77
Kennaraháskóli Íslands Vor 2007 Leikir í skólastarfi 13.03.81 Námsmappa Álfhildur Leifsdóttir

Leikur – 1ingvars/namskeid/Leikir/Namsmo…  · Web viewWord games skilaði 159.000.000 síðum, greinilega af nógu að taka þar. Þegar Word play var slegið inn komu upp 710.000.000

  • Upload
    others

  • View
    17

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Kennaraháskóli ÍslandsVor 2007

Leikir í skólastarfi 13.03.81Námsmappa

Álfhildur Leifsdóttir040377-5499

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Efnisyfirlit

Inngangur...............................................................................................31. þáttur - Gildi leikja í uppeldi og menntun ................................... 42. þáttur - Flokkar og tegundir leikja....................................................113. þáttur - Leikjavefurinn – Leikjabankinn............................................124. þáttur - Nafna- og kynningarleikir–hópstyrkingarleikir/hópeflileikir..185. þáttur - Gamlir og góðir íslenskir leikir.............................................206. þáttur - Leikir sem kveikjur..............................................................227. þáttur - Sönghreyfileikir...................................................................248. þáttur - Hugþroskaleikir....................................................................269. þáttur - Námsspil..............................................................................3010. þáttur - Gátur þrautir og heilabrjótar.............................................3211. þáttur – Orðaleikir..........................................................................4312. þáttur - Tölvuleikir..........................................................................45Framlag mitt til leikarvefjarins.............................................................48Niðurlag .................................................................................. 59Heimildaskrá ............................................................................60

- 2 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Inngangur

Ástæðan fyrir því að ég skráði mig í þetta fag var að sjálfsögðu áhugi minn á leikjum í kennslu. En þó að ég hafi mikinn áhuga á leikjum í kennslu hef ég ekki haft nógu og mikið hugmyndaflug til að nýta mér það sem skildi og ekki nógu og dugleg að leita mér fanga t.d. í bókum eða á netinu. Það er þess vegna von mín að með þátttöku í þessu námskeiði verði þekking mín á leikjum til kennslu mun yfirgripsmeiri og að ég verði leiknari í að finna leiki sem henta hverju sinni til dæmis á netinu.

- 3 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

1. þáttur - Gildi leikja í uppeldi og menntun

Hvað er leikur?Það er ótrúlega erfitt að skilgreina leik með orðum þó að ekki séu vandræði að þekkja leik þegar maður sér hann. Leikur er hugarástand, verður að vera skemmtilegur, jákvæð upplifun og gerast sjálfkrafa. Leikur á hug barnsins allan, þau eru niðursokkin og áhugasöm. Leikurinn hefur ekkert takmark í sjálfu sér annað en að vera leikur. Leikur hefur verið til alla tíð þó að áður fyrr hafi hann verið talinn gagnslaus tímasóun. Margar kenningar hafa verið settar um gagnsemi leikja í gegnum tíðina af mönnum eins og Dewey, Vygotsky og Piaget. Dewey sagði að börn lærðu með því að gera hlutina sjálf – learning by doing – en ekki væri nóg að vera líkamlega virkur, hugurinn þyrfti líka að vera virkur, með því að ígrunda reynsluna lærðu börn (Robert B. Westbrook 1999). Piaget og Vygotsky voru á því að börn byggðu þekkingu sína upp sjálf, þau lærðu af samskiptum við aðra. Þess vegna væri mikilvægt að orða hlutina við börn og ræða við þau og styðja þannig nám þeirra (Alberto Munari 2000).

Hvað einkennir það atferli sem við kennum við leiki? Leikur er ekki raunveruleikinn, getur líkt eftir honum en er allt gert í þykjustunni. Leikur hefur ekki afleiðingar eins og gjörðir í raunveruleikanum.

Hvaða munur er á frjálsum leik og leikjum?Í leikjum eru ákveðnar reglur sem barnið þarf að fylgja og lærir þannig að fara eftir reglum og taka tillit til annarra í leiknum. Í frjálsum leik hins vegar reynir meira á ímyndunarafl barnsins þar sem það þarf að búa til hugarheim með persónum og hlutverkum.

- 4 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Hvaða þýðingu hafa leikir fyrir uppvöxt og þroska?Gríðarlega mikla þýðingu fyrir öll dýr sem vilja félagsleg samskipti. Leikur undirbýr ungviði undir lífið, þroskar og örvar hugann, líkamann, félagsþroskann, athygli og einbeitingu. Hann örvar sjálfstæði og dregur úr árásargirni.

Hver er – eða ætti að vera hlutur leiks og leikja í uppeldis- og skólastarfi?Leikur ætti að vera stór hluti af skólastarfi, meiri en hann er í dag í flestum tilvikum. Hægt er að nota leiki til að kenna námseftnið, til að brjóta upp kennslu, til að þjappa saman bekknum eða bara til skemmtunar. Í leikskólum snýst allt um leikinn en allt aðrar áherslur verða strax í 1. bekk í grunnskóla. Eru það að mínu mati allt of mikill munur á síðasta ári í leikskóla og fyrsta bekk grunnskóla. Leikur hækkar ekki endilega einkunnir nemenda en hann klárlega gerir námsefnið skemmtilegra og eykur áhuga nemenda.

Spurningar og verkefni með hliðsjón af fyrsta þætti, The Mother of Invention:Hvernig skilgreina höfundar leikinn?Þeir segja að það sé erfitt að skilgreina leik, hann sé hugarástand, sé allt sem er skemmtilegt og miklu meira en það. Í leik verði allir svo “lifandi”. Með leiknum séu engin markmið í sjálfu sér, bara gleði, leikurinn er leiksins vegna.

Skráðu hjá þér á lista allt sem fram kemur um þýðingu leikja. Dýr leika sér líka, allir skilja mörkin á milli leiks og alvöru. Leikurinn spyr ekki að húðlit, sétt eða stöðu, allir geta leikið með.

- 5 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Leikur getur verið til þess að einhver er skilinn eftir útundan, getur verið grimmur.

Barn vill fylgjast með leiknum áður en það tekur þátt. Barn vill taka þátt í flóknari leikjum eftir því sem það eldist. Börn uppgötva í gegnum leik. Börn vilja læra. Leikur er æfing undir lífið. Leikir efla félagslegan þroska. Nám á að vera skemmtilegt. Tækifæri til leiks og náms eru mismunandi, þar sem lífsbaráttan

er erfið er minna leikið. Leikir hjálpa einstaklingum til að kynnast. Leikir eru streitulosandi. Leikir örva ímynunaraflið. Leikir er góði leið til hópeflis, hrista saman hópinn.

Hugaðu sérstaklega að skólastarfinu í The Roof Top School og veltu fyrir þér sjónarmiðum starfsliðsins: Hvað finnst þér?Amy segir að með hennar aðferð, að kenna stærðfræði sem leik, geti hún ekki endilega sýnt fram á það tölfræðilega að einkunnir nemenda séu hærri miðað við hefðbundna kennslu, en hún sé samt viss um að nemendum finnst námsefnið skemmtilegra, að þeir hafi meiri áhuga á því og að það sé að skila sér á mjög jákvæðann hátt. Nemendur sjá þannig að lærdómur getur verið skemmtilegur. Leikurinn geri nemendur afslappaðri og opnari fyrir inntöku á nýju námsefni. Ég er sammála því að leikur er mjög mikilvægur í kennslu, ekki síst á því námsefni sem flestum börnum finnst óspennandi. En þetta er samt vandmeðfarið – sá veldur sem á heldur – leikurinn má ekki fara úr böndunum þannig að námsefnið gleymist sé tilgangurinn með leiknum að læra. Ekki má þó stjórna leiknum of mikið, þá er hann ekki leikur lengur.

- 6 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Spurningar með hliðsjón af þriðja þætti, The Heart of the Matter:

Hvað vakti helst athygli þína af því sem fram kom í þættinum?Það var athyglisvert að sjá krakkana sem haldið var af götunni með því að spila körfubolta. Þetta reyndar er ekki beinlínis nýtt fyrir mér þar sem ég hef unnið á meðferðaheimili hér á landi og er þar mikið lagt upp úr því að finna sterkar hliðar hjá hverjum og einum og virkja þær t.d. með íþróttum. Í flestum tilfellum fundu krakkarnir sig í einhverri íþróttagrein, þurftu stundum að prufa sig aðeins áfram, en þá var magnað að fylgjast með breytingunni á þeim. Eiturlyfjaneitendur sem gátu ekki rætt um neitt annað en neyslu víkkuðu sjóndeildarhring sinn og urðu meira lifandi, áttu meira sameiginlegt með öðrum sem ekki voru í neyslu og þannig óx félagsfærni þeirra. Ef vel gekk datt neyslutalið upp fyrir og þau gátu rætt allt milli himins og jarðar sín á milli. Í bestu tilfellum, þó ekki öllum, tókst krökkum að halda áfram að æfa eftir útskrift úr meðferðinni.

Taktu saman í fáar meitlaðar setningar þær meginályktanir sem þú dregur af því efni sem fram hefur komið í þessum myndum.

Hjá öllum dýrategunundum er í náttúrulegu eðli að leika sér, ekki má vanmeta mátt leiksins.

Börn læra í gegnum leik, læra reglur samfélagsins, kljást við vandamál, rífast, hvernig á að haga sér í hóp og margt fleira.

Leikur er mikilvægur til ýmsar þjálfunar, til dæmis hreyfi- og félagsfærni.

Börn með gott ímyndunarafl eru betri í að leika sér. Hægt er að dragast aftur úr í leik eins og í t.d. stærðfræði.

- 7 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Fullorðnir eiga ekki að stjórna leik barna, þá er leikurinn ekki lengur leikur.

Hægt er að nota leik sem þjálfun, t.d. fyrir börn sem aðlagast illa félagslega.

(The promise of play. 2000.)

Greinarnar Back-to-Basics: Play in Early Childhood og Play as Curriculum

Hvernig er leikurinn skilgreindur?Þar kemur ennþá einu sinni fram að erfitt sé að skilgreina leik. Vitnað er í ýmsa sem reynt hafa að skilgreina leikinn og er m.a. sagt að leikur sé athæfi barna sem heilbrigð börn taka þátt í og gefa sig á vald hans. Með því að taka þátt í leik er hægt að prufa og æfa hegðun án þess að hafa áhyggjur af afleiðingunum. Leikur er einnig skilgreindur þannig að hann þurfi að vera valinn af þátttakenda, fundinn upp hjá honum af frjálsu vali, þátttakandi gefur sig allan í hann og ákveðnar reglur eru um hvað er og hvað er ekki leikur.

Hver er meginþýðing leiks og leikja að dómi höfunda? Leikur eykur málþroska, félagsfærni, sköpunargáfu, ímyndunarafl og hugsun. Í leikjum þarf að hafa félagsleg samskipti og hugsun, börnin þurfa að hugsa um áframhaldið. Þau nota tungumál til að tala hvort við annað eða við sig sjálf og þau bregðast oft við með mismunandi tilfinningum í leik. Allt þetta hjálpar börnum við að öðlast vitsmunaþroska. Hver er þín afstaða?Ég er sammála því að leikur sé mjög mikilvægur börnum og að öll börn ættu að fá tækifæri til að leika sér. Í vestrænu þjóðfélagi í dag finnst mér að börn séu of mikið að flýta sér að verða fullorðin og sé ekki leyft

- 8 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

að vera börn eins lengi og þau ættu að vera það. Þess vegna er hugsanlega ennþá mikilvægara en áður að halda í leikinn innan skólanna og gefa börnum tækifæri á að vera börn og leika sér. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á gildi leikja fyrir vitsmunaþroska og fjölmörg dæmi eru til um börn sem ekki leika sér og hefur þá komið í ljós að eitthvað amar að. Það eitt er nóg til að sannfærast um ágæti leikja.

Hvernig tengist leikurinn þróun hugsunar hjá börnum?Barnið þroskast í gegnum leikinn, lærir ný hugtök og æfir sig á þeim í gegnum leikinn og færir sig svo yfir á enn hærra stig í hugsun, barnið býr þannig til sína eigin námsskrá. Barnið vill í eðli sínu læra nýja hluti og vill ekki láta sér leiðast heldur það áfram að sækja í þekkingu og prufar sig áfram.

Hvaða þýðingu hafa regluleikir? Þeir leyfa ekki eiginhagsmuni eða sjálfhverfa sýn á heiminn, heldur þarf að skilja mikilvægi þess að fara eftir reglum og allir þurfa að fara eftir sömu reglunum. Þetta lærist m.a. þegar börn fara í leiki eins og þrautakóng, Símon segir, fótbolta og fleiri leiki sem virka ekki nema að allir fari eftir sömu reglum. Með regluleikjum læra börn að fara eftir reglum og að í lífinu sjálfu eru ákveðnar reglur sem fara þarf eftir.

(Fox 2002) (Wardle 2002).

- 9 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

2. þáttur - Flokkar og tegundir leikja

Það eru margar aðferðir við að flokka leiki og að mínu mati á hver leikur heima í fleiri en einum flokki. Hægt er að flokka leiki í úti- og innileiki, flokka þá eftir aldri, eftir því hvort þeir eru róglegir eða fjörugir, eftir hvort þeir hafa kennslufræðilegt gildi eða skemmtigildi, eftir því hvaða færni þeir þjálfa t.d. félagsfærni, hreyfifærni, fínhreyfingar, stærðfræði og fl. Einnig væri hægt að flokka þá eftir því hvað þarf í leikinn, t.d. boltaleiki, eldspýtnaþrautir o.s.frv. Sem dæmi um þessa flokkun væri leikurinn “yfir” væri útileikur, fyrir allan aldur, fjörugur, skemmtileikur, boltaleikur sem þjálfar hreyfifærni og þarfnast bolta í. Origami – pappírsbrot hins vegar væri innileikur, rólegur, fyrir allan aldur, skemmtileikur sem þjálfar fínhreyfingar, samhæfingu og sköpun og þarf í hann pappír, skæri og leiðbeiningar.Miklu máli skiptir að gott leitarkerfi sé á Leikjavefnum þannig að auðvelt sé að finna leiki sem vantar hverju sinni.

- 10 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

3. þáttur - Leikjavefurinn – Leikjabankinn

1. Um LeikjavefinnLeikjavefurinn innheldur lýsingar á um 300 leikjum og er öllum opinn. Hann er samvinnu- og þróunarverkefni kennara og kennaraefna í Kennaraháskóla Íslands. Markmið hans er að safna góðum leikjum til að nota í skólastarfi og kynna þá með aðgengilegum hætti (Ingvar Sigurgeirsson [Án árs]).

2. Leikjaflokkar skoðaðir nánarÉg valdi mér þrjá leikjarflokka til að skoða nánar, athyglis- og skynjunarleikir, ratleikir og hreyfileiki.

Athyglis- og skynjunarleikir Þetta eru ýmis konar leikir sem eiga það sameiginlegt að reyna á m.a. einbeitingu, eftirtekt, tjáningu og minni. Mér fannst þessi flokkur áhugaverður því leikirnir eru bæði skemmtilegtir og hafa margir kennslufræðilegt gildi eða er a.m.k. hægt að tengja þá við kennslu.

Minnisleikur 1 er þannig að kennari er með 10-20 mismunandi hluti, nemendur sitja í hring á gólfinu með skriffæri og kennari setur nokkra hluti til sýnis í miðjunni og gefur nemendum nokkrar mínútur til þess að leggja hlutina á minnið. Þegar tíminn er liðinn þá tekur kennari hlutina eða breiðir yfir þá og nemendur eiga að skrifa á blaðið hvaða hlutir þetta voru. Í næsta skipti eru nokkrir saman í hóp og leikurinn endurtekinn. Þannig er hægt að sjá mun á frammistöðu einstaklinga og hóps.

Leikurinn Ég fór út í búð og keypti mér... virkar þannig að nemendur sitja í hring, sá fyrsti segist hafa farið út í búð og keypt sér t.d. peysu.

- 11 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Sá næsti tekur við, segist hafa farið út í búð og keypt sér peysu og sokka og þannig gengur leikurinn hringinn, alltaf bætist meira við til að muna. Ef einhver man ekki alla rununa þá er hann úr leik.

Athyglisleikur gengur út á nemendur sitja í hring, tveir nemendur fara inn í hringinn, horfa á hvorn annan í u.þ.b. 15 sek og taka vel eftir öllum sérkennum, fötum, háralit og fleira. Síðan snúa þeir sér frá hvor öðrum og lýsa hinum aðilanum eins vel og þeir geta. Aðrir tveir endurtaka svo leikinn.

Mér finnst allir þessir leikir sniðugir, sérstaklega þó Minnisleikur 1 þar sem hann reynir á marga þætti og hægt er að tengja hann kennslu t.d. með því að láta alla hlutina tengjast á einhvern hátt, t.d. allir heiti eitthvað með –ng í og kenna þannig –ng regluna í framhaldi af leiknum. Hægt væri að láta nemendur giska á það til að byrja með hvað það er sem hlutirnir eiga sameiginlegt.

Ratleikir Ratleitir byggjast á að leysa þrautir og fara ákveðna leið. Hægt er að nota þá til að skerpa frekar á námsefninu með skemmtilegum hætti eða til að kanna umhverfi sitt með útiratleikjum.

Málfræðiratleikur er sniðugur til að æfa málfræði, stafsetningu og þekkingu á þjóðsögum. Nemendur þurfa sem sagt að vera búin að kynna sér þjóðsögur. Ratleikinn má setja upp í skólastofu eða sal, er innileikur. Kennari setur verkefni fyrir nemendahópa í umslög, felur þau í umslögum í skólastofunni og lætur hvern hóp hafa kort af stofunni með staðsetningu umslaganna. Nemendur sem eru saman í hóp finna eitt umslag, vinna saman að lausn verkefanna og finna svona næsta umslag. Lýsingu á verkefnunum er að finna hjá leikjalýsingunni á Leikjavefnum.

- 12 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Ratleikur í Elliðaárdal er útiratleikur þar sem reynir á ýmsa þekkingu, spurt er m.a. út í byggingar og mannvirki, fuglategundir og dýralíf og gróður. Skemmtilegur og fræðandi útileikur og hugmynd sem má breyta og aðlaga að öðrum stöðum.

Hugmyndir af ratleikjum er í megindráttum eins þannig að leikurinn Stöðvaleikur í landafræði Norðurlanda er mjög svipaður og Málfræðiratleikurinn nema eins og nafnið ber með sér þá þjálfar hann nemendur í landafræði Norðurlanda og kortalestri.

Mér finnst allir þessir leikir sniðugir, auðvitað allir líkir en ég hef samt alltaf tengt ratleiki við útlileik svo að mér finnst gaman að sjá að hægt er að gera skemmtilega inniratleiki líka. Ég hef líka alltaf haldið að það sé heljarinnar mál að undirbúa ratleik en með svona leiðbeiningum þá er það klárlega ekki eins mikið mál og ég hélt. Útiratleikurinn um Elliðarárdal er samt skemmtilegastur að mínu mati, hægt að hafa hann hvar sem er í raunninni ef verkefni eru heimfærð á það sem við á. Hægt er að láta nemendur leysa ýmsar þrautir og jafnvel mæla eitt og annað eða vera með verkefni úr öllum fögum sem þarf að leysa. Í ratleikjum eru möguleikarnir endalausir.

HreyfileikirÉg valdi að lokum að kynna mér hreyfileiki þar sem mér finnst þeir sniðugir til að brjóta upp kennslu og fá blóðið aðeins til að renna í nemendum þegar áhuginn fer dvínandi. Ég held að kennarar á unglingastigi ættu að vera ófeimnari við að nota svona leiki til að hrista aðeins upp í unglingunum...

Gríptu í halann á drekanum er leikur þar sem allir eru með, nemendur fara í röð og heldur hver í mittið á næsta manni. Aftasti maður er með

- 13 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

vasaklút í rassvasa og á fremsti maður að reyna ná klútnum án þess að röðin slitni. Líka er hægt að hafa tvær raðir sem reyna að ná klútnum af hvorri annarri.

Í leiknum Slett úr klaufunum er bekknum skipt í tvö lið sem hvort velur sér leiðtoga. Leiðtogarnir velja svo einhver úr sínu liði til að keppa. Keppendur fá eitthvað, t.d. blöðrur, bolta eða eldhúsrúllur til að setja á milli hnánna og glíma við hvorn annan án þess að missa eða sprengja það sem þeir hafa á milli hnjánna. Leikurinn heldur áfram þangað til aðeins einn er eftir og er hann þá glímukóngur.

Baunaleikur er ekki hasarleikur eins og hinir heldur sitja börnin í röð á gólfinu með stól sér við hlið. Á stólnum er diskur með baunum og í hinum enda herbergisins eru tómar skálar. Hvert barn fær sogrör og á að flytja baunir yfir á tómu diskana. Þannig á að flytja allar baunirnar yfir á skálarnar. Þessi leikur reynir mikið á samhæfingu.

Ég er reyndar ekki mjög hrifin af leiknum slett úr klaufunum vegna þess að ég er ekki fylgjandi því að valinn sé leiðtogi og að valið sé í lið eða einn velji aðra til að gera eitt eða annað. Svoleiðis býður upp á að einhver verði alltaf valinn síðastur og líði því illa. Betra finnst mér að skipta hópnum upp á annan hlutlausari hátt, t.d. með því að gefa nemendum númer, ef skipta á í 3 hópa er númerað einn, tveir, þrír aftur og aftur þar til allir hafa fengið númer og eru þá allir númer eitt saman í hóp og svo framvegis. Gríptu í halann er einfaldur og skemmtilegur leikur en vafalaust fjörugur og sennilega betra að hafa aðeins pláss til að fara í hann.Baunaleikurinn er sniðugastur að mínu mati, sérstaklega þar sem allir hjálpast að en eru ekki að keppa við hvern annan eins og svo margir leikir ganga út á.

- 14 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

3. Áhugaverðir leikjavefirÉg skoðaði nokkra leikjavefi sem ég komst inn á frá leikjavefnum. Í fyrsta lagi skoðaði ég krakkaleiki sem Landsbankinn hefur á vef sínum en ég komst inn á hann í gegnum vef Bókasafns Garðabæjar en sá tengill er inn á Leikjavefnum. Á þessari síðu eru margir svona gamlir og góðir leikir eins og Tetris og Packman auk nýrri leikja eins og Snákaleikurinn sem er víða inn í símum og virðist vera vinsæll fyrir krakka þar. Þetta eru leikir sem reyna á hraða og snerpu og samhæfingu handa með því að vera fljótur að nota stjórnborðið. En það sem mér fannst vanta á þessa síðu eru leiðbeiningar með leikjunum. Það var t.d. einn snjóboltaleikur sem ég náði ekki alveg að skilja hvernig átti að halda áfram í þegar snjóboltar voru búnir.

Á leikjasíðunni Room 108 er mikið safn leikja og þar er að finna ýtarlegar lýsingar og leiðbeiningar við hvern leik, reyndar á ensku en ætti að skiljast fyrir eldri krakka. Í sumum leikjum er reyndar svo mikið af reglum og leiðbeiningum að ég hætti við að prufa þá bara við að sjá allan textann. En mér til mikillar ánægju þá fann ég leik sem ég hef ekki séð síðan að ég spilaði hann talsvert mikið á gamla Sinclair Spectrum tölvan var tengd við kassettutæki en það er leikurinn Javanoid sem getur alveg tekið mann á taugum. Mæli með honum.

Að lokum kíkti ég á vefinn KidsPsych! sem skiptir gangvirkum leikjunum í tvo flokka, fyrir 1-5 ára og svo 6-9 ára. Ekki eru margir leikir í hvorum flokki og eru leiðbeiningar á ensku sem henta varla fyrir svo ung íslensk börn nema að þau hafi einhvern með sér til hjálpar. Mér fannst leikirnir vera mjög misjafnir, sumir léttir og aðrir of þungir. T.d. var einn leikur sem mér tókst aldrei að leysa, það var að raða kubbum eftir fyrirmynd á 30 sek. En þetta er skautlegur vefur með litum og hljóði.

- 15 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

4. Tillögur um þróun leikjasafnsinsMér finnst leikjasafnið mjög sniðug hugmynd sem ómetanlegt er fyrir kennara að hafa aðgang að. Mér dettur samt fátt í hug til að bæta hann nema þá helst eins og kennari minntist á í tíma að gefa leikjunum einkunn til að sjá hvernig öðrum hefur líkað að nota þá. Einnig held ég að það þurfi að passa að láta leikina heita skýrum nöfnum sem gefa í skyn hvers konar leik er um að ræða. T.d. er undir Athyglis- og skynjunarleikjum Minnisleikur 1 og Minnisleikur 2 sem segir manni ekki mikið nema að maður skoði hvorn leik fyrir sig.

- 16 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

4. þáttur - Nafna- og kynningarleikir – hópstyrkingarleikir/hópeflileikir

KynningarleikirKynningarleikir eru ætlaðir hópum þar sem fólk er að kynnast, þeir henta því vel á haustin þegar kennari hittir nýjan bekk eða nýjir einstaklingar í bekk kynnast. Auðvitað er mjög mikilvægt að nemendur læri nöfn hvers annars og ekki síður mikilvægt að kennari læri nöfn nemenda eins fljótt og vel og hægt er.

Leikurinn Góðan daginn er þannig að einn situr með bundið fyrir augu og skiptast nemendur á að segja góðan daginn og nafnið hans með breyttri röddu. Hann á að reyna að þekkja viðkomandi og svara honum með því að segja góðan daginn og nafn viðkomandi. Hann hefur þrjár tilraunir og ef hann giskar rétt þá hafa nemendur hlutverkaskipti.

Leikurinn Spottakynning gengur út á að nemendur fá mislanga spotta og eiga að tala um sjálfa sig á meðan að þeir vefja spottanum um vísifingur. Þeir sem eru með lengstu spottana þurfa því að tala ansi lengi um sjálf sig. Þetta er líka sniðugt til að þjálfa nemendur í að standa upp og tala óundirbúið fyrir framan hóp.

Í leiknum Leitað af fólki fá nemendur blöð og eiga þeir að finna þann sem hefur átt heima í sveit, á skrítnasta gæludýrið, elskar óperur og margt fleira í þeim dúr.

Mér finnst leikurinn Góðan daginn vera sniðugur en samt held ég að krakkarnir þurfi að vera búin að læra nöfn hvers annars til að geta giskað á aðra nemendur. Spottaleikurinn er líka sniðugur en kannski kemur of mikið af upplýsingum til að hægt sé að muna og þá

- 17 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

hugsanlega gleymist nafnið. Mér finnst leikurinn Leitað af fólki vera sniðugastur. Við vorum látin prufa hann sjálf í fyrsta tíma fagsins og þó að 3 vikur séu liðnar síðan þá man ég ennþá hvað þeir hétu sem ég fann og hann var virkilega skemmtilegur.

Undir Ýmsum hópleikjum væri t.d. hægt að nota leikinn Að láta boltann ganga en hann gengur út að að tónlist er spiluð og nemendur sitja í hing á gólfinu. Þegar kennari stoppar tónlistina þá á sá sem er með boltann að klæða sig í eina flík sem er í fatapoka á gólfinu. Sá sem hefur klæðst fæstum flíkum í lok leiksins vinnur. Þarna væri hægt að bæta við að hver að sá sem er með boltann þegar tónlistin stoppar ætti að segja nafnið sitt og svo klæða sig í flík. Athygli allra er á honum þannig að allir ættu að taka eftir nafninu og gerir ekkert til þó að hver og einn segi nafnið sitt oftar en einu sinni. Einnig væri hægt að nota leikinn Fólk segir að ég sé... sem nafnaleik. Í þeim leik á hver og einn að draga miða með nafnorði og/eða lýsingarorði og segja “fólk segir að ég sé gulur hani – en það er ég ekki” þá tekur næsti við og segir “en það er ég” og les svo sinn miða. Þarna væri hægt að láta fólk kynna sig í upphafi, t.d. “ég heiti Jón og fólk segir að ég sé sköllóttur”.

- 18 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

5. þáttur - Gamlir og góðir íslenskir leikir

Í vettvangsnámi mínu á þessari önn gerðu nemendur í 3. bekk þemaverkefni um Ísland áður fyrr. Þótti mér tilvalið að kynna fyrir þeim gamla leiki og leifa þeim að prufa þá í tengslum við þemaverkefnið.

Fyrri leikurinn sem þau fóru í heitir Að stökkva yfir sauðalegg og er lýsing af honum tekin af vef Þjóðminjasafnsins. Leikurinn gengur út á að það að sauðaleggur er á gólfinu og á að stökkva jafnfætis yfir hann með því að setja fingur undir tærnar á sér. Krakkarnir héldu að þetta væri nú lítið mál en annað kom á daginn! Í fyrri umferð fengu þau þrjár tilraunir hvert og gat ekkert þeirra stökkið yfir, öll misstu þau tök á tánum á sér. Í seinni umferð var smá svindl leyft, þau máttu halda í sokkana sína en það virtist ekki auðvelda leikinn mikið, einn nemandi gat þá stökkið jafnfætis yfir. Höfðu þau virkilega gaman af leiknum og voru mjög ákveðin í að geta þetta. Seinni leikurinn var Að reisa horgemling. Á þá að sitja flötum beinum á gólfi, setja hægri hönd undir hægra hné og taka um hægri eyrasnepil en með vinstri hönd á að halda um buxnastrenginn og á svo að standa upp í þessum stellingum. Fyrsti nemandinn var svolitla stund að komast á fætur en þar sem allir hinir voru að horfa þá sáu þau fljótt hvaða tækni var best til þess fallin að komast sem fyrst á fætur. Gátu þau öll staðið upp en voru mjög misfljót að því. Þau sem stunda íþróttir, sérstaklega fimleika virtust hafa gott forskot á hina varðandi liðleika. Það var mikið hlegið og mjög gaman af þessum leik. Það sem mér fannst einstaklega skemmtilegt við þessa leiki og við að kynna þá fyrir krökkunum var að sýna þeim að þau geta leikið sér án þess að vera með dýr leikföng eða tölvur. Í þessum leikjum þurfti ekkert til nema sjálfan sig og sauðalegg.

- 19 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Ég man nú ekki sjálf eftir að hafa farið í leiki sem gætu flokkast undir gamla leiki. En afi minn var 84 árum eldri en ég og umgekkst ég hann talsvert á mínum yngri árum. Hann fór gjarnan í leikinn Fagur fiskur í sjó en þar er farið með þulu um leið og hönd er lögð í lófa og strokin. Í lokin á þulunni er hönd látin detta og man ég enn hvað spennan var alltaf mikil við þessi lokaorð. Þuluna er að finna í Vísnabókinni sem er til á flestum heimilum og hljóðar svo:

Fagur fiskur í sjó,brettist upp á halanummeð rauða kúlu á maganum.Vanda, banda,gættu þinna handa.Vingur, slingur,vara þína fingur.Fetta, bretta,svo skal högg á hendi detta.(Vísnabókin 1946:35)

Hef ég haft þessa þulu yfir og strokið nokkra litla lófa um leið og séð þessa sömu spennu í augunum þegar höndin fer að detta Einnig man ég eftir að fuglafit var mjög vinsælt, gátum við vinkonurnar setið löngum stundum þegjandi með bandspotta og gert mynstur. Því miður er ég mjög riðguð í þessu en ég sé að ungir krakkar, sérstaklega stelpur eru enn að leika sér í fuglafiti og vona ég að þessi leikur tapist ekki niður.

- 20 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

6. þáttur - Leikir sem kveikjur

Kveikjur þjóna því markmiði að ná til nemenda, grípa athygli þeirra, skapa áhuga og vilja til að taka þátt í því sem um ræðir. Leikir eru frábær kveikja og hægt að tengja við nánast hvaða umræðuefni sem er. Í námskeiðinu Íslenskukennarinn sýndi Ragnheiður Hermannsdóttir okkur einn leik sem ég hef áður minnst á og tel ég að hann geti verið sniðug kveikja sem hægt er að útfæra fyrir alla aldurshópa. Hún var með nokkra hluti t.d. engil, töng, vinkil, unga, hanka, streng og fleiri hluti, sagði nöfn þeirra um leið og hún lagði þá á borð og setti svo dúk yfir þá. Eftir ca. 1 mín lét hún nemendur segja sér hvað var undir dúknum og skrifaði nöfnin á töfluna. Í framhaldi af því lét hún nemendur finna hvað þessi nöfn ættu sameiginlegt en það er að öll innihéldu þau –ng eða -nk. Þessa kveikju notaði hún til að kynna –ng og –nk regluna, virkilega skemmtileg aðferð.

Skemmtilegt er að tengja stærðfræði við leiki og er t.d. leikurinn BÚMM á leikjavefnum sniðugur til að þjálfa margföldunartöfluna sem er ekki endilega vinsæll lærdómur hjá öllum. Með þessum leik er hægt að lífga vel upp á margföldunartöfluna, en hann er svona: valin er margföldunartafla t.d. 6 sinnum taflan. Einn byrjar og segir töluna einn, næsti segir tveir og svo framvegis. En þegar talan 6 eða margfeldi hennar kemur fyrir má ekki segja sex heldur BÚMM. Ef einhver segir 6 er hann úr og hópurinn þarf að byrja upp á nýtt.

Svo dettur mér í hug að nota látbragðsleik sem kveikju, t.d. í íslenskukennslu þegar kennd eru nafnorð eða sagnorð. Nemendur gætu þá sem dæmi dregið miða með sagnorði sem kennari hefur gert og átt að leika það fyrir samnemendur sína. Þar sem sagnorð lýsa alltaf

- 21 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

gjörðum myndi það væntanlega festast vel í minni nemenda þegar alltaf þarf að leika eða giska á að þessi sé að einhverju.

- 22 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

7. þáttur - Sönghreyfileikir

Í vettvangsnámi mínu á þessari önn gafst mér tækifæri til að aðstoða þegar nemendur voru í sönghreyfileikjum. Í Húsaskóla þar sem ég var í vettvangsnáminu eru þrír bekkir teknir saman á sal í hverri viku og farið í ýmsa leiki, t.d. leiki sem snúast um söng, hreyfingar og takt.

Í fyrri tímanum sem ég var viðstödd voru nemendur, 54 talsins, látnir setjast þétt saman með fætur undir sér og mynda stóran hring. Við kennarar og kennaranemar komum þeim svo af stað í ákveðinn takt þar sem þau slógu fyrst með báðum höndum á læri sér, svo með vinsti hönd á hægra læri sitt og með hægri hönd á vinstra læri sessunautar síns. Næst slógu þau svo með báðum höndum á sín læri, svo með hægri hönd á vinsta læri sitt og með vinstri hönd á hægra læri sessunautar síns. Til þess að þetta gangi upp þarf hópurinn að samstilla sig og finna taktinn. Þegar takturinn var kominn vel af stað þá sungu nemendurnir lag um indijána undir stjórn kennarans. Kennarinn stjórnaði með handahreyfingum hversu hátt og hratt lagið var sungið og slógu þau taktinn í samræmi við það, stundum lét hún þau lækka sönginn og þá slógu þau léttar á lærin. Þetta var reyndar ekki í fyrsta skipti sem þau gerðu þetta og þetta gekk ekki alveg snuðrulaust, stundum ruglaðist einhver og ruglaði þá hina í kringum sig þannig að hópurinn þurfti að byrja aftur en mér fannst þetta vera rosalega skemmtilegt, krakkarnir þurfa mikla einbeitingu til að missa ekki taktinn og hópurinn þarf að vinna vel saman.

Í seinni tímanum á sal þar sem unnið var með takt og tónlist var annar kennaranemi að stjórna þeim tíma. Hún skipti hópnum sem var um 40 nemendur í 4 hópa og vorum við hinir kennaranemarnir til að aðstoða hana og tók hver að sér einn hóp til að stjórna. Hún lét fyrsta hópinn

- 23 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

klappa, næsta slá á bringuna á sér, þriðja syngja krúnk, krúnk og fjórði hópurinn söng krummi svaf í klettagjá. Þetta gerðum við nokkrum sinnum, fundum út hvað hver hópur mátti vera hávær og stilltum þá saman. Í lokin var þetta virkilega flott og voru krakkarnir rígmontin með sig.

- 24 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

8. þáttur - Hugþroskaleikir

Ég hafði ekki tækifæri til að prufa þessa leiki á heilum bekk, en fékk tvo frændur mína til að prufa þá, annar er 8 ára en hinn 4 ára. Greinilegur þroskamunur var á þeim í sumum leikjunum en lítill munur í öðrum. Aðallega var munur á úthaldi og einbeitingu en það var mun minna hjá yngri frændanum.Ég valdi eftirfarandi leiki úr leikjaheftinu hans Ingvars til að prufa:

HreyfileikirMeð .... á bakinuNemendur skríða undir stóla, borð eða aðrar hindranir með e-n hlut á bakinu og reyna að komast leiðar sinnar án þess að missa hlutinn. Í þessum leik notaði ég eldspítnapakka til að setja á bakið á þeim og lét þá skríða eftir gangi og undir stól, snúa við og skríða til baka, aftur undir stól. Sá eldri byrjaði og gekk þetta vel hjá honum, hann fór hægt en örugglega. Sá yngri var aðeins kvikari í hreyfingum og missti stokkinn tvisvar á leiðinni, lét það samt ekki mikið á sig fá, skellti honum aftur á bakið og hélt áfram.

Skoðunarleikir Hverju hefur verið breytt? Nemendur skoði vel í kringum sig í kennslustofunni. Síðan loka þeir augunum. Kennarinn breytir einhverju í stofunni. Nemendur opna augun og reyna að greina hverju kennarinn hefur breytt. Þar sem við vorum heima þá lét ég strákana líta vel í kringum sig inni á baðherbergi, þar fannst mér vera svona passlega mikið af dóti til að leggja á minnið. Ég setti svo einn aukahlut þar inn, færði einn hlut til og opnaði skáphurð sem hafði verið lokuð. Yngri strákurinn hafði engann áhuga á að finna hvað var breytt en sá eldri var fljótur að koma auga á

- 25 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

aukahlutinn og þann sem ég færði úr stað en lengur að fatta þetta með hurðina. Hann var búinn að giska nokkrum sinnum á eitthvað annað áður en hann sá að hurðin var opin.

Að skoða og muna Ýmsir smáhlutir eru lagðir á borð. Dúkur er breiddur yfir. Nemendur raða sér í kringum borðið. Kennari eða nemandi tekur dúkinn af stutta stund. Nemendur skoða hlutina stutta stund. Síðan er dúkurinn breiddur yfir aftur og n. reyna að rifja upp hlutina. Hóp- eða einstaklingsvinna. Ég setti sex smáhluti undir viskustykki, sýndi þeim hvern og einn, sagði hvað þeir heita og lét svo mínútu líða áður en ég spurði þá hvað var undir viskustykkinu. Ég leyfi þeim yngri að byrja og taldi hann upp alla hlutina nema einn hikstalaust, þann hlut nefndi sá eldri. Hlutirnir voru gsm-sími, teskeið, tannstöngull, lítill köttur, lítil mörgæs og snuð. Fljúgandi smáhlutir Kennari eða nemandi felur smáhlut í lófa sér. Hluturinn er látinn falla úr nokkurri hæð, t.d. ofan í poka, þannig að nemendur sjá honum aðeins bregða fyrir örskamma stund. Nemendur reyna að þekkja hlutinn. Einnig geta tveir nemendur staðið sitt hvoru megin við dyr og hent á milli sín ýmsum hlutum sem hinir reyna að þekkja. Kjörið er að fela nemendum að sjá að öllu leyti um leikinn. Þessi leikur var aðeins erfiðari fyrir þá. Ég byrjaði að láta litla gula önd detta úr lófa mér í poka, ca. 30 cm fall. Þeir giskuðu á bolta. Ég lét hana detta tvisvar í viðbót en þeir sáu ekki hvað þetta var. Þá lét ég hana detta einu sinni enn og hafði hæðina meiri. Ekki gátu þeir séð hvað þetta var. Næst lét ég bíllykla, eyrnapinna og snuð detta í pokann og gat sá eldri giskað á rétt í fyrstu tilraun með alla þá hluti.

- 26 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Snertileikir Hvað er í pokanum? Best er að nemendur vinni saman í smáhópum. Hver hópur hefur poka og í honum eru ýmsir smáhlutir. Einn í einu stingur hendinni í pokann og þreifa á einhverjum einum hlut. Nemendur lýsa hlutnum upphátt án þess að nefna hann.Ég hafði þennan leik þannig að ég setti hlut í ógegnsæjan poka og lét strákana stinga hendinni í pokann og finna hvað væri þar, þeir þurftu ekki að lýsa honum. Ég lét fyrst yngri strákinn fá leikfangatraktor í pokann. Hann skoðaði hann lengi án þess að segja neitt og fannst greinilega mjög freistandi að kíkja í pokann en ég passaði að hann gæti það ekki. Eftir svolitla stund sagði hann taktor og var mjög ánægður með sig. Eldri strákurinn fékk epli í poka og var mjög fljótur að fatta það. Hann vildi þess vegna fá að gera aftur og fékk hann þá pela í pokann. Það var ekki löng stund sem leið þangað til að hann fattaði það líka.

HlustunarleikirHvaða hljóð er þetta? Nemendur sitja í sætum sínum eða á gólfinu með augun lokuð.Nemandi A (eða kennari) gengur um stofuna og framleiðir ýmishljóð. Nemendur greina hljóðin; hvernig þau eru mynduð og hvaðan þau koma. Hljóðin sem ég gerði voru:

hrista lykla, draga skó eftir gólfi, núa saman höndum, smella í góm, opna og loka skúffum, skápum, dyrum, gluggum, bókum, láta vatn renna, opna ískápshurð

- 27 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Yngri strákurinn hafði ekki mikinn áhuga á að vera með í þessum leik en sá eldri gat sagt rétt til um öll hljóðin án mikillar umhugsunar nema þegar ég dró skó eftir gólfinu. Hann áttaði sig ekki á því hljóði.

Rökþroskaleikir Að lokum lagði ég eftirfarandi gátu fyrir eldri strákinn. Hvernig getur staðið á því að spor liggja burt frá bælinu í snjónum en engin spor liggja að því?

Hann horfði góða stund á myndina og sagði svo að sennilega hefði einhver fæðst þarna og svo labbað í burtu. En þegar ég spurði hvort honum dytti eitthvað annað í hug þá sagði hann að kannski hefði flugvél flogið yfir og maður stokkið út. Þegar ég spurði hvort að hann hefði þurft einhver útbúnað til að meiða sig ekki við fallið þá galopnuðust augun og hann sagði að maðurinn hefði stokkið út úr flugvél í fallhlíf. (Ingvar Sigurgeirsson 2005).

9. þáttur - Námsspil

Ég hef ekki tækifæri til að prufa þessi námsspil sem eru í boði en get sagt frá því að í vettvangsnámi mínu í fyrra notaði ég hugmyndina af

- 28 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

pictionary spilinu sem flestir þekkja til að nota í þemaverkefninu. Ég bjó til spjöld með orðum sem flest tengdust því sem krakkarnir höfðu lært í þemanu en inn á milli voru allt önnur orð t.d. disney persónur og hlutir í skólastofunni. Þau voru svo tvö og tvö saman í liði að spila leikinn, annar teiknaði orðin og hinn giskaði. Þetta virkaði mjög vel og þarna reyndi á hvort að þau myndu eftir orðum sem tengdust þemanu, hvernig átti að teikna þau og líka til að vera nógu og fljót að giska á rétt. Þetta er eitthvað sem ég held að sé auðvelt og skemmtilegt að gera við nánast hvaða námsefni sem er.

Ég skoðaði námsspil á Leikjavefnum og leist mjög vel á Íslenskubingó sem er þar. Því er svo lýst: Bingóspjöld með níu til sextán reitum (3x3 eða 4x4). Miðar eða tölur til að leggja yfir reitina á spjaldinu. Hver nemandi hefur eitt bingóspjald. Kennari eða stjórnandi hefur "bingó- pottinn" og dregur eitt spjald, les upphátt af spjaldinu og nemendur leggja autt spjald yfir réttan reit. Hægt er að útfæra þetta á aðra vegu, t.d. þennan:Rímbingó: Stjórnandi dregur spjald með orðinu gestur, les það upp og nemendur leggja þá miða yfir reit sem rímar við orðið gestur, t.d. hestur, prestur, lestur. Bingóspjöldin þurfa ekki öll að vera eins þó þau mörg geti haft sama rímorð. Dæmi um bingóspjald:

hestur bók sími

mús hund raka

synda skóli tunga

- 29 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Markmið með þessu er að þjálfa lesskilning nemenda, æfa rím og er skemmtileg leið við íslenskunám.

Annar leikur sem var á leikjavefnum vakti athygli mína, hann er einfaldur og virkar skemmtilegur. Lýsingin er svona:Það sem þarf eru eggjabakkar, pappaspjöld, borðtenniskúla eða heimatilbúinn bolti, litir, málning. Nemendur geta sjálfir búið til allt sem nota þarf í þessum leik. Eggjabakki er málaður í skemmtilegum litum. Lítil spjöld eru klippt úr pappa og á þau eru skráðar þær tölur sem nemendur eru að fást við í stærðfræði. Spjöldunum er stungið í hólfin á eggjabakkanum. Notaður er lítill bolti eða borðtenniskúla. Auðvelt er að búa boltann til úr tuskum sem haldið er saman með teygjum. Eins dugar samanvöðlaður pappír. Markmiðið er að hitta ofan í hólf eggjabakkans. Keppnin getur verið með ýmsum hætti, milli einstaklinga eða liða. Sem dæmi má nefna að hver nemandi fái fimm köst. Fyrir að hitta í hólf fær hann fimm stig og að auki stig fyrir hólfið. Stigin eru lögð saman.

Þessi leikur þjálfar samlagningu eða aðrar reikningsaðgerðir auk þess að þjálfa samhæfingu. Ég sé fyrir mér að hægt sé að geyma eggjabakkana og það sem til þarf í skólastofunni og grípa í það annars lagið til að brjóta upp kennslu.

- 30 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

10. þáttur - Gátur þrautir og heilabrjótar

Þessi flokkur er mjög umfangsmikill, af mörgu að taka og hægt að finna nánast endalaust efni á netinu. Ég skoðaði talsvert af síðum á netinu í tengslum við þetta og sýni hér á eftir það sem mér fannst áhugaverðast.

MyndagáturÉg hef ennþá gaman af myndagátum, að finna hvað er öðruvísi á myndunum. Á þessum myndum er tíu atriði öðruvísi. Svona þrautir þjálfa auga og minni og eru mjög skemmtilegar, hægt að hafa þær miserfiðar svo þær hæfi þeim aldri sem við á.

FelumyndirÞað er eins með svokallaðar felumyndir, þær þjálfa augað og minni og eru mjög skemmtilegar að kljást við.Getur þú fundið dádýr, buffaló, pokarottu, apa, ref, hest, hund, úlf, bjarndýr, örn, kalkún, blettatígur, risaeðlu, lamb og þvottabjörn á þessari mynd?

- 31 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Fyllt inn í myndir Svo er líka gaman að skoða myndir sem búið er að eiga við þannig að augað þarf að fylla inn í þær til að sjá hvað þær raunverulega sýna, hér eru dæmi um þannig myndir:

- 32 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

SkynvillumyndirÞað er alveg hægt að vera snarruglaður og fá svima og fleira í þeim dúr ef maður gleymir sér í skynvillumyndum. Þær eru samt mjög skemmtilegar og ótrúlega mikið til af þeim. Hér er dæmi:

Hér á að vera hægt að sjá tvær ólíkar konur úr þessari mynd.

- 33 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Bikar eða andlit?

Eru línurnar beinar eða sveigðar? Prufaðu með reglustiku.

Langflestar skynvillumyndir er þess eðlis að nauðsynlegt er að skoða þær í tölvu vegna hreyfinga. Hægt er að skoða margar skynvillumyndir á þessu safni: http://www.michaelbach.de/ot/

- 34 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

RúmfræðiþrautirRúmfræði er nauðsynlegur þáttur í stærðfræðikennslu og þess vegna er gaman að geta brotið upp rúmfræðikennslu með þrautum tengdum rúmfræði. Hægt er að finna þrautir á öllum þyngdarstigum til að leggja fyrir nemendur.

Hvort er stærri flötur nr. 1 eða nr. 5? Hverju munar?

Band liggur í þrjá hringi og svo utan um þá alla. Hversu langt er bandið ef þvermál hringjanna er 10 cm?

Fleiri þrautir í þessum dúr er að finna á þessari vefslóð: http://www.freepuzzles.com/puzzles/PuzzleIndex.asp?Category=Geometry&CategoryID=1 og eru þrautirnar merktar með erfiðleikastigi.

Einföld töfl og spilKrossar og hringir er alveg kassískur leikur, hægt að leika hann nánast hvar sem er og reyndir á útsjónarsemi og rökhugsun. Mér finnst þessi leikur frábær og ekki er verra að geta spilað hann á netinu ef maður

- 35 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

hefur engan annan. Þetta er einfaldur leikur og nemendur á yngsta stigi geta líka leikið hann. http://www.puzzle.ro/en/play_tictactoe.htm

Leikinn Hex hafði ég ekki leikið áður og var ég pínu stund að átta mig á hvernig hann virkar. En þurfti svo að passa mig að festast ekki í honum í tölvunni. Hann reynir einnig á rökhugsun og útsjónarsemi og er aðeins erfiðari heldur en krossar og hringir. Hægt er að leika hann hér: http://web.ukonline.co.uk/arthur.vause/Hex.html

SagnagáturÍ verkefninu er okkur sagt að skoða sérstaklega þrjár sagnagátur:

Okrarinn

Í gamla daga gat sá lent í fangelsi sem skuldaði öðrum og gat ekki staðið í skilum. Kaupmaður nokkur í Lundúnum varð fyrir þeirri óheppni að skulda okrara nokkrum háa fjárupphæð. Okrarinn, sem var gamall og ljótur, lagði girndarhug á dóttur kaupmanns, sem var gjafvaxta og afar fögur. Okrarinn bauð kaupmanninum samning. Ef hann fengi dótturina félli skuldin niður.

Bæði kaupmanni og dótturinni hryllti við þessu tilboði. Okrarinn lævísi stakk þá upp á því að þau létu forsjónina ráða. Tillaga hans var sú að þau létu tvær steinvölur, aðra svarta og hina hvíta í tóman peningasekk og stúlkan fengi síðan að draga aðra völuna úr pokanum. Drægi hún þá svörtu yrði hún hans. Kæmi sú hvíta í hennar hlut yrðu þau laus allra mála. Í báðum tilvikum átti skuldin að falla niður. Ef hún vildi á hinn bóginn ekki taka þátt í leiknum yrði föður hennar fleygt í fangelsi og hungur og volæði biði hennar.

Með miklum trega féllst kaupmaðurinn á þetta. Þau stóðu úti í garði. Í garðinum var möl úr svörtum og hvítum steinvölum. Okrarinn beygði

- 36 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

sig niður til að taka upp völurnar tvær. Stúlkan, með sjáöldrin þanin af hræðslu, sá að brögð voru í tafli því okrarinn lét tvær svartar steinvölur í sekkinn. Okrarinn bauð stúlkunni að draga. Stúlkan hikaði um stund en þá laust niður í huga hennar örugg leið út úr vandanum. Hún ...

Skömmu síðar fór okrarinn vonsvikin. Feðginin voru laus allra mála.

Hvernig mátti það vera?

Sennilega hafa steinvölurnar verið blautar og þess vegna virst vera svartar. Stúlkan hefur þurrkað völunni við sekkinn og þá hefur hún orðið aftur hvít þegar hún varð þurr.

Bjargið unglingunum

Hópur ástralskra unglinga fékk að fara í útilegu út í eyðieyju um helgi. Þeir voru fluttir þangað á báti á föstudagskvöldi og ákveðið að sækja þá aftur á sunnudagskvöldi. Eyjan var langt undan landi í eyðifirði og sást ekki úr byggð.

Eyjan var löng og mjó, alls 6 km löng og lá norður–suður, öll vaxin þéttum skógi og flöt að mestu.

Hópurinn kom sér fyrir í rjóðri á miðri eyjunni, því eina sem þar var að finna. Þar tjölduðu ungmennin og að því loknu settust þau niður að spjalla og syngja. Þegar líða tók á kvöldið fóru þau í gönguferð. Fyrst fóru þau niður að ströndinni og ætluðu að vaða og jafnvel fá sér sundsprett, því afar heitt var í veðri. Ekkert gat af því orðið því mjög aðdjúpt var og örskammt frá landi sáu þau hákarlsugga í vatnsborðinu. Þau þóttust vita að þar færu mannætuhákarlar og ákváðu því að ganga með ströndinni í norður. Er leið á kvöldið fór að hvessa. Vindurinn var að norðan. Og allt í einu fundu þau brunalykt.

- 37 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Þegar þau höfðu gengið nokkurn spöl sáu þau sér til skelfingar að skógareldar höfðu kviknað á norðurhluta eyjarinnar og eldinn bar hratt suður undan vindinum. Á skömmum tíma varð skógurinn alelda. Norðurhluti eyjarinnar stóð í björtu báli. Engin leið var að slökkva eldinn og unglingarnir lögðu því á flótta yfir á suðurhlutann. Skelfingu lostin fóru þau að ræða hvort betra væri að verða eldinum að bráð eða lenda í hákarlskjafti. Engin leið virtist til björgunar ...

Getur þú hjálpað þeim?

Ég held að þau þurfi að færa sig í fjöruborðið og bíða björgunar þar. Í fjöruborðinu verður sennilega ekki svo djúft þó að vatnsyfirborðið hækki og hákarlarnir komast ekki þar upp og eldurinn nær heldur ekki þangað.

Húsið sem hvarfRannsóknarlögreglumaður var sendur úr borginni til að rannsaka hús í dreifbýli. Húsið var kolbikasvart og haft var fyrir satt að þar væri geymt þýfi. Eftir að hafa ekið eftir aðalþjóðvegi frá borginni beygði hann inn á þröngan veg. Hann ók framhjá stöðuvatni og síðan kirkjugarði. Að

- 38 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

lokum kom hann að húsinu svarta sem stóð milli hæða og hóla. Hann leitaði í húsinu en varð einskis vísari, en hélt þó áfram að leita.

Í næsta húsi, sem var hvítt að lit, bjó maður að nafni John Rook. Sá átti raunar mörg önnur hús í grenndinni. Þar sem John Rook hafði áhuga á að ná sjálfur í peningana gerði hann sér áætlun um það hvernig hann gæti losnað við lögreglumanninn.

Hann bauð lögreglumanninum að gista hjá sér í hvíta húsinu. Á herberginu þar sem hann bauð lögreglumanninum að vera var aðeins einn lítill gluggi, en út um hann sást þó vel yfir að svarta húsinu þar sem sólin var að setjast bak við húsið.Eftir að hafa þegið kvöldverð hjá gestgjafa sínum varð lögreglumaðurinn afar þreyttur og gekk til náða og svaf fast. Morguninn eftir vaknaði hann, leit út um gluggann þar sem sól var að rísa og sá sér til undrunar að svarta húsið var horfið. Hann hljóp út og sá að húsið var algerlega horfið. Af því sást hvorki tangur né tetur, ekki einu sinni för á jörðinni.

Steinhissa ákvað lögreglumaðurinn að halda aftur til borgarinnar. Hann ók fram hjá hlöðu og fór inn á aðalþjóðveginn til borgarinnar.

- 39 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Hér má sjá mynd af sveitinni þar sem lögregluþjónninn var:

Þar sem lögreglumaðurinn sá bæði sólarupprás og sólarlag út um sama gluggann var hann greinilega ekki á sama stað. Hann hefur að öllum líkindum verið fluttur í annað hús á meðan hann svaf. Sennilega verið gefið svefnlyf með matnum. Þar sem hann keyrði ekki fram hjá hlöðu á leið sinni að svarta húsinu hefur hann sennilega verið í húsinu neðst á myndinni.

Á netinu er hægt að finna og þýða helling af sagnagátum sem reyna á rökhugsun, dæmi um það er að finna hér: http://www.braingle.com/brainteasers/All.html

EldspýtnaþrautirÞað er ekki dýrt að eiga eldspýtnapakka en geta verið heillavænlegt til að brjóta upp kennslu með því að leyfa nemendum að takast á við skemmtilegar eldspýtnaþrautir. Eins og oft áður er netið óþrótandi brunnur af eldspýtnaþrautum, t.d. þessum:http://www.puzzles.com/PuzzlePlayground/Matches.htm http://www.jimloy.com/puzz/match.htm http://www.zefrank.com/matches/index2.html

- 40 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

http://en.wikipedia.org/wiki/Matchstick_puzzle

RökleitargáturÞær reyna á ímyndunarafl, athygli, eftirtekt og einbeitingu. Mér finnst sjálfri mjög erfitt að koma með skynsamlega lausn á svona gátum, hef sennilega ekki nógu og mikið ímyndunarafl til þess. En þær eru engu að síður skemmtilegar og gaman að leggja þær fyrir nemendur. Hægt er að finna ýmsar gátur á netinu, bæði á leikavefnum og víðar. http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=127 http://www.kith.org/logos/things/sitpuz/situations.html http://staerdfraedi.khi.is/staerdfraedileikir/r%C3%B6kleitarg%C3%A1tur.htm

RaðþrautirÞær reyna eins og margar aðrar á rökhugsun og sennilega útsjónarsemi líka sumar hverjar. Mér fannst þessi einstaklega skemmtileg http://www.puzzle.ro/en/p_hexa.htm en sennilega í erfiðari kantinum. Tangram er góð leið til að nota í innlögn um flatarmál, nemendur sjá að það er hægt að leggja ótal mynstur án þess að flatarmálið breytist nokkuð.

- 41 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

11. þáttur – Orðaleikir

Orðaleikir eru tilvaldir til að efla orðaforða og ímyndunarafl og æfa læsi. Ég skoðaði allflesta orðaleikina á leikjavefnum og leist vel á marga þeirra, þeir krefjast fæstir mikils undirbúnings eða sérstakra gagna og gott að grípa til þeirra til að brjóta upp kennslu eða gera hana skemmtilegri. Sá leikur sem mér leist best á af þeim sem ég skoðaði er leikurinn Keðjuorð og er honum svo lýst:Aldur: Frá 8 ára   Markmið: Efla orðaforða og ímyndunarafl.

Leiklýsing: Af þessum leik eru ótal afbrigði. Hann byggist á því að byrjað er á samsettu orði, t. d. lögregla. Síðan á að búa til annað samsett orð þannig að seinni hluti orðsins lögregla verður að fyrri hluta (eða fyrsta hluta) næsta samsetta orðs. Það gæti t.d. verið orðið reglubróðir. Næsta orð gæti verið bróðurkærleikur, þarnæsta leikmaður, næst mannabústaður, þá Bústaðavegur, loks vegleysa og þannig koll af kolli. Ekki má nota sama orðið tvisvar. Leikinn má leika þannig að gengið er á nemendur eftir röð eins og þeir sitja eða að setið er í hring. Eins má keppa í hópum þannig að nemendur fá fyrsta orðið á miða og eiga síðan að skrá eins langa keðju og hægt er. Hafa má ákveðin tímamörk. Enn má nefna að keppa í tveimur eða fleiri liðum og skrá orðin á töflu. Má þá gjarnan skrá þau í "snigla" eða "slöngur".

Þetta er skemmtilegur leikur sem allir geta tekið þátt í og reynir á orðaforða og ímyndunarafl.

- 42 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Þegar ég var að skoða Vísnabókina með dóttur minni þá sá ég þar vísur sem flokkast sennilega undir orðaleiki og gott er að halda til haga. Þær eru svona:

Hvað hét hundur karls, sem í afdölum bjó?Nefni ég hann í fyrsta orði, þú getur hans aldrei þó.

Ingimundur og hans hundurátu báðir og sátu.Nú nefni ég hundinn.Gettu hvað hann heitir?(Vísnabókin 1946:35)

Leit á netinuÉg notaði leitarvélina Google til að leita á netinu og byrjaði á að slá inn orðaleikir. Það gaf mér 11.200 síður. Word games skilaði 159.000.000 síðum, greinilega af nógu að taka þar. Þegar Word play var slegið inn komu upp 710.000.000 síður sem var fjölmennasta niðurstaðan, word puzzle kom með 74.000.000 síður. Það er því greinilegt að af nógu er að taka á netinu í þessum flokki.

- 43 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

12. þáttur - Tölvuleikir

Ég byrjaði á að skoða Orðakistur Krillu og fannst það ekkert sérstaklega spennandi útlit þó að verkefnin væru ágæt. Samt fannst mér vanta leiðbeiningar eða hjálp svona fyrir þá sem ekki fikta sig áfram.

Á vefnum Ferningarnir á að setja tölur á fjórar hliðar svo að samtala hverrar hliðar verði 13. Þetta er þrællúnkinn leikur og þarf maður virkilega að hugsa, ekki ólíkt Sudoku þrautunum sem eru svo vinsælar núna. Góður leikur sem reynir á þolinmæðina.

Minnisleikur eins og hann er þarna á vefnum stendur alltaf fyrir sínu, þarna er hægt að velja um tvö þyngdarstig sem er mjög gott og líka er gaman að sjá hversu margar tilraunir maður þarf til að klára leikinn. Þannig væri hægt að keppa við félaga sína um að þurfa sem fæstar tilraunir. Þessi leikur er góður fyrir minnið og mér finnst hann alltaf skemmtilegur, held að maður vaxi aldrei upp úr honum.

Leikinn Þrír í röð gat ég ekki opnað á tölvunni minni og hef því lítið um hann að segja.

Stafaleikur Bínu virkar ekki vel á mig útlitslega, ekki frekar en Orðakistur Krillu. Mér finnst fígúrurnar ekki flottar og virknin ekki spennandi. Vefurinn var ekki að heilla mig, kannski er ég bara vaxin upp úr honum. En mér fannst líka vanta þarna leiðbeiningar eða hjálp með verkefnunum.

Talnaferningurinn er afar líkur leiknum Ferningar þar sem á að finna tölur sem mynda sömu summu á alla kanta, eins og í Sudoku. Fínn

- 44 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

leikur í aðeins annarri mynd. Sama má segja um leikinn Þríhyrningarnir sem gengur alveg út á það sama bara aðeins annað form haft á.

Leikinn Lukkuhjólið gat ég ekki heldur spilað á tölvunni minni þrátt fyrir að hafa reynt að sækja forrit til þess, sennilega styður hann ekki við vafrann sem ég nota. Það finnst mér vera galli á leiknum, að það þurfi að sækja forrit til að spila hann eða geta ekki gert það í hvaða vafra sem er.

Leikirnir hafa allir að mínu mati námsgildi en þeir eru misjafnlega spennandi og ég held að til að námsmarkmið leikjanna skili sér til nemenda þurfi þeir að vera skemmtilegir og höfða til þeirra, það er ekki nóg að þeir hafi námsgildi. Nemendur verða að sækja í leikinn og leikurinn verður að halda athygli þeirra. Sá leikur sem hefur sennilega síst beint námsgildi er Minnisleikur en hann þjálfar samt sem áður aðra þætti sem eru ekki síður mikilvægir eins og athygli, minni og einbeitingu. Það er frekar erfitt að segja til um hvaða leikur er bestur, sérstaklega þegar leikirnir takast bæði á við stærðfræði og lestur og eru fyrir mismuandi aldurshópa. Ég held að þeir séu allir góðir til kennslu hver á sinn hátt en ég væri spenntust fyrir að nota leikinn Ferningarnir til kennslu þar sem hann er skemmtilegur og reynir vel á leikni með tölur. Hægt er að leyfa nemendum að hjálpast að ef þrautin er of erfið.

- 45 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Forritið Álfur Ég skoðaði Álf á netinu og finnst þetta vera leikur. Þetta er saga með ágætum boðskap sem hægt er að nota sem innlegg í kennslu, saga um einelti, tilfinningar og að það sé í lagi að vera öðruvísi. Eitthvað sem allir krakkar hafa gott af því að hugsa um. Svo eru líka nokkur gagnvirk verkefni en að mínu mati eru þau ekkert sérstök, setja ákveðið margar bollur í poka og svara einföldum spurningum. Ég gæti hugsað mér söguna sem inngang í t.d. lífsleiknitíma þar sem ætti að ræða einelti og líðan.

Leikir af netinuÉg sló nokkur leitarorð inn í Google og skoðaði það sem upp kom. Mikið magn af leikjum með kennslufræðilegt gildi er á netinu en greinilegt er að gæði þeirra eru mismikil og þarf að vanda valið. Ég rakst á vef BBC þar sem mikið er af sniðugum leikjum, flestir með gott kennslugildi og flotta grafík, ýmislegt skemmtilegt gerist þegar maður gerir rétt og annað misskemmtilegt ef maður gerir vitlaust. Slóðin er http://www.bbc.co.uk/education/mathsfile/gameswheel.html og er hægt að velja um hina ýmsu leiki, allir eru með góðum leiðbeiningum í upphafi og hjálp ef á þarf að halda.

- 46 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Framlag mitt til leikarvefjarinsDrakúla

Aldur: Frá 5 ára

Markmið:Skemmtun

Gögn: Treflar eða annað til að binda fyrir augu

Leiklýsing:Allir þátttakendur eru með bundið fyrir augun og standa í hring. Fyrst eru allir venjulegir en stjórnandinn velur einhvern til að vera Drakúla. Þegar að leikurinn hefst eiga allir að labba rólega af stað með hendur fyrir framan sig og ef þeir rekasta á aðrar hendur eiga þeir að hrópa AAA og hinn hrópar þá líka AAA. Ef aftur á móti ef viðkomandi hittir Drakúla þá veit hann það því Drakúla hrópar ekki. Með því að rekast á Drakúla breytist viðkomandi í Drakúla líka og hrópar ekki þegar hann rekst á aðra. Ef tveir Drakúla mætast verða þeir venjulegir aftur.

Útfærsla:

Heimild: Aðalbjörg Ólafsdóttir kennari í Húsaskóla lærði þennan leik í Tékklandi

Ljóðasúpa

- 47 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Aldur:Frá 8 ára

Markmið:Þjálfa ljóðakunnáttu

Gögn:Útprentuð ljóð Karton

Leiklýsing:Nokkur ljóð sem hafa verið kennd eru prentuð út og klippt niður í stök orð eða tvö og tvö orð saman. Bútarnir eru límdir með kennaratyggjói upp á vegg og karton með heitum ljóðanna einnig. Nemendur eiga svo að raða orðasúpunni rétt á kartonin þannig að þar komi ljóðin í heild sinni.

Útfærlsa:

Heimild:Sá þennan leik í vettvangsnámi mínu í Húsaskóla vor 2007

- 48 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Leynikassi

Aldur:Hentar fyrir nemendur frá 1. bekk (jafnvel fyrir elstu nemendur leikskóla) og upp á miðstig.

Markmið:Þessi leikur reynir á rökhugsun, að tengja upplýsingar sem komnar eru til að álykta út frá þeim og æfir nemendur í að hugsa óhlutbundið og sjá fyrir sér í huganum.

Gögn: Pappakassi og einn hlutur

Leiklýsing:Leynikassi er pappakassi, vel límdur aftur og myndskreyttur (það er skemmtilegra). Í kassanum er hafður einn hlutur sem nemendur eiga að reyna að finna út hvað er. Þeir mega ekki koma við kassann til að hrista, hlusta eða finna hversu þungur hann er, bara sjá hann. Síðan eiga þeir að spyrja spurninga til að reyna að komast að því hvað er í honum, til dæmis um notagildi, lögun, efnisgerð og fleia í þeim dúr. Kennari skrifar tillögurnar upp á blað sem nemendur geta skoðað aftur og aftur og það hjálpar þeim einnig að muna hvað búið er að spyrja um. (Til dæmis spyr nemandi hvort hluturinn sé mjúkur, þungur, úr tré, sé hann það ekki skrifar kennari; hluturinn er ekki mjúkur, þungur eða úr tré á blaðið o.s.frv.) Reynt að forðast að nemendur fari of snemma að giska á óteljandi hluti, reynt að beina því til þeirra að spyrja frekar gagnlegra spurninga til að geta útilokað vissa hluti. Á endanum ættu nemendur að geta fundið út hvað er í kassanum. Tilvalið er að fara í þennan leik í lok skóladags, en það getur tekið nemendur nokkra daga að finna út hvað er í kassanum.

- 49 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Heimild:Hugmyndin er fengin frá Jónellu Sigurjónsdóttur og Sigrúnu Björk Benediktsdóttur, kennurum við Laugalandsskóla í Holtum.

- 50 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

ÖskubuskaÞessi leikur fellur vel undir flokkinn ísbrjótar og einnig leikræn tjáning.

Aldur:Leikurinn hentar fyrir miðstig og uppúr - þetta er reyndar mjög skemmtilegur samkvæmisleikur líka fyrir fullorðið fólk!

Markmið:Markmiðið er að hrista saman hóp en æfir um leið leikræna tjáningu, raddbeitingu, eftirtekt, einbeitingu og framkomu.

Gögn:Gott er að hafa mjög einfalda búninga meðferðis, til dæmis hatt, slæðu, kórónu; eitthvað eitt sem einkennir hverja persónu. (Sjá persónulýsingu)

Leiklýsing:Kennari sér um að útskýra viðfangsefnið, en segir þó ekki strax hvað er í vændum. Byrjað er á því að hver nemandi á að skrifa setningu niður á blað, tilviljanakennt og eru þær svo brotnar saman og settar í hatt. Alls koma fyrir 31 setning í leikritinu. Einnig gæti kennari verið með tilbúnar setningar í hatti. Dæmi um setningar: Mér er kalt, ég þarf að pissa, hvað er klukkan, Eiður Smári er bestur.. og svo framvegis, hugmyndaflugið ræður.Hlutverkum er skipt niður og svo hefur sögumaður lesturinn. Hann þarf að lesa allan textann, bæði söguna sjálfa og eins það sem hver og ein persóna gerir (Hægt er að skipta þessu á milli en sögumaður þarf að vera mjög röggsamur og geta lagt áherslu á það sem er mikilvægt, til dæmis það hvernig hver og ein persóna á að hegða sér í hvert skipti). Svo kemur að hverri persónu að draga setningu úr hatti og lesa upp (og leika með) þegar að því kemur. Hver og einn þarf að hafa einkenni

- 51 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

þeirrar persónu sem hann leikur í huga þegar kemur að honum að draga miða úr hattinum og segja setninguna. Úr þessu getur orðið hin mesta skemmtun, enda setningarnar yfirleitt alveg út í bláinn miðað við gang sögunnar. Leikinn er aðeins hægt að nota með litlum hópi nemenda í einu, enda aðeins um 6 hlutverk að ræða. Tilvalið að skiptast á og hinir horfa á meðan.

- 52 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Persónulýsing:

Öskubuska

Er blíð, yndisleg með þjónustulund sem sagt eðlileg ung stúlka. 10setn

     

Stjúpmóðirinn

Er stór og mikil kona sem gustar af, hreyfir sig snöggt.Brosir með 6 setn

  stífan stútmunn.       

Stjúpsystir

Reynir að vera falleg en líkist móður sinni of mikið.Hún er klaufsk  

 

dettur auðveldlega.Hún er með ljótar tennur heldur því höndunum  

 

alltaf fyrir munninn en gleymir sér stundum og verður vandræðaleg  

  þegar hún fattar það. 5 setn     

Töfradís/maður

Er skemmtileg/ur vinaleg/ur í útliti með bros, vel gerð/ur í alla staði  

 Er móður/föðurlegur og hjálpsöm/samur 3 setn

     

Prinsinn

Er flottur ungur maður en er dreyminn á svip því hann er alltaf að  

  leita að þeirri einu réttu. 3 setn     

Sendiboði

Er vinalegur og tryggur.Annar handleggurinn á honum lætur ekki  

 að stjórn og sveiflast án fyrirvara fram í samræðurnar. 4 setn

        Alls 31 setning.  

- 53 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

LEIKRITIÐ HEFST:

Sögumaður:Einu sinni fyrir langa löngu bjó ung og falleg stúlka í ókunnu landi. Stúlkan hét Öskubuska. Móðir hennar dó frá henni þegar hún var lítið barn. Faðir hennar giftist aftur ægilega vondri konu sem reyndist hin versta stjúpa. Þessi vonda kona átti alveg andstyggilega dóttur sem hét Rassmína. Þegar þær fluttu heim til Öskubusku og föður hennar gjörbreyttist allt heimilislífið til hins verra.

1. Þáttur – heima:Sögumaður:Öskubuska er önnum kafin við að skúra gólf. Stjúpmóðirin og stjúpdóttirin gera ekkert annað en að labba um gólfið og skipa Öskubusku fyrir verkum.Stjúpmóðirin lítur hvöss á Öskubusku og segir:Öskubuska hættir augnablik að skúra og segir varfærnislega:Rassmína bendir á Öskubusku og segir skipandi:Öskubuska stendur upp, opnar armana og segir dæsandi:Stjúpmóðirin gengur að Öskubusku, tekur reiðilega í hönd hennar og segir með hvassri röddu:Öskubuska losar sig blíðlega og segir engilblítt:

2. Þáttur – fyrir utan heimili ÖskubuskuSögumaður:Sendiboði frá höllinni stendur fyrir utan heimili Öskubusku og þeytir í kóngalúður og auglýsir ball um kvöldið. Stjúpmóðirin, Rassmína og Öskubuska hlusta allar á hann.

Stjúpmóðirin snýr sér að Rassmínu og segir: Rassmína er voða glöð, klappar saman lófunum og segir með krafti:

- 54 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Öskubuska verður sorgmædd á svip, dæsir og segir svo:Stjúpmóðirin (með nefnið upp í loftið), strunsar framhjá Öskubusku og segir með fyrirlitningu: Rassmína gengur stolt á eftir móður sinni, brosir illkvittnislega og segir niðrandi:Öskubuska stendur ein eftir, grætur og segir með grátstafinn í kverkunum:

3. Þáttur – Í eldhúsinuTöfra... kemur inn og segir undurblítt:Öskubuska kinkar kolli til töfra.. og segir með gleði í röddinni:Töfra...kinkar kolli, brosir og segir vinalega:Öskubuska er nú að springa af gleði, hún hoppar, snýst í hringi og dansar og segir með eftirvæntingu:Töfra...gengur til Öskubusku, tekur í höndina á henni og segir ástúðlega:

4. Þáttur – DansleikurinnSögumaður:Nú er dansleikur í höllinni. Stjúpmóðirin, Rassmína, sendiboðinn og prinsinn myndarlegi eru á staðnum. Öskubuska kemur inn í danssalinn og allir horfa á hana með aðdáun. Hún er svo fögur.

Prinsinn stormar beint til Öskubusku, tekur í hönd hennar, kyssir létt á hana og hneigir sig. Segir með aðdáun í röddinni:Öskubuska roðnar og fer hjá sér, en svarar honum feimnislega en jafnframt glöð:Síðan dansar prinsinn við Öskubusku. Gestir syngja brúðarvalsinn. Prinsinn er yfir sig hrifinn af Öskubusku og starir á hana og dansar létt og lipurt.Hún starir líka á hann og svífur eftir dansgólfinu.

- 55 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Skyndilega slæ klukkan tólf slög...ding, ding...Öskubuska rífur sig frá prinsinum og segir í áhyggjufullum tón:

Síðan hleypur hún burt en tapar skónum á leiðinni. Pinsinn hleypur á eftir henni en gefst upp því hún hverfur skyndilega. En hann finnur skóinn hennar. Prinsinn stendur eftir einn og yfirgefinn. Allir eru farnir. Prinsinn er örvæntingarfullur og gengur fram og aftur um gólfið. Stoppar og hugsar en gengur svo fram og til baka á meðan hann tönnlast sífellt á þessari setningu:

5. Þáttur – Heima hjá ÖskubuskuHeima hjá Öskubusku er allt við það sama. Hún skúrar gólf en mæðgurnar tala saman. Sendiboðinn kemur og segist vera að leita að fagurri stúlku sem passi í þennan skó. Hann lítur spurnaraugum á þær allar og segir:Rassmína sest hratt á næsta stól og segir hátt og sjálfsöruggt:Sendiboðinn mátar skóinn á hana en kemur honum ekki á fótinn. Hann hristir höfuðið og segir:Stjúpmóðirin verður öskuill. Hún trampar í gólfið og segir reiðilega:Mæðgurnar verða báðar illar á svipinn og grípa í hendurnar á sendiboðanum, hvæsa á hann og segja:Rassmína reynir að rífa skóinn af sendiboðanum en tekst það ekki. Sendiboðinn tekur efti Öskubusku og tekur vingjarnlega í arm hennar og býður henni að setjast og máta skóinn. Og skórinn passar alveg á fót hennar. Sendiboðinn segir hárri og hvellri röddu:Þar næst býður sendiboðinn Öskubusku arminn og fer með hana í burtu. Skilja þau þessar heimskulegu mæðgur eftir.

6. Þáttur – Í höllinniÍ höllinni bíður prinsinn í öngum sínum. Sendiboðinn og Öskubuska koma til hallarinnar og sendiboðinn lítur stoltur á hana og segir:

- 56 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Prinsinn tekur í hönd Öskubusku og segir lukkulega:Öskubuska brosir blítt til prinsins og segir með blíðri röddu:

Prinsinn og Öskubuska standa saman og halda hvort utan um annað og hefja dansinn meðan allir í salnum syngja brúðarvalsinn.

Og þau lifðu hamingjusöm til æviloka.!!!

Heimild:

Sigríður Arndís Þórðardóttir sem var með mér í hóp notaði þennan leik sjálf í æfingakennslu með 6. bekk árið 2006.

- 57 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

Niðurlag

Eftir að hafa grúskað í leikjum af ýmsu tagi í þessu námskeiði og tekið þátt í umræðum á WebCT þá hef ég svo sannarlega orðið margs vísari um notkun leikja í skólastarfi. Í námskeiðinu hefur líka verið lögð áhersla á að vera gagnrýninn á leiki og velja leiki sem henta sem að ég held að sé mjög nauðsynlegt. Ógrynni af leikjum er á netinu en greinilega misjafnlega vandaðir og hafa ekki allir jafn mikið kennslufræðilegt gildi. Því verður að vanda valið. Það er ekki nokkur vafi í huga mér að eftir þátttöku mína í þessu námskeiði þá verða leikir mér mun hugleiknari í kennslu og ég verð ófeimin við að nota þá. Að auki þá er ég orðin leiknari í að leita af leikjum og er margs fróðari um hvað góður leikur þarf að innihalda.

- 58 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

HeimildaskráAlberto Munari. 2000. “Jean Piaget”. http://www.ibe.unesco.org/publications/ThinkersPdf/piagete.PDF [Sótt 20. janúar 2007.]

Fox, Jill Englebright. 2002. Back-to-Basics: Play in Early Childhood. http://www.earlychildhoodnews.com/earlychildhood/article_view.aspx?ArticleID=240 [Sótt 20. janúar 2007]

Ingvar Sigurgeirsson. 2005. Hugþroskaleikir. Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík.

Ingvar Sigurgeirsson. [Án árs]. “Leikjavefurinn.” http://www.leikjavefurinn.is/ [Sótt 18. janúar til 20. apríl 2007.]

Robert B. Westbrook. 1999. “John Dewey” http://www.ibe.unesco.org/publications/ThinkersPdf/deweye.PDF [Sótt 20. janúar 2007.]

The promise of play. 2000. http://www.directcinema.com/dcl/title.php?id=208&start=P Framleiðendur: Suart Brown og David Kennard

Vísnabókin. 1946. Símon Jóh. Ágústsson valdi myndirnar. Halldór Pétursson myndskeytti. Iðunn, Reykjavík.

Wardle, Francis. 2002. Play as Curriculum.http://www.earlychildhoodnews.com/earlychildhood/article_view.aspx?ArticleID=127 [Sótt 19. janúar 2007]

Eftirfarandi vefsíður voru notaðar við vinnslu námskeiðsins, og var efni tekið af þeim frá janúar til apríl 2007:http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=140http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=282 http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=81 http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=215

- 59 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=258 http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=217 http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=22 http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=35 http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=16 http://www.landsbanki.is/index.aspx?groupid=870 http://www.netrover.com/~kingskid/108.html http://www.kidspsych.org/index1.html http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=54 http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=283 http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=55 http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=163 http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=177 http://www.islendingafelagid.dk/gogn/proof3_hp_2005.pdf http://www.natmus.is/fraedsla/skemmtimenntun/adstokkvayfirsaudalegg/nr/114 http://is.wikibooks.org/wiki/Kveikjurhttp://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=167http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=76http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=75http://www.eyecanlearn.com/ http://www.eyecanlearn.com/#Visual%20Discriminationhttp://www.eyecanlearn.com/hidden%20pictures.htmhttp://www.eyecanlearn.com/closure.htm http://www.michaelbach.de/ot/mot_enigma/index.html http://www.freepuzzles.com/puzzles/PuzzlePage.asp?PuzzleNumber=Geom001&CategoryID=1 http://www.braingle.com/26902.htmlhttp://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=108

- 60 -

Leikir í skólastarfi Álfhildur Leifsdóttir

- 61 -