32
Bls. RAI-NH HJÚKRUNARÞJÓNUSTA HANDBÓK Útgáfa 0.1.0

RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

  • Upload
    dokiet

  • View
    234

  • Download
    4

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls.

RAI-NH

HJÚKRUNARÞJÓNUSTA

HANDBÓK

Útgáfa 0.1.0

Page 2: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 2

UM HANDBO KINA

Handbókin er skrifuð af starfsmönnum Stika sem jafnframt hafa þróað hugbúnaðinn.

Allar ábendingar eða athugasemdir varðandi þessa handbók eða hugbúnaðinn óskast sendar til

Stika á netfangið: [email protected] eða tilkynntar í síma 5 700 600. Þær verða skráðar, skoðaðar

og nýttar við endurbætur á hugbúnaðinum.

INNGANGUR

RAI NH (Nursing Home) mælitækið sem er hluti af interRAI hugbúnaðinum (www.interrai.org) er

hannaður fyrir hjúkrunar- og dvalarheimili til að gera starfsmönnum kleift að framkvæma RAI mat

fyrir íbúa á tölvutæku formi.

Hér er um að ræða notendahandbók fyrir útgáfu 4.0 af RAI NH mælitækinu sem er uppfærð útgafa

af því sem nú er í notkun en notendaviðmótið hefur verið endurskrifað. Virkni kerfisins hefur verið

endurbætt og nýjar skýrslur sjá dagsins ljós. Kerfin eru hönnuð í samráði við Velferðarráðuneytið

og Embætti landlæknis samkvæmt leyfi Velferðarráðuneytisins við interRAI.

Page 3: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls.

Efnisyfirlit

INNGANGUR .................................................................................................................. 2

UM HANDBÓKINA ......................................................................................................... 2

INNSKRÁNING .............................................................................................................. 5

1 NNSKRÁNING ............................................................................................................. 5

1.1 RÆSING KERFISINS .................................................................................................. 5

1.1. INNSKRÁNING MATSAÐILA .................................................................................... 5

2 MATSHLUTVERK / ÍBÚAR ............................................................................................ 6

2.1 ÍBÚAR ...................................................................................................................... 7

2.1.1 INNRITUN ÍBÚA .................................................................................................... 7

2.1.2 ÚTSKRIFT ÍBÚA ..................................................................................................... 9

2.1.3 INNRITAÐIR ÍBÚAR ............................................................................................. 11

2.2 MÖT ....................................................................................................................... 11

2.1.1 STOFNA MAT ...................................................................................................... 12

2.2.2 VIRK MÖT ........................................................................................................... 13

2.2.2.1 LÆST / ÓLÆST MÖT ......................................................................................... 13

2.3 MATSAÐILAR ......................................................................................................... 14

2.3.1 STOFNA MATSAÐILA .......................................................................................... 14

2.3.2 ALLIR MATASÐILAR ............................................................................................ 15

2.4 DEILDIR .................................................................................................................. 15

2.4.1 STOFNA DEILD .................................................................................................... 15

2.4.1.1 MATSAÐILAR ................................................................................................... 16

2.4.2 ALLAR DEILDIR .................................................................................................... 16

2.5 SKÝRSLUR .............................................................................................................. 17

2.6 KERFISSTJÓRN ....................................................................................................... 17

3 MÖT - MATSBLAÐIÐ ................................................................................................. 18

3.1 MATSBLAÐIÐ ......................................................................................................... 19

3.2.1 SÍÐULISTI ............................................................................................................ 19

3.3 INNSLÁTTARGLUGGINN ........................................................................................ 20

3.4 ÓSKRÁÐ SVÆÐI ...................................................................................................... 20

3.5 VISTUN, ÓSKRÁÐ SVÆÐI OG LÆSINS ..................................................................... 20

3.5.1 LÆSA ................................................................................................................... 21

3.5.2 VISTA / VISTA OG LOKA ...................................................................................... 21

3.6 NIÐURSTÖÐUR ...................................................................................................... 21

3.6.1 NIÐURSTÖÐUFLOKKAR ....................................................................................... 21

Page 4: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 4

4 SKÝRSLUR ................................................................................................................. 22

4.1 GAGNAÚTTEKT ...................................................................................................... 22

4.2 HEILDARYFIRLIT ÍBÚA ............................................................................................ 22

4.3 HJÚKRUNARSKRÁNING ......................................................................................... 23

4.4 LYFJANOTKUN ....................................................................................................... 23

4.5 NIÐURSTÖÐUR KVARÐA OG VIÐFANGSEFNA ....................................................... 24

4.6 RUG - III YFIRLIT ..................................................................................................... 25

4.7 RUG - III ÞYNGDARSTUÐLA YFIRLIT ....................................................................... 25

4.8 SJÚKDÓMSGREININGAR ........................................................................................ 26

4.9 YFIRLIT GÆÐAVÍSA ................................................................................................ 27

4.10 YFIRLIT STOFNANA OG DEILDA ........................................................................... 28

4.11 YFIRLITSBLAÐ ÍBÚA .............................................................................................. 29

5 AÐGANGSSTÝRINGAR ............................................................................................... 30

5.1 AÐGERÐIR Í MÖTUM ............................................................................................. 30

5.2 AÐGERÐIR Á NOTENDUDR .................................................................................... 30

5.3 AÐGERÐIR Á DEILDIR ............................................................................................. 31

5.4 AÐGERÐIR Á MATSAÐILA ...................................................................................... 31

5.5 AÐGERÐIR Á SKÝRSLUR ......................................................................................... 31

5.6 KERFISSTILLINGAR ................................................................................................. 31

HEIMILDIR ................................................................................................................... 32

Page 5: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 5

1.2 INNSKRÁ NING MÁTSÁÐILÁ

Nafn og lykilorð eru slegin inn í gluggann (mynd 1.3) og síðan er smellt á Í lagi.

Innskráning - mynd 1.3

Þegar rétt notendanafn og lykilorð hefur verið slegið inn er

hægt að keyra upp kerfið.

Athugið að ef notendanafn eða lykilorð hefur týnst, notandi er

óvirkur eða þarf að stofna nýjan matsaðila getur yfirnotandi

stofnunar gert það.

Ef gagnagrunnstengind virkar ekki skal hafa samband við

kerfisstjóra stofnunar ef breyta þarf þeim.

Forritið RAI Suite - Gagnagrunnstillingar (mynd1.2) er

notað til þess að breyta þessum stillingum en kerfisstjóri þarf

að koma að þeim breytingum.

1 INNSKRÁ NING Notendur RAI-NH þurfa að auðkenna sig áður en þeir geta byrjað að nota kerfið. Allir notendur

RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar.

Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af hlutverkum

kerfisins og þeim veittur les- og/eða skrifaðgangur að deildum. Við innskráningu eru aðgerðir og

aðgangur að gögnum í samræmi við skráð les- og/eða skrifaðgang sem viðkomandi notandi hefur.

Innan kerfisins eru skilgreindir eftirfarandi notendur fyrir stofnanir en til eru fleiri hlutverk sem eru

ekki útskýrð hér:

Yfirnotandi

Matsaðili

Yfirnotandi er yfirmaður stofnunar eða einhver annar sem fengið hefur þau réttindi, hann hefur

aðgang að öllum gögnum, deildum, íbúum og mötum. Yfirnotandi hefur auk þess aðgang til að

stofna matsaðila, gera þá virka / óvirka og setja lykilorð á matsaðila ef þau hafa glatast.

Matsaðili getur einungis unnið með möt þeirra íbúa sem tilheyra deildum sem hann hefur skráðan

aðgang að en yfirmaður sér um að stofna þann aðgang.

Ræsing - mynd 1.1 Ræsing - mynd 1.2

1.1 RÆSING KERFISINS

Kerfið en kerfið er ræst annaðhvort frá skjáborði með því að smella á flýtivísun kerfisins (mynd

1.1) eða frá ræsingarhnappi Windows stýrikerfisins , “Start Button” (mynd 1.2). Ef annaðhvort af

þessu sést ekki er kerfið ekki uppsett fyrir viðkomandi matsaðila.

Page 6: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 6

2 MÁTSHLUTVERK / I BU ÁR

Viðmót yfirnotanda

Viðmót matsaðila

Aðgerðarslá

Aðgerðarslá forritsins inniheldur 6 aðgerðarflokka með 12 stýringum.

Aðgerðaflokkarnir eru: Íbúar, Möt, Matsaðilar, Deildir, Skýrslur og Handbækur.

Íbúar: Innrita íbúa, Úskrifa íbúa, Innritaðir íbúar og Útskriftir íbúa.

Möt: Stofna mat, Virk möt og Öll möt.

Matsaðilar: Stofna matsaðila og Allir matsaðilar.

Deildir: Stofna deild og Allar deildir.

Skýrslur: Skýrslur.

Handbækur: Notendahandbók og RAI leiðbeiningar

Hér á eftir verður hverjum aðgerðaflokki og skjámyndum innan hans lýst. Þeir sem eru matsaðilar

sjá einungis almennar stýringar og hafa ekki réttindi til að stofna eða breyta matsaðilum eða

deildum, sú umsýsla er í höndum yfirnotanda.

Page 7: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 7

2.1 I BU ÁR

Flokkurinn Íbúar inniheldur fjóra möguleika; Innrita íbúa, Útskrifa íbúa, Innritaðir íbúar og Útskriftir

íbúa (mynd 2.1).

Íbúar - mynd 2.1

2.1.1 INNRITÁ I BU Á

Ef smellt er á hnappinn Innrita íbúa (mynd 2.1) kemur upp upplýsingaspjald til innsláttar (mynd 2.2).

Á þessu spjaldi er að finna grunnupplýsingar, umsjón, matsupplýsingar og upplýsingar um

aðstandendur viðkomandi

Innskráningarblað - mynd 2.2

Page 8: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 8

Við innskráningu upplýsinga er byrjað á því að sækja upplýsingar sem tengjast kennitölu viðkomandi

úr þjóðskrá. Kennitala íbúa er slegin inn í kennitölugluggann og ýtt á stækkunarglerið. Þegar ýtt er á

stækkunarglerið kemur upp gluggi sem gerir matsaðila kleift að velja íbúa úr lista. Mögulegt er að

slá inn hluta kennitölu og kemur þá upp listi yfir þá sem eru með þær tölur fremstar í kennitölu

sinni (mynd 2.3). Í myndinni hér að neðan var leitað í þjóðskrá eftir kennitölubyrjuninni 25017 og gaf leitin upp eftirfarandi

upplýsingar. Að lágmarki þarf að skrá 4 stafi til að hægt sé að leita í þjóðskránni.

Kennitöluleit - mynd 2.3

Þegar íbúinn hefur verið valinn úr listanum er smellt á OK. Að því loknu koma inn upplýsingar sem

skráðar eru í þjóðskrá inn í grunnupplýsingagluggann. Einnig er mögulegt að leita eftir nafni í stað kennitölu. Er það gert á sama hátt og þegar leitað er

eftir kennitölu.

Til þess að leita að t.d. fornafni ásamt fyrsta staf í millinafni og fyrsta staf í eftirnafni er slegin inn formúlan

Nafn %X %Y dæmi = Bjarni %Þ %B

Þegar búið er að skrá inn tilvísanir og matsupplýsingar er mögulegt að bæta við upplýsingum um

aðstandendur (mynd 2.4).

Page 9: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 9

Aðstandendur - mynd 2.4

Að þessu loknu er nauðsynlegt að vista. Er það gert með því að smella á Vista eða Vista og loka neðst í

hægra horni gluggans. Eigi ekki að vista er smellt á Hætta við (mynd 2.5). Til þess að breyta

upplýsingum um aðstandendur er tvísmellt á viðkomandi og er þannig hægt að breyta skráningum

Vista, Vista og loka, Hætta við - mynd 2.5

Við vistun er boðið upp á það að stofna mat fyrir viðkomandi íbúa. Neðst í glugganum í sömu stiku

og vistunarhnapparnir eru birtist hnappurinn Stofna mat (mynd 2.6).

Stofna mat - mynd 2.6

Nánar verður fjallað um Stofna mat undir liðnum Möt í kafla 3.

2.1.2 U TSKRIFÁ I BU Á

Útskrift íbúa er framkvæmd með því að smella á Útskrift íbúa (mynd 2.7) og birtist þá gluggi með

þeim notendum sem skráðir hafa verið inn í kerfið (mynd 2.8).

Útskrifa íbúa - mynd 2.7

Page 10: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 10

Íbúar til útskriftar - mynd 2.8

Notandi er valinn til útskrifar með því að velja íbúann og staðfesta með Í lagi. Athugið að ekki er

hægt að útskrifa íbúa með óstaðfest mat (mynd 2.9). Í því tilfelli verður að klára og staðfesta matið

áður en hægt er að útskrifa viðkomandi. Við staðfestingu útskriftar opnast gluggi (mynd 2.10) þar

sem sett er dags., tími og ástæða útskriftar.

Hnappurinn Möt - mynd 2.9

Útskrift - mynd 2.10

Page 11: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 11

2.1.3 INNRITÁÐIR I BU ÁR

Ef smellt er á flipann Innritaðir íbúar (mynd 2.11) kemur upp listi yfir alla sem skráðir eru inn í

kerfið og eru virkir í kerfinu.

Innritaðir íbúar - mynd 2.11

Með því að nýta vinnuslána er hægt að finna einstaka íbúa með leit, hægt að sjá hversu margir eru

skráðir í kerfið, prenta út lista, senda lista yfir í Excel og PDF. Einnig er hægt að bæta við íbúum og

eyða þeim. Með því að draga gráu dálkana upp í slána sem í er ritað „Dragðu dálk hingað til að hópa eftir þeim

dálki” er hægt að raða eftir nafni, kennitölu, heimilisfangi, póstnúmeri, næsta mati eða

dagsetningum síðustu mata.

2.1.4 U TSKRIFTIR I BU Á

Ef smellt er á hnappinn Útskriftir íbúa (mynd 2.12) kemur upp listi yfir alla þá sem hafa verið

útskrifaðir út úr kerfinu. Þessum upplýsingum er hvorki hægt að breyta né vinna með þær.

Útskriftir íbúa - mynd 2.12

2.2 MO T

Flokkurinn Möt inniheldur þrjá möguleika; Stofna mat, Virk möt og Öll möt (mynd 2.13).

Möt - mynd 2.13

Page 12: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 12

Til þess að stofna mat í kerfinu þarf íbúinn sem á að meta að vera skráður í kerfið. Sé það ekki

raunin þarf að byrja á því að skrá viðkomandi sjá kafla 2.1.1. Ef íbúinn er þegar skráður í kerfið er smellt á hnappinn Stofna mat (mynd 2.14) og kemur þá upp

gluggi með þeim notendum sem skráðir eru inn í kerfið (mynd 2.15), sjá hér að neðan. Eftir að íbúi

er valinn þarf að ákveða hvort gera á langt eða stutt mat fyrir viðkomandi íbúa.

2.2.1 STOFNÁ MÁT

Stofna mat - mynd 2.14

Eigi íbúi eldra mat í kerfinu býður kerfið upp á að taka inn upplýsingar úr því mati. Ef nota á

upplýsingar úr eldra mati er ýtt á Já, annars Nei. Einnig er boðið upp á að Hætta við komi í ljós að

rangur íbúi hefur verið valinn (mynd 2.16). NAUÐSYNLEGT ER AÐ FARA VEL YFIR ÞÆR UPPLÝSINGAR SEM KOMA INN MEÐ ELDRA MATI OG GANGA ÚR SKUGGA

UM AÐ UPPLÝSINGARNAR SÉU RÉTTAR.

Stofna mat - mynd 2.15

Eldra mat fannst - mynd 2.16

Page 13: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 13

2.2.2 VIRK MO T

Ef smellt er á flipann Virk möt (mynd 2.17) kemur upp listi yfir öll möt sem hafa verið gerð á

innrituðum íbúum.

Virk möt - mynd 2.17

Með því að nýta vinnuslána er hægt að finna einstaka möt með leit, hægt að sjá hversu mörg möt

eru skráð í kerfið, prenta út lista, senda lista yfir í Excel og PDF. Einnig er hægt að bæta við mötum

og eyða þeim. Með því að draga gráu dálkana upp í slána sem í er ritað „Dragðu dálk hingað til að hópa eftir þeim

dálki” er hægt að raða eftir nafni, kennitölu, stofndegi, stöðu (staðfest/óstaðfest), læst/ólæst,

ástæðu mats og skoða hvort eitthvað mat er opið.

Ef smellt er á einstakling/mat í þessum lista kemur upp upplýsingaspjald

2.2.2.1 LÆST / O LÆST MO T

Í yfirlitslistanum sést hvort mat er læst eða ólæst. Möt geta haft þrjár mismunadi stöður: Læst : Ef mat hefur verið opið of lengi (sem er skilgreint í Kerfisstillingum) læsist matið og

ekki er hægt að vinna í því, aðeins skoða. Yfirnotandi eða kerfisstjóri geta / verða að aflæsa

og opna matið.

Opið: Þegar mat er stofnað er matið opið. Aðeins þegar mat er opið er hægt að breyta

upplýsingum í matinu. Staðfest: Þegar búið er að fullvinna mat er mat staðfest. Ekki er hægt að vinna í eða breyta

staðfestu mati en aðeins verkefnisstjóri RAI mats hjá Embætti landlæknis og kerfisstjóri hjá

Stika geta afstaðfest möt.

Þegar mat er stofnað er það bæði óstaðfest og ólæst. Um leið og mat er staðfest, læsist það.

2.2.3 O LL MO T

Ef smellt er á flipann Öll möt (mynd 2.18) kemur upp listi yfir öll möt íbúa sem skráðir hafa verið

inn í kerfið. Um er að ræða möt íbúa sem eru virkir (innritaðir) og einnig möt íbúa sem ekki eru

virkir (útskrifaðir).

Öll möt - mynd 2.18

Page 14: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 14

Með því að nýta vinnuslána er hægt að finna einstök möt með leit, hægt er að sjá hversu mörg möt

eru skráð í kerfið, prenta út lista, senda lista yfir í Excel og PDF. Einnig er hægt að stofna möt og

eyða þeim Með því að draga gráu dálkana upp í slána sem í er ritað „Dragðu dálk hingað til að hópa

eftir þeim dálki” er hægt að raða eftir nafni, kennitölu, stofndegi, stöðu (staðfest/óstaðfest), læst/

ólæst, ástæðu mats og hvort eitthvað mat er opið. Ef smellt er á einstakling/mat í þessum lista kemur upp upplýsingaspjald viðkomandi íbúa.

2.3 MÁTSÁÐILÁR

Flokkurinn Matsaðilar inniheldur tvo möguleika, Stofna matsaðila, og Allir matsaðilar (mynd 2.19).

Stofna matsaðila - mynd 2.20

Matsaðilar - mynd 2.19

2.3.1 STOFNÁ MÁTSÁÐILÁ

Til þess að stofna matsaðila í kerfinu er smellt á hnappinn Stofna matsaðila (mynd 2.20). Aðeins

yfirnotandi getur stofnað matsaðila.

Þegar smellt hefur verið á hnappinn birtast innsláttargluggar fyrir nýjan matsaðila (mynd 2.21). Þær

upplýsingar sem nauðsynlegt er að skrá eru kennitala eða nafn (kerfið finnnur svo viðkomandi í

þjóðskrá), velja notendanafn og lykilorð fyrir viðkomandi. Lykilorðið þarf að vera 8 stafir eða lengra,innihalda 2 tölustafi og má ekki byrja á tölustaf. Viðbótarupplýsingar sem þarf að fylla út eru starfsheiti, skilgreindir notendur (yfirnotandi eða

matsaðili) og netfang matsaðilans. Skilgreina þarf aðgang viðkomandi með því að velja þau kerfi sem viðkomandi á að hafa aðgang að s.s.

RAI-NH.

Aðgangsréttindi viðkomandi eru þær deildir sem notandinn á að tilheyra. Einnig þarf að velja þau

mælitæki sem viðkomandi notandi á að hafa aðgang að og þau réttindi sem viðkomandi á að hafa á

hvert mælitæki.

Innsláttargluggi, nýr matsaðili - mynd 2.21

Page 15: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 15

2.3.2 ÁLLIR MÁTSÁÐILÁR

Hnappurinn Allir matsaðilar (mynd 2.22) opnar lista yfir alla sem skráðir eru og hafa aðgang að

kerfinu.

Allir matsaðilar - mynd 2.22

Með því að nýta vinnuslána er hægt að finna einstaka matsaðila með leit, hægt að sjá hversu margir

matsaðilar eru skráðir í kerfið, prenta út lista, senda lista yfir í Excel og PDF. Einnig er hægt að

stofna matsaðila hafi notandinn réttindi til þess.

Með því að draga gráu dálkana upp í slána sem í er ritað „Dragðu dálk hingað til að hópa eftir þeim

dálki” er hægt að raða eftir nafni, kennitölu, notendanafni, netfangi, starfsheiti, hlutverki og stöðu

aðgangs (opinn / lokaður). Ef smellt er á einstakling/matsaðila í þessum lista kemur upp upplýsingaspjald viðkomandi matsaðila.

2.4 DEILDIR

Flokkurinn Deildir inniheldur tvo möguleika, Stofna deild, og Allar deildir (mynd 2.23). Athugið að

aðeins yfirnotandi getur stofnað nýja deild.

Deildir - mynd 2.23

2.4.1 STOFNÁ DEILD

Til þess að stofna nýja deild í kerfinu er smellt á hnappinn Stofna deild (mynd 2.24).

Stofna deild - mynd 2.24

Page 16: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 16

Þegar smellt er á hnappinn Stofna deild kemur upp skráningargluggi fyrir nýja deild á viðkomandi

stofnun (hjúkrunarheimili). Í þennan glugga þarf að fylla inn grunnupplýsingar um deildina s.s. nafn,

auðkenni deildarinnar og yfirdeild skal velja úr fellivalsglugga. Fullt nafn er myndað af kerfinu sjálfu

þegar vistað er (mynd 2.25).

Skráning á nýrri deild - mynd 2.25

2.4.1.1 MÁTSÁÐILÁR

Þegar ný deild er skráð í kerfið koma matsaðilar ekki fram og ekki hægt að bæta þeim við nema

með því að fara inn í skráningarblað Matsaðila og skrá þá í viðkomandi deild, sjá kafla 2.3.1. Flipinn

Matsaðilar sem sést á mynd 2.25 sýnir því þá matsaðila sem skráðir hafa verið í viðkomandi deild.

Með því að nýta vinnuslána er hægt að finna einstaka matsaðila með leit, hægt að sjá hversu margir

matsaðilar hafa aðgang að nýju deildinni, prenta út lista, senda lista yfir í Excel og PDF. Ekki er hægt

að eyða matsaðilum eftir að þeir hafa verið stofnaðir nema ef þeir eiga engin staðfest möt í kerfinu.

Með því að draga gráu dálkana upp í slána sem í er ritað „Dragðu dálk hingað til að hópa eftir þeim

dálki” er hægt að raða eftir nafni, kennitölu, notendanafni, netfangi, starfsheiti, hlutverki og stöðu

aðgangs (opinn / lokaður)

2.4.2 ÁLLÁR DEILDIR

Hnappurinn Allar deildir (mynd 2.26) opnar lista yfir allar deildir sem eru í kerfinu.

Allar deildir - mynd 2.26

Ef tvísmellt er á deild í þessum lista kemur upp skráningaspjald viðkomandi deildar.

Page 17: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 17

2.6 KERFISSTJO RN

2.5 SKÝ RSLUR

Hnappurinn skýrslur (mynd 2.27) opnar aðgang að öllum skýrslum sem hægt er að prenta út úr

kerfinu. Með því að tvísmella á skýrslur í listanum er hægt að útbúa viðkomandi skýrslur með þeim

forstillingum sem settar eru inn í valmynd valinnar skýrslu.

Skýrslur - mynd 2.27

Hnappurinn stillingar sem aðeins notandi með hlutverkið kerfisstjóri sér (mynd 2.28) opnar

kerfisstillingar sem nýtast við að auka sjálfvirkni og hegðun kerfisins. Í þessari útgáfu eru stillingar

fyrir Matsglugga og Aldurshópa. (mynd 2.29). Varðandi Matsgluggana þar er hægt að skilgreina

hvort allir gluggar eigi að sjást eða bara gluggar fyrir ákveðið ár. Undir aðgerðarflokknum Skýrslur

er hægt að velja aldurshópaskiptingu fyrir skýrslur úr kerfinu.

Stillingar - mynd 2.28

Kerfisstillingar - mynd 2.29

Page 18: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 18

3 MO T - MÁTSBLÁÐIÐ

Áður en hafist er handa við vinnslu á nýju mati er mikilvægt að lesa yfir leiðbeiningar í kafla 2.2.

Þegar matsaðilar hafa kynnt sér helstu þætti aðgerðarslárinnar og virkni er hægt að hefjast handa

við vinnslu á mati. Fyrst er nauðsynlegt að ganga úr skugga um það hvort viðkomandi íbúi er skráður í kerfið og hvort

hann á mat fyrir í kerfinu. Það er gert með því að skoða Virk möt (mynd 2.17) eða Öll möt (mynd

2.18). Ef viðkomandi á ekki virkt mat sem hægt er afrita þá er stofnað nýtt mat. Er það gert með því að

smella á Stofna nýtt mat (mynd 2.14), kemur þá upp matsblaðið (mynd 3.1). Hafa ber í huga að til

þess að stofna nýtt mat þurfa eldri möt að vera staðfest.

3.1 MÁTSBLÁÐIÐ

Matsblaðið samanstendur af 4 hlutum.

Síðulisti matsblaðsins (vinstramegin að ofan)

Aðgerðir á matsblaðið, (vinstramegin að neðan)

Síða matsblaðsins (hægramegin að ofan)

Villulisti með villum og aðvörunum fyrir skráningaratriði matsblaðsins (hægramegin að neðan)

Matsblað - mynd 3.1

Page 19: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 19

Kerfinu fylgja tvær sérstakar handbækur:

Notendahandbók (þessi bók hér).

Leiðbeiningar fyrir gagnasafn um heilsufar og hjúkrunarþörf íbúa á öldrunarstofnunum

( leiðbeiningar um skráningu RAI mats)

Matsaðilum er eindregið bent á að nýta sér ofannefndar leiðbeiningar.

3.2.1 SI ÐULISTI

Í síðulistanum eru kaflarnir sem mynda matsblaðið sjálft. Þegar smellt er á kafla í síðulistanum

birtist viðkomandi kafli og er hann tilbúinn til innsláttar. Nauðsynlegt er að fylla út í alla reiti í

hverjum kafla.

Þegar búið er að fylla út í alla reitina breytist rauði hnappurinn fyrir framan kaflann í grænan hnapp

(mynd 3.2) þegar farið er yfir í næsta kafla eða ýtt á hnappinn Óskráð svæði (mynd 3.3). Flýtihnappar við vinnslu mata eru t.d. TAB fer á milli spurninga og Page up /Page down fer á milli

síðna í matinu.

Kaflar / Matsblað - mynd 3.2

3.2.2 SKÝ RINGÁMÝNDIR I SI ÐULISTÁ

Innslætti lokið í kafla

Óskráð svæði í kafla - VERÐUR AÐ FYLLA ÚT

Kafli á ekki við þetta mat

Óskráð svæði í kafla - Ekki nauðsynlegt að fylla út

Page 20: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 20

3.3 INNSLÁ TTÁRGÁRGLUGGINN

Innsláttarglugginn breytist og aðlagast þeim kafla sem verið er að vinna með hverju sinni og ber að

geta þess að kaflarnir eru misjafnlega viðamikilir og geta því verið það stórir að þeir ná niður fyrir

skjáinn. Það er því nauðsynlegt að muna að draga skrunröndina (scroll bar) lengst hægramegin á

skjánum niður til að sjá hvort einhverjir hlutar kaflans séu óútfylltir.

ATHUGIÐ sérstaklega þegar verið er að fylla út í reiti með kóðanúmerum á síðum sem ná niður

fyrir skjáinn að nota skrunröndina eða TAB takkann þar sem annars er hætta á að gildin í

gluggunum breytist (þ.e. ekki skruna niður á sjálfri síðunni heldur nota skrunröndina lengst til

hægri á skjánum). Einnig er hægt að nýta sér glugga sem heitir Óskráð svæði til að aðstoða við útfyllingu á

matsblaðinu.

3.4 O SKRÁ Ð SVÆÐI

Óskráð svæði sýnir þau svæði sem nauðsynlegt er að fylla út og hjálpar matsaðilum að finna með

skjótum hætti þau svæði sem enn eru óútfyllt. Með því að smella á línu í þessum glugga flytur

kerfið matsaðilann beina leið í það svæði sem fylla þarf út.

Þegar kerfið hefur flutt viðkomandi í þann kafla sem fylla þarf út getur matsaðilinn á skjótan hátt

séð hvar upplýsingar vantar því kerfið virkjar þann hluta sem vinna þarf með.

Óskráð svæði - mynd 3.3

3.5 VISTUN, O SKRÁ Ð SVÆÐI OG LÆSING

Neðst í vinstra horni gluggans eru fjórir hnappar sem aðstoða matsaðila við matsgerðina. Þeir eru

Óskráð svæði , Læsa mati, Vista og Vista og loka (mynd 3.4). Matið vistast sjálfkrafa þegar farið er á

milli síðna í sama matsblaði.

Hnappar - mynd 3.4

Page 21: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 21

Þegar lokið hefur verið við gerð matsins er matið staðfest, en það er einungis hægt að staðfesta

matið á síðustu síðu matsins (R). Niðurstöðurnar eru svo tilbúnar á næsta blaði í matinu. Við þetta

birtist nýr flipi birtist við hliðina á Matsblað ofarlega vinstra megin fyrir ofan matskaflana (mynd 3.6)

3.5.1 LÆSÁ

Læsa - mynd 3.3

Opna - mynd 3.4

3.5.2 VISTÁ / VISTÁ OG LOKÁ

Vista hnappurinn (mynd 3.5) hefur þá einu virkni að vista breytingar sem gerðar hafa verið á

matinu. Flýtileið til vistunar er Ctrl+S. Vista og loka hnappurinn (mynd 3.5) hefur þá virkni að vista breytingar sem geraðar hafa verið á

matinu og loka því að vistun lokinni. Flýtileið til vistunar og lokunar er Ctrl+Shift+S.

Vista hnappar - mynd 3.5

3.6 NIÐURSTO ÐUR

Þegar lokið hefur verið við gerð matsins er matið staðfest. Einungis hægt að staðfesta matið á

síðustu síðu matsins (R). Niðurstöðurnar eru svo tilbúnar á næsta blaði í matinu.

Niðurstöðuhnappur í matsblaði - mynd 3.6

3.6.1 NIÐURSTO ÐUFLOKKÁR

Á niðustöðublaði er að finna almennar upplýsingar um íbúann auk niðurstaðna úr matinu.

Niðurstöðurnar eru birtar í flipum sem heita, Kvarðar, Viðfangsefni, Gæðavísar, RUG-III, ICD10,

Lyf, og Sjúkdómsgreiningar (mynd 3.7).

Page 22: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 22

Niðurstöðublað - mynd 3.7

4 SKÝ RSLUR

Undir hnappnum Skýrslur er boðið upp á að keyra 12 mismunandi skýrslur. Öllum þessum

skýrslum er hægt að varpa yfir í Excel og PDF.

Skýrslur kerfisins - mynd 4.0

4.1 GÁGNÁU TTEKT

Skýrslan gagnaúttekt er einungis til þess að taka út hrá matsgögn og niðurstöður. Skýrslan er birt á

Excel sniði í nokkrum sér skrám sem vistast þar sem notandinn kýs. Þessi skýrsla er sérstaklega

ætluð þeim sem eru að vinna rannsóknir.

4.2 HEILDÁRÝFIRLIT I BU Á

Skýrslan Heildaryfirlit íbúa sýnir samanburðarmælingar og aðrar upplýsingar frá öllum

staðfestum mötum íbúa. Ef smellt er á skýrsluna Heildaryfirlit íbúa þá birtist glugginn á mynd

4.1.

Page 23: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 23

Niðurstöðublað - mynd 4.1

Til að birta skýrsluna þarf að velja úr notendalistanum og smella á Keyra.

4.3 HJU KRUNÁRSKRÁ NING

Skýrslan Hjúkrunarskráning sýnir niðurstöður úr matinu og er þeim raðað samkvæmt hefðbundinni

uppsetningu á upplýsingum fyrir hjúkrun samkvæmt heilsufarslyklum Marjory Gordon. Undir

köflum heilsufarslyklanna birtist einni frjáls texti sem skráður hefur verið á síðu S/Hjú Niðurstöðurnar eru birtar fyrir hvern íbúa. Ef tvísmellt er á Hjúkrunarskráning birtist glugginn á

mynd 4.2.

Skýrslan birtir til dæmis upplýsingar um íbúann sjálfan, viðhorf, næringu, útskilnað, færni, virkni,

hvíld og skynjun ásamt fleiri þáttum. Skýrsluna er hægt að prenta út og nota sem upplýsingablað

hjúkrunar fyrir íbúann eða vista sem PDF skjal á viðeigandi stað s.s. í Sögukerfinu.

Hjúkrunarskráning - mynd 4.2

Til að birta skýrsluna þarf að smella á hnappinn Keyra.

4.4 LÝFJÁNOTKUN

Skýrslan Lyfjanotkun birtir samantekt á lyfjanotkun á öllum deildum. Skýrslan gefur upp

heildarfjölda íbúa á hverri deild og hlutfall þeirra sem fengið hafa tiltekið lyf. Skýrslan listar eingöngu þau lyf sem hafa verið skráð innan hverrar deildar og íbúa sem valdir eru

inn í skýrsluna, þ.e. ef tiltekið lyf birtist ekki í skýrslunni þá hefur enginn íbúi fengið þetta ákveðna

lyf. Ef tvísmellt er á Lyfjanotkun birtist glugginn á mynd 4.3.

Lyfjanotkun - mynd 4.3

Page 24: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 24

Þegar glugginn birtist þarf að byrja á því að velja grunnbreytur, deildir sem á að skoða og viðmiðun

kvarða og viðfangsefna.

Hægt er að velja hvort vinna á úr nýjustu staðfestu mötum íbúa, öllum staðfestum mötum þeirra

eða staðfestum mötum á gefnu tímabili. Einnig er mögulegt að fá skýrsluna flokkaða eftir aldri og

kyni íbúa með því að haka í viðeigandi reiti.

Sjálfvalið er skýrslan mynduð fyrir allar deildir en ef mynda á skýrslu eftir hlutmengi af tiltekinni

deild þarf að taka hakið af allar deildir og velja hvaða deildir skulu teknar fyrir með því að haka við

viðkomandi deild í listanum. Til að setja skilyrði skal velja viðkomandi kvarða eða viðfangsefni úr listanum og tilgreina skilyrði með „minna en“ (<), „stærra en“ (>), „minna en eða jafnt og“ (<=), „stærra en eða jafnt og“ (>=)

eða „jafnt og“ (=) í fellivalslistanum (mynd 4.4), slá inn töluna sem miða skal við og flytja að lokum

með Flytja hnappnum yfir í listann yfir valin skilyrði (mynd 4.5).

Til að birta skýrsluna þarf að smella á hnappinn Keyra.

Fellivalslisti - mynd 4.

Flytja kvarða og viðfangsefni - mynd 4.5

4.5 NIÐURSTO ÐUR KVÁRÐÁ OG VIÐFÁNGSEFNÁ

Útbúa skýrslu - mynd 4.6

Þegar glugginn birtist þarf að byrja á því að velja grunnbreytur, deildir sem á að skoða og viðmiðun

kvarða og viðfangsefna.

Hægt er að velja hvort vinna á úr nýjustu staðfestu mötum íbúa, öllum staðfestum mötum þeirra

eða staðfestum mötum á gefnu tímabili. Einnig er mögulegt að fá skýrsluna flokkaða eftir aldri og

kyni íbúa með því að haka í viðeigandi reiti.

Sjálfvalið er skýrslan mynduð fyrir allar deildir en ef mynda á skýrslu eftir hlutmengi af tiltekinni

deild þarf að taka hakið af allar deildir og velja hvaða deildir skulu teknar fyrir með því að haka við

viðkomandi deild í listanum.

Page 25: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 25

Fellivalslisti - mynd 4.7

Flytja - mynd 4.8

Til að birta skýrsluna þarf að smella á hnappinn Keyra.

Til að setja skilyrði skal velja viðkomandi kvarða eða viðfangsefni úr listanum og tilgreina skilyrði

með „minna en“ (<), „stærra en“ (>), „minna en eða jafnt og“ (<=), „stærra en eða jafnt og“ (>=)

eða „jafnt og“ (=) í fellivalslistanum (mynd 4.7), slá inn töluna sem miða skal við og flytja að lokum

með Flytja hnappnum yfir í listann yfir valin skilyrði (mynd 4.8).

4.6 RUG - III ÝFIRLIT

Skýrslan birtir nákvæmt yfirlit yfir RUG-III flokkun fyrir stofnanir og deildir.

Rug-III yfirlit

Þegar glugginn birtist þarf að byrja á því að velja grunnbreytur, deildir sem á að skoða og

viðmiðun kvarða og viðfangsefna.

Hægt er að velja hvort vinna á úr öllum staðfestum og virkum mötum, nýjustu staðfestu virku

mötum eða öllum mötum allra innskráðrar og útskráðra íbúa. Þá er einnig hægt að velja tímabil.

Einnig er mögulegt að fá skýrsluna flokkaða eftir aldri og kyni íbúa með því að haka í viðeigandi reiti

og hægt að velja ástæðu mats.

Sjálfvalið er skýrslan mynduð fyrir allar deildir en ef mynda á skýrslu eftir hlutmengi af tiltekinni

deild þarf að taka hakið af allar deildir og velja hvaða deildir skulu teknar fyrir með því að haka við

viðkomandi deild í listanum.

Til að setja skilyrði skal velja viðkomandi kvarða eða viðfangsefni úr listanum og tilgreina skilyrði

með „minna en“ (<), „stærra en“ (>), „minna en eða jafnt og“ (<=), „stærra en eða jafnt og“ (>=) eða „jafnt og“ (=) í fellivalslistanum (mynd 4.10), slá inn töluna sem miða skal

við og flytja að lokum með Flytja hnappnum yfir í listann yfir valin skilyrði

(mynd 4.11).

Fellivalslisti - mynd 4.10

Flytja - mynd 4.1

Page 26: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 26

4.7 RUG - III ÞÝNGDÁRSTUÐLÁ ÝFIRLIT

Skýrslan birtir nákvæmt yfirlit yfir RUG-III þyngdarstuðla fyrir stofnanir og deildir

Rug-III þyngdarstuðla yfirlit

Þegar glugginn birtist þarf að velja breytur. Byrja þarf á því að velja tímabil sem skýrslan á að

sýna en þó er einnig hægt að haka við og sýna möt sem falla utan skilgreindra dagsetninga. Því

næst þarf að velja RUG-III flokkunina, 34 eða 44 flokka. Sjálfvalið er skýrslan mynduð fyrir allar stofnanir en ef mynda á skýrslu eftir hlutmengi af tiltekinni stofnun þarf að

taka hakið af allar deildir og velja hvaða stofnanir skulu teknar fyrir með því að haka við viðkomandi stofnun í

listanum. Til að setja skilyrði skal velja viðkomandi kvarða eða viðfangsefni úr listanum og tilgreina skilyrði með „minna

en“ (<), „stærra en“ (>), „minna en eða jafnt og“ (<=), „stærra en eða jafnt og“ (>=) eða „jafnt og“ (=) í

fellivalslistanum (mynd 4.10), slá inn töluna sem miða skal við og flytja að lokum með Flytja hnappnum yfir í listann

yfir valin skilyrði (mynd 4.11).

Til að birta skýrsluna þarf að smella á hnappinn Keyra.

Fellivalslisti - mynd 4.10

Flytja - mynd 4.11

Til að birta skýrsluna þarf að smella á hnappinn Keyra.

4.8 SJU KDO MSGREININGÁR

Skýrslan Sjúkdómsgreiningar birtir samantekt á skráðum sjúkdómsgreiningum eftir deildum.

Skýrslan gefur upp heildarfjölda íbúa í hverjum hópi og hlutfall þeirra sem hafa verið greindir með

tiltekna sjúkdóma. Skýrslan birtir eingöngu þær sjúkdómsgreiningar sem eiga við um þann hóp íbúa

sem valinn er í skýrsluna, þ.e. ef tiltekinn sjúkdómur kemur ekki fram í skýrslunni þá er enginn íbúi

í hópnum með þann sjúkdóm. Ef tvísmellt er á Sjúkdómsgreiningar

birtist glugginn á mynd 4.9.

Sjúkdómsgreiningarskýrsla - mynd 4.9

Page 27: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 27

Þegar glugginn birtist þarf að byrja á því að velja grunnbreytur, deildir sem á að skoða og viðmiðun

kvarða og viðfangsefna.

Hægt er að velja hvort vinna á úr nýjustu staðfestu mötum íbúa, öllum staðfestum mötum þeirra eða

staðfestum mötum á gefnu tímabili. Einnig er mögulegt að fá skýrsluna flokkaða eftir aldri og kyni íbúa

með því að haka í viðeigandi reiti.

Sjálfvalið er skýrslan mynduð fyrir allar deildir en ef mynda á skýrslu eftir hlutmengi af tiltekinni deild

þarf að taka hakið af allar deildir og velja hvaða deildir skulu teknar fyrir með því að haka við

viðkomandi deild í listanum.

Fellivalslisti - mynd 4.10

Flytja - mynd 4.11

Til að setja skilyrði skal velja viðkomandi kvarða eða viðfangsefni úr listanum

og tilgreina skilyrði með „minna en“ (<), „stærra en“ (>), „minna en eða jafnt

og“ (<=), „stærra en eða jafnt og“ (>=) eða „jafnt og“ (=) í fellivalslistanum

(mynd 4.10), slá inn töluna sem miða skal við og flytja að lokum með Flytja

hnappnum yfir í listann yfir valin skilyrði (mynd 4.11).

4.9 ÝFIRLIT GÆÐÁVI SÁ

Skýrslan Yfirlit gæðavísa gefur yfirlit yfir niðurstöður allra hópa miðað við gefin skilyrði. Niðurstöðurnar eru birtar fyrir hvern hóp eða sem samantekt allra hópa.

Niðurstöðurnar birtast í 27 síðna skýrslu sem inniheldur alla gæðavísa sem greindir eru og haldið

er til haga. Niðurstöður eru birtar í prósentum. Ef tvísmellt er á Yfirlit gæðavísa birtist glugginn á mynd 4.12

Yfirlit gæðavísa - mynd 4.12

Þegar glugginn birtist þarf að byrja á því að velja grunnbreytur, deildir sem á að skoða og viðmiðun

kvarða og viðfangsefna.

Hægt er að velja hvort vinna á úr nýjustu staðfestu mötum íbúa, öllum staðfestum mötum þeirra

eða staðfestum ötum á gefnu tímabili. Einnig er mögulegt að fá skýrsluna flokkaða eftir aldri og

kyni íbúa með því að haka í viðeigandi reiti.

Sjálfvalið er skýrsla mynduð fyrir allar deildir en ef mynda á skýrslu eftir hlutmengi af tiltekinni deild

þarf að taka hakið af allar deildir og velja hvaða deildir skulu teknar fyrir með því að haka við

viðkomandi deild í listanum.

Til að setja skilyrði skal velja viðkomandi kvarða eða viðfangsefni úr listanum og tilgreina kilyrði

með „minna en“ (<), „stærra en“ (>), „minna en eða jafnt og“ (<=), „stærra en eða jafnt

og“ (>=) eða „jafnt og“ (=) í fellivalslistanum (mynd 4.13), slá inn töluna sem miða skal við og

flytja að lokum með Flytja hnappnum yfir í listann yfir valin skilyrði (mynd 4.14).

Page 28: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 28

Í flipanum Val deilda og gæðavísa er hægt að velja sérstaklega þá gæðavísa sem skoða á (mynd

4.15).

Til að birta skýrsluna þarf að smella á hnappinn Keyra.

Flytja - mynd 4.14

Velja gæðavísa - mynd 4.15

Til að birta skýrsluna þarf að smella á hnappinn Keyra.

4.10 ÝFIRLIT STOFNÁNÁ OG DEILDÁ

Skýrslan Yfirlit stofnana og deilda sýnir gögn sem sótt eru eftir ástæðu mats, deildum og tímabili.

Skýrslan birtir niðurstöður fyrir valin möt, ástæður mata, tímabil, kyn og deildir. Einnig er hægt að

skilgreina hvaða kvarða og viðfangsefni á að birta í skýrslunni. Ef tvísmellt er á Yfirlit stofnana og deilda birtist glugginn á mynd 4.16.

Yfirlist stofnana og deildaMynd- 4.16

Þegar glugginn birtist þarf að byrja á því að velja grunnbreytur, deildir sem á að skoða og

viðmiðun kvarða og viðfangsefna.

Hægt er að velja hvort vinna á úr nýjustu staðfestu mötum íbúa, öllum staðfestum mötum

þeirra eða staðfestum mötum á gefnu tímabili. Einnig er mögulegt að fá skýrsluna flokkaða eftir

aldri og kyni íbúa með því að haka í viðeigandi reiti.

Sjálfvalið er skýrslan mynduð fyrir allar deildir en ef mynda á skýrslu eftir hlutmengi af tiltekinni

deild þarf að taka hakið af allar deildir og velja hvaða deildir skulu teknar fyrir með því að haka

við viðkomandi deild í listanum.

Til að setja skilyrði skal velja viðkomandi kvarða eða viðfangsefni úr listanum og tilgreina

skilyrði með „minna en“ (<), „stærra en“ (>), „minna en eða jafnt og“ (<=), „stærra en eða

Flytja - mynd 4.13

Page 29: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 29

jafnt og“ (>=) eða „jafnt og“ (=) í fellivalslistanum (mynd 4.13), slá inn töluna sem miða skal við

og flytja að lokum með Flytja hnappnum yfir í listann yfir valin skilyrði (mynd 4.14).

Í flipanum Val deilda og

gæðavísa er hægt að velja

sérstaklega þá gæðavísa

sem skoða á (mynd 4.15).

Velja gæðavísa - mynd 4.15

Til að birta skýrsluna þarf að smella á hnappinn Keyra.

4.11 ÝFIRLITSBLÁÐ I BU Á

Ef tvísmellt er á Yfirlitsblað Íbúa birtist glugginn á mynd 4.19.

Mynd 4.19

Byrja þarf á því að velja íbúa sem er innritaður eða þá sem þegar hafa verið útskrifaðir. Þar þarf að

velja þann íbúa sem birta á yfirlit fyrir. Hægt er að leita eftir nafni íbúa, þegar nafn íbúa er slegið inn

í textareitinn birtast leitarniðurstöður jafnóðum. Þegar íbúi hefur verið valinn er smellt á hnappinn Í

lagi og þá birtist skýrslan fyrir þann íbúa.

Í skýrslunni koma fram grunnupplýsingar um íbúann. Næst eru birtar upplýsingar um kvarða, því

næst viðfangsefni og loks RUG þyngdarstuðlar . Kvarðar og viðfangsefni gefa til kynna líkamlegt og

andlegt ástand viðkomandi íbúa.

Öll viðfangsefni eru birt óháð því hvaða gildi viðkomandi viðfangsefni hlýtur. Þá eru einnig birtar

sjúkdómsgreiningar (skv. I-1 á matsblaði og skv. ICD-10) og lyfjanotkun. Að lokum eru birtar aðrar

upplýsingar um viðkomandi íbúa s.s. um endurhæfingarmöguleikar og viðbótar upplýsingar sem

matsaðili hefur tilgreint sérstaklega.

Page 30: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 30

5 ÁÐGÁNGSSTÝ RINGÁR

5.1 ÁÐGERÐIR I MO TUM

Taflan hér að neða sýnir réttindi hvers notanda vegna breytinga á mötum. J þýðir að viðkomandi

geti framkvæmt aðgerðina, N þýðir að notandinn verður að sækja sér aðstoð frá notanda með

réttindi til að geta framkvæmt viðkomandi aðgerð.

Aðgerðir á möt

Hlutverk Skoða mat Stofna

mat Breyta mati

Læsa Aflæsa Staðfesta Óstaðfesta Eyða

óstaðfestu

Kerfisstjóri J J J J J J J J

Yfirnotandi J J J J J J N N

Aðgangsstjóri N N N N N N N N

Matsaðili J J J J N J N N

Skýrslunotandi N N N N N N N N

Eftirlitsaðili J N N N J N J J

Eftirfarandi eru skilgreiningar á aðgerðum:

Skoða mat: Leyfi til þess að skoða mat án þess að breyta því Stofna mat: Stofna nýtt mat

(stutt eða langt)

Breyta mati: Breyta opnu mati Læsa: Læsa mati sem er opið

Aflæsa: Opna mat sem hefur verið læst Staðfesta: Staðfesta að mat sé tilbúið og lokið

Óstaðfesta: Ógilda þá ákvörðun að mat hafi verið staðfest sem tilbúið og lokið

Eyða óstaðfestu: Eyða mati sem hefur hefur verið óstaðfest af verkefnisstjóra RAI hjá

Embætti landlæknis eða kerfisstjóra

5.2 ÁÐGERÐIR Á NOTENDUR

Taflan hér til hliðar sýnir réttindi hvers notanda til að breyta og skrá. J þýðir að viðkomandi

getur framkvæmt aðgerðina, N þýðir að notandinn verður að fá aðstoð frá notanda með

réttindi til að geta framkvæmt viðkomandi aðgerð.

Aðgerðir á notendur

Hlutverk Innrita Útskrifa Eyða á innlögn án mats

Kerfisstjóri J J J

Yfirmaður J J J

Aðgangsstjóri N N N

Matsaðili J J N

Skýrslunotandi N N N

Eftirlitsaðili N N J

Page 31: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 31

5.3 ÁÐGERÐIR Á DEILDIR

Taflan hér að neðan sýnir réttindi hvers notanda til að breyta og skrá. J þýðir að viðkomandi

getur framkvæmt aðgerðina, N þýðir að notandinn verður að fá aðstoð frá notanda með hærri

réttindi til að geta framkvæmt viðkomandi aðgerð.

5.4 ÁÐGERÐIR Á MÁTSÁÐILÁ

Taflan hér að neðan sýnir réttindi hvers notanda. J þýðir að viðkomandi getur framkvæmt

aðgerðina, N þýðir að notandinn verður að sækja sér aðstoð frá notanda með réttindi til að

geta framkvæmt viðkomandi aðgerð.

5.5 ÁÐGERÐIR Á SKÝ RSLUR

Engar takmarkanir eru á keyrslu skýrslna notenda kerfisins. Þ.e. allir geta keyrt allar skýrslur en

sjá einungis þau gögn sem viðkomandi hefur aðgang að (Deildir / Stofnun).

5.6 KERFISSTILLINGÁR

Taflan hér til hliðar sýnir réttindi hvers notanda á

kerfisstillingar. J þýðir að viðkomandi getur framkvæmt

aðgerðina, N þýðir að notandinn verður að sækja sér

aðstoð frá notanda með réttindi til að geta framkvæmt

viðkomandi aðgerð.

Stillingar

Hlutverk Breyta

Kerfisstjóri J

Yfirmaður J

Matsaðili N

Skýrslunotandi N

Eftirlitsaðili N

Aðgerðir á deildir

Hlutverk Stofna Eyða Breyta

Kerfisstjóri J J J

Yfirmaður J J J

Aðgangsstjóri N N N

Matsaðili N N N

Skýrslunotandi N N N

Eftirlitsaðili N N N

Aðgerðir á matsaðila

Hlutverk Stofna Eyða Breyta Aflæsa Breyta aðgangi að hópi Breyta email

Kerfisstjóri J J J J J J

Yfirmaður J N J J J J

Aðgangsstjóri J N J J J J

Matsaðili N N N N N J

Skýrslunotandi N N N N N N

Eftirlitsaðili N N N N N N

Page 32: RAI-NH - Heim NH Notendahandbok...RAI-NH eru hér eftir nefndir einu nafni matsaðilar. Aðgangi þeirra er stýrt þannig að á hjúkrunarheimilum eru notendur settir í eitt af

Bls. 32

HEIMILDIR

Heimildarskrá þessi nær utan um efni, ljósmyndir og annað sem fallið getur undir höfundarrétt

og er notað í þessari handbók.

ICON Í RAI SUITE Iconin eru fengin frá Fatcow Hosting. http://www.fatcow.com/

Forsíðumynd - Rai Logo© Hönnuður RAI SUITE logosins er Hákon Jónsson.

Stiki ehf. - Information Security Laugavegur 176 - IS-105 Reykjavik, Iceland Tel: +354 5 700 600 - Fax: +354 5 700 601

www.stiki.eu - [email protected]