118
Vistvottunarkerfið BREEAM Greining á aðlögunarhæfni matskerfisins að íslenskum aðstæðum

LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

 

 

Vistvottunarkerfið  BREEAM  Greining  á  aðlögunarhæfni  matskerfisins    

að  íslenskum  aðstæðum  

 

Page 2: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

 

 

 

 

 

 

 

Vistvottunarkerfið  BREEAM  Greining  á  aðlögunarhæfni  matskerfisins  að  

 íslenskum  aðstæðum  

 

 

Olga  Árnadóttir    

 

 

 

 

 

 

Lokaverkefni  til  MS-­‐gráðu  í  Umhverfis-­‐  og  auðlindafræði  

Leiðbeinendur:    

Dr.  Lára  Jóhannsdóttir,  lektor  

Helga  Jóhanna  Bjarnadóttir,  efnaverkfræðingur  hjá  EFLU  verkfræðistofu  

 

 

Viðskiptafræðideild  

Félagsvísindasvið  Háskóla  Íslands

Júní  2017

Page 3: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

iii  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vistvottunarkerfið  BREEAM.  Greining  á  aðlögunarhæfni  matskerfisins  að  íslenskum  aðstæðum.    Þessi  ritgerð  er  30  ETCS  eininga  lokaverkefni  til  MS  prófs  í  Umhverfis-­‐  og  auðlindafræði  frá  Viðskiptafræðideild  Háskóla  Íslands    ©  2017  Olga  Árnadóttir  Ritgerðina  má  ekki  afrita  nema  með  leyfi  höfundar.    Prentun:  Háskólaprent  ehf.  Reykjavík,  2017    

Page 4: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

iv  

Formáli  

Skrif  á  meistararitgerð  og  framkvæmd  rannsóknar  sem  þessarar  er  umtalsverð  vinna  sem  

krefst   einbeitingar   og   skipulags.   Slíkt   verkefni   verður   ekki   til   fyrir   tilstuðlan   einnar  

manneskju,  það  eru  iðulega  ýmsir  hlutaðeigandi  aðilar  sem  koma  að  ferlinu  á  einn  eða  

annan   hátt.   Góð   leiðsögn   er   undirstaða   þess   að   ferli   sem   þetta   gangi   upp   á   sem  

farsælastan  hátt.  

Fyrst  og  fremst  langar  mig  að  þakka  leiðbeinendum  mínum  þeim  Láru  Jóhannsdóttur  

og  Helgu  Jóhönnu  Bjarnadóttur   fyrir  góða   leiðsögn  og  stuðning  meðan  á  skrifum  stóð.  

Láru  vil  ég  þakka  sérstaklega  fyrir  hvatningu  og  hjálp  við  mótun,  uppbyggingu,  efnistök  og  

frágang   ritgerðarinnar.   Þekking   hennar   og   reynsla   á   rekstri   og   viðskiptaháttum,  

samfélagsábyrgð   fyrirtækja,   aðferðafræði   og   fleiru   reyndist  mér   góður   vegvísir.   Helgu  

Jóhönnu  vil  ég  þakka  sérstaklega  fyrir  fræðslu  og  hjálp  varðandi  BREEAM  og  notkun  þess  

á  Íslandi,  sem  ég  þekkti  lítið  til  áður  en  skrif  hófust.  Reynsla  hennar  og  þekking  á  kerfinu  

og   íslenskum   byggingariðnaði   hjálpuðu   mér   við   að   móta   áherslur   og   umfang  

tilviksrannsóknarinnar  og  gerðu  mig  staðfastari  í  að  þörf  væri  á  að  rannsaka  innleiðingu  

BREEAM   á   Íslandi.   Þá   kann   ég   þeim   báðum   bestu   þakkir   fyrir   vandaðan   yfirlestur   og  

gagnlegar   athugasemdir.   Sigfús   Helgi   Kristinsson   á   einnig   þakkir   skyldar   fyrir  

fagmannlegan   prófarkalestur   á   ritgerðinni.   Viðmælendunum   fimm   sem   tóku   þátt   í  

rannsókninni  vil  ég  einnig  þakka  kærlega  fyrir  jákvætt  viðmót  og  að  vera  til  í  að  veita  mér  

innsýn   í   þeirra   reynsluheim   og   framtíðarsýn.   Án   þeirra   framlags   hefði   lítið   orðið   úr  

rannsókninni.    

Síðast  en  ekki  síst  vil  ég  þakka  mínum  nánustu  fyrir  hvatningu  og  umburðarlyndi  í  

minn  garð  meðan  á  skrifum  stóð.  Mamma  og  pabbi  eiga  sérstakar  þakkir  skyldar  fyrir  allan  

stuðninginn  og  aðstöðuna   í  Kúldshúsi  meðan  á  stærstum  part  skrifa  stóð,  ómetanlegt.  

Takk.

Page 5: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

v  

Útdráttur  

Áhrif   loftslagsbreytinga  eru  ótvíræð.  Greina  má  áhrifin  hvarvetna   í  heiminum  en   losun  

gróðurhúsalofttegunda  út  í  andrúmsloftið  hefur  aldrei  mælst  meiri  en  um  þessar  mundir.  

Tölur  sýna  að  rekja  megi  um  helming  auðlindanýtingar  og  allt  að  30-­‐40%  orkunotkunar  og  

útblásturs   til   byggingariðnaðarins,   sem   gerir   hann   að   þeim   iðnaði   sem   losar   mest   af  

gróðurhúsalofttegundum   á   heimsvísu.   Sjálfbær   þróun   í   byggingariðnaðinum   er   ein   af  

stóru   áskorunum   samtímans   og   getur   falið   í   sér   margskonar   ávinning   fyrir   menn   og  

umhverfi.  Til  að  svara  þessari  þörf  hefur  þróun  og  notkun  svokallaðra  vistvottunarkerfa  

færst  í  aukana.  Vistvottunarkerfi  fyrir  byggingar  og  skipulag  eru  matstæki  sem  stuðla  að  

því  að  markmið  um  sjálfbæra  þróun  náist  við  byggingarframkvæmdir.    

Viðfangsefni  þessarar   rannsóknar  er  breska  vistvottunarkerfið  BREEAM.  BREEAM  er  

fyrsta   vistvottunarkerfið   fyrir   byggingar   og   skipulag   sem   tekið   var   í   notkun   á   Íslandi.  

Markmið  rannsóknarinnar  er  tvíþætt.  Annars  vegar  að  útskýra  uppbyggingu  og  eiginleika  

BREEAM.  Hins  vegar  að  varpa  ljósi  á  aðlögun  kerfisins  að  íslenskum  aðstæðum,  sem  er  

gert  með  því  að  framkvæma  tilviksrannsókn  á  íslenskum  byggingariðnaði.  Meginmarkmið  

tilviksrannsóknarinnar   er   að   draga   fram   álit   og   reynslu   fagaðila   í   byggingariðnaðinum  

hvað  varðar  innleiðingu  BREEAM  á  Íslandi.  Einnig  að  greina  hvaða  hindranir  og  hvatar  eru  

í  byggingariðnaðinum  hérlendis  með  tilliti  til  þeirra  krafna  sem  settar  eru  fram  í  BREEAM.  

Rannsóknin   byggir   á   eigindlegri   aðferðafræði.   Rannsóknargagna   er   aflað  með   hálf-­‐

stöðluðum  viðtölum  við  fimm  fagaðila  sem  starfa  innan  byggingariðnaðarins  á  Íslandi  og  

hafa   komið   að   BREEAM   vottuðum   verkefnum   hérlendis.   Tólf  meginþemu   voru   greind    

með  innihaldsgreiningu.  Þemun  eru:  persónuleg  reynsla  af  BREEAM,  hvatar  fyrir  aðlögun  

BREEAM  á  Íslandi,  hindranir  fyrir  aðlögun  BREEAM  á  Íslandi,  hönnun  og  ákvarðanataka,  

félagsleg   áhrif   BREEAM,   vottun,   fræðsla   og   miðlun,   þverfræðilegt   samtal,  

umhverfisáhrifaflokkar   og   tæknileg   atriði,   virði   BREEAM,   íslensk   útgáfa   af   BREEAM  og  

umbætur   og   frekari   aðlögun   BREEAM   að   íslenskum   aðstæðum.   Í   umræðukafla  

rannsóknar   er   stuðst   við   þemagreininguna   til   að   svara   rannsóknarspurningum.   Þá   eru  

svörin  við  rannsóknarspurningunum  einnig  borin  saman  við  niðurstöður  þeirra  erlendu  

rannsókna  sem  gert  var  grein  fyrir  í  fræðilega  hluta  rannsóknar.  

Page 6: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

vi  

Niðurstöður  rannsóknarinnar  varpa  ljósi  á  innleiðingu  og  notkun  BREEAM  á  Íslandi  og  

áhrif  kerfisins  á  fagfólk  innan  byggingariðnaðarins.  Þær  gefa  vísbendingar  um  það  hvernig  

BREEAM  hentar   íslenskum  aðstæðum  og  hvort  aðlaga  þurfi  kerfið  betur  að  hérlendum  

aðstæðum.  Einnig  gefa  niðurstöðurnar  innsýn  í  þær  hindranir  og  hvata  sem  fyrirfinnast  í  

íslenskum   byggingariðnaði   hvað   varðar   þær   kröfur   sem   gerðar   eru   í   BREEAM.   Þannig  

stuðlar  rannsóknin  að  þekkingarsköpun  og  umræðu  varðandi  sjálfbærar  aðferðir   innan  

byggingariðnaðarins   á   Íslandi   og   gefur   vísbendingar   um   það   hvar   þurfi   að   gera   betur  

varðandi   umhverfismál   í   byggingariðnaðinum   almennt.   Það   skortir   rannsóknir   á  

vistvottunarkerfum  og  notkun  þeirra  á  Íslandi.  Fræðilegt  gildi  rannsóknarinnar  er  að  þróa  

tillögur  til  frekari  athugana/rannsókna  á  viðfangsefninu.    

 

Lykilorð:   BREEAM,   umhverfisvottun,   aðlögun,   sjálfbær   þróun,   loftslagsbreytingar,  

samfélagsábyrgð,  byggingariðnaður,  græn  bygging,  sjálfbær  bygging    

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Page 7: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

vii  

Abstract  

Earth's  climate  is  changing,  with  the  global  temperature  constantly  rising.  The  impacts  of  

climate  change  are  happening  worldwide.  According  to  statistics,  30–40%  of  all  primary  

energy  in  the  world  is  used  for  buildings  and  the  sector  is  held  responsible  for  40–50%  of  

green  house  gas  emissions.  Sustainability  is  therefore  a  pressing  concern  for  this  sector  

and  can  have  various  benefits  for  mankind  and  nature  if  issues  related  to  the  sector  are  

solved.   To   address   this   need   the   utilization   of   comprehensive   environmental   building  

assessment  systems  within   the  sector  have   increased   lately.  Such  assessment  systems  

provide  a  comprehensive  assessment  of  the  environmental  characteristics  of  a  building  

using  a  common  and  verifiable  set  of  criteria  to  achieve  higher  environmental  standards.  

The   subject   of   this   paper   is   the   British   environmental   assessment   system  BREEAM  

(Building  Research   Establishment   Environmental  Assessment  Method).   BREEAM   is   the  

most  common  building  assessment  method  used  in  Iceland  so  far  and  the  first  one  that  

was  adapted  within  the  Icelandic  building  industry.  The  aim  of  the  paper  is  twofold.  First,  

to  explain  the  structure  and  characteristic  of  BREEAM.  Second,  to  analyse  how  BREEAM  

has  been  adapted  within  the  Icelandic  building  industry  by  conducting  a  case  study.  The  

main   aim   of   the   case   study   is   to   highlight   the   professions   opinions   and   experience  

regarding  the  adoption  of  BREEAM,  and  to  analyse  the  main  drivers  and  hindrances  that  

can  be  found  within  the  Icelandic  building  industry  regarding  the  BREEAM  standards.  

This  paper  is  based  on  qualitative  research  methods.  Five  semi-­‐structured  interviews,  

with  construction  professionals  familiar  with  the  adaption  of  BREEAM  in  Iceland,  were  

conducted.  Twelve  key  themes  were  identified  using  content  analysis,  they  are:  personal  

experience  with  BREEAM,  drivers  for  the  adaption  of  BREEAM  in  Iceland,  hindrances  for  

the  adaption  of  BREEAM  in  Iceland,  design  and  decision  making,  social  effects  of  BREEAM,  

certification,   education   and   dissemination,   interdisciplinary   discourse,   environmental  

categories   and   technical   issues,   value   of   BREEAM,   Icelandic   version   of   BREEAM   and  

improvements  and  further  adaption  of  BREEAM  in  Iceland.  In  the  discussions  chapter  the  

themes  are  used  to  help  out  answering   the  research  questions.  The  answers  are   then  

compared  to  other  research  findings  on  related  topic  that  were  accounted  for  earlier  in  

the  research.  

Page 8: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

viii  

The  results  shed  light  on  the  adaption  and  use  of  BREEAM  within  the  Icelandic  building  

industry   and   it  ́s   effects   on   construction   professionals.   The   results   also   provide   ideas  

about  the  the  main  drivers  and  hindrances  that  can  be  found  within  the  Icelandic  building  

industry  regarding  the  adoption  of  BREEAM.  The  research  seeks  to  explain  and  contribute  

to   understanding   and   discourse   about   BREEAM   and   sustainable   development   in   the  

building   industry   in   general   and   points   out   where   there   are   gaps   for   improvements  

concerning   environmental   affairs   in   the   Icelandic   building   industry.   Research   on  

environmental  assessment  systems  are  lacking  in  Iceland,  thus  the  theoretical  aim  of  this  

study  is  to  propose  further  studies  related  to  the  research  topic.      

 

Keywords:   BREEAM,   environmental   assessment   systems,   adaption,   sustainable  

development,   climate   change,   corporate   social   responsibility,   building   industry,   green  

building,  sustainable  building    

 

 

 

 

 

 

Page 9: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

ix  

Efnisyfirlit  

Myndaskrá  .............................................................................................................  xi  

Töfluskrá  ................................................................................................................  xi  

1   Inngangur  .........................................................................................................  1  

1.1   Markmið,  rannsóknaraðferð  og  rannsóknarspurningar  .......................................  3  

1.2   Fræðilegt  gildi  rannsóknar  ..................................................................................  4  

1.3   Uppbygging  ritgerðar  ..........................................................................................  5  

2   Fræðileg  umfjöllun  ...........................................................................................  7  

2.1   Sjálfbær  þróun  –  skilgreining  ...............................................................................  7  

2.2   Græn  bygging/sjálfbær  bygging  ..........................................................................  9  

3   Samfélagsábyrgð  fyrirtækja  og  byggingariðnaður  ...........................................  12  

3.1   Samfélagsábyrgð  fyrirtækja  ..............................................................................  12  

3.1.1   Saga  samfélagsábyrgðar  ................................................................................  13  

3.1.2   Staða  samfélagsábyrgðar  á  Íslandi  .................................................................  14  

3.2   Byggingariðnaður  og  loftslagsmál  .....................................................................  16  

3.2.1   Samfélagsábyrgð  í  byggingariðnaði  ...............................................................  18  

3.3   Vistvottunarkerfi  fyrir  byggingar  .......................................................................  20  

4   Vistvottunarkerfið  BREEAM  ...........................................................................  24  

4.1   Upphaf  og  markmið  ..........................................................................................  24  

4.2   Alþjóðlegi  hluti  BREEAM  ...................................................................................  27  

4.3   Uppbygging  BREEAM  ........................................................................................  27  

4.3.1   Vottun  ............................................................................................................  31  

4.4   Erlendar  rannsóknir  á  BREEAM  .........................................................................  32  

4.4.1   Virði  BREEAM  .................................................................................................  32  

4.4.2   Áhrif  BREEAM  á  fagfólk,  notendur  bygginga  og  byggingarframkvæmdir  ......  37  

4.4.3   Aðlögun  BREEAM-­‐NOR  í  Noregi  .....................................................................  41  

4.5   Notkun  og  aðlögun  BREEAM  á  Íslandi  ...............................................................  43  

5   Rannsóknaraðferð  ..........................................................................................  47  

5.1   Viðtöl  ................................................................................................................  48  

5.2   Framkvæmd  rannsóknar  ...................................................................................  49  

5.2.1   Markmið  rannsóknar  .....................................................................................  49  

Page 10: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

x  

5.2.2   Áreiðanleiki  gagna  ..........................................................................................  50  

5.2.3   Val  á  viðmælendum  .......................................................................................  50  

5.2.4   Viðtöl  ..............................................................................................................  52  

5.3   Greining  gagna  ..................................................................................................  52  

6   Niðurstöður  ...................................................................................................  53  

6.1   Persónuleg  reynsla  af  BREEAM  ..........................................................................  53  

6.2   Hvatar  fyrir  aðlögun  BREEAM  á  Íslandi  ..............................................................  55  

6.3   Hindranir  fyrir  aðlögun  BREEAM  á  Íslandi  ..........................................................  57  

6.4   Hönnun  og  ákvarðanataka  ................................................................................  60  

6.5   Félagsleg  áhrif  BREEAM  ....................................................................................  62  

6.6   Vottun  ..............................................................................................................  63  

6.6.1   Hlutverk  matsmannsins  .................................................................................  64  

6.7   Fræðsla  og  miðlun  ............................................................................................  65  

6.8   Þverfræðilegt  samtal  .........................................................................................  66  

6.9   Umhverfisáhrifaflokkar  og  tæknileg  atriði  .........................................................  67  

6.9.1   Tæknileg  atriði  sem  krefjast  úrbóta  ...............................................................  68  

6.10   Virði  BREEAM  ...................................................................................................  70  

6.11   Íslensk  útgáfa  af  BREEAM  ..................................................................................  72  

6.12   Umbætur  og  frekari  aðlögun  BREEAM  að  íslenskum  aðstæðum  ........................  75  

7   Umræður  .......................................................................................................  79  

7.1   Rannsóknarspurningum  svarað  .........................................................................  79  

7.2   Annmarkar  rannsóknar  og  mögulegt  framhald  ..................................................  90  

8   Lokaorð  ..........................................................................................................  92  

Heimildaskrá  .........................................................................................................  95  

Viðauki  A  ............................................................................................................  105  

 

 

 

Page 11: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

xi  

Myndaskrá  

Mynd  1.  Vistferill  byggingar  (Irish  Green  Building  Council,  e.d)………………………………….16  

Mynd  2.  Hagsmunaaðilar  og  viðskiptatengsl  í  byggingariðnaði  (UNEP,  2014,  bls.  18)..19  

Mynd  3.  Níu  umhverfisáhrifaflokkar  BREEAM  (Parker,  2012,  bls.1)…..……………………..28  

Mynd  4.  Vægi  þriggja  þátta  sjálfbærrar  þróunar  í  BREEAM  (Parker,  2012,  bls.  15).......34  

Mynd  5.  Efnahagslegur  ávinningur  BREEAM  (Parker,  2012,  bls.18)…………………………..35  

Mynd  6.  Áhrif  BREEAM  á  verkefni  (Parker,  2012,  bls.  21)…………………………………………..36  

Mynd  7.  Framhaldsskólinn  í  Mosfellsbæ  (A2F  Arkitektar,  2017)..................................45  

Mynd  8.  Snæfellsstofa  Vatnajökulsþjóðgarði  (FSR,  2017)............................................46  

Mynd  9.  Sjúkrahótelið,  Landsspítali  Hringbraut  (Gláma-­‐Kím  Arkitektar,  2017)..........  46  

Mynd  10.  Fangelsið  á  Hólmsheiði  (FSR,  2017)..............................................................46  

 

Töfluskrá  

Tafla  1.  Helstu  hvatar  í  íslenskum  byggingariðnaði  með  tilliti  til  þeirra  krafna  sem  settar  

eru  fram  í  BREEAM,  að  mati  viðmælenda  rannsóknar.................................................83  

Tafla  2.    Helstu  hindranir  í  íslenskum  byggingariðnaði  með  tilliti  til  þeirra  krafna  sem  settar  

eru  fram  í  BREEAM,  að  mati  viðmælenda  rannsóknar.................................................  86  

 

 

 

 

 

 

 

 

Page 12: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

1  

1    Inngangur    

Við  lifum  á  tímum  loftslagsbreytinga  sem  hafa  þær  afleiðingar  í  för  með  sér  að  hnattræn  

hlýnun  fer  vaxandi.  Milliríkjanefnd  Sameinuðu  þjóðanna  um  loftslagsbreytingar  IPCC  (The  

Intergovernmental   Panel   on   Climate   Change)   gefur   út   úttektarskýrslu   á   nokkurra   ára  

fresti   þar   sem   vísindaleg   þekking   á   loftslagsbreytingum   er   tekin   saman.   Samkvæmt  

nýjustu   skýrslu   nefndarinnar   eru   áhrif   loftslagsbreytinga   ótvíræð   og   má   greina   þau  

hvarvetna  í  heiminum.  Hnattræn  hlýnun  hefur  nú  þegar  haft,  og  mun  áfram  hafa,  víðtæk  

áhrif   á   menn   og   náttúru   (IPCC,   2015).   Athafnir   manna   spila   stóran   þátt   í   þeim  

loftslagsbreytingum  sem  við  stöndum  frammi  fyrir  og  er  brennsla  á  jarðefnaeldsneyti  einn  

veigamesti  áhrifaþátturinn  hvað  varðar  losun  gróðurhúsalofttegunda  út  í  andrúmsloftið  

(IPCC,   2015).   Þessa   losun   af  mannavöldum  má   að   stórum  hluta   rekja   til   efnahags-­‐   og  

mannfjöldaþróunar   í   heiminum   undanfarna   áratugi,   en   losun   gróðurhúsalofttegunda  

hefur  aldrei  mælst  meiri  en  nú  (IPCC,  2015;  Younger,  Morrow,  Vindigni  og  Dannenberg,  

2008).    

Byggingariðnaðurinn  einn  og  sér  hefur  margvísleg  áhrif  á  menn  og  umhverfi.  Byggingar  

nýta  töluvert  magn  orku  og  hefur  byggingariðnaðurinn  afgerandi  áhrif  á  auðlindanýtingu  

í  heiminum  (Younger  o.fl.,  2008).  Hönnun  bygginga,  staðsetning,  efnisnotkun  og  orku-­‐  og  

vatnsnotkun   íbúa   hefur   mikið   að   segja   varðandi   losun   gróðurhúsalofttegunda   út   í  

andrúmsloftið   (Younger   o.fl.,   2008).   Tölur   sýna   að   rekja   megi   um   helming  

auðlindanýtingar  og  allt  að  30-­‐40%  orkunotkunar  og  útblásturs  gróðurhúsalofttegunda  til  

byggingariðnaðarins,   sem   gerir   hann   að   þeim   iðnaði   sem   losar   mest   af   gróðurhúsa-­‐

lofttegundum  á  heimsvísu  (UNEP-­‐SBCI,  2014;  UNEP,  2011).    Þessar  tölur  sýna  að  vistspor  

byggingariðnaðarins  er  stórt  og  undirstrikar  jafnframt  mikilvægi  umhverfisvænni  lausna  í  

iðnaðinum.  

Sjálfbær  þróun  í  byggingariðnaðinum  er  ein  af  stóru  áskorunum  samtímans  og  getur  

falið   í   sér   margs   konar   ávinning   ef   tekist   er   á   við   vandann   (UNEP-­‐SBCI,   2014).   Slíkar  

áherslur   eru   til   þess   fallnar   að  draga  úr  orkunotkun,   auka   líftíma  og  draga  úr   viðhaldi  

bygginga,  minnka  eiturefnanotkun  og  stuðla  að  heilnæmu  umhverfi  (UNEP-­‐SBCI,  2014).  

Sjálfbær  þróun  er  aðkallandi  verkefni  í  þessum  iðnaði,  líkt  og  í  flestum  atvinnugreinum  nú  

Page 13: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

2  

til  dags.  Frekari  þróun   í  byggingariðnaðinum  krefst  nýrri  og  skilvirkari   lausna  sem  geta  

mætt  ört   vaxandi   samfélögum  og  byggðaþróun   (Celik,   2013).   Til   að   svara  þessari   þörf  

hefur   notkun   svokallaðra   vistvottunarkerfa   færst   í   aukana   undanfarið   (Celik,   2013).  

Vistvottunarkerfi  fyrir  byggingar  og  skipulag  eru  skilvirk  matstæki  sem  stuðla  að  því  að  

markmið  um  sjálfbæra  þróun  náist  við  byggingarframkvæmdir  (Celik,  2013).  Kerfin  skapa  

viðmiðunarramma   um   það   hvað   teljist   vistvænt   mannvirki/skipulag   og   stuðlar   að  

sjálfbærri  þróun  innan  byggingariðnaðarins  (Ding,  2008).  Vistvottunarkerfi  eru  þróuð  með  

það   í   huga   að   draga   úr   efnisnotkun   og   neikvæðum   umhverfisáhrifum   á   öllum   stigum  

vistferils  bygginga  (Celik,  2013).  Notkun  slíkra  kerfa  getur  því  haft  margs  konar  ávinning  í  

för  með  sér  fyrir  verkefni  og  þá  sem  standa  að  verkefnum  (Ding,  2008).  Vottunarkerfin  

hjálpa  til  við  stjórnun  og  skipulagningu,  stuðla  að  agaðri  vinnubrögðum  og  þverfræðilegu  

samtali  meðal  þeirra  sem  koma  að  byggingarframkvæmdum  (Ding,  2008).    

Fyrsta  heildstæða  vistvottunarkerfið  fyrir  byggingar  og  skipulag  sem  kom  á  markað  var  

BREEAM  (Building  Research  Establishment  Environmental  Assessment  Method).  BREEAM  

var   þróað   og   sett   á   laggirnar   í   Bretlandi   árið   1990   og   er   í   dag   á  meðal   útbreiddustu  

vistvottunarkerfa  heims  (BREEAM,  2017a;  Larsson,  1998).  BREEAM  er  þó  langt  því  frá  eina  

vistvottunarkerfið   á   markaði.   Frá   því   að   BREEAM   kom   á   markað   hefur   þróun  

vistvottunarkerfa  verið  ör  og  í  dag  má  finna  breytileg  kerfi  sem  hafa  verið  þróuð  fyrir  ólík  

svæði  og  fyrir  mismunandi  gerðir  bygginga  (Cole,  2005;  Bragança,  Mateus  og  Koukkari,  

2010;   Darko   og   Chan,   2016).   Samt   sem   áður   skortir   rannsóknir   á   vistvottunarkerfum  

(Haapio   og   Viitaniemi,   2008;   Zuo   og   Zhao,   2014;   Li,   Chen,   Wang,   o.fl.,   2017).   Slíkar  

rannsóknir   eru   mikilvægur   liður   í   framþróun   kerfanna   og   frekari   staðlavinnu   á   sviði  

bygginga  (Haapio  og  Viitaniemi,  2008;  Kim,  Oh  og  Kim,  2013).  Þau  vistvottunarkerfi  sem  

eru  á  markaði  eru  misfær  um  að  endurspegla  sjálfbærni  bygginga,  því  er  nauðsynlegt  að  

endurmeta  og  betrumbæta  þá  staðla  og  aðferðir  sem  kerfin  miðla  reglulega  til  þess  að  

auka  trúverðugleika  og  koma  í  veg  fyrir  stöðnun  kerfanna  (Kim,  Oh  og  Kim,  2013).  Kanna  

þarf  betur  uppbyggingu  kerfanna  og  virkni,  og  hvað  megi  betur  fara  við  útfærslu  þeirra  

(Haapio  og  Viitaniemi,  2008;  Kim,  Oh  og  Kim,  2013;  Zuo  og  Zhao,  2014;  Li,  Chen,  Wang,  

o.fl.,  2017)    

Page 14: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

3  

1.1   Markmið,  rannsóknaraðferð  og  rannsóknarspurningar    Í   rannsókninni   er   breska   vistvottunarkefið   BREEAM   tekið   til   greiningar.   Markmið  

rannsóknarinnar   er   tvíþætt.   Annars   vegar   að   útskýra   uppbyggingu   og   eiginleika  

vistvottunarkerfisins  BREEAM.  Hins  vegar  að  varpa  ljósi  á  aðlögun  og  notkun  kerfisins  á  

Íslandi,  sem  er  gert  með  því  að  framkvæma  tilviksrannsókn  á  íslenskum  byggingariðnaði.  

Rannsóknin  skiptist  því  í  fræðilega  umfjöllun  og  tilviksrannsókn.    

Fræðilega   umfjöllunin   um  BREEAM   inniheldur   heimildagreiningu   á   kerfinu   þar   sem  

leitast  er  við  að  útskýra  kerfið.  Byggt  er  á  heimildum  frá  eigendum  kerfisins,  BRE  Global  

Ltd.,  nýlegum  erlendum  rannsóknum  á  kerfinu  og  þeim  gögnum  sem  eru  aðgengileg  um  

notkun  BREEAM  á   Íslandi.  Markmiðið  er  að  útskýra  uppbyggingu,  eiginleika  og   rekstur  

kerfisins  á  ítarlegan  hátt,  auk  þess  að  gera  grein  fyrir  því  hvaða  ávinning  kerfið  hefur  í  för  

með  sér  og  hvað  má  betur  fara  við  útfærslu  þess  og  notkun.  

Markmiðið  með  framkvæmd  tilviksrannsóknar  er  að  varpa  ljósi  á  aðlögun  og  notkun  

BREEAM  kerfisins  á  Íslandi.  Rannsóknin  er  tilviksrannsókn  (e.  case  study)  á  tilteknu  tilviki.  

Til  þess  að  skilja  eðli  slíkra  rannsókna  er  ágætt  að  styðjast  við  skilgreiningu  Yins  (2009)  á  

hugtakinu.  Samkvæmt  Yin  (2009)  er  tilviksrannsókn  hentug  þegar  rannsaka  á  aðstæður  

eða  fyrirbæri  sem  gefa  ekki  endilega  skýrar  niðurstöður.  Markmið  rannsakanda  er  því  að  

þróa  tillögur  til  frekari  athugana/rannsókna  á  viðfangsefninu.  Þessi  rannsókn  fellur  undir  

slíkt   rannsóknarsnið   að   því   leyti   að   hún   leitast   við   að   útskýra   ákveðið   viðfangsefni   í  

rauntíma,  sem  er  í  þessu  tilviki  vistvottunarkerfið  BREEAM  og  aðlögun  þess  að  íslenskum  

aðstæðum.   Viðfangsefni   rannsóknarinnar   afmarkast   við   hérlendar   aðstæður   og  

viðmælendur  rannsóknarinnar,  sem  varpa  ljósi  á  þær  aðstæður.      

Rannsóknargagna   er   aflað  með   fimm  hálf-­‐stöðluðum   viðtölum   við   aðila   sem   starfa  

innan  byggingariðnaðarins  á  Íslandi  og  hafa  komið  að  BREEAM  vottuðum  verkefnum  hér  

á   landi.   Meginmarkmið   tilviksrannsóknarinnar   er   að   draga   fram   álit,   reynslu   og  

framtíðarsýn  fagaðila   í  byggingariðnaðinum  hvað  varðar  aðlögun  og  notkun  BREEAM  á  

Íslandi.  Einnig  að  greina  hvaða  hindranir  og  hvatar  eru   í  byggingariðnaðinum  hérlendis  

með  tilliti  til  þeirra  krafna  sem  settar  eru  fram  í  BREEAM  kerfinu,  og  reyna  þannig  að  varpa  

ljósi   á   það   hvernig   BREEAM   hentar   íslenskum   aðstæðum   og   hvort   aðlaga   þurfi   kerfið  

betur.   Þá   er   kerfið   skoðað   sem   félagslegt   tæki   og   hvaða   áhrif   það   hefur   á   þau  

verkefnateymi  sem  vinna  að  BREEAM  vottuðum  verkefnum  hérlendis.  Ítarlegar  er  fjallað  

Page 15: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

4  

um  rannsóknaraðferðina  í  fimmta  kafla  þar  sem  gert  er  grein  fyrir  rannsóknaraðferðum  

og  vali  á  þeim.    

 

Leitast  verður  við  að  svara  eftirfarandi  rannsóknarspurningum  í  rannsókninni:    

 

•   Hvernig  hentar  vistvottunarkerfið  BREEAM  til  þess  að  stuðla  að,  útfæra  og  meta  

sjálfbærar  lausnir  í  íslenskum  byggingariðnaði?    

 

•   Hverjir  eru  helstu  hvatarnir  í  íslenskum  byggingariðnaði  með  tilliti  til  þeirra  krafna  

sem  settar  eru  fram  í  vistvottunarkerfinu  BREEAM?  

 

•   Hverjar  eru  helstu  hindranirnar   í   íslenskum  byggingariðnaði  með   tilliti   til  þeirra  

krafna  sem  settar  eru  fram  í  vistvottunarkerfinu  BREEAM?  

 

•   Hvernig  áhrif  hefur  BREEAM  á  fagaðila   í  byggingariðnaði  og  verkefnateymi  sem  

vinna  að  BREEAM  vottuðum  byggingum  á  Íslandi?    

 

1.2   Fræðilegt  gildi  rannsóknar  Rannsóknin  er  sú  fyrsta  sinnar  tegundar  á  Íslandi.  Engin  sambærileg  viðtalsrannsókn  hefur  

verið  framkvæmd,  eftir  því  sem  rannsakandi  best  veit,  sem  miðar  að  því  að  kanna  álit  og  

reynslu   fagaðila   í   byggingariðnaði   á   vistvottunarkerfinu   BREEAM   og   innleiðingu   þess  

hérlendis.  Lítið  hefur  verið  skrifað  um  BREEAM  á  Íslandi  fram  til  þessa  þar  sem  notkun  

kerfisins  er  tiltölulega  nýtilkomin.  Því  er  ekki  við  fyrirfram  gefnar  kenningar  og  niðurstöður  

að  styðjast,  að  undanskilinni  einni  rannsókn  sem  hefur  verið  gerð  á  BREEAM  hér  á  landi.  

Um   er   að   ræða   skýrslu   starfshóps   Vistbyggðarráðs   Íslands   um   vottunarkerfi   fyrir  

byggingar  sem  unnin  var  fyrir  styrk  frá  Umhverfisráðuneytinu,  og  gefin  var  út  árið  2013.  

Vistbyggðarráð  Íslands  er  sameiginlegur  vettvangur  fyrir  þróun  á  vistvænum  áherslum  í  

mannvirkjagerð  og  skipulagi  hér  á  landi.  Öll  fyrirtæki,  stofnanir  og  sveitarfélög  geta  verið  

aðilar   í   Vistbyggðarráði   (Vistbyggðarráð,   2017).   Skýrslan   inniheldur   greiningu   á  

Page 16: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

5  

hagkvæmni  og  aðlögunarhæfni  erlendra  vottunarkerfa  fyrir  íslenskan  byggingariðnað.  Þar  

eru  ólík  kerfi  borin  saman,  þar  á  meðal  BREEAM.  Skýrsla  þessi  kom  að  góðum  notum  við  

gerð  þessarar  rannsóknar.    

 Samkvæmt  ofangreindri  skýrslu  starfshóps  Vistbyggðarráðs  (2013)  þurfa  Íslendingar  

að  stuðla  að  sjálfbærri  þróun  í  byggingariðnaðinum  með  því  að  þróa  betri  leiðbeiningar  

hvað  varðar  ýmis  öryggis-­‐  og  umhverfisvandamál  í  byggingariðnaði.  Það  þarf  að  fylla  upp  

í   ákveðnar   eyður   á   þessu   sviði   og   þróa   samhæfðari   aðferðir   eins   og   þekkjast   víða   í  

nágrannalöndum  okkar   (Vistbyggðarráð,   2013).  Ætlunin   er   að   þessi   rannsókn   leggi   að  

mörkum   ákveðnar   vísbendingar   um   hvar   þessar   eyður   er   helsta   að   finna   varðandi  

innleiðingu   BREEAM   á   Íslandi,   og   hvar   þurfi   að   gera   betur   varðandi   umhverfismál   í  

byggingariðnaðinum   almennt.   Rannsókninni   er   einnig   ætlað   að   stuðla   að   auknum  

skilningi  fagaðila  og  almennings  á  vistvottunarkerfinu  BREEAM,  hvernig  kerfið  virkar  og  

hvað  getur  áunnist  með  notkun  kerfisins  og  frekari  aðlögun  þess  að  íslenskum  aðstæðum.  

Segja  má  að  fræðilegt  gildi  rannsóknarinnar  felist  í  því  að  varpa  ljósi  á  notkun  BREEAM  í  

íslenskum   aðstæðum.   Rannsókninni   er   ætlað   að   leggja   til   nýja   þekkingu   og   hagnýtar  

niðurstöður  fyrir  íslenskan  byggingariðnað  hvað  það  varðar.      

Rannsóknin  er  einnig  innlegg  í  umræðu  og  aukna  vitundarvakningu  um  umhverfismál  

og  vistvænar  áherslur  í  byggingariðnaðinum  á  Íslandi  almennt.  Rannsóknin  ætti  að  nýtast  

stjórnvöldum  við  stefnumótun  verði  farið  í  að  þróa  íslenska  útgáfu  af  BREEAM  á  komandi  

árum,  eða  hjálpa  til  við  að  taka  slíka  ákvörðun.  Hún  ætti  einnig  að  geta  nýst  þeim  sem  

starfa  innan  byggingariðnaðarins  og  langar  til  að  kynna  sér  BREEAM  og  uppbyggingu  þess.  

En   fyrst   og   síðast   er   tilgangur   rannsóknarinnar   að   varpa   ljósi   á   aðlögun   BREEAM   að  

íslenskum  aðstæðum  og   leggja  af  mörkum  til  þekkingarsköpunar  og  umræðu  varðandi  

sjálfbærar   aðferðir   innan   byggingariðnaðarins,   í   þeirri   viðleitni   að   ná   árangri   í   átt   að  

aukinni  sjálfbærni  og  frekari  aðlögun  BREEAM  hér  á  landi.  

1.3   Uppbygging  ritgerðar  Á  eftir  inngangi,  í  öðrum  kafla,  er  gerð  grein  fyrir  fræðilegum  grunni  rannsóknarinnar  sem  

er   byggður   á   kenningum   um   sjálfbæra   þróun   og   útfærslu   þess   hugtaks   innan  

byggingariðnaðarins.  Gerð  er  grein   fyrir  hugtökunum  sjálfbær  þróun,  græn  bygging  og  

sjálfbær   bygging.   Einnig   er   komið   inn   á   hvernig   auka   megi   sjálfbærni   innan  

byggingariðnaðarins.      

Page 17: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

6  

Þriðji  kafli  fjallar  um  samfélagsábyrgð  og  sjálfbærnimál  í  byggingariðnaði.  Í  kaflanum  

er   farið   yfir   skilgreiningar   á   samfélagsábyrgð,   sögu   samfélagsábyrgðar,   íslenskar  

rannsóknir  á  samfélagsábyrgð  og  hvað  felst  í  samfélagsábyrgð  innan  byggingariðnaðarins.  

Einnig   er   fjallað   um   orknunotkun   í   byggingariðnaði   og   hlutverk   og   tilgang  

vistvottunarkerfa  fyrir  byggingar.  

Fjórði  kafli  inniheldur  heimildagreiningu  á  vistvottunarkerfinu  BREEAM.  Gerð  er  grein  

fyrir  upphafi  og  markmiðum  kerfisins,  alþjóðlegum  hluta  þess,  uppbyggingu  kerfisins  og  

vottunarferlinu.  Þá  er  farið  yfir  erlendar  rannsóknir  á  BREEAM  og  þannig  reynt  að  varpa  

ljósi  á  reynslu  fólks  af  kerfinu,  kostum  þess  og  göllum.  Í  lok  kaflans  er  farið  stuttlega  yfir  

notkun  BREEAM  á  Íslandi  fram  til  þessa.    

Í   fimmta  kafla  hefst   rannsóknarhluti   ritgerðarinnar  þar  sem  gert  er  grein   fyrir  vali  á  

rannsóknaraðferð.   Auk   þess   verður   farið   yfir   markmið   rannsóknar   og   rannsóknar-­‐

spurningar,  áreiðanleika  gagna,  val  á  viðmælendum,  gagnasöfnun  og  greiningu  gagna.    

Í  sjötta  kafla  eru  niðurstöður  rannsóknarinnar  kynntar.  Þar  er  gerð  ítarleg  grein  fyrir  

tólf  meginþemum  sem  komu  fram  við  úrvinnslu  viðtalsgagna.  Niðurstöður  eru  styrktar  

með  tilvitnunum  úr  viðtölum  við  viðmælendur.    

Sjöundi   kafli   inniheldur   umræður.   Þar   er   rannsóknarspurningum   svarað  með   hjálp  

þemagreiningarinnar  úr  niðurstöðkaflanum.  Þá  eru  svör  við  rannsóknarspurningum  borin  

saman   við   niðurstöður   þeirra   rannsókna   sem   gert   var   grein   fyrir   í   fræðilega   hluta  

ritgerðarinnar,  sem  fjallað  er  um  í  öðrum,  þriðja  og  fjórða  kafla.  Að  endingu  eru  lokaorð  

ritgerðarinnar  í  áttunda  kafla.  

Page 18: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

7  

2   Fræðileg  umfjöllun    

Fræðilegur  bakgrunnur  rannsóknarinnar  er  byggður  á  kenningum  um  sjálfbæra  þróun  og  

útfærslu   þess   hugtaks   innan   byggingariðnaðarins.   Í   því   samhengi   eru   skoðaðar  

skilgreiningar  á  grænum  og  sjálfbærum  byggingum.  Til  þess  að  gera  nánar  grein  fyrir  þeim  

kenningum  sem  liggja  til  grundvallar  rannsókninni  er  gott  að  byrja  á  að  skilgreina  hvað  

felst  í  hugtakinu  sjálfbær  þróun.  

2.1   Sjálfbær  þróun  –  skilgreining  Hugtakið  sjálfbær  þróun  er  gjarnan  túlkað  á  mismunandi  hátt.  Hugtakið  á  rætur  að  rekja  

til  sjöunda  áratugar  tuttugustu  aldar,  en  segja  má  að  fræðileg  umfjöllun  um  hugtakið  hafi  

hafist  í  kjölfar  útgáfu  „The  Limits  to  Growth“  sem  samtökin  Club  of  Rome  gáfu  út    árið  

1972   (Meadows,  Meadows,   Randers   o.fl.,   1972).   Sama   ár   héldu   Sameinuðu   þjóðirnar  

fyrstu   alþjóðlegu   ráðstefnuna   um   sjálfbæra   þróun   á   heimsvísu.   Umræður   í   kjölfar  

ráðstefnunnar  leiddu  svo  til  stofnunar  UNEP  (e.  United  Nations  Environment  Programme)  

sem   beitti   sér   fyrir   því   að   skilgreina   hugtakið   þannig   að   tekið   væri   tillit   til   komandi  

kynslóða  (Cocoyoc  Declaration,  1974).    

Sú  skilgreining  á  sjálfbærri  þróun  sem  náð  hefur  hvað  mestri  útbreiðslu  er  skilgreining  

Sameinuðu  þjóðanna   sem   sett   var   fram  undir   forystu  Gro  Harlem  Brundtland,   fyrrum  

forsætisráðherra  Noregs,  í  skýrslunni  „Our  Common  Future“  sem  kom  út  árið  1987.  Þar  

er  sjálfbær  þróun  skilgreind  á  eftirfarandi  hátt:  „Sjálfbær  þróun  er  þróun  sem  fullnægir  

þörfum  samtíðarinnar  án  þess  að   skerða  möguleika  komandi   kynslóða   til   að   fullnægja  

sínum  þörfum“  (WCED,  1987,  bls.  41).  Sjálfbær  þróun  byggir  á  samþættingu  þriggja  þátta,  

en  þeir   eru  efnahagslegir,   félagslegir  og  umhverfislegir  þættir   (WCED,  1987).   Jafnvægi  

verður  að   ríkja  á  milli  þessara  þátta  eigi  markmið  sjálfbærrar  þróunar  að  nást   (WCED,  

1987).  Brundtland-­‐skilgreiningin  á  sjálfbærri  þróun  hefur  þó  verið  túlkuð  á  mismunandi  

hátt,   og   hefur   hugtakið   sjálfbær   þróun   þótt   fela   í   sér  margræðni   (IPCC,   2007).   Þessar  

fjölbreyttu   túlkanir   eru   af   sumum   taldar   vera   styrkleiki   hugtaksins   (IPCC,   2007).   Til   að  

mynda   stungu   Bagheri   og   Hjorth   (2007)   upp   á   því   að   þróuð   yrði   breytileg   nálgun   á  

hugtakið  sjálfbær  þróun,  en  þannig  yrði  hugtakið  aðlagað  að  þekkingu  hvers  tímabils  fyrir  

Page 19: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

8  

sig.   Hvað   sem   því   líður   hefur   myndast   aukin   krafa   um   opinbera   og   heildstæða  

skilgreiningu   á   hugtakinu   sjálfbær   þróun   síðustu   áratugi   (Fowke   og   Prasad,   1996;  

Martens,  2006).  

Vistvottunarkerfi  á  borð  við  BREEAM  byggja  í  grunninn  á  sömu  lögmálum  og  sjálfbær  

þróun.   Þeim   er  ætlað   að   samþætta   umhverfislega,   félagslega   og   efnahagslega   þætti   í  

þeim  tilgangi  að  samþætta  áherslur  og  ná  fram  markmiðum  sjálfbærrar  þróunar   innan  

byggingariðnaðarins  (Berardi,  2012).  Mismunandi  vistvottunarkerfi  deila  sameiginlegum  

viðmiðum   og  mælieiningum   varðandi   sjálfbærni   bygginga   (Berardi,   2012).   Samkvæmt  

flestum   vistvottunarkerfum   er   bygging   sjálfbær   ef   hún   er   byggð   samkvæmt  

vistfræðilegum   viðmiðum   sem   stuðla   að   því   að   dregið   sé   úr   neikvæðum   áhrifum  

byggingar  á  umhverfið  (Berardi,  2012).  Það  þykir  vera  galli  á  vistvottunarkerfum  hversu  

mikið   vægi   efnislegi   hluti   byggingar   fær   (Berardi,   2011).   Matið   á   vottaðri   byggingu  

takmarkast   við   efnislega   þætti   byggingarinnar,   sem   eru   fyrst   og   fremst  metnir   út   frá  

umhverfislegum  sjónarmiðum,  og  því  hafa  vistvottunarkerfi  verið  gagnrýnd  fyrir  að  stuðla  

ekki   að   jafnvægi   á   milli   allra   þriggja   þátta   sjálfbærrar   þróunar   (ISO   15392,   2008).  

Orkusparnaður   og   losun   gróðurhúsalofttegunda   hafa   lengi   verið   álitin   helstu  

mælieiningar  til  að  mæla  sjálfbærni  bygginga  (Lowe,  2007).  Því  þykja  vistvottunarkerfi  oft  

og   tíðum  ekki   fullnægjandi  mælikvarði   á   sjálfbærni   bygginga   (ISO  15392,   2008).   Þetta  

undirstrikar   að   gefa   þurfi   félagslegum   og   efnahagslegum   þáttum   varðandi   byggingar  

meira   vægi   (Berardi,   2013).   Sjálfbærni   bygginga   á   ekki   að   afmarkast   við   byggingarnar  

sjálfar  heldur  verður  að  taka  með  í  reikninginn  samspil  umhverfis  og  bygginga  (Berardi,  

2013).  

Þessi  samantekt  á  fræðilegum  bakgrunni  rannsóknarinnar  gefur  til  kynna  að  þörf  er  á  

að   ræða  og   skilgreina   hugtakið   sjálfbær  þróun  og   túlkun  þess   enn   frekar,   bæði   í   víðu  

samhengi   sem   og   innan   byggingariðnaðarins.   Þessari   rannsókn   á   vistvottunarkerfinu  

BREEAM  er  ætlað  að  bæta  við  fræðilega  umfjöllun  um  sjálfbærar  lausnir  í  byggingariðnaði  

á   Íslandi,   varpa   ljósi   á   það   hvernig   BREEAM   hentar   íslenskum   aðstæðum   og   auka   á  

þekkingu   og   skilning   á   vistvottunarkerfum   almennt.   Rannsóknin   endurspeglar  

hugmyndafræði   sjálfbærrar   þróunar   með   því   að   rannsaka   samspil   og   útfærslu  

efnahagslegra,  félagslegra  og  umhverfislegra  þátta  eins  og  þeir  koma  fyrir  í  BREEAM,  og  

hvernig  þessir  þættir  hafa  verið  aðlagaðir  að  íslenskum  byggingariðnaði.    

Page 20: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

9  

2.2   Græn  bygging/sjálfbær  bygging  Hugmyndafræði   sjálfbærrar   þróunar  hefur   verið  heimfærð   yfir   á   byggingariðnaðinn   til  

þess   að  hjálpa   til   við   að   skilgreina   sjálfbæra  byggingu   (Berardi,   2013).   Samt   sem  áður  

hefur  reynst  erfitt  að  komast  að  einróma  samkomulagi  um  það  hvað  sé  sjálfbær  bygging  

og  hvað  slík  bygging  þurfi  að  hafa  til  að  bera  (Berardi,  2013).  Einnig  hefur  borið  á  því  að  

hugtökin   sjálfbær   bygging   og   græn   bygging   séu   notuð   og   túlkuð   sem   eitt   og   sama  

hugtakið,   þó  það   sé   grundvallarmunur   á  hugtökunum   (Cassidy,   2003;   EPA,   2008).   Séu  

mismunandi  skilgreiningar  á  hugtökunum  skoðaðar  eru  þær  þó  flestar  svipaðar  í  grunninn  

eða  byggja  að  hluta  til  á  sömu  lögmálum,  sem  gefur  til  kynna  að  hugtökin  tengist  og  skarist  

jafnvel  að  einhverju   leyti.  Hér  verður   farið  yfir  nokkrar  skilgreiningar  á  hugtökunum  til  

nánari  glöggvunar.    

Samkvæmt  Kibert  (2016)  er  bygging  sjálfbær  ef  hún  byggir  á  vistfræðilegum  viðmiðum,  

stuðlar   að   heilnæmu   manngerðu   umhverfi   og   nýtir   auðlindir   á   hagkvæman   hátt.  

Samkvæmt   hvítbók   um   sjálfbærni   í   byggingariðnaði   (Cassidy,   2003)   skilgreinir   OFEE  

(The  Office   of   the   Federal   Environmental   Executive)   sjálfbæra   byggingu   á   eftirfarandi  

hátt:  „sem  byggingaraðferð  þar  sem  1)  orka,  vatn,  byggingarefni  og  landnotkun  eru  nýtt  

á  hagkvæman  hátt,  og  2)  neikvæð  áhrif  á  heilsu  manna  og  umhverfi  eru  lágmörkuð  með  

ráðstöfunum  er  varða  staðsetningu,  hönnun,  framkvæmd,  viðhald  og  niðurrif  í  gegnum  

allan  vistferil  byggingarinnar“  (Cassidy,  2003,  bls.  4).    

Samkvæmt   skilgreiningu   EPA   (The   U.S.   Environmental   Protection   Agency,   2017)   er  

græn  bygging  byggð  á  aðferðum  sem  eru  umhverfisvænar,  nýta  auðlindir  á  hagkvæman  

hátt  og  draga  úr  neikvæðum  umhverfisáhrifum  byggingarinnar   í   gegnum  allan  vistferil  

hennar,  allt  frá  vali  á  staðsetningu  til  niðurrifs  (EPA,  2017).  Þar  segir  jafnframt  að  grænar  

byggingar   bæti   hefðbundnar   byggingaraðferðir   með   tilliti   til   hagkerfis,   notagildis,  

endingar  og  þæginda.  Hjá  EPA  kemur  einnig  fram  að  hægt  sé  að  setja  grænar  byggingar  

og  sjálfbærar  byggingar  undir  sama  hatt,  að  oft  sé  talað  um  bæði  hugtökin  í  sama  skilningi  

(EPA  2008;  EPA,  2017).  Samkvæmt  Fischer  (2010)  eiga  lýsingar  á  grænum  byggingum  það  

yfirleitt   sameiginlegt   að   snúast   um   staðsetningu,   orku,   vatn,   byggingarefni,   úrgang   og  

heilsu.   Grænar   byggingar   eiga   það   sameiginlegt   að   draga   úr   neikvæðum  

umhverfisáhrifum   umfram   hefðbundnar   byggingar   (Fischer,   2010).   Samkvæmt  

Page 21: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

10  

ofangreindu   virðist   margt   sameiginlegt   með   hugtökunum   græn   bygging   og   sjálfbær  

bygging  en  þó  virðist  misjafnt  hvernig  þessi  hugtök  eru  skilgreind  og  túlkuð.    

Í   rannsókn   Berardi   (2013)   eru   nýjustu   skilgreiningar   á   sjálfbærni   innan  

byggingariðnaðarins   kannaðar.   Berardi   telur   að   erfitt   sé   að   komast   að   einróma  

samkomulagi   um   skilgreiningu   á   sjálfbærri   byggingu   vegna   breytilegra   þátta   sem  hafa  

áhrif  á  hugtakið  á  hverjum  tíma.  Þetta  eru  þættir  á  borð  við  tíma,  rými,  völd  og  félagslegar  

hindranir   (Berardi,   2013).   Samkvæmt   athugun   Berardi   (2013)   er   grundvallarmunur   á  

grænni  byggingu  og  sjálfbærri  byggingu.  Segja  má  að  græn  bygging  sé  hver  sú  bygging  

sem   dregur   úr   neikvæðum   umhverfisáhrifum   á   einhvern   hátt,   en   sjálfbær   bygging   er  

víðara   hugtak.   Samfélag   er   órjúfanlegur   partur   af   sjálfbærri   byggingu   (Berardi,   2013).  

Berardi   tók   saman   nýlegar   túlkanir   á   hugtakinu   sjálfbær   bygging,   og   út   frá   þeirri  

samantekt  má   skilgreina   sjálfbæra  byggingu   sem  heilnæm  húsakynni   sem  eru  hönnuð  

með  hagkvæma  auðlindanýtingu  að  leiðarljósi  í  gegnum  allan  vistferil  byggingar  (Berardi,  

2013).  Sjálfbær  bygging  er  hönnuð  út  frá  vistfræðilegum  viðmiðum  og  félagslegu  jafnrétti,  

og   stuðlar   þannig   að   sjálfbæru   samfélagi   (Berardi,   2013).   Engu   að   síður   virðist   sem  

hugtakið   sjálfbær   þróun   feli   óhjákvæmilega   í   sér   ákveðna   óvissuþætti   og   því   leggur  

Berardi  til  að  horft  sé  á  skilgreininguna  á  sjálfbærri  byggingu  sem  breytilegt  hugtak  frekar  

en  að  meta  sjálfbærni  byggingar  út  frá  þeirri  einkunn  sem  byggingin  fær  við  vistvottun  

(Berardi,  2013).    

Í   skýrslu   Sameinuðu   þjóðanna   (UNEP-­‐SBCI,   2014)   um  hvernig   auka  megi   sjálfbærni  

innan  byggingariðnaðarins  er  farið  yfir  þá  þætti  sem  hindra  útbreiðslu  og  þróun  grænna  

og  sjálfbærra  bygginga,  og  hvað  aðgerðir  eru  mögulegar  til  að  yfirstíga  þessar  hindranir.  

Helstu  hindranirnar  eru  taldar  vera  skortur  á  stefnumörkun,  fjárhagsleg  áhætta  sem  getur  

fylgt  grænum  byggingum  og  skortur  á  þekkingu  og  trausti  á  grænum  byggingum,  bæði  hjá  

hagsmunaaðilum  og  almenningi  (UNEP-­‐SBCI,  2014).  Opinberar  stefnur  fjalla  oft  og  tíðum  

aðeins  um  orkusparnað  bygginga,  það  vantar  að  horfa  til  hagkvæmari  auðlindanýtingar  í  

gegnum   allan   vistferil   bygginga   (UNEP-­‐SBCI,   2014).   Oft   vantar   einnig   að   hrinda  

stefnumálum  er  varða  sjálfbærni  bygginga   í   framkvæmd.  Ástæðan  fyrir  því  getur  verið  

vanþekking  hjá  hinu  opinbera  á  þessum  málum  og   forgangsröðun  annarra   stefnumála  

(UNEP-­‐SBCI,   2014).   Byggingarframkvæmdir   eru   kostnaðarsamar   og   fjárfestar   vilja   sjá  

hagnað  þegar  ráðist  er  í  stórar  framkvæmdir.  Þegar  kemur  að  grænum  byggingum  ríkir  

Page 22: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

11  

ákveðin   fjárhagsleg   óvissa   og   einnig   getur   verið   skortur   á   viðmiðum   um   slíkar  

framkvæmdir  og  afkomu  þeirra.  Þetta  dregur  úr  vilja   fjárfesta  og  hagsmunaaðila   til  að  

fjárfesta  í  grænum  byggingum.  Eftirspurn  á  markaði  skiptir  miklu  máli  hvað  þetta  varðar  

(UNEP-­‐SBCI,  2014).  Hönnuðir  og  ráðgjafar  eru  yfirleitt  jákvæðir  gagnvart  því  að  takast  á  

við  hagkvæma  auðlindanýtingu  í  verkefnum,  en  þurfa  oft  að  beygja  sig  undir  vilja  þeirra  

sem  eiga  verkefnið  (UNEP-­‐SBCI,  2014).  Einnig  virðist  sem  skortur  á  fræðslu  og  þekkingu  

hagsmunaaðila  um  grænar  bygginar  standi  í  vegi  fyrir  því  að  fólk  sækist  eftir  því  að  festa  

kaup  á  slíkum  byggingum  eða  ráðist  í  að  byggja  þær.  Það  vantar  upp  á  viðurkenningu  og  

forystu  frá  byggingariðnaðinum  í  heild  um  ágæti  hagkvæmari  auðlindanýtingar  og  forystu  

í  þeim  efnum.  Einnig  vantar  viðmiðunargögn  og  sameiginlegt  viðskiptalíkan  til  að  ná  fram  

bættri   auðlindanýtingu   innan   byggingariðnaðarins,   til   þess   að   skapa   traust   á   slíkum  

aðferðum  (UNEP-­‐SBCI,  2014).    

Ýmislegt  er  þó  hægt  að  gera   til   að  yfirstíga  þessar  hindranir  og  auka  þar  með  vægi  

sjálfbærrar   þróunar   innan   byggingariðnaðarins.   Samkvæmt   Sameinuðu   þjóðunum  

(UNFCCC,   2006)   og   IEA   (International   Energy   Agency,   2005)   eru   eftirfarandi   hvatar  

vænlegir   til   árangurs.   Auka   þarf   lagasetningu   og   reglugerðir   sem   stuðla   að   sjálfbærri  

þróun   innan   byggingariðnaðarins.   Þetta   má   útfæra   í   byggingarreglugerðum,   með  

endurmenntun   fagfólks   og   stjórnunarnámskeiðum   svo   að   dæmi   séu   tekin   (IEA,   2005;  

UNFCCC,   2006).   Fjárhagslegir   hvatar   geta  einnig   verið  hjálplegir   í   þessum  efnum.   Sem  

dæmi  um  slíka  hvata  má  nefna  græna  skatta  sem  miða  að  því  að  draga  úr  neikvæðum  

umhverfisáhrifum,  veita  undanþágu  frá  skatti  til  að  hrinda  verkefnum  í  framkvæmd,  styrki  

og  afslætti  (IEA,  2005;  UNFCCC,  1999).  Stuðningur,  upplýsingagjöf  og  sjálfboðavinna  getur  

einnig  hjálpað  til  við  að  auka  vægi  sjálfbærrar  þróunar  innan  byggingariðnaðarins.  Með  

því  að  taka  dæmi  um  vel  heppnaðar  framkvæmdir  er  hægt  að  sannfæra  almenning  og  

notendur  bygginga  um  ágæti  grænna  bygginga  og  mikilvægi  sjálfbærrar  þróunar.  Þetta  

má  t.d.  gera  með  kennslu,  fræðsluverkefnum  og  í  gegnum  ýmis  félagasamtök  (IEA,  2005;  

UNFCCC,  2006).  Að  auki  er  mikilvægt  að  efla  rannsóknir  á  grænum  byggingum  og  þeim  

vistvottunarkerfum  sem  eru  á  markaði  í  dag.  Gera  þarf  grein  fyrir  því  hvað  virkar  vel  við  

notkun  vistvottunarkerfa  og  hvað  þarf  að  bæta  til  þess  að  tryggja  framþróun  þeirra.  Einnig  

þarf   að   aðstoða   verkefnateymi   og   hagsmunaaðila   betur   við   notkun   og   innleiðingu  

vistvottunarkerfa  svo  að  útkoman  verði  sem  best  fyrir  alla  (UNEP-­‐SBCI,  2014).  

Page 23: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

12  

3   Samfélagsábyrgð  fyrirtækja  og  byggingariðnaður    

Í  þessum  kafla  verður  farið  yfir  skilgreiningar  á  hugtakinu  samfélagsábyrgð  og  sögu  þess  í  

stuttu   máli.   Einnig   verður   farið   yfir   nokkrar   nýlegar   rannsóknir   á   samfélagsábyrgð   á  

Íslandi.   Í   seinni   hluta   kaflans   verður   fjallað   um  orkunotkun   og   samfélagsábyrgð   innan  

byggingariðnaðarins,   og   hvers   vegna   það   er   mikilvægt   að   stunda   ábyrg   viðskipti   í  

byggingariðnaði.    

3.1   Samfélagsábyrgð  fyrirtækja  Áhersla  á  samfélagsábyrgð  fyrirtækja  nú  til  dags  eykst   jafnt  og  þétt.  Víða  um  heim  eru  

gerðar  kröfur  um  að  fyrirtæki  axli  aukna  ábyrð  á  starfsemi  sinni  og  stundi  örugg  viðskipti  

(Snjólfur  Ólafsson,   Brynhildur   Davíðsdóttir   og   Lára   Jóhannsdóttir,   2014;   Dagný   Kaldal,  

2013).  Þessa  þróun  má  meðal  annars  merkja   í  því  að  stór  erlend  fyrirtæki  eru  farin  að  

senda  frá  sér  opinberar  skýrslur  um  starfshætti  sína  í  auknum  mæli.  Þetta  bendir  til  þess  

að  fyrirtækjum  sé  annt  um  orðspor  sitt  og  ímynd,  og  vilji  sýna  það  í  verki  (Dagný  Kaldal,  

2013).   Þessa   þróun   má   einnig   heimfæra   upp   á   aukið   upplýsingaflæði   nú   til   dags.  

Almenningur   og   neytendur   eru   meðvitaðri   um   starfshætti   fyrirtækja   og   samfélagsleg  

málefni  á  borð  við  velferð  fólks  og  dýra  og  umgengni  við  auðlindir  jarðar  (Dagný  Kaldal,  

2013).  Með  auknum  kröfum  frá  hagsmunaðilum  um  gagnsæa  starfshætti  myndast  aukinn  

þrýstingur  á  að  fyrirtæki  sýni  fram  á  að  þau  starfi  á  ábyrgan  hátt  (Dagný  Kaldal,  2013).      

Í  stuttu  máli  má  segja  að  samfélagsábyrgð  fyrirtækja  og  stofnana  felist  í  því  að  þau  axli  

ábyrgð   á   þeim   áhrifum   sem   þau   hafa   á   menn   og   umhverfi,   og   stuðli   þannig   að  

gagnkvæmum  ávinningi  af  rekstri  þeirra  fyrir  samfélagið  og  fyrirtækin  sjálf  (FESTA,  2017).  

Fyrirtæki   sem   innleiða   samfélagsábyrgð   leitast   við   að   skipuleggja   starfsemi   sína   á  

gagnsæan  hátt  með  siðferði  að  leiðarljósi  svo  að  jákvæð  áhrif  hljótist  af  starfsemi  þeirra  

á   sama   tíma   og   viðskiptalegum   árangri   er   náð   (International   Organization   for  

Standardization,  2010).  Til  frekari  glöggvunar  á  hugtakinu  samfélagsábyrgð  fyrirtækja  er  

gagnlegt   að   skoða   skilgreiningar  mismunandi   fræðimanna.   Caroll   (2008)   fjallar   um   að  

upphaf   nútímafræða  um   samfélagslega   ábyrgð   fyrirtækja  megi   rekja   til   útkomu  bókar  

Howard  R.  Bowen,  „Social  Responsibilities  of  the  Businessman“,  árið  1953.  Þar  skilgreinir  

Bowen  samfélagsábyrgð  fyrirtækja  á  eftirfarandi  hátt:  „Samfélagsábyrgð  fyrirtækja  vísar  

til  þeirrar  skyldu  viðskiptamanna  og  fyrirtækja  að  fylgja  eftir  stefnu,  taka  ákvarðanir  eða  

framkvæma  athafnir  í  samræmi  við  viðhorf  og  gildi  samfélagsins“  (Bowen,  1953,  bls.  6).  

Page 24: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

13  

Henningfeld,  Phol  og  Tolhurst  (2006)  skilgreina  samfélagsábyrgð  sem  viðleitni  fyrirtækja  

til  að  stuðla  að  sjálfbærri  þróun,  ekki  aðeins  á  efnahagslegum  forsendum  heldur  einnig  á  

sviði  samfélags-­‐  og  umhverfismála.  Ætli  fyrirtæki  að  njóta  velgengni  verði  þau  að  hverfa  

frá  því  að  einblína  einungis  á  skammtímagróða  og   fjárhagslegt  virði  á  kostnað  annarra  

þátta  á  borð  við  náttúru  og  samfélags  (Henningfeld,  Phol  og  Tolhurst,  2006).      

Með  því  að  leggja  áherslu  á  samfélagsábyrgð  taka  fyrirtæki  þátt  í  að  stuðla  að  sjálfbærri  

þróun,   svara   þörfum   ólíkra   hagsmunaaðila,   fara   að   lögum   og   starfa   samkvæmt  

alþjólegum   viðmiðum   (International   Organization   for   Standardization,   2010).   Fjöldi  

alþjóðastofnana   hefur   skilgreint   samfélagsábyrgð   og   beitt   sér   fyrir   innleiðingu   slíkra  

áherslna,  þar  á  meðal  Evrópusambandið.  Evrópusambandið  hefur  sett   fram  stefnu  um  

samfélagsábyrgð  fyrirtækja  (European  Commission,  2011).   Í  stefnunni  er  meðal  annars  

lögð  áhersla  á  að  fyrirtæki  samþætti  væntingar  sem  gerðar  eru  til  reksturs  þeirra  varðandi  

umhverfi,  siðferði,  mannréttindi  og  neytendamál  í  þeirri  viðleitni  að  skapa  sameiginlegt  

virði   fyrir   eigendur   og   samfélög,   og   fyrirbyggja   skaðleg   áhrif   (European   Commission,  

2011).  Segja  má  að  samfélagsábyrgð  virki  því  bæði  sem  bremsa  ef  óvarlega  er  farið  og  

sem  aflgjafi  og  hvati  nýrra  viðskiptatækifæra  (FESTA,  2017).  Með  nýsköpun  og  vöruþróun  

getur  fyrirtæki  skapað  verðmæti  fyrir  bæði  sig  og  hagsmunaaðila  sína  (FESTA,  2017).  

3.1.1   Saga  samfélagsábyrgðar    Hugtakið  samfélagsábyrgð  á  sér  langa  sögu  (Caroll,  1999).  Samfélagsábyrgð  fyrirtækja  er  

í  senn  ný  og  gömul  fræðigrein.  Rekja  má  hugmyndir  og  aðgerðir  varðandi  samfélagslega  

ábyrgð  fyrirtækja  allt  aftur  til  iðnbyltingarinnar  (Caroll,  1999).  Það  fór  þó  fyrst  að  bera  á  

fræðilegri   umfjöllun   um   hugtakið   samfélagsábyrgð   upp   úr   miðri   20.   öldinni   þegar  

fræðimenn  fóru  að  láta  sig  hugtakið  varða.  Orðræðan  um  samfélagsábyrgð  þróaðist  út  frá  

orðræðu  um  viðskiptasiðferði  og  var  þungamiðja  orðræðunnar  í  Bandaríkjunum  (Caroll,  

1999).   Sem  dæmi  um   fræðimenn  sem   létu   sig  málefnið  varða  má   tiltaka  áðurnefndan  

Bowen  (1953),  Davis  (1960)  og  Frederick  (1960),  en  þeir  lögðu  áherslu  á  að  stjórnendur  

fyrirtækja  þyrftu  að  horfa  meira  á  þau  samfélagslegu  áhrif  sem  rekstur  fyrirtækja  þeirra  

hefði.  Bowen  (1953)  setti  fram  hugmyndir  út  frá  þeirri  forsendu  að  stærstu  fyrirtækin  á  

markaði  hefðu  mikil  völd  og  ákvarðanataka  innan  þeirra  og  athafnir  þeirra  snertu  líf  fólks  

á  margs   konar   hátt   (Caroll,   2008).   Við   þetta   urðu   ákveðin   vatnaskil   í   umræðunni   um  

samfélagsábyrgð  og  við  tekur  tímabil  breyttra  viðhorfa  þar  sem  farið  var  að  leggja  aukna  

Page 25: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

14  

áherslu   á   samfélagsábyrgð   fyrirtækja   (Caroll,   2008).   Á   þessum   tíma   var   viðurkennd  

skilgreining  á  hugtakinu  sú  að  samfélagsábyrgð  fæli   í   sér  ábyrgð  á  því  að  skapa  arð  og  

uppfylla   lagalegar  skyldur,  en  jafnframt  væri  það  siðferðileg  skylda  fyrirtækja  að  ganga  

lengra  en  lágmarks  samfélags-­‐  og  lagaleg  viðmið  kvæðu  á  um  (Caroll,  1999).  Umræðan  

var   þó   fyrirferðarmeiri   en   efndirnar   fyrst   um   sinn,   ef   frá   er   talin   hefðbundin  

góðgerðarstarfsemi.   Viðskiptalífið   þurfti   tíma   til   að   tileinka   sér   nýja   nálgun   varðandi  

viðskiptahætti   (Caroll,   2008).   Orðræðan   hefur   síðan   þá   verið   margslungin   og   ýmsir  

fræðimenn  hafa  gagnrýnt  hugtakið  samfélagsábyrgð  (Caroll,  1999).    

   Nýleg  orðræða  um  samfélagsábyrgð  nær  yfir  mun  breiðara  svið  en  hún  gerði  áður,  

svið   sem   erfitt   er   að   skilgreina   nákvæmlega   (Garriga   og  Melé,   2004).   Það   eru   á   lofti  

kenningar,  nálganir  og   leiðbeiningastaðlar  sem  ná  að  einhverju   leyti  utan  um  það  sem  

skilgreint  er  sem  samfélagsábyrgð  fyrirtækja  nú  til  dags   (Garriga  og  Melé,  2004).   Í  dag  

snýst   samfélagsábyrgð   fyrirtækja   um   annað   og   meira   en   styrki   til   góðgerðarmála,  

íþróttastarfsemi   og   menningarmála     (Dagný   Kaldal,   2013).   Áherslur   og   væntingar   frá  

ýmsum   hagsmunahópum   hafa   komið   til   sögunnar   og   aukið   kröfur   varðandi  

samfélagsábyrgð  fyrirtækja  til  muna  (Dagný  Kaldal,  2013).  Samkvæmt  Garriga  og  Melé  

(2004)  má   segja   sem   svo   að   samfélagsábyrgð   fyrirtækja   snerti   alla   þá   þætti   þar   sem  

rekstur  fyrirtækja  tengist  samfélaginu,  hvort  sem  um  ræðir  náttúru,  fólk,  dýr  eða  annað  

sem  skilgreina  má  sem  hluta  af  samfélagi  (Garriga  og  Melé,  2004).  ISO  26000,  sem  gefinn  

er   út   af   alþjóðlegu   staðlasamtökunum   ISO,   er   sá   alþjóðlegi   leiðbeiningastaðal   um  

samfélagsábyrgð   sem  er   nýttur   víðast   í   dag   sem   stjórnunarkerfi   fyrir   samfélagsábyrgð  

(ISO,  2017).  ISO  26000  felur  í  sér  leiðbeiningar  fyrir  stofnanir  og  fyrirtæki  til  að  móta  og  

innleiða   stefnu   um   samfélagsábyrgð   og   starfa   þannig   á   samfélagslega   ábyrgan   hátt.  

Staðallinn  kom  út  haustið  2010  eftir  margra  ára  vinnu  hagsmunaaðila   frá  mismunandi  

menningarsvæðum  (ISO,  2017).  Staðallinn  hentar  fyrir  allar  gerðir  fyrirtækja,  stofnana  og  

félagasamtaka  og  gerir  ráð  fyrir  að  þau  aðlagi  leiðbeiningarnar  að  eigin  starfsumhverfi  í  

samræmi   við   þau   viðmið   sem   settu   eru   fram   undir   staðlinum.   Viðmiðin   taka   mið   af  

mismunandi  menningarheimum  og  starfsgreinum  (ISO,  2017).    

3.1.2   Staða  samfélagsábyrgðar  á  Íslandi    

Líkt   og   komið  hefur   verið   inn   á   er   áhersla   á   samfélagsábyrgð   í   örum  vexti   víðsvegar   í  

heiminum  um  þessar  mundir  og  er  Ísland  engin  undantekning  þar  á  (Snjólfur,  Brynhildur  

Page 26: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

15  

og  Lára,  2014).  Þróunin  virðist  þó  hafa  verið  hægari  hér  á   landi  en  víða  annars   staðar    

(Halldór   Reynisson,   2005).   Segja   má   að   það   sé   bæði   löng   og   stutt   hefð   fyrir  

samfélagsábyrgð  á  Íslandi.  Markviss  orðræða  um  samfélagsábyrgð  og  framkvæmd  hennar  

er  tiltölulega  nýtilkomin  hér  á  landi.  Aftur  á  móti  hafa  mörg  íslensk  fyrirtæki  óafvitandi  

látið  til  sín  taka  á  þessu  sviði  í  gegnum  árin  (Halldór  Reynisson,  2005).  

Samkvæmt  rannsókn  Dagnýjar  Arnarsdóttur  (2009)  á  umræðu  um  samfélagsábyrgð  í  

íslenskum  fjölmiðlum  hefur  áhersla  á  samfélagsábyrgð  fyrirtækja  hér  á  landi  aukist  jafnt  

og  þétt  undanfarin  ár,  sérstaka  aukningu  mátti  þó  greina  í  kjölfar  efnahagshrunsins  2008.  

Svo  virðist  sem  orðræðan  um  samfélagsábyrgð  hérlendis  hafi  breyst  við  efnahagshrunið  

úr  því  að  snúast  að  mestu  um  góðgerðarmál  og  stuðning  fyrirtækja  við  ýmis  málefni  yfir  í  

áherslu  á  ábyrgð  við  sköpun  arðs.  Þessi  umbreyting  er  í  takt  við  þá  þróun  sem  átt  hefur  

sér   stað   innan   landa   Evrópusambandsins   hvað   varðar   samfélagsábyrgð   (Dagný  

Arnarsdóttir,   2009).   Sem   dæmi   um   framþróun   í   þessum   efnum   hérlendis   má   nefna  

stofnun  Festu  árið  2011.  Festa  er  miðstöð  um  samfélagsábyrgð  sem  hefur  þau  markmið  

að   auðvelda   fyrirtækjum   að   innleiða   stefnur   um   samfélagsábyrgð,   stuðla   að  

vitundarvakningu  og  hvetja   til   rannsókna   á   samfélagsábyrgð   (Festa,   2017).   Stofnaðilar  

Festu  eru  eftirfarandi  sex  fyrirtæki:  Síminn,  Landsvirkjun,  Landsbankinn,  Rio  Tinto  Alcan,  

Íslandsbanki  og  Össur.  Í  dag  eru  um  80  íslensk  fyrirtæki  aðilar  að  Festu  (Festa,  2017).  

Ástæður   þess   að   fyrirtæki   leggja   aukna   áherslu   á   samfélagsábyrgð   geta   verið  

margvíslegar.  Fáar  rannsóknir  hafa  verið  gerðar  á  stöðu  samfélagsábyrgðar  hjá  íslenskum  

fyrirtækjum   fram   til   þessa   en   fer   þó   fjölgandi.   Í   rannsókn   þeirra   Snjólfs   Ólafssonar,  

Brynhildar   Davíðsdóttur   og   Láru   Jóhannsdóttur   (2014)   voru   könnuð   viðhorf   til  

samfélagsábyrgðar   hjá   íslenskum   fyrirtækjum   sem   standa   framarlega   hvað   varðar  

samfélagsábyrgð.  Til  þess  að  kanna  viðhorf  fyrirtækja  sem  eru  leiðandi  á  þessu  sviði  var  

leitað  til  fyrirtækja  sem  eru  aðilar  að  Festu,  en  alls  tóku  16  fyrirtæki  þátt  í  rannsókninni.  

Niðurstöðurnar  sýndu  að  öll  fyrirtækin  virtust  skynja  einhver  jákvæð  áhrif  af  því  að  vera  

samfélagslega  ábyrg,  flest  töldu  mestan  ávinning  fjárhagslegan,  bætta  ímynd  út  á  við  og  

jákvæð  áhrif  á  starfsfólk  og  fyrirtækið  í  heild  (Snjólfur  Ólafsson,  Brynhildur  Davíðsdóttir  

og   Lára   Jóhannsdóttir,   2014).   Svo   virðist   sem   helstu   hvatar   til   innleiðingar  

samfélagsábyrgðar  komi  frá  fyrirtækinu  sjálfu,  svo  sem  ímynd  fyrirtækis,  til  þess  að  auka  

arðsemi  og  laða  að  hæft  starfsfólk.  Ytri  hvatar  skipti  þó  líka  máli,  þar  á  meðal  þrýstingur    

Page 27: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

16  

frá  samfélaginu.  Þá  leiddi  rannsókn  þeirra  Snjólfs,  Brynhildar  og  Láru  (2014)  einnig  í  ljós  

að  þrýstingur  stjórnvalda  virðist  lítill  hérlendis,  sem  samsvarar  ekki  þeirri  þróun  sem  á  sér  

stað  í  nágrannalöndum  okkar  þar  sem  gerð  er  krafa  til  stærri  fyrirtækja  um  að  þau  geri  

grein   fyrir   samfélagsábyrgð   sinni.   Hindranir   fyrir   innleiðingu   samfélagsábyrgðar   sem  

nefndar  voru  í  þessari  rannsókn  voru  einna  helst  fjárhagslegar,  tímaskortur,  vöntun  á  vilja  

starfsfólks  og  skortur  á  stuðningi  stjórnvalda.  Heilt  yfir  virðast   íslensk  fyrirtæki  fyrst  og  

fremst  hugsa  um  samfélagsábyrgð  út  frá  eigin  hagsmunum,  minni  áhersla  er  lögð  á  þau  

áhrif   sem   starfsemi   þeirra   getur   haft   á   samfélag   og   umhverfi     (Snjólfur   Ólafsson,  

Brynhildur   Davíðsdóttir   og   Lára   Jóhannsdóttir,   2014).   Það   má   því   segja   að  

vitundarvakningar  sé  þörf  í  þessum  málum  og  nægt  svigrúm  sé  til  þess  að  gera  betur.    

3.2   Byggingariðnaður  og  loftslagsmál  Byggingaiðnaðurinn  er  talinn  vera  á  meðal  þeirra  atvinnugreina  sem  valda  hvað  mestum  

umhverfisspjöllum   á   heimsvísu   en   byggingaiðnaðurinn   hefur   afgerandi   áhrif   á   nýtingu  

auðlinda  og  losun  gróðurhúsalofttegunda  (Celik,  2013).  Byggingar  hafa  margvísleg  áhrif  á  

umhverfið  í  gegnum  vistferil  þeirra.    Þegar  talað  er  um  vistferil  byggingar  (e.  life  cycle)  er  

átt   við   allt   byggingarferlið,   frá   efnistöku   til   niðurrifs,   nánar   tiltekið  hugmynd,  hönnun,  

aðföng,  byggingarvinnu,  notkun  og  niðurrif  (UNEP-­‐SBCI,  2014  bls.  9;  Sartori  og  Hestnes,  

2007,  bls.  250).  Vistferill  byggingar  er  útskýrður  nánar  á  mynd  1  hér  að  neðan.    

Mynd  1.  Vistferill  byggingar  (Irish  Green  Building  Council,  e.d.;  íslenskað  af  höfundi)  

Page 28: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

17  

 

Mikil  orka  er  nýtt  við  framkvæmdir  og  rekstur  bygginga,  ekki  síst  í  framleiðsluferlinu  þegar  

hráefnum  er  breytt  yfir  í  nýtanlegar  byggingarvörur  (Sartori  og  Hestnes,  2007;  Younger  

o.fl.,  2008).  Þá  hefur  hönnun  bygginga,  staðsetning,  efnisnotkun  og  orku-­‐  og  vatnsnotkun  

íbúa  einnig  mikið  að  segja  varðandi   losun  gróðurhúsalofttegunda  út   í  andrúmsloftið.  Á  

sama  hátt  hefur  nærumhverfi  bygginga  áhrif  á  orkunotkun,  en  þar  má  nefna  þætti  á  borð  

við  birtu,  vind,  vatn  og  gróður.  Meðallíftími  bygginga  er  langur  og  því  hafa  þær  alla  jafna  

áhrif  á  umhverfi  sitt  í  langan  tíma  (Sartori  og  Hestnes,  2007;  Younger  o.fl.,  2008).  

Tölur  sýna  að  þrátt  fyrir  að  einungis  um  7%  fólks  í  heiminum  starfi  við  byggingariðnað  

megi  rekja  um  helming  auðlindanýtingar  og  allt  að  30-­‐40%  orkunotkunar  og  útblásturs  

gróðurhúsalofttegunda   til   starfsgreinarinnar,   líkt   og   komið   var   inn   á   í   inngangskafla  

ritgerðarinnar  (UNEP-­‐SBCI,  2014;  UNEP,  2011).  Áætlað  er  að  byggingariðnaðurinn  noti  um  

þrjár  billjónir  (ein  billjón  eru  milljón  miljónir  skv.  Vísindavef  Háskóla  Íslands,  2000)  tonna  

af  hráefnum  árlega,  sem  samsvarar  um  40-­‐50%  af  heimsveltunni  (UNEP-­‐SBCI,  2014).  Þá  

er  rekstur  bygginga  talinn  ábyrgur  fyrir  um  12%  af  vatnsnotkun  á  heimsvísu  (Crawford,  

2011).   Úrgangur   frá   iðnaðinum   er   einnig   mikill,   en   rekja   má   um   40%   af   úrgangi   í  

þróunarríkjum   til   byggingarframkvæmda   (UNEP,   2011).   Hið   byggða   umhverfi,  

loftslagsbreytingar  og  heilsa  manna  eru  nátengd  (Younger  o.fl.,  2008).    

Mengun  frá  byggingariðnaði  getur  haft  margvísleg  áhrif  á  heilsu  fólks.  Þessi  áhrif  koma  

oftar   en   ekki   harðast   niður   á  minnihlutahópum   á   grundvelli   kynþáttar   eða   þjóðernis,    

börnum,  eldri  borgurum  og   fötluðu   fólki   (Younger  o.fl.,  2008).  Þessir  hópar  eru  oft  og  

tíðum  viðkvæmastir  fyrir  áhrifum  loftslagsbreytinga  (Younger  o.fl.,  2008).  Sem  dæmi  má  

nefna   að   í   þróunarríkjum   eru   áhrif   bygginga   á   heilsu   fólks   yfirleitt   ekki   tekin   með   í  

reikninginn   við   hönnun   þeirra.   Ýmsir   þættir   við   hönnun   bygginga   hafa   bein   áhrif   á  

notendur,  til  að  mynda  loftgæði,  birta,  staðsetning  með  tilliti  til  náttúru  og  samgangna,  

gæði  vatns  og  fleiri  þættir    (Younger  o.fl.,  2008).  Þá  getur  loftmengun  ein  og  sér  valdið  

fólki   margvíslegum   heilsukvillum   á   borð   við   lungnasjúkdóma,   öndunarfærasjúkdóma,  

hjarta-­‐  og  æðasjúkdóma,  fæðingargalla  og  áfram  mætti  telja  (Younger  o.fl.,  2008).  Með  

því   að   draga   úr   losun   frá   byggingariðnaðinum  og   hvetja   til   umhverfisvænni   hönnunar  

bygginga  er  bæði  stuðlað  að  bættri  heilsu  almennings  og  notenda  bygginga  (Younger  o.fl.,  

2008;  Celik,  2013).  Það  er  aðkallandi  að  leita  nýrra  og  sjálfbærari  lausna  í  þessum  efnum,  

Page 29: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

18  

sem  segja  má  að  sé  ein  stærsta  áskorun  samtímahönnunar  og  arkitektúrs  (Younger  o.fl.,  

2008;  Bilge,  2013).    

3.2.1   Samfélagsábyrgð  í  byggingariðnaði    

Mikilvægi   þess   að   fyrirtæki   innan   byggingariðnaðarins   stundi   samfélagsábyrgð   hefur  

aukist   undanfarið.   Í   mörgum   löndum   skilar   byggingariðnaður   ríflegu   framlagi   til  

þjóðarbúsins   (e.   national   economy)   (Barthorpe,   2010).   Á   sama   tíma   er   iðnaðurinn  

orkufrekur   og   felur   í   sér   ýmiss   konar   efnahagslegar,   umhverfislegar   og   félagslegar  

áskoranir.   Byggingariðnaðurinn   hefur   löngum   verið   ásakaður   um   að   vera   ónærgætinn  

gagnvart  umhverfi  og  samfélagi  (Barthorpe,  2010).  Einnig  hefur  geirinn  verið  gagnrýndur  

fyrir   slæman   aðbúnað   verkamanna,   eins   og   Barthorpe   (2010)   bendir   á.  

Byggingariðnaðurinn   skapar   fjölda   starfa,   en   hluti   þessara   starfa   eru   áhættusöm   og  

vinnuskilyrði  eru  oft  og  tíðum  slæm  á  byggingarstað  (Shen  o.fl.,  2010).  Öryggi  starfsmanna  

virðist   ekki   alltaf   í   hávegum   haft.   Tölfræðin   sýnir   að   hlutfall   dauðsfalla   í  

byggingariðnaðinum  er  almennt  töluvert  hærra  en  í  flestum  öðrum  greinum    (Shen  o.fl.,  

2010).  Áframhaldandi  framfarir  og  vöxtur  innan  byggingariðnaðarins  stendur  því  frammi  

fyrir  margvíslegum  áskorunum  hvað   varðar   öryggismál   og   sjálfbæra   þróun   (Shen   o.fl.,  

2010).   Enn   vantar   heilmikið   upp   á   vitund   um   samfélagslega   ábyrg   vinnubrögð   innan  

byggingariðnaðarins  (Teo  og  Loosemore,  2003).  Vandamál  af  þessum  toga  hafa  fangað  

athygli  stjórnvalda  og  umhverfisverndarsinna  víða  um  heim,  sem  hefur  leitt  af  sér  aukinn  

þrýsting  á  fyrirtæki  innan  byggingariðnaðarins  um  að  stuðla  að  sjálfbærri  þróun  með  því  

að  innleiða  ábyrgari  stjórnunaraðferðir  og  stunda  öruggari  viðskipti  (Teo  og  Loosemore,  

2003).  Samkeppni  innan  starfsgreinarinnar  er  að  aukast  um  allan  heim  sem  gerir  það  að  

verkum  að  fyrirtæki  eru  í  auknum  mæli  farin  að  innleiða  áherslur  á  samfélagsábyrgð  til  

þess  að  bæta  ímynd  sína  og  öðlast  forskot  á  markaði  (Zhao  o.fl.,  2009).  Töluverður  fjöldi  

fyrirtækja   hefur   innleitt   alþjóðlega   gæðastjórnunarstaðla   í   sinn   rekstur   til   að   auka  

umhverfisframmistöðu   sína.   Sem   dæmi   um   slíka   staðla   má   nefna   ISO   14001  

umhverfisstjórnunarkerfi,   ISO  9001  gæðastjórnunarkerfi   og     ISO  26000   stjórnunarkerfi  

fyrir   samfélagsábyrgð   (ISO,   2017).   Slíkir   staðlar   hjálpa   til   við   að   innleiða   og   stunda  

samfélagslega  ábyrg  viðskipti  (Tam  o.fl.,  2006).    

Samkvæmt   Porter   og   Kramer   (2006)   felst   samfélagsábyrgð   fyrirtækja   innan  

byggingariðnaðarins   í   siðferðislegum  skyldum  þeirra  til  þess  að  breyta  rétt  með  því  að  

Page 30: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

19  

verða  við  þörfum  nútímans  án  þess  að   skaða  möguleika   komandi   kynslóða   til   þess  að  

njóta   þess   sama.   Til   þess   að   gera   þessum   fyrirtækjum   kleift   að   bregðast   við   auknum  

kröfum  um  örugg  viðskipti  er  þörf  á  þróa  heildstæðari  ramma  (e.   indicator  framework)  

fyrir   samfélagsábyrgð   innan  byggingariðnaðarins   (Porter  og  Kramer,  2006).  Samkvæmt  

rannsókn  þeirra  Zhao,  Zaho,  Davidson  og  Zuo  (2012)  á  samfélagsábyrgð  fyrirtækja  innan  

byggingariðnaðarins   virðast   þeir   mælikvarðar   sem   stuðst   er   við   í   dag   ekki   nægilega  

samræmdir.   Það   sem   einna   helst   vantar   upp   á   er   að   taka   alla   hagsmunaaðila   með   í  

reikninginn   þegar   kemur   að   því   að   innleiða   samfélagsábyrgð.   Fjöldi   hagsmunaaðila  

tengdur   byggingarframkvæmdum   er   allnokkur.   Sem   dæmi   má   nefna   arkitekta,  

verkfræðinga,   verktaka,   faglærða   iðnaðarmenn,   verkamenn,   hluthafa,   lánastofnanir,  

birgja,   fulltrúa   frá   umhverfis-­‐   og   auðlindaráðuneytum,   sveitarfélög,   stjórnvöld,  

samkeppnisaðila   og   félagasamtök   (Zhao   o.fl.,   2012).   Þróa   þarf   samstætt   kerfi   til   að  

innleiða  samfélagsábyrgð  sem  byggist  á  þátttöku  allra  hagsmunaaðila  (Zhao  o.fl.,  2012).  

Gerð  er  nánari  grein  fyrir  helstu  hagsmunaaðilum  og  viðskiptatenglsum  í  byggingariðnaði  

á  mynd  2.  Með  því  að  greina  hagsmunaaðila  á  skipulegan  hátt  verður  til  flokkunarkerfi  

sem   hjálpar   til   við   að   skipuleggja   og   innleiða   samfélagsábyrgð.   Slíkt   skapar   líka  

þekkingarfræðilega   tengingu   á   milli   hugtaksins   samfélagsábyrgðar   og   þeirra  

vísa/mælitækja   sem   heyra   undir   það   (Zhao   o.fl.,   2012).   Slík   nálgun   veitir   fyrirtækjum  

aukinn   skilning   á  meginþáttum   samfélgasábyrgðar,   auk   þess   að   efla   samkeppnislegan  

ávinning  fyrirtækja  hvað  varðar  skuldbindingar  til  sjálfbærrar  þróunar  (Zhao  o.fl.,  2012).    

Mynd  2.  Helstu  hagsmunaaðilar  og  viðskiptatengsl  þeirra  á  milli  í  byggingariðnaði  (UNEP-­‐SBCI,  2014,  bls.  

18;  íslenskað  af  höfundi).  

Page 31: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

20  

3.3   Vistvottunarkerfi  fyrir  byggingar    Verðmæti   sem   liggja   í   hinu   byggða   umhverfi   eru   mikil,   byggt   er   til   langs   tíma   og  

nauðsynlegt  er  að  slíkar  fjárfestingar  nýtist  yngri  og  ókomnum  kynslóðum,  og  að  neikvæð  

umhverfisáhrif   séu   lágmörkuð   eftir   fremsta   megni   (UNEP-­‐SBCI,   2014).   Áherslur   á  

sjálfbæra  þróun  innan  byggingariðnaðarins  ern  álitin  aðkallandi  verkefni  víðast  hvar  í  dag,  

og   meðvitund   um   þessi   mál   er   sífellt   að   aukast   (UNEP-­‐SBCI,   2014).   Vaxandi  

þéttbýlismyndun   hefur   aukið   kröfur   til   byggðs   umhverfis   og   hefur   þörfin   fyrir   aukin  

samskipti   innan   borga   og   flutningsgetu   skapað   nýjar   kröfur   um   skilvirkari   lausnir   og  

hönnun.  Samhliða  þessari  þróun  er  í  vaxandi  mæli  gerð  krafa  um  að  stefnt  skuli  í  átt  að  

aukinni  sjálfbærni  í  byggingariðnaði,  sem  og  í  öðrum  starfsgreinum  (UNEP-­‐SBCI,  2014).  Sé  

rétt  staðið  að  hönnun,  skipulagi  og    byggingarframkvæmdum  getur  byggingariðnaðurinn  

spilað  lykilhlutverk  í  því  að  stuðla  að  sjálfbærri  þróun  til  framtíðar,  samhliða  því  að  svara  

þörfinni   fyrir   ólíkar   gerðir   bygginga   og   tæknilausna   (UNEP-­‐SBCI,   2009).   Þannig   getur  

byggingariðnaðurinn  einnig  stuðlað  að  arðbærri  efnahagsþróun  (UNEP-­‐SBCI,  2009).  Með  

aukinni  áherslu  á  sjálfbæra  þróun  stuðlar  byggingariðnaðurinn  ekki  aðeins  að  heilnæmara  

umhverfi  heldur  kemur  hann  þannig  til  móts  við  önnur  hnattræn  vandamál,  t.d.  með  því  

að   auka   orkuöryggi,   draga   úr   loftslagsbreytingum   og   stuðla   að   þróun   í   átt   að  

hringrásarhagkerfi   (e.  circular  economy)   (UNEP-­‐SBCI,  2009).  Með  hringrásarhagkerfi  er  

átt   við   hagkerfi   sem   stuðlar   að   skilvirkri   auðlindanýtingu   og   endurmyndandi   hringrás  

(Ellen   MacArthur   Foundation,   2017).   Þetta   er   gert   með   með   því   að   draga   úr  

auðlindanotkun,  sorpmyndun  og  sóun  fjármuna  með  því  að  nýta  hluti  til  fulls  og  stuðla  að  

endurnýtingu.  Í  hringlaga  hagkerfi  hugsa  framleiðendur  um  framleiðslu  sína  sem  hringrás  

en  ekki   línulegt  ferli   (Ellen  MacArthur  Foundation,  2017).  Sökum  þess  hve  víðtæk  áhrif  

byggingaiðnaðurinn   hefur   á   aðrar   atvinnugreinar   getur   hann  með   áherslu   á   sjálfbæra  

þróun  einnig  stuðlað  að  skilvirkari  auðlindanýtingu  á  öðrum  sviðum  (UNEP-­‐SBCI,  2014).    

Það   hefur   verið   tilhneiging  manna   hingað   til   að   leggja   höfuðáherslu   á   að   draga   úr  

útblæstri  gróðurhúsalofttegunda  frá  byggingum  í  notkun,  og  reyna  að  stemma  stigu  við  

þeim  neikvæðu  áhrifum  sem  útblásturinn  veldur  í  þeirri  viðleitni  að  stuðla  að  heilnæmu  

umhverfi.  Minni  áhersla  hefur  verið  lögð  á  að  skilja  vistferil  bygginga  í  heild  og  hvernig  

draga  megi  úr  auðlinda-­‐  og  hráefnanotkun  frá  upphafi  til  enda,  út  í  gegnum  allan  vistferil  

bygginga   (UNEP-­‐SBCI,  2014;  Berardi,  2011;   ISO  15392,  2008).   Slíkar   vistferilsgreiningar  

eru  þó  að  ryðja  sér  til  rúms  innan  byggingariðnaðarins  og  taka  þær  til  umhverfisáhrifa  á  

Page 32: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

21  

öllum   stigum   vistferilsins.  Markmið   slíkra   greininga   er   að   varpa   ljósi   á   þá   umhverfis-­‐,  

félags-­‐  og  hagfræðilegu  þætti  í  vistferlinum  sem  geta  skilað  hvað  mestum  samfélagslegum  

ávinningi,  og  draga  þar  með  úr  neikvæðum  áhrifum  framkvæmda  (UNEP-­‐SBCI,  2014).  

Byggingarframkvæmdir  eru  flóknar  í  eðli  sínu,  en  aukin  meðvitund  um  umhverfisáhrif  

þeirra  hefur  aukið  kröfur   í  byggingarferlinu  enn  frekar.  Vaxandi  þéttbýlismyndun  hefur  

leitt  af  sér  aukinn  skort  á  auðlindum  um  heim  allan  og  er  ekki  talið  verða  neitt  lát  á  þessari  

þróun   nema   gripið   verði   í   taumana.   Sem   dæmi   má   taka   að   efnisnotkun   í   heiminum  

áttfaldaðist   á   20.   öldinni   (Krausmann   o.fl.,   2009).   Þessi   öra   þróun  mun   setja   hagvexti  

skorður   og   hafa   ýmiss   konar   áskoranir   í   för   með   sér   fyrir   byggingariðnaðinn   (Dobbs,  

Oppenheim,  Thompson,  o.fl.,  2011).  Til  þess  að  bregðast  við  þessu  ástandi  og  draga  úr  

auðlinda-­‐   og   hráefnisnotkun   þarf   að   eiga   sér   stað   umbreyting   í   byggingaiðnaðinum  

(World   Green   Building   Council,   2013).   Umbreyting   sem   felur   í   sér   hagkvæmari  

byggingaraðferðir,  nýjar  tæknilausnir  og  skynsamlegra  val  á  byggingarefnum  sem  getur  

bæði   skilað   auknum   hagvexti   og   stuðlað   að   sjálfbærri   þróun  

(World  Green  Building  Council,  2013).  

Fagfólki  sem  starfar  í  byggingariðnaði  hefur  löngum  verið  umhugað  um  umhverfislega  

frammistöðu  bygginga,  en  segja  má  að  málefnið  sé  í  brennidepli  hvað  varðar  sjálfbæra  

þróun   innan   byggingariðnaðarins   í   dag,   og   er   sífellt   aukin   áhersla   lögð   á   notkun  

vistvottunarkerfa   (Celik,   2013;   Cole,   1998;   Cooper,   1999;   Berardi,   2012;   Zuo   og   Zhao,  

2014;  Li,  Chen,  Wang  o.fl.,  2017).  Umtalsverðri  vinnu  hefur  verið  varið  í  að  þróa  matskerfi  

til  að  mæla  umhverfislega  frammistöðu  bygginga  í  gegnum  vistferil  þeirra  síðustu  áratugi  

(Clements-­‐Croome,   2004;   Bragança,   Mateus   og   Koukkari,   2010;   Celik,   2013;   Markelj,  

Kitek  Kuzman,  Grošelj  o.fl.,  2014).  Kerfin  eru  hönnuð  með  það   í  huga  að  meta  hversu  

árangursríkt  tiltekið  verkefni  er  með  tilliti  til  orku,  umhverfis  og  vistfræði,  auk  þess  sem  

félagslegir  og  efnahagslegir  þættir  eru  teknir  með  í  reikninginn  (Clements-­‐Croome,  2004;  

Bragança,  Mateus   og   Koukkari,   2010;  Markelj,   Kuzman   og   Zbasnik-­‐Senegacnik,   2013).  

Markmiðin  með  notkun  vistvottunarkerfa  eru  almennt  þau  sömu,  að  auka  gæði  bygginga  

með  því  að  byggja  heilnæmar  byggingar,  að  draga  úr  neikvæðum  umhverfisáhrifum  og  að  

draga  úr  heildarkostnaði  og  viðhaldi  yfir  allan  vistferil  bygginga  (Vistbyggðarráð,  2013).  

Með  vistvottunarkerfum  eru  gæði  bygginga  metin  út   frá  viðmiðum  um  sjálfbærni   sem  

endurspegla   mismunandi   svið   og   alþjóðlega   staðla   og   hjálpa   þannig   til   við   að   skapa  

Page 33: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

22  

alþjóðlegt   samkomulag   um   ákjósanlegar   aðferðir   til   að   draga   úr   orkunotkun   og   losun  

gróðurhúsalofttegunda   frá   byggingariðnaðinum   (Markelj,   Kuzman   og   Zbasnik-­‐

Senegacnik,   2013;   Attia,   Gratia,   De  Herde   o.fl.,   2012).   Undanfarin   ár   hefur   verið   lögð  

síaukin   áhersla   á   að   vistvottunarkerfin   meti   allan   vistferil   bygginga   með   hjálp  

vistferilsgreininga   sem   er   framþróun   frá   því   að   meta   fyrst   og   fremst   umhverfisþætti  

tengda  byggingarframkvæmdum  líkt  og  gert  var  þegar  slík  kerfi  voru  að  ryðja  sér  til  rúms  

(Bragança,   Mateus   og   Koukkari,   2010;   Attia,   Gratia,   De   Herde   o.fl.,   2012).

Vistvottunarkerfi   eru   þó   ekki   nauðsynleg   til   þess   að   draga   úr   neikvæðum  

umhverfisáhrifum   bygginga,   vel   er   hægt   að   reisa   vistvænar   byggingar   án   þess   að  

vistvottunarkerfi   sé   notuð.   Reynslan   hefur   þó   sýnt   að   notkun   vottunarkerfa   eykur  

skipulag  og  aðhald  í  byggingarferlinu  sem  kemur  í  veg  fyrir  að  það  slakni  á  kröfum  þegar  

líður  á  framkvæmdina  (Vistbyggðarráð,  2013).  

Til  er  fjölbreytt  úrval  kerfa  til  vistvottana  sem  hafa  verið  þróuð  í  mismunandi  tilgangi.  

Á  meðal  vistvottana  á  markaði  í  dag  eru  eftirfarandi  kerfi:  British  Research  Establishment  

Environmental   Assessment   Method   (BREEAM,   Bretland),   Leadership   in   Energy   and  

Environmental  Design  (LEED,  Bandaríkin),  Miljöbyggnad  (Svíþjóð),  EcoProfile  (Noregur),  

German   Sustainable   Building   Council   (DGNB,   Þýskaland),   Comprehensive   Assessment  

System   for   Built   Environment   Efficiency   (CASBEE,   Japan),   Hong   Kong   Building  

Environmental   Assessment   Method   (HK   BEAM),   Green   Mark   (Singapore),   Green   Star  

(Ástralía),   SBTool   (The   international   Sustainable   Building   Tool),   Green   Building   Index  

(Malasya),  LEnSE  (  Methodology  Development  towards  a  Label  for  Environmental,  Social  

and   Ecolomic   Buildings,   Evrópa)   (Green   Building   Council   of   Australia,   2017;  

Vistbyggðarráð,  2013;  Alyami  og  Rezgui,  2012;  Markelj,  Kuzman  og  Zbasnik-­‐Senegacnik,  

2013;   Zuo   og   Zhao,   2014).   Kerfin   henta   ýmist   til   staðbundinnar   notkunar   eða   fyrir  

alþjóðlegan  markað.  Hvert  kerfi  býr  yfir  ákveðnum  eiginleikum  og  aðferðafræði  og  hentar  

fyrir  mismunandi  tegundir  bygginga  (Cole,  2005;  Alyami  og  Rezgui,  2012; Markelj,  Kuzman  

og  Zbasnik-­‐Senegacnik,  2013).  Vistvottunarkerfin  BREEAM,  LEED,  DGNB,  CASBEE,  SBTool  

og  Green  Star  eru  þau  kerfi  sem  virðast  hafa  náð  mestri  útbreiðslu  á  heimsvísu  (Forsberg  

og  Malmborg,  2003;  Cole,  2005;  Ding,  2008;  Haapio  og  Viitaniemi,  2008  og  Yu  og  Kim,  

2011;  Markelj,  Kuzman  og  Zbasnik-­‐Senegacnik,  2013;  Markelj,  Kitek  Kuzman,  Grošelj  o.fl.,  

2014).  

Page 34: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

23  

Í  rannsókn  Markelj,  Kuzman  og  Zbasnik-­‐Senegacnik  (2013)  um  vistvottunarkerfi  fyrir  

byggingar  kemur  fram  að  það  megi  skipta  slíkum  vistvottunarkerfum  gróflega   í  kerfi  af  

fyrstu  og  annarri  kynslóð.  Vistvottunarkerfi  af  fyrstu  kynslóð  eru  þau  sem  komu  á  markað  

um  og  upp  úr  1990.  BREEAM,  LEED,  CASBEE  og  Green  Star  flokkast  þar  á  meðal  (Markelj,  

Kuzman  og  Zbasnik-­‐Senegacnik,  2013).  Kerfin  eiga  það   sameiginlegt  að  hafa  að  mestu  

miðað  að  því  að  meta  orkunotkun-­‐  og  neikvæð  umhverfisáhrif  bygginga  til  að  byrja  með.  

Þá  var  síður  horft  til  þess  að  meta  áhrif  í  gegnum  allan  vistferil  bygginga  (Markelj,  Kuzman  

og  Zbasnik-­‐Senegacnik,  2013).  Kerfi  af  annarri  kynslóð  eru  nýlegri,  en  þar  er  allur  vistferill  

byggingar  tekinn  með  í  reikninginn  og  yfirleitt  er  gerð  krafa  um  vistferilsgreiningar.  Einnig  

er  lögð  meiri  áhersla  á  jafnvægi  á  milli  efnahagslegra-­‐,  tæknilegra-­‐  og  félagslegra  þátta  við  

vottun  með   nýrri   vistvottunarkerfum   (Markelj,   Kuzman   og   Zbasnik-­‐Senegacnik,   2013).  

Það   er   þó   ekki   svo   að   vistvottunarkerfi   af   fyrstu   kynslóð   leggi   ekki   áherslu   á  

vistferilsgreiningar  og  jafnvægi  milli  umhverfislegra-­‐,  félagslegra-­‐  og  efnahagslegra  þátta  

í  dag  (Zuo  og  Zhao,  2014).  Flest  kerfanna  er  í  stöðugri  þróun  og  eru  uppfærð  reglulega  

samkvæmt  nýjustu  viðmiðum.  Sem  dæmi  má  taka  að  í  LEED,  BREEAM  og  Green  Star  hafa  

vistferilsgreiningar  verið   innleiddar   í  nýrri  uppfærslum  kerfanna   (Zuo  og  Zhao,  2014).   Í  

sumum  tilvikum  eru  slíkar  greiningar  enn  sem  komið  valkvæmar  er,  líkt  og  í  BREEAM,  en  

þar  fæst  aukastig  sé  stuðst  við  vistferilsgreiningar  (Zuo  og  Zhao,  2014)  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Page 35: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

24  

4   Vistvottunarkerfið  BREEAM  

Í   þessum   kafla   er   gerð   heimildagreining   á   BREEAM   kerfinu.   Leitast   er   við   að   útskýra  

uppbyggingu,  eiginleika  og  rekstur  kerfisins  á  ítarlegan  hátt  auk  þess  að  gera  grein  fyrir  

því  hvaða  ávinning  kerfið  hefur  í  för  með  sér  og  hvað  má  betur  fara  við  útfærslu  þess  og  

notkun  samkvæmt  nýlegum  erlendum  rannsóknum.    

4.1   Upphaf  og  markmið    BREEAM  var  stofnað  í  Bretlandi  árið  1990  og  hefur  verið  í  notkun  allar  götur  síðan  (Cole,  

2005).  BREEAM  var  fyrsta  heildstæða  vottunarkerfið  sem  kom  á  markað  sem  sérstaklega  

var  ætlað  byggingum  (Cole,  2005).  BREEAM  vottunarkerfið  er  í  eigu  og  rekstri  BRE  Global  

Ltd.  Til  að  byrja  með  var  BRE  (The  Building  Research  Establishment)  rekið  sem  vísindaleg  

rannsóknarstofnun  á  vegum  bresku  ríkissjórnarinnar.  Undir   lok  10.  áratugarins  var  BRE  

svo  einkavætt  og  er  nú  í  eigu  BRE  Trust  (Courtney,  1997).  BRE  Trust  eru  góðgerðarsamtök  

í  Bretlandi  sem  tileinkuð  eru  rannsóknum  á  hinu  byggða  umhverfi.  BRE  og  BRE  Global  Ltd.  

eru  dótturfyrirtæki  BRE  Trust  (BRE,  2017a).  Rekstur  BREEAM  vottunarkerfisins  er  helsti  

tekjustraumur   BRE   Global   Ltd.   og   því   er   rekstur   vottunarkerfisins   óhjákvæmilega  

viðskiptalegs  eðlis.  Samkvæmt  rannsókn  Schweber  (2013)  á  BREEAM  hefur  ekki  enn  verið  

sýnt  fram  á  hvaða  áhrif  viðskiptalegt  eðli  BREEAM  hefur  haft  á  þróun  kerfisins.  

 Til  að  byrja  með  var  BREEAM  valfrjálst  fyrir  þá  sem  stóðu  í  byggingarframkvæmdum  í  

Bretlandi.   Meginhvatarnir   fyrir   notkun   kerfisins   voru   fyrst   og   fremst   stefnumál   og  

eftirspurn   frá   viðskiptavinum   (DEFRA,  2005;  DEFRA,  2007).  Útbreiðsla   kerfisins   var  því  

frekar  hæg  fyrstu  árin.  Árið  2000  var  farið  að  vekja  athygli  á  BREEAM  og  mæla  með  notkun  

þess  á  vegum  stjórnvalda  í  Bretlandi  (DEFRA,  2005;  DEFRA,  2007).  Í  kjölfarið  gerðu  bresk  

stjórnvöld  þá  kröfu  að  allar  nýbyggingar  á  vegum  ríkisins  skyldu  verða  BREEAM  vottaðar  

(DEFRA,   2005;   DEFRA,   2007).   Efndir   voru   takmarkaðar   næstu   árin   samkvæmt   NAO  

(National  Audit  Office,  2007).  Árið  2005  fóru  hlutirnir  að  færast  í  betra  horf  hvað  varðar  

notkun   BREEAM   á   opinberum   vettvangi   í   Bretlandi,   ráðuneyti   fóru   að   fylgja   eftir  

lagasetningu  um  notkun  BREEAM  og  setja  BREEAM  vottun  sem  skilyrði  fyrir  fjármögnun  

byggingarframkvæmda  á  þeirra  vegum.  Um  svipað  leyti  fóru  bresk  stjórnvöld  að  aðlaga  

og  samræma  BREEAM  að  reglugerðum  ríkisins  (NAO,  2007).  

 

Page 36: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

25  

BRE  Global  Ltd.  kynna  BREEAM  á  eftirfarandi  hátt:    

BREEAM  (BRE  Environmental  Assessment  Method)  er  það  vistvottunarkerfi  fyrir  

byggingar  og  skipulag  sem  hefur  náð  mestri  útbreiðslu  á  heimsvísu  og  er  leiðandi  

á  markaði  í  dag.  Kerfið  setur  staðla  fyrir  aðferðir  sem  stuðla  að  sjálfbærri  hönnun  

og  er  orðið  viðurkenndur  mælikvarði  á  umhverfisframmistöðu  bygginga.1    

Samkvæmt   BRE   Global   Ltd.   er   markmiðið   með   kerfinu   að   draga   úr   neikvæðum  

umhverfisáhrifum  yfir  líftíma  bygginga  með  því  að  stuðla  að  umhverfisvænni  hönnun  og  

heilsusamlegra  umhverfi  fyrir  notendur  (BRE  Global  Ltd.,  2016).  BREEAM  er  einnig  ætlað  

að   stuðla   að   betri   umhverfisstjórnun   á   verk-­‐   og   rekstrartíma   bygginga   og   skapa  

trúverðugan  umhverfisstimpil  á  markaði  samkvæmt  BRE  Global  Ltd.  (2016).    

BREEAM   hentar   fyrir   skipulag   og   allar   tegundir   bygginga:   nýbyggingar,   endurgerð  

bygginga  og  byggingar  í  rekstri  (BRE  Global  Ltd.,  2009).  BREEAM  er  í  stöðugri  þróun,  hver  

útfærsla  er  uppfærð  á  nokkurra  ára  fresti  til  að  samsvara  nýjum  byggingarreglugerðum  

og   tryggja   framþróun   í   mannvirkjagerð   (Atkinson,   2009).   BREEAM   hefur   verið   þróað  

sérstaklega  fyrir  alþjóðlegan  markað  og  mismunandi   lönd  þar  sem  aðstæður  eru  ólíkar  

(BRE  Global  Ltd.,  2009).  Í  dag  er  BREEAM  nýtt  í  um  80  löndum  (BREEAM,  2017a).  Alls  hafa  

um   560   þúsund   byggingar   fengið   BREEAM   vottun   og   um   2,3   milljónir   bygginga   eru   í  

vottunarferli   (BREEAM,   2017a).   Flestar   vottaðar   byggingar   er   að   finna   í   Bretlandi   en  

notkun  BREEAM  utan  Bretlands  eykst  hratt.  Til  að  mynda  hafa  nokkur  Evrópulönd  ákveðið  

að  aðlaga  kerfið  að  eigin  aðstæðum  og  reglugerðum,  en  þar  má  nefna  Holland,  Þýskaland,  

Austurríki,  Noreg,  Spán,  Svíþjóð  og  Frakkland  (Vistbyggðarráð,  2013;  Sustainable  Building  

Alliance,  2017).  

Norðmenn  hafa  þróað  norska  útgáfu  af  BREEAM  sem  kallast  BREEAM-­‐NOR  í  samræmi  

við   lög   og   reglugerðir   þar   í   landi.   BREEAM-­‐NOR   er   rekið   af   norska   vistbyggðaráðinu  

(NGBC)   sem   var   stofnað   árið   2010   og   er   í   eigu   fjölda   aðila   úr   norska   byggingar-­‐   og  

fasteignageiranum.   Alls   eru   um   250   norsk   félög   og   fyrirtæki   aðilar   að   norska  

vistbyggðaráðinu  (Norwegian  Green  Bulding  Council,  2016).  Með  BREEAM-­‐NOR  er  hægt  

                                                                                                               1  Orðréttur  frumtexti:  BREEAM  (BRE  Environmental  Assessment  Method)  is  the  leading  and  most  widely  used  environmental  assessment  method  for  buildings  and  communities.  It  sets  the  standard  for  best  practice  in  sustainable  design  and  has  become  the  de  facto  measure  used  to  describe  a  building's  environmental  performance  (BRE,  2017b,  mgr.  1;  þýtt  af  höfundi).  

 

Page 37: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

26  

að  votta  nýbyggingar,  endurgerð  eldri  bygginga,  viðbyggingar,  umbætur  á  byggingum  eða  

rýmum  innan  þeirra  og  byggingarframkvæmdir  þar    sem  um  samsetningu  nýbygginga  og  

endurgerðar  er  að  ræða  (Norwegian  Green  Bulding  Council,  2012).  Eigi  að  votta  byggingu  

sem   fellur   ekki   undir   kröfuramma   BREEAM-­‐NOR   er   hún   vottuð   samkvæmt   BREEAM  

International  Bespoke,  þar  sem  kröfuramminn  er  sérsniðinn  að  tilteknu  verkefni  í  samráði  

við   BRE   Global   Ltd.   (Norwegian   Green   Bulding   Council,   2012).   Í   Noregi   hafa   um   200  

verkefni  verið  skráð   í  BREEAM-­‐NOR  vottunarferli.  Þar   í   landi  hafa  um  2.000  aðilar  sem  

starfa  í  byggingariðnaðinum  sótt  námskeið  um  BREEAM-­‐NOR  og  alls  hafa  um  350  aðilar  

öðlast   réttindi   sem   viðurkenndir   BREEAM-­‐NOR  matsmenn   (Norwegian   Green   Bulding  

Council,   2017).   Nýjasti   BREEAM-­‐NOR   leiðarvísirinn   er  BREEAM-­‐NOR  New   Construction  

2016   sem   þróaður   var   og   gefinn   út   fyrir   tilstilli   um   100   aðila   úr   byggingar-­‐   og  

fasteignaigeiranum  víðsvegar  um  Noreg  (Norwegian  Green  Bulding  Council,  2016).  

Svíar  hafa  einnig  þróað  sænska  útgáfu  af  BREEAM  í  samræmi  við  lög  og  reglugerðir  þar  

í   landi  og  kallast  hún  BREEAM-­‐SE  og  kom  á  markað  árið  2013  (Sweden  Green  Building  

Council,  2017).  Líkt  og  í  Noregi  sér  sænska  vistbyggðaráðið  um  þróun  og  rekstur  BREEAM-­‐

SE  í  samráði  við  eigendur  BREEAM,  BRE  Global  Ltd.  Sænska  vistbyggðaráðið  var  stofnað  

árið   2009   af   þrettán   sænskum   fyrirtækjum   og   er   opið   öllum   aðilum   sem   starfa   í  

byggingariðnaði  þar  í  landi  (Sweden  Green  Building  Council,  2013).  Aðlögun  BREEAM  að  

sænskum  aðstæðum  var  styrkt  af  sænsku  orkustofnuninni  (e.  Swedish  Energy  Agency)  og  

SBUF   (e.   Development   Fund   of   the   Swedish   Construction   Industry).   Nýjasti   BREEAM  

leiðarvísir  Svía  er  BREEAM-­‐SE  for  New  Construction  and  Refurbishment  2013  sem  þróaður  

var  af  um  30  fulltrúum  sænska  vistbyggðaráðsins  með  sérfræðiþekkingu  á  mismunandi  

sviðum  (Sweden  Green  Building  Council,  2013).  Með  BREEAM-­‐SE,  líkt  og  með  BREEAM-­‐

NOR,  er  hægt  að  votta  nýbyggingar,  endurgerð  eldri  bygginga,  viðbyggingar,  umbætur  á  

byggingum  eða  rýmum  innan  þeirra  og  byggingarframkvæmdir  þar    sem  um  samsetningu  

nýbygginga   og   endurgerðar   er   að   ræða.   Falli   bygging   ekki   undir   BREEAM-­‐SE  

kröfurammann   er   hún   vottuð   samkvæmt   BREEAM   International   Bespoke  

kröfurammanum  líkt  og  í  Noregi  (Sweden  Green  Building  Council,  2013).  Alls  hafa  um  400  

verkefni  verið  skráð  í  BREEAM  vottunarferli  í  Svíþjóð  samkvæmt  GreenBookLive  (2017c)  

en   aðeins   hefur   hluti   þeirra   verkefna   verið   vottuð   samkvæmt  BREEAM-­‐SE  þar   sem   sú  

útgáfa  er  tiltölulega  nýtilkomin  þar  í  landi.    

Page 38: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

27  

4.2   Alþjóðlegi  hluti  BREEAM  Alþjóðlegi  hluti  BREEAM  nefnist  BREEAM  International.  Allar  byggingar  sem  eru  vottaðar  

utan  Bretlands  eru  vottaðar   samkvæmt  BREEAM   International  að  undanskyldum  þeim  

löndum  þar  sem  BREEAM  hefur  verið  aðlagað  að  þarlendum  aðstæðum,  líkt  og  nefnt  er  

hér  að  ofan.  Í  þeim  tilvikum  eru  byggingar  vottaðar  undir  National  Scheme  Operator    (BRE  

Global  Ltd.,  2016).  Undir  alþjóðlega  hlutanum  hefur  verið  skilgreindur  kröfurammi  sem  

nefnist  BREEAM  International  New  Construction  2016.  Kröfuramminn  hentar  til  að  votta  

eftirfarandi   byggingargerðir:   íbúðarhúsnæði,   viðskiptahúsnæði   (skrifstofur,  

iðnaðarhúsnæði,  verslanir),  skólabyggingar,  vistheimili,  hótel  og  gistiheimili  (BRE  Global  

Ltd.,  2016).  Sé  fyrirhugað  að  fá  BREEAM  vottun  á  byggingu  sem  fellur  ekki  undir  þessa  

flokka   eða   fellur   undir   fleiri   en   einn   flokk   er   kröfuramminn   sérsniðinn   að   viðkomandi  

byggingu  undir  svokölluðu  BREEAM  International  Bespoke  kerfi  (BRE  Global  Ltd.,  2012).  

Hefðbundnir   BREEAM  kröfurammar  hafa   fyrirfram  ákveðin   viðmið.   Þegar   um  Bespoke  

vottun   er   að   ræða  útbýr   BRE  Global   Ltd.   viðmið   sem  eiga   sérstaklega   við   um   tiltekna  

byggingu,   í   samstarfi   við   þá   sem   koma   að   byggingarframkvæmdinni   (BRE   Global   Ltd.,  

2012).  Það  er  dýrara  að  fá  Bespoke  vottun  en  að  fá  hefðbundna  BREEAM  International  

vottun,  en  að  öðru  leyti  fer  vottunarferlið  eins  fram  í  báðum  tilvikum  (BRE  Global  Ltd.,  

2012).   Sem   dæmi   um   byggingar   sem   algengt   er   að   fái   BREEAM   Bespoke   vottun   eru  

gestastofur,   íþróttamiðstöðvar,   bókasöfn,   spítalar,   fangelsi,   lestarstöðvar,  

lögreglustöðvar  og  söfn  (BRE  Global  Ltd.,  2012).  

4.3   Uppbygging  BREEAM  BREEAM  kerfið  er  með  skilgreindan  kröfuramma  fyrir  mismunandi  tegundir  bygginga,  eins  

og   komið   hefur   fram   hér   á   undan.   Hver   krafa   er   skilgreind   samkvæmt   lagalegum  

viðmiðum  á  því  sviði  sem  krafan  á  við  um  (BRE  Global  Ltd.,  2016).  Kröfunum  er  skipt  upp  

í  10  umhverfisáhrifaflokka   sem  hver  um  sig  hefur  ákveðið  vægi.   Segja  má  að  BREEAM  

kerfið  byggi  á  þessum  10  umhverfisáhrifaflokkum.  Sjálfbært  gildi  byggingar  er  metið  út  

frá  þessum  flokkum  sem  spanna  ólíkar  hliðar  byggingarframkvæmda  (BREEAM,  2017a).  

Undir  hverjum  flokki  eru  settar  fram  ákveðnar  kröfur  sem  verkefnateymi  fá  stig  fyrir  séu  

þær  uppfylltar.  Þar  sem  hver  flokkur  hefur  mismikið  vægi  er  einnig  misjafnt  hversu  mörg  

stig   er   hægt   að   fá   fyrir   hvern   flokk.   Hver   flokkur   getur   einnig   haft  misjafnt   vægi   eftir  

byggingartegund  sem  verið  er  að  votta  hverju   sinni   (BREEAM,  2017a;  BRE  Global   Ltd.,  

Page 39: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

28  

2016).  Heildarfjöldi  stiga  við  verklok  ákvarðar  svo  einkunnina  sem  bygging  fær.  Það  er  BRE  

Global   Ltd.   sem   gefur   út   lokaeinkunn   fyrir   verkefni.   Einkunnarskalinn   er   eftirfarandi:  

Staðið  (pass),  gott  (good),  mjög  gott  (very  good),  frábært  (excellent)  og  framúrskarandi  

(outstanding)  (BREEAM,  2017a).  Til  þess  að  ná  framúrskarandi  einkunn  fyrir  verkefni  þarf  

að  ná  85%  stiga,  70%  stiga  þarf  til  að  ná  frábærri  einkunn  og  55%  stiga  þarf  til  að  ná  mjög  

góðri  einkunn  (BRE  Global  Ltd.,  2016).  Til  að  standast  vottun  þarf  að  ná  að  minnsta  kosti  

30%  stiga.  Af  nýbyggingum  sem  nú  þegar  hafa  hlotið  fullgilda  BREEAM  vottun  á  heimsvísu  

hafa   aðeins   um   1%   fengið   einkunnina   framúrskarandi,   um   10%   verkefna   hafa   fengið  

einkunnina   frábært,   um   25%   verkefna   hafa   fengið   einkunnina   mjög   gott   og   um   50%  

verkefna  hafa  fengið  einkunnina  gott  (BRE  Global  Ltd.,  2016).  Þessar  tölur  sýna  að  það  er  

nægt  svigrúm  til  úrbóta.    

Umhverfisáhrifaflokkarnir  og  vægi  þeirra  eru  eftirfarandi  (sjá  á  mynd  3):  

Mynd  3.  Níu  umhverfisáhrifaflokkar  vistvottunarkerfisins  BREEAM  og  vægi  þeirra  samkvæmt  

BREEAM  New  Construction  Non-­‐domestic  buildings  2011  kröfurammanum  sem  samsvarar  vægi  

flokkana  í  BREEAM  International  Bespoke  2010  kröfurammanum  sem  stuðst  hefur  verið  við  á  

Íslandi.  Á  myndina  vantar  tíunda  flokkinn,  nýsköpun  (10%),  sem  er  valfrjáls.  (Parker,  2012,  bls.1;  

íslenskað  af  höfundi).    

 

 

Page 40: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

29  

 

Orka  (19%):    

Flokkurinn,  sem  hefur  mesta  vægið  í  BREEAM  stuðlar  að  hönnun  á  orkusparandi  lausnum  

í  byggingariðnaði  sem  miða  að  því  að  draga  úr  orkunotkun  yfir  líftíma  bygginga  og  losun  

gróðurhúsalofttegunda.   Flokkurinn   hvetur   einnig   til   sjálfbærrar   stjórnunar   á  

byggingartíma  (BREEAM,  2017a;  BRE  Global  Ltd.,  2016).      

 

Heilsa  og  vellíðan  (15%):    

Flokkurinn  stuðlar  að  bættri  heilsu  og  auknu  öryggi   fyrir   íbúa  bygginga   jafnt   sem  aðra  

notendur.   BREEAM   matið   miðar   að   því   að   bera   kennsl   á   þá   þætti   sem   stuðla   að  

heilnæmara  umhverfi  fyrir  íbúa  (BREEAM,  2017a;  BRE  Global  Ltd.,  2016).    

 

Byggingarefni  (12,5%):    

Flokkurinn  miðar  að  því  að  draga  úr  neikvæðum  áhrifum  byggingarefna  með  því  að  huga  

að  notkun  þeirra  við  hönnun  á  byggingartíma  og  við  viðhald.  Þetta  er  gert  með  því  að  

stuðla  að  notkun  efna  sem  eru  framleidd  með  ábyrgum  hætti.  Leitast  er  við  að  nota  efni  

sem  hafa  sem  minnst  neikvæð  umhverfisáhrif  í  gegnum  vistferil  þeirra.  Reynt  er  að  draga  

úr  notkun  kemískra  efna  (BREEAM,  2017a;  BRE  Global  Ltd.,  2016).    

 

Umhverfisstjórnun  (12%):    

Flokkurinn  stuðlar  að  aðlögun  sjálfbærra  stjórnunarhátta  frá  hönnun  bygginga  til  niðurrifs  

til   að   tryggja   að   markmiðum   um   sjálfbæra   þróun   sé   framfylgt   frá   upphafi   til   enda  

(BREEAM,  2017a;  BRE  Global  Ltd.,  2016).    

 

Landnotkun  og  vistfræði  (10%):    

Flokkurinn   stuðlar   að   sjálfbærri   landnotkun,   verndun   búsvæða   og   líffræðilegs  

fjölbreytileika   á   byggingarsvæðum   og   svæðum   umhverfis   þau.   Áhersla   er   lögð   á  

endurnýtingu  mengaðra   svæða   og   uppbyggingu   á   svæðum   sem   skortir   vistfræðilegan  

fjölbreytileika  með  því  að  stuðla  að  verndun  og  sjálfbærri  stjórnun  á  svæðunum  (BREEAM,  

2017a;  BRE  Global  Ltd.,  2016).      

Page 41: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

30  

 

Mengun  (10%):    

Flokkurinn   miðar   að   því   að   draga   úr   og   stjórna   mengun   og   ofanvatni   í   tengslum   við  

staðsetningu  og  notkun  bygginga.  Reynt  er  að  draga  úr  neikvæðum  áhrifum  bygginga  á  

umhverfi   þeirra,   svo   sem   ljósmengun,   hávaða   og   losun   gróðurhúsalofttegunda   út   í  

andrúmsloftið  (BREEAM,  2017a;  BRE  Global  Ltd.,  2016).    

 

Nýsköpun  (10%):    

Þessi   flokkur   skapar   möguleika   fyrir   nýsköpun   umfram   þær   kröfur   sem   gerðar   eru   í  

stigakerfi  BREEAM.  Innan  flokksins  er  hægt  að  ná  í  aukastig  fyrir  nýbreytni  í  vöruþróun  og  

eftirtektarverða   frammistöðu   í   ákveðnum   flokkum,   af   því   gefnu   að   BRE   Global   Ltd.  

samþykki  nýbreytnina  (BREEAM,  2017a;  BRE  Global  Ltd.,  2016).    

 

Samgöngur  (8%):    

Flokkurinn  hvetur  til  betra  aðgengis  að  sjálfbærari  samgöngum  fyrir  notendur  bygginga.  

Áhersla   er   lögð   á   aðgengi   að   almenningssamgöngum   og   almennt   skipulag   umhverfis  

byggingar  sem  dregur  úr  notkun  einkabílsins  (BREEAM,  2017a;  BRE  Global  Ltd.,  2016).    

 

Úrgangur  (7,5%):    

Flokkurinn   stuðlar   að   sjálfbærri   stjórnun   og   endurnýtingu   úrgangs   á   öllum   líftíma  

byggingar.  Hvatt  er  til  góðrar  hönnunar  og  byggingarframkvæmdar  þar  sem  hugað  er  að  

því  að  draga  úr  úrgangi  frá  upphafi  til  enda  ferlis  (BREEAM,  2017a;  BRE  Global  Ltd.,  2016).      

 

Vatn  (6%):  

Flokkurinn  stuðlar  að  sjálfbærri  vatnsnotkun  í  byggingum  og  á  lóðum  umhverfis  þær,  þar  

með   talið   á   byggingartíma.   Skilgreindar   eru   aðferðir   til   að   draga   úr   vatnsnotkun   í  

byggingum,   stuðla   að   ofanvatnslausnum  og   lágmarka   vatnsleka   (BREEAM,   2017a;   BRE  

Global  Ltd.,  2016).    

Page 42: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

31  

4.3.1   Vottun  Í   BREEAM   vottunarferlinu   er   lagt   mat   á   hönnun,   smíði   og   notkun   bygginga   út   frá  

viðmiðum  sem  sett  eru  í  kerfinu  (BREEAM,  2017a).  Vottunarferlið  er  í  umsjón  matsmanna  

sem   hafa   öðlast   sérstök   réttindi   sem   slíkir   hjá   BRE   Global   Ltd.   (BREEAM,   2017a).  

Vottunarferlinu   er   skipt   í   tvo   áfanga.   Fyrst   fer   fram   úttekt   á   hönnunarstigi   (e.   Design  

Stage)  og  svo  fer  fram  lokaúttekt  á  fullbúinni  byggingu  (e.  Post-­‐Construction  Stage).  Þegar  

framkvæmd  er  úttekt  á  hönnunarstigi  þá  er  hönnun  byggingar  metin  með  tilliti  til  þeirra  

krafna  sem  gerðar  eru  í  BREEAM  (BRE  Global  Ltd.,  2009).  Hönnunin  þarf  að  vera  komin  á  

það   stig   að  matsmaður   geti   sýnt   fram  á   að   hún   standist   kröfur   sem   settar   eru   fram   í  

BREEAM  leiðarvísinum  (e.  technical  manual).  Matsmaður  útbýr  í  framhaldinu  matsskýrslu  

sem  send  er  til  BRE  Global  Ltd.  Úttektin  fer  vanalega  fram  áður  en  framkvæmdir  hefjast  á  

byggingarsvæði  (BRE  Global  Ltd.,  2009).  Í  lokaúttekt  er  byggingin  tekin  út  og  metið  hvort  

að  tekist  hafi  að  uppfylla  kröfur  sem  lagt  var  upp  með  á  hönnunarstigi  og  hvort  að  hægt  

sé   að   sýna   fram   á   að   lokaútkoman   sé   í   samræmi   við   viðmiðin   sem   sett   eru   fram   í  

leiðarvísinum  frá  BREEAM  (BRE  Global  Ltd.,  2009).  Að  lokum  gerir  matsmaður  endanlega  

matsskýrslu  sem  send  er  til  BRE  Global  Ltd.  sem  gefur  út  vottunarskjal.  Aðeins  matsmenn  

hafa  réttindi  til  að  skila  inn  slíkri  skýrslu  (BRE  Global  Ltd.,  2009).  

Umfang  BREEAM  vottunar  er  töluvert  og  getur  þátttaka  í  vottunarferli  krafist  mikillar  

vinnu   af   þátttakendum   og   matsmanni   (Vistbyggðarráð,   2013).   BREEAM   vottun   er  

samvinnuverkefni  sem  segja  má  að  skiptist  í  tvo  meginþætti,  annars  vegar  er  það  vinna  

matsmannsins   og   hins   vegar   vinna   verkefnateymis   sem   samanstendur   yfirleitt   af  

hönnunarteymi,  verktaka  og  eiganda  byggingar,  auk  allra  þeirra  sem  koma  að  verkefninu  

á   einn  eða   annan  hátt   (Vistbyggðarráð,   2013).  Hlutverk  matsmannsins   er   veigamikið   í  

ferlinu.   Meðal   helstu   verkefna   hans   er   að   halda   utan   um   vottunarferlið,   aðstoða  

verkefnateymi  eftir  þörfum,   sjá  um  úttektir  og  öll   samskipti   við  BRE  Global   Ltd.,   safna  

saman  sönnunargögnum  úr  ferlinu  frá  hönnuðum  og  eiganda  og  meta  hvort  þau  uppfylli  

BREEAM  kröfurnar,  og  í  lok  vottunarferlis  þarf  matsmaður  að  taka  saman  matsskýrsluna  

og  leggja  til  einkunnargjöf  fyrir  verkefnið  (Vistbyggðarráð,  2013).  Matsmaðurinn  byggir  á  

leiðarvísi   frá   BRE   Global   Ltd.   allt   frá   upphafi   verks.   BREEAM   leiðarvísirinn   inniheldur  

tæknilega   leiðsögn   til  þess  að  hjálpa  matsmönnum  að  votta  verkefni   (BRE  Global   Ltd.,  

2011).   Þar   er   að   finna   útskýringar   á   viðmiðunarramma   verkefnisins,   einkunnagjöf   og  

Page 43: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

32  

stigaskori,  og  nákvæmar   leiðbeiningar  um  það  hvernig  á  að  uppfylla   tæknilegar  kröfur  

sem  settar  eru  fram  í  BREEAM  (BRE  Global  Ltd.,  2011).  

Vinna  verkefnateyma  sem  taka  þátt  í  BREEAM  vottun  felst  í  því  að  hanna  og  útfæra  

verkefnið  í  samræmi  við  þær  BREEAM  kröfur  sem  ákveðið  hefur  verið  að  uppfylla  í  byrjun  

verks  (Vistbyggðarráð,  2013).  Þar  að  auki  þurfa  þessir  aðilar  að  skila  sönnunargögnum  á  

ensku  til  matsmanns  fyrir  hverja  einstaka  kröfu.  Til  þess  að  viðhalda  samræmi  verða  allar  

ákvarðanir  tengdar  vottuninni  að  byggjast  á  sannreyndum  gögnum  frá  verkefnateymum  

sem  hægt  er  að  rekja,  svokölluðum  sönnunargögnum  (BRE  Global  Ltd.,  2016).  Þetta  getur  

verið  tímafrek  aukavinna  fyrir  verkefnateymi  (Vistbyggðarráð,  2013).  Það  kann  einhver  að  

spyrja  sig  hvaða  hlutverki  sönnunargögnin  gegni  í  stóra  samhenginu,  en  benda  má  á  að  

BREEAM  kerfið  fylgir  alþjóðlegum  kröfum  sem  eykur  áreiðanleika  þess  (BRE  Global  Ltd.,  

2016).   Sönnunargögnin   sem   verða   til   í   vottunarferlinu   eru   liður   í   því   að   tryggja  

trúverðugleika  kerfisins  (BRE  Global  Ltd.,  2016).  Matsmaðurinn  byggir  svo  matsskýrsluna  

á   þessum   gögnum.   Matsskýrslan   frá   matsmanninum,   og   gæðatrygging   á   vegum   BRE  

Global  Ltd.,  eru  undirstöðuatriði  þegar  kemur  að  því  að   tryggja  áreiðanleika  gagna  við  

endanlega  einkunnargjöf  fyrir  BREEAM  vottaða  byggingu  (BRE  Global  Ltd.,  2016).  

4.4   Erlendar  rannsóknir  á  BREEAM    Yfirlýsingar  frá  BRE  Global  Ltd.  um  gagnsemi  og  ávinning  sem  hlýst  af  notkun  BREEAM  eru  

eitt,   raunveruleg   virkni   vistvottunarkerfisins   er   svo   annað.   Það   er   ekki   sjálfgefið   að  

BREEAM  vottun  uppfylli  alla  þá  þætti  sem  lagt  er  upp  með  í  byrjun  vottunarferlis.  Því  er  

mikilvægt  að  greina  kosti  og  galla  sem  felast  í  vottun  bygginga  (Turner  og  Arif,  2012).    Hér  

verður   farið   stuttlega   yfir   niðurstöður   nokkurra   erlendra   rannsókna   sem   fjalla   um  

BREEAM,  kosti  kerfisins  og  galla,  áhrif  á  verkefnateymi  og  notendur  bygginga.  Þetta  er  

gert  til  þess  að  varpa  ljósi  á  það  hver  raunveruleg  upplifun  fólks  af  BREEAM  vottunarferli  

og   BREEAM   vottuðum   byggingum   er,   og   hvort   að   vottaðar   byggingar   standi   undir  

væntingum.  

4.4.1   Virði  BREEAM    

Samkvæmt  eigendum  BREEAM  kerfisins  var  kerfið  þróað  sem  hagkvæm  leið  til  þess  að  ná  

fram  sjálfbærri  þróun  í  byggingaiðnaðinum  (BREEAM,  2017b).  Því  að  fá  BREEAM  vottun  

fylgir  ákveðinn  stofnkostnaður  en  á,  samkvæmt  eigendum  kerfisins,  að  auka  verðmæti  

Page 44: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

33  

bygginga   og   þeirra   fyrirtækja   sem   nýta   sér   BREEAM,   þ.e.   kaupa   þjónustu   BREEAM.  

(BREEAM,  2017b).  Það  er  athyglisvert  að  skoða  hvort  þetta  fái  staðist  í  raun.  Til  þess  að  

reyna   að   fá   raunverulega   mynd   af   ávinningi   kerfisins   er   hjálplegt   að   skoða   erlendar  

rannsóknir  á  BREEAM  þar  sem  komin  er  meiri  reynsla  á  notkun  kerfisins  en  hér  á  landi.    

Árið   2012   vann   James   Parker   rannsókn   fyrir   BSRIA   (Building   Services   Research   and  

Information  Association  í  Bretlandi),  þar  sem  hann  kannaði  viðhorf  til  gilda  BREEAM  innan  

byggingariðnaðarins  í  Bretlandi.  Meginmarkmið  rannsóknarinnar  var  að  kanna  viðhorf  til  

BREEAM   og   verðmæti   þess   út   frá   sjónarhóli   viðskiptavina   BREEAM   kerfisins,   bæði   úr  

opinbera  geiranum  og  viðskiptalífinu  í  Bretlandi.  Rannsóknin  byggði  á  um  50  viðtölum  við  

viðskiptavini   BREEAM   kerfisins,   þ.e.   aðila   sem   hafa   reynslu   af   notkun   BREEAM.   Úr  

opinbera   geiranum   var   talað   við   starfsfólk   sem   starfar   í   BREEAM   vottuðum  

háskólabyggingum  og  aðila  frá  stjórnvöldum,  úr  viðskiptalífinu  var  talað  við  þróunaraðila  

og  eigendur  fasteigna  sem  hafa  fengið  BREEAM  vottun.  Alls  höfðu  viðmælendur  reynslu  

af  um  1.300  BREEAM  verkefnum  í  Bretlandi  (Parker,  2012).  Þar  að  auki  var  send  út  stutt  

netkönnun  til  meðlima  BSRIA  til  að  fá  almennt  viðhorf  fagaðila  innan  byggingariðnaðarins  

gagnvart  BREEAM.  Alls  svöruðu  94  aðilar  sem  allir  höfðu  reynslu  af  BREEAM  vottuðum  

verkefnum.  Í  þeim  hópi  voru  BREEAM  matsmenn  í  meirihluta  (37%)  og  þar  á  eftir  aðilar  

úr  BREEAM  hönnunar-­‐  og  ráðgjafateymum  (35%)  (Parker,  2012).    

Samkvæmt  niðurstöðum  rannsóknarinnar  voru  um  88%  viðmælenda  jákvæðir  í  garð  

BREEAM,   en   76%   sögðu   þó   að   úrbóta   væri   þörf   á   kerfinu.   Hvað   umbætur   á   BREEAM  

varðar  var  algengast  að  viðmælendur  nefndu  að  það  sé  þörf  á  að  einfalda  kerfið  og  auka  

sveigjanleika   í   BREEAM   vottunarferlinu.   Samkvæmt   þátttakendum   rannsóknarinnar,  

bæði  viðskiptavinum  og  fagaðilum,  eru  ákvæði  í  skipulagslögum  í  Bretlandi  helsti  hvatinn  

fyrir  því   að   fá  BREEAM  vottun,  þar  á  eftir   koma   stefnumál   fyrirtækja  og   sveitarfélaga.  

Þetta  kemur  ekki  á  óvart  þar  sem  meira  en  helmingur  af  sveitarfélögum  í  Bretlandi  hefur  

innleitt   BREEAM   í   stefnur   og   reglugerðir   sem   varða   skipulag   á   þeirra   vegum   (Parker,  

2012).  Hér  verður  farið  stuttlega  yfir  helstu  niðurstöður  rannsóknarinnar,  út  frá  sjónarhóli  

viðskiptavinarins.    

Page 45: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

34  

Rannsóknin   sýndi   fram   á   að   notkun   kerfisins   hefur   ýmsa   kosti   í   för   með   sér   frá  

sjónarhóli   viðskiptavina   (Parker,   2012).   Af   þremur   þáttum   sjálfbærrar   þróunar,   þ.e.  

umhverfislegrar,  efnahagslegrar  og  félagslegrar,  telja  viðskiptavinir  félagslegan  ávinning  

veigamestan  í  BREEAM  (sjá  mynd  4)  (Parker,  2012).  

Mynd  4.  Mismunandi  vægi  þriggja  þátta  sjálfbærrar  þróunar  í  BREEAM  að  mati  viðskiptavina  

(Parker,  2012,  bls.  15;  íslenskað  af  höfundi)  

 

Þetta  kemur  fram  í  bættri  stöðu  fyrirtækja  á  markaði  í  kjölfar  BREEAM  vottunar,  orðstír  

fyrirtækja  virðist  batna  og  virðing  eykst  með  því  að  sýna  samfélagsábyrgð  í  verki.  Þetta  

virðist  bæði  eiga  við  um  fyrirtækin  sem  eiga  byggingarnar  og  fyrirtækin  sem  starfa  í  þeim.  

Þetta  er  sérstaklega  mikilvægt  fyrir  háskóla  þar  sem  BREEAM  vottunin  hefur  leitt  til  þess  

að  nemendur  verða  meðvitaðri  um  umhverfismál  (Parker,  2012).  Einnig  var  aukin  vellíðan  

notenda   bygginga   nefnd   sem   félagslegur   ávinningur   í   BREEAM   vottuðum   byggingum  

(Parker,  2012).    

Umhverfislegur  ávinningur   sem  hlýst  af  BREEAM  vottun  kemur  að  mestu   leyti   fram  

undirflokknum  landnotkun  og  vistfræði,  og  hefur  að  gera  með  staðsetningu  byggingar  og  

verndun  líffræðilegs  fjölbreytileika  (Parker,  2012).  Hátt  stigaskor  í  þessum  flokki  byggist  

fyrst   og   fremst   á   því   að   vistfræðingur   komi   að   ferlinu.   Flokkurinn  mengun   var   einnig  

nefndur   í   þessu   samhengi   og   þeir   þættir   þar   undir   sem   draga   úr   losun  

gróðurhúsalofttegunda.   Þá   sérstaklega   lausnir   á   borð   við   ofanvatnslausnir,   sólarsellur,  

tjarnir,  sjálfbært  timbur,  endurvinnsla  og  endurvinnslubúnaður  (Parker,  2012).    

Page 46: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

35  

Samkvæmt  niðurstöðum  viðtalanna  var  efnahagslegur  ávinningur  af  BREEAM  vottun  

ekki   tengdur   við   sérstaka   umhverfisáhrifaflokka,   fremur   heilt   yfir.   Það   má   skipta  

efnahagslegum  ávinningi  í  tvo  þætti  að  mati  viðmælenda:  minni  viðhaldskostnað  og  þann  

gróða  sem  BREEAM  vottuð  bygging  skapar  í  gegnum  sölu-­‐  og  leigutekjur  (Parker,  2012).  

Aðeins  12%  viðmælenda  töldu  BREEAM  vottun  hækka  leigutekjur  af  byggingu  en  aftur  á  

móti  taldi  um  þriðjungur  viðmælenda  að  það  væri  auðveldara  að  fá  leigjendur  í  BREEAM  

vottaða  byggingu  (Parker,  2012).  Þetta  geti  þó  verið  flókið  og  fyrir  þróunaraðila  er  þetta  

heldur  þunnur  markaður,  og  lítið  um  spákaupmennsku  þar  sem  búið  er  að  leigja  út  flestar  

vottaðar   byggingar   fyrirfram.   Viðmælendur   töldu   sparnað   í   rekstri   byggingar   helsta  

efnahagslega  ávinning  af  BREEAM  (sjá  mynd  5)  (Parker,  2012).  

Mynd  5.  Efnahagslegur  ávinningur  BREEAM  samkvæmt  viðskiptavinum  (Parker,  2012,  bls.  18;  

íslenskað  af  höfundi)  

 

Viðskiptavinir  voru  einnig  inntir  eftir  því  hvar  þeir  teldur  áhrifa  BREEAM  á  byggingar  helst  

gæta,  þ.e.  hvar  áhrifin  væru  greinilegust.  Samkvæmt  viðmælendum  virðist  BREEAM  ekki  

hafa  mikil  áhrif  á  staðsetningu  og  legu  bygginga.  Áhrifa  þess  virðast  öllu  greinlegri  þegar  

kom  að  tæknilegum  þáttum  á  borð  þjónustu  og  stýringu  í  vottuðum  byggingum.  BREEAM  

virðist  einnig  hafa  áhrif  á  aðstöðu  starfsfólks,  þar  má  til  dæmis  nefna  aðstöðu  fyrir  hjól  og  

sturtur  fyrir  starfsfólk  (sjá  mynd  6)  (Parker,  2012).  

 

 

 

 

Page 47: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

36  

Mynd  6.  Áhrif  BREEAM  á  verkefni  samkvæmt  viðskiptavinum  (Parker,  2012,  bls.  21;  íslenskað  af  höfundi)  

 

Í   rannsókn   Chegut,   Eichholtz   og   Kok   (2014)   var   fjárhagslegur   ávinningur   af  

umhverfisvottun   viðskiptahúsnæðis   í   London   kannaður.   Áhersla   á   sjálfbærni   og  

orkusparnað  á  fasteignamarkaði  í  Bretlandi  hefur  aukist  síðustu  ár.  Almennt  eru  flest  ný  

eða  endurbætt  viðskiptahúsnæði  í  London  í  dag  með  áherslu  á  orskusparnað  og  sjálfbæra  

þætti  (Chegut  o.fl.,  2014).  Þessa  þróun  má  meðal  annars  rekja  til  þess  að  orkusparnaður  

er  hluti  af  lagasetningu  í  Bretlandi  og  húsráðendur  þannig  beittir  ákveðnum  þvingunum  

(Chegut  o.fl.,  2014).  Algengt  er  að  viðskiptahúsnæði  fái  BREEAM  vottun  og  því  er  komin  

mikil   reynsla   á   vottun  bygginga   í   Bretlandi.   Þrátt   fyrir   þessa  þróun   í   átt   að   sjálfbærari  

byggingariðnaði  er  hagfræðilega  hlið  þessara  umbreytinga  ennþá  nokkuð  óljós  (Chegut  

o.fl.,   2014).   Þörfin   á   frekari   rannsóknum   og   upplýsingum   um   efnahagslegan   ávinning  

verður  sífellt  meiri  með  aukinni  eftirspurn  eftir  umhverfisvottun  bygginga  (Chegut  o.fl.,  

2014).  Þetta  styður  rannsókn  þeirra  Fishers  og  Bradshaws  (2011)  varðandi  þróun  grænna  

bygginga.  Þar  kemur  fram  að   litlar  sannanir  séu  fyrir   jákvæðum  fjárhagslegum  áhrifum  

umhverfisvottaðra  bygginga  fram  til  þessa.  Viðskiptakostnaður  tengdur  vottun,  ráðgjöf,  

hönnunarkostnaði,   áhættu   og   þróun   er   enn   á   huldu   og   ekki   hægt   að   gera   nákvæma  

áætlun  um  þann  kostnað  (Fisher  og  Bradshaw,  2011).  

Rannsókn  Chegut  og  félaga  (2014)  sýndi  fram  á  að  aukið  framboð  vottaðra  bygginga  

hefur  marktæk  áhrif  á  fasteignaverð  viðskiptahúsnæðis  almennt,  sem  og  á  stakar  vottaðar  

byggingar.   Á   tímabilinu   2000-­‐2009   reyndist   fasteigna-­‐   og   leiguverð   vottaðra   bygginga  

hærra  en  hefðbundinna  bygginga  í  hverfi  sem  tekið  var  til  skoðunar.  Þessi  ávinningur  af  

vottuðum  byggingum  virtist  einnig  ná  til  venjulegra  bygginga  á  svæðinu  í  gegnum  hærra  

Page 48: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

37  

meðal   leigu-­‐   og   fasteignaverð   (Chegut   o.fl.,   2014).   Þó   virtist   ávinningur   af   vottuðum  

byggingum  minnka   því   fleiri   sem   þær   urðu   á   tilteknu   svæði,   þ.e.   þeir   sem   fjárfesta   í  

vottuðum  byggingum  snemma  græða  meira  en  þeir  sem  fjárfesta  í  slíkum  húsum  þegar  

mikið   er   orðið   af   þeim   á   tilteknu   svæði   samkvæmt   rannsókninni   (Chegut   o.fl.,   2014).  

Þessar  niðurstöður  styðja  aðrar  rannsóknir  einnig.  Eichholtz  og  fleiri  (2010)  sýndu  fram  á  

að  umhverfisvottun  skrifstofuhúsnæða  hefur  jákvæð  áhrif  á  fasteigna-­‐  og  leiguverð.  Enn  

fremur  virðast  þessi  jákvæðu  áhrif  vottaðra  bygginga  á  fasteigna-­‐  og  leiguverð  halda  sér  

þrátt   fyrir   sveiflur   á   húsnæðismarkaði   (Fuerst   og   McAllister,   2011;   Miller,   Spivey   og  

Florance,   2008).   Af   þessum   rannsóknum   að   dæma   virðast   samfélög   græða   á   þróun  

vottaðra  bygginga.  Sífellt  fleiri  byggingar  munu  þurfa  að  keppa  við  vottaðar  byggingar  þar  

sem  þeim  fjölgar  ört,  sem  ætti  að  hjálpa  til  við  að  draga  úr  neikvæðum  umhverfisáhrifum  

bygginga  almennt.  Aftur  á  móti  er  vert  að  taka  það  fram,  þó  rannsóknin  hafi  ekki  leitt  það  

í   ljós,   að   hækkun   á   leigu-­‐   og   húsnæðisverði   í   kjölfar   umhverfivottunar   er   neikvæð   frá  

sjónarhorni  þeirra  sem  eru  á   leigumarkaði  eða   í   fasteignahugleiðingum.  Það  ber  þó  að  

taka  með  í  reikninginn  að  þessi  þróun  gæti  breyst  þegar  slíkar  byggingar  fara  að  verða  

algengari.    

4.4.2   Áhrif  BREEAM  á  fagfólk,  notendur  bygginga  og  byggingarframkvæmdir  Líkt  og  fram  hefur  komið  er  BREEAM  vistvottunarkerfið  til  þess  fallið  að  hafa  áhrif  á  marga  

ólíka  þætti  byggingarframkvæmda,  sem  og  á  fagfólk  sem  vinnur  samkvæmt  kerfinu  og  þá  

sem  starfa/búa  í  BREEAM  vottuðum  byggingum.  Spurningunni  um  áhrif  BREEAM  á  ólíka  

þætti  bygginga  er  ekki  auðsvarað.  Þó  má  horfa  til  tveggja  nýlegra  rannsókna  sem  fjalla  um  

áhrif   BREEAM   kerfisins   á   byggingarframkvæmdir,   fagfólk   innan   byggingargeirans   og  

notendur  vottaðra  bygginga.    

Fyrri  rannsóknin  er  rannsókn  Schweber  (2013)  þar  sem  áhrif  BREEAM  á  fagfólk  innan  

byggingargeirans   eru   könnuð.   Algengt   er   að   umfjöllun   um   umhverfisvottanir   fyrir  

byggingar  fjalli  ýmist  um  tæknilega  eða  efnislega  þætti  vottana  til  þess  að  reyna  að  svara  

til  um  áhrif  kerfisins  á  viðkomandi  byggingu.  Með  þessu  er  litið  framhjá  þeim  áhrifum  sem  

kerfið  hefur  á  þá  sem  taka  þátt  í  vottunarferli  og  kerfinu  oft  og  tíðum  umbunað  fyrir  meiri  

áhrif  en  það  kann  að  hafa  í  raun  (Schweber,  2013).  Í  rannsókn  Schweber  er  BREEAM  tekið  

til   greiningar   sem   félagslegt   kerfi  þar   sem  notast  er   við  viðtalstækni   til   að  kanna  áhrif  

BREEAM  á  sýnileika,  þekkingu,  tækni  og  fagfólk.  Þátttakendur  í  rannsókninni  voru  aðilar  

Page 49: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

38  

frá  fyrirtækjum  sem  bjóða  upp  á  BREEAM  vottun.  Niðurstöðurnar  leiddu  í  ljós  ýmis  atriði  

varðandi  BREEAM  sem  ekki  er  gefinn  nægilegur  gaumur,  sem  verður  gerð  nánar  grein  fyrir  

í  síðar  í  þessum  kafla  (Schweber,  2013).    

Seinni  rannsóknin  er  tilviksrannsókn  Turner  og  Arif  (2012)  þar  sem  áhrif  byggingar,  sem  

nýlega  hafði  hlotið  matið  frábært  við  BREEAM  vottun,  á  starfsanda  og  afköst  starfsfólks  

sem  þar   vinnur   eru   könnuð.   Byggingin   sem  um   ræðir   er   sex   hæða   skrifstofubygging   í  

Glasgow  sem  byggð  var  árið  1920.  Ytra  byrði  og  kjarni  (sameiginlega  rými)  byggingarinnar  

hafði,   þegar   rannsóknin   fór   fram,   nýverið   hlotið   matið   gott   við   BREEAM   vottun.  

Tilviksrannsókn  þeirra  Turners  og  Arifs  (2012)  beindi  sjónum  að  einni  hæð  í  byggingunni  

sem  hafði  nýlega  undirgengist  endurgerð  samkvæmt  BREEAM  og  fengið  matið  frábært.  

Hæðin  er  leigð  út  sem  skrifstofurými.  Tilgangur  rannsóknarinnar  var  að  kanna  hvort  að  sú  

umbreyting  að   fara   frá  venjulegu  skrifstofurými   frá  sjöunda  áratugnum  yfir   í    BREEAM  

vottað  rými  hafi  áhrif  á  hegðun  starfsmanna  sem  þar  vinna  og  hvort  að  kostir  BREEAM  

skili  sér  til  notenda  byggingarinnar  á  áhrifaríkan  hátt.  Rannsóknin  byggði  á  hálfstöðluðum  

viðtölum   við   sex   starfsmenn   sem   vinna   í   rýminu.   Allir   þátttakendurnir   höfðu   unnið   í  

rýminu   fyrir   BREEAM   vottun   og   störfuðu   í   vottaða   rýminu   í  meira   en   tvö   ár.   Viðtölin  

snérust  um  eftirfarandi  sex  þemu:  þjónustu,  starfsemi,  þjálfun,  byggingarefni,  samgöngur  

og  áhrif  á  hegðun  heima  fyrir  (Turner  og  Arif,  2012).  Fáar  sannanir  virðast  vera  til  fyrir  því  

að  þættir  BREEAM  vottunar,  sem  er  ætlað  að  skila  aukinni  vellíðan  innandyra,  hafi  í  raun  

og   veru   tilætluð   áhrif   á   notendur   bygginga   (Turner   og   Arif,   2012).   Ekki   er   hægt   að  

heimfæra  niðurstöður  þessara  rannsókna  á  almenna  upplifun  fólks  af  BREEAM,  né  heldur  

yfir   á   önnur   lönd,   en   þær  ættu   þó   að   gefa   ákveðnar   vísbendingar   um   áhrif   BREEAM  

vottunar  á  byggingar  og  notendur  bygginga.    

Kostir  BREEAM  

Samkvæmt  niðurstöðum  rannsóknar  Schweber  (2013)  virðast  kostir  BREEAM  einna  helst  

liggja   í   því   samtali   sem   skapast   í   kringum   kerfið   og   því   skipulagi   sem   það   felur   í   sér.  

Viðmælendur   virtust   flestir   jákvæðir   í   garð   þessara   þátta.   Rannsóknin   leiddi   í   ljós   að  

BREEAM  hvetur  til  aukins  samtals  um  sjálfbærni  á  meðal  aðila  í  hönnunarteymum  annars  

vegar  og  þeirra  sem  byggja  húsin  hins  vegar,  og  kynnir  þannig  fagfólk  fyrir  ýmsum  atriðum  

sem  varða  sjálfbæra  þróun  sem  ekki  tengjast  beint  inn  á  þeirra  svið  (Schweber,  2013).  Þá  

virðist  kerfið  einnig  hjálpa  þeim  sem  fara  með  umsjón  byggingarframkvæmda  að  ná  fram  

Page 50: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

39  

betra  skipulagi  á  verktíma  og  hafa  aukna  yfirsýn  yfir  ferlið.  BREEAM  hjálpar  einnig  til  við  

að   þróa   tæknileg   viðmið   sem   geta   átt   við   margar   hönnunarákvarðanir   sem   eiga   það  

sameiginlegt  að  draga  úr  neikvæðum  umhverfisáhrifum  bygginga,  hvort  sem  byggingin  er  

vottuð  eða  ekki  (Schweber,  2013).  Það  hefur  einnig  komið  í  ljós  að  kerfið  virðist  hreyfa  við  

viðurkenndum  aðferðum  innan  byggingariðnaðarins,  sem  ef  til  vill  leiðir  til  framþróunar  

og  nýjunga   á  markaði   (Schweber,   2013).  Þegar   kemur   að  beinum  áhrifum  á  notendur  

BREEAM  vottaðra  bygginga  virtust  notendur  jákvæðastir  gagnvart  þeim  þáttum  þar  sem  

þeir  sjá  áhrif  gjörða  sinna,  samkvæmt  rannsókn  Turners  og  Arifs  (2012).  Besta  dæmið  um  

þetta   er   flokkun   og   endurvinnsla   innan   bygginga.   Flestir   viðmælendur   töldu   það   hafa  

jákvæð   áhrif   á   hegðun   þeirra   varðandi   flokkun   í   vinnunni   og   heima.   Eins   voru  

viðmælendur   spurðir   hvort   að   þeir   væru   meðvitaðir   um   mælingar   sem   fram   færu   í  

byggingunni,  t.d.  varðandi  vatns-­‐  og  rafmagnsnotkun.  Sögðu  viðmælendur  svo  ekki  vera  

en  töldu  að  ef  þau  myndu  sjá  tölur  um  sparnað  eða  ávinning  í  þessum  efnum  gæti  það  vel  

haft  jákvæð  áhrif  á  hegðun  þeirra  (Turner  og  Arif,  2012)  

Annmarkar  BREEAM    Samkvæmt  niðurstöðum  þessara  tveggja  rannsókna  virðast  helstu  annmarkar  BREEAM  

vistvottunarkerfisins  í  meginatriðum  snúa  að  eftirfarandi  atriðum:  skorti  á  upplýsingagjöf  

og  fræðslu  til  notenda  vottaðra  bygginga,  ósamræmi  á  milli  hönnunar-­‐  og  notkunarstigs  

bygginga,  of  flóknu  og  tæknilegu  viðmóti  kerfisins  og  ósamræmi  í  mælikvörðum  og  mati  

á  milli  verkefna  (Schweber,  2013;  Turner  og  Arif,  2012).    Í  stuttu  máli  benda  niðurstöður  

þessara   rannsókna   til   þess   að   það   sé   ákveðið   ósamræmi   á   milli   ætlana   og   væntinga  

hönnunarteyma   byggingar   samanborið   við   raunverulegan   ávinning   þegar   byggingin   er  

komin   í   notkun,   og   skynjunar   notenda   hennar   á   þeim   kostum.  Margir   af   eiginleikum  

BREEAM   vottunarkerfisins   virðast   glatast   í   ferlinu   eða   virðast   ekki   hafa   þau   áhrif   á  

notendur  bygginga  sem  lagt  er  upp  með  (Turner  og  Arif,  2012).  Ein  ástæðan  fyrir  þessu  er  

talin  vera  skortur  á  upplýsingagjöf  til  notenda  um  það  hvernig  BREEAM  vottuð  bygging  

virkar   (Schweber,   2013;   Turner   og  Arif,   2012).  Hér   verður   farið   yfir   nokkra   þætti   sem  

úrbóta  er  þörf  á  samkvæmt  ofangreindum  rannsóknum.    

  Í   rannsókn  Schweber  (2013)  kom  skýrt   fram  að  uppbygging  og  viðmót  BREEAM  

kerfisins  væri  helst  til  of  tæknilegt  og  flókið.  Sem  dæmi  má  nefna  að  skilgreiningarnar  á  

því  hvernig  eigi  að  öðlast  stig  í  umhverfisáhrifaflokkunum  eru  mjög  tæknilegar.  Til  að  fá  

Page 51: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

40  

ákveðið  stig  þarf  að  styðjast  við  mismunandi  markmið  og  mælikvarða,  allt  eftir  því  hvernig  

byggingu  á  að  votta  í  hvert  sinn  (Schweber,  2013).  Mismunandi  mat  virðist  einnig  eiga  sér  

stað   um   ákveðna   þætti   í   BREEAM   vottunarferlinu.   Skoðanir   og   þekking   fagaðila   í  

verkefnateymum  koma  ekki  alltaf  heim  og  saman  við  þær  kröfur  sem  eru  settar  fram  í  

BREEAM,  og   er   þetta   talið   draga   úr   trausti   fagaðila   á   kerfinu   (Schweber,   2013).   Þá   er  

skrifræðið  sem  einkennir  kerfið  talið  draga  úr  skýrleika  þess  út  á  við  og  þar  með  skilningi  

fólks  á  vottuðum  byggingum  (Schweber,  2013).  

  Báðar  rannsóknirnar  leiddu  í  ljós  að  miðlun  upplýsinga,  þjálfun  og  raunverulegur  

ávinningur   virtist   ekki   vega   þungt   í   vottunarferlinu.   Það   virðist   vanta   upp   á   skilning  

fagfólks  og  almennings  á  BREEAM  (Schweber,  2013;  Turner  og  Arif,  2012).  Samkvæmt  

rannsókn  Turners  og  Arifs    (2012)  virtist  sem  svo  að  eiginleikum  BREEAM  væri  ekki  komið  

nægilega   vel   áleiðis   til   notenda   vottaðra   bygginga,   og   því   átti   fólk   erfitt  með   að   bera  

kennsl  á  kosti  þess  að  starfa  í  BREEAM  vottaðri  byggingu  (Turner  og  Arif,  2012).  Sem  dæmi  

má  nefna  að  notendur  byggingar  virtust  almennt  ekki  meðvitaðir  um  BREEAM  leiðarvísinn  

sem   inniheldur  upplýsingar  um  það  hvernig  BREEAM  vottuð  bygging  virkar.  Þetta  gæti  

tengst   því   að   hluti   af   þjónustu   BREEAM   vottaðra   bygginga   er   sjálfvirkur   og   annarri  

þjónustu  er  mestmegnis  stjórnað  af  húsverði  og  þeim  sem  sjá  um  bygginguna  (Turner  og  

Arif,  2012).  Þetta  getur  valdið  því  að  notendum  finnst  þeir  ekki  þurfa  að  skilja  hvernig  

byggingin  virkar  þar  sem  þeir  bera  enga  ábyrgð  á  því.  Þá  virtust  notendur  einnig  skilja  lítið  

í  mánaðarlegri   skýrslu   sem  þeir   fengu   um  orkunotkun   byggingarinnar   (Turner   og  Arif,  

2012).  Samkvæmt  þessum  niðurstöðum  er  hætt  við  að  notendur  fari  á  mis  við  upplýsingar  

sem   gætu   haft   jákvæð   áhrif   á   hegðun   þeirra   ef   þetta   væri   útskýrt   betur   fyrir  

starfsmönnum.  Þetta  heimfærist  á  skort  á  upplýsingagjöf  og  fræðslu.    

  Rannsókn  þeirra  Turners  og  Arifs  (2012)  leiddi  einnig  í  ljós  að  ákveðins  ósamræmis  

gætir  á  milli  ákvarðana  sem  teknar  eru  á  hönnunarstigi  og  þess  hvernig  hlutirnir  virka  í  

raun.  Þetta  má  útskýra  með  því  að  taka  sem  dæmi  þá  ákvörðun  á  hönnunarstigi  að  koma  

fyrir  aðgengi  og  aðstöðu  fyrir  hjólandi  vegfarendur   í  og  við  BREEAM  vottaða  byggingu.  

Þessi  ákvörðun  gefur  ákveðin  stig  í  vottunarferlinu.  Samkvæmt  viðmælendum  í  rannsókn  

þeirra  Turners  og  Arifs  (2012)  virtist  hjólaaðstaða  og  sturtur  í  viðkomandi  byggingu  ekki  

skila  tilætluðum  árangri.  Skýringuna  á  því  má  eflaust  að  hluta  til  finna  í  því  að  notendur  

virtust  ekki  meðvitaðir  um  samgöngustefnu  viðkomandi   fyrirtækis.  Fyrirtækið  útvegaði  

Page 52: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

41  

þó  starfsmönnum  árskort  í  almenningssamgöngur  og  völdu  flestir  þá  leiðina  fram  yfir  að  

hjóla  til  vinnu.  Þetta  undirstrikar  að  ákvarðanir  sem  teknar  eru  á  hönnunarstigi  eru  ekki  

alltaf  teknar  með  notendur  byggingarinnar  í  huga  þegar  verið  er  að  sækjast  eftir  stigum  

(Turner   og  Arif,   2012).   Í   þessu  má   greina   ósamræmi   sem   væri   hægt   að   bæta   úr  með  

fræðslu  og  hvatningu.  Þetta  getur  einnig  haft  öfug  áhrif  að  því   leyti  að  vel   ígrundaðar  

ákvarðanir  sem  teknar  eru  á  hönnunarstigi  um  hagkvæmni  í  orku-­‐  og  vatnsnotkun  geta  

auðveldlega  orðið  að  engu  ef  að  notendur  eru  ekki  upplýstir  um  það  hvernig  tæknin  virkar  

(Turner  og  Arif,  2012).  

4.4.3   Aðlögun  BREEAM-­‐NOR  í  Noregi  

Í   rannsókn  Nesteby,  Aarrestad,   Lohne  o.fl.   (2016)  er  notkun  BREEAM-­‐NOR  við  norskar  

byggingarframkvæmdir   könnuð.   Vistbyggðaráð   Noregs   hefur   þróað   BREEAM-­‐NOR   í  

samræmi  við  regluverk  og  viðmið  í  umhverfis-­‐  og  orkugeiranum  þar  í  landi.    Sökum  þess  

hve   nýtilkomið   BREEAM-­‐NOR   er   eru   rannsóknir   á   notkun   þess   í   Noregi   af   skornum  

skammti.  Eftirspurn  eftir  BREEAM-­‐NOR  vottun  á  mannvirki  í  Noregi  eykst  þó  jafnt  og  þétt  

um  þessar  mundir   (Nesteby,  Aarrestad,   Lohne  o.fl.,   2016).  Þó  hefur  verið   framkvæmd  

tilviksrannsókn  þar  sem  teknar  voru  fyrir  þrjár  BREEAM-­‐NOR  vottaðar  byggingar  á  vegum  

eins  byggingarfyrirtækis  í  Noregi.  Byggingarnar  þrjár  sem  voru  hannaðar  með  hliðsjón  af  

BREEAM-­‐NOR   höfðu   allar   verið   byggðar   þegar   rannsóknin   fór   fram.   Rannsóknargögn  

samanstóðu   af   tólf   ítarlegum   viðtölum   við   lykilaðila   sem   komu   að  

byggingarframkvæmdunum.  Aðila  á  borð  við  byggingarstjóra,  umsjónarmenn  bygginga,  

sérfræðinga  sem  komu  að  framkvæmdunum,  verkstjóra,  yfirmenn  á  byggingarstað  o.fl.  

(Nesteby,  Aarrestad,  Lohne  o.fl.,  2016).  Í  stuttu  máli  sýndu  niðurstöður  rannsóknarinnar  

fram   á   að   það   gangi   misvel   að   uppfylla   BREEAM-­‐NOR   kröfurnar   við   norskar  

byggingarframkvæmdir.   Samkvæmt   heimildum   virðast   þeir   sem   standa   að  

byggingarframkvæmdum  mæta  ýmsum  áskorunum  þegar  votta  á  byggingar  samkvæmt  

BREEAM-­‐NOR   (Nesteby   og   Aarrestad,   2015).   Samkvæmt   rannsókn   þeirra   Nesteby,  

Aarrestad,  Lohne  o.fl.  (2016)  má  heimfæra  flestar  þær  áskoranir  sem  komið  hafa  í  ljós  við  

notkun   BREEAM-­‐NOR   á   það   hvernig   verkefnastjórnun   byggingarframkvæmdanna   er  

háttað.  Svo  virðist  sem  að  byggingarframkvæmdirnar  í  þeim  BREEAM  vottuðu  verkefnum  

sem  könnuð  voru  hafi  stjórnast  að  mestu  af  tilsettum  skiladegi  verkefnis.  Allar  aðgerðir  á  

byggingartíma  hafi  miðast  við  skiladag  og  þátttakendur  verið  beittir  þrýstingi  samkvæmt  

Page 53: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

42  

því.   Í   rannsókninni   eru   slíkir   stjórnarhættir   kallaðir   þrýstistefna   (e.   push   strategy).  

Samkvæmt  niðurstöðum  rannsóknarinnar  þarf  að  breyta  þessum  stjórnarháttum  til  að  

hámarka  árangur  í  BREEAM-­‐NOR  vottuðum  verkefnum  (Nesteby,  Aarrestad,  Lohne  o.fl.,  

2016).  Á  meðal  annarra  annmarka  á  notkun  BREEAM-­‐NOR  sem  rannsóknin  sýndi  fram  á  

má   nefna   eftirfarandi   þætti:   mismikil   þekking   virðist   vera   á   BREEAM-­‐NOR   á   meðal  

þátttakenda   í  vottunarferli,  dreifing  ábyrgðar   í  vottunarferlinu  eru  ójöfn  sem  verður  til  

þess  að   sumum  þátttakendum   finnst  þeir  ekki  bera  neina  ábyrgð  á   vottuninni  og  eins  

vantar  að  kalla  alla  hlutaðeigandi  aðila  að  borðinu  við  upphaf  verks  til  að  ná  sem  mestum  

árangri  (Nesteby,  Aarrestad,  Lohne  o.fl.,  2016).  

Í  rannsókninni  er  lögð  til  ný  nálgun  við  verkstjórn  BREEAM-­‐NOR  vottaðra  verkefna  sem  

á   að   getað   leyst   úr   hluta   þeirra   áskorana   sem   komið   hafa   upp   að  mati   rannsakenda.  

Samkvæmt  rannsókninni  þarf  að  innleiða  BREEAM-­‐NOR  betur  við  skipulagningu  verkefna,  

sem  má  gera  með  því  að  samþætta  notkun  BREEAM-­‐NOR  og  svokallaðs  LPS  (e.  The  Last  

Planner  System)  kerfis  betur  við  byggingarframkvæmdir  (Nesteby,  Aarrestad,  Lohne  o.fl.,  

2016).   LPS   er   framleiðslukerfi   sem   hannað   var   fyrir   Lean   Construction   og   byggir   á  

ákveðinni  skipulagningu  á  verktíma  (Lean  Construction  Institute,  2017).  Lean  Construction  

er   nálgun   í   verkefnastjórnun   sem   byggir   á   framleiðslustjórnun   (e.   production-­‐

management)   og   er   að   ryðja   sér   til   rúms   í   auknum  mæli   í   norskum   byggingariðnaði  

(Nesteby,  Aarrestad,  Lohne  o.fl.,  2016;  Lean  Construction  Institute,  2017).      Markmið  LPS  

er  að  skapa  fyrirsjáanlegt  verkferli  og  stuðla  að  þekkingarsköpun,  aukinni  samvinnu  og  

minni  úrgangi  meðan  á  verkferli  stendur.  LPS  byggir  í  grunninn  á  tveimur  þáttum,  þ.e.  að  

hafa  stjórn  á  afurð  og  verkferli  (Lean  Construction  Institute,  2017).  Í  þeim  BREEAM-­‐NOR  

verkefnum   sem   tekin   voru   fyrir   í   rannsókninni   var   notast   við   LPS   aðferðafræðina.  

BREEAM-­‐NOR  var  aftur  á  móti  ekki  tekið  með  sem  hluti  af  verkskipulagi  og  fundarhöldum.  

Litið  var  á  BREEAM-­‐NOR  og  LPS  sem  tvo  aðskilda  þætti.  Með  því  að  samþætta  notkun  

þessara  kerfa  má  bæta  til  muna  allt  skipulag  í  ferlinu  og  ná  fram  verkstjórn  sem  byggir  

ekki  á  settum  skiladegi  heldur  taka  athafnir  mið  af  stöðu  verkefnis  og  möguleikum  hverju  

sinni   (Nesteby,   Aarrestad,   Lohne   o.fl.,   2016).   Í   niðurstöðum   rannsóknarinnar   voru  

jafnframt  tiltekin  fleiri  atriði  sem  þarf  að  bæta  úr  til  að  ná  sem  bestum  árangri  í  BREEAM-­‐

NOR  vottun.  Eftirfarandi  þættir  voru  nefndir:  auka  þarf  þekkingu  allra  hlutaðeigandi  aðila  

í  BREEAM  vottunarferli,  hvetja  þarf  þátttakendur  áfram  og  verðlauna  þegar  ákveðin  stig  

nást   í   ferlinu,   dreifa   þarf   ábyrgð   í   ferlinu   jafnar   á   milli   þátttakenda,   kalla   þarf   alla  

Page 54: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

43  

hlutaðeigandi  aðila  að  borðinu  við  upphaf  verkefnis  og  passa  þarf  upp  á  að  BREEAM-­‐NOR  

sé  alltaf  hluti  af  skipulagsfundum  (Nesteby,  Aarrestad,  Lohne  o.fl.,  2016).    

4.5   Notkun  og  aðlögun  BREEAM  á  Íslandi    Í   skýrslu  starfshóps  Vistbyggðarráðs   Íslands   (2013)  um  vistvottunarkerfi   fyrir  byggingar  

kemur  fram  að  BREEAM  sé  það  vistvottunarkerfi  sem  komin  er  mest  reynsla  á  hérlendis.  

Hér  á   landi  er  stuðst  við  BREEAM  International  útgáfuna,  eða  Bespoke  útgáfuna  þegar  

þess  þarf  (Vistbyggðarráð,  2013).    Á  síðustu  árum  hefur  byggst  upp  töluverð  þekking  og  

reynsla   af   notkun   BREEAM   International   hér   á   landi,   þó   lítið   sé   til   af   rannsóknum   á  

BREEAM  hérlendis  enn   sem  komið  er.  Hér  á   landi   er   stuðst   við  BREEAM   International  

Bespoke  kröfurammann  og  uppfærðar  útgáfur  af  honum  hverju  sinni,  nýjasta  útgáfan  af  

þeim  kröfuramma  kom  út  árið  2016(  Vistbyggðaráð,  2013;  BRE  Global  Ltd.,  2016).  Um  

tuttugu   hönnunarteymi   hafa   komið   að   BREEAM   vottuðum   verkefnum   og   hafa   þessir  

hópar,   sem   samanstanda   í   megindráttum   af   arkitektum,   landslagsarkitektum   og  

verkfræðingum,   lagt   töluverða  vinnu   í   að   kynna   sér   kröfur  BREEAM  og  aðlaga  þær  að  

íslenskum   aðstæðum   (Vistbyggðaráð,   2013).   Einnig   hefur   byggst   upp   reynsla   hjá  

starfsmönnum   Framkvæmdasýslu   ríkisins   sem   sér   um   öll   BREEAM   vottuð   verkefni   á  

vegum  hins  opinbera  (Vistbyggðarráð,  2013).  Reykjavíkurborg  er  einnig  farin  að  krefjast  

BREEAM  vottunar  á  nýbyggingar  og  eru  tvær  byggingar  í  slíku  ferli  á  vegum  borgarinnar,  

Úlfarsárdalsskóli  og  viðbygging  við  Sundhöll  Reykjavíkur.  Hjá  borginni  er  því  einnig  farin  

að  byggjast  upp  reynsla  á  notkun  BREEAM  (Reykjavíkurborg,  2015;  Verkís,  2015).    

Samkvæmt   GreenBookLive   (2017)   hafa   alls   25   verkefni   verið   skráð   í   BREEAM  

vottunarferli  á  Íslandi  og  eru  um  17  aðilar  komnir  með  réttindi  sem  BREEAM  matsmenn  

(GreenBookLive,  2017).  Af  þessum  verkefnum  hafa  þrjár  byggingar  hlotið  fullnaðarvottun  

BREEAM   (e.   Post   Construction   certification)   og   aðrar   þrjár   byggingar   hlotið  

hönnunarvottun  eða  millibilsvottun  eins  og  það  er  orðað  á  GreenBookLive  vefnum.  Þá  

hefur   norðurhluti   skipulagsins   í   Urriðaholti   einnig   hlotið   fullnaðarvottun   samkvæmt  

BREEAM  communities  (GreenBookLive,  2017b).  Af  þeim  þremur  byggingum  sem  hlotið  

hafa  fullnaðarvottun  hlutu  Hús  Náttúrufræðistofnunar  Íslands  og  Snæfellsstofa,  sem  er  

gestastofa   í   Vatnajökulsþjóðgarði   við   Skriðuklaustur,   einkunnina   gott   og   endurgerð  

skrifstofuhúsnæðis   EFLU   á  Höfðabakka   9   hlaut   einkunnina  mjög   gott   (GreenBookLive,  

2017b).   Vistvæn   endurhönnun   skrifstofu   EFLU   er   jafnframt   fyrsta   verkefnið   þeirrar  

Page 55: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

44  

tegundar  til  að  hljóta  BREEAM  vottun  hér  á  landi.  Verkefnið  var  samvinnuverkefni  EFLU  

og  Reita  fasteignafélags  sem  á  húsnæðið  sem  um  ræðir.  Verkefnið  var  unnið  samkvæmt  

Europe  Commercial  2009  leiðarvísinum  fyrir  skrifstofubyggingar  og  endurhönnun  (EFLA,  

2010).  Af  þeim  þremur  byggingum  sem  hlotið  hafa  hönnunarvottun  BREEAM  hérlendis  

hlutu  Snæfellsstofa  að  Skriðuklaustri  og  Framhaldsskólinn  í  Mosfellsbæ  einkunnina  mjög  

gott   og   Sjúkrahótelið   hlaut   nýverið   einkunnina   frábært   við   hönnunarvottun  

(GreenBookLive,  2017b).  Sjúkrahótelið  er  fyrsta  verkefnið  sem  hlýtur  einkunnina  frábært  

við  BREEAM  vottun  hérlendis  sem  sýnir  að  það  eru  framfarir  að  eiga  sér  stað  í  þessum  

efnum  (GreenBookLive,  2017b).    

Samkvæmt  skýrslu  starfshóps  Vistbyggðarráðs  (2013)  hefur  ekki  verið  tekin  ákvörðun  

um  það  hvort  farið  verði  í  að  þróa  íslenska  útgáfu  af  BREEAM  kerfinu.  Smæð  markaðarins  

og  kostnaður  við  vottun  hefur  áhrif  á  hvaða  vistvottunarkerfi  hentar  best  fyrir  íslenskar  

aðstæður,  markaðurinn  er  lítill  og  fáar  byggingar  rísa  árlega  (Vistbyggðarráð,  2013).  Að  

þróa  íslenska  útgáfu  væri  kostnaðarsamt  en  hefði  ýmsa  kosti  í  för  með  sér,  t.d.  þá  að  tekið  

væri  mið  af  íslenskum  reglugerðum  og  kerfið  yrði  því  aðgengilegra  fyrir  vikið.  Þörfin  á  að  

bæta  aðgengi  að  vottunarkerfum  er  veruleg  hér  á  landi  samkvæmt  skýrslunni  og  ýmsir  

þættir  sem  má  bæta  og  kanna  betur  varðandi  notkun  þeirra  (Vistbyggðarráð,  2013).  Hér  

á  landi  er  almennt  ekki  gert  ráð  fyrir  því  að  vistvottun  kosti  aukalega,  sem  hún  þó  gerir.  

Þetta   hefur   leitt   til   þess   að   kostnaður   og   aukavinna   vegna   þróunar   BREEAM   kerfisins  

hérlendis  hefur  verið  vanmetin  og  lent  að  miklu  leyti  á  þeim  aðilum  sem  tóku  þátt  í  fyrstu  

BREEAM   vottuðu   verkefnunum   á   Íslandi   (Vistbyggðarráð,   2013).   Samkvæmt   skýrslu  

starfshópsins  (2013)  kemur  tvennt  til  greina  varðandi  frekari  þróun  og  notkun  á  BREEAM  

hérlendis.  Annars  vegar  væri  hægt  að  halda  áfram  að  nota  BREEAM  International,  en  þá  

þarf  að  leysa  úr  þeim  vandamálum  sem  komið  hafa  upp  við  notkun  kerfisins  hérlendis.  

Kerfið  yrði  þá  áfram  á  ensku  og  umsjón  í  höndum  BRE  Global  Ltd.  Hins  vegar  væri  hægt  

að  fara  í  íslenska  aðlögun  þar  sem  BREEAM  kröfurnar  yrðu  þýddar  og  aðlagaðar  betur  að  

íslenskum   aðstæðum.   Ef   farið   verður   í   aðlaga   kerfið   færist   umsjón   kerfisins   til  

Vistbyggðarráðs,  en  vottunin  yrði  áfram  á  vegum  BRE  Global  Ltd.  (Vistbyggðarráð,  2013).      

Framtíðin  verður   svo  að   leiða   í   ljós  hvaða   leið  verður   fyrir   valinu,  önnur  kerfi   gætu  

mögulega  reynst  betur  í  nánustu  framtíð.  Eftirspurn  kaupenda  og  vilji  markaðarins  kemur  

líklega  til  með  að  hafa  áhrif  á  þá  þróun  (Vistbyggðarráð,  2013).  Í  þessu  samhengi  er  vert  

Page 56: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

45  

að   geta   þess   að   nú   er   í   byggingu   fyrsta   umhverfisvottaða   einbýlishúsið   á   Íslandi   að  

Brekkugötu  2   í  Urriðaholti   (Visthús,  2017).   Skipulag  Urriðaholts  er   fyrsta  hverfið  hér  á  

landi  sem  er  vottað  samkvæmt  BREEAM  Communities.  Húsið  sem  um  ræðir  verður  vottað  

með  norræna  umhverfismerkinu  Svaninum.  Samkvæmt  viðmiðum  Svansins  er  hægt  að  

umhverfisvotta  einbýli,  raðhús,  fjölbýli,  leikskóla  og  skóla  (Visthús,  2017).    

Óháð  því  hvaða  vottunarkerfi  munu  henta  best  hér  á   landi   í  nánustu   framtíð  verða  

Íslendingar  að  stuðla  að  sjálfbærri  þróun  í  byggingariðnaðinum  í  takt  við  það  sem  er  að  

gerast   í   nágrannalöndum  okkar.   Þróa  þarf   betri   leiðbeiningar   varðandi   umhverfismál   í  

byggingariðnaðinum   og   stuðla   að   frekari   rannsóknum   á   þessu   sviði   hérlendis  

(Vistbyggðaráð,  2013).  Hér  á  eftir  gefur  að  líta  myndir  af  fjórum  byggingum  á  Íslandi  sem  

hafa  fengið  BREEAM  vottun  eða  eru  í  vottunarferli.      

 

 

Mynd  7.  Framhaldsskólinn  í  Mosfellsbæ  (A2F  Arkitektar,  2017)  

 

Page 57: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

46  

Mynd  8.  Snæfellsstofa  Vatnajökulsþjóðgarði,  hannað  af  Arkís  (FSR,  2017)  

Mynd  9.  Sjúkrahótel,  Landspítali  Hringbraut  (Gláma-­‐Kím  Arkitektar,  2017)  

 

Mynd  10.  Fangelsi  Hólmsheiði,  hannað  af  Arkís  (FSR,  2017)  

 

Page 58: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

47  

5   Rannsóknaraðferð  

Rannsóknin  er  eigindleg.  Meginsástæða  þess  að  eigindleg  rannsóknaraðferð  var  valin  er  

sú  að  slíkt  rannsóknarsnið  getur  gefið  rannsakanda  innsýn  í  rannsóknarefnið  sem  byggir  

á  tilfinningu,  upplifun  og  skilningi  þátttakenda,  og  nýtist  því  vel  til  að  rannsaka  skilning  á  

ferlum   eða   afmörkuðum   einingum   (Berg,   2009;   Hennink,   Hutter   og   Bailey,   2013).  

Viðfangsefni   rannsóknarinnar,   þ.e.   aðlögun   og   notkun   vistvottunarkerfisins   BREEAM  á  

Íslandi,  afmarkast  við  hérlendar  aðstæður  og  viðmælendur  rannsóknarinnar,  sem  varpa  

ljósi  á  þær  aðstæður.  Tilgangur  rannsóknarinnar  er  að  kanna  reynslu  fagaðila  af  aðlögun  

að  íslenskum  byggingariðnaði  og  því  hentar  eigindleg  aðferðafræði  vel  í  þessu  tilviki.  Til  

að  varpa  ljósi  á  það  hvernig  BREEAM  hefur  verið  aðlagað  að  íslenskum  bygginariðnaði  er  

framkvæmd  stök  tilviksrannsókn  (e.  single-­‐case  study)  á  aðlögun  og  notkun  BREEAM  á  

Íslandi   og   reynslu   fagaðila   af   notkun  þess.   Rannsóknartilvikið   er   því   vistvottunarkerfið  

BREEAM,  aðlögun  þess  og  notkun  á  Íslandi.  

Til  þess  að  gera  nánar  grein  fyrir  rannsóknarsniðinu  er  hér  um  svokallaða  könnunar  

tilviksrannsókn  að  ræða  (e.  exploratory  case  study).  Samkvæmt  Yin  (2009)  má  skilgreina  

tilviksrannsókn   sem   útskýrandi   rannsókn   sem   rannsakar   eitt   eða   nokkur   tilvik   í  

smáatriðum  til  að  þróa  ítarlegan  skilning  á  tilvikinu/tilvikunum.  Slíkar  rannsóknir  eru  vel  

til  þess  fallnar  að  svara  hvernig  (how)  og  af  hverju  (why)  spurningum  auk  þess  að  vera  

hentugar   til   að   rannsaka   tilvik   í   rauntíma.   Tilvikið   getur   til   dæmis   verið   einstaklingur,  

hópur,  samfélag,  samtök,  aðstæður  eða  afmarkað  samhengi  (Yin,  2009,  bls.  4-­‐5;  þýtt  af  

höfundi).  Ætlunin  með  þessari  rannsókn  er  að  fá  ítarlegan  skilning  á  aðlögun  og  notkun  

BREEAM  á  Íslandi.  Rökstuðningur  fyrir  því  að  tilviksrannsókn  var  valin  sem  rannsóknarsnið  

byggir  á  eftirfarandi  þremur  atriðum.    

Í  fyrsta  lagi  þá  ræðst  val  á  rannsóknaraðferð  yfirleitt  af  þeim  rannsóknarspurningum  

sem   lagðar   eru   til   grundvallar   fyrirhugaðri   rannsókn   samkvæmt   Yin   (2009).  

Tilviksrannsókn  er  viðeigandi  í  þessu  tilfelli  vegna  þess  að  rannsóknarspurningarnar  leitast  

við  að  útskýra  aðstæður  í  rauntíma,  þ.e.  aðlögun  BREEAM  að  íslenskum  byggingariðnaði.    

Í  öðru  lagi  vildi  Yin  (2009)  meina  að  tilviksrannsóknir  kæmu  að  góðum  notum  þegar  

lítið   hefur   verið   skrifað   um   rannsóknarefnið,   sem   er   einmitt   tilfellið   hvað   varðar  

aðgengilegar  upplýsingar  um  notkun  BREEAM  á  Íslandi.  Tiltölulega  stutt  er  síðan  notkun  

BREEAM  hófst  hér  á  landi  og  fáir  hafa  komið  að  aðlögun  kerfisins  enn  sem  komið  er.  Fáar  

Page 59: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

48  

rannsóknir   hafa   verið   framkvæmdar   og   önnur   gögn   sem   tengjast   notkun   BREEAM  

hérlendis  eru  ekki  mjög  aðgengileg.  Þar  sem  innleiðing  BREEAM  hér  á  landi  hefur  fyrst  og  

fremst  verið   í  höndum  sérfræðinga   innan  ákveðinna   fyrirtækja  er  einna  helst  að   finna  

gögn  og  þekkingu  hjá  þessum  fyrirtækjum.  Í  slíku  tilfelli  getur  tilviksrannsókn  komið  að  

góðum  notum  til  þess  að  fá  aðgang  að  upplýsingum  og  öðlast  þar  með  dýpri  skilning  á  

viðfangsefninu.    

Í  þriðja  lagi  þá  er  tilgangur  rannsóknarinnar  ekki  einungis  að  kanna  tæknilegu  eiginleika  

BREEAM   heldur   einnig   að   skoða   hvernig   BREEAM   virkar   sem   hjálpartæki   við  

ákvarðanatökur   og   hvaða   félagslegu   áhrif   kerfið   hefur   á   þá   sem   koma   að   BREEAM  

vottuðum  byggingum.  Sjónarmiðum  þeirra  sem  nota  kerfið  hefur  ekki  verið  gefinn  mikill  

gaumur  hingað  til  og  þykir  oft  og  tíðum  vanta  í  rannsóknir  sem  snúa  að  BREEAM  (Cole,  

2005.  Samkvæmt  Yin  (2009)  er  einn  af  kostum  tilviksrannsókna  sá  að  með  notkun  þeirra  

er   hægt   beina   sjónum   að   ákveðnum   ferlum   og   skilningi.   Þannig   getur   tilviksrannsókn  

hjálpað  til  við  skoða  BREEAM  sem  félagslegt  kerfi.    

5.1   Viðtöl  Viðtöl  eru  gagnleg  þegar  ætlunin  er  að  fá  innsýn  í  ákveðið  viðfangsefni,  sér  í  lagi  ef  lítið  

hefur  verið  skrifað  um  tiltekið  rannsóknarefni.  Samkvæmt  Berg  (2009)  má  skilgreina  viðtöl  

sem   samtöl   sem   fela   í   sér   ákveðinn   tilgang.   Tilgangurinn   er   vanalega   sá   að   safna  

upplýsingum  og  oft  og  tíðum  að  gefa  fólki  rödd  um  ákveðin  málefni.  Til  þess  að  fá  sem  

bestan  skilning  á  reynslu  fólks  af  notkun  BREEAM  hér  á  landi  voru  framkvæmd  hálfstöðluð  

viðtöl  við  fimm  aðila  sem  starfa  innan  byggingariðnaðarins  á  Íslandi.  Viðmælendur  hafa  

allir   komið   að   BREEAM   vottuðum   verkefnum  með   ólíkum  hætti,   ýmist   sem  hönnuðir,  

BREEAM  matsmenn,   ráðgjafar,   umsjónarmenn   hönnunarhópa,   hafa   séð   um   að   safna  

sönnunargögnum  og   fleira.  Með  viðtölum  gefst   skilningur  á  mati  og   reynslu   fagfólks  á  

BREEAM  hér  á  landi,  hvaða  áhrif  kerfið  hefur  á  fólk  sem  vinnur  að  BREEAM  vottun  og  hvað  

viðmælendur  hafa  lært  af  því  að  taka  þátt  í  BREEAM  vottuðum  verkefnum.  Eins  varpa  þau  

ljósi   á   helstu   hindranir   og   hvata   varðandi   notkun   kerfisins   á   Íslandi,   sem   gefur  

vísbendingar  um  það  hvernig  kerfið  hentar   íslenskum  aðstæðum  og  hvort  aðlaga  þurfi  

það  betur.    

Berg    skilgreinir  hálfstöðluð  viðtöl  á  eftirfarandi  hátt:  „viðtöl  sem  byggjast  á  fyrirfram  

ákveðnum   spurningum   og   efnisatriðum   um   ákveðið   viðfangsefni.   Rannsakandi   spyr  

Page 60: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

49  

viðmælanda  spurninganna  á  skipulegan  hátt  og  í  ákveðinni  röð,  en  spyrjandi  hefur  frelsi  

til   þess   að   fara  út   fyrir   efnið  og  móta   spurningar   í   ferlinu.“   2   Viðtalsáætlun   sem   leyfir  

ákveðið  svigrúm  hentar  þessari  rannsókn  vel  þar  sem  rannsakandi  tekur  viðtöl  við  fólk  

með  ólíkan  bakgrunn  frá  mismunandi  fyrirtækjum  og  því  geta  ný  sjónarmið  komið  upp  í  

hverju   viðtali   fyrir   sig.   Hálfstaðlað   viðtalsform   gerir   rannsakanda   kleift   að   nálgast  

viðfangsefnið  frá  sjónarhóli  viðfangsefnisins  (Berg,  2009).  Þar  sem  ætlun  rannsóknarinnar  

er  meðal   annars   að   varpa   ljósi   á   reynslu   fagaðila   af   notkun   BREEAM   er  mikilvægt   að  

rannsakandi   hafi   svigrúm   til   að   breyta   og   þróa   ákveðnar   spurningar   í   samræmi   við  

þekkingu  viðmælenda.  

Í   viðtölunum   er   notast   við   opnar   spurningar.   Samkvæmt   Berg   (2009)   henta   opnar  

spurningar  vel  þegar  viðmælendur  eru  sérfræðingar  á  ákveðnu  sviði  því  slíkar  spurningar  

gefa  viðmælendum  kost  á  að  miðla  þekkingu  sinni  á  ítarlegan  hátt.  Spurningarnar  voru  

hannaðar  út  frá  ákveðnum  þemum  sem  tengjast  rannsóknarefninu,   líkt  og  Berg  (2009)  

leggur   til.   Byrjað   var   á   því   að   lista   upp   ákveðin   atriði   sem   hafa   þýðingu   fyrir  

rannsóknarefnið,   sem   síðan   urðu   að   þemum   sem   ákvörðuðu   spurningarnar.   Hver  

spurning  heyrir  undir  ákveðið  þema  og  rannsakandi  reynir  þannig  að  ná  fram  skoðunum  

viðmælenda  á  hverju  þema  fyrir  sig.  Viðtalsrammann  sem  lagður  var  fyrir  viðmælendur  

má  finna  í  viðauka  A.          

5.2   Framkvæmd  rannsóknar    Í  þessum  kafla  er  farið  yfir  framkvæmd  rannsóknarinnar,  markmið  hennar,  áreiðanleika  

gagna,  val  á  viðmælendum,  framkvæmd  viðtala  og  greiningu  gagna.    

5.2.1   Markmið  rannsóknar  Í   inngangi   rannsóknar   er   gerð   ítarleg   grein   fyrir   markmiðum   rannsóknar   og  

rannsóknarspurningum.  Hér  verða    meginmarkmið  rannsóknarinnar  aðeins  endurtekin  á  

                                                                                                               2  Orðréttur  frumtexti:  This  types  of  interview  involves  the  implementation  of  a  number  of  predetermined  

questions  and  special  topics.  These  questions  are  typically  asked  of  each  interviewee  in  a  systematic  and  

consistent   order,   but   the   interviewers   are   allowed   freedom   to   digress;   that   is,   the   interviewers   are  

permitted  to  probe  far  beyond  the  answers  to  their  prepared  standardized  questions.  (Berg,  2009,  bls.  107;  

þýtt  af  höfundi)  

 

Page 61: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

50  

hnitmiðaðan   hátt   til   ítrekunar.  Markmið   rannsóknarinnar   er   tvíþætt.   Annars   vegar   að  

útskýra  uppbyggingu  og  eiginleika  vistvottunarkerfisins  BREEAM.  Hins  vegar  að  varpa  ljósi  

á   aðlögun   og   notkun   kerfisins   á   Íslandi,   sem   er   gert   með   því   að   framkvæma  

tilviksrannsókn  á  íslenskum  byggingariðnaði.  Rannsóknin  skiptist  í  fræðilega  umfjöllun  og  

tilviksrannsókn.    

5.2.2   Áreiðanleiki  gagna  Til  þessa  að  tryggja  áreiðanleika  tilviksrannsókna  er  þess  krafist  að  gagnaöflun  sé  byggð  á  

að   minnsta   kosti   þremur   gerðum   af   gögnum,   svo   koma   megi   í   veg   fyrir   mögulega  

hlutdrægni   og   skekkjur   sem   geta   hlotist   af   einhæfri   gagnanotkun   (Yin,   2009).  

Gagnaöflunin   fyrir   þessa   rannsókn   byggir   á   eftirfarandi   gögnum:   heimildum   frá   BRE  

Global  Ltd.  sem  eiga  og  reka  BREEAM,  erlendum  rannsóknum  á  kerfinu,  gögnum  sem  til  

eru   um  BREEAM  á   Íslandi   og   hálfstöðluðum  viðtölum   við   fagaðila   sem   komið  hafa   að  

BREEAM  vottuðum  byggingum  á  Íslandi.  Gögnin  nýttust  til  sannprófunar  að  því  leyti  að  

þau  studdu  hver  við  önnur  að  hluta  til.  Að  því  leyti  nýttust  gögnin  til  að  draga  fram  reynslu  

og  sýn  ólíkra  aðila  á  BREEAM.    

5.2.3   Val  á  viðmælendum      Við   val   á   viðmælendum   var   horft   til   þess   að   þeir   hefðu   komið   að   BREEAM   vottuðum  

verkefnum  hér  á  landi  með  ólíkum  hætti  og  á  vegum  mismunandi  fyrirtækja  til  þess  að  

gefa  sem  breiðasta  mynd  af  innleiðingu  BREEAM  hér  á  landi.  Einnig  var  leitast  við  að  hafa  

uppi  á  viðmælendum  sem  hefðu  komið  að  nýlegum  BREEAM  vottuðum  verkefnum  og  

verkefnum  sem  væru  í  vinnslu.  BREEAM  er  í  stöðugri  þróun  og  því  þótti  mikilvægt  að  fá  

viðmælendur  sem  hafa  komið  að  nýlegum  verkefnum  til  þess  að  reyna  að  koma  í  veg  fyrir  

að  upplýsingar  væru  úreltar.  Helga  Jóhanna  Bjarnadóttir  sviðsstjóri  umhverfissviðs  EFLU  

Verkfræðistofu  og  BREEAM  matsmaður,  annar   leiðbeinandinn   í  þessari   rannsókn,  kom  

með  góðar  ábendingar  um  ákjósanlega  viðmælendur   fyrir   rannsóknina.  Helga   Jóhanna  

hefur  komið  að  aðlögun  BREEAM  hér  á  landi,  hún  kom  einnig  að  stofnun  Vistbyggðarráðs  

Íslands  og  hefur  gegnt  stjórnarformennsku  þar,  og  þekkir  því  vel  til  þessara  mála.    

Haft  var  samband  við  viðmælendur  með  tölvupósti  þar  sem  rannsóknin  var  útskýrð  og  

formleg   beiðni   um   þátttöku   var   borin   upp.   Gert   var   grein   fyrir   uppbyggingu  

rannsóknarinnar,  framkvæmd  hennar  og  tilgangi.  Skemmst  er  frá  því  að  segja  að  allir  sem  

Page 62: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

51  

haft   var   samband   við   voru   jákvæðir   í   garð   rannsóknarinnar,   töldu   málefnið   þarft   og  

samþykktu  þátttöku  án  nokkurra  málalenginga.  Tekin  voru  viðtöl  við  fimm  aðila  frá  fimm  

fyrirtækjum   og   stofnunum   sem   eiga   það   sameiginlegt   að   hafa   unnið   að   BREEAM  

vottuðum   verkefnum   á   Íslandi   undanfarin   ár.   Fyrirtækin   og   stofnanirnar   eru:   A2F  

arkitektar,  Framkvæmdasýsla  ríkisins,  LNS  Saga  verktakafyrirtæki,  Verkhönnun  rafmagns-­‐

verkfræðistofa  og  Verkís  verkfræðistofa.  Þá  ber  að  geta  þess  að  formlegt  samþykki  fékkst  

frá  öllum  viðmælendum  um  að  koma  fram  undir  nafni  við  úrvinnslu  viðtalsgagna.    

Viðmælendur  í  rannsókninni  eru  eftirtaldir  aðilar:    

 

Aðalheiður  Atladóttir:  Arkitekt  og  einn  af  eigendum  arkitektastofunnar  A2F  Arkitektar.  

Hún  hefur  séð  um  fullnaðarhönnun  á  einu  BREEAM  vottuðu  verkefni,  en  einnig  komið  að  

öðrum  hliðum  vottaðra  verkefna  hér  á  landi,  svo  sem  eftirliti,  öryggismálum  og  bókhaldi.    

 

Elín  Vignisdóttir:  Landfræðingur  og  BREEAM  matsmaður  síðan  2010.  Hún  lagði  áherslu  á  

umhverfisstjórnun  í  meistaranáminu  í  landfræði  og  starfar  hjá  Verkís  verkfræðistofu.  Elín  

hefur  komið  að  þremur  BREEAM  vottuðum  verkefnum  hér  á  landi,  sem  og  verkefnum  í  

Noregi.    

 

Kristín  Ósk  Þórðardóttir:   Rafmagnsverkfræðingur  og  BREEAM  matsmaður   síðan  2012.  

Hún   er   einn   af   eigendum     rafmagnsverkfræðistofunnar   Verkhönnunar.   Kristín   hefur  

sérþekkingu  á  orkusparandi  sérlausnum  vegna  rafmagns-­‐  og  lýsingarbúnaðar.  Hún  hefur  

komið  að  fimm  BREEAM  vottuðum  verkefnum  hér  á  landi.    

 

Örn   Erlendsson:   Umhverfis-­‐   og   byggingarverkfræðingur.   Áherslusvið   hans   í   námi   var  

vistvæn  hönnun  og  kerfi.  Örn  starfar  sem  verkefnastjóri  hjá  Framkvæmdasýslu  ríkisins  og  

hefur   komið   að   fimm   BREEAM   vottuðum   verkefnum   hérlendis   á   vegum  

Framkvæmdasýslunnar.   Verkefni   hans   hjá   Framkvæmdasýslunni   eru   meðal   annars  

samskipti  og  ráðgjöf  til  verktaka  og  hönnuði,  gerð  verklýsinga  með  hliðsjón  af  BREEAM  og  

að  rýna  vistvænar  áherslur  í  verkefnum  með  tilliti  til  BREEAM.    

 

Page 63: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

52  

Sólveig  Björk  Ingimarsdóttir:  Byggingarverkfræðingur  sem  starfar  sem  umsjónarmaður  

BREEAM   skráninga   fyrir   Sjúkrahótelið   við   Landspítalann   Hringbraut   hjá  

verktakafyrirtækinu  LNS  Saga.  Sjúkrahótelið  er  fyrsta  BREEAM  verkefni  Sólveigar.  

5.2.4   Viðtöl  Viðtölin  sem  rannsóknin  byggir  á    voru  tekin  á  tímabilinu  31.  ágúst  2016  til  19.  september  

2016    af  rannsakanda.  Hvert  viðtal  tók  á  bilinu  30  til  60  mínútur.  Heildartímalengd  viðtala  

er  um  þrír  klukkutímar  og  tuttugu  mínútur.  Viðtölin  fóru  öll  fram  í  þeim  fyrirtækjum  sem  

viðmælendur  reka/starfa  í,  að  einu  frátöldu  sem  fór  fram  skriflega  í  gegnum  tölvupóst.  

Viðtölin   fóru   fram   í   fundarherbergjum   hjá   hverju   fyrirtæki   og   var   næði   því  mjög   gott  

meðan   á   viðtölum   stóð   og   gott   flæði   myndaðist   í   samræðum.   Viðmælendur   voru  

samvinnuþýðir,  sýndu  efninu  athygli  og  áhuga,  og  svöruðu  öllum  spurningum  sem  lagðar  

voru  fyrir  þá  samviskusamlega.  Ef  hik  kom  á  viðmælendur  varðandi  ákveðnar  spurningar,  

eða  ef  eitthvað  var  óskýrt,   reyndi  rannsakandi  að   leiða  viðmælanda  áfram  með  nánari  

útskýringum.  Þess   var  þó  gætt  að  halda  öllum  spurningum  opnum.  Rannsakandi  hafði  

engin   persónuleg   tengsl   við   viðmælendur   og   hafði   ekki   hitt   neinn   viðmælenda   áður.  

Viðtölin  voru  hljóðrituð  á  síma,  að  frátöldu  því  sem  fór  fram  skriflega  í  gegnum  tölvupóst.  

Einnig   tók   rannsakandi  niður  vettvangsnótur   í  hverju  viðtali,  þar   sem  skráð  voru  niður  

aðalatriði,  atriði  sem  komu  á  óvart  og  stikkorð.  Að  lokum  voru  viðtölin  afrituð  frá  orði  til  

orðs.  Afrituð  viðtalsgögn  voru  í  heildina  92  blaðsíður.  

5.3   Greining  gagna    Við  greiningu  gagna  var  notast  við  eigindlega  innihaldsgreiningu  (e.  qualitative  content  

analysis).   Eigindleg   innihaldsgreining  er  aðferð   innan   félagsvísinda   sem  notuð  er   til   að  

greina  innihald  eigindlegra  gagna  á  kerfisbundinn  hátt.  Oft  eru  þetta  gögn  sem  byggja  á  

samskiptum   (Berg,   2009).   Eigindleg   innihaldsgreining   felur   í   sér  markvissa   greiningu   á  

rannsóknargögnum  sem  miðar  að  því  að  bera  kennsl  á  þemu,  skekkjur  og  merkingu  gagna  

(Berg,   2004).   Að   greina   rannsóknargögn  með   þessu   hætti   auðveldar   lesanda   að  meta  

gögnin,   eykur   áreiðanleika   og   réttmæti   gagna,   og   hjálpar   rannsakanda   að   setja   fram  

sannfærandi   röksemdir   byggðar   á   gögnunum   (Berg,   2009).   Með   þessum   hætti   bar  

rannsakandi  kennsl  á  þau  meginþemu  sem  lesa  má  úr  þeim  viðtalsgögnum  sem  liggja  til  

grundvallar  þessari  rannsókn  og  gerð  er  nánari  grein  fyrir  í  6.  kafla.    

Page 64: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

53  

6   Niðurstöður    

Í   niðurstöðunum   er   gerð   grein   fyrir   tólf   meginþemum   sem   komu   fram   við   greiningu  

viðtalsgagna,  en  þau  tengjast  því  hvernig  viðtalsramminn  var  byggður  upp.  Leitast  er  við  

að  greina  sameiginleg  þemu  í  viðtölunum,  atriði  sem  viðmælendur  voru  almennt  sammála  

um  og  eins  þá  þætti  sem  viðmælendur  voru  ekki  sammála  um,  þ.e.  atriði  sem  stungu  í  

stúf   eða  komu  á  óvart.  Greiningin  er   studd  með  beinum   tilvitnunum  úr   viðtölum  sem  

þykja  lýsa  hverju  þema  fyrir  sig.  Þemun  eru:  Persónuleg  reynsla  af  BREEAM,  hvatar  fyrir  

aðlögun   BREEAM   á   Íslandi,   hindranir   fyrir   aðlögun   BREEAM   á   Íslandi,   hönnun   og  

ákvarðanataka,  félagsleg  áhrif  BREEAM,  vottun,    fræðsla  og  miðlun,  þverfræðilegt  samtal,  

umhverfisáhrifaflokkar   og   tæknileg   atriði,   virði   BREEAM,   íslensk   útgáfa   af   BREEAM  og  

umbætur  og  frekari  aðlögun  BREEAM  að  íslenskum  aðstæðum.    

6.1   Persónuleg  reynsla  af  BREEAM    Viðmælendurnir   fimm   eiga   það   sameiginlegt   að   hafa   komið   að   BREEAM   vottuðum  

verkefnum   á   Íslandi.   Aðkoma   þeirra   hefur   þó   verið   ólík   og   reynsla   þeirra   er  mismikil.  

Viðmælendur  hafa  ýmist  komið  að  verkefnum  sem  hönnuðir,  matsmenn,  ráðgjafar  eða  

að  þeir  hafi  sinnt  verkefnum  á  borð  við  gerð  verklýsinga,  rýnt  vistvænar  áherslur  með  tilliti  

til   BREEAM   krafna   við   upphaf   verkefna,   haldið   utan   um   sönnunargögn   og   leitt  

hönnunarhópa  í  BREEAM  vottunarferli.  Reynsla  þeirra  af  BREEAM  vottuðum  verkefnum  

spannar   frá   einu   ári   upp   í   fjögur   til   fimm   ár   hér   á   landi.   Alls   hafa   viðmælendur  

rannsóknarinnar   komið   að   tíu   BREEAM   vottuðum   byggingum   hérlendis   og   einnig  

nokkrum  vottuðum  byggingum  í  Noregi  og  Svíþjóð.  Byggingarnar  sem  viðmælendur  hafa  

komið   að   hér   á   landi   eru   eftirfarandi:   Dalskóli   í   Úlfarsárdal,   Fangelsið   á   Hólmsheiði,  

Framhaldsskólinn  í  Mosfellsbæ,  Hakið  á  Þingvöllum,  Hús  Náttúrufræðistofnunar  Íslands,  

Snæfellsstofa   Vatnajökulsþjóðgarði,   Sjúkrahótelið   við   Hringbraut,   Veröld   hús   Vigdísar,  

Sundhöll  Reykjavíkur  (viðbygging)  og  Urriðaholtsskóli.    

Viðmælendurnir  fimm  voru  almennt  jákvæðir  í  garð  BREEAM.  Í  öllum  fimm  viðtölunum  

kom   fram   að   þeir   væri   hlynntir   notkun   vistvottunarkerfa   fyrir   byggingar   og   að   slík  

aðferðafræði  væri  þörf  nú  til  dags  til  að  stuðla  að  aukinni  sjálfbærni  í  byggingariðnaðinum.  

Hvað  BREEAM  varðar  kom  þó  fram  hjá  flestum  viðmælendum  að  innleiðing  kerfisins  væri  

enn  á  byrjunarstigi  hér  á  landi  og  það  reynist  mörgum  þungt  í  vöfum  ennþá.  Samkvæmt  

Elínu  er  mjög  misjafnt  hversu  auðvelt  er  að  fá  fagfólk  til  að  tileinka  sér  þær  kröfur  sem  

Page 65: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

54  

settar  eru  fram  í  BREEAM,  margir  halda  ennþá  að  þeir  komist  létt  í  gegnum  það  ferli  sem  

BREEAM  vottun  er.  Það  vantar  upp  á  leiðbeiningar  með  að  mati  Elínar,  það  er  einnig  mjög  

mikilvægt  að  matsmaður  komi  inn  á  hönnunarfundi  snemma  í  ferlinu:    

 

Það  þarf  að  hamra  á  því  sem  matsmaður  að  fólk  skoði  BREEAM  kröfurnar  í  

upphafi  og  fylgi  þeim  eftir  í  ferlinu.  [Það]  kemur  oft  í  ljós  þegar  að  verið  er  

að  búa  til  sönnunargögnin  að  það  var  bara  verið  að  nota  mælikvarða  sem  

fólk   er   vant   að   nota,   ekki   BREEAM   mælikvarðana.   (Elín   Vignisdóttir,  

landfræðingur)    

 

Þær  Aðalheiður  og  Kristín  Ósk  hafa  svipaða  upplifun  af  viðmóti  og  innleiðingu  kerfisins  

hér  á  landi.  Aðalheiður  nefnir  að  það  hafi  komið  sér  á  óvart  hversu  mikil  skriffinnska  fylgir  

BREEAM  vottun.  Þar  af  leiðandi  hafi  þetta  krafist  mikillar  aukavinnu  í  fyrsta  verkefninu.  

Þó  hafi  hún  lært  heilmikið  af  ferlinu  og  væri  til  í  að  taka  slíkt  verkefni  að  sér  aftur.    

Kristín  Ósk  talar  um  að  BREEAM  kröfurnar  geti  verið  mjög  flóknar  og  lítill  sveigjanleiki  

sé   í  boði.  Það  geti  því  tekið  tíma  að  finna  út  úr  því  hvernig  eigi  að  framkvæma  hlutina  

samkvæmt  þessum  kröfum  sem  getur  leitt  til  neikvæðni  á  meðal  þeirra  sem  taka  þátt  í  

BREEAM  vottunarferli:  

 

Það  er   stundum  svolítil  neikvæðni   í  bransanum.  Maður  þarf  að  pressa  á  

þátttakendur  og  vera  jákvæður.  Sem  hönnuður  geturðu  orðið  neikvæður  

af  því  að  þetta  er  mikil  skriffinnska  og  tekur  þar  af  leiðandi  mikinn  tíma  og  

þú  þarft  að  setja  þig  vel  inn  í  þetta.  (Kristín  Ósk,  verkfræðingur)  

 

Af   ummælum   Aðalheiðar   og   Kristínar   má   ráða   að   BREEAM   kerfið   geti   reynst   flókið   í  

notkun  til  að  byrja  með  og  að  innleiðing  kerfisins  hér  á  landi  sé  ennþá  í  þróun.  Svo  virðist  

sem   skriffinnskan   sem   fylgir   kerfinu   sé   helsti   tímaþjófurinn   við   notkun   þess   og   að  

kröfurnar  mættu  vera  einfaldari  og  skýrari,  og  það  vanti  upp  á  betri  leiðbeiningar.  Aftur  á  

móti  töluðu  viðmælendur  flestir  um  að  þrátt  fyrir  ákveðna  tregðu  gagnvart  kerfinu  eins  

Page 66: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

55  

og  staðan  er  núna  verði  þetta  auðveldara  með  hverju  verkefninu.  Þeir  sem  hafa  tekið  þátt  

í  einu  BREEAM  vottuðu  verkefni  eiga  mun  auðveldara  með  næsta  verkefni.  Þetta  á  bæði  

við  um  hönnunarteymi  og  verktaka.    

6.2   Hvatar  fyrir  aðlögun  BREEAM  á  Íslandi  Þegar  fjallað  er  um  hvata  fyrir  innleiðingu  BREEAM  á  Íslandi,  í  þessari  rannsókn,  er  átt  við  

BREEAM   kröfur   og   tækniatriði   sem   hefur   reynst   auðvelt   að   útfæra   hérlendis,   sem   og  

annað  í  íslenskum  byggingariðnaði  sem  hefur  reynst  hvetjandi  við  innleiðingu  og  notkun  

BREEAM.   Þegar   viðmælendur   eru   spurðir   út   í   helstu   hvatana   að   baki   því   að   fyrirtæki  

sækist   eftir   BREEAM   vottun   á   Íslandi   nefndu   allir   viðmælendur   ímynd   fyrirtækja   og  

umhverfismál  sem  veigamikla  áhrifaþætti.  Byggingariðnaðurinn  sé  að  menga  mjög  mikið  

og   því   sé  mikilvægt   að   grípa   til   aðgerða.   Viðmælendur   voru   almennt   sammála   um  að  

ímyndin  skipti  máli  og  að  sá  stimpill  sem  BREEAM  vottuð  bygging  fær  virki  jákvæður  út  á  

við  fyrir  fyrirtæki  og  sýni  að  fyrirtækið  leggi  áherslu  á  samfélagsábyrgð:    

 

Þó  þú  getir  hannað  byggingu  sem  er  ekki  vottuð  en  uppfyllir  jafn  mikið  og  

BREEAM  vottuð  bygging,  þá  ertu  samt  ekki  með  þennan  stimpil  og  þessa  

auglýsingu  sem  hvetur  fólk  til  að  kynna  sér  þetta  og  hvetur  fleiri  til  að  vinna  

eftir  þessu.  (Aðalheiður  Atladóttir,  arkitekt)  

 

Sólveig  tekur  undir  sjónarmið  Aðalheiðar.  Hún  nefnir  þá  miklu  umhverfisvakningu  sem  sé  

í  gangi  og  vill  meina  að  notkun  vottunarkerfa  sé  góður  undirbúningur  fyrir  það  sem  koma  

skal  í  byggingaiðnaðinum.  Hún  segir  það  líta  vel  út  fyrir  fyrirtækið  ef  byggingin  sem  það  

er  að  vinna  að  fái  háa  einkunn  í  BREEAM:    

 

Þá   náttúrulega   sýnir   það   að   við   erum   umhverfisvæn   og   erum   að   leggja  

okkur  fram  í  þessum  málum.  (Sólveig  Björk,  verkfræðingur)  

 

Önnur   atriði   voru   einnig   nefnd   sem  hvatar   fyrir   BREEAM  vottun.   Kristín  Ósk   nefnir   til  

dæmis  eftirspurn  á  markaði.  Hún  hafi  fengið  fyrirspurnir  frá  ýmsum  heildsölum  sem  eru  

að  spyrja  út   í   vottanir  á  vörum.  Heildsölurnar  vilji   selja  vottaðar  vörur   til  þess  að  vera  

Page 67: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

56  

leiðandi   á   markaði   varðandi   umhverfisstefnu.   Það   sé   því   greinilega   einhver   vitundar-­‐

vakning  í  gangi.  Menn  bakki  oft  út  þegar  farið  er  að  ræða  um  tölur  og  kostnað.    

Örn  dregur  svo  ofangreinda  þætti  saman  og  gott  betur  með  eftirfarandi  upptalningu  á  

helstu  hvötunum  sem  liggja  að  baki  því  að  fá  umhverfisvottun  á  mannvirki  hér  á  landi:    

 

Helsti   hvatinn   fyrir   því   að   fá   BREEAM   vottun   eða   annars   konar  

umhverfisvottun  á  mannvirki  á  íslenskum  byggingarmarkaði  er  að  stuðla  að  

endingarbetra   húsnæði,   minnka   vistfræðilegt   spor   byggingargeirans   og  

stuðla   að   nýsköpun   og   framþróun.   BREEAM   hjálpar   til   við   að   ná   fram  

markmiðum   um   menningar-­‐   og   hönnunarstefnu   í   mannvirkjagerð   og  

stuðlar   að   sjálfbærri   þróun,   velferð   til   framtíðar   og   betra   umhverfi   fyrir  

notendur  bygginga.  (Örn  Erlendsson,  verkfræðingur)  

 

Þegar  kemur  að  umhverfisáhrifaflokkum  BREEAM  eiga   Íslendingar  mis  auðvelt  með  að  

uppfylla  kröfusetningarnar  undir  hverjum  flokki   fyrir  sig  að  mati  viðmælenda.  Þar  hafa  

staðsetning  landsins,  íslenskar  aðstæður  og  aðferðir  töluvert  að  segja.    

Þegar  viðmælendur  voru  inntir  eftir  því  hvað  hafi  reynst  auðvelt/hvetjandi  við  útfærslu  

BREEAM  krafnanna  hér  á  landi  var  einn  umhverfisáhrifaflokkur  sem  skar  sig  áberandi  úr  í  

svörum  meirihluta  viðmælenda,  það  er  flokkurinn  heilsa  og  vellíðan.  Það  er  margt  í  þeim  

umhverfisáhrifaflokki   sem   auðvelt   er   að   ná   hér   á   Íslandi,   þetta   eru   þættir   á   borð   við  

heilnæmt  loft,  hitavist  og  dagsbirtu:    

 

Við  fáum  alltaf  öll  stig  frekar  auðveldlega  í  flokknum  heilsa  og  vellíðan,  þar  

erum  við   að   skora  hátt.   Loftgæði,   dagsbirta,   lýsing  og  hljóð.  Við   erum  að  

byggja   góðar   byggingar   á   Íslandi   hvað   þetta   varðar.   (Kristín   Ósk,  

verkfræðingur)  

 

Elín  nefnir  að  það  sé  einnig  margt  sem  krafist  er  í  BREEAM  sem  er  nú  þegar  komið  inn  í  

íslensku   byggingarreglugerðina,   sem   sýnir   að   á   sumum   sviðum   er   staðan   góð   og   því  

Page 68: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

57  

auðvelt  að  uppfylla  þær  kröfur.  Örn  kemur  inn  á  sérstöðu  Íslands  hvað  varðar  kröfur  sem  

settar  eru  fram  í  BREEAM,  t.d.  varðandi  ódýra  orku  og  gott  aðgengi  að  vatni.    

Nokkrir  viðmælenda  höfðu  orð  á  því  hversu  viljugt  fólk  væri  til  að  hjálpa  hvert  öðru  

hvað  varðar  innleiðingu  BREEAM  á  Íslandi.  Það  eru  allir  í  þessu  saman,  þvert  á  fyrirtæki  

og   stofnanir.   Þeir   sem   hafa   tekið   þátt   í   vottunarferlum   eru   duglegir   að   miðla   sinni  

þekkingu  áfram  og  auðvelt  er  að  sækja  aðstoð  ef  þess  þarf.  Það  er  ekki  samkeppni  ríkjandi  

í  þessum  skilningi.  Eins  nefndi  Elín  að  hún  skynjaði  meiri  jákvæðni  hjá  verktökum  gagnvart  

umhverfisstjórnun  á  verkstað  en  var  áður.  Þó  þeir  geti  bætt  sig  eru  málin  að  þróast  í  rétta  

átt.  Þessir  þættir  geta  talist  til  félagslegs  hvata.    

Í  BREEAM  er  orka  sá  umhverfisáhrifaflokkur  sem  fær  mesta  vægið.  Flestir  gætu  haldið  

að  Íslendingar  ættu  auðvelt  með  að  skora  hátt  þar,  með  alla  þá  endurnýjanlegu  orku  sem  

í   boði   er.   Það   er   þó   ekki   alveg   svo   einfalt.   Stigin   fyrir   það   hvaðan   orkan   kemur   eru  

auðfengin  á  Íslandi  samkvæmt  viðmælendum,  nánast  gefins.  Sem  getur  vissulega  talist  til  

hvata.  Þau  stig  hafa  hins  vegar  svo  lítið  vægi  í  orkuflokknum,  þetta  snýr  meira  að  orkunýtni  

byggingarinnar,   þ.e.   hvernig  húsið  er   að  nýta  orkuna.  Þar   eiga   Íslendingar   langt   í   land  

samkvæmt  viðmælendum  þessarar  rannsóknar.  Það  verður  komið  nánar  inn  á  það  í  kafla  

6.3  um  hindranir.      

6.3   Hindranir  fyrir  aðlögun  BREEAM  á  Íslandi  Þegar  talað  er  um  hindranir  fyrir  innleiðingu  BREEAM  á  Íslandi,  í  þessari  rannsókn,  er  átt  

við  þær  BREEAM  kröfur  og  tækniatriði  sem  hefur  reynst  erfitt  að  útfæra  og  skora  hátt  á  

vegna  ákveðinna  aðstæðna-­‐  og/eða  umhverfisþátta  hér  á  landi.  Viðmælendur  gátu  allir  

nefnt  slíkar  hindranir  án  vandræða  og  áttu  í  flestum  tilvikum  auðveldara  með  að  nefna  

hindranir  en  hvata,  sem  gefur  vísbendingu  um  að  ýmsa  þætti  í  BREEAM  kröfunum  þurfi  

að  aðlaga  betur  að  íslenskum  aðstæðum.  Greina  má  ákveðnar  meginhindranir  sem  komið  

hafa   upp   við   innleiðingu   BREEAM   hér   á   landi   samkvæmt   svörum   viðmælenda.  

Viðmælendur  voru  nokkuð  samhljóma  hvað  helstu  hindranir   varðar.  Hindranirnar   sem  

viðmælendur  nefna  virðast  að  mestu  leyti  heimfærast  á  ákveðnar  aðstæður  (umhverfi)  

eða  aðferðir  í  íslenskum  byggingariðnaði  sem  erfitt  er  að  samræma  BREEAM  kröfunum.  

Viðmælendur  lögðu  áherslu  á  einn  umhverfisáhrifaflokk  BREEAM  umfram  aðra,  sem  

reynst  hefur  erfitt  að  uppfylla  hér  á  landi.  Það  er  flokkurinn  byggingarefni.  Að  auki  voru  

umhverfisáhrifaflokkarnir  orka,  samgöngur,   landnotkun  og  vistfræði  títt  nefndir  í  þessu  

Page 69: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

58  

samhengi.   Allir   fimm   viðmælendurnir   voru   sammála   um   að   við   ættum   erfiðast   með  

byggingarefnin  hér  á  landi.  Að  baki  því  liggja  ýmsar  ástæður  samkvæmt  viðmælendum.    

Örn   nefnir   staðsetningu   Íslands   og   mikla   notkun   á   steinsteypu   og   steinull   meðal  

ástæðna  fyrir  því  að  erfiðlega  gengur  að  uppfylla  kröfur  sem  settar  eru  fram  um  notkun  

byggingarefna  í  BREEAM:      

 

Staðsetning  Íslands  með  tilliti  til  erlendra  birgja  getur  virkað  sem  hindrun  

ef  sækja  á  byggingarefni  út  fyrir  landsteinana,  en  BREEAM  gerir  kröfu  um  

það  að  horft  sé  til  þess  hvaðan  byggingarefni  koma.  Eins  er  gerð  krafa  á  

umhverfisstjórnunarkerfi  og  vottanir  ýmissa  byggingarefna.  Eitthvað  sem  

hefur   verið   að   ryðja   sér   til   rúms   smám   saman   á   íslenskum  

byggingarmarkaði.   Þó   eru   mörg   íslensk   fyrirtæki   sem   ekki   hafa   vottað  

umhverfisstjórnunarkerfi,   eins  og   t.d.   steypustöðvarnar   (Örn  Erlendsson,  

verkfræðingur).    

Örn   kemur   einnig   inn   á   að   mikil   áhersla   sé   lögð   á   orku-­‐   og   vatnssparandi   aðgerðir   í  

BREEAM,  sem  eru  þættir  sem  ekki  hefur  verið  lögð  mikil  áhersla  á  við  hönnun  bygginga  á  

Íslandi  fram  til  þessa.  Því  sé  lítil  áhersla  á  orkusparnað.  Sem  dæmi  um  það  má  nefna  þá  

íslensku  venju  að  kynda  rými  í  botn  og  opna  svo  glugga  til  að  fá  inn  ferskt  loft.  Þó  þetta  

geti  virkað  sem  ákveðin  hindrun  lítur  Örn  á  þetta  sem  tækifæri  til  að  taka  upp  nýjar  og  

vistvænni   áherslur   sem   eru   meira   í   takt   við   nútímann.   Það   þarf   að   huga   að   því   að  

auðlindirnar  eru  ekki  óþrjótandi  þó  þær  séu  endurnýtanlegar  að  hluta.  Aðalheiður  tekur  

undir   þetta  með   auðlindanýtinguna,   það   vantar  meiri  meðvitund   um   sparnað   þar.   Til  

dæmis  sé  jarðvarmi  ekki  eins  endurnýjanlegur  og  vatnsorka  í  mörgum  tilfellum.    

Elín  nefnir,  varðandi  byggingarefnin,  að  of  mikið  sé  flutt   inn  af  efnum  og  að  ekki  sé  

reynt   að   sækja   allt   sem   hægt   er   í   flokknum   byggingarefni.   Hún   nefnir   að  

vistferilsgreiningar  vanti  á  byggingarefnin  hér  á   landi   til  að  ná  að  uppfylla  almennilega  

kröfurnar  um  byggingarefni:    

 

Við   erum   náttúrulega   með   einhverja   innlenda   framleiðslu   á  

byggingarefnum  en  það   sem  háir   okkur  með  að  nota  þau   til   að   fá   stig   í  

Page 70: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

59  

BREEAM  er  að  það  vantar  allar  vistferilsgreiningar  á  byggingarefnin,  þ.e.  að  

sýna  fram  á  umhverfisáhrif  vörunnar  sem  þú  ert  með.  Við  þurfum  að  hafa  

vistferilsgreiningar  og  geta  sýnt  fram  á  gögn  sem  við  getum  svo  notað  til  að  

staðfesta  það.  Til  þess  að  getað  notast  við  BIM  kerfi  „building  information  

system“   þarftu   að   hafa   allar   upplýsingar   um   byggingarefni   og  

vistferilsgreininar   á   þeim.   Þetta   er   skammt   á   veg   komið   á   Íslandi.   (Elín  

Vignisdóttir,  landfræðingur)  

Samkvæmt  Elínu  eru  vistferilsgreiningar  valfrjálsar  í  BREEAM.  Þær  séu  komnar  inn  sem  

möguleiki  en  það  sé  einnig  hægt  að  fara  auðveldari  leið,  en  þá  fást  færri  stig  fyrir  kröfuna.  

Slíkar   greiningar   séu   þó   að   ryðja   sér   til   rúms   á   Íslandi   og   til   dæmis   sé   stuðst   við  

vistferilsgreiningar  í  vottuðum  verkefnum  á  vegum  Reykjavíkurborgar.  Elín  vekur  einnig  

máls  á  því  að  flokkurinn   landnotkun  og  vistfræði   í  BREEAM  sé  nánast  alltaf  hunsaður   í  

þeim  verkefnum  sem  hún  hefur  komið  að  eða,  tekinn  inn  of  seint.  Það  sé  mikilvægt  að  

leggja   upp  með  það   frá   byrjun.  Hún  nefnir   þó   eitt   verkefni   þar   sem  vistfræðingur   var  

fenginn  til  að  gera  úttekt  á  byggingarsvæðinu  áður  en  farið  var  að  grafa.  Hann  hafi  skilað  

inn  ítarlegri  skýrslu  sem  reyndist  hönnuðum  mjög  vel  í  ferlinu.    

Þær   Kristín   Ósk   og   Sólveig   Björk   nefna   báðar   að   steypunotkun   við   húsbyggingar   á  

Íslandi  og  framleiðsla  á  steypunni  geri  það  að  verkum  að  ekki  sé  hægt  að  skora  hátt  undir  

flokknum  byggingarefni  vegna  þess  að  steypustöðvarnar  eru  ekki  með  vottun.  Steypan  

þurfi  að  vera  með  upprunavottun  14001  til  að  skora  í  BREEAM.  Þannig  fellur  krafan  um  

sjálfa  sig.  Þetta  sé  í  raun  hvati  fyrir  steypustöðina  að  sækjast  eftir  slíkri  vottun.  Það  kom  

einnig  fram  í  svörum  viðmælenda  að  hér  á  landi  þyrfti  að  bæta  orkunýtni  húsa,  þar  væri  

hægt   að   horfa   til   frænda   okkar   í   Noregi,   til   dæmis,   sem   hafa   þróað   norska   útgáfu   af  

BREEAM.  Kristín  Ósk  nefnir  að  í  Sjúkrahótelinu  hafi  verið  farin  ný  leið  til  að  reyna  að  skora  

hærra  í  orkuflokknum:    

Í   staðinn   fyrir  að   fara   í  BREEAM  tékklistann  þá  var  norskur   sérfræðingur  

fenginn   til   að   setja   upp  módel   af   húsinu   og   reikna   þannig   út   orkunýtni  

hússins  alveg  frá  a-­‐ö,  eins  og  þeir  gera  í  Noregi.  Þar  af  leiðandi  vorum  við  

að  vonast  til  að  við  gætum  fengið  fleiri  stig  en  ég  held  að  við  höfum  aðeins  

fengið  átta  af  fimmtán  mögulegum  stigum  (Kristín  Ósk,  verkfræðingur).  

Page 71: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

60  

Þær  Aðalheiður  og  Kristín  Ósk  höfðu  einnig  báðar  orð  á  því  að  sú  tregða  og  það  neikvæða  

viðmót   sem   fyrirfinnst   sums   staðar   innan   bygginariðnaðarins   gagnvart   BREEAM   gæti  

stundum  virkað  sem  hindrun.  Það  þarf  að  ganga  á  eftir  upplýsingum  frá  sumum  aðilum  

og  hamra  á  því  að   fylgja  kröfunum   í  gegnum  allt  byggingarferlið.  Það  veldur   töfum  og  

getur  hindrað  notkun  og  innleiðingu  BREEAM.    

6.4   Hönnun  og  ákvarðanataka  Þegar   viðmælendur   voru   spurðir   út   í   það   hvaða   áhrif   BREEAM   hafi   á   hönnun   og  

ákvarðanatöku  í  byggingarferli  eru  áhrifin  fyrst  og  fremst  talin  vera  sú  að  fylgja  þarf  þeim  

BREEAM   kröfum   sem   ákveðið   er   að   uppfylla   í   byrjun   verkefnis,   og   útfæra   hlutina   í  

samræmi  við  þær.  Þetta  geti  krafist  þess  að  fagaðilar  þurfi  að  breyta  verklagi  og  áherslum  

sem  þeim  er  tamt  að  nota.  Í  öðrum  tilvikum  hefur  þetta  minni  áhrif  og  fellur  ágætlega  að  

því  verklagi  sem  fólk  er  vant  að  nota.  Allir  viðmælendur  voru  sammála  um  að  BREEAM  

kröfurnar  setji  ákveðnar  áherslur  inn  í  ferlið.  Viðmælendur  höfðu  þó  mismunandi  sögu  að  

segja  varðandi  hvar  áhrifanna  gætti  einna  helst,  sem  skýrist  meðal  annars  að  því  að  þau  

hafa  komið  að  vottuðum  verkefnum  með  ólíkum  hætti.    

Samkvæmt   Aðalheiði,   sem   hefur   séð   um   fullnaðarhönnun   á   byggingu   samkvæmt  

BREEAM,  breyttu  BREEAM  kröfurnar  ekki  grunnhönnuninni.  Hún  segir  að  það  kunni  að  

skýrast   af   því   að   þau   sem   hönnuðu   bygginguna   séu   meðvituð   um   hagkvæmni   og  

vistvænar  áherslur  fyrir.  Hagkvæmni  og  vistvæni  haldist  oftast  í  hendur,  ef  maður  hugsar  

hagkvæmt   þá   er   það   oftast   vistvænt   líka   nefnir   Aðalheiður.   Þannig   var  margt   í   þeirra  

hönnun   sem   passaði   inn   í   BREEAM   kröfurnar   fyrir.   Sem   dæmi   má   taka   að   magn   af  

dagsbirtu  stóðst  BREEAM  kröfurnar  og  byggingarefnin  komu  vel  út  í  vistferilsgreiningum.  

Þau   hafi   valið   lerki,   sem   er   viðhaldsfrítt   og   endingargott.   BREEAM   fái   arkitekta   þó  

vissulega  til  að  leiða  hugann  að  vali  á  umhverfisvænum  byggingarefnum  í  auknum  mæli.  

BREEAM   hafi   krafist   ákveðinna   hluta   sem   þau   hefðu   ef   til   vill   ekki   gert   ráð   fyrir   í  

hönnuninni  annars.  Þar  má  nefna  ákveðinn  fjölda  hjólastæða,  drykkjarfonta  á  hverri  hæð  

og  ýmsar  tæknilegar  lausnir  eins  og  orkumæla.  

Kristín  Ósk  þarf  að  huga  að  annars  konar  atriðum  til  að  verða  við  BREEAM  kröfum  í  

starfi   sínu   sem   rafmagnsverkfræðingur.  Hún  nefnir   atriði   á  borð  við   ljósmengun,   val   á  

lömpum  og  birtuútreikninga.  Hún  segist  þurfa  að  vanda  sig  sérstaklega  þegar  kemur  að  

lampavali,   það   er   ekki   nóg   að   huga   að   ljósgjafanum   sjálfum   heldur   þarf   að   huga   að  

Page 72: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

61  

straumfestunum   líka,  það  má  ekki   suða   í  þeim.  Eins  þarf  hún  að   reikna  út  birtuna  alls  

staðar  og  hafa  ákveðin  samskipti  við  arkitektinn  þegar  verið  er  að  hanna  rýmin.  Þá  þarf  

hún   að  huga   sérstaklega   að  því   hvar   hún   staðsetur   rafmagnstöflurnar,   vera  með   fleiri  

mæla   og   annað.   Hún   segir   að   samt   sem   áður   breyti   þetta   hönnuninni   ekki   mikið   í  

grunninn,   það   séu  meiri   viðbrigði   og   aukavinna   að   útbúa   sönnunargögnin   fyrir   hverja  

kröfu,  það  sé  það  sem  sé  tímafrekt  í  þessu  ferli.    

Örn  nefnir  sérstaklega  það  þverfræðilega  samtal  sem  BREEAM  skapar  í  vottunarferlinu:  

 

Kerfið   dregur   alla   hlutaðeigandi   í   verkefni   að   borðinu  mun   fyrr   í   ferlinu  

heldur   en   oft   tíðkast.   BREEAM   leggur   áherslu   á   að   samráð   eigi   sér   stað  

meðal   hönnuða,   verkkaupa,   notenda  o.s.frv.   Fyrir   vikið   er   hægt   að   hafa  

áhrif   á   verkið   og   ákvarðanir   mun   fyrr   í   verkinu.   (Örn   Erlendsson,  

verkfræðingur)  

Í   tilviki   Sólveigar   er   ekki   verið   að   hanna   byggingu   heldur   byggja   hana.   BREEAM  hefur  

einnig  áhrif  á  það  sem  fer  fram  á  verkstað.  Samkvæmt  Sólveigu  felast  þau  áhrif  fyrst  og  

fremst  í  því  að  verktakarnir  þurfa  að  uppfylla  kröfurnar  sem  hönnuðurinn  setur  um  kaup  

á  réttri  vöru,  og  svo  þarf  að  huga  að  því  að  draga  úr  mengun  og  vera  hagkvæm  í  ferlinu:  

   

Eins   og   með   vélarnar   að   vera   ekki   að   nota   þær   of   mikið.   Spara   orku  

varðandi   vélar   og   vatn.   Verktakarnir   eiga   að   flokka   sorp,   þeir   eiga   að  

slökkva   á   vélum   þegar   þær   eru   ekki   í   notkun   og   slökkva   á   vatninu   líka.  

(Sólveig  Björk,  verkfræðingur)  

Sólveig  segir  að  margir  verði  hissa  á  þessum  auknu  kröfum  á  verkstað  til  að  byrja  með  en  

svo   venjist   þetta   fljótt.   Henni   hafi   þótt   mjög   lærdómsríkt   að   fylgjast   með   tölum   um  

orkunotkun  og  sorp  í  ferlinu,  en  sem  dæmi  má  taka  að  Sorpa  vigtar  allt  sorp  frá  þeim  og  

sendir   tölur   um   hvað   þau   séu   að   henda  miklu   á   verkstað.   Hún   segir   þetta   vera   góða  

hvatningu  til  að  gera  betur  í  þeim  málum  og  gaman  sé  að  sjá  þegar  tölur  fara  niður  á  við.    

Þegar  viðmælendur  eru  spurðir  út  í  það  hvort  þeir  telji  BREEAM  vera  lausnarmiðaða  

aðferð  hvað  varðar  vandamál  á  hönnunar-­‐  og  byggingarstigi  voru  nokkrir  sem  nefndu  að  

eins  og  staðan  væri  í  dag  þá  flækti  kerfið  stundum  hlutina  frekar  en  að  auðvelda  þá  eða  

Page 73: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

62  

leysa.  En  vissulega  hefði  það  kosti  líka.  Aðalheiður  nefnir  að  BREEAM  eigi  það  til  að  flækja  

hlutina  á  byrjunarstigi  en  það  skilar  sér  í  bættri  hönnun  þegar  uppi  er  staðið.  Kerfið  virki  

sem   gæðastýring   í   byggingarferli.   Öðrum   fannst   BREEAM   ekki   flækja   hlutina.   Sólveig  

nefnir  að  sé  BREEAM  kröfunum  komið  rétt  til  skila  af  þeim  sem  eru  að  sjá  um  ferlið  þá  

telji  hún  kerfið  hjálpa  til.  Það  skipti  öllu  máli  að  taka  þetta  inn  snemma  í  ferlinu.  Séu  þessi  

ummæli   dregin   saman   má   segja   að   viðmælendur   séu   almennt   þeirrar   skoðunar   að  

BREEAM  sé  hjálplegt,  þó  svo  að  það  geti  reynst  flókið  að  útfæra  það.    

6.5   Félagsleg  áhrif  BREEAM  Líkt  og  komið  hefur  verið  inn  á  í  þessari  ritgerð  er  BREEAM  þannig  uppbyggt  að  það  kallar  

á  þverfræðilegt  samtal  á  milli  hlutaðeigandi  aðila.  Miðlun  og  útfærsla  kerfisins  í  tilteknum  

verkefnum  byggir  að  stórum  hluta  á  samskiptum  og  fundarhöldum.  Það  gefur  því  augaleið  

að  án  samstarfs  ólíkra  aðila  sem  standa  að  byggingarframkvæmdum  yrði  lítið  úr  áhrifum  

BREEAM.   Það   verður   ekki   framhjá   því   horft   að   kerfið   felur   í   sér   ákveðna   félagslega  

stýringu.    

Viðmælendur  voru  almennt  sammála  um  að  þátttaka  í  BREEAM  vottunarferli  krefðist  

meira  samtals  við  ólíka  aðila  sem  standa  að  byggingarframkvæmd,  en  ef  ekki  væri  fyrir  

BREEAM.  Þær  Elín  og  Kristín  Ósk,  sem  báðar  eru  matsmenn,  segjast  almennt  upplifa  þessi  

félagslegu  samskipti  jákvæð  þó  vissulega  geti  þetta  verið  strembið  á  köflum,  og  oft  þurfi  

að  ýta  á  eftir  hlutunum  í  slíku  vottunarferli:    

 

Þetta   er   oft   þannig   að   það   er   hópur   af   ólíkum   einstaklingum   að   koma  

saman  í  byrjun  verks  og  allir  þurfa  að  hafa  skoðanir  og  láta  skoðanir  sínar  

mismikið  í  ljós.  Yfirleitt  hefur  þetta  gengið  vel  og  fólk  er  tilbúið  að  leggja  á  

sig  þessa  vinnu  en  svo  er  yfirleitt  einhver  sem  er  neikvæður  og  finnur  að  

hlutunum.   Þá   reynir   þetta   svolítið   á   félagslegu   tengslin   og   lendir   á  

matsmanninum  að  hvetja  fólk.  (Kristín  Ósk,  verkfræðingur)  

 

Elín  kemur  einnig  inn  á  að  allir  aðilar  séu  mikilvægir  í  þessu  ferli  og  maður  komi  þessu  ekki  

áfram  nema  með  samskiptum.    Elín  og  Kristín  Ósk  leggja  einnig  báðar  áherslu  á  mikilvægi  

þess  að  vinna  jafnt  og  þétt  yfir  allt  ferlið  þar  sem  þetta  sé  töluverð  aukavinna  sem  fylgir  

Page 74: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

63  

BREEAM  vottun.  Kristín  telur  það  skilvirkast  að  skilgreina  ábyrgðaraðila  fyrir  hverja  kröfu,  

sem  fær  svo  hjálp  frá  öðrum  sem  koma  að  því  að  uppfylla  þá  kröfu.  Elín  er  aftur  á  móti  

þeirrar   skoðunar   að   gerð   sönnunargagna   eigi   ekki   að   lenda   á   einum  aðila.   Af   þessum  

ummælum  má  ætla  að  aukavinna  vegna  BREEAM  dreifist  ekki  alltaf  reglulega  á  milli  aðila  

sem  taka  þátt  í  slíku  ferli.    

Aðalheiður  segist  ekki  hafa  upplifað  vottunarferlið  öðruvísi  félagslega  en  hefðbundið  

ferli  við  byggingarframkvæmdir.  BREEAM  sé  bara  hluti  af  ferlinu.  Hún  nefnir  þó  eitt  sem  

hún  myndi  vilja  bæta  ef  hún  tæki  aftur  þátt  í  svona  verkefni:    

 

Ef  ég  myndi  gera  þetta  alveg  upp  á  nýtt  þá  myndi  ég  byrja  á  að  skipuleggja  

þetta  betur,  byrja  á  byrjunarreit.  Hönnunarfundir  eru  eitt,  en  BREEAM  ætti  

alltaf   að   vera   hluti   af   hönnunarfundi.   Við   tókum   sér   BREEAM   fundi.  

(Aðalheiður  Atladóttir,  arkitekt)  

 

Sólveig  nefnir  að  henni   finnist  almennt  hafa  ríkt   jákvæðni   í  vottunarferlinu  þó  það  séu  

alltaf  aðilar  inn  á  milli  sem  sé  alveg  sama  um  umhverfismál.  Henni  finnst  auðvelt  að  leita  

sér  aðstoðar  þegar  eitthvað  er  að  vefjast  fyrir  henni  og  samstarfsfólki  hennar  varðandi  

BREEAM.    

6.6   Vottun    Þegar  viðmælendur  eru  spurðir  út   í  hvaða  þætti   sjálfbærrar  þróunar  þeim  hafi   fundist  

lögð  mest  áhersla  á   í  vottunarferlinu  er  svörin  nokkuð  samhljóma.  Umhverfisþátturinn  

vegur  þyngst  í  BREEAM  að  þeirra  mati.  Einn  viðmælandi  nefnir  að  sérstakt  vægi  sé  lagt  á  

atriði   tengd   orku   á   Íslandi.   Hagræna   hlið   sjálfbærrar   þróunar   fylgi   svo   fast   á   eftir  

umhverfisþættinum.  Þó  tilgangur  og  viðmót  BREEAM  sé  mjög  umhverfislega  miðað  snúist  

þetta  í  raun  og  veru  um  krónur  og  aura  á  endanum.  Félagslegi  þátturinn  fái  minnst  vægi,  

líkt  og  algengt  er  í    umhverfismálum.    

Elín  nefnir  að  fjármunir  hafi  mikið  að  segja  varðandi  BREEAM  vottun  og  hversu  langt  

er  hægt  að  fara.  Stundum  séu  þó  ákvarðanir  teknar  út  frá  því  sem  er  gott  fyrir  ímyndina  

eða  verkefnið,  þannig  stjórni  peningar  ekki  alltaf   för.  Hún  talar   jafnframt  um  að  þó  að  

félagslegi   þátturinn   fái   ekki   mesta   vægið   í   vottunarferlinu   megi   ekki   gleyma   því   að  

Page 75: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

64  

útkoman   á   vottaðri   byggingu   er   mjög   félagslega   miðuð.   Sem   dæmi   má   taka   að   allar  

stýringar  í  vottaðri  byggingu  eru  aðlagaðar  að  notendum  hennar  í  þeim  tilgangi  að  þeim  

líði  vel  í  byggingunni.  Kristín  Ósk  talar  einnig  um  að  hagræna  hliðin  á  BREEAM  verkefni  

geti   sett   umhverfislegu   hliðinni   skorður.   Verkkaupi   ætlar   sér   bara   að   setja   ákveðið  

fjármagn  í  verkefnið  og  hann  sé  þá  kannski  bara  á  bremsunni.  Verkaupinn  vilji  gjarnan  sjá  

kostnaðargreiningar,  hver  sé  munurinn  á  því  að  sækjast  eftir  einkunninni  gott  eða  mjög  

gott  í  BREEAM  til  dæmis.  Kristín  segir  að  slíkar  kostnaðargreiningar  séu  ekki  til  hér  á  landi  

eins   og   er,   það   verði   bara   að   miða   við   reynslutölur   úr   öðrum   svipuðum   verkefnum  

hérlendis.    

6.6.1   Hlutverk  matsmannsins    

Það  virðist  ekki  ríkja  mikill  efi  hjá  viðmælendum  um  mikilvægi  matsmannsins  í  BREEAM  

vottunarferli.   Það   mátti   greina   mjög   jákvætt   viðhorf   í   garð   matsmannsins   hjá   þeim  

viðmælendum  sem  ekki  starfa  sem  matsmenn:    

Hlutverk  matsaðila  er  gífurlega  mikilvægt  í  ferlinu.  Matsaðilinn  hefur  besta  

yfirsýn  yfir  BREEAM  ferlið  og  er  sá  aðili  sem  hefur  samskipti  beint  við  BRE  

og   leiðbeinir   ráðgjöfum   um   útfærslu   sönnunargagna.   (Örn   Erlendsson,  

verkfræðingur)    

 

Viðmælendur  voru  almennt  sammála  um  að  þeir  matsmenn  sem  þau  höfðu  starfað  með  

væru  mjög  hjálplegir  og  duglegir  að  miðla  þekkingu  sinni  á  BREEAM  áfram  til  þátttakenda  

í   vottunarferli.   Verkefnateymi   hafi   fengið   þá   aðstoð   sem   þurfti   og   kallað   var   eftir   í  

vottunarferlinu.  BREEAM  leiðarvísirinn  sé  mikill  doðrantur  og  það  hafi  komið  sér  vel  að  

hafa  matsmann  til  að  hjálpa  til  við  að  leysa  kröfurnar.  

Matsmennirnir  tveir  sem  rætt  var  við  í  þessari  rannsókn,  þær  Elín  og  Kristín  Ósk,  lýstu  

hlutverki  matsmannsins  sem  samræmingaraðila   í   ferlinu.  Þeir  þurfi  einnig  að  passa  vel  

upp  á  eftirlit  í  ferlinu,  að  það  sé  verið  að  fylgja  BREEAM  kröfunum.  Það  sé  mjög  misjafnt  

hversu  mikið   þarf   að   hjálpa   verkefnateymum.   Þeir   sem   hafa   farið   í   gegnum   BREEAM  

vottun  einu  sinni  eigi  yfirleitt  frekar  auðvelt  með  þetta  og  séu  duglegir  að  miðla  þekkingu  

sinni.  Öðrum  þurfi  að  hjálpa  mikið.  Samkvæmt  Elínu  er  mesta  vinnan  að  taka  saman  öll  

gögnin   í   lokinn,   gera   matsskýrsluna   og   sýna   fram   á   að   byggingin   hafi   verið   byggð  

Page 76: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

65  

samkvæmt  BREEAM  kröfunum.  Kristín  nefnir  að  matsmenn  geti  líka  verið  í  vandræðum  

með   ákveðna   umhverfisáhrifaflokka,   hún   nefnir   sérstaklega   byggingarefnin,   en   þá   sé  

alltaf  auðvelt  að  leita  til  annarra  sem  hafi  meiri  þekkingu  á  málaflokknum.    

6.7   Fræðsla  og  miðlun  Af  svörum  viðmælenda  að  dæma  er  þátttaka  í  BREEAM  vottun  ákveðið  lærdómsferli.  Hér  

verður  reynt  að  varpa  ljósi  á  það  hvers  konar  þekkingu  og  tækni  er  miðlað  til  þeirra  sem  

taka  þátt  að  mati  viðmælenda  og  hvað  viðmælendur  telja  sig  hafa  lært  af  þátttöku  í  slíku  

ferli.    

Starfsfólk   Framkvæmdasýslu   ríkisins   eru   umsjónaraðilar   allra   BREEAM   vottaðra  

bygginga   á   vegum  hins  opinbera  og   gegna  þar   að   auki   ákveðnu  hlutverki   hvað   varðar  

fræðslu  og  miðlun  upplýsinga  um  BREEAM.  Örn  kemur  inn  á  að  reglulega  í  BREEAM  ferlinu  

séu  haldnar  kynningar  á  þeirra  vegum  til  þess  að  miðla  áherslum  og  aðferðafræði  BREEAM  

kerfisins  til  allra  sem  aðild  eiga  að  verkefninu  s.s.  verkkaupa,  hönnuða,  eftirlitsaðila  og  

fleiri.  Sérfræðingar  FSR  (Framkvæmdasýslu  ríkisins)  sjá  oftast  um  þessar  kynningar  en  fá  

einnig   stundum   til   sín   utanaðkomandi   sérfræðinga   til   að   halda   kynningar,   svo   sem  

matsaðila.  Sólveig  Björk  nefndi  að  hún  hafi  farið  á  slíka  kynningu  hjá  FSR  þegar  vinna  við  

Sjúkrahótelið  hófst  og  það  hafi  jafnframt  verið  hennar  fyrstu  kynni  af  BREEAM.    

Aðalheiður   nefnir   að   henni   hafi   þótt   lögð   einna   mest   áhersla   á   val   á   efnum   í  

vottunarferlinu  og  að  láta  þátttakendur  spá  ítarlega  í  það.  Þætti  á  borð  við  framleiðslu,  

endingu,   viðhald   og   styrkleika   efna.   Hún   hafi   lært   ýmislegt   í   þessu   ferli,   til   þess   hafi  

leikurinn  einmitt  verið  gerður.    

Þær  Elín  og  Kristín  Ósk  nefna  báðar  að  þátttaka  í  BREEAM  vottunum  hafi  aukið  skilning  

þeirra  á  öðrum  þáttum  byggingarframkvæmda  en  sem  snúi  að  þeirra  sérsviði,  sem  dýpki  

skilning  á  heildarferlinu.    

Sólveig   Björk   talar   um  að  hún  hafi   lært  margt   nýtt   í   vottunarferlinu,   þó   vinnan   við  

Sjúkrahótelið  sé  rétt  um  hálfnuð  þegar  viðtalið  er  tekið.  Hún  nefnir  sérstaklega  að  það  sé  

búið  að  vera  lærdómsríkt  að  reikna  og  áætla  orkunotkun  á  byggingartímanum,  og  fylgjast  

með  orkunotkuninni  í  kjölfarið.  Þessir  útreikningar  eru  hluti  af  kröfum  úr  orkukaflanum  

og  hafi  staðist  nokkuð  vel  hingað  til  hjá  þeim.    

Page 77: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

66  

Viðmælendur  voru  allir  þeirrar  skoðunar  að  sérfræðiþekking  sem  þau  hafa  í  grunninn  

hafi  hjálpað  þeim  í  BREEAM  ferlinu,  við  að  útfæra  og  leysa  þær  kröfur  sem  settar  eru  fram.  

Menntunin  hafi  meðal   annars   hjálpað   til   við   að  hugsa   rökrétt   og   í   lausnum.   Elín   segir  

landfræðina   þverfræðilegt   nám   og   hún   sé   því   vön   að   vinna   þvert   á   svið.   Nám   í  

umhverfisstjórnun  hafi  hjálpað  henni  mikið  þar  sem  BREEAM  sé  í  raun  umhverfisstjórnun  

á  byggingu.    Kristín  Ósk  segir  að  góður  grunnur  hjálpi  vissulega  til  en  það  geti  samt  sem  

áður  reynst  erfitt  að  skilja  kröfurnar  sem  settar  eru  fram  í  BREEAM.  Það  sé  auðvelt  að  

misskilja  kröfu  og  gera  hana  vitlausa.  Þá  þurfi  að  senda  fyrirspurn  út  til  þess  að  fá  skýrari  

leiðbeiningar.    

6.8   Þverfræðilegt  samtal    Þegar  viðmælendur  eru  spurðir  út  í  það  þverfræðilega  samtal  sem  BREEAM  er  ætlað  að  

ýta  undir  eru  allir  viðmælendurnir  sammála  um  að  BREEAM  auki  samtal  milli  fagaðila  sem  

koma  að  vottaðri  byggingu  á  einhverjum  stigum  verkefnis.  Það  lýsi  sér  fyrst  og  fremst  í  

fundarhöldum,  hópvinnu  og  því   að  mismunandi   aðilar  þurfa   að   tala   saman  mun   fyrr   í  

ferlinu  en  tíðkast:      

 

Ég  held  að  oft  á  tíðum  þurfi  þeir  sem  koma  að  verkefninu  að  tala  saman  fyrr  

í  ferlinu.  Þetta  ýtir  þeim  svolítið  í  það.  Alls  konar  aðilar  þurfa  að  koma  fyrr  

að  borðinu.  (Elín  Vignisdóttir,  landfræðingur)    

 

Aðalheiður  segir  kerfið  auka  allt  samtal:    

 

Ég  held  að  BREEAM  skili  meiri  skilningi  á  milli  fagaðila  því  þú  ert  neyddur  til  

þess  að  skoða  hjá  öðrum.  Þetta  skarast  allt,  vinna  hönnuða,  verktaka  og  

eftirlitsaðila.  (Aðalheiður  Atladóttir,  arkitekt)  

 

Kristín  Ósk  nefnir  sérstaklega  samvinnu  á  hönnunartímanum  með  öllum  hópnum,  það  sé  

lögð  mikil  vinna  í  það.  Þar  sé  verið  að  miðla  þekkingu  til  allra  og  allir  leggi  sitt  að  mörkum.  

Sem  hlýtur  að  skila  sér  í  betri  byggingu  fyrir  vikið,  að  hennar  mati.    

Page 78: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

67  

Sólveig  aftur  á  móti,  sem  starfar  fyrir  verktaka,  hefur  ekki  upplifað  eins  mikið  samtal  

við  mismunandi  fagaðila  sem  koma  að  byggingunni.  Hún  segist  aðeins  hafa  hitt  hönnuði  

byggingarinnar  á  kynningarfundi  sem  haldinn  var  hjá  FSR  við  upphaf  verkefnisins.  Hún  hafi  

ekki  farið  á  fleiri  BREEAM  fundi  en  þennan  eina.  Matsmaðurinn  og  byggingarstjórinn  séu  

hennar  helstu  tengiliðir   í  þessu  ferli,  það  sé  ekki  gert  ráð  fyrir  því  að  hún  tali  beint  við  

hönnuði.  Hún  kynnist  í  raun  ekki  öðrum  fagaðilum  sem  koma  að  byggingunni  en  þeim  sem  

starfa  hjá  verktakafyrirtækinu  og  verði  því  minna  vör  við  þverfræðilegt  samtal.      

6.9    Umhverfisáhrifaflokkar  og  tæknileg  atriði  BREEAM   er   til   þess   fallið   að   hafa   áhrif   á   ólíkar   hliðar   verkefna   í   gegnum  

umhverfisáhrifaflokkana.  Hver   flokkur   hefur  mismunandi   vægi   í   vottunarferlinu   og   því  

mætti  ætla  að  áhrif  umhverfisflokka  BREEAM  væru  misgreinileg  í  vottaðri  byggingu.  Til  

þess  að  fá  einhvers  konar  mynd  af  þessum  áhrifum  hér  á  landi  voru  viðmælendur  spurðir  

út  í  það  undir  hvaða  umhverfisflokki  BREEAM  þeir  teldu  áhrifin  greinilegust.  Það  er,  hvaða  

þættir  BREEAM  virðast  hafa  fengið  mest  vægi  í  vottuðum  byggingum  á  Íslandi?  

Viðmælendur  virtust  eiga  erfitt  með  að  meta  undir  hvaða  umhverfisáhrifaflokki  áhrif  

BREEAM  væru  greinilegust  í  vottuðum  byggingum  hér  á  landi.  Þetta  kann  að  skýrast  af  því  

að  áhrif  BREEAM  eru  ekki  alltaf  sýnileg  notendum  bygginga  þar  sem  ýmsum  þáttum  er  

sjálfstýrt.  Viðmælendur  yfirfærðu  þetta  á  þá  umhverfisáhrifaflokka  sem  hefði  gengið  vel  

að  uppfylla  og  svo  þá  sem  erfiðlega  hafi  gengið  að  útfæra  og  verða  við.  Þannig  reyndu  

viðmælendur  að  svara  til  um  hvar  áhrif  BREEAM  væru  greinilegust.    

Svörin  voru  nokkuð  mismunandi  og  í  mörgum  tilvikum  ákveðin  endurtekning  á  helstu  

hindrunum   og   hvötum   fyrir   innleiðingu   BREEAM,   sem   komið   var   inn   á   fyrr   í  

niðurstöðunum.  Viðmælendur  voru  gjarnir  á  að  eyða  meiri  tíma  í  að  ræða  það  sem  hefur  

gengið   illa   og   þurfi   að   bæta.   Séu   svör   viðmælenda   tekin   stuttlega   saman   var   það  

flokkurinn  heilsa  og  vellíðan  sem  flestir  töldu  að  auðveldast  hafi  verið  að  fá  stig  fyrir  og  

því  ættu  þau  áhrif  að  vera  greinileg  í  BREEAM  vottuðum  byggingum.  Eins  voru  flokkarnir  

orka  og  byggingarefni  nefnd  í  þessu  samhengi.  Sólveig  Björk  nefnir  byggingarefnin  sem  

einn  af  sýnilegustu  flokkum  BREEAM  þar  sem  þau  séu  uppistaðan  í  byggingum,  þó  svo  að  

erfitt  sé  að  uppfylla  þær  kröfur.  Hún  nefnir  að  steinullin  sem  framleidd  er  í  Skagafirði  sé  

ISO   vottuð   og   allt   timbrið   sem   þau   noti   sé   upprunavottað.   Viðmælendur   höfðu  

Page 79: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

68  

mismunandi   skoðanir   á   orkuflokknum  og   hversu   greinileg   áhrifin   væru   þar   undir.  Örn  

telur  okkur  Íslendinga  standa  vel  að  vígi  í  orkuflokknum:    

 

Það  er  erfitt  að  segja  til  um  hvar  áhrifin  eru  greinilegust.  Mest  vægi  er  sett  

á  orkukaflann  og  hefur  almennt  gengið  vel  að  uppfylla  þau  skilyrði  sem  þar  

eru  sett  fram.  Kaflinn  um  efnisnotkun  hefur  reynst  erfiður  og  krefst  hann  

oft   strangara   utanumhalds   heldur   en   tíðkast   hefur.   (Örn   Erlendsson,  

verkfræðingur)  

 

Elín  er  ekki  sammála  Erni  hvað  orkuflokkinn  varðar.  Hún  segir  að  okkur  gangi  því  miður  

ekki   vel   að   uppfylla   kröfurnar   undir   orkukaflanum   í   BREEAM.   Íslendingar   séu   komnir  

skammt  á  veg  varðandi  aðferðafræði  til  að  reikna  orkunýtni  húsa.  Aftur  á  móti  gangi  okkur  

oft  vel  með  flokkana  umhverfisstjórnun,  mengun,  úrgang  og  vatn.  Það  séu  góð  skilyrði  á  

Íslandi  til  að  uppfylla  kröfurnar  undir  þeim  flokkum.  Það  fáist  til  dæmis  stig  með  því  að  

setja  upp  vatnsmæla  og  það  er  yfirleitt  auðsótt.  Kristín  Ósk  tekur  í  svipaðan  streng  og  talar  

um  að  þeir  sem  þekki  lítið  til  BREEAM  kerfisins  telji  eflaust  að  flest  stig  fáist  í  orkukaflanum  

hér  á  landi,  en  það  sé  ekki  alveg  svo  séu  kröfurnar  skoðaðar  til  hlítar.  

6.9.1   Tæknileg  atriði  sem  krefjast  úrbóta    

Þegar  viðmælendur  voru  spurðir  út  í  tæknileg  atriði  varðandi  BREEAM  sem  væri  hægt  að  

bæta  hér  á  Íslandi  stóð  ekki  á  svörum.  Allir  viðmælendur  komu  með  ábendingar  um  hvað  

væri   hægt   að   bæta   í   íslenskum   byggingariðnaði   til   að   hjálpa   til   við   að   skora   hærra   á  

ákveðnum  umhverfisáhrifaflokkum  í  BREEAM,  og  hvernig  megi  bæta  og  útfæra  tiltekin  

atriði   á   árangursríkari   hátt.   Viðmælendur   lögðu   sérstaka   áherslu   á   ákveðna  

umhverfisáhrifaflokka  umfram  aðra  í  þessu  samhengi.  Þetta  eru  flokkarnir  byggingarefni,  

samgöngur,  orka  og  landnotkun  og  vistfræði.    

Líkt  og  komið  hefur  verið  inn  á  áður  í  niðurstöðunum  virðist  ganga  verst  með  flokkinn  

byggingarefni  hér  á  landi.  Allir  viðmælendur  voru  sammála  um  að  það  væri  mikilvægt  að  

fá  umhverfisvottun  á   íslenska  steypuframleiðslu.  Örn  nefnir  að  BREEAM  geri  kröfu  um  

vottað   umhverfisstjórnunarkerfi   hjá   framleiðendum   byggingarefna,   og   því   hafi   efnis-­‐

tengdar  kröfur  í  vissum  tilfellum  fallið  á  þeim  forsendum  hérlendis.  Kristín  Ósk  tekur  undir  

Page 80: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

69  

þetta   og   nefnir   sem   dæmi   að   sementið   sé   umhverfisvottað,   þaðan   fari   það   svo   í  

steypuverksmiðjuna  og  þar  með  sé  þetta  búið  spil,  BREEAM  krafan  sé  fallin  vegna  þess  að  

það  vantar  umhverfisvottun  á  steypuna.    Nokkrir  viðmælendur  nefna  að  einhvers  konar  

ívilnanir  gætu  hjálpað  í  þessu  tilviki.  Ef  ríkið  myndi  til  dæmis  setja  kröfu  um  vottaða  steypu  

hérlendis  þá  yrðu  steypuframleiðendur  að  verða  við  því.  Sólveig  Björk  nefnir  að  það  gæti  

líka  verið  árangursríkt  að  fræða  birgja  og  almenna  starfsmenn  í  byggingargeiranum  um  

umhverfismál   og   vottanir.   Einnig   þá   sem   selji   byggingarvörur,   aðila   á   borð   við  

Húsasmiðjuna,  Byko  og  Bauhaus.  

Samkvæmt   nokkrum   viðmælendum   er   erfitt   að   uppfylla   ákveðnar   kröfur   undir  

orkukaflanum.  Samkvæmt  Elínu  þyrfti  að  þróa  og  útfæra  orkuútreikninga  betur:    

 

Við  höfum  ekki  innleitt  þessar  orkutilskipanir  Evrópusambandsins  varðandi  

aðferðafræði  til  að  reikna  orkunýtni  húsa.  Það  sofnaði   í   ráðuneytinu,   fór  

ofan   í   skúffu.   Okkur   vantar   einhvers   konar   staðal   eða   aðferðafræði  

varðandi  þetta.  Við  þurfum  að  hafa  viðmið  um  það  hvað  meðalhúsnæði  

notar  af  orku.  (Elín  Vignisdóttir,  landfræðingur)    

 

Hún  nefnir  að  hún  hafi  komið  að  BREEAM  vottuðum  verkefnum  á  vegum  Verkís  í  Noregi.  

Norðmenn  séu  ekki  heldur  í  Evrópusambandinu  en  hafi  samt  innleitt  orkutilskipanir  hjá  

sér  sem  séu  að  virka  vel.  Þar  sé  orkunýtni  húsa  reiknuð  og  merkt  A+,  A,  B,  C  eftir  því  hversu  

orkufrekt  húsið  er.    Þannig  geti  kaupendur  valið  hvaða  týpu  af  húsi  þeir  vilja.  Elín  telur  að  

íslenski   markaðurinn   gæti   farið   að   kalla   eftir   þessu   í   nánustu   framtíð   með   aukinni  

meðvitund.  Hún  nefnir  jafnframt  að  lítið  sé  reynt  að  sækja  nýsköpunarstigin  í  BREEAM,  

sem  hafa  mikið  vægi.  Það  mættum  við  reyna  meira  á  okkur.    

Samkvæmt  meirihluta  viðmælenda  væri  hæglega  hægt  að  bæta  samgönguþáttinn,  og  

þar  með  að  skorað  hærra   í  þeim  flokki   í  BREEAM.  Eins  og  staðan  er   í  dag  sé  það  erfitt  

sökum  lélegra  almenningssamgangna  og  aðgengismála  víða.  Elín  nefnir  að  sem  dæmi  um  

þetta  megi  nefna  tíðni  strætóferða,  sem  sé  of  lág  hér  á  landi.  Það  er  atriði  sem  ekki  væri  

mikið   tiltökumál   að   bæta   úr.   Aðalheiður   tekur   undir   þetta,   að   samgöngumálin   séu  

eitthvað  sem  Íslendingar  þurfa  að  bæta:    

 

Page 81: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

70  

Þetta   er   allt   aðeins   í   áttina   núna.   En   við   getum   án   efa   bætt   okkur   í  

samgöngum,   bara   að   tryggja   hjólastæði,   betri   göngu-­‐   og   hjólastíga   og  

samgöngur  almennt.  (Aðalheiður  Atladóttir,  arkitekt)  

 

Það  mátti   túlka  úr  svörum  nokkurra  viðmælenda  að   landnotkun  og  vistfræðiflokkurinn  hafi  svolítið  orðið  út  undan  hingað  til.  Hægt  væri  að  gera  betur  og  gefa  þeim  flokki  meiri  

gaum.   Aðalheiður   nefnir   að   henni   hafi   þótt   erfitt   að   uppfylla   hann.   Eins   fannst   henni  

undarlegt  að  þurfa  að  fá  vistfræðiskýrslu  um  landsvæði  sem  hafði  ekkert  til  að  bera.  Ef  til  

vill   er   þetta   flokkur   sem   þarf   að   gera   betur   grein   fyrir   og   undirstrika   mikilvægi  

vistfræðigreininga,  til  verndar  fjölbreyttu  lífríki  og  landslagi.    

6.10  Virði  BREEAM  Það  er  ekki  hlaupið  að  því  að  meta  verðmæti  BREEAM  á  Íslandi  þar  sem  kerfið  er  nýlegt  á  

markaði  og  innleiðing  þess  enn  í  gang.  Eins  eru  rannsóknir  á  notkun  BREEAM  á  Íslandi  afar  

takmarkaðar  og  hagrænu  þættirnir  enn  óljósir,  að  því  er  virðist.  Til  þess  að  fá  hugmynd  

um  gildi  BREEAM  fyrir  íslensk  fyrirtæki  voru  viðmælendur  rannsóknarinnar  inntir  eftir  því  

hvaða   ávinning   þau   teldu   BREEAM   hafa   haft   fyrir   þeirra   fyrirtæki,   og   hvort   það   hafi  

stuðlað   að   verðmætasköpun   fyrir   viðkomandi   fyrirtæki   sem   tekur   þátt   í   BREEAM  

vottunarferlinu  á  einhvern  hátt.  Viðmælendur   létu  allir   í   ljós  að  BREEAM  hafi  nú  þegar  

aukið   verðmæti   fyrirtækisins   eða   kæmi   til   með   að   gera   það   að   verki   loknu.   Þessi  

verðmætasköpun   endurspeglast   fyrst   og   fremst   í   eftirfarandi   þáttum   að   mati  

viðmælenda:  aukin  þekking  á  vistvænum  áherslum  meðal  starfsmanna,  bætt  ímynd  sem  

skilar  sér  í  möguleika  á  fleiri  verkefnum  og  aukin  reynsla  og  þekkingarsköpun  um  sjálfbæra  

þróun  og  byggingarferli  í  heild  sinni.    

Viðmælendur  töldu  almennt  að  fyrirtæki  þeirra  myndu  halda  áfram  að  sækjast  eftir  

BREEAM   vottuðum   verkefnum   í   nánustu   framtíð.   Ákveðin   þekking   hafi   byggst   upp   á  

notkun  kerfisins  hjá  viðkomandi  fyrirtækjum  og  vistvænar  áherslur  séu  í  flestum  tilvikum  

hluti  af  stefnu  fyrirtækjanna.  Örn  nefnir  að  notkun  BREEAM  hjálpi  FSR  við  að  framfylgja  

stefnumálum.    

 

Page 82: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

71  

BREEAM  hefur  hjálpað  FSR  í  að  móta  vistvænar  áherslur  í  sínum  verkefnum  

í  takt  við  markmið  stjórnvalda  með  stefnumörkun  á  sviði  mannvirkjagerðar  

og   aukið   þekkingu   stofnunarinnar   á   umhverfisþáttum   tengdum  

mannvirkjagerð.  (Örn  Erlendssson,  verkfræðingur)  

 

Þá  segist  Örn  fullviss  um  að  Framkvæmdasýsla  ríkisins  muni  halda  áfram  að  sækjast  eftir  

umhverfisvottunum  fyrir  hönd  verkkaupa.  Hann  geti  þó  ekki  sagt  til  um  hvort  að  BREEAM  

verði  alltaf   fyrir   valinu.  Vissulega   sé  komin   langmesta   reynslan  á  BREEAM  á   íslenskum  

byggingarmarkaði   hvað   varði   umhverfisvottunarkerfi,   og   töluverð   vitundarvakning   um  

vistvænar   áherslur   hafi   átt   sér   stað.   Framkvæmdasýsla   ríkisins   leggi   mikla   áherslu   á  

vistvæn  málefni  og  muni  halda  áfram  að  beita  sér  fyrir  þeim  í  takt  við  markmið  stjórnvalda  

á  sviði  mannvirkjagerðar.    

Elín  er  einnig  jákvæð  í  garð  BREEAM  og  telur  það  hafa  aukið  verðmæti  fyrirtækisins  og  

stuðlað  að  þekkingarsköpun:    

 

BREEAM  hefur  aukið  þekkingu  innanhúss  á  vistvænni  hönnun  sem  ég  held  

að  sé  bara  af  hinu  góða,  ég  get  þó  ekki  staðfest  að  hönnuðir  breyti  sínu  

verklagi.   Það   kæmi   mér   ekkert   á   óvart   að   smám   saman   yrði   margt   af  

þessum  bara  hluti  af  því  hvernig  þú  hannar  þegar  fram  líða  stundir.  Þetta  

hefur   hjálpað   fyrirtækinu   að   þróast   í   vistvænni   átt   og   bætt   ímynd  

fyrirtækisins.  (Elín  Vignisdóttir,  landfræðingur)  

 

Elín  segir  að  vitund  um  umhverfismál  sé  góð  fyrir  þar  sem  fyrirtækið  sé  einnig  með  ISO  

vottanir.  Hún  segir  jafnframt  að  fyrirtækið  muni  sækjast  eftir  fleiri  BREEAM  verkefnum.  

Hún   sem  matsmaður   vilji   gjarnan  nýta  þá  þekkingu  áfram.  Hönnuðirnir   innanhúss   séu  

einnig  farnir  að  þekkja  BREEAM  kröfurnar  sem  geri  þetta  auðveldara.  Annars  segir  hún  

BREEAM  ekki  hafa  aukið  félagslega  samheldni  frekar  en  önnur  verkefni.    

Kristín  Ósk  segir  að  fyrirtækið  hennar  hafi  fengið  fleiri  verkefni  út  á  þetta.  Eins  safni  

maður  góðri  reynslu  í  hverju  BREEAM  verkefni.  Aftur  á  móti  sé  dýrt  fyrir  fyrirtæki  að  bjóða  

upp  á  BREEAM  vottun  og  vera  með  BREEAM  matsmann.  Aðalkostnaðurinn  liggi   í  þeirri  

Page 83: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

72  

háu  tryggingu  sem  matsmaðurinn  þarf  að  hafa  til  að  halda  sínu  leyfi  frá  BRE  Global  Ltd.  

Hún  segir  þetta  ekki  beint  hafa  aukið  grænt  bókhald   innanhúss  en  þau   flokki  þó  sorp.  

Þetta   hafi   meira   með   ímynd   og   samkeppnisstöðu   að   gera   í   þeirra   tilviki.   Hún   segir  

fyrirtækið  ekki  stefna  að  því  að  sækjast  sérstaklega  eftir  BREEAM  verkefnum,  þetta  komi  

meira   til   þeirra   þar   sem   allir   vita   af   öllum   sökum   smæðar   markaðarins.   Hún   sé   eini  

matsmaðurinn   innanhúss,   en   hennar   aðalstarf   sé   fyrst   og   fremst   lýsingar-­‐   og  

raflagnahönnun.  

Þær   Aðalheiður   og   Sólveig   Björk   eru   báðar   jákvæðar   fyrir   því   að   taka   þátt   í   fleiri  

BREEAM  vottuðum  verkefnum.  Aðalheiður  segist  gjarnan  vilja  stuðla  að  umhverfisvænni  

byggingum  og  læra  meira,  en  hún  sé  þó  alveg  til  í  að  prufa  önnur  vistvottunarkerfi.  Sólveig  

segir  erfitt  að  segja  til  um  það  hvort  að  BREEAM  vottunin  hafi  skapað  verðmæti  fyrir  LNS  

Saga  þar   sem  verkinu  sé  ekki   lokið,  en   telur  að  svo  muni  vera.  Hún   telur   jafnframt  að  

fyrirtækið  sé  viljugt  til  að  taka  að  sér  fleiri  svona  verkefni  til  þess  að  nýta  þá  þekkingu  sem  

hefur  byggst  upp  í  Sjúkrahótelinu  og  bæta  ímynd  sína.    

6.11  Íslensk  útgáfa  af  BREEAM    Þegar   viðmælendur   eru   beðnir   um   að   meta   núverandi   stöðu   og   viðhorf   innan  

byggingargeirans  á  Íslandi  varðandi  aðlögun  og  notkun  BREEAM  eru  svörin  mismunandi.  

Hluti  viðmælenda  telur  ennþá  ríkja  tregðu  gagnvart  kerfinu  í  byggingariðnaðinum,  aðrir  

upplifa  jákvæðni  gagnvart  kerfinu  en  almennt  séð  voru  flestir  viðmælendur  sammála  um  

að  töluverð  vitundarvakning  hafi  átt  sér  stað  varðandi  þessi  mál  síðustu  ár  og  viðmótið  sé  

orðið  jákvæðara  en  það  var  í  byrjun,  þegar  notkun  BREEAM  hér  á  landi  hófst.  Þessu  miði  

í  rétta  átt.    

Kristín  Ósk   talar  um  að  hún  upplifi  bæði   jákvæðni  og  neikvæðni  gagnvart  BREEAM.  

Henni  finnist  svolítið  vanta  gulrótina,  að  fólki  sé  gerð  almennilega  grein  fyrir  því  af  hverju  

það  sé  verið  að  sækjast  eftir  vottun  á  byggingar  og  hvað  ávinningur  geti  falist  í  því  að  nota  

vistvottunarkerfi.  Aðalheiður  upplifir  ennþá  ákveðna  tregðu  gagnvart  BREEAM:    

 

Þetta  er  dýrt  og  þungt  í  vöfum  þetta  kerfi,  myndi  segja  að  viðhorfið  væri  

svolítið   þannig   ennþá.   Það   er   bara   almenn   tregða   fyrir   svona  

vistvottunarkerfum.  Fólk  kannski  þekkir  ekki  nógu  vel  til  þeirra.  (Aðalheiður  

Atladóttir,  arkitekt)  

Page 84: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

73  

Sólveig  segist  almennt  ekki  hafa  upplifa  mikla  neikvæðni  meðal  verktaka  og  verkamanna  

í  garð  BREEAM,  nema  hjá  einstaka  aðila.  Fólk  sé  frekar  hissa  á  kröfunum  af  því  að  það  

þekki  ekki  þetta  kerfi.  Örn  telur  upp  þá  þætti  sem  átt  hafa  þátt  í  að  bæta  vitund  og  viðhorf  

fólks  til  BREEAM:    

 

Töluverð  vitundarvakning  hefur  átt   sér   stað  varðandi   vistvænar  áherslur  

innan  byggingageirans  á  Íslandi.  Aukin  fræðsla,  umtal  og  breyttar  áherslur  

verkkaupa  hafa  haft  jákvæð  áhrif  hvað  þetta  varðar.  Staðan  í  dag  er  klárlega  

betri   heldur   en   þegar   fyrsta   BREEAM   verkefnið   á   Íslandi   fór   af   stað.   Sá  

hópur  sem  býr  yfir  reynslu  af  BREEAM  fer  ört  stækkandi.  Til  að  mynda  er  í  

dag  stór  hópur  vottaðra  BREEAM  matsmanna  á   Íslandi.   (Örn  Erlendsson,  

verkfræðingur)  

 

Í  framhaldi  af  þessu  voru  viðmælendur  spurðir  út  í  það  hvort  þeir  væru  fylgjandi  því  að  

þróa  íslenska  útgáfu  að  BREEAM,  og  ef  svo  væri  hvaða  ávinning  þeir  teldu  hljótast  af  því.  

Viðmælendurnir  voru  sammála  um  að  íslensk  útgáfa  af  BREEAM,  sem  taka  myndi  mið  af  

íslenskum   lögum   og   reglugerðum,   yrði   mjög   gagnleg.   Íslenskar   leiðbeiningar   myndu  

einfalda  margt  og  auðvelda  fólki  að  skilja  og  nota  BREEAM.  Elín  segist  ekki  vera  í  vafa  um  

að  íslensk  útgáfa  myndi  hjálpa  mikið:    

 

Nú  tala  ég  bara  sem  stjórnarmaður  í  Vistbyggðarráði  og  hafa  farið  í  gegnum  

margar  umræður  varðandi  þetta.  Ég  held  að  það  væri  klárlega  ávinningur  

að  hafa  kerfi  sem  væri  meira  aðlagað  að  okkar  aðstæðum.  Þá  væri  t.d.  búið  

að  koma  þar   inn  þeim  stöðlum  sem  við  erum  að  nota.   (Elín  Vignisdóttir,  

landfræðingur)  

Elín  nefnir  einnig  að  það  hafi  verið  kallað  eftir  meiri  fræðslu  til  hönnuða  og  verktaka  hér  

á   landi  um  BREEAM.  Það  myndi  hjálpa  ef   til  væru  gögn  á   íslensku.  Kristín  Ósk  telur  að  

íslensk  útgáfa  af  BREEAM  myndi  gefa  raunhæfari  mynd  að  því  sem  væri  verið  að  gera,  það  

væri  rökréttara  að  hafa  íslensk  viðmið,  að  vera  ekki  að  bera  íslenskar  byggingar  saman  við  

Page 85: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

74  

breskar  byggingar.  Örn  er  heldur  ekki  í  nokkrum  vafa  um  að  það  fælist  ávinningur  í  því  að  

þróa  íslenska  útgáfu  af  BREEAM:    

 

Ég  tel  mikinn  ávinning  í  því  að  þróa  íslenska  útgáfu  af  BREEAM.  Oft  á  tíðum  

eru  ýmis  túlkunaratriði  eða  kröfur  sem  eiga  ekki  við  íslenskar  aðstæður,  lög  

eða   reglugerðir   og   getur   það   stundum   verið   tímafrekt   og   jafnvel   í  

einhverjum  tilfellum  kostnaðarsamt  að  ná  slíkum  atriðum   í  gegn.   Íslensk  

útgáfa   að   BREEAM   myndi   koma   í   veg   fyrir   slík   atriði.   (Örn   Erlendsson,  

verkfræðingur)  

 

Viðmælendur   voru   aftur   á   móti   ekki   eins   hlynntir   því   að   innleiða   BREEAM   í   íslensku  

byggingarreglugerðina  eins  og  staðan  er  í  dag.  Það  væri  ekki  lausnin  að  þvinga  fagaðila  til  

að  nota  vistvottunarkerfi:    

 

Ef  fólk  er  þvingað  til  að  nota  eitthvað  sem  það  vill  ekki  nota  þá  verður  það  

bara   reitt   og   pirrað.   Það   væri   kannski   hægt   að   innleiða   BREEAM   í  

byggingarreglugerðina   eftir   einhver   ár,   ekki   núna.   (Sólvegi   Björk,  

verkfræðingur)  

 

Eins   var   hluti   viðmælenda   þeirrar   skoðunar   að   BREEAM   væri   ekki   endilega   framtíðar-­‐

lausnin  fyrir  Ísland,  önnur  vistvottunarkerfi  kæmu  einnig  til  álita.  Örn  nefnir  að  þó  svo  að  

BREEAM  sé  mjög  öflugt  tól  til  að  meta  byggingar  og  auka  gæði  þeirra  þá  henti  það  ekki  

fyrir  allar  byggingar.  Markaðurinn  sé  lítill  og  fáar  stórar  byggingar  rísi  árlega.  Elín  tekur  

undir  þetta,  hún  myndi  ekki  mæla  með  BREEAM  vottun  fyrir  einbýlishús  hér  á  landi  eins  

og  staðan  er  í  dag:    

 

BREEAM  er  ofsalega  stórt  og  mikið  kerfi,  þetta  er  stór  biti  þannig  að  þótt  

þú  farir  að  byggja  einbýlishús  þá  myndi  ég  ekki  ráðleggja  þér  að  fara  með  

það  í  gegnum  BREEAM  vottun.  Þetta  er  fyrir  stærri  byggingar  en  það  skiptir  

máli  að  þú  getir  tekið  vistvæn  skref.  (Elín  Vignisdóttir,  landfræðingur)  

Page 86: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

75  

 

Kristín  Ósk  kemur  inn  á  svipaða  hluti.  Að  hennar  mati  er  óþarfi  að  skylda  fólk  til  að  

nota  BREEAM  á  Íslandi,  þó  notkun  kerfisins  skapi  vissulega  gott  fordæmi:    

 

Ég  held  að  við  séum  ekki  að  byggja  þannig  byggingar  að  við  þurfum  að  hafa  

þetta  sem  skyldu.  Þú  sérð  eins  og  með  hús  Náttúrufræðistofnunar  Íslands,  

sú  bygging  var  byggð  eins  og  hefðbundin  bygging,  fékk  BREEAM  vottunina  

eftir  á  og  fékk  að  ég  held  einkunnina  gott.  Í  rauninni  eru  þessar  kröfur  sem  

eru   settar   fram   í   BREEAM   ekkert   miklu   betri   en   í   íslensku  

byggingarreglugerðinni,  hvað  varðar  ljósmagn,  loftskipti  og  svoleiðis  þætti.  

(Kristín  Ósk,  verkfræðingur)  

 

Aftur  á  móti  voru  viðmælendur  almennt  sammála  um  að  íslenska  byggingarreglugerðin  

gæti  orðið  mun  skarpari  hvað  umhverfismál   varðar.  Það  mætti  byrja  á  því   að   innleiða  

eitthvað   af   þeim   vistvænu   áherslum   sem   settar   eru   fram   í   BREEAM   inn   í  

byggingarreglugerðina.  Hins  vegar  þyrfti  að  fara  varlega  í  slíka  aðlögun  svo  að  það  yrði  

ekki  of  íþyngjandi.  Það  væri  skynsamlegast  að  taka  þetta  í  litlum  skrefum.      

6.12  Umbætur  og  frekari  aðlögun  BREEAM  að  íslenskum  aðstæðum  Í  lok  hvers  viðtals  voru  viðmælendur  beðnir  um  að  nefna  hvað  þeir  teldu  að  mætti  bæta  í  

íslenskum  byggingariðnaði  til  þess  að  auðvelda  innleiðingu  BREEAM  á  Íslandi.  

Sé   byrjað   á   að   skoða   svör   viðmælenda   í   víðu   og   almennu   samhengi   leggja   allir  

viðmælendur  áherslu  á  að  þörf  sé  á  aukinni  fræðslu  um  umhverfismál  og  sjálfbæra  þróun,  

bæði  í  stóra  samhenginu  sem  og  innan  byggingariðnaðarins.  Fyrsta  skrefið  er  að  stuðla  að  

aukinni   vitundarvakningu   hér   á   landi.   Það   sé   þörf   á   hugarfarsbreytingu,   bæði   hjá  

stjórnvöldum  og  almenningi  varðandi  umhverfismál.  Þannig  að  viðhorfið  verði  þannig  að  

almenning  langi  til  að  kaupa  vistvænt  hús.  Stjórnvöld  þurfi  að  stuðla  að  sjálfbærri  þróun  

innan  byggingariðnaðarins  af  meiri  festu  og  alvöru.  Elín  kemur  inn  á  að  stjórnvöld  séu  búin  

að  skrifa  undir  alls  konar  skuldbindingar  og  stefnur  varðandi  loftslagsmál,  það  sé  minna  

talað  um  hvernig  eigi  að  framfylgja  þessum  skuldbindingum.  Það  vantar  einnig  upp  á  að  

Page 87: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

76  

einkaaðilar  sækist  eftir  BREEAM  vottun,  þrátt  fyrir  góðæri.  Auka  þarf  vitund  um  þetta  hjá  

fasteignafélögum  og  fjárfestum  samkvæmt  Elínu.    

Aðalheiður   talar   einnig   um   að  meiri   hvatning   eða   stuðningur   frá   ríkinu   gæti   verið  

hjálplegur   til   að   auka   á   sjálfbæra   þróun   innan   byggingariðnaðarins.   Vissulega   sé  

Framkvæmdasýsla  ríkisins  að  beita  sér  fyrir  þessum  málum,  þau  borgi  þó  ekki  brúsann.  

Það  vanti  einhvers  konar  sjóði  eða  styrki  á  vegum  hins  opinbera  til  þess  að  ýta  undir  þessa  

þróun.  Þannig  að  þú  fáir  einhvern  afslátt  eða  umbun  fyrir  leggja  þetta  á  þig,  því  á  endanum  

kemur  sjálfbær  þróun  innan  byggingariðnaðarins  okkur  öllum  til  góða.    

Hvað  frekar  aðlögun  og  umbætur  á  BREEAM  varðar  voru  viðmælendur  almennt  á  því  

að  kerfið  væri  langt  því  frá  gallalaust,  og  fóru  varlega  í  að  meta  framtíðarhorfur  BREEAM  

á  Íslandi.  Hér  í  lok  niðurstaðna  verður  farið  yfir  hvaða  umbóta  er  þörf  á  BREEAM  kerfinu  

til  að  bæta  kerfið,  að  mati  viðmælenda  rannsóknarinnar.  Viðmælendur  áttu  auðvelt  með  

að  telja  upp  atriði  sem  mætti  bæta,  þetta  eru  ýmist  atriði  sem  snúa  að  viðmóti  kerfisins  í  

heild  eða  ákveðnum  umhverfisáhrifaflokkum  og  kröfum  sem  settar  eru  fram  í  BREEAM.    

Kristín  Ósk  nefnir  að  það  þurfi  að  auglýsa  vistvottunarkerfi  á  borð  við  BREEAM  meira  

út  á  við  og  halda  fleiri  kynningar  og  fundi  um  þessi  málefni.  Eins  skorti  á  leiðbeinandi  gögn  

við  útfærslu  BREEAM  hér  á  landi:    

 

Þegar  að  það  kemur  nýr  hópur  að  vinna  BREEAM  vottað  verkefni  fyrir  FSR  

þá  þarf  hann  yfirleitt  að  byrja  á  byrjunarreit  og  læra  allt  frá  grunni.  Það  væri  

gott  ef  það  væri  til  eitthvað  verklag  sem  gengur  á  milli  BREEAM  vottaðara  

verkefna.   Þannig   að   sú   þekking   og   reynsla   sem   þegar   hefur   myndast  

hérlendis  skili  sér  áfram  í  næstu  verkefni.  (Kristín  Ósk,  verkfræðingur)  

 

Kristín  Ósk  talar   jafnframt  um  að  henni  þyki  það  galli  á  notkun  BREEAM  hér  á   landi  að  

þurfa  að  vinna  eftir  breskum  gagnagrunni  og  stöðlum,  og  reyna  að  búa  til  eitthvað  fyrir  

íslenskan  markað  sem  er  sambærilegt  bresku  módeli.  Bara  það  að  módela  upp  einn  vegg  

eða  glugga  verði  flókið  því  það  þurfi  að  gera  það  samkvæmt  einhverjum  gagnagrunni  sem  

á  ekki  við  Ísland.  Maður  sé  í  raun  alltaf  bara  að  gera  eitthvað  sambærilegt,  þetta  verði  

aldrei  nákvæmlega  eins  þar  sem  aðstæður  séu  ólíkar  í  þessum  löndum.  Þetta  þurfi  að  vera  

raunhæft,  sumar  af  BREEAM  kröfunum  eiga  einfaldlega  ekki  við  á  Íslandi  að  mati  Kristínar.  

Page 88: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

77  

Hún  tekur  sem  dæmi  orkukaflann  og  hversu  lítið  við  séum  að  skora  þar,  það  þurfi  bara  að  

aðlaga  þær  kröfur  betur,  eins  og  gert  var  í  Noregi.  Svo  taki  það  alltaf  um  tvær  vikur  að  fá  

svar  við  einni  fyrirspurn  að  utan  ef  maður  er  strand  með  eitthvað.  Þetta  sé  þungt  í  vöfum.      

Sólveg  Björk  talar  einnig  um  að  henni   finnist  sumar  af  BREEAM  kröfunum  ekki  bara  

eiga   við   Ísland.   Stundum   sé   einfaldlega   ekki   horft   út   fyrir   rammann   hvað   þessar  

kröfusetningar   varðar.   Hún   tekur   sem   dæmi   þá   kröfu   að   nota   byggingarefni   úr  

heimabyggð  sem  þú  færð  aukastig  fyrir  í  BREEAM.  Þau  kaupi  til  dæmis  efni  í  BYKO  af  því  

það  er  við  hliðina  á  þeim,  en  efnið  er  svo  e.t.v.  komið  þangað  frá  Kína,  þá  missir  þetta  

marks   að   hennar   mati.   Þá   finnst   henni   alveg   eins   að   þau   megi   kaupa   efnið   sjálf   frá  

Þýskalandi,  þetta   sé  nákvæmlega   sami  hluturinn.  Eins  varðandi  orkunotkunina,  það   sé  

alltaf  verið  að  passa  að  spara  orkuna  en  við  eigum  nóg  til  af  henni  hér  á  Íslandi.  Það  mætti  

aðlaga  þetta  betur.    

Örn   talar   um   að   það   sé   galli   á   BREEAM   kerfinu   hversu   óaðgengilegur   BREEAM  

leiðarvísirinn  sé:    

BREEAM  kerfið  er  sífellt  að  þróast  og  reglulega  koma  út  nýjar  útgáfur.  Það  

sem   hefur   verið   ábótavant   í   fyrri   útgáfum   er   að   handbókin   sé   gerð  

aðgengilegri.  Þetta  atriði  hefur  vissulega  lagast  í  nýjustu  útgáfum  en  ég  tel  

að  enn  frekari  einföldun  á  handbókinni  muni  auka  skilvirkni  þeirra  sem  nota  

handbókina  (Örn  Erlendsson,  verkfræðingur).  

 

Bæði  Aðalheiður  og  Elín  tala  um  það  sem  galla  á  BREEAM  hversu  ósveigjanlegar  BREEAM  

kröfurnar  séu.  Kröfurnar  séu  stífar  og  það  sé  oft  krafist  mikilla  smáatriða  og  boðið  upp  á  

lítinn  sveigjanleika  við  að  leysa  kröfurnar:    

 

Það   mætti   vera   meiri   sveigjanleiki.   Það   er   stundum   þannig   að   ef   þú  

uppfylltir   ekki   allt   undir   ákveðnum   flokki   þá   bara   færðu   ekki   stigin.   Það  

mætti  vera  möguleiki  á  því  að  gera  eitthvað  sem  vegur  upp  á  móti  öðru,  

sem  er  vistvænt  þó  það  standi  ekki  endilega   í   leiðarvísinum.   (Aðalheiður  

Atladóttir,  arkitekt)  

 

Page 89: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

78  

Elín  er  sammála  hvað  þetta  varðar.  Það  þurfti  að  einfalda  kröfurnar  og  bjóða  upp  á  meiri  

sveigjanleika.  Hún  segir  að  þeir  hjá  BRE  Global  Ltd.  hafi  reynt  að  einfalda  kröfurnar  með  

því  að  fækka  þeim.  Þetta  geri  þeir  með  því  að  sameina  nokkrar  kröfur  í  eina  sem  gerir  þá  

kröfu  bara  ennþá  flóknari,  þá  þarftu  að  skoða  miklu  fleiri  atriði  í  hverri  kröfu.  Þetta  sé  í  

raun   ekki   einföldun   þegar   uppi   er   staðið.   Hún   myndi   persónulega   vilja   sjá  

markmiðakröfur:  

Ég   væri   alveg   til   í   að   sjá  meira   af  markmiðakröfum.   Að   þú   fáir   kannski  

svolítið  víðara  svið  til  þess  að  leysa  kröfurnar.  Að  þú  setjir  þér  markmið  um  

að   byggingin   eigi   að   nota   ákveðna   orku   og   svo   geturðu   leyst   það   á   svo  

margan  hátt.  (Elín  Vignisdóttir,  landfræðingur)  

Að  lokum  spáir  Elín  í  framtíðarhorfur  BREEAM  á  Íslandi.  Hún  segir  að  það  sé  erfitt  að  meta  

hvaða  kerfi  muni  henta  best.  Hún  telur  að  það  sé  ef  til  vill  ódýrara  að  vera  með  hérlent  

kerfi,  það  sé  dýrt  að  fara  í  gegnum  BREEAM  Bespoke  vottun  með  allar  byggingar  á  Íslandi.  

Aftur  á  móti  séu  ekki  byggðar  nógu  margar  byggingar  á  ári  til  að  það  borgi  sig  að  þróa  

íslenska  útgáfu  af  BREEAM  eins  og  staðan  er  í  dag.  Hún  segir  að  ef  til  vill  væri  best  fyrir  

Íslendinga  að  byrja  á  því  að  íslenska  eitthvað  minna  kerfi,  sem  fyrsta  skref.  Þeir  sem  vildu  

hafa  alþjóðlegan  viðurkenndan  stimpil  gætu  notað  BREEAM.  Hún  telur  þó  að  BREEAM  sé  

ekki  á  förum,  þar  sem  það  sé  komin  svo  mikil  reynsla  á  kerfið  og  það  sé  það  kerfi  sem  

bjóði  upp  á  mestan  sveigjanleika  enn  sem  komið  er.    

Að  þessu  sögðu  er  þó  ekki  svo  að  skilja  að  viðmælendur  séu  almennt  neikvæðir  út  í  

BREEAM,  það  sé  hins  vegar  mikilvægt  að  greina  kosti  og  galla  kerfisins  til  að  stuðla  að  

umbótum  og  frekari  aðlögun  þess  í  íslenskum  byggingariðnaði.    

 

 

 

 

 

 

Page 90: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

79  

7   Umræður    

Meginmarkmið  tilviksrannsóknarinnar  er,  eins  og  komið  hefur  verið  inn  á,  að  draga  fram  

álit,   reynslu   og   framtíðarsýn   fagaðila   í   byggingariðnaðinum   hvað   varðar   aðlögun   og  

notkun   BREEAM   á   Íslandi,   og   bera   kennsl   á   hvaða   hindranir   og   hvatar   eru   í  

byggingariðnaðinum  með   tilliti   til   þeirra   krafna   sem   settar   eru   fram   í   BREEAM.   Með  

framkvæmd  tilviksrannsóknar  á  borð  við  þessa  er  ætlunin  að  reyna  að  leggja  mat  á  það  

hvernig  hefur  tekist  til  með  aðlögun  BREEAM  og    hvort  að  aðlaga  þurfi  BREEAM  betur  að  

íslenskum  aðstæðum,  og  hvernig  þá.  Til  þess  að  segja  til  um  það  hvort  að  rannsókninni  

hafi   tekist   að   varpa   ljósi   á   hvernig   BREEAM   henti   til   að   stuðla   að,   meta   og   útfæra  

sjálfbærar  lausnir  í  íslenskum  byggingariðnaði  verður  hér  í  umræðum  leitast  við  að  svara  

rannsóknarspurningunum  út   frá   rannsóknarniðurstöðum  og  umræðum  um  þemun  þar  

undir.  Tilgangurinn  með  þemagreiningunni  var  meðal  annars  sá  að  hjálpa  til  við  að  svara  

rannsóknarspurningunum.    

Að   auki   verða   svörin   við   rannsóknarspurningum   sett   í   samhengi   við   fræðilega  

umfjöllun   rannsóknarinnar   úr   öðrum,   þriðja   og   fjórða   kafla.   Leitast   er   við   að   greina  

samsvörun  á  milli  rannsóknarniðurstaðna  og    niðurstaðna  þeirra  rannsókna  sem  farið  var  

yfir   í   fræðilega   hluta   ritgerðarinnar,   og   hvar   niðurstöður   eru   á   skjön   við   fræðin.   Í  

umræðunum   er   lögð   megináhersla   á   að   máta   niðurstöður   rannsóknarinnar   við   þær  

erlendu   rannsóknir   á   BREEAM   sem   gert   var   grein   fyrir   í   fjórða   kafla.   Með   þessum  

samanburði  er  ætlunin  að  varpa  ljósi  á  það  hvort  að  notkun  BREEAM  á  Íslandi  endurspegli  

útfærslu   og   notkun   kerfisins   erlendis,   og   ef   ekki,   hvað   er   frábrugðið   við   notkun   þess  

hérlendis.  

7.1   Rannsóknarspurningum  svarað  Í  inngangi  rannsóknarinnar  voru  settar  fram  fjórar  rannsóknarspurningar.  Þær  afmörkuðu  

rannsóknina   og   stýrðu  meðal   annars   vali   á   rannsóknarðferðum  og   áherslum   í   ritgerð,  

hverju  sjónum  skyldi  beint  að  og  hvað  þótti  síður  mikilvægt  að  skoða.  Segja  má  að  komið  

hafi  verið  inn  á  svörin  við  þessum  spurningum  í  niðurstöðum  rannsóknarinnar  nú  þegar  

að  mestu  leyti.  Hér  verða  þessi  atriði  dregin  saman  og  sett  fram  á  hnitmiðaðan  hátt  í  þeim  

tilgangi   að   varpa   ljósi   á   það   hvort   að   rannsóknargögn   og   niðurstöður   hafi   leitt   til  

fullnægjandi  svara  við  þessum  spurningum,  og  ef  ekki,  hvað  þyrfti  að  skoða  nánar  til  að  fá  

viðunandi  svör.    

Page 91: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

80  

Segja   má   að   fyrsta   rannsóknarspurningin   sé   meginspurning   rannsóknarinnar,   og  

jafnframt  sú  opnasta.  Hinar  þrjár  má  líta  á  sem  undirspurningar  sem  er  ætlað  að  skerpa  á  

þeirri  fyrstu  og  hjálpa  til  við  svara  henni  með  nánari  hætti.  Þeim  er  ætlað  að  varpa  ljósi  á  

þá  þætti  sem  gefa  vísbendingar  um  það  hvort  og  þá  hvernig  BREEAM  hentar  íslenskum  

aðstæðum.    

 

Er  vistvottunarkerfið  BREEAM  vel  til  þess  fallið  að  stuðla  að,  útfæra  og  meta  sjálfbærar  

lausnir  í  íslenskum  byggingariðnaði?  

Það  er  ekki  hlaupið  að  því  að  meta  aðlögunarhæfni  kerfisins  hér  á  landi  svo  vel  sé,  enda  í  

mörg   horn   að   líta   þar   sem   BREEAM   er   viðamikið   kerfi   og   stórt   skref   fyrir   íslenskan  

byggingariðnað  að  meðtaka.  Þessi  rannsókn  er  ekki  nægilega  víðtæk  til  að  svara  þessari  

spurningu  með  afgerandi  hætti.  Rannsóknin  gefur  þó  ákveðnar  vísbendingar  og  innsýn  í  

það  hvernig  kerfið  hefur  reynst  á  Íslandi  hingað  til,  og  hvað  megi  betur  fara  við  aðlögun  

þess  og  útfærslu  hér  á  landi.      

Samkvæmt   niðurstöðum   rannsóknarinnar   er   BREEAM  hjálplegt   verkfæri   til   þess   að  

stuðla  að  sjálfbærum  lausnum  í  íslenskum  byggingariðnaði.  Það  hefur  sýnt  sig  að  kerfið  er  

vel   til   þess   fallið   að   skapa   viðmiðunarramma   fyrir   sjálfbæra   þróun   innan  

byggingariðnaðarins  og  stuðla  að  nýjum  aðferðum  og  mælikvörðum  í  þeim  efnum.  Kerfið  

skapar  vettvang  fyrir  þverfræðilegt  samtal  og  hjálpar  þannig  fagaðilum  að  samræmast  um  

sjálfbærar  aðferðir  í  byggingariðnaði  hér  á  landi.  Sú  eftirfylgni  og  skipulag  sem  BREEAM  

felur  í  sér  tryggir  að  markmiðum,  sem  sett  eru  í  upphafi  verkefna,  sé  náð  fremur  en  ef  

kerfisins  gætti  ekki  við.  Niðurstöður  rannsóknarinnar  benda  einnig  til  þess  að  kerfið  stuðli  

að  þekkingarsköpun,  hreyfi   við   rótgrónum  aðferðum  og   leiði  þannig   til   framþróunar  á  

markaði.   Þessar   niðurstöður   varðandi   gagnsemi   BREEAM   við   útfærslu   og   eftirfylgni  

sjálfbærra  lausna  í  byggingariðnaði  eiga  samvörun  við  rannsóknir  þeirra  Scwebers  (2013)  

og   Turners   og   Arifs   (2012).   Samkvæmt   þeim   eru   helstu   kostir   BREEAM   taldir   vera  

ímyndarsköpun,   þverfræðilegt   samtal   og   skipulag   á   verktíma.   Samkvæmt   rannsókn  

Scweber  (2013)  er  BREEAM  einnig  talið  hjálpa  til  við  að  þróa  tæknileg  viðmið  sem  draga    

úr  neikvæðum  umhverfisáhrifum  bygginga,  og  hreyfa  þannig  við  viðurkenndum  aðferðum  

innan  byggingariðnaðarins  (Scweber,  2013).  

Page 92: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

81  

Sú   þekkingarsköpun   sem   kerfið   leiðir   af   sér   hér   á   landi   virðist   þó   að   mestu   leyti  

einskorðast  við  þá  sem  taka  þátt  í  vottunarferli  eða  koma  að  byggingarframkvæmdum  á  

annan  hátt.  Þekkingin  virðist  ekki  skila  sér  í  eins  miklum  mæli  út  á  við,  til  almennings  og  

hins  opinbera.  Það  skortir  á  betri  miðlun  og  upplýsingagjöf  hvað  þetta  varðar.  Það  virðist  

einnig  vanta  að  byggja  upp  grunnþekkingu  á  sjálfbærri  þróun  hjá  þeim  sem  starfa  innan  

byggingariðnaðarins,   svo   fólk   sjái   tilgang   með   því   að   sækjast   eftir   umhverfisvottun   á  

mannvirki.  Þetta  virðist  einnig  vera  raunin  erlendis.  Skortur  á  fræðslu  og  upplýsingagjöf  

varðandi   BREEAM   virðist   álitinn   einn   af   helstu   annmörkum   kerfisins   þegar   kemur   að  

útfærslu   þess   (Scweber,   2013;   Parker,   2012;   Turner   og   Arif,   2012).   Samkvæmt  

rannsóknum  Scwebers  (2013)  og  Turners  og  Arifs  (2012)  virðist  miðlun  upplýsinga,  þjálfun  

og  raunverulegur  ávinningur  ekki  vega  þungt   í  BREEAM  vottunarferlinu.  Svipað  viðhorf  

má   einnig     greina   í   skýrslu   Sameinuðu   þjóðanna   (2014)   um   það   hvernig   auka   megi  

sjálfbærni   innan  byggingariðnaðarins.  Þar  kemur  fram  að  skortur  á  fræðslu  um  grænar  

byggingar  sé  á  meðal  þess  sem  hindri  útbreiðslu  slíkra  bygginga  á  markaði.  Almenningur  

og  hagsmunaaðilar  eigi  þar  af   leiðandi  erfitt  með  að  treysta  slíkri  aðferðafræði  (UNEP-­‐

SBCI,  2014).  Þetta  mætti  að  vissu  leyti  heimfæra  yfir  á  útfærslu  og  notkun  BREEAM.    

Þegar  kemur  að  útfærslu  og  mati  á  þeim  sjálfbæru  aðferðum  sem  BREEAM  stuðlar  að  

virðist  víða  pottur  brotinn  hér  á  landi.  Samkvæmt  niðurstöðum  rannsóknarinnar  eru  ýmsir  

þættir  sem  varða  þær  kröfur  sem  settar  eru  fram  í  BREEAM  sem  virðist    þurfa  að  útfæra  

betur.  Viðmót  kerfisins  reynist  mörgum  þungt  í  vöfum  sem  einfaldar  ekki  notkun  þess  hér  

á   landi.   Af   niðurstöðum   rannsóknarinnar   að   dæma   yrði   notkun   BREEAM   skilvirkari   ef  

kerfið   yrði   íslenskað   eða   farið   yrði   í   að   aðlaga   ákveðnar   kröfur   betur   að   íslenskum  

aðstæðum.   Þar   ber   helst   að   nefna   kröfur   sem   settar   eru   fram   undir   flokkunum  

byggingarefni  og  orka.  Aftur  á  móti  vantar  að  skoða  hagrænu  hliðar  þeirrar  aðlögunar  

betur.  Mat  viðmælenda  á  því  hvort  þróa  eigi  íslenska  útgáfu  af  BREEAM  á  margt  skylt  við  

það  sem  kom  fram  um  íslenska  útgáfu  af  BREEAM  í  skýrslu  starfshóps  Vistbyggðarráðs  

(2013).  Samkvæmt  þeirri  skýrslu  hefur  smæð  markaðarins  og  kostnaður  við  vottun  áhrif  

á  það  hvaða  vottunarkerfi  hentar  best  fyrir  íslenskar  aðstæður.  Að  þróa  íslenska  útgáfu  

væri  kostnaðarsamt  en  myndi  bæta  aðgengileika  kerfisins  til  muna,  sem  ekki  er  vanþörf  á  

hérlendis  (Vistbyggðarráð,  2013).    

Page 93: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

82  

Frekari  aðlögun  BREEAM  hér  á  landi  gerist  þó  ekki  af  sjálfu  sér,  heldur  virðist  ákveðinna  

aðgerða  þörf  svo  að  ná  megi  betri  árangri  með  notkun  BREEAM.  Svo  virðist  sem  það  séu  

helst   tæknileg  atriði   sem  þarf  að  bæta  og  aðlaga  betur  að   íslenskum  aðstæðum  til   að  

skora  hærra  í  BREEAM.  Eins  vantar  upp  á  stuðning  og  hvata  frá  ríkinu,  t.a.m.  aðgerðir  á  

borð  við  ívilnanir,  stefnumál,  reglugerðir  og  fræðslu.  Viðmælendur  rannsóknarinnar  voru  

þó  almennt  á  því  að  BREEAM  sé  hjálplegt  tæki  þó  svo  að  það  geti  reynst  flókið  að  útfæra  

það  hér  á  landi.  Þegar  uppi  er  staðið  skilar  sú  vinna  sér  í  betri  byggingum  sem  er  öllum  til  

hagsbóta.   Kerfið   virkar   sem   gæðastýring   í   byggingarferli   og   það   sé   því   ekki   aðeins  

lokaeinkunnin  sem  bygging  fær  við  vottun  sem  skipti  máli  fyrir  viðskiptavini  kerfisins.    

Svörin   við  næstu   tveimur   rannsóknarspurningum  greina  nánar   frá  þeim  hvötum  og  

hindrunum  sem  fyrirfinnast  í  íslenskum  byggingariðnaði  varðandi  kröfur  sem  eru  settar  í  

BREEAM.  Þar  er  leitast  við  að  útskýra  nánar  hvernig  BREEAM  hentar  íslenskum  aðstæðum  

og  hvað  þarf  að  bæta  til  að  auðvelda  og  bæta  notkun  kerfisins  á  Íslandi.    

 

Hverjir  eru  helstu  hvatarnir  í  íslenskum  byggingariðnaði  með  tilliti  til  þeirra  krafna  sem  

settar  eru  fram  í  vistvottunarkerfinu  BREEAM?  

Rétt  er  að  undirstrika  að  þegar  fjallað  er  um  hvata  fyrir  innleiðingu  BREEAM  á  Íslandi,  í  

rannsókninni,  er  átt  við  þær  BREEAM  kröfur  og  tækniatriði  sem  hefur  reynst  auðvelt  að  

útfæra  hérlendis,  sem  og  annað  í  íslenskum  byggingariðnaði  sem  hefur  reynst  hvetjandi  

við  innleiðingu  og  notkun  BREEAM.  Matið  á  helstu  hvötunum  í  íslenskum  byggingariðnaði  

hvað  varðar  innleiðingu  BREEAM  byggist  á  reynslu/mati  þeirra  viðmælenda  sem  tóku  þátt  

í  þessari  rannsókn.    

Meginhvatarnir  í  íslenskum  byggingariðnaði  hvað  varðar  aðlögun  BREEAM  virðast  snúa  

að  ákveðnum  umhverfisáhrifaflokkum  BREEAM  fremur  en  öðrum.  Þar  ber  einn   flokkur  

höfuð  og  herðar  yfir  aðra  þegar  kemur  að  því  hversu  auðvelt  er  að  skora  stig  í  BREEAM,  

það  er  flokkurinn  heilsa  og  vellíðan.  Það  hefur  reynst  auðvelt  að  uppfylla  kröfurnar  undir  

þeim  flokki  hér  á  landi.  Þá  virðist  ímynd  fyrirtækja  einnig  veigamikill  hvati  fyrir  því  að  fá  

BREEAM  vottun  á  mannvirki  hérlendis.  Sá  stimpill  sem  fylgir  BREEAM  vottun  virðist  bæta  

ímynd  ráðgjafafyrirtækja  og  verktaka  sem  bjóða  upp  á  slíka  þjónustu.  Með  því  að  bjóða  

upp  á  ráðgjöf  við  BREEAM  vottun  sýnir  viðkomandi  fyrirtæki  samfélagsábyrgð  í  verki.        

Page 94: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

83  

Aðrir  þættir  sem  viðmælendur  telja  til  hvata  hvað  varðar  aðlögun  og  útfærslu  BREEAM  

eru  ódýr  orka,  íslenska  byggingarreglugerðin  og  félagslegir  hvatar.  Þeir  meginhvatar  sem  

finna  má  í   íslenskum  byggingariðnaði  varðandi  aðlögun  BREEAM,  að  mati  viðmælenda,  

eru  teknir  saman  og  útskýrðir  í  töflu  1,  sem  sjá  má  hér  að  neðan.  Í  kjölfarið  eru  hvatarnir  

settir  í  samhengi  við  erlendar  rannnsóknir  úr  fræðilega  hluta  rannsóknar.    

 

Tafla  1.  Helstu  hvatar  í  íslenskum  byggingariðnaði  með  tilliti  til  þeirra  krafna  sem  settar  eru  fram  í  

BREEAM,  að  mati  viðmælenda  rannsóknar.  

 

Þeir  meginhvatar  sem  nefndir  eru  hér  að  ofan  eru  ekki  alls  óskyldir  þeim  hvötum  sem  

nefndir  eru  í  rannsókn  Parkers  (2012)  á  viðhorfi  til  BREEAM  innan  byggingariðnaðarins  á  

Bretlandi,  þó  meginhvatarnir  séu  ekki   taldir  þeir  sömu  og  má  segja  að  þar   liggi  stærsti  

munurinn.   Í  Bretlandi  eru  meginhvatarnir   fyrir  umhverfisvottun  á  mannvirki  taldir  vera  

ákvæði  í  skipulagslögum  og  stefnumál  fyrirtækja,  sem  kemur  ekki  heim  og  saman  við  þá  

Hvatar Nánari*útskýring:*

Heilsa*og*vellíðanÞað$er$margt$$sem$er$auðvelt$að$uppfylla$undir$þeim$umhverfisáhrifaflokki$á$Íslandi.$Þættir$á$borð$við$$loftgæði,$dagsbirta,$lýsing$og$hljóð.

Samfélagsábyrgð*og*ímynd*ráðgjafarfyrirtækja

Ímynd$fyrirtækja$og$ábyrg$viðskipti$eru$veigamiklir$hvatar$fyrir$því$að$sækjast$eftir$BREEAM$vottun$hér$á$landi.$Sá$stimpill$sem$BREEAM$vottuð$bygging$fær$virkar$jákvæður$út$á$við$fyrir$ráðgjafarfyrirtæki$sem$veita$slíka$þjónustu$og$sýnir$að$lögð$er$áhersla$á$samfélagsábyrgð.$

Félagslegir*hvatar

Samstaða$og$miðlun$þekkingar.$Fagaðilar$eru$viljugir$til$að$hjálpa$hver$öðrum$við$innleiðingu$og$útfærslu$BREEAM$hér$á$landi,$þvert$á$fyrirtæki$og$stofnanir.$

Íslenska*byggingarreglugerðin

Ákveðin$atriði$sem$krafist$er$í$BREEAM$eru$nú$þegar$komin$inn$í$íslensku$byggingarreglugerðina.$Íslendingar$eiga$auðvelt$með$að$uppfylla$þær$kröfur.

OrkaGott$aðgengi$Íslendinga$að$vatni,$fersku$lofti$og$endurnýjanlegri$orku$auðveldar$úrlausn$ákveðinna$krafna$sem$settar$eru$fram$í$BREEAM.$

Eftirspurn*á*markaði

Í$kjölfar$umhverfisvakningar$á$Íslandi$undanfarið$hefur$eftirspurn$eftir$vottuðum$vörum$aukist$á$markaði.$Heildsölur$leitast$í$auknu$mæli$eftir$því$að$selja$vottaðar$vörur$til$þess$að$vera$leiðandi$á$markaði$varðandi$umhverfisstefnu.

Page 95: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

84  

hvata  sem  nefndir  eru  í  íslensku  samhengi.  Þetta  gefur  til  kynna  að  lagarammi  og  umgjörð  

í  kringum  BREEAM  sé  skýrari  á  Bretlandi  en  á   Íslandi  og   jafnframt  að  kerfið  njóti  meiri  

stuðnings  hins  opinbera  þar  í  landi.  Þetta  undirstrikar  jafnframt  hvað  stuðningur  af  hálfu  

hins  opinbera  getur  skipt  miklu  máli  við  að  ýta  undir  þróun  í  átt  að  aukinni  sjálfbærni  í  

byggingariðnaði.  Væru  ákvæði  í  skipulagslögum  á  Íslandi  varðandi  notkun  BREEAM  væri  

það  án  efa  áhrifamesti  hvatinn  fyrir  því  að  fá  vottun  á  mannvirki,  bætt  ímynd  fyrirtækis  

myndi  svo  ef  til  vill  fylgja  í  kjölfarið.    

Það  vægi  sem  ímynd  ráðgjafarfyrirtækja  og  samkeppnisstaða  virðist  fá  hérlendis  leiðir  

óneitanlega   að   þeirri   spurningu   hvort   að   hagsmunir,   fyrirtækjaímynd   og  

samkeppnisforskot  ráði  för  þegar  kemur  að  notkun  BREEAM,  umfram  þann  umhverfislega  

ávinning  sem  getur  hlotist  af  notkun  kerfisins.  Sé  þetta  skoðað  í  ljósi  rannsóknar  þeirra  

Snjólfs,  Brynhildar  og  Láru  (2014)  á  stöðu  samfélagsábyrgðar  hjá  íslenskum  fyrirtækjum,  

má  segja  að  niðurstöður  þeirrar  rannsóknar  gefi  svipaðar  vísbendingar  um  þá  hvata  sem  

liggja  að  baki  samfélagsábyrgð  fyrirtækja  á  Íslandi.  Þar  kom  fram  að  flest  fyrirtækin  töldu  

mestan  ávinning  af  samfélagsábyrgð  vera  fjárhagslegan,  bætta  ímynd  út  á  við  og  jákvæð  

áhrif  á   starfsfólk   (Snjólfur,  Brynhildur  og  Lára,  2014).  Heilt   yfir   virðast   íslensk   fyrirtæki  

fyrst  og  fremst  hugsa  um  samfélagsábyrgð  út  frá  eigin  hagsmunum  enn  sem  komið  er,  

minni  áhersla  er  lögð  á  þau  áhrif  sem  starfsemi  þeirra  getur  haft  á  samfélag  og  umhverfi  

(Snjólfur,  Brynhildur  og  Lára,  2014).  Þetta  endurspeglast  að  vissu   leyti   í  því  sem  komið  

hefur   fram  hér  að  ofan  um  þá  hvata   sem  stuðla  að  notkun  BREEAM  hér  á   landi.  Eigin  

hagsmunir  og  ímynd  fyrirtækja  virðast  vega  þungt  hvað  það  varðar.  Af  þessu  má  ætla  að  

það  ríki  ekki  fullt  jafnvægi  á  milli  félagslegra,  umhverfislegra  og  efnahagslegra  þátta  við  

útfærslu  og  notkun  BREEAM.    

 

Hverjar  eru  helstu  hindranirnar  í  íslenskum  byggingariðnaði  með  tilliti  til  þeirra  krafna  

sem  settar  eru  fram  í  vistvottunarkerfinu  BREEAM?    

Þegar  talað  er  um  hindranir   fyrir   innleiðingu  BREEAM  á   Íslandi  er  átt  við  þær  BREEAM  

kröfur  og  tækniatriði  sem  hefur  reynst  erfitt  að  úfæra  hérlendis,  sem  og  annað  í  íslenskum  

byggingariðnaði   sem   hefur   hindrað   aðlögun   og   notkun   BREEAM   á   einhvern   hátt.  

Viðmælendur  gátu  allir  nefnt  slíkar  hindranir  og  áttu  í  flestum  tilvikum  auðveldara  með  

Page 96: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

85  

að  nefna  hindranir  en  hvata,  sem  gefur  vísbendingu  um  að  þörf  sé  á  að  aðlaga  ýmsa  þætti  

varðandi  BREEAM  kröfurnar  betur  að  íslenskum  aðstæðum.    

Hindranirnar   sem   viðmælendur   nefna   virðast   að   mestu   leyti   yfirfærast   á   tilteknar  

aðstæður,  aðferðir  eða  framleiðslu  í  íslenskum  byggingariðnaði  sem  erfitt  er  að  samræma  

BREEAM  kröfunum.  Viðmælendur  lögðu  allir  áherslu  á  einn  umhverfisáhrifaflokk  BREEAM  

umfram   aðra   sem   reynst   hefur   erfitt   að   uppfylla   hér   á   landi,   það   er   flokkurinn  

byggingarefni.  Of  mikið  er  flutt  inn  af  byggingarefnum  og  það  vantar  umhverfisvottun  á  

það  byggingarefni  sem  framleitt  er  mest  af  hér  á   landi,  steypuna.  Aðrar  hindranir  sem  

nefndar   voru   snúa   að   staðsetningu   Íslands   með   tilliti   til   erlendra   birgja,   vöntun   á  

vistferilsgreiningum   á   byggingarefni,   landnotkun   og   vistfræði,   orkunýtni   húsa,  

samgöngum,   neikvæðu   viðmóti   gagnvart   BREEAM   í   íslenskum   byggingariðnaði,   flóknu  

tæknilegu   viðmóti,   skorti   á   fræðslu   um   þessi   málefni   og   stuðningi   frá   ríkinu   í   formi  

einhvers  konar  styrkja  eða  sjóða.      

Þær   meginhindranir   sem   finna   má   í   íslenskum   byggingariðnaði   varðandi   aðlögun  

BREEAM,  að  mati  viðmælenda,  eru   teknar  saman  og  útskýrðar   í   töflu  2.   Í  kjölfarið  eru  

hindranirnar  settar  í  samhengi  við  niðurstöður  erlendra  rannnsókna  sem  fjallað  var  um  í  

fræðilega  hluta  rannsóknar.  Með  slíkum  samanburði  er  reynt  að  varpa  ljósi  á  hvað  megi  

betur   fara   við  útfærslu   kerfisins  hjá  eigendum  þess,  BRE  Global   Ltd.,   annars   vegar,  og  

hverjar   af   þeim   hindrunum   og   annmörkum   sem   viðmælendur   nefna   megi   heimfæra  

sérstaklega  á  íslenskar  aðstæður.  

 

 

 

 

 

Page 97: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

86  

Tafla  2.  Helstu  hindranir  í  íslenskum  byggingariðnaði  með  tilliti  til  þeirra  krafna  sem  settar  eru  

fram  í  BREEAM,  að  mati  viðmælenda  rannsóknar    

 

Hindranir Nánari)útskýring:)

Byggingarefni

Það$hefur$gengið$erfiðlega$að$uppfylla$kröfur$um$byggingarefni$hér$á$landi.$BREEAM$gerir$kröfu$um$vottað$umhverfisstjórnunarkerfi$hjá$framleiðendum$byggingarefna$og$því$falla$efnistengdar$kröfur$í$vissum$tilfellum$á$þeim$forsendum.$Einnig$er$verið$að$flytja$of$mikið$að$efnum$inn.

Íslensk)steypuframleiðsla

Steypuframleiðsla$á$Íslandi$stendur$illa$hvað$varðar$þær$kröfur$sem$settar$eru$fram$um$upprunavottun$byggingarefna$í$BREEAM.$Það$vantar$umhverfisvottun$á$íslenska$steypuframleiðslu.$

Vöntun)á)vistferilsgreiningum

Það$vantar$upp$á$vistferilsgreiningar$á$byggingarefni$á$Íslandi.$Það$er$að$sýna$fram$á$umhverfisáhrif$vörunnar.$Innlend$byggingarefni$fá$oft$ekki$stig$í$BREEAM$vegna$þessa.$Slíkar$greiningar$eru$þó$að$ryðja$sér$til$rúms.

Landnotkun)og)vistfræði

Umhverfisáhrifaflokkur$sem$virðist$ekki$hafa$verið$lögð$mikil$áhersla$á$við$innleiðingu$BREEAM$hingað$til$á$Íslandi,$eða$verið$tekinn$inn$í$verkefni$of$seint.$Það$þarf$að$huga$að$þessum$flokki$við$upphaf$verks$og$vanda$betur$til$verka.$

Orkunýtni)húsaÞað$hefur$reynst$erfitt$að$uppfylla$ákveðnar$kröfur$undir$orkukaflanum$í$BREEAM.$Þörf$er$á$að$þróa$og$útfæra$aðferðafræði$til$að$reikna$orkunýtni$húsa$hér$á$landi.

Samgöngur

Staða$samgöngumála$á$Íslandi$er$ekki$góð$með$tilliti$til$þeirra$krafna$sem$settar$eru$fram$í$BREEAM.$Almenningssamgöngur$og$aðgengismál$mætti$víða$bæta.$Tryggja$þarf$hjólastæði,$betri$gönguN$og$hjólastíga$og$samgöngur$almennt.

Neikvætt)viðmót

Sú$tregða$sem$fyrirfinnst$sums$staðar$innan$bygginariðnaðarins$gagnvart$BREEAM$getur$virkað$sem$hindrun$við$innleiðingu$kerfisins.$Það$þarf$að$ganga$á$eftir$upplýsingum$frá$sumum$og$hamra$á$því$að$fólk$fylgi$kröfunum$út$í$gegnum$allt$byggingarferlið.$

Skortur)á)fræðslu)og)miðlun

Þrátt$fyrir$þá$vitundarvakningu$sem$átt$hefur$sér$stað$varðandi$umhverfismál$á$Íslandi$undanfarið,$vantar$ennþá$mikið$upp$á$fræðslu$um$umhverfisvottanir$fyrir$byggingar$og$sjálfbærar$lausnir$innan$byggingariðnaðarins.

Flókið)tæknilegt)viðmót

Tæknilegt$viðmót$kerfisins$virðist$vefjast$fyrir$notendum$BREEAM$kröfurnar$eru$taldar$ósveigjanlegar,$leiðarvísirinn$flókinn$og$það$þykir$horft$of$mikið$í$smáatriði$við$BREEAM$vottun.$

Skortur)á)stuðningi)frá)ríkinu

Aukinn$stuðningur$frá$ríkinu$getur$verið$hjálplegur$til$að$auka$á$sjálfbæra$þróun$innan$byggingariðnaðarins.$Það$vantar$einhvers$konar$sjóði$eða$styrki$á$vegum$hins$opinbera$til$þess$að$ýta$undir$þessa$þróun.$

Page 98: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

87  

Þær  meginhindranir  sem  komið  hafa  upp  við  aðlögun  og  notkun  BREEAM  hér  á  landi  eiga  

margt  skylt  við  þær  hindranir  og  annmarka  á  kerfinu  sem  nefndar  voru   í  þeim  erlendu  

rannsóknum   sem   fjallað   var   um   í   fræðilega   hluta   rannsóknarinnar.   Samkvæmt  

rannsóknum  virðast  helstu  vankantar  BREEAM  snúa  að  skorti  á  upplýsingagjöf  og  fræðslu  

til   notenda   vottaðra   bygginga,   of   flóknu   og   tæknilegu   viðmóti   kerfisins,   ósamræmi   í  

mælikvörðum  og  mati  á  milli  verkefna  og  slakri  verkstjórn  meðan  á  vottunarferli  stendur    

(Schweber,   2013;   Turner   og   Arif,   2012;   Parker,   2012;   Nesteby,   Aarrestad,Lohne   o.fl.,  

2016).   Það   mátti   greina   þvert   á   rannsóknir   að   það   flókna   og   tæknilega   viðmót   sem  

einkennir  BREEAM  er  kerfinu  síst  til  framdráttar  (Schweber,  2013;  Turner  og  Arif,  2012;  

Parker,  2012).  Meirihluti  viðmælenda  í  rannsókn  Parkers  (2012)  nefndi  að  þörf  væri  á  að  

einfalda  kerfið  og  auka  sveigjanleika.  Skrifræðið  sem  einkennir  kerfið  er  einnig  talið  draga  

úr  skýrleika  þess  út  á  við  (Schweber,  2013).  

Þetta   bendir   til   þess   að   viðmót   kerfisins   reynist   fólki   almennt   torskilið   og   flókið.  

BREEAM  leiðarvísirinn  virðist  vefjast  fyrir  Bretum  líkt  og  Íslendingum,  þó  svo  að  hann  sé  

á   móðurmáli   Breta   og   allar   kröfur   séu   aðlagaðar   og   úfærðar   í   samræmi   við   breskar  

aðstæður.  Það  er  því  ekki  að  undra  að  leiðarvísirinn  flækist  fyrir  þeim  sem  nota  kerfið  á  

Íslandi  þar  sem  þarf  að  útfæra  hverja  kröfu  til  samræmis  við  íslenskar  aðstæður.    

Samkvæmt   rannsóknum   virðist   ákveðið   ósamræmi   loða   við   kerfið   (Turner   og   Arif,  

2012;  Scweber,  2013).  Það  lýsir  sér  meðal  annars  í  ákveðnu  ósamræmi  á  milli  ætlana  og  

væntinga   hönnunarteyma   byggingar   samanborið   við   raunverulegan   ávinning   þegar  

byggingin  er  komin  í  notkun  og  skynjunar  notenda  hennar  á  þeim  ávinningi  sem  BREEAM  

er   ætlað   að   skila   (Turner   og   Arif,   2012;   Scweber,   2013).   Sumir   eiginleikar   BREEAM  

vottunarkerfisins   virðast   glatast   í   ferlinu   eða   virðast   ekki   hafa   þau   áhrif   á   notendur  

bygginga   sem   lagt   er   upp   með   (Turner   og   Arif,   2012).   Einnig   virðist   eiga   sér   stað  

mismunandi  mat  um  ákveðna  þætti  í  BREEAM  vottunarferli  sem  lýsir  sér  meðal  annars  í  

því  að  styðjast  þarf  við  mismunandi  mælikvarða  eftir  því  hvernig  byggingu  á  að  votta   í  

hvert  sinn  (Scweber,  2013).  Viðmælendur  þessarar  rannsóknar  töluðu  einnig  um  ákveðið  

ósamræmi   sem   gætt   hefur   við   notkun   og   útfærslu   BREEAM  á   Íslandi,   þó   það   snúi   að  

öðrum  þáttum  en  nefndir  eru  hér  að  ofan.  Hluti  viðmælenda  nefndi  það  ósamræmi  sem  

getur  falist  í  því  að  heimfæra  breskar  kröfur  yfir  á  íslenskar  aðstæður,  kröfurnar  eigi  oft  

einfaldlega  ekki   við.   Slíkt   geti   bæði   verið   kostnaðarsamt  og   tímafrekt.   Þetta  myndi   að  

Page 99: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

88  

öllum  líkindum  ekki  vera  raunin  yrði  farið  í  að  þróa  íslenska  útgáfu  af  BREEAM.  Ástæða  

þess   að   viðmælendur   rannsóknarinnar   nefndu   ekki   ósamræmi   milli   hönnunarstigs  

byggingar  og  notkunar  hennar  gæti  verið  sú  að  rannsóknin  tók  ekki  til  notenda  BREEAM  

vottaðra  bygginga  hér  á  landi.  

Svo  virðist  sem  þörf  sé  á  að  samræma  ákveðna  þætti  í  BREEAM  betur.  Hætt  er  við  að  

ósamræmi   við   útfærslu   og   mælikvarða   grafi   undan   áreiðanleika   kerfisins   og   trausti  

fagaðila  á  því.  Líkt  og  komið  var  inn  á  hér  að  ofan  getur  þetta  ósamræmi  lýst  sér  í  því  að  

styðjast  þarf  við  mismunandi  mælikvarða  og  kröfur  eftir  byggingartegundum  og  skoðanir  

og  þekking  fagaðila  í  verkefnateymum  koma  ekki  alltaf  heim  og  saman  við  kröfur  sem  eru  

settar   fram   í   BREEAM.   Að   stærstum   hluta   virðast   þeir   annmarkar   sem   nefndir   eru   á  

BREEAM  í  þessari  tilviksrannsókn,  og  þeim  erlendu  rannsóknum  sem  fjallað  var  um,  lúta  

að  svipuðum  þáttum.  Það  bendir  til  þess  að  heimfæra  megi  helstu  hindranir  við  notkun  

kerfisins  á  uppbyggingu,  og  útfærslu  þess.  Vandinn  liggur  því  að  hluta  til  hjá  eigendum  

kerfisins   sem   sjá   um   þá   þætti.   Aftur   á  móti   er   aukin   fræðsla   um   vistvottunarkerfi   og  

sjálfbærar  lausnir  í  byggingariðnaði  samvinnuverkefni  allra  hlutaðeigandi  aðila.  Kerfið  er  

aftur  á  móti   í   stöðugri  þróun  og  uppfærslu  sem  sýnir  viðleitni  eigenda  til  þess  að  gera  

betur  og  fylgja  gildandi  stefnum  og  reglugerðum  hverju  sinni.  Hvað  íslenskar  aðstæður  

varðar  virðast  vandamálin  liggja  í  því  að  það  vanti  að  aðlaga  kröfurnar  betur  að  íslenskum  

aðstæðum.  Eins  vantar  skýrari  ramma  um  notkun  BREEAM  hér  á  landi  og  meiri  eftirfylgni  

og  hvatningu  af  hálfu  hins  opinbera.      

 

Hvernig  áhrif  hefur  BREEAM  á  fagaðila  í  byggingariðnaði  og  verkefnateymi  sem  vinna  

að  BREEAM  vottuðum  byggingum  á  Íslandi?  

Samkvæmt  viðmælendum  og  reynslu  þeirra  af  þátttöku   í  BREEAM  vottunarferli  virðast  

áhrif   kerfisins   á   fagaðila   og   verkefnateymi   vera   tvíþætt.   Annars   vegar   er   aðkoma   að  

BREEAM  vottuðu  verkefni  ákveðið   lærdómsferli  sem  leiðir  af  sér  þekkingarsköpun  fyrir  

þátttakendur.   Hins   vegar   setur   BREEAM   ákveðnar   áherslur   inn   í   byggingarferlið   sem  

útheimtir  oft  og  tíðum  auka  vinnu  af  hálfu  þátttakenda  í  slíku  ferli.    

Viðmælendur  voru  almennt  sammála  um  að  BREEAM  auki  þverfræðilegt  samtal  á  milli  

ólíkra   aðila   sem   koma   að   vottaðri   byggingu.   Þetta   samtal   lýsir   sér   fyrst   og   fremst   í  

fundarhöldum,  hópvinnu  og  því  að  kerfið  kallar  hlutaðeigandi  aðila  mun  fyrr  að  borðinu  

Page 100: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

89  

en  tíðkast.  Þetta  skilar  auknum  skilningi  á  milli  fagaðila  og  þannig  skarast  vinna  allra  sem  

koma   að   byggingarframkvæmd   á   einhverjum   stigum   verkefnis.   Samtalið   eykur   einnig  

þekkingu  þátttakenda  á  öðrum  þáttum  byggingarframkvæmda  en  snúa  að  þeirra  sérsviði,  

sem   dýpkar   skilning   á   heildarferlinu,   sem   ætti   að   vera   öllum   til   góða   og   skila   betri  

byggingum  fyrir  vikið.  Þetta  kemur  heim  og  saman  við  niðurstöður  úr  rannsókn  Schwebers  

(2013)   þar   sem   komið   er   inn   á   það   samtal   sem   BREEAM   hvetur   til   á   meðal   aðila   í  

hönnunarteymum  annars  vegar  og  þeirra  sem  byggja  húsin  hins  vegar,  sem  leiðir  af  sér  

þverfræðilega  þekkingarsköpun  (Schweber,  2013).  

Þátttaka   í   BREEAM  vottunarferli   getur   reynst   íþyngjandi   fyrir   þátttakendur   að  mati  

viðmælenda.  Kerfið  er  þungt  í  vöfum,  BREEAM  leiðarvísirinn  er  flókinn  og  kerfið  útheimtir  

skriffinnsku  hjá  þeim  sem  útbúa  sönnunargögnin  til  að  uppfylla  kröfur  sem  BREEAM  setur.  

Þau  félagslegu  samskipti  sem  fylgja  BREEAM  vottun  geta  verið  strembin  þegar  á  reynir,  

þó  oftast  hafi  fólk  jákvæðni  að  leiðarljósi.  Það  þarf  eftirlit  með  því  að  BREEAM  kröfunum  

sé  fylgt  og  oft  þarf  að  ýta  á  eftir  hlutunum,  aukavinnan  sem  fylgir  BREEAM  á  það  til  að  

dreifast  misjafnt  niður  á  þátttakendur.  Allir  aðilar  eru  þó  mikilvægir  í  slíku  ferli,  þetta  er  

fyrst  og   fremst   samvinna  og  slíkri   vottun  á  mannvirki  er  ekki  komið  áleiðis  nema  með  

samskiptum.   Viðmælendur   tala   almennt   um   að   þeir   hafi   upplifað   jákvæðni   í   BREEAM  

vottunarferli  og  auðvelt  hafi  verið  að  leita  aðstoðar  ef  eitthvað  hafi  verið  óljóst.  Það  megi  

koma  í  veg  fyrir  óþarfa  pirring  og  neikvæðni  í  einhverjum  tilfellum  með  betra  skipulagi  og  

verkaskiptingu.  Auk  þess  þarf  að  fræða  fólk  um  tilgang  þess  að  taka  þátt  í  svona  ferli,  hvers  

vegna  sé  verið  að  þessu  í  stóra  samhenginu,  svo  að  þátttakendur  sjái  tilgang  með  þátttöku  

í  vottunarferli.    

Þessar   niðurstöður  má   tengja   við   rannsóknir   Porters   og   Kramers   (2006)   og     Zhaos,  

Zahos,  Davidsons   o.fl.   (2012)   á   samfélagsábyrgð   fyrirtækja   innan   byggingariðnaðarins.  

Samkvæmt  þeim  rannsóknum  er  þörf  á  heildstæðari  ramma  fyrir  samfélagsábyrgð  innan  

byggingariðnaðarins  til  þess  að  gera  fyrirtækjum  kleift  að  bregðast  við  auknum  kröfum  

um  örugg  viðskipti.  Það  sem  einna  helst  vantar  upp  á  er  að  taka  alla  hagsmunaaðila  með  

í  reikninginn  þegar  kemur  að  því  að  innleiða  samfélagsábyrgð  í  byggingariðnaði  (Porter  

og  Kramer,  2006;  Zhao  o.fl.,  2012).  

BREEAM  ætti  að  vera  vel  til  þess  fallið  að  stuðla  að  víðtækara  samtali  og  aðkomu  allra  

hlutaðeigandi   hagsmunaaðila   að   byggingarframkvæmd   samkvæmt   þessari   tilviks-­‐

Page 101: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

90  

rannsókn  á   íslenskum  byggingaiðnaði,  og  þeim  erlendu  rannsóknum  sem  farið  var  yfir.  

Það  má   segja   að  BREEAM   feli   í   sér   ákveðna   verkstjórn  meðan   á   framkvæmd   stendur.  

Kerfið  virðist  greina  og  kalla  til  hlutaðeigandi  hagsmunaaðila  á  skipulegan  hátt,  sem  ætti  

að  hjálpa  til  við  að  innleiða  samfélagsábyrgð  í  byggingariðnaði  með  áhrifaríkum  hætti.    

7.2   Annmarkar  rannsóknar  og  mögulegt  framhald  Vert   er   að   nefna   að   afmörkun   rannsóknarinnar   hefur   áhrif   á   rannsóknina   og  

rannsóknarniðurstöður.   Einnig   ber   að   hafa   í   huga   að   rannsóknin   er   eigindleg   og   því  

markast  niðurstöður  hennar  af  sýn  viðmælenda,  og  þar  af  leiðandi  er  ekki  hægt  að  alhæfa  

um  rannsóknarniðurstöður.  Þegar   tilviksrannsóknir  eru  annars  vegar  ber  alltaf  að  hafa  

stöðu   rannsakanda   og   áreiðanleika   gagna   í   huga   (Yin,   2009).  Hönnun,   framkvæmd  og  

úrvinnsla  rannsóknargagna  er  alfarið  í  höndum  rannsakanda  og  því  er  alltaf  hætt  við  því  

að  hlutdrægni   rannsakanda  hafi   áhrif   á   rannsóknina.  Rannsakandi  þarf  að  gæta   fyllsta  

hlutleysis  við  gagnaöflun  og  úrvinnslu   (Yin,  2009).   Í  þessari   rannsókn  var  þess  gætt  að  

nálgast  rannsóknina  með  hlutleysi  og  fróleiksfýsn  að  leiðarljósi.  Gætt  var  að  því  að  spyrja  

viðmælendur   opinna   spurninga   til   þess   að   koma   í   veg   fyrir   að   leiða   þá   að   ákveðnum  

svörum.  Eins  er  spurningin  um  áreiðanleika  gagna  í  tilviksrannsóknum  algeng  (Yin,  2009).  

Erfitt  getur  verið  að  segja  til  um  hvenær  rannsakandi  hefur  safnað  nægilegum  gögnum  til  

þess  að  tryggja  áreiðanlegar  niðurstöður  þegar  ekki  er  við  tölfræði  að  styðjast.  Í  þessari  

rannsókn  var  tekin  ákvörðun  um  fjölda  viðmælenda  út  frá  þeim  upplýsingum  sem  komu  

fram   í   viðtölunum   og   tengingu   þeirra   við   rannsóknarspurningarnar   sem   lágu   til  

grundvallar.  Svör  viðmælenda  voru  oftar  en  ekki  keimlík  hvað  ákveðna  þætti  varðar,    því  

var  álitið  að  ákveðin  mettun  hafi  náðst  í  gagnasöfnun  fyrir  þetta  tilvik.  Hvað  áreiðanleika  

gagna  varðar  var  einnig  horft  til  fjölda  vottaðra  bygginga  sem  viðmælendur  hafa  komið  

að.   Alls   hafa   23   byggingar   verið   skráðar   í   BREEAM   vottunarferli   á   Íslandi   samkvæmt  

GrenBookLive   (2017).   Viðmælendur   þessarar   rannsóknar   hafa   komið   að   tíu   þessara  

bygginga.  Svör  viðmælenda  ættu  því  að  gefa  niðurstöður  sem  hægt  er  að  styðjast  við.    

Rannsóknin  er  ekki  stór  í  sniðum  og  gefur  því  aðeins  vísbendingar  um  mat  fagaðila  í  

byggingariðnaðinum   á   BREEAM.   Það   er   ekki   hægt   að   heimfæra   niðurstöðurnar   yfir   á  

íslenskan   byggingariðnað   í   heild.   Það   hefði   eflaust   gefið   ítarlegri   mynd   af   innleiðingu  

BREEAM   hér   á   landi   að   hafa   viðmælendur   fleiri   og   ræða   einnig   við   iðnaðarmenn   og  

ófaglærða   sem  hafa   komið   að   BREEAM   vottuðum   verkefnum  hér   á   landi.   Það   er   ekki  

Page 102: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

91  

ólíklegt  að  það  séu  aðilar  sem  starfa  innan  byggingariðnaðarins  á  Íslandi  sem  hafa  aðra  

sýn  á  BREEAM  en  komið  hefur  fram  í  þessari  rannsókn.  Það  væri  einnig  gagnlegt  að  ræða  

við  sveitarfélög  sem  setja  skipulagsskilmála  og  byggja  stóran  hlut  opinberra  bygginga,  sem  

og  eigendur  bygginga  og  rekstraraðila  vottaðra  bygginga.  Það  gæti  verið  verkefni  í  aðra  

rannsókn,   eða   framhald   af   þessari,   að   kanna   nánar   viðhorf   til   kerfisins   í   íslenskum  

byggingariðnaði.   Rannsóknin   gefur   því   ekki   endanlegar   niðurstöður   um   innleiðingu   og  

notkun  BREEAM  á  Íslandi.    

Ekki   gafst   rými   í   þessari   30   eininga   rannsókn   til   þess   að   kanna   alla   þætti   er   varða  

aðlögun  og  notkun  BREEAM  á  Íslandi.  Hér  verða  nefndir  nokkrir  þættir  sem  vert  væri  að  

kanna   betur   til   þess   að   fá   aukinn   skilning   á   því   hvernig   BREEAM   hentar   íslenskum  

aðstæðum.  Þau  áhrif  sem  BREEAM  hefur  á  notendur  vottaðra  bygginga  hér  á  landi  voru  

undanskilin  í  þessari  tilviksrannsókn.  Það  væri  athyglisvert  að  kanna  þau  áhrif  í  sérstakri  

rannsókn.   Reynsla   notenda   bygginga   hérlendis   gæti   gefið   góðar   vísbendingar   um  

raunverulega  virkni  BREEAM,  og  hvort  að  vottaðar  byggingar   standi  undir  væntingum.  

Ekki   voru   skoðuð  sönnunargögn  úr  BREEAM  vottunum  hérlendis,  eða  matsskýrslur  við  

gerð  þessarar   rannsóknar.  Það  væri   gagnlegt  að   taka   slík   gögn   til   greiningar  og   setja   í  

samhengi  við  niðurstöður  þessarar  rannsóknar  í  þeirri  viðleitni  að  útskýra  nánar  hvað  felst  

í  BREEAM  kröfunum.  Sér  í  lagi  þeim  kröfum  sem  reynst  hefur  erfitt  að  uppfylla  hér  á  landi.  

Þannig  væri  hægt  að  greina  þær  hindranir   sem  komið  hafa  upp  við  notkun  kerfisins  á  

ítarlegri  hátt,  skoða  stigaskor  og  hvar  þarf  að  gera  betur  varðandi  stigaskor  í  ákveðnum  

flokkum.  Efnahagslega  hlið  BREEAM  var  ekki  tekin  fyrir  í  þessari  rannsókn  en  skiptir  engu  

að  síður  miklu  máli  hvað  varðar  framtíð  BREEAM  og  frekari  aðlögun  kerfisins  á  Íslandi.  Það  

virðist  ríkja  ákveðin  óvissa  um  þá  hlið  BREEAM  hérlendis  og  því  full  ástæða  til  að  rannsaka  

þann  þátt  betur.  Það  er  efni  í  sér  rannsókn  sem  gæti  komið  að  góðum  notum  varðandi  

áframhaldandi  aðlögun  og  notkun  kerfisins  hér  á  landi.    

Að  lokum  verður  að  líta  til  þess  að  rannsóknin  er  sú  fyrsta  sinnar  tegundar  á  Íslandi  og  

því   var   ekki   við   margt   að   styðjast   varðandi   samanburðarrannsóknir   og   ákjósanlegt  

rannsóknarsnið   fyrir   viðfangsefnið.   Erlendar   rannsóknir   á  BREEAM  reyndust  þó  vel   við  

gerð   þessarar   rannsóknar.   Ekki   er   um   auðugan   garð   að   gresja   hérlendis   hvað   varðar  

heimildaöflun  og  fræðileg  skrif  um  BREEAM  og  notkun  þess.  Segja  má  að  rannsóknin  sé  

liður  í  að  safna  saman  fræðilegri  þekkingu  á  BREEAM  hér  landi.  

Page 103: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

92  

8   Lokaorð  

Aukin  sjálfbærni  í  byggingariðnaði  um  heim  allan  er  ekki  aðeins  skynsamleg  þróun  heldur  

aðkallandi  sé  horft  til  loftslagsbreytinga  og  mannfjöldaþróunar  sem  eru  að  eiga  sér  stað.  

Sjálfbærar  lausnir  í  byggingariðnaði  eru  að  ryðja  sér  til  rúms  og  eru  eflaust  það  sem  koma  

skal  í  byggingariðnaði  þegar  fram  líða  stundir.  Slík  þróun  er  þó  hvorki  sjálfgefin  né  einföld  

í  útfærslu  af  niðurstöðum  þessarar   rannsóknar  að  dæma.  Alþjóðlegar  vistvottanir   fyrir  

mannvirki,   á   borð   við   BREEAM,   virðast   vera   hjálpleg   tæki   til   að   skapa   samræmdan  

viðmiðunarramma  varðandi  slíkar  aðferðir  og  leiða  þróun  í  átt  að  aukinni  sjálfbærni  innan  

byggingariðnaðarins.   Slík   kerfi   auka   skipulag   í   byggingarferli,   veita   aðhald   og   tryggja  

þannig  að  sett  markmið  náist.    

Svo   virðist   sem   það   viðmót   og   verklag   sem   tengist   sjálfbærum   lausnum   í  

byggingariðnaðinum  sé  heldur  tæknilegt  og  formlegt  enn  sem  komið  er,  sem  hjálpar  ekki  

til  við  framgang  slíkra  aðferða.  Til  þess  að  sjálfbærar  lausnir  í  byggingariðnaði  nái  aukinni  

útbreiðslu  virðist  þörf  á  að  auka  á  skilning  og  vitneskju  um  sjálfbæra  þróun  almennt,  bæði  

hjá  fagaðilum  sem  og  almenningi.  Það  dugar  ekki  að  einblína  aðeins  á  að  fólk  skilji  kröfur  

og  tæknilegar  úrlausnir  til  að  ná  ákveðnum  stigum  í  vistvottunarkerfum,  það  virðist  þörf  

á   að   byggja   upp   grunnþekkingu   svo   að  heildarsamhengi   náist   og   fólk   sjái   tilgang  með  

notkun  vottunarkerfa  annars  vegar  og  notkun  bygginga  hins  vegar.  Það  gæti  eflaust  verið  

gagnlegt  fyrir  byggingariðnaðinn  að  reyna  að  einfalda  þær  aðferðir  sem  stuðst  er  við  til  

að  útfæra  sjálfbæra  þróun   í  greininni  og  þróa  skýrari   leiðbeiningar,  án  þess  þó  að  þær  

missi   marks.   Af   niðurstöðum   rannsóknarinnar   að   dæma   virðist   skýrara   viðmót   geta  

auðveldað   framgang   aðferða   sem   stuðla   að   sjálfbærri   þróun,   þar   á   meðal   notkun  

BREEAM.    

Af  þessari  rannsókninni  að  dæma  má  ætla  að  BREEAM  kerfið  feli  í  sér  ávinning  þegar  

kemur   að  því   að   skapa   viðmiðunarramma   fyrir   sjálfbær  mannvirki   og   stuðla   að  þróun  

mælikvarða  og  nýrra  aðferða  í  þeim  efnum.  Í  þeim  skilningi  stuðlar  BREEAM  að  sjálfbærri  

þróun   innan   byggingariðnaðarins,   hreyfir   við   aðferðum  og   skapar   samtal   um  nýjar   og  

tæknilegar   lausnir.  Töluverðra  umbóta  virðist  þó  vera  þörf  á  BREEAM  til  að  notkun  og  

miðlun  kerfisins  skili  þeim  árangri  sem  því  er  ætlað.  Þetta  snýr  bæði  að  uppbyggingu  og  

viðmóti   kerfisins,   og   að   því   hvernig  miðlun   um   virkni   kerfisins   fer   fram.   Hvað   notkun  

BREEAM   varðar   virðast   stærstu   hindranirnar   vera   of   tæknilegt   viðmót   og   skortur   á  

Page 104: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

93  

upplýsingagjöf.  Það  gæti  þurft  að  innleiða  kerfisbundnari  þekkingu  á  kröfum  kerfisins  og  

hvernig  eigi  að  útfæra  þær.  Þetta  má  gera  með  aukinni  fræðslu  og  aðstoð  við  notkun  og  

innleiðingu  BREEAM.  Þá  yrði  kerfið  ekki  eins  þungt   í  vöfum  og  áhrif  þess  yrðu  ef  til  vill  

meiri  ef  allir  hefðu  betri  skilning  á  því  sem  þeir  væru  að  gera.  Aukin  fræðsla  og  miðlun  

þekkingar  á  milli  verkefna  myndi  einnig  draga  úr  þeirri  vinnu  sem  hvert  hönnunarteymi  

fyrir  sig  virðist  þurfa  að  inna  af  hendi  til  þess  að  læra  hvernig  BREEAM  virkar.  Þannig  mætti  

einnig  draga  úr  kostnaði.  Það  má  þó  velta  því  upp  hvort  að  sú  aðferðafræði  sem  BREEAM  

miðlar,  og  þykir  flókin  í  dag,  verði  orðin  almennari  og  viðteknari  þegar  fram  líða  stundir  

og  meiri  reynsla  verður  komin  á  þessar  aðferðir  almennt.  

Þessi  rannsókn  varpar  ljósi  á  það  hvernig  hefur  tekist  til  með  aðlögun  BREEAM  hér  á  

landi   og   hvar   þarf   að   gera   betur   varðandi   ákveðnar   kröfusetningar   og   umhverfismál   í  

íslenskum   byggingariðnaði   almennt.   Með   þeim   hætti   gefur   rannsóknin   innsýn   í   þá  

möguleika  sem  eru  fyrir  hendi  til  að  sækja  fram    og  tryggja  skilvirkari  þróun  í  átt  að  aukinni  

sjálfbærni   í   byggingariðnaði   á   Íslandi.   Þá   ætti   rannsóknin   að   vera   gagnlegt   innlegg   í  

umræðu   um   vistvottunarkerfi   og   sjálfbærar   lausnir   í   byggingariðnaði   hérlendis.  

Rannsóknin  stuðlar  að  þekkingarsköpun  og  leggur  til  hagnýtar  niðurstöður  fyrir  íslenskan  

byggingariðnað,   sem   og   íslensk   stjórnvöld.   Stjórnvöld   þurfa   að   ganga   fram  með   góðu  

fordæmi  og  tryggja  að  þær  ákvarðanir  sem  teknar  eru  á  vegum  hins  opinbera  hafi  sem  

minnst  neikvæð  áhrif  á  umhverfi,  samfélag  og  efnahag  Íslendinga  þegar  til  lengri  tíma  er  

litið.  BREEAM  er  kjörið  verkfæri  fyrir  stjórnvöld  til  að  skapa  ramma  um  sjálfbæra  þróun  í  

byggingariðnaði  og  til  að  láta  efndir  fylgja  orðum  í  þeim  efnum.  Kerfið  virðist  vel  til  þess  

fallið   að   bæta   gæði,   verkstjórn   og   eftirfylgni   í   byggingarferli,   og   skapar   um   leið  

sameiginlegan   vettvang   til   að   sammælast  um  og  útfæra   sjálfbærar   lausnir   í   íslenskum  

byggingariðnaði.  Til  þess  að  aðlögun  og  notkun  BREEAM  á  Íslandi  eigi  að  ná  fram  að  ganga  

með  skilvirkari  hætti  þurfa  að  koma  til  frekari  hvatar  frá  hinu  opinbera  og  sveitarfélögum.  

Eins   og   er   eru   engir   fjárhagslegir   hvatar   fyrir   því   að   byggja   vistvænt   á   vegum   hins  

opinbera.  Segja  má  að  sóst  sé  eftir  umhverfisvottun  mannvirkja  af  ákveðinni  hugsjón  í  von  

um  betri  og  heilsusamlegri  byggingar  og  fjárhagslegan  ávinning  þegar  fram  líða  stundir.  

Þar   hafa   ráðgjafafyrirtæki   og   FSR   dregið   vagninn   samkvæmt   niðurstöðum   þessarar  

rannsóknar.  Það  vantar  beinu  fjárhagslegu  hvatana  og  þar  með  umbun  fyrir  því  að  ráðast  

í  slík  verkefni.  Fjárhagslegir  hvatar  geta  verið  beinir  styrkir  og  niðurgreiðslur,  hagkvæmari  

Page 105: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

94  

lán,   lægri   fasteignagjöld,   lægri   lóðagjöld,   lægri   vátryggingaiðgjöld   og   lægri   VSK   á  

vistvænum  byggingarvörum  svo  fátt  eitt  sé  nefnt.    

Að   endingu   má   draga   þann   lærdóm   af   þessari   rannsókn   að   sjálfbær   þróun   í  

byggingariðnaði   krefst   samvinnu   og   þekkingar.   Slík   þróun   er   verkefni   sem   að   allir  

hlutaðeigandi   aðilar   verða   að   hjálpast   að   við   ef   vel   á   að   vera,   þar   með   talið   ríki   og  

sveitarfélög.   Auka   þarf   þverfræðilegt   samtal   innan   byggingariðnaðarins,   skapa  

heildstæðan   ramma   um   samfélagsábyrgð   og   stuðla   að   fræðslu   um   umhverfismál   og  

sjálfbæra  þróun.  Þróunarstarf  og  aðlögun  aðferða  og  lausna  í  eins  rótgrónum  iðnaði  og  

byggingariðnaðurinn  er    langtímaverkefni.  Öll  viðleitni  og  tilraunir  til  framfara  og  þróunar  

í  rétta  átt  eru  af  hinu  góða.  Rannsóknir  og  miðlun  er  mikilvægur  liður  í  slíkri  framþróun.    

Page 106: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

95  

Heimildaskrá  

Alyami,  S.  H.  og  Rezgui,  Y.  (2012).  Sustainable  building  assessment  tool  development  approach.  Sustainable  Cities  and  Society,  5,  52-­‐62.  

Asif,  M.,  Muneer,  T.  og  Kelley,  R.  (2007).  Life  cycle  assessment:  a  case  study  of  a  dwelling  home  in  Scotland.  Building  and  Environment,  42(3),  1391-­‐1394.  

Atkinson,  G.  (2009).  Sustainable  development  and  policy:  a  brief  review  of  the  literature  &  current  practice.  Final  Report  to  the  Government  Economic  Service  Group  on  Sustainable  Development,  1-­‐48.    

Attia,  S.,  Gratia,  E.,  De  Herde,  A.,  &  Hensen,  J.  L.  (2012).  Simulation-­‐based  decision  support  tool  for  early  stages  of  zero-­‐energy  building  design.  Energy  and  buildings,  49,  2-­‐15.  

Bagheri,  A.  og  Hjorth,  P.  (2007).  Planning  for  sustainable  development:  A  paradigm  shift  towards  a  process-­‐based  approach  sustainable  development.  Sustainable  Development,  15(2),  83-­‐96.    

Barthorpe,  S.  (2010).  Implementing  corporate  social  responsibility  in  the  UK  construction  industry.  Property  Management,  28(1),  4-­‐17.    

Berardi,  U.  (2011).  Beyond  sustainability  assessment  systems:  Upgrading  topics  by  upscaling  the  assessment.  International  Journal  of  Sustainable  Building  Technology  and  Urban  Development,  2(4),  276-­‐282.    

Berardi,  U.  (2012).  Sustainability  Assessment  in  the  Construction  Sector:  Rating  Systems  and  Rated  Buildings.  Sustainable  Development,  20(6),  411-­‐424.    

Berardi,  U.  (2013).  Clarifying  the  new  interpretations  of  the  concept  of  sustainable  building.  Sustainable  Cities  and  Society,  8,  72-­‐78.  

Berg,  L.    (2009).    Qualitative  Research  Methods  for  the  Social  Sciences  (7.  útg.)  Boston:    Pearson  Education.    

Bowen,  H.  R.  (1953).  Social  responsibilities  of  the  businessman.  New  York:  Harper  Row.    

Bragança,  L.,  Mateus,  R.  og  Koukkari,  H.  (2010).  Building  sustainability  assessment.  Sustainability,  2(7),  2010-­‐2023

BRE.  (2017a).  BRE  Trust  -­‐  About  the  BRE  Trust.  Sótt  af  http://www.bre.co.uk/bretrust/page.jsp?id=2052  

BRE.  (2017b).  BREEAM.  Sótt  af  https://www.bre.co.uk/page.jsp?id=829  

Page 107: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

96  

BRE  Global  Ltd.  (2009).  BREEAM  Europe  Commercial  2009  Assessor  Manual  (SD  5066A:  Issue  1.1).  Sótt  af  http://www.breeam.com/filelibrary/Technical%20Manuals/BREEAM_Europe_Commercial_2009.pdf  

BRE  Global  Ltd.  (2012).  BRREAM  Bespoke  2008  (Scheme  Document  5067  Issue  2.1).  Sótt  af  http://www.breeam.com/filelibrary/Technical%20Manuals/SD5067_2_1_BREEAM_Bespoke_2008.pdf    

BRE  Global  Ltd.  (2016).  BREEAM  International  New  Construction  2016:  Technical  Manual  (Version:  SD233  –  Issue:  1.0).  Sótt  af  http://www.breeam.com/BREEAMInt2016SchemeDocument/  

BREEAM.  (2017a).  What  is  BREEAM?  Sótt  af  http://www.breeam.com/

BREEAM.  (2017b).  Why  BREEAM?  Sótt  af  http://www.breeam.com/why-­‐breeam  

Carroll,  A.  B.  (1999).  Corporate  social  responsibility:  Evolution  of  a  definitional  construct.  Business  &  Society,  38(3),  268-­‐295.  

Carroll,  A.  B.  (2008).  A  History  of  Corporate  Social  Responsibility  –  concepts  and  practices.  Í  Crane,  A.  McWilliams,  A.  Matten,  D.  Moon  og  J.  Sieger,  D.  (ritstj.),  The  87  Oxford  Handbook  of  Corporate  Social  Responsibility  (bls.  19-­‐46).  Oxford:  Oxford  University  Press.    

Garriga,  E.  og  Mele,  D.  N.  (2004).  Corporate  Social  Responsibility  theories:  Mapping  the  territory.  Journal  of  Business  Ethics,  53(1-­‐2),  51-­‐71.  

Cassidy,  R.  (2003).  White  paper  on  sustainability:  Building  Design  and  Construction,  10.  Sótt  af  https://archive.epa.gov/greenbuilding/web/pdf/bdcwhitepaperr2.pdf  

Celik,  B.  G.  (2013).  Exploring  sustainable  development  and  its  interpretation  in  the  built  environment.  Journal  of  Sustainable  Development,  6(12),  83-­‐91.    

Chegut,  A.,  Eichholtz,  P.  og  Kok,  N.  (2014).  Supply,  Demand  and  the  Value  of  Green  Buildings.  Urban  Studies,  51(1),  22-­‐43.  

Clements-­‐Croome,  D.  (2004).  Intelligent  Buildings  Design,  Management  and  Operation.  London:  Thomas  Telford.      

Cooper,  I.  (1999).  Which  focus  for  building  assessment  methods  —  environmental  performance  or  sustainability?  Building  Research  and  Information,  27(4/5),  321-­‐331.    

Cole,  R.  J.  (1998).  Emerging  trends  in  building  environmental  assessment  methods.  Building  Research  and  Information,  26(1),  3-­‐16.    

Cole,  R.  J.  (1999).  Building  environmental  assessment  methods:  clarifying  intentions.  Building  Research  and  Information,  27(4/5),  230-­‐246.    

Page 108: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

97  

Cole,  R.  J.  (2005).  Building  environmental  assessment  methods:  redefining  intentions  and  roles.  Building  Research  and  Information,  35(5),  455-­‐467.    

Cooper,  I.  (1999).  Which  focus  for  building  assessment  method  -­‐  environmental  performance  or  sustainability?  Building  Research  and  Information,  27(4/5),  321-­‐331.    

Cocoyoc  Declaration.  (1974).  United  Nations  Conference  on  Trade  and  Development  (UNCTAD)  symposium  in  Cocoyoc,  (útgefið  í  Development  Dialogue,  Nr.  2).  Uppsala:  Dag  Hammarskjöld  Foundation.  

Conrad,  M.  (2016).  Case  studies.  Fyrirlestur  haldinn  í  námskeiðinu  STJ203F  Qualitative  Research  Methods.  Reykjavík:  Háskóli  Íslands.      

Courtney,  R.  (1997).  Building  Research  Establishment  past,  present  and  future.  Building  Research  &  Information,  25(5),  285-­‐291.  

Crawford,  R.  H.  og  Pullen,  S.  (2011).  Life  cycle  water  analysis  of  a  residential  building  and  its  occupants.  Building  Research  &  Information,  39(6),  589-­‐602.  

Crawley,  D.  og  Aho,  I.  (1999).  Building  environmental  assessment  methods:  application  and  development  trends.  Building  Research  and  Information,  27(4/5),  300-­‐308.    

Dagný  Arnarsdóttir.  (2011).  Samfélagsleg  ábyrgð  fyrirtækja:  grunnlínurannsókn  á  CSR  umræðu  í  íslenskum  fjölmiðlum  (útgefin  MS-­‐ritgerð).  Háskóli  Íslands,  Reykjavík.  Sótt  af  http://skemman.is/item/view/1946/10238  

Dagný  Kaldal  Leifsdóttir.  (2013).  Samfélagsleg  ábyrgð  50  stærstu  fyrirtækja  Íslands;  Fylgja  athafnir  orðum?  (útgefin  MS-­‐ritgerð).  Háskóli  Íslands,  Reykjavík.    

Darko,  A.  og  Chan,  A.  P.  (2016).  Critical  analysis  of  green  building  research  trend  in  construction  journals.  Habitat  International,  57,  53-­‐63.  

Davis,  K.  (1960).  Can  Business  Afford  to  Ignore  Social  Responsibilities?  California  Management  Review,  2(3),70-­‐76.    

DEFRA,  Department  for  Environment,  Food  and  Rural  Affairs.  (2005).  Securing  the  future:  Delivering  UK  sustainable  development  strategy.  London:  HMSO.  Sótt    af  https://www.gov.uk/government/publications/securing-­‐the-­‐future-­‐delivering-­‐uk-­‐sustainable-­‐development-­‐strategy  

DEFRA,  Department  for  Environment,  Food  and  Rural  Affairs.  (2007).  UK  Government  Sustainable  Procurement  Action  Plan:  Incorporating  the  Government  response  to  the  report  of  the  Sustainable  Procurement  Task  Force.  London:  HMSO.  Sótt  af  http://www.sustainabilityexchange.ac.uk/files/sustainableprocurementactionplan.pdf  

Ding,  G.  K.  C.  (2008).  Sustainable  construction  –  The  role  of  environmental  assessment  tools.  Journal  of  Environmental  Management,  86(3),  451-­‐464.    

Page 109: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

98  

Dobbs,  R.,  Oppenheim,  J.,  Thompson,  F.,  Brinkman,  M.  og  Zornes,  M.  (2011).  Resource  Revolution:  Meeting  the  world's  energy,  materials,  food,  and  water  needs.  McKinsey  &  Company,  New  York.  

Efla  verkfræðistofa.  (2010).  Vistvæn  endurhönnun  Höfðabakka  9:  kynning  á  opnum  fundi  Vistbyggðaráðs.  Sótt  af  http://www.vbr.is/files/EFLA_H%C3%B6f%C3%B0abakki%209_%20Vistv%C3%A6n%20h%C3%B6nnun_211010.pdf  

Eichholtz,  P.  M.  A.,  Kok,  N.  og  Quigley,  J.  M.  (2010)  Doing  well  by  doing  good:  green  office  buildings.  American  Economic  Review,  100,  2494-­‐2511.    

Ellen  MacArthur  Foundation.  (2017).  What  is  circular  economy?  Sótt  af  https://www.ellenmacarthurfoundation.org/circular-­‐economy  

EPA,  Environmental  Protection  Agency.  (2008).  Green  Building  Strategy.  Sótt  af  https://archive.epa.gov/greenbuilding/web/pdf/greenbuilding_strategy_nov08.pdf  

EPA,  Environmental  Protection  Agency.  (2017).  Green  building.  Sótt  af  https://archive.epa.gov/greenbuilding/web/html/about.html  

European  Commission.  (2011).  Communication  from  the  Commission  to  the  European  parliament,  the  council,  the  European  economic  and  social  committee  and  the  committee  of  the  regions:  A  renewed  EU  strategy  2011-­‐14  for  Corporate  Social  Resoponsibility  (COM  (2011)  681  final).  Brussel.  Sótt  af  http://eur-­‐lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=COM:2011:0681:FIN:en:PDF  

European  Commission.  (2006).  Communication  from  the  Commission  concerning  Corporate  Social  Responsibility:  Implementing  the  Partnership  for  Growth  and  Jobs:  Making  Europe  a  pole  of  excellence  on  CSR  (COM  (2006)  136  final).  Brussel.  Sótt  af  http://eur-­‐lex.europa.eu/legal  content/EN/TXT/?uri=CELEX%3A52006AE1576  

FESTA,  Samfélagsábyrgð  fyrirtækja.  (2017).  Um  Festu:  Um  Samfélagsábyrgð.  Sótt  af    http://festasamfelagsabyrgd.is/um-­‐samfelagsabyrgd/  

Fischer,  E.  A.  (2010).  Issues  in  green  building  and  the  federal  response:  An  introduction.  DIANE  Publishing,  Collingdale.  

Fisher,  L.  M.  og  Bradshaw,  W.  (2010).  Green  building  and  the  organization  of  development.  46th  Annual  AREUEA  Conference  Paper.  Sótt  af  https://papers.ssrn.com/sol3/papers.cfm?abstract_id=1717093  

Fowke,  R.  og  Prasad,  D.  (1996).  Sustainable  development,  cities  and  local  government:  Dilemmas  and  definitions.  Australian  Planner,  33(2),  61-­‐66.    

Frederick,  W.  C.  (1960).  The  growing  concern  over  business  responsibility.  California  Management  Review,  2,  54-­‐61.    

Fuerst,  F.  og  McAllister,  P.  (2011)  Green  noise  or  green  value?  Measuring  the  effects  of  environmental  certification  on  office  values.  Real  Estate  Economics,  39,  45-­‐69.    

Page 110: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

99  

Garriga,  E.  og  Melé,  D.  (2004).  Corporate  social  responsibility  theories:  Mapping  the  territory.  Journal  of  Business  Ethics,  53(1),  51-­‐71.

GreenBookLive.  (2017a).  Scemes.  Sótt  af  http://www.greenbooklive.com/search/advancedsearchresults.jsp?from=0&companyame=&addressPostcode=&productName=&certNo=&countryId=352&id=217&results_pp=10  

GreenBookLive.  (2017b).Certified  BREEAM  Assessments:  Iceland.  Sótt  af  http://www.greenbooklive.com/search/buildingsearch.jsp?partid=10023&subschemeid=0&subsubschemeid=0&companyName=&developer=&productName=&buildingRating=&certNo=&certBody=&assessorAuditor=&countryId=352&addressPostcode=&standard=&notes=&projectType=&id=202  

GreenBookLive.  (2017c).  Certified  BREEAM  Assessments:  Sweden.  Sótt  af  http://www.greenbooklive.com/search/buildingsearch.jsp?id=202&sectionid=0&partid=10023&projectType=&certNo=&productName=&companyName=&developer=&buildingRating=&certBody=&assessorAuditor=&addressPostcode=&countryId=34&postcode=&scale=7.5  

Green  building  council  Australia.  (2017).  Green  Star:  The  what  and  why  of  certification.  Sótt  af  http://new.gbca.org.au/green-­‐star/  

Haapio,  A.  og  Viitaniemi,  P.  (2008).  A  critical  review  of  building  environmental  assessment  tools.  Environmental  Impact  Assessment  Review,  28(7),  469-­‐482.    

Halldór  Reynisson.  (2005).  Borgar  sig  að  breyta  rétt?:  Um  siðferði  í  viðskiptum.  Glíman,  2,  13-­‐19.

Hennik,  M.,  Hutter,  I  og  Bailey,  A.  (2013).  Qualitative  Research  Methods.  London:  Sage.  

Henningfeld,  J.,  Phol,  M.  og  Tolhurst,  N.  (2006).  The  ICCA  Handbook  on  Corporate  Social  Responsibility.  Chichester:  John  Wiley  &  Sons.

Holmes,  J.  og  Hudson,  G.  (2000).  An  evaluation  of  the  objectives  of  the  BREEAM  scheme  for  offices:  a  local  case  study.  Proceedings  of  cutting  Edge,  1-­‐16.  

Hueting,  R.  og  Reijnders,  L.  (2004).  Broad  sustainability  contra  sustainability:  the  properconstruction  of  sustainability  indicators.  Ecological  Economics,  50(3-­‐4),  249-­‐260.    

IEA,  International  Energy  Agency.  (2005).  Evaluating  Energy  Efficiency  Policy  Measures  &  DSM  Programmes:  A  useful  step  for  demonstrable  progress  and  impacts  of  policies  and  measures  to  reduce  CO2  emissions.  Sótt  af  http://www.ieadsm.org/wp/files/Task1-­‐ST9_evaluation.pdf  

IPCC,  Intergovernmental  Panel  on  Climate  Change.  (2007).  Summary  for  policy  makers:  climate  change,  (IPCC  WG1  fjórða  matsskýrsla).  New  York:  Cambridge  University  Press.    

Page 111: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

100  

ISO,  International  Organization  for  Standardization  15392  (2008).  Sustainability  in  building  construction  –  General  principles.  Sótt  af  https://www.iso.org/standard/40432.html  

ISO,  International  Organization  for  Standardization  ISO  26000.  (2010).  Guidance  on  social  responsibility  (First  edition).  Sótt  af  http://www.cnis.gov.cn/wzgg/201405/P020140512224950899020.pdf  

ISO,  International  Organization  for  Standardization.  (2017).  Standards:  ISO  26000  Social  responsibility.  Sótt  af  https://www.iso.org/iso-­‐26000-­‐social-­‐responsibility.html    

Kibert,  C.  J.  (2016).  Sustainable  construction:  green  building  design  and  delivery.  John  Wiley  &  Sons,  New  York.    

Kim,  M.  J.,  Oh,  M.  W.  og  Kim,  J.  T.  (2013).  A  method  for  evaluating  the  performance  of  green  buildings  with  a  focus  on  user  experience.  Energy  and  Buildings,  66,  203-­‐210.  

Krausmann,  F.,  Gingrich,  S.,  Eisenmenger,  N.,  Erb,  K.  H.,  Haberl,  H.  og  Fischer-­‐Kowalski,  M.  (2009).  Growth  in  global  materials  use,  GDP  and  population  during  the  20th  century.  Ecological  Economics,  68(10),  2696-­‐2705.  

Larsson,  N.  (1998).  Green  Building  Challenge  '98:  International  strategic  considerations.  Building  Research  and  Information,  26(2),  118-­‐121.    

Li,  Y.,  Chen,  X.,  Wang,  X.,  Xu,  Y.  og  Chen,  P.  H.  (2017).  A  review  of  studies  on  green  building  assessment  methods  by  comparative  analysis.  Energy  and  Buildings,  146,  152-­‐159.  

Lean  Construction  Institute.  (2017).  What  is  Lean  Design  &  Constrution?  Sótt  af  https://www.leanconstruction.org/about-­‐us/what-­‐is-­‐lean-­‐design-­‐construction/  

Lowe,  R.  (2007).  Addressing  the  challenges  of  climate  change  for  the  built  environment.  Building  Research  &  Information,  35(4),  343-­‐350.

Markelj,  J.,  Kuzman,  M.  K.  og  Zbašnik-­‐Senegačnik,  M.  (2013).  A  review  of  building  sustainability  assessment  methods.  AR  Arhitektura,  Raziskave,  1,  22-­‐31.  

Markelj,  J.,  Kitek  Kuzman,  M.,  Grošelj,  P.  og  Zbašnik-­‐Senegačnik,  M.  (2014).  A  simplified  method  for  evaluating  building  sustainability  in  the  early  design  phase  for  architects.  Sustainability,  6(12),  8775-­‐8795.    

Martens,  P.  (2006).  Sustainability:  Science  or  fiction?  Sustainability:  Science,  Practice,  &  Policy,  2(1),  36-­‐41.  

Meadows,  D.  H.,  Meadows,  D.  L.,  Randers,  J.  og  Behrens  III,  W.  W.  (1972).  The  limits  to  growth:  a  report  to  the  club  of  Rome.  New  York:  Universe  Books.  

Miller,  N.,  Spivey,  J.  og  Florance,  A.  (2008).  Does  green  pay  off?  Journal  of  Real  Estate  Portfolio  Management,  14,  385-­‐400.    

Page 112: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

101  

NAO,  National  Audit  Office.  (2007).  Building  for  the  future:  Sustainable  construction  and  refurbishment  on  the  government  estate  (Report  by  the  Comptroller  and  Auditor  General,  HC  324  session  2006  –  2007).  Sótt  af  https://www.nao.org.uk/wp-­‐content/uploads/2007/04/0607324.pdf  

Nesteby,  I.,  og  Aarrestad,  M.  E.  (2015).  LPS  som  verktøy  for  å  redusere  påvirkningene  av  push-­‐strategi  i  BREEAM-­‐prosjekter.  Project  paper,  Department  of  Civil  and  Transport  Engineering,  NTNU,  Trondheim,  Norway.  

Nesteby,  Å.  I.,  Aarrestad,  M.  E.,  Lohne,  J.,  og  Bohne,  R.  A.  (2016).  Integration  of  BREEAM-­‐NOR  in  Construction  Projects:  Utilizing  the  Last  Planner  System.  Energy  Procedia,  96,  100-­‐111.  

Norwegian  Green  Bulding  Council.  (2012).  BREEAM-­‐NOR  New  Construction  (version  1.1).  Sótt  af  https://ngbc.no/wp-­‐content/uploads/2015/09/BREEAM-­‐NOR-­‐Engl-­‐ver-­‐1.1_0.pdf  

Norwegian  Green  Bulding  Council.  (2016).  BREEAM-­‐NOR  New  Construction  2016:  Technical  Manual  (SD5075NOR).  Sótt  af  https://ngbc.no/wp    content/uploads/2016/08/BREEAM-­‐NOR-­‐2016_New  Construction_GODKJENT_AV_BRE_250816.pdf  

Norwegian  Green  Bulding  Council.  (2017).BREEAM-­‐NOR.  Sótt  af  http://ngbc.no/breeam-­‐nor/  

Pachauri,  R.  K.,  Meyer,  L.,  Plattner,  G.  K.  og  Stocker,  T.  (2015).  IPCC,  2014:  Climate  Change  2014:  Synthesis  Report.  Contribution  of  Working  Groups  I,  II  and  III  to  the  Fifth  Assessment  Report  of  the  Intergovernmental  Panel  on  Climate  Change.  IPCC.  Sótt  af  https://www.ipcc.ch/report/ar5/syr/  

Parker,  J.  (2012).  The  Value  of  BREEAM:  A  BSRIA  report.  BSRIA.  Sótt  af  http://www.breeam.com/filelibrary/BREEAM%20and%20Value/The_Value_of_BREEAM.pdf  

Porter,  M.  E.  og  Kramer,  M.  R.  (2006).  Strategy  and  society:  the  link  between  competitive  advantage  and  corporate  responsibility.  Harvard  Business  Review,  84(12),  78-­‐92.    

Reykjavíkurborg.  (2015).  Uppbygging  og  framkvæmdir  í  Úlfarsárdal:  Skýrsla  starfshós  til  borgarráðs.  Sótt  af  http://reykjavik.is/sites/default/files/framkvaemdasja/skjol_2014/skyrsla_21sept_2015_ulfarsardalur.pdf  

Sartori,  I.  og  Hestnes,  A.  G.  (2007).  Energy  use  in  the  life  cycle  of  conventional  and  low-­‐energy  buildings:  A  review  article.  Energy  and  Buildings,  39(3),  249-­‐257.  

Schweber,  L.  (2013).  The  effect  of  BREEAM  on  clients  and  construction  professionals.  Building  Research  and  Information,  41(2),  129-­‐145.    

Page 113: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

102  

Schweber,  L.  og  Haroglu,  H.  (2014).  Comparing  the  fit  between  BREEAM  assessment  and  design  processes.  Building  Research  &  Information,  42(3),  300-­‐317.    

Shen,  L.  Y.,  Tam,  V.  W.,  Tam,  L.  og  Ji,  Y.  B.  (2010).  Project  feasibility  study:  the  key  to  successful  implementation  of  sustainable  and  socially  responsible  construction  management  practice.  Journal  of  Cleaner  Production,  18(3),  254-­‐259.  

Snjólfur  Ólafsson,  Brynhildur  Davíðsdóttir  og  Lára  Jóhannsdóttir.  (2014).  Samfélagsábyrgð  íslenskra  fyrirtækja.  Í  Auður  Hermannsdóttir,  Ester  Gústavsdóttir    og  Kári  Kristinsson  (ritstj.),  Vorráðstefna  Viðskiptafræðistofnunar  Háskóla  Íslands  mars  2014  (bls.  139-­‐148).  Sótt  af  http://ibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/vorradstefna/Vorr%C3%A1%C3%B0stefna%202014/16Samf%C3%A9lags%C3%A1byrg%C3%B0.pdf  

Sustainable  Building  Alliance.  (2017).  Schemes  Library:  Building  Research  Establishment  Environmental  Assessment  Method  (BREEAM).  Sótt  af  http://www.sballiance.org/our-­‐work/libraries/building-­‐research-­‐establishment-­‐environmental-­‐assessment-­‐method-­‐breeam/  

Sweden  Green  Building  Council.  (2013).  BREEAM-­‐SE  English  Manual  for  New  Construction  and  Refurbishment.  (Version  2.0,  edition  160222).  Sótt  af  https://www.sgbc.se/docman/breeam-­‐2016/645-­‐breeam-­‐se-­‐engelsk-­‐manual-­‐v2-­‐0/file  

Sweden  Green  Building  Council.  (2017).  Om  BREEAM-­‐SE.  Sótt  af  https://www.sgbc.se/om-­‐breeam-­‐se-­‐meny  

Tam,  V.  W.,  Tam,  C.  M.,  Zeng,  S.  X.  og  Chan,  K.  K.  (2006).  Environmental  performance  measurement  indicators  in  construction.  Building  and  Environment,  41(2),  164-­‐173.  

Teo,  M.  og  Loosemore,  M.  (2003).  Changing  the  environmental  culture  of  the  construction  industry.  In  Construction  Research  Congress:  Wind  of  Change:  Integration  and  Innovation,  1-­‐8.  

Turner,  N.  og  Arif,  M.  (2012).  BREEAM  excellent:  business  value  vs  employee  morale.  Journal  of  Physics:  Conference  Series,  364(1),  012116.  

UNEP.  (2007).  Buildings  and  Climate  Change:  Status,  Challenges  and  Opportunities.  Sótt  af  http://www.unep.org/sbci/pdfs/BuildingsandClimateChange.pdf  

UNEP.  (2011).  Buildings:  Investing  in  energy  and  resource  efficiency.  (In  Part  II  of  Towards  a  Green  Economy:  Pathways  to  Sustainable  Development  and  Poverty  Eradication),  331-­‐374.  Sótt  af  http://eprints.lse.ac.uk/47895/1/__Libfile_repository_Content_Burgett,%20R_Burdet_Buildings_%20investing_energy%20_2011_Rode_Buildings_2011.pdf  

UNEP-­‐SBCI.  (2009).  Sustainable  Buildings  and  Climate  Initiative:  Buildings  and  Climate  Change.  Sótt  af  http://www.unep.org/sbci/pdfs/SBCI-­‐BCCSummary.pdf    

Page 114: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

103  

UNEP-­‐SBCI.  (2014).  Sustainable  Buildings  and  Climate  Initiative:  Greening  the  Building  Supply  Chain.  Sótt  af  http://www.unep.org/sbci/pdfs/greening_the_supply_chain_report.pdf

UNFCCC,  United  Nations  Framework  Convention  on  Climate  Change.  (2006).  UNFCCC  Handbook  (FCCC/  CP/1999/7).  Sótt  af  https://unfccc.int/resource/docs/publications/handbook.pdf  

Verkís  verkfræðistofa.  (2015).  Sundlaugarhönnun  Verkís.  Sótt  af  http://www.verkis.is/um-­‐okkur/frodleikur/frettir/sundlaugarhonnun-­‐verkis  

Vistbyggðarráð.  (2013).  Vistvottunarkerfi  fyrir  byggingar:  Greining  á  hagkvæmni  og  aðlögunarhæfni  erlendra  vottunarkerfa  fyrir  íslenskan  byggingamarkað.  Sótt  af  http://www.fsr.is/media/frettir/Vistvottunarkerfi-­‐fyrir-­‐byggingar.pdf  

Vistbyggðarráð.  (2017).  Um  vistbyggðaráð.  Sótt  af  http://www.vbr.is/efni/fyrirtaekid  

Visthús.  (2017).  Um  verkefnið.  Sótt  af  af  http://visthus.is/category/um-­‐verkefnid/  

Visthús.  (2017).  Vottunarkerfi.  Sótt  5.  maí  2017  af  http://visthus.is/category/vottunarkerfi/  

Vísindavefur  Háskóla  Íslands.  (2000).  Hvaða  tölur  koma  á  eftir  milljón  og  milljarði?  Sótt  af  https://www.visindavefur.is/svar.php?id=446  

Von  Malmborg,  F.  B.  og  Forsberg,  A.  (2003).  Choice  of  energy  data  in  environmental  assessment  of  the  built  environment.  Journal  of  Environmental  Assessment  Policy  and  Management,  5(01),  83-­‐97.  

WCED,  World  Commission  on  Environment  and  Development.  (1987).  Our  CommonFuture.  New  York:  Oxford  University  Press.    

WGBC,  World  Green  Building  Council.  (2013).  The  Business  Case  for  Green  Building:  A  Review  of  the  Costs  and  Benefits  for  Developers,  Investors  and  Occupants.  Sótt  af  http://www.worldgbc.org/news-­‐media/business-­‐case-­‐green-­‐building-­‐review-­‐costs-­‐and-­‐benefits-­‐developers-­‐investors-­‐and-­‐occupants  

Yin,  R.  K.  (2009).  Case  Study  Research:  Design  and  Methods  (4.  útg.).  London:  SAGE  Publications.    

Yin,  R.  K.  (2014).  Case  Study  Research:  Design  and  Methods  (5.  útg.).  London:  SAGE  Publication.  

Younger,  M.,  Morrow,  H.  R.,  Vindigni,  S.  M.  og  Dannenberg,  A.  L.  (2008).  The  Built  Environment,  Climate  Change,  and  Health:  Opportunities  for  Co-­‐Benefits.  American  Journal  of  Preventive  Medicine,  35(5),  517-­‐526.    

Yu,  C.  W.  og  Kim,  J.  T.  (2011).  Building  environmental  assessment  schemes  for  rating  of   IAQ  in  sustainable  buildings.  Indoor  and  Built  Environment,  20(1),  5-­‐15.  

Page 115: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

104  

Zhao,  Z.  Y.,  Shen,  L.  Y.  og  Zuo,  J.  (2009).  Performance  and  strategy  of  Chinese  contractors  in  the  international  market.  Journal  of  Construction  Engineering  and  Management,  135(2),  108-­‐118.  

Zhao,  Z.  Y.,  Zaho,  X.  J.,  Davidson,  K.  og  Zuo,  J.  (2012).  A  corporate  social  responsibility  indicator  system  for  construction  enterprises.  Journal  of  Cleaner  Production,  29-­‐30,  277-­‐289.    

Zuo,  J.  og  Zhao,  Z.  Y.  (2014).  Green  building  research–current  status  and  future  agenda:  A  review.  Renewable  and  Sustainable  Energy  Reviews,  30,  271-­‐2.  

 

 

 

   

Page 116: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

105  

Viðauki  A  

Viðtalsrammi  rannsóknar  

Vistvottunarkerfið  BREEAM.Greining  á  aðlögunarhæfni  matskerfisins  að  

íslenskum  aðstæðum  

Rannsóknarspurningar  

Spurningunum  er  skipt  í  þemu  sem  tengjast  rannsóknarefninu.  Stykkorðin  í  svigunum  eru  

atriði  sem  reynt  er  að  koma  inn  á  í  hverri  spurningu.    

 

Persónulega  reynsla  af  BREEAM    

1.   Hvaða   BREEAM   vottaða   verkefni   hefur   þú   komið   að   og   hvert   var   þitt   hlutverk   í  

vottunarferlinu?    

2.  Hver  er  reynsla  þín  af  því  að  taka  þátt  í  BREEAM  vottuðu  verkefni? (Tæknileg  atriði,  

félagslegi   þátturinn,   umhverfisleg   atriði,   stjórnun,   þekking,   teymisvinna,   hindranir,  

vinnuálag,  kröfur)    

3.  Hverja  myndir  þú  telja  helstu  hvatana  fyrir  því  að  fá  BREEAM  vottun  hérlendis?  (Ákvæði  

í  skipulagslögum,  samfélagsábyrgð,  ímynd,  umhverfisvandamál)    

 

 

Aðlögun  BREEAM  að  íslenskum  byggingariðnaði    

4.  Hverja  myndir  þú   telja  helstu  hvatana   í   íslenskum  byggingariðnaði  hvað  varðar  þær  

kröfur   sem   settar   eru   fram   í   BREEAM?(Auðlindir,   byggingarefni,   þekking,   félagslegi  

þátturinn,  fjármögnun,  stuðningur,  stjórnvöld,  stefnur)    

5.  Hverja  myndir  þú  telja  helstu  hindranirnar  í  íslenskum  byggingariðnaði  hvað  varðar  þær  

kröfur   sem   settar   eru   fram   í   BREEAM?(Auðlindir,   bygginarefni,   loftslag,   þekking,  

félagslegir  þættir,  fjármögnun,  stuðningur,  stjórnvöld,  stefnur)    

 

 

 

Page 117: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

106  

Hönnun  og  ákvarðanataka    

6.   Með   hvaða   hætti   hefur   BREEAM   áhrif   á   ákvarðanatöku   í   ferlinu,   frá   hugmynd   til  

útfærslu?    

7.   Hvers   konar   áhrif   hefur   BREEAM   á   hönnun   bygginga?   Myndir   þú   telja   BREEAM  

lausnarmiðaða  aðferð  hvað  varðar  vandamál  á  hönnunar-­‐  og  byggingarstigi?    

 

Félagsleg  áhrif  BREEAM    

8.  Með  hvaða  hætti  hefur  BREEAM  áhrif  á  daglegt  verklag/rútínu  verkefnateyma  sem  taka  

þátt  í  BREEAM  vottunarferli?    

9.  Hvers  konar  þekkingu  og  tækni  er  miðlað  til  þeirra  sem  taka  þátt  í  vottunarferli?  Hvað  

lærðir  þú  af  þáttöku  í  slíku  ferli?    

 

Vottunarferlið  

10.  Hvaða  atriði  sjálfbærrar  þróunar  er  lagt  mest  áhersla  á  í  vottunarferlinu?    

11.  Myndirðu  segja  að  að  sú  sérfræðiþekking  sem  þú  hefur  í  grunninn  hafi  hjálpað  til  við  

ná  tilsettum  kröfum  sem  gerðar  eru  í  BREEAM?    

12.  Hvernig  upplifðir  þú  hlutverk  og  þáttöku  matsmannsins  í  ferlinu?  Fannst  þér  teymið  

fá  nægilegar  leiðbeiningar  og  aðstoð  í  ferlinu?    

13.  Fannst  þér  vottunarferlið  á  einhvern  hátt  ýta  undir  breiðara  og  þverfræðilegra  samtal  

meðal  ólíkra  starfsgreina/aðila  sem  komu  að  verkefninu?    

 

 

Umhverfisáhrifaflokkar  og  tæknileg  atriði    

14.   BREEAM   er   til   þess   fallið   að   hafa   áhrif   á   ýmsar   hliðar   verkefna   í   gegnum  

umhverfisáhrifaflokkana,  hvar  myndir  þú  segja  að  áhrifa  BREEAM  gætti  einna  helst?  (þ.e.  

undir  hvaða  flokki  eru  áhrifin  greinilegust)    

15.  Geturðu  nefnt  einhver  tæknileg  atriði  sem  væri  hægt  að  bæta  hér  á  landi  til  þess  að  

skora  hærra  í  ákveðnum  umhverfisáhrifaflokkum  í  BREEAM?    

 

Page 118: LOKAEINTAK BREEAM Olga Árnadóttir · 2018-10-15 · Vistvottunarkerfið/BREEAM/ Greining’á’aðlögunarhæfni’matskerfisins’að’ ’íslenskumaðstæðum’! / OlgaÁrnadóttir!!!!!

 

107  

Verðmæti/gildi  BREEAM    

16.  Hvaða  gildi   hefur  BREEAM  haft   fyrir  þitt   fyrirtæki,   hefur  það  aukið   virði/verðmæti  

fyrirtækisins   á   einhvern   hátt?(CSR,   ímynd,   stjórnun,   félagslegir-­‐,   hagfræðilegir-­‐   og  

umhverfislegir  þættir,  grænt  bókhald,  samkeppnisstaða)    

17.  Telurðu  að  fyrirtækið  muni  halda  áfram  að  sækjast  eftir  BREEAM  vottunum  í  komandi  

verkefnum?  Af  hveru/af  hverju  ekki?    

 

Umbætur  og  frekari  aðlögun    

18.  Hvað  mætti  bæta  í  íslenskum  byggingariðnaði  til  þess  að  auðvelda  aðlögun  BREEAM  

að  aðstæðum  hérlendis?(Menntun,  leiðbeiningar,  stjórnýsla,  stuðningur,  fjárhagslegar  

ívilnanir,  vitundarvakning,  rannsóknir,  íslensk  útgáfa,  fjármagn)    

19.  Hvernig  myndirðu  meta  núverandi  stöðu  og  viðhorf  innan  byggingargeirans  á  Íslandi  

varðandi  aðlögun  og  notkun  BREEAM?    

20.  Telur  þú  að  Íslendingar  ættu  að  þróa  íslenska  útgáfu  af  BREEAM,  sem  tekur  mið  af  

íslenskum   lögum   og   reglugerðum?   Ef   svo   er,   hvað   telurðu   að   getið   áunnist  með   því?  

(Stjórnun,  stuðningur  stjórnvalda,  aðgengi,  bættur  árangur)    

21.  Ætti  að  innleiða  BREEAM  í  íslensku  byggingarreglugerðina  og  aðrar  stefnur  sem  við  á?  

Ef  svo  er,  hvernig  myndi  það  styrkja  og  auðvelda  aðlögun  BREEAM  að  íslenskum    

aðstæðum?    

22.   Að   lokum,   er   breytinga   þörf   á   BREEAM   kerfinu   til   að   bæta   það?   Ef   svo   er,   hvaða  

breytingar  eru  áríðandi  að  þínu  mati?