20

Kæru borgarbörn! - barnamenningarhatid

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Kæru borgarbörn! Dagana 19.–24. apríl höldum við Barnamenningarhátíð í öllum hverfum Reykjavíkur. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin og hún er nú orðin ein af stærstu viðburðum ársins í borginni okkar. Barnamenningarhátíð er vettvangur til að kynna menningu barna og með börnum - í skólum, leikskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum, söfnum, Ráðhúsinu og Hörpu. Hátíðin er líka í miklu uppáhaldi hjá mér og minni fjölskyldu. Viðburðirnir eru margir þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Börn og ungmenni efna sjálf til listviðburða um alla borg, og svo er boðið upp á vandaðar leik- og danssýningar, tónlist og vinnusmiðjur fyrir alla fjölskylduna. Mér finnst einnig frábært að sérstök áhersla skuli lögð á fjölmenningu á Barnamenningarhátíð í ár. Það endurspeglar það samfélag sem er börnunum okkar svo eðlilegt í dag og sem sannarlega hefur auðgað menninguna og fjölbreytileikann í skólum og leikskólum borgarinnar. Ég vona að þið getið notið allra tónleikanna, leik- og danssýninganna sem listamenn landsins bjóða ykkur uppá. Það sem er svo allra best við Barnamenningarhátíð er aðallir viðburðir eru ókeypis. Ég vil að lokum þakka öllum sem taka þátt í Barnamenningarhátíðinni, skipuleggjendum, listamönnum og öðrum gestum, gleðilega hátíð!

UM BARNAMENNINGARHÁTÍÐBarnamenningarhátíð í Reykjavík er nú haldin í sjötta sinn dagana 19.–24. apríl 2016. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf fyrir börn og ungmenni í borginni. Barnamenningarhátíð er vettvangur þar sem þátttaka barna og ungmenna er lykilatriði og lögð er áhersla á menningu fyrir börn, menningu með börnum og menningu barna.

Hátíðin fer fram víðs vegar um Reykjavík. Gæði, fjölbreytni, jafnræði og gott aðgengi eru höfð að leiðarljósi við skipulagningu hátíðarinnar sem rúmar allar listgreinar og er byggð upp á fjölbreyttum viðburðum sem börn, og fullorðnir í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu.

Ítarlega dagskrá er að finna á vef hátíðarinnar barnamenningarhatið.is. Það er von okkar að sem flestir finni eitthvað í dagskránni sem vekur forvitni þeirra og gleði. Góða skemmtun!

The Children’s Culture Festival is an annual celebration of children’s cultural activities inReykjavik. This year marks the festival’s sixth year running and will take place from 19 to 24April, 2016. The main purpose of the festival is to encourage and promote cultural activitiesfor children and young adults, with the key emphasis being on their participation increating cultural events and taking part in them.

The festival takes place in various locations across the city of Reykjavik and is organized with a commitment to quality, diversity and equality. Inclusive of all artistic genres, there will be a varied program of fantastic events offered to children and adults (in the company of children of course) to enjoy!

The full schedule in English is availible on our website, childrensculturefestival.is. It is our hope that everyone will find something to engage their senses in and awaken their innercuriosity! We’re really excited about this year’s program and hope to see you there!

W dniach 19-24 kwietnia 2016 odbędzie się w Reykjaviku już po raz szósty Dziecięcy Festiwal Kulturalny.

Celem festiwalu jest wzbogacenie oferty kulturalnej miasta skierowanej do dzieci i młodzieży. W festiwalu kluczową rolą odgrywają dzieci i młodzież, a duży nacisk kładziony jestna kulturę dla dzieci, kulturę z udziałem dzieci oraz kulturę dzieci.

Festiwal odbywa się w różnych miejscach Reykjaviku, a jego organizacji przyświecajązałożenia takie jak wysoka jakość, różnorodność oraz powszechny dostęp. Na festiwalu jestmiejsce dla wszystkich form przekazu artystycznego, a w programie znajdują się różnorodnewydarzenia, w których zarówno dorośli, jak i dzieci mogą wziąć udział nieodpłatnie.

Szczegółowy program można znaleźć na stronie Festiwalu w języku islandzkim www.barnamenningarhatid.is lub języku angielskim www.childrensculturefestival.is. Mamy nadzieję, że każdy znajdzie dla siebie coś interesująego w programie Festiwalu.Życzymy miłej zabawy!

ÞRIÐJUDAGUR 19. apríl 08.00-17.00 SJÓNARHÓLL – SÝNING Á LJÓSMYNDUM LEIKSKÓLABARNA Börnin á Tjarnarborg sýna ljósmyndir í glugga leikskólans, Tjarnargötu 33 (götumegin)08.30-12.00 RANNSÓKNARSTOFA – HVAÐ LEYNIST Í NÁTTÚRUNNI? Listrænn afrakstur samvinnu 5. bekkjar Laugarnesskóla við Listaháskóla Íslands og Grasagarð Reykjavíkur. Grasagarður Reykjavíkur, Holtavegi 32 09.00-9.30 KVIKMYNDAKRAKKAR – KVIKMYNDAHÁTÍÐ YNGSTA STIGSINS Kvikmyndahátíð yngsta stigsins í samvinnu við frístundaheimilið Töfrasel. Árbæjarskóli, Rofabæ 3410.00-17.00 MYNDAFLIPP Myndasýning barna og unglinga í Hofinu á ljósmyndum sem þau unnu í Ipad. Sjóminjasafnið, Grandagarði 810.00-13.00 BÓKASAFNIÐ Á MYRKÁ (6–10 ÁRA) Hrollvekjandi sögustund á baðstofulofti gamla Árbæjarins. Árbæjarsafn (Baðstofuloft Árbæjar), Kistuhyl 410.00-16.00 VEGIR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA Krítarverk barna úr leikskólanum Maríuborg, Ingunnarskóla, frístundaheimilinu Stjörnulandi og félagsmiðstöðinni Fókus. Maríubaug 1 10.15-11.50 MUFASA OG ÓLEYSANLEGI RUBIKKUBBURINN Fjörugt leikrit með dans og söng fyrir 9–12 ára. Breiðholtsskóli hátíðasal, Arnarbakka 112.00-18.00 PABBI MINN OG MAMMA MÍN Ljósmyndasýning af börnum og foreldrum þeirra frá frístundaheimilinu Eldflauginni. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 12.30-14.30 LISTAMAÐUR TIL OKKAR – NÝTT SJÓNARHORN / BOÐSVIÐBURÐUR Sjónarhorn listamanns á skóla og nærumhverfi unnið í samvinnu við nemendur. Norðlingaskóli, Árvaði 5 12.30-14.30 MENNINGARMÓT – „LIFANDI TUNGUMÁL“ Fjöltyngdir nemendur Hagaskóla kynna tungumál sín og menningu á lifandi tungumálatorgi. Borgarbókasafnið | Menningarhús, Grófin, Tryggvagötu 1513.00-14.00 HÚ HÆ VINDUR ÞÝTUR 640 leikskólabörn syngja með nemendum Tónskóla Sigursveins. Eldborg Harpa, Austurbakka 2 13.00-16.00 LITRÍKUR ÁRBÆR Þátttakendum boðið að mála reiti í vegglistaverki Ársels. Ársel frístundaheimili, Rofabæ 30

13.00-17.00 TÍSKUTÍMABIL Í AUSTÓ - LJÓSMYNDASÝNING Nemendur í ljósmyndavali sýna afrakstur vetrarins. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 13.00-17.00 AUÐIGUR ÞÓTTUMST ER EG ANNAN FANN Verk unnin út frá Hávamálum með gildin vináttu og gestrisni að leiðarljósi. Safnahúsið, Hverfisgötu 1513.30-17.00 ÚT AÐ „LEIKA“ – FRUMKVÆÐI UPPLIFUN SKÖPUN GLEÐI Nemendur hvattir til að upplifa og sýna frumkvæði, sköpun og gleði í útiveru. Leikskólinn Hlíð, Engihlíð 814.00-22.00 ÚTVARP TÍAN Unglingaútvarp í Árbænum í samstarfi við félagsmiðstöðina Tíuna og Barnamenningarhátíð Reykjavíkurborgar. Félagsmiðstöðin Tían, Rofabæ 30 14.30-16.30 AFRÍSKIR TAKTAR Hljómsveitin Bangoura Band heldur tónleika og stutta kynningu um afríska takta og trommur. Melaskóli, Hagamel 1 14.30-15.30 HÚ HÆ VINDUR ÞÝTUR 640 leikskólabörn syngja með nemendum Tónskóla Sigursveins. Eldborg Harpa, Austurbakka 2 15.30-17.15 SELSBLAÐIÐ Útgáfuteiti og tónleikar með Bangoura band. Selið Frístundaheimili við Melaskóla, Hagamel 116.00-17.00 VELKOMIN Í LEIKSKÓLANN MINN (BORGARBÓKASAFNIÐ) Myndlistarsýning leikskólabarna sem túlka myndbandið „Við fæðumst fordómalaus – hvað svo? Borgarbókasafn, Menningarhús Grófinni, Tryggvagötu 1517.00-18.00 UPPTAKTURINN – TÓNSKÖPUNARVERÐLAUN BARNA OG UNGMENNA Atvinnutónlistarmenn flytja 12 tónverk eftir börn og unglinga, fullunnin með aðstoð nemenda Listaháskóla Íslands. Kaldalón Harpa, Austurbakka 2 19.30-22.00 DRULLUMALL (13–16 ÁRA) Tónleikar á vegum unglinga í frístundamiðstöðinni Kampi. Varðskipið Óðinn - Sjóminjasafnið, Grandagarði 819.30-21.30 KAFFIHÚSA- OG MENNINGARKVÖLD FYRIR 5.–10. BEKK Opið hús þar sem nemendur stíga á svið og boðið er upp á veitingar. Árbæjarskóli, Rofabæ 3420.00-21.30 HVAÐ ER BETRA EN AÐ DANSA? Stórglæsileg dansveisla á vegum fimm listdansskóla á höfuðborgarsvæðinu. Eldborg Harpa, Austurbakka 220.00-22.00 LIST Í TAKT VIÐ UMHVERFIÐ Ýmsar gerðir götulistar skoðaðar og hvernig hægt er að auka vitund fólks á ákveðnum málefnum með tímabundnum listinnsetningum. Sjóminjasafnið, Grandagarði 8

MIÐVIKUDAGUR 20. apríl 08.00-17.00 SJÓNARHÓLL – SÝNING Á LJÓSMYNDUM LEIKSKÓLABARNA Börnin á Tjarnar- borg sýna ljósmyndir í glugga leikskólans, Tjarnargötu 33 (götumegin)08.00-14.00 OPIÐ HÚS Á MENNINGARDÖGUM Gestir virða fyrir sér afrakstur menningardaganna og heimsækja nemendur í kennslustofur. Árbæjarskóli, Rofabæ 34 08.30-12.00 RANNSÓKNARSTOFA – HVAÐ LEYNIST Í NÁTTÚRUNNI? Listrænn afrakstur samvinnu 5. bekkjar Laugarnesskóla við Listaháskóla Íslands og Grasagarð Reykjavíkur. Grasagarður Reykjavíkur, Holtavegi 32 09.00-10.00 HOPP OG HÍ 1–2 ÁRA Börnin þjálfast í að hlusta á hljóð og tónlist og gera ákveðnar hreyfingar með hverju lagi fyrir sig. Ungbarnaleikskólinn Ársól, Sólheimum 31–3509.10-10.00 DÝRIN Í HÁLSASKÓGI Leikrit Thorbjörns Egners í uppfærslu nemenda 3. bekkjar Breiðholtsskóla. Breiðholtsskóli Hátíðarsalur, Arnarbakka 110.00-17.00 AUÐIGUR ÞÓTTUMST ER EG ANNAN FANN Verk unnin út frá Hávamálum með gildin vináttu og gestrisni að leiðarljósi. Safnahúsið, Hverfisgötu 1510.00-19.00 VELKOMIN Í LEIKSKÓLANN MINN (BORGARBÓKASAFNIÐ) Myndlistarsýning leikskólabarna sem túlka myndbandið „Við fæðumst fordómalaus – hvað svo?” sem Ævar vísindamaður vann fyrir innflytjendaráð. Borgarbókasafn, Menningarhús Grófinni, Tryggvagötu 1510.00-18.00 LISTASÝNING VESTURBÆJARSKÓLA Nemendur í 1. bekk sýna listaverk sem unnin hafa verið í vetur. Borgarbókasafnið Menningarhús, Grófinni, Tryggvagötu 1510.00-16.30 ÚT AÐ „LEIKA“ – FRUMKVÆÐI UPPLIFUN SKÖPUN GLEÐI Nemendur hvattir til að upplifa og sýna frumkvæði, sköpun og gleði í útiveru. Leikskólinn Hlíð, Engihlíð 810.00-13.00 BÓKASAFNIÐ Á MYRKÁ (6–10 ÁRA) Hrollvekjandi sögustund á baðstofulofti gamla Árbæjarins. Árbæjarsafn (Baðstofuloft Árbæjar), Kistuhyl 410.00-17.00 MYNDAFLIPP Myndasýning barna og unglinga í Hofinu á ljósmyndum sem þau unnu í Ipad. Sjóminjasafnið, Grandagarði 8

10.30-11.20 DÝRIN Í HÁLSASKÓGI Leikrit Thorbjörns Egners í uppfærslu nemenda 3. bekkjar Breiðholtsskóla. Breiðholtsskóli Hátíðarsalur, Arnarbakka 110.30-11.15 TROMMAÐ Á STRIGA 4–5 ÁRA Börn frá leikskólanum Fífuborg og listakonan Sigrún Harðardóttir tromma með litum á striga í takt við tónlist. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 1112.00-18.00 PABBI MINN OG MAMMA MÍN Ljósmyndasýning af börnum og foreldrum þeirra frá frístundaheimilinu Eldflauginni. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 12.30-14.30 LISTAMAÐUR TIL OKKAR – NÝTT SJÓNARHORN / BOÐSVIÐBURÐUR Sjónarhorn listamanns á skóla og nærumhverfi unnið í samvinnu við nemendur. Norðlingaskóli, Árvaði 5 12.30-16.00 TÖFRAHURÐ MEÐ TÖFRAHLJÓÐFÆRI ÁLFANNA 4–5 ÁRA Börnin búa til hljóðfæri úr iðnaðarefni, afgöngum, rörum, flöskum og öðru efni og fá að taka með heim. Safnaðarheimilið Neskirkju, Hagatorgi12.00-18.00 LITIR OG FORM Í TEXTÍL Sýning nemenda í 5. bekk Háteigsskóla. Nemendurnir brutu pappír í trönu og unnu með formin. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 1113.00-16.00 VILTU KYNNAST MÉR? FYRIR ALLAN ALDUR Sýning á afrakstri fjölmenningarviku . Foreldrar, börn og starfsfólk voru með viðburði tengda fjölmenningu. Leikskólinn Hálsaskógur, Hálsaseli 27–2913.00-13.30 FINNDU LÍNUNA Í ÞÉR Nemendur í Dalskóla dansa á línunni og halda sér vonandi réttum megin við strikið. Lifandi sýning sem er óður til lista og slær í takt við lífið. Óvænt staðsetning í miðborginni13.00-13.30 VORIÐ ER KOMIÐ Nemendur 1.–10. bekkjar vinna með sögur og ljóð sem tengjast vorinu. Marimbu-hljóðfæraleikur. Kringlan/Háaleitisskóli, Kringlunni 4 13.00-17.00 TÍSKUTÍMABIL Í AUSTÓ – LJÓSMYNDASÝNING Nemendur í ljósmyndavali sýna afrakstur vetrarins. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 13.00-16.00 LITRÍKUR ÁRBÆR Þátttakendum boðið að mála reiti í vegglistaverki Ársels. Ársel frístundaheimili, Rofabæ 30 13.30-15.30 NÁTTÚRULEIKIR Náttúrunni boðið með í leik og sköpun í leikskólagarðinum. Leikskólinn Klambrar, Háteigsvegi 33

14.00-16.00 KRAKKAVÍSINDI Á HEIMAVELLI Undraland og Frostheimar bjóða nemendum sínum á vísindasmiðju með Ævari vísindamanni. Frístundaheimilið Undraland Grandaskóla, Keilugranda 12 14.00-22.00 ÚTVARP TÍAN Unglingaútvarp í Árbænum í samstarfi við félagsmiðstöðina Tíuna og Barnamenningarhátíð Reykjavíkurborgar. Félagsmiðstöðin Tían, Rofabæ 30 14.30-16.00 SÖNGLEIKURINN GREASE Leiklistarklúbbur frístundaheimilisins Kastala sýnir í sal Húsaskóla. Frístundaheimilið Kastali, Dalhús 41 15.00-16.00 EINStök Myndskeið úr lofti tekið upp með aðstoð flygildis. Samvinnuverkefni barna sýnir hve lík við erum í fjarlægð. Opið svæði við Ölduselsskóla, Rangárseli 1516.00-17.30 KAFFIHÚS HVERGILANDS Boðið upp á kræsingar frá hinum ýmsu löndum fyrir fjölskyldur barna í Hvergilandi. Frístundaheimilið Hvergiland, Vættaborgum 9 16.00-17.00 TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR | VORTÓNLEIKAR Nemendur úr Tónskóla Hörpunnar sækja safnið heim og halda ljúfa tónleika. Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni 4116.00.-17.00 ÁÐUR EN ÍSLENDINGAR FÉLLU FYRIR PRINS POLO – LJÓSMYNDIR & TEXTAR Opnun sýningar unglinga úr Landakotsskóla og pólskra jafnaldra þeirra. Ljósmyndir og textar sem þau hafa unnið saman í vetur í Storytelling Lab for Young Adults. Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni 4117.00-18.30 SUMRI FAGNAÐ (ALLIR VELKOMNIR) Skrúðganga og sýningaropnun á verkum nemenda í 6. bekk í Háaleitisskóla. Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni, Listabraut 3 18.00-20.00 EFTIR LOKUN – GJÖRNINGAKVÖLD Gjörningakvöld fyrir ungmenni á aldrinum 14–16 ára í boði Listasafns Reykjavíkur. Kjarvalsstaðir, Flókagötu 2419.00-22.00 REYKJAVÍK HEFUR HÆFILEIKA Hæfileikakeppni fyrir unglinga á aldrinum 13–16 ára á vegum frístundamiðstöðva Reykjavíkur. Austurbæjarbíó, Snorrabraut 37

FIMMTUDAGUR 21. apríl 08.00-17.00 SJÓNARHÓLL – SÝNING Á LJÓSMYNDUM LEIKSKÓLABARNA Börnin á Tjarnarborg sýna ljósmyndir í glugga leikskólans. Leikskólinn Tjarnarborg, Tjarnargötu 33 (götumegin)10.00-17.00 AUÐIGUR ÞÓTTUMST ER EG ANNAN FANN Verk unnin út frá Hávamálum með gildin vináttu og gestrisni að leiðarljósi. Safnahúsið, Hverfisgötu 1510.00-17.00 ÁÐUR EN ÍSLENDINGAR FÉLLU FYRIR PRINS POLO – LJÓSMYNDIR & TEXTAR Sýning unglinga úr Landakotsskóla og pólskra jafnaldra þeirra frá borginni Wroclaw. Ljósmyndir og textar sem þau hafa unnið saman í vetur í Storytelling Lab for Young Adults. Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni 4110.00-17.00 MYNDAFLIPP Myndasýning barna og unglinga í Hofinu á ljósmyndum sem þau unnu í Ipad. Sjóminjasafnið, Grandagarði 810.00-12.00 LEIKSMIÐJA OG LEIÐSÖGN FYRIR TÁKNMÁLSTALANDI BÖRN (6–13 ÁRA) Smiðjan er fyrir heyrnarlaus og heyrandi börn sem tala íslenskt táknmál heima fyrir. Leiðbeinandi er Ástbjörg Rut Jónsdóttir, leikhúslistakona og táknmálstúlkur. Tjarnarbíó. Tjarnargötu 1210.30-11.00 FJÖLSKYLDUJÓGA Í RÁÐHÚSINU Notaleg samverustund fyrir fjölskylduna. Skemmtilegar jógaæfingar öndun, leikir og slökun. Ráðhúsið, Tjarnargötu 1111.00-14.00 SUMARDAGURINN FYRSTI Í GRAFARVOGI Hátíðarhöld frá 11 til 14. Hefjast með skrúðgöngu úr Spönginni að Rimaskóla þar sem verður fjölbreytt dagskrá. Rimaskóli, Rósarima 1111.00-13.00 SUMARDAGURINN FYRSTI Í MIÐBORG OG HLÍÐUM Fjölskylduskemmtun á vegum frístundamiðstöðvarinnar Kamps, íþróttafélagsins Vals og þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, ásamt fleirum. Valsheimilið við Hliðarenda, Hlíðarenda 111.00-15.00 SUMARDAGURINN FYRSTI Í LAUGARDAL Fjölskylduhátíð haldin við frístundaheimilið Dalheima í Laugardal. Dalheimar Laugardal, Holtavegi 3211.00-13.00 SUMARDAGURINN FYRSTI Í VESTURBÆ Fjölskylduhátíð í Vesturbæ fyrir alla fjölskylduna sumardaginn fyrsta. Frostaskjóli 211.00-14.00 LJÓSMYNDIR ÚR GRAFARVOGI Ljósmyndasýning frístundaheimila Gufunesbæjar. Þemað er „Uppáhalds staðurinn í hverfinu mínu“. Rimaskóli, Rósarima 1111.00-16.00 LJÓSMYNDASÝNING UNGMENNA OG ORIGAMISMIÐJA 112 NEYÐARLÍNUNNAR Afrakstur myndasamkeppni um hjálpsemi og origamismiðja fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 1112.00-18.00 DISKÓ FRISKÓ Hljóðlaust diskó. Heyrnartól verða á staðnum sem gangandi gestir geta sett á sig og fundið danstaktinn. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 12.00-18.00 PABBI MINN OG MAMMA MÍN Ljósmyndasýning af börnum og foreldrum þeirra frá frístundaheimilinu Eldflauginni. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 12.00-18.00 LITIR OG FORM Í TEXTÍL Sýning nemenda í 5. bekk Háteigsskóla. Origami myndir af trönufuglum túlkaðar í textíl á púðaver. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 1112.00-16.00 SUMARDAGURINN FYRSTI Í BÚSTAÐAHVERFI Hátíðarhöld sumardagsins fyrsta í Bústaðahverfinu. Bústaðahverfi, Traðarlandi 1 12.00-14.00 ATRIÐI ÚR SÖNGLEIKNUM GREASE Leiklistarklúbbur frístundaheimilisins Kastala sýnir atriði úr söngleiknum Grease í Rimaskóla. Rimaskóli, Rósarima 11

12.00-14.00 7 ÁRA BÖRNIN DANSA Dansatriði sjö ára barna frá frístundaheimilum Grafarvogs sýnt í Rimaskóla. Rimaskóli, Rósarima 11 12.00-18.00 DÝRÓÐUR Afrakstur ritsmiðja í frístundaheimilum Kamps undir handleiðslu Atla Sigþórssonar og Viktoríu Blöndal. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 12.00-14.00 KVIK-LIST – VIDEÓMENNING UNGLINGA Samsýning á videóverkum unglinga í 8.–10. bekkjum í grunnskólum Reykjavíkur. Réttarholtsskóli, Réttarholtsvegi 21 12.00-17.00 ÞRÍR ÆVINTÝRAHEIMAR NINNU Velkomin í ævintýraheim þar sem skoða má safn furðuhluta, skemmtileg leikföng og listaverk listakonunnar Ninnu. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 13.00-14.00 TÓNLEIKAR ALLEGRO SUZUKITÓNLISTARSKÓLANS Blandaðir tónleikar nemenda á fiðlu, víólu og píanó. Kirkja Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 5613.00-17.00 VELKOMIN Í LEIKSKÓLANN MINN Myndlistarsýning leikskólabarna sem túlka myndbandið „Við fæðumst fordómalaus – hvað svo?“ Borgarbókasafn, Menningarhús Grófinni, Tryggvagötu 1513.00-17.00 HEIMA HÉR OG ÞAR. ÞÚ ERT ÉG, ÉG ER ÞÚ Gestir af erlendum uppruna segja börnum frá æsku sinni. Börnin nota sögurnar sem innblástur og er afraksturinn sýndur á opnum degi í Myndlistaskólanum.Myndlistaskólinn í Reykjavík, Hringbraut 12113.00-17.00 SUMARDAGURINN FYRSTI Á ÁRBÆJARSAFNI Gestum boðið frítt inn í tilefni af Barnamenningarhátíð. Árbæjarsafn, Kistuhyl 4 13.00-16.00 SUMARDAGURINN FYRSTI Á ÞJÓÐMINJASAFNINU Riddararatleikur, listasmiðja með riddaraívafi og sýning á teiknimyndinni „Hugrakkasti riddarinn“. Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41 13.00-15.00 DÝRÓÐUR – RITSMIÐJA Sumardaginn fyrsta verður Frístundamiðstöðin Kampur með ritsmiðjuna Dýróður. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 1113.00-16.00 SUMARDAGURINN FYRSTI Í BREIÐHOLTI Fjölskylduhátíð í Breiðholtinu til að fagna sumardeginum fyrsta. Félagsmiðstöðin Hólmasel, Hólmaseli 6 13.00-17.00 LISTSKÖPUN OG SMIÐJUR Í ÖSKJU Fjölbreyttar opnar smiðjur. Tie dye, konfektgerð, skartgripagerð o.fl. Boðið upp á aðstöðu sem hentar einstaklingum með fötlun. Félagsmiðstöðin Askja. Safamýri 513.00-15.00 UPPÁHALDSLITURINN ÞINN Fyrir alla aldurshópa. Börnin fræðast um liti og kanna sinn uppáhaldslit. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 1113.00-14.00 VERA OG VATNIÐ – BÍBÍ & BLAKA (2–5 ÁRA) Danssýning um veruna Veru og upplifanir hennar í veðri og vindum. Tjarnarbíó, Tjarnargötu 1213.00-16.00 LITRÍKUR ÁRBÆR Þátttakendum boðið að mála reiti í vegglistaverki Ársels. Ársel frístundaheimili, Rofabæ 30 13.00-17.00 TÍSKUTÍMABIL Í AUSTÓ – LJÓSMYNDASÝNING Nemendur í ljósmyndavali sýna afrakstur vetrarins. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 14.00-16.00 SUMARSKÁKMÓT FJÖLNIS Á BARNAMENNINGARHÁTÍÐ Sumarskákmót Fjölnis og Peðaskákmót fyrir leikskólabörn á sama tíma. Skráning á mótsstað. Rimaskóli, Rósarima 11 14.00-14.30 BÓKASAFNIÐ Á MYRKÁ Draugasögustund með leikhljóðum á lofti Kornhússins fyrir 6-12 ára. Árbæjarsafn (Kornhúsið), Kistuhyl 4 14.00-16.00 BÓKAVERÐLAUN BARNANNA Afhending bókaverðlauna barnanna. Bókmenntaverðlaun þar sem börnin hafa sjálf valið bestu bókina. Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni, Tryggvagötu 1514.00-16.00 SUMARGANGA VIÐ ELLIÐAVATN Náttúruupplifun á rólegheitagöngu í fjölbreyttu umhverfi. Sagan leynist á bakvið hvern stein. Elliðavatn við Elliðavatnsbæinn

14.00-14.30 BARNASÖNGLEIKJASPUNI! – IMPROV ÍSLAND (6 ÁRA+) Barnasöngleikur búinn til á staðnum! Áhorfendur koma með uppástungur og leikararnir búa til glænýjan söngleik byggðan á hugmyndum þeirra. Þjóðleikhúskjallarinn, Hverfisgötu 19 14.00-15.00 HAMLET LITLI – BORGARLEIKHÚSIÐ (8 ÁRA+) Þegar Hamlet litli missir föður sinn er hann harmi sleginn og fer að haga sér stórfurðulega. Borgarleikhúsið, Listabraut 3 14.00-22.00 ÚTVARP TÍAN Unglingaútvarp í Árbænum í samstarfi Tíunnar og Barnamenningarhátíðar. Félagsmiðstöðin Tían, Rofabæ 30 14.30-15.30 UNGIR PÍANÓLEIKARAR. ÍSLAND - FRAKKLAND / ÍSLAND - MALASÍA Ungir píanóleikarar úr Allegro Suzukitónlistarskólanum leika listir á flygil kirkjunnar. Fjölbreytt efnisskrá! Kirkja Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 5615.00-16.00 CAGE FYRIR KRAKKA Berglind María Tómasdóttir og Curver Thoroddsen halda 40 mínútna langa tónleika ætlaða börnum á aldrinum 6–12 ára sem innblásnir eru af tónskáldinu John Cage. Mengi, Óðinsgötu 2 15.00-15.30 BARNASÖNGLEIKJASPUNI! – IMPROV ÍSLAND (6 ÁRA+) Barnasöngleikur búinn til á staðnum! Áhorfendur koma með uppástungur og leikararnir búa til glænýjan söngleik byggðan á hugmyndum þeirra. Þjóðleikhúskjallarinn, Hverfisgötu 19 15.00-15.30 BÓKASAFNIÐ Á MYRKÁ (6–12 ÁRA) Draugasögustund með leikhljóðum á lofti Kornhússins. Árbæjarsafn (Kornhúsið), Kistuhyl 4 15.00-15.30 SUNGIÐ SAMAN – GRETA SALÓME Greta Salóme Stefánsdóttir stjórnar hálftíma langri söngstund með börnum og foreldrum. Hannesarholt, Grundarstíg 1015.30-16.00 PÍLA PÍNA OG OPNUNARHÁTÍÐ UNGA Hin frábæra Píla Pína skemmtir og farið verður stuttlega yfir dagskrá UNGA og hátíðin formlega sett. Allir hjartanlega velkomnir! Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 16.00-16.30 SÖGUSTUND – SÓLA (3-9 ÁRA) Ólöf Sverrisdóttir leikkona segir sögur af Sólu Grýludóttur. Hannesarholt, Grundarstíg 1016.00-17.00 ÍSLENSK ÞJÓÐLÖG ERU SKEMMTILEG! Þjóðlagahópur Tónlistarskóla Kópavogs flytur íslenska þjóðlagatónlist með þátttöku gesta. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 1116.00-17.00 TRASHEDY – PERFORMING GROUP (8 ÁRA+) Framsækinn leikhópur frá Þýskalandi fær okkur til að ígrunda neysluvenjur og beitir til þess dansi, hreyfimyndum, hljóðbrellum og hárbeittum húmor. Tjarnarbíó, Tjarnargötu 12 17.00-18.00 TÓNLEIKAR TÓNSKÓLA SIGURSVEINS Strengjasveit Tónskóla Sigursveins kemur fram auk fjölda barna og unglinga í samleiks- og einleiksatriðum. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 17.30-18.00 REYNIMELUR 82 – DANSSTUTTMYND KATI KALLIO (8 ÁRA+) Saga af stúlku sem getur ekki farið út vegna snjóbyls. Að myndinni koma nemendur Klassíska listdansskólans. Veitingar í boði. Tjarnarbíó, Tjarnargötu 12

FÖSTUDAGUR 22. apríl 08.00-16.00 TUNGUMÁLAREGNBOGI 1.–10. BEKKUR Nemendur útbúa regnbogabrú úr viði. Málaðir myndbútar mynda regnbogann þar sem nöfn litanna eru skráð á mörgum tungumálum og sameina okkur í regnboganum. Fellaskóli, Norðurfelli 1708.00-17.00 SJÓNARHÓLL – LJÓSMYNDASÝNING LEIKSKÓLABARNA Börnin á Tjarnarborg sýna ljósmyndir í glugga leikskólans. Leikskólinn Tjarnarborg, Tjarnargötu 33 (götumegin)08.30-10.30 RANNSÓKNARSTOFA – HVAÐ LEYNIST Í NÁTTÚRUNNI? Listrænn afrakstur samvinnu 5. bekkjar Laugarnesskóla við Listaháskóla Íslands og Grasagarð Reykjavíkur. Grasagarður Reykjavíkur, Holtavegi 32 09.10-10.00 DÝRIN Í HÁLSASKÓGI Leikrit Thorbjörns Egners í uppfærslu nemenda 3. bekkjar Breiðholtsskóla. Breiðholtsskóli Hátíðarsalur, Arnarbakka 109.30-10.30 SAFARIUM – LANDING (FYRIR BÖRN MEÐ FÖTLUN) Einstök norsk danssýning fyrir börn með mikla fötlun. Verkið er á mörkum þess að vera sýning, rannsóknarstofa og safarí. Norræna húsið, Sturlugötu 509.45-10.30 HAMINGJUTRÉ OG ÚTISÖNGFUNDUR Hamingjutré – útilistaverk barnanna á Laufásborg og útisöngfundur þar sem við tökum fagnandi á móti sumrinu! Leikskólinn Laufásborg, Laufásvegi 53–5510.00-17.00 ÁÐUR EN ÍSLENDINGAR FÉLLU FYRIR PRINS PÓLO – LJÓSMYNDIR & TEXTAR Sýning unglinga úr Landakotsskóla og pólskra jafnaldra þeirra. Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni. Spöngin 4110.00-17.00 MYNDAFLIPP Myndasýning barna og unglinga í Hofinu á ljósmyndum sem þau unnu í Ipad. Sjóminjasafnið, Grandagarði 810.00.-13.00 STELPUR TIL FRAMTÍÐAR Hvernig komust þær þangað? Málþing á vegum ungmennaráðs Vesturbæjar um konur sem skara fram úr. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 10.30-11.30 SKRÍMSLALEIKRIT (5–10 ÁRA) Börn úr 1. bekk Hólabrekkuskóla sýna leikrit unnið upp úr skrímslabókunum hennar Áslaugar Jónsdóttur um litla og stóra Skrímsli. Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi, Gerðubergi 310.30-11.20 DÝRIN Í HÁLSASKÓGI Leikrit Thorbjörns Egners í uppfærslu nemenda 3. bekkjar Breiðholtsskóla. Breiðholtsskóli Hátíðarsalur, Arnarbakka 111.00-18.00 VELKOMIN Í LEIKSKÓLANN MINN Myndlistarsýning leikskólabarna sem túlka myndbandið „Við fæðumst fordómalaus – hvað svo?” Borgarbókasafn, Menningarhús Grófinni, Tryggvagötu 1511.00-12.00 SAFARIUM – LANDING (FYRIR BÖRN MEÐ FÖTLUN) Einstök norsk danssýning fyrir börn með mikla fötlun. Verkið er á mörkum þess að vera sýning, rannsóknarstofa og safarí. Norræna húsið. Sturlugötu 5

12.00-18.00 DISKÓ FRISKÓ Hljóðlaust diskó. Heyrnartól verða á staðnum sem gangandi gestir geta sett á sig og fundið danstaktinn. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 12.00-17.00 ÞRÍR ÆVINTÝRAHEIMAR NINNU Velkomin í ævintýraheim þar sem skoða má safn furðuhluta, skemmtileg leikföng og listaverk listakonunnar Ninnu. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 12.00-18.00 PABBI MINN OG MAMMA MÍN Ljósmyndasýning af börnum og foreldrum þeirra frá frístundaheimilinu Eldflauginni. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 12.00-18.00 DÝRÓÐUR Afrakstur ritsmiðja í frístundaheimilum Kamps undir handleiðslu Atla Sigþórssonar og Viktoríu Blöndal. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 12.00-18.00 LITIR OG FORM Í TEXTÍL Sýning nemenda í 5. bekk Háteigsskóla. Origami myndir af trönufuglum túlkaðar í textíl á púðaver. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 1112.30-14.30 LISTAMAÐUR TIL OKKAR – NÝTT SJÓNARHORN / BOÐSVIÐBURÐUR Nemendur sýna listamönnunum skólann og nærumhverfið. Listamaðurinn gerir mynd eða verk þar sem hann segir frá og sýnir það sem honum þótti merkilegt. Norðlingaskóli, Árvaði 513.00-17.00 AUÐIGUR ÞÓTTUMST ER EG ANNAN FANN Verk unnin út frá Hávamálum með gildin vináttu og gestrisni að leiðarljósi. Safnahúsið, Hverfisgötu 15 13.00-17.00 TÍSKUTÍMABIL Í AUSTÓ – LJÓSMYNDASÝNING Nemendur í ljósmyndavali sýna afrakstur vetrarins. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 13.00-16.00 LITRÍKUR ÁRBÆR Þátttakendum boðið að mála reiti í vegglistaverki Ársels. Ársel frístundaheimili, Rofabæ 30 14.00-14.30 KVAK KVAK (TILVERAN Í GLAÐHEIMUM) Tónlistarmyndband við lagið Kvakkvak (Tilveran í Glaðheimum). Tónverkið er samið af starfsmönnum Glaðheima við söngtexta barnanna sem þau syngja. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 1114.00-22.00 ÚTVARP TÍAN Unglingaútvarp í Árbænum í samstarfi við félagsmiðstöðina Tíuna og Barnamenningarhátíð. Félagsmiðstöðin Tían, Rofabæ 30 14.30-16.45 KVIKMYNDAHÁTÍÐIN FILMAN Afrakstur kvikmyndagerðarklúbba 3.–4. bekkjar í frístundaheimilum Breiðholts. Atburðurinn er fyrir börn í 2.–4. bekk og þeirra aðstandendur. Sambíóin Álfabakka, Álfabakka 815.00-17.00 ORÐASAFN ÆVINTÝRANNA Opnun á sýningum verka Daða Guðbjörnssonar og barnanna í leikskólanum Skýjaborgum. Skýjaborgir, Vesturvallagötu 10–1215.30-17.00 VERNDUM JÖRÐINA Kynning á flokkun og endurvinnslu. Farið um hverfið og rusl hreinsað. Gerð verður stuttmynd um viðburðinn. Leikskólinn Sælukot, Þorragötu 118.00-20.00 EFTIR LOKUN Kjarvalsstaðir bjóða upp á gjörningakvöld fyrir ungmenni á aldrinum 14–16 ára. Kjarvalsstaðir, Flókagötu 24

LAUGARDAGUR 23. apríl 08.00-17.00 SJÓNARHÓLL – SÝNING Á LJÓSMYNDUM LEIKSKÓLABARNA Börnin á Tjarnarborg sýna ljósmyndir í glugga leikskólans. Leikskólinn Tjarnarborg, Tjarnargötu 33 (götumegin)08.30-20.00 RANNSÓKNARSTOFA – HVAÐ LEYNIST Í NÁTTÚRUNNI? Listrænn afrakstur samvinnu 5. bekkjar Laugarnesskóla við Listaháskóla Íslands og Grasagarð Reykjavíkur. Grasagarður Reykjavíkur, Holtavegi 32 10.00-11.00 KÚRUDAGUR – LEIKHÓPURINN HANDBENDI / OLD SAW (0–18 MÁNAÐA) Við ætlum að vera í rúminu í allan dag. Svo farðu í bestu náttfötin þín, gríptu uppáhaldsleikfangið þitt og skríddu inn í sængurvirkið til að leika – það er kúrudagur! Tjarnarbíó, Tjarnargötu 1210.00-17.00 ÁÐUR EN ÍSLENDINGAR FÉLLU FYRIR PRINS PÓLO – LJÓSMYNDIR & TEXTAR Sýning unglinga úr Landakotsskóla og pólskra jafnaldra þeirra í Wroclaw. Ljósmyndir og textar sem þau hafa unnið saman í vetur í Storytelling Lab for Young Adults. Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni 4110.00-17.00 MYNDAFLIPP Myndasýning barna og unglinga í Hofinu á ljósmyndum sem þau unnu í Ipad. Sjóminjasafnið, Grandagarði 810.30-12.30 KRISTALLASMIÐJA Í FAB LAB Skapandi smiðja. Þrívíddarprentun og útskurður á kristöllum í plexíglas. Fab Lab Reykjavík, Eddufelli 210.30-11.00 FJÖLSKYLDUJÓGA Í RÁÐHÚSINU Notaleg samverustund fyrir fjölskylduna. Skemmtilegar jógaæfingar öndun, leikir og slökun. Ráðhúsið, Tjarnargötu 1111.00-16.00 LJÓSMYNDASÝNING UNGMENNA OG ORIGAMISMIÐJA 112 NEYÐARLÍNUNNAR Afrakstur myndasamkeppni um hjálpsemi og origamismiðja fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 1111.00-11.45 HVÍTT – GAFLARALEIKHÚSIÐ (2–5 ÁRA) Áhorfendur eru boðnir velkomnir á stað þar sem allt er hvítt. Heimurinn er bjartur, skipulagður og hvítur en uppi í trjánum er ekki allt hvítt. Litirnir birtast. Fyrst rauður … svo gulur … svo blár. Kúlan Þjóðleikhúsinu, Lindargötu 712.00-18.00 DISKÓ FRISKÓ Hljóðlaust diskó. Heyrnartól verða á staðnum, gangandi gestir geta sett á sig og fundið danstaktinn. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 12.00-18.00 PABBI MINN OG MAMMA MÍN Ljósmyndasýning af börnum og foreldrum þeirra frá frístundaheimilinu Eldflaugin. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 12.00-18.00 DÝRÓÐUR Dýróður er afrakstur ritsmiðja sem fóru fram í frístundaheimilum Kamps undir handleiðslu Atla Sigþórssonar og Viktoríu Blöndal. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 12.00-18.00 LITIR OG FORM Í TEXTÍL Sýning nemenda í 5. bekk Háteigsskóla. Origami myndir af trönufuglum túlkaðar í textíl á púðaver. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 1112.00-13.00 HVALURINN SEM VAR ALEINN – TEATER MARTIN MUTTER (3 ÁRA+) Í úthöfunum syndir stór gamall hvalur. Aleinn. Í áraraðir hefur hann synt um og sungið, hrópað og beðið eftir svari. Sjónræn og ljúfsár sýning með fallegum vatnshljóðum. Þjóðleikhúskjallarinn. Hverfisgötu 1912.00-17.00 ÞRÍR ÆVINTÝRAHEIMAR NINNU Velkomin í ævintýraheim þar sem skoða má safn furðuhluta, skemmtileg leikföng og listaverk listakonunnar Ninnu. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 13.00-17.00 SANDKASTALAR VIÐ SKARFAKLETT – FJÖRUFJÖR MEÐ ALLT ER HÆGT Við byggjum sandkastala og skoðum fjársjóði fjörunnar á Skarfakletti. Við stóra bílastæðið við Skarfabakka á milli skrifstofu Johann Rönning og Viðeyjarferju.

13.00-17.00 TÍSKUTÍMABIL Í AUSTÓ – LJÓSMYNDASÝNING Nemendur í ljósmyndavali sýna afrakstur vetrarins. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 13.00-17.00 VELKOMIN Í LEIKSKÓLANN MINN (BORGARBÓKASAFNIÐ) Myndlistarsýning leikskólabarna sem túlka myndbandið „Við fæðumst fordómalaus – hvað svo?” sem Ævar vísindamaður vann fyrir innflytjendaráð. Borgarbókasafn, Menningarhús Grófinni, Tryggvagötu 1513.00-17.00 AUÐIGUR ÞÓTTUMST ER EG ANNAN FANN Verk unnin út frá Hávamálum með gildin vináttu og gestrisni að leiðarljósi. Safnahúsið, Hverfisgötu 1513.00-16.00 EINHVER EKKINEINSDÓTTIR – UPPLESTUR OG SÖGUSMIÐJA FYRIR 7–12 ÁRA Lemme Linda S. Ólafsdóttir les upp úr bókinni og höfundurinn Kätlin Kaldmaa og myndskreytirinn Marge Nelk stjórna myndrænni sögusmiðju á eftir. Norræna húsið - Barnahellir á bókasafni, Sturlugötu 5 13.00-16.00 HEIMSHORNAFLAKK Í LAUGARNESSKÓLA Flakkað er milli áhugaverðra menningarheima í gegnum vinnustofur, matarhefðir (pop-up veitingastaði) tónleika, gjörninga, dans og fleira. Laugarnesskóli, Kirkjuteigi 2413.00-13.40 ÍSLENSK ÞJÓÐLÖG ERU SKEMMTILEG! Þjóðlagahópur Tónlistarskóla Kópavogs flytur íslenska þjóðlagatónlist með þátttöku gesta. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 1113.00-13.45 HVÍTT – GAFLARALEIKHÚSIÐ (2–5 ÁRA) Áhorfendur eru boðnir velkomnir á stað þar sem allt er hvítt. Heimurinn er bjartur, skipulagður og hvítur en uppi í trjánum er ekki allt hvítt. Litirnir birtast. Fyrst rauður … svo gulur … svo blár. Kúlan Þjóðleikhúsinu, Lindargötu 713.00-13.35 ÍSLENSKI FÍLLINN Á BRÚÐULOFTINU (6 ÁRA+) Brúðulistamaðurinn snjalli, Bernd Ogrodnik, býður fólki að heimsækja Brúðuloftið og kynnast ferlinu við að setja upp heila brúðuleiksýningu. Þjóðleikhúsið - Brúðuloftið, Hverfisgötu 19 14.00-15.00 VÍSINDASMIÐJA BIOPHILIA (10–12 ÁRA) Í Biophilia-menntaverkefninu nýta börn og kennarar sköpunargáfuna og tengja saman tónlist, tækni og náttúruvísindi með virkri þátttöku. Menningarhúsið Gerðuberg, Gerðubergi 314.00-16.00 TAKTUR, LEIKUR, SIRKUS! – VINNUSMIÐJA (8–10 ÁRA) Lærðu um leiklist, takt og sirkuslistir – Lýkur á kynningu fyrir foreldra. Leiðbeinendur eru Nick Candy, leikari og sirkuslistamaður, Elín Sveinsdóttir leikkona og Kristín Cardew tónlistarkona. Þjóðleikhúskjallarinn, Hverfisgötu 1914.00-15.00 DÚÓ STEMMA | TÓNLEIKHÚS FYRIR BÖRN Á ÖLLUM ALDRI Tónleikhús með íslenskum þulum, lögum og hljóðum. Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari syngja og leika á hefðbundin og heimatilbúin hljóðfæri. Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni 4114.00-14.30 SÖGUSTUND – SKRÍMSLI Áslaug Jónsdóttir bókverkakona les upp úr bókum sínum fyrir gesti í Hannesarholti. Fyrir 3–7 ára. Hannesarholt, Grundarstíg 1014.00-14.35 ÍSLENSKI FÍLLINN Á BRÚÐULOFTINU (6 ÁRA+) Brúðulistamaðurinn, snjalli Bernd Ogrodnik, býður fólki að heimsækja Brúðuloftið og kynnast ferlinu við að setja upp heila brúðuleiksýningu. Þjóðleikhúsið - Brúðuloftið, Hverfisgötu 19 14.00-15.30 HEIMA HÉR OG ÞAR. ÞÚ ERT ÉG, ÉG ER ÞÚ – SMIÐJA Í RÁÐHÚSINU Smiðja fyrir börn á aldrinum 6–11 ára. Unnið með kjarnaminningar og búnar til tengingar. Úr verður sameiginleg saga þátttakenda. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 1114.30-15.30 SAMTÖKIN MÓÐURMÁL OG HÖFUNDAR. NÝ BARNABÓK „VON BE DON” Magnús og Malaika leysa málið“ eftir Bergljótu Baldursdóttur og Brynhildi Jenný Bjarnadóttur. Borgarbókasafn Menningarhús Gerðubergi 315.00-15.35 ÍSLENSKI FÍLLINN Á BRÚÐULOFTINU (6 ÁRA+) Þú færð að kynnast ferlinu við að setja upp heila brúðuleiksýningu. Þjóðleikhúsið - Brúðuloftið, Hverfisgötu 19

15.00-15.30 LITHÁÍSK FRÆÐSLUSÝNING MEÐ SÖNG OG DANS 3–13 ára börn úr litháíska móðurmálsskólanum sýna með söng og dansi hvernig brauð verður til, frá því korni er sáð til baksturs. Borgarbókasafnið Kringlunni, Listabraut 315.00-16.00 TÓNAR UNGA FÓLKSINS Ung tónskáld flytja eigin tónverk. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 1116.00-16.30 LEIKHÓPURINN LOTTA – SÖNGDAGSKRÁ (ALLUR ALDUR) Leikhópurinn Lotta fagnar 10 ára afmæli sínu. Nokkrar af þekktustu persónum leikhópsins skemmta. Tjarnarbíó, Tjarnargötu 12 16.00-16.30 SÖGUSTUND – SKRÍMSLI Áslaug Jónsdóttir bókverkakona les upp úr bókum sínum fyrir gesti í Hannesarholti. Bækur hennar höfða sérstaklega til barna frá 3–7 ára. Hannesarholt, Grundarstíg 10

SUNNUDAGUR 24. apríl

08.00-17.00 SJÓNARHÓLL – SÝNING Á LJÓSMYNDUM LEIKSKÓLABARNA Börnin á Tjarnarborg sýna ljósmyndir í glugga leikskólans. Leikskólinn Tjarnarborg, Tjarnargötu 33 (götumegin)08.30-20.00 RANNSÓKNARSTOFA – HVAÐ LEYNIST Í NÁTTÚRUNNI? Listrænn afrakstur samvinnu 5. bekkjar Laugarnesskóla við Listaháskóla Íslands og Grasagarð Reykjavíkur. Grasagarður Reykjavíkur, Holtavegi 32 10.00-17.00 ÁÐUR EN ÍSLENDINGAR FÉLLU FYRIR PRINS PÓLO – LJÓSMYNDIR & TEXTAR Sýning unglinga úr Landakotsskóla og pólskra jafnaldra þeirra í Wroclaw. Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni 41 10.00-17.00 MYNDAFLIPP Myndasýning barna og unglinga í Hofinu á ljósmyndum sem þau unnu í Ipad. Sjóminjasafnið, Grandagarði 8 11.00-11.50 DÖNSUM Í DANSVERKSTÆÐINU Boðið verður upp á danstíma fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Dansverkstæðinu í Reykjavík. Tíminn er í 50 mínútur. Dansverkstæðið á Skúlagötu 30 12.00-18.00 DISKÓ FRISKÓ Hljóðlaust diskó. Heyrnartól verða á staðnum sem gangandi gestir geta sett á sig og fundið danstaktinn. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 12.00-18.00 PABBI MINN OG MAMMA MÍN Ljósmyndasýning af börnum og foreldrum þeirra frá frístundaheimilinu Eldflauginni. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 12.00-18.00 DÝRÓÐUR Afrakstur ritsmiðja í frístundaheimilum Kamps undir handleiðslu Atla Sigþórssonar og Viktoríu Blöndal. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 12.00-18.00 LITIR OG FORM Í TEXTÍL Sýning nemenda í 5. bekk Háteigsskóla. Origami myndir af trönufuglum túlkaðar í textíl á púðaver. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 1112.00-17.00 ÞRÍR ÆVINTÝRAHEIMAR NINNU Velkomin í ævintýraheim þar sem skoða má safn furðuhluta, skemmtileg leikföng og listaverk listakonunnar Ninnu. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 13.00-14.00 nARÍUR OG óPERUR! Nemendur úr Söngskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands ásamt Kristni Erni Kristinssyni flytja skemmtilega dúetta og aríur úr hinum ýmsu óperum. Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 713.00-17.00 TÍSKUTÍMABIL Í AUSTÓ – LJÓSMYNDASÝNING Nemendur í ljósmyndavali sýna afrakstur vetrarins. Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 13.00-17.00 VELKOMIN Í LEIKSKÓLANN MINN Myndlistarsýning leikskólabarna sem túlka myndbandið „Við fæðumst fordómalaus – hvað svo?” Borgarbókasafn, Menningarhús Grófinni, Tryggvagötu 15

13.00-16.00 KVEÐJUHÓF SKRÍMSLANNA – ALLIR SKRÍMSLAVINIR VELKOMNIR! Skrímslin bjóða heim. Borgarbókasafnið Menningarhús Gerðubergi, Gerðubergi 3 13.00-16.00 BARNAVÍSINDASMIÐJA SJÓMINJASAFNSINS Vísindamenn frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness fræða krakka um ýmislegt spennandi og forvitnilegt úr heimi vísindanna. Sjóminjasafnið, Grandagarði 813.15-14.00 FJÖLSKYLDUJÓGA OG FJÖLSKYLDUDISKÓ Fjölskyldujóga og dansstuð fyrir foreldra og börn saman undir stjórn Álfrúnar Örnólfsdóttur jógakennara, leikkonu og dansara. Jógasetrið, Skipholti 50c13.30-14.20 DÖNSUM Í DANSVERKSTÆÐINU Boðið verður upp á danstíma fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Dansverkstæðinu í Reykjavík. Tíminn er í 50 mínútur. Dansverkstæðið á Skúlagötu 30 14.00-18.00 ERTU AÐ DJYÓGA? DJ smiðja þar sem þátttakendur spila tónlist sína, smiðjunni lýkur á að vinum og fjölskyldu er boðið að hrista sig hamingjusama undir trylltum jógadansi. Spennustöðin Austurbæjarskóla, Barónsstíg 3214.15-15.15 FJÖLSKYLDUJÓGA OG FJÖLSKYLDUDISKÓ Fjölskyldujóga og dansstuð fyrir foreldra og börn saman undir stjórn Álfrúnar Örnólfsdóttur. Jógasetrið, Skipholti 50c14.15-15.00 BOLLYWOOD FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Margrét Erla Maack og dansarar leiða kennslustund þar sem farið er í gegnum grunnhreyfingar Bollywood-dansa. Kramhúsið, Skólavörðustíg 1215.00-15.30 SUNGIÐ SAMAN – GRETA SALÓME Greta Salóme Stefánsdóttir stjórnar hálftíma langri söngstund með börnum og foreldrum. Hannesarholt, Grundarstíg 1015.00-15.45 VÍSNAGULL – ÞÁTTTÖKUTÓNLEIKAR FYRIR YNGSTU BÖRNIN Fyrir 1–3 ára og alla hina í fjölskyldunni. Vanir flytjendur á vegum Tónagulls stýra söng, klappi, leikjum og hljóðfæraleik. Kjarvalsstaðir, Flókagötu 2415.30-16.30 FJÖLSKYLDUJÓGA OG FJÖLSKYLDUDISKÓ Fjölskyldujóga og dansstuð fyrir foreldra og börn saman undir stjórn Álfrúnar Örnólfsdóttur jógakennara, leikkonu og dansara. Jógasetrið, Skipholti 50c16.00-17.00/ 18.00-19.00 HVAR ER LJÓNIÐ? Litla Sviðið í Borgarleikhúsinu mun breytast í töfrandi sirkusheim með börn í öllum aðalhlutverkum. Litríkir trúðar vekja hlátur og gleði. Borgarleikhúsið – Litla sviðið, Listabraut 3

Viðburðir Barnamenningarhátíðar eru skapaðir og framkvæmdir af börnum og öðru hugmyndaríku fólki í Reykjavík. Fjölmargir hafa stutt hátíðina með ýmsum hætti

og þökkum við öllum sem komu að hátíðinni.

Stjórn BarnamenningarhátíðarSigný Pálsdóttir, formaður, Áshildur Bragadóttir, Atli Steinn Árnason, Heiðar Kári

Rannversson, Kristín Hildur Ólafsdóttir, Sigfríður Björnsdóttir og Eyja Camille Bonthonneau

VerkefnastjórarGuðmundur B. Halldórsson, Harpa Rut Hilmarsdóttir, Karen M. Jónsdóttir

VefstjóriSandra Sv. Nielsen

KynningarstjóriBerghildur Erla Bernharðsdóttir.

Starfsnemar Alda Jónsdóttir, Ása Fanney Gestsdóttir, Magnea Kristín Snorradóttir

Barnamenningarhátíð í ReykjavíkHöfuðborgarstofu, Aðalstræti 2, s. 590-1500

[email protected]

www.facebook.com/Barnamenningarhatid.i.Reykjavik Instagram.com/visitreykjavik,twitter.com/barnamenning.

#barnamenning #barnamenningarhatid

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar!

www.barnamenningarhatid.is