54
Háskóli Íslands Hugvísindasvið Japanskt mál og mennning Samband Japan og Kóreu á 20. öld Könnun á sambandi Japana og Kóreubúa og þekkingu þeirra á sameiginlegri sögu Ritgerð til BA í japönsku mál og menningu Sigríður Lilja Skúladóttir Kt.: 160987-2439 Leiðbeinandi: Gunnella Þorgeirsdóttir < Maí > 2017

Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

  • Upload
    others

  • View
    6

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

1

Háskóli Íslands

Hugvísindasvið Japanskt mál og mennning

Samband Japan og Kóreu á 20. öld

Könnun á sambandi Japana og Kóreubúa og þekkingu þeirra á sameiginlegri sögu

Ritgerð til BA í japönsku mál og menningu

Sigríður Lilja Skúladóttir

Kt.: 160987-2439

Leiðbeinandi: Gunnella Þorgeirsdóttir

< Maí > 2017

Page 2: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

2

Ágrip Saga samskipta milli nágrannalandanna Japans og Kóreu eru löng og fjölþætt. Japan

hefur haft tangarhald á Kóreu og seinast náði Japan yfirráðum yfir landinu árið 1910

og hélt þeim allt til ársins 1945 þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk þegar Kórea

endurheimti loks sjálfstæði sitt á ný. Á þessum árum urðu Kóreubúar fyrir miklu

misréttlæti og smánun af hendi Japana og hefur það nú í seinni tíð leitt til ágreininga á

milli landanna.

Ritgerð þessi byggist á könnun sem lögð var fyrir Japani og Kóreubúa. Alls

voru 236 manns sem svöruðu könnuninni, 105 Japanir og 131 Kóreubúar sem

svöruðu. Aðalmarkmiðið var að kanna þekkingu þjóðanna á sameiginlegri sögu sem

og skoðanir þeirra varðandi samband og ímynd landanna.

Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að munur er á þekkingu landanna á

sameiginlegum sögulegum atburðum þar sem Kóreubúar töldu sig hafa meiri

þekkingu en Japanir. Einnig mátu Japanir bæði ímynd og samband þjóðanna hærra en

Kóreubúar.

Page 3: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

3

Efnisyfirlit

1 Inngangur .......................................................................................... bls. 7 2 Sagan .......................................................................................... bls. 8 2.1 Upphafið af hernámi Japan yfir Kóreu .......................................... bls. 8 2.2 Hernám Japans yfir Kóreu ...................................................... bls. 10 2.3 Fyrsta mars hreyfingin .................................................................. bls. 11 2.4 „Huggunarstöðvar“ .................................................................. bls. 11 2.4.1 Konur huggunar ...................................................... bls. 12 2.4.2 Lokun huggunarstöðvanna ...................................................... bls. 14 2.4.3 Kæra lögð fram ...................................................... bls. 15 2.5 Dokdo/Takeshima (독도/竹島) ...................................................... bls. 17 2.6 Yasukuni hof .............................................................................. bls. 18 3 Aðferðarfræði .............................................................................. bls. 20 3.1 Framkvæmd könnunar .................................................................. bls. 20 3.1.1 Megindlegar rannsóknaraðferðir .......................................... bls. 20 3.1.2 Þýði könnunar .................................................................. bls. 20 3.1.3 Hönnun könnunar .................................................................. bls. 20 3.1.4 Aðferð könnunar .................................................................. bls. 21 3.1.5 Tímabil könnunar .................................................................. bls. 21 3.1.6 Svörun .............................................................................. bls. 21 3.1.7 Spurningar .................................................................. bls. 22 3.2 Meðhöndlun gagna .................................................................. bls. 24 4 Gögn .......................................................................................... bls. 26 4.1 Niðurstöður .............................................................................. bls. 26 4.2 Fyrsti hluti .............................................................................. bls. 26 4.2.1 Fyrsti hluti: Myndrænar niðurstöður .............................. bls. 27 4.3 Annar hluti .............................................................................. bls. 28 4.3.1 Annar hluti: Myndrænar niðurstöður .............................. bls. 29 4.4 Þriðji hluti .............................................................................. bls. 29 4.4.1 Þriðji hluti: Myndrænar niðurstöður .............................. bls. 30 4.5 Fjórði hluti: Spurningar um menningu, sögu og skoðanir ..... bls. 31 4.5.1 Mat Japana og Kóreubúa á sambandi þjóðanna ..... bls. 31 4.5.1.1 Myndrænar niðurstöður: Hvernig myndir

þú meta eftirfarandi? ....................................................... bls. 32 4.5.1.2 Mat á sambandi þjóðanna: Meðaltalseinkunnir ...... bls. 33 4.5.1.3 Myndrænar niðurstöður: Meðaltalseinkunnir .................. bls. 34 4.5.2 Hversu oft menningar er notið ........................................... bls. 34 4.5.2.1 Myndrænar niðurstöður: Hversu oft

gerir þú eftirfarandi? ....................................................... bls. 36 4.5.2.2 Hversu oft gerir þú eftirfarandi? Samanburður

á Japönum og Kóreubúum ........................................... bls. 38 4.5.2.3 Myndrænar niðurstöður: Samanburður á hversu oft

Japanir njóta menningar frá Kóreu og hversu oft Kóreubúar njóta menningar frá Japan. ................... bls. 39

4.5.3 Þekking á sameiginlegri sögu ............................................ bls. 40 4.5.3.1 Myndrænar niðurstöður:Hvernig myndir þú meta

þekkingu þín á eftirfarandi atburðum? .................... bls. 42 4.5.4 Þekkingaeinkunn á sameiginlegri sögu Japans og Kóreu ... bls. 43 4.5.4.1 Myndrænar niðurstöður: Þekkingaeinkunn á

Page 4: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

4

sameiginlegri sögu Japans og Kóreu. .................... bls. 44 4.5.5 Hvar lærðir þú fyrst um eftirfarandi atburð? .................... bls. 44 4.5.5.1 Myndrænar niðurstöður: Hvar lærðir þú fyrst um

eftirfarandi atburð? ........................................................ bls. 45 4.5.6 Spurningar um skoðun .......................................................... bls. 46 4.5.6.1 Spurningar um skoðun: Myndrænar niðurstöður ....... bls. 48 4.5.6.2 Heimsókn í Yasukuni: Meðaltalseinkunn. .................... bls. 48 4.5.6.3 Heimsókn í Yasukuni: Myndrænar niðurstööur. .................... bls. 49 4.6 Heilleiki úrtaks ................................................................................ bls. 49 5 Lokaorð ............................................................................................ bls. 50 5.1 Túlkun á aðferðarfræði .................................................................... bls. 50 5.2 Umfjöllun á niðurstöðum ........................................................ bls. 50 Heimildaskrá ............................................................................................ bls. 53 Myndir Mynd 1 Kyn svarenda og menntun ......................................................... bls. 27 Mynd 2 Hjúskaparstaða og áhugi á sameiginlegri sögu Japans

og Kóreu. .................................................................................. bls. 27 Mynd 3 Skoðun svarenda á því hvort bæta megi samband

Japans og Kóreu og upprunaland svarenda. ............................... bls. 27 Mynd 4 Aldur svarenda. ...................................................................... bls. 28 Mynd 5 Hvort þeir Japanir sem svöruðu áttu kóreska vini og

hvort þeir höfðu ferðast til Kóreu. ............................................. bls. 29 Mynd 6 Hvort þeim Japönum sem svöruðu þótti kóreskur matur

góður og hvaða þátt þeir töldu mestan áhrifavald í samskiptum Japans og Kóreu. ...................................................................... bls. 29

Mynd 7 Hvort þeir Kóreubúar sem svöruðu áttu japanska vini og hvort þeir höfðu ferðast til Japans. ............................................. bls. 30

Mynd 8 Hvort þeim Kóreubúum sem svöruðu þótti japanskur matur góður og hvaða þátt þeir töldu mestan áhrifavald í samskiptum Japans og Kóreu. ...................................................................... bls. 30

Mynd 9 Hvernig myndir þú meta samband Japana og Kóreubúa og Hvernig myndir þú meta samband ríkisstjórna Japans og Kóreu? .................................................................................. bls. 32

Mynd 10 Hvernig myndir þú meta alþjóðlega ímynd Kóreu? Og Hvernig myndir þú meta þína ímynd af Kóreu? ............................... bls. 32

Mynd 11 Hvernig myndir þú meta alþjóðlega ímynd Japans? og Hvernig myndir þú meta þína ímynd af Japan? ................... bls. 33

Mynd 12 Mat Japana og Kóreubúa á sambandi og ímynd þjóðanna. ...... bls. 34 Mynd 13 Hversu oft svarendur hlusta á kóreska tónlist og horfa

á kóreskt drama. ...................................................................... bls. 36 Mynd 14 Hversu oft svarendur horfa á kóreskar bíómyndir og

kóreska leikjaþætti. ....................................................................... bls. 36 Mynd 15 Hversu oft svarendur lesa kóreskar myndasögur og

borða kóreskan mat. ....................................................................... bls. 36 Mynd 16 Hversu oft svarendur hlusta á japanska tónlist eða

horfa á japanskt drama. ..................................................................... bls. 37 Mynd 17 Hversu oft svarendur horfa á japanskar bíómyndir

eða leikjaþætti. ....................................................................... bls. 37 Mynd 18 Hversu oft svarendur lesa japanskar teiknimyndasögur eða

borða japanskan mat. ....................................................................... bls. 37 Mynd 19 Samanburður á hversu oft Japanir og Kóreubúar hlusta á

Page 5: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

5

kóreska/japanska tónlist og horfa á kóreskt/japanskt drama. ........... bls. 39 Mynd 20 Samanburður á hversu oft Japanir og Kóreubúar horfa á

kóreskar/japanskar bíómyndir og kóreska/japanska leikjaþætti ...... bls. 40 Mynd 21 Samanburður á hversu oft Japanir og Kóreubúar lesa

manga/manwha og borða kóreskan/japanskan mat. ................... bls. 40 Mynd 22 Þekking svarenda á Japan-Kóreu sáttmálanum 1876

og Shimonoseki sáttmálanum. ......................................................... bls. 42 Mynd 23 Þekking svarenda á Japan-Kóreu sáttmálanum 1910

og Fyrsta mars hreyfingunni. ......................................................... bls. 42 Mynd 24 Þekking svarenda á „Konur huggunar“ og

Dokdo/Takeshima. ...................................................................... bls. 42 Mynd 25 Meðaltalseinkunn fyrir þekkingu á sögulegum atburðum. ........... bls. 44 Mynd 26 Hvar svarendur lærðu fyrst um Japan-Kóreu sáttmálann 1876

og Shimonoseki sáttmálann milli Kína og Japan. ............................ bls. 45 Mynd 27 Hvar svarendur lærðu fyrst um Japan-Kóreu sáttmálann 1910

og Fyrsti mars hreyfinguna. ......................................................... bls. 46 Mynd 28 Hvar svarendur lærðu fyrst um „Konur huggunar“

og Dokdo/Takeshima. ...................................................................... bls. 46 Mynd 29 Svör svarenda við spurningunum: Finnst þér þú hafa fengið

næga kennslu um sögu sambands Japans og Kóreu? Og Hvaða landi tilheyrir Dokdo/Takeshima að þínu mati? ................... bls. 47

Mynd 30 Skoðun svarenda á heimsókn forsetisráðherra Japans til Yasukuni-hofs. ......................................................... bls. 48

Mynd 31 Meðaltalseinkunn fyrir skoðun svarenda á heimsókn í Yasukuni-hof. .................................................................................. bls. 49

Töflur Tafla 1 Niðurstöður fyrsta hluta könnunar: Almennar spurningar. ........... bls. 26 Tafla 2 Niðurstöður annars hluta könnunar: Spurningar einungis

lagðar fyrir Japani. ...................................................................... bls. 28 Tafla 3 Niðurstöður þriðja hluta könnunar. Spurningar einungis

lagðar fyrir Kóreubúa. ...................................................................... bls. 30 Tafla 4 Hvernir myndir þú meta eftirfarandi: ............................................ bls. 31 Tafla 5 Mat á sambandi þjóðanna: Meðaltalseinkunnir ............................... bls. 33 Tafla 6 Hversu oft gerir þú eftirfarandi? ............................................. bls. 34 Tafla 7 Samanburður á hversu oft Japanir njóta menningaafurða

frá Kóreu og hversu oft Kóreubúar njóta menningaafurða frá Japan. ................................................................................... bls. 38

Tafla 8 Hvernig myndir þú meta þekkingu þína á eftirfarandi atburðum? ................................................................................... bls. 41

Tafla 9 Meðaltal og staðalfrávik fyrir einkunn sem gefin var fyrir þekkingu á atburðum sem tengdust sameiginlegri sögu Japans og Kóreu. ....... bls. 43

Tafla 10 Niðurstöður spurningarinnar: Hvar lærðir þú fyrst um eftirfarandi atburð? ....................................................................... bls. 44

Tafla 11 Niðurstöður fyrir spurningar um skoðanir á ýmsum málum tengd Japan og Kóreu .......................................................... bls 47

Tafla 12 Heimsókn í Yasukuni-hof: Meðaltalseinkunn ................................. bls 48

Page 6: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

6

Page 7: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

7

1 Inngangur

Saga samskipta milli nágrannalandanna Japans og Kóreu eru löng og fjölþætt. Frá

sameiginlegum nágrönnunum hafa bæði löndin orðið fyrir áhrifum er varðar

menningu, efnahag og stjórnmál. Kóreubúar urðu fyrir miklum áhrifum frá Kína og

þau áhrif fundu sér farveg og komu oft í gegnum Kóreu til Japans. Helst má nefna

kínverskt myndletur og búddismi.

Íslendingar myndu seint álíta Kóreu sem smáþjóð en með stórveldin Kína og

Japan í bakgarðinum, verður landið að smáþjóð með þessa sterkvöxnu risa. Japan

hefur haft tangarhald á Kóreu oftar en einu sinni og síðasta skipti náði Japan

yfirráðum yfir landinu árið 1910 og hélt þeim allt til ársins 1945 þegar seinni

heimsstyrjöldinni lauk og Kórea endurheimti loks sjálfstæði sitt á ný. Á þessum árum

urðu Kóreubúar fyrir miklu misréttlæti og smánun af hendi Japana og hefur það nú í

seinni tíð leitt til ágreininga á milli landanna.

Þrátt fyrir frið og efnahagslega styrkingu undanfarna áratugi undanfarna

áratugi, hefur ekki enn tekist að byggja upp sterk diplómatísk tengsl milli landanna.

Sameiginlegir hagsmunir er varðar viðveru Bandaríkjahers, umsjón með sterkum

nágrönnum Kína og sameiginleg sjónarmið er varðar kjarnorkuhótanir Norður Kóreu

hafa ekki náð að verða til þess að sterk tengsl nái að myndast. Orsök þessa slæma

sambands er fyrri saga sem er þyrnum stráð meðal annars vegna hernámsins 1910-

1945 (Emmers, 2010).

Ritgerðarhöfundur stundaði skiptinám bæði í Japan skólaárið 2013-2014 sem

og í Suður Kóreu skólaárið 2015-2016 og vildi því gera lokaritgerð um málefni sem

tengdist báðum þessum löndum. Japan og Kórea eiga sér langa og erfiða sögu og vildi

ritgerðarhöfundur kanna þekkingu borgara landanna á sameiginlegri sögu og skoðun

þeirra á sambandi landanna. Ritgerðarhöfundur hefur til að mynda ferðast oft til

Danmerkur og er samband Danmerkur og Ísland að einhverju leiti líkt sambandi

Kóreu og Japans en þó á minni skala. Danmörk hafði lengi vel yfirráð yfir Íslandi og

píndi Íslendina með einokunarverslun sinni. Þegar ritgerðarhöfundur hefur talað við

Dani og spurt þá hvað þeir viti um sameiginlega sögu verður oft fátt um svör og

tilfinningin sú að Íslendingar viti meira um sameiginlega sögu. Ritgerðarhöfundi fékk

því þá hugmynd að rannsaka hvort eins væri farið með samband Japans og Kóreu þar

sem Japanir væru í „hlutverki“ Dana og Kóreubúar í „hlutverki“ Íslendinga og athuga

hvort að Kóreubúar höfðu meiri þekkingi á sameiginlegri sögu þjóðanna.

Page 8: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

8

Í þessari ritgerð verður fjallað um sameiginlega sögu Japans og Kóreu og

fjallað um samband, ímynd og þekkingu þjóðanna á sameiginlegri sögu landanna.

2 Sagan 2.1 Upphafið af hernámi Japan yfir Kóreu

Eftir iðnaðarbyltinguna á 19. öld byrjuðu evrópskar þjóðir að gera ríki í Afríku og

Asíu að nýlendum samkvæmt heimsvaldastefnu sinni. Nærri öll Afríka var orðin að

nýlendu ýmissa ríkja frá Evrópu og mestöll ríki mið-, suður- og suðaustur Asíu, að

meðtöldu Indlandi, urðu einnig nýlendur. Austur Asía varð ekki varhluta af þessari

heimsvaldastefnu við upphaf fyrsta Ópíum stríðsins (1839-1842) sem og í seinna

Ópíum stríðinu (1856-1860) þar sem Kína barðist gegn Bretlandi og öðrum þjóðum

og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að

opna hafnir sínar fyrir hinum vestræna heimi 1854, þar sem bandaríski hershöfðinginn

Matthew C. Perry beytti hervaldi til að þvinga fram milliríkjasamning (gunpoint

diplomacy) milli Japans og Bandaríkjanna (Bauer & Park, 2005).

Á þessum tíma var pólitískt ástand í Kóreu óstöðugt og Japan gerði áætlun til

að opna og ná að beita áhrifum á Kóreu áður en veldi Evrópu gætu gert svo. Árið

1875 sendi Japan herskip til Kóreu, Unyō, vopnað gufuskip undir stjórn japanska

hersöfðingjans Inoue Yoshika, undir því yfirskini kanna landhelgi Kóreu. Í raun var

skipið sent til að sýna fram á hernaðarlega yfirburði Japan. Þann 20. september kom

Inoue að Ganghwa eyjum, norðvestur af Incheon, undir því yfirskini að ná í ferkvatn

og sendi litla báta með hópi hermanna. Þetta svæði var viðkvæmt fyrir heimsóknum af

þessu tag, þar sem Kóreubúar voru varir um sig og árasagjarnir við ókunnuga, og

Japanir vissu það, þar sem þetta landsvæði hafði áður lent í átökum við Frakka árið

1866 (Roux, 2012) og Bandaríkin höfðu einnig farið í leiðangur þangað þar sem kom

til átaka og fólk lést (Lindsay, 2013).

Kóreski sjóherinn réðst á bátana án viðvörunar þar sem þeir voru þarna í

leyfisleysi. Japanir snéru til baka í Unyō, gerðu gagnárás og lönduðu hjá Yeongjong-

jeon til að berjast við kóreska sjóherinn sem reyndist þeim ekki erfitt þar sem þeir

höfðu vestræn vopn. Japanir náðu að yfirbuga kóreska herinn og stráfella íbúa áður en

þeir sneru til baka (Chung, 2005).

Í febrúar 1876 beitti Japan sama úrræði og Bandaríkin höfðu beitt þá og náði

milliríkjasamningi við Kóreu um opnun þriggja hafna þar sem Japan gat stundað

Page 9: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

9

viðskipti. Þetta var fyrsti sáttmállinn af þessum toga af mörgum sem Kórea skrifaði

undir. Samningurinn, sem var alls ekki hagstæður Kóreu gaf Japönskum

ríkisborgurum úrlendisrétt, þannig að þeir voru óháðir lögsögu Kóreu. Þar að auki

opnaði Kórea þrjár hafnir fyrir viðskipti við Japan: Busan, Incheon og Wonsan

(Preston. 1998). Þessi sáttmáli gerði Kóreu berskjaldaðri fyrir heimsvaldastefnu og

varð upphaf þess að Japan náði yfirráðum og gerði Kóreu að nýlendu sinni (Chung,

2005).

Einangrunarstefna Edo tímabilsins, 1603-1868 þar sem Tokugawa shogunate

réð völdum í Japan, lauk þegar Japan var neytt til þess að opna fyrir viðskipti árið

1854 og eftir það kom viðreisn Meiji tímabilsins 1868 og fall Shogunate leiddi til þess

að Japan breyttist frá því að vera land lénsherra í að vera iðnvætt nútímaríki. Japan

hafði einnig sent fulltrúa og nemendur um allan heim til að læra og tileinka sér

vestræna þekkingu, vísindi og listir til að stuðla að því að Japan gæti orðið jafnvígt

Evrópskum ríkjum. Á meðan á þessu stóð hélt Kórea áfram að loka á utanaðkomandi

samskipti og viðskipti, og ráðast á erlend skip í landhelgi sinni. Í byrjun stríðsins hafði

Japan því þrjá áratugi til að aðlagast breyttu stjórnmálalandslagi, á meðan stefna

Kóreu var úreld og berskjölduð (Duus, 1976).

Japan gerði sér grein fyrir mögulegum efnahagslegum ávinning af viðskiptum

við Kóreu. Frá Kóreu var hægt að fá kol, járn og landbúnaðarafurðir en það var ein af

ástæðum þess að Japan vildi opna fyrir viðskipti við Kóreu með sáttmálanum 1876

(Chung, 2005).

Áður hafði Qing keisaraveldið náð yfirráðum yfir Kóreu eftir seinni innrás

Manchu 1636. Eftir tvö ópíum-stríð við Bretland (1839 og 1856) og stríð við

Frakkland 1885 átti Qing keisaraveldið erfitt með að verjast ágangi vestrænna ríkja og

Japan sá sér leik á borði. Japan vann Sino-Japanska stríðið (1894-1895) og yfirbugaði

þar með Qing keisaraveldið. Keisaraveldin skrifuðu undir Shimonoseki sáttmálann

árið 1895 og markaði hann endalok fyrsta Sino-japanska stríðsins. Með því að skrifa

undir þennan sáttmála viðurkenndi Qing algjört sjálfstæði og sjálfræði Kóreu og lét af

öllum sínum skattkröfum er varðaði Kóreu. Þetta gaf Japan tækifæri til að ná frekari

völdum yfir Kóreu (Hahn, 2015).

Eftir viðurkenninguna á sjálfstæði sínu breytti Kórea um nafn frá Joseon

konungsveldi (Joseon Dynasty) í keisaraveldi Kóreu (Korea Empire). Shimonoseki

sáttmálinn varð til þess að Qing keisaraveldið viðurkenndi sjálfstæði Kóreu en áætlun

Japan var að slíta Kóreu frá Kína svo auðveldara yrði að ná yfirráðum yfir landinu.

Page 10: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

10

Næsti sáttmáli sem Kórea neyddist til að undirrita var Japan-Kóreu sáttmálinn 1905,

sem afmáði fullveldi Kóreu og gerði Japan að verndarríki Kóreu (Hahn, 2015).

2.2 Hernám Japans yfir Kóreu

Japan hernam Kóreu opinberlega með Japan-Kóreu sáttmálanum þann 22. ágúst 1910.

Þessi samningur tók við af samningnum 1905 þar sem Kórea varð verndarríki Japans

og Japan-Kóreu sáttmálanum 1907 þar sem Kórea var svipt réttindum til að stjórna

eigin landi. Japan spáði því að Kóreubúar myndu auðveldlega aðlagast Japanska

keisararíkinu (Caprio, 2009). Samningurinn var tilkynntur almenningi opinberlega 29.

ágúst 191. Seinna var sáttmálinn gagnrýndur fyrir að vera ólöglegur. Keisari Kóreu

Sunjong neitaði að skrifa undir sáttmálann og skrifaði forsetisráðherri Kóreska

keisaraveldisins Lee Wan-yong undir í staðinn. Sáttmálinn var seinna gerður ógildur

árið 1965.

Hægt er að halda því fram að innviði Kóreu hafi færst til betri vegar í hernámi

Japans. Menntun, landbúnaður, annar iðnaður og aðrar efnahagslegar stofnanir urðu

betri og því hjálpaði Japan að nútímavæða Kóreu. En að má alls ekki gleyma þeirri

mismunun og þjáningu sem Kóreubúar urðu fyrir af hálfu Japans á þessu tímabili.

Japan rannsakaði land Kóreu gaumgæfilega frá 1910 til 1918 til að koma á

eignarrétti og margir bændur voru neyddir til að verða leiguliðar því þeir gátu ekki

sannað að þeir væru eigendur landsins. Hrísgrjónarækt jókst mikið á tímabilinu en

mikið magn af hrísgrjónum var flutt til Japans. Það sem mörgum fannst sárast var að

Japan reyndi að samlaga Kóreubúa að Japan, eftir Sino-Japans stríðið 1937-1945.

Skólabörn voru látin lofa japanska keisararíkinu hollustu á hverjum morgni. Japanskar

kennslubækur voru einnig notaðar í Kóreu. Upp úr 1940 þrýsti Japan á að Kóreubúar

notuðu japönsk nöfn og var það talið að vera sannur þegn að hafa japanskt nafn. Japan

notaði einnig marga kóreska vinnumenn á stríðstímum og margar kóreskar konur

þjáðust sem kynlífsþrælar fyrir herinn. Kórea er enn markað af yfirráðunum en

mikilvægt er að bæði Japan og Kórea læri af sameiginlegri sögu og viðurkenni einnig

að aðstæður og umhverfi hafi breyst (Japan Times, 2010).

2.3 Fyrsta mars hreyfingin

Fyrsta mars hreyfingin, einnig nefnd Samil sjálfstæðishreyfingin var röð friðsamlegra

mótmæla fyrir sjálfstæði Kóreu frá Japan og hófst 1.mars 1919 í höfuðborg Kóreu,

Page 11: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

11

Seoul, og dreifðist fljótt um landið. Hreyfingin hófst þegar 33 menningarlegir og

trúarlegir leiðtogar sömdu kóreska sjálfstæðisyfirlýsingu og skipulögðu

fjöldamótmæli í Seoul, 1.mars 1919, minningardag keisarans sem látist hafði

nokkrum vikum áður. Fólk flyktist að úr öllum áttum til borgarinnar til að votta

honum virðingu sína. Sjálfstæðisyfirlýsingin var lesin upp og þúsundir stúdenta og

aðrir almennir borgara tóku þátt í mótmælunum (Hahn o.fl., 2015).

Japan náði svo að binda enda á hreyfinguna með hörku 12 mánuðum seinna.

Áætlað er að um 2 milljónir Kóreubúa hafi tekið þátt í yfir 1.500 mótmælum. Um

7.000 manneskjur voru drepnar af japönsku lögreglunni og hernum, 16.000 særðust,

46.000 manns voru handtekin og 10.000 manns voru dæmd. Einnig voru 715 heimili,

47 kirkjur og 2 skólar eyðilagðir með eldi (Encyclopedia Britannica, 1998).

2.4 „Huggunarstöðvar“

Fyrsta „huggunarstöðin”, í raun vændisbúðir, sem sett var á fót var staðsett í Shanghai

í Kína í mars 1932 (Yoshimi & Brien, 2000:45). Stjórnvöld í Kína voru þá búin að

reyna að gera tilraun til þess að banna löggiltar vændiskonur og til að komast fram hjá

þessarri reglugerð sköpuðu þeir í staðinn stöðuna ryōten shakufu, „restaurant serving

woman” eða „konan sem þjónar”. Þessar stöðvar voru settar upp og þar sem undanlát

var á vændiskonum í Kína kom ráðuneytið til móts við hermennina með þessum

„huggunarstöðvum” til að hjálpa og styðja við bakið á hersveitunum, veita þeim

sefun. Til að koma í veg fyrir kynsjúkdómafarald voru framkvæmdar reglulegar

skoðanir á konunum (Yoshimi & Brien, 2000:44).

Tilgangurinn með þessum „huggunarstöðvum” var að koma í veg fyrir að

japanskir hermenn nauðguðu almennum borgurum á því svæði sem þeir höfðu yfirráð,

en það hafði verið vandamál. Í stað þess að rannsaka þær nauðganir sem áttu sér stað

var komið til móts við gerandann, afbrotamanninn. Markmiðið var einnig að koma í

veg fyrir að kynsjúkdómar myndu breiðast út á meðal hermannanna. Þessar stöðvar

komu þó ekki í veg fyrir að hermennirnir nauðguðu almennum borgurum, þrátt fyrir

að hverri hereiningu fylgdi „huggunarstöð”. Það er erfitt að koma í veg fyrir nauðgun

ef leyfilegt er að nauðga og beita ofbeldi á einum stað en ætlast til að það sé ekki gert

á öðrum (Yoshimi & Brien, 2000:66). Einnig gekk ekki að koma í veg fyrir

kynsjúkdómafaraldur brytist út og þurfti að opna sérstakan spítala fyrir herinn sem

Page 12: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

12

sinnti eingöngu meðferð við kynsjúkdómum (Yoshimi & Brien, 2000:69). Þessum

tveimur markmiðum sem sett voru í byrjun var ekki náð með „huggunarstöðvunum”.

Markmið vændisbúðanna var ekki einungis að koma í veg fyrir nauðganir og

kynsjúkdóma heldur einnig að veita hermönnunum ákveðna „huggun” og þægindi,

hvetja þá til að berjast. Einnig var markmiðið að vernda herinn gegn njósnurum

dulbúnum sem vændiskonum, eða láta viðkvæmar upplýsingar komast á kreik í

gegnum heimsóknir á vændishús á nýlendusvæðum. Stríðið sem Japanir háðu var

óvinnanlegt og hermenn þurftu að vera lengi á sama stað án þess að eiga möguleika á

fríi og því vildi japanski herinn komast til móts við hermennina og veita þeim þessa

„huggun” og sefa þá (Yoshimi & Brien, 2000:72).

Samkvæmt gögnum frá Japan, Bandaríkjunum og Þýskalandi voru

„huggunarstöðvar” á vegum japanska hersins staðsettar víða. Þær voru m.a staðsettar

í: Kína, Hong Kong, Indónesíu, Filippseyjum, Malasíu, Singapúr, Breska Borneo,

Þýsku Austur-Indlandi, Burma, Taílandi, Nýju Geníu, Okinawa, Bonin eyjum,

Hokkaido, Kurile eyjum og Sakhalin. Stöðvarnar voru þó ekki einskorðaðar við

þessar staðsetningar. Það er hægt að gera ráð fyrir því að „huggunarstöðvar” hafi

verið byggðar hvar sem herinn hafði aðsetur, nema í fremstu víglínu. Þar sem margir

hermenn höfðu aðsetur voru margar „huggunarstöðvar” settar á fót (Yoshimi & Brien,

2000:91).

Hermenn þurftu vanalega að borga þóknun til að geta notfært sér þjónustuna á

„huggunarstöðvunum” þar af leiðandi álitu þeir að fara á „huggunarstöð” og fara á

vændishús væri einn og sami hluturinn. Þrátt fyrir það var meðferðin á konunum á

„huggunarstöðvunum” mun verri en á vændishúsunum. Samkvæmt reglum áttu

konurnar að fá borgað, en vegna margvíslegra frádrátta vegna daglegra nauðsynja,

snyrtivara og fatnaðar var há upphæð dregin frá þessum svokölluðu launum og fæstar

kvennanna hlutu laun (Yoshimi & Brien, 2000:142).

2.4.1 Konur huggunar

Á árunum 1932 til 1945 var konum frá Asíu í þúsundatali safnað saman og komið

fyrir á kerfisbundinn hátt á svokölluðum „huggunarstöðvum” (“comfort station”), þ.e.

vændishúsum, á vegum japanska hersins. Þar voru þær misnotaðar, þeim nauðgað og

þær neyddar í kynlífsþrælkun. (Yoshimi & Brien, 2000:1). Þessar konur voru

mestmegnis frá Kóreu, Kína, og Japan, en einnig frá suðaustur-Asíu. Einnig er vitað

Page 13: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

13

um þýskar og ástralskar konur sem hnepptar voru í þessar stöðvar (Yoshimi & Brien,

2000:165). Þær japönsku konur sem störfuðu þarna voru oft á tíðum búnar að vera

starfandi sem vændiskonur áður en þeim var komið fyrir í þessum vændishúsum á

vegum hersins. (Yoshimi & Brien, 2000:100)

Erfitt er að áætla hversu margar konur voru urðu fyrir þessum ömurlegu

örlögum en gróflega áætlaður fjöldi er allt frá 50 til 200 þúsund konur. Einnig er erfitt

að áætla fjölda „huggunarstöðva” en lægstu tölur gera ráð fyrir rúmlega 1000 stöðvum

á vegum japanska hersins (Yoshimi & Brien, 2000:29).

Áætlað er að þriðjungur kvennanna hafi látist, og þær sem eftir lifðu vistina af

urðu margar hverjar ófrjóar sökum sálrænna áhrifa og kynsjúkdóma sem þær hlutu af

vistinni (Brouwer, 2005:8). Konurnar voru ekki alltaf dregnar með valdi á þessar

stöðvar heldur voru þær plataðar með gylliboðum um atvinnu í verksmiðju af

einhverju tagi, en þegar þær komust á leiðarenda var raunin allt önnur. Þær voru

sviknar til þessara verka undir því yfirskyni að þær væru að greiða niður skuldir, sem

aldrei náðist svo að greiða að fullu. Á nýlendusvæðunum voru innlendir útvegarar

sem sáu hernum fyrir stúlkum (Yoshimi & Brien, 2000:29).

Japanskar konur voru starfandi á þessum þrælkunarbúðum en voru þær oft

einungis teknar inn með skilyrðum. Þær þyrftu að vera starfandi vændiskonur, yfir 21

ára til að fara úr landi, og án kynsjúkdóma (Yoshimi & Brien, 2000:100). Annað mál

var með konur frá Kóreu þar sem þær voru oft blekktar, og höfðu oft á tíðum ekki náð

fullorðins aldri. Þær voru þá blekktar með atvinnutilboðum, án þess að vita hver

atvinnan var, og oft voru heimamenn sem bentu þeim á „atvinnuna” sem voru á mála

hjá japanska hernum (Yoshimi & Brien, 2000:104). Þessar ungu konur komu oft frá

fátækum fjölskyldum og því hljómaði atvinna með góð laun sem himnasending og

þær stukku á gullna tilboðið með fyrirgreindum afleiðinum (Yoshimi & Brien,

2000:105).

Ein kóresk kona lýsir vistinni á eftirfarandi hátt:

„Ég var blekkt af fulltrúa Kóreu. Ég hélt að huggun fyrir herinn væri að sefa og

hugga hermennina með dansi og söng, og það hefði verið í góðu lagi. Fulltrúinn

sagði mér einnig að það væri svo. Þegar við fórum yfir kínversku landamærin, þá

skipaði hann mér að „taka viðskiptavini”. Án þess að skilja hvað „að taka

viðskiptavini” þýddi, þá fór ég í hús viðskiptavinar. Án viðvörunar, nauðguðu þeir

mér. Ég varð viti mínu fjær. Einn á eftir öðrum, þeir voru svo margir. Hermennirnir

Page 14: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

14

komu hver á eftir öðrum og ég þurfti að stunda kynlíf með þeim. Þegar það er

annasamt, þá ligg ég bara á bakinu, étandi hrísgrjónakúlur með fótleggina í sundur,

og hermennirnir koma, riðlast á mér og fara. Að lokum er ég yfir sársauka hafin.

Fyrir neða mitti verð ég dofin og verð laus við alla tilfinningu. Það er barátta að fara

á fætur á hverjum degi. Þegar tilfinningin kemur aftur smátt og smátt, fæ ég krampa í

lappirnar og fæ einnig krampa í magann. Það er þungur dynjandi sársauki sem endist

allan daginn. Ég veit að ef ég myndi hvílast í tvo til þrjá daga, þá yrði þetta betra. En

viðskiptavinirnir koma hver á eftir öðrum, og því get ég ekki hvílst. Þegar fólk talar

um lifandi helvíti, er það nákvæmlega þetta sem það talar um“ (Yoshimi & Brien,

2000:147-148).

Konur huggunar voru í raun kynlífsþrælar japanska hersins staðsettar í

kynlífsþrælkunarbúðum hersins og margar hverjar neyddar til starfa þar. Á

vændishúsum í Japan lá bann við því að hafa kvennmenn yngri en 18 ára til starfa og

höfðu þær rétt á því að hætta að starfa sem vændiskonur óskuðu þær þess, en sú regla

gilti ekki hvað varðaði „konur huggunar” (Yoshimi & Brien, 2000:151).

2.4.2 Lokun huggunarstöðvanna

Þann 15. ágúst árið 1945 skrifaði Japan undir Potsdam yfirlýsinguna og viðurkenndu

þar með að þeir höfðu tapað stríðinu. Þrátt fyrir það, hélt rekstur „huggunarstöðva”

áfram í heimalandinu. Almenningur var dauðhræddur um að erlendir hermenn myndu

ráfa um Japan og nauðga japönskum konum í þúsundavís. Til að koma í veg fyrir

nauðganir erlendra hermanna ákvað japanska ríkið að halda áfram að reka

vændisbúðir fyrir erlenda hermenn (Yoshimi & Brien, 2000:179). Með því að fórna

þeim konum sem störfuðu á þessum stöðum var því trúað að það myndi hlífa

japönskum konum fyrir nauðgunum útlenskra hermanna (Yoshimi & Brien,

2000:180). Þessi ótti við nauðganir útlenskra hermanna var ekki úr lausu lofti gripinn,

á meðan á veru þeirra stóð þá nauðguðu erlendir hermenn japönskum konum. Þrátt

fyrir að „huggunarstöðvar” væru starfandi fyrir þessa erlendu hermenn tókst ekki að

koma í veg fyrir nauðganir á japönskum konum af þeirra hálfu. Sú hugmynd að hægt

væri að koma í veg fyrir nauðgun með þessum hætti var enn við lýði, ekkert hafði

breyst eftir stríðið, þrátt fyrir að þessu markmiði hafi ekki verið náð á meðan stríðinu

stóð (Yoshimi & Brien, 2000:184).

Page 15: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

15

Þann 25. mars 1946 kom fyrirskipun frá bandarísku höfuðstöðvunum um bann

við því að hermenn leggðu komur sína við vændishús, hvort sem þau hefðu leyfi eða

ekki eða stíga fæti inn stofnun þar sem vændi væri stundað. Ástæða þessarrar

fyrirspurnar var sú að kynsjúkdómafaraldur var að brjótast út meðal bandarískra

hermanna. Á þann hátt hurfu þessar „huggunarstöðvar” sem áttu að þjóna

bandarískum hermönnum (Yoshimi & Brien, 2000:184). Að lokum gleymdust þessar

stöðvar og fólk hafði einungis óljósa mynd af þessum „huggunarstöðvum” en hafði

ekki vitneskju um hvernig þessi starfsemi var gróft mannréttindabrot (Yoshimi &

Brien, 2000:185).

Þær konur sem lifðu vistina af áttu oft erfitt með að ferðast til heimalandsins

þar sem ekki var séð til þess að þær kæmust heilar á höldnu til baka. Eftir stríðið

þjáðust fyrrverandi „huggunarkonur” af eftirverkan sjúkdóma, meiðsla, sálrænum

áföllum en einnig urðu þær fyrir samfélagslegri mismunun. Margar af þessum konum

urðu fyrir aðkasti af hálfu samfélagsins vegna þeirra örlaga sem þær hlutu, litið var

niður á þær, þær áttu erfitt með að giftast og til að koma í veg fyrir þessa

samfélagslega mismunum héldu þær fortíðinni huldri án þess að segja nokkrum frá.

Ef þær giftust endaði hjónabandið oft með skilnaði (Yoshimi & Brien, 2000:193).

2.4.3 Kæra lögð fram

Þrjár fyrrverandi kóreskar „konur huggunar” lögðu fram ákæru á hendur Japan í

desember árið 1991 þar sem þess var krafist að japanska ríkið viðurkenndi, bæðist

afsökunar og greiddi skaðabætur til þeirra kvenna sem urðu fyrir þeim örlögum að

vera hnepptar í „huggunarstöðvar” og neyddar til að starfa sem „konur huggunar”.

Kim Hak-sun, ein kvennanna sem var reiðubúin að gefa upp nafn sitt kom með

yfirlýsingu.

„Ég vildi ákæra fyrir þá staðreynd að það var traðkað á mér af japanska hernum og ég

hef eytt lífi mínu í algerri eymd. Ég vil að ungt fólk í Suður-Kóreu og Japan viti hvað

Japan gerði í fortíðinni”.

Í maí 1990 hafði kvennahreyfingin í Suður-Kóreu komið með sameiginlega

yfirlýsingu þar sem krafist var afsökunar og að skaðabætur yrðu greiddar í sambandi

við málefni „Teishintai”, „sjálfboðaherlið”, þar sem kóreskum borgarar, bæði konur

Page 16: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

16

og karlar voru þvinguð til verkavinnu af japanska ríkinu, og sumar kvennanna voru

neyddar til starfa á „huggunarstöðvum”. Á þeim tíma voru þessi tvö mál álitin vera

hluti af sama málefninu (Yoshimi & Brien, 2000:34). Japanska ríkið neitaði að verða

við þessari yfirlýsingu og sagði að það ómögulegt að rannsaka þetta mál og ef að illa

hafi verið farið með fólkið, þá hafi það verið á ábyrgð verktaka.

Ástæðan fyrir þessum óleysta ágreiningi er að vitað er að japanska ríkið eyddi

opinberum gögnum á kerfisbundinn hátt í lok stríðsins. Og því hefur það verið

mögulegt fyrir japanska ríkið, vegna skorts á gögnum, að afneita aðild að málinu

(Yoshimi & Brien, 2000:34).

Kvennahreyfingin í Suður-Kóreu kom þá með sameiginlega yfirlýsingu þar sem

hreyfingin krafðist þess að:

1. Japanska ríkið viðurkenndi þá staðreynd að herinn neyddi kóreskar konur til

að fylgja herliði sem „konur huggunar”.

2. Japanska ríkið myndi birta opinberlega afsökunarbeiðni fyrir gjörðir sínar

3. Japanska ríkið myndi afhjúpa grimmdarverknaðinn.

4. Eftirlifendum, eða fjölskyldum yrðu borgaðar skaðabætur.

5. Til að koma í veg fyrir endurtekningu á þesskonar atburðum að þessar

staðreyndir yrðu hluti af kennsluefni í sögu.

Japanska ríkið kom þá með afsökunarbeiðni sem ekki uppfyllti öll þessi skilyrði. Þar

viðurkenndi ríkið að japanski herinn hafði „bæði beint og óbeint” komið að því að

stofna „huggunarstöðvar”. Sögðu að í „mörgum tilfellum” voru konurnar látnar starfa

þar án þeirra vilja. Að þetta væri verknaður sem væri á ábyrð þáverandi stjórnar og

hefði stórskaðað fjölda kvenna (Yoshimi & Brien, 2000:36). Þessi yfirlýsing skyldi

eftir vítt rúm til túlkunar, og ekki var beðist afsökunar til þeirra kvenna er komu frá

öðrum löndum.

Suður-Kórea og Japan hafa enn ekki náð að leysa úr ágreiningi varðandi þetta

málefni. Í Japan spruttu fram tveir hópar þar sem japanska þjóðin skiptist í tvær

fylkingar, þeir sem vildu biðjast afsökunar og þeir sem ekki vildu biðjast afsökunar.

Þeir sem ekki vilja biðjast afsökunar segja að þessar konur hafi ekki verið teknar með

valdi, að það væru engar skriflegar heimildir sem sönnuðu að valdi væri beitt af

japanska hernum (Yoshimi & Brien, 2000:12). Þeir staðhæfa einnig að þessar konur

hafi áður verið vændiskonur og væru ekki starfandi hjá hernum og því var ofbeldið

Page 17: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

17

sem þær urðu fyrir ekki brot á þágildandi lögum og því framdi japanski herinn engan

glæp gegn þessum konum (Yoshimi & Brien, 2000:8).

Meira en 70 árum eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar náðu ríkin tvö

samkomulagi um málið. Samkomulagið var að Japan myndi biðjast afsökunar sem og

stofna 1¥ milljarða sjóð fyrir eftirlifandi „konur huggunar“. Afsökunarbeiðnin og

borgunin komu beint frá ríkisstjórn Japans, ólíkt fyrri sjóðum og fól í sér málamiðlun

frá forsetisráðherranum, Shinzo Abe, sem hafði ekki verið duglegur að bæta fyrir fyrri

syndir Japans á stríðsárunum. Meirihluti ríkisstjórnar Kóreu lofaði samkomulagið en

minnihlutinn og fyrrverandi „konur huggunar“ voru ekki ánægðar með samninginn

því þær vildu að Japan tæki lagalega ábyrgð á verknaðinum (Choe, 2015).

2.5 Dokdo/Takeshima (독도/竹島)

Dokdo/Takeshima samanstendur af tveimur megin eyjaklösum og fjölda skera í kring.

Vestureyjan hefur stærra flatarmál og hærri tind, en Austureyjan býður upp á meira af

nothæfu landssvæði. Dokdo/Takeshima eyjaklásinn er staðsettur 216,8 km frá

meginlandi Kóreu og 211 km frá meginlandi Japans. Eyjan, Ulleung-do, í landhelgi

Kóreu er staðsett í 87,4 km fjarlægð og næstu eyjar Japans, Oki-eyjar eru staðsettar í

157 km fjarlægð og því hefur Kórea löghelgi yfir landsvæði sem er nær

Dokdo/Takehsima eyjaklasanum (Beak & Shim, 2006).

Þessar eyjar virðast ekki vera mikils virði þar sem eyjarnar samanstanda af

tveimur eldfjallamyndunum og um 30 skerjum með litlu nothæfu landsvæði. En

eyjaklasinn er mikils virði fyrir löndin tvö, bæði vegna hugsanlegra náttúruauðlinda

eins og olíu í landgrunninum sem og mikilvægar fyrir stöðu þjóðanna diplómatískt.

Eyjarnar eru álitnar óíbúðarhæfar en þar hafa aðsetur hjón og Suður-Kóreski herinn

sem sér um gæslu og til að styrkja stöðu Kóreu, síðan 1950, í deilum um hvaða landi

eyjarnar tilheyri. Ekki hefur komið mikið til vopnaðra átaka vegna eyjunnar, en milli

ríkjanna hefur ríkt spenna alla tíð síðan um 1950. Í lagalegum skilningi hefur

Dokdo/Takeshima hvorki tilheyrt Kóreu né Japan og deila þjóðirnar um eyjarnar.

Kóreski herinn hefur staðsett sig þar og annast gæslu á svæðinu til að styrkja stöðu

Kóreu sem og halda Japan í skefjum (Emmers, 2010).

Flókin lagaleg og söguleg skjöl hafa verið sett fram bæði af Kóreu og Japan til

að sanna að eyjarnar tilheyri þeim. Samkvæmt kóreskum fræðimönnum voru

Dokdo/Takeshima eyjarnar fyrst yfirteknar árið 512 AD af Chi Jung Wang sem

Page 18: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

18

tilheyrði Silla konungsdæminu. Finna má upplýsingar um það í elstu útgefnu sögubók

Kóreu, Samguk-Sagi, sem gefin var út 1145 (Ue, 2005). Kórea staðhæfir að mörg kort

staðfesti að eyjarnar tilheyri Kóreu. Deilur vegna veiðirétts hafi verið leystar af Japan

og Tokugawa þegar Shogunate bannaði Japönum að veiða á svæðinu (Weinstein,

2006). Japan heldur því fram að það bann hafi aðeins náð til Utsuryo eyja, en ekki til

Dokdo/Takeshima eyja og bendir á að Seoul hefur ekki enn sýnt fram á Kórea

stjórnaði eyjunum fyrir stjórnartíð Japans. Kóreubúar tengjast eyjunum

tilfinningaböndum þar sem krafa Japans til eyjanna sýnir fram á yfirráð þeirra og að

Japan yðrist ekki sannarlega fyrir gjörðir sínar (Emmers, 2010). Samkvæmt Kóreu eru

deilur vegna Dokdo/Takeshima ekki til þar sem eyjarnar hafa ávallt óumdeilanlega

verið hluti af Kóreu (Valencia, 2006).

Japan staðhæfir að fullveldi yfir eyjunum hafi verið komið á sautjándu öld í

það seinasta, þar sem nokkrar fjölskyldur notuðu eyjarnar til að veiða. Fyrstu gögn

varðandi eignarhald Japans á eyjunum eru seinni en hjá Kóreu og birtust fyrst 1650

(Sibbett, 1998). Utanríkisráðuneyti Japans heldur því fram að komið hafi á alræði 22.

febrúar 1905 þar sem Shimane sýsla vildi auka veiði á sæljónum. Japan áleit svæðið

sem „ótilgreint svæði“ og Kórea mótmælti ekki ákvörðuninni á þeim tíma.

Utanríkisráðuneyti Japans heldur því fram að umráð Kóreu yfir eyjunum sé ólögleg

og heldur því fram að eyjarnar séu enn „ótilgreint svæði“ (Emmers, 2010). Ekkert

útlit er fyrir að þessar deilur leysist á komandi árum, og er stöðug spenna milli

landanna vegna þessa máls.

2.6 Yasukuni hof

Yasukuni hofið er trúarlegt Shinto-hof staðsett í Chiyoda, Tokyo, Japan. Það var

stofnað á Meiji tímabilinu árið 1869 og er til heiðurs þeim er dóu fyrir hönd

Keisararíkisins Japans á árunum 1869 til 1947 eftir seinni heimsstyrjöldina. Hlutverk

hofsins hefur vaxið eftir því sem árunum hefur liðið og það er nú minnisvarði allra

þeirra er dóu fyrir hönd Japans í stríði frá Meiji tímabilinu (1867-1912) til Taisho

tímabilsins (1912-1926) og fyrri hluta Showa tímabilsins (1926-1989).

Hofið skrásetti nöfn, uppruna, fæðingardag og staðsetningu á dauða 2.466.532

manna, kvenna og barna sem og ýmisskonar gæludýra er fórust fyrir hönd Japans.

Meðal þessara nafna eru 1068 dæmdir stríðsglæpamenn og þar af eru 14 sem álitnir

eru vera af A-klassa (þ.e. þeir sem framkvæma glæp gegn friði). Í hofinu er allra

Page 19: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

19

þeirra sem dóu fyrir Japan minnst, einnig þeim Kóreubúum og fólki frá Taívan sem

gengdu herþjónustu fyrir Japan. Annað hof Chinreisha, er lítið hof staðsett suður af

meginhofi Yasukuni hofi og var það byggt til að grafsetja alla þá sem dóu í seinni

heimsstyrjöldinni frá hvaða landi sem er.

Í gegnum tíðina hafa nokkrir forsetisráðherrar Japans vottað þeim látnu

virðingu sína en það hefur leitt af sér mótbárur frá Kínverjum og Kóreubúum. Í

desember 2013 heimsótti þáverandi japanski forsetisráðherra Shinzo Abe til að votta

virðingu sína sem og í friðartilgangi. Margir telja að þetta sé liður í því að reisa við

stolt Japans og breyta stríðssögu sinni með minna afsakandi tón. Hann vill líka milda

þær hömlur sem friðarsinnar settu á herinn eftir seinni heimsstyrjöldina (Slodkowski

& Sieg, 2013)

Kína kallaði heimsóknina „óásættanlega“ og Kórea lýsti því yfir „eftirsjá og

reiði“ vegna heimsóknarinnar. Bæði Kína og Kórea líta á Yasukuni sem tákn

yfirgangs Tokyo á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð, þegar Japan réði yfir stórum

hluta Kína og Japan. Þessi heimsókn var sú fyrsta síðan 2006 þar sem starfandi

forsetisráðherra heimsótti hofið (Heyes, 2013).

Page 20: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

20

3 Aðferðarfræði 3.1 Framkvæmd könnunar

Könnun var framkvæmd á veraldarvefnum og svöruðu 236 einstaklingar könnuninni.

3.1.1 Megindlegar rannsóknaraðferðir Megindlegar rannsóknaraðferðir (quantative research) voru notaðar til að safna

tölulegum gögnum. Slíkar aðferðir eru notaðar til að safna gögnum, t.d með

spurningalista sem lagður er fyrir úrtak hóps sem ætlun er að alhæfa um. Kannanir henta

vel til að fá yfirlit yfir tiltekið svið, s.s. um almenn viðhorf eða hegðunarmynstur.

Símakönnun, netkönnun, póstkönnun, vettvangskönnun og heimsóknarkönnun eru allar

skilgreindar sem megindlegar rannsóknaraðferðir (Félagsvísindastofnun, 2014). Í þessari

rannsókn var notuð netkönnun. Eftir að nægjanlegum fjölda svara var náð voru gögnin

flokkuð og niðurstöður teknar saman.

3.1.2 Þýði könnunar

Þýði könnunar voru allir Japanir og Kóreubúar með nægjanlegan grunn í ensku til

þess að svara könnuninni. Þetta var ákveðið þar sem kunnátta höfundar var ekki

nægjanleg í japönsku og kóresku til að hafa könnunina á þeim tungumálum.

3.1.3 Hönnun könnunar Könnunin var sett upp í Google Forms sem er hugbúnaður hannaður fyrir kannanir, og er

hluti af ritvinnslu hugbúnaði sem er aðgengilegur á veraldarvefnum án kostnaðar frá

Google innan Google Drive þjónustunnar. Með Google Forms er hægt að búa til kannanir

og senda þær með veffangi eða tengli svo hægt sé að svara könnuninni. Svörin safnast

sjálfkrafa saman í Google Sheets, sem dregur úr innsláttarvillum miðað við

pappírskannanir (Cobanoglu, o.fl., 2001). Í skjalinu sést einnig hvenær könnun var

svarað. Mögulegt er að vinna úr gögnunum í Excel eða öðrum töflureiknum. Hægt er að

krefjast þess að spurningum sé svarað og einnig er hægt að sleppa þeim spurningum sem

ekki eiga við vegna fyrri svara.

Reynt var að hafa uppsetningu könnunar einfalda og áhersla lögð á auðveldar og

hnitmiðaðar spurningar. Spurningarnar voru settar þannig upp að svarandinn hakaði við

þann möguleika við átti við einnig var hægt að haka við þann möguleika að viðkomandi

vissi ekki svarið við spurningunni. Könnuninni var skipt í fjóra hluta þar sem sá fyrsti

voru almennar upplýsingar sem allir svöruðu. Annar hlutinn var einungis fyrir japanska

Page 21: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

21

svarendur en sá þriðji var fyrir kóreska. Fjórði og seinasti hlutinn var ætlaður öllum, og

samanstóð af spurningum um þekkingu á sögu Japan og Kóreu og um hversu oft þeir nutu

menningar frá Kóreu og Japan hinsvegar. Krafist var svara við öllum spurningum en þó

var hægt að svara á þann hátt að svarandi vissi ekki svarið eða vildi ekki svara

spurningunni.

Almennt er hægt að stilla kannanir þannig að einungis er hægt að svara einu sinni

en það krefst þess að fólk skráði sig inn á Google-aðgang. Þar sem það eru ekki allir með

Google-aðgang og ekki voru taldar miklar líkur á því að fólk svaraði könnuninni oft og

þar sem fólk hafði takmarkaða hvatningu til að svara oftar og ekki boðið upp á verðlaun

af neinu tagi, var ákveðið að stilla ekki á þann valmöguleika að einungis væri hægt að

svara einu sinni. Könnunin var einungis á ensku.

3.1.4 Aðferð könnunar Ákveðið var að könnunin yrði framkvæmd á veraldarvefnum. Bera hefur í huga að þeir

sem nota veraldarvefinn eru ekki fullnægjandi úrtak af öllum Japönum og Kóreubúum og

þessi skekkja á úrtaki hefur áhrif á niðurstöður. Kannanir framkvæmdar á vefnum hafa þó

þá kosti að þær eru ódýrar, auðveldar í framkvæmd, aðgengi er auðvelt og gott úrval

forrita er í boð sem sjá um kannanir, hraðari svörun og hraðari samskipti (Fricker &

Schonlau, 2002). Könnunin var auglýst á samskiptamiðlum Facebook, KakoaTalk og

Line. Skilaboð voru send til vina og kunningja sem voru frá Kóreu og Japan, sem og þeim

einstaklingum sem tengdust Kóreu og Japan á einhvern hátt og þeir beðnir um að senda

könnunina áfram á þá Japani og Kóreubúa sem þeir þekktu. Þátttakendum var sagt að

þetta væri könnun um samskipti Japans og Kóreu og að engum upplýsingum yrði dreift

sem hægt væri að nota til að bera kennsl á þátttakendur.

3.1.5 Tímabil könnunar Ákveðið var að svörum yrði safnað í u.þ.b. 10 daga eða þangað til nægilegum fjölda svara

yrði náð. Markmiðið var að fá 100 svör frá Japönum og 100 svör frá Kóreubúum. Byrjað

var að safna almennum svörum þann 14. apríl 2017 og lokað fyrir svör 25. apríl 2017. Þá

voru 11 dagar liðnir frá því könnun var sett af stað og 236 manns höfðu svarað

könnuninni.

3.1.6 Svörun Ágætlega gekk að safna svörum fyrstu dagana og voru margir sem svöruðu einungis

nokkrum klukkutímum eftir að hafa fengið skilaboð. Skilaboð voru send á vini og

Page 22: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

22

kunningja sem tengdust Japan og Kóreu á einhvern hátt og voru margir sem sendu

skilaboð áfram innan nokkurra klukkustunda til vina og kunningja sem tengdust

löndunum, en þeir svöruðu svo innan fárra daga ef þeir svöruðu. Erfiðara gekk að safna

svörum seinni dagana þar sem ritgerðarhöfundur var búinn að senda skilaboð á flesta þá

kunningja sem gætu þekkt einhverja Japani og Kóreubúa og ekki er mikið um þá á

Íslandi. Ritgerðarhöfundur stundaði bæði skiptinám í átt ár í Japan skólaárið 2013-2014

og í S-Kóreu skólaárið 2015-2016 og nýtti sér þau vinasambönd sem mynduðust á meðan

á skiptináminu stóð.

Ekki er hægt að reikna út svarhlutfall þar sem ekki er vitað hve margir sáu

könnunina né til hve margra könnunin var send. Þó er hægt að fá einhverja mynd af fjölda

þar sem könnunin var send til 120 manns á Facebook, KakoaTalk og Line, en það eru

ekki allir sem eru virkir á þessum samfélagsmiðlum né allir sem svöruðu eða sendu

könnunina áfram. Ástæðan fyrir því að fólk vildi ef til vill ekki svara gæti verið tíma- og

áhugaleysi, einnig er mikill tímamismunur milli Íslands og landanna og því gæti fólk ekki

hafa séð skilaboð eða deilingar. Jafnvel gæti verið að fólk hafi ekki haft nógu gott vald á

ensku til að geta svarað könnuninni. Ef til vill hefði verið hægt að ná fram fleiri svörum ef

könnunin hefði verið ítrekuð oftar og hún höfð á fleiri tungumálum.

3.1.7 Spurningar

Fyrsti hluti: Almennar spurningar

Til að kanna heilleika úrtaks og hvernig eftirtalið hefur áhrif á skoðanir og þekkingu á

sameiginlegri sögu.

1. Kyn

2. Fæðingarár

3. Hver er þín hæsta lokna námsgráða?

3. Hjúskaparstaða:

4. Hefur þú áhuga á sögu Japans og Kóreu?

5. Telur þú að bæta megi samband Japans og Kóreu?

6. Upprunaland?

Annar hluti: Spurningar einungis fyrir Japani:

7. Átt þú vini frá Kóreu? Til að athuga hvort samskipti við Kóreu hafi áhrif á skoðanir og

þekkingu á sögu.

8. Hefur þú ferðast til Kóeru? Til að athuga hvort ferðalög til Kóreu hafi áhrif á skoðanir

og þekkingu á sögu.

Page 23: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

23

9. Finnst þér kóreskur matur góður? Til að athuga hvort að hafa dálæti á kóreskum mat

hafi áhrif á skoðanir og þekkingu á sögu.

10. Hvað telur þú eiga mestan áhrifavalda í samskiptum Japans og Kóreu? Til að vita

hvað þættir fólk finnst hafa áhrif á samskipti landanna.

Þriðji hluti: Spurningar einungis fyrir Kóreubúa:

11. Átt þú vini frá Japan?Til að athuga hvort samskipti við Japan hafi áhrif á skoðanir og

þekkingu á sögu.

12. Hefur þú ferðast til Japans? Til að athuga hvort ferðalög til Kóreu hafi áhrif á

skoðanir og þekkingu á sögu.

13. Finnst þér japanskur matur góður? Til að athuga hvort að dálæti á japönskum mat

hafi áhrif á skoðanir og þekkingu á sögu.

14. Hvað telur þú eiga mestan áhrifavalda í samskiptum Japans og Kóreu? Til að vita

hvað þættir fólki finnst hafa áhrif á samskipti landanna.

Fjórði hluti: Spurningar um menningu, þekkingu á sögu og skoðunum.

15. Hvernig myndir þú meta eftirfarandi:

- Samband Japana og Kóreubúa

- Samband ríkistjórnar Japans og ríkistjórnar Kóreu

- Alþjóðleg ímynd Kóreu

- Þín ímynd af Kóreu

- Alþjóðleg ímynd Japan

- Þín ímynd af Japan

Til að sjá hvort að hugmyndir um samband landanna og löndin sjálf hafi áhfir á þekkingu

á sögu og skoðunum.

16. Hversu oft...?

- Hlustar þú á kóreska tónlist

- Horfir þú á kóresk drömu

- Horfir þú á kóreskar bíómyndir

- Horfir þú á kóreska leikjaþætti

- Lest þú kóreskar teiknimyndasögur

- Borðar þú kóreskan mat

Til að athuga hvort að upplifun á nútímamenningu Kóreu hafi áhrif á skoðanir og

þekkingu á sögu.

18. Hversu oft...?

Page 24: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

24

- Hlustar þú á japanska tónlist

- Horfir þú á japönsk drömu

- Horfir þú á japanskar bíómyndir

- Horfir þú á japanska leikjaþætti

- Lest þú japanskar teiknimyndasögur

- Borðar þú japanskan mat

Til að athuga hvort að upplifun á nútímamenningu Japans hafi áhrif á skoðanir og

þekkingu á sögu.

19. Hvernig myndir þú meta kunnáttu þína á eftirfarandi málefni?

- Japan – Kóreu sáttmálinn 1876

- Shimonoseki sáttmálinn milli Kína og Japan

- Japan – Kóreu sáttmálinn 1910

- Fyrsti mars hreyfingin

- „Konur huggunar“

- Dokdo/Takeshima

Til að athuga þekkingu þjóðanna á sögu. Ein af rannsóknarspurningum er að rannsaka

hvor þjóðin er upplýstari varðandi samskipti landanna.

19. Hvar lærðir þú fyrst um eftirfarandi málefni? Japan – Kóreu sáttmálinn 1876,

Shimonoseki sáttmálinn milli Kína og Japan,- Japan – Kóreu sáttmálinn 1910, Fyrsti

mars hreyfingin, „Konur huggunar“, Dokdo/Takeshima. Til að athuga hvaðan þekking

um þessa sögulegu atburði kom.

20. Finnst þér þú hafa öðlast nægjanlega þekkingu á þinni skólagöngu á sögu Japans og

Kóreu? Til að athuga skoðun á kennslu á sögu landanna.

21. Hvaða landi tilheyrir Dokdo/Takeshima að þínu mati? Til að athuga skoðun á einni af

núverandi deilum landanna.

21.Hvaða skoðun hefur þú á að forsetisráðherra Japans heimsæki Yasukuni-hofið?Til að

athuga skoðun á einni af núvera deilum landanna.

3.2 Meðhöndlun gagna Tölfræðiforritið STATA var notað til að greina og flokka gögnin úr könnuninni.

Textagögn fyrir dálka með tveimur svörum (t.d. já og nei) voru kóðuð með því að búa til

nýjan dálk með gildunum 0 og 1 og punkt fyrir gögn sem vantaði skv. rithætti STATA.

Tökum nýjan dálk „karlar“ sem dæmi, þá var þeim sem svöruðu að þeir væru karlkyns

gefið gildið 1, konum gefið gildið 0 og þeir sem svöruðu annað var gefið að það vantaði

gögn og fylltist sá reitur með punkti. Þetta var gert við öll þau svör sem innihéldu ekki

Page 25: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

25

tölur og voru ekki hluti af þekkingu á sögu spurningunni og spurningum með mörgum

svarmöguleikum.

Svörum við þekkingu á ýmsum sögulegum atburðum voru gefnar eftirfarandi

einkunnir:

Mjög góð þekking : 6 Góð þekking : 5 Hef þekkingu : 4 Einhver þekking : 3 Mjög lítil þekking : 2 Hef aldrei heyrt/lært : 1

Þessar einkunnir og önnur gögn voru notuð til að hægt væri að vinna með gögnin í

STATA. Þekkingaeinkunnirnar voru notaðar til að reikna meðaltal og staðalfrávik í

tölfræðiforritinu svo hægt væri að bera saman þekkingu Japana og Kóreubúa og sjá

hvor þjóðin taldi sig hafa betri þekkingu á sögulegum atburðum tengdum

sameiginlegri sögu.

Page 26: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

26

4 Gögn 4.1 Niðurstöður Könnunin var framkvæmd á veraldarvefnum og á 11 daga tímabili svöruðu 236 manns

könnuninni, þar af 105 Japanir og 131 Kóreubúar.

4.2 Fyrsti hluti Ef Tafla 1 er skoðuð má sjá niðurstöður fyrsta hluta könnunar. Einnig má sjá myndrænar

niðurstöður á Mynd 1 – Mynd 4. Rúmlega helmingur svaranda var kvenkyns eða um 61%.

Einnig voru fleiri Kóreubúar sem svöruðu könnuninni 56%. Um 75% voru með Bachelor

gráðu eða höfðu stundað Bachelor nám. Einnig var meirihluti sem hafði áhuga á sögu

Kóreu og Japan, 84% og meirihluti vildi einnig bæta samband Japans og Kóreu, 84%.

Flestir voru á aldrinum 21-25 ára eða um 51% svarenda.

Tafla 1 Niðurstöður fyrsta hluta könnunar: Almennar spurningar.

ALMENNAR SPURNINGAR Fjöldi % Meðaltal Staðalfrávik

Kyn Kvenkyns 144 61,1Kvenkyns 92 38,9

Aldur 15-20 ára 11 4,7 27,3 ára 7,321-25 ára 121 51,326-30 ára 52 22,031-40 ára 39 16,5

41+ ára 13 5,5 Miðgildi 25 ára Hæsta stig menntunar Menntaskóli eða minna 27 11,4

Bacholor nám eða gráða 178 75,4Masters- eða doktorsgráða 27 11,4

Iðnmenntun 4 1,7 Hjúskaparstaða Einhleyp/ur 201 85,2

Gift/ur 30 12,7Skilin/n 5 2,12

Hefur þú áhuga á sögu Já 199 84,3 Japans og Kóreu? Nei 21 8,9

Ég veit það ekki 16 6,8Telur þú að bæta megi Já 198 84,0

samband Japans Nei 25 10,6og Kóreu? Ég veit það ekki 13 5,5

Upprunaland Japan 105 44,5 Kórea 131 56,5

Page 27: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

27

4.2.1 Fyrsti hluti: Myndrænar niðurstöður

Mynd 4.1 Kyn svarenda og menntun.

Mynd 2 Hjúskaparstaða og áhugi á sameiginlegri sögu Japans og Kóreu.

Mynd 3 Skoðun svarenda á því hvort bæta megi samband Japans og Kóreu og upprunaland svarenda.

61%

39%

Kyn

Kvenkyns Karlkyns

12%

75%

11%2%

Menntun

Menntaskóli eða minnaBacholor nám eða gráðaMasters‐ eða doktorsgráðaIðnmenntun

85%

13%2%

Hjúskaparstaða

Einhleyp/ur Gift/ur Skilin/n

84%

9%7%

Áhuga á sögu JAP og KOR?

Já Nei Ég veit það ekki

84%

11%5%

Bæta samband JAP og KOR?

Já Nei Ég veit það ekki

44%

56%

Upprunaland

Japan Kórea

Page 28: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

28

Mynd 4 Aldur svarenda. 4.3 Annar hluti Ef Tafla 2 er skoðuð má sjá niðurstöður fyrir annan hluta könnunarinnar þar sem einungis

Japanir svöruðu þeim spurningum. Einnig má sjá niðurstöðurnar á myndrænan hátt á

Mynd 5 og Mynd 6. Þar sést að mikill meirihluti Japana á vini frá Kóreu eða um 90%.

Einnig hafði meirihluti Japana sem svöruðu ferðast til Kóreu, um 54%. Mikill meirihluti

Japana fannst Kóreskur matur vera góður 85% og töldu þeir sögu vera mestan áhrifavalda

í samskiptum Japans og Kóreu, um 68%.

Tafla 2 Niðurstöður annars hluta könnunar. Spurningar einungis lagðar fyrir Japani. SPURNINGAR FYRIR JAPANI Fjöldi %

Átt þú kóreska vini? Já 94 89,5Nei 9 8,6Ég veit það ekki 2 1,9

Hefur þú ferðast til Kóreu? Já 57 54,3Nei 48 45,7

Finnst þér kóreskur matur Já 89 84,8góður? Nei 2 1,9

Hlutlaus 14 13,3Hvað telur þú mestan Menning 25 23,8

áhrifavalda í samskiptum Saga 71 67,6Japans og Kóreu? Viðskipti 7 6,7

Ég veit það ekki 2 1,9

5%

51%22%

16%

6%

Aldur

15‐20 ára 21‐25 ára 26‐30 ára

31‐40 ára 41+ ára

Page 29: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

29

4.3.1 Annar hluti: Myndrænar niðurstöður

Mynd 5 Hvort þeir Japanir sem svöruðu áttu kóreska vini og hvort þeir höfðu ferðast til Kóreu.

Mynd 6 Hvort þeim Japönum sem svöruðu þótti kóreskur matur góður og hvaða þátt þeir töldu mestan áhrifavald í samskiptum Japans og Kóreu. 4.4 Þriðji hluti Ef Tafla 3 er skoðuð má sjá niðurstöður fyrir þriðja hluta könnunar þar sem einungis

Kóreubúar svöruðu þeim spurningum. Einnig má sjá niðurstöðurnar á myndrænan hátt á

Mynd 7 og Mynd 8. Þar sést að meirihluti Kóreubúa á vini frá Japan eða um 57%. Einnig

hafði mikill meirihluti Kóreubúa sem svöruðu ferðast til Kóreu, um 97%. Mikill

meirihluta Kóreubúa fannst japanskur matur vera góður, 86% og töldu sögu vera mestan

áhrifavalda í samskiptum Japans og Kóreu, um 82%.

89%

9%2%

Átt þú kóreska vini?

Já Nei Veit ekki

54%

46%

0%

Hefur þú ferðast til Kóreu?

Já Nei Veit ekki

85%

2%13%

Finnst þér kóreskur matur góður?

Já Nei Hlutlaus

24%

67%

7%2%

Áhrifavaldur í samskiptum JAP og KÓR?

Menning SagaViðskipti Veit ekki

Page 30: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

30

Tafla 3 Niðurstöður þriðja hluta könnunar: Spurningar einungis lagðar fyrir Kóreubúa. SPURNINGAR FYRIR KÓERUBÚA Fjöldi %

Átt þú vini frá Japan? Já 74 56,5Nei 56 42,8Ég veit það ekki 1 0,8

Hefur þú ferðast til Japans? Já 97 74,1Nei 33 25,2Ég veit það ekki 1 0,8

Finnst þér japanskur matur Já 112 85,5góður? Nei 2 1,5

Hlutlaus 17 13,0Hvað telur þú mestan Menning 15 11,5

áhrifavalda í samskiptum Saga 108 82,4Japans og Kóreu? Viðskipti 6 4,6

Ég veit það ekki 2 1,5

4.4.1 Þriðji hluti: Myndrænar niðurstöður

Mynd 7 Hvort þeir Kóreubúar sem svöruðu áttu japanska vini og hvort þeir höfðu ferðast til Japans.

Mynd 8 Hvort þeim Kóreubúum sem svöruðu þótti japanskur matur góður og hvaða þátt þeir töldu mestan áhrifavald í samskiptum Japans og Kóreu.

56%

43%

1%

Átt þú vini frá Japan?

Já Nei Ég veit það ekki

74%

25%

1%

Hefur þú ferðast til Japans?

Já Nei Ég veit það ekki

85%

2% 13%

Finnst þér japanskur matur góður?

Já Nei Hlutlaus

11%

82%

5%2%

Áhrifavaldur í samskiptum JAP og KÓR?

Menning SagaViðskipti Ég veit það ekki

Page 31: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

31

4.5 Fjórði hluti: Spurningar um menningu, sögu og skoðanir 4.5.1 Mat Japana og Kóreubúa á sambandi þjóðanna

Ef Tafla 4 er skoðuð má sjá niðurstöður könnunar þar sem svarendur voru beðnir að meta

ýmsa hluti er varðar Japan og Kóreu. Einnig má sjá niðurstöðurnar á myndrænan hátt á

Mynd 9 – Mynd 11. Í töflunni er bæði hægt að sjá skoðanir Japana annars vegar og

Kóreubúa hins vegar og áhugavert að sjá hvernig skoðanir þeirra eru mismunandi. Hvað

varðar samband Japana og Kóreubúa eru flestir hlutlausir en áhugavert er að sjá að hærra

hlutfall Japana telur sambandið vera Mjög gott, 10% japana og 1,5 % Kóreubúa. Einnig er

hærra hlutfall Kóreubúa sem finnst samband Japana og Kóreubúa vera Slæmt, 19%

Kóreubúa og 1% Japana. Þegar kemur að sambandi ríkistjórna Japans og Kóreu finnst

bæði Japönum og Kóreubúum sambandið vera Mjög slæmt eða Slæmt, tæplega 80%

Kóreubúa og Japana. Hvað varðar alþjóðlega ímynd Kóreu hafa þjóðirnar svipaðar

skoðanir en þó er hlutfall Japana sem telja hana vera Mjög slæma eða Slæma um 19% á

meðan rúmlega 8% Kóreubúa telja svo. Athygli vekur að Japanir virðast hafa betri ímynd

af Kóreu en Kóreubúar þar sem hlutfall þeirra sem telja hana verað Mjög góða eða Góða

er 69% en 52% Kóreubúa telja svo vera. Bæði Japanir og Kóreubúar telja alþjóðlega

ímynd Japans vera betri en Kóreu en 60% Japana telja hana Mjög góða eða Góða og um

70% Kóreubúa. Um 20% Kóreubúa telja ímynd sýna á Japan vera Mjög slæma eða Slæma

á meðan 5% Japana halda svo.

Tafla 4 Hvernir myndir þú meta eftirfarandi:

Samband Japana og Kóreubúa? Samband ríkistjórna Japans og Kóreu?

Jap % Kor % Alls % Jap % Kor % Alls % Mjög slæmt 1 1,0 3 2,3 4 1,7 12 11,4 27 20,6 39 16,5 Slæmt 8 7,6 25 19,1 33 14,0 69 65,7 78 59,5 147 62,3 Hlutlaust 49 46,7 65 49,6 114 48,3 21 20,0 24 18,3 45 19,1 Gott 37 35,2 36 27,5 73 30,9 3 2,9 2 1,5 5 2,1 Mjög gott 10 9,5 2 1,5 12 5,1 0 0,0 0 0,0 0 0,0 Alls 105 100 131 100 236 100 105 100 131 100 236 100

Alþjóðleg ímynd Kóreu? Þín ímynd af Kóreu? Jap % Kor % Alls % Jap % Kor % Alls %

Mjög slæm 2 1,9 0 0,0 2 0,8 1 1,0 0 0,0 1 0,4 Slæm 18 17,1 11 8,4 29 12,3 8 7,6 22 16,8 30 12,7 Hlutlaus 46 43,8 55 42,0 101 42,8 24 22,9 41 31,3 65 27,5 Góð 32 30,5 58 44,3 90 38,1 48 45,7 52 39,7 100 42,4 Mjög góð 7 6,7 7 5,3 14 5,9 24 22,9 16 12,2 40 16,9 Alls 105 100 131 100 236 100 105 100 131 100 236 100

Framhald á næstu síðu.

Page 32: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

32

Framhald Tafla 4 Hvernig myndir þú meta eftirfarandi? Alþjóðleg ímynd Japans? Þín ímynd af Japan?

Jap % Kor % Alls % Jap % Kor % Alls % Mjög slæm 0 0,0 2 1,5 2 0,8 0 0,0 6 4,6 6 2,5 Slæm 5 4,8 4 3,1 9 3,8 5 4,8 21 16,0 26 11,0 Hlutlaus 37 35,2 34 26,0 71 30,1 34 32,4 47 35,9 81 34,3 Góð 46 43,8 52 39,7 98 41,5 37 35,2 44 33,6 81 34,3 Mjög góð 17 16,2 39 29,8 56 23,7 29 27,6 13 9,9 42 17,8 Alls 105 100 131 100 236 100 105 100 131 100 236 100

4.5.1.1 Myndrænar niðurstöður: Hvernig myndir þú meta eftirfarandi?

Mynd 9 „Hvernig myndir þú meta samband Japana og Kóreubúa“ og „Hvernig myndir þú meta samband ríkisstjórna Japans og Kóreu?“

Mynd 10 „Hvernig myndir þú meta alþjóðlega ímynd Kóreu?“ og „Hvernig myndir þú meta þína ímynd af Kóreu?“

0

10

20

30

40

50

60

% Samband Japana og Kóreubúa?

Japan Kórea Alls

0

10

20

30

40

50

60

70

% Samband ríkisstjórna Japans og Kóreu?

Japan Kórea Alls

0

10

20

30

40

50

Mjögslæm

Slæm Hlutlaus Góð Mjöggóð

% Alþjóðleg ímynd Kóreu?

Japan Kórea Alls

0

10

20

30

40

50

Mjögslæm

Slæm Hlutlaus Góð Mjöggóð

% Þín ímynd af Kóreu?

Japan Kórea Alls

Page 33: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

33

Mynd 11 „Hvernig myndir þú meta alþjóðlega ímynd Japans?“ og „Hvernig myndir þú meta þína ímynd af Japan?“ 4.5.1.2 Mat á sambandi þjóðanna: Meðaltalseinkunnir Tafla 5 sýnir samantekt yfir öll svör við spurningum um hvernig svarendur mátu ýmislegt

er varðar samband þjóðanna. Hverju svari var gefin einkunn á skalanum 1-5 eftir hversu

vel svarendur mátu samband landanna eða ímynd þar sem „Mjög slæmt/slæm“ fékk

einkunnina 1 og „Mjög gott/góð“ fékk einkunnina 5. Myndrænar niðurstöður má sjá á

Mynd 12. Meðaltal og staðalfrávik var reiknað og þá er hægt að sjá hvernið svarendur

mátu samband þjóðanna og ímynd. Einnig er hægt að bera saman hvernig Japana mátu

þessa þætti og hvernig Kóreubúar mátu þættina.

Áhugavert er að sjá að Japanir voru með betri ímynd af Kóreu, með 3,8 í

meðaltalseinkunn en Kóreubúar, 3,5 í meðaltalseinkunn. Einnig meta Japanir samband

Japana og Kóreubúa hærra, með 3,5 í meðaltseinkunn, en Kóreubúar, með 3,1 í

meðaltalseinkunn. Í öllum tilvikum nema tveimur er Japan með hærri meðaltalseinkunn

og það er þegar kemur að alþjóðlegri ímynd Kóreu og Japans.

Tafla 5 Mat á sambandi þjóðanna: Meðaltalseinkunnir.

Japan Staðal-frávik

Kórea Staðal-frávik

Bæði lönd

Staðal-frávik

Samband Japana og Kóreubúa 3,5 0,8 3,1 0,8 3,2 0,8 Samband ríkisstjórna Japans og Kóreu 2,1 0,6 2,0 0,7 2,1 0,7 Alþjóðleg ímynd Kóreu 3,2 0,9 3,5 0,7 3,4 0,8 Alþjóðleg ímynd Japans 3,7 0,8 3,9 0,9 3,8 0,9 Þín ímynd af Kóreu 3,8 0,9 3,5 0,9 3,6 0,9 Þín ímynd af Japan 3,9 0,9 3,3 1,0 3,5 1,0

0

10

20

30

40

50

Mjögslæm

Slæm Hlutlaus Góð Mjöggóð

% Alþjóðleg ímynd Japans

Japan Kórea Alls

0

5

10

15

20

25

30

35

40

Mjögslæm

Slæm Hlutlaus Góð Mjöggóð

% Þín ímynd af Japan?

Japan Kórea Alls

Page 34: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

34

4.5.1.3 Myndrænar niðurstöður: Meðaltalseinkunnir

Mynd 12 Mat Japana og Kóreubúa á sambandi og ímynd þjóðanna. 4.5.2 Hversu oft menningar er notið

Ef Tafla 6 er skoðuð sést svör við spurningum þar sem spurt er um hversu oft svarendur

nutu menningar frá Japan og Kóreu. Einnig má sjá niðurstöður á myndrænan hátt á Mynd

13 – Mynd 18. Þar sést að um 70% Japana hlusta Sjaldan eða Aldrei á kóreska tónlist og

um 86% Kórubúa hlusta Daglega eða Vikulega á kóreska tónlist. Um 11% Japana horfa á

kóreskt drama Daglega eða Vikulega og um 47% Kóreubúa gera svo. Um 90% Japana

horfa Sjaldan eða Aldrei á kóreskar bíómyndir en um 28% Kóreubúa gera svo. Um 86%

Japana horfa Sjaldan eða Aldrei á kóreska leikjaþætti en um 6% Kóreubúa gera svo. Fáir

Japanir lesa kóreskar teiknimyndasögur eða um 4% Vikulega eða Mánaðarlega. Um 51%

Japana borða kóreskan mat Mánaðarlega. Um 44% Japana hlusta Daglega á japanska

tónlist en um 8% Kóreubúa gera svo. Um 12% Kóreubúa horfa Vikulega eða

Mánaðarlega á japanskt drama. Um 85% Kóreubúa horfa Sjaldan eða Aldrei á japanskar

bíómyndir. Um 38% Japana les manga Daglega eða Vikulega og um 19% Kóreubúa gera

svo. Japanskur matur virðist vera vinsæll meðal Kóreubúa, en um 52% borða hann

Daglega eða Vikulega.

Tafla 6 Hversu oft gerir þú eftirfarandi? Hlustar þú á kóreska tónlist? Horfir þú á kóreskt drama?

Jap % Kor % Alls % Jap % Kor % Alls %

Daglega 12 11,4 89 67,9 101 42,8 5 4,8 29 22,1 34 14,4

Vikulega 7 6,7 24 18,3 31 13,1 6 5,7 33 25,2 39 16,5

Mánaðarlega 8 7,6 5 3,8 13 5,51 13 12,4 16 12,2 29 12,3

Sjaldan 42 40 10 7,6 52 22 33 31,4 44 33,6 77 32,6

Aldrei 33 31,4 3 2,3 36 15,3 43 41 9 6,9 52 22

Veit ekki 3 2,9 0 0 3 1,27 5 4,8 0 0 5 2,1

Alls 105 100 131 100 236 100 105 100 131 100 236 100 Framhald á næstu síðu.

0,000,501,001,502,002,503,003,504,004,50

SambandJapana ogKóreubúa

SambandríkisstjórnaJapans ogKóreu

Alþjóðlegímynd Kóreu

Alþjóðlegímynd Japans

Þín ímynd afKóreu

Þín ímynd afJapan

% Mat á sambandi og ímynd Kóreu og Japans

Japan Kórea Alls

Page 35: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

35

Framhald Tafla 6 Hversu oft gerir þú eftirfarandi?

Horfir þú á kóreskar bíómyndir? Horfir þú á kóreska leikjaþætti?

Jap % Kor % Alls % Jap % Kor % Alls %

Daglega 0 0 12 9,2 12 5,1 0 0 31 23,7 101 42,8

Vikulega 1 1,0 22 16,8 23 9,8 4 3,8 59 45,0 31 13,1

Mánaðarlega 8 7,6 61 46,6 69 29,2 6 5,7 17 13,0 13 5,5

Sjaldan 54 51,4 36 27,5 90 38,1 23 21,9 17 13,0 52 22,0

Aldrei 40 38,1 0 0 40 16,9 66 62,9 6 4,6 36 15,3

Veit ekki 2 1,9 0 0 2 0,9 6 5,7 1 0,8 3 1,3

Alls 105 100 131 100 236 100 105 100 131 100 236 100

Lest þú manwha*? Borðar þú kóreskan mat?

Jap % Kor % Alls % Jap % Kor % Alls %

Daglega 0 0 35 26,7 35 14,8 1 1,0 117 89,3 118 50,0

Vikulega 1 1,0 19 14,5 20 8,5 13 12,4 11 8,4 24 10,2

Mánaðarlega 3 2,9 14 10,7 17 7,2 54 51,4 2 1,5 56 23,7

Sjaldan 15 14,3 45 34,4 60 25,4 33 31,4 1 0,8 34 14,4

Aldrei 74 70,5 17 13 91 38,6 2 1,9 0 0 2 0,9

Veit ekki 12 11,4 1 0,8 13 5,51 2 1,9 0 0 2 0,9

Alls 105 100 131 100 236 100 105 100 131 100 236 100 *kóreskar teiknimyndasögur

Hlustar þú á japanska tónlist? Horfir þú á japansk drama?

Jap % Kor % Alls % Jap % Kor % Alls %

Daglega 46 43,8 10 7,6 101 42,8 24 22,9 0 0 24 10,2

Vikulega 23 21,9 11 8,4 31 13,1 32 30,5 3 2,3 35 14,8

Mánaðarlega 11 10,5 13 9,9 13 5,51 17 16,2 13 9,9 30 12,7

Sjaldan 22 21 37 28,2 52 22 25 23,8 59 45 84 35,6

Aldrei 3 2,9 56 42,7 36 15,3 7 6,7 53 40,5 60 25,4

Veit ekki 0 0 4 3,1 3 1,3 0 0 3 2,3 3 1,3

Alls 105 100 131 100 236 100 105 100 131 100 236 100

Horfir þú á japanskar bíómyndir? Horfir þú á japanska leikjaþætti?

Jap % Kor % Alls % Jap % Kor % Alls %

Daglega 11 10,5 1 0,8 12 5,08 37 35,2 1 0,76 101 42,8

Vikulega 18 17,1 2 1,5 20 8,47 38 36,2 6 4,6 31 13,1

Mánaðarlega 27 25,7 19 14,5 46 19,5 13 12,4 9 6,9 13 5,5

Sjaldan 47 44,8 80 61,1 127 53,8 13 12,4 40 30,5 52 22

Aldrei 2 1,9 26 19,8 28 11,9 4 3,8 71 54,2 36 15,3

Veit ekki 0 0 3 2,3 3 1,27 0 0 4 3,1 3 1,3

Alls 105 100 131 100 236 100 105 100 131 100 236 100

Lest þú manga**? Borðar þú japanskan mat?

Jap % Kor % Alls % Jap % Kor % Alls %

Daglega 20 19 5 3,82 25 10,6 81 77,1 9 6,9 90 38,1

Vikulega 20 19 19 14,5 39 16,5 17 16,2 59 45 76 32,2

Mánaðarlega 22 21 27 20,6 49 20,8 6 5,71 47 35,9 53 22,5

Sjaldan 33 31,4 37 28,2 70 29,7 1 1,0 16 12,2 17 7,2

Aldrei 8 7,6 42 32,1 50 21,2 0 0 0 0 0 0

Veit ekki 2 1,9 1 0,8 3 1,3 0 0 0 0 0 0

Alls 105 100 131 100 236 100 105 100 131 100 236 100

**japanskar teiknimyndasögur

Page 36: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

36

4.5.2.1 Myndrænar niðurstöður: Hversu oft gerir þú eftirfarandi?

Mynd 13 Hversu oft svarendur hlusta á kóreska tónlist og horfa á kóreskt drama.

Mynd 14 Hversu oft svarendur horfa á kóreskar bíómyndir og kóreska leikjaþætti.

Mynd 15 Hversu oft svarendur lesa kóreskar myndasögur og borða kóreskan mat.

0

10

20

30

40

50

60

70

80

% Hlustar þú á kóreska tónlist?

Japan Kórea Alls

05

1015202530354045

% Horfir þú á kóreskt drama?

Japan Kórea Alls

0

10

20

30

40

50

60

%Horfir þú á kóreskar 

bíómyndir?

Japan Kórea Alls

0

10

20

30

40

50

60

70

% Horfir þú á kóreska leikjaþætti?

Japan Kórea Alls

0

10

20

30

40

50

60

70

80

% Lestu þú manwha?

Japan Kórea Alls

0

20

40

60

80

100

%Hversu oft borðar þú kóreskan 

mat?

Japan Kórea Alls

Page 37: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

37

Mynd 16 Hversu oft svarendur hlusta á japanska tónlist eða horfa á japanskt drama.

Mynd 17 Hversu oft svarendur horfa á japanskar bíómyndir eða leikjaþætti.

Mynd 18 Hversu oft svarendur lesa japanskar teiknimyndasögur eða borða japanskan mat.

05

101520253035404550

% Hlustar þú á japanska tónlist?

Japan Kórea Alls

05

101520253035404550% Horfir þú á japanskt drama?

Japan Kórea Alls

0

10

20

30

40

50

60

70

% Horfir þú á japanskar bíómyndir?

Japan Kórea Alls

0

10

20

30

40

50

60

% Horfir þú á japanska leikjaþætti?

Japan Kórea Alls

0

5

10

15

20

25

30

35%

Lest þú manga?

Japan Kórea Alls

0102030405060708090% Borðar þú japanskan mat?

Japan Kórea

Page 38: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

38

4.5.2.2 Hversu oft gerir þú eftirfarandi? Samanburður á Japönum og Kóreubúum Ef Tafla 7 er skoðuð má sjá samanburð á hversu oft Japanir njóta menningar frá Kóreu og

hversu oft Kóreubúar njóta menningar frá Japan. Taflan er sett upp þannig að sýnd eru

svör Japana hversu oft þeir njóta kóreskrar menningar og svör Kóreubúa hversu oft þeir

njóta menningar frá Japan. Myndrænar niðurstöður má sjá á Mynd 19 til Mynd 21.

Áhugavert er að bera þessar tölur saman. Þar sést að hlutfall þeirra Japana sem hlusta

Daglega eða Vikulega á kóreska tónlist er um 18% og hlutfall þeirra Kóreubúa sem hlusta

á japanska tónlist er um 16% sem er líkt hlutfall. Hærra hlutfall Japana horfir á kóreskt

drama en Kóreubúar sem horfa á japanskt drama en um 11% Japana horfa Daglega eða

Vikulega á kóreskt drama á meðan 3% Kóreubúa horfa Daglega eða Vikulega á japanskt

drama. Kóreubúar horfa örlítið meira á japanskar bíómyndir en japanir horfa á kóreskar

bíómyndir. En hlutfall þeirra Japana sem horfir Sjaldan eða Aldrei á kóreskar bíómyndir

er um 90% en um 81% hjá þeim Kóreubúum sem horfa Sjaldan eða Aldrei á japanskar

bíómyndir. Hvað varðar leikjaþættina er hlutfallið nokkuð jafnt en um 10% Japana horfir

á kóreska leikjaþætti Daglega eða Vikulega og um 11% Kóreubúa horfa á japanska

leikjaþætti Daglega eða Vikulega. Kóreubúar eru mun duglegri að lesa japanskar

teiknimyndasögur en Japanir að lesa kóreskar teiknimyndasögur. Um 39% Kóreubúa lesa

manga Daglega, Vikulega eða Mánaðarlega en einungis um 4% Japana lesa manwha svo

oft. Japanskur matur virðist vera vinsæll meðal Kóreubúa og meira en helmingur borðar

hann Daglega eða Vikulega en aðeins 12% borða hann Sjaldan eða Aldrei á meðan

hlutfall Japana sem borða kóreskan mat Sjaldan eða Aldrei er 33%.

Tafla 7 Samanburður á hversu oft Japanir njóta menningaafurða frá Kóreu og hversu oft Kóreubúar njóta menningaafurða frá Japan.

Hlustar þú á kóreska/japanska tónlist?

Horfir þú á kóreskt/japanskt drama?

Jap % Kor % Jap % Kor % Daglega 12 11,4 10 7,6 5 4,8 0 0 Vikulega 7 6,7 11 8,4 6 5,7 3 2,3 Mánaðarlega 8 7,6 13 9,9 13 12,4 13 9,9 Sjaldan 42 40 37 28,2 33 31,4 59 45 Aldrei 33 31,4 56 42,7 43 41 53 40,5 Veit ekki 3 2,9 4 3,1 5 4,8 3 2,3 Alls 105 100 131 100 105 100 131 100

Framhald á næstu síðu.

Page 39: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

39

Framhald Tafla 7 Samanburður á hversu oft Japanir njóta menningaafurða frá Kóreu og hversu oft Kóreubúar njóta menningaafurða frá Japan.

Horfir þú á kóreskar/japanskar bíómyndir?

Horfir þú á kóreska/japanska leikjaþætti?

Jap % Kor % Jap % Kor % Daglega 0 0 1 0,8 0 0 1 0,8 Vikulega 1 1,0 2 1,5 4 3,8 6 4,6 Mánaðarlega 8 7,6 19 14,5 6 5,7 9 6,9 Sjaldan 54 51,4 80 61,1 23 21,9 40 30,5 Aldrei 40 38,1 26 19,8 66 62,9 71 54,2 Veit ekki 2 1,9 3 2,3 6 5,7 4 3,1 Alls 105 100 131 100 105 100 131 100

Lest þú manwha/manga? Borðar þú kóreskan/japanskan mat? Jap % Kor % Jap % Kor %

Daglega 0 0 5 3,8 1 1,0 9 6,9 Vikulega 1 1,0 19 14,5 13 12,4 59 45 Mánaðarlega 3 2,9 27 20,6 54 51,4 47 35,9 Sjaldan 15 14,3 37 28,2 33 31,4 16 12,2 Aldrei 74 70,5 42 32,1 2 1,9 0 0 Veit ekki 12 11,4 1 0,8 2 1,9 0 0 Alls 105 100 131 100 105 100 131 100

4.5.2.3 Myndrænar niðurstöður: Samanburður á hversu oft Japanir njóta menningar frá Kóreu og hversu oft Kóreubúar njóta menningar frá Japan.

Mynd 19 Samanburður á hversu oft Japanir og Kóreubúar hlusta á kóreska/japanska tónlist og horfa á kóreskt/japanskt drama.

0

10

20

30

40

50

%Hlustar þú á kóreska/japanska 

tónlist?

Japan Kórea

0

10

20

30

40

50

% Horfir þú á kóreskt/japanskt drama?

Japan Kórea

Page 40: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

40

Mynd 20 Samanburður á hversu oft Japanir og Kóreubúar horfa á kóreskar/japanskar bíómyndir og kóreska/japanska leikjaþætti.

Mynd 21 Samanburður á hversu oft Japanir og Kóreubúar lesa manga/manwha og borða kóreskan/japanskan mat.

4.5.3 Þekking á sameiginlegri sögu Ef Tafla 8 er skoðuð má sjá hvernig bæði Japanir og Kóreubúar meta þekkingu sína

varðandi sögulega atburði er varða sameiginlega sögu landanna. Myndrænar niðurstöður

má sjá á Mynd 22 til Mynd 24. Varðandi Japan-Kóreu sáttmálann 1876 virðast Kóreubúar

meta kunnáttu sína hærri en Japanir. En um 45% Kóreubúa telja þekkingu sína á

sáttmálanum 1876 vera Mjög góða eða Góða á meðan tæplega 6% Japana telja svo vera.

Þrátt fyrir að Shimonoseki sáttmálinn tengist ekki Kóreu beint, en tengist óbeint, þá er

örlítið hærra hlutfall Kóreubúar sem meta þekkingu sína á þeim atburði Mjög góða eða

Góða en Japanir, eða um 23% miðað við 11% Japani, en þó eru um 14% Kóreubúa sem

Aldrei hafa heyrt/lært um atburðinn. Um 14,3% Japana höfðu Aldrei heyrt/lært um Japan-

Kóreu sáttmálann 1910 og um 43% Japana Aldrei heyrt/lært um Fyrsta mars hreyfinguna.

0

10

20

30

40

50

60

70

% Horfir þú á kóreskar/japanskar bíómyndir?

Japan Kórea

0

10

20

30

40

50

60

70

%Horfir þú á kóreska/japanska 

leikjaþætti?

Japan Kórea

0

10

20

30

40

50

60

70

80

% Lest þú manwha/manga?

Japan Kórea

0

10

20

30

40

50

60

% Borðar þú kóreskan/japanskan mat?

Japan Kórea

Page 41: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

41

Hafa ber í huga að ritgerðarhöfundur fann ekki japanska þýðingu á þeim atburði. Hvað

varðar „Konur huggunar“ virðast báðar þjóðir hafa meiri þekkingu á þeim atburði en

mörgum öðrum. Um 29% Japana telur sig hafa Mjög góða eða Góða þekkingu á þeim

atburði og um 74% Kóreubúa meta þekkinga sína svo. Einnig virðist þekking þjóðanna á

Dokdo/Takeshima vera meiri en þekking á öðrum atburðum, en um 23% Japana telur sig

hafa Mjög góða eða Góða þekkingu á atburðinum og um 77% Kóreubúa. Þessir tveir

atburðir eiga það sameiginlegt að í seinni tíð hafa reglulega fréttir verið birtar varðandi

„Konur huggunar“ og Dokdo/Takeshima.

Tafla 8 Hvernig myndir þú meta þekkingu þína á eftirfarandi atburðum?

Japan - Kóreu sáttmálinn 1876 Shimonoseki sáttmálinn milli

Kína og Japan

Jap % Kor % Alls % Jap % Kor % Alls %

Mjög góð þekking 2 1,9 21 16 101 42,8 3 2,86 14 10,7 17 7,2

Góð þekking 4 3,8 38 29 31 13,1 8 7,6 16 12,2 24 10,2

Hef þekkingu 11 10,5 27 20,6 13 5,5 21 20 22 16,8 43 18,2

Lítil þekking 26 24,8 24 18,3 52 22 30 28,6 27 20,6 57 24,2

Mjög lítil þekking 40 38,1 21 16 36 15,3 40 38,1 34 26 74 31,4

Hef aldrei heyrt/lært 22 21 0 0 3 1,27 3 2,9 18 13,7 21 8,9

Alls 105 100 131 100 236 100 105 100 131 100 236 100

Japan - Kóreu sáttmálinn 1910 Fyrsta mars hreyfingin

Jap % Kor % Alls % Jap % Kor % Alls %

Mjög góð þekking 4 3,8 30 22,9 34 14,4 4 3,8 56 42,7 101 42,8

Góð þekking 6 5,7 40 30,5 46 19,5 2 1,9 33 25,2 31 13,1

Hef þekkingu 22 21 22 16,8 44 18,6 8 7,6 25 19,1 13 5,5

Lítil þekking 23 21,9 27 20,6 50 21,2 16 15,2 11 8,4 52 22

Mjög lítil þekking 35 33,3 9 6,87 44 18,6 30 28,6 5 3,8 36 15,3

Hef aldrei heyrt/lært 15 14,3 3 2,3 18 7,6 45 42,9 1 0,8 3 1,3

Alls 105 100 131 100 236 100 105 100 131 100 236 100

„Konur huggunar“ Dokdo/Takeshima

Jap % Kor % Alls % Jap % Kor % Alls %

Mjög góð þekking 8 7,6 57 43,5 65 27,5 10 9,5 58 44,3 68 28,8

Góð þekking 22 21 39 29,8 61 25,8 14 13,3 43 32,8 57 24,2

Hef þekkingu 27 25,7 19 14,5 46 19,5 27 25,7 17 13 44 18,6

Lítil þekking 29 27,6 9 6,9 38 16,1 34 32,4 8 6,1 42 17,8

Mjög lítil þekking 16 15,2 5 3,8 21 8,9 17 16,2 3 2,3 20 8,5

Hef aldrei heyrt/lært 3 2,9 2 1,5 5 2,12 3 2,9 2 1,53 5 2,1

Alls 105 100 131 100 236 100 105 100 131 100 236 100

Page 42: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

42

4.5.3.1 Myndrænar niðurstöður: Hvernig myndir þú meta þekkingu þín á eftirfarandi atburðum?

Mynd 22 Þekking svarenda á Japan-Kóreu sáttmálanum 1876 og Shimonoseki sáttmálanum.

Mynd 23 Þekking svarenda á Japan-Kóreu sáttmálanum 1910 og Fyrsta mars hreyfingunni.

Mynd 24 Þekking svarenda á „Konur huggunar“ og Dokdo/Takeshima.

05

1015202530354045

% Japan‐Kóreu sáttmálinn 1876

Japan Kórea Alls

05

10152025303540

% Shimonoseki sáttmálinn milli Kína og Japan

Japan Kórea Alls

0

5

10

15

20

25

30

35% Japan‐Kóreu sáttmálinn 1910

Japan Kórea Alls

051015202530354045

%Fyrsta mars hreyfingin

Japan Kórea Alls

05

101520253035404550

% „Konur huggunar“

Japan Kórea Alls

05

101520253035404550% Dokdo/Takeshima

Japan Kórea Alls

Page 43: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

43

4.5.4 Þekkingaeinkunn á sameiginlegri sögu Japans og Kóreu Tafla 9 sýnir samantekt yfir öll svör við spurningum um þekkingu svarenda á atburðum

sem tengdust sameiginlegri sögu Japans og Kóreu. Hvernig myndir þú meta þekkingu

þína á eftirfarandi atburðum? Hverju svari var gefin einkunn á skalanum 1-6 eftir

þekkingastigi þar sem „Hef aldrei heyrt/lært“ fékk einkunnina 1 og „Mjög góð þekking“

fékk einkunnina 6. Myndrænar niðurstöður má sjá á Mynd 25. Meðaltal og staðalfrávik

var reiknað og þá er hægt að meta á hvaða atburðum svarendur töldu sig hafa mesta

þekkingu á. Einnig er hægt að bera saman meðaltalseinkunn á þekkingu Japana og

þekkingu Kóreubúa. Áhugavert er að sjá að eftir því sem atburðir eru nær nútímanum er

meðaltalseinkunn hærri þegar litið er á Bæði lönd, nema er varða shimonoseki

sáttmálann.

Þegar „þekkingaeinkunnir“ Japana og Kóreubúa eru bornar saman er hægt að sjá

að meðaltalseinkunn Kóreubúa er í öllum tilvikum hærri en Japana sem gefur til kynna að

Kóreubúar viti meira en Japanir um atburði er tengjast sameiginlegri sögu landanna.

Kóreubúar telja sig hafa mesta þekkingu á Dokdo/Takeshima þar sem meðaltalseinkunnin

er 5,1 og meðaltalseinkunn Japana er 3,6. Af þeim atburðum sem spurt var um telja

Japanir sig hafa mesta þekkingu á „Konur huggunar“ þar sem meðaltalseinkunnin er 3,7

hjá þeim en 5,0 hjá Kóreubúum. Bæði „Konur huggunar“ sem og málefni tengd

Dokdo/Takeshima hafa verið í fréttum í seinni tíð sem gæti útskýrt frekari þekkingu

þjóðanna á þessum sögulegu atburðum (Japan Times, 2017; Japan Times, 2016).

Tafla 9 Meðaltal og staðalfrávik fyrir einkunn sem gefin var fyrir þekkingu á atburðum sem tengdust sameiginlegri sögu Japans og Kóreu. Japan Staðal-

frávik Kórea Staðal-

frávik Bæði lönd

Staðal-frávik

Japan-Kóreu sáttmálinn 1876 2,4 1,2 4,1 1,4 3,4 1,5 Shimonoseki sáttmálinn milli Kína og Japan

3,0 1,1 3,2 1,6 3,1 1,4

Japan-Kóreu sáttmálinn 1910 2,8 1,3 4,4 1,3 3,7 1,5 Fyrsta mars hreyfingin 2,1 1,3 4,9 1,2 3,7 1,9 „Konur huggunar“ 3,7 1,3 5,0 1,2 4,4 1,4 Dokdo/Takeshima 3,6 1,3 5,0 1,1 4,4 1,4

Page 44: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

44

4.5.4.1 Myndrænar niðurstöður: Þekkingaeinkunn á sameiginlegri sögu Japans og Kóreu.

Mynd 25 Meðaltalseinkunn fyrir þekkingu á sögulegum atburðum.

4.5.5 Hvar lærðir þú fyrst um eftirfarandi atburð? Ef Tafla 10 er skoðuð má sjá niðurstöður fyrir spurninguna: Hvar lærðir þú fyrst um

eftirfarandi atburð? Myndrænar niðurstöður má sjá á Mynd 26 – Mynd 28. Greinilegt er

að í öllum atburðum sem spurt var um, var algengast að fólk lærði um eftirfarandi atburð í

Skólanum. Næst algengast var að svarendur höfðu Aldrei heyrt/lært um atburð. Bæði hvað

varðar Dokdo/Takeshima og „Konur huggunar“ heyrðu um 50% Japanir af þeim

atburðum fyrst í Fréttunum á meðan um 65% Kóreubúa heyrði fyrst af atburðunum í

Skólanum. Um 86% Japana heyrði fyrst af Shimonoseki sáttmálanum í Skólanum og um

76% Kóreubúa heyrðu um atburðinn þar.

Tafla 10 Niðurstöður spurningarinnar: Hvar lærðir þú fyrst um eftirfarandi atburð?

Japan - Kóreu sáttmálinn 1876 Shimonoseki sáttmálinn milli

Kína og Japan

Jap % Kor % Alls % Jap % Kor % Alls %

Skólanum 72 68,6 122 93,1 101 42,8 90 85,7 99 75,6 189 80,1

Fréttir 3 2,9 1 0,8 31 13,1 1 1.0 9 6,9 10 4,2

Sjónvarpsþætti 4 3,8 0 0 13 5,5 3 2,9 1 0,8 4 1,7

Rannsakaði sjálf/ur 2 1,9 2 1,5 52 22 2 1,9 1 0,8 3 1,3 Fjölskyldu eða vinum

0 0 2 1,5 36 15,3 0 0 1 0,8 1 0,4

Ánægjulestur 1 1,0 2 1,5 36 15,3 1 1.0 2 1,5 3 1,3

Ég veit það ekki 5 4,8 0 0 36 15,3 2 1,9 1 0,8 3 1,3

Hef aldrei/lært 18 17,1 2 1,5 3 1,3 6 5,7 17 13,0 23 9,8

Alls 105 100 131 100 308 131 105 100 131 100 236 100 Framhald á næstu síðu

.

0,00

1,00

2,00

3,00

4,00

5,00

6,00

Japan‐Kóreusáttmálinn 1876

Shimonosekisáttmálinn

Japan‐Kóreusáttmálinn 1910

Fyrsti marshreyfingin

„Konur huggunar“Dokdo/Takeshima

Meðaltalseinkunn fyrir þekkingu á sögulegum atburðum

Japan Kórea Bæði lönd

Page 45: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

45

Framhald. Tafla10 Niðurstöður spurningarinnar: Hvar lærðir þú fyrst um eftirfarandi atburð?

Japan - Kóreu sáttmálinn 1910 Fyrsta mars hreyfingin

Jap % Kor % Alls % Jap % Kor % Alls %

Skólanum 75 71,4 116 88,5 191 80,9 42 40 105 80,2 147 62,3

Fréttir 3 2,9 3 2,3 6 2,5 5 4,8 6 4,6 11 4,7

Sjónvarpsþætti 4 3,8 1 0,8 5 2,1 2 1,9 1 0,8 3 1,3

Rannsakaði sjálf/ur 2 1,9 3 2,3 5 2,1 1 1,0 2 1,5 3 1,3 Fjölskyldu eða vinum

0 0 1 0,8 1 0,4 0 0 10 7,6 10 4,2

Ánægjulestur 1 1,0 4 3,1 5 2,1 2 1,9 7 5,3 9 3,8

Ég veit það ekki 4 3,8 0 0 4 1,7 7 6,7 0 0 7 3,0

Hef aldrei/lært 16 15,2 3 2,3 19 8,1 46 43,8 0 0 46 20,0

Alls 105 100 131 100 236 100 105 100 131 100 236 100

„Konur huggunar“ Dokdo/Takeshima

Jap % Kor % Alls % Jap % Kor % Alls %

Skólanum 29 27,6 85 64,9 114 48,3 29 27,6 89 67,9 118 50

Fréttir 52 49,5 24 18,3 76 32,2 54 51,4 19 14,5 73 30,9

Sjónvarpsþætti 9 8,56 5 3,8 14 5,9 12 11,4 6 4,6 18 7,6

Rannsakaði sjálf/ur 5 4,8 9 6,9 14 5,9 5 4,8 6 4,6 11 4,7

Mótmæli 1 1,0 1 0,8 2 0,9 1 1,0 0 0 1 0,4 Fjölskyldu eða vinum

1 1,0 3 2,3 4 1,7 1 1,0 7 5,3 8 3,4

Ánægjulestur 4 3,8 3 2,3 7 3,0 2 1,9 3 2,3 5 2,1

Ég veit það ekki 1 1,0 1 0,8 2 0,9 0 0 1 0,8 1 0,4

Hef aldrei/lært 3 2,9 0 0 3 1,3 1 1,0 0 0 1 0,4

Alls 105 100 131 100 236 100 105 100 131 100 236 100

4.5.5.1 Myndrænar niðurstöður: Hvar lærðir þú fyrst um eftirfarandi atburð?

Mynd 26 Hvar svarendur lærðu fyrst um Japan-Kóreu sáttmálann 1876 og Shimonoseki sáttmálann milli Kína og Japan.

0102030405060708090

100% Japan‐Kóreu sáttmálinn 1876

Japan Kórea Alls

0102030405060708090

% Shimonoseki sáttmálinn milli Kína og Japan

Japan Kórea Alls

Page 46: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

46

Mynd 27 Hvar svarendur lærðu fyrst um Japan-Kóreu sáttmálann 1910 og Fyrsti mars hreyfinguna.

Mynd 28 Hvar svarendur lærðu fyrst um „Konur huggunar“ og Dokdo/Takeshima.

4.5.6 Spurningar um skoðun Ef Tafla 11 er skoðuð má sjá niðurstöður fyrir nokkrar spurningar um skoðanir á ýmsum

málum tend Japan og Kóreu. Myndrænar niðurstöður má sjá á Mynd 29 og Mynd 30.

Þegar svarendur voru spurðir um hvort þeir hafi fengið næga kennslu um samband Japans

og Kóreu voru 21% Japana og 54% Kóreubúa sem sögðu Já. Um 41% Japana og um 18%

Kóreubúa fannst þeir ekki fá næga kennslu. Þegar kemur að Dokdo/Takeshima var mikill

meirihluti Kóreubúa sem taldi að eyjarnar tilheyrðu Kóreu eða um 99% en aðeins tæp 3%

Japana töldu að eyjarnar tilheyrðu Kóreu. Enginn Kóreubúi taldi að eyjarnar tilheyrðu

Japan en um helmingur Japana taldi að eyjarnar tilheyrðu Japan. Þegar spurt var um hvort

0102030405060708090

100

% Japan‐Kóreu sáttmálinn 1910

Japan Kórea Alls

0102030405060708090

% Fyrsti mars hreyfingin

Japan Kórea Alls

0

10

20

30

40

50

60

70% „Konur huggunar“

Japan Kórea Alls

0

10

20

30

40

50

60

70

80% Dokdo/Takeshima

Japan Kórea Alls

Page 47: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

47

svarendur styddu heimsókn japanska forsetisráðherrans til Yasukuni hofs var einungis

einn Kóreubúi sem studdi heimsóknina en um 37% Japana Studdu hana mjög mikið eða

Studdu heimsóknina. Um 80% Kóreubúa voru Mjög á móti eða Á móti því að

forsetisráðherrann færi í heimsókn í hofið.

Tafla 11 Niðurstöður fyrir spurningar um skoðanir á ýmsum málum tengd Japan og Kóreu

Finnst þér þú hafa fengið næga kennslu um sögu sambands Japans og Kóreu?

Japan % Kórea % Alls % Já 22 21,0 71 54,2 93 39,4 Nei 43 41,0 23 17,6 66 28 Hlutlaus 37 35,2 33 25,2 70 29,7 Veit ekki /vil ekki svara 3 2,9 4 3,1 7 3,0 Alls 105 100 131 100 236 100

Hvaða landi tilheyrir Dokdo/Takeshima að þínu mati? Japan % Kórea % Alls %

Kórea 3 2,9 129 98,5 132 55,9 Japan 53 50,5 0 0 53 22,5 Veit ekki /vil ekki svara 49 46,7 2 1,5 51 21,6

Hver er skoðun þín á heimsókn forsetisráðherra Japans til Yasukuni?

Japan % Kórea % Alls % Styð mjög mikið 14 13,3 0 0 14 5,9 Styð heimsókn 25 23,8 1 0,8 26 11 Hlutlaus 34 32,4 11 8,4 45 19,1 Á móti 13 12,4 31 23,7 44 18,6 Mjög á móti 6 5,7 74 56,5 80 33,9 Veit ekki /vil ekki svara 13 12,4 14 10,7 27 11,4 Alls 105 100 131 100 236 100

4.5.6.1 Spurningar um skoðun: Myndrænar niðurstöður

Mynd 29 Svör svarenda við spurningunum: „Finnst þér þú hafa fengið næga kennslu um sögu sambands Japans og Kóreu?“ og „Hvaða landi tilheyrir Dokdo/Takeshima að þínu mati?“

0

10

20

30

40

50

60

Já Nei Hlutlaus Veit ekki/vil ekkisvara

%Finnst þér þú hafa fengið næga kennslu um sögu sambands 

Japans og Kóreu?

Japan Kórea Alls

0

20

40

60

80

100

Kórea Japan Veit ekki /vilekki svara

% Hvaða landi tilheyrir Dokdo/ Takeshima að þínu mati?

Japan Kórea Alls

Page 48: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

48

Mynd 30 Skoðun svarenda á heimsókn forsetisráðherra Japans til Yasukuni-hofs.

4.5.6.2 Heimsókn í Yasukuni: Meðaltalseinkunn.

Tafla 12 sýnir samantekt yfir svör við spurningum um skoðun svarenda á heimsókn

forsetisráðherra Japans til Yasukuni-hofs. Hverju svari var gefin einkunn á skalanum 1-5

eftir skoðun þar sem „Mjög á móti“ fékk einkunnina 1 og „Styð mjög mikið“ fékk

einkunnina 5. Ekki var reiknað sérstaklega með þeim sem svöruðu að þeir vissu það ekki

eða vildu ekki svara. Myndrænar niðurstöður má sjá á Mynd 31. Meðaltal og staðalfrávik

var reiknað og þá bera saman skoðanir Japana og Kóreubúa. Ef meðaltalseinkunn Japana

og Kóreubúa er borin saman er meðaltalseinkunn Japana mun hærri, 3,3 í einkunn og

Kóreubúar eru með um 1,5 í einkunn.

Tafla 12 Heimsókn í Yasukuni-hof: Meðaltalseinkunn

Japan Staðal-frávik Kórea

Staðal-frávik

Bæði lönd

Staðal-frávik

Heimsókn í Yasukuni-hof 3,30 1,10 1,48 0,70 2,28 1,28

0

10

20

30

40

50

60

Styð mjögmikið

Styð heimsókn Hlutlaus Á móti Mjög á móti Veit ekki /vilekki svara

%Hver er skoðun þín á heimsókn forsetisráðherra Japans til 

Yasukuni?

Japan Kórea Alls

Page 49: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

49

4.5.6.3 Heimsókn í Yasukuni: Myndrænar niðurstöður

Mynd 31 Meðaltalseinkunn fyrir skoðun svarenda á heimsókn í Yasukuni-hof.

4.6 Heilleiki úrtaks Margir sem svöruðu eru nálægt ritgerðarhöfundi í aldri þar sem send voru skilaboð á vini

á vandamenn og beðið þá um að áframsenda skilaboð um að taka þátt í könnun.

Kynjahlutföll eru ójöfn, ástæður fyrir því gætu verið að ritgerðarhöfundur er kvenkyns og

á fleiri kvenkyns vini og vandamenn en einnig eru til rannsóknir sem sýna fram á það að

konur eru líklegri til að taka þátt í vísindalegum rannsóknum en karlar (Eagan o.fl., 2002;

Putnam, 1995; Burg o.fl., 1997; Skúladóttir, 2016). Þessi könnun gefur ekki heildstæða

mynd af öllum Japönum og öllum Kóreubúum, en hún gefur þó góða sýn hvaða

hugmyndir og þekkingu ungt menntað fólk frá Japan og Kóreu hefur um samband og

sögu landanna.

0,00

0,50

1,00

1,50

2,00

2,50

3,00

3,50

Heimsókn í Yasukuni‐hof

Meðaltalseinkunn: Heimsókn í Yasukuni‐hof

Japan

Kórea

Bæði lönd

Page 50: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

50

5 Lokaorð Ef dregin er mynd af meðalsvaranda þessarar könnunar þá er það einhleypur kvenkyns

einstaklingur frá Kóreu á aldrinum 21-25 ára, sem hefur þá skoðun að bæta megi

samband Japans og Kóreu, með Bachelor nám eða gráðu og með áhuga á sögu Japan og

Kóreu.

Áhugavert er að sjá að mikill meirihluti Japana átti kóreska vini eða um 94% og

um 74% Kóreubúa átti japanska vini. Þó ber að hafa í huga að þeir Japanir sem svöruðu

eru líklegri til að vera alþjóðlegir þar sem þeir tala ensku og því líklegri að eiga erlenda

vini þ.á.m. kóreska vini. Fleiri Kóreubúar höfðu ferðast til Japans, 97% en Japanir sem

höfðu ferðast til Kóreu, 57%. Þegar kom að mat fannst um 86% Kóreubúum japanskur

matur vera góður og um 85% Japönum fannst kóreskur matur vera góður sem er sama

hlutfall. Bæði meirihluta Kóreubúa og Japana taldi sögu vera mestan áhrifavald í

samskiptum Japans og Kóreu, 82% en 68% Japana þótti svo.

Sýn landanna á samband landanna er ólík. Ef Tafla 5 er skoðuð, þar sem sjá má

meðaltalseinkunn svarenda á sambandi þjóðanna, er áhugavert er að sjá hvernig þjóðirnar

meta samband landanna. Japanir álíta bæði samband Japana og Kóreubúa sem og

samband ríkisstjórna Japans og Kóreu hærra en Kóreubúar. Einnig gáfu Japanir hærri

meðaltalseinkunn er varðar ímynd sína á Kóreu miðað við ímynd Kóreubúa á Japan. Ekki

er hægt að útskýra þetta með skýrum hætti, en velta má fyrir sér hvort fyrri sameiginleg

saga sitji í Kóreubúum og hvort sagan hái Japönum minna.

Þegar litið er á hversu oft Japanir njóta menningar frá Kóreu og Kóreubúar njóta

oft menningar frá Japan (Tafla 7) má sjá að Kóreubúar eru mjög duglegir að borða

japanskan mat og gera það í meira mæli en Japanir borða kóreskan mat. Ekki er hægt að

útskýra þetta með vissum hætti en japönsk matarmenning er vel þekkt um allan heim og

fjöldi japanskra veitingastaða í Kóreu samkvæmt reynslu ritgerðarhöfundar á að búa í

landinu, ritgerðarhöfundi fannst erfiðara að finna kóreska veitingastaði í Japan. Einnig eru

Kóreubúar duglegri að lesa manga en Japanir að lesa manwha. Manga er þekkt um allan

heim og hægt er að velta fyrir sér hvort auðveldara aðgengi að manga gæti verið

skýringin en það er eitthvað sem rannsaka þyrfti frekar. Hvað varðar bíómyndir eru

Kóreubúar örlítið duglegri að horfa á japanskar bíómyndir en Japanir að horfa á kóreskar

bíómyndir. Japanir virðast þó horfa meira á kóreskt drama en Kóreubúar á japanskt

drama.

Þegar kemur að þekkingu þjóðanna á sameiginlegri sögu þjóðanna mátu

Kóreubúar að meðaltali þekkingu sýna hærri í öllum atburðum sem spurt var um (Tafla

9). Út frá þessu mati má gera ráð fyrir því að þekking Kóreubúa sé meiri á sameiginlegri

Page 51: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

51

sögu landanna hvað þesssa atburði varðar. Niðurstöðurnar styður að einhverju leiti þá

kenningu ritgerðarhöfundar að þau lönd sem verði fyrir harðræði annars land læri eða

muni það betur en þau lönd sem beittu harðræðinu. Þetta er áhugavert rannsóknarefni og

vel hægt að rannsaka betur. Rannsaka mætti hvernig námskrá landanna er háttað og

hversu löngum tíma er varið í að kenna sameiginlega sögu. Einnig væri áhugavert að

rannsaka samband annarra landa hvað þetta varðar. Til að fá áreiðanlegri niðurstöður er

mikilvægt að rannsaka stærra og breiðara úrtak.

Ef Mynd 29 er skoðuð má sjá að hærra hlutfall Kóreubúa þótti kennsla á sögu

landanna nægjanleg, 71% en aðeins 21% Japana þótti hún nægjanleg. Þetta gæti tengst

því að Japanir voru með lægri meðaltalseinkunn en Kóreubúar þegar kom að þekkingu á

sameiginlegri sögu og gætu þeir þurft meiri kennslu.

Langflestir svarendur lærðu fyrst um þá sögulega atburði sem spurt var um í

skólanum en einnig var áhugavert að sjá að þeir atburðir sem er nær okkar tímaog fjallað

hefur verið um í fréttum, eins og Dokdo/Takeshima og „Konur huggunar“, að margir

svarendur lærðu fyrst um þá atburði í fréttunum. Einnig var eitthvað um að fólk hafði

aldrei heyrt um atburðinn (Tafla 10).

Ekki kemur á óvart að skoðanir þjóðanna á þeim deilumálum sem hafa verið í

fréttum í seinni tíð, t.a.m. Dokdo/Takeshima og heimsókn japanska forsetisráðherrans til

Yasukuni hofs, séu ólíkar. Nær allir Kóreubúar töldu að eyjarnar tileyrðu Kóreu og

rúmlega helmingur Japana taldi að þær tilheyrðu Japan. Aðeins einn Kóreubúi studdi

heimsókn japanska forsetisráðherrans til Yasukuni, um 8% voru hlutlausir og um 80%

voru Mjög á móti eða Á móti heimsókninni. Hafa ber í huga að stærra og breiðari úrtak

þarf til að koma með betri og marktækari niðurstöður.

Þessi rannsókn gaf eftirfarandi til kynna:

- Munur var á þekkingu Japana og Kóreubúa á sameiginlegri sögu.

- Þjóðirnar tvær meta samband landanna á mismunandi hátt þar sem Japanir meta

sambandið betra en Kórebúar.

- Mikill meirihluti beggja þjóða fannst samband ríkistjórna Japans og Kóreu Mjög

slæmt eða Slæmt.

- Þjóðirnar höfðu ólíkar skoðanir er varðar Dokdo/Takeshima og heimsókn

japanska forsetisráðherrans til Yasukuni-hofs.

Eins og fram hefur komið á samband Japan og Kóreu sér langa og fjölþætta sögu. Á 20.

öld hernam Japan Kóreu og hefur það sett svip sinn á samband landanna. Samkvæmt áliti

Page 52: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

52

þeirra er svöruðu könnuninni er samband ríkistjórna Kóreu og Japans ábótavant en

mikilvægt er að ríkisstjórnirnar bæti samband sitt því löndin eru nálægt hvort öðru og

gæta sameiginlegra hagsmuna, t.a.m. vera bandaríkjahers og áhætta vegna Norður-Kóreu.

Erfitt verður að bæta samband landanna, en mikilvægt er að báðar þjóðir þekki

sameiginlega sögu landanna bæði til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur og til þess að

meðtaka söguna og horfa fram á við. Til að bæta samband landanna þyrfti japanska

ríkisstjórnin að rétta fram sáttarhönd, bæta sögukennslu í skólum landsins og biðjast

fyrirgefningar á fyrri syndum. Hins vegar þyrfti ríkisstjórn Kóreu að taka við

sáttarhöndinni, sættast við fortíðina og horfa fram á við.

Page 53: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

53

Heimildaskrá

Baek In-ki, Shim Mun-bo. (2006) A study of Distance between Ulleungdo and Dokdo and Ocean Currents (울릉도와 독도의 거리와 해류에 관한 연구), Korea Maritime Institute. Bls. 20–22. Bauer, S W., and Sarah Park.(2005). The story of the world. from Victoria's Empire to the end of the USSR. Charles City, VA: Peace Hill Press. Brouwer. (2005). Supranational criminal prosecution of sexual violence : the ICC and the practice of the ICTY and the ICTR. Antwerpen Groningen: Intersentia. Burg, J.A., Allred, S.L. & Sapp 2nd, J.H. (1997). The potential for bias due to attrition in the National Exposure Registry: an examination of reasons for nonresponse, nonrespondent charecteristics, and the response rate. Toxicology and Industrial Health, 13(1997), 1-13.

Caprio, M. (2009). Japanese Assimilation Policies in Colonial Korea, 1910-1945. University of Washington Press. pp. 82–83. Choe, Sang-Hun. (2015, 28.desember). Japan and South Korea Settle Dispute Over Wartime“Comfort Women“. New York Times. Chung, Young-lob. (2005). Korea Under Siege, 1876–1945: Capital Formation and Economic Transformation, p. 42.

Duus, P. (1976). The rise of modern Japan (p. 125). Boston: Houghton Mifflin. Eagan, T.M, Eide, G.E., Gulsvik, A. & Bakke, P.S. (2002). Nonresponse in a community cohort study: predictors and consequences for exposure-disease associations. Journal of Clinical Epidemiology, 55(8), 775-781.

Emmers, Ralf. (2010). Japan-Korea Relations and the Tokdo/Takeshima Dispute: The Interplay of Nationalism and Natural Resources. (RSIS Working Paper, No. 212. Singapore: Nanyang Technological University.

Encyclopedia Britannica. (1998, 20.júlí). March First Movement. Sótt 27.04.2017 af slóðinni: https://www.britannica.com/event/March-First-Movement.

Hahn, B., Lee, K., Lee, K., Lew, Y. (2015, 3.mars). Korea. Encyclopedia Britannica. Sótt 27.04.2017 af slóðinni: https://www.britannica.com/place/Korea#ref411619

Hahn, B., Lee, K., Lee, K., Young, I. (2015) Encyclopædia Brittannica Korea, Historical Nation. Heyes, R.W. (2013, 26.desember). Japan PM Shinzo Abe visits Yasukuni WW2 shrine. BBC news.

Japan Times. (2010, 29.ágúst). The annexation of Korea. Editorials. Japan Times.

Japan Times. (2016, 25.júlí) Japan, South Korea agree to move forward on „comfort women“ settlement. Japan Times.

Page 54: Samband Japan og Kóreu á 20. öld - Skemman og Korea.pdf · og mikill hluti Kína varð að nýlendu. Á meðan á þessu stóð neyddist Japan til þess að opna hafnir sínar

54

Japan Times.(2017, 31.mars) Seoul protests new teachings on disputed islets in Japan‘s new education guidelines. Japan Times.

Lindsay, James, M. (2013). TWE Remembers: The Korean Expedition of 1871 and the Battle of Gangwha (Shinmiyangyo). Council of Foreign Relations. June 10, 2013. Preston, P. W. (1998). Pacific Asia in the global system : an introduction. Oxford, UK Malden, Mass., USA: Blackwell. Putnam, R.D. (1995). Tuning in, tuning out: The strange disappearance of social capital in America. PS:Political Science and Politics, 28, 664-683.

Roux. (2012). La croix, la baleine et le canon : la France face à la Corée au milieu du XIXe siècle. Paris: Les Éd. du Cerf.

Skúladóttir, Sigríður Lilja. (2016). Samgöngur erlendra ferðamanna á Íslandi 2013-2016, Viðhorfskönnun á akstursskilyrðum. Háskóli Íslands. Slodkowski, A., Sieg, L. (2013, 26.desember). Japan‘s Abe visits shrine for war dead, China, South Korea angered. Reuters.

Ue. (2005, 20.mars).“An Island Dispute with a Past“. Youmiuri Shimbun. Valencia, M.J. (2006, 16.júní).“Settling the Japan/Korea Dispute: An Opportunity to Being a New Era“.

Weinstein, M.A. (2006, 10.maí).“South Korea‘s and Japan‘s Dokdo/Takeshima Dispute Escelates Towards Confrontation. Yoshimi, Y. & Brien, S. (2000). Comfort women : sexual slavery in the Japanese military during World War II. New York: Columbia University Press.