11

Macbeth

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Leikskrá á flettiformi. Macbeth í uppsetningu Þjóðleikhússins frá 2012

Citation preview

Leikstjórn Benedict Andrews 

Leikmynd Börkur Jónsson

Búningar Helga I. Stefánsdóttir

TónlistOren Ambarchi

HljóðmyndKristinn Gauti Einarsson, Oren Ambarchi

LýsingHalldór Örn Óskarsson

DramatúrgShelly Lauman

AðstoðarleikstjóriStefán Hallur Stefánsson

ÞýðingÞórarinn Eldjárn

SýningarstjórnKristín Hauksdóttir

Textavinna með leikurumRagnheiður Steindórsdóttir

Leikmunir, yfirumsjónHögni Sigurþórsson

Förðun, yfirumsjónIngibjörg G. Huldarsdóttir, Valdís Karen Smáradóttir

Hárgreiðsla, yfirumsjónGuðrún Erla Sigurbjarnadóttir, Þóra Benediktsdóttir

Búningar, yfirumsjónLeila Arge

Aðstoðarmaður leikmyndarhöfundarRíkharður Hjartar Magnússon

Stóra sviðið, yfirumsjónViðar Jónsson Árni Jónsson

LeikmyndarsmíðiZedrus leikmyndagerð

Sýningin tekur tæpa tvo tíma. Ekkert hlé.

Sérstakar þakkir: Skógræktarfélag Reykjavíkur

Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.

Ritstjórn leikskrár: Melkorka Tekla ÓlafsdóttirUmsjón: Sigurlaug ÞorsteinsdóttirÚtlit: Brandenburg Ljósmyndir: Eddi Prentun: Prentmet Útgefandi: Þjóðleikhúsið

Ítarlegri ferilskrár leikara og listrænna aðstandenda er að finna á heimasíðu Þjóðleikhússins, leikhusid.is.

ÞjóðleikhúsiðLeikárið 2012–2013

64. leikár, 14. viðfangsefni.

Frumsýning á Stóra sviðinu 26. desember 2012.

Miðasölusími 551 1200

Netfang miðasölu [email protected]

Netfang Þjóðleikhússins [email protected]

Heimasíða Þjóðleikhússins www.leikhusid.is

Margrét VilhjálmsdóttirFrú Macbeth

Vigdís Hrefna PálsdóttirFrú Macduff

Atli Rafn SigurðarsonMacduff, skoskur aðalsmaður Þriðja norn

Hringur Ingvarsson/ Ásgeir SigurðssonFlíans, sonur Bankós

Guðrún Snæfríður GísladóttirFyrsta nornLæknir

Ágúst Örn Børgesson Wigum/ Stefán Árni GylfasonSonur Macduffs

Hilmir Snær GuðnasonBankó, herstjóri

Ólafía Hrönn JónsdóttirÖnnur nornDyravörður

Saga GarðarsdóttirLennox, skoskur aðalsmaður

Björn ThorsMacbeth, herstjóri

Snorri EngilbertssonDónalbein, sonur DúnkansKataness, skoskur aðalsmaðurAnnar morðingi

Arnar JónssonRoss, skoskur aðalsmaður

Þórunn Arna KristjánsdóttirÞerna Macbeths

Friðrik FriðrikssonAngus, skoskur aðalsmaður Þriðji morðingi

Agla Bríet Gísladóttir/ Vera StefánsdóttirDóttir Macduffs

Leikhópurinn fer jafnframt með ýmis hlutverk.

Hilmir JenssonAlblóðugur liðsforingiMenteth, skoskur aðalsmaðurFyrsti morðingi

Jóhannes Haukur JóhannessonMalkolm, sonur Dúnkans

Pálmi GestssonDúnkan, konungur Skotlands

Persónur og leikendur

Macbeth á sviði. Margrét lék Góneríl, eina af dætrum Lés, og í þeirri persónu má greina frækorn sem síðar vaxa upp í lafði Macbeth. Það er því líkast sem lafði Macbeth spretti upp úr Góneríl. Margrét er leikkona sem smellpassar í hlutverkið og hefur burði til að túlka í senn grimmd, viðkvæmni, vald, kynþokka og skarpa greind lafðinnar. Mig langaði líka til að vinna aftur með fleiri leikurum úr Lé konungi og svo hef ég kynnst enn fleiri spennandi leikurum núna í Macbeth. Það hefur til dæmis verið virkilega spennandi að vinna með Birni Thors, leikara sem þyrstir í að takast á við sitt fyrsta aðalhlutverk í leikriti eftir Shakespeare, og er tilbúinn til þess. Í hlutverk Macbeths þarf þróttmikinn leikara sem hefur til að bera andríki, næmi og ímyndunarafl, og hann þarf að vera reiðubúinn að leyfa okkur að sjá inn í dimmustu afkima sálarinnar.

Því er gjarnan haldið fram að blindur metnaður sé meginumfjöllunarefnið í Macbeth.

Vissulega er metnaðurinn mikilvægt umfjöllunar­efni, en í mínum huga fjallar Macbeth fyrst og fremst um tímann, afstöðu mannshugans til tímans og þátt tímans í lífi manneskjunnar. Þetta kann að hljóma abstrakt og kalt, en það sem ég á við er að í Macbeth er stillt upp aðalpersónum sem eru helteknar af fram­tíðinni; Macbeth­hjónin beinlínis lifa í framtíðinni. Þegar þau heyra spádóm nornanna um að Macbeth muni verða konungur, kviknar hjá þeim löngun til að komast inn í framtíðina í einu stökki. Lafði Macbeth segir:

Bréf þín hafa fært mig til í tíma, nútíð hörfar fávís og ég finn framtíð hér sem örskot.

Til þess að spá nornanna rætist þarf Macbeth að myrða konunginn, og leikritið fjallar um þann tíma í lífi mannsins sem líður á milli hugmyndarinnar um voðaverk og verknaðarins sjálfs. Þetta er tími sem líður eins og hryllilegur draumur. En það er einmitt þetta hik, á milli hugmyndar og verknaðar, sem gerir okkur að manneskjum. Macbeth hikar í fyrstu, en er hvattur áfram af konu sinni og ákveður að láta til skarar skríða. Eftir þetta fyrsta voðaverk, morðið á konunginum, verður tíminn, hikið, á milli hugmyndar og verknaðar, sífellt styttri hjá Macbeth. Að endingu er þessi tími orðinn að engu. Þegar manneskjan er komin á þann stað hefur hún glatað mennsku sinni; Macbeth breytist úr tragískri hetju í slátrara.

Í Macbeth, líkt og í Lé konungi, missir titilpersónan allt.

Macbeth glatar öllu sem honum þótti vænt um og var honum einhvers virði, vináttu, ást, valdi og einnig tilfinningum sínum. Þegar honum berast fregnir af dauða eiginkonu sinnar, sem hefur verið honum afar náin, svarar hann bara: “Hún hefði allténd einhverntíma dáið”. Í Macbeth fylgjum við titil­persónunni á vegferð þar sem allt glatar merkingu sinni og lífið verður tilgangslaust.

Leikritið miðlar á köflum algjörri tómhyggju, og þessi frægi texti Macbeths vitnar um einhverja nöprustu sýn á tilveru mannsins sem um getur:

Reikull skuggi er lífið, leikaragrey sem geiflar sig og glennir uppi á sviði um stund en hljóðnar síðan, það er saga sem fáráðlingur þylur, óp og ofsi og innihaldið ekkert.

Melkorka Tekla Ólafsdóttir ræðir við Benedict Andrews leikstjóra

Samstarf Benedicts Andrews og Þjóðleikhússins hófst fyrir tveimur árum með uppsetningu hans á Lé konungi eftir Shakespeare. Sýningin hlaut alls sex Grímuverðlaun, meðal annars var hún valin sýning ársins og Benedict Andrews var valinn leikstjóri ársins. Benedict Andrews hefur sett upp fjölda sýninga í Evrópu og Ástralíu á klassískum verkum, meistaraverkum 20. aldarinnar og samtímaverkum, og hefur áður tekist á við tólf af leikritum Shakespeares, í fimm leiksýningum. Hann setti upp Júlíus Sesar (2005) og Rósastríðin (2009) hjá Sydney Theatre Company og Draum á Jónsmessunótt (2004) og Líku líkt (2010) hjá Belvoir Street Theatre í Sydney. Rósastríðin er átta tíma leikgerð leikstjórans byggð á átta konungaverkum eftir Shakespeare. Fyrir Rósastríðin hlaut Benedict Andrews helstu leiklistarverðlaun Ástralíu, Helpmann Awards og Sydney Theatre Awards sem besti leikstjóri ársins, auk þess sem sýningin hlaut Sydney Theatre Awards sem besta sýning ársins.

Hvað er það við leikritið Macbeth sem veldur því að þú vilt setja það á svið hér í Þjóðleikhúsinu nú?

Uppsetningin á Macbeth er í vissum skilningi eðlilegt framhald af sviðsetningu minni á Lé konungi hér fyrir tveimur árum. Macbeth er næsti mikli harmleikur Shakespeares á eftir Lé konungi, og greina má ýmsa þræði sem tengja verkin. Þau eru skrifuð á miklu blómaskeiði í harmleikjaritun höfundarins, en á undan Lé konungi hafði hann samið Óþelló. Bæði í Lé konungi og Macbeth fylgjumst við með falli titilpersónunnar, og á vissan hátt fylgir allt samfélagið henni ofan í hyldýpið.

Þegar ég sviðsetti Lé konung fannst mér sálin eða andinn í verkum Shakespeares njóta sín vel hér á landi. Óheflaður húmor, karlmennska, erótík, sterk líkamsvitund og náin tengsl við landið, landslagið, eru mikilvægir þættir í verkum Shakespeares og einnig mikilvægir þættir í ykkar samfélagi. Í leikritum hans hrífst ég sérstaklega af því sem er hrjúft, beinskeytt, kynþokkafullt, fallegt, tilfinningalega hrátt.

Valið á Macbeth ræðst einnig af því að mér finnst leikararnir ykkar og Shakespeare eiga vel saman. Þegar ég var að vinna með Margréti Vilhjálmsdóttur í Lé konungi laust því niður í mig hvað það myndi hæfa þessari mögnuðu leikkonu vel að túlka lafði

Einhver naprasta sýn á tilveru mannsins sem um getur

Og þannig er í raun heimurinn sem við lifum í; það er alltaf eitthvert stríð háð, einhvers staðar, en nú á dögum á það sér stað á jaðri hins vestræna heims, ef svo má segja. Stríðsrekstur er hluti af hinu kapítalíska samfélagsformi sem er ríkjandi í heiminum í dag.

Macbeth er eitt kröftugasta leikverk heims bók­menntanna. Í því býr djúpstæður, dimmur töfra­máttur. Leikritið er líkt og seiður eða töfraþula, sem bíður eftir því að öðlast líf í leikhúsinu. Í mínum huga er leiksýning ávallt einhvers konar upprisa; hinir dauðu eru vaktir til lífs. Í Macbeth verður einmitt þetta kjarni sjálfs leikverksins. Leiksviðið í Macbeth er svið þar sem fólk gengur aftur, það er vettvangur áfalla, sefasýki, ofskynjana og hrárrar, naktrar mannlegrar reynslu.

Macbeth er stysti harmleikur Shakespeares. Verkið er þétt, það er mikill hraði í atburðarásinni og margir telja að sú gerð verksins sem hefur varðveist hljóti að vera stytt útgáfa þess.

Ég lít ekki svo á að þetta sé stytt útgáfa, heldur hafi Shakespeare skrifað verkið svona af ásettu ráði. Það hvað verkið er stutt og þétt gefur því ákveðinn sprengikraft. Og fyrir vikið virkar leikritið mjög nútímalegt. Sögunni vindur fram líkt og leiftur mæti augum okkar. Að sumu leyti er atburðarásin eins og í draumi, þar sem sumt getur skyndilega gerst mjög hratt. Og við þurfum sjálf að fylla upp í eyðurnar sem myndast á milli leiftranna.

Ég hef unnið talsvert með leikrit Shakespeares og ávallt fundið mig knúinn til að stytta þau þó nokkuð. En þetta verk er einstakt í höfundarverki skáldsins, og í fyrri hlutanum get ég varla hugsað mér að stytta

nokkuð, því að allt gengur svo hratt fyrir sig. En vissulega gerum við nokkrar styttingar, meðal annars í texta nornanna og í síðari hlutanum þegar ýmsar aukapersónur eru kynntar til sögunnar. Ég vildi halda þeirri tilfinningu að verkið væri eins og þaninn strengur, allan tímann, sem aldrei slaknaði á.

Maður gæti jafnvel fengið á tilfinninguna að verkið væri að gerast í huga Macbeths, eða huga lafðinnar. Allir leikararnir í sýningunni nema Macbeth­hjónin fara með fleiri en eitt hlutverk. Nornirnar, sem í þessari uppsetningu eru úr hópi hinna lægst settu í samfélaginu, ­ og eru hugsanlega látnar konur ­, ganga aftur og ásækja fólkið í verkinu, toga í ósýnilega strengi, setja á svið leiksýningu fyrir Macbeth og sýna honum inn í framtíðina.

Leikhúsið er spennandi vettvangur fyrir rannsókn á valdi og valdahlutföllum, og hér stillum við upp hinum valdlausu, olnbogabörnum samfélagsins, andspænis æðstu valdamönnum. Líkt og í Lé konungi þar sem við fylgjum aðalpersónunni frá því að vera alvaldur til algers valdleysis, sjáum við hér hvernig vald blæs út og hverfur loks í höndunum á einum manni.

Þið Börkur leikmyndarhöfundur vinnið nú með mjög nakið svið, líkt og í Lé konungi.

Leikmynd eins og í Macbeth getur virkað eins og rannsóknarstofa sálarinnar. Í þessu rými er hvergi hægt að fela sig, leikarinn er berskjaldaður. Vinnan með skáldskapinn verður hrárri, beinskeyttari. Mér finnst áhugavert að fá að sjá lífið í sinni einföldustu og nöktustu mynd í leikhúsinu, og svona leikmynd, þessi kassi, er leið til þess. Það eina sem raunverulega þarf í þessu blóðuga verki er vaskur til að þvo af sér blóðið!

Leikhús er í mínum huga ekki vettvangur siða­predikana, en það getur sýnt okkur möguleikana í lífinu, hversu slæmir hlutirnir geta orðið og hvernig það gerist. Það getur gefið okkur færi á að upplifa það hvernig það er að fara út að endimörkum mannlegrar reynslu með einhverjum hætti. Og maðurinn hefur þörf fyrir það. Við sækjumst eftir því að horfa á það sem við viljum ekki sjá, og erum heilluð af því sem skelfir okkur.

Þróun Macbeths sem persónu er á vissan hátt þver­öfug við þróun konu hans. Í upphafi verksins er það Macbeth sem hikar við að fremja ódæði, en kona hans sýnir meiri ófyrirleitni og tilfinningakulda. Undir lok verksins er hún orðin heltekin af samviskubiti og missir að lokum vitið, en Macbeth virðist orðinn sálarlaus morðingi.

Eitt af því sem gerir leikritið Macbeth heillandi er að það lýsir harmleik sem par gengur í gegnum. Ég sé fyrir mér að þau hjónin búi við einhvern sameiginlegan harm í upphafi, sem gæti til dæmis verið barnleysi eða barnsmissir. Hver sem ástæðan er, þá er ljóst að einhver skortur, einhver þörf eða hungur í sambandi þeirra getur af sér ofbeldi sem á endanum rústar samfélaginu. Þau eru afar náin og stundum á maður erfitt með að skilja þau að í huganum. Það er mikil kynferðisleg spenna í þessu ástarsambandi og þau skiptast á að vera ráðandi. Það sem þau gera, gera þau aðeins vegna hvort annars og fyrir hvort annað. En í gegnum þá glæpi sem tengja þau, fjarlægjast þau. Það býr mikið hungur innra með þeim, og einhvers konar ást, sem gerir það að verkum að þau vilja komast nær hvort öðru, jafnvel á meðan þau eru að glata hvort öðru.

Macbeth er eitt blóðugasta verk Shakespeares, og orðið blóð kemur fjölmörgum sinnum fyrir í textanum.

Það eru nokkur einsatkvæðisorð sem eru síendur­tekin í leikritinu, eins og “deed, blood, milk, sleep, eat, time...”, og blóð er einna mest áberandi af þeim, enda hverfist verkið um morð sem kalla á önnur morð. Meðal þess sem rannsakað er í verkinu er morðhvötin í manninum, en möguleikinn á að morð séu framin er til staðar í hverju samfélagi, í lífi hvers manns. Spurningin hvað þarf til, til þess að gera manneskju að morðingja sækir sterkt á okkur mennina, og er meðal annars efniviður fjölmargra kvikmynda. Við teljum okkur öll vera gott fólk, en leikverk eins og Macbeth fær okkur til að spyrja okkur: En hvað ef við sjálf gerðumst morðingjar?

Leikritið vekur líka upp spurningar um hið illa, hvað illska sé og hvort einstaklingur geti fæðst illur, eða hvort það séu aðstæðurnar sem spilli honum. Það er auðvitað óumdeilt að umhverfi einstaklingsins hefur áhrif á hann, en getur verið að frækorn hins illa búi innra með ákveðnum einstaklingum? Og getur illskan borist á milli manna líkt og smitsjúkdómur?

Verkið hefst á því að menn eru að koma heim úr stríði og það vekur spurningar um áhrif stríðsreksturs á hugarfar í samfélagi. Leikritið lýsir samfélagi þar sem morð og hugsunarháttur morðingjans taka smám saman yfir; morðæði breiðist eins og vírus um samfélagið. Konungsmorð getur af sér fleiri morð, æ hryllilegri; vinarmorð, morð á börnum og konum og að endingu samviskulausa slátrun. Ég sé fyrir mér að atburðirnir í Macbeth eigi sér stað í menningarheimi þar sem sífellt geisar stríð.

Þessi lokaði kassi getur framkallað innilokunar­kennd, um leið og hann getur virkað eins og víður, gríðarstór salur. Í Lé konungi fórum við þá leið að strípa leiksvið Þjóðleikhússins alveg, þannig að sá í sjálfa veggi leikhússins og sýna þar svo ýmis veðrabrigði, ef svo má segja. Hér smíðum við nýtt herbergi, sköpum nýtt rými á sviði Þjóðleikhússins. Rými sem er eins og leikhús í leikhúsinu. Leikmyndin getur líka skapað hugrenningartengsl við herbúðir, eða búðir af einhverju tagi, um leið og hún vísar til bakherbergja og skúmaskota þar sem baktjaldamakk ráðamanna getur farið fram.

Jafnhliða undirbúningi sýningarinnar á Macbeth hefur þú unnið að undirbúningi fyrir uppsetningu á óperu Verdis, Macbeth, sem frumsýnd verður á næsta ári í Konunglegu óperunni í Kaupmannahöfn.

Það er í raun og veru tilviljun að ég skuli vera að vinna að þessum tveimur sýningum á svipuðum tíma og ég gleymi fljótlega annarri þegar ég sný mér að hinni. Uppsetning óperunnar er áhugaverð tilraun þar sem þrír leikstjórar, Peter Langdal, Nicola Raab og ég, eru fengnir til þess að sviðsetja þrjár óperur eftir Verdi í sömu leikmynd. Óperurnar eru gerólíkar og við höfum í sameiningu lagt okkur fram um að reyna að finna leið sem getur hentað okkur öllum, eins ólík og við erum sem leikstjórar. Það er vissulega áhugavert að vinna að tveimur Macbethsýningum á sama tíma því þær eru í eðli sínu gerólíkar en samt eins og tvær verur sem hafa sama DNA. Þær hafa þróast hratt í ólíkar áttir og með hæfilegri einföldun má segja að leiksýningin sé hrá en óperan sé matreidd. Í leiksýningunni er farið inn í sál persónanna, en óperan er öll stærri í sniðum, með fjölda þátttakenda.

Benedict Andrews (f. 1972) hefur leikstýrt fjölda sýninga í ýmsum virtum leikhúsum, bæði í heimalandi sínu Ástralíu og í Evrópu, einkum í Bretlandi og Þýskalandi. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir sýningar sínar. Samstarf hans og Þjóðleikhússins hófst með uppfærslu hans á verki Shakespeares Lé konungi á jólum 2010. Sýningin hlaut alls sex Grímuverðlaun, meðal annars var hún valin sýning ársins og Benedict Andrews var valinn leikstjóri ársins.

Nýjasta leikstjórnarverkefni Benedicts Andrews er Þrjár systur eftir Tsjekhov hjá Young Vic leikhúsinu í London, og hefur hann verið tilnefndur til Evening Standard verðlaunanna fyrir leikstjórn þeirrar sýningar. Hann leikstýrði fyrr á þessu ári Stórum og smáum eftir Botho Strauß í leikgerð Martins Crimp hjá Sydney Theatre Company en sýningin var jafnframt sýnd hjá Théâtre de la Ville í París, Barbican í London, Wiener Festwochen í Vínarborg og Ruhrfestspiele í Recklinghausen. Meðal annarra nýlegra leikstjórnarverkefna hans eru Brúðkaup Fígarós eftir Mozart í Óperuhúsinu í Sydney hjá Opera Australia, Caligula eftir Detlev Glanert hjá English National Opera, The Return Of Ulysses eftir Monteverdi hjá Young Vic og English National Opera og Mávurinn eftir Tsjekhov og eigið verk, Every Breath, hjá Belvoir í Sydney. Árið 2009 leikstýrði Benedict Andrews stórsýningunni The War of the Roses hjá Sydney Theatre Company, eigin leikgerð sem var byggð á átta leikritum Shakespeares, Ríkarði öðrum, Hinrik fjórða I, Hinrik fjórða II, Hinrik fimmta, Hinrik sjötta I, Hinrik sjötta II, Hinrik sjötta III og Ríkarði þriðja. Auk fjölda uppsetninga í Ástralíu og Bretlandi hefur Benedict Andrews sett upp

sýningar hjá Schaubühne am Lehniner Platz í Berlín.Á næsta ári mun Benedict Andrews leikstýra Vinnu­konunum eftir Jean Genet hjá Sydney Theatre Company og óperu Verdis Macbeth hjá Konunglegu óperunni í Kaupmannahöfn.

Benedict Andrews hefur hlotið mikið lof fyrir sýningar sínar jafnt á klassískum verkum, meisturum 20. aldar og leikritum samtímaskálda. Hann hefur meðal annars sett upp tólf af leikritum Shakespeares í fimm leiksýningum, verk eftir Calderon de la Barca, Goethe, Tsjekhov, Strindberg, Samuel Beckett, Edward Bond, Tennessee Williams, Edward Albee og Bertolt Brecht. Hann hefur sett upp verk samtímaleikskálda á borð við Marius von Mayenburg, Sarah Kane, Martin Crimp og Caryl Churchill.

Sýningar Benedicts Andrews hafa verið sýndar á leiklistarhátíðum víða um heim og hafa þær unnið til fjölda leiklistarverðlauna. Hann hefur þrívegis hlotið helstu leiklistarverðlaun Ástralíu, Helpmann Awards, sem leikstjóri ársins og tvívegis hlotið Sydney Theatre Awards sem leikstjóri ársins. Sýningarnar Rósastríðin og Líku líkt hlutu hvor um sig Sydney Theatre Awards sem besta sýning ársins. Meðal annarra verðlauna sem Benedict hefur unnið til eru Sydney Critics Awards og Melbourne Green Room Awards.

Stefán Hallur Stefánsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2006. Hann hefur starfað með Þjóðleikhúsinu, LR, Vesturporti, sjálfstæðum leikhópum, ART í Bandaríkjunum og CDN Orleans. Hann hefur leikið í kvikmyndum og sjónvarpi, nú síðast Djúpinu. Hann lék nýlega í Bastörðum hjá Vesturporti/LR. Hann var aðstoðarleikstjóri í Vesa­lingunum, Afmælisveislunni og Jóns­messunótt  og er stundakennari við LHÍ. 

Þórarinn Eldjárn hefur sent frá sér fjölda frumsaminna verka, ljóðabækur, smásagnasöfn, skáldsögur og leikrit, nú síðast skáldsöguna Hér liggur skáld. Hann hefur jafnframt þýtt bókmenntaverk af ýmsu tagi, einkum úr Norðurlandamálum og ensku. Hann hefur samið og þýtt söng­texta fyrir leiksýningar. Þýðingar hans á Lé konungi og Macbeth hafa komið út á bók á vegum Forlagsins. 

Björn Thors útskrifaðist úr leik­listar deild LHÍ 2003 og hefur leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, LR, Vesturporti og erlendis, sem og í kvikmyndum. Meðal nýlegra sýninga hér eru Afmælisveislan og Heimsljós. Hann hlaut Grímuna fyrir Græna landið, Vestrið eina, Íslandsklukkuna og Afmælisveisluna og var tilnefndur fyrir Alla syni mína, Killer Joe, Dínamít og Heimsljós. Hann fékk Edduverðlaunin fyrir Fangavaktina.

Margrét Vilhjálmsdóttir útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1994 og hefur leikið í fjölda leiksýninga hjá Þjóðleikhúsinu, LR og leikhópum, sem og í kvikmyndum. Hún lék hér nýlega í Svörtum hundi prestsins, Vesalingunum og Lé konungi. Hún hefur einnig leikstýrt eigin verkum. Hún hlaut Grímuna fyrir Lé konung og var tilnefnd fyrir Ívanov, Dínamít og Eldhús eftir máli. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Mávahlátur.

Arnar Jónsson hefur á nær hálfrar aldar leikferli sínum, frá því hann lék í Gísl 1963, leikið fjölmörg burðarhlutverk hjá Þjóðleikhúsinu, LR, LA, leikhópum og í kvikmyndum, jafnt í dramatískum verkum sem söngleikjum og gamanleikjum. Meðal nýjustu verkefna hans hér eru Jónsmessunótt, Dagleiðin langa, Lér konungur og Utan gátta. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Lé konungi og var tilnefndur fyrir Veisluna.

Atli Rafn Sigurðarson útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1997. Hann hefur leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, leikhópum, í sjónvarpi og kvikmyndum. Nýleg verkefni hans hér eru Jónsmessunótt, Dagleiðin langa og Svartur hundur prestsins. Hann hlaut Grímuna fyrir Lé konung og var tilnefndur fyrir Grjótharða, Leg, Halldór í Hollywood og Eilífa óhamingju. Hann hlaut Edduverðlaunin fyrir Mýrina.

Börkur Jónsson nam eldsmíði og iðnhönnun, lauk skúlptúrdeild MHÍ og MA námi úr fjöltæknideild Lista­háskólans í Helsinki. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga, og gert leikmyndir við fjölda leiksýninga hjá Vesturporti, Þjóðleikhúsinu, LR og víðar. Hann hlaut Grímuna fyrir Fjölskylduna, Hamskiptin, Fagnað og Woyzeck, og var tilnefndur fyrir Lé konung, Hænuungana, Rústað, Kommúnuna, Brim og Héra Hérason.

Helga I. Stefánsdóttir á að baki á níunda tug verkefna í leikhúsi og kvikmyndum sem leikmynda­ og/eða búningahöfundur frá því hún útskrifaðist úr leikmyndadeild L’Accademia di Belle Arti í Róm 1989. Hún gerði hér nýlega búninga fyrir Afmælisveisluna og Lé konung. Hún hefur starfað við fjölda kvikmynda. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Brúðgumann og hefur fengið tíu tilnefningar til Grímuverðlaunanna.

Oren Ambarchi er ástralskt tónskáld sem hefur sent frá sér fjölda hljómdiska. Hann notar hljóðfæri gjarnan á óhefðbundinn hátt, einkum gítar, til að kanna heim hljóðsins. Hann hefur starfað með fjölda tónlistarmanna, meðal annars bandarísku metal hljóm­sveitinni Sunn 0))). Hann stýrði tilrauna­tónlistarhátíðinni What Is Music? um tíu ára skeið.

Halldór Örn Óskarsson nam ljósahönnun við The Bristol Old Vic Theatre School í Bretlandi. Hann hefur lýst fjölda sýninga, meðal annars fyrir Þjóðleikhúsið, LR, Leikfélag Íslands og LA. Meðal nýlegra verkefna hans hér eru Tveggja þjónn, Heimsljós og Svartur hundur prestsins. Hann hlaut Grímuna fyrir Hreinsun, Ófögru veröld og Utan gátta, og var tilnefndur fyrir Súperstar, Héra Hérason, Íslandsklukkuna og Lé konung.

Kristinn Gauti Einarsson hefur starfað sem hljóðmaður við Þjóðleikhúsið frá árinu 2007 og var fastráðinn hér haustið 2011. Hann sá hér um hljóðmynd fyrir Afmælisveisluna, Sindra silfurfisk og Dagleiðina löngu og annaðist hljóðstjórn í Gerplu, Öllum sonum mínum og Hreinsun. Hann samdi sönglag fyrir Litla skrímslið og stóra skrímslið og útsetti tónlist fyrir Sögustund: Ævintýrið um Hlina kóngsson.

Shelly Lauman útskrifaðist frá Victorian College of the Arts í Melbourne árið 2005. Hún starfar sem leikkona, leikskáld og leikstjóri og hefur gert stutt­myndir. Hún hefur meðal annars leikið hjá Sydney Theatre Company og Belvoir í Sydney, nú síðast í verki Benedicts Andrews, Every Breath. Hún starfar með leikhópnum The Hayloft Project í Melbourne sem hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga.

Friðrik Friðriksson útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1998 og hefur leikið fjölda hlutverka bæði á sviði og í sjónvarpi, meðal annars hjá Þjóðleikhúsinu, LR og Leikfélagi Íslands. Hann leikstýrði Verði þér að góðu og Húmanímal hjá Ég og vinir mínir og hefur þrívegis leikstýrt Sögustund í Þjóðleikhúsinu. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik í Legi og Sumarljósi og fyrir leikstjórn á Húmanímal.

Guðrún Snæfríður Gísladóttir lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1977. Hún hefur farið með fjölda burðarhlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu og LR og lék meðal annars í Fórninni eftir Tarkovskí. Hún hlaut Grímuna fyrir Mýrarljós og var tilnefnd fyrir Dagleiðina löngu, Íslandsklukkuna, Vegurinn brennur og Þrettándakvöld. Hún hlaut Menningarverðlaun DV fyrir Agnesi barn guðs og Stefaníustjakann 2012.

Hilmir Jensson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2010. Hann hefur leikið hér í Þjóðleikhúsinu í Sögustund: Búkollu, Vesalingunum, Bjart með köflum, Lé konungi, Ballinu á Bessastöðum og Leitinni að jólunum, og var aðstoðarmaður leikstjóra í Finnska hestinum og Hreinsun. Hann lék í Gálmu og Ég er vindurinn hjá Sóma þjóðar og í Spuna eða Kamelljóni fjárhirðisins í Skemmtihúsinu.

Hilmir Snær Guðnason útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1994. Hann hefur farið með fjölmörg hlutverk hjá Þjóðleikhúsinu, LR og víðar og leikið í mörgum kvikmyndum, auk þess sem hann hefur leikstýrt fjölda sýninga. Hann hefur oft verið tilnefndur til Grímunnar og hlaut verðlaunin fyrir leik í Veislunni og Ég er mín eigin kona og fyrir leikstjórn á Fjölskyldunni. Hann hlaut Edduverðlaunin fyrir Mávahlátur.

Jóhannes Haukur Jóhannesson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2005. Hann hefur leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, LR, LA og leikhópum. Nýleg verkefni hans hér eru Tveggja þjónn, Dýrin í Hálsaskógi og Vesalingarnir. Hann lék meðal annars í Alvöru mönnum í Austurbæ, Söngvaseið hjá LR, Hellisbúanum í Gamla bíói og kvikmyndinni Svartur á leik. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir Eilífa hamingju.

Ólafía Hrönn Jónsdóttir útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1987. Hún hefur farið með fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, LR, leikhópum og í kvikmyndum. Hún hlaut Grímuna fyrir leik sinn í Heimsljósi og Pétri Gaut og var tilnefnd fyrir Beðið eftir Godot, Lé konung, Utan gátta, Ívanov, Sólarferð, Stórfengleg og Þetta er allt að koma. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni Brúðgumanum.

Pálmi Gestsson lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1982. Hann hefur leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, LR, í kvikmyndum og sjónvarpi, meðal annars með Spaugstofunni. Meðal nýlegra verkefna hans hér eru Heimsljós, Hreinsun, Lér konungur, Hænuungarnir, Engisprettur, Hart í bak og Ríkarður þriðji. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í Hænuungunum.

Saga Garðarsdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ vorið 2012 og þreytir nú frumraun sína í Þjóðleikhúsinu, en hún leikur einnig hér í Fyrirheitna landinu, Englum alheimsins og Dýrunum í Hálsaskógi í vetur. Hún lék með Alþýðuóperunni í La Serva Padrona eða Ráðskonuríki og hélt ásamt öðrum listræna fyrirlesturinn Heilinn – hjarta sálarinnar. Hún hefur komið víða fram sem uppistandari og verið með grínþætti í útvarpi og sjónvarpi.

Snorri Engilbertsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ vorið 2012, stundaði leiklistarnám við École Philippe Gaulier í París og nám í samkvæmisdönsum um tíu ára skeið. Hann hefur leikið með ýmsum leikhópum og í kvikmyndum, og var tilnefndur til Edduverðlaunanna fyrir leik sinn í Sumarlandinu. Hann leikur í Dýrunum í Hálsaskógi, Tveggja þjóni, Fyrirheitna landinu og Englum alheimsins hér í vetur.

Vigdís Hrefna Pálsdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2002 og lauk mastersprófi frá Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow. Hún hefur farið með fjölmörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu, hjá LA og leikhópum. Meðal nýlegra verkefna hennar hér eru Tveggja þjónn, Vesalingarnir, Heimsljós, Hreinsun, Lér konungur, Allir synir mínir, Hænuungarnir, Oliver, Ástin er diskó lífið er pönk og Sumarljós.

Þórunn Arna Kristjánsdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2010. Hún hefur leikið hér í Þjóðleikhúsinu í Jónsmessunótt, Dýrunum í Hálsaskógi, Afmælisveislunni, Vesalingunum, Heimljósi, Sögustund: Ævintýrinu um Hlina kóngsson, Bjart með köflum, Ballinu á Bessastöðum, Leitinni að jólunum og Finnska hestinum. Hún lauk árið 2006 B.Mus gráðu í söng frá tónlistardeild LHÍ.