20
Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar, Páll Halldórsson, formaður. 2. Skýrslur nefnda, Orlofshúsanefnd, Finnur Ingimarsson. 3. Reikningar FÍN og Kjaradeilusjóðs, Ólafur Eggertsson, gjaldkeri. 4. Lagabreytingar, Barði Þorkelsson. 5. Ákvörðun félagsgjalds, Páll Halldórsson, formaður. 6. Kosning í stjórn og nefndir, Páll Halldórsson, formaður. 7. Inntaka nýrra félaga, Heiðrún Guðmundsdóttir, ritari. 8. Önnur mál. a. Tillaga að siðareglum náttúrufræðinga, Ólafur R. Dýrmundss. b. Tillaga að starfsreglum Siðanefndar FÍN, Ólafur R. Dýrm. c. Tillaga að ályktun, Orlofshúsanefnd, Finnur Ingimarsson. 26. árg. 1. tbl. JANÚAR 2011 FRÉTTABRÉF Berist til: Boðað er til aðalfundar félagsins þann 15. febrúar 2011, kl: 15:00, að Borgartúni 6, í fundarsalnum Ásbrú, á 3 hæð. Reikningar félagsins Ársreikningar félagsins og Kjaradeilusjóðs verða aðgengilegir á heimasíðu félagsins eigi síðar en mánudaginn 14. febrúar 2011, www.fin.is.

Fréttabréfið jan 2011

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Fréttabréfið jan 2011

Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar, Páll Halldórsson, formaður. 2. Skýrslur nefnda, Orlofshúsanefnd, Finnur Ingimarsson. 3. Reikningar FÍN og Kjaradeilusjóðs, Ólafur Eggertsson, gjaldkeri. 4. Lagabreytingar, Barði Þorkelsson. 5. Ákvörðun félagsgjalds, Páll Halldórsson, formaður. 6. Kosning í stjórn og nefndir, Páll Halldórsson, formaður. 7. Inntaka nýrra félaga, Heiðrún Guðmundsdóttir, ritari. 8. Önnur mál.

a. Tillaga að siðareglum náttúrufræðinga, Ólafur R. Dýrmundss. b. Tillaga að starfsreglum Siðanefndar FÍN, Ólafur R. Dýrm. c. Tillaga að ályktun, Orlofshúsanefnd, Finnur Ingimarsson.

26. árg. 1. tbl. JANÚAR 2011

FRÉTTABRÉF

Berist til:

Boðað er til aðalfundar félagsins þann 15. febrúar 2011, kl: 15:00, að Borgartúni 6,

í fundarsalnum Ásbrú, á 3 hæð.

Reikningar félagsins Ársreikningar félagsins og Kjaradeilusjóðs verða aðgengilegir á heimasíðu félagsins eigi síðar en mánudaginn 14. febrúar 2011, www.fin.is.

Page 2: Fréttabréfið jan 2011

Fréttabréf FÍN Skrifstofa FÍN er í Borgartúni 6, 3. hæð 105 Reykjavík Opið alla virka daga frá kl. 09:00-12:00 og 13:00-16:00 Sími: 568-9616 Fax: 568-9619 Farsími: 864-9616 Netfang: [email protected] Veffang: www.fin.is Starfsmenn á skrifstofu: Páll Halldórsson, formaður Maríanna H. Helgadóttir, framkvæmdastjóri Margrét Rafnsdóttir, móttöku- og skjalafulltrúi Útgefandi: Félag íslenskra náttúru-fræðinga Ábyrgðamaður: Maríanna H. Helgadóttir Upplag: 1340 eintök Prentun: Umslag

Orlofshús FÍN

í vetur Opið er fyrir bókanir á orlofshúsum í allt að 2 mánuði fram í tímann. Það er að segja, frá og með 1. desember 2010 er hægt að bóka dvöl í húsunum í desember 2010 og janúar 2011 og þann 1. janúar 2011 verður opnað fyrir bókanir í febrúar 2011, o.s.frv.

Vinsamlegast sendið tölvupóst á [email protected] ef bóka á dvöl í húsum félagsins eða hafið samband í síma 568-9616.

Athugið að páskavikunni er úthlutað sérstaklega. Fullsæll: Skógarkot*: Vika: kr. 16.000.- Vika: kr. 21.000.- Helgi: kr. 9.000.- Helgi: kr.. 12.000.- Aukadagur: kr. 1.800,- Aukadagur: kr. 2.400,- *Athugið: Stefnt er að því að heiti potturinn í Skógarkoti verði lagfærður í febrúar 2011.

Úthlutunarreglur vegna orlofshúsa FÍN hafa verið endur-bættar og er að finna á heimasíðu félagsins.

Hraun í Öxnadal

Samstarf er milli Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal annars vegar og FÍN og Rithöfundasambands Íslands hins vegar um að félagar í þessum samtökum eigi forgang að því að leigja fræðimannsíbúð að Hrauni í Öxnadal viku í senn gegn vægu gjaldi. Umsóknir um dvöl að Hrauni í Öxnadal skal senda á netfangið [email protected]. Leigu-gjald á viku er 18.500 krónur. Allar frekari upplýsingar um Hraun í Öxnadal og aðra orlofskosti er að finna á heimasíðu félagsins undir orlofshús. Við viljum benda félagsmönnum á að hægt er að sjá lausar vikur og helgar á heimasíðu FÍN www.fin.is undir orlofs-hús. Einnig bendum við á bókunarvef orlofshúsa BHM www.bhm.is.

Page 3: Fréttabréfið jan 2011

Lög FÍN 1. Félagið heitir Félag íslenskra náttúrufræðinga. Félagssvæði þess er landið allt. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. 2. Félagið er stéttarfélag. Hlutverk þess er: a) stuðla að samvinnu og samheldni náttúrufræðinga á Íslandi, b) að vinna að bættum kjörum félagsmanna og gæta hagsmuna þeirra í launa- og réttindamálum, meðal annars með aðild að Bandalagi háskólamanna - BHM. Félagið gerir kjarasamninga fyrir félagsmenn sína, hvort heldur er á almennum markaði eða hjá hinu opinbera. 3. Félagsmenn geta orðið: a) þeir sem hafa lokið a.m.k. BS-prófi eða sambærilegri menntun í náttúrufræðum eða öðrum greinum raunvísinda frá háskóla eða hlið-stæðum menntastofnunum, b) þeir sem hafa lokapróf frá háskóla í arkitektúr sem Arkitektafélag Íslands tekur gilt, c) aukaaðild geta öðlast námsmenn í raungreinum sem hafa lokið a.m.k. eins árs háskólanámi og ráðnir eru til tímabundinna, faglegra starfa. Enn fremur þeir námsmenn sem lokið hafa a.m.k. einu ári í námi skilgreindu í lið b). Aukaaðild veitir full félagsréttindi önnur en kjörgengi. 4. Beiðni um aðild að félaginu skal vera skrifleg og lögð fyrir stjórn þess, ásamt af-riti af prófskírteini. Stjórnin getur veitt bráðabirgðaaðild að félaginu með fullum félagsréttindum. Stjórnin skipar menntanefnd sér til ráðuneytis við mat á um-sóknum og setur aðalfundur nefndinni matsreglur. Geti vafi leikið á því að umsækj-andi fullnægi skilyrðum skv. 3. gr. skal umsóknin lögð fyrir menntanefnd til um-sagnar. Í undantekningartilvikum er stjórn, að fenginni umsögn menntanefndar, heimilt að víkja frá skilyrðum a)-liðar 3. gr. um BS-próf, enda hafi umsækjandi langa og krefjandi fagreynslu á sviði náttúrufræða. Allar umsóknir skulu lagðar fyrir næsta aðalfund til endanlegrar afgreiðslu. 5. Félagið skiptist í fjögur svið: a) framkvæmdasvið, b) samningasvið, c) trúnaðar-svið og d) sjóði og nefndir. a) Framkvæmdasvið: Á framkvæmdasviði er framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóri. Framkvæmda-stjórn starfar í umboði stjórnar félagsins og sér um útfærslu á samþykktum hennar.

Page 4: Fréttabréfið jan 2011

Í framkvæmdastjórn sitja formaður félagsins, varaformaður, ritari, gjaldkeri og einn meðstjórnandi. Stjórn félagsins ræður framkvæmdastjóra til annast daglegan rekstur þess. b) Samningasvið: Á samningasviði eru samninganefndir félagsins, samráðsnefnd, ráðgjafarnefnd og samstarfsnefndir. Stjórn félagsins fer með samningsumboð og skipar samninganefndir og formenn þeirra. Samráðsnefnd skal kvödd saman til ráðuneytis um allar meiri háttar ákvarðanir um kjaramál, þegar því verður ekki við komið að kalla saman félagsfund. Stjórn félagsins setur viðmiðunarreglur um skipan samráðsnefndar. Ráðgjafarnefnd félagsins er stjórn og samninganefndum til ráðgjafar og samráðs. Formaður ráðgjafarnefndar er kosinn á aðalfundi. Formaður félagsins og formaður ráðgjafarnefndar tilnefna a.m.k. tvo fulltrúa til setu í nefndinni. Heimilt er að til-nefna fleiri ef það á við. Í ráðgjafarnefnd skulu sitja félagsmenn sem hafa mikla reynslu af trúnaðarstörfum fyrir félagið. Samstarfsnefndir starfa samkvæmt ákvæðum kjarasamninga félagsins og taka á ágreiningsefnum við túlkun kjarasamninga svo og endurskoðun þeirra. c) Trúnaðarsvið: Á trúnaðarsviði eru trúnaðarmenn og umsjónarmenn þeirra. d) Sjóðir og nefndir: Hér er um að ræða sjóði og nefndir félagsins, þ.e. kjaradeilusjóð, orlofshúsanefnd, siðanefnd og aðrar nefndir sem skipaðar eru samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins eða félagsfundar. Nefnd skipurð ritara og gjaldkera stjórnar og formanni kjaradeilusjóðs gerir tillögu til stjórnar um starfskjör formanns félagsins til sam-þykktar eða synjunar. 6. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda í

febrúar ár hvert og skal hann boðaður öllum félagsmönnum bréflega með a.m.k. viku fyrirvara. Dagskrá skal tilgreind í fundarboði. Aðalfundur er lög-mætur sé löglega til hans boðað.

Page 5: Fréttabréfið jan 2011

Sérstök verkefni aðalfundar eru: 1. Formaður flytur skýrslu stjórnar um félagsstarfið á liðnu starfsári. 2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar félagsins og sjóða þess með áritun skoðunarmanna reikninga. 3. Tillögur um lagabreytingar. 4. Ákvörðun um félagsgjöld. 5. Stjórnarkjör. 6. Kosning skoðunarmanna reikninga. 7. Kosning í stjórn kjaradeilusjóðs og orlofshúsanefnd. 8. Kosning siðanefndar. 9. Afgreiðsla umsókna um aðild að félaginu. 10. Önnur mál.

Aðra félagsfundi skal halda þegar stjórn félagsins sér ástæðu til og skulu þeir boðaðir með tryggilegum hætti. Þá er stjórn félagsins skylt að boða til félagsfundar, ef a.m.k. 30 fullgildir félagsmenn krefjast þess skriflega, og tilgreina fundarefni. Skal boðað til hans með sama hætti og gildir um aðalfundi. 7. Stjórn félagsins skal skipuð 20 mönnum, formanni, varaformanni, formanni ráð-gjafarnefndar, fulltrúa trúnaðarmanna og 16 meðstjórnendum, sem kosnir skulu á aðalfundi til tveggja ára í senn. Á hverju ári skal kjósa hluta stjórnar þannig, að annað árið er kosinn formaður félagsins, formaður ráðgjafarnefndar og átta með-stjórnendur, en varaformaður, fulltrúi trúnaðarmanna og átta meðstjórnendur hitt árið. Á sama hátt skal á aðalfundi kjósa tvo skoðunarmenn reikninga, ásamt vara-mönnum, þannig að árlega sé kosinn einn aðalmaður og einn varamaður. Heimilt er að endurkjósa stjórnarmenn og skoðunarmenn reikninga. Engan má þó kjósa sem formann félagsins oftar en fimm sinnum. Hætti stjórnarmaður á fyrra ári kjör-tímabils eða sé hann kosinn til annarra stjórnarstarfa á aðalfundi áður en kjörtíma-bil hans rennur út, skal annar kjörinn í hans stað til eins árs. Allar kosningar í embætti á vegum félagsins, sem fram fara á aðalfundi, skulu vera skriflegar og leynilegar, ef ekki er sjálfkjörið. Stjórn félagsins kýs ritara og gjaldkera úr hópi meðstjórnenda. Aðrir meðstjórn-endur skipta með sér verkum í samræmi við samþykkt aðalfundar. 8. Reikningsár félagsins er almanaksárið. 9. Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi. Heimilt er að ákveða sérstakt samnings-

Page 6: Fréttabréfið jan 2011

gjald fyrir þá félaga, sem samið er fyrir. Þeir félagar, sem eru án atvinnu, á eftir-launum eða stunda nám eru undanþegnir greiðslu þessara gjalda. 10. Reglur um starfsemi kjaradeilusjóðs FÍN skulu settar á aðalfundi og sjóðnum jafnframt markaður tekjustofn. Eignum kjaradeilusjóðs FÍN og tekjum skal haldið algerlega aðgreindum frá öðrum fjármunum á vegum FÍN og er óheimilt að verja þeim til annarra þarfa en þeirra sem falla undir reglur um starfsemi sjóðsins. 11. Orlofshúsanefnd starfar á vegum félagsins. Reglugerð um orlofshús verður aðeins breytt á aðalfundi. 12. Stjórn félagsins skipar fulltrúa á aðalfund Bandalags háskólamanna – BHM. Þá skipar stjórnin fulltrúa og varafulltrúa í miðstjórn BHM í samræmi við gildandi lög þess. 13. Stjórn félagsins fer með gerð kjarasamninga í nafni þess. Meginkröfugerð skal rædd á félagsfundi og leitað samþykkis fundarmanna. Ákvörðun um verkfallsboðun skal ávallt vera háð samþykki félagsfundar. 14. Þegar fleiri félög standa að kjarasamningum ásamt FÍN í sameiginlegri samn-inganefnd, skulu fulltrúar FÍN í nefndina valdir af stjórn félagsins. 15. Kjarasamninga fyrir hönd félagsins skal undirrita með fyrirvara um samþykki viðkomandi félagsmanna á fundi eða í allsherjaratkvæðagreiðslu, sem hefjist ekki seinna en 7 sólarhringum frá undirritun samnings. Verkfalli skal ekki frestað fyrr en tillaga þar að lútandi hefur verið samþykkt á almennum félagsfundi og skal halda þann fund innan sólarhrings frá undirritun samninga. 16. Stjórn félagsins skal beita sér fyrir að trúnaðarmenn séu kjörnir á vinnustöðum félagsmanna og boða þá á fund einu sinni á ári og oftar ef þörf krefur. Trúnaðar-menn gera tillögu um fulltrúa úr sínum hópi í stjórn félagsins. 17. Komi til þess að stjórn félagsins segi af sér störfum skal hún boða til félags-fundar. Skal til hans boðað eins og aðalfundar. Á honum fari að lágmarki fram öll þau störf aðalfundar sem nauðsynleg eru við stjórnarskipti, þ.e. dagskrárliðir 1, 2 og 5, sbr. 6. grein.

Page 7: Fréttabréfið jan 2011

18. Siðanefnd starfar á vegum félagsins. Aðalfundur kýs 5 nefndarmenn og tvo til vara og setur nefndinni starfsreglur. 19. Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og taka gildi um önnur mánaðamót eftir að hún berst félagsstjórn. Úrsögn skal þó ekki taka gildi ef vinnustöðvun hefur verið boðuð hjá vinnuveitanda viðkomandi félagsmanns eða á meðan á vinnu-stöðvun stendur. 20. Lögum þessum er aðeins hægt að breyta á lögmætum aðalfundi með tveimur þriðju hlutum greiddra atkvæða. Tillögur til lagabreytinga skulu hafa borist stjórn félagsins fyrir 15. janúar. Tillögur um lagabreytingar skulu tilkynntar í fundarboði. 21. Lög þessi öðlast gildi 21. febrúar 2000. Jafnframt falla eldri lög félagsins úr gildi. 10. gr. var breytt á aðalfundi þann 24. febrúar 2004. Þá varð síðasta málsgrein 10. gr. enn fremur að 11. gr., 11. gr. að 12. gr. o.s.frv. 3. gr., 4. gr. og 11. gr. var breytt á aðalfundi þann 28. febrúar 2005. 2. gr., 5. gr., 6. gr., 7. gr., 14. gr. og 16. gr. var breytt á aðalfundi þann 23. febrúar 2007. 5. gr. og 7. gr. var breytt á aðalfundi þann 1. febrúar 2008. 4. gr. var breytt á aðalfundir þann 3. febrúar 2010.

Tillögur stjórnar

um breytingar á lögum félagsins

5. grein hljóði svo:

Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda í febrúar ár hvert og skal hann boðaður öllum félagsmönnum bréflega með a.m.k. viku fyrirvara. Dagskrá skal tilgreind í fundarboði. Aðalfundur er lögmætur sé lög-lega til hans boðað.

Page 8: Fréttabréfið jan 2011

Sérstök verkefni aðalfundar eru:

1. Formaður flytur skýrslu stjórnar um félagsstarfið á liðnu starfsári.

2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar félagsins og sjóða þess með áritun skoðunarmanna reikninga.

3. Tillögur um lagabreytingar.

4. Ákvörðun um félagsgjöld.

5. Stjórnarkjör.

6. Kosning skoðunarmanna reikninga.

7. Kosning í stjórn kjaradeilusjóðs.

8. Kosning orlofshúsanefndar.

9. Kosning siðanefndar.

10. Afgreiðsla umsókna um aðild að félaginu.

11. Önnur mál.

Aðra félagsfundi skal halda þegar stjórn félagsins sér ástæðu til og skulu þeir boðaðir með tryggilegum hætti. Þá er stjórn félagsins skylt að boða til félags-fundar ef a.m.k. 30 fullgildir félagsmenn krefjast þess skriflega og tilgreina fundarefni. Skal boðað til hans með sama hætti og gildir um aðalfundi.

(Skýring: Þetta er 6. grein gildandi laga, lítillega breytt. 5. grein gildandi laga falli niður. Margt úr þeirri grein flytjist í nýja 7. grein)

6. grein hljóði svo:

Stjórn félagsins skal skipuð 20 mönnum. Þeir eru formaður, varaformaður, for-maður ráðgjafarnefndar og 16 meðstjórnendur, sem kosnir skulu á aðalfundi til tveggja ára í senn. Þá velja trúnaðarmenn einn fulltrúa úr sínum hópi í stjórn til tveggja ára. Á hverju ári skal kjósa hluta stjórnar þannig, að annað árið er kosinn formaður félagsins, formaður ráðgjafarnefndar og átta meðstjórnendur, en vara-formaður og átta meðstjórnendur hitt árið. Á sama hátt skal á aðalfundi kjósa tvo skoðunarmenn reikninga, ásamt varamönnum, þannig að árlega sé kosinn einn

Page 9: Fréttabréfið jan 2011

aðalmaður og einn varamaður. Heimilt er að endurkjósa stjórnarmenn og skoðunarmenn reikninga. Engan má þó kjósa sem formann félagsins oftar en fimm sinnum. Hætti stjórnarmaður á fyrra ári kjörtímabils eða sé hann kosinn til annarra stjórnarstarfa á aðalfundi áður en kjörtímabil hans rennur út, skal annar kjörinn í hans stað til eins árs. Allar kosningar í embætti á vegum félagsins, sem fram fara á aðalfundi, skulu vera skriflegar og leynilegar, ef ekki er sjálfkjörið.

Stjórn félagsins kýs ritara og gjaldkera úr hópi meðstjórnenda.

Nefnd skipuð ritara og gjaldkera stjórnar og formanni kjaradeilusjóðs skal koma saman árlega, eigi síðar en sex vikum eftir aðalfund, og gera tillögu til stjórnar um starfskjör formanns félagsins til samþykktar eða synjunar.

(Skýring: Þetta er 7. grein gildandi laga, allnokkuð breytt. Þá er hér ennfremur efni úr 5. grein gildandi laga)

7. grein hljóði svo:

Stjórn félagsins er jafnframt samninganefnd þess og fer með gerð kjarasamninga fyrir þess hönd.

Framkvæmdastjórn starfar í umboði stjórnar félagsins og sér um útfærslu á sam-þykktum hennar. Í framkvæmdastjórn sitja formaður félagsins, varaformaður, ritari, gjaldkeri og einn meðstjórnandi. Stjórn félagsins ræður framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur þess.

Stjórn félagsins skal beita sér fyrir að trúnaðarmenn séu kjörnir á vinnustöðum félagsmanna og boða þá á fund einu sinni á ári og oftar ef þörf krefur. Stjórnin tilnefnir umsjónarmenn þeirra. Þegar fulltrúi trúnaðarmanna í stjórn hefur setið í tvö ár skal fundur trúnaðarmanna haldinn innan mánaðar frá aðalfundi til að velja fulltrúa þeirra í stjórn. Hætti hann sem trúnaðarmaður skal nýr fulltrúi valinn á fundi trúnaðarmanna til loka tímabilsins.

Stjórn félagsins og trúnaðarmenn mynda samráðsnefnd. Skal hún kvödd saman til ráðuneytis um allar meiri háttar ákvarðanir um kjaramál verði því ekki við komið að kalla saman félagsfund.

Ráðgjafarnefnd er stjórn félagsins til ráðgjafar og samráðs. Formaður ráðgjafar-nefndar er kosinn á aðalfundi og situr í stjórn félagsins. Formaður félagsins og formaður ráðgjafarnefndar skulu í sameiningu tilnefna a.m.k. tvo fulltrúa til setu í

Page 10: Fréttabréfið jan 2011

nefndinni til tveggja ára í senn. Í nefndinni skulu sitja félagsmenn sem hafa mikla reynslu af trúnaðarstörfum fyrir félagið.

Samstarfsnefndir starfa samkvæmt ákvæðum kjarasamninga félagsins og taka á ágreiningsefnum við túlkun kjarasamninga svo og endurskoðun þeirra. Formaður félagsins skipar fulltrúa þess í nefndirnar.

(Skýring: Margt í þessari grein kemur úr 5. grein gildandi laga. Þá er í henni efni úr 13. grein. Loks er í henni efni úr 16. grein gildandi laga, en sú grein falli að öðru leyti niður)

9. grein hljóði svo:

Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi.

(Skýring: Þessi grein er stytt verulega)

10. grein hljóði svo:

Félagið starfrækir kjaradeilusjóð. Reglur um starfsemi sjóðsins skulu settar á aðalfundi og honum jafnframt markaður tekjustofn. Eignum kjaradeilusjóðs og tekjum skal haldið algerlega aðgreindum frá öðrum fjármunum félagsins og er óheimilt að verja þeim til annarra þarfa en þeirra sem falla undir reglur um starf-semi sjóðsins.

(Skýring: Bætt er í þessa grein)

12. grein hljóði svo:

Siðanefnd starfar á vegum félagsins. Aðalfundur setur henni starfsreglur.

(Skýring: Þetta er 18. grein gildandi laga, breytt)

13. grein er 12. grein gildandi laga.

14. grein hljóði svo:

Meginkröfugerð vegna kjarasamninga skal rædd á vinnustaðafundum og álits fundarmanna leitað. Ákvörðun um boðun verkfalls skal ávallt vera háð samþykki félagsfundar.

(Skýring: Þetta er 13. grein gildandi laga, breytt. Þá flyst efni úr henni í 7. grein. 14. grein gild-andi laga falli niður)

Page 11: Fréttabréfið jan 2011

16. grein hljóði svo:

Komi til þess að stjórn félagsins segi af sér störfum skal hún boða til félagsfundar. Skal til hans boðað eins og aðalfundar. Á honum fari að lágmarki fram öll þau störf aðalfundar sem nauðsynleg eru við stjórnarskipti, þ.e. dagskrárliðir 1, 2 og 5, sbr. 5. grein.

(Skýring: Þetta er 17. grein gildandi laga, tilvísun í lagagrein breytt)

17. grein er 19. grein gildandi laga.

18. grein er 20. grein gildandi laga.

19. grein er 21. grein gildandi laga.

(Skýring:1., 2., 3., 4., 8., 11. og 15. grein gildandi laga eru óbreyttar)

Sjúkrasjóður og Styrktarsjóður BHM Við minnum félagsmenn á að hægt er að sækja um styrki hjá Sjúkrasjóði eða Styrktarsjóði BHM vegna útlagðs kostnaðar sjóðfélaga m.a. vegna:

Heilsuræktar Meðferð ará líkama og sál Tannlæknakostnaðar Gleraugnakaupa, leiseraðgerða og heyrnatækja Áhættumatsgreiningar hjá Hjartavernd Krabbameinsleitar Glasa– og tæknifrjóvunar Dvalar á dvalar- eða heilsustofnun NLFÍ að læknisráði

Einnig greiða sjóðirnir sjúkradagpeninga vegna veikinda sjóðfélaga og útfararstyrki. Ofangreind upptalning er ekki tæmandi og úthlutunarreglur sjóðanna eru ekki eins og því hvetjum við sjóðfélaga að kynna sér reglur sjóðanna á heimasíðu BHM, www.bhm.is. Sjúkrasjóður BHM er fyrir félagsmenn okkar sem starfa á almenna markaðinum og Styrktarsjóður BHM er fyrir félagsmenn okkar sem starfa á opinbera markaðinum.

Page 12: Fréttabréfið jan 2011

Tillögur að stjórn og nefndum 2011-2012

—————— Stjórn ———————- Tilnefning til 2 ára: Varaformaður FÍN: Ína Björg Hjálmarsdóttir, Landspítala - Blóðbanka Fulltrúi trúnaðarmanna:* Björg Helgadóttir, Reykjavíkurborg Meðstjórn: Guðmundur Jóhannesson, Búnaðarsambandi Suðurlands Þóroddur Fr. Þóroddsson, Skipulagsstofnun Heiðrún Guðmundsdóttir, Umhverfisstofnun Vala Friðriksdóttir, Tilraunastöð HÍ í meinafræðum að Keldum Þorsteinn Narfason, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis Ólafur Eggertsson, Skógrækt ríkisins Stefanía Bjarnarson, Landspítala - Ónæmisfræðideild Erla Hrönn Geirsdóttir, Roche Nimblegen Sitja frá fyrra ári: Formaður FÍN: Páll Halldórsson, Félagi íslenskra náttúrufræðinga Formaður ráðgjafarnefndar: Trausti Baldursson, Náttúrufræðistofnun Íslands Meðstjórn: Svava S. Steinarsdóttir, Reykjavíkurborg Sigurður Garðar Kristinsson, ÍSOR Lilja Grétarsdóttir, Reykjavíkurborg Guðmundur Víðir Helgason, Líffræðistofnun HÍ Rannveig Guicharnaud, Landbúnaðarháskóla Íslands Agnes Eydal, Hafrannsóknarstofnuninni Kristín Hermannsdóttir, Veðurstofu Íslands Haraldur Rafn Ingvason, Náttúrufræðistofnun Kópavogs * Komi til breytinga á lögum gæti kosning fulltrúa trúnaðarmanna fallið niður á aðalfundi.

Page 13: Fréttabréfið jan 2011

——— Stjórn Kjaradeilusjóðs ———– Tilnefning til 2 ára: Aðalmenn: Kristjana Bjarnadóttir, Landspítala - Blóðbanka Þuríður Pétursdóttir, Matvælastofnun Sitja frá fyrra ári: Aðalmaður: Guðmundur Guðjónsson, Náttúrufræðistofnun Íslands, formaður

Í stjórn Kjaradeilusjóðs sitja*: Aðalmenn: Formaður FÍN Gjaldkeri FÍN Varamenn: Varaformaður FÍN Ritari FÍN * Skipað er í ofangreind embætti á fyrsta á stjórnarfundi FÍN eftir aðalfund.

——— Skoðunarmenn reikninga ———–

Tilnefning til 2 ára: Aðalmaður: Friðþjófur Árnason, Veiðimálastofnun Varamaður: Járngerður Grétarsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands Sitja frá fyrra ári: Aðalmenn: Einar Torfason, Landspítala - Veirudeild Varamaður: Björn Harðarson, Landspítala - Blóðbanka

Page 14: Fréttabréfið jan 2011

——— Siðanefnd ———– Tilnefning til 2 ára:

Aðalmenn: Marta Guðjónsdóttir, Reykjalundi Jóna Freysdóttir, Landspítala Varamaður: NN Sitja frá fyrra ári: Aðalmenn: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Reykjavíkurborg Ólafur R. Dýrmundsson, Bændasamtökum Íslands, formaður Steinunn Jakobsdóttir, Veðurstofu Íslands

——— Orlofshúsanefnd ———– Tilnefning til 2 ára:

Einar Jónsson, Hafrannsóknarstofnuninni Finnur Ingimarsson, Náttúrufræðistofu Kópavogs Sitja frá fyrra ári:* Sigurbjörg Gísladóttir, Umhverfisstofnun/Norrænu ráðherranefndinni Dagmar Vala Hjörleifsdóttir, Matvælastofnun

Einnig situr í orlofshúsanefnd fulltrúi stjórnar* Tekið fyrir á fyrsta stjórnarfundi FÍN eftir aðalfund.

Stjórnskipaðar nefndir Stjórn félagsins mun á stjórnarfundi skipa í stjórnir og nefndir sem starfa á starfsár-inu. Birt verður í næsta fréttabréfi hverjir hafa verið skipaðir til þeirra starfa. Listi þessi verður aðgengilegur á heimasíðu félagsins www.fin.is og verður uppfærður þegar nær dregur.

Page 15: Fréttabréfið jan 2011

Endurskoðun á

starfsreglum Siðanefndar FÍN

1. grein

Siðanefnd skal kosin á aðalfundi Félags íslenskra náttúrufræðinga. Hún skal skipuð

fimm félagsmönnum og tveimur til vara. Nefndin skal kosin til 2 ára í senn, þó

þannig að í fyrsta skiptið skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann til eins árs, en

hina til tveggja ára.

Ákvörðun félagsgjalds

Stjórn félagsins mun ekki leggja til breytingu á félagsgjaldi félagsmanna. Félags-gjald félagsmanna til félagsins er:

hjá þeim sem starfa hjá hinu opinbera, þ.e. ríkinu, sveitarfélögum og Reykja-víkurborg og hjá þeim sem heyra undir kjarasamninga sem byggja á ríkissamn-ingi er 1,2% af dagvinnulaunum.

hjá þeim sem starfa á almennum markaði, þ.e. utan opinbera geirans greiða 0,7% af heildarlaunum.

Um drög að siðareglum FÍN Á heimasíðu FÍN og í síðasta fréttabréfi voru drög að siðareglum náttúrufræðinga kynntar og var óskað eftir athugasemdum við þær. Alls bárust 15 svör og var reynt eftir megni að taka tillit til þeirra athugasemda sem bárust. Á aðalfundinum verður gert ráð fyrir almennum umræðum um siðareglur náttúru-fræðinga en ekki almennum umræðum um orðalag einstakra greina, en kallað verður eftir skriflegum breytingatillögum við einstakar greinar og síðan gengið til atkvæðagreiðslu um breytingartillögurnar.

Page 16: Fréttabréfið jan 2011

2. grein

Siðanefnd FÍN starfar samkvæmt siðareglum félagsins.

3. grein

Siðanefnd skiptir sjálf með sér verkum og velur sér formann og ritara.

4. grein

Formaður boðar til fundar eða staðgengill í forföllum hans.

5. grein

Siðanefnd skal halda gjörðabók þar sem skráðar eru fundargerðir og lyktir

mála.

6. grein

Erindi til siðanefndar skulu vera skrifleg.

7. grein

Nefndarmönnum ber að gæta fyllsta trúnaðar varðandi störf nefndarinnar og

ekki ræða þau nema við þá sem nauðsyn ber til að leita til á hverjum tíma,

m.a. vegna gagnaöflunar.

8. grein

Siðanefnd ber að fjalla um öll mál af heiðarleika, óhlutdrægni og fullum

drengskap.

9. grein

Tengist nú nefndarmaður máli beint eða óbeint, þ.e. vegna hagsmuna-, fjöl-

skyldu- og/eða vináttutengsla ber honum tafarlaust að víkja sæti úr nefndinni

þar til málið er til lykta leitt. Skal þá varamaður taka sæti hans.

Samþykkt á aðalfundi FÍN ______ 2011

Page 17: Fréttabréfið jan 2011

Tillaga að siðareglum FÍN Tilgangur þessara siðareglna er að efla fagmennsku náttúrufræðinga og styrkja fagvitund þeirra. Siðareglur eru settar til að stuðla að friðsamlegum samskiptum. Þessar siðareglur eru náttúrufræðingum til leiðbeiningar í starfi. Náttúrufræðingar skulu ástunda persónuleg og fagleg heilindi í starfi sínu. Með persónulegum heilindum er átt við hegðun sem er í samræmi við góða almenna siðferðisvitund. Með faglegum heilindum er átt við hegðun sem er í samræmi við siðareglur félagsins. 1. Náttúrufræðingar skulu sýna náttúrunni nærgætni og virðingu og gera

ekkert sem veldur óþarfri, óskynsamlegri eða hættulegri röskun á henni. 2. Náttúrufræðingar skulu ætíð beita dómgreind sinni í samræmi við að-

stæður og viðhafa fagleg vinnubrögð sem byggja á vísindum. 3. Náttúrufræðingar skulu axla ábyrgð og virða þau takmörk sem fylgja

menntun þeirra og starfi. Náttúrufræðingar skulu einungis gefa faglega ráðgjöf um þau efni sem þeir hafa þekkingu og þjálfun til að fjalla um.

4. Náttúrufræðingar skulu leitast við að viðhalda þekkingu sinni, færni og

hæfni. Þeir beri faglega ábyrgð á störfum sínum og virði lög og reglur. Störf þeirra skulu ávallt byggjast á bestu þekkingu á hverjum tíma, og þeir andmæli röngum eða villandi staðhæfingum um viðfangsefni sín.

5. Náttúrufræðingar skulu ekki fara í manngreinarálit og sýna öðrum virð-

ingu og heiðarleika. 6. Náttúrufræðingar skulu stuðla að góðum starfsanda á vinnustað. 7. Náttúrufræðingar skulu eiga faglegt samstarf við aðrar stéttir og vera

virkir þátttakendur í teymisvinnu þegar það á við.

Page 18: Fréttabréfið jan 2011

8. Náttúrufræðingar skulu virða vísindastörf annarra og geta heimilda á

fullnægjandi hátt. 9. Náttúrufræðingar skulu í störfum sínum fylgja þeim siðareglum sem þar

gilda. 10. Náttúrufræðingar skulu nota faglega dómgreind í allri umfjöllun og sýna

öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu. 11. Náttúrufræðingar skulu ávallt gera skýran greinarmun á staðreyndum,

skoðunum og tilgátum í faglegum málflutningi. 12. Náttúrufræðingar skulu upplýsa um möguleg hagsmunatengsl sé um

slíkt að ræða. Meint brot eru kærð skriflega til siðanefndar FÍN. Siðanefnd FÍN setur sér starfsreglur um meðferð á kærum og skulu þær stað-festar af stjórn félagsins. Starfsreglur siðanefndar FÍN skulu birtar á vef félagsins. Endurskoðun siðareglna þessara er á ábyrgð siðanefndar FÍN og skal þeim komið á framfæri til nýrra félaga. Siðareglur þessar voru samþykktar á aðalfundi Félags íslenskra náttúrufræð-inga (FÍN) þann xxxx.xxxx.

Yfirvinna tekin út í fríi

Ef þú vinnur yfirvinnu að beiðni yfirmanns og samkomulag er um að þú takir hana út í fríi er einn yfirvinnutími ígildi 1,8 dagvinnutíma eða 1 klst og 48 mínútur.

Page 19: Fréttabréfið jan 2011

Frá Orlofshúsanefnd

Í árslok 2010 efndi orlofshúsanefnd til könnunar meðal félagsmanna í FÍN á rekstri orlofshúsa. Þátttaka var frekar dræm en alls svöruðu 116. Niðurstaðan er hins vegar mjög skýr þar sem 68,1% eru fylgjandi áframhaldandi rekstri en með 31,9% á móti. Undanfarin ár hefur nýting orlofshúsanna verið afar góð og þær fréttir sem berast frá BHM er að þar hefur nýtingin verið að aukast. Það er ekki gott fyrir neinn rekstur að standa í óvissu og brýnt er fyrir félagið að taka með góðum fyrirvara ákvarðanir um framtíð á rekstri orlofshúsa félagsins. Því mun Orlofshúsanefndin leggja fram eftirfarandi tillögu að ályktun á aðalfundi FÍN þann 15. febrúar n.k. ásamt greinargerð.

Tillaga að ályktun á aðalfundi FÍN 15. febrúar 2011

Aðalfundur FÍN ályktar að halda skuli áfram rekstri orlofshúsa til ársins 2020.

Greinargerð:

Í stefnumótun stjórnar Félags íslenskra náttúrufræðinga til ársins 2012 eru ákvæði

varðandi rekstur orlofshúsa á vegum félagsins mjög óljós. Af henni má skilja að ekki

sé stefnt að frekari rekstri á orlofshúsum á vegum félagsins eftir árið 2012. Það er

mjög skiljanleg afstaða stjórnar að vilja ekki binda hendur sínar fram í tímann en í

ljósi mikillar eftirspurnar eftir þeim orlofshúsum sem FÍN hefur boðið upp á síðustu

ár er það mat Orlofsnefndar FÍN að ekki sé rétt að hætta þessum rekstri nú. Sú ó-

vissa staða sem uppi er hamlar hins vegar allri áætlanagerð ekki síst vegna viðhalds

og samninga um leigu á orlofshúsum. Því leggur Orlofshúsanefndin þessa ályktun

fram fyrir aðalfund félagsins um að haldið verði áfram rekstri orlofshúsa til loka

ársins 2020 eða næstu níu ár.

Atvinnulausir félagsmenn Atvinnulausir félagsmenn geta fengið styrk frá félaginu, allt að 70 þúsund krónur á hverjum 6 mánuðum, vegna námskeiða eða annarra úrræða. Félagsmenn sem verða atvinnulausir eru hvattir til að koma í viðtal á skrifstofu FÍN við fyrsta tækifæri. Hægt er að panta viðtalstíma í síma 568-9616.

Page 20: Fréttabréfið jan 2011

Kaupmáttur launa Kaupmáttur launa náttúrufræðinga hefur lækkað gríðarlega frá því í janúar 2007 ef vísitala kaupmáttar launa er skoðuð frá janúar 2000, en Hagstofa Íslands tekur þessar tölur saman. Ef þessar tölur eru settar upp í línurit má lesa stöðugan stíg-

anda í línunni og sé línulegri nálgun beitt á gögnin frá janúar 2000—desember 2010 er alls ekki óeðlileg krafa í komandi kjarasamningum að ná a.m.k. þeim kaup-mætti eins og hann var bestur árið 2007.

Gjafabréf, útileigukort og veiðikort Sala á gjafbréfum í flug, útilegukortinu, veiðikortinu og hótelmiðum fer fram á bókunarvef BHM, hér fyrir neðan eru upplýsingar um valkostina, tímabil og verð: Þjónustumiðar Gildir frá - til Verð Hótel Kea Akureyri eins manns herbergi 01.09.2010 - 01.06.2011 8.440 kr. Loftleiðir og Flughótel 01.10.2010 - 30.04.2011 9.600 kr. Veiðikortið 2011 01.12.2010 - 31.12.2011 3.500 kr. Fosshótel 1 janúar til 1 júní 2011 01.01.2011 - 01.06.2011 6.500 kr. Kea hótel, tveggja manna herbergi 01.09.2010 - 01.06.2011 10.960 kr. Hótel Harpa & Hótel Norðurland 1X1 pers. 01.09.2010 - 01.06.2011 7.110 kr. Hótel Harpa & Hótel Norðurland 1X2 pers. 01.09.2010 - 01.06.2011 9.280 kr. Icelandair landsbyggðin vetur 01.10.2010 - 30.04.2011 8.400 kr. Iceland Express gjafakort 18.05.2010 - 18.05.2012 20.000 kr. Icelandair gjafabréf í flug 18.05.2010 - 18.05.2012 20.000 kr.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu BHM, www.bhm.is