8
Fimmtudagur 7. júní 2012 www.eystrahorn.is Eystrahorn Á sjómannadaginn voru tveir fyrrverandi sjómenn heiðraðir fyrir farsælan sjómannsferil á Hornafirði. Þetta eru jafnaldrarnir Jón Halldór Bjarnason, gullsmiður og Örn Arnarson (Brói) kirkjuvörður. Það vill svo til að þeir félagar voru saman til sjós a.m.k. í 16 ár og hafa frá ýmsu að segja. Ritstjóri fékk þá í stutt spjall eftir athöfnina. Jón Halldór Jón Halldór sem fæddur er í Árnanesi 1949 sagðist hafa byrjað 14 ára til sjós hjá óskabarni þjóðarinnar Eimskipafélaginu 1964 og var þar á þremur Fossum til ársins 1967. „Eftir þá veru kom ég til Hornafjarðar og fékk pláss á Ólafi Tryggvasyni sem þá var að hefja humarveiðar. Eftir það var ég með Hauki Run á Akurey SF 52 til 1971 eða allt þangað til ég fór til gullsmíðanáms. Kom svo á eina og eina netavertíð með gullsmíðanáminu. Ég flutti svo til Hafnar með fjölskylduna og samhliða gullsmíði og verslunarstörfum fór ég aftur á sjóinn og var lengst með Ingólfi Ásgríms á Steinunni SF 10. Ég flutti svo aftur á höfuðborgarsvæðið og hef sinnt gullsmíðinni og verslunarrekstri síðan.“ Jón Halldór er giftur Elísabetu Elíasdóttur og eiga þau börnin Elías, sem á þrjú börn, Bjarna, sem á tvo stráka og Lovísu sem á einn lítinn Jón Halldór. Örn Örn fæddist á Fljótsdalshéraði 1949, en flutti þaðan á Vopnafjörð og síðan til Hornafjarðar 10 ára gamall. Hann lagði áherslu á að sjómennska sín hafi byrjað þegar hann stráklingur varð háseti á Síðu-Halli, fjarðarbáti þeirra Sólbergsbræðra Óla og Braga. Það var skemmtilegur tími hjá okkur krökkunum. Alvaran tók svo við og eftir skyldunám 1964 fór hann á sjó með Vilhjálmi Antonssyni á Dagnýju SF 61. Örn fór sem messagutti á millilandaskipið Arnarfell haustið 1964. „Þá kynntist ég veröld sem var þess virði að vera þátttakandi í“, sagði hann og bætti við; “Ég var á Sigurfara SF 58 með Sigtryggi Ben. Fór svo í Vélskólann 1967 og fylgdumst við að, ég, Bjarni Garðars og Ingvaldur Ásgeirs. Við Bjarni bjuggum á heimavist skólans eins og fleiri Hornfirðingar, en þeir stunduðu nám í Stýrimannaskólanum. Ekki þarf að orðlengja að oft var gaman og stundum óminni! Veturinn l968 réði ég mig á Eini SF, bát sem Sigfinnur Gunnars og Eymar Ingvars áttu, en hann var skipstjóri. Þennan vetur kom hafís hér suður með landi og sýndi á sér klærnar. Það endaði með því að það voru hafþök vestur fyrir Ingólfshöfða og humarvertíð sem hefjast átti 15. maí hófst ekki fyrr en þremur vikum síðar því ekki var fært um Ósinn. Ég fór á Gissur Hvíta á síldveiðar norður í höf. Þar var saltað um borð og fr yst. Erfið vinna en skemmtileg. Einnig var ég á Skinney SF 20 með Birgi Sigurðssyni við síldveiðar í Norðursjó í tvö sumur. Nýtt skip og góðir karlar. Réði mig á Steinunni SF 10 sem var í eigu Skinneyjar. Var um tíma með Hauki Run. á Akurey og vertíðina 1973 með Kristni Guðmundssyni, þar sem við lentum í Vestmannaeyjagosinu. 1976 fór ég sem 1. vélstjóri á Steinunni SF 10 þar sem Ingólfur Ásgrímsson réði ríkjum og með honum var ég þar til ég hætti sjómennsku 1997. Þá hóf ég störf við Hafnarkirkju þar sem ég hef starfað síðan.“ Örn er giftur Guðlaugu Hestnes og eiga þau dótturina Svanfríði sem er búsett í Ameríku ásamt manni og tveimur sonum. Farsæll ferill og þakklátir Þeir félagar sögðust vera þakklátir fyrir þann virðingarvott sem störfum þeirra er sýndur með því heiðra þá á Sjómannadaginn. Þeir voru sammála um hafa báðir átt farsælan feril, sloppið við stórslys og alltaf verið hjá góðum skipstjórum og heppnir með áhöfn og skip. Þeir sögðu á ferlinum hefði aðstaðan um borð, bæði aðbúnaður og vinnuaðstaðan gjörbreyst til batnaðar, eins og svart og hvítt, og veiðafærin eru betri í dag. „En það var þroskandi að kynnast verklagi sem var að hverfa, svo sem að draga línu með höndunum, blóðga fiskinn standandi hálfboginn, eða á hnjánum vettlingalaus, því það þótti karlmannlegt.“ Sagði Örn og Jón Halldór bætti við; „Fyrst og síðast á maður bara ánægjulegar minningar frá þessum tíma sem var skemmtilegur þó vissulega kæmu tímar þar sem þurfti að leggja mikið á mannskapinn til að bjarga aflanum á land.“ 23. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is 15 dagar í Humarhátíð á Höfn Sjómenn heiðraðir

Eystrahorn 23. tbl. 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Eystrahorn 23. tbl. 2012

Citation preview

Page 1: Eystrahorn 23. tbl. 2012

Fimmtudagur 7. júní 2012 www.eystrahorn.is

Eystrahorn

Á sjómannadaginn voru tveir fyrrverandi sjómenn heiðraðir fyrir farsælan sjómannsferil á Hornafirði. Þetta eru jafnaldrarnir Jón Halldór Bjarnason, gullsmiður og Örn Arnarson (Brói) kirkjuvörður. Það vill svo til að þeir félagar voru saman til sjós a.m.k. í 16 ár og hafa frá ýmsu að segja. Ritstjóri fékk þá í stutt spjall eftir athöfnina.

Jón HalldórJón Halldór sem fæddur er í Árnanesi 1949 sagðist hafa byrjað 14 ára til sjós hjá óskabarni þjóðarinnar Eimskipafélaginu 1964 og var þar á þremur Fossum til ársins 1967. „Eftir þá veru kom ég til Hornafjarðar og fékk pláss á Ólafi Tryggvasyni sem þá var að hefja humarveiðar. Eftir það var ég með Hauki Run á Akurey SF 52 til 1971 eða allt þangað til ég fór til gullsmíðanáms. Kom svo á eina og eina netavertíð með gullsmíðanáminu.Ég flutti svo til Hafnar með fjölskylduna og samhliða

gullsmíði og verslunarstörfum fór ég aftur á sjóinn og var lengst með Ingólfi Ásgríms á Steinunni SF 10. Ég flutti svo aftur á höfuðborgarsvæðið og hef sinnt gullsmíðinni og verslunarrekstri síðan.“ Jón Halldór er giftur Elísabetu Elíasdóttur og eiga þau börnin Elías, sem á þrjú börn, Bjarna, sem á tvo stráka og Lovísu sem á einn lítinn Jón Halldór.

ÖrnÖrn fæddist á Fljótsdalshéraði 1949, en flutti þaðan á Vopnafjörð og síðan til Hornafjarðar 10 ára gamall. Hann lagði áherslu á að sjómennska sín hafi byrjað þegar hann stráklingur varð háseti á Síðu-Halli, fjarðarbáti þeirra Sólbergsbræðra Óla og Braga. Það var skemmtilegur tími hjá okkur krökkunum. Alvaran tók svo við og eftir skyldunám 1964 fór hann á sjó með Vilhjálmi Antonssyni á Dagnýju SF 61. Örn fór sem messagutti á millilandaskipið Arnarfell haustið 1964. „Þá kynntist ég veröld sem

var þess virði að vera þátttakandi í“, sagði hann og bætti við; “Ég var á Sigurfara SF 58 með Sigtryggi Ben. Fór svo í Vélskólann 1967 og fylgdumst við að, ég, Bjarni Garðars og Ingvaldur Ásgeirs. Við Bjarni bjuggum á heimavist skólans eins og fleiri Hornfirðingar, en þeir stunduðu nám í Stýrimannaskólanum. Ekki þarf að orðlengja að oft var gaman og stundum óminni! Veturinn l968 réði ég mig á Eini SF, bát sem Sigfinnur Gunnars og Eymar Ingvars áttu, en hann var skipstjóri. Þennan vetur kom hafís hér suður með landi og sýndi á sér klærnar. Það endaði með því að það voru hafþök vestur fyrir Ingólfshöfða og humarvertíð sem hefjast átti 15. maí hófst ekki fyrr en þremur vikum síðar því ekki var fært um Ósinn. Ég fór á Gissur Hvíta á síldveiðar norður í höf. Þar var saltað um borð og fryst. Erfið vinna en skemmtileg. Einnig var ég á Skinney SF 20 með Birgi Sigurðssyni við síldveiðar í Norðursjó í tvö sumur. Nýtt skip og góðir karlar.

Réði mig á Steinunni SF 10 sem var í eigu Skinneyjar. Var um tíma með Hauki Run. á Akurey og vertíðina 1973 með Kristni Guðmundssyni, þar sem við lentum í Vestmannaeyjagosinu. 1976 fór ég sem 1. vélstjóri á Steinunni SF 10 þar sem Ingólfur Ásgrímsson réði ríkjum og með honum var ég þar til ég hætti sjómennsku 1997. Þá hóf ég störf við Hafnarkirkju þar sem ég hef starfað síðan.“ Örn er giftur Guðlaugu Hestnes og eiga þau dótturina Svanfríði sem er búsett í Ameríku ásamt manni og tveimur sonum.

Farsæll ferill og þakklátir

Þeir félagar sögðust vera þakklátir fyrir þann virðingarvott sem störfum þeirra er sýndur með því að heiðra þá á Sjómannadaginn. Þeir voru sammála um að hafa báðir átt farsælan feril, sloppið við stórslys og alltaf verið hjá góðum skipstjórum og heppnir með áhöfn og skip.Þeir sögðu að á ferlinum hefði aðstaðan um borð, bæði aðbúnaður og vinnuaðstaðan gjörbreyst til batnaðar, eins og svart og hvítt, og veiðafærin eru betri í dag. „En það var þroskandi að kynnast verklagi sem var að hverfa, svo sem að draga línu með höndunum, blóðga fiskinn standandi hálfboginn, eða á hnjánum vettlingalaus, því það þótti karlmannlegt.“ Sagði Örn og Jón Halldór bætti við; „Fyrst og síðast á maður bara ánægjulegar minningar frá þessum tíma sem var skemmtilegur þó vissulega kæmu tímar þar sem þurfti að leggja mikið á mannskapinn til að bjarga aflanum á land.“

23. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is

15 dagar í Humarhátíð á Höfn

Sjómenn heiðraðir

Page 2: Eystrahorn 23. tbl. 2012

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 7. júní 2012

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Laugardaginn 9. júní verður farið í eyjaskoðun í Álftafjörð á vegum Ferðafélagsins. Lagt verður af stað frá tjaldstæðinu kl. 10:00 og tekur ferðin um sex klukkustundir. Aðeins fært breyttum bílum (33” og stærri). Þeir sem geta farið á jeppum og geta tekið farþega eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Möggu eða Rögnu. Munið nesti, þátttökugjald og fatnað eftir veðri. Nánari upplýsingar veita Magga í síma 868-7624 ([email protected]) og Ragga í sími 662-5074 ([email protected]). Allir velkomnir.

Eyjaskoðun í ÁlftafjörðFuglar, selir og fögur náttúra

Bifreiðaskoðun á Höfn 18., 19. og 20. júní.

Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 15. júní.

Næsta skoðun 16., 17. og 18. júlí.

Þegar vel er skoðað

Hofskirkjasunnudaginn 10. júní

Messa kl. 11:00

Nýr hökull sem gefinn hefur verið kirkjunni

tekinn í notkun.

Sóknarprestur Sóknarnefnd

AFMÆLISFAGNAÐURÍ tilefni af því að ég hef náð

fullorðins aldri býð ég og fjölskylda mín ættingjum,

vinum og kunningjum að gleðjast með okkur í Sindrabæ

laugardagskvöldið 9.júní nk. frá kl. 18:00. Þar bjóðum við

uppá mat og drykk, söng, glens og gaman.

Allir hjartanlega velkomnir.

Sævar Kristinn Jónsson

Pakkhúsið fær nýtt hlutverk

Það er alltaf uppörvandi að fá fréttir af ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki og skapa sjálfum sér og öðrum atvinnu. Um síðustu helgi opnaði nýr veitingastaður í Pakkhúsinu niður við höfn. Vel hefur tekist til varðandi breytingar á húsinu sem heldur eftir sem áður „karakter“ sínum vel. Eigendur veitingastaðarins er ungt heimfólk Bergþóra Ágústsdóttir og Halldór Halldórsson meistarakokkur. Í viðtali við blaðið sögðust þau vera bjartsýn á framtíð rekstursins og hlakka til að takast á við verkefnið. „Við getum tekið á móti ríflega 100 gestum á efri hæð þegar um veislu eða hópa er að ræða. Í uppdekkuðum sal fyrir matseðil erum við núna með um 60 sæti. Húsið nýtist einnig undir heimamarkaðsbúðina og á neðri hæðinni verður einnig pöbb á humarhátíðinni. Hér er einnig hægt að hafa fundi og allskyns veislur. Húsnæðið hentar vel til tónleikahalds og fyrir uppákomur af ýmsu tagi og það mun sjást strax í sumar. Sérstaða okkar er þetta heillandi húsnæði niður við höfnina ásamt því að við ætlum að leggja áherslu á að hafa mikið af svæðisbundnu hráefni á matseðlinum. Það var ekki hægt að gera allt fyrir opnun staðarins núna en framtíðarplön okkar eru að standsetja varanlegan pöbb í kjallaranum og bæta umhverfið í kringum húsið og aðgengi.“ Að lokum báðu þau að koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem réttu þeim hjálparhönd og sem unnu við að koma húsnæðinu í stand.

Þökkum gestum og viðskiptavinum góðar viðtökur á opnunarhelginni

Verið ávallt velkomin

Eigendur og starfsfólk PakkhússinsTil sölu

Fleetwood Santa Fe fellihýsi árg. 2004.

Markísa, sólarsella ogheitt vatn.

Verð 1.200.000,- Anna Björg • s: 894 0499

Page 3: Eystrahorn 23. tbl. 2012

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 7. júní 2012

Barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar hefst þann 12. júní næstkomandi á plöntuskoðunarferð um Hornafjörð. Ferðin er samstarfsverkefni Menningarmiðstöðvar og Vatnajökulsþjóðgarðs í tilefni af Degi hinna viltu blóma sem er þann 17. júní. Allir ungir sem aldnir eru velkomnir í þessa fyrstu barnastarfsferð sumarsins. Það verður af nógu að taka í sumar að vanda en boðið verður upp á 10 ólíkar ferðir sem ættu að höfða til allra. Við verðum á víð og dreif um sveitarfélagið og skoðum náttúruna, dýralífið og landslagið með leiðsögn frá góðu fólki. Börn frá sjö ára aldri eru velkomin með í ferðirnar en þeir sem eru yngri en 7 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum. Mjög mikilvægt er að skrá sig á Bókasafninu fyrir allar ferðir í síma 4708057. Taka þarf nesti með í allar ferðirnar svo maður verði ekki svangur og klæða sig eftir veðri. Verðið á þessum ferðum hefur haldist óbreytt frá upphafi og kostar 500 krónur á manninn. Ferðirnar eru alltaf á þriðjudögum klukkan 13:00 og eru auglýstar á skjávarpinu og facebook síðu Menningarmiðstöðvar með nokkurra daga fyrirvara. Eftir hverja ferð eru svo birtar myndir og smá samantekt á síðu sveitarfélagsins. Umsjónarmenn barnastarfsins eru Guðlaug Ósk og Bryndís Hólmarsdóttir.

Barnastarf sumarið 2012

12. júní Plöntuskoðunarferð um Hornafjörð• 19. júní Sjóferð um Hornafjörðinn• 26. júní Fuglaskoðun í Óslandi• 3. júlí Lúruveiði í firðinum• 10. júlí Steinaskoðun í Laxárdal• 17. júlí Hellaskoðun í Viðborðshraunum• 24. júlí Svínabúið á Miðskeri skoðað• 31. júlí Heimsókn í Dýragarðinn í Hólmi• 7. ágúst Fjöruferð að Horni• 14. ágúst Óvissuferð•

Barnastarf Menningarmiðstöðvar

Garðplöntur, matjurtir o.fl.

Gróðrarstöðin DilksnesiOpið virka daga kl. 13:00 - 18:00

Langir laugardagar 9. og 16. júní • opið kl. 10:00 - 17:00Sími 849-1920

Allar plöntur eru ræktaðar

í Dilksnesi

HEIÐRUÐU HORNFIRÐINGAR

Stakir Jakar verða með skemmtilega tónleika í Nýheimum föstudaginn 8. júní klukkan 20:00.

Sérlegur heiðursgestur er Haukur Helgi Þorvaldsson harmoníkuleikari

Stjórnandi er Guðlaug Hestnes sem hvetur fólk til að láta sjá sig!

Félagsmenn í Kiwanisklúbbnum Ós komu um daginn í heimsókn í grunnskólann eins og þeir gera á hverju ári. Tilefnið var að færa öllum nemendum 1. bekkjar öryggishjálma og hvetja til þess að börnin noti þá samviskusamlega.

Knattspyrnudeild sindra auglýsir

6. og 7. flokkur stúlkna Æfingar mánudaga til fimmtudaga kl 14:00 Þjálfari: Erla Þórhallsdóttir - sími 847-7426

Krakkar fæddir 2006 Knattspyrnudeild Sindra verður með fótboltaskóla 12. júní til 12. júlí. Kennt verður þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13:00 - 14:00. Yfirumsjón Sævar Þór Gylfason Skráning á [email protected]

Page 4: Eystrahorn 23. tbl. 2012

mar

khon

nun.

is

Tilboðin gilda 7. - 10. JÚNÍTilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Kræsingar & kostakjör

VERIÐ VELKOMIN Í NETTÓ UM HELGINA!

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

VÍNARPYLSUR10 STK. 480 G

LAMBAHRYGGURFRYSTIVARA

GRÍSAHNAKKIÚRB. MANGÓ CHILI

239

50% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

BA

KA

ÐT

ILB

ÁÐUR 398 KR/PK

115ÁÐUR 229 KR/STK

1.689ÁÐUR 1.898 KR/KG

79ÁÐUR 98 KR/STK

2.378ÁÐUR 2.798 KR/KG

498ÁÐUR 579 KR/PK

2.249ÁÐUR 2.998 KR/KG

199ÁÐUR 349 KR/PK

HAMBORGARAR XXL6 STK. FRYSTIVARA

1.499ÁÐUR 1.998 KR/KG

899ÁÐUR 1.198 KR/PK

40% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

SNÚÐARM/ KANIL EÐA SÚKKULAÐI 500 G

NAUTAGRILLSTEIKUSA

GREAT TEASTEBLÁBERJA 225 GGULT/RAUTT MIX 300 GJARÐARBER 300 G

TANGO ORANGE330 ML

LAMBATVÍRIFJURKRYDDLEGNAR

BAGUETTE 250 GBAKAÐ Á STAÐNUM*

SPARNAÐARHAKKBLANDAÐ 500 G

FRYSTIVARA

299ÁÐUR 378 KR/PK

*Gild

ir ekki um N

ettó Salaveigi

43% AFSLÁTTUR

74ÁÐUR 148 KR/KG

BÖKUNAR- KARTÖFLURÍ LAUSU

50% AFSLÁTTUR

Page 5: Eystrahorn 23. tbl. 2012

mar

khon

nun.

is

Tilboðin gilda 7. - 10. JÚNÍTilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Kræsingar & kostakjör

VERIÐ VELKOMIN Í NETTÓ UM HELGINA!

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

VÍNARPYLSUR10 STK. 480 G

LAMBAHRYGGURFRYSTIVARA

GRÍSAHNAKKIÚRB. MANGÓ CHILI

239

50% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

BA

KA

ÐT

ILB

ÁÐUR 398 KR/PK

115ÁÐUR 229 KR/STK

1.689ÁÐUR 1.898 KR/KG

79ÁÐUR 98 KR/STK

2.378ÁÐUR 2.798 KR/KG

498ÁÐUR 579 KR/PK

2.249ÁÐUR 2.998 KR/KG

199ÁÐUR 349 KR/PK

HAMBORGARAR XXL6 STK. FRYSTIVARA

1.499ÁÐUR 1.998 KR/KG

899ÁÐUR 1.198 KR/PK

40% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

SNÚÐARM/ KANIL EÐA SÚKKULAÐI 500 G

NAUTAGRILLSTEIKUSA

GREAT TEASTEBLÁBERJA 225 GGULT/RAUTT MIX 300 GJARÐARBER 300 G

TANGO ORANGE330 ML

LAMBATVÍRIFJURKRYDDLEGNAR

BAGUETTE 250 GBAKAÐ Á STAÐNUM*

SPARNAÐARHAKKBLANDAÐ 500 G

FRYSTIVARA

299ÁÐUR 378 KR/PK

*Gild

ir ekki um N

ettó Salaveigi

43% AFSLÁTTUR

74ÁÐUR 148 KR/KG

BÖKUNAR- KARTÖFLURÍ LAUSU

50% AFSLÁTTUR

Page 6: Eystrahorn 23. tbl. 2012

6 EystrahornFimmtudagur 7. júní 2012

Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar heldur tónleika í Hafnarkirkju laugardaginn 9. júní kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis en kórinn verður með geisladiska til sölu. Efnisskráin samanstendur af íslenskum og erlendum lögum m.a. Blessuð sértu sveitin mín og lög eftir Inga T. Lárusson, kafla úr Lítilli Jazzmessu eftir Bob Chilcott og fleira jazzkennt. Bráðskemmtilegt og flókið lag frá Mexikó sem heitir Las Amarillas og syrpa af Bítlalögum. Gradualekór Langholtskirkju tók til starfa 1991. Kórfélagar eru á aldrinum 14 - 18 ára og mjög miklar kröfur eru gerðar til þeirra sem fá inngöngu í kórinn og margir kórfélagar eru langt komnir í alvarlegu tónlistarnámi. Verkefnaval kórsins spannar verk frá barokktónlist til erfiðustu nútímaverka. Hann hefur vakið sérstaka athygli fyrir hve auðveldlega og með mikilli gleði erfið nútímaverk eru flutt.

Gradualekór Langholtskirkju

Næsta skólaár verður boðið upp á fjallamennskunám í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Um er að ræða 60 eininga sérnám sem tekur eitt ár að ljúka. Áhersla er lögð á verklegt útinám á fjöllum og í óbyggðum og vettvangsferðir með kennara eða á eigin vegum. Einnig eru bóklegar námslotur sem kenndar verða í FAS. Náminu lýkur með starfsþjálfun í ferðaþjónustufyrirtæki sumarið 2013. Meðal bóklegra námsgreina eru grasafræði, jarðfræði, jöklafræði og veðurfræði, saga fjallamennsku, skipulag, rekstur og markaðssetning ferðaþjónustufyrirtækja. Meðal verklegra greina eru kortalestur og rötun, ísklifur, þverun straumvatna, vetrarferðamennska, jöklaferðir, snjóflóðaleit og fyrsta hjálp í óbyggðum. Síðastliðinn vetur var fjallamennskunámið kennt í tilraunaskyni við skólann og í vor luku ellefu nemendur námi í fjallamennsku frá FAS. Fjallamennskunámið hentar þeim sem vilja öðlast alhliða hæfni í fjallamennsku, starfsfólki í ferðaþjónustu og sem sérsvið í almennu stúdentsnámi. Nánari upplýsingar um skipulag og námstilhögun fjallamennskunámsins ásamt brautarlýsingu er á www.fas.is.

Fjallamennskunám

Félagsmót Hornfirðings 2012 Sparisjóðsmótið

Félagsmót Hornfirðings verður haldið að Stekkhól helgina 9. - 10. júní. Dagskrá hefst kl. 14:00 á laugardeginum og er keppt í eftirfarandi flokkum í réttri röð:• Ungmennaflokkur• Unglingaflokkur• Barnaflokkur• B-flokkur• A-flokkur• Tölt

Að vanda verður farið ríðandi í Skógey um kvöldið að móti loknu, eftir að menn hafa snætt dýrindis súpu í Stekkhól, eða um kl. 20:00

Á sunnudeginum hefst dagskrá kl. 13:00 og verða dagskrárliðir eftirfarandi:• Mótið sett• Pollaflokkur• Ungmennaflokkur• Unglingaflokkur• Barnaflokkur• B-flokkur• A-flokkur• Tölt• Unghross• 100 m fljúgandi skeið• 300 m stökk

Skráningar skal senda á netfangið [email protected] og í þeim skulu koma fram IS númer hests, kennitala knapa og flokkurinn sem á að keppa í.

Skráningargjald er kr. 3000,- en frítt fyrir keppendur í barna- og pollaflokki.

Skráningarfrestur rennur út 7. júní. kl. 12:00 á hádegi.

Nauðsynlegt til þess að taka þátt í keppninni er að greiða skráningargjaldið um leið og skráð er inn á bankareikning, 1147-26-6811, kt. 681188-2589.

Senda skal staðfestingu á netfangið [email protected]

Til þess að geta tekið þátt í móti þessu þurfa menn að vera búnir að borga félagsgjöldin.

Page 7: Eystrahorn 23. tbl. 2012

7Eystrahorn Fimmtudagur 7. júní 2012

Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum.

Hvanney SF 51 ................... dragnót ....18 .. 461,8 ..ýsa/skarkoliSólborg RE 270 .................. dragnót ......1 .... 19,6 ..koliÖrn KE 14 .......................... dragnót ......6 .. 125,8 ..ýsa/skarkoli

Sigurður Ólafsson SF 44 ... humarv ......6 .... 66,5 ..humar 14,8Skinney SF 20 .................... humarv ......6 .. 131,3 ..humar 33,4Þórir SF 77 ......................... humarv ......8 .. 208,5 ..humar 30,7

Dröfn RE 35 ....................... botnv ..........1 ...... 5,6 ..þorskur 4,0Steinunn SF 10 ................... botnv ..........4 .. 379,8 ..ufsi 213,3

Þinganes SF 25 .................. rækjut.........4 .... 78,5 ..rækja 60,1

Benni SU 65 ....................... lína ............16 .... 57,9 ..þorskur 38,5 Beta VE 36 ......................... lína ..............9 .... 32,4 ..þorskur 17,6Dögg SU 118 ...................... lína ............16 .. 102,7 ..þorskur 69,0Guðmundur Sig SU 650 .... lína ............13 .. 101.5 ..þorskur 92,6Ragnar SF 550 .................... lína ............15 .. 150,4 ..þorskur 136,8Gulltoppur GK 24 .............. lína ..............3 .... 17,7 ..þorskur 12,3

Auðunn SF 48 .................... handf ..........4 ...... 3,0 ..ufsi/þorskurHalla Sæm SF 23 ............... handf ........10 ...... 9,9 ..ufsi/þorskurHerborg SF 69 ................... handf ........11 ...... 7,9 ..þorskur 7,0Hulda SF 197 ..................... handf ........14 .... 10,7 ..þorskur 7,3Húni SF 17 ......................... handf ........12 ...... 7,3 ..þorskur 5,6Kalli SF 144 ........................ handf ........13 .... 12,6 ..þorskur 9,9Silfurnes SF 99 .................. handf ..........4 ...... 8,3 ..þorskur 6,5Stakkur SH 503 .................. handf ..........3 ...... 1,4 ..ufsi/þorskurStígandi SF 72 .................... handf ........14 .... 11,6 ..þorskur 9,3Sæunn SF 155 .................... handf ........13 .... 10,3 ..þorskur 7,8Sævar SF 272 ..................... handf ..........7 ...... 7,0 ..ufsi 5,9Uggi SF 47 ......................... handf ........13 ...... 8,8 ..þorskur 7,0

Jóna Eðvalds SF 200.......... flotv ............1 ....... 70 ..makríll/síld

Heimild: www.fiskistofa.is

Aflabrögð - maímánuðurFiskirí og vinnsla

RauðI kRossInn auglýsIR BaRnfóstRunámskeIð

sem haldið verður frá 11. – 14. júníSkráning og nánari upplýsingar hjá

Magnhildi (618-6563) og Maríönnu (899-2062)

Munið plöntuskiptidaginn á laugardag kl. 12:00 - 14:00

á miðbæjarsvæðinu.Allir velkomnir

Garðyrkjufélag Hornafjarðar

Húsgagnaval

NÝTT • NÝTTBleikur, gulur, fjólublár og fleiri litir Vinsælir, smart og góðir hnífar sem

kokkarnir Hrefna Sætran og Yesmine Olsson mæla með

Opið kl. 13:00 - 18:00 Lokað á laugardögum í sumar

Sími 478-2535 / 898-3664

Úrval af rúmum og dýnum í öllum gerðum og stærðum

Meistaraflokkur karla Meistaraflokkur karla tók á móti Létti í síðasta leik og unnu 5-2. Gestirnir skorðu fyrsta markið en Sindramenn náðu þokkalegum tökum á leiknum eftir því sem leið á hann. Eftir að Léttismenn jöfnuðu í 2 – 2 tókst okkar mönnum að skora 3 mörk á síðustu 15 mín. Atli Haraldsson gerði fjögur mörk og nafni hans Arnarson það fimmta. Sindramenn eru taplausir í fjórða sæti a riðils aðeins stigi á eftir toppliðinu.

Meistaraflokkur kvennaMeistaraflokkur kvenna keppti við ÍR í Reykjavík. Leiknum lauk með 3-0 sigri ÍR og er þetta fyrsti ósigur okkar stúlkna í sumar sem eru þrátt fyrir það efstar í sínum riðli.

2. og 3. flokkur karla 2. flokkur fór í Kópavoginn og tapaði 1-5 fyrir HK/Ými og 3. fl. karla tapaði 6-0 hér heima fyrir Aftureldingu.

Góður sigur hjá strákunum

Næstu heimaleikirLaugardagur 9. júní kl. 16:00• 1. deild kvenna Sindri ÍA

Sunnudagur 10. júní•Kl.14:00 2. flokkur karla Sindri - Breiðablik/Augnablik 2•Kl.13:00 2. flokkur kvenna Neisti/Tindastóll - Sindri•Kl.17:00 2. flokkur kvenna Sindri - Fylkir/ÍR

Page 8: Eystrahorn 23. tbl. 2012

EystrahornFimmtudagskvöld: Trúbador mun koma ykkur í stuðið fyrir hátíðina frá 23-02. Verð 1000 kjéll.

Snillingarnir í hljómsveitinni Dans á Rósum munu halda uppi fjörinu á föstudags- og laugardagskvöld eins og þeim einum er lagið. Þeir eru fjölhæfir og höfða bæði til ungu- og eldri kynslóðarinnar. 2.500,- kall kostar inn hvort kvöldið.

Nýjung verður þetta árið og er hægt að gera frábær kaup með því að versla sér armband í forsölu. Armbandið mun kosta 2500 kr. og gildir það frá fimmtudegi til sunnudags og svo mikið meira !! Með armbandinu færðu aðgang á Víkina öll kvöldin og virkar armbandið einnig sem happdrættismiði og handhafar hljóta einnig sértilboð á barnum og af matseðli alla helgina. Vinningar eru ekki af verri endanum því hver vill ekki vinna ferð fyrir 2 með Herjólfi á Þjóðhátíð og aðgangspassa í dalinn? Þrír aðilar fá endurgreidd armböndin sín og þrír munu hljóta pizzuvinninga. Reiknaðu dæmið til enda! 18 ára aldurstakmark. MUNA SKILRÍKIN

Víkin er hér fyrir þig á Humarhátíð 2012 !!!

Þessar vinkonur ætla að komast í pottinn og eiga möguleika á að næla sér í miða til Eyja á Þjóðhátíð. Dettur þú í lukkupottinn?

Humarhátíðargleði 21. – 24. júní á Víkinni. Það verður ávinningur að skemmta sér hjá okkur!

N1 HÖFNSÍMI: 478 1940

FRÁBÆR OG FREISTANDI VEITINGATILBOÐ

=

=

=

KJÚKLINGABORGARIfranskar kartöflur, ½ l gos í plasti og lítið Prins Póló

1.375 kr.

OSTBORGARIfranskar kartöflur, ½ l gos í plasti og lítið Prins Póló

1.145 kr.

CRÊPESmeð skinku, pepperoni eða kjúkling

990 kr.