30
Hópaleikur Aftureldingar í getraunum Kettlebells Viðtal við Bjarka Má Sverrisson Íþróttamaður og íþróttakona Aftureldingar Ljósmyndari ársins Iceland TÍMARIT KNATTSPYRNUDEILDAR AFTURELDINGAR 2.tbl 2012

Elding 2.tbl

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Íþróttafréttablað Aftureldingar

Citation preview

Page 1: Elding 2.tbl

ELDING

Hópaleikur Aftureldingar í getraunum

Kettlebells

Viðtal við Bjarka Má Sverrisson

Íþróttamaður og íþróttakona AftureldingarLjósmyndari ársins

Iceland

TÍMARIT KNATTSPYRNUDEILDAR AFTURELDINGAR 2.tbl 2012

Page 2: Elding 2.tbl
Page 3: Elding 2.tbl

Að rækta og uppskera!Nú er knattspyrnusumrinu 2012 lokið, einhverju því glæsilegasta og umfangsmesta í sögu Knattspyrnudeildar Aftureldingar. Hjá Barna- og unglingaráði æfðu tæplega 400 krakkar fótbolta í 13 aldursflokkum, en auk þessa voru rúmlega 50 iðkendur í meistaraflokkum félagsins (sem eru algerlega fjárhagslega aðskildir barnastarfi). Áæt l að e r að knattspyrnudeild standi fyrir 6 æfingum á dag að meðaltali alla daga ársins og 2 knattspyrnuleikjum á dag að meðaltali allt árið um kring. Af þessu má sjá að ekki er furða að Knattspyrnudeild Aftureldingar sé oft flokkuð meðal stærstu uppeldis- og menningareininga Mosfellsbæjar.

Ljóst er að æfingagjöld og styrkir frá Mosfellsbæ duga ekki nálægt því nægilega fyrir rekstrarkostnaði. Það sem á vantar þarf deildin að ná inn í formi styrkja og fjáraflana. Þetta er mikið verkefni og þó margir aðilar taki vel í að styrkja starfið verður sífellt að leita nýrra leiða og nýrra styrktaraðila til að endar nái saman. Hugmyndirnar vantar ekki hvað hægt er að gera, en yfirleitt vantar einhvern til að framkvæma þær og halda utan um verkefnin.

Það er gríðarlega mikilvægt í félagsskap eins og okkar að allir leggi sitt að mörkum í starfinu. Þeir sem veljast í stjórn hafa í raun ekki burði nema til að halda uppi lágmarksstarfsemi (þeir eru jú líka í krefjandi vinnum og eiga fjölskyldur). Ákvarðanir og undirbún-ing í mörgum málum er oft ekki hægt að vinna jafn ítarlega og hjá venjulegum fyrirtækjum, enda kannski ekki hægt að ætlast til þess. Allt annað starf deildarinnar og starfsemi kringum einstaka flokka ræðst algerlega af framkvæmdasemi foreldra barna í viðkomandi flokki. Utan stjórna eru oft fáir hörkuduglegir stuðningsmenn eða foreldrar sem bera ákveðin verkefni uppi og eiga þeir heiður skilið fyrir sitt ómetanlega framlag.Við sem stuðningsmenn Aftureldingar og foreldrar, verðum að vera gott fordæmi í að bera virðingu fyrir styrktaraðilum. Án styrktaraðila verður engin starfsemi og við verðum að rækta vel samskiptin við þá sem styrkja okkur, annars fara þeir einfaldlega annað. Ég hvet ykkur til að hafa hugfast hverjir eru okkar styrktaraðilar og leyfa þeim að finna fyrir að við metum framlag þeirra.

Að lokum vona ég að þið hafið notið sumarins í faðmi fjölskyldu og vina og minni ykkur á að starfið í knattspyrnudeildinni hefur sjaldan verið blómlegra en einmitt nú. Það eru hreinlega forréttindi að fá

að vera í forsvari fyrir félaginu - fjöldi ánægðra iðkenda og glæstir sigrar í öllum áttum - þó ekki allir flokkar hafi náð markmiðum sínum í sumar. Aðalmarkmið starfseminnar verður þó alltaf það sama; uppeldis-starf sem veitir börnum og unglingum bæjarins líkamlega og andlega örvun og hvatningu sem á endanum skilar betri þjóðfélagsþegnum. Og auðvitað þurfum við líka glæsta meistaraflokka til að vera fyrirmyndir og sameiningartákn.

Í þessu blaði gerum við upp knattspyrnusumarið og kynnum um leið starfsemi Knattspyrnudeildar fyrir bæjarbúum. Ágæti lesandi, ég hvet þig til að leggja þitt að mörkum í starfinu - það er gaman og gefandi og þannig hefur þú áhrif á að halda uppi uppbyggilegu og skemmtilegu mannlífi í bænum okkar.

Áfram Afturelding!

Fyrir hönd Knattspyrnudeildar AftureldingarPétur Magnússon

Útgefandi: Knattspyrnudeild Aftureldingar.Ábyrgðarmaður: Pétur Magnússon.Höfundar efnis: Hanna Símonardóttir, Pétur Magnússon, þjálfarar og fleiri.Myndir: Ragnar Þór Ólason, Hanna Símonardóttir og fleiri.Umbrot og grafík: Jóhann Fannar Ólafsson.Prentun: Prentmet.

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Page 4: Elding 2.tbl

Íþróttafólk Aftureldingar 2012 er úr Knattspyrnudeild!

Ljósmyndari: Ragnar Þór ÓlasonVið í Knattspyrnudeild Aftureldingar erum ákaflega stolt að segja frá því að rétt áður en blaðið fór í prentun voru þau Wentzel Steinarr Ragnarsson og Lára Kristín Pedersen útnefnd sem íþróttakarl og íþróttakona Aftureldingar árið 2012. Þau eru bæði leikmenn í meistaraflokkum knattspyrnudeildar Aftureldingar og voru á dögunum valin knattspyrnufólk Aftureldingar. Þar með voru þau gjaldgeng í vali á íþróttafólki Aftureld-ingar. Þetta er sannarlega glæsilegur heiður fyrir Knattspyrnudeild. Til hamingju Lára og Steinarr!

Page 5: Elding 2.tbl

Styrktarþjálfun unglingaÍþróttafólk Aftureldingar 2012 er úr Knattspyrnudeild!

Styrktarþjálfun er gríðarlega mikilvægur þáttur í uppbyggingu afreks-fólks í íþróttum. Mikilvægt er fyrir íþróttamenn í boltagreinum, sem og mörgum öðrum íþróttagreinum, að geta framleitt mikinn kraft á skömmum tíma. Þetta er svokallaður sprengikraftur.Sprengikraftur ræðst að vissu leyti af erfðaþáttum, en þjálfun segir þó mikið til um sprengikraft og ólympískar lyftingar eru aðal-verkfæri þjálfarans til að skapa sprengikraft í íþróttamanni. Með ólympískum lyftingum er átt við æfingarnar frívendingu (e. clean), jafn-höttun (e . jerk) , réttstöðulyftu (e. deadlift) og hnébeygju (e. squat).

Þessar æfingar krefjast mikillar tækni og réttrar líkamsbeitingar og því er mikilvægt að fullkomna alla tækni áður en byrjað er að vinna með lóð og þyngdir. Þess vegna hefja knattspyrnumenn í Aftureldingu þessa þjálfun strax í 3. flokki. Leikmenn á yngra ári byrja að læra tæknina með léttri stöng og framkvæma æfingarnar aftur og aftur án þyngdar uns tæknin er lærð. Leikmenn á eldra ári, þeir sem hafa þroska til og hafa lært tæknina, byrja að framkvæma æfingarnar með léttum lóðum. 3. flokkur er því undirbúningur fyrir styrktarþjálfun 2. flokks.

Í 2. flokki eiga leikmenn að vera með góða tækni og því í stakk búnir til að hefja æfingar með lóðum. Þarna fyrst er verið að skapa alvöru sprengikraft og markmiðið að búa til kraftmikla og öfluga íþróttamenn á þessum 3 árum, 5 árum ef undirbúningur í 3. flokki er talinn með. Með þessu skilum við öflugri íþróttamönnum til meistaraflokks og leikmenn síður líklegri að finna fyrir því að vera líkamlega veikari en meistara-flokksleikmenn.

Að auki er lögð gríðarleg áhersla á æfingar með eigin líkamsþyngd og hefst sú vinna einnig á yngra ári í 3. flokki og jafnvel fyrr. Það er afar mikilvægt fyrir íþróttamann að geta stjórnað eigin líkamsþyngd og einnig að hafa rétta líkamsbeitingu. Leikmönnum eru kenndar æfingar og rétt tækni við æfingarnar. Einnig er lögð áhersla á að útskýra fyrir leikmönnum hverju æfingarnar skila, t.d. hvaða vöðva er verið að virkja og hverjar afleiðingar eru ef æfingin er framkvæmd vitlaust. Þannig eru leikmenn upplýstari um mikilvægi styrktarþjálfunar.

Styrktarþjálfun í 3. og 2. flokki karla fer þannig fram að leikmenn mæta 2x í viku, annan daginn er unnið í ólympískum lyftingum en hinn daginn er unnið í æfingum með eigin líkamsþyngd í svokölluðum þrekhring. Þrekhringur er þannig að framkvæmdar eru 8-10 æfingar án hvíldar en svo fá leikmenn hvíld áður en þeir endurtaka hringinn, alls 3x.Með þessu er verið að styrkja vöðvana sem og að auka vöðvaþol. Megináhersla er að styrkja svokallaða core vöðva, vöðva í kvið, baki, mjöðmum og fótleggjum. Styrktarþjálfun er skipt í alls 4 lotur, hver lota með sérstakri áherslu.

Unnið er í fótavinnu, líkamsbeitingu og hlaupatækni á æfingum svo öll líkamsbeiting sé rétt.

Undirritaður er þjálfari 2. og 3. flokks karla og sér um styrktarþjálfun þeirra flokka. Undirritaður er lærður íþróttafræðingur með sérhæfingu á afreksþjálfun unglinga og styrktar- og þolþjálfun knattspyrnumanna auk þess að hafa sótt ótal námskeið um þjálfun íþróttamanna.

Úlfur Arnar JökulssonÞjálfari 2. og 3. flokks karla.

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Page 6: Elding 2.tbl

Hópaleikur Aftureldingar í getraunum

Knattspyrnudeild Aftureldingar hefur haldið úti hópaleik í getraunum undanfarin ár. Undanfarin misseri hefur leikurinn farið fram á veitingastaðnum Hvíta riddaranum við Háholt og er tippað alla laugardaga kl 11:30 – 13:00.Leikurinn fer þannig fram að tveir mynda hvern hóp og gefa honum nafn. Þessir tveir aðilar fá sitthvorn getraunaseðilinn á hverjum laugardegi allar þær vikur sem leikurinn stendur yfir, til að senda inn í hópaleikinn. Sá sem hefur betra skor hverju sinni telur fyrir þeirra hönd í hópakeppninni þann daginn. Strax á fyrsta degi hópaleiksins er öllum hópunum skipt niður í riðla, innbyrðis keppni í riðlinum getur verið spennandi, sem og að bera skor síns hóps saman við besta skor í hinum riðlunum.Riðlakeppnin í leiknum er að jafnaði í 10 vikur. Að þeim loknum tekur við fjögurra vikna úrslitakeppni þar sem öll liðin í fyrsta og öðru sæti í hverjum riðli verða í úrvalsdeild en hin liðin í neðri deildinni. Í lokin verður krýndur hópur sem hlýtur nafnbótina Getraunameistari Aftureldingar!! En ekki má gleyma því að neðri deildarmeistarar hljóta líka sín verðlaun, auk þess sem annað og þriðja sætið í hvorum riðli eru verðlaunuð. Einnig eru veitt aukaverðlaun fyrir ýmislegt á lokahófi.Öllum sem taka þátt í hópaleiknum er boðið í morgunverð á meðan spáð er í getraunaseðilinn á Hvíta riddaranum hvern laugardag. Einnig er innifalið í þátttökugjaldinu boð fyrir alla hópana í veglegt lokahóf þar sem verðlaunaafhendingin fer fram.Haustleikurinn 2012 er senn á enda, en nýr hópaleikur hefur göngu sína laugardaginn 12. janúar og eru allir þeir sem áhuga hafa á að tippa á enska boltann í góðum félagsskap velkomnir á Hvíta riddarann.

RÉTT INGAVERKSTÆÐIRÉTT INGAVERKSTÆÐI

Jóns B. ehf

Page 7: Elding 2.tbl
Page 8: Elding 2.tbl
Page 9: Elding 2.tbl

Kettlebells Iceland

Meistaraflokkur karla hefur fengið Kettlebells Iceland til að sjá um styrktarþjálfun fyrir flokkinn á komandi tímabili. Blaðamaður Eldingar fór á stúfana og ræddi við Guðjón Svansson og Völu Mörk, eigendur Kettlebells Iceland, um styrktarþjálfunina og hvaða þýðingu hún hefði fyrir knattspyrnumenn.

Hvernig ætlið þið að þjálfa strákana og afhverju þurfa þeir að vera í sérstakri styrktarþjálfun?Við munum nota ketilbjöllurnar mikið, en það hefur sýnt sig og sannað að æfingar með þeim eru frábærar fyrir fótboltamenn. Þær styrkja aftari vöðvakeðjuna og auka þannig jafnvægi milli vöðvahópa, en fótboltamenn eru flestir sterkari í lærvöðvunum að framan. Þetta jafnvægi skiptir miklu mál þar sem það dregur mikið úr meiðslahættu. Æfingarnar styrkja leikmenn og auka sömuleiðis þol, snerpu og sprengikraft þeirra og það nýtist að sjálfsögðu inn á vellinum.

Hafið þið þjálfað marga fótboltamenn?Við höfum verið með íþróttamenn og -konur úr allskonar íþróttagreinum á æfingum hjá okkur síðan við byrjuðum með ketilbjölluæfingar 2006. Fótboltamenn, golfara, landsliðskonur í handbolta og bardagaíþróttamenn til dæmis. Nýafstaðið tímabil sáum við um styrktarþjálfun hjá meistaraflokki karla í Fylki í knattspyrnu og munum halda því áfram á komandi tímabili. Það kom vel út og þeir voru mjög ánægðir með æfingarnar og því sem þær skiluðu þeim. Við leggjum líka áherslu á vera með fjölbreyttar, öðruvísi og skem-mtilegar æfingar og notum alls konar æfingatól og tæki eins og dekk, kylfur, sandfylltar dekkjaslöngur, skólahreystisbolta og fleira til þess að tryggja fjölbreytnina og til að gera menn sterkari í að þola óvæntar aðstæður.

Hvar eruð þið með æfingarnar?Við erum nýbúin að opna heimilislega æfingastöð á Engjaveginum, rétt fyrir neðan Reykjalund. Þar erum við með inni- og útiaðstöðu og notum sömuleiðis þetta frábæra umhverfi sem hér er til æfinga. Við erum með skemmtilegan hóp sem æfir hjá okkur nokkrum sinnum í viku, fólk á öllum aldri sem er alltaf tibúið í alls konar áskoranir, en þessar æfingar henta almenningi mjög vel þar sem við getum yfirleitt sniðið æfingar að hverjum og einum.

Verður Afturelding með “sterkasta” liðið í 2. deild næsta sumar?Ekki spurning! Svona í alvöru, ef menn mæta vel og taka þátt í öllum æfingum af fullum krafti núna á undirbúningstímabilinu og sinna viðhaldsstyrktarþjálfun á tímabilinu sjálfu þá getum við lofað því hér og nú að menn eiga eftir að finna mikinn mun á sér á næsta tímabili. Það er rosalega gaman að vinna með öfluga hópa eins og Afturelding er, sérstaklega þegar menn fatta tenginguna milli þessara æfinga og fótboltans og finna skýrt muninn á sér. Það hefur líka verið gaman að sjá yngri leikmenn taka styrktaræfingarnar föstum tökum, verða sterkari yfir veturinn og standa þannig miklu meir upp í hárinu á þeim eldri í baráttunni inn á vellinum. Það verður ekki lengur hægt að feykja þeim til hliðar eins og keilum eða hlaupa yfir þá. Stóri plúsinn í þessu er svo að við erum alls ekki að búa til nein líkamsræktartröll sem geta ekki færst sig úr stað, þvert á móti, samhliða því að verða sterkari, verða menn léttari á sér, sneggri og hafa aukið úthald í að hlaupa allan leikinn.

Eitthvað að lokum?Við erum hrikalega spennt fyrir þessu verkefni og finnst gaman að geta gefið til baka til þessa frábæra félags sem Afturelding er. Við erum búin að búa í Mosó i rúm 12 ár og eigum stráka sem æfa, hafa æft eða munu æfa hjá félaginu. Framtíðin er björt í bænum og virkilega gaman að geta tekið þátt í að efla íþróttasamfélagið hér.

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Page 10: Elding 2.tbl

Mosfellsbæ

ALLT Í EINNI FERÐ ... í Krónunni

Í FyRIRRúMIHoLLusTAN

... glæsileg lífræn deild

... kjötvinnsla á staðnum!KJÖT oG FIsKuR

FERsKT GRæNMETIFERsKIR ávExTIR

... ótrúlegt úrval

opið alla daga

10-20

GAMANAÐ spARA

– fyrst og fremstódýr!

Page 11: Elding 2.tbl

Ólympíumeistarar vinnustaða 2012

Það er óhætt að segja að Ólympíuleikar vinnustaða hafi fest sig í sessi sem einn af föstum viðburðum í bæjarhátíðinni „Í túninu heima en kepp-nin er haldin í fjáröflunarskyni fyrir Knattspyrnudeild Aftureldingar. Fjöldi fyrirtækja hafa tekið þátt og sum liðin mæta ár eftir ár. Eitt af þeim liðum sem hefur tekið þátt undanfarin ár, en ekki náð að gera atlögu að titlinum Ólympíumeistarar, er Vélsmiðjan Sveinn. Breyting varð á því í ár þegar leikmenn Vélsmiðjunnar komu, sáu og sigruðu. Flestum að óvörum, nema sjálfum sér. Fyrirliði liðsins og eigandi Vélsmiðjunnar Sveins, Haraldur Haraldsson, var tekinn tali á dögunum.

Hverjr hafa verið ykkar erfiðustu andstæðingar í gegnum tíðina? Fiskbúðin Mosfellsbæ því þeir eru þekktir fyrir að svindla í keppnum. Hafið þið lagt sérstaka áherslu á einhverja eina grein frekar en aðra í æfingum ykkar fyrir ólympíuleika vinnustaða?Glasalyftingar og bjórkútaburð en því miður var aldrei keppt í þeim greinum. Óttist þið einhvern einn andstæðing frekar en annan á næstu ólympíuleikum? Við óttumst alla óheiðarlega svindlara. Að lokum var Haraldur spurður út í það hvort hann ætti sér einhverja uppáhalds grein? Hef æft mig mikið í glasalyftingum og að hlaupa í spik og þær greinar þyrfti endilega að taka upp í keppninni. Elding þakkar Haraldi fyrir spjallið og óskar leikmönnum Vélsmiðjunnar Sveins góðs gengis á komandi undirbúningstímabili.

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Kjötbúðin.isGrensásvegi 48 - Sími 571 5511 - [email protected]

Page 12: Elding 2.tbl

knattspyrnu

akureyri / bíldshöfða / l induM / selfossi / sMáralind / www.intersport . is

við elskum

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

HáHolt 13-15 • sími 578 6699

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Borðum fisk tvisvar í viku

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

ferskleikinn í fyrirrúmi

opið:mán-fös

kl. 10-18:30

Page 13: Elding 2.tbl
Page 14: Elding 2.tbl

Viðtal við Bjarka Má Sverrisson yfirþjálfara knattspyrnudeildar

Blaðamanni Eldingar lék forvitni á vita meira um starf knattspyrnudeildar og fékk því yfirþjálfara deildarinnar Bjarka Má Sverrisson í stutt spjall. Hvað ertu búinn að þjálfa lengi hjá Aftureldingu? Ég byrjaði að þjálfa árið 1994 sem aðstoðarþjálfari og nú styttist í að tuttugasta árið í þjálfun hefjist. Er búinn að vera meira en hálfa ævina í þessu.

Er eitthvað sem hefur breyst í þjálfun á þessum tíma?Það sem kemur fyrst í hugann er hve kröfurnar hafa aukist undanfarin tíu ár. Knattspyrnusamband Íslands hefur staðið sig vel í að bjóða upp á námskeið fyrir þjálfara og Afturelding hefur staðið sig gríðar-lega vel í að mennta þjálfara deildarinnar. Kröfur frá Knattspyrnusam-bandi hafa stóraukist en einnig hafa kröfur frá foreldrum aukist milli ára. Bæjarfélagið hefur stækkað og iðkendum deildarinnar hefur fjölgað jafnt og þétt. Árið 1994 voru iðkendur knattspyrnudeildar undir 200 og voru ekki allir flokkar starfandi ár hvert. Í dag eru iðkendur yngri flokka um 350 og hefur deildin 22 þjálfara að störfum í 13 flokkum.

Hvernig er að þjálfa fótbolta á veturna á Íslandi?Það er ekki alltaf auðvelt að vera fótboltamaður í Aftureldingu. Hörðustu vetrarmánuðurnir geta verið langir og strangir fyrir eldri flokka sem fá ekki inni-aðstöðu. Fótbolti er orðin heilsárs íþrótt þar sem vetrarmánuðirnir eru nýttir til að vinna í grunnatriðum knattspyrnunnar og er þjálfunin orðin mun skipulagðari og markvissari en áður og gerðar eru meiri kröfur til þjálfara um að einstaklingsmiða þjálfun meira en gert var. Skapa þarf öllum leikmönnum verkefni við hæfi og er það oft vandasamt fyrir þjálfara í erfiðum vetrarveðrum. Undirbúningstímabilið er langt og strangt og því nauðsynlegt af og til að brjóta upp starfið og gera eitthvað allt annað en að spila fótbolta.

Hvað er erfiðast við að vera þjálfari?Ætli það sé ekki að horfa á eftir iðkendum hætta of snemma að æfa. Alltof margir krakkar hætta að æfa íþróttir of ung að mínu mati. Eftir því sem leikmenn eldast er meiri hætta á brottfalli. Eftir fermingar- aldur fer að bera á brottfalli í öllum íþróttagreinum og þar kemur að hlutverki foreldra að styðja við börnin sín. Það er mikilvægt að fylgja börnum sínum eftir í íþróttum en hlutverk foreldra er mikilvægast á unglingsárunum. Alltof margir foreldrar hætta að sinna þessu stuðningshlutverki við 14 ára aldurinn og samskipti foreldra og

þjálfara verða mjög takmörkuð þegar þau koma í 11-manna bolta. Það pressar enginn á börnin sín að æfa íþróttir þegar áhuginn fer að dala og þau æfa ekki fyrir einhvern annan en sjálfan sig. Það geta ekki allir foreldrar staðið á hliðarlínunni í öllum leikjum en það er ekki eina leiðin til að styðja börnin sín í íþróttum. Ég held að hægt sé að gera betur á öllum stöðum við að fjölga börnum og unglingum sem æfa íþróttir. Samstarf milli íþróttafélaga, skóla og sveitarfélagsins þarf að vera markvissara og skora ég á fulltrúa íþróttafélaga og skóla að taka höndum saman við að gera gott starf enn betra.

Hvert er hlutverk yfirþjálfara í knattspyrnudeild? Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt en fyrst og fremst er það mitt hlutverk að fylgja eftir uppeldisstefnu knattspyrnudeildar sem unnin er upp úr grunni KSÍ og skapa sem flestum börnum og unglingum góðar aðstæður og tækifæri til að stunda knattspyrnu. Það er svo hlutverk mitt í samráði við þjálfara deildarinnar í öllum flokkum að gera starfið áhugavert og hvetjandi fyrir iðkendur. Að hafa allar æfingar skemmtilegar, en á sama tíma árangursríkar er ekki alltaf auðvelt. Það er erfitt hlutskipti að skapa öllum kjöraðstæður til að njóta sín en það er samt sem áður eitt mikilvægasta hlutverk þjálfara. Barna- og unglingaráð hefur lagt mikinn metnað í það að halda úti góðri þjónustu svo hver iðkandi fái verkefni við hæfi. Hefur þjálfurum og aðstoðarþjálfurum fjölgað í samræmi við auknar kröfur. Það er einnig hlutverk mitt sem yfirþjálfara að senda þjálfara á þjálfaranámskeið og hefur Barna- og unglingaráð staðið sig frábær-lega í að mennta sína þjálfara. Eins og ég sagði áðan að þá eru kröfur alltaf að aukast og er það mitt hlutverk sem yfirþjálfara að gera starf þjálfaranna auðveldara og markvissara með því að láta þá skila inn ársskýrslu, tímaseðlum og öðru sem gerir starfið skipulagðara og árangursríkara. Upp úr þeim gögnum vinnum við svo og byggjum framhaldið á.Á þessu keppnistímabili eru allir þjálfarar deildarinnar með þjálfararéttindi og erum við afar stolt af þeim. Þeir leggja mikið á sig dag hvern og verður það seint metið til fulls. Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar er stærsta einingin innan Aftureldingar og er hún rekin af ótrúlega duglegum hópi sjálfboðaliða. Það er mikil vinna að skipuleggja starf yfir 350 iðkenda og vil ég koma fram þakklæti til allra þeirra sem leggja sitt af mörkum við að halda úti starfi deildarinnar dag hvern.

Page 15: Elding 2.tbl

Fjáraflanir meistaraflokka

Leikmenn meistaraflokkanna þekkja það vel að þurfa jafnt og þétt yfir árið að leggja hönd á plóg með stjórn að afla fjár til rekstursins með ýmsum hætti. Ein af fjölmörgum fjáröflunum sem leikmenn meistaraflokks vinna í er að bóna bíla fyrir bæjarbúa og aðra velunnara. Bónað er í áhaldahúsi Mos-fellsbæjar við Völuteig. Næstu bón dagar eru 15. desember, 26. janúar, 2. mars og 20. apríl. Leikmenn Hvíta riddarans og 2. flokks taka einnig þátt og lækka þannig ferðakostnað keppnistímabilsins. Bæjarbúar eru hvattir til að nýta sér þessa góðu þjónustu af okkar frábæru fagmönnum og styrkja um leið gott starf.

Sjórn meistaraflokks kvenna hefur staðið fyrir sölu á wc pappír til fjáröflunar í Mosfellsbæ svo lengi sem elstu menn muna. Salan hefur verið ein af stóru póstunum í tekjuöflun flokksins. Öllum iðkendum í Aftureldingu býðst að selja wc pappír til fjáröflunar og geta sótt sér pappír til sölu í Vallarhúsinu á Varmá á eftirtöldum dagsetningum: 6. mars 2013, 5. júní 2013, 2. október 2013

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Page 16: Elding 2.tbl

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

HáHolt 13-15 • sími 578 6699

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Borðum fisk tvisvar í viku

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

Hér gætu komiðopnunartímar.letur Footlight

ferskleikinn í fyrirrúmi

opið:mán-fös

kl. 10-18:30

Page 17: Elding 2.tbl

Shell-mót og N1-mót standa upp úr

Blaðamaður Eldingar settist í vikunni niður með nýkrýndum knattspyrnumanni Aftureldingar, vinstri kantmanni meistaraflokks, hinum dagfarsprúða og glaðlega Wentzel Steinarri Ragnarssyni Kamban. Blaðamanni lék forvitni á að vita meira um okkar frábæra leikmann og eina bestu fyrirmynd sem ungir knattspyrnukrakkar geta haft:

Segðu okkur nú hvað var met þitt í að halda bolta á lofti þegar þú varst í 4. flokki?Ég man það ekki nákvæmlega en ég man það hinsvegar að sumarið þegar ég var 14 ára (á yngra ári í þriðja flokki) tókst mér að halda á lofti 1608 sinnum og tók það mig rúmlega 20 mínútur.

Hvað var það skemmtilegasta við að æfa fótbolta í yngri flokkunum?Það sem stendur upp úr þegar ég hugsa til baka eru tvö mót, Shell-mótið í eyjum og N1-mótið á Akureyri. Það var svo ótrúlega gaman á þessum mótum. Allir vinirnir saman að keppa í fótbolta, fullt af öðrum liðum, fullt af áhorfendum og mikil stemming.

Hvert var átrúnaðargoð þitt þegar þú varst yngri?Það mun hafa verið Ronaldinho þegar hann spilaði með Barcelona. Hann var teknískur, fljótur, nautsterkur og með svakalegan leikskilning. Það sem var samt skemmtilegast við hann var að maður sá alltaf hvað hann var glaður inni á vellinum. Jafnvel þótt hann klúðraði dauðafæri þá glotti hann alveg eins og hann hefði skorað. Skemmtilegur leikmaður.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum?Fullkomin æfing í mínum huga er þannig að það er hitað upp í reit, svo er farið í einhverja einfalda skotæfingu með góðu tempói og svo er skipt í tvö eða þrjú lið og spilaður fótbolti.

Geturðu sagt okkur einhverja góða sögu af liðsfélaga?Það er ein saga sem kemur upp í hugann á mér. Það var þannig að Alexander Aron, fáskrúðsfirðingurinn geðþekki var að spila leik í umspili í þriðju deildinni árið 2009. Í leiknum tókst honum að næla sér í rautt spjald sem þýddi að hann yrði í banni í næsta leik sem var gegn sama liði því það var spilað bæði heima og heiman í þessu umspili. Hann var þó alls ekki sáttur við þetta og sagði við okkur strákana á næstu æfingu að hann ætlaði að skipta um kennitölu til þess að geta verið á leikskýrslu. Eftir miklar útskýringar náðum við að sannfæra hann um að það væri ekki hægt.

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Þverholti 2 • Mosfellsbæ

FasteignasalaMosfellsbæjar

Sími: 586 8080www.fastmos.ishafðu samband E

.BA

CK

MA

N

Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali

Viltuselja...

E.B

AC

KM

AN

Page 18: Elding 2.tbl

Við elskum fótbolta!

Ingvar og Óli eru verslunarstjórar í Intersport. Ásamt öllu því skemmtilega fólki sem vinnur í Intersport leggja þeir metnað sinn í að uppfylla óskir visðkiptavina þegar kemur að íþróttum. Í Intersport er lögð áhersla á að bjóða upp á allt fyrir íþróttirnar; takkaskó, markmannshanska, legghlífar, fatnað og margt fleira. Intersport þjónar öllum aldursflokkum og við kappkostum að vera alltaf með besta verðið. Vöruúrvalið hjá okkur er afar fjölbreytt og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, en vinsælustu merkin eru Adidas, Nike og Hummel. Það eru tværIntersport verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Önnur er í Lindum en hin á Bíldshöfða. Það er því stutt að fara fyrir þá sem æfa með Aftureldingu þegar eitthvað vantar fyrir íþróttirnar. Þess má geta að Óli er eldheitur stuðningsmaður Aftureldingar og æfir sonur hans fótbolta með 6. flokki félagsins.

Áfram Afturelding!

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Page 19: Elding 2.tbl

Hugleiðing um aðstöðumál

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar rekur á yfirstandandi tímabili 13 aldursflokka og eru skráðir iðkendur rétt um 350 talsins. Iðkendur skiptast nokkuð jafnt á milli barnaflokka - eða um 200 börn í 5. flokki og yngri þar sem leikinn er 7- manna bolti og um 150 unglingar í 4.flokki og uppúr í 11-manna bolta. Er það nokkuð svipaður fjöldi og undanfarin ár en þó má merkja fækkun í yngstu flokkunum sem er áhyggjuefni.

Athygli vekur að hlutfall stúlkna í fótbolta hefur minnkað jafnt og þétt undanfarin ár og nú er svo komið að stúlkur eru ekki nema um fjórðungur iðkenda. Er mikið áhyggjuefni ef svo fer að kvennaknattspyrna leggst af í yngri flokkunum á sama tíma og meistara-flokkur kvenna vekur athygli og aðdáun fyrir góðan árangur. Það er mat okkar sem störfum í félaginu að ástæða þessarar fækkunar sé einföld - aðstöðumál knattspyrnudeildar hafa ekki fylgt eftir þeirri þróun og kröfum sem gerðar eru í dag og hverju öðru sem um er að kenna í umhverfi eða uppeldi stúlkna í dag, þá einfaldlega höfðar ekki til þeirra að æfa knattspyrnu utandyra yfir háveturinn í kulda og snjó, umhleypingum og frosti á meðan aðrar íþróttagreinar virðast njóta meiri velvildar þegar kemur t.d. að úthlutun innanhústíma í íþróttasölum bæjarins.

Þegar rætt hefur verið um aðstöðumál knattspyrnufólks í Mosfellsbæ er rétt að halda til haga því sem vel hefur verið gert. Þannig eru gras-vellirnir á Tungubökkum mikið nýttir á sumrin, gervigrasvöllurinn að Varmá er ágætur og gamla gervigrasið mikið notað þó það sé komið til ára sinna. Hinsvegar þykir aðalvöllurinn að Varmá harður og erfiður að spila á og tímabært að gera úrbætur á bæði vellinum og aðstöðu honum tengdri. Reyndar er verið að undirbúa lagfæringar á vallarhúsi og ber að sjálfsögðu að þakka það enda vallarhúsið afar mikið notað af deildum félagsins. En þegar við ræðum um með hvaða hætti er hægt að bæta aðstöðu knattspyrnufólks er eðlilegt að bygging knattspyrnuhallar beri á góma. Langtímamarkmið okkar hlýtur að vera að hér rísi glæsilegt fjölnota íþróttahús sem gæti leyst þann vanda sem steðjar að okkar yngstu

iðkendum, auk þess sem eldri flokkar fengju þar viðunandi aðstöðu til æfinga og keppni. Því miður eru ekki augljóslega betri tímar framundan allra næstu ár þegar kemur að efnahagsmálum og líklega ekki á dagskrá að hér rísi bygging af því tagi sem myndi leysa aðstöðumál til fram-búðar.

En þangað til er mikilvægt að við sofnum ekki á verðinum og setjumst þögul út í horn, því opinská umræða um hvaða lausnir gætu komið til greina þarf að eiga sér stað. Hóflegar og raunhæfar lausnir eru til sem gætu gjörbreytt allri aðstöðu knattspyrnudeildar án þess að miklu þurfi til að kosta. Í sumar áttu t.d. leið um Varmársvæðið umboðsmenn norskra framleiðenda stálgrindarhúsa sem sýndu mikinn áhuga á að koma að undirbúningsvinnu fyrir byggingu slíks húss hér í Mosfells-bæ. Um er að ræða stálgrindarhús, klætt nýrri kynslóð dúks sem setja mætti niður á 2-4 vikum við enda íþróttahússins að Varmá, yfir það sem við köllum gamla gervigrasið. Húsið yrði svipað að stærð og hálfur knattspyrnuvöllur eða eitthvað í líkingu við FH húsið í Kaplakrika eða knattspyrnuhúsið í Grindavík. Enga sérstaka undirbúningsvinnu þyrfti því húsið hvílir á steypufestingum og alla aðstöðu mætti samnýta með íþróttamiðstöðinni. Hús af þessu tagi má svo taka niður á skömmum tíma og flytja til annarar notkunar í bæjarfélaginu, nú eða selja það - þegar við á endanum eignumst varanlegt fjölnota íþróttahús.

Friðrik GunnarssonFormaður Barna- og unglingaráðs

Page 20: Elding 2.tbl
Page 21: Elding 2.tbl

Ljósmyndari ársins

Einn af fjölmörgum sjálfboðaliðum í knattspyrnudeild er hinn geðþekki Raggi Óla. Fyrir utan að vera alltaf tilbúinn þegar hóað er eftir aðstoð, þá er Raggi sérlega duglegur að mæta á viðburði knattspyrnudeildar og mynda. Hann hefur því verið kjörinn ljósmyndarin ársins af stjórn Tilboð

Þverholti 2 - Sími: 566 5066 - Opið virka daga kl. 9-18

Komið og fáið ráðleggingarvarðandi fóðrun.

Ýmis tilboð á Hill´s fóðri.

élsmiðjanehf

Flugumýri 6 • 270 MosfellsbæSími 566 6705 • Fax 566 7726E-Mail: [email protected]

Hersla á stáli !

Við erum stálharðir !• Öll almenn rennismíði og fræsun• Sérsmíði og viðgerðir á vélbúnaði• Viðgerðir og nýsmíði úr járni, áli og stáli• Þjónusta og ráðgjöf við iðnaðar- og framleiðslufyrirtæki• Viðgerðir á málningardælum og slípivélum fyrir málara• Hersla á stáli

Vissir þú að:- Axel Lárusson leikmaður meistaraflokks karla og Úlfhildur Tinna Lárusdóttir systir hans og leikmaður í 5. flokki kvenna eru fyrirsætur

- uppáhaldslitur Tönju Kristínar í 4. flokki er bleikur

- sjálfboðaliðar skila um 120 vinnustundum á viku fyrir knattspyrnudeild

- það eru 58 strákar að æfa í 5. flokki karla

- Magnús Smári í 4. flokki heldur með Liverpool

- Jóhanna Gróa í 4. flokki á tvo hunda, þeir heita Aska og Týra

- það verður vinamánuður hjá 6. og 7. flokki kvenna í desember

- Steindi jr æfði fótbolta með Aftureldingu þegar hann var ungur og efnilegur

- Óliver Beck var söluhæstur í happdrætti knattspyrnudeildar í haust

- Kristín Þóra leikmaður 2. flokks leikur í kennslumyndbandi fyrir KSÍ sem allir krakkar ættu að eignast og heitir „tækniskóli KSÍ“

Eydís Embla leikmaður í 2. flokki á kærasta í meistaraflokki karla það er enginn annar en Arnór Snær Guðmundsson

Arnór Breki í 3. flokki er íslandsmeistari í hástökki

Wentzel Steinarr, vinstri kantmaður í meistaraflokki hefur leikið með U21 færeyska landsliðinu

Þegar góða veislu gjöra skal …

KJÖTbúðinGrensásvegi 48 - Sími 571 5511 - [email protected]

knattspyrnudeildar.

Page 22: Elding 2.tbl

Sumarið 2012

Meistaraflokkur karla Meistaraflokkur karla var annað árið í röð einungis hársbreidd frá því að komast upp í 1. deild. Slæmt gengi um mitt mót gerði út um vonir liðsins en þrátt fyrir magnaðan endasprett vantaði fjögur stig í lokin til að ná sæti í 1. deild. Liðið sigraði sex leiki í röð undir lok móts en eftir tap gegn HK í síðasta leiknum og óhagstæð úrslit í öðrum leikjum varð ljóst að draumurinn um sæti í fyrstu deild verður að bíða í bili. Þó er hægt að taka eitthvað jákvætt úr sumrinu en spilamennskan var oft mjög góð og liðið spilaði skemmtilegan sóknarbolta. Það skilaði sér í 50 mörkum í 22 leikjum en einungis KF skoraði meira í annarri deildinni í sumar. Í Borgunarbikarnum náði Afturelding að jafna sinn besta árangur frá upphafi með því að komast í 16-liða úrslit. Eftir þrjá sigurleiki fékk liðið Fram í heimsókn í lok júní og úr varð skemmtilegur leikur fyrir framan fjölda áhorfenda á Varmárvelli. Úrvalsdeildarlið Fram náði að knýja fram 3-2 sigur að lokum en okkar strákar áttu í fullu tréi við þá og hefðu á góðum degi getað slegið lið Fram út. Þjálfaraskipti urðu um mitt sumar þegar Enes Cogic tók við stjórninni af Þorsteini Magnússyni. Enes mun stýra liðinu áfram á næsta tímabili og Baldvin Jón Hallgrímsson verður honum sem fyrr til aðstoðar. Að auki kemur Paul McShane inn í þjálfarateymið en hann gekk til liðs við Aftureldingu í júlí. Paul er þrautreyndur skoskur miðjumaður og leikjahæsti erlendi leikmaðurinn í efstu deild á Íslandi frá upphafi. Ljóst er að hann á eftir að styrkja liðið mikið eins og sýndi sig strax í sumar.Eftir mikil kynslóðaskipti árið 2010 hafa margir leikmenn í meistara-flokki karla fengið kærkomna reynslu undanfarin þrjú tímabil. Leikur liðsins hefur stöðugt batnað til hins betra og á næsta ári er stefnan sett á að stíga loksins skrefið og fara upp um deild. Áhorfendum hefur einnig sífellt verið að fjölga á Varmárvelli og vonandi er að ennþá meiri aukning verði þar á næsta sumar. Sumarið 2013 er okkar sumar!

2. flokkur karla Fyrir tímabilið stefndi í fjölmennasta 2. flokk í mörg ár og voru ráðnir tveir þjálfarar á flokkinn, þeir Bjarki Már Sverrisson og Úlfur Arnar Jökulsson. Leikmenn voru um 30 talsins á fyrstu æfingunum í september. Auk þeirra fengu nokkrir leikmenn Hvíta Riddarans að mæta á æfingar og var þetta krefjandi verkefni og skemmtilegt fyrir þjálfara flokksins.Í fyrsta skipti í mörg ár var teflt fram A- og B- liði í Faxaflóamóti og

Íslandsmóti og voru einungis átta önnur lið á landinu sem gátu státað sig af því að tefla fram B liði.2. flokkur karla æfði fjórum sinnum í viku fram að áramótum og svo bættust við tvær þrek- og styrktaræfingar sem þeir stunduðu fram á sumar. Flokkurinn tók þátt í Faxaflóamóti yfir veturinn og léku þeir 11 leiki í A- liða keppninni og 8 leiki í B- liða keppni.

Um páskana fóru 28 leikmenn í æfingaferð ásamt tveimur þjálfurum og tveimur fararstjórum. Haldið var til Liverpool á Englandi þar sem æft var í viku tíma. Var farið í skoðunarferð á Anfield og ýmislegt gert til skemmtunar. Æft var tvisvar á dag flesta dagana og nýttist ferðin vel fyrir komandi átök í B- deild Íslandsmóts.

Strákarnir léku 18 leiki í A- liða keppninni og 16 leiki í B- liða . Skemmst er frá því að segja að A- liðið féll niður í C- deild eftir einungis 3 sigurleiki. Liðið þurfti sex stig til viðbótar til að halda sæti sínu í B- deild og þegar það var ljóst grétu menn töpuð stig í leikjum þar sem Afturelding var sterkara liðið og öll 4 jafntefli liðsins í sumar hefðu auðveldlega getað orðið sigrar. Einnig töpuðust nokkrir leikir á afar svekkjandi hátt þar sem Aftureldingarliðið var sterkari aðilinn en gekk illa að finna netmöskvana. Liðið lék þó oft á tíðum afar vel og áherslur sem farið var í yfir vetrartímann gengu vel eftir í sumum leikjum en öðrum ekki. Markmið allra leikja var að halda bolta betur en andstæðingurinn og að boltinn yrði látinn ganga í fáum snertingum auk þess sem mikil hreyfing átti að vera án bolta. Frammistaða liðsins var heilt yfir mun betri en taflan segir til um og það geta þjálfarar og þeir sem fylgdust með liðinu í sumar vottað.Í flokknum voru nokkrir leikmenn sem fengu að æfa með meistaraflokki félagsins og stigu nokkrir leikmenn sín fyrstu skref með liðinu sem var góð reynsla. Fjórir leikmenn flokksins léku leiki með meistaraflokki og verður fróðlegt að fylgjast með þessum leikmönnum á komandi árum.

Barna- og unglingaráð gerði leikmannasamninga við níu leikmenn á tímabilinu og má segja að efniviðurinn sé góður. Nú er bara að halda vel á spöðunum og fylgja eftir góðu starfi yngri flokka Aftureldingar.

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Page 23: Elding 2.tbl

3. flokkur karla Gleðin var allsráðandi í 3. flokki karla í sumar. Flokkurinn sem titlar sig sem grjótharðasti flokkur landsins og þó víðar væri leitað, stóð svo sannarlega undir nafni. Eftir harðann og erfiðan vetur var loks komið að Íslandsmóti og teflt var fram A- og B- liði og alls léku um 30 strákar með flokknum í sumar. Markmið allra leikja var að halda bolta betur innan liðsins en andstæðingurinn og ná fleiri sendingum og jafnframt hærra hlutfalli heppnaðra sendinga en andstæðingurinn. Hamrað var á ákveðnum áherslum yfir vetrartímann sem skiluðu sér svo sannarlega inn í sumarið og þá sérstaklega um miðbik sumars. Afar góð stemning var á æfingum og menn voru margir hverjir með afar góða æfingasókn.

B-liðið átti marga prýðisgóða leiki en stundum vantaði drápseðlið í okkar menn og liðið missti jafnteflisleiki niður í tap. Sögur hafa þó borist af því að B-liðið hafi einungis verið að spara flugeldasýninguna þar til í síðasta leik en þá lék liðið Eyjamenn grátt á aðalvelli ÍBV.

A-liðið spilaði heilt yfir afar vel í sumar og oft á tíðum var hrein unun að fylgjast með strákunum leika listir sínar. Eina niðurstöðumarkmið A-liðsins var að komast upp um deild en þó voru leikáherslur liðsins í forgangi yfir úrslit. Eftir fyrstu 6 leikina hafði liðið sigrað 3 leiki en tapað 3. Þá tók við mikil sigurganga og liðið sigraði 5 leiki í röð og gerði jafntefli í Eyjum en það stig dugði til að komast í umspil gegn Gróttu um sæti í B-deild. Grótta voru taplausir Faxaflóameistarar og höfðu farið taplausir í gegnum sinn riðil og einungis tapað einum leik allt keppnistímabilið, vetur og sumar. Að auki höfðu Gróttumenn lagt okkar menn að velli tvisvar sinnum, í bikarnum og í Faxaflóamótinu.Þetta var því mikil áskorun fyrir piltana en eftir að hafa lent tvisvar sinnum undir uppskáru þeir 3-2 sigur og sæti í B-deild því tryggt.Því næst tók við úrslitaleikur C-deildar og þar var Fram lagt að velli. Þar léku drengirnir á alls oddi og léku líklega sinn besta leik á tíma-bilinu.Eftir 8 leiki án taps var ævintýrið loks á enda en liðið lék í undanúrslitum Íslandsmótsins gegn Breiðablik í mikilli rigningu á Varmávelli. Þar lutu okkar drengir í lægra haldi og Blikar sigruðu svo Stjörnuna og voru krýndir Íslandsmeistarar 3. flokks 2012.

Frábært sumar hjá 3. flokki karla og menn uppskáru svo sannarlega eins og þeir sáðu.Þjálfarar flokksins voru þeir, Úlfur Arnar Jökulsson og Einar Jóhannes Finnbogason.

Vissir þú að:- Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslenska landsliðsins lék með Aftureldingu sumarið 2004

- Baldvin Jón Hallgrímsson þjálfari meistaraflokks karla eigi afmæli um þessar mundir, kallinn að verða hundgamall

hægt er að kaupa Aftureldingar varning í gegnum nýju blog síður yngri flokka

Magnús Már leikmaður meistaraflokks er ritstjóri á hinni vinsælu vefsíðu www.fotbolti.net

sumarið 2012 hófu 9 uppaldir Aftureldingar leikmenn leik í Íslandsmóti, það er hæsta hlutfall heimamanna sem hefur byrjað mótsleik hjá félaginu undanfarin ár.

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Page 24: Elding 2.tbl

4. flokkur karlaTæplega 40 strákar æfðu með fjórða flokki á síðasta tímabili, sumir hverjir reyndar ekki alveg stöðugt, en töldust til hópsins. Faxaflóamótið var ágætur prófsteinn á það hvernig gengi að manna þrjú ellefu manna lið í móti. Liðsstyrk þurfti frá 5. flokki til að klára mótið en strákarnir stóðu sig engu að síður vel. Vegna sumarfría og annara forfalla var ákveði að tefla aðeins fram A og B- liðum á Íslandsmótinu, enda ekki mögulegt að treysta á að fimmti flokkur gæti sent lánsmenn í alla leiki.Strákarnir háðu harða baráttu í A riðli á Íslandsmótinu síðasta sumar. Flest liðin reyndust okkar mönnum ofjarlar og lauk mótinu á því að liðið féll í B deild. Menn eru ekkert að svekkja sig á því lengur, næsta skref er að æfa skuggalega vel í vetur og rífa liðið aftur upp um deild.

5. flokkur karlaFlokkurinn samanstóð af um 45-50 duglegum og hressum strákum. Það var smá ströggl framan af að finna bestu blönduna í hvert lið og vorum við þjálfararnir að prófa okkur aðeins áfram en þegar var komið fram yfir áramót og nálgast vorið þá var komin nokkuð góður heildar bragur á liðin. Flokkurinn spilaði slatta af æfingaleikjum og fór á nokkur mót bæði um veturinn og svo um sumarið. Við skráðum 6 lið til leiks í Faxaflóamótið og eitt af þessum liðum kom frá 6. flokki C2 lið. Við spiluðum í B riðli með A, B, C1 og D1 liðin okkar og í C riðli með C2 og D- liðin okkar. A- liðið lenti í öðru sæti, B- liðið vann Fax-ann, C1- liðið lenti í öðru sæti, D- liðið vann Faxann, C- 2 líka og D2 sömuleiðis. Íslandsmótið byrjaði svo í lok maí og vorum við bara með 4 lið í Íslandsmóti og kom það á daginn að þegar liðið var á sumarið þá áttum við í erfiðleikum að ná í þessi 4 lið vegna sumarfría. Þar komu sterkir 6. flokks leikmenn að góðum notum og stóðu sig vel í þeim leikjum sem þeir tóku þátt í. Í lok sumars enduðu B, C og D lið í úrslitakeppninni en A liðið komst ekki í úrslit vegna lakari innbyrðis viðureignar við Leikni (enduðu með jafn mörg stig) sem fór hins vegar í úrslit. Úrslitakeppnin var í lok ágúst og lentu bæði B og C liðin okkar í 5.-6. sæti á Íslandsmótinu sem er bara mjög góður árangur og D liðið okkar lenti í 7.-8. sæti.Hápunktur sumarsins er klárlega N1 mótið á Akureyri og fórum við með 5 lið á það mót. Skemmst er frá því að segja að á föstudeginum áttu 3 lið af þessum 5 bullandi séns að komast í 8 liða úrslit í sínum styrkleika en ekki tókst það að þessu sinni. En heilt yfir flott mót og strákarnir sáttir og stóðu sig frábærlega, nokkrar vítaspyrnukeppnir sem unnust á úrslitadeginum létta alltaf lundina.Aðra helgina í ágúst skelltum við okkur á Selfoss á þriggja daga mót hjá þeim. 4 lið fóru frá Aftureldingu. Leikmenn og aðstandendur hafa

sjaldan eða aldrei lent í annari eins rigningu og þessa helgi og ekki sluppu þjálfararnir heldur. Ein dolla kom í hús sem E liðið okkar vann, stórglæsilegt hjá þeim. Þar með lauk knattspyrnusumrinu hjá 5. flokki.

Þjálfarar flokksins voru þeir Vilberg Sverrisson, Gunnar Andri Péturs-son og Sindri Snær Ólafsson

6. flokkur karla Flokkrinn samanstóð af um 45 hressum og duglegum strákum sem allir áttu það sameiginlegt að vilja spila og æfa fótbolta. Flokkurinn spilaði fjöldan allan af æfingaleikjum og tók þátt í nokkrum mótum yfir veturinn. Þess á milli var farið í keilu, lazertag og fleira svo eitthvað sé nefnt. Mótaveturinn byrjaði í Reykjaneshöllinni í nóvember þar sem A- lið flokksins tók sig til og vann þetta gríðarlega sterka mót. Hin liðin B, C, D og D2 stóðu sig líka vel þar sem C- liðið náði 3 sætinu. A- lið flokksins spilaði í Faxaflóamótinu í 5. flokki sem C- 2 lið og gerðu sér lítið fyrir og unnu þá keppni með glæsibrag í sínum riðli. Vís mót Þróttar er fastur liður í undirbúningi fyrir sumarið og tóku 5 lið þátt í því móti og 3 lið af þeim voru í bikarúrslitum og einn bikar endaði í Mos-fellsbænum. Einnig sendum við 5 lið á Íslandsmót það sumar og 3 þeirra unnu sína riðla og fóru í úrslitakeppni sem var í lok ágúst. Skemmst er frá því að segja að blóðtaka var hjá okkur í A- liðinu þar sem að fyrri daginn voru 4 lykil leikmenn ekki með okkur og munar um minna. Þeir stóðu sig þrátt fyrir það frábærlega og lentu í 3.-4. sæti á Íslandsmótinu, C- liðið lenti í 5.-6. sæti og einnig D- liðið okkar.Eyjar eru hápunkturinn á sumrinu og var farið með fimm lið þangað að venju. Á laugardeginum voru þrjú lið af fimm í bullandi séns að spila um bikar og tvö þeirra gerðu það. Einn bikar fór með okkur heim, Álseyjarbikarinn sem C- liðið okkar vann. A- liðið vann svo ÍA í úrslitum um 3. sætið á Shellmótinu sem er frábær árangur. Þeir komust í 8 liða úrslit og töpuðu ósanngjarnt 2-1 á móti HK sem urðu Shellmóts meistarar.Síðasta mót sumarsins var á heimavelli þar sem 4 lið tóku þátt í Atlantis mótinu sem var vel heppnað að venju. Þess má geta að 6-7 strákar úr 6. flokki spiluðu slatta af leikjum á Íslandsmótinu með 5. flokki síðasta sumar og stóðu sig afskaplega vel. Flottur flokkur sem heilt yfir náði mjög góðum árangri yfir bæði vetur og sumar.

Þjálfarar flokksins voru þeir Vilberg Sverrisson og Árni Brynjólfsson

Page 25: Elding 2.tbl

7. flokkur karla Strákarnir í 7. flokki tóku þátt í ýmsum verkefnum á þessu tímabili sem er ný lokið. Veturinn var erfiður vegna þess hver veður var oft vont, en þeir voru ótrúlega duglegir að mæta á æfingar enda flottir strákar.Þeir tóku þátt í ýmsum hraðmótum og stóðu sig vel, sumir að stíga sín fyrstu skref á knattspyrnuvellinum. Stærsta mótið sem þeir tóku þátt í var Norðurálsmótið uppá Akranesi. Við fórum með 4 lið og komum heim með 3 sigra, ótrúlega flottur árangur. Þeir voru Aftureldingu til sóma innan vallar sem utan og augljóstlega margir framtíðarleikmenn á ferð. 7. flokkur hefur farið undanfarin ár norður á Sauðárkrók og tekið þátt í Króksmótinu. Engin breyting var þetta árið, strákarnir okkar gengu inná völlinn allir eins með Aftureldingarfánar glaðir og kátir og voru tilbúnir í skemmtilega helgi. Síðasta mót sumarsins var svo Atlantismótið á Tungubökkum, ekkert betra en að klára sumarið í heimabæ sínum. Strákarnir luku svo tímabilinu með því að fara saman í keilu og á landsleik í Laugardal og skemmtu sér að venju vel. Samstaða foreldra er góð og allt hefur gengið vel með flokkinn

Þjálfarar voru: Árni Brynjólfsson, Anton Ari Einarsson og Kristófer Örn Jónsson

8. flokkur barnaUm árabil hefur verið starfræktur 8. flokkur við knattspyrnudeild. Þar býðst leikskólabörnum að taka sín fyrstu skref á knattspyrnuæfingum. Æft er tvisvar í viku, inni á Varmá yfir veturinn en úti á gervigrasi á sumrin. Í ágúst hafa þeir sem lengst eru komnir fengið að fara á Króksmót og taka þátt í 7. flokks keppninni, einnig fá þeir sem eru tilbúnir að taka þátt á Atlantismótinu á Tungubökkum í lok ágúst. Þannig fara krakkarnir með góða reynslu af stað í 7. flokk

GRÍPTU MEÐ ÞÉR GÓMSÆTA ELDBAKAÐA PIZZU

FYRIR STÓRU FJÖLSKYLDUNATvær stærri pizzur af matseðli, ískalt 2l. gos og þú velur eitt: stærri margarita, hvítlauksbrauð, eða kryddbrauð.

3.990 kr.

FYRIR LITLU FJÖLSKYLDUNATvær minni pizzur af matseðli, ískalt 2l. gos og þú velur eitt: stærri margarita, hvítlauksbrauð, eða kryddbrauð.

2.990 kr.

BÆJARLIND • HRAUNBÆ • GRENSÁSVEGI • MOSFELLSBÆ

577 7000

Skannaðu QR kóðannog sæktu appið frí�í símann þinn

EINN SMELLURog þú tekur stöðunameð Arion appinu

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

2-2

43

8

Page 26: Elding 2.tbl

Meistaraflokkur kvennaMeistaraflokkur kvenna lék á sínu fimmta ári í Úrvaldsdeild (Pepsí-deild) og náði enn og aftur að halda sér í deildinni. Árangurinn var sami og árið áður, en liðið lenti aftur í 7. sæti. Liðið fékk 16 stig, vann 4 leiki, gerði 4 jafntefli og tapaði 10 leikjum, skoraði 22 mörk og fékk á sig 42. Það er athyglisvert að á þessum 5 árum sem Afturelding hefur haldið sér í efstu deild kvenna, hafa 10 félagslið orðið undir í baráttunni og fallið niður í 1. deild. Þetta eru félagsliðin: Grindavík, Keflavík, Haukar, FH, ÍR, Fylkir, HK/Víkingur, Fjölnir, Þróttur og KR. Það má því segja að Afturelding hafi staðið í ströngu og einnig staðið undir nafni, þrátt fyrir að liðinu hefur alltaf verið spáð falli, öll árin sem liðið hefur verið í Pepsí-deildinni. Vel gert stelpur!Sömu hrakningar gerðust í vor eins og í fyrra, að 5 af máttarstólpum liðsins voru ekki tilbúnar í keppni vegan meiðsla. Þetta riðlaði skipulaginu og eftir fyrri umferð mótsins (9 leikir) var liðið aðeins með 7 stig. Sigurinn gegn Val í 9. umferðinni var þó hápunktur sumarsins, þar sem allir leikmenn sýndu frábæran leik, flott skipulag og góða herkænsku. Sá sigur blés miklu sjálfstrausti í liðið sem halaði síðan inn 9 stigum í seinni umferðinni.Fimm erlendir leikmenn spiluðu með liðinu sl. sumar. Þeir voru: Kristin Russell, markmaður (USA), Erica Henderson, varnarmaður (USA), Vendula Strnadova, miðjumaður (USA), Carla Lee, framherji (England) og Furtuna Velaj, framherji (Albanía). Furtuna kom til liðsins í félagaskiptaglugganum í lok júlí.Þegar mótið var rúmlega hálfnað 12 umferðum lokið) þurfti Kristin Russell, markmaður, skyndilega að fara heim þar sem uppeldisfaðir hennar var lagður inn á sjúkrahús, þar sem hann lést skömmu síðar. Á þeim tímapunkti fannst ekki annar reynslumikill markmaður. Það kom því í hlut hinnar ungu Höllu M. Hinriksdóttur að axla þá ábyrgð að standa í markinu síðustu 7 umferðirnar. Mikið var lagt á hennar herðar, sem hún stóð fyllilega undir. Með frammistöðu sinni vakti hún það mikla athygli, að landliðsþjálfari U19 kom auga á hana og valdi hana í landsliðið sitt. Þar hefur hún staðið sig frábærlega ásamt Láru Kristínu Pedersen, sem hefur átt fast sæti í því liði og einnig verið fyrirliði þess. Þetta eru framtíðar landsliðskonur Íslands og erum við öll stolt af þeirra dugnaði og elju við ótakmarkaðar aukaæfingar sem gefur oftast það púst sem þarf til að verða afrekskona í íþróttum. Fleiri stelpur eru í hópnum sem hafa sömu viðhorf og ákafa til að ná langt, við bíðum öll spennt eftir að þær blómstri líka.Þrjár stelpur úr 3ja flokki komu við sögu með meistaraflokknum sl. sumar, þetta eru “Dísirnar-þrjár” þær Eydís Embla Lúðvíksdóttir, Snædís Guðrún Guðmundsdóttir og Valdís Björg Friðriksdóttir. Þessar stelpur eru þrátt fyrir mjög ungan aldur, strax farnar að spila í efsta gæðaflokki og verða fljótt afburða leikmenn í Aftureldingu. Fleiri í þeirra aldurs-flokki og yngri stelpur, hafa sýnt miklar framfarir í sumar. Afturelding þarf því ekki að kvíða framtíðinni.

Stjórn meistaraflokksráðs kvenna heldur stöðugt áfram þeirri baráttu að koma Aftureldingu á topp Úrvaldsdeildar. Liðið hefur síðustu 5 ár alltaf verið í neðri hluta deildarinnar og þykir öllum nóg komið og skal gera betur næsta sumar. Enda enginn bilbugur að finna á leikmönnum sem hafa fengið góða reynslu í efstu deild og sjá núna að það þarf svo lítið, til að komast yfir þennan hjalla. Haldið verður áfram því erfiða hlutverki að fá íslenska leikmenn til að koma í Mosfellsbæinn, en eins og allir vita kemst sú vinna ekki á fullt skrið fyrr en liðið fer að sýna árangur og fer að berjast við efstu lið deildarinnar. En sá dagur mun koma fyrr en okkur grunar. Eins og undanfarin ár verður liðið styrkt með erlendum leikmönnum, vonandi þurfum við ekki nema 2-3 slíka leikmenn næsta sumar.

Stóra spurningin fyrir næsta sumar er; tekst okkur öllum að ná því mark-miði að spila í efri hluta deildarinnar? Það er alla vega markmið stjórnar og leikmanna liðsins, og halda þannig öruggu sæti í Úrvaldsdeildinni og spila þar 7. árið í röð.Eftir Íslandsmótið var samningurinn við John Andrews þjálfara endurnýjaður til tveggja ára, þar sem enn ríkir mikil ánægja með störf hans innan meistarflokksins. Einnig var gerður tveggja ára samningur við alla leikmenn, þar sem allir skuldbinda sig að leggja mikið á sig og berjast fyrir Aftureldingu og sinni góðu sveit í Mosfellsbæ.

2. flokkur kvennaAnnar flokkur kvenna var það fámennur sumarðið 2012 að ekki náðist í 11-manna lið. Í stað þess að leika 7-manna bolta eins og í fyrra, sem gafst mjög illa, náðist samkomulag við Þrótt í Reykjavík um að tefla fram sameiginlegu liði í Íslandsmóti og Borgunar-bikarnum. 2. flokkurinn æfði með meistaraflokki en spilaði með Þrótti yfir sumartímann. Flestir leikmenn flokksins kepptu líka með meistaraflokknum eða voru í hópi meistaraflokks. Samstarfið við Þrótt gekk afburða vel og fengu leikmenn okkar mjög dýrmæta reynslu. Frekar stór hópur stúlkna gekk upp í 2. flokk sl. haust og þurfum við því ekki að kvíða næsta sumri, þar sem Afturelding mun aftur stilla upp eigin liði í öllum mótum sumarsins.

3. flokkur kvennaFlokkurinn var frekar fámennur á sl. tímabili en aðeins 15 stelpur æfðu reglulega. Við sendum liðið til leiks í Faxaflóamótið, Íslandsmótið og Bikarkeppnina. Liðið var í A-deild í Faxaflóamótinu og átti erfitt uppdráttar gegn öflugum liðum. Í Íslandsmótinu lék liðið í B-deild og átti möguleika á sæti í umsspili þegar þrjár umferðir voru eftir í riðlinum en þrjú töp í röð gerði út um þær vonir. Fámenni flokksins

Ljósmyndari: Ragnar Þór Ólason

Page 27: Elding 2.tbl

gerði liðinu erfitt fyrir en hápunktur sumarsins var þó þegar liðið komst í undanúrslit í Bikarnum eftir að hafa slegið tvö A-deildarlið úr leik með glæsibrag. Sannarlega vel gert hjá stelpunum. Stelpurnar fá mikið hrós fyrir dugnað og eljusemi á tímabilinu, m.a. æfðu þær stundum kl. 06:30 á morgnana, mokuðu snjó af vellinum svo hægt væri að halda úti æfingum í erfiðum vetraraðstæðum ofl. ofl. Nokkrir efnilegir leik-menn úr flokknum komu aðeins við sögu í Pepsi deildinni í sumar og líklegt að þeir ásamt fleirum fái enn fleiri tækifæri að ári ef þeir leggja hart að sér á komandi tímabili. Þjálfari flokksins var Ásþór Sigurðsson.

4. flokkur kvennaFlokkurinn skipaði rúmlega 20 iðkendum sem var tvöföldun á hópnum frá árinu áður.Hér er um að ræða frábæran hóp af grjóthörðum töffurum sem gefa ekki tommu eftir.Ánægjulegt er að segja frá því að flokkurinn skipaði tveimur liðum í Íslandsmóti, einhvað sem hefur ekki gerst í langan tíma hjá félaginu.Bæði lið stóðu sig einstaklega vel yfir sumarið og spiluðu stelpurnar flottan fótbolta.Þegar kom svo hlé á Íslandsmótinu skellti flokkurinn sér til Danmerkur á Dana Cup.Dana Cup er þriðja stærsta fótboltamót í heiminum, hópnum var skipt upp í eldra og yngra ár auk þess sem spila mátti þremur stúlkum á eldra ári með yngra og öfugt.Eldra árið lauk þátttöku í 16 liða úrslitum eftir að hafa beðið lægri hlut gegn Noregsmeisturum sem verður að teljast góður árangur. Yngra árið gerði enn betur og fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið mætti heimaliðinu Fortuna Hjørring. Því miður beið liðið lægri hlut en gat gengið stolt frá mótinu sem var mjög vel heppnað á alla staði.Frábær árangur hjá flokknum og það má með sanni segja að framtíðin er björt hjá félaginu haldi þessar stúlkur ótrauðar áfram.

Þjálfarar voru þeir Sigurbjartur Sigurjónsson leikmaður meistaraflokks og Vilberg Sverrisson.Saman hafa þeir fylgt stelpunum í langan tíma og vilja koma sérstökum þökkum til þeirra fyrir allan þann tíma og einnig til foreldrahópsins sem er einstaklega þéttur og góður.

Page 28: Elding 2.tbl

5. flokkur kvennaFlokkurinn skipaði rúmlega 20 iðkenndur sem var álíka fjöldi og árið áður.Hópurinn var einstaklega prúður og góður og sáust miklar framfarir eftir sumarið hjá vel samstilltum hóp.Ákveðið var að skrá til leiks tvö lið á Íslandsmót og voru þau hvort um sig í efsta styrkleikaflokk í A- og B liðaflokk. Bæði lið náðu mun betri árangri heldur en árið áður sem endurspeglaði gott sumar hjá þessum framtíðarstúlkum félagsins.Þar sem æfingasókn var með eindæmum góð hjá þessum hóp var ákveðið að fara með þrjú lið á Pæjumót í Eyjum. Skemmst er að segja frá því að liðið vann til gullverðlauna á mótinu auk þess sem félagið átti leikmann í pressuliði mótsins.Stór hluti hópsins spilaði þar að auki fjölmarga leiki með 4.flokki félagsins og mun byggja á því í framtíðinni.

Þjálfarar voru þeir Sigurbjartur Sigurjónsson leikmaður meistaraflokks og Snædís Guðrún Guðmundsdóttir leikmaður 2. flokks. Bera þau stelpunum miklar þakkir fyrir sumarið auk sérstakra þakka til foreldra stelpnanna sem fylgdu þeim og hvöttu til dáða allt sumarið.

6. flokkur kvennaÞað var viðburðaríkt sumar hjá stelpunum í 6. flokki kvenna. Stelpurnar tóku þátt í mörgun æfingaleikjum og voru duglegar að keppa á stórmótum. Það var erfitt að ákveða hvaða mót þær vildu helst fara á. Valið stóð á milli Króksmóts eða Símamóts. Á endanum ákváðu þær að Símamótið myndi henta þeim best og þær mættu eldhressar. Þær stóðu sig mjög vel og voru mjög nálægt að komast í verðlaunasæti. Spiluðu á móti sterkum liðum og náðu að vinna marga leiki. Í byrjun sumarsins var ákveðið að bjóða öllum stelpum að æfa frítt og það mættu margar nýjar stelpur á æfingum. Allt tókst mjög vel og margar eru núna byrjaðar að æfa með 5 flokki kvenna. Það var æft þrisvar í viku og það var alltaf góð mæting. Fyrir utan fótboltann náðum við að fara í pizzuparty tvisvar sinnum, og næst þurfum við þjálfarar að vera frumlegri og skipuleggja eitthvað ennþá skemmtilegra. Sandra Björgvinsdóttir og Sesselja Valgeirsdóttir leikmenn meistaraflokks kvenna stóðu sig frábærlega sem þjálfarar og stelpunum fannst mjög gaman að tala við þær um allt milli himins og jarðar.

7. flokkur kvennaStelpurnar í 7. flokki kvenna eru algjörar hetjur, þær eru mjög ungar og efnilegar og æfa með 6 flokki kvenna. Þær eru allar góðar vinkonur, og spila mjög mikið saman. Alveg eins og 6. flokki kvenna tóku þær þátt í mörgum æfingaleikjum og mótum eins og til dæmis Hnátumót á vegum KSÍ. Símamót var þó hápunktur sumarsins, stelpurnar komust í undanúrslit og lentu svo í þriðja sæti. Það má segja að þær hafi verið „spútnik“ lið mótsins enda bjóst enginn við svona frábærum árangri hjá þeim. Fjöldi iðkenda hefur verið nokkuð stöðugur, að jafnaði hátt í 15 stelpur. Flestar stelpur byrjuðu núna í haust að æfa með 6. fl. kvenna, og það er því mikil endurnýjun í hópnum í gangi. Þjálfarar flokksins voru Sandra Björgvinsdóttir, Hugo Esteves og Sesselja Valgeirsdóttir,.Fyrir utan fótboltann náðum við öll að komast í pizzupartý. Stelpurnar voru að æfa úti þrisvar sinnum í viku og þeim fannst það æði.

Hvíti RiddarinnBlaðamaður Eldingar hitti þjálfara Hvíta riddarans, Bjarka Már Sverrisson yfir kaffibolla. Hvernig kom það til að þú tókst að þér þjálfun Hvíta riddarans?Undanfarin ár hefur Hvíti riddarinn verið hluti af starfi 2. flokks karla hjá Aftureldingu og forverar mínir í starfi hafa verið að þjálfa sameiginlegt lið Hvíta riddarans og 2. flokks. Það var því ekki spurning í mínum huga þegar eftir því var óskað.Segðu okkur aðeins frá nýliðnu tímabili Hvíta riddarans.Haldinn var leikmannafundur í febrúar eftir að 5-6 leikmenn höfðu verið að æfa með 2. flokki frá því um haustið. Á fundinn mættu 9 leikmenn ef ég man rétt og haldið var af stað með þjálfara og tvo æfingatíma á viku. Það var ansi snúið fyrir mig að hefja æfingar um miðjan febrúar með nokkra leikmenn sem höfðu sumir ekki sparkað í bolta í nokkur ár. Þrekþátturinn var í núlli og því frekar erfitt verkefni framundan að koma mönnum í leikæfingu á þremur mánuðum og hafa þetta skemmtilegt á sama tíma. Eftir tvær til þrjár vikur var farið að fjölga á æfingum og stutt í fyrstu æfingaleiki liðsins. Í mars voru rúmlega 20 leikmenn farnir að mæta á æfingar og flest alla leikmenn hafði ég þjálfað áður í yngri flokkum Aftureldingar en aðra var ég að sjá í fyrsta skiptið. Úr varð skemmtileg blanda af leikmönnum á aldrinum 20-25 ára ásamt nokkrum eldri.

Page 29: Elding 2.tbl

Hafnarfjörður

Turninn

Háskólinn í Reykjavík

Kringlan

Laugar

Seltjarnarnes

Spöngin

Ögurhvarf

Mosfellsbær

Egilshöll

worldclass.is

Heilsurækt fyrir þig á 10 stöðum

Tókuð þið þátt í mörgum mótum?Liðið lék nokkra æfingaleiki og fjóra leiki í Lengjubikar um vorið. Svo tókum við auðvitað þátt í Íslandsmótinu. Einnig komst liðið í aðra umferð bikarkeppni KSÍ. Fannst þér stemmingin góð hjá strákunum?Já ég myndi segja það. Leikmenn Hvíta riddarans voru stórhuga fyrir tímabilið og fjárfestu þeir í nýjum búningum fyrir átökin og mættu nokkuð brattir til leiks. Liðið lék skemmtilegan fótbolta og var liðið til alls líklegt eftir fyrstu leikina. Þegar 8 leikir voru búnir var liðið með 11 stig og einungis búnir að tapa einum leik. Liðið var búið að gera of mörg jafntefli, eða 5 talsins og var enn von um að komast í úrslit. Frá 12. júlí og fram að verslunarmannahelgi tapaði liðið þremur leikjum í röð og vann einn og það varð til þess að það var of langt í efstu liðin og þannig séð ekki að neinu að keppa í síðustu leikjunum. En heilt yfir frábært sumar.Undanfarin misseri hefur mannahallæri hrjáð Hvíta riddarann, var einhver breyting á því? Já það hefur fjölgað verulega. 27 leikmenn komu við sögu hjá liðinu í þeim 26 leikjum sem liðið spilaði og er efniviðurinn góður. Eitthvað að lokum?Það voru forréttindi að taka þátt í þessu með strákunum og tel ég líklegt að einhverjir banki á meistaraflokk Aftureldingar í vetur. Aðrir munu halda áfram þar sem frá var horfið og hefja nýtt tímabil með Hvíta riddaranum staðráðnir í að gera betur næsta sumar. Framtíðin er sannarlega björt þar sem nú stefnir í annað árið í röð að rúmlega 50 strákar leika knattspyrnu með meistaraflokkum Mosfellsbæjar.

Söluvarningur UMFA

Aftureldingarvarningur fæst nú í afgreiðslunni í íþróttamiðstöðinni á Varmá

Page 30: Elding 2.tbl

Þjálfarar Barna- og unglingaráðs tímabilið 2012-2013

Þátttakendur frá Aftureldingu í landsliðsverkefnum 2012

8. flokkur barna:Ísak Már Friðriksson s:8664820 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: Íþróttafræðingur, KSÍ IIIWentzel Steinarr Ragnarsson s: 8238659 netfang: [email protected] þjál-faramenntun: KSÍ IIKristófer Örn Jónsson s:6978348 þjálfaramenntun: KSÍ I

7. flokkur karla:Ísak Már Friðriksson s:8664820 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: Íþróttafræðingur, KSÍ IIIAnton Ari Einarsson s:6997360 netfang: [email protected] þjálfara-menntun: KSÍ IIIGunnar Birgisson s:8569614 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: KSÍ I

7. flokkur kvenna:Hugo Miguel Esteves Borges s:8631977 netfang: [email protected] Þjálfaramenntun: KSÍ IVSteinar Ægisson s:8668245 netfang: [email protected] Snædís Guðrún Guðmundsdóttir s: 8447144

6. flokkur karla:Vilberg Sverrisson s:8632887 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: íþróttafræðingur, UEFA B og KSÍ IVÁrni Brynjólfsson s:6189181 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: íþróttafræðingur, KSÍ IIAxel Óskar Andrésson s:7780242

6. flokku kvenna:Hugo Miguel Esteves Borges s:8631977 netfang: [email protected] Þjálfaramenntun: KSÍ IVSteinar Ægisson s:8668245 netfang: [email protected] Snædís Guðrún Guðmundsdóttir s: 8447144 netfang: [email protected]

5. flokkur karla:Vilberg Sverrisson s:8632887 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: íþróttafræðingur, UEFA B og KSÍ IVGunnar Andri Pétursson s:8248921 netfang: [email protected] þjálfaramenn-tun: KSÍ IIISindri Snær Ólafsson s:8473806 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: KSÍ III

U16 karla: Arnór Breki ÁsþórssonBirkir Þór Guðmundsson

U 16 kvenna:Kristín Þóra Birgisdóttir

U17 kvennaSara Lea SvavarsdóttirAnna Dís ÆgisdóttirKristín Þóra BirgisdóttirSnædís Guðrún GuðmundsdóttirEydís Embla LúðvíksdóttirAuður Sonjudóttir

5. flokkur kvenna:Ásþór Sigurðsson s:6618846 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: sjúkraþjálfari, UEFA B og KSÍ IVArnór Snær Guðmundsson s:7774748 netfang: [email protected] þjálfara-menntun KSÍ II

4. flokkur karla:Bjarki Már Sverrisson s: 6986621 netfang: [email protected] þjálfaramenn-tun: UEFA A Vilberg Sverrisson s:8632887 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: íþróttafræðingur, UEFA B og KSÍ IVSigurbjartur Sigurjónsson s:8981030 netfang: [email protected] þjálfara-menntun: KSÍ III

4. flokkur kvenna:Sigurbjartur Sigurjónsson s:8981030 netfang: [email protected] þjálfara-menntun: KSÍ IIISandra Dögg Björgvinsdóttir s:8678402 netfang: [email protected]

3. flokkur karla:Úlfur Arnar Jökulsson s:8689378 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: íþróttafræðingur, UEFA B og KSÍ IVEinar Jóhannes Finnbogason s:6973689 netfang: [email protected] þjálfara-menntun: KSÍ I

2. flokkur karla:Úlfur Arnar Jökulsson s:8689378 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: Íþróttafræðingur, UEFA B og KSÍ IVBjarki Már Sverrisson s: 6986621 netfang: [email protected] þjálfaramenn-tun: UEFA A Einar Jóhannes Finnbogason s:6973689 netfang: [email protected] þjálfara-menntun: KSÍ I

2. flokkur kvenna:Ásþór Sigurðsson s:6618846 netfang: [email protected] þjálfaramenntun: sjúkraþjálfari, UEFA B og KSÍ IV

U17 karlaGunnar Logi Gylfason ( 6 landsleikir á árinu. Í undankeppni EM 2013 lék Gunnar Logi 3 leiki og í Norðurlandamóti einnig 3 leiki)Sigurpáll Melberg PálssonViktor Bergmann BjarkasonDavíð GunnarssonBirkir Þór Guðmundsson

U19 kvennaHalla Margrét Hinriksdóttir ( 3 landsleikir á árinu í undankeppni EM 2013)Lára Kristín Pedersen (9 landsleikir á árinu. Í milliriðli EM 2012 lék Lára 3 leiki, Undankeppni EM 2013 lék hún 3 leiki og svo lék hún 3 vináttulandsleiki í La Manga)

U19 karlaAnton Ari Einarsson

FJÖLSKYLDAN Í FORM ... OG VIÐ SEMJUM UM VERÐ

... ALLIR FINNA EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI

MÁNUDAGA OG MIÐVIKUDAGA KL. 19-20

BOX-ÆFINGAR FYRIR 14 ÁRA OG ELDRI MÁNUDAGA OG MIÐVIKUDAGA KL. 17:30

SKEMMTILEGAR OG HAGNÝTAR ÆFINGAR FYRIR ALLA

FRÍSTUNDAÁVÍSUNIN GILDIR Í 8 MÁNUÐI / UPP Í NÁMSKEIÐ

ALLAR UPPLÝSINGAR Á FACEBOOK /ELDING LÍKAMSRÆKT

Allar upplýsingar á: fitpilates.org