36
BÚNAÐARBLAÐIÐ FREYJA Helstu atriði á sauðburði Hverju á að sá í vor? Tannstaðabakki heimsóttur Frumtamningar VOR 2012 1. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR

Freyja 2-1

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Freyja búnaðarblað

Citation preview

Page 1: Freyja 2-1

BÚNAÐARBLAÐIÐFREYJA

Helstu atriði ásauðburði

Hverju á að sá í vor?

Tannstaðabakkiheimsóttur

Frumtamningar

VOR20121. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR

ÍSLANDSBÚNAÐARBLAÐ

Page 2: Freyja 2-1

Búskapur er ekki „business" -Sigurður Þór Guðmundsson 3Hverju á að sá í túnin næsta vor -Guðni Þorvaldsson 5Lengi býr að fyrstu gerð ­Gunnar Reynisson 8A nagyszerű Puszta ­Axel Kárason 11Meðganga, sauðburður og burðarhjálp ­Hákon Hansson 14Alifuglarækt fer vel saman með hefðbundnum búskap ­Skúli og Ólöf, Tannstaðabakka 18Gengið úr skugga ­Ágúst Sigurðsson 21Skýrsluhald er undirstaða góðrar áburðaráætlunar ­Borgar Páll Bragason 25Blendingsrækt í nautakjötsframleiðslu ­Þóroddur Sveinsson 28Minningabrot um mjaltir ­Sigríður Sigurðardóttir 32

Búnaðarblaðið Freyja1. tölublað, 2. árgangurÚtgáfudagur: 10. febrúar 2012

Ábyrgðarmenn og ritstjórar:Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir (898-4897), Axel Kárason (860-2935)og Eyjólfur Ingvi Bjarnason (862-0384)

ISSN­L: 1670-8911Höfundur forsíðumyndar: Sigríður Ólafsdóttir, bóndi í VíðidalstunguÚtgefandi:Útgáfufélagið Sjarminn, Raftahlíð 55, 550 Sauðárkró[email protected]: Prentmet ehf. - Upplag: 500 eintök

EFNISYFIRLIT

FREYJA 1-21

Page 3: Freyja 2-1

Með þessu tölublaði hefst fyrsta heila starfsár búnaðarblaðsins Freyju. Það er til marks umþá áhugaverðu staðreynd, að þrátt fyrir að margt hafi verið framkvæmt, og ómældarvinnustundir liggi að baki frá því hugmyndin að Freyju kviknaði fyrst, þá erum við einungisað ýta úr vör lesendur góðir.

Landbúnaður býr við þá blessun að flestir landsmenn láta hann sig varða bæði í orði og áborði. Það er nauðsynlegt fyrir starfsgrein sem vill þróast og dafna að um hana sé rætt, ogólíkt fólk viðri ólíkar skoðanir. Það sem þó stendur vitrænni umræðu of oft fyrir þrifum er sústaðreynd að vanþekking og staðreyndavillur gera málflutning marklausan. Sérstaklega ermiður á stundum að verða vitni að óvandaðri og beinlínis rangri staðreyndafærslu umíslenskan landbúnað sem kemst óáreitt í öll þau bestu pláss sem íslenskir fréttamiðlar hafaupp á að bjóða.

Þar bera starfsmenn þessara miðla mikla ábyrgð, og virðast þeir því miður ekki gera sérgrein fyrir þeirri ábyrgð, og of oft hugsa um magn fremur en gæði, og söluvænlegarfyrirsagnir. Stundum er betra að fara sér hægt þegar vanda skal til verka, þó svo að það þýðiað hlutirnir virðist stundum hreyfast á hraða snigilsins því í staðinn kemur afrakstur semverður til gagns og stenst tímans tönn.

En þá að efni fyrsta tölublaðs ársins 2012. Það má segja að blöndun sé lykilorðið hér. Þettatölublað ber með sér vorið, og tengt því eru greinar um sáningu, áburð og sauðburð. Einnigeru greinar úr ýmsum áttum, og má segja að yfirráðasvæði Freyju í þetta skiptið nái fráBorgarfirði í vestri til Ungverjalands í austri. Svo má nefna grein um blendingsræktnautgripa, og heimsókn til hjónana á Tannstaðabakka þar sem stundaður er blandaðurbúskapur.

Ritstjórn búnaðarblaðsins Freyju vill að lokum minnast hestamannsins og reiðkennaransReynis Aðalsteinssonar. Þó svo að leiðir Reynis og Freyju hafi aldrei legið saman var Reynireinn af þessum dæmigerðu hugsjónamönnum íslensks landbúnaðar. Hann vann með það aðmarkmiði að vera sér og samferðarmönnum til heilla, og tekur Freyja þá hugsjón sér tilfyrirmyndar. Ritstjórn Freyju er stolt af því að í þessu tölublaði ritar sonur Reynis, Gunnar,grein um tamingu hrossa.

Með virðingu,Ritstjórn búnaðarblaðsins Freyju

Myndin er tekin í byrjun 10. áratugar síðustu aldar. Hún sýnir Galloway­holdanautahjörð á bænumSólheimum í Blönduhlíð. Kýr og kálfar liggja við rætur Sólheimafjalls, sem sést þó ekki heldur erAkrafjall næst, og svo Glóðafeykir og Frostastaðafjall utar. Bærinn sem sést er hrossaræktarbúiðMiðsitja.

FREYJA 1-2 2

Page 4: Freyja 2-1

Hvert er þá hlutverk landbúnaðar íþjóðarbúskapnum? Það hlýtur að vera löngutímabært að skapa metnaðarfullalandbúnaðarstefnu hér á landi, þar semmarkmiðið er að tryggja fæðuöryggi íbúalandsins, tryggja að ávallt verði til staðar getatil þess að framleiða það lágmarksmagn fæðusem við þurfum, óháð ástandi í heimsmálum áhverjum tíma, sem og gæslu og umhirðulandsins til framtíðarnota. Í dag byggirlandbúnaðarframleiðslan því miður mikið áinnfluttum næringarefnum, áburði og fóðri, oginnfluttri orku í formi olíu. Landbúnaðarstefnaá að taka á því hvernig ætlunin er að geragrunnframleiðsluna sem mest sjálfbæra meðaukinni nýtingu eigin næringarefna, minniorkunotkun og markvissum kynbótum á þeimplöntum og dýrum sem nýtt eru.Landbúnaðarstefna ætti jafnframt að taka áþví hvernig hægt er að draga úr beinumframlögum af skattpeningum til landbúnaðar-framleiðslunnar til að hægt sé að bæta matneytenda á verðmæti landbúnaðarvaranna oghvernig slíkt getur náðst án þess að grundvellifrumframleiðslunnar sé stefnt í voða.

Okkur vantar landbúnaðarstefnu á Íslandi. Íhenni á að felast stefnumörkun sem tekur áhlutum eins og til hvers við ætlumst af þeimsem landbúnað stunda og hvernig við viljumsjá landbúnaðinn þróast. En hér flækjastmálin, því inn í landbúnaðarstefnu komasjónarmið sem hafa í raun ekkert meðlandbúnað að gera, heldur kallast yfirleittpólitík. Þetta eru málefni eins ogbyggðastefna, tollavernd, frjálst flæði varningsyfir landamæri og ýmislegt annað.

Landbúnaður er því alls ekki „business“, þvísú stefnumörkun sem sett er fram af ríkinu ídag og birtist fyrst og fremst í ýmsumsamningum um búvöruframleiðslu, snýst umað niðurgreiða matvæli til handa neytendumog er því í raun bara áætlun um ódýrarimatvæli.

En það er heilmikill „business“ í landbúnaðieins og flestir vita. Hvað á ég þá við þegar égsegi að landbúnaður sé ekki „business“?

Landbúnaður er í raun mjög vítt hugtak ogfelur í raun bara í sér það að búa á landi, þarsem menn geta stundað svo ólíka starfsemisem hrossarækt og skógrækt eða paprikuræktog mjólkurframleiðslu. En er þessi starfsemisvo ólík þegar grannt er skoðað? Flest það semvið köllum landbúnað byggir á nýtingulandsins og þeirra kosta sem það gefur tilafurðamyndunar og afurðin getur bæði veriðsvínakóteletta og útsýni yfir dalverpi.

Flestir sem starfa í þessum geira, og þá meinaég, þeir sem starfa í frumframleiðslunni, hafaekki endilega valið sér þetta starf af því að þaðer góður „business“. Líklega hafa þeir valiðstarfsvettvanginn á grunni þess að þeir kjósasér búsetu þar sem landbúnaður ergrunnstoðin í atvinnulífinu. Oftast eru þettadreifbýlisbúar, og ég tel að flestir séu líklegaekki svo staðfastir hvað atvinnugrein varðar,ef hún samræmist hugmyndum um búsetu oglífsstíl. Kemur þá að því sem ég tellandbúnaðinn vera í hugum margra þeirrasem hann stunda. Að hann sé lífsstíll, semmargir kjósa að gera að atvinnu sinni. Ef viðbeitum hefðbundnum greiningum á það hvaðfólk leggur til grundvallar þegar það velur sérþennan starfsgrundvöll, þá kemur alltaf að þvíað þeir sem stunda landbúnað gera það fyrstog fremst af tveim ástæðum, þetta er lífsmátisem þeim hentar og fellur að ákveðnumhugmyndum um búsetu.

Búskapur er ekki „business“

S IGURÐUR ÞÓRGUÐMUNDSSONbóndiHolti , Þisti lfirðisthg@bondi. is

UMRÆÐAN

FREYJA 1-23

Page 5: Freyja 2-1

En þá komum við að því sjónarmiði sem flestirbændur hafa, þeir vilja geta tryggt afkomusína og búsetu. Þar kemur byggðastefnan viðsögu því það er ekki þannig að allir bændurséu staðráðnir í því að stunda óbreyttastarfsemi um aldur og ævi. Flestir líta opnumaugum á ný tækifæri sem bjóðast íatvinnusókn, hvort sem hún er innan hinshefðbundna landbúnaðar eða í „annars konar“starfsemi. Starfsemi sem gerir áframhaldandibúsetu í heimabyggð mögulega. Byggðastefnaog landbúnaðarstefna geta aldrei veriðótengdar því landbúnaðarstefnan er áætlunum hvernig landið er nýtt af ábúendum þessog byggðastefnan er áætlun um hvernig viðdreifum búsetunni yfir allt landið.

Það er rík ástæða til að hafa áhyggjur afbyggðamynstrinu í landinu þar sem dreifbýliðeða landsbyggðin á stöðugt minni hlutdeild ííbúatölunni en það tel ég að sé þróun semenginn vilji sjá halda áfram. Hún er ekkertnáttúrulögmál, heldur afleiðing þess hvernig ámálum hefur verið haldið, þó ólíklegt sé aðum meðvitaðar ákvarðanir hafi verið að ræða.

Það er forgangsverkefni að hefjast handa viðmótun metnaðarfullrar landbúnaðarstefnu,sem fléttast saman við byggðasjónarmiðin,með það að markmiði að nýta þá fjármuni semrenna til málaflokkanna sem best, með

ákveðið lokatakmark í huga. Lokatakmarkiðhlýtur að vera að landbúnaðarframleiðslan,hver svo sem hún er, sé sem mest byggð áþeim auðlindum sem landið býr yfir, nýttum áábyrgan hátt, til að tryggt sé að landið sé semmest sjálfbært þegar kemur að því að fæðaþjóðina og standa undir þeirri þjónustu semlandbúnaðinum er ætlað, með aukin lífsgæðiþjóðarinnar að leiðarljósi.

Þarna felast mörg tækifæri til aukinnaratvinnusköpunar í dreifbýlinu, því það er ljóstað við þurfum að auka fjölbreytni innlendrarmatvælaframleiðslu. En til að hægt sé aðdreifa henni jafnt yfir landið, þá verður aðgreina þær hindranir sem eru í veginum fyrirþví að framleiðsla fari fram langt frá stærstumarkaðssvæðunum, en þau eru einskorðuðvið höfuðborgarsvæðið. Skiptir þá litlu hvorthorft er til grænmetisframleiðslu, hesta-tengdrar þjónustu eða kjúklingaframleiðslu.Þá komum við að einu stærsta vandamálinusem við er að etja, hve byggðamynstrið erskakkt í landinu. Stærsti neytenda-markaðurinn er í einu horni landsins en öllframleiðslutækin og svæðin sem þyrftu aðvera vaxtarsvæðin eru langt þar í frá, semskapar alltaf töluverðar hindranir sem þarf aðyfirstíga. Þarna þarf að taka verulega á og þósvo þetta ástand hafi verið við lýði í fleiriáratugi, merkir það ekki að það sé ásættanlegtástand.

© Eyjólfur Ingvi Bjarnason

UMRÆÐAN

Hólmavatn á Hrútafjarðarhálsi, Eiríksjökul ber við himinn

FREYJA 1-2 4

Page 6: Freyja 2-1

Fyrir nokkrum áratugum var lítið umendurvinnslu túna hér á landi. Helst var slíktgert eftir kalskemmdir eða þegar tún voruorðin mjög óslétt. Vegna þessa þótti mikiðatriði að tegundir og yrki sem notuð væruþyldu vel íslenska vetrarveðráttu. Ýmislegthefur gerst á síðustu áratugum sem ýtt hefurundir endurræktun túna. Í fyrsta lagi hefurskilningur á mikilvægi þess að hafa góðfóðurgrös í túnunum aukist. Aukin korn- oggrænfóðurrækt kallar einnig á að túnum sétímabundið breytt í korn- eða grænfóðurakra.Bættur vélakostur bænda til jarðvinnslu ogaukin verkkunnátta hefur einnig ýtt undirþessa þróun. Þar sem tún eru endurunninreglulega skiptir ekki eins miklu máli og áðurað notaðar séu tegundir með mikið vetrar- ognýtingarþol. Búskaparhættir eru þó breytilegirog minni þörf er fyrir reglulega endurvinnsluá hreinum sauðfjárbúum og hrossabúum enkúabúum. Þá er veðrátta breytileg eftir þvíhvar er á landinu og sums staðar þarf að gerameiri kröfur um vetrarþol grasa en annarsstaðar.

Helstu tegundirVallarfoxgras, vallarsveifgras, háliðagras ogtúnvingull voru lengi vel helstu tegundirnar ígrasfræblöndum. Á seinni árum hafa ýmsarfleiri tegundir verið notaðar. Þar hefur gotttíðarfar seinni ára haft áhrif sem og tíðariendurvinnsla túna. Hér á eftir verður helstu

tegundum, sem til greina koma til sáningar ítún, lýst stuttlega.

Vallarfoxgras er vetrarþolið og gefur miklauppskeru í fyrri slætti en gefur minniendurvöxt en margar aðrar tegundir. Þó erukomin á markað yrki sem gefa meiriendurvöxt en gömlu yrkin. Vallarfoxgrasið ereinnig gott fóðurgras. Það þolir hins vegar illaað vera slegið snemma. Því fyrr sem það erslegið þeim mun skemur endist það.

Vallarsveifgras gefur ekki eins mikla uppskeruog vallarfoxgras en sprettur vel eftir slátt. Þaðþolir vel íslenskar aðstæður og er ágættfóðurgras en þó ekki eins lystugt ogvallarfoxgras. Það hefur neðanjarðarrenglursem gera það að verkum að vallarsveifgras ergott viðgerðargras. Ef eyður koma í svörðinner það fljótt að skríða í þær. Það er því gott aðhafa það þar sem mikið er beitt.

Túnvingull er harðgert gras og þolir þurrkabetur en margar aðrar grastegundir. Hanngefur minni uppskeru en vallarfoxgras ogfóðurgildi hans er lakara en margra annarragrasa. Þess vegna hefur hann ekki mikið verið

Vallarfoxgras og vallarsveifgras voru ríkjandi tegundir í fræblöndum til skamms tíma. Ásíðustu árum hafa fleiri tegundir bæst við. Má þar nefna hávingul, vallarrýgresi, hvítsmáraog rauðsmára. Hávingull er gjarnan notaður í blöndu með vallarfoxgrasi. Smára má nota meðflestum túngrösum.

Hverju á að sá í túnin næsta vor?

GUÐNI ÞORVALDSSON

Landbúnaðarháskóla Íslandsgudni@lbhi. is

Rauðsmárati lraun á Möðruvöllum

JARÐRÆKT

© Guðni Þorvaldsson

FREYJA 1-25

Page 7: Freyja 2-1

notaður í tún seinni árin en hann kemur þó tilgreina í sendin tún sem verða fyrir mikluþurrkálagi.

Háliðagras er harðgert gras og uppskerumikið.Það sprettur vel eftir slátt og í hlýrri sveitumer hægt að slá það þrisvar. Það sprettur hinsvegar mjög fljótt úr sér og fóðurgildið fellur þáhratt. Það er því nauðsynlegt að nýta þaðþannig að það spretti aldrei úr sér. Sé að þvígætt getur það gefið ágætt fóður. Mörgumfinnst það ekki bítast nógu vel. Þar semháliðagras þrífst á annað borð getur það lifaðáratugum saman við mikla nýtingu. Fræræktaf háliðagrasi er erfið og óhagkvæm og þvíhefur verið lítið framboð af fræi og það erdýrt.

Hávingull gefur mikla uppskeru í fyrri slættiog góðan endurvöxt. Hann er ágætlegavetrarþolinn og þolir vel traðk og beit.Fóðurgildi er einnig ágætt. Erlendis er hannoft notaður í blöndu með vallarfoxgrasi.

Axhnoðapuntur minnir á háliðagras að því leytiað hann fer snemma af stað á vorin og spretturvel eftir slátt. Hann má hins vegar ekki spretta

um of áður en hann er sleginn. Hann erþurrkþolinn en fóðurgildið ekki á við það sembest gerist. Vetrarþol er þokkalegt ef rétt yrkieru notuð. Honum getur verið hætt ívorfrostum þar sem hann byrjar mjög snemmaað spretta.

Stórvingull hefur ekki mikið verið notaður hérá landi. Hann gefur ágæta uppskeru ogendurvöxt. Hann er einnig þurrkþolinn.Fóðurgildið er heldur lakara en hjá bestugrösunum, sérstaklega ef hann er sleginn ofseint. Hann hefur nokkuð mikið vetrarþol.

Vallarrýgresi (fjölært rýgresi) er mjög gottfóðurgras sem sprettur vel eftir slátt, en þaðmá ekki láta það spretta mikið. Það þarf að sláþað eða beita nokkuð þétt og það þolir miklanýtingu. Það hefur hins vegar minna vetrarþolen önnur túngrös sem hér hafa verið nefnd.Það má allt eins líta á vallarrýgresi semvalkost á móti einæru rýgresi eins og valkostvið fjölær grös. Þeir sem eru vanir að sáeinæru rýgresi ættu því að velta þessummöguleika fyrir sér. Þó það lifi bara í tvö ár ersamt ávinningur af því miðað við einærtrýgresi.

Tilraun með mismunandi tegundir og yrki á Ystu-Görðum.

JARÐRÆKT

© Guðni Þorvaldsson

FREYJA 1-2 6

Page 8: Freyja 2-1

Rauðsmári og hvítsmári hafa mikið veriðprófaðir í tilraunum hér á landi en smári hefurekki verið mikið notaður hjá bændum. Notkunsmárans hefur þó aukist seinni ár. Menn hafaverið hikandi við að prófa smárann og hafaheldur viljað nota það sem þeir þekkja. Það erskiljanlegt en við höfum hvatt menn til aðprófa hann þó í smáum stíl sé. Þeir geta t.d.sáð 1-2 kg/ha af rauðsmára og 1-2 kg/ha afhvítsmára með grasfræinu án þess að minnkagrasfræið að ráði. Mistakist smitun smáranseða sáning verður þetta venjulegt tún meðgrasi. Takist hins vegar vel til þarf minninituráburð á viðkomandi tún og smárinnbætir fóðrið. Ætli menn sér hins vegar að fágott smáratún þarf hlutfall smárans að veraheldur meira en þetta.

Erlendis er hvítsmári frekar notaður íbeitartún en rauðsmári til slægna. Hér hafabáðar tegundirnar gjarnan verið notaðar í túnog hlutfallið milli smárategundanna verið 1/3hvítsmári og 2/3 rauðsmári. Hvítsmárinnhefur tilhneigingu til að auka hlutdeild sínafyrstu árin eftir sáningu. Báðarsmárategundirnar geta bundið töluvert nitur(hér á landi hefur það mælst 60-90 kg N/ha írauðsmára og 40-170 kg N/ha í hvítsmára).Smárinn gefur gott fóður með hátt hlutfallpróteins og steinefna. Smárinn er ekki einsstöðugur í túnum og grasið og hlutdeild hans

getur sveiflast nokkuð. Einnig molna blöðin efþau eru þurrkuð mikið. Fjallað er um smára í1. tölublaði Bændablaðsins 2010 á bls. 27.

Blöndur eða hreinræktMeð öllum grastegundum má sá smára eins ogáður hefur verið lýst. Háliðagras ogaxhnoðapuntur henta hins vegar ekki meðöðrum grösum vegna þess hve hratt þærtegundir fara af stað á vorin og eftir slátt. Löngreynsla er komin á háliðagras en okkur vantarreynslu af axhnoðapunti hjá bændum. Það erspurning hvort þessi mikla vaxtargeta hansgetur t.d. nýst sauðfjárbændum.

Til að fá hágæða fóður er t.d. hægt að sáblöndu af vallarfoxgrasi og hávingli þar semhlutur vallarfoxgrass væri nokkru meiri.Hugsanlegt er að hafa 10% af rýgresi með íblöndunni og smára að auki. Hágæða fóðurfengist einnig af rýgresi með smára. Þar semtún eru mikið beitt getur verið gott að hafavallarsveifgras með einnig.

Mörg yrki hafa verið prófuð af hverri tegund.Árlega er gefinn út listi yfir þau yrki sem mælter með og nefnist hann Nytjaplöntur á Íslandi.Hann er m.a. aðgengilegur á heimasíðuLandbúnaðarháskólans. Fræinnflytjendurreyna að vera með yrki sem mælt er með þar.

Tilraun með mismunandi yrki af val larfoxgrasi. Myndir sýnir að endurvöxtur þriggja yrkja er

mismiki l l . Yrkið Snorri er lengst ti l vinstri , Switch í miðjunni og Rakel lengst ti l hægri.

JARÐRÆKT

© Guðni Þorvaldsson

FREYJA 1-27

Page 9: Freyja 2-1

Frumtamning er það kallað þegar við tökum aðokkur að kenna hesti sem ekkert kann nema þaðsem hann hefur lært í lífsbaráttunni, afumgengni sinni við aðra hesta og menn, frá þvíað vera verndaður af móður sinni, upp í það aðstaðsetja sig af eigin rammleik í virðingarröðhestasamfélagsins. Dýr og hestar þar með taldirlæra öðruvísi en maðurinn. Hestar læra afreynslunni og eru sérfræðingar í að nema hinminnstu smáatriði. Hestar taka eftir mun minnimerkjum en maðurinn. Þeir eiga hins vegar munerfiðara með að vega og meta þessi smáatriðisaman, vægi þeirra og samhengi yfir lengri tíma.Bara með mikilli þjálfun er hægt að kennahestum að skilja lengra ferli atburðarása. Vegnavöntunar á rökhugsun geta þeir ekki yfirfærtályktun frá einum stað til annars. Þar sem þeirlæra bara af reynslunni (alhæfa), verður að æfaallt í öllu hugsanlegu samhengi. Manneskjanhugsar hins vegar í rökfræðilegu samhengi oggetur alhæft og dregið ályktanir. Heiliokkar getur síað frá smáatriði og tengtsaman með óhlutbundinni hugsun í einnrauðan þráð, sem beinlínis einblínir áfjarlægt markmið. Smáatriði sem ekkipassa inn í myndina eru hunsuð,manneskjan tekur eftir því sem hún villtaka eftir.

Sá sem vill verða góður þjálfari verðurfyrst að skilja hvernig hestur hugsar.Vísindamenn hafa uppgötvað að til erugrundvallarreglur fyrir allar tegundirspendýra auk nokkurra annarradýrategunda (þá aðallega fuglar ogfiskar) sem lúta að því hvernig viss

hegðun myndast og breytist. Þessargrundvallarreglur eru lögmál líkt og lögmál umaðdráttarafl jarðar. Því má segja að líkt ogfallandi epli heyrir undir lög eðlisfræðinnarfylgja öll lærdómsferli þessum lögmálum.

Hvað þýðir þá það að læra samkvæmtatferlisfræðinni?Að læra þýðir að laga hegðun sína varanlega aðbreyttu umhverfi og hámarka þar af leiðandilíkur einstaklingsins til að lifa af.Hestar læra aðallega af reynslunni - með því aðprófa. Það þýðir í reynd að taka viðmerkjum/skilaboðum úr umhverfinu og myndatengsl milli þeirra og eigin viðbragða eðaaðgerða. Fyrir dýr sem lifa í hjörðum tilheyrirfélagslega umhverfið einnig umhverfinu sjálfu.Það gerir þeim kleyft að læra ekki bara af eiginreynslu, heldur einnig af reynslu eldri dýra íhjörðinni. Hestar læra sem sagt einnig með þvíað fylgjast með.

Það að læra af reynslunni þýðir að læra með þvíað tengja saman hluti. Þar eru viðburðir semgerast samtímis eða næstum því samtímistengdir saman í orsakatengingu af heilanum.

Til að geta kennt hesti verðum við að lesa í fortíðina, sálina og eðli hans. Við verðum að vitahvernig hesturinn skynjar umhverfið. Sá sem vill verða góður þjálfari verður fyrst og fremstað læra að skilja hvernig hestur hugsar.

Lengi býr að fyrstu gerð

GUNNAR REYNISSON

Hestafræðingur BSc ogverkefnisstjóri við LbhÍgunnar@lbhi. is

Mynd 1: Frjálst hlaup

HROSSARÆKT

© Gunnar Reynisson

FREYJA 1-2 8

Page 10: Freyja 2-1

Undir vissum kringumstæðum myndastraunverulegar taugatengingar með tímanum.Tengingin fær þar af leiðandi varanlegaþýðingu. Þetta ferli, þar sem slíkar varanlegartengingar í heilanum myndast, að bara annaðmerkið nægir til þess að kalla fram hið lærðaviðbragð á áreiðanlegan hátt, er kallaðskilyrðing.

Flestir bestu þjálfarar heimsins eru ekki endilegaí hestabransanum. Mesta reynslan, skilvirkninog besta þekkingin er oft hjá þjálfurum við t.d.sirkus eða dýragarða af ýmsu tagi. Þar verðaþjálfarar að taka mið af mörgum þáttum og ekkisíst siðferðilegum og fjárhagslegum. Einnig erþá að finna þar sem dýr eru þjálfuð í umhverfiþar sem þjálfarinn getur ekki fylgt eða eltdýrið til þess að stjórna því (í lofti og vatni).

Hvert er leyndarmál þessara þjálfara?Fyrsta skrefið til þess að verða góður þjálfari erað taka ábyrgð á óæskilegri hegðun dýrsinsnákvæmlega eins og við tökum ábyrgð áæskilegri hegðun þess og forðast að gefa dýrinusök á eigin vankunnáttu/vanhæfni.Þeir einbeita sér ekki bara að verkefniaugnabliksins heldur reyna þeir að hannaumhverfið þannig að árangur verði semlíklegastur. Þar eru sjö grundvallarreglur semvinna víxlverkandi saman. Þær eru: VAVSTUR• V: Vísindi: Styðjast við lögmálatferlisfræðinnar.• A: Auðgun: Gefa dýrinu möguleika á þvíað hafa áhrif á umhverfi sitt. Leyfa dýrinu aðhafa flóttamöguleika hvort sem það er frávissum aðstæðum eða frá þjálfaranum sjálfum.Að launum vinna traust dýrsins og það sækirfrekar nálægðina en flóttann.• V: Virðing: Þjálfarinn verður að taka tillittil hegðunarvanda (atferlishegðun dýrsins) semtjáningu á hans reynslu sem einstaklings.Þjálfarinn verður einnig að skilja óæskilegahegðun sem tjáningu á vissri þörf sem hannverður að skilja til hlítar.• S: Samskipti: Samskipti er samstarf millitveggja eða fleiri einstaklinga. Þjálfarinn verðurað nota einfalt og heiðarlegt tungumál. Hannverður að virða líkamstjáningu viðkomandi dýrssem samanstendur af þekkingu á náttúrulegum

viðbrögðum dýrsins og einstaklingssöguviðkomandi dýrs.• T: Traust: Traust dýrsins er forsenda þessað það læri af fúsum og frjálsum vilja. Viðhöfum þetta traust þegar dýrið sækir nálægðokkar og sýnir í okkar viðveru hegðun semkrefst innri friðar.• U: Umbun: Við verðum að auðga lífsgæðiþess sem í haldi er með því að gefa þvímöguleika á að hafa samskipti við umhverfið,taka ákvarðanir og leyfa því að njóta jákvæðraáhrifa gjörða sinna.• R: Raunsæi: Líta á eitthvað eins og það erí raun og veru með hlutlægni í hugsun ogathöfnumFlestir þessara þátta eru forsendur þess að getaunnið markvisst og hesturinn læri á semskilvirkastan hátt. Þessar forsendur nefnum viðkveikju til að ná fram æskilegri hegðun. Til aðgeta búið til gott kennsluumhverfi einbeitum viðokkur að eftirfarandi reglum:1. Leiða hjá sér óæskilega hegðun og forðasthegningu (V)2. Reyna að nýta tímann með dýrinu þannig aðþví líði vel (T)3. Fyrir þjálfunina byggjum við upp traust meðsjálfsöruggri rólegri og vinalegri hegðun (beconfident, not dominant) (T)4. Byrja hvern þjálfunartíma með því aðumbuna fyrir æskilega hegðun (Catch him doingsomething right) (V)5. Umbuna fyrir æskilega hegðun strax (V),6. Umbuna eftir æskilega hegðun annars haldasig til baka (V)7. Kenna í stuttum einingum, í mjög litlumskrefum og auðveld verkefni, til að auka líkurnar áþví að það sé gaman að læra.

Nauðsynlegasta bóklega kennslan tilþess að ná árangri í þjálfun dýraHver og einn þjálfari tekst fyrst og fremst á viðreynslunám. Við getum breytt hegðun dýrsinsmeð því að breyta bæði skilyrðum ogafleiðingu hegðunar.A= Hvati nær yfir öll skilyrði sem kalla frameinhverja hegðun eða auka líkurnar á að ná framvissri hegðun.B= Eru hin sýnilegu viðbrögð dýrsins viðeinhverjum hvata.C= Afleiðingar eru þau viðbrögð sem dýrið fær

HROSSARÆKT

FREYJA 1-29

Page 11: Freyja 2-1

við vissri hegðun, sem annað hvort hafa jákvæðeða neikvæð áhrif á hæfni dýrsins.

Sé hvatanum breytt tölum við um klassískaskilyrðingu. Hér leiðir náttúrulegur hvati svosem fóður, lykt eða sjón sjálfkrafa fram visstviðbragð án þess að dýrið hafi stjórn yfiráreitinu eða viðbrögðunum. Klassísk skilyrðinger einnig kölluð pavlovsk skilyrðing eðaviðbragðsskilyrðing og er einföld tegund náms.Fyrstur til að lýsa slíku námi var Ivan PetrovichPavlov, nóbelsverðlaunahafi í lífeðlisfræði.

Í klassískri skilyrðingu er óskilyrt áreiti, það eráreiti sem vekur sjálfkrafa upp tiltekið óskilyrtsvar án þess að til þurfi nám, parað við hlutlaustáreiti. Pörunin veldur því að áreitið vekur einnigsvörun. Það sem áður var hlutlaust áreiti kallastnú skilyrt áreiti og svarið sem það vekur kallastskilyrt svar.

Frægasta dæmið um þetta eru án efa hundarPavlovs. Ef kjötduft er sett á tungu hunda munmunnvatnsframleiðsla þeirra aukast ósjálfrátt.Kjötduftið er því í þessu tilfelli óskilyrt áreiti ogmunnvatnsframleiðslan óskilyrt svar. Þegarkveikt er á ljósinu eða bjallan látin óma vekurþað skilyrt svar, það er: munnvatnsframleiðslahundanna eykst og það án þess að þeim sé gefiðkjötduftið.

Ef hljómur bjöllunnar eða kviknun ljóssins eruendurtekin oft án kjötduftsins verður svokölluðslokknun. Þetta þýðir þó ekki að hundarnir hafigleymt að bjölluhljómur eða ljós paraðist viðmat. Það nægir að gefa þeim kjötduft einstaka

sinnum til þess að þeir byrji aftur að seytamunnvatni við það að bjallan glymji.Ef hins vegar einhver hegðun dýrsins hefur í förmeð sér ákveðna afleiðingu tölum við um virkaskilyrðingu. Í virkri skilyrðingu er gengið út fráþví að einstaklingurinn sé virkur í umhverfinu,það er hann er hluti af umhverfinu. Hverhegðun á sér þannig afleiðingu og sú afleiðinghefur áhrif á hvort, og þá hversu oft,einstaklingurinn endurtekur þá hegðun. Þærafleiðingar sem auka eða styrkja þá hegðun semþær fylgdu kallast umbun. Hegðun sem leiðir tilumbunar eykst en önnur hegðun minnkar.

Dýrið lærir eitthvað um afleiðingar eiginhegðunar. Það eru því afleiðingarnar sem hafabein áhrif á hegðunina. Þegar ákveðin hegðuneykur hæfni dýrsins, sýnir dýrið þá hegðun oftarmeð tímanum. Þessar afleiðingar köllum viðumbun, sem auka líkurnar á því að viðkomandihegðun verði sýnd. Ef ákveðin hegðun hefuraftur á móti neikvæð áhrif á hæfni dýrsins, sýnirdýrið hegðunina sjaldnar. Þessar afleiðingarköllum við refsingu.

Því er umbun hvað varðar skilvirkni og öryggimun betri leið. Þeir þjálfarar sem vinna eftirvísindalegum aðferðum nota refsingu semminnst, vegna þess að viðbrögð dýrsins viðrefsingu eru ekki fyrirsjáanleg og geta veriðbeinlínis hættuleg. Þar sem við erum að vinnameð dýr sem á að vinna með okkur af fúsum ogfrjálsum vilja er ómögulegt að nota refsingu. Þvíer mikilvægasta meginregla reynslunámsstyrkingin (umbun) en hún er einnig ein afmikilvægustu þáttum náttúrulegrar hegðunar.

Mynd 2: Taumhringur

HROSSARÆKT

© Gunnar Reynisson

FREYJA 1-2 10

Page 12: Freyja 2-1

Ungverjaland liggur á mörkum Mið- ogAustur-Evrópu. Þessu forna stórveldi má ígrófum dráttum skipta upp við Dóná í austur-og vesturhluta. Ívesturhlutanum erfjalllendi sem ennvestar verður aðÖlpunum, en íaustri og suðaustrieru miklar sléttursem bera einfald-lega nafnið Puszta(Sléttan mikla). Þessi munur sést einna best íhöfuðborg landsins, Búdapest, en Dóná rennurum hana miðja. Vestan megin er Búda, meðsínar fallegu hæðir, og það er nóg að standaupp á einni af þessum hæðum og líta tilausturs, yfir á Pest, til að sjá sléttur svo langtsem augað eygir, alla leið til nágrannaríkisinsRúmeníu.

Búskapur UngverjaÁ þessum sléttum hafa Ungverjar stundaðsinn landbúnað í mörg hundruð ár. Þar hafaþeir ræktað nokkur búfjárkyn sem eru einstökí útliti, lítil og loðin alisvín og sauðfé meðspírallaga horn eru dæmi um slíkt.Krúnudjásn ungversks landbúnaðar er þótvímælalaust gráa ungverska nautgripakynið,með sín tignarlegu horn.

Búskaparhættirnir fyrr á tímum voru nokkuðdæmigerðir fyrir landslagið. Gripirnir genguað miklu leyti úti og hjá þeim voru hirðar,

einskonar kúrekar, sem lifðu með og afskepnunum dag sem nótt. Þeir nýttu kjöt,mjólk, húðir og horn, og hjá þeim varð til hin

heimsfrægaungverska gúllassúpa.Á móðurmálinukallast þessir hirðar,,Gulyás“ og þaðankemur nafnið ásúpunni. Þegarkomið var að því aðselja nautin voru þau

rekin vestur á bóginn og sett á uppboð, oftast ínágrenni Vínarborgar.

Hnignun, upprisa og viðhaldÁ fyrri hluta 20. aldar fór að fjara undan þessu

A nagyszerű PusztaVillta vestrið, með sínum stóru sléttum og nautgripahjörðum er flestumkunnugt. Færri vita þó að í austurátt má finna ámóta landsvæði og aðstæð­um þar svipar til þeirra, sem svo mörg okkar kynntust í hinum sígildu vestr­um.

Nautin eru tignarleg: Eins og sést er l iturnautanna frábrugðinn l it kúnna. Einnig má sjáað við fæðingu eru kálfarnir rauðir, en þeirverða síðar gráir.

UTAN ÚR HEIMI

AXEL KÁRASON

Áhugamaður um málefni

Austur-Evrópu

langisel i@fjolnet. is

© Axel Kárason

© Axel Kárason

FREYJA 1-211

Page 13: Freyja 2-1

kyni er afurðameiri kyn fóru að berast inn ásvæðið. Tilraunir til að viðhalda stofninummeð því að blanda honum saman við hreinmjólkurkúakyn báru lítinn árangur, en framað því hafði hafði mjólkinaldrei verið nýtt sem sölu-vara. Einnig fór þörfin fyrirgóð dráttardýr, sem vareinn af helstu kostum grip-anna, minnkandi meðaukinni tæknivæðingu.Árið 1964 voru einungis um200 kýr og 6 naut eftirhreinræktuð, en þá varloksins gert átak í því aðreyna að bjarga þessummerka stofni. Fyrsti þjóð-garður Ungverjalands,Hortobágy-þjóðgarðurinnvar stofnaður á Sléttunnimiklu árið 1972 og hefurverndun og viðhaldstofnsins farið fram þar semog í öðrum þjóðgörðumsem voru stofnaðir síðar, ogí dag eru þjóðgarðarnirorðnir 10 talsins.

Búskapur með gráa ungverska nautgripi ferfyrst og fremst fram í tveimur þjóðgörðum.Það eru áðurnefndur Hortobágy í austur-hlutanum, og svo Kiskunág í suðurhlutanum.Greinarhöfundur var svo heppinn að getaheimsótt Kiskunág þjóðgarðinn á vordögum2009 í góðra manna hóp. Það er um tveggja

tíma lestarferð suðaustur frá Búdapest tilbæjarins Kiskúnfélegyháza (þetta nafn ermeira að segja tungubrjótur fyrir innfæddaUngverja) en sá bær er í miðjum þjóð-

garðinum. Bóndinn Laszlotók á móti hópnum á lestar-stöðinni og leiddi í allansannleika um núverandibúskaparhætti á Sléttunnimiklu.

Fyrir það fyrsta nýtur býliðhans styrkja frá ríkinu. Ístaðinn skuldbindur hann sigtil að viðhalda gömlumbúskaparháttum á jörðinni.Allar byggingar eru ígömlum stíl og vélbúnaðuralls ekki af nýjustu gerð. Þessmá geta að fyrir utannautgripina býr Laszlo einnigmeð ung-versk svín, kindurog hesta. Svínin og kindurnareru nýtt til kjötframleiðslu.Hestana notar hann svo til aðsetja upp sýningar fyrirferðamenn, þar semhestasveinar sýna listir sínar í

reiðmennsku. Tekjustofnar hans eru því ýmsir.

Skipulag ræktunarÍ meðalhjörð í þjóðgarði eru um 150-200 kýr.Hjá Laszlo eru þær þó töluvert færri, eða um70 talsins og hefur hann tvö naut hjá þeim yfir

Ungverskir nautgripir

ÞyngdNaut: 800-900 kgKýr : 500-600 kg

Hæð (á herðar)Naut: 1 45-1 55 smKýr: 1 35-1 40 sm

Dæmigerðir gresjukyns-gripir, þróttmikl ir, skapgóðirog burðarerfiðleikar fátíðir.

Langlífir og frjósamir, með-altal um 9-1 0 kálfar á 1 2-1 3 árum.Elsta kýr sem vitað er umvarð 32 vetra.

Svín og hrútar af ungverskum stofni. Líkt og nautgripirnir eru þessir

stofnar verndaðir ti l að viðhalda erfðafjölbreyti leika.

UTAN ÚR HEIMI

© Axel Kárason

FREYJA 1-2 12

Page 14: Freyja 2-1

fengitímann, sem er á vorin, þá frá lokummars til byrjunar maímánaðar. Nautgripirnireru látnir ganga úti á beit í 6-7 mánuði á ári.Þegar þeir eru hafðir inni á vetrum eru þeireingöngu fóðraðir með gróffóðri fengnu afþjóðgarðssvæðinu. Þar sem þetta svæði ermjög þurrt og jarðvegur sendinn er nauð-synlegt að gripirnir séu reknir heim að bæ einusinni á dag svo að þeir geti fengið að drekka.Einn starfsmaður búsins sér um að fylgjastmeð gripunum yfir daginn og fara með þáheim. Ungverski kúrekinn er því enn til en lífhans er ekki eins ævintýralegt og draumkenntog áður.

Í kynbótastarfinu er sömuleiðis haldið í gamlarhefðir, ráðunautar frá samtökum ræktendafara á milli býla og velja álitlega gripi til kaups

og fara þeir gripir svo á uppboð. Sæðingarhafa verið framkvæmdar á svæðinu en virðastekki vera mikið notaðar.

Það síðasta sem Laszlo bóndi gerir er að rekagripina sem hann vill selja á markað. Þar takakjötkaupmenn við þeim. Kjötið af skepnunumer mikil munaðarvara og er það yfirleitt notaðí dýrasta réttinn á matseðli bestu veitingahúsaBúdapest.

Ungverjar mega vera stoltir af því að viðhaldagömlum búfjárkynjum og búskaparhefðum áþennan hátt. Ánægjulegt að sjá að hjá þjóð semfór mjög illa út úr ófriði síðstu aldar, er þaðlandbúnaðurinn og saga hans sem þjóðin líturtil sem jákvæðs merkisbera liðinna tíma.

Ungverskur kúreki: Hér másjá vinsælan reiðstíl hjáungverskum kúrekum, þarsem staðið er á sitt hvoruhrossinu og önnur þrjú höfð ítaumi. Þessi reiðmennska erhluti af sýningu sem Laszlobóndi og vinnufólk hans setjaupp fyrir hópa ferðamanna.

Sovésk MTZ dráttarvél, nýja vélin á bænum.

Laszlo bóndi horfir yfir fjárstofninn: Þessi stofn er

svokallað fituhalafé

UTAN ÚR HEIMI

© Axel Kárason

© Axel Kárason

© Axel Kárason

FREYJA 1-213

Page 15: Freyja 2-1

fyrst, áður en það óhreinkast mikið. Sumsmitefni lambaláts geta verið súnur, þ.e. boristí mannfólkið. Því ætti alltaf að gæta fyllstahreinlætis, þvo og sótthreinsa tryggilega ognota einnota hanska. Kælið sýni og sendið tilrannsóknar í kælikassa, þó þannig að þaðfrjósi ekki. Takið ær sem láta úr hjörðinni ográðfærið ykkur við dýralækni um hvortástæða sé til að beita sýklalyfjagjöf .

Gera má ráð fyrir að 1 til 2 % ánna láti ámeðgöngu, án þess að talað sé um smitandifósturlát. Ef meira en 5 % ánna lætur erlíklega um smitandi fósturlát að ræða.

Ýmsar sýkingar leiða til fósturláts á seinnihluta meðgöngu:

Campylobacter sýkingar – hið eiginlegasmitandi fósturlát (C. jejuni, C. fetus).Ærnar láta á síðustu 6 til 8 vikum meðgöngu,eða fæða líflítil eða dauð lömb á réttum tíma.Tímasetning smits skiptir miklu máli.Rannsóknir sýna að ef ær smitast kringum105. dag láta mjög margar ær, en verði smitþremur vikum seinna láta að hámarki 20 %ánna. Talið er að aukin ónæmissvörunfóstranna leiði til þessa. Engar greinilegarbreytingar sjást á leghnöppunum, en í lifurfósturs sjást gjarnan gráir blettir. Hægt er aðrækta og greina sýklana á rannsóknastofum ásérstöku æti en einnig má greina þá úrstroksýnum af leghnöppum og úr magafósturs, sýnin eru þá lituð og greind í smásjá.Fósturlátið verður aðallega 7 til 25 dögumfyrir eðlilegan burð. Sýkingin dreifist hrattþar sem mjög mikið magn smitefnis dreifistmeð fóstrum og legvatni. Þrátt fyrir þettahefur smitdreifingin oft orðið þegar látiðgreinist, og því lítið hægt að gera. Margar ærláta, en svo virðist sem á seinni árum hafi

Almennt um heilbrigðiHeilbrigði hjarðar á sauðburði er best tryggtmeð góðum undirbúningi, skipulagningu,reynslu og þekkingu umsjónarmanna fjárins.Áætlun sem tryggir góða og rétta fóðrun fjár,fyrirbyggjandi bólusetningu, skipulagðaormalyfsgjöf o.s. frv. tryggir hámarksárangur.

Einnig er mikilvægt að viðhafa sem besthreinlæti á öllum stigum og tryggja réttameðhöndlun veikra kinda. Jafnframt að setjaekki á að hausti ær með langvinna sjúkdóma,t.d. lungnasjúkdóma eða skemmd júgur.

LambalátEftir að ær hafa fest fang nægir góðviðhaldsfóðrun, en mikilvægt er að fengnar ærverði ekki fyrir óþarfa álagi fyrstu vikurmeðgöngunnar.

Alltaf er eitthvað um að fósturvísar deyi íleginu á fyrstu þremur vikum meðgöngunnareða þar til þess kemur að frumuskiptingarleiði til tengingar fósturs við leg. Þessarfyrstu vikur skipta sköpum varðandi frekariþróun meðgöngunnar.

Þegar greina á tegund fósturláts er mikilvægtað reyna að tína til allar upplýsingar og til aðauka möguleika á greiningu er mikilvægt aðsenda til rannsóknar fóstur og helst hildir eðahluta þeirra með. Reynið að ná fóstrinu sem

Meðganga, sauðburður og burðarhjálp

HÁKON HANSSON

fv. héraðsdýralæknirBreiðdalsvíkhih@eldhorn. is

Ef skrifa á stutta grein um sauðburð og burðarhjálp er skrifara nokkur vandi á höndum.Efnið er afar yfirgripsmikið og erfitt að velja úr það sem skiptir mestu máli. Til að halda miginnan settra marka ákvað ég að skrifa almennt um aðbúnað sauðfjár, svo að sem besturárangur náist á sauðburði, einnig kafla um lambalát og nokkur atriði burðarhjálpar.

SAUÐFJÁRRÆKT

FREYJA 1-2 14

Page 16: Freyja 2-1

dregið úr smiti með þessum sýkli. Ær semlætur af völdum þessa sýkils er líklega ónæmævilangt. Erlendis er til bóluefni.

Chlamydophila abortus – ekki þekkt hér álandi, en ein helsta ástæða fósturláts íBretlandi og Bandaríkjunum. Þessi sýkill geturvaldið fósturláti hjá konum.

Bogfrymlasótt = kattasmit (Toxoplasmosis) ersýking með frumdýrum sem dreifast meðköttum. Ærnar sýkjast við að éta mengun(=frjóhylki) úr kattaskít. Í sauðfé kemurveikin nær eingöngu fram sem fósturlát eða aðlömb fæðast líflítil.

Frjóhylkin berast í ærnar með menguðu fóðrieða vatni. Ef sýking á sér stað á fyrri hlutameðgöngu láta ærnar fóstri á þriðja og fjórðamánuði meðgöngu.

Ef sýking verður síðar fæðast lömbin líflítil,eða jafnvel heilbrigð að sjá, en smituð.

Eftir smitun myndast ónæmi hjá viðkomandigrip sem oftast endist ævilangt.

Forðist að hafa ketti í fjárhúsum og hlöðum,hafið einnig í huga, að fólk getur smitast afköttum, sérstaklega er smit hættulegt ófrískumkonum. Hildirnar eru dökkrauðar eða

eðlilegar en við nánari skoðun sjást oft litlirhvítir nabbar í leghnöppunum, ca. 1 til 2 mm.stórir.

Hægt er að greina hvort bogfrymlasótt hefurvaldið fósturláti með því að taka blóðsýni úrám sem létu. Kettir sem skilja smitefnið út erufyrst og fremst ungir kettir sem sýkjast eftir aðþeir fara að veiða mýs og aðra millihýsla.Athugið að ærnar smita ekki hver aðra, heldurþarf alltaf hringrásina í gegnum kött.

Fósturlát af völdum Hvanneyrarveikisýkils(Listeria): Verður aðallega vart í lokmeðgöngu, hægt er að greina smit meðræktun, en einnig sjást oft litlir hvítir deplar ílifur, 0,5 til 1 mm í þvermál. Sjaldgæft er aðmargar ær láti.

Fleiri sýklar geta valdið lambaláti, t.dsalmonella og einnig ýmsir sýklar sem ekkifinnast hér á landi, t.d. brucella og ýmsarveirur.

Eins og áður er nefnt geta sumar þessarsýkingar valdið fósturláti hjá konum, ófrískarkonur ættu því að sýna fulla aðgát. Ýmsaraðrar orsakir en smit geta leitt til fósturláts.

Lok meðgöngunnarSíðustu tvær vikurmeðgöngunnar þroskastlíffæri og vefir fóstursinshraðar en áður, þetta erlokaaðlögun til að lambiðlifi af breytinguna frá þvíað fara úr öryggi legsinsþegar burður hefst.Meðgöngutími er aðmeðaltali 143 dagar og ámeðgöngunni berstfóstrinu næring umnaflastrenginn. Til aðtryggja framhaldið þarföndun að hefjast strax eftirburðinn. Þess vegna þurfalungu og æðakerfi að veranægilega þroskuð þegar að

„Leitað að spena“Ærin Setta á Fossárdal nýborin vorið 2011 .

SAUÐFJÁRRÆKT

© Guðný Gréta Eyþórsdóttir

FREYJA 1-215

Page 17: Freyja 2-1

burði kemur. Einnig er mjög mikilvægt aðnýru lambsins hafi náð eðlilegum þroska viðburð, svo þau geti eftir burð tekið við aflegköku ærinnar sem mikilvægasta líffærivökvajafnvægis og hreinsunar blóðsins. Þegarhitaeinangrun og flutningur næringarefna tillegsins er ekki lengur til staðar útheimtirlíkami lambsinsorku til að haldaeðlilegumlíkamshita. Þessarorkubirgðir verðaað vera til staðar ílíkamanum viðburð og er einaorkan sem nýtist íbyrjun, en þessiorka endist stutt,aðeins í fáeinarklukkustundir.Síðan fæst orkameðbroddmjólkinni ogauk þess eru í broddmjólkinni mótefni frámóðurinni sem verða til að verja lambið fyrirsjúkdómsvöldum.

Burðarerfiðleikar og burðarhjálpEitt helsta viðfangsefni þeirra sem annast fé ásauðburði er að meta hvort ær sé að byrja aðbera eða ekki og hvort hugsanlega þurfi aðhjálpa ánni.

Í lok meðgöngu er eðlilegt að sjá þykkt tærtslím við skeiðaropið, um er að ræða slím úrleghálsinum sem lokar honum þétt ámeðgöngunni, eins konar tappi, sem þynnistog losnar þegar komið er að burði. Ekkert erheldur athugavert við að ærin taki sér tíma íað leggjast eða rembist þegar hún skítur.

Algengustu ástæður erfiðleika við burð eru:ónóg opnun á leghálsi ærinnar, röng legalambsins eða röng stelling og loks of stórtlamb eða lömb. Þegar talað er um ranga leguer átt við að lambið liggi ekki rétt, t.d. ef umafturfótafæðingu er að ræða eða að lambiðliggi á hrygg í leginu. Þegar talað er um rangastellingu er átt við að lambið liggi rétt í leginuen einstakir hlutar þess liggi ekki rétt, t.d. ef

annan eða báða fætur ber ekki rétt að, höfuð ersnúið o.s.frv.

Varðandi legháls ærinnar getur bæði verið umónóga opnun að ræða eða svonefndanleghálskrampa, en þá er lítil sem engin opnun.Í fyrra tilvikinu gæti nægt að bíða þar til

opnun er eðlileg enef það dregst eroftast hægt aðvíkka opið eins oglýst er á eftir og fáþannig þrengslintil að gefa eftir. Efleghálskrampigefur ekki eftir afsjálfu sér meðþeirri aðstoð eru fáráð önnur enkeisaraskurður.Mjög mikilvægt erað fara varlega í aðvíkka legháls, því

ef harkalega er farið að rifnar leghálsinnauðveldlega og þá verða miklar blæðingar ogop kemur inn í kviðarhol ærinnar, sem dregurhana á endanum til dauða, þótt ekki sé þaðalgilt. Þegar burðarerfiðleika verður vart ermikilvægt að taka réttar ákvarðanir og dragaekki of lengi að grípa inn í, af lipurð og ánþess að beita þjösnaskap. Ef burðarhjálp tekstekki með því að beita lagni er nánast öruggt aðhún mistekst ef farið er að nota kraftana.

Mikilvægt er að meta stöðuna rétt, lítil opnuner sjaldnast eiginlegur leghálskrampi heldurgetur stafað af því að burðurinn er nýhafinnog þá á alls ekki að grípa inn í strax. Í þessumtilvikum finnst oft hluti vatnsbelgsins, semþrýstist út um leghálsinn, þegar þannig háttará að bíða í hálftíma til klukkutíma og skoðaána þá aftur. Alls ekki má sprengja belginnhér.

Þegar um eiginlegan leghálskrampa er aðræða hefur ærin verið óróleg í nokkurn tíma,vatnsbelgur er rifinn en ekkert gerist meira.Leghálsinn er viðkomu eins oggúmmíhringur og oftast er aðeins rúm fyrireinn eða tvo fingur í opinu. Alltaf er mikil

„Allt í lukkunnar velstandi“Ærin Jarelopp á Fossárdal nýborin vorið 2011 .

© Guðný Gréta Eyþórsdóttir

SAUÐFJÁRRÆKT

FREYJA 1-2 16

Page 18: Freyja 2-1

hætta á að rífa legið ef ógætilega er farið,mikilvægt er að nota mikið slím, og ef reyna áað opna leghálsinn er helst að leggja ána áhliðina, fara gætilega með einn eða fleirifingur inn í legopið halda þeim þar og reynaað ýta á leghálsinn en snúa jafnframt hendinnifram og til baka um úlnliðinn. Reglulega á aðbæta við slími og snúa um úlnliðinn þar tillegopið er orðið nógu vítt fyrir 4 fingur. Eftirþað á að að taka fingurna í lófannog nudda brúnir leghálsins meðhnúanum þar til höndin kemst inní legið. Þá er hægt að hefjahefðbundna burðarhjálp. Ef þettatekst ekki með lagni ætti að huga aðöðrum leiðum, í flestum tilvikum erkeisaraskurður eina leiðin til aðbjarga ánni og líka lambi eðalömbum. Munið ávallt aðógætilegar aðfarir og að reyna aðbeita afli leiðir til ófarnaðar, aukþess sem það er ill meðferð á ánni.

Eðlilegur burður hjá á sem hefuráður átt lömb gengur fljótt yfir, oft

er ærin borin klukkutíma eftir að hún verðuróróleg, leggst og fær hríðir. Fyrsti burðurgemlinga tekur lengri tíma, ekki síst þar semfæðingarvegurinn þarf að aðlagst nýjuhlutverki, að koma nýju lífi í heiminn! Rangter að grípa of fljótt inn í og ef allt virðisteðlilegt er í lagi að bíða með inngrip í 2 til 3tíma. Ef farið er að toga of fljótt, áður en hauslambsins er kominn aftur í grindina leiðir það

SAUÐFJÁRRÆKT

© Guðný Gréta Eyþórsdóttir

FREYJA 1-217

Page 19: Freyja 2-1

FREYJA 1-2

RADDIR ALLRA BÆNDA

Séð heim að Tannstaðabakka í Hrútafirði

Alifuglarækt fer vel saman meðhefðbundnum búskapVið austanverðan Hrútafjörð skammt norðan við gamla héraðsskólann að Reykjum íHrútafirði stendur býlið Tannstaðabakki. Í dag tilheyrir Tannstaðabakki Húnaþingi vestra envar á árum áður í Staðarhreppi hinum forna. Þar búa hjónin Skúli Einarsson og ÓlöfÓlafsdóttir. Freyja setti sig í samband við ábúendur í upphafi nýs árs og bað þau fyrst um aðkynna sig og segja frá búskaparsögu sinni.Við byrjuðum að búa hér haustið 1984, keyptum þá jörðina af foreldrum Skúla, þeim EinariJónssyni og Guðrúnu Jósepsdóttur. Við komum frá Selfossi en þar er Ólöf fædd og uppalin, viðeigum fjögur börn, Laufeyju Kristínu, Eyrúnu Ösp, Guðrúnu Eik og Ólaf Einar. Á Selfossi vannÓlöf við skrifstofustörf en Skúli fékkst við söðlasmíði og póstdreifingu ásamt tónlistariðkun.

Við hófum búskap hér með 300 ær en á þeim tíma var byrjað að taka uppframleiðslutakmarkanir í sauðfjárrækt. Við byggðum því minkaskála en á þeim tíma áttiminkaræktin að bjarga öllu í sveitum landsins. Við héldum mink í tvö ár, en sáum fljótt að viðhefðum ekki efni á þessari búgrein eftir að skinnaverð hrundi. Í framhaldi af þessu reyndum viðýmislegt til að stækka fjárbúið sem tókst ekki, aðallega vegna þess að okkur skorti beitiland.

Í ágúst 1992 keyptum við kýr og greiðslumark, án þess að eiga fjós, svo það þurfti að bregðastskjótt við. Við innréttuðum því 30 bása fjós í minkaskálanum og útbjuggum mjaltagryfju.Meðan á framkvæmdum stóð, í tæpa fimm mánuði, keyrðum við 17 kílómetra til mjalta tvisvar ádag. Veðrið var ekki alltaf það besta og oft varð mjaltamaðurinn veðurtepptur í fjósi en allthafðist þetta og við fluttum kýrnar heim á gamlársdag. Í dag er þetta fjós orðið gamalt og úreltog þyrfti að fara að huga að fjósbyggingu.

RADDIR ALLRA BÆNDARADDIR ALLRA BÆNDA

FREYJA 1-2 18

Page 20: Freyja 2-1

Fyrst ekki var nægilegt beitiland til staðar þegar fjölga átti kindunum vaknar sú spurninghvernig staðan hefur verið með ræktað land til að afla fóðurs fyrir gripina, sér í lagi þar semstórgripum hefur fjölgað frá því sem var þegar þið hófuð búskap fyrir tæpum 30 árum?Það er rétt, ræktun hefur aukist verulega hjá okkur sem og tækni til fóðurverkunar. Þegar viðkomum hér var túnstærðin 28 ha. og allt hey var þurrkað og tekið laust. Við þurftum að breytaum verkunaraðferð þar sem Ólöf er með ofnæmi fyrir þurrheyi og keyptum við þvírúllubindivél, þá fyrstu í Vestur- Húnavatnssýslu. Fyrstu árin heyjuðum við rúmlega 300 rúllurá ári og geymdum hluta rúllana í pokum sem lokað var með dragbandi og hægt var aðendurnýta. Þessa poka notuðum við til ársins 1996 þegar farið var að pakka öllu í plast.Rúllurnar voru fyrstu árin geymdar inni í hlöðunni við fjárhúsin en fljótlega byggðum við tværflatgryfjur sem þar sem rúllur voru geymdar.

Árið 2006 hófum við að verka vothey í flatgryfjunum sem við byggðum sem og í útistæðum. Viðhöfum keypt þjónustu verktaka til þess og kostnaður við heyverkun hefur dregist verulegasaman. Auk þess er mikill sparnaður við plastkaup sem og að fóðrið verður betra og nýtistbetur. Heyskapur tekur einnig skemmri tíma, á fyrstu búskaparárum okkar tók hann oft á þriðjuviku en í dag líða ekki nema 5 dagar frá því fyrsta tún er slegið og þar til síðasta strá er komið ístæðu. Tíminn á hverja aflaða fóðureiningu hefur helmingast frá fyrstu búskaparárum okkar.

Túnkort af Tannstaðabakka unnið af Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda.

Bláar línur tákna skurði sem hefur verið lokað og rauðar línur tákna lokræsi.

RADDIR ALLRA BÆNDA

FREYJA 1-219

Page 21: Freyja 2-1

Skúli hefur síðan alla tíð verið mikill áhugamaður um ræktun og í dag er ræktað land á rúmlega60 ha. Dren hefur verið lagt í marga skurði til að lagfæra lögun stykkja og nánast útrýma þeimsem voru leiðinleg í laginu. Í dag eru nær allar okkar spildur langar sléttur.

Nú stundið þið ekki eingöngu „hefðbundinn búskap“ í þeirri merkingu sem vel flestirbændur hafa lagt í þá skilgreiningu gegnum árin. Þið stundið líka alifuglarækt?Já, við fórum í samstarf við Matfugl árið 2002. Þá reistum við 850 m2 eldishús sem tekur 14.500fugla. Við fáum nýklakta unga sem eru í eldi hjá okkur í 5 vikur. Þá er húsið tæmt til slátrunar,mokað út, þrifið og sótthreinsað og gert tilbúið fyrir næsta hóp. Við byggðum síðan annað hússömu stærðar, árið 2006 og erum núna í samstarfi við Reykjagarð sem framleiðir Holtakjúkling.

Nú fellur mikill skítur til við eldi kjúklinganna, hvernig er hann nýttur, kemur hann aðgóðum notum við fóðuröflun og þá umfangsmiklu jarðrækt sem þið hafið stundað íbúskapartíð ykkar?Skíturinn frá kjúklingunum hefur komið okkur að góðum notum við jarðræktina enda umfyrirtaksáburð að ræða þar. Kolefnisinnihaldið er meira vegna undirburðar sem eykur frjósemijarðvegs til lengri tíma en einnig er áburðargildið meira en í öðrum búfjáráburði. Til að myndakeyptum við aðeins 13 tonn af tilbúnum áburði til viðbótar síðasta vor fyrir alla ræktun hér á bæ.Það munar verulega um það á tímum hækkandi áburðarverðs og því styrkur af alifuglaræktinnifyrir hinar búgreinarnar sem við stundum.

En svona að endingu, hvað fleira hafið þið fengist við í ykkar búskap?Félagsmál bænda hafa tekið mikinn tíma alla tíð enda mikilvægt að sinna þeim þættibúskaparins vel. Skúli var einn af stofnendum og formaður félags Íslenskra landpósta, seinnaformaður félags kúabænda í Vestur Húnavatnssýslu og er í dag formaður félagskjúklingabænda. Ólöf hefur starfað mikið að íþrótta- og æskulýðsmálum hér í sveit, sérstaklegaþegar krakkarnir voru ungir.

Við teljum hins vegar brýnast núna að Íslendingum sem þjóð takist að halda sig utan ESB, viðhöfðum mikið fyrir því á sínum tíma sem þjóð að öðlast sjálfstæði og þannig mun okkur vegnabest í framtíðinni.

(Myndir frá ábúendum)

Fjölskyldan á Tannstaðabakka, f.v. Skúli , Laufey Kristín, Eyrún Ösp, Guðrún Eik, Ólafur Einar og Ólöf.

RADDIR ALLRA BÆNDA

FREYJA 1-2 20

Page 22: Freyja 2-1

Hinar óendanlega smáu eindirMat á kynbótagildi undaneldisgripa hefurverið vinsælt og mikilvægt verkefni allt fráfyrstu skrefum skipulegs ræktunarstarfs fyrirrúmri öld eða svo. Þrátt fyrir að mörg lögmálerfðafræðinnar væru mönnum snemma ljós,var skortur á reikniafli fjötur um fót lengi vel –sprengingin í þessari fræðigrein, eins og svomörgum öðrum, kom með tölvunum. Alltfram á þennan dag höfum við í grunninnbyggt útreikninga á kynbótamati flestraeiginleika í búfé á lítilli jöfnu sem kalla mætti„Líkan hinna óendanlega smáu einda“ en húngengur út á þá nálgun að magneiginleikarstýrist af óendanlegum fjölda gena sem hvertog eitt hafi óendanlega lítil áhrif. Við vitumauðvitað að þetta er ekki rétt, það er búið aðkortleggja heilu erfðamengin og staðsetja þar

gen og virk svæði, sem sannreynt hefurverið að hafa afgerandi áhrif á hinn eðaþennan eiginleikann. En þó svo að heiluerfðamengin hafi verið kortlögð ogáhrifamikil einstök gen verið fundin, þáeigum við enn langt í land með að skiljahvernig erfðamengið vinnur sem eitt kerfi

gagnvart eiginleikum sem stýrast eftir flóknarifyrirskipunum en bara frá einu eða nokkrumgenum. Það merkilega er að þessi einfaldajafna, sem áður er nefnd, hefur reynst ótrúlegavel við að herma eftir þessu flókna fyrirbærisem erfðir magneiginleika eru. Þar eru tilsönnunar ótal dæmi þar sem búfjárstofnumhefur verið breytt með úrvali á grunniniðurstaðna er byggja á líkaninu, þ.e.kynbótamati.

En þó svo að kynbótamat byggi í grunninn áþessari áðurnefndu litlu jöfnu, þá þurfti aðkoma til skjalanna flókin tölfræðileg úrvinnslatil þess að hægt væri að beita þessari einfölduhugmynd þegar unnið er með heilubúfjárstofnana. Í hinni tölfræðilegu úrvinnslaþurfti nefnilega í senn að vinna með

Gengið úr skugga

ÁGÚST SIGURÐSSON

rektor Landbúnaðarháskóla Íslandsverkefnisstjóri Skuggaagust@lbhi. is

Að skyggnast á bak við tjöldin, fylgja einhverjum eftir eins og skugginn, koma fram úrskugganum eða þá vera í skugganum. Að eitthvað sé ískyggilega lélegt eða þá skuggalegagott. Skuggi er hvorki ljós né dimma.SKUGGI er reyndar vinnuheiti á kraftmiklu verkefni sem lýtur að vinnslu og þróunkynbótamats í búfjárrækt. Verkefnið er vistað hjá auðlindadeild LandbúnaðarháskólaÍslands samkvæmt samningi við Bændasamtök Íslands og í nánu samstarfi við sérfræðingasamtakanna í búfjárrækt.Samningurinn, sem undirritaður var á síðasta ári, er liður í að tryggja áframhaldandi gottþróunar­ og fræðastarf við mat á kynbótagildi búfjár hérlendis og traust tak um þennanmikilvæga þátt ræktunarstarfsins. Markmiðið er auðvitað að eflast til muna í ræktun íslenskubúfjárkynjanna og auka við þekkinguna.Við sem störfum við verkefnið SKUGGA eigum það sammerkt að hafa brennandi áhuga ábúfjárrækt, sem fátt annað skyggir á. Okkar verkefni er fyrst og fremst að ganga úr skuggaum kynbótagildi íslenskra ræktunargripa með bestu mögulegu aðferðum.Í pistli þessum er ætlunin að greina stuttlega frá innviðum verkefnisins, skoða afraksturliðinna ára á þessu sviði og skyggnast nokkuð til framtíðar.

BÚFJÁRRÆKT

FREYJA 1-221

Page 23: Freyja 2-1

svipfarsgildi, sem stýrast af erfðum að hluta,en líka oft að stórum hluta af hinum ýmsuumhverfisþáttum sem einangra þurfti frá; ogtaka inn í myndina hinn flókna skyldleikainnan búfjárstofnsins (m.a. skyldleikarækt); ogeinnig taka tillit til fleiri eiginleika samtímis ogerfðasamhengis þeirra; og gera ráð fyrir aðeiginleikarnir geti breyst með tímanum (þaðverða erfðaframfarir); og taka tillit til þess aðgripir parast ekki tilviljunarkennt saman(valpörun); og að fá sambærilegar niðurstöðursamtímis fyrir alla gripi stofnsins.Bandaríkjamaðurinn C. R. Henderson varreyndar vel fyrir miðja síðustu öld búinn aðfinna aðferð til að leysa þessa reikningsþrauten henni varð ekki beitt í hagnýtri búfjárræktfyrr en löngu síðar vegna skorts á reikniafli –aðferðin var BLUP einstaklingslíkan.

Við vorum nokkuð fljót til í því að innleiðaþessar aðferðir hér á landi. Heppnin var meðokkur því ungur Hvanneyringur af hafnfirskubergi brotinn, Þorvaldur Árnason, lagði landundir fót og braust til náms í kynbótafræði íhinni skosku Edinborg og síðar UppsölumSvíþjóðar, á hárréttum tíma. Hann lenti þarbeint í hringiðu nýrra aðferða á þessu sviði ogflutti þekkinguna og áhugann hingað heim ogsmitaði okkur hin af bakteríunni. Við höfum

svo verið óstöðvandi síðan og komið af staðvinnslu kynbótamats, sem byggir á þessumaðferðum, í hrossarækt, nautgriparækt ogsauðfjárrækt.

Tonn af mjólkEn hverjar hafa svo framfarirnar verið íbúfjárræktinni? Einföld og örugg aðferð tilþess að hafa auga á framförum er að skoðahvernig meðalgildi kynbótamatsins breytistmilli fæðingarára. Það má gera fyrir hvern ogeinn eiginleika sérstaklega en einnig fyrirheildareinkunn og sjá þannig hvernig okkurmiðar á leið okkar að ræktunartakmarkinu íhverjum stofni fyrir sig. Kynbótagildið másetja fram með ýmsum hætti og nærtækast erkannski að birta það í einingum þesseiginleika sem um ræðir hverju sinni t.d. íkílóum, sentímetrum, stigum, sekúndumo.s.frv. Þannig væri því t.d. hægt að lesaerfðaframfarirnar út sem aukningu í þunga áári. Svo dæmi sé tekið, þá má lesa íniðurstöðum nýrrar rannsóknar áerfðaframförum hjá íslenskum nautgripum aðkýrnar í dag skila langleiðina einu tonni meiraaf mjólk á ári en formæður þeirra gerðu fyrir40 árum síðan. Þessa aukningu má rekja tilþess að þær eru einfaldlega betur búnar hvaðerfðaefni varðar – þetta er afrakstur

Erfðaframfarir í miki lvægum þáttum hjá íslensku búfé

BÚFJÁRRÆKT

© Ágúst Sigurðsson

FREYJA 1-2 22

Page 24: Freyja 2-1

ræktunarstarfsins. Svipaðar sögur má segja úrhrossaræktinni og af sauðfénu, verulegarframfarir í öllum eiginleikum sem máli skiptaog lögð er rækt við. Þannig má sjá að hrossiðsem fékk einkunnina 8 fyrir tölt á árum áðurmyndi rétt ná einkunninni 7 í dag ogsauðfjárræktin hefur fikrað sig 1,5 stig uppEUROP skalann í holdfyllingu frá því að hannvar tekinn í gagnið árið 1998.

Erfðaframfarir má einnig birta með öðrumhætti þannig að auðveldara sé að bera samanmismunandi eiginleika og jafnvel búfjárstofna.Einna gleggst þykir að setja erfðabreytingarfram sem hlutfall af erfðabreytileikaviðkomandi eiginleika eða m.ö.o. hversu velvið nýtum það eldsneyti (erfðabreytileikann!)sem í boði er. Á myndinni sem fylgir þessarigrein eru með þessum hætti bornar samanframfarir í búfé okkar í áðurnefndumeiginleikum. Ekki þarf að skoða þessa myndlengi til að átta sig á að okkur hefur miðaðverulega áfram og að innleiðing á útreikningikynbótamats eftir BLUP einstaklingslíkani ámjög stóran þátt í því. Kynbótamatið ergjarnan kynnt á skala sem hefur meðaltalið100 og einkunnirnar sveiflast eftirnormalkúrfunni nokkurn veginn á bilinu 70-130. Þetta næst með því að taka BLUP lausn(x) fyrir hvern grip, sem er auðvitað íeiningum viðkomandi eiginleika, t.d. kg, ogumreikna yfir á 100 skalann með þessarieinföldu jöfnu: BLUP stig = 100 +(x/erfðafrávik)*10. Hver 10 BLUP stig táknaþannig 1 erfðafrávik. Erfðafrávik í

mjólkurafurðum er 386 kg, erfðayfirburðirgrips með einkunnina 110 eru því 386 kg yfirmeðaltalinu, gripur með 120 stig liggur þannig772 kg yfir og sá með 130 stig er 1158 kgfremri. Sambærilegar tölur fyrir tölt í hrossumeru að 130 stig þýða tæpum 2 hærri einkunnen meðaltalið því að erfðafrávikið er metið0,625.

BLUP einstaklingslíkan var fyrst tekið ínotkun hérlendis árið 1986, þegarhrossaræktendur riðu á vaðið. Næst í röðinnivar nautgriparæktin árið 1992 og síðansauðfjárræktin árið 1999. Áhrif þessarabreytinga eru afar ljós ef línurnar á myndinnieru skoðaðar nánar, hrossin taka stefnuna uppá við fyrst, nokkru síðar kýrnar og loks tekursauðfjárræktin mikinn kipp. Kerfið virkar!

Þróunin heldur áframJafnt og þétt er unnið að því að bæta matið,setja upp raunsærri líkön, taka nýja eiginleikainn og innleiða almennt þær aðferðir sembestar þekkjast á hverjum tíma. Þróunin erstöðug í þessum fræðum á heimsvísu og alltafeitthvað nýtt að koma fram. Með verkefninuSKUGGA er gengið mjög ákveðið í þá átt aðsamhæfa og samnýta alla tæknivinnu á þessusviði og formlega litið á vinnslu og þróunkynbótamatsins sem samræmt verkefni þvertá búfjártegundir. Ótal þörf og spennandiverkefni liggja fyrir hjá SKUGGA-liðum næstumisserin. Hvað nautgriparæktina varðar þámá nefna þrjú forgangsverkefni: Bættaraðferðir við mat á frjósemi, greining á

niðurstöðum kúadóma m.t.t.erfðastuðla og vægis í heildareinkunnog innleiðing nákvæmari aðferða viðútreikninga mats fyrir afurðir ogfrumutölu. Í hrossunum er nú stefntað því að hleypa af stokkumendurskoðuðu kynbótamat haustið2012, þar sem birtar verða sérstakareinkunnir fyrir svokallaðakeppniseiginleika. Næsta skref þar áeftir verður síðan að vinna að lausn áskekkju sem skapast við það að hrossmæta misvel til dóms eftir ættlínumog uppruna. Í sauðfjárræktinni erutvö verkefni í augsýn, annars vegar

BÚFJÁRRÆKT

© Áskell Þórisson

FREYJA 1-223

Page 25: Freyja 2-1

að byggja upp BLUP mat fyrir þunga lamba aðteknu tilliti til beinna áhrifa og áhrifa frámæðrum og hins vegar að koma niðurstöðumómmælinga í erfðafræðilegt samhengi við matá kjötgæðum.

Tækifæri fyrir BS og MS nemendurHér hafa bara verið nefnd nokkur dæmi umverkefnin á næstunni en listinn er mun lengriog gífurlega spennandi, það er svo margtógert til hagsbóta fyrir íslenska búfjárrækt!Þess má geta að mörg verkefni innanSKUGGA eru kjörin nemendaverkefni(BS/MS) og er þeim sem áhuga hafa eða vitaaf áhuga hjá efnilegum stúdentumeinhversstaðar bent á að hafa samband. Ýmisönnur hliðarverkefni lenda einnig inni á borðihjá SKUGGA eins og t.d. kynbótamat fyrirbleikjur, hunda, litbrigði og ýmsafagurfræðilega þætti. Hver veit nemabýflugurnar rati til okkar einn góðanveðurdag.

„Mengjaúrval“Menn hafa lengi litið til þess að geta nýttupplýsingar um erfðamengið beint til aðbyggja úrval á og ná þannig auknumframförum. Úrval sem byggir að hluta til áþekktum genum og virkum svæðumerfðamengisins (QTL) hefur í sumum tilfellumhraðað framförum marktækt en engu að síðuralmennt gefið of lítið umfram hinarhefðbundnari aðferðir. Þekking í erfðafræðivex stöðugt og nú alveg á síðustu árum hafaorðið stórstígar framfarir í þeirri tækni semlýtur að því að skanna erfðamengið í heildsinni með hjálp svokallaðra SNP örflaga.

Þessar aðferðir verða öflugri og ódýrari meðhverju árinu sem líður. Niðurstöður nýlegrarannsókna sem byggja á hermireikningumbenda til að mögulegt sé að nýta SNPerfðamörk og tengsl þeirra við þekktarsvipgerðir sem grunn fyrir kynbótamat. Efþetta reynist rétt í raun og veru mætti tala umbyltingu í aðferðafræði í búfjárrækt. Ínautgriparækt hefur verið nefnt að þetta væriaf sömu stærðargráðu og þegar sæðingarnarvoru teknar í gagnið fyrir miðja síðustu öld.Áhrifin kæmu fyrst og fremst með styttraættliðabili og framfarir gætu mögulega allt aðþví tvöfaldast. Margar af stærstumjólkurframleiðsluþjóðum heims eru að prófasig áfram í þessum efnum og teknar til við aðbyggja kynbótaskipulag sitt á því sem mættikalla úrval með greiningu erfðamengis eðajafnvel bara „mengjaúrval“.

Ef til vill gætir hér nokkurrar bjartsýni og þvífer fjarri að öll vandamál séu leyst. Hindranireru í veginum hvað varðar minni stofna ogeiginleika með lágt arfgengi, auk þess semvísindamenn greinir á um áhrif til lengri tímalitið. Með tímanum er þó líklegt að nýta megiþessar aðferðir víða í búfjárrækt. Í smærristofnum mætti gera það hreinlega með því aðerfðagreina alla einstaklinga þegar kostnaðurverður viðráðanlegur. Mikilvægt er að sjáfyrstu vísbendingar um árangur þessaraaðferða, sem munu koma í ljós nú á allranæstu árum. Á meðan höldum við ótrauðáfram að bæta þessa stofna okkar meðhefðbundnari aðferðum og bara býsnaáhrifaríkum.

BÚFJÁRRÆKT

FREYJA 1-2 24

Freyja er blað sveitafólksins!

Ársáskrift að prentuðu eintaki*

kostar 6.000 kr. m/vsk

Stakt eintak kostar 2.000 kr.

Eflum útbreiðslu Freyju!*Búnaðarblaðið Freyja kemur út fjórum sinnum á ári

Page 26: Freyja 2-1

Bjarni Guðmundsson prófessor viðLandbúnaðarháskólann skrifaði grein í ritRáðunautafundar 1991, sem heitir „Búskapurer heyskapur“ og vísaði þar með í þekktmáltæki sem undirstrikar að fóðuröflunin séundirstaða búrekstrarins. Eins og Bjarni tekurtil orða, er heyskapur ferill verka þar semupphafið er sett við fyrstu stigfóðurræktarinnar en endir hans að afurðumbúfjárins fengnum, enda heyið lítils virði fyrr.Megintilgangur Bjarna með greininni var aðhvetja til umhugsunar og umræðu um allt semvið kemur fóðuröflun og það sem þar mættimögulega bæta. Greinin er enn í fullu gildi ogýmislegt sem Bjarni bendir þar á sem leiðir tilúrbóta vekur mann til umhugsunar um hversé staðan í dag, nú 21 ári síðar. Hér tel ég að

íslenskur landbúnaður eigi enn margavannýtta möguleika.

Það er víst að afkoma bænda er afar háð þvíhvernig til tekst við heyskapinn og kemur þarmjög margt til. Þess vegna er það svomikilvægt að öll ákvarðanataka tengdfóðuröfluninni sé vel ígrunduð. Leggja þarfmat á nauðsynlegan mannafla og vélakost ogeinnig þarf að áætla hvers konar fóðursnauðsynlegt sé að afla, í hvaða magni og íhvaða gæðum. Öll ákvarðanataka ætti aðmiðast við að hámarka framlegð búsins.Vissulega ræðst þetta allt af tíðarfarinu, en þarer ljóst að við höfum enga stjórn.

Bændur leggja almennt mikinn metnað í aðauka afurðir búfjárins, en þeim hættir kannskistundum til að kosta full miklu til. Það er gottog gilt, geri menn sér grein fyrir því.Framsetning á niðurstöðumbúfjárskýrsluhalds hvetur bændur til að komabúi sínu á lista meðal þeirra bestu fyrirafurðamagn og gæði. Hins vegar er ekkert íbúfjárskýrsluhaldinu sem vísar til framlegðar

búsins. Svörum við spurningumvarðandi hvað kostaði mikið aðframleiða hvert kg kjöts eða lítramjólkur er oft ábótavant. Bestreknu búin eru því ekki endilegaþau sem standa hæst íbúfjárskýrsluhaldinu. Í þessusambandi þarf að hafa í huga aðmismunandi aðstæður sem snúaað t.d. landgæðum, landrými ogveðurfari leiða til mismunandimöguleika til búrekstrar.

Skýrsluhald er undirstaðagóðrar áburðaráætlunar

BORGAR PÁLL BRAGASON

verkefnastjóri í jarðræktBændasamtökum Íslandsbpb@bondi. is

Nú þegar ég sest niður til að skrifa um áburðaráætlanagerð, finnst mér ég þurfa að skrifa umhlutina í víðara samhengi. Góð áburðaráætlun er til lítils ef henni er ekki fylgt og þó að þaðsé gert, þá getur tíðarfarið komið í veg fyrir að hún sé til nokkurs gagns. Þá er áburðaráætlunlítils virði ef hún er ekki unnin á grunni góðra upplýsinga.

JARÐRÆKT

FREYJA 1-225

© Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Heyskapur í Eyjafirði

Page 27: Freyja 2-1

Eitt af því sem Bjarni bendir á í áður nefndrigrein er mikilvægi þess að halda til hagaupplýsingum um ræktunarástand, áburð ogaðra ræktunarþætti hverrar spildu, sem nýtt ertil fóðurræktar. Þetta eru upplýsingar sembændur þurfa síðar að hafa til hliðsjónar viðýmsa ákvarðanatöku tengda búrekstrinum.Það er tiltölulega stutt síðan Bændasamtökinkomu upp túnkortagrunni þar sem hægt er aðteikna og mæla upp tún með nákvæmumhætti. Enn styttra er síðan áburðaráætlana- ogskýrsluhaldsforritið Jörð.is var tekið í notkunog tengt við túnkortagrunninn. Hvort tveggjaer rekið á miðlægum grunni sem þýðir að öllskráning og vinnsla í kerfunum er háðtengingu við veraldarvefinn. Í þessu erufólgnir ýmsir möguleikar, tileinki bændur sérað nota forritið. Til dæmis þegar bóndi ográðunautur vinna saman að áburðaráætluneru þeir alltaf að vinna með sömu gögn ogbreytingar verða báðum aðilum sýnilegarjafnóðum og þær eru gerðar, þrátt fyrir að þeirvinni að áætluninni hvor á sínum staðnum.

Áður fyrr höfðu menn vissulega túnkort eðavissu nokkurn veginn um túnstærðir ogskráðu einnig ýmsar upplýsingar umjarðræktina í dagbækur eða í einhvers konarskýrsluform. Notagildi slíkra upplýsinga erhins vegar takmarkað ef aðgengi að þeim erekki gott. Til dæmis eru núna lesnar inn íJörð.is niðurstöður hey- ogjarðvegsefnagreininga sem bændur fengu áðuraðeins á pappír.

Í áburðaráætlanagerð gildir hugtakið „Aðfortíð skal hyggja er framtíð skal byggja“. Oftá tíðum er áburðaráætlun unnin í samvinnuráðunauta og bænda. Hún byggir á því aðbóndinn leggur til upplýsingar um hvað hefurverið gert í jarðrækt hverrar spildu undanfarinár og hvaða ávinningi það skilaði, þ.e. hannheldur skýrslur í jarðrækt. Ráðunauturinnmetur áburðarþarfir hverrar spildu að teknutilliti til alls þess sem skráð er í skýrsluhaldið.Þekking á eiginleikum jarðvegs,næringarþörfum nytjajurtanna, staðbundnum

Túnkort úr gagnagrunninum Jörð. is, unnin af höfundi

JARÐRÆKT

FREYJA 1-2 26

Page 28: Freyja 2-1

aðstæðum ásamt ræktunarsögunni er forsendafaglegrar áburðaráætlunar.

Mikilvægt er að leggja mat á hvað takmarkifyrst afkastagetu hverrar spildu. Það er ekkiendilega tegund nytjagróðursins eða skortur ánæringarefnum, heldur getur það t.d. veriðlágt sýrustig eða léleg framræsla. Áður enáburðaráætlun er unnin er einnig mikilvægtað fyrir liggi upplýsingar um hvað á að rækta,hversu mikið og af hvaða gæðum. Sú áætlunþarf að miðast við áætlaðar fóðurþarfir næstaárs. Ef vel tekst til getur útkoman lágmarkaðkostnaðinn við fóðuröflunina án þess að þaðkomi niður á afurðum búsins.

Enn í dag eru of margar áburðaráætlanirgerðar á grunni of lítilla upplýsinga. Þær erujafnvel endurnýttar í mörg ár, þrátt fyrir aðforsendur séu löngu brostnar. Leiðbeinandiáburðarskammtar í handbókum taka oft miðaf stuttri ræktunarsögu og lítilli uppsöfnunnæringarefna. Langvarandi ræktun, einkummeð nýtingu búfjáráburðar gerir jarðveginnfrjósamari, sem þá leiðir til minniáburðarþarfa. Þá hefur það sýnt sig aðbúfjáráburður hefur oft á tíðum veriðvanmetinn áburðargjafi og þá ekki sístlangtímaáhrif hans.

Tún sem reglulega fá búfjáráburð hafa tildæmis allt annað jarðvegsvistkerfi en tún semeingöngu hafa fengið tilbúinn áburð. Einnhlutinn af þessum mun liggur í magniköfnunarefnis (N) sem er bundið í lífrænuefni. Þar skiptir máli hversu mikið og hversuoft túnið hefur fengiðbúfjáráburð. Í mykju eraðeins rúmlega helminguralls köfnunarefnisins á samaformi og í tilbúnum áburðiog nýtist því strax á þvívaxtarári sem borið er á.Annað köfnunarefni erbundið í lífræn efnasamböndog nýtist við niðurbrot þeirraá mörgum árum. Hafa þarf íhuga að efnastyrkur íbúfjáráburði er mjögmismunandi. Hann ræðst

einkum af búfjártegund, en einnig af styrkþess fóðurs (í orku og próteini) sem gripirnireru á. Þá er þurrefnishlutfall búfjáráburðarafar breytilegt, einkum þegar verið er að akahonum á völl. Þar getur munað meira enhelmingi í þurrefni og þar með einnig íefnamagni.

Annað sem breytist í áburðarþörfum túna viðlangvarandi áburðargjöf er fosfórþörfin (P).Yfirleitt er rétt að bera á fosfór til jafns við þaðsem uppskeran fjarlægir, en það er um 15 kgP/ha í grasrækt. Hins vegar þarf að bera munmeiri fosfór á nýræktir og þegar tún hafanýlega verið endurræktuð. Langtímaskráningá fosfórgjöf og uppskeru getur gefið góðarvísbendingar um hverjar áburðarþarfirnar eru,en þær geta verið mjög litlar í einhvern tíma efuppsöfnun fosfórs í viðkomandi túni hefurorðið mikil.

Það er ekki síst fyrir komandi kynslóðir semgott jarðræktarskýrsluhald kemur að gagni. Sústaðreynd er að minnsta kosti það semstundum þarf að grípa til þegar rökrætt er umágæti þess. Sumir treysta á að minni þeirra séóbrigðult, en sjá þó kostina við skýrsluhaldiðþar sem þekking þeirra á frjósemi landsinsgengur ekki á milli kynslóða, án vandkvæða.

Skýrsluhald í jarðrækt og áburðaráætlun sembyggir á því er að mínu mati eitt af stóruvannýttu tækifærunum í íslenskumlandbúnaði. Nú sem aldrei fyrr, þegaráburðarkostnaður við fóðuröflunina hefuraldrei verið meiri.

JARÐRÆKT

© Áskell Þórisson

FREYJA 1-227

Page 29: Freyja 2-1

fleiri kynjum sem blandað er því lengur er hægt aðviðhalda hámarks blendingsþrótti í gegnum kyn-slóðirnar. Forsendan hér er að innbyrðis skyldleikií hverju kyni sé ekki takmarkandi þáttur.

Af hverju blendingsrækt?Rökin fyrir blendingsrækt í kjötframleiðslu erueinföld. Hún skilar mun meiri framlegð (tekjur-breytilegur kostnaður) en ræktun með alíslenskumnautum. Dæmi um mun á framlegð milli íslenskranauta og Limousine hálfblendinga við ólíkaraðstæður má sjá í Töflu 2. Þar er sett upp sviðs-mynd í geldneytafjósi af ákveðinni stærð og fram-legðin er reiknuð út á ársgrundvelli (tekju- ogkostnaðartölur miðað við haustið 2011). Með þvíað stytta eldistíma gripanna í 20 mánuði í stað 24mánuði má auka veltuhraða (hausafjölda) í samarými um 20% á ársgrundvelli. Meðalfóðurstyrkur„veika“ eldisins er 0,73 en „sterka“ eldisins 0,86FEm/kg þurrefni, bæði í 20 og 24 mánaða eldis-

flokkunum. Í þessufjósi gefa Limousinehálfblendingarnir 2,3til 10 sinnum meiriframlegð en alíslensknaut, allt eftir sviðs-mynd. Að jafnaði gef-ur „sterkt“ 20 mánaðaeldi mestu framlegð-ina en minnst er fram-legðin í „veiku“ 24mánaða eldi. Niður-stöður fyrir Angushálfblendinga myndugefa mjög svipaðaniðurstöðu en munur-inn á íslenskum naut-um og Gallowayhálfblendingum er

Hvað gerist við blöndun kynja?Það sem menn eru að sækjast eftir með því aðblanda saman tveimur ólíkum kynjum (erfðahóp-um) er að framkalla blendingsþrótt (heterosis –hybrid vigor) og s.k. „fyllingu“eða „uppbótarpör-un“ (complementarity). Blendingsþróttur er mjögbreytilegur eftir skyldleika kynjanna sem verið erað blanda, en einnig eftir gerð eiginleikanna.Eiginleikar með hátt arfgengi, eins og t.d. skrokk-hlutföll, gefa lítinn blendingsþrótt, en eiginleikarmeð lágt arfgengi, eins og t.d. ýmsir frjósemis-þættir gefa mikinn blendingsþrótt. Mynd 1 a og bsýna dæmi um mikinn og miðlungs blendingsþrótt(t.d. vaxtarhraða). Þettaleiðir til þess að blending-ar mjólkurkúakyns ogholdakyns hafa umtals-vert meiri vaxtarhraða,nýta fóður betur (til vaxt-ar) og flokkast betur enhreinræktað mjólkurkúa-kyn.

Í blendingsrækt yfirleitt,er lögð áhersla að há-marka blendingsþróttinn.Tafla 1 sýnir áhrif fjöldakynja sem blandað ersaman og áhrif kynslóða ámögulegt hámarkblendingsþróttar. Með

Blendingsrækt í nautakjötsframleiðsluNautakjötsframleiðsla hér á landi er að mestu stunduð meðfram mjólkurframleiðslu og erstærstur hluti ungnautakjöts af alíslensku kyni, þrátt fyrir að í boði sé holdanautasæði afþremur holdakynjum til blendingsræktunar. Samkvæmt upplýsingum sem finna má ávefsíðu Matvælastofnunar (www.mast.is) má ætla að einungis 6­8% ungnautakjöts (UNflokkar) árið 2010 hafi verið holdablendingar af einhverju tagi. Þá vekur athygli að skráðumholdakúm, sem flestar eru í hjarðeldi, hefur fjölgað stöðugt á undanförnum tuttugu árum ogeru þær í dag um 1600 talsins deilt á 128 kennitölur. Þar af eru 10 með yfir 50 kýr(Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir, persónulegar upplýsingar). Hjarðeldi hefur því verið í sókn. Íþessari grein verður fjallað um blendingsræktun og þá möguleika sem felast í henni, bæðimeð mjólkurframleiðslu og í hjarðbúskap. Með hjarðbúskap er hér átt við búskap þar semkálfar ganga í beitarhögum undir mæðrum sínum fram að fráfærum og að kýr eru að mestuúti allt árið.

ÞÓRODDUR SVEINSSSON

Landbúnaðarháskóla Íslandsthorodd@lbhi. is

NAUTGRIPARÆKT

FREYJA 1-2 28

Page 30: Freyja 2-1

ekki eins mikill, en þó mjög áþreifanlegur. Það aðsterk fóðrun sláturgripa skili mestri framlegð eruekki ný vísindi. Í Búfjárfræði Gunnars Bjarnasonarfrá 1966 er gefin sú höfuðregla um gripi sem teknireru til slátureldis. „Að kappala gripina á semskemmstum tíma.“

Blendingsrækt í kjötframleiðslu meðmjólkurframleiðsluHver er skýringin á því að mjólkurframleiðendur íkjötframleiðslu nota oftast íslensk naut í staðblendinga þegar munurinn á fram-legðinni er svona mikill á þessumtegundum eldisgripa? Sennilega erþað vegna þess hversu nýliðunar-þörfin í mjólkurkúastofninum ermikil að ekki sé minnst á mikinnkálfadauða á mörgum kúabúum.Mynd 3 sýnir það hlutfall mjólkur-kúa sem hægt væri að sæða meðholdanautasæði miðað við vaxandinýliðunarþörf og mismunandikálfaafföll (10 eða 20%). Efnýliðunarhlutfallið er 30% værihægt að sæða 10-15% kúnna meðholdanautasæði en ef hlutfallið ferniður í 20% væri þetta hlutfall 20-25% miðað við sömu forsendur. Efhægt væri að nota kyngreint sæðimyndi þetta hlutfall geta aukistumtalsvert. En það eruframtíðardraumar.

Möguleikar með blendingsrækt hér álandiSamkvæmt nautaskrá NautastöðvarBændasamtaka Íslands (2011) er til sæði úrfimmtán Galloway bolum, þar af tveimuralbræðrum og 11 hálfbræðrum. Sæði er tilúr þremur Angus nautum, þar af tveimuralbræðrum og þremur Limousine nautum,og af þeim eru tveir albræður. Þetta litlaúrval takmarkar mjög möguleika íblendingsræktun hér á landi vegna þesshversu eyðileggjandi skyldleikaræktun erog því ekki valkostur. Mögulegarblendingsgerðir til að mynda blendingahóp(hjörð) má sjá í rammagrein 1.

Blendingsrækt í hjarðbúskapHjarðbúskapur með nautgripi var mikið

stundaður á landnáms- og söguöld en lagðist síðanaf. Árið 1933 eru fluttir inn nokkrir gripir afGalloway, Angus og skosku Hálendings kyni semvar þó slátrað í einangrun vegna kvilla. EinumGalloway nautkálfi var bjargað og með honumhófst blendingsrækt hér á landi. Saga holdakynjahér á landi verður þó ekki rakin frekar hér en ítengslum við þennan innflutning má segja aðhjarðbúskapur með nautgripi hefjist aftur og þásennilega aðeins á Hvanneyri en mestur var hannþó í Gunnarsholti.

Mynd 1 a og b: Á myndinni má sjá hvernig hlutfal l fyl l ingar ermismunadi við mikinn blendingsþrótt (1 a) eða miðlungs

blendingsþrótt (1 b)

Rammagrein 1:Blendingsþróttur (%) eiginleika er fundinn þannig:

[(meðaltal blendinga AxB – meðaltal foreldra A,B) ÷ meðaltal foreldra A,B] x 1 00

„Fyll ing“/„uppbótarpörun“ eiginleika er einfaldlega meðaltal foreldra blendinganna. Þarna bæta foreldrar af

mismunandi stofnum hvorn annan upp m.t. t. einstakra eiginleika

b

NAUTGRIPARÆKT

29 FREYJA 1-2

Page 31: Freyja 2-1

Blendingsrækt er grunnskilyrði fyrir hjarðeldi hérá landi þar sem íslenska kúakynið er holdrýrt ogþað mjólkar of mikið. Kjarni hjarðeldisins erukýrnar sem fæða og ala kálfana fram að fráfærumvið 6-7 mánaða aldur. Þær þurfa að vera viðhalds-litlar, harðgerðar, með ríkt móðureðli, mjólka jafntog passlega mikið og skila af sér bústnum kálfumvið fráfærur. Þessir eiginleikar eru sóttir í holda-kynin.

Eins og komið hefur fram er þröngt sniðinnstakkurinn fyrir blendingsrækt og því þarf gottskipulag við kynblöndun til að koma í veg fyrirskyldleikarækt. Hér fyrir ofan voru listaðir allirblendingsmöguleikar í dag og hvað þyrfti að var-ast. Hagkvæmasti kosturinn fyrir hjarðbændur erað semja við kúabændur um að útvega hálf-blendinga til undaneldis (kvígur og heimanaut).

Rammagrein 2 : Mögulegar blendingsgerðir til myndunar hjarðar blendingaÍÍ stendur fyrir íslensk (3 gripir einn á móti hverju kyni), AA fyrir Angus, GG fyrir Galloway og LL fyrir Limousine gen.

Grunnurinn er íslenskar kýr sæddar af holdanautum eða:

Í1,2,3 x G1, A1, L1

1 . kynslóð með sæðinguG1/Í1 A1/Í2 L1/Í3

2. kynslóð með sæðingumG2G2/G1Í1 A2A2/A1Í2 L2L2/L1Í3G2G2/A1Í2 A2A2/G1Í1 L2L2/G1Í1G2G2/L1Í3 A2A2/L1Í3 L2L2/A1Í2

2. kynslóð með heimanautum (blendingar)G1Í1/A1Í2 A1Í2/G1Í1 L1Í3/G1ÍG1Í1/L1Í3 A1Í2/L1Í3 L1Í3/A1Í2

3. kynslóð með sæðingumG2G2G2G2/A2A2A1Í A2A2A2A2/G2G2G1Í1 L2L2L2L2/G2G2G1Í1G2G2G2G2/A2A2A1Í2 A2A2A2A2/G2G2L1Í L2L2L2L2/G2G2A1Í2G2G2G2G2/L2L2L1Í3 A2A2A2A2/L2L2L1Í3 L2L2L2L2/A2A2A1Í2G2G2G2G2/L2L2A1Í2 A2A2A2A2/L2L2G1Í1 L2L2L2L2/A2A2G1Í1

3. kynslóð með heimanautiG2G2G1Í1/A2A2A1Í2 A2A2A1Í2/L2L2G1Í1 L2L2L1Í3/G2G2G1Í1G2G2G1Í1/L2L2A1Í2 A2A2A1Í2/L2L2L1Í3 L2L2L1Í3/A2A2G1Í1G2G2G1Í1/A2A2L1Í3 A2A2A1Í2/G2G2L1Í3 L2L2L1Í3/G2G2A1Í2

Íslensku kýrnar mega ekki vera hálfsystur og helst sem minnst skyldar. Úr þessum víxlunum verður fyrst til1 . kynslóð blendinga, s.k. hálf- eða einblendingar og þannig fæst hámarks blendingsþróttur (100%).

Hálfblendingskýr eru síðan sæddar með sæði úr óskyldum holdanautum af sama kyni eða öðru kyni (G2G2,A2A2 eða L2L2) eða með heimanautum (blendingum) af réttri gerð til að mynda fjórðungsblendinga (2. kynslóð).Með heimanautunum fæst 50% af hámarksblendingsþrótti en með sæðingum úr hreinum holdanautum fæst 75-100% af hámarks blendingsþrótti.

Allir fjórðungarnir eru samsettir úr tveimur eða þremur kynjum (fjórum óskyldum einstaklingum) og því er hægtað sæða kýr af þessari kynslóð með sæði nauta af holdakyni sem vantar inn í blöndunina eða með heimanautum(blendingum) af réttri gerð og þannig tekst að mynda 3. kynslóð blendinga eða áttunga. Með heimanautunumfæst 50-63% af hámarksblendingsþrótti en með sæðingum úr hreinum holdanautum fæst 88-100% af hámarksblendingsþrótti.

En mikið lengra verður ekki komist í blönduninni án skyldleikaræktunar. Vissulega er hægt að sæða áttunga semeru bara gerðir úr tveimur holdakynjum með þriðja holdakyninu. En við það eykst flækjustigið umtalsvert ogtelja verður ávinninginn lítinn miðað við þá fyrirhöfn. Mikilvægt er að áttungarnir séu eingöngu notaðir tilkjötframleiðslu, en hálf- og fjórðungsblendinga er hægt að nota til undaneldis með markvissu skipulagi.

Hámarksþróttur100%

75%100%100%

50%50%

88%88%100%100%

50%63%63%

NAUTGRIPARÆKT

FREYJA 1-2 30

Page 32: Freyja 2-1

Það má borga talsvert meira en smákálfaverð fyrirþessa gripi því að þannig sparast að þurfa að haldaíslenskar kýr á hjarðbúinu í þeim tilgangi einumað viðhalda blendingsstofninum.

Það er mikilvægt að nota sæðingar í hjarðeldinu.Þær eru nauðsynlegar til að fá góða fjórðungs-blendinga til undaneldis og áttunga til kjötfram-leiðslu. Íhuga ber vandlega hvort ekki borgi sig aðsamstilla kýrnar til að auðvelda þá vinnu semsæðingunum fylgir. Þar sem mikilvægt er aðkýrnar seinki sér ekki og til að draga úr nýliðunar-þörf er nauðsynlegt að heimanaut af réttrisamsetningu gangi í kúnum til að minnkauppbeiðslu. En reikna má með því að fanghlutfalleftir fyrstu sæðingu geti einungis verið um 60%.

En hvernig blendinga viljum við? Það verður hverog einn að gera upp við sig. Rammagrein 2 sýnireitt dæmi um hjörð með Angusblendingum.

Líta má á hjarðeldi sem 24 mánaðaeldishringrás og er hún sett upp ímeðfylgjandi töflu. Þar er hjörðinni skipt uppí mjólkurmæður, nautkálfa og kvígukálfa enheimanautum er þó ekki fylgt sérstaklegaen hafa verður hugfast að þau erumikilvægur partur af hverri hjörð.

Kýrnar eiga að bera á vorin í maí/júní til aðnýta besta beitartímann fyrir kálfauppeldið.Í ágúst er kúnum haldið sem og 15 mánaðakvígum þannig að þær beri 24 mánaða. Viðfráfærur eru kvígur og kýr fangprófaðar ogþær sem eru geldar búnar undir slátrun.Nautkálfar og allar áttungs kvígur eru settinn í fóðrunaraðstöðu („feed lot“) í sterkt enstýrt eldi fram að slátrun við 20-24 mánaðaaldur. Eins og hér sést eru tímasetningar íhjarðeldi lykilatriði ef það á að ganga upp.

Þrátt fyrir að útigangskýr séu grunnur hjarðeldisgetur fóðurorkan af beit einungis fullnægt um þaðbil fjórðungi af heildarorkuþörfum hjarðarinnar.Afgangurinn verður að koma úr verkuðu fóðri,aðallega heyjum. Þess vegna er mikilvægt aðhjarðbændur stundi markvissa fóðurræktun.Tryggja þarf næg orkurík hey fyrir kjöteldið ogeinnig fyrir kýr rétt fyrir og yfir burðartímann.Einnig þarf beitarskipulag að vera markvisst.

Rammagrein 3: Hjörð þar sem stefnt er að þvi að kýrnar í hjörðinni séu ríkjandi Angus blendingar:

Einblendingi (G1 /Í1 ) er æxlað við hreinan Angus (G1 /Í x A2/A2) = A2A2/G1 Í1

Kvígur úr þessari víxlun má eingöngu sæða með L út ævina og/eða halda undir L1 /Í3 eða L2L2/L1 Í3 heimanaut. Naut

úr þessari víxlun eru eingöngu alin ti l kjötframleiðslu eða seld ti l hjarðbónda með ríkjandi Limousine blendings kýr.

Einblendingi (A/Í) er æxlað við hreinan Angus (A2/A2 x A1 /Í2) = A2A2/A1 Í2

Kvígur úr þessari víxlun má sæða með L eða G út ævina og/eða haldið undir L1 /Í3, L2L2/L1 Í3, G1 /Í1 eða G2G2/G1 Í1heimanaut. Naut úr þessari víxlun eru eingöngu alin ti l kjötframleiðslu eða að hluta ti l seld hjarðbónda með ríkjandi

Limousine eða Galloway blendings kýr.

Þessi blendingssamsetning ætti að gefa hjörð með góðum mjólkurmæðrum og afbragðs kjötgripum.

Mynd 3: Hér ma sjá hversu stórt hlutfal l mjólkurkúa er hægtað nota ti l að framleiða hálfblendinga miðað við nýl iðunarhlut-fal l í mjólkurkúastofninum og mismunadi afföl l af fæddum kálf-um

Samantekt• Blendingsrækt er mikilvæg til að auka framlegðí nautakjötsframleiðslu• Blendingsrækt í kjötframleiðslu samhliðamjólkurframleiðslu er einföld þegarhindrunum hefur verið rutt úr vegi

• Blendingsrækt er grundvöllur hjarðeldis ogkrefst reglufestu og þekkingar• Mikilvægt er að flytja reglulega inn fósturvísaeða sæði úr holdakynjum!

NAUTGRIPARÆKT

31 FREYJA 1-2

Page 33: Freyja 2-1

Gamli vegurinn lá meðfram túngirðingunni ogyfir lækinn í Gilinu, sem þar rennurkurteislega, nema í vorflóðum. Frá læknum lávegurinn upp úr Gilinu og suður áHöskuldsstaðaás, og svo norður og upp úrGilinu meðfram túngirðingu fyrir ofan Hringog út í Sigga-Jóelspart og þar niður eftir, niður ígegn um Hringsmýri og niður að Djúpadalsá.Göturnar sem ég stautaði skáru gamla veginnog lágu upp á Gilshús. Þaðan lágu þær upp íBrekkukot, þar sem enginn bjó þegar ég manfyrst, og áfram upp á Ás, framhjá Fuglsstapaog heim að Litladal. „Ertu þá komin kurtanmín“. Svona sagði engin nema amma. Ég er

með glas í hendinni og móðir mín kemur á eftirmér með fötu. Hún er líka að fara að mjólka.Kýrnar standa og jórtra í stóískri ró og hreyfasig ekki fyrr en þær verða mjólkaðar. Ég geriekkert gagn en fæ volga mjólk í glasið og drekkúr því í einum teyg. Ég man ekki hvort mérfannst hún góð en mamma sagði að hún væriholl og það dugði, einkum ef engin önnurmjólk var til að morgni dags.

Þetta var á sólskinsdegi á sjötta áratug 20.aldar. Grein Sigtryggs Björnssonar fráFramnesi, um mjólk og mjaltavélar í 2. tbl. 1.árgangs Freyju1 leiddu fram minningar frá því

Tafla 3: Hjarðeldi sett upp sem 24 mánaða hringrás sem hefst við burð í júni

Morgunsólin er björt og hlý og veröldin ilmar. Ég stauta stuttum fótum upp brekkuna aðhliðinu upp á Holt. Þar uppi á einhvern tíma fyrir löngu hlöðnum túngarði, er fjögurrastrengja gaddavírsgirðing. Þar fyrir ofan er Gilið og Gilshúsið, sem svo er kallað þótt ekkertsé þar húsið. Fyrir mitt minni lá vegurinn þarna fyrir ofan túngarðinn. Spotti er í túnhliðinuþannig að ég hefði getað opnað það en í þessu tilfelli þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því.Amma er búin að opna hliðið. Hún er að mjólka Dimmu mína neðst á Gilshúsinu. Ég fer ígegnum hliðið og klifra yfir fleka í öðru hliði á gamla veginum. Þarna við túnhliðið vorunefnilega krossgötur.

Minningabrot um mjaltirSigríður Sigurðardóttir frá Stóru-Ökrum

Safnstjóri Byggðasafns Skagafirðinga

SAGAN

32FREYJA 1-2

Page 34: Freyja 2-1

en við slepptum þeim alltaf við þeirra eiginholur þannig að þær hefðu átt að veraafslappaðri við okkur, eða það fannst mér. Í þádaga var ég viss um að gaman væri að læra alltum mýs en mig óraði ekki fyrir að ég ætti eftirað læra miklu meira um torfveggi.

Fjósverk okkar systkinanna voru misvirðulegog fóru eftir aldri. Þau fólust í að aðstoða pabbavið að gefa kúnum, brynna þeim úr fötu eðaleysa þær til að láta þær drekka úr tunnu, áðuren vatn var leitt að öllum básum í kollur, verkabása og stétt, moka flór, mjólka kýrnar, sigtamjólk í brúsa, bera brúsa í brunn og þrífa föturog sigti vandlega. Mjólkurbrunnur var í lindsem við kölluðum Gvendarbrunn. Af þvíGuðmundur góði vígði vatnið í honum, sagðiafi. Torfveggirnir voru fjarlægðir um 1960 ogþá var byggt við fjósið. Bætt var við tíu básum,hænsnabúri og kálfastíu, sem seinna voruaflögð og breytt í mjólkurhús. Um leið varsteypt ker til að kæla mjólkurbrúsana í. Þáþurfti ekki lengur að rogast með 35-50 ltr.brúsa í brunninn.

Alfa Laval mjaltavélin kom sennilega í fjósið1965. Þá breyttist allt. Kýrnar voru ekki lengurmjólkaðar úti. Amma hætti að mjólka enmamma hélt áfram og notaði mjaltavélina oghreytti á eftir. Stundum voru þær ótækar fyrirvélina, sagði hún. Of seigmjólka eða mismjólka.Þá voru tíu til tólf mjólkandi kýr. Foreldrarmínir voru bæði jafnvirk við mjaltir. Þegar viðsystkinin vorum komin á skólaaldur fórum viðekki í fjósið á morgnana en aðstoðuðum ákvöldin. Á sumrin fórum við kvölds ogmorgna til skiptis. Eftir að mjaltavélarnar komuvar það okkar fyrsta verk, með stírurnar í

þegar fjósið sem ég ólst upp við vélvæddist.Áður en Alfa Laval mjaltavélin var innleiddvoru kýrnar mjólkaðar úti kvölds og morgnaallt sumarið, hvernig sem viðraði. „Það varaldrei kalt undir kúnum“, sagði mamma þegarhún rifjaði það upp. Sjaldan þurfti að ná í þær.Yfirleitt komu þær sjálfar þangað sem vani varað mjólka þær. Ef ekki, þá var eitthvertbarnanna á bænum sent eftir þeim. Þær voruhýstar yfir nóttina á vorin og á haustin ogþegar fór að kólna verulega, um það leyti semfjárrag hófst að haustinu, voru þær hýstar. Ífjósi bernsku minnar voru fáir básar. Ég heldþeir hafi verið níu og kálfastía. Þegar komiðvar inn var fyrst fyrir stétt úr tréborðum til aðganga á inn að fremur djúpum flór. Kannskivar það bara mín eigin smæð sem olli því aðmér fannst flórinn djúpur. Þessi hluti fjóssinsvar elstur. Þar voru hlaðnir torfveggir semaldrei héluðu eins og steyptu útveggirnir ánýrri hlutanum gerðu stundum.

Torfveggirnir voru á milli fjóss og hlöðu aðhluta en einnig fjóss og fjárhúsa, sunnanfjóssins. Veggirnir voru signir og rýrir og áþeim var fullt af holum. Þar inni bjuggu mýssem spókuðu sig borubrattar þegar búið var aðgefa á garðann og pabbi farinn að mjólka. Viðbróðir minn, sem þóttumst vera að hjálpa tilvið að skafa úr básum og moka flórinn, fórumþá upp í garðann til að fylgjast með greyjunum.Þær hömuðust við að éta af mjölinu semkúnum var gefið og fara með nesti með sér inní holurnar. Þeim var alveg sama þótt kýrnarværu næstum búnar að éta þær, en þeim varmeinilla við okkur, þótt við gerðum ekki annaðen aðstoða þær. Reyndar veiddum við þæreinstaka sinnum í fötur til að skoða þær betur

Kýrin GæfKýr þessi kal laðist Gæf og var undan henni Dimmu minni,

sem amma var að mjólka morguninn hlýja í minningunni. Ég

man vel þegar ég sá Dimmu nýborna með þessa gráu

fal legu kvígu. Þrátt fyrir hornin var hún alltaf blíð og þurfti

sjaldan að berja frá sér. Hún var þrifin með sig og básinn

hennar þurr og hún hrein. Hún varð sennilega langelst kúa í

fjósi föður míns. Hún var á tvítugs aldri þegar hún var fel ld.

Myndin er tekin ári áður. Hún var lausmjólka, þokkaleg

mjólkurkýr og gaf af sér ágæt afkvæmi, sem settu svip á

búskapinn á Stóru-Ökrum löngu eftir hennar dag.

SAGAN

33 FREYJA 1-2

Page 35: Freyja 2-1

augunum, að ná í kýrnar og binda á bása. Afisettist á rúmstokkinn og nuddaði í okkur þar tilvið glaðvöknuðum. Hann plataði okkur framúr morgun eftir morgun með sama bragðinu.Sagði að nágrannakrakkarnir væru komnirmeð sínar kýr heim að fjósi. Það var aldreisvoleiðis. Þegar kýrnar voru komnar á sínabása þurfti að gera klárt í mjólkurhúsinu ogþvo þær. Við skiptum fjósverkunum á milliokkar þannig að einhver náði í kýrnar, einhverþvoði þær og sá hinn sami hreinsaði bása ogflór þegar búið var að mjólka og hleypa kúnumaftur út.

Fyrsta áratug véltækninnar var mjólkað í fötur.Þungar fötur þegar þær voru fullar af mjólk ogþurfti að lyfta þeim upp til að láta mjólkinarenna varlega í gegnum sigtið. Árið 1977 varlagt rörmjaltakerfi í fjósið. Ári seinna varkeyptur mjólkurtankur. Mjólkin var þá leiddbeina leið í tankinn sem kældi hana um leið oghún koma þangað. Eftir mjaltavélavæðinguna,þegar elstu systkinin voru farin að heiman ogafi orðinn ótækur á símavakt, varð mamma aðvera komin inn kl. níu til að taka símann. Ábænum var símstöð frá 1954 til 1980. Afi sá umsímavaktirnar fram á áttunda áratuginn en þádapraðist honum sjón og heyrn. Fyrrisímavaktin hófst kl. níu og lauk kl. tólf og súsíðari var á milli fjögur og sjö. Mammamjólkaði kýr tvisvar á dag alla daga frá 1953 til1990, nema þegar hún lá á sæng eða eitthvaðsérstakt var á seyði. Pabbi missti enn sjaldnar affjósverkum. Alltaf var farið í fjós um hálfátta ámorgnana og komið inn um níu og svo aftur ámilli sjö og átta á kvöldin. Fjóshlaðan varsambyggð fjárhúshlöðunni en veggur á milli og

dyr á. Þær voru steinsteyptar og bárujárn áþaki, sem ískraði í þegar austanrokið reyndi aðlosa þær. Hlöðugólfið var jörðin sjálf. Heyiðvar skorið með heyskera og rifið laust meðheynál og það mynduðust geilar, stabbar ograngalar í hlöðunum. Yfir háveturinn var alltafmyrkur þar inni, fannst mér. Pabbi notaðidagskímuna stundum til að losa heyið, semborið var í föngum fram á garðana. Ilmurinnvar mismunandi eftir því hvaða hey voru hvarí hlöðunni. Ég var ekki gömul þegar ég áttaðimig á að lyktin af heyinu af enginu ilmaði afvíði, reyr og stör en nýræktarheyið ornaði oglyktaði allt öðruvísi. Engjaheyið var gott fyrirhrútana, sagði afi. Hlöðurnar voru fylltar meðmisgóðum heyjum og stundum myglaði gotthey í fjóshlöðunni og endaði með að vera gefiðánum. Göngin sem mynduðust í hlöðunum, fráeinum stabba til annars, voru orðin löng oghlykkjótt á aðventu jóla. Geilarnar stækkuðueftir því sem gefið var og blanda heyja afmismunandi túnum og í mismunandi gæðumvar gefin á garðana. Mjólkandi kýr fengu alltafbesta heyið.

Munurinn á lausagöngufjósum nútímans oggömlu fjósunum er mikill. Allan veturinn stóðukýrnar bundnar á bása, alltaf á sama stað,þessar blessaðar skepnur og reynt var að hafasem hlýjast á þeim. Öfugt við það sem talið erbest fyrir þær. Núna geta þær spásserað alladaga um allt fjós, valið sér bás með mjúkuundirlagi, étið þegar þörfin kallar og jafnvelklórað sér á hryggnum þegar þeim sýnist. Fjósnútímans og fjós bernsku minnar er varla hægtað bera saman, svo ólík eru þau. Öll aðstaða ernú svo miklu, miklu betri, bæði fyrir menn ogskepnur.

Myndin er tekin 1 966. Amma Sigríður fær mjólk ti l heimil isins úr mjólkur-

brúsanum hjá föður mínum (Sigga Bj. ) áður en hann fer með hann í

brunninn ti l kælingar og geymslu þar ti l mjólkurbíl l inn kemur. Þá er farið

með brúsa á brúsapall inn þar sem mjólkurbílstjórinn tekur þá og fer með

í samlagið. Gísl i kannar gæði dráttarvélarinnar en Gígja stefnir

greini lega á að fara inn með ömmu. Mjólkursigtið hefur verið lagt ofan á

mjólkurfötu og bæði eru á leið í þvott. Við snúrustaurinn fjær er

olíutankur heimil isins hálfur á kafi. Slóðin upp túnið l iggur að hliðinu á

túngirðingunni þar sem gamli vegurinn lá. Þar fyrir ofan er Gilshúsið.

SAGAN

(Myndir eru frá höfundi)

34FREYJA 1-2

1 Sigtryggur Björnsson, 2011. „Um mjólk og mjaltavélar“ (21-24). Búnaðarblaðið Freyja, 2. tbl. 1. árgangur

Page 36: Freyja 2-1