5
Samþykktir AFS á Íslandi 1 Samþykktir AFS á Íslandi I. Heiti félagsins og lögheimili 1. grein Samtökin heita AFS á Íslandi, Alþjóðleg fræðsla og samskipti. Lögheimili samtakanna er í Reykjavík. 2. grein Félagið starfar alþjóðlega í samvinnu við AFS Intercultural Programs Inc., sbr. samkomulag þar um dags. 1. apríl 1993. II. Markmið og tilgangur 3. grein Markmið félagsins eru: - að efla vitund fólks um það sem er sameiginlegt öllum mönnum - að auka skilning á margbreytileika ólíkra menningarsamfélaga - að auka ábyrgðartilfinningu, umburðarlyndi og samkennd fólks um heim allan Með þessu móti vill félagið stuðla að friðsamari heimi. 4. grein Markmiðum þessum hyggst félagið ná með alþjóðlegum nemendaskiptum og annarri alþjóðlegri fræðslu. III. Félagar 5. grein Fullgildir félagar geta verið: - þeir sem hafa tekið þátt í menningarsamskiptum á vegum félagsins - þeir einstaklingar sem óska eftir inngöngu í félagið og stjórnin samþykkir 6. grein Einstaklingar, félög, fyrirtæki og stofnanir geta orðið styrktarfélagar. 7. grein Stjórn félagsins hefur heimild til að útnefna heiðursfélaga. 8. grein Unnt er að víkja félögum úr félaginu með ¾ hlutum greiddra atkvæða á aðalfundi.

Samþykktir afs

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Samþykktir afs

Samþykktir AFS á Íslandi 1

Samþykktir AFS á Íslandi

I. Heiti félagsins og lögheimili 1. grein Samtökin heita AFS á Íslandi, Alþjóðleg fræðsla og samskipti. Lögheimili samtakanna er í Reykjavík. 2. grein Félagið starfar alþjóðlega í samvinnu við AFS Intercultural Programs Inc., sbr. samkomulag þar um dags. 1. apríl 1993. II. Markmið og tilgangur 3. grein Markmið félagsins eru:

- að efla vitund fólks um það sem er sameiginlegt öllum mönnum - að auka skilning á margbreytileika ólíkra menningarsamfélaga - að auka ábyrgðartilfinningu, umburðarlyndi og samkennd fólks um heim allan

Með þessu móti vill félagið stuðla að friðsamari heimi. 4. grein Markmiðum þessum hyggst félagið ná með alþjóðlegum nemendaskiptum og annarri alþjóðlegri fræðslu. III. Félagar 5. grein Fullgildir félagar geta verið:

- þeir sem hafa tekið þátt í menningarsamskiptum á vegum félagsins - þeir einstaklingar sem óska eftir inngöngu í félagið og stjórnin samþykkir

6. grein Einstaklingar, félög, fyrirtæki og stofnanir geta orðið styrktarfélagar. 7. grein Stjórn félagsins hefur heimild til að útnefna heiðursfélaga. 8. grein Unnt er að víkja félögum úr félaginu með ¾ hlutum greiddra atkvæða á aðalfundi.

Page 2: Samþykktir afs

Samþykktir AFS á Íslandi 2

IV. Aðalfundur 9. grein Æðsta vald í stjórnun félagsins er í höndum aðalfundar. 10. grein Allir fullgildir félagar, sem greitt hafa félagsgjald, eiga rétt til setu á aðalfundi og greiðslu atkvæða. Hver félagsmaður á aðalfundi hefur eitt atkvæði. 11. grein Aðalfund skal halda innan tólf vikna frá lokum hvers rekstrarárs. 12. grein Auka-aðalfund skal halda ef 1/3 hluti fullgildra félaga eða stjórn félagsins krefst þess. Auka-aðalfund skal halda innan þriggja vikna frá því að krafa þess efnis er lögð fram. 13. grein Stjórn félagsins boðar til aðalfundar með tveggja vikna fyrirvara hið minnsta. Aðalfundinn skal boða (i) bréflega eða með rafrænum hætti til félagsmanna og (ii) með auglýsingu í almennum fjölmiðli eða í fréttabréfi félagsins. 14. grein Ársreikningar og ársskýrsla skulu liggja fyrir á skrifstofu félagsins, eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund. 15. grein Eftirfarandi mál skulu vera á dagskrá aðalfundar:

1. Skýrsla stjórnar. 2. Kannaðir reikningar félagsins kynntir. 3. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins. 4. Skýrsla stjórnar og endurskoðaðir reikningar bornir undir atkvæði fundarmanna. 5. Breytingar á samþykktum félagsins. 6. Kjör formanns félagsins til eins árs. 7. Stjórnarkjör í samræmi við 20. gr. samþykktanna. 8. Kjör löggilts endurskoðanda og eins skoðunarmanns úr röðum félagsmanna. 9. Ákvörðun félagsgjalds. 10. Önnur mál.

16. grein Til að afgreiða mál á aðalfundi nægir einfaldur meirihluti greiddra atkvæða. 17. grein Óski einhver fundarmanna eftir leynilegri atkvæðagreiðslu, skal verða við þeirri ósk, að öðrum kosti skal kosning fara fram með handauppréttingu.

Page 3: Samþykktir afs

Samþykktir AFS á Íslandi 3

18. grein Félagsmaður sem ekki getur sótt aðalfund getur veitt öðrum félagsmanni skriflegt umboð til að fara með atkvæðisrétt sinn á aðalfundi. Til að umboð sé gilt, þarf stjórn félagsins að hafa borist á sannanlegan hátt afrit af umboðinu fimm dögum fyrir aðalfund.

V. Stjórn 19. grein Rekstur félagsins er í höndum stjórnar. Stjórnin skal hafa með sér reglur um fjármál félagsins.

20. grein Stjórnina skipa níu manns. Formaður er kosinn á aðalfundi til eins árs í senn, 6 stjórnarmenn eru kosnir á aðalfundi til tveggja ára í senn, þrír kosnir í hvert sinn. Einn stjórnarmaður er tilnefndur af Reykjarvíkurdeild samtakanna til eins árs í senn og einn stjórnarmaður er tilnefndur af stjórnum annarra deilda samtakanna til skiptis, til eins árs í senn. Tilnefning stjórnarmanna deilda skal liggja fyrir innan 14 daga frá aðalfundi samtakanna. 21. grein Formaður er kosinn sérstaklega á aðalfundi. Að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum og velur sér varaformann og gjaldkera. 22. grein Halda skal stjórnarfundi að minnsta kosti fjórum sinnum á ári. Stjórnarfundi skal boða með minnst einnar viku fyrirvara nema sérstök atvik leiði til annars. 23.grein Stjórnin skal rita fundargerðir og skrá í gerðarbók. 24. grein Auka-aðalfundur getur með ¾ hlutum greiddra atkvæða samþykkt að stjórn sé leyst upp og ný kjörin. Eigi stjórnarskipti sér stað skal ný stjórn starfa fram að næsta aðalfundi og kosning nýrrar stjórnar þá fara fram á ný. 25. grein Stjórn félagsins skal ráða framkvæmdastjóra til starfa hjá félaginu. Framkvæmdastjórinn sækir vald sitt til stjórnarinnar og skal starfa í samræmi við ráðningarsamning og reglur félagsins. Fastir starfsmenn félagsins eru ekki kjörgengir til stjórnar. 26. grein Framkvæmdastjóri félagsins hefur rétt til setu á stjórnarfundum nema formaður ákveði annað. Framkvæmdastjóri skal hafa tillögurétt en eigi atkvæðisrétt á stjórnarfundum.

Page 4: Samþykktir afs

Samþykktir AFS á Íslandi 4

27. grein Stofna skal og starfrækja AFS–deildir í einstökum byggðarlögum og skal umdæmi hverrar deildar ráðast af þörfum og aðstæðum. Stofnun deildar er gild þegar stjórn félagsins hefur formlega samþykkt stofnun hennar og ákveðið umdæmi hennar. 28. grein

Deildir skulu sjá um afgreiðslu umsókna þeirra sem fara utan með AFS.

Deildir skulu hafa umsjón með skiptinemum þeim sem dvelja í þeirra umdæmi.

Deildir skulu sjá um fjáröflun á sínu svæði í samráði við framkvæmdastjóra og stjórn félagsins.

Deildir skulu skipuleggja og annast kynningu og auglýsingar á sínu svæði í samráði við framkvæmdastjóra félagsins.

Eitt af markmiðum hverrar deildar skal vera að geta staðið undir kostnaði við þá skiptinema sem dvelja í umdæmi viðkomandi deildar og geta staðið undir kostnaði við þjálfun sjálfboðaliða deildarinnar. Stjórnendur deilda skulu reglulega senda upplýsingar um starfið til skrifstofu félagsins. Stjórnir deilda skiptast á um að tilnefna fulltrúa í stjórn AFS til eins árs í senn, sbr. 20. gr. VI. Fjármál 29. grein Yfirstjórn fjármála er í höndum stjórnar. Dagleg umsjón fjármála er í höndum framkvæmdastjóra félagsins. 30. grein Reikningar skulu kannaðir af löggiltum endurskoðanda og skoðunarmanni kjörnum á aðalfundi. 31. grein Óheimilt er að greiða arð af rekstri félagsins. 32. grein Tekna skal aflað með hverjum þeim aðgerðum sem stjórn félagsins hefur samþykkt. 33. grein Reikningsár félagsins er frá 1. ágúst til 31. júlí ár hvert. 34. grein Meirihluta stjórnar þarf til að rita firma félagsins. VII. Samþykktir og önnur mál 35. grein Samþykktum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf 2/3 greiddra atkvæða til að breytingin nái fram að ganga.

Page 5: Samþykktir afs

Samþykktir AFS á Íslandi 5

36. grein Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins skulu hafa borist stjórn félagsins viku fyrir aðalfund. 37. grein Stjórnarfólk, framkvæmdastjóri og starfsfólk félagsins bera ekki persónulega ábyrgð á skuldbindingum félagsins. 38. grein Sé félagið lagt niður, skal síðasta stjórn kjósa tvo fulltrúa í skilanefnd til að fara með vörslur á eigum og fjármunum félagsins svo best verði á kosið og hagsmunir þess séu sem best tryggðir. Hafi félagið ekki verið endurreist innan þriggja ára frá og með þeim degi er það var lagt niður, skal skilanefndin ráðstafa eigum félagsins og skulu verðmæti eignanna afhent AFS Intercultural Programs Inc. í samræmi við íslensk lög og reglur þar um. 39. grein Hollvinir AFS á Íslandi er sjálfseignarstofnun sem starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá við hlið félagsins og er tilgangur stofnunarinnar að (i) styrkja nemendur og fjölskyldur til þátttöku í nemendaskiptum AFS og (ii) styrkja rannsóknir á samskiptum fólks af ólíkum menningaruppruna. Stofnunin er einnig fjárhagslegur bakhjarl AFS á Íslandi. AFS á Íslandi skal árlega greiða til stofnunarinnar fjárframlag. Á fjárhagsárunum sem lýkur 2013 og 2014 skal framlagið nema kr. 1.200.000 hvort ár, en eftir þann tíma skal upphæðin ákveðin af aðalfundi AFS á Íslandi, skv. tillögu stjórnar AFS á Íslandi. Stjórn AFS á Íslandi tilnefnir einn mann til setu í stjórn Hollvina AFS á Íslandi til eins árs í senn. 40. grein Samþykktir þessar öðlast þegar gildi. 13. október 1984. Með áorðnum breytingum sem samþykktar voru 4. október 1986, 11. febrúar 1990, 10. mars 1991, 28. febrúar 1993, 12. febrúar 1994, 18. febrúar 1995, 9. mars 2002, 6. mars 2010, 9. apríl 2011, 29. september 2012 og 20. febrúar 2013.

Staðfest í Reykjavík, 20. febrúar 2013 Stjórn AFS á Íslandi

(sign.)