68
Aðalnámskrá framhaldsskóla Starfsnám þjónustugreina Grunnnám þjónustugreina

Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

Aðalnámskrá framhaldsskólaStarfsnám þjónustugreina

Grunnnám þjónustugreinaVerslunarbrautSkrifstofubraut

Drög

Febrúar 2007

Page 2: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

Efnisyfirlit

1. Inngangur................................................................................................................32. Lýsing á störfum í þjónustugreinum.......................................................................5

2.1 Skrifstofustörf..................................................................................................52.2 Störf í verslun..................................................................................................5

3. Nám og kennsla.......................................................................................................63.1 Inntökuskilyrði.................................................................................................63.2 Skipulag náms..................................................................................................63.3 Stígandi náms...................................................................................................8

4. Námsmat.................................................................................................................84.1 Staða nema að loknu námi.............................................................................9

5. Grunnnám þjónustugreina.......................................................................................95.1 Lokamarkmið grunnnáms þjónustugreina.......................................................95.2 Brautarlýsing grunnnáms þjónustugreina...................................................11

6. Sérnám á verslunar- og skrifstofubraut................................................................126.1 Verslunarbraut................................................................................................12

6.1.1 Lokamarkmið verslunarbrautar............................................................126.1.2 Brautarlýsing verslunarbrautar.............................................................14

6.2 Skrifstofubraut...............................................................................................156.2.1 Lokamarkmið skrifstofubrautar............................................................156.2.2 Brautarlýsing skrifstofubrautar............................................................16

7. Vinnustaðanám í verslunar- og skrifstofugreinum..............................................177.1 Vinnustaðanám í skrifstofugreinum...............................................................187.2 Vinnustaðanám í verslunargreinum...............................................................18

8. Áfangalýsingar......................................................................................................20BOK 103, Bókfærsla I........................................................................................20BÓK203, Bókfærsla II........................................................................................21BÓK303, Bókfærsla III.......................................................................................22FJÁ103, Fjármál I..............................................................................................23FJA 203 Fjármál II..............................................................................................24LKN 113 Lífsleikni og þjónusta.........................................................................26MAR103, Markaðsfræði I...................................................................................27MAR 203, Sala og þjónusta................................................................................28REK 103 Almenn rekstrarhagfræði....................................................................29REK 203 Rekstrarhagfræði, kostnaðargreining.................................................30SAM 102 Samskipti og þjónusta I......................................................................32SAM 202 Samskipti og þjónusta II....................................................................33SKF 103 Skipulag og frumkvæði......................................................................34VEL 101 Vélritun..............................................................................................35VIN 103 Lagaumhverfi, vinnu- og vörumarkaður.............................................36VIN 212 Vinnu- og vörumarkaður skrifstofugreina...........................................37VIN 222 Vinnu- og vörumarkaður verslunar.....................................................38VIS 101 Vinnustaðanám verslunar.....................................................................39VIS 111 Vinnustaðanám skrifstofugreina...........................................................40VIÐ 1036 Viðskiptareikningur..........................................................................40TOT 103 Tölvunotkun og upplýsingatækni I....................................................41TOT 202 Tölvu- og upplýsingatækni II..............................................................42TOT 302 Tölvu- og upplýsingatækni III..........................................................43ÞJÓ 103 Almenn þjóðhagfræði...........................................................................44

9. Viðauki..................................................................................................................479.1 Námsferilbók vinnustaðanáms......................................................................47

Starfsnám þjónustugreina 2

Page 3: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

1. Inngangur Þjónustustörf á sviði skrifstofu- og verslunargreina eru í stöðugri þróun í takt við þjóðfélagsbreytingar. Því er afar mikilvægt er að áherslur í starfsmenntun og kennslu-hættir taki mið af breytingum í starfsumhverfi og ýti undir framþróun í greinunum. Þjónustustörf hafa breyst mikið á síðustu árum, m.a. vegna nýrra áherslna á markaði og aukinna krafna viðskiptavina og atvinnulífs um góða þjónustu. Störf í þjónustu-greinum eru fjölþætt og skapandi og gera miklar kröfur til fólks um færni í samskiptum, þjónustuvilja, nákvæmni og faglega kunnáttu. Metnaður, gott vinnu-skipulag, samskipta- og samvinnuhæfni auk fagþekkingar eru eiginleikar sem starfsfólk í þjónustugreinum þarf að tileinka sér til þess að ná árangri í starfi. Verkefnin eru afar fjölþætt en krefjast góðrar undirstöðuþekkingar og fagkunnáttu í greinunum og ekki hvað síst áhuga fyrir faginu.

Námskrá starfsnáms þjónustugreina miðar að því að skilgreina meginatriði í námi og kennslu greinanna. Markmið námsins er að veita grunnþekkingu og færni á sviði skrifstofu- og verslunarstarfa og þjálfa verklega færni og hæfni sem nýtist nemendum að námi loknu til starfa á atvinnumarkaði, auk þess að veita almenna menntun.

Námskráin miðar að því að auka hæfni nemans til þess að takast á við breytilegar kröfur atvinnulífs og fjölþætt verkefni. Þetta krefst m.a. þjálfunar í tungumálum, leikni í hagnýtri stærðfræði og þekkingar á faggreinum verslunar- og þjónustugreina. Í námskránni er áhersla lögð á að auka samskiptafærni nemans og auk þess að efla skilning hans á mikilvægi þjónustugreina og þjónustustarfa. Til að auka hæfni nemans til að veita góða þjónustu er mikilvægt að þjálfa almenna færni hans í samskiptum auk persónulegrar- og faglegrar færni. Í náminu er stefnt að því að efla sjálfstraust nemans til að takast á við störf á sviðinu og auka þekkingu hans á vörum og þjónustu sem fyrirtæki eða stofnanir á sviði verslunar- og þjónustugreina bjóða fram. Jafnframt er stefnt að því að auka færni hans til að upplýsa viðskiptavini á faglegan hátt um vörur og þjónustu sem í boði eru.

Í námskránni er fjallað um skipulag starfsnáms þjónustugreina. Námið er stigskipt og hefst með sameiginlegu þriggja anna grunnnámi þjónustugreina en viðbótarnám í eina önn er tvískipt og greinist í sérnám á sviði verslunargreina og á sviði skrifstofugreina. Samhliða tveggja ára námi í framhaldsskóla er gert ráð fyrir að neminn ljúki 10 vikna vinnustaðanámi. Námskráin er því heildstæð og tekur bæði til náms og kennslu á vinnustað og í skóla.

Starfsnám þjónustugreina 3

Page 4: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

Tengsl við annað nám í þjónustugreinum. Nám í þjónustugreinum getur einnig nýst á öðrum námsleiðum framhaldsskóla, t.d. ferðaþjónustugreinum. Grunnnámið er skipulagt með þeim hætti að með auðveldum hætti er hægt að byggja ofan á það fjöl-breytilegt sérnám sem nýtist einstaka atvinnugreinum eða fyrirtækjum. Framkvæmd slíks sérnáms getur eftir atvikum farið fram í fyrirtækjum, á fræðslumiðstöðvum eða í framhaldsskólum í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.

Um rétt til að hefja viðbótarnám til stúdentsprófs af starfsnámsbraut þjónustugreina eða búa sig undir tiltekið nám á háskólastigi vísar til ákvæða í aðalnámskrá framhalds-skóla, almennum hluta.

Starfsnám þjónustugreina

Grunnnám 3 námsannir

Vinnu-staðanám

10 vikur

Bóknámsbraut i rVottuð

námskeið

Raunfærni

Fyrirtækja-skólar

Starfsnám þjónustugreina, sérnám á verslunar- og skrifstofubraut. Fræðsluaðilar og umgjörð náms

Mynd 1.

Einkaskólar

Framhaldsnám – sérnám viðbótarnám til stúdentsprófs

Samskipti og þjónusta

Tölvur og

tölvulæsi

Samskipti

og þjónusta

Fjármál

og hagnýt

stærðfræði

Tungu-

mál

Framhalds-skólar

Skrifstofubraut1 námsönn

Verslunarbraut1 námsönn

4

Page 5: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

2. Lýsing á störfum í þjónustugreinum2.1 SkrifstofustörfNámskráin miðar að því að auka færni og hæfni skrifstofufólks til þess að sinna tilteknum þjónustustörfum. Skrifstofufólk vinnur, m.a. við eftirfarandi verkefni.

– Almenn skrifstofu- og þjónustustörf, s.s. störf þjónustufulltrúa, síma-þjónustu, móttöku viðskiptavina, flokkun skjala, pósts og erinda, o.s.frv.

– Sala og innkaup á vörum og þjónustu – Ráðgjöf og leiðbeiningar til viðskiptavina um almennar fyrirspurnir um

þjónustu og vöruflokka viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar– Þjóna innri og ytri viðskiptavinum fyrirtækis eða stofnunar– Skrá upplýsingar í gagnasafn, sinna úrvinnslu og túlka upplýsingar úr

kerfum gagna í samvinnu við yfirmenn– Vinna með almenn og sértæk bókhalds-, launa-, fjárhagskerfi og annast

skráningu og uppgjör bókhalds fyrir endurskoðun– Sala og markaðskynningum fyrirtækis eða stofnunar. Skipulagningu á sölu-

og kynningarmálum og eftirfylgni slíks starfs – Vinna í samræmi við verklagsreglur, staðla og innra eftirlit fyrirtækis, s.s.

kröfur um klæðnað, snyrtimennsku, framkomu, o.s.frv.

Vinna í samræmi við það laga- og reglugerða umhverfi sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að laga sig að, s.s. stjórnsýslulög, lög um meðferð persónu-upplýsinga, upplýsingalög, o.s.frv.

2.2 Störf í verslunNámskráin miðar að því að auka færni og hæfni verslunarfólks til þess að sinna tilteknum þjónustu- og sölustörfum í verslunum. Verslunarfólk vinnur m.a. við eftir-farandi verkefni.

Vinnur við þjónustu, sölu, innkaup, afgreiðslu og markaðssetningu á vörum og þjónustu

Vinnur við að þjóna viðskiptavinum og veita upplýsingar um vöruflokka í viðkomandi verslun

Vinnur með almenn og sértæk bókhalds- og skráningakerfi í verslunum Vinnur og túlkar upplýsingar úr kerfum í sinni verslun í samvinnu við

verslunarstjóra Upplýsir um almenn réttindi og skyldur kaupenda og seljenda lausa-

fjármuna og leysir úr almennum vandamálum sem koma upp í verslunum

Starfsnám þjónustugreina 5

Page 6: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

Tekur þátt í að meta vöruflæði verslana, m.t.t. innkaupa- og birgða-kostnaðar og þess þjónustustigs sem keppt er að í samstarfi við verslunar-stjóra

Vinnur við vöruuppröðun og greiningu á kauphegðun í verslunum Vinnur við skipulagningu söluherferða og eftirfylgni þeirra Tekur á móti vöru í verslun og kemur fyrir með viðeigandi hætti, hefur

eftirlit með vöru og varðveitir, m.t.t. rýrnunar Vinnur í samræmi við staðla og innra eftirlit verslunarinnar, s.s. kröfur um

klæðnað, snyrtimennsku, framkomu ,o.s.frv.

3. Nám og kennsla Í námskránni er námið útfært í brautar- og áfangalýsingum. Hver námsáfangi er sjálf-stæð heild. Skólum er þó heimilt að skipuleggja námið í heildstæðum viðfangsefnum þvert á áfanga eða skipta efni tiltekinna áfanga í smærri námsþætti eða lotur. Þess skal ávallt gætt að lokamarkmiðum námsins og markmiðum einstakra áfanga sé til skila haldið og að heiti og númer áfanga séu rétt tilgreind á prófskírteinum nemenda.

3.1 InntökuskilyrðiNemendur sem hefja nám á námsbrautinni þurfa að hafa lokið námi í grunnskóla, tekið samræmd lokapróf, a.m.k. í íslensku og stærðfræði og uppfyllt skilyrði um lág-marks viðmiðunareinkunn í þeim greinum, þ.e.a.s. 5.0. Mælt er með því að nemendur hafi einnig öðlast almenna grunnfærni í upplýsinga- og samskiptatækni. Gert er ráð fyrir því að fullorðnir nemar með umtalsverða og martæka starfsreynslu hafi tækifæri til þess að fá færni sína metna til styttingar á formlegu námi á námssviðinu.

3.2 Skipulag námsYfirlit yfir helstu þætti í námsskipulagi starfsnáms í þjónustugreinum:

– Námið hefst á sameiginlegu grunnnámi þjónustugreina, samtals 56 einingar.

– Sérnám að loknu grunnnámi þjónustugreina greinist í verslunarnám og skrifstofunám. Hvor námsleið um sig er samtals 18 einingar.

– Skipulag og stígandi náms miðast við lokamarkmið námsbrauta og tekur mið af samspili náms í skóla og á vinnustað.

– Leiðbeinandi vinnureglur eru skilgreindar fyrir vinnustaðanámið í Námsferli-bók vinnustaðanáms. Þar er tímalengd vinnustaðanámsins skilgreind og ein-stökum viðfangsefnum lýst.

– Vinnustaðanám er skipulagt sem 10 vikna nám á sviði verslunarstarfa og skrifstofustarfa. Framhaldsskólar skipuleggja vinnustaðanám nemans en náms-

Starfsnám þjónustugreina 6

Page 7: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

skipan er sveigjanleg. Neminn getur sérhæft sig á sviði verslunarstarfa eða skrifstofustarfa, en getur einnig blanda saman starfsþjálfun í verslun og á skrifstofu eftir atvikum.

Nám og kennsla í skóla og á vinnustað miðast við að veita nemendum grunnþekkingu og færni á sviði almennra þjónustustarfa með sérstaka áherslu á skrifstofu- og verslunarstörf, auk þess að veita almenna menntun í bóklegum greinum. Tilgangur námsbrautanna er jafnframt að þjálfa verklega færni og hæfni sem nýtist til starfa á atvinnumarkaði. Námskráin miðar að því að auka skilning nemans á mikilvægi þjónustugreina og þjónustu við viðskiptavini. Mikilvægir þættir til að efla hæfni nemans í því að veita góða þjónustu er að þjálfa almenna færni þeirra í samskiptum sem nýtist jafnt í samskiptum við samstarfsfólk og viðskiptavini, ásamt því að efla ýmsa persónulega- og faglega færni. Tilgangur námsins er jafnframt að efla þekkingu nemanna á vörum og þjónustu sem fyrirtæki eða stofnanir á sviði verslunar- og þjónustugreina bjóða fram og efla skilning þeirra á mikilvægi þjónustustarfa.

Námið er skipulagt með þeim hætti að neminn innritast fyrst í sameiginlegt grunnnám í þjónustugreinum og í framhaldi getur hann valið sérgrein á sviði skrifstofu- eða verslunargreina. Gert er ráð fyrir því að neminn hefji vinnustaðanám sitt á öðru námsári, vinnustaðanám er skipulagt í samstarfi við skólann. Vinnustaðanám er skipulagt samtals í 10 vikur.

Skipulag vinnustaðanáms og skólanáms byggir á ákveðinni verkaskiptingu og samvinnu á milli skóla og viðkomandi vinnustaðar, auk þess sem tilgangur vinnustaðanáms er að auka færni nemans til þess að takast á við raunveruleg verkefni í fyrirtækjum og þjálfa fagleg vinnubrögð. Gert er ráð fyrir að námsferilbók fylgi nemanum í gegnum námið á vinnustað. Í ferilbókinni er verkefnum lýst og mat lagt á framgöngu nemans. Nemandi og atvinnurekandi eða tilsjónarmaður fyrir hans hönd bera ábyrgð á skráningu í námsferlibók.

Verkefni framhaldsskóla eru útfærð í brautar- og áfangalýsingum námskrár. Fyrirtæki sem gerir samning um þjálfun nema á vinnustað skuldbindur sig til að fylgja þeim námsþáttum og viðfangsefnum sem tilgreind eru í námsferlibók nemans. Mælt er með því að þau fyrirtæki sem taka nema í starfsþjálfun feli ákveðnum tilsjónarmanni eða mönnum að skipuleggja vinnustaðanám nemandans í samræmi við tilgang og markmiðslýsingar námsins. Mælt er með því að þeir sem skipuleggja vinnustaðanám hafi jafnframt umsjón með skráningu í vinnubók nemandans fyrir hönd viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar.

3.3 Stígandi náms

Starfsnám þjónustugreina 7

Page 8: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

Starfsnám þjónustugreina greinist í skólanám og vinnustaðanám. Í grunnnámi er lögð áhersla á að veita almenna menntun og undirstöðuþekkingu í sameiginlegum fagreinum námssviðsins. Eins er áhersla lög að byggja upp persónulega færni nemans, s.s. í samskiptum, framkomu, þjónustu og hópvinnu. Í sérnámi er unnið áfram með fagleg þætti sérsviðsins en jafnframt lögð áhersla á þjálfuð skipuleg og markviss vinnubrögð. Vinnustaðanám hefst á seinni stigum námsins og miðar að því að þjálfa og undirbúa nemann til þess að takast á við störf á viðkomandi sérsviði, eins og fyrr greinir.

Vinnustaðanám er mikilvægur þáttur í námi nemandans og tengist markmiðum námskrár í viðkomandi greinum. Um verulega hagsmuni nemenda og atvinnulífs er að ræða. Hagsmunir nemandans felast í því að kynnast kröfum og væntingum atvinnulífs um færni og hæfni í greinunum, hagsmunir fyrirtækjanna felast í því að innleiða í nám nemandans og námskrár greinanna væntingar fyrirtækja og stofnana um þekkingu og færni í verslunar- og skrifstofustörfum. Vinnustaðanám miðar þannig að því að auka tengsl atvinnulífs og skóla.

Námskráin byggir á þörfum greinanna fyrir þjálfað starfsfólk á sviði verslunar- og skrifstofugreina. Tveggja ára hagnýtt nám eykur möguleika þeirra sem ljúka náminu og uppfylla markmið námskrár að fá vinnu við verslunar- og skrifstofustörf og eins hafa fyrirtæki og stofnanir betri möguleika að ráða til sín fólk sem uppfyllir almennar kröfur fyrirtækjanna um þekkingu og færni í greinunum.

4. NámsmatTilgangur námsmats er að kanna að hve miklu leyti nemandi hefur náð markmiðum námsins sem sett eru í viðkomandi áföngum. Kennarar í skóla og á vinnustað eru hvattir til þess að meta nám nemenda með fjölbreytilegum hætti og gefa umsagnir. Umfang námsmats skal að jafnaði vera í samræmi við kennslu í viðkomandi áfanga.

Námsmat hefur mikið notagildi í kennslu í þjónustugreinum. Stefnt skal að því að afla martækra upplýsinga um árangur nemenda og fylgjast vandlega með því hvernig þeim gengur að ná þeim markmiðum sem aðalnámskrá og síðar skólanámskrá setur. Á þennan hátt getur kennari fylgst með framförum nemenda og gert sér grein fyrir áhrifum og þróun kennslunnar.

Í kennslunni eru margir möguleikar á því að kanna og meta námsárangur og getu nemenda. Dæmi um möguleika á útfærslu námsmats eru verkefni af ýmsu tagi sem nemendur leysa í kennslustundum, í heimavinnu eða í vinnustaðanámi. Einnig má nefna skrifleg eða verkleg próf sem lögð eru fyrir nemendur. Æskilegt er að kennarar og tilsjónarmenn nýti ýmsa möguleika á framsetningu námsmats.

Starfsnám þjónustugreina 8

Page 9: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

Þegar nemandi lýkur starfsnámi þjónustugreina útskrifast hann með formlegum hætti og fær útgefið prófskírteini.

4.1 Staða nema að loknu námiNám á þjónustubraut og sérnám á sviði verslunar og skrifstofugreina er ætlað að mæta þörfum atvinnulífs fyrir menntað fagfólk í þessum atvinnugreinum. Grunnnámi í þjónustugreinum er einnig ætlað að auka möguleika fyrirtækjanna til þess að efla þjónustu við viðskiptavini. Námið svarar tilteknum þörfum atvinnulífs en einnig er mikilvægt að nemendur geti haldið áfram fagnámi á sviði verslunar- og skrifstofu-greina, ýmist innan hins formlega skólakerfis í framhalsskólum og háskólum, með símenntun í greinunum í fræðslumiðstöðvum, einkaskólum og fyrirtækjaskólum.

5. Grunnnám þjónustugreina

5.1 Lokamarkmið grunnnáms þjónustugreina

Grunnám þjónustugreina miðast við að veita almenna menntun og þjálfa almenna og faglega grunnþætti sem tengjast verslunar- og skrifstofustörfum. Nemendur eru einnig undirbúnir til þess að hefja nám á sérsviðum verslunar- og skrifstofubrautar samhliða námi á vinnustað. Grunnnám þjónustugreina er skipulagt sem þriggja anna nám.

Áherslur og tilgangur grunnnáms þjónustugreina er eftirfarandi:

– að veita góða almenna menntun– að veita undirstöðuþekkingu í sameiginlegum fagreinum námssviðsins – að veita grunnþekkingu og þjálfun í samskiptum, framkomu, þjónustu og

hópvinnu, þ.e.a.s. efla persónulega færni nemandans– þjálfa nemendur til þess að takast á við vinnustaðanám á sérsviðum

námssviðsins– undirbúa nemendur undir frekara nám á sérsviðum verslunar- og

skrifstofugreina

Að loknu grunnnámi þjónustugreina skal nemandi

– hafa almenna færni í íslensku og ensku – kunna hagnýta stærðfræði, s.s. verslunarreikning, tölfræði og þekkja mikilvægi

nákvæmrar talnameðferðar

Starfsnám þjónustugreina 9

Page 10: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

– kunna á helstu töluforrit, s.s. ritvinnslu, töflureikni, netsamskipti, gagnagrunnsforrit, o.s.frv.

– hafa góða innsýn í bókhald og bókhaldskerfi, dagbókarfærslur og reiknings-uppgjör

– hafa grunnþekkingu í rekstrarfræði, þjóðhagfræði og fjármálum– hafa skilning á eðli markaða, samkeppni fyrirtækja og sérstöðu opinberra

stofnana– hafa innsýn í verslunarrétt, skilarétt og kaupalög – hafa öðlast þekkingu á helstu þáttum íslensks vinnumarkaðar og um almenn

réttindi og skyldur á vinnumarkaði – hafa gunnþekkingu í vörufræðum, s.s. meðferð vöru, móttaka, vöruflæði,

birgðastjórnun og rýrnun vöru – hafa þjálfast í nákvæmum og skipulögðum vinnubrögðum, þjálfast í skapandi

hugsun, sjálfstæði og skilja mikilvægi sveigjanleika og aðlögunarhæfni í starfi– þekkja mikilvægi góðra samskipta og samstarfs á vinnustað, þekkja mikilvægi

liðsheildar, hafa þjálfast í tjáningu og faglegri framkomu, s.s. að eiga auðveld og rétt tjáskipti, tileinka sér jákvæð viðhorf, að taka gagnrýni, o.s.frv.

– hafa innsýn í þróun starfsgreinarinnar, s.s. hugmyndafræði, sögu, hlutverk, umhverfi og ímyndarmál

– kunna grunnþætti faglegrar framkoma og kunni skila á almennum siðareglum, eins og heiðarleika, stundvísi, ábyrgðakennd, nákvæmni, snyrtimennsku

– hafa almenna færni í miðlun upplýsinga á markvissan og skipulegan hátt – hafa innsýn í grunnþætti vinnusiðfræðis – þekkja mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin heilsu og öryggismálum, kunna

rétta líkamsbeitingu og þekkja reglur um persónulegt hreinlæti – hafa grunnþekkingu og innsýn í markaðs- og sölufræði – kunna rétta fingrasetningu á lyklaborð og vinnuhraða við innslátt

Starfsnám þjónustugreina 10

Page 11: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

5.2 Brautarlýsing grunnnáms þjónustugreina

Almennar greinar 27 einÍslenska ÍSL 102, 202, 212/

103, 203 6 einStærðfræði STÆ 102, xx2, xx2

STÆ xx3, xx3 6 einErlend mál ENS 102/103, 202/203

DAN 102/103 9 einLífsleikni og þjónusta LKN 133 3 einÍþróttir ÍÞR 1x1, 1y1, 201 3 ein

Sérgreinar 29 einBókfærsla BOK 103, 203 6 einFjármál FJÁ 103 3 einMarkaðs- og sölufræði MAR 103 3 einRekstrarhagfræði REK 103 3 einSamskipti og þjónusta SAM 102 2 einVélritun VEL 101 1 einVinnu- og vörumarkaður VIN103 3 einTölvunotkun og upplýsingatækni TOT 103, 202 5 einÞjóðhagfræði ÞJO 103 3 ein

Samtals einingar 56 ein

Starfsnám þjónustugreina 11

Page 12: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

6. Sérnám á verslunar- og skrifstofubraut6.1 Verslunarbraut

Tilgangur náms á verslunarbraut er að veita faglega og hagnýta undirstöðumenntun á sviði verslunarstarfa.

6.1.1 Lokamarkmið verslunarbrautar

Verslunarbraut er skipulögð sem 18 eininga viðbótarnám að loknu grunnnámi þjónustubrautar. Tilgangur sérnáms verslunarbrautar er einkum.

að auka færni í fagtengdum verslunargreinum, s.s. sölu- og markaðsfræð-um, rekstrarfræðum

að auka færni í samskiptum og faglegri þjónustu að auka hæfni skipulegum og markvissum vinnubrögðum þjálfun til þess að takast á raunveruleg verkefni í atvinnulífi

Að loknu námi á verslunarbraut skal nemandi: hafa góða færni í samskiptum, þekkja reglur sem gilda í samskiptum fólks

og gildi þjónustu og mikilvægi hópvinnu kunna lykilatriði faglegrar framkomu, jákvæðra samskipta og kunna að

vinna úr gagnrýni og nýta með uppbyggilegum hætti kunna almennar siðareglur eins og heiðarleika, stundvísi, þekkja

mikilvægi ábyrgðakenndar og snyrtimennsku þekkja mikilvægi nákvæmra og skipulagðra vinnubragða, s.s. vandvirkni,

forgangsröðun, tímastjórnun, árangurssækni og ábyrgð. hafa innsýn í nýsköpunarferli, þekki ferli frá hugmynd að skipulögðu

verkefni. Þekki hugtökin frumkvæði, nýsköpun, frumkvöðlamennt og skapandi hugsun.

hafa skilning á mikilvægi þess að hafa þol gagnvart nýrri tækni, breytingum, nýjum áherslum, auka sveigjanleika og aðlögunarhæfni

hafa hagnýta þekkingu á stærðfræði, tölfræði og upplýsingatækni hafa þekkingu viðfangsefnum og áherslum í rekstrarfræði hafa þekkingu á sölufræði og sölu, s.s. framsetningu á vörum, staðsetningu

á vörum, mikilvægi útlits í verslunum gera sér grein fyrir verðmætasköpun einstakra fyrirtækja og heildaverð-

mætasköpun samfélagsins hafa skilning á skipulagi og uppbyggingu framleiðslu og þjónustu í

nútímasamfélögum

Starfsnám þjónustugreina 12

Page 13: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

hafa þekkingu á verklagsreglum verslana, s.s. þekki sjóðsvélar, verklag á kassa, vöruskilareglur, neytendareglur, verklag við kassauppgjör, upplýsingakerfi, þekki einkenni rýrnunar og leiðir til þess að koma í veg fyrir rýrnun, varnir gegn rýrnun, þjónaði og skemmdum á vörum

þekkja réttindi og skyldur starfsmanna öðlast færni í vinna úr viðfangsefnum- og verkefnum verslunar

Starfsnám þjónustugreina 13

Page 14: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

6.1.2 Brautarlýsing verslunarbrautar

Almennar greinar 4 einStærðfræði STÆ xx3, 3 einÍþróttir ÍÞR 201 1 ein

Sérgreinar 14 einMarkaðsfræði og sala MAR 203 3 einRekstarahagfræði REK 203 3 einSkipulag og frumkvæði SKF 103 3 einSamskipti og þjónusta SAM 202 2 einVinnu- og vörumarkaður verslunarinnar VIN 222 2 einVinnustaðanám verslunargreina VIS 101 1 ein

Samtals einingar 18 ein

Starfsnám þjónustugreina 14

Page 15: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

6.2 Skrifstofubraut

Tilgangur náms á skrifstofubraut er að veita faglega og hagnýta undirstöðumenntun á sviði rekstrar- og skrifstofugreina.

6.2.1 Lokamarkmið skrifstofubrautarSkrifstofubrautar er skipulögð sem 18 eininga viðbótarnám að loknu grunnnámi þjónustubrautar. Tilgangur sérnáms á skrifstofubrautar er einkum:

að auka faglega færni í fagtengdum rekstrar- og þjónustugreinum að þjálfa skipuleg og markviss vinnubrögð efla færni í færslu bókhalds og skilnings á fjármálagreinum að þjálfa nemann til þess að takast á við raunveruleg verkefni í atvinnulífi

Að loknu námi á skrifstofubraut skal nemandi:

þekkja mikilvægi nákvæmra og skipulagðra vinnubragða, s.s. eins og mikilvægi vandvirkni, forgangsröðun verkþátta, grunnþætti tímastjórnunar, árangurssækni og ábyrgð

hafa innsýn í nýsköpunarferli, þekki ferli frá hugmynd að skipulögðu verkefni. Þekki hugtökin frumkvæði, nýsköpun, frumkvöðlamennt og skapandi hugsun.

hafa skilning á mikilvægi þess að tileinka sér nýja tækni, breytingarferli, nýjar áherslur við lausn viðfangsefna, þekki mikilvægi sveigjanleika og aðlögunarhæfni

hafa hagnýta þekkingu á stærðfræði, tölfræði og nýjustu upplýsingatækni þekkja bókahald, fjármál, skipulagi og stjórnun efnahagsheilda, heimila,

fyrirtækja, þjóðfélaga og alþjóðaviðskipta hafa þekkingu á viðfangsefnum og áherslum í fjármálum þekkja og geta notað algeng hugtök í viðskipta- og efnahagslífi þekkja innri starfsemi og verklagsreglur þjónustufyrirtækja, s.s. skrifstofu-

fyrirtækja og opinberra stofnana, þekkja trúnaðarskyldu starfsmanna og reglur um meðferð trúnaðarskjala og persónulegra upplýsinga, fái innsýn í innri starfsemi og verklagsreglur í banka- og fjármálafyrirtækja, t.d. kaup og sölu á verðbréfum, gjaldeyri

þekki helstu einkenni markaða og opinbera geirans hafa innsýn í einkenni starfa hjá hinu opinbera annars vegar og samkeppni

á milli fyrirtækja hins vegar

Starfsnám þjónustugreina 15

Page 16: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

hafa skilning á flóknari aðgerðum í töflureiknum, t.d. Excel, (fjármálaföll, tölfræðiföll o.fl.) og geta hagnýtt við útreikninga og áætlanagerð. Kunna að setja upp lista, leita, raða og sía færslur. Kunna að beita gagna-grunnsforriti, t.d. Access, og þekkja aðferðir til að halda utan um gögn í gagnagrunnum

hafa skilning á hringrás efnahagslífsins og gangverki efnahagslífsins öðlast færni í raunverulegum viðfangsefnum- og verkefnum skrifstofu- og

þjónustufyrirtækja

6.2.2 Brautarlýsing skrifstofubrautar

Almennar greinar 4 einStærðfræði STÆ xx3, 3 einÍþróttir ÍÞR 201 1 ein

Sérgreinar 14 einBókfærsla BOK 303 3 einFjármál FJA 203 3 einSkipulag og frumkvæði SKF 103 3 einTölvunotkun og upplýsingatækni TOT 302 2 einVinnu- og vörumarkaður skrifstofugreina VIN 212 2 einVinnustaðanám skrifstofugreina VIS 111 1 ein

Samtals einingar 18 ein

Starfsnám þjónustugreina 16

Page 17: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

7. Vinnustaðanám í verslunar- og skrifstofugreinumTilgangur vinnustaðanáms á sviði verslunar- og skrifstofugreina er að byggja upp hæfni nemans til þess að ná árangri við lausn tiltekinna viðfangsefna. Vinnustaðanám miðar að því að auka persónulega hæfni nemanna til þess að leysa verkefni vinnu-staða með góðum árangri. Þjálfun á vinnustað miðar að því að byggja upp hagnýta þekkingu, færni og viðhorf með skipulegum hætti en einnig og samhliða þá þjálfast ýmsir aðrir færniþættir sem eftir atvikum geta verið af margvíslegum toga og breytilegir á milli fyrirtækja og stofanna.

Rétt eins og skólanámið er vinnustaðanámið skipulagt í samræmi við lokamarkmið námsins. Tilgangur vinnustaðanáms er kennsla og þjálfun í vinnuferlum og vinnu-tækni. Neminn lærir að umgangast vörur, vöruflokka og viðskiptavini í samræmi við kröfur vinnustaðar. Hann þjálfast að vinna undir kröfum um viðeigandi framkomu og þjónustu við viðskiptavininn. Neminn er upplýstur um réttindi og skyldur starfsmanna og viðskiptavina. Hann lærir um þjónustusiðferði og um mikilvægi góðrar samvinnu á vinnustað. Vinnustaðanám á að þjálfa nemann til þess að takast á við raunverulegar og fjölbreytilegar aðstæður í fyrirtækjum. Aðhæfing á vinnustað miðar að því að þjálfa nemann til þess að takast á við sífellt flóknari viðfangsefni starfsmanna þar sem vinnuhraði, fagleg vinnubrögð og kröfur um fyllstu öryggis- og þjónustuþætti tvinnast saman.

Vinnustaðanám snýst um starfsþróun og starfsþjálfun. Þjálfun er skipulegt athæfi til þess að auka starfstengda hæfni og felst í því að auka þekkingu, færni og viðhorf einstaklingsins til þess að fást við tiltekin viðfangsefni og þar með að bæta frammistöðu sína. Þróun snýst um skipulag og uppbyggingu á þekkingu, færni og viðhorfum til þess að takast á við verkefni framtíðar.

Starfsþjálfun og þróun við raunverulegar aðstæður þar sem viðfangsefni og verkefni tengjast starfsemi fyrirtækis eða stofnunar og kröfum markaðar skapa ákjósanleg skilyrði til náms. Kennslan beinist að raunverulegum viðfangsefnum, þar sem tilteknir verkþættir eru æfðir undir handleiðslu tilsjónarmanna. Þjálfun beinist að því að innleiða þekkingu sem grunvallast á hæfni til þess að takast á við verkefni á vinnustað sem jafnframt tengist með beinum hætti lokamarkmiðum þess náms sem neminn stundar.

Samskipti starfsmanna og menning fyrirtækja og stofnana hefur áhrif á vinnustaða-nám. Því má ljóst vera að þrátt fyrir greinagóða lýsingu á inntaki og áherslum vinnustaðanáms þá getur framkvæmdin verið breytileg og á vissan hátt ófyrirséð á milli vinnustaða og starfsgreina.

Þjálfun og þróun miðar að því að auka getu nemans til þess að takast á við og standast kröfur atvinnulífs í greinunum. Þjálfun og þróun þarf að vera stefnumiðuð og styðja

Starfsnám þjónustugreina 17

Page 18: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

við stefnu um árangur og bætta frammistöðu. Mikilvægt er að tengja saman vinnu-staðanám og skólanám og með þeim hætti auka tengsl atvinnulífs og skóla.

Vinnustaðanám er skipulagt sem 10 vikna nám í þjónustufyrirtækjum og stofnunum. Námið er skipulagt með þeim hætti að gert er samkomulag á milli viðkomandi framhaldsskóla og fyrirtækis eða stofnunar um vinnustaðanámið. Starfsþjálfun getur farið fram samhliða námi í skóla en einnig í sjálfstæðum lotum eftir því sem aðstæður og atvik bjóða hverju sinni. Í aðalatriðum skiptist vinnustaðnám í þjónustugreinum í tvennt. Nemandi getur sérhæft sig á sviði verslunarstarfa eða skrifstofustarfa, en getur einnig tvinnað saman starfsþjálfun í verslun og á skrifstofu eftir atvikum.

Í námsferilbókinni er gerð grein fyrir framvindu nemandans í námi. Viðfangsefnum og verkefnum er lýst og mat lagt á framgöngu nemans á vinnustað.

7.1 Vinnustaðanám í skrifstofugreinumVinnustaðanám í þjónustufyrirtækjum og stofnunum miðast við að kynna nemanum verkefnum og áherslum viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar, s.s. innri starfsemi og verklagsreglur, trúnaðarskyldu starfsmanna, reglur um meðferð trúnaðarskjala og persónulegra upplýsinga.

Nemandi: vinnur störf þjónustufulltrúa m.a við símaþjónustu, móttöku viðskiptavina,

flokkun skjala, pósts og erinda, o.s.frv. vinnur við sölu og innkaup á vörum og þjónustu, eftir atvikum svarar almennum fyrirspurnum um þjónustu og vöruflokka viðkomandi fyrirtækis

eða stofnunar skráir upplýsingar í gagnasafn eftir atvikum vinnur við almenn og sértæk bókhalds-, launa-, fjárhagskerfi, eftir atvikum vinnur í samræmi við verklagsreglur, staðla og innra eftirlit fyrirtækis, s.s. kröfu

um klæðnað, snyrtimennsku, framkomu, o.s.frv.

7.2 Vinnustaðanám í verslunargreinumVinnustaðnám í verslun miðast við að þjálfa nemann til þess að sinna störfum í verslun. Neminn skal m.a. þekkja sjóðsvélar, verklag á kassa, vöruskilareglur, neytendareglur, verklag við kassauppgjör, upplýsingakerfi, einnig einkenni rýrnunar og leiðir til þess að koma í veg fyrir rýrnun, varnir gegn rýrnun, þjónaði og skemmdum á vörum.

Nemandi

– vinnur við þjónustu, sölu, afgreiðslu á vörum og þjónustu– veitir upplýsingar um vöruflokka í viðkomandi verslun

Starfsnám þjónustugreina 18

Page 19: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

– vinnur við vöruuppröðun – tekur á móti vöru í verslun og kemur fyrir með viðeigandi hætti, hefur eftirlit með

vörunni – vinnur við að þekkja einkenni rýrnunar og leiðir til að koma í veg fyrir rýrnun– vinnur í samræmi við staðla og innra eftirlit verslunarinnar.

Starfsnám þjónustugreina 19

Page 20: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

8. Áfangalýsingar

BOK 103, Bókfærsla I

Áfangalýsing Í áfanganum er fjallað er um grundvallaratriði bókhalds, dagbókarfærslur og reikningsuppgjör. Nemendur læra að merkja fylgiskjöl og færa dagbók eftir þeim, þeir fræðast um hlutverk bókara og tilgang bókhalds og fá kynningu á helstu bókhaldslögum og reglum um virðisaukaskatt. Fjallað er um bókhaldshringrásina og reglur tvíhliða bókhalds, efnahags- og rekstarreikning. Mikil áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð nemenda, nákvæmni og góðan frágang.

ÁfangamarkmiðNemandi

kunni hugtökin gjöld, tekjur, eignir og skuldir þjálfist í beitingu helstu hugtaka í bókhaldi þekki tilgang bókhalds kunni helstu bókhaldslög skilji grundvallaratriði bókhalds skilji samband á milli dagbókar og höfuðbókar geti annast uppgjör í höfuðbók geti annast almennar færslur í dagbók hafi skilning á uppgjöri og geti sett fram efnahagsreikning og rekstrarreikning þekki mikilvægi vandaðra vinnubragða og góðs frágangs geti fært bókhald eftir fylgiskjölum geti unnið við bókhald undir verkstjórn geti fært reikningsjöfnuð með einföldum athugasemdum

Efnisatriði:Hugtökin gjöld, tekjur, eignir, skuldir. Tilgangur bókhalds, helstu bókhaldslög, uppgjör höfuðbókar, færsla dagbókar, uppsetning á efnahagsreikning og rekstrarreikning, reikningsjöfnuður, virðisaukaskattur.

Námsmat Lokapróf ásamt verkefnavinnu, prófið byggir, t.a.m. á kunnáttu, skilning, beitingu, greiningu nemenda á bókhaldi, uppgjöri, færslu dagbókar, uppsetningu efnahagsreiknings og rekstrarreiknings, skilningi á reikningsjöfnuði.

Starfsnám þjónustugreina 20

Page 21: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

BÓK203, Bókfærsla II Undanfari: BÓK 103

Áfangalýsing Í áfanganum er farið yfir flóknari dagbókarfærslur. Nemendur fá fræðslu um reikningsjöfnuð með margliðuðum athugasemdum, kynnast endurmati og óbeinum afskriftum (fyrningum). Fjallað eru um tölvubókhald, uppsetningu bókhaldslykla og kynnast sölukerfi, birgðakerfi, innkaupakerfi, lánardrottna- og skuldunautabókhaldi og samtenging þessara kerfa. Í áfanganum er einnig fjallað um úrvinnslu gagna og mat á afkomu.

Áfangamarkmið Nemandi

kunni að færa dagbók, reikningsjöfnuð og marga staka höfuðbókareikninga með allflóknum reikningslokunum

geti unnið flóknari dagbókarfærslur geti gert upp bókhald lítilla fyrirtækja kynnist tölvubókhaldi og þeim auknu möguleikum sem það býður þekki reikningsjöfnuð með margliðuðum athugasemdum skilji endurmati og óbeinum afskriftum (fyrningum) hafi skilning tölvubókhald, uppsetningu bókhaldslykla þekki sölukerfi, birgðakerfi, innkaupakerfi, lánardrottna- og

skuldunautabókhald og samtenging þessara kerfa þekki úrvinnslu gagna og mat á afkomu kunni að vinna við bókhald undir stjórn annarra

Efnisatriði:Reikningsjöfnuður með margliðum athugasemdum, endurmat, og óbeinar afskriftir, uppsetningu tölvubókhalds, uppsetning bókhaldslykla, úrvinnsla gagna, mat á afkomu.

Námsmat Lokapróf, ásamt verkefnavinnu, prófið byggir, m.a. á kunnáttu, skilning, beitingu, nemans á efnisþáttum áfangans.

Starfsnám þjónustugreina 21

Page 22: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

BÓK303, Bókfærsla IIIUndanfari: BÓK 203

ÁfangalýsingÍ áfanganum er fjallað um dagbókarfærslur. Reikningsjöfnuði með margliðuðum athugasemdum. Nemendur fræðast um endurmat og óbeinar afskriftir (fyrningar). Í tölvubókhaldi læra nemendur uppsetningu bókhaldslykla og þar er kynnt sölukerfi, birgðakerfi, innkaupakerfi, lánardrottna- og skuldunautabókhald og samtenging þessara kerfa. Einnig er farið í úrvinnslu gagna og mat á afkomu. Fjallað um erlend vöruviðskipti, gengismál og öll nánari úrvinnsla gagna og gagnaleit. Í áfanganum er farið í framsetningu ársreikninga skv. lögum um ársreikninga og vinnureglum reikningsskilaráðs og túlkun ársreikninga með notkun kennitalna. Fjallað er um hlutverk ársreikninga og markmið með gerð þeirra. Farið er sérstaklega í framsetningu efnahagsreiknings, rekstrarreiknings og fjárstreymisyfirlits.

Áfangamarkmið Nemandi

geti fært bókhald og gert upp bókhald lítilla fyrirtækja ráði við að færa allflóknar dagbókarfærslur og reikningsjöfnuði með

margliðuðum athugasemdum kunni uppgjör einstakra reikninga og hagnýtum vinnuaðferðum við

uppgjör kynnist sérverkefnum í bókhaldi sem lúta að samskiptum fyrirtækja. þekki reglur um endurmat og óbeinar afskriftir (fyrningar) kunni uppsetningu bókhaldslykla, sölukerfis, birgðakerfis, innkaupakerfis,

lánardrottna- og skuldunautabókhald og samtenging þessara kerfa þekki úrvinnslu gagna og mat á afkomu þekki erlend vöruviðskipti, gengismál, nánari úrvinnsla gagna og gagnaleit skilji framsetningu ársreikninga og túlkun þeirra með notkun kennitalna fái innsýn í lög um ársreikninga og vinnureglum reikningsskilaráðs skilji hlutverk ársreikninga og markmið með gerð þeirra, sérstaklega í

framsetningu efnahagsreiknings, rekstrarreiknings og fjárstreymisyfirlits.

Efnisatriði:Uppgjör á litlum fyrirtækjum, flóknari dagbókarfærslur og reikningsjöfnuði, hagnýtar aðferðir við bókhald, reglur um endurmat og óbeinar afskriftir, erlend vöruskipti, gengismál, ársreikningar, notkun kennitalna.

Starfsnám þjónustugreina 22

Page 23: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

Námsmat Lokapróf, ásamt verkefnavinnu, prófið byggir, m.a. á kunnáttu, skilning, beitingu, greiningu nemans á efnisþáttum áfangans.

FJÁ103, Fjármál I

Undanfari: STÆ 103

ÁfangalýsingÍ áfanganum er fjallað um fjármál einstaklinga og helstu hugtök á sviði fjármála almennt. Áhersla er lögð á þjálfun í útreikningum þar sem telja má að kunnáttan hafi almennt hagnýtt gildi. Fjallað er um markað fyrir helstu tegundir verðbréfa og meginatriði sem varða mat á fjárfestingarkostum. Fjallað er um helstu hugtök fjármálafræða og fjármálastjórnunar þannig að nemendur öðlist skilning á notkun þeirra og almenna umfjöllun um fjármál í þjóðfélaginu. Hugtök sem sett verða í samhengi við almennan rekstur fyrirtækja og afkomu þeirra.

Áfangamarkmið Nemandi

þekki til fjárhagsáætlana og skilja hvaða gagn einstaklingar og fyrirtæki geti haft af þeim

geti reiknað út vaxtaupphæð, framtíðarvirði höfuðstóls, núvirði höfuðstóls, vaxtaprósentu og tíma í einföldum og samsettum vaxtareikningi

þekki mismunandi sparnaðarleiðir einstaklinga þekki helstu tegundir skuldabréfa og geti reiknað út greiðslur tengdar þeim þekki til helstu lánavalkosta sem einstaklingar standa frammi fyrir ásamt

kostnaði og ábyrgð sem fylgir því að taka lán þekki til útreikninga á vísitölum og hagnýtra nota af þeim þekki til helstu aðferða við verðtryggingu og geti reiknað út greiðslur af

verðtryggðum skuldabréfum getir reiknað út greiðslur, núvirði og framtíðarvirði greiðsluraða geti reiknað út ávöxtun og geti greint á milli nafnávöxtunar og raunávöxtunar geti reiknað út breytingar á gengi og verði gjaldmiðla getir reiknað út kaupverð, gengi, afföll og yfirverð einföldustu gerða

skuldabréfa getir reiknað út hagkvæmustu fjárfestingavalkosti/tilboð með hjálp

núvirðisreikninga getir reiknað út innri vexti greiðsluraðar

Starfsnám þjónustugreina 23

Page 24: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

geti skilgreint hvað er hlutabréf og í hvaða formi hluthafar geti vænst ávöxtunar af hlutabréfaeign sinni

þekki til helstu markaðverðbréfa á íslenskum verðbréfamarkaði þekki til hugbúnaðar sem nýtist vel til útreikninga á sviðið fjármála og geti

fengið nokkra æfingu í notkun hans geti nýtt Netið til öflunar fjármálalegra upplýsinga

Efnisatriði:Fjárhagsáætlanir, sparnaðarleiðir, ávöxtun, nafnvextir, raunvextir, fórnarvextir, forvextir, verðtrygging, núvirði, ávöxtunarkraft, innri vextir, framtíðarvirði, greiðsluraðir, skuldabréf og mismunandi greiðsluform þeirra, kaupverð, gengi, afföll, yfirverð skuldabréfa, vísitölur, gengisútreikningar á gjaldmiðlum, mat á tilboðum/fjárfestingarkostum, hlutabréf, markaðsverðbréf.

Námsmat Lokapróf, ásamt verkefnavinnu í efnisþáttum námskeiðsins

FJA 203 Fjármál IIUndanfari: FJA 103 og STÆ203

Áfangalýsing Í áfanganum er fjallað um fjármál og fjármálastjórnun. Gerð er grein fyrir hagrænu mikilvægi fjármálamarkaða og lögð áhersla á að nemendur skilji og geti túlkað helstu upplýsingar sem fram koma á fjármálamarkaði. Fjallað er um íslenska fjármálamarkaðinn sem sérstaka áherslu á hlutabréf. Farið er í samval verðbréfa og áhættuhugtök tengd verðbréfasöfnum. Þá er fjallað um helstu viðfangsefni fjármála fyrirtækja og gerð grein fyrir afleiðum með mismunandi undirliggjandi eignum. Áhersla er lögð á leikni nemenda við úrlausnir fjármálaviðfangsefna. Tímagildi peninga, fjárfestingarútreikninga og mat á arðsemi einfaldra fjárfestinga. Nemendur læra um mismunandi tegundir og flokka skuldabréfa og útreikninga tengda þeim. Fjallað er um útreikninga og greiningu kennitalna, útreikninga á ávöxtun og áhættu hlutabréfa. Fjallað um fyrirtækja- og markaðsáhættu, samval hlutabréfa og skilvirk eignasöfn.

Áfangamarkmið Nemandi

þekki til hefðbundinna skiptingar á verðbréfamarkaði

Starfsnám þjónustugreina 24

Page 25: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

þekki til mismunandi skilgreininga á fjármagnskostnaði fyrirtækja og útreikninga tengdum þeim

þekki til mismunandi arðgreiðslustefna fyrirtækja þekki til útreiknings og gagnsemi vísitalna getir reiknað út ávöxtun mismunandi fjárfestingarvalkosta þekki mikilvæg hugtök fjármálafræða og fjármálastjórnunar þekki til aðferða og helstu kennitalna sem notaðar eru við mat á

hlutabréfum og hlutafélögum þekki helstu áhættuþætti í sambandi við verðbréfaviðskipti þekki helstu aðferðir við mat á áhættu í verðbréfaviðskiptum þekki til kenninga um áhættudreifingu og skilvirk verðbréfasöfn geri greinarmun á virkri og hlutlausri sjóðastjórnun þekki til mikilvægustu tegunda afleiða þekki til hugbúnaðar sem nýtist vel til útreikninga á sviði fjármála og hafa

fengið nokkra æfingu í notkun hans kunni skil á helstu viðfangsefnum fjármálafræða og fjármálastjórnunar geri sér grein fyrir hagrænu mikilvægi fjármálamarkaða skilji og geti túlkað helstu upplýsingar sem koma fram á fjármálamarkaði

EfnisatriðiMarkaðsverðbréf, ávöxtun, ávöxtunarkrafa, núvirði, áhætta, verðmat hlutabréfa og hlutafélag, kennitölur, fjármagnskostnaður og fjármagnsskipan, arður og arðgreiðslustefna, fyrirtækjaáhætta, markaðsáhætta, betagildi, skilvirkni markaða, skilvirk verðbréfasöfn, CAPM, framfall markaðslína, langtímafjárfestar og spákaupmenn, Kauphöll Íslands, úrvalsvísitala, aðallisti, tilboðsmarkaður, frummarkaður, eftirmarkaður, innherjar, opin og lokuð tilboð, sjóðstjórnun, vísitölusjóðir.

Námsmat Í áfanganum má t.d. meta einstaklings og hópverkefni tengd afmörkuðum þáttum áfangans. Námsmat getur byggst á verkefnavinnu, kunnáttu, skilning, beitingu, greiningu á viðfangsefnum áfangans.

LKN 113 Lífsleikni og þjónusta

Starfsnám þjónustugreina 25

Page 26: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

ÁfangalýsingÍ áfanganum læra nemendur að takast á við krefjandi og síbreytilegt umhverfi. Nemendur fá fræðslu og þjálfun í streitustjórnun, markmiðasetningu, framkomu og ræðumennsku. Í áfanganum er lögð áhersla á að styrkja samkennd nemenda og að efla tjáningarhæfni þeirra og sjálfstraust þannig að þeir geti sett fram eigin skoðanir og kenningar um margvísleg málefni og rökrætt þær sín á milli. Nemendur kynnast mikilvægi sjálfstrausts og hvernig sjálfstraust hefur áhrif á framkomu fólks, eins um áhrif góðrar sjálfsmyndar á hæfni í samskiptum. Rætt verður um leiðir til að byggja einstaklinginn upp og stuðla þannig að auknu sjálfsöryggi og sjálfstæði.

Nemendur fá einnig fræðslu um þróun starfsgreinar verslunar- og skrifstofustarfa, s.s. hugmyndafræði, saga, hlutverk, umhverfi og ímyndarmál.

Nemendur fá fræðslu um hreinlæti, líkamsbeitingu og klæðnað.

Áfangamarkmið Nemandi

geti beitt aðferðum sem styrkja og byggja upp sjálfstraust fjalli um hugðarefni sín frammi fyrir öðrum á formlegan og óformlegan hátt kunni að tjá og fylgja eftir skoðunum sínum, tilfinningum og hugðarefnum á

opinberum vettvangi og í vinahóp geti beitt margvíslegum aðferðum við að koma hugmyndum sínum og

skoðunum á framfæri við aðra þekki mikilvægi þess að efla með sér sjálfsþekkingu, sjálfsöryggi og sjálfstæði kunni leiðir við markvissa markmiðasetningu kunni aðferðir til að takast á við álag og streitu kunni aðferðir við að greina veikleika sína og styrkleika í námi og starfi,

jafnframt því að bregst við þeim á skapandi og ábyrgan hátt og sýna vandvirkni í vinnubrögðum

þekki þróun starfsgreinar verslunar- og skrifstofustarfa, s.s. hugmyndafræði, saga, hlutverk, umhverfi og ímyndarmál

kunni í réttri líkamsbeitingu þekki mikilvægi snyrtimennsku og persónulegt hreinlæti

EfnisatriðiSjálfstraust, tjáning, framkoma, streitustjórnun, markmiðasetning, líkamsbeiting, persónulegt hreinlæti, klæðnaður og snyrtimennska.

Námsmat

Starfsnám þjónustugreina 26

Page 27: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

Í áfanganum má t.d. meta einstaklings og hópverkefni tengd afmörkuðum þáttum áfangans. Námsmat getur byggst á verkefnavinnu, færni nemanda í tjáskiptum og kunnáttu, skilning, beitingu, greiningu á viðfangsefnum áfangans. Nemandi gæti í upphafi áfangs sett sér markmið og hluti námsmats gæti verið hversu vel honum tekst að ná þeim.

MAR103, Markaðsfræði I

Áfangalýsing Í áfanganum er farið yfir grundvallarhugtök sem tengjast markaðsfræði og fjallað um hvernig hugmyndafræðin er notuð til að markaðssetja vörur og þjónustu. Sérstaklega er farið í mikilvægi markaðsstarfs í síbreytilegu umhverfi, afstöðu fyrirtækja til markaðarins, rekstrar- og samkeppnisumhverfi, markaðshlutun, val markhópa, staðfærslu, vöruþróun, líftíma vöru, vöruhugtakið, verðlagningu, kynningarmál, netið og markaðsmál, ímynd fyrirtækja og markaðsáætlanir. Farið er yfir grundvallaratriði markaðsrannsókna og gerð skoðanakannana kynnt. Í áfanganum er fjallað almennt um meðferð vöru og hvaða hæfni starfsmaður þarf að búa yfir til að geta kynnt vöru á hlutlægan hátt fyrir viðskiptavini sínum. Farið verður yfir áhersluatriði varðandi hilluröðun, merkingar, útstillingar, framsetningu, litakerfi og skreytingar. Áhersla er lögð á viðskiptavininn sem er undirstaða þess að viðskipti geti átt sér stað. Fjallað verður um gæði þjónustu og spurninga- og sölutækni verður kennd.

Áfangamarkmið Nemandi

þekki tengsl hugmyndafræði og markaðssetningar þekki mikilvægi markaðs- og kynningarstarfs kunni til ímyndarmála kunni grunnatriði markaðskannana þekki afstöðu fyrirtækja til markaðarins, rekstrar- og samkeppnisumhverfis þekki hugtökin um markaðshlutun, val markhópa, staðfærslu, vöruþróun,

líftíma vöru, vöruhugtakið, verðlagningu, kynningarmál, netið og markaðsmál, ímynd fyrirtækja og markaðsáætlanir

kunni grunnatriði markaðsrannsókna og gerð skoðanakannana þekki mikilvægi vörukynninga, hilluröðum, litakerfi, skreytingar, o.s.frv. kunni að spyrja spurninga og grunnatriði sölutækni

Efnisatriði

Starfsnám þjónustugreina 27

Page 28: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

Markaðssetning á vöru og þjónustu, markaðshlutun, val markhópa, vöruþróun, líftími vöru, verðlagning, sala, markaðsrannsóknir, hilluröðun og kauphegðun.

Námsmat Lokapróf og/eða verkefnavinna (símat) sem byggir á kunnáttu, skilning, beitingu, greiningu, tengingu og mati nemans á viðfangsefnum áfangans.

MAR 203, Sala og þjónusta Undanfari: MAR 103

ÁfangalýsingNemendur fá þekkingu á söluhringum allt frá fyrstu kynnum af viðskiptavini að eftirfylgni sölu. Nemendur læra aðferðir til að selja vörur og þjónustu til mismunandi viðskiptavina við ólíkar aðstæður á meðvitaðan og markvissan hátt. Lögð er áhersla á rétta framkomu og samskipti við sölu á vörum og þjónustu. Nemendur fræðast um þarfir viðskiptavina og aðferðir til þess að bregðast við þeim þörfum. Þeir læra aðferðir til þess að ná athygli viðskiptavinarins með t.d. mismunandi kynningu og staðsetningu á vöru.

Áfangamarkmið Nemandi

þekki einkenni góðra sölumanna geti skilgreint sölutækifæri þekki hvernig skal taka á móti viðskiptavinum þannig að byggja megi upp

traust geti greint þarfir ólíkra viðskiptavina hafi þekkingu á framsetningu á vöru/þjónustu kunni aðferðir til að meðhöndla mótbárur og kvartanir viðskiptavina geti lokað sölu á árangursríkan hátt þekki hvernig fylgja skal sölu eftir sölu kunni aðferðir til að selja vörur og þjónustu til mismunandi viðskiptavina við

ólíkar aðstæður á meðvitaðan og markvissan hátt kunni viðeigandi framkomu og samskipti við sölu á vörum og þjónustu þekki leiðir til þess að bregðast við þörfum viðskiptavina kunni aðferðir til þess að ná athygli viðskiptavinarins kunni leiðir til að bregðast við erfiðum viðskiptavinum

Efnisatriði

Starfsnám þjónustugreina 28

Page 29: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

Söluhringurinn, sölutækifæri, móttaka viðskiptavina, framsetning vöru og þjónustu, meðhöndlun kvartana, meðhöndlun erfiðra viðskiptavina, lokun og eftirfylgni sölu.

Námsmat Lokapróf og/eða verkefnavinna (símat), þar sem reynir á kunnáttu, skilning, beitingu, greiningu á viðfangsefnum áfangans.

REK 103 Almenn rekstrarhagfræði

Áfangalýsing

Í áfanganum er fjallað um rekstur fyrirtækja, umhverfi þeirra og þann samtakamátt sem liggur að baki reksturi fyrirtækis og árangri þess í samfélaginu. Fjallað er um grunnatriði hagfræðinnar sem varða nýtingu framleiðsluþáttanna og skilgreiningar mismunandi efnahagsheilda. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist yfirsýn yfir fyrirtæki sem efnahagsheild og hvernig það þrífst í samkeppni við önnur fyrirtæki í samfélagsheildinni. Til þess að nemendur öðlist skilning á eðli og uppbyggingu fyrirtækja er farið yfir helstu þætti er varða innra skipulag og ytri aðstæður fyrirtækja. Þannig læra nemendur að flokka atvinnugreinar, kynnast umhverfi og starfsgrundvelli fyrirtækja, stefnumótun og markmiðssetningu, kostnaðargreiningu og grunnþáttum markaðsfræði og bókhalds.

Áfangamarkmið

Nemandi þekki grundvallarhugtök hagfræðinnar sem fjalla um framleiðsluþætti, skort,

val og fórn geti skilgreint efnahagsheildir og helstu strauma efnahagslífsins þekki greinarmun á frumvinnslu, úrvinnslu og þjónustu og flokki helstu

atvinnugreinar kunni að skilgreina starfsgrundvöll fyrirtækis geti fjallað um helstu þætti í umhverfi fyrirtækja og greini á milli þátta sem

þau hafa vald yfir og áhrif á þekki þá þætti sem ráða staðarvali fyrirtækja kunni vinnuaðferðir við stefnumótun og markmiðssetningu geri greinarmun á hámarksmarkmiðum og viðunandi markmiðum geti skýrt áhrif hagsmunaaðila á markmiðssetningu fyrirtækja og fjalli um

samvinnu og togstreitu á milli þeirra kunni að skilgreina rekstrarform fyrirtækja þekki helstu skipurit, verkaskiptingaraðferðir og dreifingu valds og ábyrgðar geti fjallað um helstu stjórnunarstíla

Starfsnám þjónustugreina 29

Page 30: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

geti útskýrt hugtakið virðisauki (verðmætasköpun) fyrirtækja og ráðstöfun hans

geti fjallað um framleiðslukerfi, skipulag tækja og mannafla, teikningu framleiðsluferla og samræmingu á afkastagetu

þekki helstu kostnaðarhugtök og aðferðir við útreikning framlegðar og rekstrarjafnvægis

þekki grunnskilgreiningar markaðsfræðinnar geti fjallað um bókhald og mikilvægi þess í rekstri fyrirtækja þekki notkun fjárhags-, viðskiptamanna-, lager- og kostnaðarbókhalds

Efnisatriði

Grunnhugtök hagfræðinnar, efnahagsheildir, flokkun fyrirtækja, starfsgrundvöllur og rekstrarform fyrirtækja, stefnumótun, stjórnun, framleiðsla, bókhald, markaðsstarf og kostnaðargreining.

Námsmat Lokapróf ásamt verkefnavinnu sem prófið byggir á kunnáttu, skilning, beitingu, greiningu á viðfangsefnum áfangans.

REK 203 Rekstrarhagfræði, kostnaðargreiningUndanfarar: REK 103 og STÆ 203

Áfangalýsing

Í áfanganum er farið yfir helstu skilgreiningar á kostnaði og tekjum fyrirtækja. Leitast er við að auka skilning nemenda á viðfangsefnum í rekstri fyrirtækja og veita þjálfun við lausn verkefna. Fjallað er um hagkvæmasta val framleiðsluþátta, framleiðslu- og kostnaðarföll, framboð, eftirspurn, nytjaföll, verðteygni og verðmyndun við mismunandi markaðsform. Stór hluti áfangans felst í stærðfræðilegri greiningu á rekstrarhagfræðilegum úrlausnarefnum. Efnið er kennt með fyrirlestrum, dæmum, einstaklings- eða hópverkefnum. Áhersla er lögð á stærðfræðilega nálgun og notkun línurita til að leysa rekstrarhagfræðileg viðfangsefni, svo sem kostnað, tekjumyndun og jafnvægi í rekstri fyrirtækja. Nemendur eru m.a. þjálfaðir í að beita deildun við hámörkun hagnaðar og línulegri bestun við val á framleiðslukostum.

Áfangamarkmið

Nemandi noti líkön til að skýra samband tveggja framleiðsluþátta, svo sem véla og

manna, samband verðs og magns, samband framleiðslumagns, kostnaðar og tekna við framleiðslu á vörum

Starfsnám þjónustugreina 30

Page 31: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

þekki helstu strauma hagkerfisins og geri sér grein fyrir stöðu fyrirtækja í nútímamarkaðshagkerfi

geri greinarmun á hámarksmarkmiðum og viðunandi markmiðum fyrirtækja með tilliti til hagsmunaaðila

skilji mikilvægi framboðs og eftirspurnar til að viðhalda jafnvægi í framleiðslu og neyslu

geri sér grein fyrir áhrifum hagsveiflna á rekstur fyrirtækja þekki framleiðsluþættina og greini framleiðslufallið bæði stærðfræðilega og

með líkani noti líkön til að útskýra þenslubraut fyrirtækis reikni dæmi og útskýri jafnmagns- og jafngjaldalínur greini fastan og breytilegan kostnað, tekjur, framlegð og rekstrarjafnvægi noti líkön til þess að skýra ákvarðanir neytenda um hámörkun nota þekki til kenninga um hámörkun velferðar út frá sjónarhorni fyrirtækja og

þjóðfélagsins í heild greini á milli einokunar, einkasölusamkeppni og fullkominnar samkeppni á

markaðinum noti línurit til þess að tjá sig um stöðu á markaði noti upplýsingatækni við útreikninga og aðra vinnslu

Efnisatriði

Líkön, efnahagshringrás, staða fyrirtækja í nútímahagkerfi, kostnaðar- og tekjuhugtök, ábati neytenda, framleiðenda og samfélagsins; framboð, framleiðslufall, tæknileg bestun, jafnmagns- og jafngjaldalínur, þenslubraut, lögmálið um minnkandi afrakstur, meðalframleiðsla, jaðarframleiðsla, vaxtarþörf, vaxtarleiðir, eftirspurn, tekjufall, notagildi, verðteygni, tekju- og staðkvæmdaráhrif, samkeppnisaðstæður á markaði, fullkomin samkeppni, einkasölusamkeppni, verðleiðsögn, fákeppni, tvíkeppni, einokun, hámörkun hagnaðar, hagkvæmasta val fyrirtækis (magn, verð) og rekstrarjafnvægi.

Námsmat Lokapróf ásamt verkefnavinnu, prófið byggir á kunnáttu, skilning, beitingu á viðfangsefnum áfangans.

SAM 102 Samskipti og þjónusta I

Áfangalýsing

Starfsnám þjónustugreina 31

Page 32: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

Í áfanganum er lögð áhersla á að kenna nemendum mikilvægi góðra og árangursríkra samskipta og þjónustu. Áherslan í þessum áfanga er á samskipti við viðskiptavini. Nemendur læra almennar siðareglur og vinnusiðferði þjónustugreina eins og heiðarleika, stundvísi, ábyrgðakennd, nákvæmni. Þeir fá fræðslu um eðli og mikilvægi góðrar framkomu, þjónustu og tjáningar. Nemendur fá þjálfun í miðlun upplýsinga með markvissum og skipulegum hætti. Þeir fá þjálfun í grundvallaratriðum uppbyggilegra samskipta við viðskiptavini s.s. móttaka viðskiptavina, að sýna samkennd, beita spurningatækni og nota virka hlustun. Nemendur fá þjálfun í að takast á við kröfuharða viðskiptavini og meðhöndlun kvartana. Símsvörun verður einnig viðfangsefni þessa áfanga.

Áfangamarkmið Nemandi

þekki eðli og mikilvægi góðrar framkomu og tjáningar þekki grunnþættir góðrar þjónustu kunni að bregðast við af tillitssemi og jákvæðni kunni að meta umburðarlyndi og samkennd þekki og geti beita virkri hlustun kunni grunnatriði spurningatækni kunni grunnatriði markvissrar símsvörunar kunni uppbyggilega meðhöndlun kvartana kunni aðferðir til að þjónusta kröfuharða viðskiptavini þekki meginreglur í því að takast á við erfiða viðskiptavini og aðferðir við að

bregst við á viðeigandi hátt

EfnisatriðiEinkenni góðra samskipta, vinnusiðferði, siðareglur þjónustugreina, móttaka viðskiptavina, spurningatækni, símsvörun meðhöndlun kvartana og kröfuharðir viðskiptavinir

Námsmat Er í formi verkefnavinnu sem byggir á skilning, beitingu, greiningu, tengingu og mati nemans á viðfangsefnum áfangans.

SAM 202 Samskipti og þjónusta IIUndanfari: SAM 102

Starfsnám þjónustugreina 32

Page 33: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

ÁfangalýsingÍ áfanganum er fjallað um mikilvægi góða færni í samskiptum og að kunna viðeigandi framkomu. Í þessum áfanga er megináhersla á þætti sem tengjast samskiptum innan starfshópa, mikilvægi hópvinnu og samvinnu. Fjallað um þroskaferli hópa, samskipti innan hópa, mismunandi hóphlutverk og einkenni árangursríkra liðsheilda. Nemendur fræðast um mikilvægi uppbyggilegs starfsanda, áhrif hans á árangur og þjónustu. Nemendur kynnast samskiptavandamálum á vinnustöðum, hvernig megi sporna gegn þeim og ábyrgð einstaklingsins á því. Nemendur læri um ágreining bæði eðli ferli og uppbyggilega meðhöndlun. Þeir fá þjálfun í að veita uppbyggilega gagnrýni og vinna og taka á móti gagnrýni og vinna úr með uppbyggilegum hætti.

ÁfangamarkmiðNemandi

geti brugðist við munnlegum og skriflegum texta/upplýsingum og samskiptum í starfi á viðeigandi hátt.

kunni veita upplýsingar á skýran og skilmerkilegan hátt geti tekið að sér að kynna afmakað efni og svarað spurningum um

viðfangsefnið skilji mikilvægi uppbyggilegs hópstarfs skilji mikilvægi jákvæðs starfsanda þekki einkenni árangursríkra liðsheilda og hvernig megi stuðla að framgangi

þeirra þekki þroskaferli hópa og mismunandi hóphlutverk geti greint skemmandi hegðun starfsmanna og hvernig megi vinna gegn henni kunni að taka gagnrýni á uppbyggilegan hátt og gagnrýna aðra á

uppbyggilegan hátt þekki leiðir til þess að leiða ágreiningsmál í uppbyggilegan farveg

EfnisatriðiHópstarf, hópferli, hóphlutverk, liðsheild, starfsánægja, erfiðir samstarfsmenn, lausn ágreiningsmála, að taka og gefa gagnrýni.

Námsmat Lokapróf ásamt verkefnavinnu, prófið byggir á kunnáttu, skilning, beitingu, greiningu, tengingu og mati.

SKF 103 Skipulag og frumkvæði

ÁfangalýsingÍ áfanganum er fjallað mikilvægi nákvæmra og skipulagðra vinnubragða, s.s. hugtök á

Starfsnám þjónustugreina 33

Page 34: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

borð við vandvirkni, forgangsröðun, tímastjórnun, árangurssækni og ábyrgð. Nemendur læra um nýsköpun og vinna með hugmynd í átt að skilgreindu verkefni eins og stofnun og rekstur fyrirtækis. Þeir fræðast um frumkvæði, forgangsröðun, nýsköpun, frumkvöðlamennt, skapandi hugsun, að tileinka sér ný viðfangsefni, o.s.frv. Í áfanganum fræðast nemendur um mikilvægi sveigjanleika og aðlögunarhæfni og leiðir til að auka við færni sína í skipulegum vinnubrögðum. Unnið er með hugtök eins og sveigjanleika, aðlögunarfærni, breytingastjórnun og breytingaþol. Gerð verður grein fyrir nauðsyn breytinga og nýjunga. Fjallað um mikilvægi þess að sýna jákvætt viðhorf til breytinga. Farið verður í hvernig einstaklingurinn getur tekið ábyrgð á breytingum í umhverfi sínu auk þess að sýna frumkvæði til umbóta og verka á vinnustað.

ÁfangamarkmiðNemandi

þekki leiðir til að beita námkvæmum og skipulegum vinnubrögðum kunni að forgangsraða verkefnum, kunni grunnatriði tímastjórnunar kunni leiðir við að vinna að nýsköpun og þekki grunnþætti

frumkvöðlamenntar kunni að vinna skipulega við að útfæra hugmynd að skilgreindu verkefni geti útfært einfalda viðskiptaáætlun þekki grunnþætti gagnrýninnar og skapandi hugsunar þekki mikilvægi þess að tileinka sér jákvæð viðhorf til breytinga og nýrra

viðfangsefna kunni að tengja fyrri kunnáttu í viðskipta og samskiptagreinum við lausn

verkefna kunni leiðir til að tileinka sér sveigjanleika og aðlögunarhæfni kunni að meta mikilvægi skipulegra vinnubragða og vinnulags þekki grunnatriði og aðferðir markmiðasetningar þekki grunnatriði og aðferðir áætlanagerðar skilji hugmyndafræði og grundvallaratriði einfaldrar verkstjórnunar.

EfnisatriðiNýsköpun, frumkvöðlamennt, ábyrgð, árangurssækni, breytingarþol, forgangsröðun verkefna, tímastjórnun, sveigjanleiki og aðlögunarhæfni

Námsmat

Starfsnám þjónustugreina 34

Page 35: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

Lokapróf ásamt verkefnavinnu, prófið byggir á kunnáttu, skilning, beitingu, greiningu, tengingu og mati.

VEL 101 Vélritun

ÁfangalýsingÁfanginn byggist á því að þjálfa hraða og færni nemenda í vélritun. Í upphafi námsannar taka nemendur stöðupróf og geta lokið áfanganum ef þeir ná viðunandi einkunn. Hraðapróf (lotupróf og lokapróf) eru fimm mínútna próf sem tekin eru tvisvar sinnum og gildir hið betra. Einkunn sem gefin er fyrir hraðapróf fer eftir fjölda orða á mínútu að frádregnum villum. Lotupróf eru tekin í lok hverrar lotu, til að meta stöðu nemanda. Farið er línulega í gegnum áfangann, frá fyrsta verkefni að lokaprófi. Einnig eru í áfanganum leiðbeiningar og skýringar við þá þætti námsefnisins þar sem þörf er á. Þennan hluta námsefnisins eiga nemendur að lesa vel og fylgja þeim leiðbeiningum sem þar koma fram. Í því augnamiði að stuðla að því að nemendur tileinki sér réttar vinnustellingar og vinnuferli, er leiðbeiningum skotið inn með reglulegu millibili í námsferlinu. Þar er leiðbeint um réttar vinnustellingar og hléæfingar sem gott er að gera til að koma í veg fyrir þreytu, bakverki og aðra óæskilega fylgikvilla við tölvuvinnu.

ÁfangamarkmiðNemandi

kunni að beita réttri fingrasetningu noti blindskrift vélriti með jöfnum áslætti nái að uppfylla lágmarsskilyrði um hraða og færni við vélritun kunni réttar vinnustellingar

EfnisatriðiFingrasetning, jafn ásláttur, hraði, réttar vinnustellingar.

Námsmat Hraðapróf

VIN 103 Lagaumhverfi, vinnu- og vörumarkaður

Áfangalýsing

Starfsnám þjónustugreina 35

Page 36: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

Í áfanganum er lögð áhersla á að auka skilning nemenda á eðli markaða, samkeppni fyrirtækja og sérstöðu opinberra stofnana. Fjallað er um vinnusiðferði og helstu þætti íslensks vinnumarkaðar. Nemendur fræðast um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, fá innsýn í verslunarrétt, skilarétt og kaupalög. Í áfanganum læra nemendur vörufræði, s.s. meðferð vöru, móttaka, vöruflæði, birgðastjórnun og rýrnun vöru. Gerð verður grein fyrir undirstöðuatriðum í birgða- og lagerstjórnun og í ferli vöru frá innkaupum til sölu eða afskrifta. Í lögfræði er lýst gildandi réttarreglum á hverjum tíma. Farið er í mun á opinberum málum og einkamálum, sönnun rædd. Farið er yfir helstu atriði aðfarargerða, nauðungarsölu og gjaldþrotaskipti. Fjallað um viðskiptabréfskröfur, veðrétt og reglur um ábyrgð á fjárskuldbindingum 3ja manns. Réttarreglur um lausafjárkaup, þjónustukaup og fasteignaviðskipti. Fjármál einstaklinga, rekstur heimilis. Sparnaður og lán. Helstu réttindi og skyldur aðila vinnumarkaðarins.

ÁfangamarkmiðNemandi

þekki eðli markaða, samkeppni fyrirtækja og sérstöðu opinberra stofnana þekki helstu einkenni íslensks vinnumarkaðar þekki almennar reglur um réttindi og skyldur á vinnumarkaði skilji mikilvægi gæðaþjónustu og kunni aðferðir að veita góða þjónustu skilji mikilvægi þess að átta sig á grunnþörfum viðskiptavina og mæta þeim á

fullnægjandi hátt þekki mörk almennra siðareglna þekki helstu undirstöðuatriðum varðandi birgða- og lagerstjórnun þekki hringrás vöru frá innkaupum til sölu eða afskrifta kunni skilgreinda vöruferla, s.s. pantanir, innkaup, móttöku, vörutalningu,

afskriftir) kunni umgengni við vörur, s.s. hitastig í kælum, meðferð hættulegra efna,

meðferð bannefna (tóbak) o.fl. þekki grunnatriði og aðferðir við vinnuskipulag og vinnulag og hvernig megi

nýta þær í ólíkum störfum kunni grunnþætti í íslenska lögskipan hafi innsýn í réttarreglur og geri sér grein fyrir hvernig þær verka á samskipti

manna kunni helstu atriði aðfararaðgerðar, nauðungarsölu og gjaldþrotaskipti þekki viðskiptabréfskröfur, veðrétt og reglur um ábyrgð á fjárskuldbindingum

þriðja manns

Efnisatriði

Starfsnám þjónustugreina 36

Page 37: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

Eðli markaða, sérstaða opinberra kerfisins, samkeppni fyrirtækja, réttindi og skyldur á vinnumarkaði, réttarreglur, verslunarréttur, kaupalög.

Námsmat Lokapróf og/eða verkefnavinna/símat, þar sem reynir á kunnáttu, skilning og beitingu á viðfangsefnum áfangans.

VIN 212 Vinnu- og vörumarkaður skrifstofugreinaUndanfari: VIN103

Áfangalýsing

Í áfanganum verður farið yfir margvíslega þætti sem snúa að innri starfsemi og verklagsreglum þjónustufyrirtækja og opinberra stofnanna. Nemendur læra um trúnaðarskyldu starfsmanna og reglur um meðferð trúnaðarskjala og persónulegra upplýsinga. Þeir fá fræðslu um innri starfsemi og verklagsreglum í banka- og fjármálafyrirtækja, t.d. kaup og sölu á verðbréfum, gjaldeyri, o.s.frv. Fjallað er um helstu einkenni markaða og opinbera geirans. Helstu einkenni starfa hjá hinu opinbera annars vegar og samkeppni á milli fyrirtækja hins vegar. Í áfanganum er einnig fjallað um atriðið sem hafa áhrif á vinnustaði s.s. fyrirtækjamenningu, liðsheild, starfsanda, starfsmannastefnu og reglur sem eru í gildi. Einnig verður rætt um atriði eins og innra eftirlit og öryggismál. Fjallað verður um rýrnun og aðferðir til þess að koma í veg fyrir rýrnun.

ÁfangamarkmiðNemandi

þekki innri starfsemi og verklagsreglur þjónustufyrirtækja viti um trúnaðarskyldu starfsmanna

þekki reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga

þekki einkenni markaða og opinbera geirans

skilji hugtakið fyrirtækjamenningu

þekki helstu atriði sem snertir öryggi og innra eftirlit

þekki helstu einkenni rýrnunar

kunni aðferðir til þess að sporna við rýrnun

Starfsnám þjónustugreina 37

Page 38: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

þekki helstu reglur sem gilda um réttindi og skyldur á vinnustöðum

kynnist hlutlægum og huglægum undirstöðuþáttum sem móta árangursríkt vinnuumhverfi

EfnisatriðiVerklagsreglur þjónustufyrirtækja, trúnaðarskyldur starfsmanna, lög og reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga, einkenni markaða og opinbera geirans, öryggi og innra eftirlit, rýrnun og aðferðir til þess að koma í veg fyrir rýrnun.

Námsmat Lokapróf og/eða verkefnavinna/símat, þar sem reynir á kunnáttu, skilning og beitingu á viðfangsefnum áfangans.

VIN 222 Vinnu- og vörumarkaður verslunarUndanfari: VIN103

ÁfangalýsingÍ áfanganum læra nemendur helstu verklagsreglur verslana, s.s. vöruskilareglur, neytendareglur, verklag við kassauppgjör, upplýsingakerfi, þekki einkenni rýrnunar og leiðir til þess að koma í veg fyrir rýrnun, varnir gegn rýrnun, þjónaði og skemmdum á vörum. Þeir fá fræðslu um réttindi og skyldur starfsmanna. Nemendur kynnast margvíslegum þáttum sem hafa áhrif á vinnustaðinn, s.s. fyrirtækjamenningu, liðsheild, starfsanda, starfsmannastefnu og almennar reglur sem í gildi eru. Einnig verður rætt um atriði eins og innra eftirlit og öryggismál.

ÁfangamarkmiðNemandi

þekki innri starfsemi og verklagsreglur verslana þekki helstu reglur, s.s. vöruskilareglur og neytendareglur

þekki reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga

þekki starfsumhverfi verslana og samkeppni fyrirtækja

kunni helstu atriði fyrirtækjamenningu verslana, liðsheild og starfsanda

þekki helstu atriði sem snertir öryggi og innra eftirlit

þekki helstu einkenni rýrnunar

Starfsnám þjónustugreina 38

Page 39: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

kunni aðferðir til þess að sporna við rýrnun, þjófnaði og skemmdum vörum

þekki helstu reglur sem gilda um réttindi og skyldur á vinnustöðum

þekki helstu undirstöðuþætti í hlutlæga og huglæga sem móta árangursríkt vinnuumhverfi

EfnisatriðiStarfsemi og verklagsreglur verslana, vöruskilareglur, neytendareglur, meðferð trúnaðarupplýsinga, starfsumhverfi verslana, fyrirtækjamenning, rýrnun og aðferðir til að sporna gegn rýrnun

Námsmat Lokapróf og/eða verkefnavinna/símat, þar sem reynir á kunnáttu, skilning og beitingu á viðfangsefnum áfangans.

VIS 101 Vinnustaðanám verslunar

ÁfangalýsingÁfanginn tengist 10 vikna vinnustaðnámi nemenda og er eftir atvikum tekin samhliða vinnustaðanámi eða í lok þess. Nemendur kynnast af eigin raun störfum í verslun og halda dagbók um námsferil sinn þar, auk þess að taka þátt í skráningu í námsferilbókina. Námsmat byggir á dagbók nemenda og námsferilbókinni. Í dagbókinni skal koma fram, a) lýsing á fyrirtækinu og starfsemi þess, b) lýsing á fyrirtækjabragnum, c) lýsing á viðfangsefnum hjá fyrirtækinu.

Áfangamarkmið vinnustaðanámsNemandi– vinni við þjónustu, sölu, afgreiðslu á vörum og þjónustu– geti veitt upplýsingar um vöruflokka í viðkomandi verslun – þekki almennar vinnureglur við vöruuppröðun – geti tekið á móti vöru í verslun, koma fyrir með viðeigandi hætti og hafa eftirlit

með vöru – kunni að bregðast við einkennum rýrnunar og þekki leiðir til að koma í veg fyrir

rýrnun– kunni að vinna í samræmi við staðla og innra eftirlit verslunarinnar, s.s. kröfu um

klæðnað, snyrtimennsku, framkomu, o.s.frv.

Námsmat

Starfsnám þjónustugreina 39

Page 40: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

Mat á dagbók og námsferilbók nemans

VIS 111 Vinnustaðanám skrifstofugreina

ÁfangalýsingÁfanginn tengist 10 vikna vinnustaðnámi nemenda og er eftir atvikum tekin samhliða vinnustaðanámi eða verkefnum skilað í kjölfar vinnustaðanámsins. Nemendur kynnast af eigin raun störfum í skrifstofu og þjónustufyrirtækjum og halda dagbók um námsferli sinn þar, auk þess að taka þátt í skráningu í námsferilbókina. Námsmat byggir á dagbók nemenda og námsferilbókinni. Í dagbókinni skal koma fram, a) lýsing á fyrirtækinu og starfsemi þess, b) lýsing á fyrirtækjabragnum, c) lýsing á viðfangsefnum hjá fyrirtækinu.

Áfangamarkmið vinnustaðanámsNemandi

þekki störf þjónustufulltrúa, símaþjónustu, móttöku viðskiptavina, flokkun skjala, pósts og erinda, o.s.frv.

geti unnið við sölu og innkaupum á vörum og þjónustu, eftir atvikum geti svarað almennum fyrirspurnum um þjónustu og vöruflokka

viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar kunni að skrá upplýsingar í gagnasafn eftir atvikum geti unnið við almenn og sértæk bókhalds-, launa-, fjárhagskerfi, eftir

atvikum geti unnið í samræmi við verklagsreglur, staðla og innra eftirlit fyrirtækis,

s.s. kröfu um klæðnað, snyrtimennsku, framkomu, o.s.frv.

Námsmat Mat á dagbók og námsferlibók nemans

VIÐ 1036 Viðskiptareikningur

Starfsnám þjónustugreina 40

Page 41: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

ÁfangalýsingÍ áfanganum læra nemendur almennan prósentu- og vaxtareikning og þekki þau hugtök sem notuð eru í viðskiptareikningi, s.s. rétt hlutföll, ójöfn hlutföll, prósentureikning, álagningaútreikning, afsláttarútreikning, verðútreikning, útreikning á virðisaukaskatti, vaxtareikning og útreikning verðtryggðra skuldabréfa.

Áfangamarkmið kunni prósentu- og vaxtareikning kunni hugtök sem tengjast viðskiptareikning kunni álagnaútreikning kunni afsláttarútreikning kunni verðútreikning kunni útreikning á virðisaukaskatti kunni útreikning á verðtryggðum skuldabréfum

EfnisatriðiPrósentu og vaxtareikningur, afsláttarreikningur, verðútreikningur, virðisaukaskattur, verðtryggð skuldabréf

Námsmat Lokapróf og/eða verkefnavinna/símat, þar sem reynir á kunnáttu, skilning og beitingu á viðfangsefnum áfangans.

TOT 103 Tölvunotkun og upplýsingatækni I

ÁfangalýsingÍ áfanganum læra nemendur að nota fjölbreyttan hugbúnað og upplýsingar á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu, þar með talið ritvinnslu- og töflureiknisforrita við verkefnaskil. Markviss notkun tölvupósts og Netsins. Nemendur setja fram eigið efni og kynnast leiðum til að hagnýta upplýsingatækni í almennu námi. Fjallað verður um almenn atriði upplýsingalæsis, m.a. verður farið yfir gögn um upplýsingaöflun, útgáfuform upplýsinga, bókasöfn, handbækur, tölvusamskipti, mat á gæðum og áreiðanleika upplýsinga o.s.frv. Nemendur verði færir um að vinna ritgerð með forsíðu, efnisyfirliti og heimildaskrá í sama skjali. Einnig að samþætta töflureikni og ritvinnslu.

ÁfangamarkmiðNemandi

Starfsnám þjónustugreina 41

Page 42: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

geti beitt ritvinnsluforritinu Word og töflureikninn Exel kunni að samætta töflureikna og ritvinnslu kunni uppsetningu á ritgerðum með forsíðu, efnisyfirliti og heimildaskrá geti unnið við skjalavistun kunni að hagnýta með skipulegum hætti notkun Netsins og notkun

tölvupósts þekki leiðir til að leggja mat á gæðum upplýsinga á Netinu kunni á PowerPoint

EfnisatriðiRitvinnsla, töflureiknir, glæruforrit, Netið

Námsmat Lokapróf og/eða verkefnavinna/símat, þar sem reynir á kunnáttu, skilning og beitingu á viðfangsefnum áfangans.

TOT 202 Tölvu- og upplýsingatækni IIUndanfari: TOT103

ÁfangalýsingÍ áfanganum er leitast við að búa nemendur undir krefjandi skrifstofu- og verslunarstörf. Kennd er hefðbundin uppsetning verslunarbréfa með sniðmátum. Nemendur fá þjálfun í frágangi ritgerða og skýrslna í ritvinnsluforritinu Word. Farið í fjölva (macros), notkun og uppsetningu flýtihnappa, Equation Editor (stærðfræðiritill), uppsetningu (umbrot) á blaðagreinum o.fl. Í Excel er farið í upprifjun helstu atriða frá TOT 1036. Gerðar eru fjárhagsáætlanir, farið ítarlega í gerð myndrita og útlitsmótun skjala, stærðfræðiföll tekin fyrir o.fl. Farið er vel í samtengingu skjala. Kennd er skjalavistun og notkun tölvupósts. Vefleiðangrar. Farið er yfir helstu tegundir upplýsingasafna (bókasafna, gagnabanka, o.fl.) og nemendur þjálfaðir í að afla upplýsinga á Netinu og meta gildi þeirra. Í áfanganum er lögð áhersla á aukinn hraða og nákvæmni í vélritun svo og sjálfstæð og vönduð vinnubrögð nemenda.

ÁfangamarkmiðNemandi

kunni uppsetningu verslunarbréfa geti gengið frá ritgerðum og skýrslum í ritvinnsluforritinu Word kunni að nýta fjölva kunni á flýtihnappa

Starfsnám þjónustugreina 42

Page 43: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

geti notað stærðfræðiritill og stærðfræðiföll þekki uppsetningu og umbrot á blaðagreinum kunni fjárhagsáætlanir þekki gerð myndrita og útlitsmótun skjala kunni samtengingu skjala kunni að leita upplýsinga á Netinu

EfnisatriðiVerslunarbréf, uppsetning texta, fjölvi, flýtihnappar, gerð fjárhagsáætlana, gerð myndrita, samtenging skjala, Netið.

Námsmat Lokapróf og/eða verkefnavinna/símat, þar sem reynir á kunnáttu, skilning og beitingu á viðfangsefnum áfangans.

TOT 302 Tölvu- og upplýsingatækni IIIUndanfari: TOT202

ÁfangalýsingÍ áfanganum er leitast við að búa nemendur undir vinnu við sérhæfð skrifstofustörf. Kennd er uppsetning og frágangur formbréfa (dreifibréfa), með sniðmátum, samsteypur, frágangur límmiða o.fl. Farið er ítarlega í samþættingu á Word og Excel (gögn tekin inn í og/eða flutt á milli forritanna). Auk þess fá nemendur sem hyggja á nám í háskóla þjálfun í uppsetningu á langri ritgerð með neðanmálsgreinum, sjálfvirku efnisyfirliti, atriðisorðaskrá, töfluskrá, myndaskrá o.fl. Farið er í flóknari aðgerðir í töflureikninum Excel (fjármálaföll, tölfræðiföll o.fl.) og útskýrt hvernig Excel getur nýst við útreikninga og áætlanagerð. Einnig er nemendum kennt að setja upp lista, leita, raða og sía færslur eftir margs konar skilyrðum. Farið er í helstu aðgerðir glærugerðarforritsins PowerPoint við gerð skjákynninga, kynninga o.fl. Farið yfir helstu notkunarmöguleika forritsins, bæði í framsetningu og útprentun. Nemendur setja upp verkefni að eigin vali og flytja glærukynningu þar sem möguleikar forritsins eru nýttir ítarlega. Kynnt eru grunnatriði gagnagrunnsforritsins Access og útskýrt hvernig gagnagrunnar eru notaðir til að halda utan um gögn. Rík áhersla er lögð á sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð nemenda.

Áfangamarkmið

Starfsnám þjónustugreina 43

Page 44: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

Nemandi kunni gerð dreifibréfa með sniðmátum kunni samþættingu Word og Exel kunni uppsetningu skjala með neðanmálsgreinum, sjálfvirku efnisyfirliti,

atriðaorðaskrá, töfluskrá og myndaskrá kunni flókin fjármála- og tölfræðiföll noti Exel við útreikninga og áætlanagerð kunni glærugerð kunni á gagnagrunnsforritið Access kunni að halda utan um gögn í gagnagrunnsforritum þjálfist í sjálfstæðum og nákvæmum vinnubrögðum

EfnisatriðiDreifibréf með sniðmátum, samþætting Word og Exel, uppsetning skjala, fjármála- og tölfræðiföll, gagnagrunnar

Námsmat Lokapróf og/eða verkefnavinna/símat, þar sem reynir á kunnáttu, skilning og beitingu á viðfangsefnum áfangans.

ÞJÓ 103 Almenn þjóðhagfræði

Áfangalýsing

Í áfanganum eru grunnhugtök og meginviðfangsefni hagfræðinnar kynnt. Fjallað er um grunneiningar hagkerfisins og samspil þeirra í markaðsþjóðfélagi. Hringrás efnahagslífsins er útskýrð og fjallað um helstu hagstærðir þjóðarbúsins og innbyrðis tengsl þeirra. Meginþættir í efnahagsþróun eru teknir fyrir og hagræn vandamál skoðuð með dæmum úr íslensku efnahagslífi.

Áfangamarkmið

Nemandi þekki grundvöll hagfræðinnar sem fræðigreinar, meginviðfangsefni og

grundvallarspurningar þekki helstu einkenni markaðshagkerfis og blandaðs hagkerfis þekki grunneiningar hagkerfisins og meginhlutverk þeirra þekki til lögmálsins um minnkandi afrakstur í framleiðslu og útskýri áhrif þess

á kostnaðarmyndun í framleiðslunni þekki lögmál markaðarins og útskýri meginþætti verðmyndunar á markaði reikni út markaðsjafnvægi og verðteygni út frá gefnum stærðfræðilegum

Starfsnám þjónustugreina 44

Page 45: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

forsendum um eftirspurn og framboð þekki til helstu aðila á vinnumarkaði og þeirra þátta er mestu varða í

samskiptum þeirra og almennri launamyndun þekki hringrás opins, blandaðs hagkerfis þekki til ráðstöfunaruppgjörs þjóðhagstærða skýri þann mun sem er á vergum og hreinum hagstærðum, þjóðarframleiðslu

og landsframleiðslu, markaðsverði og þáttaverði reikni út þjóðhagstærðir á föstu verðlagi og hlutfallslegar breytingar á milli ára þekki helstu tekjuhugtök og aðferðir við að skoða tekjuskiptingu þekki til helstu umsvifa hins opinbera í efnahagslífinu og aðferða til

fjármögnunar þeirra þekki til helstu aðila á peningamarkaði, þekki hlutverk seðlabanka og útskýri

hvaða þættir ákvarða peningaframboð, peningaeftirspurn og þar með vaxtastigið

þekki til helstu ákvörðunarþátta utanríkisviðskipta, svo sem kenninga um hlutfallslega og hreina hagkvæmni

þekki til greiðslujafnaðar og samsetningar hans með sérstakri áherslu á viðskiptajöfnuð

þekki til mælikvarða á erlenda skuldasöfnun og greiðslubyrðar af erlendum lánum

þekki helstu áhrifaþætti nafngengis gjaldmiðla og tilhögun við skráningu á gengi íslensku krónunnar

þekki hugtakið hagvöxtur, helstu ákvörðunarþætti og vanda við mat á honum, m.a. með tilliti til umhverfisvandamála

þekki til helstu vandamála í efnahagslífinu, svo sem verðbólgu, atvinnuleysis og erlendrar skuldasöfnunar

öðlist skilning á efnahagslegu samhengi í þjóðfélaginu greini daglega efnahagsumræðu út frá faglegu sjónarmiði, t.d. notkun hugtaka

og meðferð hagstærða

Efnisatriði

Skortur, val, fórnarkostnaður, framleiðsla, framleiðsluþættir, eftirspurn, framboð, markaðsjafnvægi, teygni, heimili, fyrirtæki, vinnumarkaður, markaðshagkerfi, blandað hagkerfi, efnahagshringrás, þjóðhagsreikningar, þjóðartekjur, þjóðhagslegur sparnaður, fjármunamyndun, einkaneysla, samneysla, skattar og fjármál hins opinbera, peningamarkaður, vextir, utanríkisviðskipti, gengi, hagvöxtur, verðbólga, atvinnuleysi.

Námsmat

Starfsnám þjónustugreina 45

Page 46: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

Lokapróf og/eða verkefnavinna/símat, þar sem reynir á kunnáttu, skilning og beitingu á viðfangsefnum áfangans.

Starfsnám þjónustugreina 46

Page 47: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

9. Viðauki9.1 Námsferilbók vinnustaðanáms

Nemandi:Fyrirtæki:

Tilsjónarmaður:

Tímabil: Frá: Til:

Lota

Góð Viðun-andi

Endur-tekningar

er þörfÞjónustulundSkilningur starfsemiSkilningur á ferlibókSímþjónustaSkilningur á viðfangsefniÞjónustulundÞekking á vörum og þjónustuÞekking á viðskiptavinumVerklagSkilningur á viðfangsefni

Þjónustulund

Skilningur á verklagsreglumSkilningur á viðfangsefniFærni að takast á við verkefni

Skráning í gagnasafn

Þjónustulund

Sala

InnkaupSkilningur á rýrnunVarnir gegn rýrnun

Lota 5. 1 vika

Dagsetning:

Undirskrift nemanda:

Lota 3. 2 vikur

Annað stöðumat. Umsögn

Undirskrift tilsjónarmanns:

Lota 1. 3 vikur

Störf þjónustufulltrúaNemendur kynnast verkefnum fyrirtækisins og viðfangsefnum námsferlibókar. Farið er grunnatriði þjónustu fyrirtækisins, innri eftirlit og staðla, kröfur um klæðnað, snyrtimennslu, framkomu, o.s.frv. Símaþjónusta, flokkun skjala, pósts og erinda

Lota 2. 3 vikur

Þjónusta og móttaka viðskiptavinaNemandi lærir að veita upplýsingar og þjóna viðskiptavinum með faglegum hætti.

Sala og innkaup á vörum og þjónustuNemandi lærir sölu og innkaup á vörum og þjónustu

Vinna með almenn og sértæk bóhalds - launa og fjárhagskerfi Nemandi lærir að vinna við forrit þjónustufyrirtækis og skrá upplýsingar í gagnasafn

Lota 4. 1 vika

Námsferilbókvinnustaðanáms á skrifstofu

Markmið: Nemandi kynnist verkefnum og áherslum þjónustufyrirtækis, s.s innri starfsemi og verklagsreglum, trúnaðarskyldu starfsmanna, þekki reglur um trúnaðarskyldu starfsmanna, meðferð persónulegra upplýsinga. Nemendur læra almenn þjónustustörf.Námstími 10 vikur

Þekking og færni

Samtals þjálfun í 10 vikur

Starfsnám þjónustugreina 47

Page 48: Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi … · Web viewTitle Menntamálaráðuneytið, í samningi þessum nefnt verkkaupi og starfsgreinaráð fjármála- og

Nemandi:Fyrirtæki:

Tilsjónarmaður:

Tímabil: Frá: Til:

Lota

Góð Viðun-andi

Endur-tekningar

er þörfSkilningur á ferlibók

Skilningur starfsemi

Afgreiðsla á kassa

Kassauppgjör

Þjónustulund

VöruþekkingÞekking á viðskiptavinumVörutalningÞjónustulundSkilningur á viðfangsefniMóttaka á vörumFrágangur á vörumInnra eftirlitRaða vörum VörutalningSkilningur á rýrnunÞekkir leiðir rýrnunarSkilningur á vörnumViðbrögð við þjófnaði

Lota 5. 1 vika

Dagsetning:Undirskrift nemanda:

Námsferilbókvinnustaðanáms í verslun

Samtals þjálfun í 10 vikur

Markmið: Nemandi kynnist starfsemi verslana, s.s þekki sjóðsvélar, verklag á kassa, vöruskilareglur, neytendareglur, verklag við kassauppgjör, upplýsingakerfi, þekki einkenni rýrnunar og leiðir til að komast í veg fyrir rýrnun, þjófnaði og skemmdum.Námstími 10 vikur

Annað stöðumat. Umsögn

Þekking og færni

Undirskrift tilsjónarmanns:

Þjónusta, sala og afgreiðsla á vörum og þjónustuNemendur kynnast verkefnum fyrirtækisins og viðfangsefnum námsferlibókar. Farið er grunnatriði þjónustu verlsunarinnar, innri eftirlit og staðla, kröfur um klæðnað, snyrtimennslu, framkomu, o.s.frv.

Lota 1. 3 vikur

RýrnunNemandi lærir að þekkja einkenni rýrnunar og leiðir til þess að koma í veg fyrir rýrnun, þjófnaði og skemmdum á vörum. Lota 4. 1 vika

Þjálfun í því að veita upplýsingar um vöruflokkaNemandi lærir að veita upplýsingar og þjóna viðskiptavinum með faglegum hætti. Hann lærir að hafa eftirlit með vöru.

Lota 2. 3 vikur

Móttaka á vörum og uppröðun á vöruNemandi lærir að taka á móti vöru, ganga frá henni og raða í hillur Lota 3. 2 vikur

Starfsnám þjónustugreina 48