8
4. tbl. apríl 2017 Myndina hér að ofan tók Óðinn Einisson félagi í Geysi á góðum degi við Tjörnina í Reykjavík. Það er hækkandi sól og álftirnar komnar í vorfiðringinn, eins og Geysisfélagar. Næsta stórverkefni hjá Geysi er heilsuvikan alkunna sem lýkur með Geysisdeginum sem nú verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 10. júní. Það er fundað hálfsmánaðarlega til að byrja með og verið að móta dagskrána, sem lofar góðu eins og undanfarin ár. Áhugasamir félagar sem vilja leggja málinu lið eru hvattir til þess að mæta á fundina og taka þátt í undirbúningnum. Næsti fundur verður þriðjudaginn 4. apríl kl. 14:00. Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir Nú blómstrar allt með hækkandi sól

Nú blómstrar allt með hækkandi sólkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2017.-04.-tbl..pdf · kallast „locsolkodás“, þar sem drengir og karlmenn lesa upp páskaljóð

  • Upload
    others

  • View
    9

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Nú blómstrar allt með hækkandi sólkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2017.-04.-tbl..pdf · kallast „locsolkodás“, þar sem drengir og karlmenn lesa upp páskaljóð

4. tbl. apríl 2017

Myndina hér að ofan tók Óðinn Einisson félagi í Geysi á góðum degi við Tjörnina í Reykjavík. Það er hækkandi sól og álftirnar komnar í vorfiðringinn, eins og Geysisfélagar. Næsta stórverkefni hjá Geysi er heilsuvikan alkunna sem lýkur með Geysisdeginum sem nú verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 10. júní. Það er fundað hálfsmánaðarlega til að byrja með og verið að móta dagskrána, sem lofar góðu eins og undanfarin ár. Áhugasamir félagar sem vilja leggja málinu lið eru hvattir til þess að mæta á fundina og taka þátt í undirbúningnum. Næsti fundur verður þriðjudaginn 4. apríl kl. 14:00.

Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is

Facebook: Klúbburinn Geysir

Nú blómstrar allt með hækkandi sól

Page 2: Nú blómstrar allt með hækkandi sólkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2017.-04.-tbl..pdf · kallast „locsolkodás“, þar sem drengir og karlmenn lesa upp páskaljóð

2

Alltaf eitthvað fróðlegt og skemmtilegt að gerast Viðtal við Elmar Freysteinsson

Elmar er öryrki og félagi í Klúbbnum Geysi. Hann lætur helst sjá sig í móttökunni en kemur líka oft í atvinnu- og menntadeildina. Mig langaði til að kynnast þessum hressa manni og settist niður með honum stutta stund í mars-mánuði. Fullt nafn: Elmar Freysteinsson. Aldur: 42ja ára (fæddur í febrúar

1975). Hvar ertu fæddur og uppalinn? Í Reykjavík. Hefur þú alltaf átt heima í Reykjavík? Já. Átt þú systkini? Eitt hálfsystkini (sammæðra) og síðan á ég tvö sjúpsystkini. Engin alsystkini, svo ég viti (og hann hlær mikið þegar hann

segir þetta, greinilega mikill grínisti hér á ferð). ☺ Eru þau yngri eða eldri? Bæði. Fjölskylduhagir: Í sambúð. Hún heitir Unnur Jónsdóttir. Eruð þið búin að vera lengi saman? Í nokkur ár. Man ekki hversu mörg. Hvað ertu búinn að vera lengi félagi í Klúbbnum Geysi? Ég byrjaði fyrir nokkrum árum. Aftur man ég ekki árafjölda, en þau eru nokkur árin sem ég hef verið hér. Ég býst við að þér hafi líkað vel þar sem þú mætir: Já, það er rétt. Mjög vel. Hvað gerir þú þegar þú mætir í klúbbhúsið? Ég aðstoða í móttökunni. Stundum fer ég upp á þriðju hæðina í tölvuna. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera í móttökunni. Hitta fólk, tala við fólk, hafa samskipti við fólk, til dæmis í gegnum tölvu og í gegnum síma. Hvort heillar þig mest að gera? Vera í tölvunni og borða góðan mat.

Steinar til vinstri ræðir við Elmar í móttökunni.

Elmar í dyrunum á Geysi

Page 3: Nú blómstrar allt með hækkandi sólkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2017.-04.-tbl..pdf · kallast „locsolkodás“, þar sem drengir og karlmenn lesa upp páskaljóð

3

Uppáhaldsmatur: Kjúklingur. Ég kalla hann kjulla. Síðan finnst mér rækjur góðar og fyrir það er ég helst þekktur. Stundum borða eg kjúkling og rækjur saman og mér finnst það gott. Hvað gerir þú helst í tölvunni? Fer í tölvupóstinn og horfi á bíómyndir og sjónvarpsþætti. Spilar þú tölvuleiki? Nei, ekki lengur, ekki síðan ég byrjaði með kærustunni. Uppáhaldslitur: Enginn sérstakur. Áhugamál: Ættfræði, stjörnufræði og sund. Hefur þú áhuga á bílum? Nei, ég hef engan áhuga á bílum. Heilla íþróttir þig? Ekkert nema sundið. Hvernig gengur dagurinn fyrir sig? Ég vakna um áttaleytið, borða morgunmat og tek lyfin mín og síðan fer ég út að gera ýmislegt eins og að fara í ræktina, til sjúkraþjálfarans og hitta fólk. Hvað hefur þú lært af því að vera félagi í Klúbbnum Geysi? Samskipti við fólk, þá sérstaklega að mynda tengsl við fólk og halda tengslum við fólk. Átt þú einhver leyndarmál? Nei. Er eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt sem þú vilt segja að lokum? Allir ættu að prufa að koma í Klúbbinn Geysi og skoða. Það er alltaf eitthvað fróðlegt og skemmtilegt að gerast hér. Elmar fær kærar þakkir fyrir viðtalið og hlýjar óskir um velgengni í öllu sem og í hverju verkefni sem hann tekur sér fyrir hendur.

Steinar Almarsson

heilsuhegdun.is

Heilsuhegdun.is er vefsvæði sem gefur öllum tækifæri til að bæta heilsuhegðun sína án nokkurs tilkostnaðar. Viltu draga úr eða hætta áfengis- og tóbaksneyslu? Viltu bæta mataræði, líðan eða auka hreyfingu? Þú getur skoðað fræðsluefni, tekið ýmis próf og fleira til að leggja mat á heilsu þína. Einnig getur þú skráð þig inn á Mínar síður og fengið aðgang að dagbókum og spjallborði. Heilsuhegdun.is aðstoðar þig við að breyta lífsvenjum þínum.

10.okt. fundur í Læk Miðvikudaginn 5. apríl verður haldinn fundur stjórnar Alþjóða Geðheilbrigðisdagsins 2017. Fundurinn verður haldinn í Læk í Hafnarfirði og hefst kl. 13:00. Á dagskrá fundarins er kosning nýs formanns og fyrirliggjandi verkefni. Óskað er eftir áhugasömu fólki í stjórnina og framboðum til nýs formanns.

Lækur í Hafnarfirði

Page 4: Nú blómstrar allt með hækkandi sólkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2017.-04.-tbl..pdf · kallast „locsolkodás“, þar sem drengir og karlmenn lesa upp páskaljóð

4

Mats

eðill b

irtu

r m

eð f

yrir

vara u

m b

reyti

ng

ar

Mats

eðill fy

rir

apríl 2017

n.

Þri

. M

ið.

Fim

. F

ös.

Lau

.

3.

Grj

ón

ag

rau

tur

og

slá

tur

4.

Ste

iktu

r fi

sku

r

5.

Ha

kk

og

sp

ag

he

tti

6.

Hla

ðb

orð

7.

Kjú

kli

ng

ur

og

fra

nsk

ar

8.

10

.

Ka

súp

a

11

.

Sa

ltfi

slu

r

12

.

La

mb

ap

ott

rétt

ir o

g

s

13

.

Lo

ka

ð

Sk

írd

ag

ur

14

.

Lo

ka

ð

stu

da

gu

rin

n l

an

gi

15

. Pá

ska

ve

isla

Gra

fin

la

x

La

mb

alæ

ri

Ka

ffi/

ska

eg

g

17

.

Lo

ka

ð

an

na

r í

sku

m

18

.

Fis

ku

r í

rasp

i

19

.

La

sag

na

20

.

Lo

ka

ð

Su

ma

rda

gu

rin

n

fyrs

ti

21

.

Kjö

tsú

pa

22

.

24

.

Ste

ikta

r

kjö

tbo

llu

r

25

.

Bra

í o

fni

m/

ku

ðu

m b

au

nu

m

26

. D

júp

ste

ikta

r ræ

kju

r m

grj

ón

um

27

.

Hla

ðb

orð

28

.

Grí

sah

na

kk

i í

rasp

i

29

.

.

Page 5: Nú blómstrar allt með hækkandi sólkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2017.-04.-tbl..pdf · kallast „locsolkodás“, þar sem drengir og karlmenn lesa upp páskaljóð

5

13. apríl Skírdagur LOKAÐ

14. apríl

Föstudagurinn langi LOKAÐ

15. apríl

Páskaveisla. Opið frá kl. 10:00 til 14:00

16. apríl

Páskadagur LOKAÐ

17. apríl

Annar í páskum LOKAÐ

Opnum aftur eftir páska þriðjudaginn 18. apríl kl. 08.30

Laugardaginn 15. apríl verður hin árlega páskaveisla haldin. Að venju verður lambalæri steikt í ofni. Með steikinni verður framreitt hefðbundið grænmeti og sósa. Í forrétt verður grafinn lax og ristað brauð og í eftirétt verður páskaegg og kaffi.

Verð aðeins kr. 2.500.– sem er sama verð

og var í fyrra.

Páskaveislan Opnunartími í Klúbbnum Geysi

um páskana

Á sumardaginn fyrsta verður farið á farsann „Úti að aka“. Alls eru 15 miðar í boði fyrir félaga í Geysi. Miðinn kostar kr. 5.250.– fyrir handhafa öryrkjakorts, en 5.950 fyrir aðra. Sýningin er í Borgarleikhúsinu. Gott að fagna sumrinu á fjölum leikhússins. Rjómi íslenskra leikara fer þarna á kostum í gamanmálum og ómældu flækjustigi eins og gerist í góðum försum. Fyrstir koma fyrstir fá. Hver og einn þarf að sækja sinn miða. Miða verður að sækja eigi síðar en 6. apríl.

Úti að aka

Page 6: Nú blómstrar allt með hækkandi sólkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2017.-04.-tbl..pdf · kallast „locsolkodás“, þar sem drengir og karlmenn lesa upp páskaljóð

6

Sitthvað um ungverska páskasiði

Eftirfarandi greinarstúf um ungverska páskasiði skrifaði hún Orsi (Orsolya Aporf) sem verið hefur sjálfboðaliði í klúbbnum frá því í haust. Á ungversku eru páskar kallaðir „Húsvét“. Páskar eru mikilvægir, menningar- og kristnir helgidagar. Bæði páskadagur og annar í páskum eru almennir frídagar í landinu.

Mikilvægur liður í undirbúningi páskanna er að mála harðsoðin egg í fjölbreyttum litum og mörgum þykir reyndar eggjaskreytingar vera

listform. Ungverskar fjölskyldur notast við hverskyns tækni við að skreyta eggin, alveg frá því að nota liti keypta út úr búð yfir í að húða eggjaskurnina með soðnu rauðlaukshýði. Yngri hefð er tengd við páskakanínuna, sem færir krökkunum súkkulaðiegg. Eggin eru oft falin í „hreiðri“ í garðinum eða á einhverjum leyndum stað í húsinu, en krakkarnir hafa mjög gaman af því að leita þeirra.

Á föstudaginn langa borðar fólk sem aðhyllist páskahefðirnar fisk. En á páskadag eru bornir fram kjötréttir. Dæmigerðasti páskadagsrétturinn er soðin, reykt skinka, borin fram með saxaðri piparrót (helst mjög bragðsterkri, sem stundum er blönduð með mæjónesi), soðin egg og kartöflusalat, á meðan „kalács“(sætur, fléttaður brauðhleifur, stundum með rúsínum) er líka oft borðaður með smjöri og/eða sultu. Borðið er skreytt með litríkum vorblómum og seljuvíðigreinum. Annar í páskum er hefðbundin atburður sem

Ungir menn skvetta vatni á yngismeyjar

Fagurlega skreytt egg

Orsi brosir í Geysissjoppunni

Page 7: Nú blómstrar allt með hækkandi sólkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2017.-04.-tbl..pdf · kallast „locsolkodás“, þar sem drengir og karlmenn lesa upp páskaljóð

7

Afmælisveislan fyrir félaga sem eiga

afmæli í apríl verður haldin þriðjudaginn

25. apríl 2017 kl. 14:00

Í apríl ætlum við að halda áfram með fundi sem byrjuðu í mars þar sem farið er yfir hugmyndafræði, staðla og markmiðssetningar: Verða þeir sem hér segir: Fimmtudaginn 27. apríl kl. 14:00 verður fundur um hugmyndafræði klúbbhúsa. Fimmtudaginn 11. maí kl. 14:00 verður fundur um staðlana og þriðjudaginn 23. maí kl. 14:30 verður fundur um markmiðssetningar. Allir þeir sem áhuga hafa á framtíðarsýn og eflingu Klúbbsins Geysis mæti með jákvæðu orkuna í farteskinu. Fleiri fundir eru svo fyrirhugaðir í framhaldinu. Fylgist með á heimasíðu klúbbsins: kgeysir.is

Kynningahópurinn

Spurningakeppni

Nánari upplýsingar eru veittar í klúbbnum. Hægt er að hafa

samband í tölvupósti og símleiðis. Einnig má finna upplýsingar á heimasíðunni. Fyrst og fremst

lofum við gríðarlegri skemmtun.

kallast „locsolkodás“, þar sem drengir og karlmenn lesa upp páskaljóð til kvenna og stelpna og úða svo ilmvatni yfir þær. Í gamla daga var þó notast við fötur með

köldu vatni. Í staðinn verðlaunuðu konurnar mennina með súkkulaðieggjum, skreyttum og máluðum eggjum, kökum og/eða skotum af ungverska ávaxta- koníakinu „pálinka“. Hvernig segja ungverjar „Gleðilega páska“? Þeir segja: “Kellemes húsvéti ünnepeket!“, sem þýðir bókstaflega: „Ég óska ykkur gleðilegra páska“.

Orsi skráði á ensku

Fannar og Benni snöruðu

Hér má sjá fjölbreytt úrval af ungverskum páskamat

Page 8: Nú blómstrar allt með hækkandi sólkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2017.-04.-tbl..pdf · kallast „locsolkodás“, þar sem drengir og karlmenn lesa upp páskaljóð

8

Fimmtudagur 6. apríl Bíó (nánar auglýst síðar)

Laugardagur 15. apríl

Páskaveisla kl. 10:00 til 14:00 Verð kr. 2.500

Fimmtudagur 20. apríl

Leikhúsferð. Farið verður á gamanleikinn Úti að aka. Sýningin hefst kl. 20:00

Fimmtudagur 27. apríl

Opið Hús Opið frá kl. 16:00 til 19:00

Félagsleg dagskrá í apríl

Deildarfundir Fundir í deildum eru haldnir á

hverjum degi kl. 9:15 og 13:15. Þar er farið yfir verkefni sem liggja fyrir

hverju sinni.

Æskilegt er að félagar mæti á deildarfundina. Tökum ábyrgð og

ræktum vináttuböndin.

Klúbburinn Geysir er opinn alla virka daga frá kl. 8:30 - 16:00, nema föstudaga er opið frá

8:30 - 15:00.

Húsfundir Húsfundir eru miðvikudaga kl.

14:30. Þar er rétti staðurinn fyrir félaga til að koma skoðunum

sínum á framfæri og taka þátt í opnum umræðum. Allir að mæta!

Páskaungaleikurinn fer af stað á ný

Undanafarin ár höfum við haft léttann páskaleik í Litla-Hver. Hann snýst um að telja páskaungana sem komið hefur verið fyrir víða um blaðið. Hann er nú í þessu blaði og hvetjum við alla til að taka þátt og vinna glæsileg verðlaun sem er stórt og veglegt páskaegg. Dregið verður úr innsendum lausnum í páskaveislunni laugardaginn 15. apríl. Lausnum með fjölda unga ásamt nafni og símanúmeri sínu skal skila í þar til gerðan lausnakassa sem verður í matsalnum. Ritsjórnin óskar öllum ánægjulegs páskaungaleiks.

Vissir þú... ...að í Geysi getur þú látið drauma þína rætast? ... að félagar í Geysi fá sent afmæliskort á afmælisdaginn sinn? ...að í Geysi fá félagar að blómstra á eigin forsendum? ... að í Geysi er barist gegn fordómum?