og áfalla­streita.

Ýmsar rannsóknir, sem skoðaðar voru, svo sem rannsóknir frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi og Bandaríkjunum, benda greinilega til þess að tengsl eru milli eineltis annars vegar og þunglyndis, áhyggna, árás­arhneigðar, svefnleysis, streitu og lík­amlegrar og andlegrar vanheilsu hins vegar. Áhugavert er líka að skoða hver skaði eða kostnaður fyrirtækja og þjóð­félagsins getur orðið af einelti.

Mjög erfitt er að alhæfa út frá niður­stöðum rannsókna sem gerðar hafa verið á einelti. Rannsóknirnar sýna mjög mismunandi tölfræðilegar niður­stöður um einelti. Niðurstöður eru m.a. háðar því hvaða hópur verður fyrir valinu í rannsókninni og hvernig upplýsingasöfnun er gerð. Það getur einnig valdið skekkju ef notaðar eru mismunandi skilgreiningar á einelti og mismunandi tímarammi er sem viðmið. Þegar niðurstöðurnar eru bornar saman við evrópskar rannsóknir eru þær að mörgu leyti svipaðar. Í ljós kom að tíðni

EINELTI Á VINNUSTAÐ frh. af bls. 16

Námskeið

Eftirfarandi námskeið eru haldin reglulega á vegum Vinnueftirlitsins:

• Um vinnuvernd fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði

• Um áhættumat fyrir atvinnurekendur, viðurkennda ráðgjafa öryggistrún-aðarmenn, öryggisverði og aðra sem áhuga hafa

• Um flutning á hættulegum farmi, svokölluð ADR- námskeið, fyrir ökumenn sem flytja slíkan farm

• Um stjórn og meðferð vinnuvéla, svokölluð frumnámskeið, fyrir stjórnendur vinnuvéla, t.d.. lyftara, minni jarðvinnuvéla, körfukrana/körfulyftna, o.fl.

Sjá nánar á heimasíðu Vinnueftirlitsins, www.vinnueftirlit.is

Page 15: Efnisyfirlit · 2013. 3. 1. · Vinnueftirlitið / 2. tbl. 24. árg. 2007 Efnisyfirlit * Skaðabætur vegna atvinnusjúkdóms af völdum efnamengunar – bls. 5 * Óhöpp og slys

15

Heimasíða VinnueftirlitsinsNý heimasíða Vinnueftirlitsins var tekin í gagnið á síðasta ári en stöðugt er unnið að framþróun hennar. Nú er unnið við að þýða síðuna yfir á ensku og koma útgáfu stofnunarinnar sem mest á tölvu­tækt form. Þar með eru talin myndbönd sem eflaust margir hafa beðið eftir því að myndbönd eru mikið notuð, t.d. í fram­haldsskólum. Útleiga á myndböndum, sem viðgengist hefur hjá Vinnueftirlitinu, mun því smámsaman leggjast af.

Á síðunni undir hlekknum útgáfa er margt annað fróðlegt efni sem hægt er að sækja, svo sem fræðslu­ og leiðbein­ingarrit, fréttabréf, skýrslur og vinnu­umhverfisvísar starfsgreina. Þá er einnig hægt að fá lög, reglugerðir, eyðublöð og upplýsingar um námskeið sem stofnunin heldur.

Í hlekknum gagnabrunnur er margtgagnlegt efni eða þema á sviði vinnu­verndar, svo sem upplýsingar um

áhættumat, einelti, hávaða, heilsuvernd á vinnustað o.fl.

Þá er á síðunni listi yfir þjónustuað­ila á sviði vinnuverndar sem hafa hlotið viðurkenningu Vinnueftirlitsins.

Bókasafn Vinnueftirlitsins hefur að geyma mikinn safnkost á sviði vinnu­verndar og má þar nefna bækur, inn­lend og erlend tímarit og skýrslur. Lista með titlum tímarita, sem eru á safninu í prentuðu formi, má finna á heimasíð­unni. Nokkur af þessum tímaritum eru til á rafrænu formi á heimasíðunni hvar.is og er hlekkur í þau af heimasíðu Vinnueftirlitsins. Hægt er að fá ljósrit af greinum tímarita, sem eru eingöngu á prentuðu formi, með því að hafa samband við bókasafn Vinnueftirlitsins í netfanginu [email protected]

Allt frá því að Vinnueftirlitið tók til starfa hafa verið stundaðar rannsóknir hjá stofnuninni. Á heimasíðunni undir hlekknum rannsóknir eru greinar og skýrslur sem starfsfólk í rannsókna­ og heilbrigðisdeild hefur unnið. Þar má einnig finna niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið til þess að kanna heilsufar, líðan og vinnuumhverfi tiltek­inna starfshópa. Margt af þessu efni er á rafrænu formi.

Sjá nánar á www.vinnueftirlit.isGerður Garðarsdóttir, fagstjóri

hjá Vinnueftirlitinu

eineltis er svipuð og tíðni minna alvar­legs eineltis í Evrópu sem er á bilinu 10%–17%. Ekki er unnt út frá þessari rannsókn að fullyrða neitt um hversu alvarlegt eineltið er en í Evrópu hefur alvarlegt einelti mælst á bilinu 1–4%. Í ljósi þess að 74% þolenda í rann­sókninni segja eineltið hafa staðið yfir í meira en ár verður að telja að um einelti sé að ræða en ekki minniháttar ágrein­ing. Ofangreindar niðurstöður sýna að tilgátur 1, 2 og 3 (sjá bls. 14) standast.

Meiri líkur eru á að viðunandi lausn náist í eineltismálum ef skipulagsheildir setja sér stefnu um hvernig tekið er á einelti ef það kemur upp á vinnustaðn­um. Skýr og vel skilgreind stefna er því góð leið til að skapa menningu sem kemur í veg fyrir einelti og ofbeldi á vinnustað. Stefnuna þarf að kynna svo ljóst sé að stjórnendum sé alvara og að ljóst sé að einelti sé ekki liðið á vinnu-staðnum.

Erlendar rannsóknir og umfjöllun fræðimanna benda til að mörkuð stefna ætti að koma að notum við úrlausn ein­eltismála enda kom í ljós í rannsókninni að á þeim vinnustað, þar sem línurnar eru óljósastar, var eineltið mest. Stutt reynsla var hins vegar komin af því

hvernig slík stefna reyndist á vinnustöð­unum sem til skoðunar voru. Með hliðsjón af þessari rannsókn er því ekki hægt að halda því ótvírætt fram að til­gáta 4 standist.

Sterkar vísbendingar eru um að stjórnunarstíll í skipulagsheildum geti dregið úr möguleikum á að fyrirbyggja eða leysa eineltismál. Skoðaður var munur á svörum þeirra, sem hafa orðið fyrir einelti, og þeirra sem ekki hafa orðið fyrir einelti. Skýr munur kom fram. Þeir sem urðu fyrir einelti gáfu yfirmanni sínum og starfsanda á vinnustað lægri einkunn en hinir sem ekki urðu fyrir einelti. Sterk fylgni fannst milli eineltis annars vegar og starfsanda, stjórnunarhátta og viðhorfs til vinnunnar hins vegar. Niðurstöður gefa þannig vísbendingu um að ein­elti þrífist frekar þar sem starfsandi er lélegur, stjórnunarháttum er ábótavant og starfsmenn hafa neikvæða afstöðu til vinnunnar. Tilgáta 5 stenst því full­komlega.

Hér að ofan eru aðeins raktar helstu niðurstöður en margt fleira athyglisvert kemur fram. Því miður er ekki rúm fyrir frekari umfjöllun um rannsóknina að þessu sinni.

Til umhugsunar fyrir stjórnendur fyrirtækja

Ef 10% starfsmanna í 60 manna fyr­irtæki hafa orðið fyrir einelti þýðir það að um sex manns eru þolendur. Gefum okkur að það séu ekki aðeins þessir sex heldur stærri hópur sem verður fyrir áhrifum af eineltinu á einn eða annan hátt. Ljóst er að líta verður á eineltið sem alvarlegt vandamál án tillits til þess hversu marga eineltið snertir, ekki einungis með hliðsjón af heilsu og hags­munum einstaklingsins eða einstakling­anna, heldur hefur eineltið einnig áhrif á kostnað og árangur fyrirtækjanna, svo að ekki sé talað um kostnað þjóðfélags­ins í heild vegna fjarvista frá vinnu, lélegri afkasta og í versta falli veikinda starfsmanna, sem fyrir einelti verða.

Mögulegt er að skoða rannsóknina í heild á heimasíðu Vinnueftirlitsins. Slóðin er:http://www.vinnueftirlit.is/vinnueftirlit/upload/files/arsskyrslur/rannsoknir/ein­elti_a_vinnustad_meistaraverkefni_dth.pdf

Dagrún Þórðardóttir, skrifstofustjóri Vinnueftirlitsins

Page 16: Efnisyfirlit · 2013. 3. 1. · Vinnueftirlitið / 2. tbl. 24. árg. 2007 Efnisyfirlit * Skaðabætur vegna atvinnusjúkdóms af völdum efnamengunar – bls. 5 * Óhöpp og slys

16

Höfuðstöðvar:Bíldshöfði 16110 ReykjavíkSími: 550-4600Fax: 550-4610Netfang: [email protected]íða: www.vinnueftirlit.is

Umdæmisskrifstofur Vinnueftirlitsins eru á eftirtöldum stöðum:Reykjavík, Akranesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Hveragerði, Vestmannaeyjum og Reykjanesbæ. Heimilisföng og símanúmer umdæmisskrifstofa eru á heimasíðu Vinnueftirlitsins.

Grein þessi er útdráttur úr MS-verk-efni Dagrúnar Þórðardóttur, skrif-stofustjóra Vinnueftirlitsins, í „Stjórnun og stefnumótun“ við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands í febrúar 2006. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi þar sem könnuð er tíðni, birtingarmyndir og afleiðingar eineltis á vinnustöðum og hvernig tekið er á þeim málum.

InngangurEinelti veldur þeim, sem fyrir því verða, óhamingju og vanlíðan. Það dregur úr afköstum, starfsmenn hætta vinnu, veik­indafjarvistir aukast, vinnustaðurinn fær slæmt orð á sig, það dregur úr fram­leiðni og sköpunargáfu starfsmanna og þar með úr nýsköpun. Áhrifin geta verið þau að hagnaður fyrirtækja dregst saman og einnig hefur þetta áhrif á þjóðfélagið í heild.

Tilgangur og markmið rannsóknarinnarTilgangur rannsóknarinnar var að skoða einkenni, birtingarmyndir og tíðni eineltis á þremur vinnustöðum hér á landi og bera saman við inn­

lendar og erlendar rannsóknir sem gerðar hafa verið til að auka skilning á vandamálinu. Einnig átti að varpa ljósi á hvaða úrræði stjórnendur fyrirtækja hafa til að leysa málin og hvaða leiðir séu vænlegar til að leysa og/eða fyrir­byggja vandamálið. Reynt var að sýna fram á að það sé allra hagur og ekki síst fyrirtækisins að fyrirbyggja og koma í veg fyrir að einelti komi upp á vinnu­stað. Eftirfarandi spurningar voru settar fram út frá tilgangi rannsóknarinnar og markmiðið var að leita svara við þeim:4Hversu algengt er einelti á vinnustöð­

unum, sem þátt tóku í rannsókninni, miðað við aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið bæði hér á landi og erlendis?4Hvernig lýsir eineltið sér? Hverjir

leggja í einelti?

4Hvernig eru eineltismálin leyst og hvaða aðferðir nota stjórnendur skipulagsheilda til að leysa einelt­isvandamál?4Hafa úrræðin skilað tilætluðum

árangri? Hvaða leiðir eru vænlegar fyrir stjórnendur fyrirtækjanna til að fyrirbyggja og leysa eineltisvandamál?

Einelti á vinnustað

Dagrún Þórðardóttir

Samanburður þriggja opinberra vinnustaða

Framhald á bls. 14

Úr reglugerð um aðgerðir gegn eineltinr. 1000/2004

3. gr.Einelti: Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegð­un sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað andlegt eða líkamlegt ofbeldi fellur hér undir. Hér er ekki átt við skoðana­ágreining eða hagsmunaárekstur sem kann að rísa á vinnustað milli stjórnanda og starfsmanns eða tveggja eða fleiri starfsmanna enda sé skoðanaágreiningur eða hagsmunaárekstur hvorki viðvarandi eða endurtekinn kerfisbundið.

Mynd

: Böð

var L

eós