8
Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir 4. tbl . apríl 2014 Gleðilega páska Vorið liggur í loftinu og litlir páskaungar klekjast úr eggjum sínum. Margir eru að skríða úr skelinni eftir veturinn og fagna hækkandi sól.Í Geysi verður margt um að vera í apríl. Má þar hæst nefna páskaveisluna sem verður laugardaginn 19. apríl og opið hús á annan í páskum. Við borðum páskalamb og gæðum okkur á páskaeggjum. Fekari upplýsingar um opnun og viðburði um páskana má sjá á bakhlið þessa tölublaðs Litla Hvers.

Gleðilega páska - Klúbburinn Geysir · 2015. 5. 13. · 4. tbl . apríl 2014 Gleðilega páska Vorið liggur í loftinu og litlir páskaungar klekjast úr eggjum sínum. Margir

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is

    Facebook: Klúbburinn Geysir

    4. tbl . apríl 2014

    Gleðilega páska

    Vorið liggur í loftinu og litlir páskaungar klekjast úr eggjum sínum. Margir eru að skríða úr skelinni eftir veturinn og fagna hækkandi sól.Í Geysi verður margt um að vera í apríl. Má þar hæst nefna páskaveisluna sem verður laugardaginn 19. apríl og opið hús á annan í páskum. Við borðum páskalamb og gæðum okkur á páskaeggjum. Fekari upplýsingar um opnun og viðburði um páskana má sjá á bakhlið þessa tölublaðs Litla Hvers.

  • 2

    Janina er í starfsnámi í Geysi

    Aldrei fór ég suður Við hjá Geysi erum það heppin að fá að njóta samveru hinnar 21 árs gömlu Janinu Fietz, en hún kom fyrst til Íslands sem Au pair árið 2011. Nú stuttu seinna er hún komin aftur til Íslands og er í sex mánaða starfsnámi í Klúbbnum Geysi. Áhugamál Janinu er meðal annars blak, prjónaskapur, hitta vini og ljósmyndun. Arnar Laufeyjarson settist niður með Janinu og fékk að spyrja hana nokkurra spurninga. Janina er frá Þýskalandi en býr nú í Reykjavík. Hún er við nám í félagsráðgjöf og er mjög sátt með að vera hér á Íslandi. Hún er nemandi í félagsráðgjöf við Háskólann í Coburg sem er nyrst í Bæjaralandi. Að lokinni dvöl sinni hér á hún eitt og hálft ár eftir af háskólanáminu. Janina hefur ferðast mikið um landið, hún fór t.d. á Aldrei fór ég suður árið 2012, til að skemmta sér á þeirri miklu tónlistarhátíð og kynnast Vestfirðingum. Tónlistarsmekkur hennar er mjög litríkur, allt frá poppi til metals. Hún er mjög hrifin af Of Monsters And Men og Ólafi Arnalds. Uppáhalds maturinn hennar eru kartöflur með spínati. Janina er

    grænmetisæta sem hefur ekki borðað kjöt eða fisk í 8 ár vegna þess að það hefur svo slæm áhrif á nátttúruna sem hefur áhrif á veðurfar sem hefur

    áhrif á þriðja heiminn og síðast en ekki síst af því hún elskar dýr. Munurinn á Þýskalandi og Íslandi er sá að í Þýskalandi er fjölbreyttara úrval af vörum þar sem dýr hafa ekki verið notuð sem tilraunadýr og fólk er meira meðvitað um kosti og galla

    þess að borða kjöt og drekka mjólk. Janina er í stjörnumerkinu nautinu og uppáhalds liturinn hennar er blár. Janina verður hér á landi þar til í ágúst. Henni finnst andrúmsloftið á Íslandi gefandi og á allan hátt gott, henni líkar vel við land og þjóð og hlakkar til að takast á við störfin í Geysi. Janina er á facebook. Viðtal Arnar Laufeyjarson og Hrafn

    Janina í fallega bláa kjólnum sínum, en

    uppáhaldsliturinn hennar er blár

    Helgi og Janina huga að

    eldhúsverkunum

  • 3

    Náttúruformin eru innblástur listköpunnar minnar Helga María Bjarnadóttir í listrænu spjalli

    Helga María Bjarnadóttir er einn af

    stofnfélögum Klúbbsins Geysis. Hún var virkur þátttakandi í Geysi fyrstu 10

    mánuðina sem klúbburinn starfaði á Ægisgötunni. Þá tók hún sér frí frá

    klúbbnum þangað til klúbburinn flutti í Skipholt 29. Síðan þá hefur Helga María

    stundað klúbbinn með hléum. Hún var í

    Janus endurhæfingu í tíu mánuði og í

    framhaldi af því byrjaði hún í Tækniskólanum á Skólavörðuholti á

    hönnunar- og handverksbraut. Hún lauk námi á keramiksviði á þremur árum og var

    einmitt að útskrifast í desember síðastliðnum. Helga María er námsmaður

    aprílmánaðar. Hvaðan kemur áhuginn á listinni?

    „Í fyrsta lagi er hann genatískur, því að móðir mín og fjögur systkini mín eru

    stórbrotnir listamenn dag. Í öðru lagi eftir að hafa kynnst

    iðjuþjuþjálfun á Reykjalundi og

    síðar á Landspítalanum. Í

    þriðja lagi eftir að ég fór í Janus

    endurhæfingu. Þá var ég send

    ásamt fleiri nemendum í

    Myndlistarskóla Reykjavíkur til

    þess að kynnast leirnum. Þar kemst ég að því að mig langar að læra leirlist og sé ekki

    eftir því.“ Hvað er það í leirnum við leirinn sem að

    vekur þennan áhuga og er spennandi fyrir þig?

    „Þetta að meðhöndla leirinn minnkaði kvíðann og skapaði ákveðna vellíðan hjá

    mér. Þarna kom líka fram sköpunargáfa mín. Það hefur verið gerð rannsókn í

    Bandaríkjunum þar sem kemur fram að það að meðhöndla leirinn hefur streitulosandi

    áhrif á miðtaugakerfið. Síðan hef ég varla

    fundið fyrir þunglyndi og ekki þurft að

    leggjast inn vegna kvíðans síðan. Í

    fingurgómunum er næmnin sem sendir stöðugt rétt boðefni til heilans, sem varð til

    þess að kvíðinn fór ört minnkandi.“

    Helga

    María segir

    að það hafi

    ekki verið

    auðvelt

    fyrir sig

    að byrja í

    Janusi endurhæfingu á sínum tíma. „Að mæta

    fimm daga vikunnar í skólann og ná því að vera mætt í kennslustofuna kl. 08.10 var

    mikið átak fyrir mig. Að fara út í umferðina var einnig mjög erfitt. Starfsfólk Janusar

    Endurhæfingar á þakkir skyldar fyrir stuðninginn og að sjálfsögðu hefur

    Klúbburinn Geysir einnig verið mikill stuðningur þau ár sem ég hef sótt klúbbinn.

    Ég hef ég verið í menntadeildinni í Geysi og fengið mjög góðan stuðning, og hvatningu.“

    Hvert hefur verið inntakið í myndlist þinni?

    Það eru fyrst og fremst náttúruformin, sem

    verða mér efniviður og innblástur í listsköpun.

    Ég bý til nytjahluti úr leirnum þar sem

    náttúruform eru undirstaðan.

    Hvað um framtíðina? Nú stend ég frammi fyrir

    tveimur kostum. Ég er núna einu sinni í viku á

    námskeiði að læra á leirrennibekk. Ég er að

    hugsa um að halda áfram í styttri

    myndlistarnámskeiðum og njóta lífsins. Kannski

    fer í áfram í tveggja ára dioploma-nám ef vel

    gengur Viðtal Benni

    Helga María í Geysi

    Helga María við rennibekkinn

    Verkið Róta eftir Helgu Maríu.

    Verkið er handmótað úr

    ílsenskum

    jarðleir. Róta er lokaverkefni hennar úr verklega

    þætti námsins og vakti mikla athygli

    á útskriftarsýningu skólans.

  • 4

    n.

    Þri

    . M

    ið.

    Fim

    . F

    ös.

    La

    u.

    31.

    1.

    Sv

    ín í

    ra

    spi

    2.

    Fis

    kib

    oll

    ur

    3.

    Hla

    ðb

    orð

    4.

    Py

    lsu

    r m

    öll

    u

    5.

    7.

    Jan

    inu

    pa

    sta

    8.

    Sa

    ltfi

    sku

    r

    9.

    Kin

    da

    bjú

    gu

    10.

    Hla

    ðb

    orð

    11. K

    júk

    lin

    gur

    og

    fra

    nsk

    ar

    12.

    14. S

    teik

    tur

    fisk

    ur

    15.

    Bra

    súp

    a

    16.

    Hla

    ðb

    orð

    17.

    Lo

    ka

    ð

    18.

    Lo

    ka

    ð

    19.

    ska

    ve

    isla

    ska

    lam

    b

    21.

    ska

    ka

    ffi

    22.

    So

    ðin

    Ýsa

    23. G

    ræn

    me

    tisb

    uff

    Ja

    nin

    u

    24.

    Lo

    ka

    ð

    25.

    Piz

    za

    26.

    28. H

    ross

    ab

    júg

    u

    29. Ch

    ili

    ala

    Be

    nn

    i

    30.

    Plo

    kk

    fisk

    ur

    1.

    2.

    3.

    Mats

    eðill fy

    rir

    aprí

    l 2014

    Mats

    eðil

    l b

    irtu

    r m

    eð f

    yrir

    vara u

    m b

    reyti

    ng

    ar

  • 5

    ATOM Fréttir atvinnu-og menntadeildar

    Verð á kaffi Kaffibollinn í Geysi kostar nú

    kr. 70 kr. Bollinn af gæða Gústa kostar

    200 kr.

    Afmælisveisla félaga í apríl

    verður föstudaginn

    25. apríl.

    Tölvuver alla fimmtudaga kl. 11:15. Þar gefst félögum tækifæri á að fá aðstoð við að læra á og efla færni sína í tölvum s.s. á facebook, við tölvupóst, í ritvinnslu, excel og hvaðeina sem tengist tölvum. Einnig minnum við á frábæra aðstöðu fyrir námsmenn.

    Tölvu-

    ver

    Grunnnámskeið í notkun á facebook verður áfram í boði á þriðjudögum kl. 11:15. Hvetjum alla sem vilja auka þekkingu sína á facebook til að mæta. Leiðbeinandi er Heiða.

    Laust starf á

    Vitatorgi

    Frá og með 1. júní losnar 25 % staða matbera og þrifils á Vitatorgi. Áhugasamir hafi samband við Benna eða Margréti.

    Leiðbeinandi/mentor

    Það hefur lengi verið vilji fyrir því að koma upp hópi félaga sem væru til í að gerast leiðbeinendur í menntadeildinni. Nú eru þrír félagar sem sinna

    slíkum verkefnum, en lengi má fjölga í þeim hópi. Þeir félagar sem sinnt hafa þessum verkefnum eru Jón Sigurgeirsson, Steinar Almarsson og Aðalheiður Davíðsdóttir. Þeir félagar sem vilja gerast leiðbeinendur á

    námskeiðum í Klúbbnum Geysi vinsamlega hafið samband við skrifstofudeild/atvinnu og menntadeild.

    Eins og sagt var frá í síðasta Litla Hver var Hanna Katrín Stefánsdóttir ráðin í RTR starfið á Vitatorgi. Þar sem ekki náðist mynd af henni í tíma, þá birtum við hér mynd af henni í vinnunni. Við óskum Hönnu Katrínu hjartanlega til hamingju með starfið.

    Ráðið í RTR starfið

    á Vitatorgi

  • 6

    ANDLEGA HEILSAN OG REIÐIN Þriðjudaginn 18. mars síðastliðinn var haldinn heilsufundur eins og venja er á þriðjudögum. Umræðuefnið var reiðin og áhrif reiðinnar á andlega heilsu fólks. Fyrst fór undirritaður umræðustjóri út fyrir efnið og talaði um að ekkert benti til þess að reiðin hafi áhrif á líkamlega heilsu og engar rannsóknir gætu sýnt fram á það. Reiðin hefði frekar slæm áhrif á andlegt háttalag fólks ef það væri stöðugt reitt og hefði reiðina að lífsstíl til að stjórna öðrum. Eins er

    slæmt að vera reiður en sýna það ekki eða þora ekki að fá útrás fyrir reiðina, þar sem slík bæld reiði hefði slæm áhrif á hegðun fólks sem lýsir sér í og sýnir sig helst í ofbeldisfullum tilhneigingum, hvort heldur er líkamlegt eða andlegt ofbeldi. Betra er að leyfa reiðinni

    að fá útrás með ákveðni, gríni og það sem er best: Segja fólki að maður sé reiður og þá af hverju maður er reiður. Þetta er sérstaklega gott að gera þegar maður er umvafinn skilningsríkum ástvinum sem eru tilbúnir til að aðstoða mann að takast á við

    reiðina. Það sem ég tel vera best er að segja þeim sem málið varðar frá því og takast þannig á við

    reiðina beint. Það sem er allra verst er að láta reiðina breytast í hatur eða andúð. Það held ég að sé verst fyrir mann sjálfan þar eð sá sem maður hatar fer að stjórna lífi manns og býr í höfði manns og þá frítt, borgar þá enga leigu eins og

    einn sagði á fundinum. Sá sem maður hatar veit kannski ekkert af því og er ef til vill alveg sama. Út frá þessari umræðu um reiðina spannst umræða um þau slæmu áhrif sem andlegt ofbeldi hefur og eins slæm áhrif áhyggna og kvíða

    og andlega líðan fólks. Í lok fundarins var komist að þeirri niðurstöðu að okkur líður miklu betur ef við erum góð við náungann og sýnum kærleik til náunga okkar bæði orðum og verkum. Vel að merkja, náungi okkar er hver sá sem við mætum

    og hittum, hjálpum og aðstoðum og höfum félagsskap af í hinu daglega lífi.

    FRAMBJÓÐENDAFUNDUR MIÐVIKUDAGINN 30. APRÍL KL. 19:30 Fundur með oddvitum framboðanna til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík í sumar verður haldinn 30. apríl kl. 19:30 í Skúlatúni 2 (heitir núna einnig

    Þórunnartún 2 og er gegnt Geðhjálp) og verður fundurinn haldinn í salnum á 6. hæð. Þema fundarins verður málefni geðsjúkra í Reykjavík og er mælst til að við fjölmennum á fundinn og spyrjum einn frambjóðanda í einu um það

    sem okkur brennur að fá svör við og vita um varðandi málin okkar.

  • 7

    Líf og fjör

    Hvað sem fjörinu veldur lífið breytist í gleðistund

    verður þú ei lengur okinu seldur fjörið léttir þína lund

    Stundum erfitt er í heimi hér

    að rata réttan veg snúast hlutir við sem fela sig

    í örlaganna vef

    Höldum þá áfram, höldum þá áfram lífshjólið okkar snýst

    Saman við vinnum, markmiðum sinnum

    fjörið þú áfram kýst tíminn þá líður, tilveran bíður

    ávallt nú eftir þér gleði fær lífið, volæði og sífrið

    eiga ei heima hér

    Hvað sem gæfu hér veldur munum þakka ber einnig það

    þegar tilgangur lífsins jákvæður geldur

    mönnum í hjartastað

    Raunum lífsins hér, svo erfitt er að tengjast mikið þeim

    hleypum sorg og sút, með vinsemd út

    í von um betri heim

    Höldum þá áfram, höldum þá áfram lífshjólið okkar snýst...

    Sigrún Jóhannsdóttir

    Sigrún Jóhannsdóttir hefur verið dugleg að senda vísnaþættinum kveðskap sinn. Hér kemur eitt bjartsýnis og hvatnigarljóð frá henni sem við þökkum kærlega fyrir.

    Vísa um Benna Þið munið hann Benna sem heldur á penna oft stendur hann í röð og fer í heit fótaböð en heim ætlar hann ekki að nenna Vísa um Tótu Tóta um framkvæmdir sér skiptir sér til dæmis af mér og á meðan ég svaf skipti hún sér af í draumnum var hún allsber

    Vísnaþáttur Steinar Almarsson er einkar frumlegur og

    nýjungagjarn í kveðskap sínum, eins og vísnavinir Litla Hvers muna glöggt. Dyggir

    lesendur Hversins fá að njóta kveðskapar hans á ný að þessu sinni. Hann yrkir svo

    um tvo starfsmenn. Eins og sjá má er frumleika hans og myndvísi viðbrugðið.

    Ólafur Stefaníu Jakobsson hefur gjarnan

    haft vísur og hviðlinga á hraðbergi við ýmis tækifæri. Hér er vísa sem hann

    sendi vísnaþættinum og kunnum honum

    bestu þakkir fyrir.

    Bolakálfur og Benediktsson bulla út í eitt. Þjóðin á því varla von að verði nokkru breytt.

    Páskaungaleikur

    Litla hvers Hvað eru margir páskaungar í

    þessu tbl. Litla Hvers? Svör sendist á ritstjórn Litla Hvers

    fyrir 16. apríl eða tölvupóst á [email protected] Sigurvegari verður tilkynntur á húsfundi kl. 15.30 miðvikudaginn 16. apríl.

    Veglegt páskaegg no. 1 verður í verðlaun.

    Koma svo!!!

  • 8

    Klúbburinn Geysir er opinn alla virka daga frá kl. 08:30 - 16:00, nema föstudaga er opið frá 08:30 - 15:00.

    Deildarfundir Fundir í deildum eru haldnir á hverjum degi kl. 9:30 og 13:15. Þar er farið yfir verkefni

    sem liggja fyrir hverju sinni. Æskilegt er að félagar mæti á deildarfundina.

    Tökum ábyrgð og ræktum vináttuböndin.

    Félagslegt í apríl

    Fimmtudagur 3. apríl Pool, billjard, snóker.

    Umsjón Benni og Helgi. Lagt af stað frá Geysi kl. 16.00

    Föstudagur 4. apríl Árshátíð Geysis á

    Kringlukránni um kvöldið

    Fimmtudagur 10. apríl Skoðunarferð. Þúfan á

    Granda og kaffihús. Umsjón Filip og Benni

    Laugardagur 19. apríl

    Páskaveisla Geysis. Þrírétta páskamáltíð. Páskalamb í

    aðalrétt. Forréttur og eftirréttur. Opið 10.00 til

    14.00. Verð kr. 1.800

    Mánudagur 21. apríl

    (annar í páskum). Páskakaffi frá kl. 14.00 til 16.00.

    Fimmtudagur 24. apríl

    Sumardagurinn fyrsti LOKAÐ

    Dolce Gusto eða hin

    sæta glaðværð

    Nýr félagi hefur gengið í Klúbbinn. Hann heitir Dolce Gusto og vill gjarnan láta kalla sig Gústa glaða. Gústi þessi framleiðir kaffi af ýmsu tagi. Bollinn kostar 200 kr. Hvetjum alla til að kynna sér brögð í boði og njóta návistar við Gústa glaða.

    Heiða, Janina og Grace smakka á

    afurðum Gústa glaða, sem er í forgrunni myndarinnar. (sjá pílu)

    Dagskrá Geysis um páska

    verður eftirfarandi: 17. apríl skírdagur. Lokað 18. apríl föstudagurinn langi. Lokað 19. apríl laugardagur. Páskaveisla Geysis. Opið frá 10.00 til 14.00 20. apríl páskadagur. Lokað

    21. apríl annar í páskum. Páskakaffi frá 14.00 til 16.00

    Félagar sem ætla að borða í

    páskaveislunni verða að

    vera búnir að skrá sig í síðasta lagi 11. apríl.

    Verð 1.800

    Opnunartími um páska