16
Persónulegur stíll í hverju tilviki Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 29. janúar 2015 · 4 tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak Solveig Edda Vilhjálmsdóttir hefur sýnt verk sín víða um heim. Hvað knýr þessa listakonu áfram? Hvað varð til þess að hún ákvað að flytjast heim frá útlöndum og setjast að á Vestfjörðum? Solveig sem búsett er á Ísafirði er með margt í deiglunni. Hún er í viðtali vikunnar. Vildi flytja vestur eftir fyrstu heimsóknina – sjá bls. 8 og 9. Mitt markmið er að hjálpa fólki að túlka sinn eigin persónubundna stíl. Hver einasti kjóll sem ég sendi mér hefur sitt einstaka yfir- bragð, eitthvað sem gerir hann alveg frábrugðinn öðrum kjólum. – Kjartan Ágúst Pálsson kjólaklæðskeri á Ísafirði er í viðtali í blaði vikunnar. – sjá bls. 12 og 13.

Persónulegur stíll í hverju tilviki · JANÚAR 2015 3 Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt. Stofnunin annast stjórn-sýslu á sviði

  • Upload
    others

  • View
    6

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Persónulegur stíll í hverju tilviki · JANÚAR 2015 3 Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt. Stofnunin annast stjórn-sýslu á sviði

Persónulegur stíllí hverju tilviki

Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 29. janúar 2015 · 4 tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak

Solveig Edda Vilhjálmsdóttir hefur sýnt verksín víða um heim. Hvað knýr þessa listakonuáfram? Hvað varð til þess að hún ákvað aðflytjast heim frá útlöndum og setjast að áVestfjörðum? Solveig sem búsett er á Ísafirðier með margt í deiglunni. Hún er í viðtalivikunnar.

Vildi flytja vestur eftirfyrstu heimsóknina

– sjá bls. 8 og 9.

Mitt markmið er að hjálpa fólki að túlka sinneigin persónubundna stíl. Hver einasti kjóllsem ég sendi mér hefur sitt einstaka yfir-bragð, eitthvað sem gerir hann alvegfrábrugðinn öðrum kjólum. – Kjartan ÁgústPálsson kjólaklæðskeri á Ísafirði er í viðtali íblaði vikunnar. – sjá bls. 12 og 13.

Page 2: Persónulegur stíll í hverju tilviki · JANÚAR 2015 3 Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt. Stofnunin annast stjórn-sýslu á sviði

22222 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015

Ert þú meðgræna fingur?

Starfskraftur óskast í Blómaval/Húsasmiðjuna á Ísafirði. Vinnu-tími frá kl. 09-18.

Frekari upplýsingar gefa Elmar í síma 693 3120 og Júlíana í síma660 3156.

Þórir Þrastarson.

Leggja Þóri liðVinir og velunnarar Þóris

Þrastarsonar á Ísafirði hafastofnað reikning til styrktarÞóri og eiginkonu hans, Ragn-heiði. Þórir greindist meðkrabbamein í höfði undir loksíðasta árs og tekst á við þessialvarlegu veikindi af mikluæðruleysi og með stuðningieiginkonu sinnar. „Margtsmátt gerir eitt stórt – Sýnumsamhug í verki,“ segir ítilkynningu.Reikningsupplýsingar:0556 – 14 – 405090Kennitala:040560-6379

Semja um byltingarkenndalausn fyrir þrjú ný skip Granda

Samningar hafa verið undirrit-aðir á milli HB Granda og Skag-ans á Akranesi og 3X Technologyá Ísafirði um nýjan og byltingar-kenndan vinnslu- og lestarbúnaðí Engey RE, Akurey AK og Við-ey RE, nýja ísfisktogara félagsinssem verða smíðaðir á næstu miss-erum. Samningarnir byggja áþróunarsamstarfi HB Granda viðfélögin á undanförnum árum.Samningarnir eru tveir, annarsvegar um búnað á vinnsludekkiog hins vegar um sjálfvirkt flutn-ingakerfi á körum. Verðmætisamningana er um 1.190 milljón-ir króna.

Samningarnir byggja á ítarleg-um rannsóknum, hönnun og þró-

un búnaðar á vinnsludekki og ílest með það að markmiði aðauka verulega nýtingu og gæðifisks, ásamt því að lágmarkakostnað og bæta vinnuaðstöðusjómanna. Búnaður á vinnslu-dekki er jafnframt hannaðurþannig að sérstök áhersla er lögðá aðstöðu til nýtingar slógs, lifrarog hrogna.

Búnaður á vinnsludekki erbyggður á nýsköpun og þróunSkagans á Akranesi og 3XTechnology á Ísafirði í góðu sam-starfi við iðnaðinn og rannsóknar-aðila s.s. Matís og Iceprotein áSauðárkróki. „Búnaður á vinn-sludekkinu byggir á áframhald-andi þróun á Rotex blæðingu og

Rotex kælingu sem nú þegar er íflestum skipum flotans. Rotextæknin tryggir einsleita og réttameðhöndlun.“ segir Albert Högna-son vöruþróunarstjóri hjá 3XTechnologies.

Nýtt og byltingarkennt sjálf-virkt flutningakerfi kara mungjörbreyta meðhöndlun afla ogbæta aðbúnað og vinnulag sjó-manna. Lausnin er samstarfs- ogþróunarverkefni fyrirtækjanna oger útfærð með tæknimönnum HBGranda og Nautic, hönnuðarskipanna. Í kjölfar samningsinsmun þegar hefjast smíði á frum-gerð flutningakerfisins og muntíminn fram að afhendingu fyrstatogarans nýttur í að reyna kerfið

í aðstöðu Skagans á Akranesi.Fyrsti ísfisktogarinn, Engey RE,er væntanlegur til landsins síðlasumars 2016.

„Að HB Grandi velji okkarmetnaðarfullu og um margtbyltingarkenndu lausnir í ný skipsín er mikil viðurkenning á ný-sköpun og þróunarstarfi okkar ásíðustu misserum. Við höfum ígegnum tíðina átt farsæl sam-skipti við starfsfólk HB Granda,m.a. í okkar þróunarvinnu. Þaðfarsæla samstarf er staðfest meðþessum samningi. Við erum aðgera eitthvað rétt,“ segir IngólfurÁrnason framkvæmdastjóri Skag-ans / 3X Technology.

„Undirbúningur þessa verkefn-

is var unninn af stýrihópi HBGranda á mjög faglegan og far-sælan hátt. Árangurinn skilar sérí þessum samningum og er í taktvið metnaðarfulla endurnýjun flotaokkar. Aukin gæði, lægri rekstr-arkostnaður og umfram allt bættvinnuaðstaða og aðbúnaður sjó-manna eru okkar leiðarljós viðsmíði nýju skipanna,“ segir Vil-hjálmur Vilhjálmsson, forstjóriHB Granda.

Mikið líf hefur verið við Ísa-fjarðarhöfn það sem af er ári ogsegir Guðmundur M. Kristjáns-son hafnarstjóri að árið hafi fariðvel af stað. „Það eru mörg að-komuskip að landa hjá okkur ogþetta byrjar mun betur en á samatíma í fyrra en þá var leiðinda-veður á Vestfjarðamiðum og fá

skip á veiðum. Ég vona að þettahaldi svona áfram því þetta skiptirokkur miklu máli,“ segir Guð-mundur. Á sunnudag mátti sjáfjölda flutningabíla á Ísafirði bíðaeftir því að komast suður envonskuveður var á Vesturlandiog ekki fært til Reykjavíkur.

Bílarnir voru að flytja fisk úr

Helgu Maríu AK en skipið land-aði 150 tonnum á Ísafirði á sunnu-dag. Síðustu daga hefur mikillafli borist á land á Ísafirði og auklöndunar úr Helgu Maríu nefnirGuðmundur að Páll Pálsson ÍS

var með sína föstu sunnudags-löndun þegar hann landaði 70tonnum, en Páll landar tvisvarsinnum í viku. Frosti ÞH landaði70 tonnum á laugardag.

[email protected]

Mikið líf á höfninniFimm bílar fluttu fisk úr HelguMaríu til vinnslu í HG-Granda.

Page 3: Persónulegur stíll í hverju tilviki · JANÚAR 2015 3 Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt. Stofnunin annast stjórn-sýslu á sviði

FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015 33333

Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt. Stofnunin annast stjórn-sýslu á sviði sjávarútvegs og lax- og silungsveiði ásamt því að safna og vinna úr upplýsingum um þá mála-flokka. Nánari upplýsingar um Fiskistofu má finna á www.fiskistofa.is.

Gildi Fiskistofu eru traust, framsækni og virðing

Staða veiðieftirlitsmanns í starfsstöð Fiskistofu á Ísafirði

Fiskistofa óskar að ráða veiðieftirlitsmann ístarfsstöð sína á Ísafirði. Staðan heyrir undir deildar-stjóra veiðieftirlitssviðs – vestur. Um fullt starf er aðræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störfsem fyrst.

Helstu verkefni:· Eftirlit á sjó. Eftirlit á sjó felst m.a. í lengdarmæl-

ingum á fiski og tillögugerð um lokanir veiðisvæða,eftirliti með aflasamsetningu, veiðarfærum, hlutfallismáfisks í afla og brottkasti afla. Þá fylgjast veiðieftir-litsmenn einnig með því að afladagbækur séu réttútfylltar og séu í samræmi við veiðar og afla umborð.

· Eftirlit í landi. Eftirlitsstörf í landi fela m.a. í séreftirlit með löndun, vigtun og skráningu afla, eftirlitmeð veiðarfærum og aflasamsetningu, lengdar-mælingar á afla og eftirlit með færslu og skilumafladagbóka. Starfið felur einnig í sér skrifstofustörfs.s. skýrsluvinnu þegar vettvangsstörfum lýkur, aðfylgjast með löndunum og skráningum í aflaskrán-ingarkerfi Fiskistofu og öflun gagna vegna brota-mála sem upp koma.

Hæfniskröfur:· Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem hefur

reynslu af störfum í sjávarútvegi.· Góð íslensku- og tölvukunnátta er áskilin.· Sjálfstæði, fagmennska og nákvæmni í vinnu-

brögðum.· Góð færni í mannlegum samskiptum.

Skipstjórnarréttindi eru kostur.

Nánari upplýsingar um starfið veita Áslaug EirHólmgeirsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs í síma5697977 og Þórhallur Ottesen deildarstjóri veiði-eftirlits í síma 5697932.

Umsóknir sem hafa að geyma ítarlegar upplýsing-ar um menntun, fyrri störf, meðmælendur og ann-að sem máli kann að skipta sendist á netfangið[email protected] eða með bréfi til Fiskistofu,Dalshrauni 1, 220 Hafnarfirði merktar: „Veiðieftir-litsmaður Ísafirði“.

Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2015.

Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við viðeig-andi stéttarfélag. Samkvæmt jafnréttisstefnu Fiski-stofu eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækjaum.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðunum ráðningu hefur verið tekin.

Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, meðvísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. regla nr. 464/1996 umauglýsingar á lausum störfum, með síðari breyt-ingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr.7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfs-manna ríkisins.

Page 4: Persónulegur stíll í hverju tilviki · JANÚAR 2015 3 Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt. Stofnunin annast stjórn-sýslu á sviði

44444 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015

Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560

Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, [email protected]Ábyrgðarmaður: Sigurjón J. Sigurðsson.

Blaðamenn: Sæbjörg Freyja Gísladóttir, 843 0077, [email protected]ári Karlsson, 866-7604, [email protected]

Auglýsingar: Sími 456 4560, [email protected]: Litróf ehf.

Upplag: 2.200 eintökDreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili

á norðanverðum VestfjörðumStafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis

Önnur útgáfa: Á ferð um VestfirðiISSN 1670-021X

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]ýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum

fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.

Ritstjórnargrein

Ísfirðingafélagið 70 ára

Spurning vikunnar

Ætlar þú á Aldrei fór ég suður um páskana?

Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendurlátið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.

Alls svöruðu 379.Já sögðu 183 eða 48%Nei sögðu 196 eða 52%

Beðið eftir skipulagiFyrir rúmu ári var undirrituð vilja-

yfirlýsing milli Ísafjarðarbæjarog Þroskahjálpar um byggingufjölbýlishúss á Ísafirði. GísliHalldór Halldórsson bæjarstjórisegir að staða málsins í dag veraþá að eftir skoðun forsvarsmannaÞroskahjálpar á lóðum, lítist þeimbest á lóðir á horni Mjósunds ogAðalstrætis „Til að hægt sé að

úthluta lóðum á reitnum þarf aðvinna nýtt deiliskipulag sem er ívinnslu núna og það sýnist sitthverjum, hvort það ætti að ljúkaskipulaginu eða útvíkka það oghorfa svæðið í víðara samhengiog efna jafnvel til hugmynda-samkeppni,“ segir Gísli Halldór.

Ef lóðunum verður úthlutaðþá þarf að flýta niðurbroti olíu í

jarðvegi en í gegnum áratuginaseytlaði olía úr olíutönkum semstóðu við Mjósund. „Það er veriðað gera þetta núna samkvæmtþeim reglum sem Umhverfis-stofnun setti en ef það kemur tillóðaúthlutunar fljótlega, þarf aðflýta því ferli og það er kostnaðursem fellur á Ísafjarðarbæ,“ segirGísli Halldór. – [email protected]

Kynningarfundur fyrir Ísfirðinga búsetta í Reykjavík og nágrenniverður haldinn í Tjarnarcafé, sunnudaginn 22. apríl kl. 20.30. Dagskrá:Rætt um félagsstofnun. Söngur, gítarspil og dans. Aðgöngumiðar fásthjá Jóni Jóhannessyni og Co, sími: 5821. Nokkrir Ísfirðingar. (Auglýsingí dagblöðunum í Reykjavík 1945) Gripið til fundargerðar: 168 aðgöngu-miðar seldir, aðgangseyrir var kr. 15.00. Ísfirðingafélagið var orðið til.Tilgangurinn var að viðhalda kynningu milli brottfluttra Ísfirðinga ogefla tryggð þeirra við átthagana. Sá er valdist til að leiða félagið fyrstuskrefin, eða um eins árs skeið, var maður að nafni Elías Halldórsson, enþá tók við Jón nokkur Leós, sem hélt um stjórnvölinn til ársins 1963.

Árangursríkasta leiðin til að koma á samskiptum milli hinna brottfluttuÍsfirðinga var samkomuhald. Og hvað lá betur við en efna til þess áþeim árstíma þegar endurkomu sólarinnar er fagnað í gamla heima-bænum, þegar hún nær að senda fyrstu geislana í Sólgötuna, og tengjaviðburðinn við sjálfan lífgjafann, sem elskar allt og allt með kossivekur, sólina. Sólarkaffið varð árviss viðburður í starfseminni.

Ísfirðingafélaginu óx fiskur um hrygg. Fyrsta eintak Vestanpóstsins,fjórblöðungur, leit dagsins ljós 1989. Á forsíðu blaðsins var greint fráSólarkaffinu, í Glæsibæ, og birt mynd frá miðbæ Ísafjarðar, frá1908,séð frá Hæstakaupstað: Gamli barnaskólinn og Björnsbúð á vinstrihönd, til hægri sést í Fell, stórhýsi og bæjarprýði þess tíma. Á miðrimynd fiskreitur og konur að störfum. Áletrun á mynd: Gadeparti ogFisktörreplads í Isafjord. Já, einu sinni var. Vestanpósturinn hefur núkomið út í 26 ár, er orðið glæsilegt mynda- og sögurit; ómetanlegurheimildabrunnur um fyrri tíma líf og störf fjölda Ísfirðinga.

Er fram liðu stundir þótti ekki nóg að fagna komu sólarinnar. Húnskyldi einnig kvödd, síðla árs. Sólkveðjuhátíð var tekin upp 1994, hinfyrsta í Eden í Hveragerði. Þá stendur félagið fyrir árlegu kirkjukaffiþar sem prestar ísfirskra ætta leiða jafnan för. Hin síðari ár hefur kirkju-kaffið verið í Neskirkju undir handleiðslu séra Arnar Bárðar Jónssonar.Kirkjukaffið er jafnan vel sótt og vel þegið. Minnir ef til vill eldra fólká fyrri tíma kirkjuferðir, þótt við aðrar aðstæður hafi verið. Árið 1991keypti félagið Sóltún, hús Guðmundar frá Mosdal, og rekur þar orlofshús.

Það kemur ekki af sjálfu sér að halda batteríi eins og Ísfirðingafélaginugangandi. Nú stendur í stafni Guðmundur Jóhannsson (Jóa Sím ogHelgu) sem um skeið hefur stýrt hefur fleyinu, með liðsinni áhafnarsinnar, með miklum ágætum. Ísfirðingafélagið minnist afmælisins meðSólarkaffi í ,,Hörpunni“ á laugardaginn. Bæjarins besta óskar Ísfirð-ingafélaginu allra heilla á tímamótunum.

s.h.

Landssamband smábátaeig-enda greinir frá því á vefsíðusinni að búið er að veiða 92% afúthlutuðum ýsukvóta í krókaafla-markskerfinu, alls 4.011 tonn.Kristján Andri Guðjónsson, út-gerðarmaður og stjórnarmaður íEldingu - félagi smábátaeigendaí Ísafjarðarsýslum, segir töluverteftir af ýsu í stóra kerfinu en leigu-verðið sé hátt. „Kílóið er leigt á310 krónur og menn leigja ekki

nema af algjörri nauðsyn. Ráð-herrann breytti reglugerð fyriráramót og nú má færa þorsk úrlitla kerfinu upp í það stóra meðþví skilyrði að þeir fái ýsu ámóti,“ segir Kristján Andri.

Hann telur að útgerðarmennhafi ekki nýtt sér þetta ákvæði tilþessa, en segir að útgerðir króka-báta hafi nýtt sér sambærilegareglu um flutning ufsa upp í stórakerfið sem hefur verið í gildi

lengur. Í stóra kerfinu er búið aðveiða 29% ýsukvótans þegar réttrúmur þriðjungur er liðinn af fisk-veiðiárinu. Hann segir útgerðkrókabáta um þessar mundir veramikið hark. „Aflabrögðin hafaverið ágætt þegar það gefur ogmenn komast eitthvað fram. Ýsanhefur gefið eftir eins og hún gerirá þessum árstíma og kominnmeiri þorskur á grunnslóð,“ segirKristján Andri. – [email protected]

Hátt leiguverð og lítill kvóti eftir

Skáldsagan Kata eftir SteinarBraga var besta glæpasaga síð-asta árs að mati GlæpafélagsVestfjarða. Steinar Bragi fær aðlaunum glæsilegan verðlaunagripeftir Pétur Guðmundsson mynd-listarmann og 2 kíló af tinda-bikkju í soðið frá fiskbúð Sjávar-fangs á Ísafirði. Í umsögn segirum Kötu: „Það hafa verið háðirblóðugri bardagar milli glæpafé-laga við val á Tindabikkjuhafa enþetta sinn. Kata er kannski ekkihin týpíska glæpasaga, en sann-

Kata hlaut Tindabikkjunaarlega vel að þessum verðlaunumkomin, mögnuð sem hún er. Katakom við kauninn á glæpafélögumog sýndi getuleysi samfélagsinstil að taka á ofbeldisglæpum. Steinar Bragi veitir okkur innsýní hugarheim aðstandanda sem ísorg og vanmætti reynir að takastá við óréttlæti og grimmd manns-ins, fléttar snilldarlega saman töl-fræðilegar staðreyndir við hömlu-lausa fantasíu.“

Glæpafélag Vestfjarða er glæpa-sagnaáhugalestrarfélag þar sem

fimm lesarar lesa allar þær inn-lendu glæpasögur sem er að finnaí hillum bókaverslana ár hvert. Þettaer fimmta árið í röð sem Glæpa-félag Vestfjarða afhendir Tinda-bikkjuna fyrir bestu íslenskuglæpasöguna. Yrsa Sigurðardótt-ir fékk verðlaunin árið 2010 fyrirsöguna Ég man þig, hún fékkeinnig verðlaunin árið 2011 fyrirBrakið. Árið 2012 fékk StefánMáni verðlaunin fyrir bók sínaHúsið og í fyrra fékk Óttar Norð-fjörð þau fyrir Blóð hraustra manna.

Tindabikkjan var afhent í kyrrþey í líkhúsi gamla sjúkrahússins á Ísafirði.

Page 5: Persónulegur stíll í hverju tilviki · JANÚAR 2015 3 Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt. Stofnunin annast stjórn-sýslu á sviði

FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015 55555

Semur lög við ljóð langafa síns„Langafi sagði að við mættum

gera það sem við vildum við þettaeftir hans dag og fljótlega eftirað hann dó fór ég að skoða ljóðinog fyrsta lagið samdi ég 2010,ári eftir að hann dó,“ segir ÁrniFreyr Haraldsson og lög semhann hefur samið við ljóð langafasíns, Haraldar Stígssonar fráHorni. Haraldur orti frá því hannvar barnungur en hélt kveðskapn-um mest fyrir sjálfan sig. „Til aðbyrja með þá hélt ég þessum lög-um bara fyrir mig, rétt eins ogafi, en fjölskyldan fór svo að hvetjamig til að gera eitthvað meirameð þetta og þá hóaði ég samaní hljómsveit og núna erum við

peningi þessarar stóru ættar fráHorni.

Haraldur Stígsson fæddist áHorni á Hornströndum árið 1914.Eftir að hann flutti frá Horni varhann vitavörður á Galtarvita ítvö ár og eftir það bjó hann áSuðureyri í tvö ár. Hann fluttisttil Ísafjarðar árið 1945 og starfaðivið skipasmíðar í Skipasmíða-stöð Marsellíusar. Árið 1959fluttist hann til Reykjavíkur meðfjölskyldu sinni og bjó þar tildánardags. Ljóð Haraldar spannaað sögn Árna Freys lífið og til-veruna í víðum skilningi. „Enljóðin sem við erum með erusvolítið sorgleg en þó er eitthvað

af hressari lögum. Svo orti hannmikið pólitíkina og það er fyndiðað lesa þau því þau eiga jafnvelvið í dag, pólitíkin hefur ekkimikið breyst,“ segir hann.

Árni Freyr hefur að sjálfsögðukomið á ættaróðalið á Horni. „Éghef komið þangað allavega fjór-um sinnum og verið í viku. Lang-afi orti mikið um náttúruna áHorni og það er gaman að komaþangað og skilja kveðskapinnbetur,“ segir hann. Árnir Freyrsegir að hugur þeirra standi til aðtaka upp plötu með lögunum.„Við erum að skoða að gefa útsmáskífu til að byrja með,“ segirÁrni Freyr Helgason.

komin með 11 lög,“ segir ÁrniFreyr. Hljómsveitin sem hann

stofnaði heitir að sjálfsögðuStígur eins og svo margir af karl-

Hljómsveitin Stígur á sviði.

Vissi að ég væri á einstökum staðÁ Melrakkasetrið í Súðavík

kemur fjöldi erlendra sjálfboða-liða ár hvert. Hlutverk þeirra erað starfa á setrinu og aðstoða viðrannsóknir á Hornströndum. Einnþessara sjálfboðaliða er CarolinePiot sem kemur úr frönsku ölp-unum. „Ég er að læra líffræði ogvistfræði í Frakklandi. Á seinastaári var ég að leita að nemastarfi ínorður Evrópu eða Skandinavíu,þar sem ég gæti dvalist úti í nátt-úrunni yfir sumartímann. Miglangaði reyndar meira að komaað rannsóknum á fuglum, og þeg-ar ég fann Melrakkasetrið á net-inu, leist mér mjög vel á það. Égsótti svo um hjá þeim og fékkleyfi til að koma til þeirra í tvománuði. Mig var búið að dreymaum það í fimm eða sex ár aðkoma til Íslands, en grunaði samtekki að það myndi gerast strax.En það var dásamlegt að vera áVestfjörðum og frábær upplifunað vera sjálfboðaliði hjá setrinu.“

„Ég hitti fullt af fólki og alls-staðar að, bæði aðra sjálfboðaliðaog gesti á setrinu. „Refateymið“tók á móti mér eins og þau væruein stór og vinaleg fjölskylda.Ég lærði hjá þeim um melrakkannog hvernig þau fylgjast með hon-

Caoline Piot sjálfboðaliði hjá Melrakkasetrinu sumarið 2014.

um. Ég vann aðeins á safninulíka, hjálpaði til á kaffihúsinu ogeldaði stundum. Það skemmtileg-asta var samt að hugsa umFredda, litla yrðlinginn sem vará setrinu þetta sumarið. Það varlíka ótrúleg upplifun að vera áHornströndum með teyminu ogEster Rut Unnsteinsdóttur líf-fræðingi. Samt dálítið erfitt aðhalda markmiðið sem við settumokkur, en það var að halda okkurþurrum og hlýjum í heila viku enþað lærðist þegar á leið. Og jafn-vel þó það kæmu vindasamir dag-ar, með rigningu og þoku, þávissum við samt að við værum áeinstökum stað.“

„Ég fór fyrst á Hornstrandir íjúlí til að fylgjast með og rann-saka refina. Þá þurfti ég að sitjanálægt greni í tvo daga, en þangaðvar fjörutíu mínútna ganga frátjaldsvæðinu og þessa daga varmikil þoka. Þessa tvo daga sá égaðeins einn ref, og bara í tæpaeina mínútu. Það var bæði mjögspennandi en líka pirrandi. Vegnaþokunnar vissi ég ekki alveg hvarég sat, en heyrði í þúsundumsjávarfugla og stundum gagg írefum einhvers staðar nálægt. Áþriðja degi fór þokunni að létta

og ég uppgötvaði hversu ótrúlegtlandslagið var í kringum mig. Égsat við bjargbrúnina og sá stöðu-vatn með u.þ.b. 300 máfum aðbaða sig, bratt þumallaga fjalliðog dal með fjöldanum öllum afsmávötnum. Í hina áttina varfjörðurinn með hvítum fjallstopp-um og fossum og þetta er ein afmínum bestu minningum frá

ferðinni, að uppgötva allt í einuþessa ótrúlegu náttúrufegurð semduldist á bak við þokuna. Og svoþegar ég sá refafjölskyldu varaugnablikið fullkomnað.“

Blaðamaður vildi einnig vitahvort Caroline hefði upplifað staðeins og Hornstrandir áður. Caro-line svaraði að hún væri frá frön-sku Ölpunum svo vitaskuld hefði

hún séð fjöll áður, en Ísland værisamt sem áður mjög ólíkt þeim.Ástæðan að baki því væri veðrið,hver dagur var ólíkur þeim á semá undan kom vegna þess hve hrattveðrið breyttist. „Þetta var yndis-leg upplifun,“ segir Caroline Piot,sem stefnir á að heimsækja landiðaftur.

[email protected]

Innsýn í líf bóksalaGunnlaugur Jónasson fyrrver-

andi bóksali á Ísafirði rifjaði upplíf sitt í Bókaverslun JónasarTómassonar á bókaspjalli áBókasafni Ísafjarðar á laugardag.Gunnlaugur varði allri starfsævisinni í bókabúðinni, fæddist inn íbóksalafjölskyldu og tók viðversluninni af föður sínum þegarhann var á þrítugsaldri. Verslun-ina rak hann um áratugaskeið alltþar til hann rétti Jónasi syni sínum

keflið og tók þá þriðji ættliðurinnvið versluninni. Fyrir nokkrumárum keypti Eymundsson versl-unina. Stuttur fyrirlestur erknappt form til að koma til skilalangri starfsævi í þjónustu viðÍsfirðinga og nærsveitunga endavar það tæpast meiningin.

Gunnlaugur veitti áheyrendumgóða innsýn í hvernig það var aðvera verslunarmaður á Ísafirðiupp úr miðri öldinni þegar sam-

göngur voru stopular og lager-hald og vörupantanir flóknaramál en í dag. Ritföng voru alltafstór partur í rekstri búðarinnarog áheyrendur voru orðnir ringl-aðir þegar Gunnlaugur rifjaði uppflókinn lager á svo einfaldri vörueins og fyllingum í Parker kúlu-penna. Eins og Ísfirðingar vita erleitun að þjónustulundaðri versl-unarmanni en Gunnlaugi og lýs-ingar á því hvernig á að lesa í

kúnnann, hvenær hann vill gluggaí bækur í friði og hvaða líkams-tjáningu kúnninn gefur frá sérþegar hann vantar aðstoð vöktu

kátínu viðstaddra og ekki ólíklegtvið að margir hafi kannast við takt-ana.

[email protected]

Lífleg upprifjun hjá Gunnlaugi bóksala.

Page 6: Persónulegur stíll í hverju tilviki · JANÚAR 2015 3 Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt. Stofnunin annast stjórn-sýslu á sviði

66666 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015

Ábyrgð stjórnsýslunnar

StakkurStakkurStakkurStakkurStakkur hefur ritað viku-lega pistla í BæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarins

bestabestabestabestabesta í mörg ár. Skoð-anir hans á mönnum

og málefnum hafa oftverið umdeildar og vak-ið umræður. Þær þurfaalls ekki að fara samanvið skoðanir útgefendablaðsins. Þrátt fyrir það

bera ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á skrif-

um StakksStakksStakksStakksStakks á meðanhann notar dulnefni sitt.

Stakkur skrifarStakkur skrifarStakkur skrifarStakkur skrifarStakkur skrifar

Drangajökull á öðru róliÁ meðan stóru jöklarnir á há-

lendinu og sunnanlands hafaminnkað hvert einasta ár hafajöklar á norðanverðu landinu ogsérstaklega Drangajökull verið átalsvert öðru róli. Þetta kemurfram í viðtali Morgunblaðsins viðOdd Sigurðsson, sérfræðing ásviði jöklarannsókna hjá Veður-stofunni. Á tímabilinu hafa kom-ið nokkur ár þar sem Drangajök-ull og jöklar beggja vegna Eyja-fjarðar hafa stækkað. Oddur hef-ur í fjölda ára fylgst með þróunjökla, mælt þá og myndað. Hannsegir að síðastliðinn vetur og vet-urinn þar áður hafi verið mikil

snjósöfnun á Norðurlandi og jökl-ar þar hafi aukið við sig þessi tvöár.

„Á síðustu 20 árum hafa komiðár sem þeim hefur aukist efni ásama tíma og stóru jöklarnir;Langjökull, Hofsjökull, Mýrdals-jökull og Vatnajökull, hafa allirminnkað hvert einasta ár,“ segirOddur í samtali við Morgunblað-ið. Drangajökull er fimmti stærstijökull landsins á eftir Mýrdals-jökli, en allir eru þeir meira en100 ferkílómetrar að stærð. Þríraðalskriðjöklar ganga út úrDrangajökli; í Kaldalón í Djúpi,í Leirufjörð í Jökulfjörðum og í

Reykjarfjörð á Hornströndum.Staða þessara jökulsporða hefurverið mæld nær árlega síðan 1931.

Oddur segir að svona eindregiðog mikið hop sé ekki þekkt sög-unni. „Hvert nýtt ár er viðbót viðþessa þróun og það kemur okkurekki lengur á óvart að þessi þróunhaldi áfram. Sumir segja að þaðgeri mann bara hræddan aðstefnan skuli vera svona eindreg-in í loftslaginu og við þekkjumekkert þessu líkt. Þetta á viðskriðjökla út úr meginjöklum, eneinnig staka jökla. Reyndar erkannski ekki heppilegt að talaum skriðjökla því allir jöklar skríða.“ Horft inn Kaldalón og upp á Drangajökull.

Sterklega mátti gera ráð fyrir díoxínmengunÞað var mat tilkallaðra sérfræð-

inga Matvælastofnunar að sterk-lega hefði mátt gera ráð fyrir aðstyrkur í díoxíni í því sauðfé semsíðar var slátrað í Engidal, yrðisíst minni en mælingar sýndu.Lömb að vori hefðu orðið fyrirútseytingu vegna hækkandi gildaí mjólk og ljóst að viðamiklarmælingar hefði þurft til að komaað fullu í veg fyrir að kjöt yfirviðmiðunarmörkum hefði fariðá markað. Þetta kemur fram ísvari Hjalta Andrasonar, fræðslu-stjóra MAST, við fyrirspurn semBB beindi til Jóns Gíslasonar,forstjóra stofnunarinnar. Fyrir-spurnin snéri að því hvort ekkihafi verið tilefni til að aflétta sölu-banni á lambakjöti þar sem ekkifannst lambakjötssýni sem varmarktækt yfir hámarksmörkum ídíoxíni.

Fram hefur komið að einungiseitt lambakjötssýni mældist yfir

hámarksgildum díoxíns, og þaðreyndist ekki vera tölfræðilegamarktækt. Gísli Halldór Hall-dórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar-

bæjar, hefur gagnrýnt að MASTsetti sölubann á sauðfjárafurðirbyggt á þessari mælingu. Sölu-bannið leiddi síðar til að bústofni

í Engidal var slátrað. Aðspurðurhvort að MAST hafi þá haldið tilstreitu sölubanni byggt á líkum,með hliðsjón af orðalaginu að

sterklega hafi mátt gera ráð fyrira.m.k. ekki minni mengun, vísarHjalti í skýrslu sérfræðihóps semMAST. – [email protected]

Engidalur í Skutulsfirði.

Niðurstaða umboðsmanns Alþingis varðandi samskipti HönnuBirnu Kristjánsdóttur fyrrverandi innanríkisráðherra og fyrrverandilögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu er athyglisverð. Í stuttu málisagt hefur innanríkisráðherrann fyrrverandi farið út fyrir þau mörksem umboðsmaður telur eðlileg í samskiptum við lögreglustjóraog reyndar langt út fyrir þau. Umboðsmaður telur að setja þurfienn eitt regluverkið, sem þá taki til þess hvernig samskipti ráðherravið undirstofnanir eða öllu heldur forstöðumenn þeirra fari fram.Lesa má með skýrum hætti að þar gildi ekki gamaldags húsbónda-vald undir merkjum, ,,Ég ræð stefnunnar“. Nútímalegri viðhorfskulu ráða. Auðvitað eru það vonbrigði fyrir fyrrum innanríkisráð-herra að afstaða umboðsmanns Alþingis skuli vera svo afgerandiog skýr um framkomu hennar. Vonandi lýkur þessum þætti stjórn-málasögunnar hér með. Þó verður líklegra en hitt að fyrrverandiinnanríkisráðherra muni reyna að koma fram með einhverjar skýr-ingar sér til afbötunar. Sagan kennir okkur að þau séu gjarnan við-brögð stjórnmálamanna í svipaðri stöðu.

Umboðsmaður Alþingis er sérstakur trúnaðarmaður þess og álithans vegur þungt. Alþingismenn og ráðherrar eru ekki frekar enaðrir hafnir yfir mistök eða gagnrýni. Styrkur þeirra ræðst hins

vegar af viðbrögðum og athöfnum þeirra í framhaldinu. Mál þettahefur að sjálfsögðu vakið mikla athygli og er í hugum margra ný-lunda, því venjan hefur ekki verið sú að skoða störf ráðherra meðþessum hætti. Að sjálfsögðu er þessi kostur eftirlitsmanns meðstjórnsýslu mun eðlilegri og hreint út sagt mannúðlegri en hið póli-tíska vindhögg fyrri ríkisstjórnar sem dró fyrrum forsætisráðherrafyrir landsdóm öllum til vansæmdar, einkum þó fráfarandi vinstriríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og þá sitjandi meiri hluta alþing-ismanna. Hér er handhafi stjórnsýslu til meðferðar á allt öðrumforsendum og ekki meðhöndlaður sem ótíndur sakamaður. Er þaðsnöggtum betra en hitt. En eftir stendur, hvað gerist í framhaldi þessað pólitísk ábyrgð hefur verið tekin? Mun verða látið við það sitja aðfyrrum innanríkisráðherra sitji áfram á Alþingi? Með þessari rannsóknumboðsmanns Alþingis er brotið blað í stjórnsýsluúrræðum. Spurningvaknar. Hvernig skal fara með mál í stjórnsýslu sveitarfélaga?

Uppi er ágreiningur milli minnihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjarog Gísla Halldórs Halldórssonar um lagningu sæstrengs um Arnar-fjörð. Hann sver af sér skrif fyrrverandi bæjarstjóra um fyrri afskiptiaf afgreiðslu erindis um lagningu strengsins. Hvernig lýkur bæjar-stjórn því máli sem skiptir hugsanlega hagsmunum er telja tugi milljóna?

Page 7: Persónulegur stíll í hverju tilviki · JANÚAR 2015 3 Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt. Stofnunin annast stjórn-sýslu á sviði

FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015 77777

Sigmundur F. Þórðarson, for-maður Íþróttafélagsins Höfrungsá Þingeyri fékk á dögunum hvatn-ingarverðlaun Ísafjarðarbæjarfyrir vel unnin félagsstörf meðHöfrungi og öðrum félögum. Írökstuðningi fyrir útnefningunnisegir að Sigmundur hafi veriðpotturinn og pannan í starfi Höfr-ungs í ríflega fjóra áratugi. Eittaf einkennum hans sé jafnframthversu auðvelt hann á með aðhrífa fólk og fá það með sér í lið.Sigmundur hefur lagt miklaáherslu á íþróttastarf fyrir börn íDýrafirði og fengið þangaðmenntaða þjálfara í öll störf.

Höfrungur er ekki einungisíþróttafélag heldur kemur félagiðað ýmsum menningar- og félags-störfum á Þingeyri og oftar enekki stendur Sigmundur þar aðbaki, hvort sem um er að ræðauppsetningu á leikritum, þrett-ándagleði eða hverju sem er. Sig-mundur sagðist hafa verið orð-laus þegar hann fékk viðurkenn-inguna. „Það er ekkert slor að fáhvatningarverðlaunin,“ segir Sig-mundur í samtali við blaðið.

„Á meðan mér er treyst heldég áfram og ég er í skýjunum yfirþessum heiðri. Mér er efst í hugaþakklæti til alls þessa góða fólkssem ég hef starfað með því ég áþetta ekki einn, fjarri því, ég deili

þessu með öllum þeim sem éghef starfað með mér í gegnumsúrt og sætt. Þetta hefur ekki alltafverið dans á rósum og jafnvel þóokkur fækki í samfélaginu stönd-um við þétt saman og gerum baraeitthvað skemmtilegt saman. Égvil vinna með öllum, hvort semer á Flateyri, Suðureyri eða ann-ars staðar og rífa íþróttastarfiðupp. Það er ómetanlegt að eigasvona marga vini á öllum þessumstöðum. Ég hef svo gaman aflífinu og þó það séu einhverjirerfiðleikar þá er það bara áskor-un, lífið er svo skemmtilegt,“ seg-ir þessi lífsglaði maður sem vinn-ur nú að uppsetningu á leikritinuGaldrakarlinn í Oz með Íþróttafé-laginu Höfrungi. – [email protected]

Sigmudur Þórðarson.

Erfiðleikar eru áskorun

Laun almennra bæjarfulltrúa íBolungarvík og forseta bæjar-stjórnar hækka um tæpar 12 þús-und krónur á mánuði skv. nýrrisamþykkt bæjarstjórnar um kjörbæjarfulltrúa. Laun bæjarfulltrúasem sitja jafnframt í bæjarráðihækka um 32 þúsund krónur ámánuði en laun formanns bæjar-ráðs hækka um 56 þúsund ámánuði. Ný launasamþykkt mið-ar að því að greiða laun í samræmivið þá vinnu sem bæjarfulltrúarleggja fram í starfi sínu fyrir bæj-arfélagið. Bæjarráð hittist viku-lega á fundum, en bæjarstjórnhittist u.þ.b. tólf sinnum á ári á

formlegum fundum. Auk þessþurfa bæjarfulltrúar að mæta áýmsa aðra fundi vegna starfasinna ásamt því að sinna undir-búningi og fleiri verkefnum.

Launahækkun allra sjö bæjar-fulltrúanna til samans nemur kr.167.323 á mánuði. Launatölur ítöflunni hér með fréttinni miðastvið að viðkomandi bæjarfulltrúimæti á alla fundi og aldrei þurfiað kalla til varamann í hans stað.Bolungarvíkurkaupstaður hefurum langt árabil greitt mun minnafyrir störf bæjarfulltrúa og full-trúa í nefndum en tíðkast í öðrumbæjarfélögum. Með breytingunni

verða greiðslur fyrir þessi störfhinsvegar sambærileg við þaðsem gerist í bæjarfélögum afsvipaðri stærð. Um er að ræðatalsverða breytingu í prósentu-hækkun frá síðustu launasam-þykkt sem er frá árinu 2000, ekkisíst fyrir störf í nefndum.

Kjör bæjarfulltrúa byggðustfyrir breytinguna eingöngu á föst-um launum óháð fundarsókn, envið breytinguna fá bæjarfulltrúarannarsvegar greidd föst laun aukþess að greidd eru föst laun vegnaþess embættis sem þeir gegna,en þar að auki er greitt sérstaklega

fyrir þá fundi sem þeir sitja.Föst laun bæjarfulltrúa eru

þannig í nær öllum tilfellum aðlækka, en í staðinn kemur sérstökgreiðsla fyrir fundarsetu þannigað heildarlaun hækka í öllum til-fellum.

[email protected]

Laun bæjarfulltrúa hækka

Page 8: Persónulegur stíll í hverju tilviki · JANÚAR 2015 3 Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt. Stofnunin annast stjórn-sýslu á sviði

88888 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015

Vildi flytja vestur eftirfyrstu heimsóknina

Listakonan Solveig Edda Vil-hjálmsdóttir hefur sýnt verk sínvíða um veröld eða í Danmörkuog Svíþjóð, á Íslandi og í Banda-ríkjunum, til að mynda í AgoraGallery á Manhattan í New Yorkí lok ársins 2013. Síðast stóð húnásamt félögum í Félagi ísfirskralistamanna fyrir dagslangri jóla-sölusýningu í Slunkaríki á Ísa-firði í desember og nú hefur húnbyrjað undirbúning fyrir næstusýningu sem verður í vor.

Solveig sem búsett er á Ísafirðihefur margt í deiglunni og upp-ljóstrar að hún hefur ætlað aðbæta við menntun sína í hönnunog myndlist og hefur byrjaðmeistaranám í kennslufræði.

Blaðamaður Bæjarins bestavar forvitinn að vita hvað knýrþessa listakonu áfram og hvaðvarð til þess að hún ákvað aðflytjast heim frá útlöndum ogsetjast að á Vestfjörðum.

Myndlistin alltafhluti af lífinu

Solveig segist alltaf hafa veriðlisthneigð, meira að segja frá þvíáður en hún hafði vit til.

„Ég varð svo verulega heilluðþegar ég hafði vit á því og ég heill-aðist alltaf af listamönnunum semvoru í vinahópi mömmu ogpabba. Mér fannst þeir vera svosniðugir og skemmtilegir. Mynd-listin hefur alltaf verið hluti aflífi mínu. Hún er það sem ég ferað gera þegar ég á lausan tíma ogþegar ég var unglingur var égalltaf með blokk við höndina tilað teikna í eða mála.“

Hún segir það þó ekki hafaverið ætlunina að reyna lifa álistinni þegar hún var að vaxa úrgrasi.

„Ég ætlaði ekki að vera mynd-listarmaður, þar sem mér fannstþað vera svo ópraktískt. Mérfannst eins og það gæti bara ekkiverið að ég gæti lifað á einhverjusem væri mér svona eðlislægt.Ég ætlaði því í fyrstu að verðaarkitekt og fór í tæknideildina íIðnskólanum og síðar í hönnun-arnám í Bandaríkjunum.“

Lífgjafi Solveig-ar á krossgötum

Solveig var nokkuð langt kom-in með hönnunarnámið í BemidjiState University í Minnesota þeg-ar hún tók algjörlega kúvendingu

í lífinu.„Ég var nýkomin út úr löngu

sambandi og stóð því á nokkurskonar krossgötum. Allt í einu gatég gert það sem ég vildi án þessað vita fyrir víst hvað það væri.Ég var lögst í þunglyndi en héltáfram í skólanum án þess hafasama drifkraftinn og áður.

Áður en varði höfðu bæðikennari minn í málmsmíði semég tók sem aukafag og tengiliðurútlensku nemendanna í skólanumsamband við mig til að spyrjastfyrir um líðan mína. Þá hafði þaðfrést út að mér liði ekkert sér-staklega vel í skólanum.

Á þeim tímapunkti ákvað égað skipta um nám og reyna viðeitthvað sem stæði nær mínuhjarta. Ég ákvað að hætta aðreyna þóknast samfélaginu ogfara í myndlist þó að ég vissi aðþað yrði erfitt. Maður þarf aðvera ansi mikill snillingur til aðná langt og fyrir flesta er þaðmargra ára hark.

Oftar en ekki er maður ekkimetinn fyrr en eftir dauðdagann,það er ekkert sérstaklega hvetj-andi þegar maður er að velja ævi-starfið,“ segir Solveig hálfglott-andi.

„Ég steig þetta örlagaríka sporog skipti yfir í myndlistardeild-ina. Þá var ég ég á síðustu metr-unum að klára hönnunarnámiðog gekk mjög vel. Ég var búinmeð öll lokaverkefni og með fínareinkunnir.

En allt í einu fann ég að éggæti ekki hugsað mér að vinnavið þetta allt mitt líf, föst fyrirframan tölvu að vinna í þrívíddar-forritum að búa til bolta og skrúf-ur og þvíumlíkt. Aðallega var þóástæðan fyrir þessu að ég gatekki hugsað mér að gera að ævi-starfi allt umfangið sem er í kring-um þetta.

Eins og vinkona mín orðaðiþað var það líklegast kapítalism-inn í kringum hönnunina sem éghöndlaði ekki. Það gengur á mótimínu eðli og heftir sköpunargáf-una að vera alltaf með það aðmarkmiði að gera söluvæna vöruog fá sem mestan pening fyrir.Kannski er ég bara of viðkvæmfyrir því.

Hver sem ástæðan var, þá hent-aði þetta mér ekki, eins og glögg-lega kom í ljós þegar ég skiptiyfir í myndlistarnámið. Þá fann

ég að ég var að gera eitthvað semég dýrkaði. Enda hef ég aldreiséð eftir þeirri ákvörðun. Hrein-lega held ég að það hafi bjargaðlífi mínu, því ég veit ekki hvar éghefði endað ef ég hefði haldiðáfram á þeirri braut sem svo aug-ljóslega hentaði mér ekki.“

Solveig útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Bemidji StateUniversity í Minnesota árið 2008.

„Skólinn er á Indjánalandi ogbara nokkurra klukkustunda akst-ur að landamærum Kanada. Mérfannst mjög gaman að búa þarnaog kynntist mörgum af frum-byggjaættum. Ég fékk allt aðrasýn á Bandaríkin en ég hafði haftáður. Mér þykir afar vænt umtíma minn í Bemidji,“ segir hún.

Með kvikasilfur í blóðinuSolveig hefur flakkað um víða

veröld á sinni lífstíð og búið íólíkum löndum.

„Ég hef alltaf verið með kvika-silfur í blóðinu og þurft reglulegaað flytja mig um sess og prófaeitthvað nýtt. Langar alltaf að sjáog upplifa eitthvað meira. En eftirað ég flutti hingað vestur hef égfundið að hérna vil ég vera. Endaer hér fólk sem mig langar til eflavinaböndin við og kynnast betur.

Ég hef aldrei upplifað jarðteng-ingu fyrr en ég kom í fyrsta sinnvestur. Það var eins og það værieitthvað í vestfirskri jörð sem égtengdist við. Það var árið 2007og ég var í heimsókn í Arnardalhjá vinkonu minni, Önnu SigríðiÓlafsdóttur. Ég man að ég hugs-aði með mér, að ef tækifæriðgæfist myndi ég flytja vestur.Það var þó afar fjarstæður mögu-leiki á þeim tíma, sem ég bjóstaldrei við að yrði að veruleika.

Ég flutti svo vestur í febrúar2012 en bjó í millitíðinni í Dan-mörku og á Spáni. Það var nánastenginn fyrirvari að tók þá ákvörð-un að flytja vestur. En þegar égvar spurð hvert ég ætlaði að faraeftir að ég sleit sambúð á Spánisagðist ég ætla að flytja til Ísa-fjarðar. Þá mundi ég að þessifallegi staður með mögnuðu fjöll-in biði mín og sló til.“

Skömmu eftir komuna vesturkynntist Solveig sambýlismannisínum og barnsföður, Pétri Magn-ússyni, og fluttist með honum tilBolungarvíkur. Þau fluttu þó ný-lega til Ísafjarðar og segist Sol-

veig vera afar ánægð með veraalkomin til Ísafjarðar eins og húnákvað árið 2007.“

– Hvar hefurðu búið annarsstaðar en á Íslandi?

„Ég hef búið út um öll Banda-ríkin, fyrst bæði sem barn meðforeldrum mínum meðan þauvoru í námi og svo aftur á ungl-ingsaldri. Það var mjög gamanað kynnast því að vera í milliskólaeða „highschool“ í Bandaríkjun-um. Síðar átti ég heima þar sjálfmeðan ég var í námi, eins ogkomið hefur fram.

Líka bjó ég í tvígang í Dan-mörku, þar sem var mjög gott aðbúa, fyrir utan að í seinna skiptiðvið bjuggum í Nordvest á átaka-svæði Hells Angels þar sem mað-ur gat átt á skotárásum á næstahorni. Ég fluttist síðar til Spánarog bjó í krúttlegum ólífubæ. Égvar mikið að mála samhliða þvíað vinna við grafíska hönnunheima. Svo fór maður á ströndinaeftir vinnu, allt voða auðvelt ogljúft.“

Vestfirðir suðu-punktur listamanna

Solveig hefur því reynslu afþví að starfa sem listamaður íhinum ýmsu löndum. Aðspurðhvort mikill munur sé á því eftirlöndum segir hún hörðustu sam-keppnina vera hérlendis, enda séumargir um hituna á mun minnasvæði en annars staðar þar semhún hefur unnið að list sinni.

„Ísland er suðupunktur lista-manna og sér í lagi á Vestfjörð-um. Fjórðungurinn er troðinn afalls kyns listafólki sem er að geraótrúlega sniðuga hluti. Það erfrábært að geta verið í návist viðsvo margt annað skapandi fólk,en eins þarf maður að vera ansiduglegur að koma sér á framfæritil að týnast ekki í flórunni.“

– Er list þín öðruvísi eftir því íhvaða landi þú skapar hana?

„Já ég verð að segja það. Húner undir áhrifum umhverfisinshverju sinni og sömuleiðis líðanminni. Á Spáni var til dæmisalveg frábær birta til að mála í ogég var alltaf málandi þegar égbjó þar. Sumarið 2012, þegar égbjó í Bolungarvík og var ófrísk,var ég uppfull af ótrúlegri orkuog alveg í skýjunum. Svo glöðog bjartsýn á framtíðina og fannstég vera svo lánsöm.

Það skilaði sér í verkin. Þaueru öll svo litrík og orkumikil fráþeim tíma. Ég fékk meira að segjapöntun í sams konar verk, og eittsem seldist fljótt upp. En það ermér algjörlega ómögulegt aðkomast aftur á þann stað sem égvar á til að geta skapað eitthvaðsambærilegt.“

Kynntist sjálfri sér þegarhún kynntist ætt sinni

Solveig sleit barnsskónum íReykjavík en á þó ættir að rekjavestur eins og blaðamaður komstað við nánari eftirgrennslan.

„Ég ólst upp frá foreldrummínum í Reykjavík, en líffræði-legi faðir minn er ættaður að vest-an. Honum kynntist ég ekki fyrren ég var 23 ára, en pabbi minnættleiddi mig þegar ég var þriggjaára. Ég átti alltaf mína foreldraog vanhagaði aldrei um neitt, enég skildi margt varðandi sjálfamig þegar ég kynntist ætt lífræði-legs föður míns. Ég sá eitthvaðsameiginlegt með mörgum, semmig óraði ekki fyrir að væri arf-gengt. Margir í þeirri ætt eru ein-mitt listhneigðir, til dæmis erVilli Valli afabróðir minn og YlfaMist Helgadóttir frænka mín.

Að mörgu leyti er ég mjögánægð með að hafa verið ættleiddaf pabba mínum, þar sem hannhélt mér töluvert á jörðinni í upp-vextinum. Við erum ansi ólík,hann er mjög skipulagður oghugsar allt til enda, en hann erprófessor í heimspeki. Ég er hinsvegar mun hvatvísari og var alltafmeð allt á fullu í kollinum þegarég var krakki.

Hver veit nema ég hefði hrein-lega bara fuðrað upp ef ég hefðihaft frelsi til að kanna allar spurn-ingarnar sem voru í gangi í koll-inum,“ segir Solveig hlæjandi.„Svo má ekki gleyma að mammavar alltaf mjög hvetjandi og vildiað ég myndi rækta mína list. Éger henni mjög þakklát fyrir það.“

Aðspurð segist Solveig ekkihafa leitað sjálf að föður sínumheldur var það ættingi sem komþeim saman.

„Þegar ég var barn skildi égaldrei af hverju hann kom ekkitil mín, en ég átti pabba og þaðvar mjög vel hugsað um mig.Það var því ekki fyrr en ég varorðin þetta gömul að við náðumsaman. Ég á litla systur í gegnum

Page 9: Persónulegur stíll í hverju tilviki · JANÚAR 2015 3 Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt. Stofnunin annast stjórn-sýslu á sviði

FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015 99999

líffræðilega föður minn, en viðurðum strax mjög góðar vinkonurog ánægðar hvor með aðra. Húnvar aðeins sjö ára þegar viðkynntumst en núna er hún orðin22 árs. Þetta er því allt alveg einsog það á að vera,“ segir Solveigmeð bros á vör.

Nælir sér í kennsluréttindi– Hvað er svo framundan hjá

þér í nánustu framtíð?

„Ég verð með sýningu í Slunka-ríki í maí og er um þessar mundirmeð námskeið hjá ListaskólaRögnvaldar Ólafssonar. Bæði erég með barnanámskeið og svoætlum við Pétur Guðmundssonog Nina Ivanova að halda nám-skeið sameiginlega.

Þá er nú svolítið gaman aðsegja frá því, að ég er komin ímastersnám í kennslufræði.Reyndar kom það aftan að mér

hvað mér finnst skemmtilegt aðkenna, eða réttara sagt ýta undirsköpun annarra, því ég ætlaðialdrei að verða kennari.

Mér finnst ótrúlega gefandi aðkenna og sjá hvernig nemendurn-ir uppgötva að maður getur alvegskapað myndlist án þess að kunnaendilega að teikna eða kunna ein-hverja tækni. Myndlist snýstnefnilega ekki um það að kunnaendilega svo mikið, heldur hver

tilfinningin og orkan er í verkinusem maður skilar af sér.

Ég veit ekki hvort það sé réttað segja að maður kenni mynd-list, því svo mikið við hana verðurmaður að uppgötva sjálfur, enþað gefur mér mikið að geta leið-beint fólki á þeirri leið. Lífiðsnýst þó ennþá um að mála, enþað er gott að geta verið meðréttindi og geta unnið meðframmyndlistinni.

Svo er nú ýmislegt annað ídeiglunni sem ekki er rétt að segjafrá alveg að svo stöddu. Þegarmaður er með sýningar eða gjörn-inga byrjar undirbúningsferliðmörgum mánuðum á undan ogstendur yfir um langt skeið. Mérfinnst því ekki gott að segja fráþví með of löngum fyrirvara,“segir listakonan Solveig EddaVilhjálmsdóttir.

– Thelma Hjaltadóttir.

Page 10: Persónulegur stíll í hverju tilviki · JANÚAR 2015 3 Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt. Stofnunin annast stjórn-sýslu á sviði

1010101010 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015

Sælkerar vikunnar eru Heiða Björk Ólafsdóttir og Kristján Ásgeirsson á Ísafirði

Kjúklingur og berjaskyrtertaKjúklingur og berjaskyrtertaKjúklingur og berjaskyrtertaKjúklingur og berjaskyrtertaKjúklingur og berjaskyrtertaÞessir réttir verða alltaf fyrir

valinu á okkar heimili þegarbörnin eru spurð hvað við eig-um hafa í matinn þannig aðvildum deila þeim með ykkur.

Kjúklingur í rjómapiparostasósu

4 kjúklingbringurOlía til steikingar8-10 sveppir1 rauð paprika1 laukur1pk beikon eða beikonkurl.1 piparostur¼ líter rjómi

¼ pk rjómaostur (400 gr. askja)Kjúklingabringurnar eru skor-

nar í bita, kryddaðar með salti ogpipar og lokaðar á pönnu og síðansettar í eldfast mót. Því næst erlaukurinn, paprikan, sveppirnirog beikonið skorið í bita og steiktá pönnu. Piparosturinn rifinn,rjómaosti og rjóma blandað sam-an við og látið malla í smá stund.Þessari blöndu svo hellt yfirkjúklinginn og látið inn í ofn við180° í 30-40 mín. Rétturinn erborinn fram með hrísgrjónum oggóðu salati.

BerjaskyrtertaLu Bastogne kex pakki1 stór dolla af skyri með jarðar-berjum og bláberjum½ líter rjómiBláberjasultaKexið mulið í eldfast mót.

Rjómi þeyttur og blandaður viðskyrið. Þessari blöndu er svosmurt yfir kexið og að lokum erbláberjasultu smurt yfir.

Við skorum á vini okkar ÖrnuLáru Jónsdóttur og Inga BjörnGuðnason að koma með næstuuppskrift.

Lýsa ábyrgð á hendur stjórnvöldumTrúnaðarráð Verkalýðsfélags

Vestfirðinga lýsir stjórnvöldábyrgð fyrir þeim áföllum semdunið hafa yfir störf í sjávarút-vegi undanfarin misseri. Land-verkafólk hefur ekkert til sakaunnið sem réttlætir að vera sett ínútíma vistarbönd kvótaeiganda.Þetta kemur fram í ályktun semtrúnaðarráðið samþykkti á fundifyrir stuttu. Fram kemur á vef Verka-

lýðsfélags Vestfjarða, að á fund-inum hafi staða atvinnumála áFlateyri og Þingeyri verið til um-ræðu. Þar voru fundarmennómyrkir í máli þegar staða sjáv-arbyggða var rædd. Flutningurveiðiheimilda, hreppaflutningarstarfsfólks og nútíma vistarböndhafi verið orð sem féllu á fundin-um.

„Trúnaðarráð Verkalýðsfélags

Vestfirðinga lýsir stjórnvöldábyrg fyrir þeim áföllum semdunið hafa yfir störf í sjávarút-vegi undanfarin misseri. Land-verkafólk hefur ekkert til sakaunnið sem réttlætir að vera sett ínútíma vistarbönd kvótaeiganda.Kvótaflutningar í bolfiski er byrt-ingarmynd hins frjálsa framsalsaflaheimilda sem heggur enn áný svo nærri vestfirskum byggð-

um að ekki verður við unað. Nýj-ustu dæmin eru boðaðar breyt-ingar á bolfiskvinnsu á Flateyriog flutningur veiðiheimilda fráÞingeyri með lokun starfsstöðvarVísis hf.. Fundurinn krefst þessað strax verði gerðar viðeigandiráðstafanir til að Vestfirðingargeti betur nýtt gjöful fiskimiðfjórðungsins með réttmætumhætti.

Fundurinn krefst áræðni ogstaðfestu í ákvarðanatöku svotryggja megi að hjól atvinnulífsá Vestfjörðum stöðvist ekki.Komum í veg fyrir nýja öld léns-herra á Íslandi með tilheyrandistéttaskiptingu. Ráðumst gegn at-vinnu- og tekjumissi í Vestfirsk-um sjávarbyggðum með sam-stöðu okkar allra að vopni.“

[email protected]

„Það er alveg skýrt aðhverfisráðin eru umsagnar-aðilar og það stóð ekki til ogstendur ekki til að bæjar-stjórn afsali sér völdum,“segir Gísli Halldór Halldórs-son bæjarstjóri. Hann segiríbúalýðræði sem Í-listinntalar fyrir og hverfisráð semhafa verið sett á laggirnarhafi reynst vel. Íbúar á Suð-ureyri hafa lýst óánægju meðafgreiðslu skipulags- ogmannvirkjanefndar á breyt-ingum á umferðarstefnu áAðalgötu á Suðureyri, semnefndin leggur til að verðitvístefnugata. HverfisráðSúgandafjarðar lagðist gegntvístefnu.

„Það gildir það sama umskipulagsnefnd og hverfis-ráðin, það er bæjarstjórn semtekur endanlega ákvörðun,þessar nefndir eru umsagn-araðilar og ráðgefandi. Þaðer mikilvægt að þessi málséu uppi á borðum og niður-staða íbúa liggi fyrir á hvornveg sem niðurstaðan verð-ur,“ segir Gísli Halldór ogtekur fram að ekki sé búiðað taka endanlega ákvörðuní málinu. – [email protected]

Hverfisráðineru umsagn-

araðilar

Enn fjölgar áætluðum komumskemmtiferðaskipa til Ísafjarðarí sumar. Áætlaðar skipakomureru 67 og hafa þær aldrei veriðfleiri. Samtals rúma skipin um61 þúsund manns. Þrjár skipa-komur verða til Flateyrar og verð-ur MV Fram þar í öll skiptin.Fyrsta skipið er væntanlegt í lokmars en þá kemur lítið hollensktskemmtiferðaskip, Rembrandt

van Rijn, og verður við bryggju ífimm daga. Fjögur skip eru vænt-anleg í maí og er Marco Poloþeirra stærst með 850 farþega.Fimmtán skip ráðgera komu sínaí júní og er MSC Splendida þeirrastærst með 4.363 farþega. Önnurstór skip í júní eru AIDA Lunameð 1.339 farþega, Ryndam með1.627 farþega, Costa Fortunameð 2.720 farþega og Oriana með

2.179 farþega.Tuttugu skemmtiferðaskip

hafa boðað komu sína í júlí og erMSC Splendida þeirra stærst með4.363 farþega. Af öðrum stórumskipum í júlí má nefna AIDALuna, Costa Fortuna og CostaFortuna. Þessi skip koma einnigí júní eins og kemur fram hér aðframan. Fimmtán skip eru vænt-anleg í ágúst. Þeirra stærst er

Arcadia með 2.628 farþega. Mag-ellan kemur með 1.860 farþega,Ryndam með 1.627 farþega,Rotterdam með 1.800 farþega ogVeendam með 1.266 farþega. Íseptember eru síðan sjö skipvæntanleg. Þeirra stærst er RubyPrincess með 3.782 farþega.Einnig koma í september Carrib-bean Princess með 3.622 farþega.og Eurodam með 2.670 farþega.

Fyrsta skipið kemur í marsMSC Splendida.

Page 11: Persónulegur stíll í hverju tilviki · JANÚAR 2015 3 Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt. Stofnunin annast stjórn-sýslu á sviði

FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015 1111111111

Hörður ráðinnframkvæmdastjóri

Gengið hefur verið frá ráðn-ingu Harðar Högnasonar sem

framkvæmdastjóra hjúkr-unar hjá Heilbrigðisstofnun

Vestfjarða. Samhliða þvístarfi mun hann sinna svæf-

ingum líkt og hann hefur gerttil þessa. Þrjár umsóknir

voru um stöðina, frá Herði,Þórunni Pálsdóttur, hjúkrun-

arfræðingi og Önnu ÁrdísiHelgadóttur hjúkrunarfræð-

ingi. Hörður Högnason erfæddur árið 1952. Hann lauk

námi í hjúkrunarfræði fráhjúkrunarskóla Íslands 1978og framhaldsnámi í svæfing-

arhjúkrun frá Nýja hjúkrun-arskólanum 1981. Hörður

hefur langa og víðtækastarfsreynslu á sviði hjúkr-unar, kennslu í hjúkrun ogstjórnunar innan heilbrigð-

isgeirans. Hann var hjúkrun-arforstjóri Fjórðungssjúkra-hússins á Ísafirði 1989-1998og hjúkrunarforstjóri Heil-

brigðisstofnunarinnar Ísa-fjarðarbæ 1998-2009. Fráárinu 2009 hefur Hörður

starfað sem framkvæmda-stjóri hjúkrunar við Heil-brigðisstofnun Vestfjarða.

Byrjað að skera nið-ur í togarann í mars

Smíði á nýjum togara Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. erekki hafin, en áætlað er að byrjað verði að skera niður stál ískipið um miðjan mars. „Það er enn verið að hanna, teikna

og velja búnað sem á að setja í skipið,“ segir Sverrir Péturs-son, útgerðarstjóri HG. Í ágúst voru framkvæmdar módel-

prófanir í Póllandi þar sem mælt var afl sem þarf til að komaskipinu á ákveðinn hraða og einnig voru prófaðir mismun-andi skrúfuhringir. Skrúfubúnaður skipsins er nýstárlegur

sem felst í því að skrúfan er mun stærri en tíðkast á skipumaf þessari stærðargráðu og snýst hægar sem á að skila orku-

sparnaði. Togarinn verður 50,7 metrar á lengd og 12,8 metrará breidd og verður smíðaður í Rongcheng í Kína.

Betra vinnuumhverfiNýtt húsnæði Hafna Ísafjarð-

arbæjar á Suðureyri varformlega tekið í notkun í síð-

ustu viku. „Þetta er starfs-mannaaðstaða okkar á Suð-

ureyri. Á neðri hæðinni ergeymsluhúsnæði og á efri

hæðinni er aðstaða vigtar-manns,“ segir Guðmundur

Magnús Kristjánsson, hafn-arstjóri. Vestfirskir verktak-

ar steyptu upp neðri hæðhússins og Geirnaglinn

byggði efri hæðina. „Viðhöfum nú þegar tekið þessaaðstöðu í notkun og starfs-

maður okkar á Suðureyri ermjög ánægður með mun

betra vinnuumhverfi en áðurvar,“ segir Guðmundur.

Sjálfboðaliðarnir komaallsstaðar að úr heiminum

Á hverju ári kemur fjöldinnallur af sjálfboðaliðum víðs vegarað úr heiminum til að vinna áMelrakkasetrinu í Súðavík semog á Hornströndum. „Við erumað fara yfir umsóknir sjálfboða-liða fyrir komandi sumar og viðerum komin með fimmtíu um-sóknir, bæði fyrir setrið, Horn-strandir og nema. Þeir koma alls-

staðar að en flestir koma fráFrakklandi, Þýskalandi og Kan-ada eða Bandaríkjunum. Þetta erallt fólk á aldrinum 20-30 ára,“segir Stephen Midgley, fram-kvæmdastjóri setursins.

„Þau sem eru hérna hjá okkur íminna en þrjár vikur sofa í tjaldiá tjaldsvæðinu en við erum meðsmá aðstöðuhús sem þau nota til

að elda og fyrir samverustundir.Þau sofa líka þar ef veðrið ervont. Fyrir þau sem dvelja hérlengri tíma en þrjár vikur, reynumvið að útvega gistingu í húsumeða á gistiheimilum hérna í Súða-vík. Á Hornströndum aftur á mótisofa allir í tjöldum og svo erumvið með bæði eldhús- og geym-slutjöld,“ segir Stephen.

Orkufyrirtækið VesturVerkhefur opnað skrifstofu að Suður-götu 12 á Ísafirði (í Ísfirðings-húsinu). Eins og kunnugt eráformar VesturVerk að reisaHvalárvirkjun í Ófeigsfirði. HSOrka gekk til liðs við eigendurVesturVerks með hlutarfjáraukn-ingu í desember sl. og er áformaðað hefja frekari rannsóknir á vatns-rennsli auk jarð og umhverfisrann-sókna í Ófeigsfirði á komandi

sumri.Að sögn Gunnars G. Magnús-

sonar, framkvæmdarstjóra Vest-urVerks, er gert er ráð fyrir aðrannsóknirnar taki tvö ári og síð-an verði staðan endurmetin hvaðvarðar framhaldið. Til þess að afframkvæmdum geti orðið þarffyrsta niðurstaða að vera jákvæð.Þá þarf tengikostnaður virkjun-arinnar að vera innan viðráðan-legra marka og viðunandi verð

að fást fyrir orkuna.Uppsett afl Hvalárvirkjunar

verður um 55,0 MW og framleið-slugeta um 320 gígavattstundir áári. Til samanburðar má nefndaað uppsett afl Mjólkárvirkjunar10,8 MW og framleiðsla hennará síðasta ári um 66,2 GWh/ári.Gunnar segir að mikill áhugi sé ávirkjuninni meðal almennings áVestfjörðum.

[email protected]

VesturVerk opnar skrifstofu á Ísafirði

Fiskistofa hefur auglýst eftirumsóknum um byggðakvóta tilfiskiskipa fyrir eftirtalin byggð-arlög í Ísafjarðarbæ: Þingeyri,Flateyri, Suðureyri og Hnífsdal.Umsóknum skal skilað til Fiski-stofu á eyðublaði sem er að finnaá heimasíðu stofnunarinnar. Um-sóknum þarf að fylgja samningurvið vinnslu á eyðublaði sem þarer einnig að finna. Umsóknin telstekki gild nema samningur umvinnslu fylgi. Bæjarstjórn Ísa-fjarðarbæjar hefur samþykkt aðbreyta reglum um byggðakvóta

og gera útgerðum kleift að landaafla til vinnslu hvar sem er ísveitarfélaginu og binda hannekki lengur því byggðarlagi semkvótanum er úthlutað til.

Þetta er gert til að kom til mótsvið útgerðir á Flateyri og á Þing-eyri, engin fiskvinnsla er á Flat-eyri og í lok mars lokar Vísir hf.á Þingeyri, eina fiskvinnslan íþorpinu. Umsóknarfrestur er til9. febrúar. Þessi byggðakvóti erekki sama eðlis og svokallaðursértækur byggðakvóti sem hefurnokkuð verið í fréttum upp á

síðkasti vegna stöðu aflaheimildaá Þingeyri og á Flateyri. Byggða-stofnun er með þær aflaheimildirá sinni hendi og sér um að semjavið samstarfsaðila um nýtinguþeirra. Stofnunin er með til af-greiðslu umsóknir um aflaheim-ildir Byggðastofnunar bæði áÞingeyri og á Flateyri.

Þrjár umsóknir bárust um 300þorskígildistonna kvóta á Flateyriog tvær umsóknir bárust um 400þorskígildistonna kvóta á Þing-eyri.

[email protected]

Byggðakvóti Ísafjarðar-bæjar laus til umsóknar

Page 12: Persónulegur stíll í hverju tilviki · JANÚAR 2015 3 Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt. Stofnunin annast stjórn-sýslu á sviði

1212121212 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015

Kjólaklæðskeri sem féllKjartan Ágúst Pálsson var fyrir

um þremur og hálfu ári fyrstikarlmaðurinn í hálfa öld til aðútskrifast með sveinsbréf í kjóla-saumi frá Tækniskólanum. Hannbætti um betur og lauk klæð-skeranámi úr sama skóla ásamtþví að ljúka meistaraskólanum íkjólnum veturinn 2012 og er þvíjafnvígur á bæði kvenmanns- ogkarlmannsföt.

Hann hefur nú opnað verkstæðiá Ísafirði og horfir björtum aug-um til framtíðar. Bæjarins bestatók Kjartan tali og forvitnaðistum það hvernig hann fór út íþetta nám og endaði sem sjálftitl-aður kjólaklæðskeri á Ísafirði.

– Hvernig kom það til að þúfékkst áhuga á því að sauma föt?

„Móðir mín vann í þessumbransa þegar ég var að alast upp,fyrst hjá Seglagerðinni Max ogsvo hjá fatafyrirtækinu Fasa, semframleiðir einkennisfatnað ogsérsaumar föt á fólk. Ég man núekki mikið eftir tímanum hennarhjá Max, en ég minnist þess aðhafa fundist mjög áhugavert aðsjá hvernig þetta fór allt samanfram í Fasa. Sérstaklega eftir her-berginu þar sem tekin voru málaf fólki. Þar sá maður hvernigferlið gekk fyrir sig, og svo komað því að maður fékk sjálfurklæðskerasaumuð föt. Ætli þaðhafi ekki verið í kringum ferm-ingu.

Út frá því byrjaði ég að saumamikið föt á mig sjálfan. Á grunn-skólaárunum í Fellaskóla fékkég að vera eingöngu í saumumog sleppa því að taka smíði aðrahverja önn eins og tíðkaðist.

Eins hafði hippa- og tónlistar-myndin Hárið mikil áhrif á mig.Ég horfði á hana nánast daglegaí langan tíma og var heillaður aftískunni, litunum og frelsinu semþví fylgir. Það vakti hjá mér inn-blástur að sauma sjálfur.“

Námsvalið taliðvera furðulegt

Er grunnskóla lauk langaðiKjartan að fara í nám sem tengdistástríðu hans á fötum, en lét þóhugfallast, þar sem það var álitiðfurðulegt val hjá unglingsdreng.

„Ég sótti um í Iðnskólanum enkomst ekki strax inn og tók nokk-ur önnur fög á meðan ég var aðbíða. En félögunum fannst þettavera svo skrítin og absúrd hug-mynd að maður hrökklaðist fráhenni. Þó mig hafi alltaf langaðað fara þessa braut fannst mérþað ekki vera raunhæfur mögu-leiki og hætti við.

Ég reyndi fyrir mér á mörgumöðrum sviðum áður en ég ákvað

að snúa mér aftur að því sem mighafði alltaf langað til að gera. Égfór til dæmis að læra kokkinn ogvann lengi á garðyrkjustöð, enalltaf blundaði í mér að getasaumað föt, og mér fannst svoósanngjarnt að það væri ekkimöguleiki fyrir mig. Samt varþað bara mín eigin meinloka semolli því að ég þorði ekki spreytamig á því. Allir mínir uppeldisfé-lagar og vinir eru í allt öðru og égþví ekki í neinni hringiðu semþessu tengist á þeim tíma. Lokskom þó að því að ég þorði aðtaka af skarið og skráði mig íTækniskólann í nám í klæðskera-og kjólasaum.“

Kjartan var eini karlmaðurinní náminu og segir það hafa veriðsvolítið skrítið á köflum.

„Það var pínu óþægilegt fyrst,og ekki að það skipti mig máli,en margir ákváðu strax að égværi samkynhneigður, eingönguút frá námsvalinu. Svo vorumargir sem hrósuðu manni fyrirvalið og maður fann fljótt að mað-ur var á réttri hillu. Ég tók þótvisvar hlé frá náminu til aðákveða hvort þetta væri í raun ogveru það sem ég vildi gera, enþessi bransi er ekki auðveldur.Maður fer til dæmis ekkert aðvinna um leið og námi lýkur,heldur þarf maður að byggja sigsjálfur upp og skapa sér nafn. Enað lokum ákvað að ég kýla á aðklára þetta og hef ekki séð eftirþví síðan.“

Samstarf arkitektaog kjólaklæðskera

Í desember opnaði Kjartanverkstæði að Aðalstræti 22 á Ísa-firði ásamt þeim Kjartani Árna-syni arkitekt og Elísabet Gunn-arsdóttur, sem einnig er arkitekt.

„Ég er nú með verkstæði í sam-eiginlegu rými með fólki í skap-andi listgreinum, sem er akkúratþað sem ég þurfti. Ég hef áðurverið með smá rekstur sjálfur ogunnið á saumastofum og þvíkynnst aðeins hinum ýmsu hlið-um á starfi mínu. Það er sauma-stofubransinn, hönnunarbransinnog þannig fram eftir götunum, enþetta eru ólíkar áttir þó þær séugreinar á sama trénu.

Að opna verkstæði með fólki íalveg ólíkum geirum veitir manniferska innsýn í það sem maður erað gera. Ég held að það sé mjöghollt að fá önnur sjónarmið, eneins fær maður mikinn stuðningfrá hinum. Kjartan Árnason hefurveitt mér mikinn innblástur ogkomið með mjög skemmtilegavinkla inn í mitt fag. Elísabetveitir mér einnig mikinn stuðning

og ég dáist að því hversu vel húnkemur frá sér hlutunum. Ég heldað það eigi eitthvað nýtt ogspennandi að koma út úr þessusamkrulli. Stefnan er að geta ínáinni framtíð verið með ein-hverja gjörninga í Slunkaríki þarsem við reynum að blanda samanarkitektúr og kjólasaum.“

Athygli vekur að í gegnumgluggann að framanverðu á verk-stæðinu er skjár sem gengur allansólarhringinn með myndum afstarfinu á sameiginlega verk-stæðinu.

Mesta fjölmenningarsam-félag sem hann hefur kynnst

– Hvernig kom það til að þúfluttist vestur?

„Ég hafði verið á leiðinni ídágóðan tíma. Kristinn Marfrændi minn hefur búið hér í ára-fjölda og við vorum alltaf mjögnánir í uppvextinum. Ég hafðiverið að velta fyrir mér þeirrihugmynd að koma vestur ogvinna við eitthvað allt annað enég hafði verið að gera, meðan égtæki ákvörðun hvort ég ætti að

vera áfram í Reykjavík eða faraaftur til Kaupmannahafnar þarsem ég hafði búið um tíma. Éghafði samt aldrei komið vesturen lét loks verða af því um pásk-ana 2013 er ég kom á rokkhátíð-ina Aldrei fór ég suður. Ég keyrðivestur í þvílíkri vetrardýrð, uppheiðar og niður fjöll, og ég vissiekki alveg hvert ég var kominn.Þó svo ég hafi ferðast margahringi og þvert í gegnum landiðvar þetta svo allt annað landslagen ég hafði nokkru sinni kynnst.Ég trúði því ekki á köflum að égværi enn á Íslandi.

Þegar ég kom inn í Skutuls-fjörðinn var byrjað að rökkva,alveg stilla á Pollinum og bjarm-inn af bænum var byrjaður aðteygja sig upp snæviþakin fjöllinsem bar við heiðskíran og bláanhimininn. Fegurðin var svo tign-arleg og mér fannst ég vera kom-inn í þvílíka paradís. Ég gjörsam-lega heillaðist og fegurðin fang-aði mig um leið. Það er svo skrítiðað hugsa til þess nú, en ég fannþað um leið og ég var kominn aðmig langaði til að prófa að búa

hér.Eftir hátíðina, sem var þræl-

skemmtileg, fékk ég mér vinnuog kynntist mannlífinu og menn-ingunni á staðnum. Mér fannstmér strax vel tekið. Ég hef komiðá marga staði úti á landi og alltaffundið ákveðinn bæjarbrag áhverjum stað og maður þarf aðlæra á það hvernig hlutirnir virka.Það er ekki auðvelt að vera utan-bæjarmaður, en hér fann ég ekkifyrir neinu slíku. Fólk er ákaflegaviðkunnanlegt hér og margir semkoma nýir inn í bæinn hafa talaðum það hve velkomnir þeimfinnst þeir vera hér. Í eðli sínufinnst mér Ísafjörður vera eittmesta fjölmenningarsamfélagsem ég hef komið í. Ég hef ekkifundið neina fordóma hér.

Svo finnst mér Önundarfjörð-urinn vera einn sá fallegasti stað-ur sem ég hef séð, ég get varlaímyndað mér að það sé til fallegristaður á jarðríki. Ég ek oft þang-að, bara til að finna ró í sálinni.Maður finnur þó, bæði á Flateyriog í Súðavík, hvernig söknuður-inn liggur enn í loftinu, og mér

Page 13: Persónulegur stíll í hverju tilviki · JANÚAR 2015 3 Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt. Stofnunin annast stjórn-sýslu á sviði

FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015 1313131313

l fyrir fegurð Vestfjarða

finnst mjög virðingarvert að finnahvernig raunir fólks hafa settmark á það en þó bara gert þaðsterkara fyrir vikið.“

Aðspurður segist Kjartan verakominn til að vera.

„Ég kynntist yndislegri konufljótlega eftir að ég kom vestur,henni Sunnevu Sigurðardóttur,og börnunum hennar tveimur,Stefáni og Auði Lilju. Nú eigumvið saman lítinn dreng, hann Guð-mund Sævar, fjölskyldan telurþví fimm manns. Ég er því afarsáttur og ekkert á leiðinni burt,að minnsta kosti ekki á meðanvið erum að ala upp börnin.“

Lærði lögmál náttúr-unnar ungur að aldri

Kjartan segist mikið náttúru-barn enda kom náttúran töluvertvið sögu í uppeldi hans.

„Ég ólst upp hjá einstæðri,ungri móður og var mikið hjá afamínum sem tók virkan þátt í upp-eldi mínu. Ég flakkaði á sumrinmeð afa milli verbúða um alltland frá fjögurra ára aldri. Svofékk ég að fara í sveit þegar ég

var sex ára hjá Guðmundu Tyrf-ingsdóttur, sem tók oft að sérbörn ættingja, en hún býr ein aðLækjartúni í Ásahreppi. Hún erótrúleg kona, 83 ára og rekur ennstórt bú alveg ein með tuttugunautgripi, hundrað kindur, hænsniog hross. Okkur varð strax vel tilvina og upp frá því dvaldi égalltaf á sumrin hjá henni.

Það skapaðist nokkuð skemmti-legt mótvægi við að vera í gettó-inu í Breiðholti á veturna ogsveitaparadísinni í Lækjartúni ásumrin. Að vera þar gerði mérákaflega gott. Þar lærði maðurað vinna og allt um siðferðis-kennd. Þetta var mikill lærdómurtil lífsins þar sem maður lærðilögmál náttúrunnar. Ég er afarþakklátur fyrir tíma minn í Ása-hreppnum. Oft veit ég ekki hvortég er meiri Breiðhyltingur eðasveitamaður en ég tek bara þaðgóða úr hvoru tveggja og nýtiþað.“

Finnst að allir ættu aðeiga sérsaumaða flík

– Hvernig sér Kjartan fyrir sér

framtíðina á Ísafirði sem kjóla-klæðskeri?

„Það á eftir að koma í ljóshvort það sé markaður fyrir þvífólk vilji láta sauma á sig klæðnaðhér fyrir vestan. Það kemur baraí ljós, en ég ætla líka að bjóðaupp á viðgerðir og breytingarsamhliða því. Ég tel þó að allirættu að eiga allavega eina sér-saumaða flík, það er eitthvað al-veg sérstakt við það. Ég á ennfyrsta vestið sem saumað var ámig og það er í algjöru uppáhaldihjá mér. Vestið var einmitt saum-að í Fasa og ég valdi sjálfur efniðog hvernig það ætti að vera ogþað gerir það svo persónubundið.Mikill sparnaður er í því að eigaeina flík sem endist manni í 20ár.

Mitt markmið er að hjálpa fólkiað túlka sinn eigin persónubund-na stíl. Hver einasti kjóll sem égsendi frá sér hefur sitt einstakayfirbragð, eitthvað sem gerirhann alveg frábrugðinn öðrumkjólum. Það er aðeins erfiðaraviðfangs með jakkafötin og kjól-fötin. Ef menn vilja jakkaföt, þá

eru þau í heldur hefðbundnarisniðum þó svo að þau passi upp ámillimeter fyrir þann sem saum-að er á og notast við sníðaformsem aðlaga þau betur að líkaman-um. Ég finn þó ávallt smáatriðiþar sem ég get gert þau einstök,hvort sem það er í praktískumeða ópraktískum tilgangi. Svo eruaðrir sem eru frakkari og erufrjálslegri í efnisvali. Það er allurgangur á því. En markmið mitt ereinnig að notast við vel vönduðefni og sem mest náttúruleg einsog hægt er. Það er ákveðinn stíllí að vita hvaðan varan kemur.

Eins hef ég hug á að fara ef tilvill út í framleiðslu á kjólum,buxum og alls kyns fatnaði semmaður myndi þá selja í gegnumnetið. Ég stefni á að finna ein-hvern flöt á því. Þannig gæti mað-ur stílað meira á markaðinn álandsvísu en kannski meira í sér-saumi á Ísafjarðarmarkaðnum.Það eru nefnilega fjöldamörg til-efni til þess að láta sérsauma ásig föt, til dæmis brúðkaup, ferm-ingar, útskriftir og jafnvel þorra-blót. Listinn er ótæmandi.

Ef fólk myndi nýta sér þaðgæti opnast gátt hér og maðurhaft nóg að gera á staðnum. Þaðer auðvitað draumastaðan. Einssé ég fyrir mér að ferðamenn ískíðaferðum og siglingum gætunýtt sér að koma til mín og látasérsauma á sig föt, og ég myndisvo bara senda til þeirra fullunnaflíkina.

Svo reynir maður fyrir sér semfarandkjólaklæðskeri. Ég ertilbúinn að fara til Reykjavíkurreglulega þegar maður er búinnað safna upp nógu mörgum verk-efnum. Ýmsir möguleikar eru ístöðunni, en ég vona bara að Ís-firðingar og nærsveitamenn takivel í þetta. Viðtökurnar hafa alla-vega verið góðar hingað til.“

Fyrir áhugasama má geta þessað verkstæðið verður opið þriðju-daga til föstudaga kl. 10-18 ogum helgar kl. 12-16, en á mánu-dögum verður Kjartan með far-símann á sér.

–Thelma Hjaltadóttir.

Page 14: Persónulegur stíll í hverju tilviki · JANÚAR 2015 3 Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt. Stofnunin annast stjórn-sýslu á sviði

1414141414 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015

Krossgátan

Sportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...

Föstudagur 30. janúarFöstudagur 30. janúarFöstudagur 30. janúarFöstudagur 30. janúarFöstudagur 30. janúarkl. 19:45 Bournem. - Watford

Laugardagur 31. janúarLaugardagur 31. janúarLaugardagur 31. janúarLaugardagur 31. janúarLaugardagur 31. janúarkl. 12:45 Hull - Newcastle

kl. 15:00 Crystal P - Evertonkl. 15:00 Liverpool - West Hamkl. 15:00 Sunderland - Burnley

kl. 15:00 WBA - Tottenhamkl. 15:00 Stoke - QPR

kl. 15:00 Man. Utd - Leicesterkl. 17:30 Chelsea - Man City

Sunnudagur 1. febrúarSunnudagur 1. febrúarSunnudagur 1. febrúarSunnudagur 1. febrúarSunnudagur 1. febrúarkl. 13:30 Arsenal - Aston Villakl. 16:00 South.pt. - Swansea

kl. 17:00 Real M - Real Skl. 20:00 Barcelona - Villarreal

Miðvikudagur 4. febrúarMiðvikudagur 4. febrúarMiðvikudagur 4. febrúarMiðvikudagur 4. febrúarMiðvikudagur 4. febrúarkl. 19:45 Real M. - Sevilla

Dagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar Íslandseftir Jónas Ragnarssoneftir Jónas Ragnarssoneftir Jónas Ragnarssoneftir Jónas Ragnarssoneftir Jónas Ragnarsson

29. janúar 1942: 29. janúar 1942: 29. janúar 1942: 29. janúar 1942: 29. janúar 1942: Bandarískustrandgæsluskipi, AlexanderHamilton, var sökkt undan

Garðskaga. Íslensk skip björg-uðu 85 manns en 28 fórust.30. janúar 1981:30. janúar 1981:30. janúar 1981:30. janúar 1981:30. janúar 1981: Sjöundahrina Kröfluelda hófst meðgosi í Éthólaborgum í Gjá-

stykki. Það stóð í fimm daga.31. janúar 1881:31. janúar 1881:31. janúar 1881:31. janúar 1881:31. janúar 1881: Kirkjan aðNúpi í Dýrafirði fauk út á sjó í

ofsaveðri. Þetta var ný ogvönduð timburkirkja. Klukk-urnar fundust á miðri leið til

sjávar og messuklæðin fund-ust í fjörunni neðan kirkjunnar.1. febrúar 1973:1. febrúar 1973:1. febrúar 1973:1. febrúar 1973:1. febrúar 1973: Alþingi sam-þykkti lög um stofnun Viðlaga-sjóðs til að bæta eftir föngum

tjón vegna náttúruhamfar-anna í Vestmannaeyjum.

2. febrúar 1988: 2. febrúar 1988: 2. febrúar 1988: 2. febrúar 1988: 2. febrúar 1988: Hjarta oglungu voru grædd í HalldórHalldórsson, 25 ára Kópa-

vogsbúa, fyrstan Íslendinga.Aðgerðin tók átta klukku-

stundir og var gerð í London.3. febrúar 1975: 3. febrúar 1975: 3. febrúar 1975: 3. febrúar 1975: 3. febrúar 1975: Gunnar

Þórðar fékk listamannalaunfyrstur popptónlistarmanna.

Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Norðanátt, víða 5-10 m/s ogléttskýjað á suður- og vestur-

landi, annars dálítil él.Harðnandi frost.

Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Norðlæg átt og bjartviðri,en dálítil él á Austurlandi.

Talsvert frost.

Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Norðlæg eða breytileg átt

og víða él. Kalt í veðri.

HelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðrið

Page 15: Persónulegur stíll í hverju tilviki · JANÚAR 2015 3 Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt. Stofnunin annast stjórn-sýslu á sviði

FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015 1515151515

Lausn á síðustu krossgátu

Sudoku þrautir

Þjónustuauglýsingar

Eiríkur Finnur Greipsson, f.v.bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ, hefurverið kjörinn í stjórn Ríkisút-varpsins. Eiríkur Finnur er ekkieini Önfirðingurinn í stjórninni,því Ingvi Hrafn Óskarsson,stjórnarformaður RÚV, er fráFlateyri og var hann endurkjör-inn.

Vestfirðingar eru með vel skip-aða sveit í stjórninni því Ásthild-ur Sturludóttur, bæjarstjóri íVesturbyggð, var einnig endur-kjörin í stjórnina.

Eiríkur Finn-ur í stjórn RÚV

Kvennadeild Slysavarnafé-lagsins Landsbjargar í Bolung-arvík fagnar hálfrar aldar afmælilaugardaginn 31. janúar. Deildinhefur starfað nær óslitið síðan ogsinnt hinum ýmsu málefnumslysavarna. Sérstaklega hefurdeildin látið sig varða slysavarnirvið höfnina í Bolungarvík og viðsundlaug Bolungarvíkur.

Til að sinna þessum málefnumhefur deildin staðið fyrir ýmsumfjáröflunum og ber þar hæst að-komu að hátíðardegi sjómanna.

Kvennadeildin er afar þakklátþeim fjölmörgu sem hafa styrkthana í gegnum tíðina og ætlar ítilefni afmælisins að bjóða upp ákaffi og samveru í húsi félagsinsfrá kl. 14-17 á afmælisdaginn.

Fagna hálfraraldar afmæli

Fulltrúi frá iðnfyrirtækinuMarel mætti á fæðingardeildinaá Heilbrigðisstofnun Vestfjarðaá miðvikudag í síðustu viku ogfærði starfsfólki hennar nýja ný-buravigt. „Vigtin er afar gerðar-leg enda lögðu nokkrir starfs-menn fyrirtækisins dag við nóttvið hönnun hennar en þeir höfðueinmitt tekið eftir því að nýbura-vigtir þær sem notaðar eru víðavoru farnar að láta á sjá. Vildifyrirtækið láta gott af sér leiða,hannaði og smíðaði þessa nýjugerð vigtar og færir nú þeim semþurfa, t.d. fæðingadeild HVest,eitt eintak til endurnýjunar á þvígamla sem smíðað var í Póls áÍsafirði fyrir all-nokkrum árum,“segir á vefsíðu stofnunarinnar.

Starfsfólk fæðingadeildar ogannað starfsfólk stofnunarinnarþakkar Marel fyrir hlýhuginn envigtin er nú þegar komin í notkun.

Færði fæðingar-deildinni vigt

Page 16: Persónulegur stíll í hverju tilviki · JANÚAR 2015 3 Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt. Stofnunin annast stjórn-sýslu á sviði

1616161616 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015