18
1 Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild Fósturfræði 11.11.42 Vorpróf 2006 þriðjudaginn 2.maí 2006 kl 9-12 prófnúmer nemanda: ________________ Verið velkomin til prófsins, kæru nemendur! Í þessu prófi eru 40 krossaspurningar. Rétt svar við spurningu gefur 2,5%. Fjórðungur af gildi spurningar (eða 0,625%) er dreginn frá fyrir rangt svar. Ekki er dregið frá fyrir að svara ekki spurningu, en þá fæst heldur ekkert fyrir hana! ! MERKIÐ AÐEINS VIÐ EITT SVAR VIÐ HVERRI SPURNINGU AÐALATRIÐIÐ ER AÐ LESA SPURNINGARNAR VEL ------ GANGI YKKUR VEL!

Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild³fa_og_glósusafn_fyrir_vorönn_1.árs/Fósturfræði...13. Fylgjan a) Blóðblöndun móður og fósturs er nauðsynleg fyrir efnaskipti

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild³fa_og_glósusafn_fyrir_vorönn_1.árs/Fósturfræði...13. Fylgjan a) Blóðblöndun móður og fósturs er nauðsynleg fyrir efnaskipti

1

Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild

Fósturfræði 11.11.42 Vorpróf 2006

þriðjudaginn 2.maí 2006 kl 9-12

prófnúmer nemanda:

________________ Verið velkomin til prófsins, kæru nemendur! Í þessu prófi eru 40 krossaspurningar. Rétt svar við spurningu gefur 2,5%. Fjórðungur af gildi spurningar (eða 0,625%) er dreginn frá fyrir rangt svar. Ekki er dregið frá fyrir að svara ekki spurningu, en þá fæst heldur ekkert fyrir hana! ! MERKIÐ AÐEINS VIÐ EITT SVAR VIÐ HVERRI SPURNINGU AÐALATRIÐIÐ ER AÐ LESA SPURNINGARNAR VEL

------

GANGI YKKUR VEL!

Page 2: Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild³fa_og_glósusafn_fyrir_vorönn_1.árs/Fósturfræði...13. Fylgjan a) Blóðblöndun móður og fósturs er nauðsynleg fyrir efnaskipti

2

1. Testosterone a) er nauðsynlegt fyrir myndun sáðfrumna b) er framleitt af Leydig frumum í eistunum c) hemur losun FSH hjá körlum d) hefur eingöngu áhrif á myndun kynfruma hjá körlum Svarið þessu: Réttar fullyrðingar eru 1) Allar eru réttar 2) Allar nema b eru réttar 3) Aðeins a og b eru réttar 4) Allar nema d eru réttar 5) Aðeins a og c eru réttar 2. Luteinising hormone (LH) a) er framleitt í gulbúinu (Corpus Luteum) b) er mikilvægt fyrir egglos c) er að finna bæði í konum og körlums d) er nauðsynlegt fyrir myndun sáðfrumna e) hvetur til myndunar prógesteróns Svarið þessu: Réttar fullyrðingar eru 1) aðeins a og c 2) aðeins b, c og d 3) aðeins d 4) allir valkostir eru réttir nema a 5) allir valkostir eru réttir 3. Estrógen og prógesterón a) estrógen er myndað í framhluta heiladinguls b) prógesteron er hátt á síðari hluta tíðarhrings (eftir egglos) c) estrógen hvetur til þykknunar á slímhúð legsins d) gulbúið er nauðsynlegt til að viðhalda þungun út alla meðgönguna Svarið þessu: 1) Allir valkostirnir eru réttir 2) Allir valkostirnir eru réttir nema a 3) Allir valkostirnir eru réttir nema c 4) Aðeins a og c eru réttir 5) Aðeins b og c eru réttir

Page 3: Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild³fa_og_glósusafn_fyrir_vorönn_1.árs/Fósturfræði...13. Fylgjan a) Blóðblöndun móður og fósturs er nauðsynleg fyrir efnaskipti

3

4. Kynfrumur

a) Eggin þroskast í eggjastokkunum, sem einnig framleiða hormónin FSH og LH.

b) Allar eggfrumur stúlkna myndast á fósturstigi, engin nýmyndun eggja verður síðar

c) Eggfruman lýkur síðari rýriskiptingu við frjóvgun. d) Aðeins eitt eggbú “vaknar af dvala” og fer að þroskast áfram í

hverjum tíðarhring. Svarið þessu: 1) Allar fullyrðingarnar eru réttar 2) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema a 3) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema b 4) Aðeins b og c eru réttar 5) Aðeins b og d eru réttar

5. Kynfæri karla

a) Í eistunum eru sáðpíplur (seminiferous tubules) en inni í þeim eru m.a. sáðfrumur á ýmsum þroskastigum.

b) Sæðishjálmur (acrosome) er eins konar hetta sem hylur eistun c) Algengast er að framkvæma ófrjósemisaðgerð á körlum með því að

taka burtu eistun. d) Testósterón hefur margvísleg áhrif, meðal þeirra er að stöðva

lengdarvöxt beina

Svarið þessu: 1) allar fullyrðingarnar eru réttar 2) allar fullyrðingarnar eru réttar nema a og d 3) allar fullyrðingarnar eru réttar nema b og c 4) allar fullyrðingarnar eru réttar nema c og d 5) aðeins a er rétt

Page 4: Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild³fa_og_glósusafn_fyrir_vorönn_1.árs/Fósturfræði...13. Fylgjan a) Blóðblöndun móður og fósturs er nauðsynleg fyrir efnaskipti

4

6. Eðlileg lengd meðgöngu hjá konum er: a) um 36 vikur frá getnaði b) um 38 vikur frá getnaði c) um 40 vikur frá getnaði d) um 42 vikur frá getnaði e) Hin svokallaða Neagel´s formúla „upphafsdagur síðustu blæðinga

- 3 mánuðir + ein vika“ gefur áætlaðan fæðingardag árið eftir.

Svarið þessu: Réttastar fullyrðingar eru 1) aðeins a og e 2) aðeins b og e 3) aðeins c og e 4) aðeins d og e 5) aðeins b

7. Fósturþroski

a) Mest hætta er á að fóstur verði vanskapað vegna utanaðkomandi áhrifa á u.þ.b. 3.-10. viku fósturþroskans.

b) Þyngdaraukning fósturs er mest á síðustu vikum fósturþroskans. c) Flestar vanskapanir má rekja til skaða á fyrstu tveimur vikum

fósturþroskans. d) Flest líffæri mótast á 5. mánuði fósturþroskans e) Ef fóstur verður fyrir alvarlegum skaða á fyrstu 2 vikunum, deyr

það oftast. Svarið þessu: Réttar fullyrðingar eru 1) aðeins a og e eru réttar 2) allir kostir eru réttir nema c og d 3) allir kostir eru réttir nema d og e 4) allir kostir réttir nema b 5) aðeins b og c eru réttar 8. Tvíburar a) geta orðið til ef sáðfrumur frjóvga tvö egg b) geta orðið til ef tvær sáðfrumur frjógva sama egg c) hafa alltaf aðskildar fylgjur og líknarbelgi d) eru oftast eineggja e) eru oftar en ekki af sama kyni f) geta orðið til úr einu frjóvguðu eggi

Page 5: Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild³fa_og_glósusafn_fyrir_vorönn_1.árs/Fósturfræði...13. Fylgjan a) Blóðblöndun móður og fósturs er nauðsynleg fyrir efnaskipti

5

Svarið þessu: 1) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema b 2) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema b og c 3) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema a, b og f 4) Aðeins a, e og f eru réttar 5) Aðeins a, c og e eru réttar

9. Hvenær eftir frjóvgun byrjar kímblaðran að taka sér bólfestu í leginu Merkið við RÉTTA valkostinn: 1) 24 klst. 2) 2 dögum 3) 5-6 dögum 4) 12-14 dögum 5) 21 degi 10.

a) Frjóvgun á sér oftast stað innan legsins sjálfs b) Algengast er að utanlegsfóstur taki sér bólfestu í eggjaleiðurum

(fallopian tubes) c) Algengast er að utanlegsfóstur taki sér bólfestu milli legsins og

endaþarms (í svokallaðri Rathkes pouch) d) Engin frumuskipting verður í fóstuvísinum fyrr en hann hefur tekið

sér bólfestu. e) Utanlegsfóstur er mislageng milli þjóða

Svarið þessu: 1) Allir valkostir eru réttir nema a 2) Allir valkostir eru réttir nema d 3) Aðeins a og c eru réttir 4) Aðeins a, b og e eru réttir 5) Aðeins b og e eru réttir

Page 6: Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild³fa_og_glósusafn_fyrir_vorönn_1.árs/Fósturfræði...13. Fylgjan a) Blóðblöndun móður og fósturs er nauðsynleg fyrir efnaskipti

6

11. Seilin (notochord)

a) myndast úr útlagsfrumum sem ferðast niður í miðlagið b) verður að mænu c) gegnir mikilvægu hlutverki á fósturstigi, en takmörkuðu hlutverki

síðar d) veldur myndun taugaplötu úr yfirliggjandi útlagi e) veldur myndun húðar yfir hryggnum f) myndar nucleus pulposus í liðþófum hryggjar

Svarið þessu: Réttar fullyrðingar eru 1) Aðeins a og d eru réttar 2) Aðeins c og f eru réttar 3) Allar fullyrðingarnar eru réttar 4) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema e 5) Allar fullyrðingrnar eru réttar nema b og e 12. Naflastrengurinn a) Liggur milli fylgjunnar og blóðrásar fóstursins b) Liggur milli nafla móðurinnar og fylgjunnar c) Er oftast með tvær slagæðar (arteries) sem bera súrefnissnautt blóð til

fylgjunnar og eina bláæð (vein) sem ber súrefnisríkt blóð frá fylgjunni d) Inniheldur hlaupkennt efni,svokallað Wharton´s jelly e) Er oftast um 40 -60cm langur Svarið þessu: 1) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema a 2) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema b 3) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema b og c 4) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema b og d 5) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema b og e 13. Fylgjan a) Blóðblöndun móður og fósturs er nauðsynleg fyrir efnaskipti milli

þeirra í fylgjunni b) Frá fylgjunni fær fóstrið m.a. súrefni (O2) og næringu c) Fylgjan kemur í veg fyrir að veirur berist til fóstursins d) Fylgjan framleiðir hormón sem eru nauðsynleg fyrir viðgang

meðgöngunnar e) Aðeins vatnsleysanleg efni komast yfir fylgjuna

Page 7: Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild³fa_og_glósusafn_fyrir_vorönn_1.árs/Fósturfræði...13. Fylgjan a) Blóðblöndun móður og fósturs er nauðsynleg fyrir efnaskipti

7

Svarið þessu: Réttar fullyrðingar eru 1) Aðeins a og d eru réttar 2) Aðeins b og d eru réttar 3) Allar fullyrðingarnar eru réttar 4) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema a 5) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema a og e 14. Verkaskipting laganna þriggja

a) meltingarvegur er myndaður úr innlagi og miðlagi b) fósturskjöldurinn er þrílaga alls staðar nema þar sem frummunnur

og frumendaþarmur myndast c) æðar eru úr innlagi d) innri klæðning meltingarvegs er úr miðlagi e) brjósthimnan (pleura) er úr miðlagi f) vöðvar eru úr útlagi g) frálægar taugar (efferent) eru myndaðar úr útlagi h) leðurhúð (dermis) er úr miðlagi

Svarið þessu: Réttar fullyrðingar eru

1) allar fullyrðingarnar eru réttar 2) allar fullyrðingarnar eru réttar nema a og c 3) allar fullyrðingarnar eru réttar nema c,og f 4) allar eru réttar nema c,d, og f 5) aðeins a,b, d, e, g og h eru réttar

15.

a) Með legvatnsástungu fást bara upplýsingar um þekkta litningagalla b) Með fylgjuvefssýni má fá upplýsingar um þekkta litningagalla c) Legvatnsástungu verður að framkvæma fyrir 8. viku meðgöngu d) Að minnsta kosti 5% hætta er á fósturláti í kjölfar töku á

fylgjuvefssýni eða legvatnsástungu e) Legvatnspróf getur gefið upplýsingar um líkur á óeðlilegu rofi á

húð (t.d spina bifida)

Svarið þessu: 1) Allar fullyrðingarnar eru réttar 2) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema e 3) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema c og d 4) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema b 5) Aðeins b og e eru réttar

Page 8: Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild³fa_og_glósusafn_fyrir_vorönn_1.árs/Fósturfræði...13. Fylgjan a) Blóðblöndun móður og fósturs er nauðsynleg fyrir efnaskipti

8

16. Fósturliðir a) Fósturliðir (sómítar) byrja að koma í ljós við lok fimmtu viku b) Fósturliðir verða jafnmargir og hryggjarliðirnir c) Hver fósturliður skiptist í dermatome, sclerotome og myotome d) Dermatome mynda vöðva í útlimum e) Sclerotome mynda hryggjarliði Svarið þessu: Réttar fullyrðingar eru 1) allar fullyrðingarnar eru réttar nema a 2) allar fullyrðingarnar eru réttar nema b og c 3) allar fullyrðingarnar eru réttar nema c 4) aðeins c og e eru réttar 5) aðeins d er rétt

17. Ekki er ráðlegt að gefa þungaðri konu Tetracyclin, því það getur skaðað: a) barnatennur fósturs b) fullorðinstennur fóstursins c) tennur móðurinnar d) neglur fóstursins Svarið þessu: Hverjar undanfarandi fullyrðinga eru réttar? 1) Aðeins a er rétt 2) Aðeins b er rétt 3) Aðeins c er rétt 4) Aðeins d er rétt 5) Bæði a og b eru réttar

18. Eftirtaldar sýkingar hjá móður eru líklegar ti l að valda fóstrinu/barninu varanlegum skaða: a) Herpes í fæðingarvegi b) Rauðir hundar (rubella) c) HIV (Alnæmi) d) Cytomegalovirus e) Hlaupabóla

Svarið þessu: 1) allar fullyrðingarnar eru réttar 2) allar fullyrðingarnar eru réttar nema a 3) allar fullyrðingarnar eru réttar nema b og d 4) allar fullyrðingarnar eru réttar nema c 5) allar fullyrðingarnar eru réttar nema e

Page 9: Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild³fa_og_glósusafn_fyrir_vorönn_1.árs/Fósturfræði...13. Fylgjan a) Blóðblöndun móður og fósturs er nauðsynleg fyrir efnaskipti

9

19. Við fjölþátta áhættumat á líkum á fæðingargöllum er m.a. tekið mið af a) aldri móður b) aldri föður c) fyrri þungunum móður d) PAPP – A í blóði móður e) hnakkaþykkt fósturs á 11-13 viku

Hverjar undanfarandi fullyrðinga eru réttar? Svarið þessu: 1) allar fullyrðingarnar eru réttar 2) aðeins a,d, og e eru réttar 3) allar fullyrðingarnar eru réttar, nema b 4) allar fullyrðingarnar eru réttar, nema c 5) allar fullyrðingarnar eru réttar, nema e 20. Merkið við RÉTTA valkostinn Mynd 20 sýnir skaða á fótlegg nýfædds barns Þetta getur verið fylgikvilli eftirfarandi erfiðleika á fósturskeiði:

1) Parvovirus 2) Hlaupabólu (VZV) 3) Herpessýkingar 4) Rauðra hunda (Rubella) 5) Ofneyslu áfengis föðurins

Mynd 20

Page 10: Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild³fa_og_glósusafn_fyrir_vorönn_1.árs/Fósturfræði...13. Fylgjan a) Blóðblöndun móður og fósturs er nauðsynleg fyrir efnaskipti

10

21. Merkið við RÉTTA valkostinn Útlit þessarar litlu stúlku ber með sér ákveðin sérkenni sem benda til 1) Herpes sýkingar á fósturskeiði 2) Down heilkennis 3) Þrístæðu á 13. litningi (Patou syndrome) 4) Ofneyslu áfengis hjá móðurinni á meðgöngu 5) Rauðra hunda á fósturskeiði 22. Of lítið legvatn (oligohydramnios) getur

a) Orsakast af því að nýru fóstursins séu óstarfhæf b) Orsakast af því að fóstrið eigi í erfiðleikum með að kyngja c) Verið fylgikvilli spina bifida d) Hamlað hreyfingum fóstursins e) Orsakast af þrengingu í vélinda (esophagal stenosu)

Svarið þessu:

1) Allar fullyrðingarnar eru réttar 2) Aðeins a og d eru réttar 3) Allar eru réttar nema a 4) Allar eru réttar nema b og e 5) Allar eru réttar nema c

Page 11: Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild³fa_og_glósusafn_fyrir_vorönn_1.árs/Fósturfræði...13. Fylgjan a) Blóðblöndun móður og fósturs er nauðsynleg fyrir efnaskipti

11

23. Þessi mynd sýnir annars vegar eðlilega (A) og hins vegar óeðlilega (B) þroskun kyn – og þvagfæra. Hvað er að í mynd B og hvers vegna hefur það gerst? a) Þvag- og endaþarms-skipt (uro-rectal septum) hefur ekki vaxið fram sem skyldi. b) leggöngin opnast í þvagrásina. c) þetta er drengur sem hefur óvirka andrógen viðtaka. d) Þetta er stúlka sem hefur fengið of mikil testósterón áhrif e) Þetta kallast persistent uro-genital sinus.

Svarið þessu. 1. Allar fullyrðingarnar eru réttar nema c 2. Aðeins b er rétt 3. Allar fullyrðingarnar eru réttar nema a og c 4. Aðeins b og d eru réttar 5. Aðeins a og b eru réttar 24. Til að barn geti andað þarf: a) Blóðrás til lungnavefjarins að vera næg b) Nægilegur „surfactant“ að vera til að lungnavefurinn geti þanist út c) Þekjan í lungnablöðrunum þarf að vera næfurþunn d) Háræðar þurfa að leggjast þétt upp að lungnablöðrum e) Allar lungnablöðrur þurfa að vera að vera fullþroskaðar við fæðingu Svarið þessu: 1) Allar fullyrðingarnar eru réttar 2) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema b 3) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema e 4) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema c 5) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema d

Page 12: Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild³fa_og_glósusafn_fyrir_vorönn_1.árs/Fósturfræði...13. Fylgjan a) Blóðblöndun móður og fósturs er nauðsynleg fyrir efnaskipti

12

25. Í fóstrinu

a) er blóðflæði til lungna lítið b) flæðir blóð frá hægri gátt (atrium) til vinstri gáttar um ductus

venosus c) tengir fósturslagæðin (ductus arteriosus) lungnabláæð við ósæð

(aortu) d) er þrýstingur í blóðrásarkerfinu hærri hægra megin en vinstra

megin

Svarið þessu: 1) Allar fullyrðingarnar eru réttar 2) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema b 3) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema c 4) Aðeins a og d eru réttar 5) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema d 26. Blóðrás a) Ventricular septal defects (VSD) er algengasta tegund meðfædds hjartagalla b) Börn með Down´s heilkenni hafa oftar hjartagalla en önnur börn c) Aukinn styrkur CO2 í blóði veldur lokun á fósturslagæðinni (Ductus arteriosus) d) Atrial septal defect (ASD) má t.d. rekja til að foramen ovale er of stórt Svarið þessu: 1) Allar fullyrðingarnar eru réttar 2) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema a 3) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema c 4) Aðeins a og d eru réttar 5) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema d 27. Ungbarn sem hefur þrifist vel á brjósti fær mjög kröftug uppköst og stendur mjólkin eins og strókur upp úr barninu. Ekki er gall í mjólkinni. Líklegasta orsökin er: a) skeifugarnarþrengsli (duodenal stenosa) b) vélindalokun (esophagal atresia) c) anular pancreas (bris vex utan um görn) d) endaþarmslokun (anal atresia) e) ofvöxtur í pylorus (hypertrophic pylorus)

Page 13: Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild³fa_og_glósusafn_fyrir_vorönn_1.árs/Fósturfræði...13. Fylgjan a) Blóðblöndun móður og fósturs er nauðsynleg fyrir efnaskipti

13

Svarið þessu: 1) aðeins a er rétt 2) aðeins b er rétt 3) aðeins c er rétt 4) aðeins d er rétt 5) aðeins e er rétt

28. Útferð kemur út um naflann á barni. Orsökin getur verið

a) Esophagal atresia b) Meckel´s diverticulum (ileal diverticulum) c) Ileo-umbilical fistula d) Leifar þvagbelgs (allantois) opnast út um naflann e) Duodenal atresia

Hverjar undanfarandi fullyrðinga eru réttar? Svarið þessu: 1) Allir möguleikarnir koma til greina 2) Allir möguleikarnir koma til greina nema a 3) Allir möguleikarnir koma til greina nema a og b 4) Aðeins c og d koma til greina 5) Enginn möguleikanna kemur til greina

29. Hvað getur valdið því að nýburi er óvenju smávaxinn? a) fylgjan virkar ekki sem skyldi b) barnið er fyrirburi c) móðirin er sykursjúk d) móðirin er vannærð Hverjar undanfarandi fullyrðinga eru réttar? Svarið þessu : 1) allar fullyrðingarnar eru réttar 2) allar fullyrðingarnar nema a 3) allar fullyrðingarnar nema b 4) allar fullyrðingarnar nema c 5) allar fullyrðingarnar nema d 30. Merkið við RÉTTA valkostinn 1) Allt úttaugakerfið (ÚTK ) er komið frá taugagörðunum (neural crest) 2) Baklægu taugahnoðin (dorsal root ganglia) verða til úr taugagörðum 3) Allar frumur ÚTK hafa taugabolinn utan mænu 4) Liðskipting mænunnar stenst alveg á við liðskiptingu hryggjarins 5) Stoðfrumur miðtaugakerfisins (glia) eru runnar frá neural crest

Page 14: Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild³fa_og_glósusafn_fyrir_vorönn_1.árs/Fósturfræði...13. Fylgjan a) Blóðblöndun móður og fósturs er nauðsynleg fyrir efnaskipti

14

31. a) Mynd 31 sýnir naflaslit (umbilical hernia) b) Mynd 31 sýnir omphalocoele c) Við nafnaslit er op milli kviðvöðva undir húðinni d) Við nafnaslit er hætta á að görn klemmist e) Við omphalocoele verður að gríða tafarlaust til aðgerðar Svarið þessu: 1) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema a 2) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema b 3) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema b og c 4) Aðeins a og d eru réttar 5) Aðeins b og d eru réttar

Mynd 31

32.Taugakerfið

a) Taugakerfið verður til úr taugarennunni (neural groove) b) Taugarörið (neural tube) myndar miðtaugakerfið að mestu leyti c) Mynd 32 sýnir spina bifida occulta d) Þrengsli í vökvagöngum heila (aquaeductal stenosis) valda alltaf

varanlegum skaða, sama hvenær á fósturskeiði þrengslin verða

Mynd 32 Svarið þessu:

1) aðeins fullyrðingar a og b eru réttar 2) aðeins fullyrðingar b og c eru réttar 3) allar fullyrðingarnar eru réttar nema b 4) allar fullyrðingarnar eru réttar nema c 5) allar fullyrðingarnar eru réttar nema d

Page 15: Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild³fa_og_glósusafn_fyrir_vorönn_1.árs/Fósturfræði...13. Fylgjan a) Blóðblöndun móður og fósturs er nauðsynleg fyrir efnaskipti

15

33. Testósterón viðtakar hjá fóstri með genagerðina XY eru alveg óvirkir. Þetta leiðir til þess að:

a) Barnið hefur ytri kynfæri stúlku b) Barnið hefur innri kynfæri drengs c) Styrkur testósteróns í blóði barnsins er hár d) Barnið hefur bæði innri og ytri kynfæri stúlku e) Barnið hefur ytri kynfæri stúlku en óræð eða nær engin innri kynfæri Hverjar undanfarandi fullyrðinga eru réttar? Svarið þessu: 1) Aðeins a er rétt 2) Allar réttar nema b og d 3) Aðeins c er rétt 4) Aðeins d er rétt 5) Aðeins a og e eru réttar 34. Tálknbogar (branchial arches) a) Tálknbogar eru 6 alls, - þótt aðeins 4 sjáist utan frá b) Hálskirtlarnir myndast í 2. kokvasa (pharyngeal pouch) c) Hlustin, ásamt hljóðhimnu, myndast úr fyrsta tálknboga d) Mynd 34 sýnir bæði innri og ytri branchial sinus (eða cervical sinus) e) Mynd 34 sýnir branchial fistula (eða cervical fistula) f) Flestir andlitsvöðvar eiga uppruna í öðrum (2.) kímboga

Hverjar undanfarandi fullyrðinga eru réttar? Svarið þessu: 1) Allar fullyrðingarnar eru réttar 2) Allar fullyrðingarnar eru réttar, nema b 3) Allar fullyrðingarnar eru réttar, nema d 4) Allar fullyrðingarnar eru réttar, nema e 5) Aðeins a, c og e eru réttar

Mynd 34

Page 16: Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild³fa_og_glósusafn_fyrir_vorönn_1.árs/Fósturfræði...13. Fylgjan a) Blóðblöndun móður og fósturs er nauðsynleg fyrir efnaskipti

16

35. Þind

a) Þindin er samsett úr nokkrum hlutum, m.a. svokölluðum fleiðru-og skinuhimnum (pleuro-peritoneal membranes) og þverskipt (septum transversum)

b) Þindarslit (umbilical hernia) verður oftast vegna þess að þverskiptin nær ekki að tengjast henginu í kringum vélindað

c) Þindarslit getur verið banvænt d) Hlutur bolveggsvöðva í þindinni eykst með aldri fóstursins

Hverjar undanfarandi fullyrðinga eru réttar? Svarið þessu:

1) Allar fullyrðingarnar eru réttar 2) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema a 3) Engin fullyrðinganna er rétt nema a og c 4) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema b 5) Allar fullyrðingarnar eru réttar nema c

36. Mynd 36 sýnir vansköpun á meltingarvegi sem kölluð er

a) naflaslit b) urachal fistula c) recto-urethral fistula d) anal atresia e) recto-vaginal fistula Mynd 36

1) Engin fullyrðinganna er rétt 2) aðeins b er rétt 3) aðeins c er rétt 4) bæði d og e eru réttar 5) aðeins d er rétt

Page 17: Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild³fa_og_glósusafn_fyrir_vorönn_1.árs/Fósturfræði...13. Fylgjan a) Blóðblöndun móður og fósturs er nauðsynleg fyrir efnaskipti

17

37. Merkið við RÉTTA valkostinn Mynd 37 sýnir 1) svokallað Meckels diverticulum 2) esophagal atresiu 3) tracheo-esophagal fistulu 4) anular pancreas 5) tracheal atresiu Mynd 37 38. Þvagfæri a) Þrenns konar nýru myndast í fóstrinu, þau síðustu kallast metanephros og verða að hinum eiginlegu nýrum b) Auka æðar til nýrna má rekja til þess að nýrun færast upp í fóstrinu c) Urachal fistula er það kallað þegar leifar þvagbelgs opnast út í nafla barnsins d) Þvagblaðran myndast að hluta úr þvagbelgnum (allantois) Hverjar undanfarandi fullyrðinga eru réttar? Svari ð þessu: 1) allar fullyrðingarnar eru réttar 2) allar fullyrðingarnar eru réttar nema a 3) allar fullyrðingarnar eru réttar nema a og b 4) allar fullyrðingarnar eru réttar nema c 5) allar fullyrðingarnar eru réttar nema d 39. Merkið við RÉTTA valkostinn Vanskapanir má í langflestur tilfellum rekja til

1) litningagalla 2) geislunar 3) sýkingar 4) umhverfisþátta eða slysa 5) orsakir vanskapana eru oftast óþekktar

40. Að lokum nokkrar spurningar héðan og þaðan: a) Down´s heilkenni er rakið til þrístæðu á 18. litningi b) Krampalyf (anticonvulsants – t.d. phenytoin) geta skaðað fóstrið c) Teratogen er það kallað sem valdið getur vansköpun d) Bæði konur og karlar geta haft aukageirvörtu undir eðlilegu brjósti e) Hemangioma er eins konar valbrá eða dökkur blettur á húð f) Lanugo er húðfita fósturs g) Við hypospadias opnast þvagrás drengja neðanvert á getnaðarlimnum h) Syndactyli þýðir að fingur eða tær séu samvaxin i) Hypertrichosis er óeðlilega mikill hárvöxtur, oft á herðum og baki

Page 18: Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðideild³fa_og_glósusafn_fyrir_vorönn_1.árs/Fósturfræði...13. Fylgjan a) Blóðblöndun móður og fósturs er nauðsynleg fyrir efnaskipti

18

Hverjar undanfarinna fullyrðinga eru réttar? Svarið þessu 1) allar fullyrðingarnar eru réttar 2) allar fullyrðingarnar eru réttar nema a 3) allar fullyrðingarnar eru RANGAR nema b, c og i 4) allar fullyrðingarnar eru réttar nema a og f 5) EINU réttu fullyrðingarnar eru d,e og g

Þá er þessu lokið, - vonandi gekk þér vel

Takk fyrir veturinn og njóttu sumarsins!