1
M örgum þykir það skjóta skökku við hve marga háskóla er að finna á landinu. Þó eru flestir sammála um nauðsyn þess að hafa háskólastarf hér á landi. Hitt er svo annað mál hversu umfangsmikið það starf skuli vera og hvernig ríkið eigi að koma að því. Eitt hlutverk háskóla- starfs á Íslandi er að hlúa að menningar- arfi, og því er nauðsynlegt að halda úti námsleiðum er varða íslensk fræði, bókmenntafræði, sögu og þess háttar. Annað hlutverk er að þjálfa fólk til starfa og því er eðlilegt að boðið sé upp á kennslufræði, lögfræði, hjúkrun, verk- og tæknifræði og fleira af því tagi. Síð- ast en ekki síst ber að nefna rannsóknir og nýsköpun. Grunnmenntun í háskóla er almennt starfsmenntun, undirbún- ingur fyrir frekara nám, eða hugsuð til þess að auðga andann. Rannsóknarhlut- inn er hins vegar beintengdur framhaldsnámi. Raunhæft markmið fyrir íslenskt háskólasamfélag er að bjóða upp á staðgóða grunnmenntun og gott fram- haldsnám á afmörkuðum sviðum. Þá er einnig mikil- vægt fyrir samfélagið að fjölbreytileiki sé sem mestur. Það kann ekki góðri lukku að stýra að kynslóð eftir kynslóð læri við sama heygarðshornið. Hvað grunn- menntunina varðar má vera ljóst að ríkisháskóli hlýtur að sinna þeim sviðum sem fáir nemendur sækja í, en talin eru nauðsynleg. Hins vegar eru til þau svið sem eru mjög vinsæl, þar sem rúm er fyrir fleiri en einn háskóla. Þó að rekstrarleg hagkvæmni kunni að vera minni heldur en ef aðeins einn háskóli væri til staðar (sem þó er ekki alveg víst), þá getur verið að heilbrigð samkeppni og mismunandi nálgun kennslustofnana sé til hagsbóta. Annar kostur væri að hafa sjálfstæðari skóla. Til dæmis mætti hugsa sér sérstakan tækniháskóla. Þannig væri hægt að stuðla að þeim sveigjanleika sem vill oft týnast í stórum ríkisstofnunum. Hvað framhaldsnám áhrærir er aug- ljóst að þar eru aðstæður allt aðrar. Í fyrsta lagi er ástæða til að hvetja sem flesta sem tök hafa á til að fara í framhaldsnám til útlanda, og að auka hlutfall erlendra nemenda og kennara hér á landi. Í öðru lagi eru mun færri í framhaldsnámi en grunnnámi og menntunin hlut- fallslega dýrari. Því er nauðsynlegt að framhaldsnám í landinu sé samstillt og þeim sviðum sem skara fram úr gert hátt undir höfði. Nýta þarf krafta allra þeirra háskólamanna sem skila árangri. Til þess þurfa yfir- völd menntamála að þrýsta á raunverulegt og skilvirkt samstarf um framhaldsnám, jafnframt því að hvetja til samkeppni milli fræðasviða með breyttri fjármögnun rannsóknarstyrkja. En það er efni í aðra grein. 30 viðhorf Helgin 11.-13. febrúar 2011 Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jón Kaldal [email protected] Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson [email protected] Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson [email protected] Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson [email protected]. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson [email protected]. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. FÆRT TIL BÓKAR David hefur sýnt okkur þetta allt Þeir sem fylgst hafa með frábærum dýra- lífsþáttum Davids Attenborough í Sjón- varpinu kannast vel við þann mikla slag sem verður þegar öflugt ungt karldýr ræðst á þann karl sem farið hefur fyrir hjörðinni og leitt hana. Slagurinn er harður og blóðugur. Á meðan foringi hjarðarinnar er nógu öflugur hafa þeir ungu ekkert í hann að gera. Hann hrekur þá brott og situr áfram að sínu. Þar kemur þó að sá gamli verður að láta í minni pokann. Öflugra yngra karldýr reynist sterkara og rekur hið eldra á brott. Hjörðin fylgir hinum nýja foringja. Sá gamli vafrar á brott og hristir blóðugan hausinn. Með slíkum brottrekstri eldra forystudýrs hefur þjóðin fylgst undanfarna daga þótt um mannskepnur sé að ræða. Sá yngri lætur til skarar skríða. Það er allt undir. Sá gamli tekur fast á móti og lætur sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Eðlið er hið sama hver sem dýrategundin er. David hefur sýnt okkur þetta allt í sjónvarpinu. Að „vgreiða“ Þótt prentvillur séu hvimleiður fylgifiskur textaskrifa geta þær engu að síður verið skemmtilegar. Vefur DV var fyrr í vikunni að velta fyrir sér örlögum þeirra þing- manna Sjálfstæðisflokksins sem gengu úr skaftinu við afgreiðslu á Icesave-mál- inu í síðustu viku. Þar var fullyrt að þeir myndu lenda úti í kuldanum hjá Bjarna Benediktssyni flokksformanni. „Víst er að frami uppreisnarfólksins verður ekki mikill ef Bjarni situr. Það mun því verða hagur þeirra að fella formanninn hið fyrsta,“ sagði þar og voru nöfn Birgis Ármanns- sonar og Sigurðar Kára Kristjánssonar nefnd sérstaklega en þeir sátu m.a. hjá við atkvæðagreiðsluna. Unnur Brá Konráðs- dóttir var sú eina sem greiddi atkvæði gegn hinum nýja samningi eða „vgreiddi“ eins og DV-vefurinn sagði. Hrós Stein- gríms J. Sigfússonar , formanns VG, í garð Bjarna Benediktssonar fór fyrir brjóstið á mörgum sjálfstæðismanninum og ein- hvern veginn náði vg-ið inn í frásögnina af greiðslu þessa atkvæðis Unnar Brár. Íbúar Reykjavíkur standa frammi fyrir umtalsverðum niðurskurði í skólamál- um. Engin leið er fram hjá því að það verði sársaukafull og erfið aðgerð. Sparn- aður af þessari stærðargráðu næst aldrei án þess að það komi illa við einhverja. Hingað til hafa þeir látið hæst í sér heyra sem tengjast tónlistarskólum borgarinn- ar. Þeim finnst gengið harðar að sér en öðrum. Það er reyndar klassískt sjónar- mið. Þeir sem verða fyrir niðurskurði sjá alltaf meiri og betri sparnaðartækifæri hjá öðrum en sjálfum sér. Staðan er hins vegar sú að Reykjavíkurborg er blönk. Þetta sameiginlega fyrir- tæki borgarbúa ræður illa við þau útgjöld sem á það eru lögð. Það er ekki annað í boði en að finna leiðir til að nýta þá fjármuni sem eru til skiptanna á annan hátt en tíðkast hefur. Krafa borgarbúa hlýtur óhjákvæmilega að vera sú að peningarnir, sem þeir leggja til samneyslunnar, fari þangað sem flestir njóta þeirra. Tónlistarnám fellur því miður ekki í þann flokk. Tölurnar tala sínu máli. Meðalútgjöld borgarinnar á hvern tónlistarnema hlaupa á hundruðum þúsunda króna. Nemi í söng- námi kostar til dæmis á fimmta hundrað þúsund króna á hverju ári. Og framhalds- nemendur í tónlistarnámi eru ennþá dýrari. Stuðningsfólk tónlistarskólanna hefur gjarna bent á að borgin greiði margfalt meira til íþrótta en tónlistarkennslu. Staðreyndin er þó sú að kostnaður við niðurgreiðslu á íþróttaiðkun reykvískra ungmenna er um það bil einn tíundi af kostnaði við hvern tón- listarnema, sé miðað við höfðatölu. Óþarfi er að deila um hvorum megin peningunum er betur varið. Hinn sígildi metingur milli lista og íþrótta er hins vegar fjaðurvigtarmál í samanburði við niðurskurðaráform í grunnskólum borgarinnar. Það mál er á allt öðrum og stærri skala. Á síðasta ári kostaði rekstur grunn- skólanna tæplega fimmtán milljarða króna. Spara á ríflega 200 milljónir á þessu ári sam- kvæmt áætlunum. Hagræðingartækifærin eru örugglega á ýmsum sviðum. Sameina má litla skóla, lækka stjórnunarkostnað og fara í aðrar aðgerðir. Hugmyndin er að þetta verði gert án þess að það komi niður á gæðum námsins, sem er metnaðarfullt markmið. Mildari sparn- aðarkrafa myndi þó örugglega hjálpa til. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að borgin hefur ekki nýtt sér þá leið að fara með út- svarið í lögbundið hámark. Það er nú 13,2 prósent en má fara í 13,28 prósent. Með þeirri hækkun fengjust um það bil 200 millj- ónir króna. Ef sú upphæð væri eyrnamerkt menntun barnanna í borginni, má gera ráð fyrir að góð sátt næðist um útsvarshækkun. Niðurskurður í skólamálum Börnin í borginni Jón Kaldal [email protected] Í Ágúst Valfells dósent við tækni- og verkfræði- deild Háskólans í Reykjavík Mismunandi hlutverk Íslenska háskólasamfélagið Krafa borgarbúa hlýtur óhjákvæmilega að vera sú að peningarnir, sem þeir leggja til samneyslunnar, fari þang- að sem flestir njóta þeirra. Tónlistarnám fellur því miður ekki í þann flokk. TÍBRÁ – tónleikaröð Salarins auglýsir eftir umsóknum fyrir starfsárið 2011-2012 Eftirfarandi þarf að fylgja umsóknunum: Ferilskrá(r) Efnisskrá Myndir af flytjendum Símanúmer og netföng Upplýsingar um óskatíma flytjenda ð u þig und i r að koma fram í Salnum! salurinn.is Umsóknir sendist á [email protected] merkt TÍBRÁ 2011-2012. Valið er úr umsóknum og verður öllum svarað að því loknu. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2011. Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900 - www.jarngler.is Nýtt Nýtt !!! Vorum að fá sendingu frá FABRIANO gæða teikni-,vatnslita-,akríl-,olíu-pappír í örkum, og blokkum. Einnig teikni-og vatnslita pappír í rúllum.

Fært til bókar Börnin í borginni Í · til skarar skríða. Það er allt undir. Sá gamli tekur fast á móti og lætur sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Eðlið er hið sama

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Fært til bókar Börnin í borginni Í · til skarar skríða. Það er allt undir. Sá gamli tekur fast á móti og lætur sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Eðlið er hið sama

M örgum þykir það skjóta skökku við hve marga háskóla er að finna á landinu. Þó eru

flestir sammála um nauðsyn þess að hafa háskólastarf hér á landi. Hitt er svo annað mál hversu umfangsmikið það starf skuli vera og hvernig ríkið eigi að koma að því. Eitt hlutverk háskóla-starfs á Íslandi er að hlúa að menningar-arfi, og því er nauðsynlegt að halda úti námsleiðum er varða íslensk fræði, bókmenntafræði, sögu og þess háttar. Annað hlutverk er að þjálfa fólk til starfa og því er eðlilegt að boðið sé upp á kennslufræði, lögfræði, hjúkrun, verk- og tæknifræði og fleira af því tagi. Síð-ast en ekki síst ber að nefna rannsóknir og nýsköpun. Grunnmenntun í háskóla er almennt starfsmenntun, undirbún-ingur fyrir frekara nám, eða hugsuð til þess að auðga andann. Rannsóknarhlut-inn er hins vegar beintengdur framhaldsnámi.

Raunhæft markmið fyrir íslenskt háskólasamfélag er að bjóða upp á staðgóða grunnmenntun og gott fram-haldsnám á afmörkuðum sviðum. Þá er einnig mikil-vægt fyrir samfélagið að fjölbreytileiki sé sem mestur. Það kann ekki góðri lukku að stýra að kynslóð eftir kynslóð læri við sama heygarðshornið. Hvað grunn-menntunina varðar má vera ljóst að ríkisháskóli hlýtur að sinna þeim sviðum sem fáir nemendur sækja í, en

talin eru nauðsynleg. Hins vegar eru til þau svið sem eru mjög vinsæl, þar sem rúm er fyrir fleiri en einn háskóla. Þó að rekstrarleg hagkvæmni kunni að vera minni heldur en ef aðeins einn háskóli væri til staðar (sem þó er ekki alveg víst), þá getur verið að heilbrigð samkeppni og mismunandi nálgun kennslustofnana sé til hagsbóta. Annar kostur væri að hafa sjálfstæðari skóla. Til dæmis mætti hugsa sér sérstakan tækniháskóla. Þannig væri hægt að stuðla að þeim sveigjanleika sem vill oft týnast í stórum ríkisstofnunum.

Hvað framhaldsnám áhrærir er aug-ljóst að þar eru aðstæður allt aðrar. Í fyrsta lagi er ástæða til að hvetja sem flesta sem tök hafa á til að fara í framhaldsnám til útlanda, og að auka hlutfall erlendra nemenda og kennara hér á landi. Í öðru lagi eru mun færri

í framhaldsnámi en grunnnámi og menntunin hlut-fallslega dýrari. Því er nauðsynlegt að framhaldsnám í landinu sé samstillt og þeim sviðum sem skara fram úr gert hátt undir höfði. Nýta þarf krafta allra þeirra háskólamanna sem skila árangri. Til þess þurfa yfir-völd menntamála að þrýsta á raunverulegt og skilvirkt samstarf um framhaldsnám, jafnframt því að hvetja til samkeppni milli fræðasviða með breyttri fjármögnun rannsóknarstyrkja. En það er efni í aðra grein.

30 viðhorf Helgin 11.-13. febrúar 2011

Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jón Kaldal [email protected] Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson [email protected] Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson [email protected] Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson [email protected]. Auglýsinga-stjóri: Valdimar Birgisson [email protected]. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Fært til bókar

David hefur sýnt okkur þetta alltÞeir sem fylgst hafa með frábærum dýra-lífsþáttum Davids Attenborough í Sjón-varpinu kannast vel við þann mikla slag sem verður þegar öflugt ungt karldýr ræðst á þann karl sem farið hefur fyrir hjörðinni og leitt hana. Slagurinn er harður og blóðugur. Á meðan foringi hjarðarinnar er nógu öflugur hafa þeir ungu ekkert í hann að gera. Hann hrekur þá brott og situr áfram að sínu. Þar kemur þó að sá gamli verður að láta í minni pokann. Öflugra yngra karldýr reynist sterkara og rekur hið eldra á brott. Hjörðin fylgir hinum nýja foringja. Sá gamli vafrar á brott og hristir blóðugan hausinn. Með slíkum brottrekstri eldra forystudýrs hefur þjóðin fylgst undanfarna daga þótt um mannskepnur sé að ræða. Sá yngri lætur til skarar skríða. Það er allt undir. Sá gamli tekur fast á móti og lætur sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Eðlið er hið sama hver sem dýrategundin er. David hefur sýnt okkur þetta allt í sjónvarpinu.

Að „vgreiða“Þótt prentvillur séu hvimleiður fylgifiskur textaskrifa geta þær engu að síður verið skemmtilegar. Vefur DV var fyrr í vikunni að velta fyrir sér örlögum þeirra þing-manna Sjálfstæðisflokksins sem gengu úr skaftinu við afgreiðslu á Icesave-mál-inu í síðustu viku. Þar var fullyrt að þeir myndu lenda úti í kuldanum hjá Bjarna Benediktssyni flokksformanni. „Víst er að frami uppreisnarfólksins verður ekki mikill ef Bjarni situr. Það mun því verða hagur þeirra að fella formanninn hið fyrsta,“ sagði þar og voru nöfn Birgis Ármanns-sonar og Sigurðar Kára Kristjánssonar nefnd sérstaklega en þeir sátu m.a. hjá við atkvæðagreiðsluna. Unnur Brá Konráðs-dóttir var sú eina sem greiddi atkvæði gegn hinum nýja samningi eða „vgreiddi“ eins og DV-vefurinn sagði. Hrós Stein-gríms J. Sigfússonar, formanns VG, í garð Bjarna Benediktssonar fór fyrir brjóstið á mörgum sjálfstæðismanninum og ein-hvern veginn náði vg-ið inn í frásögnina af greiðslu þessa atkvæðis Unnar Brár.

Íbúar Reykjavíkur standa frammi fyrir umtalsverðum niðurskurði í skólamál-um. Engin leið er fram hjá því að það verði sársaukafull og erfið aðgerð. Sparn-aður af þessari stærðargráðu næst aldrei án þess að það komi illa við einhverja. Hingað til hafa þeir látið hæst í sér heyra sem tengjast tónlistarskólum borgarinn-ar. Þeim finnst gengið harðar að sér en öðrum. Það er reyndar klassískt sjónar-mið. Þeir sem verða fyrir niðurskurði sjá alltaf meiri og betri sparnaðartækifæri

hjá öðrum en sjálfum sér.Staðan er hins vegar sú að

Reykjavíkurborg er blönk. Þetta sameiginlega fyrir-tæki borgarbúa ræður illa við þau útgjöld sem á það eru lögð. Það er ekki annað í boði en að finna leiðir til að nýta þá fjármuni sem eru til skiptanna á annan hátt en tíðkast hefur.

Krafa borgarbúa hlýtur óhjákvæmilega að vera sú að peningarnir, sem þeir leggja til samneyslunnar, fari þangað sem flestir njóta þeirra. Tónlistarnám fellur því miður ekki í þann flokk.

Tölurnar tala sínu máli. Meðalútgjöld borgarinnar á hvern tónlistarnema hlaupa á hundruðum þúsunda króna. Nemi í söng-námi kostar til dæmis á fimmta hundrað þúsund króna á hverju ári. Og framhalds-nemendur í tónlistarnámi eru ennþá dýrari.

Stuðningsfólk tónlistarskólanna hefur gjarna bent á að borgin greiði margfalt meira til íþrótta en tónlistarkennslu. Staðreyndin er þó sú að kostnaður við niðurgreiðslu á íþróttaiðkun reykvískra ungmenna er um það bil einn tíundi af kostnaði við hvern tón-listarnema, sé miðað við höfðatölu. Óþarfi er að deila um hvorum megin peningunum er betur varið.

Hinn sígildi metingur milli lista og íþrótta er hins vegar fjaðurvigtarmál í samanburði við niðurskurðaráform í grunnskólum borgarinnar. Það mál er á allt öðrum og stærri skala.

Á síðasta ári kostaði rekstur grunn-skólanna tæplega fimmtán milljarða króna. Spara á ríflega 200 milljónir á þessu ári sam-kvæmt áætlunum. Hagræðingartækifærin eru örugglega á ýmsum sviðum. Sameina má litla skóla, lækka stjórnunarkostnað og fara í aðrar aðgerðir.

Hugmyndin er að þetta verði gert án þess að það komi niður á gæðum námsins, sem er metnaðarfullt markmið. Mildari sparn-aðarkrafa myndi þó örugglega hjálpa til. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að borgin hefur ekki nýtt sér þá leið að fara með út-svarið í lögbundið hámark. Það er nú 13,2 prósent en má fara í 13,28 prósent. Með þeirri hækkun fengjust um það bil 200 millj-ónir króna.

Ef sú upphæð væri eyrnamerkt menntun barnanna í borginni, má gera ráð fyrir að góð sátt næðist um útsvarshækkun.

Niðurskurður í skólamálum

Börnin í borginni

Jón Kaldal [email protected]

Í

Ágúst Valfellsdósent við tækni- og verkfræði-deild Háskólans í Reykjavík

Mismunandi hlutverk

Íslenska háskólasamfélagið

Krafa borgarbúa hlýtur óhjákvæmilega að vera sú að peningarnir, sem þeir leggja til samneyslunnar, fari þang-að sem flestir njóta þeirra. Tónlistarnám fellur því miður ekki í þann flokk.

TÍBRÁ – tónleikaröð Salarins auglýsir eftir umsóknum fyrir starfsárið 2011-2012Eftirfarandi þarf að fylgja umsóknunum:

Ferilskrá(r) Efnisskrá Myndir af flytjendum Símanúmer og netföng Upplýsingar um óskatíma flytjenda

Búðu þig undir að koma fram í Salnum!

salurinn.is

Umsóknir sendist á [email protected]

merkt TÍBRÁ 2011-2012. Valið er úr umsóknum og verður öllum svarað að

því loknu.

Umsóknarfrestur er til 1. mars 2011.

Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900 - www.jarngler.is

Nýtt Nýtt !!! Vorum að fá sendingu frá FABRIANO gæða teikni-,vatnslita-,akríl-,olíu-pappír í örkum, og blokkum. Einnig teikni-og vatnslita pappír í rúllum.