51

Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2016/17.

Citation preview

Page 1: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

1

Page 2: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

PÉTUR OG ÚLFURINNBjarni Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóri

Sergei Prokofíev Pétur og úlfurinn

20 15:00

LAU

ÁG

Ú

RÚSSNESK VEISLABernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri

Páll Palomares einleikari

Mikhaíl Glinka Rúslan og Lúdmíla, forleikur

Pjotr Tsjajkovskíj Fiðlukonsert

20 17:00

LAU

ÁG

Ú

ÁGÚST

OKTÓBER

Leo Hussain hljómsveitarstjóri

Ingibjörg Guðjónsdóttir einsöngvari

Lilja Guðmundsdóttir einsöngvari

Agnes Tanja Þorsteinsdóttir einsöngvari

Elmar Gilbertsson einsöngvari

Oddur Arnþór Jónsson einsöngvari

Aríur, dúettar og forleikir úr óperum eftir Mozart, Wagner, Verdi, Puccini og fleiri.

UPPÁHALDS ARÍUR

22 19:30

FIM

SEP

UNGSVEITIN LEIKUR TSJAJKOVSKÍJEivind Aadland hljómsveitarstjóri Ungsveit SÍ

Pjotr Tsjajkovskíj Sinfónía nr. 5

25 17:00

SUN

SEP

Daniel Raiskin hljómsveitarstjóri

Akiko Suwanai einleikari

Anna Þorvaldsdóttir Aeriality

Esa-Pekka Salonen Fiðlukonsert

Juliana Hodkinson …can modify / in this case / not that it will make any differ-ence…

Benjamin Staern Godai – Frumefnin fimm

29 19:30

SEP

FIM

NORRÆNIR MÚSÍKDAGAR

FANTASÍA DISNEYSTed Sperling hljómsveitarstjóri

Walt Disney Fantasía

060708

19:3019:3014:00

OK

TO

KT

OK

T

FIMFÖ

SLA

U

HETJU- HLJÓMKVIÐANDaníel Bjarnason hljómsveitarstjóri

Jack Liebeck einleikari

Þuríður Jónsdóttir Flow and Fusion

Magnus Lindberg Fiðlukonsert nr. 1

Ludwig van Beethoven Sinfónía nr 3, Eroica

13 19:30

FIM

OK

TMOZART OG GRIEGYan Pascal Tortelier hljómsveitarstjóri

Michael Kaulartz einleikari

W.A. Mozart Brottnámið úr kvennabúrinu, forleikur

Edvard Grieg Pétur Gautur, svítur

W.A. Mozart Fagottkonsert

Georges Bizet L’Arlésienne, svítur

27 19:30

FIM

OK

T

Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri

KLASSÍKIN OKKAR

02 20:00

SEP

FÖS

SEPTEMBER

LUGANSKY OG TORTELIERYan Pascal Tortelier hljómsveitarstjóri

Nikolai Lugansky einleikari

Sergej Rakhmanínov Píanókonsert nr. 3

Maurice Ravel Dafnis og Klói

08 19:30SEP

FIM

Osmo Vänskä hljómsveitarstjóri

Christian Tetzlaff einleikari

Tanja Tetzlaff einleikari

Páll Ísólfsson Lýrísk svíta

Johannes Brahms Konsert fyrir fiðlu og selló

Carl Nielsen Sinfónía nr. 2, Skapgerðirnar fjórar

15 19:30

FIM

SEP

TETZLAFF- TVÍEYKIÐ SPILAR BRAHMS

17 11:30

LAU

SEP

BARNASTUND

NÓVEMBER

BRANTELID LEIKUR DVOŘÁKYan Pascal Tortelier hljómsveitarstjóri

Andreas Brantelid einleikari

María Huld Markan Sigfúsdóttir Aequora

Antonín Dvorák Sellókonsert

Jean Sibelius Sinfónía nr. 2

10 19:30

FIM

V

André de Ridder hljómsveitarstjóri

Bryndís Halla Gylfadóttir einleikari

Daníel Bjarnason Emergence

Nico Muhly Mixed Messages

Valgeir Sigurðsson Struck

Fleiri verk tilkynnt síðar

BEDROOM COMMUNITY Á AIRWAVES

03 20:00

FIM

V

VÍKINGUR OG TORTELIER

17 19:30

V

FIM

Yan Pascal Tortelier hljómsveitarstjóri

Víkingur Heiðar Ólafsson einleikari

Haukur Tómasson From Darkness Woven

Richard Strauss Burleske

Ígor Stravinskíj Capriccio

Ígor Stravinskíj Eldfuglinn, svíta

DESEMBER

Eivind Aadland hljómsveitarstjóri

Elfa Rún Kristinsdóttir einleikari

Hamrahlíðarkórarnir

Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri

W.A. Mozart Brúðkaup Fígarós, forleikur

J.S. Bach Fiðlukonsert í E-dúr

G.F. Händel My Heart is Inditing

W.A. Mozart Sinfónía nr. 39

01 19:30

FIM

DES

AÐVENTU- TÓNLEIKAR

Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri

Trúðurinn Barbara kynnir

Eivør Pálsdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir og Kolbrún Völkudóttir einsöngvarar

Ungir einleikarar, Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Nemendur úr Listdansskóla Íslands, kórar úr Langholtskirkju, Táknmálskórinn Litlu sprotarnir og Skólahljómsveit Kópavogs

Hrafnkell Orri Egilsson Jólaforleikur

Leroy Anderson Sleðaferðin

Pjotr Tsjajkovskíj Blómavalsinn

Peter Grönvall Dansaðu vindur

Sígild jólalög Heims um ból, Aðfangadags-kvöld, Nóttin var svo ágæt ein o.fl.

1718

14:00 16:0016:0014:00

DES

DES

LAU

SUN

//

JÓLA- TÓNLEIKAR

Page 3: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

JANÚAR

Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri

Ný verk eftir Finn Karlsson, Þórunni Grétu Sigurðardóttur og Þráin Hjálmarsson

YRKJA UPPSKERU- TÓNLEIKAR

27 12:00

FÖS

JAN

David Danzmayr hljómsveitarstjóri

Þóra Einarsdóttir einsöngvari

Bror Magnus Tødenes einsöngvari

Óperettutónlist og valsar eftir Johann Strauss yngri, Franz Lehár og Emmerich Kálman, m.a. úr Leðurblökunni og Kátu ekkjunni

050607

19:3019:3016:00 19:30

FIMFÖ

SLA

U

JAN

JAN

JAN /

VÍNAR- TÓNLEIKAR

UNGIR EINLEIKARARPetri Sakari hljómsveitarstjóri

Sigurvegarar úr einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands

12 19:30

FIM

JAN

Efnisskrá kynnt síðar

SAARIAHO OG SIBELIUSAnna-Maria Helsing hljómsveitarstjóri

Kari Kriikku einleikari

Jean Sibelius Rakastava (Elskhuginn)

Kaija Saariaho Klarínettkonsert (D’om le vrai sens)

Pjotr Tsjajkovskíj Sinfónía nr. 6, Pathétique

19 19:30

JAN

FIM

Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri

Þórunn Ósk Marínósdóttir einleikari

Atli Heimir Sveinsson Doloroso

Haukur Tómasson Echo chamber, víólukonsert

Kristín Þóra Haraldsdóttir Nýtt verk

Úlfur Hansson Arborescence

Thomas Adès Polaris

DANÍEL STJÓRNAR MYRKUM

26 19:30FIM

JAN

FEBRÚAR

Matthew Halls hljómsveitarstjóri

Viviane Hagner einleikari

Benjamin Britten Russian Funeral

Benjamin Britten Fiðlukonsert

Ígor Stravinskíj Dumbarton Oaks

Ígor Stravinskíj Sinfónía í þremur þáttum

02 19:30

FEB

FIM

STRAVINSKÍJ OG BRITTEN

Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri

Ari Eldjárn kynnir og uppistandari

0910

19:3019:30

FEBFEB

FIMFÖ

S

UPPISTAND! ARI ELDJÁRN OG SINFÓ

Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri

Trúðurinn Barbara kynnir og sögumaður

Eivør Pálsdóttir söngur

Graduale Futuri kór

Rósa Jóhannsdóttir kórstjóri

Eric Coates Birnirnir þrír

Eivør Pálsdóttir & Helga Arnalds Skrímslið litla systir mín

SKRÍMSLIÐ LITLA SYSTIR MÍN

18 14:00

LAU

FEB

Jun Märkl hljómsveitarstjóri

Stephen Hough einleikari

Antonín Dvorák Slavneskir dansar op. 46 nr. 1, 2, 7 og 8

Sergej Rakhmanínov Rapsódía um stef eftir Paganini

Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 4

RAKHMANÍNOV OG BEETHOVEN

23 19:30

FIM

FEB

ÞRÍR BYLTINGARMENNJun Märkl hljómsveitarstjóri

Tinna Þorsteinsdóttir einleikari

Hallfríður Ólafsdóttir einleikari

Edgard Varèse Density 21.5

John Cage Daughters of the Lonesome Isle

Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 4

24 18:00

FÖS

FEBMARS

Matthew Halls hljómsveitarstjóri

Paul Lewis einleikari

Joseph Haydn Sinfónía nr. 96, „Kraftaverkið“

Ludwig van Beethoven Píanókonsert nr. 2

Ludwig van Beethoven Píanókonsert nr. 3

09 19:30

MA

R

FIM

PÍANÓKONSERTAR BEETHOVENS

BARNASTUND

11 11:30

MA

R

LAU

Osmo Vänskä hljómsveitarstjóri

Yevgeni Sudbin einleikari

Kalevi Aho Minea

W.A. Mozart Píanókonsert nr. 23 í A-dúr

Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 7

OSMO STJÓRNAR BEETHOVEN

16 19:30

FIM

MA

R

Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri

Sæunn Þorsteinsdóttir einleikari

Kaija Saariaho Sept Papillons

Jean Sibelius Sinfónía nr. 2

FIÐRILDI OG FINNSKIR SKÓGAR

17 18:00

FÖS

MA

R

Markus Poschner hljómsveitarstjóri

Anton Bruckner Sinfónía nr. 8

POSCHNER STJÓRNAR BRUCKNER

23 19:30

FIM

MA

R

Yan Pascal Tortelier hljómsveitarstjóri

James Ehnes einleikari

Gabriel Fauré Dolly, svíta

Samuel Barber Fiðlukonsert

Edward Elgar Enigma-tilbrigðin

ENIGMA- TILBRIGÐIN

30 19:30FIM

MA

R

Vladimir Ashkenazy hljómsveitarstjóri

Boris Belkin einleikari

Þorkell Sigurbjörnsson Mistur

Max Bruch Fiðlukonsert nr. 1

Johannes Brahms Sinfónía nr. 4

27 19:30

APR

FIM

BRUCH OG BRAHMS

APRÍL

MAÍ

MÚMÍNÁLFAR Í SÖNGVAFERÐErkki Lasonpalo hljómsveitarstjóri

Egill Ólafsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir einsöngvarar

Stúlknakór Reykjavíkur Margrét Pálmadóttir kórstjóri

Hannele Huovi og Soili Perkiö Múmínálfar í söngvaferð

06 14:00

LAU

MA

Í

Page 4: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

POSCHNER STJÓRNAR BRUCKNER

John Storgårds hljómsveitarstjóri

Helena Juntunen einsöngvari

Fanny Mendelssohn Forleikur í C-dúr

Hafliði Hallgrímsson Fimm söngvar fyrir sópran og hljómsveit

Jean Sibelius Sinfónía nr. 6

FIMM SÖNGVAR OG SINFÓNÍA

11 19:30

FIM

MA

Í

Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri

Schola cantorum kór

Hörður Áskelsson kórstjóri

Johann Sebastian Bach Komm, Jesu, komm

Johannes Brahms Sinfónía nr. 4

12 18:00

MA

Í

FÖS

BRAHMS OG BAROKKIÐ

CARMEN- FANTASÍAYan Pascal Tortelier hljómsveitarstjóri

Simone Lamsma einleikari

Ambroise Thomas Mignon, forleikur

Claude Debussy Petite suite

Ernest Chausson Poème

Maurice Ravel Alborada del gracioso

Pablo de Sarasate Carmen-fantasía

Pjotr Tsjajkovskíj Capriccio italien

18 19:30

MA

Í

FIM

Yan Pascal Tortelier hljómsveitarstjóri

Alina Ibragimova einleikari

Johannes Brahms Fiðlukonsert

Dmítríj Shostakovitsj Sinfónía nr. 5

IBRAGIMOVA SPILAR BRAHMS

26 19:30

FÖS

MA

Í

JÚNÍ

HÁDEGIS- TÓNLEIKAR MEÐ RUMON GAMBARuman Gamba hljómsveitarstjóri

Dag Wirén Divertimento

Dag Wirén Serenaða fyrir strengi

Dag Wirén Sinfónía nr. 3

09 12:00

FÖS

JÚN

MIÐASALA Í HÖRPU

SETTU SAMAN ÞÍNA TÓNLEIKARÖÐ MEÐ REGNBOGAKORTINU

ÞÚ ÁTT ÞINN SAMA STAÐ MEÐ ÁSKRIFTARKORTI

sinfonia.is528 50 50

Með Regnbogakorti getur þú valið þá tónleika sem höfða helst til þín af öllum tónleikum starfsársins og tryggt þér gott sæti með 20–50% afslætti.

Áskrift er besta leiðin til þess að tryggja sér öruggt sæti

Upplýsingar um verð og sætaskipan er að finna á bls. 48–49

Facebook Instagram Twitter YouTube

@icelandsymphony#sinfó

Page 5: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

3

Page 6: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

7

Við lifum á tímum sem skráðir verða í sögubækur, ekki bara Íslandssögunnar heldur mannkynssögunnar. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um söguna til að skilja samhengi hlutanna,

þróun þeirra og raunverulega þýðingu.

Saga Sinfóníuhljómsveitar Íslands er hrífandi saga. Hljómsveitin var stofnuð 1950, sama ár og Þjóðleikhúsið var vígt – sex árum eftir að Ísland varð lýðveldi. Hið unga, sjálfstæða Ísland vildi vera þjóð meðal þjóða og standa jafnfætis öðrum slíkum með háskóla, Ríkisútvarp, Þjóðleikhús og Sinfóníuhljómsveit. Það er vert að hafa í huga að ekki bjuggu nema 50 þúsund manns í Reykjavík árið 1950.

Saga Sinfóníuhljómsveitar Íslands er því samofin sögu lýðveldisins og órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd Íslendinga. Það tók nokkra áratugi að tryggja starfseminni öruggan starfsgrundvöll en í dag, 66 árum frá stofnun hennar, blómstrar hljómsveitin í einu fegursta tónlistarhúsi heims.

Þegar Harpa opnaði fyrir fimm árum kvað við nýjan tón í íslensku samfélagi. Árin eftir hrun reyndust þjóðinni erfið og ljóst að sjálfs-mynd Íslendinga var brotin. Þær Katrín Jakobsdóttir þáverandi mennta-og menningarmálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri sýndu mikið hugrekki með því að ákveða að lokið yrði við bygginguna þrátt fyrir botnfrosið efnahagslíf. Það hefur gefið Sinfóníuhljómsveit Íslands aukið vægi að vera hluti af þeirri upprisu samfélagsins sem Harpa er nú orðin tákn fyrir.

Strax eftir að hljómsveitin flutti í Hörpu jókst áskriftarsala margfalt og gestum hljómsveitarinnar fjölgaði. Síðustu misseri hafa verið sett aðsóknarmet og uppselt á tónleika hvað eftir annað. Eldborgarsalur-inn reynist líka aðdráttarafl fyrir erlenda listamenn sem nú sækjast eftir því að vinna með hljómsveitinni. Sá nýi tónn sem er að myndast

hjá hljómsveitinni við kjöraðstæður hafði mikið að segja um að hinn virti og heimsþekkti stjórnandi Yan Pascal Tortelier gekk til samninga við hljómsveitina. Óhætt er að fullyrða að aldrei hafi jafn alþjóðlega þekktur og virtur tónlistarmaður tekið við stöðu aðalhljómsveitar-stjóra hjá hljómsveitinni.

Eins er það ómetanlegt að Osmo Vänskä, sem nú stendur á hápunkti ferils síns, hafi framlengt samning sinn sem aðalgestastjórnandi til ársins 2020. Varla er hægt að hugsa sér öflugra stjórnendatríó en Tortelier, Vänskä og heiðurstjórnanda okkar, Vladimir Ashkenazy. Það eru góð meðmæli með hljómsveitinni og starfi hennar.

Starfsárið 2016–2017 býður hljómsveitin enn og aftur upp á glæsi-lega og fjölbreytta dagskrá. Hér eiga allir tónlistarunnendur að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að geta notið tónlistar sem leikin er af jafn færum hljóðfæraleikurum og skipa Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn virtra hljómsveitarstjóra og einleikara auðgar íslenskt menningarlíf til mikilla muna.

En hljómsveitarinnar nýtur ekki bara við í Hörpu. Tónlist hennar má heyra á öldum ljósvakans, í gegnum útsendingar RÚV, í sjónvarpi, á geisladiskum og á netinu. Hljómsveitin sinnir jafnframt gríðarlega öflugu fræðslustarfi með skólatónleikum og þjálfun ungra tónlistar-nema, meðal annars í Ungsveit SÍ og í samstarfi við skólahljómsveitir á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess mun hljómsveitin leggja land undir fót og fara í tónleikaferðir. Þannig snertir hljómsveitin hug og hjörtu fólks um land allt, beint og óbeint, og teygir anga sína vítt og breitt um samfélagið. Sinfóníuhljómsveit Íslands er hljómsveit allra lands-manna – hún er hljómsveitin þín.

Arna Kristín Einarsdóttir Framkvæmdastjóri

Page 7: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

8

Sinfóníuhljómsveit Íslands sinnir margvíslegum skyldum við fjölbreyttan hóp áheyrenda. Hún er vettvangur fyrir lifandi flutning sígildra meistaraverka sem jafnvel teljast meðal mestu

afreka mannsandans. Að þessu leyti er sinfóníuhljómsveit síkvikt listasafn, hún miðlar áfram til nýrra kynslóða því sem upp úr stendur í tónmenningu liðinna alda. En Sinfóníuhljómsveit Íslands sinnir margs konar skyldum við samtímann: hún leggur rækt við nýsköpun, heldur úti fjölbreyttu barnastarfi, starfrækir Ungsveit og laðar til sín nýja tónleikagesti. Því er fjölbreytnin mikil þegar kemur að verkefnavalinu og starfsárið 2016–17 er engin undantekning hvað þetta varðar.

Ótal framúrskarandi listamenn munu heimsækja Ísland í vetur til þess að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Píanósnillingarnir Nikolai Lugansky og Stephen Hough leika tvö af frægustu verkum Rakhmanínovs; Paul Lewis opnar nýjan „Beethoven-hring“ þar sem fluttir verða allir píanókonsertar Beethovens á þrennum tónleikum. Meðal fiðlusnillinga sem stíga á svið með hljómsveitinni má nefna Christian Tetzlaff, Viviane Hagner, James Ehnes og Alinu Ibragimovu. Fiðlukonsertar eru sérlega áberandi á efnisskrá Sinfóníuhljómsveitar-innar í vetur og má líta á það sem virðingarvott við einn af dyggustu liðsmönnum hennar fyrstu áratugina, Björn Ólafsson konsertmeistara, en í febrúar 2017 verður öld liðin frá fæðingu hans.

Það er sérstakt ánægjuefni að mikið er um norræna listamenn á efnisskrá vetrarins. Hljómsveitin leggur Norrænum músíkdögum lið í september, þar sem hljóma nokkur af áhugaverðustu verkum Norðurlanda á síðustu árum. Í vetur munu hljóma í Eldborg verk eftir fjögur af fremstu samtímatónskáldum Finnlands: Esa-Pekka Salonen, Kaiju Saariaho, Kalevi Aho og Magnus Lindberg. Einnig munu tveir heimsþekktir norrænir einleikarar koma fram í fyrsta sinn á Íslandi, Andreas Brantelid og Kari Kriikku. Þá hljóma sinfóníur eftir meistarana Nielsen og Sibelius, í túlkun finnskra hljómsveitarstjóra. Starfsárinu lýkur svo með hljóðritun á verkum sænska tónskáldsins Dag Wirén fyrir Chandos-forlagið.

Íslenskir einleikarar og einsöngvarar prýða einnig dagskrá hljómsveit-arinnar. Víkingur Heiðar leikur tvo konserta á sömu tónleikunum í nóvember og Elfa Rún Kristinsdóttir leikur Bach á aðventutónleikum. Fimm söngvarar koma fram á óperuveislu Sinfóníunnar í september. Íslenskri tónlist er sömuleiðis gert hátt undir höfði. Ný verk hljóma eftir Hafliða Hallgrímsson, Hauk Tómasson, Kristínu Þóru Haralds-dóttur og Valgeir Sigurðsson, auk þess sem eldri verk frá ýmsum skeiðum heyrast á nýjan leik, eftir Pál Ísólfsson, Þorkel Sigurbjörns-son, Atla Heimi Sveinsson, Önnu Þorvaldsdóttur, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Þuríði Jónsdóttur.

Það verður blásið verður til sinfónískrar veislu í Hörpu svo að segja í hverri viku á komandi starfsári. Tónleikagestir mega eiga von á stór-kostlegri upplifun, og við hlökkum til að sjá ykkur sem oftast.

Árni Heimir Ingólfsson Listrænn ráðgjafi

Page 8: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

9

Í september tekur franski stjórnandinn Yan Pascal Tortelier við stöðu aðalstjórnanda Sinfóníuhljóm-sveitar Íslands. Hann er meðal þekktustu stjórnenda

í heimalandi sínu og nýtur virðingar um allan heim fyrir tónleika sína og hljóðritanir. Tortelier er fæddur árið 1947 og faðir hans var Paul Tortelier, einn dáðasti sellóleikari heims á síðari hluta 20. aldar. Yan Pascal vann ýmis verð-laun fyrir fiðluleik á unglingsárum en sneri sér í auknum mæli að hljómsveitarstjórn. Hann hefur gegnt stöðu aðal-stjórnanda og aðalgestastjórnanda meðal annars við BBC Fílharmóníuhljómsveitina í Manchester, Sinfóníuhljóm-sveitina í Pittsburgh og Sinfóníuhljómsveitina í São Paulo.

Þá hefur hann hljóðritað tugi hljómdiska, aðallega fyrir Chandos-útgáfuna sem einmitt hefur gefið út fjölmarga diska með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Samningur Torteliers við SÍ nær til þriggja ára og mun hann stjórna tónlist af ýmsum toga, nýrri og gamalli. Þó verður tónlist frá heimalandinu áberandi á efnisskrám hans eins og sjá má af verkefnavalinu í vetur, þar sem meðal annars er að finna tónverk eftir frönsku meistar-ana Debussy, Ravel, Fauré og Chausson.

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður Yan Pascal Tortelier hjartanlega velkominn til landsins og hlakkar til ógleym-anlegra samverustunda í Eldborg næstu ár.

Yan Pascal Tortelier Aðalhljómsveitarstjóri

Page 9: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

10

Afbragðskostur fyrir þá sem vilja heyra fjölbreytilega klassíska tónlist.

Fyrir þá sem hafa gaman af vinsælli klassík af léttara taginu. Áskrift að skemmtun

fyrir alla fjölskylduna þar sem yngstu tónlistar- unnendurnir kynnast töfrum tónlistarinnar.

Daníel Bjarnason teflir saman hljómsveitarverki og einleiksverki á klukkustundarlöngum tónleikum í Norðurljósum.

Fyrir þá sem vilja hlusta á stóra sinfóníuhljómsveit leika kröftuga og áhrifamikla tónlist.

FIM/FÖ

S

FIM

FIM

LAU

FÖS

ÞÚ ÁTT ÞINNSAMA STAÐÁskrift er besta leiðin til þess að tryggja sér öruggt sæti og gott verð

ÁSKRIFTARKORT

Áskrifandi bíður ekki í röð í miðasölu fyrir tónleika, hann gengur alltaf að sæti sínu vísu og á forkaupsrétt á því sæti þegar áskrift er endurnýjuð.

Áskrift veitir 20% afslátt af miðaverði. Upplýsingar um verð og sætaskipan í Eldborg er að finna á bls. 48.

Áskrifendur fá 10% afslátt af viðbótarmiðum á alla tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

FIMM FJÖLBREYTTAR TÓNLEIKARAÐIR

GULA RÖÐIN

RAUÐA RÖÐIN

GRÆNA RÖÐIN

FÖSTU- DAGS RÖÐIN

LITLI TÓN- SPROTINN

IBRAGIMOVA SPILAR BRAHMS

26. MAÍ

FIMM SÖNGVAR OG SINFÓNÍA

11. MAÍ

CARMEN-FANTASÍA

18. MAÍ

ENIGMA-TILBRIGÐIN

30. MAR

OSMO STJÓRNAR BEETHOVEN

16. MAR

MÚMÍNÁLFAR Í SÖNGVAFERÐ

06. MAÍPÍANÓKONSERTAR BEETHOVENS

09. MAR

STRAVINSKÍJ OG BRITTEN

02. FEBVÍNARTÓNLEIKAR

05. JAN

SKRÍMSLIÐ LITLA SYSTIR MÍN

18. FEB

BRAHMS OG BAROKKIÐ

12. MAÍ

VÍKINGUR OG TORTELIER

17. NÓV MOZART OG GRIEG

27. OKT

JÓLATÓNLEIKAR SINFÓNÍUNNAR

17. DES

FIÐRILDI OG FINNSKIR SKÓGAR

17. MAR

TETZLAFF-TVÍEYKIÐ SPILAR BRAHMS

15. SEP

POSCHNER STJÓRNAR BRUCKNER

23. MAR

BRUCH OG BRAHMS

27. APR

RAKHMANÍNOV OG BEETHOVEN

23. FEB

SAARIAHO OG SIBELIUS

19. JAN

BRANTELID LEIKUR DVOŘÁK

10. NÓV

HETJUHLJÓMKVIÐAN

13. OKT

LUGANSKY OG TORTELIER

08. SEP UPPÁHALDSSARÍUR

22. SEP

FANTASÍA DISNEYS

08. OKT

ÞRÍR BYLTINGARMENN

24. FEB

Page 10: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

11

Page 11: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

12

Með Regnbogakorti getur þú valið þá tónleika sem höfða helst til þín af öllum tónleikum starfsársins og tryggt þér gott sæti með 20% afslætti. Hægt er að kaupa Regnbogakort með í það minnsta fernum tónleikum eða fleiri, eftir því sem best hentar.

TRYGGÐU ÞÉRGOTT SÆTI MEÐGÓÐUM AFSLÆTTI

REGNBOGAKORT

SETTU SAMAN ÞÍNA TÓNLEIKARÖÐMeð Regnbogakorti getur þú valið þá tónleika sem höfða helst til þín

REGNB0GAKORTÖruggt sæti á hálfvirði

Ungu fólki, 25 ára og yngra, gefst tækifæri á að kaupa Regnbogakort með 50% afslætti á verðsvæði 2 og 3 í Eldborg. Regnbogakortið er góður kostur fyrir þá sem vilja tryggja sér öruggt sæti á uppáhalds tónleikana sína á góðu verði. Hægt er að velja úr öllum tónleikum starfsársins og tryggja sér helmingsafslátt.

SKÓLAKORTIÐGott sæti á góðu verði – á síðustu stundu

Nú býður Sinfóníuhljómsveitin námsmönnum yngri en 25 ára nýjan möguleika til að njóta sinfóníutónleika, Skólakortið. Eftir að hafa sótt Skólakortið í miðasölu Hörpu geta handhafar þess keypt miða á tónleikadegi á almenna tónleika Sinfóníunar á 1.700 kr. Hægt er að kaupa miða hvar sem er í salnum á þessu verði, allt eftir því hvað er laust.

TVEIR FRÁBÆRIR KOSTIR FYRIR UNGT FÓLK OG NÁMSMENN

Miðasala í Hörpu sinfonia.is / 528 50 50

Page 12: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

13

NOKKRAR TILLÖGUR AÐ REGNBOGAKORTI

Ómissandi á Regnbogakort þeirra sem vilja stórbrotna og kröftuga sinfóníutónleika:

Enginn verður svikinn af því að setja þessa snillinga á Regnbogakortið sitt:

Norræn tónlist og einleikarar í fremstu röð:

STÓRBROTIÐ OG SPENNANDI

SÓLISTAR Í FREMSTU RÖÐ

NORRÆNA RÖÐIN

LÉTT OG SKEMMTILEGTEinmitt það sem þarf með áRegnbogakortið til að aukaá fjölbreytileikann:

NORRÆNIR MÚSÍKDAGAR

29. SEP

KLASSÍKIN OKKAR

02. SEP

DANÍEL STJÓRNAR MYRKUM

26. JAN

MAGNUS LINDBERG

13. OKT

ANDREAS BRANTELID

10. NÓV

KALEVI AHO

16. MAR

FIMM SÖNGVAR OG SINFÓNÍA

11. MAÍ

SAARIAHO OG SIBELIUS

19. JAN

UPPÁHALDS ARÍUR

22. SEP

MOZART OG GRIEG

27. OKT

AÐVENTUTÓNLEIKAR

01. DES

VÍNAR- TÓNLEIKAR

05.–07. JAN

UPPISTAND! ARI ELDJÁRN OG SINFÓ

09.–10. FEB

CARMEN- FANTASÍA

18. MAÍ

NIKOLAI LUGANSKY

08. SEP

CHRISTIAN OG TANJA TETZLAFF

15. SEP

MICHAEL KAULARTZ

27. OKT

VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON

17. NÓV

VIVIANE HAGNER

02. FEB

STEPHEN HOUGH

23. FEB

PAUL LEWIS

09. MAR

JAMES EHNES

30. MAR

ALINA IBRAGIMOVA

26. MAÍ

LUGANSKY OG TORTELIER

08. SEP

HETJU- HLJÓMKVIÐAN

13. OKT

BRANTELID LEIKUR DVOŘÁK

10. NÓV

STRAVINSKÍJ OG BRITTEN

02. FEB

POSCHNER STJÓRNAR BRUCKNER

23. MAR

IBRAGIMOVA SPILAR BRAHMS

26. MAÍ

ENIGMA- TILBRIGÐIN

30. MAR

BRUCH OG BRAHMS

27. APR

Page 13: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

14

Á Menningarnótt í Reykjavík býður Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvenna tónleika. Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Á tónleikum kl. 15 er höfðað til yngri kynslóðarinnar með ævintýrinu sívinsæla um Pétur og úlfinn eftir Sergei Prokofíev.

Sögunni fylgir bráðskemmtileg teiknimynd eftir Suzie Templeton sem hlaut Óskarsverðlaunin 2008 og sem gagnrýnandi Classic FM-tímaritsins kallaði „lítið meistaraverk“. Bjarni Frímann Bjarnason stýrir hér hljómsveitinni í fyrsta sinn, en hann hefur hlotið mikið lof fyrir tónlistargáfur sínar og var meðal annars útnefndur Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í vor. Tónleikarnir eru um það bil hálftími að lengd.

Á seinni tónleikunum verður einnig leikin tónlist eftir rússneska meistara: forleikurinn að Rúslan og Lúdmílu eftir Glinka og fiðlu-

konsert Tsjajkovskíjs. Þar fer með einleikshlutverkið íslensk-spænski fiðluleikarinn Páll Palomares, sem hefur unnið til verðlauna í fjölda alþjóðlegra keppna undanfarin misseri.

RÚSSNESK VEISLA

PÉTUR OG ÚLFURINN

Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri

Páll Palomares einleikari

Bjarni Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóri

Mikhaíl Glinka Rúslan og Lúdmíla, forleikur

Pjotr Tsjajkovskíj Fiðlukonsert

Sergei Prokofíev Pétur og úlfurinn

ÁGÚST

20 2015:00 17:00

LAU

LAU

ÁG

Ú

ÁG

Ú

Page 14: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

15

Hvert er uppáhalds klassíska tónverkið þitt? Er það Bolero eftir Ravel eða Árstíðirnar fjórar eftir Vivaldi? Er það píanókonsert eftir Mozart eða sinfónía eftir Beethoven?

RÚV í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands efnir til netkosningar þar sem allir landsmenn geta valið eftirlætis tónverkið sitt. Þau verk sem flest atkvæði hljóta í kosningunni verða svo flutt á sérstökum hátíðartónleikum í Eldborg sem um leið er upptaktur að glæsilegu starfsári Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason, en Víkingur Heiðar Ólafsson og Sigrún Eðvaldsdóttir verða einnig til taks ef á þarf að halda. Ekkert er þó hægt að fullyrða um úrslitin enn, því að efnisskráin er alfarið í höndum þjóðarinnar.

Netkosningin stendur til 30. júní og er slóðin www.ruv.is/klassikin.

Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri

ÁG

ÚST

/ SEPTEMBER

02 20:00

SEP

FÖS

Page 15: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

16

Yan Pascal Tortelier býður upp á sérlega litríka og glæsilega efnis-skrá á fyrstu tónleikum sínum sem

aðalhljómsveitarstjóri SÍ. Þriðji píanókonsert Rachmanínovs er einn sá kröfuharðasti sem saminn hefur verið, enda sérsniðinn að risavöxnum höndum tónskáldsins. Með kvikmyndinni Shine, þar sem glíma ástralska píanistans David Helfgott við þann þriðja var í forgrunni, komst konsertinn í hóp vinsælustu tónverka fyrr og síðar. Rússneski píanistinn Nikolai Lugansky er svo sannar-lega vandanum vaxinn. Hann hreppti silfur-verðlaun í Tsjajkovskíj-keppninni í Moskvu

árið 1994 og skaust upp á stjörnuhimininn í kjölfarið; hann hefur komið fram í öllum helstu tónleikasölum heims auk þess sem hann leikur kammertónlist með stórstjörnum á borð við Önnu Netrebko og Joshua Bell.

Viðamesta meistaraverk Ravels er tónlist hans við ballettinn um elskendurna Dafnis og Klói, sem standa frammi fyrir óvæntum vanda þegar Klói er rænt af sjóræningjum. Á þessum tónleikum stjórnar Tortelier eftirlætisþáttum sínum úr ballettinum svo úr verður fjölbreytt og heillandi frásögn í tónum.

Yan Pascal Tortelier hljómsveitarstjóri

Nikolai Lugansky einleikari

Sergej Rakhmanínov Píanókonsert nr. 3

Maurice Ravel Dafnis og Klói

SEPTEMBER

08 19:30

SEP

FIM

Tónleikakynning kl. 18:00

Page 16: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

17

Systkinin Christian og Tanja Tetzlaff eru meðal fremstu tónlist-armanna Þýskalands. Þau hafa áður leikið hvort í sínu lagi með

Sinfóníuhljómsveit Íslands auk þess sem þau komu fram á Listahá-tíð í Reykjavík ásamt píanistanum Leif Ove Andsnes. Nú snúa þau aftur með tilfinningaþrunginn tvíkonsert Brahms í farteskinu, síðasta hljómsveitarverk meistarans. Lýrísk svíta eftir Pál Ísólfsson heyrist furðu sjaldan, en hún er í ljúfum og áheyrilegum stíl og jafnast á við það besta sem hann lét frá sér.

Carl Nielsen var eitt mesta sinfóníutónskáld Norðurlanda og meðal tímamótaverka á ferli hans var sinfónían nr. 2, sem var flutt af sjálfri Berlínarfílharmóníunni skömmu eftir frumflutninginn árið 1901. Kenn-ingin um skapgerðirnar fjórar, sem liggur til grundvallar verkinu, nær aftur til gríska heimspekingsins Hippókratesar og er á þá leið að í hverjum einstaklingi sé ein skapgerð meira eða minna ráðandi: glað-lyndi, bráðlyndi, dauflyndi eða melankólía. Osmo Vänskä hefur sýnt snilldartilþrif í starfi sínu með SÍ undanfarin misseri og þykir frábær túlkandi Nielsens, svo að þessir tónleikar ættu ekki að láta neinn ósnortinn.

Osmo Vänskä hljómsveitarstjóri

Christian Tetzlaff einleikari

Tanja Tetzlaff einleikari

Páll Ísólfsson Lýrísk svíta

Johannes Brahms Konsert fyrir fiðlu og selló

Carl Nielsen Sinfónía nr. 2, Skapgerðirnar fjórar

15 19:30

FIM

SEP

Tónleikakynning kl. 18:00

Barnastundir Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa notið mikilla vinsælda. Tónlistin og lengd stundarinnar er sérstaklega sniðin að þeim hópi

sem er of ungur til að sitja heila tónleika í Litla tónsprotanum. Leiðarar á Barnastundum SÍ eru konsertmeistararnir Sigrún Eðvaldsdóttir og Nicola Lolli en kynnir er Hjördís Ástráðsdóttir, fræðslustjóri hljóm-sveitarinnar. Sérstakur gestur er Maxímús Músíkús.

Barnastundin er 30 mínútur og fer fram í Hörpuhorni á 2. hæð, framan við Eldborg. Gott er að taka með sér púða til að sitja á.

Í fyrri Barnastund vetrarins má meðal annars heyra danstónlist af ýmsum toga frá ólíkum menningarsvæðum ásamt úrvali léttra og skemmtilegra laga.

17 11:30

LAU

SEP

SEPTEMBER

Page 17: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

18

Eitt mikilvægasta hlutverk sinfóníuhljómsveita um allan heim er að miðla þekkingu sinni og áhuga til nýrra kynslóða hljóðfæraleikara.

Frá árinu 2009 hafa tæplega hundrað ungmenni úr tónlistarskólum landsins safnast saman árlega undir merkjum Ungsveitar Sinfóníuhljóm-sveitar Íslands og náð undraverðum árangri. Nú stjórnar Eivind Aadland hljómsveitinni öðru sinni, en hann hefur fyrir löngu áunnið sér gott orð hér á landi með innblásinni túlkun og listfengi í starfi sínu með SÍ.

Fimmta sinfónía Tsjajkovskíjs er ein af hinum glæsilegu hljómsveitar-verkum rússneska meistarans, magnþrungin útfærsla á „örlagastefi“ sem leiðir að lokum til sigurs.

Þetta eru tónleikar sem áhugafólk um framtíð tónlistarlífs á Íslandi má ekki láta fram hjá sér fara.

Ungsveitin er hluti af metnaðarfullu fræðslustarfi Sinfóníuhljóm-sveitar Íslands.

Eivind Aadland hljómsveitarstjóri Ungsveit SÍ

Pjotr Tsjajkovskíj Sinfónía nr. 5

SEMTEMBER

25 17:00

SUN

SEP

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður til óperuveislu þar sem heims kunnar aríur, dúettar og tríó hljóma ásamt vinsælum

óperuforleikjum. Meðal þess sem hér hljómar eru dúettinn úr Perluköfurum Bizets, aríur úr Tannhäuser og Madama Butterfly, bátssöngurinn úr Ævintýrum Hoffmanns og kvartettinn frægi úr Rigoletto.

Einsöngvarar eru allir í fremstu röð íslenskra söngvara. Ingibjörg Guðjónsdóttir hefur hrifið landsmenn með tilfinninganæmum söng sínum um árabil. Elmar Gilbertsson og Oddur Jónsson eru meðal hæfileikaríkustu karlsöngvara af yngri kynslóðinni og starfa mikið erlendis um þessar mundir. Lilja Guðmundsdóttir hefur sungið við góðan orðstír bæði hér heima og í Vínarborg, og þar stundar einnig nám Agnes Tanja Þorsteinsdóttir sem vakið hefur mikla athygli fyrir sönghæfileika sína á undanförnum árum.

Leo Hussain er aðalstjórnandi við óperuna í Rúðuborg og hefur stjórnað við mörg af frægustu óperuhúsum heims, til dæmis Covent Garden, Glyndebourne og Staatsoper í Berlín. Hann stýrði frábærum Mozart-tónleikum með SÍ fyrir tveimur árum og hlaut þegar í stað boð um að snúa aftur á sviðið í Eldborg.

Leo Hussain hljómsveitarstjóri

Ingibjörg Guðjónsdóttir einsöngvari

Lilja Guðmundsdóttir einsöngvari

Agnes Tanja Þorsteinsdóttir einsöngvari

Elmar Gilbertsson einsöngvari

Oddur Arnþór Jónsson einsöngvari

Aríur, dúettar og forleikir úr óperum eftir Mozart, Wagner, Verdi, Puccini og fleiri.

22 19:30

FIM

SEP

Tónleikakynning kl. 18:00

Page 18: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

19

Norrænir músíkdagar eru haldnir á Íslandi 29. september til 1. október og hefjast með glæsilegum hljómsveitartón-leikum þar sem fjögur nýleg úrvalsverk hljóma. Fiðlukonsert

Esa-Pekka Salonen frá árinu 2009 er eitt af lykilverkum þessa finnska tónsnillings. Alex Ross, gagnrýnandi The New Yorker, sagði að þetta væri „ein áhrifaríkasta tónsmíð seinni ára“ enda hlaut Salonen hin virtu Grawemeyer-verðlaun fyrir verkið. Anna Þorvaldsdóttir er löngu komin í röð fremstu tónskálda samtímans og nú í ár er hún staðar-tónskáld Fílharmóníuhljómsveitarinnar í New York. Verk hennar var samið fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og það er meðal annars að finna á hljómdiski hennar sem kom út hjá Deutsche Grammophon og vakti mikla hrifningu.

Hin danska Juliana Hodkinson hlaut Carl Nielsen-verðlaunin árið 2015 fyrir tónlist sína sem nýtir sér hina ýmsu miðla á áhugaverðan og hríf-andi hátt. Eitt nýjasta verk hennar hljómar hér, eins konar smákonsert fyrir rafgítar og hljómsveit. Benjamin Staern smíðar stórt og tilþrifa-mikið hljómsveitarverk sitt út frá hugmyndum búddista um frumefnin fimm: vatn, loft, eld, jörð og tómið.

Þýski hljómsveitarstjórinn Daniel Raiskin hefur vakið mikla athygli fyrir kröftugan og vel útfærðan flutning. Hann er nú aðalstjórnandi Rínarfílharmóníunnar í Koblenz og stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands í fyrsta sinn í janúar 2016; árangurinn þótti svo afburðagóður að honum var boðið að koma aftur við fyrsta tækifæri.

Daniel Raiskin hljómsveitarstjóri

Akiko Suwanai einleikari

Anna Þorvaldsdóttir Aeriality

Esa-Pekka Salonen Fiðlukonsert

Juliana Hodkinson …can modify / in this case / not that it will make any difference…

Benjamin Staern Godai Frumefnin fimm

29 19:30

SEP

FIM

SEPTEMBER

Page 19: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

20

Fáar teiknimyndir hafa vakið jafn almenna aðdáun og Fantasía Disneys. Myndin markaði tímamót þegar hún

kom fyrst út árið 1940 þar sem sígildri tónlist og teiknimyndum var blandað saman á eftirminnilegan hátt. Nú gefst aðdáendum klassískra teiknimynda tækifæri til að koma á glæsilega bíótónleika í hæsta gæðaflokki með Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem tónlist við upprunagerð Fantasíu og Fantasíu 2000 er leikin með heillandi myndefni.

Hér er hvert atriðið öðru eftirminnilegra: Mikki mús reynir fyrir sér við töfrabrögð við tóna úr Lærisveini galdrameistarans eftir Dukas; fígúrur úr klassískri goðafræði dansa við Sveitasinfóníu Beethovens, fílar og flóðhestar dansa fimlega við Stundadans Ponchiellis, hnúfubakar fljúga við tóna úr Furum Rómaborgar eftir Respighi.

Hljómsveitarstjóri kvikmyndatónleikanna er bandaríski Broadway-jöfurinn Ted Sperling sem hefur starfað í heimi söngleikjanna með afburðaárangri í yfir þrjátíu ár.

Ted Sperling hljómsveitarstjóri

Walt Disney Fantasía

OKTÓBER

©DISNEY

060708

19:3019:3014:00

OK

TO

KT

OK

T

FIMFÖ

SLA

U

Page 20: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

21

HETJUHLJÓMKVIÐAN MOZART OG GRIEG

Michael Kaulartz er nýráðinn 1. fagottleikari SÍ og hefur hann vakið mikla aðdáun tónleikagesta fyrir safaríkan tón og tján-

ingarríka túlkun. Nú gefst kostur á að heyra þennan þýska fagott-snilling í hlutverki einleikarans, í ljúfum og innblásnum konserti sem Mozart samdi aðeins 18 ára gamall og var hans fyrsti konsert fyrir blásturshljóðfæri.

Að öðru leyti er leikhústónlist allsráðandi á þessari efnisskrá sem Yan Pascal Tortelier, nýráðinn aðalstjórnandi SÍ, setti saman. Sprækur forleikurinn að „tyrkneskri“ óperu Mozarts um Brottnámið úr kvennabúrinu gefur tóninn, en því næst hljóma þættir úr hinni sívin-sælu leikhústónlist Griegs við Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen, meðal annars Söngur Sólveigar, Morgunstemning og Í höll Dofrakonungs.

Ekki síðri er sviðsmúsík Bizets við leikritið Stúlkan frá Arles, sem sett var á svið í París árið 1872, þremur árum áður en óperan Carmen var frumsýnd. Leikritið þótti takast illa og fór af fjölunum eftir aðeins 21 sýningu. Bizet brá á það ráð að safna bestu tónlistarþáttunum saman í svítur sem náðu miklum vinsældum, svo að nafn tónskáldsins var á hvers manns vörum í Parísarborg.

Yan Pascal Tortelier hljómsveitarstjóri

Michael Kaulartz einleikari

W.A. Mozart Brottnámið úr kvennabúrinu, forleikur

Edvard Grieg Pétur Gautur, svítur

W.A. Mozart Fagottkonsert

Georges Bizet L’Arlésienne, svítur

Hetjuhljómkviða Beethovens er eitt af tímamótaverkum tónlist-arsögunnar, kynngimagnað verk sem sprengdi öll viðmið um

það hvað sinfónía átti að vera. Innblásturinn að verkinu er sagður hafa verið sjálfur Napóleón, en þegar hann tók sér keisaranafnbót dró Beethoven tileinkunina til baka. Tónlistin er þó eftir sem áður innblásin af ímynd hetjunnar, kraftmikil og djörf.

Magnus Lindberg er eitt frægasta tónskáld Norðurlanda um þessar mundir. Hann hefur gegnt stöðu staðartónskálds við Fílharmóníu-hljómsveitirnar í Lundúnum og New York, og hefur hlotið Tónskálda-verðlaun Norðurlandaráðs. Fiðlukonsert hans frá árinu 2006 er glæsilegt verk þar sem gamall og nýr tími mætast; gagnrýnandi New York Times sagði um verkið að það væri „fullt af fegurð og spennu“.

Breski fiðluleikarinn Jack Liebeck hefur náð langt þrátt fyrir ungan aldur; hann hefur hlotið einróma lof fyrir hljómdiska sína hjá Sony Classical, og á milli þess sem hann ferðast heimshorna á milli til að halda tónleika er hann prófessor í fiðluleik við Royal Academy of Music. Daníel Bjarnason er staðarlistamaður SÍ og nýtur sífellt aukinnar virðingar hér heima og erlendis fyrir tónsmíðar sínar og hljómsveitarstjórn.

Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri

Jack Liebeck einleikari

Þuríður Jónsdóttir Flow and Fusion

Magnus Lindberg Fiðlukonsert nr. 1

Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 3, Eroica

13 2719:30 19:30

FIM

FIM

OK

T

OK

T

Tónleikakynning kl. 18:00

Tónleikakynning kl. 18:00

OK

TÓBER

Page 21: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

22

Árið 2006 stofnaði Valgeir Sigurðsson útgáfuforlagið Bedroom Community í samvinnu við bandaríska tónskáldið Nico Muhly og

hinn ástralska Ben Frost, og skömmu síðar bættist Daníel Bjarnason í hópinn. Undir merkjum útgáfunnar hafa komið út tugir geisladiska með áhugaverðri tónlist sem spannar hinar ýmsu greinar listarinnar. Á þessum tónleikum heyrast hljómsveitarverk þeirra Bedroom Community-meðlima í bland við flutning annarra tónlistarmanna sem útgáfa hefur á sínum snærum, og sem koma oft fram saman undir merkinu „Whale Watching Tour“. Má þar nefna Ben Frost, bandaríska söngvaskáldið Sam Amidon og víólusnillinginn Nadiu Sirota sem bæði hefur starfað með Arcade Fire og Jónsa í Sigur Rós.

Bandaríkjamaðurinn Nico Muhly er eitt áhugaverðasta tónskáld sinnar kynslóðar og verk hans hafa vakið feiknamikla athygli og jafnvel ratað á svið Metropolitan-óperunnar í New York. Mixed Messages var frumflutt af Philadelphia-hljómsveitinni 2015 og hlaut frábæra dóma, gagnrýnandi The Guardian sagði að það væri „einhvers staðar mitt á milli Sibeliusar og John Adams“. Emergence eftir Daníel Bjarnason hljómaði fyrst á Myrkum músíkdögum 2011 og hefur vakið mikla hrifningu víða um heim.

Bryndís Halla Gylfadóttir hefur löngu skapað sér sess í íslensku tónlistarlífi fyrir innblásinn og listilega útfærðan leik sinn og hér frumflytur hún nýtt verk eftir Valgeir Sigurðsson fyrir selló og hljómsveit. Hljómsveitarstjórinn André de Ridder er heimavanur á Airwaves-hátíðinni þar sem hann hefur nokkrum sinnum áður stýrt Sinfóníunni við frábærar undirtektir.

André de Ridder hljómsveitarstjóri

Bryndís Halla Gylfadóttir einleikari

Daníel Bjarnason Emergence

Nico Muhly Mixed Messages

Valgeir Sigurðsson Struck

Fleiri verk tilkynnt síðar

BEDROOM COMMUNITY Á AIRWAVES

BRANTELID LEIKUR DVOŘÁK

Hinn sænsk-danski Andreas Brantelid er ekki nema 29 ára en hefur þó verið meðal eftirsóttustu sellóleikara Norðurlanda í

áratug. Hann sigraði í Júróvisjón-keppni ungra einleikara árið 2006 og hlaut menningarverðlaun dönsku krónprinshjónanna árið 2009. Hann leikur á Stradivarius-selló frá árinu 1707 og innlifuð spilamennska hans á einkar vel við sellókonsert Dvořáks. Konsertinn er eitt vinsælasta verk sinnar gerðar, sneisafullt af eftirminnilegum stefjum.

Aequora eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur var frumflutt á Tectonics-hátíðinni nú í vor við mikla hrifningu viðstaddra. Latneska heitið merkir slétt yfirborð og hljómur orðsins sjálfs er eins konar útgangspunktur fyrir verkið.

Sinfónía nr. 2 eftir Sibelius er eitt af lykilverkum þessa sinfóníusnillings. Hann samdi stærstan hluta hennar á Ítalíu árið 1901 og ritaði vini sínum í Finnlandi um sama leyti: „Ég er ástfanginn upp fyrir haus af nýja verkinu. Ég get hreinlega ekki rifið mig frá því!“ Seinna sagði hann að verkið væri „játning sálar minnar“, og engin norræn sinfónía fyrr né síðar hefur notið þvílíkra vinsælda um allan heim en einmitt þetta kröftuga og glaðværa verk.

Yan Pascal Tortelier hljómsveitarstjóri

Andreas Brantelid einleikari

María Huld Markan Sigfúsdóttir Aequora

Antonín Dvorák Sellókonsert

Jean Sibelius Sinfónía nr. 2

NÓVEMBER

03 1020:00 19:30

FIM

FIM

V

V

Page 22: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

23

17 19:30

V

FIM

Richard Strauss og Ígor Stravinskíj teljast með helstu tónjöfrum 20. aldar. Hér hljóma sjaldheyrð verk

þeirra fyrir píanó og hljómsveit, Burleske og Capriccio – bæði eins konar skemmtimúsík full af glensi og fjöri. Strauss var ekki nema tuttugu og eins árs gamall þegar hann samdi Burleske en það var alla tíð í miklum metum hjá tónskáldinu sem jafnvel taldi það með sínum bestu verkum; nú hljómar það á tónleikum á Íslandi í fyrsta sinn. Capriccio Stravinskíjs frá árinu 1929 er sömuleiðis glettin tónsmíð sem minnir jafnvel á Poulenc.

Tveimur áratugum fyrr hafði Stravinskíj náð athygli svo um munaði með glæsilegri tónlist sinni við ballettinn Eldfuglinn, sem tryggði framtíð hans næstu árin. Þetta verk hefur allar götur síðan verið talið til meistaraverka tónlistarinnar á 20. öld og á þessum tónleikum hljómar svíta með fræg-ustu þáttunum, meðal annars kraftmiklum og ógnvænlegum vítisdansinum. Nýtt hljómsveitarverk eftir Hauk Tómasson sætir ávallt tíðindum enda er hann eitt helsta tónskáld sinnar kynslóðar og verk hans njóta sífellt meiri hylli um allan heim.

Víkingur Heiðar Ólafsson er óðum að vekja athygli á heimsvísu fyrir innblásinn og agaðan leik sinn. Á undanförnum mánuðum hefur hann meðal annars leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit danska útvarpsins undir stjórn Ashkenazys, auk þess sem hann tók við stjórn tónlistarhátíðarinnar Vinterfest af sænska klarínettsnillingnum Martin Fröst.

Tónleikakynning kl. 18:00

Yan Pascal Tortelier hljómsveitarstjóri

Víkingur Heiðar Ólafsson einleikari

Haukur Tómasson From Darkness Woven

Richard Strauss Burleske

Ígor Stravinskíj Capriccio

Ígor Stravinskíj Eldfuglinn, svíta

VEM

BER

Page 23: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

24

Á aðventutónleikum Sinfóníunnar hljómar hátíðleg tónlist eftir þrjá meistara 18. aldar: Bach, Händel og Mozart. Tvö hrífandi verk

eftir Mozart ramma inn efnisskrána, fjörmikill forleikur að Brúðkaupi Fígarós og sinfónía nr. 39 sem var ein sú síðasta sem hann samdi. Glæsilegt kórverk Händels var samið til flutnings við krýningu Karólínu Bretadrottningar í Westminster Abbey árið 1727 og hefur engu glatað af hátíðleika sínum. Hamrahlíðarkórarnir hafa komið fram á ótal tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og bjartur og tær hljómur þeirra hentar tónlist Händels sérlega vel. Einleik-ari á Aðventutónleikunum er Elfa Rún Kristinsdóttir sem hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim og var nýverið tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Elfa Rún hefur hlotið mikið lof fyrir flutningi sinn á verkum Bachs og nýr geisladiskur hennar með partítum meistarans hefur fengið afburða góða dóma.

Norski hljómsveitarstjórinn Eivind Aadland starfar með Sinfóníu-hljómsveit Íslands á ári hverju enda sérlega innblásinn og vandvirkur listamaður sem nær frábærum árangri með hljómsveitinni í hvert sinn.

Þessir tónleikar láta engan ósnortinn og koma öllum í sannkallað hátíðarskap í upphafi aðventu.

Á jólatónleikum Sinfóníunnar er hátíðleikinn í fyrirrúmi og þar eiga sígildar jólaperlur fastan sess. Nýr forleikur með jólalögum frá

Norðurlöndunum og Sleðaferð Andersons gefa upptaktinn að tónleik-unum ásamt gullfallegri túlkun nemenda Listdansskólans á Blómavalsi Tsjajkovskíjs og flutningi Bjöllukórs Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á hinu sígilda íslenska jólalagi Jólin alls staðar. Skólahljómsveit Kópavogs flytur sívinsælt lag Gunnars Þórðarsonar Aðfangadags-kvöld og ungir einleikarar koma fram í hinu ægifagra Panis Angelicus. Einsöngvarar ásamt kórum úr Langholtskirkju og táknmálskór flytja úrval innlendra og erlendra jólalaga sem koma öllum í sannkallað hátíðarskap. Trúðurinn Barbara kynnir tónleikana af sinni alkunnu snilld en tónleikarnir eru einnig túlkaðir á táknmáli. Nemendur úr Skólahljómsveit Kópavogs og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanes-bæjar flytja jólalög á undan tónleikunum.

Eivind Aadland hljómsveitarstjóri

Elfa Rún Kristinsdóttir einleikari

Hamrahlíðarkórarnir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri

Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri

Trúðurinn Barbara kynnir

Eivør Pálsdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir og Kolbrún Völkudóttir einsöngvarar

Ungir einleikarar, Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Nemendur úr Listdansskóla Íslands, kórar úr Langholtskirkju, Táknmálskórinn Litlu sprotarnir og Skólahljómsveit Kópavogs

W.A. Mozart Brúðkaup Fígarós, forleikur

J.S. Bach Fiðlukonsert í E-dúr

G.F. Händel My Heart is Inditing

W.A. Mozart Sinfónía nr. 39

Hrafnkell Orri Egilsson Jólaforleikur

Leroy Anderson Sleðaferðin

Pjotr Tsjajkovskíj Blómavalsinn

Peter Grönvall Dansaðu vindur

Sígild jólalög Heims um ból, Aðfangadagskvöld, Nóttin var svo ágæt ein o.fl.

DESEMBER

01 19:30

FIM

DES 17

1814:00 16:00

16:0014:00

DES

DES

LAU

SUN

//

AÐVENTUTÓNLEIKARJÓLATÓNLEIKAR

Tónleikakynning kl. 18:00

Page 24: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

25

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa um árabil verið allra vinsælustu og fjölsóttustu tónleikar

hljómsveitarinnar. Nokkur af djásnum valsakóngsins Johanns Strauss prýða efnisskrá fyrstu tónleika ársins sem hefjast á forleiknum að Leðurblökunni og lýkur á Dónárvalsinum. Inn á milli heyrast fagrir valsar og polkar að ógleymdum óperettu-aríum og dúettum sem allir þekkja. Meðal annars hljómar arían „Heut’ Nacht hab’ ich geträumt von dir“ eftir óperettuskáldið Emmerich Kálman, en hún hefur óvænt slegið í gegn á Íslandi á seinni árum við text-ann „Ég er kominn heim“.

Austurríski hljómsveitarstjórinn David Danzmayr stjórnaði Vínartónleikum Sinfóníunnar fyrir tveimur árum og vakti slíka lukku að honum var umsvifalaust boðið að snúa aftur. Hann hlaut eldskírn sína sem

aðstoðarmaður Pierres Boulez og komst á verðlaunapall í tveimur stærstu stjórnenda-keppnum heims, Malko- og Mahler-keppn-unum. Þóra Einarsdóttir hefur fyrir löngu sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna. Meðal ótal viðurkenninga sem henni hafa fallið í skaut má nefna Íslensku tónlist-arverðlaunin 2015, en þar var hún valin söngkona ársins fyrir tvenna tónleika þar sem hún söng verk Sibeliusar með Sinfóníu-hljómsveit Íslands.

Norski tenórinn Bror Magnus Tødenes hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hljómþýða rödd sína og fyrsti hljómdiskur hans, þar sem hann syngur aríur sem Jussi Björling gerði vinsælar, náði metsölu. Hann hlaut fyrstu verðlaun í Tebaldi-söngkeppn-inni árið 2015 og hefur meðal annars sungið á Salzburgarhátíðinni og við afhendingu friðarverðlauna Nóbels.

David Danzmayr hljómsveitarstjóri

Þóra Einarsdóttir einsöngvari

Bror Magnus Tødenes einsöngvari

Óperettutónlist og valsar eftir Johann Strauss yngri, Franz Lehár og Emmerich Kálman, m.a. úr Leðurblökunni og Kátu ekkjunni

050607

19:3019:3016:00 19:30

FIMFÖ

SLA

U

JAN

JAN

JAN /

JAN

ÚA

R

Page 25: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

26

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu

við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi tónleikanna er Petri Sakari, fyrrum aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníu-hljómsveitarinnar, sem er tónleikagestum að góðu kunnur. Petri kemur reglulega fram með Sinfóníuhljómsveitinni og hefur einnig stjórnað tónleikum Ungsveitar SÍ.

Sinfóníuhljómsveitin og Listaháskóli Íslands leiða saman hesta sína og styðja við okkar efnilegasta tónlistarfólk á leið þess inn í heim atvinnumennskunnar. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki á hverju ári í aðdraganda þessara tónleika og stemn-ingin á tónleikunum sjálfum er engu lík. Einleikarakeppni SÍ og LHÍ fer fram á haust-mánuðum 2016 og í kjölfarið verða nöfn sigurvegaranna birt á vef Sinfóníuhljóm-sveitarinnar.

Petri Sakari hljómsveitarstjóri

Sigurvegarar úr einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands

12 19:30

FIM

JAN

JANÚAR

Efnisskrá kynnt síðar

Page 26: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

27

19 19:30

JAN

FIM

Kaija Saariaho er eitt dáðasta samtímatónskáld Finnlands og margverðlaunuð fyrir list sína.

Tónlist hennar einkennist af dulúð og fíngerðum blæbrigðum enda hefur hún verið kölluð „töframaður hljóðsins“. Hún samdi klarínettkonsertinn handa samlanda sínum, Kari Kriikku, árið 2010, innblásin af veggtepparunu frá miðöldum sem kallast „Stúlkan og einhyrningurinn“ og táknar skilningarvitin fimm. Tímaritið Gramoph-one sagði um konsertinn að hann væri „töfrandi“ og flutningur Kriikkus á glæsi-legri einleiksrullunni hefur vakið aðdáun víða um heim.

Sjötta og síðasta sinfónía Tsjajkovskíjs er svanasöngur hans til lífsins og tónlistar-innar; níu dögum eftir að hann stjórnaði frumflutningi hennar í Sankti Pétursborg var hann allur. Meðan á æfingum stóð á hann að hafa sagt: „Þetta er án efa besta og einlægasta tónsmíð mín, og mér þykir vænna um hana en nokkurt annað verk sem ég hef skapað.“

Anna-Maria Helsing er einn fremsti kvenstjórnandi Norðurlanda og stjórnaði m.a. Konunglegu fílharmóníuhljómsveitinni í Stokkhólmi við afhendingu Nóbelsverð-launanna 2015.

Anna-Maria Helsing hljómsveitarstjóri

Kari Kriikku einleikari

Jean Sibelius Rakastava (Elskhuginn)

Kaija Saariaho Klarínettkonsert (D’om le vrai sens)

Pjotr Tsjajkovskíj Sinfónía nr. 6, Pathétique

Tónleikakynning kl. 18:00

JAN

ÚA

R

Page 27: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

28

JANÚAR

Tónleikar Sinfóníunnar á Myrkum músíkdögum eru vettvangur fyrir nýja og spennandi íslenska tónlist í bland við erlend meist-

araverk. Hér hljómar nýr víólukonsert eftir Hauk Tómasson, saminn fyrir Þórunni Ósk Marínósdóttur sem er leiðandi víóluleikari SÍ og meðal fremstu tónlistarmanna landsins. Einnig verður frumflutt nýtt hljómsveitarverk eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur en verk hennar, Water's Voice, vakti mikla eftirtekt á Tectonics-tónlistarhátíð SÍ árið 2015. Verk Úlfs Hanssonar var samið fyrir Fílharmóníuhljómsveit Franska útvarpsins í kjölfar þess að hann hlaut fyrstu verðlaun í flokki ungra tónskálda á Tónskáldaþinginu 2013. Doloroso eftir Atla Heimi Sveinsson er kyrrlátur huggunar- og saknaðarsöngur, og er tileinkað minningu Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar.

Breska tónskáldið Thomas Adès er einn virtasti tónlistarmaður samtímans. Hið glæsilega hljómsveitarverk hans, Polaris, er samið árið 2010. Það ber undirtitilinn „ferðalag fyrir hljómsveit“ og er innblásið af Pólstjörnunni eins og heitið gefur til kynna. Einn gagnrýnandi sagði eftir frumflutninginn að það væri „yfirgengilega fagurt“ og eru það orð að sönnu.

Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri

Þórunn Ósk Marínósdóttir einleikari

Atli Heimir Sveinsson Doloroso

Haukur Tómasson Echo chamber, víólukonsert

Kristín Þóra Haraldsdóttir Nýtt verk

Úlfur Hansson Arborescence

Thomas Adès Polaris

DANÍEL STJÓRNAR MYRKUM

Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri

Ný verk eftir Finn Karlsson, Þórunni Grétu Sigurðardóttur og Þráin Hjálmarsson

YRKJA – UPPSKERUTÓNLEIKAR

Yrkja er samstarfsverkefni Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og ýmissa tónlistarstofnana og tónlistarhópa. Verkefnið miðar að

því að búa tónskáld undir starf í faglegu umhverfi hjá hljómsveitum, hátíðum og öðrum listastofnunum.

Fyrsta Yrkju-verkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands lauk í apríl 2016 og í sama mánuði var tilkynnt um framhald þess. Fimm manna dómnefnd, skipuð tónskáldum og meðlimum SÍ, valdi tvö tónskáld til þátttöku: Finn Karlsson og Þráin Hjálmarsson. Þeir munu starfa með hljóm-sveitinni í níu mánuði og fá þannig tækifæri til að þróa færni sína í að semja fyrir hljómsveit. Auk þess hljómar á þessum tónleikum verk eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur sem tók þátt í fyrsta Yrkju-verkefninu.

Daníel Bjarnason staðarlistamaður hefur veg og vanda af verkefn-inu. Hann leiðir vinnustofur með tónskáldunum og stjórnar auk þess tónleikunum þar sem verkin hljóma fullmótuð.

Ókeypis inn og allir velkomnir.

26 2719:30 12:00

FIM

FÖS

JAN

JAN

Page 28: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

29

Á þessum tónleikum hljómar áhrifa-mikil tónlist eftir tvö lykiltónskáld frá fyrri hluta 20. aldar. Þeir Stravin-

skíj og Britten héldu báðir til Bandaríkjanna þegar heimsstyrjöldin síðari braust út, og þar urðu flest verkin á þessari efnisskrá til. Fiðlukonsert Brittens þykir eitt hans allra besta verk, með tjáningarfullri lýrík í bland við dramatísk tilþrif. Fáeinum árum síðar samdi Stravinskíj fyrsta stóra verk sitt eftir flutninginn til Bandaríkjanna, verk sem hann sjálfur kallaði „stríðssinfóníuna“ og er dekkri og kraftmeiri tónsmíð en hann hafði þá samið um nokkra hríð. Kammerkonsertinn Dumbarton Oaks er létt og áheyrilegt verk í nýklassískum stíl sem tekur mið af Branden-borgarkonsertum Bachs.

Viviane Hagner er meðal fremstu fiðluleik-ara Þýskalands. Hún hefur leikið með öllum helstu hljómsveitum heims og kemur reglu-lega fram með tónlistarmönnum á borð við Daniel Barenboim og Yo-Yo Ma. Matthew Halls er íslenskum tónleikagestum að góðu kunnur, en hann hefur stjórnað hér reglulega frá árinu 2009. Hann nýtur mikillar virðingar um allan heim fyrir túlkun sína og fékk nýverið frábæra dóma hjá helstu blöðum Berlínar fyrir flutning sinn á Jóhann-esarpassíu Bachs.

Matthew Halls hljómsveitarstjóri

Viviane Hagner einleikari

Benjamin Britten Russian Funeral

Benjamin Britten Fiðlukonsert

Ígor Stravinskíj Dumbarton Oaks

Ígor Stravinskíj Sinfónía í þremur þáttum

Tónleikakynning kl. 18:00

02 19:30

FEB

FIM

FEBRÚA

R

Page 29: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

30

Ari Eldjárn er einn fyndnasti Íslendingur sem uppi hefur verið og erfitt getur verið að hemja

brosvöðvana þegar hann fer á flug. Nú stígur hann á stokk með Sinfóníuhljómsveit Íslands, segir gamanmál sem tengjast hljómsveitinni en kynnir einnig vinsæl hljómsveitarverk sem margir þekkja úr öðru samhengi en af sinfóníutónleikum, til dæmis úr vinsælum kvikmyndum síðustu áratuga.

Hér hljóma meðal annars Allegretto-kaflinn úr sjöundu sinfóníu Beethovens (sem margir þekkja úr myndinni The King’s Speech), Dofrakonungs-kaflinn úr Pétri Gaut eftir Grieg (sem notað var með eftirminnilegum hætti í myndinni The Social Network), og Valkyrjureið Wagners, sem gerði atriði úr Apocalypse Now ógleymanlegt. Á þessum uppistandstónleikum fléttast húmor og meistaraverk tónlistarinnar saman svo að úr verður sannkölluð eðalskemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri

Ari Eldjárn kynnir og uppistandari

FEBRÚAR

0910

19:3019:30

FEBFEB

FIMFÖ

S

Page 30: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

31

Skrímslið litla systir mín, saga Helgu Arnalds, heyrist nú í fyrsta sinn í sinfónískum búningi með tónlist Eivarar Pálsdóttur. Eivør og

Halldóra Geirharðsdóttir ásamt Graduale Futuri flytja söguna í tali og tónum í útsetningu Trónds Bogasonar við myndefni Bjarkar Bjarka-dóttur. Á þessum sannkölluðu ævintýratónleikum má heyra söguna af Bjarti sem eignast litla „skrímsla“-systur sem étur mömmu og pabba. Hann ferðast alla leið út á heimsenda til að reyna að skila systur sinni og fá mömmu og pabba til baka.

Á tónleikunum má einnig heyra Gullbrá og birnina þrjá í flutningi Sinfóníuhljómsveitinnar með skemmtilegu afbrigði af brúðuleikhúsi án orða, einskonar pappírsbíói, þar sem leikmynd og brúður eru klipptar út líkt og dúkkulísur. Pappírsbíóinu, sem unnið er af Helgu Arnalds, er varpað upp á tónleikunum þannig að hlustendur geti hvílt í áhrifa-ríkum ævintýraheimi um leið og þeir njóta tónlistarinnar.

Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri

Trúðurinn Barbara kynnir og sögumaður

Eivør Pálsdóttir söngur

Graduale Futuri kór

Rósa Jóhannsdóttir kórstjóri

Eric Coates Birnirnir þrír

Eivør Pálsdóttir & Helga Arnalds Skrímslið litla systir mín

Enski píanistinn Stephen Hough er einn fjölhæfasti tónlistarmaður samtímans. Hann hefur leikið í öllum virtustu tónleikasölum heims

og varð fyrsti klassíski flytjandinn til að hljóta hin virtu MacArthur-verðlaun; auk þess hefur hann hljóðritað yfir 50 geisladiska sem hafa fengið frábærar viðtökur og meðal annars aflað honum átta Gramo-phone-verðlauna. Hann er einnig tónskáld og rithöfundur, auk þess að vera prófessor við Juilliard-skólann í New York. Í farteskinu í þetta sinn er hin fjöruga og skemmtilega Paganini-rapsódía Rakhmanínovs.

Auk þess hljóma fjórir dansar Dvořáks þar sem slavnesk sveita-stemning ríkir, og hin bráðskemmtilega fjórða sinfónía Beethovens. Jun Märkl er einn fremsti túlkandi Vínarklassíkur meðal stjórnenda samtímans, enda stjórnar hann meðal annars við Vínaróperuna á hverju starfsári.

Jun Märkl hljómsveitarstjóri

Stephen Hough einleikari

Antonín Dvorák Slavneskir dansar op. 46 nr. 1, 2, 7 og 8

Sergej Rakhmanínov Rapsódía um stef eftir Paganini

Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 4

SKRÍMSLIÐ LITLA SYSTIR MÍN

RAKHMANÍNOV OG BEETHOVEN

18 2314:00 19:30

LAU

FIM

FEB

FEB

Tónleikakynning kl. 18:00

FEBRÚA

R

Page 31: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

32

Þróun tónlistarinnar hefur alla tíð grundvallast á verkum fram-sækinna byltingarmanna sem vildu breyta bæði listinni og heiminum. Á þessum tónleikum hljóma verk eftir tvö framsækin

tónskáld 20. aldar auk Beethovens sem markaði nýja leið í tónlistinni.

Fransk-ameríska tónskáldið Edgard Varèse samdi risastór hljómsveit-arverk innblásin af nið stórborganna, en í hinu kraftmikla Density 21.5 breytir hann einleiksflautunni svo að segja í nýtt hljóðfæri. Verkið dregur heiti sitt af eðlisþyngd platínu, enda samið fyrir platínuflautu. Cage var frumkvöðull þegar kom að hinu breytta píanói þar sem skrúfur og aðrir aukahlutir eru settir milli strengja til að framkalla óvenjulegan slagverkshljóm. Hin glaðværa og skemmtilega sinfónía nr. 4 eftir Beethoven er til marks um að sá mikli byltingarmaður átti sér margar hliðar í listinni.

Jun Märkl hljómsveitarstjóri

Tinna Þorsteinsdóttir einleikari

Hallfríður Ólafsdóttir einleikari

Edgard Varèse Density 21.5

John Cage Daughters of the Lonesome Isle

Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 4

FEBRÚAR

24 18:00

FÖS

FEB

Page 32: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

33

Fáir píanóleikarar hafa hlotið þvílíkt lof síðustu ár fyrir túlkun á verkum Beethovens sem enski píanistinn Paul Lewis. Hljóðritun hans á öllum

píanósónötunum hlaut meðal annars Gramophone--verðlaun, og hann varð fyrstur til að leika alla píanó-konserta Beethovens á einni og sömu Proms-hátíðinni árið 2010. Hann vakti líka mikla athygli fyrir frábæran leik sinn í Hörpu árið 2013.

Nú mun Lewis leika alla fimm píanókonserta Beethovens á þrennum tónleikum með Sinfóníuhljóm-sveit Íslands, í mars og september 2017, og febrúar 2018. Með konsertunum hljóma sinfóníur eftir þrjá samtímamenn Beethovens sem einnig settu mark

sitt á tónlistarlífið í Vínarborg: Haydn, Mozart og Schubert.

Það er vel við hæfi að hefja þennan Beethoven-hring á konsertinum nr. 2, því hann er hinn elsti af útgefnum konsertum Beethovens hvað sem raðtölum líður. Greina má áhrif Mozarts í ljúfum og áreynslulausum hendingunum, en í hinum kraftmikla konserti nr. 3 hefur Beethoven fundið sinn eigin dramatíska tón. „Krafta-verks“-sinfónía Haydns er bæði fáguð og kraftmikil. Viðurnefni sitt hlaut hún af því að sagt var að ljósakróna hefði fallið úr loftinu meðan á flutningi hennar stóð, en til allrar hamingju ekki skaðað nokkurn mann.

Matthew Halls hljómsveitarstjóri

Paul Lewis einleikari

Joseph Haydn Sinfónía nr. 96, „Kraftaverkið“

Ludwig van Beethoven Píanókonsert nr. 2

Ludwig van Beethoven Píanókonsert nr. 3

Tónleikakynning kl. 18:00

09 19:30

MA

R

FIM

MA

RS

Page 33: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

34

Barnastundir Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa notið mikilla vinsælda. Tónlistin og lengd stundarinnar er sérstaklega sniðin að þeim hópi sem er of ungur til að sitja heila tónleika í Litla tónsprotanum.

Leiðarar á Barnastundum SÍ eru konsertmeistararnir Sigrún Eðvalds-dóttir og Nicola Lolli en kynnir er Hjördís Ástráðsdóttir, fræðslustjóri hljómsveitarinnar. Sérstakur gestur er Maxímús Músíkús.

Barnastundin er hálftíma löng og fer fram í Hörpuhorni á 2. hæð, framan við Eldborg. Gott er að taka með sér púða til að sitja á.

Í síðari Barnastund vetrarins fögnum við vorkomunni með fjölbreyttri tónlist. Gamlir gullmolar og nýjar útsetningar ungra tónskálda verða í forgrunni ásamt léttu og skemmtilegu lögunum sem eiga sinn fasta sess á þessari sannkölluðu gæðastund.

MARS

11 11:30

MA

R

LAU

SINFÓNÍUNNAR

Page 34: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

35

Rússneski píanistinn Yevgeni Sudbin hefur á undanförnum árum sópað að sér verðlaunum fyrir leik sinn. Nýlegur diskur hans með

verkum Skrjabíns var valinn diskur ársins hjá Telegraph og um leið sagði gagnrýnandi blaðsins að Sudbin væri „á góðri leið með að verða einn mesti píanisti 21. aldarinnar“. Hann flytur hér hinn guðdómlega A-dúr konsert Mozarts, þar sem skiptast á skin og skúrir með eftir-minnilegum hætti.

Osmo Vänskä þykir einn eftirtektarverðasti Beethoven-túlkandi okkar daga og hljómdiskar hans með Minnesota-hljómsveitinni hafa fengið prýðilega dóma. Hér hljómar hin dásamlega sjöunda sinfónía Beethovens, sem er ein sú fjörugasta sem hann samdi og sem Wagner kallaði „fullkomnun dansins“.

Það er enginn skortur á framúrskarandi tónskáldum í Finnlandi, en Kalevi Aho sker sig úr fyrir litríka og áheyrilega tónlist sína, sem stundum minnir á Shostakovitsj. Eitt áhugaverðasta verk úr smiðju hans síðustu ár er Minea, eins konar konsert fyrir hljómsveit þar sem hver hljóðfærahópur fær sína stund í sviðsljósinu. Verkið samdi Aho árið 2008 fyrir Minnesota-hljómsveitina og Osmo Vänskä, og fá nýleg hljómsveitarverk hafa hlotið jafn einróma lof gagnrýnenda og áheyr-enda og þetta frísklega verk sem nú hljómar í fyrsta sinn á Íslandi.

Osmo Vänskä hljómsveitarstjóri

Yevgeni Sudbin einleikari

Kalevi Aho Minea

W.A. Mozart Píanókonsert nr. 23 í A-dúr

Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 7

OSMO STJÓRNAR BEETHOVEN

Kaija Saariaho er dáð um allan heim fyrir hljómsveitarverk sín og óperur, en á verkaskrá hennar eru einnig sérlega áhrifamikil

einleiksverk. Hún samdi Sept papillons eða Sjö fiðrildi meðan hún var við æfingar á Salzburgarhátíðinni árið 2000, og tónlistin hefur hrífandi yfirbragð hins hverfula og skammvinna. Sæunn Þorsteins-dóttir hefur fengið frábæra dóma í helstu blöðum Bandaríkjanna fyrir innlifaðan sellóleik sinn og hefur m.a. leikið kammertónlist með Itzhak Perlman og Mitsuko Uchida.

Sinfónía nr. 2 eftir Sibelius er ein hans glæsilegasta tónsmíð og nýtur verðskuldaðrar hylli um allan heim. Sibelius lýsti tónsmíðavinnu sinni eitt sinn svo að það væri „sem Guð almáttugur hafi fleygt niður mósaíkflísum úr gólfi himnaríkis og beðið mig að raða þeim eins og þær voru áður.“ Sinfónían hljómar hér í flutningi Daníels Bjarnasonar, staðarlistamanns SÍ, sem einnig er listrænn stjórnandi hinnar vinsælu Föstudagsraðar.

Sinfóníuhljómsveitin fagnar því að árið 2017 er öld liðin frá því að Finnland öðlaðist sjálfstæði. Af því tilefni verður finnsk tónlist áber-andi á efnisskránni vorið 2017: verk eftir Sibelius og Saariaho hljóma á tvennum tónleikum (19. janúar og 17. mars) auk þess sem hljóm-sveitin flytur nýlegt verk eftir Kalevi Aho, sjöttu sinfóníu Sibeliusar og múmínálfarnir sívinsælu mæta á Tónsprotatónleika.

Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri

Sæunn Þorsteinsdóttir einleikari

Kaija Saariaho Sept Papillons

Jean Sibelius Sinfónía nr. 2

FIÐRILDI OG FINNSKIR SKÓGAR

16 1719:30 18:00

FIM

FÖS

MA

R

MA

R

Tónleikakynning kl. 18:00

MA

RS

Page 35: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

36

Kanadíski fiðluleikarinn James Ehnes vakti verðskuldaða athygli íslenskra tónleikagesta þegar hann lék einleik með Sinfóníuhljóm-

sveitinni í Toronto í Hörpu haustið 2014. Þessi fiðlusnillingur hefur hlotið bæði Grammy- og Gramophone-verðlaun, auk þess sem gagn-rýnendur um allan heim hafa ausið hann lofi. „Óviðjafnanlegar tónlist-argáfur“ gagði gagnrýnandi Times í Lundúnum og líkti honum við sjálfan Paganini hvað leiksnilli snerti. Ehnes mun leika hinn ljóðræna og síðrómantíska konsert bandaríska tónskáldsins Samuels Barber, sem kunnastur er fyrir tónsmíð sína Adagio fyrir strengi.

Enigma-tilbrigði Elgars eru magnþrungið hljómsveitarverk með óvenjulega sögu, því að tónskáldið neitaði alla tíð að gefa upp hvert stefið væri sem tilbrigði hans byggja á. Eitt tilbrigðanna, Nimrod, hefur notið sérstakrar hylli og margir muna eftir því úr leikritinu Abel Snorko býr einn, sem sýnt var við miklar vinsældir í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum.

Yan Pascal Tortelier hljómsveitarstjóri

James Ehnes einleikari

Markus Poschner hljómsveitarstjóriGabriel Fauré Dolly, svíta

Samuel Barber Fiðlukonsert

Edward Elgar Enigma-tilbrigðin

Anton Bruckner Sinfónía nr. 8

MARS

ENIGMA-TILBRIGÐINPOSCHNER STJÓRNAR BRUCKNER

Sinfóníur Antons Bruckners eru meðal þess glæsilegasta sem samið var fyrir hljómsveit á síðari hluta 19. aldar. Mikilfenglegur

hljómur þeirra er engu líkur, stórbrotnir tónflekar renna saman í áhrifamikla heild og ekki síst gefur hljómur málmblásturshljóðfæranna verkum hans einstakan lit og áferð. Sinfónían nr. 8, sem jafnan er talin með bestu sinfóníum Bruckners, var fullgerð árið 1890 og tileinkuð sjálfum Frans Jósef I Austurríkiskeisara. „Þessi sinfónía er krúnudjásn tónlistarinnar á vorum dögum“ sagði einn hugfanginn hlustandi og tónjöfrarnir Hugo Wolf og Johann Strauss voru á sama máli.

Sinfóníur Bruckners hljóma sjaldan hér á landi og sú áttunda hefur ekki heyrst í rúman áratug. Það er því fagnaðarefni að flutningur hennar nú verði í öruggum höndum Markusar Poschners, sem hefur stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands margoft frá árinu 2009. Það er samdóma álit manna að þessi þýski stjórnandi, sem gegnir stöðu aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitarinnar í Bremen, hafi einstakt vald á öllum blæbrigðum hljómsveitarinnar og að SÍ leiki sjaldan betur en undir hans stjórn.

23 3019:30 19:30

FIM

FIM

MA

R

MA

R

Page 36: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

37

Boris Belkin er heimskunnur fyrir tilfinningaþrunginn fiðluleik af „rúss-neska skólanum“. Hann kom fyrst

fram opinberlega aðeins sjö ára gamall og hreppti gullið í fiðlukeppni Sovétríkjanna árið 1973, en flýði skömmu síðar til Vestur-landa. Belkin hefur átt gifturíkt samstarf við Vladimir Ashkenazy um langt árabil, þeir hafa hljóðritað geisladiska saman og farið í tónleikaferðir víða um heim. Annar náinn vinur og samstarfsmaður Ashkenazys var íslenska tónskáldið Þorkell Sigurbjörnsson og á tónleikunum hljómar Mistur frá árinu 1972, sem er eitt helsta hljómsveitarverk hans.

Lokapunkt tónleikanna myndar svo hin stórfenglega fjórða sinfónía Brahms, sem er þykkt og safaríkt verk, innblásið af barokkformum og ekki síst tónlist Bachs. Með þessum flutningi lýkur „Brahms-hring“ Ashkenazys, en hann hefur nú stjórnað öllum sinfóníum meistarans á fjórum árum með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Vladimir Ashkenazy hljómsveitarstjóri

Boris Belkin einleikari

Þorkell Sigurbjörnsson Mistur

Max Bruch Fiðlukonsert nr. 1

Johannes Brahms Sinfónía nr. 4

Tónleikakynning kl. 18:00

27 19:30

APR

FIM

APRÍL

Page 37: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

38

Það gerðist ekki oft að kventónskáld 19. aldar semdu fyrir sinfóníu-hljómsveit. Karlar lögðu línurnar í tónlistarlífinu í þá daga og þeim

þótti kröftum kvenna betur varið í smærri verk sem flytja mætti innan veggja heimilisins, sönglagasmíði og píanómúsík. Fanny Mendelssohn var hámenntuð tónlistarkona en samdi aðeins eitt hljómsveitarverk, forleikinn sem nú hljómar í fyrsta sinn á Íslandi og er það kærkomið tækifæri til að kynnast betur tónsmíðum þessarar merku listakonu.

Í nýjum lagaflokki sínum tónsetur Hafliði Hallgrímsson ljóð eftir þrjú af helstu skáldum Englands á 18. og 19. öld: Samuel Taylor Coleridge, William Blake og Christinu Rosetti. Þau Helena Juntunen og John Storgårds frumfluttu verkið ásamt Skosku kammersveitinni í febrúar síðastliðnum; gagnrýnandi The Telegraph sagði verkið mynda „full-komlega sannfærandi heild“ sem væri knúið áfram af tónrænu ímynd-unarafli Hafliða og „ótrúlegu næmi“ hans á litbrigði hljómsveitarinnar.

„Ég gef gömlu meisturunum ekkert eftir“ ritaði Sibelius í dagbók sína árið 1922, fullur sjálfstrausts. Um sama leyti var hann að ljúka við 6. sinfóníu sína, fagurt og friðsælt verk sem hefur á köflum yfirbragð þjóðlaga og sálmasöngs. Stjórnandinn John Storgårds var um langt skeið aðalstjórnandi Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Helsinki og er einmitt margverðlaunaður fyrir túlkun sína á sinfóníum Sibeliusar.

John Storgårds hljómsveitarstjóri

Helena Juntunen einsöngvari

Fanny Mendelssohn Forleikur í C-dúr

Hafliði Hallgrímsson Fimm söngvar fyrir sópran og hljómsveit

Jean Sibelius Sinfónía nr. 6

Múmínálfarnir sem Tove Jansson skapaði eru mörgum afar kærir og ná vinsældir þeirra langt út fyrir heimahagana. 70 ára afmæli

þessara ástsælu álfa var fagnað í Finnlandi með útkomu Múmínálfa í söngvaferð, nýrrar söngvabókar með geisladiski, sem hlaut finnsku Emma-verðlaunin 2014. Það var Fílharmóníusveitin í Helsinki sem frumflutti Múmínálfa í söngvaferð vorið 2015 í útsetningum Matta Kallio, en það var upphafið að mikilli söngvaferð Múmínálfanna um gjörvallt Finnland. Nú flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands, fyrst hljóm-sveita utan Finnlands, þessa geysivinsælu söngva í þýðingu Þórarins Eldjárns. Með hljómsveitinni á tónleikum koma fram stórsöngvararnir Egill Ólafsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir ásamt Stúlknakór Reykjavíkur.

Litríkt og fallegt myndefni fylgir tónleikunum og þannig er hægt að fylgjast með sögunni bæði í myndum og tónum. Erkki Lasonpalo stýrir Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikunum, en hann stjórnaði einnig frumflutningi verkefnisins í Finnlandi.

MÚMÍNÁLFAR Í SÖNGVAFERÐ

FIMM SÖNGVAR OG SINFÓNÍA

MAÍ

Erkki Lasonpalo hljómsveitarstjóri

Egill Ólafsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir einsöngvarar

Stúlknakór Reykjavíkur Margrét Pálmadóttir kórstjóri

Hannele Huovi og Soili Perkiö Múmínálfar í söngvaferð

© Moomin Characters™

06 1114:00 19:30

LAU

FIM

MA

Í

MA

Í

Page 38: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

39

SINFÓ 16/17M

Johannes Brahms hafði sterka sögu-vitund og hafði sérstakt dálæti á tónlist þýskra barokkmeistara,

ekki síst verkum Bachs. Hann stjórnaði verkum hans og gerði af þeim útsetningar, en áhrifin komu einnig fram í tónlistinni sjálfri. Í lokaþætti hinnar mögnuðu fjórðu sinfóníu notar hann til dæmis stef sem upphaflega kom úr einni af kantötum Bachs, og smíðar yfir það mikilfengleg tilbrigði samkvæmt lögmálum barokktón-listarinnar. Upptakt að flutningi SÍ að þessu sinni gefur Schola cantorum, sem flytur eina af hinum stórkostlegu mótettum Bachs fyrir tvo kóra sem kallast á með eftirminnilegum hætti.

Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri

Schola cantorum kór

Hörður Áskelsson kórstjóri

Johann Sebastian Bach Komm, Jesu, komm

Johannes Brahms Sinfónía nr. 4

12 18:00

MA

Í

FÖS

MA

Í

Page 39: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

40

Hljóðfærasnillingar 19. aldar settu gjarnan saman í syrpur dáðustu aríur úr þeim óperum sem nutu

mestrar hylli; hvað tæknikröfur snertir eru þessar útsetningarnar oft á mörkum hins ómögulega. Flestar þessar syrpur eru nú öllum gleymdar, en undantekningin er hin vinsæla Carmen-fantasía spænska fiðlu-snillingsins Sarasates. Hér er að finna öll vinsælustu stefin úr óperu Bizets, í bland við tilþrifamikið virtúósaspil og fingurbrjóta. Hollenski fiðluleikarinn Simone Lamsma leikur Carmen-fantasíuna og einnig hið ljúfa og ljóðræna Poème. Lamsma hefur vakið mikla athygli síðustu ár fyrir leik sinn og gagnrýnendur hafa dáðst að „ægifögrum, fáguðum og tjáningarríkum“ leik hennar. Hún leikur á Stradivarius-fiðlu frá árinu 1718.

Fyrri hluti tónleikanna er helgaður frönskum tónskáldum en eftir hlé verður haldið lengra suður. Capriccio italien („Ítölsk gletta“) er eitt vinsælasta hljómsveitarverk Tsjajkovskíjs, samið í Róm og kryddað með léttum ítölskum götusöngvum. Kætin er einnig í fyrirrúmi í spænskum morgunsöng Ravels sem er eitt hans glæsilegasta hljómsveitarverk.

Yan Pascal Tortelier hljómsveitarstjóri

Simone Lamsma einleikari

Ambroise Thomas Mignon, forleikur

Claude Debussy Petite suite

Ernest Chausson Poème

Maurice Ravel Alborada del gracioso

Pablo de Sarasate Carmen-fantasía

Pjotr Tsjajkovskíj Capriccio italien

MAÍ

Tónleikakynning kl. 18:00

18 19:30

MA

Í

FIM

Page 40: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

41

Alina Ibragimova er einn áhugaverðasti fiðluleikari sem komið hefur fram á sjónarsviðið síðustu ár. Hún leikur jöfnum höndum

barokktónlist og nútímaverk, hefur flutt allar sónötur Beethovens og Mozarts í Wigmore Hall, og var staðarlistamaður Proms-tónlistarhá-tíðarinnar árið 2015. Yndisfagur fiðlukonsert Brahms er meðal þeirra verka hans sem oftast eru flutt, enda nær hann hér fullkomnu jafnvægi milli hins blíða og kraftmikla, hins háfleyga og jarðbundna.

Sjaldan hefur eitt tónskáld átt jafn mikið undir viðtökum einnar tónsmíðar og þegar fimmta sinfónía Dmítrjís Sjostakovitsj var frum-flutt í Leníngrad árið 1937, einu harðasta ári ógnarstjórnar Stalíns. Tónlistin er hádramatísk og margir telja sinfóníuna einhverja þá mögn-uðustu sem samin var á 20. öld.

Þessir tónleikar verða tileinkaðir minningu Björns Ólafssonar fiðluleik-ara, í tilefni þess að árið 2017 er öld liðin frá fæðingu hans. Björn var fyrsti konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitarinnar og lék Brahms-konsertinn þrívegis með sveitinni.

Yan Pascal Tortelier hljómsveitarstjóri

Alina Ibragimova einleikari

Johannes Brahms Fiðlukonsert

Dmítríj Shostakovitsj Sinfónía nr. 5

IBRAGIMOVA SPILAR BRAHMS

Sænska tónskáldið Dag Wirén var undir sterkum áhrifum frá Stravinskíj og Poulenc, samdi létta og glaðværa músík með hryn-

rænni spennu. Hann var líka sérlega fjölhæfur tónsmiður, samdi til dæmis framlag Svíþjóðar í Júróvisjón-keppnina árið 1965. Í júní 2017 mun SÍ hljóðrita disk með verkum Wiréns fyrir Chandos-útgáfuna, og af því tilefni verða haldnir hádegistónleikar þar sem áheyrendum gefst færi á að kynnast þessari áhugaverðu tónlist.

Serenaðan fyrir strengi frá árinu 1937 er vinsælasta verk Wiréns enda sérlega áheyrileg tónsmíð. Sinfónía nr. 3 er einnig glæsileg en ber þó dekkri blæ enda samin meðan á heimsstyrjöldinni síðari stóð; þar má greina áhrif Sibeliusar og jafnvel á köflum Shostakovitsj.

Hljómsveitarstjórann Rumon Gamba þarf vart að kynna; hann var aðalstjórnandi SÍ frá 2002–2010 og er ávallt aufúsugestur hér á landi.

Ókeypis inn og allir velkomnir.

HÁDEGIS- TÓNLEIKAR MEÐ RUMON GAMBARuman Gamba hljómsveitarstjóri

Dag Wirén Divertimento

Dag Wirén Serenaða fyrir strengi

Dag Wirén Sinfónía nr. 3

26 0919:30 12:00

FÖS

FÖS

MA

Í

JÚN

Tónleikakynning kl. 18:00

MA

Í / JÚN

Í

Page 41: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

42

Valdir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða aðgengilegir öllum notendum Sjónvaps Símans í

vetur. Tónleikarnir verða sendir út beint og í kjölfarið hægt að njóta þeirra í sjónvarpsþjónustu Símans

notendum að kostnaðarlausu. Lögð er áhersla á gæði í hljóð og mynd sem skilar upplifuninni sem best heim í stofu.

Saga Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Ríkisútvarps-ins er samofin og í áratugi hafa hlustendur Rásar

1 um allt land, og í seinni tíð á netinu um allan heim, getað hlustað á tónleika hljómsveitarinnar í beinni útsendingu á Rás 1. Mikil áhersla er lögð á vandaða dagskrárgerð og eru nær allir tónleikar Sinfóní-

unnar sendir út. Á undan útsendingum geta hlust-endur Rásar 1 fræðst um tónlistina og listamennina í þættinum Á leið í tónleikasal og í hléi er fræðandi og skemmtileg dagskrá. Hægt er að nálgast upptökur frá tónleikum og Á leið í tónleikasal í Sarpinum á ruv.is.

Sinfóníuhljómsveitin er með sérstaka rás á tónlist-arveitunni Spotify. Þar er m.a. að finna lagalista

tónleikaraða starfsársins þar sem hægt er að hlusta á sérvaldar upptökur af þeim verkum sem eru á efnis-skrá. Hér er því um að ræða auðvelda og skemmtilega leið til að undirbúa sig fyrir tónleika eða njóta góðrar

tónlistar með úrvals flytjendum. Auk þess geyma lagalistar Sinfóníunnar skemmtilegar upptökur með einleikurum og hljómsveitarstjórum sem heimsækja hljómsveitina, tónlist fyrir börn, íslenska tónlist fyrir hljómsveit auk tónlistar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur hljóðritað og gefið út.

STARFSEMI

Sinfóníuhljómsveit Íslands gefur reglulega út hljóðritanir, m.a. á vegum útgáfufyrirtækjanna

BIS, Chandos og Naxos. Á síðasta starfsári komu út tveir nýir hljómdiskar, annarsvegar með leik hljóm-sveitarinnar og Sigrúnar Eðvaldsdóttur og hinsvegar diskur með hátíðlegri jólatónlist í flutningi SÍ, sem m.a. var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í opnum flokki. Haustið 2016 kemur út nýr hljómdiskur hjá Ondine með hljómsveitarverkum Jóns Nordal, en hann fagnaði níræðisafmæli sínu fyrr á árinu. Einnig er væntanlegur diskur með hljómsveitarverkum eftir Daníel Bjarnason sem hljóðritaður var nýverið.

Á starfsárinu 2016/17 hljóðritar SÍ tvo diska til útgáfu á erlendum markaði. Bandaríska útgáfan Sono Luminus mun í nóvember hljóðrita disk með íslenskri hljómsveitartónlist í flutningi SÍ undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Í lok starfsársins stendur breska útgáfu-fyrirtækið Chandos fyrir upptökum á verkum eftir sænska 20. aldar tónskáldið Dag Wirén undir stjórn Rumons Gamba.

NÝJAR HLJÓÐRITANIR SÍ

SJÓNVARPS- TÓNLEIKAR

Í BEINNI Á RÁS EITT

ÖLL TÓNLISTIN Á EINUM STAÐ

sinfonia.is/sjonvarp.

Page 42: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

43

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands er öflugur vettvangur fyrir þá sem láta sig starfsemi hljóm-

sveitarinnar miklu varða. Félagið hefur í gegnum tíðina staðið fyrir tónleikakynningum, fyrirlestrum og málþingum um sígilda tónlist og hefur einnig styrkt fjárhagslega ákveðin verkefni tengd hljómsveitinni.

Starfsemi félagsins hefur mælst afar vel fyrir. Sinfóníu-hljómsveit Íslands býður vinum sínum á tónleika Ungsveitar SÍ og eina opna æfingu á starfsárinu.

Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig á sinfonia.is eða í miðasölu Hörpu.

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveitina, býður upp á fimmtán

tónleikakynningar í Hörpuhorni á starfsárinu. Hörpu-hornið opnar á tónleikadegi kl. 18:00 og gefst gestum tækifæri til að sitja í fallegu umhverfi og kaupa veitingar frá Smurstöðinni. Sjálf kynningin hefst kl.

18:20 og stendur í hálftíma. Tónleikakynningarnar eru í höndum Árna Heimis Ingólfssonar, listræns ráðgjafa hljómsveitarinnar, Sigurðar Ingva Snorrasonar, klar-ínettuleikara, Svanhildar Óskarsdóttur, rannsóknar-dósents á Árnastofnun og Sigríðar St. Stephensen dagskrárgerðarmanns.

Sinfóníuhljómsveitin heldur í tónleikaferð til Gauta-borgar og leikur í víðfrægu tónlistarhúsi borgar-

innar þann 19. apríl 2017. Á efnisskránni er Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Burleske eftir Richard Strauss og Sinfónía nr. 2 eftir Jean Sibelius. Einleikari verður Víkingur Heiðar Ólafsson en Yan Pascal Tortelier stjórnar hljómsveitinni.

Það er ómetanlegt fyrir Sinfóníuhljómsveitina að fá tækifæri til þess að spila á erlendri grund og því eru þessir tónleikar mikið tilhlökkunarefni. Þess má geta að hljómsveitin hefur aðeins einu sinni áður leikið í Svíþjóð, en það var í Stokkhólmi árið 1990.

Sinfóníuhljómsveitin opnar dyrnar að lokaæfingum á tónleikadegi allra áskriftartónleika í gulri, grænni

og rauðri röð á nýju starfsári. Hægt verður að kaupa aðgang að æfingunum í miðasölu Hörpu og á vef Sinfóníunnar. Lokaæfingin hefst kl. 9.30 en aðgangur

er takmarkaður við ákveðin sæti í Eldborg. Opnar æfingar eru tilvalið tækifæri til að dýpka upplifun og skilning á tónlistinni sem flutt er síðar á tónleikum um kvöldið.

HLJÓMSVEITIN

VINAFÉLAG SINFÓNÍUNNAR

TÓNLEIKA-KYNNINGAR

TÓNLEIKAR Í GAUTABORG

OPNAR ÆFINGAR

Árgjaldið er 3.500 krónur.

Tónleikakynningarnar eru haldnar í Hörpuhorninu á 2. hæð fyrir framan Eldborg.

sinfonia.is/aefingar

Page 43: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

44

Page 44: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

45

ÖFLUGT FRÆÐSLUSTARF

Á hverju starfsári heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands fjölmarga skólatónleika þar sem nemendum, allt frá leikskólaaldri til framhaldsskólanema, er boðið að hlusta á vandaða dagskrá í tali og tónum. Skólatónleikar hljómsveitarinnar hafa vakið verðskuldaða eftirtekt þar sem tónverk hverra tónleika eru sniðin að ákveðnum aldurshópi.

Öflugt og fjölþætt fræðslustarf er mikilvægur þáttur í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hefur verið allt frá stofnun hennar. Fræðslustarfið er í stöðugri framþróun þar sem áhersla er lögð á gæði, fjölbreytileika og samstarf. Skólatónleikar, skólaheimsóknir og leiðsögn nemendahópa er fastur liður í starfsemi hljómsveitarinnar sem einnig starfar að langtímaverkefnum með ungu fólki, bæði einleikurum og hljóðfærahópum. Þróunarverkefni af ýmsum toga eru unnin í samvinnu við skóla og lengra komna nemendur í listnámi. Hljómsveitin leggur ríka áherslu á að vera í góðum tengslum við samfélagið og heimsækir bæði stofnanir og vinnustaði og hefur átt farsælt samstarf við eldri borgara um langt skeið. Í vetur verður boðið upp á ferna glæsilega og lifandi fjölskyldutónleika Litla tónsprotans og hinar vinsælu Barnastundir sem ætlaðar eru yngstu hlustendunum.

Hægt er að nálgast allar upplýs-ingar um fræðslustarf frá lokum ágústmánaðar á sinfonia.is.

Skólar geta bókað fyrir nemendur sína á fræðsluviðburði vetrarins frá lokum ágústmánaðar 2016. Nánari upplýsingar er að finna á sinfonia.is/fraedslustarf.

Spennandi verkefni eru unnin af Sinfóníuhljómsveitinni í samstarfi við ýmsa hópa yfir lengri tímabil. Nú er að ljúka tveggja ára samstarfi við Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts og við tekur annað tveggja ára tímabil þar sem hljómsveitin mun eiga samvinnu við Skólahljómsveit Kópavogs. Hljómsveitin mun á komandi starfsári vinna að fjölmenningarverkefni tengdu vögguvísum í samvinnu við Fella- og Austurbæjarskóla ásamt innlendum og erlendum listamönnum.

Sinfóníuhljómsveitin leggur sig fram um að sækja grunnskóla, dvalarheimili og spítala heim u.þ.b. einu sinni á starfsári með fjölbreytta og áheyrilega tónlist í farteskinu.

Á opnum æfingum er framhaldsskóla- og tónlistarnemum ásamt eldri borgurum boðið að hlýða á valin verk sem oft eru kynnt af hljómsveitarstjóra eða einleikara. Nærvera við hljómsveitina og hljómsveitarstjórann er meiri – öðruvísi upplifun í miðri hljómkviðunni.

Árlega er haldin einleikarakeppni fyrir tónlistarnemendur á háskólastigi í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin fer fram á haustdögum en sigurvegarar keppninnar leika á tónleikunum Ungum einleikurum í janúar 2017 með Sinfóníuhljómsveitinni.

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands heldur sína áttundu tónleika nú í lok sept-ember. Ungsveitin flytur 5. sinfóníu Tsjajkovskíjs undir stjórn Eivinds Aadland sem stjórnar Ungsveitinni í annað sinn, en hann hefur fyrir löngu skapað sér nafn hér á landi með störfum sínum með SÍ. Hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitarinnar eru virkir í starfsemi Ungsveitarinnar og miðla af reynslu sinni og þekkingu. Ungsveitin hefur tekið þátt í Tectonics-tónlistarhátíð Sinfóníunnar og kynnst þannig ólíkri fram-setningu ýmissa tónverka og samtali hennar og áhrifum á hlustandann.

Litli tónsprotinn er röð vandaðra og glæsilegra fjölskyldutónleika. Verkefnaval tónleikanna miðast við tónleikagesti frá fimm ára aldri. Á Litla tónsprotanum kynnast börn töfraheimi tónlistarinnar á lifandi og skemmtilegan hátt.

Barnastund Sinfóníuhljómsveitarinnar er ætluð yngstu hlustendunum. Í Barnastundinni er flutt tónlist í um það bil 30 mínútur. Tónlistin og lengd Barna-stundarinnar er sérstaklega sniðin að þeim hópi sem er of ungur til að sitja heila tónleika í Litla tónsprotanum. Tvær barnastundir verða á starfsárinu. Sérstakur gestur Barnastundarinnar er Maxímús Músíkús. Aðgangur ókeypis.

SKÓLATÓNLEIKAR

BÓKANIR Á FRÆÐSLUVIÐBURÐI

ÞRÓUNARVERKEFNI

SKÓLA- OG STOFNANAHEIMSÓKNIR

OPNAR ÆFINGAR

EINLEIKARAKEPPNI

UNGSVEIT SÍ 2016

LITLI TÓNSPROTINN

FYRIR ÞAU ALLRA YNGSTU Í HÖRPUHORNI

Page 45: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

46

Page 46: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

47

HLJÓÐFÆRALEIKARAR OG STARFSMENN 2016/17

1. FIÐLASigrún Eðvaldsdóttir 1. konsertmeistariNicola Lolli 1. konsertmeistariUna Sveinbjarnardóttir 3. konsertmeistariAndrzej KleinaÁgústa María JónsdóttirBryndís PálsdóttirHildigunnur HalldórsdóttirJúlíana Elín KjartansdóttirLaufey SigurðardóttirLin WeiMargrét KristjánsdóttirMark ReedmanOlga Björk ÓlafsdóttirPálína ÁrnadóttirRósa Hrund GuðmundsdóttirZbigniew Dubik

2. FIÐLAJoaquín Páll PalomaresVera PanitchChristian DiethardDóra BjörgvinsdóttirGreta GuðnadóttirGunnhildur DaðadóttirHelga Þóra BjörgvinsdóttirIngrid KarlsdóttirJoanna BauerKristján MatthíassonMargrét ÞorsteinsdóttirÓlöf ÞorvarðardóttirRoland HartwellSigurlaug EðvaldsdóttirÞórdís Stross

VÍÓLAÞórunn Ósk MarinósdóttirSvava BernharðsdóttirEyjólfur AlfreðssonGuðrún Hrund HarðardóttirGuðrún ÞórarinsdóttirHerdís Anna JónsdóttirJónína Auður HilmarsdóttirKathryn HarrisonMóeiður A. SigurðardóttirSarah BuckleySesselja HalldórsdóttirÞórarinn Már Baldursson

SELLÓSigurgeir AgnarssonHrafnkell Orri EgilssonSigurður Bjarki GunnarssonBryndís BjörgvinsdóttirBryndís Halla GylfadóttirInga Rós IngólfsdóttirJúlía MogensenLovísa FjeldstedMargrét ÁrnadóttirÓlöf Sesselja Óskarsdóttir

BASSIHávarður TryggvasonPáll HannessonDean FerrellJóhannes GeorgssonRichard KornÞórir Jóhannsson

FLAUTAHallfríður ÓlafsdóttirÁshildur HaraldsdóttirMartial Nardeau

ÓBÓMatthías NardeauPeter Tompkins

KLARÍNETTArngunnur ÁrnadóttirGrímur Helgason Rúnar Óskarsson

FAGOTTMichael KaulartzBrjánn IngasonRúnar Vilbergsson

HORNStefán Jón BernharðssonEmil FriðfinnssonJoseph OgnibeneLilja ValdimarsdóttirFrank Hammarin

TROMPETEinar JónssonEiríkur Örn PálssonÁsgeir SteingrímssonGuðmundur Hafsteinsson

BÁSÚNASigurður ÞorbergssonOddur BjörnssonDavid Bobroff, bassabásúna

TÚBANimrod Ron

HARPAKatie Buckley

PÍANÓAnna Guðný Guðmundsdóttir

PÁKUREggert Pálsson

SLAGVERKSteef van OosterhoutFrank AarninkÁrni Áskelsson

Yan Pascal Tortelier aðalhljómsveitarstjóriOsmo Vänskä aðalgestastjórnandi Vladimir Ashkenazy heiðursstjórnandi Daníel Bjarnason staðarlistamaður

STARFSMENNFramkvæmdastjóriArna Kristín Einarsdóttir

Listrænn ráðgjafiÁrni Heimir Ingólfsson

TónleikastjóriAnna Sigurbjörnsdóttir

FræðslustjóriHjördís Ástráðsdóttir

Markaðs- og kynningarstjóriMargrét Ragnarsdóttir

VerkefnastjóriGreipur Gíslason

MannauðsstjóriUna Eyþórsdóttir

FjármálafulltrúiMargrét Sigurðsson

Nótna- og skjalavörðurKristbjörg Clausen

Umsjónarmaður nótnaJökull Torfason

SviðsstjórarGrímur GrímssonSigþór J. Guðmundsson

STJÓRNSigurbjörn Þorkelsson formaðurBryndís PálsdóttirFriðjón R. FriðjónssonJens Garðar HelgasonOddný Sturludóttir

Page 47: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

48

ELDBO

RG

SÆTA

SKIPA

N

MIÐ

ASA

LA

Miðaverð á staka tónleika í hinni nýju Föstudagsröð er 2.800 kr. Einnig er hægt að kaupa miða sem gildir á alla röðina; 6.720 kr

Athugið að almennt miðaverð gildir um flesta áskriftartónleika SÍ en miðaverð er þó mismundi eftir tónleikum og er að finna á sinfonia.is.

FÖSTUDAGSRÖÐ Í NORÐURLJÓSUM ATHUGIÐ

=

SVIÐ

1. SVALIR

2. SVALIR

3. SVALIR

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

18

19

20

21

22

23

24

25

26

27

28

1

2

3

ÁSKRIFTARKORT ALMENNT MIÐAVERÐ

SVÆÐI SVÆÐI SVÆÐIRAUÐRÖÐ

ALMENNTGULRÖÐ

GRÆNRÖÐ

TÓNSPROTINN TÓNSPROTINN

1

1+

2

3

1

1+

2

3

4

1

1+

2

3

33.040 kr.

40.320 kr.

28.560 kr.

21.840 kr.

33.040 kr.

40.320 kr.

28.560 kr.

21.840 kr.

23.600 kr.

28.800 kr.

20.400 kr.

15.600 kr.

5.900 kr.

7.200 kr.

5.100 kr.

3.900 kr.

2.500 kr.

2.700 kr.

2.700 kr.

2.300 kr.

2.300 kr.

8.640 kr.

8.640 kr.

7.360 kr.

7.360 kr.

Page 48: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

49

Hægt er að kaupa Regnbogakort með fernum tónleikum eða fleiri úr hvaða röð sem er eða utan raða. Regnbogakort veitir 20% afslátt.

50% afsláttur er af Regnbogakortum í verðsvæði 2 og 3 í Eldborg. Einnig býðst þessum aldurshópi að kaupa miða á tónleika samdægurs á 1.700 kr. gegn framvísun Skólakorts sem nálgast má í miðasölu Hörpu.

Áskrift veitir þér 20% afslátt af almennu miðaverði. Áskrifendur fá einnig 10% afslátt af viðbótarmiðum á alla tónleika. Ef keyptar eru tvær áskriftarraðir, t.d. Gul og Rauð, er veittur 25% afsláttur. Ef keyptar eru þrjár raðir, Gul, Rauð og Græn, er veittur 30% afsláttur.

Veittur er 10% afsláttur fyrir 25–50 miða en 15% fyrir fleiri en 50 miða.

Miðasala í anddyri Hörpu er opin 9–18 virka daga og 10–18 um helgar og fram að upphafi tónleika. Miða má kaupa á Netinu á sinfonia.is og harpa.is og í síma 528 50 50.

Í kjallara Hörpu eru gjaldskyld bílastæði. Athugið að bílakjallaranum er lokað á miðnætti en er opnaður kl. 7 að morgni alla virka daga og kl. 10 um helgar. Hægt er að greiða bílastæði fyrir allt tónleikaárið fyrirfram á tónleikadaga að eigin vali.

Gjafakort á tónleika Sinfóniuhljómsveitar Íslands fást í miðasölu Hörpu. Kortin eru í fallegum umbúðum og tilvalin gjöf fyrir tónlistarunnendur.

Sérstök sæti fyrir hreyfihamlaða eru á aðalgólfi og í stúku á 1. svölum.

Við hvetjum alla til að skrá sig á póstlistann á sinfonia.is og fá reglulega sendar fréttir af tónleikum og tilboðum. Einnig er hægt að gerast vinur Sinfóníunnar á Facebook, fylgja okkur á Twitter, Instagram, Youtube og Spotify.

Tónleikaskrár eru afhentar við innganga í tónleikasal. Tónleikaskrárnar eru birtar á sinfonia.is daginn fyrir tónleika.

Hægt er að nálgast upptökur frá tónleikum á sinfonia.is og ruv.is.

Endurnýjun og sala nýrra áskriftar- og Regnbogakorta hefst 9. júní.

REGNBOGAKORT

AFSLÁTTUR FYRIR 25 ÁRA OG YNGRI

ÁSKRIFTARKORT

HÓPAFSLÁTTUR

MIÐASALA

BÍLASTÆÐI

GJAFAKORT

AÐGENGI FATLAÐRA

SINFÓNÍAN Á NETINU

TÓNLEIKASKRÁR

TÓNLEIKAUPPTÖKUR

ENDURNÝJUN ÁSKRIFTA

MIÐASALA Í HÖRPU SINFONIA.IS / 528 50 50

Page 49: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

50

gamma er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Við erum stolt af samstarfi okkar við hljómsveitina og ánægð með að geta tekið höndum saman með ástríðufullu fagfólki um þetta mikilvæga starf.

www.gamma.is

Baksviðs með Sinfóníuhljómsveit Íslands� �Mæðginin Ágústa María Jónsdóttir og Stefán Jón Bernharðsson eru hluti af mikilvægri heild.

Stefán Jón: Ég var auðvitað alveg grænn fyrst þegar ég byrjaði í sveitinni fyrir fimmtán árum síðan.

Ágústa: Já, en þetta vandist fljótt og ætli þetta hafi ekki snúist við í dag, þú alir mig upp. Það er allavega stuðningur í því að vinna með fjölskyldumeðlimum.Sagt er að ákveðnar manngerðir leiki á viss hljóðfæri, eða skyldu hljóðfærin á einhvern hátt hafa mótandi áhrif á manneskjurnar?Að sitja inni í miðri hljómsveit þegar allt er komið á fulla ferð er merkileg upp lifun sem Ágústa María Jónsdóttir þekkir vel. Hún kom til starfa í Sinfóníu­

hljómsveit Íslands undir lok áttunda áratugarins. Tónlistar námið stundaði hún hér heima og í sjálfri háborg tónlistarinnar, Vín í Austurríki, þar sem menn á borð við Mozart og Beethoven sömdu verk sín forðum daga. Þó að fiðlan sé í öndvegi í sinfónískum tónverkum eru hornin engu að síður

meðal glæsilegustu hljóð færa sinfóníu hljómsveitar og einn tónlistarmannanna sem blæs í þau er Stefán Jón, sonur Ágústu.

Það er gott að vita að í hljómsveitinni komi kynslóðirnar saman með eitt markmið – að þjóna tónlistargyðjunni.

Page 50: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

9

Sinfóníuhljómsveit Íslands 2016/17

Útgefandi: Sinfóníuhljómsveit Íslands, júní 2016Ritstjóri: Margrét RagnarsdóttirTexti: Árni Heimir Ingólfsson og Hjördís Ástráðsdóttir

Hönnun og umbrot: DöðlurLjósmyndir/forsíða: Ari MaggAðrar ljósmyndir: Ýmsir

Prentun: Litróf, umhverfisvottuð prentsmiðja

Athugið að tilhögun tónleika, miðaverð og annað sem greint er frá í þessum bæklingi kann að breytast án fyrirvara. Nýjustu upplýsingar er ávallt að finna á vef Sinfóníuhljómsveitar íslands, sinfonia.is

Sinfóníuhljómsveit ÍslandsHarpa, Austurbakka 2, 101 ReykjavíkSími 545 25 00sinfonia.is

Page 51: Sinfóníuhljómsveit Íslands | Starfsárið 2016/17

10

Sinfóníuhljómsveit ÍslandsMiðasala í Hörpu / sinfonia.is / harpa.is / 528 50 50

@icelandsymphony / #sinfó

Í samstarfi við :

Aðalstyrktaraðili :