20
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 18. febrúar 2004 · 7. tbl. · 21. árg. Á árunum milli 1991 og 2003 fækkaði Vestfirðingum um 19,55% en á sama tíma fjölgaði landsmönnum um tæp 12%. Vestfirðingar voru 9.740 talsins árið 1991 en voru í lok síðasta árs 7.835. Börnum og unglingum fækkar hraðar því árið 1991 voru Vestfirðingar 16 ára og yngri 2.917 en árið 2003 voru þeir aðeins 2.042 talsins. Hefur því fækkað um 30% í þessum árgöngum á 12 árum. Á þess- um árum fækkaði börnum á grunnskólaaldri um 26,5 % á Vestfjörðum. Mjög miklar sveiflur eru í fækkun milli einstakra ár- ganga. Minnst hefur fækkað í árgangi 16 ára eða tæp 15 % en mest hefur fækkað í árgangi 2 ára eða um tæp 45% á þess- um tólf árum. Vestfirðingum fjögurra ára og yngri hefur á þessum tólf árum fækkað um tæp 40%. [email protected] Mesta fækkun í yngstu aldurshópunum Vestfirðingum fækkaði um 19,55% á 12 ára tímabili frá 1991 - 2003 Innbrot á Sólborg Lögreglunni á Ísafirði var á mánudag tilkynnt um innbrot á leikskólann Sól- borg. Farið hafði verið inn um glugga sem var spennt- ur upp en að sögn lögreglu er ekki að sjá skemmdir eða að einhverju hafi verið stolið. Lögreglan er með málið til rannsóknar og óskar eftir upplýsingum um grunsamlegar manna- ferðir við leikskólann um helgina. [email protected] Unglingar með áfengi Lögreglan á Ísafirði hafði afskipti af fjölda ung- menna aðfaranótt laugar- dags fyrir utan Félags- heimilið í Hnífsdal þar sem haldinn var dansleikur þar sem aldurstakmark var 16 ára. Ungmennin, sem af- skipti voru höfð af voru öll með áfengi í fórum sínum, án þess að hafa aldur til þess. Þau voru á aldrinum frá 15 til 18 ára. Lögreglan segir að regla hafi verið góð inni á dansleiknum og flest ungmennin til fyrir- myndar. KFÍ sigr- aði Hamar KFÍ vann fjórða sigur vetrarins í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnu- dagskvöld er liðið tók á móti liði Hamars í íþrótta- húsinu á Torfnesi. Leikn- um lauk með 89 stigum KFÍ gegn 79 stigum Hver- gerðinga. Stigahæstur í liði KFÍ var Troy Wiley með 33 stig en auk þess tók hann 22 fráköst og varði sjö skot. [email protected] Sunneva Sigurðardóttir sigraði á lokakvöldi Söngvara- keppni Vestfjarða sem haldið var á föstudag. Hún söng lagið Sir Duke sem Stevie Wonder gerði vinsælt og féll það áhorf- endum og dómnefnd í Hömr- um vel að geði. Keppnin var jöfn og spennandi en eins og kunnugt er treysti dómnefndin sér ekki til að fækka keppend- um á næst síðasta kvöldinu og mættu því söngkonurnar fjórar aftur til leiks, að þessu sinni til að keppa um fyrsta sætið. Idol-stjarnan Arndís Ólöf Víkingsdóttir var gestadómari á keppninni en aðrir í dóm- nefnd voru sem fyrr Guð- mundur Hjaltason, Guðmund- ar Óskar Reynisson og Pálína Vagnsdóttir. Salurinn var þétt- setinn og fögnuðu áhorfendur keppendum duglega. Vegleg verðlaun voru í boði og mun Sunneva m.a. halda til Reykja- víkur þar sem hún syngur með Kalla Bjarna í Íslandi í dag á Stöð 2 í mars. Keppninni var stýrt að þeim Benedikt Sigurðssyni og Ing- vari Alfreðssyni, hljómsveit- arstjóra. Hljómsveit kvöldsins skipuðu þeir Halldór Gunnar Pálsson, Hörður Steinbergs- son og Hlynur Kristjánsson. Sunneva Sigurðardóttir sigraði Lokakeppni Söngvarakeppni Vestfjarða fór fram í Hömrum Sunneva náði áheyrendum og dómnefnd á sitt banda með laginu Sir Duke.

Lokakeppni Söngvarakeppni Vestfjarða fór fram ... - bb.is

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk

Miðvikudagur 18. febrúar 2004 · 7. tbl. · 21. árg.

Á árunum milli 1991 og2003 fækkaði Vestfirðingumum 19,55% en á sama tímafjölgaði landsmönnum um tæp12%. Vestfirðingar voru 9.740talsins árið 1991 en voru í loksíðasta árs 7.835.

Börnum og unglingumfækkar hraðar því árið 1991voru Vestfirðingar 16 ára ogyngri 2.917 en árið 2003 voruþeir aðeins 2.042 talsins. Hefurþví fækkað um 30% í þessumárgöngum á 12 árum. Á þess-

um árum fækkaði börnum ágrunnskólaaldri um 26,5 % áVestfjörðum.

Mjög miklar sveiflur eru ífækkun milli einstakra ár-ganga. Minnst hefur fækkað íárgangi 16 ára eða tæp 15 %

en mest hefur fækkað í árgangi2 ára eða um tæp 45% á þess-um tólf árum. Vestfirðingumfjögurra ára og yngri hefur áþessum tólf árum fækkað umtæp 40%.

[email protected]

Mesta fækkun í yngstu aldurshópunumVestfirðingum fækkaði um 19,55% á 12 ára tímabili frá 1991 - 2003

Innbrotá Sólborg

Lögreglunni á Ísafirði vará mánudag tilkynnt um

innbrot á leikskólann Sól-borg. Farið hafði verið innum glugga sem var spennt-ur upp en að sögn lögreglu

er ekki að sjá skemmdireða að einhverju hafi verið

stolið. Lögreglan er meðmálið til rannsóknar og

óskar eftir upplýsingumum grunsamlegar manna-ferðir við leikskólann umhelgina. – [email protected]

Unglingarmeð áfengi

Lögreglan á Ísafirði hafðiafskipti af fjölda ung-

menna aðfaranótt laugar-dags fyrir utan Félags-

heimilið í Hnífsdal þar semhaldinn var dansleikur þarsem aldurstakmark var 16

ára. Ungmennin, sem af-skipti voru höfð af voru öllmeð áfengi í fórum sínum,

án þess að hafa aldur tilþess. Þau voru á aldrinum

frá 15 til 18 ára. Lögreglansegir að regla hafi verið

góð inni á dansleiknum ogflest ungmennin til fyrir-

myndar.

KFÍ sigr-aði Hamar

KFÍ vann fjórða sigurvetrarins í úrvalsdeildinnií körfuknattleik á sunnu-

dagskvöld er liðið tók ámóti liði Hamars í íþrótta-húsinu á Torfnesi. Leikn-

um lauk með 89 stigumKFÍ gegn 79 stigum Hver-

gerðinga. Stigahæstur íliði KFÍ var Troy Wiley

með 33 stig en auk þess tókhann 22 fráköst og varði

sjö skot. – [email protected]

Sunneva Sigurðardóttirsigraði á lokakvöldi Söngvara-keppni Vestfjarða sem haldiðvar á föstudag. Hún söng lagiðSir Duke sem Stevie Wondergerði vinsælt og féll það áhorf-endum og dómnefnd í Hömr-um vel að geði. Keppnin varjöfn og spennandi en eins og

kunnugt er treysti dómnefndinsér ekki til að fækka keppend-um á næst síðasta kvöldinu ogmættu því söngkonurnar fjóraraftur til leiks, að þessu sinnitil að keppa um fyrsta sætið.

Idol-stjarnan Arndís ÓlöfVíkingsdóttir var gestadómariá keppninni en aðrir í dóm-

nefnd voru sem fyrr Guð-mundur Hjaltason, Guðmund-ar Óskar Reynisson og PálínaVagnsdóttir. Salurinn var þétt-setinn og fögnuðu áhorfendurkeppendum duglega. Veglegverðlaun voru í boði og munSunneva m.a. halda til Reykja-víkur þar sem hún syngur með

Kalla Bjarna í Íslandi í dag áStöð 2 í mars.

Keppninni var stýrt að þeimBenedikt Sigurðssyni og Ing-vari Alfreðssyni, hljómsveit-arstjóra. Hljómsveit kvöldsinsskipuðu þeir Halldór GunnarPálsson, Hörður Steinbergs-son og Hlynur Kristjánsson.

Sunneva Sigurðardóttir sigraðiLokakeppni Söngvarakeppni Vestfjarða fór fram í Hömrum

Sunneva náði áheyrendum og dómnefnd á sitt banda með laginu Sir Duke.

07.PM5 12.4.2017, 09:321

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 18. FEBRÚAR 200422222

ISSN 1670 - 021XISSN 1670 - 021XISSN 1670 - 021XISSN 1670 - 021XISSN 1670 - 021X

Útgefandi:Útgefandi:Útgefandi:Útgefandi:Útgefandi:H-prent ehf.

Sólgötu 9, 400 ÍsafjörðurSími 456 4560,Fax 456 4564

Ritstjóri:Ritstjóri:Ritstjóri:Ritstjóri:Ritstjóri:Sigurjón J. Sigurðsson,

sími 892 5362, [email protected]ðamenn:Blaðamenn:Blaðamenn:Blaðamenn:Blaðamenn:

Kristinn Hermannssonsími 863 [email protected]

Halldór Jónssonsími 892 2132

[email protected]óri netútgáfu:Ritstjóri netútgáfu:Ritstjóri netútgáfu:Ritstjóri netútgáfu:Ritstjóri netútgáfu:Sigurjón J. Sigurðsson

sími 892 5362Ljósmyndari:Ljósmyndari:Ljósmyndari:Ljósmyndari:Ljósmyndari:

Halldór Sveinbjörnssonsími 894 6125,[email protected]

Ábyrgðarmenn:Ábyrgðarmenn:Ábyrgðarmenn:Ábyrgðarmenn:Ábyrgðarmenn:Sigurjón J. Sigurðsson og

Halldór Sveinbjörnsson

Sölustaðir á Ísafirði:Sölustaðir á Ísafirði:Sölustaðir á Ísafirði:Sölustaðir á Ísafirði:Sölustaðir á Ísafirði:HamraborgHamraborgHamraborgHamraborgHamraborg, Hafnarstræti

7, sími 456 3166. Flug-Flug-Flug-Flug-Flug-barinnbarinnbarinnbarinnbarinn, Ísafjarðarflugvelli,

sími 456 4772. BónusBónusBónusBónusBónus,Ljóninu, Skeiði, sími 4563230. BókhlaðanBókhlaðanBókhlaðanBókhlaðanBókhlaðan, Hafn-

arstræti 2, sími 456 3123.BensínstöðinBensínstöðinBensínstöðinBensínstöðinBensínstöðin, Hafnarstræti,

sími 456 3574. SamkaupSamkaupSamkaupSamkaupSamkaup,,,,,Hafnarstræti 9-13, sími 4565460. KríliðKríliðKríliðKríliðKrílið, Sindragata 6,

sími 456 3556.

Umboðsaðilar BB:Umboðsaðilar BB:Umboðsaðilar BB:Umboðsaðilar BB:Umboðsaðilar BB:Eftirtaldir aðilar sjá um

dreifingu á blaðinu á þétt-býlisstöðum utan Ísa-fjarðar: Bolungarvík:Bolungarvík:Bolungarvík:Bolungarvík:Bolungarvík:

Sólveig Sigurðardóttir,Hlíðarstræti 3, sími 4567305. Súðavík:Súðavík:Súðavík:Súðavík:Súðavík: Sólveig

Gísladóttir, Arnarflöt 7, sími456 4106. Suðureyri:Suðureyri:Suðureyri:Suðureyri:Suðureyri:

Deborah Anne Ólafsson,Aðalgötu 20, sími 898

6328. Flateyri:Flateyri:Flateyri:Flateyri:Flateyri: GunnhildurBrynjólfsdóttir, Brimnesvegi

12a, sími 456 7752.Þingeyri:Þingeyri:Þingeyri:Þingeyri:Þingeyri: Anna Signý

Magnúsdóttir, Hlíðargötu14, sími 456 8233.

RITSTJÓRNARGREIN

Ráðherrann og Vegagerðin

Lausasöluverð er kr. 250eintakið m.vsk. Áskriftarverð

er kr. 215 eintakið. Veitturer afsláttur til elli- og

örorkulífeyrisþega. Einnigsé greitt með greiðslukorti.

ÚTGÁFAN

,,Dæmalaus umræða hefur farið fram í vikublaðinu og vefritinu BB á Ísafirði um skipu-lagsbreytingar hjá Vegagerðinni. Lengst hefur gengið Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður,eins og oft áður, og einnig leiðarahöfundur BB, sem talar um að ,,enn ein atlagan hafi veriðgerð að Ísafirði.“

Svo mörg eru þau upphafsorð Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra, á vefsíðu hans12. þ.m., að svari við þeirri gagnrýni, sem ákvörðun ráðherrans, um að flytja yfirstjórnVegagerðarinnar á Vestfjörðum í Borgarnes, hefur sætt. Að undanskilinni tilvitnuninni íleiðarann, og að nafni Jóns Bjarnasonar, alþingismanns, bregður fyrir, snýst vörn ráðherransum gömul og ný vinnubrögð Kristins H. Gunnarssonar, alþingismanns, sem fær slaka eink-unn hjá ráðherra.

BB lætur karp þingmanna um eigin afrek sig engu varða. Blaðið mun hins vegar hér eftirsem hingað til bregðast hart við þegar það telur hagsmuni Vestfirðinga í húfi. Svo var í þessutilviki. Ákvörðun ráðherra um að færa yfirstjórn Vegagerðarinnar á Vestfjörðum í Borgarnesvar það eina, sem hönd á festi. Sjálfur varðist ráðherrann allra frétta. Umdæmisstjórinn áVestfjörðum passaði og vegamálastjóri talaði út og suður. Í grein sinni víkur samgöngu-

ráðherra ekki einu orði að gagnrýni bæjarstjórans í Ísafjarðarbæ, sem var höfuðástæðasnarpra viðbragða BB. Til frekari áherslu af þeim vettvangi skal bent á samþykkt bæjarstjórnarÍsafjarðarbæjar frá 5. þ.m. þar sem boðað er til fundar með þingmönnum kjördæmisins ,,tilað ræða þá alvarlegu þróun, sem orðið hefur og ekkert lát virðist á varðandi samdrátt íþjónustu ríkisstofnana og fækkun starfsfólks á þeirra vegum í Ísafjarðarbæ.“ ,,Við minnumá málið æ oftar og spyrjum hvar stefnan sé og hvað er að marka hana t.d. í ljósi breytinga áskipuriti Vegagerðarinnar,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Í Héraðadómi Vestfjarða verður fækkað um einn starfsmann. Stöðugildum hjá Rann-sóknastofnun fiskiðnaðarins á Ísafirði fækkar í fjögur, úr 5,8. 90% af stafsfólki stofnunarinnar,um 300 manns, er í Reykjavík. Ekkert einasta starf á vegum sjávarútvegsráðuneytisins erutan Reykjavíkur. Vaktstöð siglinga er betur komin í Skógarhlíðinni en á Ísafirði að matidómsmálaráðherra. Og þar við situr.

Er nema von að spurt sé: Lá raunverulegur pólitískur vilji að baki yfirlýsingar stjórnvaldaum byggðakjarna á landsbyggðinni? Hvar er stefnan? Er eitthvað að marka hana?

s.h.

Bergur Karlsson eigandi Löndunarþjónustunnar í Bolungarvík

Bótalaus eftir bruna í haustTryggingamiðstöðin, TM,

neitar að bæta Löndunarþjón-ustunni í Bolungarvík hús fyr-irtækisins við Hafnargötu 61sem brann síðasta haust.Brunabótamat hússins er rétttæpar 30 milljónir króna entryggingafyrirtækið hefur boð-ist til að greiða rúmlega 6,4milljónir króna ef fyrirtækiðendurbyggir húsið. Þetta erurétt rúmlega 20 prósent afbrunabótamati hússins, semvar sérhæft sem trésmíðaverk-stæði. Eigandi hússins villendurbyggja húsið en þá liggurfyrir að hann verður að berasjálfur allan kostnað sem erumfram 6,4 milljónir króna.Þá liggur fyrir að verði húsiðekki endurbyggt vill trygg-ingafélagið greiða bætur semmið taka af uppreiknuðu mark-aðsvirði hússins í Bolungar-vík. Frá þessu var greint íFréttablaðinu á mánudag.

„Verði sú ákvörðun tekinað byggja ekki upp aftur verð-um við að fá fasteignasala tilað meta markaðsvirði húss-ins,“ segir í bréfi Trygginga-

miðstöðvarinnar til lögmannsLöndunarþjónustunnar. Berg-ur Karlsson, eigandi Löndun-arþjónustunnar, segir að fram-koma TM í málinu sé óskiljan-leg. Hann kveðst undirbúa aðfara með málið fyrir dómstóla.

„Þeir ætla sér að mismunamér af því húsið er úti á landi.Þessu mun ég ekki una og erað undirbúa málssókn,“ segirhann. Bergur segir að árið1997, þegar hann keypti húsið,hafi hann viljað fá fram lækk-un á iðgjaldi tryggingarinnar,sem hafi að hans mati veriðallt of hátt miðað við staðsetn-ingu og engin von væri til þessað tryggingafélagið greiddi útbætur í hlutfalli við iðgjald eftil kæmi. Hann óskaði eftirþví við TM að iðgjaldið yrðilækkað.

„Svarið var að þeir mættuekki lækka iðgjaldið því þeiryrðu að bæta þann kostnaðsem endurbygging á húsnæð-inu segði til um. Þeir bentumér á Fasteignamat ríkisins íþví skyni að meta húsið niður.Hingað vestur kom maður frá

þeim en niðurstaðan varð súað mat hússins hækkaði úr 19milljónum króna í 23 milljónir.Skoðunarmaðurinn sagði aðmun dýrara væri að endur-byggja húsið en menn gerðusér almennt grein fyrir. Þarvið sat og ég þurfti að greiðaenn hærra iðgjald, og hef borg-að þetta iðgjald öll þessi ár,“

segir Bergur.Hann segir að nú sé komið á

daginn að TM ætli sér ekki aðgreiða út bætur í réttu hlutfallivið iðgjald. Hann sitji uppimeð að hafa misst atvinnuhús-næði sitt sem ekki hafi aðeinsbrunnið að hluta heldur hafiverið jafnað út með stórvirkumvinnuvélum að kröfu Trygg-

ingamiðstöðvarinnar. „Þetta eróskiljanlegt. Ef ég kaupi hjáþeim kaskótryggingu á bíl þáætlast ég til þess að fá samskonar bíl ef eitthvað gerist. Éghef aldrei beðið um annað enað fá húsið endurbyggt og ætlahvorki að græða né tapa á því,“segir Bergur Karlsson, í sam-tali við Fréttablaðið.

Frá brunanum í Bolungarvík í haust.

Kofri ÍS bætist í skipastól SúðvíkingaNýr bátur er að bætast í

skipastól Súðvíkinga. Útgerð-arfélagið Kögri ehf. hefur festkaup á 16 brúttórúmlesta bátfrá Raufarhöfn og hefur hannfengið nafnið Kofri og berhann einkennisstafina ÍS-41.Kofri er smíðaður úr eik á Fá-skrúðsfirði árið 1979 og hétsíðast Öxarnúpur.

Að útgerðarfélaginu Kögraehf. standa þeir feðgar MagnúsÞorgilsson og Halldór Magn-ússon úr Súðavík. Báturinn ernú í slipp á Ísafirði en heldurfljótlega til veiða. Að sögnMagnúsar er ekki endanlegaákveðið á hvaða veiðar Kofrifer þar sem menn bíða niður-stöðu rækjurannsókna í Ísa-fjarðardjúpi.

[email protected] Kofri ÍS-41 frá Súðavík.

07.PM5 12.4.2017, 09:322

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 33333

STYRKVEITINGAR Á ÁRINU 2004Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæj-ar auglýsir til umsóknar styrki nefnd-arinnar á árinu 2004. Allir þeir erstarfa að lista- og/eða menningarmál-um í Ísafjarðarbæ (einstaklingar, fé-lagasamtök og stofnanir) eiga mögu-leika á styrkveitingu samkvæmt nán-ari ákvörðun nefndarinnar.Umsóknarfrestur er til 15. mars nk.Umsóknum ber að skila skriflega áskrifstofu Ísafjarðarbæjar að Hafnar-stræti 1 á Ísafirði, merkt: Menningar-málanefnd, styrkveitingar 2004.Formaður menningarmálanefndar.

TJÖRUHÚS Í NEÐSTAKAUPSTAÐMenningarmálanefnd Ísafjarðarbæj-ar auglýsir eftir rekstraraðila fyrirveitingarekstur í Tjöruhúsi í Neðsta-kaupstað á Ísafirði, sumarið 2004.Umsóknarfrestur er til 15. mars nk.Umsóknum skal skila skriflega áskrifstofu Ísafjarðarbæjar að Hafnar-stræti 1 á Ísafirði.Frekari upplýsingar gefur bæjarritariá skrifstofu Ísafjarðarbæjar á Ísafirði,sími 450 8000 eða í tölvupósti á net-fangið [email protected]

Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar.

Óska eftir aukafjárveitingu vegna öryggisbúnaðar á skíðasvæðið

Öryggisbúnaður frumskilyrðisvo hægt sé að halda stórmótÍþrótta- og æskulýðsnefnd

Ísafjarðarbæjar hefur lagt tilað veitt verði aukafjárveitingað fjárhæð 700 þúsund krónurtil að kaupa öryggisbúnað fyrirskíðasvæðið á Ísafirði. Áður

hafði nefndin samþykkt aðkostakaup á öryggisbúnaði tilmótshalds ásamt SkíðafélagiÍsfirðinga en ekki var gert ráðfyrir útgjöldunum í fjárhags-áætlun.

Í bókun nefndarinnar segirað leitað hafi verið allra leiðainnan núverandi fjárhagsáætl-unar til að fjármagna kaupinog vegna samdráttar í fjárveit-ingum til skíðasvæðisins sé

fjármagn ekki fyrir hendi. Þábókar nefndin að hún telji kaupá búnaðinum frumskilyrðiþess að hægt sé að halda stór-mót eins og skíðalandsmót ogalþjóðamót. – [email protected]

Ísafjarðarbær

Hyggst auglýsa eftirsumarbústaðalóðum

Ísafjarðarbær hefur íhyggju að auglýsa eftir land-eigendum sem hafa yfir aðráða heppilegu landi undirsumarsbústaði og eru tilbún-ir til samstarfs um skipu-lagningu sumarhúsabyggð-ar. Sigurður Mar Óskarsson,bæjartæknifræðingur segirbæinn sjálfan ekki ráða yfirmiklu landi sem væri hægtað skipuleggja fyrir sumar-bústaðabyggð, helst kæmi tilgreina nágrenni sumarbú-staðabyggðarinnar í Tungu-dal og við Seljaland í Álfta-firði. „Meiningin er að reynaað finna heppileg svæði semyrðu þá skilgreind sem sum-arbústaðalönd í aðalskipu-lagi“, segir Sigurður Mar.

Sumarbústaðaland Ísfirð-inga í Tungudal er nú nær

fullbyggt. Þar eru sex lóðirlausar og hefur umhverfis-nefnd þrýst á lóðahafa aðbyggja á lóðunum eða skilaþeim inn.

Magnús Reynir Guð-mundsson, bæjarfulltrúiflutti tillögu í bæjarstjórn ílok desember þess efnis aðkannað yrði hvort hægt værikoma við fleiri lóðum íTungudal. Þá lagði hann tilað unnið yrði að skipulagiSeljalands og loks að kann-aðir yrðu möguleikar áskipulagningu sumarbú-staðabyggðar landi Ísafjarð-arbæjar eða nágrannasveit-arfélaga ef þurfa þykir. Íkjölfarið fól umhverfisnefndbyggingarfulltrúa að aug-lýsa eftir landeigendum tilsamstarfs. – [email protected]

Söngvaskáld úr Öndunar-firði og Dýrafirði héldu tón-leika í félagsheimilinu á Þing-eyri á sunnudagskvöld oggerðu gestir þeirra góðan rómað.

Ein helsta driffjöðrin aðsamkomunni var trúbadorinnSiggi Björns frá Flateyri. Aukhans tróðu upp Olavi Körrefrá Eistlandi sem er afar fjöl-hæfur tónlistarmaður og starf-ar sem tónlistarkennari á Þing-eyri, Lýður Árnason, læknirog fjöllistamaður á Flateyriþótti fara á kostum og laga-smiðurinn og trúbadorinn Þór-

hallur Arason á Þingeyri áttimarga góða takta.

Fleiri stigu á svið og áttuþar góða spretti m.a. Óli popp,Sigurður Hafberg, sundlaugar-vörður á Flateyri, KristrúnLind Birgisdóttir, úr kvenna-söngsveitinni Eyrarrósunum,og Sigurður Friðrik Lúðvíks-son, tónlistarkennari á Ísafirði,en hann var eini skemmtikraft-urinn í hópnum sem er búsetturnorðan Vestfjarðaganga.

Kvöldið þótti takast vel ogvarð feiknagóð stemmning ísalnum.

[email protected] Körre, Siggi Björns og Þórhallur Arason. Mynd: PállÖnundarson.

Tróðu upp á ÞingeyriSöngvaskáld úr Önundarfirði og Dýrafirði

Vel heppnaðir góðgerðar-tónleikar í Ísafjarðarkirkju

Góðgerðartónleikar voruhaldnir í Ísafjarðarkirkju álaugardag til styrktar börn-um Kristínar Ólafsdóttur áTálknafirði sem lést fyrirskömmu. Á tónleikunumsem báru yfirskriftina „Ljós-ið-vonin-kærleikurinn“sungu Ardís Ólöf Víkings-dóttir og Benedikt Sigurðs-son ljúf lög við undirleikIngvars Alfreðssonar ogHalldór Gunnars Pálssonar.Einnig sungu þau með Gos-pelkór Vestfjarða undirstjórn Pálínu Vagnsdóttur.Pálína var kynnir á tónleik-unum. Fjölmenni hlýddi ognotuðu margir ungir aðdá-endur tækifærið til að falasteftir eiginhandaráritun Ar-dísar Ólafar að þeim lokn-um.

Aðgangur að tónleikun-um var ókeypis en óskaðvar eftir frjálsum framlögumá staðnum og söfnuðust þar142.751 króna. 35 þúsundkrónum var safnað eftir öðr-um leiðum og voru því allskr. 177.751 lagðar inn áreikning sem stofnaður hef-ur verið í Íslandsbanka áÍsafirði til styrktar börnumKristínar sem eru á aldrinum11-24 ára. Faðir þeirra ogeiginmaður Kristínar lést af

slysförum fyrir fimm árum.Reikningur söfnunarinnarverður opinn næstu daga viljifólk leggja söfnuninni lið.Reikningsnúmerið er 0556-14-602323 kt. 230375-4109.Þá má minna á að Tálknfirð-inga stofnuðu söfnunarreikn-ing handa systkinunum íSparisjóði Vestfirðinga áTálknafirði og er reiknings-númerið 1118-18-645050 kt.300979-4329. – [email protected]

Benedikt Sigurðsson afhendir Önnu Ragnheiði Grétars-dóttur, þjónustufulltrúa í Íslandsbanka, söfnunarbaukinn.

Á tónleikunum sungu Ardís og Benedikt með Gospelkórnum. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson.

07.PM5 12.4.2017, 09:323

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 18. FEBRÚAR 200444444

Menningarmálanefnd Ísa-fjarðar opnaði sýningu í Safna-húsinu á Ísafirði á sunnudagtil minningar um að 100 ár eruliðin frá upphafi heimastjórnará Íslandi. Sögulegur fróðleikurer birtur á veggspjöldum ogkryddað með myndum af

samtímanum.Bæjarbúum og gestum

þeirra var boðið til opnunar-innar og veitti menningar-málanefnd kaffi og kökur. Þvíer óhætt að segja að sýningar-gestir hafi rennt fróðleiksmol-unum niður með rjúkandi

kaffisopa. Sýningin er annardagskrárliðurinn af þremursem Ísafjarðarbær sér um ogfellur inn í heildardagskrá há-tíðarnefndar forsætisráðuneyt-isins. Þriðji og síðast atburð-urinn er málþing sem ætluniner að halda á Ísafirði 19. júní.

Aldarafmæli heimastjórn-ar fagnað í Safnahúsinu

Vel fór á með þeim Áslaugu Alfreðsdóttur, Einari K. Guðfinnssyni og Ólafi Erni Ólafssyni.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Þorsteinn Traustason, starfsmaðurHjólbarðaverkstæðis Ísafjarðar mættu með spúsum sínum, sagnfræðingunum Jónu SímoníuBjarnadóttur og Guðfinnu M. Hreiðarsdóttur.

Sigurður Th. Ingvarsson, Gunnlaugur Jónasson og Jón Páll Halldórsson skoða sýningargripií Safnahúsinu.

07.PM5 12.4.2017, 09:324

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 55555

Innleiðing svokallaðrar skipaverndar í Ísafjarðarhöfn

Stofnkostnaðurinn nemurum fimm milljónum króna

Guðmundur M. Kristjáns-son, hafnarstjóri Ísafjarðar-bæjar segir áætlanir gera ráðfyrir um fimm milljóna krónastofnkostnaði vegna innleið-ingar svokallaðrar skipavernd-ar í Ísafjarðarhöfn. Að sögnGuðmundar verður Sundahöfngirt af og tekið á móti skipumsem falla undir skipavernd þar.Hann segir ætlun hafnaryfir-valda að uppfylla reglurnarmeð eins litlum aukakostnaði

og hægt er.„Síðan þurfum við að hafa

starfsmenn vinnandi í kringumþetta og gerum ráð fyrir aðinnheimta þann kostnað afskipafélögunum sem nýtaþjónustuna“, segir Guðmund-ur. Morgunblaðið greinir fráþví að hjá Akureyrarhöfn eráætlað að verja um fimmtánmilljónum í stofnkostnaðvegna skipaverndar og er gertráð fyrir fimm milljónum

króna í rekstrarkostnað árlega.Hjá Reykjavíkurhöfn er reikn-að með að verja 150-200 millj-ónum króna í stofnkostnaðvegna skipaverndar.

Verið er að innleiða reglurum skipavernd um allan heimí kjölfar atburðanna í NewYork 11. september 2001.Reglurnar byggja á skuldbind-ingum sem Alþjóðasiglinga-málastofnunin hefur samþykktog Ísland undirgengst. Guð-

mundur segir skipaverndina nátil allra skipa yfir 500 brúttó-tonnum sem flytji annað hvortfarm eða farþega.

Þannig ná reglurnar til flutn-ingaskipa sem koma reglulegatil Ísafjarðarhafnar, m.a.Mánafoss Eimskipafélagsinsog fiskflutningaskipanna Flor-inda og Ludvig Andersen aukskemmtiferðaskipa. Stefnt erað því að ný lög um skipaverndtaki gildi 1. júlí. Hafnarsvæðið á Ísafirði.

Ferðavenjukönnun Ferðamálaráðs Íslands

Mestur áhugi á að ferðastum Vesturland og Vestfirði

Vesturland og Vestfirðir er þau landssvæði sem Íslendingumfinnst mest spennandi til ferðalaga samkvæmt ferðavenju-könnun Ferðamálaráðs. Af svarendum í könnuninni nefndu28,6% Vesturland og Vestfirði en næst í röðinni kom Austurlandog Austfirðir með 15,1% og Norðurland með 13,6%. Hálendiðnefndu 12,7% og Suðurland 10,4%. Óneitanlega kemur nokkuðspánskt fyrir sjónir að skoða Vesturland og Vestfirði sem eittlandssvæði enda innbyrðis ólíkt og geysilega víðfeðmt, allt fráHvalfjarðarbotni að Hornbjargi.

Ársæll Harðarson, markaðsstjóri Ferðamálaráðs, segir spurn-inguna hafa verið opna í könnuninni og því hafi ekki verið lagtupp með fyrirfram skilgreinda svarmöguleika. „Svona kemurþetta upp úr fólki. Auðvitað væri mjög forvitnilegt að getagreint þetta betur niður og því hefði verið æskilegt, eftir á aðhyggja, að hafa að auki í könnuninni sams konar spurningumeð fyrirfram skilgreindum svarmöguleikum.“

Þannig eru einstaka svæði innan Vesturlands og Vestfjarðaeinnig nefnd og sögðu 4,7% aðspurða að mest spennandi

svæðið til ferðalaga væri Snæfellsnes, 1% nefndu Strandir og0,6% Hornstrandir. Ársæll telur skýra mikinn áhuga á Vestur-landi og Vestfjörðum að landsmenn hafi skoðað svæðið minnaen önnur. „Þannig tel ég að margir hafi svarað með það í hugaað þeir ættu Vesturlandið og Vestfirðina eftir. Að sama skapikemur Austurland líka mjög sterkt inn.

Þetta endurspeglar mjög jákvæða þróun að mínu mati. Fólkivirðist langa að fara á staði sem hafa fallega náttúru og þróaðaferðaþjónustu en eru ekki að gera út á fjöldaferðamennsku.“Hann segir tækifæri fyrir vestfirska ferðaþjóna að sökkva sérofan í niðurstöðurnar og reyna að kynnast hinum stóra áhuga-sama hópi betur. „Það er forvitnilegt að spá í hvað það er semfólkið vill og hverjir mynda hópinn t.d. ef litið er til aldurs,menntunar, tekna og fleiri þátta. Við vonumst til að menn notikönnunina sér til framdráttar og erum reiðubúnir til aðstoða viðgreiningu á niðurstöðum“, sagði Ársæll.

Könnunin var gerð í desember af IMG-Gallup og byggði á1.400 manna slembiúrtaki úr þjóðskrá. – [email protected]

Grunnskólinn á Ísafirði

Lús finnst meðalyngstu nemenda

Örfá tilvik um lús hafafundist í yngstu bekkjumGrunnskólans á Ísafirði á síð-ustu dögum. SkarphéðinnJónsson, skólastjóri GÍ segirí pistli á heimasíðu skólansað sent hafi verið dreifibréftil foreldra barna í þeim ár-göngum þar sem lúsartilvikinhafa komið upp. Hann biðurforeldra að bregðast við ísamræmi við leiðbeiningarskólahjúkrunarfræðings og

segir sjálfsagt fyrir alla aðvera á varðbergi.

Lúsin lifir ennþá góðu lífimeðal manna og skiptir ekkimáli hversu siðmenntaðareða þrifnar þjóðirnar eru,eins og pistlahöfundurheimasíðunnar doktor.iskemst að orði. Þar segir aðreglulega komi upp faraldr-ar, einkum þar sem börn erusaman, s.s. í leik- og grunn-skólum. – [email protected]

Idol-Stjörnuleit Stöðvar 2

Forkeppni á Ísa-firði næsta haust

Forkeppni fyrir næstu Id-ol-Stjörnuleit mun meðalannars fara fram á Ísafirði.Þetta kemur fram í viðtalivið Heimir Jónasson dag-skrárstjóra Stöðvar 2 í Frétta-blaðinu. Í viðtalinu segirHeimir að ákveðið hafi veriðað bæta Ísafirði og Egils-stöðum við og haldnar verðiprufur á báðum þessum stöð-um.

„Við viljum ná fólki frá

öllum landshlutum og menngeta farið að undirbúa sig“,segir hann í viðtalinu. Hannsegist einnig vonast til aðÍslendingar af erlendumuppruna noti tækifærið í árog sláist í hópinn. „Til dæm-is búa fjölmargir íslenskirPólverjar á Vestfjörðum.“

Gert er ráð fyrir að Idol-Stjörnuleit fari í loftið á svip-uðum tíma og í fyrra eða íbyrjun október. – [email protected]

Tálknafjarðarhreppur

Sveitarstjórinn hættirÓlafur Magnús Birgisson

sveitarstjóri Tálknafjarðar-hrepps hefur sagt starfi sínulausu. Mun hann láta af störf-um á vormánuðum eða eftirnánara samkomulagi viðsveitarstjórn. Ólafur hefurverið sveitarstjóri á Tálkna-firði síðan í marsmánuði árið2000.

Eiginkona Ólafs er Helga

Þórdís Guðmundsdóttirskólastjóri Tónlistarskólansá Tálknafirði. Í samtali viðblaðið sagði Ólafur að hugurþeirra hjóna stæði til fram-haldsnáms erlendis í hausten ekki væri ákveðið hvertþau færu til náms.

Starf sveitarstjóra verðurauglýst laust til umsóknar ánæstunni. – [email protected]

Hafnfirðingar leita í smiðju til VáVest hópsins um vímuvarnir

Eftirtektarvert hvernig tekist hefurað virkja samfélagið gegn vímuefnum

Átta fulltrúar frá ýmsumstofnunum í Hafnarfirði voruí heimsókn á Ísafirði í síðustuviku til að kynna sér starfsemiVá-Vest vímuvarnarhópsins.Hlynur Snorrason hjá VáVesthópnum segir það mjögánægjulegt að Vestfirðingaséu komnir „í útflutning“ ogfarnir að miðla af reynslu sinni.Páll Ólafsson, félagsráðgjafi,segir félagsþjónustu Hafnar-fjarðar, lögregluna, framhalds-skólana og fleiri aðila hafatekið saman höndum til aðbæta unglingamenninguna íbænum og hafi unnið að því írúmt ár.

Hann segir Hafnfirðingahafa viðurkennt að ástandiðhafi verið óviðunnandi í bæn-um og síðan hafa ólíkir stofn-anir unnið að því að þróa sam-starfsgrundvöll. Þau hafi heyrtmikið af VáVest hópnum og

vilji kynnast starfi hans til aðfinna aðferðir sem gætu áttvið í Hafnarfirði. Helgi Gunn-arsson, hjá lögreglunni í Hafn-arfirði, segir eftirtektarvert að

á norðanverðum Vestfjörðumhafi tekist að virkja samfélagiðí baráttunni gegn vímuefnum.Í Hafnarfirði hafi ólíkar stofn-anir tekið höndum saman en

næsta skref sé að fá samfélagiðtil liðs við baráttuna.

Hópurinn hitti fulltrúa Vá-Vest hópsins í Gamla apótek-inu. – [email protected]

Hafnfirðingarnir ásamt fulltrúum VáVest hópsins fyrir utan Gamla apótekið.

07.PM5 12.4.2017, 09:325

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 18. FEBRÚAR 200466666

VestfirðingurVestfirðingurVestfirðingurVestfirðingurVestfirðingurvikunnar

Nafn: Jónas Guðmundsson.Fædd/-ur, hvar og hvenær: Í Reykjavík, 28. maí 1958.Atvinna: Sýslumaður í Bolungarvík.Fjölskylda: Eiginkona, Sólrún Geirsdóttir og eigumvið saman þrjú börn, Halldóru 9 ára, Þórhildi Bergljótu6 ára og Einar geir á öðru ári. Átti áður Helgu Theo-dóru, 14 ára sem býr í Reykjavík.Helstu áhugamál: Lítill tími fyrir utan vinnu og fjöl-skyldu. Helst að maður verji honum í að reyna aðfylgjast með sem flestu sem er eð gerast í heiminumog koma sínum málum áleiðis. Annars eru það ferða-lög og lestur. Þá legg ég mikið á mig til að missa ekkiaf badmintontímum.Bifreið: Land Rover Discovery, árg 2001.Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Range Rovers.Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill?Leikari, bóndi, flugmaður, stjórnmálamaður og læknir,allt nema lögfræðingur.Uppáhalds matur?Mér finnst faglega matreiddursaltfiskur alltaf spennandi.Versti matur sem þú hefur smakkað? Selkjöt.Uppáhalds drykkur? Ég er mjög háður kaffi og svoauðvitað rauðvínið með saltfiskinum.Uppáhalds tónlist? Rokk áranna 1965 til 1975.Uppáhalds íþróttamaður eða félag? UMFB og ekkiannað hægt en að dást af þrautseigjunni í Jóni Arnaritugþrautarmanni.Uppáhalds sjónvarpsefni? Góðir fræðsluþættir umsögu, samfélag, náttúru og góðar glæpamyndir.Uppáhalds vefsíðan? andriki.is – haldið úti af ungufólki sem þorir að segja á mannamáli oft óvinsælarskoðanir sínar og rökstyðja þær.Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Forrest Gumphlýtur að koma sterklega til greina.Fallegasti staður hérlendis? Snæfellsnesið meðjöklinum hefur mikinn sjarma.Fallegasti staður erlendis? Vierwaldstattersee íSviss.Ertu hjátrúarfull(ur)? Ég segði ósatt ef ég neitaði því.Uppáhalds heimilistækið? Væri í vondum málumán uppþvottavélarinnar. Einnig gæti ég illa verið ánfartölvunnar ef hún telst heimilistæki.Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Vera ísamvistum við afkomendurna þegar vel liggur á öllum.Hvað fer mest í taugarnar á þér og hvers vegna?Óheilindi. Tekur orku og dregur úr trú á mannkyniðHvað gerir þú til að láta þér líða vel? Fer í sauna ísundlaug Bolungarvíkur.Áttu þér leyndan draum sem þú ætlar að láta ræt-ast? Já, klára Stranddalaveg!Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í?Það er fleira en tölu verður komið á. Eitt af því er þaðþegar ég flutti frá Reykjavík til Stykkishólms á sínumtíma til að vinna hjá sýslumanni. ég var á vanbúnumsendiferðabíl með fátæklega búslóð mína og bíllinnrann aftur á bak í hálku og halla og út af veginum. Égþurfti að fara á puttanum á leiðarenda og fá lögreglu-aðstoð til að draga bílinn upp.Ef þú værir bæjarstjóri í einn dag, hverju myndirþú breyta? Að hægt væri að kaupa bjór og léttvín íBolungarvík, treysti bæjarbúum fullkomlega til aðumgangast það og e.t.v. beita mér fyrir raunhæfumhámarkshraða í nágrannabyggðum.Lífsmottó? Vinna og vona. Spero et laboro sögðuRómverjarnir.

Vill fá aðkaupa bjórog léttvín í

Bolungarvík

Brettaframleiðsla til söluÁgúst og Flosi ehf., hafa til nokkurra ára

verið með brettaframleiðslu á Ísafirði og erhún núna til sölu.

Upplýsingar veitir Torfi í síma 456 5500.

Arnar G. Hinriksson hdl.Silfurtorgi 1 • Ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243

FasteignaviðskiptiHef til sölu

fasteignir víðaá Vestfjörðum

Allar nánari upplýsingareru veittar á skrifstofu

Föstudaginn 6.febrúar s.l.var gerður starfslokasamning-ur við fjórar fóstrur á leikskól-anum Bakkaskjóli í Hnífsdal.Því miður náðust ekki sættir íþessu erfiða máli og því fórsem fór. Uppsagnarfresturþeirra rennur hinsvegar ekkiút fyrr en 1. mars.

Okkur foreldrum var tjáð,

bæði af bæjarstjóra og yfir-manni Skóla- og fjölskyldu-skrifstofu, að búið væri aðmanna stöðurnar og því þyrftiekki að auglýsa enda nóg affólki. Í þeirri trú mættum viðallflest með börnin okkar ámánudegi. En ekki stóð steinnyfir steini. Ráðin var leikskóla-stjóri til bráðbirgða í einn mán-

uð, og var hún sú eina af nýjafólkinu sem var í vinnu frámánudegi til föstudags. Nýfóstra mætti á hverjum degiog ein dvaldi til að mynda íhálfan dag. Þegar við leituðumupplýsinga hjá Skóla- og fjöl-skylduskrifstofu fengum viðþær upplýsingar að verið væriað „redda“ málunum.

Það er einkennileg stefnafræðsluyfirvalda að reka leik-skóla með reddingum. Þaðvoru þung spor fyrir okkur for-eldra að mæta með börninokkar síðastliðna viku. Það eralveg ljóst að börn þurfa ör-yggi og festu og þau vinnu-brögð sem fræðsluyfirvöldhafa viðhaft í þessu viðkvæmamáli er þeim ekki til sóma.Eins og deilan snéri að okkursem foreldrum fjallaði húnfyrst og fremst um „praktísk-ar“ hliðar en smátt og smáttbreyttist hún í deilur millimanna og í öllu ferlinugleymdust börnin okkar. Þaðer alvarlegast að sú stofnunsem á að standa vörð um hags-muni okkar foreldra og barn-

anna brást þ.e.a.s. Skóla- ogfjölskylduskrifstofa.

Börnin okkar sakna þeirrakvenna sem létu af störfum ogþað gerum við foreldrarnirlíka. Sú stefna sem rekin var áBakkaskjóli var mannbætandibæði fyrir börn og fullorðna.Góður andi ríkti á skólanumog alltaf var vel tekið á mótiokkur með brosi og hlýju við-móti. Þar ríkti fullkomið traustmilli barna, foreldra og fóstra.Við þökkum þessum góðukonum fyrir vel unnin störf ogfyrir alla þá hlýju sem þærveittu börnunum okkar. Viðbjóðum líka nýjar fóstrur vel-komnar til starfa og vonum aðsá góði andi sem ríkt hefur áBakkaskjóli megi áfram ríkja,börnunum okkar til heilla.

Anný Guðmundsdóttir,Gabríela Aðalbjörnsdóttir,

Gerður Einarsdóttir, GerðurÓlafsdóttir, Guðrún Jóns-

dóttir, Gyða Jónsdóttir,Heba Halldórsdóttir, Marij

Colruyt, Sigrún Hinriks-dóttir, Rúna Gunnarsdóttir.

Ekki stóð steinn yfir steiniForeldrar barna á leikskólanum Bakkaskjóli í Hnífsdal skrifa

Elías Oddsson fulltrúi í fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar

Vill kanna sameininguhluta grunnskólanna

Elías Oddsson, fulltrúi ífræðslunefnd Ísafjarðarbæjar,lagði á dögunum fram tillögurí sex liðum um breytingar árekstri grunnskólanna í Ísa-fjarðarbæ. Elías leggur til aðstofnaður verði vinnuhópur

sem hafi það að markmiði aðauka samvinnu milli skólabæjarins og að kannað verðihvort ekki sé tímabært að sam-eina 8., 9. og 10. bekki skól-anna á Ísafirði, Flateyri ogSuðureyri.

Einnig vill Elías að kannaðverði hvort ekki megi endur-skoða stjórnskipulag skólannaog hvort hægt sé að nýta hús-næði skólanna betur. Þá leggurhann til að athugað verði hvorthægt sé að ná fram hagræðingu

með því að bjóða út matseldfyrir skólana. Elías leggureinnig til að tæknideild bæjar-ins eða Fasteignum Ísafjarðar-bæjar ehf. verði falin umsjónmeð fasteignum þeim er heyraundir fræðslunefnd. – [email protected]

Verslunarrekstur hefst á nýjan leik í Hnífsdal

Fimman opnaði á föstudagVerslunin Fimman var

opnuð við Strandgötu 5 íHnífsdal síðdegis á föstu-

dag. Á boðstólum eru sæl-gæti, nýlenduvörur oggjafavörur en að auki

verða leigð út myndbönd.Eigandi verslunarinnar er

Kristján Ívar Sigurðssonsem hefur unnið að undir-

búningi rekstursins í meiraen ár en sótt var um starfs-

leyfi til umhverfisnefndarÍsafjarðarbæjar í janúar á

síðasta ári. „Þetta hefurþokast smám saman

áfram. Bæði hefur drjúgurtími farið í að standsetja

húsið og eins að hugsa umhvernig búðin ætti að

vera“, segir Kristján. Fyrstum sinn verður búðin opin

frá tólf á hádegi til níu á

kvöldin virka daga en eitt-hvað lengur á laugardög-

um og frá hádegi, frameftir degi á sunnudögum.„Síðan eigum við eftir aðþróa eftir viðtökunum og

reiknum með að hafalengri opnunartíma í sum-ar“, sagði Kristján. Engin

verslunarrekstur hefurverið í Hnífsdal síðustu

árin. Húsið Strandgata 5

stendur rétt við aðalveginnfyrir neðan brekku. Á sín-

um tíma var Bakki hf. meðskrifstofur í húsinu og áð-ur mun Kaupfélag Ísfirð-inga hafa rekið þar útibú.

Feðgarnir Kristján Ívar og Eyþór Ingi við búðarborðið í Fimmunni.

07.PM5 12.4.2017, 09:326

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 77777

Lögreglan á ÍsafirðiLögreglan á ÍsafirðiLögreglan á ÍsafirðiLögreglan á ÍsafirðiLögreglan á Ísafirði

Verkefnisstjórn um eflingu sveitarstjórnarstigsins heimsótti Ísafjörð í síðustu viku

Fjallað um sameiningu sveitarfélagaVerkefnisstjórn um eflingu

sveitarstjórnarstigsins heim-sótti Ísafjörð í síðustu viku ogfundaði með sveitarstjórnar-mönnum á Hótel Ísafirði. Ró-bert Ragnarsson, starfsmaðurverkefnisstjórnarinnar, segirmarkmiðið að efla sveitar-stjórnarstigið með því að flytjatil þeirra aukin verkefni ogþannig auka valddreifingu.

„Til þess að sveitarfélögingeti tekið við fleiri verkefnumer ekki ólíklegt að þau minnstuþurfi að sameinast, þannig eruverkefnin látin stjórna þvíhversu stór sveitarfélöginþurfa að vera“, segir Róbert.

Félagsmálaráðuneytið ogSamband íslenskra sveitarfé-laga standa í sameiningu aðverkefninu og hafa nú veriðhaldnir fundir með sveitar-stjórnarmönnum í ölum hinnagömlu kjördæmum. Róbertsegir vinnu verkefnisstjórnar-innar hafa farið af stað í októ-ber en gert er ráð fyrir að tillög-ur um verkaskiptingu milli rík-is og sveitarfélaga liggi fyrir ísumar eða haust og kosið verðium sameiningartillögur í apríl2005.

Umræður á fundinum þóttumjög gagnlegar og málefna-legar. Aðspurður segir Róbert

sveitarstjórnarmenn á Vest-fjörðum vera mjög áhugasamaum að færa aukin verkefni yfirtil sveitarfélaganna en jafn-framt gagnrýni þeir að tekju-stofnar séu rýrir með tilliti tilnúveranda verkefna og setjispurningamerki við fjölgunþeirra að óbreyttu. Hann segirþetta vera meginstef sem komifram hjá sveitarstjórnarmönn-um um allt land.

Fundinn sátu fulltrúar sveit-arfélaganna á norðanverðumVestfjörðum, þ.e. Bolungar-víkur Ísafjarðarbæjar og Súða-víkur.

[email protected] Nokkrir fundarmanna á Hótel Ísafirði.

Heimastjórnarhátíð alþýðunnar haldin á Ísafirði í sumar

Forseta Íslands og eiginkonuhans boðið til hátíðarinnar

Í undirbúningi er á Ísafirðihátíð í tilefni af 100 ára afmæliheimastjórnar á Íslandi. Skipu-leggjendur hátíðarinnar vonasttil þess að forseti Íslands, herraÓlafur Ragnar Grímsson ogeiginkona hans frú DorritMoussaieff, heiðri samkom-una með nærveru sinni og þátt-töku í dagskrárliðum hennar.Stefnt er að því að halda hanaum mitt sumar. Jón FanndalÞórðarson veitingamaður áÍsafjarðarflugvelli er einn afskipuleggjendum hátíðarinn-ar. Hann segir í samtali viðblaðið að hugmyndin hafikviknað fyrir nokkru þegarljóst var að hátíðarhöldin sem

bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæásamt stjórnvöldum syðraskipulögðu voru aðeins ætluðþröngum hópi stjórnmála-manna.

„Það hefur verið ákaflegasorglegt að horfa á hvernigþessi tímamót hafa verið gerðað einhverri hátíð aðalsmanna.Það er eins og verið sé aðreyna að búa til hástétt í okkarsamfélagi. Þessi merku tíma-mót eiga að sjálfsögðu að veratilefni til almennra hátíðar-halda eins og ávallt hefur veriðgert á Íslandi. Nú nota stjórn-völd hinsvegar tækifærið oghalda sjálfum sér veislu ogþar kemst almúginn hvergi

nærri. Hápunkti hefur þessisnobbvæðing náð hér á Ísafirðiþar sem bæjarstjórnin héltsjálfri sér dýrðlega veislu. Það

Jón Fanndal Þórðarson.

er lítil reisn yfir svona hátíðar-höldum. Minningu þeirramanna sem stóðu í eldlínusjálfstæðibaráttu okkar er eng-inn sómi sýndur með þannigsamkomum.

Við sem undirbúum hátíð-ina í sumar viljum heiðra bar-áttu allra þeirra sem komu aðstofnun embættis fyrsta ráð-herra Íslands. Þeir voru fleirien einn. Hugmyndin er sú aðhátíðardagskrá verði að degitil þar sem við minnumst þeirraer í stafni stóðu. Þegar líður ádaginn mun yfirbragðið síðanléttast og við fögnum þessumtímamótum og horfum fram áveginn saman. Það er löng

hefð fyrir því að helstu tíma-mótum í sögu þjóðarinnar séfagnað af almenningi og fyrstað okkar trúnaðarmenn í sveit-arstjórninni og landsstjórninnivilja ekki minnast þessaratímamóta nema með sjálfumsér þá verður almenningur aðbregðast við.“

Aðspurður segir Jón Fann-dal að hann vonist að sjálf-sögðu eftir þátttöku forseta Ís-lands í hátíðinni. „Forseti Ís-lands er sameiningartákn okk-ar og því verður hann sá fyrstisem boðið verður til hátíðar-innar. Með því viljum við und-irstrika að í þessu landi býr

ein þjóð. Því miður virðist okk-ur sem að verið sé að reyna aðbreyta því á síðustu misser-um.“

Jón Fanndal segir að rætthafi verið við ýmsa einstakl-inga og félagasamtök vegnaundirbúnings hátíðarinnar enof snemmt sé að segja frá þvíhverjir muni koma að málinu.„Það er í vinnslu þessa dagana.Við stefnum að því að þessiheimastjórnarhátíð alþýðunn-ar verði um mitt sumar og nán-ari dagskrá verður birt þegarnær dregur“, sagði Jón Fann-dal að lokum.

[email protected]

RæstingarLögreglan á Ísafirði auglýsir eftir starfs-

krafti til að annast ræstingar á lögreglustöð-inni á Ísafirði í afleysingum í sjö mánuði.

Vinnutími er u.þ.b. tvær klukkustundir ádag, sex daga vikunnar, frá kl. 08:00. Mögu-leiki er á sveigjanleika í vinnutíma.

Laun eru samkvæmt mælingu.Við leitum að manneskju sem er sam-

viskusöm, þrifin, stundvís, heiðarleg og ágott með að umgangast fólk.

Umsóknarfrestur er til 27. febrúar ográðið er í stöðuna frá 7. mars.

Upplýsingar gefur Önundur Jónsson,yfirlögregluþjónn í síma 456 4100 eða álögreglustöðinni milli kl. 08:00 og 16:00.

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra í pistli á heimasíðu sinni:

Starfsstöðvar Vegagerðarinn-ar verða efldar en ekki veiktar

„Á vegum samgönguráðu-neytisins er og verður unniðað því að efla starfsstöðvarVegagerðarinnar út um landið.Ekki síst á Ísafirði. Skipulags-breytingarnar eru liður í þvíog munu frekari ákvarðanirverða kynntar áður en langtum líður“, segir Sturla Böðv-arsson, í pistli á heimasíðusinni, sturla.is, um fyrirhug-aðar skipulagsbreytingar áVegagerðinni. Í grein sinnisegir Sturla m.a.: „Dæmalausumræða hefur farið fram ívikublaðinu og vefritinu BB áÍsafirði um skipulagsbreyting-

ar hjá Vegagerðinni. Lengsthefur gengið Kristinn H.Gunnarsson, alþingismaður,eins og oft áður, og einnigleiðarahöfundur BB, sem talarum að „enn ein atlagan hafiverið gerð að Ísafirði“.

„Þá rauk Jón Bjarnason,þingmaður Vinstri grænna, íblöðin til að lýsa undrun sinniá því að samgönguráðherraskuli ekki hafa leitað umsagn-ar hans um skipulagsbreyting-ar. Minna mátti það ekki núekki vera. Kristinn H. Gunn-arsson heldur því fram að veriðsé að „gengisfella Ísafjörð“

með skipulagsbreytingum semgerðar eru m.a. vegna breyttrarkjördæmaskipunar. Hannbætti um betur og lagði landundir fót til vegamálastjóra tilþess að ræða málið, sem vara-formaður samgöngunefndar,ef marka má frétt BB.“

Þá segir samgönguráðherraeinnig í grein sinni:„ Stað-reyndin er sú að þingmaðurinnKristinn H. Gunnarsson hefurekkert með þetta að gera. Ogég geri ekki ráð fyrir því aðnokkrum öðrum þingmannikomi til hugar að til hans verðileitað með þá sérfræðivinnu

sem felst í því að breyta innraskipulagi ríkisstofnunar. Tilþess voru fengnir þrautreyndirstjórnendur, sem unnu meðyfirstjórn Vegagerðarinnar aðþví að gera breytingar til hags-bóta fyrir starfsemi Vegagerð-arinnar og þá einkum í starfs-stöðvum úti á landi þar semfjölga skal starfsmönnum sam-fara auknum verkefnum, enekki fækka líkt og látið er íveðri vaka“, sagði Sturla semer væntanlegur vestur í næstuviku til að ræða við starfsmennVegagerðarinnar á Ísafirði ogforsvarsmenn Ísafjarðarbæjar.

07.PM5 12.4.2017, 09:327

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 18. FEBRÚAR 200488888

Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri skrifar

Opið bréf til bæjaryfirvaldaum skólamál í Ísafjarðarbæ

Þar sem nú liggur fyrirtillaga í fræðslunefnd Ísa-fjarðarbæjar um að leggjaniður 8. 9. og 10. bekk viðgrunnskólana á Suðureyri ogá Flateyri og keyra þeimnemendum á Ísafjörð tilkennslu vil ég hvetja ráða-menn okkar að flana ekki aðneinu og setja sig í sporþeirra sem búsetu hafa í Súg-andafirði og á Flateyri.

Grunnskólinn er kjarnihvers byggðarlags og búsetaokkar sem hér búum ræðstað stórum hluta af því aðboðið sé upp á samfellt námfrá leikskóla til loka skyldu-náms. Fyrir því var barist ásínum tíma að fá á þessastaði 10. bekk og þar meðdregið úr þeirri þróun að fjöl-skyldan flytti í burtu þegarbörn þeirra fóru í framhalds-nám. Síðan kom sú miklasamgöngubót sem jarðgöng-in eru og styrkti það gífur-lega þessar byggðir að ungl-

ingar gætu haldið áfram aðsækja nám frá heimilum sínummeð áætlunarferðum á millistaða. En það væri mikil aftur-för ef leggja ætti það á börnfrá þessum stöðum strax frá14 ára aldri að sækja skóla áÍsafirði í 7 ár með framhalds-námi í Menntaskólanum ogtrúi ég því að foreldrar á Ísa-firði myndu ekki taka því þegj-andi ef dæminu yrði snúið viðog börnum keyrt til Suðureyrareða Flateyrar til að nýta þarbetur skólahúsnæði og kenn-slu, enda skiljanlegt.

Við þurfum að hafa í hugafélagslega þáttinn á þessumstöðum í dag búa þessir krakk-ar við gott félagslíf í sinniheimabyggð en eðlilega myndiþað allt breytast og sótt yrði ífélagslíf á Ísafirði sem erfittyrði að uppfylla nema foreldraværu á sífelldum þeytingi ámilli staða því áætlunarferðirbjóða ekki upp á slíkt í dag ogenginn snjómokstur er að

inn akstur eða lenging skóla-dags.

Ráðmenn verða að átta sigá því að þeir eru með fjöreggþessara byggða í hendi sér ogótrúlegt að íbúar sem hafasvarað því skýrt að þeir viljihafa þessa bekki í heimabyggðþurfi stöðugt að verjast þess-um hagræðingar hugmyndumbæjaryfirvalda. Í nýlegri við-horfskönnun sem gerð var ígrunnskólanum á Þingeyri,Flateyri og á Suðureyri komfram að viðhorf foreldra varfrekar eða mjög jákvætt tilskóla barna sinna. Einnig voruforeldrar í heildina ánægðirmeð stjórnendur og umsjón-arkennara skólans, þetta gefurglögga mynd af því að almennánægja er með skólastarfið oggef ég lítið fyrir allt tal um aðslæmt sé að samkennsla þurfiað vera og einhverjar valgrein-ar ekki í boði, reynslan hefursýnt annað enda má koma tilmóts við þá þætti með fjar-

kennslu og samstarfi skóla.Komið hefur í ljós að þeirnemendur sem hér hafa lok-ið námi eru síst verr undir-búnir en aðrir að takast ávið framhaldsnám og talaég þar líka af eigin reynsluþar sem þrjú af mínum börn-um luku hér grunnskóla-námi með samkennslu afeinhverju tagi og hafa þauekki hlotið skaða af og geng-ið vel í sínu framhaldsnámi.

Ég læt þetta duga í bili oghvet foreldra í Súgandafirðiog á Flateyri að standa vörðum skólastarfið í sinnibyggð og skora á bæjaryfir-völd að kasta ekki þessufjöreggi á milli sín það gætibrotnað. Nógu veik og brot-hætt er nú byggð og búsetahér í Ísafjarðarbæ fyrir, þósvo bæjaryfirvöld veiki ekkistoðirnar innanfrá.

– Lilja Rafney Magnús-dóttir, foreldri við Grunn-skólann á Suðureyri.

Lilja Rafney Magnúsdóttir.kvöldlagi. Í dag er ágætur sam-gangur á milli skóla í félagslífiog er það af hinu góða.

Lengi hefur verið barist fyriríþróttahúsi á Suðureyri og núþegar það virðist loksins í sjón-máli er einkennilegt að hug-myndir séu uppi um að veikjasvo skólastarfið hér með þvíað fækka nemendum við skól-ann eða hvar eiga þessir nem-endur að sækja íþróttir, ef þaðá að vera á Suðureyri og áFlateyri hlýtur að koma til auk-

Undirbúningur keppninn-ar um fegurstu stúlkuVestfjarða er hafinn og erleit af fögrum fljóðum ífullum gangi. Stefnt er aðútnefningu fegurstu stúlk-unnar um miðjan apríl ogeru ábendingar um væn-lega keppendur vel þegnaraf aðstandendum keppn-innar. Fegursta stúlkaVestfjarða var síðast út-nefnd árið 2002 en hefð erfyrir því að halda keppn-ina annað hvert ár. Krist-jana Sigríður Skúladóttir,frá Þingeyri, var kjörin„Ungfrú Vestfirðir 2002“.Hægt er að koma ábend-ingum til Rósu í síma 8617860 eða í Studio Dan ísíma 456 4022.

[email protected]

Leitað að feg-urstu stúlkuVestfjarða

Kristjana Skúladóttir.

Lionsmenn í ræddu málefnikarlkynsins á kúttmagakvöldi

Lionsklúbbur Bolung-arvíkur hefur um langt

árabil haldið kúttmaga-kvöld þar sem karlmenn

í Bolungarvík koma sam-an ásamt gestum sínumog ræða málefni líðandi

stundar og það sem hæst

ber hverju sinni í málefn-um karlkynsins. Um leið

snæða þeir dýrindis sjáv-arrétti þar sem hæst ber að

sjálfsögðu kúttmaganasjálfa. Kúttmagakvöldið íár var haldið í Víkurbæ álaugardag og var fjölsótt

að vanda. Um matreiðslumargra tuga sjávarrétta

sáu starfsmenn SKG-veitinga á Ísafirði. Kvöldiðfór að vanda mjög vel fram

og munu allir hafa skilaðsér heilir heim.

[email protected]

07.PM5 12.4.2017, 09:328

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 99999

Börnum á grunnskólaaldri íÍsafjarðarbæ hefur fækkað umrúm 17% á síðustu tólf árumsamkvæmt tölum frá HagstofuÍslands. Árið 1991 voru börná grunnskólaaldri 933 talsinsen árið 2003 voru þau 772. Ásama tíma hefur börnum 16ára og yngri fækkað um 25.6% á þessum árum í Ísafjarðar-bæ.

Komi ekki til fjölgunar í

árgöngum að sex ára aldri ánæstu árum mun börnum ágrunnskólaaldri í Ísafjarðarbæfækka um 12,4 % á næstu sexárum. Í dag eru þau eins ogáður sagði 772. Árgangar semá næstu árum koma í grunn-skólann eru mun minni en þeirsem fara. Ef engin breytingverður á árgöngum verðagrunnskólanemar eftir sex áraðeins 676 talsins. – [email protected]

Stefnir í 12,4% fækk-un á næstu sex árum

Grunnskólabörn í Ísafjarðarbæ

Fögur fljóð og söngelskir svein-ar á þorrablóti Strandamanna

Þorrablót Stranda-manna fór fram í félags-

heimilinu í Hnífsdal álaugardagskvöld. Góðmæting var á blótið og

virðist það vera að ná fyrrisess í félagslífi Stranda-

manna hér við Djúp. Aðvenju mætti fólk með eigin

mat- og drykkjarföng.Skemmtiatriði voru heima-

tilbúin og Gísli Úlfarsson,kaupmaður á Ísafirði, varveislustjóri. Fleiri myndir

frá þorrablótinu munubirtast í svipmyndum á

bb.is í vikunni. – [email protected]

07.PM5 12.4.2017, 09:329

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 18. FEBRÚAR 20041010101010

„Sumir hafa taktinn í séren aðrir þurfa að tileinka

sér hann“Ísfirðingurinn Hafdís Pálsdóttir er önnum kafinung kona og því reyndist örlítið erfitt að finnatíma til að setjast niður og ræða um hugðarefnin.Hún er á síðustu önninni við Menntaskólann áÍsafirði og lýkur þaðan stúdentsprófi í vor, ífullu námi á 7. stigi í píanóleik, leikur á sellómeð hljómsveit Tónlistarskóla Ísafjarðar ogkennir við útibú skólans á Flateyri. Þó fannstsmuga í dagskránni og er sammælst um aðtaka tal saman strax að lokinni hljómsveitaræf-ingu síðdegis.

Undurfagrir tónar líða fram á gang þar semhljómsveitin æfir barrokkstykkið Kanon eftir

Pachelbel – sem ágætt tryggingafélag færði inn áhvert heimili í landinu með auglýsingu fyrir nokkr-um árum. Ekki þarf mikið hrifnæmi til að heillastað tónlistinni. Menn hljóta að vera harðir af sér efþað hreyfir ekki við þeim að ganga inn úr kafalds-bylnum og fá þýða tóna strengjasveitar í fangið.Þeim fylgir heimsborgarbragur sem ýfir upp

sjálfstraustið og bæjarstoltið.Í strengjasveitinni ungu býr geysilegur kraft-

ur og ótrúlegt til þess að hugsa hvað hann er,þrátt fyrir allt, beislaður hljóðalítið.

Hljómsveitarstjórinnpólski Janusz Frach erbúinn að slá af síðastatóninn á æfingunni ogHafdís sest niður tilað kasta mæðinni.Hún er upprennandi

tónlistarmaður ogtónlistarkennari

við Tónlist-a r s k ó l a

Ísafjarð-ar en

bætt sellóinu ofan á píanónám-ið. Hvað varstu gömul þá?

„Ég hef verið fimmtán ára.Sandra systir mín, sem var líkaað læra á píanó, hafði þá bættvið sig fiðlunámi tveimur árumáður og líkaði vel svo ég skelltimér út í sellónámið.

Hljóðfærin bjóða að vissuleyti upp á ólíka möguleika,t.d. er sellóið mikið notað ísamleik en píanóið er ein-hvernvegin sjálfstæðara hljóð-færi ef svo má segja.“

– Hvort hljóðfærið höfðarsvo sterkar til þín?

„Píanóið er aðalhljóðfæriðmitt. Þar er ég á 7. stigi en á 4.stigi á sellóinu svo það munarmiklu. Ég stefni t.d. á að reynaað komast á píanóbraut þegarég sæki um í Listaháskólanum.Reyndar komast bara sex nem-endur að þar á hverju ári svoef það gengur ekki þá ætla égá almenna braut og stefni á aðhafa sellóið sem annað hljóð-færi.“

– Er það algengt að fólk sémeð tvö hljóðfæri?

„Margir taka tvö hljóðfæriþegar þeir fara í nám á háskóla-stigi. Þeir sem ekki spila ápíanó taka það flestir með þvíþað er gott að hafa í bakhönd-inni.“

– Á hvað er stefnan þá sett,einleik, kennslu eða ef til villeitthvað annað?

„Fimm ára áætlunin hljóðarupp á að vera áfram heima viðkennslu næsta vetur en síðaner stefnan sett á Listaháskól-ann og framhaldsnám erlendisí kjölfarið. Lengra fram í tímanþori ég varla að spá í augna-blikinu. Síðan verður það aðkoma í ljós hvort maður heldurút á einleiksbrautir – ef maðurleggur nógu hart að sér. Síðaneru jafnvel möguleikar á aðbeita fyrir sig sellóinu og spilameð hljómsveitum. Draumur-inn er að geta lifað af tónlist-inni a.m.k. í einhvern tíma áðuren maður fikrar sig inn á kenn-sluna.“

Spilar með hjartanuSpilar með hjartanuSpilar með hjartanuSpilar með hjartanuSpilar með hjartanu– Í desember tók Hafdís þátt

í píanókeppni EPTA ásamtþremur öðrum nemendum fráTónlistarskóla Ísafjarðar. Þartókst henni að komast í fimmmanna úrslit.

– En hvernig tilfinningskyldi það vera að keppa ítónlist?

„Það var algjörlega nýreynsla fyrir mig og allt öðru-vísi en að spila á tónleikumeða í prófi. Mér fannst þaðmjög stressandi. Ég átti t.d. að

frá síðasta hausti hefur húnkennt sjö píanónemendum áFlateyri auk þess sem húnkennir tónfræði.

– Nú ertu búin að vera aðlæra tónlist lengi, hvernigfinnst þér að vera farin aðmiðla henni aftur til nemenda?

„Mér finnst það mjög gam-an og virkilega gefandi.“

– Þú ert í píanónámi ogkennir á píanó en síðan spil-arðu líka á selló, af hverju tvöhljóðfæri?

„Ég var búin að læra á píanóí 6-7 ár og komin nokkuð langtþegar mig langaði til að prófaeitthvað annað. Ég byrjaði í

hálfu námi á selló og gekkmjög vel – stökk strax íannað stig. Ætlunin var aðprófa og ég fékk hvatningutil að halda áfram. Ýmis-legt mælti með sellóinu.Sigríður Ragnarsdóttir,skólastjóri Tónlistar-skólans, sagði m.a. viðmig að hún væri fullvissum að ég tæki mig velút með selló. Í gegnumtíðina hafa ekki veriðmargir sellónemend-ur við skólann svoekki veitti af að bætaúr. Í dag erum viðt.d. þrjú.“

Atvinnu-Atvinnu-Atvinnu-Atvinnu-Atvinnu-mennska ermennska ermennska ermennska ermennska erdraumurinndraumurinndraumurinndraumurinndraumurinn

– Þú hefur þá

07.PM5 12.4.2017, 09:3210

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 1111111111

spila kl. 9 um morguninn ogvaknaði því kl. 6 og spilaði áfullu til að hita upp. Þarnavoru margir af helstu kennur-unum í Reykjavík að hlusta á.Þannig setur það talsverðapressu á mann að vita af ölluþessu góða og fræga fólki aðfylgjast með. Fyrir utan smáskjálfta þá þótti mér mjögskemmtilegt að taka þátt íkeppninni. Kannski er þaðklisja en ég lærði heilmikið áþessu.

Mér var sagt að það semhefði líklega heillað dóm-nefndina var að ég spilaði meðhjartanu. Ég ruglaðist reyndarpínulítið en ekki svo mikið aðþað hefði áhrif. Aðaláherslanvar á lögin í fyrri umferðinnisvo ég hafði ekki lagt einsmikla áherslu á undirbúningúrslitalaganna. Þar ruglaðistég heldur meira.

Í matinu er horft til margraþátt en þarna voru nemendursem fluttu sín lög fullkomlegalýtalaust en kannski ekki meðnógu mikilli tilfinningu eðaréttri tilfinningu. Mér sjálfrifannst nokkrir nemendur þarnaeiga mikið frekar skilið aðkomast í úrslit en aðrir semkomust áfram. Þannig er ör-uggt að úr vöndu er að ráðafyrir dómarana að raða kepp-endunum upp á kvarða. Hinsvegar var það þannig að sigur-vegarinn bar algjörlega af.Hann var með áberandi góðatækni og flutti sín stykki vel.Síðan voru margir sem stóðusig vel í einum þætti matsinsen verr í öðrum. Þannig erreynt að vega og meta tækni,framkomu og tilfinningukeppendanna. Þetta þarf alltað verka saman.“

– Er ekki óhætt að segja aðallir sem taka þátt í svonakeppni séu mjög frambærileg-ir?

„Jú það fer enginn kennariað senda nemendur sína íkeppni nema þeir hafi eitthvaðtil brunns að bera. Héðan aðvestan fór mjög frambærilegurhópur. Við héldum tónleikaáður en við fórum suður. Þarátti ég sennilega slökustuframmistöðuna í hópnum ennáði að bæta mig áður en áhólminn kom.“

Tónlistar-Tónlistar-Tónlistar-Tónlistar-Tónlistar-skólinn vel setturskólinn vel setturskólinn vel setturskólinn vel setturskólinn vel settur– Hjálpaði til í keppninni að

hafa talsverða reynslu af spila-mennsku t.d. með hljómsveit-inni. Nýtist sú þjálfun í píanó-leiknum eða er það e.t.v. alltannar handleggur að komafram sem einleikari en meðöðrum?

„Á vissan hátt er maður mik-ið frjálsari þegar maður er aðspila einn. Ef maður ruglasteitthvað þá getur maður bullaðsig út úr því en með hljóm-sveitinni þarf maður að passaað setja ekki aðra út af laginuog vera í réttum takti og þannig– hvort sem er þá er verið aðflytja tónlist þó því fylgi ekkisama sjálfræðið að spila meðhóp og sem einleikari.“

– Hljómsveitin hefur veriðað festa sig í sessi og sýnagóðan árangur, æfið þið mik-ið?

„Jú það er töluvert – viðæfum tvö skipti á viku, allt aðtvo tíma í senn. Kjarninn íhljómsveitinni hefur líka spil-að það mikið saman að hanner farinn að slípast vel til.“

– Hljómsveitin hefur líkaverið dugleg við að spila opin-berlega, við margskonar tæki-færi og hljóðfæraleikarar úrhenni mynduðu uppistöðuna íhljómsveitinni í uppsetning-unni á Söngvaseiði síðasta vet-ur.

„Jú, við höfum spilað mjögmikið. Söngvaseiður var aðmörgu leyti nýstárleg reynslafyrir í okkur. Í kjölfar þess aðvið spiluðum í Söngvaseiði íÞjóðleikhúsinu héldum viðtónleika í Reykjavík og síðanúti í Tékklandi og Póllandi.“

– Það má segja að hljóm-sveitin sé mjög ung, yngstuhljóðfæraleikararnir eru ígagnfræðaskóla og þeir elstuum tvítugt. Er það óvanalegtað svo ungir hljóðfæraleikararhafi jafn mikla spilareynslu afþessu tagi?

„Jú ég held að það megisegja það. Ég hef svosem ekkileitt hugann mikið að því enhér á landi er ekki mikið umþað. Aftur á móti sáum viðmjög góða hljómsveit úti íTékklandi sem var skipuðkrökkum á aldur við okkur.Þannig er hljómsveitin okkarkannski ekki svo óvanaleg efmaður horfir út yfir aðeinsstærri sjóndeildarhring en égheld að það sé óhætt að full-yrða að hún njóti nokkurrarsérstöðu á landsvísu.“

– Hún þykir hafa náð mjöggóðum árangri síðustu ár.„Jú ég held að megi segja það,við höfum fengið mikið hrós.“

– Sumir hafa jafnvel sagt aðef það væri keppnisíþrótt aðspila kammertónlist þá ættuÍsfirðingar stóran hluta afunglingalandsliðinu í þeirrigrein. Þannig væri e.t.v. meiraeftir því tekið ef svæðið hefðiálíka sérstöðu í einhverriíþrótt.

„Auðvitað er mjög mikið afefnilegu tónlistarfólki annars-staðar á landinu. Það er tiltöluvert af mjög öflugum ein-staklingum en okkar sérstaðaer e.t.v. að eiga sterkan hóp.Tónlistarskólinn hér er mjögvel settur miðað við aðra álandinu.“

Valdi tónlistinaValdi tónlistinaValdi tónlistinaValdi tónlistinaValdi tónlistina

– Nú ertu farin að kennakrökkunum á Flateyri, ertumeð einhverja upprennandilistamenn þar?

„Jú, þau lofa góðu, eru misdugleg að æfa sig en öll mjöghæfileikarík. Sum fljúga hreintog beint áfram svo maður sérfram á bjarta framtíð. Þettaeru frábærir krakkar og gamanað vinna með þeim”

– Hver eru svo þín uppá-halds viðfangsefni í tónlist-inni? Hvað finnst þér skemm-tilegast að spila?

„Ég er alæta á tónlist og hefgaman af allri góðri tónlist eneftirlætið er ungversk nútíma-tónlist, hún getur verið stremb-in viðfangs. Þetta er ekki mjögalgeng skoðun en ég held aðtónlistarsmekkurinn hafi orðið

fyrir töluverðum áhrifum frákennaranum mínum, BeötuJoó frá Ungverjalandi. Síðanhef ég alltaf haft mjög gamanaf að spila rómantíska tónlist,tilfinningaþrungin lög t.d. eftirRachmaninoff. Ég legg tölu-vert mikið upp úr því spilameð hjartanu og reyni að hafaþað að leiðarljósi í kennslunni.Tilfinningarnar eru mjög stórhluti af tónlistinni og það ermjög gaman að fást við verksem gera þannig kröfur tilmanns.“

– Finnst þér ekkert erfitt aðspila mjög tilfinningaríka tón-list. Verðurðu ekkert þreyttþegar þú ert búin að gefa mjögmikið af þér í túlkun?

„Nei, alls ekki, þá fæ égmína útrás, þetta er það semég elska að gera. Sumir fara útað hlaupa en ég spila.“

– Nú hefur dagskráin veriðmjög þétt skipuð hjá þér.Sumir tala um að tónlist hafiendurnýjandi áhrif og bestaleiðin til að ná upp orku eftirerfiðan dag sé að setja niðurog spila, þá fái fólk kraft – erþað þannig hjá þér?

„Jú, ég kannast vel við þettaen síðan koma líka tímabil

þegar maður er alveg uppgef-inn. Mest áberandi var þaðþegar ég var að æfa fyrir píanó-keppnina, þá kom ég í Tónlist-arskólann á hverju kvöldi ogæfði mig í þrjá til fjóra tímasama hvað ég hafði verið aðgera, þó ég hefði vaknað sexum morguninn og verið á fulluallan daginn. Með tímanumverður svoleiðis úthald ansiþreytandi þó ég finni mikiðoftar fyrir því að tónlistin end-urnýi og skili manni aukinniorku.“

– Er hálftíma spilamennskaá dag lykillinn að því að hafamörg járn í eldinum og valdaþví vel?

„Hálftími á dag er eiginlegalágmark ef maður ætlar að nálangt, sjálf miða ég við að æfamig í a.m.k. tvo til þrjá tíma ádag og hef því takmarkaðantíma til annarra hluta. Ég vildiglöð komast yfir að gera meiraen með reynslunni verðurmaður skynsamur og lærir aðfærast ekki of mikið í fang.Nokkrir kennarar í Mennta-skólanum hafa bent mér á aðtónlistin hafi ef til vill komiðniður á heimanáminu, reyndarvar það í tengslum við píanó-

keppnina sem var mjög sér áparti, en tónlistin er þess virði,maður verður að velja og hafnaog ég hef valið tónlistina.“

Ekki gott að ein-Ekki gott að ein-Ekki gott að ein-Ekki gott að ein-Ekki gott að ein-blína bara á prófinblína bara á prófinblína bara á prófinblína bara á prófinblína bara á prófin

– Nú ertu með unga nem-endur á Flateyri og þú segirsuma spæna sig í gegnumnótnaheftin meðan aðrir fylgiyfirvegaðri takti – hvernignemandi varst þú?

„Mér fannst hlutirnir ekkertganga mjög hratt hjá mér eneftir á að hyggja held ég aðþeir hafi gert það – annarsverður þú eiginlega að spyrjakennarinn minn um það.

Oft er sagt að það sé óeðli-legt að krakkar taki próf áreftir ár. Ég tók próf fimm ár íröð og síðan var ég stoppuð afog beið eitt ár þó ég hefðisjálfsagt getað klórað mig framúr því en það er ekkert hollt.Ef krakkar gera ekkert annaðen að spæna í gegnum próf áreftir ár þá læra þau ekkert ann-að en það naumasta samkvæmtprófanámskránni. Ef prófineru tekin aðeins strjálla er hægtað læra fleiri lög og fara út á

mikið breiðara svið. Þannigfylgja því ókostir að vaðaáfram í náminu.“

– Ertu fædd með músík íþér eða þurfa kannski allir aðtileinka sér hana?

„Auðvitað er það mjögmisjafnt, sumir virðast hafagáfurnar í sér og geta spilaðeins og ekkert sé, eftir eyranueða eftir nótum. Ég byrjaðifyrst í tónlistarnámi þegar égvar 6 ára á blokkflautu en svoþegar ég var 10 ára stakkmamma upp á því að ég myndilæra á eitthvað hljóðfæri. Þábyrjaði ég að læra á píanó. Þákomu einhverjir tónlistareig-inleikar í ljós sem ég hafðiekki fundið áður og ég hefekki hætt síðan.

Auðvitað er mjög misjafnthvernig fólk tekst á við tónlist-ina. Ég sé það best á nemend-um mínum sumir hafa taktinní sér en aðrir þurfa að tileinkasér hann og það er vel hægt.

Ætli maður sé ekki einhversstaðar þarna á milli, ég heldað ég hafi tónlistina í mér aðeinhverju leyti, annars hefðiég ekki náð svo góðum árangriá ekki lengri tíma“, sagði Haf-dís Pálsdóttir.

07.PM5 12.4.2017, 09:3211

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 18. FEBRÚAR 20041212121212

ÍsafjarðarkirkjaKirkjuskólinn er á sunnudaginn kl. 11:00.Athugið að búið er að leggja af rútuferðirnar

úr Holtahverfinu.Munið að morgunstund hefur gull í mund.

Ef engar breytingar verða áþeim árgöngum sem á næstuárum hefja skólagöngu ígrunnskólum Ísafjarðarbæjarverða þeir nokkuð fámennarien hliðstæðir árgangar voru áÍsafirði einum árið 1991, fyrirsameiningu sveitarfélaga ánorðanverðum Vestfjörðum.Kostnaður á hvern nemandaer 30% meiri í minnsta skólan-um en þeim stærsta. Í dag eruí fyrsta bekk grunnskólanssamtals 62 börn í Ísafjarðarbæ.Á árinu 1991 voru börnin 91 ísama árgangi í þeim sveitarfé-lögum sem seinna sameinuð-ust í Ísafjarðarbæ. Á Ísafirðieinum voru börnin 60 talsins.Sá árgangur sem hefur nám ígrunnskóla næsta haust telur69 börn eða heldur fleiri en núeru í fyrsta bekk. Árið 1991taldi þessi árgangur 81 barnog þar af 59 á Ísafirði.

Sá árgangur sem hefurgrunnskólanám eftir tvö ár tel-ur hinsvegar aðeins 51 barn íÍsafjarðarbæ en árið 1991 voruí þeim árgangi samtals 94 börnþar af 68 börn á Ísafirði einumeða 17 börnum fleira en eru ísameinuðu sveitarfélagi nú.Til samanburðar má nefna aðí fyrsta bekk á Flateyri, Þing-eyri og Suðureyri eru í dagsamtals 15 börn.

Allir þeir árgangar sem núeru að vaxa úr grasi þ.e.á fyrstatil fimmta árs eru mun fámenn-ari heldur en sambærilegir ár-gangar voru á Ísafirði einumfyrir sameiningu sveitarfélaga.Munar þar mestu yfir 20 börn-um þar sem munurinn er mest-ur.

Fjórir grunnskólar eru nústarfræktir í Ísafjarðarbæ. Fjöl-mennastur þeirra er Grunn-skólinn á Ísafirði með 535nemendur. Í Grunnskóla Suð-ureyrar er 51 nemandi, á Flat-eyri stunda 40 börn grunn-skólanám og á Þingeyri erugrunnskólabörnin 61 talsins. Íminni skólunum er samkenn-sla nokkurra árganga endasumir árgangar mjög fámennirá stöðunum. Fæstir eru nem-endurnir tveir í árgangi á þess-um stöðum. Ekki eru mörg ársíðan kennsla lagðist af íHnífsdal, í Holti í Önundar-firði og á Núpi í Dýrafirði.

Samkvæmt fjárhagsáætlunársins 2004 er gert ráð fyrir aðheildarkostnaður við reksturgrunnskólanna í Ísafjarðarbæverði rúmar 356 milljónirkróna. Til rekstrar Grunnskól-ans á Ísafirði verður varið rúm-um 255 milljónum króna eðarúmum 477 þúsund krónum áhvern nemanda. Rekstur

Grunnskólans á Þingeyri kost-ar rúmar 40 milljónir í rekstrieða rúma 662 þúsund krónur áhvern nemanda. Til Grunn-skólans á Suðureyri er variðrúmum 33 milljónum krónaeða rúmum 653 þúsundumkróna. Grunnskólinn á Flateyrifær til síns rekstrar rúmar 27

milljónir króna eða um 677þúsund krónur á hvern nem-anda. Munurinn á hæsta oglægsta skólanum er um 30%.Það þýðir að skólaganga hversbarns í gegnum grunnskólanná Ísafirði kosti 4,7 milljónirkróna en tveimur milljónumkróna meira í grunnskólanum

á Flateyri.Í þessum tölum er ekki

kostnaður við rekstur skóla-og fjölskylduskrifstofu eðastjórnunarkostnaður bæjarins.

Eins og fram hefur komi ífréttum hefur Elías Oddssonlagt fram í fræðslunefnd til-lögu um að kanna hagkvæmni

þess að sameina kennslu í 8.,9. og 10. bekk á Ísafirði, Flat-eyri og Suðureyri. Í dag eru 27börn í þessum bekkjum á Flat-eyri og Suðureyri. Þessi tillagaElíasar verður rædd í fræðslu-nefnd í vikunni.

[email protected]

Heildarkostnaður við reksturskólanna er 356 milljónir króna

Stefnir í minni árganga í Ísafjarðarbæ en voru í Ísafjarðarkaupstað áðurGrunnskólinn á Ísafirði.

07.PM5 12.4.2017, 09:3212

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 1313131313

Árshátíð Menntaskólans á Ísafirði

Á þriðja hundrað nemendaog kennara skemmtu sér

Nemendur Mennta-skólans á Ísafirði skipu-

lögðu veglega árshátíðsem var haldin í sal frí-

múrara á föstudags-kvöld. Um 220 nemendur

og kennarar mættu tilleiks og nutu veislufanga

frá SKG-veitingum ogheimatilbúinna skemmti-

atriða. Fyrirhugað var aðfá tvíeykið Sveppa (Sverri

Sverrisson) og Audda(Auðunn Blöndal) af Popp-tíví til að skemmta en ekkivar fært með flugi. Mennt-

skælingar hnoðuðu þvísaman eigin skemmtidag-

skrá með skömmum fyrir-vara og þótti takast vel.

Að loknu borðhaldi ogskemmtiatriðum var

haldið í félagsheimilið íHnífsdal á fjölsóttan

árshátíðardansleik meðhljómsveitinni Í svörtum

fötum. Fleiri myndir munubirtast á svipmyndum á

bb.is í vikunni.– [email protected]

07.PM5 12.4.2017, 09:3213

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 18. FEBRÚAR 20041414141414

Með heilindum og sam-stöðu hefst háskólabaráttan

– viðtal við Runólf Ágústsson rektor, Hólmfríði Sveinsdóttur verkefnisstjóra ogÁsu Björk Stefánsdóttur umsjónarmann fjarnáms, starfsmenn Viðskiptaháskólans á Bifröst

VallarstjóriBoltafélag Ísafjarðar óskar eftir að ráða

vallarstjóra á íþróttasvæðið á Torfnesi. Umer að ræða 100% starf. Umsóknarfrestur ertil 25. febrúar nk.

Umsóknir sendist til Boltafélags Ísafjarðarv. vallarstjóri, c/o Kristján Pálsson, Bakka-vegi 33, 410 Ísafjörður.

Nánari upplýsingar gefur Kristján Pálssoní síma 895 7171.

Boltafélag Ísafjarðar.

Stofnun háskóla á Ísafirðihefur verið mikið í umræðunniá Vestfjörðum að undanförnuog telja margir að slíkur skólimuni valda straumhvörfum íbyggðaþróun hér um slóðir,treysta byggð og auka fjöl-breytni í framtíðinni. Þrír afstarfsmönnum Viðskiptahá-skólans á Bifröst voru á ferð áÍsafirði á dögunum en á Bifrösthefur orðið mikil bylting í upp-byggingu á undanförnum ár-um. Á nokkrum árum hefurskólinn breyst úr litlum sam-vinnuskóla á framhaldsskóla-stigi í stóran og framsækinnháskóla í viðskiptagreinum.Fáir þekkja því betur uppbygg-ingu háskóla á landsbyggðinnien starfsfólk þessa skóla. Þauhafa gengið þann veg sem viðnú viljum feta. Mætt embættis-ljónunum og kunna eflaust ráðtil þess að snúa á þröngsýni ogtregðu.

–Nú hefur verið mikil um-ræða hér vestra um hugsanlegastofnun háskóla á Vestfjörð-um. Er það raunhæft markmiðað stefna að stofnun háskólahér?

„Ég held að að menn þurfifyrst og fremst að ræða þettaút frá því hvernig slík stofnunmyndi gagnast samfélaginu.Við vitum að störfum í frum-framleiðslugreinum fer fækk-andi og þeirri þróun verðurekki snúið við. Ísfirðingarstanda nú til dæmis framarlegaí þeirri þróun með framleiðslutækjabúnaðar sem beinlínisfækkar störfum í fiskvinnslu.Við þurfum því að finna eitt-hvað nýtt fyrir samfélagið tilþess að byggja á. Það er nokk-uð ljóst að aukinn hagvöxtur áÍslandi í framtíðinni mun fyrstog fremst byggjast á aukinnimenntun. Starfsemin okkar ímenntamálum fer í dag aðstærstum hluta fram á höfuð-borgarsvæðinu. Á sama tímaer atvinnulíf á landsbyggðinnimjög fábreytt. Þess vegna erþað alveg rétt sem sagt er aðbesta byggðastefnan er að auka

Hólmfríður Sveinsdóttir, Runólfur Ágústsson og Ása Björk Stefánsdóttir.menntun á landsbyggðinni.Menntakerfið í dag sogar ungtfólk af landsbyggðinni tilReykjavíkur. Við verðum þvíað vinna gegn þessu.

Á Bifröst hefur okkur tekistað byggja upp mjög öfluganskóla á fáum árum og þar ernú 550 manna háskólasamfé-lag sem jafnast á við meðal-þorp í mannfjölda. Þegar mennhorfa á þessa hluti hér fyrirvestan verða menn fyrst ogfremst að horfa á innihaldið.Menn verða að horfa til þesssem menn kunna hér og byggjasínar áætlanir út frá því. Aðskapa sér sérstöðu með þeimstyrkleikum sem hér eru tilstaðar.“

– Er ekki erfitt að berasaman Bifröst annars vegarsem er rótgróðið skólasamfé-lag og byggir eingöngu á þvístarfi og hins vegar Ísafjörðsem á aðrar rætur. Hér er til

dæmis mikið af fólki í háskóla-námi og maður spyr sig hvaðgerist hér um slóðir þegar alltþetta háskólamenntaða fólkkemur út á vinnumarkaðinn.Ekki gengur það í gömlu störf-in sín?

„Nei þarna verður allt sam-félagið að vinna saman. Þaðverður mjög erfitt og beinlínisekki æskilegt að hér verðistofnun sem sinni öllum þörf-um Vestfirðinga. Það verðuraldrei hægt. Til þess eru þarfirfólks of ólíkar. Ef við ættumeinungis að sinna þörfum fólksí gamla Vesturlandskjördæm-inu í viðskiptagreinum væruaðeins 20-30 nemendur á Bif-röst. Því verður skóli hér aðhafa sérstöðu sem sótt geturnemendur víðs vegar að.

Það þarf að byrja á því aðdraga hingað rannsóknir.Menn hafa verið að nefna hérrannsóknir í kringum veiðar-færagerð og ýmislegt fleiratengt sjávarútvegi. Það er réttskref. Á sama tíma verður svoað halda vel utan um þá semhér eru í fjarnámi við aðraháskóla. Þá eru menn komnirmeð nemendur og fræðimennog í framhaldinu geta mennákveðið næstu skref. Mennverða að horfa á innihaldið enekki deila um hvort hér eigieða vera setur, útibú eða hvaðsem það heitir. Aðalatriðið erað byggja upp miðstöð semþjónustar þá nemendur semhér eru í námi við aðra skólaog síðan byggist starfsemi semmiðuð er við styrkleika svæð-isins.

Hér hafa menn annars vegarFræðslumiðstöðina og hinsvegar Þróunarsetrið. Þessartvær einingar þarf að leiðameira saman og hlaða utan áþær. Ekki að reyna að uppfyllaþarfir og óskir allra. Róm varekki byggð á einni nóttu ogsama er um háskóla.“

– Stundum finnst manni um-ræðan um háskóla hér veraumræða um hálmstrá í bygg-ðamálum. Það er eins og þaðeigi að vera lausnin á öllummálum sem koma upp. Erumenn ekki farnir að ofmetaþennan draum sem háskóli er?

„Þetta er auðvitað hápóli-tískt mál. Menn segja að aukinmenntun sé stærsta byggða-málið en hvað gera menn íþví. Það er spurningin. Lykil-atriðið er auðvitað hvort mennmeina eitthvað með uppbygg-ingu háskólanna á lands-byggðinni. Þar komum við aðrannsóknarþættinum. Menntala um eflingu rannsókna álandsbyggðinni því þær eru íeðli sínu arðskapandi. Í dag ervarið um þremur milljörðumkróna í háskólarannsóknir. Þvímiður er þessu fjármagni aðlangstærstum hluta varið írannsóknir við Háskóla Ís-lands. Þarna fylgir ekki hugurmáli. Þessari hugsun að aukarannsóknir á landsbyggðinniverður að fylgja eitthvað fjár-magn. Það er aðalatriðið. Viðleysum ekki þessi mál meðhókus pókus lausnum heldurverður starfsemi skólanna aðmiðast við þarfir og sérstöðustaðanna eins og ég sagði

áðan.“– Nú er það mjög áberandi í

umræðunni syðra að mennhafa þar miklar áhyggjur afþví að ekki fáist háskóla-menntað fólk til þess að búaúti á landi. Hafið þið ekki orðiðvör við þetta sjónarmið viðykkar uppbyggingu?

„Jú, aldeilis. Þetta höfumvið heyrt allan tímann. Það erbara ríkjandi viðhorf í íslenskriembættismannastétt að menn-tafólk vilji ekki búa úti á landi.Það hafa á undanförnum árumekki verið nein vandamál hjáokkur að ráða hæft fólk tilkennslu hjá okkur. Það varþað fyrir mörgum árum en þaðer ekki í dag. Það helgast auð-vitað af því að menntafólkihefur fjölgað og einnig spilarþað inn í að samgöngur hafaauðvitað batnað til muna.Síðast en ekki síst borgum viðsamkeppnishæf laun. Viðþurfum að keppa við atvinnu-lífið í Reykjavík og verðumað borga laun í samræmi viðþað. Við erum að borga okkarkennurum sambærileg laun ogmillistjórnendum í fyrirtækj-um í Reykjavík.“

– Virka skólarnir á lands-byggðinni hvetjandi á fólkþegar kemur að búsetu að námiloknu?

„Já, það er sannað mál aðnemendur sem stunda nám íháskólum úti á landi eru munlíklegri til þess að búa áframúti á landi heldur en nemendurí háskólunum í Reykjavík.Líka þeir nemendur sem viðdrögum til okkar frá Reykja-

vík. Þeir flytja líka síður tilReykjavíkur aftur.“

– Nú er verið að byggja uppháskólanám í viðskiptum ánokkrum stöðum á landinu.Hvernig gengur ykkur í þeirrisamkeppni sem þar er um nem-endur?

„Við kvörtum ekki. Við höf-um komið með nokkrar nýj-ungar í viðskiptanámi sem lík-að hafa vel. Við erum ekkióvön samkeppni og teljum aðvið stöndum okkur vel. Sam-keppni í háskólanámi er afhinu góða. Það er ekkert óeðli-legt við hana. Hún á alvegeins rétt á sér og samkeppnimilli söluturna. Fólk hefur val.Það erum ekki allir skólarnirmeð eins nám.“

– Hvernig er fjárhagshliðiní rekstri háskóla. Nú eruð þiðmeð skólagjöld?

„Já, við erum með hæstuskólagjöld á landinu. Þau eru ídag á milli 350 og 400 þúsundá vetri. Innifalið í því gjaldi ernánast allt fyrir utan fæði oghúsnæði. Það sem þessi skóla-gjöld tryggja nemendum okkareru betri gæði í kennslu enannars staðar. Við erum aðkenna verkefnabundna kenn-slu í tíu manna hópum meðkennara á sama tíma eru aðrirskólar að bjóða námskeið með2-300 nemendum með einumkennara. Það borga engir aðrirþessi gæði en nemendur skól-ans. Við erum síðan með tölu-verðar tekjur í rannóknar-styrkjum. Heildartekjur okkarí ár eru um 350 milljónir ogum 45 % af því eru tekjur frá

07.PM5 12.4.2017, 09:3214

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 1515151515

ríkinu. Þannig að sjálfsaflaféskólans er komið yfir helmingtekna og við erum í mikillisókna í þeirri grein.

Við erum að skapa 2-3 störfí ár við rannsóknir fyrir fjár-magn sem kemur frá öðrumen ríkinu. Í rannsóknunumliggja miklir möguleikar ogþví tel ég mjög mikilvægt aðhér hefjist sem fyrst rannsókn-arstarfsemi til hliðar við þástarfsemi sem nú þegar er tilstaðar hér í Fræðslumiðstöð-inni og Þróunarsetrinu. Mérfinnst forsvarsmenn á þeimstöðum hafa svipaða sýn á þáhluti hvað svo sem stjórnmála-mennirnir eru að hugsa. Em-bættismannakerfið er með inn-byggða tregðu gagnvart upp-byggingu sem þessari.

Nýjasta nám okkar er nám-skeið sem við bjóðum nú ánæstunni, sem er 11 viknarekstrarnám fyrir konur í at-vinnulífinu í Norðvestur-kjördæmi. Með því viljum viðauka tengslin við nágrannaokkar og reyna að mæta þeimþörfum sem við teljum að séutil staðar í okkar umhverfi.Með námskeiðinu viljum viðþjóna þeim konum sem hafaverið að reka sín fyrirtæki oghafa sannað sig. Með þvístyrkjum við þær og vonandistyrkjum um leið þær byggðirsem þær starfa í. Námskeiðiðhefst með vinnuhelgi á Bifröst

21. febrúar. Síðan er kennt íellefu vikur í fjarnámi og nám-skeiðinu líkur síðan meðvinnuhelgi á Bifröst þar semverkefni verða kláruð og út-skrift fer fram. Þarna kennumvið bókhald, upplýsingatækni,sölu og markaðsmál, áætlana-gerð og fjármál. Allt eru þettagrunngreinar sem fólk í rekstriþarf að tileinka sér. Þörfin fyrirþetta námskeið er mikil aðokkar mati. Mjög víða eru kon-ur í rekstri þrátt fyrir að þaðfari kannski ekki mjög hátt.Þar má nefna verslanir, veit-ingastaði að ógleymdum land-búnaðinum. Þarna hafa þærbyggt upp sín fyrirtæki ánþessa að hafa kannski haftmikil tækifæri til menntunar áþessum sviðum. Þetta framtakokkar hefur fengið góð við-brögð og útlit er fyrir góðaþátttöku kvenna. Í framtíðinnier það síðan vilji okkar að aukasamstarf við FræðslumiðstöðVestfjarða og bjóða nemend-um hér aukna menntun í fjar-námi.“

– En að lokum. Nú eru íokkar kjördæmi háskólar íuppbyggingu á Bifröst,Hvanneyri og á Hólum Lítiðþið á umræðuna um hugsan-legan háskóla á Ísafirði semógnum við ykkar starf ogskóla?

„Alls ekki. Við teljum þessaumræðu hér um stofnun há-

skóla mjög eðlilega. Menn sjáauðvitað hvað háskólar hafagert fyrir sín samfélög. Þettaer mjög virðisaukandi starf-semi. Það er hins vegar mjögmikilvægt að skilgreina þarfirog markmið í baráttunni. Íframhaldinu þurfa menn hérað ná samtöðu. Ef samstaðaum leiðir er ekki til staðarvinnst ekkert. Mér finnstskorta á það hér að menn hafisameiginlega sýn og hér þurfamenn að stilla betur samansína strengi ef menn ætla aðná betri árangri í þessum mál-um. Með heilindum vinnstþetta.“

Að sitja stund með kröftugufólki úr Borgarfirðinum sann-færir mann ennþá betur ummöguleika þá sem felast í upp-byggingu háskólanáms. Þausannfæra mann líka betur umnauðsyn jarðbundinnar um-ræðu í byggðamálum Að súumræða verði að vera bundinaf raunveruleikanum hverjusinni. Háskólaumræðan á aðvera umræða möguleikanna.Háskóli getur aldrei orðið síð-asta hálmstrá hnignadi byggð-ar. Háskóli á að verða eitt afsóknarfærum byggðar. Um-ræðan verður hinsvegar að farafram af heilindum og af sam-stöðu. Skyldum við standastþær kröfur?

– Halldór Jónsson.

Greinargerð Ísafjarðarbæjar vegna hugsanlegrar sölu SPRON til KB-banka

Eiginfé sparisjóðsins eignsamfélagsins á starfssvæðinu

Guðmundur Steinar Björg-mundsson í Önundarfirði ogÓskar Elíasson í Súðavík segjaí greinargerð til Efnahags- ogviðskiptanefndar Alþingis aðí stofnsamþykktum SparisjóðsVestfirðinga komi skýrt framað eiginfé sjóðsins sé eignsamfélagsins á starfssvæðinu.Ísafjarðarbær fól GuðmundiSteinari að koma sjónarmiðumbæjarins á framfæri við nefnd-ina en Óskar fór með umboðFjórðungssambands Vestfirð-inga. Greinargerðin var rituð ítilefni sölu á SPRON til KB-banka sem þá var fyrirhuguð.Þeir segja aldrei hafa staðið tilað stofnfjáreigendur gætu gerttilkall til þess að njóta arðs afstofnfjáreign sinni á sama háttog hluthafar í hlutafélögum.

Í samþykktum SparisjóðsVestfirðinga er tilgreint að viðslit sjóðsins, þegar allar skuldirhafi verið greiddar, skuli end-urgreiða stofnfé og heimilt séað gera það með verðbótumen ekki skylda. Því fé semeftir kunni að vera í sjóðnumeigi að verja til menningar- oglíknarmála á starfssvæði hans.Guðmundur Steinar og Óskarfæra fjölmörg rök fyrir mikil-vægi sparisjóðanna á Vest-

fjörðum. Nefna þeir m.a. aðeinungis þrjú bankaútibú séuá Vestfjörðum fyrir utan spari-sjóðina, á Ísafirði og á Hólma-vík.

Þá segja þeir SparisjóðVestfirðinga hafa komið aðstofnun og fjármögnun fyrir-

tækja á starfssvæði sínu semengar aðrar lánastofnanir vorutilbúnar að koma að. Í greinar-gerðinni kemur fram að 36stöðugildi séu hjá SPVF í 8byggðakjörnum Vestfjörðum.Að auki starfa SparisjóðurBolungarvíkur og Sparisjóður

strandamanna á fjórum stöð-um. – [email protected]

Útibú Sparisjóðs Vestfirðinga við Aðalstræti 20 á Ísafirði.

07.PM5 12.4.2017, 09:3215

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 18. FEBRÚAR 20041616161616

STAKKUR SKRIFAR

Líkfundur á NeskaupstaðStakkurStakkurStakkurStakkurStakkur hefur

ritað vikulega pistla íBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins besta í mörg

ár. Skoðanir hans ámönnum og málefn-

um hafa oft veriðumdeildar og vakið

umræður. Þær þurfaalls ekki að fara

saman við skoðanirútgefenda blaðsins.Þrátt fyrir það bera

ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á

skrifum Stakks Stakks Stakks Stakks Stakks ámeðan hann notar

dulnefni sitt.

Smáauglýsingar Hallur Hallsson alþýðumaður skrifar

Af 100 ára afmæli heimastjórnarUndanfarið hefur verið mik-

il og umræða um 100 ára af-mæli heimastjórnar, þingræðisí landinu og stofnun Stjórnar-ráðs Íslands. Því ber að fagnaenda heimastjórn 1904 merktímamót í sögu þjóðarinnar.Menn hafa gagnrýnt eitt ogannað í framkvæmd hátíðar-haldanna, eins og gerist. Þaðer eðlilegt og sjálfsagt. Á Vest-fjörðum hefur komið fram súhugmynd, að halda sérstaka„hátíð fólksins“ þar sem af-mælið hafi bara verið fyrir„silkihúfur.“ Ágæt hugmynden af því að menn halda þvífram að hátíðin hafi bara veriðfyrir silkihúfur, þá get ég ekkiverið því sammála. Hátíðar-höld eru fyrst og fremst opinalmenningi, svo sem sést afhelstu viðburðum:

1. Viðburðir í tilefni 100ára afmælis heimastjórnar eruopnir almenningi: Sýning íÞjóðmenningarhúsi, sýning íÞjóðarbókhlöðu, sýning í

Safnahúsinu Ísafirði, sýning íamtbókasafninu á Akureyri,sýning á Seyðisfirði, sýning íJónshúsi, Kaupmannahöfn,uppfærsla Þjóðleihússins umheimastjórnarárin. Málþing áMöðruvöllum Eyjafirði, mál-þing um kvenréttindi á heima-stjórnarárunum í Kópavogi, málþing í Þjóðmenningarhúsium atvinnubyltingu heima-stjórnaráranna, málþing áSeyðisfirði um sæstrenginn tilEvrópu - Íslendingar takaverslun í eigin hendur, mál-þing í Háskóla Íslands umþingræðið, málþing í Kaup-mannahöfn um samband Ís-lands og Danmerkur.

2. Minnisvarði um HannesHafstein afhjúpaður á Ísafirði,athöfn opin almenningi.Sýslumaður bauð viðstöddumtil móttöku í Safnahúsið.

3. Vefsíða um heimastjórn-arárin 1904-1918, aðgengilegöllum almenningi, ekki sísthugsuð fyrir nemendur í skól-

6. Þáttur í sjónvarpi umheimastjórnarárin að kvöldi 1.febrúar.

7. Hátíðardagskrá í beinniútsendingu sjónvarps aðkvöldi 1. febrúar.

8. Sunnudagsblað Morgun-blaðsins 1. febrúar - sérblað;ítarleg umfjöllun um heima-stjórnarárin.

9. Ítarleg umfjöllun í tveim-ur laugardagsblöðum DV umheimastjórnarárin.

10. Fjölmargir umræðu-þættir í sjónvarpi og útvarpi.

11. Ítarleg umfjöllun á Rás1 um heimastjórnarárin; upp-tökur frá málþingum.

Í umræðum í bæjarstjórnÍsafjarðar varpaði HalldórHalldórsson bæjarstjóri framhugmynd um að bjóða forsetaÍslands, herra Ólafi RagnariGrímssyni, vestur í tilefni af-hjúpunar minnisvarða umHannes Hafstein. Hugmyndinfékk ekki hljómgrunn. Verð-andi forsætisráðherra, Halldór

Ásgrímsson afhjúpaði minnis-varðann. Ágætur Ísfirðingurhefur kallað minnisvarðanngrjót og steinræfil. Það finnstmér ekki sanngjarnt og sattbest ástæðulaust. Kjarni máls-ins er að Ísfirðingar geta veriðstoltir af Hannesi Hafstein ogviðeigandi að minnast hanseins og gert hefur verið. Og égstoltur af vestfirskum uppruna,afkomandi Símonar Sigurðs-sonar á Dynjandi sem Vest-firðingar hafa reist vegleganminningarskjöld.

Og í lokin: Menn rifust umalþingishátíðina 1930. Þá varritað: ,,Yfirleitt þótti mörgumfullmikið bera á því, að svovirtist sem Alþingi væri mest-megnis að halda hátíð fyrirsjálft sig, núverandi þingmennog erlenda gesti, en minna hirtum landslýðinn.“ Svona fersagan í hringi.

– Með bestu kveðju vestur,Hallur Hallsson,

alþýðumaður.

um um allt land.4. Ritgerðarsamkeppni í

skólum um heimastjórnarárin.5. Útgáfa rits um sögu

stjórnarráðsins. Víðtæk um-ræða og kynning hefur fariðfram í öllum helstu fjölmiðlumlandsins, sjónvarpi, útvarpi,dagblöðum, tímaritum.

Hallur Hallsson.

Göngin í gegnum leiðigarðinnvið Seljalandsmúla tilbúin

Í síðustu viku luku starfsmenn Kubbs ehf. við lagningugangna í gegnum leiðigarðinn við Seljalandsmúla í Skutuls-firði. Undanfarnar vikur hefur vinna við uppsetningu þessa

risavaxna járnhólks staðið yfir og hafa gönguskíðamenn semsækja Seljalandsdal heim þurft að sætta sig við erfiða færð á

meðan. Að sögn Sigurðar Óskarssonar hjá Kubbi ehf. vorugöngin opnuð umferð um síðustu helgi. Vinna við hinn nýja

vegarkafla uppá Seljalandsdal gengur vel og er allt kapp lagtá framkvæmdum verði að mestu lokið þegar landsmót

skíðamanna verður haldið á Ísafirði síðar í vetur. Sigurðursegir áfangann sem náðist í síðustu viku mjög kærkominn

þrátt fyrir að verkið í heild hafi gengið mjög vel. Reiknað ermeð að ljúka fullnaðarfrágangi leiðigarðsins í sumar.

[email protected]ðigarðurinn við Seljalandsmúla. Ef vel er að gáð sést hvar göngin (rörið) kemur í gegnum garðinn vinstra megin fyrir ofan miðja mynd.

Óska eftir pössun fyrir tvö börn,Óska eftir pössun fyrir tvö börn,Óska eftir pössun fyrir tvö börn,Óska eftir pössun fyrir tvö börn,Óska eftir pössun fyrir tvö börn,4-5 ára, frá kl. 17-18, 3-4 daga4-5 ára, frá kl. 17-18, 3-4 daga4-5 ára, frá kl. 17-18, 3-4 daga4-5 ára, frá kl. 17-18, 3-4 daga4-5 ára, frá kl. 17-18, 3-4 dagaí viku. Uppl. gefa Sóley og Sóleyí viku. Uppl. gefa Sóley og Sóleyí viku. Uppl. gefa Sóley og Sóleyí viku. Uppl. gefa Sóley og Sóleyí viku. Uppl. gefa Sóley og Sóleyí síma 456 5280 og 456 5250.í síma 456 5280 og 456 5250.í síma 456 5280 og 456 5250.í síma 456 5280 og 456 5250.í síma 456 5280 og 456 5250.

Aðalfundur Hestamannafélags-Aðalfundur Hestamannafélags-Aðalfundur Hestamannafélags-Aðalfundur Hestamannafélags-Aðalfundur Hestamannafélags-ins Hendingar verður haldinnins Hendingar verður haldinnins Hendingar verður haldinnins Hendingar verður haldinnins Hendingar verður haldinnfimmtudaginn 4. mars kl. 20:00fimmtudaginn 4. mars kl. 20:00fimmtudaginn 4. mars kl. 20:00fimmtudaginn 4. mars kl. 20:00fimmtudaginn 4. mars kl. 20:00í Guðmundarbúð. Venjuleg aðal-í Guðmundarbúð. Venjuleg aðal-í Guðmundarbúð. Venjuleg aðal-í Guðmundarbúð. Venjuleg aðal-í Guðmundarbúð. Venjuleg aðal-fundarstörf. Stjórnin.fundarstörf. Stjórnin.fundarstörf. Stjórnin.fundarstörf. Stjórnin.fundarstörf. Stjórnin.

Til sölu er hjónarúm. Upplýsing-Til sölu er hjónarúm. Upplýsing-Til sölu er hjónarúm. Upplýsing-Til sölu er hjónarúm. Upplýsing-Til sölu er hjónarúm. Upplýsing-ar í síma 456 3727.ar í síma 456 3727.ar í síma 456 3727.ar í síma 456 3727.ar í síma 456 3727.

Til sölu er Britax barnabílstóll f.Til sölu er Britax barnabílstóll f.Til sölu er Britax barnabílstóll f.Til sölu er Britax barnabílstóll f.Til sölu er Britax barnabílstóll f.9-19 kg. Uppl. í s. 864 1469.9-19 kg. Uppl. í s. 864 1469.9-19 kg. Uppl. í s. 864 1469.9-19 kg. Uppl. í s. 864 1469.9-19 kg. Uppl. í s. 864 1469.

Til sölu er Subaru Impreza, sjálf-Til sölu er Subaru Impreza, sjálf-Til sölu er Subaru Impreza, sjálf-Til sölu er Subaru Impreza, sjálf-Til sölu er Subaru Impreza, sjálf-skiptur. Uppl. í síma 456 7348.skiptur. Uppl. í síma 456 7348.skiptur. Uppl. í síma 456 7348.skiptur. Uppl. í síma 456 7348.skiptur. Uppl. í síma 456 7348.

Þorrablót Sléttuhreppinga verðurÞorrablót Sléttuhreppinga verðurÞorrablót Sléttuhreppinga verðurÞorrablót Sléttuhreppinga verðurÞorrablót Sléttuhreppinga verðurhaldið laugardaginn 21. febrúarhaldið laugardaginn 21. febrúarhaldið laugardaginn 21. febrúarhaldið laugardaginn 21. febrúarhaldið laugardaginn 21. febrúarí Félagsheimilinu í Hnífsdal. Miða-í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Miða-í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Miða-í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Miða-í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Miða-pantanir eru hjá Öddu í símapantanir eru hjá Öddu í símapantanir eru hjá Öddu í símapantanir eru hjá Öddu í símapantanir eru hjá Öddu í síma456 3197, Árný í síma 456456 3197, Árný í síma 456456 3197, Árný í síma 456456 3197, Árný í síma 456456 3197, Árný í síma 4564571 og hjá Lóu í Olíufélaginu4571 og hjá Lóu í Olíufélaginu4571 og hjá Lóu í Olíufélaginu4571 og hjá Lóu í Olíufélaginu4571 og hjá Lóu í Olíufélaginuí síma 456 3990, en þangaðí síma 456 3990, en þangaðí síma 456 3990, en þangaðí síma 456 3990, en þangaðí síma 456 3990, en þangaðverður að sækja miðana.verður að sækja miðana.verður að sækja miðana.verður að sækja miðana.verður að sækja miðana.

Til sölu er Subaru Legacy árg.Til sölu er Subaru Legacy árg.Til sölu er Subaru Legacy árg.Til sölu er Subaru Legacy árg.Til sölu er Subaru Legacy árg.1996, sjálfskiptur, skoðaður 05,1996, sjálfskiptur, skoðaður 05,1996, sjálfskiptur, skoðaður 05,1996, sjálfskiptur, skoðaður 05,1996, sjálfskiptur, skoðaður 05,ekinn 133 þús. km. Upplýsingarekinn 133 þús. km. Upplýsingarekinn 133 þús. km. Upplýsingarekinn 133 þús. km. Upplýsingarekinn 133 þús. km. Upplýsingarí síma 895 0475.í síma 895 0475.í síma 895 0475.í síma 895 0475.í síma 895 0475.

Til sölu er eystri endi Hæstakaup-Til sölu er eystri endi Hæstakaup-Til sölu er eystri endi Hæstakaup-Til sölu er eystri endi Hæstakaup-Til sölu er eystri endi Hæstakaup-staðarhússins, áður trésmiðaverk-staðarhússins, áður trésmiðaverk-staðarhússins, áður trésmiðaverk-staðarhússins, áður trésmiðaverk-staðarhússins, áður trésmiðaverk-stæði. Tilboð óskast. Upplýsing-stæði. Tilboð óskast. Upplýsing-stæði. Tilboð óskast. Upplýsing-stæði. Tilboð óskast. Upplýsing-stæði. Tilboð óskast. Upplýsing-ar í síma 456 3466.ar í síma 456 3466.ar í síma 456 3466.ar í síma 456 3466.ar í síma 456 3466.

Tapað! Svartur bakpoki meðTapað! Svartur bakpoki meðTapað! Svartur bakpoki meðTapað! Svartur bakpoki meðTapað! Svartur bakpoki meðsvörtum fótboltaskóm, svörtumsvörtum fótboltaskóm, svörtumsvörtum fótboltaskóm, svörtumsvörtum fótboltaskóm, svörtumsvörtum fótboltaskóm, svörtumbol og svörtum stuttbuxum týnd-bol og svörtum stuttbuxum týnd-bol og svörtum stuttbuxum týnd-bol og svörtum stuttbuxum týnd-bol og svörtum stuttbuxum týnd-ist á Ísafirði í síðustu viku. Finn-ist á Ísafirði í síðustu viku. Finn-ist á Ísafirði í síðustu viku. Finn-ist á Ísafirði í síðustu viku. Finn-ist á Ísafirði í síðustu viku. Finn-andi vinsamlegast hafi samband íandi vinsamlegast hafi samband íandi vinsamlegast hafi samband íandi vinsamlegast hafi samband íandi vinsamlegast hafi samband ísíma 860 4414.síma 860 4414.síma 860 4414.síma 860 4414.síma 860 4414.

Gullhringur með grænum steinGullhringur með grænum steinGullhringur með grænum steinGullhringur með grænum steinGullhringur með grænum steintapaðist á Ísafirði í fyrra. Mjögtapaðist á Ísafirði í fyrra. Mjögtapaðist á Ísafirði í fyrra. Mjögtapaðist á Ísafirði í fyrra. Mjögtapaðist á Ísafirði í fyrra. Mjögvegleg fundarlaun í boði. Uppl.vegleg fundarlaun í boði. Uppl.vegleg fundarlaun í boði. Uppl.vegleg fundarlaun í boði. Uppl.vegleg fundarlaun í boði. Uppl.í síma 845 7242.í síma 845 7242.í síma 845 7242.í síma 845 7242.í síma 845 7242.

Til sölu er 2ja hæða, 153m² ein-Til sölu er 2ja hæða, 153m² ein-Til sölu er 2ja hæða, 153m² ein-Til sölu er 2ja hæða, 153m² ein-Til sölu er 2ja hæða, 153m² ein-býlishús að Hlíðarstræti 21 í Bol-býlishús að Hlíðarstræti 21 í Bol-býlishús að Hlíðarstræti 21 í Bol-býlishús að Hlíðarstræti 21 í Bol-býlishús að Hlíðarstræti 21 í Bol-ungarvík. Húsið selst með yfir-ungarvík. Húsið selst með yfir-ungarvík. Húsið selst með yfir-ungarvík. Húsið selst með yfir-ungarvík. Húsið selst með yfir-töku lána. Uppl. í s. 438 6541.töku lána. Uppl. í s. 438 6541.töku lána. Uppl. í s. 438 6541.töku lána. Uppl. í s. 438 6541.töku lána. Uppl. í s. 438 6541.

Spilavist í Guðmundarbúð á Ísa-Spilavist í Guðmundarbúð á Ísa-Spilavist í Guðmundarbúð á Ísa-Spilavist í Guðmundarbúð á Ísa-Spilavist í Guðmundarbúð á Ísa-firði á föstudagskvöld kl. 20:00.firði á föstudagskvöld kl. 20:00.firði á föstudagskvöld kl. 20:00.firði á föstudagskvöld kl. 20:00.firði á föstudagskvöld kl. 20:00.

Til sölu er 2ja herb. íbúð að Urð-Til sölu er 2ja herb. íbúð að Urð-Til sölu er 2ja herb. íbúð að Urð-Til sölu er 2ja herb. íbúð að Urð-Til sölu er 2ja herb. íbúð að Urð-arvegi 78. Uppl. í símum 456arvegi 78. Uppl. í símum 456arvegi 78. Uppl. í símum 456arvegi 78. Uppl. í símum 456arvegi 78. Uppl. í símum 4563928 og 456 4323.3928 og 456 4323.3928 og 456 4323.3928 og 456 4323.3928 og 456 4323.

Til sölu er 2ja herb. íbúð að Hlíð-Til sölu er 2ja herb. íbúð að Hlíð-Til sölu er 2ja herb. íbúð að Hlíð-Til sölu er 2ja herb. íbúð að Hlíð-Til sölu er 2ja herb. íbúð að Hlíð-arvegi 16, neðri hæð. Uppl. í s.arvegi 16, neðri hæð. Uppl. í s.arvegi 16, neðri hæð. Uppl. í s.arvegi 16, neðri hæð. Uppl. í s.arvegi 16, neðri hæð. Uppl. í s.456 3928 eða 456 4323.456 3928 eða 456 4323.456 3928 eða 456 4323.456 3928 eða 456 4323.456 3928 eða 456 4323.

Ungbarnasund! Námskeið í ung-Ungbarnasund! Námskeið í ung-Ungbarnasund! Námskeið í ung-Ungbarnasund! Námskeið í ung-Ungbarnasund! Námskeið í ung-barnasundi hófst 12. febrúar.barnasundi hófst 12. febrúar.barnasundi hófst 12. febrúar.barnasundi hófst 12. febrúar.barnasundi hófst 12. febrúar.Boðið er upp á byrjendanámskeið.Boðið er upp á byrjendanámskeið.Boðið er upp á byrjendanámskeið.Boðið er upp á byrjendanámskeið.Boðið er upp á byrjendanámskeið.Uppl. í símum 486 1025 eðaUppl. í símum 486 1025 eðaUppl. í símum 486 1025 eðaUppl. í símum 486 1025 eðaUppl. í símum 486 1025 eða861 1072. Guðný Stefanía.861 1072. Guðný Stefanía.861 1072. Guðný Stefanía.861 1072. Guðný Stefanía.861 1072. Guðný Stefanía.

Til sölu er vel með farin NissanTil sölu er vel með farin NissanTil sölu er vel með farin NissanTil sölu er vel með farin NissanTil sölu er vel með farin NissanMicra árg. 1996, og er ekin 92Micra árg. 1996, og er ekin 92Micra árg. 1996, og er ekin 92Micra árg. 1996, og er ekin 92Micra árg. 1996, og er ekin 92þús. km. Uppl. í síma 868 2664þús. km. Uppl. í síma 868 2664þús. km. Uppl. í síma 868 2664þús. km. Uppl. í síma 868 2664þús. km. Uppl. í síma 868 2664og 477 1041.og 477 1041.og 477 1041.og 477 1041.og 477 1041.

Við erum tveir svakalega fallegirVið erum tveir svakalega fallegirVið erum tveir svakalega fallegirVið erum tveir svakalega fallegirVið erum tveir svakalega fallegirbröndóttir kettlingar og okkurbröndóttir kettlingar og okkurbröndóttir kettlingar og okkurbröndóttir kettlingar og okkurbröndóttir kettlingar og okkurvantar gott framtíðarheimili. Viðvantar gott framtíðarheimili. Viðvantar gott framtíðarheimili. Viðvantar gott framtíðarheimili. Viðvantar gott framtíðarheimili. Viðerum 9 vikna alveg kassavanir ogerum 9 vikna alveg kassavanir ogerum 9 vikna alveg kassavanir ogerum 9 vikna alveg kassavanir ogerum 9 vikna alveg kassavanir ogduglegir að borða. Uppl. í símumduglegir að borða. Uppl. í símumduglegir að borða. Uppl. í símumduglegir að borða. Uppl. í símumduglegir að borða. Uppl. í símum868 2664 eða 477 1041.868 2664 eða 477 1041.868 2664 eða 477 1041.868 2664 eða 477 1041.868 2664 eða 477 1041.

Fátt hefur vakið meiri athygli um langt skeið en fundur líks í Norðfjarðarhöfn.Það gerðist reyndar fyrir tilviljun og hefði kannski aldrei gerst ef kafarinnhefði ekki ætlað sér að nota tímann til að kanna skemmdirnar á hafnarmannvirkj-um strax. Að minnsta kosti má búast við því að nokkur bið hefði orðið á þvíað líkið fyndist. Umbúnaður þess og allar aðstæður valda okkur þegnumþessa lands óhug. Fréttir hafa verið litlar af gangi rannsóknar og því miðurhefur það orðið til þess að fjölmiðlar og almenningur hafa keppst við að getaí eyðurnar. Öllum er ljóst að málið er snúið og ekki auðvelt að upplýsa það, ensamt verður að haga fréttaflutningi þannig að það sem er vitað sé upplýst al-menningi og ef ekkert er vitað þá komi það fram að upplýsingar verði veittarþegar þær eru til orðnar. Almenningur fylgist agndofa með með þessu máli oger að sjálfsögðu áhugasamur um það hvað hefur gerst og hvernig rannsóknmiðar.

Margar spurningar vakna og okkur er það væntanlega öllum ljóst að þaðsem lögreglumenn, tollverðir og aðrir sérfræðingar hafa verið að segja um aðfíkniefnaheimurinn sé orðinn harður og einskis svifist gæti hæglega átt viðrök að styðjast. Í raun er það svo að kannski erum við Íslendingar orðnir dofn-ir af því að horfa á Hollywood kvikmyndir þar sem harkan er svo þægilegafjarri á hvíta tjaldinu eða sjónvarpskjánum og hrökkvum því illa við þegar íljós kemur að þessar fantamyndir eiga allar við rök að styðjast í raunveruleik-

anum. Það er einfaldlega svo að ofbeldi hefur færst í vöxt á Íslandi eða er aðminnsta kosti að koma upp á yfirborðið og er því orðið sýnilegra en fyrr.

Hinn almenni borgari hefur kannski ekki velt því mikið fyrir sér hver hætt-an er því samfara að flytja fíkniefni í umbúðum innvortis. Leki þau út í magaburðardýrsins er bráður bani vís. Svo mætti álykta af því litla sem upplýsthefur í þessu máli, en niðurstöður krufningar liggja ekki að fullu fyrir. Krufn-ing óþekkta líksins geymir vonandi leyndardóminn um það sem gerðist ogþar með upplýsist hann og spurningum sem brenna á vörum margra verðursvarað. Þá kemur vonandi í ljós fljótlega hver hinn látni var og hvernig unnter að tengja hann við þá sem hann hefur unnið fyrir. Hið skelfilega við þettamál allt saman er að athyglin beinist að því hve miklir hagsmunir liggja íverslun með ólögleg fíkniefni og að þar eru hætturnar á hverju strái.

Það er því ljóst að fyrst og fremst þarf að koma í veg fyrir að fólk, einkumungt fólk og unglingar ánetjist ólöglegum eiturlyfjum og verði leiksopparhins harða heims fíkniefnanna. Í þeim heimi svífast þeir sem eiga hagsmunaað gæta einskis og láta sig litlu varða hvort burðardýrin og aðrir þrælar lifaeða deyja. Allt er réttlætanlegt fyrir gróðann og hamingja uppvaxandi kyn-slóðar skiptir engu meðan gróðinn skilar sér. Forvörnin byrjar á heimilinu ogforeldrar verða að ræða þessi mál við börn sín af alvöru og vara þau við hætt-unum. Þar í er helsta vörnin fólgin, ef enginn kaupir, selst ekkert.

Gerist áskrifendurí síma 456 4560

07.PM5 12.4.2017, 09:3216

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 1717171717

07.PM5 12.4.2017, 09:3217

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 18. FEBRÚAR 20041818181818

> RÚV: 21. febrúar kl. 21:00

Steve Martin, Eddie Murphy ogHeather Graham eru í aðalhlut-verkum í gamanmyndinni Laumu-spil leikstjórans. Aðalsöguhetjan erBobby Bowfinger, misheppnaðurkvikmyndaleikstjóri. Hann hefur íhöndunum handrit eftir vin sinn oger viss um að hann geti gert eftirþví mynd sem færir honum frægðog frama.

> Stöð 2: 21. febrúar kl. 20:05

Russel Crowe, Jennifer Connelly ogEd Harris leika aðalhlutverkin í Ósk-arsverðlaunamyndinni A BeautifulMind. Hér segir frá stærðfræðisnill-ingnum John Forbes Nash yngri sembjó yfir ótrúlegum hæfileikum og hansbeið heimsfrægð. Stjórnvöld höfðu notfyrir slíkan mann og John voru falinöll erfiðustu verkefnin. Þrátt fyrirsnilligáfuna var líf hans mjög erfitt.

Óskarsverðlaunamynd á Stöð 2

> Sýn: 21. febrúar kl. 12:15

Chelsea og Arsenal eru tvö af bestuliðum úrvalsdeildarinnar ensku ogviðureign þeirra á Stamford Bridge ídag er einn af úrslitaleikjum mótsins.Félögin mættust á Anfield í októberog þá hafði Arsenal betur, 2-1, meðmörkum frá Edu og Henry en Cresposvaraði fyrir Chelsea. Leikurinn í dagverður örugglega hin besta skemmtunenda snjallir leikmenn í báðum liðum.

Lundúnarisarnir mætast

Helgarveðrið

Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Vestan 8-13 m/s. Létt-

skýjað á Suðaustur- ogAusturlandi en víða él

annars staðar. Hiti íkringum frostmark.

Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Norðvestan 8-13 m/s ogél við norðausturströnd-

ina, annars hægari vind-ur og víða léttskýjað.

Frost 0-10 stig.Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:

Norðvestan 8-13 m/s ogél við norðausturströnd-

ina, annars hægari vind-ur og víða léttskýjað.

Frost 0-10 stig.Horfur á mánudag:Horfur á mánudag:Horfur á mánudag:Horfur á mánudag:Horfur á mánudag:

Vestlæg átt, slydda eðarigning og hlýnandi veður.

Spurningin

Netspurningin er birt vikulegaá bb.is og þar geta lesendur

látið skoðun sína í ljós. Aðeinser tekið við einu svari frá hverri

tölvu. Niðurstöðurnar erusíðan birtar hér.

Styður þú hugmyndum að halda heima-stjórnarhátíð alþýð-

unnar á Ísafirðií sumar?

Alls svöruðu 406.Já sögðu 233 eða 57%

Nei sögðu 148 eða 36%Óvíst sögðu 25 eða 6%

Kirkjustarf

Laumuspil leikstjórans

Opnaði sýningu um Muggog gefur út póstkort

Elfar Logi Hannesson,leikari, opnaði í síðustu vikusýningu á kaffihúsi sínuLanga Manga á Ísafirði ummyndlistarmanninn Guð-mund Thorsteinsson eðaMugg eins og hann er oft-ast kallaður. Af því tilefniverður gefið út póstkortmeð teikningu af Muggieftir Pétur Guðmundsson,myndlistarmann á Ísafirði.Á Langa Manga eru sýndar

eftirprentanir af verkumMuggs og þar er einnig aðfinna fjölmargar bækur umlistamanninn frá bókasafn-inu á Ísafirði auk fyrstu ís-lensku spilanna, sem Mugg-ur málaði.

Muggur var frá Bíldudalog fjallaði Elfar Logi umhann í einleik sem sýndurvar bæði á Vestfjörðum ogí Borgarleikhúsinu í Reykja-vík fyrir um tveimur árum

síðan. „Muggur var án efaeinn mesti listamaður lands-ins og afrekaði mikið á ævisinni, en hann lést aðeins33 ára að aldri, langt umaldur fram,“ segir Elfar Logiog nefnir í því sambandisöguna um Dimmalimm,myndskreytingar hans viðljóð Theodoru Thorodssen,altaristöfluna „Kristur lækn-ar sjúka“ og málverkin„Kolaburður í Reykjavík“ og

„Í hjásetunni“ máli sínu tilstuðnings.

Að sögn Elfars Loga varMuggi margt annað til listalagt. Hann var góður leikariog lék m.a. í kvikmyndinni„Saga Borgarættarinnar“og söng og fór með gaman-mál við hvert tækifæri ábarnaskemmtunum.

[email protected]

Elfar Logi Hannesson við innrammaða teikningu Péturs Guðmundssonar af Muggi.

Hnífsdalskapella:Hnífsdalskapella:Hnífsdalskapella:Hnífsdalskapella:Hnífsdalskapella: Guðsþjónusta á sunnu-

dag kl. 11:00. Sunnu-dagaskóli kl. 13:00.

Flateyrarkirkja:Barnastarf á miðvikudag

kl. 16:30.

Réttir þriggja þjóða í matarveislustarfsmannafélags Íslandssögu

Sumir voru við öllu búnir. Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Íslandssögu, og Skapti Elíasson, hjá Áseli, mættu meðkúrekahatta. Myndir: Páll Önundarson.

Starfsmannafélag Ís-landssögu á Suðureyri stóðfyrir matarveislu á laugar-dagskvöld í Bjarnarborg.Um 50 manns til borðhalds-ins og áttu ánægjulegakvöldstund. Ævar Einarssonhjá Íslandssögu, segir aðlagt hafi verið upp með aðbúa til alþjóðlega matar-veislu og hafi þrjár þjóðirlagt til veisluföngin.

„Við vorum t.d. með ís-lenska og ýmsa tælenskaog pólska rétti“, segir Ævar.Pólsku réttirnir þóttu komasérstaklega á óvart en Ævarsegir marga Íslendinga verafarna að kynnast tælensk-um mat en hafi minni kynnihaft af þeim pólska.

„Í þeim flokki getum viðnefnt ýsubúðing með rúsín-um sem fáir Íslendingarhöfðu smakka og er sérstak-lega góður“, sagði Ævar. Þriggja þjóða hlaðborðið þótti afar glæsilegt.

07.PM5 12.4.2017, 09:3218

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 18. FEBRÚAR 2004 1919191919

> Stöð 2: 24. febrúar kl. 20:45

Las Vegas er dramatískur spennu-myndaflokkur sem gerist í sam-nefndri spilaborg. Háar fjárhæðirskipta oft um eigendur í borg gleð-innar og þá er eins gott að öryggis-gæslan sé í góðu lagi. Ed Deline, fyrr-verandi leyniþjónustumaður, rekurbesta öryggisfyrirtækið í borginni oghefur nóg að gera. Aðalhlutverkleikur James Caan.

Dramatík í Las Vegas

Sælkeri vikunnarer Íris Sveinsdóttir í Bolungarvík

Ýsa í kota-sælu og

sveppabaði

Sportið í beinni

Sýn:Sýn:Sýn:Sýn:Sýn:Miðvikudagur 18. febrúar:Kl. 21:00 – Landsleikur íknattspyrnu: Portúgal –England.

Laugardagur 21. febrúar:Kl. 12:15 – Enski boltinn:Chelsea – Arsenal.Kl. 20:20 – Spænski bolt-inn: Valencia – Barcelona.

Sunnudagur 22. febrúar:Kl. 11:50 – Enski boltinn:Aston Villa – Birmingham.Kl. 13:50– Enski boltinn:Portsmouth – Liverpool.Kl. 15:50 – Enski boltinn:Tottenham – Leicester.

Þriðjudagur 24. febrúar:Kl. 19.30 – Meistaradeildin:B. Munchen – Real Madrid.Kl. 21:40 – Meistaradeildin:Celta de Vigo – Arsenal.

Stöð 2:Stöð 2:Stöð 2:Stöð 2:Stöð 2:Laugardagur 21. febrúar:Kl. 14:45 – Enski boltinn:Newcastle – Middlesbrough

Canal+ Norge:Canal+ Norge:Canal+ Norge:Canal+ Norge:Canal+ Norge:Laugardagur 21. febrúar:Kl. 12:30 – Enski boltinn:Chelsea – ArsenalKl. 15:00 – Enski boltinn:Newcastle – Middlesbrough

Sunnudagur 22. febrúar:Kl. 14:00 – Enski boltinn:Aston Villa – BirminghamKl. 16:05 – Enski boltinn:Tottenham – Leicester

Canal+ Zap:Canal+ Zap:Canal+ Zap:Canal+ Zap:Canal+ Zap:Laugardagur 21. febrúar:Kl. 12:30 – Enski boltinn:Man. Utd. – Leeds Utd.

Sunnudagur 22. febrúar:Kl. 14:00 – Ítalski boltinn:Bologna – Juventus.

TV Danmark 1:TV Danmark 1:TV Danmark 1:TV Danmark 1:TV Danmark 1:Laugardagur 21. febrúar:Kl. 14:30 – Þýski boltinn:Schalke 04 – W. BremenKl. 18:30 – Spænski boltinn:Espanyol – Real MadridKl. 20:30 – Spænski bolt-inn: Valencia – Barcelona

TV4 Sweden:TV4 Sweden:TV4 Sweden:TV4 Sweden:TV4 Sweden:Laugardagur 21. febrúar:Kl. 15:00 – Enski boltinn:Norwich City – West Ham

TV4+ Sweden:TV4+ Sweden:TV4+ Sweden:TV4+ Sweden:TV4+ Sweden:Laugardagur 21. febrúar:Kl. 20:30 – Spænski boltinn:Valencia – Barcelona.

Sunnudagur 22. febrúar:Kl. 16:30 – Þýski boltinn:Dortmund – KölnKl. 20:00 – Spænski boltinn:Athletic Bilbao – R. Betis

Canal+ Bla:Canal+ Bla:Canal+ Bla:Canal+ Bla:Canal+ Bla:Laugardagur 21. febrúar:Kl. 19:30 – Ítalski boltinn:AC Milan – Inter Milan

TV2 Danmark:TV2 Danmark:TV2 Danmark:TV2 Danmark:TV2 Danmark:Miðvikudagur 18. febrúar:Kl. 18:30 – Landsleikur:Tyrkland – Danmörk

Að þessu sinni er boðiðupp á gómsætan og léttanfiskrétt sem þykir tilvalinnhvort sem er eftir langan ogstrangan vinnudag eða í gottmatarboð. Rétturinn er mjögeinfaldur í undirbúningi oger uppskriftin miðuð viðfjóra. Á eftir koma gómsætirkanilsnúðar að hætti tengdó.

700-800 g ýsuflök200 g sveppir150 g (1 dós) kotasæla2-3 hvítlauksrif2,5 dl rjómi4 msk Kikkoman terryaki-sojasósa1 msk Season All1dl léttsoðin hrísgrjónrifinn ostur

Leggið bein- og roðhreins-uð ýsuflökin í smurt eldfastmót. Kryddið með blöndu afsojasósu og Season All. Lát-ið standa í a.m.k. 10 mínútur.

Sneiðið sveppina, merjiðhvítlaukinn og blandið í skálmeð kotasælunni ásamtrjómanum. Dreifið léttsoðnuhrísgrjónunum yfir fiskinnog setjið sveppablöndunaþar ofan á. Bakið í miðjumofni í 20 mínútur við 180°C.Stráið síðan rifnum osti yfirog bakið áfram í 10 mínútur.

Berið fram með ferskuhrásalati og snittubrauði.

Kanilsnúðarað hætti tengdó

Þessir danskættuðu snúðareru alveg ómótstæðilegir ogbráðna hreinlega í munni! Þaðer ekki síður tengdó að þakka,að hún varð tengdó...

Deig600 g (10 dl) hveiti150 g smjör2 msk sykur1 tsk salt70 g ger2 dl mjólk2 egg

Myljið smjörið saman viðhveitið. Bætið sykri og saltisaman við og hrærið gerinu útí volga mjólkina. Gerið holu íhveitiblönduna og setjið í ger-blönduna ásamt hrærðu eggi.Hnoðið vel. Látið deigið lyftasér í 30 mín.

Fylling:200 g smjör

150 g (2dl) sykur200 g marsípan4 tsk kanill2 msk hveiti

Hrærið saman smjöri,sykri, kanil, marsípani oghveiti Fletjið deigið út íferhyrnda lengju (50-60cm) og smyrjið kanilkrem-inu á. Rúllið því síðan uppeftir lengdinni og skeriðniður í 2-3 cm þykkarsneiðar.

Látið snúðana (u.þ.b. 24stk) lyfta sér áfram í 15mínútur á bökunarplötu,penslið þá með hrærðu eggiog bakið í u.þ.b. 15 mínvið 200°C.

„Bon appetit“

Ég skora síðan á LáruThorarensen, sundlaugar-vörð á Flateyri að komameð sínar landsfrægu„krebinettur“ í næsta pist-li.

Áfangi í líffæra- og lífeðlisfræði (LOL 303)Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Fræðslumiðstöðin bjóða áfanga

í líffæra- og lífeðlisfræði (LOL 303) í fjarkennslu nú í vor. Áfanginn ersérstaklega settur upp fyrir þá sem hyggjast hefja nám í hjúkrunarfræðinæsta haust, en er opinn öllum sem vilja bæta þekkingu sína á þessusviði, svo sem sjúkraliða og framhaldsskólanema. Áfanginn gefur einingarí framhaldsskóla. Kennsla hefst fljótlega. Skráning og frekari upplýsingarhjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, sími 456 5025, netfang: [email protected]

Leiðbeiningar um flokkunsorps á nýrri vefsíðu Funa

Víðir Ólafsson, fram-kvæmdastjóri sorpbrennsl-unar Funa í Engidal tók ámánudag í notkun nýjaheimasíðu fyrir Funa semunnin var af Netheimum áÍsafirði. Á nýju heimasíð-unni er að finna ítarlegarleiðbeiningar um flokkunsorps.

Til nýjunga telst að notuð

eru ný samræmd tákn semeiga að gilda fyrir allt land-ið. Að auki er að finna ásíðunni upplýsingar umopnunartíma stöðvarinnarog gjaldskrá hennar. Nýjasíða er byggð upp í not-endavænu umhverfi oghyggjast starfsmenn því sjáum uppfærslu hennar sjálf-ir í framtíðinni. – [email protected]

Víðir og Magnús setja síðuna í loftið.

Gerist áskrifendurí síma 456 4560

07.PM5 12.4.2017, 09:3219

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk

www.bb.is – daglegar fréttir á netinuwww.bb.is – daglegar fréttir á netinu

Verndun Látrabjargs til umsagnar hjá sveitarstjórnum

Lagt til að Látrabjarg ogRauðisandur verði vernduð

Þingsályktunartillaga umnáttúruverndaráætlun fyrirárin 2004-2008 er nú til með-ferðar hjá umhverfisnefnd Al-þingis. Í tillögunni er kveðið áum að Látrabjarg og Rauði-sandur í Vestur-Barðastrand-arsýslu verði eitt 14 svæða semtekin verða til verndunar átímabilinu. Umhverfisnefnd

hefur óskað eftir umsögnumum þingsályktunartillöguna,m.a. frá sveitarstjórnum ogferðaþjónustuaðilum auk ým-issa félaga um verndun, nýt-ingu og rannsóknar á náttúr-unni. Umsagnarfrestur rennurút 23. febrúar.

Svæðið er eitt sjö búsvæðafugla sem ætlunin er að vernda

samkvæmt þingsályktunartil-lögunni og annað tveggjastærstu sjófuglabyggða lands-ins ásamt Vestmannaeyjumsem einnig á að vernda.

„Í fyrirhuguðu verndar-svæði á Látrabjargi og Rauða-sandi verpa um 60% af álku-stofninum hér við land, um30% af langvíu og 20% af

stuttnefju. Í Látrabjargi erstærsta álkubyggð í heimi ogfuglabjörgin innan fyrirhugaðsverndarsvæðis eru hin mestuvið Norður-Atlantshaf. Látra-bjarg er vestasta fuglabjarg íEvrópu. Á Rauðasandi erueinnig leirur og skeljasands-fjörur með fjölbreyttu fugla-lífi“. – [email protected] Frá Látrabjargi.

Sex hundruðbílar á dag

Samkvæmt upplýsingumfrá Vegagerðinni fóru 632

bílar að jafnaði um Óshlíð-arveg á degi hverjum á síð-

asta ári. Að sumri til varmeðalumferðin 795 bílar ádag en vetrarumferðin var

að jafnaði 481 bíll á dag.Af þessu má ráða að rúm-lega 230 þúsund bílar hafi

farið um Óshlíðina á síð-asta ári. Svipuð umferð er

um Vestfjarðagöngin endaglega fóru 666 bílar aðjafnaði um tvíbreiða legg

þeirra. Frá þessu vargreint á vikari.is.

Ferskur fisk-ur í góðu lagi

Heilbrigðiseftirlit Vest-fjarða hefur kannað

ástand sýna úr ferskumfiski í verslunum í fjórð-

ungnum og stóðust þau öllkröfur. Alls reyndust 16%sýnanna sem tekin voru á

landsvísu ekki standastviðmiðunarkröfur. Í öllum

tilvikum var um að ræðahráan fisk sem hafði veriðmeðhöndlaður á einhvern

hátt. Samtals voru tekin 93sýni þar af fjögur á Vest-

fjörðum. „Greinilegt er aðhreinlæti er yfirleitt full-

nægjandi en gæta þarf var-úðar í hvívetna við með-höndlun á sjávarafurð-um“, segir í niðurstöðu

Umhverfisstofnunar.

Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar

Ekkert að gerast í uppbyggingubyggðakjarna á landsbyggðinni

Halldór Halldórsson, bæjar-stjóri Ísafjarðarbæjar, segirekkert að gerast af hálfu ríkis-ins í uppbyggingu byggða-kjarna á landsbyggðinni. „Viðminnum á málið æ oftar ogspyrjum hver stefnan sé oghvað sé að marka hana, t.d. íljósi breytinga á skipuritiVegagerðarinnar“, segir Hall-dór og vísar til nýlegrarákvörðunar um að flytja yfir-stjórn Vegagerðarinnar í Vest-fjarðaumdæmi frá Ísafirði tilBorgarness.

Nýverið var boðað að skoriðyrði niður um einn starfsmannhjá Héraðsdómi Vestfjarða ogstöðugildum hefur fækkað um1,8 hjá Rannsóknastofnunfiskiðnaðarins á Ísafirði þóvæntingar séu gefnar um fram-tíðaruppbyggingu. Bæjar-stjórn Ísafjarðabæjar óskaðieftir því fyrir skömmu að nýstofnun, vaktstöð siglinga,yrði sett niður á Ísafirði endómsmálaráðherra er fasturfyrir og segir fagleg rök liggjafyrir því að setja stofnuninaniður í Skógarhlíð í Reykjavík.

Samspils þessara atvikaverður óneitanlega vart í um-ræðum manna á meðal á Ísa-

firði og spurt hvort raunveru-legur pólitískur vilji hafi legiðað baki yfirlýsingarinnar umbyggðakjarna á landsbyggð-inni? Bæjarstjórn Ísafjarðar-bæjar hefur samþykkt að boðatil fundar með þingmönnumNorðvesturkjördæmis þar semfarið verður yfir hræringarnarí opinbera geiranum á Ísafirði.

Halldór segir þingmenn hafaverið látna vita og beðið séviðbragða þeirra um heppilegatímasetningu.

Þegar Vestfirðingum fannstþeir sniðgengnir í byggðaáætl-un fyrir tveimur árum samein-uðust sveitarfélög í fjórðung-num um að útbúa sérstakabyggðaáætlun fyrir svæðið.

Halldór segir það vel koma tilgreina að útbúa sérstaka áætl-un fyrir ríkið um uppbygginguopinberrar starfsemi á Vest-fjörðum.

„Hins vegar skýtur þaðskökku við ef við eigum að sjáum þá vinnu sem höfum engaaðkomu að ákvörðunum – enþað getur vel verið að við þurf-

um að gera það. Af okkar hálfukemur allt til greina til aðtryggja uppbyggingu hér, þaðer okkar skylda. Við gefumekkert eftir í þessum málum.Fyrir liggja yfirlýsingar semþýða tækifæri fyrir okkur ogvið ætlum að nýta þau tæki-færi“, sagði Halldór.

[email protected]

07.PM5 12.4.2017, 09:3220