16

Jónsmessunótt

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Leikskrá. Jónsmessunótt eftir Hávar Sigurjónsson. Frumsýnt í Þjóðleikhúsinu haustið 2012.

Citation preview

Page 1: Jónsmessunótt
Page 2: Jónsmessunótt

Ein stöndum við á hjarta jarðar með ofurlítinn sólargeisla í augum - og svo er nótt

Salvatore QuasimodoÞýðing: Jóhann Hjálmarsson

Og svo er nótt

Page 3: Jónsmessunótt

Leikstjórn Harpa Arnardóttir 

Leikmynd Finnur Arnar Arnarson

Búningar Kristína R. Berman Lýsing Ólafur Ágúst Stefánsson

Tónlist Vala Gestsdóttir

Aðstoðarleikstjóri Stefán Hallur Stefánsson

Leikmunir, yfirumsjón Högni Sigurþórsson Förðun, yfirumsjón Ingibjörg G. Huldarsdóttir &Valdís Karen Smáradóttir

Hárgreiðsla, yfirumsjón Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir &Þóra Benediktsdóttir

Búningar, yfirumsjón Ásdís Guðný Guðmundsdóttir

Hljóðstjórn Irma Þöll Þorsteinsdóttir

Yfirsmiður Ingvar Guðni Brynjólfsson

Umsjónarmaður Kassans og sýningastjórn Þórey Selma Sverrisdóttir

Hljóðfæraleikur Duo Harpverk (Katie Bucley, harpa og Frank Aarnink, slagverk) Hljóðupptökur Stúdíó Sýrland

Sérstakar þakkir Helgi Eiríksson á Kolsstöðum, Guðrún Snæfríður Gísladóttir

Sýningin tekur um tvær klukkustundir. Eitt hlé.

Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.

ÞjóðleikhúsiðLeikárið 2012–2013

64. leikár, 8. viðfangsefni.Frumsýning í Kassanum 11. október 2012.

Miðasölusími 551 1200Netfang miðasölu [email protected] Netfang Þjóðleikhússins [email protected]íða Þjóðleikhússins www.leikhusid.is

Ritstjórn leikskrár: Melkorka Tekla ÓlafsdóttirUmsjón: Sigurlaug ÞorsteinsdóttirÚtlit: Brandenburg Ljósmyndir: Jónatan Grétarsson Prentun: Prentmet Útgefandi: Þjóðleikhúsið

Page 4: Jónsmessunótt

Friðriksonur þeirra, leikariÞorsteinn Bachmann

Stefaníaeiginkona KristjánsKristbjörg Kjeld

Aðalbjörg ástkona Gunnars, þerapistiMaríanna Clara Lúthersdóttir

Siggadóttir Gunnars, rithöfundur Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Gunnarsonur þeirra, fasteignasaliAtli Rafn Sigurðarson

Guðný, sambýliskona Friðriks, kennariEdda Arnljótsdóttir

Kristjánfyrrverandi ritstjóriArnar Jónsson

Page 5: Jónsmessunótt
Page 6: Jónsmessunótt

Hávar Sigurjónsson

Jónsmessunótt er áttunda verk Hávars Sigurjónssonar fyrir leiksvið og þriðja leikrit hans sem Þjóðleikhúsið sýnir. Áður hafa Pabbastrákur (2003) í leikstjórn Hilmars Jónssonar og Grjótharðir (2005) í leikstjórn Hávars verið sýnd hér. Hávar lauk BA námi í leikhúsfræðum frá University of Manchester 1982 og MA námi í leikstjórn og leikhúsfræðum frá University of Leeds 1983. Hann hefur starfað sem leikstjóri, leikskáld og blaðamaður og skrifað hálfan annan tug leikrita fyrir leiksvið og útvarp, þar á meðal Englabörn (2001) og Höllu og Kára (2008) sem Hafnarfjarðarleikhúsið sýndi í leikstjórn Hilmars Jónssonar. Hávar samdi leikverkið Best í heimi ásamt leikhópnum Rauða þræðinum og leikstjóra verksins, Maríu Reyndal. Hann leikstýrði hér í Þjóðleikhúsinu eigin leikgerð, Ég heiti Ísbjörg. Ég er ljón, eftir samnefndri skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur. Síðar í vetur sýnir leikhópurinn Geirfugl leikrit Hávars Segðu mér satt í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Leikrit Hávars hafa verið þýdd og sviðsett erlendis, meðal annars í Þýskalandi, Danmörku, Frakklandi, Rússlandi og á Ítalíu.

Hávar Sigurjónsson „Trú og traust eru tvö lykilorð fyrir höfundinn í leikhúsinu. Trú á leikritið og traust á þeim sem taka að sér að gera úr því sýningu. Með þessi nauðsynlegu verkfæri í farteskinu má trúa því og treysta að allt fari vel. Vissulega sækir stundum á efi um erindi og tilgang en hvað er trú án heilbrigðs efa?”

Page 7: Jónsmessunótt

Að setja upp nýtt íslenskt leikrit

Sviðsetning nýs íslensks leikrits er einn mikil­vægasti þátturinn í leikhús­lífi landsins. Þá á sér stað einstök frumsköpun. Lista mennirnir geta ekki tekið mið af neinum fyrri túlkunum á þeim efnviði sem þeir hafa í höndunum og verða að treysta algerlega á sjálfa sig og sitt eigið innsæi. Stundum er leikritið sjálft líka að mótast á æfinga tímanum. Við báðum nokkra lista menn sem vinna við sýninguna á Jóns messunótt og höfund leikrits ins að deila með okkur hugleiðingum sínum um það sem þeim finnst mikilvægast varðandi uppsetningu nýrra íslenskra leikrita.

Page 8: Jónsmessunótt

Harpa Arnardóttir „Samvinna er það sem í mínum huga er mikilvægast við uppsetningu nýrra íslenskra verka. Þegar maður er með nýtt verk í höndunum, sem ekki hefur verið sett upp áður, þá þarf maður að þora að setja spurningarmerki við miklu fleiri staði í handritinu. Og til þess þarf fólk að vinna saman, af heiðarleika og dirfsku. Fyrir leikstjóra er grundvallaratriði að hafa með sér góða og örláta listamenn með skarpt innsæi, fólk sem hefur mikið til málanna að leggja. Leiðangurinn frá handriti til sviðsverks kemur ævinlega á óvart. Þegar handritið hefur verið greint og leikararnir eru komnir með góða tilfinningu fyrir persónunum er farið út á gólf eins og kallað er og þar verður sviðsverkið til. Leikarinn er sviðsskáldið og handritið lifnar við. Leiksýningin byggir á handriti höfundarins en lýtur síðan lögmálum leikhússins og er mótuð af öllum þeim listamönnum sem taka þátt í uppsetningunni. Ást og virðing eru gott veganesti og við vorum vel nestuð í þessum leiðangri.”

Harpa Arnardóttir hefur tekið þátt í uppsetningu nær þrjátíu nýrra íslenskra verka sem leikari og leikstjóri. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur lék hún í Dauðasyndunum eftir leikhópinn, Dubbeldusch eftir Björn Hlyn Haraldsson, And Björk of course eftir Þorvald Þorsteinsson og Ég er hættur farinn... eftir Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur. Í Þjóðleikhúsinu lék hún í Kennarar óskast eftir Ólaf Hauk Símonarson, Nönnu systur eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson, Skilaboðaskjóðunni eftir Þorvald Þorsteinsson og Gleðispilinu eftir Kjartan Ragnarsson. Hún lék meðal annars í Draumsólir vekja mig sem byggt var á verkum Gyrðis Elíassonar hjá Íslenska leikhúsinu, Steinar í djúpinu sem byggt var á verkum Steinars Sigurjónssonar hjá Lab Loka og Dimmalimm í leikgerð leikhópsins Augnabliks. Hún hefur sjálf leikstýrt eigin leikgerðum, Blíðfinni og Rómeó, Júlíu og Amor hjá Borgarleikhúsinu og Tristan og Ísól hjá Augnabliki. Hún leikstýrði Súldarskeri eftir Sölku Guðmundsdóttur hjá Soðnu sviði.

Page 9: Jónsmessunótt

Atli Rafn Sigurðarson „Það er gjarnan talað um það að leikhúsið eigi að vera spegill. Það eru engin leikrit betur til þess fallin er samtímaleikrit að sinna því hlutverki, leikrit sem eru skrifuð um okkur hér og nú, ný verk sem fjalla um okkar samtíma, um nútímavandamál og tækifæri. Mér finnst vinnan við ný íslensk verk vera í senn mjög spennandi og krefjandi. Hún krefst ekki einungis þess að sköpuð sé góð list, heldur einnig þess að við greinum samfélag okkar á leiksviðinu. Mín skoðun er sú að sýningin verði að vera trú því sem höfundurinn ætlaði sér að segja, því sem hann hefur fram að færa í verkinu. Það hvílir sú ábyrgð á leikstjóra og öðrum aðstandendum sýningarinnar að reyna að komast að kjarna þess sem höfundurinn er að fást við í verkinu. Í þeim uppsetningum sem hugsanlega koma á eftir má hinsvegar gera hvað sem er! En staðreyndin er sú að á okkar litla landi eru flest leikrit bara sett upp einu sinni, og því verður pressan enn meiri að vel takist til með frumuppfærsluna. Það ættu að vera, og eru yfirleitt, forréttindi fyrir leikhúslista fólkið að hafa leikskáldið með sér í vinnunni. Yfirhöfuð hafa höfundar í þeim verkum sem ég hef unnið við verið ánægðir og þakklátir fyrir samstarf við leikhúslistafólkið. Inni í leikhúsunum býr auðvitað mjög mikil reynsla, sem höfundarnir geta notið góðs af. Höfundar, einkum þeir sem eru að byrja, leita gjarnan mikið til leikhúsfólksins og hlusta eftir því sem það hefur fram að færa, og það er af hinu góða. Um leið og leikstjórinn hefur valið leikara í hlutverkin fer verkið að taka á sig nýja mynd. Svo byrja leikararnir að vinna, koma með sitt innlegg, hefja sína sköpunarvinnu, og þá getur opnast ný vídd fyrir höfundinum, annað sjónarhorn á verkið, eitthvað sem hann sá kannski ekki fyrir. Fyrir leikara er það líka mjög spennandi að takast á við hlutverk sem byggja ekki á ákveðinni hefð, ákveðnum lestri. Vinna í leikhúsi er í eðli sínu samstarf, og samstarfið verður skapandi og gefandi þegar hlustað er og gefið á báða bóga. Það eru forréttindi í leikhúsi að vinna að því að sviðsetja nýtt verk með höfundi sem er mótttækilegur fyrir umræðu um leikritið og leikstjóra sem vill opið og skapandi samstarf.”

Atli Rafn Sigurðarson hefur leikið í fjölda nýrra íslenskra verka frá því að hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1997. Hér í Þjóðleikhúsinu lék hann meðal annars í Svörtum hundi prestsins eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Óhappi og Kaffi eftir Bjarna Jónsson, Pabbastrák og Grjóthörðum eftir Hávar Sigurjónsson, Legi eftir Hugleik Dagsson, Edith Piaf eftir Sigurð Pálsson og titilhlutverkið í Halldóri í Hollywood eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hann lék jafnframt titilhlutverkið í Axlar-Birni eftir Björn Hlyn Haraldsson hjá Vesturporti. Hann lék í Að eilífu eftir Árna Ibsen hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu og Leiklistarskóla Íslands. Einnig hefur hann leikstýrt tveimur leikritum eftir Brynhildi Guðjónsdóttur, Brák á Söguloftinu í Landnámssetrinu og Frida ... viva la vida í Þjóðleikhúsinu.

Page 10: Jónsmessunótt

Finnur Arnar Arnarson „Fyrir mér er það að vinna við nýtt íslenskt verk toppurinn á því að vinna í leikhúsi. Þá hefur leikhúslistafólkið engar fyrirmyndir, enga forskrift og í samvinnu við leikstjórann getur leikmyndahöfundurinn í raun farið þá leið sem hann vill. Vinnan er því ákaflega skapandi. Um leið er þetta með því erfiðara og mest krefjandi sem maður gerir í leikhúsi. Ég starfa sem myndlistarmaður jafnhliða vinnu minni í leikhúsi. Fyrir mér er það að gera leikmynd fyrir nýtt verk það næsta sem leikhúsvinnan kemst myndlistinni. Þegar maður vinnur við verk sem hefur verið sett upp áður þá er maður alltaf með það í bakheilanum hvernig leikritið hefur verið túlkað áður, þó svo maður reyni að hugsa ekki um það, og sé ekki meðvitað að reyna að nálgast verkið á nýjan hátt. Þegar maður hins vegar vinnur við nýtt verk veit maður að ef verkið verður sett upp aftur, þá verður frumuppfærslan á vissan hátt ákveðin fyrirmynd eða viðmið. Vinnan við nýtt verk kallar á meiri samvinnu og samtal við aðra listræna stjórnendur og leikarana, og það finnst mér skemmtilegt. Það hentar mér vel að vera staddur í einhverju svona hugmyndaflæði. Ég myndi vilja að leikhúsin gerðu miklu meira af því að sýna ný íslensk verk, hvort heldur er nýjar leikgerðir eða leikrit. ”

Finnur Arnar Arnarson hefur gert leikmynd fyrir fjölda nýrra íslenskra verka. Hann starfaði lengi með Hafnarfjarðarleikhúsinu, og vann þá meðal annars við sýningarnar Höllu og Kára og Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson, Vitleysingana eftir Ólaf Hauk Símonarson, Við feðgarnir eftir Þorvald Þorsteinsson og Að eilífu og Himnaríki eftir Árna Ibsen, og ýmsar nýjar leikgerðir, meðal annars Birting, Síðasta bæinn í dalnum, Sögu Grettis og Sölku Völku. Hér í Þjóðleikhúsinu vann Finnur meðal annars við Pabbastrák eftir Hávar Sigurjónsson og leikgerðir byggðar á Íslandsklukkunni og Sumarljósi. Hann gerði leikmynd fyrir Falið fylgi eftir Bjarna Jónsson hjá LA, Rautt brennur fyrir eftir Heiðar Sumarliðason hjá LR og Janis 27 eftir Ólaf Hauk Símonarson í Gamla bíói.

Page 11: Jónsmessunótt

Kristbjörg Kjeld „Við verðum að hafa það að leiðarljósi að það þarf að vera gróska í uppsetningu nýrra íslenskra verka og höfundar verða að fá að spreyta sig til að halda áfram að þroskast sem leikskáld. Það er aldrei hægt að sjá algerlega fyrir hvernig skipið mun sigla, en við verðum að vera tilbúin til að gefa nýjum verkum tækifæri. Uppsetning nýrra íslenskra verka er mjög mikilvæg, jafnt fyrir leikhúsið sem áhorfendur. Mörg ný íslensk verk hafa líka reynst virkilega góð. Ef ákveðið hefur verið að taka nýtt íslenskt verk til sýninga, verður að sýna því allan þann sóma sem hægt er. Leikhúsfólkið verður að leggja sig sérstaklega fram því að annars er líklegt að verkið fái ekki annað tækifæri og gleymist.”

Allt frá því að Kristbjörg Kjeld útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1958 hefur hún leikið í fjölda nýrra íslenskra verka. Hún lék meðal annars hér í Þjóðleikhúsinu í Stundarfriði og Garðveislu eftir Guðmund Steinsson, Græna landinu eftir Ólaf Hauk Símonarson, Utan gátta eftir Sigurð Pálsson, Hænuungunum eftir Braga Ólafsson og Svörtum hundi prestsins eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Hún lék ennfremur í Einhver í dyrunum eftir Sigurð Pálsson hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hún var gift leikskáldinu Guðmundi Steinssyni (1925-1996).

Page 12: Jónsmessunótt
Page 13: Jónsmessunótt

Harpa Arnardóttir útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1990. Hún hefur leikið í fjölda sýninga hjá LR, Þjóðleikhúsinu og leikhópum. Hún leikstýrði eigin leikgerðum, Blíðfinni og Rómeó, Júlíu og Amor hjá LR og Tristan og Ísól hjá Augnabliki. Hún leikstýrði Súldarskeri hjá Soðnu sviði og Þremur systrum í Nemenda leikhúsinu. Hún hlaut Grímuna fyrir leik sinn í Steinar í djúpinu og var tilnefnd fyrir And Björk of course, Sporvagninn Girnd, Dauðasyndirnar, Dubbeldusch og Sjöundá.

Finnur Arnar Arnarson útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1991. Hann hefur gert fjölda leikmynda, meðal annars hjá Hafnar fjarðar-leikhúsinu, LR, LA og Þjóðleik-húsinu, nú síðast fyrir Vesalingana og Heddu Gabler. Hann starfar jafnframt sem myndlistarmaður og á að baki fjölda einka- og samsýninga. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir leikmynd í Vesalingunum, Íslandsklukkunni og Kryddlegnum hjörtum.

Kristína R. Berman útskrifaðist með BA-gráðu úr textíldeild Listaháskóla Íslands árið 2001.

Undanfarin ár hefur hún starfað við leikmynda- og búningahönnun fyrir ýmsa leikhópa og búninga- og textílgerð fyrir söfn og leiksýningar. Hún hefur meðal annars gert leikmynd og búninga fyrir Herranótt undanfarin sjö ár. Kristína er einnig starfandi textílhönnuður og rekur vinnustofu með áherslu á taulitun.

Ólafur Ágúst Stefánsson hefur starfað sem ljósamaður og ljósahönnuður hjá Þjóðleik-húsinu frá árinu 2008. Meðal ljósahönnunarverkefna hans hér eru Dýrin í Hálsaskógi, Vesalingarnir, Litla skrímslið og stóra skrímslið, Sögustund, Ballið á Bessastöðum og Oliver, sem og samstarfsverkefnin Af ástum manns og hrærivélar og Verði þér að góðu. Hann hefur einnig hannað lýsingu fyrir Landnámssetrið og Brúðuheima.

Vala Gestsdóttir útskrifaðist með diploma sem hljóðmaður úr Sound and Audio Engineering skólanum í London og hefur starfað víða sem hljóðmaður. Hún útskrifaðist af tónsmíðabraut Listaháskóla Íslands 2011 og starfaði með Nemendaleikhúsi LHÍ við tvær leiksýningar. Hún stundar

meistara nám við tónlistardeild LHÍ með áherslu á tónsmíðar. Tónverk Völu hafa verið flutt meðal annars á Myrkum músíkdögum og Listahátíð í Reykjavík.

Stefán Hallur Stefánsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2006. Hann hefur starfað með Þjóðleikhúsinu, LR, Vestur-porti, Vér Morðingjum, Sokka-bandinu, ART í Bandaríkjunum og CDN Orleans, og leikið í kvik myndum og sjónvarpi. Hann lék hér nýlega í Hreinsun og Lé konungi og var aðstoðarleikstjóri í Vesalingunum og Afmælis-veislunni. Hann leikstýrði Eftir lokin hjá SuðSuðVestur og Búkollu í Þjóðleikhúsinu.

Page 14: Jónsmessunótt

Arnar Jónsson hefur á ríflega fjögurra áratuga leikferli sínum leikið fjölmörg burðarhlutverk hjá Þjóðleikhúsinu, LR, LA, leikhópum og í kvikmyndum, jafnt í dramatískum verkum sem söngleikjum og gamanleikjum. Meðal nýjustu verkefna hans hér eru Dagleiðin langa, Lér konungur, Oliver, Utan gátta, Heiður og Engispretturnar. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Lé konungi og var tilnefndur fyrir Veisluna.

Atli Rafn Sigurðarson útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1997. Hann hefur leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleik-húsinu, leikhópum, í sjónvarpi og kvikmyndum. Meðal nýlegra verkefna hans hér eru Dagleiðin langa og Svartur hundur prestsins. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Lé konung og var tilnefndur fyrir leik sinn í Grjóthörðum, Legi, Halldóri í Hollywood og Eilífri óhamingju. Hann hlaut Edduverðlaunin fyrir Mýrina.

Edda Arnljótsdóttir lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1990. Hún hefur leikið í Þjóðleikhúsinu í tuttugu ár, en meðal nýlegra verkefna hér eru Vesalingarnir, Bjart með köflum, Leitin að

jólunum, Allir synir mínir, Ballið á Bessastöðum, Íslandsklukkan, Brennuvargarnir og Fagnaður. Hún lék einnig í Yfirvofandi. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir Þetta er allt að koma, Mýrarljós og Pétur Gaut.

Kristbjörg Kjeld útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1958 og hefur leikið fjölda burðarhlutverka hjá Þjóðleik-húsinu, leikhópum, LR og í kvikmyndum. Nýjasta verkefni hennar hér er Afmælisveislan. Hún hlaut Grímuna fyrir Afmælis-veisluna og Hænuungana og var tilnefnd fyrir Halta Billa, Mýrarljós, Heddu Gabler og Svartan hund prestsins. Hún fékk Edduverðlaunin fyrir Mömmu Gógó, Kaldaljós og Mávahlátur.

Maríanna Clara Lúthersdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ vorið 2003. Hún lék meðal annars í Fullkomnu brúðkaupi og Dubbel Dusch hjá LA, Killer Joe hjá Skámána, Gunnlaðar sögu í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Fólkinu í blokkinni og Við borgum ekki, við borgum ekki í Borgarleikhúsinu, Súldarskeri hjá Soðnu sviði og þremur sýningum hjá Kvenfélaginu Garpi. Hún var tilnefnd til Grímunnar

fyrir Fullkomið brúðkaup og Killer Joe.

Þorsteinn Bachmann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1991. Hann hefur leikið á þriðja tug hlut verka á sviði, meðal annars hjá LA, LR og Alþýðuleikhúsinu, og hátt í tuttugu hlutverk í sjón varpi og kvikmyndum. Hann lék meðal annars í Hreinsun og Heimsljósi í Þjóðleikhúsinu og Vefaranum mikla frá Kasmír hjá LA. Hann hefur hlotið fimm tilnefningar til Eddu-verðlaunanna, og hlaut verðlaunin fyrir Óróa og Á annan veg.

Þórunn Arna Kristjánsdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2010. Hún hefur leikið hér í Þjóðleikhúsinu í Dýrunum í Hálsaskógi, Afmælisveislunni, Vesalingunum, Heimsljósi, Sögustund: Hlina kóngssyni, Ballinu á Bessastöðum, Bjart með köflum, Finnska hestinum og Leitinni að jólunum. Hún nam við Tónlistarskóla Ísafjarðar og vorið 2006 lauk hún B.Mus gráðu í söng frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands.

Ítarlegar ferilskrár leikara og listrænna aðstandenda ásamt myndum er að finna á heimasíðu Þjóðleikhússins, leikhusid.is

Page 15: Jónsmessunótt
Page 16: Jónsmessunótt