34
Rannsóknir á lífríki Viðfjarðar -Fuglar, botndýr og seiði í ám Erlín Emma Jóhannsdóttir, Halldór W. Stefánsson og Elín Guðmundsdóttir Unnið fyrir Hafnarsjóð Fjarðabyggðar NA-150152 Neskaupstaður Desember 2015

Rannsóknir á lífríki Viðfjarðar -Fuglar, botndýr og seiði í ám€¦ · Fuglar: Alls sáust 21 fuglategund í Viðfirði sumarið 2015. Æður var algengasti fuglinn í Viðfirði

  • Upload
    others

  • View
    12

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Rannsóknir á lífríki Viðfjarðar -Fuglar, botndýr og seiði í ám

Erlín Emma Jóhannsdóttir, Halldór W. Stefánsson og Elín Guðmundsdóttir

Unnið fyrir Hafnarsjóð Fjarðabyggðar

NA-150152 Neskaupstaður

Desember 2015

Egilsstaðir

Neskaupstaður

Skýrsla nr:

NA-150152

Dags:

Desember 2015

Dreifing: opin

Heiti skýrslu (aðal- og undirtitill):

Rannsóknir á lífríki Viðfjarðar - -Fuglar, botndýr og seiði í ám

Upplag: 7

Síðufjöldi: 27 + viðaukar

Ljósmynd á forsíðu: Bryggjan í Viðfirði (Halldór W. Stefánsson)

Fjöldi korta:

Fjöldi viðauka: 2

Höfundar:

Erlín Emma Jóhannsdóttir, Halldór W. Stefánsson og Elín Guðmundsdóttir

Unnið fyrir:

Unnið fyrir Hafnarsjóð Fjarðabyggðar

Samvinnuaðilar:

Útdráttur:

Fyrirhugað er að auka efnistökunám úr sjó í Viðfirði. Því gerði Náttúrustofa Austurlands, að beiðni Fjarða-byggðar, rannsóknir á fuglalífi við strendur Viðfjarðar, botndýralífi í sjó á fyrirhuguðum efnistökusvæðum og seiðabúskap Viðfjarðarár.

Fuglar: Alls sáust 21 fuglategund í Viðfirði sumarið 2015. Æður var algengasti fuglinn í Viðfirði og er þar æðarvarp sem staðarhaldarar hlúa að og nytja. Af öðrum algengum fuglum sem nýta sjóinn til fæðuöflunar eru kría og silfurmáfur. Þeir fuglar sem nýta sér strendur Viðfjarðar meðal annars til fæðuöflunar og varps kunna að verða fyrir meiri áhrifum vegna efnistökunnar en aðrir fuglar.

Botndýr: Alls voru tekin 12 botnsýni á 7–18 m dýpi í Viðfirði. Niðurstöðurnar sýna að tvær vistgerðir finnast á botni Viðfjarðar. Annars vegar eru þar samfélög botndýra sem lifa í kóralþörungalagi utarlega í firðinum og hins vegar á leirbotni innst í firðinum. Burstaormar voru ríkjandi botndýr í báðum vistgerðunum með 67–85% hlutdeild af heildarfjölda botndýra. Kóralþörungalög geyma fjölbreytt dýralíf og samkvæmt samningi um verndun NA-Atlantshafsins (OSPAR) sem Ísland er aðili að eru kóralþörungalög á lista yfir vistgerðir sem eru í hættu.

Viðfjarðará: Rafveitt var á þremur svæðum í Viðfjarðará og veiddust alls 17 bleikjuseiði í einni hliðarkvísl. Flest bleikjuseiðin voru veturgömul. Niðurstöðurnar benda til þess að útbreiðsla bleikjuseiða sé fremur stopul í Viðfjarðará en skilirði til seiðaframleiðslu eru víða góð og því líklegt að þau haldi sig víðar í ánni. Helstu áhrif efnistöku á bleikju kunna að verða þegar hún er að ganga upp í ána og því mikilvægt að framkvæmdin fari ekki fram síðla sumars eða að hausti nálægt ósi Viðfjarðarár.

Lykilorð: Viðfjörður, fuglar, botndýr, Viðfjarðará, efnistaka, efnistökunám, Fjarðabyggð

ISSN nr:

Yfirfarið: KÁ

ISBN nr:

Efnisyfirlit 1 Inngangur .......................................................................................................................................... 1

1.1 Efnistaka ..................................................................................................................................... 1

1.2 Fuglar .......................................................................................................................................... 1

1.3 Botndýralíf .................................................................................................................................. 1

1.4 Viðfjarðará .................................................................................................................................. 1

2 Rannsóknarsvæðið ............................................................................................................................ 2

3 Fuglar ................................................................................................................................................. 5

3.1 Aðferðir....................................................................................................................................... 5

3.2 Niðurstöður ................................................................................................................................ 5

3.3 Umræður .................................................................................................................................... 8

4 Botndýr .............................................................................................................................................. 9

4.1 Aðferðir....................................................................................................................................... 9

4.2 Niðurstöður .............................................................................................................................. 10

4.3 Umræður .................................................................................................................................. 14

5 Viðfjarðará....................................................................................................................................... 17

5.1 Aðferðir..................................................................................................................................... 17

5.2 Niðurstöður .............................................................................................................................. 17

5.3 Umræður .................................................................................................................................. 20

6 Heimildaskrá ................................................................................................................................... 21

Viðauki I. .................................................................................................................................................. 23

Viðauki II. ................................................................................................................................................. 24

Myndaskrá 1. mynd. Gerpissvæðið og Norðurdjúp á Austurlandi. (Landmælingar Íslands 2013a og 2013b og Umhverfisstofnun, 2015)..........................................................................................................................2

2. mynd. Mannvirki í Viðfirði; Húsið Viðfjörður í botni Viðfjarðar og tengdar byggingar (t.v.) og bryggjan í Viðfirði (t.h.) (ljósm. Halldór W. Stefánsson)...........................................................................3

3. mynd. Kræklingaeldi í Viðfirði 2015 (ljósm. Halldór W. Stefánsson)....................................................3

4. mynd. Rannsóknarsvæðið í Viðfirði árið 2015. Staðsetningar botnsýnatöku, rafveiða og fuglarannsókna ásamt mögulegum efnistökusvæðum og fyrri efnistökusvæðum (Landmælingar Íslands, 2013a og 2013b; Landhelgisgæsla Íslands, 2007 og Alta ehf, ekkert útgáfuár).........................4

5. mynd. Æðarvarp í Viðfirði (ljósm. Halldór W. Stefánsson)...................................................................5

6. mynd. Æður (bliki) algengur fugl í Viðfirði (ljósm. Halldór W. Stefánsson)........................................6

7. mynd. Æðarvarpið í Viðfirði 11.8.2015 séð til vesturs (t.v.) og til austurs (t.h.) auk reka í fjörunni (ljósm. Halldór W. Stefánsson)...............................................................................................................6

8. mynd. Þróun æðarvarps í Viðfirði frá árinu 2004-2015 (Skúli G. Hjaltason 15.9.2015).....................7

9. mynd. Silfurmáfar á Norðfirði (ljósm. Skarphéðinn G. Þórisson)........................................................7

10. mynd. Kría, áberandi tegund í botni Viðfjarðar (ljósm. Halldór W. Stefánsson)..............................8

11.mynd. Botngreip af gerðinni Van Veen (ljósm. Elín Guðmundsdóttir)..............................................9

12. mynd. a) Fjöldi tegunda/ hópa burstaorma, krabbadýra, lindýra og annarra hópa botndýra (annað) á fjórum stöðvum í Viðfirði (VA–VD). b) Shannon fjölbreytni stuðull (H´) (súlur) og einsleitni (J´) (ferningar) á sömu stöðvum.............................................................................................................12

13. mynd. Hlutfallslegur fjöldi (%) burstaorma eftir tegundum á stöðvum VA, VB, VC og VD í Viðfirði. Sýndar eru tegundir sem höfðu hlutfallslegan þéttleika sem nam að minnsta kosti 2% af heildarþéttleika burstaorma .................................................................................................................13

14. mynd. Yfirlit yfir staðsetningar þar sem kóralþörungar finnast í Viðfirði. Annars vegar úr botndýrarannsóknum (Erlín Emma Jóhannsdóttir o.fl., þessi rannsókn) og borkjarnarannsóknum (Efla, 2015).........................................................................................................................................15

15. mynd. Séð upp hliðarkvísl (stöð 2) í Viðfjarðará (ljósm. Erlín Emma Jóhannsd.).............................19

16. mynd. Grasi grónir bakkar á stöð 2 við Viðfjarðará (ljósm. Erlín Emma Jóhannsd.)........................219

Töfluskrá Tafla 1. Upplýsingar um fjölda greipa, dýpi, hnit og lýsingu á botni á stöðvum VA–VD í Viðfirði. ........ 11

Tafla 2. Hópar botndýra sem fundust í Viðfirði. Sýndur er meðalþéttleiki dýra á 0,0195 m2 (þéttleiki) og hlutfall (%) hvers dýrahóps af heildarfjölda botndýra fyrir hverja stöð (VA-VD) sem og meðalfjölda og hlutfall allra botndýra (allar stöðvar). Neðst í töflu má sjá meðalþéttleika dýra (samtals) á 0,0195 m2 og uppreiknaður þéttleiki dýra á fermetra (samtals á m2) á hverri stöð. Raðað eftir mesta til minnstu hlutdeild allra stöðva. ............................................................................................................... 11

Tafla 3. Sörensens stuðull (β-fjölbreytni) fyrir breytileika á milli sýnatökustaða (hærra gildi þýðir minni breytileiki á milli stöðva). Upplýsingar um heildarfjölda tegunda (alls) á þeim stöðvum sem bornar eru saman og fjölda tegunda sem er sameiginlegur í þeim stöðvum (skörun). ............................................ 12

Tafla 4. Yfirlit yfir aldur, kyn, lengd (cm), þyngd (g), magafylli og holdastuðul þeirra 17 bleikjuseiða sem veiddust á stöð 2 í rafveiði í Viðfjarðará þann 17. ágúst 2015. Raðað eftir aldri. EG merkir að kyn var ekki greinanlegt. Meðaltal er sýnt fyrir veturgömul (1+) seiði. ........................................................ 18

1

1 Inngangur Vegna fyrirhugaðrar efnistöku úr sjó við strendur Viðfjarðar voru að beiðni Fjarðabyggðar gerðar rannsóknir á lífríki sem gætu orðið fyrir áhrifum af hennar völdum. Rannsóknir voru gerðar á fuglalífi við strendur Viðfjarðar, botndýralífi í sjó á fyrirhuguðum efnistökusvæðum og seiðabúskap Viðfjarðarár. Bakgrunnur

1.1 Efnistaka Hafrannsóknarstofnun gerði árið 1975 leit að byggingarefnum á sjávarbotni í Viðfirði (Kjartan Thors og Þórdís Ólafsdóttir, 1975). Sýnum var safnað á fjórum stöðum innst í Viðfirði en botngerðin reyndist ekki henta til notkunar í byggingarefni og því ekki ráðist í efnisnám á þeim tíma. Efnistaka fór fram á um 52.000 m2 svæði í botni Viðfjarðar árið 2002 en á rúmlega 21.000 m2 svæði í Viðfirði árið 2014 (4. mynd). Efnistökuþörf árið 2002 var metin um 65.000 m3. Fyrir efnistökuna 2002 kom fram í umsögnum Hafrannsóknastofnunar að lítið væri vitað um botndýralíf í Viðfirði en þar sem um væri að ræða sand- og malarbotn á litlu dýpi (9-10 m) þótti ekki líklegt að lífríki þar væri fjölskrúðugt (sjá Ari Benediktsson, 2002) og var ekki talin þörf á sérstakri rannsókn á lífríki fyrir þær efnistökur. Áætluð efnistaka nú er um 83.500 m3 sem nota á í landfyllingu við stækkun á hafnarsvæði Norðfjarðarhafnar (Alta, 2015).

1.2 Fuglar Náttúrustofa Austurlands hafði áður tekið út fuglalíf í Viðfirði í tengslum við fyrirhugaða friðlýsingu á svokölluðu Gerpissvæði. Þær rannsóknir voru liður í skráningu á varpútbreiðslu fugla á Austfjörðum og fóru fram 12. og 23. júní árið 1999. Þá kom í ljós að 23 tegundir notuðu svæðið á varptíma. Þó langt væri um liðið síðan úttektin var gerð má reikna með að sömu tegundir noti svæðið árið 2015 þó einstaklingsfjöldi kunni að hafa breyst.

1.3 Botndýralíf Engar rannsóknir eru til um botndýralíf í Viðfirði og því var gerð sérstök rannsókn á lífríki sjávarbotns í firðinum. Markmið með rannsóknunum var að kanna hvers kyns lífríki væri til staðar áður en efnistaka á botni hefst og gera grein fyrir sérstöðu lífríkisins miðað við önnur strandsvæði við Austurland og á landsvísu. Rannsóknin mun jafnframt skapa samanburðargrundvöll vegna mögulegs mats á áhrifum af völdum efnistöku í firðinum í framtíðinni.

1.4 Viðfjarðará Viðfjarðará er dragá á blágrýtissvæði og eru upptök hennar úr Skammdal í um 220 m hæð yfir sjó. Djúpuhlíðará og Dalsá, einnig nefndar Klifár, sameinast Viðfjarðará innan við Klif (4. mynd). Áin bugðast um kjarri vaxið gróðurlendi og endar í Viðfjarðarós (Hjörleifur Guttormsson, 2005). Á láglendi einkennist áin af eyrum og getur hún hlaupið til á milli farvega og runnið í kvíslum. Ekkert veiðifélag er um Viðfjarðará og því engar upplýsingar fáanlegar um aflatölur úr henni. Veiði er þó mis góð eftir árum og getur á stundum borið vel í veiði en þar veiðist aðallega bleikja (Freysteinn Þórarinsson, munnleg heimild, 17. ágúst 2015).

2

2 Rannsóknarsvæðið Úr Norðfjarðarflóa gengur austast og syðst, Viðfjörður í Fjarðabyggð. Fjörðurinn, sem er um 3 km langur og snýr mót norðnorðaustri, dregur nafn sitt af miklum reka sem flyst með hafstraumum inn í fjarðarbotn (Hjörleifur Guttormsson, 2005). Viðfjörður er eyðibyggð og tilheyrir svokölluðu Gerpis-svæði (1. mynd), sem er á náttúruverndaráætlun 2009-2013 og á náttúruminjaskrá (Alþingi, 2009; Umhverfisstofnun, á.á.). Náttúruverndaráætlun miðar að því að meta hvaða þættir í náttúru Íslands teljast verndar þurfi. Gerpissvæðið, sem er austasti hluti Íslands hefur afar fagra strandlengju og fjölbreytilegt fjalllendi með líparít innskotum. Á Gerpissvæðinu má finna sérstök plöntusvæði þar sem talsvert er af sjaldgæfum háplöntutegundum. Í tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands (Ólafur Einars-son, Hörður Kristinsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Jón Gunnar Ottósson, 2002) er lagt til að svæðið fari á náttúruverndaráætlun vegna þess að það hýsir sjaldgæfar plöntutegundir og tegundir í hættu, það sé viðkvæmt fyrir röskun og sé einkennandi fyrir náttúrufar Austurlands. Þá er Gerpis-svæðið einnig vinsælt til útivistar.

1. mynd. Gerpissvæðið og Norðurdjúp á Austurlandi. (Landmælingar Íslands 2013a og 2013b og Umhverfisstofnun, 2015)

Í Viðfirði eru ýmis mannvirki. Mest ber á íbúðarhúsinu sem tilheyrir jörðinni Viðfirði og öðrum byggingum því tengdu (2. mynd t.v.). Utan við bæinn Viðfjörð er bryggja sem notuð er þegar komið er á svæðið sjóleiðis (2. mynd t.h.). Þá er göngubrú yfir Viðfjarðará nærri ósnum sem auðveldar fólki að komast yfir á austurströndina. Skammt undan landi fyrir miðjum botni Viðfjarðar er lítilsháttar kræklingaeldi landeigenda sem er hugsað sem tilraun í fóðrun æðarfugls (3. mynd).

3

2. mynd. Mannvirki í Viðfirði; Húsið Viðfjörður í botni Viðfjarðar og tengdar byggingar (t.v.) og bryggjan í Viðfirði (t.h.) (ljósm. Halldór W. Stefánsson).

Fyrirhugað efnistökusvæði Fjarðarbyggðar í innanverðum Viðfirði liggur skammt frá landi að vestanverðu á mörkun netlaga (4. mynd). Fjaran er grýtt og þangvaxin með smá klettum að austanverðu. Annars er fjarðarbotninn sendinn með rif utan við ós Viðfjarðarár sem rennur út dalinn til sjávar. Hlíðar beggja vegna fjarðarins eru vel grónar en ofarlega má sjá kletta og hjalla með dröngum og berggöngum.

3. mynd. Kræklingaeldi í Viðfirði 2015 (ljósm. Halldór W. Stefánsson).

4

4. mynd. Rannsóknarsvæðið í Viðfirði árið 2015. Staðsetningar botnsýnatöku, rafveiða og fuglarannsókna ásamt mögulegum efnistökusvæðum og fyrri efnistökusvæðum (Landmælingar Íslands, 2013a og 2013b; Landhelgisgæsla Íslands, 2007 og Alta ehf, ekkert útgáfuár).

5

3 Fuglar

3.1 Aðferðir Þann 11. ágúst 2015 var farið í Viðfjörð til athugunar á fuglalífi vegna fyrirhugaðrar efnistöku úr sjó fyrir Fjarðabyggð. Gengið var með vesturströnd Viðfjarðar og ströndin austan fjarðar skoðuð með fjarsjá og allir fuglar taldir (Bibby o.fl., 1992). Æðarvarp á sandrifi við ós Viðfjarðarár var skoðað sérstaklega (4. og 5. mynd).

5. mynd. Æðarvarp í Viðfirði (ljósm. Halldór W. Stefánsson).

Rætt var við staðarhaldara í Viðfirði þá Skúla G. Hjaltason og Þórarinn Viðfjörð Guðnason sem gáfu upplýsingar um fugla- og dýralíf á svæðinu. Þeir nýta æðarvarpið, halda því við og verja. Eldri upplýsingar um fugla í Viðfirði voru fengnar úr ferðadagbókum höfundar frá árinu 1999.

3.2 Niðurstöður Alls sáust 13 fuglategundir á athugunardag, en heimildir eru um 8 tegundir til viðbótar hafi sést af og til árið 2015. Þessar tegundir eru tilgreindar í Viðauka I og er fjallað nánar um sumar þeirra hér á eftir. Auk þess er minnst á fleiri fuglategundir sem eru stundum á svæðinu, t.d. lóm, dílaskarf og rjúpu, en þær eru ekki tilgreindar í Viðauka I. Hér verður fjallað lauslega um nokkrar tegundir sem komu fyrir í athugunum árin 1999 svo og 2015 og kunna að verða fyrir áhrifum efnistökunnar. Fleiri fuglategundir eru þekktar í Norðfirði og á Gerpissvæðinu sem teljast til sama svæðis og Viðfjörður. Þessum tegundum er sleppt í þessari samantekt (Halldór W. Stefánsson og Skarphéðinn Guðmundur Þórisson, 2000).

6

Æður (Somateria mollissima) er best þekkta tegundin í Viðfirði sem skýrist af algengi og nytjum (6. mynd). Æðarfugl er áberandi fugl í Norðfirði yfir vetrarmánuðina og skiptir fjöldinn þúsundum. Reikna má með að þessir fuglar dreifist í nálæga firði á varptímanum og yfir sumarið.

6. mynd. Æður (bliki) algengur fugl í Viðfirði (ljósm. Halldór W. Stefánsson).

Æðarvarp í Viðfirði hefur verið þekkt alla tíð en hefur verið í lítilsháttar vexti síðustu tíu árin (Skúli G. Hjaltason og Þórarinn Viðfjörð Guðnason 11.8.2015). Eftir tvö dræm varpár 2008 og 2009 hefur fjöldi hreiðra náð hámarki á tímabilinu og telja nú 172 hreiður (8. mynd). Staðarhaldarar í Viðfirði hafa hlúð að varpinu og varið það fyrir afráni sem á sjálfsagt stóran þátt í viðgangi þess síðast liðinn áratug. Manngerð hreiðurstæði auk rekans (7. mynd) og rafmagnsgirðingar setja svip á varpið við ósinn sem markast að öðru leiti af ánni og ströndinni. Þann 13. ágúst 2015 voru taldir 136 æðarfuglar í Viðfirði austan við fyrirhugaða efnistöku. Það voru kollur með unga og fáeinir blikar. Ekki tókst að greina ungahlutfallið til að sjá út hvernig varp hafi tekist árið 2015 enda of seint fyrir slíka mælingu þar sem fuglar víðar að gætu átt í hlut.

7. mynd. Æðarvarpið í Viðfirði 11.8.2015 séð til vesturs (t.v.) og til austurs (t.h.) auk reka í fjörunni (ljósm. Halldór W. Stefánsson).

7

8. mynd. Þróun æðarvarps í Viðfirði frá árinu 2004-2015 (Skúli G. Hjaltason 15.9.2015).

Silfurmáfur (Larus argentatus) sést í Norðfirð allt árið og verpir m.a. í Viðfirði og er staðfugl á svæðinu. Í Norðfirði er mikið af silfurmáfi yfir veturinn (9. mynd).

9. mynd. Silfurmáfar á Norðfirði (ljósm. Skarphéðinn G. Þórisson).

Kría (Sterna paradisaea) verpir í Viðfirði, m.a. innan um æður í botni fjarðar (10. mynd). Þar eru 30 pör verpandi (Skúli G. Hjaltason og Þórarinn Viðfjörð Guðnason, staðarhaldarar í Viðfirði, munnleg heimild, 11. ágúst 2015).

8

10. mynd. Kría, áberandi tegund í botni Viðfjarðar (ljósm. Halldór W. Stefánsson).

Rjúpur (Lagopus mutus) sjást aðallega að hausti og vetri og ekki vitað til að þær verpi nálægt áhrifa-svæði fyrirhugaðrar efnistöku í Viðfirði. Sumar tegundir, t.d. lómur (Gavia stellata) og dílaskarfur (Phalacrocorax carbo) teljast sjaldgæfir gestir á svæðinu og sjást einkum utan varptíma, t.d. að hausti eða vetri. Einn lómur sást við Viðfirði í ágúst 2015. Færri en 10 grágæsir eru á varptíma í Viðfirði og nánast allar inn í dal þar sem fáein pör eru talin verpa. Steindepill (Oenanthe oenanthe) sést flest árin við Viðfjörð en heldur til ofar í hlíðum (Skúli G. Hjaltason, staðarhaldari í Viðfirði, munnleg heimild 10. september 2015).

Fálki sést líka af og til og í júlí 2015 sást fálkapar í Viðfirði (Náttúrustofa Austurlands 2015).

3.3 Umræður Tímasetningin á fuglaathugunum fór fram seint að sumrinu, og því ekki líkleg til þess að gefa rétta mynd af fjölda varpfugla á svæðinu. Þeir kunna að verða fyrir meiri áhrifum vegna efnistökunnar en aðrir fuglar. Tvennskonar áhrif geta orðið á fuglana. Annarsvegar breyting á fæðuskilyrðum og hinsvegar vegna truflunar á meðan efnistakan stendur yfir. Hægt væri að lágmarka áhrifin með tímasetningu á efnistökunni. Margir fuglar eru viðkvæmir á varp- og ungatíma sem getur staðið yfir frá apríl til júlí ár hvert. Reikna má með að fuglar sem eru í Viðfirði undir miðjan ágúst séu þeir sem nýta svæðið lengst. Lítið er vitað um staðfugla og þá sem eru á svæðinu yfir veturinn. Fyrirhuguð efnistaka verður skammt undan landi á svæði sem gæti snert fæðu ýmissa fuglategunda.

Æðarfugl, kría, máfar og vaðfuglar setja mestan svip á fuglalíf í Viðfirði sem kemur heim og saman við fyrri úttekt Náttúrustofunnar á fuglum á svæðinu (Viðauki I). Efnistaka úr sjó skammt frá landi gæti haft einhver áhrif á fæðuöflun æðarfugls og kríu á svæðinu. Ekki er talið líklegt að efnistakan muni hafa mikil áhrif á silfurmáfa, nema ef vera kynni vegna truflunar á varptíma. Fjórar þeirra fuglategunda sem sáust í Viðfirði árið 2015 eru á Válista (Náttúrufræðistofnun Íslands 2000). Grágæs, fálki og hrafn teljast í yfirvofandi hættu og straumönd sem telst í nokkurri hættu. Ekki er líklegt að fyrirhuguð efnistaka í Viðfirði hafi áhrif á þessar tegundir.

9

4 Botndýr

4.1 Aðferðir Þann 7. september 2015 var botnsýnum safnað á fjórum svæðum í Viðfirði. Sýnatökustöðvar voru ákvarðaðar út frá fyrirhuguðu efnistökusvæði við strandlengju Viðfjarðar, samtals 3 stöðvar VB–VD. Jafnframt var ein stöð (VA) innan svæðis þar sem efnistaka fór fram árin 2002 og 2014 (4. mynd). Söfnun á botnsýnum var gerð á bátnum Eyja 1787 og var skipstjóri Einar Hálfdánarson. Við staðsetningu sýnatökustöðva á sjó var notast við staðsetningartæki af gerðinni Garmin GPSmap 62s. Dýpt var skráð af dýptarmæli um borð í bátnum við hverja stöð. Við sýnatökuna var notuð botngreip af gerðinni Van Veen (flatarmál=0,0195 m2, 11. mynd). Á hverri stöð voru tekin þrjú botnsýni. Samtals voru tekin 12 sýni á 4 stöðvum í Viðfirði. Ef greip var opin t.d. vegna grjóts eða kóralþörunga þá var sýninu hent og nýtt sýni tekið. Jafnóðum og sýni kom upp var því lýst með tilliti til grófleika, áferðar og litar. Einnig voru sjáanleg dýr skráð. Sýnin voru losuð í 4 L fötu og 8% formalíni hellt á þau ásamt boraxi til að koma í veg fyrir að kalkhlutar lífvera leystust upp. Formalíni var hellt af nokkrum dögum eftir sýnatöku og sýnin sigtuð með 1 mm og 0,250 mm sigti. Þeim var loks komið fyrir í hæfilegri sýnadollu og varðveitt í 70% ethanoli þar til unnið var úr þeim. Unnið var úr öllum sýnum undir víðsjá (Leica MZ6 og MZ12) og voru öll dýr nema þráðormar (Nematoda) tínd úr sýnunum. Öll dýr voru greind til tegundar eða dýrahóps og þau talin. Meðalþéttleiki botndýra fyrir hverja stöð var reiknaður út frá öllum greipum viðkomandi stöðvar.

11.mynd. Botngreip af gerðinni Van Veen (ljósm. Elín Guðmundsdóttir)

10

Þéttleikahlutfall (%) hverrar tegundar innan stöðvar var reiknað út frá heildarþéttleika allra tegunda í viðkomandi stöð. Einnig var fjöldi botndýra, fjölbreytni (e. diversity) og einsleitni (e. evenness) reiknuð út fyrir hverja stöð. Fjölbreytni var mæld með fjölbreytnistuðlinum Shannon information index H’ (Shannon, 1948). Shannon fjölbreytnistuðull H´:

þar sem s = fjöldi tegunda, pi = fjöldahlutdeild af heildarsýni sem tilheyrir tegund i. Þessi stuðull hækkar eftir því sem fjölbreytni tegunda botndýra eykst. Einsleitnistuðullinn, er nátengdur Shannon stuðlinum, en þykir sýna betur hvort jafnræði er milli tegunda, þ.e. hvort hlutdeild tegunda sé svipuð, eða hvort ein eða fáar tegundir séu sérstaklega áberandi og samsetning tegunda einsleit. Stuðullinn lækkar með vaxandi einsleitni . Einsleitni var reiknuð út með Pilou´s einsleitinistuðlinum J:

Shannon index stuðullinn og einsleitnistuðull Pilou´s voru valdir því þeir gefa jafnt vægi milli sjaldgæfra tegunda (Magurran, 2004). Meðalþéttleiki, hlutfall tegunda og fjölbreytnistuðlar voru reiknuð út í Excel, útgáfu 2007. Samanburður á fjölbreytni milli stöðva var borin saman með því að reikna út β–fjölbreytni með aðferð kenndri við Sørensen (Magurran, 2004). Sú aðferð byggir á því að bera saman fjölbreytni á milli tveggja mismunandi hópa (vistgerða) (β-fjölbreytni) þar sem lagt er til grundvallar hversu margar tegundir eru til staðar í hvoru vistkerfi fyrir sig og hversu margar séu sameiginlegar í báðum vistkerfunum. Því hærri sem útkoman er (0–1) því meiri er skörun tegunda á milli vistkerfa.

S1 = fjöldi tegunda á stað 1, S2 = fjöldi tegunda á stað 2, c = fjöldi tegunda sem finnast á báðum stöðum

4.2 Niðurstöður Leirbotn var á stöðvum VA og VB í botni Viðfjarðar. Á stöð VA sem var á 7 m dýpi mátti greina holu þar sem efnistaka hefur farið fram og var nokkuð um uppsafnaðar lífrænar leifar sem komu í botngreiparnar. Á stöðvum VC og VD var kóralþörungalag (Lithothamnium spp) ofan á annars gráum leðjukenndum botni. Á stöð VD var fyrst reynt að safna sýnum á 9 metra dýpi en kóralþörungalagið var það þétt að ekki náðist að safna viðunandi sýnum því var farið á 18 m dýpi þar sem náðust góð sýni.

11

Tafla 1. Upplýsingar um fjölda greipa, dýpi, hnit og lýsingu á botni á stöðvum VA–VD í Viðfirði.

Stöð Fjöldi greipa Dýpi (m) Hnit Lýsing á botni

VA 3 7 65°08.858 -13°63.830 Svört leðja, lífrænar leifar og skeljabrot.

VB 3 12 65°08.937 -13°63.330 Svört leðja, skeljabrot.

VC 3 18 65°06.044 -13°37.571 Kóralþörungar, grá leðja og skeljabrot.

VD 3 18 65°06.277 -13°36.309 Kóralþörungar , grá leðja og skeljabrot. Í botnsýnunum fundust alls 833 dýr á 0,0195 m2 eða 42.701 dýr á fermetra sem greind voru í 94 tegundir eða dýrahópa (Viðauki II). Þéttleiki dýra var mestur á stöð VB eða að meðaltali 294 dýr í greip en fæst voru dýrin á stöð VC eða að meðaltali 165 dýr í greip (Tafla 2). Ekki var þó marktækur munur á þéttleika botndýra á milli sýnatökustöðva í Viðfirði (Kruskal-Wallis: P=0,525). Tafla 2. Hópar botndýra sem fundust í Viðfirði. Sýndur er meðalþéttleiki dýra á 0,0195 m2 (þéttleiki) og hlutfall (%) hvers dýrahóps af heildarfjölda botndýra fyrir hverja stöð (VA-VD) sem og meðalfjölda og hlutfall allra botndýra (allar stöðvar). Neðst í töflu má sjá meðalþéttleika dýra (samtals) á 0,0195 m2 og uppreiknaður þéttleiki dýra á fermetra (samtals á m2) á hverri stöð. Raðað eftir mesta til minnstu hlutdeild allra stöðva.

VA VB VC VD Allar stöðvar

Flokkur Þéttleiki % Þéttleiki % Þéttleiki % Þéttleiki % Þéttleiki % Burstaormar (Polychaeta) 135 72 196 67 130 79 158 85 618 74 Krabbadýr (Crustacea) 18 9 71 24 7 4 6 3 101 12 Lindýr (Mollusca) 31 17 27 9 8 5 5 3 71 9 Ánar (Oligochaeta) 0 0 0 0 13 8 11 6 24 3 Annað (other) 4 2 1 0 7 4 6 3 19 2 Samtals (0,0195 m2) 188 294 165 186 833

Samtals á m2 9.624 15.094 8.462 9.521 42.701

Burstaormar voru ríkjandi botndýr á öllum stöðvum með 74% hlutdeild af heildarfjölda botndýra. Mesta hlutdeild burstaorma var á stöð VD eða 85% en lægst var hún á stöð VB, 67%. Næst algengustu dýrahóparnir voru krabbadýr, lindýr og ánar og var misjafnt milli stöðva hvaða dýrahópur var næstríkjandi. Krabbadýr voru til að mynda næst algengasti dýrahópur á stöð VB með 24% hlutdeild en á stöð VC og VD voru það ánar með 8% og 6% hlutdeild. Lindýr voru svo næst algengasti dýrahópurinn á stöð VA með 17% hlutdeild (Tafla 2). Þéttleiki dýra í öðrum hópum var mun minni.

12

Fjöldi tegunda/hópa á stöðvunum var frá 43 til 53 og voru burstaormar með flestar tegundir á öllum stöðvum eða frá 19–26 tegundir (12. mynd (a)). Fjölbreytni var mestur á stöðvum VC og VD eða 4,05 á báðum stöðvum. Svipuð fjölbreytni mældist á stöð VA eða 3,99 en minnst var hún á stöð VB eða 3,70. Fjölbreytni botndýra var ekki marktækt frábrugðin milli sýnatökustaða í Viðfirði (Kruskal-Wallis: P=0,993). Minnst jafnræði milli tegunda var einnig á stöð VB eða 0,64 en svipuð á öðrum stöðvum, VD: 0,72, VC: 0,73 og VD: 0,74 (12. mynd (b)).

12. mynd. a) Fjöldi tegunda/ hópa burstaorma, krabbadýra, lindýra og annarra hópa botndýra (annað) á fjórum stöðvum í Viðfirði (VA–VD). b) Shannon fjölbreytni stuðull (H´) (súlur) og einsleitni (J´) (ferningar) á sömu stöðvum.

Til að kanna líkindi milli stöðva með tilliti til botndýrasamfélaga í Viðfirði var stuðst við Sörensen skörunarstuðul. Hann sýndi að samfélög botndýra voru líkust á annars vegar stöðvum VA og VB (β-fjölbreytni 0,59) og svo hins vegar á stöðvum VC og VD (β-fjölbreytni 0,65). Samanburður milli annarra stöðva sýndi að botndýrasamfélög voru með ólíkari tegundasamsetningu (β-fjölbreytni 0,43 og 0,44) (Tafla 3). Tafla 3. Sörensens stuðull (β-fjölbreytni) fyrir breytileika á milli sýnatökustaða (hærra gildi þýðir minni breytileiki á milli stöðva). Upplýsingar um heildarfjölda tegunda (alls) á þeim stöðvum sem bornar eru saman og fjölda tegunda sem er sameiginlegur í þeim stöðvum (skörun).

Fjöldi tegunda

Stöðvar Alls Skörun β

VA VB 70 29 0,59

VA VC 70 19 0,43

VA VD 72 20 0,43

VB VC 78 22 0,44 VB VD 81 22 0,43

VC VD 63 30 0,65

Ef horft er til samfélaga burstaorma á þeim stöðvum VA og VB sést að tegundin Polydora sp. er ríkjandi tegund á báðum stöðvum með 39% og 53% hlutdeild af heildarþéttleika burstaorma. Tegundin Pholoe minuta var næstríkjandi tegund á báðum stöðvunum og nam hlutdeild þeirra 13% og 22% af heildarfjölda burstaorma. Á stöð VB var tegundin Scoloplos armiger einnig nokkuð áberandi með 13 % hlutdeild en annars voru aðrar tegundir á stöðvunum sjaldgæfari. Á stöðvum VD og VC ríkti

0

10

20

30

40

50

60

VA VB VC VD

Fjö

ldi t

egu

nd

a/h

óp

a

Stöðvar

a

Burstaormar Krabbadýr Lindýr Annað

0.62

0.64

0.66

0.68

0.70

0.72

0.74

0.76

3.50

3.60

3.70

3.80

3.90

4.00

4.10

VA VB VC VD

Ein

slei

tni (

J´)

Shan

no

n (

H´)

Stöðvar

b

13

meira jafnræði milli tveggja algengustu tegundanna. Á stöð VC voru tegundirnar Chaetozone setosa og Levinsenia gracilis algengastar með 26% og 24% hlutdeild og á stöð VD voru sömu tegundirnar algengar en þar var hlutdeild Levinsenia gracilis 24% en hlutdeild Chaetozone setosa 21% af heildar-þéttleika burstaorma (13. mynd).

13. mynd. Hlutfallslegur fjöldi (%) burstaorma eftir tegundum á stöðvum VA, VB, VC og VD í Viðfirði. Sýndar eru tegundir sem höfðu hlutfallslegan þéttleika sem nam að minnsta kosti 2% af heildarþéttleika burstaorma

Fjöldi krabbadýrategunda var mestur á stöð VB eða alls 17 (12. mynd (a)). Af þeim voru tegundirnar Photis tenuicornis og Brachydiastylis resima algengastar með hlutfallslegan fjölda sem nam 32% og 24 % af heildarfjölda krabbadýra á þeirri stöð. Á öðrum stöðvum voru tegundir mun færri eða 9 tegundir á stöð VA, 8 tegundir á stöð VC og 7 tegundir á stöð VD (12. mynd (a)). Af lindýrum voru flestar tegundir á stöðvum VB og VC eða 12 og 11 tegundir (12. mynd (a)). Auðnuskel Crenella decussata í flokki samloka (Bivalvia) var mest áberandi með 39% hlutdeild af heildarfjölda lindýra á stöð VB en á stöð VC var færiskel (Astarte crenata) af flokki samloka og brúðarhetta (Erginus rubellus) af flokki kuðunga (Gastropoda) algengastar með 24% hlutdeild hvor. Í

14

flokki samloka á stöðvum VA–VD fundust auk ofantalinna tegunda pétursskel (Acanthocardia tuberculata), halloka (Macoma calcarea), sandskel (Mya sp) og dorraskel (Astarte elliptica). Í flokki kuðunga fundust auk brúðarhettu, haðarhetta (Lepeta caeca), baugsnotra (Onoba aculeus) og kambdofri (Boreotrophon clathratus). Skrápdýr (slöngustjarna (Ophiuroidea) og krossfiskur (Asteroidea) og nökkvar (ljósnökkvi (Stenosemus albus) og flekkunökkvi (Tonicella marmorea)) fundust einungis á stöðvum VC og VD. Í Viðauka II má finna yfirlit og þéttleika allra botndýrategunda sem fundust í rannsókninni.

4.3 Umræður Tvær vistgerðir var að finna á sýnatökustöðum botndýra í Viðfirði. Annars vegar eru þar samfélög botndýra sem lifa í kóralþörungalagi utarlega í firðinum, bæði norðan og sunnan megin, og hins vegar á leirbotni innst í firðinum. Fjölbreytni botndýra og þéttleiki var mikill í báðum vistgerðunum. Ekki fundust sjaldgæfar botndýrategundir í þessari rannsókn og eru flestar tegundirnar algengar á Austurlandi og á landsvísu. Setkjarnagreiningar sem gerðar voru af Köfunarþjónustunni í Viðfirði, sem og þessi rannsókn, sýna að kóralþörungalög eru nokkuð víða í Viðfirði (Efla, 2015). Samtals fundust kóralþörungar á sjö stöðvum, þar af voru fjórar staðsetningar þar sem voru greindir lifandi kóralþörungar (14. mynd). Áður hefur verið getið um kóralþörungalög á Austurlandi, við Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og er þá einnig að finna víða við Norður- og Vesturland (t.d. Helgi Jónsson, 1912; Adey, 1968; Karl Gunnarsson, 1977; Kjartan Thors og Guðrún Helgadóttir, 1980; Kristín Aðalsteinsdóttir og Arnþór Garðarsson, 1980; Þorleifur Eiríksson og Hafsteinn H. Gunnarsson, 2002).

15

14. mynd. Yfirlit yfir staðsetningar þar sem kóralþörungar finnast í Viðfirði. Annars vegar úr botndýrarannsóknum (Erlín Emma Jóhannsdóttir o.fl., þessi rannsókn) og borkjarnarannsóknum (Efla, 2015).

16

Kóralþörungar vaxa lausir á sjávarbotni þar sem efsta lagið samanstendur af lifandi kóralþörungum en undir eru dauðir þörungum sem hlaðast upp og mynda setlög. Kóralþörungalög eru almennt talin verðmæt búsvæði á alþjóða vettvangi vegna auðugs dýra- og þörungalífs sem og blettóttrar útbreiðslu (t.d Abella o.fl., 1998; Steller o.fl., 2003). Þeir eru jafnframt mjög hægvaxta og vaxa greinar þeirra einungis um um 1 mm á ári. Setmyndunarhraði kóralþörungalaga er einnig hægur eða einungis 0,4 til 14 mm á ári (Hall-Spencer og Moore, 2000). Rannsóknir á kóralþörungategundinni Lithotamnion tophiforme í innanverðu Ísafjarðardjúpi sýna jafnframt að framleiðni og kalkþörungamyndun tegundarinnar er mjög hæg hér á landi (Karl Gunnarsson o.fl., 2015). Því tekur langan tíma fyrir kóralþörungalög að ná sér eftir röskun, til dæmis vegna efnistöku af botni eða veiðum. Þótt kóralþörungalög séu ekki friðuð hér á landi ber okkur þó skylda til að standa vörð um þau, því í samningi um verndun NA-Atlantshafsins (OSPAR) sem Ísland er aðili að, eru kóralþörungalög á lista yfir vistgerðir sem eru í hættu (OSPAR, 1992; OSPAR, 2008). Öll efnistaka á sjávarbotni hefur í för með sér röskun á dýralífi þar sem yfirborðslag botnsins er fjarlægt og dýralíf hverfur því á því svæði. Nálæg dýrasamfélög verða einnig fyrir áhrifum vegna gruggs og róts en það fer eftir því hversu umfangsmikil efnistakan er hversu víðtæk áhrifin eru. Þegar efni er tekið af hafsbotni nærri landi líkt og er fyrirhugað í Viðfirði er einnig mögulegt að efnistakan hafi áhrif á nálægar strendur og fjörur. Á fyrirhuguðum efnistökusvæðum verður eftir hola eða dæld í botninum, líkt og sást á stöð VA þar sem efni var tekið árið 2002 og 2014. Eftir að efnistöku er hætt safnast þó aftur í dældirnar set en það fer eftir straumum og efnisburði á hverjum stað og því hversu djúpar dældirnar eru hversu langan tíma það tekur. Svo virðist sem lífræn uppsöfnun eigi sér stað á núverandi efnistökusvæði í Viðfirði, en mikið af lífrænum leifum fundust í sýnum sem tekin voru þar og eiga þær sennilega uppruna sinn úr Viðfjarðará því ós hennar liggur skammt frá efnistökusvæðinu (4. mynd) og gæti það haft áhrif á botndýrafánuna til lengri tíma. Ekki reyndist þó vera munur á þéttleika eða fjölbreytni botndýra ef borin eru saman óraskað svæði og núverandi efnistökusvæði í botni Viðfjarðar. Áhrif efnistökunnar mun væntanlega verða meiri á kóralþörungalögin heldur en á leirbotn eða sandbotn sökum þess hversu hægvaxta þörungarnir eru. Ef mikil dýpkun verður eftir efnistökuna er einnig óvíst að þeir nái að vaxa þar aftur því þeir vaxa best á 5–30 m dýpi (Adey, 1970).

17

5 Viðfjarðará

5.1 Aðferðir Til að meta útbreiðslu og magn fiskitegunda í vatnakerfi Viðfjarðarár var rafveitt á tveimur stöðum í ánni og einni hliðarkvísl þann 17. ágúst 2015 (4. mynd). Við rafveiðina var notuð rafstöð sem framleiðir 220 volta riðstraum, sem breytt er í 300/600 volta jafnstraumsspennu. Málmmotta (um 40 cm á kant) sem liggur á botni árinnar er bakskaut (katóða), en forskautið (anóða) er málmhringur á enda stafsins sem veiðimaðurinn heldur á. Hringnum á enda stafsins er haldið undir vatnsborðinu og hann færður skipulega yfir rannsóknasvæði. Seiðin dragast að hringnum á stafnum og þá er hægt að háfa þau upp. Farin var ein yfirferð á hverri stöð og mælt flatarmál þess svæðis sem rafveitt var. Með því móti er unnt að reikna vísitölu seiðaþéttleika fyrir viðkomandi stöð, sem fjölda veiddra seiða á hverja 100 m2 árbotns. Rafveiðar er ein algengasta aðferðin sem notuð er við sýnatöku úr stofnum ferskvatnsfiska (Bohlin o.fl., 1989). Á hverri stöð var mælt og skráð hita- og sýrustig ásamt leiðni einnig var botngerð metin á hverri rafveiðistöð en þá er botngerðin flokkuð í 5 grófleikaflokka þ.e. sand (þvermál korna <1), möl (þvermál 1–7 cm), smágrýti (þvermál 7–20 cm), stórgrýti (þvermál >20 cm) og klöpp. Veidd seiði voru geymd í einn sólahring í ísskáp áður en unnið var með þau. Allir fiskar sem veiddust voru greindir til tegunda, þyngd þeirra og lengd skráð. Fultons ástandsstuðull (K) eða holdastuðull var reiknaður út frá sambandi lengdar (cm) og þyngdar (g) (Bagenal og Tech 1978), samkvæmt jöfnunni:

K = þyngd (g) / Lengd ³ (cm) * 100

Öll seiði voru krufin og kyn þeirra metið. Magafylli var einnig metið á skala frá 0 til 5 þar sem 0 er tómur magi og 5 er fullur magi. Innihald magans var sett á petriskál og það skoðað og greint undir víðsjá, Leica MZ6 með 40x stækkun. Kvarnir úr hverju seiði voru teknar til aldursgreiningar. Seiði sem eru á fyrsta vaxtarsumri (vorgömul seiði) eru táknuð sem 0+, ársgömul seiði eru táknuð sem 1+ en þau hafa verið einn vetur í ánni eftir klak og eru á öðru vaxtarsumri. Seiði sem hafa verið tvo vetur í ánni eftir klak eru táknuð sem 2+ o.s.frv.

5.2 Niðurstöður Rafveidda svæðið í Viðfjarðará var samanlagt 483,43 m2 sem skiptist á 3 stöðvar: stöð 1; 300 m2, stöð 2; 84,63 m2 og stöð 3; 98,8 m2. Einungis veiddust seiði á stöð 2 eða alls 17 seiði og reyndust það allt vera bleikjur (Salvelinus alpinus L.), 8 hrygnur (57%) og 6 hængar (43%) en ekki var hægt að kyngreina 3 seiði. Þéttleiki veturgamalla (1+) seiða var mestur eða alls 12 seiði og var lengd þeirra frá 7,3–8,5 cm og að meðaltali 8,0 cm. Þyngd þeirra var að meðaltali 5,6 g (spönn 4,5–6,5 g). Vorgömul (0+) seiði reyndust vera 2 og var lengd þeirra 4,2 cm og 4,9 cm og þyngd þeirra var 0,9 og 1,1 g. Tveggja ára seiði (2+) voru tvö og voru bæði um 9 cm að lengd og 7,5 og 9,5 g að þyngd. Einungis eitt þriggja vetra seiði (3+) veiddist og var það 11,6 cm að lengd og um 20 g að þyngd (Tafla 4). Holdastuðull allra seiða var á bilinu 0,9–1,3. Flest seiði eða 41% höfðu magafylli 1. Tvö veturgömul seiði reyndust vera með tómann maga og eitt 3ja vetra seiði var með fullann maga (Tafla 4).

18

Tafla 4. Yfirlit yfir aldur, kyn, lengd (cm), þyngd (g), magafylli og holdastuðul þeirra 17 bleikjuseiða sem veiddust á stöð 2 í rafveiði í Viðfjarðará þann 17. ágúst 2015. Raðað eftir aldri. EG merkir að kyn var ekki greinanlegt. Meðaltal er sýnt fyrir veturgömul (1+) seiði.

Stöð Aldur Kyn Lengd (cm)

þyngd (g)

Magafylli Holdastuðull

2 0+ EG 4,9 1,1 3 0,9 2 0+ EG 4,7 0,9 1 0,9 2 1+ kk 8,5 6,1 1 1,0 2 1+ kvk 8,3 5,8 2 1,0 2 1+ kvk 8,4 6,3 1 1,1 2 1+ kk 7,5 4,5 1 1,1 2 1+ kvk 7,9 5,9 4 1,2 2 1+ kvk 7,5 4,6 2 1,1 2 1+ kk 8,0 5,2 0 1,0 2 1+ kk 8,0 5,8 1 1,1 2 1+ EG 8,4 6,0 2 1,0 2 1+ kk 8,3 6,4 1 1,1 2 1+ kvk 8,2 6,0 1 1,1 2 1+ kvk 7,3 4,7 0 1,2

Meðaltal

8,0 5,6 1,3 1,1

2 2+ kk 9,0 7,5 2 1,0 2 2+ kvk 9,1 9,2 3 1,2 2 3+ kvk 11,6 19,9 5 1,3

Möl (þvermál 1–7 cm) var alsráðandi (100%) á stöðvum 1 og 3 í Viðfjarðará. Á stöð 2, sem er hliðar-kvísl (15. og 16. mynd) einkenndist botninn (60%) af smágrýti (þvermál 7–20 cm) en leir/sandur var um 40% neðst á stöðinni. Á smágrýtinu bar mikið á mosa og þörungum. Efst á stöðinni voru grasi grónir bakkar og fremur lítill straumur en þar einkenndist botninn af leir/sandi (16. mynd). Breidd kvíslarinnar var um 1,2 m og dýptin 0,21 m. Vatnið í kvíslinni var upprunnið úr mýri en þegar mikið er í ánni sameinast áin kvíslinni. Styrkur uppleystra jóna (leiðni) á stöð 2 var 44 µS/cm, sýrustig (pH) 7,97 og vatnshiti 11,4°C.

19

15. mynd. Séð upp hliðarkvísl (stöð 2) í Viðfjarðará (ljósm. Erlín Emma Jóhannsd.).

16. mynd. Grasi grónir bakkar á stöð 2 við Viðfjarðará (ljósm. Erlín Emma Jóhannsd.).

20

5.3 Umræður Útbreiðsla bleikjuseiða er stopul í Viðfjarðará en þar sem seiðin halda sig getur þéttleikinn verið töluverður. Hugsanlegt er að útbreiðslan nái nokkru ofar í ánni og sé víðar en þessi rannsókn gefur til kynna því botngerðin er á mörgum stöðum hagstæð fyrir uppeldi bleikjuseiða þ.e. möl eða smágrýti. Ólíklegt er að sjógengin bleikja sé í bráðri hættu vegna efnistöku í sjó því fiskurinn forðar sér þegar hætta steðjar að. Hins vegar getur efnistakan verið truflandi þegar bleikjan er að ganga upp í ánna síðla sumars eða að hausti til að hrygna og því er mikilvægt að framkvæmdin fari ekki fram á þeim tíma nálægt ósnum.

Þakkir Þeim Skúla G. Hjaltasyni og Þórarni Viðfjörð Guðnasyni er þakkað fyrir sérstaklega góðar móttökur og fyrir að veita upplýsingar um fugla- og dýralíf í Viðfirði. Pétri Marinó Frederikssyni er þakkað fyrir að koma starfsmanni stofunnar á rannsóknarsvæðið. Einar Hálfdánarson fær bestu þakkir fyrir aðstoð við sýnatöku á botndýrum í Viðfirði. Stefán Karl Guðjónsson fær þakkir fyrir aðstoð við rafveiði og ferjuflutninga á mönnum og búnaði yfir í Viðfjörð á bát. Páli Freysteinssyni eru færðar þakkir fyrir afnot af sexhjóli í Viðfirði. Náttúrustofu Vestfjarða er þakkað fyrir lán á botngreip, sigti og rafveiðitækjum. Cristian Gallo hjá Náttúrustofu Vestfjarða fær kærar þakkir fyrir greiningu á botndýrum.

21

6 Heimildaskrá

Abella, E., Barbera, C., Borg, J.A., Glérnarec, M., Grall, J., Hall-Sencer, J. o.fl. (1998). Maerl grounds: Habitats of high biodiversity in European seas. Third European marine science and technology conference, project synopsis vol. 1: Marine Systems: 170–178.

Adey, W. H. (1968). The distribution of crustosse corallines on the Icelandic coast. Science in Iceland 1: 16–25.

Adey, Walter H. (1970). Some relationship between crustose corallines and their substrate. Science in Iceland 2:21-25.

Alta (2015). Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027. Reykjavík: Alta. Alta ehf, (ekkert útgáfuár). efnistökusvæði, netlagalína (miðað við strandlínu) og athugunarsvæði í

Viðfirði. Send í tölvupósti til Kristínar Ágústsdóttur hjá Náttúrustofu Austurlands frá Árna Geirssyni (með leyfi frá Árna Vésteinssyni, Lhg) hjá Alta ehf.

Ari Benediktsson (2002). Bygging skjólgarðs við fiskveiðihöfn í Neskaupstað og efnistaka í Skuggahlíðarbjargi og af sjávarbotni í Viðfirði, Fjarðabyggð. Ákvörðun um matsskyldu. Reykjavík: Hönnun.

Bagenal, T.B. og Tech, F.W. (1978). Age and Growth; Í T. Bagenal (ritstj.), Handbook No. 3. Methods for Assessment of Fish Production in Fresh water (bls. 101–136). Oxford: Blackwell Science Publication.

Bibby, C. J., Burgess, N. D. og Hill, D. A. (1992). Bird Census Techniques. Academic Press Limited, London.

Bohlin, T., Hamrin, S., Heggberget, T.G, Rasmussen G. og Saltweit , S.J. (1989). Electrofishing-Theory and practice with special emphasis on salmonids. Hydrobiologia 173, 9–43.

Efla (2015). Borholusnið, sjóborun. Setkjarnagreining borholur Viðfjörður V-1 til V-6. Halldór W. Stefánsson og Skarphéðinn Guðmundur Þórisson (2000). Varpútbreiðsla varpfugla á

Austfjörðum. Könnun árið 1999 í reitum 7247, 7248, 7249, 7347, 7348, 7349, 7447, 7448, 7449, 7547, 7548, 7549 á vegum Náttúrustofu Austurlands. Framvinduskýrsla. Egilsstaðir maí 2000. 21 bls.

Halldór W. Stefánsson, ferðadagbækur 1999. Hall-Spencer, J.M. ogMoore, P.G. (2002). Scallop dredging has profound long-term impacts on maerl

habitats. ICES Journal of marine science 57: 1407-1415 Helgi Jónsson (1912). The marine algal vegetation of Iceland. Botany of Iceland I(1): 1-186 Hjörleifur Guttormsson (2005). Eyðibyggðir við Gerpi. Í Hjalti Kristgeirsson (ritstj.), Austfirðir frá

Reyðarfirði til Seyðisfjarðar. Reykjavík: Ferðafélag Íslands. bls. 76. Karl Gunnarsson (1977) Þörungar í kóralsetlögum í Arnarfirði. Hafrannsóknir. Reykjavík:

Hafrannsóknastofnun Karl Gunnarsson, Kristinn Guðmundsson, Sólveig R. Ólafsdóttir og Alice Benoit Cattin Breton (2015,

nóvember). Hve hratt vaxa kóralþörungar?. Veggspjald kynnt á Líffræðiráðstefnu á jarðhæð Öskju, Reykjavík.

Kjartan Thors og Guðrún Helgadóttir (1980). Kalkþörungar í Húnaflóa og hugsanleg nýting þeirra. Íslenskar landbúnaðarrannsóknir: 85

Kjartan Thors og Þórdís Ólafsdóttir (1975). Skýrsla um leit að byggingarefnum í sjó við Austurland sumarið 1975. Reykjavík: Hafrannsóknastofnun.

Kristín Aðalsteinsdóttir og Arnþór Garðarsson. 1980. Botndýralíf í Hvalfirði. Líffræðistofnun Háskólans. Fjölrit nr. 14.

Landhelgisgæsla Íslands (2007). Glettinganes - Hlaða. Sjókort af Austfjörðum, [1:100.000]. Reykjavík: Landhelgisgæsla Íslands

22

Landmælingar Íslands 2013a. Gjaldfrjáls vektor gögn IS50v 4.1 - 010072013 útgáfa. Hlaðið niður í apríl 2013.

Landmælingar Íslands 2013b. Leyfi, samkvæmt 31. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og lögum um landmælingar og grunnkortagerð nr. 103/2006, fyrir gjaldfrjáls gögn frá Landmælingum Íslands. Sótt í desember 2013 á http://www.lmi.is/wp-content/uploads/2013/10/Almskilm.

Magurran, A.E. (2004). Measuring biological diversity. Oxford: Blackwell Publishing. Náttúrufræðistofnun Íslands 2000. Válisti 2. Fuglar. http://utgafa.ni.is/valistar/valisti-2.pdf. Sótt 2.

desember 2015.

Náttúrustofa Austurlands 2015. Fálki í vanda í Viðfirði. http://www.na.is/index.php/frettir/12-2015/923-falki-i-vanda-i-viefirei. Sótt 2. desember 2015.

OSPAR Commision (1992). OSPAR convention for the protection of the marine environment of the North-east Atlantic.

OSPAR Commission (2008). Case Reports for the OSPAR List of threatened and/or declining species and habitats.

Shannon, Claude E. (1948). ”A Mathematical Theory of Communication”. Bell System Technical Journal 27: 379–423.

Steller, D.L., Riosmena-Rodriguez, R., Foster, M.S. og Roberts, C.A. (2003). Rhodolith bed diversity in the Gulf of California: the importance of rhodolith structure and consequences of disturbance. Aquatic conservation: marine and freshwater ecosystems 13: 5–20.

Umhverfisstofnun (2015). Landupplýsingar. Tillögur til náttúruvendaráætlunar 2009-2013: SHP skrár fyrir GIS hugbúnað (ArcIMS, ArcInfo, ArcMap, QGIS). Sótt 2. desember 2015 á http://www.ust.is/atvinnulif/sveitarfelog/landupplysingar/

Þorleifur Eiríksson og Hafsteinn H. Gunnarsson (2002). Botndýr í Arnarfirði. Unnið fyrir Íslenska kalkþörungafélagið ehf. Bolungarvík: Náttúrustofa Vestfjarða.

23

Viðauki I. Fuglategundaskrá í Viðfirði* (x í sviga merkir að viðkomandi hafi sést á árinu 2015) (Halldór W. Stefánsson, 1999).

Tegund 12.6.1999 23.6.1999 11.8.2015 Algengi

Álft (x) par

Grágæs x (x) < 10 fuglar

Æður x x 344

Straumönd (x) nokkrar

Toppönd x x 8

Hávella x par

Fálki VU (x) par

Tjaldur x x (x) nokkrar

Sandlóa x x 7

Heiðlóa x x 7

Spói x x x 2-20 fuglar

Stelkur x x 2-4 fuglar

Kjói x (x) 2 pör

Silfurmáfur x x x 8 pör

Rita x x 2 fuglar

Kría (x) 30 pör

Teista x x x 2 fuglar

Þúfutittlingur x x x 2 fuglar

Maríuerla x x x 1-2 pör

Steindepill x x (x) 2 fuglar

Skógarþröstur x x x 2 fuglar

Hrafn x x x 1-2 fuglar

Samtals 14 13 21

*sjaldgæfir gestir, s.s. dílaskarfur og lómur eru ekki tilgreindir

24

Viðauki II.

Tegund/hópur VA VB VC VD Samtals

Ampharete sp 3,7 8,7 1,3 0,0 13,7 Aricidea suecica 0,3 0,0 0,0 0,0 0,3 Capitella capitata 1,0 0,0 0,0 0,0 1,0 Chaetozone setosa 7,3 5,0 33,3 33,3 79,0 Cossura longocirrata 1,0 0,0 6,0 3,0 10,0 Eteone longa 0,7 0,0 0,3 1,7 2,7 Euchone sp 7,0 11,7 0,0 1,0 19,7 Exogone sp 0,0 0,0 7,7 8,3 16,0

Glycera alba 0,3 0,7 0,3 0,0 1,3 Goniada maculata 0,0 0,3 0,0 0,0 0,3 Harmothoe imbricata 0,3 0,3 1,0 0,0 1,7 Heteromastus filiformis 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 Leaena abranchiata 0,0 0,0 0,7 1,0 1,7 Levinsenia gracilis 0,0 2,7 31,3 38,3 72,3 Lumbrineris sp 1,3 0,7 1,3 0,3 3,7 Maldane sarsi 0,0 0,3 0,0 0,0 0,3 Mediomastus fragilis 2,3 0,7 3,0 1,0 7,0 Melinna cristata 0,0 0,0 0,0 22,0 22,0 Microphthalmus aberrans 1,3 0,0 0,0 0,0 1,3

Myriochele oculata 0,0 0,7 0,0 0,0 0,7 Nepthys caeca 0,7 0,0 1,3 4,7 6,7 Nereimyra punctata 0,0 0,0 0,0 0,3 0,3 Ophelina acuminata 7,0 0,0 0,0 0,3 7,3 Parougia nigridentata 1,0 0,3 0,0 0,3 1,7 Pectinaria koreni 1,3 0,7 0,0 0,0 2,0 Pholoe minuta 18,0 42,3 12,0 12,3 84,7 Phyllodoce maculata 1,7 1,0 0,0 0,0 2,7 Polydora sp 52,0 105,0 0,7 7,3 165,0 Polynoidae 0,0 0,0 0,3 1,3 1,7 Praxillella praetermissa 0,0 0,7 0,0 1,3 2,0

Praxillella sp 0,0 0,7 0,0 0,7 1,3 Proclea malmgreni 0,0 0,0 0,0 2,0 2,0 Rhodine loveni 0,0 1,0 1,3 0,0 2,3 Scalibregma inflatum 4,7 0,3 0,0 0,3 5,3 Scoloplos armiger 17,0 4,7 13,3 4,7 39,7 Syllidae 0,0 0,7 5,7 3,7 10,0 Spio limicola 3,0 3,3 0,0 0,7 7,0 Spirorbis spp 1,0 0,0 0,0 0,0 1,0 Sternaspis scutata/islandica 0,0 0,0 0,0 0,7 0,7 Terebellides stroemii 1,0 3,7 8,7 7,0 20,3 Oligochaeta 0,0 0,0 13,0 10,7 23,7

Anonyx nugax 0,3 0,0 0,3 1,3 2,0 Anonyx nugax 0,7 1,0 1,3 0,0 3,0

25

Tegund/hópur VA VB VC VD Samtals

Crassicorophium bonellii 0,0 8,0 0,0 0,0 8,0 Corophiidae 5,7 0,0 1,0 0,7 7,3 Dyopedos monacantha 0,0 7,7 0,0 0,0 7,7 Oediceros spp 4,7 9,3 0,7 1,7 16,3 Harpinia spp 1,7 0,7 0,0 0,0 2,3 Lysianassidae 0,0 0,7 0,0 0,0 0,7 Photis tenuicornis 0,0 22,3 0,0 0,0 22,3 Pontoporeia femorata 0,0 0,3 0,0 0,0 0,3 Desmosoma lineare 0,0 0,3 0,0 0,0 0,3 Pleurogonium spinosissimum 0,0 0,3 0,0 0,3 0,7

Eualus pusiolus 0,0 0,0 0,7 0,0 0,7 Pagurus bernhardus 0,0 0,0 0,3 0,0 0,3 Copepoda 3,0 0,3 0,0 0,0 3,3 Brachydiastylis resima 1,0 16,7 0,0 0,0 17,7 Diastylis sp 0,0 0,3 0,0 0,0 0,3 Eudorella emarginata 0,3 1,0 0,0 0,3 1,7

Leucon nasica 0,0 0,7 2,0 0,7 3,3 Tanaidacea 3,0 1,0 0,3 0,0 4,3 Ostracoda 0,3 1,0 0,3 0,7 2,3 Chironomidae 0,3 0,0 0,0 0,0 0,3 Coleoptera 0,7 0,0 0,0 0,0 0,7

Nymphon longitarse 0,0 0,0 0,0 0,7 0,7 Acanthocardia tuberculata 0,0 4,0 0,3 1,0 5,3 Astarte elliptica 0,0 0,0 0,7 1,0 1,7 Astarte crenata 0,0 0,0 2,0 0,0 2,0 Crenella decussata 0,0 10,3 0,7 0,0 11,0 Ennucula tenuis 0,0 1,3 0,3 0,0 1,7 Nuculana pernula 0,3 1,0 0,0 0,0 1,3 Macoma calcarea 3,0 1,7 0,0 0,7 5,3 Mya arenaria 0,0 1,3 0,0 0,0 1,3 Mya sp 24,3 1,3 0,0 0,0 25,7 Mytilus edulis 1,7 0,0 0,0 0,0 1,7

Thyasira sp 0,3 0,7 0,0 0,0 1,0 Thracia sp 0,0 0,3 0,0 0,0 0,3 Serripes groenlandicus 0,7 0,0 0,0 0,0 0,7 Boreotrophon clathratus 0,0 0,3 0,0 0,0 0,3 Erginus rubellus 0,0 0,0 2,0 1,0 3,0 Euspira nitida 0,0 0,0 0,3 0,0 0,3 Lacuna vincta 0,7 0,0 0,0 0,0 0,7 Lepeta caeca 0,0 0,0 1,7 1,0 2,7 Margarites costalis 0,0 0,0 0,0 0,3 0,3 Margarites helicinus 0,0 0,0 0,3 0,3 0,7 Onoba aculeus 0,0 4,0 0,0 0,0 4,0

Velutina 0,0 0,3 0,0 0,0 0,3 Stenosemus albus 0,0 0,0 0,3 2,7 3,0

26

Tegund/hópur VA VB VC VD Samtals

Tonicella marmorea 0,0 0,0 0,7 0,7 1,3 Priapulus caudatus 0,0 0,0 0,0 0,3 0,3 Nemertea 0,0 0,0 0,7 0,0 0,7 Ophiuroidea 0,0 0,0 0,3 0,0 0,3 Asteroidea 0,0 0,0 0,0 0,3 0,3 Anthozoa 0,0 0,0 5,0 1,7 6,7 Lithothamnium sp x x

Samtals 188 294 165 186 833 Fjöldi tegunda/hópa 43 53 43 47 94

1

Mýrargötu 10 ● 740 Neskaupstaður ● Sími 477-1774 ● Fax 477-1923 ● Netfang: [email protected] Tjarnarbraut 39B ● 700 Egilsstaðir ● Sími: 471-2813 og 471-2774 ● Netfang: [email protected]