19
ÁRSSKÝRSLA Björgunarfélags Vestmannaeyja Starfsárið 2017– 2018

ÁRSSKÝRSLA - Björgunarfélag Vestmannaeyja...hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var með æfinguna. Guðni Gríms

  • Upload
    others

  • View
    6

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: ÁRSSKÝRSLA - Björgunarfélag Vestmannaeyja...hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var með æfinguna. Guðni Gríms

ÁRSSKÝRSLA

Björgunarfélags Vestmannaeyja

Starfsárið

2017– 2018

Page 2: ÁRSSKÝRSLA - Björgunarfélag Vestmannaeyja...hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var með æfinguna. Guðni Gríms

Skýrsla stjórnar Björgunarfélags Vestmannaeyja starfsárið 2017-2018.

Hér á eftir fer skýrsla stjórnar yfir helstu atburði líðandi starfsárs Björgunarfélags

Vestmannaeyja. Þetta starfsár skipuðu eftirfarandi meðlimir stjórn félagsins:

Formaður: Arnór Arnórsson.

Varaformaður: Arnar Ingi Ingimarsson.

Ritari: Sindri Valtýsson.

Gjaldkeri: Sigurður Þórir Jónsson

Meðstjórnandi: Eyþór Þórðarson.

Varamenn í stjórn: Reynir Valtýsson og Guðmundur Hafþór Björgvinsson

Stjórn félagsins hélt á þessu starfsári 15 stjórnarfundi og 1 félagsfund.

Miðvikudagskaffið er á sínum stað kl 9:30 í skátaheimilinu og er mæting yfirleitt með

ágætum.

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið á Akureyri 19-21 maí 2017.

Björgunarleikar voru einnig haldnir á laugardeginum. Um 15 félagsmenn sóttu þessa

viðburði. Helgin endaði svo með glæsilegri árshátíð SL um kvöldið.

Landsæfing Björgunarsveita var haldin í Vestmannaeyjum helgina 13-15 október 2017.

Skipulag æfingarinnar gekk vel en mæting félagsfólks hefði mátt vera örlítið betri.

Æfingin endaði með lokaverkefni um borð í ferjunni Víkingi. Þar var líkt efir að ferjan

hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var

með æfinguna.

Guðni Gríms fór á bátasjóðsfundinn 10.nóvember 2017 og var dagskrá fundarins þétt

skipuð. Mikill tími fór í að það að ræða endurnýjun björgunarskipaflota SL . Tekin var

ákvörðun að boða til sérstaks vinnufundar um endurnýjunina.

Page 3: ÁRSSKÝRSLA - Björgunarfélag Vestmannaeyja...hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var með æfinguna. Guðni Gríms

Arnór, Arnar og Eyþór fóru á fulltrúaráðsfundinn sem haldin var í Háskólanum í

Reykjavík þann 13 janúar 2018 þar sem farið var yfir Fjárhagsáætlun SL, lagabreytingar

og 90 ára afmæli Slysavarnafélags Íslands svo eitthvað sé nefnt.

Fjáraflanir á árinu gengu þokkalega en réttum úr kútnum í flugeldasölunni eftir

lítilsháttar samdrátt í fyrra en neyðarkallasalan gekk vel, rétt um 650 litlir kallar og 16

stórir kallar.

Arnór sótti námsstefnu um hópslys á hafi. Hún var haldin í Gautaborg í byrjun sumars.

Almannavarnanefnd hefur haldið tvo fundi í húsinu okkar á árinu.

Adolf hafði eins og undanfarin ár umsjón með húsbyggingunni hjá okkur þegar hann var

laus af dekkjaverkstæðinu og hjálpar það okkur mikið.

Eins og félagar vita er Þór á þurru vegna fender viðgerða, en eftir að stærðarinnar rifa

kom á hann var ákveðið að taka bátinn upp og er viðgerðarmaður frá Noregi

væntanlegur næstu daga. Búið er að skipta um alla rafgeyma í skipinu.

Stórt skátamót var haldið í sumar, meðal annars í eyjum og þar sáum við um

sjúkragæslu.

Útköllin hafa verið fjölbreytt þetta árið, flugslysaáætunin við Vestmannaeyjaflugvöll var

virkjuð, 4 sinnum vorum við ræst út vegna óveðurs og einnig voru nokkur verkefni á sjó.

Einnig fór hópur og leysti Björgunarsveitina Kára í Öræfum af vegna mikilla anna hjá

þeim undanfarið og þeim hleypt á Góugleði.

Er þetta nokkuð gróf upptalning á því sem hefur á daga okkar drifið undanfarið ár.

Stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja þakkar félagsmönnum fyrir gott ár og vonast

eftir enn öflugra starfi á komandi ári.

Page 4: ÁRSSKÝRSLA - Björgunarfélag Vestmannaeyja...hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var með æfinguna. Guðni Gríms

Yfirlit úr aðgerðagrunni

Nafn Hraði Umfang Aðgerð byrjaði Heildarfjöldi

Meðvitundarleysi í Heimaklett F1 Grænn 24.04.18 23

Eldur í bát austan við Bjarnarey F1 Rauður 31.03.18 21

Varahlutir í skip F3 Grænn 05.03.18 5

F3 Föst bifreið Brimhólabraut F3 Grænn 07.02.18 9

óveður sv18 F3 Grænn 22.01.18 11

Sækja veikan sjómann F3 Grænn 06.01.18 13

Óveður Eyjum F3 Grænn 24.11.17 9

Óveður Vestmannaeyjum F3 Grænn 05.11.17 17

Vestmannaeyjaflugvöllur

óvissustig F3 Grænn 29.09.17 7

Maður í sjálfheldu í Elliðaey F3 Grænn 14.08.17 8

Skutla manni í Surtsey F4 Gulur 08.08.17 6

Rekadrumbur við Stórhöfða F3 Grænn 05.08.17 7

Sjúklingur í Surtsey F2 Gulur 02.08.17 6

VEY-Elliðaey- LAN F4 Grænn 02.08.17 6

Veikur maður í Surtsey F3 Grænn 02.08.17 5

Ferja mannskap í Elliðaey F4 Grænn 29.07.17 4

Mannskapur út í Elliðaey F4 Grænn 29.07.17 5

Page 5: ÁRSSKÝRSLA - Björgunarfélag Vestmannaeyja...hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var með æfinguna. Guðni Gríms

Þjónustutúr Surtsey F4 Gulur 23.07.17 7

Athuga hlut í sjónum við Eiðið F3 Grænn 15.07.17 13

Athuga með tjald á Molda F3 Grænn 13.06.17 4

Gæsla fyrir Landsnet F4 Grænn 04.06.17 0

Færa fjall F4 Bleikur

15.05.17 4

Óveður Vestmannaeyjar F3 Gulur 17.04.17 11

Bílamál.

Rekstur Lunda 1 (Econoline). Hefur verið með hefðbundnum hætti.Nýjar

hurðalamir voru settar á farþegarými.

Rekstur Lunda 3 (Hiace)Hefur verið með hefðbundnum hætti. Og lítið um

annað viðhald.

Rekstur Lunda 4 (Boxer) var hefðbundin, nýjir spindlar og stýrisendar voru

settir í bílinn.

Rekstur Lunda 5 (Yale). Búið

er að farga tækinu og erum með tæki frá

Skeljungi á láni.

Gjafir og áheit.

Á árinu fengum við að gjöf

65”Sjónvarp frá Lionsklúbb

Vestmannaeyja. Skipalyftan gaf okkur inneignarnótu uppá 250 þúsund króna á sínu

árlega jólaboði. Og kunnum við þessum aðilum bestu þakkir fyrir stuðningin.

Page 6: ÁRSSKÝRSLA - Björgunarfélag Vestmannaeyja...hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var með æfinguna. Guðni Gríms

Neyðarvörusala

Í fjölda ára hefur félagið selt neyðarvörur í skip og báta. Adolf hefur séð um hana

þetta árið. Salan hefur gengið þokkalega og þökkum við Adolfi hans framlag í þessari

sölu.

Flugeldamál

Flugeldasalan á árinu gekk vel, náðum við

upp prósentunum sem við misstum í fyrra og

hækkuðum okkur aðeins uppfyrir það. Við vorum

með einn sölustað og var uppsetning hans með

hefðbundnum hætti. Mæting var mjög góð í

söluna, en uppsetningin á búðinni er alltaf á sömu

höndunum fárra manna og er það eitthvað sem

má bæta. Eins og með allar fjáraflanir þá byggjast

þær á félagsfólki og góðu skipulagi, þar er félagið

vel sett. En mest voru 40 manns í búðinni að afgreiða.

Félagið sá um nokkrar flugeldasýningar þetta starfsárið, eins og vanalega voru

þær stærstu á Þjóðhátíðinni. Kominn er góður kjarni sem sér um þessi mál fyrir okkur

en verið er að vinna í að fjölga þeim hægt og rólega. Nýja skotborðið er búið að sanna sig

en það einfaldar alla vinnu á skotstað og keypt voru auka skotbankar í borðið. Nokkrar

smærri sýningar voru fyrir ÍBV þetta starfssárið. Og svo höfum við verið með micro

sýningar fyrir Þjóðhátíðarkvöld Einsa Kalda og Hallarinnar .

Page 7: ÁRSSKÝRSLA - Björgunarfélag Vestmannaeyja...hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var með æfinguna. Guðni Gríms

Neyðarkall

Sala á neyðarkallinum gekk vel þetta árið um 650 kallar seldust sem er aðeins minna en

í fyrra, 16 stórir neyðarkallar seldust og er örlítil aukning.

Húsnæði

Faxastígur 38

Enn eitt árið líður og framkvæmdum í húsinu er ekki lokið, en töluvert hefur þó áunnist

í húsinu á liðnu ári. Búið er að uppfæra lyklakerfið. Búið að flísaleggja búnaðarherbergið

og Frumherja-afgreiðsluna. Búið að helluleggja fyrir framan húsið uppi og laga

flaggstangirnar. Rafmagnvinnan heldur áfram og stigahandriðið á hægri uppleið. Búið er

að parketleggja salinn niðri og dúkarinn búinn að dúkleggja austurstigann. Mannsi er

einnig búinn að uppfæra net og símkerfið fyrir okkur.

Sjóbúð

Ekkert var gert í sjóbúðinni þetta árið, og en húsið hefur verið notað talsvert vegna

fenderviðgerðanna á Þór.

Page 8: ÁRSSKÝRSLA - Björgunarfélag Vestmannaeyja...hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var með æfinguna. Guðni Gríms

Félagsstarf

Miðvikudagskaffið gengur sinn

vanagang, mætingin er mjög misjöfn allt frá 2-15

manns. Ingimar í vöruval var fenginn til þess að

finna til meðlætið og skutla því til okkar, svo nú

kemur yfirleitt alltaf meðlætið.

Minni bátar

Slöngubáturinn Rabbi hefur verið lítið notaður á þessu starfsári, en nýr

mótor var settur á í vetur og nú viljum við hvetja félagsmenn að æfa sig á bátnum.

Nýr Harðbotna slöngubátur kom til okkar í lok júní. Sá bátur var keyptur frá

Póllandi frá sama fyrirtæki og gerir Ribsafari bátana. Hefur hann reynst mjög vel .

Báturinn hlaut nafnið Eykyndill eins og forveri hans sem var seldur.

Búnaður.

Lítið var af endurnýjun á búnaði þetta árið. En keypt var æfinga

endurlífgunar fjölskylda

Page 9: ÁRSSKÝRSLA - Björgunarfélag Vestmannaeyja...hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var með æfinguna. Guðni Gríms

Skýrsla Björgunarbátasjóðs Vestmannaeyja

fyrir Aðalfund Björgunarfélags Vestmannaeyja 26. Apríl 2018

Page 10: ÁRSSKÝRSLA - Björgunarfélag Vestmannaeyja...hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var með æfinguna. Guðni Gríms

Útköll boðuð á Björgunarskipið Þór

• F1- 29.04.2017 - Grunur á drukknun við ósa Þjórsár, þörf á bátum. 1 látinn, 1 bjargað

• F3- 15.07.2017 - Athuga með rekald í sjó við Eiðið Umb. Lögregla.

• F2- 02.08.2017 Sjúklingur sóttur í Surtsey

• F1- 05.08.2017 - 18:19 - Vélbilaður skemmtibátur við Þjórsárósa. 5 manns um borð

• F2- 05.08.2017 - 19:24 - Leit á sjó, Leit að manni við Landeyjahöfn. , Umb. Svæðisstj.

• F3- 06.08.2017 - Sækja rekald úti fyrir Stakkabót umb. Vakstöð siglinga

• F3- 06.01.2018 - Veikur sjómaður sóttur í togara við Bjarnarey

• F1-31.03.2018 - Sjóslys Eldur í bát austan við Bjarnarey umb LHG

Önnur verkefni og æfingar á Björgunarbátnum Þór

• 23.07.2017 Þjónustutúr vegna jarðvísindarannsókna í Surtsey

• 29.07.2017 Þjónustutúr með mannskap í Elliðaey

• 02.08.2017 Þjónustutúr með mannskap í Elliðaey

• 03.08.2017 Þjónustutúr Farið með mannskap í Surtsey

• 13.08.2017 Þjónustutúr vegna jarðvísindarannsókna í Surtsey

• 14.08.2017 Þjónustutúr með mannskap í Elliðaey

• 19.08.2017 Þjónustutúr með mannskap í Elliðaey

• 19.08.2017 Þjónustutúr með mannskap í Elliðaey

• 19.08.2017 Þjónustutúr í surtsey farið með sement út í eyju

• 30.08.2017 Þjónustutúr vegna jarðvísindarannsókna í Surtsey

• 06.09.2017 Þjónustutúr leitað af brúsa sem glataðist við hífingar á búnaði úr Surtsey

• 08.09.2017 Þjónustutúr Unnið með jarðvísindarmönnum í Surtsey

• 14.10.2017 Landsæfing haldin í Vestmannaeyjum 13-15. Okt og Þór notaður við hana

• 28.10.2017 Námskeið -Þór notaður vegna námskeiðsins Áhöfn Björgunarskipa

• 29.10.2018 Námskeið -Þór notaður vegna námskeiðsins Áhöfn Björgunarskipa

• 11.11.2017 Þjónustutúr í Elliðaey að sækja mannskap

• 22.11.2017 Þjónustutúr Farið með íþróttarmenn í Landeyjarhöfn

• 05.01.2018 Þjónustutúr Farið með hafsögumann í Arnarfell

• 19.01.2018 Æfing Farið með gesti frá Röfnum skipasmíðastöð sýningarrúnt um

eyjarnar

• 27.01.2018 Þjónustutúr Íþróttalið sótt í Landeyjarhöfn

• 06.02.2018 Þjónustutúr Farið með varahlut út í skip

Page 11: ÁRSSKÝRSLA - Björgunarfélag Vestmannaeyja...hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var með æfinguna. Guðni Gríms

Um Starfsárið 2017-2018

• Mikil vinna var í sambandi við rannsóknarverkefnið í Surtsey síðasta sumar og fóru félagar samtals 6 mislanga túra í sambandi við það og skiluðu af sér 27

klukkustundum í tímavinnu á Þór þá er ótalið allur sá undirbúningur og önnur

vinna sem fylgdu verkefninu. Eru menn sammála því að þetta verkefni hafi bæði

skilað félaginu góðum tekjum sem og gríðarlega mikilvægri þekkingu

áhafnarmeðlima með vinnu í og við skipið og taka land í fjörum eins og í Surtsey.

• Einnig voru farnir nokkrir þjónustutúrar í Elliðaey líkt og gert hefur verið

undanfarin sumur og nýtast þessir túrar einnig vel í það að æfa skipstjóra og

áhafnir á bátinn.

• Haldið var námskeiðið Áhafnir Björgunarskipa helgina 27 -29 Okt. 9 aðilar sóttu námskeiðið og var undirritaður fenginn til þess að sjá um kennslu þess. Farið

var yfir öll helstu atriði sem snúa að aðgerðum áhafna björgunarskipa

Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og var síðan haldin lokaæfing sem snérist um

að draga vélavana trillu í land, verkefnið var einkar krefjandi þar sem

leiðindarsjólag var við Bjarnarey þar sem æfingin fór fram. Nemendur stóðu sig

einstaklega vel og mjög góð samheldni og samvinna einkenndi hópinn svo

sjóflokkurinn má búa sig undir bjarta framtíð.

• Landsæfing var haldin í Vestmannaeyjum 14. Oktober og var Þór notaður í

verkefni þann daginn

Page 12: ÁRSSKÝRSLA - Björgunarfélag Vestmannaeyja...hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var með æfinguna. Guðni Gríms

Viðgerðir og viðhald

Eins og flestir muna þá fór Þór í nokkura mánaða skveringu á fyrri parti ársins

2017 þar sem fenderinn var orðinn lúinn og skemmdur, Keyptur var nýr fender frá

Noregi og hann settur á af félagsmönnum með aðstoð margra manna, Eru menn

sammála um að viðgerðin hafi tekist vel en einnig var skipt um hlífðarspottann framan á

bátnum. Mikill tími fór í þetta verkefni og geta félagsmenn verið ánægðir með hversu

duglegt fólk við eigum í sveitinni.

Lentum við svo í því að tjóna fenderinn þegar siglt var á bryggjuna eftir einn

þjónustutúrinn út í Surtsey síðasta sumar, Þurftum við að lyfta bátnum aftur upp 25-29.

September til þess að gera við þá skemmd, einnig voru endurnýjuð þétti í jettunum sem

voru farin að leka og sjór fór að smitast inn í vélarúm. Einnig var skipt um botnstykki

fyrir dýptarmælir. Var þessi slippur frekar stuttur og hnitmiðaður og var báturinn

komin niður aftur fyrir landsæfinguna.

Stóri skellurinn kom svo 9. Mars þegar það kom í ljós að allur BB

fenderinn var rifinn aftur, viðgerðin frá því um haustið hélt ekki og eyðilagðist

því allur fenderinn. Nýr fender er í framleiðslu í Noregi og er búist við því að

maður komi að utan til að setja hann á vikuna 1-4 maí. Ákveðið var að fara með

þetta tjón í gegnum tryggingarfélag bátsins og er áætlaður kostnaður uppá tæpar

2 milljónir.

Ársfundur Björgunarbátasjóða

Ársfundur Björgunarbátasjóða var haldinn 10. Nóvember í

sjávarklasanum við Grandagarð og var dagskrá fundarins þétt skipuð af ýmis

konar málefnum. Undirritaður sat þennan fund fyrir hönd BV. Mikill tími fór í

það að ræða endurnýjun björgunarskipaflotans og var sú ákvörðun tekin að boða

til sérstaks vinnufundar til þess að ræða það málefni. Björgunarbátasjóður

Vestmannaeyja sótti um fjárveitingu til eftirfarandi viðhaldsverkefna og fengum

við úthlutað fyrir þessu úr viðhaldssjóði :

Page 13: ÁRSSKÝRSLA - Björgunarfélag Vestmannaeyja...hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var með æfinguna. Guðni Gríms

Endurnýjunafundur Björgunarbátasjóða

Sérstakur fundur um endurnýjun Björgunarskipa var haldinn í Sæbjörgu 17.

Febrúar 2018 þar voru samankomnir einstaklingar frá flestum Björgnarbátasjóðum

landsins til að fara yfir endurnýjunarmál með því hugarfari að samræma kröfur og

hugmyndir okkar að björgunarskipum. Þrír aðilar fóru fyrir hönd Björgunarbátasjóðs

Vestmannaeyja þeir Guðni Grímsson, Gunnlaugur Erlendsson og Kjartan Ólafsson.

Helstu niðurstöður fundarinns voru að best bæri að fara út í þrjá stærðarflokka. Þetta

eru þau grunnatriði sem menn sættust á að tveir stærri flokkarnir þyrftu að uppfylla :

• Að skipin væru fyrst og fremst til björgunar mannslífa.

• Að ganghraði þeirra verði +/‐ 30 sml./klst.

• Að geta siglt í 12‐15 klst. á fullu afli.

• Að pláss verði fyrir 20 farþega innandyra.

• Að geta tekið tvo liggjandi í börum.

• Að í áhöfn verði 3 ‐ 6 manns.

• Að hafa öfluga færanlega brunadælu / lensidælu.

• Að hægt sé að stjórna skipinu úr efri brú.

• Að hafa gott dekkpláss m.a. vegna þyrluhífinga.

• Að geta tekið minni fiskiskip í tog.

• Að geta haldið í við stærri fiskiskip.

• Að hafa öflug vinnu‐ og leitarljós.

• Að hafa aðstöðu til aðgerðastjórnunar.

Page 14: ÁRSSKÝRSLA - Björgunarfélag Vestmannaeyja...hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var með æfinguna. Guðni Gríms

Endurnýjun Björgunarskips fyrir

Björgunarfélag Vestmannaeyja

Í lok árs 2017 var settur á starfshópur um endurnýjun Björgunarskips fyrir

Björgunarfélag Vestmannaeyja, Fyrstu verkefni hópsins voru að hefja viðræður við

Rafnar skipasmíðastöð í Kópavogi um nýsmíði á skipi sem hentaði okkar starfsemi,

nokkrir fundir voru haldnir og komu Rafnarsmenn í heimsókn til okkar til að kynna sér

aðstæður og staðhætti. En því miður gáfu Rafnars menn verkefnið frá sér og vilja sumir

meina að Gunni Ella Pé hafi hrætt þá í sjóferðinni sem við fórum í þegar þeir heimsóttu

okkur og hafi þeir því bakkað útúr dæminu... Starfshópurinn er samt hvergi af baki

dottinn og var farið til Póllands dagana 3-6 Apríl til að skoða aðstæður hjá

bátaframleiðandanum Technomarine. Fyrir liggur einnig áhugi hjá framleiðanda Þórs,

Maritime Partners um að kynna okkur þeirra framleiðslu. Markmið starfshópsins er að

skrifða undir samning um kaup á nýjum bát í 100 ára afmælisveislu félagsins í

september en þangað til eru mörg mál sem þarf að klára í sambandi við það ferli.

Stjórn Björgunarbátasjóðs Vestmannaeyja 2017-2018 þakkar fyrir gríðalega

gott starfsár, Mikið hefur verið framkvæmt og mörg verkefni sigruð og búast má við að

næstu ár verði farsæl innna hópsinis.

Guðni Grímsson

Halldór Ingi Guðnason

Jens Kristinn Elíasson

Arnar Ingi Ingimarsson

Sigurður Þórir Jónsson

Fyrir hönd Björgunarbátasjóðs Vestmannaeyja

Guðni Grímsson formaður

Page 15: ÁRSSKÝRSLA - Björgunarfélag Vestmannaeyja...hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var með æfinguna. Guðni Gríms

SKÝRSLA MINNINGARSJÓÐSINS.

FYRIR ÁRIÐ 2017-2018

Sala minningarkorta gekk vel á síðastliðnu ári. Þóra Egilsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir og

Emma Sigurgeirsdóttir sáu um söluna og hafi þær þökk fyrir.

Lög og reglur minningarsjóðsins eru á heimasíðu félagsins 1918.is

Stjórn sjóðsins skorar á félagsmenn og aðra að muna eftir sjóðnum er þeir þurfa að senda

minningarkort. Símanúmerin er að finna á heimasíðu félagsins og í Eyjafréttum.

Stjórn minningarsjóðsins.

Sigríður Gísladóttir

Guðný Jensdóttir

Guðný Óskarsdóttir

Page 16: ÁRSSKÝRSLA - Björgunarfélag Vestmannaeyja...hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var með æfinguna. Guðni Gríms

Ársskýrsla 2017-2018

Fræðslusjóður Djúpidalur

Stjórn sjóðsins hélt 1 fund á starfsárinu 2017-2018 vegna beiðni um styrki úr sjóðnum. Var

hún afgreidda samkvæmt reglum sjóðsins. Félagsmenn eru hvattir til að muna eftir sjóðnum.

Hildur Björk Bjarkadóttir

Sigríður Gísladóttir

Vigdís Rafnsdóttir

Page 17: ÁRSSKÝRSLA - Björgunarfélag Vestmannaeyja...hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var með æfinguna. Guðni Gríms

Nýliðastarf veturinn 2017-2018

Þennan veturinn sóttu 7 krakkar nýliðastarfið. Tveir á fyrsta ári og fimm á öðru

eða þriðja ári. Nú í lok annar eru þau 6 talsins en einn einstaklingur flutti frá eyjum

og sækir nú nýliðastarf á Egilstöðum. Nýliðarnir eru búnir að vera mjög duglegir og

áhugasamir í starfinu í vetur, bæði á settum nýliðakvöldum og í almennu starfi

sveitarinnar. Í minni sveitum eins og okkar er erfitt að halda námskeið hér vegna

fárra þáttakenda en nýliðarnir hafa verið duglegir að sækja sér og sýna áhuga á

námskeiðum sem haldin eru upp á landi. Allt í allt erum við nýliðaþjálfararnir mjög

ánægðir með starfið í vetur og spennt að fá þessa nýju félaga inn í sveitina.

Bjarki Ingason, Tíbrá Marín Arnfjörð Bjarmadóttir

Page 18: ÁRSSKÝRSLA - Björgunarfélag Vestmannaeyja...hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var með æfinguna. Guðni Gríms

Unglingadeildarstarf 2016-2017

Unglingstarfið hófst með 21 ungling í ágúst þar af höfðu 10 verið frá fyrra ári en bættust svo

11 nýjir krakkar við og nú erum um 14 krakkar sem sækja fundi öll mánudagskvöld og hafa

öll mikinn áhuga á félaginu. Nokkuð jöfn skipting er á milli kynja þetta árið. Síðasta sumar

fórum við með krakkana til Ísafjarðar á Landsmót ásamt rúmlega 300 öðrum krökkum og

umsjónarmönnum af landinu öllu. Í sumar er svo á dagskránni að fara alla leið á Höfn í

Hornafirði og verður eitthvað af fjáröflunum fyrir það.

Krakkarnir hafa verið mjög virk í núverandi starfi og hafa sýnt mikinn áhuga í öllum þeim

verkefnum sem fyrir þau hafa verið lagt. Þau léku sjúklinga á Landsæfingunni hér í eyjum og

stóðu sig með stakri prýði.

Page 19: ÁRSSKÝRSLA - Björgunarfélag Vestmannaeyja...hefði siglt á og strandað út á sjó og var eina leiðin um borð sjóleiðis. Almenn ánægja var með æfinguna. Guðni Gríms

Starfið hjá Unglingadeildinni hefur verið mjög skemmtilegt og krakkarnir lært margt. Við

byrjuðum á því að kynna fyrir þeim hvað þau þurfa til að gera til þess að verða

björgunarsveitarmenn , út á hvað félagið gengur og nú hafa krakkarnir prófað nánast allt

sem hægt er að gera hjá félaginu. Vonumst við eftir því að starfið í vetur hafi skilað þeim

árangri að áhuginn hafi kviknað hjá þeim um tilgang og starf félagsins.

Einnig fóru tveir af umsjónarmönnum okkar á Landsfund umsjónarmanna á Akureyri síðasta

haust og höfðu gaman af.

Til gamans má geta að unglingadeildin varð 10 ára í byrjun starfsárs

Umsjónarmenn Unglingadeildar

Guðmundur H. Björgvinsson

Reynir Valtýsson

Sigurbjörn Adolfsson

Tíbrá Marín Arnfjörð Bjarmadóttir.