20
Frímerkjaútgáfur 2010 Jólakort Ágústu P. Snæland Eiður Árnason safnari Gleymda pósthúsið í Reykjavík Grand Prix í hlut Árna 20

Frímerkjaútgáfur 2010 Jólakort Ágústu P. Snæland Eiður ... · (Texti: Eyjólfur Pálsson, Epal.is). Selir I Ætlunin er að gefa út á næstu árum röð frímerkja með

  • Upload
    dongoc

  • View
    236

  • Download
    6

Embed Size (px)

Citation preview

Frímerkjaútgáfur 2010

Jólakort Ágústu P. Snæland

Eiður Árnason safnari

Gleymda pósthúsið í Reykjavík

Grand Prix í hlut Árna

20

ÁVARP FORMANNS L ÍF

Í síðasta pistli mínum hér ræddi ég um Nordiu 2009, norrænu frí -merkjasýninguna sem haldin var í íþróttahúsinu við Strand götu í Hafnarfirði dagana 29. til 31. maí sl.

Vel tókst til um alla þætti sýningarinnar og er bæði ljúft og skylt að þakka þeim fjölmörgu sem að henni komu. Íslands póstur og Hafnar fjarðarbær studdu myndarlega við sýninguna, starfsfólk íþrótta hússins var óþreytandi í sinni aðkomu, frí merkja kaupmenn og er lendar póst stjórnir settu upp sölu bása og stuðluðu þannig að fjölbreytni sýningar-innar. Ánægju legast var hið mikla starf og góða samstaða sem félagar frímerkja-félaganna sýndu við að setja upp og að lokinni sýningu að taka niður sýningarefnið og ganga frá öllu á ótrúlega skömmum tíma. Er því góða fólki þakkað af heilum hug. Ekki ber síður að þakka Frímerkja- og póst sögusjóði fyrir myndarlegan stuðning, en án hans hefði þessi Nordiu-sýning ekki verið haldin.

Gaman var að sjá hve margir íslenskir safnarar tóku þátt sem sýnendur. Ellefu sýndu árangur ánægjulegs erfiðis undanfarinna ára í frímerkjadeildum, tvö verk voru í bók-menntadeild og tvö söfn voru sýnd utan dóma.

Landsþing LÍF fór fram 26. september sl. Skiljanlega var NORDIA 2009 megin verk-efni fráfarandi stjórnar og flest önnur mál féllu í skugga hennar. Kjörin var ný stjórn samtakanna og var að mestu um endurkjör stjórnarmanna að ræða. Stjórn fram til næsta þings er þannig skipuð: Sigurður R. Pétursson for maður, Árni Gústafs son vara-formaður, Hálfdan Helgason ritari, Gunnar Rafn Einarsson gjaldkeri, Kjartan J. Kárason með stjórn andi og Hrafn Hallgrímsson varamaður.

Meðal margra mála sem mér eru ofarlega í huga nefni ég aðeins bókasafn LÍF. Það er allnokkuð að vöxtum en mikil vinna er fyrir höndum að vinna úr því sem þegar er til staðar og mun ýmislegt renna í safnið þegar á það verður komin betri mynd. Fyrir liggur að skrá það og koma í viðunandi horf. Verður bókaskrá safnsins kynnt á heima-síðu LÍF sem nýlega var sett á netið og kynnt á landsþinginu. Vænti ég mikils af heima-síðunni, en slóð síðunnar er www.is-lif.is.

Sambandið við Landssambönd frímerkjasafnara á Norður löndum er gott eins og jafnan áður og er Nordian í sumar skýrt dæmi um það. Meðal annars fengum við sýn-ingarrammana lánaða frá norska landssambandinu auk margháttaðrar ann arrar fyrir-greiðslu. Fyrir það þökkum við af heilum hug. Fram undan er NORDIA 2010 sem haldin verður í Borås í Svíþjóð. Þess er að vænta að íslenskir safnarar fylgi þar eftir þeim góða árangri sem náðist hér í vor.

Á fyrra ári varð Landssambandið 40 ára en fyrsta landsþing var haldið 22. til 24. nóvember 1968. Að kvöldi þess 26. sept ember sl. var af því tilefni haldið hóf og þeim sem unnið höfðu við Nordiu-sýninguna afhentur sérsleginn þakkarpeningur. Við það tækifæri var heiðursforseti LÍF, Sigurður H. Þorsteinsson, heiðraður með æðsta heiðurs-merki LÍF, gullmerki með sveig, fyrir framlag hans í þágu safnara á Íslandi.

Sigurður R. Pétursson

2 Ávarp formanns LÍF

3 Frímerkjaútgáfur Íslandspósts hf. fyrri hluta árs 2010

6 Posta í Færeyjum Nýtt alþjóðlegt svarmerki Mistök í SEPAC-útgáfu

7 Þjóðmenningarhúsið 100 ára – gerð frímerkis

8 Póststjórnarumslög

8 Þjónustuumslag 1870

9 Jólakort Ágústu P. Snæland

10 Safnarakynning – Eiður Árnason

11 Tillögur að flugfrímerkjum

12 Gleymda pósthúsið í Reykjavík 1873–1874

13 Bréfhirðingin HÖFN

13 Styrktarmerki Íslendinga í Danmörku

14 Dijex-68 og Frím 69

14 Frímerkjamarkaðir í París

15 NORDIA 2009

16 Helminguð frímerki

16 Afbrigði í yfirprentun Gullfoss greiðslumerki

17 Upphaf kórónustimpla 1894

17 Opinber eftirstimplun

18 Einkajólamerki Íslandspósts hf.

18 Don Brandt, kveðja

18 Upplög frímerkjaútgáfa

19 Teiknisamkeppni – í tengslum við Nordiu 2009

19 Nýr vefur LÍF

19 Ný bók um íslensk póst - burðargjöld 1870–2009

L E IÐA R I

Nr. 2 / 2009ISSN-1561-428

Gefið út af Landssambandi íslenzkra frímerkjasafnara með stuðningi Íslandspósts hf.

LÍF · Síðumúla 17, 108 Reykjavík · Pósthólf 8752, 128 Reykjavík

Ritnefnd: Þór Þorsteins, ritstjóri og ábyrgðarmaður, [email protected] · Hrafn Hallgrímsson,

[email protected] · Gunnar Rafn Einarsson, [email protected] · Prentun: Svansprent ehf.

Forsíðan:Myndefni jólafrímerkis 2009, steindur gluggi í Bessastaðakirkju, Fjallræðan eftir Guðmund frá Miðdal.

KVEÐJA T IL LESENDA

Nú þegar út eru komin 20 blöð af Frímerkjablaðinu finnst mér tími til kominn að gefa öðrum möguleika á að rita og ráða efni blaðsins í framtíðinni og dreg mig nú í hlé úr ritstjórn blaðsins. Mér er kært að þakka alla þá aðstoð sem fjöldi safnara hefur veitt mér á liðnum árum við pistlaskrif fyrir blaðið.

Þór Þorsteins

3

F R Í M ER K JAÚ TGÁ F U R

ÚTGÁFUR FYRRI HLUTA ÁRS 2010

Selir, útskurður, nýsköpunartogarar og lífið við ströndina

ÚTGÁFURNAR 28. JANÚAR

Íslensk hönnun II – húsgagnahönnunÞann 8. maí 2008 gaf Íslandspóstur út frímerkjaröð undir nafninu íslensk iðn-hönnun enda vel við hæfi, því hönnun er mikið í umræðunni nú. Önnur frímerkjaröð með húsgagna hönnun í sviðsljósinu verður gefin út 28. janúar nk. Báðar þessar frí-merkjaraðir taka á hönnun eins og hún er um þessar mundir en skoða ekki innlenda hönnun í sögulegu ljósi, til dæmis með því að gera gein fyrir eldri húsgagnahönnun.

Fatahengið TRÉ, 2001. Fatahengið Tré er meðal hönnunar gripa þeirra Katrínar Ólínu Pétursdóttur og Michaels Youngs sem notið hafa mestra vin-sælda á alþjóðlegum vett vangi. Það er haganleg lausn á ákveðn- um geymsluvanda í nútímahúsnæði og formrænir eigin leikar hengisins, sérstaklega skírskotunin til náttúrunnar, gera það að sannkallaðri híbýlaprýði.Tangó stóllinn, 1999. Sigurður Gústafsson hönnuður þessa sér-stæða stóls er arkitekt að mennt og hefur nýtt þekkingu sína á sögu byggingarlistar og ýmsum fræðikenningum sem tengjast henni til endurskoðunar á ýmsum forsendum húsgagna hönn-unar. Í stólnum Tangó „afbyggir“ hann stólformið og endur -skapar sem óð til dansins með sama nafni, þar sem karllægir og kvenlægir þættir mætast í taktfastri hrynjandi.Sófinn Dímon, 1999. Þessi sófi Erlu Sólveigar Óskarsdóttur ber ýmis höfundareinkenni þessa smekkvísa hönnuðar. Húsgögn Erlu Sólveigar eru jafnan létt og þokkafull að sjá. Þau einkennast einnig af sterku formskyni og óvenjulegri meðhöndlun á ýmsum innviðum húsbúnaðar, sem þó kemur ekki niður á þægindum þeirra.MGO 180 borðstofuborð, 2005. Fyrir nokkrum árum lét fyrir-tækið Epal endurgera borðstofustól eftir Svein Kjarval frá sjötta áratugnum og í kjölfarið fengu hönnuðirnir Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson það verkefni að hanna nútíma-legt borðstofuborð sniðið að þessum stól. Borðið sem er úr eik, ein kennist af virðuleik og straumlínulögun innviðanna, sem ber aftur vitni alþjóðlegum straumum í húsgagnahönnun. Örn Smári Gíslason hannaði frímerkin. (Texti: Eyjólfur Pálsson, Epal.is).

Selir I Ætlunin er að gefa út á næstu árum röð frímerkja með al -gengustu selum hér við land; landsel, vöðusel, hringanóra, útsel, blöðrusel og rostungi. Aðeins landselur hefur áður komið á frímerki en það var 16. október 1980.

Landselur (Phoca vitulina) er ein útbreiddasta sela tegund heims og algengasta selategund við Ísland. Landselur lifir með-fram strönd um í norðurhluta Kyrra hafs, Norður-Atlants hafs og einnig í Eystrasalti. Land-selur er önnur tveggja sela-tegunda sem kæpir við Ísland – hin er útselur. Stærð stofnsins er áætluð á bilinu 400 til 500 þúsund dýr. Selir hafa verið veiddir við landið allt frá landnámi. Skinn var notað, t.d. til skógerðar en aðallega var selurinn nýttur til matar. Uppistaðan í fæðu landsels er fiskur, oftast smáfiskur, ásamt hryggleysingjum, sér lega smokkfiski. Land-selur er félagslyndur og oft má sjá hópa af honum á ströndum. Landselur er algengur við sunnan, vestan og norðanvert Ísland. Stærð stofnsins er ekki þekkt en hann dróst stórlega saman á síðustu áratugum 20. aldar. Við talningu 1980 voru talin 34.000 dýr við landið en einungis 10.000 árið 2003. Vöðuselur (Phoca groenlandica) er skjöldóttur selur sem lifir í Norður-Atlantshafi og Norður-Íshafi. Hann er talsvert al -gengur flækingur við Ísland. Íslenska nafnið er dregið af, að áður fyrr gengu stórar vöður af þessum sel til Íslands. Vöðu-selur er svipaður landsel að stærð, um 170 til 180 sm langur fullvaxinn og 120 til 140 kg að þyngd. Vöðuselurinn er félags-lynt dýr og fer oftast um í hópum. Selurinn étur mest loðnu og síld. Kóparnir fæðast frá lokum febrúar til byrjunar apríl. Þegar kóparnir fæðast er fæðingarhárið gult á lit en það hvítnar á fáeinum dögum. Kópurinn fær síðan silfurgráan feld með dökku munstri. Stofnstærð vöðusela í heiminum er talin vera á tíundu milljón. Jóhann Jónsson hannaði frímerkin.

ÚTGÁFURNAR 18. MARS

Íslenskt handverk II – útskurðurÞann 27. mars 2008 gaf Íslandspóstur út frímerkjaröð sem var nefnd íslenskur útsaumur, gamall og nýr. Önnur frímerkjaröð þar sem handverk er í sviðsljósinu lítur dagsins ljós 18. mars nk. þegar gefin verða út frímerki tileinkuð gömlum og nýjum útskurði í bein og tré. Báðar þessar frímerkjaraðir taka á gömlu handverki sem varðveist hefur fram á okkar daga og sýna á frí-merki verk sem byggist á þeirri hefð. Í frímerkjaröðinni sem út kemur 18. mars, tileinkað útskurði, er það verk eftir Sigríði Jónu Kristjánsdóttur eða Siggu á Grund.

4

F R Í M ER K JAÚ TGÁ F U R

Valþjófsstaðahurðin frá 13. öld er einn frægasti forngripur Ís lendinga. Hún er útskorin kirkju hurð frá Valþjófsstað í Fljóts dal og er frá um 1200. Hurðin, sem er með miklum út skurði í rómönskum stíl, er skorin út á Íslandi. Á hurðinni

er silfur sleginn járnhringur með innlögðu rósamunstri. Í efri hringnum er þekkt miðaldasaga í þremur þáttum. Neðst sést riddari á hesti sínum og flýgur veiðihaukur með. Í neðri hringnum eru fjórir drekar sem vefja sig saman í hnút. Margar íslenskar mið alda kirkjur voru skreyttar útskurði. Búnaður þeirra og íburður bera vitni um auðlegð og völd eigendanna og sýna jafnframt tengsl Íslendinga við nágrannaþjóðir sínar. Valþjófsstaðahurðin er eina útskorna hurðin sem varðveist hefur. Hún var fyrir kirkjum á Valþjófsstað allt til 1851 þegar hún var flutt til Kaupmanna hafnar. Árið 1930 skiluðu Danir hurðinni til Íslands ásamt fjölda annarra ómetanlegra gripa.

Drykkjarhorn lögréttumanns eða Kanahornið er eitt af lykil-verkum frá 17. öld, drykkjar-horn skorið af Brynjólfi Jónssyni bónda í Skarði í Landsveit. Brynjólfur hefur verið hagur mynd skeri og ætla má að hann hafi haft nokkra atvinnu af út -skurði því mörg verk eru til eftir hann. Myndirnar á horninu sýna atburði úr Gamla og Nýja testa mentinu. Efst er brúðkaupið í Kana þar sem Kristur breytti vatni í vín. Neðst leggur Jóab herforingi sverði sínu gegnum Absalon, son Davíðs konungs. Á mjórri enda hornsins, stikl-inum, er maður í gini dreka. Áletranir á horninu eiga við mynd-irnar. Þar er einnig ártalið 1598 og nafn Þorleifs Ás mundssonar sem lét gera hornið. Brynjólfur Jónsson var með fyrstu íslensku mynd listarmönnum sem urðu þjóðkunnir af verkum sínum.

Þriðja frímerkið er með verkinu Leik í laufi (1994) eftir Sigríði Jónu Krist-jánsdóttur. Sigríður er einn færasti út -skurðarmeistari landsins og löngu lands kunn fyrir list sína. Hún var 12 ára þegar hún byrjaði að skera út eftir pöntun. Hornskurð lærði hún af föður sínum sem var fær á því sviði. Sigríður hefur löngum heillast af dýrum og sér þess víða stað í verkum hennar. Hún er nánast sú eina á landinu sem kann hinar gömlu aðferðir við spónasmíði.

Erla Grétarsdóttir hannaði frímerkin.

Norðurlöndin við hafið – lífið við ströndinaNý útgáfuröð Norðurlanda frímerkja hefst með útgáfu smáarkar 18. mars nk. Þema Norðurlandafrímerkjanna sem gefin verða út á árunum 2010–2014 verður Norðurlöndin við hafið. Út gáfan verður sem fyrr í formi smáarka með 1–2 frímerkjum, sem jafn framt koma út í gjafamöppu með öllum Norður landa frí-merkjunum.

Þema fyrstu smáarkana er lífið við stöndina; sjávarpláss, útgerðarstaðir, vitar, skipa smíða stöðvar o.s.frv. Þema Norður -landa frímerkjanna 2012 verður lífið á sjónum s.s. fiskveiðar, strand gæsla, björgunarstarfsemi o.s.frv. og þema Norðurlanda-frímerkjanna 2014 verður skip á hafi úti; flutningaskip, ferjur, farþegaskip o.s.frv.

Hafið sem umlykur Norðurlöndin skilur þau að og sameinar í senn. Fjölbreytileikinn er mikill við sjávarsíðuna. Djúpir firðir og tilkomumikil strandlengja, ísjakar, sæbarðar klappir og sumstaðar fagrar sandstrendur bjóða upp á magnaða náttúru-upplifun auk þess sem sjávarplássin skarta víða sínu fegursta. Fólkið sem býr við sjávarsíðuna lagar sig að nálægðinni við hafið og nýtir sér hana. Fáar þjóðir eiga meira undir verndun hafsins og strand lengjunnar en Íslendingar. Þeim hefur með ströngum ráð stöfunum tekist að stöðva ofveiði og draga úr mengun sjávar. Mikilvægir fiskistofnar hafa styrkst, þar á meðal síldin. Fyrstu síldarverksmiðjurnar risu á Siglufirði og síldveiðar skutu stoðum undir íslenskt efnahagslíf. Sambúð Íslendinga við gjöf ula en harðbýla náttúru krefst þess að auð-lindir hafsins séu nýttar með sjálfbærum hætti. Elsa Nielsen hannaði smáörkina.

NýsköpunartogararnirÍ stríðslok gerði íslenska ríkisstjórnin samning um smíði á 40 togurum í Bretlandi til endurnýjunar á íslenska togaraflotanum. Þessi skip voru einu nafni nefnd nýsköpunartogararnir. Fyrsta skipið sem afhent var samkvæmt þessum samningi, Ingólfur Arnarson, kom til Íslands í febrúar 1947. Nýsköpunartogararnir leystu gömlu togarana af hólmi og afli skipanna jókst hratt enda voru nýju togararnir helmingi stærri en þeir gömlu og höfðu mun meira vélarafl. Samanborið við stærð og útbúnað verk smiðjutogara í dag, þá voru þetta engu að síður lítil skip og tæknilega vanbúin. Hlynur Ólafsson hannaði frímerkin.

Bjarni riddari GK 1. Smíðaðurí Englandi 1947. Stál, 657 brl. 1000 ha. 3 þjöppu gufuvél. Eigandi Akurgerði hf., Hafnar-firði, frá 13. sept 1947. Skipið var selt til Grikklands 28. september 1964.

Harðbakur EA 3. Smíðaður í Englandi 1950. Stál, 732 brl. 1000 ha. 3 þjöppu gufuvél. Eigandi Útgerðarfélag Akur-eyringa hf., Akureyri. frá 2. des. 1950. Skipið var selt til Skotlands í brotajárn og tekið af skrá 18. sept. 1979.

Ingólfur Arnarson RE 201. Fyrsti nýsköpunartogarinn sem kom til Íslands. Smíðaður í Englandi 1947. Stál. 654 brl. 1000 ha. 3 þjöppu gufuvél. Eigandi Bæjarútgerð Reykja-víkur, Reykja vík, frá 4. mars 1947. Skipið var 1972 nefnt Hjörleifur RE 211. Selt til Spánar í brotajám og tekið af skrá 3. desember 1974.

5

F R Í M ER K JAÚ TGÁ F U R

Útgáfuáætlunin getur tekið breytingum varðandi verðgildi og frímerki.

Sólborg ÍS 260. Smíðuð í Aberdeen, Skotlandi, 1951. Stál. 732 brl. 1000 ha. 3 þjöppu gufuvél. Eigandi Ísfirðingur hf, Ísafirði, frá 6. apr. 1951. Skipið var selt til niðurrifs og tekið af skrá í maí 1968.

ÚTGÁFURNAR 6. MAÍ

Skrúðgarðar IIÞann 7. maí 2009 gaf Íslandspóstur út frímerki tileinkað aldar-afmæli garðsins Skrúðs að Núpi í Dýrafirði. Það var upphaf að útgáfu röð frímerkja sem tileinkuð er 10 mikilvægustu al menn-ings görðum eða skrúðgörðum á Íslandi í ljósi garð listasögunnar. Skrúðgarðar eru skilgreindir sem almennings garðar með ýmis konar plöntum, gangstígum o.fl. þar sem njóta má gróðurs og útiveru.

Jónsgarður er elsti skrúðgarðurinn á Ísafirði, opnaður árið 1922. Margir lögðu vinnu í garðinn og voru dags-verk þeirra skrifuð niður í bók. Jón Jónsson klæðskeri og Karlinna Jó hanns dóttir eiginkona hans voru helstu hvatamenn að gerð garðsins og unnu við hann fyrstu árin. Eftir 1970 fór garðurinn í órækt, en um 1978 var núverandi garðyrkjustjóra falið að koma honum í betra horf. Þann 5. desember 1991 samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðar tillögu frá garðyrkjustjóra að garðurinn skyldi nefndur Jóns-garður. Sumarið eftir var vígður minn-is varði um þau hjónin í garð inum, en sá minnisvarði var unninn af Jóni Sigurpálssyni myndlista manni.

Hellisgerði er skrúðgarður Hafn-firðinga. Garðurinn er ein stakur sinnar tegundar á Íslandi hvað varðar skrúð garð í náttúru legu umhverfi. Fyrir skömmu var gosbrunnurinn endur nýjaður og upprunalegt listaverk, ungi fiskidrengurinn, sett aftur í hann. Lítið leiksvæði er í garðinum hugsað fyrir yngsta aldurshópinn með rólum, rennibraut, jafnvægis tækjum og sand kassa. Stórt svið er einnig í garðinum þar sem hægt er að vera með hvers konar uppákomur. Garðurinn er skjól góður og hraunið veitir yl á sól ríkum dögum.

Skallagrímsgarður er skrúð-garður í Skallagrímsdal í Borgarnesi. Ungmenna-félagið Skallagrímur og Kven félag Borgar ness stóðu upphaflega saman að fram-kvæmdum í garðinum með fulltingi hreppsnefndar Borgar nes hrepps. Þegar frá leið hætti ungmennafélagið afskiptum af garðinum og tók kvenfélagið alfarið við honum um 1938. Garðurinn er nú fallegur skrúðgarður með stórum trjám og fjölbreyttu blóm-skrúði. Fyrir nokkrum árum afhenti Kvenfélagið sveitar félaginu garðinn til eignar og hefur sveitarfélagið síðan séð um rekstur

garðsins og framkvæmdir. Í garðinum er haugur Skalla gríms Kveldúlfssonar og listaverkið Óðins hrafninn eftir Ásmund Sveins son. Hany Hadaya hannaði frímerkin.

Evrópufrímerki 2010. Barnabækur, barnabókateikningarÞema Evrópufrímerkjanna er barnabækur og barnabóka teikn-ingar. Við hönnun merkj anna var tekið mið af tveimur íslensk um barna bókum, Ör lögum Guðanna og Góðu kvöldi. Fyrri bókin kom út 2008 og fjallar um norræna goðafræði. Bókin geymir allar helstu sögur af nor rænum goðum og gyðjum í að gengilegri endur sögn. Ingunn Ásdísar dóttir er höfundur texta en Kristín Ragna Gunnarsdóttir hannaði myndir og útlit. Norræn goðafræði geymir sögur sem gengið hafa kynslóð fram af kynslóð öldum og árþúsundum saman. Í Örlögum guðanna er heimi þessara sagna lýst frá því hann varð til úr líkama hrím-þursins Ýmis til baráttunnar miklu í ragnarökum.

Barnabókin Gott Kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur kom út 2005. Bókin er skreytt teikningum eftir höfundinn. Barnaleikrit sem bygg ir á samnefndri bók var frumsýnt fyrir skömmu. Í bókinni segir frá því þegar pabbi skreppur frá til að sækja mömmu og strákur er einn heima með bangsa sér til halds og trausts. Í um -sögnum blaða um texta og teikningar Áslaugar Jónsdóttur segir, að þar birtist kostulegar persónur sem höfði til hug mynda flugs barna. Örn Smári Gíslason hannaði Evrópu merkin.

Heimsýningin í ShanghaiHeimssýningin 2010 í Shanghai í Kína verður sú stærsta og umfangsmesta sem haldin hefur verið. Betri borg, betra líf er yfirskrift sýningarinnar, sem 190 þjóðir og um 50 alþjóða-stofnanir taka þátt í. Íslenskt atvinnulíf og fyrirtæki hafa hvatt til þátttöku í heimssýningunni. Gert er ráð fyrir að um 70 milljónir gesta hvaðanæva úr heiminum sæki heimssýninguna. Áherslur Íslands á sýningunni verða endurnýjanlegir orkugjafar, þekkingariðnaður og ferðamennska. Yfirskrift verður Hrein orka, heilbrigt líferni. Á sýningunni munu íslensk orkufyrirtæki í samstarfi við verkfræðistofur kynna nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi og samstarfsverkefni á sviði jarðhitanýtingar víða um heim. Sýningin stendur frá 1. maí til 31. október. Örn Smári Gíslason hannaði smáörkina.

Eðvarð T. Jónsson tók saman

Nýtt alþjóðlegt svarmerki (International Reply Cupon) var gefið út 1. júlí 2009. Nýja merkið nefnist „Nairobi módelið“. Sam-kvæmt Jean-François Logette hjá UPU var efnt til sam keppni um hönnun svarmerkisins og greiddu 169 að ildar lönd Alþjóða póstmálastofnunarinnar (UPU) at kvæði í sam keppninni á 24. þingi UPU í Genf fyrr á þessu ári. Sigurvegari varð grafíski hönnuðurinn Rob van Goor frá Lúx emborg. Þema nýja svar-merkis ins er „Frímerki: tæki til breyt inga“ og mynd efnið er hnött ur inn í mannshönd í tökk uðum ramma. Merkið kemur í stað Peking módelsins nr. 2 sem kom á markað árið 2006.

Sú nýjung var tekin upp við hönnun á Nairobi svarmerkinu, að þjóðum sem nota það gefst tækifæri til að hafa þjóðfána sinn í lit framan á merkinu gegn ákveðinni þóknun til UPU. Nokkur lönd hafa nú þegar kosið at notfæra sér þennan möguleika, þar á meðal Kýpur, Þýskaland, Ítalía, Marokkó, Máretíus og Úkraína. Þessi þáttur eykur áhuga safnara því FIP (Fédération Internationale de Philatélie) hefur staðfest að svarmerki hafi söfnunargildi ekki síður en frímerki.

Einkennismerki Sam ein uðu þjóðanna (UNEP) birtist einnig á öllum svarmerkjum ásamt orðunum „Sameinumst í baráttunni við loftlags breyt ingar“. Nýja svarmerkið er hægt að nota í öllum að ildar löndum UPU sem lágsmarksburðargjald á venjulegan póst til útlanda. Það gildir til 31. desember 2013. Nýja svar-merkið fæst hjá Frí merkjasölunni og pósthúsum um land allt og kostar 225 kr.

Mistök í SEPAC-útgáfu Ný SEPAC-útgáfa kom út 16. september sl. þegar 12 póststjórnir smáþjóða í Evrópu gáfu sameiginlega út frí-merki undir einkennismerkinu SEPAC (Small Euopean Postal Administrations Cooperation). Þjóðirnar sem standa að útgáfunni núna eru ásamt Íslandi: Álandseyjar, Færeyjar, Gíbraltar, Grænland, Guernsey, Mön, Jersey, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta og Mónakó. Löndin eru einu landi fleiri en þegar fyrsta SEPAC-útgáfan kom út 1. október 2007. Þá var Lúxemborg ekki með. Tilgangurinn með þessu sam-starfi er að vekja áhuga á frímerkjasöfnun og stuðla að aukinni þekkingu á sögu, náttúru og menningu SEPAC landanna.

Færeyski pósturinn hefur verið einkavæddur eins og sam-bærilegar stofnanir á Norðurlöndum og eignarformið er það sama og hérlendis. Jafnframt fékk færeyski pósturinn nýtt nafn og heitir nú Posta í staðinn fyrir Postverk Føroya. Um leið fær póstþjónustan nýtt lógó. Í fréttatilkynningu frá Posta segir að fyrirtækið sé nútímalegt félag sem aðlagi sig stöðugt breytilegum kröfum markaðarins, en það hafi gamla Postverk Føroya ekki getað sem opinber stofnun.

Færeyska orðið „posta“ er sagnorð og þýðir að póstleggja. Það er eins í nafnhætti og boðhætti. „Posta brævið“ þýðir „settu bréfið í póst“. Það ætti því ekki að koma á óvart að deildir færeysku póstþjónustunnar fá ný nöfn. Þannig heitir ný heima þjónusta póstsins „Posta heima“, sjálfsalaþjón-ustan heitir „Posta sjálv“ og gíróþjónustan ber nafnið „Posta pengar“. Forsvarsmenn Posta segjast leggja áherslu á „v“-in þrjú: virðingu, víðsýni og vilja. Þeir telja beitingu þessara gilda í færeysku póstþjónustunni vera til marks um ný sköpun og nýja hugsun hjá póstinum.

6

F R Í M ER K JAÚ TGÁ F U R

Póstverk Færeyja fær nýtt nafn

Nýtt alþjóðlegt svarmerki

Sameiginlegt þema útgáfunnar er sem fyrr „landslag“. Mynd-efnið á íslenska SEPAC-frímerkinu nr. 526A er Skaftafell í Vatna-jökulsþjóðgarði. Þessi fallega mynd sem notuð er á frímerkið er eins og í fyrstu SEPAC-frímerkjaútgáfu Íslandspósts sýnd á tveimur frímerkjum til að koma yfirlitsmyndinni eða víð mynd-inni (panorama) allri til skila.

Í sérstakri SEPAC-gjafamöppu (G39), sem inniheldur öll frímerki þessara 12 landa og upplýsingar um hvert land fyrir sig er ekki aðeins að finna íslenska SEPAC-frímerkið nr. 526A heldur líka frímerkið 526B og þar með 13 frímerki samtals. Það að bæði íslensku frímerkin 526A og 526B rötuðu inn í gjafamöppuna að þessu sinni eru mistök af hálfu framleiðanda gjafamöppunnar. Slík mistök ættu að vera áhugaverð fyrir frímerkjasafnara.

7

F R Í M ER K JAÚ TGÁ F U R

Þjóðmenningarhúsið 100 ára – gerð frímerkis

Frímerkið, Þjóðmenningarhúsið 100 ára, sem gefið var út af Íslandspósti 16. september 2009 var prentað í frímerkja prentsmiðju Lowe-Martin Company Inc., í Ottawa, Kanada. Hönnuður frímerkisins er Borgar Hjörleifur Árnason hjá H2 hönnun.

Frumskissur hönnuðar.

Endanleg smáörk.

Tillögur að frímerki.

Myndefni sem hönnunin byggir á.

Smáörkin í prentun í Heidel-berg 10CD prentvél Lowe-Martin prentsmiðjunnar.

Hér fyrir ofan má sjá hluta úr prentörkinni, fyrst grunnlitina fjóra (CMYK) og síðan þar sem þeir eru allir komnir saman í endanlegri mynd.

C (Cyan eða blár litur í fjórlitaprentun)

M (Magenta eða rauður litur í fjórlitaprentun)

Y (Yellow eða gulur litur í fjórlitaprentun)

K (Black eða svartur litur í fjórlitaprentun) Hluti úr endanlegri prentörk í fjórlit.

Nadine Cheney framleiðslustjóri og prentar-inn Sylvain Robichaud skoða prentörkina.

Borgar Hjörleifur Árnason grafískur hönnuður.

Hönnunarferli frímerkis getur bæði verið ögrandi og krefjandi enda felur það meðal annars í sér undirbúnings-, rannsóknar- og hugmyndavinnu grafíska hönnuðarins. Hugmyndaskissur eru færðar af blaði yfir í tölvu þar sem frekari vinnsla fer fram í forritum eins og FreeHand og Photoshop. Hönnunarferlið getur bæði verið langt og tímafrekt enda byggist frímerki með „sál“ á góðri hönnun og því þarf að vanda vel til verka.

„Fyrir þetta verkefni var ekki mikið teiknað á blað, heldur fór mesta vinnan fram í tölvu. Ljósmyndir voru klipptar til og settar saman á frambærilegan hátt. Það lá beint við að frímerkið sýndi Þjóðmenningarhúsið og hluta þeirra ger sema sem þar eru varðveittar. Hand-ritin urðu fyrir valinu.

Markús Örn Antons son, forstöðumaður Þjóð-menn ingar hússins, veitti ýmsar gagnlegar upp-lýsingar ásamt því að sýna safnið og helstu hluti þess. Einnig útveguðu hann og starfsfólk hans ljós myndir sem notaðar voru í endanlega út gáfu frí merkisins“ segir Borgar Hjör leifur Árna son grafískur hönnuður.

Frímerkið var offsetprentað í 10 lita Heidelberg 10CD prentvél á Tromark 110 gsm límborinn frímerkjapappír. Ferillinn er í grófum dráttum sá, að hönnuðurinn skilar Íslandspósti hönn-unargögnum vegna frímerkisins á starfrænu formi. Gögnin eru send í erlenda frímerkjaprentsmiðju (öryggis prentsmiðju) eftir útboð. Prentsmiðjan gerir verkpöntun og áfram sendir í for-vinnsludeild prentsmiðjunnar. Íslandspóstur mót tekur prent-prufur til skoðunar ásamt hönnuði. Prentprufur eru sam-þykktar og sendar prentsmiðju sem prentar frímerkin, sker, takkar, pakkar og sendir Íslandspósti. Frímerkin eru gefin út á útgáfudegi.

Grófasta flokkun er lítil og stór umslög og er þeim skipt í:

a) lítil umslög frá 8. 7. 1958 til 22. 11. 1972 b) stór umslög frá 30. 4. 1973 til dagsins í dag

Umslögin hafa verið gefin út með sérstakri táknmynd á hverjum tíma og er hverju tímabili gerð skil eins og hægt er og er ein göngu miðað við þann stimpil sem er hinn opin beri fyrsta dags stimpill frá póststjórninni, en ekki um slög sem eru stimpluð af einkaaðilum úti á landi því mjög er misjafnt hvað birgðir um slaga hafa enst.

Stuðst er við umslagaeign höfundar og upplýsingar frá Vilhjálmi Sigurðssyni hjá Frímerkjasölu Íslandspósts. Ég vil hér enn og aftur þakka þann stuðning.

Táknmyndir (logo) hverju sinni eru prentaðar í efra vinstra horni umslags og hef ég skannað hverja táknmynd fyrir sig og tölusett þær í tímaröð. Hæð umslags skiptir máli og er hún því tekin fram sérstaklega. Hæð og breidd táknmyndar (þar með talinn texti) er mæld í millimetrum. Síðan er tilgreint það tíma bil sem notkun viðkomandi táknmyndar spannar, það er fyrsti og síðasti frímerkja-útgáfudagur.

Hafi lesendur athugasemdir eða frekari upplýsingar væri fróðlegt að heyra frá þeim. Netfang mitt er [email protected]

Sigurður Stefán Baldvinsson

8

PÓSTSTJÓR NA RUMSLÖG

PóststjórnarumslögFyrstadagsumslög, sem hafa verið gefin út af Póst- og síma málastofnun frá 8. júlí 1958 og Íslandspósti hf. frá stofnun hans 1998 til dagsins í dag, eru gjarnan nefnd Póststjórnarumslög.

= vinstra, efra horn umslags

1) Lúður: blár,hæð umslags: 9,5–9,6 cm.táknmynd – hæð: 44 mm, breidd: 32 mm.(fyrsta 8. 7. 1958, síðasta er 20. 2. 1963)

4) Lúður: svartur,hæð umslags: 11,5 cm.táknmynd – hæð: 43 mm, breidd: 30 mm.(fyrsta 30. 4. 1973, síðasta er 1. 8. 1973)

7) Lúður: blár/gulurhæð umslags: 11,5 cm.táknmynd – hæð: 14 mm, breidd: 40 mm.(fyrsta 20. 2. 1992, síðasta er 14. 6. 1994)

9) Tákn: rautt, hæð umslags: 11,5 cm.táknmynd – hæð: 11–12 mm, breidd: 32 mm.(fyrsta 22. 1. 1998, síðasta er 8. 11. 2001)

2) Lúður: blár,hæð umslags: 9,9 cm.táknmynd – hæð: 39 mm, breidd: 26 mm.(fyrsta 21. 3. 1963, síðasta er 27. 1. 1965)

5) Lúður: svartur,hæð umslags: 11,5 cm.táknmynd – hæð: 41 mm, breidd: 31 mm.(fyrsta 31. 8. 1973, síðasta er 14. 11. 1973)Ath! Útgáfan 11. 6. 1974 er eins.

8) Lúður: blár/gulurhæð umslags: 11,5 cm.táknmynd – hæð: 9 mm, breidd: 26 mm.(fyrsta 17. 6. 1994, síðasta er 5. 11. 1997)

10) Tákn: rautt, hæð umslags: 11,5 cm.táknmynd – hæð: 13 mm, breidd: 32 mm.(fyrsta 17. 1. 2002, síðasta er ennþá í notkun)

3) Lúður: svartur,hæð umslags: 9,2 cm.táknmynd – hæð: 39 mm, breidd: 44 mm.(fyrsta 17. 5. 1965, síðasta er 22. 11. 1972)

6) Lúður: svartur,hæð umslags: 11,5 cm.táknmynd – hæð: 35 mm, breidd: 29 mm.(fyrsta 12. 3. 1974, síðasta er 7. 11. 1991)Ath! Útgáfan 11. 6. 1974 er með táknmynd nr. 5.

Skjöl íslensku stjórnardeildarinnar í Kaupmannahöfn eru varð veitt hjá Þjóðskjalasafni Íslands. Þar er að finna þjónustusambrot, skrifað á kontór Ísafjarðarsýslu 16. nóv ember 1870. Var það sent til dómsmála-stjórnarinnar í Kaup mannahöfn. Var sendingin send beint frá Ísafirði til Kaup mannahafnar með skonnortunni Bogø í vörslu Bille skip stjóra. Sam brotið barst til Frederikshavn 31. desember 1870 og var mót töku-stimplað þar, en til Kaup manna hafnar barst það í byrjun janúar 1871. Mót tökudagsetning þar er ólæsileg.

Þetta er einstakt bréf, sem sýnir beinan flutning pósts með skipi frá verslunarfyrirtæki. Líklega er þetta eina þekkta sendingin, sem flutt hefur verið með þessum hætti.

Þór Þorsteins

Þjónustuumslag sent beint til Kaupmannahafnar 1870

9

L ISTA M A NNA KORT

Jólakort og merki teiknuð af Ágústu Pétursdóttur Snæland

Söfnun jólakorta er áreiðanlega talsvert almenn hér á landi og er því ekki úr vegi nú í aðdraganda jóla að helga póstkortasíðu Frímerkjablaðsins jólum.

Fjögur jólakortanna, sem hér eru sýnd virðast við fyrstu sýn ekki vera íslensk. Texti er á ensku og á bakhlið stendur aðeins „POSTCARD“ og að öðru leyti eru þar hefðbundnar strikalínur póstkorta. Myndirnar bera líka frekar svipmót enskrar eða banda rískrar skreytilistar en íslenskrar. Eitt olli þó vangaveltum. Þegar nánar er skoðað eru kortin öll merkt fangamarki, sem í sumum tilfellum gæti allt eins verið hluti skreytingar, en gæti líka verið ÁP. Varla er það erlent.

Engar getgátur skulu hafðar uppi um hvar kortin eru prentuð en næsta ljóst er, að það er snemma á fimmta áratug síðustu aldar eða í byrjun stríðsára. Fimmta kortið ber hins vegar ótvírætt vitni um íslenskan uppruna sinn og þar er greinilega sama fangamark. Þegar svo er blaðað í ágætri jólamerkjabók, Jólamerkjum Thorvaldsensfélagsins og numið staðar við merki frá árinu 1939 er ekki um að villast. Skyldleiki mynd-máls er augljós. Að baki þeirrar myndar leynist teiknarinn Ágústa Pétur dóttir Snæland.

Ágústa sem fædd er 1915 nam við Kunst håndværkerskolen í Kaupmannahöfn á árunum 1933 til 1936. Hún lauk prófi í auglýsingateikningu árið 1936 og er talin fyrsti lærði auglýs-ingateiknari á Íslandi. Hún var stofn félagi í Félagi ísl enskra teiknara er það var stofnað 1953. Bróðir Ágústu var hinn kunni og afkastamikli teiknari Halldór Péturs son. Vitað er um merki félaga og fyrirtækja sem hún hefur teiknað. Hún fékk meðal annars fyrstu verðlaun í samkeppni um merki Lands-virkjunar og fyrir merki Listahátíðar 1969. Auk þess hefur hún tekið þátt í sýningum. Einnig gerði hún minn ingarspjöld Líkn-ar sjóðs Dóm kirkjunnar. Jólamerki Barna uppeldis sjóðs Thor -vald sens félagsins frá 1938 ber listfengi Ágústu og næmi frá bært

vitni. Og enn teiknar hún merki fyrir félagið árið 1990 og nú merkir hún teikn inguna með ÁPS. Ágústa lést í lok ársins 2008.

Hrafn Hallgrímsson

Tölustimplar og Ex libris merkiLjóst er að stutt eftirmiðdagsstund nægir ekki til að skoða fjársjóði Eiðs. Hann á ágætt tölustimplasafn, vantar aðeins á annan tug til þess að eiga þá alla. Hann hóf reyndar snemma að halda til haga heilum umslögum með slíkum stimplum, þannig að þar leynist ýmist fágæti.

En Eiður er ekki einhamur í söfnun sinni. Hann hefur m.a. haldið til haga bókamerkjum, Ex libris merkjum en segja má að hann eigi mikið safn af þeim. Ekki er langt síðan að fram kom í fréttaskoti í sjónvarpi að Eiður á einnig viðamikið safn íslenskra ljóðabóka.

Ánægjuleg stund á Hallbjarnarstöðum er á enda og komin og tími til að kveðja og þakka fyrir sig.

Hrafn Hallgrímsson

Eiður er löngu kunnur meðal frímerkjasafnara einkum fyrir sýningarsafn hans um pósthús og bréfhirðingar í Þingeyjar-sýsl um. Það safn var í vor sýnt á NORDIU í fimm römmum. Heiti safnsins var Þing eyjarsýslur póstsaga 1823–1944 og fékk það stór silfurverðlaun.

Eiður, sem er múrarameistari, man fyrst eftir áhuga sínum á frímerkjum þegar hann var sjö eða átta ára en faðir hans ann-aðist bréfhirðinguna á Hallbjarnarstöðum. Það skyldi þó ekki vera að safnaranáttúran sé okkur eiginleg, arfur frá safn ara-tímaskeiði mannkynsins. Eiður hneigðist lítt að landbúnaðar-störfum í æsku, en átti í foreldrahúsum kindur, eins og títt var um börn bænda, en lenti síðar í múrverki. Byggingarstarfsemi hefur hann nú stundað árangursríkt í hartnær 40 ár.

Stimplar frímerkingarvélaEn það eru ekki eiginleg frímerki sem Eiður dregur fyrst úr pússi sínu, heldur stimplar á umslögum. Um er að ræða stimpla frímerkingarvéla frá fyrstu tíð á Íslandi. Það var árið 1930 sem fyrstu frímerkingarvélarnar komu til íslenskra fyrirtækja. Þær höfðu þá verið notaðar erlendis í hartnær 30 ár. Hverri vél er gefið númer og fór fyrsta vélin til Landsbanka Íslands. Sú næsta, skráð nr. 2, kom til Útvegsbankans og sú þriðja til Mjólkur félags Reykjavíkur og þannig áfram. Í safni hans er m.a. að finna umslag frá MR, stimplað 12. nóvember 1930. Þá getur hann líka fylgst með því hvernig vélar voru fluttar frá einu fyrirtæki til annars í gegnum árin. Áhugaverður angi af þessari stimplun er þau umslög sem auk rauða stimpilsins hafa fengið frímerki. Hvað veldur? Jú, ein skýring er, að á tímum mikillar verðbólgu og tíðra verðbreytinga gat komið fyrir, að þegar sendill fyrirtækis kom á pósthús á mánudegi var búið að hækka burðargjöld, þannig að sendillinn þurfti að setjast niður og líma frímerki fyrir viðbótarburðargjaldinu á umslagið.

Klúbbstarf í Suður-ÞingeyjarsýsluFrímerkjaklúbburinn Askja er klúbbur safnara í Suður-Þing-eyjar sýslu sem Eiður er í forsvari fyrir. Klúbbstarf hefur gengið á ýmsu enda félagar fáir en gott samband er við safnara á Akureyri og á Dalvík. Stofndagur klúbbsins er 29. apríl 1976 þannig að hafinn er fjórði áratugurinn. Á upphafsárum sínum safnaði klúbburinn efni í póstsögu Suður-Þingeyjarsýslu og gaf út í hefti, sem kom út 1986. Árbækur tvær sendi klúbburinn frá sér og prentaði sérstök umslög til notkunar á útgáfudögum nýrra frímerkja sem stimpluð voru svo á Húsavík. Á degi frí-merkisins 8. nóvember 1983 lét klúbburinn gera sérstakan hliðar stimpil til nota á umslög klúbbsins þennan dag.

10

SA FNA R A KY NN ING

Á sólbjörtum síðsumarsdegi er bílnum vikið til norðurs af Tjörnesvegi. Ekið er um grænar grundir og við okkur blasir Skjálfandaflói. Í fjarska glittir í Grímsey og í Hallbjarnarstaða kambi við fjöruna undan bæjarhúsunum leynast steingervingar í heimskunnum Tjörneslögum. Ferðinni er heitið á vit frímerkja safnarans Eiðs Árnasonar að Hallbjarnarstöðum.

Safnari sóttur heim – Eiður Árnason, Hallbjarnarstöðum

Eigandi Jón Steffensen prófessor. Myndefni: Málverk meistara Kjarvals: Eldur orðsins í eign Háskóla Íslands.

Eigandi Sigurður Guðmundsson, prestur og prófastur á Grenjaðar stað.

Myndefni: Handrit – bókfell. Merkið er teiknað af dóttur hans,

Þorgerði Sigurðardóttur listakonu.

Eigandi Snær Jóhannesson, fornbókasali, einn af fyrstu bókmerkja söfnurum landsins. Myndefni: Á bökkum Laxár í Aðaldal. Teiknari Hringur Jóhannesson listamaður.

Eigandi Bolli Gústavsson, prestur í Laufási. Myndefni: Gömul skriffæri. Bolli teiknaði merkið sjálfur.

11

T IL LÖGU R A Ð F LUGF R Í M E R K J UM

Fyrsta frímerkingarvélin á Íslandi. Tekin í notkun 1930. Eigandi Landsbanki Íslands. Almennt bréf til Danmerkur. Stimplað: Reykjavík 15.10.31. Auglýsing: LANDSBANKI ÍSLANDS REYKJAVÍK. Burðargjald 40 aurar.

Almennt bréf ófrímerkt. Stimpill: GRENJAÐARSTAÐUR 24.3. Notaður á Múla í Aðaldal 1.1.1876–31.12.1881. Áritun póstafgreiðslumanns fyrir greiðslu: „Borgaði(r) 10 au.. Sigf.Magnússon“. Frímerki trúlega ekki til á póst af-greiðslunni. Viðtakandi er: stud theol Þ.J. Halldórsson (Þorsteinn Jósef Halldórsson). Hann varð Cand theol frá Prestaskólanum 18. ágúst 1880, svo bréfið er trúlega stimplað 24.3.1879 eða 24.3.1880 á Grenjaðarstað.

Almennt bréf 21–100 grömm. Gildistími 1.9.1981–1.12.1981 = 420 aurar.Frímerkingarvél nr. 535. Skráður eigandi: Kaupfélag Eyfirðinga. Auglýsing: Merki KEA. Stimplað á Akureyri 7.9.1981. Burðargjald: samkvæmt stimpli ekki nægilegt og bætt við frímerki 10 aurar og það póststimplað á Akureyri 7.X.1981.

Bréfspjald, kórónustimpill SKINNASTAÐUR, Skrifað á Skinnastað í Öxarfirði 4. júlí 1902. Bakstimplað í Reykjavík 23.7.(1902) ártal ólæsilegt.

Tillögurnar eru taldar teiknaðar af Baldvini Björnssyni gullsmið (1879–1945). Líklegt er að þær séu frá árinu 1934, en þá var mjög mikill áhugi fyrir flugi og gerð flugfrímerkja. Ekki hefur fundist nein staðfesting á, hvort teikningarnar hafa verið gerðar vegna samkeppni eða vegna áhuga höfundar.

Áður óþekktar teikningar af flugfrímerkjum

Teikningarnar hafa verið lengi mislagðar í fórum mín og vona ég, að safnarar hafi enn hug á að sjá þær.

Þór Þorsteins

Hér má sjá nokkrar tillögur að flugfrímerkjum.

12

F Y RSTA PÓST H ÚS R EY K JAV ÍK U R

Gamla pósthúsið, teikning gerð eftir lýsingu í brunavirðingu.

Leigusamningur Óla P. Finsen 18.10.1873 fyrir húsi við Pósthús- stræti 11.

Gleymda pósthúsið í Reykjavík 1873–1874

Leigusamningur Óla P. Finsen 18.10.1873 fyrir húsi við Pósthús- stræti 11.

Oft hafa sést á prenti fullyrðingar um að fyrsta íslenska pósthúsið hafi verið í húsi Óla P. Finsens póstmeistara, húsi sem stóð á Austur-velli 1 en varð síðar Pósthússtræti 11. Um þetta fjallar Árni Óla ítarlega í bók sinni Fortíð Reykjavíkur sem kom út 1950. Þetta var endurprentað í fyrsta bindi Reykjavíkur fyrri tíma. Margir höfundar hafa endurtekið þetta síðar og síðast Heimir Þorleifsson í Póstsögu Íslands 1873–1935. Virðast allir sáttir við staðsetningu Árna Óla.

Úr brunavirðingunni frá 1874.

Auglýsing Óla í Þjóðólfi, 21. mars 1874.Auglýsing Óla í Þjóðólfi, 21. mars 1874.

Óli P. Finsen póstmeistariMeð stofnun íslenska póstsins þann 1. janúar 1873 var Óli P. Finsen skipaður póstmeistari og fékk pósturinn húsnæðið í Hafnarstræti 18 til afnota án leigugreiðslu, en rúmt ár var eftir af fyrirfram greiddri húsaleigu. Þann 18. október 1873 var síðan gerður leigusamningur milli Óla og dönsku póststjórnarinnar um leigu á hluta af húsi hans á Austurvelli 1 fyrir póstafgreiðslu. Skyldi leigusamningurinn taka gildi 1. mars 1874. Í blaðinu Þjóð ólfi birtist 21. mars 1874 auglýsing frá Óla dagsett 10. feb-rúar 1874 um að póststofan sé flutt í íbúðarhús hans með inn-gangi um nyrðri dyr hússins.

Samkvæmt ofannefndu, eru þau skrif röng, að fyrsta íslenska pósthúsið hafi staðið á Austurvelli 1 og er miður að ekki skuli hafa verið leitað betri upplýsinga um þetta efni. Má vona að þessi rangfærsla verði leiðrétt og húsið við Austurvöll 1/Póst-hússtræti 11 verði framvegis talið annað íslenska pósthúsið í

Reykjavík. En hvað um silfur-skjöldinn sem festur var á húsið úr Póst hússtræti 11, verður hann flutt ur eða fjarlægður?

Þór Þorsteins

Hvað er rétt í þessu? Er danska yfirpóststjórnin tók við rekstri póstskipanna 1870 fannst ekki hentugt húsnæði fyrir af greiðslu konunglegu dönsku póststofunnar, sem opna átti í Reykjavík. Í fyrstu var því húsnæði á Vesturgötu 2 (Bryggju–hús inu) leigt af Sameinaða gufuskipafélaginu. Á sama tíma bauð M. Smith kaup maður að leigja póstinum nýtt hús sem til stóð að byggja við Hafnarstræti 18. Var tilboðið háð því að pósturinn lánaði honum 1000 ríkisdali til byggingar hússins. Lánið skyldi endur-greitt á fjórum árum í formi húsaleigu. Þann 7. mars 1870 var samningurinn undirskrifaður og húsnæðið tekið í notkun í júlí sama ár.

Hollenski konsúllinnMartinus Smith var fæddur í Skotlandi og var konsúll fyrir Hollendinga. Starfaði hann lengi við verslun í Reykjavík og átti hús við Hafnarstræti 18. Rak hann þar vel þekkta verslun, Smithsbúð, við góðan orðstír. Jafnframt var hann einn stærsti kolakaupmaður Reykjavíkur og hélt kolabyrgi á lóð sinni, sem lá að Kolasundi þvert á Hafnarstræti. Norðan þess var sjávar-kamburinn og þar stóð Smithsbryggjan sem notuð var til uppskipunar á vörum verslunarinnar.

Í mars 1870 fékk Smith leyfi til að byggja hús á lóðinni. Í brunavirðingu 1874 er skráð að geymsluhúsið standi á stakk-stæði norðan verslunarinnar og sé nefnt pósthúsið. Á þeim tíma var það talið vera númer 18 en götunúmerinu var síðar breytt í 19. Það er þetta hús sem Smith leigði danska póstinum fyrir póstafgreiðslu. Var það hækkað um eina hæð árið 1885 og stóð að mestu óbreytt þannig til ársins 1925, þegar það var rifið til að rýma fyrir stórhýsi Helga Magnússonar, en það hús hýsir nú Ramma-gerðina. Engin ljósmynd hefur fundist af uppruna-lega húsinu, en hér að ofan er sýnd teikning gerð eftir lýsingu í bruna virðingunni frá 1874.

Betúel Betúelsson bjó þarna á árunum 1895–1934 og rak úti- bú frá Ásgeirsverslun á Ísafirði. Hann sá sveitinni fyrir nauð-synjum og starfrækti einnig bréfhirðinguna. Vestfjarðakjálkinn var af skekktur og póststöðvar náðu yfir stór svæði að flatarmáli. Næstu bréfhirðingar voru Látrar í Aðalvík til vesturs og svo ekki fyrr en í Ófeigsfirði við Húnaflóa til suðurs. Manntal frá 1927 vegna komandi alþingiskosninga greinir frá að 190 manns búi í Sléttuhreppi og séu á kjörskrá. Börn voru þar ekki talin með. Í svona fámennu byggðarlagi er ekki von til að mikið hafi verið um póstsendingar enda stimplarnir lítið notaðir og eru þeir nú í afar háu verði.

Árið 1894 hófst notkun á kórónustimplum hjá bréfhirðingum. Í reikningum póstmeistara er að finna reikning frá C.P. Mattat í Kaupmannahöfn dagsettan 10. nóvember 1899 vegna afgreiðslu á 15 kórónustimplum og var Höfn (C2e) einn þeirra. Hann hefur því líklega verið tekinn í notkun á árinu 1900. Stimpillinn C2e var því strangt til tekið í notkun frá 1900 til 1903 en í áhaldaskrá frá 1929 getur Betúel um 3 stimpla í fórum bréfhirðingarinnar. Þeir eru kórónustimpillinn C2e „HÖFN“, tölustimpillinn „N1a-113“ í notkun 1903–1934 og gúmmístimpillinn „Höfn“ sem er einnar línu stimpill, gerður fyrir ábyrgðarmiða o.fl. Brúar-stimpill B1a var þá ekki kominn til sögunnar.

13

BR ÉF H IR ÐINGIN HÖFN

Bréfhirðingin HÖFN í Sléttuhreppi Síðast liðið sumar átti ég þess kost að heimsækja spörfugla bóndann

Kristján S. Ólafsson, sem nú er eigandi bæjarins Hafnar í Hornvík. Dvaldi ég þar í góðu yfirlæti og umræður snérust m.a. um að þarna hefði verið bréfhirðing um skeið með fágæta stimpla.

Til að láta sýnishorn stimpla fylgja með leitaði ég til félaga í Félagi frímerkjasafnara og eru hér með myndir af þeim stimpl- um. Hjalti Jóhannesson ljáði mér ljósrit af merkjum með kór-ónu stimpli og lét fylgja með að þetta væri „nokkuð síðbúinn stimpill“ en Dyn janda merkið kom út árið 1935, ári eftir að bréf-hirðingin í Höfn var lögð niður. Þarna er nú ekkert ljótt á ferð-inni því bréf hirðingin flutti 1.9.1934 að Horni í Hornvík sem þá var komin í Snæ fjalla hrepp en hafði áður verið í Sléttuhreppi. Sam einingar sveitar félaga voru þá hafnar. Jóhannes Sigmarsson ljáði mér góð fúslega ljósrit af merkjum með brúarstimpli sem hér fylgir, en sjálfur átti ég tölustimpilinn.

Þarna á Horni bjuggu síðustu ábúendurnir þeir Stígur Haralds-son og Kristinn Grímsson. Þegar þeir fluttu burt árið 1946 var bréfhirðingin formlega lögð niður 30.9. þ.á. en þeir höfðu haldið áfram notkun brúarstimpilsins (HÖFN ÍS) tegund B1a. Engin mynd er fáanleg af húsi bréfhirðingarinnar Hafnar í Hornvík en í bók Hjálmars R. Bárðarsonar „Vestfjörðum“ sem gefin var út 1993 má sjá síðustu fúaspýturnar sem þá voru eftir af húsinu.

Árni Þór Árnason

Tölustimpillinn N1a – 113.

Stimplarnir þrír úr áhaldaskrá frá 1929.

Áhaldaskrá bréfhirðingarinnar frá 1929 (ljósrit)

Kórónustimpillinn Höfn (ljósrit) Brúarstimpill B1a – HÖFN IS (ljósrit)

Félagi okkar hefur lánað Frímerkjablaðinu skemmtilegt umslag frá Dan mörku stimplað 20. ágúst 1949. Á því er merki með mynd af heimili Jóns Sigurðssonar forseta í Kaupmannahöfn. Auðséð er af útgáfu styrktar merkis til heimsókna til Íslands, að fyrr en nú hafa verið erfiðir tíma fyrir Íslendinga.

Þekkir einhver safnari þetta merki?

Styrktarmerki Íslendinga í Danmörku

Þýsk-íslensk frímerkjasýning unglinga með þátttöku Sameinuðu þjóðanna var haldin í húsakynnum Æskulýðsráðs Reykjavíkur að Fríkirkjuvegi 11 dagana 22.–29. nóvember 1968. Á sýningunni voru 15 söfn í 25 römmum frá þýskum unglingum og 12 söfn í 14 römm um frá íslenskum unglingum. Þá voru 9 rammar í heiðurs-deild, samtals 48 ramma sýning. Sérstimpill var til staðar og gefin var út sýningarörk. Þessi sýning var hin fyrsta sem Landssamband ísl enskra frímerkjasafnara stóð að, en það var stofnað 5. febrúar 1968. Á sama tíma var haldið fyrsta landsþing LÍF.

14

L IÐNA R F R Í M ER K JASÝ N INGA R M A R K A ÐIR

Þýsk-íslensk frímerkjasýning unglinga með þátttöku Sameinuðu

DIJEX-68

FRÍM 69Sýningin var haldin í Hagaskóla 17.–22. júní 1969. Þetta var fjórða frímerkjasýning Félags frímerkjasafnara. Þarna var á ferðinni kynn ingarsýning í 52 römmum og var tilefnið tuttugu og fimm ára af mæli íslenska lýðveldisins. Sýningarefnið var eingöngu frá næst-liðnu tuttugu og fimm árum. Sérstimpill var alla dagana.

SRP

París – draumaborg safnara og grúskaraSafnarar sem koma til Parísar, geta gleymt sér á þeim mörgu mörkuðum sem þar er að finna. Þar er þó eitt vanda mál. Frakkar tala yfirleitt ekki erlend tungu mál, en ætlast til að aðrir tali frönsku.

Með fingramáli og skrifuðum tölum á miða er þó oftast hægt að komast að niðurstöðu. Þegar ég var fyrst í París, var ég með íslenska fánann í barm merki í jakkakraganum. Eins lærði ég að segja á frönsku, að ég væri frá Íslandi og talaði ekki frönsku. Þá var svo undarlegt að allmargir töluðu smá ensku eða þýsku.

Einn markaður sérhæfir sig í frímerkjum, póst kortum, barmmerkjum og símakortum. Það er markaðurinn Carré marigny sem er staðsettur bak við leikhúsið Marigny. Fyrir þá sem ætla með neðan jarðarlestinni (metro) er hann rétt hjá stöðinni Champ-Élysées-Clemenceau. Markaðurinn er opinn fimmtudaga, laugar daga og sunnudaga, frá kl. 9:00 að morgni til kl. 18:30 að kvöldi.

Aðalmarkaðurinn er í sölubásum inni á milli trjá-ganga, og eru þeir með tjaldi yfir, ef skyldi rigna. Meðfram götunni Avenue Matignon eru líka ýmsir „töskusalar“, sem ekki hafa tilskilin leyfi og eru með sitt efni á litlum kollum eða bara á jörðinni.

Fyrir þá sem eldri eru og muna eftir kvikmynd frá 1962 með Audrey Hepburn og Cary Grant, og fjallaði um frímerkjaþjófnað, þá var myndin tekin upp þarna á markaðnum.

Þarna geta safnarar eitt nokkrum klukkutímum í að skoða og finna ef til vill eitthvað merkilegt, einkan-lega í póstkortunum. Löggiltir salar eru yfir 50.

Á götu sem heitir Avenue Gabriel og er þarna í ná -grenninu eru einnig margir frímerkja og korta salar Varist eitt, bæði þarna og á öllum stórum mörkuðum. Þar eru vasaþjófar, sem eru snillingar í sínu fagi.

Þeir sem hafa aðgang að „netinu“, geta fundið myndir og staðsetningar undir „carré marigny“ eða „paris markets“.

Flestar mynt- og frímerkjaverslanir eru við sömu götuna, en það er Rue Drout. Þar eru tugir verslana. Þessi gata liggur milli Rue La Fayette og Boulevard Haussmann, sem eru frægar verslunar götur með flottum vöruhúsum. Það er meirháttar gaman að ganga um þessa götu og sjá hvað kaup mennirnir hafa. Í einni ferð minni um götuna hitti ég þrjá kunningja mína frá jafnmörgum löndum. Allir voru þeir að reyna að finna eitthvað. Ég fann mjög góð póstsend umslög og póstkort frá Íslandi.

Les halles eða Markaðsskálarnir eru gamall matvæla-markaður en nú búið að breyta þeim í verslanir, sem eru á mörgum hæðum niður, með ótal verslunum, svo sem sérverslunum með spil og gestaþrautir, barm-merkja verslunum og öllu milli himins og jarðar. En á „þakinu“, sem reyndar er í götuhæð, eru oft nokkrir póstkortasalar. Ef þú spyrð um kort frá Íslandi, segja þeir oftast nei, en ef þið spyrjið svo um kort frá Skandinavíu, þá koma oft íslensk kort með.

Magni R. Magnússon

Umslag og sýningarörk frá DIJEX-68.

Umslag frá FRÍM 69.

Aðgöngumiði og auglýsing um FRÍM 69.

Umslag frá FRÍM 69.Umslag frá FRÍM 69.

15

F R Í M ER K JASÝ N INGA RM A R K A ÐIR

Í póstsögudeild sýndu sjö íslenskir safnarar. Einkar ánægjulegur var árangur Hjalta Jóhannessonar, sem hlaut gullverðlaun, 90 stig, fyrir safn sitt Íslenskir stimplar af antiqua og lapidar gerð. Hann hefur lengi verið við það að ná þessum árangri og var nú sannarlega kominn tími til. Rúnar Þór Stefánsson sýndi afar áhugavert safn íslenskra bréfa frá árum seinni heimsstyrjaldar og hlaut fyrir stórt gyllt silfur (86 stig). Fast á hæla hans kom Bryn jólfur Sigurjónsson með tölustimplasafn sitt; hann hlaut 85 stig og einnig stórt gyllt silfur.

Íslenskir tölustimplar eru greinilega vinsælir meðal safnara, Sveinn Ingi Sveinsson hlaut gyllt silfur (83 stig) og Sverrir Helgason hlaut stórt silfur (78 stig) en þeir sýndu báðir tölu-stimpla. Eiður Árnason sýndi Póstsögu S.-Þingeyjarsýslu og fékk fyrir það stórt silfur (76 stig) og Magnús Sigurðsson hlaut silfur verðlaun (73 stig) fyrir safn sitt Sænskir járnbrautarstimplar, sem verður að telja sérlega erfitt söfnunarsvið.

Í Heilpóstsdeild hlaut Sigtryggur R. Eyþórsson stórt gyllt silfur (87 stig ) fyrir safn sitt Íslenskan heilpóst 1879–1920.

Páll A. Pálsson sýndi í opnum flokki athyglisvert safn, sem hann kallar Peningaumslög liðinna alda og hlaut fyrir brons-verðlaun (62 stig) auk heiðursverðlauna sem gefin voru af J. Campell frá Nýja Sjálandi.

Eins ramma söfn ryðja sér til rúms og í þeim flokki sýndi Saso Andonov Íslenska kórónustimpla og hlaut fyrir 81 stig (gyllt silfur).

Tvö ritverk voru sýnd í bókmenntadeild, Peningaumslög liðinna alda eftir Pál A. Pálsson, sem hlaut bronsverðlaun (62 stig) og Frímerkjablaðið 2008, sem sýnt var í nafni Lands sam-bandsins. Hlaut það silfurverðlaun (71 stig).

Verðlaunaafhending fór fram í lokahófi Nordiu 2009 á Hótel Loft leiðum, laugardaginn 30. maí. Þar var saman kominn fjöldi sýnenda og annarra þátttakenda, innlendra og erlendra. Varð ekki annað séð, en að flestir færu ánægðir frá þeim fagnaði.

Hálfdan Helgason

Eins og venja er við sýningar sem þessa fór Landssamband ísl enskra frímerkjasafnara þess á leit við landssambönd annarra Norður landa að skipa sérstaka umboðsmenn sem afla skyldu sýningunni sýningarefnis við hæfi. Auk norrænu lands sam-band anna var Scandinavian Collectors Club í Bandaríkjunum boðið að tilnefna umboðsmann.

Sýningarefnið, sem barst og sett var upp í ríflega 600 ramma, var fjölbreytt og áhugavert og sérstaka ánægju vakti góð þátt-taka íslenskra safnara. Reyndar hin besta fram til þessa á nor-rænni sýningu og er sýnilegt að safnarar hafa tekið rækilega við sér hvað varðar úrvinnslu efnis og vandaða uppsetningu þess.

Íslenskir sýnendur voru ellefu talsins, auk þess sem bæði Þjóð-skjalasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands sýndu valið frí-merkjaefni sem þar er geymt. Sérstök heiðursverðlaun sýn ing ar- innar, svonefnd Grand Prix verðlaun, glerverk eftir Jónas Braga Jónasson, fengu fjórir sýnendur. Árni Gústafsson hlaut „Grand Prix National“ fyrir safn sitt Íslenskur skipspóstur, Svíinn Douglas Storckenfeldt hlaut „Grand Prix Nordia 2009“ fyrir safnið Ísland til 1901; skildinga- og aurafrímerki, „Grand Prix Nordic“ hlaut Wilhelm Lambrecht frá Þýskalandi fyrir safnið Danmörk, klassíska tímabilið 1851–1865 og loks kom „Grand Prix International“ í hlut Chris Kings frá Bretlandseyjum fyrir safnið Slésvík: Danskt hertogadæmi verður prússneskt hérað – póstur fram til 1867. Árangur Árna Gústafssonar er sér lega glæsilegur því auk hinna eftirsóttu Grand Prix verðlauna, hlaut hann einnig gullverðlaun fyrir annað safn sem hann sýndi – í Flug-póstsdeild – og kallar Graf Zeppelin LZ 127; áhersla á íslenskan póst. Fyrir þetta safn fékk Árni einnig heiðurs verðlaun, sem gefin voru af Landssambandi sænskra frímerkja safnara.

GRAND PRIX í hlut ÁrnaNorræna frímerkjasýningin NORDIA 2009 var haldin í íþrótta húsinu við Strandgötu í Hafnarfirði dagana 29. til 31. maí sl. Öll aðstaða þar var hin besta og tókst sýningarnefnd undir forystu Sigurðar R. Péturssonar, formanns Landssambands íslenskra frímerkjasafnara, og með aðstoð fjölmargra félaga úr frímerkja félögunum að búa sýningunni glæsta umgjörð. Þetta var fimmta Nordiu-sýningin hér á landi.

GRAND PRIX í hlut Árna

Sýningarsvæðið í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.

Bengt Bengtsson formaður dómnefndar, Árni Gústafsson með Grand Prix National verðlaunagripinn og Sigurður R. Pétursson formaður sýningar nefndar.

Fyrir um það bil ári tók ég eftir þremur afbrigðum á 10 aura greiðslumerki yfirprentuðu á 75 aura Gullfoss útgefinn 1932. Af brigðin koma fram í staðsetningu bjálkans í lóðréttri línu við 0 í tölunni 10, sem staðsett er á hægri hlið frímerkisins. Það eru til þrjár stað-setningar. Í þeirri fyrstu er bjálki til vinstri, þegar vinstri brún hans er borið saman við vinstri hlið 0. Á öðru afbrigðinu er bjálkinn fyrir miðju, sem er þegar báðar brúnir 0 falla jafnt fram yfir brúnir 0, sem setur bjálkann nákvæmlega fyrir miðju yfir 0. Síðasta af -brigðið er bjálki til hægri, en þá er hægri hlið bjálkans jöfn hægri ytri brún 0.

Ég hef spurt marga safnara og kaupmenn, hvort nokkur hafi bent á þessi afbrigði, en alltaf fengið neikvæð svör. Þetta af brigði fann ég aðeins á 75 aura yfirprentaða frímerkinu en á þeim tíma hafði ég ekki mörg 65 aura merki til að athuga. Jay Smith benti mér seinna á, að á 65 aura yfirprentuðu merkjunum finnist sömu af -brigðin. Ég hef nýlega skoðað nokkra arkarhluta og pör beggja verðgilda sem sýna öll þessi þrjú afbrigði. Tók ég þá eftir að vinstri bjálki er á merkjum frá vinstri hlið arka, miðju bjálkinn á frímerkjum úr miðhluta arka og hægri bjálkinn á hægri hluta fjórblokka eða búta. Ekki hefur tekist að finna neinar heilar raðir eða arkir til skoðunar til að staðsetja af brigðin nákvæmlega, en álit mitt er að þau séu samfelld gegnum lóð réttar raðir í örkum.

Rufus Wilson

Grein þessi birtist í desemberblaði Scandinavian Contact og er þýdd með leyfi höfundar. Það má telja einstakt að íslenskir safnarar, sem mikið hafa skoðað slík merki, skuli ekki hafa tekið eftir þessum mismun á bjálka yfirprentunar og vil ég færa Rufusi þakkir fyrir að benda okkur á hann. Ef safnarar eiga í fórum sínum stóra arkarhluta af yfirprentuðu greiðslu merkj unum er mikill hugur á að fá að skoða þá.

Þór Þorsteins

Fyrra dæmið er bréfspjald, tíu aura tveir kóngar, sem á hefur verið límt helmingað 20 aura frímerki með Friðriki VIII. Bréf-spjaldið er stimplað í Reykjavík 25. VII. 1912 og sent til Þýska-lands (sjá mynd). Árið 1912 var burðargjald fyrir bréfspjöld til landa utan ríkis (þ.e. UPU taxti) 10 aurar og tveggja kónga spjald bréf voru í gildi til ársloka 1921. Helmingaða frímerkinu er því ofaukið og verður af þeim sökum að skoða þetta bréfspjald sem tilbúning.

Ég minnist þess að fyrir 20–25 árum var þetta bréfspjald selt á upp boði hjá Félagi frímerkjasafnara, en þá átti ég sæti í upp-boðsnefnd félagsins. Bréfspjaldið var síðan selt á uppboði Thomasar Høilands 25.–26. febrúar 2005.

Síðara dæmið er helmingað 20 aura frímerki, Kristján X, 20 aur brúnt (1922) stimplað á Hofsósi 1923. Þetta merki er skráð í verð listanum Íslenskum frímerkjum frá 1967 og áfram.

Árið 1923 var Hofsós póstafgreiðsla og á póstafgreiðslum skyldu sam kvæmt „Reglugjörð um notkun pósta“ vera til sölu öll gild frímerki „bæði einstök og í hundruðum“ eins og segir í reglu gerðinni. Það verður því að ætla að ekki hafi borið nauðsyn til að helminga 20 aura frímerki hafi tilgangurinn verið að búa til 10 aura burðargjald, sem á þeim tíma passaði einungis fyrir innan bæjarbréf og prentað mál innanlands. Ég hef séð af -klippuna sem þessi skráning í listanum byggir á, en af henni er ekki unnt að draga neinar ályktanir.

Niðurstaða mín er því, að þessi tvö tilvik um helminguð frí-merki sem mér eru kunn, séu tilbúningur. Væri fróðlegt að fá vit neskju um fleiri dæmi um helminguð íslensk frímerki á bréfum ef lesendur þekkja slík.

Þess skal að lokum getið að til eru bréf frá seinustu ára tugum þar sem menn hafa gert sér það til gamans, að nota helminguð frímerki til greiðslu burðargjalds, en það er önnur saga.

Ólafur Elíasson

16

HEL M INGU Ð F R Í M ER K I A F BR IGÐI Í Y F IR PR EN T UN

Hálf frímerkiFjölmörg dæmi eru þess víða um heim að helminguð frímerki hafi verið notuð sem greiðsla á burðargjaldi. Er nærtækast að líta til Færeyja um slíka notkun. Hér á landi hefur póststjórnin aldrei heimilað slíka notkun, en reyndar aldrei bannað hana heldur, svo mér sé kunnugt. Slík notkun frímerkja er þekkt og eru hér rakin þau tvö tilvik sem ég þekki.

Afbrigði í yfirprentun á Gullfoss greiðslumerkjum

Greiðslumerki yfirprentað 1935.

bjálki til vinstri

bjálki fyrir miðju

bjálki til hægri

Mynd úr uppboðslista Thomas Høiland nr. 50, 2005.

17

KÓRÓN UST I M PL A RA F BR IGÐI Í Y F IR PR EN T UN

Upphaf kórónustimplanna 1894Tilefni þess, að póstmeistari keypti 1894 stimpla fyrir flestar þá starfandi bréfhirðingar hefur löngum verið óljós. Fyrir skömmu fannst auglýsing í vikublaðinu Fjallkonunni frá 21. júní 1892 sem varpar nokkru ljósi á þetta. Auglýsing úr Fjallkonunni, 21. júní 1892.

Kórónustimpill af gerð C1.

Stórfé sparaðist með kaupum á gúmmístimplumEf við skoðum nokkuð nánar hvað þessar tölur þýða þá sést í póstreikningum, að greitt var fyrir starfsemi 120 bréfhirðinga á árinu 1894. Mikil þörf var talin á að fá stimpla fyrir þær og væru keyptir ódýrir gúmmístimplar mátti útvega þá en samt spara stórfé. Væru málmstimplar keyptir nam kostnaðurinn svipaðri fjárhæð og helmingur alls rekstrarkostnaðar allra póst-húsa og bréfhirðinga landsins á árinu. Alþingi, sem á þessum árum fjallaði um og varð að samþykkja fjárhagsáætlun póst-meistara, hefði vafalaust aldrei samþykkt slíka aukningu út -gjalda ef lækkunin hefði ekki komið til.

Þótt ýmislegt megi gagnrýna í starfi Hannesar hjá póstinum, þá ber að þakka framfarir sem hann stuðlaði að. Auk kórónu-stimplanna seldi Hannes póststofunni í Reykjavík fyrsta brúar málmstimpilinn fyrir Reykjavík. Stimpillinn var af gerðinni B1a og hafði dagsetningartölur á hjóli og kom þannig í veg fyrir stöðugt tap og vöntun á lausum stílum með tölum, eins og verið hafði varðandi eldri stimpla.

Þór Þorsteins

Reikningur yfir kaup á kórónustimplum

1. des. 1894.

Hannes Ólafur Magnússon (1866–1932) vann í hlutastarfi á póst stofunni frá 1891. Eins og gengur fékkst hann við ýmislegt annað til að drýgja tekjurnar, t.d. með sölu á svo nefndum „kaut schuk stimplum“, sem í dag nefnast gúmmístimplar. Í aug lýsingu segir hann að þeir fáist ódýrastir og bestir með því að panta þá hjá sér. Fram til þessa höfðu slíkir stimplar vart þekkst hér en þeir voru mun ódýrari í framleiðslu en málm eða stál stimplar sem notaðir höfðu verið.

Mikil aukning á sjópóstiÁ árinu 1894 gekk í gildi samningur við Sameinaða gufu skipa-félagið um að skipum félagsins Lauru og Thyru bæri að sigla strandferðir á leið sinni milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar. Af þessu leiddi mikla aukningu á sjópósti, sem ekki fór um póst afgreiðslu til ógildingar frímerkja. Nauðsynlegt þótti að geta séð hvar bréf voru póstlögð vegna póstskráa og eftirlits með greiðslu burðargjalds. Til að sjá um afgreiðslu þessa voru 1893 stofnaðar nýjar bréfhirðingar á viðkomustöðum skipanna.

Engin bréfhirðing hafði á þessum tíma fengið stimpil til afnota. Ástæða þessa var kostnaður við kaup málmstimpla sem þá kostuðu allt að 27 krónum hver stimpill. Þarna kemur aukastarf Hannesar því til góða, en vitað er að hann seldi póststofunni í Reykjavík 15 kautschukstimpla fyrir bréfhirðingar samkvæmt reikningi dagsettum 13. mars 1894. Verðið var 2,25 krónur á stimpil, þannig að spara mátti um 25 krónur á hverjum stimpli og aftur 1. desember sama ár seldi hann 98 stimpla, en nú heldur dýrari eða á 2,55 krónur stimpilinn. Allt voru þetta kórónustimplar af gerðinni C1.

Óskað opinberrar eftirstimplunarAlmennt er talið að eftirstimplun ógildra íslenskra frímerkja hafi verið samkvæmt óskum eða beiðni frímerkjasafnara og kaupmanna. En það virðist ekki vera algilt.

Í leitirnar hefur komið bréf dagsett 30. september 1915 til póst-meistarans í Reykjavík. Er bréfið frá Stjórnarráði Íslands vegna beiðni franska sendiherrans í Kaupmannahöfn um stimplun á 11 ógildum skildinga- og auramerkjum með gömlum Reykjavíkur-stimpli án þess að dagsetning eða ár kæmi fram.

Ekki er vitað hver viðbrögðin voru, en ekki er óhugsandi að orðið hafi verið við óskinni. Sjá má á mynd af bréfinu hvaða frímerki þetta voru.

Þór Þorsteins

Einkajólafrímerki Íslandspósts hf.

Um liðin jól fengu viðskiptavinir Íslandspósts hf. árlegt jólakort frá félaginu. Á umslaginu var nýtt einkajólafrímerki félagsins til greiðslu burðargjalds. Markaðsdeild Íslandspósts hf. hafði fengið Völu Þóru Sigurðardóttur til að hanna merki sem sýndi jólatré byggt upp af fimm lógóum með stjörnu á toppi trésins. Prentaðar voru 135 arkir með 24 merkjum, það er 3.240 merki alls, fyrir þessa jóla sendingu, en eitthvað reyndist þó umfram þarfir og varð eftir í deildum félagsins.

Frímerkjakaupmaður sá nokkrar arkir af þessum merkjum í Frímerkjasölunni og fékk að kaupa það sem þar var til, 242 merki á 80 kr. merkið. Í hverri örk voru 24 sjálflímandi jóla frímerki. Er kom fram í mars fór tilvist merkisins að kvisast og þá höfðu þau þá hækkað verulega í verði. Var örkin falboðin á 10.000 krónur eða um 417 kr. merkið. Þetta skapaði óánægju frímerkjasafnara og varð til að merkin voru innkölluð og náðust 108 merki til baka, en 134 merki náðust ekki.

Í framtíðinni munu Íslandspóstur hf. og einstakar deildir fyrir-tækisins, sem hver annar viðskiptavinur, geta pantað per sónu leg frímerki á vefnum til hverra nota sem er, en þessi frí merki verða ekki seld söfnurum. Einnig ber þessum deildum eða fyrirtækjum Íslandspósts hf. senda eina örk (24 frímerki) til Frímerkja-sölunnar með upplýsingum um útgáfudag merkj anna, hönnun og upplag. Þetta verður gert svo hægt sé að upp lýsa safnara um útgáfurnar með skrifum í Frímerkjablaðið.

Þór Þorsteins

18

E IN K A F R Í M ER K I

Upplýsingar um upplög einstakra frímerkjaútgáfa fyrri hluta árs 2009

Útgáfa: Upplag: Verðgildi: 516A 150.000 75.00516B 150.000 90.00517A 150.000 80.00517B 150.000 120.00518A 80.000 230.00 (100 & 130)519A 100.000 80.00519B 100.000 80.00519C 100.000 80.00519D 100.000 80.00519E 100.000 80.00519F 100.000 80.00519G 100.000 80.00519H 100.000 80.00519I 100.000 80.00519J 100.000 80.00520A 150.000 105.00521A 500.000 10.00522A 150.000 140.00523A 250.000 105.00523B 150.000 140.00 524A 80.000 190.00

H80 31.000 360.00 (4 x90)H81 31.000 480.00 (4 x120)H82 16.600 1050.00 (10 x105)H83 16.000 1400.00 (10 x140)

Leiðrétting – endurprentun:11/2007Heiti útgáfu: Landgræðsla ríksins 100 ára – sjálflímandi frímerki

Í byrjun voru þessi frímerki skilgreind sem hefti nr. H73 með 50 frímerkjum. Síðar var þeirri skilgreiningu breytt í stök frímerki nr. H73A í örk með 50 frímerkjum.

Heildarupplag útgáfunnar með endur prentunum eru 56.290 arkir (H73A) með 50 frímerkjum. Samtals upplag sem stakra frímerkja: 2.814.500 frímerki (Þetta er leiðrétt frá upplagstölu í 17. tlb. bls. 18)

Don Brandt, kveðja

Í liðnum maímánuði andaðist vinur okkar Don Brandt. Eftir að hann flutti til Íslands hóf hann þegar að koma í félagsherbergi FF og frá þeim tíma minnumst við hans, þar sem hann sat umkringdur ungum og eldri söfnurum við skipti á frí-merkjum eða í sam ræðum um land okkar og frímerki.

Don hafði sérstaka skapgerð og ákveðnar skoðanir. Þótt hann byggi hér í yfir 25 ár og skildi vel íslensku talaði hann hana aldrei. Hann var mjög hjálpsamur, einstakur sem próf arka lesari og jafnan tiltækur til að leiðrétta misgóðan texta okkar.

Hann safnaði frímerkjum frá unga aldri og sérhæfði sig eftir komuna til Íslands í söfnun brúarstimpla þar sem hann nýtti yfirgripsmikla þekkingu sína á íslenskum staðarheitum. Þekk-ing hans á Íslandi og frímerkjum landsins kom glöggt í ljós í tveim bókum sem hann samdi „Exploring Iceland Through It’s Stamps“ og „Walking Into Iceland’s Postal History“ þar sem hann tengdi á skemmtilegan og auðlesinn hátt menningu okkar og frímerki. Annað áhugasvið hans var Færeyjar, en um þær samdi hann einnig ítarlega bók, „Stamps and Story of the Faroe Islands“, sem síðar kom verulega aukin undir nafninu „More Stamps and Story of the Faroe Islands“.

Við kveðjum góðan vin og safnara.Þór Þorsteins

Í tengslum við Nordiu í Hafnarfirði 2009 var efnt til teikni-sam keppni með þátttöku barna í 5. bekkjum allra grunn-skóla í Hafnar firði. Um 300 teikningar bárust í keppnina og voru þær allar sýndar á frímerkjasýningunni. Veitt voru þrenn verðlaun. Eftir teikningum þeirra voru gerð einkafrímerki, sem þau fengu í viðurkenningar skyni.

1. verðlaun Ragnhildur Birta Nikulásdóttir í Lækjar skóla:Álfkona býður timbur á krossgötum

2. verðlaun Karl Rúnar Arnórsson í Engidalsskóla: Haustið

3. verðlaun Arnór Björnsson í Setbergsskóla: Álfur framtíðarinnar

Vefur Landssambands íslenskra frímerkjasafnaraÁ netinu má nú sjá og skoða heimasíðu Landssambands íslenskra frímerkjasafnara. Slóðin er www.is-lif.is Ætlunin er að þróa þar vef upplýsinga um lands sambandið og störf þess og félaga innan þess í þágu frímerkjasafnara. Síðunni er ætlað að vera nokkurs konar andlit safnara út á við.

Þróun þessa vefjar er að miklu leyti komið undir undir-tektum einstakra frímerkjasafnara og ekki síður aðildar-félögum landssambandsins og er þess vænst að vefurinn taki sífelldum breytingum hvað efnisinnihald varðar.

Á síðunni verður meðal annars komið á framfæri al menn- um fréttum úr heimi frímerkjanna. Umsjónar maður vef-síðunnar er Hálfdan Helgason, ritari Landssambandsins.

19

T E IK N ISA M K E PPN I

Af álfum í Hafnarfirði– teiknisamkeppni

Ný bók um íslensk póstburðar-gjöld 1870–2009Scandinavian Collectors Club í Bret-landi hefir nýlega látið endur prenta handbók Brians Flacks um íslensk póst burðargjöld. Þetta er einstakt verk sem sýnir vel að greindar allar tegundir burðargjalda frá árunum 1870–2009. Bókin, sem er á ensku, er 242 blaðsíður, prentuð í A4 broti, gorm bundin.

Höfundur hefur lagt mikla vinnu í endur skoðun texta fyrri bókar sinnar, sem kom út 1998, leiðrétt það sem betur mátti fara og bætt við viðbótartöxtum frá liðnum 11 árum á 70 viðbótar síðum. Má í bókinni sjá allar upp lýsingar um breyt ingar á grunni póstgjalda, allt frá 1. mars 1870 er greiðsla burðargjalda til útlanda hófst á Íslandi.

Í bókinni má sjá burðargjöld fyrir allar tegundir póst-sendinga og breytingar innan flokka t.d. á innanlandsbréfum og innan bæjar bréfum, sjópósti til Norðurlanda og annara landa, fluggjöld, sérstök fluggjöld, bögglapóst, ábyrðargjöld, hraðsend-ingagjald (express). Fyrir safnara er þetta einstakt verk og þar má greina á einfaldan hátt hvort burðargjald sé rétt greitt og hvers eðlis það hafi verið. Eindregið má mæla með þessari bók, sem er unnin af áhugamanni og verður tæpast gerð betri.

Bókin fæst afgreidd frá Terry Wagg, 28 Philip Nurse Road, Dersingham, Kings Lynn, Norfolk PE31 6WH, Englandi og er verð hennar GBP 20 auk burðargjalds. Frekari upplýsingar fást á www.scandps.org.uk, netfang [email protected]

Þór Þorsteins

1. verðlaun 2. verðlaun 3. verðlaun