6
Fimmtudagur 21. janúar 2016 www.eystrahorn.is Eystrahorn 3. tbl. 34. árgangur www.eystrahorn.is Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is Vegna þeirra aðstæðna og óvissu sem Eystrahorn býr við hefur útgefandi á hverju ári gert grein fyrir hugmyndum sínum um framhald útgáfunnar. Nú eru liðin rúm sex ár frá því tilraunaútgáfan hóf göngu sína og teygst hefur úr útgáfutímanum lengur en undirritaður átti von á. Þennan tíma hefur blaðið verið rekið á sama grundvelli með óbreyttri verðlagningu það er að segja með auglýsingatekjum, styrktaraðila og vildaráskrift. Sömuleiðis hafa sömu samstarfsaðilarnir verið samferða þennan tíma og eiga þátt í að útgefandi hefur haft úthald til að halda áfram þennan tíma. Stundum verður útgefandi var við, t.d. á samskiptamiðlum, að lesendum finnst blaðið rýrt í roðinu og er það eðlilegt. En til að útgáfan standi undir sér þarf auglýsingamagn að vera um 75% af blaðsíðufjölda (þrjár síður af fjórum o.s.frv.). Þess vegna er blaðsíðufjöldi misjafn og ræðst af auglýsingatekjum í hverri viku. Tap eina vikuna getur verið erfitt að vinna upp næstu vikur á eftir og þá getur auglýsingamagnið verið áberandi mikið. Til að fólk átti sig á upphæðum í þessu sambandi má setja dæmið upp þannig að ef blaðsíðufjöldi er aukinn um tvær síður með meira fréttaefni og viðtölum þá myndi tap á ársgrundvelli vera yfir 3 milljónir króna, gróflega reiknað. Hér skal áréttað að hluti auglýsinga er frír s.s. frá félagasamtökum, góðgerðafélögum og stofnunum, vegna andlátstilkynninga og þökkum, smáauglýsingar o.s.frv. Sömuleiðis hefur úrgefandi reynt að veita einyrkjum og ýmsum aðilum, sérstaklega þeim sem eru að hefja starfsemi, góða þjónustu með kynningu og ódýrum eða fríum auglýsingum. Vonandi hafa flestir skilning á að útgefandi getur ekki tekið persónulega áhættu og greitt með útgáfunni eða bundið sig við útgáfu í hverri viku án þess að fá eitthvað fyrir sinn snúð sem nú felst í óreglulegum tekjum, og ræðst af framlegð (afgangi) hverju sinni. Á þennan hátt er hægt að láta útgáfuna „malla“ áfram en af ýmsum ástæðum treystir útgefandi sér ekki að gefa út áætlun um áframhaldandi útgáfu að sinni nema fram að sumarfríi og mun endurmeta stöðuna þá. Útgefandi og ritstjóri Þann 5. janúar var skrifað undir samning um kaup Skinneyjar-Þinganess hf á öllu hlutafé í Auðbjörgu ehf. í Þorlákshöfn. Eins og áður hefur komið fram var samkomulag gert um kaupin síðla árs 2015 með ýmsum fyrir vörum, m.a. um samþykki Samkeppniseftirlitsins sem eftir rannsókn taldi ekki ástæðu til þess að aðhafast vegna þessa samruna. Eftir að formlega hefur verið gengið frá kaupunum tekur Skinney - Þinganes yfir daglegan rekstur Auðbjargar. Eftir breytingarnar er ætlunin að byggja upp öfluga og sérhæfða vinnslu í Þorlákshöfn. Áhersla verður lögð á vinnslu fersks og frysts þorsks en jafnframt er stefnt á vinnslu fleiri tegunda þegar tímar líða. Breytingar verða gerðar á skrifstofuhaldi og það að mestu sameinað því sem fyrir er hjá Skinney- Þinganes. Útgerð verður óbreytt fram í apríl 2016 þegar bæði þau skip sem tilheyrðu Auðbjörgu verður lagt en í staðinn verður Þinganesið gert út. Fjöldi landverkafólks verður sá sami og áður. Gengið frá kaupsamningi á Auðbjörgu ehf. Framtíð Eystrahorns

Eystrahorn 3. tbl. 2016

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Fimmtudagur 21. janúar 2016 www.eystrahorn.is

Eystrahorn3. tbl. 34. árgangur www.eystrahorn.is

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is

Vegna þeirra aðstæðna og óvissu sem Eystrahorn býr við hefur útgefandi á hverju ári gert grein fyrir hugmyndum sínum um framhald útgáfunnar. Nú eru liðin rúm sex ár frá því að tilraunaútgáfan hóf göngu sína og teygst hefur úr útgáfutímanum lengur en undirritaður átti von á. Þennan tíma hefur blaðið verið rekið á sama grundvelli með óbreyttri verðlagningu það er að segja með auglýsingatekjum, styrktaraðila og vildaráskrift. Sömuleiðis hafa sömu samstarfsaðilarnir verið samferða þennan tíma og eiga þátt í að útgefandi hefur haft úthald til að halda áfram þennan tíma.Stundum verður útgefandi var við, t.d. á samskiptamiðlum, að

lesendum finnst blaðið rýrt í roðinu og er það eðlilegt. En til að útgáfan standi undir sér þarf auglýsingamagn að vera um 75% af blaðsíðufjölda (þrjár síður af fjórum o.s.frv.). Þess vegna er blaðsíðufjöldi misjafn og ræðst af auglýsingatekjum í hverri viku. Tap eina vikuna getur verið erfitt að vinna upp næstu vikur á eftir og þá getur auglýsingamagnið verið áberandi mikið. Til að fólk átti sig á upphæðum í þessu sambandi má setja dæmið upp þannig að ef blaðsíðufjöldi er aukinn um tvær síður með meira fréttaefni og viðtölum þá myndi tap á ársgrundvelli vera yfir 3 milljónir króna, gróflega reiknað. Hér skal áréttað að hluti auglýsinga er frír s.s. frá félagasamtökum, góðgerðafélögum og stofnunum,

vegna andlátstilkynninga og þökkum, smáauglýsingar o.s.frv. Sömuleiðis hefur úrgefandi reynt að veita einyrkjum og ýmsum

aðilum, sérstaklega þeim sem eru að hefja starfsemi, góða þjónustu með kynningu og ódýrum eða fríum auglýsingum.Vonandi hafa flestir skilning á að útgefandi getur ekki tekið persónulega áhættu og greitt með útgáfunni eða bundið sig við útgáfu í hverri viku án þess að fá eitthvað fyrir sinn snúð sem nú felst í óreglulegum tekjum, og ræðst af framlegð (afgangi) hverju sinni.Á þennan hátt er hægt að láta útgáfuna „malla“ áfram en af ýmsum ástæðum treystir útgefandi sér ekki að gefa út áætlun um áframhaldandi útgáfu að sinni nema fram að sumarfríi og mun endurmeta stöðuna þá.Útgefandi og ritstjóri

Þann 5. janúar var skrifað undir samning um kaup Skinneyjar-Þinganess hf á öllu hlutafé í Auðbjörgu ehf. í Þorlákshöfn. Eins og áður hefur komið fram var samkomulag gert um kaupin síðla árs 2015 með ýmsum fyrirvörum, m.a. um samþykki Samkeppniseftirlitsins sem eftir rannsókn taldi ekki ástæðu til þess að aðhafast vegna þessa samruna. Eftir að

formlega hefur verið gengið frá kaupunum tekur Skinney - Þinganes yfir daglegan rekstur Auðbjargar. Eftir breytingarnar er ætlunin að byggja upp öfluga og sérhæfða vinnslu í Þorlákshöfn. Áhersla verður lögð á vinnslu fersks og frysts þorsks en jafnframt er stefnt á vinnslu fleiri tegunda þegar tímar líða. Breytingar

verða gerðar á skrifstofuhaldi og það að mestu sameinað því sem fyrir er hjá Skinney-Þinganes. Útgerð verður óbreytt fram í apríl 2016 þegar bæði þau skip sem tilheyrðu Auðbjörgu verður lagt en í staðinn verður Þinganesið gert út. Fjöldi landverkafólks verður sá sami og áður.

Gengið frá kaupsamningi á Auðbjörgu ehf.

Framtíð Eystrahorns

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 21. janúar 2016

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811

Kt. 240249-2949

EystrahornEystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Sumarstörf á HSU HornafirðiViltu kynnast skemmtilegu fólki á öllum aldri og vinna gefandi starf, þá er þetta eitthvað fyrir þig:

LegudeiLdir: Sjúkraliðar og ófaglærðir við umönnun. Einnig félagsstörf og ræsting, mötuneyti, vaktavinna. Upplýsingar gefur Ásgerður Gylfadóttir hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði í síma 470 8630 eða netfang [email protected].

HeiLsugæsLa: Sjúkraliðar í umönnun í heimahjúkrun, ritari og ræsting á heilsugæslu. Einnig starfsmann í dagdvöl aldraðra í Ekru. Upplýsingar gefur Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarstjóri á heilsugæslusviði í síma 470 8600 eða netfang [email protected].

aðstoðarmaður Húsvarðar: Fjölbreytt starf við umhirðu lóðar, almennt viðhald og ýmislegt fleira. Bílpróf nauðsynlegt. Upplýsingar gefur Andrés Júlíusson húsvörður í síma 861-8452 eða netfang: [email protected].

Umsóknareyðublað má finna á heimasíðu heilbrigðisstofnunarinnar, www.hssa.is og í afgreiðslu heilsugæslunnar. Hvetjum karlmenn jafnt sem konur til að sækja um.

Laun samkvæmt kjarasamningum viðeigandi stéttarfélaga og Launanefnd Sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2016.

Steinunn Aradóttir fæddist að Borg á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu 28. apríl 1926. Hún lést á Höfn í Hornafirði 20. desember 2015. Foreldrar hennar voru Ari Sigurðsson, f. 13. maí 1891 á Borg, látinn 3. júní 1957, og Sigríður Gísladóttir f. 26. mars 1891 í Þórisdal í Lóni, látin 1992. Þau Borgarsystkinin voru ellefu talsins. Látin eru: Vigfús f. 1911 d. 1975 (faðir hans Vigfús Sigurðsson, f. 1880, d. 1911), Sigurður, f. 1916, d. 1943, Ástvaldur Hólm, f. 1924, d. 2009, og Fjóla, f. 1919, d. 2013. Eftirlifandi eru: Gísli Ólafur, f. 1917, Guðjón Sigurður, f. 1921, Lilja, f. 1922, Ragnar Guðmundur, f. 1928, Jón, f. 1929, og Hólmfríður, f. 1933. Steinunn ólst upp á Borg í stórum og glaðværum systkinahópi þar sem hljóðfæraleikur, söngur og lestur góðra bókmennta var í hávegum hafður. Árið 1947 giftist hún Benedikt Bjarnasyni frá Tjörn á Mýrum, f. 22. mars 1914. Benedikt lést 4. nóvember árið 2000. Á Tjörn rak Steinunn ásamt manni sínum myndarlegt bú um árabil auk þess að standa fyrir stóru og oft erilsömu heimili. Þar bjuggu þau til ársins 1985 og fluttu þá til Hafnar. Þar starfaði Steinunn í nokkur ár við fiskvinnslu. Börn Steinunnar og Benedikts eru fimm: Bjarney Pálína, maki Sævar Kristinn Jónsson, búa á Miðskeri í Nesjum. Sigurgeir, maki Guðrún Pétursdóttir, búa í Reykjavík. Arnborg Sigríður, maki Þorgeir Sigurðsson, búa í Reykjavík. Karl, maki er Brita Berglund, búsett í Reykjavík. Eydís Sigurborg, býr á Höfn. Barnabörnin eru fjórtán, langömmubörnin eru nítján og langalangömmubörnin eru tvö. Steinunn tók virkan þátt í félagsmálum í Mýrahreppi og hin síðari árin í félagsstarfi eldri borgara á Höfn. Bæði á Tjörn og eftir flutninga til Hafnar ræktaði Steinunn garðinn sinn í orðsins fyllstu merkingu. Hún hafði unun af ræktun, hvort heldur var úti eða inni. Söngur var eitt helsta áhugamál hennar. Hún söng í Brunnhólskirkju frá ungaaldri, síðan í Hafnarkirkju og með Gleðigjöfum, kór eldri borgara á Höfn. Útför Steinunnar Aradóttur fór fram þann 4. janúar 2016 frá Hafnarkirkju. Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og hlýhug.

Andlát

Steinunn Aradóttir

Skráning og forSala aðgöngumiða á Þorrablót fEH

Skráningu lýkur kl. 12:00 mánudaginn 25. janúar.

Miðapantanir hjá: Guðbjörgu í síma 478-1336 eða 849-3590 og Hauk í síma 478-1185 eða 897-8885.

ÞEir SEm Þurfa akStur til og frá blóti látið Vita Við Skráningu.Forsala aðgöngumiða á þorrablótið fer fram í EKRUNNI mánudaginn 25. janúar frá kl. 14:00 - 17:00.

MIÐAVERÐ 6000 kr.

Vinsamlegast greiðið með peningum.

ÞorranEfnDin 2016

Menningararfur- skiptir hann þig máli?

Ef svarið er já, þá átt þú erindi á umræðufund um óáþreifanlegan menningararf og kynningu á sáttmála UNESCO um verndun hans.

Laugardaginn 23. janúar kl. 13:00 í Nýheimum á Höfn

Guðrún Ingimundardóttir, verkefnisstjóri

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 21. janúar 2016

Laus störf stefnuvotta í Sveitarfélaginu HornafirðiSamkvæmt 81. gr. laga 91/1991 skipar sýslumaður stefnuvotta í sveitarfélögum í sínu umdæmi. Með vísan til þess óskar Sýslumaðurinn á Suðurlandi eftir umsóknum um stöðu stefnuvotta (aðalmenn) vegna birtinga á eftirtöldum svæðum í Sveitarfélaginu Hornafirði og er ætlast til að umsækjandi sé búsettur á svæðinu:

- Mýrar og Suðursveit- í Lóni

Einnig er auglýst eftir stefnuvotti til vara á eftirtöldum svæðum í sveitarfélaginu:

- Þéttbýli á Höfn og í Nesjum- Mýrum og Suðursveit- Lóni- Öræfum

Samkvæmt áðurgreindri lagagrein þarf stefnuvottur að uppfylla eftirtalin skilyrði:

- Vera orðin 25 ára, - Hafi óflekkað mannorð- Sé svo heill og hraustur að hann geti gegnt starfanum

Áður en stefnuvottur tekur til starfa skal hann undirrita drengskaparheit, sem sýslumaður varðveitir, um að hann muni rækja starfann af trúmennsku og samviskusemi.

Stefnuvottar starfa skv. ákveðnum reglum http://www.syslumenn.is/embaettin/stefnuvottar/

Stefnuvottar innheimta sjálfir gjald fyrir störf sín skv. gjaldskrá sem innanríkisráðherra setur http://stjornartidindi.is/advert.aspx?id=a2d1be57-f768-4900-b576-650e7c00b1bb

Frekari upplýsingar veitir Anna Birna Þráinsdóttir sýslumaður í síma 4582800 eða netfang [email protected].

Umsóknum skal skilað í framangreint netfang ekki seinna en 1. febrúar nk.

Sýslumaðurinn á Suðurlandi

Síðastliðið haust kynntu Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar nýjan Vegvísi fyrir ferðaþjónustuna og að Stjórnstöð ferðamála hafi verið sett á laggirnar. Um er að ræða samstarf stjórnvalda, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar, og er verkefnið liður í því að styrkja stoðir ferðaþjónustunnar á Íslandi. Að því tilefni voru haldnir kynningarfundir um Vegvísinn og Stjórnstöð ferðamála víða um land og var sá síðasti þeirra haldinn á Höfn miðvikudaginn 13. janúar sl. Í stuttu máli sagt þá sprengdu Hornfirðingar mætingarskalann, en það mættu á milli 70-80 manns á fundinn. Sýnir þetta glöggt hversu mikil áhrif ferðaþjónustan hefur í sveitarfélaginu og hve áhuginn á greininni er mikill. Á fundinum fóru Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar ásamt Herði Þórhallssyni, framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála yfir helstu atriði Vegvísisins og í framhaldinu var opið fyrir umræður. Það sem helst kom fram er að Stjórnstöð ferðamála er hugsuð til næstu fimm ára og er henni ætlað að vera samstarf- og samræmingarvettvangur þeirra ólíku aðila sem koma að ferðaþjónustunni. Ljóst er að verkefnin eru ærin, en fyrir árið 2016 verður gagnaöflun sett sem forgangsmál þar sem markmiðið er að koma á laggirnar áreiðanlegum og aðgengilegum gagnagrunni með grunnupplýsingum er varða ferðaþjónustuna. Hafa nú þegar verið lagðar til 150 milljónir í aukafjárveitingu vegna þessa brýna verkefnis. Á meðal annarra forgangsverkefna er að efla tekjur sveitarfélaga vegna innviðauppbyggingar ferðaþjónustu og að skilgreina hverskonar vörur svæðin bjóða upp á og hvernig skuli staðið að markaðssetningu þeirra. Það eru því spennandi tímar framundan í þessari margslungnu atvinnugrein sem ferðaþjónustan er, og vil ég hvetja alla áhugasama til að kynna sér málin betur á heimasíðunni www.ferdamalastefna.is.

Árdís Erna Halldórsdóttir, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.

Vel sóttur kynningarfundur

Föstudagshádegi í NýheimumNýr starfsmaður Fræðslunetsins – símenntun á

Suðurlandi, Eyrún Unnur Guðmundsdóttir, kynnir þjónustu stofnunarinnar og námsvísir vormisseris í

Föstudagshádegi í Nýheimum kl. 12:20.

Þá verða sýnd nokkur vel valin myndbönd og hitað upp fyrir Þorrablótið.

Heitur matur í kaffiteríunni á sanngjörnu verði og kaffi á boðstólum.

Útsala - ÚtsalaNú er útsala í fullum gangi Rýmum fyrir nýjum vörum

Opið virka daga kl. 10:00-12:00 og 13:00-18:00.

Verslun DóruPókerÁ efri hæð í Pakkhúsinu fimmtudaginn 21. janúar kl. 20:00, skráning til kl. 21:30. 2.500 kr. tvöfaldur séns.Sjáumst þar.Facebook.com/pkhofn

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 21. janúar 2016

• Fylgið útivistarreglum• Yngstu skólabörnin þurfa

u.þ.b. 9 klst. svefn yfir nóttina

• Unglingar þurfa u.þ.b. 10 klst. svefn yfir nóttina

• Að sofa á daginn kemur ekki í staðinn fyrir tapaðan nætursvefn.

• Lengd og gæði nætursvefns hefur áhrif á námsgetu og minni

• Úrvinnsla úr þeim upplýsingum sem við höfum fengið yfir daginn fer fram í svefni

• Svefninn er nauðsynlegur fyrir vöxt og þroska barna og unglinga.

Góður svefn er öllum lífsnauðsynlegur til að geta tekist á við viðfangsefni dagsins. Yngstu skólabörnin þurfa að sofa í kringum 9 tíma á nóttu en þegar komið er fram á unglingsárin eykst svefnþörfin um u.þ.b. klukkustund vegna þess aukna álags sem fylgir gelgjuskeiðinu. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að lengd og gæði nætursvefns hefur áhrif á námsgetu og minni. Í svefni er verið að rifja upp og vinna úr þeim upplýsingum sem við höfum fengið yfir daginn, þessar upplýsingar festast í minninu. Ónæmiskerfið virkjast þegar við sofum og því er svefninn nauðsynlegur til að auka mótstöðu gegn veikindum og fyrir vöxt og þroska unglingsins. Á unglingsárunum eiga sér stað miklar hormónabreytingar í líkamanum. Mikill hluti þeirra hormóna framleiðir líkaminn á næturnar og er sú framleiðsla háð góðum nætursvefni. Að sofa á daginn kemur því ekki í staðinn fyrir tapaðan nætursvefn. Góðar svefnvenjur barna og unglinga stuðla að hamingjusamara lífi, meiri ábyrgð á heilsunni, hollari matarvenjum, færni til að takast á við streitu og auka líkurnar á reglulegri hreyfingu.Nokkur einföld ráð fyrir foreldra sem komið geta að notum við að hjálpa börnum og unglingum að ná betri nætursvefni.1. Koma á reglulegum svefntíma þ.e. sofna og vakna á svipuðum

tíma á hverjum degi. Ef börn og unglingar fá nægjanlegan svefn á virkum dögum þurfa þau ekki að sofa lengur um helgar.

2. Ef börn og unglingar eru mjög þreytt á daginn þá getur hjálpað að fá sér stuttan lúr. Þó ekki lengur en klukkustund, þá gæti það reynst þeim erfitt að sofna á kvöldin.

3. Fylgið útivistareglum alla daga vikunnar því þær taka mið að svefnþörf barna. Gott er að börn og unglingar hafi tíma til rólegrar stundar áður en þau fara í rúmið.

4. Takmarka tölvunotkun og sjónvarpsáhorf seint á kvöldin. Bæði sjónvarp og tölvuleikir örva heilann og trufla þannig svefn.

5. Gott samband foreldra við börn og unglinga stuðlar að góðri líðan. Áhyggjur og streita geta valdið ónógum nætursvefni. Með því að vera í góðu sambandi við börnin og unglingana og reyna að skilja tilfinningar þeirra og líðan getum við stuðlað að aukinni hugarró og betri líðan hjá þeim.

6. Dagleg hreyfing og hollt mataræði er gott bæði fyrir svefninn og heilsuna. Hvetjið börn og unglinga til að stunda íþróttir eða daglega hreyfingu í frítímanum. Ekki er gott að borða þunga fæðu eða sykur fyrir svefninn.

Í lokin viljum við minna foreldra og forráðamenn á að gott fordæmi eykur áhrif góðra ráða.

F.h Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Jónína Lóa Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur heilsugæslustöð Selfoss

Ónógur svefn barna og unglinga hefur neikvæð áhrif á líf þeirra

Icelandic 2On Thursday the 26.th of January we will start the Icelandic II course. It will be held Tuesdays and Thursdays from 19:00- 21:00 for 10 weeks.If you already have some knowledge in Icelandic, this might be the right course for you to start.

Icelandic 4On Monday the 25.th of January we will start the Icelandic II course. It will be held Mondays and Wednesdays from 19:00- 21:00 for 10 weeks.If you have a good level in Icelandic, this might be the right course for you to start.Teacher: Jóhann Pétur Kristjánsson.Price: 39.500 kr and 4500 kr for the bookRegistration and information with Magga Gauja at [email protected] or by telephone: 6645551

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 21. janúar 2016

Reikningshalds- og launafulltrúi

BÓKHALDSSTOFAN EHF.

Bókhaldsstofan á Höfn er fyrirtæki sem veitir faglega og áreiðanlega þjónustu við bókhald, afstemmingar, uppgjör og gerð ársreikninga, árshlutareikninga, rekstraráætlana, skattframtala og fleira. Útvistunarteymi okkar er sérhæft í að framkvæma verkefni á breiðu sviði innan fjármála- og launadeilda til skemmri eða lengri tíma.

Við leitum að metnaðarfullum einstakling í spennandi og krefjandi starf reikningshalds- og launafulltrúa til starfa sem fyrst. Í starfinu er unnið í drífandi teymi sem ber að hluta til eða að öllu leyti ábyrgð á reikningshaldi fyrir eitt eða fleiri fyrirtæki, allt frá bókfærslu, launum og uppgjörum til rekstrargreininga.

Starfslýsing:• Umsjón með bókhaldi, launavinnslu, greiningum og skýrslugerð til stjórnenda• Tilfallandi hagræðing á fjármálaferlum og þróun nýrra lausna

Hæfniskröfur:• Góð færni í Excel • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð• Hæfni í mannlegum samskiptum• BSc gráða í viðskiptafræði eða sambærilegum greinum kostur en ekki skilyrði• Reynsla af bókhaldi og/eða launavinnslu kostur en ekki skilyrði

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjalti Ragnar Eiríksson endurskoðandi, [email protected] og 863-0032.

Umsóknum skal skilað inn í gegnum heimasíðu Deloitte “Bókari/launafulltrúi á Höfn”Tekið er við umsóknum til og með 1. febrúar 2016.

Fyrirtæki verða líka að flokka

Mikilvægt er að fyrirtæki taki þátt í að flokka endurvinnanlegt efni og minnki þar með almennt sorp sem fer til urðunar. Samkvæmt samþykkt um úrgang og gjaldskrá sveitarfélagsins eiga fyrirtæki að greiða fyrir urðun á almennu sorpi. Þetta á einnig við um fyrirtæki sem koma sjálf með almenna sorpið í gámaportið, í gjaldskrá um sorpurðun kemur fram að fyrirtæki þurfi að greiða fyrir hvert kíló sem fer til urðunar. Mikilvægt er að stjórnendur allra fyrirtækja kynni sér þau úrræði sem eru í boði fyrir fyrirtæki í sveitarfélaginu. sorpbrennur orsaka mikla losun díoxín sem er hættuleg mönnum.Sveitarfélagið vill standa sig í umhverfismálum og losun gróðurhúsalofttegunda og

hefur skuldbundið sig til að taka þátt í loftslagsverkefni Landverndar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verkefnið gengur út á að sveitarfélagið minnki losun gróðurhúsaloftegund sína um 3% á ári. Ljóst er að sorp er ekki að skila sér frá fyrirtækjum og heimilum og liggur grunur á að ólögleg urðun eða eyðing á sorpi.Opin brennsla á úrgangi er óheimil skv. lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, þegar brennsla á úrgangi fer fram myndast hættuleg efni og orsakar tiltölulega mikla losun díoxíns ma.Áætlað er að ef rusl frá venjulegu heimili væri brennt í opinni tunnu á baklóðinni, þá losnar við það álíka mikið díoxín og frá fullkominni sorpbrennslustöð fyrir 60.000 manna byggð! Díoxín er þrávirkt og eitrað efni sem brotnar seint niður í náttúrunni og hefur því skaðleg áhrif á menn og aðrar lífverur, jafnvel þó styrkur þess sé afar lágur. skaðleg áhrif á menn eru getuleysi og krabbamein. ekki þarf nema 0,001 mg. til að drepa lítil nagdýr.

Urðunarstaður í Lóni Urðunarstaðurinn í Lóni mun fyllast á næstu árum sem er talsvert á undan þeim áætlunum sem sveitarfélagið hafði gert. Mikill kostnaður er fyrir sveitarfélagið að

útbúa annan urðunarstað og er ekki víst að hann finnist í sveitarfélaginu. Það hefði í för með sér mikla aukningu í kostnaði við urðun ef keyra þyrfti sorpi langar vegalengdir. Það er því mikilvægt að allir íbúar og fyrirtæki í sveitarfélaginu standi vel að flokkun og endurvinnslu. Draga þannig úr úrgangi sem fellur til frá þeim svo nýting á urðunarstaðnum verði betri.

Breytingar framundan í Gámaporti

Breyting verður á móttöku endurvinnsluefna, öll móttaka mun fara fram í gámaporti við Gáruna þar mun starfsmaður taka á móti þeim sem ætla að losa sig við endurvinnsluefni. Opnunartími verður þrengdur og verður þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00.

Enn um sorpmál

Þorrablót Nesja- og Lónmanna 2016

Þorrablót Nesja- og Lónmanna verður haldið í Mánagarði laugardaginn 30. janúar nk.Húsið verður opnað kl. 19:30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20:30.

Hljómsveitin Stuðlabandið leikur fyrir dansi.Miðaverð: 7.500 kr. Miðapantanir hjá Ásthildi í síma 866-4721 og Önnu Lilju í síma 862-7095.Miðasala verður í Mánagarði fimmtudaginn 28. janúar og föstudaginn 29. janúar kl. 16:30 til 19:30. Ekki verður tekið við greiðslukortum. Tökum frá borð fyrir hópa af öllum stærðum. Aldurstakmark 18 ára.ATHUGIÐ! Ekki er selt sér inn á dansleik.

Verið velkomin!Þorrablótsnefnd Nesja- og Lónmanna