24

Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir
Page 2: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir

Áramótablað2

www.bjorgunarfelag.is

Kæri lesandi. Það fylgir því viss léttirað líta yfir farinn veg um áramót ístarfi Björgunarfélags Akraness og

geta glaðst heilshugar. Árið hefur reynstokkur gjöfult og giftusamt. Í útköllum hef-ur þetta ár verið eitt það annasamasta, réttum tuttugu útköll. Vinna félagsmanna viðæfingar og fjáraflanir hefur aldrei veriðmeiri. Mannskapurinn hefur þó alltaf skil-að sér heill heim reynslunni ríkari.

Á vormánuðum endurnýjuðum við sam-starfssamning okkar við Akranesbæ. Bæjar-stjórnin kom rausnarlega til móts við öflugtstarf okkar og hækkaði styrk sinn, sýndimeð því skilning á nauðsyn starfs Björgunarfélags Akra-ness fyrir bæjarfélagið.

Það lá fyrir í upphafi árs 2006 að við ætluðum að stæk-ka við okkur húsnæðið. Fyrsta skóflustungan var tekin ímars, húsið var svo vígt 8. desember s.l. Þetta er frábærviðbót við aðstöðuna okkar, það rýmkar um félagsaðstöð-una hjá okkur. Auk þess gefst okkur betra tækifæri til aðfara vel með tækin okkar. Við vígsluna gengu Hvalfjarð-arsveit og KB banki til liðs við okkur og hétu okkur lið-sinnis í formi styrkja. Kunnum við þeim bestu þakkir fyr-ir.

Af sjálfboðaliðum

Launakostnaður knattspyrnufélaga í meistaradeild vartekinn fyrir sem sérstakt umfjöllunarefni á síðum Frétta-blaðsins í haust. Það virðist æ erfiðara að halda fólki aðiðkun íþrótta án launa. Við erum iðulega spurð að þvíhvað við fáum borgað fyrir að fara í útköll eða að starfa íbjörgunarsveit. Björgunarsveitin greiðir hvergi laun.Flestir félagar eiga þó því láni að fagna að vinnuveitend-ur þeirra draga ekki af þeim laun í útköllum. Er okkurmikill styrkur í því. Þrátt fyrir þetta „launaleysi“ hefuraldrei verið meiri aðsókn til okkar af nýju fólki en nú í

haust. Við erum stolt af þessum gildumokkar og mjög ánægð yfir því að þeim farisíst fækkandi sem sjá ánægjuna í þessustarfi.

Samstarf viðbragðsaðila á Akranesi tók ásig nýja mynd s.l. vetur með 1 1 2 degin-um. Mig grunar að margur Akurnesingur-inn hafi orðið undrandi þegar hann virtifyrir sér tækjaflotann í hópakstri um Akra-nes. Óþreytandi starf félaga á borð viðRauðakrossinn og Björgunarfélagsins hefurskilað samfélaginu hér neyðarviðbragði einsog það gerist best.

Sjaldan hafa Akurnesingar fengið aðkynnast náttúruöflunum eins hraustlega og í haust. Þris-var á einum mánuði voru félagar Björgunarfélagsins kall-aðir út vegna óveðurs. Í þessum þremur skiptum fengumvið rétt um 150 aðstoðarbeiðnir. Það er því gott að getabrugðist við með öflugum og vel búnum mannskap.

Ný fjáröflun leit dagsins ljós hjá okkur í haust. „Neyð-arkall“. Við vorum hóflega bjartsýn, áætluðum varlegaþað magn sem hægt væri að selja. Þetta reyndist vera ein-hver sú skemmtilegasta fjáröflun sem við höfum tekiðþátt í. Nánast var um afgreiðslu að ræða, fólk kepptist viðað kaupa af okkur og kvaddi síðan með árnaðaróskum.Allt seldist upp löngu áður en eftirspurn hafði verið svar-að.

Í tengslum við útköll og/eða vinnu sem við höfum inntaf hendi á árinu höfum við átt mikil samskipti við íbúaþeirra tveggja sveitarfélaga sem við störfum mest í, Akra-nesbæ og Hvalfjarðarsveit. Þessi samskipti hafa skilað sérí aukinni umfjöllun um okkur og störf okkar. Ég vil hérmeð þakka öllum þeim sem stutt hafa við bakið á okkurmeð einum eða öðrum hætti. Í formi heillaóska, styrkjaeða viðskipta við okkur. Ykkar stuðningur hvetur okkuráfram.

Sem þakklætisvott er okkur sönn ánægja að bjóða þér,íbúi góður á flugeldasýningu, fimmtudaginn 28. des semer í boði KB banka og í tilefni opnunar flugeldamarkaðarokkar. Flugeldasala er okkar akkeri, okkar veigamestafjáröflun. Þar hafa íbúar þessa samfélags sýnt vilja sinn íverki. Um áramót styðjum við björgunarsveitina okkar.

Að síðustu er þér lesandi góður og öðrum íbúum, boð-ið á áramótabrennu. Við höfum orðið vör við að margirhafa haft áhuga á því að geta farið á brennu á gamlárs-kvöld. Við höfum ákveðið að gera prufu á þessu. Í sam-starfi við Stafna á Milli verðum við með risa brennu ílandi Kross. Þar er fyrirtækið Stafna á Milli að skipu-leggja nýja íbúðarbyggð. Fundum við þar ákjósanleganstað. Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrirþannig að framhald verði á að ári.

ÁramótaávarpÁsgeir Örn Kristinsson formaður Björgunarfélags Akraness

Áramótablað11.. ttbbll.. -- 44.. áárrgg.. -- DDeesseemmbbeerr 22000066

ÚÚttggeeffaannddii:: Björgunarfélag AkranessÁÁbbyyrrgg››aarrmmaa››uurr:: Ásgeir Örn Kristinsson

RRiittssttjjóórraarr:: Ingvar Örn Ingólfsson og Ásgeir Örn KristinssonPrófarkalestur: Anna Leif Elídóttir

Myndir: Magnús Karl Gylfason, Eyflór Gu›mundsson, Helgi Steindal og Birna Björnsdóttir

Forsí›umynd: Gunnar Agnar Vilhjálmsson og Sigur›ur Axel Axelssonfélagar í BA

UUmmbbrroott oogg pprreennttuunn:: Prentmet Vesturlands

Page 3: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir

Áramótablað 3

www.bjorgunarfelag.is

Page 4: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir

Ágætu lesendur Áramótablaðsins. Þegar ég fór aðhugsa um þau orð sem ég hafði lofað að setja nið-ur vegna útgáfu áramótablaðs Björgunarfélags

Akraness, komst ég að því hversu veigamiklu hlutverkifélagið hefur að gegna.

Bæði er um að ræða aðstoð við landsmenn, björgun,eftirlit, leiðbeiningar, þjálfun og svo víðtækt starf á sviðibjörgunarmála sem hugsast getur.

Þegar eitthvað er um að vera hvort sem um er að ræðahátíðahöld á tyllidögum, stórmót íþróttafélaganna,skemmtanahald eða aðra viðburði, alltaf er kallað tilBjörgunarfélagsins um aðstoð og eftirlit. Lögregla ogbjörgunarfélag eiga þannig samhljóm gagnvart lands-mönnum.

Félagið þarf að eiga réttindafólk í sínum röðum á öllumsviðum; skipstjóra, bifreiðastjóra, kafara og kunnáttu-menn í fjallaklifri, kunnáttumenn í skyndihjálp, rústaleitog þekkingu á hvers kyns björgunarbúnaði.

Ef litið er til alls þessa sem hér er áður talið má sjá aðum er að ræða ótrúlegt svið sem er á hendi Björgunarfé-lags Akraness og sama á við um björgunarsveitirnar víðsvegar á landinu.

Ég er ekki viss um að við sem utan við starfið stöndumgerum okkur grein fyrir því að við njótum sjálfboðaliðasem hverfa fyrirvaralaust á hættuslóðir til leitar og björg-unar. Björgunarfélagsfólk fer á hvaða tíma sem er án fyr-irvara, án launa oft á tíðum, en sem betur fer eru margirvinnuveitendur sem sýna mikinn skilning bæði vegna æf-inga og starfa félaganna.

StórhugurBjörgunarfélag Akraness hefur ráðist í byggingu viðbót-

arhúsnæðis, hið myndarlegasta húsnæði fyrir tækjakostog viðgerðaaðstöðu. Það liðu ekki margir mánuðir frá þvíákvörðun var tekin um byggingu þar til húsið var vígtföstudaginn 8. des s.l. Það sýnir stórhug og stælta félagaþegar dugnaður, kjarkur og áræði fara saman og ber vottum samstöðu félaganna.

Ég óska Björgunarfélagi Akraness til hamingju meðhúsið og okkur Akurnesingum og öðrum landsmönnumeinnig með þessa öflugu sveit kjarkmikils hóps.

Þá árar best . . .Það var ánægjulegt að vera vitni að gerð viljayfirlýsing-

ar milli Björgunarfélagsins og Hvalfjarðarsveitar við vígsluhússins og ég fagna af heilum hug þeirri gjörð þegar Ein-ar Örn sveitarstjóri og Ásgeir Kristinsson undirrituðuhana. Aðkoma KB banka er einnig ánægjuleg þar semeinnig var undirritaður samningur milli bankans og Björg-unarfélagsins.

Eins og undirritaður sagði við vígsluna mun bæjarstjórnAkraness standa að málum Björgunarfélagsins á samamáta og verið hefur og væntir góðs af samstarfi á kom-andi árum.

Megi farsæld og friður fylgja okkur öllum á komandi áriog munum það að þá árar best þegar minnst er að gerahjá Björgunarfélagi Akraness annað en æfingar.

Áramótablað4

www.bjorgunarfelag.is

Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness:

Fyrirvaralaust á hættuslóðir

Page 5: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir

Starfsfólk KB banka óskar flér og flínum

gle›ilegrar hátí›ar.Vi› flökkum vi›skiptin á árinu sem er a› lí›a.

Page 6: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir

Heiti Ari FróðiLýsing Skýtur upp silfruðum kúlum með hala sem

springa í þremur hvellum með gulum, grænum,bláum og silfruðum blómum. Hæfilegur hávaði oghentar vel fyrir þá sem ekki vilja of mikil læti.

Þyngd 1,7 kgTími c.a. 47 sek.

Heiti Egill SkallagrímssonLýsing Kúlur skjótast upp

með gylltum hala ogspringa út í silfruðumblómum, mikill hraðiog dreifir vel úr sér.Skotheld skotkaka.

Þyngd 8 kgTími c.a. 15 sek.

Heiti Auður djúpúðgaLýsing Þessi 25 skota kaka er

tvískipt. Hún byrjar ágrænum kúlum semspringa út í hala meðfallegum rauðum endum.Glitrandi silfurregn meðhvellum fylgir á eftir.Mjög fallegur kappi.

Þyngd 3,5 kgTími c.a. 40 sek.

Heiti Gunnar á HlíðarendaLýsing Silfurkúlur sem skjótast

upp með silfruðum halaog springa með miklumhvellum, braki og glitrandistjörnum, mögnuð kaka.

Þyngd 5,75 kgTími c.a. 40 sek.

Heiti Grettir ÁsmundarsonLýsing Þessi kaka er hreinasta snilld.

Hröð, mikið af ljósum ogeldglæringum þar semhimininn er þakinn blómum,gríðarlega falleg.

Þyngd 8 kgTími c.a. 20 sek.

Heiti Guðrún ÓsvífursdóttirLýsing Það skjótast upp rauðar og

grænar kúlur sem springa ífalleg blóm, þó nokkurhávaði. Falleg kaka fyrir þásem vilja ekki of mikil lætiog gauragang.

Þyngd 3 kgTími c.a. 15 sek.

Kraftmikli

Page 7: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir

Heiti Hallgerður langbrókLýsing Breiðir silfurhalar skjótast

upp og springa í silfurpálma.Það verður enginn svikinn afþessari.

Þyngd 5,75 kgTími c.a. 55 sek.

Heiti Guðríður ÞorbjarnardóttirLýsing Þessi kemur skemmtilega á óvart. Kúlur með gylltum

hala springa fyrst með grænum og rauðum blómumen svo með miklum brestum og neistaregni. Síðustuskotin eru kraftmiklar silfurkúlur með hala semspringa með miklum brestum og gný.

Þyngd 3,8 kgTími c.a. 30 sek.

Heiti Gunnlaugur OrmstungaLýsing Mögnuð! Skýtur upp 7 skotum í einu sem

raðast upp í röð og springa með margskonartilbrigðum. Uppröðun hólkanna gerir þennankappa sérstakan og hver röð sem skýst upphefur sína eiginleika.

Þyngd 6 kgTími c.a. 40 sek.

Heiti Leifur heppniLýsing Skýtur upp kúlum með

gylltum hala sem springa svoút í græn og rauð blóm.Mátulegir hvellir og smellir.Endar mjög kröftuglega. 36skot. Leifur klikkar ekki.

Þyngd 3,5 kgTími c.a. 45 sek.

Heiti Njáll á BergþórshvoliLýsing Kaka í sérflokki. Hún skiptist í

fjóra hluta, með ýlum á milli.Kúlur, þyrlur, halar og blóm.Þessi hefur það allt og endarmeð dúndrandi hvelli. Þú verðurekki svikinn af þessum kappa.

Þyngd 9,5 kgTími c.a. 50 sek.

Heiti Snorri SturlusonLýsing Silfraðar þyrlur með ýlum og hala sem þeytast hátt upp.

Hraðinn eykst þegar á líður. Stórskemmtileg og mjög fallegterta sem kemur verulega á óvart.

AthugiðTímalengd kappanna er ekki

nákvæm og getur breyst.

Þyngd 2,3 kgTími c.a. 45 sek.

ir kappar

Page 8: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir

Þessi góða setning er rituð á blað sem fest er á úti-dyrnar í leikskólanum hjá yngsta syni mínum. Húnsegir svo margt og vekur mann til umhugsunar um

að við getum öll gert eitthvað gott fyrir hvert annað ogþað skiptir allt máli. Starf þeirra sem vinna í sjálfboða-starfi byggist á því að geta hjálpað öðrum, látið gott af sérleiða, finna í því vellíðan og lífsfyllingu. Síðast en ekkisíst að njóta þess að vera í góðum félagsskap.

Öryggi okkar í leik og starfi er eitthvað sem skiptirokkur öll máli. Öll þessi hræðilegu slys sem orðið hafa íumferðinni undanfarin missiri ættu að vera okkur áminn-ing um að gæta fyllsta öryggis í umferðinni, sýna tilits-semi og haga akstri eftir aðstæðum. Hrað- og ofsaaksturer skelfilegur. Þeir ökumenn sem sýna þannig vítavert gá-leysi eru ekki aðeins að stofna sér í hættu heldur ennfremur þeim sem fyrir þeim verða.

Hvað er hægt að gera? Hér þarf að verða hugarfars-breyting hjá ökumönnum. Íslenskir þjóðvegir bera ekkislíkt aksturslag eins og margssinnis hefur verið rætt og rit-að. Vonandi verður ökugerði það sem á að reisa hér áAkranesi til að bæta umferðarmenninguna. En þar eigaökurmenn að læra að takast á við hinar ýmsu aðstæðursem upp kunna að koma í umferðinni.

Í Slysavarnadeildinni starfa konur á öllum aldri. Viðvinnum meðal annars að málefnum tengdum slysavörn-um. Til dæmis vinnum við að könnun á notkun á örygg-isbúnaði barna í bílum á hverju ári. Niðurstöður úr þess-um könnunum hafa verið góðar hér á Akranesi en þaðeru þessir fáu einstaklingar sem nota ekki öryggisbúnaðfyrir börnin sem við viljum ná til. Það er sama hversu

stutt leiðin er sem þú ekur með barn í bílnum það á alltafað nota viðeigandi öryggisbúnað.

Slysavarnadeildin á Akranesi gaf núna í haust öllumbörnum í grunnskólunum á Akranesi endurskinsmerki.Við styrktum unglingadeild Björgunarfélags Akranessmeð peningagjöf nú á aðventunni, en þar er nýstofnuðdeild sem er að vinna gott starf. Við óskum Björgunarfé-laginu til hamingju með þetta góða framtak þeirra og alltþeirra öfluga starf.

Nokkrar eldri konur í deildinni sjá um að halda félags-vist í Jónsbúð á fimmtudagskvöldum yfir allan veturinnog hafa gert það um langt árabil. Þessar heiðurskonur sjáþarna um góða fjáröflun fyrir félagið en einnig og ekkisíður mikið og gott félagsstarf.

Núna fyrir jólin höfum við slysavarnakonur verið aðvinna við að búa til leiðisgreinar og krossa til að selja sam-hliða jólatréssölunni hjá Björgunarfélaginu. Þetta erskemmtileg vinna sem þjappar hópnum okkar saman.Ágóðanum verður svo ráðstafað í góð verkefni.

Við viljum þakka öllum þeim sem stutt hafa við bakiðá okkur í gegnum tíðina.

Ágæti lesandi ég þakka þér fyrir að gefa þér tíma til aðlesa þessa grein og vona að þessi skrif mín hafi vakið þigtil umhugsunar um öryggi þitt og slysavarnir.

Megir þú eiga góð og slysalaus jól og áramót.Anna Kristjánsdóttir, formaður

Slysavarnadeildar kvenna Akranesi

PS. Munum öll eftir öryggisgleraugunum á gamlárskvöld.

Áramótablað8

www.bjorgunarfelag.is

Það getur enginn hjálpað öllum enþað geta allir hjálpað einhverjum

Blikkverk

Hrói Höttur

Lyf og heilsa Akranesi

Skaginn hf.

Þorgeir og Ellert hf.

Hárhús Kötlu

Contact hársnyrtistofa

Efnalaugin Lísa

BÓB sf. vinnuvélar

Eftirtaldir aðilar styrkjaútgáfu þessa blaðs

Page 9: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir
Page 10: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir

Áramótablað10

www.bjorgunarfelag.is

Lengi hefur legið í loftinu áhugi á því að stofna ung-lingadeild innan félagsins okkar, en af hverju? Öllvitum við að það er nauðsynlegt fyrir ungt fólk að

finna sig í lífinu og eru tómstundir stór þáttur í því. Ekkihafa allir áhuga á því sama. Því viljum við geta boðið ung-lingum, sem finna sig jafnvel ekki í íþróttastarfi, upp á aðkynnast nýrri hlið á samfélaginu. Þannig taka þátt í aðmóta og efla einstaklinga á skemmtilegan og heilbrigðanhátt.

Margar íslenskar björgunarsveitir starfrækja unglinga-deild og hefur það margsannað sig að þessi starfsemi erekki bara að skila betri einstaklingum út í lífið, heldur líkainn í björgunarsveitir landsins. Það er einnig mjög mikil-vægt í krefjandi starfi sem þessu að áhuginn sé með fráupphafi og þjálfunin byrji snemma á ferlinum. Ekkert erbetra en að koma í hús eftir strembið útkall, vitandi þaðað góður grunnur og þekking hefur skilað sér í góðu dags-verki í almannaþágu.

Að stofna unglingadeild frá grunni kostar mikla vinnuog tíma. Því var leitað til stjórnar Skátafélags Akranessmeð það í huga að tveir elstu flokkar þeirra gætu stofnaðslíka deild til reynslu og myndað einn flokk hennar.

Í haust var stofnuð Unglingadeildin Arnes með skátafædda 1991 og 1992 og hefur starfsemin gengið vonumframar.

Þessi hópur er ekki ókunnugur björgunarsveitinni þarsem þau hafa í nokkur ár verið í umsjá tveggja björgunar-sveitarmanna í sínu skátastarfi. Þau Jón Valur Ólafssonog Belinda Eir Engilbertsdóttir félagar Björgunarfélagsinshafa séð um elsta flokk Skátafélags Akraness. Í honumeru unglingar fæddir árið 1991.

Í um tvö ár hafa þau kynnt fyrir krökkunum grundvall-aratriði útivistar, meðal annars rötun, ýmsan ferðaútbún-að og fyrstu hjálp ásamt því að fara í fjölda gönguferða íóspilltri náttúru. Þar fengu þau grunnþjálfun í bergsigi ogklifri, auk þess að læra á þær hættur sem leynast í um-hverfi okkar.

Helga María Heiðarsdóttir, félagi í Björgunarfélaginutók að sér umsjón unglinganna núna í haust. Hefur veriðnóg fyrir stafni hjá þeim síðan. Haldið var námskeiðið

Ferðamennska þar sem farið var ítarlega í

hinar ýmsu hliðar á ferðamennsku. Aukið sjálfstæði hef-ur verið ofarlega á lista þennan veturinn og hafa ungling-arnir fengið að ráða sér mikið sjálfir við hin ýmsu verk oghafa staðið sig með mikilli prýði. Þau hafa einnig fengiðað kynnast sjálfboðastarfinu sem er stærsti parturinn afstarfi björgunarsveita. Það er gott að kunna að gera hlutián þess að fá borgað fyrir í peningum. Næsta vetur bíðurhópsins spennandi og fjölbreytt dagskrá, sniðin að því aðgera þau ennþá hæfari til að takast á við lífið.

Það gleymist oft í umræðunni að rekstur björgunar-sveita er ekki gefins. Notkun á tækjum hvort sem er viðæfingar eða í útkalli kostar mikla peninga og ljóst er aðrekstur nýstofnaðrar unglingadeildar er stór viðauki viðnúverandi útgjöld félagsins. Með stuðningi þínum hjálp-ar þú okkur að gera þennan draum að veruleika og umleið stuðlar þú að heilbrigðu og góðu tómstundarstarfifyrir unga fólkið okkar hér á Akranesi. Það er mikilvægtað gefa unglingnum val og möguleika. Í BjörgunarfélagiAkraness eru allir jafnir og það hafa allir möguleika!

Jón Valur Ólafsson og Helga María Heiðarsdóttir félagar í BA

Unglingadeild stofnuð innan Björgunarfélags Akraness:

Af hverju þurfum við unglingadeild?

Page 11: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir
Page 12: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir
Page 13: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir
Page 14: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir
Page 15: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir
Page 16: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir

Áramótablað16

www.bjorgunarfelag.is

Það líður varla sá dagur að fréttir af björgunarsveit-um í aðgerðum séu ekki fluttar í útvarpi, sjónvarpieða á síðum dagblaða. Aðgerðirnar geta verið allt

fá því að lítill hópur björgunarsveitarmanna sæki fjárhópað vetri til og komi honum á hús og upp í að 300-400björgunarsveitamenn séu sendir í leit inn á hálendi. Öll-um mögulegum verkefnum er björgunarsveitum treystfyrir og því er mikilvægt að víðtæk þekking og reynsla sétil staðar á hverjum stað.

Þegar ég stóð hálf utangátta inn á gólfi HjálparsveitarSkáta Akranesi fyrir 11 árum, óraði mig ekki fyrir þvíhversu víðtæka þekkingu og reynslu ég ætti eftir að öðl-ast í gegnum starf mitt í björgunarsveit. Hana öðlaðist égá næstu árum með þátttöku í starfi sveitarinnar, á nám-skeiðum, í ferðum og útköllum. Á námskeiðunum lærðiég allt sem viðkemur hinu almenna björgunarsveitastarfiog þeim fylgdu æfingar sem ýmist voru skipulagðar afleiðbeinendum eða okkur sem námskeiðin sátu. Umþetta leiti byrjuðu í sveitinni hópur af einstaklingum semhafði virkilega gaman að því að ferðast um í fjalllendi.Ferðirnar sem við fórum voru margar mjög krefjandi ogoftast vorum við að ferðast um svæði sem fáir eða jafnvelenginn í hópnum hafði farið um. Það voru ófá skiptin þarsem upp komu vandamál í ferðunum s.s. veðuraðstæðurog alls kyns óhöpp. En alltaf var fundin einhver skynsömleið til þess að leysa vandamálin sem komu upp og séðvar til þess að haldið var áfram með bros á vör.

Góður björgunarsveitarmaður er úrræðagóður, víð-sýnn og yfirvegaður. Með þjálfun hans öðlast hann margagóða eiginleika en af mörgum mikilvægum eru þessireinna mikilvægastir.

Þegar nýr meðlimur gengur til liðs við björgunarsveit-ina býður hans nokkuð þétt dagskrá fyrstu tvö árin.Slysavarnarfélagið Landsbjörg rekur björgunarskóla semsér öllum meðlimum fyrir námskeiðum á öllum sviðum.Fyrsti áfangi nýliðans er að klára þrep sem kallast Björg-unarmaður 1 og tekur yfirleitt eitt ár að klára. Inn íbjörgunarmanni 1 er m.a. Fyrsta hjálp 1, sem er helgar-námskeið. Þar er farið í grundvallaratriði björgunarsveit-armannsins í fyrstu hjálp. Á námskeiðinu Ferðamennskasem er kennt á einni helgi er farið í rötun, veðurfræði ogalmenna fræðslu um ferðamennsku og útbúnað til fjalla.Fleiri námskeið eru í björgunarmanni 1 sem fjalla m.a.um björgunarmenn í aðgerðum, leitartækni o.fl. Innámilli námskeiðanna er svo alls kyns dagskrá, ferðir ogvinna í tengslum við sveitarstarfið. Allt starfið er mjögskemmtilegt og gefandi. Á öðru ári nýliðans bíða hansfrekari námskeið s.s Vetrarfjallamennska þar sem farið erí undirstöðuatriðin í klifri og spottafræðin krufin tilmergjar, Fyrsta hjálp 2, mat á snjóflóðahættu o.fl.

Það er því mikil þekking sem síast inn fyrstu tvö árinsem enda á nýliðaprófi í lok apríl á seinna árinu. Í þvíprófi fær nýliðinn að spreyta sig á öllum þeim fræðum

sem tekin hafa verið fyrir. Að loknu prófinu útskrifasthann, telst fullgildur félagi í sveitinni og er settur á út-kallsskrá sveitarinnar.

Hjá öllum eru þetta mikil tímamót, maður telst ekkilengur vera nýliði. Er orðinn hluti af útkallsteymi sveitar-innar, fær úthlutaðum skáp og hefur starf í flokkum.Flokkarnir eru nokkrir s.s bílaflokkur sem ber ábyrgð áökutækjum sveitarinnar, sjóflokkur sem sér um báta fé-lagsins, sjúkraflokkur og undanfarar svo eitthvað sé nefnt.Flestir finna sér einhvern flokk eða flokka og sérhæfa sigí ákveðnum hlutum. Björgunarfélag Akraness er mjögauðugt af metnaðarfullu fólki sem leggur allt í sölurnar efþörf er á. Fólkið er mjög duglegt að stunda þá þjálfun ogæfingar sem þörf er á og flestir verða sér út um frekariþekkingu á ákveðnum sviðum.

Það má eiginlega segja að það að starfa sem sjálfboða-liði í björgunarsveit nái langt út fyrir það að vera ein-göngu áhugamál. Það er fyrst og fremst lífsstíll. Lífsstíllsem gefur manni svo ótrúlega margt gott og það er pott-þétt að sú reynsla sem fylgir hjálpar manni daglega íhversdagslegu líferni.

Gunnar Agnar Vilhjálmsson,Björgunarfélagi Akraness

BjörgunarsveitarmaðurHvað liggur að baki?

Page 17: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir

Áramótablað 17

www.bjorgunarfelag.is

Viljayfirlýsing viðHvalfjarðarsveit

Við vígslu á viðbótartækjageymslu okkar var einnigundirrituð viljayfirlýsing við nýstofnað sveitarfélaghreppanna fjögurra sunnan Skarðsheiðar, Hvalfjarðar-sveit. Það var nýráðin sveitarstjóri, Einar Örn Thorlachi-us sem undirritaði viljayfirlýsinguna fyrir hönd sveitarfé-lagsins. Á nýju ári verður síðan sest yfir gerð samstarfs-samnings milli Björgunarfélagsins og Hvalfjarðarsveitar, íanda samnings þess sem endurnýjaður var við Akranesbæá vordögum 2005. Þó svo að bækistöð Björgunarfélagsinssé á Akranesi, fer mikill hluti starfssemi þess fram í Hval-fjarðarsveit. Því er þessi yfirlýsing viðurkenning á okkarstarfi innan sveitarfélagsins en skerpir jafnframt á meðhvaða hætti Björgunarfélagið sinnir störfum í Hvalfjarð-arsveit og hvernig sveitarfélagið styður við rekstur Björg-unarfélagsins á móti.

27. mars 2006. Leit að ungum manni. Björgunarsveitir Slysavarnarfélags-ins Landsbjargar af Akranesi, höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum leituðuað ungum manni sem saknað var. Pilturinn fannst nálægt sumarbústað viðFlúðir og var hann þá látinn.

5. apríl 2006. Sinueldar á Mýrum. Björgunarfélag Akraness sendi hópa tilaðstoðar lögreglu og slökkviliði.

14. apríl 2006. Leit á Langjökli. Leitað var af tveimur mönnum á svæðinuá og við Langjökul á föstudaginn langa. Ford Excursion fór með fimm mannaáhöfn og stjórnendahópur sveitarinnar fór í Borgarnes. Þeir tíndu fundust eft-ir mikla leit komnir langt af leið en að eigin sögn, ekki villtir???

28. apríl 2006. Útkall grænn. Lögreglan á Akranesi bað um aðstoð fyrirgarðyrkjustöð. Plast var að fjúka af gróðurhúsi. Brugðist var skjótt við og plast-ið fest niður.

29. apríl 2006. Langjökull. Leitað var að vélsleðamanni sem hafði orðiðviðskila við félaga sinn á jöklinum fyrr um daginn. Bíll fór frá okkur meðþriggja manna áhöfn. Svæðisstjórnarhópurinn fór í Borgarnes og einn vélsleðihélt til leitar. Maðurinn fannst eftir nokkra leit við góða heilsu.

14 júní 2006. Kafarar skera úr skrúfu inn í Grundartangahöfn. Tveirkafarar fóru inneftir ásamt tveimur aðstoðarmönnum og leystu málið.

9. júlí 2006. Fólk í vandræðum á litlum bát á Skorradalsvatni. Tvær kon-ur með tvö börn voru í vandræðum á vatninu. Mótorinn drap á sér og rak þærfyrir vindi yfir vatnið. Þær komust hjálparlaust í land.

21. júlí 2006. Bátur í vandræðum út við vita. Manninum var fylgt í landþar sem lögregla tók á móti honum. Ekkert amaði að.

2. ágúst 2006. Sundmaður í vandræðum. Sundmaður sem freistaði þessað synda frá Sementsbryggju út á Langasand lenti í vandræðum. Útkall rauð-ur var sent á Björgunarfélagið. Trilla sem átti leið hjá kom manninum til bjarg-ar og kom honum að landi heilum á húfi.

3. ágúst 2006. Áhöfn á bensínlausum bát aðstoðuð. Bátur sem var ískemmtisiglingu varð bensínlaus í innsiglingunni inn til Akraneshafnar. Félag-ar í bátaflokk brugðust við og komu viðkomandi til hjálpar.

16. ágúst 2006. Banaslys inn í Hrafntinnuskeri. Útkallsboð kom til björg-unarfélagsmanna sem voru í hálendisgæslu um aðstoð vegna hruns í íshelli inní Hrafntinnuskeri. Félagar Björgunarfélagsins sem voru staddir inn í Land-mannalaugum, brugðust skjótt við. Þegar að var komið var maðurinn látinn.Veitt var aðstoð við að ná manninum út og ganga frá fyrir flutning.

24. september 2006. Leit að manni inn á Síldarmannagötum. Kl. 18:42komu útkallsboð vegna leitarinnar. Tuttugu mínútum síðar var sjö mannahópur lagður af stað inn í Svínadal og sex manna hópur lagði af stað skömmusíðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar náði leitarhóp Björgunarfélagsins inn í Graf-ardal þegar hann átti eftir 500 m. í þann týnda.

15. október 2006. Týnd rjúpnaskytta í Bröttubrekku. Hátt í tuttugumanna hópur á 2 bílum lagði af stað til leitar. Maðurinn kom fram um kl21:00 í ágætu ástandi og var verkefnið því afturkallað.

5. nóvember 2006. Óveðursútkall. Vegna slæmrar veðurspár var Björgun-arfélagið sett í viðbragðsstöðu aðfararnótt laugardagsins 05. 11. Um það bil 30verkefni voru leyst í þessum fyrsta óveðurshvelli vetrarins.

11. nóvember 2006. Annað óveðursútkallið á stuttum tíma. Voru félagarB.A. beðnir um að vera í viðbragðsstöðu um nóttina. Mættu átta félagar ummorguninn og sinntu u.þ.b. 60 aðstoðarbeiðnum

27. nóvember 2006. Leit að kajakræðara á Hvalfirði. Tuttugu og sjömanna hópur tók þátt í leitinni á þremur bílum og tveimur bátum. Maðurinnfannst látinn við Hvammsvík.

30. nóvember 2006. Bíll spilaður upp inn í Grafardal. Lögreglan á Akra-nesi óskaði eftir því að við aðstoðuðum ökumann við að ná bíl sínum upp áveg inn í Grafardal. Aðstæður voru mjög erfiðar, mikil svell. Farið var á tveim-ur bílum.

10. desember 2006. Aðstoð í óveðri. Hvöss suðaustanátt gekk yfir með til-heyrandi foki á lausamunum. Um 40 aðstoðarbeiðnum var sinnt. Tíu félagarbjörgunarfélagsins stóðu vaktina á þremur bílum.

Ásgeir Kristinsson formaður Björgunarfélags Akraness ogEinar Örn Thorlachius skrifa undir viljayfirlýsinguna.

Útköll árið 2006

Verslunin Einar Ólafsson

Hvalur hf. Hvalfirði

Faxaflóahafnir

Skagamálun

Viðskiptaþjónusta Akraness ehf.

Smurstöð Akraness

Bílaverkstæði Hjalta

Bifreiðaverkstæðið Brautin hf.

Tölvuþjónusta Vesturlands

Norðanfiskur

Alifuglabúið Fögrubrekku ehf.

Eftirtaldir aðilar styrkjaútgáfu þessa blaðs

Page 18: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir

Áramótablað18

www.bjorgunarfelag.is

���������� ���������������� ��������������������������������������������������

Samningur við KB bankaÁ aðalfundi Björgunarfélags Akraness 2006 var skrifað

undir viljayfirlýsingu um stuðning bankans við Björgun-arfélagið. Við vígsluna á viðbótarhúsnæði okkar var svoskrifað undir þriggja ára samstarfssamning Björgunarfé-lags Akraness og KB banka. Það er okkur mjög mikilvægtað jafn öflugt fyrirtæki og KB-banki sjái hag sínum velborgið í samstarfi sem þessu. Kunnum við SvanborguFrostadóttur útibússtjóra bankans hér á Akranesi sérstak-ar þakkir fyrir framsýnina.

Ásgeir Kristinsson formaður Björgunarfélagsins og SvanborgFrostadóttir útibússtjóri KB banka á Akranesi undirritasamninginn.

Toyota TundraÁ árinu var seinni Landróverinn okkar endurnýjaður.

Það tekur alltaf nokkurn tíma að ákveða hvernig bíl á aðkaupa, sérstaklega þegar margir eru um ákvörðunina. Þaðlá fyrir að um minnaprófsbíl yrði að ræða. Einnig varáhugi fyrir því að kaupa pickup. Nokkur áhugi var fyrirþví að prófa þessa tegund af bíl. Við hönnun á breytinguvar ákveðið að skipta út hásingu að aftan fyrir hásinguundan Ford Econoline og að framan var sett hásing und-an Ford Excursion. Um breytingu á hásingum sá Jeppa-þjónustan á Ljónsstöðum. Jeppaþjónustan Breytir sá umsmíðina á bílnum og Radíóraf sá um breytingu á rafkerfiog ísetningu á fjarskiptabúnaði.

Nokkur reynsla er komin á bílinn. Farnar hafa veriðnokkrar ferðir á honum. Hann er aflmikill og léttur, skil-ar áhöfn sinni vel yfir torfærur. Einnig nýtist hann vel tilflutnings á búnaði kafara svo og snúningum við ýmis fjár-öflunarverkefni svo sem heimkeyrslu á jólatrjám.

Page 19: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir

Áramótablað 19

Page 20: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir

Áramótablað20

www.bjorgunarfelag.is

Page 21: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir

FlugeldamarkaðurinnKalmansvöllum 2

Page 22: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir

Áramótablað22

www.bjorgunarfelag.is

Það mætti halda að þetta væri orðin árlegur viðburð-ur hjá okkur. Sú ákvörðun var tekin rétt eftir síð-ustu áramót að byggja viðbótar tækjageymslu. Við

fengum gott tilboð í verkið frá þeim félögum og bræðr-um, Ingólfi og Sigurði Hafsteinssonum. Um uppmoksturog fyllingu í grunn sá Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar.Byggingarstjóri og trésmíðameistari hússins er HaukurHannesson.

Hann og með dyggri aðstoð Indriða Þórissonar og EgilsGíslasonar sáu um smíðavinnu ásamt aðstoðarmönnum.Pípulagnirnar voru í höndum þeirra Pípó manna og Sig-urður Axel Axelsson frá S.S. verktökum annaðist raflagn-ir og öryggiskerfi. Við þökkum þessum aðilum vel unninstörf og vonumst til þess að þetta hús gagnist okkur sembest í framtíðinni. Því er ætlað að hýsa tækin okkar ásamtþví að nýtast sem viðgerðaaðstaða.

Föstudaginn áttunda desember vígðum við svo húsið.Góðir gestir sóttu okkur heim og við það tækifæri varskrifað undir samning við KB banka og viljayfirlýsingu viðHvalfjarðarsveit.

Enn og aftur er sjón sögu ríkari.

Vígsla á húsi

Page 23: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir

Áramótablað 23

www.bjorgunarfelag.is

Page 24: Áramótaávarpbjorgunarfelag.is/wp-content/uploads/2013/10/Skra...Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir þannig að framhald verði á að ári. Áramótaávarp Ásgeir