9
Heimili & hönnun Kynningarblað Helgin 2.-5. apríl 2015 A lbert og Bergþór búa í sjarmerandi húsi við Lind- argötu 12 í Reykjavík. Sæl- gætisgerðin Freyja lét byggja húsið á fimmta áratug síðustu aldar og flutti þá inn sérstakar eldavélar frá Banda- ríkjunum með tvöföldum ofni. Albert og Bergþór hafa eina slíka í eldhús- inu hjá sér og er hún nánast í stöð- ugri notkun. „Hún bilaði að vísu ein jólin og það var enginn rafvirki sem treysti sér til að gera við hana,“ segir Albert. Þeir voru því eldavélalausir þau jólin og grilluðu á aðfangadag. Eftir jólin komust þeir hins vegar í kynni við rafvirkja sem hafði starfað á herstöðinni í Keflavík og hann gat gert við hana og er vélin því enn í fullu fjöri. Marokkóskur leirpottur í upp- áhaldi Aðspurðir um uppáhalds eldhús- áhald nefna þeir tagínu, sem er leir- pottur ættaður frá norður-Afríku. Albert og Bergþór eru báðir miklir mataráhugamenn og hafa gaman af því að elda og prófa nýja rétti. „Ofan Marokkóskur leirpottur uppáhalds eldhúsáhaldið Matgæðingarnir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga sér uppáhalds eldhúsáhald: Marokkóskan leirpott, eða tagínu, sem þeir keyptu í París. Þeim finnast eldhúsverkin skemmtileg og njóta þess að elda á 73 ára gamalli bandarískri eldavél. Matgæðingarnir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson halda mikið upp á marokk- óskan leirpott, svokallaða tagínu, sem þeir keyptu í París fyrir nokkrum árum. Mynd/ Hari. Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur Netfang - [email protected] Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 Andlit hússins er bílskúrshurð frá Límtré Vírnet Stuttur afgreiðslutími – uppsetningarþjónusta Söluaðili: limtrevirnet.is á pottinn fer eins konar hattur sem þrengist eftir því sem ofar dregur og minnir svolítið á stromp. Tagínur eru til í ýmsum stærðum og gerðum og hægt er að elda nánast hvað sem er í þeim,“ segir Albert, en þeir Bergþór nota pottinn aðallega í marokkóska kjöt- og grænmetisrétti. „Mikil gufa myndast sem stígur svo upp, þéttist og fellur að lokum niður aftur. Þetta gerir það að verkum að allt sem er eldað í tagínunni verður afskaplega mjúkt og bragðgott,“ segir Albert. Tagína í handfarangri Albert og Bergþór keyptu tagínuna í París fyrir nokkrum árum. „Hún er frekar stór og þurftum við að burðast með hana heim í handfar- angri,“ segir Albert, en það var vel þess virði. „Við notum okkar mjög mikið fyrir alls konar rétti og leyfum þá réttinum gjarnan að malla í tvo til þrjá tíma á hellunni. Þó svo að ofninn okkar sé tvöfaldur er hann því miður ekki nógu stór fyrir tagínuna þannig við notumst við eldavélarhelluna.“ Væn páskaterta Albert segist ekki viss um hvort tagínan verði notuð við páska- matseldina. „Eina páskahefðin sem við höfum tengda eldhúsinu er að ég baka væna tertu sem við höfum með páskakaffinu.“ Tertan í ár mun meðal annars innihalda nutella. „Svo munum við án efa bregða undir okkur betri fætin- um um páskahelgina og ferðast aðeins um landið,“ segir Albert að lokum Plöntur lífga upp á eldhúsið Plöntur í öllum stærðum og gerðum lífga upp á eldhúsið. Fyrir suma reynist hins vegar ómögu- legt að halda lífi í plöntunum, enda er ekki til nein ákveðin regla um það hvenær á að vökva því þættir eins og stærð potta, birta og hitastig hafa allir áhrif. Ágætt er þó að miða við blómstrandi plöntur þurfa meira vatn en blaðplöntur og blaðplöntur meira vatn en kaktusar. Þegar sól tekur að hækka á lofti er einnig tilvalið að rækta kryddjurtir í eldhúsglugganum. Þær eru auðveldar í ræktun ásamt því að vera nytsam- legar í matargerð. Margar þeirra hafa þá eiginleika að ilma einstaklega vel. Ef plássið er mikið er sniðugt að prófa sem flestar tegundir og finna hvað bragðast og virkar vel, annars er betra að velja eitthvað sem að maður notar mikið, til dæmis basiliku.

Heimili & hönnun 02 04 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Lifestyle magazine, newspaper, Fréttatíminn, Iceland

Citation preview

Page 1: Heimili & hönnun 02 04 2015

Heimili & hönnunKynningarblað Helgin 2.-5. apríl 2015

A lbert og Bergþór búa í sjarmerandi húsi við Lind-argötu 12 í Reykjavík. Sæl-

gætisgerðin Freyja lét byggja húsið á fimmta áratug síðustu aldar og flutti þá inn sérstakar eldavélar frá Banda-ríkjunum með tvöföldum ofni. Albert og Bergþór hafa eina slíka í eldhús-inu hjá sér og er hún nánast í stöð-ugri notkun. „Hún bilaði að vísu ein jólin og það var enginn rafvirki sem treysti sér til að gera við hana,“ segir Albert. Þeir voru því eldavélalausir þau jólin og grilluðu á aðfangadag.

Eftir jólin komust þeir hins vegar í kynni við rafvirkja sem hafði starfað á herstöðinni í Keflavík og hann gat gert við hana og er vélin því enn í fullu fjöri.

Marokkóskur leirpottur í upp-áhaldiAðspurðir um uppáhalds eldhús-áhald nefna þeir tagínu, sem er leir-pottur ættaður frá norður-Afríku. Albert og Bergþór eru báðir miklir mataráhugamenn og hafa gaman af því að elda og prófa nýja rétti. „Ofan

Marokkóskur leirpottur uppáhalds eldhúsáhaldiðMatgæðingarnir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga sér uppáhalds eldhúsáhald: Marokkóskan leirpott, eða tagínu, sem þeir keyptu í París. Þeim finnast eldhúsverkin skemmtileg og njóta þess að elda á 73 ára gamalli bandarískri eldavél.

Matgæðingarnir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson halda mikið upp á marokk-óskan leirpott, svokallaða tagínu, sem þeir keyptu í París fyrir nokkrum árum. Mynd/Hari.

Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 BorgarnesSöluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur

Netfang - [email protected]

Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350

Andlit hússinser bílskúrshurð frá Límtré VírnetStuttur afgreiðslutími – uppsetningarþjónusta

Söluaðili:

AðalskrifstoAðalskrifstoffaaSöluskrifstoSöluskrifstoffa - a -

Netfang - Netfang - [email protected]@limtrevirnet.is

Aðalnúmer:

Andlit hússinser bílskúrshurð frá Límtré VírnetStuttur afgreiðslutími – uppsetningarþjónusta

Söluaðili:

limtrevirnet.is

Frábært úrval

20% afsláttur

af öllum kæli- og frystiskápum!!

á pottinn fer eins konar hattur sem þrengist eftir því sem ofar dregur og minnir svolítið á stromp. Tagínur eru til í ýmsum stærðum og gerðum og hægt er að elda nánast hvað sem er í þeim,“ segir Albert, en þeir Bergþór nota pottinn aðallega í marokkóska kjöt- og grænmetisrétti. „Mikil gufa myndast sem stígur svo upp, þéttist og fellur að lokum niður aftur. Þetta gerir það að verkum að allt sem er eldað í tagínunni verður afskaplega mjúkt og bragðgott,“ segir Albert.

Tagína í handfarangri Albert og Bergþór keyptu tagínuna í París fyrir nokkrum árum. „Hún er frekar stór og þurftum við að burðast með hana heim í handfar-angri,“ segir Albert, en það var vel þess virði. „Við notum okkar mjög

mikið fyrir alls konar rétti og leyfum þá réttinum gjarnan að malla í tvo til þrjá tíma á hellunni. Þó svo að ofninn okkar sé tvöfaldur er hann því miður ekki nógu stór fyrir tagínuna þannig við notumst við eldavélarhelluna.“

Væn páskatertaAlbert segist ekki viss um hvort tagínan verði notuð við páska-

matseldina. „Eina páskahefðin sem við höfum tengda eldhúsinu er að ég baka væna tertu sem við höfum með páskakaffinu.“ Tertan í ár mun meðal annars innihalda nutella. „Svo munum við án efa bregða undir okkur betri fætin-um um páskahelgina og ferðast aðeins um landið,“ segir Albert að lokum

Plöntur lífga upp á eldhúsið Plöntur í öllum stærðum og gerðum lífga upp á eldhúsið. Fyrir suma reynist hins vegar ómögu-legt að halda lífi í plöntunum, enda er ekki til nein ákveðin regla um það hvenær á að vökva því þættir eins og stærð potta, birta og hitastig hafa allir áhrif. Ágætt er þó að miða við blómstrandi plöntur þurfa meira vatn en blaðplöntur og blaðplöntur meira vatn en kaktusar. Þegar sól tekur að hækka á lofti er einnig tilvalið að rækta kryddjurtir í eldhúsglugganum. Þær eru auðveldar í ræktun ásamt því að vera nytsam-legar í matargerð. Margar þeirra hafa þá eiginleika að ilma einstaklega vel. Ef plássið er mikið er sniðugt að prófa sem flestar tegundir og finna hvað bragðast og virkar vel, annars er betra að velja eitthvað sem að maður notar mikið, til dæmis basiliku.

Page 2: Heimili & hönnun 02 04 2015

heimili & hönnun Helgin 2.-5. apríl 201534

Þ að er mjög skandinavískur blær yfir hönnun hér á landi og það sem mér finnst mest áberandi þessa stundina eru

svokallaðar subway flísar en fólk er ýmist að flísaleggja heilan vegg í eld-húsinu með þeim eða þá um það bil 50 sentimetra hátt svæði fyrir ofan borð-plötuna,“ segir Jónína. Með „subway“ flísum á hún við litlar hvítar flísar sem sækja nafngift sinna til flísa sem þekja neðanjarðarlestarstöðvar víðs vegar í heiminum. „Það er einnig orðið meira áberandi að hafa opnar hirslur í eldhúsinu til þess að gera þau aðeins persónulegri, en þá er fólk með uppá-halds hlutina til sýnis.“ Í þessu sam-hengi nefnir Jónína String hillurnar sem dæmi. „Þær eru dæmi um fallega og tímalausa hönnun sem er svo hægt persónugera með skemmtilegum hætti með því að raða uppáhalds hlut-unum sínum í þær.“

Umfang marmarans minnkarÞegar kemur að efnisvali í eldhús segir Jónína að tímalaus form og ljósir litir, oftast hvítur, séu vinsæl á móti hráum við eða jafnvel steypu. „Flot-aðar borðplötur verða einnig sífellt vin-sælli. Svo virðist sem marmarinn, sem hefur notið mikilla vinsælda, sé aðeins að minnka og hrárri efniviður sé að taka við, til dæmis steypa í ýmsum formum.“

Opnari og bjartari eldhúsJónína segir að hinir hefðbundu efri skápar séu að verða minna áberandi í eldhúsum. „Þeir minnka rýmið svo mikið og það er einfaldlega skemmti-legra að hafa eldhúsið bjartara. Þetta er því frábær lausn fyrir þá sem hafa ágætlega stórt rými.“ Jónína ráðleggur þeim sem eru að huga að breytingum í eldhúsinu að fara í framkvæmdir sem standast tímans tönn. „Svo er um að gera að sýna uppáhalds eldhúsmunina í stað þess að geyma þá inn í lokuðum skápum.“

Allt umhverfið veitir innblástur Aðspurð um hvaðan hún fái innblástur fyrir ný hönnunarverkefni segir Jónína að bestu hugmyndirnar fái hún úr um-hverfinu. „Ég er alltaf að pæla í öllu sem er að gerast í kringum mig og mér finnst gaman að koma heim til fólks og sjá allavega hönnun, en þá fer hugmyndaflugið á fullt. Pinterest er að sjálfsögðu besti vinur minn eins og flestra hönnuða að ég held. Svo finnst mér yndislegt að eiga stund með góð-um kaffibolla og lesa blöð á borð við Bolig og Interiör eða vafra um á netinu um hin ýmsu blogg. Þegar kemur að eldhúsum að þá fylgist ég einna helst með hönnun Boffi frá Ítalíu en það er einstaklega falleg hönnun á heims-mælikvarða í eldhúsinnréttingum.“

Tímalaus eldhús með

persónu-legum blæ

Innanhúsarkitektinn Jónína Þóra Einars-dóttir er einn þriggja eigenda hönnunarfyr-irtækisins Krí8 Reykjavík Stúdíó, sem tekur

að sér að skapa og skipuleggja allskyns rými fyrir fyrirtæki og heimili. Fréttatíminn

fékk að forvitnast aðeins um hvers má vænta í eldhúshönnun í vor og sumar.

String hillurnar eru dæmi um fallega og tímalausa hönnun sem er hægt persónugera með skemmtilegum hætti.

Jónína Þóra Einarsdóttir, innanhúsarkitekt, segir að opin og björt eldhús í persónulegum stíl muni einkenna eldhúshönnun á næstunni. Ljósmynd/Hari.

Svokallaðar subway flísar njóta mikilla vinsælda um þessar mundir, en nafngiftina sækja þær til flísa sem þekja neðan-jarðarlestarstöðvar víðs vegar í heiminum.

... hinir hefð-bundu efri skápar séu að verða minna áberandi í eldhúsum. Þeir minnka rýmið svo mikið og það er einfaldlega skemmtilegra að hafa eldhúsið bjartara. Þetta er því frábær lausn fyrir þá sem hafa ágætlega stórt rými.

Fyrir þínar bestu stundirFæst

um land allt

Vörur SVeinbjargar fáSt á eftirtöldum Stöðum á landinureykjaVík: Epal, Kraum, Hrím, Dúka, Garðheimar, Þjóðminjasafnið, Eymundsson Laugavegi Hönnunarsafn Íslands, Norræna húsið, Old Harbour Souvenirs og Sýrusson kópaVogur: 18 Rauðar rósir, Bosch búðinog Valfoss akureyri: Sveinbjörg - Njarðarnes 4, Eymundsson, Sirka, Kista og Blómabúð Akureyrar mýVatnSSVeit: Vogafjós akraneS: @ Home VeStmannaeyjar: Póley SelfoSS: Motívo HVeragerði: Blómaborg neSkaupStaður: Nesbakki Höfn: Húsgagnaval íSafjörður: Eymundsson keflaVík: Krummaskuð StykkiSHólmur: Bókaverslun Breiðafjarðar

VefVerSlun: www.sveinborg.is, www.heimkaup.is www.sveinbjorg.is

Page 3: Heimili & hönnun 02 04 2015
Page 4: Heimili & hönnun 02 04 2015
Page 5: Heimili & hönnun 02 04 2015
Page 6: Heimili & hönnun 02 04 2015

H önnunarfyrirtækið Svein-björg hefur verið starfandi í átta ár og selur vörur sínar

um land allt sem og í Noregi, Dan-mörku, Svíþjóð og Frakklandi. Aðal-áherslur eru á gæði og notagildi á hagstæðu verði og selur fyrirtæk-ið meðal annars hitaeinangrandi krúsir, svokallaðar thermo krúsir, með loki og thermo bolla sem hafa verið afar vinsælar vörur um ára-bil. Reikna má að tíundi hver Íslend-ingur eigi thermo krús eða bolla frá Sveinbjörgu sem er afar skemmtileg nálgun á fjölda seldra krúsa og bolla á undanförnum árum, eða síðan þær vörur komu á markað fyrir um fjór-um árum síðan.

Mismunandi litir og mynstur „Við skiptum um liti í mynstrum og uppröðun á thermo krúsunum og bollunum með reglulegu millibili sem frískar upp vöruna og gefur henni nýjan blæ. Sumir kaupa því fleiri en eina og eiga því sína krús í vinnu, bolla heima og jafnvel enn aðra bolla eða krúsir í bústaðnum,“ segir Fjóla Karlsdóttir, fjármálastjóri hjá Svein-björgu. „Við leggjum mikið upp úr að koma með vöru á markað sem hefur gott notagildi og hafa thermo krús-irnar og bollarnir hitt beint í mark, bæði hér heima og erlendis.“

Nýjungar á væntanlegar með vorinu Vöruúrvalið hjá Sveinbjörgu er mjög breitt, alls eru um 120 vöru-númer á skrá hjá fyrirtækinu, og í vor og sumar mun úrvalið aukast enn frekar þar sem margar nýj-ungar eru væntanlega á markað. „Við erum að bæta við á bilinu 30-40 nýjum vörum á næstu sex mán-uðum og verður afar spennandi að sjá viðbrögðin við þeim. Við erum ekki enn farin að segja frá hvaða nýjungar þetta eru en það stytt-ist í að við afhjúpum sýniseintök og sýnum hvað koma skal,“ segir Fjóla. Það eru því afar spennandi tímar framundan hjá Sveinbjörgu, en fyrirtækið er ekki aðeins að

auka umfang sitt á heimamark-aði heldur erlendis líka. „Þó ber að vera varkár því miklum vexti geta fylgt ýmsir erfiðleikar svo við reynum að haga seglum eftir vindi af skynsemi. Við erum fyrst og fremst íslenskt fyrirtæki, byggt upp af íslenskri hönnun og hug-sjón eiganda og eigum íslensku þjóðinni okkar velgengni fyrst og fremst að þakka. Við stígum því varlega til jarðar er varðar inn-göngu á erlenda markaði, en vissu-lega er framtíðin björt og við erum afskaplega glöð með það,“ segir Fjóla að lokum.

Unnið í samstarfi við

Sveinbjörgu

heimili & hönnun Helgin 2.-5. apríl 201538

Thermo bollarnir frá Sveinbjörgu hafa notið mikilla vinsælda og hefur hönnunar-teymið verið iðið við að koma með nýja liti og mynstur á markað sem fríska upp á bollana.

Tíundi hver Íslendingur á thermo krús eða bolla frá Sveinbjörgu

Hágæða hnífapörHnífapör frá Hardanger Bestikk. Hágæða norskt ryðfrítt stál. Sett með 53 stykkjum á 42.900 kr.

Amira Ármúla 23S:553-0605

Flott norsk hönnunKökuspaði og hnífur frá Har-danger Bestikk. Hágæða norskt ryðfrítt stál. Verð: 8.800 kr. settið

Amira Ármúla 23S:553-0605

Borðbúnaður við öll tækifæri

Handunnin kólumbískur leir

Keramík borðbúnaður unninn úr svörtum leir.

Sanngirnisvottaðar vörur í miklu úrvali.

Heimahúsið Ármúla 8

S: 568-4242

kolaportiðkolaportiðKolaportið er opið skírdag, laugardag og annan í páskum

frá kl. 11 - 17.

Á annan í páskum munum við gefa börnunum ís í tilefni 26 ára afmælis Kolaportsins.

Page 7: Heimili & hönnun 02 04 2015

Parki InteriorsDalvegi 10-14 201 KópavogiSími 595 0570

Mán-föst 09.00-18.00 Laugardaga 11.00-14.00

OPNUMSCHMIDT

INNRÉTTINGADEILD Í PARKANÚ ERU SCHMIDT INNRÉTTINGARNAR

LOKSINS FÁANLEGAR AFTUR Á ÍSLANDI.

KOMDU OG UPPLIFÐU

ÓTAL SAMSETNINGAR,

FRÁBÆR GÆÐI, LITI,

FORM OG FEGURÐ.

www.parki.is/innrettingar

Page 8: Heimili & hönnun 02 04 2015

Cyan = 100 / Magenta = 60 / Yellow = 0 / Black = 5

Black = 100%

PANTONE PANTONE

Black = 75%

PANTONE 2945 C

CMYK%

GRAY SCALE

BLACK / WHITE

Logo

Ármúla 20108 Reykjavík

Sími: 562 5000Fax: 562 5045

[email protected]

allt fyrir eldhúsið

Björninn / Ármúla 20 / S: 562-5000 - 562-5001 / [email protected] / www.bjorninn.is

Handunninn borðbúnaður í HeimahúsinuHandunninn, keramik borð-búnaður úr kólumbískum leir frá merkinu Tierra negra er nú fáanlegur í Heimhúsinu, hús-gagna- og gjafavöruverslun við Ármúla.

S cot Columbus er breskt fjöl-skyldufyrirtæki sem hefur verið að flytja inn handunnar

keramik- og leirvörur frá mið- og suður-Ameríku í yfir tuttugu ár. Í gegnum árin hefur fyrirtækið þróað náið samband við fjölskyldur hand-verksmanna sem búa í litlu þorpi við Andesfjöllin í Kólumbíu, en þar fer fram einstök framleiðsla á alls konar borðbúnaði úr leir.

Svartur leir helsti efniviðurinn Í sameiningu hefur starfsfólk Scot Columbus og handverksmennirnir komið á fót öflugri framleiðslu á handunnum borðbúnaði. Helsti efni-viðurinn er svartur leir og því voru vörurnar sameinaðar undir vöru-merkinu „Tierra negra,“ sem merk-ir svört jörð á spænsku. Uppruna leirsins má rekja um 700 ár aftur í tímann og hefur verið nýttur í alls konar framleiðslu í gegnum tíðina. Þar sem leir er eini efniviðurinn sem

notaður er í vörurnar er óhætt að segja að allar vörur frá Tierra negra eru 100% lífrænar. Pottar, pönnur og eldföst mót eru aðalsmerki Tierra negra en alls konar borðbúnaður og áhöld sem henta vel til framleiðslu matar njóta einnig mikilla vinsælda.

Sanngirnisvottun skiptir miklu máli Samkvæmt gamalli hefð hafa kon-urnar í þorpinu ávallt séð um fram-leiðslu keramikvaranna. Þó svo að

karlmennirnir komi að framleiðsl-unni í dag er það enn í höndum kvennanna að semja um verð og útlit hönnunarinnar. Eftir því sem eftirspurnin hefur aukist hafa aðilar á vegum Scot Columbus tryggt að vörurnar frá Tierra Negra eru sann-girnisvottaðar. Þannig er vel haldið utan um hag kvennanna sem starfa við hönnun og framleiðslu.

Einstök og falleg glansáferð Sérstaða varanna frá Tierra Negra felst einna helst í því að ólíkt flest-um öðrum keramikvörum má nota vörurnar frá Tierra Negra yfir opn-um eldi. Leirinn hefur einnig fal-legan glans, sem aðrar keramik vörur gera ekki. Í Heimahúsinu við Ármúla 8 er að finna fjölbreytt vöru-úrval frá Tierra Negra, svo sem eld-föst mót, pottar og skálar. Nánari upplýsingar má fá í síma 568-4242 eða á Facebook síðu Heimahússins.

Unnið í samstarfi við

Heimahúsið

Borðbúnaðurinn frá Tierra Negra á rætur sínar að rekja til lítils þorps í Andesfjöllunum. Allar vörurnar eru úr svörtum leir og eru því 100% lífrænar. Vörurnar eru fáanlegar í Heimahúsinu við Ármúla 8.

Helgin 2.-5. apríl 201540

laugavegi 47, opið mán.- fös. 11-18

Page 9: Heimili & hönnun 02 04 2015

EITT ER VÍST: ALNO

Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700

Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is

Sófinn Azul er hannaður af Kristínu Sigurðardóttur innanhúshönnuði fyrir Hönnunarmars. Hann breytist í svefnsófa þegar púðarnir eru teknir frá. Sófaborðið er hannað í stíl.

Framsækið alíslenskt hönnunarfyrirtækiH önnunarhúsið Prologus er

hugarfóstur Guðmundar Einarssonar sem var lærð-

ur iðnhönnuður frá Mílanó. Eftir að Guðmundur féll frá tók eiginkona hans, Fríða Björk Einarsdóttir, við rekstrinum. Til að byrja með sinnti hún fyrirtækinu á kvöldin og um helgar en fyrir tveimur árum lét hún af störfum í fjármálaráðuneytinu og tók alfarið við rekstri Prologus.

Prologus hefur sérhæft sig á sviði húsgagna- og innanhúshönnunar, vöruþróunar og framleiðslu á hús-gögnum og fylgihlutum fyrir fyrir-tæki, stofnanir og heimili í 18 ár. „Í dag bjóðum við upp á fjölbreytt úr-

val húsgagna og fylgihluta, meðal annars stóla, sófa, ræðupúlt, úti-húsgögn, bæklingastanda og skrif-stofuhúsgögn auk þess að bjóða upp á sérhannaðar lausnir,“ segir Fríða Björk. Meðal verkefna sem Prologus hefur tekið að sér má nefna veitinga-staðinn Smurstöðina í Hörpunni og menningarhúsið Hof á Akureyri.

Fríða Björk segir að kjöraðstæð-ur séu á Íslandi fyrir hönnunarfyr-irtæki vegna staðsetningar sinnar, fjölda góðra handverksmanna, ná-lægðar milli manna og trausts og vilja til að vinna saman. „Við fram-leiðum allar okkar vörur innanlands og yfirleitt koma fjórir til fimm aðilar

að því að framleiða hvern hlut sem er hannaður. Við leitumst eftir því að fá hvern fagaðila sem bestur er á sínu sviði til að sjá um hvert stykki.“ Prologus hefur einnig tekið þátt í ýmsum skemmtilegum hönnunar-viðburðum og sýndu til að mynda á Hönnunarmars 2014 ásamt íslensk-um húsgagnaframleiðendum sem tóku sig saman og sýndu húsgögn.

heimili & hönnunHelgin 11.-13. október 2013 41

Leður og marmariBreska hönnunarfyrirtækið Noble & Wood hanna blaðagrindina Hnakkur eða Saddle. Fyrirtækið leggur mikið upp úr handverki, sígildu útliti og hágæða efnivið. Noble & Wood vildu hanna falleg-an hlut þar sem leður og marmari fengu að njóta sín saman, en grind-in er úr leðri, marmara og valhnetu.

Mikið var lagt upp úr því að ekki sæist í neinar festingar og því var útkoman sú að handsaumaður leð-urpoki með vösum er lagður yfir marmarakubb, eins og hnakkur.

Falleg íslensk hönnunFallegu Thermo bollarnir frá Svein-björgu eru fullkomnir fyrir kaffi eða te. Tveir bollar saman í kassa, halda vel heitu og hitna ekki í gegn. Fást í hönnunarverslunum um land allt, m.a. hjá Dúku, Kraum, Epal, Eymunds-son á Laugavegi, Akureyri og Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Garðheimum.Sjá nánar sölustaði, heildarvöruúrval og vefverslun á www.sveinbjorg.is

aGROOVE - tímalaus dönsk hönnun sem hljómar velFallegur og nettur hátalari með frá-bærum hljómi sem hægt er að nota hvar sem er Gæddur nýjustu gerð af rafhlöðu sem endist 24 tímaTímalaus dönsk hönnun í bestu fáan-legum gæðumBluetooth 3.0 og EDR + CSR

Fakó verzlun Laugavegi 37 S: 568 0707fako.is