23
NISSAN LEAF Að utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir Prenta | Loka

NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

NISSAN

LEAF

Að utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir Prenta | Loka

Page 2: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

NÝR NISSAN LEAF

MAGNAÐURHeimsins mest seldi rafmagnsbíll tekur stórt stökk fram á við. Búðu þig undir alveg nýjan akstursmáta sem gerir alla daga skemmtilega. Njóttu meira öryggis, spennu og tengingar, hvert sem ferðinni er heitið. Allt í bíl sem gerir einfalda hluti ótrúlega vel.

Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2

Að utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir Prenta | Loka

Page 3: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

Farðu hvert sem erEinu sinni voru rafbílar framtíðin í samgöngm. Nú eru þeir nútíðin

Aktu lengra 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera

Nissan Leaf að fullvöxnum fjölskyldubíl.

Taktu með allt sem þú þarft

Nissan LEAF kemur þér á leiðarenda með stíl með fimm sætum, rúmgóðri farangursgeymslu og fallegri hönnun.

* NEDC-prófun (New European Driving Cycle).

Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2

Að utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir Prenta | Loka

Page 4: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

Undirbúðu skynfærin fyrir upplifun sem er engri lík og njóttu nýrrar

tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun.Með Nissan Intelligent Mobility tengistu LEAF-bílnum betur en nokkru sinni fyrr. Betri yfirsýn, betri skynjun og aukið öryggi. Svona átti aksturinn alltaf að vera.

SJÁÐU OG SKYNJAÐU MEIRA með umhverfismyndavélakerfi og snjalltækni á borð

við umferðarskynjara að aftan, blindsvæðisskynjara og umferðarskiltagreiningu.

VERTU VIÐ STJÓRNVÖLINN með Nissan e-Pedal. Já! Í Nissan LEAF

þarftu aðeins að nota eitt fótstig til að gefa inn, hægja á og hemla.

AÐ AKA RAFBÍL ER UPPLIFUN OG

með tafarlausu afli við inngjöf og hugvitssamlegum aksturstæknilausnum sem bjóða upp á mjúkan og hrífandi akstur.

VERTU TENGDARI með NissanConnect EV og Apple

Carplay™ og Android Auto™*

NJÓTTU MEIRA ÖRYGGIS með Nissan ProPILOT þér til aðstoðar.

Kerfið grípur inn í þegar á þarf að halda og gerir þig að betri ökumanni.

*Apple Car Play og Android Auto eru skrásett vörumerki. Framboð á tækni kann að vera mismunandi á milli markaðssvæða).

Að utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir Prenta | Loka

Page 5: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

STOP

GO

e-Pedal. Auktu hraðann, hægðu á þér og hemlaðu með inngjafarfótstiginu einu saman til að einfalda aksturinn.

Stuðaksturmeð e-Pedal

Þetta er algjörlega nýr akstursmáti, alveg ótrúlega skemmtilegur. Ímyndaðu þér að geta ekið með aðeins einu fótstigi. Þú stígur einfaldlega á það til að þjóta af stað og lyftir fætinum til að hægja á þér. Þú getur meira að segja haldið bílnum kyrrum í brekku án þess að þurfa að snerta bremsuna. Að sjálfsögðu er ekkert mál að skipta aftur yfir í akstur með tveimur fótstigum, með einum rofa. En er það jafnskemmtilegt?

Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7 | Blaðsíða 8 | Blaðsíða 9 | Blaðsíða 10 | Blaðsíða 11 | Blaðsíða 12 | Blaðsíða 13 | Blaðsíða 14

Að utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir Prenta | Loka

Page 6: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

HELDUR HRAÐAOG FJARLÆGÐ

GETUR MEIRAAÐ SEGJA

STÖÐVAÐ BÍLINN

HEFUR AUGA MEÐ UMFERÐINNI

NISSAN ProPILOT. Aðstoð þegar á þarf að halda. Nissan ProPILOT heldur fyrirframákveðinni fjarlægð frá bílnum á undan og heldur bílnum á miðri akreininni. ProPILOT getur meira að segja stöðvað LEAF og haldið honum kyrrum í umferðarhnútum, svo það er einu atriði færra að huga að. Þetta breytir daglegum akstri í vinnuna í bjarta byrjun á deginum.

Slappaðu af og njóttu akstursins

Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7 | Blaðsíða 8 | Blaðsíða 9 | Blaðsíða 10 | Blaðsíða 11 | Blaðsíða 12 | Blaðsíða 13 | Blaðsíða 14

Prenta | LokaAð utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir

Page 7: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

ProPILOT:Greinir gang

umferðarinnar til að viðhalda

fyrirframákveðnum hraða og fjarlægð og halda bílnum á miðri akreininni. Varar þig líka við þegar bíllinn

byrjar að stefna út úr akreininni og getur

stöðvað bílinn í umferðarhnútum.

ProPILOT Park:Engar hendur, engir fætur, bara ótrúlega

auðveld leið til að leggja með einum

fingri. Þessi eiginleiki Nissan Intelligent

Mobility er svo framúrskarandi að

það er unun að horfa á hann leggja.

INTELLIGENT- HRAÐASTILLIR:

Greinir umferðina og losar þig við öll

leiðindi sem fylgja akstri á þjóðvegum.

BLINDSVÆÐI- SKYNJARI:

Skiptu áhyggjulaus um akrein. Þessi eiginleiki vaktar blindsvæðið og

varar þig við um leið og hann skynjar

ökutæki á því.

SJÁLFVIRK INTELLIGENT-

LED-AÐALLJÓS:Aðalljós sem lýsa

leiðina með því að kvikna sjálfkrafa

þegar dimma tekur og beinast tímabundið

niður á við þegar þau greina bíl sem

kemur á móti.

INTELLIGENT-AKREINAVIÐVÖRUN:

Heldur þér á réttum stað. Kerfið beitir

hemlunum til að beina þér varlega á rétta braut ef það greinir að þú reikar of lengi

út úr akreininni.

Hugsaðu þér akstur með fjölbreyttum búnaði Nissan Intelligent Mobility þér til aðstoðar, þar á meðal:

Svo snjall að hann grípur inn í þegar á þarf að haldaÞú veist kannski ekki hvers vegna skyndilega hægist á umferðinni. Intelligent-neyðarhemlun með greiningu gangandi vegfarenda fylgist með öllu og er tilbúin að hemla. Auðvitað er það ekki eini eiginleikinn sem LEAF getur notað til að forða þér frá vandræðum.

*Athugið að ProPilot og aðstoðarkerfi n eru ekki sjálfstýringarkerfi .

Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7 | Blaðsíða 8 | Blaðsíða 9 | Blaðsíða 10 | Blaðsíða 11 | Blaðsíða 12 | Blaðsíða 13 | Blaðsíða 14

Prenta | LokaAð utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir

Page 8: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

Lagt upp við gangstétt. Fannstu besta stæðið? Renndu upp að því, ýttu á hnappinn og fylgstu með LEAF renna sér mjúklega í það, jafnvel þrengstu stæði upp við gangstétt.

Lagt í samhliða stæði. Aktu að lausu stæði, haltu hnappinum inni og fylgstu svo með í andakt þegar LEAF leggur fullkomlega á milli línanna.

Slepptu takinu og horfðu á LEAF leggja fullkomlega

ProPILOT Park. Engar hendur, engir fætur, bara auðveldari leið til að leggja. Þetta er það sem þú færð með þessum framúrskarandi eiginleika Nissan Intelligent Mobility, þar sem þú þarft aðeins að fylgjast með þegar lagt er í stæði. Þú ekur að bílastæðinu, heldur hnappinum inni og sinnir svo einhverju mikilvægara, eins og til dæmis að velta fyrir þér breyttu eðli bílastæða í tilveru þinni.

Prenta | Loka

Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7 | Blaðsíða 8 | Blaðsíða 9 | Blaðsíða 10 | Blaðsíða 11 | Blaðsíða 12 | Blaðsíða 13 | Blaðsíða 14

Að utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir

Page 9: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

INTELLIGENT-UMHVERFISMYNDAVÉLAKERFI gerir þér kleift að horfa betur í kringum þig og auðveldar vandasamar tilfæringar. 360° yfirsýn yfir umhverfi LEAF, auk vals um nærmyndir frá myndavél að framan, aftan og á hliðum á skiptum skjá, gerir þér kleift að leggja í þrengstu stæði og gera það vel.

MYND AÐ AFTANOG OFAN

MYND AÐ FRAMAN OG OFAN

AÐ FRAMAN EÐA AFTAN OG FRÁ HLIÐUM

Fáðu yfirlitsmyndaf hvaða rými sem er

Prenta | Loka

Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7 | Blaðsíða 8 | Blaðsíða 9 | Blaðsíða 10 | Blaðsíða 11 | Blaðsíða 12 | Blaðsíða 13 | Blaðsíða 14

Að utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir

Page 10: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

INTELLIGENT-UMHVERFISMYNDAVÉLAKERFIÐ getur látið þig vita þegar það greinir hreyfingu í kringum bílinn. Þetta er kerfi sem eykur yfirsýn þína yfir umhverfið.

UMFERÐARSKYNJARI AÐ AFTAN Þessi eiginleiki gerir þér kleift að bakka úr stæði á öruggari máta. Hann vaktar svæðið fyrir LEAF og getur varað þig við bílum sem koma aðvífandi úr annarri hvorri áttinni.

Fáðu viðvörun áður en þú tekur af stað

TILFINNING FYRIR UMHVERFINU. Jafnvel þótt þú sjáir ekki bílinn sem nálgast að aftan eða barnið sem stendur á götuhorninu og er að leggja af stað út á götuna geturðu treyst á að eiginleikar Nissan Intelligent Mobility fylgist með og láti þig vita. Þessir eiginleikar auka meðvitund þína gagnvart umhverfinu og fylla þig áður óþekktu öryggi, hvort sem þú ert að bakka út úr stæði eða skipta um akrein á fjölfarinni götu.

Prenta | Loka

Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7 | Blaðsíða 8 | Blaðsíða 9 | Blaðsíða 10 | Blaðsíða 11 | Blaðsíða 12 | Blaðsíða 13 | Blaðsíða 14

Að utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir

Page 11: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

STRAUMLÍNULÖGUÐVINDSKEIÐ

LÆGRI DREIFARI

HLIÐARSPEGLAR SEM DREIFA VINDI

Djarfar línur eru aðeins upphafið. Háþróuð straumlínulöguð hönnun LEAF gerir honum kleift að kljúfa loftið í stað þess að þrýsta sér í gegnum það og niðurstaðan er ótrúlega sparneytinn akstur en ekki síður hljóðlátur.

SAMFELLDUR FLATUR UNDIRVAGN

á skilvirkari mátavið loftið

Nú kljúfum

Prenta | Loka

Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7 | Blaðsíða 8 | Blaðsíða 9 | Blaðsíða 10 | Blaðsíða 11 | Blaðsíða 12 | Blaðsíða 13 | Blaðsíða 14

Að utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir

Page 12: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

HALLÓ, HÁÞRÓAÐA RAFHLAÐA Rafhlöðupakki LEAF var hannaður innanhúss hjá Nissan, er þaulprófaður og einstaklega áreiðanlegur. Þú getur ekið áhyggjulaus í þeirri vissu að bíllinn þinn er knúinn með einni bestu rafhlöðutækni sem fyrirfinnst.

BLESS, BENSÍNVÉL Með aflrás sem eingöngu er knúin rafmagni er mun minni þörf á skoðunum og viðhaldi og þeim mun meiri tími fyrir akstur. Núna vaknarðu fullhlaðin(n) og tilbúin(n) fyrir átök dagsins.

BLESS, OLÍUSKIPTI ÁSAMT ÖÐRU Með bensíninu fara smurolían og olíuskiptin. Svo ekki sé minnst á gírkassann, kertin, vatnskassann, reimarnar og fleira. Kostnaðurinn lækkar. Frítíminn eykst.

BLESS, BENSÍNSTÖÐ Biðröðin við bensíndæluna heyrir sögunni til.

Sparaðu með innstungunni njóttu frelsisins

SJÁÐU AF HVERJU MEIRA ER MINNA. Akstur rafmagnsbíls hefur margbreytilegan ávinning í för með sér. Hið augljósa er náttúrlega að án bensínvélar þarf ekki lengur að aka á bensínstöð til að fylla á. Þetta er þó ekki það eina. Hreyfanlegir hlutar eru í heildina færri sem skilar sér í minna viðhaldi. Nú þarftu bara að ákveða í hvað þú ætlar að eyða þessum frítíma.

Prenta | Loka

Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7 | Blaðsíða 8 | Blaðsíða 9 | Blaðsíða 10 | Blaðsíða 11 | Blaðsíða 12 | Blaðsíða 13 | Blaðsíða 14

Að utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir

Page 13: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

Auðveldara en nokkru sinni að hlaða

7 KW HLEÐSLA HEIMA VIÐ OG Á HLEÐSLUSTÖÐ

HLEÐSLUTÍMI HRAÐHLEÐSLUHEIMA VIÐ MEÐ 7 KW HLEÐSLUSTÖÐER MINNA EN SEX KLUKKUSTUNDIR*.

Aldrei hefur verið auðveldara eða skjótara að koma sér af stað, hvort sem LEAF er hlaðinn yfir nótt úr hefðbundinni heimilisinnstungu eða með hraðhleðslustöð.

Staðsetningu hraðhleðslustöðva er m.a. að finna a heimasíðunni www.on.is/rafbilar

*Tími ræðst af hleðsluskilyrðum, þar á meðal gerð hraðhleðslutækis og ástandi, stærð rafhlöðu og umhverfishitastigi og hitastigi rafhlöðu við notkun.

HRAÐHLEÐSLA Á FERÐINNI: ALLT AÐ 80% Á 40/60 MÍNÚTUM.*

50 KW HRAÐHLEÐSLA Í HLEÐSLUSTÖÐ

Prenta | Loka

Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7 | Blaðsíða 8 | Blaðsíða 9 | Blaðsíða 10 | Blaðsíða 11 | Blaðsíða 12 | Blaðsíða 13 | Blaðsíða 14

Að utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir

Page 14: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

Aldrei hefur verið auðveldara að fylgja nákvæmri leiðsögn þar sem hver einasta beygja birtist beint fyrir framan þig.

Stjórnaðu hljómtækjunum á einfaldan máta á skjánum og í stýri.

Njóttu þess nýjasta í tækninni með háþróuðum stafrænum upplýsingaskjá. Þú getur valið hvaða upplýsingar eru birtar á meðan þú ekur, frá drægi til aflnotkunar eða leiðsagnar, á fallegum litaskjá. Upplýsingaöldin í allri sinni dýrð.

glæsilegum skjá

Allar upplýsingar á

Að utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir Prenta | Loka

Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7 | Blaðsíða 8 | Blaðsíða 9 | Blaðsíða 10 | Blaðsíða 11 | Blaðsíða 12 | Blaðsíða 13 | Blaðsíða 14

Page 15: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

HNÖKRALAUS SAMÞÆTTING VIÐ FARSÍMA Apple CarPlay™* og Android Auto™* bjóða upp á öruggari og snjallari leiðir til að njóta þess sem þú kannt best að meta í símanum. Fáðu aðgang að tónlist og kortum, hringdu símtöl, sendu og taktu á móti skilaboðum – allt handfrjálst. Þú tengir einfaldlega símann og allt er klárt.

*Apple CarPlay er skrásett vörumerki Apple Inc. Tækjakröfur Apple CarPlay: iAP2, iPhone 5 eða nýrri (Lightning-tengi) og iOS 8.3 eða nýrra; þarf að tengja í gegnum USB. (Framboð Apple CarPlay kann að vera mismunandi á milli markaðssvæða)

** Android Auto er hannað til að virka með Android-símum sem keyra stýrikerfi 5.0 (Lollipop) eða nýrra og það þarf að tengja í gegnum USB. (Framboð Android Auto kann að vera mismunandi á milli markaðssvæða)

ÞÍN EIGIN TÓNLIST. EFTIR ÞÍNU EYRA Notaðu straumspilun með Bluetooth eða USB-innstunguna til að spila tónlist beint úr snjallsímanum þínum.

Þetta innanrými er greinilega hugsað með tengdari upplifun í huga með haganlegri uppsetningu, afgerandi nýjum miðstokki og fljótandi upplýsingaskjá þar sem síminn þinn er í aðalhlutverki. Nissan LEAF leggur öll þau verkfæri sem þú þarft til að stjórna bílnum í þínar hendur.

Allt annað og betra samband

við LEAF

Prenta | Loka

Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7 | Blaðsíða 8 | Blaðsíða 9 | Blaðsíða 10 | Blaðsíða 11 | Blaðsíða 12 | Blaðsíða 13 | Blaðsíða 14

Að utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir

Page 16: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

EINSTAKUR BLÁR SAUMUR*

AFGERANDI MÆLABORÐ

HITI Í SÆTUM*

MIKIÐ FÓTARÝMI

BOSE PREMIUM-HLJÓMTÆKI*Meira að segja hljómtækin eru sparneytin. Verkfræðingar Bose þróuðu hljómtæki, með sjö litlum, léttum og nákvæmlega staðsettum hátölurum, sem spara orku án þess að það komi niður á hljómgæðunum. Allt er þetta gert til að þú getir notið uppáhaldstónlistarinnar þinnar.

Upplifðu þægindi í fullkominni þögn

Hvernig ætli það sé að aka algerlega hljóðlátum bíl? Prófaðu að setjast inn í íburðarmikið og hljóðlátt farþegarýmið og upplifa nýja gerð þagnar – það er að segja þangað til þú hækkar í Bose Premium-hljómtækjunum. Þegar við þetta bætast þægilegir eiginleikar á borð við upphituð sæti verður hver einasta bílferð ævintýri líkust. *Búnaður er mismunandi eftir gerðum. Sjá verðlista.

Prenta | Loka

Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7 | Blaðsíða 8 | Blaðsíða 9 | Blaðsíða 10 | Blaðsíða 11 | Blaðsíða 12 | Blaðsíða 13 | Blaðsíða 14

Að utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir

Page 17: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

Rúmgóður LEAF er tilbúinn í næstu útivistarferð með sitt rúmgóða

farangursrými, lágt gólf og 60/40-skiptingu á aftursætum sem einfalt er að leggja niður. Niðurstaðan er bíll sem ræður við nánast allt sem þú krefst af honum með rúmgóðu farangursrými.

Prenta | Loka

Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7 | Blaðsíða 8 | Blaðsíða 9 | Blaðsíða 10 | Blaðsíða 11 | Blaðsíða 12 | Blaðsíða 13 | Blaðsíða 14

Að utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir

Page 18: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

* Samkvæmt NEDC-prófun og stöðlum (New European Driving Cycle).

TAKTU ÞÁTT Í RAFMAGNSBYLTINGUNNI. Sestu undir stýri í bíl framtíðarinnar, strax í dag. Nissan býður upp á einstakt úrval fólksbíla og sendiferðabíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Fyrsta flokks afköst og nýjasta tækni gera þér kleift að njóta akstursins í sátt við umhverfið.

NÝR NISSAN LEAF ER 100% RAFKNÚINN. Nissan LEAF getur ekið 378 km* á einni hraðhleðslu og er búinn Intelligent Mobility-eiginleikum á borð við PROPILOT, PROPILOT Park og e-Pedal-tækni.

STÆKKANDI HLEÐSLUNET. Nissan vinnur með EV-hraðhleðslustaðalinn CHAdeMO og hefur nú þegar komið upp einu umfangsmesta hraðhleðsluneti Evrópu.Nú stendur yfir vinna við að koma á fót hleðslunetum, svokölluðum „grænum hliðum“, fyrir langa keyrslu eftir vinsælum leiðum í Evrópu.

Nissan rafmagnsbílar Taktu þátt í rafmagnsbyltingunni. Sestu undir stýri í framtíðarbíl, í dag. Einstakt úrval Nissan af bílum og sendiferðabílum sem eingöngu eru knúnir rafmagni býður upp á fyrsta flokks afköst og nýjustu tækni sem gera þér kleift að njóta akstursins án útblásturs.

Prenta | Loka

Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2 | Blaðsíða 3 | Blaðsíða 4 | Blaðsíða 5 | Blaðsíða 6 | Blaðsíða 7 | Blaðsíða 8 | Blaðsíða 9 | Blaðsíða 10 | Blaðsíða 11 | Blaðsíða 12 | Blaðsíða 13 | Blaðsíða 14

Að utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir

Page 19: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

Viltu prófa eitthvað ótrúlegt?Nýr LEAF vísar veginn

Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2

Prenta | LokaAð utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir

Page 20: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

AB

C

D

ACENTA 16 TOMMU ÁLFELGA

VISIA 16 TOMMU HJÓLKOPPUR

N-CONNECTA OG TEKNA17 TOMMU ÁLFELGA

*NEDC (New European Driving Cycle)**Niðurstöður í enda 2017, byrjun 2018. Athugið að staðalbúnaður og aukabúnaður getur breyst. Nánari upplýsingar í verðlista og hjá sölufulltrúa.

Veldu leaf sem hentar þérTaktu næsta skref

VISIASTAÐALBÚNAÐUR*

YTRA BYRÐI:• 16 tommu stálfelgur• Halógenaðalljós með

ljóskeilu, LED-dagljósum og handvirkri hæðarstillingu

• LED-afturljós• Hliðarspeglar: samlitir +

aðfellanlegir + rafstilltir + hitari + stefnuljós

• Krómaðir hurðarhúnar• Hleðsluinnstunga með

lýsingu

INNANRÝMI:• 7 tommu TFT-skjár og

hliðrænn fjölmælir• Svört tauáklæði,

stillanlegt ökumannssæti

• Farþegasætið stillanlegt• Hurðaklæðning: Cloth-D

með Bio PET• Fellanleg aftursæti

(60/40)• Mjúkur púði + grár

sanseraður listi á mælaborði

• Armpúði á milli framsæta

ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR:• i-Key og ræsihnappur• Sjálfvirk loftkæling

(tímastýring og PTC-hitari)

• Sjálfvirkur birtu- og regnskynjari + heimreiðalýsing + sjálfvirk hættuljós

• Baksýnisspegill með deyfingu

• Hraðastillir + hraðatakmörkun + aðgerðarstýri

• Rafdrifnar rúður• Sólskyggni með lýsingu• Veltistýri• 12 V innstunga + USB-

innstunga

HLJÓÐ OG TÆKNI:• Hljómtæki með fjórum

hátölurum(geislaspilari, útvarp, USB, AUX, Bluetooth)

• Intelligent-neyðarhemlun• e-Pedal (með

endurhleðslu)

SÉRTÆKT FYRIR RAFBÍLA:• 50 kW Chademo

hraðhleðsla• 6,6 kW innbyggt

hleðslutæki

ÖRYGGI:• ABS-kerfi + rafstýrð EBD-

hemlajöfnun + hemlunarhjálp + brekkuaðstoð

• 6 loftpúðar (að framan, á hliðum, loftpúðatjöld)

• ISOFIX-festingar• Intelligent-beygjustjórnun• 5** í árekstrarprófunum

Euro NCAP• Intelligent-neyðarhemlun

með greiningu gangandi vegfarenda

• Akreinaskynjari• Intelligent-akreinaviðvörun• Umferðarskynjari• Blindsvæðisskynjari

AUKABÚNAÐUR*YTRA BYRÐI:• 16" álfelgur• Skyggðar rúður

ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR:• Varadekk til bráðabirgða• Thatcham-viðvörun

HLJÓÐ OG TÆKNI:• NissanConnect EV kerfi

(Leiðsögn á 5,8 tommu skjá, útvarp, raddstýring, bakkmyndavél

• Fjarlægðarskynjarar, 4 fr. + 4 aft.

ACENTASTAÐALBÚNAÐUR*

UMFRAM VISIA

YTRA BYRÐI:• 16" álfelgur• Þokuljós að framan• Hliðarspeglar felldir að með

rafstýringu

INNANRÝMI:• Sæti: Svart eða ljósgrátt

tauáklæði úr endurunnu efni• Leðurklætt aðgerðastýri• Listi á mælaborði með

tæknimynstri• Vasar í sætisbökum

ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR:• Hraðvirk miðstöð ásamt

loftkælingu• Intelligent-hraðastillir (ICC)

HLJÓÐ OG TÆKNI:• NissanConnect-kerfi EV 7

tommu skjár (leiðsögukerfi + útvarp + IPOD-tengi + Bluetooth + raddstýring + ANDROID + CARPLAY)

• Sex hátalarar• Bakkmyndavél

AUKABÚNAÐUR*YTRA BYRÐI:• 17 tommu álfelgur• Skyggðar rúður

ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR:• Varadekk til bráðabirgða• Thatcham-viðvörun • Varmadæla

HLJÓÐ OG TÆKNI:• Fjarlægðarskynjarar, 4 fr. + 4 aft.• Intelligent-myndavélakerfi +

MOD-hreyfigreining + Intelligent-árveknikerfi fyrir ökumann

N-CONNECTASTAÐALBÚNAÐUR*UMFRAM ACENTA

YTRA BYRÐI:• 17 tommu álfelgur• Skyggðar rúður• Hliðarspeglar felldir að með

rafstýringu• Gljásvört miðstoð

ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR:• Baksýnisspegill með deyfingu

HLJÓÐ OG TÆKNI:• Intelligent -myndavélakerfi +

MOD-hreyfigreining + Intelligent-árveknikerfi fyrir ökumann

AUKABÚNAÐUR*YTRA BYRÐI:• Sjálfvirk Intelligent LED-aðalljós

(LED-aðalljós + LED-dagljós)• Tvílitur, hvítur með svörtum

toppi og hliðarspeglum

INNANRÝMI:• Upphituð sæti (fr. og aft.) + hiti í

leðurstýri• Svört eða drapplituð leðursæti

að hluta + hiti í sæti + hiti í stýri

ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR:• Varadekk til bráðabirgða• Thatcham-viðvörun • Varmadæla

HLJÓÐ OG TÆKNI:• Bose Premium-hljóðkerfi + sjö

hátalarar• ProPILOT

TEKNASTAÐALBÚNAÐUR*

UMFRAM N-CONNECTA

YTRA BYRÐI:• Sjálfvirk Intelligent LED-aðalljós

+ LED-dagljós

INNANRÝMI:• Svört eða drapplituð leðursæti

að hluta (fr. og aft.) + hiti í sætum + hiti í stýri

• Hurðaklæðning: leðuráferð• Hiti í sætum• Hiti í stýri

ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR:• e-handbremsa

HLJÓÐ OG TÆKNI:• Bose Premium-hljóðkerfi + sjö

hátalarar• ProPILOT

AUKABÚNAÐUR* YTRA BYRÐI:• Tvílitur, hvítur með svörtum

toppi og hliðarspeglum

INNANRÝMI:• Svart eða drapplitað leður + hiti í

framsætum

ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR:• Varadekk til bráðabirgða• Thatcham-viðvörun • Varmadæla

HLJÓÐ OG TÆKNI:• ProPILOT Park

FELGUR

Svart tauáklæði Ljósgrátt endurunnið tauáklæði Svart endurunnið tauáklæði

VELDU INNANRÝMI*

VISIA staðalbúnaður

TEKNA staðalbúnaður og N-CONNECTA aukabúnaður TEKNA aukabúnaður TEKNA aukabúnaður

ACENTA staðalbúnaður og N-CONNECTA staðalbúnaður

Svart leður að hluta Svart leður að hluta Svart leður Drapplitað leður að hluta

MÁL

LITAVAL

Hvítur 326

Svartsanseraður Z11

Perluhvítur QAB

Rauður Z10

Silfraður KYO

Dumbrauður NAJ

Fölgrænn KBR

Brúnsanseraður CAN

Grásanseraður KAD

Tvílitur, perluhvítur QAB + svartsanseraður toppur XDF

A: Heildarlengd : 4490 MM

B: Hjólhaf : 2700 MM

C: Heildarbreidd : 1788 MM

D: Heildarhæð: 1540 MM

*Staðal- og aukabúnaður getur breyst án fyrirvara.

Nánari upplýsingar í verðlista og hjá

sölufulltrúa.

Blaðsíða 1 | Blaðsíða 2

Prenta | LokaAð utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir

Page 21: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

HJÁ NISSAN

ERU GÆÐINÍ FYRIRRÚMI

360° FERLI Við byggjum á gæðum frá upphafi og þaulhugsum hvern einasta

bíl til að gera hann þægilegri og endingarbetri með framsækinni hönnun, hugvitssamlegri tækni og vandlega völdu útliti fyrir þig.

ÖRYGGIAksturskerfin okkar eru í stöðugri endurskoðun til að tryggja betur

öryggi þitt og koma í veg fyrir óhöpp svo að þú megir njóta öruggs aksturs alla daga. Umhverfismyndavélakerfið er búið fjórum

myndavélum sem bjóða upp á yfirsýn yfir umhverfi bílsins.

ÓTRÚLEGUR ÁREIÐANLEIKI Við reynum bílana okkar til hins ýtrasta til að tryggja afköst og áreiðanleika.

Við ökum milljónir kílómetra í prófunum fyrir framleiðslu, opnum og lokum dyrum og vélarrými mörg þúsund sinnum á dag og notum ösku úr

japönskum eldfjöllum til að prófa rúðurnar.

BYGGT Á REYNSLU Hjá Nissan leggjum við áherslu á viðskiptavininn. Allt sem við

gerum og allar ákvarðanir sem við tökum byggjast á vandlegri skoðun, nákvæmni og gæðum, því þegar upp er staðið snýst þetta

allt um þig. Frá hugmynd að bíl til framleiðslu hans, frá gæðaprófunum til gagnsæis, frá þjónustu við viðskiptavini til

skuldbindingar. Gæðin skína í gegn, hvert sem litið er.

Að utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir Prenta | Loka

Page 22: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

VERÐVERND Á ÞJÓNUSTUVið lofum fyrsta flokks vinnu fyrir Nissan-bílinn þinn í

gegnum sérfræðiþekkingu viðgerðarfólks frá Nissan og notkun varahluta frá Nissan. Við erum sérfræðingar í að

þjónusta Nissan. Til að tryggja að þú fáir það sem þú borgar fyrir býður Nissan upp á verðvernd gagnvart samsvarandi vinnu hjá þjónustuaðilum innan 10 km

radíuss frá söluaðila.

AFBURÐA ÞJÓNUSTAVið lofum að halda þér á ferðinni allan sólarhringinn.Ef eitthvað óvænt kemur upp á er Nissan-aðstoð í boði allan sólarhringinn, sama hversu gamall Nissan-bíllinn þinn er.

ÓKEYPIS LÁNSBÍLLVið lofum að halda þér á ferðinni á meðan verið er að

þjónusta bílinn þinn. Með því að bóka tímanlega gerirðu okkur kleift að tryggja þér lánsbíl. Við bjóðum meira að

segja upp á rafmagnsbíla á völdum þjónustustöðum, auk annarra fjölbreyttra samgöngulausna sem henta þér.

ÓKEYPIS SKOÐUN Á BÍLNUMVið lofum ókeypis skoðun í hvert skipti sem vinna þarf við bílinn. Þannig veistu upp á hár hvað þarf að gera og hvað það kostar. Allt verð er einnig aðgengilegt á netinu og hjá söluaðilum.

GILDISTÍMI LOFORÐA OKKAR ER ÓTAKMARKAÐUR.EF ÞÚ HEFUR SKRÁÐ ÞIG Í YOU+NISSAN OG VILT FÁ ÓSVIKIN, FÖLSKVALAUS

OG HEIÐARLEG SVÖR SJÁUM VIÐ UM ÞIG. ALLTAF. VIÐ LOFUM ÞVÍ.

OKKAR LOFORÐ. ÞÍN REYNSLA

NISSAN ÍSLANDI - BL EHF. - SÆVARHÖFÐA 2 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 525 8000 - WWW.BL.IS

Viðbótartrygging Nissan gerir þér kleift að framlengja þriggja ára / 160.000 kílómetra ábyrgðina. Veldu þann samning sem hentar þínum akstri best. Komi til viðgerða eru eingöngu notaðir varahlutir frá Nissan á verkstæði sem vottað er af Nissan.

VIÐBÓTARTRYGGING

Þjónustusamningur Nissan er besti valkosturinn til að tryggja Nissan LEAF-bílnum þínum það viðhald sem hann á skilið! Við hugsum um Nissan-bílinn þinn og tryggjum að þú borgir fast verð fyrir alla þjónustu að kaupum loknum. Þegar þú kemur með bílinn til söluaðila skiptum við um varahluti og vökva í samræmi við staðlaða viðhaldsáætlun Nissan og framkvæmum skoðanir til að tryggja áhyggjulausan akstur. Nissan gerir þér kleift að hafa stjórn á útgjöldunum með því að láta vita hvenær næsta þjónusta fer fram og leggja fram tillögu um þjónustu sem uppfyllir þínar þarfir á tíma sem hentar þér.

ÞJÓNUSTUSAMNINGAR

ÞÚ NÆRÐ ÞVÍ BESTAÚT ÚR STARFSFÓLKI NISSAN.

Þú ert neistinn sem kveikir hugmyndirnar okkar. Þú eykur okkur hugvit. Þú veitir okkur innblástur til að breyta reglum og spila af fingrum fram. Hjá Nissan eru nýjungar ekki bara hugsaðar til að bæta við eða breyta heldur til að stíga út fyrir rammann og endurskapa. Hugmyndin er að galdra fram óvæntar lausnir sem uppfylla þína villtustu og hagnýtustu drauma. Við hjá Nissan hönnum bíla, aukabúnað og þjónustu sem ekki f innst annars staðar, við gerum notagildið spennandi og spennandi eiginleika hagnýta, sem skilar sér í gefandi akstursupplifun alla daga.

MEÐ NISSAN LEAF BÝÐST ÞÉR:5 ÁRA* / 100.000 KM ÁBYRGÐ Á ÖLLUM RAFBÍLAÍHLUTUM OG

3 ÁRA* / 100.000 KM FYRIR STAÐLAÐA ÍHLUTI

TÓLF ÁRA RYÐVARNARÁBYRGÐ

VIÐHALDSÁÆTLUN* Á 30.000 KM FRESTI

ÁBYRGÐ Á LI-ION RAFHLÖÐU NISSAN LEAF VERNDAR ÞIG EINNIG FYRIR AFKASTAMINNKUN UNDIR 9 STIGUM (AF 12) SEM BIRTAST Á AFKASTAMÆLI LEAF.

*Nánari upplýsingar um *Til að viðhalda verksmiðjuábyrgð þurfa eigendur að mæta með bílinn í árlegar þjónustuskoðanir eða á 15.000 km fresti hvort sem kemur fyrr kemur.Þjónustuskoðanir fela í sér kostnað fyrir eigendur. Nánari upplýsingar um ábyrgðarskilmála er að fi nna í ábyrgðarbók og á nissan.is ábyrgðarskilmála er að fi nna í ábyrgðarbók og á nissan.is

Að utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir Prenta | Loka

Page 23: NISSAN LEAF · 378 km* drægi og með ört stækkandi hraðhleðsluneti gera ... tilfinningar í akstri sem skerpir alla skynjun. ... Carplay™ og Android Auto™*

Nissan Intelligent Mobility er á bak við allt sem við gerum. Nissan hefur verið frumkvöðull í framleiðslu og sölu rafmagnsbíla í 70 ár. Frá þeim tíma hefur Nissan lagt áherslu á að þróa bíla frá því að vera farartæki yfir í að vera ferðafélagi. Þannig er ferðin öruggari, tengdari og meira spennandi í bíl sem deilir með þér ábyrgðinni á akstrinum. Það markmið er nú að verða að veruleika í nýjum NISSAN LEAF, þar sem drægi er ekki lengur hindrun.

Langar þig í glænýjan Nissan LEAF? Heimsæktu okkur á netinu til að panta.

www.nissan.is

BL ehf. - Sævarhöfða 2 - 110 Reykjavík

BL ehf. - Sævarhöfða 2 - 110 Reykjavík - Sími 525 8000

Fylgstu með Nissan LEAF á:

Áhersla hefur verið lögð á að tryggja að efni þessa bæklings sé rétt á þeim tíma sem hann fer í prentun (desember 2017). Í þessum bæklingi getur að líta frumútgáfur bíla. Í samræmi við áherslu fyrirtækisins um stöðuga þróun vara áskilur Nissan Europe sér rétt til að breyta hvenær sem er tæknilýsingum og ökutækjum sem lýst er og sýnd eru í þessum bæklingi. Söluaðilum Nissan verða tilkynntar slíkar breytingar eins fljótt og unnt er. Nýjustu upplýsingar er hægt að nálgast hjá næsta söluaðila Nissan. Vegna takmarkana við prentun kunna litir sem birtast í þessum bæklingi að vera aðeins öðruvísi en raunverulegir litir á yfirbyggingu og áklæði í innanrými og ábyrgðarskilmálar. Allur réttur áskilinn. Fjölföldun þessa bæklings, að hluta eða í heild, er óheimil án skriflegs leyfis frá Nissan Europe.

Þessi bæklingur er prentaður á óbleiktan pappír – MY17 LEAF LAUNCH-bæklingur 11/2017 – Prentaður í ESB.Hannaður hjá DESIGNORY í Frakklandi og brotinn um og prentaður hjá eg+ worldwide – sími: +33 1 49 09 25 35

Að utan | Að innan | Tækni | Aukahlutir Prenta | Loka