10
Einvörðungu vangaveltur áhugamanns um efniviðinn. Ekki fræðileg úttekt. Samt er keppst við að fara rétt með, eins sæmir hjá fólki sem tjáir sig hvort sem er um þetta mál eða önnur. Sett fram til fróðleiks og skemmtunar. Kveðja KRF 28 janúar 2015. Eimskip. Lagarfoss 2, einn þríburanna, og fleira tengt flutningasögunni. Konráð Rúnar Friðfinnsson tók saman. Myndir eru héðan og þaðan og ekki eign höfundar nema þessi. Myndin er úr dagblaðinu Vísir tekin fimmtudaginn 19 maí 1949. Glæsilegt skip. Þjónaði eiganda sínum og landsmönnum í tæpa þrjá áratugi ásamt að veita hópi manna og kvenna atvinnu og framfærslu.

Eimskip. Lagarfoss 2, einn þríburanna, og fleira … um skip/lagarfoss...það í togi til Kaupmannahafnar 13 apríl 1949 og fargað eftir 32 ára þjónustu. Er hér er komið sögu

  • Upload
    others

  • View
    21

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Einvörðungu vangaveltur áhugamanns um efniviðinn. Ekki fræðileg úttekt. Samt er keppst við að fara rétt með, eins sæmir hjá fólki sem tjáir sig hvort sem er um þetta mál eða önnur. Sett fram til fróðleiks og skemmtunar. Kveðja KRF 28 janúar 2015.

Eimskip. Lagarfoss 2, einn þríburanna, og fleira tengt flutningasögunni.

Konráð Rúnar Friðfinnsson tók saman.

Myndir eru héðan og þaðan og ekki eign höfundar nema þessi.

Myndin er úr dagblaðinu Vísir tekin fimmtudaginn 19 maí 1949. Glæsilegt skip. Þjónaði eiganda sínum og landsmönnum í tæpa þrjá áratugi ásamt að veita hópi

manna og kvenna atvinnu og framfærslu.

Undirbúningur að stofnun Eimskipafélags Íslands hófst árið 1912 og eru í dag (2015) 103 ár liðin frá atburðinum. Margir íslendingar vita að þetta félag var formlega stofnað 17 janúar 1914 eftir að fjölmargir íslendingar, alþýðumenn, höfðu keypt sér hlutabréf í skipafélaginu sem senn átti að stofna. Að slíkt gerist sýnir hug til málsins. Hug sem sér mikilvægið á að eiga og reka eigið íslenskt fragtflutninga skipafélag. Vel má ímynda sér að ábyrgð hafi rekið suma hlutabréfa kaupendur út í sín kaup og að fólk þetta hafi lagt sitt fram til að sjá gamlan draum rætast um aukið sjálfstæði. Kannski að þessi afstaða hafi ráðið meiru en sjálf hagnaðarvonin. Reikna má með að fólkiðhafi rennt blint í sjóinn með eigin þátttöku og einnig að hagnaðarvonin hafi blundað með. Svona á bak við verkið. Að vilja ávaxta sitt pund býr með manninum. En stundum líka tekur hann áhættu í fjármálum. Svona eru framfarirnar og stundum ræður hugsjónin ferðinni og trú fólksins á að skipafélag í eigu landsmanna sjálfra væri til bóta með burði til að gefa framtíðinni sitt svigrúm. Hver í dag efast um mikilvægi þessa félags sem reis af grunni 1914 og við dag vitum að er Eimskipafélag Íslands? Fáir. Hvaða skoðun á eftir sem menn hafa haft á þessari starfsemi frá degi til dags. Hún er annað mál og kemur og fer og breytist milli tíða.

Fæstir frekar en í dag gátu vitað hvort ævintýrið gengi upp eða félli um koll með braki og brestum. Er enda eitt skipafélag gríðarleg fjárfesting og krefst síns undirbúnings. Og því fylgir allskonar. Eins og skip, sem eins og vitað er eru dýr í innkaupum og öllum rekstri. Margt líkt þessu hefur fólkið áreiðanlega spurt sig sem ákvað sín hlutabréfakaup. 1912 var efnahagur landsmanna með öðru móti en í dag og lífið allt einhæfara. Inn á milli horfði það framan í atvinnuleysi. (Eiginleg kreppuár komu síðar og talað um þau frá árunum 1930 til 1939.) Annað má líka vel ímynda sér frá þessum tíma að kaupin hafi á sinn hátt verið svona djarft teflt. Þarna kemur vonin inn í og fjarlægir efann og gerir fólkið tilbúið í að loka bara augunum og stökkva. Sér í gegnum allan sinn efa og neikvæðu hugsanir litla ljóstýru sem það er visst um að bæti hag og sé góð framkvæmd til framtíðar litið. Stundum þarf slíka hugsun. Niðurstaða pælinganna er að ekki hafi verið neitt óeðlilegt við að Eimskipafélag Íslands hljóti fljótt aukanafngiftina " Óskabarn Þjóðarinnar " hjá obba fólks sem sá fram á breytingar sem líklegt er að hafi verið hjálplegar til að fá fullt sjálfstæði. Sem svo kom 17 júní 1944, líkt og menn vita.

Frá hátíðarhöldunum á Þingvöllum 17 júní 1944.

Mikill mannfjöldi tók þátt í hátíðinni.

Í dag hefur Eimskipafélag Íslands lengi verið öflugt félag en þó gengið í gegnum allskonar í rekstrinum og átt sín erfiðu rekstrartímabil sem líklegt er að góður grunnur sem lagður var til að byrja með hafi verið hjálplegur við að ýta félaginu áfram og yfir alla erfiðleika. Lengi býr að fyrstu gerð, er máltæki sem margsinnis hefur sannað sig að sé rétt og gilt mál. Við basli í rekstri má alltaf búast. Að ekki sé talað um heimili frjálsræðið fleirum en einum að setjast við kjötpottinn og tína upp úr honum bitanna sem þar eru og bara visst magn til skiptanna. Allt þekkt.

Flutningar dagsins miðast ekki lengur bara við ferðir skipa heldur stendur fólki aðrar leiðir til boða. Allt útlit er þó fyrir að

skipið haldi velli í vöruflutningunum. Fer samt mikið eftir verðum sem sjóleiðin bíður.

1914 eru íslendingar enn á valdi Dana og ráða sér ekki að öllu leiti sjálfir en geta þó svolitlu ráðið um sín mál. Í alltént minni málum enn þurfa samt samþiggi og heimild Danakonungs í umfangsmeiri málaflokkum. Stofnun alvöru skipafélags flokkast undir þetta. Enda ekkert lítið og einfalt mál að ráðast í slíkt risa verkefni og fjárfrekt dæmi.

En þetta skeði og að verkinu kom og Eimskipafélag Íslands orðið þátttakandi í íslenskri atvinnuflóru með umsvif bæði í landi og á sjó og fjölda manns í vinnu bæði til sjós og lands. Vissulega er hér visst blað brotið í sögu landsins með því að gera þjóðinni sjálfri það kleyft að flytja obba framleiðslu sinnar og gera með eigin skipastól. Eftir þetta er þjóðin ekki lengur upp á önnur skipafélög kominn líkt og verið hafði í aldir en lauk 1914. Einnig er það hugsanlegt að oft hafi landinn þurft að þiggja þjónustu skipafélaga sem litu þá hornauga og höfðu svona til hliðar við sig og horfðu ekki á sem sitt forgangsverkefni heldur beittu segjum " dúk og disk og einhverveginn aðferðina " er kom að þessari þjóð þarna lengst norður frá. Í gegnum alla okkar sögu hafa flutningar varnings um sjóinn skipt sköpun fyrir þessa þjóð og gerir enn.

Að vera upp á náð og miskunn annarra með sitt er ekki gott þegar til langs tíma er litið og hefur burði til að draga úr þrótti og hindra duglegt fólk í að sækja fram og gera þörf verk sem það þó telur sig fullfært um við rétt skilyrði. Partur sjálfstæðis þjóða liggur í eigin sjálfbærni á sem flestum sviðum lífsins. Án þess þó að hindra í neinu mikilvægt samstarfið við aðrar þjóðir. Enda óskyld mál.

Stofnun Eimskipafálags Íslands 1914 gerði gæfumuninn. Stofnendur eru fólkið sem ýtti af stað vissri byltingu með skrefunum sem það tók með hlutabréfakaupum sínum og með í þessari sumpart óvissuferð sem svo miklar vonir voru samt bundnar við og leiðin sem talið var að væri nauðsýnleg við að koma landinu almennilega inn í nútímann og hjólum á örlítið meiri snúning en verið hafði fram að þeim tíma. Í dag þrætir engin fyrir gagnsemi Eimskipa, vilji menn una forverum Eimskipa sannmælis og líta á sem gildan part að sjálfstæði Íslands. Munum að við erum hér að tala um umhverfi sem var en er ekki í dag og allt öðruvísi umhverfi. Sjálfstæði einnar þjóðar byggir á mörgum samverkandi þáttum sem þjóðin byggir margt sitt enn á. Svona er gangurinn í þessu. Einn sáir. Annar uppsker og lífið heldur áfram með sinni þróun og breytingum á allskonar. Sumar til bóta og aðrar ekki.

Skip Eimskipafélags Íslands.

Með smíði og komu farþegaskipsins Gullfoss sem sigldi fánum prýddur inn til hafnar í Hafnarfirði, sem fyrstu höfn á Íslandi 16 apríl 1916, sáu menn að þetta tókst hjá þeim. Goðafoss 1 kom í júní sama ár og voru þá flutningaskipin í eigu Eimskipafélags Íslands orðin tvö. Lagarfoss 1 var þriðja skip Eimskipafélagsins og kom nokkru á eftir hinum tveim. Mikill hraði á sem áreiðanlega hefur vakið mönnum hug er þeir sáu eigin íslensku skip koma með varning til landsins og flytja frá landinu framleiðslu þjóðarinnar í lestum sínum til fjarlægra landa. Skip búin tækjum og tólum sem voru engir eftirbátar þess besta sem gilti í flutningadeildinni almennt séð í veröldinni. Var ekki gild ástæða til að láta gleðilátum og leyfa hjartanu að fyllast bjartsýni um alla framtíð í landinu? Vissulega.

(Morgunblaðið 4 ágúst 1977)

" Eimskipafélagið hefur nú gengið frá sölu á m/s Fjallfossi til Grikklands fyrir 375 þúsund dollara eða 73,5 milljónir króna. Fjallfoss var smíðaður hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn árið 1954 og

er því orðinn 23 ára gamall.

Fjallfoss kom til landsins frá útlöndum í gærdag og var það í síðasta skipti sem skipið kemur undir merkjum Eimskipafélagsins til Íslands. Myndin var tekin af Fjallfossi skömmu

eftir komuna á Ytrihöfnina í gær. " Hugsanlega er þetta síðasta myndin af Fjallfossi á meðan skipið enn sigldi undir íslenskum fána.

Eftir skipinu mann höfundur vel og tók nokkrum sinnum þátt í að losa það er það kom til Hafnarfjarðar, eins og stundum gerðist með skip Eimskipafélagsins. Innskot höfundar.

Með árunum tekur skipum félagsins smá saman að fjölga og eru árið 1977 orðin 24 talsins. 1977 bættust 5 skip í skipaflota Eimskipa sem af sumum voru kölluð " Hámenn " svona til aðgreiningar við "Blámenn "- sem margir muna eftir og komu á undan "Hámönnum." Á þessum tíma er Eimskipafélagið búið að festa sig allvel í sessi bæði í eigin landi sem og á sínum siglingaleiðum og nýtur orðið virðingar á viðkomustöðum sínum hist og her í heiminum. Allir vita að tíma tekur að vinna traust hjá viðskipatvinum. Þeir ku víst vera harðir í horn að taka sé sá gállinn á þeim.

Nokkur orð um Lagarfoss 1. Hinn fyrsta.

Fyrsti Lagarfoss við komuna til Reykjavíkur 1917. Fallegt skip.

Lagarfoss 1 kom til sögunnar er Eimskip ákvað að festa kaup á skipi smíðuðu hjá Nylands Værft í Kristjaníu í Noregi 1904 fyrir Norskt skipafélag sem fékk nafnið Profit og mældist 1126 tonn, var 68,6. metra langt og 10.3. metra breitt. 1917 kaupa Eimskip þetta skip og gefa nafnið Lagarfoss. Í sögunni nefnt Lagarfoss 1.

1920 er Lagarfoss 1 nánast byggður upp á nýtt og verður eilítið stærri eftir mælingu en áður var. Að mæla skip upp var oft gert í eina tíð en minna verið um á seinni árum.

Þess má geta að Lagarfoss 1 sigldi farsællega bæði í fyrri og seinni heimstyrjöld. Eitt og annað kom þó upp eins og alltaf gerist á langri leið. 13 mars 1949 var skipið statt í óviðri undan ströndum Danmerkur er svo illa vildi til að öxull aðalvélarinnar brotnaði. Selfoss bar

að og fór taug á milli skipanna og Lagarfoss 1 dreginn inn til Frederikshavn í Danmörku til viðgerðar. Ekki þótti borga sig að eiga meira við vélina og var skipið selt til niðurrifs og kom það í togi til Kaupmannahafnar 13 apríl 1949 og fargað eftir 32 ára þjónustu. Er hér er komið sögu er skipið orðið gamalt og úrelt og tími komin á endurnýjun. Allt hefur sinn tíma.

Þessi Lagarfoss er númer 7 í röð Lagarfossa og kom 2014.

Nýjasti Lagarfoss og númer 7 í röð Lagarfossa. Þessi sigldi til hafnar í Reykjavík 17 ágúst 2014. Líklegt er að Lagarfoss nafnið

hafi fylgt rekstri Eimskipa frá því að það fyrst komst í eigu þess.

Nýjasta skipið í skipastól Eimskipafélags Íslands og í röð Lagarfossa hefur töluna sjö í skipasögunni en er sem sjá má svolítið stærra og nýtískulegra heldur en fyrsti Lagarfoss. Skipið kom til landsins 17 ágúst 2014, hefur 12,000 tonna burðargetu, er 140, 7 metra langt og 23, 3 metra breitt, með tengla fyrir 230 frystigáma og mikið skip á íslenskan mælikvarða hvert sem litið er. Munurinn er mikill og líka hitt sem gott er að benda á að fyrsti Lagarfoss var skráður á Íslandi og sigldi undir íslenskum fána á meðan þetta skip sem myndin er af hefur heimahöfn í St. John's á Nýfundalandi.

Annar munur er líka á, er þessi skip og tímabil eru borin saman, að nýja skipið er líklega bara að hluta til með íslenskri áhöfn (höfundur reyndar þekkir það mál ekki en skítur þessu hér fram) á meðan fyrsti Lagarfoss var með alla sína menn frá Íslandi og að engin hafi leitt hugann að öðrum kosti er kom að mannaráðningum. Hvenær þetta breyttist er ekki gott að segja. Eitt er samt ljóst að allmörg ár eru liðin og spurning orðið um hvort stjórnvöld á Íslandi finni ekki hjá sér þörf til að lagfæra þetta starfsumhverfi skipafélaganna til að þau sjái sér aftur akk í að hafa skip sín skráð í landinu bláa í norðri. Hvort lagfæra þurfi lagabókstafinn til að gera þetta mögulegt er hugsanlegt. Og væri þá mikið þarfaverk og til margs að vinna komist þessi skipan aftur á.

Sjálfur er höfundur viss um að þjóðin muni fagna færu menn aftur til baka að þessu leiti og að öll íslensk skip sigldu undir íslenskum fána, sem er svona hið eðlilega er kemur að slíkum málum.

Lagarfoss 2 kveður.

Mynd frá því í byrjun september 1977 og líklega sú síðasta af Lagarfossi 2 undir íslensku flaggi. Hér siglir það á vit nýrra eiganda.

Árið 1977 er Eimskipafélagið að yngja upp hjá sér skipastólinn eins og eðlilegt má teljast í svona rekstri. Í enda ágúst eða byrjun september 1977 sigldi Lagarfoss 2 í síðasta skiptið út á milli hafnargarðanna í Reykjavík, og þá orðið elsta skip Eimskipa.

1949 horfði öðruvísi við á Íslandi um margt. Þá var enn ekki hafist handa við að skrá sögu Lagafoss 2 í sögubækur félagsins en búið að gera er það sigldi síðasta sinn út úr reykvískri höfn með sínar skipsdagbækurr fullar af umfjöllun um atburði dagsins og það sem taldist markvert yfir daginn. Skoðum línu úr frétt Þjóviljans 4 ágúst 1977: " Elsta skip félagsins, m.s. LAGARFOSS, er til sölu og hafa nokkrir erlendir kaupendur sýnt áhuga á að skoða skipið. "

Lagarfoss 2 kemur nýtt til Reykjavíkur.

Mynd frá komu Lagarfoss 2 til Reykjavíkur 1949 og enn snjór í Esju.

8 maí 1949 er dagurinn sem nýtt og glæsilegt skip sigldi inn til Reykjavíkurhafnar og þeir sem á bryggjunni stóðu sjá að heitir Lagarfoss. Allir sem þarna voru samankomnir vissu að mikið skipið sem blasti við augum var eign Eimskipafélagsins. Merkið efst á stefninu sagði og sína sögu þar um og eigandinn orðin augljós sem fór ekki framhjá bryggjufólki. Eftir þessu stefnis merki muna margir.

Á þessum tíma vekja ný skip mönnum enn sína eftirvæntingu og ýtti af stað til að vera sjálfir á staðnum er fagurt fleyið kæmi siglandi inn í höfnina. Sumir áttu ættingja um borð. Aðrir komu til að fagna. Flestir voru prúðbúnir eins og til siðs var í borginni hvenær sem hátíð var í bæ. Og borgarbúar mátu ný skip sem komu til hafnar íslenskrar fyrsta sinn sem vissa hátíðarstund. Tignarleg sjón blasti við augum er skipið sigldi milli hafnargarðanna og sumir á staðnum töluðu um "þríbura" sem festist við Lagarfoss, Dettifoss og Goðafoss allan útgerðartíma skipanna. Skipatilkynningar í gegnum útvarps og dagblöð greindu daglega frá hvar skipin væru sem og um næsti áfangastað og heimkomu. Allt hluti hversdagsins og þjónaði sínum tilgangi hvort sem snéri að ættingjum skipsmanna eða hinna sem nýttu sér flutningaþjónustuna og biðu komu vörunnar, sem að stærstum hluta var merkt versluninni.

Að menn flykktust niður á bryggju er nýs skips var von á sér eðlilega skíringu. Í þann tíð var afþreying öll minni en síðar varð. Til að fá smá uppbrot á hversdaginn var hvert hálmstrá gripið og notað. Margt hefur breyst í landinu okkar og viðmið á margan hátt önnur en var.

Lagarfoss, Dettifoss og Goðafoss, eru öll smíðuð sérstaklega fyrir Eimskipafélag Íslands og eftir sömu teikningu hjá Burmeister & Wein 1 Danmörku á dögum nýsköpunarstjórnarinnar.

Þegar svo að því kom að sigla Lagarfoss 2 frá landinu eftir að hafa verið seldur eru hin tvo sem mynduðu "þríburanna" horfin af íslenska sviðinu fyrir nokkru og komin til nýrra eiganda í útlöndum. Lagarfoss 2 kom heim síðastur í röðinni og yfirgaf landið eftir að hin tvö voru farin héðan. Margir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna vel eftir þessum skipum. Voru þau enda glæsileg og vel búin og stóðust allar kröfur sem gerðar voru til svona skipa og engir eftirbátar þess besta sem þá viðgekkst.

Lagarfoss 2 hafði aðstöðu fyrir nokkra farþega í hverri ferð sem áreiðanlega hefur farið vel um á siglingunni. Var að sögn enda stjanað við þá og um það séð að þeim skorti ekkert. Margir eiga sér góðar minningar frá þessum siglingum og skilst höfundi að þær hafi um tíma verið allvel nýttar en þótt nokkuð dýr ferðamáti.

Skipstjóri á Lagarfossi 2 og hann sem sigldi skipinu til hafnar nýju heitir Sigurður Gíslason.

Sigurður Gíslason skipstjóri.