8
Þorrablót Ásatrúarfélagsins 2007 Við verðum sérstaklega söngelsk að þessu sinni og stiginn verður dans, svo ég hvet Ásatrúarfólk að fjölmenna í Mörkina 6, föstudaginn 19. janúar, kl. 18:30. Dagskrá: • Allsherjargoði helgarblótið og drekkur til landvætta. • Gestir matast undir ljúfum tónum. • Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu eins og honum einu er lagið. • Sigurður Skúlason leikari, leikles úr Lokasennu. • Rímnakveðskapur. • Fjöldasöngur í umsjón Þorvaldar Þorvaldssonar. • Stiginn verður dans undir lifandi tónlist til kl. 23:55. Húsið verður rýmt kl. 24. Blóttollur er 3.000 krónur , en börn í fylgd me› foreldrum, 12 ára og yngri, fá frítt. Mikilvægt er a› grei›a a›göngumi›ana tímanlega inn á reikning félagsins (reikn. 0101-26-011444, kt. 680374-0159) Einnig ver›ur hægt a› kaupa mi›a vi› innganginn á 4.000 kr., en fjöldi slíkra mi›a hl‡tur a› tak- markast vi› innkeypt magn matar. Félagsmenn eru hvattir til a› fjölmenna og taka me› sér utanfélagsgesti. — Gó›a skemmtun! 16. árg. 1. tbl. 2007. Útgefandi: Ásatrúarfélagið, Síðumúla 15, 108 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Egill Baldursson — [email protected] 1 ISSN 1670-6811

Þorrablót Ásatrúarfélagsins 2007 - asatru.isasatru.is/pdf/vor_sidur_2007_1.pdf · Þorrablót Ásatrúarfélagsins 2007 Við verðum sérstaklega söngelsk að þessu sinni og

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • ÞorrablótÁsatrúarfélagsins2007Við verðum sérstaklega söngelsk aðþessu sinni og stiginn verður dans, svo ég hvet Ásatrúarfólk að fjölmenna í Mörkina 6,föstudaginn 19. janúar, kl. 18:30.

    Dagskrá:• Allsherjargoði helgarblótið og drekkur til landvætta.• Gestir matast undir ljúfum tónum.• Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu eins og honum einu er lagið.• Sigurður Skúlason leikari, leikles úr Lokasennu.• Rímnakveðskapur.• Fjöldasöngur í umsjón Þorvaldar Þorvaldssonar.• Stiginn verður dans undir lifandi tónlist til kl. 23:55.Húsið verður rýmt kl. 24.

    Blót toll ur er 3.000 krón ur , en börn í fylgd me› foreldrum, 12 ára og yngri,fá frítt.

    Mikilvægt er a› grei›a a›göngumi›ana tímanlega inn á reikningfélagsins (reikn. 0101-26-011444, kt. 680374-0159) Einnig ver› ur hægt a›kaupa mi›a vi› inn gang inn á 4.000 kr., en fjöldi slíkra mi›a hl‡t ur a› tak -markast vi› inn keypt magn mat ar. Félagsmenn eru hvattir til a› fjölmenna ogtaka me› sér utanfélagsgesti. — Gó›a skemmtun!

    16. árg. 1. tbl. 2007. Útgefandi: Ásatrúarfélagið, Síðumúla 15, 108 Reykjavík

    Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Egill Baldursson — [email protected]

    1

    ISS

    N 1

    670-

    6811

    Vor sidur 2007:Vor sidur 2006 8.1.2007 10:03 Page 1

  • Svipmynd frá jólagleðinniEins og sést á myndinni fjölmenntu félagar á jólagleðina í Mörkinni og var maturinnrómaður mjög, og ekki að ástæðulausu, því Veislan á Austurströnd lagði mikinnmetn að í hann gegn vægu verði. Aldrei hafa fleiri börn tekið þátt í ljósaathöfninniog var einstaklega gaman að sjá alvöru- og helgisvipinn á þeim þegar þau tendruðuá kerti og fögnuðu með því upprisu sólarinnar. Þorvaldur Þorvaldsson myndlistar -maður og rithöfundur flutti hálfgerða lofgjörð um Ásatrúarfélagið, sem hann tók aðkynna sér eftir að hafa verið beðinn um að flytja erindi á blótinu. Að lokum kom Pállá Húsafelli með nýja steinahörpu sem gaf einstaklega tæran tón. — Þökk sé þeimöllum.

    Því miður eigum við engar myndir frá helgistundinni á jólunum sjálfum, 22. des.sl. sem halda átti á lóð Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíðinni. Þá var slagveður áSuðvestur landi og á síðustu stundu var ákveðið að flytja athöfnina inn í hús íSíðumúlanum. Ekki voru allir sammála þeirri ákvörðun enda klæddir eftir veðri ogtöldu sig hafa fundið skjólgóða staði og jafnvel þurra í hlíð inni. Haft var á orði að viðværum hluti af náttúrunni og ættum að lifa með henni hverju sinni, búa okkur í sam-ræmi við hana, en ekki víkja af hólmi. Þrátt fyrir það skapaðist mikil stemmning. Róog friður var yfir öllu þegar athöfnin hófst og drukku margir, af þeim tæplega fjörutíusem mættu, heill.

    Ritstjóri

    2

    Það var fjölmennt í Mörkina, og aldrei hafa jafnmörg börn tekið þátt í athöfninni.

    Vor sidur 2007:Vor sidur 2006 8.1.2007 10:03 Page 2

  • 3

    Eftirfarandi vísum gaukaði SteindórAndersen að ritstjóra sl. haust. Þær erueftir Hilmar Pálsson frá Hjálmsstöðum

    Er nú síðan árþúsund af eilífðinniað Þorgeir lá með þungu sinniþögull undir bolaskinni.

    Tuttugu og fjóra tíma þar í transi lá hann,

    Krist og Óðin saman sá hann,soldill kvíði tók að þjá hann.

    Kjarkinn, þrek og kraft úr sálu karlinn missti,

    og þegar Óðinn hausinn hristihallað ’ann sér að Jesú Kristi.

    Fálmaði í hausinn, fletti af skalla flösu grárri.

    Hugmynd náði hvergi klárrihvor þeirra mundi vera skárri.

    Rámur síðan reis hann upp af rekkju flatri

    og lýst’ yfir því á Lögbergssetriað líklega væri Kristur betri.

    Heiðnir fengju heimullega hross að éta,og sér til mæðu og meinabótamættu þeir í leyni blóta.

    Heimilt skyldi í harðindum að henda útbörnum.

    Af því hrifust heiðingjarnir,sem höfðu ei aðrar getnaðarvarnir.

    Þessu játti þingheimur með þanka glöðum

    en klerkdómur með kænskuráðumkosti þessa sveik þá bráðum.

    Síðan hafa klerkar kennt oss kristin fræði

    í lausri ræðu og rímuðum ljóðum.(raunar misjafnlega góðum).

    Kristnihátíð haldin skyldi á helgumvöllum

    og safna líkt og fé af fjöllumFrónbúunum svo til öllum.

    Vurðu þarna vonbrigði hin válegustu,þrettán mættu þúsund flestirþar af starfsmenn fleiri en gestir.

    Höfuðklerkar hug sinn illa hamið gátuí skyndibræði skást þeir mátuað skamma þá sem heima sátu.

    Ýmsum þótti engri hlýju anda frá þeimþví skæðar voru skammir hjá þeimog skuggalegur svipur á þeim.

    Siðabótarsjóferð þessa svona fór hannhrekjumst við enn á heljarbárumheiðnari en fyrir þúsund árum.

    Haldist þessi þróun mála þúsöld næstu,að því líkur lúta í flestuað Lútherstrúin hverfi að mestu.

    Herrann prýði hirði sína hyggju nægrigefi þeim einnig giftu fegriog geri þá aðeins skemmtilegri.

    Hætta skal nú harmagráti og hugarvíli,,Skrúfara rjúfara skrokk í vælaskrattinn má nú ljóði hæla“.

    Ritstjóri

    Kristnihátíð á Þingvöllum í júlí 2000

    Vor sidur 2007:Vor sidur 2006 8.1.2007 10:03 Page 3

  • ÞingnesÞingnes er talinn einn merkasti sögustaður í nágrenni Reykjavíkur, jafnvel á lands -vísu. Þingstaðurinn var ekki á sjálfu nesinu, sem skagar út í vatnið, heldur í hall anumofan þess og þar hafa fornleifarannsóknir farið fram með góðum árangri. Þar hafafundist rústir, sem staðfesta að Kjalarnesþing hafi líklega verið háð þar um hríða.m.k. Þar var stofnun Alþingis líklega undirbúin. Jónas Hallgrímsson rannsakaðirústirnar 1841 og þjóðminjasafn á árunum 1981–1986. Tanginn Þingnes fór að hlutaí kafi eftir að stíflan var gerð fyrir 1924–1926.

    Samkvæmt frásögn Landnámu og Íslendingabókar stofnaði Þor steinn Ingólfsson,sonur Ingólfs Arnarsonar, til þings á Kjalarnesi áður en Alþingi var stofnað áÞingvöllum um 930. Á Kjalarnesi hafa ekki varðveist minjar sem bent gætu tilþingstaðar. Á Þingnesi er þyrping 15–20 tófta. Leitt hefur verið líkum að því að þarséu hugsanlega leifar hins forna Kjalarnessþings. Jónas Hallgrímsson vakti fyrsturathygli á rústunum við Þingnes og gróf í þær árið 1841. Hann taldi að þarna værifundinn Kjalarnessþingstaður. Á árunum 1981–1986 fór fram rannsókn á tóftunumá vegum Þjóðminjasafns Íslands. Grafið var í hringlaga rúst á miðju svæðinu og þrjárrústir, alls um 450 m2. Einnig var yfirlitskort gert af svæðinu. Rannsóknin leiddi íljós hringlaga grjótgarð, um 18 m í þvermál, og innan hans minni hring úr torfi, umátta m í þvermál. Innan torfhringsins fundust leifar af hellulögn. Undir lítilli tóft viðsuðurenda hringsins fannst eldri tóft sem virðist vera leifar af bæjarrúst, eða skála.Einnig fundust ummerki eftir járnvinnslu á svæðinu. Sumar tættur virðast vera leif -ar útihúsa. Samkvæmt athugun Þjóðminjasafnsins hafa rústirnar sennilega verið ínotkun frá um 900 fram undir 1200.

    Heimild: www.heidmork.is

    Bókavörður Ásatrúarfélagsins afritaði af netinu

    4

    Séð yfir Þingnes.

    Vor sidur 2007:Vor sidur 2006 8.1.2007 10:03 Page 4

  • Þjóðkirkjan styður ÁsatrúarfélagiðÁ vefsí›u kirkjunnar, www.kirkjan.is, er fjalla› um dóminn sem féll í héra›i þann28. nóvember sl. vegna málsóknar Ásatrúarfélagsins á hendur íslenska ríkinu umgreiðslur, sambærilegar þeim sem fara í Jöfnunarsjóð sókna og Kirkjumálsjóð. Síðaner vi›ru› afsta›a kirkjunnar til flessa máls. fiar segir í lokin:

    … „Biskup Íslands lag›i til vi› forsætisrá›herra og dóms- og kirkjumálará›herra ári›1999 a› sta›a trúfélaga yr›i jöfnu› a› flessu leyti [hvað varðar styrki úr Jöfnunarsjó›isókna] og væri fla› vel vi› hæfi í tilefni hátí›ahaldanna ári› 2000. Kirkjufling álykt -a›i um máli› ári› 2005 og samflykkti eftirfarandi ályktun allsherjarnefndar:

    Allsherjarnefnd telur e›lilegt a› sko›a stö›u fleirra safna›a sem ekki njóta fjár -stu›nings úr opinberum sjó›um, umfram sóknargjöld. Nefndin telur rétt a› allirskrá›ir söfnu›ir njóti jafnræ›is í flessum efnum.

    Kirkjurá› álykta›i einnig um máli› sama ár. fiá hefur samstarfsnefnd kristinnatrúfélaga a› frumkvæ›i fijó›kirkjunnar rætt möguleika á sameiginlegum flr‡stingi ástjórnvöld um breytingu hva› fletta var›ar.

    Ásatrúarfélagi› mun áfr‡ja úrskur›i héra›sdóms til Hæstaréttar. fia› ver›uráhugavert a› sjá hver ni›ursta›an ver›ur, einkum er var›ar Jöfnunarsjó› sókna oghvort hún kalli á lagabreytingu.

    Me› hli›sjón af samflykkt Kirkjuflings 2005 og tillögum biskups Íslands vi›ríkisstjórn er ljóst a› fijó›kirkjan sty›ur Ásatrúarfélagi› í umleitan sinni.— Steinunn Arnflrú›ur Björnsdóttir, 1/12 2006“

    Ritstjóri

    5

    Greiðslur til trúfélagaTölur eru í milljónum króna

    1998 2007

    Biskup Íslands o.fl. 582 1.373Kirkjumálasjóður 107 208Kristnisjóður 30 208Sóknargjöld 943 1.836Jöfnunarsjóður sókna 170 340Samtals til þjóðkirkju 1.831 3.839Sóknargjöld til annarra trúfélaga 62 205

    Heimild: Fréttablaðið 16. des. 2006, s. 48.

    Ritstjóri

    Vor sidur 2007:Vor sidur 2006 8.1.2007 10:03 Page 5

  • Jólin eru heiðin Ask veit eg standa, heitir Yggdrasill, hár baðmur ausinn hvíta auri. Þaðan koma döggvar, þær er í dala falla, stendur æ yfir grænn Urðarbrunni.

    Þannig orti eitt mesta skáld okkar, trúlega Völu-Steinn Þuríðarson í Bolungarvík, ásíðustu árum þess átrúnaðar, sem forfeður okkar tóku með sér yfir hafið frá Noregi. Ágrunni hans, reistu þeir frægt þjóðveldi sitt. Í heiðni ríkti hér óvenjumikið frelsialþýðu í stjórnskipan og trú, svo og lýðræðishyggja, sem óhugsandi varð síðar, eftirað nýr Austurlandasiður setti mönnum harðari lög. Djúprættur þáttur í kristileguuppeldi er eyðing heiðinnar hugsunar. Fornum helgigripum var eytt, helgir staðirteknir af eða tengdir nýrri trú, helg orð eins og blót gerð að formælingum, goðintengd Satani, ekki síst Óðinn, helgidagar teknir undir dýrlingamessur. Gott dæmium síðasttalið eru jólin.

    Orðið jól er germanskt orð svo fornt, að við vitum ekki grunnmerkingu þess. Þaðer í norrænum málum og í ensku „yule“ (af fornensku „geól“) og í útdauðri gotnesku„fruma-juleis“ (‘fyrirjólamánuður’). Líkleg merking er trúar- eða töfrahátíð.

    En hvers vegna eru kristin jól haldin einmitt á þessum tíma? Þegar keisarinn íRóm hinni fornu sá sér pólitískan hag í því að innleiða kristnina sem ríkistrú, var 25.desember aðaldagur Satúrnalíunnar, hinnar fornu hátíðar ljóssins. Hvað var þá hent -ugra en að setja óþekktan afmælisdag Krists hins smurða einmitt á þann dag? Allarsögur í kringum jólin, heiðnar sem kristnar, eru ekki annað en þjóðsögur. Það erekkert athugavert við að segja þær, ekki heldur börnum, en varasamt að kenna slíktsem heilagan sannleika. Við mörg minnumst þess með sorg í huga, þegar við áttuðumokkur á því seinna, að þessar sögur væru hreinn skáldskapur. Jólahald er trúlega ein-hver elsta hátíð mannskepnunnar, sem sá sólina vera að hverfa. En einn daginn varhún farin að þokast upp á himininn aftur. Og þá var glatt í höllinni, því nú yrði ljósog líf tryggt á ný. Jólin eru því hylling mannsins til ljóss og sólar.

    Heiðnir forfeður okkar héldu slík jól, þeir sem stofnuðu merkilegt þjóðfélag áÍslandi, og sáðu þeim fræjum sem upp af spruttu þær sterku rætur sem íslenskar bók-menntir og menning okkar öll er runnin af. Þeir „drukku jól“, héldu sem sé veislurog gáfu gjafir. Kristin kirkja var lengi lítt hrifin af slíkum hátíðahöldum. Segja máþví, að nútímajólin séu snúin aftur til uppruna síns, þótt lætin nú á jólum séu hvorkiheiðin né kristin sem slík.

    Margt tengt við jólin á sér augljósar rætur í heiðni. Fögnuður vegna endurkomuljóssins, sígræna jólatréð er hylling til grænnar náttúru og á sér rætur í trú manna áheilög tré. Askurinn Yggdrasill er lifandi tákn og miðja heims okkar mannanna,veraldar tréð. Það er þetta mikla tré, sem við berum í hús okkar á jólum og prýðumljósum og skrauti.

    Heiðni okkar nútímamanna er mjög tengd hringrás náttúrunnar og þar meðárstíðunum. Við höldum okkar jól við eld og jörð og loft og vatn, skreytum okkar

    6

    Vor sidur 2007:Vor sidur 2006 8.1.2007 10:03 Page 6

  • græna tré og höldum jólaveislur, gefum gjafir. Þar mætum við ósköp friðsamlegavinum og ættingjum hverrar trúar sem þeir eru, eða engrar, förum jafnvel í kirkju.

    Jólin eru hátíð allra. Hátíð ljóss og friðar og hækkandi sólar. Hátíð manna og allslífs á þessari jörð. Svo einfalt er það. Því er forkastanlegt að binda þau kreddum ein-hverra sérstakra trúarbragða. Njótum þess vegna lífsins, sem við sjáum best og skýrasthjá börnunum sem ljóma eins og lifandi sólir þegar þau líta öll ljósin á jólunum ogskynja, að þau eru tákn þeirrar sólar, sem er að snúa aftur. Það er kjarni alls þessaumstangs okkar, fögnuður og gleði yfir ljósinu. Og sólin er sjálft goð ljóssins og lífsinsog þar með hamingju mannanna. Svo er það þeirra að vinna í anda þess mikla goðs,með ljósinu og lífinu.

    Þess vegna segi ég: Gleðilega hátíð ljóssins. Gerum hana endilega að þeirri hátíðfriðar, sem við höfum svo oft á orði en virðum sjaldan í gerðum. Höldum veislur, hyll -um ljósið og grænt tré lífsins, gefum gjafir og gleðjumst. Og fögnum nýju ári birtu ogvona.

    Eyvindur P. Eiríksson, Vestfirðingagoði.

    7

    Heiðinn siður sem andleg brautUm nokkurt skeið hefur lítill hópur ásatrúarfólks komið saman reglulegaen með hléum þó, til íhugunar og skrafs varðandi goðin okkar oggyðjurnar.

    Á hverjum fundi fyrir sig er eitt goð tekið fyrir, hugleitt inná það ogrætt um reynslur eftirá; hvers fólk verður áskynja.

    Ákveðið hefur verið að blása nýju lífi í hópinn og bjóða áhuga sömumað taka þátt.

    Kynningar- og undirbúningsfundur verður föstudaginn 26. janúar aðSíðumúla 15 kl 20:00

    Jónína og Garðar

    Rímnaæfingar í SíðumúlanumSteindór Andersen kvæðamaður og Hilmar Örn Hilmarsson allsherjar-goði verða með rímnaæfingar fyrir félagsmenn. Nú er tækifæri til að þjálfaupp hóp sem kemur fram á blótum félagsins.

    Æfingarnar verða á sunnudögum milli 16 og 18. Sú fyrri verður 21.janúar og sú síðari þann 28. janúar nk.

    Vor sidur 2007:Vor sidur 2006 8.1.2007 10:03 Page 7

  • Frá lög sögu manniGleðilegt nýár!Nú líður senn að því að lóðin okkar fari í grendarkynningu, og hefur Björn BrynjúlfurBjörnsson verið skipaður formaður byggingarnefndar Ásatrúarfélagsins. Björn erþekktur athafnamaður og vanur stjórnunarstörfum. Í bygg ingarnefndinni með Birnisitja, enn sem komið er, Sverrir bróðir hans, framkvæmdastjóri Hvíta hússins ogEgill Baldursson lögsögumaður.

    Stofnaður var byggingarsjóðsreikningur, bankabók, sem fólk getur lagt inn ástórar sem smáar fjárhæðir, til styrktar hofbyggingunni, og fá að launum viðurkenn -ingarskjal, áritað af lögsögumanni og allsherjargoða. Reiknisnúmerið er 0101-15-37 77 77, kt. 680374-0159.

    Á stjórnarfundi 18. desember sl. var samþykkt að ráðast í útgáfu Hávamála meðskýringum, völdum af Eyvindi P. Eiríkssyni Vestfirðingagoða, en ritstjóri mun annastumbrotsvinnu og sjá um prentvinnsluna. Það er rétt að geta þess að þeir ákváðu aðgefa vinnu sína, en að sjálfsögðu þarf að greiða fyrir prentun, pappír og band, svo ogdreifingu.

    Eins og fram hefur komið á heimasíðunni okkar var einnig ákveðið að gefa útjóla kort, nafngiftarkort, samúðarkort og siðfestukort, auk dagatals með gömlumánaðar heit unum.

    Lýsi ég hér með eftir myndum sem eiga við sérhvert tilefni og eiga allir jafnan réttá að senda inn, ungir sem aldnir. Ég sé fyrir mér að skipuð verði þriggja til fimmmanna nefnd sem velur úr innsendum myndum. Athugið að ekki verður greitt fyrirhugmyndir eða höfundarrétt, en nafn listamannsins verður prentað á kortið.

    Einnig hefur Skógræktarfélag Reykjavíkur samþykkt að úthluta Ásatrúarfélaginureit, til gróðursetningar, sem verður formlega afhentur í vor. Verður það til þess aðstyrkja enn frekar samheldnina í félaginu þegar fjölskyldur sameinast í skemmtilegriog nytsamri útiveru.

    Rún Knútsdóttir staðgengill lögsögumanns, ætlar að endurvekja ungliðastarfið ánýárinu og tekur á móti skráningum frá þeim sem vilja vera með. Netfangið hjá Rúner: [email protected].

    Svo vil ég benda á að gaman væri að Ásatrúarfélagið ætti sína eigin rímnamenn,að Eyvindi P. Eiríkssyni ólöstuðum, sem gætu kveðið á blótum og við önnur tæki -færi, nokkrir saman í hóp. Til þess að það megi verða hvet ég alla sem áhuga hafa árímnakveðskap að skrá sig á námskeið hjá Steindóri Andersen og Hilmari ErniHilmarssyni. (Sjá auglýsingu á s. 7.)

    Það er rétt að geta þess að á heimasíðu Fljótsdalshéraðs má finna greinargóðarupplýsingar um Ásatrúarfélagið og þá þjónustu sem Baldur Pálsson Freysgoði, bíðurupp á fyrir hönd Ásatrúarfélagsins. Enn og aftur minni ég á félagssímann: 5618633sem svarað er í á týsdögum og þórsdögum, milli 14 og 16, svo og opið hús á laugar -dögum á sama tíma.

    Egill Baldursson,lögsögumaður.

    8

    Vor sidur 2007:Vor sidur 2006 8.1.2007 10:03 Page 8

    /ColorImageDict > /JPEG2000ColorACSImageDict > /JPEG2000ColorImageDict > /AntiAliasGrayImages false /CropGrayImages true /GrayImageMinResolution 300 /GrayImageMinResolutionPolicy /OK /DownsampleGrayImages true /GrayImageDownsampleType /Bicubic /GrayImageResolution 300 /GrayImageDepth -1 /GrayImageMinDownsampleDepth 2 /GrayImageDownsampleThreshold 1.50000 /EncodeGrayImages true /GrayImageFilter /DCTEncode /AutoFilterGrayImages true /GrayImageAutoFilterStrategy /JPEG /GrayACSImageDict > /GrayImageDict > /JPEG2000GrayACSImageDict > /JPEG2000GrayImageDict > /AntiAliasMonoImages false /CropMonoImages true /MonoImageMinResolution 1200 /MonoImageMinResolutionPolicy /OK /DownsampleMonoImages true /MonoImageDownsampleType /Bicubic /MonoImageResolution 1200 /MonoImageDepth -1 /MonoImageDownsampleThreshold 1.50000 /EncodeMonoImages true /MonoImageFilter /CCITTFaxEncode /MonoImageDict > /AllowPSXObjects false /CheckCompliance [ /None ] /PDFX1aCheck false /PDFX3Check false /PDFXCompliantPDFOnly false /PDFXNoTrimBoxError true /PDFXTrimBoxToMediaBoxOffset [ 0.00000 0.00000 0.00000 0.00000 ] /PDFXSetBleedBoxToMediaBox true /PDFXBleedBoxToTrimBoxOffset [ 0.00000 0.00000 0.00000 0.00000 ] /PDFXOutputIntentProfile () /PDFXOutputConditionIdentifier () /PDFXOutputCondition () /PDFXRegistryName () /PDFXTrapped /False

    /Description > /Namespace [ (Adobe) (Common) (1.0) ] /OtherNamespaces [ > /FormElements false /GenerateStructure true /IncludeBookmarks false /IncludeHyperlinks false /IncludeInteractive false /IncludeLayers false /IncludeProfiles true /MultimediaHandling /UseObjectSettings /Namespace [ (Adobe) (CreativeSuite) (2.0) ] /PDFXOutputIntentProfileSelector /NA /PreserveEditing true /UntaggedCMYKHandling /LeaveUntagged /UntaggedRGBHandling /LeaveUntagged /UseDocumentBleed false >> ]>> setdistillerparams> setpagedevice