4
Gönguskíði - Búnaður og fleira Jósef Hólmjárn Þegar haustar er ráð að huga að vetrarútivistinni. Þá koma gönguskíðin að sjálfsögðu í stað gönguferða um fjöll og heiðar. Gönguskíðun er einhver hollasta hreyfing sem eflir bæði þrek , þol og styrk en er einnig mjög öflug brennsluæfing. Og svo er þetta bara svo gaman. Rétt er að kíkja á búnað og miða ég tilsögnina einkum við byrjendur. Ýmislegt sem hér fer á eftir er persónubundið en ég reyni að halda sérviskunni í skefjum Skíðin Nútíma gönguskíði eru að oftast samsett úr náttúrulegum trefjum (tré) og gerviefnum. Við val á gönguskíðum er margt að athuga svo sem lengd, breidd, miðjustífleiki (camber), endastífleiki og kantar. Valið þarf þó ekki að vera svo flókið ef hægt er að ramma nokkuð inn til hvers á að nota skíðin. Lykilatriði er samspil lengdar og miðjustífleika við þyngd skíðamannsins. Gömlu þumalputtareglurnar um lengd skíða miðuð við fingurgóma eða úlflið á uppréttum handlegg eiga ekki við um nútíma skíði. Höldum skíðunum með sóla saman. Þá myndast gap milli skíðanna í miðju. Sá kraftur sem þarf til að pressa skíðin alveg saman í miðjunni kallast miðjustífleiki. Hann er gjarnan í tveim þrepum fyrir gönguskíði, mest af sveigjunni er hægt að rétta með fingrunum en lokaspennan þarf tuga kílóa átak. Leyndardómurinn við að geta ýmist spyrnt eða rennt sér áfram felst í þessari spennu. Spyrnuflöturinn hvort sem það eru rifflur eða spyrnuvax er á miðjum sólanum og við viljum getað pressað hann niður þegar við spyrnum , en haft hann á lofti þegar við rennum áfram. Með öðrum orðum: Spyrna; öll líkamsþyngdin á öðru skíðinu og skíðið alveg flatt. Rennsli; hálf líkamsþyngd á hvoru skíði, rifflurnar eða spyrnuvaxið að mestu á lofti og viðnám gegn rennsli verður lítið. Það er því hægt að hanna mislangar skíðaseríur sem hentað gætu öllum þyngdarflokkum. Þumalputtaregla er þó að lengri skíði = meiri hraði. Við val á skíðum er því gjarnan notuð eftirfarandi aðferð: Staðið á skíðunum á sléttu gólfi (gott að hafa hjálparmann) Þegar staðið er jafnt í bæði skíði á að vera hægt að renna blaði eða þunnu spjaldi undir mitt skíðið. Síðan er allur þunginn fluttur á annað skíðið og á þá blaðið að vera alveg fast. Algengt er að fólk setji spyrnu í forgang á ferðaskíðum og velji jafnvel skíði í styttri kantinum einkum þar sem þau eru meðfærilegri. Hinsvegar ef valin eru kappgönguskíði er gjarnan valið nákvæmar og þá lengri og mjórri skíði. Kantar eru ýmist úr hörðum gerviefnum eða stáli. Stálkantar geta náð endilangan kantinn eða að hluta. Vegna íslenskra aðstæðna þar sem oft er skari og klaki á skíðslóð verðum við helst að hafa stálkanta ef ætlunin er að ganga við allar aðstæður utan brauta. Vax eða rifflur ??? Hér komum við að stóra trúardeilumálinu í gönguskíðaheiminum. Mitt ráð er einfalt: Ef þú þarft að spyrja þá fáðu þér riffluð skíði til að byrja með. Ef áhuginn, aukin reynsla og hugsanleg fullkomnunarárátta kemur til, er hægt að prófa Laugavegi 178 • 105 Reykjavík • S: 562-1000 • F: 562-1001 • www.utivist.is • [email protected]

gonguskidi

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: gonguskidi

Gönguskíði - Búnaður og fleira Jósef Hólmjárn Þegar haustar er ráð að huga að vetrarútivistinni. Þá koma gönguskíðin að sjálfsögðu í stað gönguferða um fjöll og heiðar. Gönguskíðun er einhver hollasta hreyfing sem eflir bæði þrek , þol og styrk en er einnig mjög öflug brennsluæfing. Og svo er þetta bara svo gaman. Rétt er að kíkja á búnað og miða ég tilsögnina einkum við byrjendur. Ýmislegt sem hér fer á eftir er persónubundið en ég reyni að halda sérviskunni í skefjum Skíðin Nútíma gönguskíði eru að oftast samsett úr náttúrulegum trefjum (tré) og gerviefnum. Við val á gönguskíðum er margt að athuga svo sem lengd, breidd, miðjustífleiki (camber), endastífleiki og kantar. Valið þarf þó ekki að vera svo flókið ef hægt er að ramma nokkuð inn til hvers á að nota skíðin. Lykilatriði er samspil lengdar og miðjustífleika við þyngd skíðamannsins. Gömlu þumalputtareglurnar um lengd skíða miðuð við fingurgóma eða úlflið á uppréttum handlegg eiga ekki við um nútíma skíði. Höldum skíðunum með sóla saman. Þá myndast gap milli skíðanna í miðju. Sá kraftur sem þarf til að pressa skíðin alveg saman í miðjunni kallast miðjustífleiki. Hann er gjarnan í tveim þrepum fyrir gönguskíði, mest af sveigjunni er hægt að rétta með fingrunum en lokaspennan þarf tuga kílóa átak. Leyndardómurinn við að geta ýmist spyrnt eða rennt sér áfram felst í þessari spennu. Spyrnuflöturinn hvort sem það eru rifflur eða spyrnuvax er á miðjum sólanum og við viljum getað pressað hann niður þegar við spyrnum , en haft hann á lofti þegar við rennum áfram. Með öðrum orðum:

• Spyrna; öll líkamsþyngdin á öðru skíðinu og skíðið alveg flatt. • Rennsli; hálf líkamsþyngd á hvoru skíði, rifflurnar eða spyrnuvaxið að mestu á

lofti og viðnám gegn rennsli verður lítið. Það er því hægt að hanna mislangar skíðaseríur sem hentað gætu öllum þyngdarflokkum. Þumalputtaregla er þó að lengri skíði = meiri hraði. Við val á skíðum er því gjarnan notuð eftirfarandi aðferð: Staðið á skíðunum á sléttu gólfi (gott að hafa hjálparmann) Þegar staðið er jafnt í bæði skíði á að vera hægt að renna blaði eða þunnu spjaldi undir mitt skíðið. Síðan er allur þunginn fluttur á annað skíðið og á þá blaðið að vera alveg fast. Algengt er að fólk setji spyrnu í forgang á ferðaskíðum og velji jafnvel skíði í styttri kantinum einkum þar sem þau eru meðfærilegri. Hinsvegar ef valin eru kappgönguskíði er gjarnan valið nákvæmar og þá lengri og mjórri skíði. Kantar eru ýmist úr hörðum gerviefnum eða stáli. Stálkantar geta náð endilangan kantinn eða að hluta. Vegna íslenskra aðstæðna þar sem oft er skari og klaki á skíðslóð verðum við helst að hafa stálkanta ef ætlunin er að ganga við allar aðstæður utan brauta. Vax eða rifflur ??? Hér komum við að stóra trúardeilumálinu í gönguskíðaheiminum. Mitt ráð er einfalt: Ef þú þarft að spyrja þá fáðu þér riffluð skíði til að byrja með. Ef áhuginn, aukin reynsla og hugsanleg fullkomnunarárátta kemur til, er hægt að prófa

Laugavegi 178 • 105 Reykjavík • S: 562-1000 • F: 562-1001 • www.utivist.is • [email protected]

Page 2: gonguskidi

hitt seinna. Áburðinn, vax eða klístur þarf að velja eftir hitastigi, gerð snjóþekju og fleiri þátta og hér á Íslandi er svo síbreytileg veðrátta að erfitt er að hitta á rétta áburðinn að jafnaði. Hitt er ljóst að með rétta áburðinum við góðar aðstæður er mun betra rennsli og jafnvel spyrna með áburðarskíðum. Einnig er erfiðara að beygja á riffluðum skíðum. Vel á minnst. Rifflurnar eru bara fyrir spyrnu, eftir sem áður þarf að bera fljótandi rennslisáburð á skíðin endanna milli (líka á rifflurnar) sérstaklega í nýsnævi við frostmark. Skór og bindingar Þar verður að samhæfa valið, þ.e. skórnir verða að passa bindingunum og öfugt. Stundum getur jafnvel hentað að velja skóna fyrst og síðan bindingar í stíl þegar draumaskórnir eru fundnir. Elsta og öflugasta kerfið fyrir gönguskíði (túrskíði) er sk. NN-75 (Nordic Norm 75 mm). Táin stendur fram undan skónum og undir henni eru þrjú göt. Breiddin á tánni er, já að sjálfsögðu 75 mm. Hefðbundna bindingin fyrir þessa skó er þriggja pinna Rottugildran. (Rottefelle vörumerkið heitir eftir þessari smellu.) Skórinn læsist á pinnana þrjá með klemmu sem þrýstir á tána. Við göngu þarf táin á skónum að sveigjast í hverju skrefi. Önnur útgáfa af þessum bindingum er ekki með þrjá pinna heldur eingöngu gorm afturfyrir skóinn. Algengasta bindingin af þessari gerð kallast Riva og er m.a. framleidd af Rottefelle. Einnig eru til bindingar sem eru bæði með pinna og gorm. Ókostur við pinnakerfið er helstur að táin á skósólanum vill brotna af um götin og einnig vilja þeir verða frekar lausir til hliðanna þegar skór og bindingar slitna. Gormabindingarnar eru heldur stífari við göngu og gildir þá að hafa gorminn nógu slakann , einnig vegna hættu á hælsæri. Hinsvegar gefa þær betri stjórn í brekkum. Komið hafa fram ýmis önnur bindingakerfi, einkum fyrir brautarskíðun og léttari túrskíðun. Má þar helst nefna SNS frá Salomon og NNN (já, New Nordic Norm) frá Rottefella og fleirum. Þessi kerfi eru með pinna steyptan þvers fremst undir skósólann og smellur hann í læsingu á bindingunni þegar tánni er þrýst í hana. Kostir við þessi kerfi eru einkum að í stað þess að sveigja skóinn í hverju skrefi eins og í NN-75 er skórinn á hjörum og vippar lét um pinnann. Auk þess er rauf langsum undir sólanum sem fellur á stýringu í bindingunni. Við það fæst betri stýring til hliðanna. Þessi kerfi voru of veikburða til að nota á torfæruskíði en þá var bætt um betur og fram kom NNN-BC kerfið. (New Nordic Norm – Back Country.) Þar er bindingin öflugri , pinninn í skónum sverari og auk þess hægt að fá skó með nothæfum göngusólum. Reynslan hefur sýnt að þetta kerfi er alveg nothæft í lengri gönguferðir en helsti ókosturinn er að við sérstakar aðstæður vill frjósa í lásnum á bindingunni og reynist oft vel að úða rennslisáburði í lásinn til að koma í veg fyrir það. Einnig þarf að varast að fara í langferðir á slitnum svona skóm því fátt er til ráða ef pinninn brotnar út úr sólanum. Þegar skórnir eru valdir þarf að hafa í huga í hverskonar ferðir á að nota þá. Erfiðari ferðir með þungann poka krefjast öflugri fótabúnaðar. Ég mæli með að skór séu valdir þannig að hægt sé að vera í tvennum sokkum. Auk þess að vera hlýrra minnkar það hættu á hælsærum og tvennir sokkar jafna betur rakann í skónum. Skórinn þarf að vera það rúmur að ekki kreppi að tám en jafnframt þarf að vera hægt að reima hann þétt að fætinum svo skíðin láti að stjórn. Mér hefur reynst vel

Laugavegi 178 • 105 Reykjavík • S: 562-1000 • F: 562-1001 • www.utivist.is • [email protected]

Page 3: gonguskidi

að nota skó með GoreTex filmu enda er ekki hægt að skíða lengi á Íslandi án þess að lenda í rigningu. Mun meira reynir á skíðagönguskó en venjulega gönguskó. Einkum á þetta við um NN-75 kerfið. Því er áríðandi að bera vel á skóna góða feiti. Lífræn feiti eins og minkafeiti hentar ekki því bæði mýkir hún leðrið of mikið þannig að skórnir vilja aflagast og einnig er hún gróðrarstía fyrir sveppi eða annan örgróður. Á seinni árum hefur færst í vöxt að nota plastskó á gönguskíði. Þeir hafa ótvíræða kosti í brekkum (niður) en ég vil sérstaklega vara byrjendur við að fá sér plastskó í almennar gönguferðir. Þeir laga sig ekki að fætinum svo það þarf að vanda mátun og laga vel að fæti og einnig vill fólk soðna illa undan þeim er hlýtt er í veðri. Þetta er þó einstaklingsbundið og einnig eru stöðugar framfarir. Engin trúarbrögð hér. Hafið í huga að vegna mun meiri núnings fá jafnvel þeir sem þekkja ekki hælsæri nema af afspurn oft að kynnast þeim á skíðaskónum. Þar, sem víðar, er fyrirbyggjandi plásturinn bestur. Skíðastafir Til almennrar gönguskíðunar eru stafir sem ná um það bil upp í holhöndina hæfilegir. Í léttar ferðir duga álstafir með lítilli körfu ágætlega en í erfiðari ferðir mæli ég með fiberstöfum með stórri snjókörfu. Við blandaða brekku og gönguskíðun er þægilegt að hafa stillanlega göngustafi en því miður eru þeir tæpast nógu sterkir. Og byrja svo! Ég mæli eindregið með að byrjendur fái góð tilsögn sem fyrst á ferlinum. Það ríður á að tileinka sér mýkt og jafnvægi frá byrjun og ná rétta grunntaktinum og fjöðrun í hnjám. Þetta er eins og með töltið, það verður að byrja hægt. Best er að byrja æfingar í troðinni braut. Fljótlega er gott að fara að þjálfa brekkufærnina og þar er langáhrifaríkast að fara í barnalyfturnar og æfa plóg og skrans og stemm í troðinni brekku. Það kemur sér vel þegar farið er utan skíðasvæða að byggja upp færni og sjálfstraust í brekkunum fyrst. Og svo er nú alltaf ballett skíðamanna, þ.e. Telumerkursveiflan. Skíðasamband Íslands hefur staðið fyrir kynningu á gönguskíðum og byrjendakennslu undanfarin ár. Það er um að gera að nota sér þetta og ég veit dæmi um fólk sem hafði skíðað árum saman en sem hrópaði “Nú, svona á að gera þetta”, þegar þjálfarinn sýndi sveifluna. Einnig hefur Útivist gengist fyrir námskeiðum. Og hvar þá? Kosturinn við gönguskíðin er að ekki þarf aðra aðstöðu en snjó. Á auðum svæðum innanbæja er ágætt að skíða og oft troðnar brautir. Góðar brautir eru oftast troðnar í Bláfjöllum og í Skálfelli. Skíðun í skógi er nánast nýtt sport á Íslandi en einmitt hjá okkur er skógurinn oft skemmtilegt skíðasvæði, þegar vindur lemur snjóinn á víðavangi í harða skafla með autt á milli. Þá er jafnvel lausamjöll og logn í skóginum og skjól fyrir næðingnum. Brautir eru nú jafnan troðnar í Heiðmörk og víðar í skóglendi.

Laugavegi 178 • 105 Reykjavík • S: 562-1000 • F: 562-1001 • www.utivist.is • [email protected]

Page 4: gonguskidi

Laugavegi 178 • 105 Reykjavík • S: 562-1000 • F: 562-1001 • www.utivist.is • [email protected]

Þegar troðnu brautunum sleppir tekur frelsið við. Úr Bláfjöllum er gaman að ganga t.d. í Grindarskörð og Brennisteinsfjöll og Hengilsvæðið er oft paradís skíðagöngumanns. Og hálendið allt. Ekki má gleyma jöklunum því hér á landi er ekki þörf a að leggjast í þunglyndi út af snjóleysi heldur skella sér á jökul. Í því samhengi er rétt að minna á að Útivist á frábæran fjallamannaskála á Fimmvörðuhálsi þar sem fyrst og fremst var byggt til skíðaiðkana í upphafi. Skálin er mjög vannýttur til þeirra hluta og vil ég skora á skíðfólk og ekki síst þá sem ætla að byrja í vetur að drífa sig á Fimmvörðuháls þegar sól hækkar á lofti. Eyjafjalla og Mýrdalsjökull ættu alveg að þola nokkra skíðamenn án þess að færast úr lagi . Mismunandi skíðun og viðeigandi búnaður - Tillaga að nokkrum uppskriftum

• Ganga í að mestu í troðnum brautum þar sem hreyfing og líkamsrækt er aðalatriðið.

• Létt skíði án stálkanta, Riffluð fyrir byrjendur, annars áburður. SNS-Profil eða NNN skór og bindingar.

• Ganga út um víðan völl utan brauta, ferðaskíðun, dagsferðir, langferðir. • Breiðari skíði með stálköntum. Þarna mæli ég með riffluðum skíðum. • NNN-BC og viðeigandi bindingar eða NN-75 skór og annaðhvort þriggja pinna

Rottugildra eða gormabindingar. (Riva.) Leðurskór með Vibram gúmmísóla. • Gönguskíðun í fjallendi með höfuðáherslu á rennsli, Þelamerkurskíðun. • Enn breiðari skíði með stálköntum en með lítilli miðjuspennu. Áburðarskíði. • NN-75 gormabindingar gjarnan með öryggi. Stífir leðurskór eða plastskór.

Skinn nauðsynleg utan lyftusvæða.

Jósef Hólmjárn ([email protected])