3
Maí 2015 Vorönn 2015 Kæru lesendur, hér er vorannar fréttapistill Menntaskóla Borgarfjarðar sem inniheldur það helsta sem drifið hefur á daga okkar ásamt svipmyndum úr starfi skólans. Þann 5. júní nk. verða 24 nemendur brautskráðir frá skólanum við hátíðlega athöfn. Við eigum eftir að sakna allra þeirra sem eru að ljúka námi hér við skólann þetta vorið, því að hver og einn nemandi setur sinn lit á skólastarfið. Í haust bjóðum við nýja nemendur velkomna. Við í MB vonum að við öll fáum gott og sólríkt sumar og að þeir sem snúa aftur til náms í haust komi tvíelfdir til baka og klárir í slaginn. Skólameistari 1 MB fréttir Innritun fyrir haustönn 2015 Innritun eldri nemenda verður til 10. júní Innritun eldri nemenda (fæddir 1998 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla er hafin og lýkur föstudaginn 10. júní. Sjá nánar www.menntagatt.is Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 4. maí til 10. júní Brautskráning MB 5. júní 2015 Brautskráning MB verður 5. júní nk. Athöfnin hefst kl. 11. Ný stjórn NMB Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2015 -16 fóru fram nýverið. Nýju stjórnina skipa þau Egill Þórsson formaður, Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir gjaldkeri, Ágúst Vilberg Jóhannsson skemmtanastjóri og Haukur Birgisson ritari. Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema. MB - FRÉTTIR Menntaskóli Borgarfjarðar

MB - FRÉTTIR Í MAÍ 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fréttablað Menntaskóla Borgarfjarðar

Citation preview

Page 1: MB - FRÉTTIR Í MAÍ 2015

Maí 2015

Vorönn 2015 Kæru lesendur, hér er vorannar fréttapistill Menntaskóla Borgarfjarðar sem inniheldur það helsta sem drifið hefur á daga okkar ásamt svipmyndum úr starfi skólans. Þann 5. júní nk. verða 24 nemendur brautskráðir frá skólanum við hátíðlega athöfn. Við eigum eftir að sakna allra þeirra sem eru að ljúka námi hér við skólann þetta vorið, því að hver og einn nemandi setur sinn lit á skólastarfið. Í haust bjóðum við nýja nemendur velkomna. Við í MB vonum að við öll fáum gott og sólríkt sumar og að þeir sem snúa aftur til náms í haust komi tvíelfdir til baka og klárir í slaginn.

Skólameistari

�1MB fréttir

Innritun fyrir haustönn 2015

Innritun eldri nemenda verður til 10. júní

Innritun eldri nemenda (fæddir 1998 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla er hafin og lýkur föstudaginn 10. júní. Sjá nánar www.menntagatt.is

Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 4. maí til 10. júní

Brautskráning MB 5. júní 2015

Brautskráning MB verður 5. júní nk. Athöfnin hefst kl. 11.

Ný stjórn NMB

Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2015 -16 fóru fram nýverið. Nýju stjórnina skipa þau Egill Þórsson formaður, Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir gjaldkeri, Ágúst Vilberg Jóhannsson skemmtanastjóri og Haukur Birgisson ritari. Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema.

MB - FRÉTTIR Menntaskóli Borgarfjarðar

Page 2: MB - FRÉTTIR Í MAÍ 2015

Maí 2015

MB í samstarfi við sænskan skóla"Í apríl heimsótti okkur í MB sænskir nemendur ásamt kennurum og fylgdarliði. Svíarnir koma frá alþjóðlegum menntaskóla í Kalmar (CIS – Calmar Internationella Skola) í sænsku Smálöndunum. Samstarf menntaskólans í Kalmar og MB hefur staðið frá árinu 2008 og er þetta í annað sinn sem nemendur þaðan koma í Borgarnes og MB hefur tvisvar sinnum sent hópa til Kalmar. Skólarnir skiptast á að sækja um styrki til Nordplus Junior til

samstarfs á sviði náttúrufræði landanna. Ef styrkur fæst dugir hann yfirleitt til gagnkvæmra heimsókna og verkefnavinnu. Þóra Árnadóttir,

náttúrufræðikennari, hefur unnið að undirbúningi þessara

heimsókna. Nemendur fóru vettvangsferðir um Borgarfjörð og Suðurland og Hellisheiðarvirkjun var heimsótt sérstaklega. Á milli ferðanna unnu nemendur að verkefnum sem tengdust því sem fyrir augu bar.(

Asískar kræsingar í MB"Nemendur í áfanganum “saga fjarlægra þjóða” tóku sig til dag

einn í mars og sáu um hádegisverð í mötuneyti skólans. Í áfanganum er fjallað um Ameríku, Asíu og Afríku frá örófi til nútímans. Markmið áfangans eru annars vegar að ná tökum á þeim vinnubrögðum sem gerðar eru kröfur um í fyrstu námskeiðum í

háskóla og hins vegar að velta upp möguleikum á miðlun sögu og menningar. Viðfangsefnin eru fjölbreytt. Áfanginn er verkefnamiðaður og nemendur velja sér verkefni að eigin vali úr hverri af þessum heimsálfum. Námið er lýðræðislegt á þann máta að nemendur og kennarar koma sér saman um viðfangsefnin og hugmyndin að eldamennskunni kom frá nemendum.(

�2MB fréttir

Rocky Horror

Söngleikurinn Rocky Horror sem frumsýndur var í Hjálmakletti þann 21. nóvember sl. var sýndur fyrir fullu húsi. Sýningin var hin besta skemmtun og nemendur sýndu mikil tilþrif í söng, dansi og leik.

Lokaverkefni nemenda

Hluti af náminu í Menntaskóla Borgarfjarðar felst í því að undir námslok vinna nemendur svokölluð lokaverkefni. Lokaverkefni er einstaklings-verkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverkefnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og gegna mikilvægu hlutverki við að þjálfa þá í að beita viður-kenndum aðferðum við meðferð heimilda, rannsókn eða lausn viðfangsefna og undirbúa þá enn frekar undir háskólanám.

Fyrsti stúdentinn af búfræðisviði MB

Berglind Ýr Ingvarsdóttir útskrifast í júní af sameiginlegri braut Menntaskóla Borgarfjarðar og búfræðibraut LBHÍ á Hvanneyri. Hún útskrifast því samtímis með stúdentspróf af búfræðisviði náttúrufræðibrautar og búfræðipróf.

Page 3: MB - FRÉTTIR Í MAÍ 2015

Maí 2015

Málþing um kynjafræði"Vorið 2013 var í fyrsta sinn kennd kynjafræði við MB. Hluti af þeim áfanga var að fara í vettvangsferð til Reykjavíkur að hitta ýmsa sérfræðinga í málefnum kynjanna. Í spjallhópi

kynjafræðikennara kom í kjölfarið upp sú hugmynd að halda málþing kynjafræðinema og stefnt var að því að gera það vorið 2014. Vegna verkfalls framhaldsskólakennara var því málþingi frestað til haustsins. Í apríl sl. fór svo fram í

Menntaskólanum í Kópavogi annað málþing kynjafræðinema í framhaldsskólum. Auk nemenda MK tóku nemendur frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, Borgarholtsskóla, Menntaskóla Borgarfjarðar, Flensborg og Kvennaskólanum í Reykjavík þátt í málþinginu. Málþingið tókst afar vel og unnið var í 11 málstofum þar sem málefni og staða kynjanna voru rædd frá ýmsum sjónarhornum. (

Söngvakeppni framhaldsskólanna"Fimm strákar úr MB tóku þátt í söngvakeppni framhaldsskólanna og stóðu sig afar vel þótt ekki næðu þeir verðlaunasæti. Stefnir Ægir Berg Stefánsson söng við undirleik Styrmis Inga Stefánssonar, Kára Jóns Sigurðarsonar, Sigurðar Eggerts Sigurðssonar og Einars Gilberts Einarssonar.(

Árshátið NMB"Einn af hápunktum í félagslífi skólans, eða árshátíðin. Var hún haldin fimmtudaginn 16. apríl. Að vanda var mikið lagt upp úr skreytingum og var þemað að þessu sinni 007. Veislustjórar voru tveir fyrrverandi nemendur skólans, þeir Jóhannes Magnússon og Pétur Már Jónsson.

�3MB fréttir

!Krufningar í MB

Nemendur í líffræði fengu nýlega það óvenjulega verkefni að kryfja tvær tófur sem voru skotnar í landi Brennistaða í Flókadal. Krufning á læðunni leiddi í ljós 7 nær fullburða yrðlinga. Verkefnið gaf nemendum góðar upplýsingar um líffærafræði spendýra. Þeir nemendur sem ekki treystu sér til að koma beint að krufningunni fengu að fylgjast með úr fjarlægð.

Íþróttabraut MB

Nemendur á íþróttabraut skólans fara árlega í heimsóknir á ýmsa þjálfunarstaði. Markmið heimsóknanna er að nemendur kynnist ólíkum íþróttagreinum sem ekki eru í boði í Borgar-byggð. Nýverðið heimsótti íþróttabrautin Klifurhúsið, Bardagaklúbb Kópavogs og Skylmingafélag Reykjavíkur.